Læknaneminn 2011 (fagaðilar)

Page 1

LĂŚknaneminn

2011

62. ĂĄrgangur



Efnisyfirlit 6 Óvæntar fæðingar utan sjúkrahúsa 12 Hjálparstarf í Kenýa 14 Símtalið! 16 Alþjóðanefnd Læknanema, Hvað er að frétta? 18 Skoðun 20 Tilfelli af skurðdeild 24 Handarskoðun 30 Komuástæður á Bangsaspítala Lýðheilsufélags læknanema 32 Yfirlit yfir langvinna hjartabilun 36 Lengi lifir í gömlum glæðum 38 Holsjárhermismót læknanema 40 Tíu rauð augu 42 Blóðgjafamánuður 43 Gillz tjáir sig 46 Gellu spítalinn 2010 50 Getraun — tvífarar 51 Rannsóknarráðstefna 3. árs læknanema

Þökkum stuðninginn: Eirberg Kolbrún grasalæknir Læknasetrið

Læknaneminn, 62. árgangur • Útgefandi: Félag læknanema • Ábyrgðarmaður: Bryndís Baldvinsdóttir Ritstjórn: Bryndís Baldvinsdóttir, Helgi Þór Leifsson & Valdís Guðrún Þórhallsdóttir Uppsetning og hönnun: Helgi Loftsson • Prentun: Prentsmiðjan Oddi ehf.


Ritstjórnarpistill – Léttlyndi Læknaneminn – Bryndís Baldvinsdóttir, ritstjóri Helgi Þór Leifsson Valdís Guðrún Þórhallsdóttir

Læknaneminn kemur nú út í 62. skiptið og nú undir nýjum undirtitli. „Léttlyndi Læknaneminn“. Ástæða léttlyndisins verður rakin hér. „Af hverju er ég að þessu?“, „Hvernig lenti ég í þessu?“ Eru spurningar sem við höfum spurt okkur endurtekið síðan við byrjuðum í læknisfræði. Ástæðurnar eru ýmsar en oftast hafa þær komið upp í óþægilegum aðstæðum í gegnum námið. Má t.d. nefna fyrsta anatómíu tímann hjá Ellu Kollu þar sem nekt var nauðsyn. Verklegu efnafræðina sem var oft skrautleg og ef maður braut eitthvað þá borgaði maður það! Meinafræðitíma þar sem allt leit eins út, úps! Hvað þá vandræðalega stofuganga þar sem enginn vissi svarið, jafnvel ekki sérfræðingurinn ef vel var að gáð. Það sem þó stendur upp úr er hversu gaman það er alltaf í skólanum og hversu… hvert var aftur orðið? Hversu léttlynt það er! Þess vegna kemur „Léttlyndi Læknaneminn“ nú út. Che Guevara prýðir forsíðuna í ár. Ástæðan er einföld, hann var eitt sinn læknanemi! Að mörgu hefur þurft að huga við útgáfu blaðsins og þökkum við öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við framkvæmdina. Greinarhöfundar og myndasmiðir fá þakkir fyrir sitt framlag og sömuleiðis fá styrktaraðilar okkar þakkir. Við viljum sérstaklega þakka Sigurði Helgasyni lækni sem ákvað að styrkja okkur með upphæð sem hann fékk greidda frá lyfjafyrirtæki vegna fræðslustarfa. Undanfarin ár hefur það verið vaninn að senda lesendum blaðsins gíróseðil upp á 1.000 kr. sem fólk hefur haft val um hvort það greiðir. Við ákváðum að breyta þessu í ár og bjóða áhugasömum að styrkja „Læknanemann“ með frjálsum framlögum. Reikningsnúmerið okkar er 0311-26-005303 (kt. 530169-5109). Með fyrirfram þökkum og von um góðar og léttlyndar stundir. Ritstjórn Léttlynda Læknanemans 2011

4


Annáll Félags læknanema 2010–2011 - Ásdís Egilsdóttir, formaður Félags læknanema 2010-2011

Félag læknanema tókst á við ærin verkefni þetta starfsárið og með öflugu starfi undirnefndanna hefur félagsstarfið svo sannarlega verið fjölbreytt og skemmtilegt. Djamm er snilld! Fulltrúaráð hélt uppteknum hætti við að draga lækna­nema frá bókunum og bleyta þurrar kverkar. Árið hófst með fjörugri nýnema­ferð í Þjórsár­ver þar sem hópurinn var hristur saman og viku síðar var haldin vel heppnuð spiritus­vígsla. Fjöl­margir atburðir hafa verið á dagskrá í vetur og næstum hver einasti föstu­dagur frá­tekinn fyrir tjútt og trall; vísinda­ferðir, stelpuog stráka­kvöld, jóla­glögg, golf­mót, fót­bolta­mót og lækna­ leikar. Vel var mætt á atburði vetrarins og hafa lækna­nemar marg­sýnt að þeim er ýmis­legt fleira til lista lagt en lestur bóka. Árshátíð haldin með glæsibrag Einn af hápunktum félagsstarfsins í vetur var árs­hátíð félagsins sem haldin var 19. mars á Hótel Sögu. Þar veitti félagið hin eftir­sóttu kennslu-, heiðurs- og ung­lækna­verðlaun. Kennslu­ verð­launin féllu í skaut Tómasar Guðbjartssonar, hjarta­skurð­ læknis og prófessors, en hann þykir halda uppi líflegri kennslu í skurð­læknis­fræði auk þess að vera mikil­virkur leið­beinandi í rann­sóknar­verk­efnum lækna­nema. Heiðurs­verð­launin hlaut Þuríður Pálsdóttir, verkefnis­stjóri á HVS, en hún ásamt starfs­ fólki skrif­stofu lækna­deildar hafa unnið gott og óeigin­gjarnt starf í þágu lækna­nema undan­farin ár. Ung­lækna­verð­launin hlaut svo Ásta Dögg Jónas­dóttir sem þykir bera af hvað varðar kennslu­gleði og jákvætt við­mót. Ásta er nýfarin í sérnám í nýrna­lækningum í Brighton á Englandi og gat því miður ekki veitt verð­launum viðtöku. Félag lækna­nema óskar henni vel­ farnaðar í því starfi. Fjölbreytt fræðsla Kennslu– og fræðslu­mála­nefnd stóð sig með stakri prýði þetta starfs­árið við að fræða náms­fúsa lækna­nema. Í október hélt Axel F. Sigurðsson, hjarta­læknir, fræðslu­fund um úrlestur hjarta­línu­rita og í janúar var svo haldinn stór­skemmti­legur fræðslu­fundur með yfir­skriftinni „Hvenær fara læknar að leika Guð“ með fjöl­mörgum fyrir­lesurum. Megin­áherslan var á stofn­frumur og stofn­frumu­rann­sóknir og hvernig hægt sé að nýta þá þekkinu í lækninga­legu skyni. Í apríl var svo haldin stór­slysa­æfing þar sem sett var á svið rútu­slys og fengu lækna­ nemar að spreyta sig í hlut­verki sjúklinga og lækna. Lækna­ nemar fengu góða undir­búnings­fræðslu fyrir æfinguna og var öll umgjörð til fyrir­myndar. Blóðugur marsmánuður og smokkaherferð Lýð­heilsu­félag lækna­nema stóð fyrir Blóð­gjafa­mánuði HÍ nú í mars. Voda­fone var fengið til að styrkja verk­efnið með því að greiða 500 kr fyrir hverja blóð­gjöf og var ákveðið að ágóðinn skyldi renna til Krafts, Stuðnings­félags ungs fólks sem greinst hefur með krabba­mein. Alls söfnuðust 280 blóð­gjafir og hlaut Kraftur því 160.000 kr styrk frá Voda­fone. Efnt var til keppni á milli deilda HÍ um hver gæfi mest blóð og skemmst er frá því að segja að Félag lækna­nema gaf mest blóð en Komplex, Félag fram­halds­nema í efna­fræði og lífefna­fræði, gáfu hlut­falls­ lega mest. Blóðugum mars­mánuði lauk svo með verð­launa­ afhendingu og fjörugum tón­leikum á Háskóla­torgi.

Ástráður, For­varnar­starf lækna­nema, hefur ekki setið auðum höndum og í vetur tóku þau þátt í að endur­vekja smokka­her­ferðina frá 1986. Um hundrað þjóð­þekktir ein­ staklingar tóku þátt og er afraksturinn glæsi­legt plakat þar sem mikil­vægi smokksins er undir­strikað. Her­ferðin vakti strax athygli og vafa­laust mun hún hafa erindi sem erfiði. Mál málanna: Ráðningakerfið! Ráðninga­mál skipuðu stóran sess þetta starfs­árið. Forsaga málsins er löng en síðast­liðið vor var ljóst að brýn þörf var á að ráðningar­reglur FL yrðu endur­skoðaðar. Bæði var orða­ lagið tor­skilið og villandi auk þess sem inni­hald reglanna var ein­fald­lega úrelt. Síðast­liðið sumar hófu því núverandi og fyrr­verandi for­maður FL og núverandi og fyrr­verandi ráðninga­stjórar endur­skoðun á reglunum. Boðað var til auka­ aðal­fundar 18. október þar sem sam­þykkt var að nýtt félag, Ráðninga­félag lækna­nema, skyldi fara með ráðningar lækna­ nema í sumar­stöður og starfa eftir nýjum laga­bálki. Góð þátt­ taka var í félagið og í byrjun árs var stjórn félagsins von­góð um að félagið myndi þjóna tilgangi sínum. Í byrjun febrúar breyttist hins­vegar staðan. Þá sendi vel­ferðar­ráðu­neytið út bréf á heil­brigðis­stofnanir í landinu þar sem ítrekað var að við ráðningar í stöður hjá ríkis­stofnunum skuli farið eftir lögum auk þess sem heil­brigðis­stofnununum var gert að greina frá hvernig staðið hefði verið að ráðningum lækna­nema undan­ farin ár. Rétt er að ítreka að ráðninga­kerfi lækna­nema hefur aldrei verið dæmt ólög­legt. Í kjölfar þessa bréfs vildu fjöl­ margar heil­brigðis­stofnanir ekki nýta sér þjónustu Ráðninga­ félagsins og því útséð að Ráðninga­félagið gæti ekki þjónað tilgangi sínum. Boðað var til almenns félags­fundar Ráðninga­ félagsins þar sem greidd voru atkvæði með því sam­hljóða að Ráðninga­félagið skyldi ekki starfa þetta árið og ráðningar gefnar frjálsar. FL berst gegn niðurskurði Kjara­málin hafa einnig verið á oddinum þetta starfsárið enda mikil­vægt að standa vörð um gæði námsins á niður­skurðar­ tímum. Stjórn FL og KF ráð hafa unnið náið með deildar­ráði lækna­deildar við að finna hvernig auð­veldast sé að hag­ræða í náminu án þess þó að það komi niður á gæðum námsins. Sú vinna mun án efa skila árangri til nemenda. Óánægjuraddir kandidata og deildar­lækna á spítalanum hafa ekki farið fram hjá neinum og komu bersýni­lega í ljós í ánægju­könnun sem gerð var meðal starfs­manna LSH. Ljóst er að vinnu­álag og streita lækna á spítalanum kemur veru­lega niður á klínískri kennslu lækna­nema. Mikil­vægt er að FAL, Félag almennra lækna, og FL sameinist í þessu baráttu­máli enda sameigin­legir hags­munir í húfi. Gott starfsár að baki Að endingu vil ég þakka þeim stóra og góða hópi sem hefur tekið þátt í starfi vetrarins. Vinnan er búin að vera ein­stak­lega skemmti­leg og gefandi og mörg mál verið í eld­línunni. Félag lækna­nema er stórt félag sem gegnir mikil­vægu hlut­verki við að efla félags­leg tengsl lækna­nema en þó ekki síður að gæta hags­muna þeirra. Verk­efni næstu stjórnar Félags lækna­nema er að halda því góða starfi áfram.

5


Óvæntar fæðingar utan sjúkrahúsa Hjalti Már Björnsson, Lyf- og bráðalæknir á bráðadeild LSH Hildur Harðardóttir, Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, Yfirlæknir Kvenna- og barnasvið LSH Björn Gunnarsson, Barnalæknir og svæfingalæknir, Sjúkrahúsinu á Akureyri

Samskipti: Hjalti Már Björnsson, hjaltimb@gmail.com

Hér á landi eru árlega nokkrar óvæntar fæðingar utan sjúkrahúsa og því mikilvægt að þeir sem starfa við bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa hafi grunnþekkingu á fæðingarhjálp og umönnun nýbura. Fjallað um grunnatriði eðlilegrar fæðingar auk algengustu vandmála við óvæntar fæðingar. Einnig er farið yfir helstu atriði við umönnun og endurlífgun nýbura. Inngangur:

Á Íslandi hefur skipulögð mæðravernd verið til staðar frá því um 1950 og á svipuðum tíma færð­u st fæðingar að miklu leyti frá heim­il­um inn á fæð­ingar­ stofnanir. Í dag eru ráðgerðar heima­ fæðingar um 1% allra fæði­nga1 en auk þess fæð­a st nokkur börn óvænt utan sjúkra­húsa, oftast nær í heima­húsum eða í sjúkra­bíl. Fjöldi slíkra til­fella hefur ekki verið skráður sér­stak­lega. Það er skoð­un höf­unda að á Ís­landi sé ástæða óvæntra fæð­inga utan sjúkra­húsa í flest­ um til­vik­um ein­fald­lega sú að fæð­ingu beri brátt að og kon­an kom­ist ekki á fæð­ingar­deild í tæka tíð. Einnig kemur fyrir að kon­an hafi leynt með­göng­unni eða sé ekki með­vit­uð um hana. Tíðni vanda­m ála við óvænt­a r fæð­ ingar utan sjúkra­húsa virð­ist fara nokk­ uð eftir sam­félög­um. Þar sem mæðra­ vernd er tak­mörk­uð eru slíkar fæð­ing­ar algengari2,2,5 og meiri líkur á að ógreind heilsu­fars­vanda­mál auki veru­lega áhættu við fæð­ingu. Í yfir­grips­mik­illi rann­sókn í Ísrael á óvænt­um fæð­ing­um utan sjúkra­ húsa á 12 ára tíma­bili er að finna yfir­ lit yfir 2.328 til­vik.3 Reynd­ust um 94% þeirra eiga sér stað á leið til sjúkra­húss, en tæp­lega 6% fæð­inganna voru á bíla­ stæði sjúkra­húss­ins. Með­göngu­lengd var inn­­an við 32 vikur í 2% til­vika og 1% ný­bur­anna vóg < 1500 g við fæð­ingu. Tuttugu og níu (1%) barn­anna lét­ust, en ekk­ert þeirra var inn­an við 1500 g. Ekki var mark­tæk­ur mun­ur á út­komu fæð­ ing­anna eftir því hvort heil­brigðis­starfs­ mað­ur var við­stadd­ur eða ekki en ekki var til­greint hvaða þjálf­un við­kom­andi hafði í að sinna fæð­ing­um. Of­kæl­ing ný­bura er, líkt og búast má við, mikið vanda­m ál við óvæntar fæð­i ng­a r ut­a n sjúkra­húsa. Rann­sóknir hafa sýnt að allt að helm­ing­ur ný­bura sem fæð­ast óvænt ut­an sjúkra­húsa er of­kældur við komu

6

á sjúkra­hús4. Einn­ig er al­gengt að blóð­ sykur sé lág­ur.5 Er dánar­tíðni ný­bura sem fæð­ast með þess­um hætti breyti­ legur, allt frá 18% niður í að öll börn sem fæð­ast eftir að minnsta kosti 26 vikna með­göngu lifi.6 Lang­flestar fæð­ing­ar sem ber brátt að, þann­ig að kon­an kom­ist ekki á fæðingar­ deild, ganga vel og eng­in þörf er fyrir sér­ hæfða að­stoð. Nær­stadd­ir þurfa að taka á móti barn­inu með trygg­um hönd­um, þurrka það til að fyrir­byggja hita­tap og örva önd­un og færa svo í fang móður­ inn­ar. Þó hægt sé með vönd­uðu mæðra­eftir­ liti að spá fyrir um lík­ur á að móðir eða

barn lendi í erfið­leik­u m við fæð­ingu geta þó komið upp ófyrir­séð vanda­mál við fæð­ingu. Í slík­um til­fellum reynir á starfs­fólk neyð­ar­þjón­ustu en mikil­vægt er að þeir hafi hlot­ið góða þjálf­un til að bregð­ast við slík­um að­stæð­um. Hér á eftir er um­fjöll­un um helstu at­riði sem þarf að hafa í huga þegar barn boð­ar óvænt komu sína í heim­inn ut­an fæð­ ingar­deilda.

Mat og undirbúniningur vegna bráðrar fæðingar utan sjúkrahúsa

Þegar Neyð­ar­lín­an ræs­ir út að­stoð vegna yfir­v of­a ndi fæð­ingar eiga að fylgja í

Mynd 1: Svörunarspjald neyðarlínunnar um fæðingu.


útkalls­lýs­ingu upp­lýs­ing­ar um ald­ur og fyrri fæð­ing­ar kon­unn­ar, ásamt með­ göngu­lengd. Vita þarf hvort höf­uð hafi verið skorð­að í grind eða hvort lega fóst­ urs hafi verið þekkt við síð­ustu heim­sókn í mæðra­eftir­lit. Ef kona miss­ir leg­vatn og fyrir­sæt­ur fóstur­hluti er óskorð­aður er móður­inni ráð­lagt að leggjast á vinstri hlið og hringja á sjúkra­bíl vegna hættu á nafla­strengs­fram­falli. Einn­ig verð­ur að lýsa hversu lengi hríð­ir hafa stað­ið yfir og hversu langt er á milli þeirra. Lýsa á hvort leg­vatn­ið sé far­ið og hvort það hafi verið lit­að af barna­biki eða blóði. Neyð­ ar­verði­r 112 styðj­ast við staðl­aðar leið­ bein­ing­ar sem þeir geta veitt í gegn­um síma ef barn fæð­ist áður en lækn­ir eða sjúkra­flutn­inga­maður kemst á stað­inn, (mynd 1). Í þeim til­v ik­u m þar sem fæð­ing er talin yfir­vof­andi skal sjúkra­flutn­inga­ mað­ur kalla á lækni sér til að­stoð­ar. Séu tök á er ekki verra ef hægt er að kalla til ljós­móð­ur eða fæð­ingar­lækni, en þeg­ ar fæð­ingu ber brátt að ut­a n sjúkra­ húsa gefst sjald­an tími til að fá að­stoð þeirra sem sinna fæð­ing­um að aðal­starfi. Ef læknir og sjúkra­flutn­inga­mað­ur eru kall­aðir til vegna erfið­leika við ráð­gerða heima­fæð­ingu má bú­ast við al­var­leg­ um vanda­mál­um. Ráð­gerð heima­fæð­ing sem stöðv­ast bend­ir til undir­liggj­andi vanda­mála ólíkt óvæntri fæð­ingu sem geng­ur venju­lega hratt og ör­ugg­lega fyr­ir sig. Við út­kall vegna ráð­gerðr­ar heima­ fæðing­ar er nauð­syn­legt að fá strax allar upp­lýsing­ar um ástand móð­ur og barns og tryggja flutn­ing á fæð­ingar­stofn­un eða barna­spít­ala sem fyrst. Eitt af því mikil­væga við bráða­lækn­ ing­ar ut­an sjúkra­húsa er að hafa rétt­an bún­að. Þeg­ar sjúkra­bíll er yfir­gef­inn og farið inn í hús til að sinna fæð­andi konu þarf að hafa með­ferð­is fæð­ingar­pakka, sem ávallt er til stað­ar í sjúkra­bíln­um. Lyf til að letja eða hvetja sam­drátt legs þurfa að vera til­tæk og einnig bún­að­ur til endur­lífg­un­ar ný­bura. Tafla 1: Innihald fæðingarpakka í sjúkrabílum: Fæðingarpakki: Naflastrengsklemmur Skæri Grisjur Hreinir hanskar og lök Einnota sög Æðatöng Barnataska Belgur og maski til öndunaraðstoðar Æðaleggir Súrefni

Í fæðingarpakka eru einungis allra nauð­syn­leg­ustu hlut­ir, (tafla 1). Gott er að hafa nóg af hrein­um hand­klæð­um við hönd­ina til þess að þurrka og halda hita á barn­inu eftir fæð­ingu, ekki er verra að geyma handklæðin á heit­um ofni. Hita þarf rýmið með því að loka glugg­um og hækka á ofnum. Ef fæð­ing fjöl­b ura eða fyrir­b ura er yfir­vof­andi get­ur þurft að bregð­ast við með nokk­u ð ólík­u m hætti þar sem slíkar að­stæð­ur krefj­ast mjög sér­hæfðr­ar þekk­ing­ar og bún­að­ar. Sjúkra­flutn­ing­ ur fjöl­bura eða fyrir­bura krefst mik­ils undir­búnings og sam­h æfingar og því er nauð­syn­legt að hafa fæð­inga­lækni og barna­lækni með í ráð­um frá upp­hafi. Mögu­legt er að taka hita­k assa með í sjúkra­flug, hvort held­ur sem er í þyrlu eða flug­vél, og senda ný­bura­lækni með. Sjúkra­flugi á Vest­fjörð­um, Norð­ur– og Aust­ur­landi er sinnt frá Akur­eyri og skal ræða mögu­legt sjúkra­flug við vakt­haf­ andi flug­lækni á sjúkra­hús­inu á Akur­ eyri. Sjúkra­flugi á Vest­ur– og Suður­landi er sinnt frá Reykja­vík og lækn­um á því svæði er bent á að hafa sam­band við fæð­ ing­ar– eða barna­lækni á Land­spítala til að ræða þörf fyrir sér­hæfða að­stoð. Þegar komið er að fæð­andi konu þarf að byrja á því að meta hvort fæð­ing sé yfir­vof­andi á næstu mín­út­um og taka af­ stöðu til þess hvort að­stoð verði veitt við fæð­ingu á staðn­um eða hvort flutn­ings sé þörf. Sú ákvörð­un fer bæði eft­ir því hvort fæð­ing­in sé yfir­vof­andi og hvort hættu­merki séu til stað­ar við fæð­ing­una og eftir stað­hátt­um. Ef hríð­ir koma á tveggja til þriggja mín­útna fresti og kon­ an finn­ur fyr­ir remb­ings­þörf er lík­legt að barn­ið fæð­ist inn­an skamms. Þarf þá að þreifa leg­háls til að meta út­víkk­un, legu barns og stöðu í grind. Slík þreif­ing er ein­göngu fram­kvæmd af lækn­um og ljós­mæðr­um. Ef fæð­ing er yfir­vof­andi þarf að gera ráð­staf­an­ir til að taka á mót­ inu barn­inu á staðn­um. Með þreif­ingu er ekki að­eins hægt að fá upp­lýs­ing­ar um fram­gang fæð­ing­ar en einn­ig um óeðli­lega fóstur­stöðu eða fram­fall á nafla­streng. Slíkt ástand krefst þess að konan sé flutt með hraði á næstu fæðingar­stofn­un. Ef fyrir­sætur fóst­ur­ hluti er koll­ur og út­víkk­un er ekki lok­ið er æski­legt að hlusta eft­ir fóstur­hjart­ slætti með doppl­er. Eðli­leg tíðni fóstur­ hjart­slátt­ar er á bilinu 110–150 slög á mín­útu. Ef fæð­ing virð­ist ekki yfir­vof­ andi og tíðni fóstur­hjart­slátt­ar er eðli­leg er kon­an flutt á næstu fæðing­ar­stofn­un með for­gangs­akstri. Ef nafla­streng­ur er fram­fallinn og þreif­ast í leg­göng­um er mælt með því að ýta kolli upp úr grind til að forða þrýst­ing á streng­inn. Er það best gert með því að leggja kon­una á hlið og hafa höfuð­end­ann á sjúkra­bör­un­um flat­an eða hall­andi nið­ur. Sé töf á flutn­

ingi er æski­legt að kon­an legg­ist á grúfu á hnén þann­ig að höf­uð­ið vísi nið­ur. Einn­ig er æski­legt að þrýst sé með fingr­ um á koll barns­ins til þess að ýta hon­um frá leg­háls­inum. Gefa þarf lyf til þess að draga úr sam­drætti legs (sjá um­fjöll­un að neð­an). Nauð­syn­legt er að halda stöð­ugt við koll­inn til að létta þrýst­ingi af nafla­ strengn­um þang­að til keis­ara­skurð­ur er fram­kvæmd­ur. Ef um af­brigði­lega legu er að ræða, svo sem sitj­anda­stöðu eða þver­legu, og út­víkk­un er ekki lok­ið er mikil­vægt að flytja kon­una sem allra fyrst á fæð­ing­ ar­stofn­un. Við þess­ar að­stæð­ur þarf að koma kon­unni til fæð­ing­ar þar sem að­ staða og hæfni til frek­ari að­gerða er til stað­ar sé þess nokk­ur kostur. Hvað stað­hætti varð­ar þarf að meta t.d. hvort bera þurfi kon­u na nið­u r þröng­an stiga, hvort langt sé út í sjúkra­ bíl­inn eða lang­ur akst­ur á sjúkra­stofn­un. Versti mögu­leik­inn er að barn­ið fæð­ist í stiga eða í inn­keyrslu og því er betra að taka á móti barn­inu heima en að lenda í slíku. Ef fæð­ing er yfir­vof­andi í sjúkra­bíl á ferð er hann venju­lega stöðv­aður í veg­ kant­in­um á með­an barn­ið fæðist.

Fæðing

Þegar tekið er á móti barni er best að halda við spöng og stýra koll­in­um þann­ ig að hann komi ekki of hratt fram. Ef til vill þarf að stýra öxl­um eft­ir fæð­ingu höf­ uðs og þrýsta koll­in­um létt nið­ur þeg­ar axl­ir fæð­ast. Taka síð­an und­ir hol­hönd beggja vegna og draga barn­ið fram þar til sitj­and­inn fæð­ist. Þá er hægri hönd hald­ ið ut­an um axl­ir og vinstri hönd und­ ir sitj­anda og barn­ið lagt á ber­an kvið móð­ur­inn­ar þar sem það fær hita frá móð­ur­inni. Ef barn­ið græt­ur og svar­ar eðli­lega er nægi­legt að þurrka lítil­lega úr vit­um þess og þerra búk­inn. Blautt barn kóln­ar fljótt. Andi barn­ið ekki sjálf­krafa við fæð­ingu þarf að örva það og ef til vill að­stoða við önd­un með belg og maska. Venja hef­ur verið að nota 100% súr­efni við lífg­un ný­bura þó til séu rann­sókn­ir sem benda til tak­mark­aðs gagns af slíku um­fram lífg­un með and­rúms­lofti.7,8 Í nýj­ustu al­þjóð­legu leið­bein­ing­um um end­u r­lífg­u n, sem gefn­a r voru út árið 2010, er mælt með því að nota and­rúms­ loft til önd­un­ar­að­stoð­ar við full­burða börn (mynd 1). Fyrir­b ur­u m fædd­u m fyrir 32 vikna með­göngu­lengd þarf hins vegar að gefa auka­lega súr­efni.9 Ná­ist súr­efnis­mett­un ekki upp þrátt fyrir eðli­ lega önd­un­ar­að­stoð er þó ávallt tal­ið rétt að blása með 100% súr­efni og því nauð­ syn­legt að súr­efni sé til­tækt. Ár­ang­ur barka­þræð­inga hjá börn­um ut­an sjúkra­ húsa, fram­kvæmd­um af ein­stakl­ing­um sem ekki barka­þ ræða börn reglu­lega, hef­ur reynst tak­mark­að­ur.10 Því ber að leggja mesta áherslu á vand­aða þjálf­un

7


Mynd 5: Sitjandi fæðing búks.

Mynd 2: Fæðing fylgju með þrýstingi á leg

heil­brigðis­starfs­fólks í önd­un­ar­að­stoð með belg og maska. Þó að á ný­bura­ deild­um sé far­ið að beita virkri kæl­ingu ný­bura sem orðið hafa fyr­ir al­var­legri fóst­ur­köfn­un er samt mælt með því að ut­an fæð­ing­ar­stofn­ana sé ávallt reynt að halda hita á ný­bura.11 Varð­andi lífg­un ný­bura er vís­að í grein Þórð­ar Þor­kels­ son­ar og Atla Dag­bjarts­son­ar. 12 Strax eft­ir eft­ir fæð­ingu barns er mælt með að gefa móð­ur oxý­tós­ín 10 ein­ing­ar í vöðva eða æð til að tryggja sam­drátt í legi og þann­ig draga úr blæð­ingu. Mælt er með því að halda þétt­ings­fast við nafla­streng ná­lægt spöng og halda við leg á móti of­ an við líf­bein, sjá mynd 2 (e. contr­olled cord tract­i­on). Með þess­um hætti er flýtt fyr­ir fæð­ ingu fylgju og minna blæð­ir, en blæð­ ing eft­ir fæð­ingu er einn af al­var­leg­um fylgi­kvill­um fæð­inga. Ekki má þó toga of fast því þá auk­ast lík­ur á leg­hverfu en ef hand­bragð er rétt með þrýst­ingi of­an líf­beins eru lík­ur á leg­hverfu litl­ar. Þeg­ar leg­ið hækk­ar og verð­ur hring­laga eða nafla­streng­ur­inn leng­ist er lík­legt að fylgj­an sé að losna og þá má setja létt tog á nafla­streng­inn um leið og hald­ið er um leg á móti þang­að til fylgj­an fæð­ist.13 Ef fylgj­an kem­ur ekki þarf að létta á togi og bíða átekta með aðra hönd á streng og hina á legi of­an líf­beins. Eft­ir fæð­ingu fylgju þarf að huga að því hvort hún sé heil eða hvort fylgju­bita vanti. Ef vafi leik­ur á því er best að taka fylgj­una með á fæð­ing­ar­stofn­un og láta reynd­an starfs­ mann meta fylgj­una. Loks þarf að skoða spöng og kanna hvort ein­hver áverki hafi hlotist við fæð­ing­una. Ef merki eru um fæð­ing­ar­rifu má pakka grisj­um í leg­göng og við spöng til að stilla blæð­ingu þar til hægt að er að sauma við betri að­stæð­ur.

Mynd 3: McRoberts stelling

sjúkra­hús eða út­vega aðra að­stoð í þess­ um til­vik­um og því verða þeir sem eru á staðn­um að vita hvern­ig bregð­ast skuli við þess­um að­stæð­um. Best er að kon­an liggi al­veg flöt á borði eða í rúmi, draga síðan hné henn­ar að bringu og út til hliðar (Mc­Roberts man­ euv­er), en það opn­ar grind­ar­út­gang­inn, sjá mynd 3. Á með­an kon­an remb­ist er kolli þrýst létt nið­ur að gólfi en gæta þarf vel að toga ekki í koll­inn því það getur vald­ið tauga­skaða (Erb’s palsy). Næst má þrýsta þétt­ings­fast á kvið móð­ur of­an líf­beins til að freista þess að losa öxlina (mynd 4). Þá má reyna að snúa öxl­um barns­ins í fæð­ingar­veg­in­um eða sækja aft­ari hand­ legg en hafa ber í huga að með slík­um að­ferð­um er hætta á við­beins– og upp­ hand­leggs­broti barns. Bein­brot gróa þó ávallt vel og eru slík vanda­mál létt­væg í sam­an­burði við al­var­lega fóst­ur­köfn­un sem er óum­flýjan­leg ef fæð­ing dregst á lang­inn við þess­ar kring­um­stæð­ur.

Sitjandi fæðing

Af fæð­ing­um eft­ir fulla með­göngu­lengd eru um 3–4% sitj­andi fæð­ing­ar, en tíðn­ in eykst mjög við fyrir­b ura­fæð­ingar. Þann­ig eru um fjórð­ung­ur fæð­inga fyr­ir 28. viku sitj­andi en um 7% fæð­inga eft­ir 32 vikna með­göngu. Sitj­andi fæð­ing­um fylg­i r veru­l ega auk­i n áhætta á dauða barns. Get­ur þá bæði kom­ið til að aukn­ ar lík­ur séu á nafla­strengs­fram­falli og

Fyrirburafæðing

Axlaklemma

Við óvænta fæð­ingu ut­an sjúkra­húsa er sjaldn­ast fyrir­staða í fæð­ing­unni. Axla­ klemma verð­ur í u.þ.b. 1% fæð­inga, oft­ ar ef fæð­ing­in er lang­dreg­in og ef barn­ið er stórt og er al­geng­ari með­al kvenna með sykur­sýki. Sit­ur þá fremri öxl barns­ ins föst und­ir líf­beini móð­ur­inn­ar eft­ir að höf­uð­ið hef­ur fæðst. Axl­ar­klemma er neyð­ar­á­stand þar sem barn­ið deyr á fá­ein­um mín­út­um ef ekki tekst að losa um axl­ir. Úti­lok­að er að flytja kon­una á

8

einn­ig að höf­uð sitji fast eft­ir fæð­ingu búks, sem er minni um­fangs í fyr­ir­bur­ um og gef­u r bet­u r eftir en höf­u ð. Ef fæt­ur eru upp­slegn­ir með búk eru meiri lík­ur á að fæð­ing­in geti geng­ið vel fyr­ir sig. Hættu­leg­asta gerð sitj­andi fæð­inga er þegar fót­ur kem­ur fyrst nið­ur. Í slík­ um til­vik­um er rétt að koma kon­unni á fæð­ingar­stofn­un sé þess nokk­ur kost­ur og gefa sam­drátt­ar­letj­andi lyf á með­an flutn­ingi stend­ur. Ef taka þarf á móti barni í sitj­a ndi stöðu er væn­leg­ast að leyfa fæð­ing­unni að ger­ast án af­skipta þar til búk­ur og fót­legg­ir eru fædd­ir að öxl­um. Til greina kemur að þrýsta létt á móti sitj­and­an­um en við það þrýst­ist koll­ur að bringu sem er æski­leg staða höf­uðs. Á þessu stigi ætti aldr­ei að toga í barn­ið þ.e. gera fram­ drátt á sitj­anda. Ef fót­legg­ir fæð­ast ekki sjálf­krafa þeg­ar búk­ur er fædd­ur skal losa fót­leggi með því að beygja þá um hné. Þar sem vott barnið er hált er lagð­ ur dúk­ur yfir sitj­and­ann og hald­ið um mjaðm­ir á með­an axl­ir fæð­ast. (Mynd 5) Mjöðm­um er sveigt til vinstri og hægri, hand­legg­ur sótt­ur með því að krækja í oln­boga­bót og draga nið­ur hand­legg­inn og síð­an er vinstri hand­legg­ur sótt­ur á sama hátt með því að sveigja mjöðm­um til hægri og krækja í vinstri oln­boga­bót. Ef höf­u ð­ið fæð­ist ekki sjálf­k rafa á þessu stigi er hald­ið í fæt­ur með vinstri hönd en með hægri hönd eru tveir fing­ ur sett­ir yfir efri vör til að þrýsta kolli að bringu (Maur­ic­eau Smell­ie Veit hand­ bragð, sjá mynd 6). Við fæð­ingu höf­uðs­ins er mik­il­vægt að forð­ast að reigja höf­uð barns­ins aft­ur. Ef að­stoð­ar­mað­ur er til stað­ar þá þrýst­ir hann hönd yfir líf­bein kon­unn­ar til að ýta á eft­ir höfði barns­ins.

Mynd 4: Þrýstingur á öxl ofan lífbeins.

Fæðing fyrir 37 vikur telst fyr­ir­b ura­ fæð­ing en aug­ljós­lega eru vanda­mál­in færri eft­ir því sem með­ganga er lengra á veg kom­in. Eftir 34 vikna með­göngu er alla jafna ekki reynt að tefja fæð­ingu enda fylgi­kvill­ar barns þá í lág­marki. Við 24–34 vikna með­göngu er mikil­vægt að reyna að stöðva eða hægja á fæð­ing­unni með gjöf sam­drátt­ar­letj­andi lyfja og gefa móð­ur syk­ur­stera til að örva lungna­ þroska fóst­u rs og und­i r­b úa fyr­i r­b ur­ ann þann­ig fyrir líf ut­an móð­ur­kvið­ar. Við fyrir­sjá­an­lega fæð­ingu fyrir­bura er mikil­vægt að kalla til við­eig­andi að­stoð án tafar.


Samdráttarletjandi lyf

Til að draga úr sam­d rátt­u m má gefa ter­búta­lín (Bri­canyl®) 0,5mg undir húð eða í æð til að minnka sam­drætti í legi á með­an kon­an er flutt í for­gangs­akstri á fæð­ing­ar­stofn­un. Ann­ar val­kost­ur er kals­íum–haml­ari, t.d. ní­fedi­pín (Ada­ lat®) 20 mg, gef­ið um munn. Ef um yf­ ir­vof­andi fyr­ir­bura­fæð­ingu er að ræða og löng leið er á áfanga­stað er æski­leg­ast að nota sér­hæfð­an oxý­tós­ín anta­gón­ ista, atosi­ban (Tracto­cile®) sé það til­tækt. Lyf­ið er gef­ið sem sí­d reypi í æð. Við gjöf á at­osi­ban er til ein­föld­un­ar vik­ið frá hefð­bundn­um leið­bein­ing­um sem koma með lyf­inu. Not­að er eitt hettu­glas af atosi­ban 7,5mg/­ml, 5 ml bæði fyrir hleðslu­skammt og sí­dreypi. Inni­hald­inu (5ml) er blandað í 45 ml af 0,9% NaCl (styrk­leiki lausn­ar 0,75mg/ml). Lausn­in er dreg­in upp í 50 ml sprautu sem pass­ ar í lyfja­dælu og hleðslu­skammt­ur 9 ml (6,75 mg) gef­inn á einni mín­útu. Síð­an er sí­dreypi gef­ið í 3 klukku­stund­ir, 18 mg/­klst eða 24 ml á klukku­stund. Auka­ verk­an­ir eru fá­ar og sjald­gæf­ar en þær helstu eru: hrað­ur púls, blóð­þrýstings­ fall, höf­uð­verk­ur, ógleði og hita­steyp­ur, hár blóð­syk­ur og ert­ing á stungu­svæði. Því ætti að fylgj­ast með lífs­mörk­um á 10 mín­útna fresti fyrstu klukku­stund­ina og síð­an á klukku­stund­ar­fresti ef ástand móð­ur er stöð­ugt. Þrýst­ing­ur í slag­bili ætti ekki að fara und­ir 95 mmHg og púls ekki yf­ir 140 slög á mín­útu.

Mynd 6: Sitjandi fæðing höfuðs.

Blæðing í kjölfar fæðingar

Eftir fæð­ingu barns­ins þarf áfram að fylgj­ast ná­ið með móð­ur­inni. Blæði frá leg­göng­um þarf að bregð­ast strax við með þrýst­ingi á legið til að örva sam­drátt þess og oft dug­ir það til að stöðva blæð­ ing­una. Síð­an eru gef­in sam­drátt­ar­lyf. Við all­ar blæð­ingar er æski­legt að setja inn blá­æða­legg sem fyrst. Rétt er að fara var­lega í vökva­gjöf ef blóð­þrýst­ing­ur er inn­an eðli­legra marka, þar sem ríku­leg vökva­gjöf get­ur auk­ið blóð­tapið. Fyrst er gefið oxý­tósín í ein­u m skammti, 10 ein­ing­ar í vöðva eða æð. Ef áfram blæð­ir þá er 20–40 ein­ing­um af oxý­tósíni bland­að í 1000 ml af vökva og lausn­in gefin í sí­dreypi í æð, 100–150 ml/klst.

Dugi þessi með­ferð ekki er hægt að bæta við metýl­ergó­metr­ín (Methergin®) 0,2 mg í æð eða vöðva en frá­bend­ing er há­þrýst­ing­ur móð­ur. Næsta lyf er prost­ a­g landínlyf­i ð mísó­p rost­ó l (Cytotec®) sem má gefa um munn eða enda­þarm, allt að 0,8 mg í ein­um skammti. Sam­ hliða lyfja­gjöf er leg­ið nudd­að til að örva sam­drátt og þann­ig draga úr blæðingu. Stöðv­ist blæð­ing ekki inn­an skamms get­ur ver­ið mik­il hætta á ferð­um fyrir kon­u na og því rétt að flytja hana á sjúkra­hús með for­gangi, hafa ber þó í huga að stefna ekki ör­yggi kon­unn­ar, barns­ins og ann­arra sem eru í sjúkra­ bíln­um í hættu. Æski­leg­ast er að kon­an sé flutt á fæð­ing­ar­deild þar sem að­staða og þjálf­að starfs­fólk er til þess stöðva blæð­ing­una.

Andlegt ástand móður

Þegar verið er að að­stoða fæð­andi konu þarf að hafa í huga að líðan kon­unn­ar skipt­ir miklu máli um hvern­ig henni geng­ur að fæða barn sitt. Mikil­vægt er að tala við kon­una og út­skýra hvert skref jafn­óð­um og þau eru fram­kvæmd til að koma í veg fyrir ótta og óör­yggi. Ef það fólk sem kem­u r til að­s toð­a r er hrætt smit­ar það út frá sér til kon­unn­ar og allra sem með henni eru. Hræðsla og til­finn­ing um að hún hafi ekki stjórn á að­stæð­um auka lík­ur þess að vand­ræði komi upp. Þegar sjúkra­flutn­inga­menn og lækn­ar koma brátt á vett­vang í þess­um til­vik­ um eru þeir venju­lega klædd­ir í áber­ andi ein­kennis­fatn­að og með tal­stöðv­ar og síma. Nær­vera þeirra get­ur því haft trufl­andi áhrif á fæð­ing­una. Hlut­verk þeirra sem koma á vett­vang er tví­þætt, ann­ars veg­ar eiga þeir að sinna kon­unni og barn­inu og vera til­bún­ir til að fram­ kvæma þau inn­grip sem geta verið nauð­ syn­leg vegna vanda­mála í fæð­ing­unni. Hins veg­ar ættu þeir að forð­ast öll óþarfa inn­grip í fæð­ing­una þeg­ar hún geng­ur eðli­lega fyrir sig og geta unn­ið fum­laust þann­ig að nær­ver­an veiti kon­unni ör­ yggis­til­finn­ingu. Ef barn­ið fæð­ist á eðli­leg­an hátt, græt­ ur og sýn­ir eðli­leg við­brögð er rétt að móðir­in fái barn­ið strax í fang­ið. Lækn­ir eða sjúkra­f lutn­i nga­m að­u r sem sinna kon­unni þurfa þó að halda vöku sinni og fylgj­ast ná­ið með móð­ur og barni en jafn­framt leggja áherslu á að það trufli sem minnst eðli­lega tengsla­mynd­un for­ eldra og barns.

Tafla 2: Atosiban (Tractocile®) til að draga úr samdráttum

Hleðsluskammtur Sídreypi

Skammtur (mg) 6,75 mg 18 mg/klst.

Magn (ml) 9 ml 24 ml

Tími 1 mín. 3 klst.

Niðurlag:

Óvæntar fæðingar ut­an sjúkra­húsa eru vanda­mál sem allir lækn­ar þurfa að geta brugð­ist við, eink­um þeir sem starfa við bráða­út­köll. Al­var­leg vanda­mál eru fá­tíð en mik­il­vægt er að þeir sem vinna við bráða­þjón­ustu þekki al­geng­ustu frá­vik við fæð­ing­ar og geti brugð­ist við að­stæð­ um á rétt­an hátt. Ávallt verð­ur um fá til­vik að ræða sem hver og einn lækn­ir sinn­ir og því er nauð­syn­legt að fræðsla og þjálf­un lækna fari fram með reglu­leg­ um æf­ing­um. Þakkir fá Þórð­ur Þórkels­son og Berg­ lind Steffen­sen fyrir veitta að­stoð við yfir­lestur.

Heimildir 1

http://landlaeknir.is/?PageID=1106 Janúar 2011

2

SH Goh, L Tiah, SM Lai,S When the Stork Arri­ ves Unannounced – Seven Years of Emerg­ency Deliveries in a Non-obstetric General Hospital. Ann Acad Med Singapore 2005;34:432-6

3

Sheiner E, Hershkovitz R, Shoham-Vardi I, Erez O, Hadar A, Mazor M. A retrospective study of unplanned out-of-hospital deliveries. Arch Gynecol Obstet (2004) 269:85–88

4

Moscovitz HC, Magriples U, Mark Keissling M, Schriver JA. Care and Outcome of Out-of-hospital Deliveries. Acad Emerg Med, Vol 7;7, 757-61

5

Bateman DA, O´Bryan L, Nicholas SW, Hea­garty MC. Outcome of Unattended Out-of Hospital Births in Harlem. Arch Pediatr Adolesc Med, 1994;148:147-152.

6

Verdile VP, Tutsock G, Paris PM, Kennedy, RA. Out-of-Hospital Deliveries: A Five-Year Experience. Prehospital and Disaster Medi­cine, 1995;10(1):10-3.

7

Saugstad OD, Rootwelt T, Aalen O. Resusci­tation of asphyxiated newborn infants with room air or oxygen: an international contr­olled trial: the Resair 2 study. Pediatrics 1998;102:e1.

8

Saugstad OD, Ramji S, Vento M. Re­susci­tation of depressed newborn infants with am­bient air or pure oxygen: a meta-analysis. Biol Neonate 2005;87:27–34.

9

Nolan JP, Soar J, Zideman DA, et al. Europ­ean Resuscitation Council Guidelines for Re­susci­ tation 2010: Section 1. Executive summ­ary. Resuscitation.81(2010) 1219-1276

10 Marianne Gausche; Roger J. Lewis; Samuel J. Stratton; et al. Effect of Out-of-Hospital Pedi­ atric Endotracheal Intubation on Sur­vival and Neurological Outcome JAMA. 2000;283(6):783790 11 Hoehn T, Hansmann G, Buhrer C, Simbruner G, Gunn AJ, Yager J, Levene M, Hamrick SE, Shankaran S, Thoresen M. Therapeutic hypo­ thermia in neonates. Review of current clin­ical data, ILCOR recommendations and sugg­estions for implementation in neonatal in­tens­ive care units. Resuscitation. 78(1):7-12, 2008 Jul 12 Þórkelsson Þ, Dagbjartsson A. Endurlífgun ný­bura – klíniskar leiðbeiningar. Lækna­blaðið 2006;92:859-65 13 http://whqlibdoc.who.int/hq/2007/WHO_ MPS_07.06_eng.pdf Janúar 2011

9


Mikið mál? Minna mál með SagaPro Tíð næturþvaglát eru heilmikið mál fyrir marga karlmenn. SagaPro er náttúruvara úr íslenskri ætihvönn ætluð þeim sem eiga við þetta vandamál að etja. Með SagaPro fækkar næturferðum á salernið og þar með færðu betri hvíld.

SagaPro fæst í heilsuvöruverslunum, apótekum, stórmörkuðum og Fríhöfninni.

Náttúruvörur úr íslenskri ætihvönn www.sagamedica.is



Hjálparstarf í Kenýa

12


Við lestur þessarar greinar mælum við með því að þú setjir WakaWaka með Shakiru á play­listann þinn. Bless stofugangur, halló Afríka!

Við höfð­u m lengi tal­a ð um að okk­ ur lang­aði að fara til Kenýa í svo­kall­að Kenýa­v erk­e fni. Krepp­a n var í full­u m gangi og erf­itt fyrir blanka lækna­nema að leggja land und­ir fót. Lang­dregn­ir og þurr­ir medi­cine stofu­gang­ar ýttu okk­ur samt út í að skoða flug– og safari­ferð­ir og þá var ekki aft­ur snú­ið. Við skráð­um okk­ur sem sjálf­boða­lið­ar á heima­síðu Kenýa­verk­efn­is­ins, www. kenya-project.org. Starf­ið felst í að­stoð á heilsu­gæsl­um í fá­tækra­hverf­um Nai­ robi. Við ákváð­um að fara út um mitt sum­ar en átt­uð­um okk­ur ekki á að við vor­um að velja kald­asta tím­ann í land­ inu. Við herjuð­um síð­an á öll fyrir­tæki sem okk­ur datt í hug um styrk­veit­ing­ar og þrátt fyr­ir litla von um að fá eitt­ hvað tókst okk­ur að safna tölu­verð­um vöru– og pen­inga­styrkj­um. Við send­um vör­ur­nar út á und­an okk­ur og af­hent­ um for­svars­mönn­um heilsu­gæsl­unn­ar fjár­magn­ið þegar út var kom­ið en þeirra starf er al­gjör­lega háð fjár­fram­lög­um frá styrktar­aðil­um.

Destination: Kenya!

Eft­ir milli­lend­ingu og versl­un­ar­ferð í Lon­don var ferð­inni heit­ið áfram til Nai­ robi. Við kom­um til Kenya um kvöld, í grenj­andi rign­ingu og 10° C. Við vor­ um mjög fegn­ar að hafa ákveð­ið að taka svefn­poka með á síð­ustu stundu og Ás­dís splæsti sem bet­ur fer í síð­bux­ur í Lon­ don. Hostel­ið okk­ar var mjög huggu­legt þrátt fyr­ir að okk­ur hafi ekki al­veg lit­ist á her­berg­ið okk­ar í fyrstu. Koj­an lét eins og hún væri að hrynja í sund­ur í hvert skipti sem mað­u r and­a ði, myglu­l ykt fyllti her­berg­ið og eitt flugna­net­ið var at­að blóði. Sturt­urn­ar voru kald­ar, kló­ sett­in oft stífl­uð og hund­ar span­gól­uðu á kvöld­in. Þetta vand­ist þó allt furðu­fljótt og eft­ir nokkra daga var hostel­ið orð­ið heim­il­ið okk­ar. Lækna­nem­ar frá hin­um norð­ur­lönd­un­um sem voru með okk­ur í verk­efn­inu gistu á sama hosteli og við kynnt­umst því öll mjög vel.

Starfið á heilsugæslunni

Á morgn­anna vor­um við sótt­ar af bíl­ stjór­u m heilsu­g æsl­u nn­a r og skutl­a ð heim á hostel­ið í lok vinnu­dags. Far­ ar­kost­ur­inn voru tveir sendi­ferða­bíl­ar og iðu­l ega var ann­a r þeirra eða báð­ ir bil­að­ir. Bíl­ferð­in tók a.m.k. klukku­ tíma í brjál­aðri um­ferð­inni og þrátt fyrir kremju, hita og ryk náð­um við yfir­leitt

að blunda að­eins á leið­inni. Þeg­ar við rönk­uð­um svo við okk­ur vor­um við með dofna lík­ams­parta hér og þar og klístr­að­ ar af svita. Morgn­arnir byrj­uðu á te­drykkju með Jonah, um­s jón­a r­m anni verk­e fn­i s­i ns. Okk­ur var svo skipt nið­ur á fimm heilsu­ gæslu­stöðv­ar í fá­tækra­hverf­um Nair­obi. Starf okk­ar á heilsu­gæsl­un­um fólst að­ al­lega í því að fylgjast með. Við vor­um mjög fersk­ar í þeirri iðju enda ný­bún­ar með fjórða ár­ið. Mis­muna­grein­ing­arn­ar voru hins veg­ar tölu­vert öðru­vísi en þær sem við venj­umst hér heima. Tauga­veiki og mal­ar­ía var það helsta sem hrjáði fólk. Það sló okk­ur að sjá hversu frum­stæð­ar að­stæð­ur­nar voru sem lækn­arn­ir unnu við og hvern­ig þeir björg­uðu sér með svo lít­inn út­bún­að. Þeg­ar skort­ur var á sára­um­búð­um að þá not­aði læknir­inn plástra sem ætl­að­ir eru til að festa æða­ leggi til að búa um stungu­sár. Lyfja­skáp­ ur­inn sam­an­stóð af „triple“ penis­ill­ini og mal­aríu­lyfi og með­ferð­in við hin­um ýmsu kvill­um var skot af öðru hvoru eða báð­um í rass­inn. Rann­sókn­ar­stof­an var ein lú­in smá­sjá og nokk­ur marg­nota gler þar sem hægt var að greina mal­aríu. Við fór­u m í nokkr­a r heima­v itj­a n­ ir ásamt starfs­fólki heilsu­gæsl­unn­ar til fólks sem bjó við væg­ast sagt hörmu­leg­ar að­stæð­ur. Fjöl­skyld­ur sem bjuggu í 8 m2 báru­járns­kofa, einn eða fleiri í fjöl­skyld­ unni HIV smit­að­ur og eng­inn mat­ur til. Við feng­um einn­ig að taka þátt í ung­ barna­skoð­un og bólu­setn­ing­um, mat­ ar­gjöf­um til van­nærðra barna og fólks með HIV. Þrátt fyr­ir háa tíðni af HIV í fá­tækra­hverf­inu eru mikl­ir for­dóm­ar og van­þekk­ing á sjúk­dómn­um. Okk­ur er minnis­stæð ung stelpa, ekki eldri en 17 ára, sem var ólétt og að greinast með HIV. Hún hafði ekki hug­mynd um hvað HIV var og tók því með jafn­að­ar­geði þegar henni var greint frá því að hún væri með sjúk­dóm­inn. Við vor­um svo heppn­ar að ná að sjá fæð­i ngu. Um­s tang­i ð í kring­u m hana var tölu­vert minna en það sem við er­um vön. Eng­inn pabbi eða amma við­stödd, eng­in hlý­leg ljós­móð­ir eða huggu­leg tón­ list. Bara kald­u r bekk­u r og truntu­l eg hjúkr­unar­kona.

tek­in á strand­bæ­inn Mom­basa og eyj­una Lamu. Þar tók við al­gjör af­slöpp­un og sól­ar­geisl­arn­ir nýtt­ir til hins ítrasta.

Þakkir

Við vilj­um þakka þeim fjöl­mörgu fyrir­ tækj­um sem styrktu okk­ur; N1, Eir­berg, Þvotta­hús spít­al­anna, Groco, Rekstar­ vörur, Kaffitár, Boot camp, Acta­v is, Takk hrein­læti, Utan­ríkis­ráðu­neyt­ið og Stúd­enta­sjóð­ur. Þessi ferð var ómet­an­leg lífs­reynsla og mun seint úr minni hverfa. Við mæl­ um hik­laust með þessu verk­efni og hafi ein­hver áhuga á að fara út þá er hægt að hafa sam­band við okk­ur og for­vitn­ast frek­ar. Ásdís Egilsdóttir, ase11@hi.is Brynhildur Hafsteinsdóttir, brh5@hi.is Fríða Guðný Birgisdóttir, fgb1@hi.is

Gíraffar og gular strendur

Eft­ir tvær lær­dóms­rík­ar vik­ur á heilsu­ gæsl­un­um ákváð­u m við að taka tvær vik­ur í að ferð­ast um Kenýa. Við byrj­ uð­um á því að fara í viku­langt saf­ari þar sem við vor­um með okk­ar eig­in bíl­stjóra og gist­um í tjöld­um. Ef lýsa ætti ferð­inni væri það með þess­um orð­um: Nátt­úru­ feg­urð, villt dýra­líf, Mas­aii fólk, hoss­andi bíl­ferð­ir, ekki mögu­leiki á kló­sett­ferð­ um, ótti við að fíl­ar kæmu í tjald­búð­ir­ nar, bjór og varð­eld­ur. Eft­ir vel heppn­að saf­ari var stefn­an

13


Símtalið! Allir læknanemar kannast við þá ónotatilfinningu sem svífur að þegar þeir þurfa að hringja í vakthafandi sérfræðing. Þessi tilfinning tekur mislangan tíma að hverfa og er það einstaklingsbundið. Einhverjir ná aldrei að hrista óþægindin af sér og eru hálfnötrandi í símanum löngu eftir útskrift. Léttlyndi læknaneminn á nokkur brögð í sloppnum sem hægt er nota til að sigrast á þessum hvimleiða vanda. Fyrsta stig — Kynningin:

Þriðja stig — Sögubyrjun:

Það er algjört grundvallaratriði að byrja á að kynna sig og vera kurteis. Þegar þú kynnir þig í símann segir vakt­­hafandi sér­fræðingur nánast undantekningarlaust “Já, bless­ aður!” eða “Já sæll”. Við þetta lifna flestir upp og hugsa “Vá! Hann man eftir mér”. Þegar lækna­nemi hringir er þetta mis­skilningur í um 90% tilvika. Vakt­ hafandi sér­fræðingur man oftast nær ekkert eftir þér og myndi ekki þekkja þig í sjón. Á þessu eru þó mikil­vægar undan­tekningar, t.d. ef þú hefur verið á deild­inni hans og gerðir eitt­hvað mjög vand­ræða­legt á stofu­gangi fyrr um daginn eða þá að hann er pabbi þinn!

Létt­lyndi lækna­neminn mælir með því að fólk segi aðeins stutt­lega af fyrra heilsu­fari og högum sjúkl­ ings­ins og búi þannig til ákveðna sögu í kring­um per­ sónuna sem sjúklingurinn er.

Annað stig — Upplýsingaflæði: Nú þegar þessu fyrsta kurteisishjali er lokið er komið að alvöru málsins! Þú þarft að koma með sem mestar upplýsingar á sem stystum tíma. Það er á þessu stigi sem flestir kikna undan álaginu. Vandinn er nefni­lega sá að upp­ lýsingar­nar þurfa að vera not­hæfar og við­eigandi. Það er t.d. ekki töff að nefna skó­stærð sjúklingsins. Létt­lyndi lækna­neminn próf­aði það einu sinni og það féll í grýttan jarð­veg hjá vakt­hafandi. Ágæt regla er að byrja á að nefna aldur og kyn sjúkl­ingsins. Á þeim tíma­punkti byrjar vakt­hafandi að sjá sjúkl­inginn fyrir sér með því að tengja við einhvern sem hann þekkir, t.d. tengda­mömmu sína. Sumir segja nafn sjúkl­ingsins líka í símann við vakt­hafandi. Það getur verið ágætt. Hug­myndin á bak við það er að ýta undir frekari sam­ kennd. Best er t.d. ef sjúkl­ingur­inn heitir sama nafni og barn vakt­haf­andi. Þá ertu dottin í lukku­pottinn!

14

Fjórða stig — Sprengjan: Svo kemur „sprengjan“! Af hverju er sjúklingur­inn kom­inn? Þetta er aðal­at­riðið í sam­tal­inu og þarna kemur í ljós hvernig þú stóðst þig í því sem skiptir mestu máli. Sögu­tök­unni! Lykilatriðið á þessum tímapunkti er að muna alltaf að ef þú veist það ekki þá er það vegna þess að þú spurðir ekki um það. Ekki reyna að ljúga þig út úr því. Viður­kenndu bara mis­tök þín. Það þarf hug­rekki til að viður­kenna mis­tök.

Fimmta stig — Grillið: Eftir „sprengjuna“ er oft hætta á „grillinu“. Þetta er það sem margir óttast hvað mest. Grill á fræði­legum nótum getur þó verið mjög skemmti­legt og gjöf­ult, þ.e. ef maður veit eitthvað á annað borð. Létt­lyndi lækna­nem­inn mælir með því að fólk viti eitt­hvað. Svo er líka til eitt trix sem margir flaska á í „grilli“ við vakt­ haf­andi í gegnum síma. Það er sú staðreynd að þetta er grill í gegnum síma! Af hverju ekki að fá smá að­ stoð í slíkum að­stæð­um? Létt­lyndi ráð­leggur fólki að nota Wiki­pedia í síma­grillum.

Sjötta stig — Kveðjustundin: Undir lok sam­talsins fara báðir aðilar að vera kurt­eisir aftur, líkt og í upp­­­hafi. Þessi kurt­­eisi getur stundum orðið allt að því smeðju­leg. Létt­lyndi lækna­nem­inn ráð­leggur fólki að reyna að halda smeðju­skapnum í lág­marki.


Sparnaðarþjónusta fyrir alla VÍB veitir sparifjáreigendum og fagfjárfestum alhliða þjónustu

VÍB – Eignastýringarþjónusta Íslandsbanka er leiðandi á íslenskum markaði og veitir alhliða eignastýringar- og verðbréfaþjónustu með áherslu á fagmennsku og fræðslu.

Eigna- og lífeyrisþjónusta

Hefðbundin ávöxtun, sparnaður í áskrift, stakar fjárfestingar og lífeyrissparnaður með aðstoð sérfræðinga okkar.

Einkabankaþjónusta

Netbanki

Viðskiptavinir hafa aðgengi að eignayfirliti sínu í Netbankanum auk þess að hafa aðgang að Kauphöll og einu breiðasta sjóðaúrvali landsins fyrir þá sem stýra eignasafni sínu sjálfir. Fáðu nánari upplýsingar á www.vib.is eða pantaðu viðtal við ráðgjafa í síma 440 4900.

Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is | www.vib.is

H V Í T A H Ú S I Ð / S Í A 11 - 040 2

Viðskiptavinum sem gera ríkar kröfur býðst þjónusta sem er sniðin að þeirra þörfum. Viðskiptastjóri annast stýringu eignasafns og veitir margvíslega ráðgjöf.


Alþjóðanefnd Læknanema Hvað er að frétta?

Einar Teitur, 5. árs lækna­nemi, skrifar um Al­þjóða­nefnd lækna­nema.

Nefndin

Al­þjóðanefnd lækna­nema eða IMSIC (Ice­land­ic Medi­cal Stu­dents Int­er­nat­io­nal Comm­ ittee) hef­ur ver­ið starf­rækt við Lækna­deild Há­skóla Ís­lands frá ár­inu 1957 og hef­ur séð um skipti­nám ís­lenskra lækna­nema sem vilja kynn­ast er­lend­um spí­töl­um og menn­ingu ann­ arra þjóða. Nefnd­in er hluti af al­þjóð­legu sam­tök­un­um IFMSA (Int­er­nat­io­nal Fed­er­at­ion of Med­ical Stu­dents´ Asso­ciat­ions) sem eru ein stærstu stúd­enta­sam­tök í heimi og við­ur­ kennd sem slík af Al­þjóða­heil­brigðis­stofn­un­inni (WHO). Heima­síðu sam­tak­anna má sjá á slóð­inni www.ifmsa.org. Ásamt því að stuðla að skipti­námi lækna­nema hafa sam­tök­in 5 aðr­ar grein­ar í sinni um­sjá sem eru kennslu­mál, mann­rétt­indi og flótta­manna­hjálp, lýð­ heilsu­starf, rann­sókn­ar­skipti­nám og kyn­fræðsla. Lýð­heilsu­félag lækna­nema og Ástráð­ur, kyn­fræðsla lækna­nema, eru svo fé­lög runn­in und­an rifj­um Al­þjóða­nefnd­ar­inn­ar en þau hafa alla tíð unn­ið sitt starf sjálf­stætt. Al­þjóða­nefnd­in send­ir á hverju ári 2–3 með­limi á al­þjóð­lega ráð­stefnu í ágúst­mán­uði þar sem gerðir eru samn­ing­ar fyrir kom­andi sum­ar og svo á sam­nor­ræna ráð­stefnu nefnd­anna á Norð­ur­lönd­un­um. Þar er stuðl­að að sam­vinnu þeirra nefnda, t.a.m. varð­andi skipti­nám og hjálp­ar­starfs­verk­efn­in sem eru í raun sjálf­stæð grein inn­an al­þjóð­legu sam­takanna. 16


Skiptin

Skipti­nám hef­ur ver­ið aðal­verk­efni Al­þjóða­nefnd­ar alla tíð en um er að ræða mán­að­ar­dvöl á er­lend­um spí­tala í júlí- eða ágúst­mán­uði en ís­lensk­ir lækna­nem­ar hafa yfir 20 lönd að velja úr á ári hverju. Lönd sem vin­sælt hef­ur verið að sækja heim síð­ustu ár hafa verið Ítal­ía, Frakk­land, Spánn og Sví­þjóð en ís­lensku nem­ar­nir hafa einn­ig val­ið lönd líkt og Þýska­land, Tékk­land, Taí­land, Perú og Azer­baijan og kom­ið heim með reynslu af er­lendu heil­brigðis­starfi og góð­ar minn­ing­ar í far­ tesk­inu. Skipt­in eru oft­ast ekki met­in til náms­ein­inga held­ur hugs­ uð sem tæki­færi fyrir lækna­nema að kom­ast á deild­ir sem þeir velja sjálf­ir og hafa áhuga á að kynn­ast og eyða þá virk­um dög­ um á við­kom­andi spí­tala en stjórna ann­ars sín­um frí­tíma sjálf­ ir. Hluti af samn­ing­um Al­þjóða­nefnd­ar við er­lendu nefnd­irn­ar er að halda ut­an um nema­hóp­inn á hverj­um stað, sjá þeim fyr­ir gist­ingu, einni mál­tíð á hverj­um virk­um degi og fél­ags­starfi svo eitt­hvað sé nefnt. Þá kynn­ast nem­arn­ir öðr­um lækna­nem­ um alls­stað­ar að sem hafa val­ið sama stað fyr­ir sitt skipti­nám. Skipti­nem­arn­ir velja að sjálf­sögðu hvort og að hversu miklu leyti þeir taka þátt í skipu­lögð­um ferð­um og við­burð­um og geta hag­að sín­um tíma eins og þeir vilja. Skipt­in eru því frá­bært tæki­færi til að kynn­ast skemmti­legu fólki á spí­tal­an­um eða í sum­um til­vik­um fólki sem nem­arn­ir búa hjá en gisti­að­staða er mis­mun­andi eft­ir stöð­um. Verð skipti­náms­ins ræðst af samn­ing­um Al­þjóða­nefnd­ar sem nást við við­kom­andi land en þeir eru tvenns kon­ar. Ein­ hliða samn­ing­ur er þeg­ar ís­lensk­ur nemi fer út en eng­inn kem­ ur í stað­inn. Fyr­ir það borg­ar ís­lenski nem­inn 8.000 krón­ur ásamt gjaldi til er­lendu nefnd­ar­innar sem er í mesta lagi 350 evr­ur. Tví­hliða samn­ing­ur er þeg­ar ís­lenskur nemi fer er­lend­ is og er­lend­ur nemi kemur í staðinn á LSH. Þá borg­ar ís­lenski nem­inn 20.000 kr.

Hjálparstarfsverkefnin

Hjálp­ar­starfs­verk­efn­in er grein inn­an al­þjóð­legu sam­tak­anna sem Al­þjóða­nefnd lækna­nema hef­ur að mark­miði að setja auk­inn kraft í og kynna fyrir ís­lensk­um nem­um. Dæmi um sam­nor­rænt verk­efni sem leitt var af norsku nefnd­inni og sett á lagg­irn­ar fyrir nokkr­um ár­um er Kenýa­verk­efn­ið en nokkr­ ir hóp­ar ís­lenskra lækna­nema hafa tek­ið þátt í því síð­ustu ár. T.a.m. fóru þrjár stúlk­ur af 4. ári til Nai­robi til að vinna í fá­tækra­hverf­um borg­ar­inn­ar síð­ast­lið­ið sum­ar. Hundr­uð­ir ann­arra mis­mun­andi verk­efna eru á þess­ari stundu starf­rækt um all­an heim og því úr tals­verðri flóru að velja. Nor­rænu nefnd­irn­ar hafa nú sett upp nýja heima­síðu fyr­ir lækna­nema á Norð­ur­lönd­un­um sem hafa áhuga á að kynna sér verk­efni sem lækna­nem­ar þess­ara landa hafa tek­ið þátt í síð­ustu ár en síð­an hef­ur m.a. að geyma upp­lýs­ing­ar um verk­efn­in og reynslu­sög­ ur nem­anna. Slóð­in er www.­fino­web­.com en síð­una er sí­fellt ver­ið að upp­færa og nær von­andi sinni meintu mynd bráð­lega.

Áhuginn

Al­þjóða­nefnd­in hef­ur séð um skipti u.þ.b. 3–6 ís­lenskra nema á sumri síð­ustu ár en sú tala hef­ur í raun vak­ið undr­un er­ lendra nema sem þetta frétta þar sem mun fleiri samn­ing­ar eru í boði ár hvert. Mik­il ásókn er í þessi skipti í flest­um öðr­um lönd­um og í mörg­um til­vik­um starf­rækt punkta­kerfi þar sem nem­arn­ir þurfa að vinna fyr­ir við­kom­andi nefnd og vinna sér

inn punkta til þess að kom­ast að og vinna sér inn rétt á að velja úr lönd­um sem samn­ing­ar hafa nást við. Slíkt kerfi hefur ekki þurft hing­að til á Ís­landi því gnótt hef­ur ver­ið af val­mögu­leik­ um vegna frem­ur fárra um­sækj­enda.Mark­mið nefnd­ar­inn­ar hef­ur þau 5 ár sem und­ir­rit­að­ur hef­ur verið með­lim­ur ver­ið að auka áhuga ís­lenskra nema á skipti­nám­inu og stuðla að því að fleiri ís­lensk­ir nem­ar nýti sér skipt­in. Það tókst síð­ast­lið­ið haust þeg­ar fjöldi lækna­nema sótti aðal­fund nefnd­ar­inn­ar en á hon­um eru samn­ing­ar kom­andi sum­ars kynnt­ir ásamt því að ís­lensk­ir nem­ar sem far­ið hafa í skipti segja sína sögu. Fund­ur­ inn, sem iðu­lega hef­ur ver­ið hald­inn á Lækna­garði, hef­ur vana­ lega ver­ið set­inn af nefnd­ar­með­lim­um, nokkr­um með­lim­um FL, þeim nem­um sem íhug­að hafa skipti og ein­stakl­ing­ur­inn sem skúr­aði 3. hæð­ina á Lækna­garði hverju sinni leit stund­ um við en staldr­aði þó stutt við. Hús­vörð­ur­inn kom til þess að opna og einu sinni urðu fund­ar­menn þess heið­urs að­njót­andi að fá Sec­urit­as–mann í heim­sókn en sá hafði mest­an áhuga á því að glugg­arn­ir yrðu lok­að­ir eft­ir fund­inn og hurð­inni læst. Eft­ir tölu­verða íhug­un nefnd­ar­með­lima um hvern­ig ætti að trekkja að og virki­lega bæta kynn­ingu skipt­anna kom hug­ljóm­ un­in sem oft virð­ist svo ein­föld þeg­ar aft­ur er lit­ið. Í öðr­um hóp­um en ábyrg­um lækna­nem­um gæti hún hafa virst vafa­söm en setn­ing­in sem hljóð­aði yfir einn stjórn­ar­fund­inn síð­ast­lið­ið haust var ein­hvern veg­inn eft­ir­far­andi: „Krakk­ar, við höld­ um fund­inn bara á Hressó og verð­um með bjór!“. Reynd­ustu menn komu sér sam­an um það að ann­ar eins fjöldi hefði ein­ fald­lega ekki sést fyrr á að­al­fund­in­um og nokkr­ir nem­ar héldu dúnd­ur­kynn­ing­ar á skipt­um og hjálp­ar­starfi síð­ast­lið­inna sumra. Stemn­ing­in og fjöldi fyr­ir­spurna í að­drag­anda fund­ar­ ins gáfu til­efni til reglu­gerð­ar varð­andi um­sókn­ir um skipti til að gefa sem sann­gjarn­asta nið­ur­stöðu sæktu fleiri en einn um sama samn­ing. Reglu­gerð­in var sam­þykkt og má finna ásamt öðr­um upp­lýs­ing­um um skipt­in á heim­asíðu Al­þjóða­nefnd­ar­ inn­ar, www.hi.is/~imsic, en hana má vafa­laust betr­um­bæta á næsta fundi eftir reynslu þessa starfs­árs. Vit­und­ar­vakn­ing­in virð­ist hafa skil­að sér en næsta sum­ar munu 17 ís­lensk­ir lækna­nem­ar leggja leið sína til Frakk­lands, Ítal­íu, Spán­ar, Tékk­lands, Rúss­lands, Tat­ar­stans, Hol­lands, Tyrk­lands, Tæ­lands, Taí­vans og Egypta­lands. Al­þjóða­nefnd­in mun svo, líkt og fyrri ár, taka á móti um 20 er­lend­um nem­um sem koma á LSH.

Viðtal

Und­ir­rit­að­ur náði tali af Sól­veigu Sig­urð­ar­dótt­ur, 5. árs lækna­ nema sem fyr­ir tveim­ur ár­um fór í skipti til Frakk­lands á heila– og tauga­skurð­deild: E: Hvað segirðu Sólveig, var ferðin til Frakklands málið? S: Já haha, uuu já, bæði náms­lega séð og lífs­lega. Ég fór í froðu­ partý og datt í sund­laug. Ég sá líka að­gerð­ir á park­in­sons­ sjúkling­um þar sem raf­skaut­um var kom­ið fyr­ir í heil­an­um, massa­kúl. Lýsandi svar Sólveigar gaf ekki tilefni til frekara viðtals. Alþjóðanefnd er að frétta, Einar Teitur Björnsson, formaður Alþjóðanefndar læknanema

17


Skoðun

Agnes Björg Gunnarsdóttir, læknanemi á 5.. ár: Borðarðu plokkfisk með rúgbrauði eða án? „Mér finnst plokkfiskur vondur.“

Unnur Lilja Þórisdóttir, læknanemi á 5. ár: Brettirðu upp á ermarnar á sloppnum? „Já, annan hvern dag. Ermarnar eru uppi þegar ég er í góðu stuði.“

Anna Kristín Höskuldsdóttir, 5. ár: Hefurðu prófað að setja sónar-gel í hárið? „Já… og það er betra en Silver“

Kristrún Erla Sigurðardóttir, 4. ár: Hvort ertu meira fyrir hvíta eða svarta sokka? „Ég er nú bara í bæði í dag.“

Anna Sigurðardóttir, 5. ár: Hefurðu farið nærbuxnalaus í ‘scrub ‘inn á skurðstofu? „Nei… og það er ekki á fimm ára planinu.“

18


Íris Ösp Vésteinsdóttir, 5. ár: Hvaða uppgötvun í læknisfræði hefur valdið mestum straumhvörfum? „Ég þarf einhverja daga í að hugsa þetta.“

Helga Þráinsdóttir 2. ár: Hver er uppáhaldsminnisreglan þín? „Arachidonic acid er omega-6. Arachidon er næstum því eins og kónguló á latínu og þegar fólk er „having sex“ þá eru átta angar eins og á kónguló.“


Tilfelli af skurðdeild Halldór R. Bergvinsson, læknanemi

Saga núverandi veikinda:

84 ára gam­all mað­ur leit­ar til heim­ilis­ lækn­is vegna göngu­erfið­leika sem hafa verið að hrjá hann í nokk­ur ár. Hann kvart­ar um göngu­ó­reglu sem hann segir lýsa sér best „eins og hann sé sí­fellt und­ ir áhrif­um áfeng­is“. Síð­ar fór hann að finna fyr­ir svima, jafn­væg­is­leysi og jafn­ vel ógleði. Spurð­ur út í önn­ur vanda­ mál segist hann taka eft­ir því að hann þurfi nú oft­ar á kló­sett og sé hon­um mál þurfi hann taf­ar­laust að finna kló­sett. Hann fari helst ekki út úr húsi nema vera viss um hvar næsta kló­sett sé að finna. Einn­ig seg­ist hann hafa fund­ið fyrir vax­ andi skamm­tíma­minnis­leysi und­an­farna mán­u ði. Hann muni ekki hvað hann gerði deg­in­um áður. Heilsufarssaga: 1 Heila­b læð­i ng fyrir 11 ár­u m. Fékk hægri helft­ar­löm­un og mál­stol en það hefur að mestu gengið til baka. 2 Krabbamein í blöðru­háls­kirtli, greint fyrir 4 ár­um. Hef­ur farið í lyfja- og geisla­með­ferðir. 3 Háþrýstingur. Verið á lyfjameðferð. 4 Gáttatif, greint fyrir 2 árum. Verið á lyfja­meðferð. 5 Slitgigt. Fengið gervilið í vinstra hné en er farinn að fá aftur einkenni frá því hné. Einnig er hægra hnéð orðið lélegt. 6 Kæfisvefn greindur fyrir 1 ári. Notar svefn­önd­un­ar­tæki (CPAP).

Fjölskyldusaga:

Saga um sykur­sýki, há­þ rýst­ing og blöðru­háls­krabba­mein hjá fjöl­skyldu­ með­lim­um. Núverandi lyf: Imdur 30 mg Oropram 40 mg Omnic 0,4 mg Vesicare 5 mg Seloken zoc 47,5 mg Skoðun: Ung­legur mað­ur og gef­ur ágæta sögu. Átt­að­ur á stað og stund. Ný­lega skor­að 28–30 á vit­rænu mati (MMSE). Hann er fljót­ur að standa upp úr stól og með­ hreyf­ing­ar eru hrað­ar. Geng­ur rösk­lega en nokk­uð breið­spora en stutt­skrefa og lyft­ir ekki fót­um upp af gólfi. Nokk­uð ör­ugg­ur við snún­ing. Klár­ar vel Rom­ berg. Annað í skoðun er ómarkvert.

Rannsóknir:

Tekin er tölvu­sneið­mynd (CT) af höfði.

20

Mynd 1

Sjá mynd 1. Mynd­in sýn­ir víkk­un á heila­ hólf­um án veru­legr­ar rýrn­un­ar heila­vefj­ ar. Þá sá­ust lág­þéttni­breyt­ing­ar í hvíta efn­inu við fram­horn hlið­ar­heila­hólfa.

Niðurstöður:

Klíník og rann­sókn­ir benda til vatns­ höf­u ðs með eðli­l eg­a n inn­a n­k úpu­ þrýst­ing (Normal press­ure hydro­ceph­ alus – NPH). Til nán­ari upp­vinnslu er mænu­vökvi dreg­inn úr mænu­göng­un­ um (TAP–próf). Sjúkl­ing­ur er lát­inn í staðl­að göngu­próf (TUG) þar sem hann þarf að fram­kvæma fyrir­fram ákveðn­ar æf­ing­ar á tíma. Þá eru tæmd­ir út 30 ml af mænu­vökva með ástungu á mænu­göng­ um. Sjúkl­ing­ur er svo lát­inn fram­kvæma sömu göngu­æf­ing­ar og at­hug­að hvort sjúkl­ing­u r sýni fram­för eft­ir að hluti mænu­vökv­ans hef­ur ver­ið fjar­lægð­ur. TAP–próf sýndi 10–15% bæt­ingu í öll­ um æf­ing­u m. Á næstu 24 klst. sýndi sjúkl­i ng­u r fram­f ör með minnk­u ð­u m ein­kenn­um, en eft­ir það fór allt í sama farið. Þess­ar nið­ur­stöð­ur studdu þá vinnu­ grein­i ngu að sjúkl­i ng­u r­i nn þjáist af NPH.

Umræður:

Vatns­höf­uð með eðli­leg­um inn­an­kúpu­ þrýst­ingi er heiti til að lýsa ástandi þar sem ald­urs­tengd víkk­un er á heila­hólf­

Mynd 2: Mynd A) sýnir heila­rýrn­ un vegna Alz­heim­er sjúk­dóms en mynd B) sýn­ir TS mynd af heila sjúkl­ings með NPH.

um en eðli­leg­ur vökva­þrýst­ing­ur inn­an þeirra. Or­sök þessa er óþekkt. Þessi teg­ und vatns­höf­uðs er frá­brugð­in teppu­ vatns­höfði (ob­struct­ive hydro­ceph­alus) að því leyti að ekki er þrýst­ings­hækk­ un inni í heila­hólf­um. Þetta er því eitt form tengi­vatns­höf­uðs (comm­uni­cat­ing hydro­cephal­us). NPH hef­ur ver­ið flokk­að­ur í frum­kom­ið (prim­er) og síð­kom­ið (sec­und­er) form. Síð­kom­ið er frá­brugð­ið frum­komnu að því leiti að hægt er að tengja eitt­hvað at­v ik sjúk­d ómn­­u m t.d. höf­u ð­á verka, heila­himnu­bólgu eða utan­skúms­blæð­ ingu1.

Faraldsfræði

Fáar rann­sóknir eru til um far­alds­fræði NPH og er því erf­itt að henda reið­ur á al­gengi eða ný­gengi sjúk­dóms­ins. Sýnt hefur verið fram á töl­ur allt frá 1,8 á hverja 100.000 íbúa til 2,2 fyrir hverja 1.000.000 íbúa2. Rann­sókn í Þýska­landi sýndi fram á 0,41% al­gengi NPH með­al ein­stakl­inga 65 ára og eldri3.

Greining

NPH ein­kenn­ist af klass­ískri þrenn­ ingu göngu­erfið­leika (gait diffi­culty), minn­i s­t rufl­a na (de­m ent­i a) og bráðra þvag­e in­k enna 4,5. Ein­k enn­in geta þó kom­ið mis­mik­ið fram eft­ir ein­stakl­ing­ um og grein­ing­in því oft ver­ið erf­ið. Göngu­erf­ið­leik­un­um er oft lýst sem seg­ ull sé í skón­um (magn­etic gait). Skref­in verða hæg, stutt og út­skeif. Sjúkl­ing­ ur­inn verð­ur breið­spora auk þess sem hann hall­a r sér fram. Þvag­e in­k enn­i n hefj­ast oft sem bráð þvag­láta­til­finn­ing auk tíðra þvag­láta en síð­ar í sjúk­dómn­ um fá sjúkl­i ng­a r þvag­l eka. Þvag­e in­ kenn­in eru tal­in tengj­ast því að heila­ hólfa­stækk­un­in teyg­ir sig í tauga­þræði sem liggja sam­h liða heila­h ólf­u n­u m, sér­stak­lega fram­horni hlið­ar­heila­hólf­ anna. Með því minnka haml­andi boð til þvag­blöðr­unn­ar. Minnis­trufl­anirn­ar koma fram sem breyt­ing­ar í fasi, trufl­ un á rýmis­skynj­un, vinnslu nýrra upp­ lýs­inga, skamm­tíma­minnis­leysi ásamt öðr­um ein­kenn­um1. Svimi sem sjúkl­ing­ ur­inn tel­ur upp í sjúkra­sög­unni er ekki dæmi­gerð­ur hring­svimi (rota­tory) held­ ur skýr­ist hann af göngu­trufl­un­un­um og skynj­un líkt og jörð­in und­ir fót­um hans sé á hreyf­ingu. Svimi til­heyr­ir því ekki grein­ing­ar­skil­merkj­um sjúk­dóms­ins. Mynd­grein­ing er mik­il­væg til að greina NPH. Seg­ul­óm­rann­sókn er tal­in besta rann­sókn­in til að greina NPH en tölvu­ sneið­mynd er ásætt­an­leg. Þann­ig er hægt


næstu 24 klst. Svari sjúkl­ing­ur­inn próf­ inu vel get­ur ver­ið að að­gerð­in muni skila ár­angri. Létti göngu­erf­ið­leik­un­um í kjöl­far TAP prófs­ins, þ.e. göngu­hraði auk­ist og fall­hætta minnki, bend­ir það til þess að skurð­að­gerð geti haft góð áhrif. Það sem verra er að TAP próf hafa há falsk–neikvæð gildi og því ekki ör­uggt að að­gerð­in skili ár­angri.

Mynd 3: Heila­hólfs–líf­himnu­hols leggur lífbeins.

að sjá stækk­un heila­hólfa án rýrn­un­ar á heila­vef, en rýrn­un­in væri áber­andi á skor­um (sulci) heil­ans (sjá mynd 2). Auk þess er hægt að at­huga hvort flæði heila– og mænu­v ökva sé óhindr­a ð. Víkk­u n verð­ur á fram­horn­um hlið­ar­heila­hólf­ anna sem og víkk­un á hjarna­vatns­rás (cere­bral aque­duct) og þriðja heila­hólfi. Einn­ig verða breyt­ing­ar á hvíta efni heil­ ans í kring­um heila­hólf­in sem teng­ist oft blóð­þurrð í litl­um æð­um2,4.

Mismunagreiningar

Mikil­vægt er að huga að mis­muna­grein­ ing­um fyrir NPH. Alz­heim­er sjúk­dóm­ ur­inn er ein af mis­muna­grein­ing­um við NPH en Alz­heim­er sjúk­dóm­ur­inn veld­ ur ekki göngu­trufl­un­um. Lík­legri grein­ ing væri Lewy sjúk­dóm­ur­inn þar sem fram koma vit­glöp og göngu­trufl­an­ir en þeim sjúk­dómi fylgja oft of­skynj­an­ir sem fyrir­finn­ast ekki í NPH. Erf­ið­ara reyn­ist þó að greina á milli NPH og Park­in­sons sjúk­dóms­ins. Göngu­trufl­an­irn­ar í þess­ um sjúk­dóm­um eru svip­aðar og eng­ar traust­ar að­ferð­ir þekkt­ar til að greina á milli þeirra. Þó er þekkt að Park­in­sons sjúk­dóm­ur­inn get­ur kom­ið fram ein­ ung­is á ann­arri hlið lík­am­ans á meðan ein­kenni NPH koma fram beggja vegna1. Aðrir sjúk­dóm­ar sem koma til greina eru út­tauga­kvilli (peri­pher­al neuro­pathy), mænu­ganga­þrengsli (spin­al sten­os­is), sjúk­dómar í önd (vesti­bul­ar di­seas­es) ásamt fleirum2.

Meðferð

Með­ferð NPH felst í skurð­að­gerð sem getur haft mikl­ar og lang­var­andi af­leið­ ing­ar fyr­ir sjúk­ling­inn. Því er mik­il­vægt að vera viss um að að­gerð­in muni hjálpa sjúkl­ingn­um. Með­ferðin felst í því að veita heila– og mænu­v ökva úr heila­ hólf­un­um og inn í önn­ur lík­ams­hol 6. Til að kanna hvort þessi að­gerð muni skila sjúkl­ingn­um ár­angri er gert TAP próf. Þá eru um 30–100 ml af mænu­ vökva tek­in út með mænu­ganga­stungu og fylgst með ein­kenn­um sjúkl­ings­ins

Al­geng­ast er að setja svo­kall­að­an heila­ hólfa–líf­h imnu­h ols­l egg (ventri­c uloperi­ton­eal shunt) (sjá mynd 3) á milli eins hlið­ar­heila­hólfs og líf­himnu­hols­ins og veita á þann hátt heila– og mænu­ vökv­an­um úr heila­hólf­un­um6,7. Aðr­ar leið­ir eru þó fær­ar s.s. að veita vökv­an­ um inn í hægri gátt hjart­ans eða inn í fleiðru­hol­ið. Flæði vökv­ans er svo stýrt með ventli. Mis­m un­a ndi teg­u nd­i r af ventl­um fyr­ir­finn­ast og al­gengt er í dag að setja vent­il sem hægt er að stilla mót­ stöðu með segli sem bor­inn er upp að ventl­in­um. Fylgi­k vill­a r að­g erð­a r­i nn­a r geta ver­i ð heila­blæð­ing, ut­an­skúms­blæð­ing, mar­ gúll (hema­toma), sýk­ing­ar, of­tæm­ing heila– og mænu­vökva ofl.1,2 Að­gerð­in virð­ist þó hjálpa u.þ.b. 70–80% sjúkl­inga með minnk­u ð­u m göngu­e rf­i ð­l eik­u m, betra minni og minnk­uð­um þvag­ein­ kenn­um4. Þar sem þau grein­ing­ar­próf sem við höf­um yf­ir að ráða í dag eru ekki full­kom­in er erf­itt að segja til um hverj­ ir hljóta bata eftir að­gerð. Ef sjúkl­ing­ur hef­ur ein­kenni eft­ir að­gerð og bú­ið er að úti­loka lok­un á heila­hols–­líf­himnu­hols leggn­um er lík­legt að sjúk­dóms­grein­ing­ in hafi ekki ver­ið rétt eða skemmd­ir af völd­um sjúk­dóms­ins séu ein­fald­lega það mikl­ar að þær séu óaft­ur­kræfar.

Heimildir:

1 Diamanto Tsakanikas NR. Normal Pressure Hydrocephalus. SEMINARS IN NEUROLOGY 2007;27. 2 Gallia GLR, D.; Williams, M. A,. The diagnosis and treatment of idiopathic normal pressure hydrocephalus. Nature Clinical Practice 2006. 3 Trenkwalder C, Schwarz J, Gebhard J, et al. Starnberg trial on epidemiology of Parkinsonism and hypertension in the elderly. Prevalence of Parkinson’s disease and related disorders assessed by a door-to-door survey of inhabitants older than 65 years. Arch Neurol 1995;52:1017-22. 4 Malm J, Eklund. A. Idiopathic normal pressure hydrocephalus. Pract Neurol 2006. 5 Krauss JK, Halve B. Normal pressure hydrocephalus: survey on contemporary diagnostic algorithms and therapeutic decision-making in clinical practice. Acta Neurochir (Wien) 2004;146:379-88; discussion 88. 6 Bergsneider M, Black PM, Klinge P, Marmarou A, Relkin N. Surgical management of idiopathic normalpressure hydrocephalus. Neurosurgery 2005;57:S29-39; discussion ii-v. 7 Normal pressure hydrocephalus. 2010. (Accessed at www.uptodate.com.)

Samantekt

Vatns­höf­uð með eðli­leg­um inn­an­kúpu­ þrýst­ingi er sjúk­dóms­ástand sem ein­ kenn­ist af göngu­trufl­un­um, minn­is­trufl­ un­u m og þvag­l áts­e in­k enn­u m. Or­s ök fyr­ir þessu vanda­máli er óþekkt. Sjúk­ dóm­inn er hægt að með­höndla og ætti því að vera mis­muna­grein­ing eldri sjúkl­ inga sem hafa þessi ein­kenni. Auð­velt get­ur þó ver­ið að missa af sjúk­dómn­um þar sem hann leggst að­al­lega á fólk á efri ár­um og þeir ein­stakl­ing­ar hafa oft marg­þætt heilsu­­fars­vanda­mál sem byrgt geta sýn á sjúk­dóms­mynd­ina. Að­al með­ ferð­in í dag felst í því að setja legg á milli heila­hólfs og líf­himnu­hols og get­ur það létt ein­kenn­um veru­lega. Sér­stak­ar þakk­ir fær Ingv­ar Há­kon Ól­ afs­son heila– og tauga­skurð­lækn­ir fyrir að­stoð við skrif til­fellis­ins.

21




Handarskoðun

Eyþór Örn Jónsson, deildarlæknir við bæklunarskurðdeild Landspítalans Jóhann Róbertsson, sérfræðingur í handarskurðlækningum við bæklunarskurðdeild Landspítalans

Hend­urn­ar hafa mik­i­lvægu hlut­verki að gegna í sam­skipt­um okk­ar við um­hverf­ ið og upp­lif­un okk­ar af því. Hend­ur­n­ar eru vel úr garði gerð­ar til að sinna þessu hlut­verki en þeim er hægt að stjórna mjög ná­kvæm­lega fyr­ir til­stuðl­an fjöl­ margra liða, vöðva og ná­kvæmr­ar ítaug­ un­ar. Auk þess er skyn­ítaug­un hand­anna mjög ná­kvæm. Vegna fín­gerðr­ar og ná­ kvæmr­a r upp­b ygg­i ng­a r þá eru hend­ urn­ar við­kvæm­ar fyrir slit– og álags­sjúk­ dóm­um auk þess sem þær eru út­sett­ar fyr­ir áverk­um vegna stöðu sinn­ar gagn­ vart um­hverf­inu. Því er bæði gagn­legt og skemmti­legt að þekkja vel til grunn­at­ rið­anna í skoð­un handa sem get­ur gef­ið mikl­ar upp­lýs­ing­ar og bygg­ir fyrst og fremst á því að þekkja til upp­bygg­ing­ar hand­ar­inn­ar. Við skoð­u n handa er mik­il­v ægt að bera sig skipu­lega að. Skoð­un­inni má skipta upp í nokkra hluta sem þó eru mjög tengd­ir inn­byrð­is: Að horfa, þreifa, meta hreyfi­getu, starf­semi vöðva og sina, tauga og æða. Hér á eft­ir verð­ur gerð grein fyrir meg­in­at­r ið­um hvers hluta en í lok­in verða tek­in sér­stak­lega fyr­ir nokk­ur al­geng vanda­mál með til­liti til sögu­töku og skoð­un­ar. Þó mik­il­vægt sé að bera sig skipu­lega að við skoð­un­ina þá er mis­jafnt hvaða at­riði þarf að leggja áherslu á hverju sinni eftir því hvert við­ fangs­e fn­i ð er. Eft­i r­f ar­a ndi um­f jöll­u n er ekki ætl­að að vera tæm­andi út­tekt á hand­ar­skoð­un en gerð verð­ur grein fyr­ir að­al­at­rið­un­um og at­rið­um sem oft hafa reynst vanda­söm. Saga Góð sjúkra­s aga er und­i r­s taða góðr­a r hand­a r­s koð­u n­a r. Mik­i l­v ægt er að fá fram hvaða at­v innu ein­s takl­i ng­u r­i nn stund­ar og hver áhuga­mál hans kunna að vera. Ákveðn­ar iðj­ur út­setja fólk fyr­ ir til­­tekn­um slit– og álags­sjúk­dóm­um. Þegar tek­in er ákvörð­un um með­ferð við áverk­um skipta þess­ir þætt­ir einn­ig máli því þeir gefa vís­bend­ing­ar um það hversu mikl­ar kröf­ur við­kom­andi ger­ir til starfs­getu hand­anna. Ald­ur skipt­ir einn­ig máli í þessu sam­hengi sem og hvort við­k om­a ndi er örv­h ent­u r eða rétt­hent­ur. Mik­il­vægt er að vita hvort saga sé um fyrri áverka eða sjúk­dóma í hend­inni. Við áverka þarf að fá fram ná­ kvæm­ar upp­lýsing­ar um máls­at­vik.

24

Að horfa Með því að horfa á hend­urn­ar og bera sam­a n út­lit þeirra er hægt að verða margs vís­ari. Rétt er að gá sér­stakl­ega að vöðva­rýrn­un­um, af­lög­un, óeðli­leg­um lit, bólgu, sár­um og ör­um. Vöðva­rýrn­an­ir geta staf­að af vanda­mál­ um í út­taug­um þótt sjúk­dóm­ar í vöðv­ um, mið­tauga­kerfi eða tauga­rót­um komi einn­ig til greina. Ef litla­fing­urs­bung­an (hypo­then­ar) er rýr þá get­ur það ver­ ið vegna sjúk­leika í öln­ar­taug­inni (n. uln­aris) sem ítaug­ar vöðva henn­ar. Ef þum­al­fing­urs­bung­an (then­ar) er rýr þá get­ur það ver­ið til marks um sjúk­dóm í mið­taug­inni (n. medi­an­us) sem ítaug­ar flesta vöðva þum­al­fing­urs­bung­unn­ar. Mik­il­vægt er að leita eft­ir fyr­ir­ferð­um og óeðli­legri stöðu. Hnút­ar aft­an­til á fjær­lið­um fingra eru kall­að­ir Heb­erd­ens hnút­ar og sam­bæri­leg­ir hnút­ar á nær­ lið­un­um eru kall­að­ir Bouch­ards hnút­ar. Þess­ir hnút­ar eru tald­ir tengj­ast slit­gigt. Svo­köll­uð Bout­onn­ière staða lýs­ir sér með beygju um nær­lið fing­urs og yfir­ réttu á fjær­lið. Al­geng­ustu or­sak­irn­ar eru ikt­sýki og áverk­ar. Mein­gerð­in er með þeim hætti að mið­hluti rétti­sin­ar­inn­ar (cent­ral slip) miss­ir hald sitt á aft­an­verð­ um nær­e nda mið­k júk­u nn­a r. Við það kem­ur fram beygja um nær­lið­inn vegna þess að grunn­lægi beygi­v öðvi fingr­ anna (m. flex­or digi­tor­um sup­er­fici­alis) sem hef­ur festu lófa­meg­in á nær­hluta mið­kjúk­unn­ar beyg­ir um nær­lið­inn án mót­verk­un­ar frá rétti­sin­inni. Rétti­sin­ in dreif­ir úr sér yf­ir aft­an­verðri nær­ kjúk­unni og mynd­ar sina­breiðu (dors­al apo­neur­os­is) sem send­ir frá sér bönd hlið­lægt við nær­lið­inn en þau hafa festu á aft­an­verð­um nær­hluta fjær­kjúk­unn­ar og rétta um fjær­lið­inn. Ef mið­hluti rétti­ sin­ar­inn­ar miss­ir hald sitt þá dregst sina­ breið­an nær­lægt með þeim af­leið­ing­um að hlið­ar­bönd­in flytj­ast í átt til lóf­ans en þetta veld­ur yfir­réttu á fjær­liðn­um. Ef grun­ur er um að mið­hluti rétti­sin­ar­inn­ar sé slit­inn má stað­festa grein­ing­una með því að prófa réttu gegn mót­stöðu sem við­kom­andi get­ur þá ekki fram­kvæmt. Við Bout­onn­ière af­lög­un tregð­ast fjær­ lið­ur­inn við óvirkri (pass­ive) beygju. Mallet af­l ög­u n kem­u r fram þeg­a r rétti­sin­in miss­ir hald sitt á aft­an­verð­um nær­hluta ystu kjúk­unn­ar en það leið­ir til beygju­stöðu um fjær­lið­inn. Oft­ast er þetta af­leið­ing áverka þar sem ysta kjúk­

an er þving­uð í beygju gegn virkri réttu. Við­kom­andi get­ur ekki rétt ystu kjúk­una gegn mót­stöðu. Svo­k öll­u ð svana­h áls­a f­l ög­u n (Swan neck de­form­ity) lýs­ir sér með yf­ir­réttu í nær­lið fing­urs en beygju um fjær­lið­inn og hnúa­lið­inn. Ikts­ýki er al­geng­asta or­ sök­in fyr­ir þess­ari af­lög­un en hún getur einn­ig kom­ið fram við Mall­et áverka. Þá miss­ir rétti­sin­in hald sitt á ystu kjúk­unni með þeim af­leið­ing­um að rétti­sina­breið­ an dregst nær­lægt og tog­ar í fest­una á aft­a n­v erð­u m nær­e nda mið­k júk­u nn­a r sem veld­ur yfir­réttu um nær­lið­inn. Hlaup­belg­ir (gangl­ion cysts) eru al­ geng­u stu fyr­i r­f erð­i rn­a r sem finn­ast á hönd­um. Þeir ganga út frá lið­hálu (syn­ ov­ia) liða eða sina­slíðra og eru góð­kynja. Hlaup­belg­ir eru reglu­leg­ir að lög­un og gefa stund­um að­eins eft­ir þeg­ar þrýst er á þá en þétt­leiki þeirra og stærð get­ ur þó breyst til eða frá með þrýst­ingn­ um í liðn­um eða sina­slíðr­inu. Þeir eru stund­um aum­ir við­komu. Með kröft­ugu ljósi er hægt að lýsa í gegn­um þá. Al­ geng­asta stað­setn­ing hlaup­belgja er yf­ir aft­an­verð­um úln­liðn­um en aðr­ir al­geng­ ir stað­ir eru yf­ir úln­liðn­um lófa­meg­in, aft­an­til á nær– og fjær­lið­um fingra og lófa­meg­in yfir hnúa­lið­um. Það er rétt að hafa það í huga að fyr­ ir­ferð­ir geta líka verið ill­kynja og grun­ ur ætti að vakna um slíkt ef fyr­ir­ferð er mjög stór, vex hratt, er föst við und­ir­lag­ ið, veld­ur mikl­um verkj­um, brott­falls­ ein­kenn­um eða sár­um. Við Du­p uytr­e ns sjúk­d óm mynd­a st hnút­ar og streng­ir í band­vefs­felli lóf­ ans (palm­ar apo­neuro­sis) sem bæði er hægt að sjá og þreifa á. Eft­ir því sem sjúk­dóm­ur­inn geng­ur lengra geta fing­ ur­n­ir kreppst í hnúa­lið­um og nær­lið­um fingra en al­geng­ast er að kreppa mynd­ist í baug­fingri og litla­fingri. Lit­ar­breyt­ing­ar geta gefið vís­bend­ing­ ar um und­ir­liggj­andi ástand. Roði get­ur bent til sýk­ing­ar og mar til brots eða ann­ars áverka. Ef rennsli í slag­æð­um er tregt get­ur kom­ið fram hvít­ur blær en blámi við tregt rennsli í blá­æð­um. Þreifing Þreif­að er yf­ir bein­um og mjúk­vefj­um með skipu­leg­u m hætti. Á með­al þess sem leit­að er eft­ir eru fyr­ir­ferð­ir, eymsli og hita­mis­mun­ur. Við brot eru gjarn­an eymsli þeg­ar þreif­að er yf­ir brot­staðn­um


en oft koma einn­ig fram óþæg­indi þeg­ar sett er álag eft­ir endi­löngu bein­inu, svo­ köll­uð óbein eymsli. Óbein eymsli geta líka kom­ið fram við sjúk­dóma í lið­um. Ef grun­ur er um bólgu eða sýk­ingu í lið get­ur ver­ið gagn­legt að þreifa á liðn­ um til að meta hvort vökvi er í hon­um. Vökva­aukn­ing í úln­lið sem og fing­ur– og hnúa­lið­um er yf­ir­leitt mest áber­andi aft­ an­til. Hreyfigeta Til að byrja með get­ur ver­ið full­nægj­ andi að meta hreyfi­getu með því að biðja sjúkl­ing­inn um að kreppa hnef­ann, rétta úr öll­um fingr­un­um og beygja og rétta úln­lið­inn. Ef þess­ar hreyf­ing­ar eru óeðli­ leg­ar eða önn­ur máls­at­vik mæla með því er hreyfi­geta ein­stakra liða skoð­uð, bæði virk (act­ive) og hlut­laus (pass­ive). Í töflu 1 eru við­mið­un­ar­gildi fyr­ir hreyfi­getu úln­liðs og liða hand­ar­inn­ar. Auk þess sem þar kem­ur fram þá er rang­hverf­ing (pro­nat­ion) og rétt­hverf­ing (sup­in­at­ion) fram­hand­leggs­ins að jafn­aði 85°–90°, hvort um sig. Gild­in í töflu 1 eru að­eins til við­mið­un­ar því hreyfi­geta get­ur ver­ið tals­vert breyti­leg á milli ein­stakl­inga. Því get­ur það gef­ið mjög mik­il­væg­ar upp­ lýs­ing­ar að bera hreyfi­get­una sam­an við hina hend­ina. Liður Úlnliður Hnúaliðir fingra 2–5 Nærliðir fingra 2–5 Fjærliðir fingra 2–5 Hnúaliður þumals Fingurliður þumals

Beygja Rétta 80°–90° 70°–90° 85°–90° 30°–45° 100°–115° 0° 80°–90° 20° 50°–55° 0° 85°–90° 0°–5°

Tafla 1. Við­mið­un­ar­gildi fyr­ir hreyfi­getu úln­liðs og liða hand­ar­inn­ar. Tek­ið úr: Magee DJ. Ortho­ped­ic Physi­cal Assess­ ment. Blað­síða 425. 5. út­gáfa. St. Lou­is: Saund­ers; 2008. Vöðvar og sinar Styrk­ur til­tek­inna vöðva og heil­leiki sina þeirra er próf­að­ur með hreyf­ingu gegn mót­stöðu. Ef grun­ur er um áverka á sin þá er sér­stak­lega mik­il­vægt að prófa gegn mót­stöðu því ann­ars geta sina­áverk­ar leynst vegna tengsla við að­liggj­andi sin­ ar, til dæm­is vegna sam­grón­inga. Þeir vöðv­ar sem stýra hreyf­ing­um hand­ar­ inn­ar skipt­ast í innri vöðva (intr­ins­ic) og ytri vöðva (extr­insic). Ytri vöðv­arn­ir eiga upp­tök á fram­hand­leggn­um eða í kring­ um oln­bog­ann en hafa festu á hend­inni. Innri vöðv­a rn­ir eiga bæði upp­tök og festu inn­a n hand­a r­i nn­a r. Hér verð­u r að­al­lega fjall­að um skoð­un á þeim ytri vöðv­um sem oft­ast verða fyr­ir sina­skaða en far­ið verð­ur yf­ir skoð­un á hluta af innri vöðv­un­um í kafl­an­um um tauga­ skoð­un.

Sinahólf

Vöðvi

Hreyfing við prófun

1.

Langur fráfærsluvöðvi þumals Stuttur réttivöðvi þumals

Fráfærsla á þumli í plani handarinnar, eins og við að “húkka” far (sjá mynd 2).

2.

Langur sveifarlægur réttivöðvi úlnliðs Stuttur sveifarlægur réttivöðvi úlnliðs

Úlnliður réttur gegn mótstöðu. Sinarnar eru þreifanlegar sveifarmegin yfir úlnliðnum.

3.

Langur réttivöðvi þumals

Lófinn lagður á borð og þumlinum lyft frá borðinu.

4.

Réttivöðvi fingra Réttivöðvi vísifingurs

Rétta á hnúaliðum II-IV.

5.

Réttivöðvi litlafingurs

Rétta á fimmta hnúalið með fingur II-IV beygða.

6.

Ölnarlægi réttivöðvi úlnliðs

Rétta á úlnlið og fráfærsla í átt til ölnar.

Tafla 2. Hreyf­ing­ar sem not­að­ar eru til að prófa rétti­vöðva hand­ar­inn­ar. Próf­að er gegn mót­stöðu. Vöðv­arn­ir eru flokk­að­ir eft­ir sina­hólf­un­um sem þeir liggja í.

Grunn­læg­ur beygi­vöðvi fingra, m. flex­ or digi­tor­um sup­er­fici­alis, hefur festu lófa­meg­in á nær­end­un­um á mið­kjúk­ um fingra 2–5 og beyg­ir um nær­lið­ina. Djúp­læg­ur beygi­vöðvi fingra, m. flex­or digi­tor­um pro­fund­us, beyg­ir um fjær­ lið­ina en sam­drátt­ur hans veld­ur einn­ig vissri beygju um nær­lið­ina og því þarf að læsa sin­um hans þeg­ar grunn­læg­ur beygi­vöðvi fingra er próf­að­ur. Það er gert með því að halda hin­um fingr­un­um í réttu. Beygja í nær­liðn­um er síð­an próf­ uð gegn mót­stöðu (sjá mynd 1). Djúp­l æg­u r beygi­v öðvi fingra hef­u r festu lófa­meg­in á nær­end­un­um á fjær­ kjúk­um 2–5. Til að prófa hann er fjær­ lið­ur­inn beygð­ur gegn mót­stöðu á með­ an nær­liðn­um er hald­ið kyrr­um. Lang­ur beygi­vöðvi þum­als, m. flex­or poll­icis long­us, fest­ist á fjær­kjúku þum­ als­ins og er próf­að­ur með því að beygja fing­ur­lið þum­als­ins gegn mót­stöðu. Úln­lið­ur­inn á sér tvo að­al beygi­vöðva en þeir eru öln­ar­lægi beygi­vöðvi úln­liðs, m. flex­or carpi uln­ar­is, sem hef­ur festu á baun­ar­bein­inu (os pisi­forme) og sveif­ar­ læg­ur beygi­vöðvi úln­liðs, m. flex­or carpi rad­ials, sem fest­ist lófa­meg­in á nær­enda ann­ars og þriðja mið­hand­ar­beins. Þess­ir vöðv­ar eru próf­að­ir með því að beygja

Mynd 1. Grunn­lægur beygi­vöðvi löngu­tangar próf­aður.

Mynd 2. Vöðv­ar fyrsta rétti­sina­hólfs próf­að­ir með frá­færslu á þuml­in­um í plani hand­ar­ inn­ar. Við þetta verða sin­ar vöðv­anna mjög greini­leg­ar þar sem þær mynda sveif­ar­lægu mörk­in á „ana­tom­ic snuff­box“, merkt sem A. Á mynd­inni sést einn­ig sin langa rétti­vöðva þum­als en hún mynd­ar öln­ar­lægu mörk­in á „ana­tom­ic snuff­box“, merkt sem B.

úln­lið­inn gegn mót­stöðu og þreifa sam­ tím­is á sin­un­um við festurn­ar. Rétti­sin­arn­ar liggja yf­ir aft­an­verð­um úln­l iðn­u m í sex að­s kild­u m sina­h ólf­ um. Í töflu tvö kem­ur fram með hvaða hreyf­ing­um er best að prófa rétti­vöðv­ ana og sin­ar þeirra. Það er rétt að leggja áherslu á það að rétti­vöðvi fingr­anna (m. ext­ensor digi­tor­um) rétt­ir að­al­lega um hnúa­lið­ina og er því próf­að­ur með þeirri hreyf­ingu. Rétta nær– og fjær­liða fingr­ anna fer hins veg­ar að miklu leyti fram fyr­ir til­stuðl­an milli­lægu hand­ar­vöðv­ anna (mm. int­er­ossei) og yrm­lings­vöðv­ anna (mm. lumbricales). Við skoðun á rétti­s in­u m fingra er mikil­vægt að horfa vel á hvar þær liggja yf­ir hnúa­lið­um. Á þetta eink­um við hjá sjúkl­ing­um með gigt­ar­sjúk­dóma. Til að sin­arn­ar virki eðli­lega þurfa þær að liggja yf­ir hnú­ana en þeim er hald­ið þar af sina­breiðu. Sú sina­breiða veikl­ast við gigt­ar­sjúk­dóma (get­ur einn­ig gerst við áverka) og þá fara sin­ar­n­ar að skreppa

25


Mynd 3. Húð­svæði sem taug­ar hand­ar­inn­ar ítauga, á hand­ar­baki ann­ars veg­ar (a) og á lófa hins veg­ar (b), eru sýnd með mis­mun­andi lit­um. Mið­taug­in er x, öln­ar­taug­in er xx og sveif­ar­taug­in er xxx.

til. Sin­in dett­ur þá nið­ur öln­ar­meg­in við við­kom­andi hnúa. Við þetta tap­ast full rétti­geta og þetta er líka þátt­ur í þeirri óeðli­legu stöðu sem fing­u r sjúkl­inga með ikt­sýki leita í (flex­ion cont­ra­cture og ulnar drift). Taugar Mikil­væg­ur þátt­ur í hand­ar­skoð­un er að skoða vand­lega virkni þeirra þriggja tauga sem ítauga hend­ina en þær eru: Sveif­ar­taug­in (n. rad­ialis), öln­ar­taug­in (n. uln­aris) og mið­taug­in (n. med­ian­ us). Meta þarf skyn og vöðva­virkni á ítaug­un­ar­svæði hverr­ar taug­ar. Áð­ur en vik­ið verð­ur að helstu at­rið­um er varða

26

skoð­un hverr­ar taug­ar fyrir sig verð­ur get­ið um nokk­ur al­menn at­riði er varða tauga­skoð­un hand­ar­inn­ar. Á mynd 3 sést hvern­ig ítaug­un húð­ar­ inna­r skipt­ist á milli tauga hand­ar­inn­ar og greina þeirra. Ef fram koma ein­kenni sem falla ekki að þessa dreif­ingu get­ ur það staf­að af sjúk­leika í mænu­geira (spin­al seg­ment). Þeg­ar skyn er met­ið við grunn­skoð­un er nægi­legt að prófa snerti– og sárs­auka­skyn. Snerti­skyn er til dæm­is hægt að prófa með því að strjúka yf­ir húð­ina á ítaug­un­ar­svæði við­kom­ andi taug­ar og sjúkl­ing­ur­inn er beð­inn um að gefa til kynna ef eitt­hvað er óeðli­ legt við snert­ing­una. Sárs­auk­askyn er hægt að prófa með ýms­um ráð­um en til dæm­is má klípa sjúkl­ing­inn var­lega með ana­tóm­ískri pinc­ettu. Ef þörf er á ná­ kvæm­ara mati á skyni er einn­ig hægt að prófa titr­ings­skyn, stöðu­skyn og tveggja punkta skyn. Tveggja punkta skyn (two point dis­ crimi­nat­ion; 2–PD) er próf­að með því að snerta húð­ina á tveim­ur punkt­um sam­tím­is. Þetta er end­ur­tek­ið nokkr­um sinn­u m með mis­m un­a ndi bil á milli punkt­anna. Til verks­ins má nota beygða bréfa­k lemmu, pinc­e ttu eða sér­s takt mæli­tæki. Ef not­uð er bréfa­klemma eða pinc­etta er gott að hafa reglu­stiku við hönd­ina til að mæla lengd­ina á milli punkt­anna. Fund­ið er hvert bil­ið á milli punkt­anna þarf að vera að lág­marki til að við­kom­andi greini að um tvo punkta sé að ræða en ekki bara einn. Í fing­ur­gómi telst óeðli­legt ef meira en 6 mm bil þarf til að greina tveggja punkta snertingu. Best er að kanna vöðva­v irkni með hreyf­i ng­u m sem fram­k væmd­a r eru ein­göngu eða að sem mestu leyti með vöðv­um sem eru ítaug­að­ar af þeirri taug sem á að meta hverju sinni. Í út­taug­ um er að finna grein­ar frá semju­hluta sjálf­v irka tauga­k erf­i s­i ns (sym­p ath­e tic nerv­ous syst­em) sem stjórna vídd æða, svita­mynd­un og hreyf­ing­um á hár­um. Sjúk­dóm­ar geta bæði vald­ið aukn­ingu og minnk­un á starf­semi semju­hluta sjálf­ virka tauga­kerf­isins. Miðtaugin Þau húð­svæði sem taug­ar hand­ar­inn­ar ítauga geta ver­ið að­eins breyti­leg á milli ein­stakl­inga en ákveð­in svæði hafa nokk­ uð stöð­uga ítaug­un og til að meta skyn er heppi­leg­ast að nota þau. Fyr­ir mið­ taug­ina er þetta fing­ur­góm­ur vísi­fing­ urs­ins. Stutti frá­færslu­vöðvi þum­als­ins (m. ab­duct­or poll­ic­is brev­is) er ítaug­að­ ur af einni af enda­grein­um mið­taug­ar­ inn­ar þann­ig að kraft­ur vöðv­ans gef­ur vís­bend­ingu um starf­semi endi­langr­ar taug­ar­inn­ar. Vöðv­inn er próf­að­ur með frá­færslu á þuml­in­um en í henni felst að lyfta þuml­in­um upp frá lóf­an­um gegn mót­stöðu (sjá mynd 4).

Mynd 4. Stutti frá­færslu­vöðvi þum­als­ins próf­ aður með því að lyfta þuml­in­um upp frá lóf­an­ um gegn mótstöðu.

Ölnartaugin Fingur­góm­ur litla­fing­urs­ins er ítaug­að­ur af öln­ar­taug­inni og því er gott að prófa skyn þar. Vöðva­virkni má prófa með frá­færslu á vísi­fingri gegn mót­s töðu. Fro­ments próf reyn­ir á kraft­inn í að­ færslu­vöðva þum­als­ins sem er ítaug­að­ur af öln­ar­taug­inni. Próf­ið er fram­kvæmt þann­ig að sjúkl­ing­ur­inn er beð­inn um að klemma blað á milli þumal­fing­urs og vísi­fing­urs með bein­an þum­al eins og sýnt er á mynd 5. Sá sem skoð­ar tog­ar í blað­ið en sjúkl­ing­ur­inn reyn­ir að halda því á milli fingr­anna. Ef að­færslu­vöðvi þum­als­ins er veikl­að­ur þá eru það eðli­ leg við­brögð að virkja langa beygi­vöðva þum­als­ins til þess að halda blað­inu. Við þetta kem­ur fram beygja um fing­ur­lið þum­als­ins eins og sýnt er á mynd 6 og þá er próf­ið já­kvætt.óf. Sveifartaugin Skyn er ágætt að meta á hand­ar­bak­inu á milli mið­hand­ar­beina eitt og tvö. Til að

Mynd 5. Upp­hafs­staða við Fro­ments próf. Sá sem skoð­ar togar í blaðið eins og stefna örvar­innar sýnir.

Mynd 6. Jákvætt Froments próf.


meta vöðva­virkni er gott að prófa réttu á fingur­lið þum­als­ins eða réttu á hnúa­ lið­um 2–5 en hins veg­ar er ekki heppi­ legt að nota réttu á nær– eða fjær­lið­um fingra því milli­beina­vöðv­arnir sem eru ítaug­að­ir af öln­ar­taug­inni og yrm­lings­ vöðv­arn­ir sem eru ítaug­að­ir af öln­ar– og mið­taug­inni taka þátt í þess­um hreyf­ ing­um. Einn­ig er gott að hafa í huga að sveif­ar­taug­in ítaug­ar enga af innri vöðv­ um hand­ar­inn­ar.

Helstu atriði skoðunar við nokkra algenga handakvilla Klemma á miðtauginni í úlnliðs­göngum Klemma á mið­taug­inni í úln­liðs­göng­um (carp­al tunn­el syn­drome) er al­geng­ust allra tauga­klemma. Klemm­an lýsir sér með dofa á ítaug­un­ar­svæði mið­taug­ar­ inn­ar. Einn­ig geta kom­ið fram verk­ir. Til eru nokk­ur próf sem hægt er að nota við grein­ing­una. Tin­els próf er fram­kvæmt með því að banka yf­ir úln­liðs­göng­un­um en við já­kvætt próf koma fram sting­ir á ítaug­un­ar­svæði taug­ar­inn­ar. Við Phal­ ens próf þá er úln­liðn­um hald­ið í fullri beygju í eina mín­útu. Próf­ið er já­kvætt ef fram kem­ur óeðli­leg skynj­un (par­ aesth­es­ia) á ítaug­un­ar­svæði mið­taug­ar­ inn­ar. Mátt­leysi í innri vöðv­um þum­ als­ins kem­ur yfir­leitt ekki fram fyrr en klemm­an er nokk­uð langt geng­in. Hafa ber í huga að tveggja punkta skyn er að öllu jöfnu eðli­legt við væg­ari klemm­ur. Ef það er skert þá er það vís­bend­ing um al­var­legri klemmu sem þarf að bregð­ast fljótt við. Skaði á taugagreinum fingra Ef til stað­ar eru skurð­ir á fingr­um þarf allt­af að ganga úr skugga um að ekki hafi orð­ið skaði á tauga­grein­um en þær eru fjór­ar í hverj­um fingri. Mik­il­væg­ast­ar eru þær tvær sem liggja lófa­meg­in en önn­ur þeirra er öln­ar­meg­in og ítaug­ar fing­ur­góm­inn þeim meg­in en hin liggur sveif­ar­meg­in og ítaug­ar fing­ur­góm­inn þeim meg­in. Við skoð­un­ina þarf því að prófa hvorn helm­ing fing­ur­góms­ins um sig sér­stak­lega með til­liti til bæði snerti– og sárs­auka­skyns. Ef eitt­hvert skyn er til stað­ar þá hef­ur taug­in senni­lega ekki far­ ið al­veg í sund­ur. Einn­ig er gott að hafa í huga að við tauga­á­verka get­ur starf­ semi semju­hluta sjálf­virka tauga­kerf­is­ins trufl­ast en í upp­hafi kemur það eink­um fram sem minnk­uð svita­mynd­un með þurri húð. De Quervain sinaslíðursbólga Bólga í sina­slíðri fyrsta rétti­sina­hólfs er köll­uð de Quer­vain sjúk­dóm­ur. Í þessu sina­hólfi er að finna stutta rétti­vöðva þum­als (m. ext­ens­or poll­icis brev­is) og langa frá­færslu­v öðva þum­a ls (m. ab­

duct­or poll­icis long­us). Við sögu­töku kem­ur oft­ast fram að við­kom­andi finn­ ur til við réttu og frá­færslu á þuml­in­um sem og við hreyf­ing­a r um úln­lið­inn. Stund­um kem­ur fram saga um end­ur­ tekn­ar og ein­hæf­ar hreyf­ing­ar á þuml­in­ um. Oft­ast eru til stað­ar bólga og þreifi­ eymsli yf­ir fyrsta rétti­sina­slíðr­inu þar sem það mynd­a r sveif­a r­l æga kant­i nn á „ana­t om­i c snuff­b ox“ (sjá mynd 2). Gjarn­an koma fram eymsli við frá­færslu og réttu á þuml­in­um gegn mót­stöðu. Svo­nefnt Fink­el­steins próf er oft­ast já­ kvætt en það er fram­kvæmt með því að biðja sjúkl­ing­inn um að kreppa hnef­ann ut­an um þum­al­fing­ur­inn. Sá sem skoð­ ar sveig­ir síð­an úln­lið­inn var­lega yf­ir að öln­inni en við já­kvætt próf koma fram veru­leg­ir verk­ir (sjá mynd 7). Sýkingar í sinaslíðum Sýk­ing í beygju­sina­slíðri fing­urs (sept­ic flex­or teno­syno­vit­is) get­ur vald­ið mikl­ um skaða á stutt­um tíma. Því er mik­il­ vægt að greina og með­höndla þetta mein fljótt og ör­ugg­lega. Oft­ast hef­ur við­kom­ andi hlot­ið sár á fingr­in­um tveim­ur til þrem­ur sól­ar­hring­um áð­ur en ein­kenni hefj­ast. Við grein­ingu má hafa til hlið­ sjón­ar skil­merki Kana­vels en þau eru eft­ir­far­andi: Bólg­inn fing­ur, eymsli eft­ir endi­löngu sina­slíðr­inu, fing­ur kreppt­ur til hálfs (þann­ig er rúm­mál sina­slíð­urs­ ins mest) og mikl­ir verk­ir við óvirka réttu á fingr­i n­u m. Síð­a st­n efnda skil­ merk­ið hef­ur mesta næmni. Í flest­um til­ vik­um eru virk­ar hreyf­ing­ar einn­ig mjög sár­ar og sjúkl­ing­ur­inn er mjög treg­ur til að hreyfa fing­ur­inn yfir­leitt. Snúningsskekkja á fingrum Brot á fingr­um og mið­hand­ar­bein­um eru um það bil fimmt­ung­ur allra bein­ brota. Við þessa áverka get­u r kom­ið fram snún­ing­u r um brot­ið en ef það grær í þeirri stöðu verð­u r fing­u r­inn skakk­u r þegar hann er beygð­u r. Slík

Mynd 7. Finkelsteins próf.

Mynd 8. Fingur skoð­aðir í leit að snúnings­ skekkju með því að beygja um hnúa­liði og nær­liði fingra. Hér ligg­ur litli­fingur­inn að hluta til und­ir baug­fingr­in­um og það gæti vakn­að grun­ur um snúnings­skekkju á litla­fingr­inum.

Mynd 9. Skoðað til að greina snúnings­ skekkju. Hall­inn á nögl­un­um met­inn mið­að við borð­plötu.

snún­ings­skekkja veld­ur veru­legri trufl­ un á starf­semi hand­ar­inn­ar og því er mikil­vægt að greina og með­höndla hana í upp­hafi þó það geti reynst krefj­andi verk­efni. Í grund­vall­ar­at­rið­um eru til tvær leið­ir til að átta sig á því hvort snún­ ings­skekkja sé til stað­ar. Í fyrsta lagi er sjúkl­ing­ur­inn beð­inn um að beygja fing­ urna (sjá mynd 8). Ef þeir ganga veru­lega á mis þá vaknar grun­ur um snún­ings­ skekkju. Það er gagn­legt að hafa hina hend­ina til hlið­sjón­ar en viss breyti­leiki er eðli­leg­ur, jafn­vel á milli handa sama ein­stakl­ings. Hafa má til við­mið­un­ar að ef fing­ur skar­ast sem nem­ur hálfri fing­ ur­breidd eða meira þá er senni­lega um skekkju að ræða. Oft er erf­itt fyr­ir sjúkl­ inga að beygja fing­urna fyrst eft­ir brot og þá get­ur þessi skoð­un reynst erf­ið í fram­kvæmd. Hin að­ferð­in fel­ur í sér að meta hall­ ann á nögl­un­um. Ef því verð­ur við kom­ ið er best að leggja hend­ina á borð og meta hall­a nn á nögl­u n­u m mið­a ð við borð­ið (sjá mynd 9). Sem fyrr er gott að hafa hina hend­ina til hlið­sjón­ar. Það er eðli­legt að fing­urn­ir séu í um það bil 10° rétt­hverf­ingu (sup­in­ation). Rof á ölnarlæga hliðarliðbandi fyrsta hnúaliðs Í dag­legu tali er lið­band­ið gjarn­an nefnt UCL (uln­a r coll­a t­e ral liga­m ent). Það er til­tölu­lega al­gengt að fólk slíti þetta lið­band. Ef fram kem­ur við sögu­töku að ein­stakl­ing­ur hafi hlot­ið frá­færslu­ álag um fyrsta hnúa­lið­inn ætti að vakna grun­ur um áverka af þessu tagi. Þetta get­ur til dæm­is gerst við að falla með skíða­staf í hendi sam­an­ber enskt heiti

27


Mynd 10. Ölnarlæga hliðarliðband fyrsta hnúa­liðs prófað með álagsprófi.

áverk­ans, „skier’s thumb“. Við eðli­leg­ar að­stæð­ur ligg­ur lið­band­ið djúpt við sina­ breiðu rétti– og að­færslu­vöðva þum­als­ ins. Oft­ast slitn­ar það við fjær­festu sína á nær­enda nær­kjúku þum­als­ins og get­ur þá skot­ist nær­lægt und­an fyrr­greindri sina­breiðu og lagst síð­an of­an á hana. Lið­band­ið ligg­ur þá ekki leng­ur upp við bein­ið og hef­ur ekki mögu­leika á því að gróa fast. Þetta get­ur aft­ur vald­ið óstöð­ ug­leika í liðn­um og þar með ótíma­bæru sliti með til­heyr­andi verkj­um. Því er mikil­vægt að greina þessa áverka en það get­ur þó verið krefj­andi. Yfir­leitt eru til stað­ar bólga, mar og þreifi­eymsli sem eru mest áber­andi öln­ar­meg­in yfir fyrsta hnúa­liðn­um. Lið­band­ið er próf­að með álags­prófi þar sem stutt er við fyrsta mið­h and­a r­b ein­i ð en með frá­f ærslu á nær­k júku þum­a ls­i ns er sett kið­á lag

(valg­us) á fyrsta hnúa­lið­inn (sjá mynd 10). Hefð­bund­in skil­merki slits eru þau að lið­ur­inn gef­ur eft­ir meira en 30° eða að mun­ur­inn reyn­ist meira en 15° á milli handa ein­s takl­i ngs­i ns. Ný­l eg­a r rann­ sókn­ir hafa hins veg­ar leitt í ljós að hjá þó nokkr­um hluta óslas­aðra ein­stakl­inga get­ur ver­ið meira en 15° mun­ur á milli hliða. Sum­ir telja rétt­ast að miða grein­ ing­una við það að lið­band­ið gefi eft­ir án þess að skýr mót­staða komi fram að lok­um eins og ger­ist þeg­ar lið­band­ið er heilt. Þakkir Þakkir fá Ólöf Jóna Elías­dótt­ir og Jón Bald­u rs­s on sem komu með gagn­leg­ ar ábend­ing­ar. Sig­urði Ragn­ars­syni eru færð­ar þakk­ir fyr­ir ljós­mynda­töku og Auði Sif Jóns­dótt­ur fyr­ir teikn­ingu. Heimildaskrá 1. Blöndal H. TopographPia membri superioris (Svæðalýsing efri útlims). Reykjavík. 2000. 2. Court–Brown C, McQueen M, Tornetta III P. Orthopedic surgery essentials: Trauma. 1. útgáfa. Philadelphia: Lippincott Williams & Willkins. 2006. 3. Kakar S, Giuffre J, Skeete K, Elhassan B. (iv) Dupuytren’s disease. Orthopaedics and Trauma.

2010;24(3):197–206. 4. Lewis C, Mauffrey C, Newman S, Lambert A, Hull P. Current concepts in carpal tunnel syndrome: A review of the literature. European Journal of Orthopaedic Surgery and Traumatology. 2010;20(6):445–52. 5. Magee DJ. Orthopedic Physical Assessment. 5. útgáfa. St. Louis: Saunders; 2008. 6. Miles SJ, Amirfeyz R, Bhatia R, Leslie I. (ii) Benign soft tissue tumours of the hand. Orthopaedics and Trauma. 2010;24(3):181–5. 7. Ritting AW, Baldwin PC, Rodner CM. Ulnar collateral ligament injury of the thumb metacarpophalangeal joint. Clin J Sport Med. 2010 Mar;20(2):106–12. 8. Seiler J. Essentials of Hand Surgery. 1. útgáfa. Philadelphia: Lippincott Williams & Wilkins; 2001. 9. Tan V, Kinchelow T, Beredjiklian PK. Variation in digital rotation and alignment in normal subjects. J Hand Surg Am. 2008 2008 Jul– Aug;33(6):873–8. 10. Thornton DJA, Lindau T. (iii) Hand infections. Orthopaedics and Trauma. 2010;24(3):186–96.

Littmann fæst hjá MEDOR

Merki um gæði MEDOR Kirkjulundi 17 210 Garðabæ Sími 412 7000 Fax 412 7099 www.medor.is


ANTON&BERGUR

GÓÐ lífeyrisréttindi Séreign, sameign, áfallalífeyrir Verið velkomin í Borgartún 25 sími 510 2500 – www.almenni.is

29


Komuástæður á Bangsaspítala Lýðheilsufélags læknanema

Tæplega 300 börn og bangsar lögðu leið sína á Bangsaspítalann laugardaginn 30. október 2010. Það voru 1. árs læknanemar sem skelltu sér í hlutverk bangsalækna og sáu til þess að flestir bangsar voru útskrifaðir við hestaheilsu. Læknarnir þurftu að glíma við ansi fjölbreytt verk­efni þar sem komuástæðurnar voru af ýmsum toga. Meðal sjaldgæfari kvilla hjá bangsum má nefna rófubeinsbrot (4), munnverki (3), botn­ langa­bólgu (2), „hlær of mikið“ (2), illt í hjarta (1) og innvortis blæðing (1). Það var þó í lang flestum tilfellum hægt að lækna kvillana með röntgenmyndatöku og smá plástri á meiddið ásamt góðum ráðleggingum um hvíld og mataræði. Norðlenskum böngsum úr nokkrum Akureyrskum leikskólum var boðið að koma í heim­ sókn á FSA á bangsadaginn og voru það hjúkrunarnemar í Háskólanum á Akureyri sem að­ stoð­uðu bangsalækna við lækningarnar. Komuástæður á þann spítala voru í heildina mjög svip­aðar og þeirra sem komu á Bangsaspítalann í Reykjavík. Lúlli löggubangsi komst heldur betur í hann krappann þegar lögreglubíllinn sem hann var í lenti í árekstri. Lúlli hafði gleymt því að fara í belti og var því talsvert meiddur. Sem betur fer lenti hann í færum höndum og krakkarnir á Bangsaspítalanum hjúkruðu honum vel og hjálpuðu lækninum af miklum áhuga. 30


Tilfelli af Bangsaspítalanum Brunasár eftir dreka

Krabbamein alls staðar

Ástæða komu: Brunasár á fótum Sjúkrasaga: Búr drekans var ekki læst nógu vel svo að hann slapp út og brenndi bangsann á fótunum. Skoðun/rannsóknir: Skoðun leiddi í ljós mikil brunasár á fótum og líka verk í eyrum. Meðferð og ráðleggingar: Bangsinn fékk fullt af sárabindum og extra flottum prinsessuplástrum auk þess sem að við ákváðum að það væri best ef að bangsinn fengi rör í eyrun. Svo átti bangsi bara að vera duglegur að fara að sofa snemma og passa sig á öllum drekum. Þess má geta að stelpan sem átti bangsann var líka að fara að fá rör í eyrun fljótlega.

Ástæða komu: Bella dúkka var með krabbamein alls staðar.

Of mikið kúr um jólin Ástæða komu: Kúraður of mikið. Sjúkrasaga: Lúlli bangsi var kúraður of mikið yfir jólin.

Sjúkrasaga: Bella var með krabbamein alveg eins og ein frænka stúlkunnar sem á Bellu. Henni var líka búið að vera voða illt í fætinum. Skoðun/rannsóknir: Við skoðuðum stoðkerfið sérstaklega vel og tókum röntgenmynd af fætinum. Þá kom í ljós að fóturinn var brotinn en hvergi sást nú samt merki um krabbamein. Meðferð og ráðleggingar: Við komumst að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að Bella væri líklega ekki með krabbamein og ræddum um það að krabbamein væri nú dálítið erfiður sjúkdómur og fólkið með hann væri nú dálítið veikt. Bella var sem betur fer bara fótbrotin. Hún fékk gifs á fótinn og þurfti að hvíla hann vel og borða hollan mat.

Skoðun/rannsóknir: Magi var skoðaður og stoðkerfi. Meðferð og ráðleggingar: Umbúðir settar um maga. Ráðleggingar að hvílast vel og kúr vel leyfilegt en ekki of fast. Fara snemma að sofa og borða hollt. 31


Yfirlit yfir langvinna hjartabilun

Geir Hirlekar, deildarlæknir á lyflækningasviði

Hjarta­b il­u n er klín­í skt heil­k enni og þurfa sjúkl­ing­ar að vera með ein­kenni, teikn og merki um vef­ræna (struct­ur­al) eða starf­ræna trufl­un á starf­semi hjart­ ans í hvíld til að fá grein­ing­una hjarta­ bilun.[1] Al­gengi hjarta­bil­un­ar í Ev­rópu er um 2–3% en eykst með hækk­andi aldri og er um 10–20% hjá 70–80 ára gömlu fólki.[2] Af þeim sem leita á bráða­mót­töku þurfa >80% að leggj­ast inn á sjúkra­hús og hef­ ur um helm­ing­ur þeirra leg­ið á sjúkra­ húsi sl. 6 mán­uði.[3] Horf­ur sjúkl­inga eru ekki góð­ar og er áætl­að að um 40% deyi inn­an 5 ára frá grein­ingu.[4] Fjöl­marg­ar or­sak­ir eru fyr­ir hjarta­ bil­un en krans­æða­sjúk­dóm­ur er lang­ al­geng­asta or­sök­in.[5] Aðr­ar or­sak­ir eru m.a. há­þ rýst­i ng­u r, loku­s júk­d óm­a r, syk­ur­sýki og hjarta­vöðva­slen (di­lat­ed cardiomyopathy). Slag­bils­trufl­un (sys­tol­ic dys­funct­ion) eða hlé­bils­trufl­un (dia­stol­ic dys­funct­ ion) er oft not­uð til að lýsa hvort trufl­un sé í sam­drætti eða slök­un hjarta­vöðva­ frumna. Slag­b ils­t rufl­u n kem­u r fram þeg­ar sam­drátt­ar­ein­ing­ar (sarco­mere) ná ekki að drag­ast sam­an vegna hjarta­ vöðva­skaða. Auk­ið pre­load get­ur auk­ið sam­drátt­inn tíma­bund­ið með Frank– Star­ling lög­mál­inu en til lengri tíma þá stækk­ar hjart­að vegna mynd­un­ar nýrra sam­drátt­ar­ein­inga sem stækka hjarta­ vöðva­frum­urn­ar. Endur­upp­röð­un (re­ mod­e ll­ing) hef­u r einn­ig áhrif á sam­ drátt sam­drátt­ar­ein­ing­ar­inn­ar. Allt þetta hef­ur áhrif á út­streym­is­brot­ið (eject­ion fract­ion) og því eykst rúm­mál­ið í lok slag­b ils­i ns (end–sys­t olic vol­u me). [6, 7] Flest­ir hjarta­bil­að­ir sjúkl­ing­ar hafa bæði slag­bils– og hlé­bils­trufl­un. Sjúkl­ing­ar með hlé­bils­hjarta­bil­un (dia­stol­ic heart fail­ure) hafa bæði ein­kenni og teikn um hjarta­bil­un en út­streym­is­brot >45–50%. Við hlé­bils­trufl­un verð­ur trufl­un á orku­ háðri slök­un­ar­hæfni hjarta­vöðv­ans, sem nær ekki að þenj­ast út og þá hækk­ar fylli­þrýst­ing­ur í slegl­in­um.[8] Dánar­tala (mort­al­ity rate) hlé­bils­hjarta­bil­un­ar er um 5–8% á ári en um 10–15% á ári í slag­b ils­h jarta­b il­u n en báð­i r hóp­a rn­i r þurfa jafn­oft á sjúkra­hús­inn­lögn­um að halda.[9, 10] Meina­f ræði hjarta­b il­u n­a r er helst þekkt eft­ir krans­æ ða­s tíflu. Við skert

32

slag­magn hjart­ans og/­eða æða­út­víkk­un lækk­ar þrýst­ing­ur­inn í slag­æð­um þann­ig að neuro­horm­al re­flex­ar virkj­ast til að halda í salt og vatn (mynd 1). Sym­pat­ íska kerf­ið eyk­ur hjart­slátt­inn, sam­drátt­ ar­kraft hjart­ans og virkj­ar ren­in los­un og þann­ig ren­in–ang­io­tens­in–aldo­ster­ one kerf­ið. Einn­ig virkj­ast los­un á vaso­ press­in frá heila­dingl­in­um til að halda í vatn. Sym­pat­íska kerf­ið og angio­tensin II (AII) draga sam­an út– og nýrna­æð­ar. AII örv­ar los­un aldo­ster­ons frá nýrna­ hett­un­um sem reyn­ir að halda í Na+ og auka út­s kiln­a ð K +. AII og aldo­s ter­o n valda stækk­u n á hjarta­v öðva­f rum­u m og band­vefs­mynd­un í hjarta­vöðv­an­um. [11, 12]

Góð sögu­taka og skoð­u n eru lykil­ at­riði í grein­ingu á hjarta­bil­un. Helstu ein­kenn­in eru vegna skerts slag­magns (áreynslu– og hvíld­a r­m æði, þrek­ leysi), auk­ins fylli­þrýst­ings í hægri slegli (ógleði, upp­þemba) og í vinstri slegli (mæði og orth­opnea). Áreynslu­mæði er lykil­ein­kenni hjarta­bil­un­ar og næm­asta ein­kenn­ið. Orth­opnea eða mæði í liggj­ andi stöðu sem lag­ast við að setj­ast upp og næt­ur­m æði (par­o xy­m al noct­u rn­a l dysp­nea) eru sér­tæk­ustu ein­kenn­in.[13] Orthop­nea og næt­ur­mæði koma fram við auk­ið blá­æða­að­fall (ven­ous re­turn) og þá ræð­ur hjart­að ekki við þetta aukna álag. Við skoð­un á að meta teikn sem koma fram við auk­inn fylli­þrýst­ing. Sér­tæk­ ustu teikn­in við van­tempr­aða (de­comp­ ens­ated) hjarta­bil­un eru háls­venu­stasi (98%) (mynd 2A) og þriðji hjarta­tónn, S3 (99%). Auk­inn háls­venu­stasi end­ur­ spegl­ar oft­ast hægri hjarta­bil­un. Þriðji hjarta­tónn S3, gef­ur í skyn skerta starf­ semi vinstri sleg­ils. Til­færð­ur brodd­slátt­ ur er með bestu sam­setn­ing­una af næmi og sér­tæki (66%, 96%). [13] Fóta­bjúg­ur er ósér­tæk­ur og er oft­ast beggja vegna, verkja­laus og hol­un­ar (pitt­ing). (mynd 2B) Brak í lung­um mynd­ast þeg­ar vökvi safn­ast fyr­ir í lungna­blöðr­un­um og er oft­ast beggja vegna. Helstu rann­sókn­ir sem þarf að gera eru; hjarta­línu­rit, rönt­gen­mynd af lung­ um og hjarta­ó m­u n. Hjarta­l ínu­r it er fyrsta rann­sókn­in og er það oft­ast óeðli­ legt t.d. Q takk­ar, LVH, ST–T breyt­ing­ar eða grein­rof. Á rönt­gen­mynd af lung­um

sést oft stórt hjarta og int­er­stit­ial breyt­ ing­ar og er það mikil­væg rann­sókn til að úti­loka aðr­ar or­sak­ir fyr­ir mæði. All­ ir sjúkl­ing­ar eiga að fara í hjarta­óm­un til að meta starf­s emi hjart­a ns. [1] BNP (brain natriu­retic pep­tide) á að mæla hjá sjúkl­ing­um þeg­ar veru­leg­ur grun­ ur er um hjart­abil­un og óvíst er með grein­ingu. Pro–BNP mynd­ast við auk­ inn fylli­þrýst­ing í slegl­un­um og er klof­ ið nið­ur í óvirk­an hluta NT–pro­BNP og virka hlut­ann BNP. Hafi sjúkl­ing­ur ekki haft hjarta­bil­un áð­ur getur NT– proBNP/­BNP úti­lok­að hjarta­bil­un. Hafa skal í huga að marg­ir aðr­ir sjúk­dóm­ar geta vald­ið hækk­un á NT–proBNP/­BNP s.s. nýrna­bil­un, sýkla­sótt, skorpu­lif­ur og heila­blæð­ing.[14] Mark­mið með­ferð­ar er að draga úr sjúk­dóms­byrði og hafa áhrif á fram­gang sjúk­d óms­i ns. Helstu lyf­i n sem not­u ð eru ACE heml­ar, angio­tens­in við­taka heml­ar (ARB), beta­blokk­ar, aldo­steron heml­ar og di­gox­in (tafla 1). ACE heml­ar, ARB og beta­blokk­ar bæta sleg­il­starf­sem­ ina, fækk­ar inn­lögn­um og bæta horf­ur. Aldo­ster­on heml­ar fækka inn­lögn­um og bæta horf­ur sem við­bót­ar­með­ferð við ACE hemla (mynd 3). Hjá sjúkl­ing­um sem eru í sin­us takti og með ein­kenni þá get­ur di­gox­in bætt líð­an sjúkl­ings og fækk­að inn­lögn­um en það hef­ur eng­in áhrif á horf­ur. [1] • ACE hemlar º Ábending: All­ir sjúkl­ing­ar óháð ein­ kenn­um með EF < 40%. Íhuga hjá sjúkl­ing­um með krans­æða­sjúk­dóm. • Aldosteron viðtaka hemlar º Ábend­ing: EF < 40%, þola ekki ACE hemla eða NYHA II–IV þrátt fyrir ACE og beta­blokkera. • Betablokkerar º Ábending: EF < 40%, NYHA II – IV, eru á ACE/ARB og ekki með ný­lega eln­un. All­ir sjúkl­ing­ar eft­ir krans­æða­stíflu. • Aldosteron hemlar º Ábending: EF 35%, NYHA II – IV þrátt fyrir ACE og betablokkera. • Þvagræsilyf º Ábending: Við einkenni og teikn hjarta­bil­unar. • Digoxin º Ábending: Ef gátta­tif og slegils­hraði > 80 slög/­mín í hvíld og >110–120


slög/mín við áreynslu. Íhuga dig­ox­ in sem við­bót­ar­lyf ef áfram ein­kenni þrátt fyr­ir ACE og/­eða ARB, beta­ blokk­era og aldo­steron hemla. Ekki hef­ur ver­ið sýnt fram á að lyfja­ með­ferð hafi áhrif á horf­ur í hlé­bils­ hjarta­bil­un en mælt er með þvag­ræsi­ með­ferð sem hluti af ein­kenna­með­ferð.

Cardioregulatory center

Glossopharyngeal and vagal afferents from highpressure baroreceptors Sympathetic trunk Sympathetic ganglia

[1]

Sympathetic nerves

For­varn­ir og líf­stíls­ráð­legg­ing­ar eru mjög mikil­væg­ar til að koma í veg fyr­ir end­ur­inn­lagn­ir. Mikil­vægt er að sjúkl­ ing­u r­i nn fylg­i st með þyngd­i nni [15], vökva– og salt­inn­töku [16], haldi góðri syk­ur­stjórn og hætti að reykja [17]. Önn­ur með­ferð er ekki síð­ur mik­il­væg eins og loku­að­gerð­ir þeg­ar við á, card­iac re­syn­ chro­niz­at­ion ther­apy (CRT), im­plant­ able card­i o­v ert­e r de­f ibrill­a tor (ICD) o.s.frv.

AVP Aldosterone

Anglotensin II release Peripheral vasoconstriction

Mynd 2. Mynd af hálsvenustasa og holumyndandi bjúg á fæti.

↓ Solute–free water excretion ↓ Sodium excretion

Mynd 1. Meinafræði hjartabilunar. Við lág­þrýst­ing ræs­ist sym­pat­íska kerf­ið sem dreg­ur sam­an æð­ar, virkj­ar ren­in–ang­io­tens­in–aldo­ster­on kerf­ið og eyk­ur los­un vas­opress­ins sem stuðl­ar að aukn­um blóð­þrýst­ingi. Til lengri tíma hef­ur það skað­leg áhrif þ.e. lungna­bjúg, hypo­natr­ em­ía, auk­ið pre­load og aft­er­load og hef­ur áhrif á end­ur­upp­röð­ un hjarta­vöðva­frumna.[11]

Mynd A: Hálsvenustasi sem end­ur­spegl­ar auk­inn þrýsting í hægri gáttinni. Mynd B: Holumyndandi bjúgur.

Heimildaskrá 1.

Þakkir fær Inga S. Þráins­dóttir hjarta­ lækn­i r fyr­i r yfir­l est­u r og gagn­l eg­­a r ábend­ingar. 2. Symptomatic Heart Failure + Reduced Ejection Fraction

Detect Co-morbidities and Precipitating Factors Non-cardiovascular Anaemia Pulmonary disease Renal dysfunction Thyroid dysfunction Diabetes Cardiovascular Ischaemia/CAD Hypertension Valvular dysfunction Diastolic dysfunction Atrial fibrillation Ventricular dysrhythmias Bradycardia

3.

Diuretic + ACEI (or ARB) Titrate to clinical stability

4.

ß–Blocker

Persisting signs and symptoms

Yes

No

5.

ADD aldosterone antagonic OR ARB

6. Persisting symptoms?

Yes

7. No

8. LVEF <35%?

ORS > 120 ms?

Yes Consider CRT -P or CRT -D

Yes

No Consider: digoxin hydraalzine / nitrate, LVAD, transplantation

Consider ICD

No

9.

No further treatment indicated

10.

Mynd 3. Verkferill í meðferð slagbilshjartabilunar. CRT: cardiac resynchronization therapy, ICD: implantable cardioverter defibrillator, LVEF: left ventricular ejection fraction. [1]

Upphafsskammtur Viðhaldsskammtur (mg) (mg)

ACE hemlar Kaptopríl 6.25 x 3 Enalapril 2.5 x 2 Lisinopril 2.5 – 5.0 x 1 Ramipril 2.5 x1 Angiotensin Candesarta 4 – 8 x 1 viðtaka hemlar Valsartan 40 x 2 Beta hemlar Carvedilol 3.125 x 2 Metoprolol 12,5 / 25 x 1 Þvagræsilyf Furosemíð 20 – 40 Hydrochlorthíasíð 25 Aldosteron hemlar Spironolakton 25 x 1 Eplerone 25 x 1 Digoxin

50–100 x 3 10–20 x 2 20–35 x 1 5x2 32 x 1 160 x 2 25 – 50 x 2 200 x 1 40 – 240 12,5 – 100 25 – 50 x 1 50 x 1 0.0625 – 0.25 x 1

11.

12. 13. 14. 15. 16. 17.

Dickstein, K., et al., ESC guidelines for the diagnosis and treatment of acute and chronic heart failure 2008: the Task Force for the diagnosis and treatment of acute and chronic heart failure 2008 of the European Society of Cardiology. Developed in collaboration with the Heart Failure Association of the ESC (HFA) and endorsed by the European Society of Intensive Care Medicine (ESICM). Eur J Heart Fail, 2008. 10(10): p. 933-89. Cowie, M.R., et al., Incidence and aetiology of heart failure; a population-based study. Eur Heart J, 1999. 20(6): p. 421-8. Roger, V.L., et al., Heart disease and stroke statistics--2011 update: a report from the American Heart Association. Circulation. 123(4): p. e18-e209. Bleumink, G.S., et al., Quantifying the heart failure epidemic: prevalence, incidence rate, lifetime risk and prognosis of heart failure The Rotterdam Study. Eur Heart J, 2004. 25(18): p. 1614-9. Fox, K.F., et al., Coronary artery disease as the cause of incident heart failure in the population. Eur Heart J, 2001. 22(3): p. 228-36. Konstam, M.A., et al., Ventricular remodeling in heart failure: a credible surrogate endpoint. J Card Fail, 2003. 9(5): p. 350-3. Brilla, C.G. and B. Maisch, Regulation of the structural remodelling of the myocardium: from hypertrophy to heart failure. Eur Heart J, 1994. 15 Suppl D: p. 45-52. Zile, M.R., C.F. Baicu, and W.H. Gaasch, Diastolic heart failure--abnormalities in active relaxation and passive stiffness of the left ventricle. N Engl J Med, 2004. 350(19): p. 1953-9. Vasan, R.S., et al., Congestive heart failure in subjects with normal versus reduced left ventricular ejection fraction: prevalence and mortality in a population-based cohort. J Am Coll Cardiol, 1999. 33(7): p. 1948-55. Brogan, W.C., 3rd, et al., The natural history of isolated left ventricular diastolic dysfunction. Am J Med, 1992. 92(6): p. 627-30. Epstein, F.H., R.W. Schrier, and W.T. Abraham, Hormones and Hemodynamics in Heart Failure. New England Journal of Medicine, 1999. 341(8 %R doi:10.1056/NEJM199908193410806): p. 577-585. Weber, K.T., Aldosterone in congestive heart failure. N Engl J Med, 2001. 345(23): p. 1689-97. Davie, A.P., et al., Assessing diagnosis in heart failure: which features are any use? Qjm, 1997. 90(5): p. 335-9. Helgason S, e.a., Hjartabilun - BNP/NTproBNP mæling. Klínískar leiðbeiningar., in Landlæknisembættið. 2008. Ekman, I., et al., Symptoms in patients with heart failure are prognostic predictors: insights from COMET. J Card Fail, 2005. 11(4): p. 288-92. Travers, B., et al., Fluid restriction in the management of decompensated heart failure: no impact on time to clinical stability. J Card Fail, 2007. 13(2): p. 128-32. Suskin, N., et al., Relationship of current and past smoking to mortality and morbidity in patients with left ventricular dysfunction. J Am Coll Cardiol, 2001. 37(6): p. 1677-82.

Tafla 1. Helstu lyf notuð í hjartabilun.[1]

33


Hjálparstarf á Haíti Bjarni Árnason, deildarlæknir á bráðasviði LSH

er leit að fötum fyrir 35 gráðu hita, 80% raka auk „monsoon“ rigningar, tölu­vert lógistískt vanda­mál, sér­stak­lega þegar mosquito­ófétin sækja í mann. Það getur einnig tekið á taugarnar að eiga sam­skipti við sýslu­menn, banka­fólk og aðra búro­krata. Læknis­skoðanir og bólu­setningar þurftu að vera á hreinu fyrir brott­för. Eld­gosið í Eyja­fjalla­jökli setti einnig strik í reikninginn varðandi ferða­plönin sem breyttust sífellt dagana fyrir brottför.

É H

ugur minn hafði ekki beinlínis alltaf stefnt að hjálpar­ starfi þótt hugmyndin um að hjálpa þeim sem minna mega sín í kjölfar náttúruhamfara eða stríðsátaka hafi heillað mig allt frá unglingsárum. Lítil auglýsing eftir umsækjendum á sendifulltrúanámskeið Rauða Kross Íslands, sem hengd hafði verið upp á Bráðadeild LSH var kveikjan að þessu ævintýri sem síðar varð að veru­ leika. 12. janúar 2010 reið skelfi­legur jarð­skjálfti yfir Haíti. Þessi fyrrum ný­lenda Frakka í Karabía­hafi er fá­tækasta ríki Vestur­heims. Landið hefur raunar ekki farið var­hluta af jarð­ skjálftum í gegnum tíðina, margir hverjir stórir. Upptök þessa skjálfta voru einungis 25 km vestur af höfuð­borginni, Port au Prince, og mældist 7,3 á Richter. Rauði Krossinn telur að um 220 þúsund manns hafi látist, yfir 300 þúsund særst og yfir 1,5 milljón manns misst heimili sín. Sem læknir fann ég skyndilega fyrir mikilli löngun til að leggja lóð á vogarskálarnar og nýta menntun mína og áhuga á bráða­lækningum í þágu þessa sár­þjáða fólks. Í landi sem skorti alla inn­viði til að takast á við þennan gríðar­lega vanda. Það liðu einungis tæpar þrjár vikur frá því að ég lauk sendi­full­trúa­nám­skeiðinu þar til kallið kom. Á því átti ég engan veginn von. “Brott­för eftir viku” var sagt á hinum enda línunnar. Fyrir eigin­mann og tveggja barna föður var þetta skipu­lags­leg áskorun en það stóð samt ekki á svarinu. Dagarnir sem í hönd fóru tóku á taugarnar. Til að mynda

34

g held ég gleymi aldrei komudeginum til Port au Prince. Ekkert sem ég hafði áður reynt hefði getað undir­búið mig fyrir þá lífs­reynslu. Vaknaði snemma á þriggja stjörnu hóteli í New York, sporð­renndi conti­nental break­fast og síðan hélt ég út á flug­völlinn með kaffi í take­away krús… Það var eitthvað allt annað sem tók á móti okkur við komuna til Port au Prince. Alger ringul­reið! Ekki laust við að maður yrði dálítið skelkaður við að­stæðurnar á flug­vellinum sem greini­lega voru ekki alveg tryggar!

Við fundum loks Rauða Kross starfs­manninn sem átti að keyra okkur í Base Camp og við tók ferð sem fékk tárin fram í augun hjá manni. Ráfandi munaðar­laus börn í fæðu­leit á götunni og fólk sem bjó í tjöldum á um­ferðar­eyjum við al­ ger­lega von­laus skilyrði. Eyði­leggingin blasti við manni hvar­ vetna.

T

jaldsjúkrahús þýska Rauða Krossins var staðsett á stórum íþrótta­leik­vangi í Carre­four. Einu fá­tækasta út­hverfi PaP og saman­stóð af karla­deild, kvenna­deild, barna­deild og fæðingar­deild auk skurðs­stofu. Allt saman í stórum tjöldum. Einnig var þar svo­nefnd out­patient depart­ ment, sem var eins­konar bráða­deild/heilsu­gæsla. Þá var þar frum­stæð rann­sóknar­stofa og röntgen­tjald með röntgen­tæki sem ku hafa verið bilað mánuðum saman en hafði ný­lega verið gert við. Á spítalanum störfuðu þegar mest var um 40 sendi­full­trúar Rauða Krossins. Vistar­verur okkar voru í tjöldum í öðrum enda leik­vangsins. Tjöldin voru sæmi­lega stór. Í þeim stóð bekkur með striga strengdum yfir járn­grind. Engar tempur dýnur… að­eins ör­þunnri tjald­dýnu var smellt ofan á strigann. Miðað við faunu tjaldsins, sem inni­hélt m.a. ofur­her­skáa her­maura, mosquito flugur, köngulær og stöku kakka­lakka varð Mosquito Dome-ið mitt að mínum griðar­


stað. Hins vegar var það tví­eggjað sverð þar sem hitinn inni í tjaldinu gat orðið allt að 50 gráður og rakinn óbæri­legur um leið og birti og var þá ansi erfitt að sofa inni í þétt­möskvuðu Mosquito Dome inni í sjálfu tjaldinu. Spítalinn var af­girtur og vaktaður af haítiskri öryggis­ þjónustu allan sólar­hringinn. Enginn sendi­full­trúanna fór út fyrir leik­vanginn nema í lokuðum bílum með öryggis­verði og algert út­göngu­bann var eftir klukkan 18. Þrátt fyrir að senni­ lega hafi öryggis­gæslu að vissu leyti verið of­gert var klárt að að­stæður voru nokkuð ótryggar fyrir hvítan mann í fá­tækra­ hverfum PaP. Nokkrum dögum fyrir komu mína höfðu 5 sendi­full­trúum annarra sam­taka verið rænt. Á þeim þremur mánuðum sem tjald­sjúkra­húsið hafði verið starf­rækt höfðu þangað leitað 23 þúsund sjúklingar eða um 260 á dag! Raunar jókst að­sóknin á tímanum sem ég varði þarna þar sem mörg hjálpar­sam­tök voru að loka heilsu­ gæslum sínum og spítölum og draga sig út úr hjálpar­starfinu. Þá fæddust þar um 250 börn á mánuði eða u.þ.b. 8 dag­lega, en mæðra­eftir­lit og fæðingar­að­staðan á þýska tjald­sjúkra­ húsinu þótti meðal þess besta sem gerðist í PaP á þessum tíma. Skurð­deildin var full­bókuð alla daga og nær ein­göngu fram­kvæmdar bráða­skurð­að­gerðir. Hún var nokkuð vel búin þótt engin væri svæfinga­vélin. Skurð­læknarnir, Ollie og Alex, unnu frá­bært starf. Ollie er finnskur al­mennur skurð­læknir, hokinn af reynslu með 11 mission á bakinu. Ekkert virtist honum of­viða og gerði hann t.d. bráða-cranio­tomy á sjúklingi eftir skot­árás hér á tjald­sjúkra­húsinu daginn eftir komu mína. Alexandra var ungur trauma­skurð­læknir frá Kanada sem gerði allt frá bráða-laparo­tomium til flipa-að­gerða á sjúklingum með legu­sár. Hún vann einnig þrek­virki í með­höndlun bruna­ sjúklinganna okkar með húðágræðslum.

M

ér var síðan hent út í djúpu laugina, mitt hlut­verk var að vera konsúlt­erandi læknir bráða­deildarinnar, n.k. sér­fræðings­hlut­verk. Ég held reyndar að stjórn­ endur sjúkra­hússins hafi aldrei al­menni­lega skilið að ég væri

“bara” deildar­læknir þótt það hafi ætíð komið skýrt fram á öllum pappírum. Á bráða­deildinni störfuðu 8-9 haítiskir og kúb­verskir læknar. Ein­stakir og glað­lyndir strákar en óreyndir. Þeir unnu alla daga vikunnar en skiptust svo á að taka nætur­ vaktir. Einungis 2-3 þeirra töluðu ensku en annars ein­göngu frönsku og creole sem gerðu sam­skipti okkar dálítið áhuga­ verð þar sem kunnátta mín í frönsku var afar tak­mörkuð. Mér til halds og trausts voru þó túlkar. Hlut­verk mitt var svo að vera bak­vakt þeirra auk þess að stjórna svo öllum bráða­til­ fellum, s.s. fjöl­áverkum og endur­lífgunum sem reyndust ansi margar. Það var afar þroskandi fyrir mig, starfandi á háskóla­ sjúkra­húsi, að koma á stað þar sem ekki er sjálfsagt að fá blóð­prufur, þvag­greiningu og mynd­greiningu. „Hið kliníska nef“ óx í dvölinni og stað­festi enn­fremur gildi góðrar sögu og skoðunar. Á tjald­sjúkra­húsinu voru hlutirnir fremur frum­ stæðir. Þannig var mögu­legt að fá hemó­glóbín og hvít blóð­ korn en þar með var það einnig upp­talið. Hver þarf annars electro­lyta og TnT? Reyndar átti að vera hægt að stixa blóð­ sykur en stix­strimlana var ekki hægt að fá út úr tollinum nema að borga fyrir það offjár undir borðið hjá hinum spilltu tolla­ yfir­völdum Haíti.

Vaktirnar voru langar. Ég vann alla daga og tók svo aðra hverja nætur­vakt, sem sagt 36 tímar og svo 12 tímar í frí. Þetta reyndi á en það sem maður sá á hverjum degi var svo læknis­ fræði­lega krefjandi og spennandi að það krefðist ára­langrar vinnu á bráða­mót­töku til þess að upp­lifa það sama! Margir sjúkling­anna báru merki þess að hafa sjaldan eða jafn­vel aldrei komið til læknis. Mörg vanda­mál voru auð­leyst og með­ferðin þakk­lát, svo sem minni áverkar, sýkingar, mal­aría og fleira. Endur­lífganir á börnum gengu líka oft mjög vel. Margir þeirra höfðu hins vegar langt leidda króníska sjúk­dóma eins og há­ þrýsting og sykur­sýki, en aldrei verið með­höndlaðir. Ég held til að mynda að ég hafi séð alla fylgi­kvilla sykur­sýki. Þetta var erfiður sjúklinga­hópur. Nær til­gangs­laust var að hefja með­ ferð þar sem maður vissi að engin eftir­fylgni yrði um leið og sjúklingur­inn yrði út­skrifaður. Við höfðum yfir að ráða skimunar­prófum fyrir HIV en það var eiginlega jafn til­gangs­ laust að hefja með­höndlun á þeim sem greindir voru þar sem engin heil­brigðis­stofnun gat fylgt þeirri með­ferð eftir. Þótt flestir hefðu misst ást­vini, for­eldra eða jafnvel börnin sín í þeim hörm­ungum sem hér riðu yfir var svo sannar­lega ljóst að lífið hélt áfram. Það var frá­bært að sjá gleðina í augum fólksins á Haíti, allir ætíð bros­andi og dans­andi og ævin­ lega þakk­látt. Ég er þakk­látur fyrir þessa reynslu og mun ekki skorast undan verði ég beðinn að fara aftur sem sendi­full­trúi Rauða Krossins.

35


Lengi lifir í göm

Það er stundum sagt að það lifi lengi í gömlum glæðum. L um starfandi sérfræðinga á Landspítalanum og þekk

Ríkarður Sigfússon, bæklunarskurðlæknir: LL: Hvað heita frumurnar sem framleiða Glúkagon? RS: Eitthvað í Langerhans eyjunum. LL: Hvað eru margar æðar sem tengjast við hjartað? RS: Fimm, allavega fleiri en ein! LL: Hvað eru margar beygjur á ristlinum? RS: Allavega fjórar.

Ari J. Jóhannesson, innkirtlalæknir: LL: Hvað eru margar beygjur á ristlinum? AJJ: Colon islandus er lengsti ristill allra. Þær eru náttúrulega fjórar!

Runólfur Pálsson, nýrnalæknir: LL: Hvað heitir liðskálin í öxlinni? RP: Cavum glenoidale LL: Hvað eru margar æðar sem tengjast við hjartað? RP: Níu

Þorsteinn Gíslason, þvagfæraskurðlæknir: LL: Hvað tákna delta bylgjur á EKG? ÞG: Það var ekki búið að finna þær upp þegar ég var í læknadeild. LL: Hvað afmarkar Hasselbach’s triangle? ÞG: Lig. inguinale, arteria epigastric inferior og rectus vöðvinn

36


mlum glæðum

Léttlyndi læknaneminn fór og athugaði hvort það ætti við kingu þeirra á öðrum sérgreinum. Ekki stóð á svörum.

Steinunn H. Jónsdóttir, slysa- og bráðadeild: LL: Upp hvaða mænubraut fer snertiskyn? S: Einhvern af þessum columnum. LL: Hvað kallast stóra táin á fræðilega málinu? S: Hallux

Haukur Hjaltason, taugalæknir: LL: Hvernig læknir er McDreamy? HH: Ekki græna glóru! LL: Hvað markar Hasselbach’s triangle? HH: Eitthvað chemiu dæmi? LL: Hvað heitir liðskálin í öxlinni? HH: Cavum eitthvað

Aron Björnsson, heila- og taugaskurðlæknir: LL: Upp hvaða mænubraut fer snertiskyn? AB: Tractus spinothalamicus LL: Hvað heitir inngangurinn á galli inn í skeifugörn? AB: Papilla of Vateri

Tryggvi Björn Stefánsson, almennur skurðlæknir: LL: Hvað stendur REM fyrir? TBS: Rapid eye movement LL: Líður þér einhvern tímann eins og rokkstjörnu í vinnunni? TBS: Já alltaf. Held það sé mjög algengt hér á ganginum (skrifstofugangur almennra skurðlækna).

37


Holsjárhermismót lækna­n ema var haldið í fyrsta skipti í febrúar og mars 2011. Már Egils­ son lækna­nemi á 6. ári stóð að baki þessum skemmti­lega við­ burði. Þátt­takan var með besta móti en alls 32 lækna­nemar á klínísku árunum tóku þátt og voru bestu tímarnir afar nærri hvor öðrum enda fárán­lega góðir tímar þarna á ferð. Kepp­endur þreyttu æfingar þar sem perlum var raðað í fyrir­fram ákveðið mynstur. Reyndi þetta veru­lega á rúm­skynjun og fín­ hreyfingar. Eftir­f arandi tíu kepp­e ndur voru hlut­skarpastir í mótinu.

1. Stefán Ágúst Hafsteinsson, 5. ár: 01:39 mín. 2. Einar Teitur Björnsson, 5.ár: 01:49 mín. 3. Hrólfur Vilhjálmsson, 5. ár: 02:04 mín. 4. Bjarki Steinn Traustason, 4. ár: 02:10 mín. 5. Dagbjört Helgadóttir, 6. ár: 02:12 mín. 6. Gunnar Sigurðsson, 5. ár: 02:16 mín. 7. Elena Roell, erlendur skiptinemi: 02:19 mín. 8. Guðmundur Vignir, 6. ár: 02:34 mín. 9. Gunnar Jóhannsson, 5. ár: 03:00 mín. 10. Hjörleifur Skorri Þormóðsson, 4. ár: 03:01 mín.

Efstu 5 keppendurnir fengu veglegt viðurkenningarskjal. Talið frá hægri: Már Egilsson, Stefán Ágúst Hafsteinsson, Dagbjört Helgadóttir, Hrólfur Vilhjálmsson og Einar Teitur Björnsson. Á myndina vantar Bjarka Stein Traustason.

Það ríkti gífurleg spenna þegar Kristján Baldvinsson af 4. ári þreytti þrautina.

Stefán Ágúst hlýtur því titilinn Holsjárhermis­ meistari Læknanema 2011. Mótið þótti heppnast með besta móti og standa vonir til að gera þetta að árvissum viðburði. Stundum dugar ekkert minna en laparotomia til verksins

38


r_marangoni.indd

Tempra

Reykjavík · Skeifunni 5 · Sími: 581 3002 Akureyri · Draupnisgötu 5 · Sími: 462 3002 Egilsstöðum · Þverklettum 1 · Sími: 471 2002

3

23-12-


Tíu rauð augu eftir Andra Elfarsson, deildarlækni á augndeild Landspítalans Eng­inn verð­ur ólærð­ur lækn­ir. All­ir lækn­ar þurfa að vinna á heilsu­gæslu áð­ur en þeir fá lækn­inga­leyfi og þar er að­al­at­riði að missa ekki af al­var­leg­um sjúk­dóm­um eins og þeim í KIA tríóinu (Kera­tit­is, Ir­it­is og Ac­ute glauc­oma). Ef leita skal ráða á augn­deild má ganga í aug­un á vakt­haf­andi lækni með því að hafa eftir­tal­in at­riði á hreinu: Saga 1. Verkur 2. Móðusýn 3. Annað auga eða bæði 4. Ljósfælni 5. Útferð Skoðun 1. Dreifing roðans 2. Sjónmæling 3. Útlit hornhimnu 4. Deyfing 5. Ljósop

( P ain) ( V ision) ( C ompare) ( P hotophobia) ( P us) ( P eripheral/central) ( V ision) ( C ornea) ( P ain pharmacy) ( P upils)

Til að efla minnis­fest­ingu les­enda smíð­aði ég þessa minnis­ reglu, PVC-PP. PVC er plast­efn­ið poly­vin­yl chlor­ide og er öðr­ um plast­efnum, PP (pht­halate plast­iciz­ers), gjarn­an bætt út í það til að fá út mýkra efni sem er til dæm­is not­að í garð­slöng­ur og raf­magns­snúr­ur.

Saga: 1. Verkur (Pain) • Mik­ill verk­ur, sárt að depla og aug­að dreg­ið í pung eru merki um horn­himnu­vanda­mál. º Verk­ur frá horn­himnu gef­ur að­skota­hluts­til­finn­ingu, fólki finnst eins og það sé með stórt korn í aug­anu eða eitt­hvað und­ir augn­lok­inu. º Ef grun­ur er um verk frá horn­himnu muna að spyrja um linsu­notk­un og hvort eitt­hvað hafi raun­veru­lega far­ið í augað. • Djúp­ur verk­ur get­ur tákn­að lit­himnu­bólgu og þá er aug­ að oft aumt og ljós­fæl­ið. • Mikill djúp­ur verk­ur og ógleði get­ur tákn­að bráða­gláku. • Verk­ur frá auga leið­ir gjarn­an temp­oralt. 2. Móðusýn (Vision) • Óskýr sjón sem sjúkl­ing­ur lýs­ir sem: „móðu“/„þoku“/ „slikju“ eða jafn­vel „sé ekki neitt“. • Fylgir til dæm­is lit­himnu­bólgu og bráða­gláku. • Þarf ekki að fylgja keratitis en getur gert það. • Færð ekki verri sjón við conjunctivitis. 3. Annað auga eða bæði (Compare) • Lang-oftast eru alvarlegu sjúkdómarnir öðrum megin. • Conjunctivitis fer gjarnan úr einu auga yfir í hitt. • Ofnæmi, hvarmabólga og augnþurrkur eru oft í báðum augum. 4. Ljósfælni (Photophobia) • Verkur við að fá ljós í augað. • Fylgir mjög oft alvarlegum augnvandamálum, t.d. lit­ himnu­bólgu, kera­titis og bráðagláku. • Klassískt einkenni mígreni höfuðverks. 5. Útferð (Pus) • Aðaleinkenni conjunctivitis, sérstaklega ef um gröft er að ræða. • Klassískt er að augnlok séu límd saman að morgni.

40

• Tárarennsli getur þó fylgt alvarlegum sjúkdómum.

Skoðun: 1. Dreifing roðans (Peripheral/central) • Roði sem er centralt (í kringum hornhimnu) kallast ciliary flush og er teikn um alvarlegt vandamál eins og lithimnubólgu, kerat­itis og bráðagláku. • Central roða getur einnig fylgt roði í periferiu augans. • Roði sem eingöngu er í periferiu augans er ekki alvarlegt teikn. 2. Sjónmæling (Vision) • Ef Snellen kort (þetta klassíska sjónmælingakort) er á staðnum skal mæla sjónskerpu. º Ef ekki þá reyna að meta hvort sjón sé jöfn beggja vegna. • Mæla sjón með gleraugum ef fólk notar þau til að sjá frá sér. 3. Útlit hornhimnu og litun (Cornea) • Ef ekki er augnsmásjá á staðnum má gera þetta með handheldu ljósi og skoða alla hornhimnuna í mikilli nálægð frá öllum hlið­um. • Leita að þéttingum, aðskotahlutum eða rispum. • Gefa fluorescein litarefni og skoða eftir eina mínútu hvort ysta lag hornhimnu taki upp lit. • Skoðist í bláu ljósi og þá litast epithelial defect gulur. 4. Deyfing (Pain pharmacy) • Gott að nota við skoðun ef fólki finnst erfitt að hafa augað opið vegna verks. • Snjallt að gefa samhliða litarefni. • Ef verkur hverfur á mínútu og fólki líður „eins og Guð hafi snert augað“ þá er það klárt merki um hornhimnuverk. 5. Ljósop (Pupils) • Skoða fyrst bæði ljósop án þess að lýsa inn. • Lýsa í bæði augu og meta direct og indirect svörun. º Meta um leið ljósfælni. • Leita að hvort ljósop rauða augans sé jafnt og hreyfist eðlilega. º Ef ljósopið hreyfist ekki getur það t.d. verið vegna bráðagláku eða lithimnubólgu.

10 orsakir fyrir rauðu auga sem gott er að þekkja: Keratitis • Mjög mikill verkur og aðskotahlutstilfinning. • Ljósfælni. • Mögulega móðusýn ef centralt. • Sjást oftast macroscopiskt ef vel er að gáð sem grámi á horn­himnu. • Þéttingin tekur upp lit. • Verkurinn hverfur við deyfingu, „eins og Guð hafi snert augað“ º Fólk myndi gjarnan vilja fá deyfidropana með sér heim en má það ekki. • Ciliary flush, gjarnan mestur roði nálægt þéttingunni. • Pathogen: Bakteríur, veirur, amöbur, sveppir. • Ef grunur um keratitis spyrja út í linsunotkun. Bráðagláka • Djúpur verkur í auga eða í kringum augað til dæmis við auga­brún.


º Stundum koma þessir sjúklingar inn á bráðamóttöku með höf­uð­verk og ógleði og átta sig einfaldlega ekki á því að höf­uð­verk­ur­inn stafar frá auganu. • Mikil ógleði og jafnvel uppköst. • Móðusýn og mögulega litaður halo kringum ljós. • Ciliary flush eða eldrautt auga þar sem roðinn nær inn að horn­himnu. • Mið-dilaterað og óhreyfanlegt ljósop. • Gjarnan fjarsýnt fólk, 60 ára og eldra, sem ekki hefur farið í auga­steina­skipti. º Fjórar konur á móti hverjum karli. Lithimnubólga (uveitis, iritis, iridocyclitis) • Djúpur verkur, áberandi ljósfælni og augað aumt viðkomu. • Móðusýn . • Ciliary flush. • Ljósop getur verið fast eða þrengra. • Gjarnan fólk á fertugsaldri við fyrstu bólgu. Conjunctivitis • Útferð/gröftur – aðaleinkenni og því auðvelt að taka strok frá slím­himn­unni: º Bakteríur valda oft miklum þykkum greftri þannig að augn­hár­in eru jafnvel föst saman þegar fólk vaknar á morgnana. º Veirur valda fremur vatnskenndri útferð, augnlok eru jafn­vel klístruð saman á morgnana og oft er saga um efri önd­un­ar­færasýkingu samhliða. º Chlamydia getur valdið vatnskenndri eða þunnri graftrar­kenndri útferð. • Roði byrjar í öðru auganu en smitast oft í hitt líka. • Væg óþægindi við að blikka og deyfing breytir litlu. Ofnæmi (allergic conjunctivitis) • Roði og kláði í báðum augum. • Væg útferð, oft vatns- eða slímkennd. • Oft saga um annað ofnæmi til dæmis ofnæmiskvef. • Oft árstíðabundið eða tengt gæludýrum. Augnþurrkur (keratoconjunctivitis sicca) og Meibomian Gland Dysfunction • Augnþurrkur er saklaus en veldur óþægindum. • MGD (aftanverð hvarmabólga) getur valdið augnþurrki. • Sviða-, bruna- eða þurrktilfinning í öðru eða báðum augum og stund­um til skiptis. • Oft aðskotahlutstilfinning ef blettir á hornhimnu þorna upp. º Getur komið fram sem talsverður verkur frá hornhimnu. • Tárarennsli getur fylgt . º Sérstaklega við vinnu í tölvu, sjónvarpsáhorf og lestur en þá depl­ar fólk sjaldnar. • Vægur dreifður roði. • Örlitlir punktar sjást gjarnan við litun neðanvert á hornhimnu. Endophthalmitis • Langoftast í kjölfar aðgerða á augum til dæmis augasteinaskipti. º Algengast í fyrstu viku eftir aðgerð en getur komið fram mörg­um vikum síðar. • Mikill djúpur verkur, auga aumt viðkomu og ljósfælni. • Hröð versnun á sjón . • Mjög rautt auga. • Hypopyon getur sést við skoðun. Episcleritis • Staðbundinn roði og óþægindi í auga sem koma skyndilega á inn­an við einni klukkustund. • Oftast öðrum megin en stundum beggja vegna. • Oft rauður blettur milli augnlokanna (interpalpebral) öðrum meg­in við hornhimnu.

Subconjunctival blæðing • Ekki víkkaðar æðar heldur samfelld roðabreiða. • Hættulaust og þarfnast engrar meðhöndlunar. • Háþrýstingur og blóðstorkuvandamál auka líkur á því að þetta ger­ist. Fyrir þá sem lifa fyr­ir minnis­regl­ur setti ég saman KAMI­KAZE; Kera­tit­is, Ac­ute glau­coma, Mei­bom­ian gland dys­funct­ion, Ir­it­is, Kerato­con­junct­ivit­is sicca, All­ergy, ZZZzzzZZZ er fyrir con­ junct­ivit­is og að lok­um Endo­phth­almit­is og Epi­sclerit­is. Sub­con­ juncti­val blæð­ing fær ekki sess í minnis­reglu. Lokaorð: Í mörg horn er að líta varð­andi rauð augu og ekki er allt sem sýn­ist. Oft er gott að fá nýtt sjón­ar­horn á vanda­mál­ið því bet­ur sjá augu en auga. Þá ligg­ur í aug­um uppi að ráð­gjöf augn­lækn­is er gulli betri. Sjón er sögu rík­ari og vilja augn­lækn­ ar gjarn­an fá sjúkl­inga til sín ef grun­ur er um al­var­legt augn­ vanda­mál og hafa auga með þeim. PS. aldrei skrifa upp á stera í augu (þ.m.t. HTP) eða deyfidropa.

Mynd 1. Hér má sjá rétt fyrir ofan ljósopið að hornhimnan tekur upp fluorescein lit í trjágreinamynstri sem er klassískt fyrir herpes keratitis.

Mynd 2. Hér má sjá klassíska subconjunctival blæðingu. Myndir 1 og 2 birtar með góðfúslegu leyfi hins ítalska Umberto Benelli, MD, PhD. (http://www.eyeatlas.com/Eyeatlas)

41


Lýðheilsufélag læknanema stóð fyrir Blóðgjafamánuði Háskóla Íslands nú í mars sl. eins og tíðkast hefur síðastliðin ár. Markmið átaksins er að vekja athygli á blóðgjöf og hvetja nemendur Háskólans til að gerast reglulegir blóðgjafar. Átakið var þó með breyttu sniði að þessu sinni þar sem Vodafone ákvað að gefa 500 kr. til Krafts (Styrktarfélags ungs fólks með krabbamein) fyrir hverja heimsókn stúdenta í Blóðbankann. Ásamt því að leggja Lýðheilsufélagi læknanema lið í að gera átakið að veruleika. Stúdentar Háskóla Íslands höfðu því tvöfalt tækifæri í marsmánuði til að láta gott af sér leiða með því að leggja leið sína á Snorrabrautina auk þess sem Blóðbankabíllinn kom á háskólasvæðið þrisvar í mánuðinum. Keppni var haldin um hvaða nemendafélag skólans gæfi hlutfallslega flestar blóðgjafir miðað við félagsmenn og voru úrslit þeirrar keppni kynnt á Háskólatorgi þann 6. apríl síðastliðinn á lokahófi mánaðarins þar sem hljómsveitirnar Ojba Rasta og Orphic Oxtra skemmtu gestum. Annað árið í röð var það Komplex (Félag framhaldsnema í efna- og lífefnafræði) sem hlaut fyrstu

verðlaun í keppninni en FLOG (Félag lífeinda- og geislafræðinema) hlaut annað sætið og Félag læknanema það þriðja. Fulltrúar frá Krafti veittu þar að auki Félagi læknanema viðurkenningu fyrir að hafa gefið flestar blóðgjafir og safnað þar af leiðandi hæstri upphæð af öllum nemendafélögunum en alls söfnuðu stúdentar 160.000 kr. til styrktar Krafti og rúmir 75 lítrar (153 pokar) söfnuðust í átakinu. Á dagskrá mánaðarins var einnig málþing sem haldið var í samstarfi við UGBFÍ og Actavis um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna þar sem rætt var um álitamál í tengslum við núverandi reglur um hverjum er vísað frá því að gefa blóð sitt. Lýðheilsufélag læknanema þakkar öllum sem tóku þátt í átakinu, starfsfólki Blóðbankans, Vodafone, Félagi læknanema, Félagsstofnun Stúdenta og Stúdentaráði fyrir samvinnuna. Blóðgjöf er lífgjöf! Fyrir hönd lýðheilsufélags læknanema, Fjóla Dögg Sigurðardóttir læknanemi á 2. ári.

Hulda (fulltrúi Blóðbankans) afhendir Guðrúnu Birnu Jakobsdóttur (formanni Komplex) blóðgjafabikarinn. Á myndinni eru (talið frá vinstri): Kristbjörg Gunnarsdóttir formaður FLOG, Guðrún Birna, Hulda, Telma Huld Ragnarsdóttir formaður Lýðheilsufélags læknanema og Ásdís Egilsdóttir formaður Félags læknanema.

Góð mæting var á lokahófið á Háskólatorgi. Hér er Orphan orxtra á sviði.

42

Guðrún Birna formaður FLOG sæl eftir sigur annað árið í röð.


Gillz tjáir sig Egill Gillz Einarsson er þekktur fyrir að hafa skoðanir á öllu. Léttlyndi læknaneminn hitti hann og fékk að heyra hvernig honum fyndist læknar eiga að vera.

LL: Hvernig finnst þér að læknir eigi að vera? Gillz: Hann þarf að vera helskafinn, helst 6–7% í fituprósentu. Menn verða að hugsa um útlitið. Mér finnst að allir læknir eigi að vera eins og Ridge Forrester í Bold and the Beautiful.

að vera kaffibrúnir allan daginn en um að gera að hafa gott krem í bjútítöskunni og nota það til að geta orðið kaffibrúnir og flottir þegar við á. Getur tekið smá tíma að ná þessu, sumir verða appelsínugulir fyrstu vikurnar. Mér finnst að læknar þurfi að finna sinn lit!

LL: Horfirðu meira á útlit heldur en framkomu? Gillz: Hmm… tja erfitt að segja... en ef grjótharður og vel klipptur læknir er að ræða við mann tekur maður frekar mark á honum heldur en einhverjum sem er með allt lóðrétt niður um sig.

LL: Þú gafst út bókina Mannasiðir. Finnst þér læknar hafa góða mannasiði? Gillz: Nei mér finnst það ekki. Mér finnst að margir sem ég hef séð til séu lausgirtir og koma fram við kvenfólk eins og hluti. Of algengt er að maður sjái einhvern lækni á B5 sem er að draga 2–3 kellingar heim í einu. Þannig að fljótt yfir litið eru þeir ekki svo góðir, en þó eru alveg fínir inn á milli.

LL: Eru læknar nægilega massaðir? Gillz: Nei það finnst mér ekki. Þó eru þeir nú sumir farnir að hugsa um þetta, en heilt yfir eru þeir það ekki! LL: Ef þú sérð lækni í hvítum slopp, á hann að hafa uppbrett eða er það tómt rugl? Gillz: Ef menn eru búnir að rífa aðeins í járnin og hafa efni á því. Það er... eru með almennilega framhandleggi. Þá finnst mér það vel við hæfi að bretta upp. En þá finnst mér menn líka þurfa að raka hárin, það sýnir miklu betur línurnar. LL: Eru læknar nógu tanaðir? Gillz: Ég skil vel að læknum sé illa við ljósabekki. Kremin eru þó að koma mjög sterk inn núna! Menn þurfa ekkert

LL: Myndir þú vilja vera læknir? Gillz: Jáá, hver myndi ekki vilja vera læknir! Tillir þér inn á Austur og ert að tala við stelpu sem spyr hvað þú gerir og þú getur sagt; „ég er læknir“. Það er alveg GRJÓTHART! Kellingarnar eru ekkert að hata það að deita lækni! Ég náttúrulega hef svipuð áhugamál og læknar, líkaminn og heilsa. Ég er þó ekki týpan sem nenni 7 ára háskólanámi. Finnst líka töluvert betra vinnuumhverfi í líkamsræktargeiranum, þó ég efist ekki um að það sé skemmtileg vinna að vera læknir.

43




Gellu spítalinn 2010

Anna Lind Kristjánsdóttir & Guðrún Eiríksdóttir

K

lukkan er kortér í ráðningarfund vorið 2010. Skyndilega bættust við tvær heil-sumarstöður á Heilsugæslunni í Ólafsvík. Á Barnaspítala Hringsins ómuðu hróp og köll: „Hvar er Guðrún? Hvar er Guðrún? Hvar er Ólafsvík?!“ Það sem eftir lifði dags blánuðum við og hvítnuðum til skiptis. Að lokum fór það svo að við riðum feitum hesti frá mjög tilfinningaþrungnum ráðningarfundi. Niðurstaðan: Ólafsvík yrði i okkar höndum! Eftir fundinn fannst okkur allar barnaklíníkurnar fjalla um hræðilega hluti sem gerast þegar maður er „einn í héraði“. Blá börn, sepsis, anafylaxi, coarctation… hvað á maður að gera við því þegar maður er “einn í héraði”? Ekki hjálpuðu sögurnar sem traumatiseraðir sérfræðingar sögðu okkur af hrottafengnum slagsmálum og dólgslátum verbúðarmanna í Ólafsvík hér í den.

Daginn eftir síðasta próf lögðum við svo af stað. Það var ekki laust við skjálfta þegar við stoppuðum í Hyrnunni og kvöddum stuttu síðar þjóðveg 1 á dramatískan hátt. Eftir því sem við keyrðum lengra fram nesið urðum við þöglari, hjartslátturinn þyngri og augun stærri. Hvern fjandann vorum við nú búnar að koma okkur út í? Það var ekki fyrr en við komum niður af Fróðárheiðinni og sáum bæinn blasa við sjóinn, gylltan í kvöldsólinni að við vissum að þetta væri bærinn okkar. Þetta yrði allt í lagi.

„Er hægt að tana þarna? Er gym?“ Héraðið telur u.þ.b. 2000 manns, nær frá Grundarfirði og vestur nesið að norðan, auk þess öll suðurhliðin til móts við Borgarnes. Á dagvinnutíma er tveggja lækna móttaka en eftir

46

það tekur vaktin við. Óuppdregnir verbúðardólgar reyndust heyra sögunni til og við nánari viðkynningu voru Ólsararnir skemmtilegt og hörkuduglegt fólk sem vildi bara fá bót sinna meina til að geta haldið áfram að stunda sjóinn og rækta garðinn sinn.

Fyrsti dagur með vaktsímann var sunnudagur og við fengum stuttan kynningarrúnt um stöðina með Ólafi fráfarandi lækni í Ólafsvík. Eftir kynninguna og yfirferð á akútlyfjatöskunni vorum við tilbúnar í slaginn. Þó brann á okkur bráðnauðsynleg spurning: Hvar eru beinmergsnálarnar? Augnaráðið sem við fengum frá Dr. Ólafsvík gaf til kynna að uppsetning beinmergsnála yrði líklegast ekki algengt vandamál á vaktinni. ”Hér er vaktsíminn stelpur, gangi ykkur vel”. Fyrstu kvöldin sátum við stjarfar heima og störðum á vaktsímann og tókum andköf við ef hann gaf frá sér hljóð. Oftast var um að ræða kvefuð börn eða minniháttar slys, smátt og smátt varð maður öruggari með sig. Eftir tvær vikur þorðum við meira að segja að fara í ræktina, saman! Auðvitað með vaktsímann í lúkunum og tilbúnar að taka sprettinn upp á stöð. Ef það kæmi nú blátt barn. Sveitalífið er á margan hátt afslappaðra og þægilegra en hasarinn á spítalanum. Þó að maður komist ekki í Office 1 á nóttunni eða geti valið á milli 100 tegunda af barbeque sósu, þá eru margar góðar hefðir í sveitinni sem því miður hafa tapast. Vingjarnlegt viðmót og hjálpsemi eru dæmi um góðar dygðir sem maður varð strax var við, en drottning allra sveitahefða er óumdeilanlega klukkutíma matarhlé sem ennþá viðhefst á mörgum stöðum úti á landi. Í hádeginu fórum við heim á svalirnar, hlustuðum á fréttir á gömlu gufunni og borðuðum hafragraut í sólinni. Já, sólin skein svo sannarlega


fyrstu dagana en við vorum varaðar við því að þetta myndi nú ekki endast.

Gipslagning-for-dummies Fyrstu vikurnar gengu mikið út á að bjarga sér. Röntgenmyndir tókum við sjálfar og lásum úr. Gipsin lögðum við líka sjálfar og lærðum fljótt að meta handbókina sem lá hjá röntgentækinu. Það var svo einn daginn rétt fyrir hádegi að á stöðina leitaði ungur og upprennandi íþróttakappi, vonarstjarna bæjarins. Hann var með tveggja vikna gamalt bátsbeinsgips úr plasti og þurfti nauðsynlega að láta skipta, kærastan var farin ad kvarta undan vondri lykt. Rútan beið úti á hlaði með allt liðið, tilbúið í mikilvæga keppnisferð. Framtíð liðsins var undir okkur komin!

Plastgips hafði verið sérpantað úr stórborginni fyrir kappann og við, aldar upp á spítalanum af útbrönsuðum læknum sem hræddu okkur með sögum af því hvernig maður þarf að bjarga sér í héraði með ekkert nema lýsi, sökk og vasaljós, vissum þarna nákvæmlega að hér var ekkert annað til ráða en að klippa gipsið- með skærum! Við brettum því upp ermarnar og hófumst handa. Þrátt fyrir að hafa deddað með Ólsurunum í gymminu- og allir vita að Ólsarar eru stórir og sterkir- sóttist okkur verkið seint, enda eru plastgips alræmd fyrir að standast hvað sem er. Á endanum hafðist það þó, hvort sem það var að þakka ofurmannlegum kröftum eða öllum ljótu og beittu orðunum sem við létum falla um það að á slysó í Reykjavík væri sko sög og hvern djöfulinn væri verið að senda á okkur plastgips lengst upp í sveit. Eftir að við höfðum eytt óhemjutíma í þetta annars einfalda verk, kom hjúkrunarfæðingurinn að aðgæta hvort það væri nú ekki allt með feldu. Þegar hún sá aðkomuna og skelfingarsvipinn á strákgreyinu spurði hún okkur: ”Stelpur, af hverju notuðuð þið ekki bara sögina upp í skáp?” Öhem, já einmitt… Fregnir af því að einhverjar stelpuskjátur úr borginni hefðu tekið við stöðu Ólafs læknis bárust eins og eldur um sinu í bænum. Heimamenn voru skeptískir og vildu tryggja að öryggi þeirra væri ekki ógnað. Símalistinn fylltist fljótlega af húsmæðrum sem vildu kanna hvort við kynnum ráð við svefnleysi og einn glaumgosinn gerðist meira að segja svo djarfur að spyrja hvort við værum einhleypar. Fyrst um sinn gengum við undir nöfnunum „þessi ljóshærða og þessi dökkhærða“. Þegar leið á sumarið léttist þó brún bæjarbúa og heilsugæslustöðin fékk viðurnefnið Gelluspítalinn.

Fyrsta F–útkallið Já það hlaut að koma að því. Fyrsta F-útkallið kom á

laugardagsnóttu: Öndunarerfiðleikar, líklegast glæpastarfsemi og morðhótanir. Vakthafandi Guðrún vopnaðist stethóskópi og bláu handbókinni, vippaði sér ótrauð upp í sjúkrabíl tilbúin að bjarga mannslífum. Það var því visst anti-climax að mæta í partý í heimahúsi þar sem ekki nokkur maður talaði stakt orð i ensku og hvað þá íslensku. Umræddir öndunarerfiðleikar reyndust vera unglingsstrákur með yfir 170 í púls og grunsamlega víðar pupillur en kærastan hans keðjureykti kasólétt og virtist vera að henda honum út. Hvern djöfulinn átti ég að gera við hyperventilerandi strákgreyið sem talaði viðstöðulaust á móðurmálinu og gafst alls ekki upp þótt ég skildi hann greinilega ekki. Líklegast var hann að bölva mér harkalega fyrir að draga sig úr partýinu. Löggan var mætt á svæðið og við rúntuðum aðeins um með sjúklinginn í aftursætinu. Þolinmæðin fór minnkandi og mest langaði okkur að setja hann i fangelsi fyrir að vera með leiðindi en úr varð að við hleyptum honum út á fótboltavöll þar sem hann fékk að hlaupa nokkra hringi. Róaðist hann merkilega mikið við það. Flest F-útköllin voru þó með hefðbundnari hætti og í rólegheitunum komumst við að því að þó að maður viti nú ekki allt þá gat maður bjargað sér með því sem maður þó vissi. Eftir að hafa farið fyrstu útköllin með sveitta lófa, þá áttaði maður sig á því að sömu lögmál læknisfræðinnar gilda á þjóðveginum og í kunnuglegu umhverfi spítalans. Oft gat maður ráðfært sig við góða kollega á spítalanum og ekki má gleyma að sjúkraflutningsmennirnir voru nú ekki að fara þennan rúnt í fyrsta skipti. Reyndar höfðu þeir rúntað nesið svo oft að þeir leyfðu okkur stundum að keyra sjúkrabílinn heim úr útköllum. Fyrir stelpuskjátur úr Reykjavík var það sko meiriháttar sport. Stórkostleg náttúra Snæfellsnessins er svo mögnuð að hún getur breytt örgustu glysköttum í kátar sveitakisur. Þó að maður væri bundinn vaktsímafjötrum innan héraðsins allt sumarið var svo ótalmargt að sjá og þá kom talstöðin að góðum notum. Eftir nokkra daga í störukeppni við vaktsímann drógum við þá ályktun að talstöðin væri miklu

betri félagsskapur og við gætum alveg eins notið blíðunnar buslandi í sjónum í Skarðsvíkinni eða í jeppaferð upp á jökulhálsi. Hrakspár heimamanna um veðurfar reyndust sem betur fer ekki réttar. Sumarið var með besta móti, ekki bara á Snæfellsnesinu heldur um allt land. Við héldum því uppteknum hætti og borðuðum hafragraut og sólskin

47


í hádegismat. Eftir vinnu gat maður svo hent sér út í móa með sólgleraugu og bók. Ef ský fór að draga fyrir sólu þegar klukkan nálgaðist fjögur gat maður alltaf hringt út á Hótel Búðir og spurt hvort það væri sól sunnan megin á nesinu og oftar en ekki var það raunin.

Réttir? Er það ekki svona þar sem maður sorterar kindurnar?

S

umarið okkar í héraði var ómetanleg reynsla, vissulega taugatrekkjandi fyrst um sinn og hörkupúl á köflum en gjörsamlega hverrar mínútu virði. Þó að maður sé „einn í héraði“, þá má maður ekki gleyma því að maður er ekki einn í heiminum! Ef maður er í vafa þá er alltaf betra að hringja á spítalann og fá ráðleggingar reyndari læknis. Í kringum mann er hópur góðs fólks sem maður getur leitað ráða hjá, hjúkrunarfræðingur, ritararnir, sjúkraþjálfari og ef maður er heppinn… góður lyfjafræðingur sem umber vitleysisganginn í manni- meira að segja það að vera kallaður út í apótek á laugardegi af því að doktorinn vantar varalit fyrir ball…

dagur & steini

Í svona litlu bæjarfélagi kemst maður ekki hjá því að kynnast fólki og fyrr en varði höfðum við eignast fullt af nýjum vinum. Í lok sumarsins var okkur tilkynnt að við yrðum ad koma aftur um haustid því það yrði gert ráð fyrir okkur i réttunum. Við létum að sjálfsögðu ekki segja okkur það tvisvar og í lok september snerum við aftur til Ólafsvíkur vopnaðar lopapeysum og gúmmístígvélum. Þar sötruðum við kjötsúpu med heimamönnum, tókum í nefið og sýndum áður óséð tilþrif í kindasorteringu. Þó grunar okkur ad réttirnar þetta

árið hefðu alveg mögulega bjargast án okkar hjálpar en engu ad síður uppskárum við nokkur high-five fyrir að sýna lit og mæta. Í lok dags voru svo tvö bráðmyndarleg lömb nefnd Guðrún og Anna Lind.

i

t Stærstista›ur skemm í heimi!

48

0 kr. Nova í Nova: Ekkert mánaðargjald í frelsi en 590 kr. í áskrift og þá fylgir 150 MB netnotkun á mánuði.



Getraun — tvífarar Léttlyndi læknaneminn hefur rekist á nokkra tvífara kvikmyndastjarna á ferð sinni um ganga Landspítalans. Að neðan eru myndir af leikurum sem hafa gert garðinn frægan og eru að auki það heppnir að eiga tvífara meðal lækna á Landspítalanum. Spurt er… hvaða læknar eru tvífarar þessara stjarna? Rétt (og röng) svör berist til dr.gledi@gmail.com. Verðlaunin eru af betri gerðinni.

50


Rannsóknarráðstefna 3. árs læknanema 26. og 27.maí 2010, Hringsalur, Barnaspítali Hringsins, Landspítali Háskólasjúkrahús

Litlir fyrirburar: Heilsu­far og þroski á unglings­ár­um Gígja Erl­ings­dótt­ir1, Ingi­björg Georgs­dótti­r2, Atli Dag­bjarts­son1,3, Ás­geir Har­alds­son1,3. 1 Læknad­ eild Hás­ kóla Ísl­ands, 2Greini­nga­ r– og ráðg­ jafa­ rs­ töð ríki­si­ns, 3Barnas­ pít­ali Hringsi­ns, Lands­ pítala.

Ágrip Inn­gang­ur: Fæð­ing barns löngu fyrir áætl­ að­an fæð­ing­ar­dag hef­ur í för með sér aukna á­hættu fyr­ir barn­ið, bæði á fyrstu vik­um lífs en einn­ig á ýms­um síð­komn­um fylgi­kvill­um. Lífs­lík­ur lít­illa fyr­ir­bura (extr­em­ely low birth weight, <1000 g) hafa auk­ist veru­lega síð­ustu tvo til þrjá ára­tugi eink­um eft­ir að notk­u n á lungna­b löðru­s eyti (sur­f act­a nts) sem lyfi við glær­himnu­sjúk­dómi (hya­line mem­brane dis­ease) varð al­menn um 1990. Mark­mið rann­sókn­ar­inn­ar var að meta heil­brigði lít­illa fyr­ir­bura á ungl­ings­ár­um. Efni­v ið­u r, ein­s tak­l ing­a r og að­f erð­i r: Úr­t ak rann­s ókn­a r voru 35 litl­i r fyr­i r­b ur­ ar á aldr­in­um 14–19 ára. Sam­an­burð­ar­hóp mynd­uðu 55 ung­menni af sama aldri og kyni. Fyr­ir­bur­arn­ir komu til við­tals og skoð­un­ar barna­lækn­is á Land­spít­ala í mars 2010. Fyr­ ir­bur­arn­ir og sam­an­burð­ar­börn auk for­eldra þeirra svör­uðu spurn­inga­list­um og afl­að var upp­lýs­inga um heilsu­far, vöxt, þroska, sjúk­ dóma, hegð­un, líð­an og náms­ár­ang­ur þeirra. Nið­ur­stöð­ur: Af 35 fyr­ir­bur­um sam­þykktu 30 þátt­töku í rann­sókn­inni. Af 55 sam­an­ burð­ar­börn­um sam­þykktu 37 þátt­töku og skil­uðu 29 af þeim inn spurn­inga­list­um. Af fyr­ir­bur­un­um voru 11 (38%) með frá­vik við tauga­lækn­is­fræði­lega skoð­un og fimm (17%) voru greind­ir með fötl­un. Tvö börn til við­ bót­ar voru með vits­muna­þroska á mörk­um þroska­höml­un­ar. Þrír af fyr­ir­bur­un­um 30 (10%) munu lík­lega þurfa um­sjá ann­ars að­ila í fram­tíð­inni. Fyr­ir­bura­stúlk­urn­ar reynd­ust mark­tækt styttri en sam­an­burð­ar­stúlk­urn­ar að með­al­tali (163+/– 7,32 cm á móti 169,5 +/– 6,24 cm, p=0,04 eft­ir að út­lag­ar voru und­an­skild­ir). Sam­kvæmt svör­um for­eldra eiga mark­tækt fleiri fyr­ir­bur­ar við fél­ags­leg vanda­mál að stríða en sam­an­burð­ar­börn (13 á móti 3) og fleiri fyr­ir­bur­ar hafa ein­kenni ein­hverfu (6 á móti 0), sem og at­hygl­is­brests

og of­virkni (4 á móti 1). Fyr­ir­bur­ar fengu lægri ein­kunn­ir að með­al­ tali í sam­ræmd­um próf­um í stærð­fræði og ís­lensku í 4., 7. og 10. bekk en sam­an­burð­ ar­börn og reynd­ist mun­ur­inn mark­tæk­ur í öll­um til­fell­um nema í ís­lensku­próf­um í 7. og 10. bekk. Fyr­ir­bur­ar fengu að með­al­tali lægri ein­kunn­ir í stærð­fræði en ís­lensku og var mun­ur­inn mark­tæk­ur í 7. bekk. Álykt­a n­i r: Litl­i r ís­l ensk­i r fyrir­b ur­a r sem eru komn­ir á ung­lings­ár eiga við marg­vís­leg vanda­mál að stríða, flest væg en sum al­var­ legri. Þeir eiga í meiri erf­ið­leik­um en full­ burða sam­an­burð­ar­börn, þá sér­stak­lega hvað varð­ar fél­ags­lega færni og nám. Flest­ir fyr­ir­ bur­anna virð­ast þó spjara sig af­ar vel mið­að við veik­indi þeirra við upp­haf lífs.

Litl­ir fyrir­bur­ar : stöðu­stjórn­un og heyrn á ung­lings­ár­um Arn­ar Þór Tulin­ius1, Ein­ar J.Einars­son1, Ingi­ björg Georgs­dótt­ir3, Ás­geir Har­alds­son 1,2, Hann­es Peter­sen1,2 1 Læknad­ eild Hás­ kóli Ísl­ands, 2Lands­ píta­ li Hás­ kólas­ júkrah­ ús, 3 Greini­nga­ r– og ráðg­ jafa­ rs­ töð ríki­si­ns Inn­gang­ur: Hreyfi– og jafn­vægis­erfið­leik­ar eru þekkt vanda­mál með­al lít­illa fyr­ir­bura (fæð­ing­ar­þyngd <1000 g). Trufl­un á kerfi stöðu­stjórn­unn­ar er þar tal­inn stór þátt­ur en það fel­ur sér mikla sam­hæf­ingu að­færslu­ upp­lýs­inga frá stöðu­skyni, jafn­væg­is­kerfi og sjón, úr­vinnslu þeirra upp­lýs­inga í mið­tauga­ kerf­inu (MTK) og út­send­ingu frá­færslu­boða til vöðva varð­andi upp­rétta stöðu. Einn­ig hef­ur lengi ver­ið vit­að að litl­ir fyr­ir­bur­ar eru í auk­inni hættu á heyrn­ar­skerð­ingu hvort sem er á báð­um eða öðru eyra. Þátt­t ak­e nd­u r og að­f erð­i r: Til skoð­u n­a r í þess­a ri aft­u r­s kyggnu fer­i l­r ann­s ókn (co­ hort) voru 29 litl­ir fyr­ir­bur­ar (fæð­ing­ar­þyngd <1000 g) og 40 full­burða börn á aldr­in­um 14–19 ára. Þátt­tak­end­ur fóru í jafn­vægis­rit­un á POST­CON™ kraft­plötu þar sem stöð­ug­ leiki, lík­ams­sveifla og að­lög­un­ar­hæfni stöðu­ stjórn­un­ar­kerf­is­ins var met­inn. Þátt­tak­end­ur fóru einn­ig í tví­þætt heyrn­ar­próf þar sem skoð­að­ir voru hrein­tóns­heyrn­ar­þrösk­uld­ar (Pure tone thres­hold) og oto­acoust­ic em­

iss­i on­i r. Að lok­u m svör­u ðu þátt­t ak­e nd­u r tveim­ur spurn­inga­list­um, ann­ars veg­ar tengt upp­lif­un þeirra á heyrn og hins veg­ar á svima og jafn­vægi þeirra. Nið­ur­stöð­ur: Ein stúlka úr hópi fyr­ir­bura greind­ist með væga heyrn­ar­skerð­ingu auk eins ein­stakl­ings sem er með áð­ur­greinda, miðl­ungs heyrn­ar­skerð­ingu á hægra eyra. Ekki mátti greina mark­tæk­an mun á með­ al­tal hrein­tóns­þrösk­ulda. Leiðn­itap var ekki grein­an­legt. Bjög­un­ar­af­urð­ir (dis­tort­ion pro­ ducts) OAE voru allt frá 31%–516% sterk­ ari hjá sam­an­burð­ar­hóp og mátti finna töl­ fræði­lega mark­tæk­an mun milli hópa (hægra eyra p= 0,01, vinstra eyra p= 0,001). Ekki var mark­tæk­ur mun­ur milli hópa úr HMS–­ spurn­inga­l ist­um. Úr jafn­væg­is­rit­un mátti greina töl­fræði­lega mark­tæk­an mun á hvíld­ ar­tíma­bil­um hóp­anna með op­in augu bæði í fram og aft­ur stefnu (p=0,007) og til hlið­ anna (p=0,002). Yf­ir með­al­tal áreit­is­tíma­bila mátti greina mun milli hópa í hlið­læga stefnu með op­in aug­un (p=0,018). Ekki var mark­ tæk­ur mun­ur úr jafn­væg­is­spurn­inga­list­um Álykt­un: Þótt ein­stakl­ing­ar inn­an fyrir­bura­ hóps séu flest­ir ekki með grein­an­lega heyrn­ ar­skerð­ingu er ör­uggt að þessi hóp­ur fólks þarf að fara sér­stak­lega var­lega með heyrn sína eins og styrk­l eiki bjög­u n­a r­a f­u rða og hrein­tóns­þrösk­uld­ar gefa til kynna. Hvað varð­a r stöðu­s tjórn­u n hóp­a nna má sjá að að­lög­un­ar­hæfni fyr­ir­bura er svip­uð og sam­ an­b urð­a r­h óps. Jafn­v ægi fyrir­b ura­h óps er hins veg­ar mun verra þeg­ar hóp­arn­ir eru með aug­un op­in en ekki finnst mark­tæk­ur mun­ur með lok­uð aug­un.

Tíðni al­var­legra heila­blæð­inga hjá fyrir­bur­um, áhættu­þætt­ir og af­leið­ing­ar Jó­hanna Gunn­laugs­dótt­ir1, Laufey Ýr Sig­urð­ ar­dótt­ir2, Þórð­ur Þór­kels­son1,2 1 Læknad­ eild Hás­ kóla Ísl­ands, 2Barnas­ píta­ li Hringsi­ns. Inn­g ang­u r: Lífs­lík­u r fyrir­b ura hafa auk­ ist mik­ið á und­an­förn­um ára­tug­um. Flest­ir fyrir­bur­ar verða heil­brigð­ir ein­stakl­ing­ar, en fötl­un er þó al­geng­ari með­al fyrir­bura en full­ burða barna. Ein helsta ástæða fötl­un­ar hjá

51


fyr­ir­bur­um er heila­blæð­ing, sem flokk­uð er í fjór­ar gráð­ur eft­ir al­var­leika. Mark­mið rann­ sókn­ar­inn­ar var að kanna tíðni al­var­legra heila­blæð­inga (gráðu III–IV) hjá minnstu fyrir­bur­un­um hér á landi, helstu áhættu­þætti og af­leið­ing­ar þeirra. Efni og að­f erð­i r: Um er að ræða aft­u r­ skyggna til­fella– við­miða rann­sókn þar sem afl­að var upp­lýs­inga um tíðni, áhættu­þætti og af­leið­ing­ar heila­blæð­ing­ar með­al fyrir­ bura fædda eft­ir 24–30 vikna með­göngu hér á landi á 20 ára tíma­bili (1988–2007). Til sam­an­burð­ar við þau börn sem fengu heila­ blæð­ingu voru til við­mið­un­ar fund­in börn sem ekki höfðu feng­ið heila­blæð­ingu pör­uð á með­göngu­lengd. JMP töl­fræði­for­rit­ið var not­að við töl­fræði­úr­vinnslu, eink­um t–próf og kí–kvaðr­at próf. Niður­s töður: Alls greind­u st 36 fyrir­b ur­ ar (24–30 vikna með­ganga) með III. og IV. gráðu heila­blæð­ingu á rann­sókn­ar­tíma­bil­ inu, 20 dreng­ir og 16 stúlk­ur. Tíðni heila­ blæð­ing­ar var hæst með­al þeirra fyrir­bura sem gengn­ir voru styst (44% við 24 og 25 vikna með­göngu) og lægst með­al þeirra sem gengn­ir voru lengst (5,2% við 29 og 30 vikna með­göngu). 11,1% til­fell­anna höfðu feng­ið tví­bura–tví­bura blóð­rennslis­sjúk­dóm (twin– to–twin trans­fus­ion syn­drome) í móð­ur­kviði en ekk­ert við­miða­nna (p=0,016). Börn­in í til­fella­hópn­um fengu lægri Ap­gar stig­un við 5 mín­út­ur (6 ± 1,6 vs. 7 ± 1,5, p=0,0096) og þurftu frek­ar á end­ur­lífg­un að halda (65,6% vs. 38,9%; p=0,03). Á ný­bura­skeiði fengu 86,1% til­fell­anna glær­himnu­sjúk­dóm (re­ spira­tory di­stress syn­drome) en 55,6% við­ mið­anna (p=0,004). Fleiri mæð­ur barn­anna sem ekki fengu heila­blæð­ingu höfðu feng­ið bark­stera meira en 48 klst. fyr­ir fæð­ingu en í til­fella­hópn­um (48,6% vs. 23,5%; p=0,03). 61,1% barn­anna í til­fella­hópn­um lét­ust á ný­ bura­skeiði, en 13,9% í við­mið­un­ar­hópn­um (p<0,0001). Af þeim sem lifðu fengu 60,0% til­fell­anna CP heila­löm­un (cere­bral palsy) síð­ar á æv­inni en ein­ung­is 6,5% við­mið­anna (p=0,015). Ályktanir: Tíðni heila­blæð­ing­ar eykst eft­ir því sem með­göngu­lengd­in er styttri. Áföll fyr­ir fæð­ing­una og í fæð­ing­unni, og al­var­leg veik­indi á ný­bura­skeiði auka lík­ur á al­var­legri heila­blæð­ingu hjá fyr­ir­bur­um. Dán­ar­tíðni og tíðni fatl­ana er há með­al barna sem fá al­var­ lega heila­blæð­ingu.

Afmýlandi bólgusjúkdómar í mið­tauga­kerfi barna á Ís­landi árin 1990–2010 Brynjar Þór Guðb­ jörnss­ on1, Ólafu ­ r Thora­ r­ ens­ en1,2, Laufe­ y Ýr Sigu ­ rða­ rd­ ótti­r1,2, Hildu­ r Eina­ rsd ­ ótti­r3 Læknad­ eild Hás­ kóla Ísl­ands, Barnas­ píta­ li Hringsi­ns, Mynd­ greini­nga­ rd­ eild, Lands­ pítali Hás­ kólas­ júkrah­ ús 1

2

3

Inn­gang­ur: Af­mýl­andi bólgu­sjúk­dóm­ar eru al­var­leg­ir sjúk­dóm­ar í mið­tauga­kerfi barna. Þess­ir sjúk­dóm­ar geta skil­ið eft­ir sig skaða

52

sem veld­ur ein­stakl­ingn­um sem fyr­ir verð­ur æv­ar­andi sjúk­dóms­ein­kenn­um. Sjúk­dóms­ gerð­ir eru flókn­ar og hafa marg­ar skil­grein­ ing­ar ver­ið not­að­ar yf­ir sjúk­dóm­ana. Þetta hef­ur gert það að verk­um að saman­burð­ir milli rann­sókna hafa reynst erf­ið­ir. Til að bæta úr þessu setti Int­er­nat­io­nal Pedi­atr­ic Mult­iple scler­os­is Study Group (IPMSSG) sam­an flokk­un­ar­kerfi ár­ið 2007 yfir helstu af­mýl­andi bólgu­sjúk­dóma í mið­tauga­kerfi barna. Kerf­ið flokk­ar sjúk­dóm­ana í barna­– MS, clin­i c­a lly iso­l at­e d syn­d rome (CIS), Neuro­m ye­l it­i s opt­i ca (NMO) og Ac­u te dis­semin­at­ed ence­phalo­mye­lit­is (ADEM). Radio­logic­ally Iso­lat­ed Syn­drome (RIS) til­ heyr­ir ekki flokk­un­ar­kerf­inu en er af­mýl­andi ástand. Til­koma kerf­is­ins auð­veld­ar sam­an­ burð­ar­rann­sókn­ir á sjúk­dóm­un­um. Til­gang­ur rann­sókn­ar­inn­ar var að meta ný­gengi af­mýl­andi bólgu­sjúk­dóma í börn­ um á Ís­landi frá ár­un­um 1990–2010. Ýms­ir far­alds­fræði­leg­ir þætt­ir voru skoð­að­ir auk þess sem helstu rann­sókn­ar­nið­ur­stöð­ur voru yf­ir­farn­ar og nið­ur­stöð­ur seg­ul­óm­skoð­un­ar end­ur­metn­ar. Þá var með­ferð skoð­uð og mat lagt á horf­ur sjúkl­ing­anna. Sjúkl­ing­ar og að­ferð­ir: Rann­sókn­in var aft­ ur­sæ far­alds­fræði­leg rann­sókn. Fundn­ir voru sjúkl­ing­ar yngri en 18 ára og leit­að eft­ir ICD grein­i ng­a r­n úm­e r­u m. Auk grein­i ng­a r­i nn­ ar þurftu sjúkl­ing­arn­ir að upp­fylla ákveð­in grein­ing­ar­við­mið. Upp­lýs­inga var afl­að úr sjúkra­s krám um ein­k enni og rann­s ókn­i r. Seg­ul­óm­mynd­ir voru end­ur­metn­ar. Ástand var met­ið eft­ir við­ur­kennd­um kvarða. Unn­ið var með öll gögn und­ir rann­sókna­núm­er­um. Töl­fræði­leg úr­v innsla fór fram í Exc­e l, not­ast var við lýs­andi töl­fræði. Feng­in voru við­eig­andi leyfi. Nið­ur­stöð­ur: Sjúkl­ing­ar sem upp­fylltu inn­ töku­skil­yrði voru 20, 11 dreng­ir (ald­urs­bil: 1,2–16,9 ár mið­g ildi:14,5) og níu stúlk­u r (ald­urs­bil: 13,5–17,5 ár. mið­gildi: 15,8). Ný­ gengi var 1,28/­100.000 börn <18 ára. Flest­ir sjúkl­ing­ar greind­ust með CIS (13–7 kvk: 6 kk), 2 greind­ust með AD­EM, RIS og MS, 1 greind­ist með NMO. Fjöldi grein­inga var nokk­uð jafn milli ára að því frá­töldu að 6 ein­stakl­ing­ar greind­ust árið 2009. Al­geng­ ast var að sjúkl­ing­ar greind­ust síðla vetr­ar. Upp­lýsing­ar um sýk­ing­ar og bólu­setn­ing­ar voru tak­mark­að­ar. Í tveim­ur til­vik­um var fjöl­skyldu­saga já­kvæð. Blóð­pruf­ur voru ekki hjálp­leg­ar við grein­ing­una en fá­stofna (oli­ goclo­n al) bönd mæld­u st hjá fimm af sjö sjúkl­ing­um sem greind­ust með MS. Greini­ leg­ar af­mýl­andi skemmd­ir sá­ust á seg­ul­óm­un hjá 15 af 16 sjúkl­ing­um þar sem slík­ar mynd­ ir lágu fyr­ir. Af þeim sjúkl­ing­um sem sýndu ein­kenni reynd­ust 16 af 19 sýna ein­kenni frá mörg­um stöð­um inn­an mið­tauga­kerf­is­ins. Stera­með­ferð fengu 16 af 20 sjúkl­ing­um. Af þeim sjúkl­ing­um sem upp­lifðu af­mýl­andi kast eru 14 ein­kenna­laus­ir í dag, þar af eru sjö með MS í hvíld­ar­fasa (re­lapse–re­mitt­ ing–MS). Álykt­anir: Á síð­ustu 20 ár­um greind­ust 20

börn með af­mýl­andi bólgu­sjúk­dóma á Ís­ landi sem er svip­að og mæl­ist í ná­granna­ lönd­um. CIS virð­ist al­geng­asta sjúk­dóms­ gerð­in. Tals­verð­ar lík­ur eru á að af­mýl­andi kast þró­ist út í MS en þó eru horf­ur sjúkl­inga oft á tíð­um góð­ar. Rann­sókn okk­ar er mögu­lega ein­stök þar sem hún nær til heill­ar þjóð­ar. Hún veit­ir upp­lýs­ing­ar um ný­gengi og horf­ur af­mýl­andi bólgu­sjúk­dóma. Rann­sókn­in bæt­ir þann­ig við þekk­ingu okk­ar á þess­um erf­iðu sjúk­ dóm­um og eyk­ur mögu­leik­ann á að beita mark­vissri með­ferð.

Að­gerð­ir vegna op­inn­ar fóst­ur­ æð­ar í börn­um og full­orðn­um Ingi­björg Anna Inga­dótt­ir1, Gunn­laug­ ur Sig­fús­son2, Gylfi Ósk­ars­son2, Hróð­mar Helgason2 1 Læknad­ eild Hás­ kóla Ísl­ands, 2Barnas­ píta­ li Hringsin­ s Inn­gang­ur: Fóst­ur­æðin (duct­us art­er­ios­us) teng­ir lungna­slag­æð­ina við ós­æð­ina og bein­ir hluta blóð­flæð­is fram hjá lung­un­um á fóst­ ur­skeiði. Æð­in lok­ast fjót­lega eft­ir fæð­ingu en vegna galla get­ur hún hald­ist op­in og leitt til hjarta­bil­un­ar og auk­ið lík­ur á hjarta­þels­ bólgu. Ný­gengi op­inn­ar fóst­ur­æð­ar er tal­in vera 1:2000. Lengi var æð­inni lok­að í skurð­ að­gerð en ár­ið 1994 var fyrsta hjarta­þræð­ ing­in gerð hér á landi. Síð­an hafa þræð­ing­ar ver­ið að taka við af að­g erð­u m. Mark­m ið rann­sókn­ar­inn­ar er að lýsa þeirri breyt­ingu sem fylgt hef­ur nýrri tækni með til­liti til ár­ ang­urs, fylgi­kvilla, inn­lagn­ar­tíma, ald­urs ofl. Efni­við­ur og að­ferð­ir: Rann­sókn­in er aft­ ur­skyggn þar sem far­ið var yf­ir sjúkra­skrár ein­stakl­inga með grein­ing­una op­in fóst­ur­æð á Land­spít­ala sem fóru í að­gerð eða þræð­ingu á ár­un­um 1985–2009, að fyr­ir­bur­um und­an­ skild­um. Einn­ig var far­ið yf­ir sjúkra­skrár og upp­lýs­ing­ar í tölvu­kerfi á stofu hjarta­lækna. Nið­u r­s töð­u r: Alls 137 að­gerð­ir og þræð­ ing­ar voru gerð­ar á 128 ein­stakl­ing­um. Ný­ gengi á lok­un fóst­ur­æð­ar með að­gerð eða þræð­ingu er 1:851. Þræð­ing­ar voru 101 en að­gerð­ir 36. Kynja­hlut­fall­ið (karl­ar:kon­ur) var 2,4:1; mið­ald­ur við grein­ingu 1.58 ár og hjarta­ó­hljóð al­geng­asta ein­kenn­ið sem leiddi til grein­ingu (65.63%). Með til­komu þræð­ ing­ar­tækn­inn­ar fjölg­aði lok­un­um. Flest­ar voru þræð­ing­ar 14 á ári en að­gerð­ir 5 á ári. Hjarta­þræð­ing: Í 101 þræð­ingu lok­aðist æð­in í 88.12% til­fella. Mið­ald­ur var 4.67 ár, með­ al­stærð fóst­ur­æða 2.54mm (+/–0.93). Með­ al­inn­lagn­ar­tími var 1.32 dag­ar (+/–0.06). Fylgi­kvill­ar komu fram hjá 5.94%. Leki um æð eft­ir lok­un var hjá 7.94% sjúkl­inga. Að­ gerð­ir: Að­gerð bar ár­ang­ur í 94.44% til­fella. Mið­ald­ur var 0.83 ár, með­al­stærð fóst­ur­æða 4.26mm (+/–1.51). Með­al­inn­lagn­ar­tími var 7.59 dagar (+/–2.34). Fylgi­kvill­ar komu fram hjá 44.44%. Leki um æð eft­ir lok­un var hjá 18.75% sjúkl­inga. Álykt­anir: Bæði að­gerð og þræð­ing eru ör­ ugg­ar og ár­ang­urs­rík­ar að­ferð­ir til lok­un­ar á


op­inni fóst­ur­æð. Í þræð­ingu eru fylgi­kvill­ar færri, inn­lagn­ar­tím­inn styttri og því lík­leg­ast ódýr­ari kost­ur.

Al­gengi fæðu­of­næm­is á Ís­landi við tveggja ára ald­ur. Áhrif um­ hverfis­þátta. Kristrún Erla Sig­urð­ar­dótt­ir, Michael Clau­ sen, Hild­ur S. Ragn­ars­dótt­ir Ingi­björg Hall­ dórs­dótt­ir og Sig­ur­veig Þ. Sig­urð­ar­dótt­ir. Inn­gang­ur: Al­gengi of­næmis­sjúk­dóma hef­ ur auk­ist síð­ustu ára­tugi. Al­gengi fæðu­of­ næm­is er þó á reiki þar sem fáar rann­sókn­ir not­ast við gull­stað­al­inn í grein­ingu á fæðu­ of­næmi þ.e. tví­blint fæðu­þol­próf með sam­ an­burði við lyf­leysu. Fæðu­of­næmi er því oft of­greint, en mik­il­vægt er að fæðu­of­næmi sé rétt greint vegna þess hversu al­var­leg of­ næm­is­við­brögð­in geta ver­ið og einn­ig vegna haml­andi áhrifa sem fæðu­of­næmi get­ur haft á líf ein­stakl­ings­ins. Mark­mið­ið var að kanna al­g engi og þró­u n fæðu­o f­n æm­i s ís­l enskra barna til tveggja ára ald­urs. Þátt­tak­end­ur og að­ferð­ir: Rann­sókn­in er hluti af Euro­Pre­vall, al­þjóð­legri rann­sókn á al­gengi fæðu­of­næm­ is sem er fram­skyggn fer­il­rann­sókn. Börn­in (1345) voru skráð til þátt­töku fyr­ir fæð­ingu og fylgt eft­ir til 30 mán­aða ald­urs. Staðl­að­ir spurn­inga­list­ar voru lagð­ir fyr­ir við fæð­ingu, 12, 24 og 30 mán­aða ald­ur. Þessi rann­sókn bygg­ir að mestu leyti á 24 mán­aða spurn­ inga­list­un­um sem voru 1203 þeg­ar töl­fræði­ úr­vinnsla hófst. Ef börn fengu ein­kenni sem gáfu grun um fæðu­of­næmi voru þau skoð­uð af rann­sókn­ar­lækni, fæðu­sér­tækt IgE mælt og of­næm­is­húð­próf fram­kvæmt. Ef sag­an og nið­ur­stöð­ur þess­ara rann­sókna voru sann­ fær­a ndi um fæðu­o f­n æmi geng­u st börn­i n und­ir tví­blint fæðu­þol­próf með sam­an­burði við lyf­leysu. Fæðu­of­næmi var að­eins greint ef þol­próf­ið var já­kvætt eða ef barn­ið hafði feng­ið það al­var­leg við­brögð við fæðu að ekki þótti ör­uggt að fram­kvæma próf­ið. Nið­u r­s töð­u r: Til­k ynnt var um ein­k enni hjá 515 börn­um, 249 voru skoð­uð af lækni, lækni grun­a ði fæðu­o f­n æmi hjá 84 og 40 greind­ust með fæðu­of­næmi. Al­gengi stað­ fests fæðu­of­næm­is er því 3,3% (40/1203). Af þeim voru 10 með of­næmi fyrir fleiri en einni fæðu­t eg­u nd. Þrett­á n börn greind­u st með of­næmi fyrir mjólk (1,1%), 26 fyr­ir eggj­um (2,2%), 8 fyr­ir fiski (0,7%), 6 fyr­ir jarð­hnet­ um (0,5%), 1 fyr­ir trjá­hnet­um (0,08%) og 2 fyr­ir hveiti (0,17%). Fjöru­tíu og þrjú of­næmi greind­ust á fyrsta ald­urs­ári en 12 á öðru ald­ urs­ári. Eitt var ekki stað­fest með tví­blindu fæðu­þol­prófi vegna al­var­leika ein­kenna. Á rann­sókn­ar­tíma­bil­inu urðu tíu börn of­næm­ is­laus. Kann­að var sam­band fæðu­of­næm­ is við um­hverf­is­þætt­ina gælu­dýra­hald, að hafa smakk­að óger­il­sneydda mjólk, reyk­ing­ar móð­ur, reyk­ing­ar ann­arra á heim­il­inu, keis­ ara­skurð, inn­töku lyfja við vél­inda­bak­flæði og neyslu lýsis. Álykt­a n­i r: Mið­að við rann­sókn sem gerð

var fyrir 16 ár­um hefur al­gengi fæðu­of­næm­is auk­ist hjá ís­lensk­um börn­um við tveggja ára ald­ur. Þær að­ferð­ir sem mest eru not­að­ar við grein­ingu fæðu­of­næm­is í dag virð­ast of­greina fæðu­of­næmi hjá börn­um. EuroPrevall er fjármagnað af EB (FOOD– CT–2005–514000), Vísindasjóði Lsh, GSK

Afs­taða for­eldra á Ís­landi til bólu­setn­inga barna Emma Dögg Ágústs­dótt­ir1, Ragn­heið­ur Elís­dótt­ir3, Sveinn Kjart­ans­son2,5, Þór­ólf­ur Guðna­son4, Har­ald­ur Briem4, Ás­geir Har­ alds­son1,2,5. 1 Læknad­ eild Hás­ kóla Ísl­ands, 2Barnas­ píta­ li Hringsi­ns, 3Miðs­ töð heilsuv­ ernda­ r barna, 4Landl­ækni­se­ mb­ ætti­ð, 5Lands­ píta­ li Há­ skólas­ júkrah­ ús. Inn­gangur: Bólu­setn­ing­ar eru ein arð­bær­ asta og mik­il­væg­asta heil­brigð­is­að­gerð sem til er í dag. Á síð­ustu ár­um hef­ur dreg­ið úr ný­gengi smit­sjúk­dóma sem bólu­sett er gegn, þökk sé bólu­setn­ing­um. Þá bein­ist at­hygl­in frek­ar að ör­yggi bólu­setn­inga og auka­verk­ un­um sem þeim kann að fylgja. Lít­ið sem ekk­ert er vit­að um al­menna af­stöðu ís­lenskra for­eldra til bólu­setn­inga barna. Rann­sókn­in er gerð til að meta af­stöðu for­eldra á Ís­landi til bólu­setn­inga barna. Efni og að­ferðir: Sam­inn var spurn­inga­listi sem var lagð­ur fyr­ir for­eldra allra ný­fæddra barna á helstu fæð­i ng­a r­s töð­u m lands­i ns. List­inn var lagð­ur fyr­ir föð­ur og móð­ur hvort í sínu lagi. Gögn af spurn­inga­list­um voru sleg­in inn í File­Maker Pro og þaðan flutt í Exc­el og SPSS til frek­ari úr­vinnslu. Nokkr­ ar spurn­ing­ar voru greind­ar með tví­þátta fjöl­breytu að­hvarfs­grein­ingu (multi­vari­able, log­ist­ic re­gress­ion). Niður­s töðu­r : Alls tóku 845 ein­stakl­ing­ar þátt í rann­sókn­inni, 45% voru karl­ar og 55% kon­ur. Nær all­ir þátt­tak­end­ur (99%) telja bólu­setn­ing­ar veita vörn gegn sýk­ing­um og 97% for­eldra ætla að láta bólu­setja barn sitt sam­kvæmt ís­lensku fyr­ir­komu­lagi. For­eldr­ar eru mjög já­kvæð­ir gagn­vart bólu­setn­ing­um á fyrsta og öðru ald­urs­ári. Meiri­hluti for­eldra (63%) ótt­a st ekki al­v ar­l eg­a r auka­v erk­a n­ ir bólu­setn­inga. Að­eins 38% for­eldra tel­ur bólu­setn­ing­ar ákjós­an­legri en nátt­úru­leg­ar sýk­ing­ar, 62% eru óviss­ir eða telja nátt­úru­ leg­ar sýk­ing­ar gera barn­ið hraust­ara en bólu­ setn­ing­ar. Mennt­un, kyn og fjöldi barna eru þeir þættir sem helst hafa mark­tæk áhrif á af­stöðu for­eldra til bólu­setn­inga barna. Álykt­un: Nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar­inn­ar eru sig­ur fyr­ir bólu­setn­ing­ar á Ís­landi. Þetta gef­ ur von um að áfram megi halda al­var­leg­ um smi­tsjúk­dóm­um frá ís­lensk­um börn­um. Ávinn­ing­ur af bólu­setn­ing­um er ríku­leg­ur og fjöl­þætt­ur bæði fyr­ir ein­stakl­inga og sam­fél­ ag­ið í heild sinni.

Notkun immúnó­glóbú­lína á Land­spít­al­an­um 2001–2009 Bryndís Ólafs­dóttir1, Rann­veig Ein­ars­dótt­ ir3,4, Davíð Þór Þor­steins­son2,3, Sig­urð­ur B. Þor­steins­son3,4, Björn Rún­ar Lúð­víks­son3,5, Gerð­ur Grön­dal3,6, Ás­geir Har­alds­son1,2. 1 Læknad­ eild Hás­ kóla Ísl­ands, 2Barnas­ píta­ li Hringsi­ns, 3Land­ spíta­ li Hás­ kólas­ júkrah­ ús, 4Deild lyfjam ­ ála LSH, 5Ranns­ ókns­ t­ofa ónæmi­sf­ræðid­ eilda­ r LSH, 6Lyfl­ækningad­ eild LSH. Inngangur: Notk­un immúnó­glóbú­lína hef­ ur far­ið vax­andi á und­an­förn­um ár­um. Ávinn­ing­ur immúnó­glóbú­lín gjaf­ar í æð hjá sjúkl­ing­um með með­fædd­an eða áunn­ inn mót­efna­skort er mjög mik­ill og óum­ deil­d­ur. Þá er með­ferð með mót­efn­um við­ ur­kennd með­ferð í ákveðn­um sjálf­næm­is­ sjúk­dóm­um þar sem or­sök er þó óþekkt. Þess vegna er með­ferð­inni stund­um beitt í öðr­um sjúk­dóm­um, t.d. sjálf­næmis­sjúk­dóm­um þó ár­ang­ur sé óviss og ábend­ing­ar ekki skýr­ar. Af þess­um sök­um og einn­ig vegna kostn­ aðar með­ferð­ar­inn­ar hef­ur immúnó­glóbú­lín með­ferð ver­ið í eft­ir­lits­flokki á Land­spít­al­an­ um frá árinu 1993. Til­g ang­u r rann­s ókn­a r­i nna­r : Að skoða notk­un imm­únó­gló­bú­lína á Land­spít­al­an­um á ár­un­um 2001–2009, hverj­ar ábend­ing­ar­nar eru, skammta­stærð­ir, sér­grein­ar sem nota með­ferð­ina og kostn­að við lyfja­gjöf. Ein­s takl­i ng­a r og að­f erð­i r: Sam­þ ykkt­a r um­sókn­ir allra þeirra sem fengu imm­ún­ó­ glóbú­lín með­ferð á ár­un­um 2001–2009 voru yfir­f arn­a r. Fengn­a r voru upp­l ýs­i ng­a r um nöfn, kenni­töl­ur og ábend­ing­ar fyr­ir með­ ferð. Einn­ig var safn­að upp­lýs­ing­um um þá sem feng­ið höfðu imm­únó­glób­ú­lín með­ferð á dag– og göngu­deild­um. Úr þeim gögn­um voru tekn­ar upp­lýsing­ar um teg­und lyfs sem ein­stakl­ing­arn­ir fengu, dag­setn­ing lyfja­gjafa, magn lyfs og fjölda gjafa. Einn­ig voru tekn­ar upp­lýs­ing­ar um þær sér­grein­ar sem ávísa lyfj­ un­um. Heild­ar­kostn­að­ur með­ferð­ar­inn­ar var feng­in frá Lyfja­nefnd Land­spítala Nið­ur­stöð­ur: Á tíma­bil­inu 2001–2009 voru 402 ein­stakl­ing­ar sem fengu immúnó­glóbú­ lín með­ferð á Land­spít­al­an­um, 389 ein­stakl­ ing­ar fengu imm­únó­glóbú­lín gjaf­ir í æð og 13 fengu með­ferð und­ir húð. Af þess­um 402 ábend­ing­um voru 265 skráð­ar ábend­ing­ar, óskráð­ar voru 109 tals­ins, en í 28 til­fell­um var um óljós­ar ábend­ing­ar að ræða. Ónæmis­ gall­ar voru al­geng­asta ástæða skráðra mót­ efna­gjafa, þá helst Non­famil­ial hypo­gamma­ globul­inem­ia og blóð­flögu­fæð. Mót­efna­gjöf í kjöl­far krabba­meins­með­ferð­ar var einn­ig al­g eng skráð ábend­ing. Tauga–, lungna–, gigt­ar– og húð­sjúk­dóm­ar voru helstu ástæð­ ur óskráðr­ar notk­unar. Ónæmis­lækn­ing­ar og krabba­meins­lækn­ing­ar eru þær sér­grein­ar sem ávísa á flesta ein­stakl­inga. Notk­un imm­ únó­glóbú­lína hef­ur auk­ist á þessu 8 ára tíma­ bili. Kostn­að­ur með­ferð­ar­inn­ar árið 2009 á Land­spít­al­an­um var 384,9 milljónir króna. Álykt­an­ir: Gjaf­ir imm­únó­glóbú­lína eru af­ar mik­il­væg­ar þá sér­stak­lega þeg­ar um skráð­ar ábend­ing­ar er að ræða í mikl­um mót­efna­ skorti og blóð­flagna­fæð, geta jafn­vel ver­ið

53


lífs­bjarg­andi, í óskráðu til­fell­un­um eru þær oft að skila ár­angri og draga veru­lega úr ein­ kenn­um fólks og auka þar með lífs­gæði til muna. Mik­il­vægt er að fylgj­ast áfram vel með notk­un imm­únó­gló­búl­ína svo að hægt sé að beita réttri með­ferð á rétta sjúkl­inga, ekki síst vegna þess hve dýr með­ferð­in er. At­hygli vek­ur að hlut­fall óskráðra ábend­inga er hátt, en okk­ar hlut­fall er samt nokk­uð lægra en í ná­læg­um lönd­um.

Faralds­fræði Strepto­coccus pneu­moniae og Strepto­coccus pyo­genes í leik­skóla­börnum árið 2010 Kol­beinn Hans Hall­dórs­son1, Helga Erlends­ dóttir1,3, Ás­geir Har­alds­son1,2, Karl G. Krist­ ins­son1,3, Þór­ólf­ur Guðna­son1,4 1 Læknad­ eild Hás­ kóla Ísl­ands 2Barnas­ píta­ li Hringsi­ns 3Sýkla­ fræðid­ eild Lands­ pítala­ ns 4Landl­æknise­ mb­ ætti­ð, sóttv­ arna­ rs­ við. Inngangur: Strepto­c occ­u s pneu­m on­i ae (pne­umó­kokk­ar) eru al­geng or­sök ým­issa sýk­inga í mönn­um en þeir finn­ast þó sem hluti af eðli­legri flóru í nef­koki. Ber­hlut­fall er sér­stak­lega hátt í börn­um á leik­skól­aldri en lækk­ar mik­ið með hækk­andi aldri. Mið­ eyrna­bólga og lungna­bólga eru með­al al­geng­ ustu sýk­inga sem pneu­mó­kokk­ar valda og er með­ferð við þess­um sjúk­dóm­um að verða æ erfið­ari vegna auk­ins sýkla­lyfja­ó­næm­is. Festi­þræð­ir (e. pili) eru yfir­borðs­pró­tein sem finn­ast helst á Gram–nei­kvæð­um bakt­erí­um en hafa þó ný­lega upp­götv­ast á pneu­mó­kokk­ um. Mark­mið rann­sókn­ar­inn­ar var að kanna bera­hlut­fall pne­umó­kokka og S. pyo­gen­es (streptó­kokk­ar af flokki A) í börn­um á leik­ skóla­aldri, meta sýkla­lyfja­notk­un og tengsl henn­ar við ónæmi. Einn­ig að at­huga al­gengi mis­m un­andi hjúp­gerða pneu­m ó­k okka og meta gagn­semi hugsan­legr­ar bólu­setning­ar. Jafn­framt voru vald­ir pneu­mó­kokka­stofn­ar próf­að­ir fyr­ir festi­þráð­um. Efni­við­ur og að­ferð­ir: Safn­að var 446 nef­ koks­sýn­um úr börn­um á 15 leik­skól­um úr 3 bæjar­fé­lög­um, Hafn­ar­firði, Kópa­vogi og Reykja­v ík, í mars­m án­u ði 2010. For­e ldr­a r veittu upp­lýst sam­þykki og fylltu út spurn­ inga­lista um al­mennt heilsu­far barns­ins, sýk­ ing­ar sl. 6 mán­uði og sýkla­lyfja­notk­un. Gerð voru næmis­próf á öll­um pne­umó­kokk­um og S. pyo­gen­es sem rækt­uð­ust. Jafn­f ramt voru all­ir pneu­mó­kokk­ar hjúp­greind­ir með lat­ex–kekkjun­ar­prófi. Fram­kvæmt var PCR (poly­mer­ase chain re­act­ion) á 62 pneu­mó­ kokka­stofn­um til að leita eft­ir festi­þráð­um. Niður­s töð­u r: Með­a l­a ld­u r barn­a nna sem tóku þátt var 4,1 ár og ald­urs­bil­ið 1,2–6,2 ár. Bera­h lut­f all pneu­m ó­k okka var 65,5% (292/446) og fannst minnk­að penis­illín­næmi (PNSP=pen­ic­illin non–sus­cept­ible pneu­mo­ cocci) (MIC≥0,094 μg/ml) hjá 12,1% (39/­ 323). Tveir ónæm­ir pneu­mó­kokk­ar fund­ust (MIC≥1,5 μg/ml). Bera­h lut­fall PNSP var mun hærra með­al yngri barna en minnk­að penis­illín­næmi var al­geng­ast hjá hjúp­gerð

54

19F, eða 78,1% (25/32). Ber­hlut­fall S. pyo­ gen­es var 11,4% og voru þeir all­ir næm­ir fyr­ir penis­illíni, en 2% voru ónæm­ir fyr­ir erý­þró­mýs­íni, 2% ónæm­ir fyrir tetra­sýkl­íni og 17,6% ónæm­ir fyrir klinda­mýs­íni. Alls greind­ust 18 hjúp­gerð­ir og var sú al­geng­asta 6B en þar á eft­ir komu 23F og 19F. Festi­ þræð­ir fund­ust hjá 43,5% (27/62) af þeim 62 pneu­mó­kokka­stofn­um sem próf­að var fyr­ir. Nei­kvæð­ir voru 46,8% (29/62) og 9,7% (6/62) tókst ekki að greina Álykt­a n­i r: Bera­h lut­f all pneu­m ó­k okka og PNSP var enn­þá tals­vert hátt en hafði þó minnk­að frá því í sam­bæri­legri rann­sókn sem var gerð árið 2009. Sýkla­lyfja­notk­un var mun meiri hjá yngri börn­um sem skýr­ir auk­ið PNSP bera­hlut­fall hjá þeim. Einu hjúp­gerð­ir sem mæld­ust með minnk­að penis­ill­ín­næmi voru 19F og 6B en þær finn­ast báð­ar í þeim pró­t ein­t engdu bólu­e fn­u m sem fram­l eidd hafa ver­ið. Með því að taka upp 13–gilt bólu­ efni (Pre­ven­ar 13®) væri hægt að fá vörn gegn 73,4% (238/­3 23) af þeim hjúp­g erð­ um sem fund­ust í þess­ari rann­sókn. Hlut­fall pneu­mó­kokka sem báru festi­þræði var hátt sem skýr­ist m.a. á því hvaða stofn­ar voru vald­ir til að rann­saka. Festi­þræð­ir voru áber­ andi al­geng­ir hjá hjúp­gerð­um 6B og 19F en aft­ur á móti mjög óal­geng­ir í hjúp­gerð 23F.

Ífarandi sýkingar af völdum Strepto­cocc­us aga­lactiae á Ís­ landi 1975–2009 Cecilia Elsa Línudóttir Inn­g ang­u r: Streptó­k okk­u m af flokki B (Group B strepto­cocc­us, GBS) var fyrst lýst sem sýk­inga­valdi í mönn­um ár­ið 1938. Þess­ar sýk­ing­ar voru sjald­gæf­ar þar til eft­ir 1970 en voru þá orðn­ar helsti sýk­inga­vald­ur í ífar­ andi sýk­ing­um í ný­bur­um. Ífar­andi sýk­ing­ar vegna GBS í full­orðn­um hafa auk­ist síð­ustu 3 ára­tug­ina og eru orðn­ar veru­legt heil­brigð­ is­v anda­m ál, sem ekki sér fyr­ir end­a nn á. Bakt­er­ían hef­ur um sig fjöl­sykru­hjúp og eru þekkt­ar 10 hjúp­gerð­ir; Ia, Ib, II–IX. Mark­mið þess­ar­ar rann­sókn­ar er að safna klín­isk­um upp­l ýs­ing­u m um ífar­a ndi GBS sýk­ing­a r í full­orðn­um á Ís­landi. Efni­við­ur og að­ferð­ir: Fyr­ir lá listi yfir alla full­orðna sjúkl­inga (>16 ára) með ífar­andi sýk­ing­ar af völd­um GBS á land­inu öllu á ár­un­um 1975–2009, alls 129 sýk­ing­ar. Þá lá einn­ig fyr­ir hjúp­gerð allra til­tækra GBS stofna (alls 105 stofn­ar). Safn­að var úr sjúkra­skrám upp­lýs­ing­um um ein­kenni, birt­ing­ar­mynd­ir, heilsu­far, und­ir­liggj­andi sjúk­dóma og al­var­ leiki sýk­ing­anna var met­inn með AP­ACHE II (Acute phys­io­logy and chron­ic health eva­ lu­ation). Niðurstöður: Konur voru alls 76, þar af 6 þung­a ð­a r, en karl­a r voru 53. Með­a l­a ld­u r full­orð­inna ann­arra en þung­aðra kvenna var 65 ár og dán­ar­tíðn­in 17% inn­an 30 daga frá grein­ingu. Aukn­ing var á ný­gengi sýk­ing­anna

í þeim hópi á tíma­bil­inu. Við upp­haf tíma­ bils­ins var ný­geng­ið 0,62/100.000/ár en var 3,38/100.000/ár við lok þess. Aukn­ing­in var mest með­al aldr­aðra >65 ára. Bakt­er­ían rækt­ að­ist úr blóði í 89% til­vika, úr lið­vökva í 12% og mænu­vökva í 2.5% til­vika. Alls fengu 20 sjúkl­ing­ar (16%) GBS sýk­ingu í spít­ala­legu. Al­geng­ustu birt­ing­ar­mynd­ir ífar­andi GBS sýk­i nga voru húð– og mjúk­v efja­s ýk­i n­g ar (34%), lið– og bein­sýk­ing­ar (17%), blóð­sýk­ ing­ar án þekkts upp­runa (12%) og þvag­færa­ sýk­ing­ar (9.3%). Al­var­leg­ir und­ir­liggj­andi sjúk­dóm­ar voru til stað­ar í öll­um þeim 110 til­fell­um þar sem upp­lýs­ing­ar um heilsu­far lágu fyr­ir. Al­geng­ustu sjúk­dóm­arn­ir voru ill­ kynja sjúk­dóm­ar (35%), hjarta– og æða­sjúk­ dóm­ar (30%), tauga­sjúk­dóm­ar (24%), þvag­ færa­sjúk­dóm­ar (20%) og syk­ur­sýki (19%). Dreif­ing hjúp­gerða Ia, Ib, II III og V allt tíma­bil­ið var nokk­uð jöfn eða um 15–20%, en hjúp­gerð V jókst mark­tækt á tíma­bil­inu. Hjúp­gerð Ib var mark­tækt al­geng­ari hjá kon­ um en körl­um. Álykt­un: Mik­il aukn­ing hef­ur orð­ið á ífar­ andi sýk­ing­um með GBS í full­orðn­um síð­ ustu 3 ára­tug­ina á Ís­landi. Um ástæðu þess­ ar­ar aukn­ing­ar er ekki vit­að. Eldra fólk og ein­stakl­ing­ar með lang­vinna und­ir­liggj­andi sjúk­dóma eru að­al áhættu­hóp­arn­ir. Bólu­efni er í þró­un gegn ný­bura­sýk­ing­um en óljóst er hvort slíkt bólu­efni vernd­ar full­orðna. Frek­ ari rann­sókna er þörf til að sporna gegn þess­ um al­var­legu sýk­ing­um.

Breiðvirkir b–laktamasar á Land­spítala há­skóla­sjúkra­ húsi: far­alds­fræði á ár­un­um 2007–2009 Hannes Bjarki Vigfússon Inn­g ang­u r: Breið­v irk­i r b–lakta­m as­a r (ESBL) komu fram á ní­unda ára­tug sein­ustu ald­ar og hafa breiðst hratt út um all­an heim. ESBL–mynd­andi bakt­er­íur eru yfir­leitt fjöl­ ónæm­ar fyrir nokkr­um sýkla­lyfja­flokk­um og valda mikl­um erf­ið­leik­um við lyfja­með­ ferð. Rann­sókn­ir hafa sýnt að þær hafa áhrif á af­drif sjúkl­inga, eins og dán­ar­tíðni, lengd sjúkra­hús­legu og auka kostn­að í heil­brigð­is­ kerf­inu. Eng­ar rann­sókn­ir hafa ver­ið gerð­ar á klín­ísk­um þátt­um þeirra sjúkl­inga sem fá sýk­ing­ar með ESBL–mynd­andi bakt­er­íum hér á landi. Mark­mið rann­sókn­ar­inn­ar var að draga upp mynd af þess­um sjúkl­inga­hópi með til­liti til áhættu­þátta, með­ferð­ar, sýk­ inga­varna og af­drifa sjúkl­ing­anna. Að­ferð­ir: Fram­kvæmd var aft­ur­virk rann­ sókn á sjúkl­ing­um Land­spít­ala sem höfðu E. coli eða Kleb­siella spp. með já­kvæð eða óaf­g er­a ndi ESBL–stað­f est­i ng­a r­p róf á ár­ un­u m 2007–2009. Skráð­a r voru klín­í sk­a r upp­lýs­ing­ar um sjúkl­ing­ana sem feng­ust úr sjúkra­skrám, Ther­apy tölvu­kerf­inu, þjón­ ustu­gagna­grunni Sýkla­fræði­deild­ar og gögn­ um Sýk­inga­varna­deild­ar.


Niðurstöður: Átta­tíu og sjö sjúkl­ing­ar voru rann­sak­að­ir og rækt­að­ist E. coli frá 59,8% og Kleb­siella spp. frá 40,2% sjúkl­inga. Þvag­ færa­sýk­ing var al­geng­asta teg­und sýk­ing­ar (81,5%) og þar á eft­ir komu önd­un­ar­færa­ sýk­ing­ar (8,8%). Hátt hlut­fall sjúkl­inga fór í að­gerð­ir (71,3%) og hafði inni­liggj­andi íhluti (88,5%) í leg­unni. Tólf mán­uðum fyr­ir sýk­ ingu eða sýkl­un höfðu 44,8% sjúkl­inga far­ið í að­gerð, 22,8% haft inni­liggj­andi íhluti og 77% feng­ið sýkla­lyf. Sýk­inga­varn­ir voru í sam­ræmi við verk­lags­regl­ur Sýk­inga­varna­ deild­ar hjá 74% sjúklinga. Ályktun: Niður­s töð­urn­ar sam­r æm­ast því sem er­lend­a r rann­s ókn­ir hafa sýnt. Fyrri sýkla­lyfja­notk­un, lengd inn­lagn­ar, þvag­legg­ ir ofl. hafa verið tald­ir áhættu­þætt­ir fyr­ir sýk­ingu með ESBL–mynd­andi bakt­eríu og reynd­ist hátt hlut­fall sjúkl­inga hafa þessa áhættu­þætti. Um 20% sýking­anna komu upp ut­an spít­ala sem er í takt við þró­un sein­ustu ára þar sem aukn­ing hefur verið á utan­spít­ ala­sýk­ing­um.

Vanræktir sjúkdómar þróunar­ landa Júlíus Kristjánsson Leiðbeinandi: Sigurður Guðmundsson

Inn­gang­ur: Van­ræktir sjúk­dóm­ar þróun­ ar­landa er sam­nefn­ari fyr­ir fjöl­breytt­an hóp smit­sjúk­dóma, sem eru al­geng­ari í þeim lönd­um sem falla und­ir skil­grein­ingu Al­ þjóða­bank­ans á þró­un­ar­lönd­um. Þrátt fyr­ir að tal­ið sé að þeir valdi mik­illi sjúk­dóms­ byrði eru þeir van­rækt­ir af al­þjóða­sam­fél­ag­ inu ef mið­að er við stóru sjúk­dóm­ana þrjá: HIV, mal­ar­íu og berkla. Van­ræksl­an felst í því hve litlu fjár­magni er veitt til rann­sókna á þeim og hve litla at­hygli þeir hljóta frá vís­inda­sam­fél­agi og fjöl­miðl­um. Sjúk­dóm­ arn­ir eru einn­ig tald­ir van­rækt­ir vegna þess sjúkl­inga­hóps sem al­geng­ast er að smit­ist. Það eru helst ein­stakl­ing­ar sem búa við af­ar bág­ar þjóð­fél­ags­að­stæð­ur og hafa sjaldn­ast sömu tæki­færi til við­un­andi heil­brigð­is­þjón­ ustu og sjúkl­ing­ar á Vest­ur­lönd­um. Í þess­ari yfir­lits­grein er fjall­að sér­stak­lega um 14 sjúk­ dóma, lýs­ingu á þeim og smit­leið­um þeirra, far­alds­fræði, grein­ingu, for­varn­ir, með­ferð og áhrif þeirra á sam­fé­lög. At­huga skal hvort þá megi í raun kalla van­rækta og verð­ur þá sér­stak­lega lit­ið til sam­an­burð­ar við stóru sjúk­dóm­ana þrjá. Efni og að­ferð­ir: Upp­lýs­ing­ar voru fengn­ar með leit í leit­ar­vél­um Pub­Med og Sci­ence­ Direct með við­eig­andi leit­ar­orð­um. Einn­ig var not­ast við heima­síðu Al­þjóða heil­brigð­ is­mála­stofn­un­ar­inn­ar. Leit­ast var eft­ir því að nota sem nýj­ast­ar upp­lýsing­ar um far­alds­ fræði og um fjár­magn til rann­sókna á sjúk­ dóm­un­um. Niður­stöð­ur: Van­ræktu sjúk­dóm­arn­ir eru mjög al­geng­ir og valda mik­illi sjúk­dóms­ byrði. Þeir finn­ast í mörg­um ríkj­um heims­ins og lang flest þeirra telj­ast þró­un­ar­lönd. Með­

ferð­ir og for­varn­ir þeirra geta ver­ið efna­hag margra ríkja of­viða. Þó stóru sjúk­dóm­arn­ir þrír valdi að­eins um 1,5 sinn­um meiri sjúk­ dóms­byrði og dán­ar­tíðni, hljóta þeir rúm­lega fimm sinn­um meira fjár­magn til rann­sókna. Fjár­magn sem gef­ið er til rann­sókna virð­ist ekki vera ákvarð­að í hlut­falli við sjúk­dóms­ byrði, dán­ar­tíðni, al­gengi eða ný­gengi. Nú eru þó starf­rækt nokk­ur verk­efni sem leggja áherslu á eyð­ingu ákveð­inna van­ræktra sjúk­ dóma. Áhrif sjúk­d óm­a nna á ein­s takl­i nga jafnt sem sam­fé­lög eru slæm. Það sést best á áhrif­um þeirra á börn og efna­hags­leg af­köst sam­fél­ags­ins. Umræður: Með til­liti til fjár­magns mið­að við HIV, mal­aríu og berkla má segja að sjúk­ dóma­hóp­ur­inn sé í raun van­rækt­ur. Sjúk­ dóm­arn­ir eru þó mjög mis­jafn­ir sín á milli og draga má þá álykt­un að ákveðn­ir sjúk­dóm­ ar inn­an hóps­ins séu van­rækt­ari en aðr­ir. Ástæð­u r þess­a r­a r van­r ækslu eru lík­l eg­a st sam­spil margra þátta og er jafnt um að kenna yf­ir­völd­um þró­un­ar­landa sem og Vest­ur­ landa. Lausn vand­ans felst ekki í að ein­blína ein­göngu á sjúk­dóm­ana sjálfa, held­ur að taka að auki inn í mynd­ina aðra þætti í þess­um sam­fé­lög­um s.s. auk­ið hrein­læti, eftir­lit með smit­ber­um, efl­ingu mennt­un­ar og bar­áttu gegn fá­tækt. Til að betri ár­ang­ur ná­ist verð­ ur að hlúa að þeim verk­efn­um sem nú þeg­ar eru til stað­ar ásamt því að styrkja ný­sköp­un á sviði þró­un­ar. Þar ætti Ís­land ekki að vera eft­ir­bát­ur ann­arra þjóða.

Með­ferð og áhættu­þættir alvar­ legra húð­sýkinga Haf­steinn Óli Guðna­son1, Jón Magn­ús Krist­ jáns­son1,2 , Heiða Björk Gunn­laugs­dótt­ir2, Elísa­bet Bene­dikz2, Már Krist­jáns­son3, Bryn­ dís Sig­urð­ar­dóttir3 1 Læknad­ eild Hás­ kóla Ísl­ands, 2Slysa– og bráðad­ eild LSH, 3 Smits­ júkd­ ómad­ eild LSH Inn­gangur: Mark­mið þess­ar­ar rann­sókn­ar var að finna út hvaða þætt­ir í fari sjúkl­ings og hvaða hlut­a r með­f erð­a r­ú r­r æða skipta máli fyr­ir þá sem leita á slysa– og bráða­deild (SBD) í Foss­vogi vegna húð­netju­bólgu (e. cellu­litis). Lagt var áherslu á lýð­fræði­lega þætti í fari sjúkl­inga, hvort sýkla­lyf voru gef­ in í æð eða um munn og hvort sjúkl­ing­ar voru lagð­ir inn á legu­deild, með­höndl­aðir á skamm­veru­ein­ingu SBD (SKE) eða út­skrif­ aðir beint frá SBD. Efni og að­ferð­ir: Fram­sýni hluti rann­sókn­ ar­inn­ar náði til slysa– og bráða­deild­ar LSH á tíma­bil­inu 15. febr­úar til 1. maí 2010 og aft­ ur­sýni hlut­inn til sjúkl­inga sem með­höndl­að­ ir voru á SKE frá jan­úar 2009 til apríl 2010. Skráð­ir voru lýð­fræði­leg­ir þætt­ir hvers sjúkl­ ings, lengd dval­ar á SBD, nið­ur­stöð­ur blóð­ prufa, inn­lögn eða út­skrift, val á sýkla­lyfj­um og hvort þau voru gef­in í æð eða um munn. Úr­v innsla gagna fór fram með Micro­s oft Exc­el og SPSS Stat­ist­ics töflu­reikn­um. Niður­stöður: 38 sjúkl­ing­ar tóku þátt í fram­ sýna hlut­an­um, 28 karl­ar og 10 kon­ur. Með­

al­ald­ur sjúkl­inga var 52 ára. Með­al­tal þyngd­ ar­stuð­uls (body mass ind­ex, BMI) var 30,0. 73% reynd­ust vera í yfir­vigt (BMI>25) og 38% þjáð­ust af of­fitu (BMI>30). 160 sjúkl­ ing­ar voru skráð­ir í aft­ur­sýna hlut­an­um, 106 karl­ar og 54 kon­ur þar sem með­al­ald­ur­inn var 53 ára. Al­geng­asta stað­setn­ing sýk­ing­ ar var í fæti (66% og 67%) og þar á eft­ir í hendi (13% og 23%). Níu sjúkl­ing­ar (24%) lögð­ust beint inn á deild frá SBD í fram­sýna hlut­an­um og tíu (27%) lögð­ust inn á SKE í sól­ar­hrings­eft­ir­lit til að fá sýkla­lyfja­gjöf í æð og end­ur­mat morg­un­inn eft­ir. Fimm þeirra lögð­ust inn á deild og fimm út­skrif­uð­ust. 18 sjúkl­ingar (49%) út­skrif­uð­ust beint frá SBD og átti eng­inn þeirra óvænta end­ur­komu sem krafð­ist inn­lagn­ar inn­an við viku frá út­skrift. Í þeim aft­ur­sýna var inn­lagn­ar­hlut­fall 35% og ein­ung­is fjór­ir sjúkl­ingar (2%), sem út­ skrif­uð­ust af SKE, lögð­ust óvænt inn á deild inn­an við viku frá út­skrift. Ályktun: Alls lögðust 38% sjúkl­inga, sem leit­uðu á SBD vegna húð­netju­bólgu, inn á deild. Í helm­ing til­fella þar sem þörf fyr­ir inn­lögn var óljós, og sjúkl­ing­ar voru hafð­ir á SKE til eftir­lits og sýkla­lyfja­gjaf­ar í æð, var hætt við inn­lögn og sjúkl­ing­ur út­skrif­að­ur. Þessi rann­sókn gef­ur því í skyn að þessi að­ ferð dragi veru­lega úr kostn­aði Land­spít­al­ans þar sem hún lækk­ar hlut­fall inn­lagn­ar um a.m.k. 25%. Þar sem óvænt end­ur­koma, sem krafð­ist inn­lagn­ar, inn­an viku frá út­skrift var ein­ung­is 2% í 160 manna úr­taki virð­ist ákvörð­un um með­ferð gegn húð­netju­bólgu tek­in á SBD vera rétt í um 98% tilvika.

Paracetamól lyfjaeitranir á Land­spítala 2004–2009 Ragna Sif Árnadóttir, 1Óttar Bergmann, Einar S. Björnsson

2

1,2

Landspítali Háskólasjúkrahús, 2Háskóli Íslands

1

Inngangur: Para­ceta­mól er al­geng­asta or­ sök bráðr­ar lifrar­bil­un­ar í mörg­um lönd­ um Ev­rópu og í Banda­ríkj­un­um. Lík­lega er þó að­eins lít­ill hluti þeirra sem inn­byrða of stór­an skammt af para­ceta­móli sem hljóta lifrar­skaða. Al­gengi lifrar­skaða af völd­um para­ceta­móls hef­ur lít­ið ver­ið rann­sak­að á Ís­landi. Það er því óljóst hve stór hluti sjúkl­ inga með lyfja­eitr­un af völd­um para­ceta­mols hlýt­ur lifrar­skaða og hvern­ig horf­ur þess­ara sjúkl­inga eru. Efni og aðferðir: Rann­s ókn­in var aftur­ skyggn og tók til sex ára tíma­bils, 2004–2009. Leit að sjúk­dóms­grein­ing­um sem tengj­ast lyfja­eitr­un­um og bráðri lifrar­bil­un var fram­ kvæmd í tölvu­kerfi LSH. Ljóst var frá upp­hafi að að­eins hluti þess­ara grein­inga tók til para­ ceta­mól­eitr­ana. Þau til­felli voru rann­sök­uð til hlít­ar. Tekn­ir voru með í rann­sókn­ina þeir sjúkl­ing­ar sem lögð­ust inn á LSH vegna of stórs skammts af para­ceta­móli. Leit­ast var við að fá sem heild­stæð­asta mynd af sögu sjúkl­ ings. Með­al þess sem var kann­að var ald­ur,

55


kyn, skammta­stærð, ástæða inn­töku, áfeng­is­ neysla og geð­saga. Niðurstöður: Á 6 ára tíma­bili var um að ræða 101 inn­lögn af völd­um para­ceta­mól­ eitr­ana á LSH. Kon­ur voru mark­tækt fleiri en karl­ar, 71 á móti 30. Með­al­ald­ur­inn var 33 ár. Alls 80 inn­lagn­ir voru vegna vís­vit­andi eitr­ ana en að­eins 17 vegna óáform­aðra eitr­ana. Í heild voru lifrar­próf hækk­uð í 22 til­fell­um (21,8%). Lifrar­próf voru hækk­uð í 11,3% vís­vit­andi inn­taka, en í 70,6% af óáform­ uð­um eitr­un­um. 60% þeirra sem áttu við áfeng­is­vanda að stríða en neyttu ekki áfeng­is sam­hliða inn­töku para­ceta­móls voru með hækk­an­ir á lifrar­próf­um, en að­eins 5% þeirra sem áttu við áfengis­vanda að stríða og neyttu áfeng­is sam­hliða eitr­un voru með hækk­an­ir á próf­um. Minni­hluti sjúkl­inga (13,9%) lagð­ist inn á gjör­gæslu­deild í kjöl­far para­ceta­mól­ eitr­un­ar. Tæp­lega helm­ing­ur þeirra var með hækk­an­ir á lifrar­próf­um og fimm af þeim fengu skil­greinda lifrar­bil­un. Um­ræður: Þó svo para­ceta­mól­eitr­an­ir séu nokk­uð al­geng­ar hér á landi er ljóst að tíðni lifrar­skaða er mjög lág og dán­ar­tíðni er enn­þá lægri. Oft­ast er um sjálfs­skað­andi at­hæfi að ræða og eru kon­ur í meiri­hluta. Ástæða þess að para­ceta­mól verð­ur fyrir val­inu þeg­ar um sjálfs­skað­andi at­hæfi er að ræða gæti fal­ist í því að lyf­ið er ódýrt og auð­velt að nálg­ast það í miklu magni. At­hygli vek­ur að oft­ar er hækk­un á lifrar­próf­um þeg­ar um óáform­aða eitr­un er að ræða. Þessi nið­ur­staða bend­ ir til þess að tíma­lengd inn­töku skipti máli varð­andi þró­un lifrar­skaða. Sýnt hef­ur ver­ið fram á, í fyrri rann­sókn­um, að þeir sem eigi við krón­ískt alkó­hól­vanda­mál að stríða séu í auk­inni hættu á lifrar­skaða af völd­um para­ ceta­móls en að lotu–­drykkja (e. binge drink­ ing) virki frek­ar vernd­andi. Síð­ast­nefnda at­ rið­ið er þó um­deilt. Okk­ar nið­ur­stöð­ur styðja þá kenn­ingu að krón­ísk alkó­hól­drykkja auki lík­ur á lifrar­skaða en ekki feng­ust mar­ktæk­ar nið­ur­stöður varð­andi vernd­andi áhrif alkó­ hóls við lotu–drykkju.

Krabbamein í eistum á Íslandi 2000 – 2009 Andri Wilberg Orrason1, Bjarni Agnarsson2, Guðmundur Geirsson3, Helgi H. Hafsteinsson4, Tómas Guðbjartsson1,4 Læknadeild Háskóla Íslands, 2rannsóknarstofa í meinafræði,

1

ur­s kyggn og nær til allra ís­lenskra karla, sem greind­ust með kím­frumu­æxli (n = 97) í eist­um á ár­un­um 2000–2009. Upp­lýs­ing­ar um greind til­felli feng­u st úr tveim­u r að­ skild­um skrám, meina­fræði­skrá Land­spít­ala og Krabba­meins­skrá. Klín­ísk­ar upp­lýs­ing­ar feng­ust úr sjúkra­skrám. Far­ið var yfir meina­ fræði­svör og æxl­in stig­uð með kerfi Bod­en– Gibb (B&G). Heild­ar­lífs­horf­ur voru reikn­ að­ar með að­ferð Kap­lan–Meier og kann­að hverj­ir voru á lífi 1. maí 2010. Eft­ir­lits­tími var 4,9 ár að með­al­tali. Bor­in voru sam­an sáð­f rumu­k rabba­m ein og ekki­– sáð­f rumu­ krabba­mein. Niður­stöður: Ald­urs­staðl­að ný­gengi á rann­ sókn­ar­tíma­bil­inu var 5,9 fyrir 100.000 karla á ári. Hlut­fall sáð­frumu­krabba­meina (49,5%) og ekki–sáð­f rumu­k rabba­m eina var jafnt (50,5%). Ein­kenni, tíma­lengd ein­kenna og stærð æxl­anna var svip­uð fyrir báða hópa. Flest­ir greind­ust vegna fyrir­ferð­ar (94,8%) og verkja (43,4%) en 56,7% voru bæði með fyrir­ferð og verki í eist­anu. Helm­ing­ur sjúkl­ ing­anna (51,1%) voru greind­ir inn­an fjög­ urra vikna frá upp­hafi ein­kenna en 17,8% höfðu haft ein­kenni leng­ur en 6 mán­uði. Meðal­stærð æxla var 4,0±2,1 cm og hélst óbreytt á rann­sókn­ar­tíma­bil­inu. Meðal­ald­ur sjúkl­inga var mark­tækt hærri hjá sjúkl­ing­um með sáð­frumu­krabba­mein (41,6 ár) saman­ bor­ið við ekki–sáð­frumu­krabba­mein (30,1 ár) (p<0,0001). Flest æxl­anna voru á stigi I, eða 78,4%, 13,4% á stigi II og 8,2% á stig­um III–IV. Sáð­f rumu­k rabba­m ein greind­u st á mark­tækt lægri stig­um sam­an­bor­ið við ekki– sáð­frumu­krabba­mein (57,9 vs. 42,1% á stigi I; p=0,003). Eng­inn fjar­mein­vörp greind­ust hjá sjúkl­ing­um með sáð­frumu­krabba­mein en hjá 8 sjúkl­ing­um með ekki–sáð­frumu­ krabba­mein (p<0,006). Fjór­ir sjúkl­ing­ar lét­ ust á rann­sókn­ar­tíma­bil­inu, tveir úr ekki– sáð­frumu­krabba­meini, tveir vegna óskyldra sjúk­dóma en eng­inn úr sáð­frumu­krabba­ meini. Fimm ára lífs­horf­ur fyrir all­an hóp­inn voru 96%. Álykt­u n: Mið­að við ná­granna­lönd er ný­ gengi eistna­krabba­meins á Ís­landi í með­al­lagi og hef­ur hald­ist stöð­ugt síð­ustu tvo ára­tugi. Á sama tíma­bili hef­ur hlut­fall sjúkl­inga með stað­bund­inn sjúk­dóm (stig I) lít­ið breyst og stærð æxl­anna sömu­leið­is. Lífs­horf­ur hér á landi eru mjög góð­ar og með því hæsta sem þekk­ist.

þvagfæraskurðdeild, 4krabbameinslækningadeild Landspítala.

3

Inngangur: Krabba­mein í eist­um er al­geng­ asta krabba­mein sem grein­ist í ung­um karl­ mönn­um á Vest­ur­lönd­um. Lang­flest þeirra eru upp­run­in í kím­frum­um eist­ans og skipt­ ast í tvo hópa, sáð­frumu­krabba­mein og ekki­– sáð­frumu­krabba­mein. Á síð­ustu ára­tug­um hafa lífs­horf­ur sjúkl­inga með eistna­krabba­ mein batn­að um­tals­vert, að­al­lega vegna til­ komu öfl­ugra krabba­meins­lyfja. Mark­mið rann­s ókn­a r­i nn­a r var að kanna ný­g engi, stig­un og lífs­horf­ur sjúkl­inga við grein­ingu eistna­krabba­meins á Ís­landi á 10 ára tíma­bili og bera sam­an við eldri rann­sókn­ir. Efni­við­ur og að­ferð­ir: Rann­sókn­in er aft­

56

Notkun á blóðfitulækkandi statín­lyfjum og áhrif þeirra á tíðni krabbameina og lífs­ horfur. Þórunn Halldóra Þórðardóttir, Valgarður Egils­son, Jón Gunnlaugur Jónasson, Matthías Hall­dórs­son, Ólafur B. Einarsson, Helgi Sig­ urðs­son. Inngangur: Stat­ín­lyf eru ensím­heml­ar sem hindra mynd­un kól­ester­óls og gegna mikil­ vægu for­varn­ar­hlut­verki við hjarta– og æða­ sjúk­dóm­um. Allt frá því greint var frá auk­

inni krabba­meins­á­hættu í dýr­um sem gef­in voru stat­ín hafa áhrif þeirra á æxl­is­vöxt ver­ið um­deild. Rann­sókn­ir á æxlis­frum­um í rækt sýna óyggj­andi höml­un þeirra á æxlis­vöxt en rann­sókn­ir á not­end­um statín­lyfja hafa gef­ið mis­vís­andi nið­ur­stöð­ur, ýms­ar í raun greint frá vernd­andi áhrif­um. Í ljósi þeirr­ar aukn­ ing­ar sem orð­ið hef­ur á statín­lyfja­notk­un á Ís­landi er mik­il­vægt að rann­saka þenn­an þátt þeirra nán­ar. Mark­mið rann­sókn­ar­inn­ar er að at­huga hvort tíðni krabba­meina sé önn­ ur með­al lang­tíma statín­not­enda og hvort lyf­in hafi áhrif á lífs­horf­ur eft­ir grein­ingu krabba­meins saman­bor­ið við þá sem ekki taka slík lyf. Hér á landi er ein­stakt tæki­ færi að kanna slíkt með sam­teng­ingu á lýð­ heilsu­gagna­grunn­um, Lyfja­gagna­grunni og Krabba­meins­skrá. Efni­við­ur og að­ferð­ir: Aft­ur­skyggð þýðis­ rann­s ókn með sam­k eyrslu ofan­g reindra gagna­grunna. Rann­sókn­ar­þýð­ið í heild taldi 14.281 ein­stakl­ing sem var á statín­lyfj­um þeg­ar skrán­ing í Lyfja­gagna­grunn hófst ár­ið 2003 og var á slík­um lyfj­um í árs­lok 2004. Úr þjóð­skrá fékkst við­mið­un­ar­hóp­ur, par­að­ur fyr­ir aldri og kyni, með helm­ingi fleiri ein­ stakl­ing­um sem aldrei höfðu tek­ið statín eft­ir upp­h af skrán­i ng­a r. Við sam­k eyrslu feng­ ust upp­lýs­ing­ar um öll krabba­meins­til­felli, grein­ing­ar– og dán­ar­dag. Rann­sókn­in hef­ur leyfi Vís­inda­siða­nefnd­ar og Per­sónu­verndar. Niðurstöður: Notkun statín­lyfja hef­ur auk­ ist gríð­a r­lega á Ís­landi frá komu þeirra á mark­að 1989, eða fjöru­tíu­fald­ast mið­að við dag­skammta. Ár­ið 2009 voru 31.293 manns að taka slík lyf, en voru 14.281 árið 2003 sem nem­u r rúmri 200% aukn­ingu. Ein­ stakl­ing­ar sem upp­fylltu skil­yrði rann­sókn­ar voru 12.603 eft­ir að bú­ið var að úti­loka þá 1678 sem feng­ið höfðu krabba­m ein fyr­ir rann­s ókn­a r­t íma­b il­i ð. Þýð­i ð sam­a n­s tóð af 7551 körl­um og 5052 kon­um. Af þeim fengu 957 krabba­mein eft­ir ára­mót­in 2004–2005 (7,6%), eða 8,2% karla (n=620) og 6,7% kvenna (n=337). Hlut­fall blöðru­háls­kirtils­ krabba­meins er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um mein­um í körl­um og brjósta­krabba­meins um fjórð­ung­ur af krabba­mein­um í kon­um. Álykt­anir: Endan­leg úr­vinnsla við við­mið­ un­ar­hóp og mat á lífs­horf­um verða kynnt á ráð­stefnu 3. árs rann­sókn­ar­verk­efna lækna­ nema þann 26. maí 2010. At­hyglis­vert er að eng­in aukn­ing var á ár­legri tíðni krabba­ meina hjá þeim sem tóku statín­lyf eins og ætla mætti með hækk­andi aldri og við­mið­un­ ar­tíma. Enn frem­ur hve hátt hlut­fall blöðru­ háls­kirtils­krabba­meins fannst hjá þeim sem taka statín­lyf sam­an­borið við hlut­fall á lands­ vísu.

Áhrif langtímanotkunar kven­ hormóna­lyfja eftir tíðar­frá­ hvörf á tíðni krabbameina og lífs­horfur Elín Arna Aspelund, Valgarður Egilsson, Matthías Halldórsson, Ólafur B. Einarsson,


Jón Gunnlaugur Jónsson, Helgi Sigurðsson. Inn­gangur: Kven­horm­óna­lyf við tíða­hvörf­ um hafa verið not­uð í meira en hálfa öld, en notk­un þeirra jókst mik­ið í lok 20. ald­ar. Um alda­mót­in 2000 komu fram rann­sókn­ir sem tengja lang­tíma­notk­un þeirra við aukna áhættu brjósta­krabba­meins, sem og aukna tíðni hjarta– og æða­s júk­d óma, þver­ö f­u gt við það sem bú­ist var við. Einn­ig var minni áhætta á rist­il­krabba­meini og bein­brot­um. Mark­m ið rann­s ókn­a r­i nn­a r var að kanna hvort sam­band væri á milli lang­tíma­notk­ un­ar slíkra lyfja og tíðni krabba­meina svo og meta lífs­horf­ur. Efni og aðferðir: Aftur­skyggð þýðis­rann­ sókn með sam­k eyrslu á upp­l ýs­i ng­u m úr Lyfja­g agna­g runni og Krabba­m eins­s krá. Rann­sókn­ar­þýð­ið voru kon­ur sem voru 50 ára og eldri ár­ið 2003, þeg­ar skrán­ing hófst í Lyfja­gagna­grunn­inn, og tóku horm­óna­lyf ár­in 2003–2004 og höfðu ekki greinst með krabba­mein fyrir árið 2005. Ald­urs­staðl­að við­mið­un­ar­þýði var feng­ið úr þjóð­skrá með um helm­ingi fleiri kon­um sem ekki höfðu tek­ið inn slík lyf á tíma­bil­inu 2003–2010. Sam­keyrsla var gerð við Krabba­meins­skrá og þá feng­ust upp­lýs­ing­ar um öll krabba­meins­ til­felli, grein­ing­ar– og dán­ar­dag í þess­um hóp­um. Rann­sókn­in hef­ur leyfi Vís­inda­siða­ nefnd­ar og Per­sónu­vernd­ar. Niður­stöð­ur: Á Ís­landi jókst sala kven­horm­ óna­lyfja þre­falt á tíma­bil­inu 1989–2000. Eft­ ir ár­ið 2003 minnk­aði hún nokk­uð. Kon­ ur sem upp­fylltu skil­yrði rann­sókn­ar­þýð­is voru 13.087 tals­i ns og af þeim greind­u st 726 (5,5%) með krabba­m ein á ár­u n­u m 2005–2009. Brjósta­k rabba­m ein voru tæp 38% krabba­meins­til­fella (n=275) og krabba­ mein í ristli eða enda­þ armi voru um 7% til­fella (n=52). Áhætta brjósta­krabba­meins fór vax­andi á tíma­bil­inu og ár­ið 2009 var brjósta­krabba­mein næst­um helm­ing­ur allra krabba­meina sem greind­ust í þess­um hópi. Ályktanir: End­an­leg úr­vinnsla við við­mið­ un­ar­hóp og mat á lífs­horf­um verð­ur kynnt á ráð­stefnu vegna þriðja árs rann­sókn­ar­verk­ efna lækna­nema þann 26. maí 2010. Frum­ úr­vinnsla gagna bend­ir til 30% aukn­ing­ar á tíðni brjósta­krabba­meina hjá þeim sem taka kven­horm­óna­lyf í lengri tíma eft­ir tíð­ar­hvörf, séu töl­ur born­ar sam­an við töl­ur á lands­vísu. Á sama hátt virð­ist vera um 20% lækk­un á tíðni krabba­meina í ristli og enda­þarmi. Hvoru tveggja er í sam­ræmi við nið­ur­stöð­ur úr stór­um er­lend­um þýð­is– og slembi­rann­ sókn­um. At­hyglis­vert var að sjá að á Ís­landi virð­ist enn vera nokk­uð mik­ið um lang­tíma­ notk­un á kven­horm­óna­lyfj­um hjá kon­um eft­ir tíða­hvörf, þó svo að í klín­ísk­um leið­ bein­ing­um Land­læknis­em­bætt­is­ins frá 2004 sé var­að við slíkri notk­un.

Skjald­kirtils­krabba­mein á Ís­ landi 1994–2003, faralds­fræði, meina­fræði og með­ferð.

Haukur Týr Guðmundsson Bak­grunn­ur: Tíðni skjald­kirtils­krabba­meins hef­ur ver­ið hærri á Íslandi en í ná­granna­ lönd­um, eða um tvisv­ar til þrisv­ar sinn­um al­g eng­a ra en á hin­u m Norð­u r­l önd­u n­u m. Krabba­mein í skjald­kirtli er flokk­að í fjór­ar meg­in gerð­ir. Totu­mynd­andi krabba­mein og skjald­bús­krabba­mein eru al­geng­ust og hafa góð­ar bata­horf­ur en merg­frumu­krabba­mein og villi­vaxt­ar­krabba­mein eru sjald­gæf­ari og horf­ur þeirra verri. Und­ir­staða með­ferð­ar er skurð­að­gerð en ekki rík­ir sam­staða um hversu um­fangs­mikla að­gerð skal gera. Ef út­ breiðsla sjúk­dóms gef­ur til­efni til er sjúkl­ing­ um veitt við­bót­ar geisla­joðs­með­ferð að lok­ inni skurð­að­gerð en ekki hef­ur ver­ið kann­að hve oft það er gert hjá ís­lensk­um sjúkl­ing­um. Mark­m ið rann­s ókn­a r­i nn­a r var að kanna skjald­kirt­ils­krabba­mein á Ís­landi á ár­un­um 1994–2003 með til­liti til far­alds­fræði, mein­ gerð­ar, grein­ing­ar og með­ferð­ar. Efni og að­ferð­ir: Rann­sókn­in er aft­ur­skyggn þýðis­rann­sókn sem nær til allra Ís­lend­inga sem greind­ust með ill­kynja æxli í skjald­kirtli á 10 ára tíma­bil­inu 1994 til 2003. Úr sjúkra­ skrám var afl­að upp­lýs­inga um eftir­far­andi breyt­ur: Kyn sjúkl­ings, ald­ur við grein­ingu, ein­k enni, sögu um fyrri skjald­k irt­i ls­s júk­ dóm, notk­un skjald­kirt­ils­lyfja fyr­ir grein­ingu, helstu rann­sókn­ir í grein­ing­ar­ferli, teg­und skurð­að­gerða, fjölda að­gerða og helstu fylgi­ kvilla, við­bót­ar­með­ferð eft­ir að­gerð, ásamt upp­l ýs­i ng­u m um mein­g erð og út­b reiðslu sjúk­d óms­i ns við grein­i ngu. Einn­i g voru huldu­mein sér­stak­lega skráð. Niður­stöð­ur: Alls greind­ust 239 ein­stakl­ ing­ar með krabba­mein í skjald­kirtli á rann­ sókn­a r­t íma­b il­i nu (167 kon­u r og 72 karl­ ar), þar af 26 við krufn­ingu. 213 greind­ust í klín­ísku ferli, 151 kona, með­al­ald­ur 48,8 ár (16–83) og 62 karl­a r, með­a l­a ld­u r 60,4 ár (24–88). Ný­gengi á tíma­bil­inu var 11 af 100.000 hjá kon­um og 4,5 af 100.000 hjá körl­um. Al­geng­asta ein­kenni sjúkl­inga við grein­ingu var fyrir­ferð á hálsi (68%, n =129) en 24% sjúkl­inga voru án ein­kenna (n=46). Mynd­grein­ing af skjald­kirtli var gerð hjá 174 (79%) og hjá 86% sjúkl­inga var gerð fín­nál­ ar­sýna­taka til frumu­grein­ing­ar, sem sýndi krabba­mein í 55% til­fella. 98% sjúkl­inga fóru í skurð­að­gerð en 58 sjúkl­ing­ar (30%) greind­ ust með huldu­m ein (grun­u r um krabba­ mein ekki ábend­ing skurð­að­gerð­ar). Í flest­ um til­fell­um var gert skjald­kirt­ils­brott­nám í einni at­rennu (43%, n=83). Næst al­geng­asta skurð­að­gerð var brott­nám í tveim­ur skref­um (30%, n=57). Skjald­blaðs­nám var gert í 43 til­fell­um (22%) og aðr­ar að­gerð­ir í 4 til­fell­ um (2%). Í 5 (3%) til­fell­um var eng­in að­gerð fram­kvæmd. Frysti­skurð­ar­skoð­un var gerð í 59 að­g erð­u m (32%) og greindi krabba­ mein í 60% til­fella. Í 10 til­fell­um (5%) var gerð form­leg háls­eitla­taka (neck dis­sect­ion) í sömu að­gerð og skjald­kirt­ill var fjar­lægð­ur. Helstu fylgi­kvill­ar voru radd­band­ar­löm­un (n=8), sogæðaleki (n=2), sýking (n=1) og

mar­gúll (n=1) og blæð­ing í að­gerð (n=1). 85% (n=181) greind­ust með totu­mynd­andi krabba­mein, 9% með skjald­bús­krabba­mein (n=19), 3% (n=6) með merg­frumu­krabba­ mein og 3% (n=7) með villi­vaxt­ar­mein. 84 sjúkl­i ng­a r (39%) fengu við­b ót­a r­m eð­f erð með geisla­joði. Flest­ir (n = 144, 68%) voru á TNM stigi I eða II en 22% greind­ust á TNM stigi IV (n=47). 10% (n=19) höfðu feng­ið end­ur­komu sjúk­dóms 5 ár­um eft­ir grein­ ingu. 5 ára sjúk­dóms­bund­in lif­un var 92,5%. Ályktun: Tíðni skjald­kirt­ils­krabba­meins á Ís­landi er áfram há. Það grein­ist meira en helm­i ngi oft­a r hjá kon­u m en körl­u m og þær eru yngri við grein­ingu. Al­geng­ast er að sjúkl­ing­ar kvarti und­an fyrir­ferð á hálsi en ein­kenni voru ekki allt­af til stað­ar. Í nær öll­um til­fell­um er skurð­að­gerð beitt þar sem skjald­kirt­ils­brott­nám er al­geng­ast. Krabba­ meins­grein­ing er ekki ljós hjá u.þ.b helm­ingi sjúkl­inga og frysti­skurð­ar­grein­ing í að­gerð er að­eins 60% ör­ugg. Þetta veld­ur því að tæp­ lega þriðj­ung­ur sjúkl­inga þarf að fara í meira en eina skurð­að­gerð til lækn­ing­ar. Skjald­kirt­ ils­að­gerð­ir eru ör­ugg­ar með lága fylgi­kvilla­ tíðni. Hlut­fall totu­mynd­andi krabba­meins er hátt eða um 85% og rúm­lega 2/3 hluti sjúkl­ inga er með lágt sjúk­dóms­stig við grein­ingu. End­ur­komu­tíðni sjúk­dóms­ins er lág og 5 ára horf­ur mjög góð­ar.

Siðfræðilegir þættir við takmörkun meðferðar við lífslok Hugrún Hauksdóttir, Elsa B. Valsdóttir2, Hildur Helgadóttir, Pálmi V. Jónsson2, Vilhjálmur Árnason3 Læknadeild Háskóla Íslands, 2Landspítala Háskólasjúkrahúsi,

1

Siðfræðistofnun Háskóla Íslands

3

Inn­g angur: Árið 1995 var gerð við­horfs­ könn­u n meðal lækna og hjúkr­u n­a r­f ræð­ inga LSH þar sem spurt var um sið­fræði­leg álita­mál varð­andi tak­mörk­un með­ferð­ar við lífs­lok. Nú var tal­ið at­hyglis­vert að end­ur­taka könn­un­ina og skoða hvort at­riði eins og inn­ leiðsla klín­ískra leið­bein­inga um líkn­ar­með­ ferð á LSH, auk­in um­ræða um tak­mörk­un með­ferð­ar við lífs­lok, til­koma lífs­skrár og aukn­ir með­ferð­ar­mögu­leik­ar hafi haft áhrif á við­horf. Efni­v ið­u r og að­f erð­i r: Við­h orfs­k önn­u n var send út raf­rænt til hjúkr­un­ar­fræð­inga og lækna á legu­deild­um skurð­lækn­inga– og lyf­lækn­inga­sviða LSH í mars 2010. Könn­ un­in inni­hélt 12 spurn­ing­ar og 4 dæmi­sög­ur sem könn­uðu af­stöðu þátt­tak­enda til ým­issa sið­fræði­legra álita­mála. Upp­haf­leg­ur spurn­ inga­l isti var end­u r­s koð­a ð­u r m.t.t. þeirra breyt­inga sem hafa orðið á skil­grein­ing­um líkn­ar­með­ferðar. Niður­stöð­ur: Svör bár­ust frá 163 hjúkr­un­ ar­fræð­ing­um og 115 lækn­um, svar­hlut­fall var 49% (n=542). Alls voru 98% svar­enda fylgj­ andi skráð­um leið­bein­ing­um um tak­mörk­un með­ferð­ar við lífs­lok. Að­eins 44% lækna og 76% hjúkr­un­ar­fræð­inga vissu hvar þær væri

57


Faraldsfræði hjarta­þels­bólgu á Land­spítala 2000 – 2008

með­fædd­ir hjarta­gall­ar (35%), gervi­lok­ur (22%), hrörn­un­ar­breyt­ing­ar á loku (25%), slæm tann­hirða (17%) og sprautu­fíkn (15%). Lang flest­ar sýk­ing­ar voru í lok­um vinstri hluta hjart­ans en þrí­blöðku­loka var sýkt í 6 til­fell­um (9%). Al­geng­ustu or­saka­vald­ar voru streptó­k okk­a r (32%), stafýló­k okk­a r (22%) og enteró­kokk­ar (19%) en í 8 til­fell­um var blóð­rækt­un nei­kvæð (12%). Sýkla­lyfja­ með­ferð varði að með­al­tali í 44 daga og 12 sjúkl­ing­ar geng­ust und­ir loku­að­gerð (19%). Alls fengu 36 sjúkl­ing­ar þekkt­an fylgi­kvilla en þeir helstu voru blóð­rek (32%), hjarta­bil­ un (23%), stíflu­drep (17%) og graft­ar­ígerð (14%). Átta sjúkl­ing­ar lét­ust í legu (12%) og heild­ar­lífs­horf­ur eftir 1 og 5 ár voru 80,0% og 59,6%. Ályktun: Ný­gengi IE er lágt hér á landi sam­ an­bor­ið við er­lend­ar rann­sókn­ir en virð­ist svip­að og ár­in 1976–85. Tölu­verð aukn­ing hef­ur orð­ið á sýk­ing­um hjá sprautu­fíkl­um og hærra hlut­fall sjúkl­inga reynd­ist hafa gervi­ loku nú en áð­ur. Bakt­eríu­flór­an hef­ur lít­ið breyst, streptó­kokka sýk­ing­ar voru al­geng­ ast­ar gagn­stætt því sem sést víða er­lend­is þar sem S. aur­eus er orð­inn meg­in or­saka­vald­ur. Loku­að­gerð er sjald­gæf­ari úr­lausn hér en víða er­lend­is en virð­ist þó held­ur al­geng­ari en áð­ur. Dánar­tíðni í saman­burði við fyrra tíma­bil og er­lend­ar upp­lýsing­ar er frem­ur lág.

Elín Björk Tryggvadóttir1, Uggi Þórður Agnars­son2, Guðmundur Þorgeirsson1,2, Sig­urður B. Þorsteinsson2, Jón Vilberg Högnason2

Áhrif óbeinna reykinga á kransæðasjúkdóm

að finna, 24% lækna og 36% hjúkr­un­ar­fræð­ inga hafði feng­ið fræðslu um notk­un þeirra og 36% lækna en 41% hjúkr­un­ar­fræð­inga not­að þær. Ósk­ir, lífs­gæði og þján­ing­ar sjúkl­ ings þóttu skipta mestu máli við ákvörð­un með­ferð­ar við lífs­lok. Líkn­ar­dráp þótti rétt­ læt­an­legt hjá 18% lækna og 20% hjúkr­un­ar­ fræð­inga en að­eins 3% vildu verða við slíkri ósk. Sam­t öl við sjúkl­i nga um tak­m örk­u n með­ferð­ar við lífs­lok töldu 66% lækna auð­ veld en 45% hjúkr­u n­a r­f ræð­i nga. Lækn­a r töldu sig allt­af/oft hafa sam­ráð við hjúkr­un­ ar­fræð­inga í 88% til­vika um ákvörð­un með­ ferð­ar við lífs­lok, 55% hjúkr­un­ar­fræð­inga voru sam­mála. Kostn­að­ur þótti skipta máli við val með­ferð­ar við lífs­lok hjá 49% lækna og 33% hjúkr­un­ar­fræð­inga. Ályktun: Meira til­lit er tek­ið til óska sjúkl­ inga nú en áð­ur. Fleiri lækn­ar telja líkn­ar­ dráp rétt­læt­an­legt. Hjúkr­un­ar­fræð­ingar telja lækna hafa oft­ar sam­ráð við sig varð­andi ákvörð­un með­ferð­ar við lífs­lok og fleiri telja kostn­að skipta máli við ákvörð­un með­ferð­ ar við lífs­lok. Inn­an við helm­ing­ur lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga hef­ur not­að klín­ísk­ ar leið­bein­ing­ar LSH um líkn­ar­með­ferð og þriðj­ung­ur hef­ur feng­ið fræðslu um þær.

Læknadeild Háskóla Íslands, 2Landspítali, háskólasjúkrahús

1

Inngangur: Hjarta­þ els­b ólga (IE) er sýk­ ing í hjarta­þeli. Þetta er frem­ur sjald­gæf­ ur sjúk­dóm­ur en al­var­leg­ur og leið­ir oft til lang­var­andi veik­inda og/eða dauða. Far­alds­ fræði sjúk­dóms­ins hef­ur breyst mik­ið sam­ hliða ýms­um þjóð­fél­ags­breyt­ing­um. Er­lend­ar rann­sókn­ir sýna að fjölg­un hef­ur orðið á sýk­ing­um í gervi­lok­um og hjá sprautu­fíkl­um. Sam­setn­ing bakt­eríu­flóru IE hef­ur einn­ig breyst. Far­alds­fræði sjúk­dóms­ins hér­lend­is var síð­ast met­in fyr­ir ár­in 1976–85 og er því orð­ið tíma­bært að ný rann­sókn fari fram. Mark­mið okk­ar rann­sókn­ar er að kanna þær breyt­ing­ar sem hugs­an­lega hafa orð­ið á sjúk­ dóms­mynd IE með til­liti til ný­geng­is, or­saka og af­drifa. Efni­v iður og að­f erðir: Rann­s ókn­i n er aft­urs­kyggn og nær til allra sjúkl­inga sem greind­u st með IE á Land­s pít­a l­a n­u m ár­i n 2000–2008. Við mat á gæð­um grein­ing­ar var stuðst við Dukes grein­ing­ar­skil­merk­in. Upp­ lýs­ing­ar feng­ust úr sjúkra­skrám og voru m.a. könn­uð; ein­kenni, áhættu­þætt­ir, nið­ur­stöð­ur rann­sókna (s.s. rækt­ana og óm­ana), fylgi­ kvill­ar og af­drif. Ný­gengi var fund­ið og lífs­ horf­ur reikn­að­ar með að­ferð Kap­lan–Meier. Niður­stöður: Alls greind­ust 65 sjúkl­ing­ar með IE á tíma­bil­inu og var ný­gengi 2,42/100 þús­und íbúa/ári. Meðal­ald­ur við grein­ingu var 59 ár (bil 1,3 – 91 árs) og voru karl­ar í meiri­hluta (71%). Helstu áhættu­þætt­ir voru

58

Kristján Baldvinsson1, Karl Andersen2, Þórarinn Guðnason2, Ísleifur Ólafsson3. Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjartadeild LSH,

1

rannsóknardeild LSH.

3

Inngangur: Tóbaks­r eyk­i ng­a r eru einn af meg­i n­á hættu­þ átt­u m krans­æ ða­s júk­d óma. Kom­ið hef­ur í ljós að óbein­ar reyk­ing­ar valda þeim sem ekki reykja um­tals­verðu heilsu­ tjóni. Með banni við reyk­ing­um á opin­ber­ um stöð­um hef­ur tek­ist að draga veru­lega úr óbein­um reyk­ing­um. Fjöldi rann­sókna hef­ur sýnt að ný­gengi bráðra krans­æða­áfalla hef­ur minnk­að um 17–20% í kjöl­far reyk­inga­banns á opin­ber­um stöð­um. Í ís­lensku upp­gjöri virð­ist fækk­un hjarta­áfalla vera mest hjá körl­ um. Með þess­a ri rann­s ókn er ætl­u n­i n að rann­s aka nán­a r sam­b and­i ð milli óbeinna reyk­inga og krans­æða­sjúk­dóma. Efniviður og aðferðir: Rann­sóknin er fram­ skyggn feril­rann­sókn. Öll­um sjúkl­ing­um sem fóru í hjarta­þræð­ingu á LSH á tíma­bil­inu 27. janúar 2010 – 12. apríl 2010 var boð­in þátt­taka. Alls var 361 sjúkl­ingi boð­in þátt­ taka. Þar af tóku 269 þátt, 202 karl­ar og 67 kon­ur. Þátt­taka fólst í því að upp­lýs­ing­um úr SCAAR og RIKSHIA um áhættu­þ ætti krans­æða­sjúk­dóma, með­ferð og nið­ur­stöð­ur þræð­ing­ing­ar var tek­ið sam­an í gagna­grunn. Einn­ig var spurn­inga­listi sett­ur fyr­ir hvern og einn sjúkl­ing þar sem spurt var út í reyk­inga­ sögu og munn­tóbaks– og níkó­tín­lyfja­notk­un. Þátt­tak­end­ur voru einn­ig beðn­ir um að meta

hvað þeir teldu sig verða fyr­ir mikl­um óbein­ um reyk. Blóð­sýni var tek­ið úr öll­um sjúkl­ ing­um við komu og var cot­in­ine og hs–CRP mælt í blóði hvers og eins. Niður­stöður: Niður­stöð­ur liggja ekki end­ an­lega fyrir þegar þetta er skrifað þann 19. maí 2010.

Lang­tíma­ár­ang­ur ósæðaloku­ skipt­aðgerða vegna ós­æðar­ þrengsla á Íslandi Sindri Aron Viktorsson1, Inga Lára Ing­vars­ dótt­ir1, Kári Hreins­son1,3, Ragn­ar Daniel­ sen1,2, Tóm­as Guð­bjarts­son1,4 1 Læknadeild Hás­ kóla Ísl­ands, 2hjartad­ eild, 3svæfi­nga– og gjör­ gæslud­ eild, og 4hjarta– og lungnas­ kurðd­ eild Lands­ píta­ la Inn­gang­ur: Ós­æð­ar­loku­skipti er önn­ur al­ geng­a sta hjarta­a ð­g erð­i n og er hún oft­a st gerð vegna ós­æ ð­a r­l oku­þ rengsla. Ár­a ng­u r þess­ara að­gerða hef­ur lít­ið ver­ið rann­sak­að­ ur á Ís­landi. Mark­mið okk­ar var því að gera rann­sókn á ár­angri ós­æð­ar­loku­skipta vegna ós­æð­ar­loku­þrengsla með sér­staka áherslu á lang­tíma fylgi­kvilla. Efniviður og aðferðir: Rann­sókn­in var aft­ ur­virk og náði til 156 sjúkl­inga sem geng­ust und­ir ós­æð­ar­loku­skipti vegna ós­æð­ar­loku­ þrengsla á Land­spít­ala á ár­un­um 2002–2006. Sjúkl­ing­um sem áð­ur höfðu far­ið í hjarta­ að­gerð (n=17) eða fóru í að­gerð vegna ós­ æð­ar­loku­leka eða hjarta­þels­bólgu (n=5) var sleppt, jafn­framt þeim sem ónóg gögn fund­ ust um (n=7). Með­al­ald­ur sjúkl­inga var 71,7 ár (bil 41–88), 101 karl (64,7%) og 55 kon­ur (35,3%). Skráð­ir voru áhættu­þætt­ir, fylgi­ kvill­ar að­gerð­ar og nið­ur­stöð­ur hjarta­óm­ana fyr­ir að­gerð sem og 3–12 mán­uð­um eft­ir að­ gerð. Einn­ig voru skráð­ar loku­tengd­ar end­ ur­inn­lagn­ir til 1. apríl 2010, en með­al eftir­ lits­tími var 4,8 ár (bil 0 – 8). Gef­in eru upp með­al­töl og tíðni lang­tíma­fylgi­kvilla mið­uð við 100 sjúkl­ingaár. Niður­s töður: Al­g eng­u stu ein­k enni fyr­i r að­g erð voru mæði (80,8%) og hjarta­ö ng (52,6%), en 11 sjúkl­ing­ar voru ein­kenna­laus­ ir. Fyrir að­gerð var há­marks þrýst­ings­fall­andi (∆P) yfir lok­u na 74,1 mmHg, út­f alls­b rot (EF) 57% og Euro­SCORE 9,6%. Að­gerð­ar– og tang­ar­tími voru 282 og 124 mín. Rúm­ur helm­ing­ur sjúkl­inga gekkst sam­tím­is und­ir krans­æða­hjá­veitu og 9 und­ir að­gerð á mít­ ur­l oku. Gervi­l oku var kom­ið fyr­ir hjá 29 (18,6%) sjúkl­ing­anna en líf­rænni loku hjá 127, (81,4%), og voru 102 þeirra án grind­ar (stent­less). Með­al­stærð ígræddra loka var 25,6 mm (bil 21–29) og há­marks þrýst­ings­ fall­andi yf­ir nýju lok­una viku eft­ir að­gerð 28,1 mmHg. Al­g eng­u stu fylgi­k vill­a r eft­i r að­gerð voru ný­til­kom­ið gátta­tif (64%) og nýrna­skaði (32%) en 19 sjúkl­ing­ar (12,2%) fengu fjöl­líf­færa­bil­un. End­ur­að­gerð vegna blæð­ing­ar þurfti í 19 til­fell­um (12%). Legu­ tími var 13 dag­ar (mið­gildi) þar af 1 á gjör­ gæslu. Tíu sjúkl­ing­ar lét­ust inn­an 30 daga frá að­gerð (skurð­dauði 6,4%). Rúm­ur fjórð­ung­


ur sjúkl­ing­anna (26,3%) lagð­ist inn vegna loku­tengdra vanda­mála, þar af 4 oft­ar en einu sinni, eða 6,01 inn­lagn­ir/100 sjúkl.­ár. Al­g eng­u stu ástæð­u r end­u r­i nn­l agn­a r voru hjarta­bil­un (1,74/100 sjúkl.ár), blóð­sega­rek (1,60), blæð­ing (1,6), hjarta­þels­bólga (0,67) og hjarta­drep (0,40). Há­marks þrýst­ings­fall­ andi yf­ir lok­una 3–12 mán­uð­um eft­ir að­gerð­ ina var 19,8 mmHg (bil 2,5–38) og út­falls­brot (EF) 58%. Ályktun: Fylgi­kvill­ar eru al­geng­ir eft­ir ós­æð­ ar­loku­að­gerð­ir og skurð­dauði helm­ingi hærri en eft­ir krans­æða­hjá­veitu­að­gerð­ir, sem er í sam­ræmi við aðr­ar rann­sókn­ir. End­ur­inn­ lagn­ir eru tíð­ar (26,3%), og aðal­lega vegna hjarta­bil­un­ar. Tíðni al­var­legra blæð­inga sem tengj­ast blóð­þynn­andi með­ferð er lægri en í öðr­um rann­sókn­um, en tíðni blóð­sega­reks og hjarta­þels­bólgu svip­uð.

Lyfja­með­ferð eldra fólks sem leggst inn á bráða­deild og tengsl við breytur í MDS–AC mats­ tækinu: Sam­norræn rann­sókn Rósa Björk Þórólfs­dóttir1, Ólafur H. Samúels­son2,3, Pálmi V. Jónsson2,3 Læknadeild HÍ, 2Öldrunarlækningadeild Landspítala, 3RHLÖ

1

Inngangur: Lyfja­með­ferð aldr­aðra er flók­in. Ald­urs­tengd­ar líf­eðlis­fræði­legar breyt­ing­ar, auk­inn fjöldi sjúk­dóma og fjöl­lyfja­notk­un valda því að eldra fólk er út­sett fyr­ir auka­ verk­un­um lyfja. Notk­un ákveð­inna lyfja fel­ur í sér sér­staka auka­verk­ana­hættu hjá öldr­ uð­um og eru slík lyf stund­um flokk­uð sem óæski­leg. Heild­r ænt mat á eldri sjúkl­ing­ um er mikil­vægt fyrir ör­yggi lyfja­með­ferð­ar. Við slíkt mat eru stöðl­uð mats­tæki líkt og MDS–AC (Inter­RAI) gagn–leg. Tæk­ið met­ur mik­il­væg at­riði eins og vit­ræna og lík­am­ lega færni. Í þess­ari rann­sókn var not­ast við gögn úr sam­norr­ænni rann­sókn á MDS–AC öldrun­ar­mats­tæk­inu til að skoða lyfja–með­ ferð eldra fólks á Norð­ur­lönd­un­um og kanna tengsl henn­ar við vald­ar breyt­ur í MDS–AC auk legu­tíma og 1 árs lif­un­ar. Áhersla var lögð á fjöl­lyfja­notk­un og óæski­leg lyf auk tveggja al­gengra og áhættu­samra lyfja­flokka hjá öldr­uð­um, geð­lyfja og hjarta– og æða­ sjúk­dóma­lyfja. Efni­v iður og að­f erðir: Söfn­u n lyfja­u pp­ lýs­i nga og mat með MDS–AC fór fram á ár­un­um 2001–2002 á völd­um sjúkra­hús­um í Dan­mörku, Ís­landi, Finn­landi, Nor­egi og Sví­þjóð. Legu­tími og lif­un voru met­in við út­skrift og eft­ir eitt ár. Þátt­tak­end­ur voru 770 tals­ins, vald­ir með slembi­úr­taki úr hópi 75 ára og eldri sjúkl­inga sem lögð­ust brátt inn á lyf­lækn­inga­deild. Not­ast var við skil­grein­ ingu sænskra heil­brigð­is­yf­ir­valda á óæski­leg­ um lyfj­um og fjöl­lyfja­notk­un var skil­greind sem notk­un 5 eða fleiri lyfja (víta­mín og kalk ekki tal­in með). Við töl­fræði­úr­vinnslu var not­ast við 11. útgáfu SPSS for­rits­ins og mið­ ast mark­tækni við p–gildi < 0,05. Niður­stöð­ur: Meðal­fjöldi lyfja var 6,2. Fjöl­

lyfja­notk­un var til stað­ar hjá 66% þátt­tak­ enda, notk­un óæski­legra lyfja hjá 16% og geð­lyfja hjá 48%. Norð­menn tóku mark­tækt færri lyf en fólk frá hin­um lönd­un­um. Kon­ ur tóku fleiri lyf en karl­ar og geð­lyfja­notk­un var meiri með­al kvenna. Geð­lyfja­notk­un var áber­andi mest á Ís­landi og Finn­landi, rúm­ lega 59%. Sam­k væmt fjöl­b reytu­a ð­h varfs­ grein­i ngu skýrði lyfja­m eð­f erð um 2–14% af breyti­leika í út­komu­þátt­um. Fjöldi lyfja tengd­ist verri göngu­færni og verri færni í al­menn­um at­höfn­um dag­legs lífs (IADL) en einn­ig betri vit­rænni getu og færri bylt­um. Óæski­leg lyf tengd­ust lengri legu­tíma og verri IADL–færni. Geð­lyf og und­ir­flokk­ar þeirra tengd­ust verri út­komu í flest­um færni­breyt­ um. Hjarta– og æða­sjúk­dóma­lyf höfðu tengsl við betri út­komu í þess­ari rann­sókn. Ályktun: Fjöl­lyfja­notk­un, notk­un óæski­legra lyfja og geð­lyfja er al­menn á Norður­lönd­un­ um. Nið­ur­stöð­ur sam­ræm­ast að mestu leyti nið­ur­stöð­um ann­arra rann­sókna. Heildar­ áhrif lyfja­með­ferð­ar á breyti­leika í út­komu­ þátt­um voru lít­il í rann­sókn­inni, en erf­itt er að álykta um svo flók­ið sam­band út frá þess­ um nið­ur­stöðum.

Myndun og við­hald æða­ að­gengis í blóð­skilunar­ sjúklingum Steinþór Runólfsson1, Ólafur Skúli Indriða­ son2, Elín Laxdal1,3,4, Lilja Þyri Björnsdóttir3, Runólfur Pálsson1,2. 1 Læknadeild Háskóla Íslands; 2nýrnalækningaeining og 3æða­ skurðl­ækningaeining Landspítala; 4Dpt of Surgical Sciences, Univ­ ersity of Bergen. Inngangur: Hvar­vetna á Vest­ur­lönd­um hef­ ur sjúkl­ing­um í blóð­skil­un­ar­með­ferð vegna nýrna­bil­un­ar fjölg­að mik­ið á undan­förn­um ára­tug­um. Ríku­legt blóð­flæði um skilun­ar­ hring­rás­ina er nauð­syn­leg for­senda blóð­skil­ un­ar og krefst það mynd­un­ar æða­að­geng­is þar sem nátt­úru­legir slag­æðar– og blá­æðar­ fist­ill, gervi­æðar­fist­ill og blóð­skil­un­ar­legg­ur eru helstu kost­ir. Nátt­úru­leg­ir fistl­ar hafa reynst best og því er mælt með mynd­u n þeirra ef kost­ur er. Mark­mið rann­sókn­ar­ inn­ar var að kanna tíðni og end­ing­ar­tíma mis­mun­andi teg­unda æða­að­geng­is á Ís­landi. Aðferðir: Rann­sókn­in var aft­ur­virk og náði til allra sjúkl­inga sem hófu blóð­skil­un á skil­ un­ar­deild Land­spít­ala á tíma­bil­inu 2000– 2009. Afl­að var upp­lýs­inga úr sjúkra­skrám um or­sök nýrna­bil­un­ar, fylgi­sjúk­dóma, tíma­ setn­ingu upp­hafs og loka blóð­skil­un­ar og teg­und og stað­setn­ingu að­geng­is. Tíma­setn­ ing mynd­un­ar og upp­haf notk­un­ar fistla var skráð og þann­ig lagt mat á þrosk­un­ar­tíma þeirra. Enn frem­ur var end­ing­ar­tími æða­ að­geng­is met­inn. Þá voru fylgi­kvill­ar sem kröfð­ust inn­grips skráð­ir fyrir hvert æða­að­ gengi og tengsl þeirra við grunn­sjúk­dóm og áhættu­þætti s.s. syk­ur­sýki og út­æða­sjúk­dóma könn­uð. Sjúkl­ing­ar sem ekki náðu þrem­ur sam­felld­um mán­uð­um í blóð­skil­un voru úti­ lok­að­ir og einn­ig þeir sem hófu blóð­skil­un

áð­ur en rann­sókn­ar­tíma­bil­ið hófst eða fengu æða­að­gengi mynd­að ut­an Ís­lands. Beitt var lýs­andi töl­fræði og hóp­ar born­ir sam­an með Wil­cox­on–Mann–Whitney prófi. Niðurstöður: Æða­að­gengi var mynd­að hjá 145 ein­stakl­ing­um, 86 körl­um og 58 kon­um. Með­al­ald­ur við upp­haf blóð­skil­un­ar var 62,1 ár (± 18,3). Hlut­fall sykur­sjúkra var 24,1% og 21,5% höfðu greinst með út­æða­sjúk­dóm. Hjá 85 sjúkl­ing­um (59,0%) hófst blóð­skil­ un um fist­il en 59 (40,4%) byrj­uðu með­ferð um legg. Af fistl­un­um voru voru 80 (90,9%) nátt­úru­leg­ir, þar af voru 41 stað­sett­ir í fram­ hand­legg og 38 í upp­hand­legg. Sex fistl­ar voru mynd­aðir með ísetn­ingu gervi­æð­ar, 1 á fram­hand­legg og 5 á upp­hand­legg. Alls voru mynd­uð 283 æða­að­gengi á rann­sókn­ar­tíma­ bil­inu, 169 fistl­ar (59,7%), 35 gervi­æðar­fistlar (12,4%) og í 79 til­vik­um (27,9%) var not­ast við legg. Sex­tíu og einn sjúkl­ing­ur (42,1%) fékk eitt að­gengi, 50 sjúkl­ing­ar (34,5%) fengu tvö að­gengi og 34 (23,4%) fengu þrjú eða fleiri. Mið­g ildi (spönn) fjölda að­g engja á hvert ár í blóð­skil­un var 1,20 (0,12–20,87). Með­al syk­ur­sjúkra var mið­gild­ið 1,42 (0,12– 20,87) á móti 1,16 (0,14–16,23) hjá þeim sem ekki höfðu sykur­sýki (P = 0,32). Hjá sjúkl­ing­um með út­æða­sjúk­dóm var mið­gildi fjölda að­gengja á hvert ár í blóð­skil­un 1,60 (0,20–20,87) en 1,48 (0,12–16,23) hjá þeim sem ekki höfðu út­æða­sjúk­dóm (P = 0,31). Ályktanir: Nið­ur­stöður okk­ar sýna að hátt hlut­fall fistla eru af nátt­úru­leg­um toga. Hins veg­ar er frem­ur stór hóp­ur sem byrj­ar blóð­ skil­un um blóð­skil­un­ar­legg og er hugsan­legt að ráð­ist sé of seint í gerð að­geng­is hjá sjúkl­ ing­um með loka­stigs­nýrna­bil­un hér á landi. Loks er at­hyglis­vert hversu stór hluti fær fyrsta fist­il á upp­hand­legg.

Tíðni sjúkrahúsinnlagna meðal skilun­ar­sjúklinga á Íslandi Dóra Erla Þórhallsdóttir1, Runólfur Pálsson1,2, Ólafur Skúli Indriðason2. Læknadeild Háskóla Íslands; 2nýrnalækningaeining Land­

1

spítala.

Inngangur: Loka­stigs­nýrna­bil­un er vax­andi vanda­mál í hin­um vest­ræna heimi og staf­ar aukn­ing­in að miklu leyti af hækk­andi aldri og betri lif­un sjúkl­inga með aðra lang­vinna sjúk­dóma s.s. syk­ur­sýki og hjarta– og æða­ sjúk­dóma. Með­ferð­ar­úr­ræði sem völ er á eru skil­un og ígræðsla nýra. Skil­un­ar­með­ferð er þung byrði fyrir marga sjúkl­inga og er tíðni sjúkra­hús­inn­lagna einn þeirra mæli­kvarða sem not­a ð­i r hafa ver­i ð til að meta al­v ar­ leika veik­inda skil­un­ar­sjúkl­inga og hvern­ig þeim vegn­ar. Í Banda­ríkj­un­um er meðal­fjöldi sjúkra­hús­inn­lagna um 2 inn­lagnir á sjúkl­ ing á ári. Til­gang­ur rann­sókn­ar­inn­ar var að kanna tíðni og or­sak­ir sjúkra­hús­inn­lagna með­al skil­un­ar­sjúkl­inga á Íslandi. Efni og að­ferðir: Rann­sókn­in var aftur­virk og náði til allra sjúkl­inga sem geng­ust und­ir skil­un­ar­með­ferð á skil­un­ar­deild Land­spít­ ala á ár­un­um 2000–2009. Afl­að var upp­lýs­

59


inga úr sjúkra­skrám um or­sök nýrna­bil­un­ar, fylgi­sjúk­dóma, ald­ur við upp­haf skil­un­ar­ með­ferð­ar, tíma­setn­ingu upp­hafs og loka skil­un­ar­með­ferð­ar og teg­und skil­un­ar. Enn frem­ur var leit­að gagna um all­ar inn­lagn­ir á sjúkra­hús, sjúk­dóms­grein­ingu og lengd legu. Beitt var að­ferð­um lýs­andi töl­fræði. Hóp­ar voru born­ir sam­an með Wil­cox­on–Mann– Whitney prófi og kí–kvað­rat prófi. Niðurstöður: Heild­ar­fjöldi skil­un­ar­sjúkl­ inga á tíma­bil­inu var 249, þar af voru 153 karl­ar (61,4%). Alls voru 149 (59,8%) í blóð­ skil­un, 59 (23,7%) í kvið­skil­un og 41 (16,5%) reyndu báð­ar teg­und­ir skil­un­ar. Með­al­ald­ ur (± stað­al­frá­vik) við upp­haf skil­un­ar var 61,4 ± 18,8. Alls voru 17 (6,8%) með eng­ an skráð­an fylgi­sjúk­dóm, 71 (28,5%) með einn, 69 (27,7%) með tvo og 92 (36,9%) með ≥ þrjá fylgi­sjúk­dóma. Tíðni inn­lagna (mið­gildi (spönn)) var 2,4 (0–46,6) á hvern sjúkl­ing á ári. Mark­tæk­ur mun­ur var á tíðni inn­lagna karla og kvenna (2,5 á móti 1,8 á ári, P=0,030) og á tíðni inn­lagna blóð­skil­ un­ar­sjúkl­inga og kvið­skil­un­ar­sjúkl­inga (2,8 á móti 2,1 á ári, P=0,017). Þá var tíðni inn­ lagna hjá sjúkl­ing­um með ≥2 fylgi­sjúk­dóma mark­tækt hærri en hjá þeim sem höfðu <2 fylgi­sjúk­dóma (2,5 á móti 1,6 á ári, P=0,002). Ekki var mark­tæk­ur mun­ur á tíðni inn­lagna hjá sjúkl­ing­um <65 ára og ≥65 ára. Meðal­ lengd (mið­gildi (spönn)) sjúkra­hús­legu var 4 (1–180) dag­ar. Mark­tæk­ur mun­ur var á lengd sjúkra­hús­legu blóð­skil­un­ar­sjúkl­inga og kvið­skil­un­ar­sjúkl­inga (4,0 dag­ar á móti 6,0, P<0,001) og hjá sjúkl­i ng­u m <65 ára og ≥65 ára (4,0 dag­ar á móti 6,0, P<0,001). Ekki var mark­tæk­ur mun­ur á lengd sjúkra­ hús­legu karla og kvenna né milli sjúkl­inga með ≥2 fylgi­sjúk­dóma og þeirra sem höfðu <2 fylgi­sjúk­dóma. Hjarta– og æða­sjúk­dóm­ar voru al­geng­asta or­sök inn­lagn­ar (20,2%) og á eft­ir fylgdi loka­stigs­nýrna­bil­un og fylgi­kvill­ar henn­ar (18,8%). Vanda­mál í tengsl­um við skil­un­ar­að­gengi (æða­að­gengi eða kvið­skil­un­ ar­legg) lágu að baki 10,9% inn­lagna. Ályktun: Tíðni sjúkra­h ús­i nn­l agna með­a l skil­un­ar­sjúkl­inga er há hér á landi og að­eins hærri en í Banda­ríkj­un­um. Hjarta– og æða­ sjúk­dóm­ar eru al­geng­a sta or­s ök inn­l agna enda eru þeir tíð­i r fylgi­s júk­d óm­a r með­a l sjúkl­inga með nýrna­bil­un en einn­ig er stór hluti inn­lagna vegna að­gengis­vanda­mála sem sér­tækt tengj­ast loka­stigs­nýrna­bil­un. Auk þess að rýra lífs­gæði sjúkl­inga fylg­ir sjúkra­ hús­inn­lögn­um mik­ill kostn­að­ur fyrir heil­ brigð­is­kerf­ið.

Ehlers–Danlos heil­kenni (teg­ und IV). Sam­band svip– og arf­ gerðar. Signý Ásta Guðmundsdóttir1, Reynir Arngríms­son2,3, Páll Helgi Möller4 Læknadeild Háskóla Íslands, 2Lífefna– og sameindalíffræði­

1

stofu Lækna­deildar H.Í., 3Erfða– og sameindalæknisfræðideild og 4Skurðlækningasvið Landspítalans og HÍ.

Inngangur: EDS af gerð IV er A–litn­ings

60

ríkj­a ndi sjúk­d óm­u r og tal­i ð hættu­l eg­a sta EDS af­brigð­ið, með marga al­var­lega fylgi­ kvilla á borð við æða­rof, garna­rof og rofi á legi á með­göngu. Með­al líf­tími EDS IV sjúkl­ inga er 48 ár. Mark­mið rann­sókn­ar­inn­ar er lýsa svip­gerð sjúk­dóms­ins og að meta sam­ band svip– og arf­gerð­ar tengd­ar stökk­breyt­ ingu sem ekki hef­ur verið lýst áður. Efniviður og að­ferðir: Ís­lenskri fjöl­skyldu sem greinst hefur með EDS IV og splæs­stökk­ breyt­ingu í COL3A1 geni er lýst. Nú­lif­andi EDS IV greind­um ein­stakl­ing­um (>18 ára) var boð­in þátt­taka í rann­sókn­inni og komu þau í við­t al, sögu­t öku og lík­a ms­s koð­u n. Lagð­ur var fyr­ir spurn­inga­listi um heilsu­far og ein­kenni, tekn­ar voru klín­ísk­ar ljós­mynd­ ir og lík­ams­hlut­föll mæld. Út­frá við­tali og heilsu­fars­gögn­um var til­greind­ur fjöldi og teg­und fylgi­kvilla, ald­ur við grein­ingu þeirra, dán­ar­mein, dán­ar­ald­ur og önn­ur vanda­mál EDS IV sem nýtt­ar til að meta sam­band arf­ gerð­ar og svip­gerð­ar. Lýs­andi töl­fræði var not­uð við sam­an­tekt á nið­ur­stöð­um og svip­ gerð­ar­kort út­bú­ið sem lýs­ir sam­band svip– og arf­gerð­ar. Niður­stöð­ur: Tíu ein­stakl­ing­ar voru greind­ ir með klín­ísk svip­gerð­ar­ein­kenni EDS IV og DNA grein­ing stað­fest í átta þeirra. Með­al­ ald­ur úr­taks­ins var 31,4 ár (aldurs­bil: 4–65) þar af voru sex kon­ur og fjór­ir karl­ar. Í fjöl­ skyld­u nni reynd­i st vera splæs­s tökk­b reyt­ ing, sem leið­ir til brott­falls á einni út­röð í COL3A1 og tapi á 18 am­ínó­sýr­um úr þrí­ stranda hel­ix pró­teins­ins kolla­gen III. Við mat á sam­bandi svip– og arf­gerð­ar kom í ljós að tveir höfðu lát­ist vegna æð­arofs og einn greind­ist með ós­æð­ar­víkk­un; með­al­ald­ur 38 ár (aldurs­bil: 36–44) og í tveim­ur til­fellu hafi kom­ið fram garna­rof við 32 ára ald­ur með al­var­leg­um fylgi­kvill­um. Leg­brest­ur greind­ ist hjá eng­um. Af við­bót­ar­skil­merkj­um voru ein­kenni frá æða– og stoð­kerfi al­geng­ust, t.d. æða­hnút­ar, mar­blett­ir, lang­var­andi verk­ir, il­sig og lið­hlaup að hluta eða öllu leiti. End­ ur­tek­in lið­hlaup, ofur­lið­leiki og vanda­mál tengd húð s.s. lé­leg sár­grón­ing og óeðli­leg öra­mynd­un eft­ir sár, önn­ur en stór­skurð­ að­gerð­ir með fylgi­kvill­um, voru fá­tíð svo og ótíma­bær öldrun­ar­ein­kenni húð­ar með þynn­ingu og lít­illi undir­húð­ar­fitu. Klín­ísk­ar mæl­ing­ar á lík­ams­hlut­föll­um s.s lengd faðms, hæð­ar og handa sýndu lít­il frá­vik frá því sem bú­ast mátti við. Um­ræð­ur: Svip­gerð tengd brott­falli á 18 am­ ínó­sýr­um í þrí­stranda­helix hluta kolla­gens III sýn­ir ekki allt­af dæmi­gerð ein­kenni um ótíma­bær öldr­un­ar­ein­kenni húð­ar né auk­in lið­leika, sem al­gengt er að tengja við Ehl­ ers–Dan­los heil­kenni en hef­ur meiri áhrif á band­vef í æð­um og innri líf­fær­um sem get­ur leitt til lífs­hættu­legra veik­inda. Í þess­ari fjöl­ skyldu reynd­ust flest ein­kenni vera væg, sem ef­laust skýr­ir hversu lengi hann var dul­inn og ógreind­ur jafn­vel þó feðg­ar hefðu lát­ist ung­ir úr æða­rofi. Niður­stöð­ur stað­festa að EDS IV sjúk­dóm­ur er al­var­leg­ur með lífs­hættu­leg­um fylgi­kvill­um og hárri dánar­tíðni.

Erfðameingerð Cenani–Lenz heil­kennis Höfundur: Auður Elva Vignisdóttir. Leiðbeinendi: Reynir Arngrímsson. Meðleiðbeinandi: Helga Hauksdóttir. Erfða– og sameindalæknisfræðideild Landspítalans og Lífefna– og sameindalíffræðistofu, Læknadeild Háskóla Íslands.

Inngangur: Cenani–Lenz heilkenni (CL) er sjald­gæfur erfða­sjúk­dóm­ur sem ein­kenn­ist af sam­vexti á fingr­um og tám. Or­sak­ir sjúk­ dóms­ins eru óþekkt­ar og fá­um til­fell­um ver­ið lýst (n=27). Mark­mið rann­sókn­ar­inn­ar er að lýsa svip­gerð hjá ein­stakl­ingi með CL og bera sam­an við áð­ur þekkt til­felli og að kanna hvort finna megi sam­einda­erfða­fræði­lega or­ sök heil­kenn­is­ins með ör­flögu­grein­ingu. Efni­viður og að­ferðir: Þátt­tak­end­ur voru ein­stakl­ing­ur með CL og for­eldr­ar hans. Lík­ ams­h lut­f öll voru mæld., tekn­a r klín­í sk­a r ljós­mynd­ir og mat lagt á beina­breyt­ing­ar á rönt­gen­mynd­um. Ein­angr­að DNA úr blóði var not­að til ör­flögu­grein­ing­ar að lok­inni styrk­m æl­i ngu og raf­d rætti á agar­ó sa­g eli. DNA var merkt og kann­að með tví­víð­um þátta­pör­un­ar­raf­drætti (2D–SDE). CGH ör­ flög­ur, 12x135K og út­raða­mið­uð 3x720K frá Nimble­Gen, voru not­að­ar til þátta­pör­un­ar. Úr­lest­ur var gerð­ur með flúr­ljóm­un­ar­skanna og hon­um um­breytt í tölu­leg­ar nið­ur­stöð­ur í Nimble­scan. Svæði erfða­meng­is­ins með ein­ taka­fjölda­breyti­leika (EFB) voru skráð sam­ kvæmt Signal­map. Niðurstöður: Ein­k enn­u m nýja til­f ell­i s­ ins svip­ar til áð­ur lýstra til­fella og ein­kenni voru bund­in við út­limi. Í erfða­efni til­fell­is­ins fund­ust 27 breyt­ing­ar með ör­flögu­grein­ingu og af þeim hafði 16 breyti­leik­um ekki verið lýst áður. Á þess­um svæð­um fund­ust 9 gen, þar á með­al NELL1. Á 11 svæð­um með áð­ur þekkt­um EFB greind­ist með­al ann­ars. KCP. Ályktanir: Fyrri rann­s ókn­i r á nag­d ýr­u m hafa sýnt að EFB á NELL1 er þekkt af því að valda sam­runa á bein­um. KCP teng­ist inn á boð­leið BMP, hóps pró­teina sem stýra bein­þroska á fóst­ur­skeiði og er tal­ið valda nýrna­vanda­mál­um. Í nokkr­um til­fell­um af CL hef­u r með­f ædd­u m nýrna­g öll­u m ver­ ið lýst. Kanna verð­ur nán­ar þessi gen með öðr­um að­ferð­um, til dæm­is qPCR, áð­ur en hægt er að úti­loka þau sem or­saka­valda heil­ kenn­is­ins.

Gen með áhrif á mislitnun og heila­stærð. Höfundur: Hjörleifur Skorri Þormóðsson Leiðbeinendur: Jón Jóhannes Jónsson, Halldóra Sunna Sigurðardóttir, Martin Ingi Sigurðsson. Stofnun: Lífefna– og sameindalíffræðistofa Læknadeildar, Erfða– og sameindalæknisfræðideild Landspítala.

Inngangur: Ís­l ensk stúlka er greind með tígla mis­litn­un (e. Mos­aic Varie­gat­ed Ane­ uploidy) í blóð­frum­um, band­vef og merg­ frum­um. Sjúk­dóm­ur­inn er mjög sjald­gæf­ur og með al­varl­ega svip­gerð. Sjúkl­ing­ur hef­ ur smá­höf­uð (l. micro­ceph­al­us), floga­veiki,


skert­an lík­ams­vöxt, and­lega þroska­höml­un og seink­un ann­ars stigs kyn­ein­kenna. Eina þekkta gen­ið sem veld­ur tígla mis­litn­un er BUB1B gen­ið. Eng­in stökk­breyt­ing fannst hjá stúlk­unni. Efni­við­ur og að­ferð­ir: Mögu­legt mein­gen NEDD1 og SYCP3 voru fund­i n með lík­ ani af ferli litninga­að­skiln­að­ar sem þátt­ar í tauga­þroska og þekkt­um mein­gen­um með hlið­stæða svip­gerð. Erfða­efni stúlk­unn­ar var skim­að fyr­ir stökk­breyt­ing­um í þess­um gen­ um með qPCR og bræðslu­marks­grein­ingu og rað­grein­ingu ef til­efni var til. Við smíð­uð­um lík­an sem lýs­ir litn­ing­um og skipu­lagi þeirra með ut­an­gena­merk­ing­ um sem grund­vallar­þætti í eðli­leg­um tauga­ þroska. Þetta lík­an var próf­að með líf­upp­lýs­ inga­grein­ingu á tján­ingu gena í GNFbio­GPS atl­a s­i n­u m (http://biogps.gnf.org/). Tján­i ng milli greyptra gena og ann­arra gena var bor­in sam­an Krus­kal–Wall­is dreifni­grein­ingu og Wil­cox­on ópör­uðu rað­ar­prófi fyr­ir ein­staka sam­an­burð. Niðurstöður: Bræðslu­m arks­g rein­i ng á NEDD1 og SYCP3 gen­um leiddi ekki í ljós stökk­b reyt­i ng­a r í erfð­a r­e fni sjúkl­i ngs­i ns. Tján­ing greyptra gena í heila­vef virð­ist taka mið af upp­runa litn­inga. Tján­ing greyptra gena á litn­ing­um 7, 10, 11, 14,15, 19 sýna mark­verð­ar hneigð­ir í ákveðn­um vefj­um eft­ir upp­runa litn­ings og tjáðri sam­sætu. Umræður: Mein­gen eru ef­laust tengd að­ skiln­aði litn­inga þó að þessi álits­gen hafi ekki út­skýrt svip­gerð sjúkl­ings­ins. Vefja­sér­hæf­ing og vænt­an­lega starf­semi mið­tauga­kerf­is virð­ ist byggja að hluta á for­elda­upp­runa litn­ings, þar sem mark­t æk­u r mun­u r er á tján­i ngu gena á litn­ing­um á af­mörk­uð­um vefja­svæð­ um eft­ir því frá hvoru for­eldri greypt svæði litn­inga koma. Nið­ur­stöð­ur vekja spurn­ing­ar um hlut­verk litn­inga frá sitt hvoru for­eldri í vefja­sér­hæf­ingu mið­tauga­kerf­is.

Hafa trefja­frum­ur (e. fibro­cyt­ es) úr blóði hlut­verki að gegna í mein­ferli arf­gengr­ar heila­blæð­ ing­ar vegna mýl­ild­is út­fell­inga í slag­æð­um mið­tauga­kerf­is­ins? Nemandi: Marteinn Ingi Smárason. Leiðbeinendur: Birkir Þór Bragason PhD, Leifur Þorsteinsson PhD og Ástríður Páls­ dóttir D.Phil. Inngangur: Arf­geng heila­blæð­ing (e. here­ dit­a ry cysta­t in C amyl­o id angio­p athy) er sjald­gæf­ur erfða­sjúk­dóm­ur sem leggst á ungt fólk og fyr­ir­finnst ein­göngu á Ís­landi. Hann er ríkj­andi og erf­ist ókyn­bund­ið. Sjúk­dóm­ur­ inn or­sak­ast af stökk­breyt­ingu í gen­inu sem tjá­ir fyr­ir cyst­atin C pró­tein­inu en það veld­ur út­fell­ingu þess í veggj­um heila– og mænu­ slag­æða. Því fylg­ir auk­in band­vefs­mynd­un og þykkn­un á slag­æða­veggj­um sem leið­ir til þreng­ing­ar á holi slag­æð­anna. Þess­um þreng­ ing­um fylgja heila­blóð­föll, eitt eða fleiri, sem draga sjúkl­inga til dauða yfir­leitt á ald­urs­bil­

inu 20–40 ára. Trefja­frum­ur eru band­vefs­kím (e. mesen­ chym­al) for­ver­ar sem eiga upp­runa sinn í bein­merg. Þær gegna m.a. mikil­vægu hlut­ verki í græðslu sára þar sem þær geta sér­hæfst í vöðva­trefja­kím­frum­ur (e. myo­fibro­blasts) fyr­ir til­stilli boð­efna eins og TGF– . Trefja­ frum­ur hafa ver­ið bendl­að­ar við fram­vindu ým­issa sjúk­dóma sem ein­kenn­ast af lang­ vinnri bólgu og um­fram kolla­gen mynd­un s.s. astma, lungna­trefj­un (e. pul­mon­ary fibr­ osis), ör­brigsli (e. kel­oids) og hnúta­hersli (e. ath­ero­scler­osis). Talið er hugs­an­legt að trefja­frum­ur gegni hlut­verki í mein­ferli arf­gengr­ar heila­blæð­ing­ ar þar sem sýnt hef­ur ver­ið fram á að cyst­atin C geti hindr­að bind­ingu TGF–  við við­taka sinn og eigi þann­ig þátt í að hamla virkni þess. Magn cyst­atin C í heila og mænu­vökva arf­bera er um þrisv­ar sinn­um minna en í heil­brigð­um ein­stakl­ing­um. Mark­mið verk­ efn­is­ins var því að kanna hvort mun­ur væri á milli arf­bera og við­miða á tján­ingu gena sem tengj­ast sér­hæf­ingu trefja­frumna yf­ir í vöðva­ trefja­kím­frum­ur. Efniviður og aðf­e rðir: Ein­kjarna frum­ur voru ein­angr­að­ar úr blóði arf­bera og við­miða og sett­ar í rækt­un í æti með og án TGF– . Eft­ir rækt­un var form­gerð frum­anna at­hug­ uð og fram­kvæmd grein­ing í frumu­flæði­sjá til að kanna sér­hæf­ingu yf­ir í trefja­frum­ur. Einn­ig voru gerð­ar ónæm­is­lit­an­ir og könn­uð gena­tján­ing val­inna gena með magn­bundnu raun­tíma PCR. Niðurstöður: Frumu­f læði­s jár­g rein­i ng­i n sýndi aukna tján­ingu merki­gena sem ein­ kenna trefja­frum­ur við bæði rækt­un­ar­skil­ yrði. Þó voru greini­l ega mjög bland­a ð­a r frumu­gerð­ir sem feng­ust úr rækt­un­un­um. Greini­l eg breyt­i ng varð á gena­t ján­i ngu frumn­anna við rækt­un­ina. At­hyglis­vert er að fyrir þau gen sem at­hug­uð voru með raun­ tíma PCR, varð í öll­um til­fell­um meiri aukn­ ing tján­ing­ar í frum­um sem rækt­að­ar voru í hreinu æti mið­að við æti með TGF– . Að­eins voru tvö gen af 8 þar sem nið­ur­stöð­ur bentu til tján­ing­ar­mun­ar á milli arf­bera og við­miða. Í báð­um til­fell­um var tján­ing­in auk­in í arf­ ber­un­um mið­að við við­mið­in. Ályktanir: Sú að­ferða­fræði sem hér var beitt við frumu­rækt­un virð­ist hafa leitt til sér­hæf­ ing­ar í átt að trefja­frum­um, skv. frumu­flæði­ sjár­grein­ingu og raun­tíma–PCR. Enn þarf þó að fín­stilla rækt­un­ar­skil­yrði frek­ar. Það er at­hygli­svert að mun­ur sást í tján­ingu tveggja gena milli arf­bera og við­miða og er vís­bend­ ing um að frum­ur arf­ber­anna séu að bregð­ast öðru­vísi við í sam­ræmi við rann­sókn­ar­til­ gát­una. Al­mennt, þá er erf­itt að rann­saka arf­genga heila­blæð­ingu sök­um þess hve fá­ir arf­ber­ar eru á lífi. Í sum­um til­fell­um var tölu­ verð­ur mun­ur á gena­tján­ingu milli arf­ber­ anna og milli við­mið­anna sem á lík­lega ræt­ur í ein­stakl­ings­breyti­leika. Því þarf að stað­festa þess­ar niður­stöð­ur með stærra úr­tak.

Sjúkdómsmynd einstaklinga m.t.t. arfgerða sem valda MBL skorti. Valgerður Þorsteinsdóttir1, Helga Bjarna­ dóttir2, Guðmundur Haukur Jörgensen2 og Björn Rúnar Lúðvíksson 1,2. 1 Læknadeild Háskóla Íslands; 2Ónæmisfræðideild Lands­ píta­ l­ ans, Reykjavík, Ísland.

Inngangur: Mann­ósa­bindi­lektín (MBL) er eitt af upp­hafs­pró­tein­um lekt­ín ferils­ins og virkj­ar komplí­ment­kerf­ið þeg­ar það bindst sykr­um á yfir­borði sýkla. MBL stuðl­ar einn­ig að eyð­ingu frumna í stýrð­um frumu­dauða. MBL er tjáð af MBL2 gen­inu en í út­röð þess eru þekkt­a r 3 punkt­s tökk­b reyt­i ng­a r sem nefn­ast einu nafni O. Arf­hrein­ir um O stökk­ breyt­ingu (O/O) hafa lægsta magn MBL í blóði (<50 ng/ml). Villi­gerð­in nefn­ist A og teng­ist eðli­leg­um MBL styrk. Sýnt hef­ur ver­ið fram á mögu­leg tengsl MBL skorts (≤500 ng/ ml) við sýk­ing­ar og sjálfs­of­næmis­sjúk­dóma. Markmið rann­sókn­ar: Að at­huga klín­íska sjúk­dóms­mynd ein­stakl­inga með MBL skort og mögu­leg tengsl við ólíkar arf­gerð­ir. Efni og að­ferðir: Sóst var eftir þátt­töku ein­ stakl­inga sem höfðu mælst með MBL styrk und­ir 500 ng/ml á ónæmis­fræði­deild LSH á ár­un­um 2006–2010. Af þeim sem náð­ist í (205/228) sam­þykktu 163 þátt­töku (79,5%) og af þeim hafa 101 ver­ið arf­gerð­ar­greind­ir fyr­ir stökk­breyt­ingu O, með raun­tíma PCR. Þátt­tak­endur svör­uðu ítar­leg­um heilsu­fars spurn­inga­lista sem m.a. laut að tíðni sýk­inga og grein­ingu sjálfs­of­næmis­sjúk­dóma. Nið­ ur­stöð­ur úr fyr­ir­liggj­andi spurn­inga­list­um 63 ein­stakl­inga, handa­hófs­kennt völd­um úr þjóð­skrá, voru not­að­ar til sam­an­burð­ar. Niðurstöður: Arf­gerð­ar­grein­ing sýndi að 17/101 (16,8%) voru arf­h rein­i r um villi­ gerð (A/A), 67/101 (66,3%) voru arf­blendn­ir (A/O) og 17/101 (16,8%) voru arf­hrein­ir um stökk­breyt­ingu (O/O). Fylgni var milli arf­gerða og styrks MBL í blóði (p<0,0001) þar sem O/O voru lægst­ir. Hjá ein­stakl­ing­ um með MBL skort reynd­ist tíðni sýk­inga í önd­un­ar­fær­um, þvag­veg­um og slím­húð­um munns og augna vera mark­tækt hærri held­ ur en hjá við­m ið­u n­a r­h ópn­u m. O/O ein­ stakl­ing­ar reynd­ust vera lík­legri til að vera með sjúk­d óms­e in­k enni frá melt­i ng­a r­v egi (p<0.05). Þeg­ar lit­ið var á al­var­leika sýk­inga kom í ljós að 51/120 (42,5%) ein­stakl­inga með MBL skort upp­fylltu flokk­un­ar­skil­yrð­in fyrir efsta flokks m.v. 15.9% við­mið­un­ar­hóps (p<0.05). Alls reynd­ust 47/118 (39,8%) hafa fyrri grein­ingu um sjálfs­of­næm­is­sjúk­dóm og þar af höfðu 15 fleiri en einn (29.8%). Hvorki fund­ust tengsl milli sjálfs­of­næm­is­sjúk­dóma og ákveð­inna arf­gerða né milli sjálfs­of­næm­is og tíðni sýk­inga. Ályktanir: Með­a l ein­s takl­i nga þar sem MBL styrk­ur í blóði hef­ur verið met­inn er um veru­lega háa tíðni sýk­inga, vél­inda– og maga­bólgna og sjálfs­of­næm­is­sjúk­dóma að ræða. O/O arf­gerð virð­ist vera áhættu­þátt­ur fyrir sjúk­dóma í efri hluta melt­ing­ar­veg­ar og

61


hugsan­lega í berkj­um. At­hyglis­vert er að auk­ in áhætta fyr­ir sjálfs­of­næm­is­sjúk­dóma virð­ist ein­göngu vera bund­in við lækk­að magn MBL frek­ar en mis­mun­andi arf­gerð fyrir skorti.

Faraldsfræði og áhættuþættir ANCA+ æðabólgusjúkdóma á Íslandi 1996–2006 Þórunn Bjarnadóttir1, Tekla Hrund Karls­ dóttir1, Árni Jón Geirsson2, Jóhannes Björns­ son1,2, Björn Rúnar Lúðvíksson1,2 Læknadeild Háskóla Íslands1, Landspítali háskólasjúkrahús2.

Inngangur: Frum­komnum fjöl­kerfa æða­ bólgu­s júk­d óm­u m er skipt í ANCA– og ANCA+ undir­hópa. ANCA eru mót­efni sem bein­ast gegn ensím­um í seyti­korn­um dauf­ kyrn­inga. Þeir æða­bólgu­sjúk­dóm­ar sem hafa hvað sterk­ust tengsl við ANCA eru Weg­ener‘s granu­l oma­t osis (WG), micro­s cop­i c poly­ angii­tis (MPA) og Churg–Strauss syn­drome (CSS). Lít­ið er vit­að um ónæmis­mein­gerð sjúk­dóm­anna, en þeir geta haft lífs­hættu­leg­ ar af­leið­ing­ar. Mark­mið rann­sókn­ar­inn­ar var að kanna far­alds­fræði og af­drif þess­ara sjúkl­inga á Ís­landi á ár­un­um 1996–2006, með til­liti til hugsan­legra áhættu­þátta. Efni og aðferðir: Rann­sóknin er aftur­sæ og sam­an­stóð rann­sókn­ar­hóp­ur­inn af sjúkl­ing­ um upp­fylltu ACR og CHCC skil­merki fyrir ANCA+ æða­bólgu­sjúk­dóma á LSH og FSA á ár­un­um 1996–2006. Ítar­leg­um upp­lýs­ing­um um sjúk­dóms­gang var afl­að úr sjúkra­skrám og meina­fræði­nið­ur­stöð­ur vefja­rann­sókna voru yfir­farn­ar og skráð­ar. Gildi rann­sókn­ ar­nið­ur­staða við grein­ingu og end­ur­komu sjúk­dóms voru bor­in sam­an í leit að líf­vísi sem hefði for­spár­gildi um horf­ur. End­ur­ koma sjúk­dóms var met­in eft­ir skil­merkj­um IM­PROVE rann­sókn­ar­innar. Niðurstöður: 32 sjúkl­ing­ar greind­ust með ANCA+ æða­bólgu á tíma­bil­inu. 20 höfðu WG (ný­gengi 6,44/106/ár), 6 MPA og 6 CSS (nýgengi 1,93/106/ár). Í rann­sókn­ar­hópn­um voru 62,5% kon­ur. End­ur­koma sjúk­dóms átti sér stað hjá 45% WG sjúkl­inga. 30% WG sjúkl­inga voru með aðra sjálfs­of­næm­is­sjúk­ dóma á tíma­bil­inu og höfðu þeir mark­tækt verri horf­ur en hin­ir (p<0,05). All­ir þess­ir ein­stakl­ing­ar voru kven­kyns. 50% WG sjúkl­ inga áttu vefja­sýni sem stað­festi æða­bólgu á tíma­bil­inu. Þeir höfðu einn­ig verri horf­ur (p<0,05). Nær all­ir WG sjúkl­ingar höfðu óeðli­leg­ar blóð­rann­sókn­ir við grein­ingu en þær höfðu ekki for­s pár­g ildi um af­d rif. Á tíma­bil­inu lést 1 úr hópi WG sjúkl­inga og 1 úr hópi MPA (5 ára lif­un 95% og 83%). Umræður: Ný­gengi ANCA+ æða­bólgu­sjúk­ dóma á Ís­l andi er nokk­u ð lægra en í N– Ev­rópu, þetta á sér­stak­lega við um MPA. Mark­vert er hve sterk tengsl ann­arra sjálfs­of­ næm­is­sjúk­dóma eru við horf­ur hjá þess­um rann­sókn­ar­hópi en sam­bæri­leg­ar nið­ur­stöð­ ur hafa ekki feng­ist ann­ars­stað­ar. Rann­sókn­ in stað­fest­ir mik­il­vægi þess að ein­stakl­ing­ar með æða­bólgu­sjúk­dóma gang­ist und­ir ná­ kvæma upp­vinnslu við grein­ingu sem ætti að fela í sér vefja­sýna­grein­ingu, í ljósi þess að

62

sjúkl­ing­ar sem áttu vefja­sýni sem sýndi æða­ bólgu höfðu mark­tækt verri horf­ur. Lif­un ís­lenskra sjúkl­inga er mun betri en þekk­ist er­lend­is, en tíðni end­ur­komu sjúk­dóms hjá WG sjúkl­ing­um er sam­bæri­leg og í Ev­rópu og BNA.

Tíðni HER–2 mögnunar í brjósta­krabba­meini á Ís­landi og fylgni við aðra þætti með for­spár­gildi fyrir horfur og með­ferð Valgerður Dóra Traustadóttir,1, Helgi Sigurðs­son,1,2, Bjarni A. Agnarsson,1,3, Jón Gunnlaugur Jónasson,1,3,4, Ásgerður Sverris­ dóttir,2. Læknadeild Háskóla Íslands, 2Krabbameinslækningadeild

1

Lands­ pít­ala, 3Rannsóknarstofa í meinafræði á Landspítala, Krabba­meinsskrá hjá Krabbameinsfélagi Íslands.

4

Inngangur: Við grein­ingu brjósta­krabba­ meins eru metn­ir þeir vefja­meina­fræði­legu þætt­ir sem hafa áhrif á horf­ur og for­spár­ gildi um svör­un við með­ferð. Helstu for­ spár­þætt­irn­ir eru æxlis­stærð, mein­vörp til eitla, fjar­m ein­v örp, gráða æxl­i s, við­t ak­a r fyrir östró­geni (ER) og pró­gest­er­óni (PgR) og HER–2 sem er frumu­himnu­við­taki með týró­sín–kínasa­virkni. Auk­in tján­ing HER–2 við­taka á yfir­borði krabba­meins­fruma hef­ur ver­ið tengd við verri sjúk­dóms­horf­ur og góða svör­u n við Trast­ú zu­m ab með­f erð sem er ein­stofna mót­efni sem haml­ar virkni HER–2 við­tak­ans. Mark­mið rann­sókn­a r­inn­a r var að kanna tíðni á tján­ingu HER–2 hér á landi ásamt því að bera sam­an vefja­meina­fræði­lega þætti milli HER–2 já­kvæðra og nei­kvæðra æxla, enn frem­ur að bera sam­an mót­efna­lit­ un og flúor­skim­un við grein­ingu á HER–2 mögn­un. Efni og aðferðir: Rann­sókn­in er aftur­skyggn sjúkl­inga– við­miða­rann­sókn og nær til allra kvenna sem greind­ust með ífar­andi brjósta­ krabba­mein með yfir­tján­ingu á HER–2 við­ tak­an­um ár­in 2005–2009. Val­inn var ald­urs– og grein­ing­ar­tíma­staðl­að­ur sam­an­burð­ar­ hóp­ur fyr­ir HER–2 já­kvæð­ar kon­ur. Skráð­ar voru þær breyt­ur sem hafa for­spár­gildi fyr­ir horf­ur og svör­un við með­ferð. Not­að var Kí–kvað­rat próf til að bera sam­an hóp­ana tvo með til­liti til flokka­breyta. Mann–Whitney próf var not­að á rað­breyt­ur svo sem æxlis­ stærð og S–fasa. Niðurstöður: Alls greind­u st 1028 kon­u r með ífar­andi brjósta­krabb­amein á tíma­bil­ inu. Þar af voru 127 kon­ur sjúk­dóm sem sýndi HER–2 mögn­un eða 12%. HER–2 já­ kvæð æxli reynd­ust í sam­an­burði við HER–2 nei­kvæð nán­ast allt­af vera af rása (duct­al) gerð, þau voru al­mennt stærri, sýndu oft­ar æxlis­íferð í æð­ar, óhag­stæð­ari æxlis­gráðu, minni tján­ingu á ER og PgR, hærri S–fasa og óhag­s tæð­a ri DNA litn­i nga­s töðu. All­i r þess­ir þætt­ir reynd­ust töl­f ræði­l ega mark­ tæk­ir (P<0,05). Ekki var mark­tæk­ur mun­ur með til­liti til grein­ing­ar­ald­urs og eitla­stöðu.

Hjá þeim sýn­um sem greind voru 1+ í mót­ efna­lit­un fyr­ir HER–2 (há­mark 3+) reynd­ist gena­mögn­un vera til stað­ar í 5,5% til­fella en í 28,8% til­fella með 2+ við IHC. Ályktun: Tíðni HER–2 mögn­un­ar reynd­ist vera 12% sem er lægra en í flest­um öðr­um rann­s ókn­u m sem hins veg­a r sjaldn­a st ná til heill­ar þjóð­ar. Kon­ur sem hafa brjósta­ krabba­mein sem oftjá HER–2 við­tak­ann eru með sjúk­dóm sem hef­ur mark­tæka til­hneig­ ingu til að hafa: i) stærri æxli, ii) oftar æxlis­ vöxt í æð­ar, iii) síð­ur horm­ón­avið­taka, iv) hærri æxlis­gráðu og há­an S–fasa. Þetta er í sam­ræmi við nið­ur­stöð­ur ann­arra áþekkra rann­sókna.

Þung­lyndi á með­göngu hjá íslenskum kon­um: Könnun á áhættu­þáttum og með­ferð. Telma Huld Ragnarsdóttir1, Jón Friðrik Sigurðs­son1,2, Linda Bára Lýðsdóttir2, Halldóra Ólafsdóttir2 Læknadeild Háskóla Íslands, 2Geðsvið Landspítala.

1

Inngangur: Þung­l yndi er al ­g eng­u r kvilli á með­göngu og er tal­ið að 12,7% ófrískra kvenna þjá­ist af al­var­legu þung­lyndi á með­ göngu. Af­leið­ing­ar þung­lynd­is á með­göngu eru að mestu leyti óþekkt­ar en geta þó verið al­var­leg­ar og því er mikil­vægt að vera vak­ andi fyr­ir ein­kenn­um og áhrifa­þátt­um. Þeir áhrifa ­þ ætt ­i r sem helst hafa ver ­i ð tengd ­ ir við þung­lyndi á með­göngu eru saga um þung ­l yndi, reyk ­i ng ­a r, lágt mennt ­u n ­a r ­s tig og skort­ur á fél­ags­leg­um stuðn­ingi. Til­gang­ ur rann­sókn­ar­inn­ar er að skoða áhrifa­þætti þung­lynd­is á með­göngu hjá ís­lensk­um kon­ um, jafn­framt því að kanna hvern­ig stað­ið væri að mati og með­höndl­un rösk­un­ar­inna­r. Að lok­um var sam­band kvíða og þung­lynd­is á með­göngu skoð­að sér­stak­lega. Efni­viður og að­ferðir: Þátt­tak­end­ur voru kon­ur sem komu í mæðra­vernd á stór­höf­uð­ borga­svæð­inu og Ak­ur­eyri. Það var skim­að fyr­ir þung­lyndi og kvíða hjá þess­um kon­um með sjálfs­mats­kvarð­an­um Edin­burgh Post­ natal De­press­ion Scale. Ef kona skim­að­ist yf­ir við­mið­un­ar­mörk­um eða lenti í sam­an­ burð­ar­hóp var henni boð­ið í grein­ing­ar­við­tal hjá reynd­um sál­fræð­ing­um eða geð­lækn­um. Tek­ið var við­tal við 447 kon­ur og þær beðn­ar um að svara spurn­inga­list­um. Niður­stöð­ur: 73 kon­ur greind­ust með al­ var­legt þung­lyndi á með­göngu skv. MINI+ (Mini Int­er­nat­ion­al Neuro­psychi­atr­ic Int­ er­view+), þar af höfðu 60,3% ævi­reynslu af þung­lyndi. Af þeim kon­um sem greind­ust þung­lynd­ar voru að ­eins 38,5% í ein ­hvers kon­ar með­ferð, 20,0% þeirra á lyfja­með­ferð en hin­ar í sam­tals­með­ferð, stuðn­ings­með­ ferð eða ann­arri með­ferð. Helstu áhrifa­þætt­ir þung­lynd­is á með­göngu hjá ís­lensk­um kon­ um eru saga um þung­lyndi, reyk­ing­ar, veik­ indi eða ör­orka, lágt mennt­un­ar­stig, slæm fjár­hags­staða, slæmt sam­band við maka, lít­ill fél­ags­leg­ur stuðn­ing­ur og lágt mat á lífs­ham­ ingju. 70% þung ­l yndra kvenna greind ­u st


einn­ig með ein­hvers kon­ar kvíða­rösk­un á með­göngu. Ályktanir: Kon ­u r sem eru þung ­l ynd ­a r á með­göngu eru í fæst­um til­fell­um að leita sér með ­f erð ­a r, þó að þær hafi fyrri sögu um þung ­l yndi. Saga um fyrra þung ­l yndi var sterk­asti áhrifa­þátt­ur þung­lynd­is á með­ göngu og ætti allt­af að spyrja ófrísk­ar kon­ur um hana. Mik­il­vægt er fyr­ir heil­brigð­is­starfs­ fólk að þekkja helstu áhættu­þætti þung­lynd­is á með­göngu til að geta greint það og með­ höndl­að. Kvíði og þung­lyndi hald­ast oft í hend­ur.

Gall­stasi á meðgöngu — Íslenskur gagna­grunnur Þóra Soffía Guðmundsdóttir1, Þóra Steingríms­dóttir1,2, Einar Björnsson1,2 Læknadeild Háskóla Íslands, 2Landspítali, háskólasjúkrahús

1

Inngangur: Gall­stasi á með­göngu lýs­ir sér með kláða án húð ­ú t ­b rota og hækk ­u ð ­u m gall­sýr­um í sermi. Hann fel­ur í sér aukna hættu á fóst­ur­streitu, fyr­ir­bura­fæð­ing­um og fóst­ur­dauða. Sjúk­dóm­ur­inn er mis­al­geng­ur eft­ir svæð­um og þjóð­um heims. Al­geng­ast­ur er hann í Chile, í allt að 10% allra með­ganga en í Ev­rópu og Norð­ur–Am­er­íku hef­ur tíðn­ in mælst 0.5–2%. Mein­mynd­un sjúk­dóms­ins er ekki að fullu skýrð. Áhrif horm­óna og gena hafa verið einna mest rann­sök­uð þótt um­hverf­is­þætt­ir s.s. magn sel­en­íums í fæði hafi einn­ig feng­ið at­hygli. Gen­in ABCB4, FIC1, NHR1H4,ABCB11 og ABCC2 hafa ver­ið rann­sök­uð í þessu sam­hengi sem og áhrif auk­ins magns estró­gena og pró­gest­er­ óna í með­göngu á flæði galls. Tíðni gall­stasa á með­göngu hef­ur ekki fyrr ver­ið rann­sök­uð á Ís­landi og er það meg­in­mark­mið þess­ar­ar rann­sókn­ar sem og að kanna áhættu­þætti og fylgi­kvilla. Efniviður og aðferðir: Fundn­ar voru all­ar barns­h af­a ndi kon­u r sem hafa mælst með hækk­að­ar gall­sýr­ur á rann­sókn­ar­deild LSH frá því mæl­ing­ar hóf­ust ár­ið 2005. Upp­lýs­ ing­a r um með­g öng­u r þeirra og fæð­i ng­a r feng­ust úr mæðra­skrám og raf­rænni sjúkra­ skrá LSH. Gögn voru færð í Micro­soft Acc­ess sem ásamt Micro­soft Exc­el var not­að við úr­vinnslu og töl­fræði­út­reikn­inga. Sam­an­ burð­ar­hóp­ur var bú­inn til með því að skrá upp­lýs­ing­ar úr 449 fæð­ing­ar­til­kynn­ing­um frá LSH frá ár­inu 2009. Niðurstöður: Tíðni gall­stasa á með­göngu á Ís­landi ár­ið 2009 var 3,4% (n=178) af öll­ um fæð­ing­um en af fæð­ing­um á LSH var hún 4,4% (n=164), p=0,01. Kon­ur í rann­ sókn­ar­hópn­um fæddu í 3,7% til­vika fjöl­ bura ár­ið 2009, hlut­fall fjöl­bura­fæð­inga á LSH ár­ið 2009 var 2,0% (p=0,25). Hjá rann­ sókn­a r­h ópn­u m átti fram­k öll­u n fæð­i ng­a r eða val­keis­ari vegna gall­stasa sér stað í 33% til­vika en vegna ann­arra ábend­inga í 28% til­vika. (p<0,05) Alls átti fram­köll­un fæð­ ing­ar og val­keis­ari sér því stað í 61% til­vika. Í sam­a n­b urð­a r­h ópn­u m var fæð­i ng fram­ köll­uð eða val­keis­ari fram­kvæmd­ur í 32%

Retina­ l vessel dia­meter and oxy­gen satur­ation

cant diff­er­ence in ox­ygen sat­ur­at­ion be­tween tempo­ral and nas­al ven­ules. The tempo­ral arterioles had a larg­er dia­meter for sup­er­ior parts of the re­tina (13±3 pixels sup­er­otemp­ oral vs. 10±2 pix­els sup­er­onasal p=0.024) and for the in­fer­ior re­tina (13±2 pixels in­fero­temp­oral vs. 11±3 pix­els in­fero­nas­al p=0.057). Temp­oral ven­ules were also wid­er than nas­a l ven­ules, both for the sup­er­ior re­tina (17±2 pixels sup­er­otemp­or­al vs. 14±2 pix­els sup­er­onas­al, p=0.011) and the in­fer­ior re­tina (18±3 pixels in­fero­temp­oral vs. 12±2 pix­els inferonasal, p<0.001). Conclusions: Oxy­gen sat­ur­at­ion meas­ure­ ments de­pend on the vess­el dia­met­er where narr­ow­er vess­els show high­er oxy­gen sat­ur­ at­ion. This eff­ect ex­plains the meas­ur­ed diff­ er­ence be­tween par­ent and daught­er ves­s­els on one hand and temp­or­al and nas­al vess­els on the oth­er. Lin­ear re­lat­ion­ship be­tween oxy­gen sat­ur­at­ion and vess­el dia­met­er all­ows the algo­rithm to be corr­ect­ed to make oxy­gen sat­ur­ation measure­ments in the retina in­de­ pend­ent of vess­el dia­meter.

Halldór Reynir Bergvinsson1, Sveinn Hákon Harðarson1, Einar Stefánsson1,2

Áhrif lystarstols á beinþéttni

til­vika (p<0,05). Fyr­ir­bura­fæð­ing­ar áttu sér stað í 12,3% til­vika í rann­sókn­ar­hópn­um en í 10,0% til­vika í sam­an­burð­ar­hópn­um (p=0,75). Í 15,4% fæð­inga í rann­sókn­ar­hópi var barna­bik í leg­vatni, með­an tíðn­in var 11,8% í sam­an­burð­ar­hópi (p=0,10). Ályktanir: Tíðni gall­s tasa á með­g öngu á Ís­landi er hærri en þekk­ist í lönd­u n­u m í kring­um okk­ur og er hæsta tíðni sem mælst hef­ur í Ev­rópu. Fram­köll­un fæð­ing­ar og val­ keis­ari er al­geng­ari hjá kon­um með gall­stasa á með­göngu en hjá kon­um í sam­an­burð­ar­ hópn­um. Ekki er mark­tæk­ur mun­ur á hlut­ falli fyr­ir­bura­fæð­inga né barna­biks í leg­vatni milli hópa. Þessi rann­sókn nær yf­ir eitt ár, en áfram verða færð­ar í gagna­grunn­inn upp­lýs­ing­ar um all­ar kon­ur sem greinst hafa með gall­stasa á með­göngu frá ár­inu 2005 þeg­ar gall­sýru­ mæl­ing­ar hóf­ust á Ís­landi.

Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Department of

1

Ophthalmol­ogy, Landspítali University Hospital, Reykjavík, Iceland

Purpose: (1) To test whether retinal vess­el oxy­gen sat­ur­at­ion meas­ure­ments are aff­ect­ed by vess­el dia­met­er. (2) To comp­are ret­inal vess­el oxy­gen sat­ur­at­ion and vess­el dia­met­er between temp­o r­a l and nas­a l parts of the retina. Methods: Fundus imag­e s of 12 healthy in­d i­v iduals were obtained with a fundus camera based retinal oxi­m eter (Oxy­m ap ehf., Reykj­avík, Ice­land). Special­ised soft­ ware anal­ysed the images and measur­ed the ox­ygen satur­ation and vessel dia­meter. (1) Oxy­gen satur­ation was meas­ur­ed for par­ent and daught­er vess­els and the ratio calcul­ated. A lin­ear re­gress­ion line was calcul­at­ed for oxy­gen sat­ur­ation – vess­el dia­met­er plots, both for arter­ioles and venules. The slop­es of the re­gress­ion lines were com­pared to zero. (2) Oxy­gen satur­ation and vessel dia­meter were comp­ared be­tween temp­oral and nasal parts of the retina. Results: (1) Oxy­g en sat­u r­a tion in par­ ent art­e ri­o le di­v id­e d by oxy­g en satur­ at­ion in daughter art­er­iole was 0.97±0.02 (mean±SD). The corre­s pond­ing ratio for ven­ules was 0.90±0.04. The slopes of the linear re­gress­ion lines for oxy­gen sat­ur­ation on dia­meter for art­eri­ oles and ven­ules were signifi­cantly non–zero (–0.74±0.7%/pixels for arterioles (p=0.004) and – 1 . 3 4 ± 1 . 0 6 % / p i x e l s f o r v e n­u l­e s (p=0.001)). (2) Oxy­g en sat­u r­a t­i on was 94±6% in sup­e r­o temp­o ral arter­i oles and 99±6% in sup­er­onas­al arteriol­es (p=0.057). Oxy­g en satur­a t­ion was 89±6% in in­fero­ temp­oral arterioles and 95±4% in infero­nasal arteri­oles (p=0.009). There was no signifi­

Rebekka Guðrún Rúnarsdóttira, Guðlaug Þorsteinsdóttirb, Ólafur Skúli Indriðasonc, Gunnar Sigurðssona,d. a

Læknadeild Háskóla Íslands, bGeðdeild Landspítala, cNýrna­

lækninga­eining Land­spítala, dInnkirtla– og efna­skipta­sjúk­dóma­ deild Landspítala.

Inngangur: Ótíma­bært bein­tap er þekkt­ur fylgi­kvilli með­al sjúkl­inga með lyst­ar­stol en á Ís­landi hafa eng­ar rann­sókn­ir ver­ið gerð­ar á bein­heilsu þessa sjúkl­inga­hóps. Mark­mið rann­sókn­ar­inn­ar var að at­huga bein­þéttni ungra kvenna með lyst­ar­stol og öðl­ast betri skiln­i ng á mögu­l eg­u m or­s aka­þ átt­u m svo unnt verði að beita for­vörn­um. Efni­viður og að­ferðir: Rann­sókn­in var aft­ ur­skyggn. Fundn­ar voru bein­þéttni­mæl­ing­ar frá ár­un­um 2001–2010 hjá sjúkl­ing­um sem leit­að höfðu með­ferð­ar á geð­deild Land­spít­ ala og fengið ICD–10 grein­ing­arn­ar F50.0 og F.50.1. Nið­ur­stöð­ur voru born­ar sam­an við 30 ára heil­brigð­ar kon­ur (n=58) sem tóku þátt í rann­sókn á bein­heilsu Ís­lend­inga á ár­un­um 2001–2003. Upp­lýs­ing­ar um sjúk­ dóms­gang og rann­sókna­nið­ur­stöð­ur sjúkl­ inga voru fengn­ar úr sjúkra­skrám. Hóp­ar voru born­ir sam­a n með t–prófi eða Wil­ cox­on–Mann–Whitney prófi, fylgni könn­uð með fylgni­stuðli Pear­sons eða Spear­mans. Hjá sjúkl­ing­um með end­ur­tekn­ar mæl­ing­ar voru breyt­ing­ar kann­að­ar með pör­uðu t– prófi eða Wil­cox­on sign­ed ranks prófi. Niðurstöður: Við fund­um 63 kon­ur sem höfðu far­ið í bein­þéttni­mæl­ingu, 40 þeirra (mið­gildi ald­urs (spönn) 21 (18–36) ár) voru með grein­ing­una lyst­ar­stol og áttu full­nægj­ andi klín­ísk gögn í sjúkra­skrám, 26 höfðu far­ið í fleiri en eina bein­þéttni­mæl­ingu. Bein­ þéttni í lend­hrygg, lær­leggs­hálsi og nær­enda lær­leggs var mark­tækt lægri hjá sjúkl­ing­ um en sam­a n­b urð­a r­h ópi (15,3%–17,5%;

63


p<0,001). Í heild höfðu 55% sjúkl­ing­anna bein­rýrn­un og 15% bein­þynn­ingu en að­eins 30% höfðu eðli­lega bein­þ éttni. Mark­tæk fylgni fannst milli bein­þ éttni og þyngd­a r og hæð­ar, en mest var fylgni bein­þéttni við lægstu þyngd í veik­ind­um (r=0,482–0,499; p<0,01). Hvorki var fylgni milli bein­þéttni og tíma­lengd­ar át­rösk­un­ar né ald­urs við upp­haf át­rösk­un­ar. Bein­þéttni var mark­tækt lægri hjá sjúkl­ing­um sem höfðu sögu um kal­íum­ skort (K<3,5 mmol/L). Hjá þeim sem áttu fleiri en eina bein­þéttni­mæl­ingu sást að þær sem töp­uðu þyngd milli mæl­inga lækk­uðu mark­tækt í bein­þéttni í lær­leggs­hálsi (–6,6%; p=0,030). Ályktanir: Hátt hlut­fall kvenna með lyst­ ar­stol hef­ur bein­rýrn­un eða bein­þynn­ingu og há­marks­bein­þéttni þess­ara ungu kvenna u.þ.b. 15% lægri en ella. Lægsta þyngd í veik­ ind­um virð­ist ráða þar mestu um en nokk­uð kom á óvart að ekki var fylgni milli bein­ þéttni og lengd­ar át­rösk­un­ar en marg­ar er­ lend­a r rann­s ókn­ir hafa sýnt fram á slíkt. Tengsl kal­íum­skorts við lága bein­þéttni eru áhuga­verð og þarf að skoða nánar.

Serum ferritin levels in patients with obstructive sleep apnoea (OSA) – An epidemiological case–control study. Elín Helga Þórarinsdóttir1, Bryndís Benedikts­dóttir2,3, Þórarinn Gíslason2,3 and Ísleifur Ólafsson4 Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Ass. Professor

1

Faculty of Medicine, University of Iceland, 3Department of Allergy, Respiratory Medicine and Sleep, Landspitali University

the Ice­land­ic Sleep Apn­oea Co­hort (ISAC). These same part­ici­pants were in­vit­ed ag­ain aft­er two years to take part in a foll­ow up study. A sample of the gen­er­al pop­ul­at­ion that part­ici­pat­ed in anoth­er epi­demio­log­ic­al study at the same time was us­ed as con­trols. Results: In this on­g o­ing study, 754 OSA sub­jects had com­plet­ed the rele­vant assess­ ments in Sept. 2009. Of them, 300 had com­ plet­ed the foll­ow up vis­it. Al­to­geth­er, 758 con­trols com­plet­ed the same rele­vant assess­ ments, al­though over­night moni­tor­ing was not per­form­ed in the contr­­ol group. S–ferri­ tin was sign­ifi­cantly high­er in OSA pati­ents than contr­ols, both in men (p=0.025) and wo­m en (p<0.001) but aft­e r ad­just­ing for body mass index (BMI), age, smok­ing stat­ us and co–mor­bid­it­ies, s–ferri­tin was only found to be sign­ifi­cantly ele­vat­ed in OSA wo­men (p=0.032). S–ferri­tin did not show any sign­ifi­cant corre­lat­ion with sev­er­ity of OSA, sleepi­ness or lev­el of CPAP us­age at the two–year follow up. Conclusions: Wo­men with OSA had sign­ ifi­cantly high­er s–ferri­tin lev­els than contr­ols aft­er ad­just­ing for BMI, age, smok­ing stat­us and co–morbid­it­ies. Keywords: Ferritin, OSA, body mass index, gend­er, age, smok­ing, cardio­vasc­ular disease, dia­betes, stroke, ISAC, BOLD.

Styrkur NT–pro B–type natriuretic peptíð í blóði kæfi­ svefns­sjúklinga Sólborg Erla Ingvarsdóttir1, Þórarinn Gíslason1,2, Bryndís Benediktsdóttir1 og Ísleifur Ólafsson3

Hospital, 4Department of Clinical Biochemistry, Landspitali

1

University Hospital

Landspítalans

Background: Ob­s truct­i ve sleep apn­o ea (OSA) is a dis­ease char­act­er­ised by re­curr­ ent epi­sod­es of part­ial or com­plete upp­er air­way ob­struct­ion dur­ing sleep. Ferri­tin is an intra­cell­ul­ar iron stor­age pro­tein but also a mark­er of acute and chron­ic in­flamm­at­ ion. Pre­vious stud­ies have shown that sub­ jects with OSA have high­er lev­els of circu­lat­ ing pro–in­flamma­tory cy­tokin­es but little is known about the asso­ciat­ion be­tween ferritin and OSA. Objective: The aim of the study was to eval­ u­ate the asso­cia­tion be­tween OSA and s– ferri­tin and to com­pare s–ferri­tin leve­ls in OSA pat­ients to val­ues in a rand­omly sel­ect­ed contr­o l group. S–ferri­tin lev­e ls were also com­pared be­tween OSA pat­ients be­fore and aft­er two years of treat­ment with con­tin­uous posi­tive air­way press­ure (CPAP) as well as in re­gard to signs and symp­toms of the dis­ease i.e. AHI, ODI and ESS. In add­it­ion, s–ferri­tin was corre­lated with dis­eas­es that have been link­ed to OSA. Methods: All pat­ients dia­g nos­e d with OSA and re­ferr­ed for CPAP treat­ment to the Land­s pit­a li Uni­v ers­i ty Ho­s pit­a l from Sept. 2005–Sept. 2009 where in­vit­ed to join

Inngangur: Kæfisvefn er sjúk­dóms­á­stand til­kom­ið vegna þreng­inga í efri loft­veg­um og ein­kenn­ist af hrot­um og önd­un­ar­hlé­um í svefni. B–type natri­uretic pep­tíð (BNP) er fjöl­pep­tíð sem er að­al­lega los­að úr hvolf­um hjart­ans í sam­svari við álag og strekk­ingu hjarta­vöðva­frum­anna. BNP er klín­ískt mikil­ væg­ur mæli­kvarði á hjarta­bil­un. Ætl­un­in í þessu verk­efni er að skoða hugsan­leg­an þátt BNP í mein­gerð kæfi­svefns og skoða hvort styrk­u r NT–proBNP í blóði breyt­ist eft­ir með­ferð með CPAP tæki(e. con­tin­uo­us posi­ tive air­way pressure). Efni og aðferðir: Þetta var far­alds­fræði­leg sam­an­burð­ar­rann­sókn þar sem sjúkl­ing­um sem greind­ust með kæfi­svefn á LSH á tíma­ bil­inu sept­em­ber 2005 til sept­em­ber 2008 var boð­in þátt­taka. Í sam­an­burð­ar­hópn­um voru ein­stakl­ing­ar 40 ára og eldri sem tóku þátt í ann­arri rann­sókn á al­gengi lang­vinnr­ar lungna­teppu á Ís­landi. Þeir voru rann­sak­að­ir á sama hátt og kæfi­svefns­sjúkl­ing­arn­ir nema að þeir geng­ust ekki und­ir svefn­rann­sókn. Styrk­ur NT–proBNP var mæld­ur í blóði hjá völd­um hópi þátt­tak­enda og hann bor­inn sam­an við breyt­ur sem segja til um al­var­leika kæfi­svefns (AHI, ODI), þekkta áhættu­þætti

64

Læknadeild HÍ, 2Lungnadeild LSH og 3Rannsóknastofa

og sjúk­dóma sem hon­um tengj­ast. Styrk­ur NT–proBNP var mæld­u r hjá 61 karl­k yns kæfi­svefns­sjúkl­ing­um, fyr­ir og eft­ir tveggja ára CPAP með­ferð, og 62 körl­um í sam­an­ burð­ar­hópn­um. Niðurstöður: Styrk­ur NT–proBNP í blóði var mark­tækt lægri hjá kæfi­svefns­sjúkl­ing­ um bor­i nn sam­a n við sam­a n­b urð­a r­h óp (p<0,01). Mark­tæk­u r mun­u r var á styrk NT–proBNP milli ald­u rs­h ópa, bæði hjá kæfi­svefns­sjúkl­ing­um (p=0,023) og sam­an­ burð­ar­hópn­um (p<0,01). NT–pro­BNP hjá há­þrýst­ings­sjúk­ling­um var hærra bæði hjá kæfi­svefns­sjúk­ling­um (p=0,0419) og sam­ an­burð­ar­hópn­um (p<0,01). Ekki var mark­ tæk­ur mun­ur á NT–pro­BNP styrk milli BMI hópa, né held­ur þeg­ar tek­ið var til­lit til reyk­ inga­sögu og al­var­leika kæfi­svefns þar sem mið­að var við fjölda önd­un­ar­stoppa (AHI) og minnk­un í súr­efnis­mett­un (ODI). Styrk­ur NT–pro­BNP í blóði breytt­ist ekki mark­tækt við CPAP með­ferð (p=0,301). Þá var ekki mar­ktækt sam­band milli al­var­leika dag­syfju og styrks NT–pro­BNP hjá kæfi­svefns­sjúkl­ ing­um, hvorki fyrir né eftir CPAP meðferð. Ályktanir: Rann­sókn­in sýndi að styrk­ur NT– pro­BNP í blóði er lægri í kæfi­svefns­sjúk­ling­ um mið­að við sam­an­burð­ar­hóp. Einn­ig kom fram að NT–pro­BNP styrk­ur hækk­ar með hækk­andi aldri og að hann er mark­tækt hærri hjá há­þrýst­ings­sjúk­ling­um. Ekki er sam­band milli styrks NT–pro­BNP og BMI. Lít­ill fjöldi þátt­tak­anda gæti verið tak­mark­andi þátt­ur í rann­sókn­inni og því væri áhuga­vert að kanna sam­band NT–pro­BNP styrks í blóði og kæfi­ svefns frek­ar í stærra þýði.


HVÍTA HÚSIÐ / SÍA - Actavis 113051

Risedronat Actavis Risedronat Actavis 35 mg filmuhúðaðar töflur. Virk innihaldsefni og styrkleikar: Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 35 mg af rísedrónatnatríum (ókristölluðu), sem jafngildir 32,48 mg af rísedrónsýru). Ábendingar: Meðferð á beinþynningu eftir tíðahvörf, til að draga úr hættu á brotum í hrygg. Meðferð á staðfestri beinþynningu eftir tíðahvörf, til að draga úr hættu á mjaðmarbrotum. Meðferð á beinþynningu hjá karlmönnum, sem mikil hætta er á að beinbrotni. Risedronat Actavis 35 mg er ætlað til notkunar hjá fullorðnum. Skammtar og lyfjagjöf: Ráðlagður skammtur hjá fullorðnum er ein 35 mg tafla til inntöku vikulega. Taka skal töfluna alltaf á sama vikudegi. Frásog rísedrónatnatríums verður fyrir áhrifum af fæðu og til að tryggja nægilegt frásog eiga sjúklingar því að taka Risedronat Actavis 35 mg: Fyrir morgunverð: Að minnsta kosti 30 mínútum fyrir fyrstu máltíð, töku annarra lyfja eða fyrsta drykk dagsins (nema drykkjarvatns). Ef skammtur gleymist á að ráðleggja sjúklingum að taka eina Risedronat Actavis 35 mg töflu sama dag og munað er eftir því. Síðan eiga sjúklingar að halda áfram að taka lyfið vikulega á sama vikudegi og venjulega. Ekki á að taka tvær töflur sama dag. Töfluna verður að gleypa í heilu lagi og má hvorki sjúga hana né tyggja. Við töku Risedronat Actavis á að vera í uppréttri stöðu og taka töfluna með glasi af drykkjarvatni (≥ 120 ml), til að auðvelda að hún komist niður í maga. Sjúklingar eiga ekki að leggjast útaf næstu 30 mínúturnar eftir töku töflunnar. Íhuga skal töku kalsíums og D-vítamíns til viðbótar ef ekki er nóg af þeim efnum í fæðunni. Sérstakir sjúklingahópar: Aldraðir: Ekki þarf að breyta skömmtum þar sem aðgengi, dreifing og brotthvarf er svipað hjá öldruðum (> 60 ára) samanborið við yngri einstaklinga. Einnig hefur verið sýnt fram á þetta hjá háöldruðum, 75 ára og eldri, eftir tíðahvörf. Skert nýrnastarfsemi: Ekki þarf að breyta skömmtum hjá sjúklingum með væga til miðlungi skerta nýrnastarfsemi. Ekki má nota rísedrónatnatríum hjá sjúklingum með verulega skerta nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun minni en 30 ml/mín.). Skert lifrarstarfsemi: Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að meta öryggi eða verkun rísedrónats hjá þessum hópi sjúklinga. Rísedrónat er ekki umbrotið í lifur, því er ólíklegt að þörf sé á skammtaaðlögun hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. Börn og unglingar: Öryggi og verkun Risedronat Actavis hjá börnum og unglingum hafa ekki verið staðfest. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Blóðkalsíumlækkun. Meðganga og brjóstagjöf. Alvarlega skert nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun <30 ml/mín.). Varúð: Matur, drykkir (aðrir en drykkjarvatn) og lyf sem innihalda fjölgildar katjónir (svo sem kalsíum, magnesíum, járn og ál) hindra frásog bisfosfónata og á ekki að taka þau á sama tíma og Risedronat Actavis. Til að tilætluð verkun náist verður að fylgja ráðleggingum um töku lyfsins nákvæmlega.Virkni bisfosfónata við meðferð beinþynningar tengist áhrifum á lága steinefnaþéttni í beinum og/eða

tíðum beinbrotum. Hár aldur eða klínískir áhættuþættir á beinbrotum einir sér eru ekki nægar ástæður til að hefja meðferð við beinþynningu með bisfosfónötum. Vísbendingar sem styðja verkun bisfosfónata, þar á meðal rísedrónats hjá háöldruðum (>80 ára), eru takmarkaðar. Bisfosfónöt hafa verið tengd vélindabólgu, magabólgu, sáramyndun í vélinda og í maga/skeifugörn. Því skal gæta sérstakrar varúðar: Hjá sjúklingum með sögu um kvilla í vélinda sem seinka færslu um eða tæmingu vélinda, t.d. þrengsli eða vélindalokakrampi, hjá sjúklingum sem geta ekki verið í uppréttri stöðu í a.m.k. 30 mínútur eftir að þeir hafa tekið töfluna inn, ef rísedrónatnatríum er gefið sjúklingum með virka eða nýlega kvilla í vélinda eða efri hluta meltingarvegar. Þeir sem ávísa lyfinu eiga að brýna fyrir sjúklingum mikilvægi þess að fara eftir skammtaleiðbeiningum og vera vakandi gagnvart merkjum og einkennum sem geta bent til vandkvæða í vélinda. Leiðbeina skal sjúklingum um að leita tímanlega til læknis ef þeir verða varir við einkenni frá vélinda eins og kyngingartregðu, verk við kyngingu, verk aftan brjóstbeins, brjóstsviða eða versnun hans. Meðhöndla á blóðkalsíumlækkun áður en meðferð með Risedronat Actavis hefst. Meðhöndla á aðrar truflanir á efnaskiptum beina og steinefna (t.d. kalkkirtlatruflun, D-vítamínskort) um leið og Risedronat Actavis meðferð hefst. Greint hefur verið frá beindrepi í kjálka, sem tengist yfirleitt því að tennur séu dregnar úr og/eða staðbundinni sýkingu (þ.á m. bein- og mergbólgu), hjá krabbameinssjúklingum sem fá m.a. meðferð með bisfosfónötum í bláæð. Margir þessara sjúklinga voru einnig í lyfjameðferð við krabbameini og fengu jafnframt barkstera. Einnig hefur verið greint frá beindrepi í kjálka hjá sjúklingum með beinþynningu sem fengu bisfosfónöt til inntöku. Íhuga ætti tannskoðun m.t.t. forvarna, áður en meðferð með bisfosfónötum er hafin, hjá sjúklingum með tiltekna áhættuþætti (t.d. krabbamein, krabbameinslyfjameðferð, geislameðferð, barksterameðferð, lélega tannhirðu). Þessir sjúklingar eiga helst að forðast viðamiklar tannaðgerðir meðan á meðferð stendur. Hjá sjúklingum, þar sem beindrep í kjálka myndast meðan á meðferð með bisfosfónötum stendur, getur tannaðgerð gert einkennin verri. Ekki eru til gögn sem skera úr um það hvort það dragi úr hættunni á beindrepi í kjálka að hætta meðferð bisfosfónata hjá sjúklingum sem þurfa að fara í tannaðgerð. Klínískt mat læknis, byggt á mati á áhættu/ ávinningi fyrir hvern sjúkling fyrir sig, skal lagt til grundvallar meðferðaráætlun sjúklings. Þetta lyf inniheldur laktósa. Sjúklingar með galaktósaóþol, laktasaskort eða vanfrásog glúkósa-galaktósa, sem eru mjög sjaldgæfir arfgengir kvillar, skulu ekki nota lyfið. Milliverkanir: Engar formlegar rannsóknir á milliverkunum hafa verið gerðar. Hins vegar sáust engar klínískt mikilvægar milliverkanir við önnur lyf í klínískum rannsóknum. Í rísedrónatnatríum fasa III rannsóknum á daglegum skömmtum við beinþynningu var

greint frá notkun asetýlsalicýlsýru hjá 33% sjúklinga og notkun annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) hjá 45% sjúklinga. Í fasa III rannsókn á vikulegum skömmtum hjá konum eftir tíðahvörf var greint frá notkun asetýlsalicýlsýru hjá 57% sjúklinga og notkun annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) hjá 40% sjúklinga. Meðal þeirra sem notuðu asetýlsalicýlsýru eða önnur bólgueyðandi gigtarlyf reglulega (3 eða fleiri daga í viku) var tíðni aukaverkana frá efri hluta meltingarvegar svipuð hjá þeim sjúklingum sem voru meðhöndlaðir með rísedrónatnatríum og þeim sem voru í samanburðarhópnum. Ef þess er talið þörf má nota rísedrónatnatríum samhliða uppbótarmeðferð með estrógeni (aðeins hjá konum). Samhliða inntaka lyfja sem innihalda fjölgildar katjónir (t.d. kalsíum, magnesíum, járn og ál) hindrar frásog Risedronat Actavis. Rísedrónatnatríum umbrotnar ekki í líkamanum, örvar ekki cýtókróm P450 ensím og er lítið próteinbundið. Aukaverkanir: Algengar (≥1/100, <1/10): höfuðverkur, hægðatregða, meltingartruflun, ógleði, kviðverkir, niðurgangur, verkir í vöðvum og beinum. Sjaldgæfar (≥1/1.000, <1/100): lithimnubólga, magabólga, vélindabólga, kyngingartregða, skeifugarnarbólga og sár í vélinda. Mjög sjaldgæfar (≥1/10.000, <1/1.000): tungubólga, þrengsli í vélinda og óeðlilegar niðurstöður úr prófum á lifrarstarfsemi. Greint hefur verið frá eftirfarandi aukaverkunum eftir markaðssetningu lyfsins (tíðni ekki þekkt): lithimnubólga, æðahjúpsbólga, ofnæmi og einkenni frá húð, þ.m.t. ofsabjúgur, útbrot sem geta komið hvar sem er á líkamann, ofsakláði og blöðrur á húð, sum tilfelli alvarleg þ.á. m. einstaka tilfelli af Stevens-Johnson heilkenni og drepi í húðþekju (e. toxic epidermal necrolysis) hárlos, beindrep í kjálka, bráðaofnæmi, alvarlegar truflanir á lifrarstarfsemi. Í flestum tilkynntum tilfellum fengu sjúklingar einnig önnur lyf sem er þekkt er að valdi truflunum á lifrarstarfsemi. Pakkningar og hámarksverð í smásölu (1. mars 2011): 35 mg, 12 stk: 4.311 kr. Afgreiðslutilhögun: R. Greiðsluþátttaka: E. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. Febrúar 2011.


HVÍTA HÚSIÐ / SÍA / ACTAVIS 113051

Bein í baki

Risedronat Actavis – Eykur beinmassa og styrk beinagrindar 35 mg tafla einu sinni í viku Meðferð á beinþynningu • eftir tíðahvörf • hjá karlmönnum


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.