Verzlunarskólablaðið 88

Page 1

V88

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Viðtöl

Páll Óskar Aron Can Ungir og efnilegir Busaviðtöl GunnInga Haraldur Lenya og Gunnhildur

Áttatíu & átta

Ávarp ritstjóra Ritnefnd Sérstakar þakkir Jákvæð í 88 tíma 88 COVerzlingar 88 Veikustu hlekkir 88 Bucketlistahlutir 88 hlutir sem allir gera 88 leiðir til að njóta Verzló Nefndarþakkir Gullkorn nefndarinnar Random nefndarskemmtun Myndir úr ferlinu Greinar

Jafnréttissinnaður? Skápurinn Kolviður Útskriftardagur Útskriftarkvöld Gala Með og á móti #MeToo og slaufunarmenning Árátta hugans Eftir Verzló

Annálar

Félagslífsannáll Verzlunarskólablaðið Íþróttafélagið

Listafélagið Málfundafélagið Nemendamótsnefnd Skemmtinefnd

Viljinn Gettu betur MORFÍs Plötuannáll Tískuannáll Dægurmenning Fréttaannáll Markaðsnefnd

Keppnir

Ljósmyndakeppni Ljóðakeppni Ferðir og viðburðir

Útskriftarferðin Sumarsögur Miðstjórnarferðin Köben Busaferðin Peysufatadagurinn Listasöguferðin Vetrarsögur

Myndaþættir

Eitrið Rökkrið Blikið

Nemendur & kennarar

Skólasöngur Stjórn NFVÍ Uppgjör ársins Tímalína Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert? Ef ég væri stofurotta Ef ég væri kóngasófakóngur Myndir frá skólaárinu Myndir frá sumrinu Tvífarar Gangatíska Líklegastur til... Orðaslangur & frasar Topp 5 Vel gert Verzlingar „Vel gert Verzlingar“ Tengingar Skoðanakönnunin Humans of Verzló Gullkorn Vælið Líf Verzlinga Hugleiðingar Verzlinga 2. bekkjarmyndir

034 074 078 114 120 166 244 002 004 006 048 066 067 124 142 190 280 288 289 290 050 064 186 092 093 094 138 162 232 236 015 016 018 020 022 024 026 028 030 032 068 144 154 156 277 170 174 096 098 102 104 106 198 110 112 038 126 214 008 009 012 014 052 160 161 062 100 136 150 158 160 182 184 185 186 188 194 204 210 224 242 250 Verzlunarskólablaðið 88
Verzlunarskólablaðið
88
@haskolinnireykjavik @haskolinnireykjavik
Miljana Ristic Rekstrarverkfræði Stúdentspróf frá Verzló 2021
Skapaðu framtíðina í HR Kynntu þér námið á hr.is
Axel Pálsson Hátækniverkfræði Stúdentspróf frá Verzló 2020

Draumar þínir rætast fyrr með vöxtum Auðar.

- skv. aurbjorg.is

Það tekur aðeins þrjár mínútur að stofna reikning.

Vertu með á audur.is

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert? *gildir ekki með öðrum tilboðum SUPER TASTE DAIRY 15% AFSLÁTTUR OG HÁSKÓLANEMA GEGN FRAMVÍSUN NEMENDASKÍRTEINIS TIL FRAMHALDS-

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

V88

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Kæri Verzlingur,

Þ

á er stundin runnin upp. Verzlunarskólablaðið er komið út í 88. skiptið og ég gæti ekki verið stoltari af útkomunni. Hún gerir þá mánuði af vinnu, sem við í nefndinni höfum lagt af mörkum, alla þess virði. Allan þennan tíma höfum við unnið að því að skrásetja helstu viðburði og fanga tíðaranda þessa skólaárs til að tryggja að það verði ógleymanlegt. Í staðinn höfum við fengið þau ómetanlegu laun sem eru ótal dýrmætar minningar saman og sannur vinskapur.

Eins og öll hin 87 árin þá vann metnaðarfull og dugleg nefnd að gerð bókarinnar en þetta árið þori ég að fullyrða að nefndin hafi verið einstaklega góð. Þó ég myndi reyna þá gæti ég ekki ímyndað mér betri hóp til að vinna með, enda eru þau öll hæfileikarík á sínum sviðum og gaman að vinna með hverju og einu þeirra. Það má samt ekki gleyma öllum hinum sem gerðu V88 að því sem hún er. Að baki bókarinnar er fjöldi einstaklinga sem hafa lagt sig fram til að skapa efni sem höfðar til nemenda skólans og væri útkoman alls ekki sú sama án þeirra. Einn helsti draumur nefndarinnar var að koma sem allra flestum nemendum að í bókinni og með hjálp þessara einstaklinga varð sá draumur að veruleika.

Mikil vandvirkni hefur verið lögð í efni bókarinnar og er ótrúlegt að öll þessi Google Drive skjöl skuli nú vera orðin að einhverju áþreifanlegu. Það er að miklu leyti uppsetjaranum okkar að þakka, en hennar hæfileikar hafa tryggt að fáránlegustu hugmyndir nefndarinnar komu vel út. Það hefur verið sönn gæfa að fá að vinna með svona stórkostlegu fólki að verkefni sem mun halda minningunni um skólaárið 20212022 á lífi.

Fyrir hönd nefndar Verzlunarskólablaðsins 88 vona ég að þú njótir þess jafnmikið að lesa bókina og við nutum þess að gera hana.

Eva Sóldís Bragadóttir, ritstjóri V88

002 V88
003
Eva Sóldís Bragadóttir Hrafn Ingi Agnarsson
004 V88
Kristína Katrín Þórsdóttir Lísa Ólafsdóttir Margrét Birta Björgúlfsdóttir Saga Sunneva Klose
005
Sóllilja Birgisdóttir Svava Kristinsdóttir

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Sérstakar þakkir

Aðalheiður Svanhvít Magnúsdóttir

Agnes Birna Ólafsdóttir

Alex Már Júlíusson

Andrea Ósk Jónsdóttir

Andri Sæberg Diego

Anna María Þorsteinsdóttir

Anna Sonde

Arnar Máni Ingimundarson

Aron Can Gultekin

Aron Gauti Kristinsdóttir

Aron Ísak Jakobsson

Álfheiður Kristín Hallgrímsdóttir

Ágúst Örn Börgesson Wigum Ásdís Ólafsdóttir

Ásdís Soffía Arthúrsdóttir Ásta Kristjánsdóttir

Bára Katrín Jóhannsdóttir

Bergvin Logi Ingason

Birta Sylvía Ómarsdóttir

Bjarki Arnaldarson

Bjarni Kristbjörnsson

Björn Jón Bragason

Bragi Geir Bjarnason

Bragi Gunnarsson

Cicely Steinunn Pálsdóttir

Clara Sigurðardóttir

Dagur Þórisdóttir

Dalía Lind Pálmadóttir

Daníel Ólafur Stefánsson Spanó

Daníel Smári Hlynsson

Davíð Óttarsson

Edda Steingrímsdóttir

Egill Magnússon

Einar Freyr Bergsson

Elfa Ólafsdóttir

Elías Óli Hilmarsson

Elísabet Narda Santos

Elísabet Sara Gísladóttir

Elíza Gígja Ómarsdóttir

Embla Ingibjörg Hjaltalín

Emil Skúli Einarsson

Emilía Halldórsdóttir

Emilía Þórný Ólafsdóttir

Emma Sól Jónsdóttir

Eva Júlía Birgisdóttir

Garðalundur

Gísli Marteinn Baldursson

Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir

Guðmundur Emil Jóhannsson

Guðmundur Ingvi Skúlason

Guðrún Inga Sívertsen

Gunnar Mogensen

Gunnar Orri Ingvarsson

Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir Gunnhildur Sigurbjörnsdóttir Thorkelsson

Gústav Nilsson

Halla Tómasdóttir

Hanna Guðný Hafsteinsdóttir Hanna Sól Einarsdóttir Haraldur Þorleifsson

Hekla Lind Birgisdóttir Hekla Sóley Marinósdóttir Hekla Ylfa Einarsdóttir Helga Harðardóttir Helgi Hlíðkvist Óskarsson Hera Christensen Herdís Arna Smáradóttir Herdís Rún Sigurðardóttir Hildur Björk Búadóttir Hildur Telma Hauksdóttir Hlynur Gestsson Hrafnhildur Árnadóttir Hrafnhildur Arnardóttir Hrafnhildur Una Magnúsdóttir Hundurinn Ásmundur Ísak Bergmann Jóhannesson Ísak Logi Einarsson Ísey Sævarsdóttir Íshestar Jakob Hermannsson Jasmín Dúfa Pitt Jens Ingi Andrésson Jón Bjarni Snorrason Júlía Dagbjört Styrmisdóttir Kara Kristín Blöndal Kári Daníel Alexandersson Kári Freyr Kristinsson Klara Mist Karlsdóttir Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann Kolbrún Óskarsdóttir

Kolfinna Ríkharðsdóttir Kristín Lára Torfadóttir Kristín Reynisdóttir

Lára Lilja Hjartardóttir Laufey Lín Jónsdóttir Lenya Rún Taha Karim Leó Ólafsson Listasafn Íslands

Lovísa Margrét Jónasdóttir Lúkas Egill Elvuson

María Bjarkar Jónsdóttir

Matthías Jens Ármann Ólafur Rúnar Kaaber Óliver Máni Leifsson Ólöf Helga Þórmundsdóttir Páll Óskar Hjálmtýsson Ragnheiður Jónsdóttir Ragnheiður Kolka Sigurjónsdóttir Rakel Ýr Fjölnisdóttir

Rebekka Rán Guðnadóttir Rómeó Johnsen Rut Pétursdóttir Saga María Sæþórsdóttir Salka Mei Andrésdóttir Salka Sigmarsdóttir Salvör Dalla Hjaltadóttir Sandra Rós Hjörvarsdóttir Sara Natalía Sigurðardóttir Sara Rós Sveinsdóttir Selma Lind Árnadóttir Sigurlaug Jónsdóttir Silja Björk Heimisdóttir Silja Karen Sveinsdóttir Skorri Jónsson Snorri Bjarkason Snæfríður Blær Tindsdóttir Sóldís Eik Þorsteinsdóttir Sóley Gísladóttir Stefán Árni Jónasson Steinunn Glóey Höskuldsdóttir Sverrir Ingi Ingibergsson Tatjana Simic Thelma Gunnarsdóttir Tómas Andri Ólafsson Úlfheiður Linnet Úlfur Ágúst Björnsson Una Hringsdóttir Unnar Steinn Sigurðarson Unnur Björnsdóttir Unnur Margrét Ólafsdóttir Vaka Sigríður Ingólfsdóttir Valgerður Reynisdóttir Viktor Örn Hjálmarsson Viktoría Ósk Kjærnested Þórdís Katla Sverrisdóttir Þórey Kjartansdóttir Þórhildur Ýr Atladóttir Þórhildur Þórhallsdóttir Ævintýraland

006 V88
007

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Verzló er mættur að bjarga deginum, við ryðjum öllum úr veginum, það vita allir að við trónum á toppnum. Við höfum gríða háa standarda, sí og æ til vandræða, endalaust með diss og dólgslæti. Æ, elskan, ekki vera fúl bara af því, þú ert í MR, FS, Kvennó, MK og FÁ. Hættið þessu væli, og syngið með þessu lagi.

Verzló er bestur og við vitum það öll, ekki neitt af fellingum og hellingur af kellingum. Risastór eins og fokking höll, stöndum upp úr sætunum og syngjum nú öll.

Viva Verzló (Yeeah), Viva Verzló (Yeeah), Hey hey hey, Viva Verzló. Viva Verzló (Yeeah), Viva Verzló (Yeaah), Hey hey hey, Viva Verzló.

Við tölum ekki um annað en peninga, peggjanir og sleggjanir þegar allir seggirnir flexa marmó Alla daga eru veisluhöld frá morgni dags langt fram á kvöld, það mun aldrei neitt fá okkur stöðvað.

Æ, elskan, ekki vera fúl bara af því, þú ert í MR, MH, Borgó, FG og ME. Hættið þessu væli, og syngið með þessu lagi. Yeahhh

Versló er bestur og við vitum það öll, ekki neitt af fellingum og hellingur af kellingum. Risastór eins og fokking höll, stöndum upp úr sætunum og syngjum nú öll.

Viva Verzló (Yeeah), Viva Verzló (Yeeah), Hey hey hey, Viva Verzló. Viva Verzló (Yeeah), Viva Verzló (Yeaah), Hey hey hey, Viva Verzló.

Eru ekki allir í stuði, upp með hendur, hristið bossann. Eru ekki einhverjir refir í húsinu?! Og hvar eru tófurnar ?! Má ég heyra í ykkur!

Verzló er bestur og við vitum það öll, ekki neitt af fellingum og hellingur af kellingum. Risastór eins og fokking höll, stöndum upp úr sætunum og syngjum nú öll.

Verzló er bestur og við vitum það öll, ekki neitt af fellingum og hellingur af kellingum. Risastór eins og fokking höll, stöndum upp úr sætunum og syngjum nú öll.

Viva Verzló (Yeeah), Viva Verzló (Yeeah),

Hey hey hey, Viva Verzló. Viva Verzló (Yeeah), Viva Verzló (Yeaah), Hey hey hey, Viva Verzló.

Stjórnin

Efri röð frá vinstri

Elíza Gígja Ómarsdóttir Listafélagið

Daníel Þorri Hauksson Skemmtinefnd

Elísabet Sara Gísladóttir Nemendamótsnefnd Salvör Dalla Hjaltadóttir Málfundafélagið

Neðri röð frá vinstri

Anna María Þorsteinsdóttir Viljinn

Eva Sóldís Bragadóttir Verzlunarskólablaðið Kári Freyr Kristinsson Forseti

Embla Eik Arnarsdóttir Markaðsstjóri Selma Lind Árnadóttir Íþróttafélagið

Á myndina vantar Alex Már Júlíusson Féhirðir

008 V88
009 Annálar
WWW.NTC.IS
HAFNARTORG 21 @GKREYKJAVIK

Uppgjör ársins

012 V88
013 Annálar Listó Kölski klæðist PRADA Viljinn Vonin Tölublað 1 Nemendamótsnefnd Mamma Mia - Here V.Í. Go Again Skemmtinefnd Vælið: Sigurvegari: Davíð Óttars Opnunaratriði: Steindi Jr. Half time show: Aron Can Örkin Tölublað 1 Íþróttafélagið Golfmót Íþró Sigurvegari: Egill Magnússon Málfundafélagið Útilegupakki Bolir Peysur Verzlunarskóli Íslands sigrar MORFÍs 2021 Verzlunarskólablaðið Ný og endurbætt vefsíða nemendafélagsins - nfvi.is Skemmtunarskólablaðið Verzlunarskólablaðið, útgáfa V88 Kvasir Tölublað 1 Rjóminn Illa séð Þannig týpa Peysó laganefnd Solo á peysó

Tímalína

Mars

Frumsýning söngleiksins Feim Toga

Apríl

Útgáfa Viljans Sól og sumar á Verzló bílastæðinu Kosningavaka Ný stjórn kjörin

Maí

Vorpróf Útgáfa V87 Vælið Stjórnarnefndaviðtöl Birkir Snær uppgötvar Facebook statusa Gala Útskrift 2002 árgangsins

Júní Golfmót Íþró Snekkjupartý 12:00 Úrslit MORFÍs MORFÍs mjólkurkvöld á uppáhalds stað Verzlinga, Gróttu heimilinu

Júlí

Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar mæta í MS útileguna Ekki miðstjórnarferðin Aníta Ýr fær Flóna í afmælið sitt

Ágúst V88 fer í sóttkví Allir skemmta sér í bænum, hápunktur rafrænna skilríkja

September

V88 fegrar vefsíðu NFVÍ Glósubanki NFVÍ fæðist Busavikan Svava kemur með köku í busaviðtal V88 Golfmót Íþró

Peysufatadagur 2003 árgangs Besta Peysó ball allra tíma Stjórnarvika Óprúttnir aðilar eggja skólann Birnir klifrar á þak Verzlunarskólans #égermeðslæmaávana

Nokkrir nemendur hoppa af annarri hæð í hoppukastala á marmaranum Nemó tilkynnir söngleikinn „Mamma Mia, Here V.Í. Go Again“

Október

VÍ-emer dagurinn Útgáfa Skemmtunarskólablaðsins Busaball, fyrsta ballið í 608 daga Peysuafhending Málfó Vælsprufur Íþró-vika Bjórkvöld Íþró Podcast-vika Listasöguferð til Ítalíu Spænskuferð Rjómavika

Nóvember Listóvika og frumsýning Leikhópur Listó hress á flippsýningunni Útgáfa Arkarinnar í fyrsta skipti í þrjú ár Gettu Betur bikarinn settur í Matbúð Bústaður hjá Geira Kingsen Útvarpsvika Vælið Útgáfa Viljans Jólavika

Desember Jólapróf Lokasýning Listó Jólafrí

Verzlingar koma heim frá Tene með Covid Allir fá Covid

Janúar Gleðilega endurtekt Samkomubann í skipti númer man ekki hvað V88 flytur inn í kósýherbergið Flugeldaárás á tölvuherbergið

014 V88
01 12 11 10 03 04 05 06 07 08 09

Félagslífsannáll

að beið okkar krefjandi verkefni við upphaf þessa skólaárs. Að keyra félagslíf NFVÍ í gang eftir rúmlega árs dvala. Ég verð að viðurkenna að ég var stressaður fyrir þessu verkefni, að koma félagslífi öflugasta nemendafélags landsins aftur á skrið er hægara sagt en gert. Ég vissi ekki hvernig ætti að gera það eða hvernig það myndi ganga en í dag er óhætt að segja að okkur hafi tekist það léttilega, enda búum við yfir ótrúlega öflugum nemendahóp. Þið, nemendur skólans, ásamt nefndunum eruð ástæðan fyrir því að þetta hefur tekist svona vel. Strax í haust tók Skemmtó vel á móti nýnemunum þegar þau héldu klikkaða nýnemaviku sem endaði á nýnemaferð til Hveragerðis. Þau sýndu fyndnar nýnemavakningar og héldu ótrúlegt Væl sem sló öll met. Málfó hannaði og seldi ótrúlega vinsælar skólapeysur sem reynast Verzlingum vel í prófatörnum sem og aðra daga, skipulagði eftirminnilegan VÍ – emer dag og grillaði

stjórnmálamenn í pallborðsumræðum fyrir kosningar. Markaðsnefnd gaf út veglegt nemendaskírteini sem heppnaðist ótrúlega vel. Í stað þess að gefa út Snobbið tók Verzlunarskólablaðið þá góðu ákvörðun að taka nfvi.is í gegn og stórbæta hana, þau bjuggu til stórglæsilegt Skemmtunarskólablað ásamt Skemmtó og síðast en ekki síst þessa mögnuðu bók. Eftir blóð, svita og tár gaf Viljinn út Vonina fyrir nýnema skólans og bætti síðan við einu glæsilegu blaði sem sýndi hversu hæfileikaríkt og flott fólk er í skólanum. Íþró hélt stórglæsilega viku sem troðfyllti marmarann hvort sem um var að ræða bekkpressukeppni, dance off eða fótboltaleik þar sem stjórnin keppti á móti kennurum og skólastjórnendum. Listó tilkynnti við upphaf skólaársins að þau ætluðu að setja upp sýninguna Kölski Klæðist Prada með leikstjóranum Ásgrími Geir Logasyni. Sýning gekk afburða vel. Nemó hélt frábæra möffluviku sem gekk vonum

framar og setti upp sýninguna Mamma Mia 2 í íþróttahúsinu. Við í stjórninni héldum viðburðaríka stjórnarviku. Í vikunni vorum við með hoppukastala, ársbirgðir af Sour Patch Kids, Birni að syngja á þakinu á Verzló og dúndrandi stemningu. Rúsínan í pylsuendanum var góð kvöldstund í Gróttu. Samhliða þessu stóðu vídeónefndirnar, blaðanefndirnar og aðrar miðstjórnarnefndir sig ótrúlega vel og tóku virkan þátt í að gera félagslífið frábært. Við þennan lestur áttar maður sig á hversu dýrmætt þetta skólaár hefur verið. Þrátt fyrir heimsfaraldur tókst okkur að halda félagslífinu gangandi. Við höfum þurft að hugsa í lausnum og þessi tími hefur reynt á þolinmæði okkar en þegar uppi er staðið eigum við góðar minningar með yndislegum vinum í frábærum skóla. Ég vil þakka ykkur kærlega fyrir þessa ógleymanlegu tíma.

Þ
015 Annálar

Verzlunarskólablaðið

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Efri röð

Margrét Birta Björgúlfsdóttir

Hrafn Ingi Agnarsson

Kristína Katrín Þórsdóttir

Sóllilja Birgisdóttir Saga Sunneva Klose

Neðri röð

Svava Kristinsdóttir

Eva Sóldís Bragadóttir Lísa Ólafsdóttir

016 V88

Hvernig var ferlið hjá V88 spyrðu? Ferli V88 kom endalaust á óvart, það var fáránlega skemmtilegt en umfram allt gullfallegt. Já, það kom ekki til greina að þetta ferli yrði meðal. Við tryggðum það strax í upphafi þegar nefndin var skipuð. Nefnd Verzlunarskólablaðsins hefur lengi sóst eftir titli ljóshærðustu nefndar NFVÍ, svo í ár skoruðum við Nemó á hólm og sigruðum. Okkur varð fljótt ljóst að þetta myndi ekki verða eini sigur ferlisins. Um leið og skólinn byrjaði frumsýndum við okkar fyrsta verkefni. Reyndar ekki alveg í byrjun skólans. Við fórum öll saman í sóttkví fyrstu vikuna og notuðum þann tíma í að kynnast hvert öðru. Eftir langa og stranga viku frumsýndum við okkar fyrsta verkefni. Snobbið í ár var ný og endurbætt vefsíða NFVÍ. Flott vefsíða og enn betri trailer… Þá var komið að stóra verkefninu okkar. Við vorum neydd í að eyða öllum lifandi stundum saman til að skapa þessa bók, sem þú kæri lesandi, hefur í höndunum. Þetta leiddi til þess að við fengum að vita allt um hvert annað og urðum að lítilli, krúttlegri fjölskyldu. Eða það er það sem við héldum í fyrstu. Þegar margir gríðarlega mismunandi persónuleikar koma saman fer vanalega allt suður og þetta ferli sannaði það svo sannarlega. Við komumst að ýmsu um hvert annað. Eva Sóldís. Formaðurinn hún Eva Sóldís sagði okkur frá einkennilegri barnæsku sinni sem lét okkur gráta úr bæði hlátri og vorkunn. Tungan hennar fór ekki í pásu undir neinum kringumstæðum og hún missti út úr sér gullkorn við hvert tækifæri. Samt sem áður var Eva frábær ritstjóri í alla staði. Saga Klose. Saga nýtti stundir milli stríða í að horfa á Grey’s og gaf okkur hinum nákvæma lýsingu á hvað væri að gerast í hverjum þætti fyrir sig. Hún sá um að teikna og var alltaf tilbúin að veita hjálparhönd, sama hvort um var að ræða ráð um list eða bara lífið sjálft. Lísa Ólafs. Lísa var dularfull í byrjun en nú finnst okkur við hæfi að lýsa henni sem blómi nefndarinnar. Það var ekki sjaldséð að sjá Lísu hrista hausinn og hlæja yfir skrítnustu smáatriðum. Það var hláturinn sem smitaði alla nefndina. Svava Kristins. Svava, okkar

busi sem lífgaði upp á alla fundi. Hvolpurinn sem talaði sitt eigið tungumál og hló við hvert tækifæri. Klárlega besti busi sem við hin hefðum getað óskað okkur. Hrafn Ingi. Hrafn er þessi týpa sem allir vilja þekkja. Hrafn setti lit á nefndina, enda var hann eini dökkhærði nefndarmeðlimurinn og sá eini með typpi. Þótt hann var dugnaðarforkur, kunni hann manna best að skemmta sér. Sóllilja Birgis. Sóllilja er fjölhæfasta manneskja sem þú getur kynnst. Hún var sú manneskja í herberginu sem hægt var að leita til. Sóllilja var alltaf í góðu skapi og sjúklega jákvæð. Svo má ekki gleyma að nefna að Sóllilja okkar hreppti titilinn „goon“ nefndarinnar. Margrét Birta. Margrét er dugleg og metnaðarfull. Þau verkefni sem hún tók sér fyrir hendur, skilaði hún með pompi og prakt. Með Margréti var alltaf stutt í dansspor, enda Just Dance meistari nefndarinnar. Kristína Katrín. Kristína er opnasti en á sama tíma leyndardómsfyllsti nefndarmeðlimurinn. Stórkostlegustu hugmyndir Kristínu virtust oft ómögulegar en henni tókst einhvern veginn alltaf að framkvæma þær. „Nei“ er ekki til í hennar orðabók. Fátt var skemmtilegra en þegar Kristína tók sitt eins manns moshpit undir lok fundar. Þrátt fyrir fjölbreytta persónuleika, náðu meðlimir V88 mjög vel saman. Við áttum góða sem slæma tíma, eins og þegar karlkyns nefndarmeðlimur fékk njálg... Við erum þekkt fyrir að vera hugulsöm nefnd svo við enduðum á því að deila honum. Þannig eignuðumst við nefndardýr þar sem við skiptumst á að hugsa um það. Svolítið eins og pabbahelgar. Njálgarnir okkar skiptust á heimilum eins og enginn væri morgundagurinn. Það gerði okkur öll svo mun nánari. Í stuttu máli innihélt ferlið margar langar nætur en tíminn flaug og áður en við vissum af þá var stóra stundin runnin upp. Mögnuð nefnd, mögnuð bók. Eftir þetta allt saman er ekkert annað en þakklæti efst í huga.

017 Annálar

Íþróttafélagið

Efri röð Hrafnhildur Árnadóttir Elías Óli Hilmarsson Dagur Fannar Möller Guðmundur Ísak Bóasson Tómas Andri Ólafsson

Neðri röð Emma Sól Jónsdóttir Selma Lind Árnadóttir Hrafnhildur Arnardóttir

Á myndina vantar Stefán Árni Jónasson

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?
018 V88

æja byrjum þetta. Golfmót Íþró 2021, banger! Engum fannst það nú leiðinlegt og byrjaði #röðin strax klukkan tíu kvöldið fyrir skráningu. Mótið sjálft var fullt af fallegu fólki í fallegum golf fötum og fallegum kaddýjum hlaupandi um með fallegar golfkerrur. Á golfmótinu mynduðust falleg vinasambönd á milli þriðja árs og fyrsta árs nema og kom eitt sjóðandi heitt par út úr því. Það má ekki heldur gleyma helluðu PRO BRANDS ÍÞRÓVIKUNNI! Þetta var hreinlega besta vika 2021 að mati allra. Við erum að tala um sogblettaglímuna sem Palli puffin lýsti eins og fagmaður, bekkpressukeppnina þar sem sterkustu Verzlingarnir, Jenný og Tryggvi, voru krýnd. Þar að auki komu 80’s hjólaskautakvöldið og stjórnarboltinn sterk inn. Stjórnarboltinn hefur ALDREI verið jafnspennandi og loksins eftir fimm ára bið hafði stjórnin betur gegn kennarateyminu. Við getum fullyrt að þetta var skemmtilegasti leikur sem kennararnir hafa spilað í mörg ár. Allir þessir viðburðir voru upplýstir af litríkum kösturum og reykvélin margfaldaði spennuna á öllum viðburðunum. Þá tók við Íþró mjólkurkvöldið, en því verður líklegast aldrei gleymt og var þetta jú, besta og flottasta mjólkurkvöld sem hefur verið og mun verða haldið. Það var meira að segja talað um það í 190. þætti Skoðanabræðra á tímanum 13:38 (leitið að því, við erum ekki að ljúga).

Nú vonum við að þegar þið lesið þetta sé Íþró einnig búið að halda skíðaferð, fótboltamót, aðra viku, körfuboltamót og margt fleira. Ef ekki þá skuluð þið hafa það í huga að við reyndum okkar allra besta miðað við þær takmarkanir sem voru í gildi. Íþró var sett í fyrsta sæti hjá öllum nefndarmeðlimum og lögðum við blóð, svita, tár og sál í alla viðburði. Þetta sannaði sig þegar það leið yfir Fjallageitina í skráningarröðinni fyrir golfmótið.

Í gegnum tíðina hefur Íþró fengið mikinn skít í andlitið, sífellt verið að garga á okkur að við hefðum ekki unnið okkur inn fyrir titli stjórnarnefndar og að við séum frekar miðstjórnarnefnd fyrir vikið. Kæri Verzlingur, nú vonum við að Íþró sé búið að sanna fyrir þér að við erum stjórnarnefnd og að við verðskuldum þann titil jafnmikið og hinar stjórnarnefndirnar.

Nú er ábyrgðin á næstu nefnd Íþró að halda nefndinni á toppnum en við í núverandi nefnd vonum að þið hafið skemmt ykkur vel á viðburðunum okkar. Það er samt þannig að sama hversu mikið þið skemmtuð ykkur á viðburðunum, þá skemmtum við okkur í nefndinni allavega tvöfalt meira við að halda þá.

Íþróttafélag Verzlunarskóla Íslands 2021 - 2022 out!

J 019 Annálar

Listafélagið

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Efri röð

Ólafur Rúnar Kaaber Rebekka Rán Guðnadóttir

Hrönn Tómasdóttir Kolbrún Óskarsdóttir

Neðri röð

Nadía Hjálmarsdóttir Elíza Gígja Ómarsdóttir Sigrún Tinna Atladóttir

Á myndina vantar María Vignir

020 V88

HVAR EIGUM VIÐ AÐ BYRJA?

Listó í ár var rússíbani eins og öll

önnur ár. Þegar við vorum búin að fylla nefndina af stelpum og einum kynjakvóta, #jafnrétti, þá fórum við í ferðalag í leit að leikriti. Við horfðum á fullt af myndum sem virkuðu mjög góðar hugmyndir fyrst en reyndust síðan allar hafa sína galla sem sendu þær beint í ruslið. She’s the Man virkaði t.d. mjög góð hugmynd þangað til við gerðum okkur grein fyrir að við kæmum ekki heilum fótboltavelli inn í Bláa sal. Í miklu uppnámi settum við næstu mynd í gang. Við vorum fljót að jafna okkur vegna þess að þessi mynd var The Devil Wears Prada. FULLKOMIN. Komin með mynd, komin yfir eina af 1.484.534.884 hindrunum. Næsta verkefni var að finna leikstjóra og við vorum svo heppin að hann Ási King Logason mætti í viðtal og heillaði okkur upp úr skónum. Ekki nóg með það, hann var til í að setja The Devil Wears Prada upp með okkur. Þá vorum við búin að komast yfir aðra hindrun. Næst á dagskrá var að finna hóp til að standa á sviðinu. Rúmlega hundrað manns komu í prufur og eftir tvo daga í prufum stóð eftir tíu manna leikhópur. Fimm stelpur og fimm strákar, #jafnrétti. Það má svo auðvitað ekki gleyma að við tókum inn busakrúttið okkar hana Sigrúnu Tinnu en við tókum hana auðvitað bara inn vegna frændhygli. Með þessu öllu komumst við yfir tvær hindranir til viðbótar. Að vísu voru 1.484.534.880 hindranir eftir, en það er annað mál.

Við tóku langir dagar af æfingum hjá leikhópnum og stússi hjá nefndinni. Við nefndin skipuðum frábæru undirnefndirnar okkar, byggðum leikmynd, keyrðum út um allan bæ í leit að búningum og ég veit ekki hvað og hvað. Hægt og bítandi fór þetta allt að taka á sig mynd og frumsýning nálgaðist á ljóshraða. Allt í einu vorum við búin að missa tölu á þeim hindrunum sem við

höfðum komist yfir. Listóvika gekk í garð eins og óboðinn gestur, enda var óþægilega margt ekki tilbúið. Ótrúlegt en satt þá var allt klárt á föstudeginum og frumsýningin gekk eins og í sögu. Eftir sýninguna héldum við langþráð hlöðuball, allir drukku vatn og voru hressir. Við trúðum þessu ekki, við höfðum komist yfir allar þær hindranir sem í vegi okkar voru í upphafi.

Við í Listó viljum ekki að það sé horft framhjá allri vinnunni sem fólk, sem er ekki við, lagði á sig til að Kölski klæðist Prada fengi að líta dagsins ljós. Allar undirnefndir, leikhópurinn, starfsfólk skólans og svo margir aðrir eiga svo sannarlega skilið þakkir svo við erum hér komin til að segja TAKK.

Listó yfir og út! GADDAMN

021 Annálar

Málfundafélagið

Efri röð

Davíð Óttarsson

Kristey Eide Valgeirsdóttir

Birkir Snær Brynleifsson

Hrafnhildur Haraldsdóttir

Aron Ísak Jakobsson

Andri Clausen

Neðri röð

Ísak Leon Júlíusson

Salvör Dalla Hjaltadóttir

Eva Lilja Bjarnadóttir

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?
022 V88

ömur mínar og herrar ég kynni til leiks mikilvægustu blaðsíðu þessarar bókar. Já, það er komið að annál Málfó. Þvílíkur heiður sem það hefur verið að fylgja ykkur gegnum árið. Þegar þessi annáll er skrifaður eru fjórir mánuðir eftir af skólaárinu og á Málfundafélagið enn eftir að taka að sér fleiri verkefni. Förum nú samt aðeins yfir það sem hefur nú þegar gerst. Við byrjuðum árið á að henda í eina lauflétta peysusölu. Slógum met í fjölda seldra flíka en við hættum ekki þar heldur afhentum við hverja einustu flík á réttum tíma. Já, þetta gerðist, farið að trúa því. Í sömu vikunni héldum við málfund með leiðtogum stjórnmálaflokkanna sem var virkilega skrautlegur.

Aðeins nokkrum vikum seinna héldum við síðan aðra viku, VÍ-mr vikuna. Marmarinn var svo vel skreyttur að fólk kannaðist varla við sig lengur. Við erum líka nokkuð viss um að það hafi aldrei jafnmargir mætt á Vivaldi-völlinn og þegar við buðum knattspyrnuliði mr-inga í sína eigin jarðarför fimmtudaginn 7. október síðastliðinn. Hápunktur vikunnar var auðvitað VÍ-mr dagurinn sjálfur og þó veðurguðinn brosi ekki mikið þessa dagana þá blessaði hann engu að síður þessa miklu hátíð. Veðurfræðingar hafa ekki séð eins fallegan dag síðan mælingar hófust. Sólin skein beint ofan í Hljómskálagarðinn meðan við unnum mr-ingana í hverri keppninni á fætur annarri. Snemma á árinu var líka valið í bæði Gettu betur og MORFÍs lið og núna fara fyrstu keppnir að hefjast. Árlega æfngaferðin til Akureyrar með liðunum er líka ennþá á dagskrá. Nefndin er einstaklega samheldin í ár og það hefur því verið mikið fjör hjá okkur alveg frá fyrsta degi. Það er ekki hægt að skrifa annál Málfó án þess að minnast á þær tvær manneskjur sem hafa haldið þessari nefnd gangandi. Jóhanna og Hafdís eiga allt okkar þakklæti og traust skilið. Takk fyrir að ala okkur upp. Takk

fyrir að þrífa alltaf eftir okkur. Takk fyrir að hjálpa okkur í gegnum okkar myrkustu tíma. Húsverðir Gróttu eiga alltaf eftir að fylgja þessari nefnd.

EN HVER BRAUT KLÓSETTIÐ?

023 Annálar
D

Nemendamótsnefnd

Efri röð

Karen Nordquist Ragnarsdóttir

Aron Atli Gunnarsson

Ólafur Örn Olafsson

Gunnar Mogensen

Steinunn Glóey Höskuldsdóttir

Neðri röð

Álfheiður Kristín Hallgrímsdóttir

Elísabet Sara Gísladóttir

Unnur María Davíðsdóttir

Á myndina vantar

Katrín Sigurðardóttir

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?
024 V88

eyriði krakkar, þetta verður geggjað skólaár! Covid er að slaka á og við erum með Selmu fokking Björns sem leikstjóra! Hvað gæti klikkað?“ Goddamnit, here we go again. Veiran brögðótta mætti aftur og reyndi að stöðva Nemó. Æfingum var frestað oftar en Davíð Óttars spilaði á píanóið í pásum og meðlimir leikhóps lentu í sóttkví annan hvern dag. Það er líka ekki furða enda er söngleikurinn einn langur sleikur, svo hvað getum við sagt? Við byrjuðum ferlið vel með því að fita Verzlinga með möfflum í möffluvikunni og græða sjálf slatta, ætlum sko til London í vor. Við gáfum einnig út klikkaðan trailer og lag sem endaði í fyrsta sæti topp listans á Íslandi. Okkur barst svo liðsauki í formi hörkuduglegs en þó stórgallaðs busa sem labbaði um á hækjum og hrækti á aðra busa. Æj okei, nefndin gerir hvort sem er ekki neitt þannig stórgallaði businn var bara góð viðbót. Við ráðum bara listræna stjórnendur og fullt af undirnefndum til að gera hlutina fyrir okkur. Segið mér síðan, hvenær hefur Nemó komist í bústað tvisvar fyrir áramót? Work smart, not hard. Eftir sjúklega erfiða bústaðarferð var enn meira álag á okkur og komið að hinu eina sanna kúreka djammi Nemó þar sem að allir komu saman og dreifðu veirunni. Með enn einn ljóshærðan formanninn að vopni tryggðum við að Nemó myndi aldrei klikka. Já, já, hún Elísabet okkar er kannski með valdablæti á hæsta stigi en á sama tíma hefur aldrei sést eins mikill metnaður fyrir Nemó áður í nefndinni. Söngleikurinn gekk upp eins og í sögu. Nýtt skólamet var slegið í miðasölu, Meryl Streep kynnti leikarana á svið og söngleikurinn vann besta söngleik ársins. Eða þannig hljómar allavega draumurinn. Á þeim tíma sem þessi annáll er skrifaður hefur frumsýningunni verið frestað oftar en Þjóðhátíð í Eyjum. Við vonum það besta því hvern langar ekki að sjá Daníel Þorra stríplast um sem Harry á naríum og slopp?

Nemó yfir og út

025 Annálar
„H

Skemmtinefnd

Efri röð

Þórdís Katla Sverrisdóttir

Sigríður Ragnarsdóttir

Gústav Nilsson

Guðmundur Pétur Dungal Níelsson Emma Steinsen Jónsdóttir

Neðri röð

Þuríður Guðrún Pétursdóttir Daníel Þorri Hauksson Bjarni Kristbjörnsson

Hvað er það
heimskulegasta sem þú hefur gert?
026 V88

kemmtó 21-22 fer í sögubækurnar fyrir að vera allra besta Skemmtó nefnd sögunnar. Byrjum á byrjuninni. Þetta byrjaði allt saman með að goon í Hafnarfirðinum átti sér draum. Hann lét verða af draumnum, seldi Gucci beltið og bauð sig fram sem formaður Skemmtó. Daníel Þorri Hauksson, þessi gæi sko. Eftir frábært upphaf fékk hann DHL hraðsendingu beint frá himnum. Þar komu inn Dísa fokking Svepps, Nilzarinn og BK kjúlli og fólk gat ekki hamið sig úr spenningi. Nei sko, börnin ykkar munu lesa um þetta í sögubókum. Næsti kafli í þessu ævintýri heitir nefndarviðtöl. Fram fóru gríðarlega erfið viðtöl og eftir þetta bilaðslega krefjandi val varð nefndin heil. Gummi Pé, Þuríður, Emma Steinsen og Sigríður voru seinustu bútarnir í púsluspilinu. Við náðum að skapa meistaralega nefnd og halda jöfnu kynjahlutfalli. Það var þá sem við vissum að þessi nefnd yrði eitt stórt kraftaverk. Þá vantaði bara lítinn busa til að fullkomna þessa nefnd #sike. Við ákváðum að vekja þá í staðinn. Bjartar sumarnætur fóru í að læðast inn í herbergi hjá þeim og hrella þá. Mikið var um hlátursköll og gleði, enda ekkert skemmtilegra en að vera saman í svefngalsa heima hjá ókunnugum busalingum. Við skemmtum okkur konunglega, en á meðan allt þetta var í gangi var hugur okkar líka við Vælið. Vælið er nefnilega einn stór pakki en fyrir átta meistarakónga var það lítið mál. Við vorum fljótlega komin með tólf geggjaða keppendur og allt var á uppleið. Það kom reyndar smá babb í bátinn sem heitir samkomutakmarkanir, en það leystist eins og ekkert væri sjálfsagðara. Vælið var STÓRT og án efa það besta sem fólkið í salnum hafði upplifað á sinni litlu ævi. Það er ekki furða, því Steindi fokking Jr. kom, sá og sigraði svo feitt að þessi veisla mældist á jarðskjálftamælum. Þetta var svo sjúklega vel heppnað að við erum ennþá að jafna

okkur og hættum ekki að fá blauta drauma. Annars er ekki mikið meira að frétta. Þegar við skrifum þetta erum við að plana valentínusarvikuna með Listó og hlökkum gríðarlega til. Ferlið hefur verið ótrúlega gott og fá vandamál komið upp. Reyndar fyrir utan að Sigga býr úti á landi og er 05 og því ekki með bílpróf. Bjarni var svo líka í leikriti sem var í sýningu á Vælsdaginn sjálfan. Gummi var svo alltaf að reyna við keppendurna þannig það var smá vesen. Danni sá um ljósin. Emma er ennþá að jafna sig á öllum heitu 05 gaurunum úr busavikunni. Þuríður reddaði að vísu mat fyrir okkur, það var ótrúlega fallegt. Hún prumpaði reyndar frekar mikið. Gústi er skotinn í nefndarmeðlimi og heldur áfram að halda því leyndu. Þórdís heldur ennþá að hún sé jafnfræg og pabbi sinn. Common. Ferlið var ótrúlega einstakt og jákvætt í heild sinni, enda erum við öll bestu vinir og alltaf saman og alltaf að kyssast.

027 Annálar
S

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Efri röð

Dagur Þórisson

Helgi Hlíðkvist Óskarsson

Nadía Áróra Jonkers

Eydís Helga Viðarsdóttir Anna Lísa Hallsdóttir

Hekla Sóley Marinósdóttir

Neðri röð

Ísold Pitt

Anna María Þorsteinsdóttir Sverrir Ingi Ingibergsson

Viljinn

028 V88

Ferlið hófst strax um sumarið og byrjuðum við þá á busablaðinu okkar, Voninni. Það var svo sannarlega ógleymanlegt ferli. Dagarnir fóru í erfiða og krefjandi vinnu og næturnar fóru í siðlausa djammið. Vinnupásurnar voru teknar á Bankastræti, „work hard, play hard“. Vonin varð síðan ekkert eðlilega nett og busarnir loksins komnir með „busa-guide“. Svo var einn bústaður þarna á milli, við tölum ekki um hann. Við tókum okkur ekki langa pásu þar til við byrjuðum að vinna að fyrra tölublaði Viljans. Við fórum hægt en örugglega af stað. Hugmyndavinna hófst. Það var þó varla hægt að kalla þetta hugmyndavinnu þar sem þetta var í raun bara Sverrir að sýna okkur stórfurðulegar myndir á Pinterest sem við hlógum okkur máttlaus af. Ekki má gleyma busaviðtölunum. Þetta var svo sannarlega erfitt val en Viljabusinn okkar, Ísold Pitt, varð fyrir valinu (hún er frænka Brad Pitt). Hún er krúttlegasti og besti businn. BANG! Viljinn varð fullskipuð nefnd á ný. Við tókum nokkra krúttlega fundi þar til við litum loksins á klukkuna og gerðum okkur grein fyrir því að það væri aðeins mánuður í prent. Við spýttum í lófana og gerðum nemendakjallarann að heimili okkar. Blóð, sviti og tár fóru í þetta blað. Eftir viku af svefnlausum nóttum og mandarínum fór blaðið í prent. Við fengum próförkina til baka og gerðum okkur svo grein fyrir því að okkur fannst forsíðan ekkert sérstaklega flott. Við kölluðum þá til okkar Kára sexy Prez til að fá hans álit. Þá mælti hann þessi orð sem við munum aldrei gleyma: „Þetta er smá eins og Starboy platan með The Weeknd.“ Þetta var kornið sem fyllti mælinn, forsíðan var úr sögunni. Þá neyddumst við samt til að finna nýja forsíðu, guð minn góður. Við vorum í sex klukkutíma í mjög pólitískri umræðu um hvernig forsíðan ætti að vera. Að lokum komumst við að niðurstöðu sem við vorum öll ánægð með. Blaðið fór

í prent. Vá. En bíddu, ferlið var ekki búið. Viljavikan var gengin í garð og trailer tökur hófust. Já, Lóla Jonkers skrifaði handrit fyrir BANGER trailer sem var svo sýndur í Bláa sal. Á föstudeginum í Viljavikunni gáfum við óendanlega stolt út litla barnið okkar, Viljann. Að útgáfu lokinni þurftum við að fagna. Við héldum lítið útgáfupartý fyrir okkar nánustu og fengum meira að segja ClubDub til að fagna með okkur. Hlutirnir fóru því miður suður, við tölum heldur ekki um það. En hey, við skemmtum okkur allavega. Nú erum við að vinna í seinna tölublaðinu okkar, Viljinn tbl. 2 og ferlið þar verður sko ekki verra en það seinasta.

029 Annálar

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Gettu betur

Efri röð Arnar Milutin Heiðarsson Soffía Kjaran Pétursdóttir Ólafur Þorsteinn Árnason

Neðri röð Tómas Orri Agnarsson Jens Ingi Andrésson Kristín Jóna Kristjónsdóttir

030 V88

Efri röð

Bjarni Kristbjörnsson

Nadía Hjálmarsdóttir Dagur Þórisson

Morfís

Neðri röð

Urður Vala Guðmundsdóttir

Helga Harðardóttir

Ingunn Isorena Þórðardóttir

031 Annálar

Páll Óskar

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

áll Óskar Hjálmtýsson er maður sem þarf varla að kynna, enda ein ástsælasta poppstjarna Íslandssögunnar og öllum kunnugur. Hann hefur verið í tónlistarbransanum í þrjátíu ár en hefur þrátt fyrir það ekki misst sjarmann sem heillar fólk upp úr skónum. Lögin hafa hvert á fætur öðru náð að láta heila þjóð standa upp úr stólum sínum og dansa ásamt meðfylgjandi látum og söng. Þegar maður sér eitthvað glitrandi og svífandi í átt að sviðinu er ekki erfitt að setja saman tvo og tvo. Fatastíll Páls Óskars er eitt af hans helstu einkennum og hann er óhræddur við að nota glimmer og mikið af því. Fólksfjöldinn tryllist þegar ljósin byrja að endurspeglast á líkama hans því fólkið veit hvað er að fara að gerast. Pallaball. Hann hefur unnið hart að því að komast á þann stað sem hann er á í dag og er það svo sannarlega hægara sagt en gert. Það þarf mikið til að ná langt í þessum bransa og aðrir tónlistarmenn komast ekki með tærnar þar sem hann hefur hælana. Það geta ekki allir verið Gordjöss.

034 V88 P
035 Viðtöl

Hvenær byrjaðir þú að hafa áhuga á tónlist?

Tónlist hefur alltaf verið partur af mínu lífi þar sem foreldrar mínir eru báðir menntaðir í klassískum söng. Ég er fæddur inn í tónlistarfjölskyldu, yngstur af sjö systkinum og við getum öll sungið. Það sem var gott við uppeldið heima var að við krakkarnir fundum aldrei fyrir pressu að við ættum að verða söngvarar eða fara út í tónlistarbransann. Við erum tvö systkinin sem gerðum þetta að ævistarfi, ég og Diddú systir. Ég vissi alltaf að ég yrði listamaður, það var alveg á hreinu. Ég byrjaði að syngja með barnakór þegar ég var sjö ára og var strax látinn syngja einsöng. Tónlist var í rauninni ekki eitthvað meiriháttar áhugamál heldur frekar eitthvað sem var fast í miðtaugakerfinu.

var

í rauninni ekki eitthvað meiriháttar áhugamál heldur frekar eitthvað sem var fast í miðtaugakerfinu.“

ekki. Þegar það gengur ekki verður maður bara að sætta sig við það, spýta í lófana og gera næsta lag og næsta lag og næsta lag.

Hvað myndir þú vilja segja við sjálfan þig á unglingsárunum?

Ef ég fengi að hitta átján ára mig, myndi ég byrja á því að faðma sjálfan mig. Ég þurfti þetta faðmlag þegar ég var unglingur, en lærði ekki að faðma fólk fyrr en ég varð fullorðinn. Ég myndi segja sjálfum mér að hafa engar áhyggjur og að allt muni fara vel. Treystu framvindunni. Allt mun fara eins og það á að fara, bara alls ekki eins og þú heldur að það fari. Treystu innsæinu og þinni innri rödd, því innsæið hefur alltaf rétt fyrir sér og maður á ekki að óhlýðnast því, það endar bara með ósköpum. Prófaðu að gera fullt af mismunandi hlutum því öll reynsla mun nýtast þér seinna meir. Það mun alltaf vera undir sjálfum þér komið hvernig þú ferð með lífið þitt og tækifærin sem þér eru gefin. Engum öðrum. Ekki pabba þínum, mömmu þinni, ömmu þinni, kærastanum þínum eða vinum þínum. Engum nema þér sjálfum.

Anyone Who Had A Heart. Söngkonan

Dionne Warwick, frænka Whitney Houston, söng öll þessi lög eftir hann. Ég myndi tékka á þessu á Spotify.

Páll Óskar

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Hvað er mikilvægt að hafa í huga við gerð tónlistar?

Að skapa tónlist gengur út á að klófesta galdur. Þegar „dímoninn“ í laglínunni dansar með textanum og útsetning lagsins þjónar laginu, þá ertu búinn að ná töfrunum. Það er magnað að vera í stúdíói og klófesta þennan galdur og koma honum á teip. Galdurinn er síðan fastur í þessari hljóðupptöku að eilífu. Besta dæmið um þetta er lagið Stanslaust stuð sem var tekið upp árið 1996. Það er ennþá hægt að finna fyrir þessum galdri um leið og lagið er spilað, það er bara ákveðin orka í þessu lagi sem dregur alla í góðan fíling og út á gólf. Þetta er það sem mig langar alltaf að ná fram þegar ég er að búa til tónlist. Stundum heppnast það og stundum

Hvert er uppáhaldslagið þitt?

Ég á mér uppáhalds tónskáld, Burt Bacharach, og hans blómaskeið var frá 1962 til 1972. Þetta tónskáld varð stærsti og mesti áhrifavaldurinn í lífi mínu - og Burt Bacharach hefur aldrei verið á Instagram. Mín uppáhalds lög eftir hann eru til dæmis Walk On By, Do You Know The Way To San Jose, I Say A Little Prayer og

En uppáhaldslagið þitt eftir sjálfan þig? Ég elska Betra líf. Það kemur mér alltaf í gang. Mér þykir líka vænt um að Unnsteinn Manúel söng aftur lagið mitt Er þetta ást, rúmum fjórtán árum eftir að það kom út og þá kom í ljós að fólk tengdi sterkar við textann en það gerði á sínum tíma, kannski útaf #MeToo byltingunni. Ég er eins og ég er á algerlega sitt eigið líf, því þetta er lag um sjálfsvirðinguna og enginn sleppur undan því að skoða hvar hún liggur. Gordjöss er „brilliant“ brandari, lag sem Bragi Valdimar Skúlason samdi um mig og lét mig svo syngja það. Svo er ég mjög stoltur af laginu Spurningar, snilldar dúett með Birni. Lagið er svo ótrúlega opið til túlkunar og hlustandinn ræður í rauninni um hvað lagið er. Birnir er líka snillingur og kann að semja texta með sársauka, trega og efasemdum, sem ég fíla alveg í botn. Svo held ég að Allt fyrir ástina sé eitt besta íslenska „anthem“ sem samið hefur verið.

Hvaða lag finnst þér skemmtilegast að flytja?

Það er alltaf skemmtilegast að flytja nýju lögin, núna elska ég að syngja Spurningar. Það er svo gaman að kynnast laginu betur með því að flytja það.

036 V88
„Tónlist
„Það mun alltaf vera undir sjálfum þér komið hvernig þú ferð með lífið þitt og tækifærin sem þér eru gefin.“

Hvað er það eftirminnilegasta frá þínum ferli?

Eftir þrjátíu ár á ég auðvitað mjög margar góðar minningar. Ég man hversu stoltur ég var af fyrstu sóló plötunni minni, Stuð, sem kom út 1993. Ég mun aldrei gleyma Rocky Horror 1991 í MH, Milljónamæringaballinu í troðfullri Perlunni 1995, Eurovision í Dublin árið 1997, fyrstu Gleðigöngunni á Gay pride árið 2000 og Þjóðhátíð í Eyjum 2008 sem var fyrsta stóra „comeback“ giggið mitt. Allt fyrir ástina platan breytti lífi mínu til hins betra árið 2007. Svo mun ég aldrei gleyma fyrsta Eurovision ballinu á Nasa árið 2003, Sinfó tónleikunum í Hörpu 2011 og svo risatónleikunum í Laugardalshöll árið 2017. Svona augnablik eru ástæðan fyrir að ég nenni að gera það sem ég geri. Öll erfiðisvinnan er algjörlega þess virði fyrir svona minningar.

Hver er skrítnasti orðrómur sem að þú hefur heyrt um sjálfan þig? Ég fæ venjulega aldrei að heyra neina orðróma en það var aðallega kannski í gamla daga þegar verið var að bendla mig við hina og þessa homma. Að öðru leyti fæ ég aldrei til mín neinar kjaftasögur.

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Árið 1999 gerði ég plötu sem hét Deep Inside Paul Oscar. Hún mistókst stórkostlega vegna þess að í fyrsta sinn á ævinni reyndi ég að knýja fram plötu sem var ekki tilbúin. Ég lærði mjög mikið á þessu, að leggja ekki af stað fyrr en að ég er sjálfur raunverulega sáttur með útkomuna. Ég laug því að sjálfum mér að platan væri tilbúin til þess að ná að gefa hana út á tilsettum tíma og fékk að gjalda fyrir það. Tapaði mörgum milljónum á plötunni og var sex ár að vinna það upp. Ég vil aldrei lenda í svona aðstæðum aftur en sem betur fer gafst ég ekki upp og lagði alla orkuna sem ég hafði í að borga skuldina upp með því að vinna eins og skepna.

Ertu að vinna að einhverju nýju núna?

Það er alltaf lang best að halda því bara leyndu en það mun auðvitað koma í ljós bráðlega. Ég hef slæma reynslu af því að leyfa fólki að hlusta á demó af nýjum og hálfkláruðum lögum, því viðbrögð fólks eru venjulega blendin, því það kunna ekki allir að hlusta á demó. Mér finnst alltaf gott að halda þessu svolítið fyrir sjálfan mig.

Hvaða ráð hefur þú fyrir fólk á menntaskólaaldri?

Hvað er þitt „guilty pleasure“ lag? Ég á ekkert „guilty pleasure“, ég er svolítið á móti þessu hugtaki vegna þess að annað hvort hefur tónlist þennan galdur eða ekki. Það er ekkert til í minni bók sem heitir hallærislegt, heldur annað hvort tengir maður við lagið eða ekki. Maður ætti ekki að skammast sín fyrir lögin og hlutina sem maður tengir við og finnst góð. Ef ég hlusta á einhverja tónlist og hef ánægju af henni þá er það ekki „guilty pleasure“ heldur bara „pleasure“.

Hvað gerir þú í frítíma þínum? Ég drekk í mig allt sem getur kallast list. Kvikmyndir, bækur, myndlist, tónlist. Ég veit ekkert betra en að fara í leikhús. Þá vil ég að leikritið sé eins súrt og hægt er, mér finnst til dæmis ótrúlega gaman að horfa á tilraunasýningar í leikhúsum. Ég reyni síðan líka að vera duglegur að fara á tónleika þegar ég hef tíma. Ég horfi á bíómyndir frá helstu heimshornum og held að ég hafi meira að segja verið að eignast uppáhaldsbíómynd. Það er gömul, japönsk hryllingsmynd frá árinu 1977 sem heitir House. Hún er gjörsamlega galin, alveg eins og ég vil hafa þær.

Veljið ykkur ævistarf sem tengist áhugamálunum ykkar jafnvel þó það hljómi mjög ópraktískt og þið fáið jafnvel lítið sem ekkert borgað fyrir það. Ég kaus á endanum að fara út í tónlist þó að það væri ekki mjög praktískt val, atvinnuöryggið lítið og launin stundum engin. Ég hef tekið eftir því á fólkinu í kringum mig að á meðan maður hefur áhuga á því sem maður er að gera, þá líður manni betur í vinnunni. Ef þú ert að vinna við hluti sem eru þér eðlislægir þá mun þér ganga vel í lífinu. Mundu líka að ef þú stofnar fyrirtæki þá er það alltaf langhlaup, róðurinn er þungur í byrjun en kannski mörgum árum síðar fer það að gefa. Það er mín reynsla. Ég þreytist ekki á að mæla með þessu: Gerðu það sem þú hefur áhuga á, passaðu þig á að vinna meira með hjartanu en hausnum og þá getur þú fengið heilmikið út úr lífinu.

Viðtöl

037
„Treystu innsæinu og þinni innri rödd, því innsæið hefur alltaf rétt fyrir sér og maður á ekki að óhlýðnast því, það endar bara með ósköpum.“

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Fyrirsætur Alex Már Júlíusson Davíð Óttarsson Rómeó Johnsen

Föt Spúútnik Wasteland

Eitrið

Hugtakið „eitruð karlmennska“ vísar til þeirra þátta í fari karla sem hafa eða geta haft neikvæðar afleiðingar fyrir þá sjálfa eða aðra. Eitt helsta dæmi eitraðrar karlmennsku eru höftin sem sett eru á klæðnað karlmanna. Virði karlmanna er að miklu leyti byggt á hversu „karlmannlegum“ fötum þeir klæðast. Það er kominn tími til að endurhugsa þessi gildi sem greypt eru inn í samfélag okkar. Fatnaður og stíll á ekki að vera takmarkaður af því kyni sem maður skilgreinir sig sem.

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Rán Jákvæð í 88 klukkustundir 048 V88
Rebekka

il að vera alveg hreinskilin þá hef ég litla sem enga trú á þessu en ég hata að tapa og tek þess vegna áskoruninni. Seint verð ég þekkt fyrir jákvæðni og ætla í hreinskilni sagt ekkert að breyta því, en látum reyna á þetta. Jákvæða Rebba vaknar við unaðslega tóna vekjaraklukkunnar og rís strax upp úr rúminu. Gamla (neikvæða) Rebekka hefði nú vanalega ælt örlítið upp í sig við það að heyra þennan ógeðslega vekjaratón og ýtt á „snooze“ í nokkra klukkutíma en ég er breytt manneskja og ríf mig þess vegna strax fram úr rúminu. „Viltu hafragraut?“ spyr faðir Dunni (já pabbi minn er kallaður Dunni). Hvernig spyrðu Dunni? Hver elskar ekki að byrja daginn á bragðlausri steypu sem lítur út eins og blautur pappakassi!? Það geri ég allavega! Næstu 88 klukkustundir neyðist ég til að borða hafragraut í nánast öll mál því pabba finnst það svo mikil snilld að ég sé loksins byrjuð að borða hafragraut. En gaman! Ég er allavega jákvæð og peppandi og kýs að líta á þetta sem upplifun. Kannski ekki mjög ánægjulega upplifun en ég hlýt að lifa þetta af, ég vona það allavega. Upplifunin heldur áfram og ég held af stað í skólann. Ég lendi því miður í þeim hremmingum að klessa á kött í Árbænum en minni mig á að þegar að eitt líf tekur enda, þá byrjar annað. Halldóra sögukennari fer vægast sagt í sjokk að sjá mig mæta í fyrsta tíma og það á mánudegi. Ég kýs að taka þessu ekki sem móðgun, þarf ekki svoleiðis neikvæða orku í áruna mína akkúrat núna. Yfir skóladaginn ákveð ég að geyma „my resting bitch face“ heima og brosi til fólks á göngunum. Mér mun örugglega verða fáránlega illt í kinnunum þegar þessu lýkur en það er seinni tíma vandamál. Með brosið að vopni finn ég minn innri Kára Frey. Ég labba um gangana skælbrosandi, heilsa fólki og á óendanlega mikið af tilgangslausum samræðum um allt og ekkert. Þetta er

alveg smá æði. Þessi jákvæði lífsstíll er ekkert svo slæmur. Í lok dags ákveð ég að taka mér fimm mínútur í smá núvitund að hætti Kristínar okkar Norland (certified legend).

Næstu daga vakna ég á undan vekjaraklukkunni því ég er svo fáránlega peppuð í daginn. Það hefur ekki gerst síðan... aldrei held ég bara. Mér finnst daglegi hafragrauturinn hans pabba alveg frekar góður. Að hverju er ég orðin? Í skólanum líður mér eins og lagið Walking On Sunshine ómi í eyrunum mínum allan daginn. Hver einasta mínúta er eins og fullnægingin sem maður fær við að taka fyrsta sopann af nýlöguðu ískaffi með vanillumjólk. Sem sagt 5.280 fullnægingar, þvílíkur tími til að vera lifandi. Bekkjarfélögum mínum til mikillar undrunar mæti ég í alla tíma, læri í þeim öllum og tek mér ekki einn blund. Trúið mér, þetta er afrek fyrir Rebekku Rán. Vinir mínir hafa reyndar alveg miklar áhyggjur af mér og spyrja mig oft hvort það sé ekki allt í góðu. Jú, elsku vinir, það er allt í góðu hjá mér. Ég er bara undir áhrifum jákvæðninnar. Þetta er eins og að vera í vímu. Ég fæ vissulega enn meiri hvatningu við að heyra sögusagnir um að ég sé í allt annars konar vímu en eins og ég segi: „My haters are my motivators“. Þetta eru svakalegar klukkustundir. Ég elska lífið. Djöfull erum við heppin. Hér erum við öll saman komin, á sama tíma, á sama stað bara að njóta og lifa. Ég elska þetta. Ef einhver hefði sagt mér fyrir 89 klukkustundum að ég myndi taka jákvæðni með mér inn í daginn þá myndi ég bókstaflega tjúllast úr hlátri. En við lærum og lifum og ég held áfram með lífið sem Rebekka Jákvæða Rán.

T „Hver elskar ekki að byrja daginn á bragðlausri steypu sem lítur út eins og blautur pappakassi!? Það geri ég allavega!“ 049 Áttatíu & átta

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Jafnréttissinnaður?

Fyrir um það bil tveimur árum hélt litli, skrækróma busalings Bjarni í busaferð Verzló. Fyrsta og annars árs nemendur þessa skóla vita það örugglega ekki en í gamla daga var busaferðin ekki bara dagsferð, frostpinnar og andlitsmálning í íþróttasalnum um kvöldið. Það var gist úti á landi. Epískt dæmi. Fokk Covid og allt það. Busa Bjarni hélt út á land sem nývígður Verzlingur, blautur á bak við eyrun og iðandi í skinninu fyrir ferðinni og komandi tímum. Eftir ratleikinn góða var ég valinn, í þvögu blautra busa, til að svara nokkrum spurningum. Þetta voru spurningar fyrir þáverandi Verzlunarskólablað, V86. Þegar ég hugsa til baka er það hundrað prósent öruggt að ómerkilega smettið á mér var valið af handahófi en á þeim tíma var ég handviss um að ég væri sá útvaldi. Ég var valinn og ég hafði fengið tækifæri sem ég ætlaði ekki að klúðra. Tekin var mynd, alltof nálægt mér (vona að núverandi ritstjórn sé búin að læra af þessum mistökum) og síðan var ég spurður spjörunum úr. „Ertu stressaður fyrir Verzló? Spenntur fyrir félagslífinu? Uppáhaldskennari?“ Svona hélt þetta áfram og gekk ágætlega þangað til að kom að síðustu spurningunni: „Ertu femínisti?“ Umkringdur eldri nemendum sem og jafnöldrum mínum svaraði ég orðrétt: „Mmmjá, kýs samt að nota orðið jafnréttissinni“. Þar með lauk viðtalinu við Bjarna busason.

Þegar leið á önnina fékk ég nokkur spennandi tækifæri í félagslífinu. Ég tók þátt í Listó leikritinu, Nemó sýningunni og dansaði á Vælinu. Ég kynntist mjög mörgum í þessum verkefnum, meira að segja nokkrum sem eru meðal minna betri vina núna. Á sama tíma kynntist ég Elísabetu, kærustunni minni. Ég held að ég muni aldrei koma til með að þroskast jafnhratt og ég gerði yfir þetta tímabil, sjóndeildarhringurinn minn stækkaði svakalega. Það ýtti mér langt út fyrir þægindarammann að fara frá því að vera umkringdur sömu vinunum í Mosó

í mörg ár, sem voru eiginlega bara strákar, yfir í þann ólgusjó af fjölbreyttu fólki sem er í Verzló. Ég lærði mikið um gagnkvæma virðingu, umburðarlyndi og stöðu kynjanna í dag. Ég áttaði mig á því að við búum ekki við kynjajafnrétti. Hvorki í samfélaginu okkar né í skólanum. Ég heyrði þungbæra sögu frá stelpu um ofbeldi sem hún hafði orðið fyrir. Sú saga var ekki einsdæmi. Þær voru allt of margar. Ég fór ómeðvitað að fylgjast með umræðum og þráðum á Twitter og Instagram. Ég lærði margt, enda var margt að læra.

Mars rann upp og með honum hátíðleg útgáfa V86. Í fyrstu bylgju okkar heittelskaða faraldurs flykktust nemendur í bílum sínum til að næla sér í eintak. Eins og allir eðlilegir einstaklingar myndu gera fór ég strax að finna sjálfan mig í bókinni. Ég fann viðtalið og skimaði yfir það nokkuð stoltur þangað til ég sá síðasta svarið mitt. Ég hafði gjörsamlega gleymt þessu svari, lokaði bókinni og skammaðist mín. Ég skildi bara ekki hvernig mér hafði dottið í hug að vera svona heimskur. Þetta var ekki erfið spurning meistari. Ég hefði bókstaflega getað sagt auðveldasta orð íslenskrar tungu „JÁ“ en í stað þess reyndi ég að vera gáfnaljós busaferðarinnar með því að hrútskýra að ég kysi frekar að kalla mig „JaFnRéTtisSiNnA“.

„Ég, sextán ára strákur, hafði talið mér trú um að það væri ákjósanlegra að kalla mig jafnréttissinna en femínista.“
050 V88

Ég var skiljanlega spurður af hverju ég fann fyrir hvöt til að koma með þessa tímamótakenningu í þetta litla viðtal. Ég gat ekkert svarað því. Í staðinn gerði ég það sem allir ættu að gera ef þeir skammast sín. Ég leit í eigin barm. Af hverju sagði ég þetta? Ég, sextán ára strákur, hafði talið mér trú um að það væri ákjósanlegra að kalla mig jafnréttissinna en femínista. Ég vildi ekki kalla mig femínista þó að merking orðsins væri sú sama og orðsins jafnréttissinni. Vegna orðræðunnar sem þá var í gangi og hvernig margir töluðu um femínista vildi ég ekki kenna mig við þá. Ég taldi hugtakið vera gildishlaðið af neikvæðni og óréttlæti. Ég einfaldlega vissi ekki betur. Þessi ályktun mín var röng og það er ekki flóknara en það. Það vissu krakkarnir í V86 en ekki ég. Þó ég gangist núna við því sem ég sagði þá stend ég samt ekki með því. Ég vissi ekki betur en nú veit ég. Það er heldur ekki eins og businn Bjarni hafi verið einhver veruleikafirrtur kvenhatari þegar hann fór í þetta viðtal. Ég bjó bara yfir þessari ranghugmynd sem fleiri grunnskólavinir mínir deildu með mér, bæði strákar og stelpur. Ég er femínisti. Ég er femínisti því ég átta mig á þeirri forréttindastöðu sem ég er í og afsaka mig ekki fyrir það. Sumir strákar halda að með því að viðurkenna kynjamisjafnrétti þurfi þeir að afsaka sig. Þetta er ekki flókið. Maður er femínisti ef maður stendur með jafnrétti kynjanna á sama tíma og maður viðurkennir að við búum ekki við jafnrétti. Við erum vissulega að færast hægt og hægt nær okkar markmiðum og við sem þjóð stöndum að einhverju leyti framarlega í þessum efnum. Við erum ekki komin þangað sem við viljum en það er til fullt af leiðum til að nálgast þann stað. Sem dæmi þá er mikilvægt að viðurkenna að stundum hefur maður rangt fyrir sér, taka þátt í mismunandi samtölum og aðstoða fólkið í kringum mann að skilja og læra. Með því að gangast við og læra af mistökum færumst við áfram. Öðruvísi gerum við það ekki.

051 Greinar

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?
052 V88

1-X

Fara á eðlisfræðibraut.

Andri Clausen 1-H

Fara í Íþró viðtal. <3

Arnar Vilhelm Guðmundsson 1-T Læsti mig einu sinni í hundabúri í góðar tíu mínútur og komst ekki út.

1-X

Birna Mjöll Björgvinsdóttir

1-S

Fór heim með gæja sem var í pálmatrjáa nærbuxum og hitti hann síðan í strætó daginn eftir.

Birta Stefánsdóttir

1-U

Borða gulan snjó fyrir pening.

Breki Steinn Þorláksson 1-A

Stal flösku frá bróður mínum en gleymdi að loka skápnum og hann fattaði það áður en ég var farinn út úr húsinu.

Bryndís Rósa Armesto Nuevo 1-G Í fyrsta skipti sem ég setti í mig túrtappa festist hann og ég þurfti að fara upp á slysó.

Emma Ýr Guðmundsdóttir 1-T

Ég settist í vitlausan bíl og byrjaði bara að spjalla við karlinn í bílnum eins og hann væri pabbi minn.

1-B

Reyndi að gera afturábak heljarstökk í laugina og endaði á slysó.

Flóki Floriansson Zink 1-U

Fékk blóðeitrun við að veiða síli í húsdýragarðinum.

Halldóra Sóley Arnarsdóttir 1-H

Að halda partý hjá bestu vinkonu minni sem endaði frekar illa.

Hákon Dagur 1-G

Ég festi tvö víti við rakettu og skaut henni í glugga á grunnskólanum mínum, braut gluggann, kerfið fór í gang og löggan mætti.

Kamilla Rún Antonsdóttir 1-I

Ég er yfirhöfuð bara rosa heimsk.

Katrín Angela Jónsdóttir

1-E

Slétta hárið mitt of lengi á einum stað og partur brann af.

Kolbrún Hilda Gunnarsdóttir 1-R

Ætlaði að bregða vini mínum sem sneri baki í mig og var sitjandi, stökk á hann en svo var þetta ekki hann þannig ég lá þarna ofan á einhverjum ókunnugum manni.

Áslaug Edda Kristjánsdóttir 1-Y

Fór meidd á árshátíð en hélt bara áfram að dansa og meiddist þá enn meira. Ég tók svo sterk verkjalyf, man ekkert eftir kvöldinu en fékk að vita seinna að ég fór út og týndist í tvo tíma.

Mist Smáradóttir

1-A

Þegar foreldrar mínir sögðu mér að ég væri að fara eignast annað lítið systkini og ég fór að grenja. Þetta voru ekki gleðitár því mér fannst systir mín alveg nóg. Er samt sátt með bróður minn núna.

Ólafur Þorsteinn Árnason 1-E

Fara í skíðaferð norður og gleyma brettinu.

Agnes Gígja Guðmundsdóttir Birkir Hrannar Diego Að kaupa ekki Bitcoin fyrir fimm árum. Eskil Einarsson
1-D https://youtube.com/watch? v=F5X3Ne1Q9Q Y&feature=share
Martin Halldórsson
053 Nemendur & kennarar

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

1-I

Að rassskella kennarann minn á bolludaginn í 9. bekk.

Reynir Örn Kristinsson

1-R

Var einn í skíðalyftu og kunni ekki að setja öryggisgrindina niður, hélt í tvær stangir alla leiðina og vonaði bara að ég myndi ekki detta hundrað metra niður.

Sara Lind Finnsdóttir

1-D

Ég sleikti ljósastaur þegar það var frost og festi tunguna við hann.

Sara Rut Kærnested

1-F

Að sofna með eyrnatappa í eyranu og þurfa að fara upp á sjúkrahús því hann festist.

Sigurður Ingi Halldórsson

1-Y

Ég hélt að ég hefði týnt símanum mínum sem ég var með í hendinni minni. Fattaði að ég gat hringt í hann og hringdi í símann minn úr símanum mínum.

Birta Rún Össurardóttir

2-Y Swipe-a til hægri á Tinder. Er núna föst í sambandi.

Dagbjört Ásta Jónasdóttir

2-D 25 mínútna sjósund á Akranesi og svo beint upp á spítala með sjúkrabíl.

Dagur Þór Jónsson

2-A

Litaði hárið mitt með matarlit fyrir árshátíðarmyndband og klippan var síðan ekki notuð.

Elías Óli Hilmarsson

2-I Fékk mér svefntöflu í staðinn fyrir íbúfen fyrir æfingu.

Guðný Lára Bjarnadóttir

2-S Þegar ég hljópst að heiman þegar ég var sjö ára.

Högni Alvar Harðarson

Önnuson

2-H

Þegar ég gleymdi vegabréfinu mínu og við vorum komin á flugvöllinn þannig við fórum til baka en það var allan tímann í töskunni og við misstum af fluginu.

Ísak

2-T

Wenger Eiríksson

Það var „strákakvöld“ í félagsmiðstöðinni okkar og Maggi Mix mætti að gigga fyrir okkur. Þegar hann kom niður af sviðinu ákvað ég að setja höndina mína utan um hann en í staðinn gaf ég honum olnbogaskot í augað og gaf honum glóðurauga.

Jakob Stefán Ívarsson

2-R Örugglega það að hafa tapað helvíti miklu á veðmálum á netinu, þó það hafi nú verið skemmtilegt.

Júlía Ruth Ragnarsdóttir 2-X Reyndi einu sinni að kveikja á krananum þegar það var rafmagnslaust.

Magnús Geir Ólafsson 2-E

Þegar ég sagði: „Af hverju myndi einhver fara inn í botnlangagötu, þú getur alveg eins sleppt því að hafa götu.“

Páll Steinar Guðnason
054 V88

Snæþór Marías Sigurðsson

1-S

Datt af hjóli og braut á mér hendina.

Skrá mig í Verzló.

Viktor Ernir Oddgeirsson 1-F Brjótast inn í gamla skólann minn fjögur kvöld í röð.

Sparkaði

Örugglega

Haukur Ingi Jónsson

2-D Snoðaði mig í mörg ár.

Malen Ósk Sigurðardóttir

2-G

Vinur minn kom að sækja mig og hann þurfti að skreppa smá og sagði mér að fara bara inn í bílinn. Svo eftir smá tíma kom eigandi bílsins og þá var ég í vitlausum bíl.

2-I Reif einu sinni óvart af mér öll augnhárin, korter í sex á aðfangadag og það tók þau nokkra mánuði að vaxa til baka.

Nína Rut Magnúsdóttir

2-A

Ég myndi spyrja einhvern annan, ég man ekki eftir að hafa gert neitt heimskulegt.

Oddný Ósk Jónsdóttir 2-F Þegar ég setti bensín á dísel bíl.

Hjördís Arna Jónsdóttir 2-H

Hélt einu sinni að ég hefði sofið yfir mig, leit vitlaust á klukkuna og fór að græja mig á fullu fyrir skólann. Þegar ég var tilbúin og á leiðinni út leit ég á klukkuna og sá að hún var þrjú um nótt.

Óliver Dúi Gíslason 2-X Þegar ég var nýkominn með bílpróf keyrði ég í skólann og tók svo strætó heim og gleymdi bílnum uppi í skóla.

Unnur María Matthíasdóttir 1-B Andrea Örvarsdóttir 2-B í vinkonu mína og braut tána, mjög mikið karma. Birta Rún Smáradóttir 2-R að hafa valið nátt-líff línuna, er að drukkna. Helgi Valur Wedholm Gunnarsson 2-U Örugglega þegar ég pissaði á rafmagnsgirðingu. Matthildur María Jónsdóttir Guðmundur Ísak Bóasson 2-F Fór einu sinni í hvítum stullum í sund.
055 Nemendur & kennarar
Guðmundur Daníel Erlendsson 2-B Ég íhugaði að fara í emer.

2-E

Þegar ég festist í barnarólu í útlöndum fyrir þremur árum.

2-Y

Reyna að taka skjáskot af sprungu á símanum mínum.

Sigmar Hjartarson

2-S

Keypti pizzu þegar það var frí pizza í skólanum.

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Ástrós Kristjánsdóttir

3-T

Ég pantaði flug fyrir vitlausa dagsetningu og var búin að bor ga allt þegar að ég fattaði það.

3-T

Ætlaði að búa til heitt kakó og setti mjólk í hraðsuðuketilinn, brenndi mjólkina og eyðilagði ketilinn.

Edda Steingrímsdóttir

3-H

Fara í sleik við ljótan gæja í Köben.

Sigurdís B. Guðbrandsdóttir 2-T

Þegar ég labbaði á glerhurð í IKEA fyrir framan fullt af fólki.

Unnur María Sigurðardóttir 2-U

Hef þrisvar sinnum farið í bílalúguna á Metro og ekki verið með nóg til að borga þannig ég þurfti að bruna í burtu.

3-R

Byrja að nota nikótín.

3-B

Fara í sleik við bekkjarsystur.

Ólafur Kaaber 3-B

Að stela fermingarpeningi bróður míns þegar ég var yngri.

3-X

Ég keyrði einu sinni á golfbíl beint í skurð.

Fríða Margrét Almarsdóttir 3-Y

Skemmdi ristavél sama dag og hún var keypt.

3-F Mætti í lausum buxum í sipp prófið í íþróttum og missti niður buxurnar, var síðan rekinn út fyrir fíflagang.

3-H

Ég var að keyra buggy á strönd og ákvað að reyna drifta á 75 km hraða. Velti bílnum með mér og litla bróður mínum í. Eyðilagði bílinn (600k damage) og fékk heilahristing.

3-D

Setti tortillu í álpappir í örbylgjuofn og kveikti í.

Þóra Kristín Ríkharðsdóttir 3-R Vera í bekkjarpari.

Ragnar Björn Bragason Logi Arnarsson Ragna Sara Björgvinsdóttir Friðrik Jónsson Bjarki Arnaldar Sindri Dagur Birnisson Óskar Hákonarson Lovísa Andrésdóttir Vilhjálmar Ragnarsson
056 V88

Össur Anton Örvarsson

2-G

Eyðilagði símann minn fullur.

Agnar Daði Einarsson

3-I

Eyða 30-40 þúsund í tölvuleik á einu kvöldi og hreinsa bankabókina í leiðinni

3-A

Taka tíu skot á tóman maga.

Anna Vala Guðrúnardóttir 3-F

Ég mætti sólarhring of snemma á flugvöllinn því að ég ruglaðist á dagsetningunni á fluginu.

Arnar Máni Ingimundarson 3-U

Fór á æfingu og skildi bílinn eftir í gangi alla æfinguna, bruh.

Guðrún St. Sigurgeirsdóttir

3-S Misskilja „thunder” leikinn með því að chugga sterka mjólk.

Hrafnhildur Una Magnúsdóttir

3-A

Að mæta með hliðarskiptingu í 2. árs bekkjarmyndatöku #neverforget.

3-Y

Brjótast inn í hús með markmiðið að setja kerfið í gang.

Kristjana Aðalsteinsdóttir 3-E

Þegar námsráðgjafi í Verzló kom að sækja mig dauða af djammi.

Laufey Pálsdóttir 3-U Cry over men.

Soffía Kjaran Pétursdóttir

3-X

Bakkaði á kyrrstæðan vörubíl og var með plastpoka á afturrúðunni í fjóra mánuði.

Soffía Sól Andrésdóttir 3-D

Fara með glas inn á Vælið.

Sóley Sveinbergsdóttir

3-I

Var að bakka með bakkmyndavél og sagði: „Shit bakkaði næstum á vegginn,“ hélt svo að ég væri komin í drive en bakkaði svo beint á vegginn.

Stefán Björn Skúlason

3-E

Fara þunnur í flug.

Tómas Bjarki Jónsson

3-S Að ég hafi byrjað að kalla sjálfan mig BJ.

Allan Fernando Helgason Kristinn Ólafur Jóhannsson
057 Nemendur & kennarar

LAUNAHÆKKUN

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Kynntu þér séreignarsparnað á islandsbanki.is/sereignarsparnadur

2%

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Ef ég væri

Stofurotta

g vakna um morguninn. Fer í skólann með tárin í augunum og kökk í hálsi. Ég kem inn í stofuna, sest við borðið mitt og hlusta á kennarann. Ég byrja fljótlega að gráta. Af hverju græt ég? Jú, því að ég er stofurotta. Eftir fyrsta tíma fórna ég mér út á gang, aðeins til að fylla á vatnsbrúsann minn. Verstu tvær mínútur lífs míns. Kári Daníel horfir á mig meðan ég fylli á brúsann minn, hann er nú meiri steikin. Á leið minni aftur inn í stofu mæti ég Andra Sæberg Diego, ætlar án gríns enginn að segja honum að fara í klippingu? Þegar ég kem inn í stofu þá er bekkjarsystir mín komin með einhverjar vinkonur í heimsókn inn í stofuna mína. Þær hlæja mikið og hátt, hvarflar það ekkert að þeim að ég vil kannski fá smá frið í korterinu? Ef það er rangt að vilja smá frið í korterspásunni þá vil ég ekki hafa rétt fyrir mér, kærðu mig. Loks gengur kennarinn inn í stofuna og tíminn hefst. Ég tek upp tölvuna mína og

legg mig allan fram í öllum tímum dagsins og er með einbeitingu allan tímann, þangað til Saga Klose gengur fram hjá stofunni minni. Ég er ekki að grínast þegar ég segi þetta en ég myndi örugglega myrða bekkjarbróður minn Sævar bara svo Saga myndi hrækja á andlitið mitt. Ég fæ limhörku og allt í einu vill kennarinn að allir í stofunni standi upp og teygi úr sér. Ég er ekki fær um að standa upp því ég er klæddur í gráar joggingbuxur og eru nú gráar joggings og limharka ekki góð blanda. Þegar allur bekkurinn stendur upp sé ég samt að annar bekkjarbróðir minn er einmitt líka að glíma við sama vanda og ég. Sá bekkjarbróðir heitir Ómar og hann stendur upp. Með því að horfa á hann standa upp með limhörku fæ ég það sjálfstraust sem ég þarf til að standa sjálfur upp. He walked so I could run. Takk Ómar. Þegar skólinn klárast labba ég út í strætóskýli og bíð eftir strætó númer 14. Loks kemur strætóinn og ég eyði mínum

seinustu 490 kr. í vagninn. Á leiðinni heim með strætónum er snjóbolta kastað í rúðuna og hún brotnar. Ég horfi á það sem eitt sinn var flott rúða en er ekkert nema eintóm glerbrot núna og hugsa með mér hversu mikið þessi rúða minnir mig á samband mitt og Sóllilju. Loks kem ég heim og þá fer ég beinustu leið upp í rúm og snerti mig. Síðan sofna ég. REPEAT

É
„Ég byrja fljótlega að gráta. Af hverju græt ég? Jú, því að ég er stofurotta.“
060 V88
Skorri

K óngasófakóngur

Ég vakna eldsnemma með kláða í marmarann, enda heilir ellefu tímar síðan ég steig seinast á þennan fallega stein. Morgunrútínan mín er einföld, ég dríf mig á lappir og fer beint að horfa í spegilinn. Ég lít á þennan fagra mann á móti mér og segi við hann „þú ert bestur“ og æfi hláturinn „hehehe“. Ég keyri í skólann á blóðrauðri Teslu. Bíllinn hafði vaknað langt á undan mér og var því orðinn passlega heitur. Ég hækka í græjunum þegar ég heyri að Good Life með Kanye er komið í tólið. „One good girl is worth a thousand bitches“ - vá hvað ég tengi við þetta lag. Ég rúlla inn á Verzló bílastæðið og legg á ská í ÞRJÚ stæði, ekki séns að ég sé að fara að láta rispa gripinn. Ég er mættur langfyrstur á marmarann og fer beint í kóngasófana, opna glænýja fjögurra punkta Lyft freeze og cracka einn Sunny Soda, gæti lífið orðið betra? Eftir gucci chill sé ég að tíminn er byrjaður en væntanlega hinkra ég í fimm mínútur því

að alvöru marmarakóngar mæta ALLTAF fashionably late. Í hádeginu sé ég að það er útgáfa nýja Kvasis blaðsins, mest kvíðavaldandi viðburður ársins. Ég og nokkrir top dogz förum og grípum okkur blað og plöntum okkur svo í kóngasófana. „HEHEHE“ ómar um marmarann þegar við kóngarnir sjáum að það má finna nafnið mitt á ÖLLUM slúðurblaðsíðunum. „Shii boys þetta er orðið ekkert eðlilega þreytt haha, eru það þið sem eruð að senda þetta inn?!“ Segi ég en ég meina þetta fóðrar ego-ið, eykur vinsældir og eins og minn maður Jordan Belfort í Wolf of Wall Street sagði: „Þetterbarabusiness“. Sjálfur er ég að horfa á hana í sautjánda skiptið núna og sælliddu gjemli hún ekkert eðlilega góð. Skyndilega tek ég eftir því að það er einhver mega skvís á þriðju hæð að stara á mig. Ég hendi á hana fingurkossi og hvísla svo að félaga mínum: „Búmeðana“. Eftir ekkert eðlilega langan bókfræðslu tíma eða hvað sem þetta heitir er ég orðinn ekkert eðlilega

þreyttur. Mest af öllu langar mig í „kre“ (kreatín) þannig það fyrsta sem ég geri þegar ég kem heim er að taka þrefaldan ráðlagðan dagskammt af kreatíni, skeið í munn, því Gummi Emil segir að maður eigi að gera það. Um kvöldið fatta ég að við í NFVÍ TV erum búin að plana að taka upp surströmming challenge í nemkja. Ég bruna af stað, sæki nokkra kings, við hendum okkur í ljós og svo beint upp í skóla. Þegar við mætum niður í nemkja spyr einn kingsi mig: „Yo gjemli náðir þú að redda myndavélinni?“ Fukk oshit ég hafði gleymt því að ÉG átti að redda myndavél gaddem, okei svekk. Áfram gakk. Við í nefndinni gerum hvort sem er aldrei neitt á fundum nema betta og rifja upp helstu senur úr Wolf of Wall Street. Sama sagan með Íþró fundi. Ég kem heim og labba stoltur fram hjá speglinum og segi við sjálfan mig: „Another day another dub.“

061
„Gæti lífið orðið betra?“
Nemendur & kennarar

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Myndir frá skólaárinu

062 V88
063
Nemendur & kennarar

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Hrafn Ingi Agnarsson

Skápurinn

Um hvað hugsar þú þegar talað er um skápa. Skápinn inni hjá þér? Gamlan skáp? Stóran skáp? Nýjan skáp? Lítinn skáp? Þetta eru allt mjög eðlilegar hugsanaromsur orðsins skápur. Hins vegar, það fyrsta sem sumir hugsa þegar skápar koma upp í samræður er að koma út úr skápnum. En hvað er að koma út? Að koma út gefur til kynna að maður var inni í einhverju til að byrja með, þaðan kom myndlíkingin að vera í skápnum. Þessi myndlíking hefur verið til lengi. Að koma út merkir einfaldlega það ferli sem þú gengur í gegnum til að skilja kynhneigð þína. Það felur í sér að kanna kynhneigð þína sjálfur, deila því opinberlega og byrja að lifa opinberlega með henni. Að vera heiðarlegur um hver þú ert, í stað þess að finna fyrir þörfinni að fela sig á bak við leyndarmál, léttir gríðarlegri byrði af herðum margra.

„Að vera heiðarlegur um hver þú ert, í stað þess að finna fyrir þörfinni að fela sig á bak við leyndarmál, léttir gríðarlegri byrði af herðum margra.“

Frá fæðingu erum við flest skilyrt til þess að passa inn í ákveðið mót. Menning okkar og fjölskyldur kenna okkur að við „eigum“ að laðast að fólki af ákveðnu kyni og að strákar og stelpur eigi að líta svona út, hegða sér svona og líða á

vissan hátt. Samfélagið okkar framfylgir eindregið sínum eigin hegðunarreglum varðandi kynhneigð og kynvitund. Þar af leiðandi fáum við flest þau skilaboð að við verðum að vera gagnkynhneigð og haga okkur samkvæmt skilgreiningu samfélagsins á kyni okkar. Fáum okkar var kennt almennilega að við gætum orðið ástfangin af einhverjum af sama kyni. Þess vegna eru svo mörg okkar hrædd, áhyggjufull eða rugluð þegar við stöndum frammi fyrir sannleikanum.

Að koma út getur verið mjög strembið ferli. Fyrir hinsegin fólk, getur komið upp hræðsla um að vera öðruvísi eða að falla ekki inn í þau hlutverk sem vinir þínir, fjölskylda eða skólafélagar ætlast til af þér. Þú ert það mikilvægasta í þessu ferli. Það þýðir ekkert að flýta sér með svona ákvörðun, svo gefðu þér tíma. Ekki láta undan þrýstingi til að komast að kynhneigð þinni strax eða setja merkimiða á hana. Þú ert mikilvægasta manneskjan í þessum aðstæðum, svo ekki finnast þú þurfa að gera eða segja neitt sem setur þarfir annarra framar þínum eigin. Það er algjörlega undir þér komið hvort, hvenær og hvernig þú deilir skoðunum þínum um kynhneigð þína.

„Þú ert það mikilvægasta í þessu ferli. Það þýðir ekkert að flýta sér með svona ákvörðun, svo gefðu þér tíma.“

Skápurinn er ekki skemmtilegur staður til að festast í og að vera í honum þýðir að þú þarft að horfast í augu við marga erfiðleika. Það erfiðasta við að vera í skápnum er ekki að þykjast vera einhver annar, verða fyrir áreiti eða fordómum heldur er það að koma út. Erfiðasta, en besta ákvörðun sem ég, persónulega, hef tekið er að koma mér út úr þessum blessaða skáp. Sumar af mikilvægustu og erfiðustu ákvörðunum í lífi hinsegin fólks tengjast því að koma út. Að taka stökkið er mismunandi fyrir alla og upp vakna spurningar sem þarf að velta fyrir sér. Hvernig mun það hafa áhrif á framtíð þína? Fjölskylduna þín? Vini þína? Vinnuna þína? Spurningarnar virðast endalausar.

Umkringdu þig fólki sem styður þig og forðastu fólk sem gerir það ekki. Það verður vel þreytt að vera í skápnum og hlusta á vini þína nota niðrandi orð, segja homophobic brandara og geta ekki sagt eða gert neitt í því. Þú situr bara þarna og flissar eins og hálfviti, því þú vilt ekki að það komist upp um þig. Það er samt alveg jafn þreytt að heyra fólk nota slík orð eftir að þú ert kominn út.

Eftir að hafa komið út verður auðveldara að hitta annað fólk með svipaðar tilfinningar og með tímanum getur það haft jákvæð áhrif á alla þætti lífs þíns, þegar þú ert hamingjusamari og finnur að þú getur verið samþykktur eins og þú ert í raun og veru.

Ímyndaðu þér. Þú vaknar og setur upp grímu um leið. Á hverjum degi breytist þú í aðra manneskju en þú ert í raun. Þú ert að lifa tvöföldu lífi. Þú skiptist á mismunandi persónuleikum og milli tveggja ólíkra lífa. Skápurinn hljómar leiðinlegur og þreytandi, ekki satt?

064 V88
065 Greinar
Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert? 88 CoVerzlingar 1 Elísa Björnsdóttir2 . LiljaÁrnadóttir3 .Kolb rúnElma4 .Júlí ana K ari t as 5 . Ká ri F r e y r 6 . B r y n j a A n d e r im a n 7. Har fn h i l dur Árna dóttir 8. Kara Blöndla9. HildarBíet10. SóleyÞórarisndóttir 11 Högni Hjörvarsso1n2 . SunnaKristín13 .Ká riDaníe1l4 .Emil Skúl i 15 . V i k t roi a K r i s t í n 1 6 . E lf a Ó l a f s d ó t t ir 17. Dr í fa Lý ðs dóttir 18. Embla Hjaltalín19. DaraSóllilja20. MarvinSigrúnarson 21 . MaríaVignir22 . NadíaHjálmars 23 . S a ga M a gnú sdó t t i r 2 4 K a t r í n E i n a r s d ó t t ri 25. E lmar Foss berg 26. 3. B27. mEilíaÓks28. aSraLidn29 Listó 30 Telma Ösp 3.1 HelenaRnú32 . BrynídsBjarandótti r 33 . iHld ur R e ykd al 34 . N ó t t B e n e d i k t s d ó t t i r 35. Re be kka Ra ke l 36. Sonja Oliversdóttir37. AronOrriHilmarsson 38 Almar Orri Atlason 39 .Br yndísGunnl au gsdó tti r 40 . M ark ú s I n gi 4 1 . H u g r ú n L aó 42. T inna Karen 43. Saar Soffía44. SunnaLíPfurisveic45.Katrín Einarsdóttir 46. AlmarDaði74 . ByrndísMarta48 .ÍaskLo gi 49 . El mar F sosb e r g 5 0 J ú l í a n a K a r í tas 51. Nökkv i Rey n isson 52. AlexíaAxels53. DaníelIngi54. Kristín Marý 55. Vigdís Helga56 . ArnarMáni 57 GrettirRóbertsson58 . HilmarGoði59 .And ri Cl ausen 60 . S t ef á n F a n n a r 6 1. S a l ka S igamrs 62. Ey dís Helag 63. iBrkirSnær64. AndriDagur 65 iSndri aDgur66 . EgillMagnsúson67 .KristinnÓ l af ur 68 . #T ene 69 . A l v a r M á n i 7 0. H il d ig unnur Ýr 71. Viktor ía Ósk72. ArnarKári73. EmmaSteinsen 74. KrummiKaldal75 . KristínJúlíusdótti r 76 . S alk a M ei 77 . J e n n ý G u ð m u n ds dótt ir 78. Lára Lilja 79. MarrgétaMría80. Rebekka Rán 81 Ísey Sævars28 . AnrarKári83 .Dó ra Sjöf n 84 . E va D i l já 8 5 B e r g l i n d G u n n ars dótt ir 86. Allan Fernando87. JanaFalsdóttir88. V88 066 V88
88 Veikustu hlekkir 1 Lítil börnsemspilaáfiðlu2 . Pörsemtakamyndi ríBúbbl unni 3 . B yrl arar 4 . Bö rn sem g r á t a í fl u g v é l u m 5 V in i r esm ru kka fy rir far 6. Busar 7. lGeraugnag láamr8. óFlksemfærháaeinkunn í vlréitunraprófum 9. Áhrfiaavldar10 . Fólksmeskliurekkikahdlæð ni11 .Vrezl i n gra sem add a ö l l u m á F a c e b o o k d a g inn fy r ir kosn ing av i ku 12. Ein kabörn13. Fólksemflexaraðtrúaekkiástjörnuspeki 14 . Fólksemsegirfrád raumunum sí num í mik l um smá at r i ð u m 1 5 . F ó l k s e m key r i r hæg t á v ins tr i a kre in 16. Fólksemsendirstreasknöpp17. Fólksemhatar ketti 1.8 FólksempóstaráNFVÍgrúppunaþ risvardáag19 .Fólk esm k ann ekk i m u n i n n á h æ g ri o g v ins t r i 20. Eins ta kling ar sem leggjaillaáVÍbílastæðinu21. Fólksemerdónalegt við afgreiðslufólk 22 . emeringar23 .Fólksemlætur annað fólk vi t a að þ að sé a ð f a r a í r æ k ti n a 24. A l þ j óða be kkir 2.5 Fólksenmotarhúfiunnandyra26. óFlksemlætur ömmmu ísnaneþnáútbúnaetsiyfirrsi g27 .Graðbæin agr 28 . Má l fó 92 . Sk i l n a ð a r b ö r n 3 0 H a ms t r a r 31. Fó l k sem seg ir„ mmyes “32. Nefndirsemtakaekkiinnbusa 33. Kattamanneskjur 3 4 F ó l k s e m les e kk i V88 3.5 Montrasasr36. Fólksemehrimrallatffetir öðrmu 37. Flóksemroparvreril yktenþaðprumpra 83 .óFlk sem l æt ur al l t s n ú a s t u m s ig s j á l f t 39. Fó l k sem ý kir hálsbólguröddinasína40. Örvhentir41 Lummulingar 42. Fólkmeðtásublæti43 .Fólk semlætur ekk i ni ð ur set un a 44. Fó l k sem v illaltlaffbáitaeðasopaafmtanuemða drykknum manns45 . Listabekkir46 .Kvefðafólk47 .óFlk sem geri r t h i r s t t r a p s á T i k T o k 4 8. F ó l k sem p óstar myndáInstagrammeðSnapchatfilter49 Blikkandijólaseríur50 . FullorðiðfólkáTikTok51 .Fólk sem versl a r st ó r i n n k a u p í H a gkaup 52 . FólksemábæðiiPadogM acB ook 53 . Fó l k m e ð h i k s t a 5 4. F ó l k sem hr ý tur 55. Fólksemferundirsængígallabuxum 56 Flóksemsefurísokkum57 .Flaaetrthers58 .Fó l k sem e r d ó n a l e gt v i ð f j ö ls kyl dume ð l imi 59. Fólksemminnirkennarannáaðsetjafyrir heimavinnu 60 . Fólksemaf þakkarból usetni n gu 61 . F ó l k s e m k a n n e k k i g runnrge lur ístafsetningu62. Fólksemelskar ennþá Friends63 . Fólskemfsræé rýn jía si nn 64 . Fó l k se m s t o p p a r á g u lu lj ós i 65. Fólksemhlustarájólalögofsnemma 66 Gillzarar 67 . Fólksemhlustar ein gö n gu á ra pp 6 8 S o p a d j a m marar 69. Fólksekmannekkiðasynda70. Fólk semælirþegaþraðehyra að ra æl a 71 . Fó l k s e m t r ú i r á s t j örnusp ár 72. AllirsemfórutilÍtalíuílistasöguferðina 73 . Nefndirsemklæð ast b ara l eð r i 7 4 . F ó l k sem
7
ú lp
á V æ l
ð 79. Fó lk meðhnetuofnæmi80. Kennarasleikjur 8
he ima í kóngasófunum82. Verzlinagr semfaratilDVafð yrrab ra gð i 83 . F ó l k s e m tann burstar ekkiámorgnana84 Fólk semgengurhægtíf jölmenni 85 Fólksemsegir „égveitþ að“ þ e ga r þ v í e r h r ó s a ð 68. Fó l ksesmpy rspurningaþegartmíinn realvegaðevrðabúinn87 .Kl ö gsuk jó ð u r 8 8 . F ó l k sem þ ar falltafaðverafórnarlambið 067 Áttatíu & átta
el i ðr éttir kennarann57. Fólksem nator ekksitenfuljós
8 .Þie r esm mætt u í
u
i
1 . F ó l k s e m á

Plötuannáll

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Lag ársins

Stórar spurningar heilinn minn spyr, hvað er lag ársins? Úr hópi góðra laga varð Spurningar eftir Birni og Pál Óskar fyrir valinu. Hér höfum við dúóið sem við vissum ekki að við þurftum. Lagið er gott íslenskt popplag sem var einkennandi fyrir ár margra Verzlinga. Það eru margar spurningar sem við spyrjum okkur á þessum tímum sem virðist erfitt að fá svör við. Gaman er að sjá tvo ólíka listamenn koma saman og vinna að þessu verki. Það getur líka ekki talist sjálfsagður hlutur að fá sjálfan Pál Óskar í svona verkefni með sér. Lagið kom út snemma á árinu og olli ekki vonbrigðum þá né þegar það var spilað í útvörpum alls staðar um landið í desember, enda var það í stanslausri endurspilun allt árið. Lagið náði strax miklum vinsældum á landinu og fljótlega kunnu allir lagatextann og sungu með. Lagið er um þær spurningar sem vakna þegar maður er í sambandi við aðra manneskju eða nú bara í sambandi við sjálfan sig. Þó texti lagsins sé einfaldur þá fjallar hann um flókin mál. Lagið nær að hressa mann upp og koma manni í gott skap. Metnaðarfullt myndband fylgir og ef lagið hefur ekki komið manni í gott skap nú þegar gerir myndbandið það svo sannarlega.

068 V88
Spurningar - Birnir, Páll Óskar
069 Annálar

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Dawn FM - The Weeknd

Það er fátt, jafnvel ekkert, betra en að byrja nýtt ár með nýrri Weeknd plötu. The Weeknd lýsti hugmynd plötunnar sem ber nafnið Dawn FM sem hreinsunareldsástandi — ferð í átt að „ljósinu við enda gangsins“ en platan kemur í framhaldi af plötunni After Hours sem kom út árið 2020. Það sem er lýsandi fyrir plötuna er að það er nýr hljómur í söngvaranum sem við höfum ekki heyrt áður. Hann fer meira í átt að hamingjunni og frá þunglyndinu, sem getur vissulega talist jákvæð breyting. Dawn FM er fimmta stúdíóplata The Weeknd og eru allt í allt sextán lög á henni. Platan inniheldur upptökur af frásögnum leikarans Jim Carrey og á henni koma fram listamenn á borð við Tyler, the Creator og Lil Wayne. Platan er blanda af R&B frá níunda áratugnum og einhvers konar evrópsku diskói. Þau lög sem standa upp úr að okkar mati eru Sacrifice, How Do I Make You Love Me og Less Than Zero.

Red (Taylor´s Version) - Taylor Swift

Taylor Swift kom með „iconic“ endurkomu á árinu með þessari endurgerð af upprunalegu plötunni Red sem hún gaf út árið 2012 — Red, Taylor’s version. Hvort sem maður elskar eða hatar Taylor Swift þá verður því ekki neitað að hún er ein allra vinsælasta söngkona okkar tíma. Platan inniheldur þrjátíu lög sem eru eins og áður kom fram nýjar útgáfur af gömlu lögunum hennar. Þar sem liðin eru tíu ár frá útgáfu upprunalegu plötunnar er hljómurinn á nýju plötunni aðeins þroskaðri og yfirvegaðri. Það sem stendur klárlega upp úr á þessari plötu er tíu mínútna útgáfa lagsins All Too Well. Stuttmynd var einnig gefin út við lagið sem Taylor leikstýrði sjálf og vakti mikla athygli.

Certified Lover Boy - Drake

Það er enginn annar en Drake sem er að vinna leikinn í dag, á morgun og á hinn sem og alla aðra daga. Það kemur ekkert á óvart, enda er maðurinn sá allra vinsælasti í tónlistarheiminum núna. Drake hefur nú fært okkur aðra plötu, sem allir tryggir aðdáendur hans eru að sjálfsögðu ánægðir með. Platan sló svo sannarlega í gegn og fáum við að sjá mjúku hlið Drake eins og hún leggur sig, en að sjálfsögðu fengu nokkur stuðlög að fljóta með. Platan átti upphaflega að koma út í janúar 2021 en okkar maður seinkaði útgáfunni og kom hún á endanum út í september sama ár. Orðrómur var um mikla samkeppni og spennu á milli Drake og Kanye enda báðir gríðarlega vinsælir í tónlistarheiminum. Sumir myndu hreinlega segja að Drake sé „too big to fail“ en það má hver og einn meta fyrir sig. Þau lög sem standa upp úr að okkar mati eru Way 2 Sexy, Fair Trade og Knife Talk.

070 V88
Plötuannáll

Inspector Spacetime - Inspector Spacetime

Hljómsveitin Inspector Spacetime kom með góða innkomu og hristu vel upp í íslensku tónlistarsenunni á árinu með þessari plötu, sem er samnefnd hljómsveitinni. Sveitin er skipuð þremur ungum og upprennandi tónlistarmönnum og er þetta þeirra fyrsta plata. Lögin á plötunni eru orkumikil og fá mann svo sannarlega til þess að dansa. Lifandi flutningur hljómsveitarinnar er ekki síður frábær samkvæmt okkar sterkustu heimildum og við hlökkum til að sjá hvað kemur frá þeim næst. Þau lög sem standa upp úr að okkar mati eru Dansa og bánsa, Hvað sem er og Teppavirki.

Voyage - ABBA

Í byrjun nóvembermánaðar gaf heimsfræga og heittelskaða bandið ABBA út nýja plötu sem kom öllum á óvart. Hljómsveitarinnar hefur verið sárt saknað og við fögnum svo sannarlega endurkomu hennar. Platan er það fyrsta sem Eurovision goðsagnirnar gefa út í fjörutíu ár og náðu þau gjörsamlega að heilla fólk enn og aftur með tónlistinni sinni. Platan Voyage er mjög lífleg og falleg og nær hljómsveitin að halda vel í sama tónlistarstíl sem einkenndi þau á áttunda áratugnum. Það er eitthvað sem ABBA hefur sem nær að heilla okkur öll upp úr skónum, mikil tilfinning er í lögunum þeirra sem þau ná að koma til skila í gegnum tónlistina. Þetta er klárlega plata sem allir aldurshópar geta hlustað á og notið saman. Þau lög sem standa upp úr að okkar mati eru Don’t Shut Me Down og I Still Have Faith In You.

CALL ME IF YOU GET LOST - Tyler, the Creator

Hér höfum við kærkomna rapp plötu frá honum Tyler okkar sem veldur aldrei vonbrigðum. Platan var gefin út í fyrrasumar og framleidd af Tyler sjálfum en þetta er hans sjötta stúdíóplata, hvorki meira né minna. Í henni heyrist vel ákveðinn tónn sem er einkennandi fyrir rapparann og er að einhverju leyti smá nostalgískur. Vert er að nefna góðan straum á milli laganna á plötunni, það eykur því upplifunina að hlusta á hana í réttri röð. Þau lög sem standa upp úr að okkar mati eru WUSYANAME, SWEET / I THOUGHT YOU WANTED TO DANCE og LEMONHEAD.

071 Annálar

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Maðurinn hefur heillað hjörtu okkar síðan fyrsta platan hans kom út árið 2016 og hann hættir ekki. Aron Can gaf út fjórðu plötuna sína í lok júní og má með sanni segja að hún hafi slegið gjörsamlega í gegn. Platan vekur upp alls konar tilfinningar og kom mörgum okkar í gegnum þennan skrítna veruleika sem við lifum í þessa dagana. ANDI, LÍF, HJARTA, SÁL er fyrsta plata Arons þar sem hann fær aðra tónlistarmenn til að syngja inn á. Listamennirnir sem koma fram á plötunni eru rapparinn Birnir, söngkonan GDRN og norski söngvarinn Unge Ferrari. Þó við viljum meina að öll lögin á plötunni séu góð, þá hafa lögin BLINDAR GÖTUR, GLASIÐ og SVEIF staðið upp úr að okkar mati.

30 - Adele

Bushido - Birnir

Við elskum öll röddina hennar Adele og við vitum að það gerið þið líka. Eftir sex ára fjarveru er söngkonan svo sannarlega komin til baka af krafti með sína fjórðu stúdíóplötu. Platan kom út í seinni hluta nóvember en er samt sem áður ein vinsælasta plata ársins. Þetta kemur engum á óvart enda er ekki ólíkt Adele að slá öll met. Í lögunum fjallar Adele um skilnað sinn og móðurhlutverkið sem setur nýjan blæ á tónlistina hennar. Heitið á plötunni segir til um aldur hennar þegar hún skrifaði lögin en allar plötur hennar hafa þetta sama þema. Sumir segja að hér sé um að ræða hennar bestu plötu og við getum leyft okkur að vera sammála því. Þau lög sem standa upp úr að okkar mati eru Easy On Me og Oh My God.

Það var kominn tími á að fá ferskt rapp beint í æð og þá kom Birnir svo sannarlega til bjargar. Það má segja að þessi nýja plata hans, Bushido, hafi vakið íslenska rappið aftur upp úr dvala. Bushido er önnur plata Birnis, en hann gaf út sína fyrstu plötu, Matador, árið 2018. Birnir er eins og margir vita einn fremsti rappari landsins og hefur hann verið að gera virkilega góða hluti. Platan er tilfinningaþrungin og inniheldur bæði lög sem eru róleg og lög sem hægt er að setja í botn á djamminu. Með plötunni hefur Birnir sannað enn einu sinni hversu hæfileikaríkur listamaður hann er. „Merch-ið“ sem hann gaf út í framhaldi vakti ekki síður mikla lukku, enda ótrúlega töff. Þau lög sem standa upp úr að okkar mati eru Slæmir ávanar, Baugar og F.C.K.

072 V88 Plötuannáll

Hin unga og efnilega Olivia Rodrigo gaf út plötuna í framhaldi af hinu heimsfræga lagi Drivers License sem umbylti netheimum og varð gríðarlega vinsælt á TikTok. Þessi hæfileikaríka söngkona varð heldur betur fljót að skjótast upp á stjörnuhimininn en þetta er hennar fyrsta plata. Það má segja að platan hafi nánast verið gerð til þess að „blast-a“ á rúntinum með allt í botni en textinn í lögunum litast aðallega af sambandsslitum og ástarsorg. Flest lögin hafa farið beint á topp vinsældarlistanna um allan heim. Þau eru skrifuð af Oliviu sjálfri og framleiðanda hennar í samkomubanninu. Þau lög sem standa upp úr að okkar mati eru good 4 you, traitor og drivers license.

Happier Than Ever - Billie Eilish

Seinasta sumar gaf Billie út þessa nýju plötu sem ber nafnið Happier Than Ever sem segir kannski til um hvar hún er stödd í lífinu um þessar mundir. Billie Eilish var ótrúlega ung þegar hún varð heimsfræg og hefur hún þroskast mikið í gegnum ferilinn. Á plötunni syngur hún um sitt persónulega líf í ótrúlegri hreinskilni. TikTok ýtti undir vinsældir á mörgum lögum á plötunni sem er tilfinningarík og góð að okkar mati. Þessi unga og hæfileikaríka söngkona geislar frá sér „girlboss energy“ hvert sem hún fer. Billie hefur nú þegar unnið sjö Grammy verðlaun og það lítur út fyrir að hún sé hvergi nærri hætt. Þau lög sem standa upp úr að okkar mati eru Happier Than Ever og My Future.

Eftir að hafa dregið útgáfuna eins og honum einum er lagið gaf Kanye West loksins út nýja plötu í lok ágúst. Ye er svo sannarlega í uppáhaldi hjá mörgum og því engin furða að allur heimurinn gjörsamlega trylltist þegar listamaðurinn kom með eitthvað nýtt á borðið. Donda er tíunda stúdíóplatan sem heimsfrægi og umdeildi rapparinn gefur út. Platan er nefnd í höfuð móður hans, Donda West, sem lést árið 2017 og er gerð í minningu hennar. Við erum virkilega ánægð með plötuna enda leynast þarna frábær lög, hvert á fætur öðru. Platan er fyrst og fremst hip hop plata, en inn á milli má sjá hinar ýmsu tónlistarstefnur. Tónlistarmenn sem eru flestum Verzlingum kunnugir koma við á plötunni, og má þar nefna The Weeknd, Jay Z og Playboi Carti. Þau lög sem standa upp úr að okkar mati eru Moon, Hurricane og Jail pt. 2.

SOUR - Olivia Rodrigo
073 Annálar

Aron Can

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

ron Can Gultekin er rappari og tónlistarmaður sem hefur notið mikilla vinsælda í íslensku tónlistarsenunni síðustu ár. Frægðarsól Arons reis hratt upp þar sem hann var aðeins sextán ára gamall þegar hann gaf út sína fyrstu plötu, Þekkir stráginn, sem allir ættu nú að þekkja. Aron hefur verið tilnefndur til ýmissa verðlauna, þar á meðal til Íslensku tónlistarverðlaunanna og Hlustendaverðlaunanna. Platan sem hann gaf út í ár, ANDI, LÍF, HJARTA, SÁL, sigraði svo sannarlega hjörtu þjóðarinnar og hreppti fyrstu sætin á topplistum hérlendis. Ungir krakkar með drauma um tónlist geta svo sannarlega horft upp til Arons, þar sem hann sýnir þeim að þessir draumar eru ekki eins fjarlægir og þeir kunna að halda.

074 V88
A
075 Viðtöl

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Hvenær og hvernig fékkst þú áhuga á tónlist?

Áhugi minn á tónlist kviknaði þegar ég var mjög ungur og hefur alltaf verið til staðar síðan. Tónlist hefur alltaf verið stór partur af lífi mínu þar sem hún var mikið spiluð heima fyrir. Þegar ég var tíu ára fór ég að pæla mikið í gerð tónlistar, skoða texta og svoleiðis. Þegar ég var í kringum þrettán ára aldur ákvað ég að byrja að gera tónlist og þar hófst ferillinn. Við fimmtán ára aldur var ég orðinn alveg viss um að þetta væri það sem mig langaði að gera og þá vissi ég að ég ætlaði að verða tónlistarmaður.

Hvert var fyrsta stóra giggið þitt? Fyrsta stóra giggið var á Secret Solstice árið 2016. Þegar ég gaf út Þekkir Stráginn plötuna urðu Enginn Mórall og Rúllup strax mjög vinsæl lög og tveimur dögum eftir útgáfuna var ég á Prikinu og var beðinn um að spila á Solstice. Þegar ég fékk beiðnina var aðeins meira en vika í hátíðina þannig fyrirvarinn var mjög stuttur. Ég ákvað samt að samþykkja og sé ekki eftir því þar sem það kom mér áfram í bransanum. Upplifunin var geðveikt góð, ég bara mætti og spilaði. Þetta var fyrsta alvöru giggið mitt þar sem ótrúlega margt fólk var, það var alveg pakkað.

Ef þú værir ekki í tónlist hvað værir þú þá að gera?

Ég get eiginlega ekki ímyndað mér að gera eitthvað annað en tónlist, en ef eitthvað þá væri það örugglega tengt íþróttum. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á íþróttum og hreyfingu.

Ertu með einhver ráð fyrir ungt fólk sem vill feta í þín fótspor?

Hvernig byrjaði ferillinn þinn? Ég tók fyrsta lagið mitt upp á gamlan síma og gaf það út þegar ég var þrettán ára. Ég gaf út fullt af lögum, bjó síðan til heila plötu í kringum þau og gaf hana út á YouTube en eyddi henni síðan. Þá gekk ég undir nafninu Ronni Gull en endaði síðan á að eyða öllum lögunum og ákveða bara að heita Aron Can.

Hverju ertu stoltastur af sem þú hefur afrekað í gegnum árin?

Það er svo ótrúlega margt en ég er mjög stoltur af síðustu plötunni minni, ANDI, LÍF, HJARTA, SÁL. Platan er stærsta verkefnið mitt hingað til og ég lagði mjög mikla vinnu í hana. Maður á auðvitað fullt af frábærum minningum en þetta er það sem stendur upp úr akkúrat núna.

Áttu þér uppáhaldslag eftir sjálfan þig? Úff, þau eru svo mörg. Þó að ég dýrki að gera stuðlög eins og BLINDAR GÖTUR þá er ég mjög veikur fyrir rólegum lögum. Það lag er til dæmis mjög peppandi en textinn er eiginlega öfugur við lagið þar sem hann snýst um að vera týndur og vita ekkert hvert maður stefnir. Svoleiðis lög sitja í manni. Ég myndi því segja að rólegu lögin séu í uppáhaldi en annars er ekki hægt að gera upp á milli.

Að vera nógu forvitin, að spyrja bara endalaust. Ég hef reynt að sækja mér visku annarra og læra af öðrum. Fólk í tónlist í kringum mig er oftast eldra en ég og maður getur lært svo margt af öðrum. Flestir eru tilbúnir til að hjálpa manni og gefa manni þann stuðning sem maður þarf. Svo er það líka bara svoleiðis í tónlist að maður þarf að búa endalaust til og prófa endalaust nýtt. Ekki gefast upp, bara halda áfram. Ef þú hefur til dæmis áhuga á ákveðnum texta, æfðu þig í honum á hverjum degi og þá verður þú betri. Það virkar bara þannig, því meira sem þú gerir og því lengur sem þú gerir það, því betri muntu verða.

076 V88 Aron Can
„Það virkar bara þannig, því meira sem þú gerir og því lengur sem þú gerir það, því betri muntu verða.“

Hvernig var þín upplifun að koma fram á Verzló balli?

Ég dýrka að koma fram og spila fyrir Verzlinga. Það er ótrúlega gaman og alltaf langbesta stemningin. Maður veit alltaf við hverju maður á að búast og það er aldrei neitt vesen.

Hvaða stjörnumerki ertu?

Ég er sporðdreki.

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Örugglega að vera fullur í grunnskóla. Ég reyndi að ljúga að mömmu um hvar ég var og að ég hafi verið edrú, ekki sniðugt.

Hvað gerir þú í frímtíma þínum?

Ég stunda íþróttir, er til dæmis mikið í CrossFit. Ég nota einnig frítímann í að slaka á með kærustunni minni og hundinum mínum. Borða góðan mat og njóta, bara einfalt og gott.

Hvar sérðu þig fyrir þér eftir fimm ár?

Hvað álítur þú þinn helsta kost og galla?

Það mætti segja að minn helsti kostur og helsti galli sé sami hluturinn en ég er með mjög mikla fullkomnunaráráttu. Þetta getur verið bæði gott og slæmt en ég er alltaf að reyna að halda smá jafnvægi.

Áttu þér einhverja fyrirmynd í bransanum?

Listamenn sem hafa haft mest áhrif á mig hvað varðar tónlist eru örugglega Drake og The Weeknd. Þegar Trilogy platan hans Weeknd kom út hlustaði ég stanslaust á hana. Sú plata hafði því mjög mikil áhrif á mig tónlistarlega séð og veitti mér mikinn innblástur. Síðan eru gæjar eins og J. Cole sem ég fíla líka mjög mikið.

Ég vil klárlega halda áfram á sömu braut og ég er á núna. Ég er að gera allt það sem ég elska og ég held að tónlistin muni alltaf halda áfram. Maður veit samt aldrei hvort maður færi sig yfir í eitthvað annað. Það væri gaman að prófa eitthvað út frá tónlistinni, til dæmis eitthvað sjónvarpstengt. Mig langar líka að fara meira út og keyra tónlistina mína meira í öðrum löndum. Ég hef verið í Noregi og Danmörku, langar að halda því áfram og spila meira erlendis. Annars langar mig bara að gera það sem ég er að gera í dag og lenda í fleiri ævintýrum.

077 Viðtöl
„Ég vil klárlega halda áfram á sömu braut og ég er á núna. Ég er að gera allt það sem ég elska og ég held að tónlistin muni alltaf halda áfram.“

Ungir & efnilegir

078 V88

Stutt kynning á þér og því sem þú gerir Ég er í fatahönnun í listaháskóla Íslands sem er þriggja ára BA nám.

Hvenær og hvernig kviknaði áhugi þinn á fatahönnun?

Mig hafði lengi langað að hanna mín eigin föt en fyrir tvítugs afmælið mitt keypti amma mín saumavél handa mér og mætti segja að þá hafi áhuginn minn á fatahönnun kviknað. Eftir að hafa kynnst öllu sem fagið hefur upp á að bjóða hefur áhuginn bara aukist.

Hver eða hvað veitir þér innblástur? Í sköpunarferlinu mínu hverju sinni er það mjög mismunandi. Bekkurinn minn er alltaf ofarlega á lista, þau eru öll svo einstök og skapandi, algjör forréttindi að fá að vera partur af þessum hóp.

Hvar sérðu þig eftir þrjú til fimm á? Útskrifuð úr listaháskólanum, klárlega, en restin er dálítið óljós. Það eru margir vegir sem koma til greina en að fara í starfsnám eitthvert út er ofarlega í huga eins og er.

Hvað drífur þig áfram í því sem þú gerir? Áhuginn minn drífur mig mjög mikið áfram í því sem ég geri og líklegast lokaútkoman. Eins skemmtilegt og ferlið getur verið þá verður oft mjög erfitt að halda sér við efnið. Þá finnst mér oft hvetjandi að hugsa um hvernig ég vil koma verkinu frá mér. Ég vil auðvitað vera sátt með það sem ég geri og það fær mig til að halda áfram og gera betur.

Hvað ergir þig? Innan iðnaðarins, fast fashion. Gerið öllum fatahönnuðum greiða og hættið að versla hjá Shein.

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Þetta er erfið spurning en ég vil ekki afhjúpa mig of mikið þannig ég kem bara með eina sögu síðan ég var yngri. Ég, systir mín og frænka mín bjuggum til ógeðsblöndu í stóra fötu og helltum henni síðan niður stigaganginn hjá ömmu. Við flúðum síðan að heiman í nokkra klukkutíma vegna þess að við vorum svo hræddar við að vera skammaðar. Greyið amma endaði á þurfa að þrífa þetta allt upp.

„Gerið öllum fatahönnuðum greiða og hættið að versla hjá Shein.“

Thelma Gunnarsdóttir

079 Viðtöl

Stutt kynning á þér og því sem þú gerir Ég er að ljúka meistaranámi í lögfræði og tek að mér hin ýmsu verkefni samhliða því, sem tengjast flest baráttu gegn kynferðisofbeldi.

Hvað ert þú að fást við þessa dagana? Ég er með alls konar verkefni í gangi, það helsta núna er forvarnarstarf fyrir skemmtistaði, fræðsla tengd kynbundnu ofbeldi og svo er ég sjálfboðaliði hjá Frú Ragnheiði.

Hvað drífur þig áfram í því sem þú gerir? Ætli það sé ekki fólkið sem segir mér að ég hafi haft góð áhrif á þau og tilhugsunin um að ég geti haft einhver áhrif sem gera samfélagið og viðmót fólks þolendavænna og skilningsríkara.

Hvar sérðu þig eftir þrjú til fimm ár? Ég vona að vegferðin sem ég er á núna muni landa mér starfi á sviði mannréttindabaráttu sem ég brenn fyrir. Ég verð líklegast búsett miðsvæðis í Reykjavík eða í einhverri sætri borg í Evrópu og ég vona að ég verði jafn hamingjusöm og ég er núna.

Hvað eða hver veitir þér innblástur? Allt magnaða fólkið í kringum mig. Ég á mikið af ótrúlega öflugum vinum og vinkonum sem veita mér innblástur á hverjum degi og ég er mjög heppin að geta speglað mig í þeim. Ofan á það á ég frábæra fjölskyldu sem ég dáist líka mikið að og þar eru margar fyrirmyndir sem veita mér innblástur.

Hvað ergir þig?

Fólk sem er þröngsýnt og neitar að skoða önnur sjónarmið. Heimurinn væri betri ef við værum öll með opnara hugarfar.

Kolbrún Birna

Er eitthvað sem þú veist í dag, sem þú hefðir viljað vita á þínum unglingsárum?

Kynnist fólki sem þið tengið við og setjið tíma í að rækta vinasambönd, það margborgar sig. Einkunnir í menntaskóla þýða svo lítið, nýtið frekar tímann í að skapa skemmtilegar minningar.

Hvað finnst þér vera stærsta vandamálið í samfélaginu um þessar stundir?

Loftslagsmál, kynbundið ofbeldi, rasismi og fordómar almennt sem kjarnast flest í skorti á samkennd.

Fólk á að geta hugsað um eitthvað annað en eigin hagsmuni.

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Hélt að ég kæmist upp með að kunna bara „je ne sais pas“ fyrir munnlegt frönskupróf þegar ég var í menntaskóla, það gekk ekki.

Hallgrímsdóttir Bachmann

„Ég á mikið af ótrúlega öflugum vinum og vinkonum sem veita mér innblástur á hverjum degi og ég er mjög heppin að geta speglað mig í þeim.“
080 V88 Ungir & efnilegir

Stutt kynning á þér og því sem þú gerir Ég heiti Ísak Bergmann

Jóhannesson og ég er 19 ára atvinnumaður í fótbolta.

Hvenær byrjaðiru í fótbolta?

Ég byrjaði í fótbolta þegar ég var þriggja ára.

Hvernig komst þú þér á þann stað sem þú ert á í dag?

Með því að fórna hlutum sem aðrir eru ekki tilbúnir til að fórna.

Hvað þreytir þig áfram?

Að verða betri en ég var í gær í öllu, betri íþróttamaður, manneskja og leikmaður.

Hvar sérðu þig eftir þrjú til fimm ár? Ég verð nýbúinn að spila á HM og verð á mínu þriðja tímabili með liði í topp fimm deild í Evrópu. Ég verð vonandi kominn með litla fjölskyldu með mér líka.

Hver er fyrirmyndin þín í fótboltanum? Kevin De Bruyne.

Hvað er það vandræðalegasta sem hefur gerst við þig á ferlinum?

Líklega að fá gult spjald fyrir að vera ekki í legghlífum í þriðja flokki.

Er eitthvað sem þú hefðir viljað vita þegar þú varst að byrja?

Að maður þarf ekki að vera næs við alla, manni má finnast fólk leiðinlegt.

Ertu með eitthvað ráð fyrir aðra yngri iðkendur sem vilja komast langt?

Að spá ekki út í það sem þú getur ekki stjórnað, heldur einblína alltaf á það sem er í þínum höndum.

Áttu þér uppáhaldsleik eða mark? Uppáhaldsleikurinn var þegar við unnum Breiðablik 5-1 í Fífunni 2018 og tryggðum okkur nánast Íslandsmeistaratitilinn í öðrum flokki. Uppáhaldsmarkið er fyrsta landsliðsmarkið mitt.

Ísak Bergmann

Hvaða afsökun notarðu oftast? Ég er hangry.

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert? Ég fékk rautt spjald með landsliðinu.

spá ekki út í það sem þú getur ekki stjórnað, heldur einblína alltaf á það sem er í þínum höndum.“

081 Viðtöl
„Að

Stutt kynning á þér og því sem þú gerir

Ég er 17 ára starfandi tónlistarkona og sem alla mína tónlist sjálf í stúdíóinu mínu heima.

Af hverju varð þetta listamannanafn fyrir valinu?

Gugusar er nafn sem ég gerði sem notendanafn í Roblox þegar ég var átta ára, þar sem ég mátti ekki nota mitt alvöru nafn. Ég veit ekki af hverju ég valdi þetta nafn, en það hefur fylgt mér síðan.

Hvernig komstu þér á staðinn sem þú ert á í dag?

Þetta er svo pirrandi svar en það sem ég gerði var að gefast ekki upp. Það koma svo mörg augnablik þar sem ég vil hætta en það er svo mikilvægt að halda áfram.

Hvað veitir þér innblástur?

Allt og ekkert. Litlu hlutirnir í daglega lífinu veita mér líklegast mestan innblástur. Hljómsveitin Injury Reserve kom mér reyndar í tónlist og er það henni að þakka að ég er að gera tónlist í dag.

Er eitthvað sem þú veist í dag og hefðir viljað vita þegar þú varst að byrja?

Það er eðlilegt að ganga illa og vel til skiptis. Það er eðlilegur öldugangur. Maður á ekki að vera leiðinlegur við sjálfan sig þó það gangi ekki eins vel og í síðustu viku, síðasta mánuði eða ári.

Ertu með eitthvað ráð fyrir aðra sem vilja komast inn í bransann?

Ef þú gerir nákvæmlega það sem þú vilt gera, þá mun það virka. Ekki reyna að gera eitthvað sem þú vilt ekki gera til að komast lengra, það mun ekki virka lengi.

Áttu þér eitthvað uppáhaldslag eftir þig?

Yfirleitt þegar ég gef út lög þá byrja ég hægt og rólega að hata þau með tímanum. Held að þetta gerist hjá flestum tónlistarmönnum. Þrátt fyrir það þykir mér óendanlega vænt um fyrstu plötuna mína þó ég geti varla hlustað á hana. Lagið Glerdúkkan er mitt uppáhalds hingað til.

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Ég hélt í mörg ár að fólk væri með tvær pissublöðrur. Var að rugla þeim saman við nýrun. Var alltof gömul þegar ég fékk að heyra að ég væri bara með eina.

Gugusar

082 V88
Ungir & efnilegir
„Það koma svo mörg augnablik þar sem ég vil hætta en það er svo mikilvægt að halda áfram.“

Stutt kynning á þér og því sem þú gerir Ég er grafískur hönnuður með sérþekkingu á 3D hönnun. Finnst skemmtilegast að gera „visuala“ og hef gert fyrir t.d. Aron Can, Eivör og Bríeti. Ég er á seinustu önninni minni í LHÍ og starfa sem einkaþjálfari þegar ég er ekki að hanna.

Hvenær og hvernig kviknaði áhugi þinn á grafík?

Það var á Secret Solstice 2017 þegar ég sá „visual-ana“ hjá Ágústi

Elí fyrir Aron Can og Gísla Pálma á risa skjá. Þá hugsaði ég með mér að það væri hægt að gera sturlaða hluti á Íslandi þegar maður er svona ungur, eins og Ágúst var þá.

Hverju ertu stoltastur af sem þú hefur gert á þínum ferli?

„Visual-unum“ sem ég gerði fyrir Aron Can í sumar. Þar hafði ég fulla stjórn á hönnuninni, hreyfingu og listrænni stefnu, en hugmyndin var unnin með Aroni. „Visual-arnir“ eru núna orðnir tíu og hver og einn hefur sína sögu, litapalettu og tilfinningu.

Hvernig komstu þér á staðinn sem þú ert í dag?

Mjög, mjög mikil vinna og svefnlausar nætur er stutta svarið. Það er samt létt að fá mikinn metnað í stuttan tíma, eins og til dæmis í prófaviku (lærði stundum heilan áfanga á viku í Verzló) eða klippi-sessioni kvöldið fyrir þátt hjá Rjómanum eða 12:00. Pressa er mjög góð leið til að afreka mikið á stuttum tíma, en það virkar ekki í langan tíma því þá brotnar maður alveg. Það sem hefur hjálpað mér mikið að koma mér á staðinn sem ég er á í dag er að ég hoppa oft fyrst og hugsa seinna þannig ég læri nýja hluti „on-the-go“.

Hvað veitir þér innblástur?

Að horfa á teiknimyndir eða stuttmyndir, oftast eftir einstaklinga eða lítið teymi, það er mesta sköpunarfrelsið í þeim.

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Heimskulegasta sem ég hef gert var í sumar þegar ég var að flýja frá bónda nakinn og fann ull af kind sem ég klæddi mig í svo að hann myndi ekki finna mig. Seinna um sumarið skírði ég mig aftur (bætti „all in“ við nafnið mitt), jarðaði mig í gröf og fermdi mig aftur, allt í sömu vikunni.

Jakob Hermannsson

Viðtöl

083
„Það sem hefur hjálpað mér mikið að koma mér á staðinn sem ég er á í dag er að ég hoppa oft fyrst og hugsa seinna.“

Stutt kynning á þér og því sem þú gerir Ég er nýútskrifuð leikkona. Í því felst hitt og þetta, meðal annars að læra að lifa sem eitthvað allt annað en það sem ég útskrifaðist sem, ásamt því að vera opin fyrir ýmsu sem tengist listinni.

Hvenær og hvernig kviknaði áhugi þinn á leiklist?

Ég var í ballet frá unga aldri en ég varð líka ótrúlega heppin þegar ég var ellefu ára að hitta á hlutverk í Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu. Það má því segja að áhuginn minn hafi kviknað þar. Það var þó ekki fyrr en árið 2014 þegar ég fékk hlutverkið mitt í Ófærð sem ég fór að íhuga að mennta mig sem leikkona.

Hverju ertu stoltust af sem þú hefur gert til dagsins í dag?

Þegar ég lít yfir líf mitt er margt sem ég get verið stolt af, stórir hlutir sem og litlir, og mér þykir oft vænna um litlu hlutina. Til dæmis handskrifaði ég litla ljóðabók á síðasta ári og gaf til þeirra sem mér þykir vænst um. Annars er ég náttúrulega mjög stolt af síðustu fjórum árum, námið var erfitt að komast inn í og að komast i gegnum það í heilu lagi er stórt afrek.

Hvað er það vandræðalegasta sem hefur komið fyrir þig á ferlinum? Í prufum var ég beðin um að velja hreim til að lesa upp ljóð. Ég er ömurleg í hreimum og á ótrúlega erfitt með að losna við íslenska hreiminn. Bretar eru hinsvegar aldir upp við alls konar hreima svo ég varð mjög meðvituð um það hvað allir hinir höfðu fram á að færa. Ég panikkaði og í stað þess að velja klassíska gerð af íslenskum hreim þóttist ég vera INDVERSK. Það er náttúrulega rosalega margt rangt við að gera grín að þeim hreimi sem hvít stelpa, en það gerði ég fyrir framan alla. Þetta væri ekki frásögu færandi ef það væri ekki fyrir það að ég komst inn í skólann.

Jasmín Dúfa Pitt

Er eitthvað sem að þú veist núna og hefðir viljað vita þegar þú varst að byrja? Að leiklistarnám er rosalegur rússíbani. Það kom til með að draga fram alla mína helstu galla og hengja þá upp á vegg fyrir aðra til að skoða og gagnrýna. Til að komast áfram þurfti ég líka að leita inn á við og læra að vera opin fyrir öllum þeim tilfinningum sem ég vildi helst aldrei þurfa að skoða.

084 V88 Ungir & efnilegir
„Þegar ég lít yfir líf mitt er margt sem ég get verið stolt af, stórir hlutir sem og litlir, og mér þykir oft vænna um litlu hlutina.“

Stutt kynning á ykkur og því sem þið gerið

Við heitum Anna, Kristín, Johanna, og Vala og við erum Antirasistarnir.

Við höldum úti Instagram síðu þar sem við fræðum fólk um rasisma, tölum um upplifanir okkar af rasisma og gefum öðru lituðu fólki vettvang til að segja frá sínum upplifunum.

Hvenær og af hverju stofnuðuð þið Instagram reikninginn Antirasistarnir?

Við byrjuðum með reikninginn í febrúar árið 2021 vegna þess að við vorum orðnar þreyttar á skorti á umræðu um rasisma.

Hvað eruð þið að fást við þessa dagana?

Við erum allar á fullu í skóla og vinnu en ásamt því erum við að halda úti Instagram síðunni sem og hlaðvarpinu. Við erum þar að auki að taka þátt í Nordic Pioneer Prize Alumni prógrammi.

Hvar sjáið þið ykkur eftir þrjú til fimm ár?

Við vonumst eftir því að vettvangurinn okkar verði orðinn stærri og við viljum fræða fólk í öðrum löndum um rasisma. Við erum ekki vissar um að Instagram síðan verði enn uppi á þeim tíma en baráttan við rasisma mun aldrei hætta og við munum alltaf halda áfram að berjast á einn eða annan hátt.

Hvað eða hver veitir ykkur innblástur? Fyrirmyndir okkar eru aðrar konur af erlendum uppruna sem hafa barist gegn rasisma, eins og Chanel Björk og Bianca Hallveig.

Hvað er það stærsta sem þið hafið afrekað?

Við erum afskaplega stoltar af því að hafa unnið Nordic Prize og þakklátar fyrir að hafa hitt svona margt dásamlegt fólk sem veitir okkur innblástur.

Hvað er það heimskulegasta sem þið hafið gert?

A K J V

Mæta á Grillmarkaðinn en ekki Grillhúsið á prufuvakt.

Hækkaði í sjónvarpinu þegar táknmálsfréttir voru í gangi vegna þess að ég heyrði ekkert.

Villast á leiðinni í MH. Ég bý korteri frá en þurfti að nota Google Maps til að rata þangað.

Beygði mig fram þegar ég var að þeyta ís og var með „box braids“ og flétturnar festust í þeytaranum fyrir framan alla kúnnana inni í búðinni og sat föst í góðar tvær mínútur.

„baráttan við rasisma mun aldrei hætta og við munum alltaf halda áfram að berjast á einn eða annan hátt.“

Antirasistarnir

085
Viðtöl

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Kolviður

erzlunarskólablaðið ætlar í ár, líkt og seinustu tvö ár, að eiga samstarf við Kolvið og í þeirri samvinnu mun Kolviður gróðursetja eitt tré fyrir hverja einustu bók sem við gefum út. EITT ÞÚSUND OG EITT HUNDRAÐ tré í heildina. Það er heilum hundrað trjám meira en íbúafjöldi Blönduóss. Pældu í því!

Stundum hugsar maður með sér hvernig sé hægt að bjarga heiminum. Stór spurning en frekar einfalt svar, með einu tré í einu. Við vitum að eitt tré mun ekki binda enda á hlýnun jarðar en það er skref í hárrétta átt. Eins og frægur maður sagði eitt sinn: „Margt smátt gerir eitt stórt“. Í tæplega tuttugu ár hefur Kolviður unnið hörðum höndum að því að bjarga okkar ástkæra umhverfi vegna þess að það gerist ekki af sjálfu sér. Það gera þau með því að planta trjám víðsvegar um landið og stuðla þannig að minnkun koltvíoxíðs í andrúmsloftinu.

Allar mannlegar aðgerðir hafa bein áhrif á vistkerfi plánetunnar. Mengun ökutækja okkar er til dæmis ein af stærstu ógnum umhverfisins. Þú getur unnið á móti útblæstri þínum á vefsíðu Kolviðar, þar sem þú getur notað reiknivél sem reiknar útblástur ferðalaga þinna og einnig hvað það myndi kosta að binda það kolefni aftur. Þetta gerir allt ferlið við kolefnisjöfnun svo ótrúlega auðvelt.

Okkur þykir flestum vænt um einhvern og hvað gerir maður ekki fyrir þau sem manni þykir vænt um? Maður myndi gera allt hugsanlegt. Hugga þau, hugsa vel um þau og elska þau. Okkur á að þykja einstaklega vænt um jörðina okkar, svo hegðun okkar ætti ekki að vera neitt öðruvísi gagnvart henni. Að okkar mati er auðveldara að fara inn á eina vefsíðu og tryggja þannig að tré séu gróðursett en að hugga góðan vin í fjóra tíma eftir lítilsháttar uppákomu.

Ef þú ákveður að hugsa um jörðina og styrkja Kolvið á vefsíðunni þeirra, kolvidur.is, nýtir þú frábært tækifæri til að núllstilla þá mengun sem hversdagslegar athafnir þínar valda. Eitt tré kostar aðeins 260 krónur, sem er ódýrara en flest í Matbúð. Verkefni þitt, kæri lesandi, er nú að rísa upp fyrir umhverfið og gera gott fyrir samfélagið með því að gróðursetja sem mest. Þú getur lagt þitt af mörkum og jafnað út þitt eigið kolefnisspor. Einn styrkur og eitt tré skiptir máli. Það er nóg.

Ástæður fyrir því að þú ættir að styrkja Kolvið frá hverjum nefndarmeðlimi Verzlunarskólablaðsins:

1. Tré eru sjarmerandi - Kristína 2. Það er gott fyrir umhverfið - Hrafn 3. Kolviður er undirstaða lífsins - Sóllilja 4. Frábær leið til að styðja við gott málefni - Svava 5. Til að minnka samviskubit yfir því að menga - Eva 6. Kolviður stuðlar að betri búsetu á jörðinni - Margrét 7. Förum vel með jörðina því við eigum ekki aðra - Lísa 8. Kolviður kemur okkur skrefi lengra í kolefnisjöfnun - Saga

V 086 V88
087 Greinar

Útskriftardagur

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

rátt fyrir mikið stress í kringum útskriftardaginn vegna samkomubanns og hvort við mættum yfir höfuð mæta upp í Verzló, áttum við 02 árgangurinn hinn fullkomna útskriftardag. Undirbúningurinn fyrir þennan stóra dag einkenndist af Teams fundum þar sem starfsfólk skólans fór yfir það hvert ætti að ganga, hvenær og hvort við þyrftum að nota grímur og hvort fjölskyldan mætti vera viðstödd. Það var augljóst hve mikið þau lögðu á sig til að gera það allra besta fyrir okkur úr slæmum aðstæðum.

Laugardaginn 29. maí mættu allir útskriftarnemendur í sínu fínasta pússi í heimastofur sínar. Búið var að setja upp rafrænt streymi þar sem við fylgdumst með athöfninni. Þar sem samkomubannið var fimmtíu manns

var okkur aðeins heimilt að hitta bekkjarsystkini okkar. Bekkirnir voru kallaðir fram á gang í stafrófsröð og þaðan var gengið inn í Bláa sal. Ég mun aldrei gleyma því augnabliki þegar við fengum að ganga fram úr stofunni og sáum samnemendur okkar, allir svo fínir og skælbrosandi. Þegar við gengum inn í Bláa sal sátu tveir aðstandendur hvers nemanda úr bekknum í salnum og allir með myndavélarnar á lofti. Uppi á sviði stóðu Ingi skólameistari og Þorkell Diego. Þá var komið að því augnabliki sem við vorum búin að undirbúa okkur fyrir í nokkrar vikur og æfa í stofunni heima. Hver og einn nemandi gekk upp á svið, tók við nemendaskírteininu sínu frá Inga með vinstri hendi, setti svo upp stúdentshúfuna með hægri hendi og horfði um leið í myndavélina. Það eina

sem við stelpurnar hugsuðum um var að detta ekki í þessum pinnahælum. Ég skil ekki enn hvernig öllum nemendum tókst þetta svona vel, en það heppnaðist. Svo var gengið út í gegnum Matbúð og þar tók Þorgeir vaktmaður mynd af hverjum nemanda með nýju fínu húfuna. Sólin skein á okkur og vindurinn lét aðeins finna fyrir sér en það stoppaði engan. Hamingjan sem var yfir bílasvæði Verzlunarskólans var yfirgnæfandi en á sama tíma var svo sorglegt að kveðja skólann. Allir úti að poppa flöskur og drekka úr nýju útskriftarglösunum sínum á meðan nokkur hundruð Instagram myndir voru teknar. Þrátt fyrir Covid voru allir að knúsast og ég hefði ekki getað ímyndað mér betri enda á þessari skemmtilegu og skrýtnu skólagöngu sem við árgangurinn fengum.

Þ 092 V88
Sóldís Eik Þorsteinsdóttir

Útskriftarkvöld

Herdís Rún Sigurðardóttir

íkt og flestir útskriftarnemar hélt ég unaðslega veislu fyrir nánustu fjölskyldu og vini og gekk það frábærlega. Þegar fór að líða á kvöldið hófst síðan alvöru veisla. Fyrsta stopp kvöldsins var hjá hinni einu sönnu T-Ívars og mætti ég þar með Agnesi sem var þá komin vel í glas eftir góða veislu hjá mér. Við löbbuðum inn um dyrnar og um leið blasti við okkur lifandi tónlist frá Kaleo og hellingur af fólki. Ég var farin að hafa svolitlar áhyggjur af henni Agnesi þar sem hún var orðin smá rangeygð en ekki stoppaði það okkur, eða hvað? Mamma T-Ívars þurfti nefnilega að kúpla hana Agnesi mína örlítið niður þar sem fleiri gestir voru farnir að hafa áhyggjur. Eftir gott glens hjá T-Ívars héldum við í næsta partý kvöldsins í boði Jóa Lapas. Þar var hún Halldóra Elín búin að bætast í hópinn. Hún var samt varla búin

að vera þarna í fimm mínútur þegar hún braut risa kampavínsflösku þannig vínið flæddi um gólfið en hey, svona getur gerst, áfram með djammið. Tondo var á repeat í hátölurunum þegar hún Gulla, sem var einnig búin að bætast í hópinn, rann svoleiðis niður allar tröppurnar í húsinu, enda vel góð á því. Ekkert af þessu létum við þó stoppa okkur frá því að halda djamminu áfram.

Óli Kaaber púllaði upp í Fossvoginn og skutlaði okkur vinkonunum beinustu leið til Heklu Birgis. Þar kom Séra Bjössi og hélt stemingunni uppi, en óhöppin hættu svo sannarlega ekki. Elsku litli busa Sverrir braut þar fjórar rauðvínsflöskur og fór það út um allt svo allt húsið angaði af rauðvíni. Elsku Hekla, vonandi er gólfið ekki ennþá klístrað… Kvöldið var svo sannarlega ekki búið, því stærsta veisla kvöldsins var

framundan. Óli Kaaber skutlaði okkur alla leið á Seltjarnanesið ásamt öllum öðrum útskriftarnemum landsins því Bragi var sko að halda veislu.

Ekki komst ég þó lengra inn en rétt í anddyrið þar sem maður gat varla andað né hreyft sig vegna fjöldans, Bragi var sko að halda veislu. Ég ákvað að halda mér frekar fyrir utan veislusalinn til að geta spjallað við fólk. Ég var varla búin að heilsa vinum mínum þegar einhver meistari ákvað að kónga yfir sig. Hann henti sér á rafmagnshlaupahjól og keyrði á því niður bröttustu tröppur sem finna mátti á Seltjarnarnesi. Lögreglan mætti, öllum var hent út en allir fóru þó sáttir og sælir heim á koddann.

Þetta kvöld var sannkölluð veisla og góður endir á þremur frábærum árum í Verzló.

L 093 Greinar

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Gala

Tatjana Simic

er fátt fyndnara en að sjá skvísur í síðkjólum æla úr sér lungun inni á baði og detta um í hælunum.“

Eftir mikinn hausverk, frestanir og hótanir vorum við krakkarnir í bekkjarráðinu loksins búin að negla niður dagsetningu fyrir Gala, þann 3. júlí 2021. Allt það skemmtilega við þriðja árið okkar var farið í vaskinn, Vælið, böllin og útskriftarferðin. Gala var það eina sem hélt okkur gangandi og gaf okkur krökkunum í árganginum síðasta tækifærið til að hittast öll saman og kveðjast. Eins og venjan er var Gala haldið í Gullhömrum og urðu Frikki Dór, Jón Jónsson, ClubDub og DJ Pétur fyrir valinu sem skemmtikraftar. Eina vandamálið var að mjólk er bönnuð í Gullhömrum og einnig er bannað að hlaupa út í bíl að fá sér sopa þannig að við þurftum að vera orðin vel mjólkuð í fyrirpartýinu sem leiddi til margra mistaka seinna um kvöldið. En það var sumar og sól, allir sexy og fólk smyglaði inn mjólk á ýmsan hátt, smá söknuður á fyrsta árið. Rétt fyrir kvöldmatinn tókst kynnunum, Audda og Steinda, að rífa okkur í gang með þjóðhátíðarlaginu og eftir matinn voru allir að öskra úr sér lungun við að syngja með Frikka og Jóni. Samviskubitið gjörsamlega eyðilagði mig samt þegar við krakkarnir í bekkjarráðinu fengum skilaboð frá plötusnúðinum spyrjandi hvar allir væru. Málið var að allir voru farnir í eftirpartýið einmitt þegar hann átti að spila svo giggið hans fór í ruslið. Við Gulla sáum um að leigja sal fyrir eftirpartýið en þrátt fyrir að vera gestgjafi þá verð ég að viðurkenna að þreytan og ógleðin

sigruðu mig þarna í lok kvöldsins þannig ég fékk ekki að njóta jafnmikið og ég hefði viljað. Ég skal gefa ykkur eitt ráð sem gott er að fylgja, EKKI drekka of mikla mjólk í fyrirpartýinu heldur sparið ykkur fyrir eftirpartýið því þá endist fjörið miklu lengur. Þið gætuð nefnilega líka verið rekin út úr Gullhömrum eins og 30% árgangsins ef þið fáið mjólkuróþol og missið það. Það er samt fátt fyndnara en að sjá skvísur í síðkjólum æla úr sér lungunum inni á baði og detta um í hælunum en öryggisvörðunum fannst það ekki jafngaman. Tönju tókst meira að segja að rífa alla nöglina af sér svo fossblæddi yfir salinn en hún lét það ekkert stoppa sig og öryggisgæslan var með allar græjur til að hjálpa henni þannig að fjörið hélt áfram. Kvöldið hefði ekki verið fullkomið ef elsku besti Þorgeir okkar hefði ekki hætt við bústaðarferð með konunni til að geta mætt á Gala að taka myndir af okkur. Hann tók bæði myndir sem ég mun ramma inn einn daginn en einnig myndir sem ég er ennþá í áfalli yfir að allur árgangurinn gat skoðað. Þessar myndir voru samt það eina sem hjálpaði okkur stelpunum að púsla saman kvöldinu þar sem minnisleysi og dularfullir marblettir birtust næsta morgun. Þrátt fyrir nokkur vandræðaleg augnablik þetta kvöld, þá var það mjög vel heppnað í heild og mun alltaf minna mig á góða tíma með bekkjarfélögum og vinum. Þetta var frábær endir á Verzló skólagöngu minni sem ég mun aldrei gleyma.

094 V88
„Það
095 Greinar

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Útskriftarferðin

Bragi Geir Bjarnason Á

ður en við fórum út kom bara eitt til greina. Við byrjuðum á „bulk season“, pöntuðum svuntuaðgerð og endurfæddumst sem Jesús á krossinum, köttuð eins og demantar. Við höfðum sannað okkur rækilega sem viðtakendur verslunarprófsins með því að ná að selja öllum ömmum, öfum, frænkum og systrum fyrrverandi samstarfsfólks foreldra okkar bökunarpappír og harðfisk þannig að ferðin var vel verðskulduð. Við stigum því í vélina alveg tilbúin að mæta á okkar næsta heimili á smaragðseyjunni.

Við, sem fórum í ferðina, (16 af þeim 250 sem ætluðu upprunalega) vorum algerlega orðin að graut í hausnum eftir óvissu um hvort farið yrði eða ekki. Sem betur fer er það nú samt þannig að „What doesn’t kill you makes you stronger“ svo þessir mánuðir gerðu ekkert annað en sía út þá aumu og skilja

eftir grjóthörðustu mjólkuraðdáendurna. Haldið var út þann 31. júlí úr sex stiga hitanum á Íslandi yfir í fjörutíu stiga hitann á Krít. Við stigum út úr vélinni og fórum beint í „survival mode“ eftir að hafa komist í gegnum vegginn af raka og ólífuolíustybbu. Við þurftum að finna eitthvað til að svala þorsta okkar sem allra fyrst og gerðum það svo sannarlega.

Eftir heillanga rútuferð komumst við loksins að hótelinu. Tekið var á móti okkur með skrúðgöngu til heiðurs okkur enda fyrsta djammferðin sem átti sér stað á þessu hóteli í tvö ár. Þessi sérmeðferð reyndist okkur ansi vel, því þegar við vorum ekki á sérhæðinni okkar á hótelbarnum vorum við keyrð á veitingastaði þar sem neysluhyggja okkar Verzlinganna hélt uppi lömuðum túrísmabransa Grikklands. Ávallt stóð samt Coviddraugurinn yfir okkur og gerði sitt allra besta til að brjótast í

búbbluna okkar. Seinna meir komumst við reyndar að því að draugurinn hafði náð í eitt okkar en það reddaðist. Þegar við vorum ekki að synda, pissa, æla eða njóta í sjónum skelltum við okkur í go-kart, að snorkla og auðvitað á snekkjuna sem við vorum búin að panta með fyrirvara. Þegar á snekkjuna var komið lærðum við að þýðingin á „big private boat“ er ekki snekkja heldur lítill hraðbátur sem við höfðum út af fyrir okkur. Það varð síðan að ævintýri út af fyrir sig enda ekki hvenær sem er sem maður fær það tækifæri að synda mjólkaður með geitum.

Allt gott tekur samt enda og eftir að hafa lent í mörgum lögreglubílum, rifbeinsbroti á klósetti og brunnið eins og sólþurrkaðir tómatar komumst við heim á réttum tíma til að fara í sóttkví. Takk fyrir okkur Krít. Og munið krakkar

Heimaey < Krít.

096 V88
097
Ferðir & viðburðir

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Sumarsögur

Bílskúr í Garðabænum? Ekki fyrsti staðurinn sem mér hefði dottið í hug þegar ég planaði sumarið. En fokk hvað ég elska þennan bílskúr. Í byrjun sumarsins fékk ég það tækifæri að taka þátt með vinum mínum í Músíktilraunum 2021, sem bandið Keikó. Við áttum tvö heil lög sem við sendum inn. Fyrsta undanúrslitakvöldið var vægast sagt ótrúlega stressandi, held að allir í hljómsveitinni hafi migið á sig svona fimm sinnum yfir daginn. Við komumst samt í úrslit. Það var reyndar eitt vesen. Það þurfti að spila þrjú lög á úrslitakvöldinu og við áttum bara tvö. Við eyddum því heilli viku, sem leið milli undankeppnanna og úrslitanna, í að semja og setja saman glænýtt lag. Það var ótrúlega gaman að æfa og semja, og enn þá skemmtilegra að gera það undir pressu. Strax og ég mætti í skúrinn á daginn komst ég í betra skap, og hvað þá að koma fram og flytja tónlist. Músíktilraunir voru hreint mögnuð upplifun, en sumarið var samt bara rétt að byrja. Við spiluðum á nokkrum tónleikum yfir sumartímann, eins og Götuhátíð Jafningjafræðslunnar og á Gauknum. Elsku Gaukurinn, besti staður í heimi. Plís farið á Gaukinn. Við æfðum reglulega, sömdum og skemmtum okkur líka sem hópur. Þar að auki fórum í frisbígolf og í Hagkaup, eins og ekta Íslendingar. Mér finnst ótrúlegt hvað þetta sumar leið hratt, en það er líklegast vegna þess að ég fékk að gera það sem mér fannst skemmtilegast að gera, að tónlistast. Hver veit nema fólkið fái að sjá eitthvað meira frá Keikó á næstunni?

098 V88

Dagurinn er 4. september 2021. Ég er búin að eyða öllu sumrinu í að spila fótbolta og að taka #hotsoccergirlsummer. Ég er búin að #ferðastinnanlands hringinn í kringum landið til að keppa leiki og nei, ég er ekki að ýkja! Bolungarvík, Húsavík tvisvar, Akureyri þrisvar, Egilsstaðir, Höfn og Vestmannaeyjar. Vil ekki vita hvað þetta eru margir klukkutímar af rútuferðum. Ég er stödd á Húsavík í annað skiptið í sumar og það er geggjað veður. Ég er að spila leik sem mun segja til um hvort við förum upp um deild eftir skituna í fyrra þegar við féllum. Við erum í úrslitakeppni og til að vinna hana þurfum við að keppa á heimavelli og útivelli og samanlögð markatala gildir. Útivallarmark gildir tvöfalt. Við unnum fyrri leikinn 2-0 á heimavelli svo við erum í þægilegri stöðu. Eftir korter af leiknum kemur fyrsta högg. 1-0 fyrir þeim. Áfram gakk, við erum ennþá að vinna. 2-0. Shit það er jafntefli. 3-0. Hvað er að gerast?! Erum við í alvörunni að klúðra þessu. Korter eftir. Við verðum að skora. Þær skoruðu ekki mark á útivelli svo með einu marki myndum við vinna. Tíminn líður ekkert eðlilega hægt. Þrjátíu Fjölnismenn uppi í stúku að bölva peningnum sem þeir eyddu í að koma að horfa á Fjölnisstelpurnar komast upp um deild. Þjálfararnir farnir að ræða á hliðarlínunni hvað þeir hefðu gert rangt. 89. mínúta. Ein mínúta eftir af leiknum. Ég á að taka horn en er orðin svo þreytt í fótunum að ég bið liðsfélaga minn um að taka það fyrir mig. Mikil hrúga fyrir framan markið. Boltinn skoppar rétt út fyrir teyginn beint fyrir framan mig. Eina í stöðunni er að taka skot við fyrstu snertingu á markið. Veit ekki alveg hvað ég er að spá samt. Ég hef aldrei skorað í meistaraflokki. Ekki eins og það myndi allt í einu gerast núna. Nei bíddu, bíddu! Hann er inni! MARK! 3-1. Hvernig? Við erum komnar upp um deild ef við höldum út leikinn. Sara Montoro drottningin sjálf tekur eitt snyrtilegt á 93. mínútu. Lokatölur í einvíginu 4-3 fyrir okkur. Sjáumst í Lengjudeildinni næsta sumar.

Ég bjó í Noregi í tíu ár en í lok júlí 2021 flutti ég til Íslands. Norska sumarið var frábært þrátt fyrir mikið Covid. Enginn gat farið neitt, en í kjölfar þess eyddi ég næstum öllu sumrinu með bestu vinum mínum. Við vorum heppnir með veður, það var næstum alltaf hlýtt og rigndi lítið. Einn af bestu dögum sumarsins var þegar ég útskrifaðist úr skólanum. Útskriftarpartýið var haldið úti, það kom grenjandi rigning og allir urðu rennandi blautir. Við ákváðum því að hoppa út í sjóinn en við gerðum það ótrúlega oft þar sem hitinn þarna úti bauð upp á það, við fundum bara alltaf einhvern háan klett og hoppuðum þaðan. Hæsti kletturinn var sextán metra hár. Ég fór einnig í nokkrar bústaðarferðir með vinum mínum. Þá vorum við langmest úti á sjóskíðum eða að slaka á í bátnum. Á kvöldin voru svo partý í bústaðnum. Ég var líka mikið úti í körfubolta og við strákarnir skelltum okkur í paintball. Á þeim fáu dögum sem var vont veður þá hittumst við vinirnir alltaf og fórum í póker eða gerðum eitthvað skemmtilegt inni í staðinn. Sumarið mitt í Noregi endaði svo með að við héldum stórt kveðjupartý áður en ég flutti heim. Þó að það hafi ekki verið hægt að ferðast til útlanda þá var þetta samt besta sumar sem ég hef upplifað.

Eina sem ég gerði í sumar var að selja skrúfur og veiða. Inn á milli gerðust samt skrautlegir atburðir eins og miðstjórnarferðin. Stjórnin bað mig um að koma og aðstoða sig með að setja upp hljóðkerfið fyrir kvöldið. Ég kom í Vogana klukkan eitt því að ég ætlaði að fá smá tíma til þess að fara heim að borða og gera mig tilbúinn. Hljóðkerfinu seinkaði aðeins en það var ekkert stórmál. Um leið og kerfið kom upp fórum við að blasta frikki dór 2012 og please don't trust me sem ClubDub gaf út kvöldinu áður en á sama tíma vorum við í vandræðum við að setja upp partýtjald sem tók góða þrjá tíma að setja upp. Klukkan var orðin sjö þegar búið var að græja tjaldið og það tók því ekki að fara heim á milli. Fólk fór að tínast á svæðið og eins og flestir vita kom lögreglan og slaufaði viðburðinum. Þannig öll vinnan sem að tók að græja kvöldið fór í klósettið. Ég var kaldur, svangur og þreyttur en ég var alls ekki ráðalaus. Ég er uppalinn í Grindavík og Aron Gauti vinur, frændi og bekkjarbróðir minn er frá Keflavík. Fjölbrautaskóli Suðurnesja var með útilegu í Þrastalundi. Við ákváðum að fara þangað því maður var kominn í mjólkurglas og vildi ekki eyðileggja kvöldið endanlega. Við komum á svæðið og rétt komumst inn þar sem það var búið að segja við verðina að Verzlingar væru bannaðir á svæðinu. Ég skemmti mér konunglega og það var gaman að hitta alla krakkana sem ég hafði ekki hitt frá því í grunnskóla. Þetta var góð björgun á kvöldinu.

Hrafnhildur Árnadóttir
099 Ferðir & viðburðir
100 V88
Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert? Myndir frá sumrinu
101
Nemendur & kennarar

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Miðstjórnarferðin

átti afmæli næsta

Rut Pétursdóttir

dag og

fannst

því tilvalin hugmynd að færa bara miðstjórnarferðina heim til mín.“

að mætti segja að það hafi ekki margir lent verr í miðstjórnarferðinni heldur en ég. Þegar ég skrifa „ekki margir“ þá meina ég ENGINN! Kvöldið mitt byrjaði afar saklaust og ljúft en stelpurnar komu til mín í mat, ég þá búin að puða í eldhúsinu að reyna að stjana við mínar konur. Það var komin gleði í mannskapinn og var því tími til að leggja af stað í langferð. Við mættum að sjálfsögðu með læti á tjaldsvæðið í Vogunum en það var nú frekar fámennt þegar við fórum að horfa í kringum okkur. Það leið ekki á löngu áður en allir voru á leiðinni heim og ég fékk hugmynd sem mér fannst alveg frábær á þeim tíma en sé gífurlega eftir í dag. Ég átti afmæli næsta dag og fannst því tilvalin hugmynd að færa bara miðstjórnarferðina heim til mín og halda hálfpartinn upp á átján ára afmælið mitt. Þetta byrjaði eins og kvöldið mitt, frekar saklaust, bara ég og vinir mínir á pallinum í góðu veðri að njóta. Áður en ég vissi af var gatan mín orðin full af bílum og fólk allt frá MS til Tækniskólans mætt heim til mín, en það var ekki einu sinni það versta. Allt í einu var einhver annar búinn að taka yfir tónlistina og ég fann ekki símann minn. Stressið og hræðslan byrjaði og stigmagnaðist

svo ansi hratt þegar símann minn var hvergi að finna. Á þessum tímapunkti var ég komin upp á háa C-ið að öskra á fólk að vinsamlegast drulla sér út, þetta partý væri búið. Nú eru þið að hugsa, vá skítt kvöld, nei nei nei, þessi saga er ekki einu sinni búin. Ég labbaði inn á herbergisganginn þar sem enginn átti að vera og kom að klósettinu mínu brotnu. Klósettsetan hafði ekki bara dottið af heldur brotnað í tvennt þannig ég gat ekki einu sinni fest hana aftur á. Eftir þetta labbaði ég út og sleppti öllu vinsamlegast og sagði fólki að drulla sér út. Í öllu ruslinu, gubbinu og klístrinu á gólfinu sofnaði ég en var vöknuð klukkan átta næsta dag til að þrífa. Enn var síminn týndur og klósettið brotið. Ég er ekki að grínast þegar ég segist hafa verið í fjóra tíma að ekki þrífa heldur pússa húsið mitt. Ég skúraði alveg örugglega svona fjórum sinnum og þurrkaði upp spýjur fólks sem ég veit ekki einu sinni hvernig lítur út. Það var erfitt að útskýra þetta allt fyrir foreldrum mínum en það besta við það var nú að ég átti afmæli og það er varla hægt að hata barnið á átján ára afmælisdeginum. Mæli eindregið með því að fólk sleppi við að prófa þetta heima!!

Þ
102 V88
„Ég
103
Ferðir & viðburðir

Köben

Hvað er
það heimskulegasta sem þú hefur gert?
104 V88

að var sólríkur ágústmánuður og við vinirnir keyrðum, í massa gír, á Leifsstöð. Förinni var heitið til Köben. Fáir vita að Köben er þekkt fyrir að vera borg ævintýranna og við fundum svo sannarlega fyrir því í þessari ferð. Við fórum sjö saman, fimm skvísur og tveir drengir. Það ber að nefna að það var eitt par í hópnum og að við erum öll saman í bekk.

Við vinirnir sáum fyrir okkur ekta danskt djamm með sætum Dönum, enda lögleg í Köben. Ég var það reyndar ekki fyrstu tvo dagana en hvað er betra en að eiga afmæli í Köben? Í alvöru ekki neitt. Það er í alvöru geggjað að eiga afmæli í Köben. Í alvöru. Það er fáránlegt að segja en vonir okkar urðu fljótt að engu þegar fyrsta kvöldið var runnið upp. Við vorum bara búin að hanga með Íslendingum. Skemmtilegum Íslendingum að vísu, en samt ekki drauma Dönunum okkar. Við fundum okkur oftar en ekki í íbúð annarra Íslendinga sem ég man ekki einu sinni hvað heita. En þið vitið hvernig þetta er, vinir í Köben, óvinir á Íslandi. Það virtist vera að það væri eins konar aðdráttarafl að draga alla Íslendingana saman. Við urðum fljótt heimsmeistarar í að versla á daginn og keyptum nóg af flíkum. Maður lenti samt alltof oft í því að sjá kunnugleg andlit. Maður brosti þá vandræðalega og vinkaði, hugsandi að maður hefði verið eins og Bjáni (með stóru bjéi) kvöldið áður. Skemmtiferð er ekki skemmtiferð án alvöru slella. Það leið líka ekki á löngu fyrr en ónefndir aðilar fundu sig í djúpum sleik á Irish Pub á fimmtudegi. Það var þá fyrst sem okkur var farið að langa heim. Sike, okkur langaði aldrei heim - við áttum eftir að fara í Tivoli! Maður fer ekki heim nema hafa séð Köben úr fallturninum. Allir Íslendingarnir sem við höfðum kynnst í ferðinni fengu nákvæmlega sömu hugmynd. Við áttum þetta Tivoli.

Okkar langþráði draumur að kynnast sætum Dönum rættist ekki. Þeir einu sem ég kynntist var fólk úr FG, MS eða Kvennó. Það verður að segjast að Íslendingar eru Íslendingum bestir og við fáum ekki stjórnað þessu aðdráttarafli sem dregur okkur saman. Hér er ljóð um ferðina:

Allir saman, mega stuð Köben, við sjáumst aftur Komum þá með barn og snuð Hér er svo mikill kraftur Og eitt enn: Við bestu vinir ferðumst mjög Það er svo voða gaman Sungum bara fleiri lög Og skemmtum okkur saman. Þ Þórdís Katla Sverrisdóttir 105 Ferðir & viðburðir

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Busaferðin

106 V88

ftir viðburðaríka busaviku sem var stútfull af kúrekahöttum og keppnisskapi hlaut að koma að lokahófinu sem allir voru spenntastir fyrir, busaferðinni. Þegar í Hveragerði var komið hófst stórfenglegur stigaleikur þar sem þrautir á við að mynda píramída, fá heimamann til að hlæja og að bursta tennurnar með rjómaosti voru meðal eldraunanna. Satt að segja þorðu aumingja íbúar Hveragerðis varla út úr húsi vegna hættu á að Verzlingur myndi biðja um að fá að fara út í göngutúr með hundinn þeirra. Þegar komið var heim í Verzló biðu okkar matarvagnar sem gáfu okkur dýrindis kvöldmat líkt og kjúklingaborgarana á Gastro Truck og svo hitt jukkið sem enginn fékk sér. Flestir voru glorsoltnir og var þess vegna mikið kapp í að komast í raðirnar. Það kæmi mér ekki á óvart ef þegar hugsað væri til einhvers konar heimsendis, þá myndi matarröðin þetta kvöld birtast fyrir augum manns. Því sjáið nú til, aldrei hef ég séð jafn örvæntingarfulla unglinga. Hendur, ó svo margar hendur, að teygja sig inn um gluggann á bílnum í áttina að mat. Reyndar var það þess virði því maturinn bragðaðist líkt og sending af himnum ofan. Þá var komið að því, það átti að vígja 2005 árganginn sem raunverulega Verzlinga. Stjórnin var búin að skreyta íþróttasalinn með borðum, blöðrum og bláum ljósum og þá var ekkert eftir nema að hefja gjörninginn. Öll sem eitt reistum við hendur upp í loft og mynduðum „V“ og öskruðum af öllum lífs og sálar kröftum: „VIVA FOKKING VERZLÓ“

„VIVA FOKKING VERZLÓ“ var endurtekið með rödd formanns Skemmtó glymjandi af veggjunum og allir fylgdu honum líkt og við værum í einhvers konar sértrúarsöfnuði.

„VIVA FOKKING VERZLÓ“ ómaði enn, enda svo lengi sem hendur Skemmtó nefndarinnar voru uppi, þá kom ekki til greina að setja manns eigin hendur niður. „VIVA FOKKING VERZLÓ“ héldu öskrin áfram en nú fóru flestir að velta fyrir sér hvort þetta færi ekki að verða búið. En nei, þetta var svo sannarlega ekki búið. Lætin héldu áfram í óralangan tíma. Sumir vilja jafnvel meina að þessar mínútur ættu að vera skrásettar í heimsmetabókina fyrir lengsta tímann sem „VIVA FOKKING VERZLÓ“ hefur verið endurtekið.

Því næst var horft á busavakningarnar sem Skemmtó hafði unnið hörðum höndum við að gera að veruleika. Ýmis konar aðferðir voru notaðar við vakningarnar, sem dæmi má nefna BDSM búninga, jóðl, ískalt vatn og svo eitthvað þaðan af verra. Heyrst hefur

að sumir krakkanna sem voru vaktir séu enn þann dag í dag að glíma við væga áfallastreituröskun. Hvað um það, síðast en ekki síst mætti Flóni sem leynigestur og reif upp stemninguna, sem nú þegar var gríðarleg.

Að lokum, ef það er eitthvað sem ’05 árgangurinn hefur að segja um busaferðina 2021, þá er það hvað við erum þakklát. Covid faraldurinn var á uppleið á þessum tíma en þrátt fyrir það gat Skemmtó skipulagt alveg einstaka upplifun sem flestir, ef ekki allir, voru sammála um að hefði verið alveg æðisleg. Takk Skemmtó.

VIVA FOKKING VERZLO

Ferðir & viðburðir

107
E Bára Katrín Kristmannsdóttir

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Peysufatadagurinn

æja, allir niður í geymslur til ömmu og afa að ná í upphluti, peysuföt og kjólföt því á morgun er stóri dagurinn. Þannig hljómaði kunnuglegt stef í undirbúningi fyrir Peysó. Við áttum ekkert meira skilið en að fá að njóta Verzló eins og allir sem þaðan hafa útskrifast. Beðið var í ofvæni eftir þessum stóra og merkilega degi í sögu skólans.

Mmm er það samt?...

2. bekkjarráð just posted in VERZLÓ 03-mdl „Ekkert Peysó, sorry reynum aftur í haust“ Og aftur …

2. bekkjarráð posted again in VERZLÓ 03-mdl „Peysó 23. september!“

Gleymum því… „Samkomutakmarkanir hertar aftur. Ekkert Peysó - sorry :(“

SIKE

„Samkomutakmörkunum aflétt og 500 mega koma saman á skólaviðburðum“

Málið er að þetta var án djóks svona. Við vorum föst í sama vítahringnum og loksins þegar við vorum að verða vongóð yfir því að Peysufatadagurinn yrði loks að veruleika….

„Gul viðvörun yfir öllu höfuðborgarsvæðinu á morgun“

ERTU EKKI AÐ FOKKING DJÓKA.

Það var það eina sem maður gat hugsað. Því loksins, loksins þegar þetta ætlaði allt að smella saman fór allt aftur í kássu. Týpískt Ísland. Við létum gula viðvörun samt ekki stoppa okkur og dagurinn gekk eins og í sögu. Þann 23. september 2021 kl. 09:00 var allur ‘03 árgangurinn mættur niður í Bláa sal í sínu fínasta pússi. Sumir ákváðu að byrja snemma og voru því aðeins meira góðir á því en aðrir. Hver segir að það megi ekki skemmta sér aðeins? Þarna sátum við í Bláa sal og fengum hvert atriðið á fætur öðru, öll frá samnemendum okkar. Þar á meðal voru söngvar, ræður, uppistand og holy tits, frábærir kynnar. Á þessum stormasama og dimma degi var þó bjart hjá flestum þegar margir stigu sín fyrstu dansspor á gólfi Hörpu. Allir með sinn dansfélaga. Margir með vinum en margir í leit að einhverju meiru. Valentínusarvika, þið eruð með samkeppni. Já, allir dönsuðu. Vinir, nemendur, líkamar og limir. Nei, segi svona. Þegar allir voru búnir að kyssa mömmu, pabba, afa og ömmu og mamma búin að ná hinni fullkomnu fermingarmynd til að pósta á Fésbók var förinni heitið upp í Gullhamra. Þar beið okkar glæsilegt hlaðborð og Jón Jónsson skemmti eins og enginn væri morgundagurinn. Þó allir væru svo útblásnir af ofáti að það mátti sjá hneppur skjótast af peysufötum hér og þar í salnum var sko ekkert sem stoppaði okkur frá dansgólfinu sem stóð í miðjum salnum gljáandi fínt. Fólk var komið í stuð fyrir kvöldið enda búið að bíða eftir balli í 594 daga. Já, 594 DAGA. Ég veit ekki með ykkur en ég var að deyja úr spenningi. Ég þarf varla að segja ykkur hvernig ballið var því ég held þið getið öll séð það fyrir ykkur. Fullt af unglingum að dansa með tungurnar slefandi upp við hvort annað. Nei okei, kannski ekki alveg. En þetta var svo sannarlega dagur sem rennur okkur seint úr minni.

„Fólk var komið í stuð fyrir kvöldið enda búið að bíða eftir balli í 594 daga. Já, 594 DAGA.“

J
108 V88
109
Ferðir & viðburðir

Listasöguferðin

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

að sem rúmlega áttatíu Verzlingar eiga sameiginlegt er hin eina og sanna Titaly ferð. Þið vilduð óska þess að þið væruð við því þessi ferð var klikkuð! Fólk upplifði ferðina þó á marga mismunandi vegu, sumir fullir af eftirsjá eftir mikla skemmtun og aðrir stútfullir af kaloríum eftir pastaát. Við getum samt öll verið sammála um að þetta var draumaferð. Hún einkenndist af endalausu labbi og fótaverkjum, enda Hallur góður í því að halda okkur á tánum. Það sem gerði þetta allt þess virði að lokum var að sjá nokkra frægustu og fallegustu staði í heimi. Við erum enn þann dag í dag að reyna að komast yfir alla þessa fegurð. Pantheon, Péturskirkjan, Collosseum, Uffizi safnið og Vatíkanið. Ég meina vá, þetta eru allt staðir sem allir verða að sjá með eigin augum áður en þeir deyja. Við sáum svo sjúklega mikið af flottum höggmyndum, málverkum og listaverkum og það skemmtilegasta við ferðina var að öll verkin voru kunnugleg því að Hallur var búinn að fræða okkur um þau alla önnina. Ferðin var oft rómantísk þar sem oftar en ekki týndust pör ferðarinnar um nokkra stund eða sáust labba saman inn á klósett, restin af hópnum leit þá hvert á annað glottandi og vissi nákvæmlega hvað var í gangi. Hópurinn glotti hins

vegar ekki þegar hann sá íbúa Mílanó í feitum grímusleik, plís takið af ykkur grímuna áður en þið farið í sleik. Á kvöldin voru allir búnir á því eftir labbið en enginn lét það stoppa sig, enda vorum við nú á Ítalíu. Stelpurnar skvísuðu sig upp og settu á sig eldrauðan varalit á meðan strákarnir geluðu á sér hárið og skelltu sér í leðurjakka. Við stelpurnar vorum elskaðar af myndarlegu Ítölunum enda vorum við allar ekkert eðlilega sætar. Strákarnir voru ekkert mjög hrifnir af þessu þar sem að þeir eru allir frekar skotnir í okkur og voru hræddir um að missa gellurnar sínar. En ég meina hvað getum við sagt? Það var eitt kvöld sem stóð sérstaklega upp úr hjá öllum þrátt fyrir að helmingur hópsins væri í Bologna og hinn í Flórens. Íþróttaálfarnir í Bologna fóru á gríðarlega spennandi leik þar sem Bologna keppti á móti AC Milan. Þar var öskrað, fagnað og myndir teknar með stóran drykk í hendi. Á meðan drógust allir hörðustu djammarnir saman á aðalklúbbnum í Flórens þar sem margar slæmar ákvarðanir voru teknar. Eftirsjáin var gríðarleg. Þetta er samt bara brotabrot þess sem gerðist því sumt er betur ósagt.

erum enn þann daginn í dag að reyna að komast yfir alla þessa fegurð.“

Þ
Embla Ingibjörg Hjaltalín & Sóley Gísladóttir
110 V88
„Við

„What happens in Titaly stays in Titaly“

111
Ferðir

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Vetrarsögur

Pálmatré frekar en jólatré hef ég alltaf sagt og stend við þessi orð. Af hverju að vera heima í kulda og einangrun á Íslandi þegar þú getur verið í sól og smice á Tene? Eins og svo oft áður var ég í útlöndum yfir jólin og ekki verra að fara með flottu fólki. Allt frá ísköldum á ströndinni með hjartaknúsaranum Andra Degi fyrstu dagana í að festast á Tene í tvo auka daga með Ísak Loga, formanni næst bestu djammnefndarinnar, Fullsend nefndar. Ég var í þrjár vikur sem varð til þess að ég missti tölu á þeim vinum mínum heima sem voru annað hvort í sóttkví eða einangrun á meðan ég var að lifa lífinu. Eftir frábæra ferð og nóg af rugli inn á milli var spennandi að sjá hvort ég myndi lenda í einangrun heima eftir að hafa alveg sloppið með það yfir hátíðirnar. Þegar þið eruð að lesa þetta er það vissulega búið að koma í ljós en óháð niðurstöðunni þá voru þessar þrjár vikur, sem voru fullar af góðum mat, góðu fólki og endalausum minningum, þess virði.

Jens Ingi Andrésson
112 V88
()

g heiti Egill og ég fór til Tenerife með strákunum um jólin. Mjög gaman og allt, en ferðin endaði á einangrun um jólin.

Fyrsti dagurinn í einangrun var frekar rólegur. Ég enduruppgötvaði ást mína fyrir tölvuleikjum, sérstaklega Fortnite og spilaði hann með nokkrum vel völdum.

Annar dagur. Aðeins einn dagur til jóla og ég byrjaði daginn með því að borða Special K og mjólk sem mamma hafði skilið eftir. Namm. Spilaði meira Fortnite með strákunum og síðar Trivia með elskhuganum (þú veist hver þú ert). Hún kom með mat og jólagjafir og þá vissi ég að hún elskaði mig í alvöru.

Dagur þrjú. Aðfangadagur. Svaf langt fram eftir degi eins og venjulega. Mamma skildi eftir þykkmjólk með perum, yummy. Ég elska þykkmjólk með perum. Þegar leið á kvöldið var ég orðinn verulega spenntur fyrir að fá að opna jólagjafirnar. Ekki leið þó á löngu þangað til ég fattaði að gat ekki notið jólanna með neinum. Til að koma í veg fyrir einmanaleikann ákvað pabbi að stilla tölvunni sinni upp á matarborðið svo mér myndi líða eins ég sæti við það meðan við borðuðum jólamatinn. Á matmálstíma kom mamma niður með hamborgarhrygg, kartöflur, sósu og eplasalat. Pabbi er svo góður í að elda hamborgarhrygg. Nammi namm! Ekki má svo gleyma jólaölinu. Þrátt fyrir aðstæður náði ég að njóta jólamatarins með fjölskyldunni í gegnum þetta blessaða myndspjall. Eftir matinn var gengið frá. Þau settu diskana sína í vélina á meðan ég vaskaði upp í klósettvaskinum með höndunum. Þá kom loks að þvi að opna jólapakkana, sem fór einnig fram í formi myndspjalls. Við skiptumst á að opna pakka og sýna hvað við fengum, sem var mjög spennandi. Ég fékk margt flott: peysu, buxur, sokka og skó svo dæmi séu tekin. Takk fyrir mig.

íu daga einangrun. Yfir hátíðirnar. Án þess að vera með Covid. Veisla. Þremur dögum fyrir jól tók ég þá heimskulegu og ólöglegu ákvörðun að hitta kærastann minn strax eftir að hann kom heim frá Tenerife, á meðan hann beið eftir niðurstöðum úr PCR prófinu.

ólin okkar Ella voru haldin hátíðleg í Håfjell, skíðasvæði í Noregi. Við dvöldum þar í viku og eyddum mest öllum tímanum okkar að borða góðan mat og skíða víðs vegar um skíðasvæðið.

Við vöknuðum daginn eftir við þau hressandi skilaboð að hann hefði greinst með Covid og verið skipaður í tíu daga einangrun. Hafið það í huga að ég var við hliðina á honum þegar hann fékk þessi skilaboð. Það kom því ekkert annað til greina en að ég væri líka smituð og gat þar af leiðandi ekki farið heim til mín í sóttkví. Ég greindist neikvæð í fyrsta PCR prófinu sem ég fór í. Samt sem áður var ég alveg handviss um að ég myndi líklegast greinast jákvæð á næstu dögum. Fyrstu jólin okkar saman og það mætti segja að við höfðum hvorugt ímyndað okkur að eyða þeim í einangrun með fjölskyldu hans í sóttkví á kantinum. Það var reyndar ekki eins óþægilegt og mætti halda. Ég sendi vinkonur mínar í að klára jólagjafakaupin fyrir mig og fékk nokkrar banger heimsendingar í leiðinni, þvílíkur lúxus sem einangrun getur verið.

Þrátt fyrir vikudvöl með Covid smitaða kærastanum mínum, greindist ég neikvæð á sjötta degi og fór því heim til mín í fimm daga sóttkví. Sóttkví, ein með sjálfri mér, varð hins vegar fljótlega mjög þreytt. Klukkan bókstaflega sló ekki. Ég skil ekki enn þá hvernig ég smitaðist ekki. Ég var í raun bara farin að vonast til þess að næla mér í þessa blessuðu veiru.

Eftir tíu daga, fjórtán kvikmyndir, fimm þáttaseríur og endalaus neikvæð Covid próf, var ég loksins laus úr einangruninni. Tilgangslausasta tímaeyðsla í heimi. Ég lít samt á þetta með björtum augum og lærði mikið af þessu. Ein lexía sem ég tel að allir ættu að tileinka sér, er að bíða með það að hitta þá sem nýlega eru komnir frá veirueyjunni Tene.

Ferðalagið til Noregs var í stuttu máli einn erfiðasti dagur lífs okkar. Satt best að segja tók það mikla þrautseigju að komast til Håfjell, þar sem pabbi minn (Úlfheiðar), krafðist þess að við ferðuðumst með lest og strætó á áfangastaðinn. Þetta var hægara sagt en gert þar sem við vorum með sex ferðatöskur og þrjá skíðapoka, svo sniðugt… Þegar við mættum á staðinn voru að sjálfsögðu engir leigubílar til að keyra okkur upp fjallið að húsinu okkar. Það eina sem var í stöðunni var að ganga upp fjallið með allan blessaðan farangurinn í eftirdragi. Þrátt fyrir virkilega krefjandi byrjun á skíðaferðinni okkar, var ferðin í heild sinni frábær eftir að við komumst loks á leiðarenda. Húsið var sérstaklega vel staðsett og fylgdu því margir kostir. Við gátum til dæmis rennt okkur beint að skíðalyftunum frá því. Á aðfangadagskvöld héldum við í hefðirnar, borðuðum jólamat og opnuðum pakka. Allt í allt heppnaðist ferðin okkar mjög vel þrátt fyrir erfiða byrjun.

Egill Magnússon Hekla Ylfa Einarsdóttir Úlfheiður Linnet & Elías Óli Hilmarsson J Æði. É T 113 Ferðir & viðburðir
Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert? Busaviðtöl 1. Fullt nafn? 2. Bekkur? 3. Fæðingardagur? 4. Á hvaða braut ertu? 5. Hjúskaparstaða? 6. Hver er uppáhalds stjórnarnefndin þín? 7. Hvað finnst þér mest stressandi við komandi önn? 8. Hver eru markmið þín fyrir Verzló? 9. Hvað viltu gera eftir Verzló? 10. Ertu duglegur námsmaður? 11. Ertu femínisti? 12. Hvaða nefnd langar þig mest í? 13. Hver er target? Matthías Jens Ármann Gunnar Orri Ingvarsson Rakel Ýr Fjölnisdóttir Sandra Rós Hjörvarsdóttir 114 V88

Fyrir

Matthías Jens Ármann

1.G

18. 01. 05

Viðskipta viðskipta Á bullandi lausu Íþró Námið

Kynnast fólki og hafa fokking gaman Ekki hugmynd, bara hafa fokking gaman Þegar ég nenni Já Enga sérstaka Þórhildur Sæmundsen

Gunnar Orri Ingvarsson

1.A 26. 05. 05

Alþjóða Lausu Skemmtó, TV og Viljinn Að eiga ekki efni á Sbarro í mat Hafa gaman og get smarter Vinna hjá Nova og verða arkítekt Greinilega, fyrst ég komst inn í Verzló. Yee bruh TV, Skemmtó eða Viljann Peningurinn

Rakel Ýr Fjölnisdóttir

1.T 10. 02. 05

Náttúrufræði líffræði Lausuuu Skemmtó held ég, er ekki viss Bara prófin Að ná öllum prófum og kynnast nýju fólki Ég vil ferðast Já, myndi segja það Já Skemmtó Ekkert target

Sandra Rós Hjörvarsdóttir

1.U 22. 03. 05 Náttúrufræði líffræði Lausu Nemó Námið, sérstaklega stærðfræði Hafa gaman og eignast vini Veit ekki hvað mig langar að gera í framtíðinni nema kannski ferðast Já, ég reyni Jes, ég er það Verzlunarskólablaðið A lady never tells

Matthías Jens Ármann

1.G

18. 01. 05

Viðskipta viðskipta Á bullandi föstu Íþró Að Covid eyðileggi fyrir Kynnast fólki og hafa fokking gaman Fara í háskóla í eitthvað viðskiptatengt Þegar það er pressa á mér, annars ekki Já Íþró Þórhildur Sæmundsen

Gunnar Orri Ingvarsson

1.A 26. 05. 05

Alþjóða Single Málfó Falla í bókfærslu Hafa gaman og öðlast visku Vinna í Nova og verða arkítekt Já, eða veit ekki, bara fínn Já TV eða Málfó Confidential

Rakel Ýr Fjölnisdóttir

1.T 10. 02. 05 Líffræði LAUSU V88 Prófin Ekki falla og verða klárari Ferðast Jájá ef ég hef metnað Já Grillnefnd Alls ekki marmarakóngur allavegana

Sandra Rós Hjörvarsdóttir

1.U 22. 03. 05

Líffræði Lausu Nemó Lokaprófin Hafa gaman og njóta Ferðast og fara í frekara nám Já, ég reyni Já Nemó Enginn

1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. Eftir 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 115
Viðtöl

Hannaðu þinn eigin bol

kynntu þér málið á meira.is

Ljósmyndun & myndvinnsla Kristína Katrín Þórsdóttir Fyrirsæta Una Hringsdóttir

GunnInga

uðrún Inga Sívertsen er best þekkt sem GunnInga. Hún er núverandi skólastjóri Verzlunarskóla Íslands og fyrsti kvenkyns skólastjórinn, en tók hún við síðastliðið vor. GunnInga hefur fylgt Verzló í gegnum árin allt frá því að vera nemandi, kennari og nýskipaður skólastjóri. Þess má til gamans geta að hún sat í ritnefnd Verzlunarskólablaðsins. Það kom fáum á óvart hver myndi taka við hlutverki skólastjóra þar sem GunnInga var og er hæfust í starfið. Það verður skemmtilegt að fylgjast með henni skína sem skólastjóri og dást að störfum hennar til framtíðar. Verzlingar eru stoltir að hafa hana sem andlit skólans.

120 V88
G
121 Viðtöl

Hvaðan kemur nafnið GunnInga?

Ég hef verið kölluð GunnInga frá því ég man eftir mér og einhvern veginn festist það við mig. Ég hef stundum reynt að verða formlegri og farið að nota Guðrún Inga meira en það tekst misvel. Ég kann afskaplega vel við að vera kölluð GunnInga en mér þykir einnig vænt um Guðrúnar nafnið þar sem ég var skírð í höfuðið á ömmu minni sem hét Guðrún Sívertsen og var hörkukona.

Í hvaða menntaskóla varstu og á hvaða braut?

Ég var í Verzló og útskrifaðist árið 1997 af hagfræðibraut, stærðfræðilínu. Eftir tvö ár í Verzló fór ég sem skiptinemi til Bandaríkjanna í eitt ár. Þegar ég kom heim aftur, reynslunni ríkari eftir ársdvöl í útlöndum, fór ég í nýjan árgang í Verzló og útskrifaðist ári seinna en mínir jafnaldrar. Það var frábært því ég kynntist enn fleira fólki og tilheyri þannig séð tveimur árgöngum. Ég fór t.d. í útskriftarferð með mínum árgangi en átti þá eftir eitt ár í skólanum.

Varstu virk í félagslífinu?

Já ég tók virkan þátt í flestum viðburðum og var dugleg að mæta þegar eitthvað var í gangi. Á lokaári mínu í skólanum var ég í ritnefnd Verzlunarskólablaðsins. Bekkurinn minn á lokaárinu í skólanum var mjög virkur í félagslífinu og var nánast helmingur stjórnar NFVÍ í bekknum mínum. Frábær hópur og mikill og góður vinskapur sem myndaðist á árunum í Verzló. Ég fann Verzlunarskólablaðið heima um daginn, árgerð 62, sem kom út fyrir 25 árum síðan. Það var gaman að fletta í gegnum blaðið og nefndarmyndin okkar kallaði fram skemmtilegar minningar en myndin er tekin á McDonald´s, í McDonald’s fötum. Mig minnir að McDonald´s hafi verið tiltölulega nýkomið til Íslands þarna. Margar hefðir í kringum Verzlunarskólablaðið og útgáfu þess eru eins hjá ykkur í dag og voru fyrir 25 árum. Tímasetning á útgáfu blaðsins hefur þó breyst, á mínum skólaárum kom Verzlunarskólablaðið alltaf út fyrir Nemó eða í lok janúar.

Hvað gerðir þú eftir Verzló? Þegar ég útskrifaðist úr Verzló var ég ófrísk af elsta syni mínum sem fæddist í september 1997. Ég tók mér eitt ár frí frá námi en fór svo í hagfræði í Háskóla Íslands þegar sonurinn var orðinn eins árs. Það gekk vel að samræma háskólanámið og móðurhlutverkið þar sem ég á mjög góða að, bæði fjölskyldu og vini. Ég hélt líka áfram að spila fótbolta á háskólaárunum og spilaði með Þrótti þangað til ég var 28 ára. Eftir hagfræðinámið fór ég í mastersnám í opinberri stjórnsýslu í Háskóla Íslands.

Hvernig er að taka við hlutverki skólastjóra?

Það er búið að ganga mjög vel og hefur verið gaman að taka við hlutverki skólastjóra. Ingi fyrrum skólastjóri skilar af sér góðum skóla og samstarf okkar Inga og Þorkels var mikið og gott síðustu árin. Við sem tökum við keflinu af Inga erum því vel undibúin fyrir hlutverk okkar, þökk sé Inga. Það var von okkar að COVID yrði búið þegar þetta skólaár færi af stað en svo var ekki. Það eru ákveðnar áskoranir að halda úti skólastarfi þegar miklar og stífar samkomutakmarkanir eru en bæði nemendur og kennarar skólans hafa sýnt hversu magnaðir þeir eru í þessum heimsfaraldri. Verst finnst mér hvað nemendur hafa misst af miklu félagslífi sem er stór hluti af þroskaferlinu á menntaskólaárunum.

Hver eru þín helstu markmið sem skólastjóri?

Að hér í Verzló sé umhverfi þar sem öllum getur liðið vel, bæði nemendum skólans og starfsmönnum hans. Ég legg áherslu á að í öllu skólastarfinu sé virðing borin fyrir náunganum og að hver einstaklingur fái að blómstra og dafna á sinn hátt. Framhaldsskólaárin eru oft sögð skemmtilegustu ár unga fólksins þar sem þau taka út þroska og mótast í skoðunum sínum og lífsgildum. Því er mikilvægt að skólaumhverfið sé heilbrigt og fordómalaust.

Hvað finnst þér vera mikilvægast í fari skólastjóra?

Það eru fjölmargir þættir en ég persónulega legg mikið upp með að vera ávallt tilbúin til að hlusta á aðra og ræða málin. Einnig legg ég áherslu á að ég sé til staðar fyrir samstarfsmenn mína og nemendur skólans. Hurðin hjá mér er alltaf opin og allir velkomnir hvenær sem er.

Hvað er ólíkt starfi þínu nú og áður?

Fjárhagsleg ábyrgð á skólanum fylgir starfi skólastjóra. Það er helsta breytingin sem ég finn fyrir í nýju starfi. Að öðru leyti er þetta sami vinnustaðurinn með sama góða samstarfsfólkinu og okkar frábæru nemendum.

„Hurðin hjá mér er alltaf opin og allir velkomnir hvenær sem er.“
122 V88
„Ég legg áherslu á að í öllu skólastarfinu sé virðing borin fyrir náunganum og að hver einstaklingur fái að blómstra og dafna á sinn hátt.“

Hvenær byrjaðir þú að vinna í Verzló? Ég kom inn í afleysingar í kennslu árið 2002 og var hér þangað til vorið 2007. Ég kenndi viðskiptagreinar, aðallega hagfræði. Vorið 2007 fór ég að vinna í Landsbankanum en kom aftur hingað í Verzló tveimur árum síðar eða árið 2009. Kennsla hefur alltaf átt vel við mig og ég segi að það sé besta starf í heimi að kenna framhaldsskólanemendum. Það er svo gefandi starf á sama tíma og það er skemmtilegt.

Hver er þín skoðun á að menntaskólinn sé bara 3 ár?

Ég var fjögur ár í framhaldsskóla og naut þess í botn. Ég hefði viljað fara aðra leið í styttingu náms á Íslandi heldur en að klippa eitt ár af framhaldsskólanum.

Hver eru þín helstu áhugamál utan skólans/hvað gerir þú á daginn? Íþróttir hafa alltaf átt stóran þátt í lífi mínu. Ég spilaði fótbolta lengi og fór svo í félagsstörf tengd fótboltanum. Var 12 ár í stjórn KSÍ og síðustu árin mín í stjórninni sem varaformaður KSÍ. Ég hætti í KSÍ árið 2019 en er enn í dag tengd íþróttahreyfingunni og á sæti í nokkrum nefndum sem ég sinni þegar ég er ekki skólastjóri. Ég elska líka að hreyfa mig og er dugleg að fara í fjallgöngur og á skíði. Tími með fjölskyldunni er líka dýrmætur og reynum við maðurinn minn að skipuleggja okkur þannig að svigrúm sé til reglulegra gæðastunda með strákunum okkar.

Klukkan hvað ferðu að sofa?

Hefur þú fengið Covid?

Nei sem betur fer ekki. Ég hef verið svo lánsöm að sleppa. Ég hef tvisvar þurft að fara í sóttkví en á síðasta ári stundaði ég nám á Spáni og þá voru sóttvarnarreglurnar þannig að 5 daga sóttkví þurfti við heimkomu til Íslands og í eitt skiptið voru reglurnar þannig að þeir sem komu frá Spáni þurftu að fara í fimm daga á sóttvarnarhótel í sóttkví. Það var ákveðin upplifun að prófa það.

Hvaða stjörnumerki ertu? Ég á afmæli 17. febrúar og er vatnsberi. Ég er ekki mikið að spá í stjörnumerkjum en held samt að ég sé týpískur vatnsberi.

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Það hefur ýmislegt verið brallað sem þolir kannski ekki birtingu í Verzlunarskólablaðinu.

Hvað finnst þér einkenna Verzló? Það er margt sem einkennir Verzló. Fjölbreytt og vandað nám með framúrskarandi kennurum og góðum nemendum sem hægt er að gera kröfur til. Bekkjarkerfið er eitt af einkennum skólans. Bekkjarkerfið þjappar nemendum saman og oft á tíðum myndast vinátta sem endist ævilangt. Þá er öflugt og fjölbreytt félagslíf eitt af einkennum Verzló. Þá finnst mér það líka ákveðið einkenni fyrir skólann að nemendur skólans, núverandi og fyrrverandi, eru stoltir af skólanum sínum og stoltir af því að tilheyra samfélagi Verzlinga.

Ég fer alltaf snemma að sofa og hef alltaf gert. Fer oft upp í rúm klukkan 22 og er nánast alltaf sofnuð fyrir klukkan 23. Ég vakna líka snemma og þarf ekki að stilla neina klukku. Er yfirleitt vöknuð um 6 en stundum fyrr. Ég tek skorpur í að fara á æfingu fyrir vinnu og er þá mætt í Hreyfingu klukkan 6. Morgnarnir eru mjög drjúgir í allskonar hjá mér. Þegar ég vakna á morgnana er hausinn kominn á fullt með allskonar hugmyndum þannig að snúa sér á hina hliðina gerist nánast aldrei. Ætli ég verði bara ekki að viðurkenna að ég er mikil A manneskja.

123 Viðtöl
„ég segi að það sé besta starf í heimi að kenna framhaldsskólanemendum. Það er svo gefandi starf á sama tíma og það er skemmtilegt.“
Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert? 88
124 V88
Bucketlistahlutir
1. Gráta ekkiáafmælisdaginn2 . ValdaumferðaróhappiáVÍbílastæð inu3 .Fá sé r t attoo 4 . Fá C ovid 5 . S e g j a j á v i ð ö l l u í e i n n d a g 6. H alad á P isa turn nium 7. æLra a lla aukastafiníap í8. Takaallngihterfyrirlokapróf9. Fraaánektarströnd 10. Fara íendurtekt11 . KomastíslúðriðíKvasi12 .Talakikeíheiland a g13 .G rá ta á Þ jóð arbókh l öð unin 1 4 . F á b í lp r ó f 1 5 S l e p p a i n n t ö kup r ó fi fy rir úts kriftar fer ð16. Mj ólkakú17. Fákinnhest18. Klessabílinnhanspabba 19.Fallaí endurtekt 20 . Eignastkviðsystkin21 .Útsk rifast22 .Faraí só ttk ví 23 . Fá ré tti nd i ti l að k e y r a m ó t o r h j ó l 2 4. F a r a í fa tausn d 25. Fara ísuamrs kóla 26. Hlæjþaangaðtliðamurgrætur27. Prjónayfirsigávikudeig 28. Vinna NoNutNovember29 . Dab -aáienhvern30 .Fáés rísák aldsatad e gi á rsi ns 31 . S t el a 3 2 V e r ð a f e i k u r 3 3 . F a r a í be k kj a r f é lag a 34. Birta my n dme ðv i ðeigandihashtag iáöllumviðburðumskólans35.Sofaí Nemkja 36. Krúnurakasig 37 .Seinkaþví sem mest að fl yt j a að h ei m an 3 8 . K l a p p a þ e g a r fl u g v é l in len d ir 39. Stun da ky n ílf40. Pissaáisgáung lings-eðafullorðinsladir41. Fá sér iena með öllu 42. Faraíheimsreisu43T.akad raamkastá almannafæri 44 . K omast á F o r Y o u P a g e á T i k T o k 4 5. Fes tas t í lyftu 46. Egg j a lær ða skólann47. Klappasel48. Verðasugarbaby49. Fara á Þjóðhátíð50. Takaþáttígjörningi 51. Faraíbestavinmanns52.Geragraffitilistaverk53 .Ei gnast mö r gæs 54 . M æt a í l o p a p e y s u í s k ó l a n n 55. L i fa og n j óta 56. Náa ðstandaínernbirautinniíEyjum57. Faraílseiká amrmz 58 Komastídauðaherbergið59 .Neitbanóoiðr 06 .Mopth e coean 61 . Ná sí ð ast a d r o p a n u m ú r t ó m a t s ósunn i 62. K l ára Grey s Anatomy 63. Farazip lining64. Skinnydippa65.Eignast titrara 66 Kúkaískólanum 67 . Hlaupamaraþon68 .Faraí all ar sund l au gar höf uð b o r g a r s v æ ð i s i n s 6 .9 6 9 70. E ig nsat hest 71. Be ilaápartífy rirkósíkvöld72. Safnaskeggi73. Fara í Bláa Lónið74 . Spjallvaiðmabtðúarknouranráh ver jumd e gi 75 . F ara á d at e m e ð s j á l f u m s é r 7 6. Se t j a bara ávex t iábrag ðare f77. Faraífallhlífarstökk78. Faraífeluleik í Ikea 79. Tala illaumeinhvernáíslenskuíútlöndum o gþ au sk i l j a mann 8 0 . F a r a á h e s t ba k 81. Fara í sne kkj up artý82. ySndameðskjaldbökum83. Fara á dolbue adte 84. HittaLoagnPaul85 .Ei gnasttvíb ura 68 . V era sí mal uas í v i k u 8 7 . S k v e t t a d r ky k í an d l it i ð á e in hver jum 88. KomastinníVerzlunarskólablaðið 125 Áttatíu & átta

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Fyrirsætur

Daníel Ólafur Stefánsson Spanó Hanna Guðný Hafsteinsdóttir Hildur Björk Búadóttir Ísak Logi Einarsson

Rökkrið

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Tvífarar

Covid-19Kvef 136 V88
Nemendur & kennarar
Þorbjörn Bergur Ebbi Anna Hákonar Emilía Þórný Matty BAron Gauti Ólafur IngiStefán Árni Klaudia KuleszewiczKatrín Lind
Óli rekGeorg LárussonKolbrá
Hlynur GestsJacob Sartorius Jean MilburnKristína KatrínMóa KáraCandice Swanepoel Eydís HelgaSandra Bullock
MaríaMaría LeifsBrynhildur
BráJana Ruth
Elísabet
Sonja OliversÓmar Ingi Kári FreyrRagnar HjálmarsMargrét BirtaLeikkonan í Sumarbörnum
ErlendsYlfa Sigurðar
Fönn
Erla MaríaHafrún Arna Álfheiður BjarnaKara Blöndal Áslaug MaríaCharli D’Amelio
HarðarGuðbjörg Eyvindar Daníel ÖrnSigurjón Orri
Aníta GíslaMargrét María
137
Unnur KnudssenKatla Margrét Jón LogiEminem

Dúxa Verzló

skóla.“

(Móti)

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Hvers vegna skyldir þú ekki dúxa Verzló? Ef þú dúxar Verzló áttu líklegast ekki líf. Já herrar, dömur og allir aðrir þetta er hinn eini sanni Svæs og ég ætla að gera ykkur grein fyrir því að einungis fólkið sem er lægst í fæðukeðjunni dúxar Verzló. Fyrst og fremst er ég alls ekki að hata á neinn sem þarf ekkert að hafa fyrir því að dúxa Verzló. Ég ætla bara að henda aumingjunum sem eyða öllum sínum frítíma í að læra og eru með hugafarið: „Ég er betri en allir því ég er að fá hæstu einkunnirnar“ í drulluna þar sem hugsunarháttur þeirra liggur. Svo þið getið vafið heila ykkar utan um hversu tilgangslaust það er að dúxa Verzló, ímyndið ykkur þetta: Þið eruð nýbúin í námi og eruð að koma ykkur á vinnumarkaðinn. Þið eruð í atvinnuviðtali og skjótið inn: „Ójá, ég vil líka að þú vitir að ég dúxaði Verzló“. Afsakið, soul sister, hvað? Hvað á einstaklingurinn að gera við þær upplýsingar? Ég veit allavega að ef ég væri að taka viðtalið myndi ég svoleiðis ráðast á manneskjuna, fara úr hábotna skónum mínum og dúndra þeim í smettið á þeim á staðnum. Svona týpur hljóma eins og þær séu pakkfullar af sjálfum sér og það langar engan í einhvern montinn skíthæl í starf hjá sér. Yfirmenn leita sér að skemmtilegu og almennilegu starfsfólki, ekki leiðinda sleikjum sem monta sig af námskunnáttu sinni. Ef þið hafið séð myndina „What Happens In Vegas“

með Cameron Diaz þá vitiði hvað ég á við (vel á minnst, Cameron Diaz féll úr skóla). Síðan er það að dúxa Verzló ekki endilega undirstaðan að peningum eða frægð þar sem þú getur nálgast það þó þú hafir verið heimilislaus og ekki í skóla. Allt er hægt með réttu hugarfari. Lítið á Jennifer Lopez sem dæmi, hún átti varla neitt og nú vita bókstaflega allir hver hún er (og hún er efnuð). Það er skemmtilega og þekktasta fólkið í dag sem var með 4,5 í meðaleinkunn, féll eða var hreinlega rekið úr skóla. Áður en ClubDub urðu stórir á Íslandi þá voru þeir reknir úr skóla fyrir að svindla í lokaprófum, en hvar eru þeir núna? Hver hlustar ekki á „Please Don’t Trust Me“ á djamminu? Það er að segja ef þú djammar… nördinn þinn. Önnur dæmi um fræga einstaklinga sem féllu úr skóla eru Rihanna, Kate Moss, Jay Z, Simon Cowell, Whoopi Goldberg, Tom Cruise og Chris Rock. Ég gæti haldið endalaust áfram. Ég er alls ekki að segja að þú eigir að falla en hættu að einblína einungis á námið og lifðu lífinu. Gerðu hlutina sem þú vilt gera og ekki láta þetta eina skilaverkefni stöðva þig, því ef þú ert jafngóður í að tala þig í skilafrest og ég þá ætti það að vera hið minnsta mál.

Sverrir Ingi Ingibergsson

138 V88
„Það er skemmtilega og þekktasta fólkið í dag sem var með 4,5 í meðaleinkunn, féll eða var hreinlega rekið úr

úxaðir þú Verzló?! Vel gert!

Það er ógeðslega kúl að dúxa.

Afsakið, en dúxar mega monta sig fyrir lífstíð. Mér finnst að klárt fólk megi monta sig og mér er alveg sama þó ykkur finnist það pirrandi því þið eruð líklegast bara drullusokkar sem kunnið ekki stærðfræði. Það að dúxa skapar samkeppni á milli nemenda frá fyrsta ári og við vitum öll að samkeppni skilar árangri. Jájá, þetta fólk sleppir kannski mjólkurkvöldum en þau eru allavega að læra. Á meðan þið eruð að drepa heilasellur eru dúxar að næra þær. En hey, njótið þess að vera vinsæl. Dúxum er alveg sama um ykkur, af hverju ætti ykkur ekki að vera sama um þau? Þið eruð bara öfundsjúk því dúxar geta hluti sem þið getið ekki. Af hverju ekki að dást að þessum meisturum og taka þau til fyrirmyndar? Má ekkert lengur? Eins og ég segi alltaf daglega við alla: „Betra er að vera prýddur gáfum en gjörvileika“. Það er svo gaman að hafa tekið einn líffræði áfanga og skilja hvað fólkið í Grey’s Anatomy er að tala um. Ég veit vel að það hafa ekki allir eiginleikana sem þarf til að dúxa en allir geta gert betur. Dúxar gera hlutina bara best. Það er einfaldlega munurinn á ykkur og dúxum.

Dúxar eru líka alls ekki alltaf hrokafullir. Við vitum öll að klárasti krakkinn í bekknum er þessi hógværi kóngur sem sendir alltaf svörin á grúppuna. Líkurnar á því að dúxinn skrifi bók og haldi Teams fyrirlestur eru líka mjög litlar, ég lofa. Síðan hvenær er líka litið niður á gáfur? Ekki er ég að gera lítið úr stærðfræðikunnáttu Sverris hérna en það er annað mál. Það er frekar augljóst að einstaklingar sem hata dúxa eru bara abbó og við því hef ég aðeins eitt að segja: „Jealousy is an ugly disease“. Afsakið að þú hafir fengið 3,9 á prófinu, en það er bara ekki mitt vandamál. Þú getur kannski prófað að reyna meira. Kannski eru dúxar einfaldlega bara betri manneskjur en þú. Ímyndaðu þér að foreldrar þínir séu í alvöru stoltir af þér, þannig líður dúxum daglega. Að lokum, ef dúxar geta dúxað þá geta þeir gert allt. Við getum öll dúxað og við getum öll gert allt.

D
Greinar 139
„Á meðan þið eruð að drepa heilasellur eru dúxar að næra þær.“
(Með)

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert? Myndir frá skólaárinu

140 V88
Nemendur & kennarar 141

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

88 hlutir sem allir gera en enginn þorir að viðurkenna

142 V88

1. Búa til playlista með „cool“ lögum og gera hann public, en maður hlustar aldrei á hann

2. Týna sér í hugsunum sínum þegar maður er að lesa og gleyma síðan hvað maður var að lesa

3. Stilla vekjaraklukkuna fyrr til að geta ýtt á snooze og fengið að sofa lengur

4. Finna fyrir létti þegar maður kemur heim og enginn er heima

5. Setja tónlistina á shuffle en sleppa að hlusta á lögin sem koma þangað til lag sem mann langar virkilega að hlusta á spilast

6. Spyrja einhvern hvað hann heitir og gleyma nafninu strax

7. Hlusta á upptöku af röddinni sinni og finnast hún hræðileg

8. Fara í áskrift á meðan hún er frí og hætta um leið og maður þarf að borga

9. Horfa út í loft þegar einhver slær inn lykilorðið sitt af því maður vill ekki að aðilinn haldi að maður sé að reyna að sjá það

10. Senda einhverjum: „Er að deyja úr hlátri“ þegar maður fær eitthvað fyndið sent en sýna samt engin svipbrigði þegar maður sendir það

11. Reyna að halda þreytunni þegar maður fer á klósettið um miðja nótt

12. Þykjast ekki sjá peninginn þegar maður opnar afmæliskort

13. Þykjast skoða eitthvað annað í búðinni þegar einhver stendur fyrir framan það sem maður vill skoða

14. Lækka í tónlistinni í bílnum til að sjá betur 15. Setja höndina skyndilega upp á meðan maður liggur 16. Labba í takt við lag sem maður er að hlusta á 17. Líða óþægilega þegar maður labbar tómhentur úr matvörubúð 18. Horfa á sjálfan sig á Facetime 19. Pissa í sturtu 20. Sparka klaka undir ísskápinn 21. Reikna út hvaða efnisgrein maður þarf að lesa áður en kemur að manni 22. Gera „hashafasa“ þegar maður setur of heitan mat upp í sig til að kæla hann 23. Hálf-opna skilaboð til að sjá hvort maður vilji svara þeim 24. Fara aftur að sofa til að klára draum 25. Stimpla 1+1=2 inn á reiknivél í prófi 26. Hlaupa upp í rúm eftir að hafa slökkt ljósin 27. Bíða þangað til síminn er 1% til að stinga honum í hleðslu 28. Nota Aur til að finna út hver á símanúmer sem maður þekkir ekki

29. Opna örbylgjuofninn áður en hann hættir að pípa

30. Klemma varirnar saman með hárklemmu

31. Festa sig á Snapmaps

32. Líða vandræðalega þegar maður kann ekki lag sem allir kunna

33. Segjast hafa horft á þáttinn sem vinir manns eru að tala um, þó maður hafi ekki gert það

34. Vera andvaka og reikna út hvað maður fær mikinn svefn ef maður myndi sofna þá

35. Setja sængina yfir tærnar þegar maður er með fæturna hangandi út af rúminu

36. Fá kjánahroll af og til yfir einhverju sem maður gerði fyrir löngu

37. Skoða hvað er í baðskápnum heima hjá öðru fólki

38. Bíða með að setja 1,5 línubil í ritgerð þangað til maður klárar hana

39. Teikna mynd eða skrifa eitthvað í strokleður með því að pota blýanti í það

40. Þykjast hafa áhuga á einkalífi kennarans til að eyða tíma

41. Gera Instagram prófílmynd manns svarta í von um að Kanye West fylgi manni

42. „Stalka“ kennara á Facebook fyrir hverja önn

43. Finnast ótrúlega ómerkilegt að hlusta á drauma annarra en langa samt að segja frá manns eigin

44. Fara að kúka í Kringlunni ef manni er mál á skólatíma

45. Finnast peningur vera betri ástæða til að fermast heldur en að staðfesta trú sína

46. Fara á Íslendingabók til að finna út hvort manneskjan sé nokkuð skyld manni

47. Hækka og lækka hringitóninn á símanum áður en maður fer að sofa til að ganga úr skugga um að vekjaraklukkan veki mann 48. Þykjast ekki vera móður eftir að hafa labbað upp á fjórðu 49. Stíga bara á hvítu rendurnar á gangbrautum 50. Njóta þess að kúka 51. Ýkja sögur til að láta þær hljóma skemmtilegri 52. Finna fyrir greddu í skólanum 53. Gá í símann hvað klukkan er en gleyma því síðan strax 54. Láta eins og manni sé alveg sama þegar tölvan byrjar að lagga í von um að eitthvað breytist

55. Láta eins og maður sé að taka þátt í samtali þegar maður er fastur í símanum

56. Þykjast ekki vera leiður þegar fáir óska manni til hamingju með afmælisdaginn

57. Setja í sig heyrnartól til að geta hlerað annað fólk

58. Svindla á Strava

59. Koma með bull afsökun til að geta skellt á fólk

60. Taka myndband af sér syngja

61. Þefa af eigin prumpulykt og finnast hún smá góð

62. Finna fyrir stressi þegar maður fer fram hjá öryggisverði í verslun jafnvel þó maður hafi ekkert að fela

63. Ákveða að breyta um lífsstíl um miðja nótt

64. Fara á Íslendingabók til að sjá aldur manneskju

65. Fresta því að fara í sturtu í langan tíma og verða síðan pirraður þegar einhver annar á heimilinu fer í sturtu

66. Verða mjög leiður rétt fyrir svefninn

67. Vilja ekki stíga á línurnar á gangstéttinni

68. Pína sig að vaka lengi fram eftir í skólafríum, því maður tímir ekki að fara að sofa

69. Svindla á heimaprófi

70. Endurskipuleggja Instagram prófílinn sinn um miðja nótt

71. Þurfa að blikka augunum á milli ljósastaura við akstur

72. Halda að allir séu að horfa á mann á rauðu ljósi

73. Mæta í barnaafmæli bara fyrir matinn 74. „Unfollowa“ fólk sem fylgir manni ekki til baka

75. Ætla að gera eitthvað klukkan 16:00 en fresta því til klukkan 17:00 þegar klukkan slær 16:05

76. Leita „…for children“ á Google til að fá betri útskýringu á námsefninu

77. Þykjast vera skyldur einhverjum frægum þegar maður er lítill

78. Þykjast vera í tónlistarmyndbandi í farþegasætinu á meðan það rignir

79. Halda að tónlistarmaður taki eftir manni á tónleikunum hans

80. Taka vandræðalega margar tilraunir til að ná fullkomnu myndinni á Snapchat

81. Þykjast vera sofandi í bílnum til að þurfa ekki að labba inn þegar maður var lítill

82. Fara í matarboð bara til að fá eftirréttinn

83. Opna ísskápinn nógu lítið til að sjá ljósin kvikna

84. Fara í Hagkaup í Garðabæ og Skeifunni þegar manni leiðist

85. Finnast frasinn „engin spurning er heimskuleg“ ekki rétt því það eru til heimskulegar spurningar

86. Finnast ekki öll ungabörn sæt

87. Þykjast samgleðjast vini manns þegar hann fær hærra í prófi

88. Hneppa frá eftir góða máltíð

Áttatíu & átta 143

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Tískuannáll

Low rise gallabuxur

Fyrst voru það skinny jeans, svo mom jeans, en nú eru það low rise jeans. Enn ein flíkin sem hefur farið í heilan hring, beint frá aldamótunum 2000. Þessar buxur eru bæði hataðar og elskaðar, en sama hvað fólki finnst munu þær alltaf eiga pláss í tískuheiminum. Margar af frægustu stjörnum heims hafa gert buxurnar frægar, þar á meðal Britney Spears, Paris Hilton og margar af þekktustu fyrirsætunum. Buxurnar eru alls ekki þær þægilegustu og er varla hægt að beygja sig í þeim, en geggjaðar engu að síður.

144 V88
Annálar 145

Stórir litríkir hringar

Skart hefur og mun alltaf vera í tísku. Nú í ár voru það stórir litríkir hringar sem voru í sviðsljósinu og læddust í skartgripaskrín Verzlinga. Litríku hringarnir eru fullkomnir til að taka hvaða „outfit“ sem er upp á næsta stig. Litir, mynstur og „bling“ ræður ríkjum í hönnun hringjanna og enn betra er að vera með nokkra í einu og raða þeim skemmtilega saman. Fullkomið lúkk sem vekur athygli hvert sem maður fer.

Curtain bangs

Við höfum öll verið á þeim stað að vilja breyta um lúkk, hvort sem það er að klippa á sig topp, aflita hárið eða klippa hárið stutt. Curtain bangs voru svo sannarlega í sviðsljósinu á árinu enda frábær leið til að breyta aðeins til. Þessi tegund klippingar er toppur sem er síðari en toppar eru gjarnan og oft lítur hann raunar meira út eins og styttur en toppur. Þessi klipping varð fræg á sínum tíma á sjötta áratug síðustu aldar þegar Brigitte Bardot og Goldie Hawn skörtuðu henni. Sænska samfélagsmiðlastjarnan Matilda Djerf er eflaust ein helsta ástæðan fyrir endurkomu toppsins í tískuheiminum, enda spilar hár hennar mikilvægan þátt í hennar ímynd og hún er með áberandi topp af þessari gerð. Curtain bangs toppur er klárlega góð hugmynd, sérstaklega þar sem það er lítið mál að halda honum við og hægt er að greiða hann aftur ef maður verður þreyttur á honum.

Loðhúfur

Loð hefur alltaf verið skemmtileg tískuvara og er nýjasta æðið loðhúfurnar góðu sem hafa varla farið framhjá neinum. Húfurnar eru virkilega flottar og því skiljanlegt að þær hafi náð þessum vinsældum. Auk þess að vera skemmtileg viðbót við „outfitið“ þá halda þær á manni hita, enda upprunalega ætlaðar til að halda á manni hita um kalda vetur. Húfurnar hafa þess vegna alltaf verið góður fylgihlutur á veturna en urðu sérstaklega vinsælar í ár. Þær eru til í alls konar stílum og litum og hafa sést á höfðum margra Verzlinga undanfarinn vetur.

70’s mynstur Áttundi áratugurinn hefur fært okkur margar byltingarkenndar tískubylgjur og við fögnum svo sannarlega endurkomu þeirra. Það sem var einna helst einkennandi á þessu tímabili og kom aftur á þessu ári er mynstrið. Þetta mynstur er mjög „groovy“, litríkt og bjart. Þessi tískubylgja byrjaði fyrst aftur í ár á TikTok og var fljót að breiðast út í þeim hraða og tæknivædda heimi sem við lifum í. Fatamerkið House of Sunny vakti mikla athygli með litríkum hönnunum sínum sem einkennast af þessum skemmtilegu mynstrum.

Hnéhá stígvél Sumir segja að maður geti aldrei átt nógu mikið af skóm og það á svo sannarlega líka við geggjuðu hnéháu stígvélin sem hafa verið mjög vinsæl í ár. Stígvél af þessu tagi munu alltaf vera klassík og eru þau oft í minimalískum litum. Stígvél í þessum stíl hafa verið í tísku síðan á sjötta áratugnum en urðu mjög vinsæl á áttunda áratugnum og hafa haldið sínu striki alveg síðan. Þau passa við margt í fataskápnum og henta við nánast hvaða tilefni sem er. Stígvélin fara mjög vel með kjólum eða pilsum, en þannig ná þau að njóta sín sem mest.

Lituð sólgleraugu

Einn flottasti fylgihluturinn þegar sólin lætur sjá sig eru án efa góð sólgleraugu. Gleraugun sem svoleiðis slógu í gegn á þessu ári voru með lituðu gleri í öllum regnbogans litum. Þessi gleraugu urðu viðurkennd tískubylgja í byrjun árs 2021 og vinsældirnar jukust þegar nær dró sumrinu. Eins og svo margt sem var í tísku á árinu voru svona gleraugu mjög áberandi á áttunda áratugnum en það sýnir að sú tíska er að koma sterk til baka. Það er auðvitað augljóst að sólgleraugu snúast ekki einungis um að vernda augun frá sólinni heldur geta þau líka verið mikilvægur partur af stíl hvers og eins. Sólgleraugun taka lúkkið upp á næsta stig og fara svo sannarlega ekki fram hjá neinum.

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?
Tískuannáll 146 V88

Derhúfur

Derhúfan hefur alltaf verið klassísk, en á þessu ári hefur hún orðið einn vinsælasti fylgihluturinn til að toppa lúkkið. Það er mjög létt að skella einni derru á sig sem getur verið í nánast hvaða lit sem er. Þetta getur verið góður bjargvættur þegar hárið er ekki að vinna með manni eða ef maður hefur aðeins prjónað yfir sig kvöldið áður. Þessar svokölluðu baseball caps passa við allt enda mjög einfaldur og öruggur kostur. Þær eru oft með grípandi slagorði eða merki framan á. Kendall Jenner og Bella Hadid ásamt fleirum hafa sýnt fram á að þær henta sérstaklega vel fyrir „model off duty“ lúkkið.

Það má svo sannarlega segja að nýjasta flíkin í tískuheiminum séu cut out bolir. Til að hressa aðeins upp á hinn hversdagslega fatnað er tilvalið að hugsa út fyrir kassann og þá koma þessir bolir sterkir inn. Bolirnir urðu vinsælir í byrjun árs 2021 og er þetta „trend“ eitthvað sem við höfum ekki séð áður. Stíllinn sást á vor/sumar tískusýningum hjá Chanel, Chloé og Alexander McQueen. Frægir hönnuðir og vinsælar fatabúðir hafa verið að selja boli í þessum stíl og einnig urðu þeir mjög vinsælir á Instagram. Það er líka sniðugt að gera bolina sjálfur heima sem er einfalt ef maður hefur skæri við hendi.

Glansbolir

Allir og ömmur þeirra hafa nú prófað að sauma sér eitt stykki gellu-glansbol. Þessir bolir voru ómissandi hluti af djamminu á árinu, enda nóg af glimmeri og glans. Upprunalega hönnunin er frá danska merkinu Saks Potts sem hefur gert garðinn frægan með fallegum og vönduðum flíkum, ekki síst geggjuðum loðkápum. Margir ungir og upprennandi fatahönnuðir hafa nýtt sér hönnunina, sett sitt mark á flíkina og grætt vel á því. Hægt er að fá bolina í öllum regnbogans litum og hinum ýmsu sniðum. Bolina er hægt að para saman við buxur í stíl eða aðrar flíkur.

Hvisk töskur Handtöskur frá vörumerkinu Hvisk hafa ekki látið lítið fyrir sér fara á göngum skólans og hefur salan hjá Húrra Reykjavík líklega rokið upp eftir að þessar einkennandi töskur náðu svona miklum vinsældum. Hvisk er danskt tískuvörumerki sem einblínir á að gera flottar og litríkar töskur með fallegum smáatriðum. Töskurnar eru eru til í nokkrum stærðum, litum og gerðum. Auk þess er hægt að kaupa mismunandi keðjur á þær sem gerir manni kleift að breyta útlitinu á þeim án mikillar fyrirhafnar.

Moon boots

Geimfaraskórnir sem eru annað hvort hataðir eða elskaðir eru komnir aftur. Skórnir eru stórir, mjúkir og einstaklega þægilegir, fullkomnir fyrir íslenska veturinn. Skemmtileg staðreynd um skóna er að stofnandi Moon boots, Giancarlo Zanatta, var innblásinn af fatnaði geimfara við lendingu Apollo 11 árið 1969. Skórnir eru svokallaðir „statement piece“ og getum við öll verið sammála um að þetta er fullkomin fjárfesting fyrir íslenska veturinn. Við getum fullyrt það að vinsældir Moon boots er í hámarki akkúrat núna og það gefur manni svo sannarlega nostalgíska tilfinningu.

Annálar 147

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert? Tískuannáll

148 V88
Annálar 149

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Gangatíska

150 V88
151
Nemendur & kennarar
Gangatíska 152 V88
153
Nemendur & kennarar

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Dægurmenning

154 V88

#FreeBritney

- Britney Spears loksins frjáls

Donald Trump bannaður á Twitter - Kemur það samt einhverjum á óvart?

Elon Musk manneskja ársins - Samkvæmt Time Magazine

Jojo Siwa kemur út úr skápnum - Áfram hún

Síðasta sería Keeping Up With The Kardashians - Er það samt?

Rihanna og A$AP Rocky eiga von á barni - Mestu gleðifréttir ársins

Betty White - Næstum hundrað ára... Næstum

Kylie Jenner aftur ólétt - Verður nafnið Hurricane?

Paul Rudd kynþokkafyllsti maður ársins 2021 - …Ekki Tom Holland?

Sex and the City snýr aftur - Stórt

Tom Holland æði - Það er bara eitthvað við hann

Harry og Meghan hjá Oprah - Skandall

Spiderman: No Way Home - Kom, sá og sigraði

Squid Game - Red light, green light

Bankastræti Club og Auto opna - Upp með skilríki

Tvær nýjar seríur af ÆÐI - Slay

Bernie Sanders meme - Við tengjum

Svartar prófíl myndir - Kanye West followar Instagram reikninga til baka

Sveinki Jr. - Seldist upp fyrir jól

Euphoria sería 2 - Bjargaði janúar

Domino’s hækkar verð á þriðjudagstilboði - Takk fyrir að gera árið erfiðara

Kim og Pete Davidson byrja saman - Áhugaverðasta par ársins

Onlyfans umræða - Sjóðheitt

Tónlistarmyndböndin hans Lil Nas X - HAWT

Áhrifavaldahópurinn LXS - Hvað sem það nú þýðir

BeReal - Vertu ekta

Ramonade Nocco - Nýr uppáhalds?

Jákvæð Covid próf - Barist um að fá coddarann

Drake skandall - Bannað að eignast börn án leyfis

Rafræn skilríki - Gaman á meðan það entist…

Kim nær baby bar lögfræðiprófi í fjórðu tilraun - Stolt

Friends reunion - Loksins

Allir helstu áhrifavaldar á Instagram hakkaðir - Vandró…

NFTs - Er ekki bara hægt að taka skjáskot?

Kanye West fer á kostum á Instagram - Af hverju er hann svona?

Pushing P - Ha?
Viktor Gísli Hallgrímsson - MVP
Annálar 155

Fréttaannáll

Janúar 2021

Árás inn í Hvíta húsið Joe Biden og Kamala Harris taka við embætti

Bernie Sanders vekur athygli fyrir vettlingana sína Vatnstjón í Háskóla Íslands Hnífaárás í Borgarholtsskóla Guðmundur Felix fær grædda á sig nýja handleggi

Febrúar 2021

Morð í Rauðagerði

John Snorri klífur fjallið K2

Miklir jarðskjálftar á Reykjanesi

Tampa Bay Buccaneers vinna ofurskálina og Weeknd treður upp í hálfleik

Mars 2021

Eldgos í Geldingardal í Fagradalsfjalli Hörðustu samkomutakmarkanir hingað til taka gildi

Prins Harry og Meghan Markle fara í viðtal til Oprah Flutningaskip festist í Egyptalandi í Súez-skurðinum

Cocoa Puffs og Lucky Charms bannað hérlendis

Tillögu um styttu af Kanye West við Vesturbæjarlaug hafnað

Apríl 2021

Prins Philip lætur lífið 99 ára að aldri Sky Lagoon opnar Orðrómar um ofurdeildina Tinni, hundurinn hans Gísla Marteins lætur lífið, RIP

156 V88

Maí 2021

Meðlimur Gagnamagnsins fær Covid rétt fyrir Eurovision Måneskin sigrar Eurovision og Daði og Gagnamagnið hreppa fjórða sætið Ný #metoo-bylgja hefst GunnInga verður skólastjóri Friends kemur aftur saman

Júní 2021

Dregið handahófskennt í bólusetningar Öllum takmörkunum aflétt Fyrsta flug Play Verzló sigrar MORFÍs, eftir að röng úrslit voru tilkynnt Eric Christiansen fær hjartaáfall á fótboltaleik Katla kemur á Netflix Snekkjan stóra kemur til landsins Love Island byrjar aftur

Júlí 2021

Hoppukastali með börnum í tekst á loft á Akureyri Samkomutakmarkanir hertar á ný Billie Eilish gefur út plötuna Happier Than Ever Ólympíuleikar haldnir í Tókýó Boris Johnson lendir í vandræðum með regnhlíf

Ágúst 2021

Kanye West gefur út plötuna Donda Bandaríkjaher yfirgefur Afganistan í fyrsta skipti í tuttugu ár Eldi Elí bjargað með lifraskiptaaðgerð eftir líffæragjöf Rúnu Sifjar Lionel Messi spilar sinn fyrsta leik fyrir Paris Saint-Germain

September 2021

Talningar í ríkisstjórnarkosningum klúðrast Squid Game kemur út á Netflix Eldgos á La Palma í Kanaríeyjaklasanum Víkingur hreppir titil Íslandsmeistara í knattspyrnu karla Æði þrjú fer í loftið

James Bond: No Time To Die frumsýnd Stærðarinnar rostungur birtist skyndilega á Höfn í Hornafirði Guðni Bergsson sem og stjórn KSÍ segir af sér eftir umræðu um kynferðisbrotamál

Október 2021

Alec Baldwin skýtur af byssu á setti við tökur á kvikmyndinni „Rust“, með þeim afleiðingum að einn lætur lífið og annar slasast Víkingur vinnur titil bikarmeistara í knattspyrnu karla Fyrsta menntaskólaballið í um 590 daga Ófærð þrjú fer í loftið

Nóvember 2021

Britney Spears frjáls eftir þrettán ár Bónus svínið fær nýtt útlit Ný ríkisstjórn skipuð Banaslys vegna áreksturs rafhlaupahjóls og létts bifhjóls við Sæbraut Lionel Messi vinnur gullhnöttinn ABBA snýr aftur Lausaganga katta bönnuð á Akureyri Dominos breytir þriðjudagstilboði sínu í 1100 kr.

Hörmungar á Travis Scott tónleikum vegna þrengsla Tommi á Búllunni sofnar á Alþingi Sérsveitin mætir heim til Gústa B í þeim tilgangi að leggja hald á ref hans Gústa jr.

Desember 2021

Angela Merkel lætur af embætti kanslara í Þýskalandi eftir sextán ár Omíkron afbrigði Covid-19 leikur Íslendinga grátt

Spider-Man: No Way Home frumsýnd Dóra Ólafsdóttir verður elsti Íslendingurinn, 109 ára að aldri Verbúðin frumsýnd Kvennalandsliðið í fimleikum tryggir sér Evrópumeistaratitil Gunnhildur Fríða yngst til að taka sæti á þingi frá upphafi, aðeins nítján ára gömul

Janúar 2022

Tristan Thompson á enn eitt barnið, eftir framhjáhald

Dave Castro, forstjóri CrossFit rekinn Peter Wright verður heimsmeistari í pílu Vindmylla í Þykkvabæ sprengd Golden Globe verðlaunahátíðin haldin hátíðleg Apple fyrsta fyrirtækið í sögunni til að vera metið á þrjár milljarða Bandaríkjadala Öll met smitfjölda slegin á Íslandi Fimm karlmenn í valdastöðum stíga til hliðar vegna ásakana um kynferðisbrot Kvennskælingur svindlar sér inn í Gettur betur lið FMOS Evrópumeistaramót karla í handbolta, takk Danmörk

Annálar 157

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Líklegastur til að...

Klúðra miðstjórnarferðinni Stjórnin

Ofnota leður Viljinn

Afhjúpa leyndarmál Verzlinga með bröndurum Jens Ingi

Fara í ljós Hrafnhildur Haralds og Nadía Líf

Fara í bekkjarsleik 3.T

Eignast busa Alex Már

Fá ekki Covid Rebekka Rán

Fara á fyrsta ballið sitt þegar menntaskólagangan er hálfnuð Allir á öðru ári

Láta Instagram crasha vegna álags Þriðja árs nemar á Ítalíu Komast í DV Þeir sem ætla í inntökuprófið fyrir læknisfræði

Sitja á skrifstofustólum á marmaranum þegar sófarnir eru teknir Marmarakóngar

Sýna ekki þátt í Bláa sal 12:00

Koma með besta Facebook hrekk í heimi Málfó

Skemma ljósó Mílan og Örkin

Kónga yfir sig Marmarakóngar

Halda vandræðalegustu vikuna Podcast-nefnd

Taka ekki inn busa Skemmtó

Taka inn módelið sitt sem busa Viljinn og Málfó Halda ekki viku TV

Vera klíka Rjóminn

Fá Covid 3.B

Missa nefndarmeðlim V88, Nemó og Listó

Halda nemkja hreinum V88

Vera beyglaðastur á bílastæðinu G7250

158 V88

Frasar

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

& 160 V88

orðaslangur

Kónga yfir sig

Að halda að maður sé æðri en aðrir

Talaðu vimmig

Þegar manni líst vel á eitthvað

No cap

Ekki lygi, án gríns

Að taka drekann

Að blaka höndum, spúa ælu „Vá hvað ég þarf mikið að æla.“ „Taktu drekann!“

Mikilvæg skilaboð bíða þín á Heilsuveru

Þarfnast ekki útskýringar

Að hafa einhvern í ól

Að hafa fulla stjórn á einhverjum „Hún er með hann í ól.“

Material girl

Manneskja sem einblínir bara á efnisleg gæði „Mamma þín er svo mikil material girl.“

„Þorgeir er geitin.“ „Taktu drekann!“

GirlbossBunda

Kvenmaður sem er að vinna leikinn „Áslaug Arna er svo mikil girlboss.“

Mid

Meðal, ekki nógu gott

Já takk Mmmjes

Svekk

Þegar eitthvað er svekkjandi „Ég fékk þrjá í stærðfræðiprófinu… svekk.“

Geitin

Meistarinn, GOAT - Greatest Of All Time „Þorgeir er geitin.“

Stór rass „Hafiði séð bunda-ð á Kristínu?... Damn.“

Bæng

Bang með smá kryddi

Gærmeti

Matur gærdagsins

Þurrriðlun

Að herma eftir kynferðislegum athöfnum án þess að afklæðast - (e. dry humping)

Carry

Að halda einhverju gangandi, „V88 er svo mikið að carry-a nemendafélagið.“

Solid Jail

Þegar einhver gerir eitthvað sem ætti að vera ólöglegt „Ég fór í Daníel Þorra á ballinu í gær.“ „JAIL.“

Áreiðanlegt, traust „Þetta er solid plan.“

Letsa

Að koma sér „Eigum við að fara að letsa.“

Þráskilin

Skilinn við maka sinn en þráir sambandið aftur

BAT

Bestur allra tíma - (e. GOAT)

Cancelled

Einhver eða eitthvað á ekki lengur skilið athygli af einhverjum ástæðum

Valid

Þegar eitthvað er gilt, viðurkennt „Afsökunin hans Hrafns fyrir að mæta seint er alveg valid.“

Slaufunarmenning

Þegar einstaklingur er útilokaður af samfélaginu

Nemendur & kennarar 161

#MeToo og slaufunarmenning

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

síðastliðnu ári hefur myndast nýtt orð í okkar tungu, slaufunarmenning (e. cancel culture). Varla er þörf á að skilgreina hugtakið, en hér á landi hefur það oftast verið tengt við mál á borð við kynferðislegt ofbeldi. Mikilvæg atvik áttu sér stað á síðasta ári, þar sem fóturinn var settur niður við hegðun sem verður ekki lengur viðgengin. Konur halda áfram að stíga fram og segja sínar sögur um ofbeldi og kúgun. Ofbeldið er kerfisbundið og má túlka hreyfinguna sem viðbrögð við kerfi sem byggt er á þann máta að það getur ekki annað en brugðist þolendum. Þegar réttarkerfið bregst þolendum trekk í trekk þegar þeir leita réttlætis mun mælirinn að lokum fyllast. Þolendur hafa því leitað annarra leiða og notað samfélagsmiðla sem vettvang til að stíga fram, segja sína sögu og skila skömminni þangað sem hún á heima. Í kjölfar þess hefur mikil umræða risið um afbrotamenn sem einungis fer fram á samfélagsmiðlum. Hér hefur verið myndaður svokallaður dómstóll götunnar. Fólk hefur gagnrýnt það að þessi umræða fari þarna fram, að hún eigi miklu frekar heima frammi fyrir dómstóli en fyrir framan augu allrar þjóðarinnar. Að dómstóll götunnar eigi ekki að dæma örlög fólks með þessum hætti, sem er að mörgu leyti rétt. Fyrir vikið hafa einstaklingar, oftar en ekki gerendur og ofbeldismenn, verið útskúfaðir af samfélaginu og teknir úr umferð.

Slaufunarmenning getur verið mjög skaðleg en hún kemur þó vissulega í kjölfar þess að aldrei hefur þörfum kvenna verið mætt, aðeins nístandi þögn við ofbeldinu og meingallað réttarkerfi. Ljóst er að ofbeldismenn þurfa að taka fulla ábyrgð á gjörðum sínum og leita sér hjálpar. Þeir þurfa að mæta afleiðingum gjörða sinna. Því miður höfum við hins vegar ekki enn sem komið er séð fræga íslenska karlmenn sem sakaðir hafa verið um brot, axla fulla

ábyrgð og þar liggur vandinn. Kynbundið ofbeldi er menningarvandi sem er rótgróinn og tekur tíma að breyta honum. Við ættum að vera stolt af þeim árangri sem við höfum náð hingað til í þessari umræðu, en þegar vandinn er svona rótgróinn í samfélaginu þarf breytingin líka að koma innan frá. Skrímslavæðing og útskúfun mun ekki breyta þessu hegðunarmynstri heldur verður hver og einn að hugsa um sína hegðun gagnvart öðru fólki, vera gagnrýninn á hana og læra að virða mörk annarra. Það sem hefur týnst í umræðunni er hvernig og hvenær menn eiga afturkvæmt í samfélagið eftir mál á borð við kynferðislega áreitni. Þessi umræða er þörf vegna þess að það er ekki hægt að eyða fólki af yfirborði jarðar þó að það hafi beitt ofbeldi eða framið glæp. Við þurfum að pæla í lífi gerenda eftir að hafa beitt ofbeldi vegna þess að við viljum ná árangri. Við viljum að þessi rótgróna ofbeldismenning sem þrífst á svo mörgum stöðum í samfélaginu deyi. Við viljum bætingu. Kannski munum við einhvern tímann komast á þann stað að hægt verði að kljá þessi mál í einrúmi, á árangursríkan hátt undir réttmætum dómstóli sem væri líklegast það ákjósanlegasta í stöðunni fyrir alla aðila málsins. Þangað til þá er það mikilvægasta sem þú og við öll getum gert til að ástandið batni að trúa þolendum ofbeldis undantekningalaust og standa með þeim. Við gerum okkur oft á tíðum ekki grein fyrir hversu nálægur þessi vandi er okkur. Líklegt er að einhver nákominn okkur hafi lent í ofbeldi af þessu tagi sem hefur haft alvarlegar afleiðingar á líf viðkomandi. Við alla þolendur vil ég segja að þið eruð ekki ein, ykkar barátta er aðdáunarverð. Þið eruð sterk og skömmin liggur aldrei hjá ykkur. Haldið áfram að hlusta og haldið áfram að hafa hátt.

Margrét Birta Björgúlfsdóttir

„Ofbeldið er kerfisbundið og má túlka hreyfinguna sem viðbrögð við kerfi sem byggt er á þann máta að það getur ekki annað en brugðist þolendum.“

Á
162 V88
163
Nemendur & kennarar

Haraldur Þorleifsson

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Haraldur Þorleifsson, kallaður Halli, vinnur hjá Twitter og leiðir þar hópa af fólki sem er í nýsköpunarverkefnum. Halli er einnig stofnandi tækni- og hönnunarfyrirtækisins Ueno sem hann seldi til Twitter. Nýlega hefur Haraldur vakið athygli á samfélagsmiðlum og víðar fyrir að styðja efnalítið barnafólk yfir jólin með þann kostnað sem þeim fylgir. Þá vakti hann einnig athygli fyrir að bjóðast til að borga lögfræðikostnað þeirra sem lögsótt voru af þjóðþekktum tónlistarmanni vegna ásakana sem þau báru hann um ósæmilega hegðun við konur. Halli kom af stað átakinu Römpum upp Reykjavík, þar sem ætlunin var að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlað fólk og byggja upp hundrað rampa. Verkefnið gekk vonum framar og er stefnan nú sett á þúsund rampa.

166 V88
Viðtöl 167

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Hvað kom til þess að þú stofnaðir fyrirtækið Ueno?

Ég var búinn að vera að vinna sjálfstætt í sjö ár og það vantaði eitthvað næsta skref, svo ég ákvað að byrja á því að búa til einhverja umgjörð og fyrirtæki. Fyrsta árið vann ég mest einn en eftir það byrjaði ég að ráða inn fólk.

Hvað gerðir þú eftir menntaskóla?

Ég útskrifaðist snemma úr MH og tók mér eitt ár til afslöppunar, ég var búinn að vinna mér það inn. Eftir það fór ég í heimspeki og list fræði. Ég stofnaði fyrirtæki hér á Íslandi sem var að gera svipaða hluti og Ueno er að gera í dag, nema fyrir íslenskan markað. Ég vann í því í tvö ár, síðan var ég í Ueno í nokkur ár. Eftir það gerði ég bara ýmislegt.

Hverju ertu stoltastur af á þínum ferli?

Ég held að ég sé stoltastur af fjölskyldunni minni, en fyrir utan hana er ég mjög stoltur að hafa náð að byggja upp fyrirtækið mitt. Ég byrjaði alveg einn og fékk aldrei neitt láns- eða fjárfestingarfé. Ég náði að byggja fyrirtækið upp í að verða eitt af heimsins öflugustu fyrirtækjum í þessum bransa, allt á einungis sjö árum. Það var eiginlega bara langt fram úr því sem ég ætlaði mér og ferlið gekk miklu betur en ég bjóst við. Svo núna þegar ég lít til baka þá finnst mér það alveg ótrúlegt að þetta allt hafi gengið upp.

Hvað mótaði þig sem einstakling?

Foreldrar mínir mótuðu mig einna helst. Pabbi var mikið að vinna þegar ég var lítill, við áttum ekki mikinn pening en hann hélt okkur svolítið á lofti. Mamma var hönnuður og listakona en seinna vann hún mikið í leikhúsi og í bíómyndum. Þau höfðu bæði mjög mikil áhrif á mig. Síðan erum við auðvitað öll mótuð af samfélaginu sem við búum í. Það eru bæði góðir og slæmir hlutir sem samfélagið kennir okkur.

Hvað myndir þú segja við átján ára þig? Ég hélt að ég væri ákveðin týpa og gæti ekki breyst. Ég komst svo að því seinna að það er mjög margt sem maður getur breytt og bætt. Maður er ekki fastur í því sem maður er eða gerði áður. Lítið dæmi um það er að ég hélt í mörg ár að ég væri B manneskja sem þyrfti að sofa út en þegar ég prófaði að vakna fyrr áttaði ég mig á því að það var ekki raunin. Maður heldur að maður sé einhvern veginn, prófar svo eitthvað nýtt og það getur breytt öllu. Það er hægt að þróa sig áfram endalaust.

Hvar sérð þú þig fyrir þér eftir fimm ár?

Við fjölskyldan ætluðum ekkert að búa á Íslandi. Við fluttum út þegar dóttir okkar var þriggja mánaða. Við byrjuðum á því að ferðast og vorum mjög lengi að heiman en núna í fyrsta skipti er ég kominn heim, útaf Covid. Ég hélt að mér myndi aldrei finnast gott að búa á Íslandi því á sínum tíma langaði mig mest að flýja landið. Mér þótti að mörgu leyti erfitt að alast upp á Íslandi en eftir að hafa verið úti og komið svo til baka áttaði ég mig á því að það er ýmislegt sem mér finnst gott og er skemmtilegt hérna. Ef ég hefði verið spurður að þessu fyrir tveimur árum, þá hefði svarið eflaust verið að búa úti en núna finnst mér líklegast að við höldum okkur bara hér. Mig langar til að nota það sem ég hef til þess að bæta samfélagið í kringum mig, ala upp börnin mín og vonandi gera þau stolt af því sem ég er að gera.

168 V88
Haraldur
„Ég náði að byggja fyrirtækið upp í að verða eitt af heimsins öflugustu fyrirtækjum í þessum bransa, allt á einungis sjö árum.“

Er eitthvað sem þú vilt ráðleggja ungu fólki í dag?

Að halda áfram að breyta og þróa sig. Ég held að fólk eigi það til að festast í einhverjum hlutverkum, þó að það geti oft verið fyrir tilviljun. Freistingar eða nauðsyn geta leitt til þess að fólk festist í hlutverkum sem það myndi annars ekki velja sér. Mér fannst ég voða klár þegar ég var yngri en nú þegar ég lít til baka sé ég að ég var kannski ekkert svo klár. Ef ég hefði haldið í allt sem ég trúði þá, væri ég allt öðruvísi maður í dag. Besta ráðið er líklegast að læra af eigin mistökum og að það er alltaf hægt að breyta sér. Það er gott að vera alltaf til í breytingar og hræðast ekki að skipta um skoðun.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Ég horfi á bíómyndir og spila tónlist, finnst það mjög gaman. Ég hef einnig gaman af því að spila tölvuleiki og ég spila mikið af spilum, þar á meðal borðspil og skák. Mér finnst gaman að taka að mér alls kyns verkefni og konan mín vinnur mjög mikið með mér í þeim verkefnum. Til dæmis keyptum við okkur íbúð hér á Íslandi fyrir ári síðan og erum búin að vera að gera hana upp, sem er mjög stórt og krefjandi verkefni. Svo erum við með tvær aðrar íbúðir sem við erum líka að gera upp. Við erum líka að byggja listamannaaðstöðu á Kjalarnesi sem er heilmikil vinna. Ásamt því erum við að vinna í tæknihúsi og kvikmyndahúsi á Tryggvagötunni. Nóg að gera.

Þú hefur vakið mikla athygli fyrir að bjóðast til að veita aðilum í erfiðum aðstæðum fjárhagslegan stuðning. Hvað kom til að þér datt í hug að veita þessa aðstoð?

Þegar ég var í menntaskóla þá var samfélagið allt öðruvísi, þá var fullt af hlutum sem fólki fannst sjálfsagt eða fyndið. Þá er sérstaklega hægt að nefna áreiti og ágengni gagnvart konum. Þegar ég sá svo þetta mál [þegar tónlistarmaðurinn þjóðþekkti lögsótti fjölda kvenna vegna ásakana sem þær báru hann] þá fannst mér mjög skrítið að það væri verið að kæra alla þessa einstaklinga. Ég áttaði mig á því að þessi lögsókn myndi valda því að fórnarlömb myndu meta hvort það væri þess virði að segja frá sögum sínum út frá því hvort þau gætu borgað lögfræðikostnað eða ekki. Mér fannst það mjög sorglegt og ég fattaði að það er ekki eitthvað sem fólk ætti ekki að þurfa hugsa um. Fólk sem vill ekki segja frá því sem það hefur lent í á að sjálfsögðu rétt á að taka þá ákvörðun fyrir sig en mér finnst að fólk ætti ekki að þurfa að taka þessa ákvörðun út frá hræðslu um að lenda í fjárhagslegum erfiðleikum. Það er stutt síðan ég flutti aftur heim en ég bjóst samt við að meira hefði breyst en raun ber vitni. Eftir að alls konar fólk fór stíga fram þá fékk ég bara þessa hugmynd. Mér þótti sjálfsagt að reyna að hjálpa til að ýta þessu aðeins áfram.

Viðtöl 169
„Mig langar til að nota það sem ég hef til þess að bæta samfélagið í kringum mig, ala upp börnin mín og vonandi gera þau stolt af því sem ég er að gera.“

Ljósmyndakeppni

-
170 V88
Lóa María JónsdóttirKeppnir 171
Annað sæti

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert? Ljósmyndakeppni

- Þriðja sæti

Steinunn Marsilía og Amelia Steele
172 V88
Helgi Hrannar Briem - Fjórða sæti Elísabet Sara Gísladóttir
Keppnir 173
Rannveig Þóra Karlsdóttir

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Ljóðakeppni

174 V88

Ég sakna þín alla daga

Hjarta mitt þín minning er alltaf að naga Í huga mér ertu hið heilaga Þótt þú liggir á milli jarðlaga Það var of stutt í þinn dauðdaga Þótt að löng hafi verið þín lífssaga

Hún var svo skemmtilega marglaga

Að hún hefði geta verið skáldsaga

Allavega smásaga Þú kenndir mér hvernig ég á mér að haga Og ég veit að ég ætti ekki að vera klaga

En ég fæ bara svo rosalega í minn maga Því ég sakna þín alla daga

Bengta Kristín Methúsalemsdóttir - Fyrsta sæti

Söknuður
Keppnir 175

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Ljúgðu ei að mér

Segðu mér satt Breyttu ei staðreyndum Eins og laun fyrir skatt

Gefðu mér ást og gefðu mér þig Segðu að þú elskir Að þú elskir mig

Myrkrið étur allan lit

Myrkrið étur allan lit Hleyp eftir líflausri gangstéttinni Ég sé hvorki tungl né glit ein í allri víðáttunni

Bleytan laumast í gegn að tánum um óþétta skóna á höfuðið dynur svo regn öndunin inní mér ómar

Hvaða hljóð var þetta? að því komin að detta Ég staldra við og heyri þyt Í andliti er gretta

Svartklædd vera stór og sver augu okkar mætast Hún tekur á rás í átt að mér ég loka augum og ...

Myrkrið étur allan lit Ég er hvort eð er litlaus Það dregur úr mér von og vit veit ekkert í minn haus.

Einhver von er eftir samt og ákveðni að vana Hún er ekki komin langt Ég mun finna hana

Með krepptan hnefa á hægri hnífsskaft í þeirri vinstri og enninu úr blæðir ég fylgi mínu mynstri

Þarna er hún óttaslegin örmagna við sýn Ég hleyp að henni ósköp feginn Elsku fallega dóttir mín

Greipur Þorbjörn Gíslason - Þriðja sæti

Ljóðakeppni 176 V88

Hugleiðingar

Vinasambönd koma og fara En hvað með þau sem bara.. Standast ávallt upp og niður, Hvaðan kemur sá siður?

Hvernig er það ákveðið og hver í þá átt beinir? Hverjir passa saman í lið og hverjir enda einir?

Nú göngum við í Kringluna og ætlum beint í ræktina erfiður dagur erfitt líf í huganum ég svíf.

Nú er kominn er matartími við hungrið ég glími. Daddy's money allir fá en það fæ ég ekk’ að sjá

Bílpróf allir eru með strætó lífið er ógeð ekkert get ég gert af því hendi mér í eitt partý.

Covid er nú karen.is andleg líðan verður slys er skólaganga venjuleg verður mun munurinn vera talsverður. Helga Diljá Jörundsdóttir

Keppnir 177
178 V88
Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert? Myndir frá skólaárinu
Nemendur & kennarar 179

2019 Verzlingurinn

Teikning Saga Sunneva Klose

Verzlingurinn

2020 - 2022

Comebacks

Þríeykið og samkomubann Vælið eftir að allir héldu að það væri off Taylor Swift Falla úr skólanum Love Island

Samlokur Anna María og Nadía Áróra Þuríður og Brynja Aron 1 og Aron 2 Thelma Rut og Viktoría Skinka, egg og pítusósa Leim Bakvarðasveit Verzló Fólk sem pantar margaritu á öllum veitingastöðum Foreldrar sem bera mann saman við vini manns Vinurinn sem fær sér ís í boxi en ekki bragðaref 05

TOPP Busar Svava Gunnar Mogensen Eskil Agnes Gígja Silja Heimis Pör Birna Júlía
Magnús Hrafn Ingi
Kári Freyr Dagur Fannar
Salvör Hekla
Andri Dagur Tanja Cubero og Stefán B. Skúla Miðstjórnarnefndir Klúbburinn Liverpoolklúbburinn Spotifynefnd Örkin Viljinn Stjórnarnefndir V88 V88 V88 V88 V88 Þættir Squid game Dexter Too Hot to Handle Euphoria Verbúðin R.I.P Ingi sem skólastjóri B5 Allir 04 sem féllu úr skólanum Coco Puffs og Lucky Charms Rapp og Rupp Vonbrigði Miðstjórnarferðin Verðhækkun á Dominos og Subway Vídeónefndirnar Áramótin Bóluefnið Systkini Áshildur og Silja Laufey og Lára Marta og Mía Úlfheiður og Elli Sverrir og Óskar
Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?
og
og
og
Ylfa og
Matbúð Hafraklatti Eggjabrauð Chiagrautur Epli og hnetusmjör Vit Hit Vanmetnir Verzlingar Unnar Steinn Soffía Sól Kara Blöndal Bjarki Arnaldar Þór Guðjóns Orgy 3.Y 3.T Málfó Bústaðarferð marmarakónganna 04 vinahóparnir
182 V88
Athyglissjúkir Skorri Jóns Palli Puffin Emma Steinsen Birkir Snær Sverrir Ingi

Vel séð

Að halda eftirpartý Að senda engan í sóttkví Að kunna að leggja Að mæta með mat í nefndarviðtal Að fara fram þegar maður þarf að prumpa

Beef RikkRoss nefndin vs. Listó Þriðja hæð vs. grímuvörðurinn Silvía Nótt vs. Big Boys Club Klúbburinn vs. Fullsend Nautakjöt

Marmararoyalty

Dularfullt

Skyndilegt hvarf ljósanna í ljósó Þegar Birkir Snær hætti að pósta á NFVÍ Smokkavélin inni á marmaraklósetti Bústaðarferð marmarakónganna Kaffistofa kennara

Bjargvættir

Rut P eftir miðstjórnarferðina Almannavarnir fyrir að leyfa Vælið Viktor Hjálmars Þorgeir vaktmaður Glósubanki NFVÍ

Verstu lögin Abcdefu - GAYLE Obsessed - Addison Rae Linda and Heather TikTok lagið I WANNA BE YOUR SLAVEMåneskin Sweet but Psycho - Ava Max

Af hverju

Er menntaskóli ekki fjögur ár lengur?

Eru heimatest mesta prump í heimi? Var upprunalegi Sveinki tekinn úr búðum? Breytir autocorrect omw í On my way! - maður er ekki svona spenntur Eru bókasafnskonurnar svona næs?

Vandræðalegt

Hrafn að bíða eftir tölvupósti frá Gretu Thunberg Danceoff Brynju og Uglu Tilkynning MORFÍs úrslita Kynnarnir á tískusýningu Listó Brandararnir hans Jens

5
OPP
Kiddý Bender Andrarnir Krummi Kaldal Óskar Hákonar Borðtennisborðið
Athyglissjúkir Skorri Jóns Palli Puffin Emma Steinsen Birkir Snær Sverrir Ingi Letur Arial Merriweather Times New Roman Lobster Oswald Break-ups Shawn Mendes og Camila Cabello Gigi Hadid og Zayn Malik Verzló og Dagur Máni Nadía og Hrafnhildur Allir og skinny jeans
Nýjungar Papparör Hægt að like-a skilaboð á Snapchat Bólusetningar Rafræn skilríki Skorri á föstu
Nemendur & kennarar 183

Vel gert Verzlingar

Fulltrúar okkar á EM í hópfimleikum Evrópumeistaramótið í hópfimleikum fór fram nú í vetur. Þær Helga María, Telma Ösp, Klara Margrét og Hrafnhildur voru fulltrúar okkar í landsliði stúlkna. Liðið náði frábærum árangri og hafnaði í öðru sæti á mótinu. Í blönduðu landsliði Íslands, sem lenti í þriðja sæti á mótinu, voru þær Birta Rut og Eva Bjarkey. Stelpurnar stóðu sig afburða vel og voru skólanum svo sannarlega til sóma.

Urður Vala Urður er á sínu þriðja ári og er flestum Verzlingum kunnug þar sem hún er áberandi innan veggja skólans sem og utan. Hún er á skrá hjá Eskimo Models og hefur tekið að sér alls kyns verkefni undanfarin ár. Einnig tekur hún virkan þátt í félagslífinu, á árinu lék hún stórt hlutverk í Listó leikritinu og er í ræðuliði skólans í MORFÍs þar sem hún gegnir lykilhlutverki. Það er augljóst að Urður mun gera góða hluti í náinni framtíð.

Saga María

Saga María er á sínu fyrsta ári í Verzló og stofnaði ásamt Önnu Sonde Instagram aðganginn @bleikframtid. Bleik Framtíð einblínir á að fella niður hinn svokallaða bleika skatt, en í honum felst sú hækkun á verði sem lendir á vörum sem markaðssettar eru til kvenna. Barátta Sögu og Önnu spratt upp úr verkefni sem Anna var að vinna í skólanum um bleika skattinn. Saga María gegndi stóru hlutverki í að fá því framgengt að tíðavörur yrðu fríar í grunnskólum Reykjavíkur, en hún lagði þá tillögu fram sem síðar var samþykkt.

Soffía Petra

Soffía Petra er á þriðja ári í Verzló og hefur staðið sig mjög vel á sviði leiklistar undanfarið. Hún tók þátt í leikritunum Tíu hlutir, á vegum Verzló og söngleiknum Pálmar. Einnig leikstýrði hún og samdi, ásamt Mirru Björt, haustleikrit Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Leikritið heitir Bryggjan og fjallar um líf nokkurra unglinga sem búa í smábæ. Í bænum koma upp deilur og ósætti milli vinanna. Leikritið var frumsýnt þann 3. nóvember og vakti það mikla lukku meðal áhorfenda og nemenda skólans. Soffía er virkileg hæfileikarík og hlökkum við mikið til að sjá hvað hún tekur sér fyrir hendur á sviði leiklistarinnar í framíðinni.

Arnar Milutin

Arnar er á sínu þriðja ári í Verzló. Frá sex ára aldri hefur skák verið stór hluti af hans lífi. Hann lærði skák af föður sínum og byrjaði ellefu ára gamall að tefla af alvöru. Síðan þá hefur hann hreppt hvern titilinn á eftir öðrum. Arnar hefur orðið Íslandsmeistari í einstaklingsflokki sem og Norðurlandameistari með liði Hörðuvallaskóla. Einnig hefur hann keppt á ýmsum mótum víðsvegar um heiminn, má þar nefna Evrópu- og Ólympíumótið í skák þar sem hann hefur keppt fyrir Íslands hönd í fimm skipti. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Arnar unnið til margra verðlauna og hlökkum við mikið til að fylgjast með honum í framtíðinni.

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?
184 V88

„Vel gert Verzlingar“

Vel gert Skemmtó fyrir að gera allt í Skemmtunarskólablaðinu.

Vel gert nemendafélagið fyrir að halda nemkja hreinum.

Vel gert 3.T og 3.Y fyrir að halda uppi sifjaspellinu í skólanum.

Vel gert Viljinn að halda vel heppnaðan útgáfufögnuð.

Vel gert Verzlingar fyrir að virða grímuskylduna í skólanum.

Vel gert helmingur annars árs fyrir að ná jólaprófunum.

Vel gert Covid-19 að stoppa djammið.

Vel gert Málfó fyrir að halda geggjað MORFÍs mjólkurkvöld.

Vel gert flippaðir Verzlingar að leyfa okkur að hafa hoppukastalann í stjórnarvikunni svona lengi.

Vel gert 12:00 fyrir vel heppnaða frumsýningu í Bláa sal.

Vel gert NFVÍ TV fyrir geggjaða viku.

Vel gert Málfó fyrir að redda dómurum fyrir MORFÍs stundvíslega.

Vel gert 3.R að taka að ykkur bestu stofuna.

Vel gert Vælið vorið 2021 fyrir að setja NFVÍ í bullandi plús.

Vel gert Íþró fyrir vel heppnaða busatilkynningu.

Vel gert Saga Klose fyrir að fá bílpróf.

Vel gert miðstjórnarnefndir.

Vel gert formaður Skemmtó fyrir að byrja veðmál um hver vinnur Vælið.

Vel gert bíllinn Somo fyrir að kyssa annan bíl á bílastæðinu.

Vel gert 1.T fyrir að tala fallega um V88.

Vel gert Geiri og Loftur Kingsen fyrir að droppa trailer.

185
Nemendur & kennarar

Hefur þú svindlað á prófi?

Já - 88,6% Nei - 11,4%

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Hefur þú fengið fullnægingu?

Já - 84,4% Nei - 15,6%

Hefur þú fallið í áfanga? Já - 31,7% Nei - 68,3%

Hver borgar skólagjöldin þín? Forráðamenn - 94,6% Ég - 3,6% Annar - 1,8%

Hefur þú farið í ljós? Já - 47,9% Nei - 52,1%

Ertu ánægð/ur/t með að hafa valið Verzló?

Já - 93,5% Nei - 6,5%

Hvenær stundaðir þú kynlíf fyrst?

Yngri en 14 ára - 2,4%

14 ára - 6,7%

15 ára - 15,9%

16 ára - 19,6%

17 ára - 11,5%

18 ára - 5,4%

Hef ekki - 38,5%

Hefur þú farið í Verzling? Já - 46,5% Nei - 53,5%

Hefur þú sængað Verzling? Já - 29% Nei - 71%

Horfir þú á klám? Já - 38,9% Nei - 61,1%

Tekur þú í vörina? Já - 15,2% Nei - 67,1% Bara á djamminu - 17,7%

Hver er kynhneigð þín?

Gagnkynhneigð - 87,5% Samkynhneigð - 1,2% Tvíkynhneigð - 5,9% Pankynhneigð - 1,1%

Veit ekki - 1,8%

Skilgreini hana ekki2,5%

Hvaða stjörnumerki ertu?

Fiskur - 7,8% Vatnsberi - 7,5% Bogamaður - 7,4% Steingeit - 7,7% Meyja - 8,7%

Ljón - 9,6% Naut - 10,1% Tvíburi - 8,9% Krabbi - 9,3% Hrútur - 8% Sporðdreki - 7,8% Vog - 7,2%

Besta stjórnarnefndin?

V88 - 41,1%

Viljinn - 6,3% Íþró - 17,7% Málfó - 7,1%

Skemmtó - 15,6% Listó - 3,5% Nemó - 8,7%

Hvaða skóla settir þú í annað val?

MR - 25,4% MS - 22,7% Kvennó - 20,8% FG - 13,5% MH - 3% Flens - 7,2% Annað - 7,4%

Skoðanakönnun

188 V88

Hefur þú drukkið áfengi? Já - 78,3% Nei - 21,7%

Hefur þú reykt gras? Já - 12,5% Nei - 87,5%

Hefur þú tekið eiturlyf? Nei - 91,8% Já - 8,2%

Finnst þér vera klíkuskapur innan NFVÍ? Já - 89,6% Nei - 10,4%

Besta vídeónefndin?

12:00 - 42,1% NFVÍ TV - 30,7% Rjóminn - 23% Treyjan - 4,2%

Hefur þú greinst með Covid? Já - 19,1% Nei - 80,9%

Trúir þú á geimverur? Já - 72,4% Nei - 27,6%

Ertu bólusett/ur? Já - 98,2% Nei - 1,8%

Trúir þú á stjörnumerki? Já - 43,7% Nei - 56,3%

Hefur þú fengið kynsjúkdóm? Já - 3,8% Nei - 96,2%

Ertu ánægð/ur/t?

Já - 70,1% Nei - 8,3% Veit ekki - 21,6%

Ertu femínisti? Já - 88,3% Nei - 5,1% Veit ekki - 6,6%

Hvernig ferðu í skólann? Á bíl - 79,2% Í strætó - 17,2% Labbandi - 3% Annað - 0,6%

Hjúskaparstaða?

Föstu - 23,5% Lausu - 63,5% „It’s complicated“ - 13%

Notar þú smokk? Já - 20,3% Nei - 17,4% Stundum - 25% Hef ekki stundað kynlíf37,3%

Hversu oft hefur þú farið í sóttkví?

Aldrei - 36,2%

1-2 sinnum - 47,4% 3-5 sinnum - 13,6% 6-8 sinnum - 2,1% 9+ sinnum - 0,7%

Trúir þú á Guð? Já - 44,6% Nei - 24,8% Veit ekki - 30,6%

Nemendur & kennarar 189
Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert? 88 Leiðir til að njóta Verzló Hrafnhildur Una Magnúsdóttir & Silja Karen Sveinsdóttir „Biðja féhirðinn um endurgreiðslu á hverjum degi fyrir hvað sem er.“ 190 V88

Halda upp á afmælið sitt á marmaranum

Fara á marmarann við hvert einasta tækifæri

Fara í viðtal til allavega fimm miðstjórnarnefnda

Spyrja Eika sögukennara um hellurnar á Fischersundi í miðbænum

Fara í undirnefndir Nemó til að vera krýndur kóngur ferlisins

NFVÍ grúppuna

Láta TV taka viðtal við sig þegar maður er mjög hress - gaman að sjá svo í Bláa sal 80. Sofna í tjaldi hjá einhverjum öðrum í miðstjórnarferðinni 81. Prjóna yfir sig í miðstjórnarferðinni 82. Guðmundarlundur er góður staður, fara þangað

83. Halda níutíu manna partý í fimmtíu manna samkomubanni. Maður lendir ekki í veseni. Við lofum

84. Clubdub að spila? Hoppa upp á svið með þeim #noshame

85. Halda bekkjarpartý með tveimur öðrum bekkjum #vinir

86. Biðja sjallana í skólanum um að komast í UngirXD partý, þau kunna að skemmta sér #freedrinks

87. Fá sér vinnu í Jafningjafræðslunni og fræða litla busalinga

88. Lifa í augnablikinu. Það er klisja en eftir þetta veiru dæmi þá kann maður að meta litlu hlutina enn meira

í sjúkraherbergið á balli, segja síðan að uppáhaldsartistinn þinn sé að spila og þá hleypa námsráðgja farnir þér út #ekkertbann #reynslan talar

Fá Unni sem kennara og koma sér á danslistann.

1. Vera formaður Treyjunnar 2. Ekki vera formaður Treyjunnar 3. Mæta í tíma 4. Ekki mæta í tíma 5. Fara í allar prufur, öll árin, fyrir allt 6. Mæta á ÖLL Verzlódjömmin 7. Sofa hjá samnemanda 8. Djamma. Mikið. Mikið mikið. 9. Eiga bekkjarcrush 10. Eiga skólacrush 11. Bjóða sig fram í stjórn 12. Bjóða sig fram í stjórnarnefnd 13. Fá sér klatta á hverjum degi, maður á það skilið 14. Fá sér líka eggjabrauð 15. Spjalla við Matbúðarkonurnar 16. Biðja féhirðinn um endurgreiðslu á hverjum degi fyrir hvað sem er 17. Tala reglulega við námsráðgjafanaþær eru svo næs 18. Falla á prófum 19. Falla í áfanga #elítan 20. Fara í listasöguferðina
21. Vera
22. Vingast
23. Leggja
24. Gera
25. Fara
26.
27.
28.
29. Mæta í hádegisnúvitund með Kristínu Norland 30. Ekki fá sér Quizlet Plus - það er ekkert betra 31. Fara í helförina - höfum heyrt góða hluti 32. Skila verkefninu seint, það er allt í lagi 33. Skila jafnvel inn lokuðum Docs-linki 34. Prjóna yfir sig á balli #ábyrgðarfullt 35. Kaupa glósur af fyrrverandi nemendum, þarft aldrei að læra aftur 36. Taka þátt í Íþróviðburðum - það er vandræðalega skemmtilegt 37. Vaka í 24 tíma fyrir miða á golfmót Íþró. Það er þess virði 38. Reyna við kaddýinn sinn #Markússæti 39. Spilla
40.
41.
42.
43.
44.
45.
46.
47.
49.
50.
51.
52.
53.
54.
55.
56.
57.
58.
59.
60. Biðja
um
á Duggu 61. Versla í
-
þarf að spara
62. Láta
63. Ekki
og
64. Heilsa
Verzlingum á djamminu.
65. Ekki
alla hvað þeir fengu á prófi sem maður fékk gott á - það hata það allir 66. Halda partý með busabekk 67. Leyfa busum að smakka smá 68. Fara all in í busavikunni 69. Fara all in á þemaballi 70. Adda siljaakaren á Instagram 71. Adda hrafnhilduru á Instagram 72. Ekki downloada Smitten 73. Ekki vingast við Aronana þrjá, maður sér eftir því 74. Vera í skólanum þangað til það lokar, það er svo gaman að spjalla 75. Spjalla við Þorgeir, hann er bestur 76. Vingast við gæjann sem vinnur á Dominos 77. Fara í spa í langa hádeginu 78. Setja „hvar er partý“
- mælum með #Hallur
á alþjóðabraut ef þú vilt fara frítt til útlanda #hot
við Örn íþróttakennara
sig fram í íþróttum, guaran teed success
allt á síðustu stundu
Halda bekkjarpartý
Ekki vera bekkjarformaður. Bara plís ekki
Fara í undirnefnd Listó til að fá boð í frumsýningarpartýið
kaddýinum sínum
Spyrja eldri nemendur um dauða svaninn
Gera grín að fólki sem er ekki með bílpróf - sama þó maður þekki þau ekki
Ekki vera hálfviti
Skrifa grein í Verzlunarskólablaðið #gaman
Fara í kynjafræði valáfangann
48.
Reyna við forsetann #heitt
Reyna við formann Nemó #beintinníleikhóp
Spyrja Örn íþróttakennara hvernig hann fjármagnaði útskriftarferðina sína. Þið viljið vita
Finna leiðir til að fá sér mjólk hverja einustu helgi #treatyourself
Fara á Culiacan í langa hádeginu
Ekki læra jafnt og þétt yfir önnina. Mun skemmtilegra að spjalla í tímum
Spjalla við bókasafnskonurnar
Fara í spænsku
Fara í ljós eftir skóla með mismunandi fólki
kennara
að hafa prófið
Bónus
maður
pening
eins og maður eigi skólann
láta eins
maður eigi skólann
öllum
Það myndar skemmtileg vinasambönd
spyrja
inn á
79.
Áttatíu & átta 191

Ljósmyndun og myndvinnsla Sóllilja Birgisdóttir

Fyrirsæta María Bjarkar Jónsdóttir

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Humans of Verzló

194 V88
Nemendur & kennarar 195

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

oreldrar mínir keyptu nýlegt hús í Mosfellsbænum þegar ég fæddist og við fluttum inn þegar ég var tveggja mánaða. Þá hófust veikindi mín, bróður míns og mömmu. Pabbi slapp mun betur þar sem hann var að vinna að heiman yfir daginn. Ég varð útsteypt í útbrotum, átti við veruleg meltingarvandamál að stríða, var sífellt með sýkingar, svaf illa og grét mikið. Bróðir minn fékk mikinn hósta, sviða í lungum og var með verki í fótum öll kvöld. Mamma var orkulaus og þreytt með stanslausar ennisholubólgur, þurrk í hálsi, sjóntruflanir, höfuðverki og máttlaus í fótum. Þegar við fluttum inn hafði uppþvottavélin okkar sem sagt verið rangt tengd og vatn hafði lekið undir parketið án þess að einhver vissi af. Þegar átti að gera við lekann var parketið rifið upp og stórir blásarar voru settir í húsið til að þurrka upp rakann. Þá nótt vöknuðum við öll fárveik, hóstandi blóði og okkur leið eins og við værum að kafna. Morguninn eftir flúðum við heimilið okkar. Undir parketinu voru semsagt myglusveppir, svört mygla. Þar sem við þurftum að fara strax úr húsinu skildum við alla búslóðina okkar eftir. Öll húsgögn, allt dót, bókstaflega allt, og fluttum til Húsavíkur til ömmu og afa. Þar byrjaði okkur að líða aðeins betur en vorum enn að glíma við hrikalegar afleiðingar myglunnar. Næstu tvö árin fluttum við aftur og aftur þar sem okkur leið aldrei nógu vel á heimilum okkar og við vorum alltaf veik á þessu tímabili. Loksins fundum við hús sem okkur leið vel í. Eftir nokkur ár komu þó í ljós rakaskemmdir í því húsi og þurftum við að flýja heimili okkar aftur og henda allri búslóðinni okkar, aftur. Í dag búum við í góðu húsi sem okkur líður mjög vel í. Við erum þó enn þá að kljást við afleiðingarnar. Til að nefna fá dæmi þá þoli ég engin ilmefni, svo sem ilmvötn, þvottaefni, hárvörur og fleira og get þess vegna ekki verið nálægt fólki með slík efni nema verða veik. Þetta gerist þó á hverjum degi. Ég get ekki gist hjá vinum, ferðast nema eftir ströngum kröfum, kemst ekki á alla viðburði og get ekki farið í hvaða skóla sem er, þess vegna hentar Verzló mér vel. Þessi veikindi eru mjög falin og þess vegna

er oft erfitt að sjá hvort einstaklingur sé veikur. Við erum samt búin að lifa með þessu næstum allt okkar líf og kunnum að tækla þetta. Við reynum að láta þetta ekki sjást utan á okkur og látum þetta ekki koma í veg fyrir að við lifum lífinu.

Dalía Lind

Humans of Verzló 196 V88
F

æra krabbamein, ég flakka á milli þess að vera ótrúlega þakklát og að vera ótrúlega reið. Reið vegna þess að þú stalst frá mér barnæskunni. Reið vegna þess að þú eyðilagðir unglingsárin mín. Þessi menntaskóla ár sem allir segja að séu þau bestu í lífinu, þú rændir þeim. Þú hefur stjórnað seinustu tveimur árum af lífi mínu algjörlega. Ég hef farið í gegnum óteljandi skurðaðgerðir, krabbameinslyfjameðferðir, blóðprufur, segulómanir, röngten- og tölvusneiðmyndir. Ég hefði átt að vera að ferðast, að hanga og gera ekki neitt með vinum mínum. Ég hefði átt að vera að keppa í íþróttunum sem ég elskaði svo mikið. Í stað þess var ég föst uppi á barnaspítala. Ég eyddi heilu ári þar og horfði á alla í kringum mig halda áfram með lífið, á meðan ég sat ein inni í glerkúlu spítalans þar sem ekkert breyttist og allir dagar runnu saman. Þú tókst frá mér minningarnar mínar. Áður en að ég byrjaði í lyfjagjöfunum mundi ég allt. Ég gat lært hvað sem er utanbókar og ég mundi allt sem ég las, sá og hlustaði á. Núna á ég erfitt með að muna hvort að ég sé búin að borða í dag, hvort ég sé búin að taka lyfin mín eða eigi það eftir. Áður átti ég svör við öllu en núna, suma daga, á ég erfitt með að strengja saman setningar. Ég er þakklát líka. Ekki fyrir þig. Það gerist aldrei. Ég er þakklát fyrir að hafa fundið þig nógu snemma til geta farið í meðferð til að stöðva þig. Ég er þakklát fyrir að hafa fundið styrk sem ég vissi ekki að ég hefði. Ég er þakklát fyrir allt heilbrigðisstarfsfólkið sem hefur haldið í hendina á mér seinustu tvö árin. Ég er þakklát fyrir að hafa fundið rödd, ekki einungis fyrir sjálfa mig heldur líka fyrir þá sem treysta sér ekki til þess sjálfir. Ég er þakklát fyrir allt fólkið sem að ég hef hitt á þessari leið. Ég er þakklát fyrir stuðningskerfið sem ég hef, fjölskylduna, vinina og fólkið sem hefur staðið með mér frá upphafi þessa bardaga, þau sem ég treysti á og ég veit að munu berjast með mér þangað til að ég sigra þig. Mest af öllu er ég þakklát fyrir að hafa fundið tilgang.

Sara Natalía

K Nemendur & kennarar 197

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

ann 18. nóvember 2012 missti ég pabba minn úr heilaæxli. Mér leið eins og að heimurinn væri að farast og níu ára skildi ég ekki hvernig lífið gæti haldið áfram þar sem pabbi væri ekki lengur til staðar. Lífið gerði það nú samt og áður en ég vissi af eru nú að verða komin tíu ár síðan pabbi dó. Eftir þennan örlagaríka dag í Nóvember man ég ekki neitt. Ég man ekki eftir fyrstu jólunum án hans, ekki eftir fyrsta afmælinu mínu án hans og ég man ekki eftir dánardeginum. Allt árið 2013 var í þokufullri búbblu, ég var andlega dofin fyrir öllu. Ég man samt að ég grét mig í svefn hvert einasta kvöld. Ég fór ekki í nein afmæli og vildi engan hitta. Ég gat ekki umgengist þá sem áttu föðursamband. Það mátti enginn segja orðið pabbi við mig eða í kringum mig í tvö ár. Þegar þrjú ár voru liðin gat ég loksins farið að tala um pabba. Ég áttaði mig á því að ég vildi miklu frekar halda minningunni hans á lofti heldur en að tala ekki um hann. Ég fann einnig fyrir létti í hvert skipti sem ég talaði um hann, því ef það er eitthvað sem ég hræðist þá er það að hann gleymist. Á þessum tíma fór ég fyrst að takast almennilega á við sorgina og læra að reyna að lifa með henni. Þú getur ekki farið í baráttu við hana og hafnað henni. Annað hvort lærirðu að lifa með henni eða hún vinnur þig og bugar. Sama hvað, þá fer sorgin aldrei. Sorgin mín er rússíbani sem er annað hvort í beinni línu eða fer niður og kemur svo aftur upp. Hann er óþægilegur, kemur oft með óvæntar dýfur og það er erfitt að vera um borð en á sama tíma hef ég gott af því. Það að missa pabba minn er örugglega mín versta lífsreynsla en á sama tíma sú mest gefandi. Ef líf mitt hefði ekki tekið þessa U-beygju þá væri ég ekki sú manneskja sem ég er í dag. Þessi reynsla mótaði mig og gerði mig að Selmu Lind Árnadóttur. Ég veit ekki enn í dag hvernig ég mun komast í gegnum restina án hans en ég veit samt að mér mun takast það, því þó hann sé ekki með mér þá er hann alltaf hjá mér.

Þ Selma
198 V88
Lind Humans of Verzló

yrsta minningin mín er þegar foreldrar mínir komu heim morguninn 24. janúar 2007. Við fjölskyldan settumst í hring á rúminu þeirra og þau sögðu okkur fréttirnar. Kvöldið áður hafði elsku litla systir mín fallið frá. Hún var með rautt hrokkið hár, oftast sett í gosbrunn ofan á höfðinu á henni. Hún var rúmlega tveggja ára, ljúf og orkumikil en róleg. Það skrýtnasta, ef svo má segja, um andlát hennar var að það var enginn að búast við þessu. Hún var ekki búin að vera veik, hún hafði jú fengið nokkra hitakrampa, en flest börn eldast upp úr því. Við eigum myndir af henni sem voru teknar tæpum sólarhring áður en hún dó. Það er svo ótrúlegt að hugsa að jólin fyrir, viku fyrir, degi fyrir, vissi enginn neitt. Svo allt í einu, var hún tekin í burtu frá okkur, án nokkurrar viðvörunar eða fyrirvara. Allt í einu klikkaði eitthvað í litla líkamanum hennar, allt í einu gerðist eitthvað sem hefði ekki átt að gerast. Mamma fór með hana á spítalann um kvöldið en þær voru síðan sendar heim. Ég hugsa oft hvað hefði gerst ef hún hefði ekki verið send heim. Hefði verið hægt að bjarga henni ef þau hefðu haldið þeim í klukkutíma í viðbót? Ef hún hefði verið skoðuð einu sinni í viðbót? Ef annar læknir hefði verið á vakt? Það má bara ekki hugsa svona, það gerir ekkert gott. Það er ekki hægt að breyta því sem gerðist, það er bara hægt að læra að lifa með því. Þegar ég spurði ömmu hvað hafði gerst þá sagði hún alltaf að Guð þarfnaðist hennar meira en við. Ég vil trúa því og hlakka til að fá að hitta hana aftur þegar að því kemur. Ég hlakka til að tala um alla hlutina sem við fengum ekki að tala um, hlæja yfir öllu sem hefur gerst síðan og dansa saman í fallegum prinsessukjólum. Það dýrmætasta sem við fjölskyldan eigum eru myndir, myndbönd og minningar af litla englinum okkar, myndbönd af okkur dansandi, syngjandi og njóta þess að vera saman. Við dönsuðum mikið með Lísu og það helsta sem breyttist var að við hættum að dansa með henni og fórum að dansa fyrir hana. Allt sem ég geri er fyrir Lísu mína. Ég er svo lánsöm að fá að lifa. Ég fæ að eiga vini, njóta tíma með fjölskyldunni, lifa og vera til. Ég fæ að gera allt sem hún fékk ekki að

gera. Þannig fyrir löngu tók ég ákvörðun, að lifa mínu lífi fyrir okkur báðar, allt sem ég geri er fyrir hana. Ég á samt bestu fjölskyldu í heimi. Ég mun aldrei skilja hvernig foreldrar mínir komust í gegnum þennan missi og á sama tíma að vera bestu foreldrar sem einhver gæti óskað sér. Þau eru jákvæðustu, fyndnustu og fallegustu sálir sem ég þekki. Þau styðja mig og bræður mína í einu og öllu, og það er aldrei langt í hláturinn og grínið. Hugsið fallega um systkini ykkar, þið eruð svo ótrúlega heppin að eiga hvert annað.

Nemendur & kennarar 199
Emma Sól
F

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

ann 16. ágúst 2021 hringdi ég í 112 í fyrsta sinn. Ég hafði lent í bílveltu uppi á fjalli, en bíllinn fór út af á 90 km hraða og valt út í skurð. Nú sjá flestir líklega hræðilegt banaslys fyrir sér, enda hefur maður heyrt um fjölmörg hryllileg atvik af slíku tagi. Ég lifði þetta þó af, og ekki bara það, ég slapp nánast ósködduð. Einu áverkarnir sem ég hlaut af slysinu var mar á fæti. Hvort heppni eða óheppni var um að ræða, veit ég ekki alveg. Ég er oft frekar „óheppin“ en heppni mín leynist oft í óheppninni líkt og allt við þennan dag. Bíllinn smaug í gegnum grindverk og rúllaði á hvolf ofan í skurð sem var nógu hár, þröngur og brattur til að hindra allar undankomuleiðir. Skömmu eftir að bíllinn nam loks staðar heyrði ég í rennandi vatni og hélt að ég væri að fara að drukkna. Mér létti þó fljótlega þegar ég sá að vatnið var grunnt en á sama tíma áttaði ég mig á því að síminn minn hafði dottið í gegnum brotnu rúðuna og ofan í skurðinn. Sem betur fer tókst mér að fiska hann upp og hringja í Neyðarlínuna. Hvernig mér tókst að ná sambandi uppi á fjalli með nánast ekkert símasamband var frekar ótrúlegt. Því miður gafst mér lítill tími til að fagna þessum litla sigri þar sem síminn hafði blotnað það mikið að það heyrðist varla í mér þegar ég hringdi. Sem betur fer skildist nóg og lögregla og sjúkrabíll voru frekar fljót að finna mig. Það telst annað „kraftaverk“ því það sást ekki nema rétt svo í eitt dekkið á bílnum mínum. Skömmu seinna mættu mamma og bróðir minn og voru þau vægast sagt mjög áhyggjufull, líkt og allir aðrir reyndar. Sjálf var ég algjörlega áhyggjulaus og fann hvergi til en það má líklega rekja til sjokks. Ég var samt sem áður neydd til að fara með sjúkrabíl upp á sjúkrahús og láta kíkja á mig. Ég átti líka að verða mjög verkjuð einhverja daga eftir þetta samkvæmt lögregluþjónunum þegar ég reyndi að segja öllum að ég væri ekkert meidd. Úr því varð þó ekki heldur. „Heppna“ ég var bara mjög góð dagana eftir þetta og þrátt fyrir að vera ekki að eðlisfari sérstaklega þakklát óheppilegum atvikum lífs míns, þá var ég afar þakklát þeirri heppni sem fylgdi mér í þetta sinn.

Birta Sylvía Þ

Humans of Verzló 200 V88

021 var senn á enda og önnur hver manneskja þakkaði fyrir líðandi ár á Instagram. „Besta árið hingað til“ var sú yfirskrift sem ég rak augun oftast í, ásamt óteljandi myndum af lífsglöðum og áhyggjulausum unglingum. Árið mitt var allt annað en æðislegt, það var ekki einu sinni ágætt. Erfitt, krefjandi og óraunverulegt eru þau þrjú orð sem lýsa árinu mínu best. Á fallegu sunnudagskvöldi í lok apríl, þegar kosningavikan var í þann mund að hefjast og allir voru önnum kafnir við skil á lokaverkefnum, gerðist það óhugsandi, sá atburður sem ég sá aldrei fyrir að myndi gerast. Bróðir minn var bráðkvaddur. Það sem ég hafði tekið sem sjálfsögðum hlut hafði nú verið hrifsað af mér á augabragði. Ég missti ekki eingöngu ástvin heldur líka hluta af sjálfri mér. Hjartað fylltist af tómleika. Ég var berskjölduð og brotin systir, en Kristó var svo miklu meira en bara bróðir minn. Það var aðeins eitt ár á milli okkar og því man ég ekki eftir degi úr mínu lífi án hans. Þrátt fyrir erfiðasta ár lífs míns, verð ég ævinlega þakklát fyrir þá sem hafa staðið mér næst, fjölskylduna og góðar vinkonur. Þetta ár kenndi mér einnig að það er ekki sjálfsagður hlutur að eiga góða að og vini í raun. Fyrstu vikuna fann ég fyrir miklum stuðningi frá fólki sem vildi allt fyrir mig gera, en áður en ég vissi af voru flestir farnir að huga að öðrum hlutum. Þá fyrst fór ég að átta mig á veruleikanum sem blasti við mér. Það stakk í hjartastað að upplifa höfnun ofan á missinn þegar ein af fyrrum bestu vinkonum mínum sagði skilið við mig, einmitt þegar ég þurfti mest á henni að halda. Fyrsti mánuðurinn á eftir var allur í móðu, ég var svo dofin og man sáralítið eftir atburðum nema að sjá myndir. Að hafa ekki fengið að kveðja bróður minn finnst mér enn erfitt og ég gæfi hvað sem er til að upplifa eitt augnablik í viðbót með Kristó, en ég veit að mín heitasta ósk mun aldrei rætast. Hinsta kveðjustund okkar var ekki eins og ég hefði viljað skilja við hann ef ég hefði vitað að þetta væru okkar síðustu samskipti. Við kvöddumst varla, við sögðum „bæ“ og hann gaf mér klassíska „ojj við erum systkini, ekki knúsa mig“ svipinn. Það er sárt að sakna og mitt helsta verkefni næstu árin verður að

Viktoría Ósk

læra að lifa með sorginni en ég veit líka að dýpsta sorgin sprettur aðeins af tærustu ástinni.
2 Nemendur & kennarar 201

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

ann 6. september 2021 fékk ég verstu fréttir sem hugsanlega er hægt að fá. Litla frænka mín, stjúpsystir mömmu, var látin. Hún var aðeins fjórtán ára gömul og var það hennar eigin ákvörðun að kveðja þennan heim. Við svona fréttir hellist samstundis yfir mann samviskubit. Hvað ef ég hefði gert eitthvað öðruvísi og af hverju gerði ég ekki hitt eða þetta? Hvernig getur svona gerst? Ung stúlka sem á framtíðina fyrir sér, en sér ekki ljósið framundan. Ég minni mig oft á að þó fólkið manns falli frá, þá lifir það enn þá í minningum manns. Ég á ótrúlega margar og góðar minningar með elsku litlu frænku minni og þá sérstaklega í Flórída ferð sem við fjölskyldan fórum í. Að horfa til baka til þess tíma er yljandi en jafnframt mjög sárt. Ég horfði upp á litlu frænku mína missa blikið í augunum á nokkrum mánuðum og á öllum þeim tíma fann ég fyrir bjargarleysi innra með mér. Þessir dagar voru erfiðir og þá sérstaklega 16. september, dagur jarðarfararinnar. Ég og eldri systir mín vorum beðnar um að bera kransana við útförina. Ég vildi heiðra hana en á sama tíma var þetta mjög skrítin tilfinning. Ég var nefnilega komin í nákvæmlega sömu stöðu og ég var í nokkrum mánuðum áður. Þann 20. nóvember 2020 lést systir pabba, þá 44 ára gömul og við hennar útför bárum við systurnar einnig kransana. Veikindin hennar voru mjög stutt, tíu dagar og af þeim dögum var hún í fjóra daga á gjörgæslu. Engin almennileg skýring var á andlátinu en haldið er að margt hafi spilað saman. Þegar hún var átta ára lenti hún í slysi og hlaut af því framheilaskaða sem leiddi til þroskahömlunar. Þegar hún var lögð inn á spítalann kom fljótt í ljós að ekki væri hægt að bjarga henni þar sem hvert líffæri á fætur öðru gaf sig. Þremur dögum áður en hún lést fékk ég að kveðja hana. Það er eitt það erfiðasta sem ég hef upplifað og orð fá því ekki lýst hvað hjartað mitt sökk djúpt á þeim tímapunkti. Ég horfði framan í manneskju sem var mér svo kær, vitandi að ég myndi aldrei geta horft framan í hana aftur. En enn og aftur eru það minningarnar sem ég get horft til baka á og heimsótt fólkið

mitt. Það er í gegnum erfiðleikana sem við vöxum og síðastliðin tvö ár hef ég lært svo ótrúlega margt. Þakklæti er mikilvægasta vopnið sem við fáum. Með þakklætinu sjáum við það góða og fallega í kringum okkur og það gerir heiminn okkar bjartari. Við eigum aðeins eitt líf og við skulum lifa því til fulls. Finnum okkar ástríðu og drauma og eltum þá, því enginn vill vera á dánarbeðinu að hugsa „hvað ef...?“. Förum rólega í gegnum lífið og njótum hversdagsleikans, það eru litlu hlutirnir sem gera lífið okkar svo dýrmætt. Betri heimur byrjar hjá okkur.

Ég vil nýta þennan vettvang til að minna á að Hjálparsími Rauða krossins er alltaf opinn, s: 1717. Sama á við um síma Píeta samtakanna, s: 552-2218. Það er alltaf von og þegar myrkrið er sem mest styttist í ljósið. Hvern hefði órað fyrir því að himininn þyrfti þessa fallegu engla svona snemma?

Hildur Telma

Þ Humans of Verzló 202 V88
Nemendur & kennarar 203
Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert? Gullkorn „Alltaf þegar ég sleikti á mér puttann og fann sprittbragð, þá hélt ég að þetta væri bragðið af Covid.“ 204 V88

„Þið þurfið að kaupa ykkur stærri heila.“Inga Dóra stærðfræðikennari

„Ég get örugglega ekkert farið í sleik, ég er með svo litla tungu.“

2. A

„Ég

2. B

„Þarf hún ekki að fara í CPR próf?“ - Steinunn

„Þú ert orðinn svo hávaxinn Sverrir.“ - Lóla „Það er bara af því að ég er í kósý fötum.“Sverrir

2. E

„Alltaf þegar ég sleikti á mér puttann og fann sprittbragð, þá hélt ég að þetta væri bragðið af Covid.“ - Unnur

2. H

„Fokk hvað mig langar í tott, myndi þiggja frá hverjum sem er.“ - Alvar Máni

„Ég er náttúrulega í LANDSLIÐINU.. talaðu vimmig.“ - Gummi B

„Hver vill vera með mér í hóp?“ - Nadía Líf *þögn*

2. R

„Ég notaði einu sinni acetone til þess að taka af mér maskarann.“ - Hildur Guðbjarka

*Halldóra sögukennari að tala um Bjarna Ben*

Yrsa: „Hann er algjör foli.“

„KSÍ.“ - Matthildur að svara spurningu á prófi þar sem nefna á dæmi um stéttarfélög „Hef ég leyfi til að fara ef Bára byrjar að tala?“ - Auður „Ég get örugglega ekkert farið í sleik, ég er með svo litla tungu.“ - Sólveig Aurora 1. B „Ég elska mansal.“ - Þórður Júlíus 1. G „Spænskukennarinn var loksins að adda mér til baka á Snapchat!“ - Heiðveig „Kanada er í Ástralíu.“ - Kamilla 1. I 1. T „Það er BBHD, bullandi bad hair day.“Guðmundur Peng „Ég er ekki að tala, ég er bara að tjá mig.“Guðmundur Peng
maður ef maður fær mono?“ -
Arnarson er alveg lowkey DILF.“
„Annað hvort
„Deyr
Helga „Ingólfur
Salka
er maginn minn orðinn stærri eða ég er bara með humongous ass.“ - Hilmir Nielsen
held að það sé weird að vera ekki með foot-fetish, ég er sko með wikiFeet account.“ - Áslaug María
„Hann er ekki goon, hann er í MS.“ - Iðunn „Ég var næstum því búin að adda 25 ára gamla frænda mínum í NFVÍ Facebook grúppuna.“ - Klara
hverjum bita er ég bara: „Vá, ég er að bjarga heiminum“.“ - Iðunn að tala um hvað hún elskar pappaskeiðar 1. A „Þið þurfið að kaupa ykkur stærri heila.“ „Af hverju ertu að nota skeið í súpuna þína en ekki gaffal?“ - Lilja 1. F Nemendur & kennarar 205
„Með

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

*Bekkurinn að kjósa veitingastað*

„Bara strákar mega kjósa, förum aftur í ræturnar.“ - Emil

„Hvað er belja á ensku?“ - Róbert

„Ásatrú, er það svona LARP dæmi?“ - Emma

„Ég veit hvað þú heitir, en ég kann ekki að segja það.“ - Katla við Emil

„Ef þú byrjar með bróður hennar verðið þið þá mæðgur?“ - Katrín

„Var Elon Musk í Bítlunum, eða bíddu var það Elton John?“ - Katla

„Er Flórens í London?“ - Katla

„Er Emil skrifað með einu eða tveimur L-um?“ - Katrín

„Ég er ekki svona fljót að teikna, ég er enginn Mozart.“ - Heiðbjört

„Hvað er tennis á ensku?“

2. U

„Hvað er eðlisfræði?“ - Katrín Inga

„Heyrðirðu mig mjálma í sturtu í gær?“Sævar

„Til að breyta cm í m þarf bara að deila með 3,6.“ - Júlía R

„Er ekki Kópavogur í Reykjavík?“ - Yrja Hjartar

„Ég er sko soccer mom.“ - Kristófer sögukennari

„Þið verðið að læra að beita andlegu ofbeldi.“ - Kristófer sögukennari

„Er Pakistan ekki í Evrópu?“ - Guðbjörg

„Á Jesús bróður?“

3. B

ekki pappír?“ - Katla

Katla: „Hvað er miklihvellur?“ Sonja: „Ice age.“ Katla: „Ha, Ice Age bíómyndin?“

3. F

„Ef Guð getur ekki höndlað my sexyness þá er það hans vandamál.“ - Birna

„Ef þér gengur illa í lífinu þá ferðu bara á Tinder.“ - Lovísa

„Á Jesús bróður?“ - Lovísa

„Once you dead, you dead.“ - Valur tölvukennari

„Í hvert sinn sem ég sé dúfu, þá held ég að það sé köttur.“ - Lovísa

„Við erum ekki hér á jafnréttisgrundvelli.“Björn Jón við bekkinn

Kolbrún Elva: „Er Stefán kominn?“

Jenný: „Já, ég er að bíða eftir að hann fari úr sokkunum.“

„Ég þarf að gefa köttunum að borða heima hjá pabba en ég er svo stressuð um að þeir séu með Covid að ég þori því ekkert.“Þuríður

„Uss, það er held ég mús í loftinu.“ - Anna Vala

3.

H

„Ég var inni í smituðum einstakling.“ - Skorri

- Róbert „Emil var alveg bekkjar-crushið mitt þangað til ég komst að því að við værum skyld í fjórða ættlið.“ - Hrönn „Ha, rækta apar ekki banana?“ - Birta Dís „Hvort er nær jörðinni, tunglið eða sólin?“Sigga Lára „Er álpappír
2. S „Var Elon Musk í Bítlunum, eða bíddu var það Elton John?“
Playstation 5.“ - Helgi Edwald
er í lagi að
2. X
„Ef maður kaupir ekki hús þá getur maður allavega keypt fimm
„Það
borða horið sitt.“ - Ólíver
Gullkorn 206 V88

„Ef ég væri ekki í handbolta þá væri ég gleðikona.“ - Róbert Snær

„Pissaðirðu á mig?“ - Róbert Snær

„Já, ég er nefnilega mikið fyrir gamalt fólk.“Jason Jens

„Við erum á eðlisfræðibraut, það er enginn nógu fyndinn, við erum alltof klár.“ - Birta Líf

„Finndu lyktina af tölvunni minni.“ - Freddy Vegas

„Egg eru samt alveg grænmeti.“ - Daníel Smári

„Ég er að pæla að pulla Uno reverse card á Halldór og spyrja hann spurninga.“ - Tinna Ósk korter fyrir munnlegt próf hjá Halldóri

„Er Squid Game raunveruleikaþáttur?“
3. X „Er ekki fólk frá Mexíkó Spánverjar?“ - Ellen 3. R „Gömul kona batt enda á líf mitt í umferðinni í gær.“ - Anton Logi „Er Squid Game raunveruleikaþáttur?“Aðalheiður „Hvort er N-hvel eða S-hvel uppi eða á hliðinni?“ - Gréta Lind „Ég svínaði fyrir forsetann.“ - Tanja 3. T „Getum við sleppt stærðfræði? Við erum öll með skammdegisþunglyndi.“ - Hanna „Strákarnir slátra mjólk.“ - Einar „Hey, ég er ekki búinn að reyna við gellu síðan í sumar! Það er óeðlilegt fyrir mig því ég er graðhestur.“ - Ólafur Kári 3. U „Hver er Halldór Laxness?“ - Glóey „Ég elska lítil börn, ég er sko með svona baby fetish.“ - Þórdís Katla 3. Y „Við erum á eðlisfræðibraut, það er enginn nógu fyndinn, við erum alltof klár.“ „Ásatrú, er það svona LARP dæmi?“ Nemendur & kennarar 207
nærðu þig Sæktu Nova Appið! Fjórar máltíðir á 5.990 krónur MatarKlipp 2F1 Local 2 fyrir 1 af öllum salötum

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Vælið

210 V88
211
Nemendur & kennarar
212 V88
Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert? Vælið
213
Nemendur & kennarar

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Fyrirsætur

Cicely Steinunn Pálsdóttir

Vaka Sigríður Ingólfsdóttir

Myndvinnsla

Eva Sóldís Bragadóttir

Blikið

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Líf Verzlinga

224 V88

Dagur í lífi Mosfellings

g vakna á hverjum einasta morgni við það að Friðfinnur sleikir á mér tærnar. Sérhver morgun er nánast sá sami og er ég búinn að setja saman smá rútínu fyrir mig. Ég vakna vel ferskur klukkan 05:50 eftir að Friðfinnur vekur mig, ég hristi mig og fer síðan beint út í garð til þess að mjólka beljurnar, ughh hvað ég hata að mjólka þessa hárugu spena. Eftir að hafa mjólkað þessar helvítis beljur fer ég aftur inn og geri mér léttan kaffibolla og flóa mér mjólk sem kom úr sprelli ferskri belju. Ég les síðan Morgunblaðið og hlusta á einhverja glataða tónlist í útvarpinu (því það er ekkert símasamband í Mosó) á meðan ég klára kaffið mitt. Þegar tíminn er kominn til þess að fara í skólann hoppa ég upp á bak á Friðfinni og ríð honum.... afsakið, og ég ríð á honum í skólann, því eins og allir vita þá er Friðfinnur hesturinn minn. Hestaumferðin er alveg óbærileg á morgnana og það tekur allt að klukkutíma fyrir mig að komast í helvítis skólann.

Ég legg Friðfinni í fatlaðastæði hjá Kringlunni þar sem hann getur legið og chillað á meðan ég er í skólanum. Ég spretti síðan upp allar 4 hæðirnar í skólanum því ég er alltaf svo spenntur að byrja skóladaginn. Ég ELSKA skóla, og hver elskar ekki þegar kennarar ákveða það

að nemendur eiga að draga í sæti, nei ég án djóks elska það! Það er hápunktur vikunnar þegar ég fæ ekki að sitja við hliðina á vinum mínum og í staðinn fæ ég að vera einn út í horni að tala við vegginn, ég elska þetta virkilega mikið. Í hádeginu eru allir Verzlingarnir með þessar rándýru langlokur úr Bónus eða einhver hrísgrjón með mæjónesi, en við Mosfellingarnir erum alltaf með okkar heimsfræga skyrhræring sem við drekkum ásamt volgri mjólk með bros á vör. Eins og þið sjáið þá erum við Mosfellingarnir bara alveg eins og flestir Verzlingar, já, við vissulega ferðumst á hestum og borðum skyrhræring en það er það sem ég elska við sveitina mína, guð blessi Mosfellsbæ!

É
Oliver
& kennarar 225
Nemendur

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Dagur í lífi 19 ára á öðru ári

enntaskólaárin eru bestu ár lífs þíns“ er setning sem flest allir hafa heyrt og þá oftar en einu sinni. Síðan kom veiran skæða sem afsannaði þá kenningu fyrir 2001, 2002, 2003 árgöngunum og mögulega komandi árgöngum. Gat verið að ég, Salka Sigmarsdóttir, hafi hakkað kerfið með því að taka aukaár? Við vitum öll um nokkur núverandi og framtíðar Verzló burnouts sem myndu borga stórfé fyrir það eitt að vera í minni stöðu og fá auka ár í menntaskóla. Ekki bara hvaða menntaskóla sem er, heldur hinum eina sanna Verzlunarskóla. Ég var mjög sniðug að finna upp á þessu bragði, en ekki að kostnaðarlausu. Ég er ennþá að glíma við kvíða, sjóntruflanir, beinverki og hægðatregðu eftir menningarsjokkið. Ég var mætt upp á þriðju hæð að hlusta á bekkjarfélaga tala um sitt helsta áhyggjuefni, bóklega bílprófið. Ég var þarna hrukkótt, á þriðju hæð í ágúst, að taka kosningavitann og horfa á pallborðsumræður í hádeginu. Það leið ekki á löngu þar til ég áttaði mig á því að enginn í bekknum mínum vissi hvaða flokkar væru í ríkisstjórn. Ég fann hrygginn minn skekkjast

og hárið grána við fréttirnar. Til að gera slæman dag verri ákvað ég að kíkja á grammið og sá að allir vinir mínir voru á Titaly. Ég ákvað þó að sætta mig við súra sannleikann og gefa krílunum á þriðju hæð séns. Þau eru frábær og það er ekkert svo súrt að eyða tveimur árum með þeim.

Dagur í lífi einkabarns

Hæ, ég heiti Salka og er uppáhaldsbarn foreldra minna, enda eina barn þeirra. Hefurðu einhvern tímann velt því fyrir þér hvernig er að vera einkabarn? Ímyndaðu þér bara að vera þriðja hjól foreldra þinna alla daga. Mamma þín og pabbi eru kannski úti að borða, allt vaðandi í kertaljósum og rómantík og svo ert þú bara þarna. Ég ólst upp við óskipta athygli foreldra minna sem getur stundum verið yfirþyrmandi þar sem ég kemst ekki upp með neitt. Ég get til dæmis ekki notað þessar klassísku setningar: „Hann byrjaði!‘‘ og ,,Ég gerði þetta ekki!‘‘. Þegar ég var yngri spilaði ég mikið spil við sjálfa mig og vann því alltaf. Stundum leiddist mér svo mikið að það skemmtilegasta sem ég gerði var að búa um rúmið mitt. Ef þú myndir koma inn á heimili mitt þá sæiru að einu myndirnar á veggjunum eru af mér. Það veldur mér höfuðverk þegar ég fæ verkefni í skólanum um að lýsa fjölskyldunni. Þá þarf ég að skrifa mjög ítarlegan og langdreginn texta til að fylla upp í orðafjölda þar sem ég hef svo fáa til þess að skrifa um. Mig langaði alltaf rosa mikið í systkini en ég fékk bara hund í staðinn. Þrátt fyrir að það sé erfitt að vera

einkabarn þá eru líka jákvæðar hliðar við það. Þær eru samt svo fáar að það tekur því ekki að nefna þær hér.

„M Líf Verzlinga 226 V88

Dagur í lífi Arona

Dagur í lífi ofnæmispésa

N É

öfn.. jú, öll heitum við eitthvað. Því miður eru samt ekki allir foreldrar jafnhugmyndaríkir og þurfa stundum að grípa til þeirra örþrifaráða að jú, herma eftir öðrum foreldrum. Málið með það er samt að þá þurfum við, grey krakkarnir, að gjalda fyrir það. Þannig er sagan með okkur Aronana, en fyrir okkur er Aron ekki bara nafn! Ó nei, þetta er tákn og ef þú berð þetta viðkunnanlega tákn er þér sjálfkrafa boðið í sértrúarsöfnuðinn okkar. Við höfum lengi haldið honum leyndum en nú finnst okkur kominn tími til að þessi merki sértrúarsöfnuður fái að líta dagsins ljós. Í þessum söfnuði gerum við allt sem kemur því við að heita Aron. Við hefjum alla hittinga á því að forsetinn, sem við kjósum að kalla „Ekki Guð“, flytur ávarp sem allir hlusta á af mikilli athygli. Að því loknu kemur kaffipása og eftir það hot jóga. Þá tekur við mikilvægasti partur hittingsins, þegar allir fara með góða sönginn okkar: „Góðu nafni fylgir einnig mikil ábyrgð!“. Að lokum horfum við á góða mynd og skiptum okkur í umræðuhópa. Umræðuefnið sem er á allra vörum er deilan um það hver fær að vera hinn svokallaði „Ekki Guð“ Aronasértrúarsafnaðarins. Öllum til mikillar ánægju erum við, Aron Ísak og Aron Gauti, að

bjarga málunum. Við erum að bjóða okkur fram í kosningum um þessa stöðu. Það eina sem þið þurfið að gera er að hlýða á orð okkar og setja A við annan hvorn okkar.

Aron Ísak

Heil og sæl elsku krúsídúllurnar mínar. „We have now reached the point of negotiation“ eins og einhver sagði. Ég er kominn til að segja ykkur að kjósa mig í stöðu „Ekki Guðs“.

Þið veltið kannski fyrir ykkur af hverju, en það er jú vegna þess að ég er hærri, stærri og djúpraddaðri Aroninn. Ég er kannski ekki með bílpróf en ég stefni á að fá mér meirapróf. Ef ég fæ stöðu „Ekki Guðs“ mun ég bjóða upp á ferska síld yfir hátíðirnar. Góðar stundir.

Aron Gauti

Jú, hann Aron kollegi minn kom inn á marga góða og nytsamlega punkta. En það sem ég hef fram yfir hann er það að ég lykta ekki illa og ég er eldri, en aldri fylgir mikil viska. Ég stefni kannski ekki á meiraprófið en ég er með bílpróf. Þar að auki myndi ég bjóða upp á nýkreistan ferskjusafa á öllum fundum, líka lagabreytingafundum. Kæra fólk, þið vitið hvert A-ið ykkar á að fara!

g rúlla mér fram úr rúminu sem er með sérgerð rúmföt sem eru að sjálfsögðu sneidd öllum ofnæmisvöldum. Labba niður stigann, bjartsýn fyrir deginum og opna ísskápinn. Þar sem morgunþreytan byrjar að þokast í burtu og raunveruleikinn tekur við fatta ég að ég er með ofnæmi fyrir öllu og sný við. Ég fer súr inn í daginn. Ég horfi á mig í speglinum inn á baðherbergi og byggi upp andlegan styrk fyrir daginn þar sem ég þarf að sætta mig við það að ég myndi ekki einu sinni vinna hnetu í slag. Fer svo og geri mig tilbúna, allt búið til sérstaklega fyrir mig svo ég fái ekki ofnæmiskast af tannkreminu. Mæti svo í skólann og held viðeigandi fjarlægð til að passa mig. Ég geri þetta ekki vegna Covid heldur út af því að ég er með ofnæmi fyrir öllu. Það er kominn hádegismatur og ég fer með stelpunum á Stjörnutorg. Þar eru nógu margir hlutir til að geta drepið mig en ég bít á jaxlinn og fer samt með. Þær byrja að borða og ég sætti mig við andrúmsloftið í dágóða stund þar til ég tek upp sérútbúna nestið mitt sem samanstendur af pappa og sellerí. Ég er reyndar með selleríóþol en ég læt mig hafa það. Ég spyr þær hvernig maturinn þeirra bragðist og þær bera hann saman við einhvern annan hlut sem ég er líka með ofnæmi fyrir, hvernig

í andskotanum á ég að vita hvernig það smakkast? Ég passa mig að pirrast samt ekki þar sem þær gætu bókstaflega tekið græna baun, stungið henni ofan í vatnsglasið mitt og drepið mig á fimm mínútum. Eftir skóla sé ég hund, ég hleyp í burtu og vonast til þess að geta séð annan dag. Þegar hann nær mér leggst ég niður í fósturstellinguna í von um að minnka skaðann. Mér til mikillar skelfingar finn ég að ég ligg ekki bara á grasinu, heldur líka á einhverju hörðu. ÞETTA ER FJANDANS KASJÚHNETA. Ég vakna á spítalanum í öndunarvél og læti. Sigruð. Uppgefin. Óttaslegin. Bardagi sem byrjaði út af hundinum en var síðan jarðaður af hnetunni. Ég atti aldrei séns. Shit hvað þetta er vandræðalegt. Ég fer heim með skottið á milli lappanna, þótt ég gæti fengið ofnæmiskast af því. Lífið er erfitt þar sem maður veit aldrei hverju er að fara vera hent í mann, ein hneta og ég er farin.

Aron Gauti Kristinsson og Aron Ísak Jakobsson Hekla Sóley Marinódóttir
227
Nemendur & kennarar

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Dagur í lífi landsliðskonu É

g vakna eftir að hafa sofið yfir mig og er svoleiðis að deyja eftir æfingu gærkvöldsins. Ég hendi mér í föt og keyri í skólann. Ég mæti í lengsta sögutíma í heimi og bíð eftir hádeginu svo ég geti neytt stelpurnar til að koma á Pastagerðina með mér. Eftir skóla fer ég til Gumma kíró til að halda öllu á réttum stað. Það er föstudagur sem þýðir flöskudagur, nema í mínu tilfelli er flaskan vatnsbrúsi. Það er nefnilega þannig að landsliðið setti mig í djammbann í tvo mánuði og æfingar eru stanslausar, þannig félagslífið er svona líka í hámarki. Ég fer heim og sofna, hendi svo í einn ískaldan rauðan Collab og skelli mér á æfingu. Eðlilega mæti ég síðust í partýið um kvöldið, á bíl, þar sem æfingin var til klukkan tíu. Ég er líka farin fyrst af því það er æfing í fyrramálið klukkan tíu #living.

Mesti bömmer lífs míns var þegar það var stutt í Vælið, ég búin að panta kjól og skó og ekkert eðlilega spennt fyrir fyrsta Vælinu mínu. Nei, þjálfararnir ákváðu að hafa

keyrslumót á sama degi, á sama tíma. Á meðan allir voru að taka skot alltaf þegar einhver sagði Coolbet var ég heima að horfa á mynd. Ég sá nú samt öll atriðin svona 55 sinnum á Insta story hjá bókstaflega öllum Verzlingum. Þetta var svo sem ekkert nýtt þar sem ég missti af 90% af viðburðum annarinnar vegna fimleikanna. Ég komst samt á fyrsta og eina Verzló ballið mitt. Ákveðin stemning þar sem ég var bláedrú að drekka Gatorade. Það mætti segja það sama um mjólkurkvöldin en þar sem ég er ennþá með móral yfir fyrsta mjólkurkvöldinu mínu á fyrsta ári þá fékk það allavega að jafna sig. Þó ég hafi fórnað félagslífinu og náminu (fékk að finna fyrir því í endurtekt) var þetta virkilega skemmtilegt og þegar ég var úti að keppa fattaði ég að þetta var allt þess virði. Ákveðinn skellur samt að ég djammaði helmingi meira á fyrsta ári í bullandi Covid en á öðru ári, en læt það vera.

Dagur í lífi eyjapæju í stórborginni

Vekjaraklukkan hringir klukkan 05:00. Ég vakna grátbólgin um augun eftir að hafa grátið mig í svefn. Vinkonur mínar voru að gera grín að mér fyrir að búa í Vestmannaeyjum en ég læt það ekki stoppa mig. Það allra fyrsta sem ég geri er að fara inn á bað, í sturtu og gera tíu skrefa húðrútínuna mína sem er mikilvæg fyrir þetta langa ferðalag sem er framundan. Þegar ég er búin að finna outfit dagsins og borða hollan og næringarríkan morgunmat sem mamma bjó til sest ég upp í bíl og keyri í Herjólf. Bátsferðin til Landeyjahafnar tekur fjörtíu mínútur og ég nýti þann tíma í að mála mig. Um leið og það er komið að mér að keyra út úr bátnum dríf ég mig af stað og keyri í skólann á 160-170 km/ klst. Ég hef einu sinni verið stoppuð af löggunni en hún sá að það stóð Verzló á peysunni minni svo hún leyfði mér bara að fara. Síðan þá hef ég alltaf keyrt í þessari peysu ef ég ske kynni að ég væri stoppuð aftur. Þegar ég labba um gangana horfir fólk einkennilega á mig,

líklegast þar sem ég er með þetta „Eyja-look“. Það er ekki algengt að sjá eyjamær í stórborginni og hvað þá í Verzló svo ég skil alveg að þetta séu viðbrigði fyrir marga. Ég er stundum stoppuð á göngunum og beðin um mynd sem getur verið böggandi ef ég er að flýta mér í tíma. Eftir skóla klára ég heimanámið og stoppa svo í Matbúð og kaupi mér nesti fyrir heimferðina. Hafraklatti og rúnstykki er lykillinn að einbeitingu við aksturinn. Í Herjólfi á leiðinni til baka þríf ég allt makeupið, bursta tennurnar og græja mig í háttinn inni á baðherbergi. Þegar ég er loks komin til baka á eyjuna fögru, keyri ég rakleiðis heim og fer beint upp í rúm. Svona endurtekur þetta sig. Vekjaraklukkan hringir klukkan 05:00…

Líf Verzlinga 228 V88

Dagur

í lífi óstundvísar Herdísar

Hvernig líður ykkur hinum? Ykkur, sem náið að vakna á morgnana og mæta á réttum tíma í skólann. Það hlýtur að vera góð tilfinning. Tilfinning sem ég mun aldrei fá að upplifa. Fyrsti tími 8:30, ég stilli vekjaraklukkuna og er ekkert eðlilega peppuð í að vakna snemma, borða morgunmat, gera mig sæta og komast loksins í gangatísku. Vekjaraklukkan hringir á slaginu 7:30. Vakna ég? Nei. Þetta er vandamál sem fáir af mínum samnemendum glíma við, en ég veit þó að ég er ekki ein. Á endanum vakna ég… oftast. Það gerist ekkert alltof oft að ég sef yfir allan skóladaginn, en föstudagar eru líklegastir. Við getum bara orðað það þannig að það kemur fólki verulega á óvart þegar ég mæti í fyrsta tíma, og jafnvel fyrir hádegi. Fyrstu orðin sem mæta mér þegar ég geng inn í skólann eftir að hafa rifið mig fram úr, hoppað í fyrstu fötin sem ég sé, ekki fundið stæði á bílastæðinu heldur plantað bílnum upp á einhverri gangstétt í grenndinni eru oftast: „Nei, er hún mætt?!“ eða „Hva, djöfull ertu fersk í dag“... Ahh, það sem

ég elska samnemendur mína. Krakkarnir í bekknum gáfust fljótlega upp á fyrsta ári að hjálpa mér með því að hringja í mig á morgnana þegar ég svaf óvart yfir teams. Þau einhvern veginn tóku sameiginlega ákvörðun um að halda öll að þetta væri sjálfviljugt og að ég vildi bara sofa lengur, en það er auðvitað engan veginn staðan. Þetta er sjúkdómur. Það vill enginn vera eins og ég er. Ég fæ varla að fara á klósettið í tíma þar sem kennararnir búast við því að ég sé að fara fram í sófa að sofa og miðannarmatið skilar aldrei góðu. Kennararnir kvarta yfir lélegri mætingu og bæta síðan við að ef ég mæti þá er ég ekki lengi að láta mig hverfa. Ekki vera þessi týpa. Traustið hjá foreldrunum fer, kennarar missa alla trú og sjá enga framtíð hjá þér og flestir forðast að þurfa að sitja uppi með þig í hópverkefni.

Dagur í lífi mínu sem skuggi bróður míns É

g vakna klukkan ellefu og hef þá sofið yfir mig og misst af fyrstu þremur tímunum í skólanum. Mamma og pabbi voru búin að lofa að vekja mig en Mikael þurfti að fá þau með sér í leiklistarupphitunarleiki áður en hann las Krakkafréttir svo þau steingleymdu mér. Ég stekk upp úr rúminu mínu og fer í skítug föt því að foreldrar mínir setja fötin hjá bróður mínum alltaf í forgang og ég fæ því ekki hrein föt fyrr en á þriðja hverjum sunnudegi. Nú verð ég að drífa mig í skólann en sé þá miða á útidyrahurðinni: „Mikael þurfti bílinn fyrir Krakkafréttir, taktu strætó“. Ég verð ekki reiður heldur vona ég svo innilega að honum gangi vel að lesa Krakkafréttir þar sem hann er vonarstjarna fjölskyldunnar. Ég fer því beint í strætó og um leið og ég labba inn í strætó sé ég að vagninn er fullur af grunnskólakrökkum í vettvangsferð. Ég labba í átt að sæti en er stoppaður því allir grunnskólakrakkarnir halda að ég sé Mikki Kaaber, gæinn úr Skrekk og Krakkafréttum. Ég mæti í skólann í sálfræði en þegar

kennarinn er að lesa upp þá segir hún „Ólafur Kaaber, bíddu átt þú bróður sem heitir Mikael Kaaber?“ Allir í bekknum hlæja að mér og benda. Ég fer grátandi heim. Þegar líður á kvöldið fer ég á Snapchat og sé að það er stelpa búin að adda mér. Ég adda til baka en um leið og ég adda henni þá spyr hún hvort ég sé bróðir Mikka Kaaber og hvort við notum sama tannbursta? Þá ákveð ég að setja símann niður og fara að sofa en næ ekki að sofna því Mikael er að syngja „Ekki í þetta sinn“ með Rjómanum. Ég labba þá inn til hans og öskra „Busaást“ í eyrað á honum. Mikael fer að gráta svo mamma og pabbi koma inn og reka mig út úr húsinu.

Nemendur & kennarar 229

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Árátta hugans

að er alveg sama hvað ég reyni mikið, ég næ ekki að klára þetta, svo á ég eftir að gera allt hitt líka!“

„Fokk, hvernig í ósköpunum á ég að geta gert allt þetta fyrir þennan tíma?“

„Ef ég geri þetta, þá mun þetta pottþétt gerast og þá næ ég engan veginn að gera hlutina eins og ég vil gera“

Endalausar ofhugsanir, pælingar og myndræn sýn á venjulega hluti geta valdið gríðarlega miklum vandræðum, sérstaklega hjá ungu fólki sem er enn að mótast í einu og öllu. Í daglegu tali köllum við þetta þráhyggju og er afleiðingin oft mikill kvíði, sem hefur mikil áhrif á sjálfsmynd fólks. Þetta vandamál er vel þekkt meðal ungs fólks hvort sem er hér á Íslandi eða erlendis. Það að mikla hluti fyrir sér og ofhugsa allt sem aðrir taka sem daglegu brauði er eitthvað sem er algengt hjá þeim sem eru að glíma við kvíðaröskun af einhverju tagi. Hvort sem um er að ræða matarval, fataval, verkefnaskil eða próftöku. Allt þetta getur verið gríðarlegur baggi fyrir marga að bera svo árum skipti.

Nútímasamfélag og ungt fólk er mun móttækilegra fyrir nýjum hlutum. Það þykir ekki eins mikið mál að opna sig um allskonar hluti sem þóttu feimnismál fyrir ekki svo mörgum árum síðan. Við unga fólkið í samfélaginu erum betur upplýst og frædd um þá staðreynd að við erum eins mismunandi og við erum mörg og því ber að fagna. Það að vera opinn fyrir því að tala um kvíða og þráhyggju er oft fyrsta skrefið að bættri líðan fyrir marga. Að sama skapi er það oft mikið frelsi að átta sig á því að hægt er að vinna með slík vandamál með hjálp fagaðila og líta á sem verkefni en ekki vandamál.

Oftar en ekki skammast fólk sín fyrir vandann og óttast það að vera álitið „klikkað“ eða „brjálað“. Allskonar pælingar fara í gegnum hausinn og því leitar fólk sér sjaldan aðstoðar eða jafnvel of seint. Að fara til sálfræðings getur oft hjálpað, en fólk hefur oft ekki trú á því. Margir virðast velta því fyrir sér hvort eða hvernig það mun hjálpa þeim að setjast niður og ræða vandamál sín við annan einstakling.

Oft veltir fólk því fyrir sér hvað kvíði er í raun og veru. Hægt er að segja að kvíði sé viðbragð líkamans við miklu álagi og erfiðum aðstæðum. Þegar kvíði er orðinn að daglegu vandamáli og erfitt er að kljást við hann er talað um kvíðaröskun. Þegar kvíðinn tekur yfir upplifir sumt fólk sig afar einmana. Einnig er algengt að fólk leiti sér aðstoðar of seint. Skilningur fjölskyldu og vina er ómetanlegur. Að hafa þann hóp í kringum sig þegar kvíðinn er mikill og tekur yfir getur skipt ofboðslega miklu máli. Oft getur manni liðið eins og maður eigi engan að, þó það sé ekki endilega tilfellið, og að fólk skilji ekki hvernig manni líður. Kvíði getur látið okkur pæla í ansi mörgum óþarfa hlutum. Oft byrjar maður að ofhugsa: „Af hverju er ég sú eina að kljást við þetta?“ Í rauninni geta margir í kringum mann verið að kljást við það sama án þess að við áttum okkur á því. Það að taka skrefið og þora að vinna í sínum málum skiptir mestu máli. Margir eru að glíma við kvíða, mun fleiri en við vitum af. Því fyrr sem við sem samfélag viðurkennum fjölbreytileika einstaklingsins, því líklegra er að fólk stígi fram og leiti sér aðstoðar. Þetta á við um alla, unga sem aldna.

Svava Kristinsdóttir
232 V88
„Þ
„Við unga fólkið í samfélaginu erum betur upplýst og frædd um þá staðreynd að við erum eins mismunandi og við erum mörg og því ber að fagna.“
233 Greinar

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert? Myndir frá skólaárinu

234 V88
Nemendur & kennarar 235

Eftir Verzló

Laufey Lin

tónleikaferðalagið mitt. Ég veit ekki hvernig ég varð svo heppin en ég er að lifa draumnum mínum.

Það var svo skemmtilegt! Ég lærði mikið, eignaðist bestu vini mína og hló meira en ég hef hlegið áður. Þetta var mjög sérstakur tími í lífi mínu og ég sakna hans á hverjum degi.

Menntaskólaárin kenndu mér að prófa nýja hluti og trúa meira á sjálfa mig.

Lífið mitt hefur breyst alveg svakalega mikið. Ég hef breyst mikið sem manneskja og er búin að fullorðnast mikið síðan ég flutti að heiman. Ég þori nú að segja hvað mér finnst og taka stórar ákvarðanir. Lífið úti í LA er allt öðruvísi en lífið mitt heima fyrir þremur árum, ég er eiginlega ennþá í sjokki yfir öllum þessum breytingum á svona stuttum tíma. Ég eyði öllum dögum í að taka upp tónlist í stúdíóinu og ef ég er ekki í LA er ég að ferðast fyrir tónleika og vinnu. Ég er mjög langt frá fjölskyldu og vinum sem getur verið erfitt og það er oft mikið menningarsjokk að vera í Bandaríkjunum. En ég er mjög heppin að vera með gott fólk í kringum mig hérna úti og reyni að fara sem oftast heim til Íslands.

veit ekki hvernig ég varð svo heppin en ég er að lifa draumnum mínum.“

og féllu. Þetta var ekkert djók, prófin voru mannskemmandi, nánast enginn svefn fyrir þriggja tíma lokapróf, næringarskortur og Concerta. Ekki má gleyma óhóflegu magni koffíns, ég man eftir að hafa googlað: „Can you die from 1000 mg of caffeine?“. Þetta skrifast þó alfarið á mig og ég hefði átt að læra meira yfir seinustu annirnar. Ég hafði samt takmarkaðan tíma fyrir lærdóminn því það var nóg að gera í félagslífinu. Það tók sinn toll að fara í 12:00 á þriðja ári og svo Íþró og NFVÍ TV á fjórða ári. Alveg þess virði engu að síður. Þetta voru einhver skemmtilegustu ár lífs míns og þegar ég útskrifaðist hélt ég að lífið væri búið. Það var samt alls ekki svoleiðis og varð lífið raunar bara betra og betra.

Já, algjörlega. Ég byrjaði að semja tónlist þegar ég var í Verzló og tók þátt í Vælinu sem er ennþá ein af mínum bestu minningum. Ég fór í gegnum bæði góðar og erfiðar stundir sem hafa mótað mig mikið á jákvæðan hátt. Ég byggði upp mikið sjálfstraust og ákvað eftir það að prófa að fara í tónlistarnám og verða tónlistarkona.

Eftir að ég útskrifaðist úr Verzló árið 2018 flutti ég til Boston um haustið og fór í tónlistarnám í Berklee College of Music. Þegar Covid skall á þurfti ég að flytja frá heimavistinni og var ég í fjarnámi heima hjá mömmu og pabba. Það var einmitt um það leyti sem ég byrjaði að gefa út tónlist og deila tónlist á netinu. Allt gerðist frekar hratt eftir það. Ég byrjaði að vinna með frábærum umboðsmanni í New York og skrifaði undir plötusamning. Ég flutti til LA í september 2021 og fór í fyrsta

Gummi Emil

Heilt yfir var Verzló fokking veisla. Mikil gleði, mikið fjör en líka mikill kvíði. Í byrjun var ég félagskvíðinn en hætti því fljótt þegar ég byrjaði að tala við fólk sem ég þekkti ekki. Ég kynntist endalaust af fólki og lærði alvöru lærdómsaga því ef maður lærði ekki þá féll maður bara. Ég kveið mikið fyrir prófum og að falla en það ýtti mér samt áfram og ég náði að klára Verzló á meðan margir af mínum bestu vinum þraukuðu ekki fyrstu tvö árin

Ég tók mér árs pásu frá skóla eftir útskrift sem reyndist mjög góð ákvörðun. Ég hélt áfram að vinna á Joe & The Juice í Kringlunni en fór síðan í viðskiptafræði í HÍ þar sem ég hef mikinn áhuga á því. Samhliða því tók ég einkaþjálfarann í World Class enda mikilvægt að nota tímann almennilega. Núna er ég í 200% starfi sem einkaþjálfari og í smá pásu frá náminu. Það skemmtilegasta sem ég geri er að vinna með fólki, vera í kringum fólk og spjalla við fólk. Það er örugglega þess vegna sem mér gengur svona vel sem þjálfari. Reyndar er þekking mín á líkamsrækt og mætti næringar gífurlega mikil þrátt fyrir ungan aldur - „learn by trial and error“. Á öðru ári hötuðu allar stelpurnar í bekknum mig því ég kom með tvær túnfiskdósir á hverjum degi í skólann þannig það varð ólíft inni í stofunni. Ég mætti alltaf með nesti í skólann til að spara pening og „make gains“ enda „mealprep king“. Ég fékk miklu meiri orku og einbeitingu eftir að ég byrjaði að lyfta og hreyfa mig. Það er svo miklu betra en að taka Concerta og ég mæli því innilega með hreyfingu fyrir skóla.

Verzló kenndi mér á lífið og ég er gífurlega þakklátur fyrir tímann minn þar, alla samnemendur mína og kennarana sem líkaði flestum ekki við mig en kenndu mér samt mikið. Guði sé lof að ég fór ekki í Kvennó, þá væri enginn Gemil.

Hvernig var þín upplifun af því að vera nemandi í Verzló? Var eitthvað sérstakt sem menntaskólaárin kenndu þér? Telur þú Verzló hafa hjálpað þér að komast á þann stað sem þú ert í dag og mótað þig sem manneskju? Hvernig hefur lífið þitt breyst eftir útskrift?
236 V88
„Ég

Hver var þín upplifun af Verzló?

Það var algjörlega stórkostleg upplifun. Þetta voru fjögur ár en þau liðu mjög hratt og hvert ár var algjört ævintýri og þau voru öll nokkuð ólík þótt ég hafi öll fjögur árin einbeitt mér nær eingöngu að félagslífinu og þekkti varla suma kennarana mína í sjón.

Heldur þú að margt hafi breyst síðan að þú varst í skólanum, ef svo er hvað?

Ég verð að viðurkenna að ég veit það ekki alveg. Ég kom að vísu í nemendakjallarann nýlega og ég sá að stemningin þar var ekki ósvipuð því sem hún var þegar ég var þar öllum stundum (stundum á nóttinni líka). Mér finnst Verzló ennþá hafa sama góða orðsporið. Jákvæðni, kraftur og gríðarleg stemning var alltaf það sem okkur fannst einkenna allt okkar starf og ég hef á tilfinningunni að það sé óbreytt þótt ég geti ekki sagt að ég viti það upp á hár.

Hvað gerðir þú eftir Verzló?

Eftir Verzló fór ég í stjórnmálafræði. Ég vissi ekki hvað mig langaði að gera, bara það sem mig langaði ekki að gera. Ég hafði þó óljósan draum um að starfa við fjölmiðla. Ég varð formaður Vöku, fór svo í Erasmus námsdvöl til Þýskalands og þegar ég kom þaðan fékk ég sumarafleysingarstarf á fréttastofu RÚV. Árið 2000 byrjaði ég með Kastljós, fór svo í Laugardagskvöld með Gísla Marteini og eftir það datt ég inn í borgarstjórn. Mér til mikillar gleði var ég þar í allnokkur ár áður en ég snéri til baka í sjónvarpið. Ég fór líka í millitíðinni til

Edinborgar og tók masterspróf í borgarmálum og síðar til Boston í eitt ár sem Loeb fellow í Harvard þar sem ég stúderaði áfram borgarskipulag og hvernig borgir virka. Ég held að ég hafi lent þar sem ég er í dag með því að pæla ekkert mikið í næstu skrefum heldur reyna bara að gera allt sem ég geri vel.

Telur þú Verzló hafa hjálpað þér að komast á þann stað sem þú ert á í dag og mótað þig sem manneskju?

Það er enginn vafi á því að allt sem ég gerði í félagslífinu í Verzló hefur hjálpað mér í því sem ég hef gert síðan. Félagslífið var ótrúlega þroskandi, gefandi og skemmtilegt líka. Auðvitað lærir fólk líka aga í náminu og kennararnir og námsefnið eru að sjálfsögðu líka að fræða okkur.

Halla Tómasdóttir

Var eitthvað sérstakt sem menntaskólaárin kenndu þér?

Já, þau kenndu mér ótrúlega margt. Ég kom inn í skólann sem sextán ára Breiðhyltingur sem hafði varla farið út úr hverfinu mínu áður, og útskrifaðist tvítugur og talsvert nær því að vera orðinn að manni. Ég var í góðum bekk og líka í nefndum og ráðum. Loks var ég forseti NFVÍ í algjörlega frábærri stjórn og allt þetta fólk sem ég kynntist á leiðinni hefur haft mótandi áhrif á mig. Þátttakan í félagslífinu er líka einhver mesti skóli sem ungt fólk á þessum aldri getur komist í. Við þurftum að taka ábyrgð, okkur var treyst, við vorum andlit skólans út á við og tókum það (oftast) mjög alvarlega. Allt var þetta bæði ótrúlega skemmtilegt, lærdómsríkt og gefandi. Ég var líka í ræðuliðinu öll árin og kenndi ræðumennskan okkur sem vorum í liðinu mikilvæga lexíu við að greina rök og mótrök og að kunna að koma fyrir sig orði sem hefur síðan nýst mér vel.

Hver var þín upplifun af Verzló?

Ég elskaði Verzló. Ég byrjaði í „gamla“ Verzló á Grundarstígnum og var ein þeirra sem vildi helst ekki flytja í Ofanleitið því ég óttaðist að þar yrði ekki eins gaman. Ég var mjög virk í félagslífinu, sat í bekkjarráði á bæði þriðja og fjórða ári, var í kórnum, lék í leikritinu, var í ræðuliðum og í Nemendamótsnefnd. Í sannleika sagt tel ég að félagslífið í Verzló hafi kennt mér hvað mest og skapað flestar minningar, en ég verð ávallt þakklát fyrir frábæra bókhaldskennslu og vélritunarhæfileikana. Ég lærði á gamaldags ritvél og lenti í öðru sæti í vélritunarbikarnum og í dag vélrita ég enn hraðar en ég tala (að minnsta kosti á lyklaborði) og það sparar mér mikinn tíma. Allt mitt samstarfsfólk hefur tekið eftir þessu í gegnum tíðina.

Heldur þú að margt hafi breyst frá því að þú varst í Verzló?

Það hefur vafalaust margt breyst síðan ég var í Verzló, enda væri það skrítið ef svo væri ekki því tímarnir hafa auðvitað breyst mikið. Í hnotskurn tel ég að skólinn bjóði enn upp á öflugt nám og félagslíf í bland og hið síðarnefnda er ekki síst helsti styrkleiki skólans.

Hvað gerðir þú eftir Verzló?

Eftir verslunarpróf fór ég sem skiptinemi til Bandaríkjanna og það ár hafði mikil áhrif á mig og mitt lífshlaup. Þar tók ég til dæmis þá ákvörðun að fara í háskóla í Bandaríkjunum sem

varð svo til þess að ég ílengdist þar við nám og störf í áratug. Áður en ég hélt utan vann ég hjá Skeljungi í eitt ár til að safna mér fyrir háskólanámi og á sumrin á meðan ég var í Verzló vann ég meðal annars í fiski á Djúpavogi ásamt nokkrum vinum úr Verzló og MR. Þar að auki vann ég hjá heildsölunni Nathan & Olsen þar sem ég sá meðal annars um innflutning á Cheerios.

Við hvað starfar þú í dag?

Ég bý í New York og er forstjóri „The B Team“, sem eru samtök alþjóðlegra leiðtoga sem vinna saman að úrlausnum í loftslagsog umhverfismálum, jafnrétti, auknum jöfnuði og bættu siðferði og stjórnarháttum. Það sárvantar fleiri leiðtoga sem bæta heiminn og ég er svo lánsöm að fá að vinna með sannkölluðum frumkvöðlum hvað það varðar.

Hvað í þínum ferli leiddi þig á þann stað sem þú ert á?

Ég hef alltaf lagt mikið á mig í námi, vinnu og í þeim verkefnum sem ég tek að mér og hef tileinkað mér það viðhorf að lífið sé ævintýri sem býður upp á endalaus tækifæri til að læra og vaxa ef maður velur að sjá hverja lífsreynslu sem slíka. Lífið hefur fært mér, eins og flestum, bæði áskoranir og tækifæri og ég hef valið að nýta hvoru tveggja til að rækta með mér þá eiginleika sem ég tel skipta sköpum: Hugrekki til að storka viðteknum venjum og takast sífellt á við krefjandi verkefni

Ástríðu til að láta gott af mér leiða

Auðmýkt til að vita að engin ein manneskja hefur öll svörin og mestur árangur næst þegar maður vinnur vel með öðru og helst ólíku fólki

Innri áttavita til að minna mig ávallt á minn tilgang og gildi og varða leið mína og ákvarðanir í lífi og starfi.

Gísli Marteinn
Greinar 237
„Það er enginn vafi á því að allt sem ég gerði í félagslífinu í Verzló hefur hjálpað mér í því sem ég hef gert síðan.“

Guðmundur

Ingvi Skúlason

Ég verð að viðurkenna að ég var ekkert eðlilega týndur eftir útskrift. Það eina sem mig langaði að gera var að fara í útskriftarferð og djamma í Mexíkó með félögunum. Hins vegar mætti veiran brögðótta og plönin breyttust. Ég var alltaf að íhuga að reyna að komast í læknisfræði. Fyrst ég var ekki að fara í útskriftarferð og myndi komast í inntökuprófið ákvað ég að skrá mig og mæta bara óundirbúinn og sjá hvað myndi gerast. Það gekk eins og ég bjóst við, hræðilega. Ég endaði í 230. sæti og fattaði að þetta yrði svolítið bras. Ég ákvað þó að reyna aftur og skráði mig í lyfjafræði í HÍ. Ég kláraði fyrstu önnina og eftir áramót tók grindið við. Ég fékk lærdómsplan hjá vinkonu minni (S/O á Eygu) og komst í einhverja sturlaða rútínu. Ég mætti alltaf upp í HR eða Þjóbó að læra á virkum dögum. Ég byrjaði einnig að hreyfa mig í fyrsta skipti af einhverju viti eftir að ég hætti í fótbolta og var það gott til að dreifa huganum frá öllum lærdómnum. Í júní mætti ég í prófið og reyndi ekkert að pæla í því hvernig mér gekk. Í júlí fékk ég póstinn og BÆNG, kominn inn! Eftir fyrstu vikurnar í læknisfræði hugsaði ég með mér hvað í andskotanum ég væri kominn út í og fór að íhuga lífsákvarðanir mínar, en

„Í júní mætti ég í prófið og reyndi ekkert að pæla í því hvernig mér gekk. Í júlí fékk ég póstinn og BÆNG, kominn inn!“

síðan var þetta bara goodshit og frekar skemmtilegt. Í læknisfræðinni er það þannig að önninni er skipt í lotur sem eru aðeins nokkrar vikur, og er fólk því í tveimur eða þremur áföngum í senn. Því fór ég aðeins í tvö lokapróf í desember sem var galið kósý. Annars sé ég ekki eftir neinu eins og er og hlakka til að sjá ykkur veik eða meidd í framtíðinni!

Clara Sigurðardóttir

coddarinn hafi bitnað smá á félagslífinu og núna eftir áramót byrjum við á Teams, þá finnst mér mjög skemmtilegt í skólanum. Það er samt aðallega út af vinahópnum mínum, það er mikilvægt að vera í skemmtilegum vinahópi til að djamma og læra með. Án hans væri ég líklegast búin að skrá mig úr þessu rugli. Stelpurnar halda mér á lífi í skólanum, laganámið lætur mann spyrja sig sirka einu sinni til tvisvar á dag: „Á ég ekki bara að gefast upp?“. Svarið við því er nei!

Fyrsta árið og þá sérstaklega fyrsta önnin er helvíti (er ekki að ýkja, almennan er mannskemmandi) en um leið og maður nær að koma sér í gegnum hana þá er þetta sléttari sigling. Í stuttu máli þá er svo gaman að læra lögfræði en á sama tíma ótrúlega krefjandi og tímafrekt. Maður þarf samt að minna sig á þegar maður vill hætta og skella sér í pásu að: „Pain is temporary, success is forever“. Já, ég veit mjög mikil klisja en þakkið mér seinna.

„Fljótt komst ég að því að háskólanám snýst um það að þrauka fimm daga vikunnar og verðlauna sig síðan með tvennum.“

Ég viðurkenni að eftir Verzló þá hafði ég ekki hugmynd um hvað tæki við. Ég var orðin smá kvíðin fyrir því að yfirgefa umhverfi sem var orðið eins og heima, þá sérstaklega nemendakjallarann. Það er samt eins og það er og ég ákvað eftir langa togstreitu á milli hagfræði og lögfræði að sækja um í lögfræði í HÍ og elskurnar mínar, ég sé EKKI NEITT eftir því. Fljótt komst ég að því að háskólanám snýst um það að þrauka fimm daga vikunnar og verðlauna sig síðan með tvennum – sem er GEÐVEIKT - það er reyndar ekki geðveikt að læra þunnur á sunnudögum. Þó svo að

Eftir Verzló 238 V88

Júlía Dagbjört Styrmisdóttir

Að nýta sér það að spila íþróttina sína samhliða námi er svo æðislegt tækifæri sem ég mæli eindregið með að allt íþróttafólk nýti sér. Ég er svo ánægð að hafa elt drauminn sem fjórtán ára Júlía átti, þó hann hafi verið fjarlægur. Draumar geta svo sannarlega ræst, sama hversu stórir þeir eru. Svo sama hvað þig, kæri Verzlingur, dreymir um að gera, vona ég innilega að draumurinn þinn rætist líka.

töluðu orðum, og var það mjög gaman. Ég fór ekki beint í nám eftir Verzló, sem ég held að hafi hentað mér rosa vel. Mér finnst persónulega alveg tilvalið að taka sér smá pásu eftir menntaskóla, og þá sérstaklega núna. Ég held að fátt sé leiðinlegra en að byrja í nýju námi og geta varla mætt eða byrjað af alvöru. Ég get samt ekki talað af reynslu.

Á síðasta árinu mínu í Verzló tók ég eftir því að margir í kringum mig höfðu ekki hugmynd um hvað þá langaði að gera eftir útskrift. Ég skil það mjög vel, þó ég ætti sjálf aldrei erfitt með það. Frá fjórtán ára aldri ætlaði ég mér að fara til Bandaríkjanna á fótboltastyrk og sá draumur rættist svo sannarlega. Aðeins tveimur mánuðum eftir útskrift pakkaði ég öllu lífinu mínu í tvær ferðatöskur, kvaddi alla sem mér þykir vænt um og flutti til Georgia í Bandaríkjunum og hóf nám við Emmanuel College. Ég held að ég hafi einfaldlega aldrei verið jafnánægð með neina ákvörðun. Síðasta hálfa árið er búið að vera það eftirminnilegasta sem ég hef átt og hlakka ég mikið til næstu ára. Ég spila fótbolta í góðu veðri allan ársins hring, er búin að eignast vini og vinkonur frá öllum heimshornum og þvílíkt búin að fara út fyrir þægindarammann. Ég er svo sannarlega að lifa hinum ameríska draumi og lífið er svo gott!

„Ég held að ég hafi einfaldlega aldrei verið jafnánægð með neina ákvörðun.“

Ágúst Örn Börgesson Wigum

Ég held að ég fari klárlega bráðum í nám, en fyrst ætla ég að vinna aðeins meira, og vera í fríi aðeins meira. Ég var að fá vinnu á markaðsstofu sem ljósmyndari og það er spennandi. Ég óttaðist að þegar Verzló kláraðist, væru „bestu ár lífs míns“ búin, en það er svo langt frá því að vera satt. Ég get lofað ykkur því að fjörið er ekki á enda, það er bara annar pakki sem tekur við. Möguleikarnir eru endalausir.

„Ég get lofað ykkur því að fjörið er ekki á enda, það er bara annar pakki sem tekur við. Möguleikarnir eru endalausir.“

Eftir Verzló fékk ég að ferðast óvenju mikið miðað við aðstæður. Ég fór til Parísar með góðum vinum og í hálfgerða listasöguferð til Ítalíu með öðrum góðum vinum. Ég fékk líka að vinna sem aðstoðarmaður leikstjóra í Hålogaland Teater í Noregi. Við unnum þar að norskri jóla- og fjölskyldusýningu sem við náðum að frumsýna, en var síðan blásin af, út af einni skæðri. Ég fékk einnig að leika í sjónvarpsseríunni Svörtu sandar sem er öll á Stöð 2 maraþon í þessum

„Ég er svo ánægð að hafa elt drauminn sem fjórtán ára Júlía átti, þó hann hafi verið fjarlægur.“
Greinar 239
Hvað er það heimskulegasta sem þú
gert? Myndir
gamla Verzló 240 V88
hefur
frá
Greinar 241

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Hugleiðingar verzlinga

Gellur elska…

Það er geggjað að vera gella. Þegar þú ert gella þá færðu að gera alls konar skemmtilega hluti sem fylgja því að vera gella.

Gellur elska brunch. Gellur elska ferðir til London og Sjöbben. Gellur elska Hot Yoga. Gellur elska sund. Gellur elska LÓNIÐ.

Gellur hafa lagt undir sig ýmsa vettvanga í gegnum tíðina.

Við lögðum undir okkur samfélagsmiðla, gellur elska VSCO. Gellur elska Pinterest. Gellur elska að setja mynd í story af lærunum og hnjánum sínum við ströndina í útlöndum. Gellur elska að vera með business aðgang á Instagram og setja Salsa Club sem business type. Gellur elska „besti vinur minn á afmæli í dag“. Gellur elska speglasjálfur sem eru ekki teknar í speglum. Gellur elska að nota „gellur elska…“ undir Instagram myndirnar sínar.

Við lögðum undir okkur djammið, gellur elska bleika kúrekahatta. Gellur elska one hitter. Gellur elska að gera orminn. Gellur elska að poppa freyðivín í afmælinu sínu.

Gellur hafa góðan smekk, gellur elska hárklemmur, curtain bangs, litinn grænan, leðurbuxur, svartar loðhúfur, naflalokka, morðhlaðvörp og að sjálfsögðu stjörnuspeki. Gellur elska að nota eitthvað sem er ekki skólataska sem skólatösku. Gellur elska :), ;) og <3. Gellur elska Eddu Falak og Bubba. Gellur elska Hildi Yeoman. Gellur elska Sims og Formúlu 1. Gellur elska korsilett sem ýta júllunum upp að eyrum. Gellur elska að nota Prada, Chanel eða Louis Vuitton bækur til skrauts. Það getur verið erfitt fyrir manneskjur sem eru ekki gellur að skilja gellu-deitmenningu. Gellur elska vonda stráka. Gellur elska ljóta stráka. Gellur elska stráka sem eiga þær ekki skilið. Gellur elska að sýna þér Instagram hjá gæjanum sem þær eru að hitta en vara þig við að hann

myndast illa og er miklu sætari í alvörunni. Gellur elska Arnór Snæ. Allra virtustu gellurnar elska aðrar gellur. Gellur elska að elskast.

Fyrst og fremst elska gellur samt að vera gellur því það er geggjað að vera gella og þú ættir að prófa það líka.

Helga Harðardóttir

Mikilvægi slúðurs

Það er margt sem gerir mannlegt samfélag krefjandi. Samfélagi fylgir pressa, dómgreind og keppni. Samfélög þróast og breytast en það sem hefur alltaf verið hluti af mannkyninu er þörf fólks til að tjá sig og eiga samskipti. Flestar manneskjur neyðast til að eiga samskipti á einhvern máta á hverjum einasta degi. Fólk hefur mismikla getu til að taka virkan þátt í samfélaginu og því geta samskipti verið áskorun fyrir fólk. Það sem hefur ætíð verið lausn við þessari áskorun er slúður. Slúður er það sem gerir mannlegt samfélag, eins og við þekkjum það, mögulegt. Slúður tengir líkar sem ólíkar, lokaðar sem opnar, öruggar sem óöruggar og góðar sem „vondar“ manneskjur saman. Slúður er tegund af samskiptum sem allar týpur skilja. Það er fullkomin leið til að beina athygli fólks að næstu manneskju og til að eiga djúp og þýðingarmikil samtöl án þess að fórna persónulegum upplýsingum. Í stuttu máli er slúður samfélagsleg leið til að hrinda öðrum undir rútuna. Maður skal alltaf búast við því að hverjum kossi, sambandi, skandal og gistipartýi fylgi umtal og þar með einhvers konar gagnrýni. Ég persónulega tek betri ákvarðanir vitandi að „allir“ munu frétta af þeim. Hvar værum við í alvöru án slúðurs? Við gætum gert hvað sem er án þess að finna fyrir samfélagsle gum afleiðingum.

242 V88

hland og saur í skólpið. Við getum ekki sætt okkur við fílterað vatn, nei! Við þurfum góða stöffið fyrir kúkinn okkar. Ekkert undarlega bragðlaust vatn fyrir kúkinn minn, þakka þér fyrir! Ég treysti því ekki. Í hvert sinn sem maður sturtar klósettinu hendir maður allt að sex til tuttugu lítrum af hreinu, drekkanlegu vatni út í skólpið. Meðalmaðurinn hendir út þrjátíu til hundrað lítrum af hreinu vatni á dag bara með því að sturta klósettinu. Svo mikið vatn myndi nægja einni manneskju í allt að sjö heilar vikur!

Eru stelpur graðari en strákar? Einfalt svar við stórri spurningu og svarið er já. Nú hrista kannski margir hausinn og halda að ég sé að bulla. Stelpur leyna aftur á móti heilmikið á sér, það er nefnilega margt mjög lostafullt sem býr í okkar dýpstu hugarfylgsnum sem sannreynir kenninguna mína. Ég get staðfest það að næstum hver og ein einasta stelpa hefur búið til óteljandi kynlífsfantasíur í huga sér í ólíklegustu aðstæðum. Til dæmis í stað þess að vera að fylgjast með í tíma, áður en við förum að sofa og jafnvel í miðjum hot yoga tíma. Nú hrista kannski enn fleiri hausinn. Það er nú samt bara þannig að við stelpurnar elskum að hugsa um kynlíf og auðvitað tala um það líka. Við eigum flestar eina vinkonu sem við ræðum okkar dýpstu kynlífsfantasíur við og hvað við viljum í rúminu. Það sem aðskilur kynin í þessu tilfelli er að við stelpurnar kunnum að fela það og hafa stjórn á þessari hömlulausu greddu. Við látum þetta ekki eftir okkur og förum í stað þess bara heim til titrarans okkar.

Auðvitað áttu ekki að hætta að sturta klósettinu. Það væri skrítið og ógeðslegt. Ég held bara að enginn geri sér grein fyrir þessari miklu eyðslusemi. Satt að segja er fátt sem þú, kæri lesandi, getur gert í þessu. Mitt eina ráð er að pissa í sturtu og fækka þannig klósettferðunum um eina á dag.

Í stuttu máli, jábbs, það er umhverfisvænt að pissa í sturtu.

Dagur Þórisson

Gredda Ævintýraland unglinga

að gera hvað sem er. Ímyndið ykkur þetta: maður kemur inn og hittir alls konar krakka á sínum aldri sem maður bæði þekkir og þekkir ekki, sem gefur manni tækifæri til að kynnast fullt af krökkum. Svo er þetta bara stór salur með öllu þessu skemmtilega og án litlu krakkanna sem þvælast fyrir og enginn nennir að hafa vafrandi um. Það væru trampólín, hoppukastalar, klessubílar, spil, rennibraut, svampagryfjur, klifurveggur og svo bara þægilegur staður með sófum, sjónvarpi og tölvum svo eitthvað sé nefnt. Allir væru bara að hafa gaman og það væri opið alla nóttina yfir helgarnar. Ef þér myndi einhvern tímann leiðast þá gætir þú alltaf farið þangað. Þetta væri draumur. Til að ljúka þessu vil ég segja að ef einhver veit um einhvern moldríkan sem hefur ekkert að gera við peninginn sinn þá er þetta ekkert svo slæm hugmynd.

Klósettvatn

Maður þarf ekki að hugsa lengi um klósettvatn til að fatta hvað það er galin uppfinning. Við fyllum klósettin okkar af tandurhreinu náttúruvatni bara til að ferja

Ég veit ekki hversu oft krakkar á leiðinni á Stjörnutorg hafa sagt: „Ég sakna þess svo að geta farið í Ævintýralandið“ eða: „Ég vildi að það mætti ennþá fara í Ævintýralandið“. Reyndar segja þau líka: „Ég myndi aldrei fara þangað inn, það er örugglega stútfullt af sýklum og hori“ svo ég fór að hugsa. Hversu mikil snilld væri það ef það væri til sams konar ævintýraland eða skemmtigarður með engar strangar reglur og fyrir okkar aldur og eldri? Bara einhverjir rólegir starfsmenn sem sæju um þetta og hefðu engar áhyggjur, ekkert að skipta sér af eða banna neitt. Pælið í að geta farið á einhvern stað og gert hvað sem maður vill, öllum er sama um mjólkurneyslu og allir væru bara

Greinar 243

Lenya & Gunnhildur

ær Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Lenya Rún Taha Karim eru báðar, þrátt fyrir ungan aldur, varaþingmenn þingflokks Pírata. Þær settust í fyrsta skipti á þing í vetur og lýstu þingsetu sinni sem „gellu-takeover“ á Alþingi.

Gunnhildur er 19 ára aktivisti og stundar nám við Harvard háskóla, með áherslu á loftlagsmál og hagfræði. Hún var yngsti varaþingmaður í sögu Íslands þegar hún settist fyrst á þing ásamt því að vera fyrsta manneskjan fædd á 21. öld til að taka sæti á Alþingi. Gunnhildur var formaður Samtaka íslenskra framhaldsskólanema og var meðal annars í fararbroddi í loftslagsverkföllunum og barðist fyrir nýrri stjórnarskrá.

Lenya Rún er 22 ára og er fyrsti varaþingmaður Pírata og má búast við að hún fari reglulega á þing. Hún er á sínu síðasta ári í grunnnámi í lögfræði og meðfram laganáminu er hún MORFÍs þjálfari. Lenya er fyrsti Kúrdinn sem tekur sæti á þingi. Hún telur hún mikilvægt að auka fjölbreytileika inni á þingi og er hún brautryðjandi á því sviði.

244 V88
Þ
Viðtöl 245

Hvenær kviknaði áhugi ykkar á stjórnmálum?

G LÁhugi minn á stjórnmálum kviknaði að miklu leyti vegna loftslagsmála. Ég byrjaði að taka þátt í nemendafélögum og var meðal annars formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Ég fann hvað það var skemmtilegt að beita mér og reyna að hafa áhrif á heiminn í kringum mig. Mér fannst ég læra svo mikið og fékk að njóta mín. Ég tók einnig þátt í loftslagsverkföllum sem SÍF skipulagði og lærði ég þar mikið um loftslagsmálin. Þá fór ég að hafa meiri áhuga á stjórnmálum og sérstaklega hvernig við getum bætt þennan heim. Sömuleiðis fannst mér vanta loftslagsaðgerðafólk inn á þing svo ég ákvað að bjóða mig fram og lenti í fjórða sæti í prófkjörinu.

Áhugi minn á stjórnmálum kviknaði þegar ég var sextán til sautján ára gömul. Á þeim tíma var ég búin að ákveða að ég ætlaði í lögfræði því ég hugsaði mér að það væri fínt að byrja sem lögmaður, þar sem ég gæti þá haft áhrif á lagasetningar og lært að beita lögunum. Síðastliðinn janúar ákvað ég síðan að bjóða mig fram í prófkjöri Pírata. Þetta var eini flokkurinn sem ég var svona 70% sammála og maður getur varla beðið um meira en það. Ég ákvað að bjóða mig fram og bjóst við því að lenda í mesta lagi í sjöunda sæti. Ég undirbjó mig ekkert, en viti menn, ég endaði í þriðja sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Ég tók eftir því að það var miklu meira ákall eftir ungu fólki sem og fólki af erlendum uppruna á þing en ég bjóst við. Fólk af erlendum uppruna eru tæplega 15% af þjóðinni en það er ekki einn málsvari fyrir þennan hóp á Alþingi. Þessi hópur þarf að eiga fulltrúa á þingi. Ég held að það hafi verið mjög góð byrjun að vera varaþingmaður og góður grunnur.

Hvað mynduð þið segja að væru ykkar helstu kostir og gallar?

GÉg er svakalega óstundvís og get ekki haldið athygli í langan tíma ásamt því að vera með hræðilegt tímaskyn. Þegar kemur að kostum finnst mér ég vera góð í að koma fram og tala fyrir framan fólk. Ég er líka með sterkt sjálfstraust.

LMinn helsti galli, sem hefur til dæmis þjáð mig í pólítíkinni og bara lífinu almennt, er að ég vil alltaf vera í fyrsta sæti. Ég vil því alltaf vinna og er rosaleg keppnismanneskja. Minn helsti kostur er að ég er málefnaleg og tel ég það vera góðan kost til að taka með sér út í lífið.

Þegar maður er á Alþingi sér maður að það þurfa að vera fulltrúar allra þjóðfélagshópa þar inni. Það er nóg af fulltrúum frá gamla liðinu og þau eru alveg að standa sig vel. Hins vegar vantar ungt fólk. Það er alltaf notað gegn okkur að okkur skorti reynslu, en mér finnst ekkert að því. Við erum opnari fyrir breytingum og meira tilbúin að gera hlutina öðruvísi. Það eru engin geimvísindi að vera á þingi.

Hvaða stjörnumerki eruð þið?

GÉg er naut en síðan er ég steingeit í tungli sem getur líka verið talinn minn helsti veikleiki.

LÉg er bogamaður, en veit ekki neitt um hitt. Gunnhildur veit svo miklu meira um stjörnuspeki en ég svo ég læt hana bara greina mig.

LJá, það vantar svo ótrúlega marga málsvara fyrir unga fólkið. Kjarni málsins er að við erum miklu opnari fyrir breytingum eins og Gunnhildur segir. Einnig erum við dugleg að veita eldra fólkinu inni á þingi aðhald. Við gagnrýnum og setjum út á ef eitthvað er rangt. Innan margra flokka þar sem eldra fólk er við völd ríkir svo mikil þöggunarmenning og leiðtogadýrkun, sem er mjög mikilvægt að uppræta og það þarf að vera róttækt. Við sáum líka viðbrögðin sem við fengum þegar við fórum inn á þing, ekki bara af því að Gunnhildur var yngst eða ég fyrsti Kúrdinn. Nei, þarna eru raunverulega ungar manneskjur, í skóla, með reynslu. Við höfum reynslu af skólakerfinu í því ástandi sem það er í núna, ekki fyrir fjörutíu árum, þegar vextirnir og námslánin voru öðruvísi. Við erum í takti við nútímann.

Finnst ykkur vanta ungt fólk í stjórnmál?
G
246 V88 Lenya & Gunnhildur
„Fólk af erlendum uppruna eru tæplega 15% af þjóðinni en það er ekki einn málsvari fyrir þennan hóp á Alþingi.“

GMér fannst eiginlega bara fyndið að vera yngst og er það í raun bara það eina. Við fengum báðar að vita að við værum að fara á þing kvöldið áður og vorum að spjalla saman á Facetime til að ákveða í hverju við ættum að fara og var það mjög skemmtilegt. Mér fannst bara gaman að því að við vorum yngstar. Við fengum smá frelsi til að gera það sem við vildum og sveigja reglurnar smávegis, þar sem við vorum að gera þetta í fyrsta sinn. Alþjóðlegir fréttamiðlar voru að tala um okkur og eitthvað fólk á internetinu vildi meina að ef konur væru í jakkafötum þá væru þær alveg örugglega samkynhneigðar eins og annað gæti bara ekki verið, alveg fáránlegt. Það voru fantasíur um að við tvær værum par. Það var líka einhver stjórnmála Redditþráður þar sem fólk var að velta því fyrir sér hvað nítján ára stelpa væri að gera á þingi en ég meina tímarnir eru bara öðruvísi. Ungt fólk getur bara flett upp öllu og frætt sig um allt milli himins og jarðar. Vinir mínir úti voru mikið að tala um hvað þetta væri gott fyrir mig persónulega og minn feril, en það var ekki fókusinn. Fókusinn var að ég fékk tækifæri til að hækka kolefnisskatt.

LÞað var alveg ákveðin stemning að labba inn á Alþingi, fólk var mikið að horfa á okkur. Okkur leið smá eins og fólk liti á okkur sem einungis varaþingmenn, að við ættum ekki heima á Alþingi vegna þess hve ungar við erum. Við fengum samt mjög góðar viðtökur frá fólki í samfélaginu og voru allir að peppa okkur rosa mikið. Líkt og Gunnhildur sagði þá voru þetta engin geimvísindi.

Hvað hafið þið lært á síðasta ári?

GÞegar við erum að skemmta okkur þá gengur vel, það á líka við um samfélagsmál og pólítík. Þegar það er góð stemmning í hópnum gengur vel en þegar það er leiðinlegt þá gengur oftast ekki vel. Það er mikilvægt að hafa marga mismunandi aðila að vinna saman en ekki bara fólk sem er í pólítik. Fjölbreytni stuðlar að skemmtilegri vinnu sem veldur því að það gengur vel. Það sem við erum að reyna að gera er að láta þetta líta út eins og hver sem er geti gert þetta vegna þess að pólítík er eitthvað sem á við um flestalla og allir geta tekið þátt í.

LÉg held að pólitíska landslagið sé bara ekki eins og við höldum að það sé, sem utanaðkomandi aðilar. Þegar ég byrjaði í stjórnmálum kom það mér svo á óvart hvað allt er ótrúlega pólitískt, jafnvel einföldustu ákvarðanir. Einnig er pólitík ekki eins erfið og maður heldur. Ef ungar manneskjur sýna frumkvæði og eru góðar fyrirmyndir þá sér fólk að þetta er raunverulega hægt. Það er ótrúlega gaman að við Gunnhildur höfum verið manneskjurnar sem drógu allt unga fólkið sem við höldum að sé raunverulega fært til að breyta og bæta heiminn í umræðuna.

Sjáið þið fyrir ykkur að sitja á Alþingi í framtíðinni?

Já, en ég ætla ekki að verða þingmaður til lífstíðar líkt og margir. Ég held að nýtt fólk þurfi að komast að líka. Maður getur beitt sér á svo marga vegu og möguleikarnir eru endalausir. Einn daginn vona ég að ég verði sátt með ástand heimsins og loftslagskvíðinn verði farinn, þá get ég farið að gera eitthvað allt annað.

LÉg ætla ekki að ljúga, það hefur alveg hvarflað að mér að hætta út af öllu hatrinu og rasismanum. Ég held samt að Alþingi sé fullkominn vettvangur til að stuðla að einhverjum alvöru breytingum innan samfélagsins. Svo ég held að ég haldi bara áfram í stjórnmálum. Ég er búin að fá svo ótrúlega mikinn og ómetanlegan stuðning. Fólk vill manneskjur eins og okkur inn á þing, svo af hverju ekki? Það er gott að vita að svona margir líta á mann sem fyrirmynd, þá sérstaklega að vera fyrirmynd fyrir konur af lituðum uppruna. Ég vil halda áfram að vera sú góða fyrirmynd sem ég er í stað þess að hætta. Ég er núna að brjóta eitthvað ákveðið glerþak svo að aðrir komast að á eftir mér. Mér er drullusama fyrir hvaða flokk það er, svo lengi sem við fáum meiri fjölbreytileika inn á þing.

Hvernig var upplifunin að vera yngstar á Alþingi?
G
Viðtöl 247
„Ég er núna að brjóta eitthvað ákveðið glerþak svo að aðrir komast að á eftir mér.“
MUNNLEGT PRÓF SEM BRAGÐAST VEL ALLIR NÁMSMENN FÁ SKÓLAAFSLÁTT GEGN FRAMVÍSUN NEMENDASKÍRTEINIS 15% SKÓLAAFSLÁTTUR
Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?
Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert? 2. A 250 V88 2. bekkjarmyndir

Almar Orri Atlason Árni Þór Orrason Ásdís Aþena Magnúsdóttir Dagbjört María Ólafsdóttir Dagur Þór Jónsson Embla Einarsdóttir Freyr Þrastarson Halldóra Guðrún Jónsdóttir Heiðdís Mjöll Þórsdóttir Hildur Telma Hauksdóttir Hildur Valsdóttir Iðunn Soffía Agnadóttir Indíana Dögg Einarsdóttir Kolbrá Lindudóttir María Bjarkar Jónsdóttir Nína Rut Magnúsdóttir Sigurjón Orri Ívarsson Snæfríður Benediktsdóttir Stefan Jankovic Unnur Margrét Ólafsdóttir Vaka Sigríður Ingólfsdóttir Þóra Þórðardóttir Þórkatla Arnarsdóttir Þórlaug Þórhallsdóttir

Nemendur & kennarar 251
Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert? 2. B xxx 2. B 252 V88 2. bekkjarmyndir

Alexandra Magnúsdóttir Amelía April Steele Andrea Örvarsdóttir

Aron Gauti Kristinsson Aron Ísak Jakobsson Guðmundur Daníel Erlendsson Hafdís Eva Pálsdóttir Hafrún Arna Jóhannsdóttir Hrefna Sif Sigurðardóttir Ingunn Jóna Valtýsdóttir Ísold Saga Karlsdóttir

Lilia Najimi María Vignir Nadía Áróra Jonkers Nadía Hjálmarsdóttir Nina Johansen

Rannveig Þóra Karlsdóttir Rebekka Rán Guðnadóttir Rósa Guðbjörg Guðmundsdóttir Sandra Kristjánsdóttir Sigríður Ragnarsdóttir Sigurbjörg Sigurpálsdóttir Steinunn Marsilía Jóhannesdóttir Sverrir Ingi Ingibergsson Tinna María Þorleifsdóttir Viktor Örn Hjálmarsson Þórhildur Sif Blöndal

Nemendur & kennarar 253
Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert? 2. D 254 V88 2. bekkjarmyndir

Andrea Steinsen Arnarsdóttir Aron Atli Gunnarsson Birta Atladóttir

Dagbjört Ásta Jónasdóttir Dóróthea Baldursdóttir Elísabet Erlendsdóttir Esja Kristín Siggeirsdóttir Eva Lilja Bjarnadóttir

Gunnar Karl Thoroddsen

Halldór Skúli Sindrasson Haukur Ingi Jónsson

Hekla Júlía Kristinsdóttir Hera Brá Tómasdóttir Hildur Ósk Ingvarsdóttir

Hlynur Andri Valgeirsson Hulda Alexandersdóttir Jason Hagalín Jónasson Karen Björg Ágústsdóttir Oddný Erla Óskarsdóttir Ómar Björn Stefánsson

Soffía Kristín Jónsdóttir Sóllilja Sigurðardóttir

Tinna Rakel Jónsdóttir Unnur Maren Þiðriksdóttir Þórður Hólm Hálfdánarson

Nemendur & kennarar 255
Hvað er það
2. E 256 V88 2. bekkjarmyndir
heimskulegasta sem þú hefur gert?

Andrea Ósk Jónsdóttir Aníta Eik Jónsdóttir Anna Karen Þórhallsdóttir Birgitta Sóley Birgisdóttir Emilía Halldórsdóttir Guðrún Pála Árnadóttir Hanna Guðný Hafsteinsdóttir Heimir Tjörvi Magnússon Hilmir Ásberg Björnsson Hrafn Kjartansson

Isaiah Davíð Þuríðarson Jacob Íris Pálsdóttir

Ísabella Sól Fannarsdóttir Jóhann Haukur Sveinbjörnsson Karvel Geirsson

Kolfinna Rut Ríkharðsdóttir Magnús Geir Ólafsson

Ólafur Ingi Jóhannesson Óliver Máni Leifsson Óttar Atli Guðnason Ragna Sara Björgvinsdóttir Sigurður Steinar Björnsson Sóley Birta Björgvinsdóttir Stefán Ingi Þorsteinsson Unnur Björnsdóttir

Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson

Nemendur & kennarar 257
Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert? 2. F 258 V88 2. bekkjarmyndir

Aron Orri Hilmarsson Ástmar Kristinn Elvarsson Birta Sól Ásgeirsdóttir Bjarki Birkisson Bryndís Bjarnadóttir Brynjar Örn Guðmundsson Emil Davíðsson Fríða Liv Fannarsdóttir Guðmundur Ísak Bóasson Hafþór Óskar Kristjánsson Hekla Sóley Marinósdóttir Hilmar Goði Hilmarsson Hrafnhildur G. Guðmundsdóttir Kristinn Örn Gunnarsson Kristófer Alexander F. Jakobsen Kristófer Ragnar Sveinsson Laufey Birna Jóhannsdóttir Oddný Ósk Jónsdóttir Oliver Orri Gunnarsson Ólöf Sara Sigurðardóttir Salka Sigmarsdóttir Sara Dögg Ásþórsdóttir Sonja Oliversdóttir Tristan Snær Viðarsson Ylfa Sigurðardóttir Þórdís Ösp Melsted Þórunn Jenný Q. Guðmundsdóttir

Nemendur & kennarar 259
Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert? 2. B 2. G 260 V88 2. bekkjarmyndir

Agnes Perla Sigurðardóttir

Arnar Logi Gislason

Árni Magnús Ragnarsson

Bergur Sigurlinni Sigurðsson

Dagný Rós Björnsdóttir

Daníel Örn Guðmundsson

Elmar Fossberg Rúnarsson

Emil Nói Sigurhjartarson

Eydís Helga Þórisdóttir

Hanna Berglind Sigurðardóttir Hugi Svörfuður Heimisson

Jón Helgi Guðmundsson

Katla Björt Hauksdóttir

Kiara Prabika Adhikari

Lilja Kristinsdóttir

Malen Ósk Sigurðardóttir

María Viktoría Rúnarsdóttir

Orri Einarsson

Össur Anton Örvarsson

Rebekka Rakel Hákoníudóttir Saga Rún Jónasdóttir

Sandra Diljá Kristinsdóttir

Sunna Líf Purisevic

Tómas Pálmar Tómasson

Nemendur & kennarar 261
Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert? 2. H 262 V88 2. bekkjarmyndir

Alvar Máni Tirado Bjarni Þór Lúðvíksson Eldar Daníelsson

Eydís Birta Aðalsteinsdóttir Fönn Harðardóttir Guðmundur Baldvin Nökkvason Guðmundur Pétur Dungal Níelsson Hekla Ylfa Einarsdóttir Helena Guðjónsdóttir Helena Ósk Hansdóttir Hjördís Arna Jónsdóttir Högni Alvar Harðarson Önnuson Kjartan Sigurðarson Kristófer Dagur Arnarson Magnús Pedersen Kjartansson María Geirdal Jónsdóttir Marta Dan J. Þorláksdóttir Sævar Már Gestsson Sigurdís Sjöfn Freysdóttir Sigurður Bjarki Jónsson Sóllilja Birgisdóttir Sóllilja Harðardóttir Unnur Eva Hlynsdóttir Vera Víglundsdóttir Þór Guðjónsson

Nemendur & kennarar 263
Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert? 2. I 264 V88 2. bekkjarmyndir

Almar Máni Þórisson Andrea Dís Skúladóttir Arnar Freyr Tandrason Björn Þór Sverrisson Brynja Katrin Benediktsdóttir Daníel Johannessen Eiður Baldvin Baldvinsson Elfa Sif Hlynsdóttir Elías Óli Hilmarsson Emil Ísar Hermannsson Eva Bjarkey Þorsteinsdóttir Guðjón Aron Guðmundsson Guðmundur Rafn Ingason Haraldur Johannessen

Herdís Arna Smáradóttir

Jón Logi Hjartarson Karlotta Rut Káradóttir Kjartan Þór Júlíusson Kristófer Kári Þorsteinsson María Eir Guðjónsdóttir Matthildur María Jónsdóttir Skúli Björn Ásgeirsson Sylvía Rós Sigurðardóttir Úlfheiður Linnet Þóroddur Víkingsson

Nemendur & kennarar 265
Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert? 2. R 266 V88 2. bekkjarmyndir

Arndís Diljá Óskarsdóttir Ásdís María Davíðsdóttir Birta Rún Smáradóttir Dóra Sjöfn Halldórsdóttir Edda Lilja Viktorsdóttir Eva Diljá Arnþórsdóttir Eydís Gyða Guðmundsdóttir Hildur Guðbjarnadóttir Hildur Mei Henriksdóttir

Katrín S. Vilhjálmsdóttir lðunn Margrét Ólafsdóttir

Matthildur Lilja Jónsdóttir Ragnheiður Ugla Ocares Gautsdóttir

Saga Steinunn Hjálmarsdóttir Sóley Birta Hjartardóttir Sunneva Aylish Marshall Sylvía Sigríður Jónsdóttir

Valgerður Eyja Eyþórsdóttir Vigdís Alda Gísladóttir Yrsa Tryggvadóttir

Nemendur & kennarar 267
Hvað er
2. S 268 V88 2. bekkjarmyndir
það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Arna Sif Ásgeirsdóttir

Aron Elí Ragnarsson Herreros Birta Dís Magnúsdóttir Dagur Davíðsson

Emil Lorange Ákason Emilía Guðrún Hauksdóttir Emma Kristín Ákadóttir Erna Eir Jónmundsdóttir Guðný Lára Bjarnadóttir Heba Leigh Sands

Heiðbjört Heide Sigfúsdóttir Hekla Karen Hermannsdóttir Hildur Björk Búadóttir

Hrafnhildur Haraldsdóttir Hrönn Tómasdóttir

Júlía Hrönn Auðunsdóttir Katla Kristinsdóttir Katrín Einarsdóttir Klaudia Kuleszewicz Maríanna Ólafsdóttir Matthildur Ásbergsdóttir Ólöf Rut Ólafsdóttir

Róbert Kolbeins Þórarinsson Sigmar Hjartarson

Sigríður Lára Ingibjörnsdóttir Sonja Ingimundardóttir Valgerður Arnalds

Nemendur & kennarar 269
Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert? 2. T 270 V88 2. bekkjarmyndir

Adam Pálmason Morthens

Andrea Svandís Kristófersdóttir Anton Fannar Kjartansson

Auðunn Daníel Jónsson Aþena Ásta Ástþórsdóttir

Birgitta Kristín S. Scheving Bjarni Leifs Kjartansson Dagny Guðmundsdóttir Thorlacius

Guðbjörg Lind Jóhannsdóttir Helena Bríet Guðmundsdóttir Hrafnhildur Kjartansdóttir

Hulda María Sveinbjörnsdóttir Ísak Wenger Eiríksson

Katrín Vala Zinovieva Lilja Árnadóttir

María Leifsdóttir

Martha Clara Ásbjarnardóttir Sara Soffía Kjartansdóttir Sigurdís B. Guðbrandsdóttir Sól Hjaltested

Sóley Bestla Ýmisdóttir

Svava Rún Snorradóttir

Thelma Melsted Björgvinsdóttir Vigdís Karla Óladóttir

Nemendur & kennarar 271
Hvað er það
2. U 272 V88 2. bekkjarmyndir
heimskulegasta sem þú hefur gert?

Berglind Fjölnisdóttir Birna Dís Eymundsdóttir Davíð Júlían Jónsson Elísabet Alda Georgsdóttir Elma Lind Karlsdóttir Embla Marie Ragnarsdóttir Erna Sólveig Sverrisdóttir Guðbjörg Eyvindardóttir Helgi Valur Wedholm Gunnarsson

Jóhannes Flosi Rúnar Ingason Júlía Nótt Q. Steingrímsdóttir Júlía Rafnsdóttir

Katrín Eva Gunnþórsdóttir Katrín Inga Gunnarsdóttir Magnús Kristinsson

Ronja Hjartar Geirfinnsdóttir Sævar Atli Hugason Sara Xiao Reykdal Sigurður Gunnar Jónsson Sonja Lind Sigsteinsdóttir Telma Ingólfsdóttir Unnur María Sigurðardóttir Venus Sara Hróarsdóttir Yrja Hjartar Geirfinnsdóttir Þóra Kristín Jörundardóttir Þórhildur Elín Ásgeirsdóttir

Nemendur & kennarar 273
Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert? 2. X 274 V88 2. bekkjarmyndir

Andri Ísak Bragason

Ásta Kamilla Sigurðardóttir Birta Rut Birgisdóttir

Daníela Tebé Fannarsdóttir Einar Berg Jónsson

Elísabet Narda Santos

Emil Ólafsson

Freyr Ástmundsson Fróði Jónsson Helena Hauksdóttir Helgi Edwald Einarsson

Inga Dís Jóhannsdóttir

Júlía Ruth Ragnarsdóttir

Katrín Lind Kristjánsdóttir

Katrín Tinna Savarsdóttir

Klara Lind Þórarinsdóttir Kristel Harðardóttir

Óliver Dúi Gíslason

Rakel Mist Hólmarsdóttir Róbert Aron Richter

Sif Jónasdóttir

Steinþór Örn Gíslason

Teitur Sólmundarson Tómas Orri Agnarsson

Nemendur & kennarar 275
Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert? 2. Y 276 V88 2. bekkjarmyndir

Alexander Broddi Sigvaldason Alexander K. Bendtsen

Anna Lovísa Hjaltadóttir

Aron Freyr Brynjarsson Ásdís Rán Kolbeinsdóttir Ásgeir Pálsson

Auður Ísfold Geirsdóttir Birta Rún Össurardóttir Elísabet Júlía Jafetsdóttir Embla Þórhallsdóttir Erla María Magnúsdóttir Hannes Kári Tannason

Hildur Edda Hlynsdóttir Jakob Stefán Ívarsson

Jón William Snider

Karen Nordquist Ragnarsdóttir Kristín Jónsdóttir

María Dan J. Þorláksdóttir María Mist Arnarsdóttir

Mía Pálína Gunnarsdóttir Óskar Víkingur Davíðsson Óttar Atlason

Ragnar Björn Bragason

Signý Sveinbjörnsdóttir Sigrún Erna Jónsdóttir Sindri Sigurðarson

Theodóra Brynja Sveinsdóttir Valdís María Sigurðardóttir

Nemendur & kennarar 277

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Nemendur Verzlunarskólans fá afslátt

Markaðsnefnd

Efri röð

Mia Dan

Andri Ísak Bragason

Kieron Breki Moore

Fríða Liv Fannarsdóttir

Bjarney Lind Einarsdóttir

Miðju röð

Stefanía Hafberg

Sóllilja Róbertsdóttir

Birgitta Eysteinsdóttir

Neðri röð

Embla Eik Arnarsdóttir

Vantar inn á mynd Silja Karen Sveinsdóttir

Filoreta Osmani

279

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Frá Svövu

Vá! Elsku hjartans Eva, ég er svo endalaust þakklát fyrir þetta geggjaða tækifæri sem þú gafst mér. Þegar að ég kom fyrst inní nefndina tókstu svo vel á móti mér og gafstu mér upplifun sem ég mun aldrei gleyma. Þú ert duglega sta, mettnaðarfyllsta og besta ritstýra sem ég veit um. Fyndin, skemmtileg og alltaf brosandi. Eitt af því skemmtilegasta sem ég gerði var að mæta á fundi og fá að heyra þessar skemmtilegu og skrýtnu staðreyndir um þig og fá að læra eittthvað nýtt um þig á hverjum einasta degi. Maður veit aldrei hvað kemur úr blessaða munninum þínum en ég get svo sannarlega sagt að það er alltaf eitthvað fyndið. Takk fyrir að vera svona frábær, ég dýrka þig og dái og vona svo sannalega að ég fái að sjá þig gera magnaða hluti í framtíðinni. Þetta ferli var það besta og skemmtilegasta sem ég hef gert og ég get svo sannarlega staðfest það að þessi bók, og þessi upplifun hefði ekki verið eins geggjuð og það var án þín. Xoxo

Frá Sóllilju

Elsku Eva, ég veit ekki hvar ég á að byrja. Þegar ég byrjaði í Verzló þá hefði mér aldrei dottið i hug að ég myndi eignast eins frábæran formann og góða vinkonu eins og þig. Verzlunarskolablaðsferillinn okkar byrjaði í V87 og við fyrstu sýn var ég handviss um að þú værir fædd í ritstýru hlutverkið. Satt að segja stóðst þú allar þær væntingar sem ætlast er af formanni Verzlunarskólablaðsins og meira. Þér tókst að gera þessa djásn, V88 að veruleika og mótaðir ógleymanlegt ferli fyrir alla nefndina í leiðinni. Við lentum svo sannarlega í lukkupottinum með formann. ;) Þú ert mér til mikillar fyrirmyndar elsku Eva, hreinskilnin þín, einlægnin og húmorinn eru meðal þeirra kosta sem skipta miklu máli í ritstýru hlutverkinu en einnig hvað þú ert hæfileikarrík. Þú ert svo sannarlega fearless, sexy og DEVINE. Ég hlakka til að fylgjast með þér eftir útskrift. The world isn’t ready for Eva Sóley.

Frá Sögu

Stundum hugsa ég hvað var í gangi í hausnum á þér þegar þú varst krakki. Við eigum það samt sameiginlegt að hafa verið furðulegir krakkar en mér finnst sögurnar þínar samt aðeins skemmtilegri. Þrátt fyrir furðulega barnæsku hefur þú svo sannarlega blómstrað mikið síðan á fyrsta ári og það er búið að vera gaman að fylgjast með hvað þú hefur komist langt í því sem þér finnst skemmtilegt. Það er svo gaman að hlusta á öll gullkornin sem koma út úr þér og það mætti segja að það hafi oft verið hápunktur fundarins. Þú ert svo hæfileikarík og það er ekkert sem þú tekur þér fyrir hendur sem þú skilar ekki af þér með prýði. Það var svo gaman að fá að kynnast þér betur í gegnum ferlið og er ég sjúklega þakklát fyrir að hafa fengið að gera þessa fallegu bók

með þér.

Eva Sóley, Mommy Dyngja og prumpugella, takk fyrir ferlið.

Frá Lísu

Elsku Eva Sóldís, Eva Sóley og Ugg ambassador. Fyrst vil ég þakka þér fyrir tvö ógleymanleg ferli. You did it, þrjár trylltar bækur og þú átt svo sannarlega risa hrós skilið. Í V87 blómstraðir þú sem nefndarmeðlimur, en nú varstu í ritstjórahlutverkinu og stóðst þig svo ótrúlega vel! Það er alltaf hægt að leita til þín með hvað sem er og fá þitt álit, enda ertu með svo gott auga og svo smekkleg. Það er mjög gott að vera í kringum þig og þú ert með svo góða nærveru. Ég er svo þakklát fyrir öll spjöllin okkar um allt á milli himins og jarðar. Á sama tíma ertu svo ótrúlega fyndin og með geggjaðan persónuleika. Það er í alvöru engin eins og

býrð yfir. Þú ert í alvörunni eins og gangandi orðabók sem ég skil ekki hvernig er hægt. Ég hlakka til mest til að fara fleiri bílferðir með þér að hlusta á Jólastöðina, Female Orgasm eða einhverja skrítna útvarpsþætti. Ég er svo ævinlega þakklát að hafa fengið að kynnast þér og öllum þínum skemmtilegu sögum í gegnum ferlið. Þú kemur stöðugt á óvart og hlakka ég mjög til að sjá þig takast á við verkefni lífsins með stæl. xoxo, Kristína

Frá Hrafni

Fyndin og skemmtileg eru tvö lýsingarorð sem ég get ekki sagt lýsa þér. Þessi orð ná ekki í kringum það sem þú ert, því að þú ert svo miklu miklu meira. Þú ert skemmtilegur djammfélagi og leynir á þér miklum danshæfileikum sem erfitt er að toppa. Mér finnst það vera svo mikill heiður að hafa kynnst þér í ferlinu, því ég þekkti þig ekki baun áður. Í gegnum ferlið kynntist ég þér betur og betur og á þessum tíma sá ég hversu lík við vorum. Þó ég stríddi þér smá, þá vil ég að þú vitir að eftir að ég kynntist þér langar mér að líkjast þér meira og meira. Ég dáist að hversu fagleg þú ert en nærð samt að halda öllu léttum nótum. Ég vil taka þig til fyrirmyndar í framtíðinni til að verða betri. Ég vil þakka þér fyrir ferlið og hversu gott þú náðir að láta það vera.

Frá Margréti

þú og ég dýrka þig í tætlur! Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir að hafa kynnst þér elsku Eva. Ég er spennt að sjá hvað þú tekur þér fyrir hendur í framtíðinni, því ég er viss um að það verði svo ótrúlega töff og einstakt, alveg eins og þú.

Frá Kristínu

Elsku Eva Sóldís, eitt orð: ótrúleg. Ég skil stundum ekki hvernig ein manneskja getur haft svona marga ólíka hæfileika. Þú ert listræn, fáránlega klár, fyndin, mikill dansari, gullkorna-uppfinningakona, dama… you name it. Þú ert þessi týpa sem getur allt. Bókstafle ga ALLT. Þú klárar allt sem þú tekur þér fyrir hendi með stæl, enda var þessi fallega bók ekki af verri kantinum. Á miða við manneskju á okkar aldri, ert þú algjörlega framúrskarandi. Til dæmis má nefna þann orðaforða sem þú

Elsku Eva. Þú ert ein hæfileikaríkasta manneskja sem ég hef kynnst. Hæfileikarnir þínir skína á öllum mögulegum sviðum sem er frekar magnað. Mér líður eins og ég geti lært endalausa nýja hluti af þér. Ég gæti nefnt svo ótrúlega marga kosti við þig en það sem ég held að þú ættir að vera stoltust af í þínu fari er að þú stendur alltaf með sjálfri þér. Þetta er eiginleiki sem allir ættu að tileinka sér. Síðan ertu alveg ágætlega fyndin að mínu mati sem er mjög mikill plús. Ég horfi upp til þín á svo marga vegu og er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri á að kynnast manneskju eins og þér. Takk fyrir að vera alltaf til staðar og fyrir ferlið elsku Eva Sóldís mín, þú ert einstök.

280 V88 Nefndarþakkir

Elsku Hrafn. Þú ert svona maður sem öllum líkar vel við og ástæðan fyrir því er að það er alltaf gleði í kringum þig. Ég vissi strax í byrjun að við myndum ná vel saman og þar hafði ég svo sannarlega rétt fyrir mér. Mér finnst eiga vel við að taka það fram, að ferlið hefði einfaldlega ekki verið eins án þín. Þú komst með góða stemningu með þér á hvern einasta fund. Þú ert með frjótt ímyndunarafl sem hjál paði þessari bók að verða að því sem hún er. Það sem mér finnst líka svo magnað við þig er hvernig þú kemur hlutunum í framkvæmd með engri fyrirhöfn. Ég mun sakna þess mjög mikið að fara í hláturskast yfir öllu sem þú segir og gerir á fundum. Það hefur sannað sig hversu traustur og góður vinur vina þinna þú ert. Takk fyrir ferlið elsku Hrafn, þú ert meira en æði.

Hrafn Ingi. The man, the myth, the legend. Minn allra besti Verzlunarskólablaðs förunautur og átrúnaðargoðið mitt. Þú ert stórkostlegasta manneskja sem að ég hef kynnst og vorkenni ég þeim sem fá ekki að kynnast þeim einstaka karakter sem þú ert. Yfir þetta ferli höfum við nánast eignast jafn margar minningar saman og skrautlegu sokkarnir sem þú átt. Þín jákvæða orka setti sterkan svip á alla fundina okkar og hélt okkur öllum gangandi þegar álagið var sem mest. Hvort sem um var að ræða prumpubrandara, ljótar myndir af mér eða snilldar hugmyndirnar þínar sem ekki var hægt að koma öllum fyrir í bókinni (iykyk), þá hélstu stemningu innan nefndarinnar alltaf á algjörum hápunkti. Þú ert gull af mönnum Hrafn Ingi og ég bíð spennt eftir fleiri hestaferðum með þér. Þá geturu vonandi verið ALVEG SJÁLFUR á baki. Ég bíð spennt eftir að sjá viðtal við þig í framtíðar Verzlunarskólablöðum. Til hamingju með daginn afi og guð blessi þig Hrafn Ingi.

Frá Evu

Þú ert ENGUM líkur, Hrafn ‘Hralli frændi’ Ingi Agnarsson. Þannig er það bara. Þú ert einhver fyndnasta og skemmtilegasta manneskja sem ég þekki. Þú ert ómissandi og ómetanlegur partur af nefndinni en án þín hefði stemningin aldrei komist í návígi við það sem hún var. Það er eflaust ekki síst vegna þess að þú fullski paðir nefndina með nefndardýrinu okkar kæra, njálginum, en fyrir það er ég þér óendanlega þakklát. Þú ert líka alræmdur fyrir ‘roast’ og tekst að gera látlaust grín að mér á þann hátt að ég fer að gráta út hlátri. Það liggur við að ég sé grátbólgin alla daga og fái harðsperrur í kinnarnar því þú ert einhvern veginn alltaf viðstaddur þegar ég lendi í vandræðalegum atvikum. Fáar manneskjur eru jafnskarpar og hnyttnar og þú en þú veist alltaf nákvæmlega hvað á að segja. Þetta eru samt bara nokkrir af þínum mörgu kostum en þú ert líka einhver

besti vinur sem hugsast getur, eldklár, snillingur í hönnun og fáránlega duglegur. Þú ert alltaf til í allt og án þín væri V88 bara alls ekki eins. Love, mommy.

Frá Kristínu

Elsku Hrafn Ingi. Maðurinn sem allir vilja kynnast og þekkja. Maðurinn sem lífgar upp öll herbergi. Ef leitað er af orðinu flippkisi í orðabók, ert það þú sem kemur fyrst upp. Flippkisinn okkar allra. Þú hefur ótrúlegan hæfileka að gleðja fólk, og veit ég ekki hvernig fundir án þín hefðu verið, örugglega frekar dull ef þú spyrð mig. Þú ert virkilega hugmyndaríkur, og komu alltof margar góðar (og hrikalegar) hugmyndir frá okkur saman í gegnum ferlið. Samt svona án gríns, þú ert allur pakkinn. Þú ert glaðlegur, klár, góður penni, mjög fyndinn, dökkhærður,

lahúmorinn þinn! Þú passaðir svo sannarlega upp á að V88 skemmti sér konunglega, sem er nauðsynlegt í löngu og ströngu ferli. Þegar þú varst ekki að störfum sem djammmálaráðherra V88, varstu mjög áhugasamur og vinnusamur nefndarmeðlimur og það er mjög gott að vinna með þér. Þú ert alltaf til í að hjálpa öllum með hvað sem er, sem er svo ómetanlegt. Þú ert með svo skemmtilega og smitandi orku í kringum þig og mikla útgeislun. Elsku Hrafn þú er einfaldlega geggjaður í alla staði og ég dýrka þig. Það var svo gaman að fá að kynnast þér, vinna með þér og hafa þig í nefndinni. Takk fyrir að vera þú!

Frá Sögu

Elsku besti Hrafn minn. Þú gjörsamlega gerðir þetta ferli. Ég hugsaði um daginn hvað ég er svo sjúklega þakklát fyrir að þú sért í þessari nefnd og hvað ég er heppin að fá að deila ferlinu með þér. Þú er svo sannarlega einstakur og frábær og mér þykir í alvöru svo vænt um að hafa fengið að kynnast þér. Umfram allt ertu sjúklega duglegur og metnaðarfullur og alltaf til í allt. Þú ert alltaf til í að hjálpa og spjalla og það er svo gaman að eyða tíma með þér. Auðvitað ertu ekkert eðlilega fyndin og það er búið að vera svo sjúklega gaman að búa til allskonar brandara með þér í gegnum ferlið. Ég vona svo innilega að við höldum vinskapnum og ég er svo spennt að sjá hvað þú gerir eftir Verzló því ég veit að það verður eitthvað stórt. Það þurfa allir að eiga einn Hralla frænda. Takk fyrir ferlið.

Frá Svövu

peppari ársins, skemmtilegasti djammarinn, og bestur í alla staði. Svo má ekki gleyma the big bunda sem þú leynir á þér #öfund. Ég held að þú gerir þér ekki grein fyrir því hve þakklát ég er að geta kallað þig vin minn. Ég hlakka mjög til að sjá viðtal við þig í Verzlunarskólablaðinu eftir nokkur ár, því eitt er víst, þú ert, og verður alltaf iconic. xoxo, Kristína

Frá Lísu

Elsku Hrafn, Hralli Frændi og afmælisbróðir. My fellow kakósúpu lover sem kann svo sannarlega að meta bruðurnar, soggy on the outside, crispy on the inside. Þú komst með svo ferskan blæ inn í nefndina, með húmorinn þinn, sem var svo nauðsynlegur og þá sérstaklega eftir langa fundi. Ég held að ég hafi aldrei hlegið meira að einni manneskju, ég elska au-

Hinn eini sanni Hrafn/Hralli frændi ég veit hreinlega ekki hvernig ég á að byrja þetta. Þú einfaldlega gerir alla daga betri sama hvað. Þú kemur alltaf til dyranna eins og þú ert klæddur og ert alltaf svo REAL. Það sem það er skemmtilegt að vera í kringum þig og þína orku. Þú ert the life of the party, alltaf jákvæður, brosmildur og skemmtilegur. Brosið þitt birtir upp öll rými sem þú gengur inn í og birtir einnig upp alla mína daga. Þú færð mig alltaf til að hlægja svo að mig verkjar í magan. Þú ert gull af manni, fallegur að innan sem utan. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og fengið að upplifa þetta ferli með þér. Þú ert manneskja sem maður sér og langar strax að kynnast, alltaf brosandi og ekkert nema góð vibes. Allir þurfa einn Hrafn. Ps sorry að ég stal TikTok titlininum af þér <3 Þín Svava

Nemendur & kennarar 281

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Elsku Kristína/ Dance partner in crime. Þú ert uppskrift af hinni fullkomnu manneskju, falleg, hjartahlý og traust! Þegar maður labbar inn í herbergi veit maður strax hvort þú sért á staðnum eða ekki því þú ferð svo sannarlega ekki framhjá neinum. Orkan þín er ólýsanleg og veit ég hreinlega ekki hvernig þessi nefnd væri án þín! Þú ert metnaðarfull, samvi skusöm og hugmyndarík og allt sem þú tekur þér fyrir hendur gerir þú vel. Ég mun aldrei gleyma öllum stundunum sem við töluðum um bókstaflega ALLT á milli himins og jarðar, slúðruðum og deildum skemmtilegum sögum. Það er ekki hægt að finna opnari og ófeimnari manneskju en þig, það mætti segja að þú værir eins og opin bók. Það er svo skemmtilegt að umgangast þig enda er alltaf stutt í hlátur með þér. Ég get svo sannarlega sagt að það er aldrei a dull moment með þér þar sem þú hefur alltaf eitthvað spennandi og skemmtilegt að segja. Þú tekur nei ekki sem svari og ert alltaf tilbúin að framkvæma hluti þó svo að þeir hljómi fáránlega. Þú gerðir upplifunina mín í þessari nefnd svo geggjaða og ég er svo þakklát fyrir þig og ég vona svo sannarlega að ég sjái helling af þér í framtíðinni. Takk fyrir allt elsku Kristína. <3 Þín Svava

Frá Sóllilju

Kristína Katrín, þú mikli meistari. Þú ert hreinlega mesti kongur sem ég þekki og gerðir ferlið ógleymanlegt. Þú ert alltaf the life of the party og ég elska að vera í kringum þig, enda deilum við svo oft sömu skoðanir. Það var því ekki erfitt að vera með þér allan daginn alla daga í janúar. Þú ert manneskja sem ég get farið til með allar mínar vangaveltur þar sem þú kemur alltaf með hreinskilni og gott input. Ég kann svo innilega að meta þig elsku Kristína. Það jafnast ekkert á við hugmyndasvif þitt og stemminguna sem fylgir þér alla daga. Manneskja sem er alltaf með allt á hreinu og verður bókstaflega aldrei vandræðaleg undir neinum kringumstæðum whatsoever #Icon. Stílhreina og listræna auga þitt skín í gegn í öllu sem þú gerir og veit ég að þú átt eftir að verða eitthvað STÓRT í framtíðinni. Takk fyrir eftirminnilega pulsurúnta, takk fyrir að koma fram við mig sem jafnaldra og takk fyrir að vera drottningin sem þú ert.

Frá Sögu

Elska yndislega Katalína mín. Vá hvað það er búið að vera gaman að kynnast þér í gegnum þetta ferli. Það var svo gott að hafa einhvern til að tala við og tala um hluti sem maður myndi ekki tala um við alla og þú svo sannarlega varst sú manneskja fyrir mig í gegnum ferlið. Góða spjallið sem við tókum í

bílnum í sveitinni mun ég seint gleyma. Þú ert svo sjúklega dugleg og það er svo gaman að fylgjast með þér gera hlutina sem þú ert góð í innan nefndarinnar, sem eru svo óteljandi margir. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og ég vona að við höldum áfram að eignast fleiri minningar saman því þú ert algjörlega einstök. Ég hlakka til að sjá hvað þú gerir eftir Verzló því allir þínir vegir eru færir. Takk fyrir ferlið elsku Kristína mín.

Frá Margréti

Elsku Kristína. Þú komst mér ótrúlega mikið á óvart í gegnum ferlið, ég get ekki lagt nógu mikla áherslu á það hversu glöð ég er að hafa kynnst þér. Þú ert fjölhæf, klár, metnaðarfull, fyndin og síðast en ekki síst alltaf til í allt. Ekkert verkefni var of stórt fyrir þig til þess

ótrúlega vel, ert svo metnaðarfull, vandvirk og alltaf svo professional. Þú stóðst þig frábærlega sem markaðsstjóri, raðaðir inn pening og var mjög gott að hafa þig mér við hlið í fjármálastjórahlutverkinu. Þú er alltaf svo dugleg og gerir þitt alltaf svo vel og opnan, hún er svo iconic! Þú ert svo fyndin, með húmor fyrir sjálfri þér og kemur sífellt á óvart. Ég einfaldlega dýrka þig og orkuna sem er í kringum þig. Takk fyrir ferlið elsku Kristína, ég er svo ótrúlega þakklát fyrir að hafa kynnst þér. Þú gerðir geggjað ferli, enn betra og ég hefði ekki getað ímyndað mér það án þín! Ég vona að við höldum áfram að skapa minningar í framtíðinni, lots of love Lísa.

Frá Hrafni

Ég vissi hver þú varst í grunnskóla en við urðum því miður ekki vinir þá. Við urðum síðan nánari hérna í Verzló high, þökk sé ferlinu okkar góða. Ég elska hvað þú ert mikill stuðbolti. Þú ert týpan sem maður vill eiga sem vin, þar sem þú ert til í að eyða óralöngum tíma með manni til að gera hvað sem er, sama þótt það sé bara eitthvað bull. Þú stóðst alltaf með mér í gegnum allar þær góðu og slæmu hugmyndir sem ég kom með og þú ert svo hugmyndarík og komst svo oft með sumar geggjaðar hugmyndir og þótt aðrar voru það ekki. Þú gerðir alla tímana sem ég ey ddi uppi í skóla miklu styttri og skemmtilegri. Þú munt standa þig svo vel í framtíðinni og ég verð ekki hissa þegar þú tekur við forsetaembætti. Þú ert allur pakkinn. Fyndin, skemmti leg, grjóthörð og að lokum gullfalleg.Í lok ferlisins fékk ég loksins þann heiður að kalla þig góða vinkonu mína.

Frá Evu

að leysa, enda reddari nefndarinnar þegar kom að einu og öllu. Þú stóðst þig fáránlega vel í þínu hlutverki innan nefndarinnar og mátt vera stolt af því. Það er alltaf stutt í grín og glens með þér enda ertu mjög mikill húmoristi og ég hef alltaf gaman af þér. Takk fyrir ferlið elsku Kristína, mér þykir mjög vænt um þig. Ég vísa nú í orð þín við lok hverrar fundar sem nefndin átti: „Það var gaman að kynnast þér!“

Frá Lísu

Elsku Kristína, Katalína og mörgæsavinurinn minn. Allt frá því að ég vissi að þú myndir vera tekinn inn í nefndina var ég svo ótrúlega spennt að fá að tilkynna þér það. Frá fyrsta degi í nefndinni hefur þú staðið þig svo

Markaðsmeistarinn sjálfur, Katalína Kristjana, það hefur verið sannur heiður að vinna með þér við gerð þessarar blessuðu bókar. Ef einhver er „girlboss“ á ekki kaldhæðnislegan hátt þá er það þú. Ég efast ekki í tvær sekúndur um að þú munt ná frábærum árangri í framtíðinni með þennan svakalega metnað, drifkraft og dugnað sem þú hefur að vopni. Ég er að vísu líka viss um að þú hafir heyrt þetta frá u.þ.b. öllum öðrum sem hafa fengið að kynnast þér svo ég ætla að nýta þennan vettvang til að tala um alla hina kostina sem þú ert prýdd. Þú ert nefnilega ekki bara „girlboss“ heldur líka virkilega skemmtileg, fyndin og góður vinur. Þú eyðir engum tíma í kjaftæði en hikar aldrei við að búa til góða stemningu. Þú ert tilbúin að prófa allt, hvort sem það er að borða ís þrátt fyrir mjólkuróþol, semja TikTok dansa um miðja nótt eða flytja til út til góðs vinar. Það er svo óendanlega margt sem þú hefur fram að færa. Ég met þig mikils, mörgæsavinur.

282 V88 Nefndarþakkir

Elsku Fallega Lísa, hingaðtil hef ég ekki hitt manneksju með jafn mikin metnað og þú fyrir öllu sem þú gerir. Þú ert með allt á kristaltæru og gerir allt sem gera þarf. Fáranlega vandvirk og hörkudugleg. Þú ert með auga fyrir öllum smáatriðum og gafst ferlinu lit. Einstaklega hæfileikarrík og góð við alla í kringum þig. Þú ert einstök á alla vegu, manneskju eins og þig finnur maður ekki á hverju strái. Það að sitja við hliðan á þér og finna orkuna steyma frá þér er ómetanlegt og sjúklega hvetjandi. Þú ert með einstakle ga smitandi hlátur og ég dýrka að heyra þig hlægja því það kemur mér alltaf til að hlægja að sama skapi. Ég var svo heppin að fá að kynnast þér því þú ert yndisleg í alla staði, góðhjörtuð og ljúf. Þú ert vinur vina þinna og einstaklega traust. Þú uppskerð eins og þú sáir líkt og þér einni er lagið. Takk innilega fyrir frábært ferli. Þín Svava

Frá Sóllilju

Elsku Lísa, einlæga blóm. Takk fyrir tvö bestu ferli í heimi þar sem ég hef fengið að kynnast þér og þínum stórkostlega persónuleika svo vel. Ég kynntist þér í V87 kunni strax svo ótrúlega vel við þig, en á hverjum degi kemur þú mér meira og meira skemmtilega á óvart. Þér fylgir svo góð orka, mikill persónuleiki og er alltaf stutt í hláturinn. Hlátur sem getur smitað alla í nefndinni. Þú ert alltaf stílhrein og vel til höfð, meira að segja á miðju álagstímabili sem ætti í raun að vera ólöglegt. Það er svo mikill dugnaður og metnaður sem býr í þér og skilaru öllu sem þú tekur þér fyrir hendur svo vandlega frá þér, enda skín í gegn hvað þér þykir vænt um bæði nefndina og bókina. Þú ert manneskja sem er alltaf hægt að treysta á og kann ég svo innilega að meta það. Ég er spennt að fylgjast með þér blómstra áfram og svoleiðis massera allt sem þú gerir í framtíðinni. Takk fyrir að vera eftirminnileg tvö ár og takk fyrir að vera þú.

Frá Evu

Lísa Ólafs, hin eina og sanna! Ég hélt að ég þekkti þig í ferli V87 en heilagur skítur hvað ég hafði rangt fyrir mér. Í gegnum þetta ferli hef ég fengið að kynnast þér svo miklu betur og vá, hvað ég er ótrúlega þakklát fyrir það. Þannig er nefnilega mál með vexti að þú ert gull af manni. Áreiðanlegri, klárari, hláturmildari og sniðugri manneskju er erfitt að finna. Ef það er einhver sem ég get ALLTAF treyst á til að skila hlutunum af sér alveg óaðfinnanlegum, þá er það þú. Frjóa, fallega blómið okkar, þú ert alltaf með allt á hreinu. Það er samt bara brot af þínum óteljandi dygðum því þú ert líka algjör

meistari hvað persónuleika varðar. Við erum kannski ósammála um hlaðvörp og Bítlana en ég kann samt svo ótrúlega mikið að meta þig og þöglu hlátursköstin sem þú ferð í upp úr þurru. Þú ert lúmskasti meðlimur nefndarinnar og munt halda áfram að koma mér á óvart, alltaf á góðan hátt. Ég veit ekki hvað ég mun gera án annars ferlis með þér, bundabróðir <3

Frá Sögu

Elsku Lísa. Ég í alvöru gæti verið búin að gera mig það lengi til að það myndi líta út eins og ég væri að gifta mig en þú myndir alltaf mæta helmingi flottari og stílhreinni en ég á fundi. Þú ert ekki bara með sjúkan stíl heldur lýsir þú alltaf upp herbergið þegar þú mætir, eins og nafnið þitt gefur til kynna. Ég dáist af því hvað

ótrúlega klár og það er alltaf hægt að treysta á þig. Ég mun sakna þess að heyra smitandi hláturinn þinn á fundum, sem gerðist í ófá skipti. Ég dáist af því hversu mikinn metnað þú hefur og þá sérstaklega fyrir þessari bók. Dugnaðurinn skín af þér og með hann að vopni veit ég að þú átt eftir að geta gert hvað sem þig langar til í framtíðinni. Þú blómstraðir svo sannarlega í ferlinu og ég hlakka til að sjá þig blómstra enn meira í náinni framtíð. Takk fyrir ferlið elsku yndislega Lísa.

Frá Kristínu

Elsku Lísa. Það þurfa allir eina Lísu, eina vinkonu sem er jafn traust, klár og góðhjörtuð og þú ert. Þú ert fáránlega metnaðarfull og dugleg en á sama tíma alltaf brosandi og til í gott spjall. Þú ert þessi týpa sem lyftir öðru fólki upp, frekar en að draga það niður, en samt sem áður stendur þú með sjálfri þér, og lætur ekki einn né neinn vaða yfir þig. Ekki aðeins sérðu til þess að V88 endi í plús sem fjármálastjóri, heldur einnig hreppiru titil mest smitandi hláturs nefndarinnar. Nei sko í alvörunni talað, þú færð alla með þér í gott skap. Það er hæfileiki. Ég gæti nefnt ótal fleiri hæfileika sem þú býrð yfir, en þá myndi þessi texti fylla blaðsíðuna. Í stuttu máli ertu gull af konum og frábær vinkona. Ég er alveg ótrúlega þakklát að hafa kynnst þér betur í gegnum ferlið og hlakka ég til að sjá hvert þú stefnir, en eitt er víst, þú stefnir hátt. xoxo, Kristína

Frá Hrafni

þú ert dugleg og þroskuð og veist alltaf hvað er í gangi í kringum þig, nema kannski þegar við hin erum eitthvað að grínast í þér hihi. Þú ert yfirjöfuð svo yndisleg manneskja og gefur frá þér sjúklega góða orku. Ég öfunda fólkið sem mun fá þann heiður að geta unnið með þér í framtíðinni og er ég sjúklega spennt að sjá hvað þú tekur þér fyrir hendur. Sorry aftur að ég sé búin að setja bölvun á bílhurðina þín. Ást til þín.

Frá Margréti

Elsku Lísa, gullið og blómið okkar allra. Mér finnst þú í alvöru svo frábær og yndisleg í alla staði. Þú geislar frá þér virkilega góðri orku sem aðrir eiga erfitt með að toppa, enda ertu hreinlega toppmanneskja. Þú ert

Þú sem komst mér lang mest á óvart. Þótt að við urðum ekki nánustu meðlimir nefndarinnar er ég þakklátur að hafa kynnst þér sérstaklega. Þú nærð alls ekki að spara hláturinn og hann er alltaf handan við hornið á fundum. Gullfallegt bros og mikill hlátur, blandar því saman við skrýtinn húmor og færð því mjög skemmtilega blöndu af hlátursköstum og vandæðaleika. Þú ert mjög traust manneskja og mér líður eins og ég gæti sagt þér hvað sem er. Bestu fjármálastjórarnir hafa einmitt þá eiginleika sem skína sem mest í þér. Umfram traustið glittir í gáfurnar og það sést langar leiðir hver snjallasti V88 meðlimurinn er. Ég veit að í framtíðinni munt þú slá svo rosalega í gegn, bæði hjá bráðkomandi maka og í atvinnulífinu. Þú gefur alltaf af þér til fólksins í kringum þig sem lýsir þér vel sem manneskju. Takk kærlega fyrir að vera þú og ég vil þakka þér fyrir góða tíma í ferlinu.

Frá
Nemendur & kennarar 283

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Frá Svövu

Elsku Margrét, þú ert gullkona! Það kom kom mér virkilega á óvart hversu mikin drifkraft þú hefur og metnað fyrir verkefnunum sem þú tekur þér fyrir hendur. Þú ert góð við alla í kringum þig og passar að öllum líði vel. Dugnaðarforkur fram í fingurgóma. Það er aðdáunarvert að sjá hvað þú ert trú sjálfri þér en virðir samt skoðannir annara. Fyndin, falleg og góðhjörtuð eru lýsingarorð sem hæfa þér virkilega vel því það eru orð að sönnu. Danshæfileikar þínir hafa ekki farið framhjá neinum og varð það upphálds parturinn af deginum mínum þegar þú stilltir upp tölvunni dróst fram dansskóna og tókst einn Just Dance. Hæfileikar þínir skína svo sannarlega í gegn í blaðinu því þú settir allt þitt í verkefnið. Takk fyrir stórkorslegt ferli og takk fyrir að gera hvern einasta fund eftirminnilegan. Þú gerðir þetta ferli svo sannarlega skemmti legt. Þú ert svo mögnuð takk fyrir að vera þú <3 Xoxo

Frá Sóllilju

Elsku Margrét mín, vá hvað þú komst mér skemmtilega á óvart. Það hefur alls ekki verið leiðinlegt að eyða svona miklum tíma með þér og kynnast svona frábærri manneskju í leiðinni. Metnaðurinn þinn er ótrúlegur og skín í gegn í öllu sem þú gerir, enda geriru allt fagmannlega sem þú tekur þér fyrir hendur. Þú heldur svo vel utan um skipulag og kemur öllu á strik. Listræna auga þitt á hlutum og smáaatriðum hefur stóran hlut í því að hafa gert þessa bók að því sem hún er. Það er svo gaman að fylgjast með ástríðu þinni fyrir bókinni, og ekki síður handbolta leikjunum í vetur sem ég vona að þú hafir jafnað þig á. Þú ert svo yfirveguð og einlæg en með þér er alltaf stuð, hvort sem við erum í hláturskasti á fundum eða Blisseraðar á því í bústað. Mikið hlakka ég til að sjá hvað verður úr þér í framtíðinni. Takk fyrir ferlið elsku Margrét og Stay Blissin.

Frá Sögu

Elsku Margrét. Það var svo gaman að sjá þig blómstra og rækta sköpunarhæfileika þína í gegnum ferlið. Þú ert með sjúklega gott auga og það er gaman að sjá hvað þú gerir við verkefnin sem þú tekur þér fyrir hendur. Þú ert alltaf með allt á hreinu og það er skemmtilegt að heyra þig deila með okkur öllum þínum skoðunum og hugsunum. Þú ert sjúklega klár og metnaðarfull og ert alltaf til í að hjálpa. Umfram allt ertu mikil fyrirmynd og ég er þakklát fyrir að hafa getað fengið að ganga í gegnum þetta ferli með þér. Auðvitað er stutt í húmorinn hjá þér og alltaf gaman að heyra í þessu ófáum skipti sem við tókum öll saman hlátursköstin. Ég hlakka

svo sannarlega til að heyra hvað þú ætlar að gera í framtíðinni og er ég sjúklega spennt að fylgjast með þér og ég veit að þú munt gera eitthvað geggjað eftir Verzló. Takk fyrir ferlið elsku Margrét mín.

Frá Lísu

Elsku besta Margrét Birta, símalausa handboltastjarnan og stórleikkonan sjálf. Takk fyrir ógleymanlegt ferli. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið þig í nefndina í ár því allt frá fyrsta fundi hefur þú verið svo dugleg og metnaðarfull. Bókin væri án efa ekki eins flott án þín, það er alveg klárt mál. Þú ert svo ótrúlega hæfileikarík og skilar þínu alltaf óaðfinnanlega. Þú ert með mjög góða og þægilega nærveru og það er svo gott að vera með þér og tala við þig. Ég held ég hafi sjaldan

í gott hláturskast yfir furðulegustu hlutum sem lífgar svo sannarlega upp á fundi. Þú ert svo sannarlega goddess og skil ég ekki hvernig þú ert án gríns flott 24/7. Meira að segja á fundi kl 3 um nótt. WHAT THE F*** bara. Þú ert fáránlega metnaðarfull og veit ég að það mun drífa þig áfram í lífinu og koma þér langt. Þú klárar þín verkefni með stæl, enda ekki slæmt hve skipulögð og drífandi þú ert. En elsku Margrét, ég er mjög þakklát að hafa fengið tækifæri til að kynnast þér í gegnum þetta ferli. xoxo, Kristína

Frá Hrafni

Elsku Margret, þvílíkur heiður að hafa fengið að kynnast þér í ferlinu, svo mikill dugnaður í einni konu. Sannkölluð Leo-stelpa. Þú getur alltaf hringt í mig ef það er eitthvað… ó gleymdi þú átt ekki síma. Ert ein góðhjartaðasta manneskja sem ég þekki, og það er svo gaman að hlæja með þér líkt og að þér. Þú ert einnig óheppnasta manneskja sem eg hef kynnst, lendir í allskonar hlutum. Getur verið mikill klaufi og kemur þá allri nefndinni í gott skap. Þú ert mikil bjartsýnismanne skja og það er alltaf hægt að leita til þín fyrir ráð um allt og ekkert. Orkan sem þú gefur frá þér er svo tær og gefur manni einskonar öryggi. Mér líður eins og þú gefir frá þér bestu ráðin, svo ef ég er í einhverjum vanda ætla ég svo örugglega að leita til þín um hvað skal gera. Takk fyrir allt Margrét.

Frá Evu

hitt jafn heilsteypta manneskju eins og þig, og það er svo gott að vera í kringum þig. Elsku Margrét ég er svo ótrúlega þakklát fyrir að hafa kynnst þér og lít svo upp til þín. Takk innilega fyrir góðu stundirnar í nemkja sem hefðu ekki verið eins án þín. Takk fyrir að vera þú og í alvöru talað, ég veit hreinlega ekki hvar nefndin væri án þín!

Frá Kristínu

Elsku Margrét Birta, konan sem vinnur eins og enginn sé morgundagurinn en nær samt sem áður að vera í góðu skapi og gleðja aðra. Þú algjörlega leynir á þér, og vita það kannski ekki margir, en þú ert Just Dance drottning nefndarinnar (eða allavega að mínu mati). Það er ekki sjaldséð að sjá þig fara

Margrét „Magga Rage“ Birta Björgúlfsdóttir, hvílík manneskja! Það eru afar fáar manneskjur sem mér dettur í hug sem eru jafnduglegar, skemmtilegar og góðhjartaðar og þú. Ég er svo fáránlega fegin að þú komst í þessa nefnd því, í alvöru, hvar værum við án þín? Þú ert alltaf með allt á hreinu og tilbúin að axla ábyrgð, meira að segja þegar handboltaleikir eru í gangi, og sýnir það hve miklar fórnir þú ert tilbúin að færa. Ef einhver er „ride or die“ þá er það þú, enda einhver áreiðanlegasta manneskja sem ég hef kynnst. Ég fæ því ekki lýst með orðum hvað ég kann mikið að meta þig! Þú ert ein hvern veginn góð í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur, ekki síst að mynda góða stemningu innan nefndarinnar. Ég er handviss um að við hefðum ekki tekið svona mörg Just Dance „session“ ef ekki væri fyrir sólóið þitt við What Does the Fox Say?. Það veitti okkur öllum innblástur og sýndi okkur hvaða árangri við gætum náð með mikilli vinnu. Keep slaying (ekki) Instaqueen <3

284 V88 Nefndarþakkir

Elsku, Saga, ég trúi ekki að ég hafi núna þekkt þig í tæp þrjú ár en er bara að kynnast þér almennilega núna! Betra seint en aldrei samt og ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast þér. Þú ert nefnilega svo einstök á svo ótrúlega góðan hátt. Þú ert sjúklega fyndin, með ótrúlega frjótt ímyndunarafl og virkilega hugmyndarík. Ég veit ekki hvar nefndin væri án þín og allra hæfileikanna þinna. Á hverjum fundi þakka ég fyrir að þú kvaddir Viljann og valdir betri blaðanefndina. V88 væri nefnilega bara alls ekki eins ef þú hefðir ekki vakið áhuga okkar á Grey’s Anatomy og rjómaosti… og svo meiri rjómaosti. Ég hef alltaf dáðst að fatastílnum þínum en í gegnum þetta ferli fékk ég að sjá nýja vídd af þessum flotta fatastíl þegar þú mættir í dýrabúning. Einhvern veginn tókst þér að láta hann klæða þig vel en þannig ertu bara. Þú ert einhver svalasta manneskja sem ég þekki en jafnframt fáránlega skemmtileg. Það er engin eins og Saga Klose <3

Frá Hrafni

Sagan mín. Ég er svo endalaust þakklátur fyrir þig. Ekki bara sem nefndarmeðlim heldur líka sem manneskju. Skrýtni persónuleikinn þinn fékk svo sannarlega að skína í gegnum tímanna sem við eyddum saman og ég get svo sannarlega sagt að ég hafi dottið í lukkupottinn með því að kynnast þér. Þú ert svo falleg og hæfileikarík. Þótt að lestur sé ekki sterka hliðin þín þá eru listrænir hæfileikar þínir sterk ari en allar hliðar okkar hinna samanlagt. Án þín hefði ferlið ekki heppnast svona vel og ég er svo ánægður fyrir að geta kallað þig vinkonu mína. Þú ert svo kærleiksrík, þótt þér finnst gaman að stríða mér. Þú elskar að stríða og það er svolítill púki í þér. Með þessum kærleika kemur góður kostur við þig og það er að þú nærð að gefa öllum séns. Þú dæmir aldrei áður en þú upplifir. Takk fyrir ferlið elsku Saga mín.

Frá Kristínu

Elsku Saga. Ég veit ekki hvar skal byrja, eða jú, byrjum á því mikilvægasta. Þú ert ein traustasta manneskja nefndarinnar. Þú ert alltaf til staðar og er ekki slæm hugmynd að heyra í þér fyrir gott spjall. Það er í alvörunni stórhættulegt að fara í bílferðir með þér, því jú, við getum spjallað endalaust, og alltaf um eitthvað djúsí og skemmtilegt. Þú ert alltaf með einhverjar skemmtilegar sögur sem maður sekkur ofan í og gera þær alla fundi betri. Ég man ekki eftir einu dull momenti með þér, það er magnað. Ekki ertu einungis með frábæran persónuleika, heldur einnig ertu mjög listræn, og tókst þér með stórkostlegum hætti að gera marga liði

þessarar bókar eins flotta og þeir eru. Þú getur allt sem þú vilt, ég er viss um það. En elsku Saga, ég er svoooo þakklát að hafa fengið að kynnast þér (reyndar aftur útaf við vorum saman á Hjalla?!?) í gegnum ferlið því þú ert truly one of a kind. xoxo, Kristína

Elsku Saga, my fellow gleraugnaglámur og rjómaostalover. Takk fyrir þetta dýrmæta ferli, sem hefði ekki verið eins án þín. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið þig í Verzlunarskólablaðið, með alla þína góðu eiginleika! Þú ert svo ótrúlega hæfileikarík á öllum sviðum. Þú tekur geggjaðar myndir, flínk uppsetningu, teiknar trylltar myndir og framkvæmir þínar flottu hugmyndir. Þú settir svo sannarlega þitt listræna töts á bókina sem gerir

út, enda bjóst maður ekki við neinu öðru frá þér. Frá því að ég kynntist þér hef ég alltaf horft á þig sem mjög góðhjartaða manneskju sem vill öllum vel. Það er líka einn af þínum helstu kostum vegna þess að öllum líkar vel við þig. Ég er þakklát fyrir allar góðu stundirnar okkar saman og veit að þú munt gera svo ótrúlega flotta hluti í framtíðinni. Takk fyrir ferlið elsku Saga.

Frá Sóllilju Saga, my love. Ég get ekki túlkað hversu ánægð ég er að hafa kynnst og eignast vinkonu eins og þig. Við tengjum á öðru leveli yfir furðulegustu hlutum í heimi og líður mér stundum eins og við höfum verið systur í fyrra lífi. Manneskju eins og þig er erfitt að top pa, enda veit ég ekki um marga sem borða rjómaost með hverri máltíð, labba um ganga skólans í hreindýrabúning og segja “Rawr” í öðru hverju orði, en ég elska það. Það er svo gaman að vera í kringum manneskju eins og þig sem svoleiðis geislar af einlægni. Nú veit ég ekki hver staðan er á bílprófinu þegar þú lest þetta en mikið er ég þakklát fyrir að hafa getað notið þess að vera bílstjóri, stússast og tala um lífið og tilveruna með þér alla daga. Þú ert stútfull hæfileikum og veit ég að þú átt eftir að gera huge hluti í framtíðinni. Takk fyrir ljúft ferli og vel þegin höfuðnudd á löngum fundum.

hana svo einstaka Sömuleiðis er svo gott að vinna með þér og það er mjög góð orka sem umlykur þig. Þú tekur öll verkefni að þér með opnum hug og alltaf svo jákvæð og gaman að vera með þér. Takk fyrir endalausu bílferðirnar í Vesturbæinn, æðislegt ferli, geggjaða bók og allar góðu minningarnar. Ég hlakka svo mikið til að sjá hvað þú tekur þér fyrir hendur í framtíðinni með alla þína hæfileika, því ég veit að það verður svo geggjað, alveg eins og þú.

Frá Margréti

Elsku Saga. Það eru fáir með eins skapandi huga og þú sem hefur alltaf verið einn af þínum stærstu hæfileikum. Verkefnin sem þú tókst að þér fyrir nefndina komu alltaf svo vel

Frá Svövu Halló hæfileikaríkust í heimi. Elsku besta Saga betri og góðhjartaðri manneskju er erfitt að finna. Það sem ég dáist að þér og þínum geggjuðu hugmyndum. Ég skil ekki hvernig ein manneskja getur verið svona heit, flott og frábær. Þú komst mér svo virkilega á óvart með þínum listrænu hæfileikum, en þá á ég ekki bara við um hæfileikana sem fóru niður á blað heldur einnig þína fallegu rödd sem við fengum að hlusta á blómstra á hverjum degi þó svo að ég hefði stundum vijað geta ýtt á mute haha. Það sem ég hlakka til að fylgjast með þér og sjá alla hlutina sem þú munt afreka í framtíðinni því ég veit að þú munt ná langt. Ég kem því ekki í orð hversu þakklát ég er fyrir þig og þína nærveru, þú ert einfaldlega best. Takk fyrir allar góðu minningarnar og stundirnar sem við eyddum saman <3 Þín Svava

Frá Evu
Nemendur & kennarar 285

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Frá Svövu

Elsku Sóllilja/My uber driver, hvar á ég að byrja. Ég verð nú að viðurkenna að það var ekkert leiðinlegt að fá far með þér eftir alla þessa fundi, endalaust slúður, spjall og endalaus hlátursköst. Þetta ferli hefði svo sannarlega ekki verið það sama án þín, þú ert svo sannarlega one of a kind. Ég get ekki lýst því í orðum hversu óendanlega þakklát ég er fyrir að hafa kynnst þér. Þú ert með svo góða nærveru og ég dýrka að umgangast þig. Þú ert THE WHOLE PACKAGE: Hugmyndarík, skemmtileg, fyndin, fokking sæt og það má auðvitað ekki gleyma fashion ICON! Dugnaðurinn og metnaðurinn þinn fyrir þessari bók er next level og það sést að þetta er eitthvað sem þú lifir fyrir. Aldrei hefði ég haldið að ég myndi tengja svona vel við þig og kann ég svo vel að meta þig og allt sem fylgir þér. Takk fyrir ferlið elsku Sóllilja, halltu áfram að vera þú. Lots of love <3

Frá Sögu

Það er eiginlega stundum sma vandræðalegt fyrir mig að vera með þér á fundum því mér líður eins og þú sért svona 3 árum eldri en ég. Ég er kannski búin að vera tala í korter og svo segir þú eina setningu og það er helmingi sniðugra en allt sem ég var að segja í þetta langa korter... Ég fattaði mjög fljótt þegar ég kynntist þér að við myndum ná vel saman því mér finnst við oft svolítið líkar og höfum oft sömu skoðanir á hlutunum. Mér líður alltaf svo vel í kringum þig og mér líður eins og ég sé búin að þekkja þig miklu lengur en þetta stutta ár. Það er svo gaman að spjalla við þig og alltaf gaman að eyða tíma með þér á fundum. Ég dáist af öllu sem þú tekur þér fyrir hendur og get ég sagt að þú sért ein hæfileikaríkasta manneskja sem ég þekki. Ég er svo spennt að sjá hvað þú gerir á síðasta árinu þínu í Verzló. Njóttu og ekki gleyma mér.

Frá Margréti

Elsku Sóllilja. Mér líður stundum eins og þú sért miklu eldri en ég, en það er örugglega bara vegna þess hve þroskuð og yfirveguð þú ert. Þú ert samt með fáránlega góðan húmor, þér tekst nefnilega alltaf að vera fyndin án þess að reyna það. Það er alltaf gott vibe í kringum þig, ekkert nema jákvæðni. Þú komst mér sífellt á óvart með þínum fáránlega flotta stíl sem átti stóran þátt í því að gera þessa bók svona flotta. Síðan ertu bara einhver hugmyndaríkasta manneskja sem ég hef kynnst og allar eru þessar hugmyndir þínar góðar. Miðað við alla hæfileikana sem þú hefur, þá veit ég að þú munt koma til með að gera svo flotta hluti. Takk fyrir ferlið elsku besta Sóllilja.

Frá Lísu

Elsku Sóllilja, london gal og just dance stjarna nefndarinnar. Fyrst og fremst vil ég þakka þér fyrir tvö ógleymanleg ferli og tvær trylltar bækur. Það hafa verið algjör forréttindi að vinna með þér, því þú ert svo ótrúlega hæfileikarík að ég á engin orð. Þú ert svo ótrúlega mikilvægur nefnarmeðlimur, tekur öll verkefni að þér og skilar þeim af þér óaðfinnanlega. Ég vil svo hrósa þér fyrir annars bekkjar myndir, uppáhalds liðinn okkar allra, en án alls djóks, þú gerðir þetta svo vel! Þú kemur með svo ótrúlega góðar hugmyndir og fylgir þeim eftir alla leið, sem er mjög góður eiginleiki. Þú ert með svo góða orku í kringum þig og alltaf gaman að vera með þér. Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst þér. Ef þú ákveður að taka að þér ritstýru

Þú ert týpan sem allar nefndir þurfa, og án þín hefði ferlið klárlega ekki verið jafn líflegt og skemmtilegt. Þú ert alltaf með hausinn á réttum stað, enda koma ekkert annað en meistaraverk frá þér. Takk fyrir að vera eðalmanneskja, manneskja sem alltaf er hægt að spjalla við en líka djamma með. Ég er svo ævinlega þakklát að hafa kynnst þér í gegnum ferlið, og hlakka ég til að sjá þig massa öll þau verkefni framtíðarinnar sem bíða þín. xoxo, Kristína

Frá Hrafni

Ég verð að viðurkenna að fyrst þegar ég hitti þig varð mér smá ógnað af þér, en á sama tíma leit ég, á einhvern hátt, upp til þín. Veit ekki afhverju, en ég gerði það. Ógnin hvarf fljótt þar sem þú varst strax opin við mig, og brátt gat ég íhugað þig sem vinkonu mína. Við deilum sama húmor sem kom mér svakalega á óvart. Það kemur á óvart hversu stór, skemmtilegur og skrítinn persónuleiki kemst inn í eina manneskju. Þú lítur kannski út fyrir að vera hin venjulega 17 ára gella en ert í raun miklu meira. Ég get ekki lýst því almennilega en þú ert bara algjör B.O.B.A. Ég hef bókstaflega engar áhyggjur af þér þar sem þú nærð alltaf bara að redda þér, sama hvað. Þú ert líka alltaf jafn peppandi, alltaf með eitthvað skemmtilegt og jákvætt til þess að segja.

Frá Evu

hlutverkið á næsta ári, þá er ég handviss um að þú munir brillera og standa þig svo ótrúlega vel og ég er svo spennt að fylgjast með þér skína í því hlutverki.

Frá Kristínu

Elsku Sóllilja, eins fjölhæfa manneskju hef ég ekki kynnst. Ekki nóg með það að þú sért bilað klár, fáránlega töff og með sjúkan fatastíl, þá ertu sú manneskja sem gerir alla fundi betri. Þú nærð einhvern veginn að passa inn hvert sem þú ferð. Ég er næstum alveg viss um að þú munir ná sjúklega langt, en þú leynir á þér öllum þeim eiginleikum sem krefjast þess. Þú ert mjög hugmyndarík, góðhjörtuð, skemmtileg, fyndin og jákvæð. Nei í alvörunni, mér líður eins og þú getir allt.

Sóllilja, sjálfur liturinn gulur. Þú ert svo yndisleg manneskja og ég er svo þakklát fyrir þessi tvö ferli sem ég hef fengið að eiga með þér. Ég er svo spennt að sjá hvað þú munt taka þér fyrir hendur að þessu ferli loknu því ég veit að það verður algjör negla. Manneskja með jafnmikla hæfileika og þú ert með á svona mörgum sviðum getur bara ekki annað gert. Það jaðrar við að vera fáránlegt hvað þú hefur þróað með þér mikla hæfni í öllu sem viðkemur störfum nefndarinnar. Þú ert algjör vinnuþjarkur og hefur verið ótrúlega dugleg að prófa alla gerðir verkefna og framkvæma þau fullkomlega. Þá má helst nefna þegar þú tókst að þér mikilvægasta verkefnið, að bera titil Goon nefndarinnar, en fyrir það er ég þér innilega þakklát. Öllu gríni sleppt þá dáist ég að þér. Þú ert einhver mest „chill“ manneskja sem ég þekki og jafnframt svalari en langflestir. Ólíkt mörgu svölu fólki ertu hins vegar ekki leiðinleg heldur þvert á móti hreint yndisleg og sjúklega skemmtileg. Takk fyrir allt <3

286 V88 Nefndarþakkir

Hvolpurinn, businn, pluggið, fimleikaiconið - elsku besta Svava mín, það sem ég kann að meta þig. Ég ýki ekki þegar ég segi að þú ert einhver yndislegasta manneskja sem ég þekki. Þú ert svo einlæg, skemmtileg, glöð og góðhjörtuð að það eru fáir sem jafnast á við þig. Orkan sem þú kemur með inn í nefndina er líka ekkert nema góð - þú ert ALLTAF í góðu skapi og góð við alla. Þú ert einhver fyndnasta týpa sem ég þekki, alltaf til í allt og með mest smitandi hlátur sem ég hef á ævi minni heyrt. Nei sko, ég held að þið skiljið ekki, það er actually vandamál hvað mér finnst þú fyndin. Þegar við vorum að taka busaviðtöl hvarflaði ekki að mér að við gætum átt von á svona miklum meistara en, eins og í svo mörgu öðru, þá tókst þér að koma mér á óvart. Ég er strax farin að sakna þess að heyra þig svoleiðis deyja úr hlátri yfir hlutum sem ég skil ekki, dansa TikTok dansa og taka fáránleg fimleikaspor í nemendakjallaranum. Þú ert eintómt æði <3

Frá Sögu

Elsku busa músíkrúsí. Ég í alvöru gæti ekki verið ánægðari með busa. Þú ert ein fyndnasta mannvera sem ég hef kynnst og það er svo gaman aðeins og stríða þér og gera þig vandræðalega, það má samt, þú ert busi. Þegar þú fékkst gamla góða coddarann og þurftir að fara í einangrun söknuðum ég og nefndin nærveru þinnar mikið og um leið og þú komst til baka breyttist stemmningin strax á fundum og það varð svo sjúklega gaman. Þú ert alltaf í góðu skapi og kemur með svo mikla orku og jákvæðni inn á fundi. Það er alltaf svo skemmtilegt að heyra allar sögurnar frá þér um skrítnu hlutina sem þú ert alltaf að lenda í. Njóttu verzló elsku Svava mín og ég er svo spennt að sjá hvað þú gerir í framhaldið því það verður eitthvað geggjað. Ég mun sakna þín músí.

Frá Hrafni

Litla krúttið mitt. Í gegnum alla tímana okkar saman tók ég eftir hvað þú ert gríðarlega opin, ég hef sjaldan hitt jafn opna og góða manneskju. Þar sem þú ert nú mjög opin hef ég heyrt mikið að skemmtilegum sögum sem gerst hafa við þig. Sögurnar sem þú segir um allt það sem þú hefur lent í geta án efa gert daginn manns betri með því að senda mann í hlátursköst þangað til maður getur ekki andað. Ég viðurkenni samt að það er erfitt að heyra og skilja þessar sögur þar sem þú nærð ekki að klára þær vegna þess að þú ert sjálf í þvílíku hláturskasti. Þú ert mjög dýrmæt manneskju til þess að hafa sem part í lífi sínu. Ég hlakka til að fylgjast með þér í

Verzló eftir að ég er farinn. Ég veit félagslífið þar á stelpu eins og þér að halda og hlakka ég til að sjá þig að massa þau verkefni.

Frá Lísu

Elsku Svava, besti busi í heimi og TikTok stjarna nefndarinnar. Við í nefndinni erum svo ótrúlega heppin að hafa fengið þig sem busann okkar. Þú heillaðir okkur upp úr skónum í viðtalinu þínu þegar þú mættir með köku, hversu iconic. Síðan þá hefurðu haldið áfram að brillera í nefndinni og hefur staðið þig svo vel. Það eru forréttindi að fá að vinna með þér og mér finnst svo gaman hvernig þú ert alltaf til í að hjálpa til með öll verkefni, sama hvað. Þú ert með svo mikla og fallega útgeislun og með bjartan og smitandi hlátur sem

með þér í ferlinu ekki í færri kantinum. Nei sko mórallinn á fundum GJÖRbreytist þegar þú ert á staðnum, og á MJÖG góðan hátt. Þú ert einhvern veginn góð í öllu, og þá sérstaklega góð að dansa (má sjá sem dæmi TikTok dansana okkar sem fóru ROSA viral). Það sem skiptir samt mestu máli af öllu, er hve góð vinkona þú ert. Það er alltaf hægt að treysta á gott spjall með þér. Ég er rosa þakklát að hafa fengið að kynnast þér í gegnum ferlið og ég veit að þú átt framtíðina fyrir þér. xoxo, Kristína

Frá Sóllilju Svava, minn uppáhalds hollenski Uber farþegi. The pink to my yellow og heimsins besti busi. Ég veit ekki um glaðari og hláturmildari manneskju en þig. Eftir banger busaviðtal tókst þér að heilla alla nefndina gjörsamlega upp úr skónum og þú stóðst svoleiðis við þitt og varst síðasta púsluspil til að fullkomna nefndina. Þú lífgaðir upp á alla fundi og komst öllum í gott skap. Ég er svo ánægð að hafa fengið að kynnast þér og þínum frábæra karakter í þessu ferli. Þú gerðir ferlið svo miklu skemmtilegra með þínum húmor og ég held að ég hafi aldrei hlegið eins mikið með manneskju. Það var mér svo sannur heiður að fá að skutla þér heim eftir fundi, þrátt fyrir að taka 29475 vitlausar beygjur, enda lentum við í slúðurspjalli sem oft leiddi í ljós að við erum bókstaflega sama manneskjan:) Ég hlakka til að kynna þér fyrir Búllunni og Vestó við tækifæri. Bedankt dat je geweldig bent.

Frá Margréti

lífgar upp á fundi. Þú ert alltaf með fyndnar og krassandi sögur sem bjarga manni á löngum fundum, ég veit hreinlega ekki í hverju þú hefur ekki lent í. Elsku besta Svava, takk fyrir ógleymanlegt ferli og endalausu klukkustundirnar í nemkja. Ég hlakka svo sannarlega til að sjá þig skína í komandi Verzlunarskólablöðum!

Frá Kristínu

Elsku Svava. Businn sem nefndir dreyma um að hafa. Þú komst, sást og sigraðir, og fangaðir hjörtu okkar strax þegar þú mættir í viðtalið þitt. Ef það er eitthvað eitt orð sem gæti lýst þér best, þá væri það ÆÐI. Því þú ert æði í alla staði. Með þér er alltaf stutt í hlátur og er voru því hlátursköstin

Elsku Svava. Mér finnst þú vera litla krúttið mitt en samt getur þú líka verið svo fullorðinsleg. Þegar þú komst í viðtal vissi ég strax að ég vildi taka þig inn í nefndina og ég er svo þakklát fyrir það að þú varst fyrir valinu. Þú ert alltaf í góðu skapi og komst með svo mikla jákvæðni inn í nefndina. Ég veit ekki hversu oft ég hef farið í hláturskast yfir því sem þú segir, en það er allavega oft. Hláturinn þinn er örugglega eitt af því sem einkennir þig mest og hann er líka ekkert smá smitandi. Þú leynir mjög mikið á þér, enda vissi ég ekki fyrr en eftir svona fjóra mánuði að þú heitir í rauninni Sigríður Svava. Talandi um að vera leyndardómsfull. Takk fyrir ferlið elsku Svava, þú ert frábær.

Frá Evu
Nemendur & kennarar 287

Gullkorn nefndarinnar

Saga„Þetta er svo mikið kinkið mitt… Æ nei ég meina ickið mitt.“

Kristína: „Það er þorramatur hjá mér í kvöld.“ Saga: „Það er líka Þorra-matur hjá mér.“

*Lísa að segja eitthvað mikilvægt* Saga: „Af hverju er Lítill hómí 2 alveg gott lag?“ Eva: „Allavega… Lísa hvað varstu að segja?“

Hrafn

„Ég ætla að fara að kúka áður en Palli kemur.“

„Hamraborgin er svona martraða fuel.“

„Vissuð þið að maður getur lækað á Instagram með því að double tappa?“

*Kristína að tala um hvað mamma hennar fékk góða jólagjöf*

Hrafn: „Mamma þín er náttúrulega að ríða jólasveininum.“

*Kristína labbar út*

„Vá það er einn mánuður í útgáfu.“ Hrafn í janúar (útgáfa í apríl)

„Ég hélt að apríl væri á eftir febrúar.“

„Það er svo skrítið loft hérna inni, svona matarloft, ef við erum svöng getum við örugglega borðað úr loftinu.“

„Myndu allir hérna Gísla Martein?“

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Sóllilja

„Mamma var alltaf að láta mig hlusta á Pál Óskar þegar ég var lítill, kannski er það ástæðan fyrir því að ég er samkynhneigður.“

„Mér líður eins og Jennifer Aniston sé mamma mín.“

„Bíddu eru hrafn og krummi sama fuglategund?“

*Sóllilja liggjandi á marmaranum* „Ég er orðin svo tengd þessum marmara.“

*Sóllilja að panta í ísbúð* „Ég ætla að fá einn banana.“

„Hvernig er þetta gullkorn… Hvað er fyndið við að spurja hvort Pakistan sé í Evrópu? Er það ekki í Evrópu?“

Sóllilja: „Vitiði hvernig sumt fólk lítur bara út fyrir að vera með geggjað sveittar hendur?“

Hrafn: „Já, lowkey Eva.“

Eva„Þegar ég var lítil gat ég prumpað on command.“

„Ég hef alltaf verið frekar mikil dama.“

„Bíðið, ég ætla að senda smá talskeyti.“

„Ég á í svo miklu beefi við Bítlana.“

„Ég vildi að ég væri venjuleg.“

„Þessi tunga fer ekki í pásu.“

„Ég verð að kjarna mig.“

„Ég á öll gullkornin í þessari nefnd, þið verðið að fara segja eitthvað heimskulegt.“

„Ég horfði í spegilinn og hugsaði allt í einu að ef táfýla væri manneskja þá væri það ég.“

„Mér þykir samt alveg vænt um hann, ég held alveg að hann væri geggjaður pabbi“ - Eva um ónefndan nemanda sem hún þekkir ekki

Kristína

Margrét

„Ég fór að hágráta yfir Kissing Booth 3.“ -

„Hann heitir Einar Kári Ármann í einu orði.“ -

„Þið eruð ekki Berealers, þið eruð Befakers.“

*Hrafn með sushi*

Hrafn: „Æ, ég gleymdi prjónum.“

Margrét: „Hrafn, af hverju þarftu að prjóna núna?“

„Vissuð þið að hann er gotinn úr framhjáhaldi?“

„Nei sko það er svo vond lykt að mannakúk, nei ándjóks ef það væri kúkur hérna á borðinu þá myndum við öll finna lyktina af honum.“

Svava

„Hann er alveg eins og gæinn í skónum… Muniði ekki eftir manninum í skónum? Eða já skóginum… Æ þarna Tarzan.“

„Er Breiðholtið ekki í Kópavogi?“

„Ha… Api er skrifaður með bjéi? Maður skrifar abi en ekki APPI! Bíddu ha er api skrifað með pjéi?“

„Hvað er Vestó?“

„Hvað er Búllan, eru það vefjur?“

288 V88

Nefndarpersónur

Eva Lísa

Kristína Sóllilja

Saga Svava Margrét

Hrafn

289 Nemendur & kennarar

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Myndir frá ferlinu

290 V88
291
Nemendur
& kennarar

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

V88
Eva Sóldís
Hrafn Ingi Agnarsson Kristína Katrín
Lísa
Margrét
Saga Sunneva Klose Sóllilja Birgisdóttir Svava Kristinsdóttir Hönnun og umbrot Ragnhildur Ásgeirsdóttir Prófarkalestur Ásta Kristjánsdóttir Bragi Gunnarsson Ritnefnd Verzlunarskólablaðsins Þór Sigfússon Pappír Arctic Volume 150 g Arctic Silk 170 g Letur Roboto Dahlia Prentun Prentmiðlun Upplag 1100 Útgáfudagur 1. apríl 2022
Ritstjóri og ábyrgðarmaður
Bragadóttir Ritnefnd
Þórsdóttir
Ólafsdóttir
Birta Björgúlfsdóttir

Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur gert?

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.