Glaðvakandi

Page 1


MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2024

GLAÐVAKANDI

VAKA VANN

Sjö ára eyðimerkurganga á enda

Aðfaranótt föstudagsins 22. mars varð ljóst að breytingar væru í vændum innan Háskóla Íslands. Kom þá í ljós að Vaka hafði hlotið níu fulltrúa kjörna í Stúdentaráð og þar með hlotið meirihluta í fyrsta sinn síðan árið 2016.

Laganna verðir í dans Eins og Vökuliðum einum er lagið var fagnað langt fram á nótt á kosningamiðstöð Vöku að Hverfisgötu 94, þar sem

lýðræðishljómsveitin Vökubandið tróð upp. Samkvæmið reyndist svo mikil skemmtun að starfsmenn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kíktu við í ein fjögur skipti og skemmtu sér konunglega. Karen á annarri hæð leit við og sýndi að hún var ekki aðeins formaður húsfélagsins, heldur einnig feiknagóður dansari þar sem hún sveif um gólfið með símann á lofti og kallaði nokkur vel valin stemningshróp

á gjaldkerann, sem tók auðvitað undir með miklum ákafa. Sögur fara af því að formaðurinn þáverandi hafi horfið af dansgólfinu um sömu mundir.

Þungur morgunn

Eftir langan dansleik, sem hefði vel getað orðið lengri, rönkuðu Vökuliðar við sér daginn eftir við blákaldan raunveruleikann; nú þyrfti að taka við Stúdentaráði og reka batteríið. Heyrst hefur að

þyngst hafi sú staðreynd vegið á Fannari Gíslasyni, en hann á að hafa rankað við sér einn í sófa í bakherbergi miðstöðvarinnar, enda Keflvíkingur eins og vikið verður að seinna í þessu blaði. Þótt margir hafi vaknað timbraðir, þá prísa Vökuliðar sig sæla að hafa ekki vaknað sótugir, ef farið hefði eins og fór fyrir Vökuheimilinu eftir kosningavökuna 1989, þegar Vaka vann og Vaka brann.

Falleg stund Vökuliðar féllust í faðma þegar niðurstöður kosninganna voru kynntar síðastliðið vor og Vaka hlaut meirihluta í Stúdentaráði.

Var efni í leiðinlegan finance-bro

Formaður Vöku

Nú er minn uppáhaldstími að ganga í garð, haustið. Haustið er tími breytinga, haustið er upphaf nýrra tíma. Á haustin tekur maður ákvörðun. Ég man haustið sem ég byrjaði í Háskóla Íslands. Haustið 2022. Ég var kvíðinn. Ég hafði einhvern veginn þá hugmynd í kollinum að eftir framhaldsskóla væri öllu því skemmtilega lokið, nú væri kominn tími til að skríða í háskóla, ná sér í háskólagráðu og að því loknu hefja framtíð sem eitt af tannhjólum atvinnulífsins. Ég hafði skráð mig í viðskiptafræði og var nú heldur betur til í að hafa það leiðinlegt eftir öll skemmtilegheitin á undangengnum skólastigum.

Rúta með rútum Skyrtan var straujuð, Oxfordskórnir pússaðir og Patagoniavestið klárt. Djöfull ætlaði ég að vera leiðinlegur og djöfull ætlaði ég að hafa það leiðinlegt. Á mínum fyrsta degi mætir svo eitthvað nemendafélag (King Mágus) og skóflar okkur öllum nýnemunum upp í rútu. Ég veit að þið trúið því ekki, en inni í rútunni voru svo fleiri rútur, sem skiptu hundruðum. Okkar maður var nú heldur betur í áfalli, þetta var ekki það sem hann hafði skráð sig í, háskólanám átti að

vera leiðinlegt. Nú komu áralangar æfingar heima í Skagafirði í ólympískum glasalyftingum sér vel. Rútan með rútunum stoppaði svo ekki fyrr en við félagsheimili lengst uppi í sveit. Þar var hópurinn lokaður inni og rútan á bak og burt.

Ég þarf ekki fleiri vini

Nú voru komnar upp aðstæður sem ég hafði ekki gert mér í hugarlund um, þyrfti ég nú að kynnast nýju fólki? Ég átti nú bara fullt af vinum frá fyrri skólastigum og hafði nú ekkert hug á því að bæta þar við! En þar sem ég stóð á miðju gólfi félagsheimilisins, í finance-bro gallanum, sannaðist hið fornkveðna: Áfengi fær leiðinlegt fólk til að tala. Það var eitthvað gasprað og gleðin hjá þessum leiðinlega manni var við völd. „Ert þú frá Króknum?“, „Ég á frænda á Króknum!“, „Gaur ég þekki hann“.

Þegar ég vaknaði daginn eftir eins og fokhelt hús þurfti ég að endurhugsa allt upp á nýtt. Á háskóli ekki að vera leiðinlegur? Er þetta máske bara gaman? Ætli Hilmar sem ég kynntist í gær hafi mætt til vinnu í morgun?

Undarleg pólitík

Þarna fór bolti af stað sem stækkar bara og hefur enn ekki stoppað. Ég skráði mig í nemendafélagið, sótti vísindaferðir og stækkaði tengslanet mitt enn frekar. Síðan einn daginn breyttist allt. Ég rakst á eitthvað blað í skólanum, Haustblað

Röskvu. Í skólanum var víst einhver undarleg pólítík. Ég hafði lengi haft áhuga á því að láta gott af mér leiða og færa hluti sem mér tengjast til betri vegar. Ég fór að kynna mér málin og sá að Röskva var búin að vera í meirihluta í Stúdentaráði í sex ár. Ég fletti í gegnum Haustblað Röskvu og varð smá hissa. Ekkert af því sem kom fram þarna tengdi ég sérstaklega við. En ég lokaði bara blaðinu og hugsaði með mér: „Jú-jú, einhverjir verða að vera í þessu“. Það var síðan ekki fyrr en nokkru seinna að ég rakst á blað sem nefndist Glaðvakandi. Það var nú öllu meira léttmeti og skemmtilegt. Þar var eitthvað minnst á hagsmunamál stúdenta og ég hugsaði með mér: „já okei, meikar sense.“ Glaðvakandi var greinilega gefið út af hinu félaginu sem barðist fyrir hagsmunum stúdenta, Vöku, en var eiginlega í andaslitrunum að því er virtist. Tveir af sautján í Stúdentaráði

þegar þarna var komið við sögu og einn af sautján árið þar á undan.

Pípari og Vaka með stíflað salerni

Ekki pældi ég nú meira í þessum skrípaleik fyrr en ég átti leið um Hverfisgötu í mars 2023. Sé ég þar ys og þys í einu húsinu og er ég staldraði við sá ég greinilega að þarna var Vaka með eitthvað tilstand, félagið sem mér fannst nú höfða að einhverju leyti til mín þarna fyrr um veturinn. Þarna stóð ég handan götunnar í engu Patagonia­vesti enda var

ég ekki lengur á þeim buxunum að hafa það leiðinlegt. Ég gekk inn og það var tekið á móti mér eins og ég væri pípari og þau með stíflað salerni. Þvílíkar endemis móttökur, mér var greint frá því að það væru kosningar fram undan og spurður hvort ég hefði áhuga á því að aðstoða þau í Vöku. Ég sagði að ég væri nú til í að skoða það og ranka síðan við mér tveimur vikum seinna þar sem ég hafði vart yfirgefið kosningamiðstöð Vöku. Þarna var ég búinn að kynnast þvílíkum aragrúa af toppliði sem enn sér ekki fyrir endann á. Við töpuðum kosningunum vissulega, fengum fimm af sautján í Stúdentaráði en mikið var þetta gaman.

Stækkun

tengslanets það mikilvægasta Ég titraði allur af spenningi allt sumarið í að hefja á ný starf með Vöku, kynnast fleira fólki og hafa botnlaust gaman. Vaka, þetta litla en örtvaxandi félag, fór að bæta á sig blómum, það komu fleiri toppmeistarar inn í starfið og félagið var orðið gífurlega öflugt þegar kom að kosningunum síðastliðið vor sem skilaði sér í því að við unnum meirihluta í Stúdentaráði í fyrsta sinn síðan árið 2016. Fram undan er mikilvægt ár hjá Vöku sem getur svo sannarlega bætt á sig blómum og hvet ég því þig, lesandi góður, að taka þátt með okkur í Vöku. Gríptu tækifærið, það að stækka tengslanetið er það dýrmætasta sem þú getur tekið með þér úr háskóla út í lífið.

Sæþór Már Hinriksson

Hvergi betra að vera en í Vöku

Hannes Lúðvíksson

Ritstjóri Glaðvakanda

Velkomin í haustblað Vöku kæri lesandi. Venju samkvæmt heitir haustblaðið okkar

Glaðvakandi og er það fyrra af tveimur blöðum sem við gefum út á hverju starfsári, það seinna verandi kosningablaðið sem kemur út í mars rétt fyrir kosningarnar til Stúdentaráðs.

Ef þið hafið áhuga á því að taka þátt í kosningablaðinu heyrið í

mér og ég kem ykkur í ritnefnd

Vöku. Þetta blað er hins vegar á mun léttari nótum með áherslu á skemmtanagildi umfram þurra hagsmunabaráttu sem má þó ekki gleymast.

Tilgangslaus vinsældakosning?

Fólk spyr mig: „Er stúdentapólitík ekki bara tilgangslaus vinsældakosning?” Ég og þú kæri lesandi vitum betur en það, þó svo það geti virst vera þannig á yfirborðinu. Vissulega snýst þetta allt um kosningarnar í mars. Þess vegna dælum við út blöðum og gefum fullt af bjór allt skólaárið.

Markmið kosninganna er ekki einfaldlega að vinna þær heldur hvað við gerum eftir þær. Það eitt og sér að vinna væri einskis virði. Við vinnum kosningar til þess að hafa áhrif á daglegt líf stúdenta og til að bæta það eins og við getum. Það er enginn annar sem berst fyrir hagsmunum okkar nema við sjálf, við þurfum að taka frumkvæði og slá um okkur.

„The real treasure were the friends we made along the way“

Markmið þessa blaðs er að kveikja hjá þér áhuga á starfi okkar í Vöku og að fá sem

flest ykkar til að vera virkir þátttakendur í stúdentapólitík sem er margfalt skemmtilegri en hún kann að hljóma. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í félagslífi háskólans af fullum krafti, þá hvet ég þig til að mæta á viðburði sem við höldum og pikka í fólkið sem þið sjáið í þessu blaði. „The real treasure were the friends we made along the way,“ á hvergi meira við en í stúdentapólitík. Blað þetta er eins og lífið kæri lesandi, það snýst um að njóta ferðalagsins en ekki sérstaks áfangastaðar. Ég vona að þú njótir blaðsins eins mikið og ég hef haft gaman af því að gera það.

Ný stjórn Vöku kjörin í vor

Aðalfundur Vöku var haldinn

7. apríl sl. í Grósku. Sæþór Már Hinriksson viðskiptafræðinemi var kjörinn formaður félagsins en fráfarandi formaður er Arent Orri

Formaður

Sæþór Már Hinriksson, viðskiptafræði

Varaformaður

Alda María Þórðardóttir, hagfræði

Oddviti

Júlíus Viggó Ólafsson, hagfræði

Gjaldkeri

Kristófer Breki Halldórsson, viðskiptafræði

Jónsson Claessen.

„Þakklæti er mér efst í huga á þessum tímamótum og vil ég nota tækifærið og þakka fráfarandi stjórn fyrir góð störf í þágu

Ritari

Viktoría Tea Vökudóttir, hjúkrunarfræði

Markaðsfulltrúi

Tinna Eyvindardóttir, sálfræði

Skemmtanastjóri

Íris Gunnarsdóttir, hagfræði

Útgáfustjóri

Hannes Lúðvíksson, hagfræði

félagsins. Það hefur verið afar gefandi að taka þátt í upprisu Vöku þar sem góðum áfanga var náð með sigri í nýafstöðnum kosningum til Stúdentaráðs. Vegferð

Alþjóðafulltrúi

Jóhann Almar Sigurðsson, umhverfis- og byggingarverkfræði

Meðstjórnendur

Birkir Snær Brynleifs, lögfræði

Dagur Kára, viðskiptafræði Eiríkur Kúld Viktors, læknisfræði

Fannar Gísla, rafmagns- og tölvuverkfræði

Kjartan Leifur Sigurðs, lögfræði Ragnheiður Arnars, hagfræði

Signý Pála Páls, stjórnmálafræði.

Vöku er þó rétt að byrja og við munum halda áfram að berjast af fullum krafti fyrir hagsmunum stúdenta við Háskóla Íslands,“ segir Sæþór Már.

Félag lýðræðissinnaðra stúdenta

Upphaf nýju Vökuáranna

Júlíus

Sjö ár eru

síðan Vaka var síðast við völd í Stúdentaráði. Sjö ár af stöðnun eru loks á enda og Vaka ætlar að gera upp uppsafnaða þörf síðustu sjö ára, á einu ári! Fram undan, undir forystu Vöku, er (mögulega) stærsta ár í sögu Stúdentaráðs.

Minna dísel, meira rafmagn

Tuttugasta Októberfest SHÍ verður haldið heilagt í Vatnsmýrinni í sínum glæsilegasta búningi frá upphafi. Bæjaralenska stemningin verður áþreifanleg, og svo raunveruleg að þú munt þurfa að klípa þig til þess að ganga úr skugga um að þú hafir ekki óvart vaknað í SuðurÞýskalandi. Stúdentaráð mun taka mun meiri fjárhagslegan ávinning út úr hátíðinni en áður, sem mun koma til með að gera fjármögnun Stúdentaráðs og starfsemi þess mun sterkari en þekkst hefur hingað til. Einnig verður hátíðin í ár sú umhverfisvænasta frá upphafi, þar sem hún verður í fyrsta sinn keyrð að hluta á grænni orku í stað þess að ganga einungis á dísilrafölum, vatnstankar verða reistir svo boðið verði upp á vatn sem er ekki í plastflöskum og í fyrsta sinn verður rusl almennilega flokkað á hátíðinni.

Þó svo að umhverfismálin hafi verið á dagskrá Stúdentaráðs í mörg ár, þá hafa þau ekki komist

í framkvæmd á Októberfest fyrr en loksins núna þegar Vaka hefur tekið við, því Vaka virkar.

Gerum tímamótum hátt undir höfði

Stúdentablaðið er 100 ára. Því verður fagnað með hátíðarútgáfuhófi og mun Stúdentablaðið sjálft verða gríðarlega eigulegt, fullkomið á kaffiborðið, til vistunar á Þjóðskjalasafninu eða til að arfleiða niðja sína að. Öllu verður til tjaldað í skrifum, hönnun, prenti og almennri ritstjórn svo úr verður glæsilegasta útgáfuár Stúdentablaðsins í manna minnum.

Hátíðlegasti dagur okkar íslenskra stúdenta er 1. desember, fullveldisdagur Íslands. Stúdentaráð hefur ávallt haldið upp á daginn, en umfangið hefur drabbast niður undanfarin ár.

Við í Vöku ætlum að endurvekja stemninguna í kringum fullveldisdaginn og klæða hann nýjum skrúða á stærri hátt en tíðkast hefur undanfarin ár, en með tengingu við for tíðina. Frekari upplýsingar munu berast síðar, en fylgist vel með.

Árshátíð fyrir alla nemendur HÍ

Stúdentaráð mun kynna glænýjan viðburð, Árshátíð SHÍ. Eins og margir vita þá heldur hinn háskólinn við Vatnsmýrina, sem kennir sig við Reykjavík, eina sameiginlega árshátíð sem allir stúdentar skólans mæta á.

Álíka viðburður hefur ekki verið í boði fyrir stúdenta í HÍ, aðeins árshátíðir nemendafélaga, en því ætlum við að breyta. Í febrúar ætlum við að halda risastóra

og glæsilega árshátíð fyrir alla stúdenta HÍ sem verður jafnframt sú stærsta og glæsilegasta sinnar tegundar á Íslandi.

Háskólatorg mun fá að blómstra á starfsárinu. Stúdentaráð mun standa fyrir því að eitthvað verður í gangi í byggingunni í hverri einustu viku, hvort sem um er að ræða pop­up hjá samstarfsaðilum Stúdentaráðs, tónleika hjá tónlistarmönnum eða einfaldlega bara eitthvað „næs.“

Hagsmunamálin gleymast ekki

En starfsár nýs meirihluta Vöku mun ekki aðeins einkennast af viðburðahaldi, skemmtun og fordæmalausri stemningu. Hagsmunamálin gleymast ekki. SHÍ mun halda áfram að berjast fyrir bættum kjörum stúdenta. Í lánasjóðsmálum munum við leggja áherslu á endurbætur á framfærsluhliðinni til þess að bæta kjör stúdenta sem lifa á námslánum. Við munum halda áfram að beita háskólann þrýstingi til að bæta námsaðstöðu og aðstæður við próftöku.

Við munum gefa Félagsstofnun stúdenta þann stuðning sem hún þarf til að rétta við reksturinn í Hámu og hætta lokunum útsölustaða. Nú hefur verið komið í veg fyrir lokunina í Eirbergi og okkar markmið er að halda Hámu opinni áfram þar sem og annars staðar.

Við munum halda því til streitu að ef hluti skrásetningargjaldsins er úrskurðaður ólögmætur þá verði hann endurgreiddur. Við munum gera allt í okkar valdi til að tryggja að það kosti ekki stúdenta meira að

einfaldlega mæta í skólann. Þetta eru aðeins nokkur dæmi, því málin eru fjölbreytt og mörg, en hagsmunagæslan sefur aldrei.

Nýr meirihluti Vöku í Stúdentaráði mun efna til risastórrar herferðar í umhverfismálum. Með henni munum við varpa ljósi á það hvort og hversu umhverfisvæn fyrir tæki sem stúdentar versla við eru, og þannig hvetja þau til umhverfisvænni reksturs sem og að upplýsa stúdenta og aðra betur um neysluvenjur sínar. Það er okkar trú að með þessari herferð munum við ná mun meiri raunverulegum árangri en setuverkföll og blammeringar fortíðarinnar hafa áorkað.

Nýsköpun í Stúdentaráði Raunin er sú að starfsemi Stúdentaráðs og skrifstofu Stúdentaráðs er einfaldlega annars eðlis en hún hefur verið undanfarin ár. Stúdentaráð er núna í gríðarlegum uppbyggingarfasa þar sem er ekki aðeins verið að hugsa út fyrir kassann, heldur er verið að hugsa kassann sjálfan algerlega upp á nýtt. Starfsemi skrifstofunnar er ekki stimpilklukkustarf þar sem fólk klukkar sig inn og út, heldur dýnamískt og kraftmikið starf sem minnir helst á nýsköpunarfyrirtæki frekar en ríkisstofnun.

Nýr meirihluti Vöku ætlar ekki að festast í sömu hjólförunum og stjórn síðustu sjö ára, heldur lyfta starfi Stúdentaráðs upp í nýjar, áður ófyrirséðar hæðir, sem mun skil gríðarlegum hagsbótum fyrir stúdenta og Stúdentaráð. Við hlökkum til að fá að taka þig með inn í þetta sögulega starfsár sem bíður okkar!

Glaðvakandi í 90 ár

Kjartan Leifur Sigurðsson

Meðstjórnandi Vöku

Senn líður að því að 90 ár séu liðin frá því að Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, tók til starfa. Stofnun Vöku kom í kjölfar þess að stofnuð höfðu verið tvö stúdentafélög innan Háskóla Íslands sem aðhylltust mikla öfgahyggju. Þessi tvö félög voru annars vegar Félag róttækra háskólastúdenta en það var stofnað 1933 og viðhafði kommúnísk gildi. Hins vegar var það Félag þjóðernissinnaðra stúdenta, félag sem var stofnað 1934 og barðist ötullega fyrir þjóðernissinnuðum gildum innan háskólans á þeim tímum er þjóðernisalda reið yfir Evrópu. Þetta voru því miklir átakatímar á meðal íslenskra stúdenta. Ákveðnum hópi stúdenta leist illa á þessa þróun enda voru hér komin fram á sjónarsviðið hreyfingar sem voru ansi öfgasinnaðar.

Hópur þessi sem illa leist á blikuna var hópur stúdenta sem áleit þessar hreyfingar ekki vera að gera stúdentum til góðs og vildu þess fremur gera hófsömum lýðræðislegum gildum hátt undir höfði. Lauk þessu svo að ný hreyfing var sett á laggirnar árið 1935, Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta. Hópurinn sem stóð að baki stofnun Vöku var fjölbreyttur en einn helsti forvígismaður að stofnun félagsins var Jóhann Hafstein. Jóhann þessi átti síðar eftir að verða forsætisráðherra á árunum 1970-1971. Ljóst er að allt frá upphafi hefur efnilegt og frambærilegt fólk staðið vaktina fyrir Vöku en í dag má finna fyrrum Vökuliða meðal borgarfulltrúa,

þingmanna, Hæstaréttardómara og ráðherra svo dæmi séu tekin.

Hæðir og lægðir en alltaf gaman

Eftir stofnun Vöku árið 1935 fékk félagið strax mikinn meðbyr og var í nærfellt 40 ár langsamlega sterkasta aflið í stúdentapólitíkinni. Vaka myndaði á þeim tíma oftar en ekki meirihluta í stúdentaráði og gerði það ýmist upp á sitt einsdæmi eða með því að mynda meirihluta með öðrum stúdentahreyfingum. Fjara fór undan yfirburðum Vöku á áttunda áratugnum en eftir að níundi áratugurinn reið í hlað var aftur kominn tími Vökuliða og mátti þar að miklu þakka því að liðsmenn Félags umbótasinnaðra stúdenta sem var þá komið á sjónarsviðið voru oftar en ekki samvinnufúsir við að mynda meirihluta með Vöku frekar en Félagi vinstri manna sem var og hét. Á seinustu áratugum hefur sagan verið sú að Vaka hefur oft átt löng tímabil með meirihluta og hefur þá oftar en ekki unnið stóra sigra í hagsmunabaráttu stúdenta og myndi það taka undirritaðan heila eilífð að þylja upp allar þær miklu framfarir sem hafa átt sér stað með Vöku við stjórnvölinn. Þar má þó helst nefna að Vaka stuðlaði að því að Félagsstofnun Stúdenta var komið á með lögum árið 1968, að opnunartími Þjóðarbókhlöðunnar var lengdur til muna og síðast en ekki síst var Stúdentakjallarinn opnaður aftur eftir fimm ára lokun árið 2012. Það er því Vöku að þakka að þú kæri lesandi getur farið beint úr skólastofunni þinni, labbað örfáa metra og fengið þér nokkra ískalda!

Vaka vann og Vaka brann

Eins og alþjóð veit náði Vaka í

fyrsta sinn síðan 2016 að tryggja sér meirihluta í Stúdentaráði nú í vor. Mikil vinna lá því að baki enda lögðust Vökuliðar allir á eitt og sigldu inn sigrinum með þrotlausri vinnu sem fór að mestu fram á kosningamiðstöð Vöku að Hverfisgötu 94. Það mætti svo sannarlega segja að kjörorð Vökuliða á þeim tíma hafi verið work hard, play hard, enda var sigrinum fagnað vel og innilega eftir að hann var í höfn. Kosningavaka Vöku var frábær og allir skemmtu sér frábærlega og hélt skemmtunin áfram fram á rauða nótt, nágrönnum miðstöðvarinnar til mikillar gremju. Það hefur einfaldlega verið þannig í gegnum tíðina að hvergi er skemmtilegra að vera en í sigurpartýum hjá Vöku. Þar hefur alltaf verið sturluð stemning og rennur þar öl um alla ganga, helst ber líklega að nefna sigurpartýið 1989 en í kjölfarið af því brann Vökuheimilið sem var í eigu Vöku. Vaka vann og Vaka brann en eins og Vökuliðum einum er lagið sneru allir bökum saman og endurreistu bygginguna og var hún orðin eins og ný stuttu seinna.

Höldum vegferðinni gangandi!

Ljóst er að Vökuliðar hafa stuðlað að miklum framförum innan háskólans á þessum tæpu 90 árum. Margt af því sem flestir stúdentar dýrka við skólann er einfaldlega Vökuliðum fortíðarinnar að þakka. Nú er hins vegar komið að okkur, núverandi Vökuliðum, að sýna að við erum traustsins verð og ætlum okkur því að halda áfram að vinna hörðum höndum að því gera Háskóla Íslands að betri stað, bæta hag stúdenta og halda vegferðinni sem Jóhann Hafstein og aðrir lýðræðissinnaðir stúdentar hófu árið 1935 gangandi.

Útgefandi: Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta

Ritstjórn: Hannes Lúðvíksson

Ritnefnd: Dagur Kárason, Signý Pála Pálsdóttir, Tinna Eyvindardóttir, Kjartan Leifur Sigurðsson og Fannar Gíslason

Ábyrgðarmaður: Sæþór Már Hinriksson

Hönnun og umbrot: Eva Sóldís Bragadóttir

Prentun: Landsprent

Upplag: 500

VÖKUVELTUR

Eins og flestum er kunnugt um mun háskólinn setja gjaldskyldu á bílastæði sín núna í haust. Einhverjir vilja meina að rektor sé persónulega á mót gjaldskyldunni, en engar haldbærar heimildir finnast fyrir því, af eða á. Hvað um það, hvort sem það er rétt eða ekki, þá breytir það litlu núna. Gjaldskylda í haust og hana nú!

Guð blessi HÍ-tafirnar

Reyndar stóð til að gjaldskyldan tæki gildi 1. september. Sá dagur kom og fór og enn bólar ekkert á bílastæðavörðunum. Eins og flutningur Menntavísindasviðs í Sögu eða framkvæmdirnar við innganginn á Háskólatorgi þá hafa tafir orðið á upptöku gjaldskyldunnar. Hún tefst nú um einhverjar vikur eða mánuði. Hver veit? En við stúdentar erum auðvitað guðslifandi þakklátir fyrir hægagang háskólans í framkvæmdum. Þökkum almættinu fyrir hvern einasta dag sem það kostar okkur ekki meira að mæta í okkar heittelskaða skóla

Enginn heimsendir

En við getum ekki látið eins og gjaldskyldan sem bíður okkar verði eins og einhver hryllileg pyntingameðferð. Farið verður mýkri leiðina, þar sem við stúdentar sem og starfsfólk munum fá að skrá okkur mánaðarlega í stæði gegn „vægu gjaldi,“ sem hefur verið lofað að verði aðeins 1.500 kr. Við vonum bara að það haldi.

„Þökk

sé Röskvu“

En gleymum því ei hvernig alvitru vinir okkar í Röskvu björguðu okkur frá fullri gjaldskyldu og skiluðu okkur þessari málamiðlun með einfaldri en snjallri pólitískri aðferð: Berjast alla daga fyrir því að allir stúdentar þyrftu að greiða fullt verð, í von um U-passa útópíuna sem aldrei raungerðist, og þegar háskólinn ákvað að hlusta ekki á þau, að þakka sjálfum sér opinberlega fyrir að landa ódýrri og vægri lendingu. Fyrirtak!

Ég var (gjald-)tekinn

Fannar Gíslason

Meðstjórnandi Vöku

Ímyndið ykkur

þetta, því þetta verður brátt minn

raunveruleiki:

Vekjaraklukkan hringir og ég ranka við mér. Klukkan slær 6:39 þannig að ég rís úr rekkju og sest upp á rúmgaflinn. „Djöfull svaf ég illa, maður“ hugsa ég með sjálfum mér. Ég hafði akkúrat verið að skálda upp einhverja glataða stjörnuspá fyrir mörðinn, hann Hannes ritstjóra, kvöldið áður. Ég var löngu kominn á seinasta séns með þetta því ég hafði nýlega verið í Póllandi vikuna áður. Ég stekk fram úr, klæði mig í föt og næ í föggur mínar. Ég snooze­aði þennan morguninn vegna slappleika. Í fullkomnum heimi gæti ég tekið eina tímann minn í dag á Zoom en þar sem ég er í verkfræði þá er líklegra að stýrivextirnir lækki en að fyrirlesturinn verði tekinn upp. Ég fer inn á bað, þríf á mér andlitið og tannbursta mig. Þar sem ég vaknaði tiltölulega snemma þennan morguninn

hafði ég smá tíma í morgunmat og dúndra í mig skyrdollu, banana og kolsvörtum kaffibolla.

Djöfulsins, helvítis, andskotans

Ég fer út úr húsi og arka að bílnum mínum. Fólkið á ruslabílnum er að hirða sorpið í hverfinu er ég geng að bílhurðinni. „Einhver traffík á brautinni?“ spyr ég sorphirðumanninn. Hann starir á mig í góðar þrjár sekúndur, segir ekki neitt og heldur áfram að vinna vinnuna sína. Ég staulast inn í bíl og velti því fyrir mér hvers konar fæðingarhálfviti ég er að spyrja að þessu. Ég sný lyklunum og ræsi vélina bara til að sjá að helvítis bensínljósið er á. „Djöfulsins, helvítis, andskotans“ segi ég upphátt. Það var allt gegn mér þennan daginn. Klukkan var orðin 7:15 svo til þess að vera á undan morguntraffíkinni þurfti ég að hafa hraðan á. Ég bruna af stað og tek bensín fyrir fúlgur fjár í næsta bensínsjálfsala og bruna upp á Reykjanesbraut. Klukkan er 7:25 er ég snerti niður á brautina hjá Fitjum í Innri­Njarðvík. Á hægri hönd sé ég gosstrókana í allri sinni dýrð og þeir minna mig á það sem

gerist þegar maður setur Mentos í Diet­kók.

Aftrað af varðhundum ríkisvaldsins

Ég gef í því ég ætla að vera kominn að álverinu í Straumsvík ca. 7:40. Þegar ég er rétt ókominn að Grindavíkurafleggjara sé ég lögguna koma upp aðreinina. Ég hrópa upp yfir mig í pirringi: „Ef ég hefði bara drullast til að taka bensín í gær þá hefði ég verið á undan helvítis svínunum.“ Ég hangi fyrir aftan lögregluna á 90 km/klst alla brautina og er kominn í Straumsvík þegar klukkan slær 7:50. Þegar ég er að verða kominn að hringtorginu hjá N1 í Hafnarfirði þá blasir við mér djöfulsins bílaröðin... Klukkan er 8:43 og ég beygi loksins inn Hjarðarhagann til að leggja fyrir utan VR­II. Ég gjörsamlega missi andlitið þegar ég sé að þetta er fyrsti dagurinn sem þeir taka gjald fyrir bílastæði. „Það er ekkert sem þessi fokkans U-passi hefði getað gert fyrir mig í þessum kringumstæðum.“ (Það er þó búið að seinka gjaldtökunni í raunveruleikanum… I wonder why?)

Kanntu að skemmta þér? Til í gott partý?

SKEMMTINEFND SKEMMTINEFND SKEMMTINEFND

NÝLIÐAFULLTRÚAR

Busar eru bara fólk eins og við hin

Vaka leitar að þremur nýliðafulltrúum til að sitja í stjórn félagsins.

Umsóknir berist á netfangið vakafls@gmail.com í síðasta lagi 13. september.

Háskóli höfuðborgarsvæðisins?

Enga hagfræðinga á Hólmavík, takk. Enga eðlisfræðinga á Egilsstaði, takk. Enga verkfræðinga á Vopnafjörð, takk.

Aðgengi að háskólamenntun tökum við flest á Íslandi sem sjálfsögðum hlut, hér höfum við ríkisrekna háskóla án skólagjalda (þó með skrásetningargjöldum) sem eiga að tryggja aðgengi óháð efnahag, við bjóðum upp á námslán í von um að gefa háskólanemum tækifæri á að einbeita sér að námi en ekki vinnu, og við bjóðum upp á fjarnám svo að fólk geti aflað sér æðri menntunar óháð því hvar það býr. Eða bíddu aðeins við, hvaða námsleiðir eru í boði í fjarnámi við Háskóla Íslands?

Stuttur tæmandi listi Setjum okkur í spor 19 ára Siglfirðings sem var að útskrifast úr Menntaskólanum á Tröllaskaga og hefur áhuga á að skrá sig í grunnnám í fjarnámi við Háskóla Íslands, hvaða valkostir eru í boði fyrir þennan tilvonandi háskólanema?

Af Menntavísindasviði getur hann lært leikskólakennarann, hinar ýmsu útfærslur af grunnskólakennaranámi, uppeldis- og menntunarfræði, eða þroskaþjálfafræði. Af Félagsvísindasviði er í boði þjóð-, kynja-, mann-, eða safnafræði. Eina mögulega grunnnám Hugvísindasviðs er svo íslenska sem annað tungumál. Já, þetta ER tæmandi listi. Óhætt að segja þá er þessi nýstúdent ekki í öfundsverðri stöðu. Vissulega eru fleiri háskólar á Íslandi en HÍ, og bjóða margir þeirra upp á flotta fjarnámsmöguleika. En er það ekki skrítið að það sé ekki meira úrval

af námi við Háskóla Íslands fyrir þau sem velja að búa lengra frá höfuðborgarsvæðinu? Fólk sem jafnvel á sína eigin fjölskyldu, með börn í grunnskólum og djúpar rætur í samfélagi sem það vill ekki yfirgefa.

Hverjar eru hindranirnar? Þær geta verið ýmsar, óviðunandi tækjabúnaður svo að ekki sé hægt að taka upp fyrirlestra, vöntun á tækniaðstoð til kennara frá háskólanum, skortur á hvötum (fjárhagslegum eða öðrum) fyrir aðjúnkta og prófessora til að snúa kennsluefninu sínu á fjarnámsform. En það sem ég er hræddur um að útskýri of stóran hluta af þessu fjarnámsleysi er viðhorf háskólakennara og stjórnenda.

Háskóli höfuðborgarsvæðisins?

Vissulega er ekki hægt að kenna allt í fjarnámi, og eru góðar menntafræðilegar ástæður

fyrir því að hafa nemendur í sömu stofu og kennari en ekki í fjarfundarbúnaði. En það er enginn að fara að segja mér að það sé ekki hægt að taka upp fleiri fyrirlestra en gert er nú. Að það sé algjör ómöguleiki að hafa Zoom eða Teams tíma fyrir fjarnemendur (eins og við þurftum öll að gera í Covid). Að ómögulegt sé að bjóða upp á fjarnám í fleiri af þessum 100+ grunnnámsleiðum HÍ.

Er það stefna Háskóla Íslands að það eigi ekki að vera hagfræðingar á Hólmavík? Engir stærðfræðingar á Seyðisfirði? Og engir heimspekingar á Húsavík?

Fallegum orðum í átt að landsbyggðinni er alltaf tekið vel, en þeim verður að fylgja einhver úrræði. Ég kalla eftir stórbættri áherslu á fjarnám innan HÍ. Er þetta Háskóli Íslands eða Háskóli höfuðborgarsvæðisins?

Stúdentaráðsliði og sviðsráðsforseti Menntavísindasviðs skrifar.

Kallið mig Dagur K-aura-son

Skibiddí

sælir! Það er komið að því, skólinn er að byrja enn á ný, mörgum til mikillar gleði og ánægju, en ykkur ber að varast eitt... Að missa ekki allt aura sem þið settuð blóð, svita og tár í að safna yfir sumarið, það væri synd að láta fanum tax-a það í fyrstu vikunni ekki satt? Engar áhyggjur! Ég hef lengi vel sérhæft mig í að auramax-a og mun að sjálfsögðu gera allt í mínu valdi til að tryggja að þið hafið öll þau tæki og tól til að fá infinite aura. Þetta gerist þó ekki yfir nóttu, ég meina horfið bara

á Baby Gronk! Haldið að hann hafi sængað Livvy Dunne bara með því að edge­a allan liðlangan daginn? Alls ekki, það má rekja the ways of Optimus Prime til forn-Ohio þar sem menn lærðu að goona löngu áður en þeir lærðu að ganga. Það væri hins vegar óraunhæft að ætlast til þess að einhverjir beta og jafnvel alpha einstaklingar gætu orðið sigma sisona en þrátt fyrir það mun ég gera mitt besta að kenna ykkur og veita ykkur nokkur ráð. Það sem skiptir mestu máli þegar gengið er innan veggja Háskóla Íslands er að sýna yfirburði í einu og öllu. Þú ert betri en allir aðrir. Segjum sem svo að þú sért á leiðinni í tíma og rekst á besta vin þinn og þið náið óvart augnsambandi, hann gæti jafnvel heilsað þér en þá er mikilvægt

að vera þögull. Það sem þú ÞARFT að gera er að horfa til hliðar, mew-a í áttina að honum og fara heim. Þú ert því ekki lengur á leið í tíma enda er það a small price to pay for salvation, fyrir vikið hefur þér því tekist að mogga besta vin þinn og er ljóst að þú ert á réttri leið. Þetta á einnig við um kunningja og ókunnugt fólk en það er einnig leyfilegt að henda í eitt örstutt „SUIII“ ef fólk kippir sér upp við þessa ótrúlegu hegðun. Annað sem ber að hafa í huga er að aldrei má láta góma sig við að stara á gyatt, ef það skyldi gerast er þó ekki öll von úti en þá er mikilvægt að taka upp símann og þykjast vera að ræða við Zachirfic eða Kai Cenat um stonks eða annað sem gæti talist laglega gert. Munið, við erum sigmas,

ekki betas og alls ekki dónar! Eins og ofangreind atriði gefa til kynna er mikilvægt að vera ávallt á verði. Um allan háskólann má finna op‘s sem munu reyna að fella þig og ber að varast þá! Það getur verið erfitt að bera kennsl á þessa helvítis fanta en augun og eyrun munu nánast alltaf bregðast þér og þarf því að þefa þá uppi. Það er súr lykt af þeim öllum, jafnvel beisk, ekki ósvipuð þeirri lykt sem myndast ef einhver ákveður að kúk-maxa á gólfið og pissa yfir sig allan en þeir bera allir sama ilm; Dior Sauvage. Ég ætlast ekki til þess að þið náið að feta í fótspor ishowspeed á þessum lestri einum og sér type shi og er nauðsynlegt að þykjast ekki hafa gert það nema þið viljið looka eins og einhverjir goofy ahh strumpar!

Haust-stjörnuspá Glaðvakanda

HRÚTUR

21. mars til 19. apríl

Elsku skapstóri hrúturinn minn, þú þarft alltaf að vera fyrstur, ert meira að segja fyrstur í stjörnuspánni þó það sé einhvern veginn ekki rökrétt að þú sért fyrstur þar. Þú ert frekar hvatvís þannig það væri til dæmis gott að lesa leiðbeiningarnar áður en þú kveikir í. Þótt þú sért skapstór þá þýðir það samt líka að það fylgir þér mikil gleði í stórum pakka. Hættu að bera þig hærra en þú átt skilið meistari.

Vöku hrútar:

Signý Pála Pálsdóttir, Fannar Gíslason, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir, Logi Stefánsson

NAUT

20. apríl til 20. maí

Elsku nautið mitt, þú hefur ótrúlega oft rétt fyrir þér en þú þarft ekki ALLTAF að hafa rétt fyrir þér. Þægindaramminn þinn er með sitt eigið póstnúmer og ef það væri keppt í þrjósku á Ólympíuleikunum myndir þú hreppa gullið. En það er alltaf langbest að hafa naut á bakvið sig í hverju sem maður tekur sér fyrir hendur. Nýttu þrjóskuna í námið ekki á fólk, það mun skila sér í desember.

Vöku naut:

Júlíus Viggó Ólafsson, Kristófer Breki Halldórsson

TVÍBURAR 21. maí til 20. júní

Lagið þitt er Hot and cold með Katy Perry, fólk veit aldrei hvar það hefur þig og margir myndu kalla þig „twofaced bitch“. Þú ættir að taka það til þín að reyna að vera með meira jafnaðargeð, þú þarft ekki að vera alltaf annað hvort rosalega skemmtilegur eða rosalega leiðinlegur, þú getur líka verið bara svona mitt á milli, gætir kannski fengið ráð hjá Voginni? Eða Framsóknarflokknum? En án alls gríns þá ertu frábær í flesta staði.

Vöku tvíburar:

Arent Orri J. Claessen, Gunnar Ásgríms, Gunnar Freyr Þórarins, Björn Rúnar Kristins.

KRABBI

21. júní til 22. júlí

Elsku krabbi, gerðu eitthvað nýtt og hættu að lifa á einhverju sem þú gerðir í menntaskóla. Það er öllum sama. Án gríns öllum. Þú reynir svo ógeðslega mikið að vera eins og einhver dularfullur sporðdreki en sorry þú ert það ekki, reyndu bara að vera þú sjálfur? Því þú ert hjartahlýr og góður og hugsar vel um náungann. Mundu að það er allt í lagi að sýna tilfinningar af og til, þú mátt til dæmis alveg gráta ef Flóni spilar Falskar Ástir á Októberfest.

Vöku krabbar: Alex Elí Schweitz Jakobsson

LJÓN

23. júlí til 22. ágúst

Elsku ljónið mitt, sem aldrei hefur litið í spegil sem því líkar ekki við, haltu áfram að vera main character sem sér ekki sólina fyrir sjálfu sér því hverjum er ekki sama um alla aðra? Right? Passaðu þig á því að leyfa öðrum að komast að í samræðum og plís! Passaðu þig á neikvæðninni því hún á það til að ná tökum á þér. Þegar það gerist þarftu að minna þig á að þú ert ljón og allir taka eftir þér þegar þú labbar inn á Háskólatorg… og þú veist það líka að þegar þú tekur white girl dance á Októberfest þá MUN Páll Óskar taka eftir þér… eða hvað?

Vöku ljón

Tinna Eyvindar, Alda María, Jens Ingi, Birkir Snær, Kjartan Leifur,

23. ágúst til 22. september

Elsku meyja, vertu aaaðeins kærulausari. Nei þú þarft ekki að plana hvað þú ætlar að taka með þér í nesti eftir þrjár vikur og þú þarft ekki að stressa þig yfir því hvað þú ætlar að skrifa á afmæliskort fyrir vinkonu þína sem á afmæli eftir fimm mánuði. Meðfædda skipulagshæfnin kemur sér þó að góðum notum við að skipuleggja outfit fyrir Októberfest SHÍ.

Vöku meyjur: Björgvin Viðar Þórðarson

VOG

23. sept til 22. október

Ætlar þú á Októberfest? Ætlar þú ekki á Októberfest? Langar þig á Októberfest? Svona ákvarðanir geta verið erfiðar fyrir þig en þú skalt bara hafa þetta einfalt og mæta á Októberfest. Þú ert mikill sáttasemjari og ert svo ótrúlega heillandi með mikla persónutöfra að þú getur breytt heitustu rifrildum í eitt stórt hópknús og gætir líklegast látið Vöku og Röskvu komast að samkomulagi. En ef þú segir: „Ég veit ekki, hvað vilt þú?“ einu sinni enn þá gætum við misst það. Það má taka afstöðu.

Vöku vogir:

Valgerður Laufey Guðmunds, Ragnheiður Geirsdóttir

SPORÐDREKI

23. okt til 21. nóvember

Elsku sporðdreki, ef einhver er leiðinlegur við þig, passaðu þig að stinga ekki fast til baka heldur bara smááá og brostu fallega brosinu þínu í leiðinni. Fólk á það nefnilega til að hræðast þig, ertu ákafur og dularfullur eða ertu bara ótrúlega góður í að halda einhverri gremju? Reyndu að vera aðeins minna dularfullur því við erum öll að reyna að átta okkur á því hvort þú sért reiður eða bara í djúpum hugsunum.

Vöku sporðdrekar: Hannes Lúðvíks, Eiríkur Kúld, Íris Gunnars, Ragnheiður Arnars

BOGMAÐUR

22. nóv til 21. desember

Eins og aðrir bogmenn veistu að þeir skora sem þora. Nú þarft þú að koma út úr skelinni og þora. Taktu áhættur, sendu skilaboð á crushið þitt en ekki læka story hjá öllum sem þú followar á insta, reyndu að taka einn í einu og stattu keikur, bjóddu crushinu á Októberfest. Ef þú hittir ekki í mark, þá reynir þú bara aftur. En ekki aftur og aftur og aftur. Hættu að eyða pening niðri í bæ og mættu í tíma, hvort er mikilvægara? Snap score-ið þitt er líka það hátt að það er red flag.

Vöku bogmenn

Daníel Hjörvar Guðmundsson

STEINGEIT

22. desember til 19. janúar

Steingeitin var líklegast fyrsta manneskjan til þess að segja „ég er ekki reiður, ég er bara vonsvikinn”. Bættu þig aðeins í þessari blessuðu meðvirkni og hættu að hugsa einungis um peninga, það er margt annað sem skiptir líka máli í þessu lífi. Til dæmis að klára BA gráðuna og setja fólki mörk. Þótt að einhver ríkur gæi sé steingeit eins og þú þá þýðir það ekki að þú verðir ríkur líka. Þú getur verið skemmtilegur, gerðu það oftar.

Vöku steingeitur: Viktoría Tea Vökudóttir

VATNSBERI 20. janúar til 18. febrúar

Elsku vatnsberi, þú ert sérvitur og ert alveg klárlega á undan þínum tíma og allt það en nú er kominn tími til að þú nýtir viskuna þína sjálfur sem þú dreifir til vina þinna á hverjum degi. Þú ert eins og sálfræðingur sem nýtir ekki bjargráðin sem þú gefur skjólstæðingnum þínum á silfurfati. Á djamminu þarftu stundum að koma þér niður á jörðina, það gengur ekki alveg að fá sér sjö basil gimlet og standa á flöskuborði á Auto hverja einustu helgi. Þú veist það. Vertu eins og þú ert bara aðeins minna.

Vöku vatnsberar: Anna Sóley Jónsdóttir

FISKAR

19. febrúar til 20. mars

Elsku fiskur, haltu áfram að synda á móti straumnum, ef þú hefur ekki náð því hingað til, reyndu þá aftur og aftur þangað til það tekst. Haltu áfram að pósta dumps á Instagram en þú þarft samt smá jarðtengingu, þú ert ekki eins og gellurnar á Pinterest, sorry. Þú ert smá viðkvæmur og þarft að muna að vera góður við sjálfan þig, þú ert sterkari en aðrir því pældu í því að vera fiskur þegar þú hefðir getað verið ljón eða eitthvað annað sem er nett.

Vöku fiskar:

Sæþór Már, Dagur Kára, Ásdís Rán, Signý Rut, Snæfríður Blær

MEYJA

Spyrjum stúdentaráðsliða Vöku

Anna Sóley Jónsdóttir Hugvísindasvið

Eiríkur Kúld Viktorsson Heilbrigðisvísindasvið

Júlíus Viggó Ólafsson Félagsvísindasvið

Hvað kaupir þú í Hámu?

Anna: Kombucha og flatkaka með hangikjöti.

Ásthildur: A.m.k. ekki nikótín púða...

Birkir: Kaffi, mikið kaffi.

Eiríkur: Kaupi iðulega ekki neitt en fer til að hitta Alfreð í Hámu í Læknagarði við hvert tækifæri.

Gunnar: Kjúklinganúðlur með BBQ sósu eða Roastbeef samloku með döðlum og ein ísköld CocaCola beint í æð.

Jóhann: Kaffi, hádegismat og núðlur.

Ásthildur Bertha Bjarkadóttir Menntavísindasvið

Gunnar Ásgrímsson Menntavísindasvið

Ragnheiður Geirsdóttir Félagsvísindasvið

Júlíus: Kaffi. Er alltaf í morgunverði meistaranna á álagstímum.

Ragnheiður: Kaffi og rúnstykki með osti og grænmeti er go to.

Tinna: Ekkert því ég hata að kaupa bleikan Collab á 700 kr.

Á hvaða stað ferðu helst á djamminu?

Anna: Fer vandræðalega oft á Röntgen, 12 tónar líka mjög næs.

Ásthildur: Sko Hax ef mig langar að dansa en Petersen ef mig langar að spjalla.

Birkir: Auto.

Birkir Snær Brynleifsson Félagsvísindasvið

Jóhann Almar Sigurðsson Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Tinna Eyvindardóttir Heilbrigðisvísindasvið

Eiríkur: Ölhúsið í Hafnarfirði.

Gunnar: Alla staði sem heita eftir þjóðernum. Írski, American, Íslenski og svo lokar maður auðvitað bænum á Danska, sérstaklega þegar Dósi er að trúbba.

Jóhann: Þegar ég kíki niður í bæ verður Lebowski oftast fyrir valinu.

Júlíus: Röntgen, ég er listaspíra föst í íhaldslíkama (eða Dönsku, en bara þegar Dósi er að spila).

Ragnheiður: Ég fer oftast á Einstök, besti bjórinn og þægilegt að spjalla. Svo er nýi staðurinn við hliðina á, Ellý, líka geggjaður. Ef mig langar að dansa og syngja fer ég á Röntgen eða Danska.

Tinna: Danska því Dósi spilar þar.

Hver er þinn mest spilaði artisti á Spotify?

Anna: Dean Blunt og Erykah Badu hnífjöfn..

Ásthildur: Inspector Spacetime.

Birkir: Ásbjörn Morthens.

Eiríkur: John Mayer.

Gunnar: Engilbert Humperdinck (rokkstig ef þú veist hver það er)

Jóhann: Bubbi Morthens, endaði í top 0.5% hjá Bubba 2023

Júlíus: Sinatra, er algjörlega fyrirsjáanlegur.

Ragnheiður: Líklegast Abba.

Tinna: Lady Gaga.

Ef þú byggir ekki á Íslandi hvar myndirðu þá vilja búa?

Anna: Myndi flytja aftur til Köben.

Ásthildur: Ítalíu.

Birkir: Tuscany fjalllendi á Ítalíu.

Eiríkur: Brasilíu, þar á ég mörg skyldmenni.

Gunnar: Væri gaman að prófa að búa í Bretlandi.

Jóhann: Í hjóla himnaríkinu Itoshima, Japan.

Júlíus: USA USA USA

Ragnheiður: Æi ég er ekkert ævintýragjörn, það væri örugglega Svíþjóð eða Frakkland...

Tinna: Spáni.

Hvernig ferðu í skólann?

Anna: Labbandi, stutt að fara frá Stúdentagörðunum.

Ásthildur: Nýti yfirleitt ferðina bara í morgunskokkið.

Birkir: Þyrlu

MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER

Eiríkur: Akandi.

Gunnar: Labba alltaf í Stakkahlíðina nema þegar það er snjór/ rigning/ vindur/ of mikil sól/ of kalt/ of heitt/ þegar ég þarf

að fara eitthvert eftir skóla/ eða þegar ég nenni því ekki. Þá tek ég einkabílinn.

Jóhann: Þetta misseri fer ég fótgangandi eða á hjóli.

Júlíus: Hopp eða Strætó. Hata einkabílinn.

Ragnheiður: Venjulega labba ég eða tek strætó, svo er ég líka dugleg að hoppa á vorin.

Tinna: Fer á bíl vegna þess að strætó í Mosó kemur á þriggja daga fresti.

Getur þú leyst krossgátu Vöku?

Lárétt

1. Einkennismerki Vöku

3. Bygging sem verður áfram með Hámu þökk sé Vöku

5. Við viljum frí...

6. Rétt nafn Stúdentakjallarans

7. Rauðhærði gaurinn í Vöku

10. Nýtt hús íslenskunnar

11, Stytting á „Þjóðarbókhlaðan“

13. Í svörtum fötum

15. Hús Vigdísar

16. Einkennislitur Vöku

17. Rektor Háskóla Íslands

18. Nýtt heimili

Menntavísindasviðs

19. Formaður Vöku

20. Vaka heldur eftirpartý eftir...

21. Teiknari aðalbyggingarinnar

Lóðrétt

2. Vaka er loksins í...

4. Haustblað Vöku

8. Hús lesstofu laganema

9. Vaka er aftur í meirihluta eftir hversu mörg ár?

12. Fyrsti formaður Vöku

14. Hvað er Vaka með marga í Stúdentaráði?

15. Vaka...

Hefur þú skoðun á öllu? Við leitum að þér! Umsóknir berist á netfangið vakafls@gmail.com í síðasta lagi 13. september.

Heitt og þreytt með Eazy G

Íris Gunnarsdóttir

Skemmtanastjóri Vöku

Hæ krakkar, ég ætla að segja ykkur hvað er in...

And what’s out. Stundum sér maður bara hvað er heitt eins og til dæmis gella sem er með hella mikið rizz og mega Gyatt 5000. Stundum sér maður hvað er kalt eins og til dæmis ,,Ritskoðað“ En stundum eru hlutirnir ekki svona augljósir, svo ég ætla að sýna þér mjög góð dæmi um hvað er heitt og hvað er ekki neitt.

HEITT

Októberfest

Uuu þetta er ekki spurning, það er svo sjúklega heitt að mæta á októberfest, svo ekki sé minnst á eftirpartý Vöku sem öllum Vökuliðum er boðið í. Októberfest er skemmtilegasta helgi ársins og ef þú mætir ekki þá springur jörðin og öll verða bara að mæta #fyllerí.

KALT

„Taktu bara strætó“

Ef þú tekur strætó, djöfulsins snillingur ert þú og flott hjá þér. En nennirðu plís ekki að vera að segja mér að taka strætó, það er bara frekar dýrt og tekur bara ógeðslega langan tíma fyrir alla sem búa ekki í 5 km radíus frá skólanum #Sorrí.

HEITT

Vísó

Að mæta í vísindaferðir er lykillinn að góðu félagslífi í skólanum. Þar kynnistu endalaust af liði sem þú hefðir ekki þorað að tala við ef þú værir ekki búin að fá þér ca einn til sjö drykki. Vinir í skólanum eru nefnilega svo mikilvægir, þeir gefa manni ástæðu til þess að mæta í tíma og svo eru líka svo margir klárir í háskóla sem gætu bjargað þér frá falli #worksmarternotharder.

KALT

Snapchat Premium

Sorry en ef þú ert með Snapchat Premium þá mun ég samt hálfswipea þig #hvaðertuaðgera #wasteofmoney.

KALT

Sígó

Ekki misskilja, ég elska góða stemnings sígó. EN það er alveg frekar leim að reykja alla daga. Reykingar drepa og allt það og þetta er ekkert það nett. Eina undantekningin hér er Júlíus

Viggó (tiktok gaurinn) og Tinna Eyvindar (heitasta gellan í skólanum) þau mega alveg fá sér sígó alla daga #reykingardrepa.

HEITT

Spyrja í tíma

Ég þori ekki að spyrja kennarann spurninga í tíma en VÁ! hvað ég elska liðið sem gerir það, þau eru fyrirmyndirnar mínar og fá svörin við öllu sem ég veit ekki #TAKK.

KALT

Borga í bílastæði

Afsakið en sá sem ákvað að þetta væri bara geðveik hugmynd þú ert ekki hot. Námsmenn rukkaðir fyrir það eina að mæta í skólann?

LOL má ég mennta mig í friði. Reykjavíkurborg ég skil ekki #KISSMYASS.

HEITT

Mæta á viðburði Vöku

Allt heita fólkið er í Vöku (ég er í Vöku) svo það er auto heitt á viðburðum Vöku. Svo er líka bara fokking mikil stemning, æðislegt fólk og frítt áfengi, hvernig í ósköpunum er hægt að réttlæta það að mæta ekki? Það er sjúklega einfalt að fá að vera með, þú þarft bara að vera skráður í Vöku, ÖLL eru velkomin í Vöku alltaf! #VakaVirkar.

KALT

Flokka ekki

Á ég að fara að tala um skjaldbökurnar? Það er svo kalt að nenna ekki að flokka. Þú stefnir að því að ganga út úr þessum skóla sem hámenntaður einstaklingur og skilur ekki hvernig á að flokka og af hverju það er mikilvægt? Ekki vera umhverfissóði, vertu ábyrgur fullorðinn einstaklingur #ekkiveraumhverfissóði #safetheturtles.

KALT

Vera fullur á hopp hjóli:

Það er ekkert eðlilega heimskulegt að taka hopp hjól undir áhrifum, svo er það líka lögbrot. Ef þú slasar þig á hopp hjólinu ertu við frostmark þú ert svo kaldur. Þú ert að stofna sjálfum þér og öðrum í hættu með þessum fíflalátum #ekkiveraasni.

HEITT

Scary gellur

Það er ekkert heitara en gellur sem líta út eins og þær vilji ekki tala við þig #SEXY.

KALT

Kaupa bækur

Árið er 2024, ekki kaupa bækur á uppsprengdu verði sem þú ert örugglega aldrei að fara að opna. Downloadaðu bara bókinni á libgen og ef þú þarft endilega að hafa bókina í höndunum, kauptu hana þá notaða #umhverfið #spara #Ctrl+F.

HEITT

Mullet

Gaurar með mullet eru ekkert eðlilega heitir, mér er sama hvað aðrir segja. Ekki verra ef það er motta með. Flóknara er það ekki #FokkingHeitt.

Nú ættir þú að vera búinn að læra grunnatriðin um hvernig á að vera top G en ekki núll og nix. Vertu scary gella, sem spyr í tíma og flokkar en ekki lúði með snapchat premium sem nennir ekki að mæta á vísó.

Vertu hipp en ekki skipp.

Vertu hot á meðan aðrir eru not.

Gakktu í Vöku!

Kvartanir berist í síma: 699-5180

HEITT

Vegan Ertu vegan? SHIII. #snillingur.

Alþjóða nefnd

London,

París,Róm, vertuVökublóm! Umsóknir

Er blaðið gott? Eða kannski bara skítlélegt?

Kanntu að skemmta þér? Til í gott partý?

Mikið á TikTok?

Loksins er Háskólinn að VAKnA

Loksins nýtt skólaár þar sem Vaka er í meirihluta í Stúdentaráði.

Það hefur ekki gerst alla mína skólagöngu en á henni hefur margt breyst þrátt fyrir stuttan, en ljúfan tíma.

Þegar ég byrjaði í stjórnmálafræðinni gat ég farið lóðbeint úr tíma, á kaffistofuna í Odda að fá mér eitthvað kaffisull sem fólk vill meina að sé uppáhellingur (ég er kaffisnobb og finnst þetta líkjast tei frekar en kaffi, en það er allt annað mál). Ég gat þó labbað í kaffistofuna í Odda og fengið mér kræsingar hvers kyns. Ég tók þessu, eðlilega, sem sjálfsögðum hlut sem ég hefði betur átt að sleppa því Hámu var lokað þar og víða annars staðar núna síðastliðið vor sem er ákveðinn skandall.

Ég þarf þó bara að labba úr Odda og í gegnum Gimli til þess að trítla yfir á Háskólatorg sem er ekkert agaleg niðurstaða þótt

þetta sé vissulega þreytt. Annað er þó sagt um lokun Hámu í Háskólabíó sem er í besta falli harmleikur. Fólk situr þar í *þreföldum* ef ekki *fjórföldum* fyrirlestrum og getur EKKERT fengið sér nema að þurfa að labba yfir bílastæðið hjá Háskólabíói, í gegnum Veröld, í gegnum undirgöngin, upp asnalega stigann þarna á Háskólatorgi, beint í röðina í Hámu og svo aftur til baka á tíu mínútum. Á landi þar sem það er vetur í plús mínus níu mánuði á ári. Eða þá að labba yfir í Tæknigarð sem ég vissi ekki að væri til fyrr en vinkona mín gæðastýrði og prófarkalas þessa grein. Burt séð frá því er þetta hvorki nemendum né kennurum bjóðandi. Svo átti að loka Hámu í Eirbergi í vor en sú lokun frestast til áramóta eftir að Vaka barðist fyrir því að halda henni opinni aðeins lengur, enda hagsmunafélag stúdenta.

Velsældarmerki að versla í Hámu Ég hef ekki gaman af því að láta féfletta mig. Alveg þvert á móti. Sumir tala um að ég og aðrir samnemendur mínir flokkist sem

„fátækir háskólanemar”. Ég er ekki alveg svo yfirlýsingaglöð en það eru eflaust ekki margir háskólanemar í tekjublaðinu sem kom út nú á dögunum. Ég hef lengi tuðað yfir verðlagi í Hámu, líkt og margir aðrir og ég hef ekki tekið eftir neinum verðlækkunum, ekki einu sinni eftir að Háma lokaði nánast alls staðar­ eiginlega bara alveg þvert á móti. Það er liggur við orðið ákveðið velsældarmerki að versla í Hámu vegna verðlags, sem er ekki boðlegt. Vaka hefur lengi sett út á verðlagið í Hámu og hefur meðal annars bent á það að sjoppan á Eyrarbakka sé ódýrari en Háma sem er galið, þó svo að Eyrarbakki sé auðvitað fyrirmyndar pláss. Með nýrri stöðu sinni í meirihluta mun Vaka veita Félagsstofnun stúdenta þann stuðning og aðhald sem hún þarf til að hagræða rekstrinum í Hámu og kannski, vonandi, lækka þessi blessuðu verð.

Allir svangir, þyrstir og blankir

Svo er það tuggan með bílastæðin. Nú hefur háskólinn lýst því yfir að gjaldskylda á

bílastæðum verði tekin upp fyrir þetta skólaár. Ekki örvænta – hún er ekki komin á eins og er, en það virðist enginn vita neitt í neinu – hvorki hvernig gjaldskyldunni verður háttað né hvenær hún verður tekin upp eða í hvaða mynd. Vaka hefur alltaf mótmælt bílastæðagjöldum við HÍ þar sem að aukin útgjöld stúdenta eru engum til hagsbóta. Punktur. Nú eru allir svangir og þyrstir í Odda og Háskólabíói eða blankir út af verðlagi í Hámu og eitt stórt spurningarmerki því enginn veit hvernig: a. gjaldskyldan á að vera eða b. hvort maður þurfi að kaupa sér strætókort til þess að koma sér undan gjaldþroti eða c. hvað er í gangi.

En Vaka er loksins mætt í meirihluta í Stúdentaráði þannig að það er loksins von um það að háskólinn fari að blómstra eins og lítið sætt vökublóm.

Æ það er alltaf svo gaman að tuða, en gangi ykkur öllum vel í skólanum og gangið hægt um Hámunnar dyr – kannski endið þið þá í Tekjublaðinu!

Knús, Signý Pála, meðstjórnandi Vöku.

250 METRUM FRÁ HÍ

OPNUNARTÍMI

MÁN – FÖS: LAUGARDAGA: SUNNUDAGA: 08:00 – 20:00 09:00 – 17:00 09:00 – 17:00

Dudes with mullets are just insanely hot, I don’t care what anyone says. Even better if there’s a mustache too. It’s as simple as that. #FreakingHot.

HOT Mullets

#SorryNotSorry.

NOT “Just Take the Bus” If you take the bus, you’re an absolute legend, and good for you. But please don’t tell me to take the bus. It’s pretty expensive and takes forever for anyone who doesn’t live within a 5 km radius of the school.

There’s nothing hotter than girls who look like they don’t want to talk to you. #SEXY.

Scary Girls

HOT

It’s 2024, don’t buy overpriced textbooks that you’re probably never going to open. Just download the book on Libgen, and if you absolutely have to have a physical copy, buy it used. #environment #save #Ctrl+F.

Buying Textbooks

NOT

You’re vegan? SHIII. Thanks, #king.

HOT Vegan

#THANKYOU.

HOT Asking Questions in Class I’m too scared to ask the teacher anything in class, but WOW! I love the people who do. You’re my heroes and get all the answers I’m too afraid to ask for.

NOT Snapchat Premium Snapchat Premium: Sorry, but if you have Snapchat Premium, I’ll still half-swipe you. #whatRUdoing #wasteofmoney.

Ummm, no question, it’s insanely hot to show up at Octoberfest. Not to mention the Vaka -af ter-party that all Vaka members are invited to. Octoberfest is the most fun weekend of the year, and if you don’t go, the earth will explode, and everyone just has to go. #partyon.

HOT Octoberfest

#KISSMYASS.

Excuse me, but whoever thought this was a great idea, you are not hot. Students being charged just for showing up to school? LOL, can I get an education in peace? Reykjavík city, I don’t get it.

Paying for Parking

NOT

NOT Smoking

#worksmarternotharder.

Going to science trips is the key to having a great social life at school. You meet tons of people you wouldn’t dare talk to if you weren’t about 1-7 drinks in. Friends at school are so important; they give you a reason to show up to class. Plus, so many smart people in college who can save you from failing.

HOT Science Trips

#dontbeanenvironmentaldisaster #savetheturtles.

Do I need to talk about the turtles? It’s so cold not to bother recycling. You’re aiming to graduate from this school as a highly educated person and you don’t understand how or why to recycle? Don’t be an environmental disaster, be a responsible adult.

Recycling

Not

NOT

Tinna: I go by car because the bus in Mosó comes every three days.

All the hot people are in Vaka (I’m in Vaka), so it’s auto hot at Vaka events. Plus, there’s just insane vibes, amazing people, and free booze—how in the world could you justify not going? It’s super easy to get involved, just sign up with Vaka, EVERYONE is welcome in Vaka, always! #VakaWorks. NOT Riding a Scooter Drunk There’s nothing dumber than taking a scooter while drunk, plus it’s illegal. If you hurt yourself on a scooter, you’re freezing cold, that’s how not hot you are. You’re putting yourself and others in danger with this nonsense. #Don’tBeAnIdiot.

HOT Attending Vaka Events

Ragnheiður: I usually walk or take the bus, but I also use Hopp in the spring.

Júlíus: Hopp or the bus. I hate the private car.

Don’t get me wrong, I love a good vibe cig. BUT it’s pretty lame to smoke every day. Smoking kills and all that, and it’s really not that cool. The only exception here is Júlíus Viggó (the TikTok guy) and Tinna Eyvindar (hottest girl at school), they can totally smoke every day. #smokingkills. Hey guys, I’m here to tell you what’s in... and what’s out. Sometimes it’s super obvious what’s hot, like a girl with mega rizz and a Gyatt 5000. But sometimes it’s not so clear, so I’m gonna show you exactly what’s hot and what’s totally not.

Hot or not with Eazy G

Jóhann: This term I walk or cycle.

Gunnar: I always walk to Stakkahlíð, except when it’s snowing/ raining/ windy/ too much sun/ too cold/ too hot/ when I have to go somewhere after school/ or when I don’t feel like it. Then I take the private car.

Eiríkur: Driving.

Ásthildur: Usually I just use the trip for the morning jog, Birkir: A helicopter.

Anna: Walking, it’s a short walk from the Student Gardens.

Tinna: Spain. How do you get to uni?

Ragnheiður: Oh I’m not so adventurous, it would probably have to be Sweden or France.

Júlíus: USA USA USA

Jóhann: In the cycling heaven of Itoshima, Japan.

Gunnar: It would be fun to try living in the UK.

Eiríkur: Brazil, I have many relatives there.

Birkir: Tuscany mountains in Italy.

Ásthildur: Italy

Anna: I would move back to Copenhagen.

Tinna: Lady Gaga. If you didn’t live in Iceland, where would you like to live?

Ragnheiður: Most likely Abba.

Júlíus: Sinatra, I’m completely predictable.

Jóhann: Bubbi Morthens, I was in the top 0.5% of Bubbi’s listeners in 2023.

Gunnar: Engilbert Humperdinck (rock score if anyone knows who that is).

Eiríkur: John Mayer.

Birkir: Ásbjörn Morthens.

Anna: Dean Blunt and Erykah Badu, dead tie. Ásthildur: Inspector Spacetime.

Tinna: The Danish bar because Dósi plays there. Who is your most played artist on Spotify?

Júlíus: Röntgen, I’m an art bud stuck in a conservative body (or the Danish, but only when Dósi is playing), Ragnheiður: I usually go to Einstök, the best beer and easy to chat. Then the new place next door, Ellý is also crazy. If I want to dance and sing, I go to Röntgen or the Danish bar.

Jóhann: When I go downtown, Lebowski is usually the choice.

Gunnar: All places named after ethnic groups. Irish, American, Icelandic, and of course you close the town in the Danish, especially when Dósi is playing.

Eiríkur: Ölhúsið in Hafnarfjörður.

Faculty of Health Sciences

Tinna Eyvindardóttir

Birkir: Auto.

Ásthildur: Hax if I want to dance and Petersen if I want to chat

Anna: I go embarrassingly often to Röntgen, 12 tónar is also very nice.

Tinna: Nothing because I hate buying a pink Collab for 700 ISK. What is your favourite place to go downtown?

Ragnheiður: Coffee and a roll with cheese and vegetables is a go to.

Júlíus: Coffee. I frequent the breakfast of the champions during high-pressure periods.

Faculty of Social Sciences

Jóhann: Coffee, lunch and noodles.

Gunnar: Chicken noodles with BBQ sauce or Roast beef sandwich with dates and one ice-cold Coca-Cola directly into the vein.

Eiríkur: I don’t usually buy anything, but I go to see Alfred in Hámu in Læknagard every chance I get.

Birkir: Coffee, lots of coffee.

Ásthildur: At least not nicotine pads...

Anna: Kombucha and a flat cake with ham.

Háma?

What do you buy in

Faculty of Social Sciences Ragnheiður Geirsdóttir

Faculty of Education

Júlíus Viggó Ólafsson

Faculty of Engineering and Science Eiríkur Kúld Viktorsson

Jóhann Almar Sigurðsson

Faculty of Social Sciences

Birkir Snær Brynleifsson

Gunnar Ásgrímsson

Faculty of Education

Ásthildur Bertha Bjarkadóttir

Council Members

Faculty of Health Sciences

Faculty of Humanities

Anna Sóley Jónsdóttir

Rán, Signý Rut, Snæfríður Blær

Vaka Pisces: Sæþór Már, Dagur Kára, Ásdís

Dear Pisces, keep swimming against the current—if you haven’t made it yet, try again and again until you succeed. Keep posting your dumps on Instagram, but you need a little grounding; you’re not like the Pinterest girls, sorry. You’re a bit sensitive and need to remember to be kind to yourself—you’re stronger than others because think about it: you’re a fish when you could have been a lion or something cooler.

Feb19th - March 20th

PISCES

Vaka Aquarius: Anna Sóley Jónsdóttir

Dear Aquarius, you’re quirky and definitely ahead of your time and all that, but now it’s time to use your wisdom for yourself, the same wisdom you share with your friends every day. You’re like a psychologist who doesn’t use the coping strategies they offer to their clients on a silver platter. On a night out, sometimes you need to come back down to earth; it’s not okay to have seven basil -gim lets and stand on the VIP table at Auto every single weekend. You know this. Be yourself, just a little less so.

Jan 20th - February 18th

AQUARIUS

Vaka Capricorn: Viktoría Tea Vökudóttir.

The Capricorn was probably the first person ever to say, “I’m not mad, just disappointed.” Work on that codependency and stop thinking only about money—there are other things that matter in this life. Like finishing your BA degree and setting boundaries with people. Just because some rich guy is a Capricorn like you doesn’t mean you’re going to be rich too. You can be fun—do it more often.

Dec 22 - January 19th

CAPRICORN

Vaka Sagittarius: Daníel Hjörvar Guðmundsson.

As a true Sagittarius, you know that fortune favors the bold. Now you need to come out of your shell and take some risks. Send a message to your crush—don’t just like every story from everyone you follow on Insta; try one at a time and stand tall, invite your crush to Octoberfest. If you miss the mark, just try again. But not over and over and over. Stop wasting money downtown and go to class—what’s more important? Your Snap score is so high it’s a red flag.

Nov 22 - December 21st

SAGITTARIUS

Íris Gunnars, Ragnheiður Arnars.

Vaka Scorpios: Hannes Lúðvíks, Eiríkur Kúld,

Oct 23rd - November 21st

SCORPIO

Vaka Virgo: Björgvin Viðar Þórðarson.

Dear Virgo, try being a little less uptight. No, you don’t need to plan what you’re bringing for lunch three weeks from now, and you don’t need to stress about what to write on a birthday card for your friend whose birthday is in five months. Your natural organizational skills do come in handy, though, for planning your outfit for Octoberfest. Stop being boring—I couldn’t find much more to write about.

Aug 23 - September 22

VIRGO

Ingi, Birkir Snær, Kjartan Leifur.

Vaka Leos: Tinna Eyvindar, Alda María, Jens

Freyr Þórarinsson, Björn Rúnar Kristinsson.

Vaka Geminis: Arent Orri Jónsson Claessen, Gunnar Ásgrímsson, Gunnar

Cold” by Katy Perry; people never know where they stand with you, and many would call you a “two-faced bitch.” Maybe you should take this to heart and try to be a bit more eventempered—you don’t always have to be either super fun or super boring, you can also just be in the middle. Maybe get some advice from Libra? Or the Progressive Party? But seriously, you’re great in most ways.

Your theme song is “Hot and

May 21st - June 20th

GEMINI

Breki Halldórsson.

Right? Be careful to let others have a say in conversations, and please watch out for negativity; it can sometimes get the better of you. When that happens, remind yourself that you’re a Leo, and everyone notices you when you walk into the university square... and you know that when you do the white girl dance at Octoberfest, Páll Óskar WILL notice you... or will he?

My dear Leo, who has never looked into a mirror they didn’t like, keep being the main character who can’t see the sun for their own radiance—because who cares about everyone else?

Vaka Tauruses: Júlíus Viggó Ólafsson, Kristófer

My dear Taurus, you’re often right, but you don’t ALWAYS have to be right. Your comfort zone has its own postal code, and if stubbornness were an Olympic event, you’d take home the gold. But it’s always best to have a Taurus backing you up in anything you undertake. Use your stubbornness in your studies, not on people—it will pay off in December.

April 20th - May 20th

But if you say, “I don’t know, what do you want to do?” one more time, we might lose it. It’s okay to pick a side in an argument.

Sept 23rd - October 22nd Dear Scorpio, if someone is mean to you, be careful not to sting back too hard—just a little sting and smile your beautiful smile as you do it. People tend to fear you; are you intense and mysterious, or just really good at holding onto a grudge? Try being a little less mysterious; we’re all trying to figure out if you’re angry or just deep in thought.

Vaka Libras: Valgerður Laufey Guðmunds, Ragnheiður Geirsdóttir. LIBRA

July 23rd - August 22nd

LEO

Alex Elí Schweitz Jakobsson.

Cancers of Vaka:

Are you going to Octoberfest? Are you not going to Octoberfest? Do you want to go to Octoberfest? Decisions like these can be tough for you, but don’t worry—just keep it simple and go to Octoberfest. You’re a great mediator and have such incredible charm that you can turn the hottest arguments into one big group hug, and you could probably even get Vaka and Röskva to come to an agreement.

Dear Cancer, try something new and stop living off something you did in high school. No one cares. Seriously, no one. You try so hard to be a mysterious Scorpio, but sorry, you’re not—just try being yourself. Because you’re warm-hearted, kind, and take good care of others. Remember, it’s okay to show your emotions sometimes; you’re allowed to cry if Flóni plays “Falskar Ástir” at Octoberfest.

June 21st - July 22nd

CANCER

TAURUS

Bjarkadóttir, Logi Stefánsson.

Signý Pála Pálsdóttir, Fannar Gíslason, Ásthildur Bertha

Aries of Vaka:

My dear fiery Aries, you always have to be first, and you’re even the first in the horoscope, though it’s not exactly logical that you should be there. You’re pretty impulsive, so it might be a good idea to read the instructions before you set things on fire. Though you’re quick-tempered, you also bring a lot of joy in a big package. Stop holding yourself higher than you deserve, champ.

March 21st - April 19th

ARIES

Oh, it’s always so fun to complain, but best of luck to you all in school, and tread lightly through the doors of Háma—you might just end up in the Income Report!

parking. The university has now announced that a fee will be introduced for parking this school year. Don’t panic—it hasn’t been implemented yet, but no one seems to know anything about it—neither how the fee will be structured, nor when it will be introduced, nor in what form. Vaka has always opposed parking fees at the University of Iceland, as increased expenses for students are not beneficial to anyone. Period. Now everyone is hungry and thirsty in Oddi and Háskólabíó, or broke because of the prices at Háma, and it’s all one big question mark because no one knows how the fee is supposed to work, or if you’ll need to buy a bus pass to avoid going bankrupt, or what’s going on. But Vaka is finally in the majority in the Student Council, so there’s finally hope that the university will start flourishing like a pretty flower.

Then there’s the issue of

Everyone is Hungry, Thirsty, and Broke

With their new majority position, Vaka will provide Félagsstofnun stúdenta (FS) with the support it needs to streamline Háma’s -op erations and perhaps, hopefully, lower these blessed prices.

the Faculty of Education

The author is a member of the Student Council and President of

But no one can tell me that it’s not possible to record more lectures than is currently being done. That it’s absolutely -impos sible to have Zoom or Teams -ses sions for distance students (as we all had to do during COVID). That it’s impossible to offer distance learning in more of these 100+ undergraduate programs at the University of Iceland. Is it the University of Iceland’s policy that there should be no economists in Hólmavík? No mathematicians in Seyðisfjörður? And no philosophers in Húsavík? Nice words about rural areas are always well received, but they need to be followed by real action. I call for a much stronger emphasis on distance learning within the University of Iceland. Does the University of Iceland intend to be the University of Iceland or the University of the Capital Area?

rather than in a remote setting.

Status Symbol to Shop at Háma I don’t enjoy being ripped off.

A

People sit through triple, if not quadruple, lectures there and can’t get ANYTHING unless they walk across the parking lot by Háskólabíó, through Veröld, through the tunnel, up that -ri diculous staircase at Háskólatorg, directly into the line at Háma, and then back again in ten -min utes. All this in a country where it’s winter for about nine months a year. Alternatively, they can walk over to Tæknigarður, which I didn’t even know existed until my friend quality-checked and proofread this article. Regardless, this situation is unacceptable. There were also plans to close Háma in Eirberg last spring, but that closure was postponed until the end of the year after Vaka fought to keep it open a little longer, being a student interest organization after all.

Quite the opposite. Some say that I and my fellow students fall under the category of “poor university students.” I wouldn’t go so far as to make that claim, but there certainly aren’t many university students in the Income Report that was recently -pub lished. I have long complained about the prices at Háma, as have many others, and I haven’t noticed any price reductions—not even after Háma almost closed everywhere. In fact, quite the -op posite. It’s almost become a status symbol to shop at Háma because of the prices, which is -unaccept able. Vaka has long criticized the pricing at Háma and has, among other things, pointed out that the convenience store in Eyrarbakki is cheaper than Háma, which is insane, even though Eyrarbakki is of course an exemplary place.

When I started studying political science, I could go straight from class to the Háma café in Oddi to get some sort of coffee concoction that people like to claim is brewed coffee (I’m a coffee snob and find it closer to tea than coffee, but that’s another matter). Nonetheless, I could walk into the café in Oddi and get all kinds of treats. Naturally, I took this for granted, which I really shouldn’t have because Háma was closed there, and in many other places, last spring, which is quite a scandal. However, all

Certainly, not everything can be taught through distance learning, and there are good pedagogical reasons for having students in the same room as the teacher

What are the obstacles? They can be varied: inadequate -equip ment so that lectures can’t be recorded, a lack of technical -sup port for teachers from the -univer sity, or a shortage of incentives (financial or otherwise) for adjuncts and professors to convert their teaching materials into a distance learning format. But what I fear explains too much of this lack of distance learning opportunities is the attitude of university teachers and administrators. University of the Capital Region

I have to do is walk from Oddi through Gimli to make my way over to Háskólatorg, which isn’t such a terrible outcome, even if it’s admittedly tiring. A different story could be said about the closure of Háma in Háskólabíó, which is, at best, a tragedy.

Finally, Vaka holds the majority in the Student Council. This hasn’t -hap pened during my entire time at the university, but a lot has changed over this short, yet sweet, period.

The University is Vaka-ing Up

Brief comprehensive list

Or wait a minute, what programs are available for distance learning at the University of Iceland?

Yes, that IS the complete list.

From the School of Social Sciences, programs in -anthropol ogy, gender studies, sociology, or museology are available. The only undergraduate program from the School of Humanities is Icelandic as a second language.

From the School of Education, they can study preschool -edu cation, various forms of -elemen tary school teacher education, pedagogy, or special education.

Let’s put ourselves in the shoes of a 19-year-old from Siglufjörður who has just graduated from Menntaskólinn á Tröllaskaga and is interested in enrolling in a bachelor’s program via distance learning at the University of Iceland. What options are -availa ble for this prospective university student?

It’s safe to say that this new graduate is not in an enviable position. Certainly, there are other universities in Iceland, and many of them offer excellent distance learning options. But isn’t it strange that there isn’t a wider variety of programs available at the University of Iceland for those who choose to live further away from the capital area? People who perhaps have their own families, with children in elementary schools, and deep roots in a -com munity they don’t want to leave.

No Economists in Hólmavík, thanks. No Physicists in Egilsstaðir, thanks No Engineers in Vopnafjörður, thanks. Access to higher education is something most of us in Iceland take for granted. We have staterun universities without tuition fees (though with registration fees) that are supposed to ensure access regardless of financial situation. We offer student loans in the hope of giving university -stu dents the opportunity to focus on their studies instead of work, and we offer distance learning so that people can pursue higher -educa tion regardless of where they live.

University of the Capital Region?

Gunnar Ásgrímsson
President of the FoE
Signý Pála Board Member

As I have no mentioned, it is important to always keep your guard up, throughout the university you can find opps that will try to knock you down and you should beware of them! It can be difficult to identify these idiots, but your eyes and ears will almost always try to trick you, so you need to sniff them out. They all have a sour smell, almost bitter, not unlike the smell that arises if someone decides to poopmax and pee all over themselves, but they all have the same scent; Dior Sauvage. I don’t expect you to follow in ishowspeed’s footsteps just by reading this alone type shi and it’s necessary to not pretend you have unless you want to look like some goofy ahh smurfs.

not perverts!

@vaka.fls

The most important thing when walking within the walls of the University of Iceland is to show superiority everywhere and everytime, you are better than everyone else. Let’s say you’re on your way to class and bump into your best friend and you accidentally make eye contact, he might even say hello, but it’s important to stay quiet. What you NEED to do is look to the side, mew in his direction and go home. You are therefore no longer going to be attending class as it is a small price to pay for salvation, as a result you have succeeded in mogging your best friend and it is clear that you are on the right path. This also applies to acquaintances and strangers, but it is also acceptable to throw in a quick “SUIII” if people cringe at your incredibly dominating behavior. Another thing to keep in mind is that you should never get caught staring at a gyatt, if that happens, all hope is not lost, but it’s important to pick up the phone and pretend to be talking to Zachirfic or Kai Cenat about stonks or another thing that could be considered nicely done and skbidi. Remember, we are sigmas, not betas, and absolutely

Gronk! Do you think he put

that rizz on Livvy Dunne just by edging all day long? Not at all, the ways of Optimus Prime can be traced back to ancient Ohio where people learned to goon long before they learned to walk. However, it would be unrealistic to expect that some beta‘s and even alpha‘s could become a true sigma, but even so, I will do my best to teach you and give you some advice.

Not to lose all the aura you put blood, sweat and tears into collecting over the summer, that would be a shame to be fanum taxed in the first week right? No worries! I have long specialized in auramaxing and will of course do everything in my power to make sure you have all the tools to achieve infinite aura. This doesn’t just happen overnight though, I mean just look at Baby

The time has come, school is starting again to the great pleasure and satisfaction of many, but you should be careful...

Skibidi sup!

They call me Dagur K-aura-son

I wonder why?)

“If I had just filled up the tank yesterday, I would have been ahead of these damn pigs.” I get stuck behind the police, doing 90 km/h the entire way, and reach Straumsvík at 7:50 AM. As I’m about to reach the roundabout by the N1 in Hafnarfjörður, I’m met with an infinite line of cars… It’s 8:43 AM, and I finally turn onto Hjarðarhagi to park outside VRII. I completely lose it when I see that this is the first day they start charging for parking. “Nothing that the damn U-pass could have done would have helped me in this situation.” (Though the implementation of the parking fee has been delayed in real life...

I step hard on the gas -ped

Hindered by the guard dogs of the state

Mentos into Diet Coke.

On my right, I could see the volcanic plumes in all their glory, reminding me of when you drop

that. I turn the key and start the engine, only to see that the damn gas light is on. “Damn, damn it all to hell”, I shout out loud. Everything was working against me that day. It was 7:15 AM, so if I wanted to beat the morning -traf fic, I needed to hurry. I speed off and fill up the tank at the nearest self-service station, costing me a fortune, and then zoom onto the Reykjanesbraut highway. It was 7:25 AM as I merged onto the road near Fitjar in Innri-Njarðvík.

al because I plan to pass the aluminum plant in Straumsvík around 7:40. Just as I’m about to reach the Grindavík exit, I see the police coming up the on-ramp. I yell in frustration.

I slump into the car, wondering what kind of idiot I am for asking

The garbage truck crew is -col lecting trash in the neighborhood as I approach the car door. “Any traffic on the highway?” I ask the garbage man. He stares at me for a good three seconds, says -noth ing, and continues doing his job.

of the day on Zoom, but since I’m studying engineering, it’s more likely that interest rates will drop than that the lecture will be recorded. I head to the bathroom, wash my face, and brush my teeth. Since I woke up relatively early this morning, I had a bit of time for breakfast, so I down a bowl of skyr, a banana, and a cup of black coffee. Damn, damn it all to hell I step outside and walk to my car.

Imagine this, because soon it will be my -real ity: The alarm clock rings, and I wake up. It’s 6:39 AM, so I pry myself up and sit on the edge. “Damn, I feel like -ham mered shit,” I think to myself. The night before, I had been making up some ridiculous horoscope for the rat bastard, our editor Hannes. I was already reaching the deadline with it because I had recently been in Poland the week before. I jump out of bed, get dressed, and grab my things. I snoozed this morning because I was feeling sickly. In a perfect world, I could take my first class

Mad Max: Fannar Road

Fannar Gíslason Board member
Dagur Kárason
Board Member

10 Good Tips for New Students

As I have tried to convey to you, dear reader, it is clear that Vaka members have contributed to significant advancements within the University over these nearly 90 years. Much of what most students cherish about the school is simply thanks to the Vaka members of the past. However, it is now up to us current Vaka members to prove that we are worthy of this trust, and we intend to continue working hard to make the University of Iceland a better place, to improve student welfare, and to carry on the journey that Jóhann Hafstein and other democratic students began in 1935.

Let’s Carry on the journey!

everyone had a great time, with the celebrations continuing into the early morning hours, much to the dismay of the headquarters’ neighbors. It has simply been the case throughout the years that nowhere is it more fun to be than at Vaka’s victory parties, where the atmosphere is always electric, and beer flows through every hallway. The victory party in 1989 is probably the most notable, as in its aftermath, the Vaka House, owned by Vaka, burned down. Vaka won, and Vaka burned, but as only Vaka members can, they all banded together and rebuilt the building, and it was as good as new shortly thereafter.

One could indeed say that the motto of Vaka members at that time was “work hard, play hard,” as the victory was celebrated thoroughly and enthusiastically once it was achieved. Vaka’s election night was fantastic, and

Vaka members all worked -togeth er tirelessly, securing the victory primarily through the -relent less efforts at Vaka’s campaign headquarters at Hverfisgata 94.

As everyone knows, Vaka managed for the first time since 2016 to secure a majority in the Student Council this spring. A lot of hard work went into this, as

Vaka won and Vaka Burned

reader, can walk a few meters straight from your classroom and grab a cold one!

After Vaka’s founding in 1935, the association quickly gained strong support and was, for nearly 40 years, by far the most powerful force in student politics. During that time, Vaka often formed the majority in the Student Council, either on its own or by forming a coalition with other student movements. However, Vaka’s dominance began to wane in the 1970s, but with the arrival of the 1980s, Vaka regained its strength.

Highs and lows but always a blast

1935, Vaka, the Association of Democratic Students. The group behind the founding of Vaka was diverse, but the main driving force was Jóhann Hafstein, who would later become the Prime Minister of Iceland from 1970 to 1971. It is clear, therefore, that from the very beginning, capable and promising individuals have stood guard for Vaka. Today, former Vaka members can be found serving as city councilors, members of parliament, Supreme Court justices, ministers, and in various other important roles.

This was largely thanks to the fact that members of the Association of Reformist Students, which had emerged by then, were often more willing to collaborate with Vaka to form a majority than with the Association of Left-Wing Students, as it was known. In the last few decades, the story has been that Vaka has often had long periods of holding the majority, frequently achieving significant victories in the student welfare struggle. It would take the author an eternity to list all the great advancements that have taken place with Vaka at the helm, but perhaps most notably, Vaka played a key role in the establishment of the Student Services Organization by law in 1968, the extended opening hours of the National Library, and last but not least, the reopening of the Student Cellar after a fiveyear closure in 2012. It is therefore thanks to Vaka that you, dear

This group of students, who were troubled by these trends, believed that these movements were not in the best interest of students and instead wanted to promote moderate democratic values. This led to the -estab lishment of a new movement in

On the one hand, there was the Association of Radical University Students, founded in 1933, which promoted communist values, and on the other hand, the Association of Nationalist Students, founded in 1934, which vigorously advocated nationalist ideals within the university at a time when nationalism was sweeping across Europe. These were therefore turbulent times among Icelandic students, and a certain group of students were deeply concerned about this -de velopment, as these movements represented quite extreme views.

As nearly 90 years have passed since Vaka, an association of pro-democracy students, was founded, it is worth reflecting on its origins. Vaka was established in response to the formation of two student associations at the University of Iceland, which adhered to extreme ideologies.

Kjartan Leifur Sigurðsson Board member
SHOW UP TO CLASS
PARK AT HR
free parking there
BRING LUNCH
Háma is too expensive GET TO KNOW PEOPLE

We look forward to bringing you along on this historic academic year that awaits us!

The new Vaka majority does not intend to get stuck in the same ruts as the administration of the last seven years but rather elevate the work of the Student Council to new, previously unforeseen heights, which will bring enormous benefits to students and the Student Council.

The operation of the office is not a clock-in, clock-out job, but a dynamic and energetic effort that more closely resembles a startup company than a government agency.

The reality is that the operation of the Student Council and its office is simply of a different nature than it has been in recent years. The Student Council is now in a massive growth phase where not only thinking outside the box is happening, but the very box itself is being completely reimagined.

Innovation in the Student Council

It is our belief that with this campaign, we will achieve much more real progress than the sit-ins and accusations of the past have accomplished.

The new Vaka majority in the Student Council will launch a massive environmental campaign. With it, we will shed light on whether and how environmentally friendly the businesses that students patronize are, thereby encouraging them to operate more sustainably as well as better informing students and others about their consumption habits.

examples and the issues vary, but advocacy never sleeps.

We will give the Student Services the support they need to straighten out the operation of Hámu and stop the closure of store locations. The closure at Eirberg has been prevented, and our goal is to keep Háma open there and elsewhere. We will insist that if part of the registration fee is ruled illegal, it will be refunded. We will do everything in our power to ensure that it doesn’t cost students more just to attend school. These are just a few

However, the work of the new Vaka majority in the Student Council will not only be characterized by events, entertainment, and unprecedented excitement. Advocacy will not be forgotten. SHÍ will continue to fight for improved conditions for students. In terms of the Student Loan Fund, we will emphasize improvements on the cost of living side to improve the conditions for students living on student loans. We will continue to press the university to improve study facilities and examination conditions.

The Issues Won’t Be Forgotten

Háskólatorg will flourish during the academic year. The Student Council will ensure that something is happening in the building every single week, whether it’s a pop-up by the Student Council’s sponsors, concerts by musicians, or simply something nice.

Annual Celebration for All Students

We in Vaka plan to revive the spirit around Sovereignty Day and dress it in a new glory on a grander scale than has been customary in recent years, yet with a connection to the past. Stay tuned for more details.

The most solemn day for us Icelandic students is December 1st, Iceland’s Sovereignty Day. The Student Council has always celebrated the day, but the scale has diminished in recent years.

The Student Paper -(Stúdenta blaðið) is 100 years old. This will be celebrated with a special edition launch party, and the paper itself will be incredibly collectible, perfect for the coffee table, to be archived at the National Archives, or to pass down to future generations. No expense will be spared in the writing, design, printing, and general editing to create the most magnificent publication year of Stúdentablaðið in living memory.

Let Us Honor Milestones

implemented at Oktoberfest until now, with Vaka finally taking charge—because Vaka works.

The Student Council will introduce a brand-new event, the SHÍ Annual Ball. As many know, the other university in Vatnsmýrin, which calls itself Reykjavík University, holds a single joint annual ball that all the students of the school attend. A similar event has not been available for students at the University of Iceland, only annual balls hosted by individual student associations, but we plan to change that. In February, we intend to hold a massive and glamorous annual ball for all University of Iceland students, which will also be the largest and most splendid event of its kind in Iceland.

Additionally, this year’s festival will be the most environmentally friendly yet, as it will be partially powered by green energy for the first time, instead of relying solely on diesel generators. Water tanks will be set up so that water is available without plastic bottles, and for the first time, waste will be properly sorted at the festival. Although environmental issues have been on the Student Council’s agenda for many years, they have not been properly

The Student Council will secure much greater financial gain from the festival than before, which will significantly strengthen the funding and operations of the Student Council beyond what has been known until now.

The Bavarian atmosphere will be so palpable and real that you’ll have to pinch yourself to make sure you haven’t accidentally woken up in southern Germany.

The twentieth SHÍ Oktoberfest will be celebrated in Vatnsmýrin in its most glorious form to date.

Seven years have passed since Vaka was last in power in the Student Council. Seven years of stagnation have finally come to an end, and Vaka is determined to make up for the accumulated needs of the last seven years in just one year! Ahead, under Vaka’s leadership, lies (possibly) the most magnificent year in the history of the Student Council. Less Diesel, More Electricity

The Start of the New Vaka Era

Júlíus Viggó Ólafsson
Chairman of Vaka

heiðurRagn ars,Arn Economics.

anKjart urLeif Sigurðs, Law.

arFann ,Gísla Electrical and Computer Engineering.

urríkEi Kúld Viktors, Medicine.

urDag Kára, Business Administration.

irBirk Snær Brynleifs, Law.

esHann son,Lúðvíks Economics International Representative hannJó arAlm urðsson,Sig

Head of Publications

Economics

Íris ir,dóttarsGunn

Event Manager

Environmental and Civil Engineering Board members

However, Vaka’s journey is just beginning, and we will continue to fight vigorously for the interests of students at the University of Iceland,” says Sæþór

Már.

oríaVikt Tea ir,dóttVöku Nursing Marketing Representative Tinna ir,dóttarvindEy Psychology

Spokesperson

Alda María ir,Þórðardótt Economics

Business Administration Vice-Chairman

Sæþór Már son,Hinriks

usJúlí Viggó son,Ólafs Economics Treasurer ferKristó Breki son,dórsHall Business Administration Secretary

“Gratitude is at the forefront of my mind at this milestone, and I would like to take this opportunity to thank the outgoing board for their excellent work on behalf of the association. It has been incredibly rewarding to participate in the resurgence of Vaka, where a significant milestone was achieved with our victory in the recent Student Council elections.

Arent Orri Jónsson Claessen.

Chairman

Már Hinriksson was elected chairman of the association, succeeding outgoing chairman

The general meeting of Vaka, the Association of Pro-Democracy Students, was held on April 7th in Gróska. Business student Sæþór

The New Vaka Leadership

“Thanks to Röskva”

utB we can’t pretend that the impending parking fees will be some sort of dreadful torture. A softer approach is being taken, where we students and staff will be able to register for parking on a monthly basis for a “modest fee,” which has been promised to be just 1,500 ISK. We can only hope that this promise holds.

Not the End of the World

utB let’s not forget how our all-knowing friends at Röskva saved us from full parking fees and delivered this compromise with a simple yet clever political maneuver: Fighting every day with the goal of making all students pay full price, hoping for the utopia of the U-Pass that never -materi alized, and when the university decided not to listen to them, publicly thanking themselves anyways for landing us a cheap and gentle solution. Brilliant!

God Bless HÍ’s Delays nI fact, the fees were supposed to come into effect on September 1st. That day came and went, and still, no sign of parking attendants. Like the relocation of the School of Education to Saga or the construction at the University Square entrance, delays have occurred in the implementation of the parking fees. The introduction of fees is now postponed by a few weeks or months. Who knows? But of course, we students are utterly grateful for the university’s slow pace in carrying out these projects. Let’s thank the heavens for every single day that it doesn’t cost us more to attend our beloved school.

Signý Pála Páls, Political Science. sA

most of you are aware, the university will introduce parking fees on its parking lots this fall. Some claim that the rector is personally opposed to parking fees on students, but there’s no solid evidence to support or disprove that. Either way, whether that’s true or not, it doesn’t change the fact that parking fees are coming this fall, and that’s that!

“The

Real Treasure Was the Friends We Made Along the Way”

beer all school year. The goal of the elections isn’t simply to win them but to determine what we do afterward. Winning by itself would be worthless. We win -elec tions to influence and improve the daily lives of students as best we can. No one else is fighting for our interests except us; we need to take the initiative and make our mark.

The goal of this magazine is to spark your interest in our work at Vaka and to get as many of you as possible to be active -partici pants in student politics, which is much more fun than it might sound. If you’re interested in fully engaging in university social life, I encourage you to attend the events we hold and reach out to the people you see in this magazine. “The real treasure was the friends we made along the way” is nowhere more true than in student politics. This -maga zine is like life, dear reader—it’s about enjoying the journey, not a specific destination. I hope you enjoy the magazine as much as I’ve enjoyed creating it.

People ask me, “Isn’t student politics just a pointless popularity contest?” You and I, dear reader, know better, even if it might seem that way on the surface. Sure, it’s all about the elections in March. That’s why we churn out magazines and give away lots of

If you are interested in -partici pating in the election magazine,

Glaðvakandi, and it is the first of two magazines we publish each academic year, the second being the election magazine that comes out in March just before the Student Council elections.

A

Pointless Popularity Contest?

However, this magazine is much lighter in tone, with a focus on entertainment rather than dry advocacy, though that shouldn’t be forgotten.

get in touch with me, and I’ll get you into Vaka’s editorial team.

the Chief Editor

I spent the whole summer buzzing with excitement, eager to start working with Vaka again, meet more people, and have endless fun. Vaka, this little but rapidly growing society, started blossoming, with more and more top-notch people joining. The society became incredibly strong by the time the elections rolled around last spring, resulting in us winning the majority in the Student Council for the first time since 2016. The coming year is crucial for Vaka, which can certainly keep growing, so I encourage you, dear reader, to join us in Vaka. Seize the opportunity—expanding your network is the most valuable thing you can take with you from university into life.

Important Thing

Welcome to Vaka’s autumn magazine, dear reader. As usual, our autumn -mag azine is called

Address of

I came across some magazine

Your Network Is the Most

Expanding

I noticed some hustle and bustle in one of the buildings, and as I paused, I realized that Vaka was up to something—the society that had somewhat appealed to me earlier in the winter. There

I didn’t think much more about this circus until I was walking down Hverfisgata in March 2023.

A Plumber and Vaka with a Clogged Toilet

Now that was more light-hearted and fun. There was some mention of student issues, and I thought, “Yeah, okay, this makes sense.” Glaðvakandi was clearly published by the other society that fought for student interests, Vaka, which seemed to be on its last legs at that time. Two out of seventeen in the Student Council by then, and one out of seventeen the year before.

I just closed the magazine and thought, “Well, someone’s got to do this.” It wasn’t until a bit later that I stumbled upon another magazine called Glaðvakandi.

at school, Röskva’s Autumn Magazine. Apparently, there was some strange politics going on at the university. I had always been interested in doing good and improving things that mattered to me. I started looking into it and saw that Röskva had held the majority in the Student Council for six years. I flipped through Röskva’s Autumn Magazine and was a bit surprised. None of it really resonated with me. But

I stood on the other side of the street, with no Patagonia vest on, as I was no longer in the mindset of having a boring time. I walked in and was welcomed as if I were a plumber and they had a clogged toilet. What a reception! They told me that elections were coming up and asked if I’d be interested in helping out with Vaka. I said I’d be willing to consider it and then woke up two weeks later, having barely left Vaka’s campaign headquarters. By then, I had met a whole bunch of amazing people that I’m still in touch with. We lost that election, for sure, getting five out of seventeen seats in the Student Council, but man, it was fun.

a Finance Bro

That kicked off a chain of events that just kept growing and hasn’t stopped yet. I joined the student society, attended company visits, and expanded my network even further. Then, one day, everything changed.

Strange Politics

When I woke up the next day feeling like a wreck, I had to rethink everything. Isn’t university supposed to be boring? Could this actually be fun? I wondered if Hilmar, who I met yesterday, showed up to work this morning.

“I have a cousin in Sauð-ár krókur!” “Dude, I know him.”

“Are you from Sauðárkrókur?”

Now I was facing a situation I hadn’t anticipated—did I really have to meet new people? I already had plenty of friends from previous school levels and had no intention of adding more! But as I stood there in the middle of the community center, in my finance-bro outfit, the old saying proved true: alcohol makes boring people talk. There was some chatter, and the joy of this boring guy was in full swing.

More Friends

I Don’t Need

back home in Skagafjörður were coming in handy. The bus with the buses didn’t stop until we reached a community center way out in the countryside. There, the group was locked inside, and the bus was gone.

My shirt was ironed, my Oxford shoes polished, and my Patagonia vest ready. Man, I was going to be boring, and man, I was going to have a boring time. On my first day, some student society (King Mágus) shows up and herds all of us freshmen onto a bus. I know you won’t believe this, but inside the bus, there were even more buses, hundreds of them. I was completely shocked—this was not what I had signed up for; university was supposed to be boring. Now, the years of practice in Olympic glass-lifting

A Bus Within Buses

I remember the autumn when I started at the University of Iceland. Autumn 2022. I was anxious. Somehow, I had this idea in my head that after high school, all the fun was over. Now it was time to crawl into university, get a degree, and then start a future as just another cog in the corporate machine. I had enrolled in Business Administration and was more than ready to have a boring time after all the fun I’d had in earlier school years.

Now, my favorite time of year is upon us: autumn. Autumn is a time of change; autumn is the beginning of new times. In autumn, you make decisions.

Almost

Sæþór Már Hinriksson
Leader of Vaka
Hannes Lúðvíksson
Chief Editor of Glaðvakandi

In the early hours of Friday, March 22nd, a significant shift became apparent at the University of Iceland. It was revealed that Vaka had secured nine representatives elected to the Student Council, marking their first majority since 2016. The enforcers of the law take to the dance floor As only Vaka members know how, the victory was celebrated long into the night at Vaka’s election headquarters on Hverfisgata 94. The “Democracy Band,” Vökubandið, performed live, and the festivities were so lively that officers from the Capital Area Police stopped by four times, thoroughly enjoying themselves. Karen from the second floor also made an appearance, demonstrating that she wasn’t just the building association’s chair but also a skilled dancer, twirling across the floor with her phone held high, cheering on the treasurer with enthusiastic shouts, which were eagerly echoed back. Rumor has it that the then-chairman quietly slipped away from the dance floor around the same time.

A Rough Morning

After a night of prolonged dancing, which could have easily gone on longer, Vaka members woke up the next day to the harsh reality—they now had to take over the Student Council and run the show. Reports suggest that Fannar Gíslason felt the weight of this responsibility the most, waking up alone on a couch in the back room of the headquarters, perhaps because he’s from Keflavík, a fact we’ll delve into later in this paper. Though many woke up hungover, Vaka members are thankful they didn’t wake up covered in ash, as happened to the Vaka House after the 1989 election night when Vaka won, and Vaka burned.

End of a Seven-Year Drought

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.