Glaðvakandi: jólablað 2024

Page 1


GLAÐVAKANDI

Vaka sparar þér hálfa milljón!

Kjartan Leifur Sigurðsson

Meðstjórnandi Vöku

Segjum sem svo að stúdent við Háskóla Íslands fari tvisvar í viku á Stúdentakjallarann og drekki þar tuttugu Lite bjóra í hvert skipti. Segjum líka sem svo að í öll þessi skipti fari viðkomandi

í vitlausum buxum, gleymi þar með stúdentakortinu sínu heima, og fái þar af leiðandi ekki afslátt af bjór gegn framvísun stúdentakorts. Sé þetta reikningsdæmi tekið alla leið er ljóst að viðkomandi hefði getað sparað sér 499.200 krónur á heilu ári, hefði stúdentakortið verið með í för. Þetta er auðvitað mikill peningur, sér í lagi á tímum hárra stýrivaxta og verðbólgu.

Haldi þessi stúdent þessari hefð

sinni gangandi þá er hann heldur betur lukkunnar pamfíll, í ljósi nýjustu fregna. Þannig er nefnilega mál með vexti að meirihluti Vöku í Stúdentaráði hefur séð til þess að stúdentakortin eru nú aðgengileg í Aur appinu. Þessi stúdent þarf því aldrei aftur að huga að því að fara í réttum buxum eða með veski á KJA og getur því sparað sér þessa tæpu hálfu milljón, jafnvel keypt sér eitthvað fallegt.

Vaka hefur alltaf reynt að beita sér fyrir því að laga og betrumbæta litla hluti sem raunverulega bæta líf stúdenta í hinu daglega lífi. Það að stúdentakortin séu nú aðgengileg rafrænt í síma stúdenta er gott og heillavænlegt skref í þá átt en við erum svo sannarlega ekki hætt, við munum halda áfram að beita okkur fyrir litlum sem stórum skrefum sem gera líf stúdenta þægilegra, því Vaka einfaldlega virkar!

Baráttan um Vatnsmýrina Það sem allir vissu var staðfest þegar Háskóli Íslands sigraði hr á HÍ-hr deginum.

Jólaskrautið óþarfi í október

Hannes Lúðvíksson

Ritstjóri Glaðvakanda

Fólk hélt að ég væri búinn að missa allt vit þegar ég sagði að jólablaðið kæmi út um miðjan nóvember. En staðan er sú að seinasta kennsluvikan er núna og því mátti það ekki koma út mikið síðar. Ég sé fyrir mér að þú sért að lesa þetta blað í skólanum þegar þú átt að vera að læra fyrir jólaprófin og vonandi er þetta blað eitthvað sem litar upp daginn þinn á þessum myrku tímum. Íslendingar hafa alltaf verið

mikil jólaþjóð enda eru jólin ljósið í myrkri vetrarins, óþarfi samt að hengja upp jólaskrautið í október.

Ég er kosningafíkill

Þegar ég byrjaði að skrifa þetta jólablað sem átti að koma út um miðjan nóvember, hafði ég ekki hugmynd um að kosningar 30. nóvember myndu dúkka upp eins og jólasveinn á sterum og kollvarpa öllum áætlunum. Það breytist því frá að það væri ekkert að gera í að allir vildu taka upp tímann minn í allskonar kosningarugl og allur frítími fer í hámhorf á kosningatengdu efni. Það er þó ekki þannig að ég geti kvartað yfir þessu ég er einfaldlega kosningafíkill og er því alltaf til í

kosningaleikinn. Þessi kosningafíkn hefur vaxið með mér síðan ég tók fyrst þátt í kosningabaráttu Vöku fyrir tveimur eða þremur árum. Undanfarin ár hef ég orðið mikill hrekkjavökukall, það brýtur upp árstíðirnar og frestar jólamaníu Íslendinga. Það gleður mig á hverju ári að sjá þessa hátíð verða stærri og stærri. Fjölskyldufólkið gengur á milli húsa á meðan við unga fólkið klæðum okkur upp helgina (og helst helgina fyrir) og svo líka á deginum og gerum okkur að fíflum á götum bæjarins.

Gleðilega neysluhátíð Þakkargjörðarhátíðin er önnur hátíð sem við mættum taka upp frá

Bandaríkjunum. Hvað hefur það að gera með Ísland? Þetta smellpassar á milli hrekkjavökunnar og jólanna þar sem hægt væri að klára stórfjölskylduboðið fjórum vikum fyrir og létta á jólastressinu. Við erum hvort sem er með „black friday“ og alla þá vitleysu. Mig vantar líka afsökun til að elda kalkún og er í stanslausri baráttu um að fá hann um jólin. Við skulum engu að síður ekki missa okkur í hégóma, því segi ég: Gleðilega neysluhátíð! Þú getur nú loksins fjárfest í dýrum gjöfum sem enginn bað um, borðað eigin líkamsþyngd í reyktu kjöti og skreytt allt húsið með glingri frá Kína. Ég veit að þetta hlýjar ykkur um hjartarætur.

Vetrar-stjörnuspá Glaðvakanda

HRÚTUR

21. mars til 19. apríl

Mundu það að oft er hugmyndin um eitthvað mun betri en raunveruleikinn. Þú verður að fela það þegar þú verður ósáttur við jólagjöfina þína og mátt ekki sýna öllum hversu vanþakklátur þú ert. Það er ekki jólaandinn. Þú munt fá fleiri gjafir og þær verða fínar, en mundu þó að það er hugurinn sem skiptir máli og það er sælla að gefa en þiggja. Ekki gleyma keppnisskapinu þegar þú spilar með fjöllunni, en vertu samt ekkert að monta þig af því að hafa svarað öllum spurningunum rétt.

NAUT

20. apríl til 20. maí

Reyndu að halda ró þinni og fara ekki að rífast við alla fjölskylduna á aðfangadagskvöld, borðaðu bara jólamatinn og bíddu eftir að fá að opna pakkana. Svo þykistu auðvitað vera of saddur til að geta hjálpað til við að ganga frá, sestu þá bara hjá trénu, hristu nokkra pakka og reyndu að giska hvað er í hverjum. Þú munt skipuleggja jólagjafainnkaupin vel og ekki enda á kúpunni! eða hvað?

TVÍBURI

21. maí til 20. júní Úff… þetta getur verið svolítið erfiður tími. Fjölskylduboðin eru yndisleg, en um leið alveg hrottalega lýjandi. Fjarskyld skyldmenni sem þú nennir ekki neitt að umgangast verða stærri hluti af lífi þínu, en þú þarft ekkert að láta þig hafa það. Fjölskyldan er ekki bara það fólk sem er blóðskylt þér, heldur þeir sem standa þér næst þegar mest á reynir. Haltu utan um það fólk um jólin, því þeim þykir vænna um þig en þú heldur.

KRABBI

21. júní til 22. júlí

Jæja krabbinn minn. Þú þarft ekki alltaf að láta eins og þú sért að leika í sorglegu tónlistarmyndbandi á meðan þú horfir á bráðinn snjó renna niður bílrúðuna. Reyndu að sjá það jákvæða við lífið, enda eru jólin á næsta leiti og jólin eru tími ljóss og friðar. Mundu samt að huga að þér sjálfum um jólin og taktu ekki að þér að reyna að laga vandamál allra í kringum þig.

LJÓN

23. júlí til 22. ágúst

Ekki keppast um athygli við jólasveininn á jólaballinu, það er hans sena, reyndu að hemja þig. Við erum ekki mætt í jólaboð til að dást að þér. Eyddu jólafríinu í að tengjast þínu innra barni, farðu á sleða og gerðu snjóengla, hlauptu síðan heim í kakó og piparkökur. Mundu samt að það nennir enginn að gera tiktok dans með þér í jólaboðum, sestu niður, svalaðu þorstanum með malti og appelsíni og leyfðu öðrum stjörnum að skína skærar yfir jólatímannþinn tími mun koma á ný.

MEYJA 23. ágúst til 22.september

Jólin geta verið stressandi tími en gleymdu ekki að slaka á og njóta. Sestu í sófann, fáðu þér lakkrístopp og leyfðu hinum að sjá um stressið. Þú þarft ekki alltaf að vera í verkefnastjórahlutverkinu. Plís ekki skemma aðfangadaginn fyrir allri fjöllunni, ekki fara að rífast af því að hárblásarinn er enn þá í sambandi á borðinu inni á baði eða af því þú hafðir ekki nægan tíma til að pakka öllum pökkunum inn fjórtán borðum og slaufum. Öllum er sama.

23. sept. til 22. október

Þú elskar að vera people pleaser en í jólanna bænum ekki sætta þig við að hafa rjúpur í jólamatinn því alla fjölskylduna langar það, þegar þig dauðlangar í kalkún. Settu símann á do not disturb, skelltu Home Alone í tækið, borðaðu smákökur og njóttu þess að slaka á. Mundu síðan bara eftir því að velja hvort þú ætlir að eyða jólunum hjá mömmu þinni eða pabba og plís ekki gleyma að læra fyrir lokaprófin þó svo það sé drama hjá vinum þínum sem þú heldur að þú þurfir að leysa—því spoiler alert: þú þarft þess ekki

SPORÐDREKI

24. okt. til 21. nóvember

Reyndu að láta það ekki fara í skapið á þér þegar frændfólk þitt spyr þig í jólaboðunum af hverju í ósköpunum þú sért ekki á föstu. Ekki kenna öllum öðrum um það, þú ert alveg stundum vandamálið. Merkúr er alltaf í einhverju retrograde og tími til kominn að lifa í núinu og líta inn á við. Sniðugt væri, elsku sporðdreki, að biðja um ilmkerti, yoganámskeið og orkusteina í jólagjöf, new year new you.

BOGMAÐUR

22. nóv. til 21. desember

Eyddu örvum þínum í að hitta á réttu jólagjafirnar handa þínum nánustu en ekki í fólk á smitten, þú getur fengið athygli annars staðar, eða hvað? Þú ert ekki bogmaður fyrir ekki neitt, nýttu krafta þína á Þjóbó í prófaseasoninu, nema þú viljir falla og eyða öllu jólafríinu í að læra. Ekki gleyma sjálfum þér í öllu jólagjafastússinu, gefðu þér líka jólagjöf <3

STEINGEIT

22. des. til 19. janúar

Þó að þú lítir almennt á þig sem skærustu geitina þá verður þú að deila þeim titli með jólageitinni í IKEA, þangað til hún verður brennd, því þá verður hún mun skærari en þú. Þið jólageitin eigið meira sameiginlegt en þú heldur. Svo virðist sem allir vilji kveikja í þér, en þú ríst alltaf aftur upp, sama hvað á dynur. Nýttu jólafríið í að horfa til baka og hugsa hvernig þú hefðir getað unnið rifrildið ef þú hefðir bara komið með betra mótsvar.

VATNSBERI 20. jan. til 18. febrúar

Núna sérðu kannski eftir því að hafa eytt svona miklum pening í Hámu og í sweet treats í sjálfsalanum í Odda á milli tíma <3 en hey, það er allt í góðu því þú getur gefið fólkinu þínu samverustund í jólagjöf, win win. Ekki byrja að skipuleggja næstu önn fyrr en hún byrjar. Leyfðu þér að njóta í jólafríinu. P.s. pantaðu sálfræðitímann fyrir janúar núna og slayaðu yfir áramótin as usual.

FISKUR 19. febrúar til 20. mars

Ef þú ætlar að gráta um jólin getur þú a.m.k. falið þig á bak við jólatréð, það sér þig enginn þar. En það er skiljanlegt að gráta, þessi önn hefur verið erfið en þú komst í gegnum hana eins og alltaf ­ enda sigrastu alltaf á straumnum. Eyddu síðan ekki of miklum tíma í að láta þig dreyma um hin fullkomnu jól sem þú áttir í æsku, það verður komin Þorláksmessa áður en þú veist af og þú átt eftir að kaupa jólagjafir handa öllum.

VOG

FÖSTUDAGUR 15. NÓV

Framtíðin

Ragnheiður Geirsdóttir

Sviðsráðsforseti Félagsvísindasviðs

Áður en ég gekk til liðs við Vöku óraði mig ekki fyrir því flókna kerfi sem myndar háskólann okkar og starfsemina í kringum hann. Innan einungis Stúdentaráðs eru ótal nefndir sem einblína á mismunandi þætti og baráttumál, sem snerta stúdenta mis mikið frá degi til dags, þó allar mikilvægar. Á bak við tjöldin er mikið púður sem fer í hvert málefni og atriði fyrir sig. Eitthvað jafn venjulegt og sjálfsalar krefst vinnu og metnaðar, því í raun og veru er ekki margt sjálfsagt í fjársveltum háskóla. Frá upphafi hefur Stúdentaráð staðið vörð um hagsmuni stúdenta og í ár er engin undantekning. Fyrri önn skólaársins tekur brátt enda og margt sem Stúdentaráð með Vöku í forystu hefur áorkað. Með nýju fólki og nýrri fylkingu fylgja miklar breytingar í rekstri og verklagi.

Hagnaður Októberfest mikill og hátíðin aldrei umhverfisvænni en nú Skólaárið byrjaði heldur betur með látum. Uppi varð fótur og fit strax í byrjun í tengslum við Októberfest þar sem gömlum samningi við rekstraraðila var rift og í kjölfar urðu miklar breytingar á rekstri sem og útkomu hátíðarinnar, sem gekk vonum framar og Vökuliðar einstaklega stoltir af sér og sínu fólki. Hátíðin kom út í miklum hagnaði og Stúdentaráð mun nýta sér það til frekari umbóta í hagsmunabaráttunni. Einnig ber að nefna að hátíðin hefur aldrei verið umhverfisvænni og vatnsverndarsvæðið í Vatnsmýrinni var ósnert. Að auki voru stúdentar mjög ánægðir með vikuna fyrir Októberfest sem var stútfull af

er björt—hún er gul

skemmtilegheitum eins og HÍ­HR dagurinn svo eitthvað sé nefnt.

Vaka vænkar veskið Nútíminn bankaði upp á og nemendaskírteini Háskóla Íslands urðu rafræn. Í þokkabót fá stúdentar allskyns afslætti gegn framvísun á námsskírteini, því jú, hver króna skiptir máli og mér sýnist sem svo að flest séu hæstánægð með þetta fyrirkomulag. Að því sögðu var einnig eitt af fyrstu verkefnum okkar að funda með háskólamálaráðherra varðandi Menntasjóð námsmanna. Uppskera fundarins varð 35% hækkun á frítekjumarki lántaka sem er stórt skref í rétta átt fyrir stúdenta á námslánum.

Hagræðing í rekstri Hámu Svo til að flækja hlutina aðeins. Á stúdentaráðsfundum eru lagðar fram tillögur af báðum fylkingum og sem stendur hefur Vaka fengið í gegn níu tillögur. Þar á meðal tillaga um upphituð strætó skýli, matarvagna í prófatíð, að Stúdentaráð sýni vilja til þess að leyfa Hámu að selja nikótínpúða o.fl. þar með eru þessi mál öll á dagskrá Stúdentaráðs. Einnig lagði oddviti Vöku fram tillögu um breytingu á rekstri Hámu, þar sem FS og SHÍ myndu með bestu getu hagræða rekstri með lægri matarinnkaup stúdenta að leiðarljósi. Sú prófun er enn í gangi og í stanslausri þróun.

Vaka vex Síðast en ekki síst erum við Vökuliðar gífurlega stolt af vexti félagsins. Áhuginn á Vöku hefur aukist gríðarlega og við eru einstaklega þakklát fyrir alla frábæru nýliðana okkar.

Þú færð jólapakkann hjá okkur

Þú færð jólabókina og fallega gjafavöru í jólapakkann hjá okkur.

Skólaárið er einungis hálfnað og margt fram undan sem vert er að fylgjast með. Árshátíð SHÍ verður endurvakin með stæl, Stúdentablaðið á 100 ára afmæli og að sjálfsögðu höldum við áfram að berjast fyrir hagsmunum stúdenta. Framtíðin er björt ­ framtíðin er gul.

Opið mánudaga–föstudaga 9–17 og allan sólarhringinn í vefverslun okkar, boksala.is.

Sæmundargata 4, Háskólatorgi, 102 Reykjavík Alltafhei á könnunni

Kubbur 3, stærð 190x49,6 mm = 1 stk Bóksölu stúdenta og ka húsið. könnunni á ka húsinu. Kíktu í jólaka og notalega stemningu. allan sólarhringinn í vefverslun okkar, boksala.is

Nýliðafulltrúar í stjórn Vöku

Drífa Lýðsdóttir

Nýliðafulltrúi í ritnefnd

Nýliðar í stjórn Vöku eru fjórir í ár. Hópinn skipa tvær stelpur og tveir strákar og er orðið á götunni að þau séu hinar raunverulegu Ninja Turtles, eða jafnvel ABBA hljómsveitin endurfædd. Jón Gnarr, Andrea Ösp Hanssen, Ástrós Birta Birgisdóttir og Gunnar Snær Mogensen eru öll spennt fyrir starfinu í Vöku líkt og barn er spennt að sjá hvað það fékk í skóinn um jólin. Þau eru svipuð en á sama tíma svo ólík og koma þau öll með mismunandi hugmyndir að borðinu varðandi hagsmuni nemenda. Þau vita hvað virkar, þau hafa trú á Vöku og ætla sér svoleiðis að koma, sjá og sigra. Þynnkan frá Röntgen versta jólagjöfin

Viðskiptafræðineminn og sprezzatura­maðurinn, eins og hann lýsir sér sjálfur, Jón Gnarr Jr., vill sjá orð verða að verkum og er það hans ástæða fyrir því að hafa valið Vöku fram yfir annað. Þennan mann má oftast finna á Háskólatorgi með sesarsalatið úr Hámu, já eða í leðurstólunum góðu í Lögbergi. Svo virðist sem viðskiptafræðin sé alveg að fara með drenginn því um jólin ætlar hann að biðja sveinka um fleiri fínni föt á borð við frakka eða jafnvel bindi. Allir verðandi finance bros byrja einhvers staðar. Jón er spenntur fyrir starfinu líkt og hinir nýliðafulltrúarnir og þá aðallega kosningunum þar sem hlakkar í honum að „cold calla“ fólk sem hann þekkir svona 0,1%, segir

hann aðspurður. Það sem Jón langar að vinna að sem meðlimur í stjórn Vöku er að styrkja fjárhagslega stöðu allra nemenda skólans, hvernig svo sem farið væri að því.

Ein besta jólagjöfin sem Jón hefur fengið var eflaust playstation frá foreldrum sínum eða úrið frá kærustunni. Sú versta var hins vegar þynnkan sem Röntgen gaf honum á Þorláksmessumorgun, úff.

Ósk mín skærasta, er að eign... „laga þetta helvítis netsamband“

Ástrós Birta Birgisdóttir er verðandi viðskiptafræðingur og einn fjögurra nýliða stjórnar Vöku. Spurð af hverju hún hafi valið Vöku segir hún að Vökuliðar hafi farið á hnén og svoleiðis grátbeðið hana um að ganga til liðs við þetta frábæra félag. Hún hjálpaði þeim á fætur og sagði þeim að örvænta ekki, því hún þyrfti sko ekki að hugsa sig tvisvar um.

Hennar helsta baráttumál er, eins og hún segir orðrétt, að „laga þetta helvítis netsamband“ og þar með segja nemendur HÍ „heyr heyr,“ öll í kór. Ástrós er spennt fyrir verkefnum sem fylgja því að vera í stjórn Vöku en er hún þá einna spenntust fyrir kosningabaráttunni í vor. Ef Ástrós væri bygging í HÍ væri hún Gróska, en hún er mikill sigurvegari í lífinu og þar vann hún til mikils sigurs í einhverjum forsetakosningum í vor sem voru góður undirbúningur fyrir komandi kosningar í HÍ.

Besta jólagjöfin sem Ástrós hefur fengið mun vera ferð til Dubai, en sú versta var first aid kit—hún er greinilega sérfræðingur þegar kemur að

fyrstu hjálp og þarf enga aðstoð við það. Ætli erfitt sé ekki að toppa Dubai ferðina því það sem hún biður sveinka um í ár eru kerti og spil. Hógværari ósk er vandfundin.

„Stemning, pólitík og bjór, þarf ekki meira. Heyrði líka einhvers staðar að Vaka virki, það hljómaði vel“

Stjórnmálafræðineminn og upprennandi þingmaðurinn (djók, stjórnmálafræðinemar hata að heyra þetta), Andrea Ösp Hanssen er ein af nýliðum stjórnar Vöku. „Stemning, pólitík og bjór, þarf ekki meira. Heyrði líka einhvers staðar að Vaka virki, það hljómaði vel,“ segir Andrea, spurð af hverju hún hafi nú valið Vöku. Spurð hverju hún sé spenntust fyrir í starfinu segist hún vera athyglissjúk og að svo verði líka gaman að fara í kosningabaráttu.

„Ef ég væri bygging í HÍ væri ég Oddi. Hún (byggingin) er ekki svona the main character en samt alveg stór og hávær,“ segir Andrea aðspurð.

Um jólin ætlar hún að biðja sveinka um Teslu, hvort hún passi í skóinn er svo annað mál. Besta jólagjöfin sem Andrea hefur fengið eru hljóðeinangrandi heyrnartól þar sem henni finnst gott að geta blokkað út það sem hún nennir ekki að heyra. Þá munu froskalappir hafa verið versta jólagjöfin. „Þú myndir ekki catcha mig dauða að taka sundsprett og þær pössuðu ekki einu sinni,“ segir hún.

Það er jú hugurinn sem gildir og jólin snúast um gleði, en Andrea

segist alltaf hafa rétt fyrir sér svo ég myndi ekki mæla með að verða í vegi fyrir henni. Hún ásamt Ástrós ætlar sér að berjast fyrir betra netsambandi í skólanum, þar sem hún nennir ekki að taka reiðikast á hverjum degi því tölvan hennar vill ekki tengjast netinu.

Fátt toppi jólagjafirnar úr æsku

Gunnar Snær Mogensen nýnemi í hagfræði segir ástæðuna að baki þess að hafa valið Vöku einfaldlega vera að allir helstu meistarar háskólans eru í félaginu og verð ég að taka undir með honum. Ef hann væri ein af byggingum HÍ væri hann aðalbyggingin að hans sögn, enda er hann í hagfræði og getur egó hagfræðinema verið svolítið mikið endrum og eins. Ef hann ætti að lýsa sér í einu orði myndi hann segjast vera gleyminn, þar sem það tók hann 7-10 business days að svara spurningum blaðamanns. Besta jólagjöfin sem Gunnar hefur fengið munu vera allar jólagjafirnar sem hann fékk í æsku, en verst hafi verið þegar hann fékk mjúkan pakka í fyrsta skipti og í honum leyndust sokkar. Í ár myndi hann hins vegar vera hæstánægður með sokka frá sveinka, enda er maðurinn að læra á efnahaginn og vill ekki biðja um of dýra gjöf, enda virkilega nægjusamur. Spurður hverju hann myndi breyta við HÍ segist hann ekki geta sett mikið út á skólann eins og er en það sem hafi þó strítt honum svolítið hingað til sé netsambandið (shocker) og er það, líkt og hjá fleirum, eitt hans helsta baráttumál.

Andrea Ösp Hanssen Ástrós Birta Birgisdóttir Gunnar Snær Mogensen Jón Gnarr

FÖSTUDAGUR 15. NÓV

Óskalisti Vökuliðans

Matarvagnar í prófatíð

Stærri meirihluti Vöku í Stúdentaráði

Huggulegt ferðagufubað

Kaffi í allar byggingar

Að þurfa ekki að vinna með námi

Hjól á kjallarann, já takk

Hvað þarf til að verða Vökuliði?

Vaka birtir í fyrsta sinn inntökuprófin

Í tilefni þess að prófin nálgast og allir komnir í prófstemningu hefur Glaðvakandi ákveðið að birta inntökuprófin sem nýir meðlimir í Vöku gangast undir, enda starfar innan Vöku margt hæfileikaríkasta fólk háskólans. Prófin eru sérsniðin eftir fagi. Hér eru helstu fögin:

Verkfræði Kröftugur riffill sem tekin hefur verið í sundur er lagður á borðið hjá þér. Þú munt einnig finna leiðbeiningar prentaðar á Swahili. Eftir tíu mínútur mun hungruðum Bengaltígri vera sleppt inn í stofuna. Gerðu allt það sem þú telur nauðsynlegt. Vertu tilbúin að réttlæta ákvörðun þína.

Hagfræði

Myndaðu raunhæfa áætlun til þess að minnka fjárlagahallann. Rektu möguleg áhrif áætlunnar þinnar með eftirfarandi: Kúbisma, ágreiningi Donats og bylgjukenningu ljóss.

Búðu til aðferð til þess að koma í veg fyrir þessar breytingar. Gagnrýndu þessa aðferð frá öllum mögulegum sjónarhornum.

Sálfræði

Byggt á kunnáttu þinni á verkum þeirra, skaltu meta tilfinningalegt jafnvægi, gráðu aðlögunar og bæld vonbrigði eftirfarandi: Alexander af Aphrodisis, Ramses II, Hammurabi. Styddu mat þitt með tilvitnunum í verk þeirra, gerandi viðeigandi

tilvísanir. Það er ekki nauðsynlegt að þýða.

Málvísindi

Taktu þér stöðu með eða á móti sannleika. Sannaðu gildi ákvörðunar þinnar.

Læknisfræði

Þér hefur verið séð fyrir rakvélarblaði, smá grisju og flösku af landa. Fjarlægðu botnlangann á þér. Ekki sauma aftur fyrr en verk þitt hefur verið skoðað. Þú hefur fimmtán mínútur.

Félagsfræði

Framkvæmdu mat á félagsfræðilegu vandamálunum sem gætu fylgt

endalokum heimsins. Gerðu tilraun til þess að sannreyna þessa kenningu þína.

Sagnfræði

Lýstu sögu páfadóms frá uppruna þess til nútímans, einbeittu þér sérstaklega, en ekki einvörðungu, að félagslegum, pólitískum, efnahagslegum, trúarlegum og heimspekilegum áhrifum þess á Evrópu, Asíu, Ameríku og Afríku. Vertu stuttorður, hnitmiðaður og nákvæmur.

Stjórnmálafræði

Það er rauður sími á borðinu þínu. Komdu af stað þriðju heimsstyrjöldinni. Skýrðu að lokum frá stjórnfræðilegum áhrifum ef einhver eru.

Taka jólarúnt á bílastæðum skólans og njóta þess að öll stæðin séu laus og leggja svo í hvert einasta stæði

því þú ætlar ekki að falla Jólarölt í bænum og fá þér kakó og ristaðar möndlur

Jólapartýsýning í Bíó Paradís, hver elskar ekki jólamyndir?

Baka margar sortir af öllum mögulegum jólauppskriftum

Vera þakklátur fyrir nettenginguna heima hjá þér og biðja jólasveininn um góða nettengingu í allar stofur skólans

Fara til sólarlands, ef þú vilt rauð jól, sem engan langar í Andleg og líkamleg hreinsun eftir lokaprófatörnina

Eyða Smitten, af hverju ertu ekki locked in fyrir jólin?

Bottomless brunch með þínum uppáhalds jólasveinum

Borða yfir þig af smákökum og lakkrístoppum og skola því niður með malti og appelsíni

Áfram enga gjaldskyldu #vivalavaka
Rafmagn og net sem virkar í öllum byggingum
Fara á sleða

Ódýrar jólagjafahugmyndir

GÓÐIR OG FLOTTIR INNISKÓR

Eitt versta ástand sem hægt er að vera í er að sjálfsögðu að vera ískalt á fótunum. Það á nú til að gerast hérlendis og þess vegna er alltaf góð hugmynd að eiga góða og hlýja inniskó. Óþarfi er þó að henda í 30.000 kr. UGG skó þegar til eru smart inniskór á lægra verði.

RÚTA AF UPPÁHALDSBJÓR EÐA ÖÐRUM ÁFENGUM DRYKK

Það þekkja það flestir að fá jólagjöf sem maður er ekki alveg nógu sáttur við þrátt fyrir að kunna að sjálfsögðu að meta það að fá gjöf yfir höfuð. Þá er tilvalið að henda í gjöf sem klikkar aldrei, rútu af uppáhalds bjór þess sem á að fá gjöfina, áfengum eða óáfengum. Sem viðmið kosta 12 gull lite 4.188 kr. Jólagjöf en ekki gjald.

VEKJARAKLUKKA

Jæja, jólatíðin komin og rútínan farin út um gluggann. Áður en skólinn byrjar aftur eftir áramót er gott að venja sig á það að vakna snemma, helst fyrir hádegi. Það geta því allir haft góð not af góðri og áreiðanlegri vekjaraklukku. Hægt er að fá eina slíka í helstu heimilistækjaverslunum á u.þ.b. 5.000 kr.

FYNDINN KAFFIBOLLI

Nú drekka flest okkar kaffi, en sá drykkur rennur í æðum stúdenta eins og blóð, einnig flestum Íslendingum. Þá er alltaf gott að eiga skemmtilegan kaffibolla með fyndinni mynd eða skemmtilegum skilaboðum. Fyrir rúmar 4000kr. er hægt að búa til sérhannaðan kaffibolla með hverju því sem þér dettur í hug. Fyrir lengra komna er einnig hægt að hanna skotglas fyrir 3.000kr. Spurning er þó hvort maður myndi frekar vilja kaffibolla eða rútu af Lite?

GJAFABRÉF

Það eru fjórir dagar í jól, þú ert ennþá að ná þér eftir hátíðlegt og verðskuldað próflokadjamm og hefur ekki keypt eina einustu jólagjöf. Nú eru góð ráð dýr, en örvæntið ei því þegar öllu er á botninn hvolft elska allir að spara pening. Þá er alltaf hægt að henda í eitt stykki gjafabréf þar sem valmöguleikinn er endalaus. Ef allt fer í fokk getur þú eflaust fundið eitt rykfallið gjafabréf uppi í skáp sem þú getur gefið aftur, þú þarft bara að passa að það sé ekki útrunnið.

COLD HARD CASH

Þarf maður eitthvað meira?

FLOTT ÞRIFTUÐ FLÍK

Alltaf verður maður að passa að lenda ekki í jólakettinum. Bjargaðu þá þínum nánustu frá þeim örlögum með því að þrifta einhverja flotta flík sem passar við stíl þess sem á að fá gjöfina svo að þetta verði ekki hans seinustu jól. Mikið úrval er af second­hand búðum víðs vegar um landið þar sem úrvalið er mikið og gæðavörur leynast í ýmsum krókum og kimum.

PERSÓNULEGT MYNDBAND

FRÁ FRÆGUM EINSTAKLINGI

Flestir eiga sér eitthvert átrúnaðargoð og væri góð gjöf að fá persónulegt myndband frá þeim aðila, íslenskum eða erlendum. Oftast verða svona myndbönd dýrari eftir því sem einstaklingurinn er frægari, en það er hægt að nýta peninginn vel og láta aðilann segja nöfnin á öllum þeim sem þú átt eftir að gefa gjöf. Ef enginn svarar þér í tæka tíð er Kjartan Leifur lukkudýr Vöku að taka að sér persónuleg myndbönd fyrir aðeins einn stóran og kaldan bjór, þvílíkur díll!

SOKKARNIR OG NÆRBUXURNAR ALRÆMDU

Aldrei er góð vísa of oft kveðin og eru sokkar og nærbuxur það sem enginn getur lifað góðu lífi án. Alltaf er hægt að nýta þau á einhvern hátt og gott er að eiga nóg af þeim enda er algengt að göt myndist á þessum flíkum. Þarf að rökstyðja þetta frekar?

HEIMAGERÐAR GJAFIR

Hvort sem það er prjónaður trefill, heimabakaðar piparkökur eða ljóðabók skrifuð af leirskáldi fær maður alltaf bónusstig fyrir að búa til gjöfina sjálfur. Jafnvel þó hún sé gerð í flýti eða ekki í anda fremstu listamanna heims er alltaf dick move að vera ósáttur við heimagerða gjöf, þess vegna eru heimagerðar gjafir smá get out of jail free spil.

FÖSTUDAGUR 15. NÓV

Hjúkrunarnemar brenna út

Á þriðja námsári í hjúkrunarfræði er vorönninni varið í verknám á hinum ýmsu klínísku stofnunum. Þetta gera þá samtals fimmtán vikur af verknámi, sautján ef taldar eru með þær vikur sem nemar fá í frí frá verknáminu á önninni. Þetta er hugsað til þess að dýpka skilning nemenda á starfinu, hvað það felur í sér og til þess að afla nemendum reynslu af starfi hjúkrunarfræðinga og hinu klíníska umhverfi sem fæst einungis í starfi. Manneklan í heilbrigðiskerfinu er, eins og flestum er orðið kunnugt, orðin svo mikil að þeir nemar sem koma í verknám eru oftar en ekki nýttir í það að vera ókeypis starfskraftur fyrir þá stofnun sem við á hverju sinni. Nemar taka á sig aukna ábyrgð og allt sem því fylgir og svo í ofanálag er verknámið ólaunað, að minnsta kosti fyrir hjúkrunarnema.

Það þýðir að nemendur séu að frá 08:00 á morgnana til 16:00 á daginn, sem telst eðlilegt, en svo jafnvel mörg hver á kvöldvöktum á sínum vinnustað á kvöldin samdæg­

urs. Þetta þýðir að nemendur eiga sumir hverjir allt að sextán klukkustunda vinnudaga þar sem einungis helmingurinn er launaður. Er ekki eitthvað bogið við þá staðreynd?

Megum ekki við minnkandi aðsókn Þetta álag skilar sér einungis í því að hjúkrunarnemar eru að brenna út og það hratt. Við erum langþreytt og útkeyrð þessar vikur, en álagið stöðvar ekki hér. Við erum víst ennþá í fullu námi yfir verknámstímabilið og eigum áfram að skila verkefnum samhliða hinu. Þetta skilur ekki mjög mikinn tíma eftir í sólarhringnum fyrir tómstundir og annað þar sem í mörgum tilfellum er svo mæting aftur á spítalann, eða hvað það nú er, klukkan 08:00 næsta morgun eftir. Þetta er eitthvað sem brennur heitt á mörgum hjúkrunarnemum og vonandi eitthvað sem hægt er að rýna í á næstu árum. Við sem þjóð megum ekki við því að aðsókn í nám í hjúkrunarfræði eða annað nám tengt heilbrigðisþjónustu minnki, því þetta eru mikilvæg störf. Svona til að enda þetta á léttari nótum þá langar mig að þakka Vöku okkar bestu fyrir áframhaldandi tilvist Hámu í Eirbergi<3

Af hverju Vaka?

Jóhann Almar Sigurðsson Stúdentaráðsliði og Alþjóðafulltrúi Vöku

Af hverju Vaka? Það var einn dásamlegan þriðjudagsmorgun þegar ég rakst á auglýsingu á Instagram: Vaka leitaði að oddvita á VoN. Ég hugsaði með mér: „Hér er tækifæri til að gera eitthvað stórt, eða að minnsta kosti fá fleiri fylgjendur á Instagram.“ Eftir að hafa gegnt formennsku í Nöglunum, unnið með stjórn VoN að því að betrumbæta námsaðstöðu í VR­II og boðið stúdentum upp á ódýrari orkudrykki vissi ég að það væri kominn tími til að stíga næsta skref. Að bjóða stúdentum ódýrari orkudrykki var frábært, en hvað með að bjóða þeim betri framtíð? Ég ákvað að mæta á fund með fulltrúum Vöku á Stúdentakjallaranum. Þar hitti ég Arent, Sibbu, Júlíus, Dósa, Hannes og fleiri sem virtust hafa óendanlega orku þrátt fyrir að vera örugglega á sínum fimmtánda bjór. Eldmóðurinn í þessum einstaklingum var smitandi. Þau töluðu um sína framtíðarsýn í stúdentamálum og hverju þau vildu ná fram ef Vaka fengi meirihluta, af slíkri ástríðu að ég vissi

strax að ég vildi vera hluti af þessu metnaðarfulla verkefni.

Bjartsýni og kraftur Þau buðu mér að koma í kosningamiðstöðina á Hverfisgötu. Þar hitti ég restina af þessu magnaða fólki í Vöku. Það var eins og að ganga inn í hring Avengers, nema hér voru ofurkraftarnir skipulagshæfileikar og hæfileikinn til að finna lausnir á öllum vandamálum. Bjartsýni þeirra og kraftur var eitthvað sem ég gat ekki annað en dáðst að. Orkan sem býr í Vökuliðum er bersýnileg í verkum þeirra og árangri í stúdentaráði. Októberfest hefur aldrei gengið betur. Í fyrsta skiptið var flokkað, og hátíðin var ekki lengur knúin eingöngu af díselrafölum, heldur tengd raforkukerfi Reykjavíkurborgar. Til að auka öryggi var einnig bætt við öryggisgæslu í kjölfar stunguhrinu sem skók borgina. Hátíðin fór fram á malarstæði í stað grasflatanna, sem þýddi minna af drullu og meira af dansi. Og eftir allt þetta? Tugmilljóna króna afgangur!

Ekki nóg með það, þá hefur stúdentaráð í fyrsta skipti sett umhverfisstefnu. Já, þú last rétt. Þó Stúdentaráð undanfarin ár hafi verið virkt í umræðunni um umhverfismál hefur Stúdentaráð aldrei sett umhverfisstefnu. Svo er herferð Stúdenta-

ráðs þetta ár tengd umhverfismálum. Herferðin „Stúdentar taka til“ hefur ekki bara möguleika á að breyta umhverfismálum í Háskóla Íslands heldur líka í íslensku atvinnulífi.

Hver veit, kannski verður næsta bylting á Íslandi „umhverfisvænna atvinnulíf“ þökk sé stúdentum.

Sameinar fólk með mismunandi bakgrunn Svo, af hverju valdi ég Vöku? Vegna þess að Vaka er ekki bara

stúdentahreyfing; hún er hreyfiafl. Hreyfiafl sem sameinar fólk með mismunandi bakgrunn, hugmyndir og hæfileika til að skapa eitthvað stórkostlegt. Það er ekki á hverjum degi sem maður fær tækifæri til að vera hluti af slíku.

Svo ef þú ert að velta fyrir þér hvort þú eigir að taka þátt, mundu þá að stórar breytingar byrja oft með litlum skrefum. Og stundum eru fyrstu skrefin bara að smella á Instagram auglýsingu.

Vaka í þágu vísindanna!

Kjartan Leifur Sigurðsson

Meðstjórnandi Vöku

Einkunnarorð

Háskóla Íslands hafa allt frá

stofnun verið:

„Vísindin efla alla dáð.“ Það á vel við um okkur Vökuliða enda viljum við leggja hart að okkur í þágu vísindanna. Því lá beinast við að fyrir útgáfu þessa blaðs myndum við fara í vísindalega vettvangsrannsókn og skrásetja svo niðurstöðurnar. Þrátt fyrir að Vökuliðar séu upp til hópa mjög vísindalega þenkjandi fólk þá eru Vökuliðar margir hverjir einnig frekar drykkfelldir og mjög svo gefnir fyrir sopann. Því lá beinast við að vísindaleg vettvangsrannsókn Vöku myndi í þetta sinn snúast um það að finna út hvaða lukkuhjól í miðbæ Reykjavíkur væri gjafmildast. Því fór stór hópur Vökuliða og freisti gæfunnar í helstu hjólum bæjarins og skrásetti niðurstöðurnar. Farið var á fimm staði og hjólinu snúið þrisvar sinnum á öllum stöðum, hér að neðan er svo topp 5 listi.

1. The English pub Sá elsti og virtasti í bransanum. Breski barinn eins og greinarhöfundur kýs að kalla hann. Eftir að hafa þrammað Austurstrætið er fátt jafn gott og að ganga inn í hlýjan faðm hjólsins á þeim breska.

Í gegnum tíðina hefur það verið einkar gjafmilt og hér var engin undantekning á þeirri reglu. Í þremur snúningum var niðurstaðan sú að einu sinni datt hinn svokallaði stóri vinningur, átta bjórar. Þá var mikið fagnað. Hinir tveir snúningarnir voru einnig strangheiðarlegir og gáfu okkur þrjá bjóra hvor. Kvöldstund er ekki fullkomnuð án þess að farið sé á þann elsta og virtasta, Breska Barinn.

2. Lebowski bar

Hingað vorum við, Vökuliðar, spenntir að koma, enda er kvikmyndin The Big Lebowski í miklu uppáhaldi meðal Vökuliða og eftir þetta kvöld er barinn jafnvel í jafn miklu uppáhaldi. Þess má geta að þetta var seinasti staðurinn þar sem hjólunum var snúið þetta kvöldið og því var mikið undir. Við gátum hreinlega ekki endað kvöldið illa og gerðum það svo sannarlega ekki. Fyrsti snúningurinn skilaði hvorki meira né minna en sex bjórum, aldrei mig vek. Svo urðu bjórarnir þrír, hér var verið að halda veislunni gangandi. Svo var komið að því, seinasti snúningurinn, það er á svona stundum sem menn verða að drengjum. Hér mátti ekkert klikka. Spennan var í loftinu þegar starfsmaðurinn sneri hjólinu og fögnuðurinn leyndi sér ekki þegar hjólið endaði á fjórum skotum. Þvílík leið til að enda kvöldið!

3. Carnival

Þetta gæti komið lesendum spánskt fyrir sjónir… hvað er eiginlega Carnival? Þetta vita ekki allir en þetta hjól er eitt af best geymdu leyndarmálum bæjarins. Carnival er á neðstu hæðinni á hinum virta skemmtistað Paloma. Hér er að finna eitt af betri hjólum bæjarins samkvæmt helstu spekingum í fræðunum. Þetta hjól þurftum við einfaldlega að prófa. Við byrjuðum á sprengju, heilir sex Sommersby. Maður hefði nú frekar viljað bjór en þetta er nú óneitanlega alvöru vinningur. Vinningarnir hér eru frekar forvitnilegir og ólíkir því sem fyrirfinnst annars staðar, annar snúningur skilaði einum drykk sem heitir ,,Skinny bitch” og þriðji snúningurinn skilaði tveimur slíkum drykkum. Eftir snúningana tóku tveir góðir Vökuliðar góðan Oasis slagara á Karaoke sviði staðarins. Við köllum þetta sigur.

4. Irishman Pub Einn af hinum fjölmörgu írsku púbbum í miðbænum, líklega er þetta sá sem ég held mest upp á. Við gengum hingað inn með von í hjörtum, hér ætluðum við svo sannarlega að vinna og við ætluðum að vinna stórt. Þetta byrjaði sannarlega ekki sem nein sigurför, fyrsti snúningur kom og fór og enginn var vinningurinn. Ég viðurkenni að ég felldi tár. Þetta fór þó allt að batna. Næst urðu bjórarnir fjórir og

svo urðu tvö skot upp á teningnum. Ásættanlegur árangur en gott getur alltaf orðið betra.

5. American Bar Það er mjög skrýtið samband á milli Ameríska barsins og Breska barsins, ég hef alltaf litið á Ameríska barinn sem vonda tvíburann í þessu sambandi, enda má segja að ég eigi í ofbeldissambandi við hann. Við gengum hingað inn með von í æðum eftir sigurgönguna inni á Breska barnum. Þrátt fyrir að Vökusveitin væri vongóð, vissi undirritaður að hér væri stórslys í uppsiglingu, enda hefur hjólið oftar en ekki verið svikult í gegnum tíðina. Hér var raunin sú sama og ég hafði áhyggjur af, þrír snúningar og enginn vinningur, ég kalla þetta svik og hyggst leita réttar míns.

Til þess að skoða hvað gekk á á bak við tjöldin við framkvæmd vísindalegu rannsóknarinnar, skannið QR­kóðann hér fyrir neðan!

Tvífarar Vökuliða sláandi líkir

Útgáfa jólablaðs Glaðvakanda

Útgefandi:

Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta

Ritstjórn: Hannes Lúðvíksson

Ritnefnd:

Dagur Kárason, Drífa Lýðsdóttir, Elín Karlsdóttir, Fannar Gíslason, Kjartan Leifur Sigurðsson, Tinna Eyvindardóttir og Signý Pála Pálsdóttir

Ábyrgðarmaður: Sæþór Már Hinriksson

Hönnun og umbrot: Eva Sóldís Bragadóttir

Prentun: Landsprent

Upplag: 1000 eintök

Júlíus Viggó
Alfred E. Neuman
Sibba Hera Hilmars
Ragga Rizz Sydney Sweeney
K Leifur Barney Gumble
Viktoría Tea Mikayla Noguera
Eiki Kúld
Bill Hader
Arent
Joe Keery
Tinna Ey Karla Souza
Birkir Snær
Bruce Lee

TUÐA* YFIR ÞVÍ SEM RAUNVERULEGA SKIPTIR MÁLI

SAMKVÆMT KJÓSENDUM SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS OG MIÐFLOKKSINS Í GREININGUM PRÓSENT

Dæmi um tuð: Umbreyta námslánakerfinu í styrki og sjá til þess að námsmenn þurfi ekki að vinna fulla vinnu með námi, sjá til þess að ungt fólk geti flutt að heiman með því að byggja meira og tryggja öruggan leigumarkað, gera námsmönnum kleift að fá atvinnuleysisbætur á sumrin, kjósa um aðildaviðræður við ESB og fá ríkisstjórn sem tæklar stærstu áskoranir samtímans af alvöru – eins og loftslagsmál og geðheilbrigðismál.

HÁSKÓLANEMAR skipta

STÉTTARFÉLAG

Skráðu þig hér

Bestu og verstu jólamyndirnar

Topp 5 bestu jólamyndirnar Topp 5 verstu jólamyndirnar

1. Home Alone

Nostalgían í hámarki og rosaleg hasaratriði, þessi klikkar seint.

2. Klaus Ótrúlega falleg mynd sem snýst um að fara sína eigin leið og gera það vel!

3. The Holiday Stundum ganga hlutirnir ekki alltaf upp, know your worth!

10/10.

4. Home Alone 2 Hvað get ég sagt? Nánast jafn

1. It 2

Ekki góð, bjóst við meira frá þeim. Þessi mynd er líka ekkert jólaleg??

góð og sú fyrsta og þessi gerist í stóra eplinu!

5. Love Actually Það þarf ekki að færa nein rök fyrir þessu…

2. Princess Switch 2 Guð minn góður.

3. Daddy’s Home 2 Aldrei aftur

4. Home Alone 3 Hvers vegna?

5. Holidate Þetta er kannski ekki myndin sem við vildum, en þetta er myndin sem við áttum skilið. ­5/10.

Jólakrossgáta Glaðvakandi

Lárétt

1. Uppáhalds matur Kjartans Leifs

3. Potential greatness hjá FS!

5. Hávaði

6. Jólagjöfin í ár

12. Jólamatur Japana

15. Glatað concept

16. Saga norrænnar goðafræði

17. Þekktur dýralæknir

Lóðrétt

2. Dýrlingur, gjarnan tengdur við jólin

4. Stríðsguð Rómverja

7. Þriðji jólasveinninn sem púllar upp

8. Stærsta plánetan í sólkerfinu

9. Heigull

10. Djöfullinn

13. Danski jólasveinninn

14. Geitin, vopn

Misgóð ráð fyrir lokapróf

Meðstjórnandi

Concerta

Concerta getur virkað fyrir fólk sem á erfitt með að einbeita sér. Áhrif lyfsins eru fyrst og fremst á miðtaugakerfið þar sem það eykur athygli, einbeitingu og sjálfstraust, en minnkar þreytutilfinningu. Ekki samt of stóran skammt (54mg) því þá endar þú á að sofa ekki í 48 klst. eins og ég gerði fyrir Tölvunarfræði 2 prófið mitt í denn. Mæli ekki með.

Nota eldgamlan Nokia eða Sony Ericsson síma yfir lokaprófin

Það getur verið freistandi að ná sér í ódýrt dópamín á Snapchat eða Instagram þegar lokaprófin eru skollin á. Þá gæti verið gott að ná sér í síma sem hefur ekkert nema símaskrá og kannski tölvuleikinn Snake. Þú losnar við öll forritin sem ræna af þér mikilvægum tíma

en samt er ennþá hægt að hringja í þig og senda þér SMS. Þetta ráð hefur komið að góðum notum fyrir mig í gegnum tíðina og munið þið sennilega sjá mig með Nokia símann í prófunum sem eru að bresta á. Minni símatími, meiri lærdómstími.

Vera með nesti meðferðis Það vita flestir að Háma getur verið pínu dýr. Svo að versla þar dag eftir dag getur tekið vænan bita af bankareikningnum þínum. Þá gæti verið sniðugt að smyrja nesti fyrir daginn. Ef þú hefur lítinn tíma getur þú beðið einhvern nákominn um að smyrja fyrir þig. Ef þú getur það ekki er alltaf hægt að éta bara upp úr lífræna úrganginum.

Stunda einhverja tegund af líkamsrækt í prófunum Lokapróf geta valdið streitu og kvíða. Þess vegna er gott að hreyfa sig þegar tími gefst. Regluleg hreyfing bætir líðan, veitir aukna orku, styrkir minnið og bætir svefn. Allt þetta er mikilvægt til að ná sem bestum árangri í prófatíðinni

framundan. Það þarf ekki að vera nema bara röskur göngutúr!

Byrja að reykja Reykingar drepa kannski en rannsóknir hafa sýnt að þær auka einnig einbeitingu og skammtímaminni. Nikótín lætur þig einnig missa matarlyst svo þú getur reykt nokkrar sígarettur á dag og étið síðan eitt epli yfir daginn og þú ert í toppmálum. Langtímaneysla mun samt hafa slæm áhrif þannig að það er bara kúl að reykja í lokaprófum! (Nema ef þú heitir Júlíus Viggó og ert oddviti Vöku. Þá er alltaf kúl að reykja.)

Nýta sér prófbúðir ef það stendur til boða Hefur þú einhvern tímann verið á þeim stað þegar lokaprófin nálgast að þú hugsar með sjálfum þér: „Djöfull er ég eldaður?“ Þá gæti verið gott að fara í prófbúðir, þar sem námsefnið er barið inn í heilahvelið á mettíma. Þetta hefur bjargað mér áður og þetta getur bjargað þér líka! Pro tip: Ef búðirnar

Hvaða Vökuliði ert þú?

HVAÐA DRYKK FÆRÐU ÞÉR Á DJAMMINU?

A. Vodka Red

B. Guinness

C. Gin og Tonic

D. Bara

HVAÐA SKEMMTISTAÐUR ER ÞINN GO-TO?

A. Auto (jah)

B. American Bar

C. Hax

D. Röntgen

GO-TO LAGIÐ Í KARAOKE?

A. Take On Me (A-ha)

B. Show Up Yourself (Frozen)

C. Upp til hópa

D. I’m Just Ken

HVER ER ÞÍN UPPÁHALDS MYND?

A. American Psycho

B. Barbie

C. Apocolypse Now

D. La La Land

HVAÐA LIÐI HELDUR ÞÚ MEÐ Í ENSKU DEILDINNI?

A. Man Utd.

B. Liverpool

C. Arsenal

D. Chelsea

HVAÐA NOCCO ER ÞINN UPPÁHALDS?

A. Ramonade

B. Berruba

C. Sveinki Jr.

D. San Citro

HVAÐA KJÖT ER ÞITT UPPÁHALDS?

A. Kjúklingur

B. Naut

C. Lamb

D. Borða ekki kjöt

eru rafrænar er sniðugt að kaupa einn aðgang að streymi, hópa sig saman með samnemendum sínum, horfa og læra. Ekki samt vera að blaðra frá þessu því þetta er leyndó.

Skrá sig úr náminu korter í próf Óvinsælt ráð en á samt rétt á sér. Ef þú höndlar ekki pressuna getur þú alltaf gefist upp þarna auminginn þinn. Haha! Þú munt sennilega hata þig eftir á en hey, þetta er frjálst land!

Kúga kennarann þinn Ef það vill svo til að þú eigir svæsnar myndir af kennaranum þínum getur þú alltaf kúgað kennarann þinn. Þú biður bara um 10 í lokaeinkunn annars verða myndirnar birtar! Easy! (Þú gætir fengið á þig kæru en það er á þinni ábyrgð)

Lock in Seinasta ráðleggingin sem ég hef er einfaldlega bara að “lock the fuck in!”. Ekkert bull, bara rífa sig í gang!

Flest A: Mikael
Flest B: Fannar Gísla
Flest C: Alda
Flest D: Andrea

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.