Fréttabréf Breiðabliks

Page 1

FRÉTTABRÉF

Ábyrgðarmaður: Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks. Umjón: Friðdóra Kristinsdóttir. Hönnun: Guðmundur Árnason Ef þú hefur áhuga að auglýsa í næsta blaði og styrkja útgáfu blaðsins og Breiðablik hafðu þá endilega samband á frettir@breidablik.is HJÓLA BLIKI ÁRSINS 4 KATA MÓTIÐ 6 ALI MÓTIÐ 8 FRJÁLSÍÞRÓTTA-BLIKAR 10 MEÐ KÚLUVARP Í BLÓÐINU 14 AÐSTÖÐUMÁL 15 BLIKAR SYNTU VEL Á R.I.G. 16 RAFÍÞRÓTTIR 18 KARFAN Á FULLRI FERÐ 20 BOÐSUNDSVEIT 22 FÉLAGSMÁLABIKARINN 24 KYNDILLINN 26 ÍÞRÓTTAHÁTÍÐ BREIÐABLIKS 28 ÁRGANGAMÓT 30 2

UMHVERFISVÆN INNIMÁLNING

ÚTSÖLUSTAÐIR MÁLNINGA R

• BYKO, Kópavogi

• BYKO, Granda

• BAUHAUS

• Garðar Jónsson málarameistari, Akranesi

• Smiðjan Fönix, Hellissandi

• Málningarbúðin, Ísafirði

• Vilhelm Guðbjartsson málarameistari, Hvammstanga

• Lífland, Blönduósi

• Verslunin Eyri, Sauðárkróki

• BYKO, Akureyri

• Ísfell, Ólafsfirði

• Launafl, Reyðarfirði

• Verslunin PAN, Neskaupstað

• BYKO, Selfossi

• Miðstöðin, Vestmannaeyjum

• Rúnar málari, Grindavík

• BYKO, Keflavík

8.

3
flokkur drengja í körfunni.

HJÓLREIÐAR

HJÓLA BLIKI ÁRSINS

Hjólreiðadeild Breiðabliks hélt litlu jólin í desember þar sem kokkalandsliðið eldaði ofan í félagsfólk meðan þétt og fjölbreytt dagskrá var keyrð. Þar voru úrslit úr kosningu á Blika ársins kynnt en

Bliki ársins er sá sem hefur skarað framúr á árinu og verið til fyrirmyndar fyrir öll hin. Það var engin önnur en amman á Kársnesinu, Íris Ósk Hjaltadóttir, sem vann þá æsispennandi kosn i ngu.Hún einbeitti

Írisi Ósk Hjaltadóttir, Weronika Zsalas (1. sæti) og Nicole Sin Quee (3. sæti).
4

sér að malarhjólreiðum á síðasta ári og tók þátt í keppnum sem venjulegt fólk getur ekki einu sinni látið sig dreyma um að klára. Hún varð 3. í Greflinum (200 km leið) og 2. íslenskra kvenna í Riftinu (200 km leið).

En hennar stærsta afrek var án efa að ljúka malarkeppninni Arna Westfjords Way Challenge fyrst íslenskra kvenna og í 2. sæti á eftir erlendri atvinnukonu í hjólreiðum. Keppnin tekur 5 daga og eru 3 langir leggir (12-18 tímar) hjólaðir fyrstu þrjá dagana og svo hefst síðasti leggurinn á miðnætti síðasta daginn. Alls er um að ræða 956 km leið í villta vestrinu á Vestfjörðum með samtals 11.330 metra hækkun á leiðinni. Íris var í 2. sæti eftir fyrsta dag en hjólaði þann legg gríðarlega taktískt og átti vel inni þegar 2. leggur hófst. Þá fór hún að hjóla grimmar og náði besta tíma dagsins. Hún bætti svo enn meira í á 3. degi sem hún vann og var þá komin í efsta sæti í heildarkeppninni fyrir lokadaginn. Lokadagurinn hefst á miðnætti og er opinn fyrir aðra til að taka þátt (sem er ekki búnir að hjóla 3 daga á undan). Hún var ennþá nokkuð fersk og allt leit vel út en þá kom í ljós að hennar helsti keppinautur, atvinnukonan Weronika Szalas var komin með þrjá ferska karla með sér í lið sem hjóluðu með henni og brutu vindin fyrir hana. Með þessu náði hún að saxa á forskot Írisar sem barðist ein í erfiðu veðri og reyndi eins og hún gat að verja forskot sitt sem því miður tókst ekki og að lokum hafði

Weronika sigur með rúmlega 20 mínútna forskoti en heildartíminn var yfir 44 tímar. Þær voru tæplega tveimur tímum á undan næstu

konum sem voru allar erlendar hjólreiðakonur sem sérhæfa sig í fjöldægra löngum og krefjandi keppnum.

HJÓLA BLIKI ÁRSINS

VAR AÐ ÞESSU SINNI

ENGIN ÖNNUR EN AMMAN Á KÁRSNESINU ÍRIS ÓSK HJALTADÓTTIR

Íris Ósk Hjaltadóttir, eftir keppnina.

5
Íris Ósk Hjaltadóttir, á fleygiferð á hjólinu.

KATA KATA MÓTIÐ

Laugardaginn 10. febrúar síðastliðinn fór fram innanfélagsmót barna og unglinga í kata og var mótið haldið í Lindaskóla milli 12:00 og 15:00. Um 40 iðkendur mættu til leiks og annað

eins af áhugasömum aðstandendum og úr varð hin besta skemmtun sem endaði auðvitað með Dominos pizzuveislu. Fjölmargir voru að keppa í fyrsta skiptið og margir foreldrar að horfa á sitt fyrsta mót,

6

heilmikill lærdómur í svona móti fyrir alla.

Þjálfarar deildarinnar, þeir Vilhjálmur Þór Þóruson, Móey María Sigþórsdóttir McClure, Natalía Ýr Hjaltadóttir, Aron Breki Heiðarsson, Tómas Aron Gíslason og Guðbjörg Birta Sigurðardóttir sáu um undirbúning og framkvæmd mótsins. Þökkum þeim kærlega fyrir sem og öllum keppendum og aðstandendum þeirra.

Hópnum var skipt í flokka eftir

aldri og getu og fengu allir nokkrar viðureignir. Veitt voru gull, silfur og brons en svo fengu aðrir þátttökumedalíu en flokkarnir enduðu svona:

Flokkur 1

1. Frosti Fannar Ómarsson

2. Rökkvi Páll Egilsson

3. Eva María Norðfjörð

Flokkur 2

1. Þórdís Jóna Bogadóttir

2. Óskar Rós Raffnsöe

3. Krummi Arnarsson

Flokkur 3

1. Vilgot Kári Daníelsson

2. Gunnar Barri Andrason

3. Ísabella Ósk Hlíðarsdóttir

Flokkur 4

1. Arey Amalía Sigþórsdóttir McClure

2. Aron Páll Gauksson

3. Anna Lilja Bjarnadóttir

7

Stórkostleg tilþrif voru á Alimótinu í Fífunni helgina 19. - 21. janúar

KNATTSPYRNA ALI MÓTIÐ

Eitt stærsta mót vetrarins, Alimótið, fór fram helgina 19.21. janúar. Þar komu saman um 700 knattspyrnudrengir frá 8 félögum í 5. Flokki karla í Fífuna, heimkynni Breiðabliks í Kópavogi.

Spilaðir voru 250 leikir á 4 völlum. Gera má ráð fyrir að í heildina hafi um 3.000 manns heimsótt mótið og var mikið líf og fjör í kringum mótið.

Þetta er í fjórða skiptið sem

8

Alimótið er haldið og hefur mikil ánægja ríkt með samstarfið hjá bæði Breiðabliki og Ali. Nýr samningur sem gildir til ársins 2026 var undirritaður síðastliðinn föstudag af Sveini Jónssyni, framkvæmdarstjóra Ali og Jóhanni Þór Jónssyni, formanni Barna- og unglingaráðs Breiðabliks.

„Við hjá Ali erum stoltur stuðningsaðili Breiðabliks og það hefur verið gífurlega vel staðið að skipulagningu mótsins undanfarin ár“, segir Sveinn og bætir við „Við hjá Ali erum mjög ánægð með að halda

ALIMÓTIÐ SEM ER STÆRSTA MÓT VETRARINS TÓKST SÉRLEGA VEL

áfram að styðja við bakið á Breiðabliki en Ali einblínir á að styðja við íþróttastarf barna- og unglinga og Alimótið er stór liður í því“.

Ísleifur Gissurarson sem starfar sem deildarstjóri barna-og unglingaráðs knattspyrnudeildar Breiðabliks tók í sama streng „Til þess að halda svona glæsilegt mót eins og Alimótið er þá þarf að vera sterkur styrktaraðili á bakvið það og samstarfið við Ali hefur reynst okkur mjög vel hingað til en mótið er einmitt ein mikilvægasta fjáröflun 5. flokksins í Breiðabliki fyrir N1 mótið sem er haldið á hverju sumri“.

Nýr samningur undirritaður sem gildir til ársins 2026 af Jóhanni Þór Jónssyni, formanni barna- og unglingaráðs og Sveini Jónssyni, framkvæmdastjóra Ali.

9

Íslandsmeistarlið 18 - 19 ára stúlkna:

Guðný Lilja Steinþórsdóttir, Elizabet Rún Hallgrímsdóttir, Jana Gajic og Júlía Kristín Jóhannesdóttir.

FRJÁLSAR

FRJÁLSÍÞRÓTTA-BLIKAR BYRJA NÝTT ÁR MEÐ KRAFTI

Blikar gerðu gott mót á MÍ 15-22 ára Meistaramót Íslands 15-22 ára fór fram í janúar er óhætt að segja að okkar fólk hafi staðið sig vel. Blikar hlutu 35 verðlaun í heildina

sem skiptust í 17 gull, 12 silfur og 6 brons og var dreifing milli greina góð þar sem við unnum til verðlauna í hlaupum, köstum og stökkum. Við eignuðumst nokkra Íslandsmeistara í aldursflokkum

10

og skráðar voru 44 persónulegar bætingar hjá Blikum sem lofar góðu fyrir innanhúss tímabilið.

Júlía Kristín Jóhannesdóttir bætti mótsmetið í grindahlaupi stúlkna 18-19 ára þegar hún hljóp á tímanum 8,69 sek. en fyrra metið var 8,76 sem Blikinn Birna Kristín Kristjánsdóttir setti árið 2021. Júlía vann alls til fjögurra gullverðlauna á mótinu í 60 m, 60 m grindahlaup, 200 m og langstökki.

Breiðablik lenti í 3. sæti í heildarstigakeppni félagsliða með 245,5 stig, á eftir HSK/Selfoss sem sigraði með 320,5 og ÍR í 2. sæti með 257,5 stig. 18-19 ára stúlkur sigruðu stigakeppni í sínum aldursflokki með 51 stigi eftir harða baráttu við FH sem lenti í 2. sæti með 50 stig og 15 ára piltar sigruðu stigakeppni í sínum aldursflokki með 79,5 stigum.

Frjálsíþróttablikar á RIG

Frjálsíþróttahluti RIG, Reykjavík International Games fór fram sunnudaginn 4. febrúar. Breiðablik átti hóp keppenda á mótinu og voru þau öll sér og félaginu til mikils sóma.

Þorleifur Einar og Guðjón Dunbar náðu frábærum árangri í langstökki, þar sem Þorleifur tók gullið með risa bætingu og stökki upp á 7,09 m. Guðjón lengdi sig einnig og endaði með persónulegt met upp á 6,88 m. Júlía Kristín náði bæði frábærum árangri og bætingum í 60 metra hlaupi kvenna á tímanum 7,65 sek. og náði persónulegu meti í langstökki með stökki upp á 5,76 m. Bjarni Hauksson keppti í kúlu og endaði í 4. sæti með kast upp á 13,38 m.

Stefán Kári átti frábært 1500 m hlaup þar sem hann hljóp á sínum besta tíma til þessa 4:14,72. Þá hlupu þeir Jón Kristófer og Daníel Þór einnig undir merkjum Blika.

Ungliðarnir okkar stóðu sig einnig frábærlega í keppni U16. Samúel Örn sigraði í 60 metra hlaupi U16 ára á persónulegu meti og Hansel Esono bætti sig einnig. Patrekur Ómar sigraði í 800 metra hlaupi U16 ára og Þorbjörg Gróa bætti sig einnig í sömu grein.

Bjarki Rúnar valinn í landsliðsval fyrir NM innanhúss Bjarki Rúnar Kristinsson, sem bæði æfir og þjálfar hjá Breiðablik, var valinn í landsliðsval fyrir Norðurlandameistaramót innanhúss sem fram fór í Bærum í Noregi sunnudaginn 11. febrúar. Ísland tefldi þar fram sameiginlegu liði með.

BLIKAR HLUTU 35 VERÐLAUN Í HEILDINA SEM SKIPTUST Í

17 GULL, 12 SILFUR OG 6 BRONS

15 ára strákar: Patrekur Ómar Haraldsson, Óðinn Egilsson, Sigmar Appleton Rist, Samúel Örn Sigurvinsson og Kristján Óli Gustavson.

11

Íslandsmeistarar MÍ, 13 ára: Lísa Laxdal, Elísabet, Eyrún Svala og Bryndís Lára.

Íslandsmeistarar 12 ára: Rakel Brynja, Carmen Rodriguez, Anna Sóley, Þórdís Eva og Elinóra Ósk.

Danmörku gegn liðum frá Finnlandi, Svíþjóð og Noregi. Bjarki Rúnar, sem keppti í þrístökki, var einn af átta Íslendingum sem keppti á mótinu og lenti hann í 7. sæti og var aðeins 6 cm frá persónulegu meti sínu.

Barátta, spenna og dramatík á MÍ 11-14 í frjálsum

Meistaramót 11-14 ára innanhúss fór fram í Laugardalshöll 10.-11. febrúar og voru 270 keppendur skráðir til leiks frá 17 félögum víðs vegar af landinu. Blikar áttu hvorki fleiri né færri en 45 keppendur og óhætt að segja að krakkarnir okkar hafi sýnt stórkostlegan baráttuanda frá upphafi til enda. Sex mótsmet voru sett á mótinu og um 720 persónuleg met voru bætt, en eitt mótsmetanna setti Blikinn Hekla

Íslandsmeistarar MÍ, 12 ára:

Þórunn Árnadóttir í flokki 11 ára stúlkna þegar hún hljóp 400 m á 70,85 sek. Blikar unnu alls 8 gull, 7 silfur og 10 brons og urðu Íslandsmeistarar í þremur flokkum hjá 11, 12 og 13 ára stúlkum. Eftir mikla baráttu, spennu og dramatík fór það svo að FH-ingar urðu Íslandsmeistarar félagsliða með 524,5 stig, Breiðablik hafnaði í öðru sæti rétt á eftir með 518 stig og ÍR-ingar hrepptu þriðja sætið með 379,5 stig. Að okkar mati eru Blikarnir sannir sigurvegarar þessa móts en liðsheildin, baráttuandinn, gleðin og krafturinn sem einkenndi hópinn var áþreifanlegur og Blikahjartað stækkaði um heilan helling á að fylgjast með þessum stórkostlegu krökkum leggja líf og sál í harða keppni frá upphafi til enda.

12
Sara Rós, Rebekka Lind, Katrín Arna, Hekla Þórunn og Sólveig.

HERRAKVÖLD knattspyrnudeildar Breiðabliks

Herrakvöld Breiðabliks verður haldið þann 5. apríl 2024 í Smáranum. Hvetjum ykkur til að taka daginn frá.

Allur ágóði af Herrakvöldinu rennur til meistaraflokks karla.

Bjarni Hauksson ásamt afa sínum Benedikti Bjarnasyni, norðurlandameistara 85- 95 ára bæði í kúluvarpi og 60 metra hlaupi.

FRJÁLSAR

MEÐ KÚLUVARPIÐ Í BLÓÐINU

Frjálsíþróttadeild Breiðabliks er elsta deild félagsins og hefur alið fjölda íþróttafólks í gegnum tíðina. Iðkendurnir eru fjölbreyttur hópur fólks á öllum aldri, þeir yngstu 6 ára og sá elsti þetta árið 87 ára.

Þrátt fyrir að Benedikt Bjarnason, ekki lagt skóna á hilluna og er hann nýkrýndur norðurlandameistari 8595 ára bæði í kúluvarpi og 60 metra hlaupi. Við erum að sjálfsögðu ákaf -

lega stolt af árangri Benedikts sem sýnir einnig að frjálsar eru íþrótt sem má stunda á hvaða aldursskeiði sem er.

Það er einnig skemmtilegt að segja frá því að barnabarn Benedikts, Bjarni Hauksson, er einnig iðkandi við deildina með nokkra titla á bakinu en hann ríkjandi Íslandsmeistari í kúluvarpi í flokki 18-19 ára.

Það er virkilega gaman að fylgjast

með því hvernig íþróttin tengir þá og eru þeir duglegir að fylgja hvor öðrum á völlinn. Miðað við þetta er ljóst að Bjarni á mörg ár eftir á vellinum og verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni, næstu ár og áratugi.

87 ÁRA GAMALL

NORÐURLANDAMEISTARI Í KÚLUVARPI OG

60 METRA HLAUPI

14

AÐSTÖÐUMÁL Í KÓPAVOGSDALNUM

30. janúar síðastliðinn fór fram fjölmennur félagsfundur sem aðalstjórn Breiðabliks boðaði til í Smáranum. Þar fór félagið yfir framtíðarsýn sína í Kópavogsdalnum sem byggð var á þarfagreiningu Breiðabliks.

Má með sanni segja að þetta hafi verið sögulegur fundur og virkilega gaman að segja frá því að húsfyllir var og rúmlega það. Líflegar og gagnlegar umræður fóru fram hjá Blikum sem hafa hag félagsins fyrir brjósti. Fundurinn kom sér saman um ályktun sem send verður á Kópavogsbæ með það að markmiði að hefja viðræður á milli Kópavogsbæjar og aðalstjórnar Breiðabliks.

Ályktun félagsfundar Breiðabliks

30. janúar 2024

Fjölmennur félagsfundur Breiðabliks skorar á bæjaryfirvöld í Kópavogi að taka upp viðræður hið fyrsta við aðalstjórn Breiðabliks um deiliskipulag með framtíðaruppbyggingu svæðisins í huga.

Ljóst er að íþróttaaðstaða flestra deilda félagsins er sprungin og með fyrirhugaðri fjölgun íbúa í Kópavogi er brýn þörf á bættri aðstöðu deilda félagsins.

FJÖLMENNUR HÓPUR FÉLAGSFÓLKS BREIÐABLIKS SKORAR Á BÆJARYFIRVÖLD Í KÓPAVOGI
15
SKOÐA FRAMTÍÐARUPPBYGGINGU SVÆÐISINS

SUND

BLIKAR

SYNTU VIRKILEGA VEL Á R.I.G.

Fyrsta sundmótið á 50 m sundtímabilinu var um helgina þegar að RIG (Reykjavík International Games) fór fram í

Laugardalslaug

Sundfólkið okkar vann til ýmissa

verðlauna ásamt því að sum þeirra náðu A og B lágmörkum og tryggðu sér þar með þátttöku í landsliðsverkefnum á næstu misserum.

Við óskum öllum þátttakendum til hamingju með árangurinn.

16

GULL-, SILFUR-, OG BRONSVERÐLAUN VORU EFTIRFARANDI

Gullverðlaun

Opinn flokkur

400 m: Medley, Freyja Birkisdóttir.

15 ára og yngri:

1500 m Freestyle, Vanja Djurovic

200 m Butterfly, Huginn Leví Pétursson.

14 ára og yngri:

800 m Freestyle, Guðrún Ísold Harðardóttir.

100 m Backstroke, Íris Ásta Magnúsdóttir.

200 m Backstroke, Íris Ásta Magnúsdóttir.

100m Breaststroke, Elín Michalec Árnadóttir

50m Butterfly, Bergey Huld Arnarsdóttir

Silfurverðlaun

Opinn flokkur:

100 m Butterfly, Nadja Djurovic.

100 m Freestyle, Ýmir Chatenay Sölvason.

400 m Freestyle, Ýmir Chatenay Sölvason.

15 ára og yngri:

100 m Butterfly, Huginn Leví Pétursson.

14 ára og yngri:

400 m Freestyle, Guðrún Ísold Harðardóttir.

100 m Butterfly, Bergey Huld Arnarsdóttir.

Bronsverðlaun

Opinn flokkur:

200 m Medley, Freyja Birkisdóttir.

200 m Freestyle, Ýmir Chatenay Sölvason.

15 ára og yngri:

100 m Backstroke Vanja Djurovic.

14 ára og yngri:

200 m Freestyle, Guðbjörg Helga Hilmarsdóttir.

400 m Freestyle, Þorgerður Freyja Helgadóttir.

800 m Freestyle, Þorgerður Freyja Helgadóttir.

200 m Backstroke, Lilja Rakel Hannesdóttir Bridde.

200 m Breaststroke, Elín Michalec Árnadóttir.

400 m Medley. Íris Ásta Magnúsdóttir.

17

RAFÍÞRÓTTIR

BREIÐABLIK Á SIGLINGU

Í LJÓSLEIÐARADEILDINNI B

reiðablik hefur verið á hörku siglingu í Ljósleiðaradeildinni og klára deildina með 6 sigrum í síðustu 7 leikjum og enda tímabilið í fimmta sæti eftir og þar afleiðandi öruggt að þeir spila

í efstu deild á næsta ári. Næst á dagskrá er stórmeistaramótið og miðað við sterkan enda sprett í deildinni þá eru blikar til als líklegir.

18

RAFÍÞRÓTTANÁMSKEIÐ FYRIR EINHVERF BÖRN COUNTER STRIKE LIÐ BREIÐABLIKS KOMNIR

Breiðablik býður nú upp á rafíþróttanámskeið fyrir einhverf börn á aldrinum 7-15 ára.

Tími: Mánudögum og Miðvikudögum kl 16:00-17:30. Staður: Arena Gaming, Smáratorgi 3, 1. hæð, 201 Kópavogi. Byrjar mánudaginn 26. febrúar og er til 3. maí.

Skráning á slóðinni hér: https:// xpsclubs.is/breidablik/registration.

Allir krakkar munu spila í 5 manna einkaherbergjum sem eru 4 herbergi í röð og hægt að loka/opna á milli, það verður dauf lýsing inni.

Krakkarnir spila á borðtölvum með hágæða búnaði, hljóðdeyfandi heyrnatólum og flottum stólum. Í boði verður tómt herbergi sem hægt er að fara inn til að vera í friði. Sama herbergi og við tökum hreyfinguna í

Leikir í boði: Erum með rúma 80 leiki á tölvunum sem hægt er að spila. Miðum við PG rating á leikjum, ef krakkar eru með leyfi frá foreldrum að spila bannaða leiki þá leyfum við það. Tölvurnar slökkva sjálfkrafa á sér þegar spilatíma er lokið.

Prentaðir verða út miðar sem við látum á borðið fyrir framan krakkana 2-5 mín. áður en við slökkum á tölvunum. Námskeiðið verður í 90 mín. 15mín. hreyfing/spjall. 60 mín. spil, markmiðið að spila í hóp og allir saman. m15 mín. hreyfing/spjall.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að hafa samband við þjálfara danielsig@arenagaming.is

CÁFRAM

ounter strike lið Breiðabliks tryggði sig áfram í stórmeistramótið sem hefst 21.mars. Breiðablik sigraði ÍBV í framlengdum leik á áskorendamótinu. Þetta er í fyrsta skipti sem Breiðablik keppir á stórmeistaramótinu en átta lið munu keppa um stórmeistaratitilinn og aðgengi að evrópukeppni. Rocket league Deildin var að byrja og hefur lið Breiðabliks sigrað alla leiki sína. Eftir að hafa endað í öðru sæti á sínu fyrsta keppnistímabili þá er stefnan sett á sigur á þessu tímabili.

19
RAFÍÞRÓTTIR RAFÍÞRÓTTIR

KARFA KARFAN Á FULLRI FERÐ HJÁ

YNGRI OG ELDRI FLOKKUM

Yngri

flokkar

Tímabilið 23/24 hefur gengið mjög vel og hefur verið nokkur fjölgun í yngri flokkum, þá sérstaklega þeim yngstu og hefur verið gaman að fylgjast með fjölgun hjá 6-8 ára

stelpum, en þær eru orðnar yfir 20 eftir að hafa byrjað um 7 í byrjun vetrar.

Mb. 6-9 ára hafa þegar tekið þátt í þremur mótum og eru að fara á sitt fjórða mót er þau fara á Nettó

20
11. flokkur karla í körfunni.

mótið í Suðurnesjabæ 2.- 3. mars næstkomandi. Mótin hafa öll gengið vel og hefur það verið eftirtektarvert hve mörg lið Breiðablik mætir með á þessi mót en góð fjölgun hefur verið í yngstu aldurshópunum, stelpum og strákum, og hafa verið yfir 100 iðkendur frá okkur á þessum mótum.

Í flokkum 10 ára og eldri er spilað um Íslandsmeistaratitil og hefur árangur okkar iðkenda verið mjög góður og hefur verið góður stígandi frá síðustu árum. Mb 10 ára drengja hafa verið með lið í A riðli og hafa verið að spila mjög vel, en það hafa verið alls 4 lið í þessum árgangi í vetur. Stúlkurnar hafa verið með tvö lið í öllum mótum og hafa framfarir verið góðar en þær hafa verið í C riðli.

Mb 11 ára drengja hefur verið með 3-4 lið í flestum mótum og hefur einnig gengið mjög vel hjá þeim, A liðið vann til dæmis alla leiki sína í A riðlinum og eiga þeir ágæta möguleika á því að næla sér

í Íslandsmeistaratitil. Stelpurnar í þessum aldurshópi hafa verið með tvö lið í öllum mótum og hefur vantað herslu muninn á að þær nái að komast upp í B riðilinn, sem mun þó vonandi nást í næstu mótum.

7 flokkur drengja vann Íslandsmeistaratitili í fyrra og hafa haldið áfram að spila vel og eru efstir í A riðlinum og eiga góða möguleika á því að vinna titilinn tvö ár í röð. Síðasta mótið verður haldið í Smáranum þann 16.-17. mars og hvetjum við alla Blika til að koma og hvetja strákana okkar. 7 fl. stúlkna hefur verið að spila í C riðli og eru að berjast um að komast upp og hafa verið í stöðugum framförum frá fyrsta móti eins og stelpurnar í 8 flokki en þessir flokkar æfa saman.

8. Fl drengja er einn fjölmennasti flokkur okkar en þar eru yfir 30 iðkendur og hafa þeir verið með 4-5 lið í mótum í vetur. Þessi flokkur á einnig ágæta möguleika á því að ná í titil en þeir fengu silfur í fyrra.

9 fl. drengja er með tvö lið og

spilar A liðið í A riðlinum og B liðið í B riðlinum. A liðið hefur verið að spila vel og eiga ágæta möguleika á því að ná í titil en B liðið hefur átt í smá erfiðleikum í erfiðum riðli, þar sem þeir eru að spila á móti A liðum annarra liða. 9. flokkur stúlkna er gríðarlega efnilegur flokkur og á ágæta möguleika á því að ná í titil. Í hópnum eru þrjár stelpur sem voru valdar í landsliðshóp sem mun taka þátt í verkefnum í sumar, björt framtíð þar.

10 fl. drengja spilar í B og C riðlum og hefur verið gaman að fylgjast með framförum hjá þessum drengjum síðustu tvö ár. 10 fl stúlkna er í A riðli og hafa verið að spila ágætlega og eru um miðja deild.

11. Flokkur drengja hefur verið í fremstu röð í mörg ár og eru núna í efsta sæti A riðils, ásamt Stjörnunni og hafa einungis tapað einum leik í vetur. Þessi tvö lið munu spila til úrslita í bikar fimmtudaginn 21. mars í Laugardalshöllinni, en það

21
Aron Francesco (2015) í MB 8 ára sínir tilþrif.

mun verða auglýst betur er nær dregur. B liðið hefur svo spilað í B riðlinum og er með efstu liðum í þeim riðli.

12 flokkur drengja er í B riðli og er þessi flokkur að mestu skipaður sömu leikmönnum og eru í 11. flokki. 12. flokkur stúlkna er sömuleiðis að mestu leiti skipuð yngri

stelpum, þær spila í A riðli og hafa verið að standa sig vel en þær urðu fyrir smá áfalli er ein besta stúlkan í hópnum sleit krossband og óskum við henni góðum bata og bíðum spennt eftir að sjá hana aftur á vellinum á næsta tímabili.

Ungmennaflokkur drengja eru í dag efstir í A riðlinum og hafa núna

unnið 9 leiki í röð. Þessi flokkur er að mestu skipaður sömu leikmönnum og eru farnir að spila stórt hlutverk í mfl félagsins í Subway deildinni. Þessi flokkur vann Íslandsmeistarartitilinn í fyrra og eru þeir ákveðnir í að ná að halda honum áfram í Smáranum á þessu tímabili.

Eins og sést á þessari yfirferið er framtíðin björt og ljóst að það er hægt að byggja upp mfl. á flottu uppeldisstarfi.

Meistaraflokkar

Meistaraflokkar félagsins voru báðir í Subway deildum en því miður þurfti að leggja niður mfl. kvenna þegar nokkrir leikmenn skiptu um lið og ekki var nægur mannskapur eftir til að halda áfram þar sem næstu stelpur eru í flokkum 9.-12. flokk. Þar eru efnilegar stelpur og var ákveðið að leggja áherslu á að byggja þær upp og stefna á að vera með lið í fyrstu deildinni á næsta tímabili.

Mfl karla er að mestu skipaður ungum leikmönnum og hefur liðið verið í stöðugri framför í allan vetur. Ljóst var fyrir tímabilið að þetta yrði erfitt tímabil þar sem einungis var farið með tvo erlenda leikmenn í deild sem flest lið erum skipuð fjórum til sex erlendum leikmönnum. Strákarnir hafa þó sýnt að þeir geta alveg unnið bestu liðin og sýndu þeir það í síðasta leik á útivelli á móti Íslandsmeisturunum í Tindastól en þá rétt vantaði herslumunin til að ná að klára leikinn með sigri.

Ljóst er þó að það þarf nánast kraftaverk svo liðið haldi sér uppi en það eru 5 leikir eftir og það þarf að ná í að lágmarki 3 sigra í viðbót til að halda liðinu í Subway deildinni.

22 FRAMTÍÐIN ER BJÖRT OG LJÓST AÐ ÞAÐ ER HÆGT AÐ BYGGJA UPP MFL. Á FLOTTU UPPELDISSTARFI
1050 414 Sími
Baldur snesi 6 Ak ur eyri 1050 414 Sími Smiðju vegi 76 Kópavogi Sími 414 1000
Sími 414 1000

SUND BOÐSUNDSVEIT BREIÐABLIKS

Gullmót KR fór fram helgina 9.-11. febrúar, þar átti sunddeild Breiðabliks breiðan þátttakenda hóp og mörg bættu sína tíma. Helst ber þó að nefna að stúlknasveit Sunddeildar Breiðabliks, skipuð af Nadju Djurovic, Sólveigu Freyju Hákonardóttir,

Ásdísi Steindórsdóttir og Freyju Birkisdóttir, sló Íslandsmet unglinga í 4x100 m skriðsundi kvenna á tímanum 4:03:58 en metið sem þær slógu var 4:04:45 sem SH setti fyrir 6 árum síðan. Bjartir tímar framundan hjá sunddeildinni okkar!”

Frá vinstri, Nadja Djurovic, Sólveig Freyja Hákonardóttir, Ásdís Steindórsdóttir og Freyja Birkisdóttir, sem slóu íslandsmet stúlkna í 4x100 m skriðsundi.
23

Jón Jóhann Þórðarson, hlaut Félagsmálabikarinn 2023.

FÉLAGSMÁL

FÉLAGSMÁLABIKARINN 2023

Jón Jóhann Þórðarson er einn af þessum einstaklingum sem gerir Breiðablik að því stórveldi sem það er í dag. Jón Jóhann vinnur verk sín fyrir Breiðablik með elju og ástundunarsemi án þess að ætlast til að fá eitthvað í staðin.

Hann hóf sinn sjálfboðaliðsferil í gegnum börnin sín eins og margir Blikar. Hann var til dæmis umsjónarmaður frá árinu 2008 í gegnum alla yngri flokka í knattspyrnu hjá syni sínum Tómasi Bjarka.

Árið 2016 kom hann síðan inn í stjórn Blikaklúbbsins, stuðningsmannaklúbbs knattspyrnudeildar, og

var strax kosinn gjaldkeri klúbbsins. Því starfi hefur hann gegnt allar götur síðan. Það er mikil vinna að vera gjaldkeri Blikaklúbbsins því það eru endalausar breytingar á kortum og greiðslufyrirkomulagi hjá félagsmönnum. Því þarf að fylgja strax eftir til að klúbburinn tapi ekki tekjum.

Einnig hefur Jón Jóhann ásamt Erni Örlygssyni formanni Blikaklúbbsins verið prímusmótórinn í að skipuleggja sölu á Blikavarningi á heimaleikjum og öðrum stórleikjum deildarinnar. Því fylgir oftar en ekki töluvert umstang sem hefur jafnvel

gert það að verkum að heimilisbílinn kemst ekki í bílskúrinn hjá Jóni í Háulindinni því Blikadótið hefur tekið það mikið pláss.

Jón Jóhann er líka ávallt reiðubúinn að leggja Blikunum lið þegar ýmsar uppákomur og skemmtanir eru í gangi. Hann var til dæmis í Sjoppunefndinni í 2 ár og það eru ekki margar skemmtanir eða uppákomur undanfarin 15 ár þar sem Jón Jóhann hefur ekki komið að með einum eða öðrum hætti.

Takk fyrir Jón Jóhann!

24

Veldu

Páskaeggin

Skoðaðu

25
frá Nóa Síríus eru tilbúin. Það eru spennandi nýjungar í boði og egg sem hæfa öllum. Þau eru nefnilega allskonar, sæt stökk smá og stór en fyrst og fremst ómótstæðileg. úrvalið, veldu og njóttu! NÓI SÍRÍUS páskaegg frá Nóa sem passar þér!

Vignir Vatnar Stefánsson, skákmaður var valinn íþróttakarl ársins í Kópavogi og Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikakona í Gerplu var valin íþróttakona Kópavogs.

ÍÞRÓTTAKONA OG- KARL KÓPAVOGS

FIMM BLIKAR TILNEFNDIR

TIL ÍÞRÓTTAKONU OG KARLS

KÓPAVOGS

Breiðablik átti hvorki fleiri né færri en 5 af þeim 10 sem Kópavogsbúar og dómnefnd gátu kosið á milli í árlega valinu á íþróttafólki ársins.

Okkar eini sanni Vignir Vatnar Stefánsson skákmaður stóð að endingu uppi sem sigurvegari í valinu og hlaut hann því titilinn Íþróttakarl Kópavogs. Thelma

26

Aðalsteinsdóttur fimleikakona úr Gerpla hlaut svo titilinn Íþróttakona Kópavogs.

Eftirfarandi er lýsingar á helstu afrekum okkar fólks:

Birna Kristín KristjánsdóttirFrjálsar íþróttir – Breiðablik Birna Kristín er Íslandsmeistari kvenna í 60m grindarhlaupi innanhúss. Í langstökki, hennar aðalgrein hefur hún átt mög gott ár og stokkið margoft yfir 6 metra, lengst stökk hún 6.11 metra sem er aðeins einum sentimetra frá íslandsmeti U23 í greininni. Einnig er hún margfaldur aldursflokkameistari og bikarmeistari í fjölda greina. Birna Kristín tók þátt í tveimur landsliðsverkefnum á árinu Evrópubikar landsliða og Smáþjóðaleikunum, þar sem hún hafnaði í 3 sæti í langstökki og 4 sæti í 100m grindarhlaupi.

Höskuldur Gunnlaugsson –Knattspyrna – Breiðablik

Höskuldur hefur á líðandi tímabili farið fyrir liði Breiðabliks sem komst í riðlakeppni Sambandsdeildar UEFA fyrst íslenskra karlaliða.Liðið endaði einnig í 3 sæti í Bestu deild karla á árinu. Höskuldur lék einn A landsleik á árinu gegn Svíþjóð, en í þeim leik var hann fyrirliði liðsins. Hann er virkilega góð fyrirmynd fyrir yngri iðkendur félagsins, bæði hvað varðar ástundun en ekki síður hvernig hann kemur fram fyrir hönd félagsins.

Ingvar Ómarsson – Hjólreiðar – Breiðablik

Ingvar varð bæði Íslands- og bikarmeistari í götuhjólreiðum og Cyclocross á árinu. Hann varð í 2.

sæti á Íslandsmótunum í tímatöku, fjallahjólreiðum og maraþon fjallahjólreiðum. Einnig sigraði hann í Bláalónsþrautinni og Westfjords Way Midnight Special. Á erlendri grundu tók Ingvar þátt í tíu keppnum, þar af fjórum stórmótum. Má þar helst nefna Dirty Reiver sem Ingvar vann og var það áttundi sigur hans erlendis á ferlinum. Hann varð 15. í The Traka 200 km, náði 17. sæti í Swiss Epic (UCI S1 keppni). Ingvar tók þátt í tímatöku bæði á HM (52. sæti) og EM (28. sæti).

Sigurður Örn Ragnarsson –Þríþraut – Breiðablik Sigurður Örn Ragnarsson var valinn þríþrautarmaður ársins 2023 af Þríþrautarsambandinu en þetta er 6. árið í röð sem hann er valinn þríþrautarmaður ársins hjá ÞRÍ. Sigurður vann 5 af 6 bikarmótum sumarsins og varð Íslandsmeistari í ofursprettþraut og ólympískri þríþraut. Hann keppti jafnframt á heimsmeistaramótinu í Járnmanni (Ironman) og hafnaði í 82 sæti af 223. Sigurður er samhliða æfingum sínum aðalþjálfari Þríþrautardeildar Breiðabliks.

Sóley Margrét Jónsdóttir –Kraftlyftingar – Breiðablik Sóley varð Evrópumeistari í kraftlyftingum þegar hún sigraði með yfirburðum í +84 kg. flokki kvenna með því að lyfta samanlagt 660 kg. Hún vann til gullverðlauna í bæði hnébeygju með 270 kg lyftu og í bekkpressu með 182,5 kg lyftu og svo silfurverðlaun í réttstöðulyftu með 207,5 kg. Á Heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum vann Sóley til silfurverðlauna í +84 kg flokki

eftir harða baráttu um gullið með því að lyfta samanlagt 657,5 kg. Hún vann gullverðlaun í hnébeygju með 277,5 kg, silfurverðlaun í bekkpressu með 180 kg og bronsverðlaun í réttstöðulyftu 200 kg.

Vignir Vatnar Stefánsson –Skák – Breiðablik

Vignir Vatnar hefur unnið ótal afrek á árinu. Hann varð Norðurlandameistari U20 í febrúar. Kláraði stórmeistaratitilinn í mars og varð þannig sextándi stórmeistari Íslendinga. Stærsta afrekið var svo í mai þegar Vignir Vatnar varð Íslandsmeistari í skák, bestur á Íslandi. Í lok september varð hann í 13.sæti á HM U20 í Mexíkó og tefldi á 3ja borði með landsliði íslands á EM landsliða í Svartfjallalandi í nóvember. Vignir Vatnar er áberandi í íslensku skáklífi og er mikilvæg fyrirmynd fyrir ungmenni og börn sem æfa skák af kappi. Á árinu stofnaði hann sinn eigin skákkennslu vef ásamt því að sinna afreksþjálfun í skák hjá Skákdeild Breiðabliks.

27
BREIÐABLIK ÁTTI 5 AF ÞEM 10 SEM KÓPAVOGSBÚAR OG DÓMNEFND GÁTU KOSIÐ Á MILLI Í ÁRLEGU VALI Á ÍÞRÓTTAFÓLKI ÁRSINS

Vignir Vatnar Stefánsson úr skákdeildinni var kjörinn íþróttakarl ársins og Sóley Margrét Jónsdóttir úr kraftlyftingardeildinni var kjörin íþróttakona Breiðabliks.

HÁTÍÐ

ÍÞRÓTTAHÁTÍÐ

BREIÐABLIKS Í

þróttahátíð Breiðabliks fór fram miðvikudaginn 10.janúar í veislusal félagsins. Hægt er að horfa á upptöku af hátíðinni á youtube-síðu BlikarTV. Um er að ræða árlegan viðburð

sem haldinn er í boði aðalstjórnar Breiðabliks og hefur það markmið að sameina allar deildir félagsins, gera undanförnum árangri hátt undir höfði ásamt því að heiðra þá sem mest hafa skarað fram úr.

28

Ásgeir Baldurs, formaður Breiðabliks, setti hátíðina áður en að Arnór Daði, íþróttastjóri félagsins, kynnti hverja viðurkenninguna á fætur annarri.

Byrjað var á að verðlauna karl og konu úr hverri deild áður en að Deildar-, Þjálfara, Afreks- og Félagsmálabikarinn voru afhentir. Að lokum voru úrslitin úr kosningunni á Íþróttakonu og -karli Breiðabliks kunngjörð en þar fær hver deild innan félagsins eitt atkvæði ásamt aðalstjórn og íþróttastjóra.

Það er skemmst frá því að segja Sóley Margrét Jónsdóttir úr kraftlyftingardeildinni var kjörin Íþróttakona Breiðabliks og Vignir Vatnar Stefánsson úr skákdeildinni var kjörinn Íþróttkarl Breiðabliks.

Breiðablik óskar öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju en lista yfir þá aðila má sjá hér fyrir neðan:

Frjálsíþróttakona:

Birna Kristín Kristjánsdóttir.

Frjálsíþróttakarl:

Guðjón Dunbar Diaquoi.

Hjólreiðakona:

Björg Hákonardóttir.

Hjólreiðakarl:

Ingvar Ómarsson.

Hlaupakona:

Lilja Dögg Stefánsdóttir.

Hlaupakarl: Thijs Kreukels.

Karatekona:

Móey María Sigþórsdóttir.

Karatekarl:

Samúel Týr Sigþórsson.

Knattspyrnukona: Agla María Albertsdóttir.

Knattspyrnukarl:

Höskuldur Gunnlaugsson.

Kraftlyftingarkona: Sóley Margrét Jónsdóttir.

Kraftlyftingarkarl: Guðfinnur Snær Magnússon.

Körfuknattleikskona: Aníta Rún Árnadóttir.

Körfuknattleikskarl: Sölvi Ólason.

Skákkarl: Vignir Vatnar Stefánsson.

Skíðakarl: Björn Davíðsson.

Sundkona: Freyja Birkisdóttir.

Sundkarl: Ýmir Chatenay Sölvason.

Þríþrautarkona: Ewa Przybyla.

Þríþrautarkarl: Sigurður Örn Ragnarsson.

Rafíþrótta- og taekwondodeildin tilnefndu engan í ár ásamt því að skák- og skíðadeildin tilnefndu ekki konu í ár.

Deildarbikar: Kraftlyftingardeildin.

Þjálfarabikar: Sigurður Örn Ragnarsson úr þríþrautardeildinni.

Afreksbikar: Meistaraflokkur karla í knattspyrnu.

Félagsmálabikar: Jón Jóhann Þórðarson.

Íþróttakona: Sóley Margrét Jónsdóttir úr kraftlyftingardeildinni

Íþróttakarl: Vignir Vantar Stefánsson úr skákdeildinni

Smelltu og skoðaðu upptökuna af hátíðinni
29

Sigurvegarar mótsins, allar fæddar árið 1988.

Efri röð: Sandra Ásgeirsdóttir, Elsa Rut Sigurðardóttir, Guðrún Erla Hilmarsdóttir, Hekla Pálmadóttir, Petra Lind Sigurðardóttir, Rakel Hönnudóttir.

Neðri röð: Íris Björk Róberts, Arndís Eva Jónsdóttir, Sandra Sif Magnúsdóttir, Margrét Eva Einarsdóttir.

ÁRGANGAMÓT LENGI LIFIR Í GÖMLUM GLÆÐUM

Knattspyrnukonur sem á einum eða öðrum tíma hafa klæðst grænni Breiðablikstreyju, innan eða utan vallar, hittust á árgangamóti 10. febrúar sl. og rifjuðu upp gamla takta. Það var a.m.k.

meiningin. Sumar höfðu engu gleymt, aðrar kannski einhverju og sumar af þessum kempum lifa enn á fornri frægð.

Er þetta annað árið í röð sem Blikastelpur koma saman, leika

30

knattspyrnu fyrri hluta dags en um kvöldið mæta þær hressar og sprækar á kvennakvöld Breiðabliks. Áhuginn á mótinu að þessu sinni var gríðarlegur en þrettán lið skráðu sig til leiks, hvert lið með u.þ.b. tíu leikmenn eða 130 eldhressar fótboltastelpur.

Taktar á heimsmælikvarða Taktarnir sem sáust á mótinu voru margir hverjir á heimsmælikvarða, elsti leikmaður mótsins, Sigfríður Sophusdóttir sem var landsliðsmarkvörður á árum áður, skellti sér í framherjann og setti tvö með vinstri. Fyrir það þótti stjórnendum

mótsins hæfilegt að veita henni sérstök verðlaun. Yngsti leikmaðurinn í mótinu er fæddur 2002 og hefur hún því þátttökurétt í heil þrjátíu og þrjú ár í þessu móti áður en hún nær afrekum markaskorarans Sigfríðar.

Liðin tvö sem léku til úrslita voru

Liðið sem hafnaði í öðru sæti. Leikmenn fæddir 1986/1987. Efri röð: Lilja Guðrún , Bryndís María, Hlín, Adda og Greta Mjöll.Neðri röð: Thelma Dögg, Heiðrún, Birna, Guðný og Ragna.

31

skipuð leikmönnum sem eru að nálgast fertugsaldurinn, annað liðið skipað leikmönnum fæddum 1986/1987 gegn leikmönnum fæddum 1988. Svo fór að yngra liðið vann æsispennandi úrslitaleik 2-1. Þær eru því sigurvegarar annað árið í röð.

Um kvöldið mættu 180 konur í Smárann þar sem Eva Ruza veislustjóri fór á kostum. Bjarki og Arnþór trúbadorar spiluðu fram eftir kvöldi, DJ Enrique þeytti skífum fram á nótt og mikið var dansað.

Dagurinn var gríðarlega vel heppn-

aður í alla staði og vilja skipuleggjendur dagsins koma til skila þakklæti til allra þeirra sem mættu og styrktu um leið starf meistaraflokks kvenna hjá Breiðabliki.

Sjáumst að ári.

Elsta lið mótsins. Leikmenn flestir fæddir upp úr miðri síðustu öld. Efri röð: Ingó (Ingibjörg Hinriks), Hjördís Þorsteinsdóttir, Katrín Jónsdóttir, Edda Garðarsdóttir, Hildur Sævarsdóttir. Neðri röð: Sigríður Hjálmarsdóttir, Ída (Sigrún Óttarsdóttir), Siffa (Sigfríður Sophusdóttir), Unnur María Þorvaldsdóttir.

32

ÁRGANGAMÓT

TIL HEIÐURS LINDU

MJALLAR ANDRÉSDÓTTIR

40+ liðin (fæddar á bilinu 19691983) voru tvö að þessu sinni og voru allir leikmenn liðanna í treyju númer 45 til heiðurs Lindu Mjallar Andrésdóttur sem spilaði með þeim í gegnum yngri flokka og meistaraflokk félagsins. Hún féll frá langt fyrir aldur fram eftir hetjulega

baráttu við erfið veikindi en hún hefði orðið 45 ára í janúar. Linda Mjöll spilaði venjulega í öftustu varnarlínu og var mikill leiðtogi inn á vellinum. Hún var jafnframt einstakur húmoristi sem skapaði skemmtilega stemmingu inn á vellinum þegar hún hvatti liðsfélaga

sína áfram og var oftar en ekki með skemmtileg orðatiltæki til þess. Eitt þeirra var “Áfram með smjörið!” og völdu þær að hafa það framan á treyjunni. Báðum liðum gekk ótrúlega vel á mótinu og voru bæði lið nálægt því að komast í úrslit mótsins.

33

GILDI BREIÐABLIKS

FEBRÚAR VAR MÁNUÐUR SAMVINNU Í BREIÐABLIK

Samvinna er eitt af fjórum gildum Breiðabliks. Í Kyndlinum, leiðarvísi félagsins, sem finna má á heimasíðu félagsins segir:

„Samvinna – allir sem koma að starfi félagsins vinna saman að verkefnum og markmiðum þess með hagsmuni félagsins að leiðarljósi.“

Í upphafi mánaðar voru þjálfarar beðnir um að hafa gildið í huga og

Samvinna

jafnvel hvetja til aukinnar samvinnu í einni æfingu eða fleirum. Í lok mánaðar verða svo nokkrir iðkendur af handahófi teknir í viðtal þar sem þeir koma með sína útskýringu á gildinu góða.

Í framhaldinu verða svo þrír aðrir mánuðir ársins valdnir til að heiðra hin þrjú gildi félagsins, en þau eru Fagmennska, Framsækni og Jafnrétti.

34

í febrúar unnum Við saman

Sund

Frjálsar

Taekwondo

Körfubolti

Þríþraut Hjólreiðar

Skíði

Knattspyrna

Hlaupahópur Íþróttaskóli Kraftlyftingar Rafíþróttir Karate

Eldri borgarar Skák
35

Dalsmári 5 / 201 Kópavogur / Sími: 591-1100 / breidablik.is

Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.