Dagskrá
          Fundargerð aðalfundar
          Lög Breiðabliks
          Reglugerð um heiðursveitingar
          Reglugerð um veitingu bikara á aðalfundi Breiðabliks
          Heiðursveitingar
          Ársskýrsla aðalstjórnar Breiðabliks
          Skýrsla Íþróttaskóla
          Eldri borgara leikfimin
          Skýrsla Getraunanefndar
          Áritun stjórnar
          Áritun óháðs endurskoðanda
          Skýringar
          Ársskýrsla Frjálsíþróttadeildar Breiðabliks
          Ársskýrsla Hjólreiðadeildar Breiðabliks
          Ársskýrsla Karatedeildar Breiðabliks
          Ársskýrsla Knattspyrnudeildar Breiðabliks
          Ársskýrsla Kraftlyftingadeildar Breiðabliks
          Ársskýrsla Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks
          Ársskýrsla Rafíþróttadeildar Breiðabliks
          Ársskýrsla Skákdeildar Breiðabliks
          Ársskýrsla Skíðadeildar Breiðabliks
          Ársskýrsla Sunddeildar Breiðabliks
          Ársskýrsla Taekwondodeildar Breiðabliks
          Ársskýrsla Þríþrautardeildar Breiðabliks
          2
        4 6 8 12 13 14 22 24 25 26 29 30 35 43 52 54 59 66 70 74 76 78 80 85 86
        
    3
        
              
              
            
            DAGSKRÁ
          
    AÐALFUNDUR BREIÐABLIKS 2024
          haldinn í veitingasal Smárans þriðjudaginn 14. maí 2023 kl. 17:30
          Kosning fundarstjóra, ritara og kjörbréfanefndar
          Formaður leggur fram skýrslu aðalstjórnar
          Kjörbréfanefnd skilar áliti sínu
          Endurskoðaður ársreikningur lagður fram til samþykktar
          Kosning um lagabreytingar
          Kosning formanns
          Kosning þriggja stjórnarmanna
          Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarfélags
          Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
          Umræður um málefni félagsins og önnur mál
          4
        1 2 3 4 5 6 7 8 9 10
        
    5
        
              
              
            
            FUNDARGERÐ AÐALFUNDAR BREIÐABLIKS
          Aðalfundur Breiðabliks var haldinn miðvikudaginn 10. maí 2023 í veislusal Smárans, Dalsmára 5, 201 Kópavogur, fundurinn hófst klukkan 17:40.
          1. Fundarsetning og skipun fundarstjóra Fundurinn hófst með að formaður aðalstjórnar Ásgeir Baldurs setti fundinn. Stungið var upp á Guðmundi Sigurbergssyni sem fundarstjóra og var tillagan samþykkt.
          2. Boðun fundarins, kosning ritara og kjörbréfanefndar Guðmundur Sigurbergsson tók við stjórn fundarins og lagði til að Rakel Ásgeirsdóttir yrði kjörin fundarritari. Tillagan var samþykkt. Þá var samþykkt að Heiðar Ásberg yrði formaður kjörbréfanefndar og með honun í nefndinni yrðu Halldór Arnarson og Gunnar Gylfason. Fundarstjóri greindi frá því að til fundarins hefði verið boðað samkvæmt lögum félagsins með birtingu auglýsinga í Morgunblaðinu þann 26. apríl sl. og væri fundurinn því lögmætur aðalfundur félagsins.
          3. Skýrsla stjórnar.
          Formaður félagsins, Ásgeir Baldurs fór yfir það helsta frá síðasta ári, fundarhöld aðalstjórnar, aðstöðumál deilda, ársþing UMSK og helstu verðlaun sem Blikar hlutu, íþróttahátíð Breiðabliks og þá sem hlutu verðlaun í hverri deild. Þá fór formaður yfir því helsta frá Íþróttahátíð Kópavogs.
          4. Álit Kjörbréfanefndar.
          Formaður Kjörbréfanefndar staðfesti kjörbréf allra fulltrúa.
          5. Endurskoðaður ársreikningur lagður fram til samþykktar. Fjármálastjóri félagsins Björgvin Smári Kristjánsson kynnti ársreikning vegna ársins 2022.
          Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins samhljóða.
          6. Kosning um lagabreytingar. Engar lagabreytingar voru lagðar fram.
          7. Kosning formanns.
          Ásgeir Baldurs bauð sig fram til formanns og var sjálfkjörin formaður félagsins.
          Aðalfundurinn samþykkti kosningu formanns.
          8. Kosning stjórnarmanna Þrír voru í framboði til aðalstjórnar. Uppstillingarnefnd hafði fyrir fundinn tilnefnt þrjá aðila þau Pétur Hrafn Sigurðsson, Rakel Ásgeirsdóttir og Þórólfur Heiðar Þorsteinsson.
          Aðalfundur samþykkir kosningu ofangreindra stjórnarmanna.
          9. Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarfélags.
          Aðalfundur samþykkt að Endurskoðun VSK ehf. yrði endurkjörið endurskoðunarfyrirtæki félagsins.
          10. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
          Aðalfundur samþykkti Steini þorvalds og Sveinn Gíslason yrðu kosnir skoðunarmenn félagsins.
          11. Heiðursveitingar silfurblika. Fundarstjóri kynnti heiðursveitingar silfurblika.
          Viðurkenningar fyrir silfurblika fengu eftirfarandi:
          • Auður Ester Guðlaugsdóttir, karatedeild
          • Bergþóra Guðjónsdóttir, frjálsíþróttadeild.
          • Bjarni Bergsson, knattspyrnudeild
          • Eiríkur Mörk Valsson, frjálsíþrótta deild.
          • Elsa Sif Guðmundsdóttir, frjálsíþróttadeild
          • Gaukur Garðarsson, karatedeild.
          • Gunnar Sv. Friðriksson, körfuknattleiksdeild.
          • Hlöðver Tómasson, þríþrautardeild.
          • Jóhann Þór Jónsson, knattspyrnudeild.
          • Kristín Vala Matthíasdóttir, þríþrautardeild
          • María Sæmunds Bjarkardóttir, hjólreiðadeild. Fundarstjóri óskar silfurblikum til hamingju.
          12. Tillaga frá Karatedeilda. Formaður Karatedeildar fór yfir tillögu frá Karatedeildinni um málefni hinsegin fólks. ÍSÍ hefur mótað sér stefnu um íþróttir barna og unglinga þar sem meðal annars kemur fram að, öll börn
          ættu að eiga þess kost að stunda íþróttir og upplifa þá gleði og ánægju sem af starfinu hlýst, umhverfið þarf að vera jákvætt og hvetjandi þar sem börnum líður vel og finnst þau velkomin. Fjölbreytileikinn í hópi barna er mikill og eru sífellt nýjar áskoranir að bætast við. Á síðustu árum hafa fleiri börn, á öllum aldri, verið að stíga fram sem hinsegin. Mikilvægt er að huga vel að aðgengi þessa hóps að íþróttastarfi, taka vel á móti þeim og huga vel að þeirra sérstöðu.
          Tillaga Karate deildarinnar er eftirfarandi: að Breiðablik setji á laggirnar vinnuhóp til þess að fara yfir stefnu ÍSÍ og koma með tillögur um aðgerðir sem væri hægt að ráðast í til þess að skapa jákvætt, aðgengilegt og hvetjandi umhverfi fyrir hinsegin fólk.
          Aðalfundur samþykkti tillöguna samhljóða
          13. Umræður um málefni félagsins og önnur mál. Sólborg Baldursdóttir tók til máls. Faðir hennar var einn af 70 stofnendum Breiðabliks og hún fann í hans fórum stofnbók Breiðabliks. Sólborg afhenti formanni stofnbók Breiðabliks ásamt skopmynd sem faðir hennar hafði gert. Formaður félagsins þakkaði Sólborgu fyrir þessa góðu gjöf.
          Fundarstjóri býður fundarmönnum orðið undir þessum lið. Halldór frá knattspyrnudeild beinir spurningu til aðalstjórnar um hvort að önnur félög í Kópavogi eigi eignir eins og t.d. skíðaskála líkt og Breiðablik. Formaður svarar til að Breiðablik eigi tvær fasteignir, annarsvegar skrifstofuaðstöðuna í Smáranum og hins vegar skíðaskála í Bláfjöllum en ákveðinn aðstöðumunur er að þessu leyti á milli félaga bæjarins. Stefna bæjarins er að eiga öll íþróttamannvirki og því kemur það til álita hjá aðalstjórn að skora á Kópavogsbæ að kaupa af Breiðablik mannvirkin.
          Sigþór formaður Karatedeildar óskar eftir betri fjárhagsupplýsingum þar sem hægt er að sundurliða mánaðarlega tekjur og gjöld. Þá gefur Sportabler
          6
        takmarkaðar upplýsingar um stöðu æfingagjalda sem gerir áætlunarvinnu deildarinnar erfiða. Eysteinn framkvæmdarstjóri tók til máls og sagði frá því að brugðist hafi verið við þessum vanda með því að ráða gjaldkera og bókara. Þá upplýsir framkvæmdastjóri að félagið hafi sagt upp samningi við Sportabler og hyggst semja við aðra lausn með von um að auðvelda m.a. gagnavinnslu. Formenn deilda verða boðaðir á fund fljótlega þar sem farnið verður yfir nýja lausn.
          Sigurður Ingi Hauksson körfuknattleiksdeild sem situr jafnframt í uppstillingarnefnd og heiðursveitinganefnd tekur til máls og hvetur aðalstjórnar til að passa upp á æfingatímaiðkennda Breiðabliks í parkethúsum. Bæta þurfi tímaúthlutun fyrir börn og unglinga og skora á bæinn í þeim málum. Ásgeir formaður tekur til máls og segir að þetta sé forgangsatriði hjá félaginu og óska þarf á ný svara frá Kópavogsbæ um tímaúthlutun.
          Það er baráttumál að börn og unglingar fái æfingatíma í húsum og eigi að fá forgang á undan einstaklingum eldri en 18 ára. Stjórn Breiðabliks hefur óskað eftir samtali við bæinn um nýtingu fjármuna þar sem tryggja þarf jafna fjármuni og fermetra fyrir hvern iðkenda hjá Breiðablik líkt og öðrum félögum.
          Formaður UMSK tekur til máls og fer yfir ársþing UMSK þar sem Breiðablik náði góðum árangri sem er birtingarmynd þess góða starfs sem er í félaginu. Þessi árangur má að miklu leyti rekja til sjálfboðaliða og þakkar öllum fyrir gott starf.
          Nýkjörinn formaður tekur til máls og þakkar traustið enda mikill heiður að vera formaður félagsins. Formaður þakkar fyrir góða mætinu og óskar öllum þeim sem fengu heiðarveitingu til hamingju og þakkar fyrir vel unnin störf.
          Formaður slítur fundi.
          Fundi slitið klukkan: 19:01 Guðmundur Sigurbergsson Rakel Ásgeirsdóttir hdl.
          
    FUNDAGERÐ AÐALFUNDAR BREIÐABLIKS
          7
        
              
              
            
            LÖG BREIÐABLIKS
          Nafn
          1. grein
          Félagið heitir Breiðablik og er ungmennafélag. Heimili félagsins og varnarþing er í Kópavogi.
          Markmið
          2. grein ********
          Tilgangur félagsins er að skapa félagsmönnum sínum aðstöðu og tækifæri til að iðka íþróttir og hvers konar félags- og tómstundastarfsemi. Jafnframt að efla samstöðu og samkennd bæjarbúa með þátttöku í starfi félagsins.
          Félagar
          3. grein
          Félagi telst hver sá sem þess óskar eða tekur þátt í starfi félagsins. Skal félagi skráður í eina eða fleiri deildir sem starfræktar eru í félaginu. Aðalstjórn heldur skrá yfir félaga með aðstoð deilda. Aðalstjórn getur vikið félaga úr félaginu fyrir stórfellt brot á félagsreglum.
          Merki og búningur
          4. grein
          Merki félagsins er hvítur kyndill með rauðum loga á grænum grunni. Fyrir neðan miðju kyndilins er letrað BREIÐABLIK. Aðallitur keppnis- og æfingabúninga félagsins er grænn.
          Skipulag
          Aðalfundur félagsins
          5. grein ***** ****** ******* ********
          Aðalfundur félagsins hefur æðsta vald í öllum málefnum þess. Hann skal haldinn eigi síðar en 15. maí ár hvert. Til aðalfundar skal boða með tilkynningu í dagblöðum og á heimasíðu félagsins með minnst tveggja vikna fyrirvara. Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað.
          Allir félagar hafa rétt til að bjóða sig fram til setu í aðalstjórn að
          undanskildum stjórnarmönnum deilda félagsins og starfsmönnum félagsins. Skriflegu framboði skal skila til framkvæmdastjóra félagsins að lágmarki viku fyrir boðaðan aðalfund.
          Aðalstjórn skal kosin á aðalfundi og skal hún skipuð sjö einstaklingum. Formaður skal kosinn beinni kosningu á hverjum aðalfundi. Stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára, þannig að þrír stjórnarmenn eru kosnir á hverju ári. Aðalstjórn skal skipa þriggja manna uppstillinganefnd með hæfilegum fyrirvara fyrir aðalfund. Skal hún skipuð þremur almennum félagsmönnum. Tillögu sinni skal uppstillinganefnd skila til framkvæmdastjóra félagsins eigi síðar en viku fyrir aðalfund. Skal tillaga uppstillingarnefndar ásamt framkomnum framboðum liggja frammi á skrifstofu félagsins til fundardags.
          Allir félagar eldri en 18 ára hafa tillögurétt um lagabreytingar. Tillögur um lagabreytingar skulu berast framkvæmdastjóra félagsins eigi síðar en viku fyrir aðalfund og skulu þær liggja frammi á skrifstofu félagsins til fundardags. Rétt til setu á aðalfundi með málfrelsi og tillögurétti eiga allir félagar eldri en 18 ára.
          Hver deild fær að lágmarki tvö atkvæði á aðalfundi en til viðbótar eitt atkvæði fyrir hverja 100 iðkendur. Þó getur ein deild aldrei fengið meira en 1/3 heildarfjölda atkvæða. Miða skal við iðkendur 19 ára og yngri samkvæmt upplýsingum sem sendar eru til Kópavogsbæjar vegna undangengins starfsárs. Aðalstjórn skal samhliða boðun aðalfundar reikna út fjölda atkvæða og tilkynna stjórnum hverrar deildar viku fyrir aðalfund.
          Stjórn hverrar deildar er í sjálfvald sett að velja fulltrúa á aðalfund sem hafa atkvæðisrétt. Fundarstjóri aðalfundar skal sjá til þess að haldin sé skrá yfir fundarmenn sem hafa atkvæðisrétt áður en gengið er til atkvæðagreiðslu. Formaður aðalstjórnar setur aðalfund. Skal hann hefja dagskrá aðalfundar sem skal vera sem hér segir:
          1. Kosning fundarstjóra, ritara og kjörbréfanefndar
          2. Formaður leggur fram skýrslu aðalstjórnar
          3. Kjörbréfanefnd skilar áliti sínu
          4. Endurskoðaður ársreikningur lagður fram til samþykktar
          5. Kosning um lagabreytingar
          6. Kosning formanns
          7. Kosning þriggja stjórnarmanna
          8. Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarfélags
          9. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
          10. Umræður um málefni félagsins og önnur mál
          Á aðalfundi ræður meirihluti atkvæða úrslitum mála. Til þess að breyta lögum félagsins þarf þó 2/3 hluta greiddra atkvæða. Enginn getur farið með fleiri en eitt atkvæði á aðalfundi. Falli atkvæði jöfn ræður hlutkesti.
          Félagsfundur
          6. grein** **** ***** *******
          Aðalstjórn félagsins skal kalla saman félagsfund, þegar þörf krefur. Skylt er henni að boða til slíks fundar, ef meirihluti deilda félagsins krefjast þess skriflega, enda sé tilkynnt um fundarefni sem þær óska að sett verði á dagskrá. Boða skal til félagsfundar með sama hætti og aðalfundur. Félagsfundur og dagskrárefni skulu vera í samræmi við reglur 5. greinar þessara laga, eins og kostur er. Félagsfundur hefur sama vald og aðalfundur.
          Aðalstjórn
          7. grein ***** ******* ********
          Aðalstjórn framkvæmir stefnu aðalfundar, stýrir málefnum félagsins á milli
          
    8
        aðalfunda, vinnur að alhliða eflingu þess og gætir hagsmuna félagsins í hvívetna. Aðalstjórn kemur fram út á við fyrir hönd félagsins og skuldbindur félagið gagnvart þriðja aðila.
          Aðalstjórn skal á fyrsta fundi sínum eftir aðalfund skipta með sér verkefnum. Stjórn skal að lágmarki kjósa um varaformann og ritara stjórnar. Aðalstjórn er ákvörðunarbær ef meirihluti stjórnar er viðstaddur fund. Einfaldur meirihluti ákvörðunar-bærrar stjórnar ræður úrslitum við atkvæðagreiðslu.
          Aðalstjórn skal setja sér starfsreglur. Úrdrátt úr fundargerðum aðalstjórnar skulu gerðar opinberar á heimasíðu félagsins eigi síðar en tveimur vikum eftir að fundar-gerð hefur verið samþykkt.
          Aðalstjórn hefur umráðarétt yfir öllum sameiginlegum eigum félagsins og umsjón með rekstri þeirra og varðveislu.
          Að minnsta kosti 2/3 hluta allra stjórnarmanna þarf til að:
          • Veðsetja eignir félagsins
          • Selja varanlega rekstrarfjármuni
          • Kaupa fasteignir
          Aðalstjórn ræður framkvæmdastjóra félagsins. Hann framkvæmir ákvarðanir aðalstjórnar og stýrir daglegum rekstri félagsins. Hann skal í starfi sínu kappkosta að hafa samráð við deildir félagsins og aðstoða þær eftir föngum í starfi sínu. Framkvæmdarstjóri er prókúruhafi félagsins og hefur vald til að annast allt það sem snertir starfsemi félagsins. Meiriháttar ráðstafanir skal hann þó alltaf bera undir aðalstjórn til synjunar eða samþykktar í samræmi við starfsreglur stjórnar á hverjum tíma.
          Aðalstjórn hefur heimild til að skipa starfsnefndir um framkvæmd tiltekinna verkefna. Slíkar starfsnefndir skulu skipaðar að lágmarki einum stjórnarmanni og allar meiriháttar eða óvenjulegar ákvarðanir skulu bornir fyrir aðalstjórn til samþykktar eða synjunar. Aðalstjórn er heimilt að veita heimild til stofnunar nýrrar deildar tímabundið en skal leggja slíka ákvörðun um stofnun
          fyrir næsta aðalfund til samþykktar eða synjunar.
          Aðalstjórn samræmir starf og stýrir sameiginlegum málum deilda, skipuleggur sameiginlega þjónustu innan félagsins og annast upplýsingamiðlun. Aðalstjórn setur reglur um fjárreiður og meðferð fjármuna sem gerðar skulu opinberar á heimasíðu félagsins. Í slíkum reglum skal m.a. kveðið á hvers konar fjárskuldbindingar deilda skuli leggja til samþykktar hjá aðalstjórn. Einnig hefur aðalstjórn eftirlit með fjárhag deilda og annarra starfseininga félagsins.
          Aðalstjórn skal tryggja að gerð séu ársfjórðungsleguppgjör aðalstjórnar og allra deilda. Gerð ársreikninga aðalstjórnar og deilda skal lokið með nægilegum fyrirvara fyrir aðalfund hverrar einingar. Rekstraráætlanir aðalstjórnar og deilda skulu liggja fyrir í upphafi starfsárs deilda og þær yfirfarnar og samþykktar af aðalstjórn.
          Skrifstofa félagsins sér um færslu bókhalds, launaútreiknings og greiðslu launa fyrir allar deildir félagsins. Deildir skulu gera samning við aðalstjórn um þá þjónustu sem skrifstofa félagsins veitir. Aðalstjórn getur tilnefnt sérstakan tilsjónarmann sem kynnir sér fjárhag og stöðu deildar ef tilefni er til og kemur með tillögur til úrbóta ef þörf krefur. Hann getur lagt til að aðalstjórn yfirtaki stjórn deildar, ef tillögum til úrbóta er ekki sinnt að veittum ákveðnum fresti. Ef til þess kemur þá skal aðalstjórn tilkynna slíkt skriflega til deildarstjórnar og um leið tekur aðalstjórn að fullu yfir vald deildarstjórnar. Að minnsta kosti 2/3 hluti aðalstjórnar skal vera samþykkur yfirtöku stjórnar deildar.
          Aðalstjórn annast samskipti félagsins við stjórnvöld og önnur samtök með mál sem varða félagið allt.
          Aðalstjórn ber að halda að minnsta kosti tvo fundi á ári sameiginlega með stjórnum deilda til að ræða málefni sem tengjast starfi félagsins.
          Aðalfundur deildar 8. grein* *** ****
          Aðalfundur deildar skal móta megin-
          
              
              
            
            LÖG BREIÐABLIKS
          stefnu um starfsemi hennar. Aðalfund deildar skal halda ár hvert eigi síðar en 15. apríl eða 15. nóvember eftir eðli starfseminnar. Aðalfundur skal boðaður með minnst tveggja vikna fyrirvara með tilkynningu á heimasíðu félagsins. Rétt til setu á aðalfundi eiga allir félagar viðkomandi deildar. Atkvæðisrétt hafa allir félagar 18 ára og eldri. Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað.
          Allir félagar hafa rétt til að bjóða sig fram til setu í deildarstjórn. Skriflegu framboði skal skila til framkvæmdastjóra félagsins að lágmarki viku fyrir boðaðan aðalfund. Heimilt er að víkja frá þessari reglu, með samþykki aðalstjórnar, takist ekki að manna laus stjórnarsæti.
          Formaður deildar setur aðalfund. Skal hann hefja dagskrá aðalfundar sem skal vera sem hér segir:
          1. Kosning fundarstjóra og ritara
          2. Formaður leggur fram skýrslu deildar
          3. Ársreikningur staðfestur af skoðunarmönnum lagður fram til samþykktar
          4. Kosning formanns
          5. Kosning stjórnarmanna
          6. Umræða um málefni deildar og önnur mál
          Á aðalfundi deildar ræður meirihluti atkvæða úrslitum mála. Enginn getur farið með fleiri en eitt atkvæði á aðalfundi. Falli atkvæði jöfn ræður hlutkesti. Vanræki deild að halda aðalfund skal aðalstjórn boða til fundarins og annast
          9
        
              
              
            
            LÖG BREIÐABLIKS
          framkvæmd hans. Hætti formaður störfum skal stjórn kjósa nýjan formann fram að næsta aðalfundi deildarinnar.
          Ef meirihluti stjórnar hættir störfum eða stjórn verður óstarfhæf af einhverjum ástæðum er heimilt að kalla til deildarfundar í því skyni að kjósa nýja stjórn. Skal boðun og framkvæmd fundar fara
          eftir sömu reglum og vegna aðalfundar deildar.
          Deildarstjórn
          9. gr.*******
          Á milli aðalfunda sér deildarstjórn um starfsemi deildar. Í því felst m.a. að skipuleggja starf deildarinnar, skipa
          starfsnefndir hennar og hafa umsjón með framkvæmd starfsins. Deildum er heimilt að innheimta af félögum sínum æfingagjöld sem deildarstjórn ákveður. Deildarstjórn skal skipta með sér verkum á fyrsta fundi eftir aðalfund deildar. Deildarstjórn ber ábyrgð á útgjöldum, tekjuöflun og fjárreiðum deildar og
          
    10
        að fylgt sé opinberum reglum og fyrirmælum aðalstjórnar um bókhald, endurskoðun, reikningsskil og meðferð fjármuna.
          Slit félagsins
          10. grein*******
          Verði félagið lagt niður skulu eignir
          þess ganga til Kópavogsbæjar. Sé deild lögð niður ganga eigur hennar til aðalstjórnar.
          Gildistaka
          11. grein
          Lög þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt falla eldri lög úr gildi.
          LÖG BREIÐABLIKS
          Samþykkt á aðalfundi 1997
          * Samþykkt á aðalfundi 2003
          **Samþykkt á aðalfundi 2004
          *** Samþykkt á aðalfundi 2008
          **** Samþykkt á aðalfundi 2013
          ***** Samþykkt á aðalfundi 2015
          ****** Samþykkt á aðalfundi 2017
          ******* Samþykkt á aðalfundi 2018
          ******** Samþykkt á aðalfundi 2019
          
    11
        
              
              
            
            REGLUR UM HEIÐURSVEITINGAR
          Reglur um heiðursveitingar voru samþykktar á aðalfundi Breiðabliks 1990 fyrir eftirfarandi flokka: Heiðursbliki, Gullbliki og Silfurbliki
          Tilgangurinn með heiðursveitingum er að verðlauna þá einstaklinga sem um árabil hafa stuðlað að vexti og viðgangi félagsins eða deilda þess með sjálfboðastörfum, Einnig er heimilt að veita viðurkenningar þeim sem reynst hafa félaginu vel, með einum eða öðrum hætti.
          Aðalstjórn skal skipa á aðalfundi 5 manna heiðursveitinganefnd sem fer yfir þær tilnefningar sem berast, tekur afstöðu til þeirra og gerir tillögur til aðalstjórnar. Framkvæmdastjóri félagsins er starfsmaður nefndarinnar. Tilnefningar skulu berast frá deildum félagsins eða félagsmönnum þess. Þá getur heiðursveitinganefnd að eigin frumkvæði lagt til viðurkenningar.
          Skrifstofa félagsins skal óska eftir tilnefningum frá deildum eigi síðar en 3 vikum fyrir aðalfund eða aðra viðburði á vegum félagsins s.s,. afmælishátíð.
          Heimilt er að veita viðurkenningar á stórafmæli(50 ára eða eldri) félags- eða velgjörðamanns.
          Allar tilnefningar skulu vera í samræmi við lög og reglur félagsins um silfur-, gull og heiðursblika.
          Tillögur heiðursveitinganefndar skulu lagðar fyrir Aðalstjórn. Aðalstjórn félagsins ákveður á stjórnarfundi, þar sem allir meðlimir hennar eru mættir hverjir skulu sæmdir heiðursviðurkenningum félagsins. Kosning heiðursblika verður að vera samhljóða Listi yfir þá einstaklinga sem hlotið hafa viðurkenningar skal verða aðgengilegur á heimasíðu félagsins.
          Bronsbliki*
          Aðalfundur Breiðabliks haldinn 28. maí 1998, samþykkir að deildum félagsins verði heimilað að afhenda traustum félögum, sem starfað hafa í a.m.k. fjögur ár að málefnum félagsins, starfsmerki Breiðabliks, sem verði úr bronsi.
          Silfurbliki
          Silfurblikann má veita einstaklingum fyrir vel unnin störf í þágu félagsins eða einstakra deilda þess
          Gullbliki
          Gullblikann má veita einstaklingum sem hafa um langt skeið unnið mikið og framúrskarandi starf fyrir félagið eða einstaka deildir þess. Að jafnaði skal sá sem tilnefndur er til Gullblika hafa áður hlotið viðurkenningu Silfurblika. Einnig er heimilt að veita einstaklingum Gullbilka sem stutt hafa myndarlega við bak félagsins og/eða einstakra deilda þess um langt árabil.
          Heiðursbliki
          Heiðursblika, heiðursfélaga, má undir sérstökum kringumstæðum kjósa
          
    einstaklinga, 50 ára eða eldri, sem hafa unnið eftirtektarvert og framúrskarandi starf fyrir félagið um langan tíma. Heiðursbliki er fyrst og fremst viðurkenning fyrir félags- og sjálfboðaliðsstörf í þágu félagsins og eða deilda þess. Að jafnaði skal sá sem tilnefndur til Heiðursblika hafa áður hlotið viðurkenningu Gullblika.
          Á hverjum aðalfundi skal aðalstjórn birta lista með nöfnum allra þeirra sem hlotið hafa viðkenningar þessar.
          Framkvæmdastjórn félagsins skipar fimm manna nefnd til heiðursveitinga skv. reglugerð þessari. Nefndin velur sér formann.**
          Samþykkt á aðalfundi 1990
          *Samþykkt á aðalfundi 1998
          **Samþykkt á aðalfundi 2016
          
    12
        
              
              
            
            REGLUGERÐ UM VEITINGU BIKARA Á AÐALFUNDI BREIÐABLIKS
          Reglugerð um veitingu bikara á Íþróttahátíð Breiðabliks Á Íþróttahátíð Breiðabliks ár hvert veitir
          Aðalstjórn félagsins bikara til viðurkenningar á starfi innan deilda félagsins á undanfö arfsári. Bikararnir sem um ræðir eru ýmist farandbikarar sem veittir eru til eins árs í senn og/eða bikarar til eignar.
          Viðurkenningar eru eftirfarandi: Íþróttakona og -karl hverrar deildar (Eignarbikarar). Veittur þeirri konu og karli í hverri deild sem þóttu skara mest fram úr á árinu sem um ræðir. Valið af stjórn hverrar deildar.
          Íþróttakona og -karl Breiðabliks (Farand- og eignarbikar)
          Veittur þeirri konu og karli sem hljóta flest stig í kosningu úr hópi þeirra sem hljóta verðlaunin hér að ofan(„Íþróttakona og -karl hverrar deildar“). Kosningin virkar þannig að allar deildir fá sitthvort atkvæðið(13 atkvæði, Hlaupahópur Breiðabliks er meðtalinn) ásamt aðalstjórn félagsins(eitt atkvæði) og íþróttastjóra félagsins(eitt atkvæði). Samtals 15 atkvæði. Hvert atkvæði skal
          skila inn lista til íþróttastjóra félagsins yfir 1., 2. og 3. sæti úr hópi karla og öðrum eins lista úr hópi kvenna. Deildum félagsins er óheimilt að setja íþróttafólk úr sinni eigin deild á umrædda lista. Hvert nafn í 1.sæti hlýtur 15 stig, hvert nafn í 2. sæti hlýtur 10 stig og hvert nafn í 3.sæti hlýtur 5 stig.
          Afrekshópur Breiðabliks (Farandbikar)
          Veittur því liði eða keppnishóp sem náð hefur bestum árangri hóps eða liðs innan félagsins á síðasta starfsári. Íþróttastjóri fer yfir tilnefningar frá deildum félagsins og leggur fram tillögu til Aðalstjórnar til samþykktar.
          Deildarbikar Breiðabliks (Farandbikar)
          Er veittur einni af deildum félagsins. Við ákvörðun um veitingu skal tekið tillit til virkni starfs innan deildarinnar, nýliðunar, árangurs í keppni og fjárhagslegrar afkomu á síðasta starfsári. Íþróttastjóri ásamt lykilstarfsfólki félagsins leggur fram tillögu til Aðalstjórnar til samþykktar.
          Þjálfarabikar Breiðabliks (Farand- og eignarbikar)
          Er veittur þjálfara hjá einni af deildum félagsins. Við ákvörðun um veitingu skal tekið tillit til árangurs, hvort heldur um er að ræða hóp- eða einstaklingsíþróttagrein. Þá skal einnig litið til áhuga, menntunar og metnaðar. Íþróttastjóri fer yfir tilnefningar frá deildum félagsins og leggur fram tillögu til Aðalstjórnar til samþykktar.
          Félagsmálabikar Breiðabliks (Farand- og eignarbikar)
          Er veittur þeim einstaklingi sem sýnt hefur framúrskarandi dugnað og áhuga í starfi innan félagsins. Ákvörðun um veitingu félagsmálabikars taka síðustu þrír handhafar bikarsins í sameiningu hverju sinni.
          Markmið Íþróttahátíðar Breiðabliks er að gera árangur einstaklinga og hópa/liða í þeim fjölmörgu deildum sem félagið starfrækir sýnilegri ásamt því að heiðra þá sem mest hafa skarað fram úr á ákveðnum sviðum.
          
    13
        
              
              
            
            HEIÐURSVEITINGAR
          Heiðursblikar
          14 Nr. Nafn Ár 1 Baldur Kristjánsson 1980 2 Gestur Guðmundsson 1980 3 Grímur Nordahl 1980 4 Guðmundur Guðmundsson 1980 5 Valdimar Kr. Valdimarsson 1990 6 Guðmundur Óskarsson 1990 7 Hulda Pétursdóttir 1990 8 Konráð Kristinsson 1995 9 Guðmundur Oddsson 2000 10 Sigurður Geirdal 2000 11 Steinar Lúðvíksson 2000 12 Þórður St. Guðmundsson 2000 13 Gunnar I Birgisson 2001 14 Logi Kristjánsson 2001 15 Jón Ingi Ragnarsson 2003 16 Guðmundur þórðarson 2005 17 Kristín Jónsdóttir 2005 18 Magnús Jakobsson 2005 19 Grétar Svan Kristjánsson 2010 20 Guðmundur Hjálmars Jónsson 2010 21 Gunnar Reynir Magnússon 2010 22 Sigmundur Eiríksson 2010 23 Svanfríður María Guðjónsd. 2011 24 Hafsteinn Jóhannesson 2011 25 Reynir Gísli Karlsson 2011 26 Ármann J. Lárusson 2012 27 Þórir Hallgrímsson 2014 28 Sverrir Hauksson 2015 29 Kristinn Jóhannesson 2015 30 Ólafur Björnsson 2017 31 Helgi Jóhannesson 2018 32 Andrés Pétursson 2020 33 Ásta B. Gunnlaugsdóttir 2020 34 Indríði Jónsson 2020 35 Kristján Jónatansson 2020 36 Pétur Ómar Ágústsson 2020 37 Böðvar Örn Sigurjónsson 2020 38 Steini Þorvalds 2021 39 Haraldur Erlendsson 2022 40 Sveinn Gíslason 2022 Gullblikar 1 Grétar Kristjánsson 1990 2 Jón Ingi Ragnarsson 1990 3 Steinar Lúðviksson 1990 4 Þorgerður Aðalsteinsóttir 1990 5 Jóhann Baldurs 1991 6 Sigurður Grétar Guðmundss. 1993 7 Þórður St. Guðmundsson 1995 8 Logi Kristjánsson 1996 9 Ólína Sveinsdóttir 1997 10 Birna Guðmundsdóttir 2000 11 Einar Vilhjálmsson 2000 12 Ester Jónsdóttir 2000 13 Sóley Stefánsdóttir 2000 14 Kristinn Jóhannesson 2001 15 Sverrir D. Hauksson 2001 16 Valdimar Fr. Valdimarsson 2002 17 Guðmundur Benediktsson 2003 18 Magnús Jakobsson 2003 19 Páll Bjarnason 2003 20 Kristján Jónatansson 2004 21 Guðmundur Jónsson 2005 22 Gunnar Steinn Pálsson 2005 23 Hreinn Bergsveinsson 2005
        15 HEIÐURSVEITINGAR
        Hreinn Jónsson 2005 25 Valgerður Pálsdóttir 2005 26 Ólafur Björnsson 2007 27 Alda Sveinsdóttir 2010 28 Andrés Pétursson 2010 29 Arndís Björnsdóttir 2010
        Jóhannes Sveinbjörnsson 2010
        Þorsteinn Hilmarsson 2010
        Arnór Sigurðsson 2011
        Ásta B. Gunnlaugsdóttir 2011 34 Indriði Jónsson 2012 35 Sveinn Gíslason 2012 36 Einar Kristján Jónsson 2013 37 Guðni Stefánsson 2014 38 Helgi Jóhannesson 2014 39 Ólafur Sigtryggsson 2014 40 Teitur Jónasson 2016 41 Ásger Friðgeirsson 2017 42 Ásgeir Friðþjófsson 2017 43 Karl Stefánsson 2017 44 Magnús Skúlason 2017 45 Orri Hlöðversson 2017 46 Pétur Ómar Ágústsson 2017 47 Böðvar Örn Sigurjónsson 2018 48 Egill Eiðsson 2018 49 Gunnar Snorrason 2018 50 Hannes Strange 2018 51 Steini Þorvaldsson 2018 52 Gunnar Snorrason 2018 53 Hannes Sigurbjörn Jónsson 2019 54 Hákon Gunnarsson 2019 55 Guðmundur Jóhann Jónsson 2019 56 Benedikt Guðmundsson 2020 57 Guðmundur G. Sigurbergsson 2020 58 Heiðar Bergmann Heiðarsson 2020 59 Ingibjörg Hinriksdóttir 2020 60 Magnús Kr. Eyjólfsson 2020 61 Magnús Árni Magnússon 2020 62 Sigurrós Þorgrímsdóttir 2020 63 Einar Sumarliðason 2020 64 Halla Garðarsdóttir 2020 65 Jón Magnússon 2020 66 Marinó Önundarson 2020 67 Viðar Bragi Þorsteinsson 2020 68 Einar Pétursson 2021 69 Viktoría Gísladóttir 2021 70 Aðalsteinn Jónsson 2022 71 Pétur Hrafn Sigurðsson 2022 72 Sigurður Ingi Hauksson 2022 73 Ásgeir Baldurs 2022 Silfurblikar 1 Ármann J. Lárusson 1990 2 Bára Eiríksdóttir 1990 3 Ester Jónsdóttir 1990 4 Guðmundur Þórðarson 1990 5 Hafsteinn Jóhannesson 1990 6 Konráð Kristinsson 1990 7 Kristinn Jóhannesson 1990 8 Sveinn Jóhannsson 1990 9 Guðmundur Oddsson 1991 10 Helga Jóhannsdóttir 1991 11 Júlíus Sigurbjörnsson 1991 12 Sigurjón Valdimarsson 1991 13 Guðmundur Benediktsson 1993 14 Gunnar Reynir Magnússon 1993
        24
        30
        31
        32
        33
        
              
              
            
            HEIÐURSVEITINGAR
          16
        15 Hannes Alfonsson 1993 16 Páll Bjarnason 1993 17 Þorgerður Aðalsteinsdóttir 1993 18 Árni Guðmundsson 1995 19 Ásgeir Friðþjófsson 1995 20 Birna Guðmundsdóttir 1995 21 Einar Vilhjálmsson 1995 22 Óttar B. Ellingsen 1995 23 Sóley Stefánsdóttir 1995 24 Sverrir D. Hauksson 1995 25 Þorbergur Karlsson 1995 26 Eiríkur Jensson 1997 27 Ingibjörg Hinriksdóttir 1997 28 Jón Björnsson 1997 29 Magnús Jakobsson 1997 30 Þorsteinn Höskuldsson 1997 31 Agnar Logi Axelsson 1998 32 Einar Sumarliðason 1998 33 Haukur Hauksson 1998 34 Páll Grétarsson 1998 35 Pálmi Gíslason 1998 36 Andrés Pétursson 1999 37 Guðmundur Jónsson 1999 38 Halldór Jónsson 1999 39 Hreinn Jónasson 1999 40 Jóhann Árnason 1999 41 Ásta B. Gunnlaugsdóttir 2000 42 Gunnar Snorrason 2000 43 Ólafur Björnsson 2000 44 Sighvatur Blöndahl á 50 ára 2000 45 Sveinbjörn Strandberg 2000 46 Hannes Jónsson 2001 47 Jóhannes Sveinbjörnsson 2001 48 Karl Stefánsson 2001 49 Kjartan Ágústsson 2001 50 Sveinn M. Árnason 2001 51 Þorsteinn Hilmarsson 2001 52 Ásdís Gísladóttir 2002 53 Edda Valsdóttir 2002 54 Egill Eiðsson 2002 55 Gunnar Ragnarsson 2002 56 Ingi Þór Hermannsson 2002 57 Kristín Magnúsdóttir 2002 58 Sigmundur Eiríksson 2002 59 Atli Þórsson 2003 60 Ástfríður Árnadóttir 2003 61 Bjarni G. Þórmundsson 2003 62 Einar Hauksson 2003 63 Einar Pétursson 2003 64 Guðmundur Björnsson 2003 65 María Sigurðardóttir 2003 66 Arnþór Sigurðsson 2004 67 Böðvar Örn Sigurjónsson 2004 68 Fanný Guðjónsdóttir 2004 69 Guðbjörn Þór Ævarsson 2004 70 Gylfi Freyr Gröndal 2004 71 Heiðrún Alda Hansdóttir 2004 72 Indriði Jónsson 2004 73 Jóna Pálsdóttir 2004 74 Kristján Hjálmar Ragnarsson 2004 75 Sigurjón Sigurðsson 2004 76 Ásgeir Magnússon 2005 77 Benedikt Guðmundsson 2005 78 Einar Ingvarsson 2005 79 Guðrún Pétursdóttir 2005 80 Ingólfur Proppé 2005
        17 HEIÐURSVEITINGAR
        Ingólfur Sigmundsson 2005 82 Ólöf Guðmundsdóttir 2005 83 Sveinn Gíslason 2005 84 Unnur Friðþjófsdóttir 2005 85 Þóra Úlfarsdóttir 2005 86 Ari Skúlason 2006 87 Gísli Guðmundsson 2006
        Gylfi Sigurpálsson 2006 89 Marteinn Sigurgeirsson 2006 90 Rúnar Andrew Jónsson 2006 91 Kristjana Helgadóttir 2007 92 Magnús Skúlason 2007 93 Ólafur Guðmundsson 2007 94 Steini Þorvaldsson 2007 95 Bjarni Sigurðsson 2008 96 Hannes Strange 2008 97 Helga Eyfeld 2008 98 K. Bessa Harðardóttir 2008 99 Kristjana Jóna Þorláksdóttir 2008 100 Úlfhildur Haraldsdóttir 2008 101 Hallgrímur Arnalds 2009 102 Helgi Jóhannesson 2009 103 Kristín Rut Haraldsdóttir 2009 104 Logi Sigurfinnson 2009 105 Pétur Hrafn Sigurðsson 2009 106 Örn Jónsson 2009 107 Bára Gunnarsdóttir 2010 108 Geir Sverrisson 2010 109 Gísli Jón Árnason 2010 110 Pétur Ómar Ágústsson 2010 111 Sigrún A. Gunnarsdóttir 2010 112 Sigurður Ingi Hauksson 2010 113 Heiðar Bergmann Heiðarsson 2011 114 Jón Magnússon 2011 115 Jón Sævar Þórðarson 2011 116 Stefán Jóhannsson 2011 117 Trausti Þór Ósvaldsson 2011 118 Örn Örlygsson 2011 119 Eyþór Ragnarsson 2012 120 Gylfi Steinn Gunnarsson 2012 121 Magnús Kr. Eyjólfsson 2012 122 Magnús Valdimarsson 2013 123 Stefán Ragnar Jónsson 2013 124 Arnór Heiðar Arnórsson 2014 125 Karl Ottó Schiöth 2014 126 Viðar Bragi Þorsteinsson 2014 127 Viktoría Gísladóttir 2014 128 Guðrún Kristjánsdóttir 2015 129 Smári Rúnar Þorvaldsson 2015 130 Eggert Baldvinsson 2016 131 Marinó Önundarson 2016 132 Guðmundur G. Sigurbergsson 2017 133 Halla Garðarsdóttir 2017 134 Helgi Viðar Hallgrímsson 2017 135 Hildur Grétarsdóttir 2017 136 Ásgeir Baldurs 2018 137 Borghildur Sigurðardóttir 2018 138 Eiríkur Mörk Valsson 2018 139 Halldór Arnarsson 2018 140 Kristján Gunnar Ríkharðsson 2018 141 Margrét Skúladóttir Sigurðz 2018 142 Björg Jónsdóttir 2019 143 Heimir Snær Jónsson 2019 144 Óðinn Sörli Ágústsson 2019 145 Ólafur Hrafn Ólafsson 2019 146 Sigríður Jóna Helgadóttir 2019
        81
        88
        HEIÐURSVEITINGAR
          147
          148
          149
          151
          152
          153
          154
          155
          Gunnar Þorvarðarson
          174 Hákon Gunnarsson
          175 Hákon Jónsson
          176 Hákon Hrafn Sigurðsson
          177 Jónína Guðmundsdóttir 2022
          178 Karl Pálmarsson 2022
          179 Margrét J. Magnúsdóttir 2022
          180 Ragnar Sverrisson 2022
          181 Snorri Arnar Viðarsson 2022
          182 Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir 2022
          183 Helgi Aðalsteinsson 2022
          184 Björgvin Rúnarsson 2022
          185 Sigurður Hlíðar Rúnarsson 2022
          186 Auður Ester Guðlaugsdóttir, karatedeild 2023
          187 Bergþóra Guðjónsdóttir, frjálsíþróttadeild 2023
          188 Bjarni Bergsson. knattspyrnudeild 2023
          189 Elsa Sif Guðmundsdóttir, frjálsíþróttadeild 2023
          190 Gaukur Garðarsson, karatedeild 2023
          191 Gunnar Sv. Friðriksson, körfuknattleiksdeild 2023
          192 Hlöðver Tómasson, þríþrautardeild 2023
          193 Jóhann Þór Jónsson, knattspyrnudeild 2023
          194 Kristín Vala Matthíasdóttir, þríþrautardeild 2023
          195 María Sæmundsdóttir, hjólreiðadeild 2023
          196 Helga Eyfeld 2023
          Handhafar afreksbikars Breiðabliks frá 1981
          1981 Mfl. kv. í knattspyrnu
          1982 2. fl. ka. í knattspyrnu
          1983 Svanhildur Kristjónsdóttir, frjálsar
          1984 Svanhildur Kristjónsdóttir, frjálsar
          1985 Ævar Þorsteinsson, karate
          1986 Mfl. ka. í handknattleik
          1987 Sigurborg Gunnarsdóttir, blak
          1988 3. fl. ka. í knattspyrnu
          1989 Helgi Jóhannesson, karate
          1990 Guðrún Arnardóttir, frjálsar
          1991 Mfl. kv. í knattspyrnu
          1992 Birkir Rúnar Kristinsson, sund
          1993 Ásta B. Gunnlaugsdóttir, knattspyrna
          1994 Mfl. kv. í knattspyrnu
          18
        Sóley Ægisdóttir 2019
        Valgerður Helga Sigurðardóttir 2019
        Helga Jónsdóttir 2019
        Anna
        2020
        150
        Sigríður Ásgeirsdóttir
        Halldór
        2020
        Grétar Einarsson
        2020
        Jón Sigurður Garðarsson
        Kristjánsdóttir 2020
        Sigríður H.
        Sigrún Ída Óttarsdóttir 2020
        Sunna Guðmundsdóttir 2020
        Geirlaug Geirlaugsdóttir 2021 157 Gísli Ágústsson 2021 158 Jónas Pétur Ólason 2021 159 Kristján Sigurgeirsson 2021 160 Laufey Stefánsdóttir 2021 161 Margrét Ágústsdóttir 2021 162 Smári Guðmundsson 2021 163 Ingólfur Magnússon 2021 164 Margrét Ólafsdóttir 2021 165 Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir 2022 166 Kristbjörg Lilja Daðadóttir 2022 167 Stefán Geir Þorvaldsson 2022 168 Valdimar Valdimarsson 2022 169 Úlfar Hinriksson 2022 170 Aðalheiður María Vigfúsdóttir 2022 171 Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir 2022 172 Guðlaug Björnsdóttir 2022 173
        156
        2022
        2022
        2022
        2022
        1995 Mfl. kv. í körfuknattleik
          1996 Mfl. kv. í knattspyrnu
          1997 Mfl. kv. í knattspyrnu
          1998 Geir Sverrisson, frjálsar
          1999 Harpa Dögg Kjartansdóttir, skíði
          2000 Margrét R. Ólafsdóttir, knattspyrna
          2001 Jón Arnar Magnússon, frjálsar
          2002 Sigurbjörg Ólafsdóttir, frjálsar
          2003 Jón Arnar Magnússon, frjálsar
          2004 3. fl. kv. í knattspyrnu
          2005 Mfl. kv. í knattspyrnu
          2006 Kári Steinn Karlsson, frjálsar
          2007 Arnar Grétarsson, knattspyrna
          2008 Kári Steinn Karlsson, frjálsar
          2009 Mfl. ka. í knattspyrnu
          2010 Mfl. ka. í knattspyrnu
          2011 Kári Steinn Karlsson, frjálsar
          2012 Auðunn Jónsson, kraftlyftingadeild
          2013 Auðunn Jónsson, kraftlyftingadeild
          2014 Viktor Ben Gestsson, kraftlyftingadeild
          2015 Mfl. kv. í knattspyrnu
          2016 Mfl. kv. í knattspyrnu
          2017 Mfl. kv. í körfuknattleik
          2018 Mfl. kv. í knattspyrnu
          2019 Mfl. kv. í knattspyrnu
          2020 Mfl. kv. í knattspyrnu
          2021 *
          2022 Mfl. kk. í knattspyrnu
          2023 Mfl. kk. í knattspyrnu
          *Enginn handhafi árið 2021
          Íþróttakona Breiðabliks
          2016 Svana Katla Þorsteinsdóttir
          2017 Fanndís Friðriksdóttir
          2018 Agla María Albertsdóttir
          2019 Berglind Björg Þorvaldsdóttir
          2020 Karen Sif Ársælsdóttir
          2021 Agla María Albertsdóttir
          2022 Sóley Margrét Jónsdóttir
          2023 Sóley Margrét Jónsdóttir
          *Viðurkenningin hét áður Afrekskona Breiðabliks
          Íþróttakarl Breiðabliks
          2016 Ingi Rúnar Kristinsson
          2017 Sindri Hrafn Guðmundsson
          2018 Ingvar Ómarsson
          2019 Patrik Viggó Vilbergsson
          2020 Arnar Pétursson
          2021 Arnar Pétursson
          2022 Arnar Pétursson
          2023 Vignir Vatnar Stefánsson
          *Viðurkenningin hét áður Afrekskarl Breiðabliks
          Handhafar deildarbikars Breiðabliks frá 1989
          1989 Karatedeild
          1990 Skíðadeild
          1991 Knattspyrnudeild
          1992 Körfuknattleiksdeild
          1993 Frjálsíþróttadeild
          1994 Handknattleiksdeild
          1995 Skíðadeild
          1996 Sunddeild
          1997 Frjálsíþróttadeild
          1998 Knattspyrnudeild
          1999 Skíðadeild
          2000 Knattspyrnudeild
          19 HEIÐURSVEITINGAR
        HEIÐURSVEITINGAR
          2001 Körfuknattleiksdeild
          2002 Karatedeild
          2003 Frjálsíþróttadeild
          2004 Skíðadeild
          2005 Knattspyrnudeild
          2006 Sunddeild
          2007 Frjálsíþróttadeild
          2008 Karatedeild
          2009 Knattspyrnudeild
          2010 Knattspyrnudeild
          2011 Kraftlyftingadeild
          2012 Sunddeild
          2013 Frjálsíþróttadeild
          2014 Knattspyrnudeild
          2015 Körfuknattleiksdeild
          2016 Skákdeild
          2017 Karatedeild
          2018 Hjólreiðadeild
          2019 Taekwondodeild
          2020 Frjálsíþróttadeild
          2021 Hjólreiðadeild
          2022 Þríþrautardeild
          2023 Kraftlyftingadeild
          Handhafar þjálfarabikars Breiðabliks frá 1991
          1991 Sigurður Hjörleifsson, körfubolti
          1992 Guðjón Reynisson, knattspyrna
          1993 Jón S. Garðarsson, skíði
          1994 Vanda Sigurgeirsdóttir, knattspyrna
          1995 Anton Bjarnason, knattspyrna
          1996 Ásgeir Magnússon, skíði
          1997 Pétur Óli Einarsson, körfubolti
          1998 Jörundur Áki Sveinsson, knattspyrna
          1999 Egill Eiðsson, frjálsar
          2000 Gylfi Freyr Gröndal, körfubolti
          2001 Úlfar Hinriksson, knattspyrna
          2002 Magnús Kr. Eyjólfsson, karate
          2003 Vilhjálmur Kári Haraldsson, knattspyrna
          2004 Erna Þorleifsdóttir, knattspyrna
          2005 Thomas Fjoldberg, körfubolti
          2006 Jón Sævar Þórðarson, frjálsar
          2007 Magnús Már Ólafsson, sund
          2008 Hákon Sverrisson, knattspyrna
          2009 Ólafur H. Kristjánsson, knattspyrna
          2010 Ólafur H. Kristjánsson, knattspyrna
          2011 Linda Björk Lárusdóttir, frjálsar
          2012 Sverrir Óskarsson, knattspyrna
          2013 Vilhjálmur Þór Þóruson, karate
          2014 Sigurður Sveinn Nikulásson, skíði
          2015 Þorsteinn Halldórsson, knattspyrna
          2016 Helgi Jóhannesson, karate
          2017 Hlynur Örn Gissurarson, taekwondo
          2018 Þorsteinn Halldórsson, knattspyrna
          2019 Kristófer Gautason, skák
          2020 Þorsteinn Halldórsson, knattspyrna
          2021 Alberto Borges Moreno, frjálsar
          2022 Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir, sund
          2023 Sigurður Örn Ragnarsson, þríþraut
          Handhafar félagsmálabikars Breiðabliks frá 1970
          1970 Steinar Lúðvíksson
          1971 Magnús Jakobsson
          1972 Gestur Guðmundsson
          1973 Guðmundur Óskarsson
          1974 Helga Kristjánsdóttir
          1975 Þórir Hallgrímsson
          1976 Valdimar K. Valdimarsson
          1977 Gyða Stefánsdóttir
          20
        1978 Hafsteinn Jóhannesson
          1979 Hulda Pétursdóttir
          1980 Jón Ingi Ragnarsson
          1981 Ásgeir Friðþjófsson
          1982 Konráð Kristinsson
          1983 Ólína Sveinsdóttir
          1984 Helga Jóhannsdóttir
          1985 Ester Jónsdóttir
          1986 Jóhann Baldurs
          1987 Kristinn Jóhannesson
          1988 Þorbergur Karlsson
          1989 Hildur Grétarsdóttir
          1990 Sverrir D. Hauksson
          1991 Óttar Ellingsen
          1992 Eyþór Árnason
          1993 Einar Vilhjálmsson
          1994 Hreinn Jónasson
          1995 Eiríkur Jensson
          1996 Ingibjörg Hinriksdóttir
          1997 Sveinn M. Árnason
          1998 Hannes Jónsson
          1999 María Sigurðardóttir
          2000 Jóhannes Sveinbjörnsson
          2001 Einar Pétursson
          2002 Ástfríður Árnadóttir
          2003 Indriði Jónsson
          2004 Eggert Baldvinsson
          2005 Hildur Ástþórsdóttir
          2006 Úlfhildur Haraldsdóttir
          2007 Einar Ingvarsson
          2008 Andrés Pétursson
          2009 Pétur Hrafn Sigurðsson
          2010 Marinó Önundarson
          2011 Jón Berg Torfason
          2012 Helen Guðjónsdóttir
          2013 Eiríkur Mörk Valsson
          2014 María Fanndal Birkisdóttir
          2015 Hannes Strange
          2016 Hallgrímur Davíð Björnsson
          2017 Halldór Grétar Einarsson
          2018 Pétur Ómar Ágústsson
          2019 Marteinn Sigurgeirsson
          2020 Heiðar Bergmann Heiðarsson
          2021 Heimir Snær Jónsson
          2022 Örn Örlygsson
          2023 Jón Jóhann Þórðarson
          Handhafar prúðmennskubikars Breiðabliks frá 1975
          1975 Björn Jónsson, handknattleikur
          1976 Sigurjón Kristjánsson, knattspyrna
          1977 Telma Björnsdóttir, frjálsar
          1978 Margrét Sigurðardóttir, knattsp.
          1979 Brynjar Björnsson, handknattleikur
          1980 Sigurborg Gunnarsdóttir, blak
          1981 Steinar Lúðvíksson, sund/skíði
          1982 Ragnar Bjartmars, körfubolti
          1983 Ólafur Björnsson, knattspyrna
          1984 Hildur Grétarsdóttir, blak
          1985 Sigurjón Valmundsson, frjálsar
          1986 Jón Þórir Jónsson, knattsp./handkn.
          1987 Guðmundur Hrafnkelsson, handkn.
          1988 Sigurður E. Hjaltason, handkn.
          1989 Guðrún Arnardóttir, frjálsar
          21 HEIÐURSVEITINGAR
        
              
              
            
            ÁRSSKÝRSLA AÐALSTJÓRNAR
          
              
              
            
            BREIÐABLIKS 2023
          
    Ásgeir Baldurs, formaður.
          
    Benedikt Sigurðsson, meðstjórnandi.
          
    Þórólfur Heiðar Þorsteinsson, varaformaður.
          
    Guðrún Drífa Hólmgeirsson, meðstjórnandi.
          Ágætu Blikar, Árið 2023 var viðburðarríkt ár og hefur umfang félagsins aldrei verið meira. Í öllum 12 deildum okkar var mjög öflugt starf og góður árangur náðist á árinu í mörgum deildum.
          Sólveig Margrét Jónsdóttir varð Evrópumeistari í kraftlyftingum auk þess sem Róbert Guðbrandsson, Alexander Jóhannsson og Kolbrún Katla Jónsdóttir komust á verðlaunapall á Evrópu- eða Norðurlandamóti. Auk þess náðu fleiri liðsmenn kraftlyftingadeildarinnar eftirtektarverðum árangri bæði hérlendis og erlendis. Sólveig Margrét Jónsdóttir var kjörin íþróttakona Breiðabliks árið 2023.
          Vignir Vatnar Stefánsson varð Norðurlandameistari U20 í skák og náði jafnframt þeim áfanga að verða Alþjóðlegur stórmeistari. Vignir var kjörinn íþróttakarl Kópavogs og Breiðabliks árið 2023.
          Birna Kristín Kristjánsdóttir varð Íslandsmeistari í 60m grindahlaupi
          
    
    
    Rakel Ásgeirsdóttir, ritari. Aðalheiður María Vigfúsdóttir, meðstjórnandi.
          
    Pétur Hrafn Sigurðsson, meðstjórnandi.
          innanhúss. Auk þess hafnaði hún í 3. sæti í langstökki og 4. sæti í 100 m grindahlaupi á Smáþjóðaleikunum þar sem hún keppti fyrir Íslands hönd.
          Ingvar Ómarsson varð bæði Íslandsog bikarmeistari í götuhjólreiðum og cyclocross auk þess sem hann náði góðum árangri erlendis.
          Meistaraflokkur karla í knattspyrnu náði þeim einstaka árangri að verða fyrst íslenskra karlaliða til að komast í riðlakeppni í Evrópukeppni þegar liðið komst í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu sem lauk í desember og því var tímabilið mun lengra en venja er. Þessi árangur er glæsilegur og fjölmargir aðrir Blikar náðu einnig góðum árangri á árinu og var því fagnað á glæsilegri Íþróttahátíð Breiðabliks sem haldin var 10. janúar sl.
          Við getum verið sérstaklega ánægð með starfið í félaginu og árangurinn á árinu. Það er afrakstur mikillar vinnu íþróttafólksins, þjálfaranna, stjórnarfólks og starfsmanna félagsins. Það er
          
    Eysteinn P. Lárusson, framkvæmdastjóri.
          algjörlega ómetanlegt að hafa slíkan mannauð innan eins félags.
          Aðstöðumál félagsins hafa verið ofarlega á baugi hjá stjórn félagsins á árinu. Í júní á síðasta ári óskaði stjórn Breiðabliks eftir því við Kópavogsbæ að fá að hefja vinnu við skipulagningu á íþróttasvæði Breiðabliks í Kópavogsdal í samræmi við Aðalskipulag Kópavogsbæjar til að skapa framtíðaraðstöðu fyrir félagið. Skemmst er frá því að segja að þegar þessi beiðni kom frá Breiðablik, ákvað Kópavogsbær að skipa vinnuhóp um heildarsýn fyrir Kópavogsdal. Vinnuhópurinn var skipaður þann 28. september 2023 og mun vonandi skila af sér niðurstöðu á næstu dögum. Aðalstjórn ákvað að halda kynningarfund á þarfagreiningu sem stjórn var búin að vinna fyrir framtíðaruppbyggingu á aðstöðu félagsins í Kópavogsdal. Þann 30. janúar 2024 var haldinn fjölmennur félagsfundur Breiðabliks i Smáranum. Húsfyllir var á fundinum sem var líflegur og sköpuðust miklar
          22
        umræður um aðstöðu hinna ýmsu deilda. Komu fram sterk rök fyrir því að margar deildir félagsins búa við óviðunandi aðstöðu og að æfinga- og félagsaðstaða félagsins sé sprungin eða orðin úrelt. Félagsfundurinn samþykkti eftirfarandi ályktun: „Fjölmennur félagsfundur Breiðabliks skorar á bæjaryfirvöld í Kópavogi að taka upp viðræður hið fyrsta við aðalstjórn Breiðabliks um deiliskipulag með framtíðaruppbyggingu svæðisins í huga.
          Ljóst er að íþróttaaðstaða flestra deilda félagsins er sprungin og með fyrirhugaðri fjölgun íbúa í Kópavogi er brýn þörf á bættri aðstöðu deilda félagsins.“
          Í kjölfar fundarins var fulltrúum Breiðabliks boðið á fund með forsvarsfólki Kópavogsbæjar. Niðurstaða þess fundar var að lykilatriði væri að vinnuhópurinn um framtíðarskipulag Kópavogsdals myndi skila niðurstöðum og í framhaldi af því væru forsendur til að hefja samtal við Breiðablik um skipulagningu framtíðaríþróttasvæðis félagsins. Við bíðum því spennt eftir niðurstöðum vinnuhópsins.
          Hvað varðar almennt uppbyggingu íþróttamannvirkja í Kópavogi þá hefur bæjarfélagið staðið vel að þeim hlutum. Hins vegar er það skoðun aðalstjórnar Breiðabliks að samráð um forgangsröðun í uppbyggingu íþróttamannvirkja mætti vera meira þannig að hún verði markvissari og meiri sátt ríki um hana. Aðalstjórn félagsins hefur um árabil barist fyrir fleiri æfingatímum í íþróttahúsum bæjarins og teljum við að það halli talsvert á Breiðablik þegar kemur að úthlutun æfingatíma í ákveðnum húsum og kemur það helst niður starfi körfuknattleiksdeildarinnar. Erfiðlega hefur gengið að fá fleiri tíma sem eru vonbrigði. Þá er ljóst að æfinga- og keppnisaðstaða frjálsíþróttadeildarinnar er óviðunandi og hamlar það starfi og vexti deildarinnar. Þá er nýtir karatedeild Breiðabliks samkomusal félagsins til æfinga sem oft hefur í för með sér að röskun verður á starfi deildarinnar. Þá teljum við að skipting fjármuna til rekstrar milli stærstu íþróttafélaga bæjarins endurspegli ekki umfang félaganna og í raun fái Breiðablik lægri
          fjárhæð til rekstrar per iðkanda en önnur félög í bæjarfélaginu. Einnig er talsverður munur á því hvaða aðstöðu Kópavogsbær leggur félögunum til, svo sem starfsmannaaðstöðu, skrifstofuaðstöðu og félagsðstöðu.
          Kópavogsbær hefur um árabil tekið þátt í rekstri og viðhaldi félagsaðstöðu Breiðabliks í Smáranum, sem er í eigu Breiðabliks, en nú virðist hafa verið tekin upp sú stefna að félagið sjái sjálft um viðhald sinnar fasteignar. Nú er nýlega lokið endurbótum á skrifstofuaðstöðu félagsins sem var algjörlega úr sér gengin og var sú endurnýjun á kostnað Breiðabliks. Einnig hefur vinnuaðstaða knattspyrnuþjálfara
          Breiðbliks verið óviðunandi og því hefur knattspyrnudeild félagsins fest kaup á skrifstofueiningum sem setja á upp við hlið Smárans. Þetta hefur umtalsverðan kostnað í för með sér, auk þess sem félagið sjálft kostaði lyftingaaðstöðu fyrir knattspyrnufólk félagsins í stúkunni. Það er ekki sjálfgefið að félag eins og Breiðablik sé alfarið á framfæri Kópavogsbæjar en þetta vekur upp spurningar um hvaða aðstöðu önnur fjölgreinafélög fá endurgjaldslaust frá Kópavogsbæ, þannig að jafnræðis sé gætt.
          Þess ber þó að halda til haga að Kópavogsbær styður svo sannarlega myndarlega við bakið á Breiðablik og hefur kostað miklu til í mannvirkjum og rekstrarframlagi. Fyrir það erum við ævinlega þakklát.
          Á árinu héldum við áfram með innleiðingu á Kyndlinum,leiðarvísi Breiðabliks sem ætlaður er öllum þeim sem koma að starfi félagsins með einum eða öðrum hætti. Mikilvægt er að halda áfram að vekja athygli Kyndlinum og þróa hann áfram inn í starf Breiðabliks. Í byrjun árs 2024 gáfum við út fyrsta fréttabréf Breiðabliks á rafrænu formi og stefnan er að gefa slík fréttabréf út með reglubundnum hætti.
          Þá er í vinnslu hjá Breiðablik aðgerðaáætlun um málefni hinsegin fólks og hvernig við tryggjum inngildingu og sjáum til þess að sem flestum standi til boða að taka þátt í starfsemi félagsins og að orðræða innan félagsins sé heilbrigð og í samræmi við nútímann. Starfsemi Breiðabliks hefur aldrei
          verið umfangsmeiri en árið 2023 bæði í fjölda viðburða og iðkenda. Það er ótrúlega blómlegt starf sem á sér stað innan veggja félagsins. Til þess að það gangi allt smurt þarf gott skipulag, öflugt starfsfólk og sjálfboðaliða. Við erum einstaklega lánsöm með starfsfólk og þar fer fremstur í flokki Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri félagsins, sem því miður mun kveðja okkur með haustinu. Vil ég þakka honum og starfsfólki félagsins fyrir ótrúlegt afrek á síðasta ári við að halda hvern stórviðburðinn á fætur öðrum með stuttu millibili auk þess að halda daglegu starfi félagsins í góðu horfi. Einnig bauðum við Grindavíkingum Smárann sem sitt annað heimili þegar ljóst var að ekki var hægt að stunda íþróttir í Grindavík. Það hefur verið sérlega ánægjulegt að geta aðstoðað Grindvíkinga í sínum erfiðu aðstæðum en á sama tíma hefur reynt enn meira á starfsfólkið okkar sem hefur staðið sig eins og hetjur í þessu verkefni eins og öðru. Vil ég enn og aftur þakka starfsfólki félagsins fyrir frábæra frammistöðu á árinu.
          Fjárhagsstaða Breiðabliks er traust og félagið sem heild er skuldlaust. Mikilvægt er að gæta vel að útgjöldum og haga þeim eftir því hvaða tekjur koma inn. Vissulega er afkoma knattspyrnudeildar félagsins sérlega góð á árinu og tekjur miklar, en mikilvægt er að hafa í huga að miklar sveiflur geta verið í tekjum og því mikilvægt að horfa ekki á reksturinn yfir einungis eitt ár, heldur horfa til lengri tíma.
          Sjálfboðaliðastarf er rauði þráðurinn í starfsemi Breiðabliks og án þess væri ekki hægt að reka jafn glæsilegt íþróttastarf og raun ber vitni. Því vil ég þakka öllum þeim aðilum sem hafa gefið tíma sinn til stjórnarstarfa eða annarra verkefna á vegum Breiðabliks innilega fyrir og jafnframt hvetja alla, unga sem aldna, að taka þátt í starfinu hjá okkur. Það er virkilega gefandi.
          Ég vil að lokum þakka meðlimum aðalstjórnar Breiðabliks og stjórnum deilda fyrir einstaklega gott samstarf.
          Áfram Breiðablik F.h. Aðalstjórnar Breiðabliks
          23
        ÁRSSKÝRSLA AÐALSTJÓRNAR BREIÐABLIKS 2023
        
              
              
            
            SKÝRSLA ÍÞRÓTTASKÓLA
          2023-2024
          
    Íþróttaskóli Breiðabliks hefur starfað frá árinu 1994 og fagnar því 30 ára afmæli á þessu ári.
          Markmið skólans er að bjóða börnum á aldrinum 2 - 5 ára upp á fjölbreytt og markvisst hreyfinám sem tekur mið af þroskaþáttum barna. Í flestum tímum er unnið með stöðvar með fjölbreyttu hreyfiálagi þar sem börnin hafa kost á að svala hreyfiþörf sinni í jákvæðu og hlýlegu umhverfi. Það er mjög mikilvægt að börnin finna þörf til þess að hreyfa sig og að þeim líði vel inni í í þróttasalnum. Staðgóð grunnþjálfun þar sem áhersla er lögð á alhliða líkamsog hreyfiþroska hefur mjög mikla og jákvæða þýðingu fyrir einstaklinginn þegar fram í sækir. Íþróttaskólinn er tilvalinn vettvangur til þess að undirbúa börnin fyrir hinar hefðbundnu íþróttagreinar innan félagsins.
          Í vetur var byrjað að notast við Sideline(XPS) kerfið til að borga/skrá og fylgjast með æfingum. Forráðamenn geta áfram keypt klippikort og er mikil ánægja meðal foreldra með það fyrir-
          
    komulag. Helst vandamálið sem við upplifum varðandi skráningar eru langar raðir til að skrá sig rétt áður en tíminn byrjar og oft hafa þessar raðir náð út á bílaplan Smárans. Við höfum haldið 100 manna takmörkunum í hvorum tíma (eldri/yngri) í vetur og hafa verið að mæta samtals 150-200 krakkar með foreldrum sínum að meðaltali í vetur. Ákveðið var að halda þessum fjöldatakmörkunum til að tryggja gæði tímanna og góðri upplifun fyrir alla.
          Skráðir iðkendur íþróttaskólans í XPS eru í dag yfir 300 talsins og eru 1500 að fylgja facebook síðunni þar sem deilt er myndum og upplýsingum. Það er því miklar líkur á of miklum fjölda ef takmarkanirnar væru engar í tímana.
          Stjórnendur og þjálfarar íþróttaskólans stóðu sig frábærlega líkt og undanfarin ár enda mikil reynsla þar að baki í góðu blandi við yngri þjálfara. Íþróttaskólinn þurfti tvisvar að víkja úr Smáranum í vetur þegar mót eða aðrir viðburðir fóru þar fram. Í fyrra skiptið var ákveðið að fara í ratleik Kópavogsdal
          og gekk það mjög vel enda heppin með veður en í síðara skiptið var skólinn færður í íþróttahúsið á Kársnesi sem er töluvert minna húsnæði en auðvitað betri kostur en að fella niður tíma. Það er mikilvægt fyrir þennan aldurshóp að halda rútínu og því ekki gott að fella niður tíma sem eru bara einu sinni í viku á laugardags morgnum. Það vakti svo mikla lukku í síðasta tímanum fyrir jól þegar Íþróttaálfurinn og Solla stirða mættu frá Latabæ og gerðu æfingar með krökkunum. Sömuleiðis var líka mikil ánægja með páskaeggjaratleikinn í síðasta tímanum fyrir páska.
          Íþróttaskólinn er mikilvæg þjónusta við leikskólabörn í Kópavogi. Skólinn er góð leið til að kynnast íþróttum, hreyfingu og starfinu hjá Breiðablik. Samvera með foreldrum í skemmtilegu, jákvæðu og öruggu umhverfi er líka dýrmæt í okkar nútímasamfélagi. Það eru allir velkomnir, engin keppni og bara gaman í Íþróttaskóla Breiðabliks.
          24
        
              
              
            
            ELDRI BORGARA LEIKFIMIN
          2023-2024
          Æfingar hafa gengið snuðrulaust fyrir sig á þessu tímabili. Hópurinn telur 36 manns og að jafnaði mæta 30 manns á æfingu.Yngstu í hópnum eru um sjötugt en þeir elstu 90 ára. Af 36 þátttakendum eru 22 80 ára og eldri. Margir eru búnir að æfa saman í 15-20 ár. En þetta er eru ekki lengur eingöngu æfingafélagar heldur mætti frekar tala
          um vinahóp. Hópurinn eða hluti hópsins hittist reglulega utan æfingatíma fer saman í ferðalög utanlands sem innan og er almennt til staðar fyrir hvert annað.
          Reglulegar æfingar eru mikilvægar fyrir fólk á öllum aldri en límið er kannski tíminn eftir æfingar þegar fólk sest niður, fær sér kaffisopa og talar saman um daginn og veginn.
          Breiðablik og starfsfólk þess á þakkir skildar fyrir að halda utan um þennan hóp. Ég hef verið svo heppinn fá að sjá um þjálfunina síðustu tvo áratugi eða svo og það hefur verið lærdómsríkt og skemmtilegt. Þegar þetta er skrifað er 3ja mánaða sumarfrí framundan og vonandi mæta sem flestir til leiks næsta haust.
          Takk fyrir mig, Jón Sævar Þórðarson þjálfari.
          
    25
        
              
              
            
            SKÝRSLA GETRAUNANEFNDAR 2023-2024
          Getraunastarf félagsins var með svipuðu sniði og undanfarin ár og. Á laugardögum mæta Blikar á milli kl. 10 og 12 í tengibygginguna og reyna sig við getraunaseðilinn, Það var sami hópur sem sá um starfið og verið hefur undanfarin ár eða þeir Halldór Arnarsson, Björgvin Ingason, og Sigurjón Sigurjónsson og Marinó Önundarson, Guðbjörg Hinriksdóttir sá síðan um veitingarnar eins og henni einni er lagið.
          Eins og áður er það kunnulegur hópur sem mætir, tippar, spjalla um heimsmálin og að sjálfsögðu félagið og það sem er að gerast þar hverju sinni. Það væri gaman að geta stækkað þennan hóp enda bara gaman að hitta
          
              
              
            
            GETRAUNAÁHEIT
          fólk og tengja við það sem er efst á baugi hverju sinni. Fífan er hjartað í félaginu yfir vetrartímann og mikið um að vera á sama tíma og getraunakaffið er, þannig að það á að vera hægt að efla þetta enn frekar með samstilltu átaki. Vonandi náum við að blása í herlúðra á næsta misseri og náum að fjölga þátttakendum enda getur getraunastarfið verið mikilvæg fjáröflun fyrir félagið. Þrátt fyrir mikla aukningu og aðgengi að erlendum veðmálasíðum þá hafa getraunirnar haldið sínu striki að vissu marki. Breytingin helst sú að fleiri tippa í tölvunni í stað þess að koma t.d. til okkar og gera þetta þar. Það er mikilvægt fyrir okkar að reyna að fjölga þeim sem koma til okkar því
          þá fáum við sölulaun til viðbótar við áheitin. Í meðfylgjandi töflu má sjá þróun síðustu fjögurra ára hjá okkur og samanburð við heildina.
          Það félag sem hefur verið hæst á hverju ári hefur verið Íþróttafélag fatlaðra með 50-60 millj kr. áheitasölu. Þeir sem næstir koma eru svo með +-15 millj. Það eru félög sem eru sambærileg við okkar félag (bara minni), þangað eigum við að geta komist.
          En að lokum við ég þakka þeim sem hafa mætt í vetur og eins þeim sem hafa heitið á Breiðablik og minni í leiðinni á getraunanúmerið okkar 200, alltaf að muna að merkja við það, það skiptir máli.
          F.h getraunefndar, Halldór Arnarsson
          
    
    26
        
    27
        Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir Kt. 3009804229
          Dags. 13.5.2024 15:05:42 Ástæða: Undirritun
          Benedikt Sigurðsson Kt. 2506932309
          Dags. 13.5.2024 19:03:40 Ástæða: Undirritun
          Svavar Gauti Stefánsson Kt. 1003814439
          Dags. 13.5.2024 21:25:09 Ástæða: Undirritun
          Þórólfur Heiðar Þorsteinsson Kt. 1606803859
          Dags. 13.5.2024 15:36:57 Ástæða: Undirritun
          Aðalheiður María Vigfúsdóttir Kt. 1708824909
          Dags. 13.5.2024 20:45:21 Ástæða: Undirritun
          Jóhann Ásgeir Baldurs Kt. 1711725439
          Dags. 13.5.2024 15:43:47 Ástæða: Undirritun
          Pétur Hrafn Sigurðsson Kt. 2402614569
          Dags. 13.5.2024 21:04:37 Ástæða: Undirritun
          
              
              
            
            Breiðabliks
          Ársreikningur 2023 - samstæða
          Eysteinn Pétur Lárusson Kt. 2011783049
          Dags. 13.5.2024 16:35:16 Ástæða: Undirritun
          Rakel Ásgeirsdóttir Kt. 3110842839
          Dags. 13.5.2024 21:06:13 Ástæða: Undirritun
          28
        
              
              
            
            Skýrsla stjórnar
          Aðalstarfsemi félagsins er starfsemi íþróttafélaga.
          Ársreikningurinn er gerður í samræmi við lög um ársreikninga og íslenskar reikningsskilavenjur.
          Samkvæmtrekstrarreikningivarhagnaðurafrekstrifélagsins90,5millj.kr.áárinu2023,samanboriðvið 126,4millj.kr.árið2022.Eigiðfénam468,6millj.kr.ílokárs2023samkvæmtefnahagsreikningi. Eiginfjárhlutfallfélagsinsílokárs2023var59%,samanboriðvið67,7%ílokárs2022.Veltufjárhlutfall félagsinsvar2,09ílokársinssamanboriðvið2,53íbyrjunárs.Áárinuvarveltuféfrárekstri103,9millj.kr. og handbært fé frá rekstri 228,7 millj. kr. samkvæmt sjóðstreymisyfirliti.
          Yfirlýsing stjórnar
          Samkvæmtbestuvitneskjuerþaðálitokkaraðársreikningurinngefiglöggamyndafrekstrarafkomu félaginsáárinu2023,eignum,skuldumogfjárhagsstöðuþess31.desember2023ogbreytinguáhandbæru fé á árinu 2023.
          StjórnogframkvæmdarstjóriíþróttafélagsinsBreiðablikhafaídagrættumársreikningfélagsinsfyrirárið 2023ogstaðfestahannmeðundirritunsinni.StjórnogframkvæmdarstjóriungmennafélagsinsBreiðabliks leggja til við aðalfund félagsins að samþykkja ársreikninginn.
          Kópavogur, 14. maí 2024
          Framkvæmdastjóri:
          Stjórn: Aðalheiður María Vigfúsdóttir
          Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir
          Rakel Ásgeirsdóttir
          Eysteinn Pétur Lárusson
          Ásgeir Baldurs, formaður
          Benedikt Sigurðsson
          Pétur Hrafn Sigurðsson
          Þórólfur Heiðar Þorsteinsson
          29 Samstæða - Breiðablik Ungmennafélag -
        - Ársreikningur 31. desember 2023 - - Allar tölur í íslenskum krónum -
        
              
              
            
            Áritun óháðs endurskoðanda
          Til stjórnar og félagsmanna Ungmennafélagsins Breiðabliks
          Álit
          ViðhöfumendurskoðaðmeðfylgjandiársreikningUngmennafélagsinsBreiðabliks(,,félagið")fyrirárið2023.Ársreikningurinnhefur að rekstrarreikning, efnahagsreikning og sjóðstreymisyfirlit, upplýsingar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar.
          Þaðerálitokkaraðársreikningurinngefiglöggamyndafafkomufélagsinsáárinu2023,efnahagþess31.desember2023og breytingu á handbæru fé á árinu 2023, í samræmi við lög um ársreikninga.
          Grundvöllur fyrir áliti
          Endurskoðaðvarísamræmiviðalþjóðlegaendurskoðunarstaðla.Ábyrgðokkarsamkvæmtþeimstöðlumernánarlýstíkaflanum umábyrgðendurskoðendahéraðneðan.ViðerumóháðfélaginuísamræmiviðsettarsiðareglurfyrirendurskoðenduráÍslandiog höfumviðuppfylltákvæðiþeirra.Viðteljumaðviðendurskoðuninahöfumviðaflaðnægilegraogviðeigandigagnatilaðbyggjaálit okkar á.
          Ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra á ársreikningnum
          Stjórnogframkvæmdastjórieruábyrgfyrirgerðogframsetninguársreikningsinsísamræmiviðlögumársreikninga.Stjórnog framkvæmdastjórierueinnigábyrgfyrirþvíinnraeftirlitisemnauðsynlegtervarðandigerðogframsetninguársreikningsins, þannig að hann sé án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka.
          Við gerð ársreikningsins eru stjórn og framkvæmdastjóri ábyrg fyrir því að meta rekstrarhæfi félagsins.
          Stjórn skal hafa eftirlit með gerð og framsetningu ársreikningsins.
          Ábyrgð endurskoðenda á endurskoðun ársreikningsins
          Markmiðokkareraðaflanægjanlegrarvissuumaðársreikningurinnséánverulegraannmarka,hvortsemerafvöldumsviksemi eðamistakaoggefaútáritunsemfelurísérálitokkar.Nægjanlegvissaermikilvissa,enekkitryggingþessaðendurskoðun framkvæmdísamræmiviðalþjóðlegaendurskoðunarstaðlamuniuppgötvaallarverulegarskekkjurséuþærtilstaðar.Skekkjur getaorðiðvegnamistakaeðasviksemiogeruálitnarverulegarefþærgætuhaftáhrifáfjárhagslegaákvarðanatökunotenda ársreikningsins, einar og sér eða samanlagðar.
          Endurskoðunokkarísamræmiviðalþjóðlegaendurskoðunarstaðlabyggiráfaglegridómgreindogbeitumviðfaglegritortryggnií gegnum endurskoðunina. Við framkvæmum einnig eftirfarandi:
          •
          Greinumogmetumhættunaáverulegriskekkjuíársreikningnum,hvortsemervegnamistakaeðasviksemi,hönnumog framkvæmumendurskoðunaraðgerðirtilaðbregðastviðþeimhættumogöflumendurskoðunargagnasemerunægjanlegog viðeiganditilaðbyggjaálitokkará.Hættanáaðuppgötvaekkiverulegaskekkjuvegnasviksemiermeirienaðuppgötvaekki skekkjuvegnamistaka,þarsemsviksemigeturfaliðísérsamsæri,skjalafals,misvísandiframsetninguársreiknings,að einhverju sé viljandi sleppt eða að farið sé framhjá innri eftirlitsaðgerðum.
          Metumhvortreikningsskilaaðferðirsemnotaðareru,ogtengdarskýringar,séuviðeigandioghvortreikningslegtmat stjórnenda sé raunhæft.
          Ályktumumnotkunstjórnendaáforsendunniumrekstrarhæfiogmetumágrundvelliendurskoðunarinnarhvortverulegurvafi leikiárekstrarhæfieðahvortaðstæðurséutilstaðarsemgætuvaldiðverulegumefasemdumumrekstrarhæfi.Efviðteljumað verulegurvafileikiárekstrarhæfiberokkuraðvekjasérstakaathygliáviðeigandiskýringumársreikningsinsíáritunokkar.Ef slíkarskýringareruófullnægjandiþurfumviðaðvíkjafráfyrirvaralausriáritun.Niðurstaðaokkarbyggirá endurskoðunargögnumsemaflaðerframaðdagsetninguáritunarokkar.Enguaðsíðurgetaatburðireðaaðstæðurí framtíðinni valdið óvissu um rekstrarhæfi félagsins.
          Metumíheildsinnihvortársreikningurinngefiglöggamyndafundirliggjandiviðskiptumogatburðum,metumframsetningu, uppbyggingu, innihald og þar með talið skýringar með tilliti til glöggrar myndar.
          Okkurberskyldatilaðupplýsastjórnmeðalannarsumáætlaðumfangogtímasetninguendurskoðunarinnarogverulegatriðisem komu upp í endurskoðun okkar, þar á meðal verulega annmarka á innra eftirliti sem komu fram í endurskoðuninni, ef við á.
          Öflumskilningsáinnraeftirlitisemsnertirendurskoðunina,íþeimtilgangiaðhannaviðeigandiendurskoðunaraðgerðir,en ekki í þeim tilgangi að veita álit á virkni innra eftirlits félagsins. - Ársreikningur 31. desember 2023 - - Allar tölur í íslenskum krónum -
          30 Samstæða - Breiðablik Ungmennafélag -
        •
        • • •
        Staðfesting annarra ákvæða
          
              
              
            
            Áritun óháðs endurskoðanda
          Reykjavík, 14. maí 2024
          Endurskoðun VSK ehf.
          Svavar G. Stefánsson Löggiltur endurskoðandi
          Ísamræmiviðákvæði2.mgr.104gr.laganr.3/2006umársreikningastaðfestumviðsamkvæmtokkarbestuvitundaðískýrslu stjórnar eru veittar þær upplýsingar sem þar ber að veita í samræmi við lög um ársreikninga og koma ekki fram í skýringum. - Ársreikningur 31. desember 2023 - - Allar tölur í íslenskum krónum -
          31
        -
        Samstæða - Breiðablik Ungmennafélag
        Aðrir efnahagsliðir
          
              
              
            
            Efnahagsreikningur 31.12.2023
          Eigið fé frá fyrra ári..................................................................... (173.534.842) (249.077.187)
          Eignfærð leikmannakaup.......................................................... (600.000) (2.000.000)
          af reglulegri starfsemi, tap /(hagnaður).................. (84.846.525) 77.542.343 (468.630.586) (377.519.277) Aðrir efnahagsliðir nettó (353.625.011) (274.554.877)
          Breytingar á peningalegri stöðu Staða jákvæð (neikvæð) í upphafi árs...................................... 274.554.877 162.456.299
          Fjárfesting á árinu....................................................................... (24.858.201) (11.103.603) Afskrifað á árinu......................................................................... 0 (8.219.193) Rekstur tímabilsins án afskrifta fastafjármuna......................
          Peningaleg staða í lok reikningstímabils
          - Ársreikningur 31. desember 2023 - -
          32 Samstæða - Breiðablik Ungmennafélag31.12.2023 31.12.2022
        Veltufjármunir: Handbært fé................................................................................. 452.779.526 177.586.616 Fyrirframgreiddur kostnaður og birgðir................................. 4.980.699 3.776.000 Útistandandi kröfur.................................................................... 114.001.232 94.649.817 Verðbréfaeign.............................................................................. 107.017.983 178.367.007 Veltufjármunir alls 678.779.440 454.379.440
        Ýmsar skuldir............................................................................... 226.489.444 118.128.696 Óhafnar tekjur............................................................................. 93.664.985 56.695.867 Framkvæmda-og markaðsmálasjóður.................................... 5.000.000 5.000.000 325.154.429 179.824.563 Hreint veltufé 353.625.011 274.554.877 Peningaleg staða 353.625.011 274.554.877
        Peningalegar eignir og skuldir
        Skammtímaskuldir:
        Fastafjármunir frá fyrra ári........................................................ 102.964.398 86.620.886 Keypt á árinu............................................................................... 9.980.103 0 Afskrifað á árinu......................................................................... (13.417.024) (4.979.284) Breyting á árinu........................................................................... 15.478.098 21.322.796 115.005.575 102.964.398
        (209.649.219)
        Afkoma
        Styrktarsjóður GÓ.......................................................................
        (203.984.433)
        103.928.335 131.421.374
        274.554.877
        353.625.011
        tölur
        Allar
        í íslenskum krónum -
        
              
              
            
            Rekstrarreikningur 2023
          Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld):
          33 Samstæða - Breiðablik Ungmennafélag2023 2022 Rekstrartekjur: Framlög til reksturs mannvirkja.................................................. 161.073.250 146.650.709 Styrkir frá Kópavogsbæ ............................................................... 14.369.045 11.108.214 Styrkur vegna afnota íþróttamannvirkja................................... 643.652.146 579.995.038 Aðrir styrkir og framlög................................................................ 83.177.890 284.426.111 Leigutekjur ..................................................................................... 11.335.423 7.626.045 Auglýsingatekjur............................................................................ 35.817.556 31.661.923 Æfingagjöld..................................................................................... 262.390.424 255.713.941 Aðrar tekjur .................................................................................... 973.059.742 577.040.369 Rekstrartekjur 2.184.875.476 1.894.222.350 Rekstrargjöld: Laun og tengd gjöld....................................................................... 920.323.201 811.124.575 Rekstur mannvirkja....................................................................... 10.251.657 10.212.537 Leiga íþróttamannvirkja............................................................... 643.652.146 579.995.038 Búningar og íþróttaáhöld............................................................. 40.556.181 17.058.568 Þátttaka í mótum............................................................................ 311.938.326 196.744.980 Önnur gjöld..................................................................................... 170.409.860 149.168.581 Afskriftir.......................................................................................... 13.417.024 4.979.284 Rekstrargjöld 2.110.548.395 1.769.283.563 Hagnaður af rekstri án vaxta....................................................... 74.327.081 124.938.787
        Vaxtatekjur og verðbætur............................................................. 20.723.947 3.509.586 Vaxtagjöld og verðbætur.............................................................. (4.539.717) (2.006.283) Fjármunatekjur
        16.184.230 1.503.303 Hagnaður
        90.511.311
        og (fjármagnsgjöld)
        ársins............................................................................
        126.442.090
        - Ársreikningur 31. desember 2023 - - Allar tölur í íslenskum krónum -
        
              
              
            
            Sjóðstreymi 2023
          Handbært fé frá rekstri
          Hreint veltufé frá reglulegri starfsemi:
          Hagnaður af reglulegri starfsemi ..................................................
          Reiknaðir liðir í rekstrarreikningi:
          Breytingar innan hreins veltufjár:
          Viðskiptakröfur, lækkun (hækkun) .............................................. (19.351.415) (9.606.920)
          Birgðir, lækkun (hækkun) .............................................................. (1.204.699) (265.400)
          Skammtímaskuldir vegna rekstrar, (lækkun) hækkun .............
          Fjármagnshreyfingar
          Fjárfesting / selt á árinu ................................................................... (24.858.201) (11.103.603)
          Fjárfesting í fastafjármunum ........................................................... 0 (8.219.193)
          Verðbréfaeign breyting ..................................................................... 71.349.024 (178.367.007)
          Breyting á handbæru fé á árinu .....................................................
          fé í árslok ........................................................................ 452.779.526
          34 Samstæða - Breiðablik Ungmennafélag2023 2022
        90.511.311 126.442.090
        Fyrningar .......................................................................................... 13.417.024 4.979.284 Hreint veltufé af reglulegri starfsemi 103.928.335 131.421.374
        145.329.866 25.166.904 Handbært
        228.702.087 146.715.958
        fé frá rekstri
        46.490.823 (197.689.803)
        275.192.910
        Handbært
        177.586.616 228.560.461
        (50.973.845)
        fé í ársbyrjun ...................................................................
        Handbært
        177.586.616
        tölur
        - Ársreikningur 31. desember 2023 - - Allar
        í íslenskum krónum -
        
              
              
            
            Skýringar
          1 Almennar upplýsingar
          UngmennafélagiðBreiðablikeríþróttafélag.Tilgangurfélagsinseraðskapafélagsmönnumsínum aðstöðu til að iðka íþróttir og hvers konar félags- og tómstundastarfsemi.
          2 Yf irlit um helstu reikningsskilaaðf erðir
          Gru n d vö llu r re ikn ing sskilan n a
          Ársreikningurfélagsinsergerðurísamræmiviðlögumársreikninga.Gerðerusamstæðureikningsskil fyriraðalstjórnogdeildirfélagsins.Ísamstæðuuppgjörihefureignum,skuldum,tekjumoggjölduminnan samstæðunnarveriðeyttmeðsamstæðufærslum.Gerðergreinfyrirhelstureikningsskilaaðferðumsem í meginatriðum eru þær sömu og árið á undan.
          M at og ákvarð an ir
          Viðgerðársreikningsinsþurfastjórnenduraðtakaákvarðanir,metaoggefasérforsendursemhafaáhrif ástöðueigna,skulda,teknaoggjaldasemogupplýsingarískýringumáreikningsskiladegi.Viðmatiðer byggtáreynslu,þekkinguogfleiriþáttumsemtaldireruviðeigandiogmyndagrundvöllfyrirstöðuá bókfærðu verði eigna og skulda sem ekki liggur fyrir með öðrum hætti.
          Er le nd ir g jald m ið lar
          Viðskiptiíerlendumgjaldmiðlumerufærðágengiviðskiptadags.Eignirogskuldiríerlendum gjaldmiðlumerufærðarmiðaðviðgengiáuppgjörsdegi.Aðrareignirogskuldir,semmetnareruá gangvirðiíerlendrimynt,erufærðaráþvígengisemvarígildiþegargangvirðiþeirravarákvarðað. Gengismunur sem þannig myndast er færður í rekstrarreikning.
          I n n lau sn te kn a
          Tekjurírekstrarreikningisamanstandaafsöluávöruogþjónustuaðteknutillititilafslátta.Tekjuraf vörusölueruskráðarþegaráhættaogeignarrétturvörunnarhefurfærstyfirtilkaupanda.Tekjurfyrir selda þjónustu eru færðar þegar þær falla til í samræmi við undirliggjandi samninga.
          F járm u n ate kju r o g fjár mag nsg jöld
          Vaxtatekjurerufærðarþegarlíklegtþykiraðfélagiðmunihafahagrænanávinningafþeimogunnterað metafjárhæðteknannameðáreiðanlegumhætti.Vaxtatekjurerutekjufærðarmiðaðviðupphaflega ávöxtunarkröfuskuldabréfaeignarogvaxtatekjurvegnabankainnistæðnaogviðskiptakrafnaeru tekjufærðarnemavafileikiáuminnheimtuþeirra.Allurfjármagnskostnaðurerfærðurírekstrarreikningá því tímabili sem hann fellur til.
          F járm u n ate kju r o g fjár mag nsg jöld
          Varanlegirrekstrarfjármunirerufærðirákostnaðarverðiaðfrádregnumuppsöfnuðumafskriftumá uppgjörsdegi.Afskriftirerufærðarákerfisbundinnháttááætluðumendingartímaeignaaðteknutillitstil áætlaðshrakvirðis.Afskriftaraðferðir,endingartímiogáætlaðhrakvirðiermetiðárlega.Hagnaðurafsölu varanlegrarekstrarfjármunaogóefnislegraeignaerreiknaðursemmismunurásöluverðiogbókfærðu verðiogfellurundiraðrartekjurírekstrarreikningi.Viðsöluvaranlegrarekstrarfjármunasemhafaverið endurmetnir, er endurmatið fært á óráðstafað eigið fé.
          B irg ð ir
          Birgðirerumetnarákostnaðarverðieðadagverðiséþaðlægra.Kostnaðarverðfullunninnavaraogvaraí vinnslusamanstendurafefni,beinumlaunum,öðrumbeinumkostnaðiogóbeinumframleiðslukostnaði enekkivaxtakostnaði.Dagverðeráætlaðsöluverðaðfrádregnumkostnaðiviðaðljúkaviðframleiðslu vara og sölukostnaði. - Ársreikningur 31. desember 2023 - - Allar tölur í íslenskum krónum -
          35 Samstæða - Breiðablik Ungmennafélag -
        
              
              
            
            Skýringar, frh.
          2 Yf irlit um helstu reikningsskilaaðf erðir, frh
          Verð b ré f
          Markaðsverðbréferuverðbréfsemskráðeruávirkummarkaðiogkeyptíþeimtilgangiaðhagnastá skammtímaverðbreytingum.Markaðsverðbréferufærðámarkaðsverðiogfæristmatsbreytingí rekstrarreikning á því tímabili sem hún fellur til. Önnur verðbréf eru flokkuð sem fjárfestingaverðbréf.
          Fjárfestingaverðbréferufærðágangvirðisemermarkaðsvirðiefþaðerbyggtááreiðanlegum forsendum,t.d.efviðskiptierumeðbréfináopinberuverðbréfaþingiogverðmynduntalineðlileg. Matsbreytingarerufærðarírekstrarreikningáþvítímabiliþegarþærverðatil.Efekkierhægtaðmeta markaðsvirðiðmeðáreiðanlegumhættierufjárfestingaverðbréfinfærðákostnaðarverðiaðteknutillititil niðurfærslu til að mæta hugsanlegu tapi í framtíðinni.
          Skuldabréfogaðrarlangtímakröfur,semáætlaðeraðeigaframágjalddaga,erumetnarákostnaðarverði að teknu tilliti til niðurfærslu til að mæta mögulegu tapi þar sem vafi er talin á innheimtanleika þeirra í
          Við skip takrö fu r
          Viðskiptakröfurerufærðaránafnverðiaðteknutillititilniðurfærslu.Niðurfærslanerbyggðámati stjórnenda til að mæta mögulegri tapsáhættu ef kröfur reynast ekki innheimtanlegar.
          Han d b ært fé
          Handbærtféogígildiþesserfærtíefnahagsreikningákostnaðarverði.Handbærtfésamkvæmt sjóðstreymi samanstendur af sjóði og óbundnum bankainnstæðum.
          Eig ið f é
          Hlutaféerfærtánafnverðienyfirverðafinnborguðuhlutaféerfærtásérstakanyfirverðsreikningþegar það á við.
          3 Varanlegir rekstrarfjármunir
          Kostnaðarverð
          Staða í ársbyrjun ..............................................
          Breyting á árinu ................................................
          Staða í árslok ...................................................
          Afskriftir
          Staða í ársbyrjun ..............................................
          Afskriftir ársins .................................................
          Staða í árslok ...................................................
          Bókfært verð
          Bókfært verð í ársbyrjun ..................................
          Bókfært verð í árslok ........................................
          Smárinn, félagsaðstaða ...............................................................
          Skíðaskáli, 40% eignarhlutdeild .................................................. - Ársreikningur 31. desember 2023 -
          36 Samstæða - Breiðablik Ungmennafélag -
        og tækiSamtals
        FasteignirLeikmennÁhöld
        68.639.896 35.636.937 33.070.343 137.347.176 0 (5.703.224) 31.161.425 25.458.201 68.639.896 29.933.713 64.231.768 162.805.377
        15.326.092 0 19.056.686 34.382.778 1.802.012 0 11.615.012 13.417.024 17.128.104 0 30.671.698 47.799.802
        53.313.804 35.636.937 14.013.657 102.964.398 51.511.792 29.933.713 33.560.070 115.005.575 Fastei gnamat Brunabótamat Bókfæ rt verð í ársl ok 87.600.000 279.700.000 40.458.725 50.620.000 73.640.000 11.053.067
        - Allar tölur í íslenskum krónum -
        GÓ Samtals
          Skýringar, frh.
          Breytingar Styrktarsjóðs á árinu .......................
          Flutt á eigið fé ..................................................
          4 Laun og launatengd gjöld
          Eigið fé 1.1.2023 ..............................................
          Uppfærsla leikmannasamninga ........................
          Hagnaður/(tap) ársins .......................................
          Staðgreiðsluskyldlaun,ásamtlaunatengdumgjöldum,námualls313,1millj.árið2023,samanboriðvið 309,2 millj. árið 2022. Meðalstöðugildi árið 2023 voru 33,1, en meðalstöðugildi árið 2022 voru 32,4.
          Breytingar Styrktarsjóðs á árinu .......................
          Eigið fé 31.12.2023 ..........................................
          5 Eigið f é
          Hagnaður/(tap) ársins ....................................... - Ársreikningur 31. desember 2023 - - Allar tölur í íslenskum krónum -
          Eigið fé 1.1.2022 ..............................................
          Áárinu2022fékkKnattspyrnudeildBreiðabliksarfogvarákveðiðístjórnknattspyrnudeildaraðhonum skyldieinungisráðstafatilákveðinnaverkefnasemtakaþyrftifyrirístjórnogsamþykkja.Þettaerþví færtásérstakaneiginfjárlykilþarsemráðstöfunþessarafjármunaerháðþrengriskilyrðumenalmennter hjá deildinni. Hreyfingar sjóðsins og staða í árslok sundurliðast með eftirfarandi hætti:
          Uppfærsla leikmannasamninga ........................
          Breytingar Styrktarsjóðs á árinu .......................
          Staða í ársbyrjun ....................................................................................................................................
          Flutt á eigið fé ..................................................
          Kostnaður verkefna 2023 .......................................................................................................................
          Eigið fé 1.1.2023 ..............................................
          Ávöxtun .................................................................................................................................................
          Uppfærsla leikmannasamninga ........................
          Breyting ársins .......................................................................................................................................
          Hagnaður/(tap) ársins .......................................
          Breytingar Styrktarsjóðs á árinu .......................
          St yrktarsjóð u r GÓ - e ign
          Eigið fé 31.12.2023 ..........................................
          Verðbréf .................................................................................................................................................
          Áárinu2022fékkKnattspyrnudeildBreiðabliksarfogvarákveðiðístjórnknattspyrnudeildaraðhonum skyldieinungisráðstafatilákveðinnaverkefnasemtakaþyrftifyrirístjórnogsamþykkja.Þettaerþví færtásérstakaneiginfjárlykilþarsemráðstöfunþessarafjármunaerháðþrengriskilyrðumenalmennter hjá deildinni. Hreyfingar sjóðsins og staða í árslok sundurliðast með eftirfarandi hætti:
          Staða í ársbyrjun ....................................................................................................................................
          Kostnaður verkefna 2023 .......................................................................................................................
          Ávöxtun .................................................................................................................................................
          Breyting ársins .......................................................................................................................................
          Verðbréf .................................................................................................................................................
          Bankareikningar .....................................................................................................................................
          
    Hagnaður/(tap) ársins ....................................... - Ársreikningur 31. desember 2023 -
          37 Samstæða - Breiðablik Ungmennafélag -
        Óráðstafað eigið fé Leikmannasamningar Styrktarsjóður GÓ Samtals 249.077.185 0 249.077.185 2.000.000 2.000.000 (203.984.433) 203.984.433 (77.542.343) (77.542.343) 2.000.000 (2.000.000) 0 0 173.534.842 203.984.433 377.519.275 600.000 600.000 90.511.311 90.511.311 (5.664.786) 5.664.786 0 258.381.367 600.000 209.649.219 468.630.586 St yrktarsjóð u r GÓ - re kstu r 2023 203.984.433 (7.489.918) 13.154.704 209.649.219 St yrktarsjóð u r GÓ - e ign ir 31.12.2023 107.017.983 102.631.236 209.649.219
        tölur í íslenskum krónum5 Eigið f é Óráðstafað
        Styrktarsjóður
        249.077.185 0 249.077.185 2.000.000 2.000.000 (203.984.433) 203.984.433 (77.542.343) (77.542.343) 2.000.000 (2.000.000) 0 0 173.534.842 203.984.433 377.519.275 600.000 600.000 90.511.311 90.511.311 (5.664.786) 5.664.786 0 258.381.367 600.000 209.649.219 468.630.586
        yrktarsjóð
        2023 203.984.433 (7.489.918) 13.154.704 209.649.219
        ir 31.12.2023 107.017.983 102.631.236 209.649.219
        309,2 millj. árið 2022. Meðalstöðugildi árið 2023 voru 33,1, en meðalstöðugildi árið 2022 voru 32,4.
        - Allar
        eigið fé Leikmannasamningar
        St
        u r GÓ - re kstu r
        Eigið fé 1.1.2022 .............................................. Uppfærsla leikmannasamninga ........................
        Bankareikningar .....................................................................................................................................
        Rekstrartekjur:
          
              
              
            
            Rekstrarreikningur 2023
          Rekstrargjöld:
          Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld):
          38 - Aðalstjórn - - Breiðablik Ungmennafélag2023 2022
        Framlög til rekstrar ........................................................... 161.073.250 146.650.709 Styrkir frá Kópavogsbæ ................................................... 10.541.115 9.463.384
        643.652.146 579.995.038 Leigutekjur ......................................................................... 4.694.423 1.919.045 Auglýsingatekjur............................................................... 23.380.943 21.670.310 Aðrar tekjur ....................................................................... 114.105.493 91.285.274 Rekstrartekjur 957.447.370 850.983.760
        Styrkur vegna afnota íþróttamannvirkja........................
        Laun og tengd gjöld........................................................... 174.483.443 151.057.479 Rekstur mannvirkja........................................................... 10.251.657 10.212.537 Gjöld vegna afnota
        643.652.146 579.995.038 Endurgreiddir styrkir til deilda ...................................... 44.354.278 48.228.188 Önnur gjöld......................................................................... 81.532.938 56.141.908 Afskriftir.............................................................................. 3.284.188 4.088.402 Rekstrargjöld 957.558.650 849.723.552 Hagnaður af rekstri án vaxta............................................ (111.280) 1.260.208
        íþróttamannvirkja............................
        Vaxtatekjur og verðbætur................................................. 2.154.755 640.175 Vaxtagjöld og verðbætur.................................................. (70.731) (253.964) Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) 2.084.024 386.211 Hagnaður ársins................................................................ 1.972.744 1.646.419
        - Ársreikningur 31. desember 2023 - - Allar tölur í íslenskum krónum -
        Efnahagsreikningur 31.12.2023
          Peningalegar eignir og skuldir
          Veltufjármunir:
          Skammtímaskuldir:
          Aðrir efnahagsliðir
          Fastafjármunir frá fyrra ári............................................
          Eigið fé frá fyrra ári........................................................ (97.393.273) (95.746.854)
          Rekstur ársins, (hagnaður) /tap .................................. (1.972.744) (1.646.419) (99.366.017) (97.393.273)
          Aðrir efnahagsliðir nettó (47.050.259) (51.773.430)
          Breytingar á peningalegri stöðu
          Staða jákvæð (neikvæð) í upphafi árs.......................... 51.773.430 46.038.609
          Fjárfesting á árinu........................................................... (9.980.103) 0
          Rekstur tímabilsins án afskrifta fastafjármuna........... 5.256.932 5.734.821 Peningaleg staða í lok reikningstímabils 47.050.259 51.773.430
          - Ársreikningur 31. desember 2023 - - Allar tölur í íslenskum krónum -
          39 - Aðalstjórn - - Breiðablik UngmennafélagEignir: 31.12.2023 31.12.2022
        Handbært fé..................................................................... 107.182.445 55.393.294 Birgðir .............................................................................. 2.945.000 3.776.000 Útistandandi kröfur........................................................ 8.438.983 8.243.694 Deildir .............................................................................. 18.173.179 9.987.147 Veltufjármunir alls 136.739.607 77.400.135
        Ýmsar skuldir.................................................................. 34.475.631 20.626.705 Framkvæmda-
        5.000.000 5.000.000
        50.213.717 0 89.689.348 25.626.705 Hreint veltufé 47.050.259 51.773.430
        og markaðsmálasjóður........................
        Deildir...............................................................................
        45.619.843 49.708.245 Keypt á árinu................................................................... 9.980.103 0 Afskrifað á árinu............................................................. (3.284.188) (4.088.402) 52.315.758 45.619.843
        Handbært fé frá rekstri
          
              
              
            
            Sjóðstreymi 2023
          Hreint veltufé frá reglulegri starfsemi:
          Hagnaður af reglulegri starfsemi ..................................
          Reiknaðir liðir í rekstrarreikningi:
          Breytingar innan hreins veltufjár:
          lækkun (hækkun) ..............................
          Birgðir, lækkun (hækkun) ..............................................
          á
          - Ársreikningur 31. desember 2023 - - Allar tölur í íslenskum krónum -
          40 - Aðalstjórn - - Breiðablik Ungmennafélag2023 2022
        1.972.744 1.646.419
        Fyrningar ........................................................................ 3.284.188 4.088.402 Hreint veltufé af reglulegri starfsemi 5.256.932 5.734.821
        (195.289) 18.654.173
        42.027.685 (43.829.457)
        Viðskiptakröfur,
        Deildir ...............................................................................
        831.000 (265.400)
        rekstrar, (lækkun) .............. 13.848.926 5.546.552 Handbært fé frá rekstri 61.769.254 (14.159.311)
        Skammtímaskuldir vegna
        51.789.151 (14.159.311)
        fé í ársbyrjun ................................................... 55.393.294 69.552.605 Handbært fé í árslok ........................................................ 107.182.445 55.393.294
        Breyting
        handbæru fé á árinu .....................................
        Handbært
        
              
              
            
            Sundurliðanir 2023
          Framlög til rekstrar
          og þjónustusamningar ........................
          Styrkir frá Kópavogsbæ Iðkendastyrkir .......................................................
          Leigutekjur
          Auglýsingatekjur Auglýsingaskilti ....................................................
          Aðrar tekjur
          Vörusala samkeppnisrekstur ............................. 19.862.860 15.818.037 Tekjur vegna íþróttaskóla ...................................
          Þátttaka deilda í kostnaði ....................................
          Laun og verktakagreiðslur
          Laun
          Rekstur mannvirkja Leiga á íþróttamannvirkjum ...............................
          41 - Aðalstjórn - - Breiðablik Ungmennafélag2023 2022
        157.230.720 140.484.036
        92.235 124.651
        3.750.295 6.042.022 161.073.250 146.650.709
        Rekstrar
        Framlag til viðhalds .............................................
        Önnur framlög ......................................................
        10.541.115 9.463.384 Húsaleigustyrkir
        643.652.146 579.995.038 654.193.261 589.458.422
        ...................................................
        Salarleiga
        4.694.423 1.919.045 4.694.423 1.919.045
        ................................................................
        23.380.943 21.670.310 23.380.943 21.670.310
        17.021.954 12.970.268
        9.854.261 8.461.372
        139.765 0
        ............................................................... 14.601.198 16.042.821
        4.254.273 0 Lottó og
        21.830.409 19.100.284 Önnur
        26.540.773 18.892.492 114.105.493 91.285.274
        Aðrar tekjur ...........................................................
        Fjáraflanir
        Kópavogsblót .........................................................
        Getraunir ................................................
        framlög ......................................................
        starfsmanna
        143.868.809 119.512.518 Tryggingagjald
        9.793.345 8.570.630
        17.204.866 14.905.201
        2.049.684
        Áfallið
        (760.769) 4.935.802 174.483.443 151.057.479
        og þjálfara .............................
        ......................................................
        Dagpeningar .......................................................... 1.197.508 0 Lífeyrissjóður .........................................................
        Orlofs- og sjúkrasjóður .........................................
        1.881.328 Akstur ..................................................................... 1.130.000 1.252.000
        orlof ............................................................
        643.652.146
        2.964.736
        ............................................................... 1.563.639
        371.912 787.936 Tryggingar
        403.656 351.895
        579.995.038 Viðhald áhalda og tækja ..................................... 3.503.368 2.679.085 Hreinlætiskostnaður ............................................
        1.354.444 Sorphirða
        1.446.064 Öryggisþjónusta ...................................................
        .............................................................
        Annar rekstrarkostnaður .................................... 1.444.346 3.593.113 653.903.803 590.207.575
        - Ársreikningur 31. desember 2023 - - Allar tölur í íslenskum krónum -
        Til deilda
          Önnur gjöld
          Skrifstofukostnaður
          Annar kostnaður
          42 - Aðalstjórn - - Breiðablik Ungmennafélag -
        Lottó ........................................................................ 20.991.419 17.749.727 Getraunir ................................................................ 823.991 807.077 Iðkendastyrkir ....................................................... 10.541.115 9.463.384 Aðrir styrkir ........................................................... 11.997.753 20.208.000 44.354.278 48.228.188
        Söluvörur Vörukaup ............................................................ 11.622.236 9.718.065 Birgðabreyting .................................................... 831.000 (265.400) 12.453.236 9.452.665
        Pappír, prentun og ritföng ................................ 683.186 340.094 Reikningsskil ...................................................... 3.679.406 3.039.313 Sími ....................................................................... 1.165.529 965.639 Póstburðargjöld .................................................. 158.368 49.382 Fréttabréf og auglýsingar ................................. 1.191.079 1.206.206 Tölvukostnaður .................................................. 16.590.353 13.633.186 Funda- og þingkostnaður ................................. 1.780.985 1.483.553 Námskeið ............................................................ 47.400 327.385 Styrkir ................................................................... 24.000 43.000 Akstur .................................................................. 2.609.364 1.981.706 Annar skrifstofukostnaður ............................... 137.254 20.670 28.066.924 23.090.134
        Gjaldfærð áhöld ................................................. 834.372 576.736 Þjónustugjöld VISA og EURO ......................... 307.065 200.699 Gjafir og skemmtanir ......................................... 630.957 447.132 Varúðarafskrift ................................................... 17.000.000 0 Kópavogsblót ...................................................... 184.020 0 Kostnaður við fjáröflun ..................................... 2.931.689 3.599.109 Fræðsluefni .......................................................... 0 260.000 Annar
        19.124.675 18.515.433 41.012.778
        81.532.938
        - Ársreikningur 31.
        2023 - - Allar tölur í íslenskum krónum -
        kostnaður ................................................
        23.599.109
        56.141.908
        desember
        
              
              
            
            DEILDAR BREIÐABLIKS
          
    Frjálsíþróttadeild Breiðabliks leggur metnað sinn í barna- og unglingastarf og er eftir því tekið hversu vel er staðið að því. Auk þess býr deildin yfir íþróttafólki í fremstu röð á Íslandi og erum afar stolt af þeim. Í okkar röðum er landsliðsfólk, Íslandsmethafar og fjöldi Íslandsmeistara.
          Fjöldamargir persónulegir sigrar hafa unnist á árinu en í því felst einmitt fegurðin í frjálsíþróttum. Í frjálsum er enginn á bekknum og allir fá tækifæri til að ná árangri á sínum forsendum. Hjá okkur eru iðkendur fyrst og fremst að keppa við sjálfa sig og stefnan er alltaf sett á að ná hærra, lengra og hraðar.
          Breiðablik hefur það orð á sér innan frjálsíþróttahreyfingarinnar að einstök samheldni og vinátta ríki meðal okkar
          
    íþróttafólks. Blikum þykir vænt um félagið sitt og það fer ekki á milli mála. Það er mat okkar að það sé ekki síður mikilvægt en að ná góðum árangri á keppnisvellinum. Það er markmið okkar að halda áfram að styðja við þessa menningu. Frjálsíþróttadeild Breiðabliks á sér einstaklega gott bakland sem sjá má á þeim fjölda sjálfboðaliða sem alltaf mætir og leggur hönd á plóg þegar á þarf að halda. Hvort sem um er að ræða foreldra, fyrrverandi iðkendur eða aðra velunnara. Með þennan glæsilega hóp á bak við okkur höfum við fulla ástæðu til að líta björtum augum á framtíðina.
          Stjórn
          Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Breiðabliks fór fram þann 13. apríl 2023 og þar var eftirfarandi stjórn kjörin.
          Stjórn:
          Áslaug Pálsdóttir, formaður Anna Jónsdóttir, ritari
          Helga Elísa Þorkelsdóttir, gjaldkeri Bergþóra Guðjónsdóttir, meðstjórnandi
          Gréta Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi
          Steinþór Einarsson, meðstjórnandi
          Fulltrúi iðkenda meistaraflokks var Markús Birgisson
          Varastjórn:
          · Geirlaug Geirlaugsdóttir
          Bjarki Rósantsson
          Stjórn Frjálsíþróttadeildar fundaði að
          FRJÁLSÍÞRÓTTA-
        ÁRSSKÝRSLA
        43
        ÁRSSKÝRSLA FRJÁLSÍÞRÓTTADEILDAR BREIÐABLIKS
          jafnaði einu sinni í mánuði en oftar þegar þurfti.
          Þjálfarar og stefna
          Yfirþjálfari yngri flokka er Alberto Borges Moreno og sér hann um skipulagningu æfinga og þjálfunar 6-16 ára barna, ásamt því að vera hluti af þjálfarateymi meistaraflokks. Alberto býr yfir yfirgripsmikilli menntun og áralangri reynslu og þekkingu á sviði frjálsíþróttaþjálfunar. Hann hefur náð eftirtektarverðum árangri hjá Breiðabliki
          og stjórnin fór þess á leit við hann að hann leiddi uppbyggingarstarf barna og unglinga hjá félaginu.
          Þjálfun barna og unglinga byggist á hugmyndafræði Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, World Athletics um krakkafrjálsar (e. Kid Athletics) og að frjálsar íþróttir verði kynntar sem úrvals tækifæri til árangurs og aukinna lífsgæða. Sérhæfing eykst með auknum aldri og þroska iðkenda. Aðstoðarþjálfari yngri flokka er Kelvin Adames. Stjórnarkonurnar Helga Elísa og
          Anna tóku að sér þjálfun 1.-2. bekkjar tímabundið þar sem ekki tókst að ráða þjálfara í þá stöðu. Jón Bjarni Bragason er yfirþjálfari meistaraflokks.
          Jón Bjarni starfaði áður sem styrktarþjálfari og sérgreinaþjálfari í kastgreinum og er menntaður á sviði íþróttafræða auk þess að búa yfir mikilli reynslu í þjálfun.
          Teymi sérgreinaþjálfara kemur að þjálfun meistaraflokks þar sem sérhæfing íþróttamanna er mun meiri en hjá yngri iðkendum.
          
    44
        Þjálfarateymi meistaraflokks 2023:
          · Jón Bjarni Bragason - yfirþjálfari og styrktarþjálfun
          · Arnar Pétursson - langhlaup
          · Bjarki Rúnar Kristinsson - langstökk og þrístökk
          · Alberto Borges - fjölþraut, spretthlaup, grindahlaup og stökk
          · Stefán Ragnar Jónsson - kastgreinar
          Iðkendur á öllum aldri
          Það er pláss fyrir alla í frjálsum og
          Frjálsíþróttadeild Breiðabliks býr
          
    ÁRSSKÝRSLA FRJÁLSÍÞRÓTTADEILDAR BREIÐABLIKS
          
    yfirmikilli breidd iðkenda. Á árinu 2023 voru iðkendur tæplega 150 talsins allt frá 6 ára börnum upp í fullorðið afreksfólk - og sá elsti kominn yfir áttrætt. Iðkendafjöldi var nánast sá sami og árið á undan.
          Yngri flokkar
          Frjálsíþróttadeildin leggur mikið upp úr barna- og unglingastarfi og er mikil áhersla á að æfingar og allt utanumhald sé sem best. Æfingarnar eru faglegar og byggðar upp til þess að styrkja grunn iðkenda í íþróttinni sem og í lífinu öllu. Uppskeruhátíð var haldin að vori þar sem yngsti hópurinn, 6-10 ára, fær að spreyta sig í keppni og svo er boðið upp á grillaðar pylsur að móti loknu. Þjálfarar deildarinnar fylgdu iðkendum á öll mót sem haldin eru af FRÍ ásamt fjölmörgum öðrum smærri mótum.
          Meistaraflokkur
          Í starfi meistaraflokks er lögð áhersla á faglegt og hvetjandi afreksstarf. Til
          að mæta þörfum hópsins varðandi aðstöðu var gerður samningur við FH og æfir meistaraflokkur því í Kaplakrika þrisvar í viku. Til að mæta þörfum þeirra sem vilja æfa en stefna ekki endilega á frama innan greinarinnar er einnig boðið upp á léttari æfingaleið með færri æfingum á viku.
          Aðstaða Á árinu er liðið 21 ár síðan deildin fékk síðast verulegar úrbætur á æfingaaðstöðu sinni með byggingu Fífunnar. Á þeim tíma var um að ræða tímamóta mannvirki, en tímarnir breytast og nú hafa risið tvær fullbúnar innanhúshallir í Hafnarfirði og Reykjavík sem því miður lokka afreksfólkið til sín. Nú er svo
          45
        
              
              
            
            ÁRSSKÝRSLA FRJÁLSÍÞRÓTTADEILDAR BREIÐABLIKS
          
    komið að okkar framúrskarandi barnaog unglingastarf er orðið lítið annað en uppeldisstarf fyrir önnur fèlög.
          Inni í Fífunni er orðið mjög þröngt um iðkendur deildarinnar og aðstaðan úr sér gengin. Tartanið er orðið gamalt, búnaður farinn að láta á sjá og lyftingaaðstaðan er alls ekki boðleg, en þar er um að ræða örlitla gluggalausa kompu sem við deilum með öðrum deildum.
          Æfingasvæðið er svo lítið að ekki er hægt að æfa þar allar greinar frjálsíþrótta. Undanfarin ár höfum við gripið til þess ráðs að leigja aðstöðu fyrir
          æfingar meistaraflokks í Kaplakrika, en það hefur í för með sér mikinn kostað, auk þess sem okkur þykir bagalegt að yngri iðkendur hafi ekki aðgang að sínum fyrirmyndum í sínu félagi og iðkendur okkar sitja undir stanslausum þrýstingi frá FH-ingum sem vilja gjarnan fá þau yfir til sín.
          Tartan á hlaupabraut Kópavogsvallar er gamalt og skemmdist talsvert í framkvæmdunum 2018 þegar gervigrasið var sett á Kópavogsvöll. Æfingasvæðið í hinum svokölluðu „skotmóum“ bak við stúkuna á Kópavogsvelli er gott til æfinga, en ekki löglegt til keppni sem
          þýðir einfaldlega að það er ekkert löglegt keppnissvæði í frjálsum íþróttum í Kópavogi.
          Það er algjörlega ljóst að deildin verður að fá verulegar úrbætur á innanhússaðstöðu sinni og vænlegasti kosturinn væri án efa að fá frjálsíþróttahöll með 200 m hlaupabraut sem hægt væri að nýta vel til æfinga og keppni. Reynsla annarra félaga hefur enn fremur sýnt að slík hús nýtast mörgum öðrum en eingöngu iðkendum frjálsíþrótta, t.d. fyrir hlaupahópa, þríþrautarfólk, virkni og vellíðan, skólaíþróttir o.fl. Knattspyrnudeildin fengi þá smá
          46
        olnbogarými inni í Fífu með auknu geymsluplássi og hefði enn fremur fullkomna stjórn á hitastiginu.
          Utanhúss hlýtur það að vera baráttumál okkar að koma upp löglegum keppnisvelli en við vitum hins vegar alveg að slíkir hlutir taka tíma og við getum ekki verið aðstöðulaus á meðan. Við leggjum því áherslu á að skipta um tartanefnið á hlaupabrautinni og merkja brautina upp á nýtt. Með bættri aðstöðu koma fleiri iðkendur og með fleiri iðkendum kemur enn betri árangur. Þetta hefur sagan sýnt okkur. Við höfum mikinn metnað og við getum og ætlum að komist hærra, lengra og hraðar.
          Árangur
          Á árinu fagnaði deildin alls 73 Íslandsmeistara- og aldursflokkatitlum. Titlarnir dreifðust á 28 iðkendur auk boðhlaupssveita.
          Bikarar
          ÁRSSKÝRSLA FRJÁLSÍÞRÓTTADEILDAR BREIÐABLIKS
          Breiðablik sigraði stigakeppni félaga á Íslandsmótum í sjö aldursflokkum á árinu: Innanhúss í flokki 12 ára stúlkna, 13 ára pilta, 14 ára pilta, 18-19 ára pilta og 20-22 ára stúlkna og utanhúss í flokkum 12 ára stúlkna, 14 ára pilta og 18-19 ára pilta. Keppnin um Íslandsmeistara félagsliða 11-14 ára hefur aldrei verið jafn spennandi fyrir Breiðablik eins og hún var árið 2023. Krakkarnir okkar stóðu sig hreint ótrúlega vel og leiddu keppnina alla helgina. Því miður fór það svo að í lokagrein mótsins komst HSK fimm stigum fram úr svo Blikar urðu að gera sér annað sætið að góðu. Þetta er lang besti árangur Breiðabliks sem liðs í langan tíma, en undanfarin ár höfum við setið nokkuð kirfilega í þriðja sætinu í flestum aldursflokkum.
          Árangur
          Met á árinu féllu nokkur met, bæði mótsmet og Íslandsmet í aldursflokkum.
          · Þorleifur Einar Leifsson - Íslandsmet í tugþraut U20 með sveinaáhöldum.
          6491 stig
          · Júlía Kristín JóhannesdóttirÍslandsmet U20 í 100 m grindahlaupi 13,77 sekúndur. Það er jafnframt annar hraðasti tími sögunnar hjá íslenskri konu í greininni.
          · Samúel Örn SigurvinssonÍslandsmet U14 í 60 m hlaupi 7,39 sek. Samúel tvíbætti þetta met á árinu. Hann setti einnig mótsmet á meistaramóti Íslands 11-14 ára í 300 m hlaupi 14 ára pilta 40,98 sek.
          
    ÁRSSKÝRSLA FRJÁLSÍÞRÓTTADEILDAR BREIÐABLIKS
          · Arnar Pétursson - Íslandsmet í 5 km götuhlaupi karla 30-34 ára, 15:20,00. Íslandsmet í 10.000 m hlaupi karla 30-34 ára 31:22,41. Brautarmet á Íslandsmeistaramóti í hálfu maraþoni 1:08:22.
          · Jón Bjarni Bragason - Íslandsmet í lóðkasti karla 50-54 ára. 17.65 m.
          · Eyrún Svala GústavsdóttirMótsmet á meistaramóti Íslands 11-14 ára í 400 m hlaupi 12 ára stúlkna. 66,89 sek.
          · Patrekur Ómar Haraldsson - Móts met á meistaramóti Íslands 1114 ára í 2000 m hlaupi 14 ára pilta. 6:54,37 sek.
          NM í mastersflokkum
          Helgina 22.-24. febrúar fór fram Norðurlandamót í Masters „öldunga“ í frjálsíþróttum sem haldið var í Laugardalshöll. Keppendur voru frá 11 löndum í aldursflokkum frá 35-99 ára. Blikar stóðu sig frábærlega á mótinu og eignuðust níu meistara.
          Flokkur 40-44 ára
          Bergur Hallgrímsson fékk þrjá titla í 60 m hlaupi 7,58 sek. 200 m hlaupi 23,62 sek. og í 400 m hlaupi á frábærum tíma 51,99 sek.
          Flokkur 50-54 ára
          Jón Bjarni Bragason fékk tvo titla í kúluvarpi 11,78 m og lóðkasti 18,02 m. Persónuleg met í báðum greinum.
          Flokkur 70-74 ára
          Kristján Gissurarson fékk tvo titla í stangarstökki 2,80 m og lóðkasti 13,32 m.
          Flokkur 85-89 ára
          Benedikt Bjarnason fékk tvo titla í 60 m hlaupi 12,93 sek. og kúluvarpi 7,34 m.
          Afreksfólkið okkar
          BIRNA KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR
          Birna Kristín byrjaði árið á að vinna íslandsmeistaratitilinn í 60 m grindahlaupi kvenna innanhúss þegar hún hljóp á tímanum 8,69 sek. Á innanhússtímabilinu varð hún sjö sinnum Íslandsmeistari U23 og setti meistaramótsmet í langstökki innanhúss þegar hún stökk 6,11 m, sem er einungis einum sentimetra frá Íslandsmetinu í aldursflokknum.
          Birna Kristín keppti fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum á Möltu þar sem hún vann til bronsverðlauna í langstökki. Auk þess var hún fulltrúi Íslands í 100 m grindahlaupi á Evrópubikarkeppni landsliða þar sem hún átti jafnframt sæti í boðhlaupssveit Íslands.
          ARNAR PÉTURSSON
          Árið einkenndist að miklu leyti af utanvegahlaupum hjá Arnari þar sem hann undirbjó Laugavegshlaupið og raðaði inn brautarmetum í leiðinni. Mesta afrek Arnars á árinu var þegar hann sigraði Laugavegshlaupið annað árið í röð á tímanum 4:00:46 sem er næst hraðasti
          tími sögunnar í þessari goðsagnakenndu braut og var innan við mínútu frá brautarmetinu.
          Arnar landaði Íslandsmeistaratitli í 3000 m hlaupi innanhúss á tímanum 8:52.87 og varð einnig Íslandsmeistari í hálfu maraþoni í sumar á nýju brautarmeti 1:08:22.
          Arnar keppti enn fremur fyrir hönd Íslands í 10.000 m hlaupi á Smáþjóðaleikunum á Möltu og hljóp á tímanum 31:22 Hann var einnig í landsliðsvali fyrir HM í utanvegahlaupum og NM í víðavangshlaupum en þurfti frá að hverfa vegna meiðsla.
          GUÐJÓN DUNBAR DIAQUOI
          Guðjón var valinn í afrekshóp ungmenna hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands í upphafi árs. Til að komast í hópinn þarf þátttöku í Evrópu- eða Heimsmeistaramóti. Á meistaramóti Íslands 15-22 ára innanhúss varð hann Íslandsmeistari í langstökki og þrístökki 18-19 ára pilta. Hann stórbætti mótsmetið í þrístökki þegar hann stökk 14,38 m sem er einnig persónulegt met. Guðjón keppti í langstökki á Reykjavík International Games og
          
    48
        keppti fyrir Íslands hönd í þrístökki á NM U20.
          JÚLÍA KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR
          Líkt og Guðjón var Júlía Kristín valin í afrekshóp ungmenna hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands í upphafi árs. Á árinu varð Júlía Kristín fimm sinnum íslandsmeistari 18-19 ára stúlkna og tók auk þess einn titil í kvennaflokki í 100 m grindahlaupi utanhúss á nýju U23 meti 13,77 sek.
          Júlía keppti fyrir Íslands hönd á NM U20 og Evrópubikarkeppni landsliða þar sem hún var í boðhlaupssveit Íslands.
          ÞORLEIFUR EINAR LEIFSSON
          Þorleifur Einar varð Íslandsmeistari karla í stangarstökki innanhúss með stökki yfir 4,10 m. Hann tók jafnframt
          þrjá titla í sínum aldursflokki á árinu, þar á meðal í sjöþraut. Þorleifur keppti fyrir Íslands hönd á NM í fjölþrautum
          U 20 þar sem hann hafnaði í 5. sæti í tugþraut á nýju aldursflokkameti. Hann var einnig fulltrúi Íslands í stangarstökki á Evrópubikarkeppni landsliða og á NM U20.
          SAMÚEL ÖRN SIGURVINSSON
          Þrátt fyrir ungan aldur er hinn 14 ára gamli Samúel Örn einn efnilegasti
          íþróttamaður Blika um þessar mundir. Á árinu sló hann Íslandsmetið í sínum aldursflokki í 60 metra hlaupi tvisvar sinnum og bætti 19 ára gamalt met þegar hann hljóp á tímanum 7,50 sek.
          KAREN SIF ÁRSÆLSDÓTTIR
          Karen Sif, sem æfir og keppir í Danmörku, kom heim í sumar og nældi sér í einn Íslandsmeisstaratitil fyrir Blika í stangarstökki, þegar hún stökk 3,42 m. Karen var einnig fulltrúi Íslands í stangarstökki í Evrópubikarkeppni landsliða.
          JÓN BJARNI BRAGASON
          Auk þess að þjálfa meistaraflokk er Jón Bjarni duglegur að láta til sín taka
          
              
              
            
            ÁRSSKÝRSLA FRJÁLSÍÞRÓTTADEILDAR BREIÐABLIKS
          í keppni og tók m.a. þátt í EM masters sem fór fram á Ítalíu í september. Jón Bjarni keppti í kringlukasti, lóðkasti og kastþraut og hafnaði í 5. sæti í kringlu með kasti upp á 46,28 m, 4. sæti í lóðkasti með kasti upp á 17,76 m og í kastþrautinni fékk hann 3574 stig sem skilaði honum 5. sætinu.
          Frjálsíþróttafólk ársins
          Guðjón Dunbar Diaquoi og Birna Kristín Kristjánsdóttir voru kjörin frjálsíþróttamaður og -kona Breiðabliks undir lok árs. Á uppskeruhátíð deildarinnar voru efnilegustu unglingarnir okkar enn fremur heiðraðir, en í ár kom sá heiður í hlut Patreks Ómars Haraldssonar og Snæfríðar Eloise Rist Aubergy.
          Úrvalshópur FRÍ
          Árlega velur Frjálsíþróttasamband Íslands nokkur efnileg ungmenni í úrvalshóp 19 ára og yngri. Ná þarf fyrirfram ákveðnum lágmörkum í hverri grein til að tryggja sér pláss. Á árinu 2023 áttum við Breiðablik 9 fulltrúa í hópnum.
          Þetta eru þau:
          · Bjarni Hauksson
          · Elizabet Rún Hallgrímsdóttir
          · Guðjón Dunbar Diaquoi Þorsteinsson
          · Júlía Kristín Jóhannesdóttir
          · Katla Margrét Jónsdóttir
          · Leó Þór Magnússon
          · Markús Birgisson
          · Róbert Elí Árnason
          · Þorleifur Einar Leifsson
          Mótahald
          Frjálsíþróttadeild Breiðabliks tekur að sér margvísleg verkefni tengd íþróttinni og er mótahald ein helsta tekjulind félagsins.
          · Í mars 2023 hélt Breiðablik bikarkeppni FRÍ. Mótið var haldið í Kaplakrika og var framkvæmdin öll hin glæsilegasta.
          · Haldið var vormót fyrir yngstu ið-
          kendurna á nýja æfingasvæðinu okkar í júní. Mótið var vel sótt og endaði á uppskeruhátíð og grillveislu fyrir börnin og foreldra þeirra.
          · Í júní hélt Breiðablik Meistaramót Íslands 15-22 ára á Kópavogsvelli. Mótið náði yfir þrjá daga og var vel sótt af félögum alls staðar að af landinu.
          Það er ljóst að starf deildarinnar gengi ekki upp án aðkomu sjálfboðaliða. Margir í baklandi Frjálsíþróttadeildar eru alltaf tilbúnir að leggja sitt af mörkum þegar á þarf að halda og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir það.
          Önnur verkefni
          Frjálsíþróttadeildin tók sér ýmislegt fyrir hendur sem ekki tengist mótahaldi. Á þjóðhátíðardaginn 17. júní héldum við hlaup fyrir börn bæjarins líkt og undanfarin ár. Hlaupið er hluti af hátíðardagskrá Kópavogsbæjar og var einkar vel sótt þetta árið.
          Hjartadagshlaupið var haldið 24. september. Í ár voru keppendur um 150 talsins og var forseti Íslands þar á meðal. Sigurvegarar Hjartadagshlaupsins voru Nick Gísli Janssen og Guðný Petrína Þórðardóttir.
          Heiðursviðurkenningar
          Aðalfundur Breiðabliks var haldinn þann 10. maí sl. og við það tilefni voru nokkrir einstaklingar heiðraðir fyrir framúrskarandi og óeigingjarnt starf í þágu félagsins með nafnbótinni Silfurbliki. Í þessum góða hópi voru tvær úr frjálsíþróttafjölskyldunni okkar, þær Elsa Sif Guðmundsdóttir og Bergþóra Guðjónsdóttir. Við sama tilefni var Eiríkur Mörk Valsson sæmdur nafnbótinni Gullbliki.
          Magnús Jakobsson var á árinu kjörinn heiðursfélagi ÍSÍ en viðurkenningin var veitt á 76. Íþróttaþingi sambandsins. Hann þykir hafa skilað framúrskarandi starfi í þágu íþrótta og heilsueflingar fyrir land og þjóð.
          49
        
              
              
            
            ÁRSSKÝRSLA FRJÁLSÍÞRÓTTADEILDAR BREIÐABLIKS
          VIÐAUKI-
          
              
              
            
            ÍSLANDSMEISTARAR BREIÐABLIKS
          2023
          Þorleifur Einar Leifsson
          Íslandsmeistari 18-19 ára pilta Sjöþraut innanhúss 4667
          Íslandsmeistari 18-19 ára pilta 60m grind innanhúss 8,46 sek
          Íslandsmeistari 18-19 ára pilta Stangarstökk innanhússq 4,00 m
          Íslandsmeistari Karla Stangarstökk innanhúss4,10 m
          Birna Kristín Kristjánsdóttir
          íslandsmeistari 20-22 ára stúlkna 60 m hlaup innanhúss 7,70 sek
          íslandsmeistari 20-22 ára stúlkna 60 m grind innanhúss 8,78 sek
          íslandsmeistari 20-22 ára stúlkna Hástökk innanhúss 1,62 m
          íslandsmeistari 20-22 ára stúlkna Langstökk innanhúss 5,97 m
          íslandsmeistari 20-22 ára stúlkna Þrístökk innanhúss 11,09 m
          íslandsmeistari 20-22 ára stúlkna 100m utanhúss 12,50 sek
          íslandsmeistari 20-22 ára stúlkna langstökk utanhúss 5,92 m
          Íslandsmeistari kvenna 60m grind innanhúss 8,69 sek
          Arnar Pétursson
          íslandsmeistari Karla 3000 m hlaup innanhúss 8:52,87
          íslandsmeistari Karla 10.000 m hlaup utanhúss 32:49,90 mín
          Íslandsmeistari Karla Hálfmaraþon
          Íslandsmeistari Karla Víðavangshlaup
          Sindri Magnússon íslandsmeistari Karla stangarstökk utanhúss 4,32 m
          Stefán Kári Smárason íslandsmeistari 20-22 ára pilta 1500 m hlaup innanhúss 4:27,77 mín
          íslandsmeistari 20-22 ára pilta 3000m hlaup innanhúss 9:32,67 mín
          íslandsmeistari 20-22 ára pilta 1500m hlaup utanhúss 4:35,95 mín
          íslandsmeistari 20-22 ára pilta 3000m hlaup utanhúss 9:54,03 mín
          Guðjón Dunbar Diaquoi Íslandsmeistari 18-19 ára pilta Langstök innanhuss 6,78 m
          Íslandsmeistari 18-19 ára pilta Þrístökk innanhúss 14,38 m
          Íslandsmeistari 18-19 ára pilta spjótkast utanhúss 44,42m
          Bjarni Hauksson Íslandsmeistari 18-19 ára pilta Kúluvarp innanhúss 14,98 m
          Júlía Kristín Jóhannesdóttir Íslandsmeistari 18-19 ára stúlka 60m grind innanhúss 9,06 sek
          Íslandsmeistari 18-19 ára stúlka 100m utanhúss 12,44 sek
          Íslandsmeistari 18-19 ára stúlka 100m grind utanhúss 14,36 sek
          Íslandsmeistari 18-19 ára stúlka langstökk utanhúss 5,56 m
          Íslandsmeistari 18-19 ára stúlka kúluvarp utanhúss 11,33 m
          Íslandsmeistari kvenna 100m grind utanhúss 13,77 sek
          Karen Sif Ársælsdóttir Íslandsmeistari kvenna stangarstökk utanhúss 3,42 m
          Andrea Odda Steinþórsdóttir íslandsmeistari 16-17 ára stúlkna kringlukast utanhúss 28,01 m
          Elísabet Ósk Jónsdóttir íslandsmeistari 20-22 ára stúlkna 200m utanhúss 27,63 sek
          50
        NAFN TITILL GREIN ÁRANGUR
        Markús Birgisson
          Elízabet Rún Hallgrímsdóttir
          ÁRSSKÝRSLA FRJÁLSÍÞRÓTTADEILDAR BREIÐABLIKS
          íslandsmeistari 20-22 ára stúlkna 400m grind 76,18 sek
          Íslandsmeistari 18-19 ára pilta 110m grind utanhúss 16,39 sek
          Íslandsmeistari 18-19 ára pilta stangarstökk utanhúss 3,40m
          Íslandsmeistari 18-19 ára pilta langstökk utanhúss 6,52
          Íslandsmeistari 16-17 ára stúlka Stangarstökk innanhúss 2,70 m
          Íslandsmeistari 16-17 ára stúlka 100m utanhúss 13,03
          Íslandsmeistari 16-17 ára stúlka 200m utanhúss 28,13
          íslandsmeistari 16-17 ára stúlkna stangarstökk utanhúss 2,30m
          Jana Gajic
          Íslandsmeistari 18-19 ára stúlka Þrístökk innanhúss 10,57 m
          Bjarni Hauksson íslandsmeistari 18-19 ára piltar kúluvarp utanhúss 16,95m
          Bergrún Eva Björnsdóttir íslandsmeistari 16-17 ára stúlkna 3000m utanhúss 13:20,26 mín
          Patrekur Ómar Haraldsson Íslandsmeistari 14 ára pilta 600m haup innanhúss 98,54 sek Íslandsmeistari 14 ára pilta 800m hlaup utanhúss 2:24,15 mín
          Íslandsmeistari 14 ára pilta 2000m hlaup utanhúss 6:54,37 mín
          Hansel Esono Adames Íslandsmeistari 14 ára pilta Hástökk innanhúss 1,61 m
          Gunnar Bergvin Árnason Íslandsmeistari 13 ára pilta Þrístökk innanhúss 9,48 m
          Íslandsmeistari 13 ára pilta Hástökk innanhúss 1,46 m
          Íslandsmeistari 13 ára pilta þrístökk utanhúss 9,71 m
          Samúel Örn Sigurvinsson Íslandsmeistari 14 ára pilta Kúluvarp innanhúss 10,91 m
          Íslandsmeistari 14 ára pilta 80m hlaup utanhúss 9,69 sek
          Íslandsmeistari 14 ára pilta 300m hlaup utanhúss 40,98 sek
          Íslandsmeistari 14 ára pilta kringlukast utanhúss 31,59 m Íslandsmeistari 14 ára pilta kúluvarp utanhúss 11,78 m
          Alexander Aron Bjarnason Íslandsmeistari 13 ára pilta 800m hlaup utanhúss 3:01,17 mín
          Eyrún Svala Gústafsdóttir Íslandsmeistari 12 ára stúlkna 60 m hlaup innanhúss 9,08 sek Íslandsmeistari 12 ára stúlkna 400m hlaup utanhúss 66,89 sek
          Lára Kristbjörg Þórarinsdóttir Íslandsmeistari 13 ára stúlkna Hástökk innanhúss 1,44 m
          Lóa Lind Óladóttir Íslandsmeistari 13 ára stúlkna kúluvarp utanhúss 10,31 m
          Jón Arnar Auðunsson Íslandsmeistari 13 ára pilta spjótkast utanhúss 29,49 m
          Ari Júlíus Ólason íslandsmeistari 11 ára pilta spjótkast utanhúss 23,21 m
          Lísa Laxdal íslandsmeistari 12 ára stúlkna hástökk utanhúss1,26 m
          Alexander Már Bjarnþórsson íslandsmeistari karla ( fatlaðir ) 60m hlaup innanhúss 7,95 sek
          íslandsmeistari karla ( fatlaðir ) 200m hlaup innanhúss 25,58 sek
          íslandsmeistari karla ( fatlaðir ) 100m hlaup utanhúss 13,84 sek
          íslandsmeistari karla ( fatlaðir ) 200m hlaup utanhúss 25,91 sek
          íslandsmeistari karla ( fatlaðir ) 400m hlaup utanhúss 59,60 sek
          Sveit Breiðabliks
          Íslandsmeistari 18-19 ára pilta 4x200m boðhlaup innanhúss 96,43 sek
          Íslandsmeistari 13 ára pilta 4x200m boðhlaup innanhúss 2:09,13 sek
          Íslandsmeistari 12 ára stúlkna 4x200m boðhlaup innanhúss 2:05,39
          Íslandsmeistari 14 ára pilta 4x200m boðhlaup innanhúss 1:49,00
          51
        
              
              
            
            ÁRSSKÝRSLA HJÓLREIÐADEILDAR BREIÐABLIKS
          
    Aðalfundur deildarinnar var haldinn miðvikudaginn 20. mars 2024 á 2. hæð í Smáranum kl. 19:30.
          2. Formaður flutti skýrslu deildar Ágrip
          Eins og fyrri ár þá hefur yfirþjálfari deildarinnar, Hákon Hrafn haldið vel utan um iðkendur okkar. Honum til halds og traust er góður hópur þjálfara sem skipta á milli sín inniæfingum í Sporthúsinu og hefur partur af þeim hópi og aðrir vel valdir komið að útiþjálfun yfir sumartímann. Kynning var haldin á sumarstarfi deildarinnar þann 26. apríl í Smáranum. Að vanda héldum við kynningarfund fyrir félagsmenn og tilvonandi félagsmenn 30. ágúst í Smáranum. Farið var í vel heppnaða Calpe ferð. Þjálfunarfyrirlestur var haldinn 21. september. Vegleg uppskeruhátíð var haldin í
          Guðmundarlundi 7. október sem var að venju frábær skemmtun með hreint út sagt frábærum mat og útnefndum við
          
    hjólreiðafólk ársins eins og vikið verður að síðar. Litlu jól deildarinnar voru haldin í Stúkunni þann 7. desember. Var þar boðið upp á stórglæsilegar veitingar, mjög svo áhugaverða keppni um besta jóladressið og verðlaunum fyrir hina ýmsu hluti, allt frá hinum undarlegustu verðlaunum fyrir bakstur og dólg yfir í Blika ársins sem að þessu sinni var Íris Ósk Hjaltadóttir. Ítarleg frétt var um þetta afrek í Fréttabréfi Breiðabliks sem birtist í febrúar. Pílukvöld var haldið 1. febrúar og heppnaðist virkilega vel. Á árinu var hannaður og pantaður nýr og stórglæsilegur búningur sem verður gaman að sjá á götum landsins í sumar.
          Stjórn
          Aðalfundur Hjólreiðadeildarinnar fyrir árið 2023 var haldinn 8. mars 2023 og voru á þeim fundi eftirfarandi aðilar
          kosnir í stjórn deildarinnar: Jón Ingi Sveinbjörnsson, formaður, Íris Ósk Hjaltadóttir, varaformaður, María Sæm Bjarkardóttir, ritari, Kolbrún Arnardóttir, gjaldkeri, Hákon R. Jónsson, meðstjórnandi, Hákon Hrafn Sigurðsson, varamaður, og Denni Jónsson, varamaður. Stjórnin hittist á um það bil 13 fundum á tímabilinu. Einnig var mjög reglulegt samtal innan stjórnar á Messenger.
          Iðkendur
          Eftir að hafa vaxið gríðarlega hratt í nokkur ár þá hefur fjöldi iðkenda haldið áfram að dragast örlítið saman. Mætingar í tíma hafa þó verið betri í ár en í fyrra þó færri iðkendur hafi verið skráðir. Erum við með 137 sem æfa með okkur inn í Sporthúsinu og úti, 27 sem taka inniæfingar heima og útiæfingar með stóra hópnum. Sem
          52
        
              
              
            
            ÁRSSKÝRSLA HJÓLREIÐADEIDLAR BREIÐABLIKS
          
    félagsmenn eru 11 skráðir. Maístjörnunar, byrjendahópur var aftur í sumar undir leiðsögn Elsu Maríu og fleiri þjálfara þar sem farið var yfir grunnatriði. Í félaginu er breiður hópur fólks, allt frá þeim sem vilja stunda smá hreyfingu í góðum félagsskap og upp í harðasta keppnisfólk.
          Aðstaða
          Hjólreiðadeildin hefur líkt og fyrri ár ekki haft inniaðstöðu á vegum Breiðabliks og hefur því haft vetraraðsetur í Sporthúsinu í Kópavog. Þar hefur í sameiningu með Sporthúsinu verið komið upp nokkuð góðum sal þar sem notast er við Life Fitness IC8 hjól og er helmingur þeirra í eigu deildarinnar. Í vetur hefur deildin boðið upp á styrk og yoga tíma í heitum sal í Sporthúsinu. Á sumrin er æfingaaðstaða deildarinnar að mestu
          hjólastígar og götur borgarinnar og næsta nágrenni höfuðborgarinnar. Einnig hefur verið komið upp glæsilegri fjallahjólabraut í Guðmundarlundi.
          Mótahald
          Mótahaldi deildarinnar var stýrt af öflugri mótanefnd sem skipuð af eftirfarandi aðilum: Andri Már Helgason formaður, María Sæm Bjarkardóttir, Denni Jónsson og Margrét Thorlacius Friðriksdóttir. Auk þess fékk mótanefnd góða aðstoð frá hópi sjálfboðaliða og þökkum við þeim einnig kærlega fyrir vel unnin störf. Þetta árið héldum við aðeins tvö mót. Annars vegar vel lukkað fjallahjólamót (XCO) í Guðmundarlundi 21. maí á braut sem félagar deildarinnar hafa lagt blóð, svita og tár í að byggja upp og eiga þeir miklar þakkir fyrir starfið. Hins vegar Grefilinn, gravel mót,
          sem haldið var í þriðja skiptið þann 12. ágúst í Borgarfirði og heppnaðist mjög vel í býsna góðu veðri.
          Árangur
          Nokkur hópur Blika var duglegur að keppa í sumar og átti gott keppnissumar. Örlítið hefur fækkað í hópi þeirra sem keppa og munum við vonandi sjá aftur aukningu í því. Björg Hákonardóttir og Ingvar Ómarsson sem kjörin voru Hjólreiðafólk ársins hjá Breiðablik áttu flott sumar og er hér smá yfirlit yfir árangur þeirra. Björg varð bæði Íslandsmeistari og bikarmeistari í cyclocross árið 2023. Einnig varð hún bikarmeistari í ólympískum fjallahjólreiðum þrátt fyrir að hafa verið úr leik í nokkrar vikur vegna handarbrots. Björg varð í þriðja sæti á Íslandsmótinu í fjallahjólamaraþoni. Þá varð Björg í 1. sæti bæði í 200 km Greflinum og 100 km í The Rift. Björg keppti einnig erlendis með góðum árangri. Hún sigraði 75km fjallahjólamaraþon í Silkeborg og í lok keppnistímabils keppti Björg á heimsmeistaramótinu í malarhjólreiðum sem hún kláraði vel við erfiðar aðstæður. Ingvar gerði sem fyrr víðreist bæði innan lands og utan. Hér heima fyrir varð hann bæði Íslandsmeistari og bikarmeistari í götuhjólreiðum og cyclocross og varð í 2. sæti á Íslandsmótunum í tímatöku, fjallahjólreiðum og maraþonfjallahjólreiðum. Líkt og undanfarin ár varð Ingvar í 1. sæti í Bláalónsþrautinni og var fyrstur Íslendinga í The Rift þar sem hann varð í 8. sæti. Einnig sigraði hann Westfjords Way Midnight Special. Á erlendri grundu tók Ingvar þátt í 10 keppnum, þar af fjórum stórmótum. Má þar helst nefna Dirty Reiver sem Ingvar vann og var það áttundi sigur hans erlendis á ferlinum. Hann varð 15. í The Traka 200 km. Ingvar náði 17. sæti í Swiss Epic (UCI S1 keppni) og 37. sæti í BeMC (UCI S1 keppni). Ingvar tók þátt í tímatöku bæði á HM (52. sæti) og EM (28. sæti).
          Ársskýrsla var samþykkt með handauppréttingum.
          53
        
              
              
            
            ÁRSSKÝRSLA KARATEDEILDAR BREIÐABLIKS
          Aðalfundur deildarinnar fórfram 15. Apríl 2024. Stjórn deildarinnar 2023 samanstóð af Sigþóri Samúelssyni, formanni, Gauki Garðarssyni, ritara, Auði Ester Guðlaugsdóttur varaformanni og Hlyn Torfa Traustasyni, gjaldkera. Stjórnarfundir voru haldnir eins og þurfa þótti og verkaskipting var með ágætum.
          Vorönn hófst 10. janúar og stundataflan svipuð og áður. Ekki var mikið um nýliðun í byrjun árs og brottfallið reyndist töluvert á vorönn. Færri krakkar tóku þátt í karatenámskeiðum á vegum Kópavogsbæjar sem haldin voru um sumarið í Smáranum. Nýliðun á haustönn var örlítið betri en haustið áður. Í lok annar voru 111 skráðir iðkendur, 57 börn, 33 unglingar, 21 fullorðnir.
          Eins og er stendur deildin ágætlega hvað þjálfara varðar, erum með 8 reynda þjálfara sem allir eru allir svart-
          beltingar auk eins sem ermeð 1 kyu. Þar að auki erum við með 7 réttindadómara sem hafa sinnt dómgæslu á mótum, 2 sjálfboðaliða í mótanefnd Karatesambands Íslands og einn fulltrúa í stjórn Karatesambands Íslands. Þó er ljóst að breytingar verða á þjálfarahópnum í haust þar sem einn er að flytja til Danmörkur og líkur á að aðrir 3 þjálfi minna.
          Árangur iðkenda hér heima á árinu telur 3 gull, 11 silfur, 15 brons og svo stigabikarinn eftirsóknarverða sem er veittur því félagi sem stendur sig best á Íslandsmóti fullorðinna í kata.
          Deildin var rekin með tapi 2023 upp á -308.265, reksturinn árið áður var í járnum. Það má segja að undanfarin tvö ár hefur kostnaðarhliðin verið nokkuð jöfn en það sem hefur vantað upp á eru tekjur. Áhyggjuefni að tekjur af æfingagjöldum voru lægri en kostnaðar
          
    vegna þjálfunar í fyrsta skiptið í mörg ár. Fjárhagsstaða deildarinnar er þó ennþá sterk.
          Aðstöðumál eru tíðrædd og ljóst að samkeppnin um salina og árekstrar munu aukast jafnt og þétt því samkomur, fermingarveislur, fundir og annað slíkt er komið á fulla ferð á ný. Þrátt fyrir mörg samtöl, góðan vilja og mikinn áhuga erum við á sama stað og við vorum í fyrra og árin þar á undan. Núna í vor skemmdist gólfið í salnum og fluttum við æfingar í Kópavogsskóla á meðan gert var við skemmdina til
          
    
    54
        
              
              
            
            ÁRSSKÝRSLA KARATEDEILDAR BREIÐABLIKS
          
    bráðabirgða. Ljóst er að gólfið er það illa farið að skipta þarf um gólfefni í salnum.
          Annað sem má tína til er skortur á upplýsingum um fjárhagsstöðu deildarinnar hverju sinni sem hamlar allri ákvörðunartöku um útgjöld. Það er ótækt að hafa ekki yfirsýn fyrir ákvarðanatöku, sérstaklega þegar á móti blæs.
          Karatedeildin stendur á ákveðnum tímamótum og ljóst að bregðast þarf við og finna leiðir til að rétta skútuna af.
          2023
          Árangur á mótum
          Reykjavík International Games RIG mótið í karate var haldið laugardaginn 28. janúar í Laugardalshöll.
          Karateblikar stóðu sig vel og uppskeran 4 silfur og 3 brons. Þeir sem hlutu verðlaun á RIG voru:
          • Móey María Sigþórsdóttir McClure, silfur í kata senior.
          • Tómas Pálmar Tómasson, silfur í kata senior.
          • Tómas Aron Gíslason, brons í kata senior.
          • Arey Amalía Sigþórsdóttir McClure, silfur í kata kadet.
          • Samúel Týr Sigþórsson McClure, silfur í kata juniors.
          • Þorgeir Atli Kárason, brons í kata junior.
          • Arna Kristín Arnarsdóttir, brons í kata 14 ára stúlkna.
          Þökkum liðsstjórum/þjálfurum Magga, Guðbjörgu, Villa og Móeyju fyrir þeirra
          störf og auðvitað þeim sjálfboðaliðum sem komu til aðstoðar við uppsetningu og frágang. Eins Gauk og Auði fyrir mótastörf.
          Íslandsmót í kata Íslandsmót fullorðinna hjá Karatesambandi Íslands fór fram í dag 19. mars 2023. Mótið ár var fjölmennt og var keppt í einstaklings og liðakeppni kvenna og karla í kata. Margar góðar viðureignir í dag, sumir unnu en aðrir lærðu. Óvenjumargir áhorfendur voru á mótinu.
          Í lok dags var ljóst að karatedeild Breiðablik var í heildina hlutskörpust með eitt gull, 2 silfur og 4 brons og er því Íslandsmeistari félagsliða í kata fullorðinna.
          55
        ÁRSSKÝRSLA KARATEDEILDAR BREIÐABLIKS
          
    12 karateblikar kepptu á mótinu og stóðu sig afskaplega vel. Þeir sem komust á pall eru þessir:
          • Íslandsmeistarar liðakeppni karla
          – Samúel Týr Sigþórsson McClure, Tómas Aron Gíslason, og Tómas Pálmar Tómasson.
          • Silfur í liðakeppni kvenna –Guðbjörg Birta Sigurðardóttir, Móey María Sigþórsdóttir McClure og Natalía Ýr Hjaltadóttir.
          • Tómas Pálmar Tómasson - silfur í kata karla.
          • Brons í liðakeppni karla – Aron Breki Heiðarsson, Helgi Freyr Jónsson, Jóhannes Felix Jóhannesson.
          • Brons í liðakeppni karla – Hákon
          Garðar Gauksson, Róbert Dennis Solomon og Þorgeir Atli Kárason.
          • Tómas Aron Gíslason - brons í kata karla.
          • Móey María Sigþórsdóttir McClurebrons í kata kvenna.
          Það eru mörg handtök í undirbúning, framkvæmd og frágang á svona móti. Blikarnir Gaukur Garðarsson og Vilhjálmur Þór Þóruson fá sérstakar þakkir fyrir vasklega framgöngu sína og auðvitað Bergdís fyrir gómsæta pizzusnúða.
          Íslandsmót Barna og Unglinga Íslandsmót barna og unglinga í kata fór fram 15. og 16. apríl hjá okkur í Smár-
          anum. Mótið hefur ekki verið svona fjölmennt í mörg ár og sjaldan verið jafnmargir áhorfendur. 40 Blikar kepptu í einstaklings og liðakeppni og uppskeran flott.... 7 brons, 2 silfur og eitt gull en það var Þórdís Jóna Bogadóttir sem sigraði sinn flokk og er því Íslandsmeistari í kata 8 ára.
          Það eru mörg handtökin í að skipuleggja svona mót, stilla upp, halda utan um og ganga svo frá að móti loknu. Við erum ákaflega þakklát þeim sem hjálpðu okkur um helgina og gerðu okkur kleift að halda þetta mót.
          Okkur langar sérstaklega til að nefna Gauk Garðarsson og Auði Ester Guðjónsdóttur sem hafa verið fulltrúar deildarinnar í mótanefnd KAí; Berg-
          56
        dísi Rósantsdóttur sem stóð í ströngu alla helgina ásamt öðrum sem stóðu vaktina í fjáröflnarsjoppunni; Karatefélag Reykjavíkur fyrir að hafa gengið mjög röggsamlega fram í frágang að móti loknu og auðvitað öllum hinum sjálfboðaliðunum, liðsstjórunum okkar frábæru (Móeyju, Guðbjörgu, Natalíu, Tómasi og Samma), Villa og öllum hinum.
          Summercam WTKO 2023
          Summer camp 2023 var haldið í Skotlandi í ár. Frábær helgi með geggjuðum þjálfurum og flottu karatefólki. Það fóru 4 blikar í gráðun þau Jóhannes, Guðbjörg, Natalía og Tómas og eftir glæsilegt beltapróf fengu þau öll Nidan (2. svartabeltið)! Frábær árangur og mikið afrek fyrir okkar fólk.
          Bikarmót KAÍ
          ÁRSSKÝRSLA KARATEDEILDAR BREIÐABLIKS
          Bikarmótið og Grandprix voru haldin um helgina! Allir stóðu sig ótrúlega vel. Arey Amalía Sigþórsdóttir McClure fékk silfur í kata 14-15 ára kvenna og Samúel Týr Sigþórsson McClure fékk silfur í kata í fullorðinsflokki karla. Áfram Breiðablik!
          Uppskeruhátíð KAÍ
          Uppskeruhátíð Karatesambandsins var haldin í árslok. Arey Amalía Sigþórsdóttir McClure með silfur í 14-15 ára kata kvenna á Grandprix og Samúel Týr Sigþórsson McClure með brons á Bikarmótinu.
          Iðkendur í landsliði Eftirfarandi iðkendur tóku þátt þátt í verkefnum með landsliði íslands á árinu:
          • Móey María Sigþórsdóttir McClure
          • Guðbjörg Birta Sigurðardóttir.
          • Natalía Ýr Hjaltadóttir.
          • Una Borg Garðarsdóttir.
          • Samúel Týr Sigþórsson McClure
          • Arey Amalía Sigþórsdóttur McClure.
          Þjálfarar
          Höfum áfram yfir góðum og vel menntuðum hópi þjálfara að skipa.
          • Vilhjálmur Þór Þóruson, yfirþjálfari, 4. dan og Kenshusei
          • Móey María Sigþórsdóttir McClure, 1. dan
          • Jóhannes Felix Jóhannesson 1. dan
          • Guðbjörg Birta Sigurðardóttir 1. dan
          • Natalía Ýr Hjaltadóttir 1. dan
          • Magnús Eyjólfsson, 2. dan
          • Tómas Aron Gíslason, 1. dan
          • Samúel Týr Sigþórsson McClure,1.dan.
          
    57
        
              
              
            
            ÁRSSKÝRSLA KARATEDEILDAR BREIÐABLIKS
          
    • Aron Breki Heiðarsson, 2. Dan
          • Arey Amalía Sigþórsdóttir McClure, 1 kyu.
          Það skiptir sköpum að halda áfram að byggja upp góðan kjarna af þjálfurum því framundan eru áskoranir sem fylgja fjölgun iðkenda og ört stækkandi flokkum.
          Sjálfboðaliðar
          Gaukur Garðarsson og Auður Ester
          Guðlaugsdóttir hafa verið í mótanefnd Karatesambands Íslands undanfarin ár og tekið þátt í undirbúning og framkvæmd móta á vegum sambandsins.
          Sigþór Samúelsson hefur setið í stjórn sambandsins undanfarin ár.
          
    
    Dómarar
          Taflan hér fyrir neðan inniheldur þá dómara sem hafa dæmt fyrir hönd félagsins.
          
    58
        
              
              
            
            ÁRSSKÝRSLA KNATTSPYRNUDEILDAR BREIÐABLIKS
          Lögð fram á aðalfundi 7. mars 2024.
          Inngangur – ávarp
          Það er af mörgu að taka í starfsemi knattspyrnudeildar Breiðabliks þegar litið er yfir síðastliðið ár. Verkefnin voru fjölmörg sem endurspeglar víðfema og fjölþætta starfsemi okkar. Hér í ársskýrslunni er gerð grein fyrir helstu atriðum í starfseminni og reynt að draga fram þau viðfangsefni sem við er að glíma á hverjum tíma.
          Almennt um starfsemina Knattspyrnudeild Breiðabliks var stofnuð 1957. Hún er ein tólf deilda Breiðabliks og sú fjölmennasta. Starfsemi knattspyrnudeildar má í meginatriðum skipta í tvennt. Annars vegar barna- og unglingastarf og hinsvegar rekstur meistaraflokka karla og kvenna. Um leið og þessi starfsemi og rekstur þessara tveggja stoða er eðlisólík þá er starfsemin samtvinnuð og óaðskiljanleg. Það ber að hafa í huga í öllu starfinu.
          Auk þessa umfangsmikla hefðbundna rekstar er það ávallt verkefni að bæta aðstöðu og umgjörð fyrir okkar iðkendur. Í því voru stigin skref á árinu og má þar nefna opnun á verslun með búninga í Smáranum sem bæði skilar sér í lægra verði til iðkenda og einnig í hagræði fyrir forráðamenn og iðkendur. Á árinu voru einnig undirbúin ýmis önnur verkefni í aðstöðumálum sem rakin eru hér á eftir.
          Knattspyrnudeildin starfar náið með aðalstjórn félagsins sem fer með aðstöðumál félagsins og samskipti við bæjaryfirvöld og hefur það samstarf gengið afar vel. Það er mikilvægt fyrir alla okkar starfsemi að félagið sem slíkt tali einni röddu inn í samfélagið enda er félagið mikilvægur hluti af bæjarsamfélaginu í Kópavogi, nýtur mikils velvilja en hefur um leið tekið á sig margháttaðar mikilvægar skyldur.
          
    Á árinu 2023 voru tæplega 1650 iðkendur á aldrinum 4 til 18 ára og spiluðu þeir 872 leiki ásamt þátttöku í stökum mótum. Í meistaraflokkum félagsins voru 49 leikmenn. Meistaraflokkur karla spilaði 56 leiki í opinberum mótum, þar af 16 í Evrópukeppnum sem er Íslandsmet og heggur nálægt Evrópumeti. Meistaraflokkur kvenna spilaði 33 leiki í opinberum mótum.
          Hjá knattspyrnudeild voru 75 þjálfarar, aðstoðarþjálfarar styrktarþjálfarar og sjúkraþjálfarar í starfi á árinu.
          Rekstartekjur knattspyrnudeildar voru 1.094.968.890 og rekstargjöld 1.003.030.616 og var afkoman af reglulegri starfsemi því jákvæð um 91.938.274. Velta af reglulegri starfsemi jókst um tæplega 30% og skýrist það að stærstum hluta af þátttöku meistaraflokks karla í Evrópukeppnum en þeim fylgja ákveðnar tekjur en einnig mikil útgjöld.
          Barna og unglingaráð
          Barna- og unglingastarf knattspyrnudeildar var líkt og áður fyrr viðburðaríkt og skemmtilegt á liðnu fótboltaári. Eins og áður segir æfa alls u.þ.b. 1650 iðkendur knattspyrnu í yngri flokkunum. Hjá félaginu starfa 55-65 þjálfarar í yngri flokkunum ýmist við þjálfun einstakra flokka, sérþjálfun eða styrktar- og markmannsþjálfun. Knattspyrnudeildin er afar heppin að hafa á að skipa hæfum og vel menntuðum þjálfurum sem hafa mikin metnað í sínum störfum í breiðum skilningi.
          Starfið er fjölbreytt og viðamikið eins og gefur að skilja og voru leikir meistaraflokka niður í 5. flokk karla og kvenna í Íslandsmótum og bikarkeppnum seinasta sumars alls 872 talsins. Er það fjölgun um ríflega 200 leiki frá árinu 2022.
          Þar að auki sendir Breiðablik fjölmenna hópa á flest knattspyrnumót hérlendis sem og að sækja afreksmót
          
    erlendis með eldri flokkana. Er það hluti af starfseminni sem fer vaxandi og gefur ungum iðkendum færi á að bera sig saman við jafnaldra á háu getustigi.
          Símamót Breiðabliks fór fram í 39. skiptið árið 2023 og voru þar mættar ríflega 2900 stúlkur á aldrinum 5-12 ára. Er þetta fjölmennasta knattspyrnumót landsins og stjórn Breiðabliks er afar stolt af þeirri staðreynd. Gríðarleg vinna sjálfboðaliða í undirbúningi og á mótinu sjálfu gerir félaginu kleift að halda svo glæsilegt mót ár eftir ár. Undirstrikar það enn og aftur að starf knattspyrnudeildarinnar, eins og félagsins í heild, er borið uppi á sjálfboðaliðum og þeirra óeigingjarna framlagi.
          Á seinasta Símamóti var lögð sérstök áhersla á dómara og var „Bleika spjaldið“ m.a. kynnt til leiks til að minna á jákvæða framkomu og virðingu í garð þeirra. Sú tilraun gafst vel og vakti athygli í knattspyrnusamfélaginu.
          Þjálfun ungmenna snýr að mörgum þáttum og þar er hægt að mæla árangur á margvíslegan máta.
          Úrslit leikja gefa ekki alltaf rétta mynd á þróun liða eða einstaklinga heldur er það blanda af frammistöðu í leikjum, á æfingum og þess á milli sem horft er til. Þrátt fyrir það náðist góður árangur í mörgum flokkum félagsins á liðnu ári. 5. flokkur kvenna sigraði öllu mót ársins í A-liði og urðu í lok sumars Íslandsmeistarar. 4. flokkur drengja vann tvöfalt, Íslandsmót og bikarmeistaratitilinn og 3. flokkur karla hreppti silfur í þessum keppnum einnig.
          Við viljum að öllum iðkendum líði vel, og geti þroskast og dafnað og fengið verkefni og viðfangsefni við hæfi.
          Breiðablik tekur þá ábyrgð og það traust sem iðkendur, foreldrar, aðstandendur og samfélagið í Kópavogi sýna deildinni afar alvarlega og ætlum við okkur að standa undir henni.
          59
        
              
              
            
            ÁRSSKÝRSLA KNATTSPYRNUDEILDAR BREIÐABLIKS
          
    Meistaraflokkur karla
          Meistaraflokkur karla náði þeim markverða árangri að tryggja sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu fyrst íslenskra liða í karlaflokki til að ná þeim árangri. Þetta er frábær árangur sem liðið vann fyrir með frábærri frammistöðu í lykilleikjum á Evrópusviðinu.
          Í Bestu deildinni endaði liðið í 4 sæti og var sá árangur undir væntingum, en ber að skoða í ljósi þess mikla álags sem fylgdi þátttöku í Evrópukeppnunum. Það má segja að félagið hafi goldið þess að ákveðnu leyti að vera fyrst íslenskra liða til að vera í þessum sporum. Það er umhugsunarefni fyrir knattspyrnuhreyfinguna í heild sinni hvernig styðja eigi við íslensk lið svo þau geti náð sem bestum árangri og hvort KSÍ eigi ekki að hafa meiri völd eða kjark til þess að leysa úr þeim ágreiningsmálum og núningi sem upp kunna að koma.
          Í Evrópukeppninni spilaði liðið 16 leiki, keypti við lið frá 9 þjóðlöndum og ferðaðist til 7 landa. Leikmennirnir flugu 39.000 kílómetra og voru 28 nætur fjarverandi.
          Þjálfari meistaraflokks karla, Óskar Hrafn Þorvaldsson, lét af störfum 8. október 2023 en hann kom til félagsins í október 2019. Óskar kom inn með sínar áherslur og metnað sem sjá mátti í öllu hans starfi. Umgjörð og fleira tóku umtalsverðum breytingum. Með sínum krafti ýtti Óskar félaginu áfram í að vaxa og þroskast. Á hans starfstíma varð karlalið Breiðabliks Íslandsmeistari 2022, með yfirburðum, í annað sinn í sögu félagsins.
          Óskari Hrafni eru færðar þakkir fyrir sín góðu störf fyrir félagið og meistaraflokkinn og óskum við honum alls hins besta í nýju verkefni í Noregi og í framtíðinni.
          Halldór Árnason var ráðinn þjálfari meistaraflokks karla 8. október 2023. Halldór þekkir vel til hjá Breiðabliki og við þekkjum vel til hans. Hann hefur starfað sem aðstoðarþjálfari síðan 2019 og verið ómetanlegur hluti af þjálfun liðsins. Halldór er fæddur 1984 og hefur meðal annars þjálfað hjá KR, Stjörnunni og Gróttu. Það verður gaman að fylgjast með störfum hans í sumar og á komandi árum en Halldór skrifaði undir samning við Breiðablik til 2026.
          Eyjólfur Héðinsson var ráðinn aðstoðarþjálfari við hlið Halldórs en hann hefur starfað í meistaraflokksteyminu síðan síðasta vor í ýmsum hlutverkum. Eyjólfur er boðinn hjartanlega velkominn til starfa í þessu nýja hlutverki.
          Meistaraflokkur kvenna
          Fjöldi leikja, leikmenn og starfsfólk –þjálfaraskipti
          Gengi meistaraflokks kvenna var nokkuð brottgengt í sumar. Eftir ágæta byrjun hallaði undan fæti í deildarkeppninni, liðið náði þó þeim frábæra árangri að tryggja sér sæti í bikarúrslitum þriðja árið í röð. Í úrslitaleiknum sjálfum gekk hins vegar ekki vel, liðið var ólíkt sjálfu sér og tapaði fyrir baráttuglöðum Víkingum með 1 marki gegn 2. Komu þessi úrslit á óvart miðað við stöðu liðanna í deildakeppni og var greinilegt að niðurstaðan hafði mikil áhrif á liðið í komandi leikjum sem töpuðust.
          Ákveðið var leysa Ásmund Arnarsson þjálfara frá störfum í lok ágúst og óskaði Kristófer Sigurgeirsson, aðstoðarþjálfari, að láta af störfum
          60
        ÁRSSKÝRSLA KNATTSPYRNUDEILDAR
          
    jafnhliða. Það var mat stjórnarinnar að breytingar væru óhjákvæmilegar í ljósi stöðunnar og mikilvægis þess að félagið næði Evrópusæti.
          Sú ákvörðun var tekin með hagsmuni félagsins til grundvallar og byggð á faglegu mati. Það er ekki einfalt eða auðvelt að taka slíka ákvörðun og á aldrei að vera það. Ásmundur hefur starfað hjá okkur síðan í október 2020 en hann tók við liðinu í meistaradeild Evrópu og stýrði liðinu meðal annars á móti Real Madrid og PSG í Covid faraldrinum miðjum. Sú þátttaka á krefjandi tímum gleymist ekki og bjó til reynslu sem mun nýtast til framtíðar. Ásmundur hefur einnig skilað miklu starfi innan félagsins sem foreldri og sjálfboðaliði. Knattspyrnudeildin þakkar Ásmundi kærlega fyrir sín störf og óskar honum velfarnaðar í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni. Til að ljúka tímabilinu tóku þau Gunn-
          leifur Gunnleifsson, Ólafur Pétursson, Kjartan Stefánsson og Ana Cate við liðinu og stýrðu því til mótsloka. Þau komu inn í krefjandi verkefni sem þau leystu með sóma og kann knattspyrnudeildin þeim bestu þakkir fyrir. Liðið tryggði sér svo annað sætið í deildinni með kærkomnum og sanngjörnum sigri á Val á Hlíðarenda í síðasta leik tímabilsins. Breiðablik mun því spila í Evrópukeppni kvenna á árinu 2024.
          Stjórn Knattspyrnudeildar réð Nik Sheila Chamberlain sem þjálfara meistaraflokks kvenna í október og var Edda Garðarsdóttir jafnhliða ráðin aðstoðarþjálfari. Nik hefur starfað sem þjálfari hjá Þrótti síðan 2016 við góðan orðstír og náð ágætum árangri með liðið. Edda hefur starfað það með honum en Blikar þekkja til hennar en hún spilaði 60 leiki fyrir Breiðablik og skoraði í þeim 23 mörk.
          Knattspyrnudeildin hlakkar til að sjá til
          
              
              
            
            Fagmennska, framsækni
          starfa þeirra á komandi árum hjá félaginu og bjóða Nik og Eddu hjartanlega velkomin til starfa.
          Ýmislegt
          Eitt af stóru verkefnunum sem trúlega lýkur aldrei er að tryggja okkar liðum og iðkendum góða aðstöðu á sem flestum sviðum. Í upphafi árs var aðstaðan til styrktarþjálfunar fyrir meistaraflokka í stúkunni endurnýjuð algjörlega og var sú framkvæmd styrkt af Minningarsjóði Guðmundar Óskarssonar.
          Skipt var um gervigras á Kópavogsvelli á árinu, var sú framkvæmd á vegum Kópavogsbæjar sem á völlinn og rekur hann. Vegna þátttöku strákanna í Evrópukeppninni var nauðsynlegt að skipta um gras til að uppfylla skilyrði UEFA um gæði vallarins svo við gætum spilað okkar heimaleiki þar. Í framhaldi af því unnu starfsmenn og sjálfboðaliðar hálfgert kraftaverk í því
          61
        BREIÐABLIKS
        og jafnrétti
        ÁRSSKÝRSLA KNATTSPYRNUDEILDAR BREIÐABLIKS
          að tryggja að heimaleikir við FC Struga og FC Kaupmannahöfn færu fram í Kópavogsdalnum. En það leiddi líka vel fram þær breytingar og lagfæringar sem þurfa að fara fram á Kópavogsvelli og ber þar fyrst að nefna öflugri fljóðljós sem eru alger forsenda. Aðra þætti má leysa í einhverjum tilfellum með bráðabirgðalausnum eða tímabundum undanþágum.
          Það að eiga að spila heimaleiki í Sambandsdeildinni á Laugardagsvelli á þessum árstíma er krefjandi og kallaði á mjög mikla vinnu af hálfu starfsfólks KSÍ og Breiðabliks. Þrátt fyrir það er aðstaðan ekki boðleg og dró að einhverju leyti úr ánægju stuðningsmanna með afrekið. Það var líka einkennilegt að mikið af umræðunni í aðdraganda leikjanna snérist um þær ,,gríðarlegu” tekjur sem Breiðablik fengi fyrir þátttökuna og hver ætti að borga ,,pylsuna”. Um það má segja tvennt. Þátttöku í Sambandsdeild fylgja umtalsverðar tekjur en einnig umtalsverð útgjöld! Varðandi Laugardalsvöll þá greiddi Breiðablik að sjálfsögðu leigu fyrir aðstöðu og aðstoð og sinn eðlilega hlut í pylsunni. Breiðablik sendir kærar þakkir til starfsfólks og stjórnar KSÍ fyrir samstarfið og samvinnuna í kringum þessa leiki. Þá viljum við sérstaklega þakka Blikanum Gunnari Gylfasyni fyrir alla hans aðstoð og vinnu í kringum Evrópukeppnirnar bæði hérlendis og erlendis, þekking hans og tengslanet nýttist félaginu afar vel í þessum nýju verkefnum.
          Vegna veðurskilyrða var síðasti heimaleikurinn við Maccabi Tel-Aviv spilaður á Kópavogsvelli kl. 13:00. Ekki er þörf á að fara mörgum orðum um stríðsátök og hörmungar á Gazasvæðinu. Stjórn Breiðabliks lagði áherslu á að liðið hefði unnið sér sæti í Sambandsdeildinni með dugnaði og góðri spilamennsku. Það væri ekki í boði að neita að spila leikinn, slíkt myndi hafa í för með sér umtalsverðar fjársektir fyrir félagið og líklega alvarleg áhrif á íslenska knattspyrnu.
          Öll framganga leikmanna Breiðabliks og stuðningsmanna var til fyrirmyndar og félaginu til sóma í flóknum og erfiðum aðstæðum.
          Það vaknar þó upp sú spurning að svo til enginn úr knattspyrnuhreyfingunni, hérlendis eða á Evrópuvísu eða í ríkisstjórn tók þátt í þessari erfiðu umræðu og ákvarðanatöku í aðdraganda leiksins. Þar var Breiðablik nokkuð eitt á sviðinu og í raun eini aðilinn sem ekki komst hjá eða kom sér undan að svara opinberlega og skýra ólík sjónarmið. Það má velta fyrir sér hvort slíkt sé eðlilegt hlutverk talsmanna knattspyrnudeildar.
          Lagður var grunnur að fleiri verkefnum sem snúa að aðstöðumálum og ber þar helst að nefna undirbúningsvinna við nýtt gervigras við hlið Fífunnar og að bæta aðstöðu fyrir þjálfara yngri flokka. Bæði þessi verkefni munu skýrast á árinu 2024.
          Eitt af viðfangsefnunum er að fjölga áhorfendum á leikjum félagsins, kynna okkar góða starf og auka umræðu um íslenskan fótbolta. Það er ótrúlega mikil umfjöllun um íslenskan fótbolta á margvíslegum miðlum og formi. Umræðan er misjöfn eins og gengur og oft er verið að hnýta í einstök ummæli eða efnistök. Breiðablik fagnar þessari miklu umræðu og hefur lagt sig fram um að veita gott aðgengi að þjálfurum og leikmönnum. Við þurfum að standa okkur enn betur í að miðla upplýsingum og okkar sjónarmiðum á okkar miðlum sem verður oft tilefni til frekari umfjöllunar og áhuga í samfélaginu.
          Breiðablik tekur virkan þátt í starfi Íslensks Toppfótbolta í þeim verkefnum sem samtökin sinna. Ber þar hæst samninga um greiðslur fyrir sjónvarpsréttindi og tengda hluti, en þau framlög hafa farið vaxandi. Það er eðlilegt að uppi séu umræður um hlutverk og tilgang ÍTF og hvort rekstur þeirra sé að verða of umfangsmikill eða verkefnum megi sinna með öðrum hætti. Slíkar vangaveltur eru partur af lifandi hreyfingu þar sem við eigum öll sífellt að
          vera að leita leiða til að nýta fjármuni sem best fyrir íslenska knattspyrnu. Knattspyrnusamband Íslands eru heildarsamtök knattspyrnunar á Íslandi og gegna þannig gríðarlega miklu hlutverki. Breiðablik tekur virkan þátt í starfi þess, meðal annars með setu í margvíslegum nefndum og ráðum á vegum KSÍ og þátttöku í margvíslegu fræðslustarfi og fundahöldum. Á starfsárinu var þing KSÍ haldið á Ísafirði og var það sótt af fjölmennri sveit úr Breiðablik og Augnablik. Við viljum standa undir nafni og taka þátt þó það þurfi að ferðast einhverja kílómetra, félagar okkar víðsvegar um landið gera það í miklu meira mæli en Breiðablik og eru ekkert að kvarta.
          Það er mikilvægt að KSÍ sé sterkt og öflugt til að berjast fyrir og gæta hagsmuna íslenskrar knattspyrnu.
          Á árinu varð Breiðablik félagi fullgildur félagi (ordinary member) í ECA (European Club Association) en Ísland á eitt slíkt hverju sinni og fellur það sæti í hlut þess íslenska félags sem er með hæstan stuðul (besta árangur) hjá UEFA.
          Mun Breiðablik vera fulltrúi Íslands á þessum mikilvæga vettvangi næstu fjögur árin.
          Starfsfólk
          Rekstur og umfang knattspyrnudeildar Breiðabliks vex ár frá ári og mikilvægi öflugrar skrifstofu verður sífellt mikilvægara. Knattspyrnudeildin kaupir þjónustu af aðalstjórn Breiðabliks samkvæmt sérstökum samningi hvað varðar fjármál, bókhald og fleira. Á deildin afar gott og ánægjulegt samstarf við starfsmenn skrifstofu.
          Starfsmenn knattspyrnudeildar eru:
          Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri.
          Ísleifur Gissurarson, deildarstjóri Barnaog Unglingaráðs knattspyrnudeildar. Karl Magnússon, deildarstjóri afreksstarfs knattspyrnudeildar.
          62
        Hákon Sverrisson, yfirþjálfari yngri flokka knattspyrnu.
          Úlfar Hinriksson, afreksþjálfun knattspyrnu.
          Gabríel Þór Stefánsson. starfsmaður.
          
    í lok árs 2022 hætti Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar, störfum hjá félaginu - hann hefur starfað hjá Breiðablik í átta ár og komið að svo til öllum verkefnum hjá knattspyrnudeildinni. Það er erfitt að koma í orð þeim mikla sess sem Sigurður skipar hjá sjálfboðaliðum og stuðningsfólki Breiðabliks, alltaf tilbúinn til verka með smitandi gleði og dugnaði. Knattspyrnudeild Breiðabliks þakkar Sigga Hlíðari afar vel fyrir samstarfið, óskar honum góðs gengis í því sem hann tekur sér fyrir hendur og hlakkar til að sjá hann aftur. Sigurður Hlíðar var sæmdur Silfurmerki Breiðabliks fyrir sín störf.
          Í lok árs var samþykkt nýtt skipurit fyrir knattspyrnudeildina til að bæta vinnubrögð og gera þau faglegri og markvissari. Er það í samræmi við það sem boðað var í tengslum við mannabreytingar á árinu.
          Þann 1. október 2023 lét Ólafur Kristjánsson af störfum sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu sem var hluti af skipulagsbreytingum sem nú er lokið.
          Ólafur kom til starfa í febrúar 2022.
          
              
              
            
            ÁRSSKÝRSLA KNATTSPYRNUDEILDAR BREIÐABLIKS
          
    
    Stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks: Halldór, Bjarni, Hekla, Jóhann, Erna, Flosi og Birna Hlín
          Hann var ráðinn til að efla starf knattspyrnudeildarinnar og fylgja eftir stefnumótun og skipulagi hvað varðar faglegan hluta starfsins hjá deildinni Ólafur sinnti öllum sínum verkefnum af áhuga og eldmóð sem Blikar þekkja vel frá hans fyrri störfum fyrir félagið. Knattspyrnudeild Breiðabliks þakkar Ólafi kærlega fyrir vel unnin störf þar sem velferð og hagur Breiðabliks hefur ávallt verið í fyrirrúmi. Um leið óskum við honum velfarnaðar í í næstu verkefnum.
          Karl Daníel Magnússon var ráðinn í starf deildarstjóra afreksstarfs í stað Sigurðar Hlíðars og hóf störf í mars. Karl kom frá Keflavík þar sem
          hann starfaði sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Keflavíkur.
          Stjórn og ráð
          Stjórn knattspyrnudeildar á árinu 2023 sem kosin var á aðalfundi 9. nóvember 2022 skipuðu
          Flosi Eiríksson, formaður. Birna Hlín Káradóttir, varaformaður. Erna Björk Sigurðardóttir, ritari. Halldór Arnarsson, gjaldkeri.
          Jóhann Þór Jónsson, formaður Barna- og unglingaráðs.
          Bjarni Bergsson, formaður meistaraflokksráðs karla.
          Hekla Pálmadóttir, formaður meistaraflokksráðs kvenna.
          63
        
              
              
            
            ÁRSSKÝRSLA KNATTSPYRNUDEILDAR BREIÐABLIKS
          
    Um leið gengu úr stjórn þau Helgi Aðalsteinsson, varaformaður og Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir, formaður meistaraflokksráðs kvenna. Þeim báðum eru þökkuð frábær störf í þágu félagsins en á fundinum sæmdi Ásgeir Baldurs formaður þau bæði silfurmerki Breiðabliks. Á fundinum fékk Björgvin Rúnarsson einnig silfurmerki félagsins en hann hefur verið vallarþulur á Kópavogsvelli síðan 2010 og missir svo til aldrei úr leik.
          Stjórnin fundaði að jafnaði tvisvar í mánuði yfir vetrartímann og hélt xxx bókaða fundi á árinu auk margvíslegra smærri funda og samráðs. Áhersla stjórnarinnar hefur verið að að tryggja traustan rekstur og öfluga faglega umgjörð, þar sem ákvarðanir eru teknar á vandaðan og faglegan hátt.
          Stjórn skipar að loknum aðalfundi einstök ráð og voru þau þannig skipuð á starfsárinu
          Barna- og unglingaráð
          Jóhann Þór Jónsson, formaður Sigrún Óttarsdóttir
          Hjördís Þorsteinsdóttir
          Guðný Sigurðardóttir
          Birgir Ingimarsson
          Jón Stefán Björnsson
          Guðrún Baldursdóttir
          Ingólfur Magnússon
          Hlynur Höskuldsson
          Meistaraflokksráð kvenna
          Hekla Pálmadóttir, formaður
          Ragna Einarsdóttir
          Kristrún Lilja Daðadóttir
          Sandra Sif Magnúsdóttir
          Rósa Hugosdóttir
          Thelma Karitas Halldórsdóttir
          Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir
          Meistaraflokksráð karla
          Bjarni Bergsson, formaður
          Snorri Arnar Viðarsson
          Kristján Gunnar Ríkharðsson
          Björgvin Ingvason
          Almar Möller
          Jakob Helgi Bjarnason
          Gunnar Þorvaldsson
          Hlutverk knattspyrnudeildar Það er hollt að hafa í huga að knattspyrnudeildir og íþróttastarfsemi almennt á Íslandi er borin uppi af sjálfboðaliðum sem sinna fjölþættum verkefnum. Knattspyrnudeild Breiðabliks er í grunninn ein deild í íþrót-
          tafélagi sem samanstendur af sjálfboðaliðum. Á aðalfundi deildarinnar velja félagsmenn sér síðan stjórn sem skipuleggur starfsemina og ber ábyrgð á henni.
          Um leið og ávallt er verið að reyna að gera ákvarðanatöku betri og auka fagmennskuna er gott að muna að á endanum eru það félagsmenn og stjórn í þeirra umboði sem ber ábyrgðina og þarf að taka lykilákvarðanir. Það felur alls ekki í sér að stjórn eigi að vera að vasast í einstökum málum, en hún á að marka stefnuna bæði félagslega og faglega, og ráða síðan lykilfólk til að framfylgja henni.
          Hugmyndir sem stundum hafa heyrst í opinberri umræðu um að „klúbbarnir eigi bara að láta þjálfarann ráða öllu“ og einhverjar stjórnir eigi ekki að vera að skipta sér af sýna litla innsýn í það hvernig stórar og fjölbreyttar knattspyrnudeildir eru reknar árið 2023.
          Um leið og við glötum þessari sjálboðaliðahugsun og uppbyggingu þá er hætt við að félögin visni innan frá, æ erfiðara verður að fá fólk til margvíslegra starfa og félögin glati velvildinni og stuðningsmönnum.
          Það að finna jafnvægi milli sjálfboðaliða og starfsfólks er væntanlega eilífðarverkefni þar sem verður að gæta að lýðræðislegum ákvörðunum og samfélagslegu hlutverki félaganna.
          Stjórn knattspyrnudeildar vil þakka öllum styrktaraðilum, stuðningsfólki, starfsfólki Breiðabliks og aðalstjórn félagsins fyrir samstarfið og samvinnuna á árinu. Að lokum þökkum við enn og aftur öllum sjálfboðaliðunum sem koma að starfi deildarinnar á svo mörgum sviðum og gera starf knattspyrnudeildar Breiðabliks mögulegt.
          Fjölmargir Blikar tóku þátt í verkefnum á vegum KSÍ árinu 2023, í hæfileikamótun eða í úrtakshópum. Hér að neðan má sjá þá leikmenn sem tóku þátt í landsleikjum á árinu.
          Landsliðsfólk Breiðabliks
          64
        Helgi, Ingibjörg Auður, Björgvin og Ásgeir.
          ÁRSSKÝRSLA KNATTSPYRNUDEILDAR BREIÐABLIKS
          LANDSLIÐSFÓLK BREIÐABLIKS Á ÁRIN 2023 DRENGIR STÚLKUR
          
    
    
    
    
    65
        
              
              
            
            ÁRSSKÝRSLA KRAFTLYFTINGADEILDAR BREIÐABLIKS
          
    Aðalfundur deildarinnar var haldinn þriðjudaginn 9. apríl 2024 á miðhæð stúkunnar á Kópavogsvelli
          Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2023
          Inngangur
          Árið 2023 var frábært ár fyrir kraftlyftingafólk Breiðabliks. Kraftlyftingadeildin kom sér vel fyrir í nýrri aðstöði í Digranesi, eignaðist fjölda Íslandsmeistara og Bikarmeistara ásamt því að eignast heims-, Evrópu og Vestur-Evrópumeistara og hélt stórglæsilegt Íslandsmeistaramót í bekkpressu. Keppendur Breiðabliks slógu svo fjölmörg Íslandsmet bæði í opnum flokki og aldursflokkum.
          Stjórn
          Aðalfundur kraftlyftingadeildar Breiðabliks var haldinn miðvikudaginn 12. apríl 2023 í stúku Kópavogsvallar. Á fundinum var eftirfarandi stjórn kjörin:
          • Róbert Kjaran, formaður
          • Daníel Geir Einarsson, varaformaður
          
    • Sigurbjörn Eyþórsson, gjaldkeri
          • Egill Hrafn Benediktsson, ritari
          • Ellen Ýr Jónsdóttir, meðstjórnandi
          • Auðunn Jónsson, meðstjórnandi
          • Jakob Hrafn Ágústsson, meðstjórnandi
          • Helgi Hauksson, varamaður
          • Halldór Eyþórsson, varamaður Stjórnin hélt nokkra bókaða stjórnarfundi á árinu og nýtti samskiptaforrit þess á milli til að ræða málin og taka nauðsynlegar ákvarðanir.
          Aðstöðumál
          Kraftlyftingadeildin fékk til umráða sal í Íþróttahúsinu Digranesi í október 2022 og var þetta því fyrsta heila árið í nýrri og stærri aðstöðu. Deildin nýtti sér aukið rými til að bæta við tækjakostinn og koma á góðu skipulagi á salnum sem rúmir m.a. 6 kraftlyftingastöðvar og tvo sérsmíðaða réttstöðulyftupalla.
          Samstarf við starfsfólk hússins hefur verið mjög gott.
          Iðkendur
          Í lok ársins voru skráðir iðkendur rúmlega 50 talsins. Þeir eru á aldrinum 15 ára til 70 ára, en meirihluti iðkenda er á milli 18 og 35 ára.
          Mótahald
          Félagar kraftlyftingadeildar komu eins og svo oft áður að mótahaldi fjölda móta á árinu og átti deildin starfsfólk (dómara, stangarmenn, o.fl.) á öllum mótum ársins sem hélt svo sannarlega heiðri Breiðabliks á lofti. Deildin hélt tvö mót undir eigin merkjum á árinu: Íslandsmeistaramótið í klassískri bekkpressu og Íslandsmeistaramótið í bekkpressu (með búnaði). Mótin voru haldin saman 23. apríl á nýjum heimavelli deildarinnar í Íþróttahúsinu í Digranesi.
          66
        
              
              
            
            ÁRSSKÝRSLA KRAFTLYFTINGADEILDAR BREIÐABLIKS
          
    Mótin voru þau fyrstu sem deildin hélt í heimkynnum í Íþróttahúsinu Digranesi og er fjölmennasta innanlandsbekkpressumót frá upphafi.
          Árangur á innanlandsmótum
          Iðkendur kraftlyftingadeildar áttu góðum árangri á mótum bæði hér heima sem og á alþjóðamótum. Karlasveit Breiðabliks var sigursæl þetta árið og sigraði stigabikar félaga með yfirburðum. Hér verður tíundaður árangur Blika á innanlandsmótum ársins:
          Febrúar
          Vignir Jóhannesson keppti á Byrjendamóti KRAFT þar sem sem tók samanlagt 580 kg og lenti í 2. sæti í 120 kg fl.
          Mars
          Karlasveit Breiðabliks sigraði stiga-
          keppnina á Íslandsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum en alls kepptu þar 17 Blikar:
          • Ragnhildur Sigríður Marteinsdóttir keppti í 76 kg fl. en féll því miður úr keppni í bekkpressu
          • Kolbrún Katla Jónsdóttir varð Íslands meistari í 84+ kg fl. með 455 kg í samanlögðu
          • Agnes Ýr Rósmundsdóttir keppti einnig í 84+ kg fl. en fékk því miður ekki gilda lyftu í hnébeygju.
          • Pedro Monteiro de Oliveira varð Íslandsmeistari í 74 kg fl. með 563,5 kg í samanlögðu og nýtt Íslandsmet í réttstöðulyftu með 241 kg.
          • Máni Freyr Helgason varð í 2. sæti í 83 kg fl. með 637,5 kg í samanlögðu og setti nýtt Íslandsmet unglinga í réttstöðulyftu með 272,5 kg.
          • Ólafur Sveinsson keppti einnig í 83 kg fl. og hafnaði í 7. sæti með 430 kg
          í samanlögðu. Hann setti ný Íslands met í öldungaflokki í bekkpressu með 115 kg, í réttstöðulyftu með 175 kg og í samanlögðu með 430 kg.
          • Alexander Örn Kárason varð Íslandsmeistari í 93 kg fl. með 758 kg í samanlögðu og setti nýtt Íslandsmet í réttstöðulyftu með 305,5 kg.
          • Mikael Brune hafnaði í 5. sæti í 93 kg fl. með 550 kg í samanlögðu.
          • Gunnar Ingi Ingvarsson náði 8. sæti í 105 kg fl. með 512,5 í samanlögðu.
          • Filippus Darri Björgvinsson náði 2. sæti í 120 kg fl. með 742,5 kg í samanlögðu.
          • Gabríel Ómar Hafsteinsson náði 3. sæti í 120 kg fl. með 685 kg í samanlögðu.
          • Emil Grettir Grettisson hafnaði í 5. sæti í 120 kg fl. með 635 kg í samanlögðu.
          • Vignir Jóhannesson hafnaði í 6. sæti í 120 kg fl. með 627,5 kg í saman lögðu.
          • Alexander Jóhannsson hafnaði í 8. sæti í 120 kg fl. með 565 kg í samanlögðu.
          • Einar Rafn Magnússon hafnaði í 10. sæti í 120 kg fl. með 552,5 kg í samanlögðu.
          • Daníel Geir Einarsson náði 2. sæti í 120+ kg fl. með 697,5 kg í samanlögðu.
          • Samúel Máni Guðmundsson hafnaði í 5. sæti með 617,5 kg í samanlögðu.
          Apríl
          Breiðablik átti 5 keppendur á Íslandsmeistaramótinu í klassískri bekkpressu sem haldið var á heimavelli deildarinnar í Digranesi:
          • Ragnhildur Sigríður Marteinsdóttir varð Íslandsmeistari í 76 kg fl. með 75 kg lyftu.
          • Alexander Örn Kárason varð Íslandsmeistari í 93 kg fl. með 187,5 kg lyftu.
          • Vignir Jóhannesson náði 2. sæti í 120 kg fl. með 170 kg lyftu.
          • Kristrún Sveinsdóttir varð Íslandsmeistari U23 í 57 kg fl. með 70 kg lyftu ásamt því að vera stigahæst
          67
        
              
              
            
            ÁRSSKÝRSLA KARATEDEILDAR BREIÐABLIKS
          kvenna í sínum aldursflokki.
          • Ólafur Sveinsson varð Íslandsmeistari öldungafl. 3 í 83 kg fl. með 122,5 kg lyftu sem er Íslandsmet í öldungaflokkum 1, 2 og 3.
          Þá átti Breiðablik 2 keppendur á Íslandsmeistaramótinu í bekkpressu:
          • Sóley Margrét Jónsdóttir varð Íslandsmeistari í 84+ kg fl. með 170 kg lyftu ásamt því að vera stigahæst kvenna.
          • Guðfinnur Snær Magnússon varð Íslandsmeistari í 120+ kg fl. með 317,5 kg lyftu ásamt því að vera stigahæstur karla.
          Maí
          Þrír Blikar kepptu á Íslandsmeistaramótinu í réttstöðulyftu á
          Akureyri:
          • Einar Rafn Magnússon varð Íslandsmeistari í 120 kg fl. með 250 kg lyftu
          • Guðfinnur Snær Magnússon varð Íslandsmeistari í 120+ kg fl. með 310 kg lyftu.
          • Árni Snær Magnússon náði 2. sæti í 120+ kg fl. með 245 kg lyftu.
          Breiðablik átti 8 keppendur á Íslandsmeistaramótinu í klassískri réttstöðulyftu sem var einnig haldið á Akureyri:
          • Kolbrún Katla Jónsdóttir náði 2. sæti í 84+ kg fl. með 187,5 kg lyftu.
          • Agnes Ýr Rósmundsdóttir hafnaði í 4. sæti í 84+ kg fl. með 140 kg lyftu.
          • Pedro Monteiro De Oliveira varð Íslandsmeistari í 83 kg fl. með 245 kg lyftu.
          • Ísak Jónsson hafnaði í 5. sæti í 93 kg fl. með 220 kg lyftu.
          • Gunnar Ingi Ingvarsson varð Íslandsmeistari í 105 kg fl. með 250 kg lyftu.
          • Róbert Guðbrandsson náði 3. sæti í 120 kg fl. með 250 kg lyftu.
          • Alexander Jóhannsson hafnaði í 4. sæti í 120 kg fl. með 247,5 kg lyftu.
          • Samúel Máni Guðmundsson varð Íslandsmeistari í 120+ kg fl. með 240 kg lyftu.
          Karlasveit Breiðabliks varð sú stigahæsta á mótinu.
          Ágúst
          Sex keppendur frá Breiða-
          bliki kepptu á Bikarmóti KRAFT í klassískri bekkpressu:
          • María Líf Flosadóttir náði 2. sæti í 84+ kg fl. með 75 kg lyftu.
          • Jenný Drífa Kristjánsdóttir náði 3. sæti í 84+ kg fl. með 57,5 kg lyftu.
          • Árni Thor Guðmundsson nái 2. sæti í 120 kg fl. með 160 kg lyftu.
          • Jakob Hrafn Ágústsson hafnaði í 4. sæti í 120 kg fl. 120 kg lyftu.
          • Róbert Guðbrandsson náði 2. sæti í 120+ kg fl. með 172,5 kg lyftu.
          • Gabríel Ómar Hafsteinsson náði 3. sæti í 120+ kg fl. með 165 kg lyftu.
          Október
          Breiðablik átti 4 keppendur á Bikarmóti KRAFT í klassískum kraftlyftingum:
          • Agnes Ýr Rósmundsdóttir hafnaði 4. sæti með 370 kg í samanlögðu.
          • Ólafur Werner Ólafsson varð bikarmeistari í 105 kg fl. með 585 kg í samanlögðu.
          • Ísak Jónsson nái 3. sæti í 105 kg fl. með 540 kg í samanlögðu.
          • Vignir Jóhannesson varð bikarmeistari í 120 kg fl. með 660 kg í samanlögðu.
          Þá átti Breiðablik einn keppanda á Bikarmóti KRAFT í kraftlyftingum:
          • Einar Rafn Magnússon varð bikarmeistari í 120 kg fl. með 647,5 kg í samanlögðu.
          Nóvember
          Breiðablik átti 9 keppendur á Íslandsmeistaramóti unglinga og öldunga í klassískum kraftlyftingum:
          • María Líf Flosadóttir varð Íslandsmeistara U23 í 84+ kg fl. með 360 kg í samanlögðu.
          • Pedro Monteiro De Oliveira varð Íslandsmeistari U23 í 83 kg fl. með 575 kg í samanlögðu.
          • Róbert Guðbrandsson varð Íslandsmeistari U23 í 120 kg fl. með 685 kg í samanlögðu.
          • Alexander Jóhannsson hafnaði í 4. sæti í 120 kg fl. U23 með 600 kg í samanlögðu.
          • Gunnar Ingi Ingvarsson hafnaði í 5. sæti í 120 kg fl. U23 með 575 kg í samanlögðu.
          • Gabríel Ómar Hafsteinsson varð
          Íslandsmeistari U23 í 120+ kg fl. með 710 kg í samanlögðu.
          • Guðjón Ben Guðmundsson náði 2. sæti í 66 kg fl. U18 með 350 kg í samanlögðu.
          • Guðmundur Stefán Erlingsson varð Íslandsmeistari öldunga 1 í 120+ kg fl. með 605 kg í samanlögðu. Þá bætti hann Íslandsmet öldunga 1 í hnébeygju með 220 kg og í réttstöðulyftu með 255 kg.
          • Þorsteinn Ingi Víglundsson varð Íslandsmeistari öldunga 3 í 120 kg fl. með 360 kg í samanlögðu.
          Landsliðsþáttaka og árangur á alþjóðamótum
          Breiðablik er afreksíþróttafélag og kraftlyftingadeildin er þar enginn eftirbátur. Breiðablik átti þó nokkra fulltrúa í landsliðsvali ársins, bæði í opnum flokki og aldurstengdum flokkum sem náðu góðum árangri á alþjóðamótum ársins
          Janúar
          Fyrsta alþjóðlega mót ársins voru Reykjavíkurleikarnir – Reykjavík International Games – þar sem keppt er þvert á þyngdarflokka á stigum. Þar átti Breiðablik 6 keppendur.
          Í karlaflokki var árangur Blika eftirfarandi:
          • Alexander Örn Kárason varð í 3. sæti með 98,1 GL-stig. Á mótinu bætti Alexander metið í réttstöðulyftu í 93 kg fl. með 302,5 kg lyftu.
          • Filippus Darri Björgvinsson hafnaði í 5. sæti með 86,4 GL-stig
          • Guðfinnur Snær Magnússon hafnaði í 7. sæti með 76,5 GL-stig
          • Daníel Geir Einarsson hafnaði í 8. sæti með 74,4 GL-stig
          Í kvennaflokki var árangur Blika eftirfarandi:
          • Kristrún Sveinsdóttir varð í 5. sæti með 77,1 GL-stig
          • Kolbrún Katla Jónsdóttir varð í 7. sæti með 72,4 GL-stig
          Maí
          Sóley Margrét Jónsdóttir keppti á Evrópumeistaramótinu í kraftlyftingum, sem haldið var í Danmörku. Þar varð hún Evrópumeistari í 84+ kg fl. með
          68
        660 kg í samanlögðu, ásamt því að ná gullinu í hnébeygju með 270 kg og í bekkpressu með 182,5 kg og silfrinu í réttstöðulyftu með 207,5 kg.
          Júní
          Alexander Örn Kárason hélt til Möltu og keppti þar á Heimsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum. Þar hafnaði hann í 31. sæti í mjög fjölmennum 93 kg fl. með 720 kg í samanlögðu.
          Ágúst
          Þrír Blikar kepptu á Heimsmeistaramóti unglinga í klassískum kraftlyftingum, sem haldið var í Rúmeníu.
          • Kristrún Sveinsdóttir keppti í 57 kg fl. og hafnaði þar í 15 sæti. Á mótinu bætti hún Íslandsmet U23 í hnébeygju með 125 kg, í réttstöðulyftu með 142,5 kg og í samanlögðu með 332,5 kg.
          • Kolbrún Katla Jónsdóttir hafnaði í 6. sæti í 84+ kg fl. með 470 kg í samanlögðu.
          • Máni Freyr Helgason náði 18. sæti í 83 kg fl. með 662,5 kg í samanlögðu, sem er Íslandsmet U23. Þá bætti Máni einnig Íslandsmet U23 í réttstöðulyftu með 277,5 kg.
          September
          Vestur-Evrópumeistaramótin í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum voru að þessu sinni haldin á Íslandi. Í klassískum kraftlyftingum átti Breiðablik 3 fulltrúa:
          • Ragnhildur Sigríður Marteinsdóttir varð í 2. sæti í 76 kg fl. með 370 kg í samanlögðu.
          • Alexander Örn Kárason varð í 3. sæti í 93 kg fl. með 777,5 kg í samanlögðu, sem er nýtt Íslandsmet. Þá bætti Alexander einnig Íslands metið í réttstöðulyftu með 307,5 kg.
          • Filippus Darri Björgvinsson hafnaði í 6. sæti í 120 kg fl. með 730 kg í samanlögðu.
          Í kraftlyftingum átti Breiðablik einnig 3 fulltrúa:
          • Egill Hrafn Benediktsson náði 3. sæti í 120 kg fl. með 710 kg í samanlögðu.
          • Guðfinnur Snær Magnússon varð Vestur-Evrópumeistari í 120+ kg fl.
          með 1015 kg í samanlögðu og varð jafnframt stigahæstur karla á mótinu.
          • Árni Snær Jónsson hafnaði í 3. sæti í 120+ kg fl. með 705 kg í samanlögðu.
          Norðurlandamót unglinga var að þessu sinni haldið í Noregi. Þar áttu Blikar fjóra fulltrúa:
          • Gunnar Ingi Ingvarsson hafnaði í 8. sæti í 105 kg fl. U23 með 547,5 kg í samanlögðu.
          • Emil Grettir Grettisson hafnaði í 5. sæti í 120 kg fl. U23 með 587,5 kg í samanlögðu.
          • Róbert Guðbrandsson náði 2. sæti í 120+ kg fl. U23 með 697,5 kg í samanlögðu.
          • Alexander Jóhannsson náði 3. sæti í 120+ kg fl. U23 með 595 kg í samanlögðu.
          Október
          Sæmundur Guðmundsson hélt til Mongólíu þar sem hann keppti á Heimsmeistaramóti öldunga í klassískum kraftlyftingum. Þar náði hann 2. sæti í 74 kg fl. öldunga 4 með 430 kg í samanlögðu. Allar lyftur hans voru ný Íslandsmet í öldungaflokki 4.
          Allir þrír fulltrúar Íslands á Evrópumeistaramóti unglinga í klassískum kraftlyftingum, sem haldið var í Ungverjalandi, komu úr Breiðabliki:
          • Kolbrún Katla Jónsdóttir náði 3. sæti í 84+ kg fl. með 457,5 kg í samanlögðu. Kolbrún náði silfrinu í hnébeygju með 205 kg og bronsi í bekkpressu með 77,5 kg.
          • Pedro Monteiro De Oliveira hafnaði í 24. sæti í 83 kg fl. með 577,5 kg í samanlögðu.
          • Gabríel Ómar Hafsteinsson hafnaði í 15. sæti í 120 kg fl. með 660 kg í samanlögðu.
          Nóvember
          Tveir Blikar kepptu á Heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum, sem haldið var í Litháen:
          • Sóley Margrét Jónsdóttir vann til silfurverðlauna í 84+ kg fl. með 657,5 kg í samanlögðu og var hársbreidd frá gullinu. Hún vann gullið í hnébeygju með 277,5 kg,
          
    Margrét Jónsdóttir, íþróttakona ársins úr kraftlyftingardeild Breiðabliks.
          silfur í bekkpressu með 180 kg og brons í réttstöðulyftu með 200 kg.
          • Guðfinnur Snær Magnússon hafnaði í 4. sæti í í 120+ kg fl. með 1027,5 kg í samanlögðu.
          Heiðranir
          Kraftlyftingadeild Breiðabliks átti þó nokkra iðkendur sem sköruðu fram úr á árinu. Stjórn kraftlyftingadeildar Breiðabliks valdi Guðfinn Snæ Magnússon sem kraftlyftingakarl ársins og Sóleyju Margréti Jónsdóttur sem kraftlyftingakonu ársins.
          Sóley Margrét Jónsdóttir var svo kjörin Íþróttakona Breiðabliks og heiðruð á aðalfundi Breiðabliks. Þá var Sóley meðal tíu efstu í vali um Íþróttamanni ársins.
          Stjórn Kraftlyftingasambands Íslands valdi Alexander Örn Kárason sem kraftlyftingakarl ársins og Sóleyju Margréti Jónsdóttur sem kraftlyftingakonu ársins.
          Á aðalfundi Breiðbliks hlaut kraftlyftingadeildin Deildarbikar Breiðabliks.
          F.h. stjórnar kraftlyftingadeildar Breiðabliks Róbert Kjaran, formaður
          69 ÁRSSKÝRSLA KARATEDEILDAR BREIÐABLIKS
        
              
              
            
            ÁRSSKÝRSLA KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR BREIÐABLIKS
          
    Á aðalfundi körfuknattleiksdeildar
          Breiðabliks í apríl var eftirfarandi
          stjórn kjörin:
          • Heimir Snær Jónsson – Formaður
          • Ásmundur Oddsson – Meðstjórnandi
          • Hafsteinn Guðnason – Meðstjórnandi
          • Hlín Sveinsdóttir – Meðstjórnandi
          • Sóllilja Bjarnadóttir – Meðstjórnandi
          
    Heimir Snær hefur verið í stjórn körfuknattleiksdeildar undanfarin ár en aðrir stjórnarmeðlimir komu nýir í stjórn. Ívar Ásgrímsson hélt áfram sem yfirþjálfari yngri flokka og tók við sem þjálfari meistaraflokks karla fyrir tímabilið 2023-2024.
          Meistaraflokkur karla rétt missti af
          sæti í úrslitakeppni tímabilið 20222023, annað tímabilið í röð. Það gekk mjög vel fyrir áramót en brösulega eftir áramót. Meistaraflokkur karla hélt sæti sínu í Subway deildinni.
          Meistaraflokkur kvenna missti einnig af sæti í úrslitakeppni tímabilið 20222023. Yngvi Gunnlaugsson hóf tíma-
          70
        
              
              
            
            ÁRSSKÝRSLA KARATEDEILDAR BREIÐABLIKS
          
    bilið sem þjálfari liðsins en snemma á tímabilinu tók Jeremy Smith við þjálfun liðsins. Meistaraflokkur kvenna hélt sæti sínu í Subway deildinni.
          Ráðning yngri flokka þjálfara fyrir tímabilið 2023-2024 gekk mjög vel, betur en oft áður, Körfuknattleiksdeildin er með góða og reynslumikla þjálfara
          innan sinna raða og var árangur í samræmi við það. Aftur á móti þarf deildin að gera betur í stúlknaflokkum, það hefur ekki gengið nógu vel að fá þjálfara á stúlknaflokka og það þarf að bæta úr því.
          Skráðir iðkendur í dag hjá körfuknattleiksdeildinni eru rúmlega 300. Það
          hefur verið fjölgun í yngstu flokkum deildarinnar. Það er svigrúm til bætinga í stúlknaflokkum og vonandi fjölgar stúlkum í körfubolta í Kópavogi á næstu árum. Það er ávallt eitthvað brotfall iðkenda og þá aðallega hjá þeim iðkendum sem eru að fara úr grunnskóla í framhaldsskóla.
          Deildin hefur haldið fjölmörg fjölliðamót ásamt því að fjöldi stakra leikja í yngri flokkum hefur aldrei verið meiri. Að meðaltali hafa verið um 8 yngri flokka leikir á viku og því er orðið ansi erfitt að manna dómgæslu. Leikmenn meistaraflokka hafa verið að dæma mikið ásamt leikmönnum í elstu yngri flokkum. Deildin hefur verið að fá dómara frá KKÍ á elstu yngri flokkana til að tryggja að það sé hægt að manna dómgæslu í öllum flokkum. Það er því afar mikilvægt að deildin finni einhverjar lausnir til að koma dómgæslumálum í betra horf.
          Stærsta mót deildarinnar verður í lok apríl í Smáranum, Lindarmótið. Mótið er fyrir iðkendur fædda 2014 eða síðar. Búist er við um 600 iðkendum á mótið og því verður nóg um að vera í Smáranum helgina 27.-28. apríl. Þetta tímabil hefur verið með breyttu sniði. Körfuknattleiksdeildin tók að sér að hýsa leiki og æfingar meistaraflokka Grindavíkur eftir að jarðhræringar á Reykjanesskaga hófust í nóvember 2023 og Grindíkingar þurftu að yfirgefa bæinn. Með jákvæðu hugarfari allra aðila og mikillar vinnu stjórnar, yfirþjálfara og allra sem koma að starfi deildarinnar hefur þetta samstarf gengið vonum framar. Stjórn körfuknattleiksdeildar vill þakka öllum innan deildarinnar fyrir veitta aðstoð.
          Yngri flokkar
          Tímabilið 2023-2024 hefur gengið vel í yngri flokkum. Það hefur verið fjölgun í yngstu flokkum deildarinnar. Það er svigrúm til bætinga í stúlknaflokkum og vonandi fjölgar stúlkum í körfubolta í Kópavogi á næstu árum.
          Iðkendur í minnibolta hafa verið
          71
        ÁRSSKÝRSLA KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR BREIÐABLIKS
          
    duglegir að fara á mót í vetur. Öll mótin hafa gengið vel og iðkendur og aðstandendur hafa verið félaginu til sóma. Það er alltaf jafn gaman að sjá framfarir hjá ungum iðkendum félagsins. Flokkum 10 ára og eldri er spilað um Íslandsmeistaratitil og hefur árangur okkar iðkenda verið mjög góður og hefur verið góður stígandi frá síðustu árum. Mb 10 ára drengja hafa verið með lið í A riðli og hafa verið að spila mjög vel, en það hafa verið 4 lið í þessum árgangi. Stúlkurnar hafa verið með tvö lið í öllum mótum og hafa framfarir verið góðar en þær hafa verið í C riðli. Mb 11 ára drengja hefur verið með 3-4 lið í flestum mótum og hefur þar gengið mjög vel og vann A liðið alla leiki sína í A riðlinum og eiga þeir ágæta möguleika á því að ná í Íslandsmeistaratitil. Stelpurnar í þessum aldurshópi hafa verið með tvö lið í öllum mótum og hefur vantað herslu munin á að þær nái að komast upp í B riðilinn, sem mun vonandi nást í næstu mótum.
          7. flokkur drengja vann Íslandsmeistaratitili í fyrra og hafa haldið áfram að spila vel og eru efstir í A riðlinum og eiga góða möguleika á því að vinna
          titilinn tvö ár í röð. Síðasta móitð verður haldið í Smáranum þann 16-17 mars og hvetjum við alla Blika til að koma og hvetja strákana. 7. fl. stúlkna hefur verið að spila í C riðli og eru að berjast um að komast upp og hafa verið í stöðugum framförum frá fyrsta móti eins og stelpurnar í 8. flokki en þessir flokkar æfa saman. 8. fFl drengja er einn fjölmennasti flokkur okkar en þar eru yfir 30 iðkendur og hafa þeir verið með 4-5 lið í mótum. Þessi flokkur á einnig ágæta möguleika á því að ná í titil en þeir fengu silfur í fyrra.
          9. fl. drengja er með tvö lið og spilar A liðið í A riðlinum og B liðið í B riðlinum. A liðið hefur verið að spila vel og eiga ágæta möguleika á því að ná í titil en B liðið hefur átt í smá erfiðleikum í erfiðum riðli þar sem þeir eru að spila á móti A liðum annarra liða. 9. flokkur stúlkna er gríðarlega efnilegur flokkur og á ágæta möguleika á því að ná í titil. Í hópnum eru þrjár stelpur sem voru valdnar í landsliðshóp sem mun taka þátt í verkefnum í sumar, björt framtíð þar.
          10 fl. drengja spilar í B og C riðlum og hafa verið í stöðugri framför og hefur
          verið gaman að fylgjast með framförum hjá þessum drengjum síðustu tvö ár. 10. fl stúlkna er í A riðli og hafa verið að spila ágætlega og eru um miðja deild þar.
          11.flokkur drengja hefur verið í fremstu röð í mörg ár og eru núna í efsta sæti A riðils, ásamt Stjörnunni og hafa bara tapað einum leik í vetur. Þessi tvö lið munu spila til úrslita í bikar fimmtudaginn 21. mars í Höllinni en það mun verða auglýst Þegar nær dregur. B liðið hefur svo spilað í B riðlinum og er með efstu liðum í þeim riðli.
          12. flokkur drengja er í B riðli og er þessi flokkur að mestu skipaður sömu leikmönnum og eru í 11 flokki. 12. flokkur stúlkna er sömuleiðis að mestu skipuð yngri stelpum. Þær spila í A riðli og hafa verið að standa sig vel en þær urðu fyrir smá áfalli er ein besta stúlkna í hópnum sleit krossband og óskum við henni góðum bata og bíðum spennt eftir að sjá hana aftur á vellinum á næsta tímabili.
          Ungmennaflokkur drengja er í dag efstir í A riðlinum og hafa núna unnið 9 leiki í röð. Þessi flokkur er að mestu skipaður sömu leikmönnum og eru farnir
          72
        
              
              
            
            ÁRSSKÝRSLA KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR BREIÐABLIKS
          
    að spila stórt hlutverk í mfl félagsins í Subway deildinni. Þessi flokkur vann Íslandsmeistarartitilinn í fyrra og eru þeir ákveðnir í að ná að halda honum áfram í Smáranum á þessu tímabili. Eins og sést á þessari yfirferið er framtíðin björt og ljóst að það er hægt að byggja upp mfl. á flottu uppeldisstarfi.
          Meistaraflokkar
          Meistaraflokkar félagsins voru báðir í Subway deildum en því miður þurfti að leggja niður mfl. kvenna er nokkrir leik-
          menn skiptu um lið og ekki var til nægur mannskapur til að halda áfram þar sem næstu stelpur eru í flokkum 9-12 flokk. Þar eru efnilegar stelpur og var ákveðið að leggja áherslu á að byggja þær upp og stefna á að vera með lið í fyrstu deildinni á næsta tímabili. T.d. til að tryggja gott utanumhald við þessar stelpur var fenginn inn styrktarþjálfari þjálfari fyrir stelpurnar. Mikilvægt er að hlúa vel að þessum hóp en stefnan er að endurvekja mfl kvenna eftir 2-3 ár. Mfl. karla er að mestu skipaður ungum leikmönnum og hefur liðið verið
          í stöðugri framför í allan vetur. Ljóst var fyrir tímabilið að þetta yrði erfitt tímabil þar sem einungis var farið með tvo erlenda leikmenn í deild sem flest lið eru skipuð 4-6 erlendum leikmönnum. Strákarnir hafa þó sýnt að þeir geta alveg unnið bestu liðin og sýndu þeir það í síðast leik á útivelli á móti Íslandsmeisturunum í Tindastól, en þá vantaði herslumunin til að þeir náðu að klára leikinn með sigri.
          Ljóst er þó að þarf nánast kraftaverk svo liðið haldi sér uppi en það eru 5 leikir eftir og það þarf að ná í að lágmarki 3 sigra í viðbót til að halda liðinu í Subway deildinni.
          Aðstöðumál
          Líkt og undanfarin ár hefur körfuknattleiksdeildin verið að berjast fyrir auknum tímum í Fagralundi og betri aðstöðu í Smáranum. Þessi barátta hefur ekki gengið nógu vel en deildinni er boðið að fá tíma eftir klukkan 19 á kvöldin á virkum dögum og síðan um helgar. Deildinni vantar æfingatíma frá 15-19 til að hægt sé að fjölga iðkendum og gera starfið betra. Það er mikilvægt að börn og unglingar séu í forgangi við úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum Kópavogs.
          Í Smáranum þarf að bæta við körfum þannig að hægt sé að hafa 6 velli í öllum salnum fyrir yngri flokka. Þetta myndi gera mikið fyrir yngstu flokkana en sumir flokkar eru orðnir það stórir að ekki er hægt að spila körfubolta á tvær körfur eins og á að gera. Í dag eru bara 4 vellir og hamlar þetta fjölgun hjá yngstu iðkendum. Þetta er mál sem aðalstjórn félagsins og stjórn körfuknattleiksdeildar þarf að taka áfram með Kópavogsbæ.
          Að lokum við ég þakka öllum sem hafa komið að starfinu í vetur. Mig langar sérstaklega að þakka styrktaraðilum deildarinnar fyrir ómetanlegan stuðning. Einnig vil ég þakka meðstjórnendum mínum, aðalstjórn félagsins og starfsfólki fyrir gott samstarf. Heimir Snær Jónsson, formaður KKD Breiðabliks
          73
        
              
              
            
            ÁRSSKÝRSLA RAFÍÞRÓTTADEILDAR BREIÐABLIKS
          
    Stjórnin stækkaði töluvert á síðasta aðalfundi það komu fjórir nýir meðlimir inn í stjórn þannig að hún fór úr þrem stjórnarmönnum í sjö. Á aðalfundinum var móðir iðkanda sem kom sérstaklega til að hrósa góðu starfi sem var ánægjulegt að heyra.
          Ný stjórn setti sér metnaðarfull markmið og var það helst að koma á kop-
          
    pinn ungmennamóti fyrir öll ungmenni sem eru að stunda markvisst rafíþróttastarf. 14. maí 2023 varð meistaraflokkurinn í rocket league deildarmeistari og íslandsmeistari. Þar með fyrstu meistaratitlar deildarinnar orðnir að veruleika. Counter strike lið deildarinnar komst inná stórmeistaramótið en átta lið keppa um stórmeis-
          taratitilinn og aðgengi að evrópukeppni ekki tókst þeim þó að sigra en stóðu sig vel frábær árangur. Þannig endaði keppnistímabilið 2022-2023. Keppnistímabilið 2023-2024 byrjaði ekki nægjanlega vel. Valorant liðið hætti keppni og Rocket league liðið sem hafði orðið Íslandsmeistari tímabilið á undan hætti einnig. Breytingar urðu á counter strike liði deildarinnar sem var
          74
        ÁRSSKÝRSLA RAFÍÞRÓTTADEILDAR BREIÐABLIKS
          
    
    þá orðið eina keppnislið deildarinnar.
          Breiðablik skráði lið í Overwatch sem var samsett af iðkendum og stóðu þau sig vel.
          Í iðkendastarfinu var skipting á yfirþjálfara. Þó markmiðið hafi verið að auka við iðkendur þá varð það ekki raunin en samdráttur var í skráningum hjá flest öllum yfir landið. Því var samdráttur á æfingagjöldum fyrir tímabilið. Það er samstaða með aðildarfélögum
          hjá Rafíþróttasamtökum Íslands að reyna að snúa við þessari þróun. Rafíþróttadeild Breiðablik bauð uppá sér rafíþróttanámskeið fyrir einhverf börn í samstarfi við einhverfu samtökin.
          Sem byrjaði 26. febrúar og er til 3. maí. Það hefur almennt reynst einhverfum börnum vel að stunda rafíþróttir.
          Ungmennamótið sem lagt var til með að halda yfirstandandi starfsári er á dagskrá 27.-28. apríl og er það KIA
          sem mun styrkjamótið og verður mótið haldið af Breiðablik, Arena og RÍSÍ. Vonandi getur þetta mót vaxið og verið á pari við stærstu ungmennamótlandsins.
          Helstu hlutverk stjórnar eru að vinna með RÍSÍ að því að nú meiri áhuga hjá iðkendum á skipulögðu starfi og halda áfram að byggja upp deildina.
          Stjórn RÍDB
          75
        
              
              
            
            ÁRSSKÝRSLA SKÁKDEILDAR BREIÐABLIKS
          
    Skákmótahald
          Júní-ágúst 2023: Sumarnámskeið 18. -19. október 2023: Meistaramót Kópavogs – liðakeppni skólanna.
          24. nóvember 2023: Skákþing Kópavogs.
          27. janúar 2024: Íslandsmót stúlknasveita.
          17. -18. apríl: Skólamót Kópavogseinstaklingskeppnir.
          Skákþjálfun ungmenna veturinn 2018 – 2019
          1. – 3. bekkur
          Mánudaga: 16:30-17:30.
          Laugardaga 10:00-11:00 (Gunnar Erik & Þorsteinn Jakob).
          Þjálfari: Jóhanna Björg Jóhannsdóttir. Stúlknaæfingar í samstarfi við Skákskóla Íslands.
          
    Mánudaga 17:30-19:00.
          Þjálfari: Jóhanna Björg Jóhannsdóttir.
          4. bekkur og eldri
          Þriðjudaga 16:00-17:30.
          Fimmtudaga 16:00-17:30.
          Föstudaga 17:00-18:30 Glersalur (Gunnar Erik & Þorsteinn Jakob).
          Þjálfari: Björn Ívar Karlsson.
          Framhaldsflokkur (Iðkandi þarf að vera með elóstig).
          Þriðjudaga kl 17:30-19:00.
          Fimmtudaga kl 17:30-19:00.
          Föstudaga kl 17:00-18:30 (Gunnar Erik & Þorsteinn Jakob).
          Þjálfari: Björn Ívar Karlsson.
          8. bekkur og eldri (æfingar hefjast 16. sept.).
          Laugardaga 11:15-12:45.
          Þjálfari: Benedikt Briem.
          Afreksæfing (Hópurinn verður valinn af
          þjálfurum og getur tekið breytingum yfir tímabilið).
          Miðvikudaga 17:30-19:00.
          Þjálfari: Vignir Vatnar Stefánsson. U25 (æfingar hefjast 9. okt)
          Mánudaga 19:00-20:45.
          Þjálfari: Hilmir Freyr Heimisson.
          Æfingagjöld
          1.-3. bekkur (2017-2015) 35.000 kr.
          4. bekkur (2014) og eldri 55.000 kr.
          Framhaldshópur 66.000 kr.
          8. bekkur (2010) og eldri 20.000 kr.
          Ýmiss árangur 2023-24
          Mai 2023: Vignir Vatnar Stefánsson varð Íslandsmeistari í skák fyrstur Blika. Júní 2023: Gunnar Erik Guðmundsson varð Skólaskákmeistari Íslands í 8.-10.bekk og Mikael Bjarki Heiðarsson í öðru sæti. Birkir Hallmundarsson varð
          76
        ÁRSSKÝRSLA SKÁKDEILDAR BREIÐABLIKS
          
    í 2.sæti í 5.-7.bekk og Guðrún Fanney Briem í því þriðja.
          Ágúst 2023: Vignir Vatnar Stefánsson útnefndur stórmeistari í skák af FIDE eftir að hafa klárað þann árangur sem til þarf í mars.
          September 2023: Benedikt Breim, Matthías Björgvi og Birkir Hallmundarson tóku þátt í EM ungmenna í Rúmeníu.
          September 2023: Vignir Vatnar Stefánsson varð í 13.sæti á HM U20 í Mexíkó.
          September 2023: Lindaskóli vann yfirburðarsigur á Norðurlandamóri barnaskólasveita (U13).
          Nóvember 2023: Matthías Björgvin Kjartansson varð Íslandsmeistari U14 og Birkir Hallmundarson í U10. Auk þess unnu Blikar fimm önnur verðlaun á Íslandsmóti ungmenna þar sem keppt var í flokkum: U16, U14, U12, U10 og U8.
          Nóvember 2023: Birkir Hallmundarson lenti í 5.-7.sæti á HM ungmenna U10 í Egyptalandi og náði þar með bestum árangri íslensks ungmennis á heimsmeistaramótum í langan tíma. Nóvember 2023: Guðrún Fanney Briem, Benedikt Briem, Markús Orri Jóhannsson, Þorsteinn Jakob F Þorsteinsson, Mikael Bjarki Heiðarsson og Matthías Björgvin Kjartansson tóku þátt í HM ungmenna á Ítalíu.
          Nóvember 2023: Vignir Vatnar Stefánsson tefldi á 3ja borði og Hilmir Freyr Heimisson sem varamaður með
          landsliði Íslands á EM landsliða í Svartfjallalandi í nóvember. Fyrstu Blikarnir sem tefla með landsliði Íslands.
          Nóvember 2023: Davíð Kolka varð Skákmeistari Kópavogs og Gunnar Erik Guðmundsson varð unglingameistari Kópavogs.
          Desember 2023: Vignir Vatnar Stefánsson varð Íslandsmeistari í hraðskák með fádæma yfirburðum.
          Desember 2023: Hilmir Freyr Heimisson varð Íslandsmeistari í atskák. Á þessum tímapunkti voru allir Íslandsmseistaratitlarnir í meistaraflokki í höndum Blika. Auk þess margir titlar í yngri aldursflokkum.
          Janúar 2024: Smáraskóli varð Íslandsmeistari stúlknasveita í 3.-5. bekk.
          Mars 2024: Skáksveit Breiðabliks vann 1.deildina í Íslandsmóti skákfélaga og teflir í úrvaldsdeild næsta vetur. B-sveit Breiðabliks tók 3.sætið.
          Apríl 2024: Lindaskóli vann Íslandsmót barnaskólasveita (4.-7.bekkur) með yfirburðum.
          Apríl 2024: Lindaskóli vann Íslandsmót grunnskólasveita (8.-10.bekkur) og Vatnsendaskóli varð í öðru sæti.
          Apríl 2024: Guðrún Fanney Briem og Halldóra Jónsdóttir tóku þátt fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti stúlkna.
          Mai 2024: Þrír Blikar tóku þátt í tólf manna Landsliðsflokki. Vignir Vatnar endaði í öðru sæti. Hilmir Freyr í 3.-4. sæti og Bárður Örn Bikrisson í 7.sæti.
          Mai 2024: Birkir Hallmundarson varð skólaskákmeistari Íslands í 5.-7.bekk og Sigurður Páll varð annar. Mikale Bjarki Heiðarsson varð annar í 8.-10.bekk eftir úrslitaeinvígi.
          Fjárhagurinn
          Almennar tekjur voru 1421þús, æfingagjöld voru 1263þús, styrkir til iðkenda voru 2.065þús (deildin milliliður).
          Útgjöld vegna þjálfunar voru 2222þús, 210þús vegna mótahalds og 420þús vegna liðakeppna. Tap varð á rekstrinum sem nemur 168þús.
          Við erum dálítið að gera út á styrki frá ýmsum aðilum til okkar iðkenda og höfum bara náð ágætum árangri þar enda okkar fólk að ná góðum árangri.
          Framundan
          Keppnisferð fjórtán ungra Blika á Deltalift Open sem fram fer í Halmstad í Svíþjóð
          Sumarnámskeið
          Lok ágúst: Skákþjálfun hefst.
          Stjórn Skákdeildar
          Breiðabliks 2023-24
          Kristín Jónsdóttir, formaður, Halldór Grétar Einarsson, meðstjórnandi.
          Brynjar Bjarkason, meðstjórnandi.
          Birkir Karl Sigurðsson, meðstjórnandi. Jón Valentínusson, meðstjórnandi. Heiðar Ásberg Atlason, varamaður.
          77
        
              
              
            
            ÁRSSKÝRSLA SKÍÐADEILDAR
          BREIÐABLIKS
          
    Ásíðasta aðalfundi sem haldinn var í Glersal Kópavogsvallar
          8. apríl 2024, voru eftirtaldir kosnir í stjórn skíðadeildar Breiðabliks og skipti stjórnin með sér verkum á eftirfarandi hátt:
          Formaður: H.Davíð Björnsson
          Gjaldkeri: Ævar Rafn Björnsson
          Ritari: Sara Fönn Jóhannesdóttir
          Meðstjórnendur: Kári Arnar Kárason og Steinunn Arna Jóhannesdóttir varaformaður og fulltrúi foreldrafélagsins.
          Til vara: Garðar Þorvarðarson
          Formaður hefur setið í stjórn Skíðaliðs Reykjavíkur og Breiðabliks, Skíðaráði
          
    Reykjavíkur (SKRR) sem áheyrnarfulltrúi.
          Alpagreinanefnd Í alpagreinanefnd hafa starfað H. Davíð Björnsson og Guðmundur Guðjónsson Nefndin sér um ráðningu þjálfara og annað sem snýr að þjálfun.
          Mótanefnd
          Mótanefnd skipa Kári Arnar Kárason, Stefán Árni Auðólfsson, Garðar Þorvarðarson og H.Davíð Björnsson og er mótahald á vegum deildarinnar í þeirra höndum.
          Skálanefnd
          Breiðabliksskálinn skíðamiðstöð Kópavogs í Bláfjöllum er mikilvæg undirstaða fyrir starf deildarinnar. Rekstur skálans er í traustum höndum skálanefndarinnar, en hana skipa Jóhannes Sveinbjörnsson formaður og skálavörður Bergþórs Kárasonar.
          Foreldrafélag
          Í foreldrafélaginu hafa starfað formaður Steinunn Arna Jóhannesdóttir og María Kristín Valgeirsdóttir.
          Hlutverk foreldrafélagsins er að: Auka velferð, áhuga og vellíðan iðken-
          78
        da, stuðla að auknum tengslum foreldra við félagið, hafa umsjón með fjáröflun iðkenda vegna æfinga- og keppnisferða, hafa umsjón með gistingu í skála og skipuleggja sjoppuvaktir í skálanum.
          Þjálfarar
          Yfirþjálfari Snorri Páll Guðbjartsson.7 og yngri H.Davíð Björnsson. Hjá 8-9 ára H.Davíð Björnsson. 10-11 ára Snorri Páll Guðbjörnsson . 12-13.og 14-15 ára var samstarf með Armann, ÍR, Víking, KR og Breiðablik. Þjálfarar 12-13 ára voru Pálmar Pétursson, Jóhann Friðrik Haraldsson og Tandri Snær Traustason.Hjá 14-15 ára Georg Fannar Þórðarson og Kristinn Logi Auðunsson 16 ára og eldri Egill Ingi Jónsson sá um styrktarþjálfun, Marko Spoljark og Damjan Herr Vesovic sáu um skíðaþjálfunina.
          Starfið
          Styrktarþjálfun í fullorðinsflokki hófst um mánaðarmótin maí júní, hjá 12-15 ára í júlí og 11ára og yngri september. Fyrsta opnunardagur í Bláfjöllum var 22. des, æfingadagar eru orðni 69 í Bláfjöllum. Samstarf við skíðafélögin í Reykjavík hélt áfram í vetur, hjá 16 ára og eldri Skíðalið Reykjavík og Breiðabliks. Samstarf hófst með með skíðafélögunum í Reykjavík hjá 12-15 ára sem tókst vel. Breiðablik og KR æfði áfram saman í flokkum 11 ára og yngri
          Keppni innanlands
          Skíðadeild Breiðabliks hélt bikarmót SKÍ í flokkum 12-13 og 14-15 ára. Faxaflóamót 10-11 ára og Breiðabliksleika 7-8,6-7 og 5 ára og yngri. Ekki náðist að halda bikarmót SKÍ í fullorðinsflokkum og Faxalóamót 12-15 ára.
          Lokaorð
          Snjóframleiðsla hófst í vetur sem verður vonandi lyftistöng fyrir skíðaíþróttina. Veturinn fór ágætlega af stað en veðurskilyrði höfðu áhrif eins og fyrri ár. Ákveðið var að loka Skálafelli í
          ÁRSSKÝRSLA SKÍÐADEILDAR BREIÐABLIKS
          
    vetur sem var ekki gott og vonandi verður sú ákvörðun endurmetin af sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Mjög fjölmennt er í Bláfjöllum á góðum dögum og gjörsamlega óskiljanlegt að
          höfuðborgarsvæðið geti ekki haldið úti tveimur skíðasvæðum þegar áhugi fyrir á íþróttinni er þetta mikill.
          H.Davíð Björnsson, skíðadeild Breiðabliks
          79
        
              
              
            
            ÁRSSKÝRSLA SUNDDEILDAR BREIÐABLIKS
          
    Síðasti aðalfundur Sunddeildarinnar var haldinn þann 7. apríl 2023
          Á fundinum létu Magnús Konráðsson formaður af störfum sem formaður og
          Guðrún Finnborg Þórðardóttir sem meðstjórnandi. Ný stjórn var kosin og voru eftirtaldir aðilar kosnir í stjórn:
          Guðlaug Björnsdóttir, formaður gudlaugbjorns@gmail.com.
          María Jónsdóttir, gjaldkeri gjaldkeri.sundbliki@gmail.com.
          Arna Björg Arnarsdóttir, ritari arnabarnar@gmail.com.
          Magnús Konráðsson, meðstjórnandi magnuskon@gmail.com.
          Arnar Felix Einarsson, meðstjórnandi arnarfe@gmail.com.
          Elísabet María Pétursdóttir, meðstjórnandi, elisabetmaria88@gmail.com
          Pálmi Gíslason, meðstjórnandi palmi@orkufell.is.
          Pétur Jónsson, meðstjórnandi petur@sector.is.
          Mál sem hafa verið á döfinni hjá stjórn og starfsemi deildarinnar á starfsárinu: Sundþing Sundsambands Íslands var haldið 27. apríl 2023.
          Nokkrir fundir voru haldnir hjá Fjárhagsnefnd sem skipuð var á Sundþinginu í kjölfar þingsins vegna breytinga á þjónustugjöldum. Þá fundi
          
    sat formaður og upplýsti stjórn um stöðu mála.
          Niðurstaðan var hækkun þjónustugjalda sem leiddi til hækkunar á æfingagjöldum á komandi sundári (sundárið 2023/2024).
          Aðstöðumál deildar
          Strax á vormánuðum fengum við þær upplýsingar þó ekki frá fyrstu hendi að greinst hefði mygla í Sundlaug Kópavogs. Myglan greindist í þrekaðstöðu sem A hópur nýtti fyrir þrekæfingar, eðli málsins samkvæmt þurfti að finna aðra þrekaðstöðu. Það leystist til að byrja með þannig að við fengum að nýta okkur aðstöðu Kraftlyftingardeildar Breiðabliks í Digranesi og þökkum við kærlega fyrir það. Þegar nýtt sundár byrjaði haustið 2023 þá fengum við inni hjá Sporthúsinu en því miður á frekar erfiðum tímum en engu að síður erum við þakklát fyrir allt sem okkur bauðst og nýttum þá tíma fram að þjálfaraskiptum (mars 2024). Eftir að A hóps þjálfarar sögðu starfi sínu lausu (sjá nánar hér að neðan) og nýir aðilar tóku við þá fengum við að nýta þrekaðstöðuna hjá Reebok fitness í Kópavogslaug, þeim megin sem mygla greindist ekki. Þeir voru svo rausnarlegir að leyfa okkur að vera á þeim tíma sem hentar okkar sundmönnum best og við erum enn að nýta þá aðstöðu
          samhliða okkar eigin æfingasal í sundlaug Kópavogs. Bestu þakkir Reebok. Í kjölfarið af myglu fréttum óskuðum við eftir mælingum á loftgæðum innilaugar. Jakob forstöðumaður laugarinnar varð við ósk okkar og lét gera gæðamælingar sem voru innan marka. Einnig óskuðum við eftir því að gerðar yrðu mælingar á æfingaaðstöðunni okkar niðri, þ.e. þreksalnum, og engin mygla greindist þar.
          Engu að síður hefur stór hluti iðkenda sunddeildarinnar verið að glíma við síendurteknar óútskýrðar öndunarfærasýkingar. Stjórnin mun halda áfram að vera á tánum og fylgja þessu eftir og óska eftir reglulegum mælingum á loftgæðum sundlaugarinnar og mælingum á klórmagni lauga.
          Þann 19. maí lokaði Kópavogslaug 50m útilauginni sem var afar óheppilegur tími fyrir okkar afreksfólk. Í kjölfarið var farið í að finna lausnir og leita á önnur mið varðandi æfingar. Iðkendur fóru t.d. til ÍRB í Reykjanesbæ og einnig í Ásvallalaugina hjá SH, en þetta olli miklum óþægindum stuttu fyrir erlend stórmót.
          Salalaug lokaði innilauginni í janúar 2024 og er hún enn lokuð þegar þessi skýrsla er rituð, þess ber að geta að þær upplýsingar bárust okkur mjög seint og höfðum við að venju sett námskeiðin í sölu, en það þarf ekki að
          80
        tíunda að þetta er/var gríðarlegt fjárhagslegt tjón fyrir deildina og einnig má gera ráð fyrir því að einhverjir hafi farið í aðrar íþróttir sökum þessa.
          Sunddeildin hyggst sækja bætur til Kópavogsbæjar vegna fjárhagstjóns sem hlotist hefur vegna lokunarinnar.
          Tæknibúnaður
          Öll mót á vegum sunddeildarinnar fara fram í Kópavogslaug en því miður höfum við endurtekið þurft að aflýsa mótum vegna bilunar í tæknibúnaði. Reynt var að gera við búnaðinn enn eina ferðina en því miður þá erum við t.d. að aflýsa móti sem halda átti í apríl 2024 vegna tæknivandamála. Garpar héldu mót núna í febrúar sem leiddi í ljós að viðgerðin sem hafði verið gerð er ekki að virka og búnaðurinn því ónothæfur. Í kjölfarið rituðu Birkir Bárðarson og
          Leifur Guðni Grétarson greinargerð, þar sem kemur skýrt fram hvað er bilað og þarf nauðsynlega að laga áður en við getum haldið sundmót. Við vonum innilega að Kópavogsbær vinni þetta hratt og örugglega.
          Sundnámskeið (sundskóli)
          Um leið og ný stjórn tók við þá var farið í að breyta uppsetningu sundnámskeiðanna fyrir yngstu kynslóðina, sett voru skýrari markmið fyrir sundskólann í heild sinni og er sú vinna enn í gangi. Arnar Felix Einarsson fær sérstakar þakkir fyrir sitt óeigingjarna framlag við þessa vinnu.
          Sumarsundnámskeið
          Stefnt var að því að halda þrjú tveggja vikna námskeið í Salalaug og tvö tveggja vikna námskeið í Kópavogslaug frá tímabilinu 30. Maí, sem sagt 8 námskeið í heildina. Það fyrirkomulag var svipað og á fyrri árum. Guðmundur Karl Karlsson og Jón Ingi Halldórsson höfðu umsjón með sumarsundnámskeiðunum og kenndu jafnframt á þeim námskeiðum í Kópavogslaug og Salalaug. Þeir höfðu einnig nokkra unglinga frá Vinnuskóla Kópavogs-
          
              
              
            
            ÁRSSKÝRSLA SUNDDEILDAR BREIÐABLIKS
          bæjar sér til halds og trausts. Verkföll hjá starfsmönnum Kópavogsbæjar gerðu okkur erfitt fyrir og þurftum við að fella niður námskeið og reyndum að bæta þau upp síðar um sumarið sem gaf ekki alveg eins góða raun.
          Tilfærsla úr Sportabler
          yfir í XPS Sideline
          Eins og aðrar deildir hjá Breiðablik þá hættum við með Sportabler og fórum yfir í XPS Sideline. Tilfærslunni fylgdu talsverðar áskoranir fyrir okkur og fólust þær helst í því að forráðamenn áttu erfitt með að skrá börn sín í sundskólann síðastliðið sumar. Námskeiðin birtust ekki og ýmislegt fleira í þeim dúr. Þess ber þó að geta að fulltrúar frá XPS Sideline voru boðnir og búnir að aðstoða þegar tæknivandamál bar að garði en það var erfitt fyrir stjórn að átta sig á að vandamál væri til staðar fyrr en foreldrar höfðu samband vegna vandamála við skráningu. Draga má þá að því líkur að við hefðum getað fengið fleiri á sumarnámskeiðin en raun bar vitni.
          Starfsmannamál
          Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir var sem fyrr yfirþjálfari deildarinnar en hún sá um þjálfun A-hóps og leysti af í B-hóp, C-hóp og E-hóp í Kópavogslaug. Karl Pálmason þjálfaði einnig A hóp á móti Örnu Þóreyju. Sveinbjörn Pálmi Karlsson er þjálfari B-hóps, C-hóps og E-hóps í Kópavogslaug með aðstoð annarra afleysinga þjálfara. Guðmundur Karl Karlsson þjálfaði D-hóp á móti Arkadiusz Pryzbyla en Guðmundur hætti störfum fyrir deildina í mars 2024. Aðrir þjálfarar sunddeildarinnar eru Guðmundur Halldórsson, Jón Ingi Halldórsson, Peter Garajszki og Hamed Salimi (Sjá æfingatöflu aftast). Sigurður Daníel Kristjánsson kom aftur til baka og aðstoðar okkur með afleysingar nú á vormánuðum þá einkum í D og E hóp á móti Hamed og Arkadiusz. Þjálfarar eða kennarar á sundnámskeiðunum voru þau Anna María Vilhjálmsdóttir,
          Hamed Salimi, Kristín Þuríður Matthíasdóttir Haarde, Þorbjörg Skarphéðinsdóttir, Gréta Þórey Ólafsdóttir, Rebekka Arnardóttir, Margrét Anna Lapas, Halldóra Björt Ingimundardóttir og Dominic Daði Wheeler.
          Yfirþjálfari og afreksþjálfari
          Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir yfirþjálfari og Karl Pálmason afreksþjálfari sögðu störfum sínum lausum fyrir deildina frá og með 1.mars 2024. Þetta setti deildina og stjórn í gríðarlega erfiða stöðu, við erum með mjög efnilega sundmenn sem stefna á að ná lágmörkum inn á erlend mót t.d. á Íslandsmeistaramótinu í 50m laug sem haldið verður í Laugardalslaug dagana 12-14 apríl 2024. Arna Þórey fyrrum yfirþjálfari þjálfaði einnig á móti B, C og E hóps þjálfara í Kópavogslaug sem þýddi að finna þurfti lausn fyrir þá hópa líka. Þess ber að geta að Sveinbjörn Pálmi Karlsson þjálfari B hóps hefur séð um að finna afleysingu fyrir B og C hóps æfingarnar, en við náðum að fá aðila inn á móti viðkomandi í E hópinn – kærar þakkir fyrir það Sveinbjörn.
          Í kjölfar áðurnefndra uppsagna hafði formaður stjórnar samband við Eyleif Jóhannesson yfirmann landsliðsmála hjá SSÍ, enda erum við með marga sundmenn sem taka þátt í landsliðsverkefnum. Einnig var rætt við Peter Garajszki sem hefur þjálfað elsta hóp sunddeildarinnar sem er svokallaður X hópur, sem er fyrir eldri sundmenn sem geta æft snemma á morgnana. Peter var tilbúinn að stíga inn og aðstoða eins mikið og þörf var á. Þeir leystu þetta í sameiningu fram að ÍM50 og mun Peter halda áfram fram á vorið með aðstoð Eyleifs.
          Stjórnin hélt stefnumótunardag þann 9. mars síðastliðinn og var það Hildur Magnúsdóttir (foreldri iðkanda hjá sunddeildinni) sem stýrði þeim degi með glæsibrag.
          Afrakstur vinnunnar má meðal annars sjá í handbók sunddeildarinnar sem Magnús Konráðsson hefur séð um
          81
        ÁRSSKÝRSLA SUNDDEILDAR BREIÐABLIKS
          að endurrita fyrir hönd stjórnar. Ákveðið hefur verið að auglýsa allar þjálfarastöður og endurskipuleggja deildina í heild og horfum við björtum augum á framtíðina í þeim efnum.
          Nýliðun þjálfara, endurmenntun þjálfara og samstarf þjálfarateymis
          Við sendum þá Guðmund Halldórsson og Jón Inga Halldórsson á þjálfara námskeið á vegum SSÍ.
          Stjórn bauðst til að sækja um styrk fyrir þjálfara til að sækja námskeið erlendis en enginn sá sér fært að nýta það að þessu sinni. Þess ber að geta að hægt er að sækja um styrki til Erasmus fyrir slíkum námskeiðum.
          Samstarf við móðurfélag Breiðabliks, sóknarfæri og áskoranir
          Við höfum fengið talsverðan stuðning frá móðurfélaginu á líðandi sundári enda margar áskoranir bæði hvað varðar samskiptamál og fjármál.
          Gagnageymslusvæði og samskiptagrunnur fyrir stjórn Stjórnin er enn að glíma við eldri vanda þar sem leitast er við að finna hvaða samskiptaviðmót henti best og einnig hvar sé heppilegast að geyma gögn og fleira.
          Sýnileiki, fyrir upplýsingagjöf og auglýsingar
          Samþykki fékkst fyrir því að sunddeildin megi selja auglýsingar og setja upp skilti í innilaugum sundlauganna, gríðarleg tækifæri felast í þessu. Í sambandi við endurskipulagningu á starfseminni stendur til að veita yfirþjálfara skýrt hlutverk í rekstri, meðal annars að afla styrktar og auglýsingaraðila í samvinnu við Ritnefnd og stjórn deildarinnar.
          Heimasíða Sunddeildar Breiðabliks
          Hluti stjórnar er kominn með ,skrif aðgang að heimasíðunni. Stefnan er
          að halda áfram að auka sýnileika og birta fleiri upplýsingar inn á heimasíðu Breiðabliks, ekki bara á Facebook hópum sunddeildarinnar.
          Starfsemisdagatal sunddeildar
          Breiðabliks
          Stefnan er að geta gefið út starfsemisdagatal strax í upphafi misseris þannig að iðkendur og foreldrar geti skipulagt sig með tilliti til móta og viðburða eins og best verður á kosið.
          Foreldrastarf
          Foreldraráð var stofnað haustið 2022 og í því sitja þær Dagný Atladóttir, Brynja Rut Karlsdóttir, Sigurveig Gunnarsdóttir, Guðrún Tinna Valdimarsdóttir og Heiðrún Ingólfsdóttir. Við leituðum til þeirra vegna ýmissa verkefna og þökkum þeim fyrir gott samstarf, á sama tíma hvetjum við foreldra til aukinnar þátttöku.
          Samningar - fatamál
          Við erum enn með virka samninga við New-wave Iceland/Craftverslun og Aquasport. Almenn ánægja er með þá þjónustu sem þau veita og stuðningsmenn eru í auknum mæli í fatnaði sem er einkenndur deildinni t.d. á mótum og opnum viðburðum.
          Þátttaka á sundmótum
          Deildin tók þátt í öllum helstu mótum innanlands t.d. Sumarmóti SSÍ (SMÍ), Aldursflokkameistaramóti Íslands, Íslandsmóti í 25m laug og 50m laug, Bikarkeppni SSÍ og Reykjavík International Games þar sem stúlknasveitin gerði sér lítið fyrir og sló Íslandsmet í 4x100m skriðsundi, sveitina skipuðu þær Nadja Djurovic, Sólveig Freyja Hákonardóttir, Ásdís Steindórsdóttir og Freyja Birkisdóttir. Einnig tókum við þátt í Speedo móti ÍRB í Reykjanesbæ, Týr móti Fjölnis, Cube mót SH og Fjarðarmót, Gullmóti KR, Akranesleikunum og Ármannsmótinu.
          Þátttaka á mótum fyrir utan landsteinana
          Þrír sundmenn fóru á Taastrup Open sem haldið var í maí 2023, það voru þær Ásdís Steindórsdóttir, Margrét Anna Lapas og Sólveig Freyja Hákonardóttir.
          Fimm sundmenn tóku þátt í Norðurlandameistaramótinu í sundi sem fram fór í Tartu í Eistalandi í nóvember 2023. Það voru þau Ásdís Steindórsdóttir, Freyja Birkisdóttir, Nadja Djurovic, Ýmir Sölvason og Sólveig Freyja Hákonardóttir.
          Sólveig Freyja Hákonardóttir tók þátt á Evrópumeistaramóti Æskunnar (EYOF) sem haldið var í júlí 2023 í Maribor í Slóveniu.
          Ásdís Steindórsdóttir og Sólveig Freyja Hákonardóttir tóku þátt í Norðurlandamóti Æskunnar (NÆM) sem haldið var í júlí 2023 í Jönkoping í Svíþjóð.
          Freyja Birkisdóttir tók þátt í Evrópumeistaramóti Unglinga (EMU) sem fór fram í Belgrad í Serbíu í júlí 2023 Við vorum með þrjá sundmenn á Smáþjóðaleikunum á Möltu í maí 2023, en það voru þau Aron Þór Jónsson, Freyja Birkisdóttir sem lenti á verðlaunapalli í 4x100m skriðsund (1.sæti) og 1500m og 800m skriðsundi (3. sæti) og Ýmir Chatenay Sölvason lenti einnig á verðlaunapalli í 4x100m skriðsundi (2. sæti) og 4x200m skriðsundi og 4x100m fjórsundi (3. sæti).
          Viðurkenningar og uppskeruhátíð Íþróttahátíð Kópavogs
          Nadja Djurovic var valin sundstúlka Kópavogs í aldursflokknum 13-16 ára. Íþróttahátíð Breiðabliks. Freyja Birkisdóttir var valin sundkona Breiðabliks. Ýmir Chatenay Sölvason var valinn sundmaður Breiðabliks. Uppskeruhátíð sunddeildarinnar var haldin 18. febrúar og voru veitt verðlaun fyrir stigahæstu sundmenn í öllum flokkum, framfaraog ástundunarverðlaun, viðurkenningar
          82
        
              
              
            
            ÁRSSKÝRSLA SUNDDEILDAR BREIÐABLIKS
          
    fyrir landsliðsverkefni, sundkona og sundkarl ársins voru valin og stigahæsti sundmaður deildarinnar var verðlaunuð.
          Lokaorð
          Síðastliðið sundár er búið að vera mjög viðburðaríkt þar sem sunddeildinni hafa mætt fjölmargar áskoranir. Það er líklega fordæmalaust hversu margar rekstrarlegar hindranir hafa safnast saman á eitt ár en samhliða því hefur verið ánægjulegt að sjá hve þétt okkar fólk stendur saman við að leysa verkefnin sem ein heild þegar á móti blæs. Þegar horft er um öxl vakna áleitnar spurningar um það hversu mikið tjón er búið að hljótast af atvikum sem tengjast aðstöðu og umhverfi deildarinnar en það má leið að því líkum að í einhverjum tilvikum hefði mátt lágmarka tjónið með meira samráði þeirra sem taka ákvarðanir varðandi mannvirki
          og aðbúnað við sunddeildina. Það hlýtur því að vera eitt af verkefnum komandi starfsárs að koma til skila mikilvægi þess að sunddeildin sé höfð meira með í ráðum snemma í ferlinu þegar slíkar ákvarðanir eru teknar. Jafnframt er mikilvægt að unnið verði eins fljótt og kostur er úr útistandandi aðstöðumálum.
          Stærsta áskorunin varð hins vegar þegar aðal þjálfarar sunddeildarinnar segja upp störfum með stuttum fyrirvara á miðju tímabili. Eðli málsins samkvæmt hafði það í för með sér mikla óvissu varðandi horfur iðkenda sem voru á mikilvægum tímapunkti í undirbúningi fyrir komandi Íslandsmeistaramót. Það var því mikil gæfa fyrir okkur að Eyleifur og Peter skildu stíga fram og taka að sér yfirumsjón sundþjálfunarinnar en þar tóku þeir á sig með mjög fórnfúsum hætti afar krefjandi verkefni. Það var líka gríðar-
          lega mikilvægt fyrir okkur að aðrir þjálfarar stigu líka ölduna í þessum ólgusjó með því að halda áfram sínu góða starfi ásamt því að hlaupa undir bagga þar sem á þurfti að halda. Augljóst var að þarna var verið að bjarga mörgum sundiðkendum frá brotlendingu á sundferlinum.
          Allt þetta hefur orðið til þess að ekki verður betur séð en að sundfólkið okkar mæti til æfinga með gleði í hjarta og áræðni í huga enda var ánægjulegt að sjá almennt góðan anda og árangur á síðasta móti. Nú liggur fyrir skýr sýn á fyrirkomulag og væntingar æfinga á yfirstandi tímabili ásamt því sem stefnumótunarvinna hefur skerpt vel á framtíðarsýn deildarinnar sem kallar m.a. á endurskipulagningu þjálfaramála. Allt þetta felur í sér tækifæri til framfara og horfum við því til framtíðar með tilhlökkun og bjartsýni.
          83
        ÁRSSKÝRSLA SUNDDEILDAR BREIÐABLIKS
          VIÐAUKI – ÆFINGATAFLA
          SKIPULAG ÆFINGA 2023/2024
          
    
    
    84
        
              
              
            
            ÁRSSKÝRSLA TAEKWONDODEILDAR
          
    Tímabilið byrjaði sem fyrr í enda ágúst/byrjun september og var til byrjun maí. Sem fyrr þarf taekwondodeildin að taka sumarfrí frá æfingum, alltaf frá byrjun maí til september (enda ágúst) vegna sumarlokunar íþróttahúss Lindaskóla.
          Þátttaka í mótum TKÍ var takmörkuð á tímabilinu þar sem að dagsettningar hentuði deildinni afar illa m.t.t annara viðburða, beltaprófa ,sumarlokunar Lindaskóla o.fl.
          Þjálfarar sóttu námsskeið og mót erlendis sem hluta af menntun, endurmenntun o.fl. sem gagnast í og við þjálfun og mun það fyrirkomulag halda áfram á komandi tímabilum.
          
    Tvö almenn beltapróf voru haldin á tímabilinu í maí og desember og veitt voru verðlaun fyrir framúrskarandi árangur og mætingu. Þátttaka var mjög góð.
          Iðkendafjöldi var nokkuð stöðugur á æfingatímabilinu.
          Æfingar voru alls 5 sinnum á viku eins og verið hefur en við það bætast útihlaup og aðrar æfingar sem sérstaklega voru ætlaðar þeim sem eru að fara í svartabeltispróf.
          Haldið var uppá lok annanna með ferð í keilu o.fl. þar sem nendur allra flokka kepptu á öðrum vettvagni sem heppnaðist afar vel með góðri þátttöku.
          Stíft var æft hjá hærri beltum og mun það skila sér í svartabeltisprófi fyrri
          hluta 2024 þar sem 6 nemendur munu taka svartabeltispróf frá 1. dan til 3. dan.
          Mikil endurnýjun var á búnaði deildarinnar á tímabilinu sem áður en mikilvægt er að hafa allan búnað í toppstandi.
          Deildin bindur miklar vonir og væntingar til nýrra svartabletishafa og þjálfara þar sem að vonandi verður hægt að fjölga flokkum, æfingafjölda o.s.frv.
          Stjórn vill þakka starfsfólki breiðabliks og umsjónamönnum íþróttahúsi Lindaskóla fyrir gott samstarf á tímabilinu.
          Kveðja f.h stjórnar Hlynur Örn G .Formaður
          85
        
              
              
            
            ÁRSSKÝRSLA ÞRÍÞRAUTARDEILDAR BREIÐABLIKS
          
    Ný stjórn tók til starfa þann 30. mars 2023, en hana skipuðu Matthildur B. Stefánsdóttir formaður, Jón Axelsson, Jón Halldór Unnarsson, Leifur Gunnarsson og Valdimar Páll Halldórsson fulltrúi garpa, í varastjórn voru Árni Páll Hansson og Kristín Vala Matthíasdóttir.
          Rekstur deildarinnar var með svipuðu móti og undanfarin ár. Við vorum með öflugt þjálfarateymi á æfingatímabilinu 2023-2024. Yfirþjálfari okkar í þríþraut var Sigurður Örn Ragnarsson, aðstoðarþjálfari Halldóra Gyða M. Proppé og var Leifur Gunnarsson nýliðatengill. Deildin var í samstarfi við þríþrautardeild Sundfélags Hafnarfjarðar (3SH) og var þríþrautarfólkið í sundþjálfun hjá þeirra sundþjálfara Mladen Tepacevic. Hákon Jónsson sá um sundþjálfun garpa.
          Kópavogsþrautin var á sínum stað í byrjun maí, æfingahelgi var haldin í október þar sem áhersla var á hreyfingu og góðan mat og hélt Lukka Páls þá fyrir okkur fræðsluerindi.
          Uppskeruhátíð deildarinnar var á sínum stað 20. október, var hún því haldin kl. 17-19 á föstudegi til að koma til móts við þríþrautarfólk sem tók þátt í haustmaraþoninu daginn eftir.
          Karlalið þríþrautardeildar Breiðabliks varð stigahæst í stigakeppni Þríþrautarsambands Íslands 2023 og vann Sigurður Örn Ragnarsson 5 af 6 bikarmótum sumarsins. Hann varð Íslandsmeistari í ofursprettþraut og ólympískri þríþraut og keppti jafnframt á heimsmeistaramótinu í Ironman. Sigurður var valinn þríþrautarmaður ársins hjá ÞRÍ 6. árið í röð og var hann valinn þríþrautarmaður ársins hjá Breiðablik auk þess að fá þjálfarabikarinn. Ewa Przybyla varð í öðru sæti í í stigakeppni Þríþrautarsambands Íslands 2023, hún tók þátt í fjórum keppnum af sex hér innanlands og varð í öðru sæti á Íslandsmeistaramótinu í Ólympískri þríþraut á Laugarvatni, hún lauk heilum IronMan í Vitoria-Gasteiz á Spáni og var valin þríþrautarkona ársins hjá Breiðabliki. Margir aðrir þríþrautariðkendur slógu stór og lítil met, tóku þátt í sprettþrautum og ólympískri þraut hér heima og heilum og hálfum IronMan m.a. í Nica, Kona, Hamborg, Kaupmannahöfn og Barcelona. Guðlaug Edda Hannesdóttir glímdi við meiðsli meirihluta ársins en hún hefur náð góðum bata og stefnir nú á þátttöku í ólympíuleikunum í París 2024.
          Nýr sundæfingafatnaður með
          mörgæsamynstri í bláum og grænum litum var keyptur frá Funkita/Funky trunks í Ástralíu og tóku liðsmenn sig vel út í nýju sundfötunum.
          Garpasund er skipulagðar sundæfingar fyrir fullorðna og æfa garpar Breiðabliks undir þríþrautardeildinni.
          Sundgarparnir skipulögðu árlegt Þorláksmessusund sem er fastur liður í jólaundirbúningnum. Nokkrir garpar tóku þátt í opna Íslandsmótinu í víðavatnssundi í Nauthólsvík í júlí þar sem Breiðablik kom, sá og sigraði. Auk þess tóku garpar þátt í Helgasundi á Akranesi og Fossvogssundi svo fátt eitt sé nefnt. Garpar þríþrautar eru félagslyndir fjörkálfar og fóru í æfingaferðir til Króatíu og Svartfjallalands, og Borgarnes, fóru í Afró-dans og fleira skemmtilegt. Metaregn var á Norðurlandamóti garpa í Bellahøj í Kaupmannahöfn í lok september og bættu Blikar þar m.a. eldri Íslandsmet í sínum sundum. Breiðablik var stigahæsta liðið í Íslandsmeistaramóti Garpa í sundi í Kópavogslaug í maí.
          Það er ekki hægt að segja annað en að Þríþrautardeild Breiðabliks hafi verið sigursæl árið 2023.
          86
        Dalsmári 5 / 201 Kópavogur / Sími: 591-1100 / breidablik.is