Símamótsblaðið 2023

Page 1

Símamótið 2023 www.simamotid.is

Verum öll til fyrirmyndar

Nú þegar Símamótið er að hefjast í 39. skipti er gott fyrir okkur öll að fara yfir í huganum til hvers við erum að efna til þessarar knattspyrnuveislu hér í Kópavoginum. Hugmyndin strax í upphafi var að búa til vettvang fyrir ungar knattspyrnukonur til að keppa við jafningja sína við bestu aðstæður. Þannig þroskast þær sem leikmenn og ekki síður sem einstaklingar. Allar sem koma á Símamótið eiga að fá leiki við sitt hæfi, og tækifæri til að njóta sín innan vallar sem utan.

Ég vil nota tækifærið að þakka Símanum, aðalstyrktaraðila mótsins, fyrir öflugan stuðning og gott samstarf og öllum öðrum samstarfsaðilum, starfsfólki hjá Kópavogsbæ og síðast en ekki síst þeim gríðarlega fjölda sjálfboðaliða úr Breiðablik sem samtals manna tæplega 700 vaktir þessa helgi við framkvæmd mótsins, veitingasölu og fleira.

Allt þetta öfluga fólk gerir Breiðabliki kleift að standa eins vel að mótinu og nokkur kostur er og stelpurnar eiga skilið, en það er ekki bara það sem gerist á keppnisvellinum sem skiptir máli, heldur framkoma utan vallar og öll umgjörð og stuðningur.

Þar berum við öll ábyrgð að taka sigrum og töpum með gleðina að leiðarljósi, vera hvert öðru fyrirmynd og muna að mótið snýst um stelpurnar og þeirra upplifun, úrslit gleymast fljótt en góðar minningar eru eilífar.

Við fögnum þeim mikla fjölda aðstandenda og áhugafólks sem sækir Símamótið og bjóðum ykkur hjartanlega velkomin í Kópavoginn til að fylgjast með frábærum stúlkum, innan um eru án efa framtíðar afrekskonur og landsliðskonur, en allar eiga þær það sameiginlegt að vera að gera sitt besta. Við skulum líka öll gera okkar besta á hliðarlín-

GOTT AÐ VITA

Síminn verður með beinar útsendingar frá leikjum á Símamótinu í Sjónvarpi Símans.

Öll mikilvæg símanúmer vegna framkvæmdar mótsins eru sjáanleg á heimasíðu mótsins, simamotid.is, undir flipanum „Hafðu samband“ og einnig undir flipanum „Handbækur“.

unni og vera hvert öðru fyrirmynd í jákvæðri hvatningu og þess að njóta samverunnar.

Breiðablik leggur sérstaka áherslu á það á þessu móti að minna okkur á að enginn er leikurinn ef ekki er dómari og að ala það upp hjá leikmönnum, og áhorfendum, að sýna dómurum virðingu og kurteisi. Það bætir leikinn, og leikmönnum er ekki neinn greiði gerður með hrópum og dónaskap af hliðarlínunum. Þessi helgi snýst um stelpurnar og þeirra gleði. Höfum það öll í huga og verum öll til fyrirmyndar

Flosi Eiríksson, form. Knattpsyrnudeildar

2 www.simamotid.is
Ábyrgðarmaður: Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks. Markaðsstjóri Breiðabliks: Friðdóra Kristinsdóttir. Hönnun: Guðmundur Árnason. Prentun: Litlaprent Flosi Eiríksson formaður, knattspyrnudeildar Breiðabliks ásamt Öglu Maríu Albertsdóttur.

Kveðja frá bæjarstjóra

Kópavogs

Símamótið er einn fjörugasti og skemmtilegasti viðburður ársins í Kópavogi. Bærinn iðar af lífi þessa daga sem mótið stendur yfir enda yfir þrjú þúsund fótboltastelpur sem taka þátt og þeim fylgja fjölskyldur sem eru duglegar að mæta til að hvetja og fylgjast með.

Ég hef sjálf mætt á Símamótið sem foreldri og get með sanni

sagt þvílík upplifun það er. Mótið er stærsta fótboltamót landsins og að sjá allan þennan fjölda stúlkna, mættar til að keppa en ekki síður til að hafa það skemmtilegt innan vallar og utan er vissulega frábær upplifun. Saga fótboltaiðkunar kvenna er löng í Kópavogi og við erum mjög stolt af henni. Símamótið er sannarlega merkur hluti hennar!

Símamótið hefur verið haldið í Kópavogi frá árinu 1985 og hefur átt sinn samastað í Kópavogsdal allan þann tíma. Fyrir nokkrum árum var Fossvogsdal bætt við og það hefur reynst góð viðbót. Á báðum svæðum er fyrirtaks aðstaða sem ég vona að börn og fullorðnir njóti vel.

Kópavogur er barnvænt sveitarfélag og löngum hefur verið lögð áhersla á að aðstaða til íþrótta-

Fáðu sem mest út úr sumrinu

iðkunar væri til fyrirmyndar. Það er gaman að fá góða gesti til þess að njóta hennar með okkur og nú sem fyrr ánægjulegt að vera vettvangur þessa fjölmennasta fótboltamóts landsins.

Umgjörð er öll hin glæsilegasta og óska ég Breiðabliki til hamingju með hversu vel að verki er staðið.

Að lokum langar mig til þess að hvetja mótsgesti til þess að njóta daganna í Kópavogi. Sundlaugarnar í bænum eru frábærar, útivistarsvæðin hér í dalnum og í efri byggðum sömuleiðis. Þá má ég til með að benda á menningarhús bæjarins sem eru frábær heim að sækja. Ég óska keppendum góðs gengis á Símamótinu.

Verið velkomin í Kópavog og góða skemmtun.

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs.

Fjörug fótboltaveisla? Til í þetta

www.simamotid.is 5
Snjallar lausnir -
úrval -
Afgreiðslutímar á kronan.is
gott
lágt verð

Sveindís Jane Jónsdóttir, 22 ára

Staða: Framherji

A landsleikir: 32

Félagslið: Vfl Wolfsburg

Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta? Ég byrjaði að æfa fótbolta með Keflavík þegar ég var 9 ára. Ætlaðir þú alltaf að vera atvinnukona í fótbolta? Sko, fyrst þegar ég byrjaði að æfa fótbolta þá var það ekki aðal markmiðið mitt, en þegar ég var búin að æfa í nokkur ár þá langaði mig mjög mikið að spila fótbolta fyrir bestu lið heims!

Hver voru markmið þín þegar þú byrjaðir í fótbolta? Fyrst og fremst byrjaði ég að æfa fótbolta til þess að skemmta mér með vinkonum mínum, það er það mikilvægasta finnst mér, að hafa gaman að því sem maður er að gera. En svo byrjaði ég að elska fótbolta svo mikið og þá fór ég að skrifa niður mín helstu markmið, þau voru mjög einföld! Eins og t.d. að mæta á allar æfingar til þess að bæta mig sem leikmaður og æfa báðar lappir svo ég geti notað bæði hægri og vinstri, og fullt, fullt fleira.

Hvernig nærðu að taka svona löng og góð innköst? Hvað gerðir þú?

Mér finnst þetta alltaf jafn erfið spurning, ég held að þetta sé bæði heppni að ég hafi fæðst með mjög langar hendur en svo er ég líka frekar liðug í bakinu og get hallað mér vel aftur svo ég nái miklum krafti í innkastið. Ég samt æfði mig líka þegar ég var yngri, ég notaði bílskúrshurðina í það, ég kastaði mörgum sinnum á dag í hurðina og færði mig svo aftar og aftar þangað til að ég hitti ekki lengur í hurðina, ef ég hitti ekki í hurðina þá æfði ég mig á þeim stað þangað til að ég hitti!

Hefur þér alltaf langað að vera kantur eða langaði þig að spila aðra stöðu?

Ég hef bæði spilað sem framherji og kantur, þegar ég var á Símamótinu þá var ég alltaf sóknarmaður, ég held að ég hafi aldrei prufað að vera i vörn. En ég vissi það að ég vildi vera framarlega á vellinum. En mér er alveg sama. Ég vil bara fá að vera inná vellinum, ég gæti þess vegna verið í marki. Mér finnst það líka mjög skemmtilegt.

Hvað gerir þú ef þú ert mjög stressuð fyrir leiki? Ég reyni að taka djúpa andardrætti til þess að ná að slappa aðeins af. En svo veit ég alltaf að um leið og ég fer að hita upp fyrir leik þá fer allt

stressið í burtu.

Því þetta er alltaf bara fótbolti. Og

það má alveg gera mistök, maður lærir þá bara af þeim og verður ennþá betri í næsta leik.

Ein skilaboð til fótboltastelpnanna á Símamótinu?

Aldrei gleyma því að hafa gaman, það er það mikilvægasta í þessu öllu, hafa trú á sjálfum sér og brosa. Fótbolti er svo skemmtileg íþrótt, hvað er eigilega skemmtilegra en að sparka í bolta með vinum sínum? Ég get allavega ekki svarað því.

Hefur þú einhvern tímann verið Símamótsmeistari og ertu með gott pepp fyrir okkur sem erum að fara að keppa? Ég hef aldrei orðið Símamótsmeistari, ég komst einu sinni mjög nálægt því þegar ég lenti í öðru sæti með liðinu mínu, en fyrir mér er það ekki það sem skiptir mestu máli, því þegar ég hugsa um Símamótið þá man ég bara hvað mér fannst það svo ótrúlega skemmtilegt!

Gerið ykkar allra besta innan og utan vallar. Hugsiði vel um ykkur, borðið vel og drekkið nóg af vatni, þá verðið þið ferskar allt mótið og getið skemmt ykkur alllaaan tíman! Áfram þið!

Viðtal: Bryndís Lára *Gildir eingöngu á heimasíðu Forlagsins, www.forlagid.is Notaðu afsláttarkóðann FÓTBOLTI til að fá 10% afslátt af sögunum um Láru og Ljónsa og Fótboltasögunum miklu
Sveindís Jane Jónsdóttir.

Allt í boltann

Ármúla 36 Reykjavík og Bæjarhrauni 24 Hafnarfirði og joiutherji.is

Dagskrá Símamóts 2023

Ítarlegri dagskrá má finna í handbók Símamótsins á simamotid.is

Fimmtudagur

16:00 – 21:00* Afhending mótsgjafa í Smáranum fyrir öll lið** (ekki Litla Símamótið).

17:30 – 19:15 Kvöldmatur í Smáranum fyrir lið sem gista (allir flokkar).

19:30 Skrúðganga leggur af stað frá Smárahvammsvelli að Kópavogsvelli.

20:00 Heiðursgestur mótsins flytur ávarp. Fulltrúi Símans setur mótið.

** Einungis hægt að sækja fyrir heilt félag í hverjum flokki en ekki einstök lið innan félaganna.

Föstudagur

07:00 – 10:00 Morgunmatur fyrir lið sem gista.

08:00 – 17:00 Leikið í riðlum.

18:00 Landsleikur á Laugardalsvelli: Ísland - Finnland

19:00* Kvöldmatur fyrir lið sem gista.

Laugardagur

07:00 – 10:00 Morgunmatur fyrir lið sem gista.

08:00 – 17:00 Leikið í riðlum.

09:00 – 15:00 Litla Símamótið í Fífunni fyrir 8.flokk (hvert lið er með viðveru í ca. 1,5 klst.)

17:00 – 18:30* 6., 7. og 8. flokkur: Pylsur og skemmtun fyrir utan Smárann/Fífuna.

16:30 – 18:00* 5. flokkur: Pylsur í Fagralundi.

19:00* 5. flokkur: Bíó í Smárabíói.

Sunnudagur

07:00 – 10:00 Morgunmatur fyrir lið sem gista.

08:00 – 15:00 Kross-spil og úrslitaleikir/jafningjaleikir.

15:15 – 16:00* Úrslitaleikur 5.flokks í efsta styrkleika fer fram á Kópavogsvelli og mótslok.

* Allar tímasetningar birtar með fyrirvara um breytingar, fylgist með á heimasíðu mótsins.

Urðarhvarf 4, 203 Kóp / opið 09-20.30 virka daga og 10-20.30 um helgar

8 www.simamotid.is

5.990.kr,-

6.990.kr,-

3.990.kr,-

GOLA Regnjakki GIL Húfa HRAUN Bakpoki
10 www.simamotid.is Vallarkort
www.simamotid.is 11 www.simamotid.is

Almennar upplýsingar á meðan á móti stendur

Munum að hér eru börn að leik og enginn að spila úrslitaleik á HM. Foreldrar/aðstandendur eiga að hvetja alla, vera jákvæðir og tala vel um dómarann, andstæðinginn, þjálfara og samherja. Ungir dómarar eru að stíga sín fyrstu skref og þurfa að geta gert það án athugasemda frá hliðarlínunni. Leikmenn, þjálfarar og aðstandendur þurfa að virða ákvarðanir dómara. HUGSUM UM

HAGSMUNI HEILDARINNAR OG ÁNÆGJU BARNANNA

ENDA ER MÓTIÐ FYRIR ÞAU.

Dagskrá og mótsreglur Símamóts

Dagskrá og mótsreglur má

sjá á heimasíðu Símamótsins: simamotid.is

Leikjafyrikomulag og

leiðrétting úrslita

Leikjafyrirkomulag mun miða að því að liðin spili sem flesta leiki á sama svæði/völlum innan hvers dags. Liðin keppa í ákveðnum hollum þannig að þau spila annað hvort flesta leiki fyrir hádegi eða eftir hádegi.

ATH! Ekki er hægt að leiðrétta úrslit leikja eftir kl. 18:30 föstudag og laugardag. Mótstjórn þarf tímann eftir 18:30 til að stilla upp mótinu fyrir næsta dag. Fylgist því vel með úrslitum leikja um leið og þau koma inn í kerfið.

Skrúðganga og mótssetning

Skrúðgangan fer frá Smárahvammsvelli kl. 19:30 og inn á

Kópavogsvöll þar sem mótið verður sett.

Sjónvarps- og samfélagsmiðlar

Sjónvarp Símans sýnir beint frá mótinu eins og undanfarin ár.

• Sýnt verður frá einum velli í hverjum flokki alla dagana og reynt að stýra liðum á þessa velli til að flest lið komist í útsendingu. Auðkennt verður í leikjaplani hvaða leikir verða í útsendingu hverju sinni.

Samfélagsmiðlar

• Endilega notið #simamotid fyrir myndir á mótinu

• Facebooksíða Símamótsins: https://www.facebook.com/ simamotid/

Veitingasala

Fjáröflunarnefnd 4. flokks rekur veitingasölu á Símamótinu líkt og fyrri ár. Veitingasalan verður dreifð um keppnissvæðið í Smáranum

og einnig verður veitingasala í Fagralundi.

Nestisaðstaða, óskilamunir Smárasvæði

• Hægt er að borða nesti og hlýja sér í sal í Smáranum.

• Allir óskilamunir fara í afgreiðslu í Smáranum. Fagrilundur

• Hægt er að borða nesti og hlýja sér í morgunmatssalnum.

• Allir óskilamunir fara í afgreiðslu í Fagralundi og eftir mót niður í Smárann.

Bílastæðamál

Vinsamlegast virðið ábendingar starfsfólks á bílastæðavöktum –þau þurfa að halda akstursleiðum á svæðinu opnum – SÉRSTAKLEGA VEGNA AÐKOMU NEYÐARBÍLA.

• Bent er á að bæði Lögregla og Bílastæðasjóður Kópavogs hafa eftirlit á svæðinu og grípa til viðeigandi úrræða ef bifreiðum er ólöglega lagt.

• Bifreiðum sem lagt er utan merktra bílastæða eða þar sem bannað er að leggja fá á sig stöðubrotsgjald í samræmi við gjaldskrá Bílastæðasjóðs Kópavogs.

• Bifreiðum sem skapa hættu eða loka mikilvægum leiðum verða dregnir burtu eða sektaðir.

ATH. það eru takmörkuð bílastæði við Fagralund og fólk hvatt til að sameinast í bíla eða koma hjólandi/ gangandi ef það hentar.

Sund

Frítt er í sund fyrir börn í Kópavogi – bæði í Salalaug og Kópavogslaug í vesturbæ Kópavogs.

12 www.simamotid.is

ÞVÍ ÞÚ ÁTT ÞAÐ SKILIÐ

GANGI YKKUR VEL Á SÍMAMÓTINU

Bókaðu tíma á skoppisland.is Áfram stelpur. 15% afsláttur fyrir fótboltastelpur á Símamótinu

Sjáumst í

Hlökkum til að sjá fótboltahetjur framtíðarinnar og foreldra þeirra í sundi á milli leikja í Símamótinu. Áfram stelpur!

Sumaropnun í Kópavogslaug og Salalaug

Virka daga: 6.30–22.00

Um helgar: 8.00–20.00

www.simamotid.is 15
Sundlaug Kópavogs Borgarholtsbraut 17–19 Sími 570 0470 Salalaug Versölum 3 Sími 570 0480 kopavogur.is
sundi

Glódís Perla Viggósdóttir, 28 ára

Staða: Hafsent

A landsleikir: 112

Félagslið: Bayern Munchen

Ætlaðir þú alltaf að vera atvinnukona í fótbolta? Ég

ákvað að ég ætlaði að verða atvinnukona þegar ég var í 4. flokki.

Ætlaðir þú alltaf að komast í Bayern eða ætlaðir þú að reyna að fara í annað lið? Ég var aldrei með neitt eitt lið sem ég ætlaði að fara í. Vildi alltaf spila með og á móti bestu leikmönnum í heimi en vissi að ég þyrfti að taka rétt skref í rétt lið til að komast þangað á endanum.

Hvað borðar þú fyrir leiki? Brauð með banana, hafragraut eða pasta.

Selma Sól Magnúsdóttir, 25 ára

Staða: Miðja

A landsleikir: 26

Félagslið: Rosenborg, Noregi

Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta? 4 ára byrjaði ég að æfa fótbolta.

Ætlaðir þú alltaf að vera atvinnukona í fótbolta? Já það hefur verið markmið mitt frá æsku árum.

Ef þú mætti velja aðrar stöðu en þína, hvað myndir þú velja? Hægri kant, hef prufað það og finnst það skemmtilegt, leggja upp mörk.

Hver er skemmtilegasta minning þín í fótbolta? Spila

Hvernig peppið þið upp liðið fyrir leik? Hlustum á góða tónlist og syngjum og dönsum í klefanum.

Þegar þú ert að taka víti, hvar myndir þú setja hann markið?

Ég hef ekki tekið mörg víti á ævinni en ég reyni að setja hann í hliðarnetið.

Ef þú ert ein á móti markmanni, hvað myndir þú gera næst?

a) Sóla markmanninn og skjóta

b) Vippa yfir markmanninn

c) Láta vaða í hornin. Láta vaða í hornin.

Þegar þú ert í vörn, hvað gerir þú oftast ef leikmaðurinn er að koma upp kantinn? Ef ég er ein á eina, reyni ég að þvinga leikmanninn lengra út á kant og upp á endalínu og reyni að lesa hvenær ég get stolið boltanum eða stigið leikmanninn út og tekið boltann.

með gott pepp fyrir okkur sem erum að fara að keppa?

Ég var Símamótsmeistari árið 2008 minnir mig og þetta var alltaf eitt af uppáhalds mótunum mínum. Ég myndi segja við ykkur að fara inn í hvern leik með það í huga að gera ykkar allra besta, vera góðir liðsfélagar og njóta þess að spila fótbolta.

fyrsta meistaraflokksleik og landsleik eru góðar minningar.

Hvað er skemmtilegasti leikur sem þú hefur spilað og af hverju? Svakalega erfitt að muna eftir einum skemmtilegasta leiknum, en oftast mjög gaman að spila úrslitaleiki þegar maður vinnur þá og stendur sig vel.

Hvað borðar þú fyrir leiki?  Ég borða oftast kolvetni, pasta eða hrísgrjón, ásamt próteini og þá oftast kjúkling. Ég fæ mér svo oftast ristað brauð áður en ég mæti í leikinn.

Hvernig peppar þú þig fyrir leiki? Hlusta oftast á góða tónlist á leiðinni í leik til að peppa mig.

Hefur þú æft einhverjar aðrar íþróttir en fótbolta? Já ég æfði hópfimleika.

Hefur þú einhvern tímann verið Símamótsmeistari og ertu með gott pepp fyrir okkur sem erum að fara að keppa? Já ég hef unnið það oftar en einu sinni! Ég held það skipti miklu máli að hafa gaman og skemmta sér með vinkonum sínum og á sama tíma gefa alla orkuna sína og einbeitingu í leikina þegar þeir eiga sér stað.

16 www.simamotid.is
Viðtal: Bryndís Lára
Viðtal: Bryndís Lára
Selma Sól Magnúsdóttir ásamt Bryndísi Láru sem tók viðtölin við stelpurnar.

Hvernig var þit t f yrs ta fótboltamót?

hjálpa þér að f anga bes tu augnablikin

ELKO ehf | Lindum - Skeifunni - Granda - Akureyri - Flugstöð | 544 4000 | elko@elko.is

Tengjumst yfir boltanum

Fótbolti er mögnuð íþrótt sem tengir fólk saman, jafnvel heimshorna á milli. Margar af okkar bestu landsliðskonum hófu ferilinn sinn hér á Símamótinu. Það er dýrmæt reynsla að keppa á fótboltamóti af þessari stærðargráðu. Sjálf þekki ég það sem fyrrverandi leikmaður og þjálfari á mótinu en það að vera hluti af

skemmtilegri liðsheild og skilja að saman erum við sterkari er eitthvað sem búa má að alla ævi.

Símamótið er nú orðið fjölmennasta fótboltamót landsins en hátt í 3000 stelpur etja kappi í 1500 leikjum og sýna hvað í þeim býr. Á hverju ári mæta kraftmiklar fótboltastelpur hér á völlinn með sína allra bestu takta, skemmta sér og okkur sem fylgjumst með, þökk sé hinu frábæra skipulagi Breiðabliks og fjölda sjálfboðaliða.

Margar stelpur eru að stíga sín fyrstu skref á mótinu, á meðan aðrar eru þaulvanar, en spennustigið er ávallt hátt. Við erum öll hluti af umgjörðinni og okkar hlutverk er að skapa jákvæða stemningu í kringum

leikina, bæði þegar vel gengur en einnig þegar úrslitin eru ekki eins og vonast var eftir. Fögnum því sem vel er gert, lærum af því sem má gera betur en fyrst og fremst höfum gaman saman.

Mót af þessu tagi er frábært tækifæri fyrir keppendur og fjölskyldur þeirra til að skapa ógleymanlegar minningar og dýrmætar samverustundir. Við munum sýna fjölda leikja í beinni útsendingu á Síminn Sport svo að aðdáendur sem ekki komast á staðinn geti fylgst með stjörnum sínum heima í stofu. Við hjá Símanum erum stolt af því að standa að baki fótboltaveislunnar sem Símamótið er.

Gangi ykkur vel stelpur!

18 www.simamotid.is
Eyrún Huld Harðardóttir, markaðsstjóri Símans.
LBREYT TUR & UR MATSEÐILL B O R Ð U M H O L LT & H R I K A L E G A G O T T !

Allt klárt fyrir ferðalagið?

Við hjálpum ykkur að elta sólina um allt land með frábærri þjónustu og tilboðum. Við hlökkum til að sjá ykkur í sumar, hvort sem þið eruð að fylla á tankinn, hlaða geyminn eða fá ykkur eitthvað gott að borða!

Sjáumst í sumar!

440 1000 n1.is ALLA LEIÐ
ENNEMM / SÍA / NM-010518

GOTT AÐ VERA Á MILLI LEIKJA

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.