

![]()


Sara Rós Lin Stefnisdóttir, ritstjóri
Vorönnin er hafin og nú styttist óðum í endalok skólaársins. En þess þess vegna þurfa margir þurfa víst að fara íhuga áframhaldið. En þá eru þeir með heppnina með sér þar sem þetta tölublað er stútfullt af hugmyndum og tækifærum fyrir þá sem vantar að fylla upp í einhverjar hugmyndagáttir eftir að framhaldsskólanáminu lýkur. Svo má heldur ekki missa sig í einhverju stressi á að ákveða sig eins og skot. Bara anda inn og út og muna að það má prufa allskonar. En ekki örvænta þið hin, í þessu blaði má einnig finna allskonar skemmtilegt efni eins og spurningakannanir og myndaseríur. Eftir að hafa lesið blaðið er þá ekki tilvalið að íhuga að skella sér að skella sér á Háskóladagana?
Sara Rós Lin Stefnisdóttir
anda háskóladagana sem eru núna frá 1. mars - 12. mars um land allt (sjá nánari dagsetningar og staðsetningar á haskoladagurinn.is) er víst tilvalið að tala um allskonar námsleiðir og listina á því að prófa sig áfram í að finna það sem maður vill læra, það er nefnilega auðveldara sagt en gert fyrir marga.
Velja Hvort sem það er beint eftir framhaldsskólann eða eftir pásu frá námi þá getur það flækst fyrir manni hvert framhaldið er námslega séð. Kannski var einhver ákveðin framtíðarsýn sem er hægt og rólega að fjara í burtu því að áhuginn og aðstæður breytast, kannski var aldrei nein ákveðin framtíðarsýn en innst inni finnur maður fyrir því að námsferillinn manns er ekki kominn á enda. Þá þarf að fara velja námsleið sem maður vill fara og vonandi nýtast manni eitthvað. En hvar á að byrja? Hvernig á að velja nám þegar maður er ekki viss? Hvernig veit maður að þetta er rétta námið fyrir áhuga manns? Svarið er í rauninni að prófa sig áfram. Það er ekki alveg 100% hvernig námið mun fara. Þetta fer allt eftir hverjum og einum einstaklingi fyrir sig. Tveir einstaklingar með brennandi áhuga á heimspeki fara báðir í sama skóla, á sömu námsbraut en einn einstaklingurinn fílar þetta nám alls ekki en hinn einstaklingurinn elskar það. Það þarf bara að taka á skarið og velja. Prófa eitthvað og leyfa hlutunum að gerast. Til að reyna komast eitthvað af


stað með ákvarðanatöku getur einnig verið sniðugt að taka áhugasviðspróf og vinna sig áfram þaðan.
Segja stopp Segjum sem svo að maður prófi nám og það hentar bara alls ekki. Það er allt í lagi. Það má upplifa sig ekki í réttu námi fyrir sig. Margir ná ekki að finna nám við sitt hæfi í fyrstu tilraun en þá verður maður að geta fundið fyrir þegar maður hefur áttað sig á að þetta er ekki eitthvað fyrir mann og sagt stopp. Hvort sem maður ætlar að vera þarna í nokkra daga, mánuði eða ár í viðbót þá er það mjög einstaklingsbundið hvenær fólk er tilbúið til þess að hætta. Það getur reynst erfitt eða þurfa byrja upp á nýtt en allir taka þetta á sínum hraða. Það er mikilvægara að finna eitthvað sem hentar manni og lætur mann ekki líða gjörsamlega ömurlega. Að hætta er ekki svo slæmt, bara að segja stopp og vera trúr sjálfum sér. Taka eitt skref til baka til þess að taka tvö áfram ætti að vera hugarfarið frekar en að hugsa neikvætt um það að finna eitthvað annað.
Halda áfram
Ekki örvænta þótt að þetta tókst ekki í fyrstu tilraun. Í stað þess að einblína á það sem var ekki rétt þá skal einblína á það sem er framundan. Það eru margir aðrir valmöguleikar í boði, aðrir skólar á Íslandi, skólar í útlöndum og fullt af allskonar námum sem standa til boða. Það að líta áfram og taka frá því sem var ekki alveg rétta leiðin og læra af reynslunni.






Sara Rós Lin Stefnisdóttir
Háskólinn á Hólum
Háskólinn á Hólum eða Hólaskóli var stofnaður árið 2007 og er rannsóknar- og menntastofnun og er ríkisháskóli. Skólinn býður upp á þrjár deildir en þær eru ferðamáladeild, fiskeldisog fiskalíffræðideild og hestafræðideild. Lögð er áhersla á að rannsókna- og nýsköpunarverkefni sem haldast í hendur við það nám sem skólinn býður upp á. Hægt er að kynna sér Háskólann á Hólum á holar.is
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands er stærsti háskólinn á Íslandi en hann var stofnaður árið 1911. Hann hefur þó þróast mikið frá því 1911 og býður nú upp á 400 námsleiðir í grunn- og framhaldsnámi. Háskóli Íslands er ríkisháskóli og opinber alhliða rannsóknarháskóli. Háskóli Íslands býður upp á 5 svið, félagsvísindasvið, heilbrigðisvísindasvið, hugvísindasvið, menntavísindasvið, verkfræði- og náttúruvísindasvið. Háskólinn er staðsettur á þægilegum stað í Reykjavík þar sem hann er rétt hjá miðbæ Reykjavíkur. Hægt er að kynna sér Háskóla Íslands á hi.is.
Landbúnaðarháskóli Íslands Landbúnaðarháskóla Íslands má finna á tveim stöðum á Íslandi, á Hvanneyri og í Reykjavík og var stofnaður árið 2005. Um þrjár deildir eru að ræða en þær heita Ræktun og Fæða, Náttúra og Skógur og Skipulag og Hönnun. Á Hvanneyri stendur til boða að búa á stúdentagörðum. Hægt er að taka nám á framhaldsskólastigi í búfræði og svo grunn- og framhaldsnám á sviðum landbúnaðar-, umhverfis-, lífvísinda, landnýtingar og hönnunar. Landbúnaðarháskóli Íslands rekur einnig rannsóknarsetur í Reykjavík, Borgarfirði, Hörgárdag og Flóa.
Hægt er að kynna sér Landbúnaðarháskóla Íslands á lbhi.is
Listaháskóli Íslands
Listaháskóli Íslands var stofnaður árið 1988 og er staðsettur á 3 stöðum í Reykjavík. Listaháskóli Íslands býður upp á 7 deildir en þær eru arkitektúrdeild, hönnunardeild, kvikmyndalistadeild, listkennsludeild, myndlistardeild, tónlistardeild og sviðslistadeild. Sköpun og samskipti er eitthvað sem má finna í Listaháskóla Íslands þar sem það er mikilvægt þegar verið er að læra inn á listaheiminn. Hægt er að kynna sér Listaháskóla Íslands á lhi.is
Háskólinn á Akureyri
Háskólinn á Akureyri var stofnaður árið 1987 og er ríkisháskóli. Um er að ræða tvö fræðasvið fyrir grunn- og framhaldsnám hjá Háskólanum á Akureyri og þau eru hug- og félagsvísindasvið og heilbrigðis- viðskipta og raunvísindasvið. Lögð er áhersla á sveigjanlegt nám og allt grunnnám er í boði sem slíkt og merkir það að nemendur koma í skólann í sérstakar námslotur en þegar nemendur eru í skólanum þá er tíminn nýttur í verkefnavinnu og umræður. Hægt er að kynna sér Háskólann á Akureyri á unak.is
Háskólinn í Reykjavík Háskólinn í Reykjavík býður upp á 7 akademískar deildir eftir að hafa verið stofnaður árið 1988 en deildirnar eru lagadeild, verkfræðideild, tölvunarfræðideild, iðn- og tæknifræðideild, sálfræðideild, íþróttadeild, viðskiptafræðideild. Háskólinn býður einnig upp á Háskólagrunn og Opna háskólann í HR. Háskólinn í Reykjavík er rannsóknar- og menntastofnun ásamt því að vera sjálfseignarstofnun og leggur áherslu á tengsl náms við atvinnulífið og samfélagið. Eins og nafnið ber að kynna þá er Háskólinn í Reykjavík staðsettur í Reykjavík nálægt Nauthólsvík og aðeins 10 mínútna keyrslu frá miðbæ Reykjavíkur. Hægt er að kynna sér Háskólan í Reykjavík á ru.is.
Útgefandi: Samband íslenskra framhaldsskólanema | Útgáfustjóri: Embla Waage | Umbrot: Jónas Unnarsson | Hönnun: Sara Rós Lin Stefnisdóttir | Prentun: Landsprent.
Nýendurbætt sundlaug, 25 m útilaug samtengd við litla barnalaug.
Gufubað, heitir pottar og kaldur pottur, líkamsrækt. Góð aðstaða fyrir fatlaða.
Afgreiðslutími:
Mánud - föstud kl. 06:30 – 22:00
Laugard og sunnud kl. 08:00 – 18:00
Íþróttamiðstöðin Ásgarður
Sími: 550 2300


Eina öldulaug landsins og stærsta vatnsrennibrautin 10 m há og 80 m löng. Útilaugin er 25 m, innanhúslaug, heitir pottar, buslulaug, gufuböð og líkamsrækt.
Góð aðstaða fyrir fatlaða.
Afgreiðslutími:
Mánud - föstud kl. 06:30 – 21:00
Laugard og sunnud kl. 10:00 – 18:00
Breiðumýri, Álftanes,
Sími: 550 2350





Viðtal við Lilju Margréti, stúdent í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri. Lilja er jafnframt fulltrúi stúdenta í Háskólaráði skólans, situr í Gæðaráði og er gæðastjóra Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS).
1. Í hvaða námi ert þú?
Ég stunda nám í iðjuþjálfunarfræði við Iðjuþjálfunarfræðideild Háskólans á Akureyri
2. Af hverju valdir þú þetta nám?
Ég vann náið með iðjuþjálfum og fannst það spennandi starf. Svo hef ég áhuga á að starfa með fólki og aðstoða það en einnig hafa áhrif á samfélagið, iðjuþjálfun snýr bæði að einstaklingum en einnig umhverfi og mér fannst það ótrúlega heillandi nálgun. Einnig er greinin mjög þverfagleg og því mörg atvinnutækifæri að námi loknu.
3. Hvers vegna valdir þú HA?
Ég valdi Háskólann á Akureyri aðallega vegna þess að hann er eini háskólinn hér á landi sem býður upp á nám í iðjuþjálfunarfræði. Það spilaði inn í að ég hafði heyrt góða hluti um persónulega nálgun í háskólakennslu og að ég ólst upp að hluta til á Akureyri, var í MA og
finnst Akureyri frábær staður.
4. Hvernig finnst þér háskólalífið á Akureyri?
Háskólalífið á Akureyri er fremur einstakt. Þetta er lítill háskóli og svo er allt nám við skólann sveigjanlegt svo það eru ekki öll á háskólasvæðinu dagsdaglega en þau sem eru hér norðan heiða nýta sér aðstöðuna í skólanum og milli þeirra einstaklinga skapast einstaklega náið og fallegt samband þvert á nám og deildir, sem er fremur einstakt á Íslandi.
5. Hvað ber framtíðin í skauti sér að loknu námi?
Mig langar að starfa sem iðjuþjálfi, annaðhvort eitthvað tengt endurhæfingu eða geðinu, í fyrra fór ég í vettvangsnám á Reykjalund í Mosfellsdal og sé það sem smá draumastað fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Svo eftir einhver ár úti á vinnumarkaðinum langar mig í frekara nám, annaðhvort erlendis eða í einhverjum af háskólunum hér heima, til
þess að sérhæfa mig frekar og styrkja mig sem fagaðila.
6. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?
Setja markið að því að hafa jafnvægi í daglegu lífi og eiga fyrir blómum og kertum í hverjum mánuði.
7. Hvaða ráð myndir þú gefa nýnemum sem eru að hefja nám við háskólann?
Takið þátt og verið óhrædd við að segja ykkar skoðanir, sama hvort það varðar námið ykkar eða stærri mál eins og menntasjóðsmál eða annað sambærilegt.
8. Hvað gerir háskólann sérstakan að þínu mati?
Persónuleg nálgun í kennslu og samfélag sem stuðlar að þátttöku stúdenta í starfi skólans. Ég hef fengið tækifæri til þess að vera fulltrúi stúdenta í gæðaráði
skólans sem hefur opnað ýmsar dyr að frekari tækifærum þegar kemur að því að stuðla að öflugu gæðastarfi háskóla á Íslandi.
9. Hvar er besti staðurinn til þess að læra?
Það fer aðeins eftir því hvað maður er að gera. Ef ég er að skrifa ritgerð eða vinna samantekt úr matstæki þá fer ég á Teppið. En ef ég er að læra þunga taugalíffærafræði þá fer ég beint upp á bókasafn til að fá ró og frið. En það er samt best að læra í iðjuþjálfunarfræðistofunni okkar.
10. Hvernig er kaffið í HA?
Það er mjög fjölbreytt og öll ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, sama hvort maður er lattelepjandi lopatrefill eða bara mjög gamaldags og vill sitt pumpukaffi. Sjálf fer ég oftast í nespresso eða fæ mér kaffi uppi á skrifstofu Stúdentaráðs.
Kynntu þér BS námið nánar
Kynntu þér BS námið nánar

Hvað er á milli húsanna?
Með sérhæfðri þekkingu sinni vinnur landslagsarkitekt að því að bæta lýðheilsu og heilbrigði umhverfisins í samfélagi okkar. Námið er þriggja ára BS nám í landslagsarkitektúr sem er fjölbreytt og víðfeðmt og sameinar það hönnun og þekkingu á náttúru- og umhverfisfræðum. Lögð er áhersla á vistvæna nálgun og sjálfbærni með tilliti til sérstöðu Íslands.
Kynntu þér námið nánar


Kynntu þér BS námið nánar

Kynntu þér BS námið nánar

Kynntu þér BS námið nánar

Hvernig framleiðum við matvæli
í framtíðinni?
Námið er þriggja ára BS nám og veitir nemendum breiða grunnmenntun í hagnýtri líffræði og landbúnaðarfræðum. Nemendur fá haldgóðan grunn í raunvísindum sem byggt er ofan á með sérgreinum landbúnaðarfræða og er áhersla lögð á íslenskan landbúnað og sjálfbæra nýtingu auðlinda landsins til landbúnaðarframleiðslu. Námið hentar einnig vel sem undirbúningur fyrir nám í dýralækningum, veitir góða atvinnumöguleika og undirbúning undir framhaldsnám eða rannsóknir.
Kynntu þér námið nánar

Hvað þarf til svo að vistkerfi jarðarinnar séu heilbrigð og í jafnvægi?
Námið er þriggja ára BS nám sem hefur það að markmiði að veita nemendum breiða og þverfaglega grunnþekkingu í náttúrufræðum. Áhersla er lögð á vistfræðilega nálgun og aðstæður á Íslandi. Nemandinn fær skilning á einingum og þáttum innan vistkerfa og vistfræðilegum ferlum. Námið undýr býr nemandann vel fyrir áframhaldandi nám, vinnu við rannsóknir og fyrir atvinnulífið.
Kynntu þér námið nánar

Villt þú vita meira um íslenska hestinn og taka þátt í að auka þekkingu í faginu?
Nám í hestafræði er þriggja ára nám á BS stigi þar sem meginmarkmiðið er að veita nemendum breiða grunnmenntun í hagnýtri líffræði ásamt sérþekkingu í grunngreinum búvísinda og í líffræði hesta, meðferð þeirra og þjálfun. Nemandi öðlast traustan þekkingargrunn á flestum sviðum hestafræða með sérstaka áherslu á íslenska hestinn. Námið er staðarnám í mörgum hestatengdum áföngum en möguleiki er á fjarnámi að hluta í öðrum fögum.
Kynntu þér námið nánar

Hvernig verða íslenskir skógar í framtíðinni?
Umsvif skógræktar og landgræðslu eru að aukast og á síðustu árum hefur þörf fyrir fólk með trausta fagþekkingu á þessu sviði stóraukist. Námið er þriggja ára BS nám og er fléttað saman námsgreinum á sviði náttúruvísinda, skógfræði, vistheimtar, skógtækni, stjórnunar og hagfræði ásamt landupplýsingum og landslagsfræða. Lögð er áhersla á að veita nemendum traustan vísindalegan grunn og um leið að búa þá sem best undir framtíðarstörf og/eða frekara nám.
Kynntu þér námið nánar


Landbúnaðarháskóli Íslands
Verið velkomin í LbhÍ. Við bjóðum fjölbreytt nám á sviðum sjálfbærrar nýtingar auðlinda, landbúnaðar, náttúru-, skóg- og umhverfisfræða, landslagsarkitektúrs og skipulags í litlum og persónulegum skóla.
Sérstaða okkar er nám við kjöraðstæður þar sem hver einstaklingur skiptir máli en aðgengi nemenda að kennurum og stoðþjónustu er afar gott og leggur starfsfólk mikinn metnað í að vera til staðar fyrir nemendur eftir fremsta megni. Skólinn er staðsettur á Hvanneyri í klukkustundar fjarlægð frá Reykjavík og starfsstöð á Keldnaholti í Reykjavík.
Ókei, kannski ekki alveg, en í desember eyddi ég instagram og leið smá eins og ónýtum hlut í kjölfarið.

Þegar ég hlóð forritinu niður fyrst var ég þrettán ára. Ég fílaði það. Mér fannst ég tengjast betur við heiminn þegar ég sá myndir úr skírn litlu frænku minnar, eða götulist úr stórborgum bandaríkjanna. Ég naut þess að finna heimsmynd mína víkka. Mér fannst gaman að geta dottið ofan í kanínuholur og algóryþma um mál sem ég hafði áhuga á. En þegar ég var fimmtán sýndi kennarinn bekknum mínum myndina ,,The social dilemma” um neikvæðu áhrif snjallsímana á fólk og samfélagið. Á meðan ég beið eftir strætó eftir skóladaginn eyddi ég Instagram. Þannig hélst það í tvö ár, þangað til ég var sautján og fannst heimurinn orðinn of lítill. Þá sótti ég forritið í símann og fór að róta í gegnum appið aftur. Þá var það skemmtilegra. Þá var komið fyrirbæri sem heitir reels. Ég lét mér ekki nægja að hafa einn prófíl, heldur var ég með einn persónulegan, einn fyrir ljósmyndir, og svo annan fyrir grafíska hönnun. Ég tengdist góðu fólki, ég hannaði þrjár plötu myndir í gegnum grafíska prófílinn, ég styrkti ljósmynda og myndvinnslu hæfni mína með ljósmynda prófílnum, en ég fann aldrei fyrir listrænni eða félagslegri seddu. Ég gat legið á rúminu í þrjá tíma að gleypa í mig það sem instagram bauð upp á, en ég sat eftir tómri en þegar ég byrjaði. Mér fannst ég ekki vera að gera nóg, ekki að skapa nóg, ekki að taka nóg af myndum, ekki að gera nógu marga hluti til að taka myndir af, þannig ég hljóp af stað til að reyna að fylla tómið. Inn á milli of-framleiðslu minnar var ég að innbyrða allt of mikið af reels. Ég bjóst ekki við því að fallast á það að bera mig saman við fólk á netinu, en það sem fólkið á netinu sagði mér var að ég væri ekki að elda rétt nema ég prófaði þetta trix, eða
að sofa rétt nema ég gerði þetta eina leyndarmál, ekki að hreyfa mig rétt, ekki að klæða mig rétt, ekki að elska rétt, ekki að borða rétt, ekki að tyggja rétt. Ekki að gera neitt rétt. Ég hefði aldrei samþykkt slík skilaboð ef vinur minn hefði baunað þeim yfir mig, en af því að síminn minn er dauður hlutur fannst mér ég geta sigtað út það sem lét mér líða illa. Mér fannst ég ekki gera neitt rétt, vegna þess að sölumenn á netinu vildu selja mér lausn við vandamáli sem þau fundu upp á. Þau myndu kannski fylla tómið og þá væri ég full-komin. Ef ég keypti bara teygjubandið eða matinnsluvélina, eða tannburstann eða kremið. Ég hélt ég hefði gert mér greiða með því að ná mér inn á sjálfshjálpar algóryþmann, en svo reyndist ekki. Annað hvort voru reels lausnir við skálduðum vandamálum eða útúrkókað brainrot sem var ekki beint skárra.
Skálduð vandamál hafa alltaf verið til, en þegar þau lauma sér inn í allt skemmtiefni erum við skilin eftir með þá trú að við séum með allt niðrum okkur. Í gegnum þetta náði ég að kroppa dópamín upp úr því að deila mér og minni list. Þannig gat ég lagst ofan í hrósin þangað til ég gleymdi þeim nokkrum dögum síðar. Meðal instagram notandinn er kannski ekki stöðugt að gefa út efni á þremur prófílum, en það er samt sem áður alltaf einhver samþykkis hringrás í gangi. Þú skrifar fyndið comment við reel og færð like. Þú deilir mynd og færð comment og like. Ég trúði ekki að ég gæti orðið like háð, en like er bara samþykki. Einhver sem segir þér ,,hey, mér líkar við þig”. Það rann skyndilega upp fyrir mér að líftími áhuga míns á öðru fólki og þeirra sköpun var stöðugt að styttast. Ég fletti í
klukkutíma og hefði aldrei getað giskað á hvað var á myndinni sem ég sá fyrst. Það sem var efst á feedinu gleymdist um leið og ég skrollaði á næstu mynd.
Mér datt í hug að orsökin væru að áhugi minn á eigin sköpun væri hreinlega að vaxa svo mikið, en ég fann æsjaldnar fyrir góðri tilfinningu þegar ég gaf eitthvað frá mér. Mér fannst ég ekki lengur deila mynd, heldur litlum dropa ofan í hið endalausa streymi af efni á instagram, vonandi að einhver drykki akkúrat minn dropa og melti hann og nyti góðs af honum. Mér fannst ég ekki þrá að öðrum findist ég spennandi og kúl, en í hvert sinn sem ég gerði eitthvað spennandi og kúl varð ég að deila því eins og sönnun um að ég væri í raun spennandi og kúl. Ég gat ekki setið á mér þegar ég borðaði fallegan mat eða þegar ég sá sólarupprás. Ég varð að deila því. Svo gat ég ekki notið neins ein og sjálf, heldur var óstöðvandi ferli í huga mínum sem reiknaði út hvernig fylgjenda hópurinn minn myndi taka efninu, hvernig það passar inn í eitthvað þema sem er í tísku, og hvernig það lætur mig líta betur út. Ég gat ekki horft á blóm eða bíl og fundist hann einfaldlega fallegur, heldur varð ég að ná af honum mynd og meta síðan hvernig fólk tæki við þeirri mynd og hverju ég gæti sagt með myndinni. Mér fannst ég finna fyrir látum þegar ég opnaði instagram, og mér fannst efnið á miðlinum flæða aðeins of frjálst utan um mig. Mér fannst fólkið sem ég sá á skjánum sitja á rúmminu hjá mér, eða bogra yfir mér þegar ég reyndi að teikna eða mála. Mér fannst tónlistin á reels menga á mér hausinn, og mér fannst viðfangsefnin almennt örva mig eitthvað rangt. Nú var þetta allt saman
bara læti. Það var ekki fyrr en rétt fyrir jólin þegar ég eyddi forritinu loksins. Í fyrstu var smá erfitt að geta ekki sótt skemmtun eins auðveldlega, einnig að geta ekki sýnt öllum hvað ég var að gera geggjaða hluti. Ég vissi ekki hvað eitt eða tvö like á story hjá mér gerðu mikið fyrir mig fyrr en ég missti þau. Ég tók ekki jafn ógeðslega mikið af myndum til að mögulega henda inn á instagram. Ég fór að taka myndir af hlutum sem ég vissi að höfðu bara merkingu fyrir mig eina. Mín einstaka sköpun hafði skekkst og breyst svo að fylgjendur mínir sæu eitthvað virði í henni, án þess að ég tæki eftir. Nú tek ég gjarnan myndir af einhverju ómerkilegu bulli, því mér einni líkar við það. Svelt af félagslegu samþykki fór ég að skoða Facebook. Ég ímyndaði mér hvað fólk hugsaði þegar það leit á prófílinn minn. Ég valdi bakgrunns mynd sem betur endurspeglaði persónuleikann minn, svo valdi ég prófílmynd sem ég leit sætari út á. Ég breytti meira að segja prófílmyndinni minni á spotify. Ég fletti í gegnum playlistana mína til að ímynda mér hvernig fólk sæi mig. En á endanum fjaraði þessi þráhyggja út og aðrir vanar komu í staðinn. Ég hangi ennþá yfir sölu grúbbum á Facebook, en mig klæjar ekki lengur í fingurna að geta flett niður hið gífurlega magn efnis sem samfélagsmiðlar matreiða ofan í okkur. Það er erfitt að taka skrefið. Svo eru ekkert allir sem þurfa það. Ég þekki marga sem eru aldrei inni á instagram, en ef þú fannst fyrir nánast fíknarlegum einkennum eins og ég, og laumulegu óörygginu, þá er ekkert mál að vera laus við instagram. Þú þarft bara að ákveða það.
Aníta Björk Ontiveros
Háskólar bjóða upp á allskonar námsleiðir eins og skiptinám, staðnám, starfsnám, fjarnám og fleira. Fjarnám er alltaf að verða sívinsælla og það er gott að skoða möguleika sína þegar að það kemur að því að velja nám. Fjarnám hefur verið mikilvægur ágreiningur í náminu á síðustu árum, og háskólar hafa verið að bæta það upp í nýtt tækifæri. Fjarnám er námsleið sem fer fram á netinu, þar sem nemendur geta tekið námið sitt áfram úr heimabyggð eða samhliða vinnu. Það býður nemendum mikla afleiðingar, sérstaklega þeim sem þurfa að samhæfa nám og vinnu. En hvað nákvæmlega á við þegar talað er um fjarnám? Fjarnám er námsleið sem fer fram á netinu og ekki er gert ráð fyrir rauntímaþátttöku nemenda. Nemendur fylgja skipulagi námskeiða samkvæmt kennsluáætlun og skiladögum verkefna. Ef próf eru í námskeiðum, þá þurfa nemendur að þreyta þau á þeim tíma sem tilgreindur er. Þó að mögulegt sé að ljúka námsleiðinni alfarið í fjarnámi, þá má vera að einhver valnámskeið séu ein-

göngu í boði í staðnámi. Á síðustu árum hefur upplýsinga- og samskiptatæknin verið nýtt í háskólastarfi, bæði í staðnámi og fjarnámi. Nemendur skila verkefnum á netinu og hluti samskipta við kennara og samnemendur fer þar fram. Margar áskoranir mæta háskóla kennurum sem taka
tæknina í sína þjónustu enda er hægt að kalla flesta þeirra nýbúa í þessum tækniheimi. Nemendahópurinn er oftar en ekki mun tæknisinnaðri enda hefur fólk fætt eftir 1980 verið kallað netkynslóðin eða 3G-kynslóðin. Þessi kynslóð lifir í heimi fullum af tækifærum til að nýta tæknina í námi, starfi og
tómstundum þar sem notkun á bloggi, YouTube, MySpace, Facebook og Twitter er daglegt brauð.
Háskólar taka á móti þessum netvædda hópi ungs fólks með sinni hefðbundnu áherslu á fyrirlestra, en einnig sínum rafrænum námsnetum, eða kennslukerfum, sem í upphafi voru
þróuð með kennara í huga, en hafa smá saman færst yfir í að hugsa meira um nemendur, t.d. með rauntímaspjalli og vinnusvæðum fyrir nemendur. Flestir kennarar láta sér nægja að nota helstu möguleika þessara kerfa til að dreifa glærum og öðru námsefnum. Margir hafa uppgötvað hvað það er vinnu sparandi að fá verkefni nemenda á rafrænu formi og sumir fara jafnvel yfir þau á skjánum þó margir velji enn að lesa þau Útprentuð.
Háskólar á Íslandi hafa verið að bæta fjarnámið og eru að reyna að uppfæra og bæta gæðina á þessari námsleið. Háskóli Íslands er einn af þeim háskólum sem býður fjölda námsleiða í fjarnámi. Þeir bjóða upp á námskeið í flestum námsgreinum, þar sem nemendur geta náð viðbótardiplóma, grunnnám og framhaldsnám. Háskólinn býður einnig upp á fjarpróf og bókasafnsþjónustu fyrir nemendur sem eru í fjarnámi. Einnig bjóða háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn í Reykjavík og fleiri upp á þessa námsleið og ég hvet ykkur til að kynna ykkur þessa leið betur.

Um hvað snýst námið?
Þjóðfræðin rannsakar daglegt líf og daglegt brauð: sögur og sagnir, heimilis- og atvinnuhætti, trú og tónlist, siði og venjur, hátíðir og leiki, föt, tísku og matarhætti um heim allan.
Áhersla er lögð á hvernig aðlagar fólk líf sitt og umhverfi að kringumstæðum sem það hefur ekki stjórn á? Hvernig talar fólk saman og lifir í samfélagi hvert við annað, bæði fyrr og nú?
Nemendur tileinka sér sjónarhorn þjóðfræðinnar á samfélagið og læra að beita aðferðum hennar til sjálfstæðra rannsókna. Námið er fjölbreytt og gefur nemendum færi á að vinna inná sínu áhugasviði. Þjóðfræði við Háskóla Íslands er kennd bæði í fjar- og staðnámi.
Hvað gera þjóðfræðingar?
Þjóðfræðingar vinna fjölbreytt störf, þeir geta verið avinnuráðgjafar, blaðamenn, bændur, fararstjórar, fjölmiðlafólk, forstöðumenn og deildarstjórar safna og menningarmiðstöðva, framhaldsskólakennarar, framkvæmdastjórar, fræðifólk, fræðslufulltrúar, grunnskólakennarar, háskólakennarar, hjálparstarfsfólk, klæðskerar, kvikmyndagerðarfólk, kynningarfulltrúar, landverðir, leiðsögumenn, minjaverðir, myndlistarmenn, prestar, rithöfundar, ritstjórar, safnstjórar, safnverðir, skrifstofustjórar, spákonur, sýningarhönnuðir, þáttagerðarfólk og þýðendur.
Auk þess starfa þjóðfræðingar meðal annars við bókaútgáfu, ferðaþjónustu, fornleifarannsóknir, leikhús, menningarsvið sveitarfélaga, náttúruvernd, opinbera stjórnsýslu, ráðgjöf og sýningargerð.

Unnur Lilja Andrésdóttir
Þegar kemur að því að velja háskóla er oft gaman að fjalla um þeirra stefnu varðandi nýsköpun. Því með tímanum erum við öll að þróast. Tæknin í kringum okkur er öll að verða betri og þróast að okkar þörfum. Mikilvægt er að skólar hafi nýsköpun og eru skólar á Íslandi komnir mjög framarlega í nýsköpun. Þegar litið er á heimasíðu háskólanna, þá getur maður fundið upplýsingar um nýsköpun og þeirra stefnu. Nýsköpun er partur af samtímanum, þar sem allt er á met hraða að þróast núna. Allt er að breytast. Sumt hraðar en annað, sem þýðir samt að mikilvægt er að halda huganum opnum og vera tilbúin að aðlagast nýjum tíma og nýrri tækni.
Hægt er að læra nýsköpun og fara á nýsköpunarbrautir. Þar sem hægt er að mennta sig í nýrri tækni og einnig þróa nýja hluti. Þarna færðu tækifæri á að kynnast nýrri tækni og vísindum. Þar

sem þetta er út um allan heim, nýsköpun er partur af okkur öllum. Sama hvar í heiminum maður sé, þá er þetta nýr raunveruleiki fyrir okkur.
Hægt er að nefna notkun gervi greindarinnar, sem er komin inn í samfélagið okkar. Þar sem mikil þróun og nýsköpun hefur verið í henni undanfarinn ár. Hún er auðvitað ekki fullkláruð né fullkomin. Samt sem áður hefur það sýnt sig að hún nýtist í allskonar hluti. Það er mikil nýsköpun í háskólum á Íslandi, hvort sem það innan háskólanna sjálfa eða utan þeirra í samstarfi við önnur fyrirtæki eða allskonar í starfsemum. Það er mikil rannsóknarvinna í háskólum á Íslandi við nýsköpun. Helst er að nefna heilbrigðisvísindi, tækni, sjálfbærni og orku. Allt sem Ísland er frekar framarlega í og er að vinna sig enn framar í. Margir skólar hafa sér brautir og nám fyrir fólk sem vilja mennta sig og æfa sig í nýsköpun. Háskólarnir hafa
verið að styrkja og leggja áherslu á nýsköpun og þróun hennar. Einnig eru fyrirtæki og allskonar aðrar starfsemir að styrkja háskólanna og vinna í samstarfi með þeim.
Nýsköpun hefur ekki einungis áhrif á tæknina samt, þetta getur líka haft áhrif á lífsgæði fólks og samfélagið byggist upp. Þetta er eitthvað sem hefur verið partur af samfélaginu alla sína tíð. Þó væri hægt að segja að núna er meiri vakning meðal fólks að Þetta getur hjálpað eins og í þjónustu geiranum. Svo sem er hægt að nota og koma nýsköpun inn í umhverfsgeiranni og sjálfbærni. Þar sem hlýnun jarðar er það sem er mikið rætt um í samfélaginu. Getur nýsköpun og þróun á tækni verið eitthvað sem hjálpar til með að draga úr mengun og komið af stað fleiri endurvinnanlegum orkugjöfum. Síðan er hægt að nýta það í heilbrigðisvísindum. Þar er hægt að finna upp á nýjum lyfjum og aðferðum til
Hvers konar gælu hlutur ert þú út frá ferðalagi sem þú skipuleggur?
Ninja Sól Róbertsdóttir
Hvert myndir þú fara?
A Barcelona
B Þýskalands
C Japan
D Dubai
Með hverjum myndir þú fara?
A Vinum mínum
B Engum
C Makanum mínum
D Fjölskyldunni minni
Hvað yrðir þú lengi?
A 10 daga
B TBD
C Mánuð
D Tvær vikur
Hvað færi tíminn þinn helst í?
A Sólbað og borða ávexti
B Ferðast (ekki á túrista svæðunum)
C Skoða menninguna og versla
D Synda í sundlauginni og drekka óáfenga kokteila
Myndi þér hlakka til að koma heim þegar ferðin líður á seinni helming?
A Smá
B Hvernig á ég að svara því núna?
C Nei
D Já, en bara til að drekka íslenskt vatn aftur
Hvaða minjagrip myndir þú koma með heim?
A Segul
B Ljósmyndir og ljóð
C Styttu af fígúru, stílabók, segul, lampa, húfu, símahulstur oflr
D Typpa upptakara eða myndir úr stafrænu myndavélinni minni

að lækna kvilla og sjúkdóma. Nýsköpun og þróun í þeim geira, getur skipt sköpun. Það getur bjargað lífum. Allir geta hjálpast að og nýtt sína sköpunargleði til að koma af stað nýrri tækni til að hjálpa öðrum.
Einnar helst er að nota nýsköpun í því að bæta nám. Gefa næstu kynslóð betri tækifæri og betra aðgengi að námi. Það er eitthvað sem allir á undan okkur gerðu og við eigum að gera fyrir næstu kynslóðir okkar. Öll þróun, hvort sem hún er slæm eða góð, getum við lært af og getum nýtt til að gera heiminn og samfélagið betra. Þannig mikilvægt er að hafa í huga að við viljum bæta okkar lífsgæði og þeirra sem koma á eftir okkur. Það er mikilvægt fyrir okkur og þeim sem taka við okkur. Með þróun menntunar, getum við unnið að því að gera betra samfélag og grunn fyrir okkar næstu kynslóð.
Flest A:
Pet mango
Þú ert skemmtileg og elskuleg manneskja sem er gott að kúra og borða ávexti með.
Flest B:
Pet rock
Þú ert út af fyrir þig veist alltaf hvar vegabréfið þitt er. Þú ert geggjað skemmtilegur og elskulegur, en það vita það ekki allir því þú hleypir ekki öllum innum hörðu skelina þína.
Flest C: Tamagotchi
Þú ert stuðbolti sem fílar að sökkva sér ofan í áhugamál. Þú ert litríkur persónuleiki, alveg eins og tamagotchi lykklakippurnar. Þú ert dugleg manneskja, en það má ekki gleyma þér því þá dofnar aðeins yfir þér í einmannaleikanum.
Flest D: Alvöru gæludýr Þú ert bara flottur. Já, flottur. Hvorki eitt né annað. Bara… flottur.

Viðtal við Sigrúnu Hermannsdóttur og Önnu Marsilbil Clausen.
Hugmyndadagar RÚV fara fram tvisvar sinnum á ári og í ár eru þeir 9.-10. apríl. Þeir hafa verið haldnir síðan í október 2017 og inn borist margs konar og fjölbreyttar hugmyndir, meira en 2.500 talsins. Allir geta sent inn hugmyndir og ekkert takmark á hugmyndum fyrir hvern einstakling þótt hafa má bakvið eyrað að gæði fara fram yfir magn. Það tapar enginn á því að senda inn tillögu að hugmynd af efni, af hverju ekki að senda ínn? ,,Við erum að reyna finna þig sem hugmyndasmið (Sigrún Hermansdóttir)”
Finna má frekari upplýsingar inn á ruv.is/hugmyndadagar.
Þær Sigrún Hermansdóttir og Anna Marsibil Clausen gáfu sér tíma og útskýrðu betur þessa Hugmyndadaga, ferlið á bakvið þá, framhaldið og fleira.
Hver er tilgangur Hugmyndadaganna?
Tilgangur Hugmyndadaganna er að fá almenning til þess að senda inn tillögur að efni sem RÚV getur framleitt. Með því að fá almenning inn í hugmynd af efnisgerð RÚV verður meiri fjölbreytni en ef það væri bara verið að finna upp á einhverju innan veggja RÚV. Hugmyndir sem verða að veruleika geta síðan verið nýttar til þess að svara ákveðni eftirspurn og/ eða brjóta upp línulega dagskrá RÚV.
Finnst ykkur þið ná til almenningsins?
Alltaf koma inn hugmyndir á Hugmyndadögum og er því ljóst að almenningur er að taka eftir Hugmyndadögunum. Alltaf einhverjar hugmyndir sem verða að veruleika eftir hverja Hugmyndadaga. Einstakar og persónubundnar hugmyndir eru gjarnan þær sem eru sendar inn og greinilegt að fólk hefur að sýna fram á hæfileika til þess að koma upp með og búa til efni.
Hversu mikið magn af hugmyndum er verið að senda inn?
Fyrst voru 200 hugmyndir. Núna 5090 hugmyndir. Fólk er búið að læra aðeins inn á þetta.
Dæmi um hugmyndir sem hafa orðið að veruleika?
Fuglafit, Hinseginleikinn, Súrinn, Hann er það pönk, Heimavistin, Dagbók Jóns gamla.
Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að hugmyndin sé íhuguð?
Skoða dagskránna sem RÚV hefur upp á að bjóða. Þannig er hægt að kynna sér hvað er í gangi núna, hvað hefur verið áður o.fl. Í rauninni engin ákveðin skylirði sem hugmyndin þarf að uppfylla en þetta snýst allt um þroska hugmyndarinnar. Ekki er verið að vinna með eiginleg tikk box heldur frekar á alla þá mismunandi eiginleika sem hver og ein hugmynd hefur fram á að bjóða og hver er á bakvið hugmyndina.. Ekkert persónulegt ef hugmyndin er ekki tekin inn heldur bara þroski hugmyndarinnar. ,,Við viljum hjálpa fólki að þroskast sjálft (Sigrún Hermannsdóttir).”
Hvernig er ferlið frá hugmynd að veruleika?
Pt 1:
• Hugmynd send inn
• Skilgreining hugmyndar
• Hugmyndir flokkaðar á rásir
• Kynning frá hugmyndasmiðunum
• Gagnrýni frá kynningunni
Pt 2:
• Beint samband við viðkomandi
• Samtal milli viðkomandi og stjórnenda innan deildar RÚV
• Viðkomandi fær ritstjóra
• Framkvæmdar áætlun gerð
• Skrifað undir samning
• Vinnsla þáttana hefst
• Viðkomandi byrjar að vinna
• Svo kemur þetta út
Og eftir það?
Mjög mismunandi hvernig þetta fer. Oftast eru þetta 2-3 þættir sem notaðir eru til þess að brjóta upp hefðbundna dagskrá RÚV. Hægt er síðan að nota efnið aftur seinna. Leiðsögn og samstarf milli viðkomandi og RÚV þarf að vera í góðu lagi og svo hægt sé að tala um framhaldið.
Hver er í teyminu á bakvið Hugmyndadagana?
Alltaf fleiri á bakvið þetta en ritstjóri og hugmyndasmiður. Margar hendur vinna saman til þess að gera hugmyndina að veruleika en megin vinnan lendir á hugmyndasmiðnum og ritstjóranum.
Finnst ykkur þetta verkefni hafa þróast mikið síðan 2017? Þroskaðri hugmyndir núna heldur en komu inn á fyrstu Hugmyndadögunum. Hugmyndirnar eru að koma frá fólki sem hefur náð að hugsa hugmyndina sína lengra heldur en bara byrjunarstig. Engin innihald breyting samt. Meiri framkvæmdargleði og áhugi skín í gegn með árunum.
Er eitthvað ákveðið sem þið eruð að leitast eftir í ár?
Rás 1 leitar af efni fyrir börn og ungt fólk og þá kannski helst búið til af ungu fólki svo hægt sé að ná betur til þeirra. Rás 2 leitar af þáttum sem tengjast tónlist og þá helst eitthvað sem endurspeglar tíðaranda, strauma og stefur.
Hvenær er opið fyrir hugmynda innsendingar 2025? Núna og umsóknarfrestur er til 26. mars.
Hvernig eru þið að auglýsa Hugmyndadagana?
Samlesnar auglýsingar á rás 1 og 2, skjá auglýsingar, samfélagsmiðlar o.fl.

Að stíga inn í líkamsræktarstöð í fyrsta skiptið getur verið kvíðvænleg hugsun, en það gæti verið ein besta ákvörðun sem þú tekur í framhaldsskóla. Þegar þú neyðist til að fórna svefni vegna prófa og hella í þig orkudrykkjum til að halda þér vakandi á daginn skiptir öllu máli að gefa heilsunni athygli. Að æfa reglulega styrkir ekki aðeins líkamann, heldur sálina líka – skipulögð líkamleg áreynsla eykur einbeitingu og orku. Hvort sem þig langar til þess að verða sterkari, auka sjálfstraust þitt eða bara koma upp góðri venju er líkamsræktin kjörin leið til að bæta sjálfan sig. Hér fyrir neðan er æfingaplan sem er upplagt fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Gott er að miða við eftir hvert sett að hafa 1-2 endurtekningar eftir. Hver æfing verður sett upp svona: (Nafn æfingar) (fjöldi setta)x(fjöldi endurtekninga).
Push-Pull-Legs
Þennan strúktúr af æfingaplani má rekja til vaxtarræktarmanna snemma á 20. öld, en varð ekki vinsælt fyrr en leikarinn og vaxtarræktarmaðurinn Arnold Schwarzenegger byrjaði að nýta það. Hann hafði mikla trú á æfingaplönum sem voru skipulögð og gáfu vöðvunum nægan tíma til að jafna sig milli æfinga. Þó að þessi strúktúr sé afar vinsæll hjá vaxtarræktarköppum er það einnig tilvalið fyrir þá sem vilja auka almenna heilsu sína vegna þess hve sveigjanlegt það er. Hægt er að keyra þetta æfingaplan á tvö vegu: með því að taka þrjár æfingar á viku eða sex æfingar á viku. Hér fyrir neðan mun ég gefa valkosti fyrir bæði þriggja og sex daga skipulag.
Æfingar 1/4 – Push
• Bekkpressa 3x6
• Axlapressa (m. Handlóðum) 3x8
Chest Fly 3x10
• Tricep Extension 3x12
• Lateral Raise 3x15
Æfingar 2/5 – Pull
• Réttstöðulyfta 3x3 – Bent Over Row 3x8 (Réttstöðulyfta á æfingu 2, Bent Over Row á æfingu 5)
• Lat Pulldown 3x12
• Bicep Curl 3x12
• Seated Row 3x12
Æfingar 3/6 – Legs
• Hnébeygja 3x8
• Leg Extension 3x12
• Leg Curl 3x12
• Hip Thrusts 3x15
Aníta Björk Ontiveros
Viðbragðsaðilar eru þeir sem hjálpa okkur þegar að við þurfum og biðjum um hjálp. Viðbragðsaðilar eru oft fyrstir á vettvang og aðstoða við áföll og neyðartilvik, og þau gegna lífsnauðsynlegu hlutverki í því að tryggja öryggi og velferð samfélagsins. Þessir hetjur, sem oft vinna í bakgrunni, eru grunnaðstoð samfélagsins og eru oftast fyrstir til að mæta á staðinn þegar eitthvað fer úrskeiðis. Þegar hamfarir á sér stað t.d. við jarðskjálfta, flóð eða eldgos, er það hlutverk viðbragðsaðila að bregðast hratt við til að bjarga mannslífum, veita fyrstu hjálp og tryggja að fólk sé flutt í öruggt skjól. Þeir hafa yfirgripsmikla þjálfun í ýmsum björgunar- og neyðaraðgerðum, og oft þurfa þeir að takast á við hættulegar og krefjandi aðstæður. Í þessari grein verður farið í saumana á störfum viðbragðsaðila, hlutverki þeirra, áskorunum sem þeir mæta, og mikilvægi þeirra fyrir öryggi og samfélag. Viðbragðsaðilar eru skilgreindir sem einstaklingar sem eru þjálfaðir og búnir til að bregðast við neyðartilvikum. Þetta felur í sér eldvarnaþjónustur, lögreglu, sjúkraflutningamenn, sjúkraliða, landhelgisgæslan og fleiri. Viðbragðsaðilar eru þjálfaðir í að bregðast við margvíslegum neyðartilvikum, allt frá náttúruhamförum til umferðarslysa, eldsvoða, ofbeldis og heilsufarsáfalla.
Slökkviliðið Eldvarnaþjónustan er mjög mikilvæg þar sem að ef að aðili t.d. lendir í því að festast inni í brennandi byggingu þá hefur hann ekki mikinn tíma til að reyna að komast út á lífi, og slökkviliðsmenn stofna sér of í hættu til að aðstoða og bjarga þegar að svona kemur upp á en einnig aðstoða þau við fleiri hlutverk.
Slökkviliðsmenn eru þjálfaðir í að takast á við eld, bjarga fólki úr brennandi byggingum og tryggja öryggi á vettvangi. Þeir vinna líka að forvörnum með því að fræða almenning um eldvörnum, staðsetja eldvarnartæki og framkvæma eldvarnareftirlit. Eldvarnaþjónustan hefur einnig sérhæfðar sveitir sem takast á við hættuleg efni, björgun úr háhýsum og á sjó. Þeir eru þjálfaðir í að vinna undir miklum þrýstingi og taka mikilvægar ákvarðanir á skömmum tíma.

Lögreglan
Lögreglan hefur það meginhlutverk að viðhalda lögum og reglu og tryggja öryggi borgaranna. Lögreglumenn eru fyrstu viðbragðsaðilar þegar kemur að glæpum, ofbeldi og öðrum brotum. Þeir framkvæma rannsóknir, handtaka sakborninga, stjórna umferð og tryggja öryggi almennings á opinberum stöðum og viðburðum. Auk þess taka lögreglumenn þátt í samfélagsþjónustu, þar á meðal að fræða ungt fólk um glæpi og forvarnir.
Sjúkraflutningamenn og sjúkraliðar
Sjúkraflutningamenn og sjúkraliðar eru lífsnauðsynlegir viðbragðsaðilar þegar kemur að heilsufarsáföllum og slysum. Þeir eru þjálfaðir í að veita bráðaheilsuhjálp, meta ástand sjúklinga og flytja þá á öruggan hátt á sjúkrahús. Með öflugri þjálfun og sérhæfðum búnaði geta sjúkraflutningamenn og sjúkraliðar brugðist hratt við og veitt nauðsynlega umönnun í neyðartilvikum. Þeir vinna oft undir miklum þrýstingi og þurfa að taka mikilvægar ákvarðanir á vettvangi.
Landhelgisgæslan
Landhelgisgæsla Íslands gegnir mikilvægu hlutverki í að tryggja öryggi á íslenskum hafsvæðum. Hún er ábyrg fyrir eftirliti með fiskveiðum, lögreglustörfum á sjó og björgunaraðgerðum. Landhelgisgæslan gegnir einnig hlutverki við að koma í veg fyrir mengun og vernda umhverfið. Landhelgisgæslan starfar með nýjustu tækni til að fylgjast með
hafsvæðum og bregðast hratt við neyðartilvikum. Hún er búin skipum, þyrlum og öðrum búnaði til að veita nauðsynlega aðstoð og aðgerðir. Á hverju ári framkvæmir Landhelgisgæslan fjölmargar björgunaraðgerðir og sinnir mikilvægu eftirliti með fiskveiðum til að tryggja sjálfbærni fiskistofna. Hún hefur einnig alþjóðlegt samstarf við aðrar strandgæslur og stofnanir til að tryggja öryggi á Norður-Atlantshafi. Starfsfólk Landhelgisgæslunnar er vel þjálfað og vinnur óeigingjarnt starf við að tryggja öryggi sjófarenda og vernda íslenskt hafsvæði.
Áskoranir
viðbragðsaðila Þrátt fyrir mikilvægi þeirra mæta viðbragðsaðilar mörgum áskorunum í starfi sínu. Ein af stærstu áskorunum er að vinna undir miklum þrýstingi og taka mikilvægar ákvarðanir á skömmum tíma. Þetta getur leitt til streitu og kulnunar, sem hefur áhrif á andlega og líkamlega heilsu viðbragðsaðila. Rannsóknir hafa sýnt að viðbragðsaðilar eru í meiri hættu á að þróa með sér áfallastreituröskun (PTSD) vegna eðli starfsins. Einnig standa viðbragðsaðilar frammi fyrir áskorunum þegar kemur að fjármagni og búnaði. Í mörgum tilfellum eru þau með takmarkaðan aðgang að nýjustu tækni og búnaði sem getur haft áhrif á getu þeirra til að bregðast við á áhrifaríkan hátt. Auk þess getur skortur á mannauði og þjálfun haft áhrif á viðbragðshæfni þeirra. Það er því mikilvægt að samfélög og yfirvöld styðji við viðbragðsaðila með því að tryggja þeim
nægilegt fjármagn og stuðning. Ein af helstu styrkleikum viðbragðsaðila er samvinna þeirra. Viðbragðsaðilar vinna oft saman á vettvangi til að tryggja sem besta útkomu fyrir þá sem þurfa á aðstoð þeirra að halda. Þetta felur í sér samvinnu milli slökkviliðs, lögreglu og sjúkraflutningamanna, sem og annarra sérhæfðra björgunarsveita. Þessi samvinna er lykilatriði í því að tryggja árangursríkar og samræmdar aðgerðir í neyðartilvikum. Viðbragðsaðilar eru þjálfaðir í að vinna saman og miðla upplýsingum á áhrifaríkan hátt, sem tryggir að allar aðgerðir séu samhæfðar og skilvirkar.
Hetjur samfélagsins
Viðbragðsaðilar gegna mikilvægu hlutverki í að tryggja öryggi og velferð samfélagsins. Þeir eru oft fyrstu aðilarnir sem koma á vettvang þegar neyðartilvik eiga sér stað, og þeirra hlutverk er að tryggja að öll aðstoð sé veitt hratt og örugglega. Í mörgum tilfellum eru viðbragðsaðilar þeir sem bjarga mannslífum, koma í veg fyrir frekari skaða og tryggja að fólk fái nauðsynlega aðstoð. Verkefni þeirra eru fjölbreytt og krefjast mikillar þekkingar, hæfni og útsjónarsemi. Viðbragðsaðilar eru einnig mikilvægir fyrir samfélagið í heild sinni, þar sem þeir stuðla að öryggi og vellíðan borgaranna. Þeir vinna að forvörnum með því að fræða almenning um öryggismál, eldvörnum, heilsufarsáhættu og forvörnum gegn glæpum. Auk þess taka viðbragðsaðilar þátt í samfélagsþjónustu og stuðla að því að bæta lífsgæði fólks. Þeir eru
mikilvægur hluti af félagslegu neti sem tryggir að samfélagið virki vel og sé öruggt fyrir alla borgara.
Framtíð viðbragðsaðila er björt, en það eru mörg svið þar sem áframhaldandi þróun og framfarir eru nauðsynlegar. Með tækniframförum og nýrri tækni eru viðbragðsaðilar betur búnir til að bregðast við neyðartilvikum á áhrifaríkari hátt. Þetta felur í sér notkun dróna, snjallsímaforrita, aukið gagnasöfnun og greiningu til að bæta viðbragðsáætlanir og stjórnun á vettvangi. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á þjálfun og menntun viðbragðsaðila. Regluleg þjálfun og áframhaldandi menntun eru lykilatriði í því að tryggja að viðbragðsaðilar séu vel undirbúnir til að takast á við nýjar áskoranir og þróanir í starfi sínu. Það er einnig nauðsynlegt að tryggja nægilegt fjármagn til að styðja við viðbragðsaðila og búnað þeirra. Samvinna á milli landa er einnig mikilvæg til að tryggja samræmdar og skilvirkar aðgerðir í neyðartilvikum sem fara yfir landamæri. Alþjóðleg samvinna og miðlun þekkingar getur hjálpað viðbragðsaðilum að læra af reynslu annarra og bæta aðferðir sínar og verklag. Þó að viðbragðsaðilar séu þjálfaðir til að takast á við óvæntar og hættulegar aðstæður, er einnig mikilvægt að þeir fái þá andlegu og líkamlegu aðstoð sem þeir þurfa. Stöðug þjálfun og stuðningur er nauðsynlegur til að tryggja að þeir séu alltaf tilbúnir til að veita þá þjónustu sem við treystum á.

Hefur þú heyrt um looksmaxxing eða önnur hugtök sem enda á ,,maxxing”?
Eflaust, en ef þú hefur ekki tekið eftir þessum frasa, þá þýðir hann að gera eitthvað alveg til síns fyllsta, og meira en það. Að fara alla leið, að gera meira en nóg, að ,,grænda”.
Í dag segir menningin okkur að við séum ekki að gera nóg, við séum ekki að gera það nógu oft, ekki nógu vel, ekki nógu fyllilega. Að við séum ekki að nýta eiginleika okkar til að skara fram úr. Að ef við erum ekki á toppnum á öllu í lífi okkar, erum við ljótir ónytjungar. Slík öfga hugsun kemur af stað skaðlegum viðhorfum og þráhyggju hegðun. Okkur er sagt að við séum ekki nógu góð, þannig við hlaupum af stað og grípum í það sem lætur okkur líða eins og við séum að fara vel með okkur. Við föstum á hverjum degi í tuttugu og tvo tíma, við borðum einungis hreina fæðu, við förum að smúla andlitið á okkur með gua sha verkfærum, við sitjum í gufunni þangað til síðustu lífsánægju droparnir hafa bráðnað niður á gólf, við getum ekki þvegið hárið vegna kísilsins í vatn-
inu. Ég gæti haldið áfram. Okkur finnst við vera með allt niðrum okkur, svo við beitum hörku sem við teljum að muni bæta okkur og útlit okkar. Við föllumst á demants myndlíkinguna; Að mesti þrýstingurinn búi til fallegasta demantinn. En við erum ekki steinar heldur manneskjur. Við getum ekk lagt á okkur endalausann þrýsting og ætlast til að koma vel út úr því. Ef við hægjum aldrei á okkur mun líkaminn gera það fyrir okkur. Til þess að koma í veg fyrir að líkaminn taki okkur úr umferð, verðum við að hægja á okkur af og til. Við tökum pásu frá looksmaxxing til að slowmaxxa. Það eru ótal leiðir til að slowmaxxa. Það er hægt að ganga leið sem tæki helmingi styttri tíma með strætó, það er hægt að elda eitthvað sem tekur dag eða tvo að verða tilbúið. Það er hægt að bogra yfir kaffi sem tekur 12 mínútur að búa til. Finndu eitthvað í þínu lífi sem er hægt að gera hægar, því slowmaxxing er bara núvitund í nútímalegu tiktok ívafi. Ég nýti til dæmis það að naglalakka tærnar á mér sem ég geri einu sinni til tvisvar í mánuði. Ég lakka fyrstu um-
Anton Haukur Þórlindsson
Ekki er svo langt síðan að mælsku- og ritlist voru með virtustu hæfileikum samfélagsins, og nær allir menntskælingar dunduðu sér við yrkingar, ritsmíð eða ræðumennsku. Með þess konar brasi þjálfaði æskulýður landsins sköpunargáfuna, rökhugsunina og samskiptarhæfileikana. Við yrkjun ljóða jukum við orðaforða okkar og þjálfuðum tilfinninganæmi. Með ræðuskrifum og ræðuhaldi skerptum við rökfærslu okkar og lærðum að koma flóknum hugmyndum á framfæri á skýran og skiljanlegan hátt. Með tilkomu samfélagsmiðla sem verðlauna stuttort og merkingarlaus skilaboð yfir djúp og merkingabærar hugleiðingar er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að æfa ræðuhöld, skrif og almenn samskipti.
Mælskulist í akademíunni
Að vera mælskur er undirstöðuatriði ef þú vilt mennta þig. Hvort sem það er að skrifa rannsóknargreinar, taka þátt í rökræðum eða setja fram niðurstöður rannsókna verða nemendur sem geta tjáð sig á skýran og sannfærandi hátt eftirsóttari en aðrir. Prófessorar og samnemendur kunna vel að meta vel rökréttar, rökstuddar rökfærslur og nákvæmt málfar. Sterkir samskiptahæfileikar
eykur samvinnugetu og gerir
þér kleift að vinna með samnemendum á skilvirkari hátt og leyfa þér að taka þátt í vitsmunalegum samskiptum við þá.
Sjálfstraust og tjáning
Þó að mælskan skipti miklu máli í akademísku umhverfi gegnir hún einnig lykilhlutverki í persónulegum þroska. Framhaldsskólaárin eru árin þar sem þú mótar heimssýn þína og finnur hvernig manneskja þú vilt verða. Að geta tjáð hugsanir sínar á skýran hátt hjálpar þér við að geta treyst eigin skoðunum og hugmyndum. Hvort sem það er að geta talað opinberlega, varið skoðanir þínar eða tekið þátt í heimspekilegum umræðum þá er mælskan lykillinn að því að aðrir heyri og virði það sem þú segir. Þessi færni er mikilvæg í öllum málflutningi, hvort sem það sé í leiðtogahlutverkum eða félagslegum aðstæðum þar sem skýr, sannfærandi samskipti geta hvatt til breytinga.
Sambönd og samskipti
Gagnvirk samskipti eru lykillinn að góðum heilbrigðum samböndum, hvort sem það er að mynda vinatengsl við samnemendur þína, eiga samskipti við kennara þína eða láta í þér
ferðina og læt hana þorna áður en ég ber aðra umferð á. Ég læt þær þorna alveg í gegn áður en ég dýfi eyrnapinna í naglalakkaeyði og fer að stroka út mistök sem hafa klínst á húðina. Mér leiðist smá að skrifa um ferlið, en það er nákvæmlega tilgangurinn. Gerðu eitthvað sem er ekki spennandi. Stattu yfir grjónagrauti sem þú getur eldað ofan í fjölskylduna. Það er að minnsta kosti 40 mínútna ferli sem er frekar leiðinlegt. Á meðan slowmaxxing ferlinu stendur máttu ekki sækja spennu og skemmtun í símann eða hlaðvarp eða hvað sem er sem lætur tímann líða hraðar. Reyndu að standa aðeins í þér og líttu inn á við í verkinu. Stundum lærir maður að kannski var 48 tíma smáköku uppskriftin ekki þess virði að yfirtaka eldhúsið, eða að 40 mínútur fyrir grjónagraut er ekki að fara að hagnast neinum því allir á heimilinu eru með mjólkuróþol. En ef þú helgar þig verkefninu og gefur þér rými og tíma til að hægja á þér, þá muntu finna hvað þú getur nýtt í að slowmaxxa, og þegar þú temur þér slowmaxxing muntu fyrirbyggja streitu árekstra og óreiðu í lífinu og huganum.


heyra í samfélaginu. Hæfni til að tjá tilfinningar sínar og hugmyndir stóreykur líkurnar á því að aðrir skilji þig. Mælska mun gagnast þér á öllum sviðum einkalífsins, hvort sem það er við að leysa ágreininga eða einfaldlega að taka þátt í samtölum.
Varðveitum mælskulistina
Í heimi sem skilvirkni er oft sett í forgang fram yfir dýpt er enn mikilvægt að þjálfa mælskulistina. Með því að þróa hæfni
þína til að tjá þig undirbýrðu þig ekki eingöngu fyrir framtíðarnám og framtíðarstörf, heldur auðgar þú einkalíf þitt og gerir þér kleift að tjá þig í öllum þeim málefnum sem skipta þig máli. Að vera vel mælskur gerir þér kleift að sigla inn og út úr hvaða félagslegu aðstæðum sem er af sjálfstrausti og yfirvegun.
En hvernig verð ég mælskari?
Ef þú vilt auka mælsku þína er ein besta leiðin að fylgjast með þeim sem eru góðir að miðla mál sitt – hvort sem það er með
því að hlusta á hlaðvörp eða lesa greinar. Að lesa og hlusta á vel rökstuddan málflutning getur hjálpað þér með að setja hugmyndir þínar í letur. Að æfa sig er alveg jafn mikilvægt, hvort sem það er að taka þátt í samtölum í tímum eða eiga í rökræðum við félaga þína. Litlar breytingar, eins og að venja sig af notkun hikorða, geta skipt sköpum. Að skrifa hluti niður, til dæmis með því að skrifa dagbók, hjálpar líka gríðarlega við að skipuleggja hugsanir þínar og þjálfar þig í að koma þeim í letur.
HFÉLAGSFRÆÐI
Nám í félagsfræði opnar fjölbreyttar leiðir út í
UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 5. JÚNÍ

markaðan ramma utan um hvernig maður á að vera, sem er af mörgum tekið sem því að „þú verður að haga þér svona.“
Með því að auka skilning á því að hver og einn er öðruvísi og að það passa ekki allir inn í þennan samfélagslega kassa, er hægt að fræða forvitna nemendur um hvernig það er að vera hinsegin og með því að vera
Um hvað snýst námið?

Hefurðu einhvern tíma velt því fyrir þér af hverju samfélög virka eins og þau gera? Hver hefur völdin – og hvers vegna? Í félagsfræði skoðar þú valdatengsl og félagslegar skipanir sem móta heiminn í kringum okkur.
völdin í því. Það eina sem Kristján Páll Kolka Leifsson gerði, félagsfræðikennari í FÁ, var að senda einn tölvupóst á nemendur til að kanna
Félagsfræðin spannar fjölbreytt rannsóknarsvið, þar á meðal afbrot, heilsu, ójöfnuð, dægurmenningu, atvinnulíf, fólksflutninga og íþróttir.
Markmiðið er að greina samfélagið á kerfisbundinn hátt með sérstakri áherslu á nútímasamfélag.
Stjórn Hinsegin Ármúla hefur ákveðið að halda áfram með að reyna að sameina hinseginfélög framhaldsskólanna með því að gera eitthvað skemmtilegt saman og býður því nemendum allra skóla á framhaldsskólastigi að koma og
Hvað er Regnbogastofa Hinsegin
og var þá ákveðið að segja bæði gleðisögur og sorgarsögur. Á sambandsstjórnarfundi SÍF 23. – 24. mars
Vinnumarkaðurinn krefst sífellt meiri þekkingar og með félagsfræði öðlast þú sterkan grunn fyrir fjölbreytt störf. Námið gefur þér bæði möguleika á framhaldsnámi og fjölbreyttum störfum þar sem innsýn í samfélagslega ferla og gagnrýnin hugsun skiptir lykilmáli.
Fjölbreyttir möguleikar á
Félagsfræðingar á Íslandi hafa fjölbreytta möguleika á vinnumarkaði, bæði í opinberum og einkareknum stofnunum, sem og í rannsóknum og frjálsum félagasamtökum. Þeir starfa t.d. hjá Félagsvísindastofnun HÍ, Hagstofu Íslands, Velferðarráðuneytinu, Þjóðskrá, Hagstofu Íslands, Rauða krossnum, UNICEF og Barnaheillum svo fátt eitt sé nefnt.
Í Regnbogastofunni verður hægt að horfa á mynd, spila borðtennis, spila fúsball, fara í tónlistarherbergi skólans til að slá á hljóðfæri eða hvað annað sem nemendum dettur í hug. Regnbogastofan er lýðræðisleg stofa þar sem ákveðið verður í sameiningu hvað gert verður hverju sinni. Verði þátttaka annarra skóla í Regnbogastofuna góð er sá möguleiki að fara saman að gera eitthvað utan skólans opinn, eins og að fara í pool, bíó eða hvað annað sem hinseginfélögum skólanna dettur í hug. Regnbogastofan er samt ekki alltaf bara fyrir hinsegin nemendur heldur er hún fyrir alla nemendur sem vilja fræðast svolítið um hinsegin nemendur. Vilji nemandi til dæmis fræðast um það hvernig eigi að tala við hinsegin nemendur eða hvernig eigi að hegða sér í kringum hinsegin nemendur, þá er tilvalið að koma í Regnbogastofuna og fá smá fræðslu beint frá þeim hinsegin nemendum sem vilja deila þeim upplýsingum. Komi nemendur til með að vera með einhverja fordóma þá mun Hinsegin Ármúli taka mjög hart á þeim þar sem Regnbogastofan er ákveðið öryggisnet fyrir hinsegin nemendur í framhaldsskólum. Ekki allir fundir veða opnir öllum nemendum og er hægt að fylgjast með á Facebook síðu Hinsegin Ármúla hvenær stofan verður lokuð. Það er svo að hinsegin nemendur geti fengið aðstoð eða hjálp við einhverjar aðstæður sem þau hafa lent í vegna annarra hinsegin nemenda. r

NÁNAR Á HI.IS/FELAGSFRAEDI
Standa stafir í þér?
Við erum með hljóðbækur fyrir framhaldsskólanema í öllum fögum.
Átt þú rétt á þjónustu okkar?
Kannaðu málið á: www.hbs.is

Bókasafn fyrir blinda, sjónskerta og prentleturshamlaða
Unnur Lilja Andrésdóttir
Þegar ungmenni útskrifast úr grunnskóla, er oft tekið því sjálfsagt að þau fari beint í framhaldsskóla. Þá er gefin hjálp í grunnskólum landsins við að velja eftir sínu áhugasviði, oft er tekinn könnun hvað maður hefur áhuga á og valið út frá því framhaldsskóla. Þetta hjálpar mörgum við það að velja og styður undir það að velja eftir sínu áhugamáli. Hins vegar þegar kemur að því að velja háskóla, er smá hængur á. Þá er verið að velja braut eftir sínu áhugamáli, hins vegar getur þú síðan haldið áfram með þitt áhugamál á háskólasviði. Sumir velja að halda námi sínu, sumir velja að breyta algerlega til.
Það eru margar leiðir sem hægt er að taka í háskóla, margar brautir og mismunandi nám sem hægt er að velja sér. Allt fer þetta eftir áhugasviði hvers og eins, en líka eftir hvað þeir vilja stefna að í framtíðinni.
Framhaldsskólar eru algjörlega mismunandi og brautirnar eru mjög margar. Einnig eru brautirnar mismunandi, allt frá því að vera verklega yfir í bóklegar. Hægt er að taka framhaldsskólann með allskonar prófum. Margir taka smiðinn eða flugstjórann ef þeir hafa áhuga á því með framhaldsskólann. Síðan er hægt að fara í háskólann til að halda áfram náminu.
Helsti undirbúningurinn er að fara í framhaldsskóla, þar sem flest allir háskólar taka inn nemendur ef þeir hafa lokið stúdentsprófi. Síðan er mismunandi eftir hvaða braut maður er á, yfir

í hvað maður heldur áfram að læra. Þannig helsti undirbúningur námslega er að vera í framhaldsskóla. Síðan er margt annað sem hægt er að nýta sér í námið, eins og gott skipulag eða námstækni sem hentar hverjum og einum.
Með því að læra í framhaldsskóla, ertu að læra að læra. Þá ertu að læra á sjálfan þig og hvernig þú lærir. Þetta er framhald á grunnskólanum, sem er að efla þig í grunninum af því sem þú þarft að læra fyrir lífið í samfélaginu. Þar er verið
að efla þig félagslega og æfa þig í allskonar lífsleikni. Eins og lestur, grunnur af stærðfræði, elda, sauma, smíða og mála, o.s.frv. Allt eitthvað sem nýtist í lífinu. Síðan þegar farið er í menntaskóla, kemur að framhaldinu á grunnskóla. Þar getur þú valið aðeins sértækara nám eftir þínu áhugasviði og það sem varðar framtíðina. Síðan þegar kemur að háskólanum og háskólanámi, þá velur þú þér eftir því sem þú vilt gera í framtíðinni, eða ekki gera í framtíðinni en villt samt mennta þig í því, þar sem þú hefur áhuga á þeirri fræði. Háskólar eru ennþá meira sértækari og mjög nákvæmir eftir námi. Þar ert þú að halda áfram með framhaldsskólann, nema bara á háskóla stigi. Þá á hæsta stiginu. Síðan auðvitað mismunandi hversu mikið nám þú tekur að þér og hversu hátt stig þú stefnir að. Hvort sem það er Ba-ritgerð og gráða, eða meistaragráða eða doktors gráða. Allt er hægt og getur hver og einn sótt eftir námi sem hentar þeim. Helsti undirbúningurinn á sér stað eins og fyrr var sagt, í hinum skólanum. Þar er kennt manni að læra og hvernig best er að læra almennt. Það getur samt verið gott að undirbúa sig á annan hátt einnig. Eins og það að taka sér smá pásu inn á milli, til að upplifa núið og vera til án þess að þurfa að hugsa um eitthvað annað. Þar sem það getur verið gott hjálpartæki þegar námið virðist vera erfitt og óyfirstíganlegt. Það er gott að hafa mikið að gera, en samt þarf að passa sig að gera ekki allt of mikið né að ofgera sér.




Mótmæli
og hljóð
Víf Ásdísar Svanburs







1. Í hvaða framhaldsskóla gekkst þú?
Kvennaskólann í Reykjavík. 2. Ef þú mættir velja eitt fag til að kenna í framhaldsskóla, hvaða fag væri það?
Ég held að það væri gaman að kenna mannkynssögu.
3. Manst þú eftir einhverju einstaklega fyndnu eða vandræðalegum sögum úr framhaldsskóla?
Það var mikið hlegið og margt fyndið og vandræðalegt, en flestu af því er erfitt að lýsa; lítil (oft kaldhæðin) athugasemd á réttu augnabliki eða svipur og tónn í einhverju svari, er oft það fyndnasta af öllu og því er erfitt að lýsa því á prenti. Upp í hugann kemur stærðfræðikennarinn sem var að útskýra og einfalda fyrir okkur langar algebru jöfnur með því að hylja það sem við værum búin að finna út úr. Fyrst notaði hann hendurnar, svo var andlitið notað, en þegar hann var bókstaflega búin að setja annan fótinn upp á töfluna og var hreinlega að myndast við að nota hinn líka, þá sprakk ég úr hlátri og ég get enn séð þetta fyrir mér.
4. Hvaða „trend“ úr framhaldsskóla værir þú til í að sjá koma til baka núna?
Ég er „eighties stelpa“ og myndi vilja sjá tónlistina og böllin eins og þau voru þá, koma aftur. Hárið og axlapúðarnir mega hins vegar eiga sig. 5. Hvert var uppáhalds fagið þitt og manstu þú eitthvað úr því?
Mér fannst virkilega gaman í val bókmenntaáföngum þar sem við rökræddum hluti eins og hvort hegðun einhverjar persónu væri ásættanleg af því hún hefði nú lent í hinum og þessum áföllum. Það voru oft mjög heitar og háværar umræður og maður þurfti að hlusta á sjónarmið annarra og færa rök fyrir sínum eigin. Kennararnir í Kvennó voru frábærir og eftir á að hyggja var þetta eitt það gagnlegasta sem ég lærði, með fullri virðingu fyrir öðrum fögum.
6. Hvernig myndir þú lýsa stöðu framhaldsskóla á Íslandi nú til dags, sérstaklega miðað við önnur Evrópulönd? Ég held að staða framhalds-
skóla sé góð á Íslandi í dag. Það er hægt að velja um margskonar skóla, valfrelsi nemenda hefur aukist gríðarlega, vægi starfsnáms hefur aukist og skólar/kennarar virðast leggja sig fram um að koma til móts við nemendur og mæta þeim á einstaklingsgrunni.
Að því sögðu er eðli skólastarfs þannig að það er alltaf hægt að finna galla og gera betur og það eru víða áskoranir. Tryggja þarf skilvirkni í rekstri skólanna og viðeigandi stuðning.
7. Hvernig ætlar menntamálaráðuneytið að styðja við andlega heilsu framhaldsskólanema?
Það hefur margoft verið rætt um að auka aðgang að sálfræðiþjónustu og þessi ríkisstjórn vill gera það. Íslenska æskulýðsrannsóknin veitir ásamt öðrum rannsóknum mikilvæga innsýn í líðan ungmenna. Hún gefur til kynna að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað síðustu tvö ár. Tíðni kvíða og depurðar hefur lækkað í öllum árgöngum. Þrátt fyrir jákvæða þróun bendir rannsóknin til að bregðast verði við ákveðnum þáttum og þá sérstaklega við líðan unglingsstúlkna en um helmingur stúlkna í 10. bekk finnur reglulega fyrir einkennum depurðar. Við þurfum líka að spyrja okkur að því hvað veldur þessari andlegu vanlíðan ungs fólks og reyna að grípa inn í á fyrri stigum. 8. Nú eru kynjahlutföll í háskólum landsins nokkuð ójöfn – um 70% stúdenta eru kvenkyns – hvað geta framhaldsskólar gert til að jafna þetta hlutfall?
Stórt er spurt. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á að drengjum gangi verr í grunnskóla en stúlkum. Nýleg skýrsla um stöðu drengja í menntakerfinu tók saman fyrirliggjandi gögn. Hún sýnir neikvæða þróun í frammistöðu drengja um langt skeið og gefur til kynna að þeirri þróun sé ekki lokið. Það er fylgni milli slæms námsárangurs og brottfalls úr námi sem getur útskýrt kynjamuninn. Mikilvægt er að bregðast við þessari þróun á fyrri stigum, áður en í framhaldsskólann er komið, og tryggja að það

nám sem við bjóðum upp henti drengjum jafnt sem stúlkum.
9. Hvernig sérðu framhaldsskóla þróast á næstu tíu árum?
Ég vil styrkja rekstrarstöðu framhaldsskóla, námsframboð þeirra og framboð af góðum námsgögnum. Ég vil sjá fjölbreytt námsframboð í bæði bóknámi og starfsnámi sem endurspeglar þarfir samfélagsins og atvinnulífsins. 10. Ætlar menntamálaráðuneytið að leita til nemenda þegar teknar eru ákvarðanir um menntamál á landinu?
Ég legg mikla áherslu á lýðræðisþátttöku barna og ungmenna í stefnumótun stjórnvalda. Hugmyndin með stofnun mennta- og barnamálaráðuneytisins var að sameina málefni barna undir einum hatti og horfa heildstætt á farsæld barna og ungmenna frá öllum hliðum: menntun, félagslegum þáttum, íþrótta- og tómstundaiðkun og ekki síst þeirra eigin viðhorfum. Þátttaka barna og ungmenna í ákvarðanatöku stjórnvalda gegnir mikilvægu hlutverki í að stuðla að bættum
hag þeirra og er mikilvægt að slíkt samráð fari fram.
11. Hvernig getur Ísland gert íslenska menntakerfið samkeppnishæft á alþjóðavettvangi?
Með því að tryggja viðeigandi stuðning og þjónustu við skóla, öfluga námsgagnaútgáfu og fjölbreytt námsframboð með virku gæðaeftirliti, skilvirkra mælikvarða og skýra aðalnámskrá og stefnu til langs tíma.
12. Voru mistök að leggja niður samræmd próf í grunnskóla?
Samræmd próf, í þeirri mynd sem þau voru, voru ekki að þjóna sínum tilgangi. Þetta var niðurstaða þverfaglegs starfshóps fjölbreyttra sérfræðinga á sviði menntamála. Starfshópurinn lagði til að í stað þeirra yrðu þróuð ný og fjölbreyttari matstæki í ýmsum námsgreinum með áherslu á fjölbreytt, stutt og hnitmiðuð rafræn próf og verkefni. Matsferill sem nú er verið að innleiða er slíkt matstæki og hluti af honum verður ný samræmd próf. Ráðgert
er að leggja þau fyrir grunnskólanema í 4., 6. og 9. bekk í íslensku og stærðfræði. Gert er ráð fyrir því að innan þessara námsgreina rúmist undirgreinar, t.d. að innan íslensku rúmist lesskilningur og íslenska sem annað mál. Heimilt er að leggja fyrir próf í öðrum greinum en íslensku og stærðfræði eins og ensku og náttúrufræði. Við þurfum að hafa samræmt og samanburðarhæft matstæki á námsárangri grunnskólanema. Ég tel ekki vænlegt að fara til baka í gömlu samræmdu prófin og mun ég þess í stað beita mér fyrir því að það námsmat sem kemur í staðinn verði skilvirkt og innleitt sem fyrst þannig að það þjóni nemendum, skólum og yfirvöldum sem best.
13. Kemur til greina að lengja framhaldsskóla aftur í fjögur ár?
Ákvörðun um slíkt þyrfti að byggja á vel ígrunduðu máli og ítarlegri greiningu á reynslu styttingarinnar. Það væri óábyrgt af mér að leggja mat á það hér og nú.
Anton Haukur Þórlindsson
Framhaldsskólaárin eru einstök.
Við eignumst ný áhugamál, glímum við ýmis vandamál og vöxum sem manneskjur. Það gengur enginn út úr framhaldsskólanum sínum sama manneskja og gekk inn í hann í fyrsta skiptið. Við fáum tækifæri til að spila djarft og taka sénsinn. En allt of margir gera það ekki vegna óttans við hið óþekkta. Að takast á áskoranir og að stíga út fyrir þægindarammann eykur seiglu og sjálfstraust og getur veitt ótal tækifæri til þess að læra eitthvað nýtt, um sjálfan sig eða lífið.
Við breytumst ekki ef við tökum ekki áhættur
Persónulegur þroski er oft afleiðing þess að stíga inn í hið óþekkta. Framhaldsskólaárin eru kjörin til að prófa eitthvað nýtt, hvort sem það er að taka þátt í leikriti, skrá sig í óhefðbundna áfanga eða gera atlögu til þess að komast í MORFÍs-liðið. Vöxtur á sér stað þegar þú skorar á sjálfan þig að gera eitthvað nýtt og krefjandi. Með því að mæta áskorunum þróar þú og þjálfar þrautseigju og aðlögunarhæfni – eiginleikar sem eiga eftir að gagnast þér allt þitt líf. Þegar þú prófar nýja og óþekkta hluti fer þú að skilja styrkleika þína og veikleika, ástríður þínar og andúð. Kannski fer þú í prufur fyrir leikfélagið og kemst að því að þú elskar leiklistina, jafnvel þótt þú hafir hrjáðst af sviðskrekk allt þitt líf. Þessar uppgötvanir eru ómetanlegar og geta mótað þig sem manneskju á vegu sem þú hefðir aldrei búist við.
Stærstu mistökin eru að mistakast ekki
Alltof oft óttumst við mistök svo mikið að við forðumst allt sem gæti mistekist. En hér er sannleikurinn: mistök eru óumflýjanleg, en í hvert sinn sem þér mistekst lærir þú eitthvað nýtt. Sérhver höfnun, slæm einkunn og hvert glatað tækifæri ber með sér nýtt tækifæri. Framhaldsskólaárin eru tíminn til að gera tilraunir, reyna við eitthvað nýtt, mistakast og reyna svo aftur. Að mistakast byggir karakter. Það kennir okkur hvernig á að aðlagast, hvernig á að endurmeta aðferðafræði sína og hvernig hægt er að þrauka í gegnum erfiða tíma. Mistökin þróa með sér vaxtarhugarfar – trúin á það að seigla og hæfileikar þróist með áskorunum.
Stórir hlutir gerast þegar spilað er djarft Í gegnum söguna eru ótal dæmi um áhættuspil sem borguðu sig margfalt fyrir þann sem tók áhættuna. Marie Curie hefði ekki unnið Nóbelsverðlaun ef hún hefði fylgt hefðbundnum aðferðum. Amelia Earhart varð fyrst kvenna til að fljúga ein yfir Atlantshafið og varð þar með heimsfræg. Steve Jobs hætti í háskólanámi og í kjölfarið stofnaði hann Apple með Steve Wozniak. Allt þetta fólk tók áhættu sem hafa haft áhrif á fjölda fólks um heim allan.
Framhaldsskóli snýst ekki eingöngu um stúdentsprófið Framhaldsskóli er ekki bara leið til stúdentsprófs – hann snýst vissulega um lærdóm, en einnig er hann tækifæri
til að kynnast nýju fólki, prófa nýja hluti og þjálfa aðlögunarhæfnina. Verðmætustu lexíurnar spretta af áhættunum sem þú tókst. Þessi hugmynd um að prófa nýja hluti, vera óhræddur við mistök og gefast aldrei upp er ekki ný hugmynd – langt frá því. Þetta kraftmikla ljóð, ort fyrir meira en 120 árum af Hannesi Hafstein, ber nákvæmlega sömu skilaboð.
Já, láttu gammin geysa fram í gegnum lífsins öldur; þótt þær stundum hefji hramm ei hræðstu þeirra gnöldur. Sjá, hvílik báru mergð á byrðing einum traustum, ef skipið aðeins fer í ferð, en fúnar ekki í naustum.
Og mundu þótt í votri vör þú velkist fyrri sandi, að bylgjur þær, sem brjóta knör, þær bera þó að landi, og stormur þurrkar segl í svip, þótt setji um stund í bleyti,
og – alltaf má fá annað skip og annað föruneyti.
Hannes Hafstein


MANNFRÆÐI
Hefur þú áhuga að skoða menningu og samfélag
með gagnrýnum hætti?
UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 5. JÚNÍ
Um hvað snýst námið?
Mannfræðin skoðar menningu og samfélag með gagnrýnum hætti út frá margvíslegum sjónarhornum. Mannfræðingar leggja áherslu á hugmyndir og athafnir fólks og hvaða merkingu þær hafa. Til þess þarf að skoða ólík svið samfélagsins í merkingingu þeirra og samanburði við önnur samfélög vítt og breitt um heiminn.
Mannfræðin rannsakar fjölbreytt viðfangsefni svo sem þjóðerni, kyn, efnismenningu, ættartengsl, fólksflutninga, tengsl við umhverfið, þéttbýlismyndun, miðla sem og þróunarsögu mannsins og hvað einkennir Homo sapiens sem tegund.
Hvað gera mannfræðingar?
Nám í mannfræði kemur að góðum notum þar sem þörf er á haldgóðum skilningi á menningarlegri fjölbreytni, eðli og merkingu mannlegra samskipta og athafna, og líffræðilegum sérkennum og samkennum tegundarinnar. Mannfræðingar vinna við margvísleg störf meðal annars tengd þróunarsamvinnu, innflytjendamálum, rannsóknum og kennslu.
Fólk með þessa menntun starfar meðal annars við: alþjóðlegar og innlendar stofnanir, frjáls félagasamtök, fjölmiðla, ráðuneyti, menntastofnanir, sveitarfélög, minjasöfn og ferðaþjónustu svo eitthvað sé nefnt.

Saga Evudóttir Eldarsdóttir
Getum við hætt að normalísera harkið. Getum við hætt að normalísera að hafa núll klukkutíma í sólarhringnum. Að vera í hundrað vinnum, í hundrað verkefnum - Að vera á hundrað.
Getum við byrjað að keyra um á rafmagnshlaupahjólum sem eru ekki leigð, sem við eignum okkur og þekkjum í límmiðum. Límmiðum sem útskýra okkur sjálf betur en þrjú orð. Það vel að þegar við erum spurð um að lýsa okkur sjálfum í þrem orðum er nóg að sýna bara rafmagnshlaupahjólið.
Og getum við líka normalíserað að nefna allar eigur okkar. Djöfull eru nöfn mikil snilld. Getum við nefnt rafmagnshlaupahjólið? Ásamt vasareikninum, töskunni og skissu-bókinni. Jafnvel bara okkur sjálf. Viðurnefni krydda lífið svo ómótstæðilega mikið.
Getum við normalíserað dans stríð. Eða þú veist, svona tvö-þúsund og sextán jútúp dans battle. Getum við gert það í staðinn fyrir að rífast? Virkar það? Ég

meina útrásin hlýtur að gera manni gott. Það gæti kannski ekki leyst heimsins stærstu vandamál en það gæti alveg leyst asnalega unglinga dramatík.
Getum við normalíserað að íslenska ensku-slettur. Afsakið mig, en ég er mun
betri en þú um leið og ég íslenska hlutina. Sama þótt ég skrifi hlutina bara öðruvísi. Svona íslenskað. Ég nefnilega hata slettur, en er samt alveg meðvituð að ég er sek. Ég sletti. En ég er byrjuð að íslenska mjög mikið. En ég sletti líka mikið …
Aníta Björk Ontiveros
Ertu ekki leiður á þessum endalausu rigningarsumrum hérna á Íslandi?
Langar þig út í heim að ferðast og læra eitthvað nýtt? Eruð þið komin með útlandaæði eins og ég? Þá er þessi grein fyrir þig því hér tek ég saman vinsælustu áfangastaðir Íslendinga sumarið 2025!
Við hér á Íslandi fáum ekki alltaf mjög góð sumur en fáum þó stundum nokkra góða sólardaga, enda er mjög vinsælt hjá Íslendingum að nýta sumarfríin sín úti í öðrum löndum. Sumarið nálgast og núna er tími til að panta sér ferð til útlanda ef að það er á planinu. En hvaða áfangastaðir eru vinsælir hjá Íslendingum?
Króatía:
Króatía hefur orðið sífellt vinsælli á undanförnum árum. Landið er oft borið saman við Ítalíu, en er ódýrara og rólegra, það er því ekki að undra að ferðamenn flykkist þangað. Króatía hefur upp á margt að bjóða, allt frá töfrandi ströndum til ríkulegrar sögu og menningar. Með sínum kristaltæru sjó, fallegu eyjum og heillandi bæjum, er Króatía fullkominn áfangastaður fyrir þá sem vilja njóta náttúrufegurðar og menn-

ingar. Landið býður einnig upp á fjölbreytt úrval af afþreyingu eins og að kanna fornminjar, skoða eyjurnar í kringum landið og margt fleira.
Kanaríeyjar: Kanaríeyjar eru eyjur í Atlandshafinu sem eru staðsettar vestan megin við Afríku. Þær tilheyra þó Spáni og eyjurnar eru 7 svo það er nóg um að velja. Vinsælasta eyjan sem Ís-
lendingar ferðast til er Tenerife og flestir þekkja sá eyju. Einnig er vinsælt að ferðast til Gran kanaría, Fuerteventura, Lanzarote og La Palma en síðan eru tvær eyjur sem að ekki margir ferðamenn heimsækja en eru mjög fallegar og þær heita La Gomera og El Heirro. Það skemmtilegasta við þessar eyjur er að það er hægt að taka ferju á milli eyja sem er alveg gríðarlegur lúxus og þá er
Getum við normalíserað það að ungt fólk fer í súmba. Fokk þessi pílates tískubylgja. Getum við byrjað að mæta í súmba og hlusta á klikkaðslega góða tónlist. Það hljómar svo klikkaðslega vel nefnilega. Það er ekki asnaskapur það er drolluskapur. Hugsaðu þér þig í klikkuðu átfitti í súmba. Hitinn myndi yfirtaka líf þitt. Í alvöru.
Getum við svo að lokum normalíserað athyglissýki? Athyglissýki meðal stelpna þá. Allan daginn. Við þurfum fleiri hottstelpu-rappara. Við þurfum líka fleiri stelpu-uppistandara…Eða nei - við þurfum meira svona að gefa þeim meiri pláss. Getum við hlegið meira af heitum fyndnum stelpum. Hætt með þennan móral. Í alvöru.
Við þurfum að tjilla meira krakkar. Í alvörunni talað - þið hafið nægan tíma. En á sama tíma hætta með þennan móral, og hætta að pæla svona mikið í hlutum sem skipta ekki máli. Pælum frekar í hlutum sem varðar líf okkar.
hægt að heimsækja þær allar í einni ferð.
Balí:
Það er eiginlega ómögulegt að fara til Balí og verða fyrir vonbrigðum. Ferðalangar eru almennt sammála um að þetta sé algjör paradís. Margir heimsækja Balí til að stunda jóga og hugleiðslu, en það er líka margt annað að gera og njóta. Náttúrufegurðin er ógleymanleg, með grænum hrísgrjónaökrum, fallegum fossum og hvítum sandströndum. Menningin er einnig ríkuleg, með fjölmörgum musteri og hefðbundnum danssýningum. Balí býður upp á fjölbreytt úrval af afþreyingu, hvort sem það er að kafa í kóralrifin, fara í gönguferðir í fjöllunum eða einfaldlega slaka á á einni af mörgum fallegum ströndum. Það er engin furða að fólk fari þangað til að kynnast nýjum menningar heimi og til að njóta allt það sem Balí hefur upp á að bjóða.
Danmörk:
Danmörk er töfrandi áfangastaður með fallegar borgir, sögulegar byggingar og frábæra matargerð. Kaupmannahöfn, með sínum litríku Nyhavn húsum og frábæru söfnum,
er staður sem maður má ekki missa af. Danska landsbyggðin er einnig falleg með skógi og strandlengjum. Á sumrin er veðrið milt og notalegt, fullkomið til að kanna göngustíga og hjólreiðaleiðir. Danmörk býður upp á einstaka menningarupplifun og afslappað andrúmsloft, sem gerir það að frábærum áfangastað til að ferðast í sumar.
Spánn:
Spánn er frábær áfangastaður fyrir sumarfríið með sínu heita veðri, fallegum ströndum og ríkri menningu. Hvort sem þú villt slaka á á Costa del Sol ströndinni, njóta næturlífsins í Barcelona, eða kanna sögulegar borgir eins og Madrid og Sevilla, þá er Spánn með eitthvað fyrir alla. Tapas, paella og jamón serrano eru dásamlegir réttir sem þú verður að prófa, og vínhéruð Spánar bjóða upp á frábær vín. Sólríkt veður og fjölbreyttir áfangastaðir eins og Pýreneafjöll og Baleareyjar bjóða upp á margvíslega möguleika fyrir útivist. Hvort sem þú ert að leita að sól og ströndum, menningu og sögu, eða ljúffengri matargerð, þá er Spánn klárlega staðurinn sem þú villt ferðast til í sumar.













Þýskaland, október og desember 2024
Ninja Sól Róbertsdóttir


Viðtal við Jón Helga Guðmundsson rekstrarverkfræðinemi við Háskólann í Reykjavík og stofnanda óBarsins
Í hvaða skóla ertu og hvað ert þú að læra?
Ég er á öðru ári í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík.
Hvernig finnst þér námið henta þínu áhugasviði?
Námið hentar mínu áhugasviði fullkomlega. Ég hef mikinn áhuga á fjármálum en vil ekki einungis læra viðskiptafræðihugtök utanbókar. Rekstrarverkfræði leggur áherslu á stærðfræði og bestun ferla, sem mér finnst mun skemmtilegra og nytsamlegra fyrir mitt áhugasvið en dæmigert viðskiptafræðinám. Hefur þú tök á að vinna með skóla?
Éf er að reka lítið fyrirtæki samhliða náminu. Einnig starfa ég sem aðstoðarkennari í stærðfræði Þetta er þó afar krefjandi, þar sem námið er tímafrekt og ég vil leggja mig 100% fram við það. Ef ég ætla að halda háum meðaleinkunnum (yfir 9,0) er erfitt að vinna samhliða, auk þess sem félagslífið tekur sinn tíma. Ef ég sætti mig við aðeins lægri einkunnir (7,0–8,0) væri þetta vissulega auðveldara, en það fer allt eftir markmiðum og metnaði hvers og eins.
Hefur háskólanámið nýst þér við stofnun fyrirtækis?
Þegar ég stofnaði óBarinn var ég aðeins búinn með eitt ár í rekstrarverkfræði og hafði því mest farið í grunnáfanga sem tengdust ekki beint viðskiptafræði. Námið sjálft hjálpaði því ekki mikið við stofnun fyrirtækisins. Á hinn bóginn útskrifaðist ég úr Verzlunarskóla Íslands af viðskiptafræðibraut, og það kom sér vel – sérstaklega viðskiptalögfræðin. Mestu þurfti ég þó að afla mér þekkingar á lögfræðilegum atriðum tengdum stofnun félags, virðisaukaskattskilum, staðgreiðsluskilum og fleiru slíku.
Finnst þér háskólamenntun skipta máli þegar kemur að fyrirtækjarekstri?
Ég trúi því að háskólamenntun hjálpi gríðarlega þegar kemur að fyrirtækjarekstri en það fer algjörlega eftir því hver tilgangur fyrirtækisins er. Til dæmis er óBarinn mjög lítið þjónustu-fyrirtæki í kokteilgerð og því er háskólanámið ekki endilega að fara að skipta miklu máli þegar kemur að rekstri félagsins. Á hinn bogin tel ég að ef verið er að glíma við fyrirtæki af annarri stærðargráðu þá er mjög mik-

ilvægt að skilja grunnin bakvið fyrirtækjareksturinn, sem kemur frá háskólanáminu. Markmið mitt í framtíðinni er að vera í miklum fyrirtækjarekstri og ég tel að námið muni hjálpa mér gríðarlega mikið.
Af hverju HR?
Aðal ástæðan bakvið valið á HR frekar en annan háskóla á Íslandi er að HR býður upp á nákvæmlega það nám sem er á mínu áhugasviði. Sem er í raun viðskiptafræði með miklu meiri stærðfræði með fókus á bestun kerfa. Sem er rekstrarverkfræði. Þessi tegund af verkfræði er ekki í boði í HÍ.
Að auki er félagslífið í HR frábært, sérstaklega í verkfræðideildinni. Þegar nám er svona krefjandi allan daginn, er nauðsynlegt að geta slakað á um helgar. Á föstudögum eru oft skipulagðar vísindaferðir í ýmis fyrirtæki, þar sem gestir fá yfirleitt frítt áfengi – skemmtilegt „pre-game“ fyrir þá sem ætla í bæinn. Nemendafélag verkfræðinema (PRAGMA) stendur síðan fyrir fjölmörgum viðburðum yfir árið, til dæmis skíðaferð, próflokadjömm, árshátíð, nýnemapartý og fleira. Fórst þú beint í háskóla eftir framhaldsskóla og hvernig var stökkið?
Ég fór beint í háskóla eftir
Verzló. Stökkið var stórt. Að minnsta kosti fyrir mig, ég kom beint af viðskiptafræðibraut í Verzló og fór í verkfræði… úr
braut með mjög lítilli stærðfræði yfir á braut sem er aðallega stærðfræði. En með því var einnig stökk í metnaði. Ég var bara meðalgómurinn í verzló með 7.2 í meðaleinkunn og var allt í einu mættur í verkfræði þar sem það gengur ekkert að slóra. Það tók heila önn að venjast háskólanum en eftir það byrjaði mér bara að líða eins og námið sé alveg eins og það hefur alltaf verið í grunnskóla og framhaldsskóla. Getur þú nýtt þér aðstöðuna sem skólinn býður upp á?
Já, aðstaðan í HR er framúrskarandi, sama hvaða nám þú stundar. Ef þú þarft frið og ró til lesturs getur þú farið á bókasafnið eða pantað litla einkastofu. Í Sólinni, stóra miðrými skólans, eru mörg stór borð þar sem hópar geta hist til að vinna verkefni saman. Fyrir tækni- og verkfræðinám er líka boðið upp á fjölbreytta aðstöðu, þar á meðal 3D-prentara, lóða- og mælitæki auk annars búnaðar fyrir til dæmis smíði móðurborða og tengla. Þannig er ýmis tækni aðgengileg fyrir þá sem vilja prófa sig áfram og þróa hugmyndir sínar enn frekar.
Hvernig námstækni notast þú við og var erfitt að finna hana? Ég er með svolítið sérstaka námstækni. Ég mæti ekki í neina tíma, mæti frekar í skólan á sama tíma og fyrsti tími byrjar og læri sjálfur, hvort sem það
sé að lesa námsbókina eða leysa verkefni. Ég tók eftir því á fyrstu önn að ég græddi ekkert á því að mæta í tíma. Ég glósa ekki og hef aldrei glósað og ég missti alltaf athyglina af kennaranum og fór bara að spila einhverja tölvuleiki í tímum. Mér gekk miklu betur eftir að ég hætti að mæta í tíma. Hefur þú hugsað þér að fara í meira nám, jafnvel út í nám? Ég ætla strax í meira nám um leið og ég klára grunnnámið í verkfræði þar sem það er alveg ástæðulaust að fá ekki master í verkfræði. Maður er ekki verkfræðingur fyrr en maður klárar master. Þá er það bara spurningin hvort ég ætli út í master eða hvort ég taki það á íslandi. Eins og stendur er markmiðið að fara til Bandaríkjana í einhvern ivy league skóla. Ég er ekki búinn að ákveða hvaða skóla, en ef ég kemst ekki í þá, þá fer ég í einhvern skóla í evrópu. Ég er bara ekki búinn að skoða það almennilega. Einhver ráð fyrir fólk sem er að byrja í HR?
Taktu þátt í félagslífinu!!!
Skráðu þig í nemendafélagið á þinni braut, það skiptir ekki máli hvaða nemendafélag það er, þau eru öll frábær (PRAGMA er samt best). Maður tapar öllum metnað ef maður er alltaf bara einn að læra einhversstaðar út í horni. Mæli mikið með að mæta í skólan og læra á borðunum í sólinni með vinum.
Hver er skemmtilegasti áfanginn í skólanum og hevr er sá erfiðasti?
Þar sem ég er ekki búinn með 2. Ár þá get ég ekki talið þá áfanga sem ég er í núna með. En áfanginn sem flestir telja vera erfiðasti áfanginn í verkfræði er línuleg kvik kerfi, og ég er í honum núna. Að mínu mati var erfiðasti áfanginn stærðfræði 2 og sá skemmtilegasti var forritun fyrir verkfræðinema. Árangur úr skólanum sem þú ert stoltur af og sérðu fram á að þú klárir skólan á næsta ári?
Ég er stoltur af því að hafa náð forsetalista. Það eru þeir hæstu 3% í árgangnum á hverri deild sem komast á forsetalista. Þá fær maður viðurkenningu og endurgreidd skólagjöld fyrir næstu önn. Sem er gott þar sem skólagjöldin eru frekar há. En nú er ég að taka auka áfanga til að einfalda fyrir mér næsta ár og tel mjög líklegt að ég klári skólan á næsta ári. Að lokum:
Ég vona að þessi svör gefi góða innsýn í reynslu mína af rekstrarverkfræðinámi við HR, samspilið við atvinnulíf og félagslífið sem fylgir. Þetta er krefjandi, en afar skemmtilegt og gefandi nám, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á fyrirtækjarekstri, bestun kerfa, fjármálum og stærðfræði. Gangi ykkur vel!

Ninja Sól Róbertsdóttir
Til þess að vera skapandi í nestis útfærslum verður maður að taka sig út úr hefðbundnu máltíðar viðhorfi. Fyrir nesti sem við stefnum á að borða þrjá til fimm daga vikunnar verða hráefnin að vera tiltölulega ódýr, auðfáanleg og holl. Uppskriftirnar verða að vera innan þægindaramma okkar, þó þær séu það ekki alltaf í fyrstu. Svo verður geymslu líftími matarins að vera góður.
Klókir nestiskokkar vita að til þess að viðhalda góðum nestis venjum verðum við að breyta hvernig við horfum á mat, og þá sérstaklega afganga. Við getum til dæmis ekki horft á frosið rósakál og hugsað ,,Þetta mun aldrei nægja mér”,heldur verðum við að vera úrræðagóð í eldhúsinu. Það að geta föndrað sér næringaríkann og góðann mat er hæfileiki sem bæði endist og styrkist út alla ævi okkar. Þess vegna er mikilvægt að læra grunninn.
Hér eru nokkrar vörur sem virka sem grunnur sem þú byggir ofan á eftir eigin smekk. Flestar eru þær ódýrar og einfaldar.
Grísk jógúrt
Þú getur valið á milli grískrar jógúrtar eða skyrs. Þykkar
mjólkurvörur eru mjög mettandi ef þær eru borðaðar með ágætri viðbót. Til þess að gera skyr eða jógúrt aðeins meira seddandi, þá hræri ég í hafragraut, oft með próteindufti, sem ég læt í botn krukku eða nestisbox áður en ég skammta jógúrtinni ofan á og bragðbæti svo með banönum eða frosnum berjum. Einnig hef ég soðið epli til að mýkja aðeins, og stráð yfir þau kanil sem er mjög gott að borða út á jógúrt höfrunum.
Kjúklingabaunir
Kjúklingabaunir eru ekki dýrar og það er hægt að gera allskonar hummus með þeim. Einn kostur við hummus er að þú getur haft hann nákvæmlega eins og þú vilt. Þú getur stolið nokkrum afgangs jalapeno sneiðum frá takkó kvöldi fjölskyldunnar og þá ertu komin með jalapeno hummus. Í hummusinn þarf maður kjúklingabaunir, sítrónusafa, og tahini. Helst einn blandara líka. Útfærslurnar á hummus eru ekki tæmandi, þannig þú getur gert hann eins og þú vilt. Svo er hægt að gera baunasalat með olíu, súrum gúrkum, lauk og hverju sem þú vilt í rauninni.
Majónes
Majónes er ekki girnilegasti kosturinn í mixinu, en með majónesi er hægt að gera hvaða salat sem er ofan á brauð eða kex. Ef majónes hræðir þig smá, þá er ekkert mál að blanda nóg af sýrðum rjóma við. Þú getur sett hvað sem er ofan í svona salat. Egg, túnfisk, rækjur, hangikjöt, skinku os frv. Svo má henda hvaða grænmeti sem er ofan í; Aspas, gúrku, lauk, í raun hverju sem þig langar að smyrja á brauð. Grænmeti í slíkt salat finnst í niðursuðudósum sem við þekkjum öll, svo ef þú átt gamla ora bauna dós í skápnum, búðu til salat. Majónes er frábær leið til að binda saman innihaldsefni sem annars væri strembið að smyrja á samloku.
Hafrar
Hafrar eru ótrúlega fljótir að verða óspennandi ef maður borðar þá of oft, en þá verður maður að hrista upp í útfærslunum sínum. Það er hægt að gera ótal margar útfærslur á ,,overnight oats” sem standa saman af höfrum og einhverskonar mjólk. Nætur hafrarnir eru látnir standa yfir nótt áður en þú borðar þá. Það er líka hægt að blanda þá í nokkra snúninga í blandara áður en mjólkinni er bætt við. Svo er
hægt að gera gamaldags hræring sem einfaldlega skyr hrært við hafragraut. Ofan í slíkar blöndur er allskonar hægt að gera til að hrista upp í bragðinu, eins og til dæmis að láta eplamauk eða frosin ber ofan á.
Kartöflur
Kartöflur eru vanmetnar í meal preppi. Fólk á það til að nota grjón í nesti sem kartöflur myndu taka á annað plan. Kartöflu tegundirnar eru allskonar, og útfærslurnar á þeim eru endalausar. Ég sýð stundum litlar gullauga kartöflur og sneiði svo í nesti með einhverju öðru grænmeti, góðu kryddi, og svo parmesan. Þú þarf ekki einu sinni að hafa auga með kartöflunum á meðan þær sjóða, svo á maður yfirleitt alltaf kartöflur til í ísskápnum.
Ávextir
Ferskir ávextir endast ekki vel fram í tímann, en þú nennir að skera eina appelsínu fyrir háttinn, þá getur hún bætt smá lit inn í daginn og mataræðið.
Próteinduft
Próteinduft er ekki nauðsynlegt, en það getur verið sniðugt og gott ef þú ert ekki að fá nóg prótein úr fæðunni þinni
frá degi til dags. Það er létt að gera einn smoothie á morgnanna, eða að hræra duftinu ofan í ýmis hafra nestis útfærslur.
Grænmeti
Grænmeti er frekar auðvelt. Það er ekki dýrt, það er ekki flókið að elda, og það er mjög fjölbreytt. Þú getur alltaf fundið grænmeti sem þú fílar, en ef ekki, þá er alltaf leið til að elda það á hátt sem gerir það að grænmeti sem þú fílar. Ef þú finnur krydd sem þú fílar, þá er það lykill að ljúffengri og einfaldri eldamennsku. Smá rósmarín, smjör, og parmesan getur búið til fallegan rétt úr annars óspennandi grænmeti sem er gott að gæða sér á eftir smá stund í skóla örbylgjuofninum.
Kjöt
Kjöt er allskonar, og það er hægt að nýta það í ótalmargar nestis útfærslur. Stundum er það ódýrt, og stundum dýrt. Ég elda ekki mikið af kjöti, en foreldrar mínir gera það og stundum rata afgangar í nestið mitt. Ef þú útbýrð til dæmis kartöflur með góðu kryddi, og getur bætt kjöti við þær, þá er komið lúxus skólanesti.
Nemandi við IED í Barcelona
Sara Rós Lin Stefnisdóttir
Hvaða framhaldsskóla varst þú í?
Ég byrjaði í FG, skipti síðan yfir í MS
Hvenær útskrifaðist þú úr framhaldsskóla?
Ég útskrifaðist 2021
Á hvaða braut varstu?
Í FG var ég á hönnunar og markaðsfræðibraut og í MS var ég á Náttúrufræði (líffræði efnafræði) braut
Hvað ætlaðir þú að gera beint eftir framhaldsskóla?
Halda áfram í námi.
Fórstu í nám beint eftir framhaldsskólann?
Já ég fór í lögfræði í HÍ
Hvaða námsleiðir ert þú búin að fara?
(Hvaða háskólanám hefur þú byrjað í?
Ég tók hálft ár í lögfræði. Það var aldrei eitthvað sem mig langaði að gera og ég vissi það strax þegar ég byrjað í náminu að það var ekki fyrir mig. Ég tók af skarið og ákvað að fara í læknisfræði prófið, og skráði mig í lífefna og sameindalíffræði til að undirbúa og tók síðan Læknisfræðiprófið. Mér gekk mjög vel miðað við fyrstu tilraun og ætlaði alltaf aftur þar til gamall draumur læddist að mér, og ég skráði mig í innanhússarkitektúr.
Hvað var til þess að þú ákvaðst að fara alveg í aðra átt en þú hefur verið að stefna á?
Ég er með ADHD en kýs ekki að vera á lyfjum. Erfitt bóklegt nám kallar á notkun lyfjanna alla daga sem hentar mér ekki. Ég hafði verið svo föst í þeirri hugsun að bóklegt nám kæmi bara til greina en ég tel að listnám henti mér mun betur. Hver var framtíðarstefnan þín?
Ég sagði alltaf arkitektur eða innanhúsarkitektur.
Hver er hún í dag?
Ég stefni á að útskrifaðist 2028 úr innanhúsarkitektur, taki vöruhönnun með og vinna við það í framtíðinni
Hversu mikilvægt finnst þér að hafa rekið svona margar breytur í námsferlinum þínum?
Eftiráhyggja sé ég hvað þetta var mikilvægt fyrir mig að prófa og finna eitthvað sem mér finnst raunverulega gaman. Það er ekki heimsendir að námið sem þú skráir þig í beint eftir menntaskóla henti þér ekki og það er allt í góðu að skipta um námsleið. Hvernig líður þér í náminu sem þú ert í núna?
Ég elska allt við námið mitt. Ég er í mjög skemmtilegum skóla og kennslan er mjög góð Munurinn fyrir þér á einkaskóla og ríkisreknum háskóla?
Meira utanumhald fyrir nemendur myndi ég segja. Ég er í 12 manna bekk sem þýðir að hver og einn nemandi fær meiri athygli og stuðning.
Sérðu þig á réttri braut í dag? 100%, Þetta er algjörlega námið fyrir mig. Finnst þér henta betur að hafa farið út í nám?
Bæði og, held það sé bara persónubundið. Mig langaði alltaf að prófa það.
Hvaða lærdóm finnst þér þú hafa tileinkað þér eftir allt þetta?
Ég held að það sé stundum pressa að fara strax í nám eftir menntaskóla og klára á sem styðsta tíma en það kannski ýtir undir að maður taki ekki réttar ákvarðanir. Það er betra að gefa sér tíma og velja rétt.


FÉLAGSRÁÐGJAFARDEILD
Vilt þú vinna með fólki að velferð þess?
UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 5. JÚNÍ
Um hvað snýst námið?
Nám í félagsráðgjöf veitir undirbúning til að takast á við fjölbreytt viðfangsefni á sviði velferðarþjónustu og í vinnu með fólki á öllum lífsskeiðum.
Fjallað er um samskipti, börn, fjölskyldur og samfélög. Nemendur öðlast innsýn í félagsleg vandamál og lausnir og afleiðingar þeirra. Þá er fjallað um úrræði velferðarkerfisins, starfsvettvang og aðferðir félagsráðgjafar auk þekkingar á löggjöf, s.s. á sviði barnaverndar.
Lögð er áhersla á þjálfun í rannsóknaraðferðum félagsvísinda og gagnrýna hugsun.
BA nám í félagsráðgjöf er góður undirbúningur fyrir störf með fólki á öllum lífsskeiðum og fyrir framhaldsnám, bæði til starfsréttinda í félagsráðgjöf og á öðrum sviðum. Viðfangsefni grunnnáms varða samskipti, börn, fjölskyldur, velferðarkerfi, samfélög og starfs- og rannsóknaraðferðir félagsráðgjafar.
Félagsráðgjöf framhaldsnám
Félagsráðgjafardeild býður fjölbreytt úrval framhaldsnáms. Þeir sem hyggjast ljúka MA námi til starfsréttinda þurfa fyrst að ljúka BA námi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands. Sjá nánar um inntökuskilyrði í framhaldsnám í Félagsráðgjafardeild í kennsluskrá HÍ.
NÁNAR Á HI.IS/FELAGSRADGJOF
Viðtal við Jórunn Elenóru Haraldsdóttur, fyrstaárs nema í Listaháskóla Íslands
Saga Evudóttir Eldarsdóttir
Var alltaf planið að fara í listnám?
Já það var. Ég bjóst alltaf við því að ég myndi fara í listnám, síðan ég bara vissi hvað það var.
Ég sá ekki framm á að fara í eitthvað hefðbundið háskólanám.
Ég sótti um beint eftir menntaskóla, bara til þess að prófa það, og svo bara virkaði það, sem er æðislegt. Ég sótti ekki um í neitt annað, og var í rauninni ekki með neitt plan b. En ég hefði lílegast annars farið í málvísindi.
Hvernig upplifðir þú þig í umsóknarferlinu?
Ókei það var alveg erfitt sko. Af því að núna í fyrsta skipti, þegar ég var að sækja um, voru skólagjöldin felld niður. Svo það voru tvöfalt fleiri að sækja um. Og ég var einmitt að ræða þetta við kennarann minn um daginn, sem að var í inntökuteyminu. Og hann sagði að það tók miklu lengri tíma að fara yfir allar umsóknirnar.
Ég varð ótrúlega stressuð, þegar ég frétti að skólagjöldin voru felld niður, af því að ég vissi að það myndu fleiri sækja um, en ég var bara jájá og gerði þetta samt. Og það var svo algjör stemmning, að gera portfolio og eitthvað. Þetta var svona: já ég er að gera eitthvað alvöru. En samt var ég alltaf að efast um það að ég væri ekki að gera rétt, og að þetta væri ekki nóg. Því ég var ekkert í fornámi eða neitt, svo ég vissi ekkert hvernig þetta ætti að líta út. En svo virkaði þetta bara frekar vel.
Og þegar búið er að fara yfir allar umsóknir, fá sumir boð í viðtal. Reyndar þegar ég fékk símtalið um að ég komst í viðtalið, var ég að dimmitera og búin að týna símanum mínum. Og tveir vinir mínir sem voru með mér að dimmitera, sem að sóttu líka um í LHÍ í myndlist, komust í viðtal. Og þau voru náttúrulega ekki með týndan síma, svo þau sögðu ekkert við mig því þau vissu ekkert hvort ég hafi fengið viðtal eða ekki. En svo vaknaði ég daginn eftir og sá að ég fékk viðtal. Ég fór svo í viðtalið, sem var frekar stressandi. Maður átti að mæta með skissubók og tvö verk, og ég gerði það. Og var búin að vera á fullu að vinna í því mánuðinum áður, en þau kíktu svo ekkert á skissubók-

ina né verkin. Þau voru bara að ræða portfolio-ið mitt sem fylgdi umsókninni. Og ég vissi ekki hvort það væri gott eða slæmt. Og svo man ég að ég tók símtal úti, um að ég væri hrædd um að komast ekki inn. Svo fékk ég bara póst, og skildi ekki hvað hann þýddi fyrst, þetta var langur formlegur texti - ekki bara þú ert komin inn! En svo hringdi ég í mömmu mína sem tilkynnti mér að ég væri komin inn. En svo flæktust málin aðeins þegar ég heyrði frá bekkjarbróðir mínum að ég væri ekki á bekkjarlistanum. Ég var mjög hissa. Og fattaði svo að ég gleymdi að borga skráningargjaldið. Sem gerði mig mjög stressaða, því það stóð að ef maður borgaði það ekki, fengi einhver annar plássið. En ég hringdi milljón símtöl og sendi milljón pósta, og þetta reddaðist á endanum. Þau voru bara ,,við lendum oft í þessuþetta er listaháskólinn”.
Nú er þitt fyrsta ár í myndlist að líða á enda, hvernig myndir þú lýsa því?
Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt. Og mjög lærdómsríkt. Bara alveg eins og ég ég bjóst við. En ég veit samt ekki alveg hverju ég var að búast við. En þetta passar alveg, og hentar mér ótrúlega vel. Þetta var ekki eitthvað svona
,,hvað er ég að gera..”. Þetta er allt mjög náttúrulegt fyrir mig og þetta er skemmtiklegasta ár námslega séð, sem ég hef átt. Við byrjuðum í áfanga þar sem allur bekkurinn var saman, þar sem við vorum bara að gera lítil verkefni. Svona til að hrista hópinn saman, og koma okkur í smá gír. Og svo lærðum við á öll verkstæðin, og byggðum okkur stúdíó. Það að hafa sitt vinnusvæði er svo mikill plús. Og svo fengum við frjálsar hendur, til að vinna í verki fyrir fyrstu opnunina okkar. Og það var ótrúlega gaman að halda fyrstu opnunina okkar. Og hún gekk ótrúlega vel, enda er bekkurinn minn er frábær. Mér finnst gaman að vera í bekk aftur. Það er algjör stemmning. Það er svo frábær aðstaða þarna. Kennararnir eru svo hjálpsamir. Þetta virkar í raun þannig að þú mætir inn á verkstæðið með einhverja hugmynd, og þú finnur bara einhvern glæja þarna og segir ,,Hey mig langar að gera þetta” og hann þarf bara svona að redda því. Og hann þarf að vera ,,ókei, þú getur gert þetta svona og svona og svona”. Og það er ógeðslega fyndið að ímynda sér að vera í þessari vinnu, þar sem þú ert alltaf að fá bara einhver fáránleg verkefni í hendurnar, sem þú þarft bara aða redda fyrir einhverja
listnema. Þetta nám er geggjað frjálst, og þú getur svolæitið bara ákveðið fyrir þig, hversu mikinn metnað þú vilt leggja í þetta nám. Þú getur alveg flotið í gegnum það, og lært ekkkert mikið af því - eða þú getur bara lagt súper mikið á þig og verið að uppskera.
Hvernig myndir þú lýsa náminu í þrem orðum, sem eru ekki lýsingarorð?
Vinir, frelsi og vinna.
Hvernig myndir þú lýsa þér sem listakona?
Ég vil ekki verða myndlistakona, það er hot take. En ekki miskilja mig, ég er alveg sjúklega tilbúin að hella mér í þetta nám, með jafn miklum metnaði og ef ég ætlaði mér að verða myndlistarkona. En það er ekki það sem ég vil gera. En samt sem áður langaði mig alltaf að fara í myndlistarnám.
En ef ég þyrfti að lýsa mér sem listakonuni sem ég er núna. Því það er það sem ég er núna.
Þá vinn ég mikið með skúlptúra, og ég sé framm á að ég muni færa mig yfir í að gera innsetningar. Af því hugmyndin að heilt rými sé verkið þitt er svo miklu meira spennandi en einn skúlptúr á stöpli. En ég elska að gera skúlptúra því það er hægt að halda á þeim. Það er hægt að setja þá á gólf og þeir bara standa.
Er eitthvað annað sem þú hefur hugsað þér að gera? Úff ég veit ekki. Þegar ég sagði kennaranum mínum að ég ætlaði ekki að vera myndlistakona sagði hann ,,sjáum til með það”. Og ég meina hver veit, kannski mun ég einn daginn skipta um skoðun og verða myndlistakona. Annars langar mig í Djáknanám. Það er draumurinn.
Ert þú með einhvejar sakbundnar sælur?
Að horfa á ,,Emily in Paris” og lesa aldrei neitt, og nota bara ChatGbt til að gera allt. Ert þú með einhver tips fyrir fólk sem langar að sækja um í LHÍ?
Já klárlega! Það er allt gott og blessað að fá að sjá portfolio hjá fólki sem þú þekkir. En þú mátt ekki nota það sem algjöra beinagrind. Af því það sem mitt porfolio á sameiginlegt með portfolio vina minna, er nákvæmlega ekki neitt. Svo myndi ég alltaf mæla með að hafa portfolio-ið útprentaðekki digital. Og hafðu það í þínum stíl. Ég til dæmis var ekki í neinu fornámi og vissi ekki hvernig þetta ætti að líta út, en ég gerði það bara, og það varð greinilega nógu einlægt. Og passaðu að sýna ekki bara út frá getu, heldur líka að þú sért með einhverjar pælingar í gangi, eitthvað konsept. Kjarnaðu pælingar þínar og hvað þú ert að spá. Hafðu einhvern rauðan þráð í portfolio-inu, þar sem þú byrjar á að skrifa artist statementið þitt, og hafðu það konseptual. Eða jafnvel bara smásögu eða ljóð. Gerðu eitthvað nett.
Eitthvað sem þig langar að setja út í kosmósið? Ég er á móti Valentínusardeginum í ár. Ég tek ekki þátt í honum. Og mér finnst að fólk á íslandi ætti ekkkert að taka þátt í honum. Og ég er ógeðslega fegin að búa ekki í Ameríku þar sem þetta er risa hefð. Og svo finnst mér að fólk ætti að sofa meira saman, við búum á Íslandi, þar sem allir þekkjast, og það er óhjákvæmilegt að þú sofir hjá einhverjum og það frétta það allir. Mér finnst að þetta eigi ekki að skipta jafn miklu máli og það gerir. Það má samt alveg skipta fólkið sjálft máli og vera fallegt í augnablikinu.


Byggingafélag Námsmanna hefur til leigu einstaklings-, par- og fjölskylduíbúðir í Reykjavík og Hafnarfirði, fyrir námsmenn. Stærðir íbúða eru á bilinu 40-70 fermetrar. Hagstætt leiguverð og góð þjónusta umsjónarmanna sem unnt er að kalla til ef eitthvað þarf að laga.
Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.bn.is eða á skrifstofu félagsins að Skeifunni 19, 4.hæð, s. 570-6600. Opið frá 10.00 – 14.00 alla virka daga.
Sara Rós Lin Stefnisdóttir
Það settu sér eflaust margir nýársheiti í byrjun árs 2025 enda umtöluð hefð og margar skiptar skoðanir. Hugarfarið að taka upp nýjar venjur, breyta, bæta og allt það á nýju ári er mjög algengt, fólk fær þennan auka búst í sig, meira sjálfstraust og segir við sjálft sig ,,þetta ár verður mitt ár.” Auðvitað viljum við felst breyta einhverju þegar það kemur að okkar daglega lífi, hreyfa sig meira, taka vítamín, ferðast meira og margt fleira. En er þetta góð leið til að fá einhverjar breytingar í gang? Hvar er fólkið núna statt sem setti sér nýársheiti þegar það er kominn febrúar? Eru kannski nýársheitin að deyja? Dvína út og fjarast?
Hverjir halda sér við nýársheitin sin?
Hverjar sem ástæðurnar eru að fólk hætti og gafst upp á sínum nýársheitunum sínum þá reynir það líklegast aftur á næsta ári í von um betri niðurstöður og framfarir. Vonin helst þó allavega.
Margir náðu líklegast ekki að halda sér út janúar, svo detta fleiri út í febrúar og þegar líður að árinu. Eftir að hafa ekki náð að viðhalda markmiðunum fylgir vonsvikni, vonbrigði, ósigur og að detta aftur í gömlu venjurnar. Tölfræði frá CBS News sýnir fram á að það er aðeins 1% af fólki sem tók þátt í þeirra könnun að hafa haldið sig við sín nýársheiti í 11-12 mánuði.

Er fólk að dreyma of stórt? Já og nei. Það er svo sem ekkert óhugsandi setja sér markmið á nýju ári að labba 10.000 skref
á dag en að fara beint í það að labba 10.00 skref á dag þegar þú labbar vanalega 5.000 skref
á dag getur verið of stórt stökk.
En er lykillinn að byrja smátt og bæta síðan alltaf smá og smá við það markmið sem maður stefnir á að ná? Já, að byrja smátt og bæta síðan ofan á það sem maður er að gera hjálpar verulega til við að halda sér við nýársheitin og ofan á það verður að vera nægur viljastyrkur, ákveðni og metnaður á einhverri breytingu.
Þannig ekki leyfa næstu nýársheitum að deyja.
Vítahringurinn
Ekki gleyma að það má líka
byrja breytingar á öðrum tímapunkti heldur en 1. janúar. Á morgun segir sá lati er setning sem margir ættu að kannast við. Morgundagurinn færist síðan yfir á næsta mánudag, næsti mánudagurinn verður að næsta mánuði og svo koll af kolli. Þarna er maður kominn út í mjög skemmtilegan vítahring (eða þannig). Frestunaráráttan tekur yfir og áður en maður veit af eru allt í einu búin að líða mörg ár án neinna breytinga. Það er ekki alveg það sem er hollast fyrir okkur. Að byrja og taka fyrsta skrefið er erfitt það tengja margir við það en til þess að fara viðhalda ákveðnum venjum þarf að safna þessum viljastyrk og ýta sér áfram í að gera hlutina þótt að þeir virðist erfiðir, leiðinlegir og krefjandi. Það er líka í lagi að
taka smá pásu og ekki vera með allt upp á 100 en ekki leyfa hugsuninni sem segir manni að ef við fórum smá útaf brautinni að draga mann niður og gefast alveg upp. Bara minna sig á að við erum mannleg og hlutirnir eru ekki alltaf fullkomnir og sumt er eitthvað sem við getum ekki stjórnað. Reynum nú að detta ekki í vítahringinn á því að fresta hlutunum, byrja, hætta, reyna aftur að byrja, fresta því að reyna byrja aftur o.s.fv.
Fleiri en þú Breytingar sem þú gerir á þér sjálfum geta síðan haft áhrif á aðra í kringum þig á marga mismunandi vegu. Fólk gefur frá sér ákveðna orku og það sést ef fólk er ánægt og ánægja er eitthvað sem kemur með því
að halda sér á réttri braut, ná markmiðum o.fl. Þegar maður gefur frá sér góða orku getur það endurspeglað þá orku yfir á aðra án þess að fólk taki endilega eftir því. Ekki nóg með það þá lítur fólk upp til þeirra sem eru samkvæmir sjálfum sér. Með því að taka ákvörðun um einhverjar góðar breytingar getur það gefið öðrum ákveðin kraft til þess að breyta einhverju sjálf. Kannski var þinn árangur nóg til þess að fólk líti inn á við og átti sig á því að þau vilji líka ákveðnar breytingar inn í sitt daglega líf. Svo getur verið gaman að gera sameiginleg nýársheiti. Það að gera sameiginleg nýársheiti getur verið mjög hvetjandi fyrir báða einstaklinga þar sem þá er komin smá samkeppni og stuðningur sem maður þarf oft á að halda til þess að byrja og viðhalda sínum markmiðum. Ekki láta það samt fara út í einhverjar öfgar og bera árangur eða slíkt saman þannig að það byrji að hafa neikvæð áhrif á einhvern einstakling, það er nákvæmlega ekki eitthvað sem á að vera til staðar. Ætlar þú að gera þér nýársheiti 2026? Eru það nú ekki flestir sem segjast ekki ætla að gera það eða eru á móti svona nýársheitum en enda samt á því að gera allavega eitt? Eða kannski geturðu tekið á skarið núna þar sem það er ekkert sem bendir til þess að maður geti ekki byrjað núna.
Unnur Lilja Andrésdóttir
Oft getur reynst erfitt að byrja aftur í skóla eftir pásu. Fyrir suma, þá hentar betur að taka pásu og stundum getur fólk ekki haldið áfram menntun sinni án pásu. Margir þurfa að fara beint á vinnumarkaðinn eftir framhaldsskóla, þar sem það þarf að safna sér fyrir háskóla eða halda sér uppi. Hægt er að sækja um allskonar styrki, en það er mismunandi hvað hvert nám kostar. Sumir búa í sinni eiginn íbúð og þurfa að sjá um sig sjálfir, ekki með aðstoð frá öðrum. Fyrir þá getur verið snúið að binda enda saman. Að vera í námi er full vinna, hvað þá þegar það er verið að vinna með því. Sumar vinnur eru mjög sveigjanlegar og halda vel við fólk í námi. Hins vegar eru þær vinnur á kvöldin eða vaktir, sem er þreytandi til lengri tíma. Þar sem nemendur þurfa tíma til að læra heima, mæta í skólann, fara í vinnuna og reyna að eiga félagslíf. Allt þetta saman getur reynst um megn og margir einangrast í náminu. Félags-
lífið fer að þynnast og námið þar að leiðandi að þyngjast. Helst þetta allt í hendur, þegar félagslífið fer á niðurleið fer oft námið með því. Það getur verið einmanalegt að vera í skóla. Ungmenni sem fara í háskóla er brunnið út eftir framhaldsskóla og hefur ekki áhuga lengur á námi. Framhaldsskólar er búið að sníða að þriggja ára námi, en þá er búið að þjappa fjögurra ára námi yfir í þriggja ára nám. Sem getur reynst sumum erfitt, þar sem það getur orðið meira stress.
Það er eðlilegt að vilja taka sér frí eftir skóla, þar sem gott er að safna sér inn fyrir háskóla og fá aðeins pásu frá stanslausu námi. Það er aldrei of seint að halda áfram náminu, því skólarnir verða alltaf þarna. Það er hægt að fara seinna í lífinu í skóla ef það hentar betur. Fer allt eftir stöðu fólks og hvernig því líður í náminu. Það er alltaf hægt að byrja aftur og skipta um nám.
Það að fara aftur í nám eftir langa pásu
getur verið eins og óyfirstíganlegt verkefni, þetta er nýtt umhverfi og margir dottnir úr lærdómsgírnum. Það er mikill munur á því að vera í námi og vera að vinna. Það fer allt eftir hvernig vinnan er og hvað þú vinnur við. Hins vegar getur oft verið ákveðið frelsi að vera að vinna en ekki í námi. Ekkert heimanám, né eitthvað aukalega annað en að stimpla sig inn klukkan 8 og út klukkan 16. Ekki er það hjá öllum þannig samt. Vinna er vinna, sem getur verið erfið og flókinn. Fólk sem er ekki mikið menntað, fær oft erfiðari vinnur og þarf að vinna meira. Það eru margir sem byrja aftur í skóla eftir pásu. Það er hvatt fólk til að taka upp námið aftur og skiptir ekki máli hversu gamall þú ert, þar sem nám og menntun er fyrir allann aldur. Maður lærir eitthvað nýtt á hverjum degi og skiptir ekki máli hversu gamall maður sé. Það er alltaf eitthvað nýtt til að læra og er mikilvægt að halda opnum hugi þegar kemur að því að læra.

Tryggðu símann, snjalltækin og fartölvuna með Snjalltryggingu Sjóvá

Sjóvá
Ég heiti Halla Tómasdóttir, og ég er forseti íslands. lánþegaskilyrðin eru sett, líkt og hrímfrost í dótturfyrirtæki, þar sem undirdjúpin eru fyrirhetið land. seðlabankastjóri veruleikans, segðu mér frá innviðafjárfestingasjóðinum, þessari peningastefnunefnd, þessum nálþræði og silkiormi. kemur vonin höktandi á laskaða sandæluskipinu? ert þú erki-slöttið, ert þú Fönix? kannt þú allar excel-formúlur? hver er diplómati hafsins? brimsjór eða ólgusjór? Finnst þér forstöðukonan ákjósanleg? er hún á staðaldri, spáir hún óbreyttum stýrivöxtum, nýtur hún hins andlega D-vítamíns? eða er hún skilaboðaskjóðan sem á kermíska óvini og notar Chat gbt? the girl from ipanema, jafnvel hún, veit að uppsveiflan á fasteignaverði, hefur ekki verið keyrð áfram af aukningu útlána. ef ég ætti að lýsa þér í einu orði, þá væri það ,,táningur” en þetta reddast elsku hjartatákn. Tvö-þúsund-og-sextán-sonnettu-væbz

Ég er mjög svo ómótstæðilega töff, nem staðar við Ingólfstorg og kalla ,,hæ”. smellti mér á brettið, rúlla, kalla ,,bæ”. æ ég er of fágað fyrir þetta stöff…
Já mamma, geri mér grein, þetta er röff, með augun ranghvolfd, lengst upp, hún muldrar ,,æ”. flippa svo flöskuni, þá heyrist ,,ó mæ”, mamma fattar þetta er nett, þetta stöff hey, djú djú on dat bít, djú djú on dat bít. já ég dansa hart, og færi mig um fet, ef þú dæmir mig, ég augum á þig gnít. Bjó til mílu lúm armband og setti met. sef sitjandi, ég er töff, ég ekki hrít, þótt ég hátta, ég derhúfu á mig set. Hvenær sefur skrifstofu-sírenan?
Afhverju gleraugu? afhverju svona lítil? hún er svo fín til fara. hún hefur ekki hlustað á neinn bítil, ekki einu sinni John lennon bara.
hún er sírena. hún er skrifstofu-sírena.
hvenær sefur hún? hvenær yfirgefur hún skrifstofuna?

hvernig eldaði hún kalkún?
rétt upp á breiddargráðuna. án nokkurst tíma? hún yfirgefur hana aldrei, og svarar alltaf í síma. skrifstofan er hennar heimili, svei.
en hvenær sefur hún?
hvenær sefur skrifstofu-sírenan?
spurðu frekar ,,hvar” á skrifstofunni sefur hún.
það er þitt svar.
Hver er sinnar gæfusmiður
Talvan mín fermist bráðum, hver er sinnar gæfusmiður?
Kannski stelpan sem rakaði af sér hárið, og heitir það sama og gamla konan, í blokkinni hennar Sögu, tvö-þúsund og sextán
Eða formaður S##########flokksins, sem fiskar í á sem er öll í kakó.
Pésakompan er menningarlegt sjokk, fyrir manneskju í penthouse íbúð.
Í skólanum ertu
a. Latur
b. Skipulagður
c. Listrænn
d. Lágmarksnemandi
e. Ágætur
f. Góður nemandi
Í vinahópnum ertu
a. Ride or die
b. Introvertinn
c. Grínistinn
d. Minnstur
e. Saklausastur
f. Í foreldrahlutverkinu
Í fjölskyldu þinni ertu
a. Uppáhalds barnabarnið
b. Út af fyrir þig
c. Ófeiminn
d. Yngstur
e. Kurteis og vel upp
alinn
f. Elstur
Þig langar að vera meira ____
a. Ríkur
b. Fit
c. Viðurkenndur
d. Fullorðinn
e. Úti
f. Að gera það sem þú vilt gera
Það sem þú saknar við 2018 er ____
a. Tónlistin
b. Tískan
c. Menningin
d. Sjónvarpsefnið
e. Meme menningin
f. Trendin
Flest A: Soundcloud rapp
Flest B: Biker shorts
Flest C: Sprite Zero Klan
Flest D: Baby Shark
Flest E: Walmart yodeling kid
Flest F: Yanny Vs Laurel trendið





Anton Haukur Þórlindsson


Your Creative Future Starts Here
á sviði skapandi greina
Lingó er vottaður umboðsaðili á Íslandi fyrir alþjóðlega fagháskóla á Englandi, Skotlandi, Þýskalandi, Ítalíu og Spáni. Nám í slíkum skóla er einstakt tækifæri til að kynnast suðupotti hugmynda, stefnum og straumum víða að úr heiminum. Aðstaða og umhverfi er eins og best gerist og kennarar eru reyndir fagmenn og sérfræðingar á sínu sviði Nám erlendis í hönnun, miðlun, sjónlistum, stjórnun, sviðslistum, tísku, ferðaþjónustu eða viðskiptum, opnar einnig möguleika á að hitta „rétta“ fólkið og komast áfram á alþjóðlegum markaði.
OPIÐ fyrir umsóknir
Lárétt
5. Forseti Íslands
6. Harðfiskur
10. Fámennasta en stærsta hverfið í Reykjavík
11. Svartur langur hattur
Lóðrétt
1. Samheiti þurs
2. Dökk á brún og brá
3. Jerúsalem-ætiþislar
4. Hvar verða perlur til?
7. Þjóðarblóm Indlans
8. Social Áður Sushi Samba
9. Stærsti skóli í heimi












Bókráð bókhaldsstofa Egilsstaðir DMM Lausnir Keflavík Eldhestar Hveragerði Fagtækni Kópavogur
Fjölbrautarskóli Norðurlands Sauðárkrókur
Fjölbrautarskóli Snæfellsbæjar Grundarfjörður Hafnarfjarðarhöfn Hafnarfjörður
Höfðakaffi Reykjavík
Súðavíkurhreppur Súðavík Vélverk Dalvík




Hoppaðu frítt á Háskóladaginn!
Leggðu í Hoppstæði við Grósku, HÍ, HR eða LHÍ Stakkahlíð og fáðu ferðina frítt!
Kynning á öllu háskólanámi
á Íslandi. Nemendur, kennarar og starfsfólk allra háskóla landsins
taka á móti ykkur og spjalla um námið og þjónustu skólanna.
Finndu allar upplýsingar um daginn og nýttu þér leitarvél háskólanna til að finna þitt nám á haskoladagurinn.is
Háskólinn á Akureyri
kynnir nám sitt á Háskólatorgi Háskóla Íslands og í Háskólanum í Reykjavík.
Háskólinn á Bifröst
kynnir nám sitt á Háskólatorgi Háskóla Íslands, í Listaháskóla Íslands í Stakkahlíð og Háskólanum í Reykjavík.
Háskólinn á Hólum
kynnir nám sitt á Háskólatorgi Háskóla Íslands.
Landbúnaðarháskóli Íslands
kynnir nám sitt á Háskólatorgi Háskóla Íslands, í Listaháskóla Íslands í Stakkahlíð og Háskólanum í Reykjavík.
Háskóli Íslands
kynnir nám sitt í Aðalbyggingu, Grósku hugmyndahúsi, á Háskólatorgi og í Öskju.
1. mars kl. 12–15
Háskólinn í Reykjavík
kynnir nám sitt í Háskólanum í Reykjavík.
Listaháskóli Íslands
kynnir nám sitt í Stakkahlíð 1, á Háskólatorgi Háskóla Íslands og í Háskólanum í Reykjavík.
Háskóladagurinn á Höfn, Egilsstöðum og Akureyri
Allir háskólar landsins kynna nám sitt á Höfn 10. mars, Egilsstöðum 11. mars og Akureyri 12. mars.
Veistu hvað þú vilt? Haskoladagurinn.is