4. tb. 2024-2025

Page 1


SKEMMTILEGAST

Gefið út af Sambandi íslenskra framhaldsskólanema

Ávarp ritstjórnar

Þá er þetta alveg að hafast! Sumarið er rétt handan við hornið enda Sumardagurinn fyrsti þann 24. apríl næstkomandi en það þýðir að skólaárinu 2024-2025 fer að ljúka. Eflaust margt og mikið hefur átt sér stað þetta síðast liðna skólaár sem við getum litið til baka á með margvíslegar tilfinningar, eða var þetta kannski bara enn eitt árið sem blandast við öll hin? Áður en sumarfríið þó kemur er eitt annað sem á sér stað núna í lok apríl og það er páskafríið. Fríið annað hvort nýtt í að taka sér tíma fyrir sjálfan sig áður en öll þessi lokapróf byrja eða fá smá forskot á lærdóminn. En er þá ekki tilvalið að glugga yfir eitt eintak af Blablaðinu svona rétt áður en ringulreiðin byrjar?

Hversu mikil skvísa ert þú?

Saga Evudóttir Eldarsdóttir

Hver er þín morgunrútína?

a) Bursta tennur, fer í hot jóga, fer í sturtu, geri skin care, geri hárrútínu,mála mig, vel föt, geri neglurnar mínar

b) Bursta tennur, mála mig og vel föt

c) Bursta tennur, fer í sturtu og vel föt

d) Set á mig svartan

Your Creative Future Starts Here

Lingó er vottaður umboðsaðili á Íslandi fyrir alþjóðlega fagháskóla á Englandi, Skotlandi, Þýskalandi, Ítalíu og Spáni.

Nám í slíkum skóla er einstakt tækifæri til að kynnast suðupotti hugmynda, stefnum og straumum víða að úr heiminum. Aðstaða og umhverfi er eins og best gerist og kennarar eru reyndir fagmenn og sérfræðingar á sínu sviði

Nám erlendis í hönnun, miðlun, sjónlistum, stjórnun, sviðslistum, tísku, ferðaþjónustu eða viðskiptum, opnar einnig möguleika á að hitta „rétta“ fólkið og komast áfram á alþjóðlegum markaði.

BlaBlaðið 4. tölublað, skólaárið 2024/25

OPIÐ fyrir umsóknir

Hvað ertu alltaf með í veskinu þínu?

a) Gloss b) Hárbursta

c) Varasalva d) Hníf

e) Geng ekki um með veski

Hvað er þitt áhugamál?

a) Neglur b) Tíska

c) Íþróttir d) Kveikja í hlutum e) Vera úti í náttúrunni

Hvar má finna þig á laugardegi?

a) Spa-kvöld með vinum

b) Í partýi

c) Heima í kósý d) Ruslahaugar e) Í fjörunni

Ert þú hrifið af einhverjum?

a) Já er á föstu

b) Ummm þúst já c) Nei d) Nei, öll í kringum mig eru ljót e) Ég hrífst af allskyns andlegum verum

Flest a)

100% skvísa

Hey biatch þú ert skvísan. Þú ert manneskjan sem labbar út ganginn og skilur fólk eftir orðlaust. Þú ert manneskjan sem allir vilja, þekkja eða byrja með. Þú ert manneskjan sem lætur mann segja vooohóó.

Flest b)

80% skvísa Þú ert algjör skvísa. Það skiptir þig máli að líta vel út, og því tekur þú þinn tíma í að gera þig til. Þú ert manneskjan sem fólk tekur til fyrirmyndar. Þú ert manneskjan með regnhlíf í rigningunni, þú ert manneskjan með snyrtitöskuna í skólanum, þú ert manneskja með metnað.

Flest c)

50% skvísa

Sko þú ert engin svakaleg skvísa, en það er heldur ekkert markmiðið þitt. Þitt markmið er bara að vera snyrtilegt, sem er bara gott markmið. Þú vilt ekki að öll athygli beinist að þér en þú vilt samt ekki vera ósýnilegt.

Flest d)

30% skvísa

Þú ert ekki skvísa sorry, þú ert samt ekkert ógeð, eeen bara ekki skvísa. Fólk tekur samt alveg eftir þér, þú ert kannski ekki að láta fólk segja vooohóó, en þú lætur það hugsa.

Flest e)

0% skvísa Þú ert ekki skvísa. Þú hefur örugglega marga góða eiginleika, en það að vera skvísa er bara því miður ekki einn þeirra. En þú getur alveg verið frábær einstaklingur þrátt fyrir þennan galla.

Útgefandi: Samband íslenskra framhaldsskólanema | Útgáfustjóri: Embla Waage |

Umbrot: Jónas Unnarsson | Hönnun: Sara Rós Lin Stefnisdóttir | Prentun: Landsprent.

Unnur Saga
Víf Ásdísar Svansbur
Anna Eir Anton Ninja

Námsmannaíbúðir til leigu

Byggingafélag Námsmanna hefur til leigu einstaklings-, par- og fjölskylduíbúðir í Reykjavík og Hafnarfirði, fyrir námsmenn. Stærðir íbúða eru á bilinu 40-70 fermetrar. Hagstætt leiguverð og góð þjónusta umsjónarmanna sem unnt er að kalla til ef eitthvað þarf að laga.

Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.bn.is eða á skrifstofu félagsins að Skeifunni 19, 4.hæð, s. 570-6600. Opið frá 10.00 – 14.00 alla virka daga.

SeX PisTOLs

frumkvöðlar pönksins

Anna Eir Uggadóttir

Þessi dagur er talinn marka fæðingu pönksins í Bretlandi.

Það var árið 1975 sem þeir Glen Matlock bassaleikari, Steve Jones gítarleikari og Paul Cook trommari stofnuðu hljómsveit. Malcolm MacLaren kunningi þeirra, eigandi tískubúðarinnar Sex og eiginmaður fatahönnuðarins Vivienne Westwood, benti þeim á mann að nafni John Lydon, sem seinna fékk nafnið Johnny Rotten, sem mögulegan söngvara.

Lydon var reiður ungur maður sem þótti bæði groddalegur og dónalegur. Hann var með gult úfið hár og ljótar tennur. Lydon hafði aldrei sungið en ákvað að slá til og gerast meðlimur sveitarinnar og úr varð fullskipuð hljómsveit. MacLaren gerðist umboðsmaður sveitarinnar og nefndi hana The Sex Pistols.

Fyrst um sinn fékk hljómsveitin ekki mörg “gigg” þar sem þeim fylgdi mikil ringulreið og æsingur. Mikið var um blóðug slagsmál á tónleikum þeirra og gerðu þeir lítið annað en að æsa áhorfendur upp. Snemma var þó nokkur athygli farin að beinast að Pistolunum. Þeir urðu þekktir fyrir “villmennsku” sína og brjálæði og voru þeir bannaðir á þó nokkrum stöðum í Bretlandi. Í Október 1976 skrifuðu þeir svo undir plötusamning við EMI Records og var smáskífan “Anarchy In The U.K.” gefin út daginn eftir. Lagið náði einhverjum vinsældum meðal ungs fólks innan tónlistarsenunnar en annars lítið út fyrir þann heim. Það var ekki fyrr en Pistolarnir komu fram í sjónvarpsþættinum “Today” hjá sjónvarpsmanninum Bill Grundy að þeir urðu virkilega frægir. Þeir töluðu í aðeins 90 sekúndur allt í allt. Bæði voru strákarnir fullir en einnig þáttastjórnandinn og blótuðu strákarnir í beinni og kölluðu þáttastjórnandann þar á meðal “Dirty bastard” - eitthvað sem hafði ekki heyrst áður í bresku sjónvarpi. Þetta var mesti skandall og eftir þetta viðtal fengu þeir gífurlega athygli frá fjölmiðlum og voru þeir komnir á forsíður allra helstu blaða í Bretlandi daginn eftir.

Í ár er hálf öld síðan pönkhljómsveitin The Sex Pistols, ein áhrifamesta pönkhljómsveit allra tíma, kom fyrst fram á tónleikum í London. Tónleikarnir voru haldnir í litlum listaháskóla þar sem sveitin átti að hita upp fyrir strákahljómsveitina Bazooka Joe. Pistolarnir spiluðu í tíu mínútur áður en rafmagnið var tekið af og aðal hljómsveitin neitaði að spila á eftir þeim.

Mikið atvinnuleysi var í Bretlandi á þessum tíma svo mikið var um fátækt og óánægju. Diskóið var í blússandi gangi og hippatímabilið búið. Unga fólkið þráði eitthvað nýtt, eitthvað sem talaði til þeirra og skildi þau. Sex Pistols höfðu ekki getað komið á betri tíma. Þeir komu með eitthvað nýtt, náðu að skapa pönkbyltingu sem hafði ekki bara áhrif á Bretland heldur allan heiminn. Pönkið var fyrir unga fólkið, eitthvað sem eldri kynslóðin skyldi ekki og átti ekki að skilja. Tónlistin var ekki það eina sem skipti máli heldur líka stíllinn; leðurbuxur, rifnir bolir, úfið og litað hár, öryggisnælur, leðurjakkar. Viðhorf þeirra til lífsins og tilverunnar einkenndist af gagnrýni á valdastéttina, drottninguna, græðgina, hippana, diskóið og kapítalismann. Bandið fór á túr um Bretland og spilaði aðeins sjö tónleika af tuttugu vegna fordóma og erfiðleika innan bandsins. Hinn venjulegi Englendingur tók þessum “fáráðlingum” ekki þegjandi og vildu koma þeim sem lengst í burtu. Einir tónleikar þessa túrs hafa ver-

ið kallaðir “tónleikarnir sem breyttu heiminum” en þeir voru haldnir í Lesser Free Trade Hall í Manchester. Í salnum var fólk sem varð fyrir áhrifum og áttu eftir að setja mark sitt á tónlistarsöguna. Meðal þeirra voru Ian Curtis, söngvari Joy Division og Morrissey, söngvari The Smiths. Samstarfið milli einstaklinga Sex Pistols fór að ganga verr og verr með aukinni frægð. Snemma árið 1977 var Glen Matlock rekinn úr sveitinni og var Sid nokkur Vicious, gamall vinur Rottens og mikill aðdáandi hljómsveitarinnar, settur í hans stað. Þegar Sid, eða Simon John Ritchie eins og hann hét, byrjaði var eins og gangur sveitarinnar breyttist. Sid kunni ekkert á bassa en þótti bara svo pönklegur. Hann þótti mjög myndarlegur en einnig kolklikkaður svo það passaði vel við ímynd sveitarinnar og laðaði að stóran hóp fólks. Sid fylgdu vandræði og voru flest “slysin” á tónleikum sveitarinnar tengd honum. Sid Vicious var í mikilli eiturlyfjaneyslu en hékk þó í hljómsveitinni þar til hún lagði upp laupana árið 1979.

Eftir vesen með plötufyrirtæki skrifuðu þeir undir hjá Virgin Records árið 1977 og gáfu út smáskífuna “God Save The Queen”. Mikil mótmæli voru í kjölfar útgáfunnar þar sem fólk var óvant því að verið væri að gagnrýna drottninguna.

Þó að lagið hafi verið bannað á öllum útvarps- og sjónvarpsstöðvum Bretlands seldust 150.000 eintök á einni og hálfri viku. Seinna sama ár kom út þeirra fyrsta og síðasta plata

“Never Mind The Bollocks” sem fór strax í efsta sæti vinsældalistanna og var platan sú mest selda í Bretlandi það ár. Sumarið ´78 var skipulagt tónleikaferðalag til Bandaríkjanna. Sú ferð varð hljómsveitinni að bana. Viðhorf almennings til hljómsveitarinnar var slæmt í Bretlandi og voru viðhorf bandarískra kúreka enn verri. Sama hvert þeir komu urðu þeir fyrir áreiti, beðið var eftir þeim á flestum stöðum til að ráðast á þá. Allir meðlimir Sex Pistols voru komnir með nóg undir lokin og sagði Rotten á síðustu tónleikunum sem þeir héldu

“Ever get the feeling you’ve been cheated?” Eftir Bandaríkjaferðina miklu sagði Rotten sig úr sveitinni og Sid var lagður inn á spítala eftir of stóran skammt eiturlyfja. Sex Pistols meðlimirnir fóru allir hver í sína áttina. Sid Vicious dó úr of stórum skammti eiturlyfja nokkrum mánuðum seinna eftir að hafa setið inn í fangelsi í nokkurn tíma fyrir morðið á kærustu sinni, Nancy Spungen. Sambandi þeirra hefur oft verið líkt við Rómeó og Júlíu. Sid Vicious og Nancy Spungen voru einhverskonar Rómeó og Júlía pönksins. Ást þeirra stóð stutt yfir en var mikil. Saman bjuggu þau á hinu fræga Chelsea Hotel, þar sem listamenn á borð við Patti Smith, Bob Dylan, Janis Joplin og Leonard Cohen höfðu einnig búið. Allir hafa þeir Johnny Rotten, Steve Jones og Paul Cook haldið áfram í tónlistinni og unnið með mörgum þekktum tónlistarmönnum. Sex Pistols hefur komið nokkrum sinnum saman aftur, þá með Glen Matlock, en aldrei notið jafn mikilla vinsælda og þeir gerðu áður fyrr.

Facebook event sem uppljóstraði sjálfsálit

Ninja Sól Róbertsdóttir

g er ekki félagsvera, þó ég reyni að vera þannig er það einhvern veginn ekki í eðli mínu. Ég elska alveg fólk, og ég elska að tala við fólk, en ég vel aldrei að setja mig í aðstæður þar sem ég sit innum stóra hópa af fólki, en um daginn sá ég auglýsingu á facebook fyrir viðburð. Þetta var fræðslukvöld um tíðarhringinn, ókeypis og haldið á listasafni í reykjavík. Lýsingin sagði frá dagskráinni; Fræðslu erindi frá lækni, næringafræðingi, og jóga kennsla. GDRN myndi síðan loka kvöldinu með nokkrum lögum.

Einnig kom fram að allir sem mættu fengju ókeypis poka með góðum vörum fyrir konur. Krem og bætiefni og svoleiðis. ,,Frábært!” hugsaði ég, því ég gæti þarna komist hjá því að borga fjögur þúsund kall fyrir næstu krukkuna af andlitskremi. Ég skráði mig á biðlista og fékk póst viku seinna um að það væri laust pláss fyrir mig. Ég skoðaði ferðina á safnið í klappinu, og sá að það var ekkert mál að hoppa í strætó til að komast þangað.

Ég fór ein á viðburðinn, og kom auga á nokkrar aðrar konur sem mættu einar, en ég sá líka slatta af vinkonum og systrum og frænkum. Ég tók líka eftir því að meiri hluti þessarra kvenna var greinilega að koma fyrir fræðslu um breytingaskeiðið, sem var ákveðinn

mitt

rauður þráður út alla fræðsluna. Mér fannst ég smá út úr kú, að mæta þangað nítján ára, saupandi á einhverjum engifer-myntu drykk, en ég lét það ekki trufla mig, og fann mér jóga mottu til að setjast á. Ég lærði allskonar úr fræðslunum. En burt sé frá því að þessi viðburður snerist um tíðarhringinn lærði ég líka að taka af skarið og mæta á viðburð. Ég fékk að fljóta innum svona sextíu konur, og ég áttaði mig á að í einveru minni hef ég gleymt hvernig konur eru. Ég hef gleymt að á sumum dögum er ekki hægt að fá hárin á hausnum til að liggja alveg flöt, ég hef gleymt að stundum er eyelinerinn smá skakkur, eða að konur eru allskonar, og í kjölfari fjölbreytileikans verða þær allar fallegri. Ég gleymdi að ein maskaraklessa eða tveir þreyttir skór hafa ekki mikil áhrif á hvernig við lítum út.

Mér finnst ég áhorfandi þegar megnið af konum sem birtast mér koma frá tölvuskjánum eða símanum mínum.

Mér finnst fegurðin svo langt í burtu.

Mér finnst hún vera í ameríku eða frakklandi, í hælaskóm og síðum kápum, ekki inni í herbergi hjá mér. Ég sé konur alls staðar úr heiminum í símanum, og þá finnst mér ég vera að fá rétta mynd. Eins og þær séu ekki allar búnar að þurrka maskaraklessuna og velja sín bestu föt

áður en þær hefja upptöku á einhverju vídeói sem sigldi inn á minn algoriþma. Svo verð ég fyrir vonbrigðum þegar ég stend upp til að bursta tennur, og lít á mig í speglinum. Ég sé gular tennur og fílapensla, og tvær bólur og litlu hárin á efri vörinni sem virðast glansa frá lampanum inni á baði, til þess eins að særa mig. Ég bursta tennur og sé fyrir mér lífið þegar ég er búin að ná í skottið á fegurðinni. Þegar ég er orðin fullorðin og fíngerð og með líflegra hár, og enga fílapensla. Ég endurtek þessa rútínu á hverjum degi. Óöryggið þrífst í einverunni, því þar er enginn til að grípa inn eða sýna mér að fegurðin einskorðast ekki við dýrar kápur eða slétta húð. Með því að mæta og setjast á jógamottu innum nokkra tugi kvenna, allar á ólík-

um stöðum í lífinu, fékk ég uppljómun. Ég gat ekki lengur falið litla púkalega sjálfsálitið mitt fyrir mér, því á öllum þessum mottum voru fallegar konur. Ég gat ekki horft á eina konu án þess að finna nokkra hluti í fari hennar sem mér fannst fallegir. Hvernig gat mér fundist allar þessar konur fallegar, en ekki mig sjálfa?

Lexían var ljúfsár, en hún var mikilvæg. Hún var stór og dynjandi, og hún bergmálar enn í hausnum á mér. Það að fara út og mæta á staðinn getur verið stærsta áskorunin í svona lexíum. Í staðinn fyrir að vista möntrur á pinterest í símanum, að fara bara út og finna sér stað innum allt fólkið getur leitt af sér stóra neistann sem við fundum ekki inni hjá okkur.

Ég vona að þú mætir á staðinn næst.

FÉLAGSRÁÐGJAFARDEILD

Um hvað snýst námið?

Nám í félagsráðgjöf veitir undirbúning til að takast á við fjölbreytt viðfangsefni á sviði velferðarþjónustu og í vinnu með fólki á öllum lífsskeiðum.

Fjallað er um samskipti, börn, fjölskyldur og samfélög. Nemendur öðlast innsýn í félagsleg vandamál og lausnir og afleiðingar þeirra. Þá er fjallað um úrræði velferðarkerfisins, starfsvettvang og aðferðir félagsráðgjafar auk þekkingar á löggjöf, s.s. á sviði barnaverndar.

Lögð er áhersla á þjálfun í rannsóknaraðferðum félagsvísinda og gagnrýna hugsun.

Félagsráðgjöf grunnnám

BA nám í félagsráðgjöf er góður undirbúningur fyrir störf með fólki á öllum lífsskeiðum og fyrir framhaldsnám, bæði til starfsréttinda í félagsráðgjöf og á öðrum sviðum. Viðfangsefni grunnnáms varða samskipti, börn, fjölskyldur, velferðarkerfi, samfélög og starfs- og rannsóknaraðferðir félagsráðgjafar.

Félagsráðgjöf framhaldsnám

Félagsráðgjafardeild býður fjölbreytt úrval framhaldsnáms. Þeir sem hyggjast ljúka MA námi til starfsréttinda þurfa fyrst að ljúka BA námi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands. Sjá nánar um inntökuskilyrði í framhaldsnám í Félagsráðgjafardeild í kennsluskrá HÍ. NÁNAR

Byssusafn og Baltasar
Ninja Sól Róbertsdóttir

Sumarplön

Það er farið að glitta í sólina oftar en hefur gerst á seinustu vetrarmánuðum enda er Sumardagurinnfyrsti alveg að bresta á. Tíminn sem Íslendingar hakka til árlega alveg einstaklega mikið til að minnka skammdegisþunglyndið. Tími til þess að lifa og njóta eða ná loksins að vinna til að geta rakkað upp smá upphæðum. Það er engin ein rétt leið til þess að upplifa íslenskt sumar en hérna eru nokkur atriði sem gæti verið gott að hafa í huga fyrir sumarið 2025.

Hvort sem þú ert í fullu starfi í sumar eða ekki þá ætti það ekki að koma í veg fyrir að geta slett dálítið úr klaufunum. Sumarið á Íslandi er ekkert voðalega langt allavega þegar við tökum tillit til veðurs þannig að af hverju ekki og nýta þessa örfáu daga sem við fáum. Það þarf ekki að vera mikið sem hægt er að gera til þess að manni líður eins og sumarið hafi ekki farið í ruslið. Kannski nýta góða daga í eitthvað sem er annars ekki hægt eða erfitt að framkvæma yfir veturinn eins og lautarferð, prófa fleiri fatastíla, farið í sund og kannski fengið smá tan. Oft eru það litlu hlutirnir sem gera eitt stórt. Einnig eru allskonar hátíðir og viðburðir sem eru aðeins í gangi á sumrin og þá sérstaklega skemmtilegt að upplifa útihátíðir. Við erum að tala um 17. júni, Sjómannadagurinn, Bíladagar, Götubitahátíð, Þjóðhátið og svo margt fleira. Hægt er að skoða allskonar viðburði og skemmtilegheit á vefsíðu Hátíðir um allt land. Það er nefnilega mjög mikil stemning í því að skoða viðburði sem eiga sér ekki stað á höfuðborgarsvæðinu. Fara aðeins út fyrir þessa litlu sætu borg og bæi og kíkja aðeins á fallega Ísland. Sumrinu má þó eyða einhvers staðar annars staðar heldur en á Íslandi. Tilvalið að skella sér til útlanda og nýta þá sumarfrísdaga í stórborg, nær miðbaunum eða kannski þar sem allt er grænt. Ein helgarferð getur skipt sköpun um að fá að komast aðeins burt frá sínu hefðbundna umhverfi þó sumir kjósi að taka sér langt og gott frí helst sem lengst í burtu frá heiman.

En hvað sem maður kýs að gera þá er ekki spurning um að hafa smá gaman á eitt af bestu tímum ársins. Hitta vini og fjölskyldu, eiga tíma út af fyrir sig, þéna pening og hafa gaman.

FÉLAGSFRÆÐI

Nám í félagsfræði

opnar fjölbreyttar

leiðir út í atvinnulífið

UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 5. JÚNÍ

Um hvað snýst námið?

Hefurðu einhvern tíma velt því fyrir þér af hverju samfélög virka eins og þau gera? Hver hefur völdin – og hvers vegna? Í félagsfræði skoðar þú valdatengsl og félagslegar skipanir sem móta heiminn í kringum okkur.

Félagsfræðin spannar fjölbreytt rannsóknarsvið, þar á meðal afbrot, heilsu, ójöfnuð, dægurmenningu, atvinnulíf, fólksflutninga og íþróttir. Markmiðið er að greina samfélagið á kerfisbundinn hátt með sérstakri áherslu á nútímasamfélag.

Góður grunnur

Vinnumarkaðurinn krefst sífellt meiri þekkingar og með félagsfræði öðlast þú sterkan grunn fyrir fjölbreytt störf. Námið gefur þér bæði möguleika á framhaldsnámi og fjölbreyttum störfum þar sem innsýn í samfélagslega ferla og gagnrýnin hugsun skiptir lykilmáli.

Fjölbreyttir möguleikar á vinnumarkaði

Félagsfræðingar á Íslandi hafa fjölbreytta möguleika á vinnumarkaði, bæði í opinberum og einkareknum stofnunum, sem og í rannsóknum og frjálsum félagasamtökum. Þeir starfa t.d. hjá Félagsvísindastofnun HÍ, Hagstofu Íslands, Velferðarráðuneytinu, Þjóðskrá, Hagstofu Íslands, Rauða krossnum, UNICEF og Barnaheillum svo fátt eitt sé nefnt.

Viðtal við Þórdísi Kolbrún

Reykfjörð Gylfadóttur

Anton Haukur Þórlindsson

1. Í hvaða framhaldsskóla varst þú?

Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.

2. Hvað var uppáhalds fagið þitt og af hverju?

Saga, ég hugsaði ekki út í það þá en þegar ég hugsa til baka endurspeglar það eflaust áhuga minn á samfélögum, stjórnmálum, alþjóðamálum og því hvað sagan, og skilningur á henni, hefur mikil áhrif á samtímann og skilning manns á honum og hvernig hann þróast.

3. Hvað lærðir þú í framhaldsskóla sem hefur gagnast þér í þínu starfi?

Ég bý að því að hafa verið í fjölbrautarskóla úti á landi. Í slíkum skólum er þverskurður samfélagsins og nemendahópurinn fjölbreyttur, úr helstu kimum samfélagsins. Ég tók eitt ár í Vínarborg í Austurríki á vegum AFS sem var lærdómsríkasta ár menntaskólaáranna. Að vera í burtu frá fjölskyldu og vinum, læra nýtt tungumál og standa á eigin fótum. Síðan

er félagslífið órjúfanlegur hluti þessara mótunarára og oft tekur maður út sinn helsta þroska í gegnum slík störf. Þess vegna var COVID tímabilið dýrkeypt þeim krökkum sem voru í menntaskóla á þeim árum, árum sem aldrei koma til baka.

4. Átt þú einhverjar fyrirmyndir í stjórnmálum? Hverjar eru þær og af hverju? Ég hef almennt ekki hugsað um ákveðna stjórnmálamenn sem fyrirmyndir heldur frekar ákveðna eiginleika stjórnmálamanna. Ég ber sérstaka virðingu fyrir stjórnmálafólki sem sýnir hugrekki og kjark í sínum störfum. Fólki sem lyftir öðru fólki í kringum sig og kemur vel fram við fólk sem það starfar með. Kollegar sem ég starfaði með sem utanríkisráðherra voru sum algjörlega framúrskarandi, hugrakkt og óhrætt og fólk sem ég lít upp til, leita til og eru vinir mínir.

5. Hvaða ráð hefur þú handa ungu fólki sem langar að starfa við stjórnmál eða

alþjóðamál í framtíðinni?

Mitt helsta ráð er að henda sér út í djúpu laugina, berskjalda sig og taka þátt. Mæta á viðburði, taka að sér verkefni, kynnast nýju fólki og fara reglulega út fyrir þægindarammann. Það er grundvallaratriði að borgarar láti sig stjórnmál og alþjóðamál varða. Að mynda sér skoðun, lesa sér til, taka þátt og standa vörð um það sem skiptir hvert og eitt okkar mestu

máli. Það eru margar leiðir til að gera það, þátttaka í stjórnmálahreyfingum, félagslíf í menntaskóla og háskóla, mæta á viðburði, taka til máls, stofna hlaðvarp, mæta í hlaðvarp, skrifa greinar. Bjóða fram krafta sína og taka slaginn. Sá sem lætur ekki á það reyna nær ekki árangri. Að bjóða fram krafta sína og ná ekki tilætluðum árangri er ekki síður lærdómsríkt. Að lenda í mótlæti er ekki síður lærdómsríkt. Mitt ráð er að vera óhræddur, bjóða fram krafta sína og segja já þegar leitað er til manns og segja já við tækifærum. Það

veit enginn allt þegar hann tekur að sér ábyrgð. Það er hluti af lærdómnum, reynslunni og mótar mann mikið.

6. Af hverju eiga Íslendingar að láta stríðið í Úkraínu sig varða?

Sá sem æskir frelsis þarf að sýna í verki að hann eigi frelsið skilið. Þetta sagði Bjarni Benediktsson eldri fyrir áratugum síðan og kjarnar vel svarið við spurningunni. Það eru blákaldir hagsmunir Íslendinga að réttarríki þjóða sé virt og varið. Að lögsaga og landamæri séu virt. Að leikreglur þjóða þar sem fullveldi og sjálfstæði er varið og að samskipti þjóða séu ekki út frá herstyrk og stærð heldur sameiginlegu kerfi og leikreglum sem hefur tryggt meira frelsi, lífsgæði, lífskjör og frið en nokkuð annað kerfi í mannkynssögunni. Það er ekki margt svarthvítt í flóknum heimi en allsherjarinnrás Rússlands í Úkraínu er ansi nálægt því. Úkraína hafði tekið ákvörðun um að byggja upp samfélag

á grundvelli þeirra gilda sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. Það ógnaði rússneskum stjórnvöldum svo verulega að þeir gátu ekki unað því og ákváðu því að ráðast yfir landamæri þeirra, myrða þau, rústa innviðum þeirra og landi þeirra svo þau gætu ekki byggt upp, framleitt matvæli og verðmæti. Þeir ræna börnum þeirra með skipulögðum hætti og vilja eyða sögu þeirra og menningu. Við tökum að sjálfsögðu afstöðu í því og stöndum vörð um það kerfi, þá uppskrift, sem nú er vegið að og fá lönd hafa notið eins mikið góðs af og Ísland og Íslendingar.

7. Nú varst þú nýlega skipuð sérstakur sendifulltrúi framkvæmdarstjóra Evrópuráðsins í málum úkraínskra barna, hvað gerir þú í því hlutverki? Hlutverkið gengur út á að vekja athygli á stöðu úkraínskra barna, þeirra sem búa við stríðsátök og hafa misst nána fjölskyldumeðlimi í Úkraínu, börnin sem búa í aðildarríkjum Evrópuráðsins og sérstaklega

þeim tugþúsundum úkraínskra barna sem vitað er að hefur verið stolið og þau

flutt til Rússlands. Engin veit hvað börnin eru mörg en þau eru fleiri en rætt er um nú. Mitt hlutverk er að vekja athygli á þessum veruleika, innan Evrópuráðsríkja og vina og bandamanna og víðar. Mæta á ráðstefnur og viðburði þar sem þetta er á dagskrá og ákvarðanir mótaðar og teknar. Byggja brýr og tengja saman aðila sem geta náð árangri í verkefnum sem málstaðnum tengjast, tala fyrir pólitískum stuðningi við málstaðinn og tryggja að hann gleymist ekki. Sýna frumkvæði, tala við fjölmiðla og hugveitur. Vinna inn í Úkraínu með þeim fjölda aðila, ráðuneyta, frjálsra félagasamtaka, þingmanna og annarra sem vinna við málefni úkraínskra

barna á hverjum degi. Segja sögur þeirra og stuðla að stuðningi og skilningi á þeirri stöðu sem börnin eru í.

8. Oft er sagt að Úkraína sé mjög lík Rússlandi, að margir þar tali rússnesku og vilji frekar tilheyra Rússlandi, en að Vesturlönd hafi unnið gegn þessu og reynt að snúa Úkraínu gegn Rússlandi. Er eitthvað til í þessu?

Engin þjóð hefur að fúsum og frjálsum vilja viljað vera undirgefin Rússlandi eða Sovétríkjunum, þar með talið úkraínska þjóðin. Úkraínumenn, sem ýmist eru að verja landið með beinum hætti í stríðinu eða með öðrum hætti, að standa vörð um landið sitt, sögu sína og það samfélag sem þau ætla sér að byggja upp. Í landinu er yfirgnæfandi meirihluti sem styður varnarbaráttu Úkraínu því þau vilja vera frjáls til að lifa. Þau þekkja það á eigin skinni, af eigin sögu, að valkosturinn er svo hryllilegur, vonlaus og illur að þau eru tilbúin að deyja fyrir frelsið, fyrir frelsi barna sinna og framtíðarinnar, frekar en að gefast upp og tilheyra Rússlandi sem annars flokks borgarar sem brotið er á.

9. Hvað geta íslensk ungmenni gert til að styðja við varnarbaráttu Úkraínu? Það eru margskonar verkefni til að styðja við fjárhagslega en heima fyrir skiptir máli að halda málstaðnum á lofti, skapa umræðu hjá íslenskum ungmennum en ekki síður að sú kynslóð tali við eldri kynslóðir um hvers vegna frelsið skiptir máli. Frelsi er ekki það sama og friður og varnarbarátta Úkraínu og fórnir þeirra er eitthvað sem ungt fólk á Íslandi vonandi skilur. Það hvað verður um sjálfstæða og fullvalda Úkraínu mun hafa raunveruleg áhrif á framtíð

þessarar kynslóðar í Evrópu allri, þar með talið á Íslandi. Friðartímarnir sem við höfum lifað síðustu áratugi eru undir. Opin og sterk Evrópa er undir og þar með eru hagsmunir íslenskra ungmenna meiri en þeirra sem eldri eru.

10. Ætti Ísland að endurskoða afstöðu sína gagnvart hervæðingu?

Ég er þeirrar skoðunar að í öryggis- og varnarmálum sé mikilvægast fyrir okkur að skilgreina okkar heimavinnu og vinna hana skipulega og örugglega. Í mínum huga felst það í því að vera framúrskarandi í netvörnum, að tryggja yfirsýn og eftirlit í okkar lögsögu með viðunandi hætti, að hafa yfirsýn á öryggissvæðinu í Keflavík, að vera öflugt gistiríki fyrir okkar bandamenn, stuðla að fjárfestingu á öryggissvæðinu, auka enn frekar þátttöku okkar í starfi Atlantshafsbandalagsins, Norrænu varnarsamstarfi og Sameiginlegu viðbragðssveitarinnar undir forystu Bretlands. Leggja áherslu á öryggi og varnir á Norður-Atlantshafi og norðurslóðum í samvinnu við helstu grannríki og fjölga fólki í borgaralegum verkefnum erlendis sem er bæði framlag í samstarfi og fjárfesting í mannauði og þekkingu hér heima. Allt þetta tel ég mikilvægara að tryggja umfram það að endurskoða hervæðingu á Íslandi.

11. Hvernig hafa ákvarðanir annarra ríkja – t.d. tollastríð Trump – áhrif á unga Íslendinga?

Tollastríð Bandaríkjaforseta geta haft raunveruleg áhrif á unga Íslendinga en það fer eftir því hver þróunin verður. Þegar þetta er skrifað er 2. apríl ekki runninn upp en það verður afdrifaríkur dagur hvað tollana varðar. Hvernig Evrópa og önnur lönd bregðast við skiptir líka máli en þessi hraða þróun frá opnum alþjóðaviðskiptum í tollastríð er neikvæð fyrir yngri kynslóðina, tækifæri hennar og lífskjarasókn en við verðum einfaldlega að búa okkur undir mismunandi sviðsmyndir og eftir atvikum leita á nýja markaði, sinna okkar hagsmunagæslu, framleiða áfram og skapa framúrskarandi vörur og koma á markað.

12. Á Ísland að fjarlægja sig Bandaríkjunum og færa sig nær evrópskum bandamönnum sínum?

Ísland á fyrst og síðast að vinna heimavinnu sína og vera verðugur bandamaður. Heimavinnan felst í því að tryggja öryggi sitt og varnir eins og við getum og í samstarfi við bandalagsþjóðir okkar. Við höfum átt gott samstarf

við Bandaríkin í marga áratugi og vonandi heldur það áfram, á sviði varnarmála, viðskipta, menningar og stjórnmála. Hins vegar er Evrópa að þétta raðirnar og við eigum að vera virkir þátttakendur þar, á sömu sviðum; varnarsviðinu, viðskiptum, stjórnmálasamskiptum og menningu. Síðan mun það óhjákvæmilega fara eftir því hver þróunin verður í Bandaríkjunum hvort samstarf okkar heldur áfram að blómstra eða ekki, við viljum áframhald góðs samstarfs á öllum sviðum en það byggir eðli máls samkvæmt á þeirri forsendu að grundvallar leikreglur séu virtar og hagsmunir liggi áfram saman líkt og þeir hafa gert frá lokum síðari heimstyrjaldar.

13. Ef Bandaríkin verja ekki Ísland gegn innrás – hver mun þá gera það?

Við erum með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin sem er í gildi og engar vísbendingar um annað en að hann haldi. Atlantshafsbandalagið er öflugasta varnarbandalag sögunnar og þar erum við stofnaðilar og virkir þátttakendur. Þar eigum við öfluga bandamenn.

14. Hvaða lönd finnst þér standa mest með Íslandi í heiminum?

NB8 samstarfið er okkur gríðarlega mikilvægt en það eru Norðurlöndin fimm og Eystrasaltsríkin þrjú. Við störfum þétt saman, erum náin og tölum almennt einni röddu og stöndum upp fyrir hvert annað. Bandaríkin hafa sannarlega verið okkar helsti bandamaður allt frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Vonandi getum við áfram treyst á þau. Sem betur fer eigum við góða vini og bandamenn og þurfum nú sem aldrei fyrr að sýna í verki að við séum verðugir bandamenn og vinir í raun.

15. Voru mistök að loka sendiráði Íslands í Rússlandi?

Ég trúi því að ákvörðunin um að leggja tímabundið niður starfsemi okkar í Moskvu hafi verið rétt. Rökin fyrir því að halda úti sendiráðum eru viðskiptaleg tengsl, menningarleg og stjórnmálaleg tengsl. Öll þessi tengsl eru nú í algjöru lágmarki vegna framgöngu rússneskra stjórnvalda í heiminum. Það samræmdist því ekki forgangsröðun íslensku utanríkisþjónustunnar að kosta og halda úti starfsemi í landinu. Við slitum ekki stjórnmálasambandi við Rússland né lokuðum við sendiráðinu sem þýðir að við getum hafið starfsemi að nýju ef aðstæður breytast. Samhliða þessu gátum við minnkað umsvif rússneskra stjórnvalda í Reykjavík enda ekki þörf á að

hafa á þriðja tug manna í vinnu hér á landi þar sem umrædd tengsl eru öll í lágmarki. Við vorum eina líkt þenkjandi ríkið sem enga ákvörðun hafði tekið um að bregðast við svo ég tel það ekki mistök. En ákvörðunin var umdeild, eins og stórar ákvarðanir á erfiðum tímum eru oft, og tíminn mun leiða það í ljós hvernig hún eldist. En hún var vel undirbyggð og tekin á sterkum forsendum.

16. Hafa erlend ríki gert tilraunir til að auka upplýsingaóreiðu og dreifa falsfréttum hérlendis?

Já það má ganga út frá því að það sé reynt hér eins og allsstaðar annars staðar. Þetta er öflug leið til að hafa áhrif á stjórnmálaumræðu og samfélagið.

17. Hvernig er hægt að sporna við því? Við þurfum að eiga upplýsta umræðu um að þetta sé reynt og stundað á Íslandi til að „bólusetja“ okkur fyrir sjúkdómnum. Við þurfum að þekkja hætturnar og aðferðirnar. Við þurfum að geta greint upplýsingar á netinu, þekkt staðreyndir frá lygum eins og kostur er. Aukið þekkingu okkar á því hvaða upplýsingum er frekar treystandi og sannreyna þær. Þetta er eilífðarverkefni og áskorun sem öll samfélög standa frammi fyrir.

18. Mörg ungmenni fá allar fréttir beint af samfélagsmiðlum, hvernig geta þau greint falsfréttir frá raunverulegum fréttum? Það er einfaldlega mjög vandasamt en ég held að ungmenni séu mörg betri í því en eldra fólk svo dæmi sé tekið. Við verðum að vita hvaðan upplýsingarnar koma, er heimildin áreiðanleg? Við þurfum að gera ráð fyrir því að meirihluti upplýsinga sem finna má á netinu sé hrákasmíð og/eða ósannindi. Það er til að mynda hægt að byggja upp trúverðugan basa á X, af fólki sem má treysta og þar með upplýsingum sem það deilir, almennt en ekki blindandi. Meginstraums fjölmiðlar starfa við allt aðrar og meiri kröfur en aðgangar á samfélagsmiðlum og er því hægt að treysta með allt öðrum hætti en efni á samfélagsmiðlum, sérstaklega þegar efnið er nafnlaust. Það er gagnlegt að fylgja fólki sem hefur trúverðugleika og efni sem það deilir, það getur verið fólk sem þú ert ósammála og fólk sem þú ert ósammála. Ég myndi aldrei mæla með TikTok. Svo er ekki hægt að mæla nógu mikið með lestri bóka.

19. Hvar geta ungmenni lesið áreiðanlegar fréttir?

Hér nefni ég aftur meginstraumsfjölmiðlar með alvöru ritstjórnarstefnu, strangar kröfur og heimildarmenn. Það er hægt að nálgast vandað efni sem skrifað er um með mjög ólíkum hætti. Erlendar fréttir sérstaklega. Vönduð hlaðvörp eru sömuleiðis frábær leið til að fylgjast með og fá fréttir og umræður um þær beint í eyrun.

20. Mælirðu með einhverjum hlaðvörpum um utanríkismál?

The Rest is Politics (breska og bandaríska útgáfan), The Ezra Klein Show, hlaðvörp á vegum helstu erlendu fréttaveitna, The Foreign Desk, The Escalation podcast, hlaðvörp þar sem Timothy Snyder er gestur og svona mætti lengi telja.

21. Hvaða reikningar á samfélagsmiðlum eru með góða umfjöllun um utanríkismál?

Mér finnst oft gott að sjá hverjir eru að fylgja ákveðnum reikningum, virt fólk úr háskólum erlendis, virtir blaðamenn o.s.frv.

22. Þurfa Íslendingar að hafa áhyggjur af því að missa frelsi sitt?

Ísland er eitt allra öruggasta land veraldar. Við erum heppin, landfræðilega og sögulega. Við erum líka sterkt samfélag, þ.e.a.s. hér ríkir meira samfélagslegt traust en víða annars staðar. Það eykur viðnámsþrótt okkar og gerir okkur betur kleift að standa saman þegar á reynir. Við eigum góða bandamenn og vera okkar í NATO eykur öryggi okkar. Íslendingar þurfa hins vegar að skilja að frelsið er ekki ókeypis, það þarf að hafa fyrir því, passa upp á það og berjast fyrir því. Við erum ekki ónæm fyrir því sem er að gerast í kringum okkur þótt við séum „fjarri vígaslóð.“ Síðan er grundvallaratriði að átta sig á því að þú tapar ekki einungis frelsinu með ófriði eða bókstaflegri árás. Sá sem passar ekki upp á frelsi sitt getur auðveldlega tapað því. Rétt eins og stjórnvöld gera best með því að skapa jarðveg fyrir sköpun veraldlegra verðmæta og treysta svo markaðnum fyrir sínu verkefni þá geta stjórnvöld aldrei gert fólk frjálst, einungis skapað fólki jarðveg til að geta öðlast frelsi og halda í skefjum þeim öflum sem vilja takmarka það, hvort sem það er í formi utanaðkomandi ógnar, freklegra stjórnvalda eða ægivalds ofstækis eða hagsmunafla. Það er því heilbrigðismerki ef íslensk ungmenni velta fyrir sér frelsinu og hvort það er varanlegt og ókeypis eða hvort það þurfi að passa upp á það.

Viðtal við Ásgeir Inga Valtýsson, framkvæmdastjóra Popp Up

Fyrirtækið Popp Up var stofnað í ágúst árið 2023 af þeim Ásgeir Inga Valtýssyni og Arnar Gauta Arnarssyni (Lil Curly). Popp Up sérhæfir sig í myndbandsgerð og hjálpa fyrirtækjum að auka sýnileika sinn á markaðnum. Þeir hjá Popp up finna nýjar og skemmtilegar leiðir til að gera grípandi efni og ná til fólks. Hægt er að skoða Popp up betur á poppupp.is og á helstu samfélagsmiðlum s.s Tik Tok, Facebook og Instagram undir poppup.is.

Af hverju ný auglýsingastofa?

Þetta er nýjung á markaðinum með að bjóða upp á ákveðna gerð af efnismarkaðssetningu í stað hefðbundna auglýsinga. Fyrstir á markaðnum með þetta þar sem samfélagsmiðlar og efnið á þeim eru í mikilli eftirspurn.

Ykkar sérstaða á markaðinum?

Erum að gera allskonar sem tengist að skapa efni (e. content) en við erum helst að einbeita okkur að stuttum myndböndum sem henta fyrir þessa helstu miðla í dag eins og Tik Tok, Instagram o.fl.

Hvernig varð Popp Up til?

Arnar og Ásgeir hófu ferlið á því að stofna Popp up eftir að hafa unnið saman á Tik Tok aðgangi Krónunnar en sáu gat á markaðnum fyrir öðruvísi auglýsingarstofu. Svo bættust fleiri og fleiri við bæði starfskraftur og viðskiptavinir og þannig náði fyrirtækið að stækka.

Uppruni nafnsins og útlit fyrirtækisins?

Allskonar pælingar með nafnið. Fórum í áttina að Tik tok ehf til dæmis en hugmyndin að poppa upp á miðlana var sterk enda er það það sem við viljum gera. Svo fannst okkur mikilvægt að hafa þetta litríkt, einfalt og fjörugt. Blár: traust, Rauður: fjörugt.

Ferlið frá byrjun og núna

Byrjuðum 2 urðum síðan 4 og svo yfir í 8. Með vinnunni

sem að sett var í efni af markaðsdeild Krónunnar þá sást að þetta virkaði. Stórt stökk að fara frá draumavinunni og stofna sitt eigið fyrirtæki. Mikil áhætta fylgdi þessu að sjálfsögðu eins og gengur og gerist þegar verið er að stökkva út í eitthvað nýtt. Margir aðilar sem komu að þessu í gegnum ferlið, það þurfti vefsíðu, bókara, lögfræðinga o.fl. En bara að taka þetta í áföngum, eitt skref í einu. Hugsa líka og reikna með bestu

tilfellunum og þeim verstu. Heppin með fólk sem sem stóð á bakvið allt þetta annars hefði þetta ekki geta verið hægt.

Framtíðarstefna ykkar

Vera meðvitaður og í hvaða átt markaðurinn er að þróast.

Bæta við þjónustu og sinna viðskiptavinunum okkar enn betur. Geta boðið upp á allan skala af verkefnum og ná þannig að stækka og þróast, bæði fyr-

ir okkur sem Popp Up og þá í leiðinni fyrir öll þau fyrirtæki sem stunda viðskipti við okkur.

Fyrirtæki sem nýta ykkar þjónustu?

25-30 fyrirtæki í mánaðarlegu samstarfi. JYSK, Krónan, Vörður, Nói Síríus, Eimskip o.fl.

Aðlögum okkur að hverju og einu fyrirtæki til þess að geta fylgt þeirra stefnum enda er það grundvallaratriði því að

ef efnið fylgir ekki anda fyrirtækisins þá virkar það ekki. Í byrjun voru þetta líka fyrirtæki sem fylgdu Arnari s.s. Krónan, Lemon, Nói Síríus sem ákváðu að treysta Popp Up og byrja nýta þjónustuna okkar.

Skemmtilegast og leiðinlegast við starfið Skemmtilegast að sjá árángurinn. Gera eitthvað nýtt, sjá fólk bætast inn í teymið, vinna með fyrirtækjunum og bæta sig. Ekkert leiðinlegt í rauninni nema kannski þegar maður kemst ekki á skrifstofuna í stemninguna.

Mest krefjandi

Að byggja upp teymi sem stefnir í sömu átt. Viljum hafa sjálfbæran vöxt og að allir séu að synda í sömu átt. Hæðirnar og lægðirnar sem fylgja þjónustunni, stundum gengur einu myndbandi betur en öðru en það er þá líka algóritminn að spilla inn í. Ekki þó búið að vera krefjandi að reyna sanna sig eitthvað fyrir fyrirtækjum sem eru að íhuga okkar þjónustu en flestir sjá okkar virði

Árangur og tímamót

Árangur frá byrjun. Það voru stór tímamót frá því Popp Up var stofnað og að þurfa síðan að ráða inn fyrstu 2 starfsmennina. Mikilvægt er að halda í rétta fólkið og sjá árangurinn sem þau setja í fyrirtækið og hvernig það nær þá að þróast.

Skemmtileg staðreynd um Popp Up?

Öll myndbönd sem Popp Up hefur framleitt eru 2000 talsins og sirka tæplega 20 milljón áhorf samtals.

Annað?

Eitt af því sem hvatti mig til þess að gera þetta er að það er aldrei réttur tími til að gera eitthvað. Mikilvægt að finna ekki fyrir vinnunni og gera eitthvað sem manni finnst raunverulega skemmtilegt og þar sem áhuginn liggur. ,,Gerðu það sem þér fannst skemmtilegast að gera sem krakki.” En það sem manni fannst skemmtilegast að gera sem krakki er yfirleitt það sem maður raunverulega sækist í og áhuginn á til í að liggja.

Verðum við að læra stærðfræði?

Það er spurning sem margir menntaskólanemar hafa hugsað: “Af hverju þarf ég að læra þetta? Ég ætla ekkert endilega að verða verkfræðingur eða stærðfræðingur.”

Stærðfræði getur virst fjarlæg, flókin og mjög oft pirrandi – en samt er hún ein af grunninum í menntunar okkar. Og ef við gefum okkur tíma til að staldra við, þá sjáum við að stærðfræði er miklu meira en bara reikningar og jöfnur.

Stærðfræði kennir okkur að hugsa, hvort sem það er út fyrir boxið eða inn í boxi. Stærðfræði þjálfar okkur í rökhugsun, vandamálalausnum og skipulagningu hugsunar. Þegar við leysum jöfnur, skoðum mynstur eða reiknum líkindi, þá erum við í raun að æfa okkur í að greina upplýsingar, setja þær í samhengi og komast að niðurstöðu. Þessi hugsun er ekki bundin við bókina – hún hjálpar okkur að taka betri ákvarðanir í lífinu, hvort sem það snýst um að skipuleggja fjármál, lesa gagnrýnið í fréttum eða meta áhættu.

Stærðfræði er ótrúlega gagnleg í daglegu lífi – jafnvel þótt það sé ekki alltaf augljóst. Hvort sem við erum að reikna hvað pizzan kostar með afslætti, átta okkur á vöxtum á bankaláni, eða reikna líkurnar á því að vinningstölurnar í lottóinu komi upp – þá byggjum við á stærðfræðilegri hugsun. Og fyrir þá sem stefna á nám í tölvunarfræði, líffræði, hagfræði, verkfræði eða jafnvel hönnun – þá er stærðfræði ekki bara hjálpleg, heldur nauðsynleg.

Stærðfræði er alls staðar. Hún býr í náttúrunni, arkitektúr, tónlist og jafn-

vel í samfélagsmiðlum. Þegar þú horfir á snjókorn, pýramída eða tölfræðina á TikTok – þá ertu að sjá stærðfræði í verki. Hún hjálpar okkur að skilja og lýsa heiminum með nákvæmni.

Það er alveg eðlilegt að eiga erfitt með stærðfræði stundum. En það að takast á við erfið verkefni og ná tökum á þeim – það styrkir sjálfstraustið og kennir okkur að gefast ekki upp. Stærðfræði kennir okkur að glíma við áskoranir og trúa á eigin getu. Hún er í raun eins og líkamsrækt fyrir heilann. En margir eiga erfitt með að læra stærðfræði og það er

mjög eðlilegt, ekki er hún fyrir alla. Hins vegar þá er gott að hugsa og sjá aðrar hliðar sem eiga betur við þig. Eins og aðrar námsgreinar. Við þurfum ekki öll að verða stærðfræðingar. En með því að læra stærðfræði, lærum við að hugsa skýrt, leysa vandamál og túlka heiminn með dýpri skilningi. Og ef þú hugsar út í það, þá er það frekar mikilvæg færni –sama hvert þú ætlar í framtíðinni. Það er mjög mikilvægt að minna á að það er ekkert óeðlilegt við að eiga erfitt með stærðfræði – það segir ekkert um gáfur eða hæfileika, bara að allir læra á

mismunandi hátt. Það þarf ekki að vera bestur í henni, heldur ekki bestur í öllu. Hins vegar leggur samfélagið upp með að allir læra stærðfræði og einnig ríkið. Þannig við þurfum að læra stærðfræði, hvort sem við viljum það eða ekki. Það þýðir samt ekki að þetta sé alveg búið þegar við fáum ekki fullkomna einkunn í stærðfræði. Stundum er það nóg að komast í gegnum áfangann og ná næsta prófi. Stundum er auðveldara en aðra daga að fá góða einkunn í stærðfræði. Allt getur þetta farið eftir dagsforminu manns, en það er líka allt í lagi.

ÞJÓÐFRÆÐI

Viltu sjá daglegt

líf í nýju ljósi?

UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 5. JÚNÍ

Um hvað snýst námið?

Þjóðfræðin rannsakar daglegt líf og daglegt brauð: sögur og sagnir, heimilis- og atvinnuhætti, trú og tónlist, siði og venjur, hátíðir og leiki, föt, tísku og matarhætti um heim allan.

Áhersla er lögð á hvernig aðlagar fólk líf sitt og umhverfi að kringumstæðum sem það hefur ekki stjórn á? Hvernig talar fólk saman og lifir í samfélagi hvert við annað, bæði fyrr og nú?

Nemendur tileinka sér sjónarhorn þjóðfræðinnar á samfélagið og læra að beita aðferðum hennar til sjálfstæðra rannsókna. Námið er fjölbreytt og gefur nemendum færi á að vinna inná sínu áhugasviði. Þjóðfræði við Háskóla Íslands er kennd bæði í fjar- og staðnámi.

Hvað gera þjóðfræðingar?

Þjóðfræðingar vinna fjölbreytt störf, þeir geta verið avinnuráðgjafar, blaðamenn, bændur, fararstjórar, fjölmiðlafólk, forstöðumenn og deildarstjórar safna og menningarmiðstöðva, framhaldsskólakennarar, framkvæmdastjórar, fræðifólk, fræðslufulltrúar, grunnskólakennarar, háskólakennarar, hjálparstarfsfólk, klæðskerar, kvikmyndagerðarfólk, kynningarfulltrúar, landverðir, leiðsögumenn, minjaverðir, myndlistarmenn, prestar, rithöfundar, ritstjórar, safnstjórar, safnverðir, skrifstofustjórar, spákonur, sýningarhönnuðir, þáttagerðarfólk og þýðendur.

Auk þess starfa þjóðfræðingar meðal annars við bókaútgáfu, ferðaþjónustu, fornleifarannsóknir, leikhús, menningarsvið sveitarfélaga, náttúruvernd, opinbera stjórnsýslu, ráðgjöf og sýningargerð.

Víf Ásdísar Svanburs

Ráfa

Nýsköpun í íslensku samfélagi

Við á Íslandi höfum verið framarlega í nýsköpun meðal annarra þjóða. Við erum lítil þjóð, en erum fljót að þróa allskyns tækni og nýsköpun. Vart er að nefna nýsköpunina sem á sér stað í loftslags lausnum og grænni tækni.

Nýsköpun í fiskeldi. Þau eru með hringrásar kerfi sem er til að nýta vatnið betur og nota þar að leiðandi ekki eins mikið vatn til að vinna þá vinnu sem þau eru að gera. Þetta er til að draga úr áhrif sem það hefur á náttúruna.

Síðan eru nokkuð mikið af fyrirtækjum sem eru að passa upp á kolefnissporið. Eins og Carbfix sem er að koma fram á svið að þeirra tækni bindur niður koltvíoxíð í berg og það dregur út loftslagsáhrifum. Síðan er Climeworks & Orca sem er verkefni við Hellisheiðarvirkjun til að soga CO₂ úr andrúmsloftinu.

Allt þetta er á vegum fyrirtækja hérna á Íslandi. Einnig er hægt að fara út í listina sem er að gera allskonar skemmtilegt í nýsköpun. Eins og það að nýta allskonar hluti í list, endurnýta og flokka til að vera með betra kolefnisspor.

Það eru margar greinar listarinnar sem nota nýsköpun. Ein grein af þeirri list kallast tæknilist. Þetta er til að skapa nýja upplifun og reynslu í verkum, hljóðverkum og galleríum. Til dæmis er að nefna raflistaverk sem bregðast við hreyfingu áhorfenda eða tónlist sem hægt er að upplifa sjónrænt með gleraugum.

Síðan er fatahönnun mjög framarlega í þessu. Þau eru oft að endurnýta gömul föt og búa til nýja hönnun. Klippa niður eins og gallabuxur, sauma síðan aðra flík út frá því. Þar er notað mjög margt annað, eins og alls-

konar hluti sem hægt er að nota í fötinn, eins og stálnet eða efni sem eru ekki sett vanalega í flíkur en hægt er að nota. Margir hönnuðir sem eru að búa til föt í dag og hanna ný föt, nota eitthvað nýtt og framandi. Þau hugsa út fyrir boxið og er gaman að horfa á hvernig þau gera fötin sín.

Ófyrirsjáanleikinn

Dreymir þig um að gera eitthvað? Eða kannski mannst eftir því að hafa verið með einhverja ákveðna framtíðarsýn eða einhvern atburð sem þig langaði til að upplifa? Jú, ætli við höfum ekki flest okkar kannist ekki við það. En upp að hvaða marki er hægt að láta mann dreyma?

Framtíðin getur verið svo ófyrirsjáanleg hvort sem það er verið að tala um mínútur, daga, mánuð, ár. Allt og ekkert getur haft allskonar áhrif á okkur sem einstaklinga og samfélag.

En geta draumar og framtíðarsýnir orðið slæmar fyrir þig? Kannski. Kannski ekki. Væntingar okkar við ákveðna hluti eru mismunandi og væntingar eru eitthvað sem fylgja alltaf þegar við lítum inn í framtíðina, hvort sem þær eru lágar eða háar. Ætli væntingarnar séu ekki þær sem gera þetta sem er sagt á góðri ensku make or break it. Við viljum reyna að sjá fyrir hvað er að fara gerast svo að við getum undirbúið okkur fyrir það sem er að fara gerast. Það að vera með lágar væntingar leitt til þess að þér líði vel þegar þú afrekar eitthvað sem að þú hélst að þú myndir ekki ná, eitthvað sem þú sást ekki fyrir þér. En það að vera með háar væntingar getur leitt til niðurbrots hjá manni. Á ákveðin hátt getur það líka verið hjálplegt. Að fá ekki allt upp í hendurnar og sjá allt fyrir sér eins og maður vill að það sér. Að setja væntingar og reyna sjá fyrir hið ófyrirsjáanlega getur verið þreytandi. Eins og að fá aldrei neitt sem kemur á óvart, eins og að aldrei fá pakka sem þú veist ekki hvað er inn í. Það er vita ekki hvað er í jólapökkunum fylgja sérstakir töfrar og má líta á hið ófyrirsjáanlega svipað.

Einnig er margt sem gerist þótt að maður ætlist ekki

til neins, eins og að missa ástvin skyndilega eða eignast nýja vini. Það er allt í lagi ef hlutirnir fóru kannski ekki eins og við mátti búast hvort sem þeir eru stórir eða smáir. Mikilvægt er að halda áfram og lifa lífinu því að við

Ófyrirsjáanleikinn er fallegur og erfiður og það er ekkert sem við getum í rauninni gert til þess að koma í veg fyrir að hann sé í lífinu manns. Það besta í stöðunni er að læra að hann mun alltaf vera þarna.

ÁSGARÐSLAUG

Nýendurbætt sundlaug, 25 m útilaug samtengd við litla barnalaug.

Gufubað, heitir pottar og kaldur pottur, líkamsrækt.

Góð aðstaða fyrir fatlaða.

Afgreiðslutími:

Mánud - föstud kl. 06:30 – 22:00

Laugard og sunnud kl. 08:00 – 18:00

Íþróttamiðstöðin Ásgarður

Sími: 550 2300

SUNDLAUGAR GARÐABÆJAR

ÁLFTANESLAUG

Eina öldulaug landsins og stærsta vatnsrennibrautin 10 m há og 80 m löng. Útilaugin er 25 m, innanhúslaug, heitir pottar, buslulaug, gufuböð og líkamsrækt.

Góð aðstaða fyrir fatlaða.

Afgreiðslutími:

Mánud - föstud kl. 06:30 – 21:00

Laugard og sunnud kl. 10:00 – 18:00

Breiðumýri, Álftanes,

Sími: 550 2350

gardabaer.is

Bestu og verstu hlutirnir við menntaskóla

Að vera í menntaskóla er eins og að vera á milli tveggja heima – maður er hvorki barn né fullorðinn, en samt gert ráð fyrir að maður taki ábyrgð, skili verkefnum, velji framtíð og muni hvað pí er, allt á sama tíma. Þetta tímabil getur verið ótrúlega lærdómsríkt, skemmtilegt og mótandi –en líka krefjandi, yfirþyrmandi og stundum bara allt of mikið.

Bestu hlutirnir

Frelsið

Að vera í menntaskóla er eins og að vera á milli tveggja heima – maður er hvorki barn né fullorðinn, en samt gert ráð fyrir að maður taki ábyrgð, skili verkefnum, velji framtíð og muni hvað pí er, allt á sama tíma. Þetta tímabil getur verið ótrúlega lærdómsríkt, skemmtilegt

og mótandi – en líka krefjandi, yfirþyrmandi og stundum bara pínu mikið.

Vinskapur og félagslíf

Menntaskóli er oft staðurinn þar sem fólk eignast vini til lífstíðar. Maður kynnist fólki úr öðrum hverfum, með ólíkan bakgrunn og áhugamál – og það getur opnað huga manns.

Viðburðir og stemmari

Árshátíðir, árshátíðarundirbúningur, keppnir, skreytingar og dagarnir sem kennararnir „missa vitið“ – þetta eru minningar sem lifa lengi. Það er líka eitthvað töfrandi við það að tilheyra samfélagi sem er alltaf að gera eitthvað. Sem og það þegar tímarnir falla niður og þú

færð að sofa út þegar þú hélst að þú þurftir að mæta snemma.

Að kynnast sér sjálfum Í gegnum áfangana, verkefnin og samtölin, fer maður að fatta hvað maður hefur áhuga á, hvað maður stendur fyrir og hvar maður vill stefna. Þetta er tíminn þar sem maður byrjar að byggja sjálfsmynd sína.

Verstu hlutirnir -

Próf og verkefnin

Stundum líður manni eins og verkefnin hlaðist upp eins og snjóflóð – og það er engin snjóflóðavörn. Þegar þrír kennarar ákveða að hafa skiladag sama daginn, eða prófatörn stendur yfir, getur stressið orðið yfirþyrmandi.

Þreyta og tímaskortur

Maður á að læra, mæta í tíma, halda félagslífi gangandi, stunda áhugamál, vinna með skóla og vera úthvíldur. Þú getur valið tvö – restin bíður. Stundum bara alltof mikið í gangi.

Samanburður og

pressa

Sumir virðast hafa allt á hreinu – frábærar einkunnir, félagslíf, frábæran stíl og sjá til framtíðar með glósubók. Það getur valdið óraunhæfum samanburði og stressi, sérstaklega þegar maður er sjálfur bara að reyna að muna hvar maður lagði pennann.

Hvað með framtíðina og valið gagnvart henni? Á einhverjum tímapunkti verður maður spurður: „Hvað ætlarðu að gera eftir menntaskóla?“ Og stundum er svarið bara: „Ég veit það ekki.“ Það er í lagi – en það getur líka valdið kvíða og óöryggi.

Gæti The Nun 2 verið jólamynd?

Saga Evudóttir Eldarsdóttir

Kvikmyndin The Nun 2 kom út þann 8. september árið 2023. Í myndini eru fimm aðalpersónur: nunnur að nafni systir Irene og systir Debra, ungur maður að nafni Maurice, kennari að nafni Anna Popplewell og andsetni púkinn Valak.

Myndin er framhald af myndinni

The Nun, sem fjallaði um rannsókn faðir Burke og systir Irene í klaustri í Rúmeníu þar sem yfirnáttúrulegar skelfingar afhjúpuðu myrka sögu klaustursins. Faðir Burke lést við þá rannsókn og því er systir Irene látin fara ein í rannsóknarleiðangur þegar svipaðir hlutir gerast í Frakklandi árið 1956í The Nun 2.

Myndin byrjar á mjög ógnvekjandi atriði sem skilur áhorfandann eftir skelkaðan en forvitinn.

Atriðið gerist í klaustri og sýnir prest myrtan af yfirnáttúrulegum öflum. Í kjölfarið er systir Irene

látin fara í rannsóknarleiðangur til að koma í veg fyrir að þessi atburður endurtaki sig. Systir Irene, ásamt samstarfskonu sinni

að nafni systir Debra sem ákvað að fylgja henni halda þá á stað í klaustrið þar sem morðið átti sér stað. Systir Irene fær þá svokallaða vitrun sem sýnir henni staðsetningu næsta fórnarlambs.

Mér fannst myndin alveg ómótstæðileg, leikkonan og stórstjarnan Taissa Farmiga fór svo ótrúlega vel með hlutverk sitt sem systir Irene, tæknileg atriði mættu öllum mínum skilyrðum og svo fannst mér myndin notaleg og jólaleg.

Það eru ekki allir sammála mér með það að The Nun 2 sé jólaleg sem mér finnst erfitt að skilja því hún er svo jólaleg, hún gæti léttilega fallið í flokk íslenskra jólamynda.

Söguþráður myndarinnar vitnar mikið í kristintrú, meirihluti myndarinnar gerist í kirkju og söguþráðurinn snýst aðallega um nunnur og presta. Jólin eru kristileg hátíð, fæðingu Jesú Krists er fagnað, fólk fer í kirkju og hittir nunnur, er það tilviljun að þetta tengist The Nun 2? Það er einnig

Þannig að. Menntaskóli er ekki bara staður til að læra um frönsku byltinguna eða efnafræði – hann er líka skóli í samskiptum, sjálfsþekkingu, tímastjórnun og að takast á við áskoranir. Það eru góðir dagar, og svo dagar sem maður telur niður mínúturnar. En í heildina er þetta tími sem formar okkur – og þó að hann sé ekki alltaf auðveldur, þá getur hann verið algjörlega ómetanlegur. Þarna færðu tækifæri á að kynnast fólki sem hefur sama áhugamál og þú. Margir eignast vini til frambúðar þarna og finna sig.

sena í myndini þar sem döfullinn sjálfur birtist í formi geitar. Það fyrsta sem ég hugsaði um í því augnabliki var austurríska jólagoðsögnin Krampus, sem er svolítið eins og Grýla nema hræðilegri, ennþá á lífi og lítur út eins og geit! Hann hræðir börn og gefur þeim óþekku viðarspýtu í skóinn, tilviljun að notuð var viðarspýta í einu atriði í myndinni til að koma í veg fyrir að geitin kæmist inn? Verstu börnin étur hann svo, drekkir eða fer með beint til Helvítis. Næsta hugsun mín var svo auðvitað gamla góða IKEA geitin, sem er mögulega það jólalegasta sem til er. Til eru mörg fleiri merki um það að The Nun 2 gæti verið talin jólamynd, en þetta eru mínir helstu punktar sem ég vildi koma á framfæri. The Nun 2 er ein besta mynd sem ég hef séð á minni lífstíð. Þessi mynd hefur breytt hugarfari og hugsunarhætti mínum og hreinlega látið mig hugsa líf mitt upp á nýtt.

Dyrasíminn er vanmetin snilld

Saga Evudóttir Eldarsdóttir

Dyrasímar eru eitt af þessum tækjum sem fáir dásama, en allir treysta á.Við mannverur kunnum ekki gott að meta. Það er alltof mikið af afbragðs fyrirbærum sem við gefum ekki nógu mikinn gaum.

Það er enginn sem skilgreinir sig sem dyrasíma-aðdáanda. Það er enginn sem klöngrast upp esjuna og kallar svo ,,ÉG ELSKA DYRASÍMA”. Neil Armstrong tók ekkert skref fyrir dyrasíma. En innst inn í heilahveli allra lífera leynist lítið bréfsnifsi sem á stendur: ,,dyrasímar eru snilld”. Því þeir virkilega eru það. Húmor og grín eru mannlegir breiskleikar sem fá ekki nógu mikinn sýnileika í daglegum Athöfnum.

Sem barn var það uppáhalds tómstund mín að gantast í dyrasímanum. Ég brá mér í mismunandi hlutverk, beitti raddböndum mínum á allskins hætti og skemmti mér konunglega. Með dyrasímanum fann ég mína rödd og leyfði hæfileikum mínum að njóta sín.

Dyrasíminn varð minn vettvangur til að tjá sköpunargáfu mína.

Það er svo magnað að hafa möguleikann á því að vita hver ber að dyrum. Fyrir fjögur þúsund árum fengum við hurðina, og síðan þrjú-þúsund áttahundruð og sjötíu árum síðar dyrasím-

Hvað

ann. Eftir þrjú-þúsund áttahundruð og sjötíu ár af því að kalla ,,hver er?” nokkrum sinnum á dag, var loks engin þörf á því. Fólk gat farið að segja skemmtilegri hluti eins og ,,Hæ”, ,,Bello”, ,,Þú hefur eina mínútu til að hleypa mér inn eða ég fer að syngja!”, ,,Sæll jarðarbúi!” ,,Hér talar andsetni dyrasíminn þinn - hvern viltu tala við?” eða ,,Hleypið mér inn áður en grannarnir fara að skoða mig eins og safngrip!”

Fólk varð ekki aðeins skemmtilegra heldur einnig öruggara með tilkomu dyrasímans. Það var mun auðveldara að koma í veg fyrir boðflennur, og manneskjur sem ógn stafaði af, svo lengi sem maður þekkti röddina í þeim. Nema auðvitað ef þau nota sömu aðferð og úlfurinn í ,,kiðlingarnir sjö”, sem er fremur ólíklegt. Það eina við dyrasímana er að oft gefa þeir frá sér óþolandi ærandi hljóð. Sem lætur mann hrökkva alveg í kút. En sem betur fer er hljóðið ekki endalaust, og oftast aðeins nokkrar sekúndur á lengd. Fólk vanmetur stórkostlegt notagildi dyrasíma. Dyrasímar ýta undir sköpunargleði, veita öryggi og lífga upp á hversdagsleikann. Þrátt fyrir að hann reynist sumum óþolandi, ber hann svo marga kosti í skauti sér. Dyrasíminn er vanmetin snilld!

tækir þú með ef þú mættir aldrei

aftur snúa heim?

Ninja Sól Róbertsdóttir

Þessa spurningu fékk ég í verkefni í þjóðfræði um daginn, og þá átti maður að ímynda sér að maður væri að yfirgefa allt og alla, og hefja nýtt líf einhvers staðar, en að maður mætti pakka eigum sínum í flugfreyjutösku. Svo á maður að raða hlutunum á gólfið og taka mynd.

Það praktískasta sem ég pakkaði var tunguskafa, vatnsbrúsi, og skæri. Mér leist geggjað vel á mitt val. Ég gæti hafið nýtt líf í geimskipi, og ég yrði hundrað prósent gellan með fallegasta herbergið og skemmtilegustu hlutina. Þegar ég spurði mömmu hverju hún myndi pakka sagði hún: ,,Brjóstahaldara, 2x naríur kannski 3, 1x buxur, 1x peysa, 1x hleðslutæki, og 2x sokkapör”

Svo sagði hún ,,Veit ekki hvort ég tæki með eitthvað sentimental því það er allt í símanum”.

Mín fyrstu viðbrögð voru ,,Piff mamma! Ég veit ekki til þess að það sé samsung verksmiðja í geimskipinu! Hvorar naríurnar ætlar þú svo að þurrka tárunum í eftir að þú ferð frá börnunum þínum fjórum, og elskulega eiginmanni þínum? Ha?”, en svo rýndi ég aðeins í muninn á

Ég ímyndaði mér að ég færi út í geim, og ég tók með mér brúsa, kortalesara, myndavél, lampa, reykelsi, varaliti, þakklætisdagbók, efnivið í list, og margt fleira. Ég tók með mér það sem ég ímyndaði mér að myndi gera heimilið mitt í geimskipinu fallegt og persónulegt. Ég tók líka marga minnisvarða um fólk og atburði. Ég pakkaði til dæmis tei sem minnir mig á pabba minn, og kremi sem minnir mig á kærasta minn. Einnig hálsmen frá ömmu minni, og ljósmyndir í plastvasa. Ég sá fyrir mér hvernig ég myndi skreyta herbergið, og skemmta mér. Ég skreyti herbergið með lampanum mínum og listaverkum sem ég pakka saman í möppu, og ég skemmti mér með því að dekkja augun með augnblýöntum, og semja sögur úr orða úrklippum sem ég geymi í gömlu trélita boxi. Öll lógík var eitthvað sem maður varð svolítið að gera sér upp sjálfur. Ef ég væri einfaldlega að flytja til Sao Paulo, þá gæti ég alltaf keypt mér nýja hluti, en ég ímyndaði mér að ég flytti út í geim þar sem nýir iphone símar eða varalitir eru ekki aðgengilegir. Ég pakkaði samt tölvunni og hleðslutækjum, til þess að geta tekið myndir á myndavél og skoðað þær þangað til tölvan gefur upp öndina einn daginn.

vali okkar.

Ég fattaði að ég pakkaði ekki stakri flík, ekki einu sinni húfu! Eða vetlingum! Engu, á meðan mamma pakkaði bara fötum. Hún hefði alveg eins geta hent lífi sínu í svona íþróttatösku með böndum og veifað okkur bless áður en hún stigi upp í geimskipið, og sæi okkur aldrei aftur.

En svo velti ég því fyrir mér hvort hún hefði það kannski betra ef hún gleymdi smám saman augnlitum okkar, og unni sér til frægðar sem rokk tónlistarmaður á svalbarða, eða ljóðskáld í geimskipinu. Einn daginn hlyti samsung síminn hennar að deyja, og þá gæti hún ekki flett í gegnum myndir af okkur.

Mér fannst svar hennar uppljóstra enn annað lag úr lauknum sem er hún mamma mín, en einnig fannst mér ég átta mig á mínum persónuleika. Ég pakkaði bara því sem er fallegt og gerir rými falleg, en engu sem hlýjar mér. Ég setti listina í fyrsta sætið, og gleymdi öllu öðru. Reyndar stend ég við það að listinn hennar mömmu sé furðulega einfaldur, og ég held að þú sért sammála. Ég vona að þú sért sammála. Og ég vona að þú spáir aðeins í þessu.

Hverju myndir þú pakka?

Hádegismatur

Auðvitað þurfum við öll að borða. Þessar helstu máltíðir, morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur. Á morgnanna grípur maður eitthvað heima hjá sér, morgunkorn, ristaðbrauð eða kannski skyr, þá sérstaklega á virkum dögum þar sem tíminn er ekki endalaus á morgnanna. Svo er það kvöldmaturinn. Maður er komin heim eftir skóla eða vinnu, þreyttur en það er eitthvað til heima. Hvort sem foreldar mans hafa undirbúið kvöldmat eða gripið sér eitthvað úr ískápnum eins og með morgunmatinn. Jú einstaka sinnum er pantaður matur um kvöldið en stund-

um hefur maður það ekki í sér að elda sem er mjög skiljanlegt. En þá kemur að hádegismatnum. Þegar maður er oftast ekki heima til að geta gripið sér eitthvað að borða. Skólamötuneytið lítur einstaklega vel út þegar maður hefur 30 mínútur til þess að borða eða stökkva út í búð til þess að kaupa sér orkudrykk og samloku. Svo er fín tilbreyting að borða ekki heima og fá að grípa sér eitthvað með það aftan í hausnum að það sé ekki tími til að fara heim. Svo er hádegismatur fínn tími til þess að fá að slaka aðeins á milli tíma og fá að vera aðeins með vinum sínum áður en skólinn hefst

Lifa og njóta

Það að vera unglingur er erfitt. Vita það ekki allir? Foreldrar manns eiga það kannski til að gleyma því þótt að stundum er eins og eitthvað gerist og þau muna allt í einu eftir sínum unglingsárum. Eldra fólk fussar og sveiar yfir unga fólkinu í dag og þótt að það sé rétt, við höfum ekki lifað mjög lengi og eigum eftir að finna fyrir mörgum öðrum erfiðum þáttum í lífinu en það þýðir ekki að það sé auðvelt að fara í gegnum unglingsárin.

Sjálfsmyndin og andlega líðan tekur sinn toll. Félagslífið, ástarlífið og skólinn eru líklegast það sem heltekur mann mest. En í þessum aðstæð-

um er maður í rauninni ennþá að feta sín fyrstu spor í lífinu. Að upplifa sífellt eitthvað nýtt, ógnvekjandi, skemmtilegt og spennandi getur allt verið gott og blessað en tekið sinn toll á líðan manns.

En þegar maður er orðin eldri ætti maður ekki að hugsa vel um yngri árin sín? Kannski ekki alveg þannig að þetta voru bara regnbogar og einhyrningar en allavega að maður fór í gegnum eitthvað lærdómsríkt og leyfði sér að vera ungur. Að hafa leyft sér að lifa áður upp að vissu marki áður en fleiri skuldbindingar og ábyrgðir koma. Eins og að taka sér pásu eftir framhaldsskól-

aftur. En það að gera þetta kannski 3-4 sinnum í viku og kaupa líka snarl í skólanum eða í búðinni við hliðina á getur verið kostnaðarsamt til lengdar. Segjum að hádegismatur og snarl kosti mann 2.500kr á dag, matur og snarl 2.000kr og svo drykkir 500kr. Það er þá vissulega að meðaltali en 2.500kr á dag x 4 = 10.000 sem getur farið hátt upp í 40.000kr á mánuði. Er hægt að minnka þessa upphæð? Vissulega. Fyrsta sem manni dettur í hug er að byrja koma með nesti. Það þarf þá að gerast annað hvort einhverjum dögum áður, kvöldinu áður eða um morguninn.

ann ef maður er ekki viss um hvað skal gera. Í stað þess að stressast upp, halda að maður sé að missa af einhverju þá skaltu bara líta í kringum þig og sjá að flestir eru á sama báti með lífið. Allir eru að gera sitt besta en stundum er álagið og líðan bara í miklu rugli og maður hættir að sjá að það er ekki heimsendir og það er í lagi að slaka aðeins á og anda. Að leyfa sér aðeins á köflum getur alveg bjargað manni. Já þú mátt fá þér þennan bragðaref, já skelltu þér í þessa helgarferð til Köben, já þú mátt taka einn dag þar sem þú gerir ekki neitt.

Auka vinna en til lengdar þá ættir maður að þakka sér og eiga klapp á bakið skilið og veskið þitt á eftir að elska þig. Svo er hægt að kaupa matarkort í sumum skólum þar sem máltíðir verða þá ódýrari heldur en að kaupa staka máltíð aftur og aftur. Einnig er hægt að byrja vinna á matsölustað sem maður getur tekið með sér afganga heim og síðan í skólann daginn eftir. En svo má líka bara vera ungur og ekki nenna auka veseni og eyða sínum mánaðarlaunum í hádegismat enda tekur á að vera í skóla og stundum þarf maður bara smá verðlaun.

Sara Rós Lin Stefnisdóttir

Eftirtaldir styrktu útgáfuna

Grettistak

Töffara-handbókin

Saga Evudóttir Eldarsdóttir

Ígegnum mannkynssöguna hafa það verið töffararnir sem hafa knúið samfélagið áfram. Þessir einstaklingar, sem þora að hugsa öðruvísi og taka afstöðu þegar aðrir hika. Töffarar eru þeir sem sjá veikleika í kerfinu og þora að benda á þá. Þeir ögra ríkjandi viðhorfum og teygja mörk þess sem samfélagið telur mögulegt. Þegar flestir fylgja straumnum, eru töffarar þeir sem synda á móti og opna nýjar leiðir. Töffarar brjóta múra, ögra hefðum og opna dyr fyrir nýjar hugmyndir - nokkuð sem samfélag okkar þarfnast til að þróast og dafna. Það er aldrei nóg af töffurum í þessum heimi, og alltaf pláss fyrir fleiri. Og þess vegna hef ég sett saman lista af hlutum sem þú getur gert til þess að verða meiri töffari.

Vertu dularfull/ur/t

DMM Lausnir Keflavík

Endurskoðun Vesfjarða Bolungarvík

Fjölbraut í Garðabæ Garðabær

Fjölbrautarskóli Norðurlands Sauðárkrókur

Framhaldsskólinn á Húsavík Húsavík

Hafnarfjarðarhöfn Hafnarfjörður

Menntaskólin á Egilsstöðum Egilsstaðir

• Vertu með dularfulla baksögu - þegar fólk spyr þig um bakgrunn þinn, svaraðu: „veistu...þú vilt ekki vita það“, eða „ég hef séð hluti sem enginn annar hefur séð“

• Í staðin fyrir „bless“ skaltu hvísla „þú munt aldrei gleyma mér“

• Ef einhver kallar á þig að aftan frá, ekki snúa þér við - segðu frekar „ég vissi að þú

• kæmir aftur”“ með glott á svip.

Beittu góðri líkamstjáningu

• Þróaðu þína eigin pósu, og notaðu hana allavega þrisvar á dag

• Labbaðu alltaf eins og þú eigir svæðið

• Fiktaðu í hárinu þínu eins og enginn sé morgundagurinn

• Fyrir fólk sem skortir hár: brosið breitt, það klikkar seint

• Vertu alltaf með spilastokk á þér, og taktu hann stundum upp og stokkaðu dramatískt með glott á andlitinu

Beittu málinu vel

• Notaðu skammstafanir sem enginn skilur

• Aldrei leiðrétta fólk ef það misminnir eitthvað um þig - ef einhver spyr þig til dæmis hvort þú kannt á hjólabrettti, svaraðu bara „göturnar vita“.

• Kallaðu kaffið þitt „tvöfalt víkinga-töfra-skot“

• Svaraðu fólki með þekktum bíómynda-setningum

Vertu kurteis við náungann

• Fylgdu hjartanu

• Berðu virðingu

• Sýndu skilning

• Verðu þá sem minna mega sín

Móðir pönksins:

Vivienne Westwood

Anna Eir Uggadóttir

Sem ung kona gekk hún í listaháskólann „Harrow School of Art“ og kviknaði þar áhugi hennar á list og listasögu. Áður en hún fór alveg út í listina gerðist hún kennari í barnaskóla og eignaðist fjölskyldu. Hún átti mann og barn og var lífið frekar hefðbundið. Það var ekki fyrr en hún hitti Malcolm McLaren að hjólin fóru að snúast en hann var mikið inn í listasenunni og var umboðsmaður nokkra hljómsveita en er þekktastur fyrir að vera umboðsmaður pönkhljómsveitarinnar Sex Pistols.

Saman ráku þau tískubúðina „Sex“ sem var á Kings Road í London. „Sex“ var full af hönnun eftir Westwood og með auknum vinsældum pönksins varð búðin að aðal tískubúðinni í London. Fötin einkenndust af gömlum og rifnum efnum, miklu latexi, öryggisnælum og „of“ stuttum pilsum. Fötin voru andstæða “normsins” og voru þau hrá og pólitísk- pönkið snérist um það. Hún klæddi helstu pönkhljómsveitir og pönkara þessa tíma, t.d. Sex Pistols og Siouxsie and the Banshees. Það má segja að Westwood hafi spilað stóran part í pönkbyltingunni á Bretlandi. Áhrif Westwood dóu ekki þegar pönkið fór að dvína heldur þróaðist hönnunin í sögulegra form. Hún fór að fá innblástur frá sögulegum atburðum sem hún setti í form fata eða skartgripa með nútíma ívafi. Hún tók oft eldri snið og náði að gera eitthvað úr þeim sem aldrei hafði sést. Árið 1981 kom hún fram með „Sjóræningjasafnið“ eða „The Pirate collection“ en þá hafði hún fengið innblástur frá sjóræningjum og sjómönnum á 18. öld. Þessi hönnun opnaði leið hennar inn í hátísku heiminn og fékk hún orðspor fyrir að vera með óvenjulegar, skemmtilegar og ögrandi hugmyndir. Westwood hætti aldrei að hanna og eru í dag margar vörur sem hún hefur hannað og margar íkonískar tískusýningar sem hún hélt. Hún hélt sig ekki bara inni í heimi tískunnar heldur notaði hún sér aðstöðu sína og vakti athygli á allskyns málum svo sem mannréttindum og umhverfisvernd. Hún hugsaði lengra fram í tímann og var ein þeirra fyrstu fatahönnuða að endurnýta og skapa úr notuðum efnum og gefa þeim nýtt líf. Í dag minnumst við hennar sem brautryðjanda innan tískuheimsins þar sem hún var ekki hrædd við að ganga út fyrir þægindarammann og gera eitthvað nýtt. Hennar gjörðir hafa haft gífurleg áhrif á listir og tískuheiminn.

Ljóð

Sara Rós Lin Stefnisdóttir

Strumpur

Inn í skólann ég gekk

Með málningu sem ég fékk

Ups, allt í einu hún datt

Búmm, krass og splatt!

Eins og stumpur var kraminn

Hoppaður á og laminn

Blátt út um allt

Málningin lá og vallt

Þurfti að hugsa um eitthvað snjallt

Án þess að hella í sár salt

Úti var svalt

Að þrífa var kalt

Málning með stóra drauma

En hafði á öðru að lauma

Þurfti að þrífa í tvo tíma

Og á meðan vorum við að ríma

Því við gátum ekki verið í síma

Vivienne Westwood fædd þann 8. apríl 1941 í Derbyshire á Englandi er einn þekktasti hönnuður í heimi og eitt stærsta nafn tískuheimsins. Hún er þekktust fyrir sinn óvenjulega, pólitíska og ögrandi stíl.

Ritnefnd mælir með

Alheimsdraumurinn

Þættir á Stöð2 með þeim Steinda, Audda, Sveppa og Pétri. Í þáttunum

eru þeir 2 og 2 saman í liði, þeir sjálfir og að reyna safna sem flestum stigum.

Invincible

Teiknaðir hasarþættir sem samanstanda af 3 þáttaseríum og sú þriðja var að detta inn á Prime Video. Góðir dómar á IMDB eða 8.7/10.

Where is Jón?

Íslenskur maður að nafni

Jón Jónsson sem hvarf eftir 10 daga skemmtiferð í Dublin. Hljóðvarpsþættir sem vekja spennu og durnga.

KBE kynnir: Legend í leiknum

Albúm eftir Herra Hnetusmjör eða Árna Páll Árnason sem kom út 2024 og inniheldur 10 lög.

Krossgáta

Fíkn

Eftir Rannveigu Borg Sigurðardóttur. Í skáldsögunni er fylgst með honum Ellert og henni Freyju þar sem margar af þeim flóknu hliðum á fíkn koma fyrir.

Kung Fu Panda Teiknimynd frá 2008 sem eflaust margir kannast við og veitir manni nostalgíu. Pandan Po verður drekastríðsmaðurinn og þarf að ganga í gegnum allskonar áskoranir til þess að standast titilinn.

Krossgáta

Lárétt

2. Fulltrúi Íslands í Eurovision

5. 24. apríl 2025

8. Nýliðinn hönnunarviðburður

10. Frumefni með sætistölu 20

Lóðrétt

1. Næsta frí

3. Skeggrönd frá eyrum niður að kjálkabeini

4. Svaf í heila öld

6. Á heima í Frakklandi, Austuríki og Sviss

7. Samheiti rullu

9. Nýjasta leikna Disney myndin

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.