

Ávarp ritstjórnar
Sara Rós Lin Stefnisdóttir, ritstjóri
Heil og sæl! Hvort sem þið voru að byrja eða snúa aftur þá segi ég velkomin á ykkar vegferð þessa skólaárs. Skemmtileg og viðburðarík ár eru að baki en nú lítum við áfram á hvað bíður okkar. Þetta er fyrsta tölublað skólaársins 2024-2025 og hér stefnum við á skemmtilegar umfjallanir sem tengjast öllu milli himins og jarðar. Þannig ef að þú vilt glugga í skemmtilegar myndaseríur, lesa þig til um geðræn vandamál í Njálu, viðtal við Sóley S. Bender um nýtt kynfræðsluefni eða leysa krossgátu þá skaltu ekki hika við að næla þér í þetta nýjasta eintak blaðsins.


Hvaða framtíðarstarf hentar þér?
Saga Evudóttir Eldarsdóttir
Hvaða lýsingarorð lýsir þér best?
a) Amerískt
b) Bannað
c) Drungalegt
d) Einmanna
e) Endurnýjanlegt
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
a) Peanut Butter-jelly-saaandwich
b) Fiskbúðingur
c) Pizza
d) Pakka-núðlusúpa
d) Hakk
Hver er uppáhalds þátturinn þinn?
a) Modern Family
b) The Office
c) How to Build a Sex Room
d) Bojack Horseman
e) Korean Pork Belly Rhapsody
Hver er uppáhalds íþróttin þín?
a) Bandí
b) Fótbolti
c) Dans d) Badmínton
e) Skák
Hvað er uppáhaldið þitt?
a) Brandarar
b) Eurovision c) Nammi
d) Kylfur
e) Fegurðarsamkeppnir




Flest a: Rappari, þú ert hugmyndarík/ ur/t og metnaðarfull/ur/t.
Flest b: Þú ættir að vinna við sorphirðu, þú ert með góðan orðaforða.
Flest c: Lögfræðingur, þú ert fyrirmyndar námsmaður og dugleg/ur/t aðsetja þér markmið.


Flest d: Leikari, þú ert örugg/ur/t með sjálfan þig og með góða nærveru.
Flest e: Talsetjari, þú ert með svo flotta rödd og einnig ertu mjög góður dansari



ÖRUGGT HÚSNÆÐI
YFIR NÁMSTÍMANN
BYGGINGAFÉLAG NÁMSMANNA
Einstaklingsherbergi, einstaklingsíbúðir, par- og fjölskylduíbúðir til leigu.
Íbúðirnar eru staðsettar á höfuðborgarsvæðinu.
Stærðir íbúða eru á bilinu 25–80 fermetrar.
Leiguverð er hagstætt og þjónusta við leigjendur góð.
Allar upplýsingar má finna á bn.is
Frekari upplýsingar eru veittar í síma 570 6600 milli kl. 10–14 alla virka daga.
Skrifstofa félagsins er í Borgartúni 30, 2. hæð.
www.bn.is

Orustan um athygli þitt
Aron Haukur Þórslindsson
Átímum þar sem allt kemur til samstundis og aldrei þarf að láta sér leiðast er sá hæfileiki að halda einbeitingu í meira en nokkrar mínútur orðin sjaldgæfari en menntaskólanemi sem neytir ekki orkudrykkja. Athyglisgáfa er ekki eitthvað sem sumir fæðast með og aðrir ekki – eins og allir hæfileikar er hægt að þjálfa hana upp. En fyrst skulum við skoða hver á sök á þessari niðurleið. Margir vilja meina að það sé snjallsíminn, samfélagsmiðlarnir eða streymisveiturnar, en í raun er það sambland af öllum þessum þáttum.
Ris snjallsímans
Árið er 2009, og við erum stödd í Kaliforníufylki í Bandaríkjum Norður Ameríku. Við, ásamt fjölda tækninörda og fjárfesta sitjum í Moscone West ráðstefnusalnum og bíðum spennt eftir kynningu Steve Jobs, framkvæmdarstjóra tæknirisans Apple. Orðrómur hefur verið á sveimi í marga mánuði að núna yrði eitthvað stórt kynnt – eitthvað sem myndi breyta heiminum – og þessir orðrómar voru ekki vitleysa. Þarna kynnti Steve Jobs heiminn fyrir fyrstu kynslóð iPhone snjallsímanna sem á næstu árum urðu að langvinsælasta síma í heimi. Tækið var ekki flókið þá, heldur gat það spilað tónlist, hringt símtöl og flakkað um veraldarvefinn. Allur hugbúnaðurinn á tækinu var kóðaður af Apple. Ári seinna var öllum sem vildu og stóðust gæðaskilyrði Apple gert mögulegt að gefa út smáforrit fyrir tækið. Það stigmagnaði notkunarmöguleika þess. Það tók fyrirtækið ekki langan tíma að átta sig á því að þetta væri framtíðin. Fljótt fylltist forritabúðin (App Store) af allskyns smáforritum, frá leikjum til lestrarforrita til samfélagsmiðla. Þrem árum eftir útgáfu forritarbúðarinnar voru komin hálf milljón forrit þar inn.
Síðan hefur tækið þróast á leifturhraða og snjallsímarnir sem við göngum með dagsdaglega eru um 182 milljón sinnum öflugri en tölvan sem var notuð til að koma mönnum á tunglið – en í staðinn fyrir að nýta hann til að senda fólk á tunglið notum við hann til að glápa á fyndin kattarmyndbönd.
Samfélagsmiðlarnir taka völdin
Samfélagsmiðlar eru ekki nýir – langt frá því, árið 2004 varð MySpace fyrsti samfélagsmiðillin til að ná milljón notendum og síðan þá hafa þeir þróast og breyst. Átta árum síðar varð Facebook fyrstur samfélagsmiðla til að ná yfir milljarði notenda. Nú eru yfir 75% af heimsbyggðinni nettengd öllum stundum, og stór hluti þeirra eyðir líklega meirihluta tíma sínum á netinu að skrolla á TikTok eða swipe-a á Instagram. En hvernig kom þetta til?
Jú, tæknisnillingarnir sem stofnuðu fyrirtækin sem þróuðu vinsælustu samfélagsmiðlana langaði til þess að græða, og réðu inn fólk til þess að gera forritin eins ávanabindandi og mögulegt er. Það er hægt að líkja TikTok og Instagram við spilakassa. Í hvert skipti sem þú skrollar gæti komið fyndið, skemmtilegt eða áhugavert vídeo eða það gæti komið eitthvað drepleiðinlegt. Það skiptir heilann ekki máli hvað hann þarf að skrolla lengi ef hann fær dópamínhittið að lokum – síminn er hannaður til að vinna orrustuna um athygli þína.
Hin afleita þróun streymisveita
Á síðustu árum hefur gæði sjónvarpsefni hrunið. Flestir þættir og myndir sem hafa komið út nýlega gætu allt eins hafa verið skrifaðir fyrir leikskólabörn.
Þetta er vegna þess að áherslur kvikmyndaframleiðenda eru ekki að gefa út gott efni heldur að gera streymisveitunum til geðs. Það sem streymisveiturnar vilja er að þú getir fylgt söguþræðinum
á meðan þú skrollar TikTok á símanum. Þetta er svokallaði „second screen“ faraldurinn í kvikmyndageiranum. Þetta er ískyggilega líkt þeim þáttum sem íbúar Bandaríkjanna bjuggu við í kvikmyndinni Idiocracy. Ofureinfaldaðir söguþræðir sem hægt er að fylgja með öðru auganu og húmor sem gefur manni eiginlega kjánahroll tröllríða markaðnum.
Síminn er hannaður fyrir heilann
Snjallsíminn, samfélagsmiðlarnir og streymisveiturnar vinna saman að því að gera það léttara en nokkru sinni fyrr að fresta því sem við þurfum að gera. Snjallsíminn verður ávallt meira spennandi heldur en að vinna heimavinnuna, heyra í félögum eða fara að hreyfa sig.
Aldrei áður hefur verið jafn auðvelt að fá skot af dópamíni. Á steinöld verðlaunaði heilinn okkur með dópamíni þegar við fundum mat, skjól eða maka. Nú verðlaunar hann okkur þegar við glápum á skjá í nokkrar mínútur. Þetta gerir að verkum að erfið vinna, sem heilinn hefði verðlaunað okkur fyrir að klára, verður að valkosti sem eðli okkar vill ekki einu sinni hugsa um að velja, vegna þess að síminn verðlaunar þér fyrir mun minni vinnu.
Tortímum snjallsímanum
En hvað getum við gert? Jú, endanlegasta lausnin er afar einföld. Tortímdu símanum þínum.
Þú getur hent honum í sjóinn, bar-
ið hann með hamri, sprengt hann með flugeldum eða skellt honum í örbylgjuofninn. Allt myndi þetta leysa hluta vandans. En það er ekki raunhæf lausn í nútímasamfélagi þar sem allir viðburðir eru skipulagðir á Facebook, spjallhóparnir eru á Instagram og stelpurnar eru á Snapchat. Það liggur við að ganga ekki um með snjallsíma jafngildi því að vera dæmdur í útlegð á tímum Snorra Sturlusonar. Við getum öll verið sammála um að það sé ómögulegt að losa sig við snjallsímann algjörlega nema allir geri það samtímis. Langflest samskipti fara í gegnum miðlana sem ég hef bölvað í þessum pistli, og það þyrfti kraftaverk til þess að við gætum hætt á þeim núna.
Núvitund í framtíðarsamfélagi Það hefur aldrei verið jafn mikilvægt að iðka núvitund. Þegar fréttir af atburðum hinum megin á hnettinum berast þér samstundis og Instagram feedið er troðfullt af gervimyndum um líf annarra er erfitt að halda í gleðina. Að taka sér tíma á hverjum degi til að einbeita sér einungis að því sem þú ert að gera á þeirri stundu er nauðsynlegt. Stanslausar tilkynningar frá símanum og pressan til þess að vera sítengdur gera það að verkum að við hugsum sáralítið um það sem er í gangi í kringum okkur, og við eigum til að einblína á hvað er að gerast hjá öðrum. Það eru margar leiðir til þess að stunda núvitund, og allar hafa þær sinn tíma og sinn stað. Ein besta leiðin, að mínu mati, til að stunda núvitund er að skrifa dagbók þar sem þú ferð yfir atburði dagsins en margir mæla með öndunaræfingum eða hugleiðslu. Allt þetta hefur sömu áhrif – það grundar þig í núinu og aftengir þig frá símanum í stutta stund.
Björgunarsveitin
Unnur Lilja Andrésdóttir
Að vera í björgunarsveitinni er meira en að segja það. Þetta starf krefst mikillar ábyrgðar og þroska. Hins vegar með því að vera í starfinu og þjálfa sig upp í því, þroskastu með því og lærir að taka ábyrgð. Þetta starf er berskjaldandi, en samt sem áður er enginn neyddur til neins. Björgunarsveitin starfar við mismunandi hluti og svo er líka mismunandi milli landshluta, sem og sveita hvað er mest gert. Sumar sveitir eru meira að vinna með straumvatnsbjarganir, sumir með leitir, slys eða lokanir á vegum. Allt eru þetta mikilvæg störf. Öll verkefni eru misjafnlega erfið. Það getur verið yfirþyrmandi að taka sín fyrstu skref í björgunarsveitinni. Ef enginn í kringum mann er í henni, er oft erfitt að afla sér upplýsinga og koma sér inn í sveitina. Hvert á að leita, þarf að sækja um eitthvað, hvaða sveit er ég að fara vera í o.s.frv.
Margir hafa prófað að vera í unglingadeild hjá björgunarsveitinni í sínu sveitarfélagi. En það er ekki skylda að taka þátt í því starfi til að komast inn í björgunarsveitina. Þótt

svo það gæti hjálpað. Allir eru velkomnir, hvort sem þau hafa reynslu eða ekki. Allir byrja á sama stað og læra saman. Þetta er stórt skref, að gerast sjálfboðaliði í björgunarsveitinni.
Hins vegar er getur þetta verið rosalega gefandi starf og frábær félagsskapur.
Þegar þú ert að byrja í björgunarsveit ertu oftast settur í nýliðastarf. Þar sem fólk sem er að byrja í björgunar-
sveitinni tekur námskeið saman og lærir á starfið. Þetta er gert til að fólk kynnist betur og auðveldara sé að sækja námskeið.
Þannig þegar þú ert orðinn fullgildur björgunarsveita aðili, ertu búin að fá viðeigandi undirbúning til að sinna starfinu. Í sumum sveitum út á landi, oftast þá minni sveitir. Þá er ekki endilega sérstakt nýliðastarf þar sem það er ekki mannskapur
Vilt þú verða sterkari penni?
Ninja Sól Róbertsdóttir
Hér eru ráð sem hjálpuðu mér að styrkja mig sem penna, í ljóðum, ritgerðum, sögum og öllu sem maður skrifar. Ég fattaði oft ekki um leið hvað það var sem hjálpaði mér, en ég er búin að raða þessu í lítin og sætan lista fyrir þig.
Lesa íslensk ljóð og bókmenntir
Ég veit að það er freistandi að fletta í bókum Kafka eða Sylvia Plath, en það að lesa ljóð og bókmenntir á íslensku styrkir orðaforðann gríðarlega. Með því að lesa öll þessi íslensku orð sem maður heyrir ekki mikið í hversdagslegu spjalli, þá fær maður verkfæri til að tjá sig betur og skrifa betur út frá sér og sínum tilfinningum. Ljóðabækur eru út um allt. Ég efast um að það sé ekki allavegana ein til heima hjá þér, annars eru ljóðabækur á öllum bókasöfnum, og oft fyrir skít og kanil í nytja mörkuðum.
Skrifa gagnrýni
til að taka þátt í því og eða sjá um það. Oftast er þá skyldan til að komast á útkallslista, að taka kjarnann.
Kjarninn er grunnurinn af starfinu. Í kjarnanum eru námskeið sem þú tekur til að komast í útkallshóp. Þetta er eitthvað sem allir aðilar í björgunarsveitinni, á öllu landinu þurfa að taka. Þegar þú ert búin með kjarn -
ann, sem einkennist af námskeiðum eins og fyrsta hjálp 1, ferðamennska og rötun, fjarskipti grunnur o.s.frv. Þetta getur maður tekið allt á sínum tíma. Sum námskeið í björgunarsveitinni eru metin í framhaldsskólum. Það þarf að skila inn skjali sem segir hvaða námskeið þú tókst og líka til að votta um að þú hafir náð því. Þannig það er gott að nýta sér það. Þú getur nýtt þér reynsluna sem þú færð út frá björgunarsveitinni í svo rosalega margt. Þú lærir um manninn og hvernig við virkum. Þarna færðu þjálfun í að tala við fólk í erfiðum aðstæðum. Samvinna er mikilvæg í starfinu og er þetta rosalegur skóli í því að læra treysta hvort öðru. Líka lærir að treysta þér, treysta á að með réttri þekkingu tekur þú sem bestar ákvarðanir sem fer eftir aðstæðum. Þarna lærir þú að hlusta á þig og fara eftir því sem þú treystir þér til. Allt snýst um mörk og hvað þú getur.

forða hvað mest er Fílalag með Bergi Ebba og Snorra Helgasyni. Fílalag er fílun á tónlist. Ekki hrein gagnrýni, heldur sitja þeir saman og melta lag að eigin vali. Þeir eru báðir tónlistarmenn, svo er Bergur uppistandari (ásamt mörgu öðru), þannig þeirra mál flæðir vel og vítt. Það er mjög skemmtilegur og frumlegur orðaforði í því.
Þýðingar
Ég fór að tileinka mér það að þýða strax áhugaverð útlensk orð. Ég var vön því að heyra eitthvað áhugavert eða nýtt, og ég fletti oft upp hvað það þýddi, en til þess að geta sjálf notað það á íslensku fór ég að þýða þessi orð. Það er hellingur af orðum sem maður heyrir ekki oft á íslandi í dag, þannig ef þú heyrir nett útlenskt orð, finndu íslenska þýðingu á því.
Ég fann þetta þegar skólinn lagði fyrir mig verkefni þar sem átti að gagnrýna tónlist, kvikmyndir, bækur, eða hvað sem er. Þegar ég fékk ekki að velja umfjöllunarefnið sjálf, þá varð ég að leggja mig harðar fram til að hafa textann skemmtilegan eða áhugaverðan. Ég lærði að nota myndmál og líkingar, eins og með því að líkja Marvel myndum við ostborgara. Frásögn um bók eða mynd má vera mjög einföld, en gagnrýnin krefst þess að maður hugsi svolítið út fyrir kassann.
Hlusta á íslensk hlaðvörp Það hlaðvarp sem skreytti minn orða-
Það er ekki bara að velja hvað maður tekur inn, heldur hvað maður gerir við það. Ég vona kæri lesandi, að þú finnir eitthvað í mínum ráðum sem þú getur nýtt þér í þína sköpun.
Stundum þarf maður bara eina gúrku
Saga Evudótir Eldarsdóttir
Það hefur varla farið framhjá neinum að núna í lok sumars 2024, hefur gengið yfir ákveðið “gúrkubrjálæði”. Gúrkan hefur heltekið þjóðina. Lýst var yfir gúrkuskort á landinu í lok ágúst. En afhverju. Afhverju þarf almenningur að fara í búð eftir búð til að finna gúrku? Hvað olli þessu?
Svarið er einfalt, stundum þarf maður bara heila gúrku. Gúrkan er verkfæri út í lífið. Þú getur gert svo margt með eina gúrku. Gúrkan getur bjargað vandræðalegum félagslegum aðstðum, hungri, heilsu og óhamingju.
Gúrkan getur betrumbætt líf þitt. En það tekur ákveðið hugarfar. Reyndu að finna þrjú lýsingarorð um gúrku, og svo þrjár leiðir hvernig þú getur notfært þér hana í þínu daglega lífi. Ef það reynist þér erfitt að finna leiðir til að notfæra þér gúrkuna, eru humyndir fyrir þig hér fyrir neðan.
1. Gerðu eitthvað gómsætt
Gúrkan er nú aldeilis bragðgott fyrirbæri. Hún er svo safarík. Hún er svo gómsæt.Hún er það góð að hægt er að snæða hana eina og sér en einnig er hægt að búa til allskins bragðgóða rétti. Hér fyrir neðan eru til dæmis þrír einstaklega gómsætir gúrkuréttir.
Tiktok-gúrkusalatið:
1 heil gúrka
1-2 niðurskornir vorlaukar
1 rifið hvítlauksrif
1 msk sojasósa
1 tsk fiskisósa
1- ½ tsk sesamolía
½ tsk sykur
⅛ tsk MSG
Handfylli af sesam fræjum
Klassíska matarboðs-gúrkusalatið:
1 heil gúrka
2 msk Ólífuolía
2 msk Sítrónusafi
¼ tsk Salt
¼ tsk Pipar
1 Dós af kjúklinabaunum
2 ½ msk Fetaostur
¼ bolli/handfylli Niðurskorinn rauðlaukur
¼ bolli Niðurskorinn papríka
2 msk Ferskur dill
„Krímí“- gúrkusalatið heil gúrka
¼ bolli grískt jógúrt
1 msk majónes
2 msk ferskur niðurkorinn dill
1 msk hvítt vinegar klípa af kornsykri
Dass af salti
2. Gerðu eitthvað menningarlegt
Gúrka er ekki bara einhver hlutur, hún er stór partur af fjöldan allan af menningarheimum, einnig er hún gott verkfæri til að gera eitthvað menningarlegt. Það er hægt að gera allskins menningarlegt með gúrkunni, til dæmis:
• Þú gertur borðað hana á meðan þú hlustar á tónlist
• Þú getur tekið hana með þér á listasafn
• Þú getur notað hana sem pensil og málað málverk
• Þú getur notað hana sem trommukjuða og samið tónlist
• Þú getur notað hana sem þykjustinni mígrafón í karókí
• Þú getur skorið hana í þunnar sneiðar og raðað þeim í fallegt munstur á brauðtertu
• Þú getur búið til skúlptúr úr gúrku
• Þú getur tekið upp hljóðupptöku af þér að brjóta gúrku í tvennt, og búið til takt fyrir rapplag
• Þú getur búið til dansatriði þar sem allir dansarar eru haldandi á gúrku
• Þú getur samið texta, ljóð eða sögu um gúrku
• Þú getur lesið texta, ljóð eða sögu um gúrku. Hér fyrir neðan er til dæmis prýðis ljóð um gúrkuna:
Gúrka er safarík, og einnig góð
Gúrka er holl
Hún lyftir ei lóð
Né borgar toll Hún er samt svo fín
Hún er best
Já hún er þín Þar til hún sest
Hún ræktuð er Og spekingsleg Hún er ekki krækiber
3. Gerðu eitthvað fróðlegt Gúrkan getur verið svo

gott hjálpargagn í hinum akademíska heim. Það að ver fróður um gúrkur getur hjálpað þér í skóla, vinnu, búð og bara í lífinu almennt. Gúrkur samanstanda af um 95% vatni. Rétt vökvagjöf er nauðsynleg fyrir bestu heilastarfsemi, þar sem jafnvel væg ofþornun getur skert vitræna hæfileika eins og minni og einbeitingu.
Hér fyrir neðan er listi af hlutum sem þú getur gert til að hækka greindarvísitöluna þína:
Notaðu gúrku til að slá út leynileg mors-skilaboð til alheimsins og biðja um visku. Kannski munu kosmískar heilabylgjur svara og veita þér greind!
Skerðu tvær þunnar agúrkusneiðar og settu yfir augun. Láttu eins og þetta séu hátækni „Snjallgleraugu“ sem gefa þér visku í hvert skipti sem þú hvílir augun. Hvíld = þekking, ekki satt?
Haltu á gúrku og láttu eins og hún sé lífræn hátækni reiknivél. Bankaðu á hana til að fá svör og kinkaðu kolli af viti þegar þú færð „ósýnilegar“ lausnir á flóknustu vandamálum lífsins.
Settu gúrku við hlið kennslubókarinnar eða fartölvunnar á meðan þú lærir. Í hvert skipti sem þú færð rétta spurningu skaltu taka hátíðarbita. Svölu víbrur gúrkunnar munu augljóslega hvetja til réttari svör.
Sittu í herbergi fullt af gúrkum og ímyndaðu þér að hver og einn sé snillingur í hugarflugi með þér. Ræddu hugmyndir við þá upphátt - þegar allt kemur til alls er samvinna lykillinn að greind!
Haltu gúrku að enninu á þér, lokaðu augunum og hugsaðu mjög djúpt. Haltu því fram að
þú sért að hala niður þekkingu frá „Gúrkuskýinu“ - aðeins í boði fyrir þá sem trúa sannarlega á mátt þess.
Sestu í lótus jógastöðu á meðan þú heldur á gúrku í hvorri hendi. Hugleiddu setninguna: “Ég er töff og heilinn minn er rólegur og fullur af þekkingu.”
Um leið og agúrkan eykur Zen þitt mun greindarvísitalan þín líka hækka!
4. Gerðu eitthvað skemmtilegt
Gúrkan er ekki bara gómsæt, menningarleg og fróðleg, heldur líka skemmtileg. Gúrkan getur verið frábær afþreyjing. Til eru svo margir gúrku-leikir. Hversu þægilegt að þurfa engann tening, engin spjöld og ekkert borðpláss, bara eina gúrku. Hér fyrir neðan eru nokkrir gúrku-leikir sem allir ættu að læra.
Leikur 1: Gúrku-jenga Staflaðu heilum gúrkum hver ofan á aðra eins og Jenga turn. Spilarar skiptast á að taka agúrku varlega úr bunkanum og setja hana hver ofan á aðra, án þess að velta turninum. Leikmaðurinn sem veltir henni tapar.
Leikur 2: Gúrku- limbó Haltu agúrku láréttu og spilaðu klassískt limbó, en notaðu agúrku í stað prik! Lækkaðu það eftir hverja umferð og sjáðu hver getur farið lægst á meðan þú heldur jafnvægi og forðast gúrkuáreksturinn.
Leikur 3: Fela gúrku Feldu gúrkur í kringum tiltekið svæði (bakgarð, stofu o.s.frv.) og gefðu leikmönnum vísbendingar. Sá sem finnur flestar gúrkur vinnur! Bónus-
Leikur 4: Gúrku stóladans Eins og venjulegur stóladans, nema í stað þess að sitja þegar tónlistin hættir, verða leikmenn að grípa gúrku úr miðju herbergisins. Sá sem er skilinn eftir gúrkulaus er úti! Fjarlægðu eina gúrku í hverri umferð þar til endanlegur sigurvegari er kominn.
Leikur 5: Gúrku keila Settu upp nokkrar tómar flöskur eða plastbolla sem keilupinna. Sá sem getur slegið niður flesta pinna með einni gúrku verður krýndur gúrkukeilumeistari.
Leikur 6: Gúrku jafnvægi Sjáðu hver getur haldið gúrku á höfðinu lengst á meðan þú klárar kjánalegar áskoranir (eins og að ganga í hringi, hoppa á öðrum fæti eða jafnvel leysa gátu). Gerðu það smám saman erfiðara með því að bæta við fleiri gúrkum!
Leikur 7: Gúrku skúlptúra keppni Gefðu hverjum leikmanni gúrku og nokkur verkfæri (eins og plasthnífa eða skeiðar) til að skapa hinn fullkomna gúrku-skúlptúr. Stilltu tímann á 15 mínútur.Svo er kosið um fyndnustu, frumlegustu eða glæsilegustu gúrkusköpunina
Leikur 8: Gúrku-bunny Alveg eins og leikurinn “chubby bunny” nema með gúrku. Leikmenn skiptast á að láta upp í sig gúrkubita og segja ,,Gúrkubunny” þar til munnur þeirra verður svo fullur af gúrkum að þeir ná ekki að segja ,,Gúrkubunny”.






Frelsi

Heimsreisa eftir framhaldsskóla
Aníta Björk Ontiveros
Að upplifa önnur lönd og aðra menningu getur haft jákvæða áhrif á framtíð þína og þig sem einstakling, einnig að þetta er rosa þroskandi. Að ferðast kennir manni að skilja og læra betur á heiminn. Hver og einn einstaklingur þroskast einnig mismikið við að fara í heimsreisu því að þeir kynnast öðrum menningar heimum og geta t.d. farið í sjálfboðaliða starf, skiptinám eða einungis til þess að ferðast og skoða heiminn, og margt fleira skemmtilegt. Það er hægt að kaupa sér allskonar mismunandi pakka ferðir t.d. hjá KilRoy en einnig er hægt að setja sjálfur saman ferðir. Kilroy er vinsælasta Íslenska heimsreisu fyrirtækið og þau leggja mikla áherslu á góða þjónustulund. Þegar farið er í heimsreisu þá þarf að plana ferðalagið vel og vandlega og hugsa hvað hver og einn vill fá út úr reynslunni. Kilroy bíður upp á allskonar snið-
ugt og hjálpar manni við að velja sína drauma ferð. Heimsreisa er stórkostleg fjárfesting í sjálfum sér og ef að maður hefur áhuga á ferðalögum þá ætti maður að íhuga það að fjárfesta í að minnsta kosti einni svona ferð í lífinu sína þar sem að maður er einungis ungur einu sinni.
Það er auðvelt að panta sér viðtal hjá ráðgjafa sem starfar hjá Kilroy og þau geta síðan aðstoðað við að sérsníða spennandi og einstök ferðalög þar sem að þau eru full af spennu og ævintýrum. Hægt er að fara í heimsreisu um allan heim en einnig er hægt að taka bara nokkur lönd eða eina heimsálfu í einu. Vinsælustu áfanga staðirnir hjá Kilroy eru t.d. Balí, Tæland, Víetnam, Ástralía, Fiji, Maldíveyjar, Kosta ríka, Perú, Suður-Afríka og fleira. Hægt er að finna fleiri upplýsingar á Kilroy.is og einnig er hægt að panta ráðgjöf þar.
Meal prepp hugmyndir
Það er nógu mikið að gera þegar maður er í framhaldsskóla. Hvað þá að þurfa að huga að mat. Oftast er auðveldast að kaupa mat í mötuneytinu eða hoppa út í búð til að kaupa eitthvað fljótlegt og þægilegt. Sem á endanum getur verið dýrt ef það er gert oft. Sumir taka afganga að heiman sem er alger snilld líka, en stundum er það ekki hægt og þá er hægt að hafa í huga að prófa Meal prepp. Meal prepp er eitthvað sem getur hjálpað með þennan pól. Þú getur planað daganna á undan og gert matinn allan tilbúin á hvaða degi vikunnar. Þá þarftu ekki að hugsa á hverjum degi hvað þig langar í að borða og þarf ekki að hoppa út í búð á hverjum degi. Oft þegar maður ætlar að fara að undirbúa sig daginn áður, er maður hugmyndasnauður og getur verið gott að fá nokkrar hugmyndir.
Hér fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir af mat sem þú getur nýtt þér til að meal preppa og gera auðveldara. Þetta er ekki heilagt og þú getur sniðið þetta að þér eins og þú vilt, tekið út og bætt við.
Kjúklingur og hrísgrjón
Kjúklingur er rosalega hollur og næringar ríkur. Kjúklingur er líka rosalega góður til að setja í rétti og blanda við allskonar annan mat. Hægt er að krydda eftir vild kjúklinginn sinn, en Tandoori krydd er rosalega gott og síðan er líka rosalega gott að setja bbq sósu á kjúklinginn og henda honum inn í ofn. Með kjúklingnum getur þú verið með hrísgrjón, ef þú villt hollari kost þá getur þú haft bygg með. Þetta getur þú keypt út í búð og geymt í langan tíma. Síðan getur þú mælt hvað þú þarf fyrir hverja máltíð og soðið fyrir alla vikuna. Þá áttu þetta bara í ísskápnum tilbúið til að setja með öðrum mat.
Svo til að fá trefjar inn og vítamín, er grænmeti og ávextir alltaf góður kostur. Kálið sem þér þykir best og svo grænmeti skorið með. Paprika, gúrka, tómat-


ar, epli, appelsína, mangó, jarðaber og bláber er eitthvað sem þú getur nýtt þér í salatið. Best er ef þú ætlar að setja epli í salati eða taka með í nesti, er að setja sítrónusafa og skornu bitana í skál og hræra í. Þá verða eplin ekki brún. Verða ferskari og bragðgóð. Síðan er best að skera grænmetið daginn áður og einnig ávextina. Ekki alltof gott að geyma það skorið niður í allt of langan tíma, en hver finnur fyrir sig hvað sé þægilegast. Kjúklinginn og hrísgrjónin/byggið er vel hægt að geyma í kæli yfir vikuna. Þá getur þú gert allskonar rétti með þetta og þarf ekki alltaf að vera það sama. Þú getur sett kjúklinginn í allskonar krydd og sósur, svo það sé tilbreyting og haft mismunandi meðlæti.
Þá færðu tilbreytingu og verður ekki eins leiður á matnum.
Hakk burrito
Hakk er rosalega þægilegur matur til
að elda. Þú getur keypt pakka af hakki og skipt niður í skammta. Svo þarf ekki eitthvað sérstakt krydd á það, bara hvað þér þykir best. Síðan er hægt að búa til burrito úr hakk skammti, það er bæði gott og auðvelt að stútfylla hana af næringu. Gott er að setja baunir út í hakkið til að koma trefjunum inn, sem og gott bragð fyrir réttinn. Síðan er hægt að steikja grænmeti og setja með, eða hafa það ferskt til hliðar og bæta bara við rétt áður en þú borðar matinn þinn. Þá er það ferskt.
Sósurnar þurfa ekki að vera alltof flóknar. Sýrður rjómi/rjóma ostur og salsa sósa er mjög þægilegt kombó, en svo er hægt að bæta við hvað sem þér þykir best. Þarf ekki að vera flókið. Þennan rétt getur þú gert fyrir nokkra daga og átt í kæli. Ef þú gengur frá honum vel og vandlega, lokar hann í boxi. Þá geymist hann í nokkra daga og þú getur borðað hann yfir vikuna. Gripið
eitt burrito um morguninn með þér og svo kannski nokkrar Nachos flögur með þér eða salat.
Djúsí salat Salat er alltaf frekar einfalt og auðvelt að gera djúsí. Þú getur sett hvaða grunn sem er, en spínat/kál er oft góður grunnur fyrir salatið. Síðan í salatið er hægt að setja niðurskorna gúrku, tómata eða papriku. Síðan eru ávextir alltaf ferskir og góðir, en líka sætir. Síðan er hægt að bæta við allskonar. Bara það sem þú átt til heima hjá þér. Það er hægt að saxa niður döðlur, hnetur og trönuber. Síðan er hægt að mylja snakk til að hafa með. Bara hvað sem þér dettur í hug er hægt að hafa í þessu.
Súpur
Súpur eru frekar einfaldur matur til að elda. Þú þarft ekki að gera mikið af henni til að hún passi í nokkrar máltíðir fyrir vikuna. Einnig er hægt að frysta afganginn og geyma í kæli. Hægt er að gera mismunandi súpur. Kjúklingasúpa, gúllassúpa, hakksúpa og kjötsúpa. Allt eitthvað sem er með góða næringu og er einfalt að gera. Miðað við hvað hægt er að geyma súpuna lengi, og gert marga skammta kostar það ekki rosalega mikið.
Svo er hægt að fara inn á allskonar samfélagsmiðla og Google til að finna fleiri hugmyndir. Málið með meal prepp er að það skiptir ekki endilega máli hvað þú eldar. Því það sem skiptir máli er að undirbúa. Undirbúningurinn skiptir svo miklu máli upp á það að þurfa ekki að grípa bara eitthvað. Það er mikilvægt að hugsa um það sem þú borðar, fá sem mestu orkuna út úr næringunni og geta þá sinnt náminu sem best. Einnig ef það er búið að undirbúa, þarftu ekki að hugsa mikið út í hvað vantar eða hvort þú þurfir að redda einhverju. Þú getur bara gripið þetta með þér á morgnanna og rosalega þægilegt.

Já ég er töffari
tvö þúsund og sextán, mitt ár she said, “Hola, ¿cómo está’?” derhúfa, timberland og hjólabretti she said, “こんにちは” draumur lífsins, regnboga hár peysa með sólgleraugnaketti panda, panda, panda Er of mikill töffari fokk ég hætti að anda Matty B er mitt rokk
musical.ly er lífstíll ekki app HEY, raindrop, droptop líf mitt breytist í rapp bý til slím geri símaat sniffa lím
Ingólfstorg thats where i hang tek hart dab SCUUM GANG
Evudóttir Eldarsdóttir

Hvernig á að skipta um dekk á bíl
OG GRUNNUPPLÝSINGAR
UM BÍLA
Aníta Björk Ontiveros
1. Þegar að dekk springur í miðjum akstri þá á að byrja á því að stöðva ökutækið á eins öruggum stað og hægt er.
2. Næst er að setja bílinn í gír, handbremsuna á og steina upp við hjólin ef að þörf er á, t.d. ef að þú stoppar í miklum halla.
3. Setja viðvörunarþríhyrninginn sem ætti að vera í flestum bílum fyrir aftan bílinn um 50 – 100 metra
4. Ef að það er hjólkoppur á dekkinu takið hann þá af og losið aðeins um allar felguboltana (skrúfurnar sem halda dekkinu við bílinn), en ekki taka þá af.
5. Náið síðan í varadekkið og tjakkinn ef að þið eruð ekki búin af því nú þegar. Stillið tjakknum undir bílinn (ekki á plaststykki eða hlífar. Það eru upplýsingar í eigandahandbókinni um hvert hann á að fara. Oft á hann að fara á járn undir bílnum en á sumum bílum er sérstakur staður fyrir tjakkinn).
6. Lyfta skal síðan bílnum þar til að dekkið sem er verið að skipta um er í lausu lofti.
7. Skrúfið felguboltana af og takið sprungna dekkið af (stundum þarf

að sparka í það nokkrum sinnum ef að það er vel fast á).
8. Setjið varadekkið undir og skrúfið felguboltana á í stjörnu eða misvíxl svo að felgan sitji rétt á, sem sagt byrja á að tilla einum bolta, tillið svo ekki boltanum við hliðiná heldur tillið þið boltanum sem er gagnstæður hinum boltanum.
9. Tjakkið bílinn niður, takið tjakkinn undan og herðið alla felguboltana ve,l aftur í stjörnu eða misvíxl eins og áðan.
10. Síðan er gengið frá öllu dótinu á sinn fast og passa upp á að felguboltarnir eru nógu fastir áður en lagt er aftur af stað.
11. Seinasta skrefið er að muna að láta að gera við sprungna dekkið eins fljótt og hægt er og skipta síðan um dekk þegar búið er að gera við það sprungna því að vara dekk eru oft af annari tegund eða minna slitin.
Réttir og smalamennska
Sauðfjárbændur láta flest allir sauðféð sitt upp á fjöll yfir sumarið og það er mikið sem felst í þessu ferli bæði
Að skipta um dekk getur verið erfitt fyrr marga einstaklinga þar sem að það eru margir sem hreinlega vita ekki hvernig það virkar. Þess vegna mun hérna koma fram nokkrar grunnupplýsingar um hvernig á að skipta um dekk og aðeins um mælaborðið í bílnum og fleira. Félag íslenskra bifreiðaeigenda útskýra vel hvernig á að skipta um sprungið dekk og fleiri ferli mjög vel. En byrjum á því að tala um dekkja skipti þar að segja ef að þú ert að keyra og það springur dekk hjá þér, hvað áttu þá að gera og hvernig áttu þá að skipta um dekk?
með kindurnar, heyskap og undirbúning á sveitabænum fyrir veturinn. Búfé eru sett upp á fjöll þegar sauðburður klárast og sauðburður er oftast í byrjun apríl til lok maí en getur alltaf byrjað fyrr og endað seinna. Í september byrja síðan leitirnar. Leitir er þar sem bændum og vinnu fólkið koma saman og fara upp á fjöll í leit að kindunum og það kallast leitir. Margir hverjir fara á hestum en einnig er fólk sem fer gangandi, á sexhjólum eða á krossara, en það er algengast að fara ríðandi á hestum. Oft eru ein til tvær leitir sem fara fram á sama stað nema þetta skiptist í fyrsta og önnur leit. Fyrsta leit á sér stað oftast snemma eða um miðjan september og standa oft yfir helgi en sumar leitir eru einn til tveir dagar. Aðrar leitir fara síðan fram helgina eftir eða nokkrum dögum eftir fyrstu leitir. Í þessu ferli eru kindurnar reknar niður af fjalli og reknar í svokallaða rétt. Samdægurs eða daginn eftir kemur fólk í réttir til þess að finna sínar kindur. Til þess að finna og koma kindunum í hólfið hjá heimabæ sínum eða það sem kallast dylkur þarf að grípa í hornin þeirra, hoppa yfir þær svo að maður er með kindina eða lambið á milli lappanna, kíkja á númerið á merkinu í eyrunum þeirra og draga þær síðan að dylknum þar sem þær eiga að fara. En svo flækjast málin fyrir mörgum,
því að sumar kindur eru ekki með horn og þær kallast kollóttar kindur. Þegar maður er að draga þær í réttum þá þarf maður að halda undir kinnbeinin þeirra og það þarf að passa sig rosa vel að toga ekki í ullina á kindunum því að það getur leitt til þess að kindurnar fái marblett og þá fá bændurnir ekki jafn mikinn pening fyrir kjötið. Þegar réttum ljúka eru kindurnar reknar gengandi eða ferjaðar á vagni heim á bæ og þar síðan viktaðar og margar settar í sláturhúsið og þannig verður kjötið til. Einnig þarf síðan að smala landið sitt til þess að passa að engin kind verði úti yfir veturinn og svo að bóndinn sé að fá allan peninginn sinn. Þetta er mjög skemmtilegt og fróðlegt ferli en það er aldrei gaman að sjá sláturbílinn því þá veit maður hvað gerist við þær kindur. En þótt að það tekur mikið á líkamann að fara í leitir og réttir þá er þetta rosa skemmtilegt og margir detta í það eins og engin sé morgundagurinn, og allir gera grín í öllum og það er mikið hlegið. Ég mæli með að allir prófi að fara í réttir að minnsta kosti einu sinni á lífsleiðinni þar sem að þetta er svakalega fróðlekt fyrirbæri og ofboðslega gaman fyrir bæði unga sem eldri, en það sem þarf að muna er að kindur eru dýr og það þarf alltaf að fara vel með dýrinn.




Bygging bæjarins
Ljósmyndir: Anton Haukur Þórlindsson



Hávamál og nútíma líf
Unnur Lilja Andrésdóttir
Margir framhaldsskólanemendur kannast kannski við Hávamál. Kennd í íslensku eða sögu við skóla landsins. Hávamál eru orð Óðins. Ef farið er út í fræðin, þá er Hár annað nafn sem Óðinn hefur og í eignarfalli er nafnið Háva. Þetta kemur úr norrænni heiðni. Hávamál eru ekki beint auðlesin en inn á milli koma erindi sem maður skilur án vandræða.
Á bakvið Hávamál eru margar lífsreglur sem hægt er að taka til fyrirmyndar. Sumar eru samt ekki í takt við tímann okkar í dag, þar sem samfélagið núna er að mörgu leiti búið að breytast síðan þau voru skrifuð. Þessi siðfræði sem kemur fram er Heiðni og er kvæðið eiginlega allt hannað til að eiga við um karlmenn. Hvernig þeir eiga að haga sér og ekki mikil áhersla lögð á önnur kyn. Hins vegar þótt þetta hafi verið tíminn þá, hefur það allt saman breyst og hægt er að tengja þetta við hvern sem er og hver sem er getur lesið þetta. Í Hávamálum er verið að tala um hvernig fólk á að vinna mikið og vel, velja sér góða vini og viðhalda vináttu af bestu getu, ferðast eigi mikið og verða heimsvanur og ekki sýnast of mikið. Allt eitthvað sem lesandi getur tengt við.
Oftast vill fólk vera góðir við vini sína, gefa þeim jafn mikið og þau gefa manni. Ekki vera sýnast of mikið eða vera með afbrýðisemi. Gefa gjafir og heimsækja. Samt ekki vera of lengi hjá þeim og misnota ekki aðstöðu. Sem kannski getur átt við svo margt annað en einungis vináttu.
Vinátta er mikilvæg flest öllum. Hvort sem það er vinátta við aðra manneskju eða dýr. Það þurfa allir einhvern til að geta leitað til þegar eitthvað bjátar á og til að deila með gleði. Fjölmargar rannsóknir um vináttu

hafa átt sér stað og vitað mál er að manneskjan þarf vini. Því þótt allir hafa mismunandi mikla þörf fyrir vinskap og félagsskap almennt, þá er það í eðli mannsins að vilja hafa einhvern í kringum sig. Þegar kemur að vináttu þá er hún svolítið eins og snúra. Frá sumum færðu orku en stundum gefur þú frá þér orkuna. Vinátta er samt rosalega mikil vinna. Að eiga vin góðan vin er ekki sjálfsagt, sem á við í daglegu lífi og kemur fram í Hávamálum.
Það er hægt að fara aftur í tímann og sjá alls konar rit og bækur sem fólk notaði til að lifa lífinu eftir. Það var búið til á þeim tíma eftir hvernig staðan var í samfélaginu. Núna er oft í dag verið að breyta mörgu og endurbyggja allskonar reglur. Stundum verður margt betra og stundum til hins verra. Þegar þá hlutirnir breytast til hins verra, getur verið gott að fara aftur í tímann og skoða hvað virkaði og styðja sig við það. Þótt svo það þurfi að þróa það að nútíma samfélagi. Þótt
eitthvað sé sett upp á ákveðin hátt er það sjaldan heilagt. Samt getur verið erfitt og ekki hlaupið að því að breyta einhverju sem hefur verið eins ótrúlega lengi. Breytingar geta oft verið óþægilegar og erfiðar. Fólk er ekki alltaf tilbúið að breyta því sem hefur alltaf verið eins. Þótt það virkaði einu sinni, þarf það ekki að þýða að það virki jafn vel enn þá. Fólk getur verið hikandi þegar kemur að breytingum og geta þær ávallt verið erfiðar. Það er eðlilegt, en þær hjálpa líka. Hjálpa persónum að þróast, hjálpa samfélaginu að vinna betur. Þannig við getum litið á það sem var einu sinni farið eftir í einu og öllu, sem leiðbeiningar til að styrkja sig við. Þannig getum við einnig litið á Hávamál. Margt sem kemur frá því, sem getur nýst okkur en í dag. Hins vegar margt þarna líka sem passar ekki við okkar gildi í dag. Þannig hver og einn getur valið fyrir sig hvað sín gildi eru. Hávamál fjallar um framkoma og hegðun. Hvernig innræting mannsins er í samskiptum. Það er þá alveg hægt að fara eftir þeim í nútímanum. Þarna er verið að kenna manni almenna mannasiði. Þótt það sé kannski ekki auðlesið eru til mörg rit nú þegar um hvernig maður eigi að lesa þetta. Margir eru búnir að rannsaka Hávamál og gott er að nýta sér það. Googla og afla sér upplýsinga um hvað Hávamál snýst um er sniðug hugmynd. Margt sem hægt er að taka sér til fyrirmyndar. Líka til að sjá hvernig aðrir haga sér og hvernig sé hægt að sjá annarra hegðun fyrir, því við förum öll eftir svo svipuðum gildum og framkomuí grunninn. Þótt þetta hafi verið skrifað fyrir svona löngu er einhvern veginn svo áhugavert hvernig sumt breytist bara alls ekki.
Ananas í innkauparkerrum
Sara Rós Lin Stefnisdóttir
Íleit að ástum? Smitten ekkert að virka? Kannski þurfum við að hérma á Íslandi að herma eftir Spánverjunum. Ef þú hefur ekki verið var við það á hinum algenga samfélagsmiðli Tik Tok þá er fólk á Spáni komið mð nóg af stefnumótarsíðum og smáforritum. Þeirra lausn var að færa stefnumótarleikinn yfir í matvörubúðir, nánar tiltekið matvörubúðina Mercadona og komu upp með ákveðnar reglur og ummerki til þess að sjá hverjir voru að leita til ástarinnar og hverjir voru hreinlega að versla í matinn.
Reglurnar og ummerkin voru frekar einföld. Ef þú ert í leit að einhverju öðru hedur en morgunkorni eða öðum innkaupum þá skaltu fara til Spánar í Mercadona og fylgja þessu:
1. Farðu í Mercadona á milli 19:0020:00.
2. Farðu í ávaxtadeildina og náðu í ananas og settu hann á hvolf í körfuna þína. (Einnig er hægt að setja kkálhaus í körfuna til þess að benda á að maður vilji skammtíma skemmtun eða dósamat/ súkkulaði til að benda á áhuga á langtímasambandi).
3. Fara í víndeildina.
4. Finna einhvern sem hefur einnig ananas (kannski ásamt kálhaus eða dósamat).
5. Klessa innkauparkerrunum saman

(það þýðir að maður hefur áhuga á mnneskjunni).
6. Sjá hvað gerist.
Á öðrum stöðum í heimunum hefur ananas á hvolfi þýtt annað það sem verið var að lýsa núna, á Spáni þýðir það þó að vera einhleypur og í leit að einhverjum sem getur breytt því. Flestir sem eru á Spáni vita af þessari stefnu og margir hafa ákveðið að fara í matvörubúðina Mercadona sjálf og prófað að setja öfugan ananas í körfuna.
Myndbönd á Tik Tok gáfu það í skyn að þetta væri það nýjasta nýtt í gangi á Spáni og fóru nokkrir að kikjá á þetta með eigin augum ásamt því að skella í eitt saman kklippt myndband af upplifunni. Oftar en ekki voru myndböndin óárangurskrík þegar það kom að því að finna ástina í matvörubíðinni eða bara finna einhvern sem var þarna í sama tilgani. Ekki er þar með sagt að öllum hafi mistekist og einhverjir sem duttu í lukkupottinn.
Skiptar skoðanir hafa verið gagnvart
þessu máli. Annað hvort hefur fólk gaman að þessu og finnur húmmorinn. Kannski má svo segja að ef markaðsdeild Mercadona hafi verið á bakvið þetta hafi þeim gengið anskoti vel. En svo hefur sést til starfsmanna í búðinni vera komið með nóg af þessum skrípalátu og fækkað ananasana í ávaxtadeildinni til þess að koma í veg fyrir að fólk sé að sunda þetta í matvörubúðinni.
Það að fólk sé að grípa til annara ráða heldur en að nota stefnumótarsíður- og smáforrit gefur í skyn um að fólk sé komið með dálítið nóg af því. Hvenær hefur þú sjálf/ur/t hugsað um hversu ömurlegt það er að vera á Tinder eða Smitten? Eða þekkir einhvern í kringum þig sem hefur fengið upp í kok af því? Samt heldur fólk áfram að nota þetta, hleður niður smáforritunum aftur niður eða skráir sig inn á síðurnar. Kannski má því reyna á þetta á Íslandi. Eða er kannski of erfitt að ímynda sér þetta á Íslandi. Við þyrfum þó að breyta allavega tvennu, að innflytja inn meiri ananas til landsins eða skipta út ávextinum og í stað þess að hittast í víndeildinni að hittast í nammideildinni. Og kannski líka að passa að rekast ekki óvart með innkaupakerruna í skyldmenni.
Kannski er Ísland ekki tilbúið í þetta.
Skólaspá gervigreindarinnar
Saga Evudóttir Eldarsdóttir
Finndu skólann þinn, og þú munt komast að hvernig næsta önn mun líta út hjá þér!
Skólar á framhaldsskólastigi:
Borgarholtsskóli
Á næstu önn í Borgarholtsskóla munu nemendur læra að baka hefðbundnar hraunkökur. Passaðu þig á skyndilegum „dans-off“ skyndiprófum - þeir sem tapa verða að dansa hænudansinn!
Fisktækniskóli Íslands Í Fisktækniskóla Íslands má búast við tímum um fiskakarókí og neðansjávarkörfuvefnað. Auk þess mun mötuneytið bjóða upp á sælkera sushi gert af nemendum - ef þeir ná því fyrst!
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti verður boðið upp á vinnustofur „hvernig á að lifa af tröllaárás“ og frístundaheimili tileinkað því að búa til víkingahjálma. Mötuneytismatur mun breytast á dularfullan hátt í fornar uppskriftir.
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Á næstu önn mun Fjölbrautaskólinn í Garðabæ standa fyrir „Extreme Homework“ kvöld þar sem nemendur takast á við verkefni í teygjustökki. Kennarar munu kynna „gæludýr sel“ daga til að auka starfsandann og skólaandinn mun svífa með risastóru uppblásnu víkingaskipi!
Fjölbrautaskólinn við Ármúla
Í Fjölbrautaskólanum við Ármúla munu nemendur læra að eiga samskipti við kindur fyrir auka inneign og hver mánudagur hefst með „Happiness Challenge“. Mötuneyti valkostir munu fela í sér dularfulla kjöt óvart.
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra verður með vikulegar vinnustofur um „Ísbjarnarvitund“ og munu nemendur gera vísindatilraunir á ísjaka í mötuneytinu. „Snjóboltabardagi á óvæntum föstudögum“ mun halda öllum á tánum, á meðan listnámskeið mun einbeita sér að því að mála jökla!
Fjölbrautaskóli Snæfellinga Á næstu önn mun Fjölbrautaskóli Snæfellinga bjóða upp á keppnina „Design Your Own Volcano“ með aukastigum fyrir eldgos. Á námskeiðunum verða tískusýningar byggðar á íslenskum goðsögnum og hádegiskarókí verður skylda – vonandi syngur enginn um risatröllin!
Fjölbrautarskóli Suðurlands Í Fjölbrautaskólanum Suðurlands læra
nemendur að semja við álfa og búa til ísskúlptúra úr heimavinnunni. Á hverjum miðvikudegi mun „leyndardómsgestur“ koma, hugsanlega geit eða goðsagnakennd hetja, til að krydda sögutímann!
Fjölbrautaskóli Vesturlands Á næstu önn í Fjölbrautaskólanum Vesturlands munu nemendur keppa í „Epic Viking Raids“ í leikfimitímanum. Efnafræði mun kanna hvernig hægt er að blanda heitum hverum í sælkeraramen - því hver elskar ekki hraunúðlur?
Flensborgarskólinn í
Hafnarfirði
Flensborgarskólinn í Hafnarfirði mun breytast í „Miní-ólympíuleika“ með uppákomum eins og ísmolakasti og snjóbolta. Kennarar munu klæða sig sem sögupersónur og kaffistofan mun bjóða upp á „leyndardómakjöt“.
Framhaldsskólinn á Húsavík Í Framhaldsskólanum á Húsavík munu nemendur læra hvalasamskiptatækni og taka þátt í keppninni „Best Whale Impression“. Í hádeginu verða sælkerafiskstangir og frístundaklúbbar munu innihalda „ofurhetjuþjálfun“.
Framhaldsskólinn á Laugum Á næstu önn mun Framhaldsskólinn á Laugum kynna málstofur „How to Be a Hot Spring“. Nemendur munu taka þátt í snjóboltakappræðum og kanna matreiðsluundur gerjaðs hákarls. Föstudagarnir verða helgaðir því að byggja stærsta ískastala sem hægt er að hugsa sér!
Framhaldsskólinn í AusturSkaftafellssýslu
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu verður með námskeið um „Advanced Snowball Warfare“. Í mötuneytinu verður „Chef’s Mystery Box“ áskorun og nemendur verða að útbúa máltíðir með því óvenjulega hráefni sem þeir finna inni!
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Á næstu önn mun Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ halda „Yeti Tracking“ leiðangra og „Viking Dance-offs“ í líkamsræktartíma. Hádegisslúður mun snúast um hver fann í raun og veru hinn goðsagnakennda Yeti!
Framhaldsskólinn í Vestmanneyjum Í Framhaldsskólanum í Vestmanneyjum munu nemendur taka þátt í vélmennakeppni neðansjávar. Vikulegir „Mystery Chef“ dagar munu skora á matreiðsluhæfileika og í hádeginu verða umræður um besta áleggið fyrir lundahamborgara!
Hallormstaðaskóli
Hallormstaðaskóli mun snúast um að búa til „lifunarsett“. Nemendur munu taka þátt í „Guess That Smell“ vísindatilraunum og njóta þemahádegisdaga – búðu þig undir „Dularfulla kjötbollu mánudaga“ og „Fishy Taco þriðjudaga“.
Hússtjórnarskóli Reykjavíkur Í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur munu nemendur læra „Advanced Lava Cooking“ tækni og taka þátt í bökunarkeppnum með „leyndardómsefni“. Á hverjum föstudegi má búast við „Creative Chaos“ kennslustund þar sem nemendur verða að elda með bundið fyrir augun.
Kvennaskólinn í Reykjavík Kvennaskólinn í Reykjavík mun setja af stað vinnustofur þar sem nemendur föndra kökur með hvetjandi skilaboðum. Á hverjum þriðjudegi verður „Sisterhood Day“ með starfsemi eins og hópjóga og leynilegum einhyrningaveiði – því hver vill ekki finna einhyrning í Reykjavík?
Landbúnaðarháskóli Íslands Á næstu önn mun Landbúnaðarháskóli Íslands kynna „Gæludýr sauðkind“-daga og „kýrhvísla“ tíma. Nemendur munu taka þátt í „búskaparólympíuleikunum,“ ásamt dráttarvélakapphlaupum og eggjakastakeppnum, allt á meðan þeir njóta heimagerðrar jógúrts og „leyndardómsosts“ frá mötuneytinu!
Menntaskólinn á Akureyri
Menntaskólinn á Akureyri verður stútfullur af námskeiðum „Goðsagnakennd“ þar sem nemendur læra að föndra drekaegg. Búast má við „Hot Chocolate Wars“ í efnafræðitímanum og hæfileikasýningu með nemendahljómsveitum - vonandi syngur enginn um drekahjartan þeirra!
Menntaskólinn á Ásbrú Í Menntaskólanum á Ásbrú munu nemendur skoða „The Science of Snow“ og taka þátt í vikulegum „Sledding Showdowns“. Kaffistofumáltíðir munu innihalda tilraunarétti eins og „Icelandic Nachos“ og allir munu keppast um besta snjóvirkið í lok ársins! Menntaskólinn á Ísafirði Á næstu önn mun Menntaskólinn á Ísafirði breytast í „Risasnjóbolta“ völl fyrir líkamsræktartíma. Nemendur læra að búa til fisktaco og ræða hvort tröll séu betri en álfar eða ekki. Á föstudögum verður boðið upp á „hvalaskoðun“ klúbb!
Menntaskólinn að Laugavatni Í Menntaskólanum að Laugavatni munu nemendur kafa í „Kökuskreytingar neðansjávar“ og taka þátt í hverajóga. Mötuneytisvalkostir munu innihalda „Troll Tacos“ og „Viking Veggie Platter,“. Dansleikir verða skyldubundinn
hluti af sögukennslu!
Menntaskólinn á Tröllaskaga Á næstu önn mun Menntaskólinn á Tröllaskaga standa fyrir „Tribal Dance Competitions“. Nemendur munu kanna matreiðslulistina með „Mystery Box“ áskorunum með því að nota hráefni frá staðbundnum bæjum, en í hádeginu verða líflegar umræður um bestu tröllasögurnar!
Menntaskóli Borgarfjarðar
Menntaskóli Borgarfjarðar mun kynna „How to Train Your Dragon“ vinnustofur og „Puffin Petting“ daga. Nemendur munu takast á við „Gourmet Fish Cooking“ áskoranir og halda þemaveislur byggðar á sögulegum persónumpassaðu þig á víkingakarókíkvöldinu!
Menntaskólinn í Kópavogi Í Menntaskólanum í Kópavogi munu nemendur taka þátt í „Underwater Basket Weaving“ námskeið og búa til TikTok myndbönd með víkingaþema. Búast má við „Mystery Meat Mondays“ og snjóboltabardagakeppni í líkamsræktartíma - hver verður krýndur snjóboltameistari skólans?
Menntaskólinn í Reykjavík Á næstu önn mun Menntaskólinn í Reykjavík kafa í „Unicorn Care 101“ og „Viking Raft Building“. Nemendur munu gæða sér á „Mystery Meat Surprise“ hádegisverði á meðan þeir taka þátt í epískum snjóboltabardögum - lokaprófin munu einnig innihalda skapandi „Make Your Own Volcano“ verkefni!
Menntaskóli í tónlist
Menntaskóli í tónlist mun taka á móti „Music from the Lava“-kennslu og standa fyrir epískum jamsessionum með óvæntum gestatröllum. Nemendur munu læra að syngja með selum og búa til neðansjávarsinfóníur, með föstudagshádegisverðum með „Rock Star Ramen“ og karókíáskorunum!
Menntaskólinn við
Hamrahlíð Á næstu önn í Menntaskólanum við Hamrahlíð verða „Create Your Own Mythology“ vinnustofur og snjóskúlptúrakeppnir. Búast má við miklu hlátri í hádeginu þegar nemendur ræða ágæti „pönnukökur með víkingaþema“ á móti „Tröllaborgara“ á meðan þeir búa sig undir ísdanssýningar!
Menntaskólinn við Sund
Menntaskólinn við Sund hefst með „Advanced Whale Watching“ tímum og „Troll Tasting“ dögum í kaffistofunni. Snjóboltabardagaæfingar verða hluti af líkamsræktarstöðinni og nemendur munu sýna matreiðsluhæfileika sína með „Epic Soup Cook-Offs“ á hverjum miðvikudegi!
Myndlistaskólinn á Akureyri
Í Myndlistaskólanum á Akureyri mega nemendur búast við daglegum sköpunaráskorunum og óvæntri listasýningu

Landbúnaðarháskóli Íslands Á næstu önn mun Landbúnaðarháskóli Íslands standa fyrir „Bændaólympíuleik-

Gervigreind: Svindl eða snilld?
Anton Haukur Þórlindsson
Mannkynið hefur lengi óttast að vélar öðlist sjálfstæða hugsun. Árið 1889 skrifaði Bandaríkjamaðurinn Reginald Colebrooke Reade bók undir listamannsnafninu W. Grove þar sem vélar urðu skyndilega greindar og reyndu að útrýma mannkyninu. Rúmum 60 árum síðar skrifaði Alan Turing, maður sem er oft sagður vera faðir nútíma tölvunarfræði, fræðigrein þar sem hann setti fram þá kenningu að tölva hafi öðlast greind ef manneskja gæti átt samtal við hana án þess að gera sér grein hvort um tölvu væri að ræða. Þetta kallast Turing-prófið. Árið 1955 bjó tölvufræðingurinn John McCarthy til hugtakið gervigreind. Sama ár varð fyrsta „gervigreindin“ til; frumstæð tölva sem sannaði 38 af 52 setningum í kafla tvö af Principia Mathematica, þriggja binda hefti sem lýsir grunni stærðfræðinnar. Á milli 1956-1974 byrjuðu tölvur að geta leyst algebrudæmi og „lærðu“ ensku. Fljótt varð gervigreindin eins góð og tæknin leyfði og þróaðist lítið þangað til 1980. Þá urðu til tölvur með algóritma sem sérhæfðu sig á ákveðnum sviðum, svo sem efnafræði, stærðfræði og hagfræði. Snemma á 21. öld jókst áhugi á gervigreind á nýjan leik og vaknaði áhugi á því að þróa svokallaða „almenna gervigreind“, sem væri jöfn eða æðri okkur mönnunum. Snemma á 10. áratug 21. aldar var fyrirtækið OpenAI, sem hannaði ChatGPT, stofnað og gervigreindardeild Google opnuð.
Gervigreindin kennir
Mörg tól styðjast við gervigreind til að kenna efni. Sem dæmi má taka tungumálakennsluforritið Duolingo, sem við þekkjum flest, og almennu kennsluforritin Coursera og Khan Academy. Öll þessi forrit nýta gervigreind til að stilla af kennsluhraða og erfiðleikastig miðað við hvernig notandi stendur sig. Þetta eru allt tæki sem gagnast bæði þeim sem þurfa að fara hægar yfir efnið og þeim sem eru komnir á undan samnemendum sínu. Forrit sem nota gervigreind á þennan hátt eru mun gagnlegri en að lesa kennslubók um efni sem þú skilur ekkert í vegna þess að forritin geta útskýrt hugmyndir, formúlur og dæmi á einfaldan hátt.
Gervigreindin skapar
Önnur forrit, eins og ChatGPT, Google Llama og DALL-E, eru hönnuð til þess að skapa eitthvað nýtt. ChatGPT og Google Llama geta skrifað texta og DALL-E getur teiknað myndir. En er þetta virkilega það sem við viljum nota gervigreindina í? Mannkyninu hefur dreymt um útópíska tilveru síðan á tímum forn-Grikklands, þegar heimspekingurinn Plató fjallaði um Atlantis. Það hefur verið sameiginleg þráhyggja mannkynsins að láta sig dreyma um heim þar sem aldrei þarf að vinna og fólk getur einbeitt sér að því sem skiptir raunverulega máli; að skapa list. Nú höfum við þróað tækni sem gæti vel á endanum leitt til þess að enginn mun þurfa að vinna, en í eilífri visku okkar nýtum við þá tækni ekki til þess að vinna leiðindavinnu heldur til þess að skrifa og skapa.

Hvar á að draga línuna?
Þegar reiknivélin var fundin upp voru stærðfræðingar sannfærðir að stærðfræðikennsla yrði gagnslaus, en svo var ekki. Í staðinn fyrir að eyða vikum og mánuðum í að leggja margföldunartöflur á heilann getum við byrjað að kenna hornafræði og diffrun snemma í menntaskóla. Framkvæmdarstjóri OpenAI vill meina að gervigreindin sé svipað tól – eitthvað sem mun leyfa okkur að starfa á hærra stigi en við gátum áður – en hversu mikið eigum við að leyfa gervigreindinni að gera? Gervigreindin getur skrifað betri texta en 99% af grunnskólanemendum og er afar góð í að koma manni í gírinn. Þú getur látið gervigreindina spýta út einni eða tveimur efnisgreinum og skrifa restina sjálfur, eða látið gervigreindina byggja beinagrindina og skrifa textann í kjölfarið. Hvað þarf manneskja að hafa unnið mikið af vinnunni til að mega kalla verkið sitt eigið? Hvenær telst notkun hennar svindl? Þetta eru ekki einfaldar spurningar en þær eru mikilvægar og þeim að svara ef menntakerfið á að virka eðlilega í þessum nýja veruleika.
Gervigreindin er hlutdræg
Gervigreindin er ófullkomin. Hún endurspeglar hlutdrægni gagnanna
sem hún er þjálfuð á og er oft harðkóðuð til að taka ákveðna afstöðu. Til dæmis má nefna að ChatGPT neitar að svara því af hverju Kamala Harris væri slæmt forsetaefni, en gefur langan lista yfir af hverju Trump sé ekki hæfur. Það er rosalega erfitt að gera greinaskil á því hvort gervigreindin er að gefa hlutlaust eða hlutdrægt svar þegar við vitum ekki á hvaða gögnum gervigreindin er þjálfuð eða hvaða skoðanir eru harðkóðaðar inn í gervigreindina. Nú þegar gervigreind er notuð í einhverjum mæli til að ráða starfsmenn og jafnvel til þess að gefa einkunnir í skólum skiptir öllu máli að gervigreindin sé hlutlaus.
Siðferðislegir örðugleikar og gagnrýnin hugsun
Notkun gervigreindar í skólum vekur einnig siðferðislegar spurningar um akademískan heiðarleika og hvort nemendur þróast í gagnrýnni hugsun. Ef nemendur reiða sig á gervigreindina til að skrifa ritgerðir og leysa vandamál tileinka þeir sér ekki þá kunnáttu sem þeir þurfa til að ná valdi á efninu. Þekking þeirra nemenda verður líklega yfirborðskennd og gæti hindra þá í áframhaldandi námi. Þegar kemur að því að leysa ný vandamál og hugsa frumlega er óvíst að gervigreindin geti bjarg-
að þeim. Notkun gervigreindar gerir mörkin á milli ritstuldar og frumlegrar hugsunar óskýra og grefur undan gildi frumlegrar hugsunar og heiðarlegrar vinnu. Notkun gervigreindar getur líka leitt til þess að þeir nemendur sem lögðu inn vinnuna og unnu án aðstoðar gjalda fyrir það í samanburði við þá sem láta gervigreindina um verkefnin vegna þess að gervigreindin getur skrifað betra efni.
Möguleikarnir spennandi
Gervigreindin býr yfir mörgum spennandi möguleikum í tengslum við námið, en það er lykilatriði að taka meðvitaða ákvörðun um hlutverk hennar og á hvaða stigi náms notkun hennar er hagnýt. Það þarf að finna jafnvægi á milli kostanna, svo sem einstaklingsbundinnar kennslu, og gallanna, svo sem neikvæðum áhrifum á þróun gagnrýnnar hugsunar. Skólar, kennarar og nemendur þurfa að vinna saman til þess að tryggja hóflega notkun gervigreindar og að notkun hennar styðji við tileinkun efnis frekar en að leyfa nemendum að sleppa því að læra það. Búa þarf til l umhverfi í skólum þar sem notkun gervigreind er stuðningstæki en ekki flýtileið ef við ætlum að nýta alla þá möguleika sem gervigreindin opnar fyrir okkur.
Ertu klár í kynlífið?
Viðtal við Sóleyju S. Bender, formann Samtaka um kynheilbrigði og einn af höfundum efnisins.
Sara Rós Lin Stefnisdóttir
Handbókina „Ertu klár í kynlífið“ og annað fræðsluefni varðandi kynheilbrigði má finna á heimasíðu Samtaka um kynheilbrigði www. kynheilbrigdi.is
Kynning á höfundum
Þrír höfundar sömdu handbókina ,,Ertu klár í kynlífið.“ sem er ætluð ungum karlmönnum á aldrinum 16-24 ára. Það eru Sóley S. Bender prófessor emerita við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands og sérfræðingur í kynheilbrigði, Katrín Hilmarsdóttir lýðheilsufræðingur og Lóa Guðrún Gísladóttir sem er aðjúnkt við Deil menntunar- og margbreytileika og doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Gerð handbókarinnar byggir á þeirra eigin rannsóknum sem þær gerðu áður en hugmyndin að handbókinni varð til. Rannsóknirnar fólust í því að taka viðtöl við unga karlmenn um kynheilbrigðismál.
Hvernig kviknaði hugmyndin?
Hugmyndin kviknaði þegar það kom fram í rannsóknarviðtölum sem við höfðum tekið við unga karlmenn um kynheilbrigði að þeir vildu einskonar handbók um kynlífi og kynheilbrigði. Það var því til staðar þörf fyrir slíka handbók. Þá kom í ljós að það var engin handbók um kynheilbrigði hér á landi sem var sérstaklega ætluð ungum karlmönnum á aldrinum 16-24 ára.
Af hverju er handbókin mikilvægt?
Til að efla unga karlmenn og styrkja þá sem kynverur svo þeir geti betur haldið utan um sitt kynheilbrigði. Við vildum hafa efnið á jákvæðum og uppbyggjandi nótum í stað þess að fjalla um allar þær hættur sem geta tengst kynlífi. Það er jafnframt mjög mikilvægt að fá unga karlmenn til að hugsa með gagnrýnu hugarfari um ýmsa þætti kynheilbrigðis.
Hvað benti til þess að þetta vantaði í íslenskt kynfræðsluefni?
Oft hefur áherslan í samfélaginu og á heimilum bæði erlendis og á Íslandi verið meiri á stúlkur en unga karlmenn. Ungir karlmenn hafa iðulega fengið litla kynfræðslu frá foreldrum, einkum feðrum sem getur leitt til fáfræði og óöryggis. Stúlkur hafa að jafnaði fengið meiri fræðslu, einkum frá mæðrum. Ykkar sérstaða sem efni tengt kynfræðslu?
Þetta er nýjung. Hér er ekki verið að þýða erlent efni heldur er efniviðurinn fenginn beint úr íslensku samfélagi og því um frumsamið verk að ræða. Það hefur aldrei neitt þessu líkt verið hannað á Íslandi áður sem er sérstaklega ætl-
að fyrir unga karlmenn og er á rafrænu formi.
Aðgengilegt og einfalt í stað þess að flækja málin. Finnst þér vera ójafnvægi i kynfræðsluefni þegar það kemur að kynjum?
Miðað við mínar rannsóknir er meira rætt við stúlkur. Ég tengi það oft við þá staðreynd að þær geti orðið þungaðar og því sé meiri hræðsla tengt því. Strákar fá minni fræðslu. Þegar ungir karlmenn fá ekki þá fræðslu sem þeir þurfa frá foreldrum eða í skólum þá leita þeir annað og oft er það svo að þeir leita í klámsíður til að fá upplýsingar um kynlíf. Þær vefsíður gefa iðulega ranga mynd af raunverulegu kynlífi. Þeir hafa því mikla þörf fyrir góðar upplýsingar.
Af hverju heitir handbókin- Ertu klár í kynlífið?
Það er mikilvægt að hafa í huga að hugtakið kynlíf (sexuality) þýðir ekki bara að hafa kynmök heldur nær það hugtak yfir allt sem varðar okkur sem kynverur. Það er meðal annars okkar þekking, viðhorf, tilfinningar og hegðun. Aðeins einn hluti af kynlífi eru kynmökin. Hugtakið kynlíf í heiti handbókarinnar vísar því til margra þátta kynverundar mannsins. Heiti handbókarinnar er ætlað til að vekja unga karlmenn til umhugsunar um hvað þurfi að huga að varðandi kynlíf. Jafnframt þurfti heiti handbókarinnar að vera stutt og grípandi. Hvaða aldurshóp er ætlunin að ná til með handbókinni ? Það er aldurshópurinn16-24 ára, í rauninni framhaldsskólanemendur og aðeins eldri einstaklingar. Þetta er aldurshópur þar sem sumir eru byrjaðir að stunda kynlíf en aðrir ekki og miðast umfjöllun í handbókinni við það. Efnið er ekki gert til þess að hvetja til þess að byrja að stunda kynlíf heldur að auka fræðslu og pælingar um efnið. I köflunum er tekið fram að gera ekki neitt undir pressu og ekki láta neinn þvinga sig í eitthvað sem þeir eru ekki tilbúnir í. Svo þegar að því kemur að ungir karlmenn fara að stunda kynlíf þá séu þeir upplýstir. Þegar verið er að byrja að stunda eitthvað nýtt þá er maður ekki neinn sérfræðingur og kann ekki allt. Sumt lærist með tímanum en ef menn eru óöruggir eða vilja hreinlega rifja upp einhver atriði er alltaf hægt að skoða handbókina og jafnvel ræða við foreldra.
Hvað veitti ykkur innblástur og drifkraft?
Okkur fannst mikilvægt að reyna að koma til móts við þörfina sem greinilega er til staðar meðal ungra karlmanna um kynheilbrigðismál. Í handbókinni notuðum við beinar tilvísanir úr okkar eigind-


legu rannsóknarviðtölum við unga karlmenn þar sem þeir greindu frá þeirra viðhorfum og upplifunum. Þeirra eigin raddir fengu því að heyrast í handbókinni. Okkur finnst mikilvægt að hlusta á þarfir í samfélaginu og með þessari handbók er verið að gera það.
Hversu lengi var handbókin í framleiðslu?
Rannsóknirnar náðu alveg aftur til ársins 2018 þó að þær hefðu í byrjun ekki verið hugsaðar í tengslum við gerð þessarar handbókar. Þær reyndust hins vegar góður grunnur fyrir vinnslu handbókarinnar. Handbókin fór í vinnslu 2021 þegar Sóley sótti um styrk vegna samfélagsvirkni hjá Háskóla Íslands. Eftir styrkveitinguna árið 2022 hafði Sóley samband við fyrrverandi meistaranema þær Katrínu og Lóu Guðrúnu og óskaði eftir samstarfi við þær varðandi gerð handbókarinnar. Þeim leist vel á hugmyndina og hófust þær síðan handa við að vinna handbókina. Við vinnslu hennar þurfti að huga vel að því hvernig væri best að setja efnið fram svo það vekti athygli og væri lesið. Við vildum ekki hafa of langan texta hverju sinni. Textinn þurfti að vera upplýsandi en jafnframt gera kröfu um gagnrýna hugsun. Okkur fannst jafnframt mikilvægt að efnið væri aðgengilegt á netinu og unnt að skoða það í snjallsíma. Á lokastigum við gerð
handbókarinnar ræddum við við unga karlmenn í framhaldsskóla um alla kafla handbókarinnar og gáfu þeir umsögn um efnið.
Er efnið komið út?
Handbókin er nýkomið út. Við erum þessa dagana að kynna hana. Laugardaginn 21. september var handbókin kynnt á aðalþingi Sambands Íslenskra framhaldsskólanema og komu þar fram ýmsar spurningar um efnið. Þann 25. september erum við að kynna efnið fyrir ráðamönnum en einnig kennurum og skólahjúkrunarfræðingum í framhaldsskólum ásamt félagasamtökum og fleiri aðilum.
Hvar er efnið aðgengilegt?
Efnið er aðgengilegt á vefsíðu Samtaka um kynheilbrigði www.kynheilbrigdi.is en ekki er ætlunin, alla vega til að byrja með, að hafa handbókina í prentuðu formi. Með því að hafa handbókina rafræna geta allir sem þurfa og vilja skoðað efnið á netinu. Hvernig lýst þér á útkomuna? Ég er sjálf mjög ánægð með útkomuna en maður fær alltaf pínulítinn hjartslátt þegar verk er komið á endanlegt form og er gefið út. Maður veit aldrei hvernig viðtökurnar verða en við höfum reynt að leggja okkur fram og með velferð ungra karlmanna í huga.








Miðbærinn
Ljósmyndir: Ninja Sól Róbertsdóttir







Klippimyndir
Ninja Sól Róbertsdóttir
Skotheldar leiðbeiningar um hvernig á að föndra klippimynd.
En fyrst, af hverju að föndra klippimynd?
Klippimyndir eru auðveldar. Ef þú ert þreyttur á að teikna eða mála, þá er klippimynd góð leið til að hvíla aðeins listsköpunar heilann, svo getur klippimynd líka verið tilvalin ef þér finnst þú ekki kunna að teikna eða mála. Minn listamannaheili endurforritast aðeins til að hugsa út fyrir kassann þegar ég geri klippimyndir, því ég sjálf þarf að fletta blöðum og finna til hluti sem láta myndina ganga upp, í staðinn fyrir að teikna allt upp úr sjálfri mér eins og hefð-


bundin teikning virkar.
Þú getur notað hvað sem er í klippimynd, en ég nota þessa hluti:
Tímarit. Tímarit eru allstaðar. Í þeim eru bæði orð og myndir sem hægt er að nota. Bækur. Ég bjarga bókum sem fólk er að losa sig við, og klippi úr þeim orð og myndir.
Þú getur fundið þær í bókakössum eða nytjamörkuðum, eða eins og ég, þegar skólinn minn er að henda gömlum bókum.
Grunnflöt. Grunnflöturinn er það sem þú límir myndirnar á.
Þetta getur verið einfalt A4 blað, heilsíðu mynd úr tímariti eða bók, kassi, bara hvað sem er
sem þú getur límt myndirnar á. Skæri og límstifti. Bæði verður að vera þægilegt fyrir þig að nota. Sérstaklega skærin. Maður getur fengið allskonar skrítna verki í hendurnar ef maður er að nota óþægileg skæri. Svo er límstiftið bara eins og þau sem við notum í grunnskóla.
Vinnupláss og rusl. Að klippa skapar mikið drasl, þannig ekki gera það uppi í rúmi eða á eldhúsborðinu rétt fyrir kvöldmat. Búðu þér til pláss, og hafðu með þér rusl. Annaðhvort fötu eða kassa eða pappapoka. Ef þú ert með rusl hjá þér, þá getur þú stöðugt sópað úrklippu afgöngunum ofan í það til þess að minnka
fráganginn.
Það eru allskonar ástæður fyrir því að gera klippimynd. Á ensku þekkist þetta oft sem “Mood Board” sem er oftast gert í þeim tilgangi að raða saman myndum af markmiðum þínum til þess að geta horft á myndina sem hvatningu.
Svo er líka hægt að gera klippimynd fyrir aðra manneskju. Það er einskonar “Scrap booking” á enskunni góðu. Þá getur þú verið með myndir af manneskjunni sem þú ætlar að gefa myndina, eða myndir og texta af hlutum sem minna þig á hana.
Einnig er þetta snilldar aðferð í ljóðagerð. Úrklippu ljóð kallast það á íslensku, en “Cut
out poetry” á ensku. Það getur verið strembið að klippa milljón lítil orð til að raða svo saman, en ef áhuginn er til staðar, þá er gaman að gera þetta. Í allri úrklippu vinnu er maður stanslaust að raða saman myndum eða orðum í huganum. Þú ert ekki að skapa beint út frá þér eins og maður gerir við ljóðaskrift eða við málun myndar. Þetta er púsl fyrir heilann, sem er mjög hollt. Ég upplifi svona föndur alltaf sem mikil rækt við heilann og sköpunar getu mína. Klippimyndir og úrklippu ljóð er frábær æfing fyrir mann. Einnig mjög gott ef þér finnst þú hafa setið fastur sem listamaður í einhvern tíma.
Réttir og smalamennska
Aníta Björk Ontiveros
Sauðfjárbændur láta flest allir sauðféð sitt upp á fjöll yfir sumarið og það er mikið sem felst í þessu ferli bæði með kindurnar, heyskap og undirbúning á sveitabænum fyrir veturinn. Búfé eru sett upp á fjöll þegar sauðburður klárast og sauðburður byrjar oftast í byrjun apríl og er til lok maí en getur alltaf byrjað fyrr og endað seinna. Þegar sauðféð er uppi á fjöllum eða úti á túnum þá fara bændurnir í það að moka út úr fjárhúsunum og gera við það ef þess þarf svo að allt sé klappað og klárt þegar sauðféð kemur aftur heim á bæ í september. Í september byrja síðan leitirnar. Leitir er þar sem bændum og vinnu fólkið koma saman og fara upp á fjöll í leit að kindunum og það kallast leitir. Margir hverjir fara á hestum en einnig er fólk sem fer gangandi, á sexhjólum eða á krossara, en það er algengast að fara ríðandi á hestum. Oft eru ein til tvær leitir sem fara fram á sama stað nema þetta skiptist í fyrsta og önnur leit. Fyrsta leit á sér stað oftast snemma eða um miðjan september og standa oft yfir helgi en sumar leitir eru einn til tveir dagar.

Aðrar leitir eða leitir númer 2 fara síðan fram helgina eftir eða nokkrum dögum eftir fyrstu leitir. Í þessu ferli eru kindurnar reknar niður af fjalli og reknar í svokallaða rétt.
Samdægurs eða daginn eftir kemur fólk í réttir til þess að finna sínar kindur. Til þess að finna og koma kindunum í hólfið hjá heimabæ sínum eða það sem kallast dilkur þarf að grípa í hornin þeirra, hoppa yfir þær svo að maður er með
Geðsjúkdómar
Jóhanna Dagrún Daðadóttir
kindina eða lambið á milli lappanna, kíkja á númerið á merkinu í eyrunum þeirra og draga þær síðan að dilknum þar sem þær eiga að fara. En svo flækjast málin fyrir mörgum, því að sumar kindur eru ekki með horn og þær kallast kollóttar kindur. Þegar maður er að draga þær í réttum þá þarf maður að halda undir kinnbeinin þeirra og það þarf að passa sig rosa vel að toga ekki í ullina á kindunum því að það getur leitt
til þess að kindurnar fái marblett og þá fá bændurnir ekki jafn mikinn pening fyrir kjötið. Þegar réttum ljúka eru kindurnar reknar gengandi eða ferjaðar á vagni heim á bæ og þar síðan vigtaðar og margar settar í sláturhúsið og þannig verður kjötið til. Einnig þarf síðan að smala landið sitt til þess að passa að engin kind verði úti yfir veturinn og svo að bóndinn sé að fá allan peninginn sinn. Þetta er mjög skemmtilegt og fróðlegt ferli en það er aldrei gaman að sjá sláturbílinn því þá veit maður hvað gerist við þær kindur. En þótt að það tekur mikið á líkamann að fara í leitir og réttir þá er þetta rosa skemmtilegt og margir detta í það eins og engin sé morgundagurinn, og allir gera grín í öllum og það er mikið hlegið. Ég mæli með að allir prófi að fara í réttir að minnsta kosti einu sinni á lífsleiðinni þar sem að þetta er svakalega fróðlekt fyrirbæri og ofboðslega gaman fyrir bæði unga sem eldri, en það sem þarf að muna er að kindur eru dýr og það þarf alltaf að fara vel með dýrinn.
og persónuleikaraskanir í Njálu
Njála eða Brennu-Njáls saga er ein þekktasta Íslendingasagan og jafnframt sú lengsta. Hún er lesin í nær öllum framhaldsskólum á Íslandi og því þekkja margir söguþráð og persónur hennar. Njála hefur oft verið kölluð flóknasta af Íslendingasagan og ein ástæða þess er að hún hefur rúmlega 600 persónur, sem koma þó mis mikið við sögu. Sagan er mikilvæg heimild um til dæmis kristintökuna á Íslandi og konungaskipti í Noregi.
Í Brennu-Njáls sögu eru heldur betur áhugaverðir karakterar og það getur verið gaman að rýna í persónuleika þeirra. Í bókinni „Hetjur og hugarvíl, geðsjúkdómar og persónuleikaraskanir í Íslendingasögum“ fjallar Óttar Guðmundsson um geðvandamál margra persóna Íslendingasagnanna og greinir þær með ýmist geðsjúkdóma eða persónuleikaraskanir, jafnvel bæði. Hér að neðan verður farið yfir geðgreiningar á nokkrum aðalpersónum í Njálu.
Gunnhildur kóngamóðir
Hambrigða persónuröskun (Borderline personality disorder)
Gunnhildi Össurardóttur, örlagakvendi er getið í mörgum sögum en hún gegnir mikilvægu hlutverki í Njálu. Hún leggur álög á Hrút Herjólfsson í fyrri hluta sögunnar sem valda því að hann geti ekki unað konunni sem bíði eftir honum heima. Þetta virkar hjá kerlingunni og Hrútur neyðist til þess að skilja við Unni Marðardóttur þegar að hann snýr aftur til Íslands. Gunnhildur er grimm, viðkvæm og með miklar skapsveiflur, allt þetta eru einkenni hambrigða persónuröskunar. Fólk með röskunina skiptir fólki í vini og óvini og er jafnvel barnalegt og þarfnast stöðugrar athygli.
Til dæmis þá varð Gunnhildur sturluð um leið og hún vissi að Hrútur væri ekki aðeins með augun á henni.

Hallgerður langbrók Höskuldsdóttir
Hambrigða persónuröskun (Borderline personality disorder)
Mögulega ein umdeildasta persóna í öllum Íslendingasögum er hún Hallgerður, eiginkona þjóðhetjunnar Gunnars á Hlíðarenda. Hún svíkur, lýgur og fremur glæpi eins og ekkert sé.
Hallgerður skiptir einnig fólki í vini og óvini og það gerir hana óða að Gunnar sé mikill vinur Njáls, sem er að sjálfsögðu giftur Bergþóru, mesta fjandmanni hennar.
Hallgerður þarf stöðugt samþykki og verður afbrýðisöm þegar hún fær það ekki. Líklegt er að það megi rekja til erfiðar æsku þar sem faðir hennar, Höskuldur Dala-Kollsson, átti frillu sem hét Melkorka og mikil spenna var á heimilinu vegna þess.
Gunnar á Hlíðarenda
Sjálfdýrkunarpersónuröskun (Narcissistic personality disorder) og hæðispersónuleikaröskun (Dependent personality disorder).
Gunnar á Hlíðarenda er aðalmaðurinn; vinsæll, sterkur og myndarlegur. Hann er ákaflega upptekinn af sjálfum sér, hetjuskap sínum og hreysti en leitar þó eftir stöðugri viðurkenningu. Hins vegar treystir hann
ekki sinni eigin dómgreind og er kvíðinn og óöruggur þegar kemur að því að taka ákvarðanir. Þá leitar hann til Njáls sem veldur því að Hallgerður verður afbrýðisöm og Gunnar á erfitt með að halda þeim báðum góðum.
Stórmennskuhugmyndir um eigið manngildi, endalaus þrá fyrir viðurkenningu og skortur á hluttekningu eða tillitsemi gagnvart umhverfinu eru einkenni þessara persónuleikaraskanna.
Bergþóra Skarphéðinsdóttir
Aðsóknarpersónuröskun (Paranoid personality disorder) og persónuröskun með óstöðugum geðbrigðum, hambrigðapersónuröskun (Borderline personality disorder).
Bergþóra er flókin en mikilvæg persóna í BrennuNjálssögu, hún hefur áhrif á örlög margra í sögunni. Líkt og Hallgerður er Bergþóra viðkvæm, afbrýðisöm og sveiflótt í skapi. Hún er einnig hégómleg, sjálfmiðuð, tortryggin og öfundsjúk. Hún mistúlkar aðstæður á neikvæðan hátt, er með miklar ofsóknarhugmyndir og sér fyrir sér samsæriskenningar í öllum hornum. Hugsanlega hatast Bergþóra og Hallgerður svona heitt vegna þess að þær eru mjög líkar og eru báðar „borderline“.
Njáll Þorgeirsson
Kvíðahliðrunar persónuröskun (Anxios avoidant personality disorder)
Það mætti segja að Njáll væri aðalpersóna sögunnar. Hann er lögspekingur mikill, voldugur, gáfaður og auðugur en hefur þó enga stjórn á konu sinni né sonum.
Njáll er kvíðinn, oft lamaður af ákvarðanarfælni og efast mjög um eigin kynhneigð. Hann og Bergþóra eru í nokkuð stirðu hjónabandi og Njáll leitar til ungra og fallegra manna fyrir félagsskap, til dæmis Gunnars og Höskulds.
Krossgáta
Lárétt
3. Nammi og íþrótt
4. Ríkasta land heims
7. Höfuðborg Brasilíu
8. Þriggja anna kerfi
9. Landið við hliðina á Portúgal
10. Aðal innihald í brauð og pasta
Lóðrétt
1. Elstiskóla á Íslandi
2. Fyrirtæki sem var að gefa út nýjan síma
5. Litur Jón Sigurðsson styttunnar
6. Dökkbrúnt, heitt og beiskt
Ritnefnd mælir með

Ljósbrot (2024) Íslensk kvikmynd eftir Rúnar Rúnarsson með frumsýninguna sína 28. ágúst 2024. Söguþráður myndarinnar fylgir Unu sem er unglingsstúlka sem lendir í sorgaráfalli og ferðalag því ferlis hefst. Samhliða því heldur Una leyndarmáli sem hamlar tilfinningarnar hennar út á við sem setur hana í erfiða stöðu. Tilfinningarík kvikmynd þar sem maður finnur fyrir sorg, gleði, fegurð og allt þar á milli. Myndin fær 6,7/10 á IMDB.

Til hamingju með að vera mannleg (2023)
Ljóðabók eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur. Ljóðin í bókinni beinir hún að lífinu og gerir svo á fallegan og fyndinn hátt. Bókin inniheldur 108 blaðsíður og hefur m.a. Náð upp á metsölulista ljóðabóka og Sigríður Soffía var tilnefnt ljóðskáld til Maístjörnunnar 2024.

The Rise and Fall of a Midwest Princess (2023) Albúm eftir Chappell Roan. Í albúminu má finna 14 lög, til að nefna anokkur þá eru TO HOT TO GO, Guilty Pleasure og California eitthvað sem má finna í þessu albúmi.

Britt-Marie var hér (2014) Skáldsaga eftir Fredrik Backman. Við fáum að kynnast 63 ára konu að nafni Britt Marie. Ný farin frá eiginmanninum sínum eftir að hún kemst að því að hann hafi verið að halda framhjá henni. Hún flytur í lítinn smábæ þar sem hún fékk vinnu en hún hefur enga hugmynd um hvað þessi litli smábær hefur uppá að bjóða. Góð skemmtum sem fær mann til að hlæja, velta ákveðnum hlutum fyrir sér og mögulega fella niður tár.

Teboðið Hlaðvarp með Sunnevu Einars og Birtu Líf. Í þessu hlaðvarpi fara þær vinkonurnar yfir allskonar málefni sem tengjast fræga fólkinu, tísku, sjónum og margt fleira. Þær gefa út þátt einu sinni í viku, á hverjum miðvikudegi en hægt er að fara í áskrift hjá þeim til að fá aðgang af fleiri skemmtilegum þáttum.
Hildur Jóna Vageirsdóttir
Sara Rós Lin Stefnisdóttir
Síðan framhaldsskólaárin hafa verið stytt frá 4 árum yfir í 3 ár hefur það skapað talsverða umræðu í samfélaginu. Fólk er annað hvort með eða á móti hvort að styttingin hafi haft góð áhrif á framhaldsskólanemendur eða slæm.
Hildur Jóna Valgeirsdóttir er fædd árið 2005 og stundar nám við Fjölbrautarskólann í Garðabæ. Þar er hún að búin að hefja sitt fjórða ár og var tilbúin að tala um sína reynslu sem fjórða árs nemi í skóalnum. Hún er á leiklistarbraut og stefnir á að klára námið núna eftir akkúrat eitt ár.
Samfélagsviðhorf
Yngi nemendu horfa ekki niður til þess að ég sé 05 árgerð í skólanum og ég finn fyrir því. Margir er að taka þetta á 4 árum og ég er als ekki sú eina sem er að taka þetta lengur en 3 ár. Fjölskyldan mín er heldur ekki að gera neitt lítið úr þessu enda vita þau hvað mér gekk ekki vel fyrstu annirnar mínar og hvernig manneskja ég er. Það kemur samt smá svona frá fólki sem ég er minna að umgangast sem ætlast til eða meira hafa ákveðið að ég hef útskrifast núna með mínum árnangi og henda í ,,já alveg rétt þú ert ekki útskrifuð...“ Ekkert neitt niðurlægjandi bara smá svona sem gleymist, sérstaklega hjá þeim sem eru
kannski meira í kring um fólk sem voru að útskirfast núna á 3 árum. Flestir eldri sem eru mjög hvetjandi og taka frekar undir það að vera samfélagslega séð lengur í framhaldsskóla þar sem þatta var þannig á þeirra tímum.
Skemmtanir í skólanum
Persónulega fór ég ekki á busaballið það var bara eitthvað sem mér fannst ekki alveg ógu viðeigandi fyrir sjálfan mig. Ég mun væntanlega kíka á stærri viðburði, böll, kepnir og fleira sem ég hef meiri áhuga á og er til í þá að mæta á. Ég er alveg ekki þar að ég tek ekki þátt í neinu og er ekki á móti því að fólk sem er lengur en 3 ár að útskirfast taki þátt í einhverju. Ég hef bara verið að velja og hafna ákveðnum viðburðum. Ég var nú sjálf með atriði á open mic í FG með vinkonu minni sem er útskrifuð núna og það var mjög gaman. Einnig mun ég líklegast kíkja á Salaballið, Söngvakeppni frahladsskólana og fleira.
Klára þetta af Sko þetta eru alveg heil 4 ár hjá mér og líklegast ein önn til viðbótar eftir það. Ég persónulega fíla að ég get tekið þetta á mínum hraða og líka því að ég á það mikið eftir að það er bara
Eftirtaldir styrktu útgáfuna
Árskóli Laugar Baugsbót Akureyri Bifreiðaverkstæði KS Sauðárkrókur Bókráð bókhaldsstofa Egilsstaðir DMM Lausnir Keflavík Eldhestar Ölfus Fjölbrautarskóli Garðabæjar Garðabær Fjölbrautarskóli Norðurlands Sauðárkrókur Hafnarfjarðarhöfn Hafnarfjörður Menntaskólinn á Akureyri Akureyri Norðurpóll Laugar
óraunhæft að klára og ofreyna mig bara til þess að ná einhverjum standard. Það henntar bara ekki mér. Hef einnig ekki tök á því að klára þetta á svona stuttum tíma þótt að ég myndi leggja allt sem að ég ætti í námið mitt hér í FG. Virkar ekki að taka 7 áfanga fyrir mig á einni önn. Ég fór á samning þannig að ég get ekki tekið of marga áfanga í einu.
Félagsskapur
Þó að ég segi svo sjálf þá finnst mér ég eiga gott félagslíf. Sérstaklega vinahópurinn sem ég er í núna í skólanu, er með svo vítt aldursbil og eru mjög opin og til í að taka fólk inn. Ég hef þekkt marga í gegnum árin mín í FG og þessi vinahópur hefur verið með mér sérstaklega í öllum skólaleikritunum. Uppsetningin á því og að vera saman 24/7 hefur virkilega gert okkur náin. Svo eru alltaf vinir fyrir utan skóla. Skólinn er ekki lífið mitt ég er ennþá í vinnu, heyri í fólki sem er ekki skólanum o.fl. Ég er samt ekkert einmanna í skólanum það eru alveg nemendur sem eru vinir mínir eða félagar og það er þæginlegt að hafa kunnugleg andlit.
Það er auðvitað smá skellur þegar minn kjarni er farinn, þeir sem eru á sama aldri og ég og voru góðir vinir mínir en ég lifi.











