3 minute read

reyna að útvega sláttuvél“

Og skurðgrafan (V-1, Priestman Cub) hóf verk sitt. Unnið var með henni árið eftir einnig. Árið 1950 var hins vegar ögn stærri grafa á ferðinni (V-7, Priestman Wolf). Að þessum þremur árum liðnum voru vélgrafnir skurðir í hreppnum orðnir um 26 km á lengd. Næstu árin var framræsla með skurðgröfum Vélasjóðs að segja má fastur liður í ræktunarverkum bænda í Andakílshreppi. Mörgum foraðsmýrum var breytt í sæmilega fært þurrlendi og valllendissvipur færðist yfir margar hallamýranna er urðu við það kostameiri bithagar. Júlíus í Laugabæ taldi þó að í stöku tilvikum hefði verið gengið of langt í framræslunni, að dæmi sæjust um að landi hefði verið spillt með henni.

Óhætt er að fullyrða að með athöfnum þessum var grundvöllur lagður að síðari byltingunni í fóðuröflun bænda í hreppnum. Eins og fyrr sagði er mikill hluti lands í Andakílshreppi mýrlendi af ýmsum gerðum. Líklega hafa fá verkfæri haft öllu meiri þýðingu fyrir búskap í hreppnum en einmitt skurðgrafan með dragskóflu sinni.

Advertisement

Ræktunarsambönd á héraðsvísu komu til á fimmta áratug aldarinnar á grundvelli jarðræktarlaga, sem annars vegar fólu í sér ákvæði um skipan ræktunarmála í landinu og framkvæmd þeirra en opinberan stuðning við jarðabætur hins vegar. Ræktunarsamband Borgarfjarðar var stofnað árið 1945 en frá því sem og starfi þess og arftaka næstu árin er sagt á öðrum stað svo óþarfi er að endurtaka hér.71 Þessir aðilar komust yfir öflugar vélar með verkfærum til frumvinnslu lands vegna nýræktunar túna – beltavélar með ýtitönnum / jarðýtur, brotplóga, öflug (diska)herfi, einnig svonefnda Skerpiplóga og fleiri verkfæri. Í farandvinnu var bæjaröðin gjarnan rakin og land brotið eftir óskum hvers bónda. Loft var þrungið díselolíulykt og svarðar- og moldarangan í örvandi blöndu.

Misjafnlega voru bændur búnir til fullvinnslu landsins. Heimilisdráttarvélar voru enn lítt þekktar vinnuvélar. Það var af þeim ástæðum sem Búnaðarfélag Andakílshrepps réðist í það

71 Byggðir Borgarfjarðar I (1998), 293-304. árið 1948 að kaupa dráttarvél til jarðvinnslu, af gerðinni International W-4, og með henni diskaherfi. Um árabil var síðan unnið með henni í sveitinni. Það varð upphaf að þeim vinnuvélarekstri Búnaðarfélags Andakílshrepps sem enn stendur og sagt er frá í sérstökum kafla hér á eftir.

„reyna að útvega sláttuvél“

Samhliða breytingum á vinnubrögðum við túnræktina tóku vinnubrögð við heyskap miklum stakkaskiptum. Óglöggar heimildir eru um útbreiðslu verkfæra til heyskapar í Andakílshreppi. Vitað er þó að til Hvanneyrar bárust ýmis heyvinnutæki snemma á tuttugustu öld og raunar fyrr; til dæmis voru sláttuvél og rakstrarvél reyndar þar sumarið 1895 og munu það hafa verið fyrstu verkfæri sinnar tegundar er til landsins komu.72 Á Hvanneyri var mikið af greiðfæru engjalandi sem hentaði þessum fyrstu vélum eftir atvikum vel. Þar varð búskapur líka stór í sniðum og flest tök til framkvæmda og nýsköpunar betri en á öðrum bæjum í hreppnum. Vélvæðing heyskaparins á Hvanneyri virðist enda lítil áhrif hafa haft á vinnubrögð í hreppnum almennt.

Á aðalfundi Búnaðarsambandsins 7. apríl 1923 var stjórn þess falið að „reyna að útvega sláttuvél og mann til að fara með hana um sambandssvæðið, gera tilraun með slátt með henni og gefa leiðbeiningar um meðferð og notkun nefndra vél.“ Guðmundur á Hvítárbakka talfærði það síðan á aðalfundi Búnaðarfélagsins 18. sama mánaðar hvort menn vildu gera tilraun með sláttuvél á næsta sumri: . . . „tóku sumir fundarmenn vel í að gjöra það.“ Ekki vitum við hvernig þessi tilraun tókst þótt líklegt megi telja að hún hafi að minnsta kosti verið gerð hjá hinum framsækna formanni Búnaðarfélagsins, Guðmundi á Hvítárbakka. En tilraun Búnaðarsambandsins var gerð á sautján bæjum í héraðinu og „hefir vakið nokkurn áhuga fyrir vélslætti“ segir í gögnum Búnaðarsambandsins og ennfremur að á árunum

72 Árni G. Eylands: Búvélar og ræktun (1950), 297.