4 minute read

Verkstæðið í Bæ

Árið 1992 gerðu tveir nemendur Búvísindadeildar Bændaskólans á Hvanneyri athugun á samvinnu bænda í Búnaðarfélagi Andakílshrepps um rekstur véla til rúlluheyskapar.128 Það ár voru bundnar 3.852 rúllur með vélunum og þá nýttu 19 af 24 býlum í hreppnum þessa þjónustu, auk 9 býla utan sveitar. Stjórnarmenn félagsins stýrðu verkefnum þar sem „reynt er að sinna beiðnum eftir pöntunarröð en einnig er horft á afstöðu og vegalengd á milli þeirra bæja sem næstir eru í röðinni“ . . . „Viðbrögð bænda hér við þessum tækjum og mikil notkun þeirra segir sína sögu um kostina og jafnvel má ótrúlegt heita hversu vel gengur að reka og skipuleggja starfsemina svo flestum líki“, voru lokaorð skýrslu þeirra félaga.

Verkstæðið í Bæ

Advertisement

Á aðalfundi Búnaðarfélagsins 13. apríl 1957 leitaði formaður þess, Jón á Hvítárbakka, álits fundarmanna á því að stofna til viðgerðarverkstæðis í hreppnum; hann kvað mann fáanlegan til þess að setjast að í hreppnum og vinna á slíku verkstæði. Sveitaverkstæði voru hugmynd sem kom til framkvæmda á nokkrum stöðum í landinu í kjölfar útbreiðslu heimilisdráttarvélanna á fimmta áratugnum.129 Er þarna var komið sögu átti Búnaðarfélag Andakílshrepps tvær dráttarvélar, þar af aðra splunkunýja, Ferguson með jarðtætara, eins og áður getur. Eftir umræður var eftirfarandi tillaga samþykkt samhljóða:

Fundurinn felur stjórn félagsins að athuga möguleika á því að koma upp geymsluhúsi fyrir traktora félagsins sem jafnframt skapi aðstöðu til viðgerða. Og leita eftir samstarfi við Ræktunarsambandið um málið.

Þar með var kominn vísir að starfsemi sem átti eftir að standa lengi og hafa mikil áhrif í Bæjarsveit og víðar.

128 Guðjón Egilsson og Lárus H. Birgisson: Vélasamvinna Búnaðarfélags Andakílshrepps. Námsverkefni í Búvísindadeild (1992), 11 bls. Óbirt handrit. 129 Bjarni Guðmundsson: Alltaf er Farmall fremstur (2011), 171. Tilboð Guðbrandar og Júlíusar Þórmundssona frá 8. september 1957 um land og heitt vatn vegna fyrirhugaðs verkstæðis í Bæ.

Samkomulag náðist um land og hitaréttindi við eigendur Bæjar í Bæjarsveit og Ræktunarsamband Borgarfjarðardala gaf vilyrði fyrir 40% þátttöku í byggingarkostnaði. Guðbrandur í Nýja-Bæ og Haraldur Sigurjónsson smiður á Hvanneyri voru kjörnir í byggingarnefnd og á fundi 8. september 1957 var ákveðið að kalla skyldi félagsmenn til vinnu við bygginguna: 5 dagsverk á félaga ofan Grímsár en 4 á þá sem bjuggu neðan Grímsár.

Á fundi stjórnar Búnaðarfélagsins, byggingarnefndar og formanns Ræktunarsambandsins í Laugabæ 17. mars var 40% kostnaðarþátttaka Ræktunarsambandsins í byggingunni staðfest „fyrir utan raflögn“, ákveðið að félagar Búnaðarfélagsins og Ræktunarsambandið hefðu jafnan rétt til vinnu verkstæðismannsins og að gjald yrði þetta: „Vinna fyrir félagsmenn og Ræktunarsambandið kr. 34,00 á tímann en kr. 37,00 fyrir aðra. Ef menn vinna sjálfir að viðgerðum á verkstæðinu greiði þeir kr. 5,00 á tímann, þó því aðeins að verkstæðismaðurinn veiti enga verulega aðstoð.“ Samkomulagið var kynnt félagsmönnum á aðalfundi skömmu

Hlutabréf Búnaðarfélagsins í Vélabæ hf; frumkvæði félagsins að verkstæðisrekstri hafði þróast yfir í sjálfstætt fyrirtæki sem var og er mikilvægur vinnustaður í sveitinni.

síðar. Þar var einnig tilkynnt að Guðbrandur Þórmundsson hefði verið ráðinn „umsjónarmaður við verkstæðið,“ verki sem hann sinnti síðan af einstakri samviskusemi.130

Vinna á verkstæðinu hófst vorið 1958 og fékk það þegar næg verkefni.131 Til verkstæðisformennsku hafði þá verið ráðinn Pétur Haraldsson sem þá átti rétt ólokið bifvélavirkjanámi sínu; hann hafði fengið heimild frá bílaverkstæði SÍS til að vinna hluta af samningstímanum á verkstæðinu í Bæ eftir samkomulagi. „Byrjaði á því að kaupa nauðsynlegustu verkfæri en eitthvað lagði ég til sjálfur,“ skrifaði Pétur, og ennfremur: „Verkefni urðu fljótt meiri en einn maður annaði og fékk [ég] því fljótlega vinnufélaga minn á bílaverkstæði SÍS, Guðna Sigurjónsson, mér til aðstoðar. Þegar ég fór í iðnskólann kom Arngrímur Marteinsson (bifvélavirki) frá Ysta-Felli Guðna til aðstoðar.“132

130 Sigurður Pétursson á Hellum í samtali við BG 23. apríl 2021. 131 Pétur Haraldsson í samtali við BG 14. apríl 2021. 132 Hér og í fleiru varðandi fyrstu skrefin á verkstæðinu í Bæ er Með Pétri, skv. fyrsta ársreikningnum, störfuðu þeir Guðni, Helgi Magnússon frá Snældubeinsstöðum, Gunnar Benediktsson frá Víðigerði og Guðbrandur Þórmundsson.

Um miðjan október 1960 var kallað til aukafundar í Búnaðarfélaginu þar sem eftir umræður var samþykkt „að ráðstafa landi því, er félagið hefir til umráða í landi Bæjar, undir nýbýli sem verkstæðisformaður félagsins, Pétur Haraldsson, hyggst reisa, og gilda um þessa samþykkt eftirfarandi meginreglur.“ Lutu þær að erfðafesturétti félagsins á landinu, gagnkvæmum réttindum og skuldbindingum samningsaðila sem og meðferð ágreinings, ef risi. Að öðru leyti var stjórn Búnaðarfélagsins falið að ganga frá samningum um nýbýlisstofnunina. Landnám ríkisins samþykkti hana árið 1961 á grundvelli erfðafestu lands sem Búnaðarfélagið fékk í landi Bæjar. 133 Gengið var frá byggingarbréfi þess 20. október 1962. Þar fékk nýbýlið Laugateigur tvær framræstar spildur austan verkstæðisins og nokkuð land að auki, samtals um 8 hektara, sem og allt að 0,5 sekúndulítra af heitu vatni. Réttindin voru þegar framleigð Bjarna Arasyni héraðsráðunaut sem reisti fjölskyldu sinni íbúðarhús með sérstökum samningi við Búnaðarfélagið.134

Guðni Sigurjónsson tók við verkstæðisformennskunni þegar Pétur gerðist kennari við Bændaskólann á Hvanneyri, í ársbyrjun 1962. Vorið 1965 var verkstæðið leigt Guðna og mági hans Sigurði Þorbjörnssyni. Þá hafði Ræktunarsambandið selt vélar sínar eftir þungan rekstur.135 Árið 1970 keypti Búnaðarfélagið hlut Ræktunarsambandsins í verkstæðinu.

Árið 1969 var verkstæðið leigt Símoni Aðalsteinssyni bifvélavirkja og samþykkt að heimila honum að kaupa íbúðarhúsið Laugateig. Vorið 1971 samþykkti aðalfundur

byggt á greinargerð Péturs Haraldssonar til BG 23. apríl 2021. 133 Byggðir Borgarfjarðar II (1998), 198. 134 Byggingarbréf og samningar í vörslu Sigurðar Péturssonar á Hellum. 135 Byggðir Borgarfjarðar I (1998), 297.