4 minute read

Vélarekstur Búnaðarfélagsins

Vélarekstur Búnaðarfélagsins

Þegar tími hinnar almennu aflvélavæðingar sveitanna rann upp stigu bændur í Bæjarsveit með í þann dans sem og Búnaðarfélag Andakílshrepps. Árið 1948 keypti Búnaðarfélagið dráttarvél af gerðinni IHC W-4 ásamt plógi og herfi.124 Dráttarvélin kostaði 10.488 krónur. Var þar með orðinn til grunnur að þeim vélarekstri Búnaðarfélagsins sem enn stendur. Dráttarvélin mætti sýnilega mikilli þörf því árið 1950 var til dæmis unnið með henni á flestum bæjum í hreppnum (á 27 bæjum). Tækni tímanna breyttist hratt og vorið 1956 bætti félagið annarri vél í útgerð sína, Ferguson dísel-dráttarvél með jarðvegstætara, sem þá þótti afar spennandi nýtækni við jarðvinnslu. Dráttarvélar félagsins hafa síðan verið endurnýjaðar í samræmi við þarfir hvers tíma.

Advertisement

Árið 1948 keyptu bændur á þrem jörðum í Bæjarsveit jarðvinnslutraktor af gerðinni IHC W4, ásamt plógi og herfi. Þessar þrjár jarðir voru Varmalækur, Bær og Hvítárbakki. Koma vélarinnar er skýr í minni Þorfinns Júlíussonar. Traktorinn kom í trékassa miklum á vörubíl frá KB. Sem nærri má geta reyndist erfiðleikum bundið að bisa kassanum af pallinum niður á jörðina. Einhvern veginn hafðist þetta allt saman, vélin var gangsett og það var stoltur drengur sem fylgdist með föður sínum, Júlíusi í Laugabæ, aka traktornum af Bæjarhlaði heim í hlað. Bændur á áðurnefndum jörðum ráku traktorinn næstu árin bæði til eigin nota og annarra. Árið 1952 verður það að samkomulagi að Búnaðarfélag Andakílshrepps kaupir traktorinn af bændunum og tekur um leið við rekstri hans. Það verður upphafið að vélaútgerð búnaðarfélagsins, sem enn varir. Árið 1956 kaupir búnaðarfélagið nýjan Ferguson TEF 20, með Howard jarðtætara. Um nokkurt tímabil rekur það báðar vélarnar en svo er IHC W 4 seldur bræðrunum Ólafi og Halldóri í Bæ. Eftir það var hann lítið notaður af bæ en nýttur mest heimafyrir, m.a. til að knýja heyblásara. Í slíkri törn gafst hann upp á rólunum, smurolía hafði gengið til þurrðar í pönnu, sem endaði með brothljóðum þegar stimplarnir opnuðu nýja

124 Þóroddur Árnason frá Kistufelli sagði í samtali við BG 1. maí 2021 að seljandinn, Véladeild SÍS, hafi skráð vélina á Guðbrand Þórmundsson. Samkvæmt reikningum Búnaðarfélagsins mun vélin þegar hafa verið skráð eign þess, sjá t.d. reikninga ársins 1950. leið út úr vélarblokkinni. Nú var hljótt um þessa vél í allmarga áratugi. Hún barst niður á Hvítárbakka í selskap tveggja annarra sömu tegundar (frá Hvítárbakka og Lundi). Um skeið var hún undir þaki í hlöðu í Mávahlíð. Nú er það af henni að frétta að Kristinn Reynisson í Nýja Bæ er með hana í fóstri. Búið er að útvega nýjan mótor og fleira sem glatast hafði á ferlinum. Má því vænta þess að einn góðan veðurdag standi hún fagurrauð og gljáandi á Bæjarhlaði sem forðum. Sæmundur Sigmundsson var ráðinn traktorstjóri tvö vor á W 4 á unglingsárum sínum. Guðmundur á Hvítárbakka þekkti Sæmund vel og réði hann til starfa. Traktorinn hafði staðið hjá Jóni í Ausu um veturinn. Vertíðin hófst með jarðvinnslu á Innri Skeljabrekku. Eftir nokkra daga vinnu fóru að heyrast torkennileg hljóð úr vélinni, sem bárust undan sætinu. Sæmundur vissi að svona átti þetta ekki að vera. Jón á Skeljabrekku flutti bilaðan traktorinn á vörubílspalli til Hvanneyrar, þar sem Ingólfur Majasson réði ríkjum á verkstæði. Gírolían var ekki næg, sem orsakaði skemmdar legur í gírkassa. Sæmundur kenndi sér um óhappið, hann hafði aðgætt bæði kælivatn og mótorolíu, en láðst að athuga olíuhæð á gírkassa. Hann vann með Ingólfi að viðgerðinni og lærði margt. Þorfinnur Júlíusson man ýmislegt sem tengist Sæmundi og W 4. Þegar hann var um tíu ára aldurinn var Sæmundur einhverju sinni að herfa flag skammt frá Jaðri í Bæjarsveit. Af einhverjum ástæðum hafði honum brugðist nætursvefninn. Hann býður nú Þorfinni, sem þarna var að sniglast, að taka við traktornum, meðan hann halli sér aðeins milli þúfna. Þorfinnur tókst allur á loft við þessa óvæntu upphefð. Stýrið var honum nokkuð þungt og varð hann að standa við stjórnvölinn. Hans var óskin ein að Sæmundur rumskaði ekki alveg strax en dveldi í draumalandinu sem lengst. Sæmundur rifjaði upp þann ágalla á Búnaðarfélagstraktornum hvað framhjólin voru mjó og veigalítil. Hvítárbakkavélin var á gúmmíhjólum að framanverðu, sem reyndist miklu betur.125

Á sjötta og sjöunda áratugnum átti Búnaðarfélagið ýmis verkfæri er þjónuðu félagsmönnum. Sem dæmi um þau er gjaldskrá félagsins er samþykkt var á aðalfundi þess veturinn 1964:

125 Haukur Júlíusson: International W 4 Bf. Andakílshrepps. Greinargerð til BG 12. apríl 2021.

Kálgarðsvinna

200,00 á heimili Traktor með tætara og manni 120,00 á tímann Traktor með tætara, mannlaus 85,00 - Traktor verkfæra- og mannlaus 70,00 - Dreifaraleiga 45,00 - Úðadæla 200,00 á úðun Hrærivél 5,00 á poka

Véla- og verkfærakaup voru alloft til umræðu á fundum félagsins enda rekstur tækjanna snar þáttur í starfi Búnaðarfélagsins. Fund haldinn 23. nóvember 1987 má kalla nokkurn tímamótafund, mest fyrir það að þar sýnist skrifaranum hvað fyrst getið beinnar þátttöku konu í tillögugerð til fundarins í þá 106 ára sögu félagsins. Þá var það Ólöf Guðbrandsdóttir í Nýja-Bæ126 sem óskaði eftir því að Búnaðarfélagið kannaði grundvöll þess að kaupa rúllubindivél. Menn vildu rannsaka málið, gáfu sér nokkurn tíma, og á júní-fundi 1989 var samþykkt „að kaupa rúllupökkunarvél fyrir rúllubagga“, ef hún telur það hagkvæmt. Um haustið var svo keypt rúllubindivél.127

Af aðalfundargerð 1990 má ráða að félagsmenn hafi talið að vélaþörf vegna jarðræktar hafi dregist saman en meiri þörf væri nú orðin

Vélasamvinna í Andakílshreppi. Frétt úr Tímanum 28. maí 1992.

á að efla vélaútgerð til rúlluheyskapar á þeim félagslega grunni sem góð reynsla var komin á innan Búnaðarfélagsins. Þá um haustið var keypt ný rúllubindivél og vel búin dráttarvél fyrir hana, meðal annars með láni upp á 450 þúsund frá Sauðfjárræktarfélagi Andakílshrepps.

Vélasamstæða Búnaðarfélags Andakílshrepps um þessar mundir (2021). (Ljósm.: Bjarni Guðmundsson).

126 Ólöf hafði þó áður komið fram á fundum Búnaðarfélagsins sem talsmaður hrossakynbótanefndar hreppsins sem hún var þar um árabil. 127 Eiríkur Blöndal: Búnaðarfélag Andakílshrepps 130 ára. Um traktorana og fleira. Óbirt yfirlit