3 minute read

Gróðurhúsin

Má af efni og orðalagi þessara samþykkta sjá hvílík vá var fyrir dyrum margra heimila í hreppnum um þessar mundir. Á fyrstu árum mæðiveikinnar (votamæðin) varð að setja nær því hverja gimbur, sagði Jakob á Varmalæk, en síðar kvað hann hafa dregið úr veikinni (varð þurramæði) og menn náðu nokkrum tökum á pestinni.

Kristleifur Þorsteinsson á Stóra Kroppi skrifaði Þórði syni sínum 22. nóvember 1936: „Nú sem stendur er [mæðiveikin] skæðust á Varmalæk. Þar átti að setja sextíu lömb á í vetur, en þau voru farin að sýkjast líka svo þau voru nú fyrir fáum dögum öll rekin til slátrunar í Borgarnes, og reyndust þau þá öll sýkt. Rétt áður voru fjörutíu ær þaðan fluttar í Borgarnes sem allar voru að dauða komnar. Og nú þó svona sé búið að sópa til kemur naumast sá dagur að ekki sé verið að lóga sjúkum kindum. Þessu lík má telja fjölda dæma“ . . .

Advertisement

Þótt illa horfði með sauðfjárræktina þvarr ekki áhugi bænda á ræktunarstarfi á því sviði með öllu. Á vorhreppsskilaþingi 1938 var ákveðið að halda hrútasýningu haustið eftir að Hesti. Tillagan var samþykkt með 7 atkv. gegn 2. Sama tillaga var ítrekuð á hausthreppsskilum, þá með 8 atkv. gegn 3. Skyldi sýningin haldin að Hesti 26. október og þá einnig samþykkt að verja 86 krónum úr sjóði Búnaðarfélagsins til sýningarinnar gegn jafnhárri upphæð frá Búnaðarfélagi Íslands. Atkvæðagreiðslurnar sýna að skiptar skoðanir voru um málið; ef til vill hafa þeir sem á móti voru óttast smithættu vegna samgangs sýningargripanna.

Bændur reyndu að bæta sér tekjumissinn með ýmsu móti. Þeir tóku að fjölga kúnum, eins og áður hefur komið fram, og að auka mjólkurframleiðsluna. Kom sér nú vel nýlega stofnað Mjólkursamlag í Borgarnesi þótt rými til framleiðsluaukningar á mjólkurmarkaðinum við Flóann væri takmarkað. Bændur voru bundnir yfir kúnum og gátu lítið sótt vinnu út fyrir heimilin – „voru því ósköp gerðahægir heima“, eins og Júlíus í Laugabæ orðaði það. Batnandi samgöngur í kjölfar vegabóta fyrir hið svonefnda Mæðiveikifé greiddu fyrir mjólkurflutningum. Þá óx hrossaeign því nokkrar tekjur höfðu menn af sölu sláturhrossa því sauðfé fullnægði ekki lengur spurn eftir kjötmeti. Bændur lögðu hross og aðra stórgripi til búanna og mötuneyti skólanna í Reykholti og Hvanneyri nýttu sér, að því er sagt var, hrossakjöt í töluverðum mæli.

Tvenns konar nýnæmi, sem beinlínis var ætlað að skjóta nýjum stoðum undir afkomu búanna, verður að nefna. Nokkrir bændur í hreppnum byggðu gróðurskála – gróðurhús – en hið opinbera hét sérstökum stuðningi við þær framkvæmdir til þess að mæta áföllum vegna pestarinnar. Ræktun garðávaxta færðist einnig í vöxt einkum ræktun kartaflna. Hreppsbúar tóku einnig upp refarækt en um það framtak er fjallað í sérstökum kafla hér á eftir.

Gróðurhúsin

Þótt Búnaðarfélagið hafi lítil sem engin afskipti haft af garðyrkju og gróðurhúsum, ef marka má gögn þess, reyndist sú búgrein nokkrum bændum hagfelld. Til hennar gripu þeir þegar mæðiveikin tók að grassera. Gróðurhúsaáhuginn taldi Jakob á Varmalæk að borist hefði ofan frá

Garðyrkjubýlið Jaðar reisti Valdimar Elíasson árið 1942 sem nýbýli úr landi Bæjar í Bæjarsveit. Ræktun matjurta í gróðurhúsum var þá ný búgrein og Valdimar, sem þarna er fyrir miðju, var meðal fyrstu sérhæfðu garðyrkjubænda héraðsins. Með honum eru mágar hans, Óðinn S. Geirdal t.v. og Bragi S. Geirdal t.h. (Ljósmynd úr einkasafni).

Úr gróðurhúsi á Hellum um 1958. Eygló Haraldsdóttir vökvar en með henni eru Bergljót og Sigfús Pétursbörn. (Ljósmynd frá Sigfúsi Má Péturssyni). Kleppjárnsreykjum, Sturlureykjum og Reykholti. Fyrstir til þess urðu Varmalækjarbræður og Þórmundur í Bæ er reistu gróðurhús árið 1939 sem til nota kom 1940. Hildur Þorfinnsdóttir kennari, síðar í Laugabæ, var fyrsta garðyrkjukonan hjá Þórmundi. Til hans réðist næst Valdimar Elíasson garðyrkjufræðingur er síðar reisti sitt eigið garðyrkjubýli sem hann nefndi Jaðar. Þá reisti Björn J. Blöndal, sem hér er heimildarmaður, gróðurhús. Reyndist framtakið svo vel að hann fékk húsið greitt á fyrsta ræktunarsumri. Þeir bræður, Guðbrandur og Júlíus Þórmundsson reiknuðu það út að á þessum fyrstu garðyrkjuárum að hreinn arður eftir gúrkuplöntuna væri ámóta og eftir ána. Jakob á Varmalæk taldi sig sjaldan hafa haft jafngóð laun og þá. Markaður fyrir grænmeti var vaxandi og garðyrkjubændur náðu að koma á hagfelldri samvinnu um sölu- og markaðsmál búgreinar sinnar.99

99 Heimildarmenn að þessum kafla voru þeir Björn í Laugarholti 28. nóvember 1981, Jakob á Varmalæk 20. desember 1981 og Júlíus í Laugabæ 29. mars 1982.

Heyskapur í Bæjarsveit um 1960. Guðbrandur Þórmundsson í Nýja-Bæ ýtir þurrheyi á vagn. Sér heim til kirkju og bæjar. (Ljósm.: Ólafur Guðmundsson).