3 minute read

Úr þeli þráð að spinna

Búnaðarfélagsins að stækka verkstæðishúsið þannig að auka mætti umsvif þess og var það gert. Það var svo á aukafundi Búnaðarfélagsins 21. október 1979 að samþykkt var, þó ekki mótatkvæðalaust, að hætta aðild að rekstri verkstæðisins.136 Var þá komið til sögu hlutafélagið Vélabær hf. sem Búnaðarfélagið samþykkti vorið 1981 að selja áhöld og verkfæri er það átti „á kr. 7000,00, sem færu í hlutabréf hjá Vélabæ h/f.“ Lauk þar með aðild Búnaðarfélagsins að rekstri verkstæðisins; það átti þó áfram og á enn eldri hluta verkstæðisbyggingarinnar. Eigendur Bæjar óskuðu síðan eftir því sumarið 1991 að Búnaðarfélagið félli ákvæði byggingarbréfsins frá 20. október 1962 um ræktunarland Laugateigs. Á það var ekki fallist.

Nú (2021) er Búnaðarfélag Andakílshrepps stærsti hluthafinn í Vélabæ ehf. með 34,2% eignarhlut.

Advertisement

Úr þeli þráð að spinna

Búnaðarfélagsfundir í Andakílshreppi tóku fyrir fleiri mál en snertu ræktun jarðar og búfjár, eins og þegar hafa verið nefnd dæmi um.

Á framanverðri síðustu öld fór að brydda á stórstígum breytingum í tækni við verk sem áður voru handverk heimilisiðnaðar. Komu þá fram tæki, svo sem spunavélar og vefstólar, sem forvitnileg þóttu til almenningsnota. Erlendis, t.d. á Bretlandseyjum, má segja að á nítjándu öld hafi orðið þjóðfélagsbylting með tilkomu tækni- og iðnvæðingar vefjariðnaðarins. Andann af þessum hræringum bar inn á Búnaðarfélagsfund 1. maí 1922 er menn ræddu þar um „að kaupa spunavjel og vefstól fyrir hreppinn. Ákveðið var að ræða það frekar á næstu vorhreppaskilum, og stjórninni falið að undirbúa málið.“ Á sama fundi var lagt fram og rætt bréf frá „Austan mönnum“ „um stofnun tóvinnuverksmiðju í stórum stíl.“ Varð niðurstaðan að Borgfirðingar yrðu tæplega með yrði verksmiðjan reist austanfjalls en að

136 Björn S. Stefánsson sagði frá verkstæðinu í grein sinni „Búvélaverkstæði í Borgarfirði“ í Frey 22.tbl. 1970. þeir „sjeu þó málinu mjög fylgjandi, og telji það mjög mikilvert.“ Oddvita var falið að svara erindinu. Þarna mun hafa verið á ferð málefni sem Búnaðarsamband Suðurlands barðist fyrir um þær mundir sem var stofnun ullarverksmiðju að tillögu Eiríks Einarssonar bankastjóra á Selfossi. Voru þar djarfar hugmyndir á ferð um „stofnun fullkominnar klæðaverksmiðju á Suðurlandi.“ Þær komust þó ekki í framkvæmd.137

Hreppsskilaþingsmenn vorið 1922 hugsuðu í viðráðanlegri stærðum og samþykktu „að hreppurinn og Búnaðarfélagið kaupi spunavél í sumar.“ Skyldi stjórn Búnaðarfélagsins annast framkvæmdina. Á vefstólinn var ekki minnst. Á haustþingi 1923 skýrði hreppsstjóri frá því að hann gæti fengið spunavél keypta af Einari Sveinssyni á Leirá, sem kosta mundi 730 krónur. Samhljóða var samþykkt með 14 atkvæðum að kaupa vélina og að „fela Birni H. Jakobssyni á Varmalæk að læra að spinna á vélina og sækja hana. Kostnaður af þessu teljist til stofnkostnaðar.“ Þá segir í fundargerð að spunavélin verði starfrækt vetrarlangt á Varmalæk og að Björn muni kenna þeim sem þess óska að fara með hana. Sjóður Búnaðarfélags og hrepps greiddu vélina að jöfnu en hún kostaði alls 770 kr.

Á tveimur næstu hreppsskilaþingum er tilkynnt að spunavélin verði starfrækt á Varmalæk komandi vetur. Á útmánuðum 1925 var rætt um „frekari starfrækslu á spunavjelinni hjer eftir, en hingað til“ og þeim Halldóri á Hvanneyri, Ólafi á Hvítárvöllum og Þórmundi í Langholti falið að „íhuga það mál.“ Gæti það bent til að mönnum hafi ekki þótt spunavélin nýtast eigendum sínum sem skyldi. Rekstrargrundvöllur virðist ekki hafa fundist því á hreppsskilaþingi haustið 1927 var „samþykkt að selja spunavjelina ef viðunandi tilboð fæst.“ Slíkt boð fékkst ekki og var spunavélin enn óseld árið 1982. Spunavélin var áþreifanlegt vitni um viðleitni hreppsbúa til þess að efla tóvinnu heimilanna með tæknivæðingu og félagslegu átaki, svo sem fyrirmyndir voru að í öðrum sveitum.

137 Páll Lýðsson: Saga Búnaðarsambands Suðurlands 1908-2008 (2008), 26-27.