2 minute read

að útbreiða þekkingu og almenna leikni í jarðabótastörfum“

samtals 10.910 ferfaðma land, þ.e. um 3,9 hektara, víðast án ofanafristu; herfaði einnig á helmingi bæjanna. Til verka hafði hann fjóra hesta; aðstoðarmaður stýrði þeim en Brynjólfur plógnum sem hann mun hafa keypt það ár af Torfa Bjarnasyni í Ólafsdal fyrir 95 krónur. (Skv. gögnum frá Brynjólfi Guðmundssyni í Hlöðutúni 25. mars 2021).

„að útbreiða þekkingu og almenna leikni í jarðabótastörfum“

Advertisement

Vorið 1910 var Búnaðarsamband Borgarfjarðar stofnað á Hvítárvöllum. Það hóf þegar að halda úti plægingaflokkum. Er ekki að efa að sú nýbreytni ýtti undir ræktunarstarfið í byggðum Borgarfjarðar. Frumhugmynd sambandsins með starfsemi þessari var síðar orðuð svo af Jóni Hannessyni í Deildartungu:

. . . að útbreiða þekkingu og almenna leikni í jarðabótastörfum og að þau væru unnin í framtíðinni af heimilismönnum og hestum eins og hvert annan nauðsynjastarf á heimilinu.60

Sóknin var að þyngjast, styrkur skyldi sóttur með héraðsátaki – ekki aðeins innan einstakra hreppa. Plægingaflokkarnir ferðuðust um héraðið, oftast tveir menn saman með fjóra hesta, plóg og diskaherfi.61 Einn af fyrstu plægingamönnum héraðsins var Kristinn Guðmundsson, síðar bóndi á Mosfelli. Hann birti fróðlega lýsingu á vinnubrögðum plægingamanna á þessum árum í Kaupfélagsritinu.

62

Ekki eru fyrir hendi heimildir um það hve mikinn þátt jarðabótamenn Búnaðarsambandsins áttu í jarðabótum hreppsbúa í Andakíl og Bæjarsveit á þessum árum en telja má víst að þeir hafi í meira eða minni mæli notfært sér þjónustuna. Í þá átt gæti bent samþykkt sem gerð var á aukafundi Búnaðarfélagsins 6. janúar 1912. Aðalmál fundarins var umræða um kaup á plógi og diskaherfi. „Eptir miklar umræður

60 Í skýrslu stjórnar Búnaðarsambands Borgarfjarðar 1930. 61 Byggðir Borgarfjarðar I (1998), 165-168. 62 Kristinn Guðmundsson: „Plægt og herfað“. Kaupfélagsritið 54 (1976), 53-59 og 55 (1976), 21-28. hurfu fundarmenn frá því að hugsa að svo stöddu um þessi verkfærakaup en aptur var ákveðið að slá sér saman um kaup á skóflum, kvíslum og ristuspöðum.“ Vart verður ákvörðunin skýrð með efnaleysi félagsins sem á þessum árum lagði árlega nokkra upphæð á vöxtu, eins og fyrr sagði.

Verkhættir við túnrækt voru um þær mundir tíðast þeir að bændur sáu um ofanafristu með sínum mönnum en starfsmenn Búnaðarsambandsins plægðu síðan og herfuðu. Búnaðarfélag Andakílshrepps réði þó flest árin nokkra menn til jarðabótastarfa og munu þeir m.a. hafa ferðast á milli bæja og rist ofan af. Samþykkt Búnaðarfélagsins gæti því bent til þess að bændur hafi kosið að notfæra sér þjónustu Búnaðarsambandsins við plægingar en að bæta handverkfærakost sinn við undirbúning og frágang ræktunarinnar.

Á þessum árum var jafnan haldinn einn Búnaðarfélagsfundur á ári hverju. Stöku sinnum, t.d. 1912 og 1916, hamlaði fámenni á fundum ákvarðanatöku. Fastur liður á flestum fundum var úthlutun styrkja úr Landssjóði fyrir unnar jarðabætur; sýnist hún raunar hafa ráðið miklu um fundahaldið eins og athugasemd ritara 1918 ber með sér:

Af því að landssjóðsstyrkurinn kom ekki fyrr en í febr. var fundurinn ekki haldinn fyrir nýár 1917 eins og lög fjelagsins mæla fyrir. Þar af leiðandi enginn fundur á árinu 1917. S. Símonarson.

Búnaðarmálefni hreppsins voru allt eins rædd á öðrum samkomum, svo sem hreppsskilaþingum, almennum hreppsfundum og hreppsnefndarfundum, eins og síðar verður vikið að. Um nákvæma skiptingu viðfangsefna á milli hinna félagslegu vettvanga var því ekki að ræða að öðru leyti en því að Búnaðarfélagið var vettvangur umræðna og aðgerða varðandi jarðabætur með ræktun og þá tengiliður bænda og landsstjórnarinnar vegna opinbers stuðnings við þær framkvæmdir.

Þótt ekki yrði af hestaverkfærakaupum Búnaðarfélagsins fyrr en síðar munu þó einstakir