2 minute read

Góður fjárhagur

Í ársreikningi 1906 segir að Búnaðarfélagið hafi keypt mónafar en það er áhald, eins konar jarðvegsbor, til þess að leita að mó. Myndin er af mónafri sem fannst í landi Kjarlaksstaða á Fellsströnd en er nú í Landbúnaðarsafni Íslands. (Ljósm.: Björn Þorsteinsson).

Sumarið 1903 hafði Búnaðarfélagið samvinnu við búnaðarfélögin í Reykholtsdal og Stafholtstungum um útgerð plægingamanns. Var samvinna þessi til komin vegna styrkveitinga Búnaðarfélags Íslands, sem nam 7 kr. á dagsláttu.

Advertisement

. . . með þeim skilyrðum, að plægingin stæði yfir 6 vikna tíma, að minsta kosti, með sama manni og sömu hestum, að svo miklu leyti sem unt væri58 . . . Til starfa var ráðinn Brynjólfur Guðbrandsson búfræðingur á Hvanneyri. Vann hann 12 vikur að plægingu og herfingu og hafði 4 hesta og 1 mann til hjálpar. Plægði hann alls rúma 31 dagsláttu, mest 823 ferfaðma á dag (í 10 tíma), en minnst 240 ferfaðma.

Góður fjárhagur

Á tímabilinu 1899-1906 var hagur félagsins góður. Aðaltekjurnar voru vextir og afborganir lána sem félagið hafði veitt auk hins árlega styrks úr Landssjóði. Aðeins örfá árgjöld félagsmanna eru skráð á tekjuhlið áreikninganna, tíðast eitt til tvö á ári en allmargir bændur höfðu hins vegar

58 Búnaðarrit 18 (1904), 70-71. gerst ævifélagar. Um 1894 hófst sú venja að árgjöld féllu að mestu niður en bændur greiddu í þeirra stað ævifélagagjald sem um þær mundir var fimm sinnum hærri upphæð en árgjaldið.

Á tímabilinu 1891-1901 galt félagið yfirleitt hálf verkalaun jarðabótamannanna og voru þau helsti útgjaldaliður félagsins. Félagið virðist á þessu tímabili hafa haft 4-11 jarðabótamenn í þjónustu sinni á ári hverju, flesta árin 1896-1899. Af reikningum er að sjá að þeir hafa oftast starfað um fimm vikna skeið hjá félaginu árlega. Frá og með árinu 1903 varð sú breyting að framlagið kallaðist „vinnustyrkur til félagsmanna.“ Um þær mundir lánaði Búnaðarfélagið allmörgum bændum fé til framkvæmda auk þess sem flest árin lagði það talsverðar upphæðir á vöxtu í Landsbankanum.

Þegar er getið nokkurra framlaga félagsins til búnaðarnýjunga svo sem búfjársýninganna sem um þessar mundir voru að hefjast hérlendis. Ógetið er fleiri nýmæla sem lesa má úr reikningum félagsins. Árið 1905 veitti félagið styrk að upphæð kr. 24,50 „til kaupa á útlendum áburði, 1/3 verðs.“ Ekki er vitað hver hlaut styrkinn en á þeim árum gerði Hjörtur Snorrason, skólastjóri á Hvanneyri, tilraunir með notkun tilbúins áburðar, sennilega að undirlagi Gróðrarstöðvarinnar í Reykjavík, og um þetta leyti var verið að koma upp gróðursýnisstað fyrir sáðsléttur á Hvanneyri.59 Það var svo á félagsfundi 26. nóvember 1906 sem menn ræddu „um árangur af útlendum áburði, er nokkrir menn höfðu keypt og notað. Hjörtur Snorrason, skólastjóri á Hvanneyri, og Björn Þorsteinsson bóndi í Bæ, töldu sig hafa sjeð góðan árangur af þeim tilraunum.“ Á sama fundi var ákveðið að „haldið skyldi áfram vinnu í fjelaginu með þeim hætti, að fjelagsstjórnin ráði 4-6 menn, til vorvinnu.“

Brynjólfur Guðbrandsson (1875-1959), búfræðingur frá Hvanneyri 1901 og síðar bóndi í Hlöðutúni í Stafholtstungum, vann m.a. í Andakílshreppi sumarið 1903. Á tíu bæjum, flestum í Bæjarsveit, plægði hann

59 Búnaðarrit 21 (1907), 139-140.