2 minute read

Eftirleikur

Í öðru lagi fengu borgfirskir bændur um annað að hugsa en jarðabætur, er hallaði fram á sjötta tug nítjándu aldarinnar. Sumarið 1856 tók fjárkláðans að verða vart í ýmsum sveitum suðvestanlands, þar á meðal í Borgarfirði14 og haustið 1858 kom til framkvæmda samþykkt Alþingis um niðurskurð fjár, m.a. í Borgarfjarðarsýslu. Má ímynda sér hvílíkur hnekkur þetta varð fyrir efnahag heimilanna. Kristleifur á Stóra Kroppi skrifaði að allt frá 1858 til 1876 „mátti heita, að yfir stæðu látlausar deilur um fjárkláðann.“15 Varla hefur það eflt áhuga bænda til félagslegs átaks í jarðabótum.

Eftirleikur

Advertisement

En þótt svo virðist sem opinbert félagsstarf á sviði jarðabóta í Andakílshreppi hafi lagst af um þessar mundir, störfuðu þó stöku bændur áfram að jarðabótum ötullega í anda samþykkta Jarðyrkjufjelagsins.

Sé aftur horfið að áhrifaþáttunum sem sagt var frá hér framar og staða einstakra bænda skoðuð sérstaklega, skera tveir bændur sig mjög frá þeim almennu reglum, sem gögnin mynduðu. Það eru þeir Runólfur á Ytri-Skeljabrekku og Símon á Kvígsstöðum. Framkvæmdir þeirra við túnasléttunina voru mun meiri en svaraði til hinna ytri kjara, sem þeir bjuggu við, t.d. dýrleika jarðanna, er þeir sátu, og fjölda heimilsfólks þeirra. Ef dæma má eftir tölfræðinni einni virðast því þar hafa verið að verki meiri áhugamenn um túnrækt en almennt gerðist í sveitinni. Styður það tilgátuna um það að þeir tveir hafi verið meðal líklegustu upphafsmanna að stofnun Jarðyrkjufjelagsins.

. . . „þá köllum vjer vel farið í vorri sveit, þegar hver búandi maður minnist þess ávallt, og lætur á sannast í verki, „að hann er settur á ábýli sitt til að yrkja það og vakta.““ Úr skýrslu Jarðyrkjufjelagsins 1851 í Þjóðólfi 31. maí 1851. Á árabilinu frá 1856, er síðast fréttist af Jarðyrkjufjelaginu og fram til 1881, að Búnaðarfélag Andakílshrepps var stofnað, var nokkuð unnið að túnasléttun og öðrum jarðabótum í hreppnum. Samkvæmt jarðabótaskýrslum voru þær framkvæmdir þó minni en verið höfðu á blómaskeiði Jarðyrkjufjelagsins. Hugsanlega ástæður fyrir því hafa þegar verið nefndar.

Með níunda áratug nítjándu aldar hófst hins vegar það félagsstarf um búnaðarbætur sem enn stendur. Má telja víst að þar hafi bændur í Andakílshreppi að einhverju marki getað fylgt slóðinni sem Jarðyrkjufjelagið markaði liðlega aldarfjórðungi fyrr þegar verðmæt og hvetjandi reynsla af félagslegu átaki í jarðabótum hafði safnast.

14 Gils Guðmundsson: Öldin sem leið 1801-1860. (1955), 223. 15 Kristleifur Þorsteinsson: „Ágrip af búnaðarsögu Borgarfjarðarhéraðs fyrir og eftir aldamótin 1900“. (1965).

Mynd Collingwoods frá Varmalæk 1897gefur sennilega nokkra hugmynd um hvernig var heim að líta á ýmsum bæjum í Andakílshreppi í lok nítjándu aldar: Jarðarhús að mestu gerð úr innlendum byggingarefnum, járnklædd timburhús þó farin að sjást og garðrækt, meiri eða minni, gjarnan í varpa, varin ágangi með garðveggjum sem einnig gáfu skjól. (Þjóðminjasafn, Coll-25).