3 minute read

Beðasléttur

Á Hvanneyri má allvíða enn ganga fram á minjar um túnasléttun í beðum – beðasléttur. Sennilega má segja að þær séu áþreifanlegustu minjarnar um viðfangsefni Hvanneyrarskóla (og annarra búnaðarskóla) á fyrsta aldarfjórðungnum sem hann starfaði. Í verklegu námi sínu lærðu nemendur jarðrækt, ekki síst vinnubrögð við jarðvinnslu og sléttun túnanna. Þessum ræktunarhætti hafa verið gerð almenn skil á öðrum stað svo hér verður látið nægja að vísa til þess.88

Túnasléttun í beðum, sem raunar á sér mjög fornar rætur í evrópskum ræktunarháttum, breiddist mjög út hérlendis á nítjándu öld og þá ekki síst fyrir tilverknað búnaðarskólanna. Beðaslétturnar á Hvanneyri eru sennilega flestar frá tímabilinu 1889-1907 því vitað er að Halldór Vilhjálmsson, sem tók við skólastjórn 1907, hafði skömm á þeim enda hentuðu þær illa vélvæddum slætti, sem Halldór vildi beita. Eftir 1907 munu þær því ekki hafa verið gerðar á Hvanneyri.

Advertisement

Í dag eru hvað skýrastar eru minjar um beðasléttur í Kinninni, vestur af Gamla staðnum. Ljósmyndir frá fyrri hluta síðustu aldar sýna að löng röð beðasléttna hefur verið þar allt frá lægðinni sem Tungutúnslækur fellur um og norður undir Þórulág. En má líka sjá breiðar beðasléttur utan í Ásgarðshólnum (N 64°33,808; V 21°45,185). Og fleiri svæði má nefna: Austan við Ásinn (Ásveg) eru merki um beðasléttur (N 64°33,951; V 21°45,701) og sömuleiðis á spildunni norðan við Svíra, þó mjög ógreinilegar (N 64°33,863; V 21°45,774).

Suðvestan við Tungutún sáust lengi vel minjar beðasléttna, sem hurfu við vegarlagningu og byggingu Rannsóknahúss á níunda tug síðustu aldar. Þær voru nokkurn veginn þar sem Gróðurhúsið stendur nú. Grunur minn er sá að þær hafi verið frá því fyrir stofnun Búnaðarskólans árið 1889. Páll Zóphóníasson taldi að fyrstu jarðabæturnar í Hvanneyrarhverfinu hafi verið gerðar árið 1874 og þá af Guðmundi Guðmundssyni bónda í Tungutúni: Skurðargerð og lítils háttar túnasléttun.89

Kinnin á Hvanneyri árið 1938, þétt mörkuð beðasléttum, sem áreiðanlega eru námsverkefni nemenda skólans.

88 Bjarni Guðmundsson: Yrkja vildi eg jörð. (2020), 109-123. 89 Páll Zóphóníasson: „Bændaskólinn á Hvanneyri þrjátíu ára.“ Óðinn XV (1919), 26.

Hér má þó nefna að getið er um jarðabætur á Hvanneyri allnokkru fyrr og þá innan vébanda Jarðyrkjufjelags í Andakýl og Bæjarsveit. Það var stofnað veturinn 1850.90 Þá þegar unnu bændurnir í Ásgarði, Tungutúni og Hvítárósi auk Hvanneyrarbónda Frá Hvanneyri vorið 1962. Horft er til Hafnarfjalla og Tungutúns þar (heimajarðarinnar) nokkuð að sem greina má gamlar beðasléttur í morgunsólinni (ljósm. BG). túnasléttun, samtals 340 ferfaðma (um 1100 m2). Í skýrslu um jarðabæturnar vekur það athygli að spildurnar, sem sléttaðar voru, virðast hafa verið af staðlaðri breidd, flestar 5 faðma breiðar (um 9 m).91 Mjög sennilega hafa bændurnir því viðhaft sléttun í beðum. Þær beðasléttur á Hvanneyri, sem enn eru sæmilega greinanlegar, voru mældar. Helstu niðurstöður mælinganna eru dregnar saman í eftirfarandi töflu:

Staður Beð Breidd Vik Lengd Dýpt Halli beða Meðalbeð

fjöldi m m m cm gráður m2

Ásgarður Nn92 8 5,5 4,0-7,2 24 40 12 132 Ásgarður Ne 2 8,6 8-9,8 26 50 13 224 Ásgarður A 5 9,6 6,4-12 31 35 20 298 Hvanneyrarkinn 5 7 8-12,5 36 65 17 252 Meðaltal 5 7,7 29 48 16 226 Staðalfrávik 2 1,8 5 13 4 70

Hér verður að geta þess að dýpt reina (rásanna) á milli beða segir ekki lengur til um hversu „há“ beðin voru upphaflega því marg endurtekinn vélsláttur, önnur umferð og heyslóði, sem safnast hefur í þær, hefur grynnt reinarnar. Samt má af tölunum ráða að mikil vinna hefur verið lögð í sléttunina. Má áætla að 10-15 dagsverk hafi farið í hvert beð, allt eftir því í hvaða mæli plógi var beitt, miðað við reglur um opinberan stuðning við jarðabætur undir lok nítjándu aldar.

Mörgum nemandum búnaðarskólans hefur gerð þessara beðasléttna orðið fyrstu kynni þeirra af jarðyrkju og túnasléttun sem þá taldist svo mikilvæg nýlunda. Þá kunnáttu báru þeir síðan með sér heim í og um sveitir. Því má kalla þessar minjar merkar og því er rétt að halda hlífiskildi yfir þeim.

90 Bjarni Guðmundsson: „Saga Búnaðarfélags Andakílshrepps . . .“. Rit LbhÍ nr. 145 (2022). 91 Þjóðólfur 3 (1851), 273-274. 92 Beðasléttur þessar eru norðan- og austanvert í Ásgarðshóli, vel sjáanlegar enn t.d. undir vor (N 64°33,808; V 21°45,185).

This article is from: