Í aðdraganda kjarasaminga

Page 13

Launaþróun 2006-2013

2.

Þróun launa og launadreifing

2.1

Mánaðarleg launavísitala

Hagstofa Íslands birtir mánaðarlega launavísitölu sem tekur til alls vinnumarkaðarins, að sjómönnum undanskildum. Vísitalan er byggð á öllu launasafni Hagstofunnar og tekur þannig til stéttarfélaga sem eru utan heildarsamtaka (t.d. hjúkrunarfræðinga og bankamanna) og hópa sem eru utan stéttarfélaga. Starfsmenn á almennum vinnumarkaði vega 70% í vísitölunni og starfsmenn ríkis og sveitarfélaga 30% og hafa þessi hlutföll verið óbreytt undanfarin ár. Vísitalan er byggð á pöruðum samanburði, þ.e. samanburði á launum sömu einstaklinga í sömu störfum hjá sömu fyrirtækjum milli tveggja samliggjandi mánaða. Launavísitalan tekur bæði til fullvinnandi og hlutastarfsfólks. Að þessu leyti er vísitalan skilgreind með öðrum hætti en þær upplýsingar um þróun launa fólks sem á aðild að heildarsamtökum launafólks sem um er fjallað í þessari greinargerð. Launavísitalan endurspeglar almenna launaþróun í landinu en þær vísitölur sem hér er fjallað um lýsa launaþróun starfsmanna í stéttarfélögum sem aðild eiga að heildarsamtökum launafólks, þ.e. ASÍ, BSRB, BHM og KÍ.

160 140 120 100 80 60 40 20 0

12 10 8 6 4 2 2006

2007

2008

2009

2010

2011

2012

2013*

Vísitala

100,0

108,3

116,7

121,4

127,0

138,5

145,4

151,7

Breyt.,%

10,5

8,3

7,8

4,0

4,7

9,0

5,0

4,3

Breyting f.f.ári, %

Launavísitala, nóv.2006=100

Mynd 1. Launavísitala og ársbreytingar hennar.

0

Maí 2013

Á sex og hálfu ári, frá 2006 til maí 2013, hefur launavísitalan hækkað um tæp 52%, sem að meðaltali nemur 6,7% á ári eða 0,5% á mánuði. Frá nóvember 2010 til jafnlengdar 2011 hækkaði launavísitalan um 9%. Á því tímabili var ein almenn samningsbundin hlutfallshækkun launa, þ.e. 4,25% hækkun í júní 2011. Almenn

13


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.