Portfolio Ásta Margrét Hafbergs.

Page 1

Listaháskóli íslands

Mappa

Skissur………………………………….…………..….…..….1 Ipad skissur/ Hugmyndavinna……..……………….………2 Blýantsteikningar……………….…………………………….3 Málverk………………………………………………….….…4 Málverk……………………………………………………..…5 Málverk………………………………………………………..6 Málverk……………………………………………………..…7 Abstract myndir…………………………………..……..……8 Ipad teikningar……………………………………………..…9 Efnisyfirlit

Skissur

Hugmyndaferlið mitt byrjar alltaf á anna

eða Ipad teikningu. Ég hef notast við Ipad mikið þegar ég mála.

Oft tek ég myndir inn á milli þegar ég er að mála af málverkinu

og teikna ofan á myndina í Ipadinum, eins og sést á efri

myndinni til vinstri. Þar teiknaði ég skissu af hvernig munstri

gæti litið út á strigunum og fór svo eftir því. Ég fæ innblástur

aðalega af Pinterest, gömlum skissum, myndum sem ég tek

sjálf og af Instagram.

1

Ipad skissur/ Hugmyndavinna

Hér má sjá dæmi um hugmyndavinnu sem ég notaðist við þegar ég málaði í

kringum spegil á vegg. Eins og sjá má á myndinni til vinstri þá byrjaði ég að taka

mynd af speglinum, teiknaði inn á myndina og hermdi svo eftir myndinni í

Ipadinum. Svo er myndin til hægri útkoman með akrýl málningu.

Blýantsteikningar

Áður en ég byrjaði að mála blýantseiknaði ég mikið og vakti myndlistaráfangi í Menntaskólanum við Sund áhuga minn. Hér eru nokkrar myndir sem ég teiknaði á þeim tíma af mismunandi manneskjum ömmu mína, vinkonu mín og ljósmynd sem ég fann á Pinterest.

3

Þetta verk var tilraun hjá mér að útfæra hamingjulegt málverk í gegnum sveppi. Mér hefur alltaf þótt sveppir veru svo hamingjulegur að sjá. Ég notaði ólíumálningu og steinaði svo plast steina á stilkana hjá þeim.

Ég mála mikið með olíumálningu og hef gaman af því að fikra mig

áfram með litum og blöndunartækni. Hér eru dæmi um málverk sem ég hef málað nýlega.

Þetta verk er um ástríðu tveggja kvenna. Ég notaði ,,inverted filter’’ í símanum til að hafa litina öfuga svo ég hefði hugmynd af hvernig litirnir ættu að fara saman.

4
Málverk

Þetta verk hefur mikið tilfinningagildi hjá mér. Ég málaði það með

vatnsblandaðri Akrýl málingu, ég hellti málingunni á rammann og svo snéri ég

rammanum til hliðar svo málningin myndi leka eins og ég vildi. Ég málaði þetta

þegar ég var í námi í Háskóla Ísland, ég var í miðnum lokaprófum og þurfti

mikla útrás fyrir tilfiningarnar mínar. Mér leið ekki alveg vel á þessum tímapunkti

vegna álags og finnst mér það túlkast í málverkinu þegar litið er á það.

5
Málverk

Myndin hér fyrir ofan er ekki fullkláruð en mig langaði að hafa hana með. Líkaminn er málaður eftir módeli sem ég tók mynd af. Hugmyndin af þessari mynd togaði mikið í mig, þar sem hún er túlkun af staðnum sem ég er á í dag. Hún táknar frelsi og núvitund.

Myndin hér fyrir neðan er mynd sem ég málaði af systur minni í útskriftargjöf. Hún er teiknuð upp eftir ljósmynd með svo máluð með olíumálingu, munstrið í bakgrunninum er málað með Akrýl málningu.

6
Málverk

Þessi mynd táknar berskjöldun. Það að missa allt sem

þú hélst að þú værir, að það eina sem er eftir er bara

ósköp venjuleg lítil sál inn í beinagrind. Egó dauði fellst í

berkjöldun fyrir sjálfum sér. Á endanum erum við bara

sálir fastar í föstu formi.

Þessi mynd er um týnda sál, fasta í kvenkyns líkama. Á villigötum um kynhneigð sýna, kona vs. kall, blár vs. Bleikur. Óvissan og

myrkrið gleypir hana.

7
Málverk

Abstract Myndir

Þessi mynd er máluð með olíumálningu. Þetta mynstur er ein útgáfa af týpum af munstri sem er fast í hausnum á mér, og ég hef teiknað marg oft. Hér langaði mig einnig að setja dýpt í myndina svo ég bætti við skyggingum. Þessi mynd er máluð á tvo striga (blindramma).

Þessi mynd er máluð með Akrýl málningu og gerð á þrjá striga (blindramma). Hún táknar að við erum öll eitt. Eitt

stórt fallegt munstur, öll með okkar tilgang fyrir eitthvað stærra en við sjálf.

8

Ipad myndir

Ég hef frekar nýlega byrjað að nota Ipadin í neitt annað en að skissa og útfæra hugmyndir. Hér eru nokkrar nýlega gerðar myndir í Ipad.

Þessi mynd táknar sjálfsvinnu. Grái liturinn táknar mótunina hennar á lífsleiðinni, allt sem hún er ekki.

Litirnir undir húðinni tákna ,,sjálfið hennar’’ allt það litríka og fallega sem hún er undir egó-inu sínu, efa og bælingu.

Hér er tilraun að gera áferð sem líkist málmi.

9

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.