

![]()



66°Norður
Gjafir og gjafakort frá 66°Norður hafa notið mikilla vinsælda í gegnum tíðina en fyrirtækið býður upp á mikið úrval af vönduðum vörum þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Fyrirtækjaþjónusta 66°Norður sérsníður tilboð í jólagjafir að þínum þörfum hverju sinni og öflugt teymi viðskiptastjóra aðstoðar þig við að finna réttu jólagjöfina fyrir þína starfsmenn.

Gjafakortin henta flestum enda úr miklu að velja. Breitt vöruúrval og fallegar vörur.
Við bjóðum upp á klassísku gjafakortin okkar í kortaumslagi, þar er hægt að bæta við jólakveðju til starfsmanna.



Nú gefst starfsmönnum einnig kostur á að fá gjafakortið beint í símann.
Starfsmaður hleður kortinu niður í Apple eða Android Wallet og er það því alltaf klárt við höndina.
Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af fylgihlutum sem er fullkomið fyrir stóra sem smáa hópa.







Spillir sokkar

Primaloft skíðasokkar

66°North vatnsbrúsi

Langjökull sokkar

Skórnir innihalda níu þrýstipunkta sem miða að því að örva blóðflæði með léttu nuddi á mikilvægum punktum iljarinnar.

Bapoki 15L Fjölbreytt litaúrval í boði.
Þessi bakpoki er framleiddur úr afgangsefni úr verksmiðju okkar. Efnið að framan, hliðum og að ofan er vatnshelt. Sérstyrkt efni í botni og neophrene í baki svo að hann gefi góða öndun. Vatteraður að innan.

Íþróttataska

Mittistaska
Fjölbreytt litaúrval
í boði

Sundpoki
66°Norður sundpokinn er hannaður fyrir daglega notkun og rúmar helstu nauðsynjar. Hann er úr vatnsfráhrindandi gúmmíefni sem ver gegn veðri og vindum og með sterkar reimar til að auka endingu. Pokinn er með endurskinsvasa að framan.

Tindur peysa
Stærðir: S – 2XL
Tindur tæknilegur flísjakki úr Polartec® Wind Pro® Stretch og krulluflís. Polartec® Wind Pro® Stretch er fjórum sinnum vindþéttari en venjulegt flísefni. Aukin öndun í gegnum hliðarvasa og einn renndur brjóstvasi.
Tindur shearling jakkinn er tilvalinn sem miðlag í miklum kulda eða sem ysta lag á hlýrri dögum. Fæst bæði í kvennaog karlasniðum.

Laugavegur buxur
Stærðir: XXS – 2XL
Þægilegar og flottar buxur sem henta hversdags sem og í lengri gönguferðir og ferðalög. Efnið teygist á fjóra vegu og er vatnsfráhrindandi. Teygja og belti í mitti. Sjö vasar eru á buxunum sem koma sér vel á gönguferðum.
Þessar buxur eru í afslöppuðu unisex sniði.

Snæfell skeljakki
Stærðir: XS – 2XL


Snæfell skelbuxur
Stærðir: XS – 2XL
Ný og endurbætt útgáfa af Snæfell skeljakkanum sem hentar vel í gönguferðir, á skíði, í hjólaferðir, á kajak, eða einfaldlega í hvaða útivist sem er.
Snæfell skelfatnaður fæst bæði í kvenna- og karlasniði.

Keilir dún jakki
Stærðir: S – 2XL
Keilir er léttur og hlýr dúnjakki, hannaður með fjölbreytta útivist í huga. Jakkinn er fullkominn fyrir hversdagslega notkun ásamt því að pakkast einstaklega vel saman sem getur komið sér vel í ferðalögum.

Básar zipneck
Stærðir: XS – 2XL

Básar ullarbuxur
Stærðir: XS – 2XL

Dyngja dúnvesti
Stærðir: S – 4XL
Dyngju vestið er einstaklega hlýtt og létt, fyllt með hágæða endurunnum dún, en dúnninn er með 700 fill-power og veitir því einstaka einangrun miðað við þyngd. Vestið er frábært ytra lag yfir léttar peysur eða boli á mildari dögum.
Dyngja línan er í unisex sniði.
Fyrirtækjaþjónusta 66°Norður býður upp á að afhenda gjafirnar í fallegum gjafaumbúðum.

Hafðu samband við söludeild með því að senda tölvupóst á soludeild@66north.is eða í síma 535-6660 og fáðu tilboð í jólagjafir fyrir hópinn þinn.

Verslaðu á 66north.is Fylgdu okkur @66north