1 minute read

Malaika Ingvarsdóttir

Next Article
Elísabet

Elísabet

Malaika er í Laugalækjarskóla í Reykjavík. Áhugamálin hennar eru fimleikar en hún hefur æft frá fimm ára aldri. Malaika nýtur þess að fara í sund, að teikna og vera með vinum sínum.

Hvernig verður fermingarveislan þín?

„Fermingarveislan mín verður haldin í sal sem ég ætla að fylla af skrauti, það verður boðið upp á mat sem kokkur eldar og auðvitað kökur.“

Hvernig er drauma fermingarlookið þitt?

„Drauma lookið mitt er kjóll frá Hildur Yeoman. Við kjólinn vil ég vera í hvítum strigaskóm og make-up í stíl. Ég ætla að hafa hárið í tveim föstum fléttum í bland við slegið hár og fá mér gel neglur.“

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór?

„Þegar ég verð stærri vil ég vera módel en ég vil líka verða arkitekt og hanna hús.“

This article is from: