
1 minute read
Alba Mist
Gunnarsdóttir
Alba er í Hagaskóla og elskar handbolta. Hún hefur mikinn áhuga á leiklist, tísku og svo nýlega förðun. Hún elskar líka að ferðast, fara á skíði og almennt að skemmta sér og hafa gaman.
Hvernig verður stóri dagurinn, verður veisla?
„Já ég hlakka til að bjóða í stuð fermingarveislu. Ég ætla að standa mig í kirkjunni og treysti svo mömmu og pabba til að standa sig vel í veisluhöldunum.”

Hvernig er drauma fermingar lookið þitt?

„Mamma þarf að gera sér ferð til útlanda að finna fyrir mig ákveðna týpu af Jordans sem mig langar síðan að finnan fallegan kjól við. Henni finnst frekar fyndið að ég ætli að velja kjólinn við skóna en ekki öfugt.“
„Núna hef ég mestan metnað fyrir handbolta og leiklist og því væri gaman að geta starfað við annað hvort – ég ætla allavega að gera mitt besta til að láta það rætast.“


