
1 minute read
Kolbeinsdóttir
Signý móðir Svövu er annar stofnandi og yfirhönnuður hönnunarfyrirtækisins Tulipop. Undirbúinngurinn fyrir fermingardaginn hefur verið yfirvegaður hjá mæðgunun en nú þegar nær dregur bætist í verkefnalistann með kökubakstri og tilheyrandi.
Hvernig var fermingardagurinn þinn?
„Ég fermdist í Dómkirkjunni og svo var veisla haldin heima.
Mamma bakaði svo margar tertur að það var nánast ein á mann.“
Hvernig var fermingar-lookið þitt?

„Fermingarkjólinn minn fékk ég í tískuversluninni Kókó og Kjallaranum sem var og hét. Hann var hvítur, stuttur flauels-kjóll með dúskum í kringum hálsmálið.“
Er mikil munur á fermingar-lookinu þínu og Svövu dóttur þinnar?



„Minn kjóll var frekar ólíkur Yeoman kjólnum sem Svava mun klæðast en ég hugsa að hann myndi alveg vera “inn” í dag.“