__MAIN_TEXT__

Page 1

NETTÓ Á NETINU Gæðasokkar – þú finnur muninn!

- ÓDÝRT OG ÞÆGILEGT -

www.Socks2Go.is - Símanúmer 831-8400

Sparaðu tíma og gerðu matarinnkaupin á netinu. Þú velur um að fá heimsent eða að sækja í Nettó Krossmóum.

Hafðu samband og við aðstoðum þig

fimmtudagur 31. október 2019 // 41. tbl. // 40. árg.

GRÓÐURSETT Í SKÓGARLUNDI Á ÁSBRÚ Elstu nemendur, skólastjórnendur og foreldrar Heilsuleikskólans Skógaráss gróðursettu nýlega 24 tré í lundi sem skólinn fékk úthlutað til að rækta í og heitir nú Skógarlundur. Alls voru 24 tré gróðursett, eða jafnmörg og elstu nemendur leikskólans.

Tveir eldsvoðar á sólarhring Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja fékk útkall á fimmta tímanum að­ faranótt sunnudags vegna elds í íbúð í fjölbýlishúsi við Framnesveg í Kefla­ vík. Sex íbúðir eru í húsinu, sem er í eigu bæjarins.Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði mikill eldur út um svaladyr íbúðar á fyrstu hæð. Sú íbúð skemmdist mikið og reykur barst upp í íbúðina fyrir ofan. Það var íbúi þar sem varð fyrst var við eldinn og kallaði eftir aðstoð slökkviliðs. Hiti var mikill í brunanum og sprungu m.a. rúður í húsinu. Enginn var í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp en fólki í öðrum íbúðum hússins var gert að yfirgefa heimili sín á meðan á slökkvistarfi stóð. Ríkisútvarpið sagði að margoft hafi verið kvartað undan íbúa í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp. Á sunnudagskvöld kom einnig upp eldur á byggingasvæði í Dalshverfi í Reykjanesbæ á sunnudag. Slökkviliði Brunavarna Suðurnesja barst útkall þegar klukkuna vantaði um stundar­ fjórðung í sex í kvöld. Lögreglumenn voru fyrr á vettvang og slökktu eldinn. Eldurinn logaði í byggingarefni við hlið húss í byggingu og er grunur um að eldurinn hafi kviknað út frá sígarettu. Iðnaðarmenn voru við vinnu uppi á þaki byggingarinnar. Þeir urðu ekki eldsins varir en það var nágranni sem hafði samband við Neyðarlínu og tilkynnti um eldinn, sem reyndist ekki mikill.

Eldur kom upp í íbúð við Framnesveg en hún er í eigu Reykjanesbæjar. VF-mynd/hilmar.

Það skapar ekki líf að byggja háhýsi

– segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra og vill sjá meiri markaðs­ setningu Reykjanesbæjar með þátttöku bæjarins og fyrirtækjaeigenda „Hér í Reykjanesbæ á því miður, með blessun bæjaryfirvalda, að byggja endalausa einsleita háhýsabyggð meðfram strand­ lengjunni og loka á útsýnið fyrir almenning. Það skapar ekki líf að byggja háhýsi, það skapar vindhviður,“ segir Ragnheiður Árnadóttir, fyrrverandi ráð­ herra í viðtali við Víkurfréttir en hún telur að það sé hægt að gera mun betur í uppbyggingu og markaðssetningu Reykja­ nesbæjar.

Ragnheiður segir að vel hafi tekist til við endurbætur á gamla bænum í Keflavík en meira þurfi til. „Ég held það sé hægt að gera miklu meira í markaðssetningu bæjarins út á við, leggja áherslu á það jákvæða og skapa meira líf sem gerir bæinn skemmtilegri og meira aðlaðandi. Það gerir þetta engin einn og við íbúar þurfum að vera með. Það þarf að virkja fyrirtækjaeigendur og áhuga­ samt fólk sem langar að efla

mannlífið í Reykjanesbæ. Mér finnst aðdáunarvert hvað það eru margar rótgrónar verslanir sem hafa verið reknar í fjölda ára til dæmis við Hafnargötuna. Það skiptir máli að styðja þessar verslanir og versla við þær, ann­ ars þrífast þær ekki. Við þurfum öll að líta í eigin barm og leggja okkar af mörkum. Bæjaryfir­ völd gætu líka gert miklu meira í þessu samhengi, tekið frum­ kvæði, virkjað íbúana með sér, startað einhverju í samráði

Átt þú rétt á slysabótum? Við hjálpum þér að leita réttar þíns HAFÐU SAMBAND

511 5008

við verslanir og bæjarbúa. Við erum stærsti bærinn á Suður­ nesjum, við eigum að taka for­ ystu, gera eitthvað til þess að laða fólk í miðbæinn og gesti frá nærliggjandi bæjum til að gera sér dagamun. Það þarf ekki allt að vera á Ljósanæturskal­ anum en bæjaryfirvöld gætu byrjað samtalið og virkjað íbúa til samstarfs og kallað eftir hug­ myndum. Það þarf einhver að taka frumkvæðið.“ Sjá viðtal við Ragnheiði á bls. 8.

UMFERÐASLYS VINNUSLYS FRÍTÍMASLYS

TORT INNHEIMTA SLYSABÓTA

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 31. október 2019 // 41. tbl. // 40. árg.

Lok Ljósanætursýninga og leiðsögn Á sunnudag lýkur þeim þremur sýningum Listasafns Reykjanesbæjar sem opnaðar voru á Ljósanótt. Í Bíósal lýkur sýningunni Óvænt stefnumót þar sem fimm listakonur af Suðurnesjum, sem allar eiga það sameiginlegt að hafa verið með einkasýningu í safninu, leiddu saman hesta sína á óvæntu stefnumóti á Ljósanótt. Þetta eru listakonurnar Gunnhildur Þórðardóttir, Inga Þórey Jóhannsdóttir, Kristín Rúnarsdóttir, Margrét Jónsdóttir og Sossa. Ókeypis aðgangur verður á sunnudaginn og því um að gera að láta ekki þessar flottu sýningar framhjá sér fara.

Aðeins sótt rafrænt um byggingarleyfi í Reykjanesbæ Sérstök leiðsögn Aðalsteins Ingólfssonar, sýningarstjóra, verður um sýninguna Veruleikinn og vindingar hans, úrvalsgrafík frá Póllandi og hefst hún á sunnudag kl. 15. Í þeirri sýningu er kastljósi beint að framlagi Pólverja til listar og menningar þar sem vitað er að hartnær fjórðungur bæjarbúa er nú af pólskum uppruna. Sýningin var sérstaklega valin fyrir Listasafnið af Jan Fejkiel, forstöðumanni Fejkiel gallerísins í Kraká, en sú stofnun nýtur mikillar virðingar innan og utan

Póllands fyrir vandaða sýninga-og útgáfustarfsemi í þágu pólskrar grafíklistar á undanförnum tveimur áratugum. Þess má geta að hægt er að festa kaup á verkunum en u.þ.b. helmingur þeirra er nú þegar seldur. Í Stofunni mun Reynir Katrínar taka á móti gestum alla helgina frá kl. 12 til 17 í sýningu sinni sem gengið hefur undir yfirskriftinni Galdrameistari og skapandi listamaður. Reynir býður gestum og gangandi einnig upp á örspádóma gegn vægu gjaldi.

Frá og með 1. nóvember 2019 verður einungis hægt að sækja um byggingarleyfi með rafrænum hætti í Reykjanesbæ. Umsækjendur þurfa að skrá sig inn á íbúagáttina Mitt Reykjanes. Til þess er hægt að nýta Íslykil eða rafræn skilríki í síma. Á undanförnum misserum hefur verið unnið að aukinni rafvæðingu stjórnsýslu Reykjanesbæjar til að gera þjónustuna enn skilvirkari með því að fækka milliliðum. Rafrænar umsóknir eru liður í þeirri vinnu.

SPURNING VIKUNNAR

Drekkurðu orkudrykki? Aron Smári Ólafsson: „Ég drekk stundum orkudrykki, eiginlega upp á bragðið, tvo til þrjá drykki á mánuði.“ Eva María Ómarsdóttir: „Já, vandræðalega mikið, einn á dag en reyni samt að drekka meira vatn. Bragðið er gott af orkudrykkjum.“ Halldóra Jónsdóttir: „Nei, ég drekk ekki orkudrykki og hef aldrei haft áhuga á því. Ég drekk vatn og appelsínusafa.“ Ísak John Hill: „Já, ég drekk þá stundum þegar ég er þreyttur.“

ÞRJÁTÍU OG SEX „FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI“ Á SUÐURNESJUM Fyrirtæki á Suðurnesjum sem komast á listann 2018:

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM

Þrjátíu og sex fyrirtæki á Suðurnesjum eru meðal „Framúrskarandi fyrirtækja árið 2018“. Creditinfo tilkynnti í síðustu viku hvaða fyrirtæki á landinu væru í þessum hópi. Alls fengu á áttundahundrað fyrirtæki á landinu þessa viðurkenningu eða um 2% af öllum skráðum fyrirtækjum á landinu. Fyrirtæki sem fá viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi þurfa að uppfylla viss skilyrði er varða rekstur og stöðu þeirra. Þau þurfa m.a. að

hafa sýnt rekstrarhagnað síðustu þrjú árin, vera með 20% eiginfjárhlutfall á sama tíma og eignir séu 80 milljónir eða meira þrjú ár í röð.

MÁNUDAGA KL. 21:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

DAGBÓK LÖGREGLU

Umferðaróhöpp í hálkunni

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Marta Eiríksdóttir, sími 857 8445, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@ vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Bláa lónið hf., Nesfiskur, HS veitur, Sýn hf., Samkaup hf., Nesbúegg ehf., Lagnir og þjónusta ehf., Fríhöfnin ehf., Eldsneytisafgreiðslan á Keflavíkurfugvelli, Útgerðarfélag Sandgerðis, Verkfræðistofa Suðurnesja, Ice Fish ehf., TSA ehf., Bragi Guðmundsson ehf., Skólamatur ehf., OSN ehf., A. Óskarsson, IceMar ehf., SI raflagnir ehf., Veiðarfæraþjónustan ehf., HSS Fiskverkun ehf., Bílrúðuþjónustan ehf., Einhamar Seafood ehf., OMR verkfræðistofa ehf., Bergraf ehf., JWM ehf., Lagnaþjónusta Suðurnesja, Bústoð ehf., Nesraf ehf., JW-Suðuverk ehf., BLUE eignir ehf., Skipasmíðastöð Njarðvíkur, Kaffi Duus ehf., Skinnfiskur ehf. og Rekan ehf.

Ökumaður var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í byrjun vikunnar eftir að hafa misst bifreið sína út af Grindavíkurvegi í hálku. Bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið. Þá varð annað hálkuslys í umferðinni á Reykjanesbraut þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún snérist á akbrautinni og hafnaði á vegriði. Ökumaður slapp ómeiddur. Allmörg umferðaróhöpp til viðbótar urðu í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í upphafi vinnuvikunnar. Má þar nefna að járnplata fauk á framrúðu bifreiðar sem var í

akstri á Helguvikurvegi. Ökumanni brá svo við það að hann kippti í stýrið og endaði bifreiðin utan vegar. Bifreiðin var óökufær en ökumaðurinn slapp án meiðsla.

Peningaskáp stolið Íbúi á Suðurnesjum tilkynnti lögreglu síðasta föstudag að brotist hefði verið inn hjá sér og peningaskáp stolið. Íbúinn hafði dvalið erlendis en þegar hann kom heim sá hann verksummerki um innbrot. Búin var að spenna upp glugga og lágu verkfæri sem eru talin hafa verið notuð til þess við húsið. Þá var peningaskápur sem boltaður hafði verið í vegg í húsnæðinu horfinn.

Stal kjúklingalærum og orkudrykk Þjófnaður á fjórum negldum, nýlegum hjólbörðum var tilkynntur til lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Eigandinn hafði komið þeim í geymslu í fjölbýlishúsi en þegar til átti að taka voru þeir horfnir. Þá var tilkynnt um stuld í verslun í umdæminu. Þar reyndist vera á ferðinni karlmaður sem hafði nælt sér í orkudrykk og pakka af kjúklingalærum sem hann hugðist hafa á brott með sér án þess að borga fyrir. Vettvangsskýrsla var tekin af honum.

Gengu í hús og buðu vinnu Tveir erlendir karlmenn gengu í hús í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum og buðu fram vinnu við að steypa bílaplön og fleira. Allmargar tilkynningar bárust lögreglu vegna þessa. Lögreglumenn höfðu uppi á mönnunum og ræddu við þá. Þeim var meðal annars gerð grein fyrir því að þeir mættu ekki starfa hér á landi nema þeir væru með tilskilin leyfi til þess.


1. – 18. nóvember:

LITADAGAR 40% afsláttur

og fríar litaprufur af innimálningu Nú eru LITADAGAR hjá SLIPPFÉLAGINU. Við bjóðum 40% afslátt og fríar litaprufur af litum úr litakorti Slippfélagsins.* Skoðaðu alla fallegu litina á slippfelagid.is

* Þegar liturinn er blandaður í Bett 10 innanhúsmálningu og miðað er við 2 prufur á hvern viðskiptavin.

SLIPPFÉLAGIÐ Hafnargötu 54, Reykjanesbæ, S: 421 2720 Opið: 8-18 virka daga / 10-14 laugardaga

slippfelagid.is


4

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 31. október 2019 // 41. tbl. // 40. árg.

Kristinn með Soð á Suðurnesjum

Keflvíkingurinn Kristinn Guðmundsson hefur vakið athygli fyrir skemmtilega matreiðsluþætti sem hann kallar Soð. Þeir hafa verið sýndir síðustu tvö ár í Sjónvarpi Símans og á Youtube. Ný þáttaröð verður sýnd á RÚV í haust og verður fyrsti þátturinn á dagskrá fimmtudaginn 31. október. „Kristinn eldar þjóðlega rétti af alúð og klaufaskap en með fullri virðingu fyrir náttúrunni á svæðinu,“ segir í dagskrárkynningu um þættina. Nýju þættirnir eru ferða- og matreiðsluþættir þar sem Kristinn ferðast með vini sínum, Janusi Braga, um heimaslóðir sínar á Reykjanesi og eldar fyrir hann. Að sögn Kristins fara þeir félagar um allt Reykjanesið. Í fyrsta þætti hittast þeir á Keflavíkurflugvelli og fara

um gömlu herstöðina þar sem þeir elda „Smash Burgers“ að hætti Kanans með snúningi frá Villa pulsu. En Kristinn hefur ekki bara verið við þáttagerð. „Ásamt þessari nýju seríu hef ég verið að vinna að nýju verki með danslistahópnum Marmarabörnum (Marble-Crowd) sem

verður frumsýnt á stóra sviðinu í þjóðleikhúsinu í janúar næstkomandi. Einnig er verið að sýna kvikmyndina Hvítur, hvítur dagur um þessar mundir þar sem ég var hægri hönd leikstjórans Hlyns Pálmasonar sem aðstoðarleikstjóri,“ sagði Kristinn.

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Léleg veiði, norðanbræla og kuldi Október er að líða undir lok og eins og fram hefur komið í pistlum októbermánaðar þá hafa aflabrögðin ekki verið neitt til að hrópa húrra yfir.

Hressir nemendur í Njarðvíkurskóla.

Umhverfisteymi Njarðvíkurskóla sá um að framfylgja rannsókninni og var ákveðið að hafa samkeppni milli árganga um matarsóun. Nemendur settu matarúrgang sinn í fötu merkta árgangi sínum sem var svo vigtaður. Niðurstöður tóku mið af fjölda nemenda í hverjum árgangi.

Samkeppnin var hörð en voru það nemendur úr 6. bekk sem sigruðu í þessari keppni með 20 grömm af úrgangi á hvern nemanda yfir þessa fimm daga sem er frábært! 10. bekkur var skammt undan með 26 grömm á hvern nemanda. Heildarúrgangur nemenda í Njarðvíkurskóla þessa viku var 43,65 kg eða um 100 grömm á nemanda. „Rannsóknin vakti mikla lukku meðal starfsfólks og nemenda Njarðvíkurskóla,“ segir á heimasíðu skólans.

Geirfugl GK 52 tonn í fimmtán, Dóri GK 34 tonn í sjö, Guðrún GK 59 tonn í fjórtán, Dúddi Gísla GK 51 tonn í tólf, Gulltoppur GK 32 tonn í ellefu, Beta GK 28 tonn í sex – og það þarf varla að taka það fram að allir þessir bátar eru að landa við Norður- og Austurlandið. Eru þá engir línubátar á Suðurnesjunum? Jú, reyndar. Þeir eru tveir. Addi Afi GK, sem minnst var aðeins á í síðasta pistli og hefur landað um átta tonnum í þremur róðrum. Svo Guðrún Petrína GK sem fór fyrsta róður sinn sama dag og þessi pistill er skrifaður og var hann með um 2,5 tonn þá. Reyndar kom Alli GK líka til Sandgerðis en hann er búinn að vera fyrir austan í sumar og í september, það verður fróðlegt að sjá hvernig honum mun ganga því hann er með beitningavél en hinir eru balabátar. Netaveiðin í október er búin að vera mjög léleg og öfugt við október árið 2018, þegar Grímsnes GK mokveiddi upp ufsa austur með suðurströndinni og landaði yfir 200 tonnum. Þá hefur Grímsnes GK aðeins landað fimmtán tonnum núna í átta róðrum. Inni í þessu er smá tilraun en þeir fóru alla leið norður í Skjálfandaflóa og utanverðan Eyjafjörð. Maron GK er með 33 tonn í

AFLA

Njarðvíkurskóli tók þátt í matarrannsókn á vegum Umhverfisstofnunar. Fyrirtæki og stofnanir voru beðin um að vigta matarúrgang í eina viku og flokka eftir því hvort um var að ræða matarúrgang sem er ónýtanlegur til manneldis (bein og sinar, hrat o.s.frv.) eða mat sem hefði mátt nýta til manneldis. Rannsóknin fór fram í matartíma vikuna 14. til 18. október.

Sigurfari GK. FRÉTTIR

NJARÐVÍKURSKÓLI TÓK ÞÁTT Í MATARRANNSÓKN

Ekki bætti úr skák að norðanbræla var í tæpa fimm daga með tilheyrandi kulda. Þegar talað er um aflabrögðin þá er best að horfa á stóru línubátana. Október hefur vanalega verið einn af stóru mánuðunum í afla línubátanna og aflinn hjá stóru bátunum hefur náð því að komast yfir 500 tonn. Eitt sinn komst gamli Sighvatur GK í 600 tonna afla í október en núna er nýi Sighvatur GK aflahæstur þegar þetta er skrifað með aðeins 384 tonna afla í fjórum róðrum. Fjölnir GK er með 376 tonn í fjórum róðrum, Páll Jónsson GK 323 tonn í fimm, Sturla GK 321 tonn í sex, Valdimar GK 315 tonn í fimm, Jóhanna Gísladóttir GK 314 tonn í fjórum, Kristín GK 302 tonn í fimm og Hrafn GK 300 tonn í fimm. Eins og sést að ofan þá er þetta enginn sérstakur afli miðað við aðra októbermánuði undanfarin ár. Merkilegast við þetta er að ekki hefur einu grammi af þessum afla verið landað í heimahöfn bátanna sem er Grindavík. Flestir bátanna hafa landað á Norðurlandi sem þýðir að flutningarbílstjórar hjá Jóni og Margeiri í Grindavík hafa haft nóg að gera við að sækja fiskinn og aka honum til Grindavíkur. Skoðum aðeins minni línubátana. Óli á Stað GK er með 115 tonn í 21 róðri, Margrét GK 112 tonn í sautján, Auður Vésteins SU 78 tonn í tíu róðrum, Vésteinn GK 76 tonn í tíu, Daðey GK 68 tonn í tólf, Gísli Súrsson GK 61 tonn í níu, Sævík GK 57 tonn í níu,

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

fimmtán róðrum, Hraunsvík GK ellefu tonn í sex, Sunna Líf GK átta tonn í níu, Halldór Afi GK 7,4 tonn í þrettán. Þá eru það dragnótabátarnir, þeir eru fáir eins og við vitum en aflinn hjá þeim var þokkalegur. Siggi Bjarna GK með 54 tonn í ellefu róðrum, Benni Sæm GK 52 tonn í tíu, báðir í Bugtinni. Sigurfari GK aftur á móti má ekki veiða í Bugtinni og var hann að veiða á Hafnarleirnum sem eru þekkt dragnótamið undir Hafnarberginu. Nú hefur báturinn farið á smá flakk því hann hefur verið að róa frá Þorlákshöfn og er nú ekkert að fara eitthvað stutt til veiða heldur hefur Sigurfari siglt alla leið að Vík í Mýrdal, það stím tekur um sjö klukkutíma, en aflinn hefur ekkert verið neitt sérstakur þar. Nokkuð merkilegt er með þau mið, því að í október 2018 var Grímsnes GK á netaveiðum á ufsanum svo til á sömu slóðum og Sigufarinn GK er á dragnót þarna undir suðurströndinni. Sigurfari GK er kominn með 68 tonn í fjórtán róðrum og mest 27,5 tonn sem landað var í Sandgerði.


Takk Reykjanesbær! Takk fyrir styrktarumsóknirnar!

Krónan styrkir þessi verkefni í Reykjanesbæ styrktarárið 2019-2020:

• Heilsuleikskólinn Skógarás í Keflavík fyrir klifurvegg fyrir krakkana • Suðurnesjadeild Garðyrkjufélags Íslands í Keflavík fyrir Aldingarð æskunnar til plöntukaupa Opið verður fyrir umsóknir fyrir styrktarárið 2020-2021 í apríl 2020.

www.kronan.is/styrkir

www.kronan.is Krónan Reykjanesbæ – Opið mán.-fös. 8-20

helgar 8-19


6

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 31. október 2019 // 41. tbl. // 40. árg.

Fyrsta gróðursetningin í Skógarlundi

AUÐARKONUR BJÓÐA UPP

BLEIKAN SKÁP

Góðgerðarfélagið #TeamAuður á Suðurnesjum stendur fyrir uppboði á bleikum skáp til styrktar Bleiku slaufunni en félagið hefur látið rækilega til sín taka á þessu ári og safnað fjármunum til að styðja við einstaklinga, félög og stofnanir. Félagið var stofnað 2013 en að því stendur myndarlegur hópur kvenna á Suðurnesjum sem lætur sig málefni krabbameinssjúkra varða. Í hópnum eru hæfileikaríkar konur sem hafa endurgert og málað gamlan skáp og bjóða hann upp á versíðunni Svo margt fallegt. Í lýsingu á síðunni segir: Þessi glæsilega bleika drottning er 132 cm á hæð, 145 cm á breidd og 45

Elstu nemendur, skólastjórnendur og foreldar Heilsuleikskólans Skógaráss gróðursettu nýlega 24 tré í lundi sem skólinn fékk úthlutað til að rækta í og heitir nú Skógarlundur. Alls voru 24 tré gróðursett, eða jafnmörg og elstu nemendur leikskólans.

á dýpt. Neðri hlutinn er með tvær stórar skúffur, sem eru eikarlitaðar, pússaðar upp og vaxbornar. Efri hlutinn er í tveimur hlutum með hillum. Sjá nánar á svomargtfallegt.is

Trén voru gjöf frá KADECO og fór Jón Ástráður Jónsson, fulltrúi Þróunarfélagsins, með hópnum þegar fyrsta gróðursetningin fór fram. „Er það von okkar að í framtíðinni verði þarna kominn ágætis skógarrjóður og útikennslustofa en okkur hafði í nokkur ár dreymt um útikennslustofu,“ segir á heimasíðu skólans.

Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,

á timarit.is

SÓLVEIG KRISTINSDÓTTIR Kirkjuvegi 1, Keflavík,

ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG

lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, mánudaginn 21. október. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Steinar Bjarnason Brynjar Steinarsson Kolbrún Guðjónsdóttir Jón Steinar, Ástrós, Eyþór Ingi Lilja Kristrún Steinarsdóttir Birkir Orri og Fjóla Margrét

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Lýsa yfir áhyggjum af skorti á sérhæfðum námsúrræðum „Stefna Reykjanesbæjar til framtíðar er að efla sérhæfð námsúrræði“

Okkar elskaða

HJÖRTFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR Staðarhrauni 21, Grindavík,

lést sunnudaginn 27. október. Útförin verður auglýst síðar. Erna Rún Magnúsdóttir Óðinn Árnason Berglind Anna Magnúsdóttir Þráinn Kolbeinsson Hjalti Magnússon og afabörnin Hjörtfríður, Árni Jakob og Þröstur.

Áskorun, frá foreldrum barns sem lýsa yfir áhyggjum af skorti á sérhæfðum námsúrræðum og skora á fræðsluráð og yfirvöld í Reykjanesbæ að bæta þar úr, var tekin fyrir í fræðsluráði Reyjkjanesbæjar í síðustu viku. Kolfinna Njálsdóttir, deildarstjóri sérfræðiþjónustu fræðslusviðs, mætti á fund ráðsins og fór yfir stöðu mála varðandi sérhæfð námsúrræði í skólum Reykjanesbæjar. „Fræðsluráð þakkar fyrir áskorunina um að opna annað sérhæft

Verið velkomin K I R K J U GA R ÐA R

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

KEFLAVÍKUR

námsúrræði. Stefna Reykjanesbæjar til framtíðar er að efla sérhæfð námsúrræði í hverjum skóla fyrir sig þannig að nemandi geti sótt sinn hverfisskóla og tilheyrt skólasamfélagi í nærumhverfi sínu, ásamt því að fá þá þjónustu sem hann þarf.

 Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

Á síðustu tveimur árum hefur verið markvisst unnið að því að fjölga nemendaplássum í sérhæfðum námsúrræðum og má taka stækkun Asparinnar sem dæmi. Einnig hefur Reykjanesbær aukið fræðslu til starfsfólks skóla um gagnreyndar kennsluaðferðir til að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda,“ segir í afgreiðslu fræðsluráðs Reykjanesbæjar.

GEYMSLUPLÁSS Til leigu geymslupláss fyrir ferðavagna, báta o.fl. Áhugasamir sendið tölvupóst á idex@idex.is

NÝJAR UMGENGNISREGLUR Kirkjugarðar Keflavíkur vekja athygli á að nýjar reglur um umgengni, stærð minningarmarka og fleira hafa tekið gildi. Reglur má sjá á heimasíðu Keflavíkurkirkju slóðin er www.keflavikurkirkja.is/kirkjugardar/

Stjórn Kirkjugarða Keflavíkur

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

AUGLÝSINGASÍMINN ER

421 0001


Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Tilboð gilda til 14. nóvember eða á meðan birgðir endast.

Jólablaðið er komið út Skoðaðu blaðið á byko.is Jólaljós

Ljós

Lucia kór.

192 LED hlý hvít birta eða köld bláleit birta, 8 stillingar.

9.995

Ljósahringur

4.995

51880930

Curly 30cm svartur

3.995

51880923

51880824 48cm

6.295 51880825

Tilboðsverð

20% afsláttur

Laser

Kross, Quigo Green

13.196

74869802

Almennt verð: 16.495

af allri

Nýtt í BYKO

Kópal

innimálningu*

20% afsláttur af allri

GJØCO

innimálningu*

Tilboðsverð Ryksuguvélmenni

9 skynjarar 14,4V. 0,5l. söfnunarpoki. Fullhlaðinn á 4 klst. Hægt að forrita allt að 7 daga fram í tíman. Fallvörn. LED skjár með snertitökkum. Hljóðlátur. Fjarstýring fylgir.

29.596 65740141

Almennt verð: 36.995

*veggir og loft

Auðvelt að versla á netinu á byko.is

Nýtt í BYKO

Við erum með seríurnar


8

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Það skapar ekki líf að byggja háhýsi – það skapar vindhviður Kannski eru einhverjir bæjarbúar Reykjanesbæjar orðnir hundleiðir á því að alltaf sé verið að spara og spara til að borga niður skuldir bæjarins? Getur það verið að á meðan bæjaryfirvöld hafa verið að borga niður skuldir í nokkur ár, þá hafi menningarstig bæjarins koðnað niður?

Eru bæjaryfirvöld ábyrg fyrir því hvernig bæjarmenning þróast? Eiga ekki íbúarnir sjálfir að sjá um að efla menningu án aðstoðar yfirvalda? Kvartað er um dauðan miðbæ Keflavíkur, að kaffihús þrífist ekki, of fáa viðburði sem lokki íbúa niður í bæ og þar fram eftir götunum. Ragnheiður Elín Árnadóttir drap niður penna varðandi þessi mál í sumar þegar hún tuðaði um þetta ástand í miðbænum. Ragnheiður Elín, eða Ragga Árna eins og margir Keflvíkingar þekkja hana, er pistlahöfundur Víkurfrétta og skrifar Lokaorð. Við spurðum hana nánar út í þetta og gefum henni orðið:

Líf í bæjum landið um kring

„Ég hef oft hugsað þetta í gegnum tíðina. Í sumar fór ég vítt og breitt um landið, til dæmis á Sauðárkrók, Siglufjörð, Stykkishólm og fleiri litla staði og alls staðar var iðandi mannlíf þar sem fólk var á ferli, sat úti á veitingastöðum og naut veðurblíðunnar saman. Þetta voru ekki skipulagðar bæjarhátíðir, heldur var bara skemmtilegt mannlíf í bæjunum, kaffihús með stóla og borð utandyra, fólk að hittast og spjalla. Ég hugsaði með mér; „Af hverju er ekki svona mannlíf í miðbæ Keflavíkur á góðviðrisdögum? Af hverju förum við bæjarbúar ekki meira niður í bæ til að hitta mann og annan? Hvar er allt fólkið?“ Á Hafnargötunni eru einstaka túristar á ferli, gott og vel en hvers vegna ekki íbúarnir sjálfir? Í Reykjavík er í dag setið við hvert kaffihús þegar veðrið er gott en það var ekki endilega alltaf svoleiðis. Og talandi um veðrið, það er engin afsökun fyrir okkur hér, það er bara nákvæmlega eins hér og annars staðar – og veðrið var auðvitað dásamlegt í allt sumar.“

Í dag er gamli bærinn hluti af menningarverðmætum bæjarins sem engum dytti í hug að hrófla við og er sá bæjarhluti sem laðar til sín gesti ... VIÐTAL

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

Fundur í Reykjanesbæ með Lilju Alfreðsdóttur

Við vekjum athygli á fundi með mennta- og menningarmálaráðherra í Framsóknarsalnum við Hafnargötu 62

laugardaginn 2. nóvember kl. 10.30–12.00. Frábært tækifæri til að koma góðum hugmyndum og skoðunum á framfæri.

Ljúffengur kaffisopi í boði og allir velkomnir.

Vill bjarga menningarverðmætum frá glötun

„Ég er fædd og uppalin í Keflavík en flutti burt árið 1992 þegar ég fór til Bandaríkjanna í nám. Svo þegar ég flutti aftur til Reykjanesbæjar árið 2010 úr Garðabæ fannst mér ég koma heim í allt annan bæ. Þá var búið að fegra bæinn svo um munaði, efla skólastarf og fleira sem ýtti undir að við hjónin vildum flytja hingað suður. Ég hef alltaf gengið mikið en síðastliðin tvö ár hef ég gengið nánast daglega meðfram strandlengjunni sem liggur frá Grófinni upp á Stapa. Alveg stórkostleg gönguleið sem við íbúarnir erum dugleg að nýta okkur til útivistar. Ég hef oft hugsað til þess að það vanti skemmtilega áningarstaði á leiðinni þar sem hægt væri að setjast niður, til dæmis eins og maður gerir á Nauthóli á strandleið þeirra Reykvíkinga. Þegar ég geng fram hjá gömlu Sundhöllinni okkar niður við sjó þá græt ég örlög hennar í hvert sinn. Hún var í mínum huga þessi mögulegi áningarstaður – miðpunktur mannlífs og menningarsögu okkar. Hún stendur þó enn. „Það er ekki of seint að bjarga þessum menningarverðmætum úr sögu Keflavíkur,“ hugsa ég alltaf og dauðsé eftir því að hafa ekki keypt hana sjálf á sínum tíma eða fengið fjárfesta með mér í lið. Það var stór hópur Keflvíkinga og annarra sem vildi og reyndi eins og það gat að bjarga þessu sögufræga húsi frá glötun, húsi sem á sér ríka sögu í fortíð bæjarins og skipar stóran sess í sundsögu þjóðarinnar. Sagan á bakvið sundlaugina er saga af sönnum ungmennafélagsanda þar sem íbúarnir sjálfir, bæði byggðu og söfnuðu fjármagni fyrir lauginni, sagan er stórmerkileg. Ég hélt í einfeldni minni að okkur tækist að fá bæjaryfirvöld í lið með okkur, að þau bæru virðingu fyrir sögunni og fyrir þessu fallega húsi sem Guðjón Samúelsson, arkitekt, teiknaði á sínum tíma. Við í Hollvinasamtökunum sáum fyrir okkur nýtt hlutverk fyrir húsið, baðhús með útisvæði sem tengst gæti sjónum fyrir neðan svo fólk gæti notið sjávarútsýnis úr lauginni. Óteljandi hugmyndir fóru á flug. Sjáðu hversu vel hefur tekist til með Sundhöll Reykjavíkur sem einnig var teiknuð af Guðjóni Samúelssyni og er í sömu seríu og okkar gamla sundlaug. Þar var ráðist í gagngerar endurbætur og hún iðar af mannlífi. Ég tók eftir því að á nýliðinni RIFF-kvikmyndahátíð var bíósýning í lauginni. Í Sundhöll Hafnarfjarðar, sem er önnur úr sömu seríu, sá ég að fyrir nokkrum vikum var þar haldin stór snyrtivörukynning og mikill fagnaður. En hér bíður Sundhöll Keflavíkur örlaga sinna því eigendur þess ætla að byggja háhýsi á lóðinni og þar með jafna við jörðu þetta sögufræga hús. Þetta er gamaldags, skammsýn hugsun. Svona gerðu menn hér áður fyrr í gömlu Keflavík og dauðsjá eftir því í dag. Þá voru mörg gömul hús hreinsuð burt, hús sem hefðu getað prýtt bæinn okkar enn í dag og verið kennileiti bæjarins. Við eigum að læra af reynslunni og af því sem gert hefur verið annars staðar. Sjáðu til dæmis muninn á uppbyggingu Skuggahverfisins í Reykjavík með líflausum háhýsum, þar sem enginn er á ferli og berðu það svo saman við uppbygginguna á Grandanum, þar sem gömlu og nýju er blandað saman og myndar líflega heild. Hér í Reykjanesbæ á því miður, með blessun bæjaryfirvalda, að byggja endalausa einsleita háhýsabyggð meðfram strandlengjunni og loka á útsýnið fyrir almenning. Það skapar ekki líf að byggja háhýsi, það skapar vindhviður,“ segir Ragga og liggur ekki á skoðun sinni.

Þá var búið að fegra bæinn svo um munaði, efla skólastarf og fleira sem ýtti undir að við hjónin vildum flytja hingað suður ...

Hvers vegna er ekki meira líf í miðbænum? „Við viljum fá fólk í bæinn okkar, við viljum fjölbreytt mannlíf. Við viljum sjálf geta notið þess og við viljum einnig fá ferðafólk, erlent sem innlent, til okkar í heimsókn. Þá verðum við að hafa eitthvað aðdráttarafl, eitthvað sem lokkar fólk hingað suður með sjó. Mér finnst okkur vanta sérstöðu og stundum meiri metnað. Við búum í miðri matarkistu og eigum að nýta okkur það til hins ýtrasta. Sjáðu hvað litlu bæirnir Stokkseyri og Eyrarbakki hafa gert til þess að laða fólk til sín. Ég geri mér spes ferðir þangað til að fá mér humar og humarsúpu á fyrsta flokks veitingastöðum í gömlum vel hirtum húsum. Talandi aftur um strandleiðina okkar, þar eru gömul verkstæði, ónotaðir skúrar og frystihús sem væri svo gaman að sjá í fjölbreyttri notkun. Það mætti mála og fegra umhverfið og húsin við strandlengjuna, setja út borð og stóla, já og teppi ef með þarf! Fólk sækir í svona upplifun, við sátum til dæmis undir teppi við höfnina í Stykkishólmi og borðuðum súpu í sumar þegar ég var þar,“ segir hún með sannfæringarkrafti.

Bæjaryfirvöld gætu gert meira

Maður skynjar það glöggt að Keflvíkingurinn er með margar góðar hugmyndir varðandi framtíð bæjarins. Henni stendur ekki á sama hvernig hlutirnir þróast. „Ég held það sé hægt að gera miklu meira í markaðssetningu bæjarins út á við, leggja áherslu á það jákvæða og skapa meira líf sem gerir bæinn skemmtilegri og meira aðlaðandi. Það gerir þetta engin einn og við íbúar þurfum að vera með. Það þarf að virkja fyrirtækjaeigendur og áhugasamt fólk sem langar að efla mannlífið í Reykjanesbæ. Mér finnst aðdáunarvert hvað það eru margar rótgrónar verslanir sem hafa verið reknar í fjölda ára til dæmis við Hafnargötuna. Það skiptir máli að styðja þessar verslanir og versla við þær, annars þrífast þær ekki. Við þurfum öll að líta í eigin barm og leggja okkar af mörkum. Bæjaryfirvöld gætu líka gert miklu meira í þessu samhengi, tekið frumkvæði, virkjað íbúana með sér, startað einhverju í samráði við verslanir og bæjarbúa. Við erum stærsti bærinn á Suðurnesjum, við eigum að taka forystu, gera eitthvað til þess að laða fólk í miðbæinn og gesti frá nærliggjandi bæjum til að gera sér dagamun. Það þarf ekki allt að vera á Ljósanæturskalanum en bæjaryfirvöld gætu byrjað samtalið og virkjað íbúa til samstarfs og kallað eftir hugmyndum. Það þarf einhver að taka frumvæðið.“

Verndun menningarminja skiptir máli

„Endurbætur á gamla bænum í Keflavík á sínum tíma tókust vel, elsta hlutanum hefur verið sinnt ágætlega og svæðinu í kringum Duus húsin. Í dag er gamli bærinn hluti af menningarverðmætum bæjarins sem engum dytti í hug að hrófla við og er sá bæjarhluti sem laðar til sín gesti. Verndun menningarminja skiptir


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 31. október 2019 // 41. tbl. // 40. árg.

Það er búið að gera upp Fischershús og Gömlubúð sem er frábært en það vantar að klára verkefnið og finna þessum húsum verðugt hlutverk. Af hverju er þetta fallega, nýuppgerða hús notað undir skrifstofur bæjarins? Af hverju fékk Gamlabúð ekki skemmtilegra hlutverk sem dregur að sér gesti ...

Lubbi og Ragga eru góðir göngufélagar. miklu máli og gerir bæ að bæ. Hvað skoðum við fyrst þegar við komum á nýja staði – gömlu hverfin, söguna. Ekki nýju blokkirnar. Það er búið að gera upp Fischershús og Gömlubúð sem er frábært en það vantar að klára verkefnið og finna þessum húsum verðugt hlutverk. Af hverju er þetta fallega, nýuppgerða hús notað undir skrifstofur bæjarins? Af hverju fékk Gamlabúð ekki skemmtilegra hlutverk sem dregur að sér gesti og almenningur getur notið í leiðinni?“ spyr Ragnheiður Elín Árnadóttir og bætir við: „Og það er mikilvægt að passa upp á næstu kynslóð húsagerðar og menningarsögu okkar og að það verði ekki rof í sögunni. Sundhöllin, svo ég nefni hana enn á ný, nær væntanlega ekki 100 ára aldri sem þarf til að fá sjálfvirka friðun og svo er einnig um fleiri hús hér í bæ. Það vantar heildstæða stefnu og hugsun í þetta áður en allt gamalt verður rifið og ný einsleit byggð rís. Við þurfum að huga að því að varðveita sum skrýtnu, gömlu húsin við Hafnargötuna og leggja rækt við þau. Gamla Hagafellshúsið, sem er það

fyrsta sem blasir við öllum sem koma inn í miðbæinn okkar, er algjörlega til skammar og það þarf að skikka eigendur þess að laga það eða beita þá sektum. Hið sama á reyndar við um hús í eigu bæjarins, gamli Vatnsnesbærinn er farinn að láta mikið á sjá en á sínum tíma fékk bærinn húsið að gjöf. Af hverju er þessu fallega húsi ekki haldið betur við og því fundið verðugt hlutverk?“ „Úr einu í annað – það þarf líka að huga að mannlífinu í fleiri hverfum bæjarins. Sjáðu hvað Kaffi Vest í vesturbæ Reykjavíkur er búið að gera fyrir Vesturbæinn. Þarna var ekkert kaffihús áður en með réttri hugmynd og stemningu á meðal íbúa hverfisins tókst að búa til vinsælt kaffihús sem er orðið hringamiðja hverfisins. Afhverju ætti þetta ekki líka að geta gengið hér? Og þá er ég líka að hugsa um nýju hverfin okkar þar sem íbúum hefur fjölgað svo um munar. Væri grundvöllur fyrir kaffihúsi á Ásbrú eða í Innri Njarðvík? Hvað til dæmis með Víkingaheima – væri það annar vænlegur áfanga-

staður á strandleiðinni? Og talandi um það svæði, af hverju er búið að loka húsdýragarðinum við Víkingaheima? Kostar það virkilega of mikið að reka svona starfsemi í nokkrar vikur á sumri? Við höfum upp á svo margt að bjóða hér á svæðinu þannig að ég er sannfærð um að það er hægt að gera svo

miklu betur. Bærinn er frábærlega staðsettur. Hér er gróska í tónlistarlífinu og allir innviðir til staðar til þess að við ættum að geta lokkað fleira fólk hingað sem langar í tilbreytingu og dægrastyttingu. Við íbúarnir þurfum líka að taka þátt, það gerir þetta engin einn. Það þarf samstillt átak og plan – hver ætlar að byrja?“ spyr Ragnheiður

9

Elín Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra, Keflvíkingurinn, konan sem er hætt öllum afskiptum af pólítík. En það er ekki þar með sagt að hún sé skoðanalaus. Ó, ne! Það kviknar í manni við að hlusta á hana, drifkraftinn sem geislar frá henni og næst er að vita hvað hún sé að fást við þessa dagana.

Er í nýju spennandi starfi

„Í dag er ég verkefnastjóri fyrir Evrópsku kvikmyndaverðlaunin, „evrópska Óskarinn“, en þau verða afhent á Íslandi 12.12.2020 eða í lok næsta árs. Þetta er stærðarinnar verkefni en hátíðin er haldin annað hvert ár í Berlín og fer á flakk hitt árið. Þetta er samstarfsverkefni ríkis og borgar og ég vinn þetta í samvinnu við Evrópsku kvikmyndaakademíuna í Berlín. Ég held ein utan um þetta verkefni sem stendur en þegar nær dregur mun okkur fjölga. Sem dæmi um fyrri verðlaunahafa hátíðarinnar má nefna Pierce Brosnan, Sean Connery, Helen Mirren og Björk Guðmundsdóttur, sem fékk verðlaunin á sínum tíma fyrir Dancer in the Dark. Fjöldi Íslendinga hefur verið tilnefndur í gegnum tíðina, nú síðast í fyrra var Halldóra Geirharðsdóttir tilnefnd fyrir hlutverk sitt í Kona fer í stríð. Í ár er kvikmyndin Hvítur hvítur dagur í hópi þeirra 46 mynda sem akademían velur úr og fáum við að vita í nóvember hvort hún muni hljóta tilnefningu. Sú kvikmynd er mögnuð og vona ég innilega að hún verði tilnefnd til einhverra verðlauna. Þetta er stór viðburður sem á eftir að vekja athygli á heimsvísu,“ segir Ragga brött. Einu sinni var hún ráðherra en er núna verkefnastjóri, hvernig finnst henni þetta nýja starf? „Það er ótrúlega gaman að taka þátt í þessu verkefni. Ég er sem stendur allt í öllu og fékk þau fyrirmæli þegar ég fékk starfið að þetta ætti ekki að bara að vera ein helgi af hátíðarhöldum, heldur ætti allt árið að endurspegla evrópska kvikmyndagerð. Við ætlum okkur að láta almenning verða varan við okkur allt árið 2020 með ýmsum viðburðum. Hátíðin verður stór og skemmtilegur viðburður, því get ég lofað,“ segir Ragnheiður Elín sem hlýtur að njóta sín í botn í þessu verkefni enda leynist í henni frumkvöðull.

Sviðsstjóri rekstrarsviðs HS Veitur hf. óska eftir að ráða í starf sviðsstjóra rekstrarsviðs. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf fyrir árangursmiðaðan einstakling sem hefur brennandi áhuga á rekstri. Sviðsstjóri rekstrarsviðs situr í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og er staðgengill forstjóra. Rekstrarsvið hýsir þjónustu-, mannauðs-, gæða-, umhverfis- og öryggismál en starfandi eru stjórnendur sem leiða hvern þessara málaflokka. Upplýsingar og umsókn

Umsóknarfrestur

· · · · · ·

15. nóvember

capacent.com/s/14909

Helstu verkefni: Daglegur rekstur og stjórnun sviðsins. Ábyrgð á mannauðsmálum. Ábyrgð á þjónustu-, gæða-, umhverfis- og öryggismálum. Áætlanagerð og eftirfylgni. Þátttaka í stefnumótun fyrirtækisins. Skýrslugerð til stjórnar.

Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Reynsla af rekstri og stjórnun. Reynsla af áætlanagerð og rík kostnaðarvitund. Reynsla af stefnumótun og breytingastjórnun. Leiðtogahæfileikar og góð samskiptahæfni. Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun.

Capacent — leiðir til árangurs

· · · · · ·

HS Veitur hf. voru stofnaðar 1. desember 2008 þegar Hitaveita Suðurnesja hf. var skipt í HS Veitur hf. og HS Orku hf. HS Veitur hf. annast raforkudreifingu á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, í hluta Garðabæjar, m.a. á Álftanesi, í Vestmannaeyjum og í Árborg. Fyrirtækið annast hitaveiturekstur á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum og vatnsveiturekstur að stórum hluta á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum. Nánari upplýsingar á www. hsveitur.is


10

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Fyllum Frumleikhúsið!

– ótrúlega gaman að vera með segja þátttakendur Leikfélag Keflavíkur á sér langa sögu í menningarlífi bæjarins. Þar hafa margir íbúar Suðurnesja stigið sín fyrstu spor á leiksviði og jafnvel orðið atvinnuleikarar seinna meir. Þessa dagana er Leikfélag Keflavíkur að sýna gamanleikinn Fló á skinni í Frumleikhúsinu, sem er farsi eins og þeir gerast bestir. Þrátt fyrir að farsinn, sem er eftir Dario Fo, sé yfir hundrað ára gamall þá virðist hann alltaf hafa náð að kæta áhorfendur í gegnum árin, sem veltast um af hlátri. Í uppfærslu Leikfélags Keflavíkur hefur leiksýningin verið staðfærð á Suðurnesin en það gerði Karl Ágúst Úlfsson, sem jafnframt er leikstjóri sýningarinnar. Víkurfréttir skelltu sér á æfingu og forvitnuðust um fólkið á bak við sýninguna.

Viðburðir í Reykjanesbæ Hæfingarstöðin - opinn dagur Opinn dagur verður í Hæfingarstöðinni Keilisbraut 755 föstudaginn 1. nóvember kl. 13-16. Heitt á könnunni og búðin opin. Allir velkomnir. Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan Fimmtudagurinn 31. október. Í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar opnar hrekkjavöku draugahús. Allir sem þora eru hjartanlega velkomnir. Laugardagurinn 2. nóvember. Women of the World meet every Saturday at 12 o´clock in the Reykjanes Public Library. Listasafn Reykjanesbæjar - pólsk úrvalsgrafík Leiðsögn sýningarstjóra sunnudaginn 3. nóvember kl. 15. Allir velkomnir – ókeypis aðgangur.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Björgin Geðræktarmiðstöð – sálfræðingur Fræðslusvið – sálfræðingur Velferðarsvið – starf við liðveislu Umhverfissvið – fulltrúi á skrifstofu Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Brynja Ýr Júlíusdóttir, aðstoðarleikstjóri í sýningunni Fló á skinni.

„Prufur voru í byrjun september en við byrjuðum að æfa á fullu um miðjan september, leikarar eru fjórtán samtals. Þetta er 112 ára gamall farsi, samin árið 1907 og er búin að vera rosalega vinsæll alla tíð. Leikgerðin er þýdd af Gísla Rúnari og hann nútímavæðir þetta fyrir tíu árum þegar Leikfélag Akureyrar setti þetta upp. Karl Ágúst Úlfsson, leikstjóri okkar að þessu sinni, nútímavæddi sýninguna aðeins meira og tengdi við Suðurnesin.“ Eigum við eftir að heyra nöfn sem við könnumst við? „Nei, það er ekki verið að gera grín að ákveðnum einstaklingum en bæirnir á Suðurnesjum koma við sögu. Hótelið vinsæla er til dæmis staðsett í Sandgerði. Þetta er rosalega skemmtilegt, það er allt út um allt, leikararnir eru búnir að skemmta sér konunglega á æfingum og það er heilmikil leikfimi að taka þátt í þessari sýningu. Farsinn er misskilningur, risastór flækja sem springur upp í loft. Persónurnar eru mjög skemmtilegar. Ég sem áhorfandi hef hlegið á hverri einustu æfingu. Ég er ekki að leika í þessari sýningu heldur er ég aðstoðarleikstjóri ásamt Söndru Dís sem aðstoðar með texta en ég er mikið þarna sem stjórnarmeðlimur leikfélagsins, að sjá til þess að allt sé í góðu og aðstoða við að setja saman æfingaplan, upplýsingar í leikskrá og allt í kringum þetta. Hlutverk okkar er að hjálpa leikaranum á bak við tjöldin. Við Sandra Dís erum svona skilaboðaskjóðurnar hans Kalla, léttum undir með leikstjóranum.“ Afhverju ert þú að taka þátt í áhugaleikhúsi? „Þetta er bara svo ógeðslega gaman, félagsskapurinn og það er líka bara húsið, svo góður andi hérna inni. Leikfélagið er mjög duglegt að setja upp sýningar. Unglingadeildin er líka mjög virk. Það er fullt að gerast hér, nám-

skeið fyrir krakka er að hefjast undir stjórn Guðnýjar og Höllu Karenar. Það er heilmikið líf í Frumleikhúsinu.“ Mega allir vera með? „Það eru allir velkomnir að vera með okkur í leikfélaginu. Við erum á facebook með síðu og þar getur fólk haft samband við okkur ef það vill vera með. Það eru ekki allir sem vilja leika á sviði, sumir vilja vera með í búningagerð, förðun, hárgreiðslu, t æknideild, að smíða leikmynd, aðstoða við hitt og þetta, það er fullt sem þarf að gera fyrir hverja sýningu og það er mjög gaman að taka þátt, kynnast nýju fólki. Bara svo ótrúlega gaman að vera með.“

Karl Ágúst Úlfsson, leikstjóri sýningarinnar:

„Það gengur ótrúlega vel að leikstýra þessum hópi, alveg frábær hópur. Þetta fólk er bara svo skemmtilegt að ég hef ekki tekið eitt einasta reiðikast sem leikstjórum er ráðlagt að gera einu sinni á æfingatímabili en ég hef ekki fundið þörf á því, þau standa sig svo vel. Ánægjulegt í alla staði. Ég skynja að þetta fólk hefur unnið saman áður og vinnur vel saman. Þau eru góðir vinir, þetta er bara sæla, himnasæla. Ég finn marga og mikla stóra hæfileika í leikarahópnum hjá Leikfélagi Keflavíkur, þetta bara veltur frá þeim. Ég þarf ekki mikið að hafa fyrir þessu með þeim, margir eru þrautþjálfaðir. Það eru býsna margir góðir gamanleikarar í þessum hópi. Það er ekki öllum gefið að vera góður gamanleikari. Fólk getur blómstrað í leiklist, þetta er eitthvert skemmtilegasta hobbý í heimi. Við eigum að hlúa vel að áhugaleikhúsi og ánægjulegt að Reykjanesbær skuli styðja við þessa menningarstarfsemi.“

Hulda Björk Stefánsdóttir, leikur í sýningunni:

Rakel Halldórsdóttir, leikur í sýningunni:

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég tek þátt hjá Leikfélagi Keflavíkur, mig hefur alltaf langað að vera með en aldrei þorað, verið hrædd við að byrja. Nú ákvað ég að láta óttann ekki stoppa mig. Mig hefur alltaf dreymt um að leika. Þetta er ótrúlega gaman, hefur farið fram úr væntingum. Það skemmtilegasta er að breyta til, gera eitthvað nýtt. Ég leik Tínu sem er tælenskur innflytjandi og er gift Eið. Þetta er bara svo fyndin sýning. Ótrúlegur misskilningur fer í gang út af einhverju smáræði. Leikstjórinn og fleiri í hópnum hjálpuðu mér að finna rétta hreiminn fyrir Tínu. Mér gekk vel að læra hlutverk mitt, ég las upp textann fyrir sjálfa mig og tók upp það sem ég las, svo hlustaði ég aftur og aftur á þessa upptöku. Þannig fannst mér best að læra textann minn. Mér var mjög vel tekið af öllum, hver nýr félagi er velkomin í Leikfélag Keflavíkur. Maður finnur hvað þetta er samstilltur hópur hjá Leikfélaginu en samt opinn gagnvart nýjum meðlimum. Mæli með þessu fyrir alla.“

„Sumir eru í golfi en ég er í leikhúsinu. Þetta er rosalega gefandi. Ég skora á alla að koma og prófa. Ég fæ ómælda gleði út úr þessu, maður fær að tjá sig og vera stjarna eina kvöldstund, ótrúlega skemmtilegt. Ég tók þátt í fyrsta sinn því dóttur minni langaði að taka þátt en það endaði á því að við allar þrjár, mæðgurnar, tókum þátt og ég hef verið hér síðan. Ég hélt ég væri feimin en ég er það ekki. Ég hef séð marga leikfélaga koma hérna inn og blómstra. Það er taumlaus gleði á æfingum og ég hvet alla til að prófa leiklist. Ef það eru prufur þá endilega að koma, láta ekkert stoppa sig. Bara það að mæta í prufur er stór sigur. Ég hef leikið alls konar hlutverk, yfirleitt í gamanhlutverki en ég bíð eftir að stíga á stokk í dramatísku hlutverki. Það er gaman þegar fólk kemur hingað inn, hlær saman eina kvöldstund og svo sér maður fólk fara út brosandi, það gefur líka helling. Þetta hlutverk sem ég leik í Fló á skinni er mjög skemmtilegt og ég fæ mikla útrás þegar ég leik þennan karakter. Það er mikil orka í þeirri sem ég er að leika.“


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 31. október 2019 // 41. tbl. // 40. árg.

11

Haustfjör hjá eldri borgurum á Nesvöllum og Hlévangi

Frábær Fló á skinni Leikfélag Keflavíkur frumsýndi á föstudaginn farsann Fló á skinni í leikgerð Gísla Rúnars Jónssonar undir leikstjórn Karls Ágústar Úlfssonar. Þessi leikgerð var á sínum tíma sett upp hjá Leikfélagi Akureyrar og gekk þar fyrir fullu húsi í mjög langan tíma, síðan var það flutt í Borgarleikhúsið þar sem það gekk lengi vel. Þessi farsi er rúmlega hundrað ára gamall og ég var ekki alveg viss um að þetta hefði staðist tímans tönn. Þær áhyggjur mínar reyndust hins vegar algjörlega óþarfar og þetta stykki virðist vera tímalaust, enda er umfjöllunarefnið samskipti kynjanna og mannlegur breyskleiki. Búið er að staðfæra sýninguna og er verkið látið gerast á Suðurnesjum. Í stuttu máli gengur söguþráðurinn út á það að eiginkonu athafnamanns í sveitarfélaginu grunar hann um framhjáhald og ætlar sér að leiða hann í gildru. Sú áætlun misheppnast með öllu og úr verður ein allsherjar ringulreið og vitleysa. Leikhópurinn sem að þessari sýningu stendur stóð sig frábærlega og ég átti stundum erfitt með að átta mig á hverjir væru í aðalhlutverki og hverjir í aukahlutverki. Persónusköpunin er með þeim hætti. Ýkt persónusköpun er hins vegar hluti af farsa og þar fannst mér margir úr leikarahópnum slá algjörlega í gegn. Það er ekki á neinn hallað að nefna Guðstein Fannar Erlendsson sem lék hinn málhalta Jóhann S.

Jón Bjarni Ísaksson, leikur tvö hlutverk í sýningunni Fló á skinni:

„Ég get ekki beðið eftir að sýna áhorfendum þessa sýningu. Þetta er svo ógeðslega gaman. Miðað við hvað okkur er búið að ganga vel undanfarin ár að fá fólk í leikhús þá er ég spenntur. Ég vona að fólk haldi áfram að koma í leikhús hér á Suðurnesjum. Okkur hefur gengið vel með þær sýningar sem við höfum boðið upp á. Dýrin í Hálsaskógi var mjög vinsæl og þaðan fórum við yfir í Mystery Boy sem fór í Þjóðleikhúsið. Þá fórum við Á trúnó með áhorfendum sem gekk allt rosalega vel. Svo nú þetta, Fló á skinni, og við erum alveg ótrúlega heppin að hafa fengið Karl Ágúst Úlfsson, sem leikstjóra sem er að gera frábæra hluti með okkur. Hann er einn af frægustu grínleikurum þjóðarinnar og það smitar í sýninguna okkar.“ Stefnirðu á atvinnuleikarann Jón Bjarni? „Ég vissi alltaf síðan ég man eftir mér að ég vildi vera skapandi, skrifa, leika, allt saman. Ég er búinn að leika í mörg

Ringsted. Guðsteinn átti stórleik í þessari sýningu. Þá var Hulda Björk Stefánsdóttir frábær í hlutverki Sveinbjargar hótelstýru á Hóteli Sveinbjörgun. Jón Bjarni Ísaksson lék tvö hlutverk í þessari sýningu sem hinn grunaði eiginmaður, Jóhannes Ringsted, og sem kokkur á hótelinu og stóð sig ágætlega í þeim báðum. Ég hef sjaldan upplifað jafn sterkan leikarahóp hjá Leikfélagi Keflavíkur. Þau eru búin að starfa lengi saman mörg þeirra og hópurinn orðinn þéttur og góður. Þar var hvergi veikan blett að finna. Það er mikill styrkur fyrir hvert sveitarfélag að eiga leikfélag eins og Leikfélag Keflavíkur og einstaklinga sem leggja mikið á sig í sjálfboðavinnu við að bæta og auðga mannlífið. Ég vil því hvetja bæjarbúa til að mæta á þessa sýningu leikfélagsins, gleyma sér og hlæja eina kvöldstund. Þessi sýning er algjörlega þess virði. Guðbrandur Einarsson ár, byrjaði árið 2006 í Öskubusku og þetta hús hefur verið annað heimili mitt síðan þá. Jú, ég stefni á að verða atvinnuleikari og horfi á leiklistarnám erlendis. Það verður rosalega erfitt að skilja við Leikfélag Keflavíkur en ég vona að það komi fleiri og fleiri sem vilja vera með. Ég leik ekki alltaf aðalhlutverk en ég reyni eins og ég get að taka pláss á sviðinu. Það eru engin lítil hlutverk, bara litlir leikarar. Ég vil alltaf gera það besta við hlutverk mitt, þó svo það sé bara að labba þvert yfir sviðið og veifa, þá vil ég veifa betur en nokkur annar hefur gert. Í þessari sýningu er ég að leika aðeins meira en einn mann, get ekki sagt meir um það en annað hlutverkið sem ég leik er venjulegur maður. Það hef ég aldrei gert áður, ekki á leiksviði og heldur ekki í daglegu lífi. Ég nærist á hlátri og að hlusta á áhorfendur hlæja er ótrúlega gaman. Að taka þátt í áhugaleikfélagi er sjálfboðavinna og launin okkar eru þegar við heyrum að áhorfendur eru ánægðir út í sal. Klapp og hlátur. Já fyllum Frumleikhúsið!“

Íbúar, aðstandendur og starfsfólk Hrafnistu Nesvöllum í Reykjanesbæ héldu árlegan haustfagnað 10. október. Guðrún Árný Karlsdóttir sá um veislustjórn, söng og var með undirleik á píanó. Ræðumaður var séra Sigurður Grétar Helgason sem fór með gamanmál og söng með Guðrúnu Árnýju og þegar Bragi Fannar mætti á svæðið var slegið í tríó.

Á Hrafnistu Hlévangi var fagnaður 17. október, þar sem Guðrún Árný sá einnig um veislustjórnina og séra Sigurður Grétar var með ræðu kvöldsins ásamt því að taka lagið með Guðrúnu Árnýju. Kvöldinu lauk svo með fjöldasöng við undirleik Braga Fannars sem lék af sinni alkunnu snilld á harmo­nikkuna.

ÚTBOÐ GÖNGU- OG H JÓLASTÍGUR Suðurnesjabær óskar eftir tilboðum í gerð göngu- og hjólastígs á milli Sandgerðis og Garðs. Stígurinn er 4.070 m langur, malbikaður í 2,5 m breidd og upplýstur. Helstu magntölur eru: • Gröftur 6.250 m3 • Fylling 7.000 m3 • Malbikun 10.160 m2 • Götuskápar 2 • Ljósstólpar 95 • Ljósastrengur 4700m F R AMK VÆ MDU M S K AL V E R A LO K I Ð F Y R I R 1. A P R Í L 2 0 2 0 . Útboðgögn verða aðgengileg frá og með 31. október. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Daða Aðalsteinsson hjá Tækniþjónustu SÁ ehf. með því að senda tölvupósti á netfangið dadi@t-sa.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti. Tilboðum skal skila inn á bæjarskrifstofu Suðurnesjabæjar, Sunnubraut 4, 250 Garður, í lokuðu umslagi merktu viðkomandi verki fyrir kl: 11:00 þriðjudaginn 12. nóvember 2019, þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra er þess óska.

FAGM ENNSKA – SA M V INNA - V IRÐ ING


12

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 31. október 2019 // 41. tbl. // 40. árg.

FS-ingur vikunnar:

Rún Arnmundsdóttir UMSJÓN Ásta og Birgitta Rós Jónsdóttir

LÝÐHEILSA ER UPPÁHALDSFAGIÐ

Matthildur Júlía Matthíasdóttir er sextán ára nemi á almennri braut sem hræðist að vakna snemma og hefur of marga kosti til að telja upp.

Hvatningin:

Hrós

Hvað er það sem fær okkur til að brosa, gleðjast, fyllast stolti á eigin getu og þörfina til að bæta okkur enn betur?

Hrós kallar í langflestum tilfellum á eitthvað af þessum tilfinningum. Hrós er vítamín sálarinnar og umbun góðra verka. Það kostar ekkert að gefa gott hrós þar sem það á við hverju sinni. Á vinnustöðum skiptir hrós sköpum og eykur vellíðan starfsmanna. Það á einnig við í daglegu amstri okkar svo sem í skóla, íþróttum, líkamsrækt, tómstundum og hverju því sem fólk tekur sér fyrir hendur. Þegar við hrósum sýnum við persónulegan

áhuga sem verður að hvatningu þess sem fær hrósið. Ein af ástæðum þess að við gleymum almennt að hrósa er skortur á eftirtekt. Gerum hrós að eitt af daglegu verkum okkar. Sælla er að gefa en þiggja. Kveðja, Þurý og Doddi ÍAK einkaþjálfarar Flott þrek

Hvað heitirðu fullu nafni? Matthildur Júlía Matthíasdóttir Á hvaða braut ertu? Almennri braut, bóknámslínu. Hvaðan ertu og hvað ertu gömul? Ég bý í Njarðvík og er sextán ára. Hver er helsti kostur FS? Enginn. Hver eru áhugamálin þín? Vinir og chilla. Hvað hræðistu mest? Að vakna snemma. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Halldór því hann er svo góður að syngja og semja lög. Hver er fyndnastur í skólanum? Rósa kennari. Hvað sástu síðast í bíó? It 2 Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Betri mat. Hver er helsti gallinn þinn? Léleg að setja á mig brúnkukrem. Hver er helsti kostur þinn? Of margir. Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum? Snap, Insta, Spotify. Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Fjarvistakerfinu. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Klárleiki. Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Ekki það besta. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Ætla mer að verða flugfreyja. Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum? Ekkert, skítabær.

Uppáhalds... ...kennari? Haukur stærðfræði. ...skólafag? Örugglega lýðheilsa. ...sjónvarpsþættir? Riverdale.

MÁNUDAGA KL. 21:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

...kvikmynd? Mean girls. ...hljómsveit? Clubdub. ...leikari? Tinna Dögg.

YFIR 100 STÖRF KYNNT FYRIR UNGMENNUM Á SUÐURNESJUM Rétt val dregur úr líkum á brotthvarfi úr námi sem hefur verið of mikið hér á landi síðustu ár ...

Yfir eitthundrað aðilar úr atvinnulífinu kynntu störf á Suðurnesjum á sérstakri starfa­ kynningu fyrir grunnskólanemendur í íþróttahúsi Keflavíkur í síðustu viku. Rúmlega 800 nemendur í 8. og 10. bekk mættu og kynntu sér fjölbreytt framboð starfa á Suðurnesjum. Að sögn Hönnu Maríu Kristjánsdóttur hefur tekist vel að skipuleggja og halda kynningarnar, ekki síst vegna mikillar velvildar fyrirtækja og einstaklinga á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Sömu aðilar hafa tekið þátt ár eftir ár og gefið tíma sinn. „Án þessa mikla stuðnings atvinnulífsins væri ómögulegt að halda

kynningu sem þessa, sem er þýðingarmikil fyrir alla sem að henni koma – nemendur, skóla og fyrirtæki. Öflug náms- og starfsfræðsla er sérstaklega mikilvæg til að auka líkur á því að nemendur velji það framhaldsnám sem þeir hafa mestan áhuga á og hentar þeim best. Rétt val dregur úr líkum á brotthvarfi úr námi sem hefur

verið of mikið hér á landi síðustu ár. Þá styrkir kynning sem þessi tengsl atvinnulífs og skóla sem skiptir miklu máli, sérstaklega þegar kemur að iðnog starfsnámi sem og námi í tæknigreinum,“ sagði Hanna. Víkurfréttir litu við á starfakynningunni og ræddi við nokkra nemendur og aðila úr atvinnulífinu.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 31. október 2019 // 41. tbl. // 40. árg.

13

Nægur svefn gerir okkur skarpari og hraustari Jákvæð athygli frá foreldri

Svefnþörf manna er ólík eftir einstaklingum. Það hvort fólk vaknar úthvílt að morgni er líklega besti mælikvarðinn á hvort það hefur sofið nóg. Margir gefa sér ekki tíma til að sofa nóg en það kemur niður á heilsu fólks fyrr eða síðar.

Nægur svefn hefur góð áhrif á allt

Einar Trausti nefndi í upphafi samtals okkar að hann hefði almennt áhyggjur af svefnleysi á meðal barna, unglinga og fullorðinna. „Það er mjög áríðandi að fólk fái full­ nægjandi nætursvefn þar sem hann hefur víðtæk áhrif á almenna heilsu okkar. Ég hef áhyggjur af því hversu mörg okkar fá ekki nægan svefn. Svefn er eitthvað sem flest okkar taka sem sjálfsögðum hluta af deginum en þegar mikið er að gera þá göngum við oft á svefntíma okkar til að skapa aukið rými til að sinna skyldum okkar, vinnu og áhugamálum. En það gerist ekki án fórnarkostnaðar, sérstaklega þegar um langvarandi svefnskort er að ræða. Að mínu mati fer lítið fyrir umræðunni um mikilvægi og marg­ þætt hlutverk nætursvefns sem hluta af líkamsstarfseminni. Ég vitna oft í fræðimanninn og taugasálfræðinginn Matthew Walker sem gaf nýverið út bókina Why we sleep?, þar útskýrir hann hvers vegna við þurfum svefn. Hann bendir á að svefn gerir okkur skarpari í hugsun, heilbrigðari, hamingjusamari, sterkari gegn sjúk­ dómum og jafnvel meira aðlaðandi. Já, þetta hjálpar nægur svefn okkur með og margt annað.“

Fólk á Suðurnesjum sefur minna en aðrir landsmenn

Einar Trausti, sem er yfirsálfræð­ ingur hjá fræðslusviði Reykjanes­ bæjar, vinnur með starfsfólki skóla, foreldrum og börnum sem þurfa að­ stoð á ýmsum sviðum. „Mín skoðun er sú að við þurfum að auka samfélagslega umræðu um mikilvægi svefns. Niðurstöður lýð­ heilsuvísa Landlæknisembættis fyrir Suðurnes sýna til að mynda að við sofum minna á þessu svæði, jafnt fullorðnir sem og börn, hvað sem því veldur. Öll þurfum við nægan svefn til að hafa kraft í að takast á við það sem hver dagur ber í skauti sér. Mikilvægi fullnægjandi nætur­ svefns er óumdeilt. Hann getur til að mynda haft áhrif á andlega heilsu okkar, líkamlega heilsu, hvernig okkur tekst að hafa stjórn á tilfinningum okkar og hvernig okkur gengur að læra nýja hluti, samanber almennt nám, tónlistarnám, íþróttaiðkun og margt fleira. Það má segja að svefninn slípi í raun til það sem við höfum verið að fást við yfir daginn og hjálpar til við að vinna úr honum. Tökum dæmi um einstakling sem er að læra á hljóð­ færi. Þegar við sofum þá endurtekur

heilinn sömu taugavirkni og átti sér stað þegar einstaklingurinn var að æfa á hljóðfærið fyrr um daginn en sú endurtekning á sér stað ítrekað og á marföldum hraða. Svefninn hefur því mikilvægt hlutverk þegar kemur að námi og hvernig okkur gengur að læra nýja hluti,“ segir Einar Trausti.

Að skapa svefnhreinlæti

Skólaþjónustan veitir ráðgjöf, stuðning og fræðslu í tengslum við börn í leik-, grunn- og framhaldsskóla. Hvaða þætti leggur þú áherslu á í ráðgjöf? „Það er margt sem kemur í hugann. Að hlusta á foreldra, börn og starfs­ fólk skólans er afar mikilvægt. Leggja sig fram við að skilja stöðu þeirra og finna í sameiningu leiðir sem geta stuðlað að bættri líðan barnsins. Þá er samvinna, sameiginleg lausnaleit og fræðsla mikilvægir þættir þegar kemur að því að ná árangri. Mikilvægt er að skapa eins mikla samfellu og við getum fyrir börnin, að við höfum sameiginlegan skilning á stöðu þeirra og komum okkur saman um hjálp­ legar leiðir sem geta stuðlað að bættri líðan. Þá er einnig mikilvægt að skoða virkni, hreyfingu, svefn og matarræði en það eru grunnþættir sem geta haft víðtæk áhrif á líðan okkar. Þegar þeir eru í jafnvægi líður okkur betur en þegar þeir eru í ójafnvægi. Allt snýst þetta um jafnvægi og að finna leiðir sem henta hverjum og einum. Þegar kemur að svefni þá skiptir máli að eiga samtal við börnin um af hverju við þurfum að sofa og að okkur líður mun betur eftir að hafa sofið nóg en auðvitað þarf það samtal að taka mið af aldri og þroska barnsins. Annað sem skiptir máli er að skapa svefn­ inum ákveðið hreinlæti, þar skipta leiðbeiningar og stuðningur foreldra miklu máli. Fastar venjur í tengslum við kvöldrútínu eru áhrifaríkar. Ró­ legri athafnir eftir kvöldmat, dimma ljósin heima, undirbúa svefntímann í rólegheitum og fastur háttatími eru dæmi um gagnleg ráð. Þá er einn­ ig ráðlagt að minnka skjátíma fyrir svefninn en rannsóknir hafa sýnt að skjánotkun fyrir svefn getur truflað. Birtan úr tækjunum getur blekkt heilastarfsemi okkar og seinkað því að við verðum syfjuð. Foreldrar hafa mikilvægt hlutverk við að búa til þessa notalegu kvöldstund fyrir háttinn og hjálpa börnum sínum að skapa svefninum góða umgjörð. Samvera foreldra og barna fyrir háttinn skiptir sömuleiðis máli, að lesa góða bók saman eða að tala um daginn, vera í ró og næði og eiga gæðastund saman getur orðið einn af hápunktum hvers dags, bæði fyrr barnið og foreldrið,“ segir Einar Trausti og brosir.

Námskeið fyrir foreldra

„Við bjóðum upp á ferns konar nám­ skeið fyrir foreldra sem vilja styrkja sig í uppeldishlutverki sínu. Uppeldi sem virkar er almennt uppeldisnám­ skeið sem hentar foreldrum tveggja til sex ára barna. Uppeldi barna með

VIÐTAL

Svefn er öllum nauðsynlegur og ef svefntruflanir eru viðvarandi og al­ menn ráð duga ekki til að bæta svefn­ inn er rétt að leita ráða hjá lækni en einnig má benda á að hugræn atferlis­ meðferð getur verið árangursrík lausn við langvarandi svefnleysi. Við hittum Einar Trausta Einarsson, sálfræðing, og ræddum við hann um þessi mál og fleira.

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

ADHD er fyrir foreldra sem eiga börn frá fimm til tólf ára þar sem grunur er um ADHD. Klókir litlir krakkar og Klókir krakkar eru námskeið ætluð foreldrum barna með kvíða. Námskeiðin okkar byggja öll á viður­ kenndum leiðum og fá góða umsögn frá foreldrum,“ segir Einar Trausti og bætir við: „Foreldrar sem sótt hafa námskeiðin hafa nefnt það hversu gott það sé að hitta fleiri foreldra sem eru að takast á við sambærileg verkefni og hvað námskeiðin eru hagnýt.“

Það er ekki nóg að eignast barn, það þarf að ala það upp og koma því til manns. Þetta er skuldbinding út lífið. „Foreldar hafa mikilvægt hlutverk sem er að vera til staðar fyrir börnin sín, leiðbeina þeim, hlusta á þau og tala við þau. Skipulögð samvera með foreldrum er eftirsóknarverð í augum barnanna, sérstaklega hjá þeim sem yngri eru. Það er galdur fólginn í því að taka ákveðinn tíma frá í dagskrá fjölskyldunnar fyrir samverustund og undirbúa samverustundina með því að spyrja barnið hvað það vill gera. Svörin koma foreldrum oft á óvart þar sem börnin velja oft að gera ein­ földustu hluti með foreldrum sínum, eins og að fá að aðstoða við að elda, spila með foreldrum sínum eða fá að vinna í skúrnum með mömmu eða pabba. Skipulagðar samveru­ stundir þar sem börn fá jákvæða at­ hygli frá foreldrum, þar sem engar tölvur, símar eða skylduverk þvælast fyrir, geta haft mjög góð áhrif á bæði hegðun og líðan barna, sérstaklega þeirra sem yngri eru. Foreldrar yngstu barnanna þekkja vel hvað þau geta verið þreytt á milli fjögur og sex á virkum dögum eftir anna­ saman dag í leikskólanum. Skipu­ lögð samverustund með foreldrum strax eftir leikskóla getur reynst vel og margir foreldrar lýsa því hvernig þessar stundir geta haft jákvæð áhrif á restina af kvöldinu. Til að ýta undir já­ kvæða sjálfsmynd barna er mikilvægt að grípa þau þegar þau eru góð, vera vakandi yfir því sem þau gera gott og láta þau vita þegar við tökum eftir því. Hafa skýrar væntingar til þeirra og

gefa þeim lýsandi hrós, þá erum við að ýta undir hegðun sem við viljum sjá hjá barninu. Skapa aðstæður sem geta dregið fram jákvæða eiginleika þeirra og gefa þeim verkefni við hæfi. Börn gera vel þegar þau geta. Þau vilja gera vel. Leggjum okkur fram við taka eftir jákvæðri hegðun þeirra eins oft og við getum. Höfum skýrar væntingar til þeirra og gefum þeim leiðbeiningar og hlutverk sem þau ráða við með tilliti til aldurs og þroska þeirra,“ segir Einar Trausti og bendir á að námskeiðin eru haldin reglulega fyrir alla foreldra sem vilja styrkja sig í uppeldishlutverkinu. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Reykjanesbæjar undir Foreldrafærni­ námskeið.

Taflan hér sýnir hvað mælt er með miklum svefni eftir aldri: Aldur

Klukkustundir

65 og eldri

7–8

18–65 ára

7–9

14–17 ára

8–10

6–13 ára

9–11

3–5 ára

10–13

1–2 ára

11–14

4–11 mánaða

12–15

0–3 mánaða

14–17

Í sátt og samlyndi Fjölbrautaskóli Suðurnesja er þátttakandi í Erasmus+ verkefninu „National Prides in a European Context“ sem hófst haustið 2018. Sex skólar í Evrópu koma að skipulagningu verkefnisins og eru samstarfsaðilarnir frá Ungverjalandi, Ítalíu, Lettlandi, Póllandi og Spáni. Verkefnið gefur nemendum tækifæri til að ferðast og kynnast menningararfi þátttökuþjóðanna. Markmiðið er að gera nemendum grein fyrir mikilvægi þess að bera virðingu fyrir menningu sinni og annarra og þannig auka víðsýni og umburðarlyndi gagnvart öðrum. Það er meira sem sameinar þessar þjóðir en sundrar þeim.

Nú í október var Fjölbrautaskóli Suðurnesja sóttur heim. Mikil eftirvænting var meðal íslensku þátttakendanna sem bæðu hýstu nemendur frá Evrópu og tóku þátt í verkefninu sem stóð yfir í þrjá daga og lauk með lokahófi á sal skólans. Næsta nágrenni Fjölbrautaskóla Suðurnesja var skoðað enda skólinn staðsettur í Reykjanesjarðvang­ inum. Þar má finna sögu og stór­ brotna náttúru. Duus safnahús opnaði dyrnar fyrir hópnum sem

fékk að skoða allar þær sýningar sem þar er að finna. Hópurinn heimsótti Þingvelli í fal­ legu en köldu veðri. Víðsýnt var þann daginn og sjá mátti urriðanum bregða fyrir í Öxará. Nemendur fengu líka að leika og upplifa Þingvelli undir leikstýringu Torfa Stefáns Jóns­ sonar, verkefnastjóra á Þingvöllum, og þannig áttuðu þeir sig á gangi mála þegar Alþingi á Þingvöllum var og hét. Í Reykjavík heimsóttu nemendur Alþingi á Austurvelli.

Í Skálholti komust nemendur í tæri við fortíðina í gegnum séra Egil Hallgrímsson sem mætti á staðinn með hundinn sinn Trygg. Hundurinn vakti jafn mikla kátínu og Egill sjálfur, enda voru þeir sem eitt. Kirkjuklukka miðalda glumdi í Skálholtskirkju á meðan nem­ endur gengu í göngin úr kjallara kirkjunnar eins og skóladrengirnir fyrir mörgum hundruðum ára. Það sem vakti mesta lukku var heim­ sókn hópsins á Bessastaði. Þar tók Guðni Th. Jóhannesson forseti á móti honum. Guðni kom inn á mikil­ vægi þess að opna hugann gagnvart öðrum og jafnvel komast að því að við erum lík að mörgu leyti. Hann tók vel á móti gestum og heillaði unga sem aldna upp úr skónum. Nemendur spurðu forsetann spjör­ unum úr á meðan þau fengu sér sandköku eða hjónabandssælu. Hópurinn kvaddi Ísland með sökn­ uði og þakklæti og ekki er laust við að það sé bara pínu tómlegt í Fjöl­ brautaskóla Suðurnesja eftir vel­ heppnaða heimsókn. Ester Þórhallsdóttir.


14

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 31. október 2019 // 41. tbl. // 40. árg.

Allt er eins og áður var Nú styttist í að Skipulagsstofnun upplýsi hvort þeir veiti Arion banka/Stakksbergi leyfi til að hefja starfrækslu á kísilverinu í Helguvík á ný. Ekki er úr vegi að rifja upp, áður en ákvörðun verður tekin, hvernig Alþingi brást við stöðvun kísilversins á sínum tíma. Í desember 2017 samþykkti þingheimur beiðni 12 þingmanna um að ríkisendurskoðandi ynni skýrslu um aðdraganda að útgáfu starfsleyfisins til kísilverksmiðju Sameinaðs Sílikons hf. í Helguvík. Í maí 2018 var skýrslan birt og niðurstaða hennar er vægast sagt áfellisdómur yfir þeim ríkisstofnunum, sem höfðu aðkomu að málinu. Lögum breytt og tilskipanir innleiddar. Lagabreytingar voru samþykktar á Alþingi í kjölfar skýrslunnar. Nú eru komnar víðtækari heimildir í lögum, sbr. breytingu á

lögum um mat á umhverfisáhrifum fyrir Skipulagsstofnun og einnig fyrir Umhverfisstofnun með nýjustu breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Í báðum tilfellum gefa lagabreytingarnar stofnununum mun haldbetri heimildir og verklagsreglur til að vinna eftir og þá sérstaklega vegna væntanlegra afleiðinga eiturmengunarinnar frá kísilvinnslunni.

Ákvörðun um matsáætlun fyrir frummatsskýrslu. Í apríl 2019 lagði Skipulagsstofnun fram ákvörðun og álit sitt um matsáætlun fyrir endurbætur á kísilverksmiðjunni í Helguvík, vegna væntanlegrar frummatsskýrslu um starfsemi kísilversins, sem leggja þarf fram áður en hefja má reksturinn. Mörgum af þeim ávirðingum og ábendingum, sem koma fram hjá rík-

isendurskoðanda er sleppt í ákvörðun skipulagsstofnunar um atriði, sem eðlilegt er að Stakksberg geri grein fyrir í frummatsskýrslu sinni og þeir hafa ekki orð um í endanlegri tillögu að matsáætlun, þ.e. allt er eins og áður var. Skoðum nokkur augljós dæmi í skýrslu ríkisendurskoðunar‚ sem ekki er minnst á í ákvörðun Skipulagsstofnunar. Þó er vægi þeirra síst minna en t.d. ásýnd eða fráveita‚ sem er fjallað um og lögð áhersla á að gert sé grein fyrir í frummatsskýrslunni. Eðli og magn mengunarefnanna óþekkt. Alvarlegast er að engra svara er óskað‚ hvorki frá framkvæmdaraðila‚ né Umhverfisstofnun um hvaða eiturefni frá kísilverksmiðjunni urðu til þess að hún var stöðvuð. Ef farið er eftir laganna

hljóðan‚ á ekki að leyfa verksmiðjunni að hefja starfsemi‚ fyrr en vitað er hvaða eiturefni áttu í hlut. Nýr og hár strompur breytir engu um eðli og magn óþekktu mengunarefnanna. Ef hinsvegar verksmiðjan fær leyfi til að hefja framleiðslu aftur, án þessarar vitneskju, er ljóst að slakt verklag og óljósar starfsreglur ráða enn ríkjum hjá Skipulagsstofnun. Annað frá umvöndun ríkisendurskoðanda, sem bendir til þess sama, er að ekkert er minnst á kröfur um menntun eða þekkingu rekstraraðila, né um þjálfun starfsfólks eða iðnaðarleyfi eins og lög kveða á um, en öll þessi atriði eru nefnd í skýrslu ríkisendurskoðanda um hið slælega verklag og skipulagsleysi sem viðhafðist við fyrstu afgreiðslu starfsleyfis kísilversins.

Reykjanesbæ 21, október 2019, Tómas Láruson.

Mikael ráðinn til Njarðvíkur

Sigurður Steinar látinn

Stjórn knattspyrnudeildar Njarðvíkur og Mikael Nikulásson hafa komist að samkomulagi um að Mikael taki að sér þjálfun meistaraflokks Njarðvíkur í knattspyrnu karla til næstu tveggja ára. Njarðvík féll sem kunnugt er úr Inkasso-deildinni niður í 2. deild. Mikael starfaði við þjálfun hjá ÍH á árunum 2006 – 2010 ásamt því að leika með liðinu en Mikael lék einnig með liðum á borð við Fylki, Selfoss ogHuginn á árum áður. Mikael er knattspyrnuáhugamönnum kunnugur en hann hefur getið sér nafns í umfjöllun um íslenska knattspyrnu á liðnum árum. Samningur Mikaels og knattspyrnudeildar Njarðvíkur var undirritaður í aðalstöðvum Bílaútsölunnar í gærkvöldi.

Sigurður Steinar Ketilsson, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, lést á Landspítalanum 2. október eftir veikindi. Sigurður hætti sem skipherra hjá Gæslunni 13. Apríl 2018 eftir störf þar í hálfa öld. Víkurfréttir ræddu við Sigurð Steinar þegar hann kom við á varðskipinu Þór í Keflavíkurhöfn við það tækifæri. Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Sólveig Baldursdóttir. Þau eignuðust tvo syni, Baldur Óla og Ketil. Barnabörnin eru orðin fjögur. Sigurður Steinar lét sig ýmis mál á Suðurnesjum sig varða en hann er fæddur og uppalinn í Keflavík og átti rætur að rekja bæði í Hafnir og Sandgerði. Sigurður Steinar var meðal annars á kynningu um Jamestown strandið í Höfnum á síðustu Ljósanótt en hann var í stjórn Jamestown félagsins.

Minning

Haraldur Hafsteinn Ólafsson (Haddi)

Atlantsolía opnar nýja bensínstöð við Stapabraut

Fæddur 12. mars 1936, dáinn 6. október 2019 Hann Haddi vinur er fallinn frá og mig langar að minnast hans með nokkrum orðum. Ég kynntist Hadda fyrir fimmtán, tuttugu árum í gegnum getraunaleik Keflavíkur í K-húsinu við Hringbraut þar sem við félagarnir hittumst við að setja saman seðil í enska boltanum og myndaðist góð vinátta hjá okkur sem hélst allar götur síðan. Haddi var einstaklega hjálpsamur maður sama hvað maður bað um: „Ekki málið!“ var svarið og áður en byrjað var kom þetta einlæga: „SKO“. Hann sagði mér margar skemmtilegar sögur úr henni Keflavík í den. Ein var sú þegar hann og Guðfinnur heitinn Sigurvins lentu í einhverju þrasi sem guttar, sátu þeir á stein á Suðurgötunni og þrösuðu út í

Þöggun hjá þingheimi. Enginn þingmaður sýnist hafa rætt skýrslu Ríkisendurskoðunar á Alþingi, eftir að hún var birt (fann ekkert á vef Alþingis). Enginn vilji virðist vera fyrir hendi hjá þingmönnum til að kanna eða ræða það verklag opinberlega, sem nú er viðhaft við meðhöndlun umsóknar Stakksbergs um að hefja þennann rekstur aftur. Það er erfitt að átta sig á hvaða tilgang þessi rannsókn hafði, ef lítið eða ekkert mark er tekið á gagnrýni í skýrslunni, um að bæta þurfi verklag og starfsreglur við veitingu starfsleyfa. Engin breyting er sjáanleg frá fyrra verklagi. Þögnin hjá þingheimi er ærandi.

eitt. Annar sagði: „VÍST og hinn: „NEI“. Svona gekk þetta lengi og þeir tóku sér meira segja matarhlé og héldu svo áfram þessu þrasi. Haddi hló mikið þegar hann rifjaði þetta upp. Við vinirnir sátum oft í eldhúsinu á Lyngholti 13 og settum saman seðil í enska boltanum en nú hefur sá síðast verið settur saman. Ég mjög þakklátur fyrir að hafa kynnst Hadda. Ég þó mjög erfitt með að sætta mig við að hann sé farinn og söknuðurinn er mikill. Börn, tengdabörn, barnabörn og aðrir ættingjar og vinir, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Hvíl í friði kæri vinur, þín verður sárt saknað. Þinn vinur, Jón Ásgeir Þorkelsson.

Framtíðarstörf í boði!

Blikksmiðja ÁG við Vesturbraut óskar eftir að ráða starfsmenn til starfa við blikksmíði og almenna málmsmíði. Reynsla í blikksmíði eða annari málmsmíði er skilyrði. Umsóknir berist á skrifstofu eða á finnur@agblikk.is

Blikksmiðja

Ágústar Guðjónssonar ehf.

Atlantsolía hefur opnað nýja bensínstöð við Stapabraut í Innri-Njarðvík. Þetta er önnur stöðin sem olíufélagið opnar á Suðurnesjum en hin er við Njarðarbraut.

„Við erum mjög ánægð með að bæta við bensínstöð hér á Suðurnesjum. Á stöðinni við Stapabraut fá viðskiptavinir Atlantsolíu sömu afsláttarkjör með dælulyklinum

og á öðrum stöðvum,“ segir Rakel Björg Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Atlantsolíu. „Atlantsolía er eitt minnsta olíufélag landsins en hefur verið leiðandi í að bjóða upp á lægsta olíuverðið um land allt. Samkeppnin hefur aukist mikið síðustu ár en við stefnum alltaf að því að reyna að bjóða upp á bestu kjörin fyrir viðskiptavini okkar. Við erum sérstaklega ánægð með staðsetninguna á þessari nýju stöð en hún er á frábærum stað, í alfaraleið við Reykjanesbrautina og því auðvelt og fljótlegt að renna við á leiðinni í bæinn. Við erum spennt fyrir viðtökum íbúa á Suðurnesjunum og vonumst líka til að ná til ferðamanna sem eru á leið upp á flugvöll. Atlantsolía rekur nú 25 bensínstöðvar um allt land; átján á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og sjö á landsbyggðinni.

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM Samtök Andstæðinga stóriðju í Helguvík (ASH) héldu nýverið opinn fund um málefni kísilvera í Helguvík. Það var einhugur í íbúum og eftir að hafa fengið kynningu á störfum ASH síðustu misserin og hlustað á hvatningarorð Tómasar í Bláa hernum voru umræður um leiðir til að stöðva frekari gangsetningu kísilvera innan bæjarmarka og voru ýmsar hugmyndir viðraðar. Samtökin taka öllum þessum hugmyndum fagnandi og hyggjast berjast þar til yfir lýkur fyrir hreinu og ómenguðu andrúmslofti. Fundurinn samþykkti að eftirfarandi ályktun sem er áskorun til bæjaryfirvalda:

Ályktun um mengandi stóriðju í Helguvík Fjölmennur fundur Andstæðinga stóriðju í Helguvík þann 24. október 2019, ályktar að eftir allt sem á undan hefur gengið með United Silicon á iðnaðarsvæði hér innan bæjarmarka Reykjanesbæjar sé nú rík ástæða fyrir bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ að taka afstöðu með íbúum bæjarins og heilsu þeirra og standa gegn frekari gangsetningu kísilverksmiðja í bænum. Hvorki fagurgalar fjárfesta né hótanir um skaðabætur eiga að koma í veg fyrir að stjórn sveitarfélagsins gæti þess að loftgæði bæjarbúa verði ekki rýrð með risakolabrennslu sem kísilver eru. Meint skaðabótaskylda á að vera ásættanlegri reikningur en kostnaður vegna hrakandi heilsu bæjarbúa, barnanna okkar og barnabarna. Þegar Reykjanesbær er að auglýsa

sig sem heilsueflandi bæ þá gengur ekki annað en að banna alla starfsemi sem vinnur gegn heilsu bæjarbúa um leið. Við skorum á ykkur að taka slaginn. Á fundinum var líka rætt um það hvers vegna fjárfestar Arion banka, sem eru eigendur kísilverksmiðjunnar, séu svo siðlausir að bera ekki hag og heilsu bæjarbúa fyrir brjósti. Einnig kom fram hvernig hægt væri að leita aðstoðar til lögfræðinga innanlands sem erlendis til að verja þau sjálfsögðu mannréttindi að íbúar geti búið við heilnæmt umhverfi. Þá var líka talað um sprengihættuna þar sem lóð kísilverksmiðjunnar liggur við olíubirgðastöð flugvallasvæðisins. Stjórn ASH


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

Eigum ennþá séns á titlinum

fimmtudagur 31. október 2019 // 41. tbl. // 40. árg.

15

– segir Arnór Ingvi Traustason, leikmaður Malmö

„Við eigum ennþá séns á því að vinna titilinn. Við þurfum fyrst og fremst að klára okkar leik en við þurfum líka að treysta a fyrrum liðsfélaga í Norrköping til að vinna Djurgården,“ segir Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður og leikmaður sænska úrvalsdeildarliðsins Malmö í Svíþjóð. Arnór og félagar í Malmö eru í 2. sæti deildarinnar en lokaumferðin verður leikin um næstu helgi. Arnór segir í spjalli við Víkurfréttir að það sé búið að vera stíft leikjaplan að undanförnu og sér hafi gengið vel með liðinu. Arnór skoraði annað tveggja marka liðsins um síðustu helgi í 2:0 sigri. Malmö er einnig í eldlínunni í Evrópu­ deildinni. „Við unnum seinasta leik í

Evrópudeildinni og erum með 4 stig eftir 3 leiki. Við ætlum okkur upp úr þessum riðli svo það er ekkert annað í stöðunni en að vinna næsta leik.“ Arnór Ingvi á tvö ár eftir af samningi sínum hjá Malmö. „Bæði mér og fjöl­ skyldunni líður ótrúlega vel hérna,“ segir Suðurnesjamaðurinn sem lék knattspyrnu á yngri árum með Njarðvík og Keflavík. Það fjölgaði í

fjölskyldunni fyrr í sumar þegar hann og Andrea Röfn Jónasdóttir, unnusta hans, eignuðust litla dömu sem fékk nafnið Aþena Röfn. „Ég held öllu opnu en mun heldur ekki hoppa á hvað sem er. Ef ekkert áhuga­ vert kemur upp þá mun ég glaður vera áfram í Svíþjóð,“ segir Arnór Ingvi.

Keflvíkingar á siglingu Keflvíkingar eru á toppi Domino’s-deildar karla í körfubolta með KR en bæði lið hafa unnið fjóra fyrstu leiki tímabilsins. Keflavík vann öruggan sigur á bikarmeisturum Stjörnunnar og eru með hörkulið sem er til alls líklegt í vetur. Grindvíkingar höfðu betur í nágrannaslag við Njarðvík sem hafa verið heillum horfnir í upphafi móts. Þeir hafa fengið nýjan útlending sem heitir Kyle Williams og vonast til að hressast í baráttunni. Í Domino’s-deild kvenna eiga Keflavíkurstúlkur leik á miðvikudagskvöld gegn Skallagrími og Grindavík fer í Frostaskjól og keppir við KR. Nánar um kvennaleikina á vf.is. Í 1. deild kvenna eru Suðurnesjaliðin Keflavík og Grindavík með b-lið en Njarðvík er einnig með lið í deildinni. Keflavík vann Njarðvík um síðustu helgi en liðin eru í 3.–4. sæti en Keflavík hefur leikið einum leik færra. Grindavík-b hefur unnið einn leik en tapað einum.

Arnór Ingvi á fleygiferð í Svíþjóð.

Verkefnastjóri framtíðarþróunnar Kvikunnar Grindavíkurbær auglýsir 100% starf verkefnastjóra framtíðarþróunar Kvikunnar, auðlinda- og menningarhúss bæjarins, laust til umsóknar. Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs með möguleika á framtíðar­ ráðningu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega á árinu 2020. Frá því í vor hefur verið unnið að stefnumótun Kvikunnar. Næsta skref í þeirri vinnu er ráðning verkefnastjóra. Helstu verkefni:

Íslandsmótið í Taekwondo

• Áætlanagerð um þróun tækifæra í kjölfar stefnumótunar Kvikunnar • Verkefnastýring þeirra verkefna sem ákveðið verður að ráðast í þ.m.t. að hrinda í framkvæmd ýmsum menningartengdum verkefnum • Vinna að uppbyggingu á þjónustu við ferðamenn og þátttaka í stefnumótandi ákvörðunum • Tengslamyndun og þróun samskipta við starfsfólk Grindavíkurbæjar og atvinnulífið í Grindavík • Samstarf við hagaðila og vinna að auknu samstarfi fyrirtækja og stofnana • Halda utan um mælingar í tengslum við skilgreinda árangursmælikvarða

– Kristmundur bardagamaður mótsins

Íslandsmótið í Taekwondo fór fram um þarsíðustu helgi, á laugardegi var keppt í formum (Poomsae) og á sunnudegi var keppt í bardaga (Kyorugi) Lið Aftureldingar var sigursælasta lið mótsins og sigraði annað árið í röð, þar á undan höfðu Keflvík­ ingar hampað titlinum níu ár í röð. Kristmundur Gíslason úr Keflavík var valinn bardagamaður mótsins og Ísabella Speigh úr Björk var val­

inn bardagakona mótsins. Eyþór Atli Reynisson og Álfdís Freyja Hansdóttir, bæði úr Ármanni, voru valinn tæknikeppendur mótsins. Með tilkomu bættrar aðstöðu Tae­ kwondo-deildar Keflavíkur á síðasta ári hefur verið mikill uppgangur í íþróttinni. Aldrei hafa fleiri iðk­ endur verið í Taekwondo-deildinni og það er óhætt segja að það verði spennandi að fylgjast með árangri hennar á komandi árum.

Kristmundur Gíslason – gull og valinn bardagamaður mótsins Andri Sævar Arnarsson – gull, tvenn silfur og eitt brons Eyþór Jónsson – silfur Ágúst Kristinn Eðvarðsson – tvenn gull og tvenn silfur Jón Ágúst Jónsson – gull og brons Eryka Fanndís Gruxa – tvenn gull og silfur

Dagfríður Pétursdóttir – gull og brons Ylfa Vár Jóhannsdóttir – gull og brons Alexander Adolf Dungal – gull Alexandra Sveinfríður Margrét Matthíasdóttir – silfur og brons Karl Dúi Hermannsson – silfur og brons

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Árangur Keflvíkinga má sjá hér:

Menntunar- og hæfniskröfur:

• Menntun sem nýtist í starfi, háskólamenntun æskileg • Þekking á samfélagi og atvinnulífi í Grindavík kostur • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun • Reynsla sem nýtist í starfi • Geta til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku • Góðir hæfileikar til tengslamyndunar • Þjónustulund • Hæfni í mannlegum samskiptum • Geta unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði í starfi

Nánari upplýsingar um starfið veita Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda­ og menningarsviðs, á netfangið eggert@grindavik.is og Kristín María Birgisdóttir, upplýsinga­ og markaðsfulltrúi, á kristinmaria@grindavik.is Kynningarbréf ásamt ferilsskrá skal berast á ofangreind netföng eða í umslag merkt „Verkefnastjóri Kvikunnar“ í afgreiðslu bæjarskrifstofa, til og með 12. nóvember nk. en þá rennur umsóknarfrestur út.


facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

FRÁ SJÓNVARPI VÍKURFRÉTTA

LOKAORÐ

SUÐUR MEÐ SJÓ

MUNDI Hver elskar ekki þennan endalausa farsa sem Reykjanesbær býður upp á?

Ingu Birnu Ragnarsdóttur

Leikhús Ég elska að fara í leikhús og á tónleika, geri meira að segja talsvert mikið af því. Hef verið nokkuð dugleg að fara á leiksýningar sem áhugaleikhúsið Frumleikhúsið í Reykjanesbæ hefur sett upp undanfarið. Þvílík vinna. Þvílík ástríða. Á einmitt vinkonu sem hefur eytt ófáum klukkustundum við æfingar fyrir uppsetningar á leikverkum í fyrrnefndu leikhúsi. Dugnaðarforkar allt og til háborinnar fyrirmyndar!

4. nóvember kl. 21:30 verður Una Steinsdóttir gestur

SUÐUR MEÐ SJÓ SUÐUR MEÐ SJÓ

MÁNUDAGA KL. 21:30 Sigurður Ingvarsson verður gestur SUÐUR MEÐ SJÓ 11. nóvember

HRINGBRAUT OG VF.IS

Viðtölin við Ingu Karlsdóttur og Axel Jónsson úr fyrstu þáttum haustsins eru á vf.is

SUÐUR MEÐ SJÓ SUÐUR MEÐ SJÓ

Í HLAÐVARPI VÍKURFRÉTTA

Af einhverjum ástæðum hef ég átt meira erindi í Borgarleikhúsið en Þjóðleikhúsið undanfarin ár. Verkin sem hafa verið sett upp þar höfða meira til mín og flest sem ég hef séð verið frábær í alla staði. Metnaðurinn leynir sér ekki, mikið lagt í sviðsmynd og leikararnir sem við eigum eru fáránlega miklir snillingar. Leikritið Sex í sveit sem ég fór á síðast var áður sett upp á Íslandi fyrir um tuttugu árum síðan, ég sá það einmitt líka þá. Í þetta skipti er leikritinu leikstýrt og staðfært af okkar ástsæla Gísla Rúnari. Ég er enginn Jón Viðar, en það var margt sem sat í mér eftir þessa veislu. Leikritið var fyndið, þrátt fyrir að ég sé enginn sérstakur aðdáandi farsa. Ég og maðurinn minn hlógum mikið og leikararnir fóru allir á kostum og gleðin skein úr andlitum þeirra. Þegar út í bíl var komið vottaði samt sem áður fyrir örlítilli sorg hjá mér. Ég gat ekki sett fingur á hvað það var en í umræðum við manninn minn komst ég að því að ég þurfti að spyrja mig að því hvort mig hafi dreymt „metoo“-byltinguna eða hvort hún hafi raunverulega átt sér stað. Leikstjórinn er jú kominn vel á aldur og hann gæti hafa gleymt því hvert við erum komin varðandi staðalímyndir og kyngeringu kvenna. Ein af leikkonum sýningarinnar var nefnilega næstum á nærfötum einum klæða alla sýninguna. Stórglæsileg stúlka og fáránlega efnileg leikkona. Ég átta mig hreinlega ekki á af hverju hún þurfti að vera svo fáklædd. Það bætti engu við sýninguna og satt best að segja fannst mér þetta draga hennar hlutverk niður um nokkur þrep í gæðum. Dóttir mín er að læra leiklist í LHÍ og ég ræddi við hana hvort þetta viðgengist ennþá í leiklistinni, að konur væru gerðar að kynverum frekar en að leyfa hæfileikum þeirra að njóta sín til fulls á sama hátt og karlanna. Sem betur er það ekki svo og innan LHÍ er mikil meðvitund um þessa tilhneigingu sem hefur tíðkast gagnvart kvenkyns leikkonum. Auðvitað er ég fullviss um það að metoo-byltingin skili sér til næstu kynslóða leikstjóra og leikara sem munu rétta úr þessari villu, eins og með svo margt annað sem komandi kynslóðir munu þurfa að leiðrétta.

má sjá á Hringbraut, vf.is og í kapalsjónvarpinu í Reykjanesbæ. Allt efni þáttanna er einnig á Youtube- og Facebook-síðum Víkurfrétta.

Suðurnesjamagasín er svo öll fimmtudagskvöld kl. 20:30

AUGLÝSINGASÍMI

421 0001

Profile for Víkurfréttir ehf

Víkurfréttir 41. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 41. tbl. 2019

Víkurfréttir 41. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 41. tbl. 2019