magasín SUÐURNESJA
Hafmeyjur á Garðskaga
Háhraða internet og hágæða sjónvarp EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER ENGIR AUKAREIKNINGAR frá 7.490 kr/mán.
Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding F I M M T U D A G S K V Ö L D K L . 2 0 : 3 0 Á H R I N G B R A U T O G V F. I S
fimmtudagur 10. október 2019 // 38. tbl. // 40. árg.
Vilja fjölga námsplássum Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Suðurkjördæmis, hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um stefnumótun og framtíðarskipulag náms á framhaldsskólastigi á Suðurnesjum. Auk Silju Daggar eru Páll Magnússon, Birgir Þórarinsson, Ásmundur Friðriksson, Ari Trausti Guðmundsson, Oddný G. Harðardóttir, Karl Gauti Hjaltason, Vilhjálmur Árnason og Smári McCarthy flutningsmenn tillögunnar. Fastur! Þessi gerði sér ekki grein fyrir því hversu hár hann var. VF-mynd: Hilmar Bragi
Sat fastur með pallhýsið á bensínstöðinni Sum ferðalög fara öðruvísi en ætlað var. Ferðafólk á Ford pallbíl með pallhýsi sat fast á bensínstöð Olís á Básnum í Keflavík um síðustu helgi. Bílnum hafði verið ekið með pallhýsið undir þak sem skýldi eldsneytisdælunum. Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist. Starfsfólkið á Básnum hefur eiginlega ekki tölu á því lengur hversu oft atvik eins og þetta gerist. Lausnin að þessu sinni var að hleypa lofti úr hjólbörðum þangað til pallhýsið losnaði frá þakinu.
Ók út og suður hristandi próteindrykk Lögreglumenn á Suðurnesjum veittu bifreið athygli þar sem henni var vægast sagt ekið undarlega. Hún var stöðvuð til að athuga með ástand ökumanns. Hann reyndist í góðu lagi en kvaðst hafa verið að hrista próteindrykk sinn hressilega. Var viðkomandi vinsamlegast beðinn um að aka varlega framvegis og hrista ekki drykki sína á ferð.
Kroppað í Innri Njarðvík VÍKURFRÉTTAMYND: PÁLL KETILSSON
Finnur Beck settur forstjóri HS Orku Stjórn HS Orku hf. hefur falið Finni Beck, lögfræðingi félagsins, að gegna stöðu forstjóra tímabundið þar til nýr hefur verður ráðinn. Staða forstjóra HS Orku var sem kunnugt er auglýst til umsóknar í byrjun september. Ráðningarferli stendur yfir og er gert ráð fyrir að því ljúki á næstu vikum. Ásgeir Margeirsson, fráfarandi forstjóri, óskaði eftir að flýta áður ákveðnum starfslokum og lét hann formlega af störfum í síðustu viku Finnur Beck hefur starfað sem aðallögfræðingur HS
Tveir sviptir á staðnum Lögreglumenn voru með hraðamælingar á Ásbrú í síðustu viku. Fylgst var sérstaklega með umferð um Skógarbraut en þar er meðal annars leikskóli og íbúðabyggð. Á svæðinu gildir 30 km hámarkshraði. Alls voru 18 ökumenn stöðvaðir og kærðir fyrir of hraðan akstur. Af þeim voru tveir sviptir ökuréttindum á staðnum en þeir óku á 64 og 66 km hraða. Þá voru aðrir tveir einnig grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og einn undir áhrifum áfengis. Flestir þeirra hinna ákærðu voru ýmist íbúar á svæðinu eða foreldrar að sækja börn í leikskóla. „Þessi niðurstaða er algjörlega óviðunandi og eru ökumenn minntir
á að virða reglur um hámarkshraða,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Lögreglan á Suðurnesjum mun halda uppi frekara eftirliti við skóla og leikskóla á næstunni.
Orku frá árinu 2015 en var þar áður starfandi héraðsdómslögmaður og einn eigenda á Landslögum lögmannsstofu. Finnur útskrifaðist með ML gráðu úr lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 en hann er jafnframt með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands.
Í tillögunni segir: „Alþingi ályktar að fela mennta- og menningarmálaráðherra að skipa starfshóp um stefnumótun náms á framhaldsskólastigi á Suðurnesjum. Hópnum verði falið að kanna hvernig best megi fjölga námsplássum á svæðinu með hliðsjón af fólksfjölgun og fjölbreyttum menningarlegum bakgrunni íbúa og auka framboð námsleiða m.a. á sviði tækni og nýsköpunar sem og að tryggja rekstur náms á framhaldsskólastigi á Suðurnesjum til framtíðar. Hópurinn leggur einnig fram tillögu að framtíðaruppbyggingu Fjölbrautaskóla Suðurnesja og skoði í samvinnu við sveitarfélögin á Suðurnesjum hvort breyta þurfa staðsetningu hans með tilliti til stækkunarmöguleika og aðgengis. Ráðherra kynni Alþingi niðurstöður starfshópsins eigi síðar en í júní 2020.“ Tillaga þingmannanna er á svipuðum nótum og ályktun frá aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum um miðjan september en aðalfundur SSS harmar viðvarandi skekkju á fjárframlögum til ríkisstofnanna á Suðurnesjum. Þetta birtist ekki síst í framlögum til menntastofnanna á svæðinu sem mega sætta sig við mun lægri framlög en sambærilegar stofnanir. Í greinargerð þingsályktunarinnar segir m.a.: „Fjölgun landsmanna undanfarin ár hefur verið hlutfallslega mest á Suðurnesjum og langt umfram meðalfólksfjölgun í land-
inu. Á árinu 2018 fjölgaði íbúum á Suðurnesjum um 5,2% en árið 2017 var fólksfjölgunin um 7,4% árið 2017. Samsetning íbúa á Suðurnesjum er einnig ólík því sem gerist í öðrum landshlutum þar sem fjórðungur íbúa er af erlendu bergi brotinn. Menntunarmöguleikar þurfa að endurspegla þörfina og það fjölbreytta samfélag sem þrífst á Suðurnesjum. Annað atriði sem taka þarf tillit til við skipulag náms á framhaldsskólastigi á svæðinu er hátt hlutfall vaktavinnufólks. Fjölbreyttar námsleiðir og sveigjanlegar kennsluaðferðir verða að vera í boði fyrir þann hóp, bæði fyrir framhaldsmenntun og símenntun. Mikil uppbygging hefur verið í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, FS, undanfarin ár og eru áform um frekari uppbyggingu skólans á næstu árum. Aðsókn í skólann er mikil og ljóst að hún mun aukast enn meira á næstu árum og áratugum. Vandséð er hversu mikið skólinn getur stækkað á þeim stað sem hann er á núna og líta þarf til framtíðar með það í huga hvar nám á framhaldsskólastigi á Suðurnesjum sé best staðsett. Rétt er að líta til framtíðarskipulags sveitarfélaga á Suðurnesjum í þeirri vinnu og leitast við að hafa skólann miðsvæðis bæði með tilliti til almenningssamgangna og stækkunarmöguleika til næstu áratuga. Tryggja þarf að fjárheimildir skólans séu í samræmi við íbúafjölda.“ n Nánar má lesa um málið á vf.is.
Combo tilboð Opnum snemma lokum seint
189 kr/stk
Amerískur kleinuhringur & epla Svali
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002