__MAIN_TEXT__

Page 1

magasín SUÐURNESJA

Hafmeyjur á Garðskaga

Háhraða internet og hágæða sjónvarp EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER ENGIR AUKAREIKNINGAR frá 7.490 kr/mán.

Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding F I M M T U D A G S K V Ö L D K L . 2 0 : 3 0 Á H R I N G B R A U T O G V F. I S

fimmtudagur 10. október 2019 // 38. tbl. // 40. árg.

Vilja fjölga námsplássum Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Suðurkjördæmis, hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um stefnumótun og framtíðarskipulag náms á framhaldsskólastigi á Suðurnesjum. Auk Silju Daggar eru Páll Magnússon, Birgir Þórarinsson, Ásmundur Friðriksson, Ari Trausti Guðmundsson, Oddný G. Harðardóttir, Karl Gauti Hjaltason, Vilhjálmur Árnason og Smári McCarthy flutningsmenn tillögunnar. Fastur! Þessi gerði sér ekki grein fyrir því hversu hár hann var. VF-mynd: Hilmar Bragi

Sat fastur með pallhýsið á bensínstöðinni Sum ferðalög fara öðruvísi en ætlað var. Ferðafólk á Ford pallbíl með pallhýsi sat fast á bensínstöð Olís á Básnum í Keflavík um síðustu helgi. Bílnum hafði verið ekið með pallhýsið undir þak sem skýldi eldsneytisdælunum. Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist. Starfsfólkið á Básnum hefur eiginlega ekki tölu á því lengur hversu oft atvik eins og þetta gerist. Lausnin að þessu sinni var að hleypa lofti úr hjólbörðum þangað til pallhýsið losnaði frá þakinu.

Ók út og suður hristandi próteindrykk Lögreglumenn á Suðurnesjum veittu bifreið athygli þar sem henni var vægast sagt ekið undarlega. Hún var stöðvuð til að athuga með ástand ökumanns. Hann reyndist í góðu lagi en kvaðst hafa verið að hrista próteindrykk sinn hressilega. Var viðkomandi vinsamlegast beðinn um að aka varlega framvegis og hrista ekki drykki sína á ferð.

Kroppað í Innri Njarðvík VÍKURFRÉTTAMYND: PÁLL KETILSSON

Finnur Beck settur forstjóri HS Orku Stjórn HS Orku hf. hefur falið Finni Beck, lögfræðingi félagsins, að gegna stöðu forstjóra tímabundið þar til nýr hefur verður ráðinn. Staða forstjóra HS Orku var sem kunnugt er auglýst til umsóknar í byrjun september. Ráðningarferli stendur yfir og er gert ráð fyrir að því ljúki á næstu vikum. Ásgeir Margeirsson, fráfarandi forstjóri, óskaði eftir að flýta áður ákveðnum starfslokum og lét hann formlega af störfum í síðustu viku Finnur Beck hefur starfað sem aðallögfræðingur HS

Tveir sviptir á staðnum Lögreglumenn voru með hraðamælingar á Ásbrú í síðustu viku. Fylgst var sérstaklega með umferð um Skógarbraut en þar er meðal annars leikskóli og íbúðabyggð. Á svæðinu gildir 30 km hámarkshraði. Alls voru 18 ökumenn stöðvaðir og kærðir fyrir of hraðan akstur. Af þeim voru tveir sviptir ökuréttindum á staðnum en þeir óku á 64 og 66 km hraða. Þá voru aðrir tveir einnig grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og einn undir áhrifum áfengis. Flestir þeirra hinna ákærðu voru ýmist íbúar á svæðinu eða foreldrar að sækja börn í leikskóla. „Þessi niðurstaða er algjörlega óviðunandi og eru ökumenn minntir

á að virða reglur um hámarkshraða,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Lögreglan á Suðurnesjum mun halda uppi frekara eftirliti við skóla og leikskóla á næstunni.

Orku frá árinu 2015 en var þar áður starfandi héraðsdómslögmaður og einn eigenda á Landslögum lögmannsstofu. Finnur útskrifaðist með ML gráðu úr lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 en hann er jafnframt með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands.

Í tillögunni segir: „Alþingi ályktar að fela mennta- og menningarmálaráðherra að skipa starfshóp um stefnumótun náms á framhaldsskólastigi á Suðurnesjum. Hópnum verði falið að kanna hvernig best megi fjölga námsplássum á svæðinu með hliðsjón af fólksfjölgun og fjölbreyttum menningarlegum bakgrunni íbúa og auka framboð námsleiða m.a. á sviði tækni og nýsköpunar sem og að tryggja rekstur náms á framhaldsskólastigi á Suðurnesjum til framtíðar. Hópurinn leggur einnig fram tillögu að framtíðaruppbyggingu Fjölbrautaskóla Suðurnesja og skoði í samvinnu við sveitarfélögin á Suðurnesjum hvort breyta þurfa staðsetningu hans með tilliti til stækkunarmöguleika og aðgengis. Ráðherra kynni Alþingi niðurstöður starfshópsins eigi síðar en í júní 2020.“ Tillaga þingmannanna er á svipuðum nótum og ályktun frá aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum um miðjan september en aðalfundur SSS harmar viðvarandi skekkju á fjárframlögum til ríkisstofnanna á Suðurnesjum. Þetta birtist ekki síst í framlögum til menntastofnanna á svæðinu sem mega sætta sig við mun lægri framlög en sambærilegar stofnanir. Í greinargerð þingsályktunarinnar segir m.a.: „Fjölgun landsmanna undanfarin ár hefur verið hlutfallslega mest á Suðurnesjum og langt umfram meðalfólksfjölgun í land-

inu. Á árinu 2018 fjölgaði íbúum á Suðurnesjum um 5,2% en árið 2017 var fólksfjölgunin um 7,4% árið 2017. Samsetning íbúa á Suðurnesjum er einnig ólík því sem gerist í öðrum landshlutum þar sem fjórðungur íbúa er af erlendu bergi brotinn. Menntunarmöguleikar þurfa að endurspegla þörfina og það fjölbreytta samfélag sem þrífst á Suðurnesjum. Annað atriði sem taka þarf tillit til við skipulag náms á framhaldsskólastigi á svæðinu er hátt hlutfall vaktavinnufólks. Fjölbreyttar námsleiðir og sveigjanlegar kennsluaðferðir verða að vera í boði fyrir þann hóp, bæði fyrir framhaldsmenntun og símenntun. Mikil uppbygging hefur verið í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, FS, undanfarin ár og eru áform um frekari uppbyggingu skólans á næstu árum. Aðsókn í skólann er mikil og ljóst að hún mun aukast enn meira á næstu árum og áratugum. Vandséð er hversu mikið skólinn getur stækkað á þeim stað sem hann er á núna og líta þarf til framtíðar með það í huga hvar nám á framhaldsskólastigi á Suðurnesjum sé best staðsett. Rétt er að líta til framtíðarskipulags sveitarfélaga á Suðurnesjum í þeirri vinnu og leitast við að hafa skólann miðsvæðis bæði með tilliti til almenningssamgangna og stækkunarmöguleika til næstu áratuga. Tryggja þarf að fjárheimildir skólans séu í samræmi við íbúafjölda.“ n Nánar má lesa um málið á vf.is.

Combo tilboð Opnum snemma lokum seint

189 kr/stk

Amerískur kleinuhringur & epla Svali

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 10. október 2019 // 38. tbl. // 40. árg.

Rými séu miðuð við sex deilda leikskóla Fræðslunefnd Grindavíkur telur mikilvægt að öll stoðrými, fataherbergi barna, rými starfsmanna og matsalur verði þannig að þau anni sex deilda leikskóla ef þörf verður á í nýjum leikskóla í Grindavík. Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar, gerði grein fyrir vinnu bygginganefndar Grunnskóla og kynnti teikningar af nýjum leikskóla norðan Hópsbrautar í Grindavík á síðasta fundi nefndarinnar.

Það var hálfgerð örtröð í flugstöðinni um tíma sl. föstudag.VF-myndir: Hilmar Bragi

Starfsfólk Isavia kom fyrir stólum svo hvíla mætti lúin bein á meðan beðið var.

Strandaglópar í óveðri á Keflavíkurflugvelli Það var í nógu að snúast í og við Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðdegis á föstudag. Um 1800 manns urðu strandaglópar á Keflavíkurflugvelli vegna óveðurs sem geisaði en fresta varð öllum brottförum frá flugvellinum vegna veðurs. Flugvélar sem lent höfðu á flugvellinum komust heldur ekki að landgöngum og þurftu fjölmargir farþegar að bíða í flugvélunum í þó nokkurn tíma þar til hægt var að koma þeim frá borði og inn í flugstöðina. Starfsfólk í flugafgreiðslu og hjá Isavia lagði mikið á sig til að sinna strandaglópunum en þegar ljóst var að öllu

flugi frá Keflavíkurflugvelli var aflýst þurfti að koma farþegum í næturgistingu. Gisting á Suðurnesjum og

á höfuðborgarsvæðinu varð fljótlega uppseld og þurfti að koma farþegum í gistingu upp í Borgarfjörð og austur um allt Suðurland. Farþegar voru pollrólegir og höfðu mikinn skilning á náttúruöflunum. Það tók þó sinn tíma að greiða úr vandanum. Einhverjir voru þó áfram í flugstöðinni og biðu eftir að opnaðist fyrir flug að nýju.

Ekki er hægt að nota landgöngubrýr þegar vindhraði fer yfir 26 metra á sekúndu eða 50 hnúta. Vindur á Keflavíkurflugvelli fór yfir 31 metra á sekúndu í verstu hviðunum. Flugvélum var snúið upp í vindinn og síðan færðar í skjól ein af annarri til að afferma þær þar sem stigabílar eru notaðir til að koma farþegum frá borði.

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR

SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

Ferðu ennþá í bankann eða notarðu meira heimabanka? Halldóra Guðrún Jóhannsdóttir:

Jóhann Júlíusson og Sigurður Gunnarsson frá Rafholti, Haukur Hauksson, íbúi Grjótási 5, og Ásgrímur Stefánsson frá Rafholti daginn sem þúsundasta ljósleiðaratengingin átti sér stað í Reykjanesbæ. VF-mynd: Hilmar Bragi

1000 heimili í Reykjanesbæ með ljósleiðara frá Mílu Þúsundasta heimilið í Reykjanesbæ hefur verið tengt ljósleiðara Mílu. Það eru íbúar að Grjótási 5 sem fengu þann heiður að fá þúsundustu tenginguna.

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Marta Eiríksdóttir, sími 857 8445, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@ vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Undirbúningur er farinn vel af stað og vinnur hópur sjálfboðaliða að hugmyndavinnu, undirbúningi og framkvæmd. Enn er pláss fyrir fleiri sjálfboðaliða. Áhersla ársins í ár eru persónulegar sögur og vinátta. Sem dæmi geta sjálfboðaliðar komið að því að gera mat fyrir pólskan götumarkað og/eða tekið þátt í listsýningu með því að deila persónulegu sögu sinni . Áhugasamir eru hvattir til þess að hafa samband við Hilmu Hólmfríði Sigurðardóttur, verkefnastjóra fjölmenningamála, s. 421 6700, hilma.h.sigurdardottir@reykjanesbaer.is eða Katarzyna Calicki, sem vinnur að hátíðinni í samstarfi við Reykjanesbæ, calicka.k@gmail.com.

SPURNING VIKUNNAR

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM

Pólsk menningarhátíð í Reykjanesbæ haldin 9. nóvember

Það er fyrirtækið Rafholt sem annast ljósleiðaratengingar fyrir Mílu í Reykjanesbæ og starfsmenn fyrirtækisins mættu með meira en ljósleiðara í Grjótásinn, því heimilisfólk fékk einnig myndarlegan blómvönd á þessum tímamótum. Rafholt tengdi fyrstu ljósleiðaratenginguna hjá Mílu í heimahús á Suðurnesjum í október árið 2017. Ljósleiðaratengingar fóru rólega af

stað í byrjun en um vorið 2018 var allt komið á fullt og Rafholt er í dag að tengja 70 til 100 heimili á mánuði. Þúsundasta tenginginn var svo framkvæmd 26. september sl. Míla er búin að ljósleiðaravæða 15-20% af Reykjanesbæ og stefnir á að klára að ljósleiðaravæða bæinn á næstu tveimur til þremur árum í samstarfi við Gagnaveituna.

Heilsuefling Janusar til Grindavíkur Drög að samstarfssamningi við Janus heilsueflingu um heilsueflingu fyrir eldri aldurshópa í Grindavík voru lögð fyrir á síðasta fundi bæjarráðs Grindavíkur. Fjölþætt heilsuefling

65+ í Grindavík - Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa var þar til afgreiðslu. Bæjarráð Grindavíkur samþykkti að vísa erindinu til vinnunnar við fjárhagsáætlun næsta árs.

„Ég nota miklu meira heimabanka en ég fer í bankann þegar ég þarf að kaupa gjaldeyri.“

Jón Eyberg Helgason:

„Ég nota mestmegnis heimabankann en þegar ég var að kaupa hús þá fór ég í bankann sjálfan til að fá lán.“

Rúnar Ingi Erlingsson og Harper Eyja Rúnarsdóttir:

„Ég nota heimabankann og appið í símanum. Stundum hringi ég í þjónustufulltrúann minn en ég fer bara í eigin persónu ef ég þarf að taka lán hjá bankanum.“

Vukosava Rakel Hrkalovic:

„Ég nota heimabankann en fer í bankann ef mig vantar pappíra vegna fasteignakaupa og til að fá lán.“


30 ÁRA

AFMÆLISTILBOÐ NETTÓ

Hamborgarhryggur Kjötsel

998

KR/KG

ÁÐUR: 1.535 KR/KG

30

-35%

-30%

Laufabrauð

ÁRA VERÐ

979

ÁÐUR: 1.398 KR/PK

ÁÐUR: 2.898 KR/KG

KR/KG

ÁÐUR: 1.898 KR/KG

KR/KG

-43%

-20%

2.318

-21%

1.499

KR/PK

Lambalærissneiðar 1. flokkur

Grísapurusteik Beinlaus

Pepsi og Appelsín 500 ml

-57%

69

KR/STK

ÁÐUR: 159 KR/STK

afsláttur Barnadagar af20% völdum barnavörum

AFMÆLIS SPRENGJA!

Kalkúnabringur Erlendar

1.481

KR/KG

ÁÐUR: 2.599 KR/KG

-20%

-31%

Appelsínur

128

KR/KG

ÁÐUR: 255 KR/KG

-50%

Ítalskt Filonebrauð 635 gr

289

KR/STK

ÁÐUR: 419 KR/STK

Tilboðin gilda 10. - 13. október

Í 30 ÁR 1989 - 2019

Lægra verð – léttari innkaup

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

ÓDÝRAST Á NETINU Í VEFVERSLUN NETTÓ* *Skv. könnun Fréttablaðsins


4

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 10. október 2019 // 38. tbl. // 40. árg.

Bílasalinn

sem festist í sumarstarfinu

Ég trúi því og er stoltur af því að vera að selja þetta vörumerki og er með mjög góða reynslu af því ...

„Ég trúi því algerlega sjálfur að þetta sé besti framleiðandi sem til er. Ég trúi því og er stoltur af því að vera að selja þetta vörumerki og er með mjög góða reynslu af því.“

❱❱ Ævar Ingólfsson hefur selt

Toyota bíla í 33 ár á Suðurnesjum

❱❱ Segir mikla breytingu hafa

orðið í bílasölu en að enn sé þó nokkuð í frekari rafbílavæðingu

Enn nokkuð í rafmagnið

Ævar greip lyklakippu og við settumst inn í nýjan dimmrauðan RAV4 jeppling sem er ein vinsælasta gerðin hjá Toyota um þessar mundir. Ævar segir okkur það þegar við komum okkur fyrir í bílnum að það séu ansi fáir sem spyrji um svokallaða „sedan“ bíla sem var hinn dæmigerði fjölskyldubíll á árum árum. Þeir eru þó ennþá til. En hvað segir hann um allt þetta rafmagn í bílum? „Toyota er að leggja ofuráherslu á Hybrid og byrjaði að framleiða Prius árið 1998. Síðan hefur verið stöðug aukning í því. Mengun bíla hefur minnkað mjög mikið. Til dæmis mengar 20 ára gamall dísiljeppi eins og 50 jeppar í dag. Það er mikil þróun og sérstaklega í því að minnka útblástur. Toyota segir að árið 2030 verði framleiðslan 20% rafmagnsbílar og 65% hybrid bílar. Ef það ætti að rafmagnsbílavæða alla Evrópu þyrfti að byggja 27 kjarnorkuver til að framleiða rafmagn þó það sé til meira rafmagn á Íslandi. Þannig að málið er þetta hybrid sem er blanda af bensíni og rafmagni. En á næstu árum heldur þróunin áfram og við erum líka að tala um vetni og metan sem aflgjafa.

Staðan er einfaldlega þannig að rafmagnsbíll er í flestum tilfellum bara góður kostur í bíl númer tvö hjá fjölskyldunni. Innviðir á Íslandi eru ekki nægilega sterkir enn sem komið er og eins komast rafbílar takmarkaða vegalengd. Fólk spyr samt helling um þetta en blendingsbílar eða tvíorkubíll (hybrid) er eins og er mjög góður kostur. Bensíneyðsla er mjög lág og vélarnar kraftmiklar og menga lítið.“

Draumastarfið sá hann í VF-auglýsingu

Ævar starfaði áður en hann gerðist bílasali sem símsmiður hjá Pósti og síma og var helling á Keflavíkurflugvelli við slík störf. Það var í raun tilviljun að hann endaði sem bílasali þó svo ekki sé hægt að segja að það hafi vantað bíladellu í okkar mann, þá um tvítugt. „Ég sá auglýsingu frá Bílasölu Brynleifs í Víkurfréttum, en ekki hvar..(hlær) og ég ákvað að sækja um. Var ráðinn og hef ekki hætt síðan. Starfaði hjá Brynleifi Jóhannessyni heitnum í nokkur ár áður en ég keypti af honum bílasöluna sem þá var með umboð fyrir Toyota á Suðurnesjum. Árið 1998 urðu tímamót hjá mér þegar við opnuðum bílasöluna

Skyndibiti í Reykjanesbæ

í nýju húsnæði á Fitjum í Njarðvík. Byrjuðum nýtt ár 5. janúar á nýja staðnum og höfum verið þar í rétt rúma tvo áratugi. Starfsemin hefur gengið vel en auðvitað líka í bylgjum. Við höfðum lítið fyrir því að selja bíla í góðærinu fyrir bankahrun og þá fóru margir bílar út með 100% lán á bakinu. Eigendur fengu það í bakið í hruninu og næstu ár á eftir voru erfið. Með aukningu í ferðaþjónustunni hefur okkur vaxið fiskur um hrygg. Selt marga bíla til bílaleiga á Suðurnesjum og eins hafa einstaklingar og fjölskyldur verið að endurnýja á undanförnum árum.“ Hvernig breyting varð eftir hrun? „Nærri helmingur kaupenda í dag eru að nýta sér bílalán þannig að í dag á fólk meira í bílunum og mjög algengt er að það eigi um helming í bílnum sínum. Það er auðvelt að fá bílalán í dag en þrátt fyrir það eru vanskil mjög lítil, þekkjast varla.“ Þetta var ekki svona auðvelt í gamla daga? „Nei, menn þurftu að fara í bankann og slá lán. Margir tóku víxil, eitthvað sem núverandi kynslóð veit varla hvað þýðir,“ segir Ævar og nefnir það að fyrir þrjátíu árum hafi verið dýrt að slá lán og vextir í hæstu hæðum. „Vextir voru í kringum 30% árið

Einn vinsælasti og best búni skyndibitastaður Suðurnesja er til sölu. Fyrirtækið er rekið í eigin húsnæði og er með alhliða veitingasölu með eina best búnu og söluhæstu ísbúð á landinu. Staðurinn býður að auki pizzur, pylsur, lokur, fiskrétti og hamborgara. Á staðnum er stór nammibar, lottóvél og spilasalur Íslandsspila. Bílalúgur og útisvæði eru vinsælir og endurnýjuð nýlega. Eldhústæki og innréttingar sem notað er við reksturinn hafa verið endurnýjuð mikið, þannig að endurnýjunarþörf er lítil. Nýlega var afgreiðslu- og veitingasvæði endurnýjað með ryðfríustáli og öðrum gæðaefnum. Mjög góð afkoma hefur verið af starfseminni. Frekari upplýsingar veita Thomas og Haukur Ráðgjafar / eigendur Haukur Þór Hauksson, Rekstrarhagfræðingur, MBA Gsm. 8939855 Thomas Möller, Hagverkfræðingur, MBA Gsm. 8939370

Séð yfir Toyota Reykjanesbæ á Fitjum. Tjarnargata 4, 3. hæð | Sími 546 1100 | investis@investis.is | www.investis.is

VIÐTAL

„Ég var með bíladellu og sótti um sem bílasali í sumarstarfi hjá Bílasölu Brynleifs vorið 1986 og er enn að,“ segir Ævar Ingólfsson hjá Toyota Reykjanesbæ en kappinn er kominn á fjórða áratuginn sem bílasali. Nú rekur hann bílasölu, þjónustuverkstæði og bónstöð á Fitjum í Njarðvík. Hann er brattur eins og alltaf, léttur í lundu og Víkurfréttir buðu honum á rúntinn. Í nýrri Toyota, auðvitað, sem hann fékk að velja.

Páll Ketilsson pket@vf.is

1986. Þeir sem tala um háa vexti í dag ættu að rifja það upp. Auðvitað mættu vextir vera enn lægri en þetta var svakalegt á þessum tíma.“ Hefur bílasala breyst mikið, svona almennt? „Já, mjög mikið og margt í starfseminni. Ég man þegar ég var að byrja var tölvan ekki komin til leiks og þá voru allir bílar skráðir á lítil handskrifuð spjöld. Svo mættu menn á bílasöluna og flettu spjöldunum sem var raðað upp í stafrófsröð. Önnur skemmtileg minning er hvernig við bílasalar nálguðumst kaupendur. Þá var farsíminn ekki kominn til sögunnar og því þurfti að hringja í fólk í hádeginu eða eftir vinnutíma. Hugsanlega mátti hringja í vinnusíma og þá var hringt til baka í kaffitímanum. Í dag er þetta mikið breytt og auðvelt að ná í fólk. Þá er netið komið sterkt inn. Það eru allir bílar á netinu í dag og við seljum mikið þannig. Þá er öryggi líka miklu meira núna. Skráning er allt önnur. Við sjáum feril bíla, veðbönd og annað sem var erfitt að finna í þá daga. Þannig að öryggið er miklu meira núna en var áður. Nú hefurðu selt Toyota bíla á fjórða áratug en líka notaða bíla af öðrum gerðum. Hvernig er að vera bara með eitt vörumerki og treysta á það?

En eru bílar betri í dag en þegar þú varst að byrja í bransanum? „Já, og mikill munur þar á. Bílar eru framleiddir í dag til að endast miklu lengur en áður var og því er allt í lagi að vera með langa fjármögnun. Það eru sumir hræddir við að taka bílalán í sjö ár en út frá gæðum bíla þá er það ekkert mál. Mætti vera lengra þess vegna. Toyota er t.d. með tólf ára ryðvarnarábyrgð og sjö ára ábyrgð eða upp í 200 þúsund kílómetra.“

Margir traustir viðskiptavinir

Ævar segir að hann sé með marga trausta viðskiptavini sem kaupa Toyota. Einn af vinsælum gerðum er t.d. Toyota Land Cruiser jeppinn. „Hugsaðu þér til dæmis með hann. Eyðsla á slíkum bíl er komin niður í sjö lítra á hundraðið á langkeyrslu. Í dag eru svokallaðir jepplingar vinsælastir eins og t.d. RAV4 bílinn en líka minni bílar eins og Yaris sem hefur verið einn mest seldi smábíll hér á landi í langan tíma.“ Hvað með almennan bílaáhuga fólks. Það hefur löngum verið talað um að það sé mikill bílaáhugi á Suðurnesjum. Er það ennþá? „Þetta er eitt af því sem hefur breyst. Mér finnst færri með bíladellu. Í gamla daga fór unga fólkið á rúntinn, eins og þegar við vorum ungir. Hafnargötu rúnturinn í Keflavík var einn sá umtalaðasti á landinu. Ég hef reyndar ekki farið á rúntinn á Hafnargötunni í Keflavík í mörg ár og get því ekki alveg staðfest þetta en heyri ekki þessa umræðu mikið í dag. Sjálfur er ég með miklu minni bíladellu en þegar ég var ungur. Ég neita því þó ekki að þegar ég fer til útlanda þá skoða ég mikið bíla í ferðinni og læt byggingar og söfn alveg vera.“ En áttu ekki einhvern draumabíl í bílskúrnum, jafnvel ekki Toyotu? „Þú nærð mér ekki þarna. Ég er þó með augun opin fyrir Toyota antikbíl. Land Cruiser heillar og HiLux 80 módelið. Væri til í einn svoleiðis, ljósdrappaðan. Kannski má finna einn slíkan í gamalli hlöðu einhvers staðar úti á landi eða í bílskúr í borginni. Ég er ekki mjög handlaginn og ég er ekki að fara að gera bíl upp sjálfur, hann þarf því að vera tilbúinn í skúrinn hjá mér. Ef einhver les þetta má hinn sami hafa samband ef hann á heillegan HiLux einhvers staðar,“ sagði Ævar.


ÞVOTTADAGAR ÞVOTTADAGAR 15-2O% AfsláTTuR

ÞurrkAri

ÞVOTTAVÉL

HT911 544 014

ÞurrkAri

12 kG 1400Sn 8kG GrÁ hurð Verð Áður 179.900,- Verð Áður 124.900,Verð nú 152.915,Verð nú 106.165,-

HT911 444 415

7kG hVíT hurð Verð Áður 104.900,Verð nú 89.165,-

HT911 434 539

7kG 1400Sn Verð Áður 74.900,Verð nú 63.665,-

ÞVOTTAVÉL

SADV80M52102W/EE

SAWW12R640UOM/EE

SADV70M5020KW/EE

TM

uppÞVOTTAVÉLAr

Verð Áður 109.900,Verð nú 93.415,-

ÞurrkAri T7Dep831e 8 kG BArkALAuS Með hiTApreSSu Verð Áður 139.900,Verð nú 118.915,-

á UrNAr r ö v M MEirA U

SAWW70J5486MW/EE

916 098 539

916 097 905

ÞurrkAri T6DiS724G 7 kG BArkALAuS 914 913 410

ÞVOTTAVÉL L7FBe840e 8kG 1400Sn íSLenSkT STjórnBOrð Verð Áður 109.900,Verð nú 93.415,-

Verð Áður 109.900,- Verð Áður 149.900,- Verð Áður 139.900,Verð nú 127.915,Verð nú 118.915,Verð nú 93.415,-

UPPÞVOTTAVÉLAR - ÞVOTTAVÉLAR - ÞURRKARAR FYRIR HEIMILIN Í LANDINU FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

Skoðaðu okkar á efur nýr vúrvalið nýr vefur

Netverslun Netverslun

Opnunartímar: Opnunartímar: Virka daga kl. kl. 11-18. Virka daga 10-18 Laugardaga kl. kl. 11-15. Laugardaga 11-15 ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500

ormsson ormsson SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

HAFNARgötU 23 REYkjANEsbæ · sÍMI 421-1535 LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800 PENNINN HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

*SENDUM UM LAND ALLT

ORMSSON TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333

Greiðslukjör Greiðslukjör Vaxtalaust Vaxtalaust allt12 aðmánuði 12 mánuði í alltí að

OMNIS BLóMSTuRvELLIR AKRANESI HELLISSANDI SÍMI 433 0300 SÍMI 436 6655


6

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 10. október 2019 // 38. tbl. // 40. árg.

ÍNA

er ný skáldsaga eftir Skúla Thoroddsen

Skáldsagan ÍNA, eftir Skúla Thoroddsen sem búsettur er í Reykjanesbæ, er komin út hjá bókaútgáfunni Sæmundi. ÍNA fjallar um atburði sem áttu sér stað í Öskju árið 1907 þegar tveir Þjóðverjar, Walter von Knebel jarðfræðingur og Max Rudloff listmálari, hurfu þar sporlaust. Ína, unnusta Walters, ferðast til Íslands ári síðar til að leita skýringa á því sem gerðist. Til er ferðalýsing Ínu von Grumbkow, unnustu von Knebel, um þá ferð í íslenskri þýðingu. Bókin hennar, Ísafold, var meðal annars kveikjan að skáldsögu Skúla. Leið Ínu liggur víða um Ísland og óbyggðir landsins og kynni hennar af náttúru þess reynast afdrifarík. „Það veitti mér mikla ánægju að skrifa ÍNU,“ segir Skúli í samtali við Víkurfréttir. „Bók um landið sem ég þekki, um ljóð sem ég kunni og list sem ég unni.“

Á bókarkápu segir: „ÍNA er margþætt saga þar sem teflt er saman hræringum í evrópskum lista- og fræðaheimi, umbrotum í mikilfenglegri náttúru á hálendi Íslands og heitum mannlegum tilfinningum.“ Útgáfu bókarinnar verður fagnað með léttum veitingum og ljúfum tónum í bókabúð Pennans/Eymundson, Krossmóa í Reykjanesbæ, fimmtudaginn 10. október kl. 17:00 þar sem allir eru velkomnir.

Skúli Thoroddsen rithöfundur og ÍNA. VF-mynd: Hilmar Bragi

Krakkajóga í Bókasafni Reykjanesbæjar Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,

BIRGIR OLSEN

Bjarnarvöllum 14, Keflavík, áður til heimilis í Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, mánudaginn 7. október. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jón Birgisson Olsen Erla Hólm Zakaríasdóttir Ævar Birgisson Olsen Renate Vitola María Magdalena Birgisdóttir Olsen Björk Birgisdóttir Olsen Heiðar Víkingur Sölvason barnabörn og barnabarnabörn

Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa

EIRÍKS GUNNARS ÓLAFSSONAR Pósthússtræti 1, Keflavík

Hrafnhildur Gunnarsdóttir og fjölskylda

Síðastliðinn laugardag var boðið upp á krakkajóga í Bókasafni Reykjanesbæjar í tilefni af Heilsu- og forvarnarviku Suðurnesja. Sigurbjörg Eydís Gunnarsdóttir leikskólakennari og jógaleiðbeinandi leiddi tímann

og gerði skemmtilegar æfingar, öndun og slökun með börnunum. Jógatíminn var afar vel sóttur og mátti sjá ömmu og afa, foreldra og eldri systkini taka þátt með yngstu börnunum.

Grindavíkurkirkja

BLEIK MESSA Sunnudagskvöldið 13. október kl. 20:00

Krabbameinsfélag Suðurnesja ásamt kirkjum á Suðurnesjum standa fyrir Bleikri messu í Grindavíkurkirkju sr. Elínborg Gísladóttir og sr. Brynja Þorsteinsdóttir þjóna Aðstandandi mun vera með vitnisburð Bylgja Dís Gunnarsdóttir söngkona mun sjá um ljúfa tóna ásamt Kór Grindavíkurkirkju undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur organista Kaffi eftir messu – allir velkomnir Heimasíða: grindavikurkirkja.is

Þjónustuskoðanir fyrir Skoda, Audi, WV og Mitsubishi Grófin 19, Keflavík

Símar: 456-7600 & 861-7600 bilathjonustan@bilathjonustan.is

OPNUNARTÍMI: MÁNUDAGA TIL FIMMTUDAGA FRÁ 8 TIL 18 FRÁ 8 TIL 16 Á FÖSTUDÖGUM


Allt í röð og reglu Kin-001 Kin-002 Kin-003 Kin-201 Kin-301

90 lítra með hjólum 52 lítra með hjólum 28 lítra með hjólum 108 lítra með hjólum 150 lítra með hjólum

Ira-SA696 Ira-SA698

Kin-1851 Kin-1852 Kin-1853 Kin-1854 Kin-1855 Kin-1856

2.890 2.490 1.290 3.590 4.995

Plastbox 3 stk. í setti Plastbox 4 stk. í setti

559 849

14 lítra 44x30x17cm 20 lítra 44x30x25cm 28 lítra 44x30x32,5cm 35 lítra 53,5x39x25cm 48 lítra 53.5x39x32.5cm 65 lítra 66x45x31cm

Ira-LC355 Nestisbox djúp 4 stykkja sett

1.890

1.190 1.279 1.690 1.990 2.449 2.990

Kin-8855 Plastkassi 42 lítra

Ira-LC385 Plastbox 8 stk. í setti

ÚRVAL LITA

Kin-5005 Plastkassi 3,5 lítra Kin-5006 Plastkassi 7,5 lítra Kin-5007 Plastkassi 15 lítra

Fyrirvari um prentvillur.

Kin-100 Plasttunna blá með loki, 100 lítra Kin-1012 Plastfata 13 lítra

Kin-B003 Plastkassi 28 lítra með hjólum

590 1.290

3.490 390

3.995

Ira-SA336 Plastbox 3 stk. í setti

390 790 890

Kin-2802 Plastkassi glær með mynd 11 lítra Kin-2805 Plastkassi glær með mynd 23 lítra

1.890

Kin- 801 Kin- 802 Kin- 803 Kin- 804 Kin- 805

Plastkassi 18 lítra Plastkassi 11 lítra Plastkassi 6 lítra Plastkassi 2,5 lítra Plastkassi 23 lítra

Kletthálsi 7.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Hafnarfjörður

Selhellu 6.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Reykjanesbær

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Ira-SA300 Ira-SA305 Ira-SA310 Ira-SA320 Ira-SA325 Ira-SA330

Plastbox Hide Plastbox Hide Plastbox Hide Plastbox Hide Plastbox Hide Plastbox Hide

22x14x10 cm 26x17x11,5 cm 30x21x13 cm 44x30x17 cm 48x32x24 cm 12x11x5 cm

890 590 420 290 1.290

Ira-SA450 Plastbox Hide 50 lítra Ira-SA455 Plastbox Hide 60 lítra Ira-SA460 Plastbox Hide 80 lítra

Reykjavík

1.390

3.295 3.495 5.499

ÚRVAL LITA Kin-5807 Plastkassi 52 lítra Kin-5808 Plastkassi 72 lítra

2.190 2.990

899

349 449 649 1.295 1.959 195


8

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Ég ætlaði mér að ganga á ný – segir Arnar Helgi sem er lamaður eftir slys

Stundum þarf maður að lenda í einhverju til þess að skilja betur mismunun og misrétti í samfélaginu. Hversu oft hefur maður ekki heyrt af háttsettum frammámönnum í þjóðfélaginu taka skurk í einhverju baráttumáli eftir að þeirra nánustu eða þeir sjálfir lenda í áfalli í lífinu. Þá er eins og þeir vakni til lífsins og byrji að berjast fyrir réttlætinu. Þeir sem lamast skilja líklega betur en aðrir hvað það skiptir miklu máli að komast ferða sinna eins og við hin. Þeir finna á eigin skinni hvað það getur verið óréttlátt þegar byggingarreglugerðir eru ekki virtar hvað varðar aðgengi hreyfihamlaðra. Þessari hlið á lífinu hefur Arnar Helgi svo sannarlega fengið að kynnast eftir að hann lenti í bifhjólaslysi sem umbreytti lífi hans og snéri því nánast á hvolf. Arnar er baráttumaður af lífi og sál, það skynjaði maður glöggt þegar sest var niður með honum og eiginkonu, Sóleyju Báru Garðarsdóttur, í morgunspjalli á fallegu heimili þeirra í Innri Njarðvík. Hvorki skóli né íþróttir heilluðu strákinn

„Ég er á því að fólk megi vera allskonar. Ég var göslari þegar ég var yngri, passaði ekki inn í skóla eða íþróttir en ég fann mig á verkstæðinu hjá pabba. Sem gutti vildi ég fljótlega fara að vinna og fannst skóli bara tefja mig. Ég er fæddur árið 1976 og uppalinn í Keflavík en við vorum oft að flytja þegar ég var yngri og ég átti erfitt með að ná fótfestu. Ég var aldrei neitt venjulegur strákur og hefði sjálfsagt fengið greiningu væri ég að alast upp í dag. Maður byrjaði að fikta við reykingar sem unglingur og svona, fór snemma til sjós. Þegar slysið varð var ég orðinn 26 ára gamall og stór partur af lífi mínu farinn af stað. Við Sóley vorum búin að gifta okkur en hún er fjórum árum yngri en ég. Við vorum að endurnýja gamalt hús á tveimur hæðum á Berginu og vorum barnlaus á þessum tíma. Við höfðum bæði gaman af því að vera á mótorhjóli og það var einmitt á því sem ég slasaðist,“ segir Arnar Helgi alvarlegur í bragði.

Örlagarík Ljósanótt

„Ég var oft að detta á mótorhjólinu en ekkert alvarlega, hafði alltaf verið heppinn þar til þetta föstudagskvöld á Ljósanótt. Ég var að æfa mig á mótorhjólinu fyrir kvartmílu sem ég ætlaði að taka þátt í og það var ekki vel séð að æfa sig á Patterson. Ég fór því í Helguvík en það var hugsunarleysi hjá mér að hjóla í þess átt sem ég gerði þetta kvöld, þegar ég fór niður brekkuna. Sóley var á kaffihúsi með vinkonu sinni þegar ég hringdi í hana og bað hana að hitta mig út í Helguvík að taka tímann fyrir mig. Hún beið uppi á hæðinni á meðan ég ók mótorhjólinu á

„Arnar er sami duglegi töffarinn eftir slysið,“ segir Sóley eiginkona hans.

Fjölskyldan að klára hjólatúr upp í sumarbústað.

fullu niður eftir. Ég gaf í og var á rosalegum hraða niður brekkuna þegar ég missi stjórn á hjólinu í beygjunni, gat ekki hægt á mér og lenti í lausamöl, kastast svo upp í loft og flýg beint í grjótið. Ég áttaði mig á því um leið og ég lenti að ég gat ekki hreyft mig, að ég væri líklega lamaður. Ég vissi að Sóley myndi koma til mín þegar ég skilaði mér ekki upp eftir aftur og ákvað að vera rólegur því ég gerði ráð fyrir því að hún færi í uppnám þegar hún fyndi mig. Það var dimmt, enda miðnætti og ekkert annað að gera en að bíða, sem ég gerði í einhverjar mínútur,“ segir Arnar.

ræðum á þessari stundu hvað ég ætti að gera því Arnar var svo þjáður með hjálminn en ákvað að hlýða Neyðarlínunni. Ég hélt ekki á þessari stundu að Arnar væri lamaður, ég bara trúði því ekki. Svo fór ég með sjúkrabílnum inn eftir til Reykjavíkur á bráðadeild og þar vorum við í marga klukkutíma. Þegar búið var að hlúa að Arnari og koma honum fyrir í sjúkrarúmi þá komu prestur og læknir inn til okkar og þá vissi ég að þetta væri mjög alvarlegt. Maður vildi samt einhvern veginn ekki trúa því fyrst. Við héldum að læknar ætluðu að taka Arnar í aðgerð og að þetta yrði allt í lagi en svo fór hann aldrei í aðgerð,“ segir Sóley Bára og Arnar bætir við: „Svo þegar sjúkraflutningamennirnir komu í Helguvík og byrjuðu á að snerta mig fann ég ekki fyrir því og þá áttaði ég mig á því að öll tilfinning var farinn úr líkama mínum, að ég væri mjög illa slasaður en ég hélt meðvitund allan tímann. Það furðulega var að eftir að sjúkrabíllinn var kominn á staðinn þá kom Jónbi bróðir nokkrum mínútum seinna. Hann sagðist hafa séð sjúkrabíl keyra niður í Helguvík og ákvað að elta hann. Ég skildi ekkert í því að hann væri kominn á slysstað en hann sagðist hafa fengið hugboð um að elta sjúkrabílinn. Ég vissi sjálfur að það væri eitthvað mikið að þegar sjúkrabíllinn stoppaði ekki í Keflavík heldur ók með mig beint til Reykjavíkur. Ég var mjög mikið brotinn og var með miklar innvortis blæðingar. Læknarnir ákváðu að halda mér sofandi eftir að þeir skoðuðu mig.“

Þetta bitnar ekki bara á mér heldur einnig börnum mínum og eiginkonu þegar við getum ekki komist á viðburði því aðgengi fyrir hjólastóla er ekki fyrir hendi ...

Hvernig leið Sóleyju? „Ég sat inni í bíl og var að taka tímann. Mér fannst Arnar vera eitthvað lengi niðurfrá og hélt kannski að hann hefði hitt einhvern niðri í Helguvík og lent á kjaftatörn. Svo ákvað ég að labba af stað niður brekkuna en það var myrkur úti og þögn. Þá heyri ég í honum tala og hlusta betur og þá heyrir hann í mér og segir Sóley veikum rómi. Ég var ekki með síma á mér og er í sjokki þegar ég finn hann þarna liggjandi í grjótinu. Ég var aðeins hjá honum en hljóp svo upp í bíl og hringi á Neyðarlínuna og er með þau í símanum þegar ég flýti mér aftur niður eftir til Arnars. Þegar ég kem þangað þá líður honum mjög illa með hjálminn á höfðinu og fannst hann vera að kafna undan honum og biður mig að taka hann af sér. Neyðarlínan bannaði mér að taka hjálminn af Arnari, ég mátti alls ekki hreyfa hann og var í vand-

Erfiðir tímar fór í hönd

Þegar unga parið áttaði sig á alvarleika slyssins komu upp allskonar tilfinningar. Arnar segir frá: „Ég datt ekki í þunglyndi eftir slysið en auðvitað var þetta erfiður tími bæði fyrir mig og Sóleyju og fjölskyldur okkar beggja. En við tókum strax þá ákvörðun að þakka fyrir lífið og halda áfram. Þetta var nýr kafli í lífi okkar og við höfum tekist á vel á við þetta verkefni saman, lífið eftir slys. Mér líður vel í dag og einblíni á styrkleika mína fremur en annað. Það var einnig gott að hafa Jóa Kristjáns á hliðarlínunni sem hafði lent í svipuðu áfalli og ég nokkrum árum áður. Ég get allt sem ég vil gera nema að stundum upplifi ég það að vera útundan í samfélaginu, því enn er verið að byggja hús og útbúa opinbera staði án þess að fylgja landslögum og byggingarreglugerðum hvað varðar aðgengi allra einstaklinga. Þetta bitnar ekki bara á mér heldur einnig börnum mínum og eiginkonu þegar við getum ekki komist á viðburði því aðgengi fyrir hjólastóla er ekki fyrir hendi. Þegar ég er hérna heima hjá okkur þá finn ég ekki fyrir því að vera hreyfihamlaður því ég byggði sjálfur húsið okkar eftir slysið sem er hjólastólavænt. En um leið og okkur langar að gera eitthvað skemmtilegt öll saman, við Sóley og krakkarnir okkar þrír, eins og fólk gerir, til dæmis að fara í bíó öll saman þá þurfum við að fara til Reykjavíkur. Hér áður fyrr fórum við fjölskyldan alltaf saman niður í bæ á Ljósanótt að skoða sýningar og fleira eins og fólk gerir en svo hættum við því hreinlega því það eru auðvitað leiðinlegt bæði fyrir mig að þurfa að bíða fyrir utan því ég kemst ekki inn að skoða það

Arnar Helgi rétt fyrir slysið.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

... þetta var nýr kafli í okkar lífi og við höfum tekist á vel á við þetta verkefni saman, lífið eftir slys. Mér líður vel í dag og einblíni á styrkleika mína fremur en annað ... VIÐTAL

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

fimmtudagur 10. október 2019 // 38. tbl. // 40. árg.

Arnar að koma í mark í 100 m spretti á móti á Ítalíu. sem er í boði og eins fyrir þau, vitandi af mér fyrir utan, því aðgengi hefur gleymst fyrir okkur sem erum í hjólastól. Það er sorglegt. Þess vegna erum við bara hætt því en förum niðrí bæ með krakkana í tívolíið og tökum bæjarrölt að sýna okkur og sjá aðra. Á meðan verið er að tala um að koma vel fram við alla nýja bæjarbúa, innlenda sem erlenda, þá gleymist stundum að gera betur fyrir heimafólkið sjálft, fólkið sem býr hérna fyrir og er til dæmis í hópi hreyfihamlaðra. Þessu þarf að breyta því þessi hópur er útundan í dag,“ segir Arnar ákveðið.

Verðlaunaafhending á EM í Swansea. Arnar lengst til hægri.

„Ég og Jón Garðar, elsti sonur okkar, nýkomnir úr síðasta Reykjavíkurmaraþoni, ég eftir 21 km og hann eftir 10 km.“

Sami duglegi töffarinn

Arnar var heppinn að skaðast ekki á höfði í slysinu en því geta stundum fylgt persónuleikabreytingar. Sóley segir Arnar sjálfan ekki hafa breyst við slysið. „Persónuleiki hans hefur ekki breyst, hann er sami töffarinn þrátt fyrir slysið. Ég sé Arnar alltaf sem heilbrigðan mann. Það er rosa kraftur í honum sem nýtist honum vel. Það var ákveðið sorgarferli þegar við áttuðum okkur á alvarleika málsins, þegar læknar sögðu að Arnar gæti aldrei gengið aftur. Ég vildi ekki trúa því enda var Arnar sjálfur alltaf að berja í okkur hin kjarkinn og segja að hann ætlaði að ganga aftur einn daginn og ég trúði honum frekar því ef hann ætlar sér eitthvað þá tekst það yfirleitt. Hann segist ennþá ætla að ganga einn

Fjölskyldan úti að hjóla í Reykjavík.

Ég vil vera fyrirmynd barna minna og er meðvitaður um það. Við gerum margt saman sem aðrar fjölskyldur gera en það er ekki alltaf einfalt fyrir okkur ... daginn. Það kom aldrei til greina hjá mér að við myndum skilja. Ég var bara 21 árs en við vildum bæði halda áfram að vera saman. Hjólastóllinn er ekki atriði hjá okkur nema þegar við viljum gera eitthvað saman utan heimilisins, þá getur aðgengi stundum stoppað okkur af, sem er mjög þreytandi. Við höfum valið að finna leiðir til að gera eitthvað saman eins og að hjóla en öll fjölskyldan á reiðhjól við sitt hæfi,“ segir Sóley Bára.

Æfir hjólastólakappakstur Arnar eyddi mörgum klukkustundum í að æfa sig í að ganga en svo breyttist allt þegar hann kynntist kappakstri á hjólastól. „Eftir að ég slasaðist ætlaði ég að ganga á ný og eyddi ómældum tíma í þessar æfingar. Ég smíðaði mér göngugrind til að leysa þetta mál og æfði og æfði. Fór mikil orka í þetta verkefni mitt. Óvart varð ég að íþróttamanni þegar vöðvar mínir á efri líkama styrktust. Ég datt út úr þessu skeiði að ætla að ganga þegar ég kynntist íþróttum hreyfihamlaðra og hjólastólakappakstri. Ég vildi nýta þessa miklu orku í mér í þá íþrótt og hef ferðast til útlanda til að keppa í þessari grein íþrótta og gengið vel. Ég er mjög orkumikill og kann varla að slaka á segir konan mín. Ég vildi líka alltaf vera að dunda þegar ég var byrjaður að jafna mig eftir slysið. Ég fór að vinna í bókhaldi og grúska úti í bílskúr, að gera við bíla og geri enn. Þegar ég fór að hafa eitthvað fyrir stafni þá var eins og lífið færi af stað. Við eignuðumst Jón Garðar árið 2006 og líf okkar breyttist enn meir. Fram að því pældi ég ekki í aðgengi en þegar ég var kominn með lítið barn sem ég þurfti að fara með á leikskólann Akur en gat ekki, þá fyrst fann ég fyrir hreyfihömlun minni. Ég fór að kynna mér byggingarreglugerðir sem ég sá og sé enn í dag að eru ekki virtar hjá Reykjanesbæ. Ég hef bent yfirvöldum á þetta en þeir halda samt áfram að byggja hús sem ekki eru ætluð öllum bæjarbúum. Eftir að ég varð pabbi þá fór ég að hafa meiri áhuga á baráttumálum. Það er víða pottur brotinn í Reykjanesbæ í þeim opinberu byggingum sem eiga að standa sig gagnvart öllum íbúum bæjarins. Duushúsin eru í dag upp á þrjár hæðir og þar er

engin lyfta eða í 88 húsinu. Strákarnir mínir eru að æfa fótbolta með Njarðvík og þegar haldin er pítsuveisla í íþróttavallarhúsinu og ekki allir aðstandendur komast inn, þá eru ekki allir velkomnir. Flottur fyrirlesari kemur í sal á vegum bæjarins og allir eru boðnir velkomnir en sá hreyfihamlaði kemst ekki að, þá eru ekki allir velkomnir. Bæjaryfirvöld leyfa sér að opna opinbera staði þar sem ekki öllum er boðið þegar aðgengi hreyfihamlaðra er ekki virt. Gamla fólkið okkar er stundum í þessum hópi hreyfihamlaðra. Ef menn ætla sér að standa við þessa byggingarreglugerð þá er það ekki

9

erfitt en fyrst er að hafa áhuga, ekki bara í orði heldur einnig á borði, til þess eru lög og reglugerðir. Í dag er ég formaður SEM-samtakanna og við erum á fullu að berjast fyrir þessu réttlætismáli í þjóðfélaginu. Við erum skattborgarar rétt eins og aðrir og eigum rétt á að því að nýta okkur það sem byggt er fyrir opinbert fé. Annars vil ég vera jákvæður og reyni að einbeita mér að því sem er í lagi en stundum gengur maður á vegg og veit að það þarf að berjast fyrir þessum réttindum, annars er svo auðvelt að gleyma þessum hópi fólks sem verður að hafa sterka rödd,“ segir Arnar og er heitt í hamsi.

Vildi ganga aftur

Sá sem ekki hefur lent í svona slysi, eða á engan nákomin sem býr við hreyfihömlun, skilur líklega ekki eins vel og þeir sem þekkja til af eigin raun. „Batahorfur voru engar eftir slysið en ég hlustaði ekki á það. Ég ætlaði mér að ganga aftur og trúi því enn að það takist einn daginn. Ég vildi ekki hlusta á læknana en daglegt líf í hjólastól var mjög erfitt til að byrja með. Það var erfitt að bursta tennur í upphafi því mátturinn í höndum var lítill. Í dag er ég með fullan mátt fyrir ofan brjóst og geri allt sem ég ætla mér. Ég hef alltaf verið duglegur og gengur vel í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Ef ég ætla að byggja mér hús þá fer ég í það. Þetta hús sem við búum í byggði ég sjálfur eftir slysið því við gátum ekki búið lengur í tveggja hæða húsi sem við vorum að gera upp á Berginu. Þegar ég var að byrja að jafna mig eftir slysið og farin að venjast daglegu lífi í hjólastól þá ákvað ég að líta á þetta sem verkefni í lífi mínu. Enga uppgjöf. „Ég á eftir að ganga,“ sagði ég við sjálfan mig. Þetta var verkefni sem ég ætlaði að leysa. Fólk getur verið upp undir eitt ár á Grensás í endurhæfingu en ég var bara búinn að vera í þrjá mánuði þegar ég útskrifaðist þaðan,“ segir Arnar, greinilega ánægður með dugnaðinn í sjálfum sér.

Fjölskyldan mikils virði

Arnar og Sóley eignuðust þrjú börn eftir slysið. Samverustundir með fjölskyldunni eru þeim að sjálfsögðu mikils virði. „Við eigum þrjú börn og ég held þau taki ekkert sérstaklega eftir því að ég er öðruvísi. Ég vil vera fyrirmynd barna minna og er meðvitaður um það. Við gerum margt saman sem aðrar fjölskyldur gera en það er ekki alltaf einfalt fyrir okkur. Við eigum ekki að lenda í þeirri aðstöðu að hreyfihömlun mín stoppi okkur af en því miður gerist það mjög oft. Fjölskyldan er mér mikils virði og ég vil sjá börnin mín dafna í leik og starfi. Ég vil skila góðu verki og skila góðum einstaklingum út í samfélagið. Börnin okkar Sóleyjar læra frá fyrstu hendi eitthvað sem önnur börn læra ekki sem gefur þeim ákveðinn skilning um að fólk megi vera allskonar. Sjálfur sé ég engan greinarmun á því selja happdrættismiða fyrir SEM eða vinna á gröfu. Ég er sjálfstæður atvinnurekandi í dag. Svo er það náttúrlega fullt starf að vera með mænuskaða. Ég sé um mig sjálfur og leyfi engum að finna fyrir aumingjaskap í mér en ég þarf samt að vera nógu auðmjúkur til að biðja um hjálp því hana þarf ég svo sannarlega inn á milli. Ég nýti styrkleika mína og styrkleika annarra til að hjálpa mér. Ég æfi mig tvo klukkutíma á dag á hjólinu og hef kynnst því á keppnisferðalögum mínum í Evrópu að aðgengi og eftirlit er mun betra þar. Reglugerðir hér á landi eru fínar en það vantar eftirlit, eftirfylgni og jafnvel refsingar með þeim. Þegar nýr veitingastaður er opnaður þá þarf að fylgja því eftir að aðgengi hreyfihamlaðra sé virt. Þetta er eins mikilvægt og brunavarnir á opinberum stöðum,“ segir Arnar sem myndi samt ekki vilja breyta lífi sínu þótt honum væri boðið það. „Ég trúi því að til sé afl sem er miklu stærra en ég sjálfur og hef mína barnatrú. Ég stjórna eigin vellíðan með hugsunum mínum. Þegar kollurinn er í lagi þá eru manni allir vegir færir. Það þurfa allir að hafa fyrir hlutunum í lífinu á sinn hátt. Þetta var slys. Þetta gerðist og ég hef lært svo margt síðustu sautján ár sem ég vildi ekki vera án. Að ganga er ofmetið því þú getur gert svo margt án þess að ganga. Tilfinningar eru mikilvægari.“ Þess skal getið að saga Arnars Helga, og einstakur baráttuvilji hans, var sögð í tengslum við Nord Plus-verkefnið ENABLE, á vegum Skref fyrir skref, sem Víkurfréttir hafa fjallað um. Arnar Helgi er sterkur, hvetjandi og jákvæður og er þannig afar góð fyrirmynd fyrir alla þá sem takast á við hreyfihömlun að mati ENABLE.


10

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 10. október 2019 // 38. tbl. // 40. árg.

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Bræla gerir sjómönnum lífið leitt Þá er október kominn af stað. Tíminn líður svo hratt að maður er varla búinn að skrifa einn pistil þegar að maður þarf að henda í þann næsta.

Vegna alvarlegs skuldavanda Reykjaneshafnar, langvarandi rekstrarvanda og mikils samdráttar í verkefnum hafnarinnar, m.a. vegna gjaldþrots kísilverksmiðju Sameinaðs Sílikons hf. og samdráttar í innflutningi á eldsneyti, hefur verið tekin ákvörðun um hagræðingu í rekstri hafnarinnar. Þetta kemur fram í gögnum síðasta stjórnarfundar Reykjaneshafnar. Hagræðingin felst meðal annars í því að fækka stöðugildum hjá Reykjaneshöfn og endurskipuleggja fyrirkomulag bakvakta úr tvöföldu kerfi í eitt.

Fyrirliggjandi tillaga hafnarstjóra um hvernig staðið verður að þeirri framkvæmd var samþykkt samhljóða á fundinum.

Sveitarfélög á Suðurnesjum eigi aðkomu að vinnu um staðsetningu nýs flugvallar AFLA

FRÉTTIR

Mánuðurinn byrjar frekar rólega. Reyndar gerði veðrið sjómönnum lífið leitt fyrstu dagana því búin er að vera ansi mikil bræla. Ekki er mikið um báta sem róa frá Suðurnesjum, þó eru tveir sæbjúgubátar í Sandgerði sem hafa verið þar síðan snemma í september. Eru þetta Sæfari ÁR sem hefur landað 137 tonnum í ellefu róðrum í Sandgerði og mest 22 tonnum. Hinn báturinn er Þristur BA sem hefur landað 67 tonnum í ellefu róðrum. Það má geta þess að skipstjórinn á Þristi BA er Jón Ölver Magnússon en hann er Suðurnesjamaður og býr í Garðinum en hann ansi vanur höfninni í Sandgerði því hann hefur verið skipstjóri á nokkrum bátum. Báturinn sjálfur, Þristur BA, hét lengst af Brimnes BA og réri frá Patreksfirði en þar á undan hét báturinn Særún EA og undir því nafni kom báturinn nokkuð oft til Sandgerðis á vertíð, meðal annars árið 1992. Báturinn var alla vertíðina í Sandgerði og var þá skipstjóri frá Sandgerði á bátnum að nafni Guðjón Bragason. Gekk honum nokkuð vel og var með um 550 tonn á vertíðinni, þar af fékk hann 204 tonn í mars í 27 róðrum á netum. Dragnótabátarnir eru byrjaðir og eftir að hafa átt ansi góðan september, þar sem t.d Siggi Bjarna GK fór yfir 200 tonna afla, þá byrjar október frekar rólega. Benni Sæm GK er með 13,6 tonn í tveimur, Siggi Bjarna GK 12,8 tonn í tveimur. Maggý VE átta tonn í tveimur en báturinn hefur landað í Sandgerði. Sigurfari GK 6,4 tonn í þremur. Ísey ÁR er eini báturinn sem er að landa í Grindavík

Reykjaneshöfn hagræðir vegna gjaldþrots og samdráttar í innflutningi

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

og var hann með eitt tonn í einni löndun. Í síðasta pistli var ég að skrifa um tengingu milli Akureyrar og Suðurnesja það er Sandgerði. Á Akureyri voru tvö stór skip smíðuð sem bæði fóru til Sandgerðis og í síðasta pistli var fjallað örlítið um togarann Guðmund Jónsson GK. Hitt stóra skipið sem var smíðað á Akureyri og kom til Sandgerðis var jafnframt annar af tveimur stórum bátum sem Slippstöðin smíðaði og voru sérútbúnir til nótaveiða. Báturinn sem fór til Sandgerðis var Sjávarborg GK 60, hinn báturinn var Hilmir SU. Smíðasaga Sjávarborgar var nokkuð sérstök, því að skrokkurinn var smíðaður í Póllandi árið 1977 en var síðan dreginn til Íslands og fór þá til Akraness þar sem Þorgeir og Ellert lengdi skrokkinn um sex metra og byggði yfir hann. Í mars 1978 var skrokkurinn dreginn til Akureyrar en þar sem skrokkurinn var ekki seldur þá var dútlað í skipinu fram til ársins 1981 og hét þá báturinn Þórunn Hyrna EA 42. Seinna á árinu 1981 keypti fyrirtækið Sjávarborg hf. í Sandgerði bátinn og voru þá gerðar

breytingar á skipinu sem meðal annars sneru að því að báturinn gæti stundað nótaveiðar en nótakassann var síðan hægt að hífa í burtu úr bátnum og var þá hægt að nota Sjávarborg GK til trollveiða. Eigandinn af Sjávarborg hf. var Njörður hf. í Sandgerði sem átti meðal annars Dagfara ÞH, og Blika ÞH ásamt loðnubræðslunni. Þegar Sjávarborg GK kom var loðnuveiðibann og fór báturinn þá beint á trollveiðar og gengu þær mjög vel. Sjávarborg GK var mikið aflaskip á loðnunni, fullfermi hjá bátnum var um 820 tonn og kom hann þannig nokkuð oft til Sandgerðis. Saga Sjávarborgar GK endaði árið 1993 þegar Fiskveiðisjóður Íslands tók yfir bátinn vegna skulda og seldi til Svíðþjóðar. Saga bátsins endaði árið 2016, þá var báturinn í Marokkó í eigu útgerðar þar og var við veiðar þegar að mikill eldur kom upp í skipinu þegar það var við veiðar og sökk báturinn. Pistlahöfundur man vel eftir Sjávarborg GK og var þetta glæsilegur bátur að sjá. Ég hef heyrt í mörgum sem voru á Sjávarborg GK og tala sjómenn um hversu góður bátur þetta hafi verið og var báturinn iðulega með aflahæstu loðnubátunum á Íslandi þau ár sem hann var gerður út. Reynir Sveinsson, faðir minn, tók mynd af bátnum þegar hann kom nýr til Sandgerðis árið 1982.

útgáfuhóf

Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja er sammála erindi frá Reykjanesbæ um mikilvægi þess að fulltrúar sveitarfélaga á Suðurnesjum eigi aðkomu að þeirri vinnu sem nú fer fram um staðsetningu á nýjum flugvelli. Svæðisskipulagsnefnd hefur falið formanni og ritara að boða forsvars-

menn þeirrar vinnu á fund nefndarinnar.

Óska eftir samstarfi um uppsetningu vindmyllugarða í Vogum Fyrirtækið Quadran Iceland Development ehf. hefur sent Sveitarfélaginu Vogum erindi með beiðni um samstarf við uppsetningu vindmyllugarða í lögsögu sveitarfélagsins. Bæjarráð Voga hefur afgreitt málið og þakkar erindið og þann áhuga sem bréfritari hefur á samstarfi við sveitarfélagið. Bæjarráð bendir á að á yfirstandandi kjörtímabili stendur

yfir endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins og telur því að svo stöddu ekki raunhæft að taka afstöðu til erindisins. Bæjarstjórn hefur svo samþykkt þessa afgreiðslu bæjarráðs. Sama fyrirtæki hefur m.a. óskað eftir því að reisa 115 megavatta vindorkugarð með 27 vindmyllum í Dalabyggð. Vindmyllurnar eru um 100 metra háar.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Njarðvíkurskóli – umsjónarmaður fasteignar Fjörheimar – starfsmaður í Skjólið Björgin, Geðræktarmiðstöð – sálfræðingur Velferðarsvið – félagsráðgjafi í barnavernd Hljómahöll og Rokksafn Íslands – starfsmenn í móttöku Velferðarsvið – starf við liðveislu Akurkóli – íslenskukennari, tímabundið starf í 70% starfshlutfalli Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.

Eymundsson í Reykjanesbæ fimmtudaginn 10. okt. kl. 17:00

Viðburðir í Reykjanesbæ Söguleg skáldsaga eftir Skúla Thoroddsen – segir frá hvarfi þýskra vísindamanna í Öskju 1907 og eftirgrennslan Ínu von Grumbkow.

kaffi, kleinur og lifandi tónlist Sæmundur

Krossmóa 4 Reykjanesbæ

Björgin - Geðveikt kaffihús og markaður Björgin, Geðræktarmiðstöð Suðurnesja verður með Geðveikt kaffihús og markað fimmtudaginn 10. október á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn að Suðurgötu 12-15 (Hvammur) frá kl. 12.00-17.00. Handgerðir munir til sölu. Nýbakaðar vöfflur og heitt kaffi á könnunni á góðu verði. Endilega kíkið við, styrkið gott málefni og eigum góðar stundir saman. Bókasafn Reykjanesbæjar - foreldramorgunn Foreldramorgunn kl. 11.00 fimmtudaginn 10. október. Kristín Guðrún Reynisdóttir, sálfræðingur hjá Reykjanesbæ fjallar um kvíða ungra barna.


FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 10. október 2019 // 38. tbl. // 40. árg.

REYKJANESBÆR 25 ÁRA

Hlíf Káradóttir:

Hermenn úti um allt „Það var sko árið 1961 að við mamma mín gerðum allt klárt til að flytja úr Stekk í Hafnarfirði, með söknuði, grunlaus um hvað biði okkar á nýjum slóðum, nefnilega í henni Keflavík. Best af öllu, við fyrstu kynni, var hve gott var að fá vinnu hér,“ segir Hlíf Káradóttir. í Fríhöfninni og Payroll á vellinum. Svo var það spítalinn á þessum árum og öll börnin sem þar voru að fæðast, eins og mín tvö; Jói, 1963, og Magga, 1971, hún Stínan mín fæddist í henni Reykjavík árið 1966.“

Mikið tónlistarlíf

Rúllurnar í hárinu og slæða

„Fyndið var að sjá alla þessa hermenn á vappi um bæinn. Í þá daga þótti ekkert tiltökumál að fara niður í bæ með rúllurnar í hárinu og slæðu yfir. Ég man hvar ég stóð í Kallasjoppu þar sem hermenn voru í stífpressuðum buxum og glansandi kaskeiti starandi á rúllurnar mínar! Stapafell var fyrsta vinnan mín og fannst mér svo gaman að afgreiða þar, sérstaklega fyrir jólin, allt jólaskrautið sem nóg var af, allar hillur troðfullar hjá honum Hákoni í Stapafelli en það var viðurnefni hans. Byggja hús var ekkert tiltökumál og svo vann ég við allskonar skemmtilegheit, rukkaði hjá Víkurfréttum, skúraði hjá Rafveitunni, vann

„En svo kom söngurinn, kvennakórinn og allt. Ég sem ætlaði aldrei að gerast söngkona en örlaganornin mætti á svæðið og þá var ekki aftur snúið. Mikið var gaman að taka þátt, ferðalög um allar koppagrundir. Síðan að læra meira og meira og þessi þrá að elta gyðjuna dásamlegu og útskrifaðist ég með láði úr Tóno árið 1991 einsöngvarinn og píanistinn!“

Vingjarnlegt fólk í Keflavík

„Í Keflavík fannst mér allir vera eins og ein stór fjölskylda. Konur, sem ég þekkti ekki neitt, heilsuðu mér og brostu til mín á Hafnargötunni og þar var jú rúnturinn. Svo ég þakka fyrir mig og allt gott og fallegt úr Sunny Kef, sérstaklega þetta frelsi með börnin mín sem höfðu þennan fína róló á Faxabrautinni þar sem byggðar voru hallir úr kassafjölum og mömmur í hverfinu kölluðu MAATUR í kór.“

Gamli bærinn minn – Víkurfréttir höfðu samband við brottflutta og báðu þá að rifja upp gamla tíma. Þar kom margt forvitnilegt fram um hvernig bæjarlífið var á árum áður.

11

FÓLK ÞARF AÐ FÁ TÆKIFÆRI TIL AÐ SANNA SIG – Vinnumálastofnun biðlar til fyrirtækja

Við viljum líklega öll hafa hlutverk í samfélaginu. Það getur verið erfitt fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu að komast að á hinum almenna vinnumarkaði. Þess vegna hefur Fyrirmyndardagur Vinnumálastofnunar verið haldinn árlega frá árinu 2014. Þann dag notar Vinnumálastofnun á Suðurnesjum til þess að vekja athygli á atvinnumálum og þörfinni á því að atvinnuleitendur með skerta starfsgetu fái aukin tækifæri.

Viltu bjóða gestastarfsmanni vinnu í einn dag?

Þátttaka atvinnurekenda á Fyrirmyndardaginn felst í því að bjóða til sín atvinnuleitanda með skerta starfsgetu í einn dag eða hluta úr degi. Með því fá þessir starfsmenn innsýn í fjölbreytt störf og starfsmenn fyrirtækja kynnast styrkleikum atvinnuleitenda með skerta starfsgetu. Víkurfréttir hittu að máli Guðmann Rúnar Lúðvíksson, atvinnuráðgjafa hjá Vinnumálastofnun Suðurnesja, sem er tengiliður við fyrirtæki sem óska eftir því að veita einstaklingum með skerta starfsgetu tækifæri til að starfa hjá sér. „Með þessum degi viljum við vekja athygli á og kynna fyrirtæki sem vilja bjóða til sín í heimsókn í hálfan dag eða heilan, mánudaginn þann 14. október. Upphaflega var þessi dagur hugsaður til að fyrirtæki uppgötvi hæfileika þeirra sem búa við skerta starfsgetu. Fólk þarf að fá tækifæri, það þarf að fá að prófa og sýna hvað í þeim býr,“ segir Guðmann. Fyrirmyndardagurinn er mikilvægur liður í því að auka möguleika fatlaðs fólks á fjölbreyttari atvinnuþátttöku. Á þessum degi fá gestastarfsmenn innsýn í fjölbreytt störf og starfsmenn fyrirtækja kynnast styrkleikum atvinnuleitenda með skerta starfsgetu.

Fyrirtæki fá 75% endurgreiðslu

„Vinnusamningar veita fyrirtækjum tækifæri til að ráða til sín starfsmann með skerta starfsgetu, fólki sem langar til að vera virkt á vinnumarkaði. Við viljum vekja athygli á þessum vinnusamningum því fyrirtæki fá 75% endurgreiðslu af launa- og launatengdum gjöldum fyrstu tvö árin. Eftir það lækkar þessi prósentutala ár frá ári um tíu prósent en fer aldrei neðar en 25%. Þessir samningar veita

fyrirtækjum og einstaklingum, sem langar til að vinna, frábært tækifæri, til dæmis ef fyrirtæki vantar starfsmann í eitthvað ákveðið, tímabundið verkefni. Ánægja og samspil vinnuveitanda og launþega getur einnig orðið til þess að fyrirtækið langar að nýta starfskrafta einstaklingsins til framtíðar. Það er aldrei að vita hvaða möguleikar kvikna af þessu samstarfi. Við viljum virkja hæfileika þeirra sem leita til okkar með skerta starfsgetu, hjálpa þeim að finna starf við hæfi,“ segir Guðmann sem vonast eftir góðri þátttöku fyrirtækja hér á Suðurnesjum.

Fyrirmyndardagur Vinnumálastofnunar verður haldinn um allt land mánudaginn þann 14. október næstkomandi. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt eða ert með einhverjar spurningar varðandi verkefnið ekki hika við að hafa samband við Guðmann Rúnar hjá Vinnumálastofnun í Reykjanesbæ.

Borgaraleg ferming Siðmenntar

Sterkari sjálfsmynd Uppbyggileg fræðsla — hátíðleg athöfn

Borgaraleg ferming í Reykjanesbæ í vor Borgaraleg ferming byggist á víðtækri fræðslu og athöfnum þar sem þátttaka fermingarbarna er í fyrirrúmi. Námskeiðið fjallar um siðferði, virðingu, ábyrgð, samskipti, gagnrýna hugsun, mannréttindi og margt fleira sem gagnast ungu fólki. Námskeiðið, sem er tvær helgar, fer fram í Reykjanesbæ, 25. og 26. janúar og 22. og 23. febrúar.

Fermingarathöfn fer fram í hátíðarsal Fjölbrautarskóla Suðurnesja, hinn 18. apríl 2020. Frekari upplýsingar og skráning: sidmennt.is | 899 3295 ferming@sidmennt.is


12

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 10. október 2019 // 38. tbl. // 40. árg.

Ný varahlutaverslun opnar í Njarðvík Ný varahlutaverslun með vörur frá hinni þekktu verslun Stillingu hefur opnað við Brekkustíg 40 í Njarðvík. Í versluninni er mikið úrval af bílavarahlutum, efnavörum og aukahlutum fyrir bílinn frá Stillingu en þau Hanna Vilhjálmsdóttir og Jón Anton Holm sem rekið hafa Bílaþjónustu Suðurnesja eru eigendur nýju verslunarinnar. Þau Hanna og Jón buðu upp á vörur frá Stillingu í húsnæði Bílaþjónustu Suðurnesja þar sem þau reka einnig bílaverkstæði en stukku á tækifærið þegar gott húsnæði bauðst við Brekkustíg 40 í Njarðvík. „Við leggjum áherslu á að vera með gott vöruúrval af varahlutum og öllum helstu vörum Stillingar, má þar nefna m.a efnavörurnar frá hinum

heimsþekkta framleiðanda LIQUI MOLY, ferðavörur frá THULE ásamt aukahlutum fyrir bíla og mótorhjól. Verslunin er opin frá kl. 8 til 18 alla virka daga. Jón mun áfram sinna bílaverkstæðinu í Grófinni en þar er nú boðið upp á þjónustuskoðanir ásamt allri almennri þjónustu fyrir, Audi, Skoda, Mitsubishi Volkswagen bifreiðar.

Jón og Hanna í nýju varahlutaversluninni.

HVATNINGIN Að fylgja helstu ráðleggingum alþjóðlegra heilbrigðissamtaka Að auki mælum við með:

Í verkefninu Fjölþætt heilsuefling 65+ í Reykjanesbæ hafa þátttakendur fylgt helstu ráðleggingum alþjóðlegra heilbrigðissamtaka og Embætti landlæknis um hreyfingu og heilsusamlegt mataræði en þær eru:

n Að fylgjast með heyrninni. n Að hætta að reykja ef þú reykir.

n Styrktarþjálfun að minnsta kosti tvisvar sinnum í viku. n Notkun á olíu og mjúkri fitu í stað harðrar fitu.

n Hófleg notkun á salti, sykri, gosdrykkjum og sætindum.

n Að ná nægum og góðum svefni en svefnþörf 65 ára og eldri er 7–8 klukkustundir.

n Að leita aðstoðar við þunglyndi ef það er að trufla daglegar athafnir þínar.

n Dagleg hreyfing í um 30 mínútur.

n Hvatt er til aukinnar neyslu á grænmeti, ávöxtum, fiski, mögrum mjólkurvörum og grófu korni.

markvissri hreyfingu og næringu.

n Að stunda fjölbreytta líkamlega þjálfun eins og að dansa, synda eða leika golf, hugrækt, jóga og slökun.

n Að halda æskilegri kjörþyngd. n Að þykja vænt um sjálfan sig.

n Að ná stjórn á streitu og háum blóðþrýstingi með bættu mataræði, hreyfingu og nægum svefni.

n Að hlúa að örðum. Með bestu kveðjum, Janus Guðlaugsson, PhD-íþrótta- og heilsufræðingur

n Að efla félagslega virkni með reglulegri þátttöku í félagsstarfi. n Að halda blóðsykri í skefjum með

Leikhúsferð

Félags eldri borgara verður farin föstudaginn 1.nóv. Farið verður í Borgarleikhúsið að sjá

„Sex í sveit“

Farið frá Nesvöllum kl. 18.30,komið við á Grindavíkur og Vogatorgi. Sýningin hefst kl. 20.00. Miði kr.6,000.Pantanir hjá Ólu Björk í síma 421-2972, Björgu 865-9897, Guðrúnu 659-0201 og Ásthildi 861-6770. Miðar seldir á Nesvöllum mánudaginn 21. okt. kl.16–17. Erum ekki með posa.

Geymið auglýsinguna Leikhúsnefnd

magasín

Heldur heiðurstónleika í minningu ömmu sinnar Föstudaginn 11. október kl. 19:30 mun Jóhanna María Kristinsdóttir halda tónleika til heiðurs ömmu sinni, Jóhönnu Kristinsdóttur, í Keflavíkurkirkju. Tónleikarnir bera yfirskriftina Til ömmu – Heiðurstónleikar í tilefni af 90 ára afmæli Jóhönnu Kristins. Jóhanna Kristins er mörgum Keflvíkingum vel kunnug en hún tók virkan þátt í margvíslegu félagsstarfi í Keflavík og má þar helst nefna störf hennar í skátahreyfingunni og kórstarfi. Jóhanna María útskrifaðist 2018 með Bachelor-gráðu í klassískum söng frá Listaháskóla Íslands og hefur lengi stefnt að því að halda tónleika í heimabyggð sinni. Hugmyndin að þessum tónleikum kviknaði í sumar þegar Jóhanna áttaði sig á því að amma hennar hefði orðið níræð á árinu og þar lægi gullið tækifæri til þess að slá tvær flugur í einu höggi, þ.e. halda tónleika og fagna ömmu hennar með söng. Söngurinn var sameiginlegt áhugamál þeirra beggja. Áhugi Jóhönnu Maríu á söng kviknaði þegar amma hennar gaf henni miða á uppfærslu Íslensku óperunnar af Rakaranum í Sevilla í tólf ára afmælisgjöf. Þá heillaðist hún algjörlega af þeim töfraheimi sem óperan hefur að geyma og fjórtán ára hóf hún formlegt söngnám. Jóhanna var sjálf söngelsk og lærði söng hjá Guðrúnu Á. Símonar. Hún var ein af stofnendum Kvennakórs Suðurnesja og söng lengi með kirkjukór Keflavíkurkirkju, það eiga þær Jóhönnur sameiginlegt en Jóhanna María hefur sungið í báðum þessum kórum. Áhrif Jóhönnu á sonardóttur sína í gegnum sönginn hafa haft mikil áhrif á líf hennar og því vill Jóhanna María

nýta þetta einstaka tækifæri til að heiðra ömmu sína og þakka um leið fyrir þeirra samband og vináttu. Á efnisskrá tónleikanna verða lög sem voru í miklu uppáhaldi hjá Jóhönnu og lög sem Jóhanna María tengir við dýrmætar minningar sem hún á um ömmu sína. Fluttar verða sígildar perlur í bland við dægurlög sem allir þekkja og því má finna eitthvað fyrir alla. Með Jóhönnu Maríu stíga á stokk einvalalið tónlistarmanna og söngvara. Miðaverð er 1500 kr. og verða miðar seldir við inngang en aðeins verður hægt að greiða með pening.

SUÐURNESJA

F I M M T U D A G S K V Ö L D K L . 2 0 : 3 0 Á H R I N G B R A U T O G V F. I S


VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 10. október 2019 // 38. tbl. // 40. árg.

13

Hálfrar aldar afmæli fagnað hjá SI raflögnum SI raflagnir fagnar hálfrar aldar afmæli á þessu ári og buðu eigendur af því tilefni upp á kaffi og kökur í húsnæði fyrirtækisins í Garði sl. föstudag. Sigurður Ingvarsson hefur rekið rafverkstæði í Garðinum í hálfa öld en Sigurður og starfsmenn hans hafa sinnt verkefnum á Suðurnesjum og út fyrir svæðið. Þrátt fyrir að vera orðinn næstum 78 ára gamall þá vinnur Sigurður ennþá fullan vinnudag. Rafverkstæðið byrjaði heima í bílskúr á Sunnubrautinni en fyrirtækið hefur vaxið og dafnað og þá sérstaklega síðustu tvo áratugina. Árið 2006 var fyrirtækinu breytt í SI raflagnir ehf. og komu þá dætur og tengdsynir inn í reksturinn og má því segja að SI raflagnir sé sannkallað fjölskyldufyrirtæki. Meðfylgjandi myndir voru teknar í afmælisveislunni í húsnæði fyrirtækisins að Iðngörðum 21 í Garði.

FLEIRI MYNDIR Á VF.IS

Gagnafulltrúi - Landhelgisgæsla Íslands Landhelgisgæsla Íslands (LHG) óskar eftir að ráða gagnafulltrúa til starfa í stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins/LHG á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Um vaktavinnu er að ræða.

Landhelgisgæsla Íslands er löggæslustofnun sem samkvæmt lögum er falið að gæta ytri landamæra og standa vörð um fullveldisrétt Íslands á hafsvæðinu kringum landið. Landhelgisgæslan sinnir meðal annars löggæslu, eftirliti, leit og björgun á hafi auk þess að annast daglega framkvæmd öryggis- og varnartengdra verkefna hér á landi samanber heimild í varnarmálalögum. Hjá Landhelgisgæslunni starfar tæplega 200 manna samhentur hópur sem hefur að leiðarljósi slagorðið: Við erum til taks.

Landhelgisgæslan fer með daglega framkvæmd öryggis- og varnarmála samanber varnarmálalög nr. 34/2008, þ.m.t. rekstur öryggissvæða, mannvirkja, kerfa, stjórnstöðvar NATO/LHG og ratsjár- og fjarskiptastöðva. Helstu viðfangsefni:

Menntunar- og hæfniskröfur:

• Loftrýmiseftirlit og stuðningur við loftrýmisgæslu • Samskipti við stjórnstöðvar Atlantshafsbandalagsins • Skýrslugerð og greining gagna • Önnur tengd verkefni

• Gott almennt nám tengt tæknimálum og/eða flugi • Grunnnám í flugumferðarstjórn, flugnám eða annað flugtengt nám er kostur • Góð tækniþekking og reynsla í tækniumhverfi æskileg • Góðir samskiptahæfileikar • Góð íslensku- og enskukunnátta bæði í ræðu og riti • Góð tölvukunnátta og tölvulæsi • Reglusemi, nákvæmni, snyrtimennska og stundvísi • Sjálfstæði og agi í vinnubrögðum • Geta til að vinna vaktavinnu • Ökuréttindi skilyrði

Gildi Landhelgisgæslunnar eru: Öryggi – Þjónusta - Fagmennska Nánari upplýsingar um Landhelgisgæslu Íslands má finna á www.lhg.is

Umsækjendur þurfa að standast kröfur Landhelgisgæslunnar um líkamlegt og andlegt atgervi. Einnig skulu starfsmenn uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild samanber varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.

Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is) í síma 511 1225. Umsóknarfrestur er til og með 21. október 2019. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf. Intellecta - Síðumúli 5, 108 Reykjavík, sími: 511 1225.


14

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 10. október 2019 // 38. tbl. // 40. árg.

Minningarorð

Eiríkur Gunnar Ólafsson f.15/1 1936 - d. 4/9 2019

Stöndum vörð um HSS Mörg tækifæri liggja í nýrri heilbrigðisstefnu Nú þegar vindar blása um ganga Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja skiptir mestu máli að þingmenn og sveitarstjórnarmenn standi vörð saman um framtíð stofnunarinnar sem hjartað í heilbrigðismálum íbúa á Suðurnesjum. Það er mikilvægast að við stöndum vörð um starfsfólkið og þá þjónustu og tækifæri sem stofnunin býður eftir að ný heilbrigðisstefna var samþykkt á Alþingi síðastliðið vor. Þar er opnað á ýmsa möguleika til samstarfs við Landsspítalann háskólasjúkrahús og við verðum að skoða hvert það tækifæri sem heilbrigðisstefnan felur í sér til að auka hér þjónustu og tækifæri með 1. og 2. stigs heilbrigðisþjónustu. Stefnumörkun stofnunarinnar þarf að liggja fyrir áður en nokkrar ákvarðanir eru teknar um breytingu á starfsemi, lokunum deilda eða skurðstofu. Stjórn stofnunarinnar þarf að leggja fram stefnumörkun og hefur þegar hafið þá vegferð. Þegar stefnumótun liggur fyrir verði tekin ákvörðun um framtíðina en á Suðurnesjum eru sérstakar aðstæður þar sem fjórðungur íbúa er af erlendu bergi brotinn, því fylgir eðlilega meiri vinna og kostnaður og stefnumótun verður að taka mið af því eins og rekstrarframlög. Einnig hafa lýðheilsuvísar verið hærri á Suðurnesjum en annarstaðar á landinu og það þarfnast skoðunar við.

Kröfur um fjárveitingar

Þingmenn kjördæmisins hafa legið lengi undir því að ekki fáist aukin framlög til HSS vegna fjölgunar íbúa og ferðamanna. Sú umræða hefur algjörlega átt rétt á sér og hvergi má slaka á þeim þrýstingi að tryggja nægjanleg framlög til HSS og nýta þau tækifæri sem heilbrigðisstefnan gefur. Samkvæmt upplýsingum um framlög til heilbrigðisstofnanna í frumvarpi til fjárlaga 2020 kemur fram að verulega hefur verið bætt í framlögin. Samkvæmt ríkisreikningi árið 2018 voru framlög til HSS rúm­ lega 1,3 milljarður króna (1.345.700 þús.kr.) og samkvæmt fjárlögum fyrir 2020 verða framlögin tæpir 2 milljarðar (1.976.700 þús.kr.) sem er veruleg aukning eða um 637 milljónir króna og þá er til viðbótar 40 milljónir króna vegna aukins atvinnuleysis og álags á HSS því samfara. Þá hefur stofnunin haft um 150 milljónir króna leigutekjur af skurðstofu undanfarin þrjú ár en að sjálfsögðu er kostnaður þar á móti.

Aukin þjónusta

Álagið er mikið á starfsfólki HSS og það er mikilvægt að bæta mönnun, fjölga læknum, hjúkrunarfólki og sjúkraliðum. Heilsugæslan er fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðisþjón­ ustunni og hana þarf að bæta stórlega á Suðurnesjum. Á stofnuninni vinnur

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

gott starfsfólk sem oft glímir við erf­ iðar aðstæður. Það er því mikilvægt að standa vörð um stofnunina og bæta þjónustuna á öllum stigum. Þess vegna hef ég í undirbúningi þingsályktunartillögu sem fram kemur á næstu dögum en þar segir m.a. í drögum: „Alþingi ályktar að fela heilbrigðis­ ráðherra að framkvæma úttekt á húsnæði Heilbrigðisstofnunar Suður­ nesja og hvernig það nýtist fyrir starf­ semi stofnunarinnar og þau tækifæri sem ný heilbrigðisstefna felur í sér til að bæta þjónustu stofnunarinnar við íbúa á Suðurnesjum. Sérstaklega skal horft til þess hvernig samstarf við Landsspítalann háskólasjúkra­ hús geti treyst stofnunina, þjónustu hennar og minnkað um leið álagið á LHS. Niðurstöðu úttektarinnar skal kynna með skýrslu ásamt tillögum að betri nýtingu og uppbyggingu stofnunarinnar. Skýrslan skal liggja fyrir eigi síðar en 1. maí 2020.“ Í lok greinagerðar með þingsálykt­ uninni segir í drögunum: „Fyrir liggur að húsnæðið er að mörgu leyti óhentugt undir starfsemi HSS og þarfnast töluverðs viðhalds og breytinga til að geta staðið undir þeim kröfum sem gerðar eru til þess. Flutningsmenn telja að skoða verði þá þjónustu sem stofnunin geti veitt og skoða hvernig ný heilbrigðisstefna

 Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

getur eflt starfsemi HSS eins og t.d. með auknu samstarfi við Landspítal­ ann háskólasjúkrahús. Þar kæmi til greina að nýta skurðstofu HSS til minniháttar aðgerða, ferilverk og hvernig aftur mætti veita bestu fæðingarhjálp með auknu samstarfi við LHS sem virðist hafa tekið yfir nær allar fæðingar landsbyggðarsjúkrahúsa. Á meðan ekki liggur fyrir stefnumótun til fram­ tíðar og hvaða tækifæri og mögu­ leika HSS hefur til að auka og bæta þjónustu við íbúa á Suðurnesjum með nýrri heilbrigðisstefnu sem leiðarljós leggja flutningsmenn til að engar ákvarðanir verði teknar sem skerða þá þjónustu sem HSS býður í dag eða deildum eða skurðstofu lokað. Framtíð HSS verði því lögð fram með úttekt og stefnumótun sem byggir á þeim kostum sem efla stofnunina fyrir samfélagið á Suðurnesjum og ákvarðanir um framhaldið teknar af yfirveguðu ráði og í fullu samráði, eins og það er mögulegt við sveitar­ stjórnir á Suðurnesjum.“ Ásmundur Friðriksson, alþingismaður.

Elsku besti afi minn, frá því ég man eftir mér hef ég alltaf verið mikil afa­ stelpa. Þú átt sér­ stakan sess í hjarta mínu og munt alltaf eiga. Ég er þakklát fyrir allar góðu minningarnar sem ég á um þig. Ég var alltaf litla barnið í augum þínum þó ég væri orðin full­ orðin. Þú vildir passa upp á að ég hefði það gott. Við höfum alltaf verið svo góðir vinir og átt ein­ stakt samband. Það var gaman að grínast með þér og þú hafðir alltaf áhuga á að vita hvað væri að frétta af mér og Boga mínum. Síðustu árin sastu mikið í hæg­ indastólnum þínum og það var notalegt að sitja hjá þér og spjalla saman. Ég var heppin að alast upp í sama bæ og þið amma og naut oft samvista við ykkur. Það var alltaf notalegt í Háholti 5 og við brölluðum ýmislegt saman þar. Ég man alltaf eftir því þegar við gerðum lítið snjóhús í garðinum ykkar og settum síðan kerti inn í það, mér fannst það töfrum líkast. Þú varst líka alltaf til í eitthvað glens og sast stilltur eitt skiptið án þess að segja orð á meðan ég setti rúllurnar hennar ömmu í hárið á þér og þóttist dekra við þig eins og á snyrtistofu. Þær voru ófáar sumarbústaðar­ ferðirnar með þér og ömmu. Þú varst svo duglegur að vinna uppi í bústað, alltaf úti að brasa og leggja net út í vatnið. Ég fékk oft að hjálpa til við vinnuna en fannst frekar erfitt að sjá lifandi silunga í netinu. Þú leyfðir mér stundum að sleppa lifandi fiski aftur út í vatnið. Á leiðinni heim úr sveitinni þurft­ irðu alltaf að sækja vinnubílinn til Hafnarfjarðar sem hafði verið þar yfir helgina og alltaf sat ég með þér í bílnum heim til Keflavíkur.

Þú baðst mig þá um að syngja Hafið bláa hafið alla Reykjanes­ brautina, þú hafðir svo gaman af söng. Ég man að ég sat í bílnum, horfði út á hafið og söng fyrir þig sama lagið aftur og aftur. Það er ein uppáhaldsminn­ ingin mín. Þú hvattir mig alltaf áfram og fylgdist vel með hvernig mér gekk í skól­ anum. Þegar ég vissi ekki alveg hvað ég vildi læra eftir stúdentinn hvattir þú mig til að læra hjúkrun. Þú sagðir að þá gæti ég hjúkrað þér þegar þú værir orðinn gam­ all og lasinn. Ég ákvað að læra hjúkrun og sé ekki eftir því en þú ert hluti af ástæðunni fyrir því vali elsku afi minn. Eftir að ég sagði þér að ég væri ófrísk á þessu ári pældirðu mikið í bumbunni og spurðir alltaf um hana. Þú sagðir mér að fara var­ lega með magann sem ég hef að sjálfsögðu alltaf gert. Það var svo gaman að sýna þér sónarmynd­ irnar, þér fannst þetta ótrúleg tækni og hafðir svo gaman af að sjá litla krílið. Ég bjóst við að þú myndir lifa að sjá þegar krílið væri komið í heiminn en ég veit að þú munt vaka yfir því og fylgjast með frá öðrum stað. Þú kvaddir okkur á friðsælan og fallegan hátt og þó ég muni sakna þín þá veit ég að þér líður betur núna. Ég sé þig fyrir mér með vel sykrað kaffi í hönd að spjalla við ættingja þína og vini sem eru fallnir frá. Ég veit þú vakir yfir okkur öllum og litla barninu í bumbunni minni. Hvíldu í guðs friði. Þangað til við hittumst næst, elska þig elsku afi minn, Hrafnhildur Ása Karlsdóttir.

ÞARFIR BEGGJA ÍÞRÓTTAFÉLAGA BÆJARINS Tilefni skrifa minna er pistill forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í síðasta tölublaði Víkurfrétta þar sem hann ræðir um aðstöðumál íþróttafélaganna í bænum og hver stefna Reykjanesbæjar sé til að koma til móts við þarfir þeirra. Ég held að stjórnendur íþróttafélaga hafi fullan skilning á þeirri stöðu sem sveitarfélagið okkar hefur verið að vinna sig upp úr, sýnt þolinmæði og dregið úr væntingum vegna þarfa félaga þeirra um aðstöðu. Íþrótta­ félögin og -deildirnar sjá nú loks hylla undir breytingar og endur­ bætur á íþróttaaðstöðu bæjarins. Reykjanesbær fékk fyrirtækið Capa­ cent í vor til að vinna að rýnivinnu um uppbyggingu íþróttamann­ virkja og -svæða þar sem leitað var til félaganna og óskað eftir þeirra framtíðarsýn og hvaða mikilvægu úrbótum þeim fyndist vera mest þörf á á næstu árum. Þetta hljómaði ágætlega þó vissu­ lega hafi verið farið í svipaða vinnu tveimur árum áður og ég, fyrir hönd míns félags, sendi bænum framtíðar­ sýn þess og brýnustu áherslur í upp­ byggingu aðstöðu. Skýrsla Capacent var svo tekin fyrir á fundi íþrótta- og tómstundaráðs þann 18. júní síðastliðinn og er margt jákvætt að finna í henni. Í skýrslunni er m.a. hugmynd þess efnis að reisa fjölnota íþróttahús við Afreksbraut þar sem „… verður keppnisvöllur fyrir körfuknattleiksdeildir Reykja­ nesbæjar, framtíðaraðstaða fyrir

fimleikadeild og bardagaíþróttir, aðstaða fyrir skotdeild, lyftingar, golfklúbb ásamt félagsaðstöðu fyrir allar deildir [...] Fyrrgreindar til­ lögur verða unnar í samráði við aðal­ stjórnir beggja félaga og er íþróttaog tómstundafulltrúa falið að boða formenn til fundar.“ (úr fundargerð ÍT ráðs þann 18. júní 2019). Eins og Jóhann Friðrik bendir á í pistli sínum í síðustu viku í Víkurfréttum: „Þær hugmyndir voru kynntar fyrir formönnum Njarðvíkur og Kefla­ víkur og ræddar í bæjarráði Reykja­ nesbæjar sem síðan vísaði þeim til bæjarstjóra til úrvinnslu. Í því fólst meðal annars að fundað væri með félögunum og samráð við þau haft.“

Bæði íþróttafélögin í bænum

Mér þykir það spennandi framtíðar­ sýn að fjölnota íþróttahús rísi við Afreksbraut sem henti sem flestum íþróttagreinum bæjarins, mér finnst skynsamlegt að samnýta mannvirki bæjarins og fá sem mest út úr þeirri fjárfestingu. Hinsvegar finnst mér ótækt að boða formenn Keflavíkur og Njarðvíkur til að funda um fram­ tíðaraðstöðu Golfklúbbs Suðurnesja. Nú heyrir Golfklúbbur Suðurnesja undir hvorugt þessara félaga og mér

hefði fundist eðlilegt að boða mig, formann GS, á þann fund þar sem á að ræða æfingaaðstöðu míns fé­ lags (að sama skapi finnst mér alger óþarfi að boða mig á fund um gervi­ graskeppnisvelli fyrir Keflavík og Njarðvík, ef íþrótta- og tómstunda­ ráð var að velta því fyrir sér). Því er ekki að neita að með þessu er verið að gera lítið úr vægi Golfklúbbs Suðurnesja, og fleiri íþróttafélaga, sem hluta af íþróttalífi bæjarins. Það vill oft gleymast að íþróttafélög í Reykjanesbæ eru eru talsvert fleiri en tvö – aðildarfélög Íþróttabanda­ lags Reykjanesbæjar eru ellefu talsins. Jóhann Páll Kristbjörnsson, formaður Golfklúbbs Suðurnesja.


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 10. október 2019 // 38. tbl. // 40. árg.

Bardagafólk af Suðurnesjum öflugt á Haustmóti Júdósambandsins

ÞJÁLFARAFRÉTTIR

FYRSTI STÓRLEIKURINN Í KÖRFUNNI

Haustmót Júdósambands Íslands fór fram í Grindavík um helgina. Framkvæmd og utanumhald mótsins var til algjörar fyrirmyndar. Suðurnesjaliðin þrjú áttu öll vinningshafa á palli þetta árið. Samtals fengu Þróttur, Njarðvík og Grindavík fjögur gull, níu silfur og tvo brons.

Fyrsti stórleikur vetrarins í körfuboltanum á Suðurnesjum verður á fimmtudagskvöld þegar Grindvíkingar fá Keflvíkinga í heimsókn í Domino’s-deild karla. Sama kvöld taka Njarðvíkingar á móti Tindastóli í Ljónagryfjuna.

Fyrsti landsliðsmaður Keflavíkur í blaki

Keflavík og Njarðvík unnu bæði góða sigra í fyrstu umferðinni en Grindavík tapaði gegn KR á útivelli. Það má búast við hörkuleik í fyrsta nágrannaslagnum og Grindvíkingar ætla sér örugglega ekki að tapa fyrstu tveimur leikjum mótsins. Njarðvíkingar unnu ÍR örugglega og ætla sér sömuleiðis ekkert annað en sigur. Í kvennaflokki leika Keflavík gegn Haukum og Grindavík fer í Borgarnes á miðvikudagskvöld. Nánar um það á vf.is.

BLESS TÚFA

GUNNAR ÁFRAM MEÐ KEFLAVÍK

Grindavík og Srdjan Tufegdzic (Túfa) þjálfari karlaliðs meistaraflokks Grindavíkur hafa gert með sér samkomulag um að Túfa muni ekki halda áfram þjálfun liðsins á komandi tímabili. „Grindavík þakkar Túfa fyrir hans störf og óskar honum og hans fjölskyldu velfarnaðar,“ segir í tikynningu frá stjórn knattspyrnudeildar Grindavíkur.

SMÁAUGLÝSINGAR Atvinna Faglærður húsasmiður leitast eftir að komast á samning við pípulagnir í Reykjanesbæ eða nágrenni hafið samband á olafpje@gmail.com

www.n1.is

15

Brotið hefur verið blað í sex ára sögu blakdeildar Keflavíkur en Bjarni Þór Hólmsteinsson hefur verið valinn í U17 landsliðið. Það er ekki langt síðan Bjarni Þór hóf að æfa blak og þó hann sé að koma úr barnastarfi Keflavíkur þá keppti hann síðasta vetur með meistaraflokki karla. Bjarni er hávaxinn og sterkur leikmaður með blak í blóðinu enda móðir hans, Sæunn Svana Ríkharðsdóttir, lykilleikmaður hjá kvennaliði Keflavíkur. U17 landsliðið fer um miðjan október á NEVZA-mótið sem haldið verður í Ikast í Danmörku og þar mun Bjarni Þór án efa skapa ómetanlegar minningar.

Úr röðum Njarðvíkinga sigruðu Maryam Badawy og Helgi Þór Guðmundsson sína flokka í U13 flokki barna, Daníel Árnason sigraði -55 kg flokkinn í U18 og U21. Ríkjandi Íslandsmeistari, Rinesa Sopi, varð svo önnur í sínum flokki sem Birta Vilbertsdóttir, Shukira Aljanabi og Ingólfur Rögnvaldsson. Í fullorðinsflokki kepptu Andrés Nieto Palma og Guðmundur Stefán Gunnarsson þar sem þeir báðir sigruðu þrjár af sínum glímum á ippon en báðir töpuðu þeir í úrslitum, Andrés fyrir Zaza Simonishvili og Guðmundur fyrir Agli Blöndal, Íslandsmeistara í opnum flokki karla. Þrír gríðarefnilegir og ungir Þrótt-

arar komu á mótið og sýndu hvað í þeim býr. Þeir félagar Gabríel Reynisson, Alexander Máni Guðmundsson og Íslandsmeistarinn Patrekur Unnarsson hnepptu annað sætið í sínum aldurs- og þyngdarflokkum. Fjórir Grindvíkingar mættu til leiks. Ísar Guðjónsson átti góðan dag og krækti í þriðja sæti í -81 kg flokki drengja, Guðmundur Sigurfinnsson var spútnikkeppandi dagsins og kom öllum á óvart og varð annar í -90 kg flokki U21 og á eftir honum kom liðsfélagi hans Aron Arnarsson. Njarðvík hafnaði í öðru sæti liða, Þróttur í fimmta sæti og Grindavík í því sjötta. Nánari umfjöllun og myndir á vf.is

Anton sigraði á rothöggi Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur framlengt samning sinn við Gunnar M. Jónsson þjálfara kvennaliðsins og er samingurinn til tveggja ára. Gunnar er að hefja sitt fimmta ár með liðinu og undir hans stjórn hefur liðið, sem er að mestu byggt upp af ungum heimstúlkum, vaxið og dafnað og spiluðu í fyrsta sinn í efstu deild sl. sumar eftir nokkra fjarveru.

Um helgina áttu tveir keppendur Hnefaleikafélags Reykjaness sína fyrstu bardaga. Sindri Þór Gylfason (16) fór gegn andstæðingi frá HR/ Mjölni og átti stórgóðan bardaga. Eftir hnífjafna baráttu hlaut Sindri því miður ósigur á dómaraúrskurði en snýr aftur reynslunni ríkari. Anton Halldórsson (19) steig inn í hringinn gegn andstæðingi frá Hnefaleikafélaginu Æsir. Anton sigraði þar sinn fyrsta bardaga eftirminnilega á rothöggi, hann sýndi flotta takta og inni í annarri lotu náði hann að sýna yfirburði sína. Í lok lotunnar náði Anton að koma góðu höggi, vinstri krók, á andstæðing sinn og þurfti dómari að telja yfir honum. Eftir það héldu Antoni engin bönd, hann sótti ákveðið og náði sama höggi aftur á keppinaut sinn – rothögg og það var engin þriðja lota.

facebook.com/enneinn

Keyrðu á örygginu Pantaðu tíma fyrir dekkjaskiptin á n1.is

Cooper Weather-Master WSC

Cooper Discoverer M+S

Cooper WM SA2+

Öflugt og gott grip við erfiðar aðstæður

Frábær neglanleg vetrardekk fyrir jeppa

Míkróskorin óneglanleg vetrardekk

Einstaklega endingargóð með mikið skorið snjómynstur

Afburða veggrip og stutt hemlunarvegalengd

Nákvæm röðun nagla eykur grip á ísilögðum vegum

Mjúk í akstri með góða vatnslosun

Mikið skorið og stefnuvirkt mynstur fyrir jeppa og jepplinga Flott dekk fyrir íslenskt veðurfar

Notaðu N1 kortið

Hjólbarðaþjónusta N1 Bíldshöfða Fellsmúla Réttarhálsi Ægisíðu

440-1318 440-1322 440-1326 440-1320

Langatanga Mosfellsbæ Reykjavíkurvegi Hafnarfirði Grænásbraut Reykjanesbæ Dalbraut Akranesi Réttarhvammi Akureyri

440-1378 440-1374 440-1372 440-1394 440-1433

Opið mán – fös kl. 08-18 laugardaga kl. 09-13 www.n1.is

Alltaf til staðar


MUNDI

facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Bensínsalar teknir í bakaríið!

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

LOKAORÐ

Frábært haust tilboð á þessum legsteinum

Ragnheiðar Elínar

Af hverju?

VF.IS ALLAN SÓLARHRINGINN

Með vasa lukt og ,ð: 544.250 Fullt ver 2020

r.

289.900 k

2006 SB

2042-1 SB

00 klri . 139.9 spörfug

2020 SB

kr. 289.9be0ð0 ramma

Með vasa lukt og ,ð: 529.250 r e v t l l u F

VERÐ MIÐAST VIÐ ÁLETR AÐAN* STEIN MEÐ UPPSETNINGU Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

ATH. GR ANÍTHÖLLIN ER FLUTT AÐ FOSSALEYNI 16, 112 REYKJAVÍK FOSSALEYNI 16 112 REYKJAVÍK

Með fyrirvara um prentvillur og uppseldar vörur.

með ,ð: 291.650 Fullt ver

*Hefðbundin áletrun, 1 nafn

Af hverju er bensínlítrinn 30 krónum dýrari hjá ÓB og Atlantsolíu í Reykjanesbæ en hjá ÓB og Atlantsolíu í Hafnarfirði? Af hverju er ekki boðið upp á fulla þjónustu hjá N1 í Keflavík eins og hjá N1 í Hafnarfirði og Reykjavík? Af hverju virðist grænmetið í Krónunni á Fitjum alltaf vera á síðasta söludegi, en brakandi ferskt í Krónunni í Hafnarfirði? Af hverju fæst ekki almennilegt súrdeigsbrauð í bakaríunum í Reykjanesbæ? Og þá er ég að tala um alvörunni súrdeigsbrauð eins og í Brauð og Co., en ekki eitthvað loftbrauð sem er kallað súrdeigsbrauð en á ekkert skylt við það. (Og já, ég veit að það er hægt að kaupa pakkað súrdeigsbrauð í Bónus og stundum líka hjá SoHo). En ég er að tala um bakaríin. Og talandi um bakaríin, af hverju eru alltaf bara nokkra daga gamlar kökur til sölu um helgar þegar maður þyrfti helst að geta reddað einhverju með kaffinu þegar óvænta gesti ber að garði? Og já – ég veit að vínarbrauðin og snúðarnir eru líka bakaðir um helgar, ég er að tala um kökur. Og meira af bakaríum, og þetta er svona almennt nöldur sem á ekki bara við um bakaríin hér á svæðinu. Af hverju fær maður sitthvort svarið þegar maður spyr í bakaríinu: „Er þetta nýbakað?“ (Já!) eða „Er þetta bakað í dag?“ (Uhhh…nei, reyndar ekki). „Kommon“ setjiði nú gömlu kökurnar til hliðar og bjóðið okkur með afslætti. Það er töff og margir sem myndu vilja nýta sér það. Eða, merkið þær með skilti sem segir „Gamlar kökur á venjulegu verði“ og gáið hversu margar þið munið selja. Markmiðið með þessum nöldurpistli er alls ekki það að taka blásarann á sum fyrirtæki og sleppa öðrum, heldur eru þetta einfaldlega nýjustu dæmin um hluti sem geta gert mig brjálaða. Það særir réttlætiskennd mína að verða vitni að svona rugli, því ég veit ekki til þess að neytendur hér séu eitthvað öðruvísi en hinum megin við Reykjanesbrautina. Ég er of oft búin að blóta spínatinu sem virðist ekki þola bílferðina frá Fitjum að Heiðarbrún, og því að geta ekki keypt mér bensíndæluþjónustu þegar ég er í sparifötunum í brjáluðu veðri. Ég vil geta verslað heima og hef það reyndar að markmiði að kaupa allt í heimabyggð sem mig vantar og fæst hér. En ég er búin að fá nóg af þessu rugli. Nú kaupi ég ódýra bensínið hinum megin við brautina, eða rándýra bensínið þegar ég nenni ekki að dæla, líka hinum megin við brautina. Ég sleppi því að ergja mig á ferðum í bakaríið, skelli í vöfflur með sunnudagskaffinu og kippi með mér alvörunni súrdeigsbrauði úr bænum. En annars er ég bara nokkuð góð. Góðar stundir!

r. 299.b9eð0r0amkma

SÍMI 555 3888 GR ANITHOLLIN.IS

Profile for Víkurfréttir ehf

Víkurfréttir 38. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 38. tbl. 2019

Víkurfréttir 38. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 38. tbl. 2019