Víkurfréttir 34. tbl. 42. árg.

Page 1

Miðvikudagur 15. september 2021 // 34. tbl. // 42. árg.

Deildarmeistarar fagna í Vogum Skarst á hendi n Vinnuslys varð í fiskverkunarfyrirtæki í Grindavík í síðustu viku. Starfsmaður sem var að skipta um hnífa í flökunarvél skarst á hendi. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem skurðurinn var saumaður saman.

Féll úr stiga n Fyrr í vikunni sem leið varð vinnuslys í Keflavík þar sem eigandi líkamsræktarstöðvar var að vinna að lagfæringum. Hann stóð í stiga sem hallaðist með þeim afleiðingum að maðurinn féll á steypt gólf. Hann fann til eymsla og var fluttur með sjúkrabifreið á HSS.

Ítarleg umfjöllun um Þrótt Vogum á íþróttasíðum og í Suðurnesjamagasíni

Bakkaði ofan í skurð og valt

Þurfum aukna raforku inn á svæðið

n Bílvelta varð um tvöleytið aðfaranótt mánudags við Keilisbraut í Reykjanesbæ, í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Ökumaður ætlaði að snúa bifreið sinni við en bakkaði ofan í skurð með þeim afleiðingum að hún valt. Auk hans var einn farþegi í bílnum. Engin slys urðu við óhappið. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun.

„Við þurfum að fá aukna raforku inn á svæðið en þetta snýst ekki síður snýst um afhendaröryggi raforkunnar því við erum í vanda stödd ef Suðurnesjalína 1 bilar. Það er mikið um fyrirspurnir frá mörgum aðilum sem þurfa raforku. Alþjóðaflugvöllurinn er að stækka, gagnaver og margt fleira en málin

LJÓSLEIÐARINN er kominn!

hljóta að leysast, það er mikilvægt,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Á síðustu misserum hefur Landsnet fundið fyrir auknum áhuga nýrra notenda á að tengjast flutningskerfinu. Drifkraftar á borð við alþjóðlega áherslu á loftslagsmál, endurnýjanlega orkugjafa, breyttar

2

Hafnargata 21 • Sími 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn

30%

fyrir

1

559

454

áður 699 kr

áður 649 kr

kr/pk

11.490,- kr/mán.

vekur að áform fyrirtækja drógust ekki saman þrátt fyrir heimsfaraldur og að um 25% af fyrirspurnum tengjast Reykjanesi,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets. Nánar er fjallað um málið á síðu 4 í Víkurfréttum í dag.

FLJÓTLEGT OG GOTT! 20%

Ekkert tengigjald FRÍR ROUTER

áherslur í matvælaframleiðslu sem og í samgöngum leiða til þess að enn fjölbreyttari iðnaður og framleiðslutækni hafa áhuga á að hefja rekstur á Íslandi. „Ljóst er að áhugi og áform fyrirtækja að tengjast raforkuflutningskerfinu á árinu 2021 verður mun meiri en undanfarin ár og athygli

Manhattan beyglur

Fínar, heilhveiti, kanil, sesam

kr/stk

Sprite

Sprite og Sprite Zero 0,5 l

Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

Grandiosa

Calzone skinka

24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Eldsvoði raskaði sjónvarpi og neti

Klæddur til að takast á við fyrstu haustlægðina Hallbjörn Sæmundsson var klæddur til að takast á við fyrstu haustlægðina þegar áhugaljósmyndarinn Einar Guðberg Gunnarsson hitti á hann á Suðurgötunni í Keflavík þar sem hann var á sunnudagsgöngu með besta vini sínum. Báðir voru skælbrosandi og sáttir við að anda að sér fersku haustloftinu, þó svo það færi hratt yfir.

Mikið tjón varð þegar stjórnstöð Kapalvæðingar í Reykjanesbæ varð eldi að bráð í síðustu viku. Í húsnæðinu þar sem eldurinn braust út var hjartað í öllum tengingum fjarskiptafyrirtækisins til einstaklinga og fyrirtækja í Reykjanesbæ. Frá því eldurinn kom upp hefur verið unnið daga og nætur við að endurnýja búnað og koma á nýjum tengingum. Fjölmargir hafa verið tengdir inn á Ljósleiðarann og nú hefur Míla einnig bæst við sem þjónustuaðili

þannig að viðskiptavinir Kapalvæðingar geta fengið tengingar í gegnum annað hvort ljósleiðara eða DSL hjá Mílu. Einnig hafa fjölmörg heimili í Reykjanesbæ verið tengd með 4G búnaði frá því tjónið varð til að koma á net- og sjónvarpssambandi á heimilum. Þeir sem eru að bíða eftir ljósleiðaratengingu geta fengið 4G r­ outer hjá Kapalvæðingu. Sá búnaður kláraðist fyrir síðustu helgi en á að vera kominn aftur þegar þetta tölublað Víkurfrétta fór í dreifingu. Þá

HSS opnar nýtt húsnæði fyrir Covid-sýnatökur og -bólusetningar Frá og með þriðjudeginum 14. september munu Covid-sýnatökur flytja á Iðavelli 12a í Reykjanesbæ og mun opnunartími vera frá 8:30 til 11:00 alla morgna.

Sýnatökur

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM

eru þeir sem eru komnir með ljósleiðaratengingu en eru enn með 4G búnað beðnir um að skila honum svo þeir sem bíða tengingar geti fengið 4G búnaðinn þangað til.

Sú breyting verður á sýnatökunum að allir ganga inn í húsið í sýnatökuna, ekki verða lengur tekin sýni úr fólki í bílum. Gert verður ráð fyrir aukningu í hraðsýnatökum en þær munu einnig fara fram á Iðavöllum. Mikilvægt sé að skráning í sýnatökur fari rétt fram. Það getur valdið óþarfa kostnaði, áhyggjum og streitu sé skráning röng. Ef einstaklingar eru með einkenni þá þarf PCR-próf og sú skráning fer fram á heilsuvera.is. Niðurstöður úr einkennasýnatöku birtast í heilsuveru eða berast í textaskilaboðum Við komu til Íslands er hægt að velja um PCR-próf í flugstöðinni eða hraðpróf á næstu heilsugæslu (Iðavöllum 12a, Reykjanesbæ). Sú skráning fer fram á heimkoma. covid.is. Niðurstöður berast í textaskilaboðum, einnig er hægt að athuga stöðu á sýnatöku á síðunni sem skráning fór fram á.

Þeir sem ferðast frá Íslandi geta fengið PCR-próf á travel.covid.is. Þá berst vottorð í tölvupósti og skilaboð í síma þegar niðurstöður liggja fyrir. Þeir sem sækja stóra viðburði og þurfa að sýna fram á neikvætt hraðpróf, skrá sig á hradprof.covid.is. Vottorð berst tölvupósti. Þeir sem fara í einkennasýnatökur fá ákveðna tímasetningu í skilaboðum með strikamerkinu og er fólk vinsamlega beðið um að virða tímasetninguna. Þeir sem fara í hraðpróf geta mætt hvenær sem er milli 8:30 og 11:00.

Bólusetningar Covid-bólusetningar munu einnig fara fram á Iðavöllum 12a eftir hádegi tvo daga í viku, miðvikudaga og fimmtudaga, á meðan þörf er á. Þetta húsnæði verður bylting fyrir starfsfólk heilsugæslunnar að því leyti að hafa alla Covid-tengda starfsemi undir sama þaki. Heilsugæslan hefur einnig fengið nýtt netfang fyrir Covid-fyrirspurnir covid@hss.is, þar mun fyrirspurnum verða svarað eins fljótt og unnt er á dagvinnutíma.

Hjól með hrútastýri boðið upp hjá lögreglu

SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Uppboð á óskilamunum hjá lögreglu hafa verið haldin árlega við lögreglustöðina við Hringbraut í Keflavík. Hér er mynd úr safni Víkurfrétta sem sýnir Ásgeir Eiríksson, fulltrúa sýslumanns, bjóða upp forláta reiðhjól með hrútastýri. Myndin er ein af mörgum á ljósmyndasýningu Víkurfrétta og Byggðasafns Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum en sýningin mun standa næstu vikur Bíósalnum.4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Hleðsluvaktin í Grindavík – er með hleðslulausnir fyrir fjölbýli, fyrirtæki og heimili. Með hleðslustöð nærðu hraðari hleðslu á öruggari hátt. Hleðsluvaktin er nýlegt fyrirtæki í Grindavík og eitt af leiðandi þjónustufyrirtækjum á Íslandi með hleðslulausnir fyrir fjölbýli. Hilmir Ingi Jónsson, viðskipta- og tæknistjóri, segir fyrirtækið vera í samstarfi við stærstu húsfélagaþjónustur landsins en mikil aukning hefur verið í sölu rafbíla á undanförnu árum. „Við erum með hleðslulausnir fyrir fyrirtæki, fjölbýli og heimili og leggjum áherslu á örugga hleðslu með álagsdreifingu og prýði á planinu með stílhreinum hleðslustöðvum. Okkar sérstaða er dýnamísk álagsdreifing sem ver raflagnir með því að lækka sjálfkrafa álag til hleðslustöðva ef heildarálag er áhættusamt. Þetta gerir það að verkum að fólk getur hlaðið rafbílinn áhyggjulaust,“ segir Hilmir Hjá Hleðsluvaktinni er aðstoðað við allt ferlið frá hönnun og raflögn að virkri hleðslustöð og í boð er bæði kaup og leiga á hleðslustöðvum. Hilmir segir að fyrirtækið bjóði fast þjónustugjald á álagsdreifingu en ekki á hverja hleðslustöð í fjölbýlum en fjölbýli þurfa yfirleitt aðeins eina álagsdreifingu.

„Álagsdreifing fylgir með öllum okkar heimahleðslustöðvum. Það þarf að hafa í huga að tengill í heimahúsum er hannaður til að þola mikið álag í hámark tvo tíma en rafbíll eða tvinnbíll hleður á miklu álagi í allt að tólf tíma. Þetta er eins og að horfa á gras vaxa og halda að það vaxi ekki því maður sér það ekki vaxa, svo er grasið orðið allt of hátt með tímanum. Sama gildir um skemmdir í raflögnum. Með hleðslustöð nærðu hraðari hleðslu á öruggari hátt og með álagsdreifingu færðu hugarró í hvert skipti sem þú hleður,“ segir Hilmir Hleðslustöðvarnar sem Hleðsluvaktin býður upp á hafa fengið alþjóðleg verðlaunað, m.a. elstu og virtustu hönnunarverðlaun heims, iF Design Awards. Þá er fyrirtækið í samstarfi við HS Orku til að geta boðið heildarlausnir og hagkvæma þjónustu. „Við aðstoðum líka fjölbýli við styrktarumsóknir hjá framtíðarnefnd Reykjanesbæjar og leggjum almennt upp á góða þjónustu og erum því með þjónustuver sem er alltaf opið.“

Hleðslustöðvarnar sem Hleðsluvaktin býður upp á hafa fengið alþjóðleg verðlaunað, m.a. elstu og virtustu hönnunarverðlaun heims, iF Design Awards.

Suðurnesjalína 2 ­forsenda fyrir auknum vexti atvinnu­lífs á Reykjanesi – og mikilvægt skref í orkuskiptunum

Á síðustu misserum hefur Landsnet fundið fyrir auknum áhuga nýrra notenda á að tengjast flutningskerfinu. Drifkraftar á borð við alþjóðlega áherslu á loftslagsmál, endurnýjanlega orkugjafa, breyttar áherslur í matvælaframleiðslu sem og í samgöngum leiða til þess að enn fjölbreyttari iðnaður og framleiðslutækni hafa áhuga á að hefja rekstur á Íslandi. „Ljóst er að áhugi og áform fyrirtækja að tengjast raforkuflutningskerfinu á árinu 2021 verður mun meiri en undanfarin ár og athygli vekur að áform fyrirtækja drógust ekki saman þrátt fyrir heimsfaraldur og að um 25% af fyrirspurnum tengjast Reykjanesi,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, í samtali við Víkurfréttir.

Hilmir Ingi Jónsson, viðskipta- og tæknistjóri Hleðsluvaktarinnar í Grindavík.

Takmarkaðir vaxtarmöguleikar á Suðurnesjum

ALÞINGISKOSNINGAR LAUGARDAGINN 25. SEPTEMBER 2021 Kjörskrá liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar, frá þriðjudeginum 14. september fram að kjördegi. Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til bæjarstjóra Grindavíkurbæjar. Upplýsingar um hvar þú ert á kjörskrá og hvaða kjördeild þú tilheyrir er einnig að finna á upplýsingaveitu Þjóðskrár Íslands. Upplýsingaveita Þjóðskrár Hvar á ég að kjósa? | Þjóðskrá (skra.is) Kosið er í Grunnskóla Grindavíkur, Ásabraut 2. Kjósendur skulu framvísa persónuskilríki á kjörstað.

Kjörstaður opnar kl. 09:00 og lokar kl. 22:00. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga fer fram á skrifstofu sýslumannsins, að Víkurbraut 25, neðri hæð. Aðeins er opið virka daga frá kl. 8:30-13:00. Dagana 20.-24. september frá kl. 8:30 til 18:00. Kjörstjórn Grindavíkurbæjar

Mikill áhugi aðila er fyrir því að setja niður margskonar orkukrefjandi rekstur á Reykjanesinu, m.a. gagnaver, matvælaframleiðslu og iðnað tengdan orkuskiptum, t.d. vetnisframleiðsla. „Markaðs­ umhverfi raforku á Íslandi hefur verið að breytast og eru fyrirséðar áframhaldandi breytingar á næstu árum miðað við þann áhuga sem við höfum fundið fyrir. Staðan er hins vegar sú að afhendingargeta á svæðinu er takmörkuð og eftirspurnin orðin langt umfram núverandi getu raforkukerfisins á svæðinu. Þar skiptir öllu að áform um byggingu Suðurnesjalínu 2 hafa ekki gengið eftir. Það er því ljóst að við núverandi aðstæður verða einungis til glötuð tækifæri fyrir Reykjanesið og aðilar farnir

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-13:30

alla virka daga

að skoða tengimöguleika á öðrum stöðum á landinu eða í öðrum löndum,“ segir Steinunn.

„Vonandi að hægt verði að halda áfram með Suðurnesjalínu 2“ Suðurnesjalína 2 er ein mikilvægasta framkvæmdin í raforkukerfinu og á hún að tryggja raforkuöryggi íbúa og atvinnulífs á Suðurnesjum. Stjórnvöld hafa sett landshlutann í forgang við uppbyggingu flutningskerfisins enda öryggi raforkukerfisins á svæðinu ábótavant og mikilvægt að bæta þar úr sem fyrst. „Við hjá Landsneti vísuðum ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 til úrskurðarnefndar umhverfisog auðlindamála. Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær höfðu áður samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir sömu framkvæmd. Landsnet byggir kæru sína á því að öll skilyrði laga fyrir veitingu framkvæmdaleyfis hafi verið uppfyllt og því sé höfnun Voga ólögmæt auk þess sem hún vekur upp mörg álitamál sem nauðsynlegt er að fá skorið úr um. Við eigum von á niðurstöðu frá nefndinni núna á næstu dögum og vonandi verður hægt að fá niðurstöðu í málið og hægt verði að halda áfram með Suðurnesjalínu 2, framkvæmd sem er mikilvæg til að tryggja raforkuöryggi íbúa og atvinnulífs á Suðurnesjum og hafa stjórnvöld sett svæðið í forgang við uppbyggingu flutningskerfisins enda öryggi raforkukerfisins á svæðinu ábótavant og mikilvægt að bæta þar úr sem fyrst,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets.

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is


Brjótum múra bætum þjónustu! Flokkur fólksins krefst þess að yfirvöld hætti strax að veikja heilbrigðisþjónustuna á landsbyggðinni. Nýtum fullbúnar skurðstofur! Leyfum konum að fæða í heimabyggð! Burt með biðlista!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir

Georg Eiður Arnarson

Elín Fanndal

Oddviti í Suðurkjördæmi

2. sæti í Suðurkjördæmi

3. sæti í Suðurkjördæmi

Settu X við F – fyrir þína framtíð!


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Hagstæðara að gera út fyrir sunnan

FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

September er orðinn hálfnaður og núna er búið að brjóta ísinn varðandi línubátana héðan frá Suðurnesjum. Eins og greint hefur verið frá í pistlunum á undan þá hefur Jón Ásbjörnsson RE verið eini línubáturinn sem hefur verið að róa núna sunnanlands og reyndar gert út frá Þorlákshöfn en hefur verið á veiðum á svipuðum slóðum og bátarnir hafa verið á sem landað hafa í Grindavík. Nú hafa tveir bátar frá Sandgerði farið í róðra með línu. Hið fyrra er að norður á Siglufirði er báturinn Hópsnes GK sem Stakkavík ehf. í Grindavík á og gerir út. Þeir róa með bala sem beitt er í Sandgerði og þarf því að aka með balana norður. Áhöfn Hópsnes GK fór út með risaskammt af bölum fyrir um viku síðan, eða 54 bala, og fékk á þá bala aðeins 5,5 tonn sem eru ekki nema 107 kíló á bala. Þetta er nú eiginlega mjög lélegur afli og sérstaklega ef haft er í huga að það er ansi mikill kostnaður í því að aka með balana norður, fram og til baka. Áhöfn Hópsnes GK fór suður til Grindavíkur og þar á Stakkavík bát sem heitir Gulltoppur GK sem líka er balabátur og þeir fóru á bátnum til Sandgerðis tóku þar 30 bala og fóru norður í Faxaflóann. Fengu þar 2,7 tonn eða um 90 kg á bala. Þrátt fyrir minni afla á bala þá engu að síður kemur þessi róður mun betur út en stóri róðurinn á Siglufirði því að kostnaðurinn við að keyra balana á bryggju í Sandgerði er svo til enginn því áhöfn bátsins gerir það sjálfir. Reyndar eru aðallínumiðin beint út af Sandgerði og þar fór Addi Afi

GK í prufutúr með aðeins 24 bala en fékk á þá bala 3,5 tonn, sem eru 147 kg á bala. Þetta er gríðarlega góður afli svona snemma í september og það þarf nú engan sérfræðing í að segja að svona góður afli á bala hérna fyrir sunnan borgar sig miklu betur en að keyra norður fyrir rétt rúm 100 kg á bala. Einn skipstjóri sem réri á línu á haustin frá Grindavík og Sandgerði og fór aldrei norður sagði að til þess að það borgaði sig að keyra norður með bala, fram og til baka, sem og fiskinn, þá þyrfti aflinn að vera 1,5 tonni meiri fyrir norðan en fyrir sunnan og alls ekki undir 120 kg á bala. Eins og staðan er núna þá eru þrír bátar í Sandgerði í startholunum til að fara að róa á línu. Það eru títtnefndir Gulltoppur GK, Addi Afi GK og Guðrún Petrína GK – og miðað við þessa fínu byrjun hjá Adda Afa GK, og jú líka Gulltopp GK sem reyndar fór í Faxaflóa, þá verður fróðlegt að sjá hvernig þetta mun þróast.

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Og talandi um Adda Afa GK. Óskar Haraldsson, sem á útgerðarfyrirtækið Útgerðarfélag Íslands ehf., ansi risastórt nafn, hefur síðan árið 2007 gert út bátinn Adda Afa GK 97 frá Sandgerði og hefur útgerð bátsins gengið mjög vel. Báturinn sjálfur er einn af elstu Cleopötru-bátum landsins, smíðaður í Trefjum árið 1992. Sá bátur er 11,2 tonn af stærð og hefur verið seldur núna til Blikaberg ehf. sem er með fiskverkun í Sandgerði og er í eigu Sigurðar, föður fótboltamannsins Gylfa. Í staðinn keypti Óskar mun stærri bát sem Blikaberg ehf. átti og hét sá bátur Alli GK. Núna heitir sá bátur Addi Afi GK og róðurinn sem minnst er á hérna að ofan var einmitt farinn á nýja bátnum. Nýi báturinn er smíðaður árið 2006 og er um fimmtán tonn að stærð.

AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI Jón Steinar Sæmundsson

Fyrsta lægð haustsins

Þar sem ég sat við gluggann og rigningin frá fyrstu djúpu lægð haustsins barði á glerinu, velti ég fyrir mér hvað skyldi verða efni næsta pistils. Þessar vangaveltur mínar leiddu hugann að sjómönnunum okkar vegna þess að með fyrstu djúpu lægð haustsins kemur jú fyrsta brælan og baráttan hefst hjá hetjum hafsins við óblíð náttúruöflin. Ég get ekki annað en borið ómælda virðingu fyrir þeim mönnun sem leggja sjómennsku fyrir sig og jafnvel gera að ævistarfi. Látum myndirnar tala sínu máli.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is


2022 LÍNAN LENDIR Í NÓVEMBER

Fiskislóð 1, Reykjavík / Hvannavellir 14, Akureyri / 580-8500 / www.brp.is / brp@ellingsen.is


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Viðbyggingin séð utan frá en hún tengir saman elsta og nýjasta hluta skólans.

Guðlaug Pálsdóttir, starfandi skólameistari í pontu við formlega opnun viðbyggingarinnar.

SMELLTU Á MYNDSKEIÐIÐ TIL AÐ HORFA OG HLUSTA

MYNDSKEIÐIÐ VERÐUR AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA Á FIMMTUDAGSKVÖLD

Glæsilegur fiðluleikur var fluttur við opnunina.

Glæsileg viðbygging með torfþaki við FS – tekin í notkun í haustönn. Kostnaður hækkaði í byggingaferlinu og endaði á sveitarfélögunum Glæsileg 300 fermtra viðbygging við Fjölbrautaskóla Suðurnesja var formlega tekin í notkun í haust. Byggingin tengir saman nýjasta og elsta hluta skólahússins en þar er margs konar aðstaða fyrir nemendur. Að sögn Guðlaugar Pálsdóttur, starfandi skólameistara er með viðbyggingunni langþráður draumur að rætast en lengi hefur verið rætt um að koma upp aðstöðu sem nemendur geta nýtt milli kennslustunda en í byggingunni er einnig skrifstofa nemendafélags skólans. Rúnar Júlíusson, formaður Nemendafélags FS segir að viðtökurnar við viðbyggingunni hafi verið afar góðar hjá nemendum sem nýta hana mjög vel á margvíslegan hátt. Þá sé komin góð aðstaða fyrir nemendafélagið. Einar Jón Pálsson, formaður bygginganefndar viðbyggingarinnar greindi frá tilurð framkvæmdarinnar en hugmyndin var fyrst reifuð fyrir sautján árum síðar. Árið 2012 var fyrst sótt formlega um til ráðuneytis og stefnt að vígslu á 40 ára afmæli skólans 2016 en það gekk ekki eftir. Eftir margar greiningar og athuganir frá tveimur ráðuneytum og aðilum innan ríkiskerfisins var skrifað undir samning um verkið milli Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og ríkisins árið 2019. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 123 milljónir króna. Um var að ræða 300 m2 áfanga, viðbyggingu og 40 m2 aðlögun eldra rýmis er tengdi viðbygginguna við gamla skólahúsið. Kostnaðarskiptin var á þann veg að ríkið skyldi greiða

Byggingarnefndin, f.v.: Guðmundur Björnsson, EinarJón Pálsson, formaður, Böðvar Jónsson og Kristján P. Ásmundsson, skólameistari. 60% en sveitarfélögin á Suðurnesjum 40%. Samið var við JeES arkitekta um hönnun á byggingunni en leitast var um að hafa bygginguna einfalda og ódýra í byggingu án þess að vera „ódýr kassi“ við eldra hús, eins og kom fram í máli formanns bygginganefndar við formlega opnun. Þá kom Verkfræðistofa Suðurnesja að nokkrum þáttum í undirbúningsferlinu og eftir útboð var Húsagerðin hf. lægstbjóðandi í smíði byggingarinnar. „Það er mat nefndarmanna í byggingarnefnd að hönnun hafi tekist mjög vel og vel tekist til að gera stækkunina nútímalega með eigin stíl, áberandi kennileiti, en samt ekki á kostnað hinnar gömlu byggingar. Byggingin er stálgrindarhús með sjálfberandi yleiningum og gleri í veggjum og á þakinu er úthagatorf, sem gerir mikið fyrir útsýnið úr eldra húsi þar sem horft er nú niður á fall-

egt gras en ekki „kalt þak“, sagði Einar Jón í vígsluathöfninni en ræddi líka um hvernig heildarkostnaður hækkaði af ýmsum ástæðum. „Heildarkostnaður við þessa framkvæmd er um 169 millj. kr. og því má segja að í raun hefur skipting þessa kostnaðar orðið sá að það eru sveitarfélögin sem hafa greitt um 60% og ríkið um 40% en ekki öfugt eins og gert hafði verið ráð fyrir. Ljóst er að nauðsynlegt er að endurskoða fjármögnunarhluta svona byggingar því frá kostnaðaráætlun frumathugunar er langur vegur og margt sem hefur áhrif á kostnað, má þar nefna vísitölu og hækkun á aðföngum sem ekki er tekið tillit til. Ekki má gleyma því hér að skólinn sjálfur hefur borið kostnaðinn að þessum glæsilegu húsgögnum sem hér eru í sal,“ sagði Einar Jón.

Lengst til vinstri er Áskell Agnarsson frá Húsagerðinni, aðalverketaka og á neðri mynd til hægri er Jón Stefán Einarsson frá JeES arkitektum sem hannaði bygginguna.

Nauðsynlegt að stækka skólann Í ræðu Einars Jóns Pálssonar, formanns byggingarnefndar kom fram að huga þurfi að stækkun skólans en verknámsaðstaða er alltof lítil en fyrir liggur þarfagreiningarskýrsla um stöðu verknáms við FS. „Megin niðurstöður þeirrar þarfagreiningar eru þær að í dag er verknámsaðstaða FS um 7 fermetrar á hvern nemenda í verknámi en almennt er miðað við að 15 fermetra þurfi fyrir hvern verknámsnemanda og er það sá fermetrafjöldi sem m.a. er notaður við forsendur fjárlagagerðar. Til þess að ná þeim stærðarviðmiðum þyrfti að stækka verknámsaðstöðu skólans um tæplega 1000 fermetra miðað við núverandi nemendafjölda en horft til næstu tíu ára

þyrfti sú stækkun að vera á bilinu 1600-1700 fermetrar til að mæta áætlunum um fjölgun nemenda á sama tíma. Í byrjun þessa árs samþykkti þáverandi skólanefnd að senda erindi til MMR og óska eftir stækkun á verknámsaðstöðu og er það erindi nú til meðferðar hjá ráðuneytinu. Ég vil því biðja þá sem það geta að leggja okkur lið við að koma þessu verkefni í þann farveg að við getum sem fyrst stækkað skólann til að standast nútíma kröfum og auka verknámskennslu enn frekar,“ sagði formaðurinn sem þakkaði þeim sem komu að framkvæmdum viðbyggingarinnar, ekki síst sveitarfélögunum en án þeirra hefði þetta aldrei tekist.

Stjórn Nemdafélags FS leit við í opnuninni og er hér á spjalli við frambjóðendur.

Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, og skólameistarar FS frá upphafi að undanskildum Jóni Böðvarssyni sem er látinn og Oddnýju G. Harðardóttur, f.v. Óli Jón Arnbjörnsson, Hjálmar Árnason, Ægir Sigurðsson, Kristján P. Ásmundsson og Guðlaug Pálsdóttir.


Ð O B L I T R A G L E H T GÓMSÆ

GILDA 16.--19. SEPTEMBER

GRÍSALÆRI

60% AFSLÁTTUR

Heilsuvara vikunnar!

25% 43%

Grísahakk 3x1 kg

AFSLÁTTUR

1.879

KR/PK ÁÐUR: 3.299 KR/PK

AFSLÁTTUR

Granóla með berjum Änglamark - 400 g

674

KR/PK ÁÐUR: 899 KR/PK

598

Ananas

189

KR/KG

KR/KG ÁÐUR: 378 KR/KG

ÁÐUR: 1.495 KR/KG

50% AFSLÁTTUR

NÝTT Lambalæri Nýslátrað - Goði

1.599

KR/KG

50% AFSLÁTTUR

30%

Pítubuff 6x60 g - með brauði

Nautabuff 4x110 g

KR/PK ÁÐUR: 2.099 KR/PK

KR/PK ÁÐUR: 1.099 KR/PK

1.050

769

AFSLÁTTUR

GOTT VERÐ! Lambalifur Fersk

Lambanýru Fersk

Lambahjörtu Fersk

299 399 399 KR/KG

KR/KG

FÁÐU BETRA VERÐ MEÐ SAMKAUP Í SÍMANUM

Lægra verð – léttari innkaup

Náðu í appið og safnaðu inneign. Þú getur notað Samkaupaappið í öllum Nettó verslunum.

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

KR/KG


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Gígbarmurinn rís hæst í 334 m hæð yfir sjó – og vantar aðeins tæplega tuttugu metra upp á að hann nái sömu hæð og Stóri-Hrútur

Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hefur birt nýjar mælingar á hraunflæði eldgossins í Fagradalsfjalli. Þær byggja á mælingum sem gerðar voru 9. september síðastliðinn. Eftir langt tímabil með þungbúnu veðri, þar sem þoka og lágský hafa hindrað loftmyndatökur yfir gosstöðvunum, tókst loks að ná nýjum mælingum þann 9. september. Þá voru teknar loftmyndir með Hasselblad-myndvél Náttúrufræðistofnunar úr flugvél Fisfélagsins. Gerð hafa verið landlíkön eftir þessum mælingum og þau borin saman við eldri gögn. Mælingarnar sýna að meðaltal hraunrennslis yfir síðustu 32 daga er 8,5 m3/s. Nokkuð kröftugt gos var u.þ.b. helming tímans en það lá niðri þess á milli. Meðalrennslið á þeim tímum þegar gaus úr gígnum gæti því hafa verið u.þ.b. tvöfalt meira. Hraunið er nú 143 milljón rúmmetrar og flatarmálið 4,6 ferkíló-

metrar. Á þessum mánuði sem liðinn er frá síðustu mælingu hefur hraun runnið í vestanverða Meradali, Syðri-Meradal og norðurhluta Geldingadala og Nátthaga. Flatarmálið hefur aukist sáralítið, enda hraunrennsli mest á yfirborði svo hraunin í hverri hrinu hafa ekki náð út að jaðrinum á ofangreindum stöðum.

Á kyrru tímabilunum var gígurinn tómur og a.m.k. 70 metra djúpur Þegar mælingin var gerð þann 9. september hafði ekki gosið í sjö daga. Á tímabilinu 8. ágúst til 2. september komu sextán hrinur sem þar sem gaus af verulegum krafti en á milli lá gosið niðri. Í hverri lotu var sýnilegt gos í um helming tímans. Á kyrru tímabilunum var gígurinn tómur og a.m.k. 70 metra djúpur auk þess sem stundum var djúpt niðurfall í botni hans. Við þær aðstæður hefur

engin kvika komið upp um gosrásina. Tíminn mun leiða í ljós hvort þessi lotubundna virkni heldur áfram eða hvort gosið tekur upp nýja hegðun.

Hraunið hlaðið upp lítilli en tiltölulega brattri dyngju Undanfarinn mánuð hefur hraunið ekki náð að renna út að jaðri á þeim stöðum sem fjærstir eru gígnum. Þetta stafar af því að í þá 12 til 24 tíma sem virknipúlsarnir standa hefur hraunrennslið að mestu verið á yfirborðinu. Kvikan kólnar því tiltölulega hratt og rennur styttra fyrir vikið. Í staðinn fyrir að breiða mikið úr sér hefur hraunið hlaðið upp lítilli en tiltölulega brattri dyngju. Gígbarmurinn rís hæst í 334 metra hæð yfir sjó og vantar aðeins tæplega tuttugu metra upp á að hann nái sömu hæð og Stóri-Hrútur.

HVAMMSGATA 8 Er virkilega snyrtilega og stílhrein lóð. Þar er skemmtilegt samspil allskonar gróðurs í og við skjólgóða palla og vandaður yfirborðsfrágangur einkennir lóðina. Íbúar í Hvammsgötu 8 eru þau Kristjana Rósa Snæland og Jón Kristinn Kristinsson. Frá því að þau fluttu fyrir fjórum árum hafa þau lagfært, bætt og fegrað eignina til mikils sóma.

Umhverfisviðurkenningar veittar í Vogum Hvammsgata 8 og Hvammsdalur 3 í Sveitarfélaginu Vogum hljóta umhverfisviðurkenningar umhverfisnefndar í ár. Virkilega fallegar og skemmilegar lóðir hvor með sínu yfirbragðinu, segir í umsögn nefndarinnar. Verðlaunahafar fengu viðurkenningar, blómvönd og gjafaöskju frá Kaffitár.

Gígurinn í Fagradalsfjalli um síðustu helgi. VF-mynd: Styrmir Geir Jónsson

„Um leið og umhverfisnefnd óskar íbúum Hvammsdal 3 og Hvammsgötu 8 til hamingju með fallegar eignir vill nefndin einnig hrósa eigendum Lyngdals 10 og Akurgerðis 16 fyrir sitt framlag að snyrtilegum bæ. Í raun eiga margir hrós skilið en í sveitarfélaginu okkar eru garðar, lóðir og húseignir sem árum saman hafa verið til fyrirmyndar. Nokkur eldri hús hafa fengið andlitslyftingu og við nýbyggingar er einnig vert að veita athygli þeim sem ganga fljótt og vel frá lóðum sínum. Góðir hlutir gerast hægt og er vonin að með viðurkenningum og hrósi breytist ásýnd bæjarfélagsins okkar öllum til batnaðar,“ segir á vef Sveitarfélagsins Voga.

HVAMMSDALUR 3 Hér er um að ræða vel heppnaðan garð þar sem hugmyndaflugið er látið ráða för og til verður skemmtilegur ævintýragarður sem gleður augað. Miklar endurbætur hafa farið fram á lóðinni undanfarin ár og er útkoman virkilega flott í alla staði. Íbúar í Hvammsdal 3 eru þau Regína Ósk Óðinsdóttir og Anton Rafn Gunnarsson.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11

„Blóm gera kraftaverk“ – segir Vilborg Einardóttir sem hefur flutt Blómaskúr Villu að Hafnargötu 54

Vilborg Einarsdóttir hefur haft áhuga á blómum í mörg ár og hafði unnið hjá blómaverslunum í Reykjanesbæ þegar hún ákvað að verða sinn eigin herra, ef svo má að orði komast, og opna sitt eigið fyrirtæki með blóm. Hún byrjaði í bílskúrnum heima og þaðan kemur nafnið, Blómaskúr Villu. Vilborg, eða Villa, er mjög klár í blómaskreytingum og hefur verið að gera hluti sem eru öðruvísi en hjá öðrum blómabúðum. Það hefur vakið athygli á hennar verkum en hún hefur hlotið lof fyrir útfarar- og brúðarskreytingar, svo eitthvað sé nefnt. Villu þótti kominn tími á að flytja starfsemi Blómaskúrs Villu í verslun-

arrými við Hafnargötuna til að koma einhverri reglu á opnunartímann, því þegar hún var með reksturinn heima í bílskúrnum þá voru viðskiptavinir að koma á öllum tímum sólarhringsins og ef Villa var vakandi, þá var hún að afgreiða blóm. „Eina nóttina, skömmu eftir miðnætti, hringdi síminn hjá mér og á hinum enda línunnar var karlmaður sem spurði hvort ég væri ekki að selja blómvendi. Ég svaraði því játandi. Hann sagðist hafa átt í útistöðum við konuna sína og vildi kaupa fallegan blómvönd til að biðjast afsökunar á framferði sínu. Ég sagði honum að fyrst ég væri vakandi þá gæti ég alveg afgreitt hann um blómvönd. Þessi herramaður

kom í Blómaskúrinn með leigubíl og ók á brott með fallega vönd. Ég veit í dag að blóm gera kraftaverk, því konan tók við blómunum og þau sættust,“ segir Villa þegar hún lýsir því hvernig er að reka blómabúð í heimahúsi. Villa er rétt að koma sér fyrir með blómabúðina sína að Hafnargötu 54 í Keflavík. Opnunartíminn er í mótun en Villa gerir ráð fyrir að hafa opið alla virka daga og á laugardögum. Föstudagar og laugardagar

eru stærstu blómasöludagar vikunnar. Allir dagar eru samt blómadagar því í Blómaskúr Villu er hægt að fá þjónustu eins og að pakka inn tækifærisgjöfum sem eru þá ­fallega skreyttar með blómum. Villa er einnig mikið í útfaraskreytingum og þá tekur hún að sér verkefni fyrir ýmis tilefni, hvort sem það er fyrir brúðkaup, afmæli eða minni verkefni. Þessa dagana er t.a.m. mikið að gera í kransagerð og senn mæta haustlitirnir.

Blómaskúr Villu hefur verið þekktur fyrir margskonar öðruvísi blóm. Þannig er Villa að selja blóm og strá frá Afríku sem hafa vakið athygli. Þá er í versluninni einnig til sölu gjafavara og myndlist. Nánari upplýsingar um Blómaskúr Villu má finna á villaeinars.is eða Blómaskúr Villu á Facebook, þar sem sjá má myndir af fallegum verkefnum Vilborgar.

NIÐURGREIÐUM SÁLFRÆÐIÞJÓNUSTU Bætum aðgengi að heilbrigðisþjónustu um allt land með því að þjónustuvæða kerfið og niðurgreiðum sálfræðiþjónustu. Það á öllum að geta liðið vel á líkama og sál, óháð efnahag og búsetu. Gefðu framtíðinni tækifæri

3. sæti Suðurland

Elva Dögg Sigurðardóttir

1. sæti Suðurland

Guðbrandur Einarsson


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Allir hafa áhuga á pólitík vegna þess að hún er umgjörð um lífið sjálft og snertir alla – Oddviti Samfylkingar í Suðurkjördæmi notaði sumarfríið til að hitta kjósendur skólamaðurinn og bóndi hennar, Eiríkur Hermannsson, sterkur inn. Hvernig varðir þú sumarfríinu? „Við Eiríkur ferðuðumst aðallega um Suðurland og vorum á tjaldsvæðum í kjördæminu; Eyrarbakka, Selfossi, Hvolsvelli, Kirkjubæjarklaustri og Laugalandi. Við fórum í gönguferðir og stutta hjólatúra, heimsóttum náttúruperlur í nágrenninu og ræddum við fólkið á tjaldsvæðunum, stundum um pólitík. Það var gaman.“ Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? „Hvað veðrið var dásamlegt á Kirkjubæjarklaustri og reyndar á Norðurog Austurlandi oftar en á Suðurlandi.“

Oddný G. Harðardóttir hitti marga í kjördæminu í sumarfríinu en hún segir að heilbrigðismálin og Keflavíkurflugvöllur séu stærstu málin á Suðurnesjum. Oddviti Samfylkingar í Suðurkjördæmi er sjálf með stutta afrekaskrá í eldhúsinu en þar kemur

Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? „Akureyri og Hrunamannahreppur eru í sérlega miklu uppáhaldi.“ Hver er helstu afrek þín á heimilinu í hverri viku?* „Afrekaskráin mín er afskaplega stutt á því sviði enda eiginmaðurinn heimavinnandi.“

Uppáhaldsmatur? „Kalkúnn að hætti Eiríks, mannsins míns.“ Hver er þinn styrkur í matreiðslunni? „Afi, afi komdu strax – amma ætlar að fara að elda,“ sagði elsta barnabarnið mitt einu sinni og hafði enga trú á mér í eldhúsinu. Ég sé sem sagt ekki oft um að elda – en ef það lendir á mér þá vil ég helst henda ýsu í pott og hafa íslenskar kartöflur og smjör með. Held að það teljist ekki eldamennska.“ Notaðir þú sumarfríið eitthvað til að undirbúa kosningabaráttuna? „Já, heilmikið. Einkum með samtölum við fólkið í kjördæminu; bændur, atvinnurekendur og launþega. Ég vildi heyra frá þeim beint hvað þeim finnst mikilvægast að breytist eftir kosningar. Heilbrigðismálin voru nefnd af nærri öllum sem ég talaði við.“

Hver er tilfinningin fyrir komandi alþingiskosningum og kosningabaráttunni? „Kosningabaráttan okkar hefur verið skemmtileg. Við notum „maður á mann“ taktíkina og henni fylgir oft skemmtileg samtöl um pólitík, jafnvel við fólk sem segir í upphafi samtals að það hafi ekki áhuga á pólitík. Í ljós kemur að allir hafa áhuga á pólitík vegna þess að hún er umgjörð um lífið sjálft og snertir alla.“ Hver eru stærstu málin fyrir Suðurnesin sem þú setur í forgang? „Heilbrigðismálin með stuðningi við HSS, nýrri heilsugæslu í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ. Efling Keflavíkurflugvallar sem miðstöð farþegaflugs í Norður-Atlantshafi, fjölga lögreglumönnum, renna fleiri stoðum undir atvinnulífið með nýsköpun og þróun og ýta undir frumkvöðlastarf ásamt því að efla menntastofnanir. Betri kjör öryrkja

og eldra fólks líkt og á landsvísu og betri þjónusta við eldra fólk í samstarfi við sveitarfélögin. Bætt kjör barnafólks með óskertum barnabótum að meðallaunum. Mæta álagi á stofnanir vegna íbúafjölgunar síðustu ára. Þetta eru auðvitað allt mál sem búið er að tala mikið um og hafa verið á loforðalista flestra flokka fyrir hverjar kosningar en minna um efndir. Við erum hins vegar búin að stíga skrefinu lengra og greina algjörlega hvernig við viljum fjármagna þessar aðgerðir og tímasetja.“ Hvert er draumaríkisstjórnarsamstarf þitt? „Ríkisstjórn sem lætur hugsjónir og draum jafnaðarmanna rætast, um velferðarsamfélag sem er fyrir alla. Ríkisstjórn skipuð flokkum frá vinstri að miðju. Við eigum mesta samleið með slíkum flokkum en getum ekki starfað með Sjálfstæðisflokki eða Miðflokki.“

HÓLMFRÍÐUR Á HLIÐARLÍNUNNI Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerði, reynir nú fyrir sér í landspólitík og hefur sinnt kosningabaráttu síðustu vikurnar. Hún varði sumrinu mikið á hliðarlínunni í fótboltaleikjum en segir mikinn frumkraft í Suðurnesjamönnum en afrek hennar á heimilinu eru færri að undanförnu, sérstaklega þegar hún þarf að sinna öðrum málum í pólitíkinni. Hvernig varðir þú sumarfríinu? „Ég varði sumrinu á hliðarlínunni á fótboltamótum og -leikjum að styðja og hvetja yngstu synina og félögin okkar, Reyni í Sandgerði og Keflavíkurliðin, bæði karla og kvenna, ásamt því að sækja nágrannaliðin heim. Ég hljóp dálítið og vann meira en vanalega þar sem ég hef verið í leyfi frá störfum vegna kosningabaráttunnar þessar vikurnar og fannst ég þurfa að undirbúa haustið vel fyrir afleysingu. Ég var líka dugleg að rækta vináttu með matarboðum og góðum félagsskap og skrapp tvisvar í veiði en veiddi ekki bröndu! Svo hef ég auðvitað henst út og suður um mitt fallega kjördæmi enda endalaus tækifæri til að hitta menn og ræða málefni.“ Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? „Hvað við eigum endalaust dásamlega staði um allt kjördæmi og um Suðurnes, hvað fólk er

frábært og uppbygging og kraftur víða. Ég er endalaust stolt af sveitungum mínum sem taka öllum áföllum sem verkefni, bretta upp ermar og halda ótrauðir áfram. Hve mikil gróska og frumkraftur er í Suðurnesjabúum, hvað vel er tekið á móti nýju fólki og enda hvergi betra að búa en hér.“

öflum og smjöri, nautalund og bernaise, gæti haldið endalaust áfram sko!“

Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? „Það er alltaf gaman að fara til norður á Húsavík og svo auðvitað til Akureyrar og Grenivíkur á fyrrum heimaslóðir.“

Notaðir þú sumarfríið eitthvað til að undirbúa kosningabaráttuna? „Ójá, fór víða og reyndi að kynna mér og lesa um allt milli himins og jarðar um menn og málefni.“

Hver er helstu afrek þín á heimilinu í hverri viku? „Hóst, ég er svo heppin að flestir ganga vel um á heimilinu og eiginmaðurinn ber hitann og þungann af heimilisstörfum þetta misserið en að setja róbótann af stað þegar ég kem heim er fastur liður og eflaust mitt helsta framlag til húsverka, já og reyndar blómin mín. Þau þarf að hugsa um og vökva reglulega.“

Hver er tilfinningin fyrir komandi alþingiskosningum og kosningabaráttunni? „Hún er góð. Fólk er gott og tekur okkur vel, allir til í samtalið og að gefa sér tíma. Það er líka gríðarlega góð stemmning í VG, grasrótarstarfið þaðan sem ég kem hefur verið svakalega öflugt og afkastamikið. Við förum vel nestuð í kosningabaráttu með frábærum stefnumálum og áherslum og ekki skemma góð störf okkar ráðherra fyrir það er með ólíkindum hve vel hefur tekist að halda samfélaginu gangandi, fagmennska og fræði í fyrirrúmi en einnig hafa vextir haldist lágir og kaupmáttur hefur aukist sem er lygilegt. Þá hafa aðgerðir varðandi faraldur verið til fyrirmyndar enda kvíði ég engu með Katrínu Jakobsdóttur við stjórnvölinn og vona að það verði sem lengst.“

Uppáhaldsmatur? „Vel grillaðar kótilettur eru það þessa dagana. Annars er ég mikið matargat og finnst margt gott, til dæmis grillaður silungur með kart-

Hver er þinn styrkur í matreiðslunni? „Að vera ekki fyrir í eldhúsinu! Annars elda ég bæði mjög gott lasagne og geri sjúllaðan plokkfisk, mínir diskar eins og sagt er.“

Hveru eru stærstu málin fyrir Suðurnesin sem þú setur í forgang? „Klárlega atvinnumálin, þar þurfum við að auka fjölbreytni í atvinnulífi og byggja upp sjálfbæra atvinnustarfsemi með áherslu á græn störf. Heilbrigðismálin eru einnig mikilvæg og næsta skref er að byggja nýja heilsugæslu á Suðurnesjum, fella niður greiðsluþátttöku þjónustuþega og setja tannlækningar þar undir um leið og við horfum sérstaklega til þess að efla hlut geðheilbrigðisþjónustu. Menntamálin eru einnig afar mikilvæg og þar þarf að horfa til fjölbreyttari valmöguleika fyrir alla framhaldsog háskólanema en einnig framhaldsfræðslu og tryggja að námsframboð séu í raun fyrir alla og horfa þar til aukins fjarnáms og eflingu verknáms. Við þurfum líka að efla félagslega húsnæðiskerfið svo allir eigi möguleika á að eiga

öruggan samastað um leið og við þurfum að koma að því með sveitarfélögum að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla.“ Hvert er draumaríkisstjórnarsamstarf þitt? „Samstarf þar sem málefnin lúta að mannsæmandi lífi fyrir okkur öll með áherslu á félagslegt réttlæti, jöfnuð og öfluga opinbera þjónustu. Þar sem loftlagsaðgerðir eru í hávegum hafðar og markmið okkar í VG þar um hafðar að leiðarljósi. Þar sem á róttækan hátt yrði tekið á kynbundnu ofbeldi og jafnrétti manna og byggða væri í öndvegi. Þar sem nýsköpun og menntun yrðu efld enn frekar út frá velferð, fjölbreytni og byggðajafnrétti. Þar sem börn liðu ekki skort og innflytjendur finndu fyrir að þeir eru velkomnir og styðjandi kerfi væru þar um. Þar sem skattkerfið yrði notað til að jafna kjör og styðja við þá efnaminni og fjölbreytt atvinnulíf fengi að þrífast.“


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13

DREYMIR UM FRJÁLSLYNDA MIÐJUSTJÓRN – Guðbrandur Einarsson reynir fyrir sér í landspólitíkinni og er oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi Guðbrandur Einarsson er oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi og er nýliði í landspólitíkinni en hann hefur verið forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar síðustu tvö kjörtímabil. Hann reynir að gleyma sér í sumarbústað fjölskyldunnar í Vaðnesi en draumur nýliðans er að mynduð verði frjálslynd miðjustjórn.

Maður er alltaf í kosningabaráttu – Vilhjálmur Árnason hefur áhyggjur af því hversu margir séu ekkert að hugsa um að það séu að koma kosningar

Hvernig varðir þú sumarfríinu? „Reyndi að fara í sveitina mína eins oft og ég gat og nýtti tímann til að jafna mig eftir liðskiptaaðgerð.“

Uppáhaldsmatur? „Nautið klikkar ekki en það er svo sem ekkert vandamál að gefa mér að borða.“ Hver er þinn styrkur í matreiðslunni? „Hann er enginn nema þá við grillið.“ Notaðir þú sumarfríið eitthvað til að undirbúa kosningabaráttuna? „Já, stærstur hluti sumarleyfisins var nýttur í undirbúning.“

Hver er tilfinningin fyrir komandi alþingiskosningum og kosningabaráttunni? „Tilfinningin er góð, það er allt annar andi yfir þessu og umræðurnar málefnalegri og meira um hugsjónir – en hef samt áhyggjur af hversu margir eru ekkert að hugsa um að það séu að koma kosningar.“

Hvernig varðir þú sumarfríinu? „Vinnuferð til Rússlands, á íþróttamótum og hálfs mánaðar frí á Spáni með fjölskyldunni.“

Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? „Vaðnesið heillar alltaf.“ Hver er helstu afrek þín á heimilinu í hverri viku? „Ég vökva blómin og sé um uppþvottavélina. Stundum rýk ég í þrifin.“

Notaðir þú sumarfríið eitthvað til að undirbúa kosningabaráttuna? „Maður er alltaf í kosningabaráttu. Sú næsta byrjar degi eftir kjördag.“

Vilhjálmur Árnason, annar á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, notaði sumarfríið m.a. til að fara til Rússlands. Hann þykir flinkur í frágangi í eldhúsinu en þykir gamli heimilismaturinn alltaf bestur.

Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? „Að fá að vita að lítill afastrákur kæmi í heiminn um haustið og hann er mættur í hópinn.“

Hver er tilfinningin fyrir komandi alþingiskosningum og kosningabaráttunni? „Hún er bara jákvæð en auðvitað fylgir þessu talsverð spenna. Það er ekkert gefið í þessu.“ Hveru eru stærstu málin fyrir Suðurnesin sem þú setur í forgang? „Fyrst og síðast eru það heilbrigðismálin sem ég hef m.a. einbeitt mér að síðustu árin. Við þurfum að fara að sjá breytingar á því sviði.“ Hvert er draumaríkisstjórnarsamstarf þitt? „Ég myndi vilja taka þátt í að mynda frjálslynda miðjustjórn. Kominn tími á slíka stjórn.“

Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? „Hvað það var rólegt yfir stjórnmálunum. Það er vonandi vegna þess að fólk sé almennt sátt við stöðu mála þó alltaf megi gera betur.“

Hveru eru stærstu málin fyrir Suðurnesin sem þú setur í forgang? „Öflugri heilbrigðisþjónusta og betra aðgengi.“

Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? „Það er alltaf einhver auka upplifun þegar maður fær tækifæri til að fara inn á hálendið.“

Uppáhaldsmatur? „Gamli góði heimilismaturinn. Einfalt og gott.“

Hver er helstu afrek þín á heimilinu í hverri viku? „Að ganga frá í eldhúsinu.“

Hver er þinn styrkur í matreiðslunni? „Lambakjöt og brauðtertur.“

Hvert er draumaríkisstjórnarsamstarf þitt? „Tveggja flokka ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og annars flokks sem hefur fundið stöðuleika í sínum stefnumálum.“

ALÞINGISKOSNINGAR LAUGARDAGINN 25. SEPTEMBER 2021 KJÖRSKRÁ OG KJÖRSTAÐIR Í SUÐURNESJABÆ Kjörskrá í Suðurnesjabæ vegna Alþingiskosninga sem fram fara þann 25. september 2021, liggur frammi almenningi til sýnis í ráðhúsunum í Garði og Sandgerði frá 15. september og fram að kjördegi. Kjósendur eru kvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til bæjarstjórnar. Kjörfundur fyrir kjósendur skráða í póstnúmerum 250 og 251 Garður er í Gerðaskóla. Kjörfundur fyrir kjósendur skráða í póstnúmerum 245 og 246 Sandgerði er í Sandgerðisskóla. Sérstök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði.

KJÖRSTAÐIR OPNA KL. 09:00 OG LOKA KL. 22:00 Á kjördag mun yfirkjörstjórn hafa aðsetur í Sandgerðisskóla sími 893 3730 Yfirkjörstjórn Suðurnesjabæjar


14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Skipstjórinn í oddvitasæti Frjálslynda lýðræðisflokkins flaug í þyrlu að gosinu og vill gefa strandveiðar frjálsar Hver er helstu afrek þín á heimilinu í hverri viku? „Ætli það séu ekki bara svona það sem fellur til. Annars er ég svo vel giftur að hún er svona aðal í þessu. Annars erum við mjög samstíga. Keyptum nýlega róbót og hann er kominn í mikið uppáhald hjá okkur.“ Uppáhaldsmatur? „Jólamaturinn maður, hamborgarhryggur með öllu og auðvitað þverskorin ýsa.“ Hver er þinn styrkur í matreiðslunni? „Grillið og jólamaturinn. Eins og fjölskyldan segir. Ómissandi.“

Magnús Guðbergsson, skipstjóri er að reyna fyrir sér í pólitík í fyrsta sinn og er oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins. Eftir strandveiðar í sumar fór hann um landið og ræddi við fólkið og naut þess líka að vera í fríi. Þá flaug hann í þyrlu að gosinu í Fagradalsfjalli og fannst það mikil upplifun. Hvernig varðir þú sumarfríinu? „Ég var á strandveiðum en varð frá að hverfa. Fór í framhaldinu að undirbúa oddvitaframboðið í Suðurkjördæmi fyrir XO Frjálslynda lýðræðisflokkinn x-o.is og lagði áherslu á að fara út um allt land og heimsækja byggðirnar. Við konan áttum frábæra upplifun og nutum þess að kynnast fullt af flottu fólki í leiðinni. Enda á bara að hafa gaman á sumrin. Við heimsóttum dóttur mína á Akureyri og nutum okkar með barnabörnunum í Kjarnaskógi, enda nóg fyrir stafni fyrir krakkana þar. Þá var ég líka að hjálpa börnunum mínum að kaupa

sinn fyrsta bíl og hjálpa einni dóttur minni að byrja að búa í fyrsta sinn – en náði lítið að heimsækja og vera með langveika barnabarninu Aroni vegna smithættu. Enda mjög viðkvæmur fyrir og við þurfum að passa allt í sambandi við litla kút. Þarna tekur ríkið lítið tillit til aðstæðna og má laga mikið inn í þessum málaflokki.“ Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? „Þyrluflug með frænku minni hjá Heli Austria. Geðveikt gaman og tókum tengdó með, mágkonu mína og bróður minn. Ferðin var á gosið

sem er nánast inni í byggðinni hjá okkur. Stórfengleg sjón og sýnir okkur hversu óútreiknanlegt okkar land er.“ Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? „Þeir eru nokkrir sem ég get nefnt. Þingvellir eru t.d. alltaf fallegir og líka Syðri-Reykir. Þar er alltaf gott veður. Á Dimmuborgum er stórfenglegt landslag og það er alltaf gaman að koma til Akureyrar. Svo er auðvitað endalaust hægt að telja upp staði á Suðurlandi, allar sveitirnar og allir þessir sögulegu staðir.“

Notaðir þú sumarfríið eitthvað til að undirbúa kosningabaráttuna? „Já og í leiðinni kynntumst við mörgu góðu fólki úti um allt land sem var frábært heim að sækja. Það

sló mig mikið að sjá að þessar litlu byggðir sem byggja allt sitt á strandveiðibátum og stutt væri í að þau ljós slokknuðu enda tímabilinu að ljúka og 300–400 tonn hvergi finnanleg fyrir þessa duglegu trillukarla. Þessi ríkisstjórn sýndi að hún er vonlaus og vitamáttlaus þegar það kemur að byggðum landsins sem hafa verið rænd öllum aflaheimildum sem þær höfðu yfir að ráða.“ Hver er tilfinningin fyrir komandi alþingiskosningum og kosningabaráttunni? „Mjög jákvæð og við erum að finna góða strauma með okkur í þessu – og þó svo við séum útundan í öllum skoðanakönnunum þá er ég bara bjartsýnn og hef óbilandi trú á fólkinu í landinu okkar um að vilja ná fram réttlæti fyrir þjóðina alla. Hún á það svo mikið skilið, eftir allt sem undan er gengið.“ Hver eru stærstu málin fyrir Suðurnesin sem þú setur í forgang? „Atvinnumál. Auka umsvif við flugvöllinn og tengda þjónustu. Leik- og skólamál almennt. Auka útflutningsverðmæti sjávarafla með fullvinnslu. Allur fiskur á markað og strandveiðar frjálsar. Byggja upp íbúðir fyrir eldri borgara og öryrkja. Klára Reykjanesbraut. Tryggja þjónustu í hvert byggðalag.“ Hvert er draumaríkisstjórnarsamstarf þitt? „Ég á erfitt með að svara því og ætla að segja pass – en eitt er víst að það þarf að vera mjög sambærilegt við okkar stefnuskrá til þess að það verði almennilegt fyrir þjóðina.“16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Að lifa með reisn

Rafíþróttir eru komnar til að vera

Oddný G. Harðardóttir Skipar 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Ísland er ríkt land og hér á að vera best í heimi að búa, eldast og eiga gott ævikvöld. Því miður á það ekki við um alla þá sem eldri eru hér á landi. Allt of margir eldri borgarar og öryrkjar verða að draga fram lífið á lífeyri sem er langt undir lágmarkslaunum. Munur á kjörum þeirra sem þurfa að treysta á greiðslur frá Tryggingastofnun og launamanna á lægstu launum, er nú tæpar 90 þúsund krónur á mánuði. Bilið breikkar ár frá ári vegna þess að lífeyrir hækkar ekki í takti við lægstu laun. Í þessum hópi sem er haldið fátækustum á Íslandi eru eldra fólk og öryrkjar. Og það er pólitísk ákvörðun. Þó að í þessum hópi séu eldri borgarar af báðum kynjum og

vandamálið jafn slæmt þegar litið er á hvern einstakling fyrir sig, þá er erfitt að horfa fram hjá því að kynbundinn launamunur hefur ekki aðeins áhrif á laun kvenna þegar að þær eru ungar. Hann hefur áhrif á öll réttindi sem þær ávinna sér á vinnumarkaði. Konur fá lægri orlofsgreiðslur en karlar og lægri lífeyri og margar hafa gert hlé á veru á vinnumarkaði vegna barneigna. Þess vegna eru konur líklegri til að búa við fátækt á efri árum. Ef við höfum manndóm í okkur til að skipta þjóðarkökunni með réttlátari hætti þá getum við auðveldlega bætt kjör eldra fólks. Það er engin reisn yfir þjóð sem heldur öldruðum og öryrkjum á allra

verstu kjörunum, neðan við fátækramörk. Samfylkingin ætlar að breyta þessu og sjá til þess að lífeyrir verði aldrei lægri en lægstu laun. Við ætlum líka að fjórfalda frítekjumark lífeyrissjóðsgreiðslna, úr 25 þúsund krónum á mánuði í 100 þúsund krónur og þrefalda frítekjumark atvinnutekna úr 100 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund krónur. Með mannsæmandi eftirlaunum og lífeyri, sveigjanlegri starfslokum og einfaldari útreikningum aukum við líkur á að fólk geti í raun varið rétt sinn og lifað með reisn ævina út. Kjósið Samfylkinguna 25. september – það borgar sig.

Almannahagsmunir ofar sérhagsmunum Guðbrandur Einarsson Skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Viðreisn er flokkur sem margir virðast hafa skoðanir á, sérstaklega þeir sem óttast að Viðreisn taki fylgi frá þeim. Fólk frá vinstri talar oft um Viðreisn sem litla Sjálfstæðisflokkinn og þeir sem kenndir eru við hægrið tala oft um Viðreisn sem systurflokk Samfylkingar. Hægt er að staðsetja Viðreisn einhvers staðar á milli þessara flokka enda heitir flokkurinn í höfuðið á þeirri ríkisstjórn sem kom til leiðar mikilvægum breytingum á íslensku samfélagi, m.a. með inngöngu í EFTA. Rétt eins og gamla Viðreisn kom á kerfisbreytingum á sínum tíma er það markmið nýju Viðreisnar að standa að slíkum kerfisbreytingum á samfélagi nútímans, burtséð frá hugtökum um hægri eða vinstri. Viðreisn ruggar bátnum Það er greinilegt að margir eru farnir að óttast velgengni Viðreisnar þessa dagana og nefndi

sjónvarpsstjóri nokkur það í pistli nýverið að Viðreisn stæði fyrir það eitt að vilja ganga í ESB og tók fyrrverandi formaður og ráðherra Framsóknarflokksins undir þessa skoðun sjónvarpsstjórans. Þó að Viðreisn telji það til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag að óskað verði eftir inngöngu í ESB fer því fjarri að Viðreisn sé og verði eins máls flokkur. Viðreisn er nú að ganga í gegnum sínar þriðju kosningar og allt útlit fyrir að staða flokksins muni styrkjast verulega. Það staðfestir að margir eru orðnir þreyttir klæðlitlum loforðum um bættan hag og styðja þess í stað vilja Viðreisnar til kerfisbreytinga sem munu bæta íslenskt samfélag til lengri tíma. Undirritun viljayfirlýsinga, skóflustungur, borðaklippingar og innantóm loforð í aðdraganda kosninga eru hætt að virka.

Viðreisn í takti við samfélagið Það er hægt að nefna marga bolta sem Viðreisn heldur á lofti sem staðfesta að Viðreisn er nútímalegur, frjálslyndur stjórmálaflokkur sem setur almannahagsmuni ofar sérhagsmunum. • Það eru allir að tala um biðlistana • Það eru allir að tala um stöðugleika • Það eru allir að tala um loftlagsmál • Það eru allir að tala um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu • Það eru allir að tala um breytingar á stjórnarskrá • Það eru allir að tala um geðheilbrigðismál • Það eru allir að tala um skelfileg vaxtakjör á Íslandi Þetta staðfestir að hjarta Viðreisnar slær í takt við íslensku þjóðina.

Ekki kjósa innantóm loforð! Sigrún Berglind Grétarsdóttir Höfundur skipar 4. sætið á framboðslista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Stjórnmálafólk ryður úr sér svipuðum loforðaflaumi nú líkt og í liðnum kosningabaráttum. Þar koma fram fögur fyrirheit um betri tíð þeirra sem hvað höllustum fæti standa í þjóðfélaginu og lökustu framfærsluna hafa. Þessir pólitísku lukkuriddarar virðast sumpart skreyta sig með fjöðrum í anda Flokks fólksins. Ekki er mikið um efndirnar sem svo fjálglega er lofað í kosningabaráttum flestra flokka. Jafnskjótt og á þing er komið og í valdastóla sest, þá virðast efndirnar gufa hljóðlega upp eins og dögg fyrir sólu. Margt virðist vera falt fyrir feitara launaumslag og valdastóla og svo er vonað að öll loforð og fyrirheit falli í gleymskunnar dá. Það virðist alltaf sama upp á teningnum að auðveldast er að höggva þar sem skóinn kreppir mest og hvar síst skyldi. Þegar skoðað er hverju hefur verið lofað kemur ýmislegt í ljós. Hér sést brot af því svo að eitthvað sé nefnt: Innantóm loforð • Eldri borgurum var sent bréf frá Sjálfstæðisflokknum skömmu fyrir Alþingiskosningar 2013 og þar lofað að afnema tekjutengingu ellilífeyris. Fyrir kosningarnar 2017 héldu innantómu lof-

orðin svo áfram með því að flokkurinn sagðist vilja auka aðstoð við aldraða, auka heimaþjónustu og fjölga hjúkrunarheimilum um land allt. Engar efndir. Einnig var sett fram að krónu á móti krónu skerðingu bæri að afnema strax hjá þeim sem væru á örorkulífeyri en enn þá mega öryrkjar þola skerðingu því sem nemur 65 aurum á hverja krónu. Það eru nú öll herlegheitin og efndirnar. • Katrín Jakobsdóttir nefndi 2017 í umræðu um stefnuræðu þáverandi forsætisráðherra að stjórnvöld ættu ekki að biðja fólk um að bíða eftir réttlæti. Það byggi við skammarleg kjör og þjóðin þarfnaðist stjórnvalda sem treystu sér til að útrýma fátækt. Katrín komst svo til valda í kjölfar kosninganna sama ár og nú hafði hún og ríkisstjórn hennar nægan tíma til að leiðrétta þetta óréttlæti. En viljinn reyndist ekki vera fyrir hendi hjá Katrínu þegar henni var í lófa lagið að standa við stóru orðin og hún virtist ekki taka það sérstaklega nærri sér. • Afnám verðtryggingar lána til neytenda hefur komið

skýrt fram frá árinu 2009 á stefnuskrá Framsóknarflokksins. Hins vegar þegar þingkonan Inga Sæland lagði fram breytingartillögu við frumvarp um breytingu á lögum varðandi fasteignalán til neytenda sem unnin var í samvinnu við Hagsmunasamtök heimilanna undir síðastliðin þinglok, greiddu allir viðstaddir þingmenn flokksins atkvæði gegn tillögunni. Þegar rýnt er í fyrrnefnd loforð gefur það ekki góða tilfinningu um að nú skuli loksins verða staðið við stóru orðin. Það eru efndirnar sem skipta öllu þegar allt kemur til alls en ekki fagurlega skreytt hugmyndafræði í söluumbúðum í stefnuskrám stjórnmálaflokka. Brjótum múra – bætum kjörin! Flokkur fólksins mun berjast af alefli fyrir því að koma á nýju almannatryggingakerfi sem tryggir lágmarksframfærslu að upphæð 350.000 krónur, skatta- og skerðingalaust. Við krefjumst þess að afnumdar verði skerðingar á atvinnutekjum eldri borgara, öryrkja og námsmanna. Settu X við F fyrir þína framtíð!

Margrét Sigrún Þórólfsdóttir Skipar 8. sæti Pírata í Suðurkjördæmi. Stórtíðindi úr rafíþróttaheiminum bárust á dögunum. Heimsmeistaramótið í tölvuleiknum League of Legends fer fram í Laugardalshöll í nóvember. Ekki aðeins er þetta gríðarleg landkynning, þar sem tugir milljóna manna munu fylgjast með mótinu, heldur skilar þetta jafnframt í beinhörðum peningum inn í íslenskt hagkerfi. Það er engu um það logið að þetta eru stórtíðindi. Það er eðlilegt að mörg spyrji sig hvað þessar rafíþróttir séu eiginlega. Þrátt fyrir að þær séu aðeins nýlega farnar að hasla sér völl hér á landi sem íþróttagrein með markvissri þjálfun þá hefur þeim vaxið fiskur um hrygg á skömmum tíma. Síðustu árin hafa rafíþróttir stimplað sig inn sem raunhæfur möguleiki fyrir fjölda fólks að þrífast innan íþróttafélaga um land allt. Rafíþróttaiðkun Rafíþróttir eru á svipuðu sviði og skákíþróttin því þar fer saman hugur og hönd. Það reynir á heilastarfsemina, útsjónarsemina og svo samhæfingu allra þessa þátta. Í skákinni þarft þú að kunna mannganginn líkt og leikjaspilarar þurfa að þekkja þær persónur sem þeir ætla að spila og hvaða eiginleikum þeir hafa að geyma. Skákin er taktísk þar sem þú þarft að hugsa marga leiki fram í tímann, sem á einnig við um þá tölvuleiki sem spilaðir eru í rafíþróttum. Keppendur í rafíþróttum æfa að jafnaði saman undir merkjum ákveðins félags eða liðs, hvort sem það er skráð

íþróttafélag eða önnur félagsstarfsemi. Félagið þarf að koma sér upp æfingaaðstöðu með tölvuveri og setja upp æfingartíma fyrir iðkendur. Það þarf einnig að huga að félagslega, líkamlega og andlega þættinum hjá iðkendum og svo fræðslu fyrir foreldra barna sem stunda rafíþróttir. Markmið rafíþróttaþjálfunar eru meðal annars: • Að kenna spilurum að tileinka sér íþróttamannslegt og sjálfsbetrunarhugarfar þegar kemur að spilun tölvuleikja. • Að kenna spilurum að tileinka sér heilbrigða spilahætti og njóta ávinnings þeirra. • Að hittast í hópum á æfingum til að vinna gegn félagslegri einangrun sem oft er tengd tölvuleikjaspilun. • Að þjálfa færni sem skiptir máli í öllum liðsíþróttum, eins og samskipti og samheldni. • Foreldrafræðsla um netöryggi og orðaforða til að eiga árangursríkar samræður við börnin sín um tölvuleiki. Æfingatímar í rafíþróttum Þau íþróttafélög sem bjóða upp á rafíþróttir skipta börnunum í aldursflokka á svipaðan hátt og aðrar íþróttir gera. Æfingartíminn er oftast tvær klukkustundir. Flest íþróttafélög setja upp æfingarnar sínar einhvern veginn á eftirfarandi hátt:

Börnin mæta og gera léttar upphitunaræfingar eða fara í leiki. Síðan er spjallað saman um hvað verður gert á æfingunni. Þá er sest við tölvuna og farið yfir leikinn sem verður spilaður og leikjapersónurnar. Þá er einnig lagt á ráðin um hvernig gæti verið best að ná markmiðum leiksins. Síðan er blásið til leiks, oftast eru þetta liðsleikir þar sem nokkrir eru saman í liði að spila á móti öðru liði. Í lok æfingar er svo spjallað saman um hvernig gekk, hvað keppendur lærðu af æfingunni og greint hvað hefði mátt betur fara. Í elstu aldursflokkunum, sem eru að jafnaði ungmenni á framhaldsskólaaldri, er keppt á Íslandsmótum og öðrum keppnismótum. Þar er keppt í fjölbreyttum leikjum; eins og Fifa sem er fótboltaleikur, CounterStrike sem er skotleikur og svo ævintýraherkænskuleiknum League of Legends – en þetta er langt frá því að vera tæmandi upptalning. Rétt eins og Íslendingar eiga atvinnumenn í knattspyrnu á erlendri grundu eigum við jafnframt atvinnumenn í rafíþróttum. Þrátt fyrir að þeir séu ekki margir – ennþá – má t.d. nefna Finnbjörn „Finnsi“ Jónasson sem spilar leikinn Overwatch. Rafíþróttasamtök Íslands stefna á að verða öflugri og stærri með hverju árinu og þannig eiga möguleika á því að verða á meðal fimm efstu þjóða í heiminum í rafíþróttum árið 2025. Þannig að við gætum séð fleiri atvinnumenn í rafíþróttum framtíðarinnar.

SpKef Landsbankinn neitar að svara Alþingi Birgir Þórarinsson Höfundur er þingmaður og oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Á Alþingi í vor lagði ég fram skýrslubeiðni til fjármála- og efnahagsráðherra. Skýrslan átti að svara því hvað varð um þá 25 milljarða sem ríkissjóður lagði til Landsbankans vegna yfirtöku bankans á SpKef sparisjóði. Skýrslan kom út 3. september sl. SpKef sparisjóður var stofnaður árið 2010 eftir fall Sparisjóðsins í Keflavík, með aðkomu fjármálaráðuneytisins. Þær eignir sem fylgdu frá Sparisjóðnum inn í SpKef sparisjóð áttu að duga fyrir skuldbindingum hans. Það reyndist rangt og fór svo að stjórnvöld sömdu við Landsbankann um að taka hinn nýja Spkef sparisjóð yfir. Samningurinn um yfirtökuna reyndist ríkissjóði mjög kostnaðarsamur. Var greitt fullt verð fyrir eignir SpKef ? Skattgreiðendur eiga rétt á því að fá vitneskju um hvernig fjármunum ríkisins er ráðstafað hverju sinni. Jafnframt eiga þeir rétt á því að fá að vita hvernig eignum ríkisins sé ráðstafað, að ávallt sé greitt hæsta mögulega verð fyrir þær eignir sem ríkið selur og um eignasöluna ríki gagnsæi hverju sinni. Verðmætar eignir voru færðar frá SpKef sparisjóði til Landsbankans. Ekkert hefur verið gefið upp á hvaða verði Landsbankinn seldi þessar eignir, hvernig

söluferlinu var háttað og hverjir keyptu þær. Landsbankinn neitar að afhenda Alþingi upplýsingar um SpKef Í skýrslunni kemur fram að Landsbankinn neitar að afhenda Alþingi þau gögn sem beðið er um og gætu varpað ljósi á lyktir málsins, sem hefur kostað skattgreiðendur verulegar fjárhæðir. Í máli þessu gekkst ríkissjóður í tugi milljarða ábyrgðir. Ábyrgðaraðilar eiga alltaf rétt á að fá upplýsingar sem liggja til grundvallar greiðslu sem ábyrgðaraðili. Það er því með öllu óviðunandi að ríkissjóður njóti ekki þessa réttar. Ef það er niðurstaðan þá þarf að upplýsa hver gekk frá ábyrgðinni með þeim hætti. Hagsmunir skattgreiðenda eru fyrir borð bornir ef ríkissjóður ábyrgist fjárskuldbindingu án þess að fá ljósar upplýsingar um hvað liggur að baki ábyrgðarfjárhæðinni. Ekki fær staðist að Landsbankinn geti neitað eiganda sínum ríkissjóði, sem á 100% hlutafjár í bankanum, um mikilvægar upplýsingar. Í skýrslunni kemur einnig fram að Þjóðskjalasafn Íslands hafi ekki svarað beiðni um gögn sem lúta að svari við fyrirspurninni. Það mun því liggja beinast við að Stjórnskipunarog eftirlitsnefnd Alþingis óski

eftir skýringum frá Þjóðskjalasafni, hvernig standi á því að erindum Alþingis sé ekki svarað. Mun ég fylgja því máli eftir. Ríkisjóður tapaði 25 milljörðum Skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra er mikil vonbrigði. Fjármálaráðherra virðist ekki vera jafn áhugasamur nú að upplýsa um þetta mál og hann var árið 2012 þegar hann var í stjórnarandstöðu og ræddi málið á Alþingi. Athygli vakti að nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru á móti skýrslubeiðni minni. Í ljósi niðurstöðu skýrslunnar mun ég leita eftir áliti Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins, hvort Landsbankanum sé stætt á því að neita að afhenda Alþingi umbeðin gögn. Ef það er raunin mun ég leggja fram lagafrumvarp á Alþingi þegar nýtt þing kemur saman, fái ég umboð til þess í komandi kosningum. Frumvarpið mun þá skylda Landsbankann til að veita allar upplýsingar um það fyrir hvað skattgreiðendur greiddu 25 milljarða vegna gjaldþrots SpKef sparisjóðs og hvort eðlilegir viðskiptahættir hafi ríkt við sölu eigna SpKef. Hér má nálgast skýrsluna: www.althingi.is/altext/pdf/ 151/s/1906.pdf

á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17

Hagsmunasamband stjórnenda

Styðjum lítil og meðalstór fyrirtæki

Eyþór Óli Frímannsson Höfundur er kynningar- og menntafulltrúi STF.

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir Höfundur skipar 4. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi.

Ég hef rekið mig á það að margt hefur breyst í verkalýðsog hagsmunamálum á Íslandi síðustu áratugi. Þegar ég var að alast upp var Guðmundur Jaki áberandi persóna á sjónarsviðinu og sjálfsagt ekki að ósekju. Það var annar taktur í þjóðfélaginu þá. Atvinnuleysi og verðbólga algengt fyrirbæri sem lagðist helst á hina vinnandi stétt. Það var verkalýðurinn í landinu sem borgaði yfirleitt brúsann að lokum. Nú á tímum er landslagið orðið annað. Flestir sem ég kannast við semja orðið sjálfir um eigin laun og fyrirtæki eru í stöðugri samkeppni um besta vinnuaflið. Það er vissulega kærkomin breyting frá því að vinna á strípuðum töxtum eins og tíðkaðist. Það tel ég vera breytingu til batnaðar að stór hluti vinnuaflsins skuli vera sjálfráður í eigin launamálum. Nýlega hóf ég störf hjá Sambandi stjórnendafélaga (STF) sem áður hét Verkstjórasamband Íslands. Það sem vekur athygli mína er að þegar maður ræðir verkalýðs- eða félagsstörf í dag við yngra fólk að þá ranghvolfir það augunum. En því miður er það þannig að þú tryggir ekki eftir á. Þó að stjórnendur standi einhvers staðar á milli fyrirtækis og almennra starfsmanna þá þarf stjórnandinn ekki að fyrirgera rétti sínum til að eiga rétt á sjúkradagpeningum og öðrum styrkjum sem undirmenn þeirra fá í sínum

stéttarfélögum. Það er of dýru verði keypt. En til að gera langa sögu stutta að þá er STF; samband stjórnendafélaga sem gætir hagsmuna félagsmanna í ellefu aðildarfélögum sambandsins um allt land. STF er einskonar regnhlífarsamband fyrir þessi ellefu aðildarfélög. Félagsmenn okkar eru aðallega fólk sem semur sjálft um sín eigin laun. Við höfum verkfallsrétt en höfum aldrei beitt honum. Við hjá STF gerum reglulega launakannanir sem styðja við kröfur félagsmanna varðandi laun þeirra eftir fagi. Þess má geta að við gerum kjarasamninga fyrir okkar félagsmenn. Eins höfum við aðstoðað félagsmenn við gerð ráðningarsamninga. Okkar sérstaða er gríðarsterkur sjúkrasjóður sem grípur félagsmanninn í veikindum sínum (launavernd) eða barns undir átján ára. Við bjóðum upp á ríkulega styrki til menntunar og heilsu. Einnig bjóðum við upp á fín sumarhús víðs vegar um landið og leigu á hjólhýsum yfir sumartímann. Ég er vandvirkur og varkár maður. Þegar ég tók við starfi kynningarfulltrúa STF vildi ég gera ánægjukönnun hjá okkar félagsmönnum til að vera þess viss að ég væri ekki að selja gallaða eða skemmda vöru. Við fengum til liðs við okkur margreynt ráðgjafafyrirtæki sem hefur gert mikið af könnunum fyrir helstu fyrirtæki landsins. Félagsmenn okkar voru spurðir

um þjónustu STF; þjónustuveri, orlofskostum, sjúkrasjóði, stjórnendanámi og menntasjóði voru gefin einkunn. Einnig var spurt hversu líklegt eða ólíklegt væri að þú mæltir með STF við vin eða vinnufélaga (NPSkvarði). Niðurstöðurnar voru þessu ágæta ráðgjafafyrirtæki ráðgáta, því STF og aðildarfélög þess fengu svo góða einkunn í skoðanakönnuninni að það skákar bestu fyrirtækjum landsins. NPS-kvarðinn er 200 stiga kvarði sem nær frá -100 stigum til 100 stiga. Meðaltalsskor fyrirtækja á Íslandi er -14 stig. Fremstu fyrirtæki heims eru með 50–70 stig í einkunn en STF er að fá 48 stig, sem er í raun 148 stig af 200 mögulegum. Það verður að teljast frábær einkunn. Ég hef því í raun komist að því að ég er ekki að selja skemmda eða gallaða vöru heldur þvert á móti framúrskarandi afurð. Því vil ég hvetja alla þá sem vilja njóta góðrar þjónustu og kjara að skoða hvort aðild að stjórnendafélagi sé ekki rökrétt skref inn í þeirra framtíð. Þeir sem semja sjálfir um eigin laun, starfsfólk án mannaforráða í sértækum verkefnum eða stjórnendur (vaktstjóri, verslunarstjóri, bílstjóri, deildarstjóri, verkstjóri, tæknistjóri, mannauðsstjóri, liðsstjóri o.s.frv) eru gjaldgengir í stjórnendafélag. Viljir þú kanna málið betur bendi ég á stf.is eða að hafa samband við Stjórnendafélag Suðurnesja, stjornsud.is.

Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birtist í Víkurfréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið vf@vf.is

Lítil og meðalstór fyrirtæki eru hryggjarstykkið í íslensku atvinnulífi og því er mikilvægt að skapa sem bestar aðstæður fyrir þau til að vaxa og dafna. Í viðtali við Ingibjörgu Björnsdóttur, lögfræðing hjá Samtökum atvinnulífsins og verkefnastjóra Litla Íslands, sem birt var í maí 2020 kom fram að árið 2018 greiddu lítil og meðalstór fyrirtæki 69% af heildarlaunum í landinu. Það er því ljóst að það er samfélaginu mikilvægt að efla viðspyrnu þeirra og jafna leikinn. Þrepaskipting tryggingagjalds og tekjuskatts Framsókn er málsvari lítilla og meðalstórra fyrirtækja og við viljum taka upp þrepaskipt tryggingagjald til lækkunar á lítil og meðalstór fyrirtæki. Samhliða því viljum við taka upp fleiri þrep í tekjuskatti fyrirtækja. Hreinan hagnað fyrir-

tækja umfram 200 milljónir króna á ári mætti til dæmis skoða að skattleggja hærra á móti lækkuninni til að draga ekki úr getu ríkissjóðs til að standa undir öflugu velferðar-, mennta- og heilbrigðiskerfi. Við í Framsókn viljum enn fremur leggja áherslu á að tekið sé tillit til stærðar fyrirtækja við álagningu ýmissa opinberra gjalda, sem nú eru í formi flatra gjalda og/eða skatta, svo sem gjöld vegna starfsleyfa og úttekta eftirlitsaðila. Þó þessi gjöld vegi ekki þungt í heildarsamhenginu er ljóst að þau geta verið íþyngjandi fyrir smærri fyrirtæki, einkum í upphafi reksturs. Hvatning til verðmætasköpunar Þessar skattatillögur Framsóknar verða áherslumál eftir kosningar. Málin þarf að ræða og útfæra nánar í samvinnu við atvinnulífið og mögulega sam-

starfsflokka. Meginatriðið er að við ætlum að jafna leikinn á fyrirtækjamarkaði með því að jafna stöðuna á milli stóru fyrirtækjanna, sem sum geta hagnast verulega, og minni og meðalstóru fyrirtækjanna til að þau geti haldið blómlegum rekstri áfram. Tillögurnar eru ekki stórtækar og verða ekki til þess að stærri fyrirtæki taki á sig íþyngjandi skattahækkanir heldur er um að ræða hófsamar lausnir. Á bak við hvert fyrirtæki, bæði lítil og stór, er fólk sem búið er að leggja hart að sér við að skapa bæði sér og samfélaginu verðmæti og það viljum við vernda. Við lítum þannig á að með þessum hætti sé hægt að nota skattkerfið enn betur til þess að hvetja til fjölþættari verðmætasköpunar.

Bíótónleikar Kvennakórs Suðurnesja Bíótónleikar Kvennakórs Suðurnesja verða haldnir í bíósal Duus safnahúsa 15. og 19. september. Þar mun kórinn flytja tónlist úr þekktum kvikmyndum sem allir þekkja og dá. Fjölbreytnin er mikil, allt frá klassískum söngvamyndum eins og Singing in the Rain, Mary Poppins og Footloose til nýrri mynda eins og Lord of the Rings og A Star is Born. Að sjálfsögðu verða einnig flutt lög úr íslenskum kvikmyndum. Sköpuð verður bíóstemmning sem allir ættu að hafa gaman af og geta notið á öllum aldri.

Öflugur og traustur Suðurnesjamaður á Alþingi Birgir Þórarinsson alþingismaður og oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi

Kvennakórskonur hlakka til að geta nú flutt þetta skemmtilega prógramm eftir langan aðdraganda og vonast til að sjá sem flesta meðan húsrúm leyfir. Stjórnandi kórsins er Dagný Þ. Jónsdóttir, meðleikarar Geirþrúður Fanney Bogadóttir, píanó, Þorvaldur Halldórsson, trommur, Sigurður B. Ólafsson, gítar, og Karl Snorri Einarsson, bassi. Vegna sóttvarnarreglna þarf að panta miða fyrirfram með því að senda skilaboð til Kvennakórs Suðurnesja á facebook, einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið kvennakorsudurnesja@gmail.com.


18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

LEIKFÉLAG KEFLAVÍKUR FAGNAR 60 ÁRA AFMÆLI MEÐ 100. LEIKSÝNINGUNNI:

FYRSTI KOSSINN Í FRUMLEIKHÚSINU

Í ár fagnar Leikfélag Keflavíkur 60 ára afmæli og af því tilefni verður söngleikurinn „Fyrsti kossinn“ frumsýndur í Frumleikhúsinu þann 22. október næstkomandi. Sýningin er jafnframt sú eitt hundraðasta í sögu félagsins ef rétt er talið og því ber að fagna. Þetta öfluga leikfélag hefur svo sannarlega sögu að baki sem gaman verður að rifja upp í máli og myndum og ætla Víkurfréttir að gera því góð skil fram að frumsýningu. Á 60 ára ferli hafa margir lagt félaginu lið og þeim ber að þakka. Einhverjir lögðu leiklistina fyrir sig sem atvinnuleikarar og starfa enn við það. Nokkrir þeirra hafa svo komið og lagt félaginu lið sem leikstjórar. Sú sem þetta ritar lék sitt fyrsta hlutverk fyrir 40 árum á sviði í Félagsbíó en áður höfðu sýningar verið m.a. í Stapa. Húsnæðisvandi var til staðar allt til ársins 1997 og fóru æfingar fram á hinum ýmsu stöðum, heima hjá leikurum, í gömlu vörubílastöðinni, á nokkrum leikskólum og skólum svo eitthvað sé nefnt. Það var svo árið 1997 að tímamót urðu þegar félagið fékk neðri hæðina að Vesturbraut 17 til umráða og ráðist var í að breyta húsnæðinu sem

áður var skemmtistaður í fullkomið leikhús. Þar voru að verki fáir en öflugir félagsmenn sem tókst á aðeins níu mánuðum að gera húsið klárt. 100 leiksýningar á 60 árum er afrek sem vert er að halda á lofti en auk sýninganna hafa félagar komið að ýmsum uppákomum tengdum bæjarfélaginu eins og 17. júní, þrettánda­g leði, Ljósanótt o.fl. Þá eru ófá „giggin“ á hinum og þessum árshátíðum, þorrablótum og öðrum uppákomum. Fyrsti kossinn er söngleikur saminn af Brynju Ýr Júlíusdóttur og Guðlaugi Ómari Guðmundssyni sem bæði hafa leikið og setið í stjórn LK í mörg ár. Brynja Ýr er dóttir Guðnýjar Kristjánsdóttur og Júlíusar Guðmundssonar en þau eru og hafa verið máttarstólpar í starfinu í tugi ára. Þá er gaman að geta þess að eldri dóttir þeirra hjóna, Kristín Rán, er aðstoðarleikstjóri sýningarinnar. Tónlistarstjórn er höndum þeirra Smára Guðmundssonar og Björgvins Ívars Baldurssonar, sem einnig er barnabarn Rúnars heitins eins og þær systur Brynja og Kristín Rán.

Verkið er að sögn höfundanna samið og sett upp til að heiðra minningu Rúnars heitins en eins og flestir vita var Rúnar frábær tónlistarmaður og meðlimur í vinsælustu hljómsveitum landsins á sínum tíma, samdi og gaf út óteljandi lög og rak útgáfufyrirtækið Geimstein sem enn er starfandi. Verkið hefur að geyma lög og texta eftir Rúnar Júlíusson, Gunnar Þórðarson, Bubba Morthens og fleiri snillinga og fjallar í stuttu máli um líf og ástir hljómsveitarmeðlima í hljómsveitinni Gripum sem reyna að meika það. Lögin eru þekktar perlur sem allir kunna og textinn sem tengir lögin snilldin ein hjá þessu unga fólki. Leikaravalið var leikstjóranum Karli Ágústi Úlfssyni og danshöfundinum, dóttur Karls, Brynhildi Karlsdóttur, afar erfitt en margir frábærir, hæfileikaríkir einstaklingar mættu í prufur sem fram fóru í ágúst. Lifandi tónlist, söngur og dans einkenna sýninguna sem eins og áður sagði verður frumsýnd 22. október. Guðný Kristjánsdóttir

Rúnar Júlíusson.

Fyrsti kossinn er söngleikur saminn af Brynju Ýr Júlíusdóttur og Guðlaugi Ómari Guðmundssyni sem bæði hafa leikið og setið í stjórn LK í mörg ár.

Festi bistro & bar er veitingastaður á Hótel Volcano

Við erum að leita af matreiðslumanni/konu til að starfa með okkur sem er með brennandi ástríðu fyrir matargerð, vinnur vel í hóp og vinnur vel undir álagi. Endilega sendið okkur umsókn ef þið eru metnaðarfull, áhugasöm, elskið að brosa og hafið mikla reynslu. Vinsamlegast sendið okkur ítarlega umsókn um fyrri störf og menntun á booking@hotelvolcano.is

Leikaravalið var leikstjóranum Karli Ágústi Úlfssyni og danshöfundinum, dóttur Karls, Brynhildi Karlsdóttur, afar erfitt en margir frábærir, hæfileikaríkir einstaklingar mættu í prufur sem fram fóru í ágúst.

Geta drengir lesið? Kolfinna Njálsdóttir F.h. stýrihóps um lestrarupplifunina Skólaslit. Já! og það ætti enginn að efast um það eitt augnablik. Drengir geta lesið og vilja sérstaklega lesa um það sem tengist áhugasviði þeirra. Áhugasviðið er fjölbreytt og það er okkar hlutverk sem foreldra og kennara, ömmu og afa, frænku og frænda að taka samtal við drengina okkar og hlusta á væntingar þeirra og vilja til lesturs. Hlutverk okkar er einnig að spyrja þá um þær leiðir sem henta þeim best við lestur og hvers konar lestrarefni þeir geti hugsað sér, því þeir vilja flestir sjá tilgang með því sem þeir eru að lesa. Sýnileiki lesturs skiptir máli og þá er gott að ígrunda hvernig þessu er háttað heima og spyrja hvort drengirnir okkar sjái lestrarfyrirmyndir þar. Er pabbi að lesa? Er afi að lesa, frændi, vinur eða einhver annar tengdur heimilinu? Sama má spyrja um mæður, ömmur, systur, frænkur og vinkonur. Að lokum þá skiptir miklu máli varðandi lestur drengja og möguleika þeirra til að ná góðum árangri er viðhorf okkar til lesturs og lestrarþjálfunar. Jákvæð viðhorf til þessara þátta skiptir miklu máli þegar verið er að byggja upp góða

lestrarfærni og ná tökum á henni. Að byggja upp góða lestrarfærni er langhlaup sem krefst tíma og æfingar. Við þurfum að hjálpa drengjum að sjá ákveðinn tilgang og ávinning af lestri, veita þeim aðgang að lestrarefni tengdu áhugasviði og finna með þeim leiðir sem henta.

SKÓLASLIT hefst núna 1. október og er spennandi lestrarupplifun fyrir nemendur með sérstaka áherslu á drengi þó að allir muni njóta. Eitt markmiðið er að hlusta á drengi og læra af þeim. Við undirbúning voru tekin rýnisamtöl við drengi á miðstigi í grunnskólum hér á svæðinu. Samtölin voru meðal annars könnun á áhugasviði drengja og þeir spurðir að því hvað gæti aukið áhuga þeirra á lestri, hvaða lestrarform hentaði þeim best og hvernig þeir myndu vilja æfa sig í lestri. Afar áhugaverðar upplýsingar fengust og gáfu þeir okkur innsýn í vilja og væntingar er snúa að lestri og lestrarþjálfun. Samtal við drengi um lestur gefur okkur tækifæri þess að læra af þeim og hvernig þeir sjá hlutina fyrir sér. Við hvetjum ykkur til þess að taka samtal við drengina okkar og höfum í huga að feður, afar, frændur og vinir voru líka eitt sinn drengir að læra lestur. Já og stúlkur njóta líka góðs af öllu því sem vel er gert í lestrarmálum í samfélaginu okkar. Allir með á www.skolaslit.is


TIL HAMINGJU ÞRÓTTUR DEILDARMEISTARAR ANNARRAR DEILDAR KARLA 2021

SELHÖFÐI EHF

Við óskum íbúum Voga og öðrum Þrótturum til hamingju með að eiga lið í næstefstu deild á Íslandi árið 2022

FYRIR VOGA – ÁFRAM ÞRÓTTUR


Stöðugar uppfærslur og úrslit leikja á vf.is

sport

Miðvikudagur 15. september 2021 // 34. tbl. // 42. árg.

SMELLTU Á MYNDSKEIÐIÐ TIL AÐ HORFA OG HLUSTA

MYNDSKEIÐIÐ VERÐUR AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA Á FIMMTUDAGSKVÖLD

Þróttarar hömpuðu deildarmeistarabikarnum á heimavelli með stuðningsmönnum

Lítið félag með stórt hjarta Þróttarar urðu deildarmeistarar í annarri deild karla í knattspyrnu um síðustu helgi þegar þeir léku síðasta heimaleik sinn á tímabilinu. Síðasta umferð verður leikin nú á laugardaginn en um þarsíðustu helgi hafði Þróttur tryggt sér sæti í næstefstu deild í fyrsta sinn.

Þróttur er orðið hjarta bæjarins – segir Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar. Það var appelsínugult um að lítast í Vogunum um síðustu helgi þegar Þróttur lék síðasta heimaleik sinn á tímabilinu. Uppgangur Ungmennafélagsins Þróttar á síðustu árum hefur verið eftirtektarverður en knattspyrnudeildin var endurvakin árið 2008. Síðan þá hefur leiðin legið jafnt og þétt upp á við og á næsta ári mun Þróttur leika í fyrsta sinn í næstefstu deild á Íslandi. Þróttur er mikið stemmningslið og það finna allir fyrir einstökum andanum á leikjunum. Stuðningsmenn Þróttar eru stoltir af sínu liði og flykkjast á völlinn til að sýna liðinu stuðning, í gegnum þykkt og þunnt. Frábærir áhangendur sem sómi er að – og allir í appelsínugulu. Myndaveislu frá leiknum má sjá á vef Víkurfrétta, vf.is. Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Hermann Hreiðarsson, þjálfari Þróttar, tekur við gullpeningnum úr höndum Þorsteins Gunnarssonar. Marteinn hefur unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir Þrótt á undarnförnum árum. Hann fagnaði innilega eftir leik. Þetta er búið að vera ævintýri líkast hjá ykkur. Já, þetta er búið að vera virkilega skemmtilegur uppgangur hjá okkur sem hófst eiginlega 2012 og er búinn að vera á fullu síðustu árin – og þetta var hápunkturinn. „Við erum að gefa allt í þetta og það er flott að sjá hvað þetta hefur gefið okkar litla samfélagi mikið, krökkunum og fólkinu í Vogunum. Það er sérstaklega gaman að sjá, í fyrra og í ár,

fólk sem mætti aldrei á völlinn er að mæta á kannski þrjá leiki eða oftar. Þetta er orðið svolítið hjarta bæjarins, hér kemur fólk til að sýna sig og sjá aðra. Það hefur verið góður gangur í vexti þróttar. Við blómstruðum svolítið í kringum 2015– 2016, þegar fótboltinn fór að sýna sínar bestu hliðar. Við erum, eins og önnur smærri bæjarfélög, svolítið háð stærð árganga í skólanum,

og höfum svolítið staðið í stað síðustu árin en við ætlum að gera okkar besta. Hér er verið að reisa íbúðir og við ætlum að vera tilbúin að taka á móti þeim aukna fjölda sem kemur í kjölfarið – þá er ágætt að vera búin að skrifa flotta sögu, sem allir hafa þá að stefna að og sjá að þetta er hægt.“ Og þá tekur nýtt markmið við, er það ekki? „Jú, við ætlum að verða bikarmeistarar á næsta ári og topp tíu ... í fyrstu deildinni,“ sagði Marteinn hlægjandi.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21

Harðasti stuðningsmaður Þróttar

Inga Ósk Jóhannsdóttir, fæddist í Vogunum og bjó þar í fimmtíu ár. Hún er vafalaust einn allra harðasti stuðningsmaður nokkurs íþróttafélags á landinu, Inga Ósk býr nú á Hvammstanga ásamt eiginmanni sínum en þau láta það ekki aftra sér að mæta á alla leiki Þróttar. Víkurfréttir spjölluðu við Ingu Ósk fyrir leikinn. Þú ert mætt á heimaleik. „Já, já. Ég er búin að mæta á þá marga. Keyri fram og til baka, sex tímar takk. Við missum ekki af leik og förum um allt land – líka á útileikina.“ Hjónin Helgi og Júlía gæddu sér á gómsætri fiskisúpu og spjölluðu við Víkurfréttir fyrir leik.

Helgi Guðmundsson, inngróinn Vogamaður, og Júlía Halldóra Gunnarsdóttir: Hvernig fer leikurinn? „Ég þori ekki að veðja á þennan leik,“ segir Helgi. „Grenivík eru búnir að vera helvíti sterkir núna seinni part tímabilsins. Þannig að þetta verður erfitt.“

Hvernig líst ykkur á Þróttara í sumar? „Alveg æði, algjört æði bara. Við erum búin að elta þá nánast um allt land.“

Inga Ósk faðmar Martein, framkvæmdastjóra Þróttar, eftir að ljóst var að Þróttur væri orðinn deildarmeistari.

Ertu búin að gera þetta lengi? „Nei, bara í sumar og mér finnst það geggjað. Við hjónin elskum þetta, hvað annað hafa svona gamalmenni að gera? Við eltum fótboltann og Þrótt, ég var Þróttari og byrjaði að æfa með Þrótti þegar ég var tólf ára.“ Það eru fjórtán ár síðan Inga flutti úr Vogunum en hún er fædd og uppalin í þar. Maðurinn hennar er úr Reykjavík en bjó í Vogunum í fimm ár.

Hvernig kviknaði þessi áhugi ykkar á fótbolta? „Ég eiginlega veit það ekki. Við vorum hérna hjá vinum okkar í vor og það hitti þannig á að það var leikur. Við fórum á leikinn og síðan þá erum við bara óstöðvandi. Þetta er æði. Við vinnum þennan leik, það er alveg pottþétt. Við erum ekkert að fara heim í kvöld, erum með hjólhýsið með okkur núna og það verður hérna um næstu helgi þegar uppskeruhátíðin verður,“ sagði þessi hressi stuðningsmaður Þróttar sem var ekkert á heimleið strax.

Þið ætlið nú að taka deildarmeistaratitilinn, er það ekki? „Jú, þess vegna erum við hérna,“ segja þau í kór. „Þess vegna er boðið upp á þessa fiskisúpu. Fiskisúpa og lax undan Stapanum, það er ekki dónalegt maður. Það getur ekki verið heimilislegra. Þú átt eftir að heyra í okkur á eftir, með lúðurinn og allt það,“ sögðu hjónin að lokum, tilbúin í slaginn.

Vegleg umfjöllun um afrek Þróttara verður í Suðurnesjamagasíni næsta fimmtudag klukkan 19:30 ÞAR SEM STEMMNINGIN FÆR AÐ NJÓTA SÍN

Gunnar Már Gunnarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, færði Þrótturum blómvönd af tilefni árangursins en félögin tvö eiga eftir að etja kappi á næsta tímabili í Lengjudeildinni.

Auðvitað sýnum við líka hápunkta úr leiknum og ræðum við forsvarsmenn, þjálfara og stuðningsfólk liðsins.

FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Framtíðarstörf í boði!

Blikksmiðja ÁG við Vesturbraut óskar eftir að ráða starfsmenn til starfa við blikksmíði og almenna málmsmíði. Reynsla í blikksmíði eða annari málmsmíði er skilyrði. Framtíðarstörf í boði. Umsóknir berist á skrifstofu eða á finnur@agblikk.is

SVEITARFÉLAGIÐ VOGAR

ALÞINGISKOSNINGAR LAUGARDAGINN 25. SEPTEMBER 2021 Kjörskrá liggur frammi almenningi til sýnis, frá miðvikudegi 15. september fram að kjördegi á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2. Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga.

KOSIÐ ER Í STÓRU-VOGASKÓLA, TJARNARGÖTU 2. KJÖRSTAÐUR OPNAR KL. 10:00 OG LOKAR KL. 22:00. Kjósendur skulu framvísa persónuskilríki á kjörstað.

Blikksmiðja

Ágústar Guðjónssonar ehf.

Kjörstjórn Sveitarfélagsins Voga


22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Keflavík áfram í Pepsi Max-deild kvenna

Grindavík áfram í Lengjudeild kvenna Lengjudeild kvenna í knattspyrnu lauk um síðustu helgi þegar Grindavík spilaði gegn Víkingum í Fossvoginum. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum og það gerðu Víkingar á 29. mínútu. Leikurinn fór því 1:0 fyrir Víkingi. Gerðu góða hluti í sumar: Markvörðurinn Tiffany Sornpao og sóknarmaðurinn Aerial Chavarin áttu gott tímabil með Keflavík. Sornpao kom mjög vel út á milli stanganna í sumar og Chavarin skoraði sjö mörk í sextán leikjum, þar á meðal í mikilvægu jafntefli gegn Íslandsmeisturum Vals í næstsíðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar. Keflvíkingar tryggðu sér áframhaldandi veru í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu en lokaumferðin í deildinni fór fram um síðustu helgi. Keflavík lék gegn Þór/ KA fyrir norðan og var markalaust jafntefli niðurstaðan í heldur bragðdaufum leik. Keflavík dugði jafntefli í lokaumferðinni til að halda sæti sínu í deildinni en Keflavík hafði sautján stig fyrir síðasta leik. Tindastóll var þremur stigum á eftir Keflavík, með fjórtán stig, og hefðu Stólarnir þurft að vinna sinn leik (og Keflavík að tapa) til að halda sínu sæti í deildinni. Þar fyrir utan hafði Keflavík sex mörkum betri markatölu. Svo fór að Tindastóll tapaði fyrir Stjörnunni og Keflavík lauk því leik í áttunda sæti, fjórum stigum fyrir ofan Stólana. Keflavík gerði það sem þurfti og sótti jafntefli gegn Þór/KA í leik tveggja sterkra varnarliða. Það voru ekki mörg færi sem litu dagsins ljós í leiknum og Keflavík lá svolítið til baka. Aerial Chavarin var ein frammi og gat lítið afrekað án aðstoðar, hún var þó nálægt því nokkrum sinnum að koma sér í færi. Tiffany Sornpao hefur virkað öruggari með hverjum leiknum og hún átti fínasta leik og varði nokkru sinnum ágætlega.

Þrátt fyrir tap í síðasta leiknum voru Grindvíkingar öruggar um áframhaldandi sæti í deildinni og þær enduðu í sjötta sæti með sautján stig, jafnmörg og Augnablik sem vann HK í síðasta leik. Munur neðstu liða var ótrúlega naumur en aðeins munaði tveimur stigum á fimm neðstu liðunum. Grindavík hafði langbestu markatölu liðanna í neðri hlutanum og framherjinn Christabel Oduro endaði næstmarkahæst í Lengjudeildinni með fjórtán mörk skoruð.

Oduro skoraði helming allra marka Grindavíkur í Lengjudeildinni í sumar.

Síðustu umferðirnar hjá körlunum

Geggjuð frammistaða Í viðtali við Fótbolta.net sagði Gunnar M. Ólafsson, þjálfari Keflvíkinga: „Það voru margir sem spáðu okkur niður og enn fleiri þegar við fórum inn í þessa lokatörn þegar við erum neðstar og eigum eftir þetta gríðarlega erfiða prógram, fara til Vestmannaeyja og ná í sigur, fara á Krókinn og vinnum, fara norður og ná í stig og inná milli eigum við leiki gegn Val og Breiðablik og náðum í stig þar líka, taplausar í gegnum þessa leiki sem er geggjuð frammistaða.” Keflavík endar leiktíðina í áttunda sæti Pepsi Max-deildar kvenna og þeirra bíður því annað ár á meðal þeirra bestu.

Síðasta umferðin í Lengjudeild karla, annarri og þriðju deild verða leiknar um helgina en í Pepsi Max-deild karla eru tvær umferðir eftir. Keflvíkingar eru í fjórða neðsta sæti og eiga eftir að leika gegn Leikni og ÍA, nái Keflavík að vinna annan hvorn þeirra eru þeir sloppnir. Á sama tíma og Keflvíkingar heyja fallbaráttuna í deildinni eru þeir komnir í átta liða úrslit bikarkeppninnar þar sem þeir mæta HK á miðvikudag.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Akurskóli – Forfallakennari Fræðslusvið - Hegðunarráðgjafi Fræðslusvið - Sálfræðingur Háaleitisskóli - Kennari á elsta stig Háaleitisskóli - Kennari í námsver og miðstig Vesturberg - Starfsmaður leikskóla Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki.

Sýningar í listasafni Reykjanesbæjar Fornheimur Bjargar Þorsteinsdóttur

Fornheimur Bjargar samanstendur af akrýlmálverkum, olíukrítarteikningum og grafíkverkum víðsvegar af fimm áratuga löngum myndlistarferli Bjargar Þorsteinsdóttur.

FJÖLFELDI- HLUTFELDI-MARGFELDI

Myndlist eftir 29 listamenn á vegum MULTIS sem sérhæfir sig í kynningu, útgáfu og sölu á fjölfeldum íslenskra samtímalistamanna. Markmið MULTIS er að gera list aðgengilega almenningi og bjóða upp á myndlist eftir listafólk í fremstu röð íslenskrar samtímalistar.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23

Njarðvíkingar í undanúrslit karla og kvenna Bikarleikir í körfunni fóru fram um helgina – körfuboltatímabilið er hafið fyrir alvöru sem þær unnu með átján stigum og leiddu með 26 stigum í hálfleik. Víkurfréttir heyrðu í Jóni Halldóri Eðvaldssyni, þjálfara kvennaliðs Keflavíkur, og spurðu hann um væntingarnar sem eru gerðar til komandi tímabils. „Úff, ég er rosa lélegur í að tala um svoleiðis. Væntingarnar eru að vinna, svo einfalt er það,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, sem var ekkert að flækja málin.

Keflvíkingar urðu deildarmeistarar í Domino's-deild karla á síðasta tímabili, þeir eru fallnir úr leik í bikarkeppninni en Njarðvíkingar eru hins vegar komnir í undanúrslit.

Körfuknattleikstímabilið er hafið og um helgina fóru fram leikir í átta liða úrslitum karla og kvenna. Keflavík og Grindavík eru úr leik í karlaog kvennaflokki en Njarðvík fer í undanúrslit karla og kvenna sem verða leikin á laugardaginn. Þar mætir kvennalið Njarðvíkinga Fjölni á útivellli en karlaliðið tekur á móti ÍR-ingum í Ljónagryfjunni. Talsverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópum Suðurnesjaliðanna en það verður áhugavert að sjá hvernig þær breytingar eiga eftir að hafa áhrif. Njarðvíkingar voru ekki langt frá fallbaráttu í efstu deild karla á síðasta ári og það er staða sem Njarðvík sættir sig ekki við. Njarðvíkingar hafa heldur betur verið duglegir við að byggja upp liðið fyrir komandi leiktíð og virðast mæta talsvert sterkari til leiks núna. Kvennalið Njarðvíkur er nýliði í efstu deild kvenna en þær töpuðu í oddaleik fyrir Grindvíkingum sem hömpuðu deildarmeistaratitli fyrstu deildar.

Bikarkeppni karla 2021: Tindastóll - Keflavík 84:67 Keflvíkingar riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni gegn Tindastóli. Eftir að hafa unnið tvo fyrstu leikhlutana og leitt í hálfleik snerist dæmið algerlega við í seinni hálfleik og Stólarnir höfðu sautján stiga sigur að lokum. „Síðasta tímabil gekk vel en endirinn var auðvitað ekki eins og við óskuðum okkur. Stefnan fyrir þetta tímabil er sett á að gera atlögu að öllum þeim titlum sem eru í boði,“ segir Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur. Það er ekki búið að ákveða kana fyrir tímabilið svo er Reggie Dupree að skoða sín mál, hvort að hann geti spilað. Við erum með örlítið breytt lið frá því í fyrra en þetta er svona það helsta.“ Komnir: David Okeke, Nígeríumaður með ítalskt vegabréf, Halldór Garðar Hermannsson frá Þór Þorlákshöfn og Jaka Brodnik, Slóveni sem kemur frá Tindastóli. Farnir: Deane Williams og Cj Burks. Stjarnan - Grindavík 92:81 Fyrsti leikhluti var jafn en í öðrum hluta fóru Grindvíkingar á kostum og náðu tólf stiga forskoti í hálfleik. Sveiflan var mikið milli annars og þriðja leikhluta sem Stjarnan vann með fimmtán stigum. Stjarnan jók forskotið í síðasta leikhluta og sigraði að lokum með ellefu stiga mun. „Grindavík setur stefnuna á að berjast um alla þá titla sem verða í boði í vetur. Liðið heldur sama kjarna af íslenskum leikmönnum frá árinu áður ásamt því að bæta við sig tveimur öflugum erlendum leikmönnum,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari karlaliðs Grindavíkur. „Ivan Aurrecochea mun hjálpa liðinu sérstaklega inn í teig. Miklar vonir eru bundnar

við komu hans til félagsins. Margir í liðinu hafa spilað lengi saman, sem er styrkleiki. Búast má við að ungir og efnilegir leikmenn hjá Grindavík fái einnig stærra tækifæri með liðinu í vetur. Jóhann Þór Ólafsson kemur inn í þjálfarateymið sem nýr aðstoðarþjálfari í stað bróður síns Þorleifs Ólafssonar.“ Helstu breytingar á liði: Komnir: Malik Ammon Benlevi, Ivan Aurrecoechea Alcolado og Hilmir Kristjánsson snýr aftur eftir meiðsli. Farnir: Amenhotep Kazembe Abif, Marshall Lance Nelson og Joonas Jarvelainen. Þorleifur Ólafsson og Jóhann Árni Ólafsson eru hættir.

Helstu breytingar á liði: Tünde Kilin er komin frá Rúmeníu og Eygló Kristín Óskarsdóttir frá KR. Úr yngri flokkastarfi Keflavíkur koma þær Anna Þrúður Ósmann Auðunsdóttir, Gígja Guðjónsdóttir og Ásthildur Eva Hólmarsdottir Olsen. Erna Hákonardóttir er hætt í körfu, Emelía Gunnarsdóttir er farin í nám í Svíþjóð, Edda Karlsdóttir fór í ÍR, Sara Lind Kristjánsdóttir og Agnes Perla Sigurðardóttir eru í fríi frá körfubolta. ÍR - Njarðvík 39:84 Njarðvík fór rólega af stað en leiddi leikinn með þrettán stigum í hálfleik. Stigasöfnun sóknarinnar hjá Njarðvík var á svipuðu róli í öllum leikhlutum en í seinni hálfleik lokaði vörn Njarðvíkinga fyrir aðgengi að körfunni og tryggði 45 stiga sigur að lokum.

sýna að Njarðvík er alvöru körfuboltaklúbbur sem ætlar sér að vera í fremstu röð með bæði liðin sín. Til að henda í eina klisju þá er auðvitað fyrst og fremst markmið allra nýliða að festa sig í sessi í deildinni og svo erum við með frekari markmið sem við höldum bara innan liðsins. Aðalatriðið er að halda áfram að gefa ungum leikmönnum tækifæri á að sýna sig og þróa sinn leik meðfram því að gera okkar allra besta til þess að spila skemmtilegan og árangursríkan körfubolta sem gæti jafnvel fyllt Ljónagryfjuna á miðvikudagskvöldum í vetur.“ Helstu breytingar á liði: Komnar: Aliyah Collier frá Bandaríkjunum, Lavínia Da Silva frá Portúgal og Diéné Diané frá Frakkland. Grindavík datt út gegn Njarðvík Grindvíkingar unnu fyrstu deild kvenna á síðasta ári eftir magnað lokaeinvígi við Njarðvík. Grindavík

„Eini leikmaðurinn sem við misstum var fyrirliðinn okkar, Þuríður Birna Björnsdóttir Debes, en hún flutti til Stokkhólms þar sem hún var að hefja nám,“ segir Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur. „Annars eru allir aðrir leikmenn áfram og byggt upp á sama kjarna sem við höfum verið að þróa síðastliðin þrjú tímabil. Við bíðum spennt eftir tækifærinu að fá að spila við bestu lið landsins núna eftir þriggja ára fjarveru úr deild þeirra bestu. Við teljum okkur vera búin að sækja leikmenn sem styðja við ungan leikmannahóp og ætlum okkur að

Reykjaneshöllin mun heita Nettóhöllin

Keflavík - Haukar 59:87 Keflavík átti ekki góðan leik gegn Haukum og má segja að Haukar hafi gert út um leikinn í öðrum leikhluta

Helstu breytingar á liði: Breytingar eru á þjálfarateymi liðsins því Þorleifur Ólafsson mun þjálfa liðið í vetur. Honum til aðstoðar verður Bryndís Gunnlaugsdóttir sem var einnig aðstoðarþjálfari liðsins undir lok síðasta tímabils. Janno Jaye Otto er farin frá liðinu en þær Edyta Ewa Falenzcyk, Robbi Ryan og Vigdís María Þórhallsdóttir koma nýjar inn.

VIÐSPYRNU STYRKUR Ferðavefir sérhæfa sig í umsóknum á viðspyrnustyrkjum.

Væntingar Njarðvíkinga í ár segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari karlaliðsins, að vera í baráttu um alla titla sem keppt er um ásamt bestu liðum landsins.

Bikarkeppni kvenna 2021

„Grindavík setur stefnuna á því að festa sig í sessi í Domino’s-deild kvenna á nýjan leik,“ segir Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. „Grindavík er með mjög ungt lið sem hefur tekið miklum framförum á undanförnu ári. Sami kjarni er í liðinu frá árinu á undan en við bætast tveir erlendir leikmenn.“

Bæði Grindavík og Njarðvík eru nýliðar í Domino's-deild kvenna í ár.

Njarðvík - Haukar 93:61 Njarðvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með Hauka og höfðu sannfærandi 32 stiga sigur. Njarðvík vann alla fjórðunga svo það fór aldrei á milli mála hverjir hefðu sigur að lokum.

Helstu breytingar á liði: Þeir Kyle Johnson, Antonio Hester, Rodney Glasgow jr, Jón Arnór Sverrisson, Adam Eiður Ásgeirsson, Gunnar Már Sigmundsson og Baldur Örn Jóhannesson eru farnir frá félaginu en í staðinn hafa Haukur Pálsson (frá Spáni), Dedrick Basile (Þór Akureyri), Nicolas Richotti (Spáni), Fotios Lampropoulos (Katar) og Snjólfur Björnsson (Bandaríkjunum) bæst í hópinn.

og Njarðvík mættust í sextán liða úrslitum bikarkeppninnar þar sem Njarðvík hefndi ófaranna og sló Grindavík úr leik. Grindavík er, eins og Njarðvík, nýliði í efstu deild kvenna

Hefur þú fengið tekjufallsstyrk? Þá eru líkurnar á að þú fáir viðspyrnustyrk góðar.

Hafðu samband og kynntu þér hvað þú átt rétt á. Nettó verður aðalsamstarfsaðili knattspyrnudeildar Keflavíkur í knattspyrnu og mun Reykjaneshöllin heita Nettóhöllin. Þá verða keppnisbúningar keppnisliða með Nettómerkinu. Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Samkaup, segir að fyrirtækið hafi stutt íþróttahreyfinguna um árabil og þetta sé endurnýjun á samningi. „Nettó og knattspyrnudeild Keflavíkur hafa um árabil átt

göfugt samstarf. Það er markmið Nettó að styðja við margþætt íþrótta-, æskulýðs- og forvarnarstarf á landsvísu sem stuðlar að heilbrigðum lífsstíl. Nettó hefur undanfarin ár lagt sérstaka áherslu á styrkveitingar sem snúa að íþróttaiðkun barna og ungmenna. Núna er yngri flokkastarfið að hefjast að fullum krafti aftur og verður því líf og fjör í Nettóhöllinni.“

s: 554 5414 | ferdavefir.is upplysingar@ferdavefir.is


Mundi Það er stuð á Vogamönnum ... ... þar til kemur að Suðurnesjalínu 2.

LOKAORÐ RAGNHEIÐAR ELÍNAR

Pólitískt meðvitundarleysi í París Hafandi verið þátttakandi í stjórnmálum nærri hálfa ævina verð ég að viðurkenna að það er soldið sérstakt að horfa á kosningabaráttuna fyrir alþingiskosningarnar úr fjarlægð héðan frá París. Ég hef svo sem ekki skipt mér mikið af pólitíkinni síðan ég yfirgaf stjórnmálin árið 2017 en auðvitað fylgst vel með. Ég mátti alls ekki missa af fréttatíma eða umræðuþætti og hef haft sterkar skoðanir á ýmsum málum þó svo ég hafi haldið þeim að mestu innan veggja heimilisins. Núna hins vegar læt ég mér nægja að skrolla yfir vefmiðlana, les helst bara fyrirsagnirnar nema eitthvað sérstaklega nái athygli minni og hef ekki horft eða hlustað á einn einasta fréttatíma þann mánuð sem liðinn er frá því að ég flutti til Parísar. Þetta er pínu skrítið en það skrítnasta er kannski það hvað þetta er samt lítið skrítið. Það getur nú samt alveg verið að ég eigi eftir að hrökkva í gírinn þegar nær dregur, hver veit. Þetta pólitíska meðvitundarleysi mitt kemur þó að sjálfsögðu ekki í veg fyrir að ég nýti atkvæðisréttinn minn og í síðustu viku gerðum við frumburðurinn minn okkur sérstaka bæjarferð í íslenska sendiráðið hér í París til að kjósa. Atkvæðið þarf að auðvitað að komast til skila í tæka tíð og minnti ég mig á ömmu Eiríku þegar ég ákvað að drífa okkur á kjörstað þannig að ég gæti „notað ferðina“ eins og amma var fræg fyrir og komið atkvæðinu á vinkonu mína sem var í heimsókn um helgina. Og þetta var alveg stór stund – nítján ára frumburðurinn að kjósa í fyrsta sinn. Það er merkilegur áfangi og ber að fagna. Hann var auðvitað margsinnis búinn að fá fyrirlesturinn um það hvað það skipti miklu máli að taka þátt og kjósa, lýðræðið er alls ekki sjálfsagt, fyrir því þarf að hafa og fyrir því þarf að berjast. Það skiptir máli hverjir stjórna og það sem mestu máli skiptir að þú hefur ekki rétt á að nöldra ef þú situr heima og tekur ekki þátt. Við mæðginin höfðum talsvert fyrir þessu, gerðum okkar lýðræðislegu skyldu og eru atkvæðin nú komin til Íslands. Við vorum ánægð með okkur og verðlaunuðum okkur auðvitað með góðum hádegisverði og notalegri samverustund. Þegar ég var í pólitíkinni fannst mér alltaf skemmtilegast að hitta unga kjósendur, fara í framhaldsskólana og taka þátt í eldheitum umræðum um það sem þeim lá á hjarta. Stjórnmál snúast nefnilega um meira heldur en fjárlög og vaxtahækkanir, þau snúast um allt það sem okkur viðkemur. Og við getum haft áhrif með því að taka þátt í pólitísku starfi – ég mæli sannarlega með því. En umfram allt þá höfum við áhrif með því að taka þátt og kjósa og ég vil sérstaklega hvetja unga kjósendur til dáða. Kannski var þessi pistill sem ég þurfti til að hrista af mér pólitíska meðvitundarleysið – aldrei að vita nema að afmælisveisla yngri sonarins, sem á einmitt afmæli á kjördag, snúist upp í kosningavöku á Rue d‘Aguesseau!

Betra líf fyrir þig, þína fjölskyldu og komandi kynslóðir • • • • • •

Ný heilsugæslustöð í Reykjanesbæ taki til starfa strax á næsta ári Alvöru aðgerðir í loftslagsmálum Fullar barnabætur fyrir fleiri fjölskyldur Fjölgum lögreglumönnum og bætum starfsaðstöðu þeirra Ljúkum tvöföldun Reykjanesbrautar sem fyrst Stórbætum kjör eldra fólks og öryrkja 1. sæti Oddný G. Harðardóttir 2. sæti Viktor Stefán Pálsson 3. sæti Guðný Birna Guðmundsdóttir

Alþingiskosningar 2021 Nánar á www.xs.is

FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS