__MAIN_TEXT__
feature-image

Page 1

Júlíus Friðriksson prófessor við South Carolina háskóla er gestur fyrsta þáttar

Háhraða internet og hágæða sjónvarp

af Suður með sjó. Bati eftir heilablóðfall er risastór rannsókn sem Júlíus vinnur að en

EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER ENGIR AUKAREIKNINGAR frá 6.890 kr/mán.

fjórði hver einstaklingur á Vesturlöndum sem nær fullum lífaldri fær heilablóðfall á lífsleiðinni.

Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding

miðvikudagur 24. apríl 2019 // 17. tbl. // 40. árg.

Keflvíkingurinn Júlíus Friðrik Friðriksson, prófessor við S-Karólínu háskóla í Bandaríkjunum, stýrir milljarða rannsóknum:

Fjórði hver fær heilablóðfall – Eftirtektarverður árangur hefur náðst með nýrri aðferð í endurhæfingu

Keflvíkingurinn Júlíus Friðrik Friðriksson, prófessor við háskólann í SuðurKarólínu í Bandaríkjunum, hefur stýrt rannsóknum á bata og endurhæfingu eftir heilablóðfall en niðurstaða úr nýlegri rannsókn á vegum Júlíusar birtist í hinu virta læknariti New England Journal of Medicine, þar segir að fjórði hver einstaklingur sem nær fullorðinsaldri fái heilablóðfall. Júlíus segir að helstu ástæður fyrir því að fólk fái heilablóðfall séu genatengdar en einnig lífsstílstengdar. Mikilvægt sé að stunda hreyfingu, borða hollan mat og reykja ekki. Heilablóðfall er helsta ástæða fyrir fötlun hjá fólki eftir miðjan aldur. Júlíus og hans fólk hefur lagt mikla vinnu í rannsóknir við að finna hvernig bæta megi heilsu fólks sem hefur fengið

heilablóðfall. Í rannsóknum hafa verið gerðar tilraunir með að hleypa lágum rafstraum á heilavefinn og niðurstöður úr þeim hafa verið jákvæðar. „Þetta snýst um að bæta endurhæf-

Rafn Markús ráðinn skólastjóri Heiðarskóla Rafn Markús Vilbergsson hefur verið ráðinn skólastjóri Heiðarskóla. Rafn Markús lauk námi til B.Sc. gráðu í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 og M.Ed. gráðu í stjórnunarfræði menntastofnana frá Háskóla Íslands árið 2014. Rafn Markús hefur starfað í Njarð-

víkurskóla frá árinu 2009 við góðan orðstír og verið í stjórnunarteymi skólans undanfarin fimm ár, bæði sem verkefnastjóri og deildarstjóri. Þrír umsækjendur voru um starfið en auk Rafns sóttu þau Ásdís Hrönn Viðarsdóttir og Þormóður Logi Björnsson um skólastjórastarfið í Heiðarskóla. Rafn hefur auk skólastarfa sinna verið þjálfari 1. deildarliðs Njarðvíkur í knattspyrnu.

Margir í vímu og einn með kylfu í bílnum Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum tekið á annan tug ökumanna úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur. Einn þeirra var jafnframt með útsláanlega kylfu í bifreið sinni og telst það vera brot á vopnalögum. Annar, sem ók að auki

réttindalaus, var ekki fyrr kominn úr sýnatöku á lögreglustöð en til hans sást á Reykjanesbraut þar sem hann var að kasta grjóti á veginn. Hann var því vistaður á lögreglustöð.

ingu fólks. Flestir sjúklinga eru búnir að reyna aðra endurhæfingu. Það er ekkert hægt að gera við skemmd á heila en það er hægt að virkja heilbrigða hluta hans betur. Við hleypum lágum straumi á heilavefinn, aðeins um eitt milliamper, og það hefur sýnt góða niðurstöðu. Með þessum rafmagnsskotum vonumst við að geta tvöfaldað batann. Það skiptir mjög miklu máli því algengar afleiðingar af heilaskemmdum koma til dæmis við tal og skilning. Við erum þannig að reyna að virkja aðrar stöðvar í heilanum til að breytast og vaxa, til að ná sem mestum bata fyrir einstaklinginn.“ Þegar Júlíus kom fyrst til starfa hjá háskólanum í Suður-Karólínu byrjaði hann með þrjá nemendur á rannsóknarstofu sinni. Nú eru fimmtíu manns að vinna við rannsóknir undir stjórn Júlíusar. Hans deild hefur fengið marga styrki frá Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna, fyrir á þriðja milljarð íslenskra króna frá árinu 2001. Rannsóknirnar eru oft unnar í samvinnu við aðra háskóla en nýlega fékk deild skólans sem Júlíus stýrir styrk fyrir um 11 milljónir dollara eða um 1,3 milljarð króna.

Júlíus Friðrik Friðriksson, prófessor við S-Karólínu háskóla í Bandaríkjunum. Júlíus er fyrsti gestur okkar hjá Víkurfréttum í nýrri sjónvarpsþáttaröð, Suður með sjó, sem sýnd verður á sunnudagskvöldum kl. 20:30 á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. „Það er ákaflega gaman og gefandi að finna eitthvað nýtt til að hjálpa fólki,“ segir Júlíus sem lék m.a. körfubolta með Keflavík á yngri árum en hann fór í háskólanám í Bandaríkjunum eftir nám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sú námsdvöl hefur ílengst því hann hefur ekki komið heim síðan nema í heimsóknir en Júlíus á eiginkonu og börn og búa þau í S-Karólínu. Júlíus segir nánar frá þessum málum

og fleirum í nýrri eða annarri sjónvarpsþáttaröð Víkurfrétta sem heitir Suður með sjó og er til viðbótar við Suðurnesjamagasín. Í fyrsta þættinum sem verður sunnudagskvöldið 28. apríl kl. 20:30 verður viðtal við Júlíus. Fleiri þættir munu fylgja í kjölfarið þar sem rætt verður við Suðurnesjamenn sem eru að gera eða hafa verið að gera skemmtilega hluti.

Apríltilboð - Fljótlegt og gott 28%

63%

48%

Opnum snemma lokum seint

499

99 kr/stk

145

áður 699 kr

áður 269 kr

áður 279 kr

kr/pk

Dagens frosnir réttir 4 tegundir

Coca Cola Zero 0,5 L

kr/stk

Hámark súkkulaði 250 ml

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnarbraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

miðvikudagur 24. apríl 2019 // 17. tbl. // 40. árg. SPURNING VIKUNNAR

Ertu búin að skipuleggja sumarfríið þitt?

Frá Reykjanesvita.

Framlínufólk frá báðum aðilum er hér saman á mynd.

Þjónustumiðstöð og frekari uppbygging við Reykjanesvita Samningur um áframhaldandi uppbyggingu Jarðvangs á Reykjanesi þar sem ný þjónustumiðstöð verður reist við Reykjanesvita var undirritaður í Bláa lóninu í síðustu viku. Það voru þeir Grímur Sæmundssen, forstjóri Bláa lónsins og Ásgeir Eiríksson, stjórnarformaður Reykjaness jarðvangs og bæjarstjóri í Vogum skrifuðu undir samninginn fyrir hönd beggja aðila. Jarðvangurinn er samstarfsverkefni sem byggist á því að nýta sérstöðu svæðisins og einstaka jarðsögu þess, svo sem Atlantshafshrygginn og flekaskilin, til verðmætasköpunar. Bláa lónið hf. og Reykjanes Global Unesco Geopark standa að baki verkefninu sem nær yfir allt land Grindavíkurbæjar, Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga. Auk þess hefur Bláa lónið hf. stofnað til félags með eina núverandi

ábúanda við Reykjanesvita, Grétu Súsönnu Fjeldsted. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir að lengi hafi verið skortur á þjónustuaðstöðu á vestanverðu Reykjanesi en verði nú bætt úr. Bláa lónið ætli auk þess að aðstoða við merkingar svæðisins. Þá muni starfsmaður á þeirra vegum hafa umsjón með svæðinu í samstarfi við Jarðvanginn. Markmið samstarfsins er meðal annars að styrkja Reykjanesið

Grímur Sæmundsen frá Bláa lóninu og Ásgeir Eiríksson, stjórnarformaður Reykjaness jarðvangs og bæjarstjóri í Vogum, skrifuðu undir samninginn. VF-myndir/pket.

Aldís Búadóttir:

„Þetta er bara einhvern veginn þannig að maður liggur á bæn um að það komi góður dagur í sumar og svo er að njóta hans.“

sem áfangastað, stuðla að sjálfbærri nýtingu, vinna að bestu aðferðum til uppbyggingar í sátt við náttúru, bæta þekkingu, viðhorf og verndarstöðu jarðminja á svæðunum, hvetja til nýjunga í náttúrutengdri sköpun og draga fram og viðhalda menningararfleifð svæðanna. Lögð verður áhersla á að koma sérstöðunni á framfæri með það að markmiði að upplýsa gesti um jarðfræðiarfleifðina ásamt sögu og menningu svæðisins. Um leið verður reynt að vekja samfélagið til umhugsunar um þau tækifæri sem felast í nærumhverfinu til að styrkja stoðir fjölbreyttrar atvinnustarfsemi, svo sem ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu og fleira.

Einar Karl Vilhjálmsson:

„Ég veit hvenær ég fer í sumarfrí en fríið er óplanað ennþá. Mér finnst samt líklegt að við förum til útlanda.“

Reykjanesbær kominn undir skuldaviðmið Reykjanesbær er kominn undir 150% lögbundið skuldaviðmið en rekstrarniðurstaða samstæðu nemur 2,3 milljörðum króna. Tekjur jukust á árinu 2018 um 11% og rekstrarniðurstaða bæjarfélagsins er sú besta í sögu þess. „Ársreikningur Reykjanesbæjar staðfestir að sveitarfélagið er á góðri leið með að ná þeim fjárhagslegu markmiðum sem stefnt hefur verið að undanfarin ár. Niðurstaðan er mjög hagfelld og staðfestir að sú leið sem

ákveðin var í Sókninni var hin rétta leið,“ segir í bókun meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sem lögð var fram á bæjarstjórnarfundi 16. apríl 2019. Tekjur bæjarsjóðs héldu áfram að

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir, sími 421 0002, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Helgi Sigurbjörnsson:

„Nei, ekki alveg en ég veit ég fer í fjóra daga til Köben í sumar.“

Frá Reykjanesbæ. Fremst á myndinni má sjá nýja slökkvistöð rísa. VF-mynd: hilmarbragi vaxa og voru 15,6 milljarðar, samborið við 14,4 milljarða á árinu 2017 og jukust því um tæp 11 prósent á milli ára. Rekstrartekjur samstæðu voru skv. ársreikningi 23,2 milljarðar. Rekstrargjöld bæjarsjóðs voru 12,1 milljarður samanborið við 11,7 milljarða útgjöld á árinu 2017 og nemur hækkun gjalda tæpum 4% milli ára. Rekstrargjöld samstæðu voru skv. ársreikningi 16,6 milljarðar. Heildarskuldir og skuldbindingar samstæðu námu um 48,5 milljörðum króna og í efnahagsreikningi bæjarsjóðs voru skuldir og skuldbindingar 29,1 milljarður króna í árslok 2018. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 3,5 milljarða króna en að teknu tilliti til þeirra er rekstrarniðurstaða jákvæð um 2,6 milljarða. Heildarskuldir og skuldbindingar samstæðu eru 48,6 milljarðar og skuldaviðmið er komið niður fyrir 150% viðmiðið og var 137,29% í árslok

2018. Sveitarfélagið er því samkvæmt nýrri aðferð um útreiknings skuldaviðmiðs búið að ná undir 150% lögbundið skuldaviðmið. Það má þó gera ráð fyrir að skuldaviðmið hækki tímabundið þegar uppsöfnuðu handbæru fé verður ráðstafað til byggingar Stapaskóla. Í árslok 2018 ríkir áfram óvissa um endanlegt virði langtímakröfu Reykjanesbæjar í Fagfjárfestingasjóðnum ORK sem heldur á hlutabréfum í HS Orku. Það má þó gera ráð fyrir að einhverjir fjármunir heimtist vegna sölu á þeim hlutbréfum sem verða þá nýttir til uppgreiðslu skulda. „Það er því ljóst að Reykjanesbær er á réttri leið. Þessi árangur næst ekki af sjálfu sér og eru starfsfólki Reykjanesbæjar færðar þakkir fyrir að sveitarfélagið er að komast á þann stað að vera eitt af best reknu og sjálfbærustu sveitarfélögum á Íslandi,“ segir í bókun meirihlutans.

FLUTNINGASPÁ DAGSINS GARÐUR

12°

4kg

REYKJANESBÆR

40kg

Ingibjörg Jónsdóttir:

„Ég ætla að taka á móti fjölskyldu minni frá Danmörku en þar var ég skiptinemi fyrir rúmum þrjátíu árum. Þau hafa komið hingað margoft en nú ætlum við að skoða Vestfirði. Svo dveljum við eins og alltaf á Seyðisfirði en þaðan er ég. Hápunktur minn á sumrin er alltaf að fara á Seyðisfjörð, heim í fjöllin.“

SPÁÐ ER SENDINGUM UM ALLT REYKJANES SANDGERÐI

-20°

150kg

GRINDAVÍK

14°

1250kg

VOGAR

12°

75kg


Þekking í þína þágu

Fjármál og hvatning á tímum breytinga – MSS býður öllum áhugasömum á eftirfarandi fyrirlestra:

Hvernig tökum við á fjármálum okkar við tekjumissi? Góð fjármál einkennast af jafnvægi milli tekna og útgjalda. Þegar við missum tekjur, t.d. vegna atvinnuleysis eða veikinda þá glötum við þessu jafnvægi. Mikilvægt er að grípa strax til aðgerða sem styðja okkur fjárhagslega og hjálpa okkur að aðlagast breyttum fjárhag. Á fyrirlestrinum er farið yfir öll þau verkfæri og ráð sem við getum gripið til strax við tekjumissi. Farið er yfir dagleg útgjöld og hvernig má hagræða. Fjallað er um andlegu hlið fjármálanna og hvernig við getum minnkað streitu og kvíða í fjármálum á óvissutímum. Leiðbeinandi: Haukur Hilmarsson ráðgjafi í fjármálahegðun Tími: 2. maí kl. 18:00 – 19:00

Hvatning á óvissutímum Hvernig getum við unnið með og breytt viðhorfum okkar og venjum til að ná fram okkar besta þegar máli skiptir? Um er að ræða erindi þar sem áhersla er lögð á gagnlegar aðferðir til að takast á við breytingar við krefjandi aðstæður. Leiðbeinandi: Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur Tími: 7. maí kl. 12:00 – 13:00

Change Your Thoughts to Open Possibilities

There are changes in our lives that we make ourselves. Sometimes, however, the world takes away or gives us something unexpectedly. It has a huge impact on our behavior, emotions and thoughts. Change forces us to be active - we have to take action and it depends on us what we decide. During the lecture we will get to know a tool that will allow us to look at ourselves and our lives from a slightly different perspective, to look at the change as something positive, through the prism of possibilities. Everyone is invited and the entry is free of charge. Teacher: Monika Dorota Krus, HRM specialist Date: 16.05.2019 14:30 – 15:30 o‘clock Niespodziewana zmiana – dół, przestój czy możliwości? Są zmiany w naszym życiu, których podejmujemy się z własnego wyboru. Czasem jednak świat odbiera lub daje nam coś niespodziewanie. Ma to ogromny wpływ na nasze zachowanie, emocje i myśli. Zmiana powoduje, że musimy zachowywać się aktywnie – musimy podjąć działanie, od nas zależy wtedy co zdecydujemy. Podczas wykładu poznamy narzędzie, które pozwoli nam spojrzeć na siebie i swoje życie z troszkę innej perspektywy, spojrzymy na zmianę jak na coś pozytywnego, poprzez pryzmat możliwości. Wszyscy są mile widziani, spotkanie jest za darmo w MSS, Keflavik. Monika Dorota Kruś, specjalista ds. Zarządzania Zasobami Ludzkimi Data: 9.05.2019 Godzina 14:00 – 15:00

Allir eru velkomnir og er ekkert þátttökugjald. Nauðsynlegt er að skrá sig á mss.is


4

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

STÖRF HJÁ SUÐU RN ESJABÆ DE I L DA RSTJ Ó R I F RÆÐSL UÞ J ÓNUST U Ný og spennandi staða deildarstjóra fræðsluþjónustu á fjölskyldusviði Suðurnesjabæjar er laus til umsóknar. Suðurnesjabær er framsækið sveitarfélag sem veitir framúrskarandi þjónustu á sviði velferðar- og fræðslumála. Fjölskyldusvið er samþætt þjónustueining og til þess heyrir öll félags-, frístunda- og fræðsluþjónusta. Lögð er áhersla á að sérfræðingar á fjölskyldusviði vinni í teymum þvert á stofnanir. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari eða nám í uppeldisog menntunarfræðum. • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar er æskileg. • Reynsla af stjórnun og kennslu er skilyrði. • Þekking og reynsla af áætlanagerð og rekstri • Þekking og reynsla í opinberri stjórnsýslu er æskileg. • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði. • Leiðtogahæfni og geta til að hvetja aðra til árangurs. • Sjálfstæði í vinnubrögðum og færni til að tjá sig í ræðu og riti er skilyrði.

miðvikudagur 24. apríl 2019 // 17. tbl. // 40. árg.

Jóhann Friðrik ráðinn framkvæmdastjóri Keilis Jóhann Friðrik Friðriksson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Keilis – miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs, í stað Hjálmars Árnasonar sem lætur af störfum í sumar eftir tólf ára starf. Jóhann, sem nú starfar sem fagstjóri sálfélags­ legra þátta hjá Vinnu­ eftirlitinu, lauk BA prófi í heilbrigðisvísindum og meistaraprófi í lýð­ heilsuvísindum frá Arnold School of Public Health við University of South Carolina. Jóhann starfaði áður sem stjórnandi klínískra og akademískra rann­ sóknateyma og sem vís­ indamaður við taugalæknadeild og lýðheilsudeild sama skóla.

Hann hefur einnig starfað sem verkefna­ stjóri við vísindastofn­ anir í Bandaríkjunum og unnið að sjálfstæðum ráðgjafaverkefnum þar og hér heima. Jóhann hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra á sínu fag­ sviði. Hann er búsettur í Reykjanesbæ ásamt fjölskyldu sinni þar sem hann gegnir m.a. embætti forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.

Meginhlutverk deildarstjóra fræðsluþjónustu: • Veita faglega forystu og móta framtíðarsýn fyrir fræðsluþjónustu í Suðurnesjabæ. • Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi. • Leiða farsælt samstarf menntastofnana í Suðurnesjabæ. • Deildarstjóri fræðsluþjónustu heyrir undir sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Umsóknarfrestur er til og með 5. maí 2019 Með umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starf deildarstjóra fræðsluþjónustu. Upplýsingar um starfið veitir Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, netfang gudrun@sudurnesjabaer.is og Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, netfang magnus@sudurnesjabaer.is eða í síma 425-3000. Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is

Þ J Ó N U ST UF UL LT RÚI Vegna aukinna verkefna leitar Suðurnesjabær eftir starfsmanni í tímabundið starf til eins árs í þjónustuveri Fjölskyldusviðs. Um er að ræða 65% starfshlutfall og gert er ráð fyrir að starfsmaður vinni alla virka daga á opnunartíma skrifstofu. Meðal verkefna eru: Símsvörun, skráningarvinna og önnur tilfallandi ritarastörf. Hæfniskröfur: • Nám í skrifstofunámi er æskilegt eða reynsla af móttökuritarastarfi. • Mikil samskiptahæfni og rík þjónustulund. • Góð almenn tölvukunnátta. • Reynsla af vinnu við málakerfi. • Góð íslenskukunnátta er skilyrði. • Góð færni í ensku eða öðru tungumáli er kostur. Umsóknarfrestur er til og með 5. maí 2019 Nánari upplýsingar veitir Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs eða Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs í síma 4253000. Umsókn ásamt starfsferilsskrá óskast sent á netfangið afgreiðsla@sudurnesjabaer.is eða á skrifstofu Suðurnesjabæjar. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

FAGME NNS K A – S AM VINNA - VIRÐING

Ljósanótt hefur jákvæð áhrif á ímynd Reykjanesbæjar Tæp 90% svarenda í könnun sem lögð var fyrir almenning eru mjög jákvæðir í garð Ljósanætur. Þeir telja hátíðina hafa jákvæða áhrif á ímynd sveitarfélagsins og skapi samkennd meðal íbúa. Bæði net- og símakönnun var framkvæmd fyrr á árinu í tilefni 20 ára afmælis Ljósanætur í ár. Niðurstöður úr tveimur spurninga­ könnunum sem lagðar voru fyrir í janúar og febrúar voru kynntar á fundi menningar­ ráðs í morgun. Annars vegar var um að ræða vefkönnun sem var öllum opin á Facebook og sem send var í tölvupósti til nokk­ urra stórra fyrirtækja á svæðinu. Hún byggði á hentugleikaúrtaki og luku 977 einstaklingar við að svara könnunni. Einnig var lögð fyrir símakönnun sem framkvæmd var af Félags­ vísindastofnun Háskóla Íslands og byggði hún á slembiúrtaki 1000 íbúa úr Reykjanesbæ og var svar­ hlutfall 48,5% en slembiúrtak gefur réttmætari mynd af skoðunum bæjarbúa heldur en hentugleikaúr­ tak. Símakönnunin samanstóð af 10 spurningum úr vefkönnuninni. Megin niðurstöður voru eftirfarandi: Mikið samræmi reyndist í niður­ stöðum beggja kannana sem styrkir mjög niðurstöður vefkönnunarinnar. Þegar hlutfall ánægðra var skoðað reyndust niðurstöður símakönnunar­ innar heilt yfir heldur jákvæðari en niðurstöður vefkönnunarinnar. 86–89% þátttakenda í báðum könn­ unum reyndust mjög eða frekar ánægðir með Ljósanótt. Jákvæðastir reyndust þátttakendur í garð samfélagslegra áhrifa af völdum hátíðarinnar. 82–96% töldu: Hátíðina hafa jákvæð áhrif á ímynd sveitarfélagsins. Hátíðina skapa samkennd meðal íbúa. Viðhorf íbúa til hátíðarinnar vera jákvætt. Yfir 80% töldu: Hátíðina gefa ýmsum hópum tækifæri til að vinna saman að sameiginlegum markmiðum.

Hátíðina gefa íbúum tækifæri til að upplifa nýja hluti. Hátíðina hafa áhrif í lengri tíma en hún sjálf varir. Tæp 60% töldu: Ljósanótt gera Reykja­ nesbæ að betri stað til að búa á. Rúm 50% töldu: Að Ljósanótt hefði haft jákvæð áhrif á líðan þeirra. Að dagskráin endurspeglaði vænt­ ingar íbúa. Minnst sammála (49%) voru þátttakendur því að: Íbúar hefðu tækifæri til að hafa áhrif á undirbúning hátíðarinnar. Í vefkönnun var upplifun þátttakenda á hátíðinni rannsökuð sérstaklega. Gengið er út frá því að upplifun á viðburðum sé ferns konar. Tilfinningaleg – sem segir til um ánægju og tilfinningalegt mat á viðburðinum. Vitsmunaleg – sem segir til um lærdómsáhrif viðburðarins. Líkamleg – sem segir til um virkni og þátttöku í viðburði. Nýbreytni – sem segir til um hvort litið sé á viðburðinn sem einstakan. Tilfinningaleg, vitsmunaleg og líkam­ leg upplifun mældist, sem að meðal­ tali reyndist fremur hlutlaus. Upp­ lifun nýbreytni sem sérstaks þáttar mældist ekki. Möguleg skýring á því er að þátttakendurnir í rannsókn­ inni hafa flestir tekið þátt í hátíðinni endurtekið og því ekki víst að þeir upplifi beina nýbreytni í hvert sinn. Það er mat rannsakanda að niðurstöð­ urnar hafi leitt í ljós ýmis sóknarfæri þrátt fyrir almenna ánægju með há­ tíðina. Ljósanótt sé auðlind sem enn eigi mikið inni. Niðurstöður rannsóknarinnar munu nýtast inn í stefnumótun fyrir há­ tíðina, segir í fundargerð Menningar­ ráðs Reykjanesbæjar.


Nýtt blað

Sumarblaðið er komið út! þú finnur það á byko.is

Allt fyrir garðinn, pallinn og útiveruna

Tilboðsverð Trampólín

Tilboðsverð

með neti. 3,96m í þvermál

Trampolínstigi

88040026

2.396

31.996

Almennt verð: 39.995

20% afsláttur af hjólum, trampólínum, körfuboltaspjöldum og leikföngum til 1. maí

Vinsamlega athugið að lokað er í verslun BYKO Suðurnesjum, sumardaginn fyrsta, 25. apríl

Ekki gleyma að nota hjálm

Ánægðustu viðskiptavinirnir 2 ár í röð! Auðvelt að versla á byko.is

98cm

88040028

Almennt verð: 2.995

Boltinna fæst lík í BYKO


6

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

miðvikudagur 24. apríl 2019 // 17. tbl. // 40. árg.

KYNNING OG SAMRÁÐ VIÐ ÍBÚA MIKILVÆGT SVO HÆGT SÉ AÐ REKA KÍSILVER Í frummatsskýrslu þarf að fjalla um þann kost að ræsa ekki verksmiðjuna aftur. UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

Breytingar í samfélaginu Við Suðurnesjamenn þekkjum vel breytingar í atvinnulífinu. Hér sveiflast atvinnuástandið að okkur finnst meira en á flestum öðrum stöðum. Við höfum fundið fyrir miklum sveiflum undanfarin þrettán ár og kannski erum við orðnir sérfræðingar í að bregðast við aðstæðum. Samfélagið okkar hefur ávallt snúið bökum saman þegar á þarf að halda og er engin breyting á því núna árið 2019 þegar enn eitt áfallið dynur yfir. Hér hafa aðilar ávallt unnið saman þegar þörf krefur og við í MSS höfum verið svo lánsöm að vera einn hlekkur í þeirri kveðju. Þegar einstaklingur missir vinnu sína þarf að mörgu að hyggja. Fyrsta spurningin er að sjálfsögðu hvernig ég sjái mér og mínum farborða á næstu misserum. Síðan er að takast á við þær félagslegu breytingar sem verða en atvinnumissir hefur mikil áhrif á daglegt líf og félagsleg tengsl einstaklingsins. Þá er að koma sér í aðra vinnu eða nýta tækifærið og efla færni og hæfni sína með það að markmiði að skipta um starfsvettvang eða verða eftirsóttari starfskraftur.

Samfélagsleg skylda að bregðast við

MSS hefur í tæp tuttugu ár sinnt atvinnulífinu og einstaklingum sem hafa verið án vinnu og liggur mikil þekking hjá starfsfólki okkar. Með þessum skrifum vil ég minna þá sem standa nú í þessum sporum að hægt er að leita til okkar í MSS. Við höfum hér náms- og starfsráðgjafa sem aðstoða einstaklinga til að takast á við þessa stöðu hvort sem það er með sjálfseflingu, markmið-

asetningu, ferilskrárgerð, gerð kynningarbréfs o.s.frv. Þjónusta þessi er öllum að kostnaðarlausu og eru allir velkomnir. Við bjóðum einnig upp á ýmsar starfstengdar námsleiðir til eflingar á vinnumarkaðnum. Við lítum á það sem samfélagsskyldu okkar að bregðast við aðstæðum og vera virkur þátttakandi í viðbrögðum og uppbyggingu í samfélaginu.

Fyrirlestrar í boði MSS

Hluti af leið okkar til þess að bregðast við þörfum samfélagsins snýr að opinni fræðslu og stuðningi við þá sem takast nú á við breytingar og atvinnumissi. Við munum því bjóða upp á fyrirlestur með Jóhanni Inga Gunnarssyni sálfræðingi þann 7. maí kl. 12:00 þar sem lögð er áhersla á gagnlegar aðferðir til að takast á við breytingar við krefjandi aðstæður. Einnig munum við bjóða upp á fjármálanámskeið með Hauki Hilmarssyni þann 2. maí þar sem fjallað verður um hvernig hægt sé að takast á við fjármál okkar við tekju-

Gera þarf grein fyrir mögulegri hámarksmengun við óhagstæð veðurskilyrði. Skipulagsstofnun telur að vinna þurfi sérstaklega að kynningu og samráði gagnvart íbúum við vinnslu frummatsskýrslu svo hægt sé að reka verksmiðjuna í sátt við íbúa svæðisins en stofnunin hefur tekið ákvörðun um matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum kísilvers Stakksbergs (áður United Silicon) í Helguvík. Fallist er á tillögu fyrirtækisins að matsáætlun með athugasemdum. Skipulagsstofnun segir í tilkynningu að í frummatskýrslu þurfi að koma fram hvernig þessum þætti hafi verið sinnt og sérstök áhersla lögð á samráð um þau atriði sem áhyggjur íbúa beinast einna helst að.

Athugasemdir Skipulagsstofnunar við matsáætlun

missi. Á fyrirlestrinum er farið yfir öll þau verkfæri og ráð sem við getum gripið til strax við tekjumissi. Fjallað verður um andlegu hlið fjármálanna og hvernig við getum minnkað streitu og kvíða í fjármálum á óvissutímum. Við bjóðum einnig upp á tvo fyrirlestra á ensku og pólsku. Þann 9. maí mun Monika Krus mannauðssérfræðingur halda fyrirlestur á pólsku um hvernig hægt sé að takast á við erfiðar aðstæður og þann 16. maí verður fyrirlesturinn á ensku. Allir eru velkomnir á þessa fyrirlestra þeim að kostnaðarlausu en nauðsynlegt er að skrá sig á www.mss.is. Guðjónína Sæmundsdóttir Forstöðumaður MSS

• Skipulagsstofnun telur að vinna þurfi sérstaklega að kynningu og samráði gagnvart íbúum við vinnslu frummatsskýrslu svo hægt sé að reka verksmiðjuna í sátt við íbúa svæðisins. Í frummatskýrslu þarf að koma fram hvernig þessum þætti hafi verið sinnt og sérstök áhersla lögð á samráð um þau atriði sem áhyggjur íbúa beinast einna helst að. • Í frummatsskýrslu þarf að gera grein fyrir mögulegri hámarksmengun við óhagstæð veðurskilyrði. • Í frummatsskýrslu þarf að gera grein fyrir styrk snefilefna og hvort og þá hvernig þau geti borist út í umhverfið. Mikilvægt er að gerð sé grein fyrir áhrifum breytilegs afls ofna á loftgæði og viðbragðsáætlun ef ofnar séu ekki á fullu álagi. • Skipulagsstofnun bendir á að í mörgum athugasemdum almennings við tillögu að matsáætlun eru ábendingar frá fólki sem hefur fundið fyrir óþægindum og veikindum þegar kísilverið starfaði. Í frummatsskýrslu þarf að gera grein fyrir áhrifum kísil-

versins á heilsu þar sem megináhersla verði lögð á afleidd áhrif á heilsu af loftgæðum einkum af völdum mengunarefna og lyktar frá verksmiðjunni. • Í frummatsskýrslu þarf að fjalla um þann kost að ræsa ekki verksmiðjuna aftur. Einnig þann kost að framleiðsla verði minni en fyrirhuguð áform um 100.000 tonna ársframleiðslu geri ráð fyrir. • Í frummatsskýrslu þarf að gera grein fyrir fráveitu og hugsanlegum áhrifum á grunnvatn vegna framkvæmdarinnar. Jafnframt þarf að gera grein fyrir áhrifum áætlaðra tæknilegra úrbóta á loftgæði, styrk og dreifingu efna. Einnig þarf í frummatskýrslu að leggja mat á samfélagsþætti líkt og vinnumarkað og íbúaþróun á nærsvæði kísilversins. Að auki þarf að fjalla nánar um ásýndarbreytingar vegna uppbyggingarinnar og sýna þarf ásýndarbreytingar frá fleiri sjónarhornum sem séu upplýsandi fyrir íbúa í nálægu þéttbýli.

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Upphaf veiða og vinnslu á loðnu í Sandgerði Hvar haldið þið að loðna hafi verið brædd í fyrsta skipti á Íslandi og hvaða bátur sá um veiðarnar? Með þessum orðum mínum sem eru hér að ofan endaði síðasti pistill minn fyrir páska. Og þar sem ekkert hefur verið að gerast í páskafrínu nema að sjómenn og þeir sem vinna við veiðar og vinnslu sjávarafurða hafa verið að úða í sig mat og páskaeggjum þá er rétt að svara þessari spurningu um loðnuna.

AFLA

FRÉTTIR

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Þessi litli fiskur hefur skipt Ísland miklu máli undanfarin ár. Hann var reyndar litinn hornauga og sjómenn vildu ekki sjá þennan fisk, nema þá að línusjómenn veiddu hann og notuðu sem beitu við línuveiðar. Loðnuveiðar hófust ekki fyrr enn árið 1964 og Sandgerði á ansi stóran þátt í sögu loðnuveiða og -vinnslu hérna við land, sem kanski fáir taka eftir eða gera sér grein fyrir. Í Sandgerði á þessum árum gerðu bræður frá Landakoti í Sandgerði, þeir Óskar Árnason (sem síðar var lengi með rækjuverksmiðju í Sandgerði undir sama nafni), Einar Árnason og Hrólfur Gunnarsson út bátinn Árna Magnússon GK 5. Hrólfur var skipstjóri á þessum báti. Guðmundur Jónsson frá Rafnkelsstöðum í Garði rak fiskvinnslu í Sandgerði á þessum árum og líka fiskimjölsverksmiðju, sem er í dag skammt frá húsnæði Fræðasetursins í Sandgerði. Fiskimjölsverksmiðjan var mest í að bræða fiskihrat frá fisk-

vinnslunum í Sandgerði og Garði ásamt síld sem kom til Sandgerðis til löndunar og vinnslu þar. Á árunum fyrir 1964 stunduðu margir bátar síldveiðar um veturinn. Þegar loðnan gekk yfir síldarmiðin hjá bátunum hættu svo til allir bátarnir veiðum, enda var þetta þannig að þegar loðnan kom í nætur bátanna fóru bátarnir í land og létu hreinsa loðnuna úr nótinni. Hrólfur Gunnarsson sem var, eins og fram kemur að ofan, skipstjóri á Árna Magnússyni GK lét, ásamt þeim bræðum Óskari og Einari, útbúa nót sem var 30 faðma djúp og 130 faðma löng og með mun smærri riðla en síldarnætur voru. Þeir fóru snemma í febrúar austur undir Hornafjörð og fengu 130 tonn af loðnu í bátinn en engin fiskimjölsverksmiðja vildi taka við aflanum og endaði þessi 130 tonna loðnuafli sem beita fyrir línusjómenn um öll Suðurnes og alveg vestur á Vestfirði. Hrólfur og áhöfnin á Árna Magnússyni GK var búin að sýna fram á að það var hægt að veiða loðnu og í róðri númer tvö fengu þeir um 140 tonn af loðnu. Engin fiskimjölsverksmiðja vildi taka við loðnunni til bræðslu.

Bræðurnir Óskar og Einar í Sandgerði, sem áttu Árna Magnússon GK, fóru á fund með Guðmundi Jónssyni frá Rafnkelsstöðum í Garði og eftir gott spjall lét Guðmundur tilleiðast og ákvað að gera tilraun til að bræða loðnuna sem hann kallaði „verðlausan“ fisk. Hann ákvað að greiða helmingi minna fyrir loðnuna en greitt var þá fyrir síld. Það var ekki af því hann ætlaði sér að hlunnfara útgerð bátsins, heldur hafði hann einfaldlega enga trú á að það væri hægt að nýta loðnuna til mjölframleiðslu. Hann og fleiri urðu hins vegar hissa þegar ljós kom að loðnumjölið var mjög gott og hið sama má segja um lýsið.

Í framhaldi af þessu fóru fleiri bátar á loðnuveiðar en þeir voru allir mun minni en Árni Magnússon GK. Allir bátarnir lönduðu í Sandgerði til bræðslu þar. Nefna má nokkra báta. Til dæmis landaði Tjaldur KE 87 tonnum í sex róðrum. Ver KE kom með 76 tonn í fimm róðrum. Víðir II GK, sem var í eigu Guðmundar, var með 101 tonn í einni löndun. Auðbjörg RE með 155 tonn í átta róðrum. Freyja GK með 249 tonn í tíu róðrum. Guðbjörg GK með 61 tonn í tveimur róðrum. Hafborg GK með 35 tonn í þremur, Ingólfur KE 115 tonn í ellefu róðrum, Sigurpáll GK með 350 tonn í tveimur róðrum en Sigurpáll

GK var í eigu Guðmundar eins og Víðir II GK. Árni Magnússon GK var langaflahæstur loðnubátanna með 1025 tonn í níu löndunum og var öllum aflanum landað í Sandgerði og líka úr fyrsta túrnum sem fór í beitu út um allt. Þessi tilraun að senda bæði bátinn frá Sandgerði til loðnuveiða og líka að bræða loðnuna í Sandgerði margborgaði sig og var síðan loðnu landað í Sandgerði í yfir 40 ár eftir þetta. En í dag er því miður engri loðnu lengur landað á Suðurnesjum. Á myndinni með pistlinum má sjá fiskimjölsverksmiðjuna sem talað er um neðst í horninu vinstra megin.


Allt fyrir vorverkin Strákústur m/stálfestingu 30cm breiður

1.790,2.390,2.190,1.990,1.890,-

Verð frá

895

Moltugerðarkassi

1.590,-

5.990 650 L 7.790 420 L

Malarhrífa

1.890,-

MIKIÐ ÚRVAL

Pretul Laufhrífa

695 Mei-9961360 Garðyfirbreiðsla 5x1,5m

LLA-308 PRO álstigi 3x8 þrep 2,27-5,05 m

L MIKIÐ ÚRVA M U IG AF ST M OG TRÖPPU

749

20.890

Garðúðari. Ál, 3 arma.

1.690

Garðskafa

1.490,-

Meister - Úðabyssa með stillanlegu skafti

2.495

Truper 10574

1.690,Trup hekkklippur 23060

Áltrappa 3 þrep

1.245

4.490

Áltrappa 4 þrep 5.440 5 þrep 7.290

Truper garðverkefæri 4 í setti

1.690 Garðkanna 10 L

695

Mei-9961400 Sterkur Hellu & jarðvegsdúkur 10m2

2.850

Tia - Garðverkfæri verð

490 pr. stk. Truper handöxi

Verð

695/stk

Mei-9957210 Skilrúm í garðinn 9mx15cm

Lokað slönguhjól 20m 1/2”

1.490

11.995

875

Bíla & gluggaþvottakústur, gegn um rennandi 116>180cm, hraðtengi með lokun

2.690

Meistar upptínslutól /plokkari

1.690

1.395

Truper 15" garðverkfæri

Pretul greinaklippur

21”greinaklippur

2.295 PRETUL úðadæla 5 l. Trup 24685

2.890

Truper Haki 5lbs fiberskaft

2.790

Truper sleggja m. fiberskafti 3,6kg

3.590

Sterkir Cibon strákústar 45cm 1.395 kr. 60cm 1.895 kr.

Hjólbörur 80L

4.490

Proflex Nitril vinnuhanskar

Fyrirvari um prentvillur.

395

Öflugar hjólbörur 90 lítra

7.490

Slöngusamtengi

150

(mikið úrval tengja)

1.990

Reykjavík

Kletthálsi 7.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Reykjanesbær

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

995

25 stk. 110 lítra ruslapokar Einnig 200 lítra 10 stk. kr. 795 (65my)

Truper Slönguvagn

6.995 Garðkarfa 50L

MARGAR GERÐIR AF HJÓLBÖRUM

Mikið úrval af þrýstikútum. Verð frá 2.190

20m Meister garðslanga með tengjum

2.490


8

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

„Allir á trúnó“

– Aukasýningar vegna fjölda áskorana Það er óhætt að segja að revía Leikfélags Keflavíkur „Allir á trúnó“ hafi aldeilis slegið í gegn. Nú þegar hafa um fimmtán hundruð manns mætt í Frumleikhúsið og hreinlega grenjað úr hlátri á þessari bráðskemmtilegu sýningu þar sem gert er góðlátlegt grín af mönnum og málefnum líðandi stundar. Til stóð að ljúka sýningum fyrir páska en vegna fjölda áskorana og það, að ekki þykir hægt að hætta sýningum fyrir fullu húsi, hefur verið ákveðið að skella í tvær aukasýningar miðvikudaginn 24. apríl og laugardaginn 27. apríl kl.20.00. Hægt er að panta miða á lk.is og í síma 4212540. Miðaverð er 2.500 kr.

Forseti Íslands í heimsókn til Reykjanesbæjar Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, kemur í opinbera heimsókn til Reykjanesbæjar í næstu viku. Mun hann heimsækja fjölmarga staði í bæjarfélaginu. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar verður með kaffiboð fyrir forsetann og bæjarbúa í Stapa fimmtudaginn 2. maí

kl. 17.30 og hvetur alla bæjarbúa, unga sem aldna, til að fjölmenna í boðið og hitta forsetann. Allir eru hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Flutt verður stutt tónlistardagskrá og forsetinn mun ávarpa fólkið.

Heimsókn frá sendiherra Kína

Lítil sem engin samskipti hafa verið á milli sveitarfélaganna frá stofnun vinabæjartengslanna önnur en að varaborgarstjóri Xianyang heimsótti Reykjanesbæ ásamt fríðu föruneyti árið 2017 í stuttri heimsókn til Íslands. Í þeirri heimsókn heimsóttu gestirnir m.a. orkuver HS Orku í Svartsengi en í Xianyang hafa verið gerðar tilraunir með hitaveitu enda heitt vatn og jarðhiti þar. Kjartan bæjarstjóri og Jin Zhijian, sendiherra Kína, á skrifstofu þess fyrrnefnda.

FAGLEG, TRAUST OG PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA VIÐ BJÓÐUM MEDISMART RUBY BLÓÐSYKURMÆLA, STRIMLA, BLÓÐHNÍFA OG NÁLAR FRÍTT FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ SKÍRTEINI FRÁ TR. MJÖG EINFALDUR Í NOTKUN, STÓR SKJÁR, LÉTTUR OG HANDHÆGUR - „No coding“ þarf ekki að núllstilla - Þarf mjög lítið magn til mælinga, aðeins 0,6µl - Mælir blóðsykur á bilinu 1.1 - 35 mmol/L - Mæling tekur aðeins 5 sek. - Geymir 480 mælingar í minni - Hægt að tengja við tölvu Apótek Suðurnesja sendir Suðurnesjamönnum kærar kveðjur á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí.

Hringbraut 99 - 577 1150

Opnunartími: Virka daga frá kl. 9:00 - 19:00 og laugardaga frá kl. 14:00 - 18:00.

ÞAÐ DREGUR TENNURNAR ÚR BARÁTTUNNI – þegar kröfur Íslendinga eru aðrar en útlendinganna sem koma hingað til að vinna, segir Grétar Sigurbjörnsson hafnarvörður Fyrsti maí, einnig kallaður verkalýðsdagurinn, er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Á þingi evrópskra verkalýðsfélaga í París árið 1889 var samþykkt tillaga frá Frökkum um að 1. maí skyldi verða alþjóðlegur frídagur verkafólks. Frakkar lögðu til að verkafólk notaði daginn til fjöldafunda til að fylgja eftir kröfum um átta stunda vinnudag og aðrar umbætur á kjörum sínum. Á Íslandi var fyrsta kröfugangan á fyrsta maí gengin árið 1923 en dagurinn varð lögskipaður frídagur á Íslandi árið 1972. Á 1. maí gengur launafólk undir rauðum fána og leikinn er alþjóðasöngur verkalýðsins, Internasjónalinn sem einnig kallast Nallinn. Sumir hugsa kannski um Sovétríkin sálugu og alræðisvald kommúnistastjórna þegar þeir sjá fánann og heyra sönginn en upprunaleg merking þessara tákna er fyrst og fremst krafa um breytingar og réttlátara þjóðfélag. Rauði liturinn á fána verkalýðshreyfingarinnar táknar uppreisn gegn ranglæti. Hann þýðir að nú sé nóg komið, auk þess sem hann táknar dagrenningu. Margir af eldri kynslóðinni hér á landi muna eftir þessum degi sem hátíðlegum baráttudegi, þar sem verkafólk arkaði um aðalgötu bæjarins við hljóma lúðrasveitar. Fólk var með kröfuspjöld og íslenska fánann á lofti. Við fórum á flandur og hittum fólk af báðum kynjum sem hafði ákveðnar skoðanir á þessum baráttudegi verkalýðsins.

VIÐTAL

Sendiherra Kína á Íslandi, Jin Zhijian, heimsótti Reykjanesbæ nýlega og fundaði með Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra. Á meðal þess sem þeir ræddu var hvernig auka mætti og styrkja tengsl Reykjanesbæjar og vinahéraðsins Xianyang í Kína en stofnað var til formlegra vinabæjartengsla á milli sveitarfélaganna snemma árs 2014. Þetta mætti t.d. gera á sviði menningar, viðskipta og/eða menntamála.

Albert Snorrason t.v. og Grétar Sigurbjörnsson t.h.

1. maí skiptir klárlega máli. Þetta er dagur sem við eigum að nýta til hins ýtrasta, dagur okkar sem eigum að láta í okkur heyra ... Albert Snorrason og Grétar Sigurbjörnsson, hafnarverðir við Sandgerðishöfn: Finnst þér 1. maí skipta máli? Grétar: „Já, mér finnst hann eiga að skipta máli en hér hjá okkur eru gangandi vaktir því sumir sjómenn taka sér ekki frí þennan dag. Það er þá fólk í landi sem þarf að vinna aflann sem kemur, svo hann er ekki lengur frídagur fyrir allt verkafólk í fiskvinnslu. Dagurinn er virtur að vettugi af mörgum því miður, þótt hann sé merktur sem rauður dagur. Við þurfum til dæmis að vera á vakt hérna hjá okkur.“ Albert: „1. maí skiptir klárlega máli. Þetta er dagur sem við eigum að nýta til hins ýtrasta, dagur okkar sem eigum að láta í okkur heyra. Verkalýðsforystan þarf að leiða fólkið sitt og knýja fram hækkun launa, til þess eru þau kjörin í stjórn.“ Grétar: „Sjáðu frídag verslunarmanna, hverjir eru að vinna þá? Nú fólkið í verslununum! Sjáðu 1. maí sem er baráttudagur verkamanna en hverjir eru að vinna þá? Verkafólk! Allar stofnanir eru lokaðar, allir eru í fríi en fólkið sem á þessa daga er jafnvel að vinna. Það er búið að veikja þessa lögbundnu frídaga með því að virða þá ekki meira en þetta.“ Albert: „1. maí eigum við að nýta betur í smáplássum. Það þarf að endurvekja daginn og efla baráttuhug fólks.

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

Laun verkafólks eru allt of lág. Það er erfiðara að fá Íslendinga í þessi störf út af laununum en útlendingarnir eru jafnvel hæstánægðir og sumir þeirra staldra stutt við í landinu okkar. Þeim finnst þetta jafnvel vera ofurlaun því þeir þekkja ekkert annað en þetta er nánös fyrir okkur hin. Launin eru ekki há fyrir fólkið sem er búsett allt árið hér á landi, þarf að borga af lánum og hafa í sig og á. Það eru margir af þessum útlendingum helvíti duglegt fólk en það veikir launabaráttu okkar sem vinnum verkastörf allt árið þegar hópurinn er orðinn svona blandaður af Íslendingum og öðrum þjóðum. Mér finnst bara verkalýðurinn hér á landi vera mestmegnis útlendingar og fleiri störf eru farin til útlendinga eins og mörg störf á elliheimilum, fiskvinnslan er nær öll í höndum útlensks vinnuafls. Við erum með útlendinga í vinnu alls staðar þar sem Íslendingum finnst launin vera of lág.“ Grétar: „Það dregur tennurnar úr þessari baráttu þegar kröfur Íslendinga eru aðrar en útlendinganna sem koma hingað til að vinna og eru svo farnir aftur. Sumir ílengjast auðvitað en hitt veikir baráttuna fyrir bættum launum. Þeir fara í störfin sem Íslendingar eru ekki stoltir af að vinna en við getum ekki bara haft menntað fólk í vinnu. Það verða einhverjir að vinna almenn verkastörf. Unga fólkið okkar vill sumt frekar fara á atvinnuleysisbætur heldur en að vinna þessi störf sem eru samt mikilvæg. Það þarf að efla virðinguna hjá okkur sjálfum fyrir þessum störfum.“ Hvað finnst þér um verkalýðsforystuna á landsvísu? Grétar: „Mér finnst baráttan hafa verið óskaplega léleg miðað við hvernig var hér áður þegar Gvendur Jaki og Aðal-

heiður Bjarnfreðsdóttir voru og hétu. Þá var ekkert gefið eftir, steinn í stein. Ég hef ekkert grætt á neinu verkfalli undanfarið. Þau voru baráttufólk sem maður bar virðingu fyrir. Það skiptir máli að hafa gott fólk í forystu verkalýðsins.“ Albert: „Já, maður leit upp til þeirra. Nú er nýtt fólk komið í verkalýðsforystuna, fólk sem er að slíta barnsskónum. Grétar: „Já, maður þarf að gefa þeim tíma og sjá hvaða kraftur er í þessu nýja fólki.“

Í dag er þetta mest lúðrasveitin sem labbar í kröfugöngunni. Það vantar fólkið í göngurnar til þess að berjast fyrir bættum launum ... Áttu minningu um 1. maí? Grétar: „Þegar ég var að alast upp fór fullt af fólki í kröfugöngu niður Laugaveginn og víðs vegar í bæjum landsins. Þarna voru lúðrasveitir og kröfuspjöld. Í dag er þetta mest lúðrasveitin sem labbar í kröfugöngunni. Það vantar fólkið í göngurnar til þess að berjast fyrir bættum launum. Þegar Gaypride-gangan fer niður Laugaveginn þá tekur fullt af fólki þátt til þess að berjast gegn fordómum sem er bara frábært og hið besta mál. En þegar 1. maí gangan fer fram, þar sem verið er að berjast fyrir betri lífskjörum fyrir alla, þá eru fáir sem mæta.“ Albert: „Mér finnst það bara flott hvað Gay­ pride-gangan laðar marga til sín en við mættum einnig standa svona vel vörð um lífskjörin okkar og launakjör. Til þess er 1. maí.“


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

miðvikudagur 24. apríl 2019 // 17. tbl. // 40. árg.

9

Kristín Eyjólfsdóttir, vaktstjóri í Íþróttamiðstöðinni Garði:

Sex ára í saltfiskvinnu hjá afa

Sigrún Björg Ásgeirsdóttir.

Sigrún Björg Ásgeirsdóttir, starfsmaður hjá Skólamat:

Kristín Eyjólfsdóttir.

Finnst þér 1. maí skipta máli? „Já, mjög miklu máli. Það á að gefa verkafólki frí þennan dag svo það geti sameinast í baráttunni. Ég á svo góðan yfirmann sem gefur alltaf frí 1. maí jafnvel þó að gestir okkar hafi óskað eftir því að við höfum opið þennan dag. Hann er mjög innstilltur á að verkafólk og aðrir fái frí 1. maí. Það á að virða þennan dag meira en gert er. Allt hefur breyst í sambandi við þennan dag og kröfugöngur eru nán­ ast horfnar. Við megum ekki gleyma tilgangi þessa dags og við eigum að láta unga fólkið okkar vita fyrir hvað dagurinn stendur. Við þurfum að halda okkur vakandi í launabarátt­ unni.“ Hvað finnst þér um verkalýðsforystuna á landsvísu? „Það er komin ný verkalýðsforysta bæði hér og þar. Ég held að það hafi verið fínt að fá nýtt fólk inn núna. Fólk má ekki vera of lengi í formennsku. Það er gott að fá nýtt blóð inn reglu­ lega til að viðhalda baráttuandanum. Allavega líst mér mjög vel á lífskjara­ samninginn nýja, það sem ég er búin að kynna mér.“ Áttu minningu um 1. maí? „Ég man eftir mér sex ára gamalli að breiða saltfisk hjá OddI afa í Prests­ húsum í Garðinum. Þegar rigndi voru allir kallaðir til að ná fiskinum inn í stæður. Ég var bara ellefu tólf ára þegar ég byrjaði að vinna í humar á sumrin en þá fengum við að garn­ draga í vélum, eitthvað sem börn á þessum aldri fengju sjálfsagt ekki að gera í dag. Ég vann í fiski í mörg

Ég vann í fiski í mörg ár en þetta var fyrsta starfið mitt. Man eftir svaka stemningu rétt fyrir 1. maí þegar við þurftum að verka allan aflann fyrir hátíðsdaginn 1. maí því þá var auðvitað gefið frí í frystihúsinu ... ár en þetta var fyrsta starfið mitt. Man eftir svaka stemningu rétt fyrir 1. maí þegar við þurftum að verka allan aflann fyrir hátíðsdaginn 1. maí því þá var auðvitað gefið frí í frysti­ húsinu. Ég fór þá stundum í kaffi í hús verkalýðsfélagsins í Garðinum sem var alltaf í boði þennan dag. Fólk var prúðbúið. Þetta var hátíðisdagur og íslenski fáninn alls staðar dreginn að húni. Karlarnir fóru í jakkaföt, fólk dubbaði sig upp, klæddi sig í spari­ fötin, konur og karlar og börnin með. Allir gerðu sér dagamun. Mér finnst börn í dag missa af miklu sem fá ekki að kynnast fiskvinnu eða vinnu í frystihúsi en mér skilst að það megi ekki ráða yngra en sautján, átján ára. Krakkar frá fermingaraldri hefðu svo gott af því að kynnast þessum störfum á sumrin, þó það væri ekki nema að vinna hálfan daginn í frystihúsi.“

á timarit.is

ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG

Alltaf í kröfugöngu á afmælisdaginn Finnst þér 1. maí skipta máli? „Að sjálfsögðu fyrir mig og aðra því við þurfum sífellt að minna á baráttu verkalýðsins fyrir hærri launum. Auðvitað ætti maður að fara í bar­ áttukaffið í Stapa 1. maí til dæmis og hlusta á ræðumenn því það kveikir í baráttuandanum í manni. Kröfu­ göngur eru löngu hættar hér suður frá en eru ennþá í Reykjavík. Það á að virða friðhelgi þessa dags sér­ staklega. Ég hef til dæmis oft þurft að vinna þennan dag þegar ég var að vinna annars staðar en hér. Þetta á að vera frídagur verkafólks og það mætti alveg skerpa á því.“ Hvað finnst þér um verkalýðsforystuna á landsvísu?

Ég fór alltaf í kröfugöngu þá sem krakki og var alltaf að vonast eftir því að fá að halda á kröfuspjaldi því ég á afmæli 1. maí ...

„Ég er mjög ánægð með þá þróun sem er að gerast í dag. Svo á eftir að sjá hvernig nýr formaður á Suðurnesjum á eftir að standa sig.

Það var löngu kominn tími á nýtt fólk í brúnni bæði hér og inn frá. Sólveig Jónsdóttir hjá Eflingu er ómenntuð, hún þekkir þessa baráttu okkar og lág laun af eigin raun. Ég er mjög bjartsýn og finnst þessir nýju kjarasamningar góð byrjun á framhaldinu.“ Áttu minningu um 1. maí? „Ég fór alltaf í kröfugöngu sem krakki og var alltaf að vonast eftir því að fá að halda á kröfuspjaldi því ég á afmæli 1. maí. Það var flaggað út um allan bæ og ég hélt auðvitað sem barn að það væri út af mér. Ég man vel eftir Gvendi Jaka, hvað það var mikil barátta á þessum árum og ekkert gefið eftir.“

Safnfulltrúi óskast í Duus Safnahús Framtíðarstarf og sumarafleysingar Reykjanesbær óskar eftir að ráða safnfulltrúa í Duus Safnahús. Um 55 % starf er að ræða eftir vaktavinnufyrirkomulaginu 2-2-3 frá kl. 11.30–17.30. Helstu verkefni: ■ Móttaka safngesta og leiðsögn um sýningarnar ■ Umsjón með daglegum rekstri safnahússins ■ Þátttaka og undirbúningur í framkvæmd sýninga og annarra viðburða í safnahúsinu. ■ Sala minjagripa og daglegt uppgjör

Menntunar- og hæfniskröfur: ■ Stúdentspróf eða annað sambærilegt ■ Reynsla af safnastarfi eða ferðaþjónustu æskileg ■ Gott vald á íslensku og ensku ■ Hafi góða hæfni í mannlegum samskiptum og sé með þjónustulund ■ Tölvukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 15. maí n.k. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á vef Reykjanesbæjar: www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf Nánari upplýsingar um starfið veitir Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi (valgerður.gudmundsdottir@reykjanesbaer.is)


10

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

miðvikudagur 24. apríl 2019 // 17. tbl. // 40. árg.

Hvað finnst nemendum?

„Við ákváðum sjálfar að kanna hvernig nemendum okkar líður í svona kennslustofu. Kostirnir voru í forgrunni. Þau sögðust upplifa meiri vinnufrið. Þeim líður betur, eru rólegri og finnst agamálum hafa fækkað. Minni núningur, minni vanlíðan og meiri vellíðan. Þeim vantaði fleiri tölvuborð og grjónapúða og úr því var bætt,“ segir Marý Linda. líka. Ég þoli ekki þegar Íslendingar tala ensku við hvern annan. Þetta er svo ríkt tungumál og fallegt, mörg orð til um sama hlutinn. Við höfum varðveitt tungumálið okkar svo lengi. Íslenskutímarnir eru mjög skemmtilegir.“

Meira kósý og betra

Ánægðir unglingar læra í grjónapungum í Holtaskóla Það er frekar óvenjulegt að koma inn í skólastofu unglinganna í Holtaskóla því þar blasa við grjónapúðar og sófar en ekki hefðbundin uppröðun borða og stóla. Þær Marý Linda Jóhannsdóttir og Thelma Björk Jóhannesdóttir, grunnskólakennarar, kenna íslensku á unglingastigi og vildu breyta hefðbundinni uppröðun í kennslustofunni til þess að vera í takt við nýja námskrá. Yfirvöld skólans tóku jákvætt í hugmyndir þeirra og hefur þetta fyrirkomulag verið í gangi síðan í haust. Hvað er í gangi hér inni? „Bylting! Nei, í alvöru þá vildum við gera þetta að meiri setustofu og vinnustofu þannig að allir geti valið sér vinnuaðstöðu sem hentar þeim. Samkvæmt grunnstoðum Aðalnámskrár er þetta ein af þeim til dæmis með lýðræðið. Við höfum þróað þessa hugmynd með nemendum 8. til 10. bekkjar frá því í haust og þau hafa

verið með í að ákveða hvernig stofan lítur út, hvernig við röðum upp. Nú er taflan þeirra en við kennararnir erum staðsettir aftast í stofunni. Þetta hefur jákvæð áhrif. Þau hafa aðgengi að töflunni sem þau geta notað sem vinnutæki ef þau vilja,“ segir Thelma Björk. „Við vildum vera í takt við nýja námskrá og búa til þægilegra og afslapp-

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Stapaskóli – aðstoðarskólastjóri Duus Safnahús – safnfulltrúi Njarðvíkurskóli – deildarstjóri eldra stigs (7.-10. bekkur) Akurskóli – starfsmenn skóla Garðyrkjudeild – sumarstörf fyrir 17 ára og eldri Hljómahöll – tæknistjóri Vinnuskólinn – sumarstörf fyrir 8., 9. og 10. bekk Velferðarsvið – starfsmenn í félagslega heimaþjónustu Duus Safnahús – sumarafleysingar Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.

Viðburðir í Reykjanesbæ

Hljómahöll - viðburðir framundan Dívur: vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja - 7. maí Karlakór Keflavíkur ásamt Eyþóri Inga - 14 og 15. maí Hatrið mun sigra - 29. maí Nánari upplýsingar og miðasala á hljomaholl.is Við óskum bæjarbúum og nágrönnum gleðilegs sumars!

VIÐTAL Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

aðra námsumhverfi fyrir nemendur á unglingastigi, byggt á lýðræðislegum grundvelli,“ segir Marý Linda og Thelma Björk bætir við: „Þetta er ekki aðeins hugsað til þess að hjálpa nemendum að upplifa nýtt heldur einnig fyrir okkur kennarana, til að koma okkur út úr kassanum og yfir í nýja hugsun út frá uppröðun skólastofu.“

Út fyrir rammann

„Við ákváðum að hugsa út fyrir rammann, losa okkur við flest það sem tilheyrir hefðbundnum kennslustofum. Það er ekki mikið um hefðbundin borð og stóla, heldur vildum við setja nýtt inn, sófasett, grjónapúða og hringborð. Vildum breyta því hvernig krakkarnir vinna. Bara strax fyrstu dagana tókum við eftir hvað krakk-

– segja þær Amalía Rún Jónsdóttir, Anna Þrúður Auðunsdóttir og Steina Björg Ketilsdóttir, nemendur í 10. bekk „Þetta er miklu meira kósý. Já, þegar aðstaðan er þægileg þá lærir maður betur. Þægilegra að sitja svona. Já, klárlega er þetta betra. Stundum er skemmtilegt að læra. Námsefnið mætti samt vera skemmtilegra í íslensku, ekki alltaf þessar gömlu Íslendingasögur. Of mikið af bókum og mikið að skrifa. Okkur þætti gaman að búa til myndbönd og fá fleiri skapandi leiðir til að kynna verkefnin okkar.“

Þoli ekki þegar Íslendingar tala ensku við hvern annan

– segir Þorsteinn Helgi Kristjánsson nemandi í 10. bekk „Þetta er mjög kósý. Ég hefði ekkert á móti því að hafa allar kennslustofurnar svona. Mjög gott að koma hingað í fyrstu tvo tímana á morgnana, sitja í þægilegum stólum eins og á grjónapúðunum. Þetta fer betur með bakið finnst mér. Persónulega er ég hrifinn af ljóðum. Íslenska er mjög merkilegt tungumál, ég fíla Íslendingasögur

Færri agamál

„Agamálum hefur fækkað verulega og nánast þurrkast út, það hefur allavega dregið verulega úr þeim. Einbeiting hefur aukist og að þeirra mati gengur nám betur þar af leiðandi. Við þurftum einnig að venjast þessari óhefðbundnu uppröðun því við erum vanar hinu. Þegar þú hugsar um krakka sem eru heima hjá sér þá finnst þeim þægilegt að lesa í sófanum. Það er þetta þægilega umhverfi

– segir Unnar Stefán Sigurðsson aðstoðarskólastjórinn „Við erum opin fyrir hugmyndum kennara sem vilja prófa eitthvað nýtt, eins og til dæmis að setja upp svona kennslustofu. Það má alltaf snúa til baka ef þetta virkar ekki en við sjáum að þetta gengur vel. Ég kíki stundum hingað inn og sé að rýmið hefur jákvæð áhrif á nemendur. Það er afslappað andrúmsloft. Hér stendur kennarinn ekki fyrir framan töfluna eins og í hefðbundnum kennslustofum og nemendur eru hvattir til að taka ábyrgð á náminu. Mér finnst þær Marý Linda og Thelma Björk vera að kveikja í nemendum með þessu fyrirkomulagi. Ég trúi því að vellíðan sé lykillinn að ótal mörgu. Það er svo mikilvægt að þér líði vel á vinnustað. Að nemendum líði sem allra best í skólanum, finni ákveðið frelsi. Þess vegna erum við opin fyrir þessu hjá unglingunum. Við erum með þetta fyrirkomulag hjá unglingunum í Holtaskóla en ég veit ekki hvort við gerum þetta á fleiri skólastigum.“ ingin er: „Kanntu að baka kökuna?“ Nýja námsmatið kveikir á innri áhuga nemenda því þau vita til hvers er ætlast af þeim. Þetta vinnuumhverfi á jafningjagrunni skiptir alla máli. Þau eru í vinnu hjá sjálfu sér og leita til okkar með alls konar mál. Spjaldtölvurnar eru aðgengilegar fyrir þau og forvitnin rekur þau áfram þar sem þau sækja sér upplýsingar. Þau skrifa einnig í vinnubækur. Við ætlumst til ákveðins verklags af nemendum. Við erum alltaf að kenna þeim að axla ábyrgð og efla sjálfsþekkingu sína.

Marý Linda Jóhannsdóttir, grunnskólakennari. arnir dempuðust niður. Unglingastigið fær að upplifa hvernig það er að vera í svona stofu á hverjum degi því hinar stofurnar eru ennþá svona hefðbundnar,“ segir Marý Linda. „Ég fer oftast inn í stofuna áður en nemendur mæta. Þegar skólabjallan hringir þá standa dyrnar opnar og nemendur koma inn. Þau ganga inn í rólegheitum, setjast á sinn stað. Þeim finnst þetta notalegt námsumhverfi. Stemningin er eins og þau séu að mæta til vinnu. Það er afslappaðra andrúmsloftið. Áherslan er ekki lengur á valdastöðu kennarans heldur að við séum að vinna að sama markmiði. Það er alltaf ákveðin stefna, þau þurfa að ná ákveðnu hæfnimarkmiði og þau vita það,“ segir Thelma Björk.

Opin fyrir hugmyndum kennara

Thelma Björk Jóhannesdóttir, grunnskólakennari. sem við viljum upplifa. Umhverfið hentar einnig þeim nemendum sem eru með mismunandi þarfir eins og til dæmis ofvirkni, með athyglisbrest eða einhverfu. Við erum að spegla okkur í skólum á Íslandi. Þeir sem hafa verið að gera breytingar á hefðbundna skólaforminu eru til dæmis Heiðarskóli með kósí uppbrotsstofuna þar, MSS og fleiri,“ segir Thelma Björk. „Þessi nýja námskrá gerir allt aðrar kröfur til nemenda og kennara. Nemendur þurfa að sýna að þau kunni námsefnið, sýna fram á hæfni. Þau læra miklu meira þannig ef hugsunin er hvernig geta þau nýtt þetta nám? Tökum sem dæmi þegar þú kannt kökuuppskrift utanbókar en spurn-

Þekkja styrkleika sína og veikleika,“ segir Marý Linda. „Þegar þau venjast þessu þá horfa þau á markmiðin sín og hvernig þau eiga að ná þeim. Einstaklingsmiðað nám er kjarninn. Við förum á milli nemenda og erum með litla fyrirlestra í minni hópum. Stundum virkjum við þau til að kenna hvert öðru, þau læra einnig mikið þannig. Það er verið að virkja ábyrgð nemenda. „Hvers vegna erum við að læra sagnfyllingar?“ spyrja nemendur. Við leggjum áherslu á tilgang með náminu. Þetta er eins og góður vinnustaður og það skapast ákveðið traust á milli okkar og nemendanna,“ segir Thelma Björk.


BARÁTTUKVEÐJUR TIL VERKAFÓLKS 1. MAÍ 2019

REYKJANESBÆ

R EYKJANES BÆR

vinalegur bær


12

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

miðvikudagur 24. apríl 2019 // 17. tbl. // 40. árg.

Skapandi skólastarf í Heiðarskóla í tuttugu ár Guðný Kristjánsdóttir var leikstjóri sýningarinnar og Daníella Holm Gísladóttir aðstoðarleikstjóri. Guðmundur Hermannsson var tónlistarstjóri en eins og flestir vita þá er heilmikið sungið í Kardemommubænum.

Nemendur létu ljós sitt skína

Víkurfréttir litu inn rétt fyrir lokaæfingu og var andrúmsloftið rafmagnað af spenningi. Nemendur skólans voru í óða önn að farða andlit hvers annars og sögumenn voru að æfa í síðasta sinn. Mikið fjör og mikil stemning. Allir spenntir að fara á svið. Við ræddum við Bryndísi Jónu, aðstoðarskólastjóra, um framkvæmd skólans á þessu fræga leikverki. „Á þessu 20. afmælisári skólans var útfærsla árshátíðanna með svolítið

breyttu sniði. Leikrit Thorbjörns Egner um fólk og ræningja í Kardemommubæ var rauði þráðurinn í gegnum árshátíðina. Hugmyndin varð til hjá þeim Guðnýju Kristjáns, leiklistarkennara, og Mumma Hermanns, tónmenntakennara, en þau unnu saman að því að skipta lögum og atriðum niður á árganga, í annars vegar 1.–3. bekk og hins vegar 4.–7. bekk og settu saman handrit sem gerði atriði hvors aldursstigs að heildarverki. Umsjónarkennarar og Sigrún Gróa, forskólakennari, settu einnig mark sitt á atriði árganga með nemendum. Mikil vinna fór fram í undirbúningi þessa dags. Atriðin voru æfð í leiklistartímum hjá Guðnýju og söngvarnir sungnir í tónmenntatímum hjá Mumma og

útbjuggu skreytingar. Magga E. og Auður Gunnars, stuðningsfulltrúar, stýrðu skreytingamálum af myndugleik. Sem sagt heilmikil vinna sem liggur að baki einni árshátíð.“

Hefð fyrir leiksýningum á árshátíð

Bryndís Jóna Magnúsdóttir. umsjónarkennurum. Leikmyndin var unnin í leikmyndavali hjá Gróu smíðakennara, búningahönnun í vali hjá Ástu Kristínu auk þess sem Kristín Sesselja og Lilja, myndmenntakennarar, undirbjuggu og leiddu nemendur í því verkefni að mála leikmynd á bogavegginn í salnum. Allir bekkir

„Við erum alltaf með leiksýningu á árshátíð og löng hefð komin á að unglingarnir okkar setji upp leikrit. Það eru þá nemendur sem eru í leiklistarvali skólans ásamt fleirum sem vilja taka þátt í uppsetningu á árshátíð. Eitt af aðalsmerkjum Heiðarskóla er einmitt leiklist sem Guðný Kristjánsdóttir á heiðurinn af en hún hefur leitt leiklistarvalið hjá okkur í nítján ár. Allir nemendur skólans í 1.–7. bekk fá eina kennslustund í leiklist á viku allt skólaárið. Svo er leiklistarval hjá 8.–10. bekk sem er alltaf vel sótt. Að taka þátt í unglingaleiksýningu er markmið hjá mörgum nemendum á öllum aldri en þeir stefna margir hverjir á að taka þátt í leikritinu þegar

VIÐTAL

Heiðarskóli í Reykjanesbæ fagnar tuttugu ára afmæli á hausti komanda. Einmitt þess vegna ákváðu skólayfirvöld að hafa árlega leiksýningu skólans aðeins flottari en vanalega. Kardemommubærinn var settur á svið og notast var við handrit frá Þjóðleikhúsinu sem veitti skólanum góðfúslegt leyfi fyrir því.

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

þeir verða unglingar í Heiðarskóla. Við leggjum áherslu á skapandi starf í skólanum því við sjáum hversu góð áhrif þetta hefur á nemendur okkar. Nemendurnir á yngsta stigi fara í dans- eða jógatíma einu sinni í viku í minni hópum og þar fyrir utan sækja nemendur á öllum aldri tónmennt, myndlist og leiklist. Við erum mjög hreykin af þessu starfi sem við vitum að hefur mjög góð áhrif á nemendur,“ segir Bryndís Jóna með bros á vör. Heiðarskóli verður sem fyrr segir tuttugu ára gamall á árinu en hann var fyrsti skólinn sem byggður var sem heildstæður í Reykjanesbæ fyrir 1.–10. bekk. Skólinn var einnig sá fyrsti á landinu sem hannaður var með innangengt íþróttahús og sundlaug.

UPPBOÐ Einnig birt á www.naudungarsolur.is.

Unglingadeild Heiðarskóla sýndi leikritið um Kardemommubæinn þar sem nemendur léku og sungu.

Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Fitjabraut 26-28, Njarðvík, fnr. 221-6237 , þingl. eig. KEJ ehf., gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 30. apríl nk. kl. 09:00. Tjarnargata 12, Sandgerði, fnr. 209-5149 , þingl. eig. Michelle María Vilhjálmsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 30. apríl nk. kl. 10:00. Vallargata 11, Sandgerði, 50% ehl., fnr. 209-5227 , þingl. eig. Pétur Kristjánsson, gerðarbeiðandi Borgun hf., þriðjudaginn 30. apríl nk. kl. 10:15. Heiðarholt 44, Keflavík, fnr. 208-8900 , þingl. eig. Kristín Hreiðarsdóttir, gerðarbeiðandi Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, þriðjudaginn 30. apríl nk. kl. 10:40. Vatnsnesvegur 5, Keflavík, fnr. 2320531 , þingl. eig. Vatnsnesvegur 5 ehf., gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 30. apríl nk. kl. 11:00. Vatnsnesvegur 5, Keflavík, fnr. 2320532 , þingl. eig. Vatnsnesvegur 5 ehf., gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 30. apríl nk. kl. 11:05. Vatnsnesvegur 5, Keflavík, fnr. 2320533 , þingl. eig. Vatnsnesvegur 5 ehf., gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 30. apríl nk. kl. 11:10. Vatnsnesvegur 5, Keflavík, fnr. 2320534 , þingl. eig. Vatnsnesvegur 5 ehf., gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 30. apríl nk. kl. 11:15. Vatnsnesvegur 5, Keflavík, fnr. 2320535 , þingl. eig. Vatnsnesvegur 5 ehf., gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 30. apríl nk. kl. 11:20. Vatnsnesvegur 5, Keflavík, fnr. 2320536 , þingl. eig. Vatnsnesvegur 5 ehf., gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 30. apríl nk. kl. 11:25.

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 23. apríl 2019

Leiklist og söngur á heima í skólastarfi – Eflir nemendur og veitir þeim sjálfstraust

Emilía Nótt Önundardóttir, nemandi í 10. bekk:

Tómas Ingi Magnússon, nemandi í 9. bekk:

Lærði heilmikið af því að taka þátt

Gaman að fá jákvæða athygli

„Við æfðum Kardemommubæinn í rúma tvo mánuði en ég sótti um að fara í árshátíðarvalið í Heiðarskóla fyrir 2019. Við krakkarnir í 8.–10. bekk höfum verið að æfa þetta leikrit. Það var mikill texti sem við þurftum að muna og leggja okkar af mörkum. Það hefur gengið ágætlega og misvel hjá nemendum en rosalega skemmtilegt. Ég steig mjög mikið út fyrir þægindarammann og lærði heilmikið af því að taka þátt. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og athuga hvernig mér fyndist að vera á leiksviði en ég hef aldrei gert svona áður. Það gæti alveg verið möguleiki að ég vilji vera leikkona í framtíðinni.“

„Ég leik Kasper ræningja og á tvo bræður sem heita Jesper og Jónatan. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt. Þetta er í fyrsta skipti sem ég syng fyrir framan svona marga en ég var ekkert svo stressaður yfir því. Það er mjög gaman að leika Kasper og þó við séum afslappaðir yfir þessu þá erum við að gera okkar besta. Að leika er góð þjálfun í að koma fram. Mér finnst líka mjög gaman að fá athygli, að fá jákvæða athygli.“

Magnús Már Garðarsson, nemandi í 9. bekk:

Hef þjálfast meira í að tala hátt og skýrt „Ég leik Bastian bæjarfógeta sem er mjög glaðleg týpa. Það er bara mjög skemmtilegt því mér hefur alltaf fundist svo gaman að leika. Bastian vill hugsa sem best um alla, vill kannski ekki vera að stjórna mikið heldur er hann bara glaður. Ég hef þjálfast meira í að tala hátt og skýrt og láta heyrast vel í mér í öllum salnum. Mér finnst mjög gaman að vera fyrir framan fólk, leika og svona, mér finnst athygli mjög þægileg.“

Daníella Holm Gísladóttir, íslenskukennari og aðstoðarleikstjóri:

Er mjög stolt af nemendum „Kardemommubærinn er heilmikil sýning sem við ákváðum að setja á svið í tilefni tuttugu ára afmælis skólans, stór pakki sem við ákváðum að skipta á milli allra bekkjardeilda skólans. Við skiptum leikritinu niður en unglingadeild skólans tekur leikritið í heild sinni. Það er ekki oft sem við setjum svona stórt verk á svið. Þetta er búið að vera rosalega skemmtilegt og fróðlegt. Við höfðum samband við Þjóðleikhúsið og fengum góðfúslegt leyfi til þess að nota handritið þeirra sem við að vísu uppfærðum aðeins. Þjóðleikhúsið sagði okkur frá því að þau væru að hugsa um að setja Kardemommubæinn á svið. Það verður gaman að sjá leikritið þar einnig. Undanfarna tvo mánuði höfum við öll lært margt af þessum undirbúningi, bæði nemendur og kennarar. Þolinmæði er líklega það fyrsta sem manni dettur

Guðný Kristjánsdóttir, leikstjóri sýningarinnar, ásamt Daníellu Holm Gísladóttur, aðstoðarleikstjóra, en þær kenna báðar við Heiðarskóla. í hug. Krakkarnir hafa þurft að sitja allar æfingar og hlusta. Þau hafa staðið sig ótrúlega vel og eiga heiður skilið. Hópurinn er orðinn mjög samheldinn eftir þessar æfingar. Þetta er hópefli í leiðinni og þau eru öll góðir vinir. Ég er mjög stolt af þeim því þetta er mikill hlutverkaleikur. Krakkarnir hafa þurft að læra heilmikið af texta og setja sig inn í hlutverkin sín. Samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla á leiklist einnig að skipa sess í námi nemenda. Þau hafa einnig verið að syngja. Þetta er íslenskunám í leiðinni því krakkarnir hafa þurft að læra mörg ný orð sem eru í leiksýningunni. Þau þurftu stundum að fá orðaskýringar ef upp komu orð í leikritinu sem eru ekki notuð í daglegu máli lengur. Íslenskt mál kemur sterkt inn í svona uppfærslu.“


Suður með sjó er ný þáttaröð hjá Sjónvarpi Víkurfrétta. Með hækkandi sól sýnum við næstu vikurnar viðtöl við Suðurnesjafólk sem hefur skarað framúr á ýmsum sviðum, segja frá lífsreynslu sinni eða eru að gera áhugaverða hluti hér heima eða annars staðar. Við ætlum líka að fá Suðurnesjafólk í spjall í stúdíó Víkurfrétta þar sem við ræðum um málefni líðandi stundar, heit og köld. Suðurnesjamagasín heldur áfram sínu striki en nýr þáttur er frumsýndur á fimmtudagskvöldum kl. 20.30 á Hringbraut og vf.is. Í þáttunum er lögð áhersla á mannlífið á Suðurnesjum í sinni víðustu mynd, atvinnulífið, íþróttirnar og alla menninguna.

magasín SUÐURNESJA

Verður vindorkan á Reykjanesi beisluð?

SUÐUR MEÐ SJÓ

SUNNUDAGINN 28. APRÍL KL. 20:30

Júlíus Friðriksson prófessor við South Carolina háskóla er gestur fyrsta þáttar af Suður með sjó. Bati eftir heilablóðfall er risastór rannsókn sem Júlíus vinnur að en fjórði hver einstaklingur á Vesturlöndum sem nær fullum lífaldri fær heilablóðfall á lífsleiðinni. Ekki missa af áhugaverðu viðtali í þættinum

Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, í viðtali um vindorku og gagnaver.

FIMMTUDAGINN 25. APRÍL KL. 20:30

Suður með sjó á sunnudagskvöld á Hringbaut.

SUÐUR MEÐ SJÓ VERÐUR EINNIG Í HLAÐVARPI

SUÐUR MEÐ SJÓ og SUÐURNESJAMAGASÍN

má sjá á Hringbraut, vf.is og í kapalsjónvarpinu í Reykjanesbæ. Allt efni þáttanna er einnig á Youtube- og Facebook-síðum Víkurfrétta.


14

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

Knattspyrnu-, körfuknattleiks- og sunddeildirnar fengu endurnýjun á vottun sem fyrirmyndarfélag/-deild ÍSÍ.

miðvikudagur 24. apríl 2019 // 17. tbl. // 40. árg.

Á aðalfundinum voru nokkrir UMFN félagar heiðraðir fyrir góð störf.

UMFN í góðum gír á 75 ára afmælinu Ólafur Eyjólfsson var endurkjörinn formaður á aðalfundi Ungmennafélags Njarðvíkur sem haldinn var 10. apríl á 75 ára afmæli félagsins. Fram kom að rekstur félagsins er góður og jákvæður hjá öllum deildum félagsins. Stjórn félagsins er óbreytt.

Ólafur formaður fékk gullmerki en líka afmælisplatta frá Ungmennafélagi Íslands.

Gestir frá ÍSÍ og UMFÍ mættu á fundinn og afhentu viðurkenningar. Helga Jóhannesdóttir, stjórnarmaður frá UMFÍ, færði félaginu áritaðan platta

Aalborg Portland Íslandi óskar eftir að ráða meiraprófsbílstjóra í sumarafleysingar í birgðastöð fyrirtækisins í Helguvík. Æskilegt er að viðkomandi sé búsettur á Suðurnesjum.

og blóm í tilefni afmælisins. Þráinn Hafsteinsson, formaður þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ, afhenti formönnum þriggja deilda UMFN, knattspyrnu-, körfuknattleiks- og sunddeildinni endurnýjun á vottun sem fyrirmyndarfélag/-deild ÍSÍ. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, óskaði félaginu til hamingu og talaði um gott samstarf félagsins við Reykjanesbæ og nauðsyn þess að ungmenna- og íþróttafélög væru

öflug þar sem þau skiluðu ómetanlegu starfi í barna- og unglingastarfi. Á fundinum var Ólafi Eyjólfssyni veitt gullmerki félagsins og Thor Hallgrímsson fékk silfurmerki. Bronsmerki fengu Harpa Kristín Einarsdóttir, Guðný Björg Karlsdóttir og Hjörvar Örn Brynjólfsson. Einnig var Leifi Gunnlaugssyni veitt gullmerki með lárviðarsveig á lokahófi knattspyrnudeildarinnar sem fram fór í október 2018. Ólafsbikarinn sem afhentur hefur verið síðan 2003 hlaut að þessu sinni Harpa Kristín Einarsdóttir fyrir störf sín fyrir sunddeild UMFN en Ólafur Thordersen afhenti bikarinn.

Aalborg Portland Íslandi ehf (APÍ) hefur starfað hér á landi frá árinu 2000 við innflutning, sölu og dreifingu á hágæðasementi. Félagið rekur tvö 6 þúsund tonna síló fyrir sement í Helguvík í Reykjanesbæ. Bílstjórar félagsins dreifa sementi um allt land á sementssíló viðskiptavina. Pakkað sement frá Aalborg Portland er selt í helstu byggingavöruverslunum og múrbúðum víða um land. Hæfniskröfur Meirapróf og reynsla af akstri vörubíla með tengivagna Reynsla af viðhaldi vörubíla er kostur Góð samskiptahæfni og reglusemi

Upplýsingar veitir: Ingþór Guðmundsson, ingo@aalborg-portland.is Umsóknarfrestur er til 2. maí 2019. Umsóknir skulu sendar á netfangið ingo@aalborg-portland.is ásamt ferilskrá

Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar auglýsir óverulega breytingu á aðalskipulagi Grindavíkur 2010–2030

Breytt landnotkun á lóð Verbrautar 1

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar samþykkti á fundi sínum þann 26. mars 2019 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2010-2030 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að landnotkun á lóð Verbrautar 1 verður hafnarsvæði í stað samfélagsþjónustu áður. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 4. janúar 2019. Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Grindavíkurbæjar.

Sigurður Ólafsson Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs

Bestu fangbragðamenn Evrópu mæta í Akurskóla Dagana 25.–27 apríl fer fram Evrópumeistaramótið í keltneskum fangbrögðum í íþróttahúsi Akurskóla. Glímusamband Íslands skipuleggur mótið og júdódeild Njarðvíkur kemur einnig að skipulaginu. Þetta er stærsti viðburður sem haldinn er undir merkjum Keltneska fangbragðasambandssins, eða FILK eins og það er kallað, og stærsta verkefni sem júdódeild UMFN hefur komið að. Bestu fangbragðamenn Evrópu taka þátt á þessu móti. Mótið er mikil þrekraun því að keppt er í þremur ólíkum greinum fangbragða á þremur dögum. Að þessu sinni verður keppt í glímu, Backhold og Gouren. Njarðvíkingar

eiga þrjá landsliðsmenn að þessu sinni. Það eru þau Ingólfur Rögnvaldsson, Bjarni Darri Sigfússon og Heiðrún Fjóla Pálsdóttir. Júdódeild Njarðvíkur skorar á Suðurnesjamenn að koma og styðja okkar fólk. Mótið byrjar á fimmtudaginn klukkan 15:00 á setningarathöfn og þar á eftir er keppni í glímu. Á föstudag og laugardag verður svo keppt í Gouren og Backhold, segir í frétt frá félaginu.

Verið velkomin

 Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

miðvikudagur 24. apríl 2019 // 17. tbl. // 40. árg.

Rokköld í Reykjanesbæ! Dagana 25.–27. apríl næstkomandi stendur blakdeild Keflavíkur fyrir gríðarlega stóru verkefni í Reykjanesbæ. Þessa daga verður 44. Öldungamót Blaksambands Íslands haldið í fyrsta skiptið hér í bæ en mótið er haldið í samstarfi við blakdeild Þróttar í Reykjavík sem hefur reynslu af skipulagningu slíkra móta. Mótið ber nafnið Rokköld 2019 sem er vel við hæfi þar vsem þvað er haldið í Rokkbænum sjálfum. Öldungamótið í blaki er eitt af stærstu íþróttamótum landsins ár hvert og eru þátttakendur um 1.400 sem koma alls staðar að af landinu. Um 165 karla- og kvennalið mæta og er mótið fyrir 30 ára og eldri. Vel skipulögð skemmtidagskrá er í boði fyrir þátttakendur alla keppnisdaga. Langflestir þátttakendur gista í bænum frá 24. til 28. apríl og munu á þeim tíma án efa nýta sér alla þjónustu og afþreyingarmöguleika sem Reykjanesbær hefur upp á að bjóða. Mikill vöxtur hefur verið í blak­ íþróttinni hér á landi undanfarinn áratug en eflaust eru ekki margir sem vita að blak hefur verið spilað

í Keflavík frá því skömmu eftir að Íþróttafélag Keflavíkur var stofnað árið 1969. Lengi vel voru leikmenn aðallega kennarar en fyrir sex árum tóku nokkrir áhugamenn um blakíþróttina sig saman og stofnuðu blakdeild Keflavíkur. Á þeim árum hefur deildin þroskast og dafnað og hefur barna- og unglingastarfið vaxið samhliða því. Mikill metnaður hefur verið lagður í Öldungamót undanfarinna ára og allt kapp verður lagt á að framkvæmd mótsins fari vel fram þetta árið þannig að upplifun gesta okkar af Reykjansbæ verði sem jákvæðust. Biðjum við því íbúa Reykjanesbæjar taka vel á móti keppendum og einnig hvetjum við íbúa til að kíkja á gleðina sem blakinu fylgir. Leikirnir verða spilaðir í dúkalagðri Reykjaneshöll og Blue-höllinni alla keppnisdagana en úrslitaleikir verða spilaðir í Ljónagryfjunni 27. apríl.

Ávaxtakarfan í Sandgerði

Hin árlega árshátíð Sandgerðisskóla var haldin fimmtudaginn 11. apríl síðastliðin. Í þetta skipti setti skólinn upp leiksýninguna Ávaxtakörfuna eftir Kristlaugu „Kikku“ Maríu Sigurðardóttur. Allir nemendur í 1.–6. bekk ásamt skólahópi leikskólans tóku þátt í sýningunni sem var sú glæsilegasta. Um kvöldið var svo árshátíð nemenda í 7.–10. bekk. Þar var hver bekkur fyrir sig með fjölbreytt og skemmtileg atriði.

Guðrún Jóna Árnadóttir, formaður blakdeildar Keflavíkur

Sparaðu og við hvetjum þig áfram Landsbankinn greiðir 6.000 kr. mótframlag þegar fermingarbörn leggja 30.000 kr. eða meira inn á Framtíðargrunn eða í verðbréfasjóð. Ef báðir kostir eru nýttir leggur Landsbankinn því til 12.000 kr. í mótframlag. Þannig viljum við hvetja til sparnaðar. Nánari upplýsingar um sparnað og verðbréfasjóði má nálgast á landsbankinn.is/sparnaður.

Landsbankinn

landsbankinn.is

15

410 4000


facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Nú er farið að vora all hressilega og þegar þetta er ritað er sannkallað íslenskt sumarveður úti, 9 gráður og grenjandi rigning. Afar notalegt samt og þessi ilmur í lofti sem kætir alla. Sumarið í fyrra var reyndar afar blautt og dapurt en bjartsýnir menn eins og undirritaður spá sólríku og góðu sumri núna. Ef sú spá rætist ekki verða fáir fyrir vonbrigðum því fátt bregst okkur hér á landi jafn reglulega og veðurspár, nema þá kannski loforð stjórnmálaflokkanna fyrir kosningar. Þessi spá verður eiginlega að rætast enda bíður pallaolían ennþá inni í skúr síðan í fyrra og spurning hvort þetta renni nokkuð út? Það er með miklum ólíkindum hvað einn og einn sólardagur gerir fyrir sálina, núna um páskahelgina eða réttara sagt annan í páskum var sól í rúmlega fjóra tíma og það lifnaði heldur betur yfir öllum, meira að segja stuðningsmönnum United! Við fjölskyldan létum t.d. renna í pottinn á mettíma og það var hver einasti sólargeisli nýttur, meira að segja var grillað þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið neitt spes seinni partinn þegar grillið var tekið út. Sólin fyrr um daginn gerði það að verkum að grillið var vígt við hátíðlega athöfn þetta vorið og 120 gramma

Póstur: vf@vf.is

LOKAORÐ

Vor

Sími: 421 0000

Örvar Þ. Kristjánsson hamborgurum (sem þó voru ekki nema 85 gr. þegar þeir voru teknir úr umbúðunum) var skellt á grillið. Ótrúlegt hvað svona börgerar minnka við það að vera teknir úr umbúðunum, magnaður andskoti, einn þeirra datt á milli raufanna á grillinu meira að segja. Það skyggði þó ekki á gleðina á heimilinu því þrátt fyrir tveggja munnbita hamborgarann þá fór brosið ekki af heimilisfólkinu þegar grillbragðið lék um munninn. Úrslitakeppnin í körfuboltanum er núna á lokametrunum. Karlaliðin úr Reykjanesbæ féllu úr leik allt, allt of snemma en Keflavíkurstelpur halda uppi heiðri bæjarins og eru komnar í lokaúrslit gegn Val. Staðan í einvíginu er 1:0 fyrir Valsstúlkum eftir fyrsta leik og það vakti athygli mína hversu illa var mætt á þennan fyrsta leik. Stuðningsmenn liðanna geta betur, mun betur. Keflavíkurstelpur þurfa stuðning til þess að koma þeim stóra í land og eiga hann skilið. Persónulega hef ég fulla trú á þeim, ætla að spá þeim sigur eftir oddaleik. Bjartsýnn að vanda enda þýðir ekkert annað. Gleðilegt vor!

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

MUNDI Gleðilegt sumar (og þar sem athugasemdir bárust frá lesanda, gleðilega páska)!

„Bítla hár“ Tóma sar þrett án ára f ór í end urnýtin gu TÓMAS BREKI BJARNASON er þrettán ára nemandi við Grunnskóla Grindavíkur og hafði í þrjú ár safnað „bítlahári“. Tómas Breki ákvað svo að nú væri kominn tími á klippingu en vildi ekki henda síðum lokkunum í ruslið. Tómas var kominn með veglegan makka en á þrettán ára afmælinu sínu, þann 15. apríl, fór Tómas Breki í klippingu. „Ég skoðaði á netinu hvort hægt væri að endurnýta það. Ég fann engan á Íslandi sem tekur við hári en ég fann vefsíðu í Bandaríkjunum sem gefur hárkollur til barna sem eru veik.“ Tómas Breki fékk mjög jákvæð viðbrögð við framtakinu sínu. „Já mikil, fólk er hissa að sjá mig með stutt hár og mörgum finnst þetta falleg gjöf,“ sagði ungi Grindvíkingurinn sem er stuðningsmaður Manchester United, elskar sushi og finnst skemmtilegast að vera í fótbolta, körfubolta og pílu.

Hátíðar- og baráttufundur í Stapa 1. maí 2019 Húsið opnar 13.45

Guðmundur Hermannsson syngur og spilar ljúf lög Dagskrá hefst kl. 14.00 Setning: Ólafur Sævar Magnússon FIT Ræða dagsins: Guðbjörg Kristmundsdóttir formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis Tónlist og söngur: Jóhanna Guðrún og Davíð Sigurgeirsson Leikfélag Keflavíkur: „Allir á trúnó“ Ungmennakórinn Vox Felix, stjórnandi er Arnór B. Vilbergsson Kaffiveitingar verða í lok fundar Börnum boðið í Sambíó Hafnargötu á 1. maí kl. 14.40 og 15.00 salur 1 og 2 Kynnir dagsins: Kristján Gunnar Gunnarsson VSFK 1. maí nefndin

1. maí merki verða afhent sölubörnum á skrifstofu félaganna í Krossmóa 4 mánudaginn 29. apríl

Profile for Víkurfréttir ehf

Víkurfréttir 17. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 17. tbl. 2019

Víkurfréttir 17. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 17. tbl. 2019