Velgengni fyrirtækisins okkar frábæru starfsmenn
GOTT FYRIR HELGINA 31. MARS--3. APRÍL
- sjá miðopnu
30%
35%
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
Bæonne-skinka
Lambahryggur ½, ostafylltur
KR/KG ÁÐUR: 1.999 KR/KG
KR/KG ÁÐUR: 4.899 KR/KG
1.299
3.429
Miðvikudagur 30. mars 2022 // 13. tbl. // 43. árg.
„Nú er gaman,“ segir Hallgrímur Sigurðsson, skipstjóri á Halldóri Afa GK 222. Netabátarnir sækja stóran þorsk rétt utan landssteinanna í Keflavík.
Félagarnir Georg Jónsson og Hallgrímur Sigurðsson með væna þorska úr Faxaflóa. Kaupandinn, Hólmgrímur Sigvaldason, flutti fiskinn í flutningabíl í fiskverkun sína í nágrenninu.
Boltaþorskur úr Faxaflóa VF-myndir: pket
„Nú er gaman. Við höfum verið að koma með fullan bát af boltaþorski dag eftir dag,“ segir Hallgrímur Sigurðsson, skipstjóri á Halldóri Afa GK þegar Víkurfréttir hittu á hann við löndun úr fullum bát í Keflavíkurhöfn á þriðjudag. „Það er kjaftfullt af boltaþorski hérna í Faxaflóanum, bara hérna rétt úti við Vatnsnes. Við höfum verið að leggja net að morgni og komið daginn eftir og fyllt bátinn. Ég hef ekki skýringar á því en það er alla vega mikið af stórum þorski hérna í flóanum. Við höfum oftast verið að landa einu sinni á dag en nokkrum sinnum höfum við landað tvisvar sama daginn. Þetta er alveg magnað. Þetta hefur ekki verið svona undanfarin ár en er alla vega núna,“ sagði Hallgrímur en hann á ekki langt að sækja
fiskigenin og var sjálfur með fiskbúð í Keflavík fyrir allnokkrum árum síðan. Allur fiskurinn af Halldóri Afa GK fer í útgerð Hólmgríms Sigvaldasonar, HSS Fiskverkun. Hann var á kajanum á flutningabíl þegar verið var að landa og keyrði full kör af fallegum þorski í verkunina skammt frá. Hann var ánægður með aflann og sagði að það væri mikil eftirspurn. Þessi þorskur færi allur í salt og eftirspurnin væri það mikil að hann gæti selt hann mörgum sinnum. „Það er nóg af kaupendum,“ sagði Hólmgrímur en starfsemi hans hefur vaxið mikið á undanförnum árum. Hallgrímur skipstjóri sagði að netin væru með mjög stórum riðli eða 10,5 tommum og því væri aflinn eingöngu boltaþorskur. Tíðindamaður Víkurfrétta hitti stórfrænda
hans, Guðmund Rúnar Hallgrímsson, fyrrverandi skipsstjóra á aflafleyinu Happasæl og spurði hann hvort hann vissi ástæðuna fyrir þessu stóra fiski í Faxaflóa, skammt frá landi. „Ég held að ein ástæðan hljóti að vera sú að það er mikið æti hérna nálægt landinu. Þegar við vildum á sínum tíma ná í minni þorsk sem hentaði betur í saltfiskinn fórum við lengra út,“ sagði Guðmundur Rúnar en hann er föðurbróðir Hallgríms skipstjóra. Í aflafréttum, vikulegum sjávarútvegspistli í Víkurfréttum, er sagt frá metafla í marsmánuði. Fleiri bátar en Halldór Afi GK hafa verið að veiðum í stórþorskinum, m.a. Bergvík GK sem hafði í upphafi vikunnar landað 58 tonnum í átján róðrum í mánuðinum. Nánar um það og fleiri tíðindi af sjónum í Aflafréttum á síðu 6 í blaðinu.
V I Ð S Ý N U M A L L A R E I G N I R, F Á Ð U T I L B O Ð Í F E R L I Ð.
DÍSA EDWARDS D I S A E@A L LT.I S | 560-5510
ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR
JÓHANN INGI KJÆRNESTED
ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR
UNNUR SVAVA SVERRISDÓTTIR
A S TA@A L LT.I S | 560-5507
J O H A N N@A L LT.I S | 560-5508
E L I N B O RG@A L LT.I S | 560-5509
U N N U R@A L LT.I S | 560-5506
SIGRÍÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR
S I G R I D U R@A L LT.I S | 560-5520
PÁLL ÞOR BJÖRNSSON PA L L@A L LT.I S | 560-5501
16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM