Við bjóðum betra verð í heimabyggð frá 7.490 kr/mán
FIMMTUDAG KL. 20:30
HRINGBRAUT OG VF.IS
að lágmarki 303Mb/sek og 15 stjónvarpsstöðvar innifaldar
fimmtudagur 19. mars 2020 // 12. tbl. // 41. árg.
Fáðu Víkurfréttir í tölvupósti! Skráðu póstfangið þitt á vef Víkurfrétta, vf.is
Bóluefni gegn lungnabólgu búið á HSS Bóluefni gegn lungnabólgu er ekki til á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja núna, vegna mikillar eftirspurnar. Á vef Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja segir að mikilvægt er að hafa í huga að þessi bólusetning hefur ekki áhrif á hvort viðkomandi smitast af COVID-19 eða fær lungnabólgu í kjölfar sýkingar af COVID-19. „Bóluefnið er ekki fáanlegt hjá birgjum okkar og er ekki væntanlegt til landsins fyrr en í lok marsmánaðar,“ segir á vef HSS.
Flaggari óskast í Grindavík Ertu maður í að draga upp fána á lögboðnum fánadögum og við önnur tækifæri? Grindavíkurbær leitar að einstaklingi eða félagasamtökum til að sjá um að flagga á fánastöngum Grindavíkurbæjar sem eru staðsettar á nokkrum stöðum í bænum. Lögboðnir fánadagar eru nýársdagur, föstudagurinn langi, páskadagur, sumardagurinn fyrsti, 1. maí, hvítasunnudagur, sjómannadagurinn, 17. júní, dagur íslenskrar tungu og fullveldisdagurinn 1. desember. Einnig ber að flagga á afmælisdegi forseta Íslands og þegar andlát og útfarir eru í Grindavík. Áhugasömum er bent á að gefa sig fram við sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar fyrir 1. apríl næstkomandi.
Nemendur í Holtaskóla í Reykjanesbæ voru hressir þegar ljósmyndara VF bar að í vikunni þrátt fyrir breytt skólahald. VF-mynd/pket
Risastórt og erfitt verkefni „Fólk er eðlilega kvíðið. Við höfum reynt að svara eftir bestu getu en því miður höfum við ekki öll svörin. Þetta er allt að gerast svo hratt og við bíðum eftir ýmsum svörum líka. Það er mikilvægt að allir reyni að halda ró sinni og leyfi málunum að þróast. Þetta er risastórt verkefni sem við þurfum öll að takast á við saman og við þurfum að hugsa í lausnum,“ segir Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, en margir
félagsmenn og fyrirtæki hafa leitað til VSFK um hin ýmsu mál sem komið hafa upp vegna COVID-19. Margir hafa áhyggjur af fjöldauppsögnum um næstu mánaðarmót.
Takmarkanir á þjónustu
Sveitarfélögin hafa brugðist við tilmælum sóttvarnalæknis í mörgum þáttum. Viðbragðsáætlun hefur verið virkjuð. Takmörkun er á skóla- og íþróttastarfi en leikskólar voru enn opnir í upphafi vikunnar. Hinar ýmsu
ALLT FYRIR HELGINA Í NÆSTU NETTÓ! -60%
-50% Ananas Gold Del Monte
220
KR/KG
ÁÐUR: 439 KR/KG
Lægra verð - léttari innkaup
Grísalæri Purusteik ca 2,5 kg
Bleikjuflök Ektafiskur
2.099 ÁÐUR: 2.999 KR/KG
-30%
KR/KG
598
KR/KG
ÁÐUR: 1.495 KR/KG
Tilboðin gilda 19. - 22. mars
þjónustustofnanir eru lokaðar eða þjónusta er veitt með öðrum leiðum, t.d. á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. „Sóttvarnalæknir talar um átta til tólf vikur. Þessi staða reynir á allt kerfið og okkur öll. Það er óvissa með allt tengt Keflavíkurflugvelli þar sem mikill fjöldi íbúa okkar starfar. Þetta eru skrýtnir tímar en öll getum við þó gert eitthvað og það skiptir máli,“ sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, í upphafi vikunnar en hann er ásamt fjölda annarra lykilstarfsmanna bæjarins í neyðarstjórn sem fundar daglega vegna COVID-19.
Hrun í ferðaþjónustu
Meðal margra sem hafa þurft að bregðast við ástandinu eru veitingastaðir. Nokkrir þeirra sem Víkurfréttir hefur talað við hafa ýmist lokað veitingasölum eða gert viðeigandi ráðstafanir. „Við höfum lokað veitingasalnum en seljum mat út til fólks og fyrirtækja. Það var helmingi minna að gera í kjölfarið,“ sagði Magnús Þórisson á matstofunni Réttinum síðsta þriðjudag og sama var uppi á teningnum á kínverska veitingastaðnum Panda í sömu húsalengju við Hafnargötu 90 í Keflavík. Ingólfur Karlsson, eigandi Langbest á Ásbrú,
segist hafa gert viðeigandi ráðstafanir með fjarlægð á milli borða á staðnum og var enn með opið í veitingasal þegar Víkurfréttir ræddu við hann á þriðjudag. Hann sagði marga nýta sér að panta mat og ná í hann. Heyrst hefur af hruni hjá mörgum aðilum í ferðaþjónustunni, m.a. bílaleigum sem eru margar á Keflavíkurflugvelli. Mikið af afpöntunum hafi borist sem og í hótelgeiranum en þúsund hótelherbergi voru afpöntuð á hótelum á Suðurnesjum vegna varnaræfingarinnar Norður-Víkings sem fara átti fram í apríl. Einhver þeirra voru búin að bóka öll herbergin í tuttugu daga. „Gestum hefur farið hratt fækkandi í takti við fækkun farþega til landsins. Óvissan er erfið fyrir allt efnahagslífið í heild sinni. Við skoðum stöðuna dag frá degi og því er erfitt að segja mikið núna,“ sagði Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu, aðspurð um stöðuna á vinsælasta ferðamannastað á Íslandi. Margir verslunareigendur finna líka fyrir ástandinu nema helst matvöruverslanir. Mikil aukning hefur t.d. verið í netverslun Nettó og þar hafa nokkur ný störf orðið til.
Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum ■ aðalsímanúmer 421 0000 ■ auglýsingasíminn 421 0001 ■ fréttasíminn 898 2222