__MAIN_TEXT__
feature-image

Page 1

Við bjóðum betra verð í heimabyggð frá 7.490 kr/mán

FIMMTUDAG KL. 20:30

HRINGBRAUT OG VF.IS

að lágmarki 303Mb/sek og 15 stjónvarpsstöðvar innifaldar

fimmtudagur 19. mars 2020 // 12. tbl. // 41. árg.

Fáðu Víkurfréttir í tölvupósti! Skráðu póstfangið þitt á vef Víkurfrétta, vf.is

Bóluefni gegn lungnabólgu búið á HSS Bóluefni gegn lungnabólgu er ekki til á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja núna, vegna mikillar eftirspurnar. Á vef Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja segir að mikilvægt er að hafa í huga að þessi bólusetning hefur ekki áhrif á hvort viðkomandi smitast af COVID-19 eða fær lungnabólgu í kjölfar sýkingar af COVID-19. „Bóluefnið er ekki fáanlegt hjá birgjum okkar og er ekki væntanlegt til landsins fyrr en í lok marsmánaðar,“ segir á vef HSS.

Flaggari óskast í Grindavík Ertu maður í að draga upp fána á lögboðnum fánadögum og við önnur tækifæri? Grindavíkurbær leitar að einstaklingi eða félagasamtökum til að sjá um að flagga á fánastöngum Grindavíkurbæjar sem eru staðsettar á nokkrum stöðum í bænum. Lögboðnir fánadagar eru nýársdagur, föstudagurinn langi, páskadagur, sumardagurinn fyrsti, 1. maí, hvítasunnudagur, sjómannadagurinn, 17. júní, dagur íslenskrar tungu og fullveldisdagurinn 1. desember. Einnig ber að flagga á afmælisdegi forseta Íslands og þegar andlát og útfarir eru í Grindavík. Áhugasömum er bent á að gefa sig fram við sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar fyrir 1. apríl næstkomandi.

Nemendur í Holtaskóla í Reykjanesbæ voru hressir þegar ljósmyndara VF bar að í vikunni þrátt fyrir breytt skólahald. VF-mynd/pket

Risastórt og erfitt verkefni „Fólk er eðlilega kvíðið. Við höfum reynt að svara eftir bestu getu en því miður höfum við ekki öll svörin. Þetta er allt að gerast svo hratt og við bíðum eftir ýmsum svörum líka. Það er mikilvægt að allir reyni að halda ró sinni og leyfi málunum að þróast. Þetta er risastórt verkefni sem við þurfum öll að takast á við saman og við þurfum að hugsa í lausnum,“ segir Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, en margir

félagsmenn og fyrirtæki hafa leitað til VSFK um hin ýmsu mál sem komið hafa upp vegna COVID-19. Margir hafa áhyggjur af fjöldauppsögnum um næstu mánaðarmót.

Takmarkanir á þjónustu

Sveitarfélögin hafa brugðist við tilmælum sóttvarnalæknis í mörgum þáttum. Viðbragðsáætlun hefur verið virkjuð. Takmörkun er á skóla- og íþróttastarfi en leikskólar voru enn opnir í upphafi vikunnar. Hinar ýmsu

ALLT FYRIR HELGINA Í NÆSTU NETTÓ! -60%

-50% Ananas Gold Del Monte

220

KR/KG

ÁÐUR: 439 KR/KG

Lægra verð - léttari innkaup

Grísalæri Purusteik ca 2,5 kg

Bleikjuflök Ektafiskur

2.099 ÁÐUR: 2.999 KR/KG

-30%

KR/KG

598

KR/KG

ÁÐUR: 1.495 KR/KG

Tilboðin gilda 19. - 22. mars

þjónustustofnanir eru lokaðar eða þjónusta er veitt með öðrum leiðum, t.d. á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. „Sóttvarnalæknir talar um átta til tólf vikur. Þessi staða reynir á allt kerfið og okkur öll. Það er óvissa með allt tengt Keflavíkurflugvelli þar sem mikill fjöldi íbúa okkar starfar. Þetta eru skrýtnir tímar en öll getum við þó gert eitthvað og það skiptir máli,“ sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, í upphafi vikunnar en hann er ásamt fjölda annarra lykilstarfsmanna bæjarins í neyðarstjórn sem fundar daglega vegna COVID-19.

Hrun í ferðaþjónustu

Meðal margra sem hafa þurft að bregðast við ástandinu eru veitingastaðir. Nokkrir þeirra sem Víkurfréttir hefur talað við hafa ýmist lokað veitingasölum eða gert viðeigandi ráðstafanir. „Við höfum lokað veitingasalnum en seljum mat út til fólks og fyrirtækja. Það var helmingi minna að gera í kjölfarið,“ sagði Magnús Þórisson á matstofunni Réttinum síðsta þriðjudag og sama var uppi á teningnum á kínverska veitingastaðnum Panda í sömu húsalengju við Hafnargötu 90 í Keflavík. Ingólfur Karlsson, eigandi Langbest á Ásbrú,

segist hafa gert viðeigandi ráðstafanir með fjarlægð á milli borða á staðnum og var enn með opið í veitingasal þegar Víkurfréttir ræddu við hann á þriðjudag. Hann sagði marga nýta sér að panta mat og ná í hann. Heyrst hefur af hruni hjá mörgum aðilum í ferðaþjónustunni, m.a. bílaleigum sem eru margar á Keflavíkurflugvelli. Mikið af afpöntunum hafi borist sem og í hótelgeiranum en þúsund hótelherbergi voru afpöntuð á hótelum á Suðurnesjum vegna varnaræfingarinnar Norður-Víkings sem fara átti fram í apríl. Einhver þeirra voru búin að bóka öll herbergin í tuttugu daga. „Gestum hefur farið hratt fækkandi í takti við fækkun farþega til landsins. Óvissan er erfið fyrir allt efnahagslífið í heild sinni. Við skoðum stöðuna dag frá degi og því er erfitt að segja mikið núna,“ sagði Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu, aðspurð um stöðuna á vinsælasta ferðamannastað á Íslandi. Margir verslunareigendur finna líka fyrir ástandinu nema helst matvöruverslanir. Mikil aukning hefur t.d. verið í netverslun Nettó og þar hafa nokkur ný störf orðið til.

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum ■ aðalsímanúmer 421 0000 ■ auglýsingasíminn 421 0001 ■ fréttasíminn 898 2222


fimmtudagur 19. mars 2020 // 12. tbl. // 41. árg.

2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Gamla góða samstaðan! RITSTJÓRNARPISTILL

Það er óvissa og erfiðar vikur framundan. Heimsfaraldur vegna veirunnar COVID-19 hefur raskað bæði mannlífi og atvinnulífi og ljóst að næstu vikur verða erfiðar. Hjól atvinnulífsins snúast hægt og með margvíslegum afleiðingum, mörgum vondum og erfiðum. Þessi veira mun hafa gríðarleg áhrif á allt okkar líf á næstunni. Í lokaorðapistli Ingu Birnu Ragnarsdóttur í blaði vikunnar spyr hún réttilega hvort einhvern hefði órað fyrir því að alheimsfaraldur myndi geisa árið 2020? Að heilbrigðiskerfi færu á hliðina eitt af öðru við það eitt að útrýma veiru sem á upptök sín hjá leðurblökum í Kína? Við Suðurnesjamenn höfum upplifað mörg áföllin. Kvótinn hvarf úr Keflavík og hafði mikil áhrif á efnahagslífið í bítlabænum og nágrenni. Bandaríkjaher fór með manni og mús og til að gera það verkefni aðeins erfiðara bættist við bankahrun tveimur árum síðar. Við upplifðum nýtt góðæri í nokkur uppgangsár en svo féll WOW og nú COVID-19. Hvað næst? Það er lítið hægt að gera annað en að hughreysta fólk og huga að náungakærleik. Við munum komast í gegnum þetta eins og önnur áföll. Hafi samfélagsleg ábyrgð og samstaða einhvern tíma verið nauðsynleg þá er það núna. Við þurfum að huga að gamla fólkinu þó svo heimsóknir til þeirra séu eitthvað takmarkaðar. Við þurfum að hugsa enn betur um börnin. Það er ekki víst að þau skilji þetta ástand alveg. Með samstilltu átaki munum við fara í gegnum þennan skafl. Samkomubann er fram yfir páska og fjölmargir samverkandi þættir gera okkur hjá Víkurfréttum erfitt að taka ákvarðanir frá viku til viku, hvort grundvöllur sé fyrir því að prenta blaðið og dreifa inn á heimili á Suðurnesjum. Víkurfréttir byggja afkomu blaðsins alfarið á auglýsingatekjum og séu þær tekjur ekki til staðar þarf að skoða hagkvæmari leiðir til að koma blaðinu til lesenda. Síðustu vikur hefur verið mikil aukning í lestri á rafrænni útgáfu blaðsins en þúsundir sækja rafrænar Víkurfréttir í hverri viku. Í þeirri óvissu sem framundan er getur það gerst að tekin verður ákvörðun um að prenta ekki blaðið, heldur dreifa því bara rafrænt í gegnum netið. Þess vegna hvetjum við ykkur lesendur til að sækja blaðið rafrænt á vef Víkurfrétta, vf.is. Á vefnum er einnig hægt að skrá sig á póstlista og fá tilkynningu um nýjasta blaðið um leið og það er gefið út á vefnum. Stöndum þétt saman kæru vinir þó svo að það þurfi að vera tveir metrar á milli, Páll Ketilsson.

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR

Taka sýni gegnum bílglugga við HSS Hjúkrunarfræðingar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja tóku fjölmörg sýni á mánudag úr Suðurnesjamönnum vegna kórónaveirufaraldursins. Einstaklingum sem telja sig hafa komist í snertingu við eða umgengist smitaða einstaklinga hefur staðið til boða að koma og gefa sýni.

Sýnin voru tekin í gegnum bílglugga á bílastæði við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Fjölmargir nýttu sér þessa þjónustu samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi

Einungis maki getur verið viðstaddur fæðingu

Almennri móttöku HSS lokað og vaktmóttökufyrirkomulagi breytt Í ljósi neyðarstigs almannavarna vegna COVID-19 mun Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Keflavík og Grindavík gera talsverðar breytingar á almennri móttöku og vaktþjónustu og efla fjarþjónustu. Tímabundið er almennri móttöku lokað og vaktmóttökufyrirkomulagi breytt, auk þess sem tímum í sykursýkismóttöku og til háls-, nef- og eyrnalækna mun verða aflýst. Haft verður samband við alla þá sem eiga bókaða tíma og reynt að leysa erindið símleiðis ef mögulegt er. Þetta er gert til að draga úr smithættu skjólstæðinga sem og starfsfólks. Í neyð er fólki ráðlagt að hringja í neyðarlínuna 1-1-2.

Fólki sem er í neyð og leitar á heilsugæslu er alltaf sinnt. Öllum sem þurfa á vaktþjónustu að halda er bent á að hafa samband við heilsugæsluna í síma 422 0500, eða bóka símatíma á www.heilsuvera.is Símsvörun á HSS er allan daginn 8–20 og um helgar 10–20. Öllum skjólstæðingum verður vísað í símatíma hjá fagfólki. Ungbarnavernd og mæðravernd verður áfram en tímar ef til vill færðir. Upplýsingar um frekari breytingar á starfseminni verður auglýst á heimasíðu HSS og Facebook-síðu HSS. Nánari upplýsingar um COVID-19 faraldurinn er annars að finna á www.covid.is, www.heilsuvera.is og www.heilsugaeslan.is

Umferð í gegnum starfstöðvar lögreglunnar takmörkuð

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Vegna COVID-19 faraldursins þarf Ljósmæðravaktin á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að grípa til ráðstafana. Hvorki makar né aðstandendur fá að fylgja konum í mæðravernd eða sónarskoðun. Makar og aðstandendur eru beðnir um að koma ekki með inn á deildina. Einungis maki getur verið viðstaddur fæðingu en ekki aðrir aðstandendur. Engar heimsóknir eru leyfðar til sængurkvenna. Ekki er hægt að bjóða upp á nálastungur að svo stöddu. Ef þarf að sækja vottorð – vinsamlega hringja á undan sér og vottorðum verður komið niður í afgreiðsluna þar sem skjólstæðingar geta nálgast þau. Það er MJÖG mikilvægt að konur hringi á undan sér og tali við ljósmóður áður en þær koma. Sími 422 0542. Ljósmæðravaktin fylgir tilmælum Landlæknis og Almannavarna og biður skjólstæðinga og fjölskyldur þeirra að sýna þessum tilmælum skilning.

Rússinn hverfur smátt og smátt Rússneski togarinn Orlik, sem legið hefur í Njarðvíkurhöfn í fimm ár, hverfur nú smátt og smátt. Fyrirtækið Hringrás vinnur að því að rífa skipið í brotajárn. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því að taka spilliefni úr skipinu en í þessari viku hefur verið unnið að krafti að því að klippa niður yfirbyggingu skipsins. Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Marta Eiríksdóttir, sími 857 8445, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

Þar sem neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna COVID-19 veirunnar verður umferð í gegnum starfstöðvar lögreglunnar á Suðurnesjum takmörkuð. „Við biðjum viðskiptavini því frekar að senda tölvupóst á sudurnes@logreglan.is eða hringja í síma 444 2200, einnig er hægt að senda okkur skilaboð í gegnum Facebook. Þurfi fólk tafarlausa aðstoð lögreglu bendum við á 1-1-2, öllum fyrirspurnum sem berast á Facebook verður þó svarað. Þetta fyrirkomulag gildir þar til annað verður ákveðið,“ segir á síðu lögreglunnar á Suðurnesjum.

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


„Það er bæði ódýrara og einfaldara en þú heldur að kaupa líftryggingu“ Líf- og sjúkdómatryggðu þig á netinu. Nánar á sjova.is/lifogsjuk


fimmtudagur 19. mars 2020 // 12. tbl. // 41. árg.

4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Greina aðstæður í ferðaþjónustu á Reykjanesi

Vilja afnema dønsku sem skyldufag Marta Eiríksdóttir

Markaðsstofa Reykjaness vinnur nú hörðum höndum að því að greina aðstæður í ferðaþjónustu á Reykjanesi ásamt því að miðla upplýsingum til aðila sem margir hverjir eiga undir högg að sækja um þessar mundir. Send hefur verið út spurningakönnun til ferðaþjónustuaðila á svæðinu, þar sem tilgangurinn er að fylgjast með þróun í ferðaþjónustu á svæðinu í kjölfar brottfalls WOW air, COVID-19 faraldursins og hugsanlegs samdráttar í hagkerfinu. Frá þessu er greint á visitreykjanes.is og þar er tengill á könnunina. Niðurstöður verða svo nýttar í aðgerðir sem nýtast aðilum sem best í komandi verkefnum. Ferðafulltrúar sveitarfélaga á Reykjanesi eru nú í stöðugu sambandi við Markaðsstofuna þar sem farið er yfir stöðuna og hugsanlegar aðgerðir sem koma til greina. Markaðsátak, bæði innan- og utanlands, er einnig í burðarliðnum í samvinnu við Ferðamálastofu og Íslandsstofu.

marta@vf.is

landi því mörgum nemendum finnst danska vera tilgangslaust og ónothæft tungumál fyrir Íslendinga. Við vorum nokkrir krakkar að tala saman um þetta og ákváðum að búa til undirskriftarlista sem við gáfum heitið: Tökum dönsku úr Aðalnámskrá grunnskóla! Þennan lista settum við inn á vefinn www. change.org. Vefslóðin er http://chng.it/ KKdPYzZy. Þetta fór inn á föstudegi og fimm dögum seinna voru komnar 2.600 undirskriftir,“ segir Alexander Logi.

Voru hissa á viðbrögðum fólks

Hátíðarsvæði fái nafn innblásið af sjósókn Bæjarstjórn Grindavíkur hefur samþykkt að fara í samkeppni um heiti á hátíðarsvæðið við Seljabót fyrir neðan Kvikuna. Heiti svæðisins skal sækja innblástur í sjósókn og sjávarútveg.

Sundlaugar í samstarf? Bæjarstjórn Grindavíkur hefur samþykkt bókun frístunda- og menningarnefndar bæjarins um samstarf sundlauga á Suðurnesjum. Samráðshópur um heilsueflandi samfélag á Suðurnesjum leggur til við sveitarfélögin á Suðurnesjum að fella niður gjöld fyrir börn og ungmenni yngri en átján ára þvert á sveitarfélög. Einnig að árskort í sundlaugarnar gildi á milli sundlauga á Suðurnesjum. Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkur lagði til að öll árskort í sundlaugar á Suðurnesjum gildi á milli lauga á svæðinu að því gefnu að önnur sveitarfélög á Suðurnesjum samþykki tillögur samráðshópsins.

Kári (t.v.) og Alexander (t.h.).

Það eru fyrst og fremst sögulegar ástæður fyrir því að danska er skyldufag í skólum á Íslandi. Dönskukennsla byrjaði þegar Ísland var innan danska ríkisins fyrir margt löngu. Þá var danska stjórnsýslu-, verslunarog lærdómsmál og mikilvægt fyrir Íslendinga að kunna hana ef þeir ætluðu sér eitthvað í lífinu. Það er engin ein ástæða fyrir því að þessu hefur verið viðhaldið. Danska er meðal annars enn kennd til að opna Íslendingum gátt inn í norrænt mál ef fólk ætlar sér í framhaldsnám til Norðurlanda. Aðrir benda á að norska líkist meira íslensku tungumáli og gæti verið mun auðveldara tungumál fyrir okkur að læra. Nemendur í tíunda bekk við Njarðvíkurskóla mótmæla dönskukennslu og hafa safnað hundruðum undirskrifta vegna þessa. Víkurfréttir hittu að máli, þá Alexander Loga Chernyshov Jónsson og Kára Snæ Halldórsson sem báðir

eru nemendur í 10. bekk og komu af stað umræðunni.

Frekar að kenna nemendum þarfari hluti

„Við erum góðir í dönsku og einnig íslensku en viljum að danska verði valgrein en ekki skyldugrein eins og hún er í dag. Þetta er spurning um forgangsröðun, hvað nýtist okkur best í framtíðinni? Við fáum fjórar kennslustundir í dönsku á viku. Okkur finnst mikilvægara að kenna nemendum til dæmis fjármálalæsi og næringarfræði í þessum tímum, mikilvæga hluti sem geta hjálpað okkur í alvöru lífinu. Það skiptir okkur meira máli en danska en fær ekki nægilegt pláss í námsefni skólans,“ segir Kári Snær.

„Ég tel mig góðan námsmann. Við erum ekki að þessu til að pirra dönskukennara okkar en okkur finnst danska úrelt sem skyldunámsgrein,“ segir Alexander Logi.

Danirnir hlógu að okkur

„Sem dæmi um hvað þetta nám nýtist okkur illa, þá fórum við í keppnisferð til Danmerkur en við æfum báðir sund. Þar gátum við ekki talað dönsku því Danir skildu okkur ekki. Við reyndum það oft en fólk hló bara að okkur og bað okkur frekar að tala ensku. Við fáum samt talþjálfun í dönskutímum í skólanum okkar en það hefur ekki nýst okkur nógu vel,“ segir Kári Snær. „Sko, það hefur alltaf verið umræða í gangi varðandi dönskukennslu á Ís-

„Við vildum skapa umræður og fá fólk til að velta þessu fyrir sér, héldum ekki að þetta myndi verða að einhverju en fengum strax mikil viðbrögð fyrsta sólarhringinn, eitt þúsund undirskriftir,“ segir Kári Snær. „Krakkarnir í skólanum okkar og öðrum skólum eru ánægðir með að við hófum umræðuna,“ segir Kári Snær. „Kennurum okkar brá að þessi umræða sem við settum af stað væri að vekja svona mikla athygli,“ segir Alexander Logi. „Sumir voru stoltir af okkur í laumi. Flestir nemenda, til dæmis, vilja læra um það hvernig á að kaupa íbúð,“ segir Kári Snær.

Læra það sem tengist lífinu sjálfu

„Okkur finnst að við eigum að sleppa öllum þessum norrænu tungumálum sem skyldufagi, nema íslensku auðvitað, og hafa önnur norræn tungumál sem valfag,“ segir Alexander Logi. „Okkur langar að læra meira sem tengist lífinu sjálfu,“ segir Kári Snær. „Það mætti kenna meira það sem hjálpar sjálfstrausti nemenda,“ segir Alexander Logi. „Við værum alveg til í að hitta menntamálaráðherra og ræða þessi mál við hana,“ segir Kári Snær. „Já, af hverju ekki?“ spyr Alexander Logi.

Móttaka VSFK lokuð! Á meðan neyðarstig varir vegna útbreiðslu COVID-19 munu stéttarfélögin Krossmóa 4 eingöngu veita félagsmönnum fjarþjónustu. Þetta er gert með velferð félagsmanna að leiðarljósi. Öllum fyrirspurnum er svarað í síma 421-5777. Eins má senda fyrirspurnir á netföngin vsfk@vsfk.is og á Facebook-síðu VSFK og þeim verður svarað svo fljótt sem unnt er. Umsóknir er hægt að skilja eftir í póstkassa félagsins á 1. hæð. Þjónustuþegar VIRK eru beðnir að hafa samband við ráðgjafa sína í gegn um síma eða með tölvupósti.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu félagsins:

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

www.vsfk.is Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis

Samkaup opnar valdar verslanir fyrir eldra fólk og viðkvæma Samkaup hefur ákveðið að opna tólf verslanir Nettó og fimmtán verslanir Kjörbúðarinnar eingöngu fyrir þá sem eldri eru, með undirliggjandi sjúkdóma eða viðkvæmir. Verslanirnar, sem eru um land allt, verða opnar frá klukkan níu til tíu alla virka daga fyrir þessa tilteknu hópa á meðan samgöngubann er í gildi. Þetta er gert til að koma til móts við þá hópa sem eru í mestri hættu út af kórónaveirunni, COVID-19. Nettóverslanir á Suðurnesjum sem bjóða þennan opnunartíma eru annars vegar við Iðavelli í Keflavík og verslunin í Grindavík. Verslanir Kjörbúðarinnar á Suðurnesjum sem bjóða þennan opnunartíma eru í Garði og Sandgerði. Ítarlegar verklagsreglur verða viðhafðar í þessum verslunum. Eins og í öllum verslunum Samkaupa, sem eru

um 60 talsins, verða allir snertifletir, þar á meðal hurðahúnar, hurðar á kælum og frystum, posar, áhöld við afgreiðslu, handkörfur og innkaupavagnar, sótthreinsaðir og þessum verslunum verða allir starfsmenn með grímur og einnota hanska við afgreiðslu. Þá hefur þeim tilmælum verið beint til allra starfsmanna sem eru ekki við afgreiðslu að vera ekki í samneyti við viðkvæma einstaklinga. Samkaup fara þess á leit við viðskiptavini sína að fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis og halda tveggja metra fjarlægð á milli sín. Þá mælist Samkaup til þess við þessa hópa að reyna eftir fremsta megni að nota snertilausar greiðslur og forðast að nota peninga. Þá hvetur verslunarkeðjan viðskiptavini að huga vel að hreinlæti, því fyrst og síðast er handþvottur mikilvægasta sýkingavörnin.


fimmtudagur 19. mars 2020 // 12. tbl. // 41. árg.

5 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

FS-ingur vikunnar:

Hvatningin:

Í ljós aðstæðna ... hugsaðu um heilsuna!

Vill að nemendur stundi betur félagslíf skólans

Hversu oft hefur þú heyrt fyrri hluta þessarar fyrirsagnar síðustu daga?

Aðstæður okkar ALLRA hafa breyst mikið á síðustu dögum, líklegt er að ótti, streyta, ringulreið, óvissa, pirringur, veikindi og fleiri neikvæðir þættir hafi herjað á þig undanfarið, sem gæti haft slæm áhrif á heilsu þína. En hvað getur þú gert? Ég hef ofurtrú á mætti hreyfingar en segja má að hreyfing sé ódýrasta lyf í heimi. Í gegnum árin hefur aðalstarf mitt verið að breiða út boðskapinn um hversu mikilvægt það er að hugsa um heilsuna. Góð heilsa er gulls ígildi en það er nokkuð ljóst að ef þú hefur einhvern tímann upplifað mikil veikindi, þá þráir þú ekkert annað en að ná góðri heilsu á ný. Til þess að heilsan sé góð þá þarf að huga að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu.

„Búið að bæta mikið félagslíf skólans undanfarin ár en nemendur mættu vera duglegri að mæta á viðburðina,“ segir Jóna Kristín Einarsdóttir, sem er FS-ingur vikunnar að þessu sinni. Á hvaða braut ertu?

Hver er helsti kostur þinn?

Hvar býrðu og hvað ertu gömul?

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum?

Á fjölgreinabraut.

Hvað getur þú gert strax í dag til að bæta heilsu þína?

• Ef þú ert með tvo heila fætur og líkamlega í þokkalegu ástandi þá væri gott ráð að skella sér í göngutúr. • Ef líkamleg veikindi eru að hrjá þig sem hamla hreyfingu þá er hugarþjálfun frábær valkostur. Sjáðu fyrir þér hvað þú ætlar að gera til að efla heilsuna þegar þú hefur komist yfir þessa hindrun. • Farðu í góða sturtu og gættu að hreinlæti. • Drekku vatn og borðaðu fimm skammta af grænmeti og ávöxtum á dag. • Gefðu þér tíma til að hvílast og hlaða batteríin. • Spjallaðu við þá sem þér þykir vænt um. • Hrósaðu þér og öðrum – það er ótrúlega öflugt verkfæri. • Brostu! Eitt lítið bros hefur svo svakalega sterk áhrif.

Ég er mjög jákvæð.

Keflavík og er sautján ára.

Hver er helsti kosturinn við FS? Hvað

skólinn er nálægt húsinu mínu og nánast allir vinir mínir eru í FS.

Hver eru áhugamálin þín?

Hreyfing, að ferðast og vera með vinum mínum.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Egill Darri aka

Gillson Bandura því hann á framtíðina fyrir sér í DJ-bransanum.

Hver er fyndnastur í skólanum? Salvör er mjög fyndin.

Hvað sástu síðast í bíó? Mig minnir Annabelle.

Snapchat, Facebook og Instagram.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Jákvæðni.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?

Það gæti verið betra þó að búið sé að bæta það mikið á síðustu árum. Nemendur skólans mættu vera duglegri að taka þátt í félagslífinu og mæta á viðburðina.

Hver er stefnan fyrir framtíðina?

Stefni á háskólanám og langar að vinna sem hjúkrunarfræðingur eða osteopati.

Hver er helsti gallinn þinn?

Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum?

Ég mæti mjög oft seint.

Þegar þú kemst að því þá hvet ég þig til að sækjast í þá orku eins mikið og þú getur. Mundu að hindranir eru til að sigrast á þeim, ekki gefast upp! Það er oft þannig í lífinu að hlutirnir ganga ekki alveg upp en þá þarf maður að finna nýja leið.

Ég myndi breyta fjarvistakerfinu.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Nocco og tyggjó.

Hvað er það sem hvetur þig áfram? Hver er það sem hefur jákvæð áhrif á þig?

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS?

Hvað allt er nálægt og auðvelt að fara á milli staða.

Uppáhalds...

...kennari: Kolla Marels og Anna Rún. ...skólafag: Danska. ...sjónvarpsþættir: Friends. ...kvikmynd: Grease. ...hljómsveit: Queen en Beyoncé er uppáhaldssöngkona. ...leikari: Jennifer Aniston.

V I LT Þ Ú V E R Ð A H L U T I AF GÓÐU FERÐALAGI?

RAFVIRKI Isavia ANS óskar eftir að ráða rafvirkja til starfa með starfsstöð á Keflavíkurflugvelli. Helstu verkefni eru vinna við brautarlýsingu og aðflugs- og flugleiðsögukerfi. Viðhald hússtjórnarkerfa og almenn raflagnavinna. Viðkomandi þarf að vinna á starfsstöð í Reykjavík og á flugvöllum Isavia eftir þörfum. Nánari upplýsingar um starfið veitir Árni Páll Hafsteinsson, deildarstjóri, arni.hafsteinsson@isavia.is.

Hæfniskröfur • Sveinspróf í rafvirkjun • Reynsla af rekstri og viðhaldi smá-, lág- og háspennukerfa • Kunnátta í iðntölvustýringum æskileg • Þekking á flugmálum er kostur • Þekking á varavélum er kostur

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð. Nánari upplýsingar er að finna á isavia.is. Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia ber Jafnlaunamerkið með stolti enda er það staðföst trú okkar að launaákvarðanir skuli ávallt byggja á faglegum og málefnalegum rökum. Starfið tilheyrir Isavia ANS ehf. sem er dótturfyrirtæki Isavia og annast flugleiðsöguþjónustu á Íslandi.

S TA R F S S TÖ Ð : K E F L AV Í K

UMSÓKNARFRESTUR: 2 9. M A R S

UMSÓKNIR: I S AV I A . I S/AT V I N N A

Mig langar til að vitna í setningu sem góð vinkona mín hún Birgitta Jónsdóttir Klasen, nuddari, sagði við mig þegar ég hef verið að undirbúa mig fyrir keppni: „Kiddý! Mundu að þú verður að fara á fullum krafti alla leið yfir marklínuna, ekki gefa eftir fyrr en í mark er komið!“ Ég veit að við sem búum hér á Íslandi erum ótrúlega öflug. Höldum í þá trú að við getum orðið heilbrigðasta þjóð í heimi með samtakamætti okkar. Að lokum má ég til með að hrósa Eurovision-förum okkar, Daða Frey og Gagnamagninu, fyrir frábært lag. Lagið hvetur okkur áfram með hreyfingu og gleði. Hlustaðu vel á textann í íslensku útgáfunni, dillaðu þér með og ég veit að þú eflir heilsuna þína til muna. „Ef allir dansa með þá ætti þetta mögulega að sleppa.“ Heilsukveðja, Kiddý, Kristjana Hildur Gunnarsdóttir, íþróttafræðingur.


fimmtudagur 19. mars 2020 // 12. tbl. // 41. árg.

6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Gott bil á milli bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ vegna COVID-19 Bæjarstjórn Reykjanesbæjar fundaði í Merkinesi í Hljómahöll síðdegis á þriðjudag. Fundurinn bar þess merki að í gildi eru reglur sem fylgja samkomubanni. Hæfilegt bil, samkvæmt reglum, var haft á milli bæjarfulltrúa eins og sjá má á myndinni sem Hilmar Bragi, ljósmyndari Víkurfrétta, tók á fundinum.

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Góður afli fyrri helming marsmánaðar Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Eldur í sófa á Suðurgötu Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út á mánudag vegna eldsvoða í íbúð við Suðurgötu í Keflavík. Eldur hafði komið upp í sófa í íbúðinni. Marsmánuður orðinn hálfnaður og hann er búinn að vera nokkuð góður, aflalega séð, þrátt fyrir allt annað sem er í gangi í þjóðfélaginu. Hjá netabátunum er Erling KE kominn með 236 tonn í þrettán róðrum og mest 35 tonn, Langanes GK er með 217 tonn í þrettán róðrum og mest um 30 tonn, Maron GK 137 tonn í þrettán og mest um átján tonn, Halldór Afi GK 70 tonn í þrettán og mest um níu tonn, Þorsteinn ÞH er með 83 tonn í átta róðrum og mest um fjórtán tonn, Hraunsvík GK 33 tonn í tólf og mest sex tonn, Sunna Líf GK 29 tonn í átta róðrum og mest 7,5 tonn. Hjá dragnótabátunum hefur veiðin líka verið nokkuð góð. Benni Sæm GK er með 106 tonn í sex róðrum og mest 23 tonn, Sigurfari GK 90 tonn í sex róðrum og Ísey EA 80 tonn í tíu túrum en báturinn er búinn að vera að landa í Sandgerði og í Grindavík. Aðalbjörg RE hefur fengið 25 tonn í fimm róðrum. Nýr dragnótabátur kom í fyrsta skipti til Sandgerðis núna snemma í

mars og er það Finnbjörn ÍS frá Bolungarvík. Hann hefur fiskað nokkuð vel um 46 tonn í aðeins þremur róðrum og mest 16,5 tonn. Þessi bátur er nokkuð þekktur á Suðurnesjum og þó aðallega í Grindavík því Finnbjörn ÍS var gerður út frá þaðan í tæp 30 ár og hét þá Farsæll GK. Grétar Þorgeirsson var skipstjóri á bátnum ásamt föður sínum. Farsæll GK var seldur fyrir nokkrum árum vestur til Bolungarvíkur og fékk þar nafnið Finnbjörn ÍS. Nokkuð er búið að breyta bátnum frá því hann hét Farsæll GK, m.a. fékk hann nýjan lit. Þegar hann hét Farsæll GK þá var hann rauður en undir nafninu Finnbjörn ÍS þá er báturinn fallega gulur á litinn. Sömuleiðis var afturendanum, eða skutnum, á Finnbirni ÍS breytt nokkuð, hann breikkaður og hækkaður. Við það þá fékkst aðeins meira flot í bátinn að aftan og varð hann aðeins stöðugri. Af hvejru er báturinn á Suðurnesjum? Jú, útgerðaraðilinn sem á Finnbjörn ÍS hefur verið á dragnót frá Bolungarvík undanfarin ár og landað á fiskmarkaði, fiskverkun í Keflavík

hefur verið stór kaupandi af fisknum frá Finnbirni ÍS. Báturinn kom suður í smá viðhald núna í janúar en þar sem dragnótaveiði frá Bolungarvík er mjög léleg á þessum tíma árs ákvað skipstjórinn, Elli Bjössi, að koma með bátinn til Sandgerðis og reyna fyrir sér á dragnótamiðunum sem eru skammt undan Hafnarberginu. Það hefur gengið vel. Þessi sama fiskverkun í Keflavík tekur fiskinn af Finnbirni ÍS. Reyndar verður báturinn, samkvæmt fyrstu upplýsingum, bara hérna í stuttan tíma en það gæti farið svo að hann myndi koma hingað aftur og vera þá til lengri tíma. Það er verið að vinna í því. Reyndar fór svo illa núna á sunnudaginn að það var brotist inn í bátinn þegar hann lá inn í Sandgerðishöfn. Gluggi sem er á neðri hæðinni á bátnum og snýr út á dekk var brotinn auk þess sem að gluggi á brúnni var spenntur upp. Myndavélakerfi er í bátnum og náðist innbrotsþjófurinn á mynd og er lögreglan að vinna í því máli. Mikið var rótað í bátnum og skemmt en ekki miklu stolið.

Þegar slökkvilið og lögregla komu á staðinn hafði húsráðandi borið logandi sessur úr sófanum út úr íbúðinni þar

sem slökkviliðsmenn slökktu eldinn. Húsráðandi brenndist minniháttar á höndum í slökkvistarfinu.

Átakshópur leiti lausna í miklu atvinnuleysi Menningar- og atvinnuráð Reykjanessbæjar leggur til að skipaður verður átakshópur starfsfólks og nefndarmanna í því skyni að leita lausna vegna þess mikla atvinnuleysis sem nú er í Reykjanesbæ. Markmið er að skapa stöðugra og fjölbreyttara atvinnulíf til framtíðar.

Skipa vinnuhóp til að bregðast við vatns- og orkuleysi Almannavarnanefnd Suðurnesja utan Grindavíkur hefur falið slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja að fara þess á leit við sveitarfélögin á Suðurnesjum, HS Orku og HS Veitur að skipa einn til tvo fulltrúa hvert í vinnuhóp sem hafi það verkefni að gera áætlun um hvernig bregðast skuli við er til alvarlegra atburða kemur og heitt vatn til húshitunar, neysluvatn og rafmagn dettur út á Suðurnesjum.

RAFRÆN ÚTGÁFA Á ÓVISSUTÍMUM Til að fá ókeypis rafræna áskrift getur þú farið inn á vf.is, skráð þig á póstlista og fengið Víkurfréttir glóðvolgar í tölvupóstinn þinn í hverri viku!


fimmtudagur 19. mars 2020 // 12. tbl. // 41. árg.

7 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fjörutíu og fjórir á leikskóla og tíu Crossfit-iðkendur í sóttkví Starfsmaður á Tjarnarseli og CrossFit-þjálfari greindust með COVID-19 Meðal smitaðra af COVID-19 veirunni á Suðurnesjum eru m.a. starfsmaður á leikskólanum Tjarnarseli í Reykjanesbæ og þjálfari í CrossFit í Sporthúsinu á Ásbrú. Þrír aðrir einstaklingar eru smitaðir á Suðurnesjum miðað við tölur frá Embætti landlæknis 17. mars kl. 17:40. Á þeim tímapunkti voru 95 í sóttkví á Suðurnesjum. Árdís Jónsdóttir, leikskólastjóri Tjarnarsels, staðfesti við vf.is að starfsmaður leikskólans hafi veikst síðasta föstudag og greinst með COVID-19. Í kjölfarið voru allir starfsmenn sem voru við vinnu þennan dag settir í sóttkví, alls 22 starfsmenn og 22 börn, alls 44 einstaklingar. Ræstitæknir hjá verktaka sem þreif skólann þennan dag er líka kominn í sóttkví sem og einn nemi frá Háskóla Íslands. Tjarnarsel er því lokað til 28. mars. Árdís segir að upplýsingar og leiðbeiningar hafi verið sendar öllum foreldrum og starfsfólki. Þjálfari hjá CrossFit í Sporthúsinu á Ásbrú greindist með veiruna eftir heimkomu frá Bandaríkjunum 7. mars. Hann fór í sóttkví sem og nemendur sem voru í tíma hjá honum við heimkomu. Þjálfarinn kenndi sér ekki meins í CrossFit-tímanum sem var fyrir hádegi 7. mars en veiktist síðar sama dag. Hann hélt sig heima og hafði samband við 1700 daginn eftir en var ekki kallaður í sýnatöku. Hann fór sjálfur í sýnatöku hjá Íslenskri erfðagreiningu og fékk tilkynningu um það 15. mars að hann væri smitaður.

Landris hafið að nýju við Þorbjörn Landrisið er nú hægara en það sem mældist í lok janúar. Líklegast að kvikusöfnun hafi tekið sig upp að nýju á sama stað. Engin merki um gosóróa. Vísindaráð Almannavarna kemur saman í næstu viku, segir á vef Veðurstofu Íslands. Á síðustu dögum hafa niðurstöður jarðskorpumælinga verið að skýrast og nú er ljóst að þensla sem veldur landrisi er hafin að nýju við Þorbjörn. Þetta staðfesta bæði GPS-mælingar á svæðinu og einnig gögn frá gervihnöttum. Vísindamenn á Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnun Háskólans og Ísor funduðu á þriðjdagsmorgun og rýndu nýjustu mælingar og gögn. Landrisið er á sömu slóðum og það var í lok janúar en mælist hægara en þá. Verulega hafði dregið úr landrisinu í lok febrúar og virtist það hafa stöðvast tímabundið. Nýjustu gögn sýna að frá byrjun mars hefur land risið rétt innan við 20 mm. „Landrisið núna virðist mjög hægt og mun hægara en í lok janúar. 20 mm er í raun sáralítið landris og mjög erfitt að greina svo litla breytingum með þeirri tækni sem til staðar er. Oft þarf því að safna gögnum í einhverja daga til að fá það staðfest að landris hafi orðið eða eigi sér stað,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu

Íslands. „Nú erum við farin að sjá merki um landris og benda okkar útreikningar til þess að það eigi sér svipaðan uppruna og landrisið í janúar,“ segir Benedikt jafnframt í tilkynningu Veðurstofu Íslands.

Kvikusöfnun getur átt sér stað í langan tíma án þess að það komi til eldgoss

Eins og Vísindaráð Almannavarna ályktaði á sínum tíma er líklegasta skýringin á landrisinu talin vera kvikusöfnun. „Þó svo að við sjáum merki um að landris sé hafið að nýju táknar það ekki að atburðarásin við Þorbjörn sé að hraða á sér, né að gos muni hefjast á næstunni. Þekkt er að kvikusöfnun geti átt sér stað í langan tíma, mánuði, jafnvel ár, án þess að komi til eldgoss,“ segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni. „Svona atburðarás eins og við erum að sjá á Reykjanesi núna getur verið mjög löng og kaflaskipt, þar sem dregur úr virkni tímabundið án þess að henni sé að fullu lokið. Næstu skref eru að Vísindaráð Almannavarna komi saman til að meta stöðuna og hafa Almannavarnir boðað til fundar í lok næstu viku að öllu óbreyttu,“ segir Kristín.

Mikil skjálftavirkni ein af sviðsmyndum Vísindaráðs

Talsverð skjálftavirkni fylgdi landrisinu og var það ein af þeim sviðsmyndum sem Vísindaráðið gerði ráð fyrir. Jarðskjálfti sem fannst víða á suðvesturlandi mældist að morgni 12. mars um 4 km NNA við Grindavík og 2 km austur af Bláa lóninu og fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið. „Við mátum skjálftann 12. mars M5,2 en nú höfum við endurmetið hann með stærð M4,6. Það getur verið flókið að meta stærð stærri skjálfta en nú erum við mörg búin að liggja yfir þessum skjálfta og þetta er niðurstaðan,“ segir Kristín Jónsdóttir. „Hluti af skýringunni er sú að bylgjur eru að endurkastast í jarðskorpunni sem flækir úrvinnsluna. Það má líkja þessu við að framkalla bylgjur í vatni í baðkari, þá endurkastast vatnið frá öllum hliðum og það er einmitt mikið af slíkum og óvenju sterkum endurköstum á Reykjanesskaganum. Við munum skoða þessa hrinu í samhengi við önnur gögn sem nú liggja fyrir á næsta fundi Vísindaráðs til að meta líklegustu framvindu atburðarásarinnar,“ segir Kristín.

Starfsmaður í þjónustu- og innkaupadeild Þorbjarnar hf. Þorbjörn hf. óskar eftir að ráða metnaðarfullan og framsækinn einstakling í starf í þjónustu- og innkaupadeild. Í starfinu felst umsjón með viðhaldi og viðhaldskostnaði deilda hjá Þorbirni hf. í Grindavík.

· · · · · · ·

Umsóknarfrestur

Upplýsingar og umsókn

22. mars

capacent.com/s/24060

Starfs- og ábyrgðarsvið: Skipulagning viðhalds og þjónustu skipa og landvinnslu í samstarfi við yfirmann deildar Forgangsröðun verkefna, samþykktir og framkvæmd verkpantana Utanumhald á viðhaldskostnaði og eftirlit með þjónustuaðilum Tæknilegur stuðningur við iðnaðarmenn og vélstjóra Innleiðing og utanumhald á miðlægri þjónustu- og innkaupakerfi Samþykktir og yfirferð á þjónustu- og innkaupareikningum Viðvera við móttöku og brottfarir skipa, í slippum og inniverum skipa

Menntunar- og hæfniskröfur: Vélstjórnarmenntun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi æskileg Reynsla af rekstri viðhalds og/eða þjónustu Góð kunnátta í íslensku og ensku og geta til að tjá sig í ræðu og riti Góð almenn tölvukunnátta Vilji til að læra og þróast í starfi Jákvæðni og hæfni til að vinna í teymi Geta til að skipuleggja og leiða verkefni

Capacent — leiðir til árangurs

· · · · · · ·

Þorbjörn hf. hefur rekið fiskvinnslu í Grindavík frá stofnun og einnig í Vogunum frá árinu 2000. Fyrirtækið hefur gert út netbáta, línubáta, loðnubáta og togara og verið með frystitogararekstur frá árinu 1990. Í dag gerir Þorbjörn hf. út sex skip og starfrækir þrjá landvinnslur. Frekari upplýsingar má finna hér: www.thorfish.is


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Röddin er vinnutækið mitt

„Ég elska að spila með hljómsveitinni og búa til nýja músík,“ segir Valdimar Guðmundsson Hljómsveitin Valdimar heldur upp á tíu ára afmæli á þessu ári og fagnar því meðal annars með stórtónleikum í Hörpu. Forsprakkinn, Valdimar Guðmundsson, er fæddur og uppalinn í bítlabænum Keflavík. Fyrsta plata hljómsveitarinnar var tekin upp í hljóðveri Geimsteins og kom út árið 2010. Rokksafn Íslands í Reykjanesbæ var auðvitað tilvalinn staður til að hitta Valdimar. „Það eru tíu ár á þessu ári frá því fyrsta platan, Undraland, kom út. Það verður bara svaka stuð. Það verða tónleikar í Eldborg í september og miðasalan er í fullum gangi á tix.is. Upphaflega stóð til að halda tónleikana núna í mars en við tókum ákvörðun að breyta því í ljósi samkomu­banns, miðinn gildir áfram á tónleikana. Þetta verða stórir og miklir tónleikar, alveg klárlega stærstu tónleikar sem við höfum haldið og öllu til tjaldað. Við verðum með svona „best of “ prógramm og ætlum að reyna að hafa þetta í tímaröð, fara í fyrstu plötuna, tala svolítið um hana og taka nokkur lög af henni, fara síðan í plötu númer tvö og svolítið bara í gegnum söguna. Þetta eru fjórar plötur sem eru komnar út núna.“

Þetta verða stórir og miklir tónleikar, alveg klárlega stærstu tónleikar sem við höfum haldið og öllu til tjaldað ... Er ný plata kannski í smíðum? „Nei, við erum ekki komnir svo langt ennþá. Það kom plata í lok 2018 og það var svolítið tímafrekt að klára hana, þriggja ára vinna eða eitthvað svoleiðis. Næsta sumar förum við væntanlega að vinna í nýju efni.“

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Það eru mestmegnis Suðurnesjamenn í hljómsveitinni. „Já, við erum fimm í bandinu sem erum héðan af Suðurnesjum, fjórir frá Keflavík og einn frá Garðinum. Það er mikið Suðurnesjablóð í okkur.“ Páll Ketilsson pket@vf.is

Valdimar Guðmundsson og Páll Ketilsson spjölluðu saman í Suðurnesja Magasíni Víkurfrétta, hægt er að horfa á viðtalið á vef Víkurfrétta, vf.is.

Hefur tónlistin ykkar breyst mikið frá fyrstu plötunni? „Hún hefur þróast svolítið. Maður finnur alveg mun á hverri plötu. Fyrsta platan var svolítið hrá, við vorum ennþá að leita að okkar „sándi“ og svona. Lögin sem voru tekin upp 2009, ég finn alla vega að ég var þá ekki alveg búinn að finna röddina mína. Hálf platan er svolítið sungin af frekar óreyndum söngvara, svo í öðrum lögum er ég aðeins búinn að finna röddina betur.“


fimmtudagur 19. mars 2020 // 12. tbl. // 41. árg.

9 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Hljómsveitin Valdimar. Ljósmynd: Spessi

Ég held ég hafi tekið fimm stig í klassískum básúnuleik í Tónlistarskólanum í Keflavík. Ég fór svo í FÍH og tók fjórða stig þar í jazzbásúnuleik. Ég var þá líka í Listaháskólanum og er með BA-gráðu í tónsmíðum ... Þið slóuð í gegn með þessari fyrstu plötu. „Já, blessunarlega.“ Er eitthvað lag eða plata sem þú heldur mest upp á eða er þetta eins og með börnin manns, maður vill ekki gera upp á milli þeirra? „Það er erfitt. Mér finnst síðasta platan okkar eiginlega vera sú besta. Ég held það sé örugglega svolítið hollt að finnast það, að það síðasta sem maður gerði sé það besta sem maður hefur gert.“ Eru þínar rætur alltaf í Keflavík? „Já, auðvitað er maður búinn að skjóta svolítið rótum í Reykjavík núna en maður vill alltaf koma hingað aftur. Það er aldrei að vita hvort maður komi aftur þegar maður er orðinn eldri. Kannski eftir svona þrjátíu, fjörutíu ár, þá sjáum við til.“

Hvernig er líf atvinnutónlistarmannsins, ertu að syngja alla daga? „Það er auðvitað bara mismikið að gera hjá manni. Þetta kemur svona í bylgjum. Stundum er alveg brjálað að gera, stundum ekki neitt. Maður þarf svolítið að skipuleggja sig bara. Þetta er farið að flæða vel hjá mér samt. Það er ofboðslega mikið frelsi sem fylgir þessu. Maður er sinn eigin herra. Það er mjög næs.“

Mér finnst síðasta platan okkar eiginlega vera sú besta. Ég held það sé örugglega svolítið hollt að finnast það ...

Valdimar „Við vorum í einhverju bölvuðu basli að finna nafn á hljómsveitina, við ætluðum að heita Hafstola eða eitthvað svona fáránlegt. Kvintett Valdimars Guðmundssonar var einhvern tímann pæling. Svo nefndi Ásgeir það að keflvísku hljómsveitirnar, Hljómar og Hjálmar, enduðu á -mar. Þá stakk hann upp á Sigmar en einhvern veginn, út frá þessu, enduðum við á að Valdimar varð fyrir valinu. Þetta er ekki einhvert svona „egó-thing“ hjá mér að hljómsveitin verði að heita Valdimar því ég heiti það. Ásgeir kom með þessa tillögu og okkur fannst þetta mjög skondið.“

Ertu að syngja úti um allt, giftingar, jarðarfarir og allt þar á milli? „Já, alls konar, úti um allt. Mestu tekjurnar sem ég fæ er þegar að syngja án hljómsveitarinnar; í jarðarförum, brúðkaupsveislum og afmælum. Að spila með hljómsveitinni er meira „passionproject“ núna myndi ég segja. Það sem ég elska að gera mest er að spila með hljómsveitinni og búa til nýja músík

með henni. Til þess er maður í þessu öllu saman.“ Hvar liggja þínir hæfileikar í tónlistinni? „Við Ásgeir semjum mjög mikið af músíkinni. Við gerum svona flesta grunna fyrir plöturnar okkar. Ég er alveg frekar sterkur í því, þó ég segi sjálfur frá. Söngurinn er svolítið svona vinnutækið mitt, röddin. Hún hefur framfleytt mér síðustu ár svo hún er klárlega svona einn af styrkleikum mínum. Svo er maður ágætur básúnuleikari líka og ágætur í að útsetja. Þetta eru allt svona samverkandi þættir.“ Hvernig lá leið þín í tónlistina? „Ég byrjaði mjög ungur að læra á básúnu. Ég lærði reyndar fyrst, eins og allflestir, á blokkflautu. Áður en ég fór að læra á blokkflautuna þurfti ég að taka hálft ár eða eitt ár á Es-horn, sem er lítið horn. Ætli ég hafi ekki verið sjö

ára gamall þegar ég byrjaði að læra á básúnuna. Ég held ég hafi tekið fimm stig í klassískum básúnuleik í Tónlistarskólanum í Keflavík. Ég fór svo í FÍH og tók fjórða stig þar í jazz-básúnuleik. Ég var þá líka í Listaháskólanum og er með BA-gráðu í tónsmíðum, háskólagenginn tónlistarmaður. Ég hafði svona verið að fikta við að gera tónlist með Ásgeiri, við vorum í hljómsveit sem hét Streng. Svo fjaraði sú hljómsveit út og við byrjuðum með aðra hljómsveit sem við kölluðum á endanum Valdimar. Við byrjuðum að taka upp 2009 og svo kom út fyrsta platan 2010. Ég byrjaði ekkert að syngja fyrr en ég var svona tvítugur en hef verið mjög lengi í básúnuleiknum og tónlistarnáminu. Maður mætti líka á fótboltaleiki með básúnuna í Puma-sveitinni. Við komumst í sjónvarpið og allt! Það er mikil tónlist í ættinni, í blóðinu. Auðvitað græðir maður á því.“

Lokun fyrir heimsóknir á skrifstofur Festu lífeyrissjóðs vegna COVID-19 Á meðan neyðarstig varir vegna útbreiðslu COVID-19 mun Festa lífeyrissjóður eingöngu veita sjóðfélögum fjarþjónustu. Þetta er gert með velferð sjóðfélaga að leiðarljósi. Öllum fyrirspurnum er svarað í síma 420 2100. Eins má senda fyrirspurnir á netfangið festa@festa.is og þeim verður svarað svo fljótt sem unnt er. Ef þú þarft að skila af þér gögnum, vinsamlegast notið póstkassa sjóðsins á 1. hæð. Nánari upplýsingar má finna á www.festa.is

Hljómsveitin Valdimar árið 2010.


fimmtudagur 19. mars 2020 // 12. tbl. // 41. árg.

10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Ánægðar á fertugri saumastofu

– Fimm konur starfa á saumastofu Álnabæjar og sauma þar fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Í gegnum árin hafa margar saumastofur lokað hér á landi og verið fluttar til útlanda þar sem ódýrara vinnuafl fæst í verkið. Það heyrir því til undantekninga að reknar séu saumastofur á Íslandi og hvað þá að þar starfi eingöngu Íslendingar. En í Keflavík leynist ein slík og viti menn þar starfa fimm konur, sumar í hlutastarfi og aðrar í fullu starfi. Verslunin Álnabær, sem verður 44 ára á árinu, rekur þessa saumastofu við Tjarnargötu í Keflavík og hún hefur verið rekin í fjörutíu ár. Konurnar voru í kaffi þegar Víkurfréttir litu inn til þeirra á saumastofuna. Ein þeirra, Dagbjört Magnúsdóttir, er ekki viðstödd, skrapp í frí til útlanda en við borðið sitja þær fjórar og drekka kaffi. Það er notaleg stemning á vinnustaðnum, tónlist ómar lágt, kruðerí er í skál á kaffiborðinu sem konurnar sitja við.

Sigrún Ásta Marinósdóttir er yngst þeirra kvenna sem starfa á saumastofu Álnabæjar og er jafnframt verkstjóri:

Alin upp við saumaskap

„Ég byrjaði að vinna hér þegar mig vantaði hlutastarf og hef verið í samtals fimmtán ár. Ég hef enga menntun á þessu sviði og kunni voða lítið þegar ég byrjaði. Mamma var verkstjóri á undan mér en hún er ótrúlega flink að sauma og ég er alin upp við saumaskap því hún saumaði föt á okkur og gardínur og allt sem þurfti. Nú er mamma

Sigrún Ásta Marinósdóttir er verkstjóri saumastofunnar.

Saumakonurnar hjá Álnabæ eru ánægðar í starfi.

komin á eftirlaun og ég tekin við verkstjórninni. Ég er auðvitað búin að læra mikið á þessum árum og finnst æðislega gaman að vinna hér enda erum við með góða vinnuveitendur,“ segir Sigrún Ásta með bros á vör. Hjónin Guðrún Hrönn Kristinsdóttir og Magni Sigurhansson eru eigendur Álnabæjar og hafa rekið fyrirtækið í öll þessi ár, sem síðar færði út kvíarnar og er einnig með verslun í Reykjavík.

Tískan gengur í bylgjum

„Það er nóg að gera hjá okkur. Tískan gengur í bylgjum og nú vilja allir fá aftur gardínur í stofuna sína og á heimili sitt. Strimlatjöldin eru ennþá mjög vinsæl en gardínur skapa þessa hlýju inni á heimilinu. Þegar ég setti sjálf upp gardínur heima hjá mér þá fannst mér ég vera komin með heimili en ekki hús, svo hlýlegt og einnig hljóðdempandi. Við erum að sauma fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hér erum við að sauma gardínur, rúmteppi og púða, þegar herbergið á allt að vera í stíl,“ segir Sigrún Ásta.

Nú vilja margir fá aftur gardínur í gluggana

Sigrún segir að í fyrra hafi verið metár í framleiðslu hjá þeim. Stórar pantanir komu frá fyrirtækjum, hótelum og einstaklingum. „Þegar það er brjálað að gera þá fáum við aukahendur og mamma hefur þá verið liðtæk og komið

UPPLÝSINGAR FYRIR ÍBÚA Í VOGUM VEGNA COVID-19 Sveitarfélagið Vogar birtir nýjustu upplýsingar um COVID-19 vírusinn á vef sveitarfélagsins,

www.vogar.is Hvetjum bæjarbúa til að fylgjast vel með upplýsingum um þjónustu í Sveitarfélaginu Vogum og kynna sér aðgerðaráætlun sveitarfélagsins á vefsíðunni.

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

hingað að sauma með okkur. Hún er leynivopnið okkar segjum við. Þegar ég byrjaði í hlutastarfi hér var ég með lítið barn og vildi ekki vera of mikið að heiman en hér gat ég fengið starf part úr degi. Ég kunni ekkert að sauma en það lærðist. Svo fannst mér þetta bara svo hrikalega skemmtilegt þegar ég var komin með kunnáttuna og gat saumað hratt og vel. Ekki átti ég von á því í gamla daga þegar ég var í handavinnutímum hjá Randí í skólanum að ég myndi enda í saumaskap. Það er ekki bara gaman að sauma, það þarf að spá og spekúlera, reikna út stærðir og fleira. Fólk kemur til okkar með alls konar hugmyndir og alls konar gluggaútfærslur og við þurfum þá að finna út það sem passar. Þetta er því mjög skapandi starf,“ segir Sigrún Ásta. Guðrún J. Karlsdóttir:

Saumar enn með 55 ára gamalli fermingarvél

„Það eru bara sex ár síðan ég byrjaði hér. Ég frétti að það væri að laust starf hér og ég hef alltaf verið dugleg að sauma og því fannst mér upplagt að prófa. Ég hef saumað síðan ég man eftir mér. Þegar krakkarnir voru að alast upp þá saumaði ég föt á þau, á mig og manninn og jakkaföt á mág minn. Það hefur verið auðvelt fyrir mig, að teikna og búa til snið frá grunni,“ segir Guðrún Karlsdóttir en mamma hennar var saumakona og hún ólst upp við saumaskap, móðir hennar kenndi henni. „Þegar ég var tólf ára þá saumaði ég á mig fyrstu buxurnar. Þá varð maður að varpa alla saumana því ekki var sikksakk á saumavélinni. Svo fékk ég Pfaff saumavél í fermingargjöf sem ég nota ennþá og verður 55 ára gömul í vor. Ég fer með hana öðru hvoru til þeirra í Pfaff í hreinsun og þeir hafa boðið mér að kaupa hana en ég læt ekki vélina því hún er svo góð. Ég á aðra saumavél miklu nýrri en þessi frá Pfaff er eðalgripur. Hér á saumastofu Álnabæjar erum við að sauma gardínur og fleira í þeim dúr. Mér líkar það ágætlega og kann vel við mig hér með þessum konum. Í vor ætla ég þó að leyfa mér að hætta að vinna og njóta efri áranna. Ég hlakka til þess.“ Bára Jónsdóttir:

Skylda að mæta með köku á afmælisdaginn

„Ég hef unnið hér í sex ár og alltaf saumað sjálf allar mínar gardínur og eitthvað af fötum. Svo byrjaði ég hér og finnst mjög gaman að sauma í vinnunni. Það er mikið pláss á vinnusvæðinu og saumavélin mín er mjög góð,“ segir Bára Jónsdóttir en hún segir

vélina vinna hratt og þegar hún saumi á vélinni sinni heima þá finnst henni hún núna vera allt of hæg. „Við pössum upp á okkur hér þegar við sitjum og saumum, stillum stólana vel svo vinnuaðstaðan sé rétt. Við fáum ákveðnar verklagslýsingar í upphafi og förum eftir þeim. Það má segja að við eignum okkur vélina sem við sitjum við og látum aðrar í friði en stelum stundum tvinna af næstu vél ef okkur vantar þann lit sem er á keflinu og það má alveg. Það er skylda að mæta með köku þegar við eigum afmæli. Það er svona eina reglan okkar á milli. Vinnuandinn er notalegur og við höfum hist í heimahúsi utan vinnu,“ segir Bára og brosir til hinna við borðið. Lára Brynjarsdóttir:

Alsæl í vinnunni

„Ég var atvinnulaus fyrir fjórum árum og var að klára námskeið hjá Vinnumálastofnun þegar ég frétti af þessu starfi hér á saumastofu Álnabæjar og sótti um. Ég hafði saumað smávegis á krakkana mína en ekkert til að tala um. Ég er handverkskona og finnst gaman að prjóna og svoleiðis en svo fékk ég starfið hér og er mjög ánægð,“ segir Lára Brynjarsdóttir. Í byrjun segist hún hafa verið óörugg og ekki nógu góð. „Ég var eiginlega brjáluð út í sjálfa mig að hafa komið hingað, því þegar ég kom inn var allt á kafi í stórri hótelpöntun. Mér fannst það hræðilegt og hugsaði með sjálfri mér að ég hefði nú átt frekar átt að passa barnabörnin mín, þar gerði ég meira gagn. Svona lét ég þrjár fyrstu vikurnar en samstarfskonur mínar voru svo góðar við mig hérna, stöppuðu í mig stálinu og neituðu að leyfa mér að gefast upp. Það er þeim að þakka að ég róaðist. Ef þær hefðu ekki verið svona góðar við mig og þolinmóðar þá væri ég ekki hér. Hvatning þeirra hjálpaði mér að fóta mig, ég fékk alla þá aðstoð sem ég þurfti í byrjun. Þær eru svo góðar þessar stelpur hérna. En byrjunin var með því erfiðara sem ég hef lent í, kannski var það vegna þess að ég hafði verið atvinnulaus og misst trú á sjálfa mig. Þetta er besta vinna í heimi segi ég núna. Hér er ró inn á milli tarna og þá förum við í saumapokana sem er endurvinnsla á afgangsefni. Erum við ekki að reyna að hætta að nota plastpoka? Í dag er ég miklu fljótari að sauma og trúi því jafnframt að ég geti þetta. Það er meginmunurinn. Ég er alsæl og elska vinnuna mína.“


RAFRÆN ÚTGÁFA Á ÓVISSUTÍMUM www.vf.is/vikurfrettir/tolublod Verði messufall og Víkurfréttir komi ekki út á prenti á þeim óvissutímum sem nú eru, þegar heimsfaraldur vegna COVID-19 veirunnar hefur raskað bæði mannlífi og atvinnulífi, bendum við ykkur á að blaðið verður vikulega gefið út í rafrænni útgáfu á vf.is.

Til að einfalda málið getur þú farið inn á vf.is og skráð þig á póstlista og fengið Víkurfréttir glóðvolgar í tölvupóstinn þinn í hverri viku!

R I T S TJ Ó R N O G A U G LÝ S I N G A R • 4 2 1 0 0 0 0 • V F @ V F. I S


fimmtudagur 19. mars 2020 // 12. tbl. // 41. árg.

12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Guðný Einarsdóttir, séra Sigurður Grétar og Kristjana Kjartansdóttir með Ingu Jónu í fanginu.

Sjana Kjartans sér um að hafa góðar veitingar á foreldramorgni.

Krúttleg kríli í morgunstund í Garði Gaman að vera með börnum

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

Það var notaleg stemning í Kiwanishúsinu í Garði á foreldramorgni. Kristjana Kjartansdóttir heldur utan um þessa morgna sem fara fram á miðvikudögum í hverri viku á vegum Útskálakirkju en hún hefur lengi verið viðloðandi barnastarf á vegum kirkjunnar. Hríðarbylur var úti en það aftraði ekki mæðrum og einni ömmu að mæta með litlu börnin, enda var gestur væntanlegur úr Reykjavík með upplifun sem kallast Krílasálmar. Foreldramorgnar hefjast klukkan 10:30 og eru til hádegis. Þarna mæta foreldrar, mæður í fæðingarorlofi og stundum ömmur með litlu krílin. Kaffiveitingar voru ekki af verri endanum þennan morgunn, allt heimabakað sem Sjana Kjartans sá um að útbúa. Allt er þetta frítt og allir velkomnir að vera með.

Það var líf og fjör þennan morgunn sem endranær, börnin sáu um það með einlægni sinni og forvitni um önnur börn. Krúttlegt að fylgjast með þeim uppgötva önnur börn. „Barnastarfið byrjaði fyrir þrjátíu árum hér fyrir aldurshópinn níu til tólf ára en þar koma krakkarnir sjálfir einu sinni í viku. Það starf hefur ávallt verið öflugt og lifandi og endar með ferðalagi í Vatnaskóg á vorin. Það er svo gaman að vera í kringum börn. Ég hef haldið utan um þessa foreldramorgna fyrir þau yngstu og nýt þess að hlúa að þeim sem mæta. Góðar veitingar eru partur af því. Foreldramorgnar eru lifandi stund fyrir börn á forsendum þeirra, ef þau þurfa bleyju eða að drekka þá er það engin truflun,“ segja Sjana Kjartans.

Krakkarnir njóta sín vel

Séra Sigurður Grétar Sigurðsson var viðstaddur þennan foreldramorgun ásamt góðum gesti úr Háteigskirkju í Reykjavík, henni Guðnýju Einarsdóttur,

sem sá um að kynna fyrir börnunum Krílasálma. Litlu börnin voru heilluð af Guðnýju sem náði einstaklega vel til þeirra með leik og söng. Séra Sigurður Grétar var hæstánægður með móttökur barnanna og sagðist vera búinn að panta aftur Krílasálma til þeirra miðvikudaginn 11. mars. „Við erum með öflugt kirkjubarnastarf í Suðurnesjabæ, alveg frá þeim minnstu og upp í unglingahópa sem hittast reglulega yfir veturinn, í hverri viku. Þá erum við með gospelkór fyrir börn frá sjö ára aldri undir stjórn Keith Reed organista. Við erum einnig með NTT-hópa fyrir börn níu til tólf ára en það er bæði í Garði og Sandgerði og þá erum við að auki með unglingastarf. Þetta er lifandi og skemmtilegt starf þar sem krakkarnir njóta sín vel. Þau eru fjögur sem sjá um þessa fundi, að engum leiðist. Ferðalag í Vatnaskóg er alltaf mjög vinsælt hjá þátttakendum,“ segir séra Sigurður Grétar.

Komið þið oft á foreldramorgna?

SKRIFSTOFA STFS LOKUÐ!

Geirdís Bára Oddsdóttir er móðir Ingu Jónu Björgvinsdóttur, sjö mánaða:

Hef eignast góðar vinkonur hér

Á meðan neyðarstig varir vegna útbreiðslu COVID-19 mun skrifstofa Starfsmannafélags Suðurnesja Krossmóa 4 eingöngu veita félagsmönnum fjarþjónustu. Þetta er gert með velferð þeirra að leiðarljósi.

„Við erum búnar að koma hingað síðan í haust, mætum hvern miðvikudag. Hérna er félagsskapur fyrir mig og hún fær að hitta aðra krakka. Ég hef eignast góðar vinkonur hér sem eru á svipuðu róli með lítil börn. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt, nógu skemmtilegt til að ég mæti hingað á hverjum miðvikudegi. Inga Jóna hefur gaman af þessu, ég sé þvílíkan mun á henni, sérstaklega hvað hún tekur meira eftir öllu. Ég vil hvetja fleiri sem eru heima að koma.“

Félagsmenn geta sent fyrirspurnir á netfangið stfs@stfs.is og þeim verður svarað svo fljótt sem unnt er. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu félagsins.

WWW.STFS.IS

Þuríður Helga Ingadóttir er móðir Benedikts Skúla Pálmasonar, 18 mánaða:

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Vil sjá fleiri mæta

„Ég er nýlega flutt í Garðinn og byrjaði að koma hingað um áramót. Ég bjó áður í Reykjavík og fór þar á foreldramorgna. Hér er að mörgu leyti heimilislegra og ég tók sérstaklega eftir því hvað kaffiborðið er alltaf flott. Ég vil sjá fleiri mæta til okkar. Við hittumst og spjöllum, krakkarnir leika sér saman. Börnin hafa rosa gaman af því að hittast. Hér hef ég eignast vinkonur og við hittumst fyrir utan þessa morgna. Börnin ná vel saman þrátt fyrir aldursmun. Foreldramorgnar hafa hjálpað mér að tengjast samfélaginu betur. Ég myndi vilja hafa þennan hitting tvisvar í viku, þetta er svo gaman. Ég hef einnig farið á foreldramorgna í Keflavík og þeir eru líka mjög góðir.“


fimmtudagur 19. mars 2020 // 12. tbl. // 41. árg.

13 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR Halla Harðardóttir

Sigga Dís

Bjarnveig Björnsdóttir

Vantar að útbúa betri aðstöðu fyrir listafólk – segja þær stöllur, Bjarnveig, Halla og Sigga Dís. Þrjú stór falleg listaverk eru nú til sýnis í Safnaðarheimili Keflavíkurkirkju en þrjár konur af Suðurnesjum standa á bak við sýninguna. Forsagan er sú að í fyrra, árið 2019, var opnuð sýning í Safnaðarheimili Kópavogskirkju sem bar heitið Helgimynd, táknmál trúarinnar á tímum páska. Verkin voru unnin af félögum í Litku myndlistarfélagi. Listakonurnar, Bjarnveig Björnsdóttir, Halla Harðardóttir og Sigga Dís Guðmundsdóttir eru félagsmenn í Litku og vildu þær lána Keflavíkurkirkju verk sín gestum og gangandi til ánægju. Víkurfréttir hittu listakonurnar þrjár og spurði hver innblásturinn væri á bak við listsköpun þeirra. Bjarnveig Björnsdóttir með Dætur Jerúsalem:

Píslarganga Jesú snerti mig „Ég er ekki mikil kirkjumanneskja og þurfti því að rifja upp kristnifræðisögur, las helling af dæmisögum úr biblíunni. Eldri dóttir mín var stödd í Jerúsalem um það leyti sem ég var að byrja á myndinni og heimsótti þessa fornu, heilögu staði og tók ljósmyndir. Þessar myndir heilluðu mig og ljósmyndin sem hún tók á Golgata, hæðinni þar sem Jesús var krossfestur, snerti mig mjög. Myndin mín fjallar um grátkórinn, konurnar sem grétu við fætur Jesú þegar hann þjáðist á krossinum. Ég punktaði niður söguleg atriði, fyrst og fremst þau sem fjölluðu um píslargönguna. Vinsældir Jesú urðu honum að aldurtila. Á sama tíma og ég var að byrja að mála þessa mynd, sem ég kalla Dætur Jerúsalem, voru erfiðleikar í lífi mínu.

Það var því mjög sérstakt að vera að mála þetta efni fyrir sýninguna í Safnarheimili Kópavogs sem gestir Keflavíkurkirkju fá nú að njóta. Umhverfi myndar minnar er frá Golgata og var heilmikið verk að koma öllum hugmyndunum sem ég fékk úr lestrinum í eitt verk. Það tók mig nokkra mánuði að vinna myndina og þurfti oft að hvíla mig á henni því hún gekk nærri mér. Þegar ég kláraði hana fann ég ákveðinn léttleika en á sama tíma var byrjað að rofa til í lífi mínu.“ Halla Harðardóttir með Páskadagsmorgunn:

Boðskapur um von og betri tíma „Ég var ákveðin í að hafa litríka og bjarta mynd sem fagnar því sem Kristur gaf okkur, þegar hann reis upp frá dauðum. Í verkinu mínu vildi ég hafa boðskap um von, betri tíma og trúna á

Knúsuðu orgelið eftir áratuga samfylgd Kórfélagar í kirkjukór Keflavíkurkirkju knúsuðu orgelið í kirkjunni síðasta sunnudag og kvöddu það formlega. Orgel Keflavíkurkirkju verður nú yfirfarið og endurbyggt. Síðasta messa með gamla orgelinu var á sunnudaginn og var það kvatt með viðeigandi og skemmtilegum hætti af kórstjóra og kórfélögum. Nú hefur orðið messufall og engar guðsþjónustur verða í Keflavíkurkirkju eða öðrum kirkjum næstu vikur vegna samkomubanns.

Skráðu þig á póstlistann á vf.is og fáðu Víkurfréttir í tölvupósti!

að hið góða muni sigra. Ég er ekki kirkjurækin í dag en mamma var alltaf í kirkjukórnum og ég er alin upp í kristinni trú. Við fórum alltaf í kirkju á jólum og ég geri það enn. Vissulega rifjaðist allt upp þegar ég tók þátt í þessu verkefni en ég gluggaði einnig í ýmis trúarleg rit. Verkið mitt er túlkun mín á því sem gerðist á páskadagsmorgni. Þarna er engill drottins fyrir utan gröf Jesú, að færa Maríu mey friðarlilju. Það tók mig fjóra mánuði alls að vinna verkið en mér leið mjög vel þegar ég var að mála myndina. Það eru þessar andstæður sem kallast á í verkinu, sorgin vegna krossfestingarinnar og gleðin á upprisudeginum, á páskadagsmorgni.“ Sigga Dís með verkið Upprisan:

Málar mest litríkar myndir „Það var gaman að mála þetta verk. Ég einblíndi á upprisuna og gleði þegar ég var að mála myndina mína. Ég mála alltaf í litum og ákvað að gera það einnig í þessu verki því það er mér mjög eðlilegt. Ég vinn mikið með börnum sem myndlistarkennari og náði í barnabækur sem fræða um Jesúm, barnabiblíuna og fleiri kristilegar barnabækur. Ég var alltaf mjög virk í sunnudagaskóla með börnunum okkar og tók örugglega pólinn út frá börnum þegar ég var að mála því ég hef mjög gaman af að umgangast þau. Það eru trúar-

leg tákn í verkinu, friðardúfan, þrír krossar og Golgatahæð sem vísa í minningar sem gleymast okkur ekki sem lásum sögur um Jesú.“ Vantar sárlega húsnæði fyrir listafólk í Reykjanesbæ „Við ákváðum að lána Keflavíkurkirkju þessar myndir og sóknarnefnd vildi endilega sýna þessi verk í safnaðarheimili kirkjunnar. Við málum allar heima hjá okkur í dag en erum félagsmenn í Félagi myndlistarmanna í Reykjanesbæ og höfum aðgang að Svarta pakkhúsinu. Því miður er það húsnæði ekki nógu heilbrigt lengur vegna mygluskemmda og þarf svo sannarlega að lagfæra það. Efri hæðin er alveg lokuð vegna brunahættu og þar sem ekkert hefur verið haldið við er mygla farin að taka yfir. Neðri hæðin er ennþá eitthvað skárri og hittast félagsmenn þar stundum. Bæjaryfirvöld hafa sett þessa aðstöðu listamanna, Svarta pakkhúsið, á niðurrifaskrá sem er mjög leitt enda staðsetningin frábær í sögulegu húsi. Það vantar sárlega húsnæði fyrir listafólk í Reykjanesbæ, í bæ sem vill kalla sig lista- og menningarbæ, vantar sýn fyrir þá listsköpun sem þegar á sér stað,“ segja þær stöllur að lokum.

Er nýja heimilið þitt á Ásbrú kannski hjá okkur? Skoðaðu lausar leigueignir á heimavellir.is

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is


fimmtudagur 19. mars 2020 // 12. tbl. // 41. árg.

14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

11.000 gestir á Alive

tónleikum Más Gunnarssonar Þegar heimsfaraldur COVID-19 veirunnar ætlaði að hafa tónleika af Má Gunnarssyni var vörn snúið í sókn og ákveðið á síðustu stundu að senda tónleikana út í beinni útsendingu á fésbók Víkurfrétta. Már Gunnarsson hélt stórtónleika sína, Alive, í Hljómahöll í síðustu viku. Þar hafði Már fengið til liðs við sig átta manna hljómsveit frá Póllandi og

kunnan útsetjara. Einnig söng Ísold, systir Más, nokkur lög á tónleikunum. Sigríður Thorlacius forfallaðist hins vegar á síðustu stundu vegna veikinda. Það kom ekki að sök þar sem Ísold hljóp í skarðið. Þá steig Vox Felix á svið með Má. Tónleikarnir tókust með mikilli prýði. Um 150 manns voru á tónleikunum sem voru síðasti stóri við-

burðurinn í Hljómahöll fyrir sam­ komu­bann. Tónleikunum var streymt á fésbók Víkurfrétta og þegar þetta er skrifað hafa um 11.000 manns horft á tónleikana. Valdir kaflar úr tónleikunum verða sýndir í páskadagskrá Hringbrautar en Víkurfréttir tóku tónleikana upp á fimm myndavélar, auk þess sem mikil vinna var lögð í hljóðvinnslu þeirra.

UPPBOÐ

Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Ásabraut 3, Sandgerði, fnr. 2094608, þingl. eig. Karolina Aneta Los, gerðarbeiðandi ÍL-sjóður, þriðjudaginn 24. mars nk. kl. 09:00. Austurbraut 6, Keflavík, fnr. 2086910, þingl. eig. Ísak Þór Ragnarsson, gerðarbeiðandi ÍL-sjóður, þriðjudaginn 24. mars nk. kl. 10:00. Græn­ásbraut 604A, Keflavíkurflugvelli, fnr. 230-8873, þingl. eig. Græn­ ásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og ÍL-sjóður og Vátryggingafélag Íslands hf. og Reykjanesbær, þriðjudaginn 24. mars nk. kl. 10:20. Græn­ásbraut 604A, Keflavíkurflugvelli, fnr. 230-8874, þingl. eig. Græn­ ásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og ÍL-sjóður og Reykjanesbær og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 24. mars nk. kl. 10:25. Græn­ásbraut 604A, Keflavíkurflugvelli, fnr. 230-8877, þingl. eig. Græn­ ásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og ÍL-sjóður og Vátryggingafélag Íslands hf. og Reykjanesbær, þriðjudaginn 24. mars nk. kl. 10:30. Græn­ásbraut 604A, Keflavíkurflugvelli, fnr. 236-9588, þingl. eig. Græn­ ásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og ÍL-sjóður og Vátryggingafélag Íslands hf. og Reykjanesbær, þriðjudaginn 24. mars nk. kl. 10:35.

Græn­ásbraut 604A, Keflavíkurflugvelli, fnr. 236-9589, þingl. eig. Græn­ ásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og ÍL-sjóður og Vátryggingafélag Íslands hf. og Reykjanesbær, þriðjudaginn 24. mars nk. kl. 10:40. Græn­ásbraut 604A, Keflavíkurflugvelli, fnr. 236-9585, þingl. eig. Græn­ ásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og ÍL-sjóður og Vátryggingafélag Íslands hf. og Reykjanesbær, þriðjudaginn 24. mars nk. kl. 10:45. Græn­ásbraut 604A, Keflavíkurflugvelli, fnr. 236-9584, þingl. eig. Græn­ásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og ÍL-sjóður og Reykjanesbær og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 24. mars nk. kl. 10:50. Græn­ásbraut 604A, Keflavíkurflugvelli, fnr. 230-8878, þingl. eig. Græn­ ásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og ÍL-sjóður og Vátryggingafélag Íslands hf. og Reykjanesbær, þriðjudaginn 24. mars nk. kl. 10:55. Hafnargata 6, Grindavík, fnr. 2091723, þingl. eig. Bergbúar ehf, gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Suðurnesjum og Landsbankinn hf., þriðjudaginn 24. mars nk. kl. 11:45.

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 16. mars 2020

GULLMOLAR ÚR SAFNI Í ÞÆTTI VIKUNNAR

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS


fimmtudagur 19. mars 2020 // 12. tbl. // 41. árg.

15 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Reykjanesbæ

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Reykjanesbæ fór fram í Bergi, Hljómahöll í 23. sinn í síðustu viku. Það eru nemendur í 7. bekk úr grunnskólum Reykjanesbæjar sem taka þátt í keppninni ár hvert. Áður hafa skólarnir haldið forkeppni og valið tvo fulltrúa hver. Stóra upplestrarkeppnin hefst formlega á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember ár hvert sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Fram að lokakeppni leggja nemendur og kennarar sérstaka áherslu á vandaðan upplestur og framsögn. Það er óhætt að segja að keppendur hafi staðið sig með prýði og voru sjálfum sér og sínum skólum til mikils sóma. Dómnefndin var ekki öfundsverð af hlutskipti sínu að velja í verðlaunasæti enda lagði Hrefna Sigurjónsdóttir, formaður dómnefndar, áherslu á það að allir væru í raun og veru sigurvegarar. Að sama skapi hvatti hún keppendur til þess að halda áfram að leggja rækt við þennan þátt móðurmálsins, vandaðan upplestur og framburð. Ómissandi þáttur þessarar hátíðlegu stundar er tónlistarflutningur nemenda Tónlistarskóla Reykjanesbæjar en flutt voru fjögur tónlistaratriði á hátíðinni. Allir nemendur sem komu fram eru í 7. bekk og komu úr öllum grunnskólum Reykjanesbæjar. Sigurvegarar í Stóru upplestrarkeppninni frá fyrra ári, þær Guðrún Lilja Magnúsdóttir og Íris Sævarsdóttir, kynntu skáld hátíðarinnar, þá Birki Blæ Ingólfsson og Jón Jónsson úr Vör. Þá las Ívana Ananic, nemandi í Háaleitisskóla, ljóð á móðurmáli sínu, serbnesku. Að lokum flutti Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, ávarp og afhenti bókagjafir.

Sigurvegarar keppninnar í ár voru eftirfarandi: 1. sæti var Alexander Freyr Sigvaldason, Akurskóla 2. sæti var Thelma Helgadóttir, Myllubakkaskóla 3. sæti var Margrét Júlía Jóhannsdóttir, Holtaskóla

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-14

alla virka daga

Er með fjögur ný dekk til sölu

Joyroad Winter RX818 215/70R15 Verð: 40 þús. Hafþór 8480276 Er einnig með tvær felgur undir Yaris með nýjum dekkjum

Sara Rún bikarmeistari og valin best í leiknum Keflvíkingurinn Sara Rún Hinriksdóttir fagnaði bikarmeistaratitli með Leicester Riders í Englandi þegar liðið vann Durham Palatinates um liðna helgi. Sara fór á kostum í leiknum og var valin mikilvægasti leikmaður leiksins. Hún skoraði mest allra, 23 stig og tók sjö fráköst.

Gylfi er nýr formaður knattspyrnudeildar UMFN Aðalfundur knattspyrnudeildar UMFN fór fram á mánudagskvöld. Það var fín mæting á fundinn þrátt fyrir þær aðstæður sem eru núna. Fundastjóri var Styrmir Gauti Fjeldsted sem stýrði fundinum af röggsemi. Árni Þór Ármannsson flutti skýrslu stjórnar og Guðni Þór Gunnarsson, endurskoðandi, fór yfir ársreikinginn. Rekstur deildarinnar á liðnu ári gekk ágætlega en nokkur samdráttur var í tekjum.

 Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Nýkjörin stjórn. Efri röð: Árni Þór, Helgi Már, Aron Hlynur, Davíð Arthur og Ágúst. Neðri röð: Haukur, Gylfi Þór og Hjalti Már.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Velferðarsvið – Deildarstjóri á heimili fatlaðs fólks Fræðslusvið – Sálfræðingur Akurskóli – Kennarar Stapaskóli – Kennarar Njarðvíkurskóli – Kennarar Háaleitisskóli – Kennarar Holtaskóli – Kennarar Heiðarskóli – Kennarar Myllubakkaskóli – Kennarar Fjármálaskrifstofa – Rekstrarfulltrúi Hjallatún - Leikskólakennari Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Það lá fyrir að Árni Þór myndi ekki gefa kost á sér áfram sem formaður, nýr formaður var kjörinn Gylfi Þór Gylfason í hans stað. Þá var einnig ljóst að þeir Arnór Björnsson, Andri Örn Víðisson, Sigurður Hilmar Ólafsson og Viðar Einarsson myndu ekki gefa kost á sér áfram. Í þeirra stað munu Ágúst Aðalbjörnsson, Davíð Arthur Friðriksson, Haukur Aðalsteinsson, Hjalti Már Brynjarsson koma inn í nýja stjórn og í varastjórn þeir Aron Hlynur Ásgeirsson, Helgi Már Vilbergsson og Árni Þór Ármannsson. Fráfarandi stjórnarmönnum voru þökkuð góð störf fyrir deildina. Það er ljóst að ný stjórn tekur við nú á tímum mikillar óvissu í þjóðfélaginu og heiminum. Framundan er að meta stöðuna í því umhverfi sem við búum í. Það er ljóst að eftir að KSÍ frestaði öllum leikjum í mánuð að öll knattspyrnuiðkun innan deildarinnar muni riðlast. Allar æfingar yngri flokka liggja niðri fram á næstkomandi mánudag að minnsta kosti, ekki er ljóst hvernig æfingum í meistaraflokki verður háttað en það verður reynt að halda þeim úti.

Tilkynning frá Reykjanesbæ Breytt þjónusta í Reykjanesbæ vegna samkomubanns Breytingar hafa nú þegar orðið á þjónustu Reykjanesbæjar vegna samkomubanns. Við biðjum íbúa

sveitarfélagsins að fylgjast vel með stöðu mála á vefsíðu Reykjanesbæjar en þar eru settar inn upplýsingar og tilkynningar jafnt og þétt:

www.reykjanesbaer.is


facebook.com/vikurfrettirehf

MUNDI-19

twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Kísilverinu að kenna? Alveg örugglega!

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00

Raunveruleiki eða skáldsaga?

Æfa jóga úti á Garðskaga Þær voru hressar konurnar eftir að hafa gengið rösklega í klukkustund, gert mjúkar standandi jógaæfingar og nokkrar hláturjógaæfingar undir dyggri handleiðslu Mörtu Eiríksdóttur, jógakennara. En Marta ákvað, í ljósi samkomubanns og einnig vegna þess að nokkrir jóganemendur hennar vildu ekki æfa lengur innandyra vegna smithættu, að fara út með námskeið sín. Við tókum púlsinn á Mörtu varðandi þetta.

Hreyfing styrkir ónæmiskerfið

„Í vetur hafa fjölmargar konur verið að æfa jóga hjá mér og náð flottum árangri. Þegar kórónaveiran fór að berast hingað til lands urðu sumar konur óöruggar með að æfa innandyra vegna smithættu og vildu hætta að æfa. Það fannst mér ómögulegt og datt í hug að við myndum æfa áfram jóga en fara út undir bert loft, því ef það er eitthvað sem styrkir ónæmiskerfið þá er það að halda áfram að hreyfa sig. Ég ákvað að auglýsa þessar gönguferðir með jógaívafi á Facebook fyrir þær sem hafa verið hjá mér og alla aðra sem vilja vera með okkur, byggja sig upp og styrkja á þessu fjögurra vikna námskeiði sem hófst um leið og samkomubannið hófst. Það er frábært að ganga í vorloftinu, æfa

jóga í leiðinni og gera nokkrar hláturjógaæfingar. Allt þetta styrkir ónæmiskerfið og gerir okkur glaðar í sinni á meðan þetta furðulega ástand ríkir.“

Þær æfa jóga undir berum himni

Unnur Karlsdóttir og Kolbrún Jóna Pétursdóttir eru þátttakendur á útijóganámskeiðinu en þær höfðu þetta að segja um námskeiðið: „Yndislegt að taka þátt, ég fann fyrir léttleika og gleði í hjarta,“ sagði Unnur og Kolbrún Jóna bætti við að það væri æðislegt að æfa úti í náttúrunni, gera jógaæfingar og einnig frábært hafa jógakennara sem hugsar í lausnum.“

Við lifum á skrýtnum tímum. Hvern hefði órað fyrir því að alheimsfaraldur myndi geisa árið 2020? Að þjóðarleiðtogar myndu keppast við að loka landamærum sinna þjóða? Að heilbrigðiskerfi færu á hliðina eitt af öðru við það eitt að útrýma veiru sem á upptök sín hjá leðurblökum í Kína? Ástandið í dag er eitthvað sem við höfum í besta falli lesið í vísindaskáldsögu. Allir eru hræddir en enginn getur spáð fyrir um afleiðingar. Hræðslan er ekki eingöngu bundin við veiruna sjálfa heldur einnig við þær ófyrirséðu afleiðingar sem hún er að hafa og mun hafa á daglegt líf í framtíðinni. Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 7.000 manns látið lífið á heimsvísu í þessum hörmungum og ekki sér fyrir endann á. Þess utan eru efnahagslegar afleiðingar gríðarlegar. Ekki skrýtið að fólk velti fyrir sér hvort annað efnahagshrun sé óumflýjanlegt. Við vitum þó að flest þjóðarbú eru betur í stakk búin til að takast á við niðursveiflu í efnahagslífinu en í hruninu árið 2008. Fjármálakerfi heims eru í grunninn ekki að hrynja. Fólk er ekki að tapa aleigunni, eða hvað? Fyrir utan augljósu áhrif veirunnar, samdrátt í flugi og ferðaþjónustu, þá getum við ekki horft framhjá þeirri staðreynd að einkaneysla og fjárfesting fyrirtækja og einstaklinga mun dragast verulega saman næstu mánuði og atvinnuleysi margfaldast. Ef við skoðum til samanburðar hryðjuverkaárásirnar

LOKAORÐ Ingu Birnu Ragnarsdóttur

sem áttu sér stað í Bandaríkjunum þann 11. september 2001 þá létust tæplega 3.000 manns á einum degi. Efnahagsleg áhrif urðu m.a. þau að farþegafjöldi í flugi minnkaði um 30% á heimsvísu. Það tók um þrjú ár að ná upp sama umfangi í farþegafjölda. Atburðirnir og aðgerðirnar sem við erum að verða vitni að í dag eru margfalt umfangsmeiri. Til marks um það þá eru flugfélög að tilkynna um 75–90% samdrátt í framboði flugsæta á næstu mánuðum. Endanlegar afleiðingar veirunnar eiga eftir að koma í ljós en líklegt er að sá fjöldi mannslífa sem tapast í baráttunni muni margfaldast. Samhliða munu efnahagskerfi bogna. Heilbrigðiskerfi og almannavarnir eru það sem skiptir mestu máli núna. Því betur sem hver þjóð er í stakk búin til þess að takast á við þessa vá, því færri dauðsföll og minna tjón mun efnahagslífið bíða. Í augnablikinu veit enginn hvað framtíðin ber í skauti sér og það er ljóst að margt óvænt á eftir að koma á daginn. Því er lykilatriði að samfélög standi saman, á sama hátt og þjóðir heims þyrftu að gera en virðast vera ófærar um. Mikilvægast af öllu er að komast fyrir útbreiðslu veirunnar og að fleiri þúsundir til viðbótar muni láta lífið. Efnahagslífið mun finna sinn farveg. Það gerir það alltaf.

Bílaútsalan þín!

Honda Jazz

Audi d1 sportback

Porche

Verð 1.690.000 kr.

Verð 1.990.000 kr.

Tilboð: 890.000 kr.

árg. 2016, ekinn 31 þús., sjálfskiptur

árg. 2016, ekinn 72 þús., beinskiptur

árg. 2005, ekinn 205 þús., sjálfskiptur

Peugeot Partner.

Honda CR-V Livestyle

Honda Civic 5 dyra

Verð 1.690.000 kr.

Verð 2.990.000 kr.

Verð 2.490.000 kr.

árg. 2016, ekinn 58 þús.,sjálfskiptur

árg. 2014, ekinn 82 þús., sjálfskiptur

árg. 2018, ekinn 9 þús., sjálfskiptur

við gamla aðalhliðið á Ásbrú Sími 421 5444 Vantar þig sendibíl? sendibillinn.is

Profile for Víkurfréttir ehf

Víkurfréttir 12. tbl. 41. árg.  

Víkurfréttir 12. tbl. 2020

Víkurfréttir 12. tbl. 41. árg.  

Víkurfréttir 12. tbl. 2020