Víkurfréttir 12. tbl. 40. árg.

Page 1

Stelpur vilja slást! Opnunartími

magasín SUÐURNESJA

mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18

á Hringbraut og vf.is öll :30 fimmtudagskvöld kl. 20

Krossmóa 4 | Reykjanesbæ

fimmtudagur 21. mars 2019 // 12. tbl. // 40. árg.

Moka upp þorski kjaftfullum af loðnu

Sjómenn hafa síðustu daga verið að moka upp þorski við Garðskaga. Fiskurinn er fallegur og kjaftfullur af loðnu. Veiðin hefur verið góð alveg frá áramótum segir Valur Þór Guðjónsson skipstjóri á Sunnu Líf GK. Víkurfréttir tóku hann tali þar sem hann var að landa í Sandgerði á föstudag. Sunna Líf GK er netabátur sem hefur verið að gera það gott síðustu daga. Tveir karlar eru um borð og þeir hafa fengið 60 tonn af fallegum fiski á nokkrum dögum. Báturinn er nýlega byrjaður á veiðum eftir að hafa verið í miklum endurbótum og breytingum. Valur segir að á föstudag hafi þeir aðeins verið með tvær níu neta trossur og þær hafi verið fullar af fiski þegar þær voru dregnar snemma á föstudagsmorgun. Fiskiríið er þannig að Valur ákvað að fækka um eina trossu því báturinn ber bara ekki meira en það sem t.d. kom í trossurnar þann daginn. Meira að segja varð annar bátur að draga fjögur net fyrir áhöfnina á Sunnu Líf GK, þar sem allt var orðið fullt af fiski og ekki um neitt annað að ræða en að koma sér í land með aflann. Valur lýsir ástandinu í hafinu þannig að það sé allt fullt af fiski. Greinilegt er að þorskurinn er í mikilli loðnu og sjómennirnir á smábátunum eru að sjá loðnuna um allt. Hann segir gott að þorskurinn sitji nú að því veisluborði sem loðnan er svona rétt áður en þorskurinn hrygnir.

Sunna Líf GK er netabátur sem hefur verið að gera það gott síðustu daga. Tveir karlar eru um borð og þeir hafa fengið 60 tonn af fallegum fiski á nokkrum dögum. Hér er landað fullfermi úr bátnum við Sandgerðishöfn á föstudaginn. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Dræm þátttaka þegar VS samþykkti sameiningu við VR „Dræm þátttaka félagsmanna er auðvitað umhugsunarefni,“ segir Guðbrandur Einarsson, formaður VS Félagsmenn Verslunarmannafélags Suðurnesja samþykktu sameiningu við VR í rafrænni atkvæðagreiðslu sem lauk á hádegi miðvikudaginn 13. mars. Á kjörskrá voru 1.213 og alls greiddu 315 atkvæði eða 25,97%. Já sögðu 260 eða 82,54%, nei sögðu 54 eða 17,14% og einn skilaði auðu. „Niðurstaðan í þessari kosningu er afgerandi og góð fyrir framhaldið en dræm þátttaka félagsmanna er auðvitað umhugsunarefni. Við erum núna að undirbúa sameininguna við

VR sem öðlast gildi þann 1. apríl og erum að gera það eins vel og við getum. VR hefur boðið öllum starfsmönnum áframhaldandi vinnu en við erum að meta stöðu okkar og

Sex ára ferðalag húss frá Keflavík í Hafnir senn á enda Suðurgata 19 í Keflavík lagði upp í ferðalag í byrjun sumars árið 2013 þegar húsinu var lyft af grunni sínum og það sett á flutningabíl. Síðan þá hefur húsið verið á geymslusvæði en er núna, sex árum síðar að fá nýtt heimilisfang. Þórunn Sveinsdóttir hefur óskar

heimildar til að koma fyrir byggingu á lóðinni Hafnagötu 31b Höfnum. Um er að ræða húsið sem stóð áður við Suðurgötu 19. Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar hefur samþykkt staðsetningu hússins í Höfnum með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

verðum komin að niðurstöðu fyrir sameiningu,“ sagði Guðbrandur Einarsson formaður VS í samtali við Víkurfréttir. VR mun taka fyrir tillögu um sameiningu á aðalfundi VR þann 27. mars nk. og mun sameining taka gildi 1. apríl nk.

Milljónum stolið úr spilakössum Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum rannsakar nú innbrot í spilakassa á veitingastað í umdæminu sem átti sér stað nýlega. Um er að ræða þrettán spilakassa sem voru skemmdir, með því að spenna þá upp, og tæmdir. Ætla má að sex til átta milljónir króna hafi verið samanlagt í þeim. Ekki er unnt að veita nánari upplýsingar að svo stöddu, segir í tilkynningu frá lögreglu.

Frábær tilboð í Nettó Bayonne skinka Kjötsel

998

KR/KG

ÁÐUR: 1.995 KR/KG

-50%

Svínahakk Ferskt

499

-56%

KR/KG

ÁÐUR: 1.135 KR/KG

Jarðarber

289

-50%

KR/ASKJA

ÁÐUR: 579 KR/ASKJA

Tilboðin gilda 21. - 24. mars 2019

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.