Víkurfréttir 2. tbl. 43. árg.

Page 1

Miðvikudagur 12. janúar 2022 // 2. tbl. // 43. árg.

Heiðrún Fjóla Pálsdóttir var valin glímukona ársins 2021

Fór sem krakki með pabba á júdóæfingar

Ð Ó L F Í GRINDAVÍK í máli máli og myndum á síðu 10

Jóga og núvitund við göngustíga

Guðrún Kristín Einarsdóttir, formaður Slysavarnadeildarinnar Þórkötlu, Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjörns, og Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar og björgunarsveitarmaður í Þorbirni. VF-mynd: Páll Ketilsson

Þorbjörn og Þórkatla eru Suðurnesjamenn ársins 2021 Víkurfréttir hafa valið félaga í Björgunarsveitinni Þorbirni og Slysavarnadeildinni Þórkötlu í Grindavík Suðurnesjamenn ársins 2021 fyrir fórnfúst starf í Grindavík í aðdraganda eldgossins í Fagradalsfjalli og fyrir þá vinnu sem fram fór á meðan gaus. Mikið hefur mætt á björgunarsveitarfólki í Grindavík allt síðasta ár og í raun lengur, því atburðarásin hófst í raun í lok janúar 2020 þegar land tók að rísa vestan við fjallið Þorbjörn, skammt frá byggðinni í Grindavík. Þá var lýst yfir óvissustigi Almannavarna. Björgunarsveitin Þorbjörn var þegar virkjuð og í hönd fór fimmtán mánaða vinna

í aðdraganda eldgoss. Frá því eldurinn braust upp á yfirborðið hefur vinnan svo margfaldast hjá björgunarsveitarfólkinu í Grindavík og bakvarðasveit þeirra, Slysavarnadeildinni Þórkötlu. Í miðopnu Víkurfrétta eru viðtöl við þau Boga Adolfsson, Otta Rafn Sigmarsson og Guðrúnu Kristínu Einarsdóttur. Þau eru jafnframt í viðtölum í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á fimmtudagskvöld á Hringbraut og vf.is. Fjölmargar tilnefningar bárust um einstaklinga sem ættu nafnbótina skilið. Þau sem fengu flestar tilnefningar voru Sveinbjörg Ólafsdóttir og hennar samstarfsfólk á Heilbrigðisstofun Suðurnesja en

Sveinbjörg var í framlínunni þegar kom að bólusetningu fyrir Covid-19. Sveindís Jane Jónsdóttir, knattspyrnukona, fékk einnig tilnefningar, sem og Elsa Pálsdóttir, kraftlyftingakona. Önnur lyftingakona, Katla Ketilsdóttir, komst einnig á lista, sem og Sóley Ingibergsdóttir. Hún barðist við krabbamein á árinu og sagði sögu sína síðasta haust. Skólastjórnendur á Suðurnesjum fengu einnig tilnefningar, sem og þær Jóhanna Sigurbjörnsdóttir og Svala Ragnheiðardóttir sem starfa fyrir Frú Ragnheiði. Fjölmargar aðrar tilnefningar bárust en flestar voru þær til björgunar- og slysavarnafólks í Grindavík.

BARION DAGAR Við tengjum þig, ljósleiðara eða 4g

...og er ekki Kapalvæðing með lægsta verðið? SÍMI OG NET MEÐ ÓTAKMÖRKUÐU NIÐURHALI, FRÍR ROUTER

Sólborg Guðbrandsdóttir, Suðurnesjamaður ársins 2021

Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is

25%

24%

25%

584

299

áður 769 kr

áður 399 kr

2x140 gr

Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

kr/pk

kr/pk

Barion hamborgarar

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn

Barion hamborgarabrauð 2 stk

Barion sósur

16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Minecraft tölvuleikjafígúrur heilsuðu börnunum við komuna í bólusetningu.

Bólusetning barna á Suðurnesjum gekk vel

FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Bólusetning barna á Suðurnesjum fóru fram á mánudag og þriðjudag í húsnæði Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Hljómahöllinni í Reykjanesbæ og Hópsskóla í Grindavík. Um 750 börn á aldrinum sex til ellefu ára voru bólusett á mánudag en fimm ára leikskólabörn voru bólusett á þriðjudag á báðum stöðum. „Þetta hefur gengið nokkuð vel eða svona eins og við bjuggumst við. Foreldrar hafa komið með börnum sínum. Þegar börnin voru búin að fá bólusetningu var þeim boðinn svaladrykkur og horfa á teiknimynd á stórum skjá í Stapa. Húsnæðið hentaði alveg frábærlega í þetta. Við vorum með nokkra hjúkrunarfræðinga sem sáu um bólusetninguna og litskrúðugar tölvuleikjafígúrur heilsuðu þeim við komuna í anddyrinu,“ segir Andrea Klara Hauksdóttir, hjúkrunardeildarstjóri heilsugæslu. Undirbúningur fyrir seinni bólusetningu, sem verður eftir rúmlega

þrjár vikur, eða 4. febrúar á sama stað. Nokkuð stór hópur barna er meðal þeirra sem hafa smitast síðustu vik-

urnar en um eitt hundrað manns hafa greinst með Covid-19 á Suðurnesjum á hverjum degi að undanförnu. Kolfinnur og Hrafntinna Björk, nemendur í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ, voru mjög dugleg í bólusetningunni. VF: pket

Tíu íbúðir fyrir tekjulága byggðar í Grindavík

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Fyrsta skóflustungan að nýju leiguhúsnæði Bjargs íbúðafélags í Grindavík var tekin síðasta föstudag. Um er að ræða langtímaleiguhúsnæði fyrir tekjulága einstaklinga og er stefnt að því að koma þeim í leigu í janúar á næsta ári. Bæjaryfirvöld hafa í töluverðan tíma reynt að koma því í kring að Bjarg byggi upp íbúðir í Grindavík en skóflustungan var tekin á lóð á nýju Víkurhópssvæði í Hópshverfi. Í júlí 2020 staðfesti Grindavíkurbær 12% stofnframlag til byggingar á íbúðunum sem verða staðsettar við Víkurhóp 57. Áætlaður heildarkostnaður er 326.861.326 kr. og hlutur Grindavíkurbæjar 39.223.359 kr. að meðtöldum gatnagerðargjöldum, tengigjöldum og byggingarleyfisgjöldum sem teljast hluti af stofnframlagi bæjarfélagsins. Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB. Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Félagið

hefur vaxið mikið undanfarin ár og byggt upp fjölda íbúða víða um land. Að sögn Þrastar Bjarnasonar, verkefnisstjóra hjá Bjargi, er stefnt

að því að auglýsa úthlutun eftir um tvo mánuði. Gert er ráð fyrir að afhending íbúða verði í byrjun ársins 2023. Þröstur segir að vel komi til greina að byggja fleiri íbúðir verði eftirspurnin mikil. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir þessa framkvæmd ánægjuefni því skortur hafi verið á leiguíbúðum í bæjarfélaginu. Um er að ræða tíu íbúðir, frá tveggja herbergja upp í fjögurra herbergja, langtíma og örugga leigu fyrir þá sem fá leigusamning. Leigan er þó háð tekjumörkum og fólk þarf að vera búið að vera á atvinnumarkaði og greiða í stéttarfélag að lágmarki í tvö ár. Biðlisti sé í gangi að íbúðum Bjargs en heimafólk njóti ákveðins forgangs.

Skóflustunguna tóku (f.v.) Sigurður Óli Þorleifsson, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur, Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur, tveir fulltrúar frá Bjargi, Hlynur Helgason frá HH smíði sem sér um verkið, Fannar Jónasson, bæjarstjóri, og Hafdís Helgadóttir frá Verkalýðsfélagi Grindavíkur.


Tryggingar fyrir alla fjölskyldumeðlimi Þú getur tryggt gæludýrin þín hjá Sjóvá. Kynntu þér málið á sjova.is


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Grindavíkurhöfn í öðru sæti yfir mest landaðan afla af botnfiski Grindavíkurhöfn er í öðru sæti yfir mest landaða magn af botnfiski á eftir Reykjavíkurhöfn fyrir árið 2021. Þegar kemur að löndun á þorski er Grindavík í efsta sæti með rúmlega 27 þúsund tonn. Vefur Grindavíkurbæjar fjallar um málið.

Fiskistofa birti yfirlit fyrir árið 2021 á vef sínum en þar má sjá yfirlit yfir þær 40 hafnir með mest landaða magnið og síðan 40 hafnir með mesta landaða magn af botnfiski. Um er að ræða magntölur af annars vegar uppsjávarfiski, en undir hann

flokkast loðna, síld, kolmuni og makríll, og hins vegar botnfiski. Undir botnfiskinn flokkast m.a. þorskur, ýsa, ufsi, karfi og steinbítur.

GAMLA MYNDIN:

Handbolti á Suðurnesjum Handbolti hefur ekki verið mikið stundaður á Suðurnesjum undanfarin ár, hann var þó ofar á blaði fyrir nokkrum árartugum síðan. Þá voru handboltalið í Keflavík, Njarðvík og Sandgerði. Þessi mynd var á ljósmyndasýningu Víkurfrétta í haust og er tekin í handboltaleik á Landsmóti ungmennafélaga í Keflavík og Njarðvík árið 1984. Á myndinni er Jónína Helgadóttir að taka vítakast, liðsfélagi hennar, Jóhanna Reynisdóttir fylgist með. Þær kepptu undir nafni Ungmennafélags Keflavíkur, UMFK. Á hliðarlínunni er Gísli H. Jóhannsson, þjálfari liðsins en hann varð síðar landsþekktur dómari í íþróttinni. Handboltavöllurinn var á íþróttasvæðinu í Keflavík, þar sem núna er Sundmiðstöð Keflavíkur/Vatnaveröld.

ÞJÓNUSTAN Í FYRIRRÚMI Á BÍLAVERKSTÆÐI ÞÓRIS

Alhliða bílaverkstæði og dekkjaþjónusta Þjónustuaðili fyrir: Volvo - Ford - Mazda - Peugeot Citroen - Suzuki

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-13:30

alla virka daga

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Ungmennaráð fær áheyrnarfulltrúa í ráð og nefndir Bæjarstjóri Reykjanesbæjar lagði fram tillögu um að gera ungmennaráð meira gildandi í nefndum og ráðum sveitarfélagsins Tillaga í bæjarstjórn Reykjanesbæjar um að bjóða ungmennaráði Reykjanesbæjar að tilnefna áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt á fundi nefnda og ráða sveitarfélagsins; annarra en barnaverndarnefndar, var borin upp af Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra, á fundi bæjarstjórnar 4. janúar. Samþykkt var af öllum bæjarfulltrúum að vísa tilllögunni til bæjarráðs. Um tilraun verði að ræða sem hefjist nú þegar og standi til loka yfirstandandi kjörtímabils. Framhaldið verið ákveðið af nýrri bæjarstjórn, sem tekur við eftir sveitarstjórnarkosningar í vor, í samráði við ungmennaráð, þ.m.t. hvort greiða skuli fyrir nefndarsetuna. Greinargerð Ungmennaráð Reykjanesbæjar hefur nú um margra ára skeið fundað tvisvar á ári með bæjarstjórn; á vorin og haustin. Síðasti fundur ungmennaráðs og bæjarstjórnar fór fram þann 16. nóvember síðastliðinn. Á þeim fundi fluttu níu ungmenni kjarnmiklar, áhugaverðar og vel undirbúnar ræður um ýmis mál. Í kjölfarið átti undirritaður óformlegan fund með ungmennaráði mánudaginn 29. nóvember síðstliðinn þar sem gafst tækifæri til að ræða málin

frekar. Á þeim fundi kom fram áhugi ungmennaráðs á að fá tækifæri til að kynnast viðfangsefnum sveitarfélagsins betur og leggja sín lóð á vogarskálarnar með þessum hætti. Það er í samræmi við áherslu um aukið notendasamráð sem m.a. má finna í lögum um félagsþjónustu, og málefni fatlaðra en einnig í samræmi við 12. og 13. greinar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem nú er verið að innleiða í stjórnsýslu Reykjanesbæjar. Í þessu samhengi má einnig nefna þingsályktunar­tillögu Ásmundar Einars Daðasonar um stefnu um Barnvænt Ísland, markvissa innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem samþykkt var á Alþingi 10. júní síðastliðinn. Með stefnunni verður innleitt verklag og ferlar sem tryggja jafnræði og markvissa þátttöku barna og ungmenna

innan stjórnsýslunnar, samstarf milli opinberra aðila með velferð barna að leiðarljósi aukið, ásamt því að tryggja markvisst verklag við hagsmunamat út frá réttindum barna og velferð barna, auk heildstæðrar framkvæmdar réttinda barna. Mikilvægt er að ungmennaráði Reykjanesbæjar verði boðið að tilnefna áheyrnafulltrúa á fundi nefnda og ráða sveitarfélagsins í ljósi þess hlutverks sem ungmennaráðsmeðlimir gegna, segir í tillögunni en í handbók ungmennaráða sveitarfélaganna eru listuð upp helstu hlutverk ungmennaráðsmeðlima og eru þau m.a. að vera málsvari ungmenna og stuðla að virkri þátttöku ungs fólks í sveitarfélaginu. Bæjarstjórn samþykkir með öllum atkvæðum að vísa tillögunni til bæjarráðs 13. janúar 2022.

Ungmennaráð Reykjanesbæjar fundaði með bæjarstjórn í haust.


Ð O B L I T S K K O L F A FYRST GILDA: 13.-- 16. JANÚAR

30% AFSLÁTTUR

GRÍSAHAKK

35%

Nautapiparsteik Mjöðm

Nautgripahakk

KR/KG ÁÐUR: 3.699 KR/KG

KR/PK ÁÐUR: 1.999 KR/PK

AFSLÁTTUR

2.589

895

Heilsuvara vikunnar!

30%

KR/KG

25%

AFSLÁTTUR

ÁÐUR: 1.279 KR/KG

AFSLÁTTUR

Lífrænt eplaedik Änglamark - 250 ml

Lambasvið frosin

1.999

KR/PK

299

549

KR/STK ÁÐUR: 399 KR/STK

KR/KG

GOTT VERÐ! Þorrabakki lítill

1.299

BBQ Grísarif Stjörnugrís

Þorrabakki stór

839

2.839

40% AFSLÁTTUR

KR/KG ÁÐUR: 1.399 KR/KG

KR/PK

Vatnsmelónur

Kantalóp Melónur

279

KR/KG ÁÐUR: 399 KR/KG

30% AFSLÁTTUR

172

KR/KG ÁÐUR: 245 KR/KG

Melónur gular

202

KR/KG ÁÐUR: 289 KR/KG

30% AFSLÁTTUR

30% AFSLÁTTUR

FÁÐU BETRA VERÐ MEÐ SAMKAUP Í SÍMANUM

Náðu í appið og safnaðu inneign. Þú getur notað Samkaupaappið í öllum Nettó verslunum. Lægra verð – léttari innkaup

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Altjón á Erling KE í eldsvoða Ekki er nú hægt að segja að veðurguðirnir séu búnir að vera hliðhollir útgerð á Suðurnesjum núna þessa fyrstu daga janúar. Bátarnir komust á sjóinn fyrstu tvo dagana og var veiði bátanna mjög góð. Nokkuð stór floti línubáta var við veiðar undan Krísuvíkurbergi og lönduðu í Grindavík. Síðan kom vitlaust veður og núna hafa bátarnir verið stopp í tæpa viku og ekki sér fyrir endann á þessari löngu brælutíð. Við skulum samt líta aðeins á aflatölur þessa daga þótt veður hafi verið svona slæm. Guðrún Petrína GK er á Skagaströnd og kominn þar með 14 tonn í tveimur róðrum.

Þar er líka Gulltoppur GK sem er með 19,4 tonn í þremur róðrum og Hópsnes GK sem er með 25 tonn í fjórum róðrum. Af þeim bátum sem landa á Suðurnesjum er t.d. Addi Afi GK með tólf tonn í tveimur löndunum í Sandgerði, Dúddi Gísla GK 5,2 tonn í einni, Daðey GK átján tonn í tveimur, Dóri GK 17,2 tonn í tveimur, Geirfugl GK sautján tonn í tveimur, Sævík GK fimmtán tonn í tveimur og Katrín GK ellefu tonn í tveimur, allir að landa í Grindavík. Dragnótabátarnir hafa líka lítið komist út. Sigurfari GK hefur reynt að skjótast út og náð að fara í þrjá róðra og er kominn með 16 tonn.

Benni Sæm GK 11,4 tonn og Siggi Bjarna GK 9,9 tonn, báðir í tveimur róðrum. Hjá netabátunum fór Grímsnes GK út á Selvogsbanka að eltast við ufsann en það gekk tregt hjá honum því aflinn var aðeins 4,4 tonn í einni löndun. Aftur á móti var ansi góð veiði hjá Halldóri Afa GK sem kom með 7,9 tonn í einni löndun og ennþá betri hjá Hraunsvík GK sem kom með 19,6 tonn í tveimur róðrum og þar af 13,5 tonn í einni löndun. Halldór Afi GK landaði í Sandgerði og Hraunsvík GK í Grindavík. Fyrst ég er kominn í netabátana þá er spurt: „Hvar er Erling KE? Þessi netabátur sem hefur átt sér sögu á Suðurnesjunum í um nítján ár, af hverju er enginn afli kominn á þann bát?“ Jú, svarið er nú kannski ekki það skemmtilegasta. Planið var að fara á sjóinn 2. janúar og mætti áhöfn bátsins um borð í bátinn – en þegar áhöfnin kom í Erling KE tók á móti þeim mikill reykjarþefur og allt svart af sóti. Kom þá í ljós að mikill eldur hafði komið upp í borðsal Erlings KE og hafði eldurinn kviknað að sjálfu sér en hann líka slokknaði að sjálfu sér. Enginn varð eldsins var og talið er að eldurinn hafi kviknað á nýársnótt. Tjónið er gríðarlega mikið. Eldurinn brenndi allt í borðsal og eldhúsi bátsins auk þess sem sót er um allan bátinn. Um er að ræða svokallað altjón á bátnum og í samtali mínu við nokkuð marga sem tengjast bátnum þá var samhljóða álit að tími Erlings KE í útgerð væri

Eins og myndirnar sýna er tjónið á borðsal Erlings gríðarlega mikið, allt brunnið sem brunnið gat. búinn á Íslandi. Tjónið er það mikið að til þess að laga þetta þá þarf að rífa allt úr bátnum og það er tugmilljóna króna verkefni. Mjög mikill kvóti er óveiddur á Erling KE, eða um 1.500 tonn og verið er að skoða hvað hægt er að gera. Líklegast mun annar bátur verða fundinn til þess að veiða kvótann sem Erling KE á óveiddan. Erling KE á sér langa sögu á Suðurnesjunum. Báturinn var smíðaður árið 1964 í Noregi og hét fyrst Akurey RE 6. Hann var seldur 1972 til Akraness og fékk þá nafnið Skírnir AK 16 og því nafni gegndi hann í sextán ár, eða fram til 1988 þegar báturinn var seldur til Sandgerðis og fékk nafnið Barðinn GK 375. Rafn HF átti þá bátinn en þegar Rafn HF fór í gjaldþrot árið 1992 keypti Þorbjörn HF í Grindavík

bátinn og fékk hann þá nafnið Júlli Dan GK 197, með því nafni var báturinn fram til ársins 2000 þegar Stakkavík ehf. í Grindavík keypti bátinn og fékk hann þá nafnið Óli á Stað GK 4. Stakkavík ehf. átti ekki bátinn lengi, aðeins í tæp tvö ár, því árið 2002 kaupir Saltver ehf. bátinn og nefnir hann Erling KE 140. Báturinn er 58 ára gamall og á sér sögu á Suðurnesjunum í alls 34 ár. Þess má geta að undir nöfnunum Akurey RE, Skírnir AK, Barðinn GK og Júlli Dan GK þá stundaði báturinn loðnu og síldveiðar en fyrir utan það þá hefur aðalveiðarfæri bátsins þessi 58 ár verið net.

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI

Jón Steinar Sæmundsson

Maðurinn og náttúruöflin Við Brimketil er oft að líta mikið sjónarspil þegar það er þungur sjór og öldurnar skella á klettunum með ógnarkrafti. Í samanburði við þessa krafta verður mannskepnan ansi lítil og máttvana. Það gera sér ekki allir grein fyrir hversu öflug náttúruöflin geta verið og hætta sér of nálægt og uppskera kalt bað. Það er í raun mildi að ekki hafa orðið alvarleg slys þarna við Brimketil þegar fólk fær holskeflurnar yfir sig.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is


Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

Þú sérð öll tilboðin á byko.is

A L A S T Ú Tilboðsverð Eurostyle Cosmopolitan

Handlaugartæki, krómað

-30%

15.817

15333552

Almennt verð: 22.595

Tilboðsverð

Tilboðsverð

Stálvaskur

Concetto

Rhine Sinkwares stálvaskur. Stærð: 44x44cm. Innanmál: 40x40cm. Dýpt: 20cm.

Eldhústæki með háum krana og einu handfangi

22.817

-30%

15332661

-30%

AEG Allora einfaldur kastari

borar, bitar og verkfæri, 70 hlutir í kassanum

2.664

6.472

Almennt verð: 3.805

Gerðu frábær kaup!

Almennt verð: 9.245

Tilboðsverð Nuddtæki

Nuddtæki með fjórum hraðastillingum, "non-slip" gripi og þremur mismunandi nuddstillingum.

8.397

Tilboðsverð Skrúfvél

41073449

Rafhlöðudrifin og létt skrúfvél með snúningshraða frá 0-200 sn/mín, auðvelt er að stjórna krafti vélarinnar

3.399 15332661

Almennt verð: 11.995

-30%

Almennt verð: 4.855

Verslaðu á netinu á byko.is

Krono Original Wilderness eik. Stærð: 242x2000mm, 12mm þykkt. kr/m2

Almennt verð: 5.395 kr/m2

68566705

52261881

Harðparket

0113647A

Verkfærasett

LED kastari

Tilboðsverð

3.775

Tilboðsverð

Tilboðsverð

13340005

Almennt verð: 24.595

Almennt verð: 32.595

-30%

17.217

-30%

-30%

-30%


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Þorbjörn og Þórkatla eru Suðurnesjamenn ársins 2021 Víkurfréttir hafa valið félaga í Björgunarsveitinni Þorbirni og Slysavarnadeildinni Þórkötlu í Grindavík Suðurnesjamenn ársins 2021 fyrir fórnfúst starf í Grindavík í aðdraganda eldgossins í Fagradalsfjalli og fyrir þá vinnu sem fram fór á meðan gaus. Mikið hefur mætt á björgunarsveitarfólki í Grindavík allt síðasta ár og í raun lengur, því atburðarásin hófst í raun í lok janúar 2020 þegar land tók að rísa vestan við fjallið Þorbjörn, skammt frá byggðinni í Grindavík. Þá var lýst yfir óvissustigi Almannavarna. Björgunarsveitin Þorbjörn var þegar virkjuð og í hönd fór fimmtán mánaða vinna í aðdraganda eldgoss. Frá því eldurinn braust upp á yfirborðið hefur vinnan svo margfaldast hjá björgunarsveitarfólkinu í Grindavík og bakvarðasveit þeirra, Slysavarnadeildinni Þórkötlu. Víkurfréttir hittu þau Boga Adolfsson, Otta Rafn Sigmarsson og Guðrúnu Kristínu Einarsdóttur að máli í björgunarstöðinni í Grindavík þar sem þau fengu blómvendi frá Víkurfréttum og ræddu starfið í sínum deildum. Bogi er formaður í Þorbirni, Guðrún Kristín fer fyrir Þórkötlu og Otti Rafn er björgunarsveitarmaður úr Þorbirni og var á síðasta ári kjörinn formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Þörfin fyrir að hjálpa til Til hamingju með útnefninguna. Þið eruð almennt ekki að fá mikið af viðurkenningum nema að viðurkenningin felst bara í að fá að vera í björgunarsveit, er það ekki? Bogi: „Það er fyrst og fremst markmið björgunarsveitarmannsins að vera partur af þjóðfélaginu og vinna fyrir það – en það er alltaf gaman að fá hrósið.“ Hvað fær menn til að ganga í björgunarsveit frekar en að fara t.d. í golf eða fótbolta? Otti: „Ætli það sé ekki fyrst og fremst þessi þörf fyrir að bara að hjálpa til og gera eitthvað. Vera úti og taka þátt í félagsstarfi, almennu félagsstarfi, en svo verður þetta stundum kannski svolítið meira en bara félagsstarf.“ Þið eruð með flottar græjur hérna í björgunarstöðinni. Bogi: „Þetta er ævintýramennskan líka. Þetta er spennandi, það verður aldrei tekið af þessu. Við erum að gera hluti sem er venjulega ekki verið að gera og fólki finnst það spennandi. Svo vill það bara prófa og sjá hvað það getur og hvað það getur lagt af mörkum. Það geta allir gert sitt gagn í þessu starfi og fundið sitt hlutverk.“ Er þetta það stærsta sem þið hafið tekist á hendur, að fá eldgosið hér í bakgarðinum ykkar í Grindavík? Bogi: „Ég ætla að vona það og ætla að vona að verði ekki eitthvað stærra. Jú, þetta er náttúrlega stærsta verkefni sveitarinnar, held ég, bara frá upphafi. Sveitin á

sína sögu og er vel þekkt fyrir vissa hluti, eins og fluglínutæki og annað, en þetta er án efa stærsta einstaka verkefnið.“

búin að gera og laga. Hægt og rólega tók það af okkur aðgengi og gönguleiðir og við þurftum alltaf að vera að vinna með það líka.“ Í dag eru tvær gönguleiðir í boði. Gamla A-leiðin og svo C-leiðin. Önnur er í návígi við hraunið en hin býður upp á meiri yfirsýn. Þeir Bogi og Otti segja þetta skemmtilegt útivistarsvæði til framtíðar.

Nánast beðið eftir gosi Það voru búnar að vera jarðhræringar í meira en ár áður en það fór að gjósa. Voru þið vel undirbúin? Otti: „Við segjum það oft að við vorum mjög vel undirbúin og það var allt klárt, það vantaði ekki, og það var nánast beðið eftir gosi. Það sem við áttuðum okkur ekki alveg á var allt fólkið sem kom að heimsækja svæðið. Það var það sem skapaði vandamálin, allur þessi fólksfjöldi. Annars vorum við klár í eiginlega hvað sem var.“ Bogi: „Ég held að það sé hægt að undirstrika allt fólkið, ég held að allir hafi komið, en við unnum þetta bara fínt.“ Þeir félagar áttu kannski ekki von á því að þetta myndi vekja svona mikinn áhuga og að það kæmu svona margir. Bogi: „Ég held við höfum bara ekki fattað hvað þetta var nálægt okkur. Það hafi verið stærsta vandamálið hjá okkur sjálfum, að kveikja á perunni að eldgosið var í bakgarðinum hjá okkur. Þar af leiðandi var stutt fyrir alla að fara.“ Otti: „Já, þó að þetta séu náttúruhamfarir þá voru þetta engar svakalegar hamfarir með ösku eða einhvers konar flóði eða eitthvað slíkt. Þetta var svona hentugt gos, þokkalega aðgengilegt og það var kannski staða sem við vorum ekkert að spá í fyrir gos.“ Það hefur komið fram að eldgosið var mest sótti staðurinn á Íslandi á

Ljósmynd: Björgunarsveitin Þorbjörn

síðasta ári, með hundruð þúsunda heimsókna og Ísland hefur verið vinsælt síðasta áratuginn. Otti: „Við þökkum fyrir það að þegar byrjaði að gjósa, 19. mars 2021, voru bara örfáir ferðamenn á landinu. Það gerði það að verkum að það var náttúrlega mikið af Íslendingum til að byrja með og svo breyttist það yfir í erlenda ferðamenn sem voru að koma til landsins. Ef þetta hefði gerst á sama tíma a 2019, þá veit ég ekki hvernig þetta hefði farið.“

Covid hélt aftur af erlendum ferðamönnum í upphafi goss Þeir félagar Bogi og Otti segjast lítið geta þakkað Covid í starfi björgunarsveitarinnar, þar sem veiran hefur haft mikil áhrif á félagsstarfið innan sveitarinnar. Þeir þakka þó að Covid hélt aftur af erlendum ferðamönnum í upphafi gossins og að það kæmu upp stór vandamál.

Páll Ketilsson Ljósmynd: Björgunarsveitin Þorbjörn

pket@vf.is

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Lentuð þið í skrítnum uppákomum með fólk í fjallinu? Bogi: „Já, það var nóg til af því en það voru líka mörg skemmtileg augnablik með fólki sem við þekktum ekki neitt uppi í fjallinu og fólk var almennt bara kurteist við okkur. Það skemmtilegasta við þetta voru afbrigðilegheitin og tengslin sem maður var að mynda við þjóðfélagið. Við vorum að kynnast Íslandi, maður fyrir mann.“

Málaði sjálfsmynd í geimbúningi og flaug henni í gíginn Otti: „Það er líka eitt sem er gaman að segja frá. Það kom ungur maður frá Bretlandi. Hann dröslaði þarna upp að gosstöðvunum trönum, stórum spegli, striga og ramma. Hann stillti sér upp fyrir framan spegilinn í geimbúningi með kúlu á hausnum þrjá daga í röð. Hann horfði í spegilinn og málaði sjálfsmynd af sér við gosið. Þegar hann hafði lokið við myndina var hún rifin niður og sett á dróna sem hann flaug svo í gíginn. Þetta var örugglega einhver gjörningur hjá honum.“ Það var töluverð vinna hjá björgunarsveitarfólki að sækja fólk sem var að slasa sig við eldstöðvarnar. Þeir félagar segja að enginn hafi þó slasað sig lífshættulega. Eitt tilfelli hjartaáfalls hafi komið upp en sá einstaklingur var ótrúlega heppinn hvar hann var staddur þegar það gerðist. Annars voru engin alvarleg meiðsl þó svo það hafi verið nokkur ljót beinbrot. Þeir segja að á tímabili hafi verið röð útkalla á sömu slóðir en í samráði við aðila sem málið varðaði var farið í að laga aðstæður. Með því að laga göngustíga, bæta merkingar og með áróðri í fjölmiðlum þá lagaðist ástandið. Þeir rifja upp að í byrjun ágúst hafi þeir farið í sautján útköll á tólf dögum á sama staðinn þar sem fólk var að brotna illa. Það reyndi aðeins á mannskapinn en gönguleiðin var lagfærð og þá hættu slysin.“ Bogi: „Helsta vandamálið var að eldgosið hélt alltaf áfram og hraun var að renna yfir það sem við vorum

Gerðuð þið ykkur fljótlega ljóst að Björgunarsveitin Þorbjörn gæti ekki sinnt þessu verkefni ein og óstudd? Otti: „Það sem við áttuðum okkur fljótt á, eftir stóra íbúafundinn í janúar 2020 sem haldinn var íþróttahúsinu, var það að ef það færi að gjósa hér við byggðina þá gerðum við ekki neitt nema að koma okkar fólki í burtu og sinna eigin fjölskyldum. Það var alveg ljóst frá fyrstu skrefum að við þyrftum að fá einhverja með okkur í lið.“ Börgunarsveitarfólk á Suðurnesjum var öflugast í að aðstoða félaga sína í Grindavík í eldgosinu á síðasta ári en auk þess voru að koma hópar björgunarsveitarfólks af öllu landinu til aðstoðar í Grindavík. Vel á annað þúsund björgunarsveitarfólks hefur komið að verkefninu. Bogi: „Þetta er það sem björgunarsveitirnar gera. Við svörum bara kallinu, hvaða sem það kemur.“

Gekk allt eins og smurt Bogi segir að stjórnkerfið hjá björgunarsveitunum sé það þróað í dag að allt hafi gengið smurt þegar kom að skipulagi vegna eldsumbrotanna. Björgunarsveitirnar eru með svæðisstjórnir og það skipulag var virkjað strax í upphafi goss og það stjórnkerfi tók yfir alla skipulagsvinnuna. Voru þetta vaktir allan sólarhringinn á tímabili? Otti: „Fyrstu dagana vorum við með meira en eitt hundrað manns á ferðinni á sólarhring. Suðurstrandarvegurinn lokaðist skömmu fyrir gosið í sterkum jarðskjálfta og það gerði þetta miklu flóknara og umferðin færðist nær bænum. Fólk þurfti að ganga lengra og það voru engin bílastæði. Fyrsti tvær vikurnar í gosinu voru krítískar með þetta að gera.“ Bogi: „Það lagaðist svo mikið eftir að umferðin komst aftur á Suðurstrandarveginn og þá tók að draga úr öngþveitinu í bænum.“ Björgunarsveit þarf mikið af tækjum og tólum – og hvernig eignist þið þetta allt saman? Bogi: „Það er bæjarfélagið og fyrirtækin í kringum okkur sem sjá til þess að við erum starfhæf.“


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9

„Stöndum alltaf saman þegar eitthvað kemur upp á“ – segir Guðrún Kristín Einarsdóttir, formaður Slysavarnadeildarinnar Þórkötlu. Slysavarnadeildin Þórkatla í Grindavík er nokkurs konar bakvarðasveit björgunarsveitarinnar Þorbjarnar. Helsta verkefni Þórkötlu í gegnum tíðina hefur verið að afla fjár fyrir björgunarsveitina Þorbjörn auk þess að sjá um slysavarnir í Grindavík. Það eru konur sem skipa Þórkötlu, sú yngsta er 21 árs og sú elsta á tíræðisaldri. Guðrún Kristín Einarsdóttir, Gunna Stína, er formaður Slysavarnadeildarinnar Þórkötlu í Grindavík. Guðrún Kristín EInarsdóttir, Bogi Adolfsson og Otti Rafn Sigmarsson. Otti: „Það er þessi velvild í samfélaginu sem skiptir máli. Við seljum flugelda og við seljum Neyðarkallinn og það er það sem færir okkur tekjur til að kaupa tæki og tól. Björgunarsveitarmenn þurfa að kaupa gallann og hjálminn sinn sjálfir og það er töluverður útlagður kostnaður í því. Í eldgosinu kom það sem við gerðum ekki ráð fyrir í ljós en það var þetta gríðarlega álag á tækjabúnað og fatnað. Þegar við vorum búnir að vera í eldgosinu í mánuð voru allir skór búnir hjá félagsmönnum og þá þurfti sveitin að fara að kaupa skó handa öllum. Búnaður í bílum slitnaði líka og þetta tók vel á.“

Bogi: „Viðhald á tækjum jókst. Sem dæmi þá fóru fimm loftdælur í kringum jeppana okkar, nýlegur jeppi er á öðrum dekkjagangi frá því að gosið hófst.“

Ljósmynd: Björgunarsveitin Þorbjörn

„Viljum verðlauna okkar fólk“ Þegar þið horfið til baka á þetta tæpa ár frá því gosið hófst, hafið þið hugsað hvort það væri eitthvað sem þið vilduð hafa gert öðruvísi? Bogi: „Eina sem ég vildi hafa geta gert betur í þessu starfi er að vera laus við þetta Covid-ástand og geta þá verðlaunað fólkið í sveitinni betur fyrir sína vinnu og haft einhverja hittinga eða pepp. Við höfum þurft að bíta í það súra epli að geta ekki haft félagsstarfið 100%.“ Otti: „Við höfum stefnt að því að gera eitthvað fyrir okkar fólk frá því í haust en það eru alltaf einhverjar takmarkanir og við viljum ekki setja sveitina í hættu.“ Bogi segir að eldgosinu hafi hálfpartinn verið aflýst seint á síðasta ári en fljótlega sett aftur á dagskrá, þannig að það megi segja að það sé hangandi yfir björgunarsveitinni að það geti mögulega gosið aftur. Bogi: „Það má segja að eldfjallið haldi okkur í gíslingu og svo er Covid ofan á það. Það er erfitt að reyna að hrósa mannskapnum í þessu ástandi eins og staðan er í dag. Við getum gert það í orðum eins og staðan er núna en þetta fólk sem er að vinna hér hefur lagt á sig alveg hellings óeigingjarnt starf og á alveg skilið vel hrós fyrir það.“ Það eru karlar og konur í björgunarsveitinni og svo eru þið með bakvarðasveit sem er Þórkatla, slysavarnadeildin ykkar, og það þarf að fæða þennan mannskap þegar hann er að störfum. Bogi: „Sem þær gerðu af einskærri snilld. Það má ekki gleyma að þakka þeim fyrir það. Það er félagsstarf hjá þeim og það þarf

að takmarka umgengni um húsið vegna Covid.“ Otti: „Það er þetta sem skiptir máli. Þegar það byrjaði að gjósa og við förum úr húsi að vesenast í þessu þá líður bara örstuttur tími þar til það eru komnar fleiri björgunarsveitir að hjálpa okkur. Þegar við komum til baka þá er bara búið að elda ofan í mannskapinn, allt orðið hreint og fínt hérna og tekið vel á móti okkur í húsinu. Svo fór maður heim og hvíldi sig. Svo komu næstu dagar og þetta var alltaf eins, konurnar í Þórkötlu voru alltaf klárar að taka á móti okkur. Þær eru alveg geggjaðar og frábærar.“ Bogi: „Það er ekki hægt að lýsa því hvað þetta er þægilegt.“

Nóg um að vera á nýju ári Það er ekki alltaf eldgos. Þið voruð rétt búnir að loka flugeldasölunni í upphafi árs 2022 þegar veðurguðirnir létu til sín taka og það varð mikið flóð hér á hafnarsvæðinu. Bogi: „Já, já. Þetta verður hérna við við dyrnar hjá okkur. Það heldur áfram að taka á móti okkur árið, það byrjar vel.“ Otti: „Já, árið er nýbyrjað en það er þegar komið nokkuð af útköllum hjá okkur og sveitum víða um landið. Tilfinningin er eins og það séu meiri öfgar í veðrinu en það er allavega nóg um að vera og nóg af verkefnum.“ Bogi: „Það eru tvö ár síðan það voru svona flóð síðast en vanalega er lengra á milli svona hamfara.“ Grindavíkurbær og fyrirtækin hér í Grindavík hugsa hlýtt til ykkar? Bogi: „Já, þau hafa alltaf gert það og verið rosalega góðir bak-

hjarlar. Verkalýðsfélögin, bæjarfélagið og sjávarútvegsfyrirtækin. Við kunnum alveg óendanlega að meta þetta.“ Otti: „Vandamálið núna er að það er líklegt að eitthvað gerist aftur. Það er fólk að þvælast þarna uppfrá. Á gamlársdag fórum við í útkall þarna uppeftir þar sem fólk hafði labbað yfir nýtt hraunið. Og hvað svo? Hvar endar þetta? Það er enginn alvarlega slasaður eða látinn hingað til en það getur verið stutt í að eitthvað gerist.“ Bogi: „Þetta er heitt svæði og ef að það fer eitthvað af stað þarna, þá er munurinn á því núna og síðast sá að í byrjun var ekkert fólk á staðnum. Núna er fólk á staðnum. Það gerir það mun erfiðara fyrir okkur að ætla að rýma svæðið. Eldgosið tók af okkur fullt af akstursleiðum. Þetta er stærsta áskorunin ef þetta gerist aftur.“ Eruð þið með annað plan ef það fer að gjósa aftur? Bogi: „Það heitir að gera sitt besta. Við erum að fylgjast með ferðum fólks um svæðið. Eins og traffíkin er núna þá fer vonandi að gjósa fyrir níu að morgni eða eftir klukkan fjögur síðdegis.“ Otti: „Ef það fer að gjósa aftur, þá vonandi gerist það bara á sama stað. Þá er þetta þægilegra að eiga við það en þetta verður alltaf áskorun. Eins og Bogi segir, þá erum við að gera okkar besta.“ Bogi: „Við getum sagt að það yrði rosalega tillitsamt af eldgosinu að byrja á sama stað fyrst við settum gönguleiðir þarna.“

Hvað gerðu konurnar í Þórkötlu þegar það fór að gjósa við Grindavík? „Þá sáum við um að gefa öllu björgunarsveitarfólki, lögreglu og öðrum sem komu að þessu að borða. Við vorum með vakt nánast allan sólarhringinn – að sjá um mat, taka á móti mat og elda, þetta snerist nánast allt um mat. Ég hef sagt að það hafi bara nánast opnað mötuneyti hér í björgunarstöðinni sama dag og eldgosið hófst. Við vorum með mötuneyti hér á efri hæðinni í björgunarstöðinni og veit að það voru nokkrir sem slepptu því að fara heim að borða og voru bara í mat hjá okkur, það var svo vinsælt.“

Langar vaktir Gunna Stína segir að vaktirnar hafi verið langar. Þórkötlur voru mættar fyrir níu á morgnana og fóru heim undir miðnætti. Þær sáu til þess að það væri alltaf nægur matur og að mannskapurinn gæti einnig fengið sér að borða á nóttunni, því það var vakt í húsinu allan sólarhringinn vegna gossins. „Við sáum til þess að það væri alltaf til nóg af mat, kaffi og brauði – og svo heitur matur. Það var alltaf heitur matur í hádeginu og á kvöldin. Við sluppum mestmegnis við að elda sjálfar og fengum mikla aðstoð, bæði frá fyrirtækjum og einstaklingum í bænum og öðrum deildum í kringum okkur sem stóðum líka vaktina með okkur.“ Slysavarnardeildirnar í Reykjavík og Reykjanesbæ sáu m.a. um að elda mat sem svo var borinn fram í björgunarstöðinni í Grindavík. Gunna Stína er þakklát fyrir aðstoðina og segir að þær í Þórkötlu hefðu ekki getað gert þetta einar. Þá fékk Þórkatla góðan stuðning frá slysavarnadeildum víðsvegar að af landinu sem lögðu inn fjárframlög. Það hafi bjargað miklu en Gunna Stína segir að slysavarnadeildin Þórkatla standi mjög vel fjárhagslega og það sé bæjarbúum og fyrirtækjum í Grindavík að þakka sem hafa stutt starfið í gegnum tíðina.

6.000 pulsum sporðrennt í eldgosinu Pulsur eru það vinsælasta sem Þórkatla býður upp á. Á gosvaktinni sporðrenndi björgunarsveitarfólk um 3.000 pulsum og þegar Ellubúð, sölugámur Þórkötlu, var opinn í maímánuði við gönguleiðina að VIÐTAL VIÐ BJÖRGUNARSVEITARFÓLKIÐ Í SUÐURNESJAMAGASÍNI FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

eldgosinu þá keyptu ferðamenn annað eins magn af pulsum. Ferðamenn voru einnig duglegir að koma í gáminn og styðja við starfið með fjárframlögum án þess að kaupa nokkuð. Sölugámurinn var ekki opinn í allt sumar og segir Gunna Stína ástæðuna þá að erfitt hafi verið að manna sölustörfin, enda nóg hjá Þórkötlukonum að gera í mötuneytinu í björgunarstöðinni. Í mötuneyti björgunarsveitarmanna var alltaf tvíréttað í heitum mat, þannig að þar voru pulsur og svo annar heitur réttur. Flestir fengu sér pulsu í forrétt og svo aðalrétt. Pulsupotturinn er reyndar alltaf til staðar í björgunarstöðinni þannig að björgunarsveitarfólk getur alltaf gripið í pulsur. Ein helsta fjáröflun Slysavarnadeildarinnar Þórkötlu er rekstur Ellubúðar, sem er sölugámur sem settur er upp á Sjóaranum síkáta. Þar er seldur ýmiskonar varningur og einnig sykurflos, poppkorn og sælgæti. Nú hefur Sjóarinn síkáti ekki verið haldinn síðustu tvö ár og þannig hefur Þórkatla orðið af tekjum. Gunna Stína segir að það hafi hjálpað að deildin stóð vel. Hún hefur alltaf getað staðið við bakið á björgunarsveitinni og mun sjá til þess að það verði áfram.

Ganga að stuðningi vísum Þið eruð að vinna gott starf hérna hjá björgunarsveitinni og slysavarnadeildinni í þessu 3.500 manna samfélagi sem Grindavíkurbær er. Finnur þú samstöðuna í samfélaginu um þetta starf ykkar? „Já og við höfum séð það í gegnum tíðina, í öll þessi ár sem ég hef verið að starfa í þessu, að í öllum fjáröflunum hefur alltaf verið stutt vel við bakið á okkur. Við höfum alltaf getað gengið að því vísu að fyrirtækin styrki okkur. Svo sýndi það sig í gosinu að bæði einstaklingar og fyrirtæki voru að koma hingað með mat til okkar. Það er bara þannig að við stöndum alltaf saman þegar eitthvað kemur upp á.“ Hvernig upplifir þú tilfinningu bæjarbúa fyrir þessum jarðhræringum og eldgosi? „Þetta er náttúrlega búið að vera erfiður tími fyrir suma, í kringum mig eru sumir orðnir hræddir við þetta – en það bara þannig að við búum á svona svæði og verðum náttúrlega bara að standa og lifa með því. Þetta er erfitt fyrir suma.“


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Tugmilljóna tjón í miklu flóði Sjór flæddi inn í frystihús Vísis og afurðir skemmdust. Sjór gekk yfir golfvöll og malbik flettist upp á Nesvegi. Tugmilljóna tjón varð hjá Útgerðarfélaginu Vísi hf. í Grindavík eftir flóð í óveðri að morgni 6. janúar. Mesta tjónið varð á afurðum sem skemmdust þegar sjór flæddi inn í frystihús félagsins sem stendur við Grindavíkurhöfn. Frystigeymsla, vélar og tæki og margs konar búnaður slapp að mestu. Vinnsla hófst á fullum afköstum í húsinu daginn eftir. „Það dugði ekki að vera í stígvélum því vatnið náði langleiðina upp í klof,“ sagði starfsmaður Vísis við tíðindamann Víkurfrétta. Strax var hafist handa við að koma unnum afurðum í aðra frystigeymslu því slá þurfti rafmagni út í öllum látunum. Svo mikill sjór gekk á land að stórir gámar flutu í nýrri tjörn sem myndaðist við frystihúsið. Óveðrið skall ekki bara á höfninni í Grindavík því sjór gekk langt inn á golfvöll Grindvíkinga, Húsatóftavöll. Fimm brautir af átján eru fyrir neðan veg og mikið magn af sjó gekk yfir það svæði. Einnig kom talsvert

af möl, grjóti og þangi með sjónum en þó í minna mæli en gerðist fyrir tveimur árum. Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa séð 8-10 metra háar öldur ganga langt upp á land. Sjóvarnargarður sem liggur meðfram strandlengjunni og nær alla leið að Festarfjalli hefur rofnað á nokkrum stöðum á undanförnum árum, m.a. á köflum við golfvöllinn og átti sjórinn því greiðan aðgang að vellinum. Að sögn Fannars Jónassonar, bæjarstjóra Grindavíkur hafa verið gerðar verkáætlanir um styrkingu

Starfsmenn tryggingafélags skoðuðu skemmdir á afurðum með starfsmönnum Vísis.

Grjót og þang sést hér inn á og við 14. flötina. VF-mynd:Jón Steinar Sæmundsson

Golfvöllur á floti

Stór hluti 15., 16. og 17. brautar voru undir vatni auk þara og grjóts úr fjörunni. Hér er sjór yfir helmingi 15. og allri 16. braut nema flötinni, sem sést neðst til vinstri.

Björgunarsveitarmenn úr Þorbirni og slökkviliðsmenn unnu að björgun við frystihús Vísis. Hér ganga tveir í „tjörninni“ sem myndaðist á skömmum tíma. Að neðan má sjá slökkviliðsbíl við dælingu og lyftara flytja afurðir í flutningabíl. varnargarðanna. Það þurfi að gera á nokkrum stöðum á þessum kafla en ölduhæðin í þessu óveðri hafi verið hærri en menn muna eftir og aflið í sjónum því mikið. Óveðrið teygði anga sína langt vestur eftir ströndinni. Grjót og þang flaut langt upp á Nesveg sem er á milli Grindavíkur og Reykjanesvita. Malbik flettist upp á kafla og ljóst að mikið hefur gengið á því vegurinn er á þriðja hundrað metra frá varnargarðinum. Páll Ketilsson pket@vf.is

Fjárhús fóru illa í óveðrinu

Fjárhús Sigrúnar Hörpu Harðardóttur og fjölskyldu í Grindavík skemmdist mikið í óveðrinu. Hún þakkar fyrir að hafa farið með 25 kindur sínar í skjól hjá vinum þeirra áður en óveðrið skall á. „Langafi minn byggði fjárhúsin fyrir mörgum árum síðan og elsti parturinn er að verða 100 ára gamall. Þetta er búið að vera í fjölskyldunni í mörg ár. Þau fóru illa í þessu óveðri, m.a. öll hliðin sem snýr út á sjó og hálf hliðin sem snýr í vestur. Síðan fóru nokkrir burðabitar sem halda uppi gólfgrindunum en við höfum verið síðan á laugardaginn að reyna laga það sem við getum og fólk er búið að vera yndislegt að gefa okkur bárujárn. Við erum mjög hissa en þakklát fyrir viðbrögðin sem við fengum út frá Facebook statusnum mínum en sem betur fer gerðist ekkert við fjárhúsin í óveðrinu næstu daga á eftir. En varnar garðurinn sem var þarna áður fyrr hafði verið tekinn niður sem var ákvörðun Grindavíkurbæjar. Hann hefði líklegast tekið mesta skellinn og þá hefði ekki orðið svona mikið tjón á fjárhúsunum,“ sagði Sigrún Harpa..

Malbik flettist upp úr veginum milli Reykjanesvita og Grindavíkur. Eins og sjá má eru skemmdirnar talsverðar.


Þekking í þína þágu

Nám á nýju ári

» » » » » » » » »

Menntastoðir Grunnmennt Skrifstofuskóli I og II Sölu-, markaðs- og rekstrarnám Tæknilæsi og tölvufærni Tækniþjónusta Sterkari starfskraftur Samfélagstúlkun Fagnám í umönnun fatlaðra

» Sales, Marketing and Business Operations » Technical Literacy and Computer Skills

Nánari upplýsingar og skráning á mss.is — 421 7500


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

2. ÞÁTTUR

Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu. Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann, tekur saman með góðra manna hjálp.

GAF EIGUR SÍNAR TIL AÐ „ALLRA AUMUSTU OG FÁTÆKUSTU BÖRN SKYLDU FÁ KRISTILEGT UPPELDI“ Skólinn okkar, sem í upphafi hét Thorkillii barnaskólinn í Vatnsleysustrandarhreppi, var stofnaður í nýbyggðu skólahúsi af samnefndu félagi haustið 1872 af frumkvæði séra Stefáns Thorarensen, prests á Kálfatjörn. Upphaflega var skólinn ekki stofnaður fyrir börn efnaðra foreldra, eins og halda mætti, heldur einkum fyrir fátækustu börnin, fyrir tilstilli Thorchillii-sjóðs. Thorchillii hét Jón Þorkelsson (1697–1759), barn efnaðra foreldra í Innri-Njarðvík, sem þá tilheyrði Vatnsleysustrandarhreppi. Hann varð mikill lærdómsmaður, m.a. rektor Skálholtsskóla í áratug og ferðaðist síðan fjögur ár um landið með Harboe til að kynna sér menntunarástand Íslendinga. Hann var barnlaus og vel efnaður og gaf eftir sinn dag eigur sínar í sjóð til að „allra aumustu og fátækustu börn í Kjalarnesþingi (Reykjanesskaga) skyldu fá kristilegt uppeldi, þ.m.t. húsnæði, fæði og klæði“. Það vafðist mjög fyrir mönnum að uppfylla óskir Thorchillii, þar til rúmri öld eftir dauða hans að loks var stofnaður varanlegur skóli í fæðingarsveit hans. Að vísu var Hausastaðaskóli stofnaður á Garðaholti 1792, starfaði í nítján ár fyrir fátæk og heimilislaus börn og naut styrkja úr Torchillii-sjóði. Síðan segir fátt af starfi í þágu fátækustu barnanna þar til 1870 að Stefán Thorarensen, prestur og sálmaskáld á Kálfatjörn, hóf með aðstoð útvegsbænda undirbúning stofnunar barnaskóla í Vatnsleysustrandarhreppi. Efnt var til samskota, keyptur jarðarpartur og reist skólahús sem var vígt 13. september 1872. Með leyfi konungs og Alþingis fékkst 1.200 ríkisdala vaxtalaust lán til skólans úr Thorchillii-sjóði sem ekki þarf að greiða meðan skólinn sinnir börnum sem minna mega sín. Lánið er ógreitt enn, 150 árum síðar, og í skilum því skólinn hefur alla tíð sinnt fátækum börnum sem minna mega sín.

Í ítarlegri reglugerð sem samþykkt var á stofnfundi skólans segir m.a.: „Það er enn fremur vilji stofnendanna, að stofnunin sé löguð, svo sem verða má, samkvæmt því augnamiði, sem Thorcillius heitinn hafði með gjöf sinni. Ætlunarverk stofnunarinnar er því fyrst og fremst það, að taka til fósturs, eða umsjónar og menningar, að minnsta kosti svo mörg börn í hreppnum, sem Thorchillis-sjóðurinn leggur fje með til uppeldis og kennslu og, á meðan þessi uppeldisstyrkur er veittur tilteknum börnum, þá einmitt og sjer í lagi þau börn; en þá því næst önnur umkomulítil og vanhirt börn í hreppnum, eptir því sem efni og ástæður stofnunarinnar leyfa. Ætlunarverk stofnunarinnar er yfir höfuð að gjöra úr börnunum, hvort sem þau eru heimilisföst í stofnuninni allt árið, nokkurn tíma árs, eða aðeins njóta þar kennslu, ráðvanda, siðferðisgóða menn, og að veita þeim þá þekkingu og kunnáttu, að þau megi verða nýtir borgarar í fjelaginu.“ Í rafrænni útgáfu Víkur­ frétta er hægt að smella hér til að sjá ítarlega frásögn Önnu Sveinsdóttur, kennara, af Thorchilliisjóðnum. Sjóðurinn greiddi síðan um áratuga skeið skólagjöld fátækustu barnanna. Efnaðri foreldrar greiddu skólagjöld barna sinna, tíu ríkisdali á ári. Mörg „Thorchillii-barnanna“ bjuggu á skólatíma í risi skólahússins og ráðið var fólk til að annast þau ásamt því að þrífa húsið og kynda. Þannig var skólinn bæði heimavistarskóli og heimangönguskóli og einnig var börnum komið fyrir á nálægum bæjum, t.d. börnunum úr Njarðvík. Fyrstu árin var skólinn líka fyrir Njarðvíkinga uns þeir komu sér upp eigin skóla áratug síðar. Einnig var frá upphafi vísir að unglingaskóla (fyrir fermd börn) og handavinnukennsla fyrir stálpaðar stúlkur. Myndin hér að neðan er af fyrstu grein fyrrnefndrar reglugerðar, með skrift Stefáns.

Jóga og núvitund við göngustíga Á vormánuðum árið 2020 fékk leikskólinn Gimli styrk frá Nýsköpunar- og þróunarsjóði Reykjanesbæjar fyrir verkefnið Jóga og núvitund í vettvangsferðum. Verkefnið fór af stað með nemendum og kennurum skólans þá um haustið. Hugmyndin að verkefninu kviknaði út frá jógastundum sem hafa verið á Gimli frá árinu 2007. Ræktuð er vitund um andlegt og líkamlegt heilbrigði ásamt því að efla einstaklings- og félagsfærni nemenda. Við þróun verkefnisins var mikilvægt að finna leiðir til að vekja áhuga kennara á öllum skólastigum fyrir jóga og núvitund í útiveru í öllu skólasamfélagi Reykjanesbæjar. Hvernig hægt er að við vinna með jógastöður, öndun, slökun og núvitund á einfaldan hátt hvar sem er úti í náttúrunni. Hvort sem það er í göngu um okkar nærumhverfi, í skógi, úti í móa eða við hafið. Sigurbjörg E. Gunnarsdóttir, leikskólakennari á Gimli og jógaleiðbeinandi barna, hefur frá upphafi séð um verkefnastjórn og útbjó hún hugmyndabók með núvitundaræfingum, öndunaræfingum og jógastöðum fyrir kennara á Gimli sem þeir vinna svo áfram með nemendum. Þessar hugmyndir hafa verið settar saman í smáforrit sem allir geta á einfaldan hátt nýtt sér. Í vettvangsferðum fara nemendur og kennarar á hin ýmsu svæði í nágrenni leikskólans. Þar á meðal á gönguleiðina við sjávarsíðuna fyrir aftan Njarðvíkurskóla og svæðið í Njarðvíkurskógi við Grænás. Á þessum stöðum hefur nú verið komið fyrir skiltum á steina með einföldum núvitundaræfingum. Skiltin eru fjögur á hvorum stað, með fallegum orðum og hvatningu til bæjarbúa og allra sem eiga leið um þessi svæði. Með QR kóða sem er á skiltunum komast allir inn í smáforritið á aðgengilegan hátt í gegnum snjallsíma og er hægt að velja texta á íslensku, ensku og pólsku. Að koma verkefni sem þessu af stað, þróa það áfram og halda því

gangandi krefst samvinnu, þrautseigju, virkni og áhuga. Við erum afar þakklát þeim sem komið komið hafa að verkefninu með einum einum eða

öðrum hætti og þar má sérstaklega þakka Gunnari Víði Þrastarsyni fyrir hönnun á skiltum, Davíð Óskarssyni og Gísla Erni Gíslasyni fyrir hönnun og uppsetningu á smáforritinu og Reykjanesbæ fyrir uppsetningu á skiltunum. Að lokum má geta þess að nemendur fæddir 2015 og foreldrar þeirra gáfu leikskólanum peningagjöf við útskrift þetta árið 2021 sem nýttir voru til prentunar á skiltunum. Leikskólinn Gimli fagnaði 50 ára afmæli á árinu 2021 og er gleðilegt að verkefnið varð að veruleika við þau tímamót. Verkefnið styður vel við heilsueflandi samfélag Reykjanesbæjar, þar sem lögð er áhersla á að efla líkamlega og andlega heilsu og er það einlæg ósk okkar á Gimli að bæjarbúar fari á þessa staði í gönguferðum sínum um bæinn, upplifi og njóti.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13

85 ára gamall flautunemandi Það er ekki á hverjum degi sem tónlistarnemendur fagna 85 ára afmæli. Það gerðist í vikunni þegar Guðmundur Ákason, flautunemandi í Tónlistarskólanum Sandgerði, fagnaði þeim tímamótum. Í tilefni dagsins færði starfsfólk skólans honum gjafir og blóm. Víkurfréttir heyrðu í Guðmundi, sem kemur frá Siglufirði, og spurðu hann út í námið og hvenær hann byrjaði að læra. „Ég fiktaði sem krakki, svona tíu, tólf ára,“ segir Guðmundur. „Það átti sér þá forsögu að ég og systkini mín vorum öll með exem og það var verið að gera tilraunir með að senda okkur ekki í skóla. Mamma sagði að ég hafi verið alveg ómögulegur af því ég mátti ekki fara út svo hún keypti handa mér blokkflautu til að reyna

að fá mig til að fá áhuga fyrir því – en ég náði aldrei að spila nema stef úr lögum, ekki í heild sinni.“

Gat ekki gert upp á milli þeirra Guðmundur starfaði hjá bandaríska varnarliðinu þar sem hann sá um gæðaeftirlit með eldsneyti hersins. „Á miðjum aldri skildum við, ég og konan mín, og ég kynntist konu hérna í Sandgerði. Ég var með henni í tuttugu ár og hún spilaði á gítar. Við

fórum í tónlistarskóla og ég var þar í nokkra mánuði en svo lognaðist það út af enda var ég í fullri vinnu og svona. Þannig að ég var aldrei fljúgandi læs á nótur en gat stafað mig í gegnum þær,“ segir Guðmundur en hann flutti til Hafnarfjarðar eftir að konan lést en flutti svo aftur til Sandgerðis árið 2015 og tók upp þráðinn að nýju í Tónlistarskólanum í Sandgerði skömmu síðar. „Það var fyrir svona þremur, fjórum árum að tónlistarskólinn hér auglýsti að hann vildi gera músík með eldri nemendum og þá datt mér í hug að ræða við skólann um blokkflautuna – og það varð úr að ég fór að læra.“ Guðmundur segir að hann og flautukennarinn spili saman dúetta en svo fór flautukennarinn í fæðingarorlof. „Svo fór hún í barnseignarfrí og það var enginn flautukennari til að kenna mér á meðan svo það varð að samkomulagi að ég yrði hjá gítarleikarakennaranum. Það var náttúrlega mjög gaman að hafa hann til að spila undir hjá mér og þegar hún kom til baka sagði ég við skólann að ég gæti ekki gert upp á milli þeirra, ég væri ánægður með þau bæði. Þá stakk skólastjórinn upp á því að ég verði hjá þeim báðum – sem ég og er,“ sagði þessi eldhressi flautuleikari að lokum.

Aldrei of seint að byrja. Flautunemandinn Guðmundur Ákason er hefur gaman af náminu í Tónlistarskólanum.

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Guðmundur ásamt starfsfólki Tónlistarskólans í Sandgerði. Guðmundur, Vilborg Hlöðversdóttir, Sigurgeir Sigmundsson, Sævar Helgi Jóhannsson og Kári Sæbjörn Kárason. Myndir: Halldór Lárusson

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,

MEINERT JOHANNES NILSSEN Grænulaut 22, Reykjanesbæ, áður Borgarvegi 11, Njarðvík,

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 6. janúar. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 14. janúar klukkan 13:00 Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á www.facebook.com/groups/meinert Gyða Eiríksdóttir Erna Nilssen Unnar Már Magnússon Júlíanna María Nilssen Gyða Minný Nilssen Sigfús K. Magnússon Eiríkur Arnar Nilssen barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

Hvatagreiðslur/frístundastyrkur hækka í 45.000 kr. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt að hvatagreiðslur fyrir foreldra barna á aldrinum sex til átján ára séu kr. 45.000.- frá 1. janúar 2022 til niðurgreiðslu á viðurkenndu íþrótta-, tómstunda- og listgreinastarfi. Úthlutun hvatagreiðslna/frístundastyrks fer fram í gegnum Hvata vefskráningar- og greiðslukerfi (Sportabler o.s.frv.). Þegar nýskráningar hefjast (yfirleitt á haustin) er hægt að ráðstafa hvatagreiðslunni/frístundastyrknum. Þegar það er gert er mikilvægt að haka í reitinn ,,nota frístundastyrk“ ef foreldrar kjósa það. Þá dregst upphæðin frá æfingagjaldinu. Hvatagreiðslur/frístundastyrkur verða greiddar út mánaðarlega til íþrótta- og tómstundafélaganna í stað þess að greiðslan fari beint til foreldra eins og áður tíðkaðist. Greiðslan getur að hámarki numið kostnaði við námskeið. Skilyrði er að um skipulagt starf sé að ræða, sem er stundað undir leiðsögn þjálfara eða kennara/leiðbeinanda. Einungis er hægt að nýta hvatagreiðslu/frístundastyrk einu sinni á hvert gjald.

Hafi viðkomandi ekki nýtt sér hvatagreiðslur/frístundastyrkur að hluta eða að fullu falla eftirstöðvar niður um áramót. Allar fyrirspurnir tengdar hvatagreiðslum/frístundastyrk skal senda á netfangið hvatagreidslur@reykjanesbaer.is Ef iðkandi er að nýskrá sig í íþrótt þar sem æfingatímabilið er hálfnað eða langt liðið þá þarf viðkomandi að senda tölvupóst á hjordis@keflavik.is hamundur@umfn.is til að fá aðstoð við skráningu. Fyrirspurnir vegna hvatagreiðslna/frístundastyrks skulu sendast á hvatagreidslur@reykjanesbaer.is

Skilyrði er að bæði barn og foreldri eigi lögheimili í Reykjanesbæ. Hvatagreiðslur/frístundastyrkur sem búið er að ráðstafa í æfingagjöld er ekki hægt að endurgreiða eða bakfæra til viðkomandi. Hvatagreiðslur/frístundastyrkur nýtast ekki fyrir Frístundaheimili skólanna.

Íþrótta- og tómstundafulltrúi


KNATTSPYRNUSAMANTEKT

STEFÁN JÓN TIL REYNSLU Á ÍTALÍU

sport

Stefán Jón Friðriksson, ungur miðjumaður í knattspyrnuliði Keflavíkur, heldur til Ítalíu á næstu dögum til æfinga með liði Cosenza Calcio sem leikur í næstefstu deild á Ítalíu. Stefán Jón er fæddur árið 2004 og hefur verið að festa sig í sessi í meistaraflokki Keflavíkur en hann fékk sín fyrstu tækifæri með liðinu á seinasta tímabili þegar honum var skipt inn á í tveimur leikjum, gegn KA í bikar og KR í deild.

Markmiðið að gera Njarðvíkurfjölskylduna stolta NAFN: ALDUR:

NICOLÁS RICHOTTI

35 ÁRA

TREYJA NÚMER:

STAÐA Á VELLINUM:

5 SKOTBAKVÖRÐUR MOTTÓ:

NJARÐVÍKINGAR RÁÐA Í STARF YFIRMANNS KNATTSPYRNUMÁLA

Knattspyrnudeild Njarðvíkur gekk frá ráðningu Rafns Markúsar Vilbergssonar í stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu en staðan er ný hjá Njarðvík og því er um mikið framfaraskref að ræða fyrir deildina. Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur stækkað ört á síðustu árum og er iðkendafjöldi að nálgast 400 iðkendur. Með fjölgun iðkenda eru gerðar meiri kröfur til þess að félagið komi til móts við þá og skapi umgjörð þar sem þeir geta látið fótboltadrauma sína rætast. Rafn skrifaði í dag undir samning til næstu þriggja ára sem yfirmaður knattspyrnumála hjá deildinni. Rafn er Njarðvíkingum kunnugur en hann hefur verið viðloðandi félagið frá árinu 2005, jafnt sem

FETAR Í FÓTSPOR NATASHA ANASI Caroline Van Slambrouck hefur skrifað undir samning við Keflavík og mun leika með liðinu út knattspyrnutímabilið 2023. Caroline kemur frá Santa Teresa á Spáni en lék með Benfica áður. Hún lék einnig með ÍBV hér á landi áður, frá 2017 til 2019, þegar hún kom til ÍBV þegar Natasha fór frá ÍBV til Keflavíkur. Nú fetar hún í fótspor Anasi í annað sinn og kemur í hennar stað til Keflavíkur eftir að Natasha gekk til liðs við Breiðablik. Caroline spilar í stöðu miðvarðar og er vænst til mikils af henni á vellinum í efstu deild í sumar

ALDREI GEFAST UPP Nicolás Richotti fæddist nánast með körfuboltann í höndunum en pabbi hans var einnig atvinnukörfuboltamaður. Hann segist afar stoltur af því að hafa orðið bikarmeistari með Njarðvík og á fjölmörg áhugamál fyrir utan körfuboltann, m.a. leikur hann á gítar. Við fengum að kynnast Nico lítillega í stuttu spjalli. Hefurðu fasta rútínu á leikdegi? Get eiginlega ekki sagt það, ég reyni að borða heilsusamlega og ná að leggja mig í klukkutíma til að vera vel hvíldur og klár í leikinn. Hvenær byrjaðir þú í körfu og af hverju valdirðu körfubolta? Ég hef verið með körfubolta í höndunum síðan ég man eftir mér. Pabbi var atvinnumaður í körfubolta og ég vildi verða eins og hann. Hver er besti körfuboltamaður allra tíma? Það er erfitt að velja aðeins einn svo ég nefni þrjú nöfn; Jordan, Lebron og Kobe. Hver er þín helsta fyrirmynd? Pabbi er mín helsta fyrirmynd. Ég ólst upp við að fylgjast með honum sem atvinnumanni, innan og utan vallarins. Ég lærði margt af honum. Hvert er eftirminnilegasta atvikið á ferlinum? Að vinna bikarkeppnina hér á Íslandi og líka að vinna Keflavík á þeirra heimavelli. Hver er besti samherjinn? Ég myndi segja Fotis, við spiluðum saman í mörg ár á Spáni og nú erum við aftur samherjar hér á Íslandi.

Hver er erfiðasti andstæðingurinn? Hver sá leikmaður sem býr yfir sjálfsöryggi og er mótiveraður verður erfiður mótherji. Hver eru markmið þín á þessu tímabili? Að gera Njarðvíkurfjölskylduna stolta af liðinu. Hvert stefnir þú sem íþróttamaður? Það er erfitt að segja en ég vona að ég sé að fara áfram og að bæta mig á hverjum degi sem manneskju og körfuboltamann. Hvernig væri fimm manna úrvalslið þitt skipað með þér? Fimm manna byrjunarlið skipað leikmönnum sem ég hef fengið tækifæri til að spila með væri þannig; ég, Facundo Campazzo, Rimantas Kaukenas, Luis Scola og Ricardo Guillen. Fjölskylda/maki: Eiginkona mín, Maria Isabel, Alba, dóttir mín, og hundurinn minn, Byron. Hvert er þitt helsta afrek á körfuboltavellinum? Ég myndi segja að snúa aftur úr meiðslum en ég hef fengið minn

skerf af meiðslum og í sumum tilvikum slæmum. Einnig að hafa fengið að spila fyrir landslið Argentínu, það er nokkuð sem ég muna aldrei gleyma. Áttu þér áhugamál fyrir utan körfuboltann? Ég á fjölmörg áhugamál eins og ljósmyndun, tölvuleiki, að vlogga [vídeóblogga] og ferðast.

leikmaður, fyrrum fyrirliði, yfirþjálfari yngri flokka og síðast sem aðalþjálfari frá 2016 til 2019. Yfirmaður knattspyrnumála kemur til með að halda utan um þróun leikmanna frá þrettán ára aldri. Hann mun þannig tengja saman starf yngri flokka og meistaraflokks með enn betri hætti. Þá mun hann jafnframt sjá um og vera með yfirumsjón yfir afreksstarfi félagsins, uppfæra knattspyrnustefnu félagsins og innleiða áherslur sem þar koma fram í alla flokka. Með ráðningu Rafns sér knattspyrnudeild Njarðvíkur fram á að efla knattspyrnustarf félagsins í heild sinni ásamt því að veita leikmönnum, jafnt strákum sem stelpum, tækifæri á að bæta sig sem einstaklingar.

FINNSKUR LEIKMAÐUR Í KEFLAVÍK

Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað gerirðu? Ég myndi fara út að borða virkilega gott sushi. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Empanadas Argentinas og Pastel de Carne sem eru mjög dæmigerðir réttir frá mínu heimalandi, Argentínu [nokkurs konar kjötlokur eða kjötbökur], ... og hvers kyns máltiðir með hrísgrjónum. Ertu öflugur í eldhúsinu? Ég get nú ekki sagt það ;-) Býrðu yfir leyndum hæfileika? Ég kann að spila á gítar. Er eitthvað sem fer í taugarnar á þér? Þegar fólk er óstundvíst.

Karl Magnússon, nýráðinn framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Keflavíkur, og Dani Hatakka handsala samninginn. Mynd: Facebook-síða knattspyrnudeildar Keflavíkur Keflavík hefur gert samning við finnska miðvörðinn Dani Hatakka um að leika með liðinu út tímabilið 2022. Dani Hatakka er 27 ára gamall og kemur frá Honka FC í Finnlandi þar sem hann hefur leikið rúmlega

70 leiki. Hatakka hefur einnig verið á mála hjá Brann í Noregi og fleiri liðum í Finnlandi. Til mikils er vænst af Finnanum segir á Facebook-síðu knattspyrnudeildarinnar en hann hefur þegar hefur hafið æfingar með liðinu.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Aðal - og deiliskipulag í Reykjanesbæ Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti þann 7. desember 2021 að auglýsa eftirfarandi deiliskipulagstillögu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

Deiliskipulag Kalmanstjörn, Nesvegur 50

Benchmark Genetics leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið sem er 32 ha og afmarkast af lóðarmörkum Nesvegs 50 samkvæmt uppdráttum tækniþjónustu SÁ frá 7. maí og greinargerð sem birtist í apríl 2020.

Fór sem krakki með pabba á júdóæfingar

Tillagan liggur frammi á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 og á heimasíðu Reykjanesbæjar, www. reykjanesbaer.is frá og með 14. janúar til 28. febrúar 2022. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi þann 28. febrúar annað hvort á Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ eða á netfangið skipulag@reykjanesbaer.is

VF-myndir: JPK

– segir Heiðrún Fjóla Pálsdóttir sem var valin glímukona ársins 2021 Heiðrún hlaut titilinn glímukona ársins af Glímusambandi Íslands í fyrsta sinn nú um áramótin en hún hefur stundað glímu í um sex ár. Heiðrún átti góðu gengi að fagna á glímuvellinum á árinu og tók þátt í öllum mótum Glímusambandsins á árinu og var iðulega í verðlaunasæti. Heiðrún er fyrirmyndar íþróttakona jafnt innan vallar sem utan. Hún varð Íslandsmeistari í tveimur þyngarflokkum á Íslandsmótinu og önnur í opnum flokki. Hún vann opinn flokk kvenna á Haustmóti Glímusambandsins og varð önnur í +74 kg flokki. Þá varð Heiðrún önnur í keppninni um Freyjumenið sem er jafngildi Grettisbeltisins í karlaflokki. Heiðrún Fjóla, sem er yfirþjálfari glímudeildar UMFN og situr í varastjórn Glímusambands Íslands, segir að árið 2021 hafi reynst sér mjög vel. „Árið var mjög gott, ég tók þátt í öllum glímumótum ársins og átti mjög gott ár.“ Nú ert þú búin að stunda glímu í sex, sjö ár en hvernig stóð á því að þú byrjaðir í þessum glímuíþróttum? „Ég byrjaði að æfa júdó í Grindavík þegar ég var krakki,“ segir Heiðrún sem er frá Grindavík en býr nú í Reykjanesbæ. „Pabbi var eitthvað að æfa júdó þar og ég fór bara með honum. Ég æfði þar í nokkur ár en hætti svo og var ekkert að pæla í þessu. Síðan þegar ég flutti úr Grindavík og til Njarðvíkur fór ég að æfa hjá Gumma [Guðmundi Stefáni Gunnarssyni], það var

2015. Ég ætlaði bara að fara að æfa júdó en svo voru allar þessar fangbragðaíþróttir í boði; júdó, Brazilian Jiu-Jitsu og glíma, og ég æfði bara allt sem ég gat, eins mikið og ég gat. Þannig leiddist ég út í glímuna.“

Þátttaka stúlkna hefur verið áberandi á síðustu misserum hjá glímudeildinni, hér eigast tvær þeirra við á æfingu. Í bakgrunninn má sjá feðgana Guðmund Stefán Gunnarsson, fyrrverandi yfirþjálfara deildarinnar, og Gunnar Örn Guðmundsson sem byrjaði að æfa júdó um þrítugt og afrekaði það að verða Íslandsmeistari í júdó um ári síðar.

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt lýsingu fyrir gerð deiliskipulags fyrir Ásbrú skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gert er ráð fyrir að á umræddum reit verði skólalóð, almenningsgarður og íbúðir. Lýsingin er á heimasíðu Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is. Ábendingar varðandi tillögugerðina skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi þann 31. janúar annað hvort á Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ eða á netfangið skipulag@reykjanesbaer.is

Njarðvíkurheiði, færsla á spennuvirki

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti 21. desember 2021 tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2015-2030 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Þéttbýlismörk og staðsetning I4 er færð lítilsháttar til suðurs við lóð tengivirkis.

Hver er stefnan á þessu ári? „Markmiðið er að vinna allt sem er í boði, aðalmarkmiðið er að vinna Íslandsglímuna í vor. Þá er keppt um Freyjumenið en ég lenti í öðru sæti í keppni um það í fyrra. Ég keppi meira í glímu og Jiu-Jitsu í dag en júdó – ég keppi alveg í júdó en legg meiri áherslu á glímuna.“ Þessi mót sem þú ert að taka þátt í, eru þau öll innanlands eða ferðu út fyrir landsteinana líka? „Núna eru þau flest hér en fyrir Covid var ég mjög mikið að taka þátt í mótum erlendis. Ég hef lítið farið undanfarið en keppti á júdómóti í Svíþjóð í nóvember þar sem ég lenti í öðru sæti. Við vorum að fara á vegum Glímusambandsins á mót á Englandi og Skotlandi og svo á Evrópumót líka en það hefur ekkert verið núna. Það liggur allt niðri eins og staðan er.“

Auglýsing vegna deiliskipulags fyrir Ásbrú

Greinargerð með rökstuðningi og uppdrætti frá desember 2021. Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar. Skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar 12. janúar 2022

Heiðrún væntanlega með verðandi glímukappa í fanginu. Mynd: Facebook-síða glímudeildar UMFN

Kraftmikið starf hjá glímudeildinni Þeim fjölgar stöðugt sem leggja stund á fangbragðaíþróttir hjá Njarðvík segir Heiðrún. „Krakkar eru mjög áhugasamir um glímuíþróttir og það eru mjög margir nýir að koma inn. Við erum í raun ekki með neinar séræfingar í júdó, Jiu-Jitsu eða glímu hjá deildinni, við kennum þeim þetta allt. Þetta eru bara fangbragðaíþróttir og krakkarnir eru eru duglegir að keppa í þeim öllum. Iðkendur eru frá sex ára aldri og uppúr,“ segir Heiðrún. „Glímuíþróttir eru fyrir alla.“

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Myllubakkaskóli – Kennari á miðstig Stapaskóli - Sérkennslustjóri Ösp sérdeild - Sérkennari/þroskaþjálfi Velferðarsvið - Ráðgjafaþroskaþjálfi Starf við liðveislu

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn

Úrslit leikja og fréttir af íþróttaviðburðum á Suðurnesjum birtast reglulega á vefnum Heiðrún innrætir krökkunum góða siði.

sport

vf.is


300 störf á uppbyggingartíma, 60 framtíðarstörf í framhaldinu. Framleiðsla hefst vorið 2016. Svo hljómar inngangur í blaðagrein í Víkurfréttum 27. ágúst 2014, eða fyrir rétt tæpum átta árum. Það er óþarfi að fara yfir sögu kísilversins í Helguvík. Efast um að nokkrum manni hefði tekist að skálda upp slíka atburðarás. Svikamylla. Nú er að myndast kosningaskjálfti fyrir sveitarstjórnarkosningar í öllum smákóngahéruðuðum landsins. Sveitarfélögin á Suðurnesjum eru þar ekki undanskilin.

Kosningarnar í Reykjanesbæ ættu að verða sögulegar en tveir bæjarfulltrúar voru kjörnir inn á Alþingi nú í haust. Annar þeirra getur þakkað talningamönnum Norðvestur fyrir sitt sæti – hinn flaug inn af því það var best að kjósa bara Framsókn. Kjörið er bæjarbúum Reykjanesbæjar fagnaðarefni og ljóst að störf þeirra á þingi munu reynast bæjarfélaginu farsæl á komandi kjörtímabili. Þegar kemur að kosningum skiptir miklu máli fyrir þá sem í kjöri eru að stíga engin feilspor – og finna einhver

sýndarmálefni sem engu skipta og lofa upp í ermina á sér. Hver man ekki eftir 500.000 króna eingreiðslunni sem kennarar bíða ennþá eftir? Hvað skyldi það verða núna? Munu kosningarnar snúast um að kennarar fái eingreiðsluna með fjögurra ára verðbótum? Verður það loforð um grímuskyldu næstu fjögur árin og vaxandi atvinnuleysi eða munu málefnin um endurræsingu kísilversins verða ráðandi? Hvað það verður, veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá. En eitt er víst að ég hlakka til að hlusta og er

LOKAORÐ

Kosningaloforð

MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR spenntur fyrir komandi kosningum. Ég vona að Reykjanesbær verði íþróttabær á ný og sveitarfélögin á Suðurnesjum verði sameinuð 2026.

Mundi Lögreglan kveður 21. öldina og tengir sveitasímann. Tvær stuttar og ein löng ...

Yfir og út …

Lögreglan á Suðurnesjum hættir á Facebook

Hellulagt í ársbyrjun Það hefur viðrað vel til útivinnu að undanförnu og ekki miklar vetrarhörkur að trufla fólk á Suðurnesjum. Í Grindavík voru þessir herramenn á vegum Younes ehf. að helluleggja gangstétt á mótum Víkurbrautar og Króks síðastliðinn föstudag. VF-mynd: Hilmar Bragi

„Öflug persónuvernd er lögreglunni á Suðurnesjum kappsmál og leggjum við áherslu á að öll meðferð persónuupplýsinga sé í samræmi við kröfur persónuverndarlaga. Lögum samkvæmt ber okkur að tryggja að vinnsla persónuupplýsinga sé með þeim hætti að viðeigandi öryggi upplýsinganna sé tryggt. Persónuvernd hefur gert athugasemdir við notkun lögreglu hér á landi á samfélagsmiðlinum Facebook og þá sérstaklega í tengslum við móttöku upplýsinga í gegnum miðilinn. Vegna þessa hefur LSS [lögreglan á Suðurnesjum] tekið þá ákvörðun að hætta að nota Facebook í samskiptum sínum við almenning og

loka síðunni. Síðunni verður lokað eftir sólarhring,“ segir í lokafærslu lögreglunnar á Suðurnesjum á fésbókinni síðdegis á þriðjudag. „Upplýsingar og tilkynningar til almennings munu áfram verða birtar á heimasíðu lögreglunnar, logreglan.is, og í fjölmiðlum eftir því sem við á og við bendum fólki jafnframt á netfang okkar sudurnes@logreglan.is og 112. is þar sem brugðist er við erindum um leið og þau berast. Við þökkum íbúum Suðurnesja sem og landsmönnum öllum fyrir samfylgdina síðastliðin tíu ár sem einkar ánægjuleg og skemmtileg. Yfir og út ...,“ segir í lokafærslu lögreglunnar.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.