Víkurfréttir 15. tbl. 39. árg.

Page 1

12–13

„Hestamennskan er minn lífstíll“

Opnunartími mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18 Krossmóa 4 | Reykjanesbæ

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

FRÍÐA DÍS Á LEIKSVIÐIÐ Mystery Boy er kómísk ástarsaga um ungt fólk sem, í leit sinni að sannleikanum og ástinni, lendir í furðulegu ferðalagi og óvæntum ævintýrum. Það er Leikfélag Keflavíkur sem setur söngleikinn á svið en frumsýning er föstudagskvöldið 13. apríl. Höfundur söngleiksins er listamaðurinn Gudmundson sem er fóstraður af Smára Guðmundssyni tónlistarmanni. Fríða Dís, systir Smára, fer með stórt hlutverk í verkinu. Nánar er fjallað um Mystery Boy á síðu sex í blaðinu í dag og einnig í Suðurnesja­magasíni Víkurfrétta á sjónvarpsstöðinni Hringbraut á fimmtudagskvöld kl. 20:00.

Meðalverð fasteigna í hæstu hæðum – meðalverð í fjölbýli komið í 300 þús. kr.

Meðalverð íbúða í fjölbýli í Reykjanesbæ síðustu þrjá mánuði samkvæmt söluskýrslum til Íbúðalánasjóðs eru 300 þúsund krónur á fermetrann. Meðalverð á öðrum eignum og eignum í heild á Suðurnesjum er um 250 þúsund krónur á fermetrann. Guðmundur Sigfinnsson, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, segir raunverð fasteigna á Suðurnesjum hafa náð nýjum hæðum. Guðmundur greindi frá þessu á framkvæmdaþingi sem Reykjanesbær stóð fyrir í Hljómahöllinni í vikunni. Í máli hans kom m.a. fram að fasteignaverð hafi hækkað mun meira á Suðurnesjum en landsmeðaltal. Hækkanir hafa einnig verið mun meiri á endanlegu söluverði en ásettu verði á fasteignum á Suðurnesjum en höfuðborgarsvæðinu að því er fram kom í erindi Guðmundar.

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

Leigumarkaðurinn í Reykjanesbæ er samkvæmt skýrslu Íbúðalánasjóðs sá virkasti á landinu og nemur hækkun undanfarinna tólf mánaða 27% en var 10% á höfuðborgarsvæðinu. Frá ársbyrjun 2015 til dagsins í dag er hækkunin í Reykjanesbæ 50% og fermetraverð komið í 1500 kr./m2. Stöðugur vöxtur hefur verið í Airbnb-útleigu en í júlí 2017 voru 150 íbúðir í Reykjanesbæ en 125 í febrúar 2018. Á framkvæmdaþinginu var farið yfir framkvæmdir hjá nokkrum af stórum aðilum sem standa í bygggingaframkvæmdum á Suðurnesjum. Gert er ráð fyrir í skipulagi bæjarins byggingu nærri þrjú þúsund íbúða í Keflavík og Njarðvík á næstu árum. Tvö þúsund íbúðir eru í nýtingu á Ásbrú og möguleiki á að fjölga þeim verulega. Miðað við þetta má búast við áframhaldandi eftirspurn á fasteignamark-

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

SAMLOKUR & SALÖT

RJÚKANDI HEITT KAFFI

BAKAÐ Á STAÐNUM

MIKIÐ ÚRVAL, FÍNT Í HÁDEGISMATINN

NÝMALAÐ ILMANDI KAFFI

KLEINUHRINGIR, RÚNSTYKKI OG FLEIRA

aði en fasteignasalar sögðu við VF nýlega að markaðurinn hafi aðeins róast að undanförnu og eignir selst nálægt ásettu verði en ekki yfir því eins og raunin hafi verið á síðustu árum. Horfur eru, samkvæmt skýrslu ILS, á áframhaldandi umframvexti í mannfjölda á Suðurnesjum. Möguleg sviðsmynd geri ráð fyrir því að árið 2021 verði íbúafjöldi í Reykjanesbæ komin í 21 þúsund manns og 25 þúsund árið 2030. Ljóst er að mannfjölgun er keyrð áfram af miklum drifkrafti í atvinnulífinu og þá sérstaklega á Keflavíkurflugvelli en auk áframhaldandi vaxtar í ferðaþjónustunni er gríðarlegar framkvæmdir á teikniborðinu við flugstöðina fyrir tugi milljarða. Verktakar munu þurfa mikinn mannskap til að sinna þeim verkefnum á næstu árum og mun það ýta undir enn frekari íbúafjölgun á Suðurnesjum.

FRÉTTASÍMINN 421 0002

HRINGBRAUT REYKJANESBÆ AFGREIÐSLUTÍMAR:

VIRKA DAGA

ALLTAF OPIÐ HELGAR

ALLTAF OPIÐ fimmtudagur 12. apríl 2018 // 15. tbl. // 39. árg.

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.