Stuttmyndin Hittarar & Krittarar
„HENTAR ÓTRÚLEGA VEL AÐ TAKA UPP HÉR Á SUÐURNESJUM“
Við getum aðstoðað lyfja.is | Krossmóa 4
Sjá nánar á síðu 12
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Glæsileg sýning í Andrews „Það er líf og kraftur á sviðinu allan tímann og öll umgjörð sýningarinnar er glæsileg, hvort sem það er ljósahönnun, búningar, förðun eða hljóð. Ég átti ekki von á slíkri fagmennsku á nemendasýningu en það sýnir nú bara fordóma mína. Hvaða leikfélag sem er getur verið stolt af slíkri sýningu og ég hvet sem flesta Suðurnesjamenn til þess að mæta á Burlesque í Andrews theatre og njóta með öllu þessu hæfileikaríka unga fólki sem við eigum. Takk fyrir mig,“ segir gagnrýnandi Víkurfrétta m.a. í umfjöllun um Burlesque sem Vox Arena sýnir í Andrews-leikhúsinu á Ásbrú. Sjá nánar í blaðinu í dag.
Enn er bið eftir bæjarnöfnum
KAFFITÁR Í 28 ÁR
Þau nöfn sem verður kosið um á sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis hafa ekki enn verið gerð opinber. Örnefnanefnd hefur skilað umsögn til nafnanefndar sveitarfélaganna. Nefndin kom saman til fundar á mánudag en skilaði ekki niðurstöðu. Gert er ráð fyrir að nefndin fundi aftur í næstu viku og tilkynni þá þau nöfn sem kosið verður um. Til stendur að kjósa um nafn á sameinað sveitarfélag fyrir páska.
„Ég fór næstum því að gráta þegar við lokuðum þessu kaffihúsinu okkar í Reykjanesbæ,“ segir Aðalheiður Héðinsdóttir, eigandi Kaffitárs. Aðalheiður hefur rekið Kaffitár í 28 ár og hefur opnað nokkur kaffihús, Kruðerí-kaffihús og nýjasta viðbótin hjá Addý og fyrirtækinu hennar er veitingastaðurinn Út í bláinn sem er staðsettur í Perlunni og þar er einnig Kaffitárs kaffihús. Addý segist hafa verið heppin með starfsfólkið sitt í gegnum árin og geti alls ekki tekið ein heiðurinn af velgengi Kaffitárs. Viðtal við Addý má finna á miðopnu blaðsins í dag.
AÐALSÍMANÚMER 421 0000
■
AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001
SAMLOKUR & SALÖT
RJÚKANDI HEITT KAFFI
BAKAÐ Á STAÐNUM
MIKIÐ ÚRVAL, FÍNT Í HÁDEGISMATINN
NÝMALAÐ ILMANDI KAFFI
KLEINUHRINGIR, RÚNSTYKKI OG FLEIRA
■
FRÉTTASÍMINN 421 0002
HRINGBRAUT REYKJANESBÆ AFGREIÐSLUTÍMAR:
VIRKA DAGA
ALLTAF OPIÐ HELGAR
ALLTAF OPIÐ fimmtudagur 15. mars 2018 // 11. tbl. // 39. árg.
S U Ð U R N E S J A
MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is