19. tölublað 2017

Page 1

• Fimmtudagur 11. maí 2017 • 190. tölublað • 38. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Skuldaviðmið Sandgerðis úr 310% í 161%

Þoka við ströndina

Bæjarstjórn Sandgerðis samþykkti ársreikning sveitarfélagsins fyrir síðasta ár samhljóða á fundi sínum 2. maí síðastliðinn. Í fundargerð segir að í lok síðasta árs hafi skuldaviðmið Sandgerðisbæjar verið 161% og rekstrarniðurstaða neikvæð um 5,6 milljónir króna. Í árslok árið 2011 var skuldaviðmið 310% og rekstrarniðurstaðan neikvæð um 447 milljónir króna. Áætlað er að viðmiðum sveitarstjórnarlaga um skuldaviðmið og rekstrarjafnvægi verði náð árið 2019 sem er nokkru fyrr en langtímaáætlun frá árinu 2012 gerði ráð fyrir. Í fundargerð segir jafnframt að fyrir sex árum hafi bæjarstjórnin mótað sameiginlega stefnu um að vinna markvisst að því að lækka skuldir bæjarfélagsins, ná jafnvægi í rekstri og veita íbúum á sama tíma góða þjónustu. Með aðhaldi í rekstri og virkri fjármálastjórn auk ýmissa hagstæðra ytri þátta hafi góður árangur náðst.

Fyrsti alvöru sumardagurinn á Suðurnesjum var sl. laugardag þegar sólin baðaði fólk með geislum sínum. Þegar dagurinn rann upp var hins vegar þykk þoka yfir Reykjanesbæ. Sólin vann á þokunni sem hörfaði til hafs en hélt sig þó við ströndina fram eftir degi. Myndin er tekin með flygildi yfir Krossmóa og sýnir vel hvernig þokan liggur við ströndina. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Bæjarfulltrúar ánægðir með skuldlaust sveitarfélag Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs lýsir ánægju með góða niðurstöðu ársreiknings sveitarfélagsins fyrir árið 2016 í bókun sem samþykkt var á síðasta fundi bæjarstjórnar. „Niðurstaða rekstrarreiknings er jákvæðari en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun og ber það vott um hve vel hefur gengið að halda utan um rekstur sveitarfélagsins. Starfsfólk sveitarfélagsins hefur lagt sig fram um að svo sé og gott samstarf hefur verið í bæjarstjórn um rekstur sveitarfélagsins. Bæjarstjórn vekur athygli á því að bæjarsjóður ber engar vaxtaberandi skuldir við lánastofnanir og skuldir B hluta eru einungis rúmar 60 milljónir króna. Efnahagslegur styrkur sveitarfélagsins er því mikill. Bæjarstjórn þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vel unnin störf og þeirra framlag með góðum árangri í rekstri og fjármálastjórn sveitarfélagsins,“ segir í bókun bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Garðs um ársreikning ársins 2016. Ársreikningurinn 2016 var samþykktur samhljóða.

Tekinn tvisvar á sama korterinu Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann tvisvar á sama korterinu þar sem hann var á ferðinni án þess að hafa endurnýjað ökuréttindi sín. Í fyrra skiptið var útrunna ökuskírteinið tekið af honum og honum gerð grein fyrir því að aksturinn væri óheimill. Hann lét sér þó ekki segjast og lagði af stað aftur þegar lögregla var horfin af vettvangi. Sú ökuferð varð stutt.

United Silicon fær 50% afslátt af fasteignaskatti ●●Í fjárfestingarsamningi fyrrum ríkisstjórnar við United Silicon er kveðið á um ívilnanir frá ríkinu og Reykjanesbæ ● l Ákvæði um uppsögn samnings sé starfsemin verulega frábrugðin því sem áætlað var ● l Ekki skal leggja skatta á United Silicon vegna mengunar, samkvæmt fjárfestingarsamningnum Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata í Norðausturkjördæmi, lagði í síðustu viku fram fyrirspurn á Alþingi um það hve háa ríkisaðstoð United Silicon hafi fengið á grundvelli fjárfestingarsamnings við ríkið. Fyrirspurninni beindi þingmaðurinn til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar og hefur ráðherrann 15 virka daga til að svara. Í fjárfestingarsamningi United Sili- lenskra króna að núvirði á þeim tíma, con og þáverandi ríkisstjórnar Íslands, í apríl 2014. Meðal þess sem í ríkisaðsem undirritaður var 9. apríl 2014, stoðinni felst er að almennt trygger ákvæði um að honum sé hægt að ingagjald skuli vera 50 prósentum segja upp innan fimm ára frá gildis- lægra en kveðið er á um í lögum um töku verði fjárfestingarverkefnið ekki tryggingargjald á samningstímanum. að veruleika eða ef starfsemin verði Þá er fyrirtækið undanþegið aðflutnverulega frábrugðin því fjárfestingar- ingsgjöldum vegna innflutnings eða verkefni sem samningurinn miði við. innkaupa innanlands vegna kaupa á Í samningnum eru ýmsar ívilnanir til byggingarefnum, hráefnum og öllum handa United Silicon, bæði frá ríkinu öðrum framleiðsluaðföngum, sem og Reykjanesbæ. Hvað Reykjanesbæ nauðsynleg eru til reksturs verksmiðjvarðar, þá greiðir United Silicon 50 unnar. prósent lægri fasteignaskatt en áskilið hámarkshlutfall. Hlutfall gatnagerðar- Samkvæmt samningnum skal ekki gjalda er 30 prósentum lægra en gjald- leggja á United Silicon skatta eða gjöld er varða útblástur eða mengun skrá Reykjanesbæjar. Í samningnum kemur fram að hámark eða losun lofttegunda eða urðun úrríkisaðstoðar sé 484,8 milljónir ís- gangs, nema slík gjöld eða skattar séu

almennt lagðir á önnur félög á Íslandi. Þá segir í inngangi samningsins að ríkisstjórnin vilji greiða fyrir því að verkefnið verði að veruleika þar sem niðurstöður sýni, eftir tilhlýðilega könnun á hagkvæmni verkefnisins við þáverandi og fyrirsjáanlegar efna-

hagsaðstæður, að það geti haft jákvæð samfélags- og efnahagsleg áhrif fyrir þjóðarbúið og þá sérstaklega fyrir Reykjanesbæ og sveitarfélögin í kring. Nánar er fjallað um fyrirspurn þingmannsins til ráðherra á bls. 2. dagnyhulda@vf.is

Hafnargötu 20, 230 Reykjanesbær S: 420 4000

FÍTON / SÍA

Guðlaugur H. Guðlaugsson lögg. fasteignasali einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Halldór Magnússon lögg. fasteignasali Brynjar Guðlaugsson aðstm. fasteignasala Haraldur Freyr Guðmundsson aðstm. fasteignasala studlaberg@studlaberg.is

studlaberg.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.