41.tbl

Page 32

auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 vf.is

Fimmtudagurinn 18. október 2012 • 41. tölublað • 33. árgangur

Opið alla miðvikudaga frá kl. 8:00 – 16:00 Tímapantanir í síma 426 8540

Opið virka daga frá kl. 8:00 – 17:00 Frjáls mæting

FIMMTUDAGSVALS VALUR KETILSSON SKRIFAR

H

Frá vettvangi líkfundarins sl. föstudag.

Líkfundur í sjó við Ægisgötu

Æ

ttingjum mannsins sem fannst látinn í fjörunni neðan við Ægisgötu í Reykjanesbæ að morgni 12. október sl. hefur verið tilkynnt um andlát hans. Maðurinn var pólskur, 42 ára gamall og hét Jaroslaw Olejniczko. Hann var búsettur í Reykjanesbæ. Hann lætur eftir sig uppkominn son og aldraða móður. Það var ferðamaður sem gisti á hóteli í Reykjanesbæ sem tilkynnti líkfund til Neyðarlínunnar en ferðamaðurinn var á gangi eftir göngustíg með sjávarsíðunni í Keflavík þegar hann sá lík í sjónum neðan við gömlu sundhöllina. Fjöl-

mennt lögreglu- og björgunarlið var sent á staðinn og fór fram viðamikil rannsókn á vettvangi. Meðal annars voru kafarar sérsveitar ríkislögreglustjóra fengnir til að kafa í sjónum þar sem líkið fannst til að leita að munum sem hugsanlega tilheyrðu hinum látna. Orðrómur hefur verið þess efnis að hinn látni hafi verið að veiða á klöppunum neðan við gömlu sundhöllina. Jóhannes Jensson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir að ekkert hafi komið fram við rannsókn málsins sem geti staðfest það. Lát mannsins sé þó rannsakað sem slys.

Öryggið á oddinn

átt og skerandi öskur rauf morgunkyrrðina. Hundarnir hrukku í kút og gerðu það sem þeim er eðlislægt, að verja heimilið með gelti. Alla vega annar þeirra. Hinn hélt áfram að sofa eins og ekkert hefði í skorist. Við hjónin litum hvort á annað og síðan á klukkuna. Hvað var þetta? Úti fyrir lá hauströkkrið yfir hlíðinni og enn var um klukkustund í að morgunskíman smeygði sér inn um gluggana. Ég sneri mér á hina hliðina og hugsaði með mér að þetta hlyti að hafa verið einkennilegur draumur. Þá heyrðist það aftur. Kröftugt og krassandi. Karlmannsöskur af verstu gerð. Hvað er eiginlega um að vera í friðsældinni? Ég bölvaði í hljóði yfir þessu ómerkilega en ógnvekjandi áreiti.

M

orgnarnir mínir eru friðhelgir. Þinglýstir hjá sýslumanninum í Keflavík. Mig langaði mest til þess að teygja mig í símann og hringja í embættismanninn. Biðja hann um að fletta þessu ákvæði upp. Samningar eiga að standa. En svo vita ekki allir af því. Taka ekkert tillit til þess að friðelskandi fólk vill að öllu jöfnu fá sinn nætursvefn. Átta tímar til eða frá. Á afskaplega auðvelt með að sofna aftur ef sá tími er rofinn. Gerist afar sjaldan en stundum þó. Einkum ef

ég leggst til hvílu með eitthvað óafgreitt í farteskinu. Toppstykkið heldur nefnilega áfram að vinna og ef það finnur lausnina í draumaheimum, þá á það til að ýta við mér.

Ó

lætin héldu áfram úti fyrir og greinilegt var að það voru óafgreidd mál í meðförum á víðavangi. Það þurfti meira en nætursvefn til þess að útkljá þau. Bölvið og ragnið færðist blessunarlega fjær en var samt sem áður greinilegt. Blótsyrðin eins og enginn væri morgundagurinn. Ég færði mig nær glugganum og opnaði til þess að heyra betur. Nú var orðaflaumurinn orðinn að skerandi ópum og nagandi sársaukinn kvaldi auðheyrilega einn hinna ólánssömu. Í móanum okkar, þar sem vorboðinn ljúfi hafði kvakað sumarlangt. Óttaslegin hringdum við í lögregluna.

Þ

að leið ekki á löngu þar til tignarlegur laganna vörður var mættur á svæðið. Óttalaus og fagmannlegur. Öryggiskenndin umlukti heimilið að nýju enda óð hann fumlaus inn í myrkrið með vasaljós í hendi. Óvættirnar voru auðsjáanlega á bak og burt. Sáum mest eftir því að hafa ekki hringt örlítið fyrr. Skýrslan gefin á náttfötunum. Með úfið hár og stírur í augum. Guði sé lof fyrir Sigríði og hennar vösku sveit. Morgunsopinn sterkari en vanalega.

FRÉTTAVAKT VÍKURFRÉTTA Í SÍMA 898 2222 VAKTSÍMI ALLAN SÓLARHRINGINN

GERÐU BÍLINN KLÁRAN FYRIR VETURINN

ÁD

EKK BÝÐ JAHÓT GEY ST ÞÉ EL I N1 RA M GEG A DEK Ð KIN NV GJA ÆGU LDI

FYRSTA FLOKKS VETRARDEKK Á FRÁBÆRU VERÐI OG FRAMÚRSKARANDI ÞJÓNUSTA

HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA N1 REYKJANESBÆ | GRÆNÁSBRAUT SÍMI 440 1372

WWW.DEKK.IS

Meira í leiðinni


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
41.tbl by Víkurfréttir ehf - Issuu