19.tbl.2013

Page 4

4

fimmtudagurinn 16. maí 2013 • VÍKURFRÉTTIR

RITSTJÓRNARBRÉF PÁLL KETILSSON

vf.is

Vöxturinn í ferðaþjónustunni Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: BlaðamENN: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:

Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Jón Júlíus Karlsson, jjk@vf.is, GSM 849 0154 Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur-frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Á meðan beðið er eftir stærsta atvinnutækifæri Suðurnesja í Helguvík og flestir eru sammála um að eigi að verða að veruleika, stækkar ferðaþjónustan dag frá degi og er fyrir löngu orðin stærsti atvinnuveitandinn á Reykjanesi. Fyrir nærri þremur áratugum þegar Hótel Keflavík hóf starfsemi en greint er frá gangi mála á þeim bænum í þessu blaði, var ferðaþjónustan á uppleið með fjölgun farþega til Íslands en ekkert í líkingu við fjölgun ferðamanna undanfarin ár. Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafði nokkrum árum áður verið byggð í landi Sandgerðinga á Miðnesheiði en á þessum árum hefur starfsemi tengd flugstöðinni vaxið hraðar en nokkur önnur atvinnugrein og skipar nú stærsta sess í atvinnulífi svæðisins. Flugstöðin mun létta mikið á lista atvinnulausra í sumar en auk mikils fjölda sem fær þar sumarvinnu fjölgar þeim einstaklingum ár frá ári sem fá fasta stöðu í margvíslegri starfsemi innan stöðvarinnar en einnig utan hennar. Tugir fyrirtækja eru starfrækt í nágrenni hennar, bílaleigur og ýmis fyrirtæki í flugtengdum rekstri. Bláa lónið mun á næstu mánuðum fara í milljarða framkvæmdir við stækkun Bláa lónsins þar sem lögð verður áhersla á að sinna gestum betur á margvíslegan hátt. Þar er

n Lögreglufréttir:

Barði bíl með steikarpönnu L

ögreglunni á Suðurnesjum barst aðfaranótt sunnudagsins tilkynning þess efnis að maður væri að berja bíl með steikarpönnu fyrir utan skemmtistað í umdæminu. Þegar lögreglumenn mættu á staðinn kom í ljós að einnig var búið að brjóta rúðu á skemmtistaðnum og aðra á veitingastað við hliðina. Fyrrnefnda rúðan var í hurð sem er milli dansgólfsins og garðs við staðinn. Brotnaði hún þegar steini var kastað í gegnum hana. Einum gestanna sem þá var á dansgólfinu

L

ögreglunni á Suðurnesjum barst á sunnudagskvöld tilkynning um að ekið hefði verið á pilt á torfæruhjóli með þeim afleiðingum að hann féll í jörðina og slasaðist. Ökumaðurinn skeytti ekki um afdrif piltsins, að sögn hans, en ók af vettvangi. Atvikið átti sér stað klukkan 18:25 á sunnudag. Pilturinn, sem er um tvítugt var á hjóli sínu á hafnarsvæðinu

í Keflavík þegar atvikið átti sér stað. Í beygju mætti hann svartri jeppabifreið, sem ók á afturhjól hjólsins og við það datt hann af því. Ungi maðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar og þaðan á Landspítalann til frekari skoðunar. Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir að ná tali af ökumanni umræddrar bifreiðar, svo og þeim sem kynnu að hafa orðið vitni að atvikinu.

Ryksuguúrval Model-LD801 Cyclon ryksuga 2200W

8.990,Spandy heimilisryksugan

7.490,-

Drive ryksuga í bílskúrinn

• 1600W • afar hljóðlát • mikill sogkraftur > 18KPA • Hepa filter • margnota poki

5.990,-

Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum

Grindvíkingar í samvinnu við Bláa lónið og HS Orku ætla að ná til gesta Lónsins og annarra með því að bæta aðstöðu fyrir göngu-, hjóla- og útivistarfólk, t.d. með fleiri gönguleiðum. Í Grindavík er líka eitt flottasta tjaldsvæði landsins. Sveitarfélögin hafa verið að bæta aðstöðuna smám saman til að taka á móti fleiri ferðamönnum en þurfa að gera enn betur, t.d. úti á Reykjanesi. Framboð afþreyingar mætti einnig vera meira. Þar mættu Suðurnesjamenn taka Akureyringa sér til fyrirmyndar en þar virðist alltaf eitthvað vera í gangi. Auðvitað væri hægt að benda á margt sem er í gangi á Suðurnesjum og í byrjun sumars eru til að mynda tvær tónlistarhátíðir sem munu draga að sér þúsundir gesta. Í því sambandi skiptir máli að aðilar séu samstíga í því verkefni að taka vel á móti nýjum gestum á svæðið. Í þessu tölublaði er talað við forráðamenn Keflavík Music Festival en sú hátíð var haldin í fyrsta sinn í fyrra en verður miklu stærri núna. Bæjarhátíðir skipa vissulega sess í því verkefni að laða fólk til bæjanna en vel heppnuð hátíð var í Reykjanesbæ um síðustu helgi þegar Barnahátíð var haldin. Nærri 10 þúsund manns sóttu viðburði hennar um helgina þó vissulega hafi meirihlutinn verið heimamenn. En það á auðvitað líka að hugsa um þá. Fólkið sem býr hérna og borgar skattana.

n Reykjanesbær:

brá illilega þegar steinhnullungur hvein við eyra hans. Reyndist steinninn sá vega rúm tvö kíló. Dyraverðir skemmtistaðarins voru með meintan skemmdarvarg, verulega ölvaðan, í haldi og játaði hann að hafa barið bílinn með pönnunni. Hann neitaði hins vegar að hafa brotið rúður. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð, þar sem hann ærðist og var því vistaður í fangaklefa. Skemmdir sáust á bifreiðinni eftir barsmíðarnar og pannan var talsvert beygluð.

Lögregla leitar ökumanns

• 1200W • 20 lítra • sogkraftur > 16KPA • fjöldi fylgihluta

hugmyndin ekki endilega að fá fleiri ferðamenn heldur að sinna þeim betur sem koma. Ná til „dýrari“ ferðamanna.

– Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Gamli vatnstankurinn fær andlitslyftingu -alþjóðleg samtök listamanna vilja skreyta tankinn með þemanu „Uppspretta“

U

nnið er að því að gamli vatnstankurinn á Vatnsholtinu í Keflavík fái andlitslyftingu. Heimamenn í samtökum Toyista langar að myndskreyta tankinn með leyfi og stuðningi Reykjanesbæjar. Vatnstankurinn sem er ekkert augnayndi í dag fengi andlitslyftingu sem myndi sóma svæðinu vel og hugsanlega laða ferðamenn inn í bæinn. Hugmyndin er að skreyta tankinn með þemanu UPPSPRETTA, þ.e.a.s. vatni, lífgjafa og uppsprettu vatnsorku og fleiru sem því viðkemur þar sem það er upprunalega hlutverk tanksins. Toyistasamtökin eru alþjóðlegur hópur listamanna sem ganga með grímur undir nafnleynd á meðan á sýningum og ljósmyndun á vinnustundum stendur. Þannig er ekki gerður mannamunur og listin skiptir meira máli en listamaðurinn sjálfur. „Á undanförnum árum hefur hópurinn tekið að sér tvö stærri verkefni og endurbætt niðurnítt mannvirki, veitt heilu hóteli andlitslyftingu auk annarrar sköpunar- og listverkefna. Þar er hægt að nefna Doppuna (The Dot) sem var áður gastankur og bar listsköpunin þess merki þar sem þemað var græn orka. Einnig má nefna annað verkefni sem enn er í gangi og er það Hotel Ten Cate í Emmen Hollandi, þar sem þemað er Draumar í morgunmat (Dreams for Breakfast). Þegar er búið að mála það að utan og sjö herbergi að auki, en nú bíður hópsins það verkefni að mála 6 herbergi til viðbótar, eða alls 13 herbergi en 13 er happatala Toyismans. Það er ástæðan fyrir því að við viljum að íslenska verkefnið eigi sér stað árið 2013,“ segir einn af þremur íslenskum

fulltrúum hópsins hér á landi, ung kona hér á Suðurnesjum. Listamenn alls staðar að koma að verkinu en geta þó aldrei orðið fleiri en 26 þar sem hið almenna stafróf inniheldur ekki fleiri stafi en svo. Hver listamaður á sinn staf sem hann býr til dulnefni úr. Innan samtakanna eru listamenn m.a. frá Ástralíu, Bandaríkjunum, Kanada, Rúmeníu, Malasíu, Mexíkó, Hollandi og Íslandi. Hugmyndin er að gera vatnstankinn í Reykjanesbæ að höfuðstöðvum Toyista á Íslandi en það yrði þá fyrsta alþjóðlega kennileiti Toyismans utan Hollands, sem er upprunalandið. Að sögn Toyismans hefur hópurinn leyfi og stuðning Reykjanesbæjar fyrir þessari framkvæmd, með því skilyrði að honum takist að fjármagna þetta með styrkjum, til að standa undir kostnaði sem er á fimmtu milljón króna. „Hópurinn hefur þegar fengið samþykki fyrir menningarstyrk frá Menningarráði Suðurnesja fyrir þriðjungi þeirrar upphæðar, einnig hafa komið nokkrir smærri styrkir en þó vantar nokkuð upp á og því leitum við til ykkar með von um góðar viðtökur, þar sem þetta er samfélagslegt verkefni sem ætlað er að auðga andann og eins og fyrr er getið lífga upp á bæinn á fleiri en einn máta. „Ég vona að bæjarbúar taki vel í þetta verkefni og hjálpi mér að ná settu marki. Ég er með síðu á facebook þar sem þið getið fylgst með verkefninu og er hægt að finna það á þessari vefslóð www.facebook. com/uppspretta13 þar er hægt að nálgast mig og ég get gefið upplýsingar um hvernig má styrkja okkur um eitthvað smáræði,“ sagði Toyistinn.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.