Gangverk 2010 1

Page 5

Altech

KAPS jarðgufustöðvar

sérfræðiráðgjöf í orkumálum með sérstaka áherslu á endurnýtanlega orkugjafa. Verkis Polska

Á árinu 2009 lauk Verkís verkefni sem RT hafði unnið að um skeið. Verkefnið fólst í að hanna stýribúnað fyrir skautgaffalsmælistöð sem Altech Norway framleiðir. Fyrirtækið, sem er að hluta til í eigu Norðmanna, hefur smíðað skautgaffalsmælistöðvar fyrir álver í Hollandi og Egyptalandi.

Norsk-íslenska fyrirtækið Green Energy AS áformar fjöldaframleiðslu á færanlegum 2,5 og 5 MW jarðgufustöðvum. Stöðvarnar verða framleiddar á Indlandi en þar fer einnig fram deilihönnun. Verkís hefur gert rammasamning við Green Energy AS um ráðgjöf vegna þessara stöðva. Samkvæmt samningnum annast Verkís kerfishönnun ýmissa hluta stöðvanna ásamt rýni á deilihönnun og veitir aðra ráðgjöf sem um verður samið á grundvelli rammasamningsins. Ráðgert er að fyrsta stöðin verði sett upp í Kenya síðar á þessu ári.

veitir ráðgjöf í tengslum við orkuflutning. GeoThermHydro er verkfræðifyrirtæki starfrækt í Chile. GeoThermHydro er í eigu Verkís, Mannvits og Ísor og veitir ráðgjöf um endurnýjanlega orku. En að auki hefur Verkís sinnt verkefnum um allan heim. Erlendu verkefnin tengjast flest endurnýjanlegri orku, hvort heldur sem er jarðvarma eða vatnsafli. Reynsla og þekking Verkís á sviði endurnýjanlegrar orku er yfirgripsmikil og óhætt að segja að hún sé með því besta sem gerist í heiminum í dag.

Kína

Pólland , Uniejów

Verkís hefur haldið áfram vinnu fyrir Enex Kína, sem áður var hjá Fjarhitun. Verkefnið hefur einkum verið frumhönnun hitaveitu í borginni Xian Yang í Norðaustur Kína. Einnig hefur Verkís farið yfir deilihönnun sem kínverskar verkfræðistofur hafa unnið og komið að framkvæmdaeftirliti og gangsetningu. Á síðasta ári fóru tveir starfsmenn Jarðvarmaog veitusviðs, Kolbeinn Björgvinsson og Þorleikur Jóhannesson, til Kína vegna þessa verkefnis.

Í Uniejów er talsvert af jarðhita sem nýttur hefur verið í hitaveitu. Áhugi er á að nýta hann einnig til rafmagnsframleiðslu og tók Verkís að sér að kanna hagkvæmni þess.

Djibouti Samkvæmt samkomulagi við ríkisstjórnina í Djibouti, sem er á austurströnd Afríku, hefur REI unnið að undirbúningi jarðhitavirkjunar á Assal Rift svæðinu. Verkís hefur annast ráðgjöf við vegagerð og undirbúning fyrir borun, svo sem holutoppa og kælisjávarveitu.

Verkís hefur gert forathugun á hitaveitu í 8.000 manna skíðabæ í Kalíforníu. Staðurinn heitir Mammoth Lakes og er um 420 km norður af Los Angeles í Sierra-fjöllunum og er miðbærinn í um 2.500 m hæð yfir sjávarmáli. Þó nokkur sýnilegur jarðhiti er á þessum slóðum og er ætlunin að vinna varma úr borholum. Í útjaðri bæjarins er starfrækt 40 MW rafstöð sem nýtir jarðhita með svonefndri tvívökva tækni og hefur komið til skoðunar að nýta afgangsvarma frá þeirri stöð að hluta til vegna hitaveitunnar.

Tyrkland, Tuzla Landsvirkjun Power tók að sér að aðstoða tyrkneskt fyrirtæki við að koma upp 7,5 MW tvívökva (Binary) rafstöð í Tuzla sem er í nánd við borgina Canakkale við Dardanellasund skammt frá hinni fornu borg Tróju. Verkís annaðist ýmsa ráðgjöf við verkefnið, einkum varðandi staðsetningu rafstöðvar, safnæðar fyrir jarðhitavökva, tengingu við borholur og stýrikerfi.

Indónesía Á miðju ári 2009 bauð Verkís ásamt Mannviti og þýska fyrirtækinu Fichtner í ráðgjafarvinnu fyrir stjórnvöld í Indónesíu um lagaramma fyrir nýtingu jarðhita, verðlagningu á virkjunarleyfum o.s.frv. Nýlega var tilkynnt að ákveðið hafi verið að semja við þennan hóp bjóðenda. Takist samningar mun Jónas Matthíasson fara til Indónesíu í vor og sumar og vinna að verkefninu í um tvo mánuði með þýskum og indónesískum lögfræðingum og hagfræðingum.

IFC GeoFund IFC (International Financial Corporation), sem er undirstofnun Alþjóðabankans, hefur ákveðið að styðja við jarðhitaþróun í Tyrklandi og víðar í gegnum sjóð sem nefndur er Geofund. Verkís tók að sér fyrir IFC að meta átta styrkumsóknir í Geofund. Samið var um þetta verkefni sem viðauka við verk sem Fjarhitun vann á árinu 2008 og fólst í almennri úttekt á möguleikum jarðhita í Tyrklandi og athugun á styrkhæfni nokkurra verkefna. Undirverktakar í því verkefni voru ÍSOR, VJI og tyrkneskt fyrirtæki, 3B-plan. Þrír starfsmenn Verkís fóru til Tyrklands vegna þessa verks: Óskar Pétur Einarsson, Sigþór Jóhannesson og Þorleikur Jóhannesson.

Karíbahaf, Gouadeloupe, Bouliante Á frönsku eyjunni Guadeloupe er 15 MW jarðgufuvirkjun sem kennd er við þorpið Bouillante. Virkjunin er í eigu franska fyrirtækisins CFG. Verkís tók að sér á árinu tvö verkefni við þessa virkjun. Annarsvegar úttekt á ástandi virkjunarinnar, bæði viðhaldi og rekstri, og hinsvegar hönnun niðurdælingarveitu. Jónas Matthíasson fór til Guadeloupe vegna þessa verks. 8  Ga ng ve r k vo r 2 0 10

Mammoth Lakes, Kalífornía

Verkís um allan heim

Í Póllandi eru tvö Verkísfyrirtæki starfrækt, Verkis Polska og Verkis Energia. Verkis Energia sinnir

Indland, Holi II

Karíbahaf, Dominíca

Slóvakía, Kosice

Snemma á árinu 2009 lauk Verkís við forathugun á 120 MW jarðgufuvirkjun á eyjunni Dóminicu (ekki Dóminíska lýðveldið) í Karíbahafi. Upphaflega tók Fjarhitun að sér þetta verkefni. Aðeins hluti af þeirri orku sem kemur frá virkjuninni yrði notaður á Dóminícu, en hugmyndin er að flytja orkuna um sæstrengi til frönsku eyjanna Martinique og Guadeloupe. Jónas Matthíasson fór til Dominícu vegna þessa verkefnis. Verkaupi í þessu verki var franska fyrirtækið CFG.

Í nágrenni næststærstu borgar Slóvakíu, Kosice í austurhluta landsins, hafa verið boraðar þrjár jarðhitaholur sem um 130°C heitt vatn fæst úr. Holurnar eru í eigu fyrirtækisins Kosice Geoterm sem er að mestu í eigu stærsta fyrirtækis Slóvakíu, gasfyrirtækisins SPP. Verkís tók að sér hagkvæmniathugun á að framleiða rafmagn úr heita vatninu sem fæst úr holunum og frumhanna slíka virkjun, 2 – 3 MW að stærð. Jónas Matthíasson og Sigþór Jóhannesson fóru til Slóvakíu vegna þessa verkefnis.

Verkís rýndi fyrirliggjandi hönnun á 7 MW virkjun í Himachal Pradesh á Indlandi og skilaði skýrslu þar sem gerð er grein fyrir helstu athugasemdum og gerðar tillögur að hagkvæmara virkjunarfyrirkomulagi. Verið er að ganga frá samningum um frekari þjónustu frá Verkís í framkvæmdafasa verksins og er þar einkum um að ræða aðstoð við innkaup á vél- og rafbúnaði ásamt rýni á hönnun byggingarvirkja. Deilihönnun virkjunarinnar mun að mestu leyti fara fram á Indlandi. Stöðvarhús virkjunarinnar verður í 2.030 m hæð og inntaksmannvirki í 2.350 m hæð. 

Ga n g ve r k vo r 2 0 10  9


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.