Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2.tbl 2022

Page 36

Ritrýnd grein | Peer review

Heilsutengd lífsgæði sjúklinga eftir liðskiptaaðgerð á mjöðm: Lýsandi ferilrannsókn

ÚTDRÁTTUR Tilgangur Tilgangur rannsóknarinnar er að lýsa lífsgæðum sjúklinga eftir liðskiptaaðgerð á mjöðm á þremur tímapunktum: á sjúkrahúsinu daginn eftir aðgerð (T1), sex vikum (T2) og sex mánuðum (T3) eftir útskrift, með það að markmiði að greina hvaða einkenni og bakgrunnsþættir hafa forspárgildi við lífsgæði sjúklinganna sex vikum og sex mánuðum eftir aðgerð.

Aðferð Þetta er framsýn, lýsandi ferilrannsókn framkvæmd á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þýðið voru allir þeir sem fóru í liðaskiptaaðgerð á mjöðm frá 15. janúar til 15. júlí árið 2016. Heilsutengd lífsgæði voru metin með mælitækinu SF-36v2. Línuleg aðhvarfsgreining var notuð til að greina áhrifaþætti líkamlegra og andlegra heilsutengdra lífsgæða á T2 og T3.

Niðurstöður Meðalaldur þátttakenda (n = 101) var 66,2 ár og karlar voru 48,5% þeirra. Á T2 voru 11 (10,9%) þátttakendur byrjaðir að vinna og á T3 41 (40,6%). Meirihlutinn (75,2%) var með einhvern annan sjúkdóm en þann sem leiddi til aðgerðar og 78,2% hafði náð sér vel/mjög vel á T2 og 73,2% á T3. Algengustu einkennin á öllum þremur tímapunktunum voru erfiðleikar með hreyfingu, verkir, þreyta og úthaldsleysi. Heilsutengd lífsgæði jukust milli tímapunktanna þriggja. Að vera byrjaður að vinna og að hafa náð sér vel eftir aðgerð skýrði 47,3% af breytileika í líkamlegu heilsufari lífsgæða á T2 og að hafa náð sér mjög vel skýrði 52,6% breytileikans á T3. Að vera án annarra sjúkdóma skýrði 32,4% af breytileika í andlegu heilsufari lífsgæða á T2 og að hafa náð sér mjög vel ásamt því að kynlíf og svefnleysi valdi ekki vanlíðan á T3 skýrði 49,2% breytileikans á T3.

Ályktun Heilsutengd lífsgæði bötnuðu almennt eftir aðgerðina. Við útskrift þurfa sérstaka athygli og fræðslu sjúklingar með aðra sjúkdóma og þeir sem eru ekki í vinnu. Frekari eftirfylgd skyldi leggja áherslu á sjúklinga sem sofa illa og meta eigin bata ekki góðan

Lykilorð:

Lífsgæði, liðskiptaaðgerðir, sjúklingar, hjúkrun, bati.

HAGNÝTING RANNSÓKNARNIÐURSTAÐNA „Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?“ Nýjungar: Fyrsta íslenska rannsóknin sem birtir niðurstöður um lífsgæði sjúklinga eftir liðskiptaaðgerð á mjöðm. Hagnýting: Nýta má niðurstöðurnar til að bæta þjónustu við þennan sjúklingahóp. Þekking: Þekking skapast um hvað hefur áhrif á heilsutengd lífsgæði sjúklinga eftir liðskiptaaðgerð á mjöðm. Nýta má þá þekkingu til þess að meta hvað skal leggja áherslu á varðandi meðferð og umönnun þessa sjúklingahóps. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Niðurstöðurnar leggja hjúkrunarfræðingum lið í að kortleggja þá þætti sem skipta máli varðandi heilsutengd lífsgæði þessa sjúklingahóps og þeir geta notað niðurstöðurnar í þróun meðferðar og við eftirfylgni sjúklinga eftir liðskiptaaðgerð á mjöðm.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Ritrýnd grein: Heilsutengd lífsgæði sjúklinga eftir liðskiptaaðgerð á mjöðm: Lýsandi ferilrannsókn

37min
pages 36-45

Vaktin mín, Katrín Brynjarsdóttir segir frá morgunvakt á meðferðardeild geðrofssjúkdóma

6min
pages 30-31

Ritrýnd grein: Ofbeldi gagnvart starfsfólki geðdeilda Landspítala

23min
pages 66-73

Ritrýnd grein: ,,Þetta er ekkert flókið“ Smokkanotkun ungra karlmanna

34min
pages 74-84

Viðtal – Helga Sif Friðjónsdóttir, sérfræðingur í geðhjúkrun og klínískur lektor við Hjúkrunarfræðideild HÍ, segir frá nýju meistaranámi í geðhjúkrun sem hefst í haust

4min
pages 28-29

Golfmót hjúkrunarfræðinga

2min
pages 16-19

Kjara- og réttindasvið Fíh, ásamt formanni félagsins fór langþráða fundaröð um landið

2min
pages 8-9

Viðtal – Birna Óskarsdóttir, hjúkrunarfræðingur er teymisstjóri í teymi sem er í þróun á geðþjónustu LSH og er ætlað að þjónusta fólk með alvarlegan geð- og fíknivanda á vettvangi

6min
pages 20-23

Mikilvægt að fjölga körlum í hjúkrun, Fíh lét gera könnun um viðhorf til karlkyns hjúkrunarfræðinga

7min
pages 24-27

Ritstjóraspjall

4min
pages 4-5

Viðtal – Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor í lífeðlisfræði og forstöðukona við Institute for Stress Medicine í Gautaborg, segir að margir í Svíþjóð séu greindir með kulnun sem kemur svo í ljós að er eitthvað allt annað eins og til dæmis geðhvörf, áfallastreituröskun eða þunglyndi

12min
pages 10-13

Pistill formanns Fíh

4min
pages 6-7

Viðtal – Hrönn Stefánsdóttir og Ragnheiður Eiríksdóttir eru

3min
pages 14-15
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2.tbl 2022 by Tímarit hjúkrunarfræðinga - Issuu