Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3.tbl 2023

Page 1

Tímarit

HJÚKRUNARFRÆÐINGA The Icelandic Journal of Nursing | 3. tbl. 2023 | 99. árgangur

Guðbjörg Sveinsdóttir var sæmd Florence Nightingale – orðunni sem er æðsti heiður sem hjúkrunarfræðingi getur hlotnast á heimsvísu

„Þolinmæði, víðsýni, þekking og fordómaleysi eru dýrmætir eiginleikar í geðheilbrigðisþjónustu.“

RITRÝNDAR GREINAR ‒ Reynsla kvenna af því að greinast með meðgöngusykursýki ‒ ‒ Hæfni, þjálfun og viðhorf heilbrigðisstarfsfólks til starfa í hópslysum og náttúruhamförum ‒ ‒ Þversniðsrannsókn á fyrirkomulagi kennslu um kynheilbrigði ‒ ‒ Reynsla hjúkrunarfræðinga af stjórnun og rekstri hjúkrunarheimila á Íslandi ‒



6

Efnisyfirlit 14 2 4 6 10 12 14

44

20 22 26 32 36 40

44 46

20

26

52 54

99

56 58

68

78 88

99

Ritstjóraspjall Pistill formanns Fíh Ráðstefnan Hjúkrun 2023 Spurt og svarað um starfsmenntunarsjóð Hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands í 50 ár Viðtal – Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur var nýlega sæmd Florence Nightingale-orðunni en hún hefur áratugi verið öflugur málsvari fólks með geðraskanir og beitt sér fyrir bættri geðheilbrigðisþjónustu Kjararáðstefna Fíh á Selfossi Viðhorfskönnun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Viðtal – Fortunate Atwine er doktor í hjúkrun og deildarforseti hjúkrunarfræðideildar í Úganda Hjúkrunarfræðinemarnir Rósbjörg Edda og Ingunn Stefánsdóttir sitja fyrir svörum Viðtal – Inga Valgerður Kristinsdóttir vill nýta doktorsverkefnið sitt til að gera heimahjúkrun betri Viðtal – Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir kennslustjóri Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar Háskóla Íslands segir vanta fleiri hjúkrunarnema í doktorsnám Viðtal – Sigríður Ólafsdóttir var í fyrsta hópnum sem nam hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands Viðtal – Prófessor Sandy Middelton var aðalfyrirlesari á Evrópsku Taugahjúkrunarráðstefnunni sem haldin var hér á landi í maí Viðtal – Drífa Leonsdóttir hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á flestum Norðurlöndunum Vaktin mín – Elín Tryggvadóttir aðstoðardeildarstjóri á bráðamóttöku lýsir skrautlegri helgarvakt Fræðslugrein: Endurhæfingarhjúkrun og svefnavandi Ritrýnd grein: Reynsla kvenna af því að greinast með meðgöngusykursýki og vitneskja þeirra um mikilvægi eftirfylgdar eftir fæðingu: Eigindlega rannsókn Ritrýnd grein: Hæfni, þjálfun og viðhorf heilbrigðisstarfsfólks til starfa í hópslysum og náttúruhamförum samkvæmt viðbragðsáætlun Ritrýnd grein: Þversniðsrannsókn á fyrirkomulagi kennslu um kynheilbrigði: Reynsla og viðhorf unglinga Ritrýnd grein: Á milli steins og sleggju: Reynsla hjúkrunarfræðinga af stjórnun og rekstri hjúkrunarheimila á Íslandi Íslenskir Florence Nightingale orðuhafar


Pistill ritstjóra

Stattu keik! Kvennafrí og eldgos hefur verið efst á baugi í umræðunni undanfarnar vikur. Gos er ekki hafið þegar þetta er skrifað en jörð skelfur eins og illa klædd kuldaskræfa úti í frosti, hús titra, ljósakrónur sveiflast og sjóðandi heit kvika safnast saman undir jarðskorpunni. Vísindamenn fylgjast með mælum, spá og spekúlera en geta með engu móti sagt til um hvenær, eða hvort, sjóðandi heitt hraunið mun á endanum gubbast upp úr jörðinni. Gosóróa og skjálfandi jörð má alveg líkja við kvennabaráttuna, baráttuna fyrir jafnrétti allra kynja. Fyrir hartnær hálfri öld gekk móðir mín, sem er hjúkrunarfræðingur, út af vakt á gervinýranu þar sem hún starfaði á þeim tíma, og arkaði ásamt samstarfskonum sínum niður í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla og vekja athygli á launamisrétti og vanmati á störfum kvenna. Sá samstöðufundur vakti heimsathygli, krafturinn sem lá í loftinu og allur fjöldinn sem kom saman og söng Áfram stelpur. Baráttan fyrir jafnrétti kynjanna hélt áfram næstu áratugina og umræðan um þriðju vaktina og feðraveldið varð hávær fyrir kvennafrídaginn í ár. Dóttir mín er tíu ára og þegar ég kom heim úr vinnunni með baráttuspjöld sem við hjá Fíh létum prenta fyrir kvennafrídaginn fórum við að ræða jafnréttisbaráttuna. Ég sagði henni að konur vildu til dæmis fá sömu laun og karlar fyrir sömu störf og hún horfði á mig undrunaraugum og spurði svo: „Ég skil þetta ekki mamma, fá karlar í alvörunni hærri laun en konur, bara fyrir það að vera karlar?“ Stutta svarið var já og vonbrigðin leyndu sér ekki, hún gat með engu móti skilið þetta og sagði reið: „Það er rosalega ósanngjarnt, það er líka bara asnalegt.“ Hárrétt hjá barninu, hvernig á að vera hægt að skilja þetta misrétti. Ég reyndi að útskýra með því að segja henni frá Claudiu Goldin sem fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði á dögunum fyrir að rannsaka launamun kynjanna. Barneignir spila samkvæmt hennar rannsóknum stóran þátt í launamun karla og kvenna. Það fannst minni konu ekki gild ástæða fyrir lægri launum kvenna og eftir langar umræður um jafnrétti og feðraveldið sagðist mín ákveðna unga kona ætla að mæta með mér á Arnarhól. Hún horfði á stóran bunka af baráttuspjöldum sem öll voru eins, óskrifuð spjöld með mynd af hnefa á lofti, og spurði mig svo hvort hún mætti skrifa á eitt þeirra? Að sjálfsögðu mátti hún það og hún skrifaði með þykkum tússpenna: Við eigum að fá jafnmikið og strákar! Stelpur geta allt! Tvö upphrópunarmerki og bæði mjög viðeigandi. Stattu keik, bætti hún við, hærri laun kom svo og að endingu teiknaði hún gula sól. Nokkrum dögum seinna mættum við svo saman á Arnarhól þar sem baráttuandinn og krafturinn í loftinu gaf von um að einn daginn myndi jafnrétti nást. En hvenær það mun gerast er ómögulegt að vita; eins og það hvenær úr jörð muni næst gjósa! Það mun þó örugglega gjósa nokkrum sinnum áður en jafnrétti allra kynja verður veruleiki sem við munum búa við en þangað til mun baráttan halda áfram og yngri kynslóðir taka óhræddar við baráttukyndlinum. Unga kynslóðin sýnir okkur að skilaboðin síast inn, það að dóttur minni finnist galið að karlar fái hærri laun bara Tímarit hjúkrunarfræðinga Suðurlandsbraut 22 · 108 Reykjavík Sími: 540 6400 hjukrun.is Útgefandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga

2

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

af því að þeir eru karlar, segir mér að hugsunarhátturinn sé að breytast í rétta átt. Hún sér jafnrétti með öðrum augum og gott dæmi um það er athugasemd í heita pottinum daginn eftir að við stóðum með baráttuspjöldin okkar á Arnarhóli og sögðum hátt og snjallt: „Fokk feðraveldið“ með formanni félagsins. Við fórum í sund og sátum saman í heita pottinum sem var fullur af fólki, eldri karlmönnum, og okkur mæðgum. Hún horfði í kringum sig, var hugsi, hallaði sér svo upp að mér og hvíslaði í eyrað á mér: „Af hverju þurfum við að vera í sundbol en þessir karlar, sem eru líka með brjóst, þurfa það ekki?“ Ég varð orðlaus, ég hafði aldrei leitt hugann að því. Við sátum saman í þögn í smástund og horfðum á berbrjósta karlmenn sem sátu á móti okkur á sama tíma og við þurftum að hylja okkar brjóst. „Það er ekki einu sinni jafnrétti í sundi,“ sagði hún svo og nánast urraði af reiði. Amen, elsku barn, en við stöndum keikar og höldum áfram að berjast þar til jafnrétti verður veruleiki.

Aðventan er fram undan, tími sem margir elska en mörgum finnst líka erfiður. Það er gott að elska, það er sárt að missa og það er sárt að sakna. Á þessum árstíma hellist sorgin gjarnan yfir þá sem hafa elskað og misst og þá er svo mikilvægt að við hlúum hvert að öðru. Forðumst jólastressið, það er meira gefandi að kíkja í kaffi til ástvina sem þurfa á nærveru okkar og umhyggju að halda.

Ritsjóri og ábyrgðarmaður: Sigríður Elín Ásmundsdóttir Ritnefnd: Helga Pálmadóttir, Sölvi Sveinsson, Þórunn Sigurðardóttir Ritstjóri ritrýndra greina: Þóra Jenný Gunnarsdóttir Ritnefnd ritrýndra greina: Páll Biering, Kristín Linda H Hjartardóttir, Sigrún Sunna Skúladóttir

Yfirlestur: Ragnheiður Linnet Auglýsingar: Erna Sigmundsdóttir Umbrot: Prentmet Oddi Forsíðumynd: Sigríður Elín Ásmundsdóttir Prentun: Prentmet Oddi ISSN 1022-2278


KEMUR KONFEKTIÐ ÞÉR TIL ÚTLANDA? Nældu þér í kassa af gómsætu Nóa konfekti og þú gætir unnið draumaferð með Icelandair að verðmæti 400.000 kr. Taktu mynd af kvittuninni og skráðu þig til leiks inni á noi.is. Dregið verður úr innsendum kvittunum mánaðarlega fram að jólum.* Nóa Konfekt. Gott að gefa, himneskt að þiggja!

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

*Dregið verður 30. hvers mánaðar í október nóvember og desember.

3


Pistill formanns

Feðraveldi Í Kvennaverkfallinu 24. október síðastliðinn fundum við öll fyrir kraftinum sem myndaðist þegar konur og kvár komu saman til að krefjast réttlætis. Um hundrað þúsund mættu á Arnarhól í Reykjavík, hundruð tóku þátt í viðburðum um allt land og enn fleiri konur og kvár sem gátu ekki mætt í eigin persónu og voru ómissandi við störf sín, kröfðust endaloka kynbundins launamunar. Hjúkrunarfræðingar voru áberandi á viðburðum um allt land og ekki síst á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #ómissandi. Rödd okkar hjúkrunarfræðinga skiptir miklu máli í umræðunni og kom það berlega í ljós þennan dag.

Við hjúkrunarfræðingar vitum nákvæmlega hvað átt er við, við viljum að kjör okkar séu sambærileg við aðra háskólamenntaða sérfræðinga. Að mínu mati fáum við ekki nógu haldbær rök fyrir því af hverju staðan er eins og hún er, þrátt fyrir góðan rökstuðning og tölfræðileg gögn sem við leggjum til grundvallar. Oftar en ekki er reynt að beygja umræðuna í þá átt að engin ein stétt megi fá meiri launahækkun en sú næsta og sumir segja að hjúkrunarfræðingar séu svo margir að þetta kosti of mikið. Síðan bætast við raddir, sem hafa ekki kynnt sér málin nógu vel, og segja að jafnvel séu til aðrar lausnir en að hafa hjúkrunarfræðinga við störf. Hér finnst mér feðraveldið tala. Þetta er m.a. feðraveldið sem öll komu saman til að andmæla 24. október 2023. Á þessum tiltekna baráttudegi fékk ég þann heiður að vera með ræðu fyrir hönd kvenna og kvára og var alveg ljóst að á svona baráttufundi, myndi ekki öllum líka það sem sagt yrði, enda skoðanir og sjónarmiðin misjöfn fólks á milli. Ég hef fengið mjög góð viðbrögð og verið sérstaklega ánægjulegt að finna stuðning hjúkrunarfræðinga sem, enn og einu sinni, vita að nú er komið nóg og hlutirnir þurfa að breytast. Áfram þurfum við að heyja baráttuna til að öðlast fullt jafnrétti hér á landi og tel ég núverandi stöðu einmitt endurspeglast í lægri grunnlaunum hjúkrunarfræðinga (sem í dag er 96% kvennastétt) í samanburði við aðrar stéttir sem eru með sambærilega menntun og ábyrgð í starfi, en eru annaðhvort ríkjandi karlastéttir eða blandaðri af körlum og konum. Og þetta sætti ég mig ekki við og ekkert gefið eftir í áframhaldandi baráttu fyrir fullkomnu jafnrétti í þessu þjóðfélagi.

Bakslag Á síðustu mánuðum höfum við orðið vitni af miklu bakslagi í garð hinsegin samfélagsins. Hinsegin einstaklingar hafa orðið fyrir ofbeldi, fánar skornir niður og vanþroskuð samfélagsumræðan notuð til að skapa tortryggni með því eina markmiði að grafa undan réttindabaráttunni. Í hraða nútímaþjóðfélags er auðvelt að smætta þekkingu sína á umræðuefni niður í einhverjar fyrirsagnir sem fljúga hátt í fréttum og á samfélagsmiðlum. Á svona tímum þurfum við hjúkrunarfræðingar að muna fyrir hvað við stöndum í okkar starfi. Þar koma siðareglur hjúkrunarfræðinga sterkt inn.

4

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

„Kjarni hjúkrunar er umhyggja fyrir skjólstæðingnum og virðing fyrir lífi hans, velferð og mannhelgi. Hlutverk hjúkrunarfræðings er að efla heilbrigði, bæta líðan og lina þjáningar. Hjúkrunarfræðingur hjúkrar af virðingu fyrir einstaklingum og fer ekki í manngreinarálit.“ Svona hefjast siðareglurnar okkar. Að fara ekki í manngreinarálit og bera virðingu fyrir fólki er kjarninn í okkar fagi. Sama hvort einstaklingur sé svona eða hinsegin, trans eða kynsegin. „Hjúkrun er byggð á faglegri þekkingu, rannsóknum, reynslu, færni í mannlegum samskiptum, sjálfsþekkingu og siðferðisvitund.“ Við tökum okkar faglegu ákvarðanir á bestu vitneskju hvers tíma. Skjólstæðingar okkar er fólk á öllum aldri, af öllum kynjum og með margs konar kynhneigðir. Í siðareglunum kemur einnig fram að við eigum að viðhalda þekkingu okkar. Þegar kemur að þekkingu um málefni hinsegin fólks má segja að aðgangur að slíkri þekkingu hafi sprungið út á síðustu árum. Einstaklingarnir sem áður stóðu einir inni í skápnum hafa tekið sig saman og biðlað til allra hinna um að bera virðingu fyrir sér. Það eru mörg hugtök sem hægt er að fletta upp hvað þýða enda engin krafa að við kunnum hvert einasta hugtak utan að. En eins og fram kemur í 2. grein siðareglnanna þá erum við málsvari skjólstæðings og stöndum vörð um reisn hans og rétt og stuðlum að því að komið sé fram af virðingu og heiðarleika. Og til þess að geta fylgt þessari siðareglu eftir þá þurfum við að kunna grundvallaratriðin og m.a. muninn á kynhneigð og kynvitund. Hvers vegna skiptir þetta svo miklu máli? Jú, á nýafstaðinni ráðstefnu Fíh, Hjúkrun 2023, vakti erindi Sigurðar Ýmis Sigurjónssonar hjúkrunarfræðings mjög mikla athygli en þar fjallaði hann um þá heilsubresti og hindranir sem hinsegin einstaklingar þurfa að takast á við í íslensku heilbrigðiskerfi. Jafnframt vísa ég til 4. greinar siðareglnanna þar sem segir að: „Hjúkrunarfræðingar beita sér fyrir að fagleg og siðferðileg viðmið séu viðhöfð í allri umræðu og ákvörðunum sem tengjast velferð samfélagsins.“ Því hefur Fíh ákveðið að fá Sigurð enn frekar til liðs við sig í vetur og vera með fræðslu um þessi mál fyrir hjúkrunarfræðinga. Verður hún auglýst þegar nær dregur. Þessu bakslagi er ekki lokið. Svo vitum við að einn daginn verður reynt að ná öðru bakslagi. Líkt og með aðra faraldra þá stöndum við í fæturna með þekkingu og reynslu að vopni.


Pistill formanns

Réttur andi svífur yfir samningaborðinu Áhugi hjúkrunarfræðinga á því að öðlast meiri þekkingu var áþreifanlegur á ráðstefnunni Hjúkrun 2023, sem fram fór í september. Það var metþátttaka og komu rúmlega 450 hjúkrunarfræðingar saman til að efla sína faglegu þekkingu, hitta aðra og treysta böndin. Margir hjúkrunarfræðingar komu að máli við mig og töluðu um hvað fjölbreytnin í erindum og veggspjöldum var mikil, hvað þau voru góð og endurspegluðu þá miklu grósku sem á sér nú stað í framþróun hjúkrunar hér á landi. Þetta endurspeglaðist í viðhorfskönnun félagsins sem finna má hér aftar í tímaritinu, en þar kom fram að stór hluti hjúkrunarfræðinga er ánægður í starfi. En á sama tíma mælist mikil óánægja með launakjörin. Í heildina sést að álagið er of mikið, aðstæður eru oft þannig að ekki er hægt að tryggja lágmarksöryggi skjólstæðinga og er því gripið til þess ráðs að höfða til samvisku hjúkrunarfræðinga til að fá þá til að vinna yfirvinnu. Það á enginn að þurfa að hafa áhyggjur af því að lenda í alvarlegu atviki við

störf en nærri helmingur upplifir það mjög oft. Þetta er óboðleg staða, sem við reyndar höfum margoft bent á og ljóst að mikið þarf að breytast í starfsaðstæðum hjúkrunarfræðinga. Þetta staðfestu trúnaðarmenn hjúkrunarfræðinga á stórgóðri kjararáðstefnu trúnaðarmanna Fíh sem haldin var í upphafi nóvember. Þar var mikill hugur í hjúkrunarfræðingum sem verður mikilvægt veganesti í komandi kjaraviðræður. Flestir samningar hjúkrunarfræðinga losna næsta vor. Skilaboð ríkisstjórnarinnar eru farin að líta dagsins ljós. Ráðherra vinnumarkaðarins hefur boðað leiðréttingu á launum kvennastétta fyrir árið 2030. Því ber að fagna að loksins sé komið ártal. Vegna verðbólgunnar mun stefið verða að bíða þurfi með launahækkanir, það þýðir samt ekki að leggja þurfi til hliðar öll þau rök sem við munum koma með að borðinu. Við mætum vel undirbúin og andi kvennaverkfallsins, ekki feðraveldisins, mun svífa yfir samningaborðinu.

Myndir: Sigríður Elín Ásmundsdóttir

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

5


Hjúkrun 2023

Eliza Reid forsetafrú flutti ávarp á ráðstefnunni.

Hjúkrun 2023 Ráðstefnan Hjúkrun 2023 var haldin 28. og 29. september síðastliðinn á Hilton Nordica Reykjavík. Metþátttaka var á ráðstefnunni, ríflega 450 manns mættu, hlustuðu á fyrirlestra, nutu góðra veitinga í hléum og hittu kollega sína. Sannkallað tveggja daga faglegt fjör þar sem hjúkrunarfræðingar nutu þess að hittast og fræðast saman. Ráðstefnan er haldin af Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Markmið ráðstefnunnar var að miðla þekkingu á sviði hjúkrunarfræði. Alls bárust 155 ágrip og úr samþykktum ágripum varð til glæsileg dagskrá með afar fjölbreyttu og áhugaverðu efni sem bar vott um mikla grósku og sterkt vísindasamfélag innan hjúkrunar hér á landi. Skipulagðar voru 7 málstofur með 21 erindi, 45 fyrirlestrar voru fluttir og 13 örkynningar á veggspjöldum.

Texti: Helga Rósa Másdóttir, formaður undirbúningsnefndar Hjúkrun 2023 og sviðsstjóri fagsviðs Fíh Myndir: Sigríður Elín Ásmundsdóttir

6

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023


Hjúkrun 2023

Peter Griffiths var einn af aðalfyrirlesurum ráðstefnunnar.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, Eliza Reid og Guðbjörg Pálsdóttir formaður Fíh.

Heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson gaf Önnu Stefánsdóttur, sem var heiðursfyrirlesari, faðmlag eftir að hafa hlustað á fyrirlestur hennar.

Heiðursfyrirlesari fjallaði um leiðtogahlutverkið í hjúkrun

við Háskóla Íslands en þær voru báðar í hópi fyrstu nemenda deildarinnar.

Ráðstefnugestir gátu auk þess hlustað á sérstaka fyrirlesara. Anna Stefánsdóttir flutti til að mynda heiðursfyrirlestur um leiðtogahlutverkið í hjúkrun og veitti sá fyrirlestur hjúkrunarfræðingum án vafa innblástur, auk þess sem fyrirlestur Önnu bar vitni um hve miklu hún hefur áorkað í þágu hjúkrunar og hjúkrunarfræðinga í sínu ævistarfi.

Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir sagði frá sláandi niðurstöðum um áhrif dómsmála og refsiábyrgðar á hjúkrunarfræðinga og Sigrún Huld Þorgrímsdóttir minnti á að öldrun er ekki sjúkdómur og vakti áheyrendur til umhugsunar um hvort við ættum að nálgast öldrunarþjónustu með öðrum hætti.

Aðalfyrirlesarinn Peter Griffiths, sagði frá niðurstöðum rannsókna sinna sem sýna að það bætir ekki eingöngu öryggi og gæði þjónustu við sjúklinga að hafa góða mönnun hjúkrunarfræðinga, heldur hefur hann beinlínis sýnt fram á að það er hagkvæmt og sparar fjármuni að hafa rétta mönnun hjúkrunarfræðinga. Þær Vilborg Ingólfsdóttir og Ragnheiður Haraldsdóttir litu til baka í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá stofnun hjúkrunarfræðideildar

Í hléum nutu ráðstefnugestir góðra veitinga og gafst þá einnig kostur á að kynna sér ýmsar vörur og þjónustu tengdri hjúkrun, heilsuvernd, hollustu og vellíðan. Yfir 450 hjúkrunarfræðingar mættu eins og áður segir á vel heppnaða ráðstefnu, treystu böndin, fræddust og skemmtu sér. Það er óhætt að láta sig hlakka til ársins 2025 því þá verður Hjúkrun 2025 haldin í Hofi á Akureyri.

Inga Valgerður Kristinsdóttir, Guðbjörg Sveinsdóttir og Sigþrúður Ingimundardóttir.

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

7


Hjúkrun 2023

Metþátttaka var á Hjúkrun 2023 og ráðstefnugestir nutu góðra veitinga í hléum.

Ráðstefnan Hjúkrun 2023 var sannkallað tveggja daga faglegt fjör á Hilton Nordica Reykjavík.

8

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023


LSR er til staðar fyrir þig á mörgum helstu tímamótum ævinnar. Sem sjóðfélagi öðlastu víðtæk réttindi – kynntu þér þau á lsr.is. Hjá okkur geturðu líka fengið séreignarsparnað, sem er ekki aðeins bein launahækkun fyrir þig, heldur líka ein besta sparnaðarleið sem völ er á. Við bjóðum einnig fasteignalán, bæði verðtryggð og óverðtryggð. Nú geturðu sótt um bæði séreignarsparnað og fasteignalán á vefnum okkar. Kynntu þér málið á lsr.is.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

9


Kjara- og réttindasvið Fíh

Eva H. Ólafsdóttir, kjararáðgjafi.

Harpa Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs.

Spurt og svarað um starfsmenntunarsjóð Starfsmenntunarsjóður Fíh veitir hjúkrunarfræðingum styrki vegna náms, námskeiða og ráðstefna, auk tilkostnaðar. Í stjórn Starfsmenntunarsjóðs sitja tveir fulltrúar Fíh, einn frá Reykjavíkurborg og einn frá fjármálaráðuneytinu. Við tókum saman algengar spurningar varðandi sjóðinn og svör við þeim en þess má geta að úthlutað er úr sjóðnum mánaðarlega.

Hvenær get ég sótt um styrk í Starfsmenntunarsjóð Fíh? Rétt til að fá úthlutað styrki úr Starfsmenntunarsjóði Fíh á félagsfólk Fíh sem greitt hefur verið fyrir starfsmenntunarsjóðsframlag í samtals sex mánuði, þar af samfellt í þrjá mánuði, þegar stofnað er til útgjalda vegna viðburðar sem sótt er um.

Hvar sæki ég um í Starfsmenntunarsjóð? Sækja þarf um styrki til sjóðsins á rafrænu formi á Mínum síðum. Mínar síður má nálgast efst í hægra horninu á vef Fíh, hjukrun. is. Nota þarf rafræn skilríki eða Íslykil til að skrá sig inn.

Hvað styrkir starfsmenntunarsjóður? Starfsmenntunarsjóður styrkir hjúkrunarfræðinga til að sækja sér sí- og endurmenntun. Samkvæmt úthlutunarreglum sjóðsins þarf verkefnið að jafnaði að varða fagsvið hjúkrunar til að vera styrkhæft og auka almenna starfshæfni á sviði hjúkrunar, stjórnunar, samskiptatækni, sjálfstyrkingar og tungumála. Greiddur er kostnaður við nám, námskeið, ráðstefnur og málþing, auk faglegra kynnisferða á heilbrigðisstofnanir. Nánari upplýsingar um styrkhæfni eru á vef Starfsmenntunarsjóðs.

Hvaða skilyrði eru fyrir styrk við kynnisferðum? Kynnisferðir þurfa að vera faglegar á vegum heilbrigðisstofnana og innihalda skipulagða dagskrá í a.m.k. 6-8 klst. Jafnframt þarf staðfestingu frá yfirmanni um mætingu.

10

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

Hvenær þarf að skila inn umsóknum? Umsóknum þarf að skila fyrir fyrsta dag þess mánaðar sem úthlutað er.

Hvaða gögnum þarf að skila inn með umsókn? Til að hægt sé að afgreiða umsóknina og greiða út styrkinn þurfa eftirtalin gögn að berast með umsókn: •

staðfesting á greiðslu náms/námskeiðs/ráðstefnu/kynnisferða

sé um kynnisferð að ræða: dagskrá kynnisferðar sem þarf að vera a.m.k. 6 klst.

skipulögð dagskrá, auk staðfestingar frá yfirmanni um þátttöku

staðfesting á greiðslu flugmiða

staðfesting á greiðslu gistingar

staðfesting á greiðslu eldsneytis sem sýnir eldsneytisverð þann daginn

dagskrá ráðstefnu

rökstuðningur um hvernig nám/námskeið/ráðstefna/kynnisferð nýtist í starfi

Hvar get ég farið á námskeið? Hægt er að sækja um styrk vegna verkefna innanlands sem utan, svo sem á námskeið, ráðstefnur, málþing, faglegar kynnisferðir og í viðbótarnám í tengslum við hjúkrun. Lýsing verkefnis verður að fylgja með umsókninni svo sjóðsstjórn geti tekið afstöðu til hennar.


Kjara- og réttindasvið Fíh

Get ég farið hvert sem er á námskeið?

Hvenær er styrkurinn greiddur út?

Ef námskeið er haldið erlendis þarf rökstuðning fyrir staðarvali.

Styrkir úr sjóðnum eru greiddir út 15.–17. dags þess mánaðar sem úthlutað er eða næsta virka dag þar á eftir.

Hvað er ekki styrkt? •

Uppihald, fæðiskostnaður og ferðir innan borga

Launatap

Bókakostnaður og/eða námsgögn

Tómstundanámskeið

Íþróttaiðkun

Hvað er styrkur Starfsmenntunarsjóðs hár? Hámarksstyrkur er 350.000 kr. á 24 mánaða tímabili ef greitt er fyrir sjóðsfélaga 800 kr. eða meira á mánuði í starfsmenntunarsjóð Fíh og skilyrði fyrir rétti til aðildar liðinn frá því að umsækjandi fékk greiddan hámarksstyrk úr sjóðnum. Ef ekki er sótt um hámarksstyrk þá getur sjóðsfélagi sótt um oftar en einu sinni á hverju 24 mánaða tímabili.

Er tekinn skattur af styrkjum úr Starfsmenntunarsjóði Ekki er tekinn skattur af styrkjum Starfsmenntunarsjóðs. Í byrjun hvers árs sendir Fíh upplýsingar til skattayfirvalda þar sem gerð er grein fyrir styrkþegum og styrkupphæðum síðastliðins árs.

Hvaða rétt hef ég í fæðingarorlofi? Sjóðsfélagar njóta óskertra réttinda í fæðingarorlofi, samkvæmt lögum 144/2020, ef greitt er stéttarfélagsgjald af greiðslum úr fæðingarorlofssjóði til Fíh. Þeir sem eru í fæðingarorlofi þurfa að hafa samband við starfsmann sjóðsins vegna umsókna sinna.

Hvaða rétt hef ég í veikindaleyfi?

Athugið að ef greitt er undir 800 kr. í sjóðinn fyrir sjóðsfélaga á mánuði hefur hann rétt á hálfum styrk, það er 175.000 kr., á hverju 24 mánaða tímabili.

Sjóðsfélagar halda réttindum sínum í sjóðnum fyrir það tímabil sem þeir fá greidda sjúkradagpeninga frá Styrktarsjóði Fíh. Eins er farið með mál sjóðsfélaga sem þiggja endurhæfingarlífeyri hjá Tryggingastofnun og greiða stéttarfélagsgjald.

Hvað er 24 mánaða tímabil?

Hvaða rétt hef ég í launalausu leyfi?

Styrkir starfsmenntunarsjóðs eru ekki bundir við hvert ár (jan.-des.) heldur má nýta hámarksstyrk sjóðsins innan 24 mánaða tímabils. Tímabilið er breytilegt og byrjar við fyrstu greiðslu þegar horft er 24 mánuði aftur í tímann.

Sjóðsfélagi í launalausu leyfi á rétt á styrk samkvæmt reglum sjóðsins fyrstu sex mánuðina að öðrum skilyrðum uppfylltum. Skila þarf inn með umsókn vottorði frá vinnuveitanda sem staðfestir að viðkomandi sé í launalausu leyfi.

Til dæmis hafi styrkur verið nýttur í einu lagi og að fullu í mars 2023 er aftur hægt að sækja um styrk í mars árið 2025.

Ég er atvinnulaus, á ég rétt á styrk?

Hafi styrkur verið nýttur í nokkrum hlutum, til dæmis fyrst í apríl 2023, en síðar fullnýttur, þá er hægt að sækja um sömu fjárhæð og var nýtt í apríl 2023, aftur í apríl 2025. Það sama á við um aðra hluta styrksins, þá er hægt að sækja um aftur tveimur árum eftir að þeir voru greiddir.

Atvinnulausir sjóðsfélagar geta sótt um og fengið styrk úr sjóðnum samkvæmt eftirfarandi reglum: •

Skilyrði. Umsækjandi hefur átt aðild að sjóðnum einhvern tíma á síðustu 12 mánuðum og verið sjóðsfélagi í a.m.k. sex mánuði við upphaf atvinnuleysis, þ.e. verið í vinnu hjá launagreiðanda sem greiðir framlag fyrir viðkomandi í sjóðinn.

Styrkhæfi. Sömu reglur gilda eins og fyrir aðra sjóðsfélaga. Að auki má veita styrk til námskeiðs sem tengist beinlínis atvinnuleysi sjóðsfélaga eða auðveldar honum að öðlast starf á ný.

Hvaða mega kvittanir vera gamlar? •

Verkefni er styrkhæft í allt að 12 mánuði frá því að til útgjalda var stofnað. Kvittanir mega því vera allt að 12 mánaða gamlar.

Aðeins er hægt að nota hverja greiðslukvittun einu sinni.

Ekki er hægt að flytja ónýttan styrk milli viðmiðunartímabils, þ.e. 24 mánaða tímabils.

Hvenær er úthlutað úr Starfsmenntunarsjóði? Úthlutað er mánaðarlega, fyrir utan júlí, en þá er ekki úthlutað.

Hvernig eru umóknir í Starfsmenntunarsjóð afgreiddar? Umsóknir sem uppfylla skilyrði úthlutunarreglna sjóðsins eru afgreiddar af starfsmanni sjóðsins mánaðarlega, að júlí undanskildum.

Hvað teljast vafaatriði sem tekin eru fyrir á fundi stjórnar sjóðsins? Stjórn sjóðsins sker úr um vafaatriði, t.d. um sjóðsaðild eða styrkhæfi umsókna, og tekur á öðrum málum sem upp kunna að koma.

Held ég rétti í sjóðinn þegar ég er komin/n á lífeyri? Lífeyrisþegi heldur aðildarrétti í 12 mánuði frá því að viðkomandi hættir starfi.

Eru einhverjir fyrirvarar á styrkjum? •

Verkefni er styrkhæft í allt að 12 mánuði frá því að til útgjalda var stofnað. Kvittanir mega því vera allt að 12 mánaða gamlar.

Aðeins er hægt að nota hverja greiðslukvittun einu sinni.

Ekki er hægt að flytja ónýttan styrk milli viðmiðunartímabils, þ.e. 24 mánaða tímabils.

Greiðslur úr sjóðnum fara fram gegn framvísun greiðslukvittana. Á greiðslukvittunum þarf að koma fram nafn og/eða kennitala og fyrir hvað er greitt. Ef greiðslukvittun er glötuð að fullu tekur stjórn sjóðsins ákvörðun um afgreiðslu styrksins.

Get ég fengið greitt úr sjóðnum fyrir fram? Styrkur er aldrei greiddur út fyrir fram. Greiðsla styrkja felur alltaf í sér endurgreiðslu útlagðs kostnaðar.

Allar umsóknir um kynnisferðir og sjálfstyrkingarnámskeið falla undir vafaatriði og þurfa að fara fyrir stjórnarfund, auk umsókna sem falla ekki undir úthlutunarreglur og er synjað.

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

11


Hjúkrunarfræði í Háskóla Íslands í 50 ár

Helga Bragadóttir, deildarforseti Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar Háskóla Íslands og rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson.

Hjúkrunarfræði í Háskóla Íslands í 50 ár Fimmtíu ára afmæli hjúkrunarfræðináms við Háskóla Íslands var fagnað í Hátíðarsal skólans föstudaginn 29. september síðastliðinn. Hátíðardagskrá fór fram við það tilefni þar sem Helga Bragadóttir, deildarforseti Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, héldu erindi. Fóru þau yfir þær gríðarlegu breytingar sem hafa átt sér stað í hjúkrunarfræði á þessum fimmtíu árum en til að byrja með var námsbrautin keyrð áfram af hugsjón og fastráðið starfsfólk var ekkert. Námið hefur alla tíð einkennst af mikilli framsýni og hafa nemendur frá Íslandi skarað fram úr í framhaldsnámi við erlenda háskóla. Meistaranám var svo innleitt árið 1998 og doktorsnám árið 2004. Sóley Bender, prófessor emerita, var í fyrsta hópnum sem hóf nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands árið 1973. Hún hélt áhugavert erindi þar sem hún fór meðal annars yfir tilurð námsbrautarinnar. Sóley minntist svo Guðrúnar Marteinsdóttur sem var líka í fyrsta útskriftarhópnum en hún lést árið 1994. Eftir andlátið hlaut Guðrún doktorsnafnbót við University of Rhode Island. Þá hélt Anna Stefánsdóttir, heiðursdoktor í hjúkrunarfræði, fróðlegt erindi um tilgang hjúkrunar í háskóla og framtíðina.

Þrír styrkir til doktorsrannsókna í ljósmóðurog hjúkrunarfræði voru veittir úr Rannsóknasjóði Ingibjargar R. Magnúsdóttur við Háskóla Íslands. Styrkhafar eru: Edythe Laquindanum Mangindin, doktorsnemi í ljósmóðurfræði. Markmið doktorsrannsóknar hennar er að meta menningarhæfni ljósmæðra fyrir og eftir námskeið sem byggist á Operational Refugee and Migrant Maternal Approach sem var þróað og hefur verið notað víða í Evrópu. Guðbjörg Pálsdóttir, doktorsnemi í hjúkrunarfræði. Doktorsrannsókn Guðbjargar miðar að því að rýna í heilbrigðisþjónustu sem erlendum ferðamönnum er veitt. Fjöldi þeirra hefur stóraukist síðustu ár og eru áhrif þess á íslenskt heilbrigðiskerfi óþekkt. Hrönn Birgisdóttir, doktorsnemi í hjúkrunarfærði. Rannsókn Hrannar hverfist um gæði og gæðamat á gjörgæsludeildum. Ekki er til nein skilgreining á því hvað gæði í gjörgæsluþjónustu fela í sér og er tilgangur þessarar rannsóknar að fá sjónarhorn hagsmunaaðila á það hvernig skilgreina og mæla skuli gæði.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga óskar starfsfólki Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar, sem og öllum hjúkrunarfræðingum, til hamingju með þessi hálfrar aldar tímamót.

12

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023


Hjúkrunarfræði í Háskóla Íslands í 50 ár

Anna Stefánsdóttir, heiðursdoktor í hjúkrunarfræði, hélt áhugavert erindi.

Hrönn Birgisdóttir tekur á móti sínum styrk.

Ingibjörg Sigþórsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir og Herdís Sveinsdóttir.

Glæsilegt veisluborð.

Þorbjörg Jónsdóttir, deildarforseti Framhaldsnámsdeildar í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri, ásamt Hrönn Birgisdóttur.

Edythe Laquindanum Mangindin, doktorsnemi í ljósmóðurfræði, tekur á móti styrknum sem hún fékk.

Eftir hátíðardagskrána var boðið upp á léttar veitingar.

Guðrún Einarsdóttir, Helga Rósa Másdóttir og Guðrún Pétursdóttir.

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

13


Viðtal

Geðhjúkrunarfræðingurinn Guðbjörg Sveinsdóttir

Sæmd Florence Nightingale-orðunni Viðtal: Sigríður Elín Ásmundsdóttir Myndir: Úr einkasafni og Sigríður Elín Ásmundsdóttir

Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur var nýlega sæmd Florence Nightingale-orðunni sem er æðsti heiður sem hjúkrunarfræðingi getur hlotnast á alþjóðavísu. Guðbjörg hefur í áratugi verið öflugur málsvari fólks með geðraskanir og beitt sér fyrir bættri geðheilbrigðisþjónustu. Hún segist upphaflega hafa heillast af geðhjúkrun þegar hún var nemi og vann í tvo mánuði á geðdeild sem þá var staðsett í risinu á Kleppsspítala. Þar kviknaði áhuginn en seinna fór hún til Noregs og lærði geðhjúkrun. Guðbjörg var í mörg ár forstöðumaður í Vin, athvarfi fyrir geðfatlaða, hún tók þátt í að setja á laggirnar samfélagsgeðteymi og var í mörg ár sendifulltrúi Rauða krossins þar sem hún fór til fjarlægra landa eins og Indónesíu, Palestínu, Írak, Íran og Belarus. Í þessum ferðum sinnti hún verkefnum við framandi og oft erfiðar aðstæður, til að mynda eftir stóra jarðskjálftann í Íran á öðrum degi jóla árið 2004. Eftir að Guðbjörg lét af störfum fyrir Rauða krossinn gerðist hún sjálfboðaliði í áfallateymi hans en það teymi veitir sálrænan stuðning eftir hamfarir, slys og erfiða atburði. Florence Nightingale-orða og sú fyrsta sem íslenskur hjúkrunarfræðingur fær í rúm þrjátíu ár er heldur betur tilefni til viðtals. Við hittumst í Sigríðarstofu og spjölluðum yfir rjúkandi kaffi.

Guðbjörg Sveinsdóttir er fædd árið 1954 og verður því sjötug á næsta ári. Hún útskrifaðist úr Hjúkrunarskóla Íslands 1978 og hefur lengst af starfað í geðinu. „Fyrst eftir útskrift fór ég að vinna á skurðstofu á Borgarspítalanum í Fossvogi. Ég starfaði þar í eitt ár og fór þá að vinna á deild 9 sem var í risinu á Kleppi. Ég hafði nefnilega, meðan ég var í náminu, verið nemi á þeirri deild sem þá hét samfélagslækningadeild. Þetta var mjög framsækin deild og ég heillaðist mjög af hugmyndafræðinni og meðferðinni þar. Það var því úr að þegar ég var búin að vera í eitt ár á skurðstofunni fór ég að vinna á deildinni sem hafði heillað mig á meðan ég var í náminu. Ári seinna flutti deildin og deild 32C var opnuð. Eftir um það bil tvö ár þar fór ég svo að þreifa fyrir mér, ég prófaði að vinna á augnlækningadeild, eignaðist börnin mín, fór til Noregs og lærði þar geðhjúkrun og fór svo aftur að starfa á 32C í um fjögur ár eftir heimkonu,“ segir Guðbjörg sem á þessum tímapunkti var sannfærð um hvar áhuginn lá. „Ég fór svo að vinna í Vin, athvarfi fyrir geðfatlaða, sem var fyrsta úrræði fyrir þann hóp í samfélaginu. Ég tók þátt í að efla og styrkja starfið sem þar var unnið og eftir 13 ár sem forstöðumaður fór ég aftur að vinna á göngudeildinni á Kleppi. Í janúar árið 2010 tók ég þátt í að setja á laggirnar samfélagsgeðteymi þar sem ég var teymisstjóri en tíu árum síðar var það teymi svo innlimað í göngudeildina á Kleppi.“

Ákveðin kreppa í faginu Hvernig er staðan í geðheilbrigðiskerfinu að þínu mati? „Það er talað um manneklu en ég held að það vanti ekki endilega fólk, það þarf kannski bara að vinna öðruvísi, vera meiri samvinna og teymisvinna. Stokka kerfið upp og fara að vinna með þarfir þeirra sem mest þurfa á þjónustunni að halda að leiðarljósi, bæði inni

14

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

á geðsviði og í þeim teymum sem eru innan heilsugæslunnar,“ svarar hún og bætir við að hún hafi ákveðnar áhyggjur varðandi fagið: „Mér finnst vera kreppa í faginu, kreppa í geðhjúkrun og kreppa í hjúkrun að vissu leyti. Ég hef verið viðloðandi geðheilbrigðismálin síðan 1979 og ég verð að segja að mér finnst hlutur geðhjúkrunar vera of lítill og geðhjúkrun vera komin á stað sem ég er ekki sátt við í raun og veru. Ég lærð hjúkrun í Noregi og Maria Vånar Ermansen, sem var brautryðjandi í geðhjúkrun í Noregi þar sem ég lærði, var spurð að því þegar hún var orðin níræð hvað hefði breyst mest í geðheilbrigðismálum á öllum þeim árum sem voru liðin frá því að hún var að byrja. Hún svaraði því þannig að stærðin á lyfjaskápunum væri stærsta breytingin. Ég finnst það sama, þegar ég var að byrja var einn lyfjaskápur á deildinni en í dag er heilt lyfjaherbergi. Þetta sýnir svo glöggt hvað það er mikil lyfjaáhersla í geðheilbrigðismálum. Þegar ég var að byrja í geðinu var mikil teymisvinna og mikið jafnræði og hlutur hjúkrunarfræðinga var mjög stór; þeir ráku deildirnar, skipulögðu starfsemina og voru í lykilhlutverki. Ég veit ekki hvað gerðist en mér finnst hjúkrunarfræðingar í dag vera mjög þögul stétt, hvort sem það er á hvíta spítalanum eða geðdeildinni. Ég held að þessi mikla lyfjaáhersla og læknisfræðilegi fókus spili þar stórt hlutverk. Aðrar stéttir hafa tekið yfir hlutverk sem áður voru í höndum hjúkrunarfræðinga,“ segir Guðbjörg sem finnst að hlutur hjúkrunarfræðinga sé vægari en áður ef svo má að orði komast. „Þeirra rödd er ekki eins sterk og hún á að vera að mínu mati. Áherslan virðist vera sú að sálfræðingar og aðrir sinni meðferð frekar en hjúkrunarfræðingar sem eru þá frekar í því hlutverki að gefa lyf og sjá um lyfjamál. Þessi þróun finnst mér ekki góð og það er mikilvægt að ræða þetta og efla frekar sjálfstraust og


Viðtal

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

15


Viðtal

sjálfsmynd hjúkrunarfræðinga. Mér finnst mjög jákvætt að nú sé hægt að fara í meistaranám í geðhjúkrun en að mínu mati þurfum við hjúkurnarfræðingar að staðsetja okkur betur ætlum við að vera talsmenn skjólstæðinga okkar. Þetta er umræða sem þarf að taka en mér finnst vanta framsækið afl innan stéttarinnar og gagnrýna umræðu og ekki síst í geðheilbrigðismálum.

Jákvætt að raddir sjúklinga heyrast meira Hvaðan kemur þessi brennandi áhugi þinn á geðheilbrigðismálum? „Eins og fram hefur komið var ég hjúkrunarnemi á Kleppi árið 1977 á samfélagslækningadeild sem var mjög skemmtileg deild því þar var allt mjög lýðræðislegt og framsækið. Sú jákvæða þróun sem hefur átt sér stað í geðheilbrigðismálum er að skjólstæðingar búa ekki lengur inni á geðdeildum eins og áður en á móti kemur að það vantar meiri stuðning úti í samfélaginu. Þetta er samfélagslegt, hugmyndafræðilegt og efnhagslegt mál en það er jákvæð þróun að raddir sjúklinga eru farnar að heyrast meira um batahugmyndafræði, valdeflingu og þátttöku fólks með geðrænan vanda og fíknivanda í meðferð og í umræðunni um geðmál,“ segir hún.

Í Banda Aceh eftir flóðbylgjuna árið 1984.

Tók sinn toll að vera við störf í stríðshrjáðu landi Guðbjörg hefur starfað fyrir Rauða krossinn í Írak, Íran, Indónesíu, Palestínu og Bangladesh. „Fyrsta ferðin mín var til Kósóvó 1999 fyrir Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Það var sex mánaða ferð sem ég ákvað að fara í af einskærri ævintýraþrá og til að fá tilbreytingu í lífið. Ég vissi í raun ekkert hverju ég átti von á, það hafði verið borgarastríð í Kósóvó og NATÓ byrjaði svo að sprengja í Serbíu þannig að við þurftum að færa okkur til Makedóníu og vera þar í nokkra mánuði.“ Guðbjörg var í heilsugæsluteymi þarna úti og starf hennar fólst í streitustjórnun hjá starfsfólki. „Þetta voru mest hermenn í borgaraklæðum sem höfðu allt önnur gildi en ég og þarna kynntist ég líka vinnubrögðum sem ég var ekki vön.“ Hún segir að þessi lífsreynsla hafi víkkaði sjóndeildarhringinn og gefið sér aðra sýn á lífið. „Ég varð meðvitaðri um hvað ég er lánsöm að búa í friðsælu landi.“ Guðbjörg segir að það hafi tekið sinn toll af hennar andlegu heilsu að starfa í streituástandi í stríðshrjáðu landi og að hún hafi þurft aðstoð fagfólks til að vinna úr því eftir heimkomuna. Hún trúir ekki að geðlyf leysi allan vanda og kýs aðrar aðferðir. „Ég hef verið í handleiðslu og hjá sálfræðingi og svo finnst mér gera mér gott að fara í jóga og slökun.“ Handleiðslu þarf að stórefla í hjúkrun, það er stór þáttur til stuðnings faglegri þróun.

16

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

Jarðskjálfti og stríð breytti viðhorfum Er eitthvert atvik sem situr í þér og breytti þér? „Ég fór til Miðausturlanda fyrir Rauða krossinn sem var mikið ævintýri, fyrst fór ég til Íran þar sem ég upplifði framandi menningu og þurfti að vera með slæðu.“ Á öðrum degi jóla árið 2004 varð stór jarðskjálfti í Bam í Íran þar sem um 35.000 manns létu lífið og fór Guðbjörg þangað á vegum Rauða krossins: „Við flugum til Teheran hópur af fagfólki frá Vesturlöndum og fórum þaðan til Bam þar sem eyðileggingin eftir skjálftann var gríðarleg. Þegar við komum á staðinn og ætluðum að fara að gera mat á sálfélagslegum þörfum og öðru kom í ljós að sú vinna var farin í gang. Íranski Rauði hálfmáninn var mættur til Bam með sitt áfallateymi en þeir voru með heila áfalladeild og því framar okkur hvað það varðar. Við fagfólkið sem var mætt frá Vesturlöndum göptum bara og gátum lært heilmikið af þessu áfallateymi. Þetta var eiginlega svolítið gott á okkur,“ segir Guðbjörg brosandi og bætir við: „Þetta teymi beitti aðferðum til að aðlaga þær að þeirra menningu og voru ótrúlega fær í að láta hlutina gerast; setja upp skóla fyrir börnin og koma daglegri rútínu í gang sem er svo mikilvægt til að hægt væri að fara að vinna úr áfallinu sem jarðskjálftinn orsakaði og afleiðingum

Guðbjörg í flóttamannabúðum Róhingja í Bangladess.

hans. Þetta teymi þekkti menningarheiminn og þarfirnar miklu betur en við sem komum frá Vesturlöndunum. Til dæmis eru þarfir kvenna allt aðrar þarna en víða annars staðar vegna þess að kynin eru meira aðskilin í þessum menningarheimi. Konurnar þurftu að geta bakað brauðin sín, salernin þurftu að vera á ákveðnum stöðum og nálægt ákveðnum rýmum upp á öryggi þeirra. Það þurfti líka að hugsa hjálparstarfið út frá trúarlegum atriðum, sjá til þess að fólk gæti iðkað sína trú og annað. Það að verða vitni að vinnu þessa áfallateymis hristi upp í okkar hugmyndum og hafði mikil áhrif á mig, þetta var mikil opinberun og sýndi hvað vanþekking okkar á þeirra störfum og hæfni var mikil. Okkar hópur fór í að aðstoða þetta flotta teymi og lærdómurinn var gríðarlegur,“ segir Guðbjörg auðmjúk. Næsti staður sem hún fór til var Írak. „Þar var stríð og upplifunin því allt önnur. Ég bjó að því að hafa kynnst þessum menningarheimi sem gerði mig öruggari. Ég var þar í þrjá mánuði og sú upplifun var erfið, ég hefði samt ekki viljað sleppa þessari ferð. Mitt hlutverk þarna var að meta geðheilbrigðiskerfið en ég komst ekki á marga staði til að sinna þeirri vinnu því það var svo oft lokað vegna hættuástands.“ Varstu einhvern tímann í lífshættu þarna? „Já, þegar ég var að ferðast. Þarna voru jarðsprengjur um allt og líka bílasprengjur. Alþjóðlegi Rauði krossinn er samt með


Viðtal

mjög skilvirka öryggisþjónustu og lokaði svæðum sem töldust hættusvæði. Ég man samt þegar ég var að keyra í Bagdad, engin götuljós virkuðu og maður þurfti bara að taka sénsinn.“ Guðbjörg segist hafa getað sofið þegar hún dvaldi á átakasvæðinu en hún hafi fundið fyrir áfallaeinkennum eftir að hún kom heim. „Ég var viðbrigðin og ég keyrði mjög hratt, á ólöglegum hraða og upplifið

Það kviknaði í einu tjaldi og kona ásamt fjórum börnum sínum létust af brunasárum um nóttina. Maðurinn hennar var, ásamt elsta barninu sem var sonur, annars staðar og þeir lifðu af. Þetta var mjög óhugnanlegur dauðdagi og starfsfólkið þurfi mjög mikla sálræna aðstoð eftir þetta atvik sem hafði mikil áhrif á okkur. Maðurinn og sonurinn komu í tjaldið til mín í heila viku á eftir þar

Guðbjörg í flóttamannabúðum Róhingja í Bangladess.

ýmis einkenni eftir heimkomuna.“ Hún segist þó ekki hafa viljað sleppa þessari ferð. Ég kynntist einstaklega góðu fólki og lærði svo mikið um aðra menningu og trú. Það víkkar sjóndeildarhringinn að fara svona, maður gerir sér líka grein fyrir því hvað lífið er hverfult og eins hvað það er ofboðsleg seigla til; hvað fólk getur hjálpað hvert öðru þrátt fyrir mikil áföll og hræðilega atburði. Seiglan og vonin eru sterk öfl og það er magnað hvað við mannfólkið erum lík hvort sem við erum hér eða þar,“ segir hún einlæg og bætir við að vonin sé líklega sterkasta vopnið en að fólk þurfi að finna nánd og kærleika til að ná að vinna sig út úr áföllum sem þessum.

Skelfileg lífreynsla í flóttamannabúðun í Bangladesh Guðbjörg fór til Bangladesh árið 2018. „Þar þurfti ég að búa í tjaldi í mánuð og aðstæður þar voru erfiðar. Ég fór út milli jóla og nýárs, Róhingjar voru að flýja frá Myanmar og ég var í nágrenni við risastórar flóttamannbúðir þar sem Rauði krossinn hafði sett upp spítala í tjöldum, skurðstofurnar og allt saman var í tjöldum og aðstæður oft krefjandi. Ég var þarna í sálfélagslegri aðstoð, ásamt norskum sálfræðingi. Við vorum með aðstöðu í einu tjaldanna og gátum tekið viðtöl við skjólstæðinga þar og bak við það var aðstaða til viðtala í meira næði. Sjálfboðaliðar úr hópi Rohingja unnu með okkur og það skipti sköpum. Við vorum tvö á vakt allan sólarhringinn því skelfilegir atburðir gerðust þarna á öllum tímum dags og það hræðilegasta og erfiðasta sem ég hef upplifað á mínum starfsferli gerðist þarna í þessum flóttamannabúðum.

sem þeir bara grétu á meðan ég hélt í höndina á þeim. Ættingjar hans komu svo úr öðrum flóttamannabúðum og sóttu þá feðga sem var gott. En ég hugsa stundum til þeirra, hvað hafi orðið um þá og stundum vakna ég upp á nóttunni og þá kemur þessi nótt oft upp í hugann. Þetta hafði mikil áhrif á mig.“ Guðbjörg segist vinna úr sínum áföllum með hreyfingu, öndun og jákvæðum hugsunum. „Reynslan í gegnum árin hefur líka gagnast mér. Ég hef verið mjög lánsöm í lífinu með fjölskyldu og vini og líka að fá að vinna fyrir Rauða krossinn. Ég var líka svo lánsöm að fá handleiðslu þegar ég þurfti á að halda og að hafa fengið að fara á ráðstefnur þar sem til að mynda stærstu nöfnin á geðsviðinu hafa verið að miðla þekkingu sinni. Þetta hefur eflt mig sem fagmanneskju, ég tel að símenntun og endurmenntun ásamt handleiðslu sé mikilvægur hluti af því að þróast og eflast í starfi og sem manneskja. Maður er líka lánsamur ef maður þekkir sín gildi og lifir samkvæmt þeim og svo er líka dýrmætt að vera meðvitaður um að maður ber ekki ábyrgð á öllum öðrum sem getur verið flókið í þessum geira. Forræðishyggja, meðvirkni og ráðríki er oft áberandi en mér finnst að oft þurfi fagfólkið að hlusta meira frekar en að vera alltaf að gefa ráð. Ef maður er alltaf að hugsa um þarfir annarra getur maður týnt sjálfum sér og sínum þörfum til að halda andlegri heilsu. Þolinmæði, víðsýni, þekking og fordómaleysi eru dýrmætir eiginleikar í geðheilbrigðisþjónustu. Mannúð og virðing eru grundvallargildi Rauða krossins og að hafa þessi viðmið að leiðarljósi í vinnunni hefur svo mikið að segja. Mín grunngildi eru

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

17


Viðtal

Silja Bára Ómarsdóttir, formaður Rauða krossins, Guðbjörg Sveinsdóttir og Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins.

líka jafnrétti og jöfnuður og í geðhjúkrun er bara mjög mikilvægt að vera meðvitaður um sína veikleika og styrkleika og að kunna að hlusta,“ segir hún einlæg.

Mikilvægt að skoða áfallasöguna Guðbjörg segir að á undanförnum árum hafi verið mikil þróun í áfallafræðum: „Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hversu mikilvægt það er að fræða fólk um hvernig það sjálft getur haft jákvæð áhrif á sína líðan með öndunaræfingum, hreyfingu, slökun og fleiri leiðum. Að sjálfsögðu eiga lyf líka rétt á sér tímabundið, til að mynda þegar fólk þarf að geta sofið, róað sig og tekist á við lífið. Það þarf samt líka að kenna fólki að nota aðrar aðferðir en lyf til að líða betur,“ segir Guðbjörg og leggur áherslu á orð sín. Hún segir að rannsóknir undanfarin ár sýni að þær aðferðir sem hún nefndi hafi oftast jákvæð áhrif á andlega líðan, þess vegna sé svo mikilvægt að fólk kunni leiðir til að bæta andlega líðan. „Svo þarf að skoða áfallasöguna; hvað kom fyrir, úr hverju þarf að vinna. Það þurfa ekki endilega að vera stór áföll, mikil streita eða að tilfinningalegum þörfum sé ekki mætt, eða að það sé mikið öskrað og gargað á heimilinu til dæmis. Þessi atriði virðast kannski vera smávægileg en geta haft mikil áhrif á taugakerfi fólks og miðtaugakerfið okkar. Ég hef, held ég, ekki hitt neinn sem hefur greinst með geðsjúkdóm eða verið með fíknivanda og er brakandi hamingjusamur,“ segir hún og fær sér sopa af kaffinu.

18

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

Þörfin fyrir öryggi og nánd mikilvæg Verður þú vör við vitundarvakningu um áföll og afleiðingar þeirra á heilsu? „Já, ég hef mikið verið að lesa mér til um þessi áhrif og eins hvaða áhrif það hefur á manneskjuna þegar þörfum hennar er ekki mætt,“ svarar Guðbjörg hugsi og aðspurð hverjar séu þá grunnþarfir manneskjunnar fyrir utan að nærast og hvílast segir hún öllum mikilvægt að tilheyra og skipta máli. „Það er þessi þörf fyrir öryggi og nánd sem er svo mikilvæg.“ Guðbjörg nefnir líka að það sé rótgróið í þjóðarsálina að það þyki jákvætt að fara áfram á hnefanum og að vera sterkur, sama hvað bjátar á í lífinu. „Hér áður fyrr þegar foreldrar misstu kannski mörg börn á unga aldri þótti það merki um styrkleika að fella ekki tár, bera ekki sorgina á torg. Konur þorðu á þeim tíma jafnvel ekki að tengjast nýfæddum börnum sínum af ótta við að missa þau og það hefur mikil áhrif á andlega líðan. Þetta eru varnarviðbrögð til að verjast vanlíðan því það að missa barn er stærsta áfall sem foreldar geta upplifað.“

„Þetta eru varnarviðbrögð til að verjast vanlíðan því það að missa barn er stærsta áfall sem foreldar geta upplifað.“


Viðtal

Aðspurð hvernig hægt væri að bæta heilbrigðiskerfið segist Guðbjörg ekki vera með neina töfralausn en að það þurfi að stokka upp í því og gera breytingar. „Ég hef á tilfinningunni að heilbrigðiskerfið sé að vissu leyti svolítið staðnað, læknar eru oft að sinna stöfum hjúkrunarfræðinga eins og þeim sé ekki treystandi til þeirra verka sem þeir kunna. Það þyrfti að valdefla hjúkrunarfræðinga meira og skoða valdastrúktúrinn og þetta eldgamla fyrirkomulag. Ég var til dæmis að fara með skjólstæðing í aðgerð fyrir ekki svo löngu og ég upplifði að ekkert hefði breyst á fjörtíu árum. Fyrst þurfti skjólstæðingurinn að tala við hjúkrunarfræðing sem innritaði hann, svo kom skurðlæknirinn, þá svæfingalæknirinn og það voru alltaf sömu spurningarnar aftur og aftur. Það þarf auðvitað ákveðið skipulag á spítala en það er margt sem má bæta og gera betur.“ Guðbjörg segir að strax í hjúkrunarfræðináminu þurfi að byrja að valdefla verðandi hjúkrunarfræðinga. „Og efla gagnrýna hugsun því þótt hlutirnir hafi verið gerðir á ákveðin hátt í mörg ár þýðir það ekki endilega að það sé besta leiðin til að gera þá,“ segir Guðbjörg sem hefur augljóslega mikla trú á að hjúkrunarfræðingar geti gert meira og eigi ekki að leyfa öðrum starfsstéttum að ganga í sín verk.

Þurfum að sinna þeim verst settu betur Hvernig væri draumageðheilbrigðiskerfi? „Að skjólstæðingar hefðu meira að segja um sína meðferð og gætu einnig valið úr fleiri meðferðarúrræðum hvort sem það væri með eða án lyfja. Ég myndi líka vilja sjá að við værum að grípa fyrr inn í, til dæmis með því að efla heilsugæsluna og styðja við fjölskyldur, einnig að fólki sé mætt af virðingu, á þeim stað sem það er, þegar það er lagt inn á geðdeildir. Ég myndi vilja meiri eftirfylgni með okkar veikustu skjólstæðingum og að þeim sé sinnt vel, hinir geta mætt á heilsugæsluna. Við þurfum að sinna þeim sem eru verst settir betur, þjónustan þarf að vera þar sem fólkið er, það vantar fleiri úrræði. Stærstu geðdeildir í Bandaríkjunum til dæmis eru fangelsin, þar eru flestir geðsjúkir í fangelsum eða heimilislausir og við virðumst vera að stefna í þessa átt og þá erum við búin að missa af lestinni. Þess vegna er svo mikilvægt að grípa fyrr inn í, það er of mikil flokkun í gangi, fólk er sent heim ef það passar ekki inn í ákveðin skilgreindan ramma, þessu þarf að breyta. Við þurfum að spyrja skjólstæðinga: Hver er vandinn, hvað kom fyrir þig? Og svo þarf að mæta fólki þar með úrræðum sem virka.

að einblína meira á mannúðina og þarfir fólks. Það vantar meiri auðmýkt,“ segir hún einlæg en ákveðin.

Þakklát að hafa endað feril sinn í heimahjúkrun Við vindum okkur í allt aðra sálma og spyrjum Guðbjörgu hvernig henni hafi orðið við þegar hún frétti að hún yrði sæmd Florence Nighingale-orðunni? „Ég var stödd í verslun í Þýskalandi þegar ég fékk símtalið og hélt fyrst að það væri verið að gera at í mér. Á dauða mínum átti ég von á en ekki þessu,“ segir hún hógvær og hlær. „Ég er enn þá agndofa yfir þessu en auðvitað er ég líka stolt og þakklát. Þetta er mikill heiður og viðurkenning fyrir mig en ég þekki líka marga aðra hjúkrunarfræðinga sem mér finnst eiga skilið að vera sæmdir Florence Nightingale-orðunni,“ segir hún og brosir. Guðbjörg er að mestu hætt að vinna, hún sinnir aðeins fræðslu og handleiðslu hjá heilsugæslunni og segist nýta frítíma sinn til að fara í sund, jóga og að njóta samveru með fjölskyldu og vinum. Síðustu starfsárin var hún í heimahjúkrun, hvernig kom það til? „Ég hætti í geðinu af mörgum ástæðum og var boðið starf hjá Heimahjúkrun höfuðborgarsvæðisins við að efla geðhjúkrun í heimahjúkrun með fræðslu og öðru. Þar opnaðist mér nýr heimur, mér fannst mjög gaman að starfa þar og er þakklát að hafa fengið þetta tækifæri. Ég er sátt að vera nánast alveg hætt að vinna. Mér finnst yndislegt að geta stjórnað mínum tíma og notið lífsins með mínu fólki.“ Við látum það verða lokaorðin og kveðjum Guðbjörgu eftir gott spjall.

„Þetta sýnir svo glöggt hvað það er mikil lyfjaáhersla í geðheilbrigðismálum. Þegar ég var að byrja í geðinu var mikil teymisvinna og mikið jafnræði og hlutur hjúkrunarfræðinga var mjög stór; þeir ráku deildirnar, skipulögðu starfsemina og voru í lykilhlutverki“ Það er gamaldags hugsun að þurfa að flokka alla og setja inn í exel-skjöl. Maður spyr sig líka hvort það sé eðlilegt að börn hérlendis séu með svona mikinn hegðunarvanda, er það kannski eitthvað samfélagslegt?“ Henni er heitt í hamsi yfir stöðunni og veltir upp þeirri spurningu hvort kannski sé eitthvað annað að samfélaginu sem orsakar hegðunarvanda hjá börnum. „Hvað erum við að gera? Það þarf aga en það þarf líka kærleiksríkan aga. Ég held að það þurfi að stokka upp í heilbrigðiskerfinu og fara

Guðbjörg í Bam í Íran.

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

19


Kjara- og réttindasvið Fíh

Góður hópur trúnaðarmanna mætti á kjararáðstefnuna.

Trúnaðarmenn lögðu drög að komandi kjaraviðræðum Kjararáðstefna Fíh fór fram á Hótel Selfossi í byrjun nóvember. Ráðstefnan var ætluð trúnaðarmönnum og öðrum sem koma að gerð kjarasamninga. Tugir trúnaðarmanna af öllu landinu komu saman á Selfossi og lögðu fram gott veganesti í komandi kjaraviðræður. Miðlægir kjarasamningar flestra hjúkrunarfræðinga losna næsta vor og því mikilvægt að fara vel yfir öll samningsatriði auk þess að heyra sjónarmið frá öllum starfsstöðum hjúkrunarfræðinga. Stóðu trúnaðarmenn að ábyrgri og málefnalegri umræðu um þau fjölmörgu atriði sem koma við sögu í kjarasamningum.

Texti: Kjara- og réttindasvið Myndir: Sigríður Elín Ásmundsdóttir

20

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023


Kjara- og réttindasvið Fíh

Jórunn Frímannsdóttir og Ari Brynjólfsson.

Guðlaug Rakel og Guðbjörg Pálsdóttir.

Fyrri daginn var farið í saumana á ýmsum tölfræðilegum gögnum sem liggja fyrir um laun hjúkrunarfræðinga og t.d. annarra háskólamenntaðra stétta á opinberum vinnumarkaði. Skipt var í vinnuhópa til að ræða einstök atriði sem viðkoma kjarasamningum. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu, fór yfir vinnuna við gerð mönnunarviðmiða í hjúkrun sem nú er í gangi. Einnig var farið yfir niðurstöður viðhorfskönnunar Fíh og þær niðurstöður má nálgast hér á næstu opnu. Eftir að formlegri ráðstefnudagskrá lauk var boðið upp á kvöldverð og áttu hjúkrunarfræðingar góða stund saman.

Sigrún sat ekki auðum höndum á ráðstefnunni.

Eva Hjörtína og Guðrún María.

Hulda, Ásdís, Guðlaug og Helga Rósa.

Síðari daginn hélt Ragnhildur Vigfúsdóttir markþjálfi bráðskemmtilega vinnustofu um leiðtogahlutverkið. Harpa Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs, hélt að lokum samantekt og sköpuðust mjög líflegar og góðar umræður. Fljótlega á nýju ári eru fyrirhugaðir fundir með formanni og starfsfólki Fíh um landið í aðdraganda samningana og verða fundardagsetningar auglýstar síðar. Trúnaðarmenn eru milliliðir milli stofnana annars vegar og félagsfólks og Fíh hins vegar. Allir hjúkrunarfræðingar sem láta sig kjaramál varða á sínum vinnustað eru hvattir til að gefa kost á sér til trúnaðarmannastarfa.

Harpa, sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs Fíh og Eva Hjörtína, kjararáðgjafi.

Trúnaðarmenn í kaffipásu.

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

21


Kjara- og réttindasvið Fíh

Viðhorfskönnun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Texti: Guðbjörg Pálsdóttir, Harpa Ólafsdóttir, Ari Brynjólfsson

Tæplega 80% hjúkrunarfræðinga hafa áhyggjur af því að lenda í alvarlegu atviki í starfi. Tölurnar eru enn meira sláandi þegar horft er til hjúkrunarfræðinga sem vinna vaktavinnu sem kallar á viðbrögð um bætt starfsumhverfi þeirra. Þrír fjórðu hjúkrunarfræðinga hafa tekið að sér aukna vinnu þar sem höfðað var til samvisku þeirra, ef þeir myndu ekki mæta til vinnu þá yrði um alvarlega undirmönnun að ræða á vinnustaðnum. Í könnuninni var jafnframt spurt um ýmis atriði sem varða viðhorf hjúkrunarfræðinga til komandi kjarasamninga. Viðhorfskönnun félagsins var framkvæmd af Maskínu dagana 20. september til 10. október núna í ár og var svarhlutfallið 64,4%. Um var að ræða netkönnun sem lögð var fyrir starfandi hjúkrunarfræðinga. Niðurstöður úr könnuninni verða meðal annars nýttar til undirbúnings fyrir komandi kjaraviðræður en flestir kjarasamningar félagsins eru lausir þann 1. apríl 2024.

Áfram mikil áhersla á að hækka grunnlaunin Afstaða hjúkrunarfræðinga til hækkunar grunnlauna er afgerandi þar sem 98,5% hjúkrunarfræðinga leggur grunnlaunahækkun til sem eina af megináherslum í komandi kjarasamningsviðræðum. Er það í samræmi við niðurstöður fyrri kannana. Þá telur um helmingur hjúkrunarfræðinga sem sinna almennum störfum hjúkrunarfræðinga að dagvinnulaun þeirra fyrir fullt starf á mánuði ættu að vera 900 þúsund krónur eða meira. Rétt innan við 60% hjúkrunarfræðinga sem sinna stjórnendastörfum telja hins vegar að dagvinnulaun þeirra á mánuði fyrir fullt starf ættu að vera ein milljón eða meira.

Stjórnandi

3,9%

Sérfræðingur í hjúkrun

2,0%

0%

10%

Ánægja í starfi en margir íhugað að hætta Það eru ánægjulegar niðurstöður að 74% hjúkrunarfræðinga segjast vera nokkuð eða mjög ánægðir í starfi sínu, þegar á heildina er litið. Starfsaldur þeirra er almennt langur en 61,3% hafa starfað í 11 ár eða lengur sem hjúkrunarfræðingar.

27,6%

22,0%

28,9%

28,9% 20%

31,0%

23,0%

17,1%

14,9%

Almennur hjúkrunarfræðingur

22

12,9%

Þegar spurt var um hvaða starfstengd réttindi ætti að leggja áherslu á í næstu kjarasamningum, þá nefndu flestir mönnunarviðmið. Þar á eftir kom öryggi á vinnustað og svo bætt vinnuaðstaða. Þetta kemur félaginu ekki á óvart þar sem lögbundin mönnunarviðmið hjúkrunarfræðinga snúast um að mönnun sé í takti við þjónustuþörf. Alþjóðlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að þar sem mönnun er nægjanleg, eru hjúkrunarfræðingar líklegri til að vilja starfa áfram og mönnunarviðmiðin því lykilatriði í því að bæta starfsaðstæður.

30%

21,7%

20,7%

24,0% 40%

50%

60%

70%

80%

Lægri en 700 þúsund

700 - 799 þúsund

800 - 899 þúsund

900 - 999 þúsund

1.000 - 1.199 þúsund

1.200 þúsund eða hærri

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

6,1% 90%

100%


Kjara- og réttindasvið Fíh

Hver er helsta ástæða þess að þú íhugaðir að hætta í starfi á síðustu 2 árum? Fjöldi

%

Vegna starfstends álags

231

40%

Vegna launakjara

185

32%

Vegna stjórununarhátta á vinnustað

48

8,3%

8,3%

Vegna ógnunar við öryggi mitt og/eða skjólstæðinga minna

45

7,8%

7,8%

Vinnutími

22

3,8%

3,8%

Er að fara á eftirlaun

11

1,9%

1,9%

Annað

36

6,2%

Gild svör

578

100% 0%

Það vekur athygli að í heildina hafa 64,1% hjúkrunarfræðinga alvarlega íhugað að hætta í starfi á síðustu árum en hlutfallið er lægra hjá þeim sem eru í fullu starfi eða 56,4%. Sem helstu ástæður þess að þeir hafi íhugað að hætta í starfi, nefna 40% starfstengt álag og 32% launakjör. Þetta er félaginu mikið áhyggjuefni því á sama tíma eru 74% hjúkrunarfræðinga ánægð í starfi. Ánægjan mælist ívið minni núna en hún mældist í könnuninni sem var gerð árið 2020. Eins og í fyrri könnunum er því enn og aftur birtingarmyndin sú að hjúkrunarfræðingar eru ánægðir með að vinna við hjúkrun en sjá sér ekki endilega fært að gera það, við það starfstengda álag og launakjör sem stéttin býr við í dag. Hér er því sóknartækifæri fyrir yfirvöld og heilbrigðisstofnanir til að koma í veg fyrir flótta úr stéttinni og halda hjúkrunarfræðingum í starfi með því að bæta launakjörin og starfsumhverfið.

Áhyggjur um að lenda í alvarlegu atviki í starfi Ef svör hjúkrunarfræðinga í heild eru skoðuð þá hefur tæplega 80% þeirra áhyggjur af því að lenda í alvarlegu atviki í starfi sínu en hlutfallið er enn hærra hjá þeim sem vinna vaktavinnu, eða 85%. Aðeins 13,7% hjúkrunarfræðinga í vaktavinnu hafa sjaldan slíkar áhyggjur og einungis 1,5% þeirra svara að þeir séu aldrei með áhyggjur af því að lenda í alvarlegu atviki við störf. Þetta er gífurlegt áhyggjuefni en kemur félaginu ekki á óvart. Staðan er óásættanleg enda greinilegt að hjúkrunarfræðingar telja vinnuvernd vera ábótavant og starfsumhverfið ófullnægjandi. Mjög brýnt er að yfirvöld klári og samþykki sem fyrst nýtt frumvarp til laga um breytta refsiábyrgð heilbrigðisstarfsfólks og fylgi enn frekar eftir eigin stefnu í heilbrigðismálum þar sem tíundað er mikilvægi mannauðsins og honum sé boðið upp á gott og öruggt starfsumhverfi í heilbrigðisþjónustunni. Þegar hjúkrunarfræðingar voru spurðir hvort það væru til staðar úrræði á vinnustaðnum þegar upp kæmu alvarleg atvik svöruðu 50,6% játandi og 11,2% neitandi en 38,2% sögðust ekki vita hvort úrræði væru til staðar. Mikil þörf er á að stjórnendur stofnana kynni betur fyrir hjúkrunarfræðingum og öðru starfsfólki þau úrræði sem eru til staðar. Ef þau eru það ekki, þá er brýnt að þau séu sett fram hið fyrsta og tryggt sé að starfsfólk þekki þau vel. Einungis fjórðungur hjúkrunarfræðinga mætir sjaldan eða aldrei til vinnu við aðstæður þar sem mönnun var ekki næg til að tryggja lágmarksöryggi skjólstæðinga. Hins vegar höfðu

40% 32%

6,2%

73,5,% mætt stundum, fremur eða mjög oft, við slíkar aðstæður og telja greinarhöfundar niðurstöðuna grafalvarlega. Í ljósi heilbrigðisstefnu yfirvalda til 2030, þar sem m.a. er fjallað um öryggi í heilbrigðisþjónustu, er ljóst að bregðast þarf við án tafar með því að lögfesta mönnunarviðmið og skapa ásættanlegt starfsumhverfi fyrir stéttina. Eins og þegar hefur komið fram hafa báðir þessir þættir mikið að segja þegar halda þarf hjúkrunarfræðingum í starfi. Mynd 1. Hefur þú oft, stundum sjaldan eða aldrei áhyggjur af því að lenda í alvarlegu atviki í starfi þínu sem hjúkrunarfræðingur?

Mjög oft

Fremur oft Stundum

Sjaldan Aldrei

Þrír fjórðu, eða 75% hjúkrunarfræðinga, svöruðu að höfðað hefði verið til samvisku þeirra um að taka að sér aukna vinnu, þar sem annars yrði um alvarlega undirmönnun að ræða á vinnustaðnum. Það er mikið áhyggjuefni að höfðað sé til samvisku hjúkrunarfræðinga til að fá þá til auka við sig yfirvinnu. Með þessu er vegið m.a. að sálfræðilegu öryggi hjúkrunarfræðinga í starfi. Sífelld truflun vegna beiðni um yfirvinnu hefur nú þegar fælt hjúkrunarfræðinga úr starfi og því mikilvægt að mörk milli vinnu og einkalífs séu betur virt af stjórnendum. Tæpur helmingur hjúkrunarfræðinga hefur nýtt sér faglegan stuðning á sínum vinnustað og um fjórðungur hefur nýtt sér faglegan stuðning oftar en einu sinni. Um 34% svöruðu neitandi og sögðust ekki hafa þurft á því að halda, aftur á móti voru 18% hjúkrunarfræðinga sem sögðust ekki hafa nýtt sér faglegan stuðning en töldu sig hafa þurft á því að halda. Að mati greinarhöfunda er ánægjulegt að sjá að hjúkrunarfræðingar nýti sér þann stuðning sem í boði er en áhyggjuefni að tæpur fimmtungur gerði það ekki,

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

23


Nafn félagsins óbreytt

Mynd 2. Hefur þú oft, stundum sjaldan eða aldrei mætt til vinnu við aðstæður þar sem að mönnun var ekki næg til að tryggja lágmarksöryggi skjólstæðinga?

6,4%

Hjúkrunarfræðingar voru spurðir hvort breyta ætti nafni félagsins vegna breyttrar þjóðfélagsumræðu. Mikill meirihluti, eða rúm 72%, vildi halda nafninu, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Lítill munur var á afstöðu fólks eftir bakgrunnsbreytum.

Mjög oft

18,9%

20,1%

Allir, óháð afstöðu til fyrri spurningar, voru spurðir hvaða nafn þeim litist best á ef svo færi að nafni félagsins yrði breytt. Margir, eða 23,5%, tóku ekki afstöðu til þeirrar spurningar. Tæpur helmingur þeirra sem svöruðu, eða 46,7%, sögðu Félag hjúkrunarfræðinga á Íslandi. Tæpur þriðjungur, eða 31,2%, sögðu Félag hjúkrunarfræðinga og 18,1% sögðu Hjúkrunarfræðingafélag Íslands.

Fremur oft Stundum

23,3%

Sjaldan

31,3%

Aldrei

þrátt fyrir þörfina. Niðurstöðurnar undirstrika í raun álagið og ábyrgðina sem liggur í starfi stéttarinnar. Enn og aftur er mikilvægt að stjórnendur kynni vel fyrir starfsfólki þau úrræði og stuðning sem í boði eru svo allir hjúkrunarfræðingar geti nýtt sér hann, sbr. bókun 8 í síðasta kjarasamningi hjúkrunarfræðinga þar sem samið var um faglegan stuðning í starfi.

Mynd 3. Hefur þú oft, stundum sjaldan eða aldrei lent í þeim aðstæðum að taka að þér aukna vinnu, þar sem höfðað hefur verið til samvisku þinnar að annars yrði um alvarlega undirmönnun að ræða á þinum vinnustað?

60,00 %

40,00 %

20,00 %

0,00 %

25,00%

Sjaldan eða aldrei

28,00%

Stundum

47,00%

Mjög eða fremur oft

Niðurstöður könnunarinnar koma greinarhöfundum í raun lítið á óvart. Þær undirstrika enn frekar þörfina fyrir umbætur á starfsumhverfi, starfsálagi og launum hjúkrunarfræðinga. Félagið mun nýta þessar niðurstöður vel í baráttunni fyrir bættum kjörum hjúkrunarfræðinga.

24

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023


Orkuríkir næringardrykkir Resource Ultra Protein er nýr og sérhæfður næringardrykkur með háu próteingildi sem hentar vel til meðferðar við sjúkdómstengdri vannæringu hjá fólki með aukna orku- og próteinþörf. Resource Ultra Protein inniheldur hágæða prótein með 42% mysupróteini og 58% kaseini. Varan hefur náttúrulega hátt innihald af leucíni sem getur aukið vöðvamassa og aukið styrk.

Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

25


Viðtal

Dr. Fortunate Atwine

Deildarforseti hjúkrunarfræðideildar og brautryðjandi í náminu sem hún stýrir í dag Viðtal: Kristín Inga Viðarsdóttir | Myndir: Úr einkasafni

Fortunate Atwine er doktor í hjúkrun og deildarforseti hjúkrunarfræðideildar Mbarara University of Science and Technology (MUST) í Úganda. Hún hefur átt viðburðaríka ævi, lifað tímana tvenna og hefur einstaka sýn á samfélag sitt og nærumhvefi. Dr. Atwine og Brynja Ingadóttir, sérfræðingur á Landspítala og dósent í hjúkrun við Háskóla Íslands, hafa undanfarin ár verið í forsvari fyrir samstarfsverkefni skólanna, sem er styrkt af Erasmus, og miðar að því að vinna saman að kennslu og deila reynslu milli skólanna og þessara ólíku landa í norðri og suðri. Ég hitti dr. Fortunate á Landspítalanum á köldum og vindasömum eftirmiðdegi í maí þegar hún var stödd hér á landi í sinni annarri heimsókn. Þessi glaðværa og vinalega kona lét veðrið á Íslandi ekki hafa nein áhrif á sig og við áttum gott spjall um nám hennar, starf og samstarfið við Ísland. Ég byrjaði á að spyrja hana út í uppruna hennar og bakgrunn. „Ég kem frá Suð-vestur Úganda, frá Ankole. Ég er annað barn foreldra minna, önnur stelpan, og við urðum margar stelpurnar. Faðir minn tók sér svo aðra konu vegna samfélagslegs þrýstings, í okkar menningu þótti það eðlilegt, ekki síst vegna allra þessara dætra. En pabbi vissi að stelpum myndi vegna betur ef þær hlytu menntun. Þess vegna gekk hann á móti siðvenjunni sem stóð í vegi fyrir menntun kvenna. Á þessum tíma var ekki auðvelt að mennta stúlkur, ég er fædd árið 1958. Svo ég var heppin, faðir minn stóð fast á sínu og ég fór í skóla.“

Er höfuð fjölskyldunnar og hefur átta börn á framfæri Fortunate segist vera lánsöm, hún telur sig greinilega bera nafn með rentu. Í dag býr hún í borginni Mbarara, sem er í um 20 km fjarlægð frá æskuþorpinu. Hjá henni býr móðir hennar og eldri systir en að auki hefur Fortunate átta börn á framfæri sínu, fjórar stúlkur og fjóra drengi. Hún útskýrir að ekkert þeirra sé hennar líffræðilega afkvæmi en að fjölskyldan beri sameiginlega ábyrgð á börnum sem tengjast henni. Ef foreldrarnir eru einhverra hluta vegna ekki til staðar taka þeir fjölskyldumeðlimir sem geta við þeim. „Í okkar kerfi sé ég um heimilið,“ segir hún og á þá við að hún sé höfuð fjölskyldunnar og eigandi hússins sem þau búa í, en systir hennar er hætt að vinna. Fortunate kostar þessi börn til náms því hún telur mikilvægt að þau mennti sig og segir mér hreykin að tvö elstu séu að fara í háskóla og miðjubörnin í framhaldsskóla. Hún segir að ef enginn í stórfjölskyldunni taki börnin að sér alist þau upp í fátækt og verði útsett fyrir sjúkdómum og alls kyns erfiðleikum en ef hlúð sé að þeim frá upphafi dafni þau og verði styrkur fyrir fjölskylduna.

26

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

Gekk berfætt marga kílómetra í skólann Við ræðum stöðu kynjanna í Úganda og leggur Fortunate áherslu á að menntun sé besta leiðin til að losa konur úr vítahring fátæktar og erfiðra hjónabanda, en að því miður séu mjög margar konur ekki í sömu stöðu og hún hvað þetta varðar. Stúlka sem fæðist í fátækt sé líkleg til að giftast ung, eignast börn ung, og þessi hringrás haldi svo áfram kynslóð fram af kynslóð. Það sama megi segja um marga stráka og karla, lífið snúist fyrst og fremst um að hafa í sig og á og margir séu fastir í fátæktargildru. Í slíku umhverfi sé ekkert svigrúm til að mennta börn þar sem skólaganga er alfarið kostuð af fjölskyldunni. Það er ekki síst af þessum sökum sem hún leggur svo mikla áherslu á menntun barnanna sem hún ber ábyrgð á. „Við berum þau eins langt áleiðis og við getum,“ segir hún. Fortunate er af Banyankole ættbálki og tungumál hennar er runyankole sem er eitt af bantu tungumálunum. Enskan tók síðan við þegar hún hóf skólagönguna en hún er opinbert mál Úganda. Þriðja tungumál hennar er er svo luganda, sem er eitt útbreiddasta tungumál landsins. Nú er þrýst á fólk að læra swahili og segir Fortunate það m.a. vera vegna hugsjónar um stofnun Austur-Afrísks ríkjabandalags þar sem swahili er útbreitt á svæðinu, til að mynda í nágrannaríkjunum Kenía og Tansaníu, en einnig til að yfirvinna enskuna sem sameinandi mál þvert á ættbálkamál. Hún efast þó um að það verði ofan á og tengir tregðuna við að læra swahili meðal annars við stríðsátök í gegnum tíðina en málið er ráðandi innan hersins. Forrunate vill helst ekki ræða stjórnmál, segist ekki vera pólitísk og teiknar upp þrjá hringi, hvern innan í öðrum. Innsta hringinn segir hún tákna það sem einstaklingurinn stýrir sjálfur, þann næsta það sem hann getur


Viðtal

„Ef við byggjum ekki á gagnreyndum aðferðum getum við ekki breytt neinu, jafnvel þótt við hrópum af öllum lífs og sálarkröftum.“

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

27


Viðtal

haft einhver áhrif á en þann ysta það sem er utan þess sem við getum haft í hendi okkar. Hún segist einbeita sér að því að hafa áhrif á nærsamfélag sitt og láti gott af sér leiða þar sem hún getur. Það gerir hún með stuðningi við börnin og aðra fjölskyldumeðlimi, kennslu og starfi sínu við háskólann og svo síðast en ekki síst með því að rækta landið, en fjölskyldan stundar matvælaframleiðslu og sjálfsþurftarbúskap. Barnaskólinn sem Fortunate gekk í var rekinn af kaþólskum trúboðum í héraðinu og barnahópurinn þurfti að ganga langan veg. „Guð minn góður, það voru engir skólar nálægt okkur svo við þurftum að ganga fleiri, fleiri kílómetra. Við lögðum af stað klukkan fimm á morgnanna og kjóllinn minn varð gegndrepa af morgundögginni á leiðinni. Það voru engir vegir, bara slóðar, og yfir fjall að fara. Þetta var erfitt, við vorum berfætt og þetta gerði ég í sjö ár. Ég fór fyrst í skó þegar ég fór í framhaldsskóla, það var heimavistarskóli og þangað fór ég með rútu. Þar voru rafljós, klósett og annað sem ég hafði aldrei kynnst áður.“

Breytti öllu þegar hjúkrunarnámið fór á háskólastig Fortunate segir að lífið hafi verið margbreytilegt og hún hafi þurft að aðlagast ýmsu í gegnum tíðina, en leggur áherslu á hve lánsöm hún hafi verið að fá ýmis tækifæri sem ekki öllum voru gefin. Það kom að því að foreldrar Fortunate gátu ekki lengur kostað hana til náms, enda voru eiginkonur föður hennar þá orðnar þrjár og börnin fjölmörg. Hún tók þá þann kost að fara í hjúkrunarnám í höfuðborginni Kampala, þar sem hún gat unnið með námi. Á þessum tíma var hjúkrunarnám starfsnám sem var ekki á háskólastigi. Aðspurð segist hún hafa valið hjúkrun því hún hafi litið upp til hjúkrunarkvenna í æsku sem sterkra kvenna en einnig hafi hún fetað í fótspor systur sinnar sem lærði til ljósmóður.

Hún vill auka tengslin milli akademísks náms og starfsnáms og leggur áherslu á hversu mikilvægt það sé að nemendur geti farið út á akurinn og komið svo aftur í skólann með reynsluna þaðan. Talið berst að því hvernig þessar stéttir geti haft áhrif á og breytt samfélögum. „Í dag er hjúkrun eiginlega ný fagstétt í Úganda“, segir Fortunate. „Fyrst var námið diplómanám og það var litið niður á það innan heilbrigðisgeirans. Nú þegar námið hefur færst á háskólastig breytist allt, bæði orðræðan og vinnuaðferðirnar. Það er mikil breyting að eiga sér stað. Þegar námið var starfsnám var markmiðið að klára og fara að vinna, sem var auðvitað gott fyrir samfélagið. En þegar námið hefur færst á háskólastig er komin umgjörð. Nú vinnum við innan ramma á landsvísu sem hjálpar okkur að móta stefnuna. Nú höfum við áætlanagerð, mat og gagnrýna hugsun í öllu ferlinu. Fleira fólk menntar sig og sérhæfingin er að aukast.“ Dr. Fortunate leggur áherslu á að þessi nýi veruleiki skipti sköpum fyrir uppbyggingu heilbrigðiskerfisins í Úganda og þar með heilbrigði í samfélaginu. „Sérhæfingunni fylgir svo aukin þekking og stefnumótun í öllum greinum. Það kemur að því, þegar aukinn fjöldi fólks menntar sig og starfar í heilbrigðiskerfinu, þegar umræðan þróast, rannsóknir eflast og starfsemin byggist í auknum mæli á rannsóknum, að

28

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

hlutirnir breytast. Ef við byggjum ekki á gagnreyndum aðferðum getum við ekki breytt neinu, jafnvel þótt við hrópum af öllum lífs og sálarkröftum.“

Slysið sem breytti öllu Sjálf hefur Fortunate sérhæft sig í meðhöndlun sykursýki en einnig eru smitsjúkdómavarnir henni hugleiknar, ekki síst innan sjúkrahúsa. Upphafið að þeim áhuga má rekja til hörmulegs slyss sem hún varð fyrir í Kampala. Það var árið 1986 þegar uppreisnarmenn börðust gegn herforingjastjórninni, sem loks var felld af stóli. Fortunate varð fyrir bensínsprengju og brenndist afar illa. „Ég var heppin að lifa af. Flestir héldu að ég myndi deyja en vonin dó aldrei þótt mér hafi liðið hræðilega illa. Ég hafði líka gott fólk í kringum mig sem hjálpaði mér og ég gat talað við. Ég var heppin að vera í hjúkrun og að skólinn skyldi vera tengdur sjúkrahúsi.“

„ … varð fyrir bensínsprengju og brenndist afar illa. „Ég var heppin að lifa af.“ Hún segir að mikið hafi vantað upp á hreinlæti á sjúkrahúsum á þessum tíma, kerfið hafi verið vanhæft og innviðir bágbornir vegna slæmrar stjórnunar og stjórnmálaástands, en einnig hafi þekkingu verið ábótavant. „Þess vegna fékk ég sýkingar. Ég fékk ekki rétta meðhöndlun. En ég var heppin því skólinn sendi mig að lokum til Kenía þar sem ég var í eitt ár í endurhæfingu, það bjargaði lífi mínu. Þegar ég kom til baka og tók aftur til við starfsnámið lagði ég ofuráherslu á hreinlæti og smitvarnir. Ég kom mér upp þrifaáráttu af því að ég hafði orðið fyrir þessari reynslu. Ég fékk mörg ör eftir allar sýkingarnar en ég hefði ekki þurft að fá svona slæm ör ef sárin hefðu gróið á réttan hátt.“

Hlaut styrk til að læra um smitsjúkdómavarnir Það var áhugi Fortunate á smitvörnum sem gerði það að verkum að hún var valin til að fara í starfsnám til Þýskalands þar sem menntun hennar tók nýja stefnu sem átti eftir að breyta miklu í hennar lífi. Tveimur hjúkrunarnemum bauðst að fara til Stuttgart í tengslum við styrktarverkefni, annar átti að kynna sér smitvarnir á sjúkrahúsum og hinn skurðstofutækni. „Ég hafði aldrei látið mig dreyma um að fara til útlanda í nám, en ég var kölluð inn á skrifstofu og mér var tilkynnt að ég hafi hlotið styrk til að fara til Þýskalands að læra um smitsjúkdómavarnir. Auðvitað varð ég mjög spennt, ég vissi ekkert um þetta, ég var bara heppin. Og svo fór ég.“ Fortunate var í Þýskalandi árin 1992 og 1993 og segir það hafa breytt sér á ýmsan hátt. Viðbrigðin voru mikil fyrst en hún kunni vel við námið og fólkið, sem hún segir hafi flest tekið sér vel. „Vegna þess að ég var að læra um sjúkrahúshreinlæti vann ég með öllum starfsstéttum á spítalanum. Fólkinu í eldhúsinu, hreingerningafólkinu, öllu hjúkrunarfólkinu, háum sem lágum. Ég kynntist því mörgum og fékk alls konar spurningar, eins og: „Af hverju eruð þið svona fátæk þarna í Úganda? Er fátæktin vegna hitans, forðist þið að vinna útaf honum? Og: „Þegar þú ferð aftur heim til Úganda skaltu tala minna og vinna meira.“ Hún segist þó kunna að meta vinnusemi Þjóðverja og að dvölin í Þýskalandi hafi verið viss vendipunktur í hennar lífi. Hvað svo sem segja megi um fordómana og þau viðhorf sem hún mætti hafi hún farið heim með þann ásetning að leggja enn harðar að sér og það hafi hún gert.


Viðtal

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

29


Viðtal

Brautryðjandi og deildarforseti Eftir heimkomuna vann hún á sjúkrahúsi í Kampala en fluttist svo nær heimahögunum árið 1998, til Mbarara, eftir að faðir hennar dó. „Hann dó í fanginu á okkur, á spítalanum þar sem ég vann.“ Hún segir ýmsar fjölskylduflækjur og mikla erfiðleika hafi komið upp eftir dauða hans sem áttu þátt í að hún flutti til Mbarara og tók til starfa á sjúkrahúsinu þar og varð um leið ábyrg fyrir fjölskyldunni. Árið 2002 var svo farið að bjóða upp á hjúkrunarnám á háskólastigi við MUST fyrir þau sem höfðu lokið starfsnámi og þá settist hún aftur á skólabekk. Hún var því einn af brautryðjendunum í náminu sem hún stýrir í dag, en hún varð deildarforseti hjúkrunarfræðideildar MUST árið 2017.

fyrsta tækifæri til að fara niður á strönd til að snerta loksins þennan óstýriláta bernskuvin. Hún segir að tilfinningin hafi verið góð þótt sjórinn hafi verið kaldur og hlær dátt þegar hún talar um rokið og lætin í hafinu og segist aldrei hafa getað ímyndað sér svo úfnar og stórbrotnar öldur. „Hversu reitt getur eitt haf verið, þessu bjóst ég ekki við,“ segir hún og tekur bakföll af hlátri. Landslagið og veðurfarið hér er sennilega álíka framandi í hennar huga og það í Úganda fyrir fólk héðan úr norðrinu sem ekki hefur komið þangað. Það er hins vegar fyrst og fremst það sameiginlega sem lögð er áhersla á í samstarfsverkefni MUST og Háskóla Íslands, fyrrnefndu verkefni um kennslu í hjúkrun sem er styrkt af ERASMUS.

Færðu nemendum nýja þekkingu og breyttu viðhorfum Leiðir Fortunate og Brynju Ingadóttur lágu fyrst saman þegar þær stunduðu báðar doktorsnám við Linköping háskóla í Svíþjóð. Fortunate bauðst að fara þangað á skólastyrk vegna samstarfs MUST og Linköping háskóla og enn og aftur talar hún um hvað hún hafi verið heppin að verða fyrir valinu, en hún hafði verið hvött til að halda áfram námi eftir að hún lauk grunnnámi, m.a. vegna þarfarinnar á að mennta framtíðarkennara fyrir MUST. Í Svíþjóð sérhæfði Fortunate sig í meðhöndlun krónískra sjúkdóma, með áherslu á sykursýki og hlaut doktorsgráðu í júní 2017. Síðan hefur hún leitt hjúkrunarfræðideild MUST og þar leggur hún áherslu á að þróa og bæta námið, m.a. í gegnum alþjóðlegt samstarf líkt og það sem þær Brynja leiða. Hún segist eiga erfitt með að lýsa því hvað slíkt samstarf sé mikilvægt, en orðar það á þá leið að við getum ekki staðið í stað þegar við deilum reynslu. Það hafi líka sýnt sig að heimsókn Brynju til Úganda 2019 og heimsókn þeirra Helgu Gottfreðsdóttur, ljósmóður á Landspítala og prófessors í ljósmóðurfræði við HÍ, í ár hafi ekki bara fært nemendum og kennurum nýja þekkingu heldur beinlínis breytt viðhorfum heima fyrir til deildarinnar og námsins, jafnvel innan háskólans. Fortunate segir mér frá fyrstu kynnum þeirra Brynju. Hún segist hafa dregist að þessari opnu og hjartahlýju konu og þegar hún hafi sagt sér að hún kæmi frá Íslandi, eyju lengst norður í Atlantshafi, hafi spruttið upp í huga hennar slitrur úr ljóði frá barnaskólaárunum sem persónugerði Atlantshafið og sveipaði það ævintýraljóma. Úganda liggur hvergi að hafi og því tók þetta stóra úthaf sér bólfestu í huga barnsins og Fortunate var full eftirvæntingar þegar hún kom hingað til lands í fyrra og notaði

30

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

ERASMUS-verkefni sem skilar miklu Verkefnið felur bæði í sér nemendaskipti og heimsóknir kennara milli skólanna. Fortunate segir það hafa skilað miklu nú þegar, í fyrra var Harriet Nabulo doktorsnemi í ljósmóðurfræðum hér í tvo mánuði og vann undir handleiðslu dr. Helgu Gottfreðsdóttur. Þetta segir Fortunate skipta miklu máli fyrir kennslu í ljósmóðurfræðum við MUST og þróun hennar til framtíðar, en skortur er á fagmenntuðu fólki þar. Eins og áður sagði fóru þær Brynja og Helga til Úganda fyrr á þessu ári þar sem þær komu að kennslu og námsmati og tóku þátt í málþingi. Þær kynntu sér starfsemi MUST og sjúkrahússins en einnig heilbrigðiskerfið og menntun heilbrigðisstarfsfólks almennt og heimsóttu heilsugæslustöðvar og skóla. Bæði grunn- og framhaldsmenntun hvílir á störfum hlöðnu starfsfólki deildar dr. Fortunate og vildu þær kynnast þessu unga kerfi vel. Það sama gerði Brynja í upphafi verkefnisins árið 2019. Fortunate tekur svo einnig þátt í kennslu hér og hefur kynnt sér starfsemi Landspítala og fleiri stofnanna í ferðum sínum hingað. Þegar ég spyr hana út í helstu áskoranirnar í heilbrigðiskerfinu heima fyrir nefnir hún skort á tækjum og ýmsum búnaði og einnig sé greiningarferli ábótavant. Eitt sé að kenna fræðin en síðan geti veruleikinn þegar út á sjúkrahúsin og heilsugæsluna er komið verið allt annar, bæði vegna skorts á búnaði og ýmsum ferlum. Ekki síst þess vegna hefur hún mikinn áhuga á starfi Landspítala sem háskólasjúkrahúss og samstarfi háskólans og spítalans, nokkuð sem hún segir að þörf sé á að


Viðtal

auka heima í Mbarara. Hún vill auka tengslin milli akademísks náms og starfsnáms og leggur áherslu á hversu mikilvægt það sé að nemendur geti farið út á akurinn og komið svo aftur í skólann með reynsluna þaðan. Þessi gagnvirkni heillar hana og hana vill hún þróa heima fyrir. Samstarfið gengur því út á að deila reynslu og læra hvert af öðru, en einnig vinna þær Brynja saman að rannsóknarverkefni tengdu sjúklingum með langvinna sjúkdóma þar sem áhersla er lögð á sjálfsumönnun, lífsstíl og fyrirbyggjandi aðgerðir. Þetta verkefni tengir Fortunate svo við annað hugðarefni sitt, matvælaframleiðsluna sem fjölskyldan leggur stund á.

Ekkert velferðarkerfi og ekki eftirlaun Eins og áður sagði býr Fortunate með móður sinni og systur. Barnaskarinn er svo ýmist heima eða í skólum, ekki öll búa í húsi þeirra mæðgna þótt þau séu á framfæri Fortunate. Fjölskyldan á jörð í gamla þorpinu sínu og aðra spildu hefur hún svo keypt síðar meir. Mér leikur forvitni á að heyra meira um ræktunina. „Þegar maður hefur fyrir börnum að sjá þarf maður að vera fyrirhyggjusamur. Við ræktum okkar eigin matjurtir og borðum að mestu leyti það sem við ræktum sjálf. Það þarf að borga fyrir menntun barnanna og þá ekki er mikið eftir til að kaupa mat. Þess vegna reynum við að rækta sem mest sjálf. Ég byrjaði snemma að leggja allt sem til féll til hliðar svo ég gæti keypt land. Sjáðu til, við erum ekki með velferðarkerfi. Þannig að ef maður byrjar ekki að plana snemma er maður í vondum málum þegar starfsferlinum lýkur. Í fyrsta lagi fáum við ekki eftirlaun. Í öðru lagi erum við ekki með sjúkratryggingar. Mér hélst ekki vel á peningum svo ég fór að kaupa land hvenær sem ég gat.“

Fortunate segir landið ekki vera stórt en spildan nægi þó til ræktunar fyrir fjölskylduna. Systir hennar hefur sinnt þessum sjálfsþurftarbúskap eftir að hún hætti ljósmóðurstörfum en fjölskyldan er líka með fólk í vinnu á landi sínu í æskuþorpinu. Þangað er ekki alltaf fært, brýr bresta til að mynda stundum, og fjölskyldan á ekki bíl. Hún segir það vera draum sinn að auka ræktunina þegar hún hætti kennslu og allra helst myndi hún vilja geta tengt framleiðsluna því verkefni sem hún brennur fyrir og snýst um sjálfsumönnun sykursýkissjúklinga og fólks með aðra langvinna sjúkdóma.

Hana langar til að fræða samfélagið um mátt fyrirbyggjandi lífsstíls og leggja sitt lóð þar á vogarskálarnar. Bæði sem matvælabóndi og hjúkrunarfræðingur. Þetta segir hún vera sinn framtíðardraum, en áskorunin felst líka í því að bæta skilyrði fyrir ræktunina, sem snýst ekki síst um vatn eða öllu heldur skort á því. Fortunate talar um hnattræna hlýnun og segir að þau finni nú þegar fyrir loftlagsbreytingum. Þurrkatíminn hafi lengst og það sé mikil þörf á að næra jarðveginn og bæta áveitukerfið. Nái þau ekki að gera það sé borin von að rækta meira en hún er þó vongóð og segist alls ekki ætla að gefast upp. Það er því morgunljóst að þessi kraftmikla kona er hvergi nærri hætt að láta gott af sér leiða þótt hún sé farin að nálgast hefðbundinn eftirlaunaaldur hér á okkar norðlægu slóðum. Það má kannski líka segja að það sé einfaldlega ekki í boði að leggja hendur í skaut í hennar veruleika.

„… við erum ekki með velferðarkerfi. Þannig að ef maður byrjar ekki að plana snemma er maður í vondum málum þegar starfsferlinum lýkur.“ Við gætum talað mun lengur en látum hér staðar numið eftir stuttar umræður um stöðu HIV sem hún segir hafa batnað. Einnig sé berklaveiki haldið betur í skefjum og þakkar hún hvorutveggja alþjóðlegu samstarfi, sem hún vonar að haldi áfram að dafna. Það var svo bara nokkrum dögum eftir viðtalið sem skelfilegar fréttir bárust af enn versnandi stöðu samkynhneigðra í Úganda. Að

viðtalinu loknu röltum við saman út í svalt síðdegið og ég smelli af henni mynd. Svo kveð ég dr. Fortunate Atwine, full aðdáunar á öllu því sem hún hefur áorkað, hugsjónum hennar, æðruleysi og atorku. Hún ætti svo sannarlega að tala sem mest um sín góðu verk og jafnvel grunar mig að hún mætti líka stundum alveg hvíla sig aðeins meira.

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

31


Hjúkrunarfræðineminn

M

KRUNARFRÆ JÚ

IR SVÖR FYR U

?

R

INN SI TU NEM ÐI

H

Rósbjörg Edda Sigurðardóttir Hansen

Ætlar að sýna fram á að það þarf ekkert koffín til að komast í gegnum klásus Á hvaða ári ertu í náminu?

Hvað gleður þig mest í lífinu?

Ertu búin að ákveða hvar þú vilt starfa eftir útskrift?

Hvað hryggir þig helst?

Ég er á fyrsta ári, í klásus.

Fjölskyldan mín og Kinder-súkkulaði. Köngulær og ef ég fell á prófi.

Nei, ég stefni á að starfa á hjartadeildinni eða á Barnaspítala Hringsins.

Hvernig fáum við fleiri karlmenn til að læra hjúkrun?

Ég get ekki svarað því en mér finnst margir af þeim sem koma í hjúkrun vera úr heilbrigðisgeiranum, eða hafa unnið í honum.

Hafðir þú lengi stefnt að því að læra hjúkrunarfræði eða varstu að íhuga eitthvert annað nám?

Ég hef ætlað mér í hjúkrunarfræði síðan ég var lítil.

Ef þú ættir eina ósk?

Gætir þú hugsað þér að starfa við fagið erlendis í framtíðinni?

Vildi óska að ég væri búin með námið og væri að vinna við það sem mig langar að vinna við.

Já, það væri gaman.

Skemmtilegasta fagið?

Líffærafræðin eins og er. Erfiðasta fagið?

Aldur 20 ára

Eitthvað sem hefur komið á óvart í náminu?

Stjörnumerki Tvíburi

Örveru- og sýklafræði er að gera út af við mig. Nei, ekkert. Ég er sjúkraliði fyrir þannig að þetta er mikil upprifjun. Eitthvert fag sem þér finnst vanta í námið?

Nei, ekki í klásus.

Ætlar þú að fara í framhaldsnám?

Já, ég ætla verða ljósmóðir. Hressasti kennarinn?

Óttar G. Birgisson sem kenndi í sálfræðinni. Skemmtilegustu kennslustundirnar til þessa?

Þegar Sævar kemur með skemmtilegar athugasemdir, eins og að kaffi sé í hans blóðflokki og þegar hann mætir með dót úr Læknagarði. Flottasta fyrirmyndin í faginu?

Andrea Michelle, hjúkrunarfræðingur á hjartadeildinni. En í lífinu?

Fjölskyldan mín; mamma, amma, afi og pabbi. Eiginleikar sem þú vilt tileinka þér í starfi?

Ég vil vera rosalega góð að setja upp æðaleggi. Uppáhaldslæknadrama?

The Good Doctor, Grey‘s Anatomy, Chicago Med og fleiri, ég gæti haldið endalaust áfram.

32

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

Besta ráðið við prófkvíða?

Ég þarf sjálf að fá ráð við prófkvíða. Kaffi, te, kók, orkudrykkir eða allt saman?

Fallegasta borg í heimi?

Mér finnst Mílanó á Ítalíu falleg. Falin perla í náttúru Íslands?

Vestfirðir, VÁ! Besta baðið?

Sundlaugin við þjóðveginn í Reykjarfirði, Hellulaug og sundlaugin í Heydal. Hvernig myndir þú lýsa þér í einni setningu?

Hress, tala mikið en get samt líka hlustað.

Ekkert af þessu, ég ætla sýna fram á það að það þarf ekkert koffín til að komast í gegnum klásus.

Hvernig nemandi ertu?

Besta næðið til að læra?

Að lokum hvað finnst þér að stjórnvöld gætu gert til að hvetja fleiri til að læra hjúkrun?

Besta næðið er á bókasafninu, eða heima á kvöldin. Hvernig nærir þú andann?

Ég er mjög dugleg að sofa og skipta um umhverfi með því að mæta í vinnu samhliða náminu. Líkamsrækt eða letilíf á frídögum?

Letilíf allan daginn.

Þrjú stærstu afrek í lífinu?

Ég varð stúdent og sjúkraliði sama árið. Ég er enn þá lifandi. Staðan mín í lífinu, hvert ég er komin í dag frá því sem var. Hefur þú áhyggjur af hlýnun jarðar?

Já, ætli það ekki.

Hvað gerir þú til að sporna við gróðurhúsaáhrifum?

Ég flokka.

Ég hef metnað en hann mætti vera meiri því mér finnst mjög gaman að læra.

Pælt aðeins í laununum, við förum í verknám og fáum ekki borgað fyrir það en í sjúkraliðanáminu þá fær maður launaða starfsþjálfun. Alveg að lokum hvað, ef eitthvað, finnst þér vanta í Tímarit hjúkrunarfræðinga?

Ekkert. Mér finnst þetta magnað blað.


EIN AF HVERJUM FIMM glímir við áreynsluþvagleka um ævina - hvað er til ráða?

Efemia er einföld og þægileg lausn Þvaglekatappinn er margnota leggangatappi úr læknasílikoni. Honum er ætlað að draga tímabundið úr ósjálfráðum þvagleka við áreynslu með því að styðja við þvagrásina. Byrjunarsettið inniheldur þvaglekatappa í þremur stærðum. Notendur prófa sig áfram til að finna stærð sem hentar og í framhaldinu má kaupa staka þvaglekatappa. Verð á byrjunarsetti 16.990 kr.

www.stod.is

Draghálsi 14 - 16

S. 565 2885

stod@stod.is

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

33


Hjúkrunarfræðineminn

M

KRUNARFRÆ JÚ

IR SVÖR FYR U

?

R

INN SI TU NEM ÐI

H

Ingunn Stefánsdóttir

Kennari sem lét drauminn rætast og fór í hjúkrunarnám

Á hvaða ári ertu í náminu?

Hvað gleður þig mest í lífinu?

Ertu búin að ákveða hvar þú vilt starfa eftir útskrift?

Hvað hryggir þig helst?

Ég er á þriðja ári í HÍ.

Ömmustrákarnir mínir tveir, Adrian Ingi og Hjörtur Leó.

Nei, en held ég viti hvar mig langar ekki að starfa.

Mannvonska.

Hvernig fáum við fleiri karlmenn til að læra hjúkrun?

Hafðir þú lengi stefnt að því að læra hjúkrunarfræði eða varstu að íhuga eitthvert annað nám?

Ég vil frekar spyrja, hvernig höldum við hjúkrunarfræðingum í störfum hjúkrunarfræðinga? Ég hef meiri áhyggjur af brottfalli hjúkrunarfræðinga úr störfum en hvaða kyn fólk fékk úthlutað eða kýs að skilgreina sig eftir.

Ég lauk kennaranámi árið 2006 og starfaði við það til 2021. Ákvað þá að láta gamlan draum rætast og nema hjúkrunarfræði. Gætir þú hugsað þér að starfa við fagið erlendis í framtíðinni?

Ef þú ættir eina ósk?

Já, ég mun gera það.

Skemmtilegasta fagið?

Aldur 45 ára

Frumulífeðlisfræði, lífeðlisfræði, lyfjafræði, ég get ekki valið eitthvert eitt fag.

Stjörnumerki Bogmaður

Erfiðasta fagið?

Félags- og sálfræði á fyrstu önninni. Eitthvað sem hefur komið á óvart í náminu?

Já, það kemur mér sífellt á óvart hversu viðamikið námið er og hversu mikla þekkingu hjúkrunarfræðingar þurfa að hafa. Eitthvert fag sem þér finnst vanta í námið?

Já, sálgæslu.

Ætlar þú að fara í framhaldsnám?

Já.

Hressasti kennarinn?

Sigrún Sunna, en annars finnst mér frábærir kennarar í deildinni. Eftirminnilegasta kennslustundin til þessa?

Sú fyrsta þegar ég mætti með útprentaðar glærur og pennaveski og áttaði mig á að ég gæti fylgt tækniframförum og sleppt ferðatöskunni. Flottasta fyrirmyndin í faginu?

Erfitt að segja en ég hugsa oft til Lóu og Hjördísar á B4. Þær eru svo öflugar í að valdefla samstarfsfólk sitt og kenna á jafningjagrundvelli. En í lífinu?

Mamma mín heitin sem kenndi mér að sjá veröldina frá fleiri en einni hlið.

34

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

Eiginleikar sem þú vilt tileinka þér í starfi?

Viðhalda faglegri þekkingu í takt við nýja tíma. Uppáhaldslæknadrama?

Grey‘s Anatomy.

Besta ráðið við prófkvíða?

Að byrja að læra fyrir próf um leið og misserið hefst.

Að ég þyrfti að sofa minna og helst ekki neitt. Fallegasta borg í heimi?

Er hún til?

Falin perla í náttúru Íslands?

Skammidalur er í miklu uppáhaldi hjá mér. Besta baðið?

Hamman-spa í Marokkó og kóreskt spa í LA. Hvernig myndir þú lýsa þér í einni setningu?

Ég reyni alltaf mitt besta miðað við aðstæður hverju sinni. Hvernig nemandi ertu?

Kaffi, te, kók, orkudrykkir eða allt saman?

Óþolandi fróðleiksfús og áhugasöm um fjölbreytileika veraldarinnar.

Besta næðið til að læra?

Að lokum hvað finnst þér að stjórnvöld gætu gert til að hvetja fleiri til að læra hjúkrun?

Coke Zero.

Þegar ég slekk á símanum. Hvernig nærir þú andann?

Ég les bækur og púsla.

Líkamsrækt eða letilíf á frídögum?

Letilíf.

Þrjú stærstu afrek í lífinu?

Læra að lesa, vera enn þá með sama manninum eftir 24 ár og að finnast hann enn þá æðislegur. Hefur þú áhyggjur af hlýnun jarðar?

Þær áhyggjur trufla ekki svefninn. Hvað gerir þú til að sporna við gróðurhúsaáhrifum?

Reyni að endurnýta og forðast sóun.

Hækka laun eins og stéttin væri karlastétt og bæta starfsaðstæður. Mér þykir furðulegt að kjarabaráttumál í dag séu ekki svo ósvipuð og þau voru fyrir 100 árum. Alveg að lokum hvað, ef eitthvað, finnst þér vanta í Tímarit hjúkrunarfræðinga?

Kannski lesendagreinar eða stuttar dæmisögur úr starfi til að fá betri hugmyndir um hjúkrunarstarfið.


OTC-IS-00071

Gegn flösu, kláða og flögnun í hársverði

Dermatín 20 mg/g hársápa

Dermatín inniheldur ketókónazól sem er sveppalyf og er notað við flösu og öðrum sveppasýkingum sem valda kláða og flögnun. Sýkt húðsvæði eða hársvörður er þveginn með hársápunni og hún látin liggja á húðinni í 3-5 mín. áður en skolað er. Hársápan notist tvisvar sinnum í viku í 2-4 vikur og síðan eftir þörfum. Dermatín er ætlað unglingum og fullorðnum. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar, varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is

OTC-IS-00071

Markaðsleyfishafi: Teva B.V. Umboðsaðili á Íslandi: Teva Pharma Iceland ehf.

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

35


Viðtal

Inga Valgerður Kristinsdóttir, hjúkrunarfræðingur

Inga Valgerður vill nýta doktorsverkefnið til að gera heimahjúkrun betri Viðtal: Þórunn Sigurðardóttir | Myndir: Úr einkasafni

Inga Valgerður Kristinsdóttir er hjúkrunarfræðingur úr Hafnarfirði sem lengi hefur starfað við heimahjúkrun. Hún er langt komin í doktorsnámi, segir námið opna á ýmis ný tækifæri en að það sé umfangsmeira en hún átti von á því hún sé sífellt að skoða nýja vinkla. Inga Valgerður er praktísk að eðlisfari, hún brennur fyrir heimahjúkrun og hyggst nýta niðurstöður rannsókna sinna í doktorsverkefninu til þess að gera heimahjúkrun á Íslandi betri. Eftir að hafa lokið BS-námi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1992 hóf Inga Valgerður störf á bráðamóttöku og síðar hjartadeild Landspítalans en eftir barnsburðarleyfi skipti hún um starfsvettvang. „Þegar ég var beðin um að taka að mér heimahjúkrun í Hafnarfirði man ég að ég hugsaði með mér að þessi starfsvettvangur væri nú líklega ekki fyrir mig, en það hentaði mér að vera bara í dagvinnu þar sem ég var með tvö lítil börn, ég væri nú ekki að fara að ráða mig fyrir lífstíð en hér er ég enn,“ segir hún og brosir. Ætlaði sér ekki í frekara nám Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og Inga Valgerður er búin að vera viðloðandi heimahjúkrun alla tíð síðan. Hún var verkefnastjóri á Íslandi í evrópskri rannsókn, IBenC (Identifying best practices for care-dependent elderly by Benchmarking Costs and outcomes of Community Care), og notar gögn úr þeirri rannsókn í doktorsverkefnið sitt. „Það er í raun ástæðan fyrir því að ég fer í doktorsnám, það var svo mikið af gögnum og mér fannst ég þurfa að gera eitthvað við þetta fyrir Ísland.“ Inga kláraði meistaranám í heilsugæsluhjúkrun árið 2009 frá Háskóla Íslands og ætlaði sér þá ekki að fara í frekara nám. „Ég hugsaði; aldrei aftur skóli, aldrei. En það greinilega breyttist.“ Árið 2019 byrjaði Inga svo í doktorsnáminu og vinnur með gagnasafn þessarar rannsóknar. „Þetta eru gögn um skjólstæðinga heimahjúkrunar sem stóðust ýmis viðmið um inngöngu í rannsóknina, eins og að vera eldri en 65 ára og myndu ekki útskrifast úr heimahjúkrun næstu sex mánuði ásamt fleiri viðmiðum. Í rannsókninni voru notaðar niðurstöður interRAI-Home Care-mat skjólstæðinganna. InterRai-matið var gert í upphafi rannsóknar, eftir hálft ár og svo eftir ár, þannig að rannsóknartímabilið spannar eitt ár,“ útskýrir hún.

Bakdyramegin inn í heimahjúkrun í Reykjavík Tengdist þetta eitthvað meistaranáminu þínu? „Í meistaraverkefninu gerði ég kerfisbundinn samanburð á álagi aðstandenda aldraðra sem búa heima og það er í raun hluti af því sem ég er að skoða í doktorsverkefninu.“ Heimaþjónusta Reykjavíkur er stofnunin sem tók þátt í evrópsku rannsókninni hér á Íslandi. „Ég segi alltaf að ég hafi komið bakdyramegin inn í heimahjúkrun í Reykjavík, sem var mjög gaman, enda hafði ég alltaf verið í Hafnarfirðinum. Þar unnum við með heimahjúkrun í Garðabæ

36

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023


Viðtal

og Kópavogi við að koma á fót sameiginlegri kvöldþjónustu og helgarþjónustu með Garðabæ. Það var gott og ánægjulegt að sjá að starfsemin í Reykjavík var bara alveg sambærileg því sem við vorum að gera í Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ,“ segir Inga Valgerður. Þá að öðru, hvert er markmið þitt með doktorsnáminu? „Í doktorsnámi við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands þarf að skrifa þrjár vísindagreinar og svo ritgerð sem tekur allt saman og skapar eina heild um verkefnið. Mitt meginmarkmið með doktorsnáminu er að kanna hvort það sé einhvern veginn hægt að efla heimahjúkrun þannig að fólk geti búið lengur heima og í því samhengi hvort við getum einhvers staðar gripið inn í svo fólk þurfi ekki að flytja á hjúkrunarheimili of snemma. Ég er búin að fá fyrstu greinina birta en hún fjallar um að fólk sem býr heima og þiggur þjónustu heimahjúkrunar er með skertari getu, líkamlega og vitræna, árið 2014 samanborið við 2001. Sem þýðir að heimahjúkrun hefur þyngst á þessum árum. Að sama skapi hefur þjónusta sem fólk fær frá formlega kerfinu aukist á þessum tíma, þjóðfélög eru að veita meiri aðstoð í klukkustundum talið. Þetta á við um þau sex lönd sem tóku þátt í rannsókninni, einstaklingar eru að fá meiri þjónustu, nema á Ítalíu. Þar er hefð fyrir því að fjölskyldan hugsi um þann aldraða og fái jafnvel til sín aðila inn á heimili til að hugsa um hann.“

Staðan kortlögð með tölulegum gögnum Hvernig skiptist þjónustan niður á skjólstæðingana, fá allir sama magn af þjónustu? „Það er líka eitthvað sem ég hef verið að skoða og velta fyrir mér, hvort þeir sem þurfa á mestri þjónustu að halda fái meiri þjónustu en hinir sem þurfa á minni þjónustu að halda? Í helmingstilfella hjá okkur fengu þeir sem skoruðu hæst á þessum kvörðum, ADL og CPS (metur vitræna getu), meiri aðstoð en þeir sem skoruðu lægra. Það er svo mikilvægt að kortleggja hvernig staðan er, með tölulegum gögnum, svo við getum gert umbætur og farið af stað í verkefni sem byggja á einhverju haldbæru. Hingað til hefur stundum verið farið af stað í verkefni án þess að skoða það í grunninn fyrst, en það er vegna þess að tölurnar og gögnin eru ekki til. Þess vegna skipta rannsóknir í hjúkrun og heimahjúkrun svo miklu máli.“ Ertu byrjuð að vinna að næstu vísindagrein? „Já, lýsandi gögn úr rannsókninni bentu til þess að 32% aðstandenda á Íslandi upplifðu áhyggjur, kvíða eða reiði, tengt umönnunarhlutverki þeirra á meðan 15% aðstandenda á Ítalíu (sem kom næst á eftir okkur) upplifðu álag. Við hér á landi skoruðum langhæst í þessu. Í annarri greininni reyni ég að skoða hvort það sé eitthvað í fari hins aldraða sem eykur líkur á að aðstandandi upplifi þetta álag. Svo vil ég helst kanna hvað veldur því að aðrar þjóðir finna ekki eins mikið fyrir þessu og við hér á landi. Mig langar til að skoða þessi tengsl og svo mögulega finna hvort þjóðfélagsgerðin hafi eitthvað að segja, eins og hjá Ítalíu, þar sem stórfjölskyldan tekur mikinn þátt í umönnun. Það er spurning hvort við á Norðurlöndunum, sem erum vön þessu skandinavíska módeli, ætlumst til að fá þessa aðstoð, að kerfið sjái um okkar aldraða aðstandanda. Ég held að það sé ekkert ólíklegt.“

Upplifun á álagi umönnunaraðila hefur aukist mikið hérlendis Samkvæmt Ingu Valgerði þá voru birtar sambærilegar niðurstöður úr rannsókninni, AdHOC (The Aged in Home Care project), sem var gerð árið 2001 en þá voru einungis 2,6% umönnunaraðila á Íslandi sem upplifðu álag í umönnunarhlutverki. Hlutfallið hefur því hækkað um 29% á 13 árum. „Það eru miklar breytingar

að eiga sér stað á þessum árum, konur eru farnar að vinna úti meira og mögulega í meira krefjandi störfum, samfélagsmiðlar koma til sögunnar og þrátt fyrir að karlarnir séu farnir að taka meiri þátt í heimilisstörfum þá virðist það ekki vera nóg. Annað sem kom í ljós er að eftir því sem klukkustundir í þjónustu eru fleiri eru meiri líkur á að aðstandandi upplifi álag. Þetta finnst manni vera öfugmæli en það gæti verið að þjónustan sem þau fá sé hreinlega ekki nægjanleg. Fólk fær 3,5 klukkustundir á viku að meðaltali á Íslandi frá opinbera kerfinu en í Belgíu fá einstaklingar 8,5 klukkustundir og 5,1 klukkustund í Finnlandi.

„Annað sem kom í ljós er að eftir því sem klukkustundir í þjónustu eru fleiri eru meiri líkur á að aðstandandi upplifi álag. Þetta finnst manni vera öfugmæli …“ Mögulega fá einstaklingar á Íslandi ekki nægilega mikla þjónustu til að létta á álagi af umönnunaraðilum. Svo kom líka í ljós, hjá öllum þátttökulöndum, að ef hinn aldraði var með þunglyndi eða þunglyndiseinkenni þá voru meiri líkur á að aðstandandi upplifði álag í umönnunarhlutverki,“ útskýrir Inga Valgerður og heldur áfram: „Í þriðju greininni, sem ég er aðeins byrjuð á, mun ég skoða hvað það er í fari skjólstæðingi sem mögulega veldur því að hann flytur á hjúkrunarheimili, eða ekki. Gögn úr rannsókninni sýna að mesta fylgni við það að einstaklingur flytji á hjúkrunarheimili er ef aðstandandi upplifir álag í umönnunarhlutverki sínu, auk þess er fylgni við hærra skor á CPS-kvarðanum, einnig ef einstaklingur er með alzheimersjúkdóminn eða annan heilabilunarsjúkdóm. Það kemur svo sem ekki á óvart þar sem meirihluti þeirra sem búa á hjúkrunarheimilum er með vitræna skerðingu. Þarna erum við þá kannski komin á sporið með það hvað við þurfum að gera, til dæmis að sinna aðstandendum betur. Ég hef oft hugsað í gegnum tíðina hvort við gætum gert heimahjúkrun einhvern veginn öðruvísi, hvort við getum bætt eitthvað. Það kom einnig fram í rannsókninni að við hverja klukkustund aukalega sem einstaklingur fær þjónustu aukast líkur á að hann flytji á hjúkrunarheimili. Sem gæti þýtt að þrátt fyrir að hann fái aukna þjónustu hrakar honum svo mikið að hann þurfi engu að síður að fara á hjúkrunarheimili. Það sem er áhugavert líka er að sjá að það eru spurningar í RAI-matinu sem snúa að viðhorfi einstaklingsins til eigins heilsufars. Eftir því sem hann svarar hærra (mjög gott eða gott) eru 60% minni líkur á að hann flytji á hjúkrunarheimili. Einnig ef hann fer alla jafna út úr húsi og ef hann eða aðstandandi telur hann geti bætt sjálfsbjargargetu sína þá eru minni líkur á að hann flytji á hjúkrunarheimili.“

Engin markviss aðstoð í boði fyrir aðstandendur Hvað segja þessar niðurstöður þér? „Þriðja vísindagreinin mín fjallar annars vegar um meðhöndlun þunglyndis hjá fólki á þessum aldri og það að fyrirbyggja líkamlega hnignun og hins vegar hvað hægt sé að gera til að umönnunaraðilum líði betur.“ Þegar við skoðum þetta allt saman þá erum við komin með einhverja útgangspunkta til að vinna með og sjá hvar tækifærin liggja varðandi hvað við getum gert betur. Ég er mjög praktísk að eðlisfari og vil nýta niðurstöðurnar. Í heimahjúkrun erum við ekki með neina markvissa aðstoð fyrir aðstandendur svo dæmi sé nefnt. Í rannsókninni eru 50% aðstandenda börn þeirra og 30% eru makar og við þurfum að skoða hvernig, eða hvort, svör þessara aðila séu ólík.“ Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

37


Viðtal

Leiðbeinandinn var fyrst Íslendinga til að útskrifast með doktorspróf í hjúkrun

á Landakoti en þegar Covid skall á fluttumst við þaðan. Ég er með góða aðstöðu heima og eins í doktorsnemaherbergi í Eirbergi.“

Fyrir utan að vera í krefjandi doktorsnámi er Inga Valgerður í hlutastarfi hjá Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Ég er í stöðu sérfræðings í hjúkrun en undanfarið hefur starfið þar að mestu verið í tengslum við þróun nýrrar skráningar í heimahjúkrun innan Sögu og appið Smásögu, þar sem hægt er að skrá þá meðferð sem veitt er heima hjá skjólstæðingnum í rauntíma. Einnig hef ég fengið námsstyrki og þess vegna gat ég minnkað við mig vinnu.“

Hvernig heldur Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildin utan um doktorsnemendur? „Það er svokallað doktors-seminar einu sinni í mánuði og þá hittast allir doktorsnemarnir sem eru 17 talsins. Þannig verður til samfélag og við sem erum í doktorsnámi fáum góðan stuðning hver frá annarri, þetta er þó ekki svona í öllum deildum. Við reynum líka að hittast reglulega og vinna saman í Eirbergi. Svo höfum við farið í svokallaðar „skrifbúðir“ á gömlu heimavistina á Laugarvatni og í sumarbústað. Þá stillum við tímann og skrifum sleitulaust í lotum, borðum svo hádegismat og kvöldmat og gerum eitthvað skemmtilegt saman. Þetta gefur okkur mjög mikið og maður hefur komist vel af stað eftir svona daga.“

Var erfitt eða flókið að sækja um styrki og hvaðan koma þeir? „Ég fékk styrki úr Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands og Rannsóknarstofu Háskólans Íslands og Landspítala í öldrunarfræði, RHLÖ. Ég vildi ekki fara í doktorsnám með fullri vinnu. Deildin aðstoðaði mig við að sækja um styrk úr Rannsóknarsjóðnum en annað hef ég sótt um sjálf. Ég er líka með mjög góðan leiðbeinanda, Dr. Kristínu Björnsdóttur prófessor, sem hefur aðstoðað mig mikið. Það þarf að ríkja gagnkvæmt traust og gott samband milli nemanda og leiðbeinanda og það er til staðar hjá okkur Kristínu. Til gamans má geta þess að hún var fyrst Íslendinga til að útskrifast með doktorspróf í hjúkrunarfræði árið 1992,“ segir Inga Valgerðir brosandi.

Samfélag doktorsnema mikilvægur stuðningur Hvernig gengur að samræma námið vinnu og lífi? „Þetta er meiri vinna en ég bjóst við. Ég var komin með gögn þegar ég byrjaði þannig að ég hélt að þetta yrði ekki alveg eins umfangsmikið, annað kom á daginn. Maður er alltaf að skoða nýja vinkla og þarf þá að skoða allt upp á nýtt, það ferli hefur tekið langan tíma, miklu lengri en mig grunaði. Þessi hluti doktornáms er algerlega vanmetinn. Það er lærdómurinn, þetta er ekkert klippt og skorið; þetta þarf að þróast og meltast og skoða frá mörgum hliðum, það þarf að prófa mismunandi aðferðir til að komast að niðurstöðunni. Annars gengur vel að samræma lífið og starfið. Ég var með aðstöðu

38

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

Ný áskorun að fara að kenna við deildina Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? „Það er farið að pressa verulega á mig að koma í kennslu innan deildarinnar og ég er farin að verða jákvæðari gagnvart því en ég var í upphafi, það er ný áskorun fyrir mig. Ég er að kenna í sérnámi í heilsugæsluhjúkrun í Háskólanum á Akureyri, heilsugæslu eldra fólks. Ég vil alls ekki hætta í heimahjúkrun, ég vil vera þar áfram þannig að einhver blönduð staða er það sem ég sé fyrir mér í augnablikinu. Þá var mér boðið að koma inn í alþjóðlega interRAI-hópinn þar sem m.a. þróun á InterRai-matstækjunum fer fram. Doktorsnámið gefur manni ýmis ný tækifæri eins og til dæmis erlent samstarf. Svo langar mig auðvitað til að vinna áfram með niðurstöðurnar úr doktorsverkefninu mínu og að þróa ný úrræði eða ráðast í umbætur á sviði heimahjúkrunar.“ Um leið og við þökkum Ingu Valgerði fyrir gott og fróðlegt spjall óskum við henni góðs gengis með verkefnið sitt og fylgjumst spennt með væntanlegum greinum, niðurstöðum og þróunarverkefnum frá henni í framtíðinni.


TÚFEN TIL MEÐFERÐAR VIÐ DJÚPUM SLÍMHÓSTA INNIHELDUR GUAIFENESÍN

MÁ NOTA FRÁ 6 ÁRA ALDRI

Túfen 13,33 mg/ml, mixtúra, 180 ml. Virkt efni: Guaifenesín. Ábending: Túfen er ætlað til notkunar við einkennum sýkinga í efri hluta öndunarfæra og hjálpar til við að létta á djúpum hósta með því að losa slím sem auðveldar að hósta því upp og opna þannig öndunarveginn.

SAFT

SLÍMLOSANDI

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. TUF.L.A.2023.0001.02

FÆST ÁN LYFSEÐILS Í NÆSTA APÓTEKI | LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN

alvogen.is

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

39


Viðtal

Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, kennslustjóri Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar

Vantar fleiri hjúkrunarfræðinga í doktorsnám Viðtal: Þórunn Sigurðardóttir | Myndir: Úr einkasafni

Í mars síðastliðnum tók Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur við starfi kennslustjóra Hjúkrunarog ljósmóðurfræðideildar Háskóla Íslands. Hún er þó ekki ókunnug starfi deildarinnar því frá árinu 2013 hefur hún sinnt þar kennslu í bráðahjúkrun, fyrst sem lektor og síðar dósent og prófessor. Auk þess gegndi hún starfi forstöðumanns á Rannsóknarstofu Landspítala og HÍ í bráðafræðum á árunum 2018 til 2023. Þórdís lauk doktorsnámi í heilbrigðisvísindum við Háskólann í Gautaborg, Sahlgrenska Akademin, árið 2011 og starfaði sem sérfræðingur á Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsinu á árunum 2011 til 2014. Vildi vinna með sjúklingum „Starfsferillinn hefur skapast af tilviljunum og eftir á get ég sagt að það var ekkert endilega meðvitað hjá mér að feta þennan veg heldur voru þetta þær dyr sem opnuðust í hvert skipti. Þegar mig vantaði áskoranir og aðstæðurnar voru þannig að það hentaði fjölskyldunni þá fór ég í doktorsnám. Þetta var því ekki alveg meðvitað hjá mér að fara í doktorsnám. Ég vildi upprunalega fara í hjúkrun af því að mig langaði að vinna á spítala, vinna með sjúklingum og sjá hvert það leiddi mig. Þegar ég var lítil þá langaði mig til að vera kennari, þannig að þangað er ég komin líka.“ Hvernig kom það til að þú tókst við stöðu kennslustjóra? „Í fyrra var ég á þeim stað að mig langaði að breyta til þannig að ég sagði upp á spítalanum og er nú komin hingað sem kennslustjóri. Það er ekkert sem segir að ég verði hér alltaf, ég þarf alltaf að hafa nýjar áskoranir og verkefni sem ég get tekist á við. Ég hef verið kennslustjóri hjá Hjúkrunar- og ljósmóðurdeildinni síðan 1. mars en ég hef starfað hjá deildinni mun lengur, eða síðan árið 2013. Hér var ég í hálfri stöðu ásamt því að vera í 50% vinnu á Rannsóknarstofu í bráðafræðum. Ég er áfram prófessor í bráðahjúkrun og er svo kennslustjóri deildar á móti en hef líka verið í kennslumálum nánast frá því ég byrjaði. Þegar ég hóf störf við deildina fór ég strax í nám í kennslufræði fyrir háskólakennara og fór ég þá í kjölfarið inn í kennslumálanefnd Heilbrigðisvísindasviðs og í námsnefnd Hjúkrunarfræðideildar. Núna er ég formaður kennslumálanefndar sviðsins og fulltrúi í kennslumálanefnd háskólaráðs og finnst þau málefni mjög áhugaverð.“

Rödd hjúkrunarfræðinnar þarf að heyrast „Í kennslumálanefndunum eru málefni fleiri aðila en bara okkar deildar, við hugum að háskólamenntun og hlustum bæði á raddir kennara og nemenda og reynum að gera það besta úr því. Mér finnst ekki síður mikilvægt að vera rödd hjúkrunarfræðinnar í víðara samhengi og vil tala fyrir þeim málefnum sem eru sérstök á heilbrigðisvísindasviði miðað við Háskólann. Okkar kennsluhættir eru mögulega öðruvísi en á öðrum sviðum skólans. Við erum ekki einu sinni með venjuleg misseri, við byrjum fyrr að kenna og erum með blöndu af klíník og hefðbundinni skólastofukennslu. Við

40

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

erum með færnistofu og byggjum námsmat upp á verkefnum og prófum, erum með marga nemendur og stórt svið og okkar raddir þurfa að heyrast. Vegna staðsetningar höfum við líka verið svolítið utan við Háskólann, við erum ekki saman í húsi og erum dreifð um höfuðborgarsvæðið, allt frá Grafarholti og vestur á Haga. Það þurfum við að fá Háskólann í heild til að hugsa um.“

Kennsla til framtíðar í hjúkrunarfræði Í hverju er starf þitt fólgið? „Ég er kennslustjóri allrar deildarinnar og allra námsstiga. Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild er með grunnnám, framhaldsnám, diplómanám, meistaranám og doktorsnám. Mitt mikilvægasta hlutverk næstu árin verður að skoða og endurskoða námsskrárnar. Við erum mikið að velta því fyrir okkur hvernig á að kenna hjúkrunarfræði til framtíðar og erum ekki ein í þeim pælingum, það er verið að huga að því um allan heiminn. Við á Íslandi erum með fjögurra ára BS-nám og starfsleyfi í kjölfarið, á meðan margar aðrar faggreinar eru með þriggja ára nám og tvö ár í meistaranámi sem er í samræmi við námsviðmið í Evrópu. Stundum er fyrirkomulagið þannig að starfsleyfi er veitt eftir meistaranám. Það eru til ýmis módel í háskólum sem við þurfum að skoða og spá í. Við erum kannski svolítið að tapa á því sem hjúkrunarfræðingar að vera ekki komin fyrr með BS-gráðuna. Þetta skiptir máli kjaralega, faglega og virðingarlega.“

Áskoranir í fjársveltu umhverfi „Svo eru það kennsluhættir daglega og hvernig við tökumst á við stækkandi nemendahóp. Það á að vera pláss fyrir 140 nemendur, það miðast við klínísku plássin, en það er samt sem áður púsl að koma þeim fyrir, þetta er áskorun. Eitt af því sem mér finnst erfiðast er að við erum ekki einu sinni með skólastofur sem taka svona marga nemendur. Við erum staðnámsskóli og kennum í staðnámi en erum ekki með kennsluhúsnæði sem getur tekið á móti nemendum, a.m.k ekki hér í Eirbergi. Það er verið að beita ýmsum tæknilausnum, með því að streyma eða taka upp fyrirlestra fyrir þá sem ekki eru í tímum en við þurfum jafnvel að ganga enn lengra í þeim lausnum. Eins og staðan er núna þá erum við samt ekkert endilega með fjárveitingu fyrir því, þar má t.d. nefna að fara að kenna í minni hópum, tvíkenna eða eitthvað


Viðtal

„Eitt af því sem mér finnst erfiðast er að við erum ekki einu sinni með skólastofur sem taka svona marga nemendur. Við erum staðnámsskóli og kennum í staðnámi en erum ekki með kennsluhúsnæði sem getur tekið á móti nemendum …“

Þórdís Katrín ásamt eiginmanni sínum Ásgeiri Thoroddsen á toppi Kilimanjaro í febrúar 2023.

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

41


Viðtal

slíkt. Við erum hvorki með kennarafjölda, aðstöðu né fjárveitingu til þess að gera það. Þetta eru áskoranir sem þyrfti að ræða frekar.“

Krafa um að útskrifa fleiri hjúkrunarfræðinga „Við eigum að fjölga nemendum í hjúkrunarfræði og útskrifa fleiri hjúkrunarfræðinga en á móti þá erum við ekki með þessa grunnþætti sem þarf til að sinna þeim og kenna þessi fög. Það eru 31 akademískur starfsmaður við deildina á meðan það eru hátt í 500 nemendur í grunnnámi sem er allt of hátt hlutfall nemenda á kennara og það er ekki fyrirsjáanleg fjölgun kennara. Það er rétt svo að við fáum inn nýja kennara í stað þeirra sem hætta. Okkar helstu frumkvöðlar í hjúkrunarfræðinni eru að hætta þessi árin og við erum því að sjá að baki þeim sem drógu vagninn hér í upphafi og það vantar fagfólk til að taka við.“

„Við er með samning við háskólann í Minnesota um ókeypis doktorsnám sem er spennandi valkostur …“ Þórdís segir að verið sé að leita leiða til að gera doktorsnám í hjúkrunarfræði aðlaðandi í því skyni að fá fleiri í námið. „Það er meðal annars gert með styrkjum og við myndum vilja að það væru fleiri sérstakir styrkir til doktorsnáms í hjúkrunarfræði. Við erum með samning við háskólann í Minnesota um ókeypis doktorsnám sem er spennandi valkostur og það er líka kostur fyrir okkur sem deild að fá fagfólk sem er menntað annars staðar en hér á landi. Það eru 11 doktorsnemar í námi við deildina núna en við sjáum að það fólk er komið á þann stað í sinni starfsþróun að það er mjög upptekið og eftirsótt í starfi sem getur hægt á námi þessara doktorsnema,“ segir Þórdís og þá spyrjum við hana hvort þessir nemar séu þá ekki að skila sér í störf við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildina? „Ekki nógu ört. Við myndum vilja sjá fleiri sem geta alfarið helgað sig framhaldsnáminu og ná að klára það á styttri tíma, er þá jafnvel yngra og á lengri starfsferil með þá menntun í farteskinu. Það er svoleiðis nýliðun sem við þurfum, við viljum fá yngri kennara inn í fasta kennarahópinn. Þegar við höfum verið að ráða inn nýja kennara þá eru þeir flestir á mínum aldri ef ekki eldri. Við fjölgum ekki hjúkrunarfræðingum nema við fjölgum fyrst hjúkrunarfræðingum með framhaldsnám að baki, þá ekki síður með meistaranám og fá inn fleiri klíníska sérfræðinga í hjúkrun sem eru hér mikilvægir kennarar. Þeir eru svo mikilvægir í grunnkennslu hjúkrunar, í formi fyrirlestra og í færnistofu, að ég tali nú ekki um klínísku kennsluna. Þeir verða að vera til staðar úti á stofnunum, það þarf aldeilis að fjölga þar. Við sjáum ekki heldur nógu hraða aukningu á fjölda sérfræðinga í hjúkrun.“

Kallar eftir betri stuðningi við hjúkrunarfræðinga í framhaldsnámi Veistu hvað veldur því að það er ekki aukning sérfræðinga í hjúkrun? „Ég myndi vilja sjá miklu betri stuðning við hjúkrunarfræðinga í framhaldsnámi. Því miður sjáum við að fólk fær ekki endilega námsleyfi og ekki heldur hvatningu eða stuðning frá sínum vinnustöðum. Sjálf hef ég verið með nemendur til dæmis af stofnunum utan af landi sem fá ekki leyfi til að fara í námið og það veldur mikilli togstreitu af því við erum staðnámsskóli og við viljum hitta nemendur en þau fá ekki frí til að mæta í tíma. Auk þess fá þau jafnvel ekki stuðning í formi ferðakostnaðar eða styrki fyrir húsnæði. Þarna má vettvangurinn alveg taka smá ábyrgð á sig. Þetta er lykilatriði og á alveg eins við háskólasjúkrahúsið, þar mætti vera meiri hvatning, samvinna og tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga að fara í framhaldsnám og sinna því.“

42

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

Klíníska starfið gengur fyrir Samkvæmt Þórdísi Katrínu er ekki nóg að fólk fái vilyrði frá sínum vinnustað til að hefja framhaldsnám heldur þarf að fylgja því eftir. „Þegar vantar í klíníkina þá gengur hún alltaf fyrir og þá situr námið á hakanum. Þarna held ég að þurfi viðhorfsbreytingu því þetta er vondur spírall sem hjúkrunin er komin inn í; það vantar hjúkrunarfræðinga en svo fáum við ekki reyndu hjúkrunarfræðingana til þess að verða kennarar því þeir komast aldrei í að klára það sem þarf til þess. Þarna finnst mér þurfa aðeins að lyfta sér yfir þetta daglega basl, flæði sjúklinga og rekstur og bara ákveða að styðja hjúkrunarfræðinga til framhaldsnáms. Það er ekki bara hver sem er sem kennir verðandi hjúkrunarfræðingum.“ Er eitthvað sérstakt sem þarf að huga að varðandi kennslu hjúkrunarfræðinema; eru þarfir í þessari deild frábrugðnar þörfum í öðrum deildum? „Við erum með ótrúlega skemmtilegt og krefjandi nám. Mér finnst alltaf svo gaman að hitta nýnema en mér finnst ég alltaf þurfa að leiðrétta þann misskilning að námið sé létt af því að það vanti hjúkrunarfræðinga. Námið er krefjandi og til þess að verða góður hjúkrunarfræðingur sem sinnir þörfunum fyrir hjúkrun þá þarf alla þessa menntun og reyna allt þetta sem við erum að bjóða upp á. Við erum með flókið nám; við þurfum að hafa bóklegu og fræðilegu þekkinguna og þurfum að þekkja þessar grunnundirstöður um líkama mannsins, mannlega hegðun, félagslegt samhengi og siðfræðilega þekkingu. Svo þarf að taka mark á rannsóknum, blanda þessu saman og framkvæma til að vera fær og góður hjúkrunarfræðingur. Ég held í raun að maður átti sig ekki endilega á því hvað maður er að læra í heildina fyrr en svona tveimur árum eftir útskrift. Starfsþróunarkenningar okkar segja það. Maður nær þessari heildrænu sýn seinna, þegar maður tvinnar saman bóklegu og fræðilegu þekkinguna og svo það sem maður lærir í færnistofum og í klíník.“

„Ég myndi vilja sjá miklu betri stuðning við hjúkrunarfræðinga í framhaldsnámi. Því miður sjáum við að fólk fær ekki endilega námsleyfi og ekki heldur hvatningu eða stuðning frá sínum vinnustöðum.“ Þurfum að sinna þörfum alls samfélagsins Er verið að huga að breytingu á náminu sjálfu? „Við erum með alþjóðlega viðurkennt nám og förum eftir Evrópustaðli varðandi námið og hversu margar klínískar stundir eru í því. Við erum byrjuð í fyrstu þarfagreiningu en við ætlum að gefa okkur tíma í að skoða hvort og hvernig breytingar á námsfyrirkomulagi ættu að vera og það er gert í samvinnu. Það þarf að tala um þetta við ráðuneytið og félagið og aðra háskóla og líka bera okkur saman við það sem er verið að gera erlendis og finna hagkvæma lausn. Í Svíþjóð t.d. er þriggja ára nám en þar er öðruvísi námsfyrirkomulag. Þegar ég bjó þar var námið þannig að nemendur fóru ekki í allar sérgreinar heldur völdu á milli mismunandi greina. Á Íslandi höfum við kosið að gera þetta ekki svona. Við þurfum að sinna þörfum alls samfélagsins og vera viðbúin að vinna hvar sem er. Það eru ákveðið margar klínískar stundir í náminu og eins og er þá er þetta í reglugerðum sem við verðum að fara eftir. En við beitum okkur fyrir því að þetta sé endurskoðað á einum vettvangi fyrir alla. Ég er


Þórdís Katrín ásamt kollegum á ráðstefnu ESNO í júní 2023.

svolítið dugleg að fylgjast með starfi og sækja fundi hjá European Specialist Nursing Organization, eða ESNO. Þetta eru samtök sem eru að reyna að hasla sér völl hjá Evrópuþinginu og hafa áhrif á þingmenn þar og kynna fyrir þeim hvað hjúkrunarfræðingar gera alveg frá grunni sem að mínu mati er mikilvægt.“

Vannýttur mannauður Heldurðu að það væri hægt að nýta krafta hjúkrunarfræðingana betur að einhverju leyti? „Við erum mjög vannýttur mannauður. Við erum með mikla klíníska reynslu sem er alls ekki nægjanlega metin til launa eða virðingar. Hún er ekki metin formlega með því að geta kallað sig sérhæfðan hjúkrunarfræðing, óháð því hvort maður hafi farið í diplómunám eða ekki, þannig að slíkir hjúkrunarfræðingar fái aukið starfssvið eða tækifæri á að taka að sér aukin verkefni. Vissulega fyrirfinnast sjálfstæðar móttökur hjúkrunarfræðinga á Íslandi, til dæmis hjá sérfræðingum í hjúkrun, en þetta mætti vera í mun fleiri sérgreinum og hæfnistigum. Það mætti líka betur nýta krafta hjúkrunarfræðinga með því að skilgreina hæfni þeirra og hagnýta þá hæfni sem hjúkrunarfræðingar hafa aflað sér og færnina sem þeir hafa. Þetta þekkist víða erlendis þar sem hjúkrunarfræðingar geta þjálfað sig í einhverju ákveðnu, sýnt fram á færni í því og geta þannig tekið að sér og afgreitt viðkomandi verkefni. Mikilvægt væri að slíkt væri líka metið til launa. Með sama hætti ætti að vera betur skilgreint hverjir eru nýir í starfi, hverjir eru reynsluboltarnir sem geta þjálfað og tekið út verk hjá þeim reynsluminni svo þeir komist á flug í sinni starfsþróun.“

Starfsánægja tengist því að hafa markmið og fá ábyrgð til að vinna sjálfstætt Gætu hjúkrunarfræðingar á einhvern hátt létt á álaginu í heilbrigðiskerfinu? „Já, ekki spurning. Ég held að það væru fleiri í starfi sem hjúkrunarfræðingar ef þeir hefðu fengið tækifæri til þess að vinna með sína hæfni og á sínu hæfnistigi. Einnig ef þeir sæju fram á að störf þeirra væru að þróast í átt að því að vinna meira sjálfstætt. Það eru rannsóknir sem sýna að starfsánægja, minni streita og minni kulnunareinkenni í starfi eru tengd því að hafa bæði markmið, þannig að maður sjái hvert maður er að þróast í starfi, og að fá ábyrgð til þess að vinna sjálfstætt. Þegar verið er að slá á puttana á fólki og setja niður störf fólks þá koðnar það niður sem fagmenn og finna sér jafnvel annan starfsvettvang. Þá kem ég aftur að því að þegar fólk hefur áhuga á að fara í framhaldsnám og er með hugmyndir um hvað það langar að gera en fær svo ekki frí í vinnunni eða fær ekki styrki, hvatningu eða stuðning frá sínum yfirmönnum og samstarfsmönnum, þá fljótlega missir fólk dampinn. Það má gera svo miklu betur í þessum málum.“

Skortur á hjúkrunarfræðingum í forystusveitir Að mati Þórdísar Katrínar eiga hjúkrunarfræðingar að vera sjálfsagðir þátttakendur í stýrihópum, stjórnum o.fl. sem lúta að þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Því miður hefur maður oft séð að það vantar alveg hjúkrunarfræðinga í stýrihópa, stjórnir og nefndir á vegum ráðuneytisins eða stofnana og í umræður um vísindi, þróun þjónustu og stjórnun. Þegar maður fer að taka eftir þessu þá verður maður leiður að sjá hvað það vantar sárlega hjúkrunarfræðinga í þessar forystusveitir. Ástæðan er ekki sú að hjúkrunarfræðingar hafi ekki áhuga, getu eða hæfni heldur kannski að þeir séu uppteknir við að halda skútunni á floti, það fer svo mikill tími og orka í það en einnig að okkur er ekki boðið að koma að borðinu. Svo eru til fjöldamargar skýrslur um það hvað vantar af hjúkrunarfræðingum og hvernig eigi að bregðast við en það þarf líka að framkvæma. Ein rödd segir að það þurfi að fjölga hjúkrunarfræðingum og leggja áherslu á það meðan önnur rödd segir að það þurfi að skera niður eða að það sé ekki hægt að leggja til aukafé sem vantar til þess að fjölga. Hjúkrunarfræðingar geta og eiga að hafa mikilvægt hlutverk við að framkvæma lausnirnar,“ segir Þórdís Katrín ákveðin.

Samstarf og nýsköpun Hvernig er framtíðarsýn þín varðandi menntun og störf hjúkrunarfræðinga? „Ég held að við leysum ekki þá áskorun að útskrifa fleiri hjúkrunarfræðinga nema með því að búa fyrst til fleiri framhaldsmenntaða hjúkrunarfræðinga. Þá myndi ég líka vilja sjá enn betra og formlegra samstarf milli vettvangsins sem hjúkrunarfræðingar vinna á og háskólans. Í fyrsta lagi að taka meira tillit til þess þegar fólk fer í framhaldsnám en þar þarf að koma til stuðningur og styrkir frá þeim stofnunum sem einstaklingarnir starfa á og frá öðrum opinberum aðilum til að þau geti sótt námið. Í öðru lagi að nemendur í framhaldsnámi vinni að hagnýtum verkefnum, rannsóknum og nýsköpun sem er tengt við þeirra klíník. Þannig er námið alltaf að skila þróun. Það sem doktorsnámið gefur fólki er ákveðin víðsýni og góður grunnur. Í þessu samspili klíníska vettvangsins og háskólans verður eitthvað til og við sköpum nýjar lausnir til að þróa heilbrigðisþjónustu,“ útskýrir hún að endingu og vonandi verður þetta spjall til þess að fleiri hjúkrunarfræðingar íhugi að skella sér í doktorsnám.

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

43


Viðtal

Sigríður Ólafsdóttir var í fyrsta hópnum sem nam hjúkrunarfræði við HÍ

„Við höfðum ótrúlega mikil áhrif til breytinga“ Viðtal: Sölvi Sveinsson | Myndir: Sigríður Elín Ásmundsdóttir og úr einkasafni

Sigríður Ólafsdóttir var í fyrsta hópnum sem hóf nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Í tilefni af 50 ára afmælis námsbrautarinnar rifjaði hún upp námsárin og starfsferilinn. Það gekk mikið á í upphafi og þessi fyrsti hópur þurfti að ryðja braut sína bæði í skólanum en einnig á vinnumarkaði. Viðtalið fór fram á Landakoti þar sem Sigríður hefur varið stærstum hluta starfsævi sinnar þar. Í dag starfar hún sem hjúkrunarfræðingur á líknardeild aldraðra á Landakoti. Það var fyrir rælni sem Sigríður fór í hjúkrunarfræði í Háskólanum. „Ég ætlaði ekki í hjúkrun, ég ætlaði að verða meinafræðingur en var of sein að sækja um. Mig langaði að halda áfram námi þannig að ég og Úlfhildur Grímsdóttir vinkona mín innrituðum okkur í Hjúkrunarskólann. Daginn áður en skólinn átti að byrja hringdi Þorbjörg Jónsdóttir skólastjóri í okkur og sagði okkur frá því að það væri að byrja Hjúkrunarfræðideild uppi í Háskóla og hvort það væri ekki rakið fyrir okkur að fara frekar þangað. Hugsaðu þér, hún fær þarna vel undirbúna stúdenta í skólann sinn en segir okkur að fara frekar í Háskólann. Hún var ein af þessu fólki með framtíðarsýn, svoldið öðruvísi en margir aðrir. Við hugsuðum eiginlega ekki neitt enda var ekki tími til að hugsa þetta. Við ákváðum að slá til og vorum mættar fljótlega upp í Háskóla blautar á bakvið eyrun.“

Stór áskorun fyrir brautryðjendur „Þetta var ævintýri, námsárin voru rosalega skemmtileg,“ segir Sigríður þegar hún lýsir því hvernig var að vera í fyrsta hópnum. „Þetta var ekki stór hópur og við urðum fljótt nánar. Það hjálpuðust allir að og við fylgdumst vel með hvernig gekk hver hjá annarri. Svo vissi enginn hvert þetta nám myndi leiða okkur eða hvað við vorum að fara gera eftir námið. Það var einhver spenna allan námstímann sem hélt manni við efnið. Það hefur ræst úr þessum hópi og samanstendur hann af stjórnendum, doktorum, ráðuneytisfólki og auðvitað hjúkrunarfræðingum í klínik á öllum sviðum hjúkrunar. Við vorum 14 sem lukum námi og erum enn góðar vinkonur. Því miður lést bekkjarsystir okkar Guðrún Marteinsdóttir fyrir aldur fram. Það var ákaflega sorglegt enda frábær manneskja sem var við það að ljúka við doktorsnám sitt í hjúkrunarfræði þegar hún lést. Nafnbótina fékk hún eftir andlátið.“ „Við vorum algjörir brautryðjendur og það var rosalega stór áskorun fyrir mann persónulega að sjá hvað maður gæti, það var svoldið óljóst. Þetta var óskrifað blað þannig að námi loknu var maður tilbúin að takast á við allt mögulegt bara til að sjá hvort maður gæti þetta ekki örugglega. Ég held að barningurinn hafi styrkt okkur mjög mikið sem hóp. Þegar maður er að berjast í mörg ár fyrir einhverju þá mótar það mann. Við vildum hafa áhrif á námsbrautina og að hún yrði sem best sem gekk nú misvel. Stundum var ofboðslega mikið af einhverju eins og til dæmis í

44

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

lífrænni efnafræði, sem er skemmtilegt fag. Þá var búið að setja upp kennslu í verklegum tilraunum sem var minnir mig á laugardögum eftir hádegi. Þannig eyddum við öllum laugardögunum í þetta. Okkur fannst að það þyrfti að fækka þessum tilraunum. Ég og Úlfhildur Grímsdóttir töluðum við Davíð Davíðsson prófessor til að óska eftir að þessum tilraunum yrði fækkað. Hann var mjög skemmtilegur maður og fannst greinilega gaman að við kæmum og hefðum skoðun á þessu. Hann ætlaði samt greinilega ekki að leyfa okkur að hafa neitt um þetta að segja. Hann fór að tala um hvað lífræn efnafræði væri nauðsynleg og við þorðum ekki að mótmæla því. Það endaði þannig að við löbbuðum út með fjórar tilraunir til viðbótar. Stelpurnar voru ekki sáttar með okkur,“ segir Sigríður og hlær.

„Stuttu seinna var búið að dekka upp Súlnasalinn og við fengum pönnukökur með rjóma og kaffi. Þetta var alveg lýsandi fyrir það hvernig umhverfið vann oft með okkur.“ Krefjandi að koma út á vinnumarkaðinn „Það gekk á ýmsu á námsárunum en flæðið var á einhvern hátt alltaf með okkur.“ Sigríður segir frá skemmtilegri minningu eftir krefjandi próf. „Prófið kláraðist seinni part dags og við ákváðum að fá okkur kokteila eftir það á Mímisbar. Þar var einnig eldri maður sem var greinilega fastakúnni sem kom í ljós að var kaupfélagsstjóri utan að landi. Við fengum okkur kokteilinn Grasshopper á barnum og ræddum saman um hversu ósanngjarnt prófið hefði verið. Við vorum metnaðarfullar og vildum gera okkar allra besta í skólanum og vorum í uppnámi eftir prófið. Þegar við vorum búnar að sitja í dágóða stund sáum við að það voru komin 14 glös af Grasshopper á barinn. Þá kom í ljós að kaupfélagsstjórinn stóð á bak við þetta. „Stelpur mínar, ég sé hvað þið eruð leiðar að ég ætla að bjóða ykkur upp á sjúss,“ sagði hann. Þetta hélt áfram og það kom önnur röð af drykkjum á barinn fljótlega. Svo segir ein í hópnum að hún sé orðin svöng. Kaupfélagsstjórinn var ekki lengi að bregðast við því og bað um pönnukökur á línuna. Stuttu seinna var búið að


Viðtal

Sigríður á Landakoti þar sem hún starfar.

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

45


Viðtal

dekka upp Súlnasalinn og við fengum pönnukökur með rjóma og kaffi. Þetta var alveg lýsandi fyrir það hvernig umhverfið vann oft með okkur.“

„… þetta var ógn við þeirra tilveru. Allt í einu átti að breyta öllu og þau voru ekkert höfð með í ráðum.“ Sigríður segir að það að fara í gegnum svona nám sé reynsla sem hún búi að alla ævi. „Eftir útskrift vorum við tilbúnar til að láta til okkar taka. En það var krefjandi að koma út á vinnumarkaðinn sem var ekki tilbúinn til að taka á móti háskólamenntuðum hjúkrunarfræðingum. Við vorum farnar að heyra blammeringar úti í samfélaginu og hjá sumum eldri hjúkrunarfræðingum um að við gætum ekki neitt, kynnum ekki neitt og vissum ekki neitt.

Eftir á hugsar maður kannski skiljanlega því þetta var ógn við þeirra tilveru. Allt í einu átti að breyta öllu og þau voru ekkert höfð með í ráðum. Við tókum þá afstöðu að við ætluðum ekki að láta þetta trufla okkur því við vorum að verða hjúkrunarfræðingar og vorum spenntar að fara vinna og láta á okkur reyna.“

Ekkert stéttarfélag vildi taka við kjaramálum hópsins Að námi loknu tók við kjarabarátta en ekkert stéttarfélag var tilbúið að taka við kjaramálum hópsins. Úr varð að þessar ungu konur hófu kjarabaráttu í heimi þar sem karlar réðu ríkjum. „Við ætluðum að fá að ganga í Hjúkrunarfélagið en svo treysti félagið sér ekki til að taka okkur inn sem einhvern sérstakan hóp,“ segir Sigríður. Hún lýsir því hvernig við tók barátta sem endaði að lokum fyrir kjaradómi „Bandalag Háskólamanna (BHM) vildi ekki taka inn svona lítið félag en að lokum var stofnað lítið félag innan BHM sem hét Útgarður sem var samansafn af nokkrum fámennum háskólastéttum. Okkar fyrstu samningar enduðu fyrir kjaradómi. Þetta var mjög kjánaleg uppstilling. Við voru rétt 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

rúmlega tvítugar stelpur í kjaranefnd sem þurftum að mæta fyrir kjaradóm sem var skipaður fimm stútungs körlum. Við vorum eins og litlir grísir. Þessir menn ákváðu að launin okkar ættu að vera lægri en laun hjúkrunarfræðinga úr Hjúkrunarskólanum fyrstu níu mánuðina í starfi. Þessi ákvörðun var byggð á einhvers konar hugmyndum sem voru í samfélaginu um að við hefðum ekki nægilega kunnáttu og starfsreynslu. Það fór því þannig að laun háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga voru lægri en þeirra sem komu úr Hjúkrunarskólanum. Þannig við áttum í vök að verkjast. Þetta var mjög brött brekka að þurfa að klífa.“ Hjúkrunarfræðingar í hópnum fundu þó strax fyrir því að vera eftirsóknarverðir starfskraftar. Ein af ástæðunum fyrir því að áhersla var á að færa hjúkrunarfræði í háskólanám var að það vantaði hjúkrunarkennara. „Það voru margir æstir í að njóta starfskrafta okkar, við fengum strax tilboð um að sinna kennslu,

til dæmis við kennslu framhaldsnáms í Nýja Hjúkrunarskólanum og við að kenna ljósmæðrum hjúkrunarfræði. Það er áhugavert að hugsa til þess að við vorum oft að kenna fólki sem var á hærri launum en við,“ segir Sigríður.

Brautryðjendur í hjúkrunarskráningu og sjúklingafræðslu Viðtalið fór fram á Landakoti þar sem Sigríður hefur, eins og fyrr segir, varið stórum hluta starfsævi sinnar. Ferillinn hófst þó á Landspítala þar sem Sigríður réð sig á nýopnaða gjörgæsludeild þar sem hún starfaði í þrjú ár. „Deildarstjórinn þar, Laufey Aðalsteinsdóttir, tók okkur ofsalega vel. Hún er karakter sem er með þægilegt fas, alltaf róleg. Maður hafði góðan stuðning af henni. Við vorum þrjár bekkjarsysturnar sem réðum okkur þangað. Fljótlega fórum við að sjá hluti sem mættu betur fara og var því vel tekið.“ Næst tók Sigríður að sér deildarstjórn á skurðlækningadeild á Landspítala og þar var hún í þrjú ár. „Ég veit ekki hvað kom yfir


mig en ég ákvað að sækja um þessa stöðu og fékk hana. Þetta var mjög skemmtilegur tími. Hjúkrunarforstjóri á þeim tíma var Vigdís Magnúsdóttir en hún hafði alltaf verið okkur háskólanemum hliðholl. Hún þekkti háskólamenntun frá Bandaríkjunum þó að hún væri ekki með slíka menntun sjálf gerði hún sér grein fyrir því að það væri nauðsynlegt að koma háskólamenntun á hérlendis. Hún tók mér vel og ég held að hún hafi líka verið spennt að sjá hvað þessi stelpa gæti gert. Vigdís var til í breytingar og tók öllum hugmyndum fagnandi. Á deildinni var starfandi elsti yfirlæknirinn, Páll Gíslason, og ég varð yngsti deildarstjórinn. Við unnum mjög vel saman. Á deildinni náðist upp góð stemning í þéttum hópi af ungum og hressum hjúkrunarfræðingum og það voru allir tilbúnir að leggja á sig.“

„Þessir menn ákváðu að launin okkar ættu að vera lægri en laun hjúkrunarfræðinga úr hjúkrunarskólanum fyrstu níu mánuðina í starfi.“ Við tók lærdómsríkur tími þar sem Sigríður nýtti þekkingu sína úr háskólanum. „Það var enn þá gamaldags rapport þegar ég byrjaði á deildinni. Það var bara skráð hvað var að gerast þennan dag og ekki settar fram greiningar eins og ég lærði í háskólanum. Við Vigdís hjúkrunarforstjóri höfðum verið að ræða skráningarmálin og vorum sammála um að þessu þyrfi að breyta. Einn daginn kemur hún til mín og segist eiga forláta möppur fyrir skráningu hjúkrunar og hún stingur upp á því að byrja að nota möppurnar. Ég segi við hana að við myndum skella þessu í gang og þá byrjuðum við að skrá hjúkrun samkvæmt hjúkrunarferlinu. Þetta voru mjög flottar möppur sem þú opnaðir og sást hjúkrunaráætlunina. Þetta var að vísu á ensku. Hún hafði ekki komist í að koma þessum möppum inn á deildir. Þarna var ég tilbúin í verkefnið með henni og þar með fór það af stað. Við vorum eina deildin í svolítinn tíma sem var með þessar möppur. Ég held við höfum verið með þessa skráningu í þrjá daga þegar Vigdís fór á hjúkrunarstjórnendafund úti á landi og tilkynnti að við værum byrjuð með skráningu samkvæmt hjúkrunarferli. Ég held að henni hafi fundist hún vera með pálmann í höndunum. Ég vil meina að við höfum verið miklir brautryðjendur að koma hjúkrunarskráningu í þetta kerfi. Smám saman fóru fleiri að vilja taka þátt. Nemendum sem komu á deildina þótti þetta líka spennandi. Innleiðingin var nokkra ára ferli en þegar maður er ungur og óreyndur þá finnst manni ekkert mál að gera hlutina.“ Annað sem Sigríður kom auga á að væri ekki í nógu góðum farvegi var sjúklingafræðsla sem þekktist varla áður: „Við gerðum rannsókn í náminu hverjir væru að gefa sjúklingum upplýsingar fyrir aðgerð og í ljós kom að sjúklingar fengu almennt lítið af upplýsingum og að þeir upplifðu að þá vantaði upplýsingar. Það var ekki lenskan að uppfræða fólk og því síður aðstandendur. Læknum fannst þeir ekkert þurfa að vera útskýra voða mikið. Einn þátttakandi lýsti því að hafa fengið upplýsingar frá skúringakonunni fyrir aðgerð. Þessu vildi ég breyta og fórum við þarna að gefa sjúklingum skriflegar upplýsingar um aðgerðir, rannsóknir og inngrip. Ég var úr Versló og flink að vélrita svo ég var fljót að setja svona fræðsluefni á blað. Ekkert af þessu var til þá en í dag er heil deild á Landspítala sem sér um sjúklingafræðslu.“

Var kölluð járnfrúin Sigríður var skeleggur stjórnandi og hafði traust og stuðning sinna stjórnenda til að innleiða breytingar. Það blés þó líka á móti eins og alltaf. Sumum fannst Sigríður hafa of mikil áhrif á starfsemi deildarinnar. „Það var læknir á annarri deild sem spáði mikið í það hver þessi frekja væri þarna á skurðlækningadeildinni og hann fór að kalla mig járnfrúnna sem mér fannst nú bara ágætt enda ekki leiðum að líkjast. Það var þetta að hjúkrunarfræðingar hefðu skoðun á hlutunum, það var eitthvað sem aðrar fagstéttir voru ekki vanar. Viðmót sem hjúkrunarfræðingar sýndu vanalega ekki. Ég var ekki tilbúin til þess að taka blint upp fyrirmæli – þau yrðu að vera í samhengi við ástand sjúklings. Líka að það mætti tala um þetta án þess að einhver færi á límíngunum. Nú þykir eðlilegt að taka samtalið ef einhverjum finnst eitthvað geta farið betur. Þetta jafnræði hefur held ég þróast svoldið út frá háskólamenntuðum hjúkrunarfræðingum.“

Eignaðist fimm börn og tók sér pásu frá hjúkrun Þegar Sigríður lét af störfum á skurðlækningadeildinni fór hún að starfa á Landakoti, sem hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeildinni, við klíníska kennslu hjúkrunarnema og sem hjúkrunarframkvæmdastjóri en eftir það tók hún nokkurra ára hlé frá hjúkrun. „Eftir að hafa eignast fimm börn fann ég að ég þurfti aðeins hvíld frá starfinu svo ég lét gamlan draum rætast um að verða búðarkona niðri í bæ. Þar var ég í 15 ár eða til ársins 2008 þegar ég snéri aftur á Landakot. Mörgum fannst skrítin ákvörðun hjá mér að fara að vinna á Landakoti í öldrunarmálunum en ég var tengd staðnum og langaði til að vinna þar. Það hefur oft verið áskorun og erfitt en okkur hefur tekist að bæta verkferla og þróa þjónustuna sem við veitum hér. Þetta var bara enn ein áskorun til að takast á við og ég sé ekki eftir því að hafa komið hingað.“

Til bóta fyrir samfélagið að færa námið á háskólastig Nýjasta verkefni Sigríðar er að vinna á nýstofnaðri líknardeild fyrir aldraða á Landakoti. Sigríður stóðst ekki mátið að taka þátt í stofnun deildarinnar þegar hún frétti af henni. Deildin hefur verið rekin nú í tvö ár og gengur orðið nokkuð vel. Í haust verður Sigríður sjötug en hún hefur ekki hug á að hætta að starfa sem hjúkrunarfræðingur. „Ég hef ekki enn þá fundið þessa tilfinningu eða hugsun að ég vilji hætta að vinna, ég bíð eftir henni,“ segir hún brosandi. Sigríður hefur mikla ánægju af því að hjúkra og ætlar að vinna áfram á meðan hún hefur líkamlega getu og gaman af starfinu. Þegar hún var spurð hverju það hafi breytt að hjúkrunarfræði færðist á háskólastig svaraði hún: „Ég held að það hafi verið til bóta fyrir samfélagið. Ef við horfum til nágrannalandanna þá vorum við með þeim fyrstu að leggja í þessa breytingu. Það var framsýnt fólk sem stóð fyrir þessu. Við njótum góðs af því núna en þegar maður lítur til baka sér maður hvað það hefur mikið breyst á sjúkrahúsum, heilsugæslum, hjúkrunarheimilum og fleiri stöðum til batnaðar með aukinni menntun hjúkrunarfræðinga.“

„Þetta var ævintýri, námsárin voru rosalega skemmtileg,“


Viðtal

Prófessor Sandy Middleton

Mikil áhrif af einfaldri meðferð Texti: Ari Brynjólfsson og Marianne Elizabeth Klinke | Myndir: Ari Brynjólfsson

Einn af hverjum fjórum einstaklingum á heimsvísu fær heilaslag. Heilaslag er alvarlegt áfall þar sem rétt nálgun í bráðafasanum skiptir sköpum varðandi batahorfur. Miklar framfarir hafa orðið í enduropnunarmeðferð og hafa þær fengið meiri athygli heldur en klínískt eftirlit og hnitmiðuð hjúkrun í kjölfar slags. Vitað er að bæði læknismeðferð og hjúkrunarmeðferð skiptir miklu máli fyrstu þrjár sólarhringana eftir heilaslag. Prófessor Sandy Middleton, forstjóri Nursing Research Institute við Australian Catholic University og St Vincent’s Health Network Sydney, var aðalfyrirlesari á Evrópsku taugahjúkrunarráðstefnunni sem haldin var á Íslandi í maí. Middleton er brautryðjandi á sínu sviði og hefur þróað meðferðaknippi sem hefur sýnt afgerandi jákvæð áhrif á batahorfur einstaklinga með réttu eftirliti og meðferð á hita, blóðsykri og kyngingu, fyrstu þrjá sólarhringana eftir slag. Leiðbeiningar hennar hafa hlotið viðurkenningar og meðmæli frá m.a. Evrópsku slagsamtökunum og hafa rannsóknarniðurstöður hennar verið birtar í virtum tímaritum á borð við Lancet. Með henni kom Simeon Dale, hjúkrunarfræðingur og einn rannsakendanna sem starfar með Middleton. „Okkar verkefni í dag er að aðstoða hjúkrunarfræðinga við að innleiða sannreyndar meðferðir í störf þeirra,“ segir Middleton. „Þetta hljómar mjög einfalt, við komum bara og segjum hvað á að gera en í raun og veru er mjög erfitt að breyta hvernig fólk vinnur. Það eru margar ástæður fyrir því, oft er erfitt að fá stjórnendur til að meðtaka eða kannski hefur þetta alltaf verið gert með ákveðnum hætti. Það eru heil fræði út af fyrir sig hvernig eigi að innleiða vinnulag í takt við nýjustu rannsóknir. Þetta snýst á endanum alltaf um að vinna með réttum hópi til að láta hjólin snúast.“

Vissi ekki að meðferðin væri kennd á Íslandi Marianne Elisabeth Klinke, prófessor við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands, hefur birt greinar í Tímariti hjúkrunarfræðinga um meðferðarknippið og er það kennt hjúkrunarfræðingum hér á landi við bæði Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. „Við höfum kennt það hér á landi nemendum við deildina á þriðja ári frá 2018,“ segir Marianne. „Það eru því rúmlega 600 hjúkrunarfræðingar hér á landi sem þekkja þetta.“ Middleton veit ekki hvort fleiri lönd kenni meðferðina í háskólum því það var ekki fyrr en hún hitti Marianne á ráðstefnunni að hún vissi að þetta væri kennt á Íslandi. Hjúkrunarmeðferðin eftir heilaslag sem við erum að kynna er þríþætt. „Það snýr að hita, blóðsykurshækkun og erfiðleikum við að kyngja. Við köllum þetta FeSS-verkferlana sem stendur fyrir Fever, Sugar, and Swallowing,“ segir Middleton. „Árið 2011 gerðum við rannsókn (randomized controlled trial) á 19 heilaslagsdeildum og 1.500 sjúklingum sem höfðu fengið heilaslag í einu fylki Ástralíu.

48

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

Þegar Middleton kláraði verkefnið á sínum tíma gat hún ekki séð það fyrir að mörgum árum seinna yrði hún að ferðast um heiminn til að innleiða meðferðina.


Viðtal

FeSS-verkferlarnir voru innleiddir á helmingi deildanna en á samanburðardeildum fór fram hefðbundin hjúkrunarmeðferð.“ Meðferðin felst í því að gefa sjúklingum Paracetamol reglulega, mæla blóðsykurinn og tryggja að þeir geti kyngt áður en þeir fá lyf eða mat. Meðferðin er eins fyrir allar tegundir heilaslags. „Það kom í ljós að hópurinn sem fékk þessa meðferð var 16 prósent líklegri en hinir til að lifa sjálfstæðu lífi 90 dögum eftir heilaslag. Það eru mikil áhrif af einfaldri meðferð.“ Middleton og Dale töldu báðar að þeirra verki væri lokið með því að fá niðurstöðurnar birtar í Lancet. „Heilbrigðisyfirvöld í Nýju Suður-Wales höfðu samband við okkur um að innleiða meðferðarknippið á allar 36 heilaslagsdeildirnar í fylkinu,“ segir Middleton. Fyrir nokkrum árum hófu þær samstarf við evrópsku heilaslagssamtökin Angels Initiative og hafa þannig nú þegar aðstoðað við að innleiða meðferðina á 64 sjúkrahúsum í 17 löndum. „Við höfum séð miklar framfarir á öllum þessum stöðum.“

klst. fresti fyrstu þrjá sólarhringana eftir innlögn. Blóðsykurinn er einnig mældur strax við komu og síðan 4 x á dag fyrstu tvo sólarhringjanna. Ef hann fer yfir 10 mmól/L þarf að hefja blóðsykurlækkandi meðferð. Allir hjúkrunarfræðingar sem vinna með sjúklingum sem hafa fengið slag vita nauðsyn þess að athuga hvort þeir geti kyngt áður en þeir fá lyf um munn eða eitthvað að borða eða drekka. Þetta er gert með skimun. Stenst sjúklingurinn ekki skimun þarf að hafa samband við talmeinafræðing og íhuga næringarslöngu og/eða vökvagjöf í æð. Hjúkrunarfræðingar leikur stórt hlutverk í að passa upp á þessi þrjú atriði.“

„Meðferðin felst í því að gefa sjúklingum Paracetamol reglulega, mæla blóðsykurinn og tryggja að þeir geti kyngt áður en þeir fá lyf eða mat.“ Dale hefur unnið hnitmiðað síðastliðin 15 ár við að innleiða meðferðarknippið á fjölda sjúkrahúsa víðar. Hún segir það hafa gengið misvel eftir sjúkrahúsum. „Við höfum unnið mjög náið með Angels Initiative og ráðgjafar þeirra hafa hjálpað okkur að komast í samband við sjúkrahús sem eru með heilaslagsdeild. Við fengum aðstoð við að þýða allt kennsluefnið yfir á þrettán tungumál. Ég hef eignast góðan vin í gegnum tölvupóst með aðstoð Google translate,“ segir Dale og hlær. „Við höfum kennt hjúkrunarfræðingum á stöðum á borð við Slóveníu, Úkraínu og Kasakstan en því miður vorum við að þessu í miðjum heimsfaraldri þannig að við fengum aldrei að heimsækja sjúkrahúsin, þetta fór allt saman í gegnum fjarfundabúnað.“ Þær stefna á að halda áfram á næstunni í sjúkrahúsum í fleiri löndum.

Verkefnið vatt upp á sig

Dale og Middleton vinna nú markvisst að því að innleiða meðferðina en það kom þeim á óvart að frétta að meðferðin væri þegar kennd hér á landi.

Innleitt víða um heim Mörg sjúkrahúsanna sem þær hafa unnið með eru í Austur-Evrópu og hafa ekki greiðan aðgang að lyfjum við blóðtappa. „Það var mjög ánægjulegt að fá að vinna með hjúkrunarfræðingum sem höfðu aldrei gert neitt í líkingu við þetta áður, aldrei fengið að taka þátt í rannsóknum eða innleiðingu vinnubragða. Hjúkrunarfræðingarnir sem við unnum með hafa svo haldið áfram og farið á önnur sjúkrahús í sínu heimalandi til að innleiða meðferðina. Við höfum verið að æfa hjúkrunarfræðinga í að tala í fyrsta sinn fyrir framan hóp lækna, það var mjög ánægjulegt. Svo veit ég um fleiri en ein samtök sem hafa verið stofnuð sem rekja má til rannsókna okkar.“

Hvernig kom þetta til? „Ég skilaði fyrstu greininni um þetta árið 2005. Kollegi okkar, Dr. Chris Levi, taugasérfræðingur við John Hunter-sjúkrahúsið, sagði við mig að það þyrfti að rannsaka fleiri en eitt atriði í einu. Það þyrfti að rannsaka á sama tíma, hita, blóðsykur og kyngingu með tilliti til hjúkrunarmeðferðar við heilaslagi,“ segir hún. „Hann er enn viðloðandi þetta verkefni í dag og hefur stutt okkur mikið.“ Middleton sá það aldrei fyrir að hún yrði enn að vinna í verkefninu mörgum árum síðar. „Við ætluðum alltaf að halda áfram í önnur verkefni en þetta hélt stöðugt áfram að vinda upp á sig og þróast. Nú erum við komin á það stig að rannsaka innleiðingu nýrrar þekkingar á sjúkrahús og erum með rannsókn í gangi í Ástralíu til að komast að því að hversu mikla og hvaða hjálp sjúkrahús þurfa til að innleiða FeSS-verkferla. Kannski þurfa sjúkrahús ekki eins mikla hjálp og við höfum verið að veita í þessu verkefni, við ætlum að komast að því.“ Ljóst er að margt áhugavert er að gerast í meðferð einstaklinga með slag, ekki bara hvað varðar læknisfræðilegar meðferðir á borð við segabrottnám og segaleysandi meðferð heldur einnig í úrlausnum á viðfangsefnum sem snúa beint að hjúkrun.

Getur þú lýst nákvæmlega hvað felst í meðferðarknippinu? „Þegar sjúklingur er lagður inn á deild þá er hann hitamældur, ef hitinn er yfir 37,5 gráðum þá fær hann Paracetamól eftir þörfum. Fyrstu þrjá dagana er hitinn mældur strax við komu og síðan á 4-6

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

49


Viðtal

Drífa Leonsdóttir hefur starfað á flestum Norðurlöndunum

Hefur alla tíð heillast af barnahjúkrun Texti: Sigríður Elín Ásmundsdóttir | Myndir: Sigríður Elín Ásmundsdóttir og úr einkasafni

Drífa Leonsdóttir, hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á flestum Norðurlöndunum; í Danmörku, Færeyjum, Noregi og hér á Íslandi. Þegar blaðamaður heyrði í henni var hún stödd í Noregi og nýkomin af vakt. Drífa ætlaði upphaflega í læknisfræði, fór samt í hjúkrunarfræði og svo mörgum árum seinna í læknisfræði. Örlögin gripu í taumana, hún náði ekki að klára námið en heillaðist af barnahjúkrun. Drífa hafði ekki starfað á Íslandi í yfir tuttugu ár þegar hún kom hingað til lands í sumar og vann á barnadeildinni. Það varð til þess að nú kemur hún reglulega hingað frá Danmörku, þar sem hún býr, til að taka þar vinnutarnir; frábær samvinna á deildinni varð til þess að hún ætlar að vera með annan fótinn á Íslandi. „Ég fæddist í Reykjavík 1962, móðir mín gat ekki hugsað sér að setja mig á dagheimili og ákvað því þegar ég var nokkurra vikna að flytja með mig heim til foreldra sinna á Ísafirði. Mamma var alla tíð einstæð móðir en pabbi sem var giftur annarri konu fórst við köfun þegar ég var 11 ára. Þetta var flókið fyrir mömmu því á þessum árum fylgdi því mikil skömm að eiga lausaleiksbarn. Það hefur sem betur fer orðið algjör kúvending í viðhorfum síðan þetta var og í dag þykir ekki tiltökumál að vera einstæð móðir.“ Drífa segist hafa átt góða æsku á Ísafirði fyrstu tíu árin en árið 1972 breyttist lífið mikið. „Amma mín fékk krabbamein og lést stuttu eftir greiningu en allar mínar bestu æskuminningar tengjast ömmu. Hún passaði mig á meðan mamma var í vinnunni og þegar hún lést varð ég lyklabarn og lífið tók kúvendingu. Faðir minn lést svo tæpu ári seinna og eftir þessi stóru áföll fullorðnaðist ég hratt. Í mínum huga varð Ísafjörður grár eftir þetta og hefur verið það síðan. Ég tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Ísafirði og flutti svo til Reykjavíkur tvítug og hóf þá nám í hjúkrunarfræði.“

Lág laun halda fólki í ákveðnum farvegi Aðspurð hvers vegna hún hafi valið að nema hjúkrun segir hún að það hafi aldrei staðið til, fyrr en á síðustu stundu: „Ég ætlaði mér alltaf í læknisfræði en tilvonandi eiginmaður minn taldi mig ofan af því, hann sagði mér að ég væri ekki nógu klár. Unga konan sem var brotin á sálinni eftir einelti í mörg ár trúði honum og ákvað þess vegna að skrá sig í hjúkrun. Ég hafði unnið á Sjúkrahúsinu á Ísafirði þrjú sumur þar sem ég var gangastúlka og mér líkaði það vel. Sjúkdómafræði heillaði mig og líka mannlegi þátturinn við starfið; samskipti við sjúklinga og samvinna milli heilbrigðisstétta. Það kom aldrei til greina að fara í Hjúkrunarskólann því að í háskóla ætlaði ég mér þar sem ég gæti fengið að grúska og blanda saman kenningum og klíník.“ Drífa segist hafa seinkað náminu um eitt ár vegna barneigna og útskrifaðist því vorið 1987. „Mér líkaði vel í hjúkrun en læknisfræðin blundaði samt alltaf í mér og þegar ég var 41 árs ákvað að láta reyna á þann gamla draum. Ég komst í fyrstu tilraun inn í læknisfræði í

50

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

Háskólanum í Kaupmannahöfn en kláraði því miður ekki námið því ég vann mikið samhliða og svo skildum við hjónin og álagið var því mikið. Ég sé alltaf eftir því að hafa ekki klárað læknisfræðina en ég hafi ekki bolmagn til þess fjárhagslega. Það má segja að lág laun haldi fólki í ákveðnum farvegi og aðstæðum sem er ekki endilega sá sem það kýs sér; hvort sem það er hjónaband, starf eða annað,“ segir Drífa hugsi.

Varð ófrísk og missti vinnuna í Danmörku Hvaða minning stendur upp úr frá námsárunum? „Án vafa verknámið í fæðingarhjúkrun hjá Ólöfu Ástu Ólafsdóttur og Mörgu Thome sem var ein af frumkvöðlunum í hjúkrun í Háskólanum. Þær gerðu verknámið áhugavert, fræðilegt og skemmtilegt. Ég hafði þá tekið kúrs sem hét vöxtur og þroski barna og unglinga, hjá Sigríði Halldórsdóttur og þar fékk ég áhuga á barnahjúkrun. Ég vann á sængurkvennagangi hjá Dóru Halldórsdóttur þegar ég var nemi og á Vökudeildinni eitt sumar eftir útskrift. Eftir það sumar flutti ég til Danmerkur þar sem fyrrverandi eiginmaður minn var að fara í nám. Ég var þá ófrísk að öðru barninu mínu og fór að vinna á vökudeild á Hvidovre, sem var frekar langt frá heimilinu mínu, sem var í Roskilde. Ég fór því að vinna á sjúkrahúsinu í Roskilde en fékk svo ekki þá framlengingu sem búið var að lofa mér vegna þess að ég var ófrísk. Ég var því atvinnulaus komin fjóra mánuði á leið. Á þessum tíma var ómögulegt fyrir ófrískan hjúkrunarfræðing að fá vinnu í Danmörku. Ég gat ekki hugsað mér að vinna þarna framar því viðhorfin og framkoma yfirmanns voru til skammar. Þetta varð til þess að við fluttum aftur til Íslands og ég fékk vinnu á sængurkvennagangi 22B.“

Breytti öllu að eignast langveikt barn Þriðja barn Drífu og eiginmanns hennar fæddist svo nokkrum mánuðum seinna. „Það var drengur og hann fæddist með hydronephrosis og hydroureter, báðum megin, sem er víkkun á þvagleiðurum og nýrum vegna þrengsla við þvagblöðruna,“ útskýrir hún og segir að lífið hafi þá aftur umturnast. „María Hreinsdóttir, ljósmóðir á sónar, uppgötvaði gallann á 32. viku meðgöngunnar og henni á ég svo óendanlega mikið að þakka því þá var hægt að


Viðtal

„ … ég og fleiri fórum í það koma Umhyggju, félagi langveikra barna, á koppinn. Ég er stolt af því, það er svo mikilvægt að foreldrar hafi stað höfði sínu að halla þegar börnin þeirra greinast með langvarandi sjúkdóma.“

grípa strax í taumana þegar sonurinn fæddist. Hann þurfti að fara í margar aðgerðir og rannsóknir en ég var svo lánsöm að móðir mín bauðst til að hætta að vinna til að sinna barnabarninu og flutti þá frá Ísafirði. Þessi lífsreynsla gjörbreytti mínum viðhorfum til lífsins, ég varð miklu ákveðnari því ég varð að berjast fyrir hann. Hans veikindi leiddu svo til þess að ég og fleiri fórum í það koma Umhyggju, félagi langveikra barna, á koppinn. Ég er stolt af því, það er svo mikilvægt að foreldrar hafi stað höfði sínu að halla þegar börn þeirra greinast með langvarandi sjúkdóma. Barnahjúkrunin hefur alla tíð heillað mig og mér finnst allra best

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

51


þegar góð samvinna er við foreldra og mitt hlutverk er að kenna eða aðstoða þá við að takast á við veikindi barnsins. Það kemur enginn í staðinn fyrir foreldra, mitt starf felur meðal annars í sér að kenna foreldrunum að hjúkra barninu sínu og aðlagast nýjum aðstæðum.“

París, Ísland, Danmörk Eftir fæðingarorlofinu lauk árið 1991 var Drífu boðin staða aðstoðardeildarstjóri á hinum sængurkvennaganginum, 22A. „Þar lágu frekar veikar konur og konur sem áttu börn á Vökudeildinni. Eitt af verkefnum mínum þar var að koma því á að nýburar væru inni á stofum hjá mæðrum sínum á nóttunni og fengu þá frekar brjóstamjólk en þurrmjólk hjá fagfólki. Eftir tvö ár á 22A bauðst mér starf á barnadeildinni þegar ég var þar með syni mínum í innlögn. Ég hafði verið í vaktavinnu en þarna bauðst mér dagvinna og áhugi minn á barnahjúkrun jókst jafnt og þétt. Ég starfaði þarna í rúm tvö ár en þá fluttum við til Frakklands þar sem ég var heimavinnandi með fjögur börn á aldrinum 2-10 ára. Við vildum upplifa franska menningu og prófa eitthvað nýtt,“ segir

hún brosandi og bætir við að þetta hafi verið góður tími. „Okkur leið vel og börnin voru í breskum skóla þessi rúm þrjú ár sem við bjuggum í útjaðri Parísar. Árið 1999 fluttum við aftur til Íslands, ég fékk starf á dagdeild barna og varð svo aðstoðardeildarstjóri þar. Ekki löngu eftir að ég tók við þeirri stöðu vantaði deildarstjóra á barnaskurðdeildina. Ég var þráspurð hvort ég ætlaði ekki að sækja um og svaraði alltaf neitandi þangað til Guðmundur Bjarnason barnaskurðlæknir bað mig að sækja um. Hann hafði gert allar aðgerðirnar á syni mínum og var alltaf til staðar fyrir okkur í hans veikindum. Ég lét vaða og fékk stöðuna, þetta var gefandi starf og þverfaglega samvinnan á deildinni heillaði mig mikið. Gallinn var að ég þurfti líka að redda vöktum og sinna öðrum verkefnum sem mér þóttu minna áhugaverð.“ Eftir góðan tíma á barnaskurðdeildinni, eða árið 2001 flutti fjölskyldan svo til Danmerkur. „Mig hafði alltaf langað aftur þangað því ég kunni vel við lífið þar, þar fæddist svo fimmta barnið og þegar hann var árs gamall sótti ég um í læknisfræði og komst inn. Við hjónin skildum, eins og fyrr segir á þessum tíma, en þetta var árið 2006, og ég hætti í kjölfarið í náminu. Ég fór þá að starfa hjá fyrirtæki sem leigir út hjúkrunarfræðinga innan Danmerkur og vann mikið á bráðamóttökum og skurðdeildum. Ég valdi þessa leið vegna þess að þá var ég með um 40% hærri laun en ef ég hefði verið fastráðin á spítalanum. Ég gat auk þess unnið færri vaktir. En svo voru svona einkafyrirtæki bönnuð í Danmörku sökum mikils kostnaðar fyrir spítalana. Þá fór ég að vinna við afleysingar á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn.“ 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

Launin og starfsumhverfið betra í Noregi Drífa hefur farið víða og starfað á mörgum deildum. „Ég hef unnið á öllum barnadeildunum á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn og á fleiri en 25 deildum á spítalanum en aðallega á barnadeildum, sængurkvennadeild og skurðdeildum. Ég fæ aðeins hærri laun með þessu fyrirkomulagi en stærsti kosturinn er frjálsræðið; ég get ráðið því hvenær ég tek vaktir. Árið 2011 fór ég svo að fara til Noregs að vinna, oftast í 5-7 daga í einu en lengst hef ég verið tvær vikur í einu. Ástæðan fyrir því að ég tek vinnutarnir í Noregi eru launin, auk þess er starfsumhverfið þar miklu betra. Það eru til dæmis um helmingi fleiri hjúkrunarfræðingar á hverri vakt en í Danmörku sem gerir það að verkum að ég er ekki eins þreytt eftir hverja vakt. Mér finnst norskir hjúkrunarfræðingar vera betur menntaðir en danskir en á móti kemur að þeir vinna ekki eins mikið sjálfstætt. Ástæðan er einföld, í Noregi er miklu meira regluverk og mikil áhersla lögð á að gera ekki neitt sem starfsmaðurinn er ekki 100% öruggur um að kunna eða geta. Þetta er auðvitað mikið öryggi, sérstaklega þegar maður er að koma mikið á nýjar deildir til að vinna í skamman tíma.“

Danska heilbrigðiskerfið handónýtt Drífa segir að Danir gætu lært ansi mikið af Íslendingum þegar kemur að heilbrigðismálum. „Danskir hjúkrunarfræðingar komast ekki með tærnar þar sem íslenskir hjúkrunarfræðingar hafa hælana. Mín upplifun er að heima á Íslandi séum við miklu betri í að vinna saman á deildum vegna þess að menntun hjúkrunarfræðinga og lækna er nær hvor annarri en í Danmörku. Íslendingar eiga í raun að forðast að taka upp sparnaðarósiðina sem Danir hafa tekið upp og ekki taka upp þetta vonlausa tilvísanakerfi og einnig að vera stoltir af menntun hjúkrunarfræðinga.“ Drífa hafði ekki starfað á Íslandi í rúma tvo áratugi þegar hún ákvað síðastliðið sumar að koma hingað og vinna á barnadeildinni þar sem hún starfaði mörgum árum áður. „Ég verð að segja að starfsumhverfið er miklu betra á barnadeildinni á Íslandi en í Danmörku. Það er búið að skera svo mikið niður í dönsku heilbrigðiskerfi, það má ekki ráða nægilegan fjölda starfsmanna, mönnunarstuðullinn er lágur í Danmörku og 90% af öllum vöktum eru undir öryggisviðmiðum. Það er svo lýjandi því maður getur ekki sinnt skjólstæðingum sínum nema að lágmarki, auk þess er starfsfólk á hlaupum allar vaktir. Ég hef verið á vakt á sængurkvennadeild þar sem við vorum tvær með 30 skjólstæðinga, hvorugar fastráðnar á deildinni, fyrir utan öll nýfæddu börnin sem þarna voru. Þetta voru veikar konur eða með veik börn. Þetta er afleiðing niðurskurðar sem nær langt út fyrir eðlileg mörk. Launin eru auk þess mjög léleg í Danmörku og mér finnst almennt verða lítil stéttarvitund meðal hjúkrunarfræðinga Í Danmörku, það er mín upplifun eftir að hafa starfað þar í mörg ár.“


„Það er búið að skera svo mikið niður í dönsku heilbrigðiskerfi, það má ekki ráða nægilegan fjölda starfsmanna, mönnunarstuðullinn er lágur í Danmörku og 90% af öllum vöktum eru undir öryggisviðmiðum.“

Hún segir Danmörku þó hafa ýmislegt fram yfir Ísland og þá beri helst að nefna gott veður. „Mér líður best í 30 stiga hita, hef aldrei heillast af nepju og norðangarra. Þá er miklu meira úrval af góðum mat í Danmörku og fallegri hönnun og svo má ekki gleyma að það er bara hægt að setjast upp í lest eða bíl og skjótast til Svíþjóðar.“

Hrósar íslenska heilbrigðiskerfinu í hástert Hvað hefur Ísland fram yfir Danmörku? „Þar búa gömlu vinirnir, sonur minn og stórfjölskyldan og heilbrigðiskerfið er ekki í molum eins og í Danmörku. Tveir synir mínir hafa lent í hjólreiðaslysi, annar í Danmörku og hinn á Íslandi og okkar upplifun af heilbrigðiskerfinu var miklu betri á Íslandi. Upplýsingaflæðið, umhyggjan, fagmennskan á bæðibráðamóttökunni, gjörgæslunni og brjóstholsskurðdeildinni 12-G og svo mætti lengja telja. Sonurinn sem lenti í slysi í Danmörku var sendur í aðgerð ansi seint og sendur heim samdægurs með verkjalyf sem hann svo fékk enga aðstoð við til að trappa sig niður með. Ég vil því hrósa íslenska heilbrigðiskerfinu í hásterkt. Frábær þverfagleg samvinna og teymisvinna, frábærir læknar og hjúkrunarfræðingar og frábærir sjúkraliðar og allir að gera sitt besta í alls konar aðstæðum.“ Er á döfinni að flytja aftur til Íslands? „Örverpið býr enn þá heima og þarf stundum á mömmu sinni að halda, en ég ætla vera í 50% vinnu á barnadeildinni á Íslandi ef ég mögulega get. Vandamálið er hins vegar að þetta er alveg óþekkt innan Landspítalans virðist vera. Ég kem þá til Íslands í níu daga í mánuði til að vinna. Með þessu fæ ég tækifæri til að vinna með íslensku fagfólki, mér fannst það svo gaman í sumar þegar kom og vil fá að vera hluti af þessari frábæru samvinnu sem ég upplifi svo sterkt á Íslandi. Ég verð því vonandi með annan fótinn á Íslandi og hinn heima í Danmörku.“ segir hún að lokum.


-Elín Tryggvadóttir

aðstoðardeildarstjóri á bráðamóttöku

Gul veðurviðvörun og skrautleg helgarvakt á bráðamóttöku Umsjón: Sigríður Elín Ásmundsdóttir

Vaktin mín

Texti og myndir: Elín Tryggvadóttir

„Ætti ég að stoppa í bakaríi?“ spurði ég sjálfa mig í bílnum þegar ég keyrði fram hjá Mjóddinni á leiðinni á laugardagsmorgunvakt. Hugmyndin fauk í burtu með restinni af gulu stormviðvöruninni sem hafði litað suðvesturhornið um nóttina. Þegar veður eru vond fáum við á bráðamóttökunni oftar en ekki logn. Það nenna fá út í vont veður nema þau nauðsynlega þurfi og þá verður róðurinn oft léttari á deildinni minni. Þegar ég fauk inn á biðstofuna sá ég fljótt að það er undantekningin sem sannar regluna. Megn „partílykt“ lá í loftinu og á biðstofunni, sem oftast er tóm að morgni dags, sátu nokkrir skjólstæðingar sem biðu eftir þjónustu. Sumir höfðu komið fyrir nokkrum klukkustundum. „Partílyktina“ þekkjum við sem vinnum á bráðamóttökunni vel; dauf áfengislykt af þeim sem enduðu djammið á biðstofu bráðamóttökunnar. Fjórir lögreglumenn standa í dyragættinni. Þetta verður eitthvað, hugsaði ég og ef það er til eitthvað sem nefnist bakarís-eftirsjá þá upplifði ég hana á þessum tímapunkti. Ég er ein þeirra sem kýs að mæta snemma til vinnu og þennan laugardagsmorgun var ég mætt á gólfið korter fyrir átta, fráfarandi vaktstjóra til mikillar gleði. Næturvaktastarfsfólk þekkir það hversu notalegt það er að komast fyrr heim að sofa því þessar síðustu mínútur næturvaktarinnar hlýða öðrum lögmálum tímans. Virðast ganga afturábak, að minnsta kosti tvöfalt hægar en aðrar mínútur. Allar vaktir bráðamóttöku hefjast á stöðumatsfundi í fjarskiptaherberginu þar sem fráfarandi vaktstjóri hjúkrunar fer yfir helstu viðburði vaktarinnar, hvaða verkefni liggja fyrir, hvaða sjúklinga þarf að gæta sérstaklega og þess háttar. Þessi nótt hafði verið erfið og „andsetin“ eins og sumir vildu meina. Stormur, fullt ofurtungl, háflóð og fyrsta helgi eftir útborgun. Gluggar austurgangsins höfðu lekið, vatnið spýst inn í sjúklingarými og nokkrir

metrar á sekúndu voru inni á vaktherberginu á skammverueiningunni. Mikið um ölvun, ólæti, óstöðuga sjúklinga, yfirsetur og lögregluviðveru.

„Þessi nótt hafði verið erfið og „andsetin“ eins og sumir vildu meina. Stormur, fullt ofurtungl, háflóð og fyrsta helgi eftir útborgun. Gluggar austurgangsins höfðu lekið, vatnið spýst inn í sjúklingarými og nokkrir metrar á sekúndu voru inni á vaktherberginu …“ Við vaktstjórarnir töldum eftirritunarskyld lyf, neyðarblóðeiningar og mannskap og fórum svo yfir sjúklingaskjáborðið. Vakstjóri bráðamóttöku tekur ekki sjálfur að sér sjúklinga nema í neyð því yfirsýn yfir deildina krefst þess að athyglin á flæðið sé óskert. Tæplega 60 sjúklingar voru á deildinni þennan morguninn og 25 þeirra höfðu lokið meðferð á bráðamóttöku og töldust því til þeirra sem voru innlagðir en biðu eftir plássi á legudeild. Stig innlagna á sjúkrahúsinu var einn sem þýðir að allar deildir þurfa að taka sjúklinga í yfirlögn samkvæmt fyrir fram ákveðnum reglum. Fá pláss voru laus í húsinu og ég ákvað að eftirláta innlagnarstjóra að finna pláss fyrir þá, við yrðum að halda okkur á floti þangað til. Á sjálfri bráðamóttökunni var legið í öllum hornum og þar sem ekki var hægt að liggja sátu sjúklingar á stól. Ég fékk upplýsingar um það helsta sem lá fyrir um hvern og einn og vaktstjóri næturinnar fór heim. „Það er best af öllu að sofna í roki og rigningu,“ hugsaði ég þegar hún kvaddi.


Vaktin mín

Tvær tetra-talstöðvar, sími, píptæki og árásarhnappur skreyttu nú starfsmannabúninginn minn. Á barminum stóð „vaktstjóri“ og fyrsti sjúkrabíll dagsins kallaði inn sjúkling. Fyrstu tuttugu mínúturnar komu þrír sjúkrabílar sem gaf vísbendingu um það sem var í vændum. Vaktstjórar bráðamóttöku eru sérstakir sérfræðingar í TETRIS; tilfærslum og reddingum og þrátt fyrir yfirfulla deild fengu allir nýju sjúklingarnir að leggjast á bekk, reyndar á kostnað þeirra sem urðu því miður að skríða fram úr og setjast í La-Z-boy-stól. Við þessi verkefni vaktstjórans bætast ótal símtöl, spurningar og snúningar. Hópstjórar starfa einnig á öllum svæðum deildarinnar til að yfirsýn yfir flæði og sjúklinga verði sem allra best og mikilvægt er að samskipti á milli þeirra og vaktstjórans séu góð. Sérfræðingur frá veirufræðinni hringdi sitt daglega símtal með niðurstöður rannsókna. Hún hafði fundið Covid í þremur af sjúklingunum okkar, þeir voru sem betur fer allir í einangrun, tveir til viðbótar voru bara með strangheiðarlegt kvef. Sjúkrabílarnir héldu áfram að streyma inn og það varð sífellt erfiðara að finna sjúklingum pláss og hjúkrunarfræðing sem hafði lausan tíma til að taka á móti þeim. Nokkrir þeirra kröfðust þess að þeim yrði sinnt tafarlaust, aðrir gátu beðið. Veikur sjúklingur kom með sjúkraflugi utan af landi sem hafði veðurteppst kvöldið áður á Austurlandi og var honum úthlutað eitt af bráðastæðunum. Óvenjumikið aðflæði var upp á efri hæðina þennan dag og á biðstofunni á G3 voru margir sem biðu. Þá var nú gott að vita af gifsmeisturunum á efri hæðinni. Innlagnarstjóri Landspítala hefur störf klukkan 9:30 um helgar og hún byrjaði á því að taka stöðuna hjá okkur á bráðamóttökunni, heyrði svo í vaktstjórum legudeildanna og mætti því næst á stöðufund með vaktstjóra bráðamóttöku, umsjónarlækni innlagna og sérfræðingi lyflækninga. Á þessum fundum ræðum við stöðu innlagðra sjúklinga, plássastöðu í húsinu og í kjölfarið er ákveðið á hvaða stigi innlagna starfað er eftir fram að næsta fundi á kvöldvaktinni. Nú var tala innlagðra orðin 29, einum sjúklingi frá stigi tvö, sem er ákaflega íþyngjandi fyrir starfsemi sjúkrahússins vegna fjölda yfirlagna, og héldum við því áfram að starfa samkvæmt stigi eitt.

„Innlagnarstjórinn hafði galdrað fram fullt af plássum, sjúkraflutningastíflan hafði brostið og minna aðflæði hafði gert það að verkum að við skiluðum af okkur mun betra búi en við tókum við.“ Innlagnarstjóri dagsins var sérlega útsjónarsamur og fann fljótt nokkur laus rúm í Fossvogi og fleiri til viðbótar á Hringbrautinni. Deildir kölluðu til sín sjúklinga upp úr hádegi en þá tók annað vandamál við. Það voru átta sjúklingar komnir með pláss á Hringbraut en eingöngu tveir sjúkrabílar sinntu skipulögðum flutningi á Höfuðborgarsvæðinu. Bið eftir sjúkraflutningi þekkjum við ágætlega á bráðamóttökunni. Þar stangast á þörfin á flutningum til deildarinnar og flutningum frá okkur. Þar myndast oft hressileg stífla þar sem flæði inn á deildina með sjúkrabílum verður talsvert meira en flæðið frá okkur. En við erum vön að hugsa í lausnum og úr varð að við sameinuðum í bílana með því að komast að því hverjir gætu setið og hverjir þyrftu að liggja í flutningi. Þetta reddaðist.

En munið þið eftir logninu sem fylgir storminum á bráðamóttökunni? Klukkan 13:30 datt aðsóknin niður, talstöðin þagnaði, síminn hætti að hringja, biðstofan nánast tæmdist og við fengum hlé. Eftir annasaman morgun, þar sem prins póló og banani höfðu komið í stað morgun- og hádegismatar vaktstjórans gafst loks tækifæri til þess að setjast niður. Með mér á vaktinni voru eintómir snillingar. Nokkrar svokallaðar „risaeðlur“ sem hafa unnið með mér á bráðamóttökunni frá því á síðasta árþúsundi í bland við yngra fólk sem hefur unnið skemur og er jafnvel að hefja starfsferil sinn á Landspítala. Eins og gengur þegar gott fólk kemur saman þá er oft gaman og húmorinn á bráðamóttökunni myndi fá sjóræningja til að blikna og þannig var einmitt stemningin þegar við skiluðum af okkur vaktinni. Allir svolítið þreyttir í fótunum og hláturvöðvunum. Innlagnarstjórinn hafði galdrað fullt af plássum, sjúkraflutningastíflan hafði brostið og minna aðflæði hafði gert það að verkum að við skiluðum af okkur mun betra búi en við tókum við. Að lokum var haldinn stöðumatsfundur fyrir næstu vakt, talning lyfja og neyðarblóðs, rapport um sjúklingana ásamt því að afhenda nýjum vaktstjóra tvær talstöðvar, síma, árásarhnapp, píptæki og vaktstjóramerki. Klukk! Á leið minni út af deildinni finn ég enga „partílykt“ lengur. Stormurinn hafði gegnið niður og lognið náði ekki bara inni á bráðamóttökuna. Úti var ekkert sem minnti á gula viðvörun. Vaktinni minni á gólfinu var lokið og bakvaktin mín sem aðstoðardeildarstjóri hafin. Það var áfram logn.

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

55


Fræðslugrein

Endurhæfingarhjúkrun og svefnvandi Algengt hjúkrunarviðfangsefni í endurhæfingu er svefnvandi og skimun með einfaldri spurningu við innskrift á Reykjalund árið 2022 sýndi að yfir 70% sjúklinga tjáðu svefnvanda (Berglind Gunnarsdóttir, gæðastjóri á Reykjalundi, munnleg heimild, 5. október 2023). Skertur svefn tengist hærri tíðni andlegrar og líkamlegrar vanheilsu (Garbarino o.fl., 2016; Li o.fl., 2022) og því er mikilvægt að meðhöndla svefnvanda en í eigindlegum rannsóknum kemur fram að heilbrigðisstarfsfólki og sjúklingum finnst heilbrigðisstarfsfólk skorta þekkingu og úrræði í tengslum við svefnvanda (Cheung o.fl., 2014; Davy o.fl., 2015). Markmið þessarar greinar er að efla þekkingu hjúkrunarfræðinga í endurhæfingu á mati og meðferð svefnvanda hjá skjólstæðingum okkar.

Hvað er svefnvandi? Svefnvandi getur verið tiltekin svefnröskun (e. sleep disorder) eins og kæfisvefn, svefnleysi eða fótaóeirð (Darien, 2014). Svefnraskanirnar eru töluvert fleiri en þessar þrjár eru algengastar. Svefnvandi getur líka verið af öðrum orsökum, einkenni sem valda óþægindum að degi til geta til dæmis truflað svefn. Tvö algeng dæmi um þetta eru verkir og tíð þvaglát. Almennt gildir að eftir því sem einkenni veldur meiri vanlíðan/óþægindum fyrir sjúklinginn, þeim mun líklegra er að þetta einkenni trufli líka svefn. Ef sjúklingur er t.d. með ótrygga framfærslu og miklar fjárhagsáhyggjur þá getur það auðveldlega truflað svefninn. Mat og meðferð svefnvanda þarf því að vera heildrænt, jafnframt markvisst og síðast en ekki síst þá þarf meðferð við svefnvanda að vera aðgengileg fyrir sjúklinginn.

langveikum einstaklingum er oft sinnt af hjúkrunarfræðingum með sérþekkingu í samvinnu við lækna og aðra sérfræðinga. Rannsóknir hafa sýnt að svefnvandi er algengur hjá fólki sem er langveikt (Aðalbjörg Albertsdóttir o.fl., 2019; Garbarino o.fl., 2016 ) og því er sérstök ástæða til að skima fyrir svefnvanda hjá langveikum og öðrum sem þarfnast endurhæfingar. Þegar sjúklingar koma á heilsugæslustöðvar, sérhæfðar göngudeildir og endurhæfingarstofnanir, þá geta þeir í flestum tilfellum fengið viðtal við hjúkrunarfræðing.

Skimun á svefnvanda Það ætti að vera augljóst hlutverk hjúkrunarfræðinga í endurhæfingu að skima fyrir svefnvanda, hafa heildarsýn yfir vandann, hefja hjúkrunarmeðferð og vísa á aðra fagaðila eftir þörfum. En svefnvandi getur verið af margvíslegum toga og getur þarfnast þverfaglegrar nálgunar. Þegar sjúklingur tjáir svefnvanda og/eða mikla dagþreytu þá er fyrsta skrefið að skima fyrir þrem algengustu svefnröskununum (svefnleysi, kæfisvefni og fótaóeirð). Á Reykjalundi nota hjúkrunarfræðingar gild matstæki til að skima fyrir svefnvanda. Þegar heilbrigðisstarfsmaður hefur notað þessa matslista í nokkur skipti, þá tekur ekki mikið meira en tíu mínútur að skima fyrir þessum þrem algengustu svefnröskunum. •

Kæfisvefn (e. obstructive sleep apnea) er bara hægt að greina með svefnrannsókn, það er hins vegar hægt að skima fyrir kæfisvefni með lista sem heitir STOP-Bang Questionaire og íslensk þýðing er aðgengileg á heimasíðu listans, stopbang.ca (Aðalbjörg Albertsdóttir o.fl., 2019; Chung o.fl., 2008). Hafið samt hugfast að listinn er ekki eins næmur fyrir kæfisvefni hjá konum. Ef kona kvartar undan mikilli þreytu og að hún vakni oft með höfuðverk, eða svitni mikið á nóttunni (þetta eru allt einkenni sem geta bent til kæfisvefns), þá er faglegt að skrifa það inn á listann til að hægt sé að taka tillit til þess þegar ákvörðun verður tekin um hvort ástæða sé til að vísa viðkomandi í kæfisvefnsrannsókn.

Fótaóeirð (e. restless legs syndrome) er klínísk greining. Hér er gott að nota fimm greiningarskilmerki fótaóeirðar frá International Restless Legs Syndrome Study Group (IRLSSG). Ef svarið við fyrstu spurningunni er nei, þá þarf ekki að spyrja nánar út í fótaóeirð.

Svefnleysi (e. insomnia) er líka klínísk greining (ekki greint með svefnrannsókn). Hér er gott að nota svefnleysiskvarðann (Insomnia Severity Index (ISI)) til að skima fyrir einkennum svefnleysis (Bastien o.fl., 2001). Ef viðkomandi lýsir miklum erfiðleikum með svefn þrátt fyrir næg tækifæri til að sofa, þá er líklega um svefnleysi að ræða. Þegar sterkar vísbendingar eru um svefnleysi, þá er mikilvægt að spyrja nánar út í einkennin.

Við skimun á svefnvanda er faglegt að nota líka Svefngæðakvarðann (Pittsburgh Sleep Quality Index (PSQI)). Listinn gefur heilmiklar upplýsingar um svefngæði, svefnlengd, svefntöf, svefnnýtingu, notkun svefnlyfja, vanvirkni að degi til og upplýsingar um aðra þætti sem trufla svefn eins og verki (Buysse o.fl., 1989). Það tekur samt töluvert lengri tíma að vinna úr þessum lista heldur en hinum þrem, svo að í klíník er því miður ekki alltaf raunhæft að nota þennan annars ágæta lista.

Endurhæfingarhjúkrun er víða Orem er frumkvöðull innan hjúkrunar sem setti fram kenningu um sjálfsumönnun og að hlutverk hjúkrunarfræðinga sé að sinna þeim umönnunarverkum sem sjúklingurinn getur ekki sinnt sjálfur (Denyes o.fl., 2001). Í dag er hins vegar ekki síður horft til þess að hlutverk hjúkrunarfræðinga sé að styðja sjúklinga til sjálfsumönnunar (Riegel, Jaarsma og Strömber, 2012). Kjarninn í endurhæfingarhjúkrun er einmitt að efla fólk til sjálfshjálpar. ,,The main principle is not to deliver care for the patient but deliver care with the patient. This includes explaining, demonstrating and practicing with the goal to help the patient to (re-)gain independence.“ (Gutenbrunner o.fl., 2021, bls.13) Samkvæmt Vaughn, o.fl., 2016 eru fjögur meginsvið endurhæfingarhjúkrunar. 1. Hjúkrunarmeðferðir 2. Hvatning til heilsuhegðunar og sjálfsumönnunar 3. Leiðtogastörf, eins og fræðsla um endurhæfingarhjúkrun 4. Þverfagleg umönnun, sem beinist að samhæfingu, með þverfaglega og heildræna nálgun að leiðarljósi

Endurhæfingarhjúkrun fer ekki einungis fram á sérstökum þverfaglegum endurhæfingarstofnunum eins og á Reykjalundi, Kristnesi og Grensásdeild Landspítala heldur einnig á sjúkrahúsum (Havrilla, 2017), heilsugæslustöðvum og göngudeildum þar sem

56

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023


Fræðslugrein

Þegar þessi listi er ekki notaður með hinum þrem listunum, þá þarf að spyrja nánar um svefnvenjur þegar farið er yfir svefnleysiskvarðann og hvort að það sé eitthvað annað sem trufli svefn á nóttunni eins og t.d. verkir, næturþvaglát eða gæludýr og skrifa það þá inn á svefnleysiskvarðann.

Tvö dæmi A) Jón tjáir svefnvanda, skorar 2 á STOP-Bang = litlar líkur á kæfisvefni. Hann neitar einkennum fótaóeirðar. Hann skorar 5 á svefnleysiskvarðanum = einkenni svefnleysis eru undir viðmiðunarmörkum. Það sem helst truflar svefninn er að hann vaknar oftast um klukkan þrjú á nóttunni til að fara á klósettið og það tekur hann oft um klukkutíma að sofna aftur. Niðurstaða skimunar: Litlar líkur á kæfisvefni, ekki merki um fótaóeirð og einkenni svefnleysis undir greiningarmörkum. Næturþvaglát eru hins vegar truflandi fyrir svefn. Meðferð: Hjúkrunarmat og meðferð á þvagvanda, samvinna við lækni ef þarf. B) Freyja tjáir svefnvanda, skorar 6 á STOP-Bang = miklar líkur á kæfisvefni. Hún skorar 16 á svefnleysiskvarðanum og finnst svefninn mjög slæmur = töluverð einkenni svefnleysis eru til staðar. Freyja er með fimm einkenni fótaóeirðar = greinileg einkenni fótaóeirðar eru til staðar. Auk þess trufla bakverkir svefn hjá Freyju flestar nætur og hún vaknar oft við svitaköst eftir að hún byrjaði á breytingaskeiðinu. Freyja er líka með ótrygga framfærslu og hefur miklar áhyggjur af fjármálum. Niðurstaða skimunar: Miklar líkur á kæfisvefni, töluverð einkenni svefnleysis og sterk einkenni fótaóeirðar. Auk þess trufla bakverkir og svitaköst (sem tengjast líklega breytingaskeiðinu) svefninn hjá Freyju flestar nætur. Áhyggjur af framfærslu gætu líka verið að trufla svefn. Meðferð: Hjúkrunarfræðingur þarf að virkja þverfaglega nálgun vegna umfangsmikils svefnvanda. Samvinna við lækni vegna niðurstöðu svefnskimunar. Líklega þarf að gera svefnrannsókn til að greina hvort um kæfisvefn sé að ræða (kæfisvefn getur mögulega skýrt svitaköstin). Einnig hefur járnskortur sterk tengsl við fótaóeirð og hormónabreytingar geta tengst svitaköstum, læknir metur hvort ástæða sé til að panta blóðprufur. Hjúkrunarfræðingur ætti að fá viðtal fyrir Freyju hjá félagsráðgjafa vegna ótryggrar framfærslu og skoðun hjá sjúkraþjálfara ef hægt er vegna bakverkjanna. Ef svefnleysið er alvarlegt getur þurft að vísa á sérhæft meðferðarúrræði, hugræna atferlismeðferð vegna svefnleysis. Hver og ein ofangreindra svefntruflana þarfnast hjúkrunarmeðferðar, sem er oft fræðsla en getur líka verið tæknileg kennsla eða verkleg aðstoð. Þegar verið er að útbúa viðeigandi fræðslu vegna svefnvanda getur UpToDate- gagnagrunnurinn reynst vel. Þar er hægt að fletta upp Restless legs syndrome Patient education, Insomnia Patient education eða Obstructive Sleep apnea Patient education.

Heildræn nálgun er undirstaða hjúkrunarfræðilegrar greiningar og meðferðar á svefnvanda Heildræn skimun hjúkrunarfræðings á svefnvanda getur reynst ómetanlegt fyrsta skref fyrir sjúkling í átt að bættum svefni. Þegar við setjum fram hjúkrunargreiningar vegna svefnvanda, þá tölum við um einkenni; einkenni fótaóeirðar, einkenni svefnleysis, einkenni og áhættuþætti kæfisvefns. Læknar setja fram læknisfræðilegar greiningar. Hjúkrunarfræðileg greining á svefnvanda er fyrst og fremst hjúkrunargreiningin svefntruflun.

Aðrar hjúkrunargreiningar og meðferðir tengjast oft beint svefnvanda á þann hátt að þegar hjúkrunarfræðingur nýtir sérþekkingu sína til að meðhöndla einkenni eða vanda sem veldur sjúklingnum óþægindum eða vanlíðan þá erum við oft jafnframt að bæta svefninn hjá viðkomandi. Heildræn nálgun hjúkrunar við mat og meðferð svefnvanda er þannig bæði hin heildræna nálgun við skimun vandans þar sem skimað er markvisst fyrir þrem algengustu svefnröskununum og jafnframt skimað fyrir því hvort aðrir þættir trufli svefn. Þar gildir almennt að það sem veldur sjúklingnum mestum óþægindum að degi til, truflar oft líka svefn. Hins vegar felst heildræn nálgun hjúkrunar í því að virkja þverfaglega nálgun en það er mikilvægt að sinna flóknum, fjölbreyttum svefnvanda með þverfaglegri nálgun.

Ómetanlegt skref í átt að bættum svefni Kæru kollegar, með því að skima fyrir þrem algengustu svefnröskununum, spyrja hvort e-ð annað trufli svefn, eins og t.d. verkir eða næturþvaglát og setja niðurstöður fram á skipulegan hátt þá eruð þið að taka ómetanlegt skref með skjólstæðingnum í átt að bættum svefni. Gangi ykkur vel og munið að þegar þið veitið hjúkrunarmeðferð eins og t.d. fræðslu um öndunartækni, eða meðferð við andlegri vanlíðan, þá eruð þið jafnframt oft að bæta svefninn hjá skjólstæðingnum. Með kærri kveðju, Aðalbjörg Albertsdóttir, BSc, MSc, hjúkrunarstjóri taugasviðs Reykjalundar

Heimildaskrá Aðalbjörg Albertsdóttir, Árún K. Sigurðardóttir og Björg Þorleifsdóttir. (2019). Algengi svefntruflana hjá fólki með MS. Læknablaðið, 105, 379-384. doi:10.17992/lbl.2019.09.246 Bastien, C.H., Vallieres, A og Morin, C.M. (2001). Validation of the Insomnia Severity Index as an outcome measure for insomnia research. Sleep Medicine 2(4), 297-307. doi:10.1016/ S1389-9457(00)00065-4 Buysse D.J., Reynolds C.F., Monk T.H., Berman S.R. og Kupfer D.J. (1989). The Pittsburgh sleep quality index: A new instrument for psychiatric practice and research. Psychiatry Research, 28(2), 193-213. doi:10.1016/0165-1781(89)90047-4 Chung, F., Yegneswaran, B., Liao, P., Chung, S.A., Vairavanathan, S., Sazzadul Islam, S., Khajehdehi, A. og Shapiro, C.M. (2008). STOP Questionnaire: A Tool to Screen Patients for Obstructive Sleep Apnea. Anesthesiology, 108.812–821 doi:10.1097/ALN.0b013e31816d83e4 Cheung, J. M. Y., Atternäs, K., Melchior, M., Marshall, N. S., Fois, R. A. og Saini, B. (2014). Primary health care practitioner perspectives on the management of insomnia: A pilot study. Australian Journal of Primary Health, 20(1), 103. doi:10.1071/PY12021 Darien, IL. (2014). International classification of sleep disorders (3. útgáfa). USA: American Academy of Sleep Medicine. Davy, Z., Middlemass, J. og Siriwardena, A. N. (2015). Patients’ and clinicians’ experiences and perceptions of the primary care management of insomnia: Qualitative study. Health Expectations, 18(5), 1371-1383. doi:10.1111/hex.12119 Denyes M.J., Orem D.E., Bekel G. og SozWiss. (2001). Self-care: a foundational science. Nurs Sci Q, 14(1):48-54. doi: 10.1177/089431840101400113. Garbarino, S., Lanteri, P., Durando, P., Magnavita, N. og Sannita, W. G. (2016). Co- morbidity, mortality, quality of life and the healthcare/welfare/social costs of disordered sleep: A rapid review. International Journal of Environmental Research and Public Health, 13(8), 831. doi:10.3390/ijerph13080831 Gutenbrunner C., Stievano A., Nugraha B., Stewart D. og Catton H. (2021). Nursing - a core element of rehabilitation. Int Nurs Rev., 69(1):13-19. doi: 10.1111/inr.12661 Riegel B., Jaarsma T. og Strömberg A. (2012). A Middle-Range Theory of Self-Care of Chronic Illness. Advances in Nursing Science 35(3).194-204. doi 10.1097/ANS.0b013e318261b1ba Havrilla E. (2017). Rehabilitation Concepts for the Acute Care Nurse. Madridge J Nurs, 2(2): 72-75. doi: 10.18689/mjn-1000113 Vaughn S., Mauk K.L., Jacelon C.S., Larsen P.D., Rye J., Wintersgill W., Cave C.E. og Dufresne D. (2016). The Competency Model for Professional Rehabilitation Nursing. Rehabil Nurs. 41(1):3344. doi: 10.1002/rnj.225. Li, J., Cao, D., Huang, Y. et al. (2022). Sleep duration and health outcomes: an umbrella review. Sleep Breath, 26: 1479–1501. doi.org/10.1007/s11325-021-02458-1

Ítarefni Erla Björnsdóttir. (2017). Svefn. Reykjavík: JPV útgáfa. Walker, M. (2017). Why we sleep. New York: Scribner.

Heimasíður matslista sem höfundur mælir með að séu notaðir Kæfisvefn: http://www.stopbang.ca/translation/pdf/icelandic.pdf Fótaóeirð: https://irlssg.wildapricot.org/Diagnostic-Criteria/ Svefnleysi: https://eprovide.mapi-trust.org/instruments/insomnia-severity-index Svefngæði: https://sleep.pitt.edu/instruments/

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

57


Ritrýnd grein | Peer review

Reynsla kvenna af því að greinast með meðgöngusykursýki og vitneskja þeirra um mikilvægi eftirfylgdar eftir fæðingu: Eigindleg rannsókn

HAGNÝTING RANNSÓKNARNIÐURSTAÐNA

doi: 10.33112/th.99.3.1

Lítið er vitað um reynslu kvenna af meðgöngusykursýki og mikilvægt að fá fram hver reynsla þeirra er af þeirri meðferð við sykursýkinni sem þær fengu fyrir og eftir barnsburð.

ÚTDRÁTTUR Tilgangur Meðgöngusykursýki er einn af algengustu kvillum sem koma fram á meðgöngu ásamt háþrýstingi og meðgöngueitrun. Tíðni meðgöngusykursýki hérlendis hefur farið ört vaxandi, eða úr 2,6% árið 2006 í 16,6% árið 2020. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að þróa meðferðarúrræði fyrir þennan hóp kvenna fyrir og eftir barnsburð. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða reynslu kvenna sem fengið hafa meðgöngusykursýki af greiningu og meðferð fyrir og eftir barnsburð.

Aðferð Gerð var eigindleg rannsókn. Valdar voru með þægindaúrtaki konur sem áttu barn á Sjúkrahúsinu á Akureyri á tímabilinu janúar 2021 til nóvember 2021 og greinst höfðu með meðgöngusykursýki á yfirstandandi meðgöngu. Fjórtán konur tóku þátt. Tekin voru hálfstöðluð viðtöl og gögnin greind með efnisgreiningu.

Niðurstöður Tvö meginþemu komu fram og voru þau annars vegar tilfinningalegt ójafnvægi og ringulreið og hins vegar breytileiki á framboði og skilningi á mikilvægi eftirfylgdar. Konunum þótti meðgöngusykursýkisgreiningin ákveðinn stimpill, sérstaklega þeim sem voru í yfirþyngd. Þeim reyndist auðveldara að stjórna blóðsykrinum með mataræði og lífsstílsbreytingum en lyfjagjöf. Talsverður breytileiki var á því hvaða þjónustu konunum var boðin varðandi meðgöngusykursýkina og hve móttækilegar þær voru fyrir henni. Flestar töldu sig hafa fengið fullnægjandi fræðslu og stuðning á meðgöngunni og eftir hana.

Ályktanir Niðurstöðurnar gefa vísbendingar um að það finnist konur sem greinst hafa með meðgöngusykursýki sem fá takmarkaðan stuðning og eftirfylgd eftir barnsburð, og ef hann er í boði þá afþakki þær hann. Huga þarf betur að þessum hópi kvenna, sérstaklega með það að markmiði að koma í veg fyrir að þær þrói með sér sykursýki tegund 2 eða aðra afleidda kvilla seinna á lífsleiðinni.

Lykilorð Meðgöngusykursýki, eftirfylgd, meðganga, eigindleg rannsókn.

58

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

„Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?“

Nýjungar

Hagnýting

Niðurstöður rannsóknarinnar geta nýst til að efla eftirlit með konum sem greinast með meðgöngusykursýki. Styrkja þarf fræðslu og stuðning á meðgöngu og ekki síður eftir fæðingu barns. Þekking Konur sem greinast með meðgöngusykursýki upplifa oft neikvæðar tilfinningar af greiningunni og þeirri meðferð sem þeim stendur til boða. Mikilvægt er að fræða þær um mikilvægi eftirlits með blóðsykri eftir barnsburð og að koma á skipulegu eftirliti eftir fæðingu barns.

Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga

Mikilvægt er fyrir heilbrigðisstarfsmenn að vita meira um reynslu kvenna af því að greinast með meðgöngusykursýki í þeim tilgangi að bæta og efla möguleg meðferðarúrræði.


Ritrýnd grein | Peer review

Höfundar EMILÍA FÖNN ANDRADÓTTIR hjúkrunarfræðingur, innkirtlamóttöku SAk Sjúkrahúsinu á Akureyri ÞÓRA JENNÝ GUNNARSDÓTTIR prófessor í hjúkrunarfræði, Háskóla Íslands ELÍSABET KONRÁÐSDÓTTIR sérfræðingur í sykursýki barna Landspítala RAFN BENEDIKTSSON prófessor, yfirlæknir innkirtlalækninga Landspítala HELGA JÓNSDÓTTIR prófessor í hjúkrunarfræði, forstöðumaður hjúkrunar langveikra fullorðinna á Landspítala

Reynsla kvenna af því að greinast með meðgöngusykursýki og vitneskja þeirra um mikilvægi eftirfylgdar eftir fæðingu: Eigindleg rannsókn INNGANGUR Meðgöngusykursýki er sá fylgikvilli meðgöngu sem er hvað algengastur ásamt háþrýstingi og meðgöngueitrun. Hér á landi er meðgöngusykursýki greind með fastandi blóðprufu við tólftu viku meðgöngu eða með 75 gramma sykurþolsprófi við 24.-28. viku meðgöngu hjá þeim konum sem hafa einn eða fleiri áhættuþætti meðgöngusykursýki (Landspítali, 2012). Erlendar rannsóknir sýna fram á að meðferðarúrræði fyrir konur eftir barnsburð sem greinst hafa með meðgöngusykursýki geti verið af skornum skammti, stuðningur sé ekki nægur og konurnar eigi oft í erfiðleikum með að tileinka sér ráðlagðar lífsstílsbreytingar (Parsons, o.fl., 2018). Hjá þeim konum er talið að sjö af hverjum tíu þrói með sér sykursýki tegund 2 innan við 10 ár frá greiningu, ásamt því að þeim er hættara við að fá hjarta- og æðasjúkdóma seinna á lífsleiðinni (Parsons, o.fl., 2018; Muhwava, o.fl., 2019). Íslenskar klínískar leiðbeiningar tiltaka hvert verklag á að vera þegar meðgöngusykursýki hefur verið greind (Landspítali, 2012). Þar segir að eftirfylgdin skuli felast í því að fylgjast með blóðsykri kvennanna ásamt því að veita þeim fræðslu um viðeigandi lífsstílsbreytingar. Ef það gengur ekki eru tilmæli um að hefja lyfjameðferð. Orsök meðgöngusykursýki er ekki að fullu þekkt, en talið er að hún stafi af efnaskiptabrenglun í líkamanum sem kemur fyrst fram á meðgöngu í tengslum við breytingar á kolvetna- og fituefnaskiptum (Buchanan, o.fl., 2012). Konur sem greinast með meðgöngusykursýki ná ekki að anna aukinni insúlín eftirspurn líkamans, annaðhvort vegna þess að brisið nær ekki að halda í við aukningu á glúkósaframleiðslu líkamans eða insúlínnæmni þeirra er of lítil (McIntyre, o.fl., 2019). Meðgöngusykursýki hefur ýmissa áhættuþætti í för með sér, bæði fyrir konuna sjálfa og ófætt barn hennar. Konur sem greinast með meðgöngusykursýki eru til að mynda líklegri til að fá meðgöngueitrun, eiga barn fyrir tímann og enda í bráðakeisara (Griffin, o.fl., 2000; Bellamy, o.fl., 2009), ásamt því að vera líklegri til að þróa með sér sykursýki 2 eða hjarta- og æðasjúkdóma seinna á ævinni (Bellamy, o.fl., 2009). Meðgöngusykursýki getur einnig haft áhrif á ófædda barnið þar sem verða auknar líkur á andvana fæðingu, að barnið verði of stórt miðað við meðgöngulengd, hætta á rauðkornabólgu og hætta á blóðsykursfalli og gulu (Langer, o.fl., 2005). Hérlendis er notast við klínískar leiðbeiningar sem byggja á leiðbeiningum frá Alþjóðastofnun rannsóknarhópa um sykursýki og meðgöngu (e. IAPDSG). Samkvæmt leiðbeiningunum er konum með meðgöngusykursýki skipt í tvo hópa. Annar hópurinn er kallaður GDMA 1 (e. Gestational diabetes mellitus 1) og tekur til kvenna sem viðhalda viðunandi blóðsykri með mataræði og hreyfingu. Hinn hópurinn kallast GDMA 2 (e. Gestational diabetes mellitus 2) og tekur til kvenna sem þarfnast lyfjameðferðar á meðgöngunni, hvort sem það er töflumeðferð eða sprautumeðferð með insúlíni (Landspítali, 2012). Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

59


Meðgöngusykursýki: Reynsla kvenna

Greiningarferli meðgöngusykursýki er misjafnt eftir löndum og eru til margar klínískar leiðbeiningar þar um. Oftast er notast við fastandi blóðsykur eða 75 gramma sykurþolspróf. Fastandi blóðsykur (FBS) er mældur í bláæða- eða háræðablóði eftir 8-10 tíma föstu. Konur sem hafa gildi milli 5,1 og 7 mmól/L fá greininguna meðgöngusykursýki en fastandi blóðsykur undir 5,1 mmól/L er talinn eðlilegur blóðsykur (Diabetes, 2019). Tíðni meðgöngusykursýki hefur aukist undanfarin ár en tölur frá Embætti landlæknis sýna að tíðni meðgöngusykursýki var 2,6% árið 2006 en hefur hækkað í 16,6% árið 2020 (Landlæknisembættið, 2021). Talið er að þessi skarpa hækkun stafi að hluta til af breyttum áherslum við skimun fyrir meðgöngusykursýki, en greiningarskilmerki hennar voru endurskilgreind árið 2010. Annað sem getur haft áhrif á aukningu meðgöngusykursýki er ofþyngd kvenna (líkamsþyngdarstuðull >30 kg/m2)), en líkt og annars staðar í heiminum eru íslenskar konur að þyngjast (Landlæknisembættið, 2021). Meðferð við meðgöngusykursýki fer eftir því hve langt yfir viðmiðunarmörk blóðsykurinn er. Klínísku leiðbeiningarnar frá Landspítala (Landspítali, 2012) eru byggðar á rannsókn frá árinu 2010 sem sýndi að konur sem greindust rétt undir greiningarmörkum (á þeim tíma voru viðmiðunarmörkin fastandi blóðsykur meira en 5,8 mmól/L og 2 klst. eftir sykurþolspróf meira en 11,1 mmól/L) áttu frekar erfiðar fæðingar eða aðra fylgikvilla (Lowe, o.fl., 2012). Í íslensku klínísku leiðbeiningunum segir að fastandi blóðsykur konurnar eigi að vera á milli 3,5 og 5,9 mmól/L og undir 7,8 mmól/L klukkutíma eftir máltíðir. Vanalega er byrjað á því að meta hvort breytt mataræði og hreyfing dugi til að lækka blóðsykurinn. Ef blóðsykursmælingarnar heima eru 15% yfir viðmiðunarmörkum er hafin lyfjameðferð, fyrst með töflum en ef hún dugar ekki þá með insúlínsprautumeðferð. Um tveimur til fjórum mánuðum eftir barnsburð eiga konur sem meðhöndlaðar voru með insúlíni á meðgöngu að láta mæla blóðsykur hjá sér. Konum er ráðlagt að hafa sjálfar samband við heilsugæslu og óska eftir eftirliti með blóðsykri. Ef blóðsykurinn er aftur á móti yfir viðmiðunarmörkum eftir barnsburð er konunni vísað á göngudeild sé hún er til staðar í heimahéraði en annars til heimilislæknis þar sem veitt er eftirfylgd vegna sykursýki. Þá á að fylgjast með börnum mæðra með meðgöngusykursýki í að minnsta kosti 12 tíma eftir barnsburð (Landspítali, 2012). Við greiningu á meðgöngusykursýki fær konan fræðslu hjá ljósmóður þar sem henni er kennt að mæla blóðsykur með blóðsykurmæli í fingur og fær leiðbeiningar um viðmiðunargildi. Lagt er upp með að konan mæli blóðsykur fjórum sinnum á sólarhring fyrstu tvær vikurnar. Mikil áhersla er lögð á sérhæfða næringarráðgjöf eins fljótt og auðið er og að konurnar hreyfi sig í að minnsta kosti 30 mínútur á dag, utan vinnu, nema aðrir kvillar á meðgöngunni komi í veg fyrir það (Landspítali, 2012). Í fræðilegri samantekt kom fram að í 13 af 17 rannsóknum hafði hreyfing jákvæð áhrif á blóðsykurinn þannig að hann hélst stöðugri og 11 rannsóknir sýndu að reglubundin hreyfing fyrir meðgöngu drægi úr áhættunni á meðgöngusykursýki um allt að 28% (Mijatovic-Vukas, o.fl., 2018). Meðferðarúrræði fyrir konur sem greinst hafa með meðgöngusykursýki og nýtast þeim eftir barnsburð eru mikilvæg (Song, o.fl., 2017; Parsons o.fl. 2018). Rannsóknir hafa sýnt að margar konur upplifa skömm, sjálfsásökun, óöryggi, áhyggjur og sektarkennd við að greinast með meðgöngusykursýkina, þá sérstaklega ef þær eru í ofþyngd. Þó svo að konur séu meðvitaðar

60

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

um að þær séu í áhættu fyrir meðgöngusykursýki áður en greiningarpróf er framkvæmt geta niðurstöðurnar engu að síður komið þeim á óvart (Dayyani, o.fl., 2019; Siad, o.fl., 2018; Jarvie, 2017). Einn af aðalþáttum þess að konur nái góðri stjórn á blóðsykrinum á meðgöngu er að þær nái að aðlaga tilheyrandi lífsstílsbreytingar að daglegu lífi. Í rannsókn Mensah og félaga (2019) var mataræðið helsta hindrunin. Einnig hefur komið fram að konum finnst tímafrekt að gera lífsstílsbreytingar (McMillan og fl., 2018). Helsti hvati kvenna til þess að ná og viðhalda góðri blóðsykurstjórn er ófætt barn þeirra (Svenson, o.fl., 2018). Fræðsla og stuðningur til þessara kvenna er mikilvægur. Þennan stuðning þarf að veita að fenginni greiningu, áfram alla meðgönguna og síðan eftir barnsburð. Svigrúm til að spyrja spurninga við greininguna er mikilvægt en taka þarf tillit til þess að konurnar geta verið í áfalli svo stuttu eftir greiningu að þeim komi engin spurning í hug og rými til að spyrja spurninga í síðari mæðraskoðunum getur verið takmarkað (Kilgour, o.fl., 2019). Mikilvægt er fyrir konurnar að hafa einhvers konar félagslegan stuðning til þess að aðstoða þær við lífsstílsbreytingar. Rannsókn Muhwava og félaga (2019) sýndi að þeim konum sem fengu stuðning og hvatningu heima fyrir vegnaði oftar betur en þeim sem ekki fengu slíkan stuðning. Má þar nefna að fjölskyldumeðlimir breyttu gjarnan um mataræði til að styðja við konuna. Það sem konurnar töldu jafnframt hjálpa sér var að fá reynslusögur og ábendingar frá öðrum konum með meðgöngusykursýki. Stuðningur frá heilbrigðiskerfinu var einnig talinn mikilvægur en það hvernig hann var veittur var sérlega mikilvægt til þess að konurnar upplifðu stuðning en ekki skammir (Muhwava, o.fl., 2019; Kilgour, o.fl., 2019). Hulda Viktorsdóttir og Valborg Bjarnadóttir (2018) rannsökuðu eftirfylgd kvenna sem greinst höfðu með meðgöngusykursýki hjá 40 heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Af þessum heilsugæslustöðvum voru einungis 63% sem buðu upp á einhvers konar eftirfylgd fyrir konur með meðgöngusykursýki. Algengast var að hjúkrunarfræðingar sinntu eftirfylgninni, eða 48%, en í 32% tilfella gerðu læknar það. Helsta ástæða þess að ekki var boðið upp á eftirfylgd var skortur á verklagsreglum (20%) og að of fáar konur greinist með meðgöngusykursýki, eða bara um 13,3% á landsvísu. Önnur nýleg íslensk rannsókn hefur undirstrikað þörf kvenna fyrir stuðning eftir að þær greinast með meðgöngusykursýki ásamt því að sýna fram á hve alvarlegir áhættuþættir meðgöngusykursýki eru (Þórunn Jóhanna Júlíusdóttir o.fl., 2019). Þar var verið að skoða hvort hreyfiseðill sem meðferðarúrræði hefði áhrif á konur sem höfðu fengið meðgöngusykursýki. Rannsóknin leiddi í ljós að hreyfiseðillinn jók virkni kvennanna marktækt (Þórunn Jóhanna Júlíusdóttir o.fl., 2019). Mikilvægi blóðsykurstjórnunar á og eftir meðgöngu er ótvírætt, en rannsóknir á reynslu kvenna á meðgöngusykursýki, greiningu hennar og meðferð eru takmarkaðar. Tilgangur þessarar rannsóknar er að skoða reynslu kvenna af því að greinast með meðgöngusykursýki og þeirri meðferð sem þær fengu fyrir og eftir barnsburð. Leitast var því eftir að svara rannsóknarspurningunni: „Hver er reynsla kvenna sem fengið hafa meðgöngusykursýki af greiningu og meðferð fyrir og eftir barnsburð?“


Ritrýnd grein | Peer review

Gagnasöfnun

AÐFERÐ Rannsóknarsnið Rannsóknarsniðið er eigindlegt. Eigindlegar rannsóknaraðferðir eru taldar sérstaklega hentugar fyrir rannsóknir í hjúkrunar- og heilbrigðisvísindum einkum þegar reynsluheimur skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar er viðfangsefnið (Colorafi og Evans, 2016). Með slíkum rannsóknaraðferðum má afla þekkingar um reynslu, tilfinningar, hugmyndir, væntingar og skoðanir skjólstæðinga þeirra (Polit og Beck, 2017).

Þátttakendur Notað var þægindaúrtak (e. convenience sampling) við val á þátttakendum. Leitast var við að finna einstaklinga sem búa yfir þeirri reynslu sem var skoðuð (Polit og Beck, 2017). Sett voru inntöku- og útilokunarskilyrði fyrir þátttöku (sjá töflu 1). Fengnir voru nafnalistar yfir þær konur sem höfðu átt barn á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) á tímabilinu janúar 2021 til nóvember 2021 og höfðu ICD-10 greiningarnúmerin O24.4 (GDMA 1) og O24.9 (GDMA2). Kerfisstjóri SAk sótti upplýsingarnar úr sjúkraskrárkerfi sjúkrahússins. Listinn samanstóð af 57 konum, þar af voru 52 með GDMA1 en aðeins fimm með GDMA2. Við yfirferð á listanum voru þrjár konur strax útilokaðar vegna þess að þær stóðust ekki inntökuskilyrði fyrir rannsóknina. Listinn var sendur af því loknu til forstöðuljósmóður SAk. Hún hafði samband við 20 konur af handahófi í gegnum síma, kynnti stuttlega fyrir þeim rannsóknina og fékk leyfi til þess að aðalrannsakandi hefði samband við þær innan tveggja vikna. Fimm afþökkuðu þátttöku og ein svaraði ekki í síma. Rannsakandi hafði samband við þær konur sem voru eftir símleiðis, kynnti rannsóknina og tímasetning viðtals var ákveðin. Upphaflega var lagt upp með að taka viðtöl við sjö til tíu konur sem fæddu barn á tímabilinu janúar 2021 til maí 2021. Eftir að búið var að taka sex viðtöl var óljóst hvort mettun á gögnum myndi nást með þeim fjölda viðtala. Því var ákveðið að óska eftir leyfi til að taka fleiri viðtöl og fá að bæta við sjö til tíu konum sem fæddu barn á tímabilinu maí 2021 til nóvember 2021 (Fylgiskjal 2). Það leyfi fékkst. Tekin voru því samtals 14 viðtöl yfir tímabilið maí 2021 til mars 2022. Viðtölin voru við 12 konur sem greindar voru með GDMA 1 og tvær voru með GDMA 2. Alls voru sjö viðtöl tekin í eigin persónu, fimm í gegnum fjarfundabúnaðinn TEAMS og tvö viðtöl voru tekin í gegnum síma.

Tafla 1. Inntöku- og útilokunarskilyrði rannsóknarinnar Inntökuskilyrði

Útilokunarskilyrði

Konan með ICD-10 greiningarnúmerið O.24.4 eða O.24.9 hafi fætt barn á SAk frá janúar 2021 til nóvember 2021.

Aðrir fylgikvillar en meðgöngusykursýki á yfirstandandi meðgöngu, utan vægrar meðgöngueitrunar í lok meðgöngu.

Meðgöngusykursýki greind með blóðprufu við 12 vikna meðgöngu eða með 75 gramma sykurþolsprófi.

Hafi misst barnið af einhverjum ástæðum.

Ekki liðnir meira en 6 mánuðir frá fæðingu þegar viðtal er tekið.

Gagnaöflun stóð yfir frá því í lok maí 2021 til mars 2022. Viðtölin voru tekin upp á stafrænt upptökutæki og síðar skrifuð upp. Viðtölin voru hálfstöðluð og hófst hvert viðtal á sömu spurningunni. „Mig langar að biðja þig að segja mér frá því hvernig þú upplifðir að greinast með meðgöngusykursýki og hvaða hugsanir fór í gegnum kollinn á þér“. Í kjölfarið var síðar notast við viðtalsramma sem samanstóð af 20 spurningum. Rík áhersla var lögð á að spurningarnar væru opnar, hefðu ekki komið fram áður og hindruðu ekki flæði sem átti sér stað á milli rannsakanda og viðmælanda. Í lok hvers viðtals tók rannsakandi saman þau efnisatriði sem komu fram í viðtalinu, bæði til þess að skilningur rannsakandans á efninu væri réttur en einnig til upprifjunar. Við lok hvers viðtals skrifaði rannsakandi niður punkta sem komu fram í óformlegu samræðunum fyrir og eftir viðtalið og voru viðbót við það sem fram kom í viðtalinu sjálfu. Auk þess skráði rannsakandi óyrta tjáningu eins og andlits- og líkamstjáningu hjá sér.

Siðfræði Rannsóknin fékk leyfi frá siðanefnd heilbrigðisrannsókna við SAk (Mál 2021-01), og frá framkvæmdastjórn SAk og var tilkynnt til Persónuverndar. Jafnframt gáfu þátttakendur upplýst skriflegt samþykki fyrir þátttöku. Í allri vinnslu og úrvinnslu rannsóknargagna var eingöngu unnið með rannsóknanúmer og því ekki hægt að rekja svör til einstakra þátttakenda.

Gagnagreining Með efnisgreiningu (e. content analysis) voru gögn greind og flokkuð til að greina mynstur sem varpa ljósi á rannsóknarspurninguna (Braun og Clarke, 2006; Hsieh og Shannon, 2005). Notuð var aðleiðsla (e. inductive), þar sem viðfangsefnið er lítið rannsakað og nálguðust rannsakendur rannsóknargögnin með opnum huga til að leita að sameiginlegum þráðum og áherslum. Fyrsti höfundur frumgreindi gögnin og í framhaldinu unnu allir höfundar að gagnagreiningunni með hliðsjón af lýsingu Braun og Clarke (2006) en þrep gagnagreiningarinnar eru útskýrð í töflu 2.

Tafla 2. Þrep gagnagreiningar 1 Kynnast rannsóknargögnunum

Sökkva sér í rannsóknargögnin, fyrst með því að hlusta endurtekið á viðtölin og síðan með því að marglesa vélritaðan texta þeirra. Í þessu þrepi urðu fyrstu hugmyndir að þemum til.

2 Grófflokka efnisatriði

Dregin voru saman efnisatriði sem pössuðu saman, áfram var haldið að þróa hugmyndir að meginefnisatriðum. Notast var við áherslupenna til að draga fram mikilvæg atriði.

3 Þemagreining

Meginefnisatriði sem endurspegla mynstur eða sértæka merkingu voru dregin fram og undirþemu greind.

4 Endurskoðun á þema greiningu

Rýnt var í þemun í heild sinn og tengsl þeirra á milli, ígrundað hvort um innbyrðis skörun væri að ræða og hvort merkingaratriði hefðu verið skilin útundan.

5 Endanleg þemaheiti og rökstuðningur þeirra

Hverju þema var lýst og það rökstutt með beinum tilvitnunum í viðmælendur eins og við átti. Hvert þema myndaði eina merkingarheild og öll þemun enn stærri heild sem endurspeglaði rannsóknarspurninguna.

6 Endanleg framsetning á niður stöðum

Skrifuð var heildstæð lýsing á niðurstöðunum með áherslu á frásagnarstíl, flæði og að heildarmynd fengist af viðfangsefninu.

18 ára eða eldri. Talar og skilur íslensku.

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

61


Meðgöngusykursýki: Reynsla kvenna

NIÐURSTÖÐUR Aldursbil þátttakenda var 27 til 42 ár og meðalaldur 33 ár. Sex kvennanna voru 35 ára eða eldri, eða 43%. Í töflu þrjú má sjá bakgrunn þátttakenda. Sjö þátttakendur voru frumbyrjur. Allar nema tvær voru með BMI yfir 30 kg/m2 og fimm höfðu verið greindar með meðgöngusykursýki á fyrri meðgöngum. Fjórar höfðu fjölskyldusögu um meðgöngusykursýki. Ein hafði litarhaft annað en hvítt. Við greiningu gagna komu fram tvö meginþemu. Þau voru: Tilfinningalegt ójafnvægi og ringulreið og breytileiki á framboði og skilningi á mikilvægi eftirfylgdar. Fyrra þemað fjallar um hvernig konurnar upplifðu það að greinast með meðgöngusykursýki en síðara þemað fjallar um þjónustuna sem konunum bauðst og hvernig þær nýttu sér hana.

Tafla 3. Bakgrunnur þátttakenda: Tegund meðgöngusykursýki (GDMA), aldur, fjölda meðgöngu, BMI stuðull, litarhafti og fjölskyldusögu þeirra kvenna sem viðtal var tekið við. Hver reitur í töflunni táknar konu sem tekið var viðtal við. Já er táknað með gráu og nei er táknað með hvítu. GDMA1 >35 ára Áður greind GDMA Fyrsta meðganga BMI >30 kg/m2 Litarhaft annað en hvítt Fjölskyldusaga um sykursýki

Tilfinningalegt ójafnvægi og ringulreið Við greiningu á meðgöngusykursýki upplifðu konurnar sjokk eða urðu pirraðar og reiðar. Mismunandi var hvernig það birtist. Pirringurinn og reiðin tengdist því hversu þröng greiningarviðmiðin voru; viðmiðunarmörk sem þær fóru aldrei eða sjaldan yfir í heimamælingum. Allar konurnar nema tvær voru í ofþyngd og fundu þær talsvert fyrir skömm yfir því að hafa meðgöngusykursýki. Ein sagði: „sko ég var bara mjög hissa hahaha … ég hérna … já ég var mjög hissa“. Önnur sagði: „Ég var svo sem alveg líka búin að hugsa út í það að það gæti gerst en það var ákveðið svona sjokk“. Einhverjar kvennanna höfðu greinst með meðgöngusykursýki á fyrri meðgöngu og voru undir það búnar að greinast aftur: „Fyrst þegar ég fékk þessa greiningu, þú veist, þá kom það mér alveg á óvart og það var svona smá sjokk … í seinna skiptið kom það manni ekkert á óvart af því að maður eiginlega beið eftir því“. Þá voru tvær sem ekki höfðu greinst með meðgöngusykursýki en bjuggust samt sem áður við því. Önnur sagði: „Kannski pínu hissa en samt, þú veist … ekki“, en hin orðaði það þannig: „… eee það var náttúrulega fannst mér bara vesen sko. … kom mér ekkert þannig á óvart“. Bæði þær konur sem höfðu fengið greininguna um meðgöngusykursýki áður og þær sem voru að fá hana í fyrsta skipti lýstu tilfinningum á borð við reiði, pirring og að verða móðgaðar: „Ég var ógeðslega pirruð … hahahaha. Æi, ég hef alltaf

62

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

verið allt of þung og alltaf einhver svona, þú veist, ýjað að því að ég sé með sykursýki“. Pirringurinn kom einnig fram eftir að konurnar voru búnar að mæla sig í ákveðinn tíma: „… og í öllum þessum mælingum var ég aldrei yfir. … og ég held að það hafi kannski pínu svona … þá varð ég pirruð, sko“. Ein sagði: „Ég var pirruð yfir þessu af því að það er náttúrlega búið að breyta viðmiðunum … ég mældist 5,1 eða eitthvað og þá var ég greind með meðgöngusykursýki“. Þó að flestar kvennanna hafi fundið sig stimplaðar eða fundið fyrir skömm við það að fá meðgöngusykursýkisgreininguna voru á því undantekningar. Ein sagði: „Þú veist það er mikið um sykursýki í fjölskyldunni, þannig að það var ekkert eitthvað, þú veist, æi, mér fannst þetta ekkert það mikið að ég væri eitthvað að skammast mín fyrir það, sko“. Skömm og stimplun kom sterkar fram hjá konum í yfirþyngd. Ein þeirra sagði: „Ég tala ekkert um þetta þannig að það hlýtur að vera“. Önnur sagði: „Ég skammaðist mín fyrir það að ég væri allt í einu með sykursýki … þetta var bara það fyrsta sem ég hugsaði, ég get ekki farið að segja fólki að ég sé með meðgöngusykursýki“. Konurnar völdu helst að deila þessari vitneskju ekki út fyrir fjölskylduna sína og báðu jafnvel um að þetta yrði ekki rætt. „Ég skammaðist mín fyrir þetta og ég svona hálfpartinn vildi aldrei segja frá því að ég væri með þetta“, „ég var samt alveg pínku ósátt við að vera stimpluð með meðgöngusykursýki“.

Breytileiki á framboði og skilningi á mikilvægi eftirfylgdar Mismunandi var hvaða eftirlit varðandi meðgöngusykursýkina konunum var boðið upp á á meðgöngu og eftir barnsburð. Nokkrir þættir virtust hafa áhrif eins og búseta, hvort konurnar höfðu áður verið greindar með meðgöngusykursýki og jafnvel hversu móttækilegar konurnar voru fyrir því að þiggja aðstoð. Flestar konurnar voru ánægðar með þjónustuna og ræddu mest um fræðsluna sem þær töldu fullnægjandi. Ein sagði: „Þetta var alveg nóg fyrir mig sko“, önnur orðaði það svona: „kom mér mest á óvart var hérna bara hvað í rauninni viðbrögðin … voru skýr hjá ... hjá þú veist ljósmóðurinni og bara allt ... hvernig allt virkaði. … skýrar upplýsingar og góðar útskýringar. ... ég fékk bara það … sem að ég þurfti í rauninni ... en þú veist rosalega mikið af því sem ég var að lesa var eitthvað sem ég var búin að fá upplýsingar um hvort eð er. Ég fékk alveg ágætlega mikla fræðslu og svo bara nýtti ég mér líka að þú veist að fara á Google eftir á“. Enn önnur sagðist hafa upplifað að þar sem hún væri búin að fá greininguna á fyrri meðgöngu, fjórum árum áður, að þá ætti hún bara að muna þá fræðslu sem hún fékk á fyrri meðgöngu: „Mér finnst ljósmæðurnar alveg þú veist sem eru í ungbarnavernd... eða í mæðraverndinni misjafnar... mér fannst hún bara pínu ekki nenna, að bara – já, þú ert hvort eð er búin að fá þessa greininguna áður, ég nenni ekkert að ræða þetta við þig og ókei, takk og bæ. Hérna er blóðsykursmælir.“ Fæstar vissu af mikilvægi þess að viðhalda lífsstílsbreytingum eftir meðgöngu eða af aukinni áhættu á sykursýki seinna á lífsleiðinni. Einhverjar kvennanna fengu ávísað hreyfiseðlum frá ljósmóður. Mismunandi var hvort þeim var boðið viðtal við næringarfræðing eða ekki: „Og ég fékk ekkert viðtal eða neitt við næringarfræðing uppi á sjúkrahúsi og ekki … mér var ekki boðið það heldur, sko“. Önnur sagði: „Hún líka sagði að ég gæti fengið viðtal við næringarráðgjafa en sem ég gerði ekki. Þannig að ég veit ekki hvernig það hefði verið“. Þá voru nokkrar sem þáðu boð til næringarfræðings en þær voru misánægðar með þá fræðslu: „… fékk ég samtal við næringarráðgjafa. … mér fannst það æðislegt,


Ritrýnd grein | Peer review

það var frábært“. Önnur sagði: „Jú ég hitti næringarfræðing en það var eitthvað … bara svona að nafninu til einhvern veginn“. Helsta hvatning kvennanna til þess að fylgja meðferðaráætlun á meðgöngu, þrátt fyrir neikvæðar tilfinningar sem þær fundu fyrir, var að þær voru ekki aðeins að hugsa um sjálfa sig heldur ekki síður fóstrið: „Maður er náttúrulega að taka ábyrgð á litlu lífi þarna inni“. Önnur sagði: „… búa eins vel um barnið og mögulegt er“. Þriðja nefndi: „Við náttúrlega plönuðum þennan litla mann að þá einhvern veginn var ég alltaf með hans þarfir miklu meira framar en mínar, sko“. Þá voru konurnar einnig að horfa til framtíðar og huga að heilsu barnsins seinna á lífsleiðinni. Barn einnar konunnar lenti í erfiðleikum eftir fæðingu sem hægt var að rekja til meðgöngusykursýkinnar: „En ég varð alveg mjög hrædd … æi, skilurðu, maður fer alltaf að ásaka sjálfan sig, þú veist … en ég var bara svo hrædd í mómentinu að ég bara eitthvað, shit oh my god er þetta ég, skilurðu“. Annar veigamikil þáttur varðandi meðgöngusykursýkina var stuðningur. Flestar töluðu um stuðning heima fyrir: „Maðurinn, einmitt mjög duglegur að svona styðja mig í að borða hollara og hreyfa mig“. Þá fundu þær einnig fyrir stuðningi í öðrum konum sem höfðu greinst með meðgöngusykursýki. „Það var ótrúlega gott að hafa einhvern sem hafði upplifað þetta til að spjalla við og kasta spurningum á … en það náttúrlega hjálpaði líka að systir mín hafði verið … þú veist verið í þessum vandræðum“. Langflestar kvennanna höfðu ekki fengið upplýsingar um mikilvægi frekara eftirlits með blóðsykri eftir barnsburð og fæstar könnuðust við að meðgöngusykursýkin gæti haft áhrif á heilsu þeirra seinna meir: „Nei, nei ekkert um það, sko. Bara sagt í rauninni að sykursýkin myndi í langflestum tilfellum bara detta út um leið og hann kæmi“. Önnur sagði: „Það var ekkert talað um hvort að ég ætti eitthvað að spá í þessu eftir að hún fæddist“, og sú þriðja: „Nei það var ekkert, ekkert minnst á það, sko“. Þær konur sem þurftu lyfjagjöf á meðgöngunni (GDMA1) fannst skrítið hversu lítil eftirfylgnin með þeim var eftir barnsburð. Ein sagði að eftir að hún hafði verið nokkra daga heima hefði hún uppgötvað að ekki væri allt eins og það átti að vera: „fatta í rauninni ekki fyrr en það eru komnir tveir og hálfur tími síðan ég borðaði að prufa að mæla mig og þá var ég 13,5. Ég bara hérna, hringdi grátandi upp á fæðingardeildina, sko og bara átti ekki von á þessu og hérna“.

UMRÆÐUR Meginþorri þátttakenda greindist með meðgöngusykursýki af tegund GDMA1 og gat haldið blóðsykrinum innan viðmiðunarmarka með breytingum á lifnaðarháttum, einkum mataræði. Sjúkdómsgreiningin kom þeim ekki á óvart þar sem sumar höfðu fengið greininguna á fyrri meðgöngu. Engu að síður upplifðu þær sjokk, pirring og reiði og sumar urðu móðgaðar. Slíkar tilfinningar hafa einnig komið fram í erlendum rannsóknum, en þar hafa einnig komið fram tilfinningar á borð við sjálfsásökun, sektarkennd og óöryggi (Hjelm o.fl., 2018; Svensson o.fl., 2018; Dayyani o.fl., 2019). Líkt og í rannsókn Jarvie (2017) upplifðu konur sem höfðu háan líkamþyngdarstuðul (>30 kg/ m2) frekar skömm.

með þjónustuna sem þær fengu og töldu að ekki hefði verið þörf fyrir frekari þjónustu varðandi meðgöngusykursýkina. Það eru mikilvægar niðurstöður í ljósi þess að fram hefur komið að ef fræðslu og skilningi á meðgöngusykursýki er ábótavant getur það aukið á kvíða og dregið úr meðferðarheldni (Dayyani o.fl., 2019; Kilgour, o.fl., 201; Mensah, o.fl., 2019). Í þessari rannsókn kom fram að konurnar töldu sig ekki vera móttækilegar fyrir fræðslu svo stuttu eftir greiningu vegna þess að þær voru í sjokki eftir að hafa fengið greininguna. Það gerði það að verkum að þær voru ekki sérstaklega fróðleiksfúsar. Svipað kom fram í rannsókn Kilgour og félaga (2019), en þar sögðu þátttakendur að vegna þess í hve miklu áfalli þeir voru við greininguna þá hafði þeim ekki komið neitt í hug til að spyrja um. Engu að síður er heilsa og velferð þessa ófædda barns konum verulegur hvati að blóðsykursgildi sé sem næst viðmiðunargildum í þessari rannsókn líkt og þeim erlendu (McMillans o.fl., 2018; Svenson o.fl., 2018). Eftir barnsburð var allt annað uppi á teningnum varðandi stuðning og eftirlit. Sumar kvennanna upplifðu sig yfirgefnar, sérstaklega þær sem ekki þurftu á lyfjameðferð að halda á meðgöngunni en flestar höfðu ekki áttað sig á að þær eða aðrir þyrftu að gera neitt frekar varðandi eftirlit með blóðsykrinum eða að huga að eigin lífsstíl. Ekki eru til neinar verklagsreglur um eftirfylgd með blóðsykri eftir barnsburð hér á landi, einungis tilmæli (Landspítali, 2012). Tilmælin endurspeglast eins og fram hefur komið í því að þær konur sem þurfa lyfjagjöf á meðgöngu er vísað áfram í þjónustu á göngudeild einstaklinga með sykursýki eða til heimilislæknis í eftirfylgd 2-4 mánuðum eftir barnsburð. Þá skal mæla blóðsykur. Ef blóðsykursgildi eftir barnsburð eru innan viðmiðunarmarka er ekki talin þörf á frekari eftirfylgd. Víða erlendis er konum hins vegar boðin einhver þjónusta. Þó hún sé af skornum skammti, þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á mikilvægi þess að konur viðhaldi þeim lífsstílsbreytingum sem þær gerðu á meðgöngu (Buchanan, o.fl., 2012). Það er mikilvægt tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga að koma á fót skipulagðri sérhæfðri eftirfylgd kvenna sem fengið hafa meðgöngusykursýki eftir barnsburð með það að markmiði að aðstoða þennan hóp kvenna við að draga úr áhættuþáttum sem fylgja meðgöngusykursýki. Slík þjónusta þarf að vera einstaklingsmiðuð svo hún gagnist en misjafnt er hve mikið konur þurfa að breyta lifnaðarháttum til þess að ná ásættanlegum blóðsykursgildum. Í rannsókn McMillans og félaga (2018) töldu konur slíkar breytingar tímafrekar og kostnaðarsamar. Þjónustuna þarf að útfæra fyrir þennan hóp kvenna sérstaklega sem hluta af þjónustu á göngudeild fyrir einstaklinga með sykursýki eða í sérhæfðri móttöku á heilsugæslu. Með hvorri leiðinni sem farin er þurfa hjúkrunarfræðingar að búa yfir sérfræðiþekkingu á heilsufarsvandanum og meðferð við honum þar sem breytingar og/eða viðhald lifnaðarhátta sem draga úr líkum á síðbúnum afleiðingum meðgöngusykursýki reynast konum erfiðar. Glíman við ofþyngd er hluti þess. Til mikils er að vinna í margvíslegum skilningi hagrænum sem heilsufarslegum.

Sú þjónusta sem konunum var veitt bæði á og eftir meðgöngu var talsvert breytileg. Á meðgöngu voru þær allar í skipulagðri eftirfylgd hjá ljósmæðrum. Breytilegt var hvort konunum var boðinn tími hjá næringarráðgjafa, hvort þær fengu hreyfiseðil eða ítarlegri fræðslu frá sérhæfðum heilbrigðsstarfsmanni. Konurnar voru ánægðar

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

63


Meðgöngusykursýki: Reynsla kvenna

STYRKLEIKAR OG TAKMARKANIR RANNSÓKNARINNAR Helstu styrkleikar rannsóknarinnar eru að tekin voru einstaklingsviðtöl við konur sem greindust með meðgöngusykursýki og með því var hægt að fá djúpan skilning á reynslu þeirra. Sami einstaklingur tók öll viðtölin og studdist við sömu viðtalsaðferð. Yfirfærslugildi rannsóknarinnar er takmarkað þar sem hún er byggð á reynslu einungis fjórtán kvenna sem að stærstum hluta hafði GDMA1 og þurfti ekki insúlínmeðferð. Niðurstöðurnar gefa engu að síður innsýn í reynsluheim kvenna sem greinst hafa með meðgöngusykursýki og þá þjónustu sem þeim stendur til boða. Eitt af inntökuskilyrðinu var að konurnar þurftu að tala íslensku til að geta tekið þátt í rannsókninni og gæti verið að það útiloki einhvern hóp kvenna sem þarf enn meiri og jafnvel annars konar þjónustu á meðgöngu og eftir barnsburð.

ÁLYKTANIR Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að mikilvægt sé að skoða frekar reynslu kvenna af því að greinast með meðgöngusykursýki og reynslu af þeirri þjónustu sem þær fá á meðgöngu og eftir barnsburð. Það að greinast með meðgöngusykursýki hafði talsverð sálræn áhrif á þátttakendur þessarar rannsóknar. Mikilvægt er að efla meðferðarúrræði fyrir þennan hóp á meðgöngu og þróa stuðning og forvarnir sem konurnar geta nýtt sér eftir barnsburð. Upplýsa þarf þær um mögulegar afleiðingar meðgöngusykursýki, fyrir þær sjálfar og fyrir fóstrið, og draga úr líkum þess að þær þrói með sér sykursýki tegund 2 eftir meðgöngu. Rannsakendur hafa vitneskju um að það standi til að endurskoða greiningu og meðferð við meðgöngusykursýki á Íslandi.

ÞAKKARORÐ Þakkir fá viðmælendur rannsóknarinnar fyrir að sýna rannsókninni áhuga, samþykkja þátttöku og gefa sér tíma til að taka þátt. Án þessara kvenna hefði rannsókninn ekki orðið að veruleika. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fær þakkir fyrir að veita verkefninu styrk úr B-hluta vísindasjóðs félagsins. Ingibjörg Hanna Jónsdóttir, forstöðuljósmóðir á SAk; Snæbjörn Friðriksson, sérfræðingur upplýsingatæknideild SAk, og Guðbjörg Hákonardóttir fá einnig þakkir fyrir veitta aðstoð.

64

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023


Ritrýnd grein | Peer review

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

65


The experience of being diagnosed with gestational diabetes and the apprecation of postpartum follow-up: A qualitative study

ENGLISH SUMMARY

The experience of being diagnosed with gestational diabetes and the apprecation of postpartum follow-up: A qualitative study Andradottir E.F., Gunnarsdottir Þ.J., Konradsdottir E., Benediktsson R., Jonsdottir H.

Aim

Conclusions

Gestational diabetes is one of the most common disorder that occur during pregnancy along with hypertension and preeclampsia. In Iceland, the incidence of gestational diabetes has been rising in recent years, from 2.6% in 2006 to 16.6% in 2020. Recent research has shown the importance of developing treatment options following childbirth for women diagnosed with gestational diabetes. The purpose of this study was to describe the experience of women of being diagnosed with gestational diabetes and the treatment they received before and after childbirth.

Findings suggest that women diagnosed with gestational diabetes might not receive adequate treatment and follow-up after childbirth, and if offered they might turn it down. More attention needs to be paid to this group of women, with the aim of trying to prevent them from developing type 2 diabetes or other health related problems later in life.

Keywords gestational diabetes, follow-up, pregnancy, qualitative research.

Method The study was a descriptive qualitative study. The participants were selected with a convenience sample from a list of women who gave birth at Akureyri Hospital between January 2021 and November 2021 and were diagnosed with gestational diabetes. Fourteen women participated. The data was collected using semi-structured interviews and analysed using thematic content analysis.

Results The women’s experience was analysed into two themes. The first one was emotional imbalance and chaos. Secondly there was variability in available support and understanding of the importance of follow-up care. Receiving the diagnosis, the women felt that they were stigmatized, especially those who were overweight. It was easier for them to control the blood sugar by diet and lifestyle changes than the medications. Treatment options varied between the women as well as their receptivity towards treatment. Participants felt they had received adequate teaching and support before and after birth.

66

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

Correspondent efa2@hi.is


Ritrýnd grein | Peer review

HEIMILDIR Bellamy, L., Casas, J., Hingorani, A. D. og Williams, D. (2009). Type 2 diabetes mellitus after gestational diabetes: A systematic review and meta-analysis. The Lancet, 373, 1773–1779. doi: 10.1016/S0140-6736(09)60731-5. Braun, V. og Clarke, V. (2006). Using thematic analysis in psychology. Qualitative research in Psychology, 3(2), 77-101. doi: 10.1191/1478088706qp063oa. Buchanan, T. A., Xiang, A. H. og Page, K. A. (2012). Gestational Diabetes Mellitus: Risks and management during and after pregnancy. Nature Reviews Endocrinology, 8(11), 639–649. doi: 10.1038/nrendo.2012.96. Colorafi, K. J. og Evans, B. (2016). Qualitative Descriptive Methods in Health Science Research. HERD: Health Environments Research & Design Journal, 9(4), 16–25. doi: 10.1177/1937586715614171.6. Dayyani, I., Maindal, H. T., Rowlands, G. og Lou, S. (2019). A qualitative study about the experiences of ethnic minority pregnant women with gestational diabetes. Scandinavian Journal of Caring Sciences, 33, 621-631. doi: 10.1111/scs.12655. Embætti landlæknis (2021) Talnabrunnur. Fréttabréf landlæknis um heilbrigðisupplýsingar. Sótt af https://assets.ctfassets.net/8k0h54kb e6bj/3WIv9UEDy1GizCFt4g5i8P/5b590afcf0b078cc10263a421be15acb/ Talnabrunnur_september_2021.pdf þann 21. Águst 2023. Fasting blood sugar levels. (2019). Diabetes, the global diabetes community. Sótt af https://www.diabetes.co.uk/diabetes_care/fasting-blood-sugar-levels.html þann 2. febrúar 2021. Griffin, M. E., Coffey, M., Johnson, H., Scanlon, P., Foley, M., Stronge, J, O’Meara, N. M. og Firth, R. G. (2000). Universal vs. risk factor-based screening for gestational diabetes mellitus: Detection rates, gestation at diagnosis and outcome. Diabetic Medicine, 17(1), 26-32. doi: 10.1046/j.1464-5491.2000.00214. x. Hjelm, K., Bard, K. og Apelqvist, J. (2018). A qualitative study of developing beliefs about health, illness and healthcare in migrant African women with gestational diabetes living in Sweden. BMC Women’s Health, 18(34), 1-14. doi: 10.1186/ s12905-018-0518-z. Hulda Viktorsdóttir og Valborg Bjarnadóttir: Eftirfylgni kvenna eftir fæðingu sem greinst hafa með meðgöngusykursýki. Lokaverkefni til BS prófs við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, júní 2018. http://hdl.handle.net/1946/30479. Hsieh, H. F. og Shannon, S. E. (2005). Three approaches to qualitative content analysis. Qualitative Health Research, 15(9), 1277–1288. doi: 10.1177/1049732305276687 Jarvie R. (2017). Lived experiences of women with co-existing BMI≥30 and gestational diabetes mellitus. Midwifery, 49, 79–86. doi: 10.1016/j.midw.2016.12.009. Kilgour, C., Bogossian, F., Callaway, L. og Gallois, C. (2019). Postnatal gestational diabetes mellitus follow-up: Perspectives of Australian hospital clinicians and general practitioners. Women and birth: Journal of the Australian College of Midwives, 32(1), 24–33. doi: 10.1016/j.wombi.2018.04.011. Landspítali (2012). Klínískar leiðbeiningar um skimun, greiningu og meðferð sykursýki á meðgöngu Sótt af https://www.landspitali.is/library/Sameiginlegar-skrar/ Gagnasafn/BRUNNURINN/Kliniskar-leidbeiningar/Medgongusykursyki/klinleid_ sykursyki_medg_090312.pdf þann 14. febrúar 2022. Langer, O., Yogev, Y., Most O. og Xenakis, E. (2005). Gestational diabetes: The consequences of not treating. American Journal of Obstetrics and Gynecology, 192, 989–97. doi: 10.1016/j.ajog.2004.11.039.

Lowe L. P., Metzger, B. E., Dyer, A. R., Lowe, J., McCance, D. R., Lappin, T. R.J., Trimble, E. R., Coustan, D. R., Hadden, D. R., Hod, M., Oats, J. J., Persson, B. og rannsóknarhópur HAPO rannsóknarinnar. (2012). Hyperglycemia and adverse pregnancy outcome (HAPO) study. Diabetes, 35(3), 574-580. doi: 10.2337/dc11-1687. McMillan, B., Easton, K., Goyder, E., Delaney, B., Madhurvata, P., Abdelgalil, R. og Mitchell, C. (2018). Reducing risk of type 2 diabetes after gestational diabetes: a qualitative study to explore the potential of technology in primary care. British Journal of General Practice, 68(669), 260-267. doi: 10.3399/bjgp18X695297. McIntyre, H. D., Catalano, P., Zhang, C., Desoye, G., Mathiesen, E. R. og Damm, P. (2019). Gestational diabetes mellitus. Nature Reviews. Disease Primers, 5(47), 1-19. doi: 10.1038/s41572-019-0098-8. Mensah, G. P., van Rooyen, D. R. M. og ten Ham-Baloyi, W. (2019). Nursing management of gestational diabetes mellitus in Ghana: Perspectives of nurse-midwives and women. Midwifery, 71, 19-26. doi: 10.1016/j.midw.2019.01.002. Mijatovic-Vukas, J., Capling, L., Cheng, S., Stamatakis, E., Loui, J., Cheung, N. W., Markovic, T., Ross, G., Senior, A., Brand-Millier, J. C. og Flood, V. M. (2018). Associations of diet and physical activity with risk for gestational diabetes mellitus: A systematic review and meta-analysis. Nutrients, 10(6), 698. doi: 10.3390/nu10060698. Muhwava, L. S., Murphy, K., Zarowsky, C. og Levitt, N. (2019). Experiences of lifestyle change among women with gestational diabetes mellitus (GDM): A behavioral diagnosis using the COM-B model in a low-income setting. Plos One, 14 (11),1-21. doi: 10.1371/journal.pone.0225431. Parsons, J., Sparrow, K., Ismail, K., Hunt, K., Rogers, H. og Forbes, A. (2018). Experiences of gestational diabetes and gestational diabetes care: a focus group and interview study. BMC Pregnancy and Childbirth, 18(25), 1-12. doi: 10.1186/ s12884-018-1657-9. Polit, D. F. og Beck, C. T. (2017). Nursing research: generating and assessing evidence for nursing practice. (11 útg.). Philadelphia: Wolters Kluwer Health. Siad, F. M., Fang, X. Y., Santana, M. J., Butalia, S., Hebert, M. A. og Rabi, D. M. (2018). Understanding the experiences of East African immigrant women with gestational diabetes mellitus. Canadian Journal of Diabetes, 42(6), 632–638. doi: 10.1016/j. jcjd.2018.01.013. Song, C., Lyu, Y., Li, C., Liu, P., Li, J., Ma, R.C. og Yang, X. (2017). Long-term risk of diabetes in women at varying durations after gestational diabetes: a systematic review and meta-analysis with more than 2 million women. Obesity Reviews, 19 (3), 421-429. doi: 10.1111/obr.12645. Svensson, L., Nielsen, K. K. og Maindal, H. T. (2018). What is the postpartum experience of Danish women following gestational diabetes? A qualitative exploration. Scandinavian Journal of Caring Sciences, 32, 756–764. doi: 10.1111/scs.12506. Þórunn Jóhanna Júlíusdóttir, Hannes Hrafnkelsson, Ragnheiður I. Bjarnadóttir, Sesselja Guðmundsdóttir, Ragnheiður Bachmann og Jón Steinar Jónsson. (2019). Meðferð með hreyfiseðli í kjölfar meðgöngusykursýki. Læknablaðið, 105(12), 555560. doi: 10.17992/lbl.2019.12.

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

67


Ritrýnd grein | Peer review

Hæfni, þjálfun og viðhorf heilbrigðisstarfsfólks til starfa í hópslysum og náttúruhamförum samkvæmt viðbragðsáætlun doi: 10.33112/th.99.3.2

ÚTDRÁTTUR Tilgangur Það er áskorun að viðhalda góðri heilbrigðisþjónustu þegar þjónustusvæðið er stórt og dreifbýlt. Bráðatilfelli eru oftast fá og því mikilvægt að fagfólk fái reglulega þjálfun og fræðslu svo hæfni og færni sé viðhaldið. Bent hefur verið á að fræðsluform þurfi að vera fjölbreytt til að skila árangri og að teymisvinna sé mikilvæg. Hjúkrunarfræðingar telja sig hafa litla sem enga þekkingu á viðbragðsáætlun þess sjúkrahúss sem þeir starfa við og margir meta hæfni sína til að starfa í stórslysum og náttúruhamförum ekki viðunandi. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hæfni, þjálfun og viðhorf heilbrigðisstarfsfólks Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) til að starfa í hópslysum eða náttúruhamförum samkvæmt viðbragðsáætlun.

Aðferð Megindleg þversniðsrannsókn, íslenskur spurningalisti var staðfærður að starfsaðstæðum HSA. Spurningalistinn innihélt 42 spurningar í fjórum efnisflokkum; a) viðbragðsáætlun og viðbragðsgeta; b) starfshlutverk í viðbrögðum við stórslysi eða hamförum; c) þekking og þjálfun; d) teymisvinna, auk sex bakgrunnsspurninga. Spurningalistinn var lagður rafrænt fyrir hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraliða heilsugæsla HSA og sjúkrahússins í Neskaupstað (N=104). Gögnum var safnað í nóvember 2021 og greind með lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði.

Niðurstöður Svarhlutfallið var 64% (n=66). Niðurstöður voru að 57% höfðu aldrei skoðað viðbragðsáætlunina og 39% þátttakenda þekktu starfshlutverk sitt innan viðbragðsáætlunar illa. Rúmlega 58% höfðu aldrei tekið þátt í hópslysaæfingu innan HSA þar sem viðbragðsáætlunin var virkjuð og 43% aldrei fengið kennslu í hamfaraviðbúnaði. Búnað greiningarsveitarinnar þekktu 10% vel og 15% þekktu almannavarnakerfið vel, en rúm 53% sögðust vera með góða hæfni til þess að takast á við hópslys. Meirihlutinn var sammála um mikilvægi kennslu og þjálfunar í hamfaraviðbúnaði og að hann fengi ekki nægileg tækifæri til þjálfunar. Meirihluti þátttakenda var einnig sammála um mikilvægi teymisvinnu í viðbragði við hópslysum og hamförum.

Ályktanir Niðurstöður sýndu að þátttakendur voru sammála um að fræðslu og kennslu í hamfaraviðbúnaði og þekking á viðbragðsáætlun væri ábótavant innan HSA og tilefni til endurbóta.

Lykilorð Hópslys, viðbragðsáætlun, starfshlutverk, þjálfun, hæfni.

68

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

HAGNÝTING RANNSÓKNARNIÐURSTAÐNA Hvaða nýjungar koma fram í niðurstöðum þessarar rannsóknar?

Niðurstöðurnar gefa góða mynd af óskum heilbrigðisstarfsmanna um hvernig þeir vilja að staðið sé að fræðslu og þjálfun í tengslum við stórslys og hamfarir og er það eitthvað sem aldrei hefur verið skoðað áður.

Hvernig má hagnýta niðurstöður rannsóknarinnar í hjúkrun eða íslenskri heilbrigðisþjónustu?

Út frá niðurstöðunum er hægt að leggja fram fræðsluáætlun um færni í vinnu við stórslys og hamfarir eftir viðbragðsáætlun.

Hvaða þekkingu bæta niðurstöður þessarar rannsóknar við hjúkrunarfræði? Rannsóknin sýnir að þörf er á að bæta þekkingu hjúkrunarfræðinga á viðbragðsáætlun og hæfni þeirra til teymisvinnu við stórslys eða hamfarir.

Hver geta áhrif rannsóknarinnar orðið á störf hjúkrunarfræðinga? Niðurstöðurnar geta leitt þess að hjúkrunarfræðingar kynni sér betur viðbragðsáætlun sinnar stofnunnar og verði þá betur í stakk búnir að bregðast við stórslysum og hamförum.


Ritrýnd grein | Peer review

Höfundar KARÓLÍNA ANDRÉSDÓTTIR1,3 ÁRÚN K. SIGURÐARDÓTTIR1,2 HRAFNHILDUR LILJA JÓNSDÓTTIR1,2 1Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri 2Mennta- og vísindadeild á Sjúkrahúsinu á Akureyri 3Heilbrigðisstofnun Austurlands

Hæfni, þjálfun og viðhorf heilbrigðisstarfsfólks til starfa í hópslysum og náttúruhamförum samkvæmt viðbragðsáætlun INNGANGUR Á undanförnum árum hefur tíðni veðurofsa, hópslysa og fjöldaskotárása aukist sem krefst þess að hjúkrunarfræðingar séu undirbúnir til að takast á við stórslys og hamfarir (Labrague o.fl., 2018; Loke o.fl., 2021). Þrátt fyrir það upplifa hjúkrunarfræðingar sig almennt illa undirbúna til þess að vinna við stórslys (Labrague o.fl., 2018). Til að skilgreina færni og hlutverk hjúkrunarfræðinga við vinnu við stórslys eða hamfarir gaf International Council of Nurses (ICN) og World Health Organization (WHO) út hæfniviðmið fyrir hjúkrunarfræðinga (Al-Maaitah o.fl., 2019). Þar eru tiltekin átta svið sem leggja ber áherslu á við undirbúning hjúkrunarfræðinga til þessara starfa en þau eru meðal annars að þekkja til viðbragðsáætlana, stjórnun og samskipti (Loke o.fl., 2021). Í bandarískri rannsókn þar sem skoðað var mat hjúkrunarfræðinga (n=307) á eigin hæfni í vinnu við stórslys kom í ljós að 40% mátu hæfni sína ekki viðunandi og 45% svarenda töldu sig hafa litla eða enga þekkingu á viðbragðsáætlun sjúkrahússins. Hjúkrunarfræðingar af bráðamóttökunni mátu hæfni sína betri heldur en hjúkrunarfræðingar af öðrum deildum (Hodge o.fl., 2017). Hins vegar sýndi rannsókn frá Svíþjóð að hjúkrunarfræðingar af bráðamóttökum ofmátu eigin hæfni til að takast á við stórslys og hamfarir (Murphy o.fl., 2021). Íslenskir hjúkrunarfræðingar (n=52) sem störfuðu á landsbyggðinni og taka á móti og sinna bráðveikum mátu hæfni sína mesta við að stjórna aðstæðum. Þeir sem voru með viðbótarnám og lengri starfsreynslu mátu hæfni sína meiri til þess að taka á móti og sinna bráðveikum og slösuðum sjúklingum en hinir (Íris Kristjánsdóttir og Herdís Sveinsdóttir, 2018). Af rannsóknum hér að ofan má ráða að þjálfa þurfi fagfólk til starfa við stórslys og mikilvægt sé að leggja áherslu á að fagfólk kynni sér viðbragðsáætlun vinnustaðar síns. Árangur af æfinga- og kennsluáætlun á afskekktari svæðum Taílands hjá fagfólki (n=71) þriggja heilsugæsla var metið þrisvar sinnum út frá hæfni í meðhöndlun bráðatilfella. Fyrst án þess að hljóta fræðslu og þjálfun, aftur strax að lokinni þjálfun og að lokum, átta vikum síðar. Marktæk betri hæfni varð átta vikum eftir þjálfunina heldur en fyrir og fagfólkið upplifði meira sjálfsöryggi í meðhöndlun bráðveikra og slasaðra (Stanley, o.fl. 2015). Rannsókn var gerð á sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem skoðað var hvað fagfólk vildi leggja áherslu á í þjálfun fyrir stórslys. Tekin voru rýnihópaviðtöl við hjúkrunarfræðinga og lækna (n=17). Þar vildu þátttakendur skilgreina betur hlutverk stjórnenda í stórslysum og þjálfa fagfólk í þau hlutverk. Stjórnandi telst til dæmis stjórnandi í greiningarsveit, afleysing deildarstjóra eða stjórnandi læknir. Þátttakendur töldu að styrk stjórnun væri mikilvægur þáttur í hópslysum og stjórnandinn þyrfti að hafa góða þekkingu á viðbragðsáætlun og skipulagi hennar (Hulda Ringsted og Árún K. Sigurðardóttir, 2014). Mikilvægt er að stjórnandi í teymi sé ekki sjálfur að vinna í tilfellinu með framkvæmd nauðsynlegra inngripa eða verka heldur standi til hliðar og hafi yfirsýn. Ef stjórnandi vann sjálfur í tilfellinu og missti yfirsýn,

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

69


Hæfni heilbrigðisstarfsfólks til starfa samkvæmt viðbragðsáætlun

voru meiri líkur á að verk eða inngrip kæmu of seint inn í ferlið eða gleymdust (Tschan o.fl., 2019). Í vinnu heilbrigðisstarfsfólks við stórslys er teymisvinna mikilvæg, en góð teymisvinna dregur úr mistökum og bætir öryggi og meðferð sjúklinga (Herzberg, 2018). Að æfa teymisvinnu eykur skilning heilbrigðisstarfsfólks á hlutverkum hvers og eins sem og færni og getu teymismeðlima (Ikram o.fl., 2017; Kim og Lee, 2020). Teymisvinna er talin mikilvægur þáttur í vinnu við stórslys og hamfarir en mikilvægt er að þjálfa teymisvinnu reglulega og tengja inn í dagleg störf fagfólks (Hulda Ringsted, 2012). Við hópslys innan þjónustusvæðis HSA eru boðaðir á staðinn viðbragðsaðilar úr ýmsum áttum og er greiningarsveit HSA hluti af þeim. Eitt af hlutverkum hennar er að aðstoða við bráðaflokkun og bregðast við lífsógnandi áverkum á meðan beðið er eftir flutningi. Við bráðaflokkun er notað Smart-Tag-bráðaflokkunarkerfi en það er flæðirit sem forgangsraðar slösuðum út frá lífsmörkum og einkennum. Þeir sem flokkast grænir geta gengið, sjúklingar sem flokkast gulir geta ekki gengið en lífsmörk þeirra eru innan ákveðinna marka og rauðir eru með lífshættuleg lífsmörk og/eða breytingu á meðvitundarstigi (Heilbrigðisstofnun Austurlands, 2020-b). Mikilvægt er að æfa bráðaflokkun eins og rannsókn á bráðamóttöku í Katar sýndi fram á. Þátttakendur voru hjúkrunarfræðingar og læknar (n=100) sem var skipt í tvo hópa og fékk annar hópurinn (n=50) skriflegar leiðbeiningar um framkvæmd bráðaflokkunar og hinn fékk 60 mínútna skrifborðsæfingu í bráðaflokkun. Þeir sem fengu skrifborðsæfingu, bráðaflokkuðu 20 tilfelli á 5,4 mínútum og voru með 90% rétt flokkað en viðmiðunarhópurinn var með 70% rétt flokkað og var 8,2 mínútur að klára sama tilfellafjölda (Khan, 2018). Vorið 2020 gaf Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) út viðbragðsáætlun eftir leiðbeiningum frá Almannavörnum. Viðbragðsáætlun er verkáætlun sem heilbrigðisstofnun vinnur eftir þegar sinna þarf meiri fjölda slasaðra eða sjúkra en dagleg starfsemi ræður við, oftast yfir stuttan tíma. Í viðbragðsáætlun er farið yfir móttökugetu stofnunarinnar, stjórnskipulag útskýrt, verkaskipting útlistuð og samskipta- og fjarskiptaleiðir settar upp. Almannavarnir snúast um skipulag og stjórnkerfi sem virkjast á hættustundu og hefur það markmið að koma í veg fyrir eða takmarka eftir því sem unnt er líkams- og/eða heilsutjón almennings (Reglugerð um efni og gerð viðbragðsáætlana; Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, e.d.-a, e.d.-b, e.d.-c). Í rannsókn sem gerð var á 13 heilbrigðisstofnunum kom í ljós að allar stofnanirnar höfðu skýra viðbragðsáætlun, en skortur var á þjálfun, kennslu og endurmati á hæfni fagfólks til að starfa við stórslys eða hamfarir (Bin Shalhoub o.fl., 2017). Í desember árið 2020 féllu aurskriður á Seyðisfjarðarkaupstað og ollu miklum skemmdum á bænum án mannskaða. Við þennan atburð var óvissustig viðbragðsáætlunar HSA virkjað, sem er lægsta háskastigið af þremur og snúast aðgerðir á því stigi um aukið eftirlit. Annað háskastig viðbragðsáætlunar kallast hættustig þar sem reynt er að lágmarka afleiðingar yfirvofandi hættu og þriðja háskastigið er neyðarstig, þar hefur atburðurinn átt sér stað og verkefnin eru lífsbjargandi aðgerðir (Embætti landlæknis, 2017). Skriðuföllin á Seyðisfirði sýndu að nauðsynlegt var að tryggja viðeigandi viðbrögð við hópslysum eða öðrum hamförum samkvæmt viðbragðsáætlun HSA. Til þess að viðbragð heilbrigðisstofnunar sé viðunandi verður að vera til virk viðbragðsáætlun sem heilbrigðisstarfsmenn þekkja. Einnig verða

70

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

þeir að hafa fengið fræðslu og þjálfun í þeim starfshlutverkum sem þeim er ætlað. Aðeins þannig er hægt að draga úr þeim skaða sem hamfarir eða hópslys geta valdið (Beyramijam o.fl., 2020; Lo o.fl., 2017). Þjónustusvæði HSA er víðfeðmt en bandarísk samantekt sýndi að það er krefjandi verkefni fyrir viðbragðsaðila að viðhalda góðri heilbrigðisþjónustu þegar þjónustusvæðið er stórt og dreifbýlt. Bráðatilfelli eru almennt færri í dreifbýli og því getur verið erfitt að viðhalda þekkingu fagfólks. Því er mikilvægt að fagfólk fái þjálfun og fræðslu reglulega svo hæfni og færni sé viðhaldið (Viswanathan o.fl, 2012). Á heilbrigðisstofnunum er vel þekkt að ráða til sín hjúkrunarfræðinga sem halda utan um skipulag, þjálfun, æfingar, eftirlit og eftirfylgni mála þar sem viðbragðsáætlun er virkjuð. Talið er að með þessu verði sjúkrahúsin betur í stakk búin til þess að taka á móti hópslysum samkvæmt viðbragðsáætlunum (Weeks, 2019). HSA hefur ráðið hjúkrunarfræðing í hlutastarf til að sinna þessum málum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða hæfni, þjálfun og viðhorf heilbrigðisstarfsfólks HSA til starfa í hópslysum eða náttúruhamförum bæði sem einstaklingar og í teymum. Einnig að meta viðhorf til þjálfunar og kennslu og skoða hversu vel undirbúna þau telja stofnunina og sig vera til þess að takast á við þess konar verkefni og vinna samkvæmt viðbragðsáætlun HSA.

AÐFERÐ Rannsóknin er megindleg þversniðsrannsókn.

Þátttakendur Þýði rannsóknarinnar var hjúkrunarfræðingar, læknar og sjúkraliðar HSA sem störfuðu á heilsugæslum HSA og á sjúkrahúsinu í Neskaupstað. Þeir sem svöruðu könnuninni voru úrtak rannsóknarinnar. Heilbrigðisstarfsmenn HSA sem störfuðu á hjúkrunarheimilum HSA fengu ekki boð í rannsóknina þar sem hlutverk þeirra innan viðbragðsáætlunarinnar er viðaminna en hjá starfsfólki heilsugæsla og sjúkrahúsins. Hlutverk þeirra í viðbragðsáætluninni er að veita stuðning og aðstoða eftir þörfum og sneri rannsóknin eingöngu að lykilstarfsmönnum viðbragðsáætlunarinnar (Heilbrigðisstofnun Austurlands, 2020-b).

Mælitæki Mælitæki rannsóknarinnar var íslenskur spurningalisti sem metur hlutverk, hæfni og þjálfun til starfa í stórslysum og hamförum (Hulda Ringsted, 2012). Leyfi var fengið frá höfundi til að nota spurningalistann og var hann staðfærður að starfsumhverfi HSA. Spurningalistinn var forprófaður af fimm hjúkrunarfræðingum frá þremur mismunandi heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni sem höfðu mismunandi þekkingu á viðbrögðum almannavarna og viðbragðsáætlun heilbrigðisstofnana og störfuðu á ólíkum sviðum. Breytingar sem gerðar voru á spurningalistanum eftir forprófun voru minniháttar. Spurningalistinn skiptist upp í fjóra efnisflokka auk sex bakgrunnsspurninga; a) viðbragðsáætlun og viðbragðsgeta (sex spurningar), þrjár með Likert-kvarða; b) starfshlutverk í viðbrögðum við stórslysi eða hamförum (sex spurningar) allar með Likert-kvarða; c) þekking og þjálfun (18 spurningar), níu með Likert-kvarða og d) teymisvinna (sex spurningar), fimm með Likert-kvarða. Sjá Likert-kvarða í töflum 2-6.


Ritrýnd grein | Peer review

Við spurningar sem ekki voru með Likert-kvarða var svarmöguleikum raðað upp út frá því sem spurt var um hverju sinni. Dæmi er spurningin um hversu mörgum bráðveikum einstaklingum HSA geti tekið á móti, með svarmöguleikum; a). 1-2, b) 3-4, c) 5-6, d) 7-8, e) 9 eða fleiri.

Tafla 1. Bakgrunnsupplýsingar þátttakenda Heildarfjöldi N = 66 (%) Kyn

Umhverfi og framkvæmd

Karlar

57 (86,4)

Þjónustusvæði HSA er um 16.200 ferkílómetrar og er íbúafjöldi um 11 þúsund, starfsstöðvar eru 13 talsins og starfsmenn eru um 450. HSA rekur 11 heilsugæslur, stærstu heilsugæslurnar eru á Egilsstöðum, Reyðarfirði og í Neskaupstað og þar er einnig Umdæmissjúkrahús Austurlands. Aðrar heilsugæslur eru með minni starfsemi, styttri opnunartíma og færra starfsfólk. HSA rekur einnig fimm hjúkrunarheimili (Heilbrigðisstofnun Austurlands, 2020-a; Heilbrigðisstofnun Austurlands, e.d.).

Konur

9 (13,6)

Vefforritið SurveyMonkey var notað, það gerði þátttakendum kleift að svara spurningalistanum nafnlaust á netinu. Allir þátttakendur fengu í tölvupósti kynningarbréf rannsóknarinnar þar sem rannsóknin var kynnt og óskað eftir þátttöku þeirra sem og veftengil á spurningalistann. Netföng starfsmanna fengust hjá launaskrifstofu HSA og voru send netskeyti til 104 starfsmanna. Spurningalistinn var opnaður í byrjun nóvember 2021 og var opinn í fjórar vikur. Sendur var tölvupóstur vikulega til áminningar og einnig var rannsóknin auglýst inni á sameiginlegu spjallsvæði starfsmanna.

Aldur 45 ára og yngri

35 (53)

46 ára

31 (47)

Starfsaldur Meira en 15 ár

21 (31,8)

6-15 ár

31 (47,0)

0-5 ár

14 (21,2)

Hæsta menntunarstig Framhaldsskólapróf

18 (27,3)

Grunnnám í háskóla

22 (33,3)

Framhaldsnám í háskóla

26 (39,4)

Starfsstéttir Sjúkraliðar

19 (28,8)

Hjúkrunarfræðingar

32 (48,5)

Gagnagreining

Læknar

13 (19,7)

Við gagnavinnslu var farið yfir bakgrunnsupplýsingar og breytingar gerðar þannig að hópaskipting yrði tiltölulega jöfn. Þannig voru allir læknar settir í einn hóp hvort sem þeir voru sérfræðilæknar, sérnámslæknar eða sérnámsgrunnlæknar. Ákveðið var að sameina starfsaldurinn í þrjá hópa úr fjórum og skipta aldurshópunum niður í tvo hópa í stað fjögurra. Einnig voru þátttakendur frá Vopnafirði settir í hóp með Egilsstöðum, Seyðisfirði og Borgarfirði eystri þar sem næsta heilbrigðisstofnun við Vopnafjörð er Egilsstaðir. Þátttakandinn frá Djúpavogi sameinaðist heilsugæslunni í Fjarðabyggð vegna sömu ástæðu og þeir sem skráðu sig í annað fylgdu Umdæmissjúkrahúsi Austurlands vegna þess að það er stærsta starfsstöð innan HSA.

Vantar

2 (3)

Lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði voru notaðar til að lýsa viðhorfum þátttakenda til einstakra spurninga. T-próf óháðra hópa var gert til að bera saman viðhorf eftir kyni og aldurshópum. Einhliða dreifigreining (ANVOA) með Tukey-eftiráprófi var notuð þegar áhrif annarra bakgrunnsbreyta á spurningarnar svo sem starfsaldurs, voru greind. Marktektarmörk voru sett við p<0,05.

Siðfræði Vísindasiðanefnd mat rannsóknina ekki leyfisskylda en leyfi var fengið frá framkvæmdastjórn HSA fyrir rannsókninni. Litið var á svörun spurningalista sem upplýst samþykki.

NIÐURSTÖÐUR Samtals fengu 104 einstaklingar spurningalistann og var svarhlutfallið um 64% (n=66). Sjá frekari bakgrunnsupplýsingar þátttakenda í töflu 1, en þar sést að hjúkrunarfræðingar voru um 49% þátttakenda. Spurt var hversu mörgum alvarlega slösuðum eða alvarlega veikum einstaklingum HSA gæti í heild tekið við í einu og svöruðu um 58% að getan væri einn til fjórir einstaklingar. Móttökugetu HSA

Starfsstöðvar Egs – Borg – Sey- Vopn

25 (37,9)

Fjarðab – Djúpav

18 (27,3)

Neskaupst – annað

23 (34,8)

töldu um 62% lækna vera einn til tveir einstaklingar en um 60% hjúkrunarfræðinga og 47% sjúkraliða telja móttökugetuna vera einn til fjórir alvarlega slasaðir eða alvaralega veikir einstaklingar. Þeir sem höfðu 0-5 ára starfsaldur töldu HSA geta tekið á móti fleirum heldur en þeir sem höfðu hærri starfsaldur (p=0,046). Aðeins 29% þátttakenda höfðu verið við störf þegar viðbragðsáætlun HSA var virkjuð. Starfsmenn með meira en 15 ára starfsaldur voru líklegri til þess að hafa verið við störf við virkjun viðbragðsáætlunar (p=0,010). Meirihluti þátttakenda (um 71%) höfðu aldrei unnið eftir viðbragðsáætluninni. Spurt var um hversu vel fagfólk hafði kynnt sér innihald viðbragðsáætlunar HSA. Í ljós kom að rúmlega 35% höfðu ekkert skoðað hana, um 22% vissu hvar hún var en ekki skoðað hana, 22% höfðu flett henni lauslega, 17% höfðu lesið það sem átti við þeirra starfseiningu og aðeins um 5% höfðu lesið hana alla. Starfsfólk með 0-5 ára starfsreynslu hafði minna kynnt sér viðbragðsáætlunina heldur en þeir sem höfðu meiri starfsreynslu (p=0,008). Tafla 2 sýnir skoðun þátttakenda á gagnsemi viðbragðsáætlunar og að flestir töldu hana vera gagnlega eða mjög gagnlega fyrir starfsemi HSA, fyrir starfsstöðvar HSA og sitt starfshlutverk. Í töflu 3 kemur fram að 29% af þátttakendum sögðust þekkja starfshlutverk sitt við stórslys eða hamfarir vel/mjög vel en 39% þátttakenda þekktu hlutverk sín illa/mjög illa. Þá mátu 53% svarenda hæfni sína góða/mjög góða til þess að takast á við

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

71


Hæfni heilbrigðisstarfsfólks til starfa samkvæmt viðbragðsáætlun

Tafla 2. Gagnsemi viðbragðsáætlunarinnar fyrir: (fjöldi n, og (%) Gagnslaus

Gagnlítil

Hvorki gagnleg né gagnslaus

Gagnleg

Mjög gagnleg

Starfsemi stofnana HSA N=65 (%)

0 (0)

3 (4,6)

11 (16,9)

33 (50,8)

18 ( 27,7)

Þína starfseiningu N=64 (%)

1 (1,6)

2 (3,1)

13 (20,3)

28 (43,8)

20 (31,3)

Þitt starfshlutverk N=66 (%)

1 (1,5)

3 (4,5)

12 (18,2)

27 (40,9)

23 (34,8)

starfshlutverk sitt í stórslysum og hamförum. Læknar þekktu starfshlutverk sitt marktækt betur heldur en hjúkrunarfræðingar (p=0,016). Hins vegar höfðu 58% svarenda aldrei tekið þátt í neinni hópslysaæfingu á HSA þar sem viðbragðsáætlunin var virkjuð.

Tafla 3. Starfshlutverk í viðbrögðum við stórslys og hamfarir, fjöldi n og (%)

Hversu vel þekkir þú þitt eigið starfshlutverk við stórslys eða hamfarir? N=62 (%) Hversu vel heldur þú að HSA sé í heild sinni undir það búið að takast á við starfsemi í stórslysum og hamförum? N=63 (%) Hversu vel telur þú þína starfseiningu vera undir það búna að takast á við starfsemi í stórslysum og hamförum? N = 63 (%) Hversu vel heldur þú að yfirstjórn HSA sé í stakk búin til að takast á við sitt hlutverk í stórslysum og hamförum? N=63 (%)

Hversu gagnlegt telur þú að það sé fyrri þig að þekkja hlutverk annarra starfsmanna og starfsstöðva í viðbragðs-áætlun HSA? N=62 (%)

Hversu góða metur þú hæfni þína til að takast á við eigið starfshlutverk í stórslysum og hamförum? N=62 (%)

Mjög illa

Illa

Hvorki vel né illa

8

16

20

14

4

(12,9)

(25,8)

(32,3)

(22,6)

(6,5)

1

12

25

24

1

(1,6)

(19,0)

(39,7)

(38,1)

(1,6)

1

17

29

15

1

(1,6)

(27,0)

(46,0)

(23,8)

(1,6)

1

5

23

31

3

(1,6)

(7,9)

(36,5)

(49,2)

(4,8)

Gagnslaus

Gagnlítil

Hvorki gagnleg né gagnslaus

Gagnleg

Mjög gagnleg

Vel

Mjög vel

0

0

1

28

33

(0)

(0)

(1,6)

(45,2)

(53,2)

Mjög illa

Illa

Hvorki vel né illa

Vel

Mjög vel

0

7

22

29

4

(0)

(11,3)

(35,5)

(46,8)

(6,5)

Tafla 4 sýnir svör við spurningum um þekkingu og þjálfun í stórslysa- og hamfaraviðbúnaði. Þar kemur fram að 64% eru frekar ósammála/mjög ósammála því að þeir fái nægjanlega þjálfun í stórslysa- og hamfaraviðbúnaði á sínum vinnustað. Stærsti hluti svarenda hafði aldrei fengið neinskonar kennslu

72

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

eða þjálfun í stórslysa- eða hamfaraviðbúnaði eða 43%. En 25% svarenda sögðu það vera meira en fimm ár síðan kennsla fór síðast fram. Læknar höfðu oftar fengið þjálfun og fræðslu í stórslysaog hamfaraviðbúnaði heldur en sjúkraliðar (p=0,041). Ekki var marktækur munur milli hjúkrunarfræðinga og annarra faghópa. Þegar spurt var hverskonar kennslu eða þjálfun fagfólk fékk seinast voru flestir sem svöruðu stórslysaæfingu, eða um 37%. Næststærsti hópurinn fékk seinast kennslu sem hluta af grunnnámi sínu.

Tafla 4. Þekking og þjálfun, fjöldi n og (%)

Hversu sammála ert þú því að kennsla og þjálfun í stórslysa og hamfaraviðbúnaði sé mikilvæg fyrir starf þitt á HSA? N=60 (%) Hversu sammála ert þú því að þú hafir næga þekkingu og þjálfun til að leysa af hendi þau verkefni sem þér kunna að vera falin í stórslysi eða hamfaraviðbúnaði? N=60 (%) Hversu sammála ert þú því að þú fáir nægileg tækifæri til þjálfunar í stórslysa og hamfaraviðbrögðum á þínum vinnustað, þ.e. HSA? N=60 (%) Hversu sammála ertu því að sérvelja eigi starfsmenn til þjálfunar í stórslysa og hamfaraviðbúnaði? N= 60 (%)

Mjög ósammála

Frekar ósammála

Hvorki ósammála né sammála

Frekar sammála

Mjög sammála

0

1

6

14

39

(0)

(1,7)

(10,0)

(23,3)

(65,0)

1

19

12

23

5

(1,7)

(31,7)

(20,0)

(38,3)

(8,3)

21

17

19

3

0

(35,0)

(28,3)

(31,7)

(5,0)

(0)

13

25

9

9

4

(21,7)

(41,7)

(15,0)

(15,0)

(6,7)

Þegar kannað var hversu oft fagfólk myndi vilja fá kennslu eða þjálfun í stórslysa- og hamfaraviðbúnaði vildu flestir fá kennslu/ þjálfun árlega eða 43%. Næstflestir svöruðu á tveggja ára fresti, eða 35%. Þátttakendur voru beðnir um að haka við það

Tafla 5. Þekking og þjálfun, fjöldi n og (%)

Hversu vel þekkir þú búnað greiningarsveitar HSA? N=60 (%) Hversu vel/illa treystir þú þér til að fara til starfa með greiningarsveit HSA? N=60 (%) Hversu vel þekkir þú SMARTTAG bráðaflokkunarkerfið? N=60 (%) Hversu vel þekkir þú uppbyggingu almannavarnakerfisins á Íslandi? N= 60 (%) Hversu vel þekkir þú TETRA fjarskiptakerfið? N=60 (%)

Mjög illa

Illa

Hvorki vel né illa

Vel

Mjög vel

22

18

14

4

2

(36,7)

(30,0)

(23,3)

(6,7)

(3,3)

6

8

31

11

4

(10,0)

(13,3)

(51,7)

(18,3)

(6,7)

9

12

23

11

5

(18,2)

(20,0)

(38,3)

(18,3)

(8,3)

8

16

27

8

1

(13,3)

(26,7)

(45,0)

(13,3)

(1,7)

8

16

22

12

2

(13,3)

(26,7)

(36,7)

(20,0)

(3,3)


Ritrýnd grein | Peer review

kennslu- eða þjálfunarform sem þeir óskuðu einna helst eftir og fékk hópslysaæfing í samvinnu við aðra viðbragðsaðila flest atkvæði. Síðan komu verkþáttaæfingar, hópslysaæfingar innan HSA og endurlífgunaræfingar. Fyrirlestrar og skrifborðsæfingar fengu fá atkvæði og það var enginn áhugi á sjálfsnámi og lestri bæklinga. Þátttakendur voru spurðir hversu mörg háskastig væru í viðbragðsáætlun HSA og svaraði 41% rétt að háskastigin væru þrjú. Það var mikilvægast fyrir þátttakendur að fá kennslu og þjálfun í forgangsflokkun og áverkamati en fæstir höfðu áhuga á að fá fræðslu um almannavarnakerfið eða þjálfa hæfni í stjórnun. Þátttakendur með 15 ára eða lengri starfsaldur treystu sér betur til þess að starfa með greiningarsveit HSA (p=0,012) og þekking þeirra á búnaði greiningarsveitarinnar var einnig betri (p=0,035). Sjúkraliðar þekktu Smart-Tag bráðaflokkunarkerfið minna heldur en læknar og hjúkrunarfræðingar (p=0,018) (tafla 5). Tafla 6 sýnir svör þátttakenda við teymisvinnu og þar sést að þeir álíta teymisvinnu mikilvæga, það sé mikilvægt að þjálfa teymisvinnu og það geti fækkað mistökum í starfi. Þegar þátttakendur voru spurðir hvað þeir teldu vera mikilvægustu atriðin í teymisvinnu fengu samskipti og samvinna mesta svörun. Næst á eftir kom stjórnun og svo frumkvæði. Læknar töldu þverfaglega teymisvinnu betri á sínum vinnustað heldur en sjúkraliðar (p=0,022), en ekki kom í ljós munur milli hjúkrunarfræðinga og annarra faghópa.

Hversu sammála ert þú því að hægt sé að þjálfa heilbrigðisstarfsfólk í teymisvinnu? N=59 (%) Hversu sammála ert þú því að þekking og þjálfun heilbrigðisstarfsmanna í teymisvinnu auki öryggi sjúklinga? N=59 (%) Hversu sammála ert þú því að þjálfun starfsmanna í teymisvinnu fækki mistökum í starfi? N=59 (%)

Hvernig myndirðu lýsa þverfaglegri teymisvinnu á þinni starfseiningu? N=59 (%)

Rannsóknin veitir nýja og mikilvæga þekkingu um hæfni, viðhorf og þekkingu heilbrigðisstarfsmanna á Austurlandi til starfa í hópslysum og hamförum. Niðurstöðurnar sýndu að meirihluti þátttakenda hafði ekki kynnt sér innihald viðbragðsáætlunarinnar, 43% höfðu aldrei fengið þjálfun eða kennslu í stórslysa- og hamfaraviðbúnaði og meirihlutinn taldi nægileg tækifæri til þjálfunar ekki hafa verið til staðar. Þekking fagfólks á búnaði greiningarsveitarinnar og verkferlum eins og Smart-Tag bráðaflokkunarkerfinu og uppbyggingu á almannavarnakerfi Íslands var yfir heildina léleg og gátu 47% þátttakenda ekki svarað með vissu hvort að þeir treystu sér til að starfa í greiningarsveit. Þó mátu 53% þátttakenda sig hæfa til þess að vinna við stórslys eða hamfarir. Því má spyrja hvort fagfólkið hér sé að ofmeta hæfni sína, samanber rannsókn þar sem hjúkrunarfræðingar á bráðamóttökum ofmátu hæfni sína til vinnu við hamfarir og stórslys (Murphy o.fl., 2021). Þessu til viðbótar taldi um helmingur þátttakenda að þeir hefðu nægilega þekkingu og þjálfun til að leysa af hendi þau verkefni sem koma í kjölfar stórslysa og hamfara, þó flestir segjast ekki fá næga þjálfun. Mikilvægt er að þjálfa viðbrögð við stórslysi en Stanley, o.fl. (2015) fundu að átta vikum eftir fræðslu og kennslu um meðhöndlun bráðveikra og slasaðra, hélst hæfni og færni heilbrigðisstarfsfólksins betri en fyrir kennsluna. Út frá þessu má álykta að heilbrigðisstarfsfólk HSA gæti náð upp viðeigandi þekkingu og hæfni til að starfa í stórslysum og hamförum ef það fengi fræðslu og kennslu við hæfi. Hér þekkti aðeins um þriðjungur fagfólksins starfshlutverkin sín vel innan viðbragðsáætlunar HSA, þrátt fyrir að þau séu vel útlistuð í texta viðbragðsáætlunar.

Tafla 6. Teymisvinna, fjöldi n og (%)

Hversu sammála ert þú því að teymisvinna sé mikilvæg í viðbragði við stórslysum og hamförum? N=59 (%)

UMRÆÐA

Mjög ósammála

Frekar ósammála

Hvorki sammála né ósammála

Frekar sammála

Mjög sammálal

4

0

0

9

46

(6,8)

(0)

(0)

(15,3)

(78,0)

6

0

0

13

40

(10,2)

(0)

(0)

(22,0)

(67,8)

1

0

1

13

44

(1,7)

(0)

(1,7)

(22,0)

(74,6)

2

1

2

12

42

(3,4)

(1,7)

(3,4)

(20,3)

(71,2)

Mjög slæm

Slæm

Hvorki góð né slæm

Góð

Mjög góð

0

1

24

29

5

(0)

(1,7)

(40,7)

(49,2)

(8,5)

Kannað var hvaða starfsstöðvar þátttakendur teldu að gegndu lykilhlutverki í viðbragðsáætlun HSA og fékk heilsugæslan og sjúkrahúsið í Neskaupstað flest atkvæði. Næst á eftir var heilsugæslan á Egilsstöðum og þar á eftir heilsugæslan á Reyðarfirði.

Ekki er nóg að setja fram vandaða viðbragðsáætlun eins og HSA hefur gert en þessi rannsókn sýndi að mikið rými er til endurbóta í fræðslu og kennslu í hamfaraviðbúnaði. Samræmist það rannsókn frá Sádi-Arabíu um að þrátt fyrir skýra viðbragðsáætlanir hjá heilbrigðisstofnunum var skortur á eftirfylgni þeirra (Bin Shalhoub o.fl., 2017). En niðurstöður þessarar rannsóknar voru einnig að þátttakendur óskuðu eftir reglulegri þjálfun og fræðslu. Staðfesti rannsókn Hollister o.fl. frá árinu 2021 það einnig en þar kom fram að æfingar sem eru minni í sniðum en haldnar oftar en stærri hópslysaæfingar skila árangri í að viðhalda þekkingu og hæfni heilbrigðisstarfsfólks. Einnig hefur komið fram að heilbrigðisstarfsmenn sem fengu skrifborðsæfingu bráðaflokkuðu réttar og hraðar en hinir sem fengu einungis skriflegar leiðbeiningar (Khan, 2018). Samkvæmt niðurstöðunum áleit fagfólk að teymisvinna væri mikilvæg og yfirgnæfandi meirihluti var sammála um að mikilvægt væri að þjálfa teymisvinnu þar sem það telur að teymisvinna geti dregið úr mistökum og aukið öryggi sjúklinga. Rannsókn frá Líbanon staðfesti að það að gefa heilbrigðisstarfsfólki tækifæri til að æfa teymisvinnu með hermikennslu skilaði sér í aukinni klínískri færni og betri samskiptum (Sharara-Chami o.fl., 2020). Þar sagði meirihluti þátttakenda að þverfagleg teymisvinna á sinni starfseiningu væri góð/mjög góð. Eitt af því sem skilgreinir gott teymi er að teymismeðlimir þekkja hver annan sem leiðir til betri samskipta og gæði þjónustunnar verða betri (Rogers og Hampson, 2020). Samkvæmt þessu má álykta að þar sem fjöldi starfsmanna HSA á hverri starfsstöð er ekki mikill, þekkja þeir samstarfsfélaga sína tiltölulega vel sem getur skilað sér í góðri teymisvinnu.

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

73


Hæfni heilbrigðisstarfsfólks til starfa samkvæmt viðbragðsáætlun

Hér kom fram að fagfólk HSA taldi ekki mikilvægt að þjálfa stjórnun í viðbragði við stórslysi eða hamförum. Það er á skjön við niðurstöður Huldu Ringsted (2012), þar töldu þátttakendur mikilvægt að skilgreina betur hlutverk stjórnenda og að styrk og góð stjórnun væri einn af mikilvægari eiginleikum viðbragðsaðila og nauðsynlegt að æfa hana. Fagfólk með meiri starfsaldur taldi að HSA gæti tekið á móti færri bráðveikum en hinir. Viðbragðsáætlun HSA tiltekur að Umdæmissjúkrahús Austurlands geti ekki lagt inn sjúklinga sem flokkast rauðir (alvarlega slasaðir) samkvæmt Smart-Tag bráðaflokkunarkerfinu, en að hægt sé að leggja inn allt að 10 gula sjúklinga. Sjúklingar flokkaðir grænir myndu fá meðhöndlun á heilsugæslum HSA (Heilbrigðisstofnun Austurlands, 2020-b). Við hópslys innan starfssvæðis HSA er því líklegt að alltaf þurfi að kalla til aðstoð annars staðar frá, frá öðrum heilbrigðisstofnunum, lögreglu, björgunarsveitum og sjúkraflutningum. Mikilvægi samstarfs milli þessa aðila er ítrekað af almannavörnum (Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, e.d.-a). Þar sem HSA getur ekki sinnt alvarlega slösuðum einstaklingum þarf að flytja þá í annan landsfjórðung annaðhvort með sjúkraflugvél eða þyrlu Landhelgisgæslunnar. Viðmiðunar- útkallstími sjúkraflugvélarinnar frá Akureyri eru 35 mínútur í hæsta forgangi (F1) og næsthæsta forgangi (F2) en það tekur flugvélina um 35 mínútur að fljúga til Egilsstaða frá Akureyri. Rannsókn um sjúkraflug á Íslandi sýndi að miðgildi viðbragðstíma og flutningstíma sjúkraflugvélarinnar var 84 mínútur og 150 mínútur (Björn Gunnarsson o.fl., 2022). Sjúkraþyrla Landhelgisgæslunnar er um eina klukkustund og 30 mínútur að fljúga til Egilsstaða frá Reykjavík (Landhelgisgæsla Íslands, e.d). Það er háð aðstæðum, staðsetningu og aðgengi að flutningstækjum hvar sjúklingum er sinnt hverju sinni. Í þessari rannsókn vildu þátttakendur ekki sérvelja fagfólk sem færi til starfa í greiningarsveit. Hins vegar sýna rannsóknir að hjúkrunarfræðingar af bráðamóttöku meta hæfni og þekkingu sína á viðbragðsáætlun sjúkrahússins meiri heldur en hjúkrunarfræðingar af öðrum deildum (Hodge, o.fl.

74

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

2017). Ef það væri skilgreind bráðamóttaka innan HSA yrði fagfólk bráðamóttöku þungamiðjan í viðbragði við hópslysi innan heilbrigðisstofnunarinnar eins og þekkt er á Selfossi (Heilbrigðisstofnun Suðurlands, 2017). Helstu styrkleikar rannsóknarinnar er góð svörun og nálægð og skilningur fyrsta höfundar á viðfangsefninu. Helstu veikleikar eru að mælitækið hefur ekki verið notað áður á svæði HSA og einnig að þátttakendur eru tiltölulega fáir og því ekki hægt að heimfæra niðurstöður yfir á aðrar stofnanir en getur gefið ákveðnar vísbendingar. Áhugavert væri að gera samskonar rannsókn á fleiri heilbrigðisstofnunum á landinu.

LOKAORÐ Þjálfun hjúkrunarfræðinga og annars fagfólks til starfa eftir viðbragðsáætlun við stórslys og hamfarir er mikilvæg, sérstaklega í dreifðum byggðum. Þar getur mikið mætt á fáum fagmönnum á meðan beðið er eftir aðstoð. Leggja ber áherslu á að hjúkrunarfræðingar og annað fagfólk þekki viðbragðsáætlun síns vinnustaðar og fái nauðsynlega þjálfun til að starfa eftir henni. Leggja þarf áherslu á að auka hæfni í bráðaflokkun, teymisvinnu og stjórnun aðstæðna við stórslys eða hamfarir. Heilbrigðisstarfsfólk sem starfar í dreifbýli verður að vera viðbúið hverju sem er og því er sérlega mikilvægt að þjálfa hæfni og færni þess til að vinna eftir viðbragðsáætlun því það getur verið langt í næstu aðstoð.

ÞAKKIR Höfundar þakka heilbrigðisstarfsfólki HSA fyrir þátttökuna og framkvæmdastjórn HSA fyrir samvinnuna.


Ritrýnd grein | Peer review

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

75


Hæfni heilbrigðisstarfsfólks Competence, Training and Attitudes til starfa ofsamkvæmt Health Workers viðbragðsáætlun to work in Mass Casualty and Natural Disaster according to Contingency plan

ENGLISH SUMMARY

Competence, Training and Attitudes of Health Workers to work in Mass Casualty and Natural Disaster according to Contingency plan Andresdottir K., Sigurðardottir A.K., Jonsdottir H.L.

Aim It is a challenge to maintain good health care when the service area is large and sparsely populated. There are few emergencies, therefore it is important that staff receive regular training and education, to maintain skills and competences. Research has confirmed that teaching methods need to be varied to be effective and that teamwork is important. Often nurses consider themselves to have little or no knowledge of the contingency plan of the hospital they work in, and some consider themselves not to be qualified to work in mass casualty incidents. Aim of the study was to examine the competence, training, and attitudes of the Health Directorate of East Iceland (HSA) healthcare professionals to work in mass casualty incidents or natural disasters according to contingency plan.

Method A cross-sectional study. An Icelandic questionnaire including 42 items; a) contingency plan and response ability; b) role in mass casualty and natural disaster; c) knowledge and training; d) teamwork, in addition to six questions regarding participants´ background. It was submitted electronically to doctors, nurses, and practical nurses in HSA’s hospital and health care clinics (N=104). Data was collected in November 2021 descriptive and inferential statistics was used to analyze the data.

Results The response rate was 64% (n=66). Of the participants 57% had never seen the contingency plan and 39% of participants had poor knowledge of their role in a mass casualty incident. Over 58% had never participated in a mass casualty exercise within HSA where the contingency plan was activated and 43% had never received training in mass casualty preparedness. Only 10% knew the triage team equipment well and 15% knew the Civil Protection System

76

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

well, but over 53% of participants said they had good professional competence to work in a mass casualty incident. Most participants agreed about the importance of teaching and training in mass casualty preparedness and that sufficient opportunities for training were not provided. Most emphasized importance of teamwork in response to major accidents.

Conclusions The results showed that participants agreed that education and training in mass casualty incidents and knowledge of the contingency plan is deficient in HAS and there is a room for improvements.

Keywords Mass casualty incidents, contingency plan, professional role, training, competence.

Correspondent Karólína Andrésdóttir, karolina.andresdottir@hsa.is


Ritrýnd grein | Peer review

HEIMILDIR Al-Maaitah, R., Conlan, L., Gebbie, K., Hutton, A., Langan, J.C., Loke, A.Y., McClelland, A., Oweis, A., Qureshi, K., Stewart, D., Teinilä, V., Veenema, T.G., Vlasich C. og Yamamoto, A. (2019). Core competencies in disaster nursing, version 2.0. International Council of Nurses. https://www.icn.ch/sites/default/files/ inline-files/ICN_Disaster-Comp-Report_WEB.pdf Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. (e.d.-a). Um Almannavarnir. https://www.almannavarnir.is/almannavarnir/ Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. (e.d.-b). Forvarnir og fræðsla. https://www.almannavarnir.is/forvarnir-og-fraedsla/ Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. (e.d.-c). Útgefið efni. https://www.almannavarnir.is/utgefid-efni/ Beyramijam, M., Khankeh, H. R., Farrokhi, M., Ebadi, A., Masoumi, G. og Nouri-Sari, H. (2020). Evaluating the disaster preparedness of emergency medical service agencies in the world: A systematic literature review protocol. Journal of Education and Health Promotion, 9, 351. doi:http://dx.doi.org/10.4103/jehp.jehp_416_20 Bin Shalhoub, A. A., Khan, A. A. og Alaska, Y. A. (2017). Evaluation of disaster preparedness for mass casualty incidents in private hospitals in Central Saudi Arabia. Saudi Medical Journal, 38(3), 302-306. doi:10.15537/smj.2017.3.17483 Björn Gunnarsson, Kristrún María Björnsdóttir og Sveinbjörn Dúason. (2022). Sjúkraflug á Íslandi 2012 til 2020. Læknablaðið, 2022(108), 137-142. https:// doi.org/10.17992/ibl.2022.03.682 Embætti landlæknis. (2017). Heilbrigðisþjónustan og almannavarnir, Handbók. https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/ item31274/2017handb%C3%B3k%20_heilbrig%C3%B0i_almannavarnir_2.%20 %C3%BAtg.pdf Heilbrigðisstofnun Austurlands. (e.d). Starfsstöðvar. https://hsa.is/starfsstodvar Heilbrigðisstofnun Austurlands. (2020-a). Upplýsingar. https://www.hsa.is/um-hsa/upplysingar Heilbrigðisstofnun Austurlands. (2020-b). Viðbragðsáætlun. https://hsa.is/images/Skjol_a_vef/vibragstlun-HSA__26022020_1.pdf Heilbrigðisstofnun Suðurlands. (2017). Viðbragðsáætlun Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. https://www.hsu.is/wp-content/uploads/2019/06/ VidbragdsaaetlunHSU_juni2019.pdf Herzberg, S., Hansen, M., Schoonover, A., Skarica, B., McNulty, J., Harrod, T., Snowden, J. M., Lambert, W. og Guise, J. (2019). Association between measured teamwork and medical errors: An observational study of prehospital care in the USA. BMJ Open, 9(10), e025314. https://doi.org/10.1136/bmjopen-2018-025314 Hodge, A. J., Miller, E. L. og Dilts Skaggs, M. K. (2017). Nursing self-perceptions of emergency preparedness at a rural hospital. Journal of Emergency Nursing, 43(1), 10-14. doi:10.1016/j.jen.2015.07.012 Hollister, L. M., Zhu, T., Edwards, N., Good, B. og Hoeppner, S. (2021). Mass casualty mini drills on trauma surgery department staff knowledge: An educational improvement study. Journal of Trauma Nursing: The Official Journal of the Society of Trauma Nurses, 28(2), 135-141. doi:http://dx.doi.org/10.1097/ JTN.0000000000000571 Hulda Ringsted og Árún K. Sigurðardóttir. (2014). Erum við tilbúin þegar á reynir? Viðbrögð í kjölfar hamfara og stórslysa. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 90(3), 38-45. https://www.hjukrun.is/library/Timarit---Skrar/Timarit/Timarit-2014/3-tbl-2014/ Vidbrogd%20i%20kjolfar%20hamfara.pdf Hulda Ringsted. (2012). Hlutverk, hæfni og þjálfun til starfa í stórslysum og hamförum: Rannsókn á viðhorfum og reynslu lækna og hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsinu á Akureyri. (Meistararitgerð, Háskólinn á Akureyri). Skemman. http://hdl.handle. net/1946/12480 Ikram, S., Whittingham, L. og Seale, J. (2017). P57 the role of high-fidelity simulation in inter-professional education involving medical, nursing and physiotherapy undergraduate students. BMJ Simulation & Technology Enhanced Learning, 3, A60. doi:http://dx.doi.org/10.1136/bmjstel-2017-aspihconf.123

Íris Kristjánsdóttir og Herdís Sveinsdóttir. (2018). Mat hjúkrunarfræðinga sem sjá um bráðatilvik á landsbyggðinni á eigin hæfni: Lýsandi þversniðsrannsókn. Tímarit hjúkrunarfræðniga, 94(1), 77-85. https://www.hjukrun.is/library/Timarit---Skrar/ Timarit/Timarit-2018/1-tbl-2018/MatHjukrunarfraedinga.pdf Khan, K. (2018). Tabletop exercise on mass casualty incident triage, does it work? Health Science Journal, 12(3), 1-6. doi:10.21767/1791-809X.1000566 Kim, J. og Lee, O. (2020). Effects of a simulation-based education program for nursing students responding to mass casualty incidents: A pre post intvervention study. Nurse Education Today, 85(104297), 1-6. https://doi.org/10.1016/j. nedt.2019.104297 Labrague, L. J., Hammad, K., Gloe, D. S., McEnroe-Petitte, D. M., Fronda, D. C., Obeidat, A. A., Leocadio, M. C., Cayaban, A. R. og Mirafuentes, E. C. (2018). Disaster preparedness among nurses: A systematic review of literature. International Nursing Review, 65(1), 41-53. https://doi.org/10.1111/inr.12369 Landhelgisgæsla Íslands (e.d.). Loftför. https://www.lhg.is/um-okkur/taekjakostur/loftfor/ Lo, S. T. T., Chan, E. Y. Y., Chan, G. K. W., Murray, V., Abrahams, J., Ardalan, A., Kayano, R. og Yau, J. C. W. (2017). Health emergency and disaster risk management (health-EDRM): Developing the research field within the sendai framework paradigm. International Journal of Disaster Risk Science, 8(2), 145-149. https://doi.org/10.1007/s13753-017-0122-0 Loke, A.,Y., Li, S, og Guo, C. (2021). Mapping a postgradate curriculum in disater nursing with the International Council of Nursing´s core competencies in disaster nursing V2.0. The extent of the program in addressing the core competencies. Nurse Educatio Today, 106 https://doi.org/10.1016/j.nedt.2021.105063 Murphy, J. P., Kurland, L., Rådestad, M., Magnusson, S., Ringqvist, T. og Rüter, A. (2021). Emergency department registered nurses overestimate their disaster competency: A cross-sectional study. International Emergency Nursing, 58, 101019. https://doi. org/10.1016/j.ienj.2021.101019 Reglugerð um efni og gerð viðbragðsáætlana nr. 323/2010 Rogers, A. og Hampson, D. (2020). Huddle up: Improving teamwork and leadership in the medical emergency team. BMJ Leader,4 (Suppl 1), A64-A64. doi:http:// dx.doi.org/10.1136/leader-2020-FMLM.170 Sharara-Chami, R., Lakissian, Z., Farha, R., Tamim, H. og Batley N. (2020). In-situ simlulation-based intervention for enhancing teamwork in the emergency department. BMJ Stel, 6, 175-177. doi:10.1136/bmjstel-2019-000473 Stanley, L., Min, T. H., Than, H. H., Stolbrink, M., McGregor, K., Chu, C., Nosten, F. H. og McGready, R. (2015). A tool to improve competence in the management of emergency patients by rural clinic health workers: A pilot assessment on the thai-myanmar border. Conflict and Health, 9, 11. https://doi.org/http://dx.doi. org/10.1186/s13031-015-0041-x Tschan, F., Semmer, N. K., Vetterli, M., Hunziker, P. R. og Marsch, S. C. (2019). Predicting team-performance and leadership in emergency situations by observing standardised operational procedures: A prospective single-blind simulator-based trial. BMJ Simulation & Technology Enhanced Learning, 5 (2), 102107. doi:10.1136/bmjstel-2018-000342 Viswanathan, K. P., Bass, R., Wijetunge, G. og Altevogt, B. M. (2012). Rural mass casualty preparedness and response: The institute of medicine’s forum on medical and public health preparedness for catastrophic events. Disaster Medicine and Public Health Preparedness, 6 (3), 297-302. doi:http://dx.doi.org/10.1001/ dmp.2012.38 Weeks, B. (2019). The role of the nurse disaster preparedness coordinator at a large suburban teaching hospital. Prehospital and Disaster Medicine, 34(s1): s165-s166. doi:http://dx.doi.org/10.1017/S1049023X19003777 Wehbi, N. K., Wani, R., Yang, Y., Wilson, F., Medcalf, S., Monaghan, B., Adams, J. og Paulman, P. (2018). A needs assessment for simulation-based training of emergency medical providers in Nebraska, USA. Advances in Simulation (London), 3(1), 22. https://doi.org/10.1186/s41077-018-0081-6

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

77


Ritrýnd grein | Peer review

Þversniðsrannsókn á fyrirkomulagi kennslu um kynheilbrigði: Reynsla og viðhorf unglinga doi: 10.33112/th.99.3.3

ÚTDRÁTTUR Tilgangur Á Íslandi vantar upplýsingar um hvernig kennslu um kynheilbrigði er háttað en ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á þörf fyrir bætta kynfræðslu meðal unglinga. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvernig staðið er að framkvæmd kennslu um kynheilbrigði að mati unglinga í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

Aðferð Rannsóknin var þversniðsrannsókn. Valdir voru ellefu framhaldsskólar víðsvegar á landinu með tilgangsúrtaksaðferð. Alls svöruðu 648 þátttakendur, 18 ára og eldri, rafrænni könnun. Tilgátur voru prófaðar með Pearson kí-kvaðratprófi og t-prófi. Marktektarmörk miðuðust við p<0,05.

Niðurstöður Fram kom að kennsla um kynheilbrigði fór aðallega fram í 8.-10. bekk grunnskóla en dvínaði eftir það. Hún var oftast kennd í formi fyrirlestra og helst var fjallað um getnaðarvarnir, kynferðislegt samþykki og áhrif kláms á kynlíf. Niðurstöður sýndu ekki marktækan mun (p=0,307) á hversu regluleg kennslan var eftir búsetu. Fjölbreytni kennsluaðferða reyndist marktækt meiri (p<0,001) á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Af 34 efnisþáttum var aðeins marktækur munur á yfirferð efnis á þremur þáttum eftir búsetu, það er varðandi tíðahring kvenna og starfsemi hans (p=0,005), tilfinningalegri nánd (p<0,05) og tilfinningum (p<0,05), en nemendur á landsbyggðinni töldu sig fá meiri kennslu um þá efnisþætti en nemendur á höfuðborgarsvæðinu.

Ályktanir Kennsla um kynheilbrigði virðist vera kennd með svipuðum hætti á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Hún er þó hvorki kennd með reglulegum hætti né samfellt yfir skólagönguna. Bæði kennsluaðferðir og efnisþættir þurfa að vera fjölbreyttari. Með auknu eftirliti og stefnumótun í kynheilbrigðismálum væri hægt að koma betur til móts við fræðsluþarfir íslenskra unglinga.

Lykilorð Kennsla um kynheilbrigði, unglingar, kennsluaðferðir, efnisþættir, búseta.

HAGNÝTING RANNSÓKNARNIÐURSTAÐNA Nýjungar: Niðurstöður þessarar rannsóknar veita innsýn í reynslu og viðhorf íslenskra unglinga á stöðu kennslu um kynheilbrigði á Íslandi. Hagnýting: Unnt er að nýta niðurstöðurnar við stefnumótun kynheilbrigðismála á Íslandi sem og við þróun kennsluefnis. Þekking: Sú þekking sem hlýst af þessari rannsókn nýtist við kennslu og gefur jafnvel þeim aðilum sem sjá um kennslu um kynheilbrigði dýpri skilning á þörfum nemenda.

Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga:

Niðurstöður geta nýst skólahjúkrunarfræðingum sem sjá um kynfræðslu í skólum eða veita ráðgjöf á öðrum stofnunum.


Ritrýnd grein | Peer review

Höfundar HELGA SIGFÚSDÓTTIR1 doktorsnemi SÓLEY S. BENDER1 prófessor emerita RÚNAR VILHJÁLMSSON1 prófessor GUÐNÝ BERGÞÓRA TRYGGVADÓTTIR2 verkefnastjóri 1Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands 2Embætti landlæknis

Þversniðsrannsókn á fyrirkomulagi kennslu um kynheilbrigði: Reynsla og viðhorf unglinga INNGANGUR Síðustu áratugi hefur þörfin fyrir alhliða kennslu um kynheilbrigði aukist verulega, sérstaklega í ljósi breyttra samskiptaleiða og ört vaxandi samfélagsmiðla. Umræðan um kynferðislegt ofbeldi er opnari en áður, ekki síst vegna fjöldahreyfinga á borð við #MeToo. Þá hefur orðið vitundarvakning varðandi kynvitund fólks og meiri áhersla er almennt lögð á fjölbreytileika. Til að mæta þessari þróun og samfélagsbreytingum er mikilvægt að börn og unglingar geti treyst því að kennsla um kynheilbrigði byggi á gagnreyndri þekkingu (WHO og BZgA, 2010). Formleg kennsla á þessu sviði er mikilvæg því hún gefur börnum og unglingum tækifæri til að öðlast þekkingu, skoða eigin viðhorf og annarra og öðlast færni til að stuðla að eigin kynheilbrigði (UNESCO, 2018; WHO og BZgA, 2010). Samkvæmt leiðbeiningum og viðmiðum sem finna má í skýrslu Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) og í sameiginlegri skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og Miðstöðvar um kynfræðslu í Evrópu (BZgA) ætti kennsla um kynheilbrigði að byrja snemma, vera kennd samfellt yfir skólagöngu nemenda, af aðila sem er með viðeigandi menntun og þjálfun og vera í samræmi við aldur og þroska nemenda. Þá ætti námsefni að vera fjölbreytt og innihalda meðal annars efnisþætti um líkamann (s.s. frjósemi og barneignir), kynverund, kynheilsu og vellíðan, tilfinningar, sambönd og ofbeldi. Rannsóknir hafa jafnframt bent á að árangursríkustu kennsluaðferðirnar séu fjölbreyttar og gagnvirkar þar sem nemandi er virkur þátttakandi í kennslu, sinnir verkefnum, tekur þátt í hópavinnu og umræðum auk þess að hlusta á fyrirlestra (UNESCO, 2018; WHO og BZgA, 2010). Bæði erlendar og hérlendar rannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi og árangur sem viðkemur bættri þekkingu, jákvæðum viðhorfum og minnkaðri áhættukynhegðun unglinga þegar kennsla um kynheilbrigði uppfyllir þessi skilyrði (Cheedalla o.fl., 2020; Coyle o.fl., 2021; Sóley S. Bender og Álfheiður Freyja Friðbjarnardóttir, 2015). Rannsóknir hafa einnig fundið tengsl milli kennslu um kynheilbrigði og hærri aldurs við fyrstu samfarir sem og jákvæðan árangur þess að hefja kennslu áður en unglingar eru orðnir kynferðislega virkir (Goldfarb og Lieberman, 2021; Mueller o.fl., 2008). Þó að skólum hér á landi sé skylt að veita kennslu um kynheilbrigði þá vantar enn heildstæða stefnu um þessi mál í grunn- og framhaldsskólum (Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir nr. 25/1975; Sóley S. Bender, 2006, 2016). Án slíkrar stefnu og reglulegs mats á árangri er erfitt að segja til um hvort allir grunn- og framhaldsskólanemar landsins fái sömu kennslu óháð búsetu. Erlendar rannsóknir hafa bent til misræmis milli landshluta þar sem nemar á dreifbýlissvæðum fá yfirleitt töluvert minni og verri kennslu um kynheilbrigði en jafnaldrar þeirra á þéttbýlissvæðum (Chen o.fl., 2016; Harris o.fl., 2022; Lindberg o.fl., 2016). Kennslan á dreifbýlissvæðum byggir oft á úreltu kennsluefni þar sem kennarar hafa ekki aðgang að alhliða og vönduðu námsefni. Lítið er kennt um örugga kynhegðun, kynverund og kynheilbrigði hinsegin einstaklinga (Foley, 2015; Harris o.fl., 2022). Misræmið sem finna má milli þéttbýlis- og dreifbýlissvæða getur haft áhrif á kynhegðun unglinga á dreifbýlissvæðum, til dæmis með minni notkun getnaðarvarna og hærri tíðni kynsjúkdóma (Chen o.fl., 2016; Thompson o.fl., 2018).Líkt og fram kemur í skýrslu sérstaks starfshóps sem mennta- og menningarmálaráðuneytið skipaði árið 2020 er skortur á upplýsingum

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

79


Kennsla um kynheilbrigði í skólum á Íslandi

um hvernig kennslu um kynheilbrigði hér á landi er háttað, þá sérstaklega um kennsluaðferðir, efnisþætti og hverjir veiti hana (mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2021). Engin rannsókn hefur verið gerð hér á landi, svo vitað sé, sem kannar mun á kennslu um kynheilbrigði eftir búsetu á Íslandi. Tilgangur þessarar rannsóknar var því að skoða hvernig staðið er að framkvæmd slíkrar kennslu í skólum landsins að mati unglinga í framhaldsskólum, þá sérstaklega út frá búsetu þeirra. Lagðar eru til grundvallar þrjár tilgátur sem eru: a) Munur er á hversu regluleg kennsla um kynheilbrigði er eftir búsetu, b) Munur er á hversu fjölbreyttar kennsluaðferðir eru notaðar eftir búsetu og c) Munur er á fjölbreytni efnisþátta eftir búsetu.

AÐFERÐ Rannsóknarsnið Rannsóknin er þversniðsrannsókn á reynslu og viðhorfum unglinga í framhaldsskólum til kennslu um kynheilbrigði í skólum á Íslandi og er hluti af stærra rannsóknarverkefni sem ber heitið Heilbrigði og kynfræðsla unglinga.

Þátttakendur Tilgangsúrtak (e. purposive sample) var notað til að velja þátttakendur sem hentuðu rannsókninni best og uppfylltu ákveðin skilyrði (Polit og Beck, 2021). Valdir voru nemendur á aldrinum 18-20 ára úr ellefu framhaldsskólum víðsvegar á landinu en níu þeirra samþykktu þátttöku. Við val á skólum var miðað við hefðbundið þriggja ára framhaldsskólanám og að úrtakið næði bæði yfir sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Af 38 framhaldsskólum á öllu landinu voru valdir sex skólar af höfuðborgarsvæðinu og fimm af landsbyggðinni (Menntamálastofnun, 2022). Úrtak rannsóknar var alls um 2.488 nemendur og voru 76% af höfuðborgarsvæðinu og 24% af landsbyggðinni. Fjöldi nemenda í úrtaki byggði á upplýsingum frá tengilið innan hvers skóla sem sá um að senda könnunina út til nemenda. Samkvæmt Hagstofu Íslands var úrtak rannsóknarinnar 18% af þýði 18-20 ára einstaklinga á Íslandi, miðað við upphaf árs 2022 (Hagstofa Íslands, 2022).

Siðfræðilegir þættir rannsóknarinnar Rannsóknin fékk leyfi Vísindasiðanefndar (VSNb2021120029/ 03.01). Þá gáfu viðkomandi skólastjórnendur leyfi sitt fyrir framkvæmd hennar. Jafnframt samþykktu þátttakendur þátttöku sína með rafrænum hætti.

Matstæki Matstæki þessarar rannsóknar var sérstaklega hannað þar sem ekkert slíkt var tiltækt til að meta kennslu um kynheilbrigði sem byggist á nútímalegum áherslum. Þróun þess fylgdi að miklu leyti viðmiðum DeVellis (2017) og verður hér greint frá nokkrum mikilvægum atriðum. Tekið var mið af fyrri matstækjum á sviði kynheilbrigðismála (Cleland o.fl., 2001; Kolbrún Gunnarsdóttir o.fl., 2008; Sóley S. Bender og Álfheiður Freyja Friðbjarnardóttir, 2015). Auk þess var byggt á rannsóknum um kynheilbrigði unglinga, alþjóðlegum skýrslum og leiðbeiningum en einnig þjóðfélagslegum breytingum á Íslandi síðasta áratug, meðal annars #MeToo-hreyfingunni, umfjöllun um kynferðislegt samþykki og stafrænt kynferðisofbeldi. Byggt var sérstaklega á niðurstöðum íslenskra rannsókna um kynheilbrigði unglinga (Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir o.fl., 2019; Lóa Guðrún Gísladóttir o.fl., 2020; Sóley S. Bender o.fl., 2021, 2022). Við hönnun spurninga um fyrirkomulag og efnisþætti var meðal annars tekið mið af

80

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

evrópskum og alþjóðlegum leiðbeiningum og skýrslum um kennslu um kynheilbrigði (Ketting og Ivanova, 2018; UNESCO, 2018; WHO og BZgA, 2010). Til að auka réttmæti matstækisins var það lagt fyrir fjóra nemendur í framhaldsskólum og þrír sérfræðingar lögðu mat á það. Voru gerðar breytingar á því í kjölfar þessara athugana (DeVellis, 2017). Matstækið innihélt 20 spurningar. Fimm spurningar voru um bakgrunn þátttakenda (aldur, kynvitund, búsetu, aðsetur og hjúskaparstöðu), níu spurningar voru um fyrirkomulag kennslunnar, þrjár spurningar um efnisþætti hennar og þrjár um gagnsemi. Spurningar um fyrirkomulag fjölluðu meðal annars um hvenær og hversu reglulega viðkomandi hafi fengið kennslu, kennsluaðferðir, hverjir sáu um kennsluna og hæfni þeirra, en jafnframt voru spurningar um almennt mat á kennslunni. Spurningar um efnisþætti voru flokkaðar í þrennt: 1) Mannslíkamann, 2) Kynferðisleg sambönd og 3) Kynverund. Spurt var um hversu mikið hefði verið fjallað um þessi efnisatriði. Svarmöguleikar spönnuðu frá „Ekkert“ til „Mjög mikið“.

Framkvæmd Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sá um rafræna hönnun könnunarinnar sem var lögð fyrir unglinga í níu framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni í lok janúar 2022. Kynningarbréf var sent á alla skólastjórnendur um tilgang og markmið rannsóknarinnar og þeir beðnir um aðstoð við framkvæmd hennar. Tengiliður hvers skóla sendi tölvupóst til þátttakenda með kynningarbréfi og vefslóð á könnunina. Tvær ítrekanir voru sendar til þátttakenda en gagnasöfnun hófst 24. janúar 2022 og lauk 20. mars 2022.

Gagnagreining Við greiningu gagna var stuðst við tölfræðiforritið SPSS (27. útgáfu). Gerð var grein fyrir niðurstöðum með lýsandi tölfræði og tilgátuprófunum. Niðurstöður um bakgrunn þátttakenda, hvenær þeir fengu kennsluna, mat á henni og fleira er sett fram með lýsandi tölfræði. Til grundvallar lágu þrjár tilgátur sem miðuðust við að skoða gögnin eftir búsetu. Þær voru prófaðar með Pearson kí-kvaðrat prófi og t-prófi tveggja óháðra úrtaka. Marktektarmörk miðuðust við p<0,05. Búseta var flokkuð eftir staðsetningu framhaldsskóla, annars vegar höfuðborgarsvæði (framhaldsskólar á höfuðborgarsvæðinu) og hins vegar landsbyggð (framhaldsskólar utan höfuðborgarsvæðisins). Gerður var summukvarði úr spurningum um kennsluaðferðir til að skoða hvort munur væri á meðalfjölda aðferða eftir búsetu. Spurningar um efnisþætti voru með svarmöguleika á fimm gildum Likert-kvarða. Voru svarmöguleikar flokkaðir í þrennt þar sem „ekkert“ fékk gildið 0, „lítið“ og „eitthvað“ fengu gildið 1 og „nokkuð mikið“ og „mjög mikið“ fengu gildið 2.

NIÐURSTÖÐUR Almennar niðurstöður Af 2.488 nemendum sem könnunin var send til voru 648 nemendur sem svöruðu henni sem samsvarar 26% svarhlutfalli af heildarúrtaki. Svarhlutfall milli skóla var á bilinu 1,9% til 54,5%.


Ritrýnd grein | Peer review

Tafla 1 sýnir bakgrunn þátttakenda eftir búsetu, annars vegar af höfuðborgarsvæðinu og hins vegar af landsbyggðinni. Meirihluti var í framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu eða 65,6% á móti 34,4% þátttakenda á landsbyggðinni. Konur voru í meirihluta eða 54,8%. Flestir voru 18 ára, bjuggu hjá báðum foreldrum og voru einhleypir.

Tafla 1. Bakgrunnur þátttakenda eftir búsetu.

Búseta

Allir

Höfuðborgarsvæðið

Landsbyggðin

N

n

%

n

%

648

425

65,6

223

34,4

Kyn Karl

278

200

47,4

78

35,1

Kona

355

212

50,2

143

64,4

Kynsegin

7

7

1,7

0

0,0

Annað

4

3

0,7

1

0,5

18 ára

418

266

62,6

152

68,2

19 ára

130

77

18,1

53

23,8

20 ára

64

50

11,8

14

6,3

21 árs og eldri

36

32

7,5

4

1,8

Aldur

þátttakenda 8.-10. bekkur vera góð tímasetning en 28,8% fannst það of seint. Af þeim kennurum sem þátttakendur sögðu að hefðu aðallega séð um kennsluna yfir þeirra skólagöngu nefndu 41,4% skólahjúkrunarfræðing, 33,3% nefndu utanaðkomandi aðila og 18,6% nefndu kennara skólans. Þeir sem helst voru nefndir utan skólans voru Ástráður, sem er kynfræðslufélag læknanema, Sigríður Dögg Arnarsdóttir kynfræðingur, fjölskylda og/eða foreldrar. Í ljós kom að 72,4% þátttakenda fannst að kennsla um kynheilbrigði ætti að vera sérstök námsgrein í grunnskólum og 67,5% töldu slíkt hið sama um framhaldsskóla.

Regluleg kennsla um kynheilbrigði eftir búsetu Meirihluti þátttakenda eða 68,7% sagði að kennsla hefði verið óregluleg (óregluleg/mjög óregluleg) en 13,5% sögðu hana hafa verið reglulega (regluleg/mjög regluleg). Á mynd 1 má sjá svör þátttakenda flokkuð eftir búsetu. Flestir, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni, svöruðu að kennslan hefði verið óregluleg eða mjög óregluleg. Framkvæmt var kí-kvaðrat próf til að skoða mun milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar varðandi hversu regluleg kennsla um kynheilbrigði hefði verið í gegnum skólagöngu þátttakenda. Munurinn reyndist ekki marktækur (x2(4)=4,816; p=0,307). Mjög óreglulega Óreglulega

Aðsetur Hjá báðum foreldrum

407

257

61,2

150

67,6

Hjá einstæðri móður

45

30

7,1

15

6,8

Hjá einstæðum föður

19

11

2,6

8

3,6

Reglulega

Með móður og stjúpforeldri

56

37

8,8

19

8,6

Með föður og stjúpforeldri

14

11

2,6

3

1,4

Mjög reglulega

Bý ein/einn/eitt

17

15

3,6

2

0,9

Bý með kærustu/a

44

25

6,0

19

8,6

Annað fyrirkomulag

40

34

8,1

6

2,7

Einhleyp/t/ur

360

240

56,9

120

54,8

Í föstu sambandi

250

161

38,2

89

40,6

Í sambúð

17

9

2,1

8

3,7

Í hjónabandi

3

3

0,7

0

0,0

Annað

11

9

2,1

2

0,9

Hjúskaparstaða

Hvorki né

0

5

10

15

20

25

30

35

40

Svarhlutfall (%)

Höfuðborgarsvæði

Landsbyggð

Mynd 1. Mat á hversu reglulega kennsla um kynheilbrigði er eftir búsetu.

Kennsluaðferðir eftir búsetu Tafla 2 sýnir mat þátttakenda á kennsluaðferðum sem þeir fengu og þeim aðferðum sem þeir vildu helst fá óháð búsetu. Hægt var að merkja við fleiri en eitt atriði. Meirihluti þátttakenda sagði að kennslan hefði farið fram í formi fyrirlesturs (91,6%) en aðeins

Tafla 2. Kennsluaðferðir óháð búsetu. Kennsluaðferðir sem þátttakendur hafa fengið

Fyrirkomulag kynfræðslunnar Þátttakendur voru spurðir að því hvenær á skólagöngunni þeir hefðu fengið kennslu um kynheilbrigði. Merkja mátti við fleiri en eitt atriði. Mun fleiri þátttakendur höfðu fengið kennslu um kynheilbrigði í grunnskóla samanborið við framhaldsskóla. Þannig sögðust 86,5% þátttakenda hafa fengið slíka kennslu á efsta stigi grunnskóla (8.-10. bekkur), 72,6% nefndu miðstig í grunnskóla (5.-7. bekkur) og 51,2% sögðust hafa fengið slíka kennslu í fyrsta bekk í framhaldsskóla. Þá sögðust 8% hafa fengið kennslu um kynheilbrigði í 2. bekk í framhaldsskóla og 3% í 3. bekk. Um tímasetningu kennslu um kynheilbrigði fannst 69,2%

Kennsluaðferðir sem þátttakendur vilja

N

%

N

%

Fyrirlestrar

504

91,6

417

80,8

Myndbönd og umræður

313

56,9

395

76,6

Verkefnavinna í hópum

72

13,1

198

38,4

Umræður milli nem. og kenn.

288

52,4

405

78,5

Einstaklingsverkefni

62

11,3

174

33,7

Annað

14

2,5

22

4,3

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

81


Kennsla um kynheilbrigði í skólum á Íslandi

færri vildu helst þannig kennsluaðferð (80,8%). Þá merktu 11,3% við einstaklingsverkefni en 33,7% sögðust vilja þá kennsluaðferð. Rúmur helmingur eða 52,4% sögðust hafa fengið umræður milli nemenda og kennara en 78,5% vildu þá kennsluaðferð. Reyndist því vera töluverður munur á því hvernig nemendur sögðu kennslunni hagað og hvernig þeir vildu að hún færi fram.

Efnisþættir kennslu um kynheilbrigði eftir búsetu Alls voru skoðaðir 34 efnisþættir kennslu um kynheilbrigði. Tafla 4 sýnir niðurstöður varðandi átta efnisþætti tengda mannslíkamanum. Samkvæmt niðurstöðum kí-kvaðrats prófs var tíðahringur kvenna og hormónastarfsemi eini efnisþátturinn þar sem marktækur munur var á svörum nemenda milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar (x2=10,439; p<0,005). Hlutfallslega fleiri þátttakendur á landsbyggðinni (41,8%) sögðu nokkuð/mjög mikið hafa verið farið í þann efnisþátt samanborið við þátttakendur á höfuðborgarsvæðinu (29,6%). Mest var farið í getnaðarvarnir, en 67,2% þátttakenda á höfuðborgarsvæðinu og 62,3% á landsbyggðinni sögðu að nokkuð/mjög mikið hefði verið farið í þann efnisþátt.

Tafla 3 sýnir niðurstöður kí-kvaðrats prófs á kennsluaðferðum eftir búsetu. Marktækur munur var á verkefnavinnu í hópum en 17,7% þátttakenda á höfuðborgarsvæðinu höfðu tekið þátt í þeirri kennsluaðferð samanborið við 4,2% á landsbyggðinni (x2=19,859; p<0,001). Ekki var munur á öðrum kennsluaðferðum eftir búsetu. Að auki sýndi t-próf marktækan mun á fjölda kennsluaðferða eftir því hvort nemendur voru í skóla á höfuðborgarsvæði eða landsbyggð, nemendur á höfuðborgarsvæði nefndu 2,39 aðferðir að meðaltali samanborið við 2,06 á landsbyggð (t=3,706; p<0,001)

Tafla 5 sýnir dreifingu svara á 12 efnisþáttum tengdum kynferðislegum samböndum. Kí-kvaðrat próf sýndi marktækan mun eftir búsetu varðandi einn efnisþátt sem var tilfinningaleg nánd (x2=6,446; p<0,05). Hlutfallslega fleiri nemendur á landsbyggðinni (29,9%) sögðu að nokkuð/mjög mikið hefði verið farið í þann efnisþátt samanborið við nemendur á höfuðborgarsvæðinu (21,4%). Þegar dreifingin var skoðuð nánar kom í ljós að tilfinningaleg nánd var einnig sá efnisþáttur sem nemendur á landsbyggð töldu að minnst hefði verið farið í, en 19,2% töldu sig ekki hafa fengið neina kennslu um þann efnisþátt en 16,6% á höfuðborgarsvæðinu.

Tafla 3. Kennsluaðferðir eftir búsetu. Já

Nei

n

%

%

Kíkvaðratª

df

p-gildi

Fyrirlestrar

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

361 189

92,2 90,5

7,8 9,5

0,506

1

0,477

Myndbönd og umræður

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

361 189

59,0 52,9

41,0 47,1

1,878

1

0,171

Verkefnavinna í hópum

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

361 189

17,7 4,2

82,3

19,859

1

0,000*

Umræður milli nem. og kenn.

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

361 189

54,8

45,2

2,599

1

0,107

47,6

52,4

Einstaklingsverkefni

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

361 189

12,5

87,5

1,494

1

0,222

9,0

91,0

Annað

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

361 189

3,0

97,0

1,066

1

0,302

1,6

98,4

Sá efnisþáttur sem mest var farið í bæði á landsbyggð (62,1%) og höfuðborgarsvæði (62,4%) var „Samþykki fyrir kynferðislegum athöfnum“. Lítið var farið í efnisþætti sem varða jákvæðar hliðar kynverundar líkt og „Kynferðislega örvun“ og „Fullnægingu í kynlífi“ en 17,7% þátttakenda af höfuðborgarsvæðinu og 15,3% af landsbyggðinni sögðu að ekkert hefði verið farið í þann fyrri og 16,3% af höfuðborgarsvæðinu og 15,2% af landsbyggðinni sögðu slíkt hið sama um seinni efnisþáttinn.

95,8

p<0,001* a=væntitíðni undir 5 er ekki til staðar í meira en 20% reita.

Tafla 4. Efnisþættir um líkama mannsins eftir búsetu. Allir N

Ekkert %

Lítið/eitthvað %

Nokkuð/ mjög mikið %

Kíkvaðratª

df

p-gildi

Gerð kynfæra og starfsemi þeirra

529

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

347 182

1,2 3,8

53,6 49,5

45,2 46,7

4,615

2

0,100

Tíðahringur kvenna og hormónastarfsemi

533

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

351 182

9,7 4,4

60,7 53,8

29,6 41,8

10,439

2

0,005*

Kynsjúkdómar (smitl., eink. og meðf.)

533

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

350 183

4,3 4,4

44,6 51,9

51,1 43,7

2,741

2

0,254

Getnaðarvarnir

534

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

351 183

1,1 2,2

31,6 35,5

67,2 62,3

1,881

2

0,391

Frjósemi og barneignir

532

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

349 183

10,0 10,4

63,9 62,8

26,1 26,8

0,058

2

0,971

Óráðgerð (ótímabær) þungun

522

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

342 180

28,4 21,7

56,1 65,0

15,5 13,3

3,968

2

0,138

Þungunarrof (fóstureyðing)

527

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

346 181

30,1 23,8

57,8 65,7

12,1 10,5

3,206

2

0,201

Sjálfsfróun

532

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

350 182

11,1 11,0

57,7 62,6

31,1 26,4

1,414

2

0,493

p<0,05*

82

n

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023


Ritrýnd grein | Peer review

Tafla 5. Efnisþættir um kynferðisleg sambönd eftir búsetu. Allir N

n

Ekkert %

Lítið/eitthvað %

Nokkuð/ mjög mikið %

Kíkvaðratª

df

p-gildi

Samskipti kynjanna

520

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

341 179

10,0 10,1

55,1 56,4

34,9 33,5

0,101

2

0,951

Gagnkvæm virðing

509

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

335 174

6,3 6,9

50,1 49,4

43,6 43,7

0,082

2

0,960

Jafnrétti í samböndum

520

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

343 177

8,7 9,0

47,5 45,8

43,7 45,2

0,145

2

0,930

Setja mörk og virða mörk

522

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

343 179

5,0 6,7

35,6 32,4

59,5 60,9

1,028

2

0,598

Tilfinningaleg nánd

514

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

337 177

16,6 19,2

62,0 50,8

21,4 29,9

6,446

2

0,040*

Kynferðisleg örvun

511

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

334 177

17,7 15,3

60,2 59,9

22,2 24,9

0,767

2

0,681

Kynlöngun

503

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

329 174

20,1 14,9

62,3 63,8

17,6 21,3

2,466

2

0,291

Samfarir

517

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

341 176

2,6 4,0

53,4 46,6

44,0 49,4

2,467

2

0,291

Samþ. fyrir kynferðisl. athöfnum

520

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

343 177

3,8 4,5

33,8 33,3

62,4 62,1

0,163

2

0,922

Heilbrigt kynferðislegt samband

517

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

339 178

8,8 10,7

47,2 46,6

44,0 42,7

0,460

2

0,794

Fullnæging í kynlífi

516

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

338 178

16,3 15,2

61,2 62,4

22,5 22,5

0,113

2

0,945

Kynferðisleg ánægja eða vellíðan

512

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

336 176

14,0 14,8

56,8 58,5

29,2 26,7

0,354

2

0,838

p<0,05*

Tafla 6. Efnisþættir um manninn sem kynveru eftir búsetu. Allir N

n

Ekkert %

Lítið/eitthvað %

Nokkuð/ mjög mikið %

Kíkvaðratª

df

p-gildi

Kynvitund

479

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

315 164

20,6 20,1

63,2 64,0

16,2 15,9

0,034

2

0,983

Kynhneigð

491

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

324 167

9,3 12,0

62,3 61,1

28,4 26,9

0,910

2

0,634

Líkamsímynd

500

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

328 172

9,5 9,9

55,8 59,9

34,8 30,3

1,048

2

0,592

Áhrif samfélagsmiðla á andlega líðan

501

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

330 171

10,0 6,4

41,8 43,9

48,2 49,7

1,796

2

0,407

Sjálfsöryggi

497

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

327 170

8,3 4,1

58,1 62,9

33,6 32,9

3,256

2

0,196

Tilfinningar

498

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

327 171

11,0 4,1

63,6 63,7

25,4 32,2

8,083

2

0,018*

Jafningjaþrýstingur

489

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

321 168

8,7 8,9

52,6 53,0

38,6 38,1

0,016

2

0,992

Jafnrétti kynja

498

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

328 170

5,8 4,7

46,6 49,4

47,6 45,9

0,491

2

0,782

Klám og áhrif þess á kynlíf

506

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

332 174

3,9 4,6

40,1 44,8

56,0 50,6

1,376

2

0,503

Kynferðisleg áreitni og ofbeldi

505

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

331 174

7,3 7,5

46,8 52,3

45,9 40,2

1,549

2

0,461

Réttur til kynheilbrigðis

476

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

314 162

18,8 13,6

56,7 63,6

24,5 22,8

2,691

2

0,260

Fá greiningu/meðf. við kynsjúkdómum

499

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

328 171

12,2 12,3

56,1 64,9

31,7 22,8

4,585

2

0,101

Hvar fræðsla/ráðgjöf um getnaðarv. er

496

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

327 169

16,5 17,2

61,8 63,3

21,7 19,5

0,324

2

0,850

Aðstoð v. kynferðislegrar áreitni/ofbeldi

493

Höfuðborgarsv. Landsbyggð

325 168

17,8 15,5

53,5 60,1

28,6 24,4

1,947

2

0,378

p<0,05*

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

83


Kennsla um kynheilbrigði í skólum á Íslandi

Tafla 6 sýnir dreifingu svara á 14 efnisþáttum um kynverund. Kí-kvaðrat próf sýndi aðeins fram á marktækan mun eftir búsetu á einum efnisþætti, það er „Tilfinningar“ (x2=8,083; p<0,05). Fleiri nemendur á landsbyggðinni (32,2%) sögðu að nokkuð/mjög mikið hefði verið farið í þann efnisþátt samanborið við nemendur á höfuðborgarsvæðinu (25,4%). Mest var farið í „Klám og áhrif þess á kynlíf“ en 56% þátttakenda á höfuðborgarasvæðinu og 50,6% á landsbyggðinni svöruðu þar nokkuð/mjög mikið. Minnst var farið í „Kynvitund“ en 20,6% þátttakenda á höfuðborgarasvæðinu og 20,1% á landsbyggðinni svöruðu því að ekkert hefði verið farið í þann efnisþátt. Á bilinu 12-18% sögðu einnig að ekkert hefði verið farið í hvert skuli leita: Til að fá greiningu og meðferð við kynsjúkdómum, fræðslu og ráðgjöf um getnaðarvarnir og ef viðkomandi hefur verið beittur kynferðislegri áreitni eða ofbeldi.

UMRÆÐA Markmið rannsóknarinnar var að skoða reynslu og viðhorf íslenskra unglinga af fyrirkomulagi kennslu um kynheilbrigði eftir búsetu. Niðurstöður gefa til kynna að kennslan fari helst fram á efsta stigi grunnskóla. Eftir það fer kennslan dvínandi og eftir fyrsta bekk í framhaldsskóla er hún lítil sem engin. Að mati unglinga er kennsla um kynheilbrigði óregluleg og meirihluta þeirra finnst að hún ætti að vera sérstök námsgrein bæði í grunn- og framhaldsskólum. Þá sjá skólahjúkrunarfræðingar og utanaðkomandi aðilar helst um kennsluna. Þegar kennsla um kynheilbrigði var skoðuð út frá búsetu reyndist mjög lítill munur vera milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Fyrstu tilgátu rannsóknar um að munur væri á reglubundinni kennslu eftir búsetu var hafnað. Þar sem kennsla um kynheilbrigði er ekki sérstakt fag í skólum landsins koma þessar niðurstöður ef til vill ekki á óvart (mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2012, 2013). Hins vegar samræmast niðurstöðurnar ekki niðurstöðum erlendra rannsókna sem hafa sýnt fram á töluvert minni kennslu á dreifbýlissvæðum, í sumum tilfellum tæplega helmingi minni (Chen o.fl., 2016; Lindberg o.fl., 2016). Nemendur á höfuðborgarsvæðinu nefndu ívið fleiri kennsluaðferðir en nemendur á landsbyggðinni en það styður tilgátu tvö um að munur sé eftir búsetu varðandi fjölbreytni kennsluaðferða. Þá voru nemendur á höfuðborgarsvæðinu líklegri til að gera verkefnavinnu í hópum heldur en nemendur á landsbyggðinni. Þessum niðurstöðum svipar til erlendra rannsókna, en algengt er að kennsla um kynheilbrigði á dreifbýlissvæðum sé ekki eins fjölbreytt og á þéttbýlissvæðum, það er helst í formi fyrirlestra og bæklinga sem fjalla um neikvæðar afleiðingar kynlífs og að halda sig frá kynlífi utan hjónabands (Foley, 2015; Harris o.fl., 2022). Efnisþáttum kennslu um kynheilbrigði var skipt í þrjá flokka, það er líkama mannsins, kynferðisleg sambönd og kynverund. Aðeins var marktækur munur á svörum nemenda á höfuðborgarsvæði og landsbyggðar á þremur efnisþáttum af 34, það er tíðahring kvenna og hormónastarfsemi, tilfinningalegri nánd og tilfinningum. Nemendur á landsbyggðinni fengu meiri kennslu um þessa þrjá efnisþætti en nemendur á höfuðborgarsvæðinu. Þar af leiðandi var þriðja tilgátan um að munur sé á fjölbreytni efnisþátta í kennslu um kynheilbrigði eftir búsetu að takmörkuðu leyti studd. Þessar niðurstöður eru þó þvert á niðurstöður erlendra rannsókna sem bent hafa á að skólar á dreifbýlissvæðum veiti oft ekki eins ítarlega kennslu varðandi efnisþætti og skólar á þéttbýlissvæðum. Umfjöllun um örugga kynhegðun og kynverund vanti og áherslur eru einna helst á áhættukynhegðun (Blinn-Pike,

84

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

2008; Harris o.fl., 2022; Lindberg o.fl., 2016). Aftur á móti þarf að hafa í huga að ef litið er yfir alla efnisþættina þá eru vísbendingar um að framhaldsskólar á höfuðborgarsvæðinu fari betur yfir fleiri efnisþætti heldur en framhaldsskólar á landsbyggðinni, en ekki var þó um marktækan mun að ræða. Efnisþættir sem fá nokkuð rými hjá báðum búsetuhópum eru til dæmis þættir um getnaðarvarnir, kynsjúkdóma, gerð kynfæra og starfsemi þeirra. Þessum niðurstöðum svipar til erlendra rannsókna, en algengt er að lögð sé mikil áhersla á líffræðilega þætti (Astle o.fl., 2021; McKee o.fl., 2014). Aftur á móti kemur einnig fram í þessari rannsókn að mikið sé farið í þætti eins og samþykki fyrir kynferðislegum athöfnum og það að setja og virða mörk. Í ljósi þeirrar umræðu sem skapast hefur í samfélaginu í kjölfar fjöldahreyfinga gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi, er jákvætt að sjá að efnisþættir um samþykki og mörk fái nokkuð mikla umfjöllun. Einnig var töluvert farið í efnisþætti eins og klám og áhrif þess á kynlíf, áhrif samfélagsmiðla á andlega líðan og jafnrétti kynja. Fyrri rannsóknir frá Íslandi lýsa áhyggjum ungra karlmanna af áhrifum bæði kláms og samfélagsmiðla á kynheilbrigði þeirra og staðalímyndum um kynhegðun karla (Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir o.fl., 2019; Lóa Guðrún Gísladóttir o.fl., 2020; Sóley S. Bender o.fl., 2022). Klám hefur mikil áhrif á sýn unglinga á kynlíf en klámáhorf þeirra hefur aukist töluvert síðustu ár (Bauer o.fl., 2020; Freysteinsdóttir og Benediktsdóttir, 2017; Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir o.fl., 2019). Því er mikilvægt að kennsla um kynheilbrigði komi inn á þessa efnisþætti. Hjá báðum búsetuhópum er minnst farið í efnisþætti eins og þungunarrof, óráðgerða þungun, tilfinningalega nánd, kynferðislega örvun, kynlöngun og kynvitund. Erlendar rannsóknir hafa bent á að kennsla um kynheilbrigði fjalli yfirleitt lítið um ólíkar hliðar kynvitundar og uppfylli því hvorki fræðsluþarfir gagnkynhneigðra né hinsegin nemenda varðandi þá efnisþætti, sem vilja jafnframt að meiri áhersla sé lögð á fjölbreytta kynhegðun, opnar umræður um kynlíf um kynferðislega örvun, kynlöngun og tilfinningalegar hliðar kynlífs (Corcoran o.fl., 2020; Gowen og Winges-Yanez, 2014; Pingel o.fl, 2013). Mikilvægt er að kennsla um kynheilbrigði taki mið af þeim þörfum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna einnig að lítil umfjöllun virðist vera um hvert skuli leita til að fá greiningu á kynsjúkdómum, fræðslu og ráðgjöf um getnaðarvarnir sem og ef viðkomandi hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi eða kynferðislegri áreitni. Samkvæmt UNESCO (2018) er mikilvægt að fræða unglinga um alla þá heilbrigðisþjónustu sem þeir hafa aðgang að og viðkemur kynheilbrigði þeirra. Þannig eru unglingar hvattir til að bera ábyrgð á eigin kynhegðun og leita sér aðstoðar og styðja aðra við að gera slíkt hið sama. Auka þyrfti því slíka fræðslu í kennslu hér á landi til muna. Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar er kennsla um kynheilbrigði á Íslandi að takmörkuðu leyti að mæta þörfum unglinga varðandi tilfinningalega nánd, kynvitund og jákvæðar hliðar kynverundar líkt og kynferðislega örvun og fullnægingu í kynlífi. Svipaðar niðurstöður má sjá í fleiri íslenskum rannsóknum þar sem unglingar benda á að fjalla þurfi meira um jákvæðar hliðar kynlífs út frá tilfinningalegu og félagslegu sjónarhorni. Slík umræða myndi án efa bæta kynheilbrigði þeirra (Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir o.fl., 2019; Lóa Guðrún Gísladóttir o.fl., 2020). Svo virðist sem mjög lítil kennsla um kynheilbrigði sé í framhaldsskólum landsins og sé nánast eingöngu á fyrsta ári. Samkvæmt heimasíðu Ástráðs heimsækir félagið ár hvert alla framhaldsskóla landsins og heldur fyrirlestur fyrir fyrsta árs nema


Ritrýnd grein | Peer review

(Ástráður, 2021). Eins hafa aðrir utanaðkomandi aðilar verið með kynfræðslu víða í framhaldsskólum á landinu. Því gæti sú fræðsla sem þátttakendur rannsóknarinnar vísa til, miðast fyrst og fremst við hana. Ef utanaðkomandi aðilar annast kennsluna, líkt og mjög algengt er hér á landi, ættu þeir að fylgja ákveðnu skipulagi. Þar er til dæmis átt við heildstætt námsefni sem þeir gætu kennt að hluta en eftirlit vantar til að fylgjast betur með hvernig kennslu er háttað, hvað er kennt og hverjir sjá um hana.

ÁLYKTANIR Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna að lítill munur sé á milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar varðandi kennslu um kynheilbrigði. Grunn- og framhaldsskólar á Íslandi uppfylla ekki þær kröfur sem helstu stofnanir um kynheilbrigði innan Evrópu og á alþjóðavísu setja um kennslu, óháð því hvar á landi þeir eru (UNESCO, 2018; WHO og BZgA, 2010). Við stefnumótun og skipulagningu þarf að fylgja betur alþjóðlegum leiðbeiningum og fræðsluþörfum unglinga. Með mótun heildstæðrar stefnu í kynheilbrigðismálum og skilvirku eftirliti væri hægt að uppfylla þær kröfur sem settar eru um kennslu um kynheilbrigði (UNESCO, 2018; WHO, 2016; WHO og BZgA, 2010). Með þeim hætti yrði öllum nemendum í grunn- og framhaldsskólum landsins tryggður aðgangur að gagnreyndri og fjölbreyttri kennslu um kynheilbrigði.

STYRKLEIKAR OG TAKMARKANIR RANNSÓKNARINNAR Þessi rannsókn er fyrsta íslenska rannsóknin sem skoðar kennslu um kynheilbrigði út frá sjónarhorni íslenskra unglinga í framhaldsskólum og með tilliti til búsetu þeirra. Hún byggir jafnframt á nýju matstæki sem unnt er að nýta áfram. Þar af leiðandi veitir hún upplýsingar sem skort hefur um stöðu og fyrirkomulag kennslu um kynheilbrigði á öllu landinu. Takmarkanir rannsóknarinnar felast helst í því að um þversniðsrannsókn er að ræða sem veitir ekki upplýsingar um orsakasamband milli breyta. Þá var úrtak rannsóknarinnar tilgangsúrtak í stað tilviljunarúrtaks sem ekki var valkostur. Niðurstöður byggja einnig á mati einstaklinga á spurningum þar sem ólík túlkun getur legið að baki og því má gera ráð fyrir ákveðinni svarskekkju. Að auki var svarhlutfall lágt og nokkuð brottfall eftir því sem leið á spurningalistann. Slíkt getur skekkt niðurstöður og hefur áhrif á marktekt.

ÞAKKIR Þakkir fá þátttakendur rannsóknarinnar og allir þeir sem veittu aðstoð við gerð hennar. Lýðheilsusjóður fær einnig þakkir fyrir að styrkja rannsóknina.


Cross-sectional study on arrangement of sexuality education: Experiences and attitudes of adolescents

ENGLISH SUMMARY

Cross-sectional study on arrangement of sexuality education: Experiences and attitudes of adolescents Sigfusdottir, H., Bender, S. S., Vilhjalmsson, R., Tryggvadottir, G. B.

Aim

Conclusions

Iceland lacks information on how sexuality education (SE) is arranged but studies have shown the needs for improved SE among adolescents. The purpose of the study was to examine how SE is arranged in Icelandic schools based on reports by adolescents in rural and urban areas.

SE seems to be taught in similar ways in urban and rural areas in Iceland but neither regularly nor continuously. More diversity is required in both approach and topics. With increased monitoring and a revised sexuality education policy, it would be possible to better meet the educational needs of Icelandic adolescents.

Method

Keywords

This study was cross-sectional. A purposive sample was used to select eleven secondary schools around the country, 648 participants, 18 years and older, completed an electronic survey. Hypotheses were tested by the Pearson chi-square test and t-test. Level of significance was set at p<0,05.

Sexuality education, adolescent, teaching methods, topics, residence.

Correspondent helgasigfusd@gmail.com

Results SE was mainly taught in 8th to10th grade in primary schools but decreased thereafter. Lectures were the most common teaching method and contraception, sexual consent and the effects of porn on sex were the topics most frequently covered. The results showed no significant residential differences on how regularly the subject was taught (p=0,307). The variety of teaching methods was significantly greater in the urban area compared to the rural area (p<0,001). Out of 34 topics considered, coverage differed by residence in only three, which were womens‘ menstrual cycle and its function (p=0,005), emotional intimacy (p<0,05) and feelings (p<0,05). Thus, students in rural areas were more likely to have more teaching on those topics than students in urban areas.


Ritrýnd grein | Peer review

HEIMILDIR Astle, S., McAllister, P., Emanuels, S., Rogers, J., Toews, M. og Yazedjian, A. (2021). College students’ suggestions for improving sex education in schools beyond ‘blah blah blah condoms and STDs’. Sex Education, 21(1), 91–105. https:// doi:10.1080/14681811.2020.1749044 Ástráður. (2021). Ástráður, kynfræðslufélag læknanema við Háskóla Íslands. https://www.astradur.is/ Bauer, M., Hämmerli, S. og Leeners, B. (2020). Unmet needs in sex education—What adolescents aim to understand about sexuality of the other sex. Journal of Adolescent Health, 67(2), 245–252. https://doi:10.1016/j. jadohealth.2020.02.015 Blinn-Pike, L. (2008). Sex education in rural schools in the United States: impact of rural educators‘ community identities. Sex Education, 8(1), 77-92. https://doi:10.1080/14681810701811845 Cheedalla, A., Moreau, C. og Burke, A. E. (2020). Sex education and contraceptive use of adolescent and young adult females in the United States: An analysis of the National Survey of Family Growth 2011–2017. Contraception: X, 2, 100048. https://doi:10.1016/j.conx.2020.100048 Chen, M., Liao, Y., Liu, J., Fang, W., Hong, N., Ye, X., Li, J., Tang, Q., Pan, W. og Liao, W. (2016). Comparison of sexual knowledge, attitude, and behavior between female Chinese college students from urban areas and rural areas: A hidden challenge for HIV/AIDS control in China. BioMed Research International, 2016, 1–10. https://doi:10.1155/2016/8175921 Cleland, J., Ingham, R. og Stone, N. (2001). Asking young people about sexual and reproductive behaviours. HRP, UNDP, UNFPA, WHO, World Bank. https://cdn.who.int/media/docs/default-source/hrp/adolescents/ sample-core-instruments.pdf?sfvrsn=451ebf9e_9 Corcoran, J. L., Davies, S. L., Knight, C. C., Lanzi, R. G., Li, P. og Ladores, S. L. (2020). Adolescents’ perceptions of sexual health education programs: An integrative review. Journal of Adolescence, 84, 96–112. https://doi:10.1016/j. adolescence.2020.07.014 Coyle, K., Anderson, P., Laris, B. A., Barrett, M., Unti, T. og Baumler, E. (2021). A group randomized trial evaluating high school FLASH, a comprehensive sexual health curriculum. Journal of Adolescent Health, 68(4), 686–695. https://doi:10.1016/j.jadohealth.2020.12.005 DeVellis, R. F. (2017). Scale development, theory and applications (4. útgáfa). Sage. Foley, A. (2015). Sexuality education policy implementation in two rural midwestern school districts. Sexuality Research and Social Policy, 12, 347–358. https://doi:10.1007/s13178-015-0205-x Freysteinsdóttir, F. J. og Benediktsdóttir, Á. E. (2017). Sexual Behaviour, Sexual Health and Pornography Consumption among Secondary School Students in Iceland. Research in Health Science, 2(1), 55. https://doi.org/10.22158/rhs. v2n1p55 Goldfarb, E. S. og Lieberman, L. D. (2021). Three decades of research: The case for comprehensive sex education. Journal of Adolescent Health, 68(1), 13–27. https://doi:10.1016/j.jadohealth.2020.07.036 Gowen, L. K. og Winges-Yanez, N. (2014). Lesbian, gay, bisexual, transgender, queer, and questioning youths’ perspectives of inclusive school-based sexuality education. The Journal of Sex Research, 51(7), 788–800. https://doi:10.1080/00224499.2013.806648 Hagstofa Íslands. (2022). Mannfjöldi eftir kyni og aldri 1841-2022 [gagnasafn]. https://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Ibuar/ Ibuar__mannfjoldi__1_yfirlit__Yfirlit_mannfjolda/MAN00101. px/?rxid=0e428dfb-6717-4ef1-9cf4-e4ff3696a2a4 Harris, T. L., Shields, A. og DeMaria, A. L. (2022). Relevant, relatable and reliable: Rural adolescents’ sex education preferences. Sex Education, 22(3), 304320. https://doi:10.1080/14681811.2021.1931086 Ketting, E. og Ivanova, O. (ritstjórar). (2018). Sexuality education in Europe and Central Asia. State of the art and recent developments. An overview of 25 countries. Federal Centre for Health Education, BZgA og The International Planned Parenthood Federation European Network, IPPF EN. https://oegf.at/wp-content/ uploads/2021/09/BZgA_Comprehensive-Country-Report_online_EN.pdf Kolbrún Gunnarsdóttir, Reynir Tómas Geirsson, Eyjólfur Þorkelsson, Jón Þorkell Einarsson, Ragnar Freyr Ingvarsson og Sigurbjörg Bragadóttir. (2008). Viðhorf og þekking 16 ára unglinga á kynlífstengdu efni. Læknablaðið 6, 453-460. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, Þórður Kristinsson og Þorgerður J. Einarsdóttir. (2019). Kynlífsmenning framhaldsskólanema frá sjónarhorni ungra karla. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun. Menntavísindasvið Háskóla Íslands. https://doi:10.24270/netla.2019.9 Lindberg, L. D., Maddow-Zimet, I. og Boonstra, H. (2016). Changes in adolescents’ receipt of sex education, 2006–2013. Journal of Adolescent Health, 58(6), 621–627. https://doi:10.1016/j.jadohealth.2016.02.004

Lóa Guðrún Gísladóttir, Ragný Þóra Guðjohnsen og Sóley S. Bender. (2020). „Stelpan er einhvern veginn hlutur, hún á að ... gegna okkur“. Sýn ungra karlmanna á kynheilbrigði og #MeToo-byltinguna. Fléttur (bls. 153-178). RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum og Háskólaútgáfan. Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir nr. 25/1975. https://www.althingi.is/lagas/151b/1975025.html McKee, A., Watson, A.-F. og Dore, J. (2014). ‘It’s all scientific to me’: Focus group insights into why young people do not apply safe-sex knowledge. Sex Education, 14(6), 652–665. https://doi:10.1080/14681811.2014.917622 Menntamálastofnun. (2022). Listi yfir skóla sem bjóða upp á nám á framhaldsskólastigi. https://mms.is/listi-yfir-skola Mennta- og menningarmálaráðuneytið. (2012). Aðalnámskrá framhaldsskóla: Almennur hluti. Mennta- og menningarmálaráðuneytið. https:// www.stjornarradid.is/media/menntamalaraduneyti-media/media/ritogskyrslur/ adalnskr_frsk_alm_2011.pdf Mennta- og menningarmálaráðuneytið. (2013). Aðalnámskrá grunnskóla: Almennur hluti 2011: Greinasvið 2013. Mennta- og menningarmálaráðuneytið. https://stjornarradid.is/media/menntamalaraduneyti-media/media/ritogskyrslur/ adalnamskraokt2015breyting.pdf Mennta- og menningarmálaráðuneytið. (2021). Markviss kennsla um kynheilbrigði og ofbeldisvarnir í grunn- og framhaldsskólum. Greinargerð og tillögur starfshóps. Mennta- og menningarmálaráðuneytið. https://www.stjornarradid. is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/MRN/Sk%c3%bdrsla%20 starfsh%c3%b3ps%20um%20kynfr%c3%a6%c3%b0slu%20010721.pdf Mueller, T. E., Gavin, L. E. og Kulkarni, A. (2008). The association between sex education and youth’s engagement in sexual intercourse, age at first intercourse, and birth control use at first sex. Journal of Adolescent Health, 42(1), 89–96. https://doi:10.1016/j.jadohealth.2007.08.002 Pingel, E. S., Thomas, L., Harmell, C. og Bauermeister, J. A. (2013). Creating comprehensive, youth centered, culturally appropriate sex education: What do young gay, bisexual, and questioning men want? Sexuality Research and Social Policy, 10(4), 293–301. https://doi:10.1007/s13178-013-0134-5 Polit, D. F. og Beck, C. T. (2021). Nursing research: Generating and assessing evidence for nursing practice (11. útgáfa). Wolters Kluwer. Sóley S. Bender. (2006). Kynlífsheilbrigði: Frá þögn til þekkingar. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 82(4). 46-50. https://www.hjukrun.is/lisalib/getfile. aspx?itemid=1236 Sóley S. Bender og Álfheiður Freyja Friðbjarnardóttir. (2015). Árangur af kynfræðslunámsefninu „Kynveruleiki í ljósi kynheilbrigðis“. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 91(1), 46-53. https://www.hjukrun.is/library/Timarit---Skrar/ Timarit/Timarit-2015/1-tbl-2015/Arangur%20af%20kynfraedslunamsefni.pdf Sóley S. Bender. (2016). Kynhegðun unglinga- snemma byrjað að stunda kynlíf. Í Guðrún Kristjánsdóttir, Sigrún Aðalbjarnardóttir og Sóley S. Bender (ritstjórar). Ungt fólk- Tekist á við tilveruna. Hið íslenska bókmenntafélag. Sóley S. Bender, Katrín Hilmarsdóttir og Þóra Jenný Gunnarsdóttir. (2021). Smokkanotkun ungra karlmanna: Viðhalda reisn. Eigindleg rannsókn. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 97(3), 87-94. https://www.hjukrun.is/library/Timarit---Skrar/ Timarit/Timarit-2021/3-tbl-2021/Smokkanotkun.pdf Sóley S. Bender, Snæfríður Jóhannesdóttir og Sigurbjörg Lind Ellertsdóttir. (2022). „Þetta er ekkert flókið“. Smokkanotkun ungra karlmanna. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 98(2), 91-97. https://www.hjukrun.is/library/Timarit---Skrar/ Timarit/Timarit-2022/2-tbl-2022/Smokkanotkun.pdf Thompson, E. L., Mahony, H., Noble, C., Wang, W., Ziemba, R., Malmi, M., Maness, S. B., Walsh-Buhi, E. R. og Daley, E. M. (2018). Rural and urban differences in sexual behaviors among adolescents in Florida. Journal of Community Health 43, 268–272. https://doi:10.1007/s10900-017-0416-6 United Nations Educational, Scientific and Cultural Organization (UNESCO). (2018). International technical guidance on sexuality education. An evidence-informed approach. https://unesdoc.unesco.org/ark:/48223/ pf0000260770/PDF/260770eng.pdf.multi World Health Organization (WHO) and Federal Centre for Health Education (BZgA). (2010). Standards for Sexuality Education in Europe. A framework for policy makers, educational and health authorities and specialists. Federal Centre for Health Education, BZgA. https://www.bzga-whocc.de/fileadmin/user_upload/ BZgA_Standards_English.pdf World Health Organization, Regional Office for Europe (WHO). (2016). Action Plan for Sexual and Reproductive Health. Towards achieving the 2030 Agenda for Sustainable Development in Europe – leaving no one behind. https://www.euro.who.int/__data/assets/pdf_file/0003/322275/ Action-plan-sexual-reproductive-health.pdf

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

87


Ritrýnd grein | Peer review

Á milli steins og sleggju: Reynsla hjúkrunarfræðinga af stjórnun og rekstri hjúkrunarheimila á Íslandi

HAGNÝTING RANNSÓKNARNIÐURSTAÐNA

doi: 10.33112/th.99.3.4

Nýjungar

ÚTDRÁTTUR Tilgangur Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna reynslu hjúkrunarfræðinga af stjórnun og rekstri hjúkrunarheimila sem rekin eru með daggjöldum frá Sjúkratryggingum Íslands.

„Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?“

Rannsóknin veitir nýja þekkingu um reynslu hjúkrunarstjórnenda af rekstri hjúkrunarheimila á Íslandi sem rekin eru með daggjöldum frá SÍ.

Þekking

Aðferð

Niðurstöður varpa ljósi á krefjandi starf við að uppfylla gæðakröfur innan þröngs fjárhagsramma, reynslu af interRAI mælitækinu og starfsánægju hjúkrunarstjórnenda á hjúkrunarheimilum.

Rannsóknin var eigindleg viðtalsrannsókn. Tekin voru átta einstaklingsviðtöl og tvö rýnihópaviðtöl með notkun hálfstaðlaðs viðtalsramma við alls 16 hjúkrunarstjórnendur. Gögn voru greind með innihaldsgreiningu þar sem efni var flokkað í þemu sem sameinuðust í yfirþema.

Hagnýting Niðurstöður má nýta til að bæta þjónustu og starfsumhverfi á hjúkrunarheimilum ásamt því að vera innlegg í frekari rannsóknir á interRAI mælitækinu.

Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga Niðurstöður Yfirþema rannsóknarinnar var að hjúkrunarstjórnendum fannst þeir vera á milli steins og sleggju þar sem fjármagn var ekki í takt við kröfur um gæði. Yfirþemað greindist niður í þrjú meginþemu. Hið fyrsta, Með marga bolta á lofti, birtist í krefjandi starfi með mikilli faglegri ábyrgð, starfsánægju sem var álaginu yfirsterkari og mikilvægi faglegs stuðnings. Í öðru þemanu, Erfitt að uppfylla gæðakröfur, kom fram að daggjöld væru of lág til að uppfylla gæðakröfur og þörf væri á fleira fagmenntuðu starfsfólki til að tryggja gæði. Í þriðja þemanu, Kostir og takmarkanir RAI-mats, kom fram að gæðavísar nýttust í gæðastarfi ef tími vinnst til en að matið endurspeglaði oft ekki hjúkrunarþyngd og mönnunarþörf nægilega vel.

Ályktanir Niðurstöður gefa til kynna að hjúkrunarheimili þurfi aukið fjármagn til að auka gæði þjónustu, tryggja fagmennsku og öryggi. Taka þarf til greina gagnrýni hjúkrunarfræðinga um að RAI-mælitækið nýtist ekki alltaf nægilega vel við mat á hjúkrunarþyngd og umönnunarþörf íbúa. Niðurstöðurnar geta nýst við stefnumótun og mörkun framtíðarsýnar fyrir öldrunarþjónustu.

Lykilorð Aldraðir, hjúkrunarfræðingar, hjúkrunarheimili, stjórnun, interRAI, innihaldsgreining, rýnihópar.

Niðurstöður rannsóknarinnar endurspegla reynslu þátttakenda og eru mikilvæg vísbending inn í frekari umræður og rannsóknir á hvernig stjórnendur hjúkrunarheimila og stjórnvöld geti bætt rekstrarumhverfi hjúkrunarheimila og öldrunarþjónustu.


Ritrýnd grein | Peer review

Höfundar BERGLIND STEINDÓRSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur MS, hjúkrunarheimilið Sundabúð, Vopnafirði ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR dósent og deildarforseti Framhaldsnámsdeildar í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri KRISTÍN ÞÓRARINSDÓTTIR dósent við Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri

Á milli steins og sleggju: Reynsla hjúkrunarfræðinga af stjórnun og rekstri hjúkrunarheimila á Íslandi INNGANGUR Samfara aukinni þörf íbúa hjúkrunarheimila fyrir aðstoð við athafnir daglegs lífs (Ingibjörg Hjaltadóttir o.fl., 2019) og auknum kröfum um gæði þjónustu hafa erfiðleikar í rekstri hjúkrunarheimila aukist (Heilbrigðisráðuneytið, 2021). Þetta á sérstaklega við um hjúkrunarheimili sem rekin eru eftir samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um daggjöld. Hjúkrunarheimili eru rekin með föstum fjárveitingum eða eftir rammasamningi við SÍ um daggjöld. Þjónustan skal uppfylla kröfulýsingu heilbrigðisráðuneytisins um starfsemi (Sjúkratryggingar Íslands [SÍ], 2016; Velferðarráðuneytið, 2013). Kostnaðargreiningar hafa sýnt að hjúkrunarheimili ná ekki endum saman miðað við kröfur (Heilbrigðisráðuneytið, 2021). RAI-mat (InterRAI MDS 2.0) er alþjóðlegt mælitæki sem metur kerfisbundið heilsufar, færni og hjúkrunarþarfir íbúa á hjúkrunarheimilum (Embætti landlæknis, 2021). Hjúkrunarfræðingar hafa yfirumsjón með skráningu en fleiri fagstéttir koma að matinu (Ingibjörg Hjaltadóttir o.fl., 2019). Niðurstöður hafa áhrif á fjárúthlutun (Embætti landlæknis, 2021) en upphæðir daggjalda eru m.a. reiknaðar út frá þeim. Notað er vegið meðaltal af hjúkrunarþyngdarstuðli íbúa (RUG) hjúkrunarheimilis, sem innbyggður er í RAI-matið og endurreiknaður einu sinni á ári. Við eftirlit er horft til gæðavísa RAI-matsins sem gefa vísbendingar um gæði og öryggi þjónustu. Sjúkratryggingar hafa eftirlit með starfsemi hjúkrunarheimila, t.d. að gæði og kostnaður sé í samræmi við gerð samninga (Embætti landlæknis, 2016; SÍ, 2016). Daggjöld eiga að standa undir kostnaði við dæmigerðan íbúa út frá RUG-hjúkrunarþyngdarstuðli en samkvæmt kostnaðargreiningu ráðgjafafyrirtækisins Nolta greiðir daggjaldið einungis um 35% af umönnunarkostnaði þegar miðað er við lágmarksmönnun og 32% miðað við æskilega mönnun. Miðað við kostnaðargreininguna er útilokað að ná endum saman í rekstri án þess að skerða þjónustu sem hefur neikvæð áhrif á gæði og öryggi (Nolta, 2016a). Samkvæmt nýlegri greiningu á rekstrarkostnaði hjúkrunarheimila ná þau ekki að uppfylla lágmarksviðmið Embættis landlæknis varðandi hlutfall hjúkrunarfræðinga af heildarfjölda í umönnun og hefur hlutfallið lækkað með árunum. Heildarhlutfall faglærðra starfsmanna hefur einnig lækkað og viðmið um umönnunarklukkustundir á hvern íbúa næst ekki. Til að uppfylla kröfur þyrfti að auka fjárveitingar um 4729 milljónir (Heilbrigðisráðuneytið, 2021). Árin 2017-2019 var bókfærður rekstrarhalli hjúkrunarheimila sem rekin eru með daggjöldum 1497 milljónir króna. Ef fjárframlög sveitarfélaga til að mæta hallarekstri eru frátalin var tapið 3500 milljónir króna. Eingöngu 13% heimilanna náðu endum saman árið 2019 án greiðslna frá sveitarfélögum en 77% af rekstrarkostnaði er launakostnaður (Heilbrigðisráðuneytið, 2021). Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

89


Á milli steins og sleggju

Embætti landlæknis réð ráðgjafafyrirtækið KPMG til að meta RAI-mælitækin. Í skýrslu KPMG kom fram að hjúkrunarforstjórar töldu styrkleika mælitækisins felast í gæðavísunum sem þó nýttust misvel við gæðamat vegna mismunandi þekkingar fagfólks á mælitækinu. Á minni heimilum koma færri að matinu og því erfiðara að nýta niðurstöður í starfi. Matið er tímafrekt og talsvert um tvískráningu þar sem samþættingu við hjúkrunarskráningarkerfi er ábótavant. Greiðslutengingin getur haft áhrif á matið og minnkað trúverðugleika þar sem það hefur áhrif á fjármögnun og því mikilvægt að sýnileiki og eftirlit sé með skráningu (KPMG, 2018). Gagnrýnt hefur verið að RAI-mat og RUG-hjúkrunarþyngdarstuðull endurspegli ekki raunverulega hjúkrunarþyngd og umönnunarkostnað. Matið nái illa að varpa ljósi á hjúkrunarþyngd líkamlega hraustra einstaklinga sem þurfa mikið eftirlit, t.d. vegna heilabilunar (Heilbrigðisráðuneytið, 2021; KPMG, 2018). Þetta samræmist niðurstöðum Daly o.fl. (2020) og Vuorinen (2020) sem sýndu að hjúkrunarfræðingar töldu mælitækið hvorki varpa ljósi á raunverulegt ástand né umönnunarþarfir fólks með heilabilun. Bentu niðurstöður Vuorinen (2020) til hins sama varðandi fólk í líknandi meðferð. Mælitækið var talið stuðla að markvissri skráningu en tæki mikinn tíma sem væri betur varið við umönnun, sérstaklega fólks með heilabilun (Daly o.fl., 2020) og í líknandi meðferð (Vuorinen, 2020). Á Íslandi búa einstaklingar nú lengur heima en áður og eru því veikari við komu á hjúkrunarheimili, og lifa skemur. Umönnunarþörf og líknarmeðferð hefur þar af leiðandi aukist (Ingibjörg Hjaltadóttir, o.fl. 2019). Veikari skjólstæðingar krefjast aukinnar sérþekkingar og mikilvægt er að mönnun á hjúkrunarheimilum þróist í takt við það (Ingibjörg Hjaltadóttir o.fl., 2019; Harrington o.fl., 2012). Rannsóknir hafa sýnt að hærra hlutfall umönnunarklukkustunda veitt af hjúkrunarfræðingum á hjúkrunarheimilum hefur jákvæð áhrif á gæði þjónustu og heilsufar íbúa (Shin og Shin, 2019; Shin o.fl. 2021). Rannsókn Jónbjargar Sigurjónsdóttur o.fl. (2013) á viðfangsefnum hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum sýnir að verkefnin eru fjölbreytt og flókin. Þátttakendur sögðu krefjandi að veita gæðahjúkrun vegna álags, undirmönnunar og fjárskorts og að fagleg forysta væri mikilvæg. Uppfylling gæðakrafna innan fjárhagsramma er meðal verkefna stjórnenda hjúkrunarheimila (Siegel, 2015) og í heimahjúkrun (Jordal o.fl., 2022) en þeir þurfa daglega að takast á við álag, fjárskort, mönnunarvanda og takmarkaða getu til að tryggja góða hjúkrun. Þessum þáttum fylgir streita (Labrague o.fl., 2017) sem hefur neikvæð áhrif á starfsánægju, eykur hættu á kulnun og að hjúkrunarfræðingar hætti í starfi (Stewart o.fl., 2023). Mikilvægt er að auka stuðning til að koma í veg fyrir starfstengda streitu (Labrague o.fl., 2017; Stewart o.fl., 2023). Þversniðsrannsókn Rao o.fl. (2019) sýndi að því meiri og betri faglegan stuðning hjúkrunarstjórnendur á hjúkrunarheimilum upplifðu frá yfirhjúkrunarstjórnanda hjúkrunarheimilis, því líklegra var að þeir héldu áfram í starfi. Stuðningur frá þverfaglegum teymum skiptir einnig máli þó stuðningur frá yfirhjúkrunarstjórnendum sé mikilvægastur í þessu sambandi. Sigursteinsdóttir o.fl. (2020) gerðu rannsókn meðal hjúkrunarstjórnenda á Íslandi á tengslum starfstengdrar streitu, stoðkerfisverkja og skorts á góðum svefni. Nánast helmingur þátttakenda var undir mikilli tímapressu í vinnunni og um 34% voru oft úrvinda

90

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

eftir vinnudaginn. Þetta samræmist að nokkru leyti niðurstöðum Steege o.fl. (2017) um reynslu hjúkrunarstjórnenda af þreytu en flestir þátttakendur fundu fyrir þreytu vegna ábyrgðar allan sólarhringinn og væntinga til þeirra. Þetta gat haft áhrif á ákvarðanatöku, ójafnvægi á milli vinnu og einkalífs og vilja til að vera í stjórnunarstarfi. Nýleg íslensk rannsókn á reynslu ungra hjúkrunarfræðinga af aðstoðardeildarstjórastarfi sýndi að álag, lítill stuðningur og mönnunarvandi eru hindrandi þættir í starfi. Hvetjandi þættir eru aukin tækifæri til starfsþróunar, jákvæð áhrif á laun, og stuðningur frá yfirmönnum og samstarfsfólki. Þátttakendur sögðu starfið krefjandi en skemmtilegt og stuðningur jók starfsánægju (Sandra Sif Gunnarsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir, 2020). Skortur er bæði á íslenskum og erlendum rannsóknum um stjórnun hjúkrunarheimila út frá sjónarhóli hjúkrunarstjórnenda. Tilgangur þessarar rannsóknar var að bæta úr því og kanna reynslu hjúkrunarstjórnenda af stjórnun og rekstri hjúkrunarheimila sem rekin eru með daggjöldum frá SÍ.

AÐFERÐ Rannsóknin var eigindleg viðtalsrannsókn. Leitast var við að finna merkingu og þemu í því sem viðmælendur höfðu að segja til að dýpka skilning á viðfangsefninu (Creswell, 2014). Viðtölin samanstóðu af einstaklings- og rýnihópaviðtölum. Með rýnihópaviðtölum næst meiri breidd í umræðurnar en í einstaklingsviðtölum geta umræður orðið dýpri (Krueger og Casey, 2015).

Þátttakendur Tilgangs- og hentugleikaúrtak var notað. Þýði rannsóknarinnar var hjúkrunarstjórnendur á hjúkrunarheimilum sem rekin voru með daggjöldum frá SÍ árið 2019. Skilyrði fyrir þátttöku var að hafa starfað sem hjúkrunarforstjóri eða deildarstjóri í a.m.k. fimm mánuði. Rannsakendur leituðu samþykkis yfirmanna hjúkrunarheimila og sendu kynningarbréf til viðmælenda. Þátttakendur voru 16 og á aldrinum 30-63 ára. Upplýsingar um þátttakendur má sjá í töflum 1 og 2. Tafla 1. Yfirlit yfir þátttakendur Staða

Stærð hjúkrunarheimilis*

Hjúkrunarforstjóri-1

Lítið

Hjúkrunarforstjóri-2

Lítið

Hjúkrunarforstjóri-3

Lítið

Hjúkrunarforstjóri-4

Lítið

Hjúkrunarforstjóri-5

Lítið

Hjúkrunarforstjóri-6

Lítið

Hjúkrunarforstjóri-7

Meðalstórt

Deildarstjóri-1

Stórt

Deildarstjóri-2

Stórt

Deildarstjóri-3

Stórt

Deildarstjóri-4

Stórt

Deildarstjóri-5

Stórt

Deildarstjóri-6

Meðalstórt

Deildarstjóri-7

Stórt

Deildarstjóri-8

Stórt

Deildarstjóri-9

Stórt

*Skilgreining á stærð hjúkrunarheimila: Lítið hjúkrunarheimili = 0-30 hjúkrunarrými Meðalstórt hjúkrunarheimili = 31-99 hjúkrunarrými · Stórt hjúkrunarheimili = > 100 hjúkrunarrými


Ritrýnd grein | Peer review

Aldur

Fjöldi

rannsakendur tóku þátt í gagnagreiningunni á síðustu stigum og voru niðurstöður samþættar og ígrundaðar á fundum þeirra þriggja, samkvæmt Bengtson (2016).

30-45 ára

7

Tafla 4. Dæmi um innihaldsgreiningu

46-55 ára

7

56-65 ára

2

Tafla 2. Lýsing á þátttakendum

Merkingareining

Samþjöppuð merkingareining

„Við höfum markvisst verið að nota gæðalyklana sem koma. Við höfum verið að nota þá til að auka gæði“

Notum gæðavísana markvisst til að auka gæði

„Maður myndi vilja sjá mikið fleiri menntaða. Það gengur ekki upp“ „Að halda rekstrinum gangandi, starfsmannamálin, skipuleggja hjúkrunina … redda öllu mögulegu sem þarf að redda“

Kyn Kona

15

Karl

1

Starfsreynsla ≤ 5 ár

9

6-10 ár

4

≥ 11 ár

3

Framkvæmd Gögnum var safnað frá október 2020 til mars 2021. Tekin voru átta einstaklingsviðtöl og tvö rýnihópaviðtöl. Rýnihóparnir samanstóðu af fimm og þremur þátttakendum. Aðalrannsakandi (BS) tók einstaklingsviðtöl og meðrannsakendur, (ÞJ) og (KÞ), rýnihópaviðtöl. Öll viðtöl nema eitt voru tekin í gegnum fjarfundarbúnaðinn Zoom. Viðtalsrammi var hálfstaðlaður með opnum spurningum (sjá viðtalsramma, töflu 3). Í samræmi við Brinkman og Kvale (2018) var viðtalsramminn byggður á fræðilegu efni og reynslu rannsakenda sem síðan ígrunduðu og endurskoðuðu hann saman. Viðtöl voru skráð orðrétt og upptöku síðan eytt. Tafla 3. Meginspurningar úr viðtalsramma Hver eru helstu viðfangsefni starfsins? Hverjar eru helstu áskoranir í starfi? Hvaða áhrif hefur kröfulýsing heilbrigðisráðuneytis um þjónustu hjúkrunarheimila? Hvernig nýtist RAI-matið við rekstur hjúkrunarheimilisins? Hvaða þættir finnst þér mikilvægir til þess að tryggja gæði þjónustunnar? Hvernig gengur að halda sig innan fjárheimilda og tryggja einnig gæði þjónustu? Hver er þín skoðun á daggjaldakerfinu? Hvernig er staðið að starfsþróun eða símenntun starfsfólks?

Gagnagreining Gögn voru greind með aðleiðandi innihaldsgreiningu með greiningarforritinu NVivo (útgáfu 12.5). Rannsakendur lásu allan textann og síðan hófst opin kóðun. Næst voru fundnar merkingareiningar (e. meaning unit) sem tengjast sömu höfuðmerkingunni. Merkingareiningarnar voru dregnar saman og gefinn kóði. Upprunalegi textinn var lesinn með merkingareiningarnar til hliðsjónar til að tryggja að rannsakendur hefðu komið auga á allt sem sneri að markmiði rannsóknarinnar (Bengtson, 2016). Búnir voru til flokkar eftir sameiginlegum eiginleikum og þemu mynduð (Graneheim og Lundman, 2004). Að lokum var undirliggjandi merking allra undirþema dregin saman í yfirþema sem varpaði ljósi á reynslu hjúkrunarstjórnenda af stjórnun og rekstri hjúkrunarheimila (sjá dæmi í töflu 4). Allir rannsakendur lásu gögnin í heild og tveir þeirra, (BS og KÞ), greindu viðtölin hvor fyrir sig og ræddu niðurstöður til að tryggja að mikilvæg atriði hefðu ekki farið framhjá þeim. Allir

Kóði

Undirþema

Þema

Gæðavísar

Notkun gæðavísa

Kostir og takmarkanir RAI-mats

Myndi vilja sjá fleiri menntaða en það gengur ekki upp

Fagmenntun

Fleiri fagmenntaðir nauðsynlegir til að tryggja gæði

Erfitt að uppfylla gæðakröfur

Að sjá um almennan rekstur, starfsmannamál og hjúkrun

Fjölbreytt verkefni

Krefjandi starf með mikilli faglegri ábyrgð

Með marga bolta á lofti

Siðfræði Rannsóknin var ekki leyfisskyld hjá Vísindasiðanefnd þar sem hvorki var um að ræða söfnun né úrvinnslu heilbrigðisupplýsinga en aflað var leyfa fyrir rannsókninni frá hjúkrunarforstjórum viðkomandi hjúkrunarheimila. Þátttakendum var afhent kynningarbréf þar sem greint var frá tilgangi og framkvæmd rannsóknarinnar. Nafnleynd var heitið og tekið fram að viðtöl yrðu hljóðrituð, skráð og síðan eytt. Brýnt var fyrir þátttakendum að frjálst væri að neita og hætta þátttöku hvenær sem var án afleiðinga. Þátttakendur skrifuðu undir upplýst samþykki fyrir þátttöku.

NIÐURSTÖÐUR Meginniðurstaða rannsóknarinnar var að hjúkrunarstjórnendum fannst þeir á milli steins og sleggju þar sem þeim eru takmörk sett í starfi vegna skorts á fjármagni og tíma en þurfa á sama tíma að halda uppi ákveðnum gæðum þjónustu. Þetta yfirþema kom fram með beinum eða óbeinum hætti í lýsingum þátttakenda en eftirfarandi tilvitnun lýsir því í hnotskurn: „Allir segja bara gerið allt sem þið þurfið til að bjarga gamla fólkinu [í heimsfaraldrinum] en svo bara skamm, þetta var allt of dýrt … maður er svolítið þarna á milli steins og sleggju“ (deildarstjóri-2). Yfirþemað skiptist í þrjú meginþemu sem aftur greindust í undirþemu (mynd 1) og verða þeim gerð skil hér á eftir. Mynd 1. Undirþemu, meginþemu og yfirþemu Krefjandi starf með mikilli faglegri ábyrgð Faglegur stuðningur mikilvægur

Með marga bolta á lofti

Starfsánægjan álaginu sterkari

Daggjöld of lág til að uppfylla kröfulýsingu Fleiri fagmenntaðir nauðsynlegir til að tryggja gæði Notkun gæðavísa Endurspeglar hjúkrunarþyngd ekki nógu vel

Erfitt að uppfylla gæðakröfur

„Á milli steins og sleggju“ Fjármagn ekki í takt við kröfur um gæði

Kostir og takmarkanir RAI-mats

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

91


Á milli steins og sleggju

Með marga bolta á lofti Stjórnendur lýstu starfinu sem ábyrgðarstarfi með fjölbreyttum áskorunum sem líkt var við að vera ,,með marga bolta á lofti“ (deildarstjóri-1). Fagleg og rekstrarleg ábyrgð sem og mannauðsmál voru helstu áskoranirnar. Allir þátttakendur sögðu starfið krefjandi en álag og áhyggjur sköpuðu streitu. Nokkrir höfðu íhugað að hætta. Það er áskorun að halda sér í vinnuhæfu ástandi af því að álagið er búið að vera svo mikið undanfarið bæði vegna covid og nýju samninganna … Maður minnkar ekkert vinnuna sem forstjóri. … Já, ég finn fyrir áhrifum álags og kulnunar. (hjúkrunarforstjóri-6) Hjúkrunarstjórnendur lýstu ábyrgðinni sem þrenns konar; ábyrgð á hjúkrunarþjónustu, rekstri og mannauði. Það skein í gegn að velferð skjólstæðinga og gæði þjónustu var í forgangi. Þátttakendur lýstu starfinu sem miklu mannauðsstarfi: ,,Starfsmannamál eru ofsalega stór þáttur og tekur mikinn tíma. Maður vinnur með fjölmörgu og alls konar fólki og það er mjög áhugavert“ (deildarstjóri-6). Þátttakendur töldu allir mestan tíma fara í starfsmannamál og mikla ábyrgð felast í að manna vaktir og láta allt ganga upp. Aðkoma að rekstrarmálum var mismikil eftir stöðu þátttakenda, þ.e. deildarstjóra eða hjúkrunarforstjóra, en þeir þurftu allir að huga að hverri krónu vegna takmarkaðs fjármagns, veita sem besta hjúkrunarþjónustu og passa að launakostnaður væri ekki alltof hár. ,,Við þurfum að passa það að við séum ekki að ofmanna eða séu of margar aukavaktir“ (deildarstjóri-7). Deildarstjóri 8 sagði helstu áskorunina vera væntingastjórnun varðandi þjónustuna: ,,…að halda uppi gæðaþjónustu…og vera í væntingastjórnun til starfsmanna, aðstandenda og íbúa.“ Stjórnendur töldu allir faglegan stuðning mikilvægan sem fólst í að geta leitað ráða, hvatningar og stuðnings hjá öðrum stjórnendum og yfirmönnum en stjórnendur á stórum hjúkrunarheimilum höfðu oftast aðgengi að slíkum stuðningi. Deildarstjóri 4 sagði: ,,Það er frábært að vera með þennan hóp … svo mikill stuðningur. Við erum ekkert alltaf öll sammála en það er styrkurinn okkar.“ Flestir hjúkrunarstjórnendanna á litlum heimilum á landsbyggðinni sögðu faglegan stuðning sárlega skorta. Þeir hefðu síður meðstjórnendur eða yfirmenn á hjúkrunarheimilunum. ,,Sem hjúkrunarforstjóri á litlu hjúkrunarheimili á vegum sveitarfélags, þá er maður ofboðslega einn“ (hjúkrunarforstjóri-1). Hjúkrunarforstjóra-4 skorti sárlega stuðning: „Ég ákvað til að styrkja mig sem stjórnanda að fara í handleiðslu … og það hefur hjálpað mér.“ Starfsánægjan var álaginu yfirsterkari í flestum tilfellum. Stjórnendur voru sammála um að þrátt fyrir erfið tímabil væri gaman að fara í vinnuna og viðfangsefnið fjölbreytt og spennandi ,,Í þessum geira þá er maður alltaf að læra eitthvað nýtt. Maður þarf alltaf að teygja sig aðeins lengra, viða að sér þekkingu og það er alltaf nóg að gera“. (hjúkrunarforstjóri-6) Stjórnendur nutu þess að eiga samskipti við íbúa, aðstandendur og starfsfólk. Það sem vakti mesta gleði var ef þessir aðilar voru ánægðir og allt gekk eins og smurt hjól. ,,Þegar maður sér að fólk er með hjartað á réttum stað og fólk er að koma fram og vinna sína vinnu af einlægni og kærleika, það er það sem að gefur mér mikla ánægju“ (deildarstjóri-6).

92

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

Margir þátttakenda sögðu að stór tækifæri væru í nýsköpun og þróun þjónustu en mikilvægt væri fyrir starfsánægju að fá að framkvæma hugmyndir. ,,Það er bara reynt að kveikja í okkur frekar en slökkva með hugmyndirnar okkar og það skiptir ofboðslega miklu máli varðandi starfsánægju“ (deildarstjóri-5). Samt sem áður voru þeim mikil takmörk sett í starfi vegna skorts á fjármagni og tíma. Hjúkrunarforstjóri-5 sagði: ,,Ég er með svo mikinn metnað og langar að gera svo margt en það er sumt sem ég verð að gera þannig að það sem mig langar að gera situr á hakanum.“

Erfitt að uppfylla gæðakröfur Allir þátttakendur sögðu erfitt að uppfylla kröfulýsingu heilbrigðisráðuneytisins og mönnunarviðmið Embættis landlæknis en þó tækju þeir mið af þeim. Kröfurnar af hálfu ríkisins væru óraunhæfar miðað við fjármagn: ,,Það er pöntuð mikil og góð þjónusta og hún á að veitast af faglærðu fólki en peningur sem er greiddur fyrir þessa þjónustu er bara miklu, miklu lægri en hún kostar“ (hjúkrunarforstjóri-1). Deildarstjóri-5 lýsti hvernig skortur á fjármagni litar starfið: ,,Rauði þráðurinn í okkar starfi er náttúrulega sjálfræði og sjálfstæði íbúa. Hér er enginn sviptur því þegar að hann kemur hérna inn, hann heldur áfram að lifa sínu lífi …[en] innan rammasamnings Sjúkratrygginga.“ Rekstrarform hjúkrunarheimila var mismunandi og rekstur gekk misvel. Flestir þátttakendur lýstu hallarekstri þrátt fyrir mikið aðhald. Því væri erfitt að uppfylla allar gæðakröfur. ,,Það er sett kröfugerð og síðan bara ákveður ríkið einhliða hvað er mikill peningur sem fer í að borga þessa kröfugerð. Það eru engir raunverulegir samningar, ekkert samtal sem á sér stað“ (hjúkrunarforstjóri-1). Þátttakendur sögðu skorta meira gæðastarf á hjúkrunarheimilum líkt og er annars staðar í heilbrigðiskerfinu en miklar kröfur eru gerðar til hjúkrunarheimila frá samfélaginu. Um er að ræða skjólstæðingahóp með fjölþættan vanda: „Það er margt sem ég myndi vilja gera gæðalega séð en svo er alltaf þessi rödd, yfirmaðurinn og aðrir, rekstrarlega þurfum við að skera niður. Það þarf að takmarka þjónustuna“ (hjúkrunarforstjóri-5). Stjórnendur voru sammála um að daggjöld eins og þau eru í dag væru of lág. Nokkrir sögðu ágætt að hafa einhvern ramma en þau væru ekki í samræmi við raunkostnað þjónustu: ,,Mér finnst alveg fínt að hafa hana [kröfulýsinguna] en það fer ekki hljóð og mynd saman, kröfulýsing og fjármögnun“ (deildarstjóri-5). Þátttakendur sögðu nauðsynlegt að endurskoða daggjöld oftar og hækkanir þyrftu að koma til fyrr, t.d. þegar samið væri um launahækkanir. Stjórnendur sögðu meirihluta daggjalda fara í launakostnað og þá væri eftir t.d. matur, hjúkrunarvörur og lyf. Hjúkrunarforstjóri-2 tók svo til orða: ,,Maður sýpur alveg hveljur sko, að sjá reikningana og maður bara vá, daggjöldin duga eiginlega ekki fyrir lyfjunum hans, hvað þá öðru sko“. Þátttakendur nefndu dæmi um sérstaklega háan kostnað sem gat fylgt skjólstæðingum fyrir t.d. lyf, hjálpartæki og hjúkrunarvörur. Þegar sótt var um greiðslur fyrir þessum háa kostnaði var ekki mikið að hafa. Réttindi einstaklinga varðandi t.d. hjálpartæki breyttust þegar viðkomandi flytur á hjúkrunarheimili. Deildarstjóri-3 sagði að það væri eins og kerfin töluðu ekkert saman: ,,Þá missirðu fullt af þjónustu við að flytja á hjúkrunarheimili. Þú færð ekki liðveisluna þína eða neinn skapaðan hlut.“ Stjórnendur lítilla heimila á landsbyggðinni sögðu daggjaldakerfið erfitt heimilum sem væru ekki alltaf með langan biðlista fyrir


Ritrýnd grein | Peer review

hjúkrunarrými. Þá falla daggjöld niður fyrir rými sem standa auð en halda þurfi uppi ákveðinni mönnun: ,,Það eru sveiflur á litlum heimilum í nýtingu og ef nýtingin dettur niður, þá er bara miklu minni peningur til að reka heimilið og þá vantar bara pening til að borga laun“ (hjúkrunarforstjóri-1). Stjórnendur sögðu nánast ógjörning að reka slík heimili á daggjöldum einum og sér. Þátttakendur voru ósáttir við lágt hlutfall faglærðra á hjúkrunarheimilum miðað við annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Þeir voru sammála um að til að tryggja og bæta þjónustu þyrfti að auka hlutfall faglærðra starfsmanna og nefndu þar hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. ,,Ég myndi vilja ráða inn fleiri fagmenntaða, … fleiri hjúkrunarfræðinga til að auka öryggið og gæðin en fjárveitingin er ekki í boði“ (hjúkrunarforstjóri-4). Bent var á að um væri að ræða skjólstæðingahóp með fjölþættan vanda sem krefðist sérþekkingar. Of margir skjólstæðingar væru á ábyrgð hvers hjúkrunarfræðings: ,,Það er kannski einn hjúkrunarfræðingur með þrjátíu íbúa undir sinni hendi á morgunvakt, stundum fleiri. Það er ekki nokkur vegur fyrir einn hjúkrunarfræðing að hafa yfirsýn yfir um 40 manns“ (deildarstjóri-6). Það þarf að tryggja að það sé hægt að hafa fagfólk í vinnu… ef þú ert að fá hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í vinnu að það sé hægt að borga þeim laun, en maður sé ekki tilneyddur til að halda að sér höndum í ráðningum á faglærðu starfsfólki af því að það eru ekki til peningar í það. (hjúkrunarforstjóri-1) Alls staðar var vandamál að fjármagn var ekki nægt til að fara eftir mönnunarviðmiðum. Deildarstjóri-7 sagði: ,,Við þurfum bara rosalega góða hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilin … þeir þurfa að hafa reynslu, bein í nefinu, geta stýrt“. Oft væri vandamál að halda starfsfólki en deildarstjóri-9 (stórt hjúkrunarheimili) sagði: ,,Maður er búinn að tapa góðu fólki því það er ekki endalaust tilbúið að vera með lélega mönnun í kringum sig.“ Sumir kusu að hafa hærra hlutfall faglærðra til að tryggja gæði og lentu þá í meiri rekstrarörðugleikum. Aðrir voru tilneyddir til að hafa lægra hlutfall faglærða vegna fjárhagsskorts. Þeir sögðu það alveg á mörkunum að gæði þjónustu væru tryggð: „Sveitarfélagið vill reka hjúkrunarheimilið en það er ekki til í að reka það með miklum halla. Við erum búin að fara í sparnaðaraðgerðir en við getum ekki sparað meira án þess að það skerði þjónustuna“ (hjúkrunarforstjóri-5).

Kostir og takmarkanir RAI-mats Í umræðu um kosti og annmarka RAI matsins sögðu allir þátttakendur gæðavísana jákvæða en mismunandi var hversu mikill tími gafst til að vinna markvisst með þá. Betri tækifæri voru til þess á stærri hjúkrunarheimilum þar sem voru margir hjúkrunarfræðingar heldur en á litlum heimilum þar sem voru jafnvel bara einn eða tveir. Þeir sem höfðu tök á að nota gæðavísana markvisst sögðu þá hjálplega. Þeir báru saman tímabil og rýndu í gæðavísa sem komu verr út. Hjúkrunarforstjóri 7 sagði: ,,… við höfum verið að nota þá til að auka gæði.“ Sumir settu upp þverfagleg teymi til umbótastarfs og gerðu verklagsreglur: Ef við höfum verið að fá rauð flögg í RAI-inu, eins og þvagfærasýkingar eða byltur, þá höfum við unnið markvisst með það. Við höfum sett upp teymi af hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum sem taka að sér eitthvað eitt málefni og svo er það kynnt og við höfum búið til nýjar verklagsreglur í tengslum við þessa vinnu. (deildarstjóri-6)

Flestir stjórnendanna töldu jákvætt að hægt væri að sjá mun á gæðavísum milli ára og árangur umbótastarfs. Þó lýstu margir mælitækinu sem íþyngjandi. Skila þurfti matinu þrisvar á ári sem væri oft gert í tímahraki, sérstaklega á litlum hjúkrunarheimilum. Þar væri ekki nægur mannafli til að fullnýta möguleika þess í gæðavinnu og sem stjórnunartækis sem hefði áhrif á úthlutun fjármagns til hjúkrunarheimilisins. Því miður bara allt of oft unnið í tímahraki. Og svo þegar er verið að hugsa þetta alltaf í peningum þá pínu skemmir það hina notkunina. Þá er fólk alltaf stressað að RAI er of lágt af því að þá fáum við minni pening. (hjúkrunarforstjóri-2) Margir stjórnendur töldu heppilegra að vinna matið með öðrum hætti, t.d. allt árið en ekki í þremur skorpum eins og nú. Mælitækið myndi nýtast betur til að meta gæði ef það hefði ekki áhrif á fjármagnsúthlutun. Hjúkrunarfræðingar hefðu áhyggjur af því að RUG-stuðullinn yrði of lágur og fjármagn minnkaði. Þátttakendur voru á einu máli um að mælitækið endurspeglaði hjúkrunarþyngd skjólstæðinga ekki nógu vel. Þeim fannst áberandi hvað iðjuþjálfun og sjúkraþjálfun höfðu mikið vægi og skiluðu hærri RUG-stuðli en það sem starfsfólk í umönnun gerði. Einstaklingur sem gæti farið í iðju- og sjúkraþjálfun skoraði jafnvel hærra en einstaklingur sem væri með mikla umönnunarþörf og gæti ekki sótt slíka þjálfun vegna slæmrar heilsu: Ef viðkomandi verður veikari og þarf meiri þjónustu þá fellur hann niður í ódýrari flokk þannig við erum meira í rauninni að láta iðjuþjálfana og sjúkraþjálfarana gera sem mest og vona bara að hann þurfi sem minnsta hjúkrun af því okkar starf er bara ekki metið í RAI-kerfinu. (deildarstjóri-1) Þeim fannst þetta skjóta skökku við þar sem um hjúkrunarmat væri að ræða. Matið snerist of mikið um endurhæfingu: ,,Við erum með RAI-kerfi sem miðast við endurhæfingu en við erum ekki að reka endurhæfingarstofnun“ (deildarstjóri-4). Deildarstjóri-8 tók í sama streng: Við erum með svo miklu veikara fólk, það bara hefur breyst á síðustu fimm árum… en þetta er ekki fólk sem að er að fara í sjúkraþjálfun eða iðjuþjálfun. … Hjúkrun og nærvera, þú veist það hefði gert þeim betra. Fram kom hjá nokkrum þátttakenda að þegar fólk fengi samþykkt hjúkrunarrými væri algengt að ástand þess væri orðið þannig að í raun væri helst um líknandi meðferð að ræða en ekki endurhæfingu. Deildarstjóri-8 sagði: ,,Við erum líknarstofnun, það bara má ekki segja það … það hefur svo neikvæða merkingu. Við erum með þennan styttri legutíma af því að fólk er svo veikt þegar það kemur.“ Flestir þátttakenda gagnrýndu RAI-matið einnig varðandi hjúkrunarþyngd fólks með heilabilun. Ef einstaklingar væru líkamlega ágætlega á sig komnir þá skilaði heilabilun ein og sér ekki háum RUG-stuðli þrátt fyrir mikið eftirlit og umönnun. Hjúkrunarforstjóri-7 sagði: Við erum með sjúklinga sem við upplifum gríðarlega erfiða og þeir vigta ekki mikið … Ráp virðist vigta mjög lítið inn, sem getur verið ofboðslega erfitt fyrir starfsfólkið, svona stöðug gæsla. Þannig að mér finnst þetta vera svolítið götótt mælitæki.

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

93


Á milli steins og sleggju

UMRÆÐA Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að hjúkrunarstjórnendur upplifa sig á milli steins og sleggju í krefjandi starfi þar sem fjármagn er ekki í takt við kröfur um gæði. Er þetta í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna sem sýna að helsta verkefni hjúkrunarstjórnenda á hjúkrunarheimilum og í heimahjúkrun er að nýta vel takmarkað fjármagn en í senn að mæta kröfum um góða hjúkrunarþjónustu en því fylgir álag (Jordal o.fl., 2022; Siegel, 2015). Fram kom að starf hjúkrunarstjórnenda felur aðallega í sér ábyrgð á þremur sviðum; á mannauði, rekstri og faglegri hjúkrunarþjónustu. Vegna krefjandi vinnuumhverfis var faglegur stuðningur mikilvægur en eftirtektarvert er að hjúkrunarstjórnendur minni hjúkrunarheimila höfðu mun minna aðgengi að stuðningi en stjórnendur stærri hjúkrunarheimila. Þar sem faglegur stuðningur er mikilvægur og stuðlar að starfsánægju (Sandra Sif Gunnarsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir, 2020) og því að hjúkrunarstjórnendur haldist í starfi (Rao o.fl., 2019) má álykta að mikilvægt sé að auka hann á litlum hjúkrunarheimilum. Starfsánægja er mikilvægur þáttur í starfsumhverfi stofnana en hún stuðlar að jákvæðum samskiptum ásamt því að minnka líkur á streitu, kulnun og brotthvarfi úr starfi (Lu o.fl., 2019). Því er það athyglisverð niðurstaða þessarar rannsóknar að starfsánægja hjúkrunarstjórnenda er álaginu oftast yfirsterkari. Flestir þátttakendur sögðu fjölbreytileika starfsins skemmtilegan og ánægjulegt væri þegar hinir fjölbreytilegu þættir starfsins gengu upp, sérstaklega þegar hægt var að koma til móts við þarfir skjólstæðinga og fjölskyldna. Það er í samræmi við íslenskar rannsóknir sem sýna að starfsánægja mælist almennt mikil meðal hjúkrunarstjórnenda og hjúkrunarfræðinga á Íslandi í samanburði við erlendar rannsóknir (Hulda Rafnsdóttir o.fl., 2015; Kristín Þórarinsdóttir o.fl., 2020). Starfsánægja hefur ekki verið könnuð sérstaklega meðal íslenskra hjúkrunarstjórnenda á hjúkrunarheimilum og því er þessi niðurstaða ákveðið nýnæmi. Færa má rök fyrir því að starfsánægja sem kom fram hjá hjúkrunarstjórnendum sé auðlind sem mikilvægt er að styrkja. Samkvæmt Siegel (2015) öðlast hjúkrunarstjórnendur í öldrunarþjónustu færni til að vinna lausnamiðað vegna þröngs fjárhagsramma. Mun sú færni nýtast vel í framtíðinni til að auka gæði á hjúkrunarheimilum. Þetta samræmist frásögnum hjúkrunarstjórnenda í þessari rannsókn sem þrátt fyrir krefjandi starfsumhverfi ná að vinna að nýsköpun, þróun og breytingum sem auka starfsánægju. Gerðar eru kröfur af hálfu heilbrigðisráðuneytis um gæði þjónustu og fagleg mönnunarviðmið (Velferðarráðuneytið, 2013) en þátttakendur rannsóknarinnar eru sammála um að erfitt sé að uppfylla gæðakröfur með úthlutuðu fjármagni. Frásagnir þeirra samræmast niðurstöðum ráðgjafafyrirtækisins Nolta um að daggjöld séu of lág til að uppfylla kröfur um gæði og mönnunarviðmið. Í kostnaðargreiningu Nolta er ályktað að útilokað sé að ná endum saman í rekstri með þáverandi daggjaldi (Nolta, 2016a; Nolta, 2016b) en það fer saman við lýsingar þátttakenda rannsóknarinnar sem sögðu daggjöldin nánast einungis duga fyrir launakostnaði. Eftirtektarvert var að allir þátttakendur töldu daggjöld ekki í samræmi við raunkostnað þjónustu. Viðmælendur sögðu lítið samráð við hjúkrunarheimilin varðandi fjármagn til þjónustunnar og um að ræða einhliða ákvarðanir af hálfu ríkisins. Er þetta í samræmi

94

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

við skýrslu um rekstrarkostnað hjúkrunarheimila á Íslandi. Þar segir að til að heimilunum sé kleift að uppfylla lágmarksviðmið um umönnunarklukkustundir og hlutfall hjúkrunarfræðinga og faglærðra af starfsfólki í umönnun þyrfti að auka fjárveitingar um a.m.k. 4729 milljónir (Heilbrigðisráðuneytið, 2021). Í ljósi þessa ósamræmis milli krafna um gæði þjónustu hjúkrunarheimila og fjárúthlutana til þeirra, sem veldur einatt miklu álagi í starfi eins og kemur fram í þessari rannsókn, má teljast brýnt að þær opinberu stofnanir sem koma að setningu gæðaviðmiða og fjárúthlutunar til hjúkrunarheimila vinni að samræmingu í þessum efnum. Þátttakendur sögðu RAI-hjúkrunarmatið nýtast misvel. Notkun gæðavísa var markvissari á stærri heimilum, þar sem fleiri hjúkrunarfræðingar starfa, en á minni heimilum. Minni tími gefst til að vinna með matið þar sem starfa færri hjúkrunarfræðingar og sögðu stjórnendur heimila matið oft unnið í tímahraki. Því væri erfitt að fullnýta möguleika þess til gæðaumbóta. Þar sem tök voru á að vinna með gæðavísana voru þeir hins vegar gagnlegir í umbótastarfi og teymisvinnu. Þessi niðurstaða hefur ekki komið fram í rannsóknum fyrr enda engin íslensk rannsókn verið gerð á viðhorfum og reynslu hjúkrunarstjórnenda né almennra hjúkrunarfræðinga af RAI-hjúkrunarmatinu. Í rannsóknum Daly o.fl. (2020) og Vuorinen (2020) er fjallað um sömu tímapressu við að skila RAI-matinu og að ná markvissri skráningu þannig að hægt sé að nýta það til gæðaumbóta. Þátttakendur í þessari rannsókn nefndu að mögulega væri matið skilvirkara og unnið í minna tímahraki ef hjúkrunarfræðingar gætu skráð í það yfir lengra tímabil í stað þess að skila því þrisvar á ári og ef það hefði meira að gera með mat á gæðum og minna með fjárúthlutun. Í þessari rannsókn sögðu þátttakendur RAI-mat ekki alltaf endurspegla raunverulega hjúkrunarþyngd og fannst skjóta skökku við að endurhæfing hefði meira vægi en hjúkrun þar sem um hjúkrunarmat væri að ræða. Hjúkrunarþyngd fólks með heilabilun endurspeglaðist ekki nægilega vel en gjarnan væri um að ræða skjólstæðingahóp sem þyrfti mikið eftirlit og umönnun. Er þetta í takt við greiningu á rekstrarkostnaði hjúkrunarheimila en þar kemur fram að RUG-stuðull mælir ekki í öllum tilfellum kostnað við umönnun nægilega vel og gagnrýnt er að RAI-mat taki of mikið mið af endurhæfingu. Það meti ekki á nógu nákvæman hátt hjúkrunarþyngd einstaklinga sem eru líkamlega vel á sig komnir en þurfa mikla athygli, eins og til dæmis einstaklingar með heilabilun (Heilbrigðisráðuneytið, 2021). Þessu ber saman við niðurstöður rannsóknar Vuorinen (2020) en þar kemur fram að hjúkrunarþyngd einstaklinga með heilabilun mælist ekki nægilega vel í RAI-mati. Þátttakendur bentu einnig á að íbúar væru oft orðnir mjög veikir við komu á hjúkrunarheimili og væri því oft aðallega um líknandi meðferð að ræða þar sem ekki gætu allir nýtt sér endurhæfingu. Í ljósi þess að 70% íbúa á hjúkrunarheimilum á Ísland er með heilabilun (Heilbrigðisráðuneytið, 2020) og sívaxandi hópur þarfnast líknandi meðferðar (Ingibjörg Hjaltadóttir o.fl., 2019) má því telja talsverðan galla á RAI mælitækinu ef það endurspeglar takmarkað umönnunarþarfir og hjúkrunarþyngd þessara íbúa. Færa má því rök fyrir að rýna þurfi markvisst í hvernig RAI mælitækið metur umönnunarþarfir íbúa með heilabilun og þeirra sem þarfnast líknandi meðferðar. Sjónarhorn fagaðila sem vinna með RAI-mat hefur lítið verið rannsakað en þessi rannsókn gefur vísbendingar um að rannsaka þurfi betur hvort mælitækið þarfnist lagfæringa til að það endurspegli raunverulegt ástand íbúa.


Ritrýnd grein | Peer review

Þátttakendur í þessari rannsókn töldu að greiðslutengingin dragi úr trúverðugleika matsins varðandi gæði þjónustu hjúkrunarheimila. Þessar niðurstöður eru í takt við skýrslu KPMG þar sem fram kemur að greiðslutenging RAI mælitækisins gefi mögulega ranga hvata og minnki trúverðugleika þess varðandi gæði (KPMG, 2018). Því má teljast aðkallandi að skoða betur hvort gera þurfi breytingar á RAI matinu til að gera öllum hjúkrunarheimilum kleift að vinna markvisst með gæðavísa til umbótastarfs, óháð stærð þeirra. Hjúkrunarstjórnendur sem tóku þátt í þessari rannsókn voru gagnrýnir á hversu lágt hlutfall faglærðra starfar á hjúkrunarheimilum þar sem skjólstæðingahópurinn er með fjölþættan vanda sem kallar á sérþekkingu. Þeir undirstrikuðu allir mikilvægi fagþekkingar á hjúkrunarheimilum til að tryggja gæði og sögðu lykilatriði að fjölga faglærðu starfsfólki, sérstaklega hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Flestir sáu sér hins vegar ekki fært að uppfylla lágmarksviðmið um mönnun vegna lítils fjárhagslegs svigrúms og að uppfylling lágmarks mönnunarviðmiða myndi leiða til aukins rekstrarvanda. Þessar niðurstöður samræmast vel greiningu á rekstrarkostnaði hjúkrunarheimila sem sýnir að mönnun þeirra er borin uppi af ófaglærðu starfsfólki. Heimilin eru að meðaltali talsvert undir lágmarksviðmiði Embættis landlæknis varðandi umönnunarklukkustundir og ná ekki lágmarksviðmiði hvað varðar hvort heldur er hlutfall hjúkrunarfræðinga eða heildarhlutfall faglærðra af heildarfjölda starfsmanna í umönnun (Heilbrigðisráðuneytið, 2021). Þetta er einnig í takt við fyrri rannsóknir sem sýnt hafa að mönnun hjúkrunarheimila hefur ekki þróast í takt við aukna umönnunarþörf (Ingibjörg Hjaltadóttir o.fl., 2019; Jóhanna Eiríksdóttir o.fl., 2017; Shin o.fl., 2021). Niðurstöður Ingibjargar Hjaltadóttur o.fl. (2019) sýna að íbúar á hjúkrunarheimilum á Íslandi árin 2008-2014 voru veikari við komu og lifðu skemur eftir að breytingar voru gerðar á fyrirkomulagi við úthlutun hjúkrunarrýma. Því var ályktað að umönnunarþörf hefði aukist. Önnur íslensk rannsókn Jóhönnu Óskar Eiríksdóttur og félaga (2017) sýndi að heilsufar íbúa hjúkrunarheimila er verra og færni minni en áður og því þörf á meiri og sérhæfðari hjúkrun til dæmis vegna aukinnar byltuhættu og meiri verkja. Helsta takmörkun þessarar rannsóknar er að hún endurspeglar reynslu aðeins 16 þátttakenda og því ekki hægt að alhæfa út frá niðurstöðum hennar. Hins vegar er styrkleiki hennar að niðurstöður endurspegla viðhorf og reynslu nokkuð breiðs hóps hjúkrunarstjórnenda víðsvegar um landið á mismunandi stórum hjúkrunarheimilum og leggja því til umræðunnar dýrmætar upplýsingar um þetta mikilvæga málefni. Þessi rannsókn er gagnlegt innlegg í þá miklu umræðu sem verið hefur í samfélaginu undanfarin ár um málefni hjúkrunarheimila. Niðurstöður mætti nýta til að hefja umræðu um leiðir til að auka gæði þjónustu og sem grunn að frekari rannsóknum á starfi hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum á Íslandi.


“Between a rock and a hard place”: Nursing managers’ experiences of running and managing nursing homes in Iceland

ENGLISH SUMMARY

“Between a rock and a hard place”: Nursing managers’ experiences of running and managing nursing homes in Iceland Steindorsdottir, B., Jonsdottir, Þ., Þorarinsdottir, K.

Aim

Conclusions

The objective was to explore nurses’ experiences in managing and operating nursing homes receiving per bed funding from Icelandic Health Insurance.

The results show that nursing homes require additional funding to increase the quality of care and ensure professionalism and safety. Nurses’ criticism that the interRAI instrument does not always accurately reflect care needs and nursing intensity must be considered. The results can be useful in establishing strategic plans and determining a future vision for services for old people.

Method

96

Data were collected through semi-structured individual and focus-group interviews in which 16 nursing managers participated. Data were analyzed using content analysis, whereby the content was categorized into themes and consolidated into an overarching theme.

Keywords

Results

Correspondent

The overarching theme, constructed through three subsidiary themes, was that nursing managers felt caught “between a rock and a hard place” because funding was not in line with the expected quality of care. The first theme, “juggling many balls in the air,” encompassed the challenges of work involving great professional responsibility, job satisfaction issues, and the importance of professional support. The second theme, “challenges in meeting quality requirements,” revealed concerns about how funding did not reflect the real cost of care, and that more professionally trained staff were needed. The third theme, “benefits and drawbacks of the interRAI instrument,” indicated that while the instrument was useful for quality improvement when time allowed, it did not always reflect nursing intensity and care needs.

berglinds@vopnafjardarhreppur.is

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

Old people, nurse manager, nursing home, interRAI, content analysis.


Ritrýnd grein | Peer review

HEIMILDIR Bengtson, M. (2016). How to plan and perform a qualitative study using content analysis. Nursing Plus Open, 2, 8-14. https://doi.org/10.1016/j.npls.2016.01.001 Brinkmann, S. og Kvale, S. (2018). Doing interviews. Sage. Daly, T., Choiniere, J. og Armstrong, H. (2020). Code work: RAI-MDS, measurement, quality, and work organization in long-term care facilities in Ontario. Í Mykhalovskiy, E., Choiniere, J., Armstrong, P. og Armstrong, H. (ritstjórar), Health matters: Evidence, critical social science, and health care in Canada (bls. 75-91). Toronto: University of Toronto press. Creswell, J. W. (2014). Research design: Qualitative, quantitative and mixed methods approaches (4. útgáfa). USA: SAGE publications. Embætti landlæknis. (2016). Gæðavísar. https://www.landlaeknir.is/gaedi-og-eftirlit/heilbrigdisthjonusta/gaedavisar/ Embætti landlæknis. (2021). Heildrænt hjúkrunarheimilismat. https://www.landlaeknir.is/gaedi-og-eftirlit/heilbrigdisthjonusta/ rafraen-sjukraskra/heildraent-hjukrunarheimilismat/ Graneheim, U. H. og Lundman, B. (2004).Qualitative content analysis in nursing research: Concepts, procedures and measures to achieve trustworthiness. Nurse Education Today, 24(2), 105-112. https://doi.org/10.1016/j.nedt.2003.10.001 Harrington, C., Choiniere, J., Goldmann, M., Jacobsen, F. F., Lloyd, L., McGregor, M., Stamatopoulos, V. og Szebehely, M. (2012). Nursing home staffing standards and staffing levels in six countries. Journal of Nursing Scholarship: An official publication of Sigma Theta Tau International Honor society of nursing, 44(1), 88–98. Heilbrigðisráðuneytið (2020). Málefni einstaklinga með heilabilun. Skýrsla unnin af Jóni Snædal öldrunarlækni fyrir heilbrigðisráðuneytið júní, 2019. Reykjavík: Heilbrigðisráðuneytið. Heilbrigðisráðuneytið. (2021). Greining á rekstrarkostnaði hjúkrunarheimila: Skýrsla verkefnastjórnar. https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/ Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Greining%20a%cc%81%20rekstri%20 hju%cc%81krunarheimila%2020042021.pdf Hulda Rafnsdóttir, Ragnheiður Harpa Arnardóttir og Sigrún Gunnarsdóttir (2015). Árangur og forysta í hjúkrun: viðhorf til þjónandi forystu, starfsánægju, starfstengdra þátta og gæða þjónustu á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Tímarit Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, 4 (19), 8-16. Ingibjörg Hjaltadóttir, Kjartan Ólafsson, Árún Sigurðardóttir og Ragnheiður Harpa Arnardóttir. (2019). Heilsa og lifun íbúa fyrir og eftir setningu strangari skilyrða fyrir flutningi á hjúkrunarheimili 2007. Læknablaðið 10(105), 432–441. Jordal, K., Saltveit, V. og Tønnessen, S. (2022). Nursing leadership and management in home care: A qualitative scoping review. Journal of Nursing Management, 30(8), 4212–4220. https://doi.org/10.1111/jonm.13872 Jóhanna Ósk Eiríksdóttir, Helga Bragadóttir og Ingibjörg Hjaltadóttir. (2017). Samanburður á heilsufari, færni, einkennum og meðferðarmarkmiðum íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum eftir áætluðum lífslíkum. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 3(93), 79-85. Jónbjörg Sigurjónsdóttir, Helga Jónsdóttir, Birna G. Flygenring og Helga Bragadóttir. (2013). Viðfangsefni hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum – Að hafa alla þræði í hendi sér. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 1(89), 50-56. KPMG. (2018). Embætti landlæknis: Mat á interRAI-mælitækjum og færni- og heilsumati. https://www.landlaeknir.is/utgefid-efni/skjal/item35191/ Kristín Þórarinsdóttir, Hjördís Sigursteinsdóttir og Kristín Thorberg. (2020). Starfsánægja hjúkrunarfræðinga og viðhorf til þjónustu í fari yfirmanna á umbreytingartímum í heilbrigðisþjónustu. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 3(96), 85-91. Krueger, R. A. og Casey, M. A. (2015). Focus groups. A practical guide for applied research. USA: Sage Publications, Inc.

Labrague, L. J., McEnroe-Petitte, D. M., Leocadio, M. C., Van Bogaert, P. og Cummings, G. G. (2018). Stress and ways of coping among nurse managers: An integrative review. Journal of Clinical Nursing, 27(7-8), 1346–1359. https://doi.org/10.1111/ jocn.14165 Lu, H., Zhao, Y. og While, A. (2019). Job satisfaction among hospital nurses: A literature review. International Journal of Nursing Studies, 94, 21–31. https://doi. org/10.1016/j.ijnurstu.2019.011 Nolta. (2016a). Viðbót við kostnaðargreiningu Nolta 2016. http://samtok.is/images/ Rammasamningsefni/Vi%C3%B0b%C3%B3t_vi%C3%B0_ kostna%C3%B0argreiningu_Nolta.pdf Nolta. (2016b). Greinargerð um kostnaðarútreikning fyrir rekstur hjúkrunarheimilis í þremur stærðum: Rekstrarárið 2016. http://samtok.is/images/ Rammasamningsefni/Greinager%C3%B0_Nolta_um_ kostna%C3%B0ar%C3%BAtreikning_fyrir_hj%C3%BAkrunarheimili__2016.pdf Rao, A. D., Evans, L. K., Mueller, C. A. Lake, E. T. (2019). Professional networks and support for nursing home directors of nursing. Research in Nursing and Health, 42(2), 136-147. doi: 10.1002/nur.21927 Sandra Sif Gunnarsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir. (2020). Ég er einhvern veginn með metnaðinn í botni: Reynsla ungra aðstoðardeildarstjóra í hjúkrun af stjórnunarstarfi sínu. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 3(96), 102-111. Shin, J. H., Renaut, R. A., Reiser, M., Lee, J. Y. og Tang, T. Y. (2021). Increasing registered nurse hours per resident day for improved nursing home residents’ outcomes using a longitudinal study. International Journal of Environmental Research and Public Health,18(2), 402. https://doi.org/10.3390/ijerph18020402 Shin, J. H. og Shin, I. S. (2019). The effect of registered nurses on nursing home residents’ outcomes, controlling for organizational and health care market factors. Geriatric Nursing, 40(3), 296–301. https://doi.org/10.1016/j.gerinurse.2018.11.004 Siegel, E. O. (2015). Securing and managing nursing home resources: Director of nursing tactics. Gerontologist,55(5), 748-759. https://doi.org/10.1093/geront/ gnu003 Sigursteinsdóttir, H., Skúladóttir, H., Agnarsdóttir, T. og Halldórsdóttir, S. (2020). Stressful factors in the working environment, lack of adequate sleep, and musculoskeletal pain among nursing unit managers. International Journal of Environmental Research and Public Health, 17(2), 673. https://doi.org/10.3390/ijerph17020673 Sjúkratryggingar Íslands [SÍ]. (2016). Rammasamningur milli Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og hjúkrunarheimila um þjónustu hjúkrunarheimila. Steege, L. M., Pinekenstein, B. J., Arsenault Knudsen, É. og Rainbow, J. G. (2017). Exploring nurse leader fatigue: a mixed methods study. Journal of Nursing Management, 25(4), 276–286. https.//doi.org/10.1111/jonm.12464 Stewart, C., Berta, W. B., Laporte, A., Deber, R. og Baumann, A. (2023). Nurses’ work, work psychology, and the evolution & devolution of care provision in nursing homes: A scoping Review. International Journal of Nursing Studies Advances [Vefútgáfa]. https://doi.org/10.1016/j.ijnsa.2023.100133 Velferðarráðuneytið. (2013). Kröfulýsing fyrir öldrunarþjónustu: Útgáfa II“. https://www.stjornarradid.is/media/velferdarraduneyti-media/media/rit_2013/ krofulysing_oldrunarthjonustu_jan2013.pdf Vuorinen, M. (2020). Registered nurses‘ experiences with, and feelings and attitudes towards, the International resident assessment instrument for longterm care facilities in New Zealand in 2017. Journal of Research in Nursing, 25(2), 141-155. https://doi.org/10.1177/1744987119890651

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

97



Fimm íslenskir Florence Nightingale orðuhafar Texti: Ari Brynjólfsson

Florence Nightingale-orðan er eitt æðsta heiðursmerki hjúkrunarfræðinga. Orðan hefur verið veitt af Alþjóðlega Rauða krossinum frá árinu 1912 fyrir framúrskarandi framlag til heilbrigðismála eða menntunar í hjúkrunarfræði, einnig fyrir framúrskarandi hugrekki og skyldurækni við þá sem hafa lent í náttúruhamförum eða vopnuðum átökum. Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur tilheyrir nú hópi þeirra fimm íslenskra hjúkrunarfræðinga sem hafa hlotið Florence Nightingale-orðuna og óskum við henni innilega til hamingju.

Sigríður Eiríksdóttir – 1949 Sigríður Eiríksdóttir lauk hjúkrunarnámi í Danmörku árið 1921, hún stundaði svo framhaldsnám í Austurríki. Sigríður starfaði hjá Hjúkrunarfélaginu Líkn frá 1922 til 1926 og varð síðar formaður Líknar frá 1931 til 1956 þegar Heilsuverndarstöð Reykjavíkur tók við hlutverki félagsins. Sigríður var formaður Hjúkrunarfélags Íslands frá 1924 til 1960, eða samfleytt í 36 ár. Hún sat í ritstjórn tímarits félagsins frá upphafi og skrifaði fjölda greina um baráttumál hjúkrunarfræðinga en þess má geta að fyrstu árin var tímaritið unnið á heimili hennar. Sigríður flutti fjölmörg útvarpserindi um heilbrigðismál á árunum 1934 til 1955 og var virk í ýmsu alþjóðastarfi, þar á meðal sat hún í stjórn Samvinnu hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum í áraraðir og var formaður bandalagsins á árunum 1939 til 1945. Sigríður var sæmd Florence Nightingale-orðunni árið 1949 og árið 1965 var hún sæmd Hinni íslensku fálkaorðu. Sigríður Eiríksdóttir lést árið 1986. Sigríður Bachmann – 1957 Sigríður Bachmann lauk hjúkrunarnámi við University College Hospital School of Nursing í Lundúnum árið 1927, hún stundaði svo framhaldsnám í hjúkrunarkennslu við Bedford College for Women. Sigríður starfaði lengi hjá Rauða krossinum, ferðaðist um landið og kenndi hjálp í viðlögum. Hún var skólastjóri Hjúkrunarkvennaskóla Íslands frá 1949 til 1954 þegar hún var ráðin forstöðukona Landspítala þar sem hún starfaði til ársins 1968. Hún sat lengi í stjórn Félags íslenskra hjúkrunarkvenna, einnig sat hún í stjórn Rauða krossins og Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Sigríður var sæmd Florence Nightingale-orðu árið 1957 og ári síðar var hún svo sæmd fálkaorðu fyrir hjúkrunar- og kennslustörf. Sigríður Bachmann lést árið 1990. Bjarney Samúelsdóttir – 1977 Bjarney Samúelsdóttir lauk hjúkrunarnámi í Kaupmannahöfn árið 1919 og fór í framhaldsnám til Bretlands árið 1928. Hún var sjötti Íslendingurinn sem kláraði nám í hjúkrunarfræði. Hún starfaði hjá Hjúkrunarfélagi Reykjavíkur frá 1919 til 1923, ungbarnavernd hjá Hjúkrunarfélaginu Líkn til 1937 og síðan við berklavarnir til 1964. Hún starfaði lengi fyrir Hjúkrunarfélag Íslands, lengst sem gjaldkeri á árunum 1920 til 1943. Bjarney var sæmd fálkaorðu árið 1976 fyrir líknar- og hjúkrunarstörf. Bjarney Samúelsdóttir lést árið 1992. María Anna Pétursdóttir – 1989 María Anna Pétursdóttir lauk prófi frá Hjúkrunarskóla Íslands árið 1943 og stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum og Kanada til 1945. Að loknu námi starfaði hún við rannsóknir á berklum og sem kennari við Hjúkrunarskólann. Hún sat í stjórn Hjúkrunarfélags Íslands frá 1945 og var formaður félagsins frá 1964 til 1974. María starfaði lengi fyrir Rauða krossinn og sat í stjórn hans í meira en áratug. Hún var fyrsti námsbrautarstjórinn í hjúkrun við Háskóla Íslands og skólastjóri Nýja hjúkrunarskólans frá 1972. María var sæmd fálkaorðu árið 1973 og stórriddarakrossi árið 1988. María Pétursdóttir lést árið 2003.

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 99. árg. 2023

99


Takk fyrir stuðninginn

HRAFNISTA


F RÍMA N N & H ÁLFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA

Frímann

Hálfdán

897 2468

898 5765

Kristín

Ólöf

699 0512

898 3075

Stapahrauni 5, Hafnarfirði | 565 9775 www.uth.is | uth@uth.is


Baðstóll frá Cobi Rehab – Rise N Tilt Baðstóll með rafknúinni hæðarstillingu og 30° halla. Burðarþol 325 kg Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands

Mercado Medic vinnustóll

Vörur fyrir þunga

Sterkbyggður vinnustóll með rafknúinni hæðarstillingu. Burðarþol 275 kg Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands

Stuðlaberg heilbrigðistækni er framsækið innflutnings- og þjónustufyrirtæki sem byggir á traustum faglegum grunni og áratuga reynslu. Við veitum heilbrigðisstofnunum, fagfólki og einstaklingum faglega ráðgjöf í velferðartækni og góða þjónustu. Við bjóðum fagfólki, og skjólstæðingum þeirra, velkomið í sýningarsal okkar að Stórhöfða 25. Fyrirspurnir má senda á stb@stb.is

Kamille Comfort hægindahjólastóll Hjólastóll búinn púðum sem stuðlar að góðri þrýstingsdreifingu og stuðningi. Burðarþol 140 kg

Markmið okkar eru að efla heilsu, auka lífsgæði, auðvelda störf og daglegt líf

Stuðlaberg heilbirgðistækni ehf. • Stórhöfða 25 • Reykjavík • stb@stb.is • 569 3180 • stb.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.