Stefnir 1. tbl. 59 árg. 2009

Page 1

TÍMARIT SJÁLFSTÆÐISMANNA 1. HEFTI

APRÍL

2009

1


Um blaðið Samband ungra sjálfstæðismanna hefur gefið út tímaritið Stefni frá árinu 1950 er fyrsta tölublaðið kom út. Stefnir er eina tímaritið á vegum Sjálfstæðisflokksins sem hefur komið reglulega út frá þeim tíma. Flestir forystumenn flokksins hafa komið að útgáfu blaðsins í gegnum árin annað hvort sem ritstjórnarmeðlimir eða greinahöfundar. Hér til hliðar má sjá fyrstu forsíðu blaðsins frá 1950. Eins og glöggir lesendur geta séð var ákveðið að færa útlit Stefnis aftur til þess sem áður tíðkaðist. Stefnir 1. tbl., 59 árg. 2009 Útgefandi Samband ungra sjálfstæðismanna Valhöll Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík

Stjórn Sambands ungra sjálfstæðis­ manna 2007-2009 Formaður Þórlindur Kjartansson 1. varaformaður Teitur Björn Einarsson

Þær skoðanir sem koma fram í Stefni þurfa ekki endilega að endurspegla stefnu Sambands ungra sjálfstæðismanna.

2. varaformaður Diljá Mist Einarsdóttir

Ritstjóri Davíð Örn Jónsson

Ritari Kristín Hrefna Halldórsdóttir

Ritstjórn Davíð Örn Jónsson Þórarinn Sigurðsson

Gjaldkeri Davíð Örn Jónsson

Hönnun og umbrot Frum / FE

lll#i`#^h

@G>C<AJCC> " H b^ *+- ..**

2

Meðstjórnendur Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason Benedikt Þorri Sigurjónsson Berglind Hallgrímsdóttir Bjarni Már Magnússon Drífa Kristín Sigurðardóttir Einar Björgvin Sigurbergsson Guðrún Stefánsdóttir Gunnar Ragnar Jónsson Gunnlaugur Kárason Halldór Benjamín Þorbergsson Hallgrímur Viðar Arnarsson Helga Kristín Auðunsdóttir Jóhann Alfreð Kristinsson Jóhannes Runólfsson Óskar H. Auðunsson Pawel Bartoszek Runólfur Þór Sanders Sigríður Dís Guðjónsdóttir Skapti Örn Ólafsson Víðir Smári Petersen Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir


Víðsjá Ástandið í efnahagsmálunum nú gerir það að verkum að fólk hugsar meira en oft áður hvað það er sem gefur lífinu raunverulega gildi. Lífsins gildi eru endurmetin og hugsuð upp á nýtt. Það þarf oft einhverskonar áföll í lífinu til að fólk breyti út af vananum og spyrji sig gagnrýninna spurninga um hvort ekki sé tími kominn til róttækra breytinga sem muni skila því á betri stað en áður. Í gegnum tíðina hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft ímynd efnahagslegs stöðugleika og hagvaxtar. Nú hefur sú ímynd skyndilega brostið í hugum margra. Það leiðir af sér að ýmsir sem áður hefðu kosið flokkinn hugsa nú með sér af hverju þeir ættu að gera það. Þeir hinir sömu spyrja sig hvað þeir séu að kjósa með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Er það augljóst? Stefna Sjálfstæðisflokksins hvílir á hugmyndafræði um frelsi í viðskiptum en ekki síður frelsi einstaklinganna til orðs og athafna. Hún felur í sér að fólk haldi eftir sem mestu af afrakstri vinnu sinnar. Stefna vinstrimanna

hvílir hinsvegar á hugmyndafræðinni um forsjárhyggju stjórnvalda og að skattkerfið sé notað sem tekjujöfnunartæki. Vinstrimenn gleyma því grundvallaratriði að það þarf að baka kökur áður en farið er að skipta þeim og að yfirvald er ekki best til þess fallið að skipta kökum! Í góðæri undanfarinna ára hefur Sjálfstæðisflokkinn rekið af leið. Hann hefur freistast til að keppa við vinstrimenn á heimavelli þeirra – að kaupa sér vinsældir með auknum ríkisútgjöldum. Slíka keppni mun flokkurinn aldrei sigra, sama hversu langt hann teygir sig í þeirri viðleitni. Sannir vinstrimenn munu aldrei kjósa flokk sem grundvallast á frelsishugsjón hægrimanna, þrátt fyrir að flokkinn kunni að hafa rekið af leið! Þessi keppni á heimavelli vinstrimanna hefur líka gert það að verkum að flokkurinn hefur ekki verið trúr sjálfum sér og fylgismönnum sínum. Það er ekki sjálfgefið að kjósendur á hægri væng stjórnmálanna kjósi Sjálfstæðisflokkinn ef hann fjarlægist um of grunngildi sín og stefnu.

Sjaldan hefur verið mikilvægara fyrir stjórnmálaflokka en einmitt nú að vera trúir hugmyndafræði sinni og tala skýrt út frá henni. Sá sem er trúr sjálfum sér og hugmyndafræðinni sem hann byggir lífsskoðanir sínar á talar skýrt og af öryggi og rökfestu. Það er nákvæmlega það sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf að gera núna. Svokallaðar lausnir vinstrimanna við núverandi ástandi felast í aukinni skattheimtu, auknum ríkisafskiptum og útgjöldum. Slík stefna þýðir ekkert annað en mörg skref afturábak í lífskjörum. Fólk verður fljótt að sjá í gegnum hversu vonlaust það er að ætla að bæta ástandið með því að snúa áratugi aftur í tímann til þjóðfélags fjötra, hafta og skattaáþjánar. Stefna Sjálfstæðisflokksins er stefna lausna en hana þarf að boða af trúnaði og staðfestu, ekki bara í orði heldur í verki.

Just because you do not take an interest in politics doesn‘t mean politics won‘t take an interest in you. - Perikles

3


Frá ritstjórn Sókrates sagði eitt sinn, að fyrsta skrefið á leiðinni til visku væri vitneskjan um eigin fávisku. Við, mannverurnar, erum takmarkaðar verur. Hvert og eitt okkar getur aðeins búið yfir takmarkaðri þekkingu og gáfum, takmörkuðu bæði af líffræðilegu eðli okkar og af skammri ævi okkar. Það ætti því að vera deginum ljósara, að ef við ætlum að skipuleggja þjóðfélagið sem best, virkja krafta okkar og sameina þekkingu okkar að sem mestu leyti, þá þurfum við öll að taka höndum saman. Engin fámenn elíta getur skipulagt þjóðfélagið fyrir okkur á fullnægjandi hátt – við þörfnumst krafta og þekkingar allra þegnanna ef okkur á að takast að færa siðmenningu okkar í fullan blóma. Til þessa er allra best að frelsi okkar takmarkist aðeins af frelsi annarra. Þjóðfélag sem ástundar þessa meginreglu mun ná hæstu hæðum í vísindum, menningu og lífsgæðum. Þetta, í stuttu máli, er frjálshyggjuhugsjónin. Hún er djúpstæð, og ef til vill tormelt. Frelsi einstaklingsins frá valdbeitingu af hálfu annarra er æðsta takmark hennar. Frjálshyggjan hefur hins vegar aldrei verið fjöldahreyfing, ólíkt sósíalismanum, sem útleggst á íslensku sem félagshyggja. Þessar hlutfallslegu óvinsældir frjálshyggjunnar eru skiljanlegar, sérstaklega meðal ungra og óreyndra hugsjónamanna. Þegar fólk hugsar til fátæktar, til sjúkdóma eða annarra erfiðra vandamála og gremst yfir vanmætti sínum til að bæta heiminn, þá er gylliboð ríkisvaldsins gríðarlega freistandi. Ríkisvaldið býðst til að koma hugsjón-

4

um okkar í lög, að útrýma fátækt, sjúkdómum og óhamingju með miðstýrðu valdi, ef við aðeins leyfum ríkisvaldinu að taka sér meiri völd. Sagan sýnir að þetta skilar í langfæstum tilvikum ásættanlegum árangri, og að frjálst framtak fjöldans finnur sér hugvitsamlegri og frjórri farvegi en fámennar klíkur yfirvaldsins geta látið sig dreyma um. Við megum því ekki láta undan þessari freistingu, bæði árangursins og frelsisins vegna. Dæmi um slíka freistingu sem illa hefur farið er jöfnuður. Jöfnuður er frábrugðinn jafnrétti, þó þessum hugtökum sé í hvívetna miskunnarlaust sullað saman í pólítískum tilgangi. Jafnrétti er jafnrétti fyrir lögum. Jöfnuður er óljóst hugtak sem er oftast túlkað á þann veg, að enginn megi vera ríkari eða lánsamari en meðalmaðurinn, fá betri tækifæri eða njóta meiri lífsgæða en aðrir. Jafnaðarstefna, og önnur verri kerfi sem ganga lengra í átt sósíalisma, leggja mikla áherslu á að ríkisvaldið skuli þvinga fram jöfnuð með valdi. Við verðum aldrei jöfn í frjálsu samfélagi, því sum okkar fæðast af náttúrunnar hendi hæfileikarík eða gáfuð, önnur ekki, og því sum okkar alast upp á góðum heimilum og önnur okkar gera það ekki. Eina leiðin til að ná fram jöfnuði, þó ekki sé litið nema til þessara tveggja þátta, uppeldis og hæfileika af náttúrunnar hendi, felur í sér gríðarlega frelsissviptingu, ranglæti og óhagræði. Enginn mætti eiga frábæra foreldra eða vera frábærlega gáf-

aður af þeirri einföldu ástæðu að ekki allir geta verið svo lánsamir. Við yrðum að vængstýfa þá sem dirfast að fljúga hærra en meðalmaðurinn, einungis til að svala öfundarþorsta okkar. Jöfnuður, fenginn fram með valdbeitingu, er ósamrýmanlegur frelsinu af þessum einföldu ástæðum. Í nafni jöfnuðar, í nafni öfundarinnar, höfum við mannverurnar óbeint vængstýft ótal fagra fugla og rænt þá getunni til að fljúga á hæstu tinda mannlegra afreka. Það er ekki síst þess vegna sem Sovétríkin og önnur kommúnísk þjóðfélög hafa brugðist þegnum sínum. Hófsamari útgáfur sósíalismans, eins og jafnaðarstefna, eru skiljanlega óskýr í hugtakanotkun sinni hvað jöfnuð varðar af þeirri einföldu ástæðu að menn vilja ranglega geta eignað sér bæði frelsið og jöfnuðinn. Þar sem annars vegar koma saman, sterkt réttarkerfi sem tryggir jafnrétti fyrir lögum, eignarrétt og frelsi til orðs og æðis, og hins vegar frjáls markaður án sligandi ríkisafskipta, þar hafa undantekningalaust myndast fyrirmyndarsamfélög, mannvæn og frjó á öllum sviðum mannlegrar reisnar. Á þessu er engar undantekningar, en á hinn bóginn eru þess fá dæmi í mannkynssögunni að samfélög haldist frjáls í lengri tíma. Frelsið er nefnilega ekki náttúrulegt ástand mannsins, heldur kúgun og eymd. Frelsið er dýrkeypt, og það þarf í sífellu að verja fyrir þeim freistingum og skammtímaábata sem geta fylgt skerð-

The Independence and Liberty you possess are the work of joint councils and joint efforts of common dangers, suffering and success. - Gröf óþekkta hermannsins í Arlington kirkjugarði.


ingu þess. „If a nation values anything more than freedom, it will lose its freedom; and the irony of it is that if it is comfort or money that it values more, it will lose that, too“, mælti Somerset Maugham. Frelsið er engu að síður gjaldsins virði. Það hlýtur að vera æðsta takmark okkar og helsta hugsjón á öllum tímum. Evrópa og Bandaríkin hafa náð jafnlangt og raun ber vitni á síðustu öldum vegna þess að þau hafa í miklum mæli notið bæði sterkrar réttarhefðar og nokkuð frjáls markaðar. Hvorugt var með besta móti, en þó með nógu góðu móti til að skila þeim árangri og lífsgæðum sem við, kynslóð nútímans, njótum nú. Einu þjóðfélögin í sögu mannkynsins sem hafa risið upp úr ösku fátæktar, kúgunar og eymdar eru þau sem hafa War is just one more big government program - Joseph Sobran

notið nokkuð frjálsra viðskipta og nokkuð góðs réttarfars sem tryggir frelsi einstaklingsins. Þetta er bláköld staðreynd sem okkur væri hollt að hafa í huga. Gott dæmi um þetta er hnattvæðingin og markaðsbúskapur. Frjálst framtak einstaklinga á markaði hefur skilað okkur lífsgæðum sem langömmur okkar hefðu talið lygilegar og lyft hundruðum milljóna manna úr sárri fátækt á fáeinum áratugum. Kapítalismi er þó ekki það sama og frelsi, því án sterks réttarfars sem tryggir að frelsi eins skerði ekki frelsi annars snýst frelsið fljótt upp í viðurstyggilega skopmynd af sjálfu sér, eins og við höfum til dæmis séð af skelfilegri framgöngu olíufyrirtækja í Nígeríu og ekki síst í bankakreppunni sem við upplifum nú. Frelsi á ábyrgð annarra er viðurstyggð í augum

frjálshyggjumanna, afskræming á æðstu hugsjón þeirra. Frelsi án ábyrgðar er til þess fallið að rýra trú almennings á frelsinu, og þannig er hætt við að það leiði til meiri kúgunar. Við megum ekki láta glepjast af þessum misskilningi, sem er gríðarlega útbreiddur á Íslandi nútímans, og yfirgefa frelsið í þágu stundargróða. Skoðanir almennings sigla nú hraðbyr í átt frá frelsi, beint í faðm sósíalismans og þeirrar stöðnunar og ófrelsis sem honum fylgir. Munum að frelsið býr í hugum okkar og hjörtum, og að ef það deyr þar þá geta engin lög, engin stjórnarskrá né annað jarðneskt afl bjargað því. Ef við erum tilbúin til að fórna frelsinu, þá áttum við það aldrei skilið til að byrja með.

5


ÞÓRLINDUR KJARTANSSON

Bandaríkjadal í stað krónu stjórnmála um þessar mundir er að tryggja að landið verði áfram opið gagnvart alþjóðlegum viðskiptum og að hér á landi ríki frelsi til þess að athafnalíf geti þrifist. Úrlausn á gjaldeyrismálum þjóðarinnar er nauðsynlegt skref til þess að ná þessu fram.

Meginhlutverk gjaldmiðla Áður en lengra er haldið er rétt að staldra við þau grundvallarhlutverk sem gjaldmiðill þarf að sinna svo hann geti talist gagnlegur. Gjarnan er talað um þrjú atriði í þessu sambandi. Undanfarin ár hafa sífellt fleiri komist á þá skoðun að taka beri upp annan gjaldmiðil á Íslandi. Tilraunir Íslendinga til að halda úti sjálfstæðri mynt hafa stuðlað að auknu ójafnvægi í þjóðarbúskapnum, aukið vandræði fjármálafyrirtækjanna sem hrundu, valdið óstöðugleika í verðlagi, valdið heimilum og fyrirtækjum vanda vegna hás vaxtastigs og dregið úr möguleikum Íslands til að laða til sín fé frá alþjóðlegum fjárfestum. Í þessari grein er farið stuttlega yfir ástæður þess að Íslendingar ættu að hætta út gáfu eigin myntar og rök færð fyrir því að heppilegast sé að leita nú þegar samstarfs við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um einhliða upptöku Bandaríkjadals. Mikilvægasta verkefni íslenskra

6

• • •

Að vera gjaldgengur í viðskiptum milli manna (e. medium of exchange) Að vera traustur geymslumiðill fyrir verðmæti (e. store of value) Að unnt sé að nota hann sem mælistiku (e. unit of account)

Oft ber lítið á þessum atriðum í umræðu um gjaldmiðla en þeim mun meira er fjallað um svokallaða peningastjórnun. Í henni felst að útgefandi myntarinnar geti beitt ýmsum aðferðum, til dæmis stýrivöxtum, til þess að hafa áhrif á gangverk efnahagslífsins. Hér á landi er ennfremur gjarnan vitnað til hagsmuna tiltekinna atvinnuvega og þess að sjálfstæður gjaldmiðill hjálpi mjög til við að jafna sveiflur á vinnumarkaði.

Sumt af þessu stenst ágætlega fræðilegar kenningar um rekstur gjaldmiðla en hafa verður í huga að ekki er augljóst að slíkar kenningar eigi vel við um örmynt á borð við íslensku krónuna. Um þetta verður ekki frekar rætt á þessum vettvangi. Hins vegar er eðlilegt að vekja lesendur til umhugsunar um hversu vel íslenska krónan uppfylli þau grundvallarskilyrði sem nefnd eru hér að ofan, enda hlýtur að þurfa að líta til þeirra áður en lagt er út í mat á hversu vel hún henti til þess að sinna ýmsum öðrum hagstjórnarverkefnum.

Krónan í lausu lofti

Frá því 2001 og fram að hausti 2008 réðst gengi íslensku krónunnar á alþjóðlegum gjaldeyrismarkaði. Eins og um annað á markaði var það framboð og eftirspurn eftir krónunni sem réð því hvert skiptigengi hennar var við aðra gjaldmiðla. Seðlabankinn hafði samkvæmt lögum það markmið að stuðla að stöðugu verðlagi á Íslandi og beita til þess að stýrivöxtum. Þetta er fyrirkomulag sem er víða við lýði og hefur notið yfirburðafylgis meðal hagfræðinga á síðustu áratugum. Stýrivexti nota seðlabankar heimsins til þess að reyna að stjórna framboði og eftirspurn eftir lánsfé. Þegar vel gengur í efnahagslífinu reyna seðlabankar að slá á hamaganginn með því að hækka vexti þannig að það verði hagkvæmt að spara en óhagkvæmt að taka lán. Að

The inherent vice of capitalism is the unequal sharing of the blessings. The inherent blessing of socialism is the equal sharing of misery. - Winston Churchill


sama skapi reyna seðlabankar að ýta undir aukin útlán í hallæri með því að lækka vexti; þannig að sparnaður verður óhagkvæmari en ódýrt að taka fé að láni.

Íslenska gjaldmiðlabólan Á síðustu árum hafa stýrivextir á Íslandi rokið upp úr öllu valdi. Í yfirlýsingum Seðlabankans hefur því verið haldið fram að um hefðbundin viðbrögð við yfirvofandi verðbólgu sé að ræða. Hins vegar lætur nærri að álykta að raunverulegt markmið Seðlabankans hafi verið að halda gengi krónunnar sterku. Hið sterka gengi krónunnar laðaði svo að sér gríðarlega mikið fjármagn frá útlöndum en þar gátu menn litið til krónunnar sem einhvers konar kraftaverkamyntar sem skilaði miklu hærri vöxtum heldur en nokkur önnur mynt. Fyrir vikið dældust peningar inn í íslensku bankanna og útlán þeirra til heimila stórjukust. Þannig hafði hið svimandi háa vaxtastig lítil eða engin áhrif á heimilin og fyrirtækin sem héldu áfram að taka lán og eyða þrátt fyrir að þurfa að greiða af lánum sínum svo háa vexti að víðast hvar teldist það til okurlánastarfsemi. Fyrirtækin tóku mörg upp á því að taka lán í erlendri mynt og gátu leyft sér það því sterkt gengi krónunnar gerði gjaldeyri mjög ódýran auk þess sem miklum mun lægri vextir freistuðu. Eina hættan við erlenda lántöku var algjört gengishrun íslensku krónunnar. En fáir reiknuðu með því, þótt hegðun flestra, þar á meðal seðlabankans, fjármálafyrirtækja og stórfyrirtækja, hafi stuðlað að því. Segja má að rétt eins og hér á Íslandi varð til fasteignabóla hafi hér einnig orðið til gjaldmiðlabóla. Víða um heim varð reyndar einnig bóla í fasteignalánum

en gjaldmiðlabólan er séríslenskt fyrirbæri. Hún lýsti sér þannig að íslenska krónan bauð upp á svo háa vexti að erlendir fjárfestar töldu sig nánast hafa fundið peningavél. Hin hliðin á bólunni var sú að innfluttar vörur til Íslands urðu mjög ódýrar, og laun og lífsgæði svo mikil reiknuð í erlendri mynt, að hingað til lands voru fluttir fleiri Range Rover lúxusjeppar heldur en til allra hinna Norðurlandanna samtals. Allt var þetta gert í trausti þess að íslenska krónan yrði áfram sterk. Í því fólst vitaskuld sú óskhyggja að útlenskir eigendur íslenskrar krónu myndu seint vilja skipta henni út fyrir aðra gjaldmiðla – því þá yrði ævintýrið úti. Íslenska krónan varð geysilega vinsæl meðal spákaupmanna um allan heim. Sú staðreynd ein og sér, að gjaldeyrisvíxlarar um heim allan hafi fylgst með gengi krónunnar og stunda viðskipti til að hagnast á henni, segir okkur allt sem segja þarf.

Er krónan vandamálið? Eða peningastjórnunin? Nú þegar ljóst er hversu illa fór fyrir krónunni í bankahruninu í haust er eðlilegt að menn spyrji sig hvort krónan sem slík sé sökudólgur eða fórnarlamb. Líklega er hún hvort tveggja. Betri og raunsærri stjórnun peningamála, sem hefði falið í sér miklu minni hækkun vaxta og eðlilegra gengi, gæti hafa afstýrt einhverjum vanda. En lagaleg skylda Seðlabankans heimilaði honum ekki slíkar gildisákvarðanir heldur þurfti hann að fylgja þeirri forskrift sem honum var sett í lögum. Sú staðreynd að hagfræðiformúlur sem hannaðar eru til að stjórna peningastefnu

stórþjóða virkuðu ekki á Íslandi. Þar ræður meðal annars hversu stór hluti skuldbindinga í íslenskum krónum er verðtryggður, hversu lágt hlutfall neyslu er innlent og greiður aðgangur íslenskra fyrirtækja að lánsfé í erlendri mynt. Nú stöndum við frammi fyrir því að velja hvort við viljum halda áfram að reka eigin mynt eða hvort við viljum að Ísland sé áfram opið fyrir alþjóðlegum viðskiptum og að viðskiptalífið okkar stjórnist af lögmálum markaðarins en ekki ákvörðunum eða óskhyggju stjórnmálamanna og embættismanna.

Gjaldeyrishöftin og framtíð krónunnar Þau höft sem nú hafa verið lögð á viðskipti með krónuna fela í sér að búið er að gefast upp á því að halda úti íslensku krónunni sem alþjóðlegri mynt. Það er erfitt að ímynda sér að hægt sé að stíga skrefið til baka og heimta að alþjóðlegir fjárfestar fái á ný trú á myntina eftir það sem gerst hefur. Erlendir eigendur skuldabréfa hafa horft upp á að eignir þeirra séu frystar á Íslandi og íslenskum útflytjendum er bannað að safna gjaldeyri heldur verða þeir að skila honum öllum inn til Seðlabankans og fá í staðinn íslenskar krónur sem eru alltof hátt verðlagðar. Í þessu felst óheyrileg skattlagning á útflytjendur sem annars gætu selt gjaldeyrinn sinn á miklu hærra verði til erlendra banka. Sú staðreynd að markaðslögmálið hefur verið tekið úr sambandi hefur þá afleiðingu að lítil eða engin von er til þess að eðlilegur markaður skapist á ný um íslensku krónuna. Þar með er ljóst að kostnaður okkar við að halda úti gjaldmiðlinum mun fara stigvaxandi.

Government‘s view of the economy could be summed up in a few short phrases: If it moves, tax it. If it keeps moving, regulate it. And if it stops moving, subsidize it. - Ronald Reagan

7


Annars vegar þurfum við að leggja sífellt þyngri höft á íslenskt atvinnulíf – það veikir samkeppnisstöðu Íslands, og hins vegar munu skattgreiðendur þurfa að borga fyrir að halda uppi of háu gengi krónunnar á meðan þrástagast er við að halda uppi genginu hér heima. Ef ákveðið væri nú að aflétta öllum höftum á viðskipti með krónuna er hætt við því að það kæmi af stað algjörri kollsteypu. Ástæðan er sú að útlenskir eigendur íslenskrar krónu vildu losa sig út á nánast hvaða gengi sem er, enda er óvissan sem fylgir því að eiga eignir í íslenskum krónum óþolandi fyrir þá, og fyrir vikið myndu fjárfestar almennt veðja gegn krónunni. Þetta gæti þýtt algjöra upplausn og nánast viðstöðulaust fall gjaldmiðilsins – langt út fyrir það sem nokkur efni standa til ef litið er til raunverulegrar verðmætasköpunar í landinu. Þá gæti sú staða komið upp á í stað þess að gengi gjaldmiðilsins endurspegli ástand hagkerfisins þá færi gengi hagkerfisins að taka mið af ástandi gjaldmiðilsins. Það er því mikið hættuspil að ætla að leyfa krónunni aftur að fljóta út í öldurót alþjóðlegs fjármálamarkaðar. Hvað er þá til ráða? Úr því ekki er hægt að leyfa eðlileg og óheft viðskipti við krónuna, er okkur þá ekki nauðugur einn sá kostur að taka upp annan gjaldmiðil?

Hvaða gjaldmiðil? Engin sérstök takmörk eru fyrir því hvaða gjaldmiðlar gætu komið til greina til notkunar á Íslandi. Heppilegast væri þó ef um alþjóðlega gjaldgenga mynt væri að ræða og að töluverð viðskipti séu nú þegar til staðar í þeirri mynt. Helst hafa evra, Bandaríkjadalur og norsk króna verið

8

nefnd. Að mínu mati eru fyrri tveir kostirnir miklu betri þar sem norsk króna er ekki alþjóðlega gjaldgeng mynt. Evran Beinast liggur við að Ísland taki upp evruna ef ákveðið er að notast ekki við íslenska krónu. Til þess eru þrjár leiðir: • • •

Innganga í ESB og Myntbandalagið Sérstakur samningur um aðild að Myntbandalagi Evrópu Einhliða upptaka

Fyrsti kosturinn er ákaflega tímafrekur. Semja þarf um aðild og laga hagkerfið að þeim skilyrðum sem ríkja um upptöku evru. Þetta mun taka að lágmarki 5 ár og líklega meira. Þennan tíma hafa Íslendingar ekki. Við getum ekki búið við gjaldeyrishöft svo lengi og fórnað um leið þeirri nýsköpun og alþjóðlegu tækifærum sem við þurfum á að halda. Ennfremur er innganga í ESB gríðarlega umdeilt pólitískt mál sem engar líkur eru til að sátt skapist um á næstunni. Ungir sjálfstæðismenn byrjuðu að tala fyrir sérstökum samningi um upptöku evru árið 2007 og lögðu þá áherslu á að leitað væri leiða til þess að Ísland gæti orðið meðlimur í myntsamstarfi Evrópuþjóða án þess að ganga inn í Evrópusambandið. Pólitískur áhugi á þessari leið reyndist takmarkaður og ekkert var látið reyna á hvort Evrópusambandsþjóðirnar væru fáanlegar til þess að greiða fyrir þessari lausn. Því miður er líklegt, í ljósi ástandsins í hagkerfum Evrópu og óuppgerðra mála í tengslum við hrun

íslensku bankanna, að þessi leið sé ófær um þessar mundir. Einhliða upptaka evru er líkleg til þess að skapa Íslendingum pólitíska óvild hjá Evrópusambandinu. Þess vegna er eðlilegra að líta til annarra möguleika. Bandaríkjadalur Mörg lönd hafa í kjölfar efnahagsþrenginga tekið upp Bandaríkjadal. Nú síðast Zimbabve. Þetta hafa Bandaríkjamenn látið óátalið. Þvert á móti hafa þeir liðkað fyrir aðgerðum til að tryggja að slík umskipti gangi eðlilega fyrir sig. Það er því ljóst að engin pólitísk fyrirstaða ætti að vera fyrir því að Ísland taki upp Bandaríkjadal. Ýmsar vörur sem skipta miklu máli í verslun Íslendinga, svo sem ál, orka og olía, eru verðlagðar í Bandaríkjadölum. Hið sama gildir um ýmsa aðra hrávöru. Þótt Íslendingar kaupi vörurnar í annarri mynt en Bandaríkjadal er undirliggjandi verðlagning þó í þeirri mynt. Þar með er ekki sagt að um sé að ræða eina allsherjar töfralausn. Gengi Bandaríkjadals sveiflast eins og gengi annarra gjaldmiðla. Það sem hins vegar skiptir máli er að Bandaríkjadalur er alþjóðlega gjaldgengur og að aðstæður í efnahagslífi Íslands eru ekki líklegar til þess að hafa úrslitaáhrif á gengi hans. Með öðrum orðum þá þyrftu íslensk fyrirtæki og heimili áfram að glíma við ýmsar sveiflur og misfellur í efnahagi þjóðarinnar en væru hins vegar laus við að þá gríðarlegu óvissu sem fylgir íslensku krónunni. Að losna við þá óvissu er mikilvægt skref í átt til þess að koma umhverfi íslenskra fyrirtækja í eðlilegra og lífvænlegra horf.

In general, the art of government consists in taking as much money as possible from one party of the citizens to give to the other. - Voltaire


Hvað með lánveitanda til þrautavara? Með því að afsala okkur eigin mynt án þess að ganga í myntbandalag yrðu Seðlabankinn ekki lengur fær um að þjóna sem svokallaður lánveitandi til þrautavara. Reyndar er það svo að jafnvel innganga í Myntbandalag Evrópu fæli það einnig í sér því Seðlabanki Evrópu þjónar ekki sem lánveitandi til þrautavara fyrir banka á því svæði, heldur lánar hann seðlabönkum aðildarlandanna pening. Sambærilegu kerfi er hægt að koma upp í Bandaríkjadal þar sem Ísland er lítið hagkerfi. Við gætum samið við stóra alþjóðlega banka, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Alþjóðabankann eða erlendar ríkisstjórnir um lánaheimildir ef á þyrfti að halda. Þannig væri hægt að tryggja rekstur bankakerfisins. Þetta þyrfti að útfæra og öruggt má telja að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé reiðubúinn að taka þátt í þeirri vinnu. Hvað er gert er bankaáhlaup Ef skipt yrði yfir í Bandaríkjadal óttast margir að gert yrði áhlaup á bankanna og allir tækju út innstæður sínar í Bandaríkjadölum og flyttu þær úr landi. Þetta eru réttmætar áhyggjur en líklega ofvaxnar. Um leið og erlendir aðilar á Íslandi vita að þeir muni fá endurgreitt í Bandaríkjadal en ekki krónum er líklegt að ofsahræðsla þeirra muni dempast. Hvað varðar innstæður Íslendinga þá ætti að vera hægt að tryggja að nægilegt fjármagn sé til í landinu til að mæta því ef óttaslegnir innstæðueigendur taka út peningana sína. Þetta er ekki vandamál nema ef ástand bankakerfisins er svo slæmt að ekki sé hægt að treysta innstæðutryggingunum. Með öðrum

orðum þá er þetta vandamál til staðar hvort sem við skiptum um gjaldmiðil eða við höldum krónunni og afléttum höftum. Af þessum tveimur kostum tel ég þann fyrri fela í sér minni áhættu. Þá má benda á að hægt er að grípa til ráðstafana til þess að draga úr órökréttri taugaveiklun sem getur gripið um sig. Ef útlit er fyrir að áhlaup verði gert á bankana má grípa til lokunar eða annarra aðgerða. Allt er þetta spurning um trúverðuga útfærslu. Þar sem önnur lönd, sem sum hver hafa verið í miklu verri stöðu en Ísland, hafa farið í gegnum gjaldmiðlabreytingu er til staðar reynsla sem lágmarkar áhættuna sem er til staðar. Það eru hins vegar engin fordæmi fyrir því hvernig best er að setja aftur á flot örmynt sem tapað hefur öllum trúverðugleika. Af þessu tvennu er mun áhættusamara að aflétta höftum á krónunni heldur en að taka upp aðra mynt. Er verið að staðfesta lífskjaraskerðingu? Þær raddir heyrast að gengi krónunnar sé svo lágt um þessar mundir að það sé glapræði að skipta um gjaldmiðil. Með því væri verið að festa í sessi lág laun í alþjóðlegum samanburði og háa greiðslubyrði á erlendum lánum. Því miður er líklegt að slíkt væri í raun það besta sem hægt er að gera því fleyting krónunnar muni ekki skila sér í sterkari krónu frá því sem nú er. Það er líklega óskhyggja að halda að krónan muni styrkjast frá því sem nú er. Því ræður fyrst og fremst vantrú á gjaldmiðilinn en ekki skortur á verðmætasköpun. Ef gengi krónunnar er mjög lágt miðað við þá verðmætasköpun sem á sér stað í landinu þá mun hið lága

The single most exciting thing you encounter in government is competence, because it‘s so rare. - Daniel Patrick Moynihan

skiptigengi leiða af sér að við eigum tækifæri til að ná upp miklum hagvexti á næstu árum. Ástæðan er sú að innflutningur yrðið of dýr en allur útflutningur yrði ákaflega hagkvæmur. Ennfremur gætu erlendir fjárfestar og frumkvöðlar stofnað til fyrirtækjareksturs á Íslandi í ákaflega samkeppnishæfu umhverfi. Þess vegna er það svo að jafnvel þótt upptaka Bandaríkjadals fæli í sér að festa lágt gengi í sessi þá hefur það einnig i för með sér mikil tækifæri.

Hvað með ESB? Einhliða upptaka Bandaríkjadals mun flýta fyrir því að vaxtastig og verðbólga komist í eðlilegt horf. Þeir sem hafa á stefnuskrá sinni að ganga í Evrópusambandið ættu því að styðja upptöku Bandaríkjadals á Íslandi. Þessir kostir útiloka ekki hvort annan – en áframhaldandi notkun krónunnar gæti hins vegar tafið enn meira fyrir.

Niðurstaða Sú tilraun að reka eigin gjaldmiðil og láta hann fljóta á alþjóðlegum mörkuðum hefur ekki skilað góðri niðurstöðu. Krónan var vanmegnug til þess að hafa þau hagstjórnaráhrif sem ætlast var til og, það sem verra er, hefur einnig brugðist í þeim meginhlutverkum sem ætlast er til að gjaldmiðill uppfylli. Ennfremur átti krónan þátt í því að ýkja upp hagsveifluna á Íslandi og varð til þess að lánsfé dældist inn á íslenskan markað þar sem ofurháir vextir Seðlabankans lokkuðu til landsins erlenda fjárfesta og spákaupmenn. Einhliða upptaka Bandaríkjadals, í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, er því álitlegasti kosturinn fyrir Ísland.

9


DAVÍÐ ÞORLÁKSSON og HALLDÓR BENJAMÍN ÞORBERGSSON

Skjaldbúr um landið? Some see private enterprise as a predatory target to be shot, others as a cow to be milked, but few are those who see it as a sturdy horse pulling the wagon. - Winston Churchill

(Sérstakar aðstæður)2

Halldór Benjamín Þorbergsson Þetta er segin saga. Á viðsjárverðum tímum er hætta á að stjórnmálamenn kasti almennri skynsemi fyrir sértækar aðgerðir. Ef sagan getur kennt okkur eitthvað þá er það að á tímum óstöðugleika og öfga myndast frjór jarðvegur fyrir heimatilbúnar lausnir og misráðnar sértækar aðgerðir. Hættan er sú að stjórnmálamenn grípi til samblands af verndar- og haftastefnu í einhvers konar misskilinni trú að þeir séu að vinna að þjóðarhag. Þjóðnýting kvóta, gjaldeyrishöft, nýir skattar, aukin vernd landbúnaðar, kröfur um fullvinnslu vara í heimabyggð og beinir ríkisstyrkir til óhagkvæmrar framleiðslu eru allt dæmi um þessa þætti.

10

Þjóðarsálin er ekki í jafnvægi. Langflestir eru enn í dag að jafna sig eftir atburði haustsins og ná áttum á nýjan leik um leið og þeir laga sig að breyttum veruleika. Við fórum of geyst og munum súpa seyðið af því á næstu árum. Það þarf ekki annað en að líta yfir fjölmiðlaumfjöllun síðustu mánaða til að sjá hversu lélegir spámenn stjórnmálamenn eru. Í október sá enginn fyrir hvernig staðan yrði nú í apríl. Allar forsendur hafa brugðist og engan óraði fyrir þeirri stöðu sem nú er uppi. Vegna þessa ætti að blasa við að það er ekki rétti tíminn til að taka afdrífaríkar ákvarðanir um grunngerð samfélagsins. Til þess skortir jafnvægi. Mikil hystería braust út eftir að hryðjuverkamenn réðust á Bandaríkin í upphafi aldarinnar. Ríkisstjórnir víða um heim hlupu upp til handa og fóta og settu á lög og reglur sem ætlað var að auðvelda þeim að ná vondu köllunum, en ættu ekki að hafa áhrif á okkur hin. Niðurstaðan var allt önnur. Menn ofmátu hætturnar og vanmátu afleiðingarnar af aðgerðunum. Flestir eru nú sammála um að of langt hafi verið gengið og að persónufrelsi saklausra borgara hafi verið skert of mikið. Samt mun taka langan tíma að

Davíð Þorláksson vinda ofan af þessu. Nú er mikil hætta á því að aðgerðir stjórnvalda í kjölfar bankahrunsins verði eins og nokkurs konar hystería í öðru veldi.

Ekkert eins ótímabundið eins og tímabundin ríkisafskipti Um þessar mundir eru gjaldeyrishöft í landinu. Það kann vel að vera að hægt sé að færa rök fyrir því að þau hafi verið nauðsynleg, en við megum alls ekki loka augunum fyrir göllum þeirra og sofna á verðinum. Við verðum að muna að ekkert er eins ótímabundið eins og tímabundin ríkisafskipti. Þann

They that can give up essential liberty to obtain a litle temporary safety, deserve neither liberty nor safety. - Benjamin Franklin


28. nóvember voru höftin sett á. Samdægurs fóru menn í útflutningi að leita leiða til að takmarka það tjón sem þeir hefðu ella orðið fyrir. Fjórum mánuðum seinna, þann 31. mars, áttuðu stjórnvöld sig á því og hertu enn á höftunum en saklaus almenningur verður fyrir mesta skaðanum af höftunum. Þótt krónan hafi aðeins braggast í kjölfar upprunalegu haftanna (en þó veikst strax í kjölfar hertra hafta) þá var trúverðugleiki hennar að engu hafður þegar þeim var komið á, hafi hann einhver verið fyrir. Nú er svo komið að höftin girða fyrir að Íslendingar taki við krónum sem endurgjald fyrir íslenskar útflutningsvörur. Það blasir við að gjaldmiðill sem útgáfuþjóð hans vill ekki einu sinni taka við, er lítils virði. Að standa fyrir gjaldeyrishöftum er svolítið eins og að standa fyrir sveitaballi í félagsheimili. Þegar það kviknar í og mikið kraðak myndast í dyrunum ákveður staðarhaldari að loka öllum útgönguleiðum. Hann leysti vissulega vandann í dyrunum, en félagsheimilið er enn að brenna.

NIMBY – Not in My Back Yard Síbreytilegt umhverfi stjórnmála stuðlar að því að stefna stjórnvalda er lítt breytanleg gagnvart málefnum sem eiga sér öfluga talsmenn í gegnum sérhagsmunahópa. Öllu jöfnu álíta stjórnmálamenn það ekki vænlegt frá pólitísku sjónarmiði að tala fyrir opinberum stjórnvaldsaðgerðum sem munu leiða til atvinnumissis fyrir tiltekin hóp einstaklinga. Skiptir þá engu máli hversu fáa einstaklinga um ræðir eða hversu mikill ábati og velferð myndi fylgja í kjölfarið fyrir heildina.

Sérhagsmunahópar eru síður en svo nýir af nálinni. Þeir eiga það flestir sammerkt að fulltrúar þeirra telja sig berjast fyrir réttlátum og nauðsynlegum málstað. Að grunni til hverfist tilvera hópanna um þá hugsun að auðveldara sé að ná fram þröngum hagsmunum fámenns hóps en almannahagsmunum breiðari hópa. Léttara er að virkja hvern meðlim fámenns hóps til að beita löggjafann þrýstingi til sértækra breytinga á lögum og þess háttar. Í eðli sínu er hugmyndin líkleg til árangurs enda eru stjórnmálamenn í flestum tilvikum auðsveipir fyrir tillögum sérhagsmunahópa, sem eru alla jafna líklegri til að mæta á kjörstað en aðrir borgarar með dreifðari hagsmuni. Við núverandi aðstæður er gríðarleg hætta á að vægi sérhagsmunahópa aukist í samfélaginu. Það liggur fyrir að það þarf að draga verulega saman í rekstri hins opinbera – bæði hjá sveitarfélögum og ríkinu. Það verður bara gert með því að draga verulega úr þjónustu og leggja niður eða sameina stofnanir. Til að svo megi verða þurfa stjórnmálamenn að leiða hjá sér þrýsting sérhagsmunahópa sem eiga það sammerkt að styðja niðurskurð – svo lengi sem hann snertir ekki þeirra hagsmuni. Nú sem aldrei fyrr þurfum við stjórnmálamenn sem þora að leggja á vaðið með vindinn í fangið og raða dreifðum hagsmunum fjöldans ofar en þröngum sérhagsmunum fárra.

lýsingu frá íslenska ríkinu um tollkvóta vegna kartöflusalats frá Noregi. Upprunalega hafa örugglega verið „góð og gild byggðastefnuleg rök“ fyrir setningu tollkvóta vegna innflutnings á kartöflusalati. Þannig má vel ímynda sér viðskiptahindranir til að koma í veg fyrir tímabundið atvinnuleysi, til að auka skatttekjur og aðstoða atvinnugreinar sem eru tiltölulega nýjar og ekki í stakk búnar til að mæta erlendri samkeppni. Þó er nánast undantekningalaust dýrara að ná þessum markmiðum fram með viðskiptahindrunum en með öðrum hagstjórnaraðgerðum auk þess sem þær byggja oft á skilningsleysi á grundvallarlögmálum hagfræðinnar. Það gilda ekki sérstök hagfræðilögmál um kartöflusalat. Frjáls alþjóðaviðskipti hafa bein áhrif á þjóðarhag í gegnum samspil gangráða s.s. hagvaxtar, atvinnustigs og nýsköpunar - en að sama skapi hafa þau mótandi áhrif á stofnanir samfélagsins og lífsgæði. Sér í lagi eru samkeppni og eignarréttur sterkir hvatar. Það liggur enda í hlutarins eðli; samkeppni á milli framleiðenda er sterkasti hvatinn til bættra framleiðsluferla og aukinnar hagkvæmni, enda er óhagræði myllusteinn um háls frjálsrar samkeppni sem aðeins næst fyrir tilstuðlan haftalausra alþjóðaviðskipta. Samkeppni í framleiðslu kallar enda á stöðuga framþróun sem finnur sér farveg í gegnum hugvit einstaklinganna.

Við þurfum samkeppni …

… og eignarrétt

Margar ástæður geta legið að baki þeirri ákvörðun stjórnvalda að takmarka erlenda samkeppni. Hins vegar er ekki annað hægt en að hlæja yfir morgunkaffinu þegar maður les aug-

Árið 1941 fæddist ungur maður að nafni Hernando í Perú. Sjö ára gamall flutti hann ásamt foreldrum sínum til Sviss þar sem lagði síðar stund á hagfræði og gat sér gott orð í þeirri grein.

One of the greatest delusions in the world is the hope that the evils in this world are to be cured by legislation. - Thomas B Reed

11


Rúmum þrjátíu árum seinna flutti hann aftur til Perú, gerðist seðlabankastjóri þar í landi, og spurði þessarar einföldu spurningar: Af hverju er fólk fátækt í S-Ameríku og Afríku en ríkt í N-Ameríku og Evrópu? Ekki vantar þar auðlindir, hugvit eða vinnufúsar hendur. Svarið er einfalt. Í fátækum heimshlutum hefur ekki skapast hefð fyrir vernd eignarréttarins. Víða er hann fótum troðinn. Af hverju ætti Steingrímur litli til dæmis að biðja um meiri vasapening frá foreldrum sínum ef Jóhanna hrekkjusvín hirðir hann allan af honum á skólalóðinni? Ef eignarréttur Steingríms er ekki virtur þá missir hann auðvitað alla hvata til tekjuöflunar. Það blasir því við að eignarréttur er grundvöllur allrar auðsköpunar. Um þetta ætti enginn að þurfa að efast. Í ályktun nýliðins landsfundar Samfylkingarinnar (þar sem ríflega 600 af 1.700 fundargestum kusu Jóhönnu, sem er augljóslega 98%) segir: „Allar aflaheimildir í núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi verða innkallaðar eins fljótt og auðið er og að hámarki á 20 árum.“ Vinstri grænir komust að svipaðri niðurstöðu, að „innkalla“ skyldi kvótann á 20 árum. Gallinn er bara sá að meira en 90% kvótans hefur skipt um hendur síðan honum var upphaflega úthlutað og að eignarréttur útvegsmanna yfir honum nýtur verndar eignarréttarákvæðis mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Það skiptir auðvitað engu máli hvort hlutir eru þjóðnýttir hægt eða hratt, það er alltaf mannréttindabrot. Innbrotsþjófur sem brýst inn árlega í 20 ár og innkallar einn hlut í hverri ferð er auðvitað engu skárri en sá sem tekur allt heila klabbið í einu. Mannréttindi fyrnast ekki með árunum.

12

Opnum skjaldbúrið Í umræðunni um hagvöxt virðist það stundum gleymast að hagvöxtur er ekki föst og gefin stærð. Þannig getur hagvöxtur t.d. verið neikvæður. Það er ekkert sjálfgefið að hagvöxtur sé stöðugur eða vaxandi frá ári til árs. Ef stjórnvöld beita sér hins vegar fyrir því að skapa hagfellt umhverfi til fyrirtækjarekstrar og efla menntun og tækniþróun er líklegt að hagvöxtur aukist. En ef stjórnvöld leggja hins vegar áherslu á sértækar aðgerðir, t.d. að styrkja sérstaklega byggframleiðslu – þá er líklegt að hagvöxtur verði neikvæður. Menn skulu ekki halda að það skipti ekki máli hvernig haldið verður á spilunum á næstu árum. Tökum einföld dæmi: Lífsafkoma í SuðurKóreu hefur batnað stórkostlega eftir Kóreustríðið á meðan íbúar NorðurKóreu lepja dauðann úr skel. Viðlíka umskipti eru engin tilviljun enda sýnir fjöldi rannsókna að samband er á milli hagvaxtar og hagskipulags, boða og banna. Markaðurinn hefur sannarlega borið sigurorð af ráðstjórninni. Frjáls alþjóðaviðskipti hafa ráðandi áhrif á hagvaxtarstig þjóða bæði til skemmri og lengri tíma. Fjöldamörg dæmi eru um að

lönd hafi notið mikils hagvaxtar til langs tíma við það að draga úr hömlum á alþjóðaviðskipti og má þar til að mynda nefna löndin Kína, Tævan og Suður-Kóreu. Mikilvægasti hluti endurreisnarinnar er að tryggja viðvarandi hagvöxt á Íslandi á nýjan leik og þar er til mikils að vinna að vel takist til eins og dregið er fram að neðan. Þær kynslóðir sem eru undir þrítugu kannast vart við annað en ótakmarkað frelsi til athafna og æðis. Þrátt fyrir hugsanlega mikinn ágóða af afnámi viðskiptahindrana stunda næstum öll stjórnvöld inngrip í alþjóðaviðskipti af einhverjum toga og því miður er líklegt að viðskiptahindranir muni aukast á Íslandi á næstu árum. Stjórnvöld verða að átta sig á því að það er eins og að pissa í skóinn að auka höft og sértækar aðgerðir fyrir atvinnuvegina til að vinna okkur upp úr þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir. Það er hlýtt til að byrja með, en fyrr en varir er orðið mun kaldara en áður. Að sama skapi þá liggur fyrir að við skattleggjum okkur ekki út úr kreppunni. Eina leiðin til að tryggja viðvarandi hagvöxt á Íslandi framtíðarinnar er að afnema öll höft og gefa okkur öllum frelsi til athafna á nýjan leik. Þannig hefst endurreisnin.

• 1% árlegur hagvöxtur í 12 ár jafngildir 13% vexti yfir tímabilið • 2% árlegur hagvöxtur í 12 ár jafngildir 27% vexti yfir tímabilið • 3% árlegur hagvöxtur í 12 ár jafngildir 43% vexti yfir tímabilið • 4% árlegur hagvöxtur í 12 ár jafngildir 60% vexti yfir tímabilið • 5% árlegur hagvöxtur í 12 ár jafngildir 80% vexti yfir tímabilið • 6% árlegur hagvöxtur í 12 ár jafngildir 101% vexti yfir tímabilið • 7% árlegur hagvöxtur í 12 ár jafngildir 125% vexti yfir tímabilið • 8% árlegur hagvöxtur í 12 ár jafngildir 152% vexti yfir tímabilið

Aggressors must be stopped. Not only stopped, they must be thrown out. An aggressor cannot gain from his aggression - Margaret Thatcher


GÍSLI HAUKSSON / HALLDÓR KARL HÖGNASON

Ný-frjálshyggjuríkið Ísland? 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 32. 33. 34. 35. 36. 37. 38. 39. 40.

Raunaukning útgjalda hins opinbera síðan 2003 er 41% Lýðheilsustöð Einn af hverjum þremur á vinnumarkaði starfar hjá hinu opinbera Innflutt regluumhverfi frá ESB Tekjutenging bóta afnumin eða minnkuð Lengsta fæðingarorlof í heimi Tónlistarhús fyrir 30 þúsund milljónir Jafnmargar sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu og í London Ríkisstyrkt grænmetisframleiðsla Ný opinber störf síðan 2001 eru átta þúsund Milljarðaframboð til Öryggisráðsins Neytendastofa Heildarskattbyrði einstaklinga rúmlega 60% Veðurstofa Íslands Ellefu milljarðar í styrki til bænda árlega Vinnueftirlit ríkisins Þróunarsamvinnustofnun Fasteignaskrá Íslands Ótekjutengd listamannalaun Þjóðlendulögin Ríkisútvarp með 320 starfsmönnum Jafnréttisstofa Skylduaðild að lífeyrissjóðum Samkeppnisstofnun Sendiráð í Malawi og Sri Lanka Innflutningskvótar á kjúklingakjöti Óbein og bein ríkisábyrgð á bönkum Hreindýraráð Embætti forseta Íslands 620 milljónir árlega til Bændasamtaka Íslands Læknar mega ekki auglýsa þjónustu sína Mjólkurkvótar Ekki er til það fjall sem ekki er búið að bora í jarðgöng Ríkisrekin samhjálp Stærsta vatnsaflsvirkjun í Evrópu reist af stjórnvöldum á Kárahnjúkum­ Ríkisábyrgð á Íbúðalánasjóði Eignarnám á landi til virkjunar Ríkisháskólar, 5 talsins Landmælingar Íslands Umferðarstofa

The more corrupt the state, the more it legislates. - Tacitus

41. 42. 43. 44. 45. 46. 47. 48. 49. 50. 51. 52. 53. 54. 55. 56. 57. 58. 59. 60. 61. 62. 63. 64. 65. 66. 67. 68. 69. 70. 71. 72. 73. 74. 75. 76. 77. 78.

Landlæknisembættið Geislavarnir Ríkisins Umsvif hins opinbera er 50% af landsframleiðslu Rekstur sveitarfélaga á sorphirðu Strætó bs Bókasöfn Ríkisábyrgð á eftirlaunaskuldbindingum opinberra starfsmanna Sinfónuhljómsveit Íslands Ríkisábyrgð á Landsvirkjun Byggðarstofnun Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins Listskreytingarsjóður Húsafriðunarnefnd 1400 milljóna króna niðurgreiðsla á leikhúsmiðum í Þjóðleikhúsi og Borgarleikhúsi Garðávaxtasjóður Ríkisreknir tónlistarskólar Talsmaður neytenda Laun opinberra starfsmanna hækkað um 50% að raunvirði síðan­2001 Fjármálaeftirlit Lyfsalar mega ekki auglýsa verð á lyfjum Þrír pólitískt skipaðir seðlabankastjórar Ríkisreknir spítalar Tíu þúsund milljóna jarðgöng milli 2 þús manna byggðarlaga Innflutningskvótar á ostum Vegagerð ríkisins Þjóðkirkja Flutningssjóður olíuvara Bann við reykingum á samkomustöðum í einkaeigu Ábyrgðasjóður launa Ferðamálastofa 500 milljónir króna árlega til skógræktar Umhverfisstofnun Hafrannsóknarstofnun Umboðsmaður hestsins 55% af útgjöldum hins opinbera til heilbrigðis-, mennta- og félagsmála­ Ríkissáttasemjari Innistæðutryggingakerfi Stjórnmálaflokkarnir á framfæri skattgreiðenda frá 2006

13


ERLA ÓSK ÁSGEIRSDÓTTIR

Foreldrajafnrétti tryggt í lögum urstaða allra forsjármála á Íslandi leiðir alltaf til forsjársviptingar annars foreldrisins.

Erla Ósk Ásgeirsdóttir

Það er grundvallarkrafa að foreldrajafnrétti sé tryggt í lögum, börnum og foreldrum til hagsbóta. Fyrir liggur að breyta þarf barnalögum á þann hátt að réttarstaða beggja foreldra og barns sé tryggð eftir skilnað. Lagaumhverfið á ekki að gera upp á milli foreldra og skref í að leiðrétta þá stöðu er að dómarar fái heimild til þess að dæma foreldrum sameiginlega forsjá. Það er grundvallaratriði að dómarar hafi þessa lagaheimild, en sú takmörkun að dómarar geti einvörðungu dæmt fulla forsjá er óásættanleg og leiðir af sér að nið-

14

Það eru nokkur atriði sem nauðsynlega þarf að endurskoða þar sem að fjölskyldumynstur hefur breyst verulega á undanförnum árum og því eðlilegt að lagaumgjörðin taki mið af breyttum aðstæðum. Skoða þarf þá tilhögun sérstaklega að lögheimili barns geti einvörðungu verið á einum stað. Lögheimili barns ætti í raun að geta verið hjá báðum foreldrum búi þeir innan sama sveitarfélags. Jafnframt væri sanngjarnt að meginreglan væri á þann hátt, að ef um sameiginlega forsjá er að ræða, skiptist kostnaður vegna umgengni jafnt á milli foreldra. Í dag er ákvörðun um tilfærslu á forsjá barns sjálfvirk til sambúðarmaka eftir 12 mánaða sambúð eða giftingu. Forsjáin er því augljóslega ekki tekin út frá hagsmunum barnsins, heldur afleiðing tiltekinnar skráningar opinberrar stofnunnar. Forsjá barns á ávallt að vera sjálfstæð ákvörðun sem grundvölluð er á hagsmunum barnsins þar sem rödd þess hefur vægi. Af þessum ástæðum er brýnt að sjálfvirk forsjá falli niður.

Einnig þarf að breyta lögum með þeim hætti að telji karlmaður sig föður barns að þá geti hann höfðað barnsfaðernismál þótt barnið sé feðrað. Það er að mörgu að huga í jafnréttismálunum og mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að horft sé á þau út frá báðum kynjum. Þessi atriði sem nefnd hafa verið hér að framan er ekki tæmandi listi yfir þær breytingar sem þurfa að eiga sér stað hvað varðar réttindi barna og foreldra, en þau ættu að gefa góða mynd af því sem bæta þarf úr í barnalögum. Það er fagnaðarefni að Sjálfstæðis­ flokkurinn hefur gert foreldrajafnrétti að stefnumáli sínu með samþykkt í ályktun um fjölskyldumál. Jafn réttur foreldra verður að vera tryggur í lögum og dómarar verða að hafa úrræði­ til þess að taka ákvarðanir samkvæmt­ bestu sannfæringu. Jafnrétti beggja kynja er allra hagur.

Giving money and power to government is like giving whiskey and car keys to teenage boys. - P J O‘Rourke


GUÐMUNDUR EGILL ÁRNASON

Heilög Jóhanna af Saudi-Arabíu frelsisunnanda hvimleitt að benda þeim þá á að nektardans hefur svo sannarlega verið bannaður áður í heiminum – Femin­istafélag Íslands er nefnilega ekki eina aflið sem vill hafa jákvæð áhrif. Talibanar bönnuðu nektardans í Afgan­ istan sem og klerkastjórnin í SaudíArabíu og Pakistan einnig. Þar er raunar allt klám bannað líka en Femínistafélag Jóhönnu hefur ekki enn ákveðið að búa til lög um hvernig siðferði Íslendinga eigi að vera háttað í þeim efnum.

Guðmundur Egill Árnason Á bak við nýjan leiðtoga hefur Samfylkingin loks fundið sannfæringu sína. Hún býr í konu sem hefur skýra sýn á framtíðina. Reyndar ekki efnahagssýn en sýn er það nú samt. Jóhanna Sigurðardóttir hefur kynnt ný lög um vændi og strípagang. Nú kætast Vinstri grænir og steyta hnefann að þeim Sjálfstæðismönnum sem rengja efnahagsmarkmið ríkisstjórnarinnar. „Ísland getur orðið fyrsta landið í heiminum til að banna nektardans!“, segja sumir úr þeirra röðum. Það verður engum

Eða er þetta ekki siðferðismál? Ríkisstjórnin hafði svo sannarlega vit á því að færa engin siðferðisrök fyrir sínu máli. Þvert á móti hefur hún notað mannleg rök og bent á að mansal þrífist á slíkum stöðum: ungar konur séu dópaðar upp og látnar dansa naktar, langt fjarri sinni heimaslóð. En þá blasir sú spurning við hverjum heilvita manni, af hverju í ósköpunum ætti að færa nektardans af yfirborðinu, þar sem eftirlit er (skyldi) til staðar – yfir í undirheimana? Ef lögregluyfirvöld hafa rökstuddan grun um að mansal eigi sér stað á tilteknum klúbbi, þá er þeim stað lokað. Starfsleyfi staðarins er afturkallað. Þetta virðist skynsamleg lausn en ríkisstjórnin kýs að fara frelsisskerðingarleiðina. Hún ákveður

The evils of tyranny are rarely seen but by him who resists it. - John Hay

að stofna ekki til rannsókna. Hvar liggur þá í raun ásetningurinn? Er ekkert grunsamlegt við það að kona sem hefur helgað líf sitt jafnréttisbaráttu kvenna og fylkt sig á bak við hugmyndir vinstri-femínista skuli krefjast þessa til að berjast gegn mansali? Það hefur löngum verið yfirlýstur vilji Femínistafélags Íslands að banna nektardans. Félagið telur að konur sem dansa naktar viti ekki betur og að þær hlutgeri og skaði allar konur með gjörðum sínum. Þetta kemur beint úr ranni Jóhönnu. Það liggur þá í augum uppi hvers vegna Jóhanna Sigurðardóttir berst gegn sóðakörlum á túttubörum í miðri efnahagskreppu: Þetta er hennar baráttumál, efnahagsmálin ekki. Þetta er það sem hún skilur og megnar. Þess vegna stendur ríkisstjórnin núna úrræðalaus með tímaskökk siðferðisplögg í annarri hendi og ömurlega starfssögu í hinni. Jóhanna er siðferðisráðherra.

15


KRISTJÁN TORFI EINARSSON

Þjóð í hafti skulda Íslendingar glíma nú samtímis við fjármála- og gjaldeyriskreppu, hrun hlutabréfamarkaða, verðbólgu og fallandi húsnæðisverð. Á einn eða annan hátt má rekja þessa erfiðleika til gríðarlegrar skuldsetningar þjóðarinnar síðastliðin ár.

Kristján Torfi Einarsson Vorið 2006 náði íslenska þjóðarbúið þeim vafasama heiðri að vera skuldugasta þjóð OECD ríkjanna. Þegar einkavæðingu bankanna lauk árið 2003 hófst hér á landi gríðarleg útlánaþensla sem á sér fáar eða engar hliðstæður í sögunni. Útlánaþenslan var helsti drifkraftur hins mikla hagvaxtar sem ríkti á árabilinu 2003 til 2007 og jafnframt eru skuldir aðalástæðan fyrir hruninu og þeirri kreppu sem við glímum nú við. Til þess að skilja ástæður hrunsins verðum við að spyrja hvað lá að baki þessarar gríðarlegu skuldsetningar. Svarið er augljóslega ekki einfalt.

16

Ástæðurnar eru margar og margbrotnar, en til hægðarauka má skipta svarinu í tvennt. Annars vegar eru ástæðurnar alþjóðlegar og hins vegar má rekja þróunina til aðstæðna hér innanlands.

einsdæmi á Vesturlöndum. Ísland sker sig úr af því að þjóðin byrjaði seinna að safna skuldum, en skaut svo öðrum þjóðum ref fyrir rass hvað skuldsetningu varðar á undraskjótum tíma.

Í hugum flestra eru erfiðleikarnir tiltölulega nýtilkomnir, þeir hafi átt upphaf sitt í Bandaríkjunum sumarið 2007 og síðan þá hafi ríkt nokkurs konar sturlunarástand á mörkuðum. Í raun má þó segja að vandræðin hafi verið mun lengur í mótun þó svo að ekki hafi farið mikið fyrir þeim á yfirborðinu. Síðastliðinn aldarfjórðung hefur stigvaxandi útlánaþensla ríkt á Vesturlöndum, sér í lagi í Bandaríkjunum, sem enn eru hornsteinn alþjóðlegra viðskipta. Eftir verðbólguárin í upphafi níunda áratugarins voru skuldir Bandaríkjanna tiltölulega litlar, hvort sem miðað er við skuldir ríkisins, fyrirtækja eða heimila, en síðan þá hafa skuldirnar aukist jafnt og þétt, og frá upphafi nýrrar aldar og til ársins 2006 náði skuldasöfnunin nýjum og áður óþekktum hæðum.

Í kjölfar verulegrar leiðréttingar á verðmati net- og hátæknifyrirtækja á mörkuðum um aldamótin tók bandaríski seðlabankinn að lækka stýrivexti. Efnahagsleg óvissa vegna hinna hörmulegu hryðjuverkaárása á New York og Washington D.C styrktu vaxtalækkunarferlið í Bandaríkjunum. Þessi þróun við stjórn peningamála einskorðaðist ekki við Bandaríkin heldur fóru vextir margra helstu seðlabanka heims niður fyrir langtímameðaltal áratuganna sem á undan gengu. Áratugur ofgnóttar alþjóðlegs fjármagns var runninn upp.

Þegar við skoðum efnahagsþróunina á Íslandi síðastliðin ár í alþjóðlegu samhengi blasir því við að skuldsetningin hér á landi var langt frá því að vera

Skuldir á nýrri öld

Skammtímavextir Bandaríkjanna fóru niður í 1% og höfðu ekki verið lægri síðan á sjötta áratuginum. Í skamman tíma virtist lækkunin bera árangur, niðursveiflan í kjölfar hruns hlutabréfamarkaðarins var skammvinn og hagvöxtur var aftur orðinn jákvæður á síðari hluta ársins 2002. Svo virtist sem aðgerðirnar væru önnur rós í hnappagat Alan Greenspans, þáverandi

Government is not reason; it is not eloquence; it is force. Like fire, it is a dangerous servant and a fearful master. - George Washington


seðlabankastjóra Bandaríkjanna, og vitnisburður um að seðlabankar heimsins hefðu nú fullkomnað listina að viðhalda samtímis öflugum hagvexti og lágri verðbólgu.

málið og sagði hækkun húsnæðisverðs víðsvegar í heiminum vera stærstu eignabólu sögunnar. Þrátt fyrir umfjöllun hins virta tímarits hélt bólan áfram að vaxa.

Það var einmitt á þessum tíma sem að núverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna hélt annálaða ræðu sem kennd er við hugtakið „The Great Moderation“ en inntak hennar var að nútímalegri stjórn peninga- og efnahagsmála hefði tekist að draga verulega úr efnahagssveiflum sem gjarnan fylgja frjálsum og opnum markaðshagkerfum. Vissulega var hagvöxturinn áþreifanlegur og verðbólga mældist lítil þrátt fyrir viðvarandi lágt vaxtastig. En ástæða þess að verðbólgan kom ekki fram í almennri verðlagsþróun var fyrst og fremst sú að opnun markaða og aukin þátttaka nýmarkaðsríkja í alþjóðaviðskiptum hélt niðri verðbólguþrýstingi. Það gat ástand gat aðeins varað í stuttan tíma eins og seinna kom í ljós.

Samkeppni milli fagfjárfesta er gríðarleg og í lágvaxtaumhverfi, eins og ríkti í flestum þróuðum hagkerfum á þessum árum, beindu fjárfestar sjónum sínum í sí auknum mæli að svokölluðum nýmarkaðsríkjum þar sem hagvöxtur var mikill og vextir háir. Helstu nýmarkaðir heims ganga oft undir nafninu BRIC-ríkin (Brasilía, Rússland, Indland og Kína) en fjárfestar leituðu einnig til ört vaxandi markaða þeirra ríkja í Mið- og Austur-Evrópu sem voru í þann mund að formfesta tengsl sín við Evrópusamrunann.

Eftir á að hyggja er ljóst að verulegir vankantar voru á þessum aðgerðum seðlabankanna. Ódýrt fjármagn hleypti af stað nýrri bólumyndun og eignaverðbólgu á mörkuðum og í þetta sinn fann ofgnótt fjármagns sér farveg í húsnæðis- og byggingargeiranum. Fasteignabólur eru nánast óþekkt fyrirbrigði og eins og hagfræðingurinn Robert Shiller hefur bent á þá voru þær fyrst og fremst staðbundnar í fortíðinni. Bólan sem tók að myndast við upphaf 21. aldarinnar var hinsvegar alþjóðleg í eðli sínu og merki hennar sáust um öll Bandaríkin og nánast án undantekninga á öllum Vesturlöndum. Sumarið 2005 fjallaði tímaritið The Economist um

Sérstakar aðstæður hér á landi gerðu það að verkum að Ísland lenti í hópi með þessum þjóðum á tölvuskjám fjárfesta, þó svo að hagkerfi okkar hafi um margt verið mjög frábrugðið hagkerfum þessara þjóða. Atvinnuleysi í nýmarkaðsþjóðunum er alla jafna verulegt og innviðir ríkjanna tiltölulega vanþróaðir og af þessum sökum hafa þessi hagkerfi verulegt svigrúm til þess að vaxa hratt og mikið. Atvinnuleysi á Íslandi var aftur á móti lítið sem ekkert og innviðir samfélagsins þróaðir og því gat íslenskt efnahagslíf ekki með góðu móti vaxið jafnhratt og hagkerfi minna þróaðra nýmarkaðslandanna. Hér á landi var hagvöxtur nokkur þrátt fyrir fall hlutabréfamarkaðarins og gengisfall krónunnar árið 2001. Ákveðið var að ráðast í stórfelldar virkjanaframkvæmdir og byggingu álvers og þar af leiðandi voru hagvaxtarhorfur góðar og fyrirséð að

No man‘s life, liberty or property are safe while the legislature is in session. - Mark Twain

vextir hér á landi yrðu hærri en víðast hvar í þróuðum hagkerfinum. Þegar bankarnir voru einkavæddir er því ekki að undra að þeim hafi verið vel tekið af erlendum fjárfestum. Hér á landi stóð þeim til boða háir vextir í því sem virtist vera stöðugt og þróað efnahagslegt umhverfi. Skuldabréfaútboð bankanna á árunum 2003-2006 gengu ótrúlega vel, en eftir á að hyggja voru lánakjörin sem bönkunum buðust kannski óeðlilega góð. Árið 2005 gátu bankarnir fjármagnað íbúðalán sín á betri kjörum en Íbúðalánasjóður sem hafði þó opinberan stuðning ríkisins á bakvið sig. Það kemur vissulega spánskt fyrir sjónir ef fjármálafyrirtæki sem ekki njóta beins stuðning ríkisins fá betra aðgengi að hagstæðara lánsfé á erlendum mörkuðum en stofnanir sem njóta beinnar ríkistryggingar.

Stýrivextir, þensla og vaxtamunarviðskipti Hækkun stýrivaxta er ætlað að slá á þenslu, draga úr neyslu og fjárfestingum og hvetja til sparnaðar. Þetta er viðurkennd hagfræði en engu að síður var ljóst tiltölulega snemma að stýrirvaxtahækkanir Seðlabankans skiluðu ekki tilsettum árangri. Gögnin töluðu sínu máli; með hækkandi stýrivöxtum jókst innflæði skammtímafjármagns inn í hagkerfið og skýrasta dæmið um þetta voru hin alræmdu krónubréf. Gengi krónunnar styrktist vegna innflæðisins sem ýtti svo aftur undir einkaneyslu. Fyrirtæki, sérstaklega í byggingariðnaði en líka í þjónustu og verslun, komu til móts við þessa auknu eftirspurn, juku fjárfestingar sínar til muna og sniðgengu íslenska vexti með lántökum í erlendri mynt. Háir vextir löðuðu líka svokallaða

17


stöðu á heimamarkaði skilgreindar sem of stórar til þess að ríkið geti látið þær verða gjaldþrota. Bankarnir fengu þannig allir mjög háa stuðningseinkunn sem styrkti lánshæfismat þeirra verulega. Í raun má segja matsfyrirtækin hafi ályktað sem svo að bankarnir hafi óbeint notið ríkisstuðnings og endurspeglaðist sú ályktun í betri lánshæfiseinkunn en þeir ella hefðu fengið.

vaxtamunarfjárfesta til landsins. Þeir taka lán í gjaldmiðlum sem bera mjög lága vexti, eins og japönskum jenum eða svissneskum frönkum, og fjárfesta í hávaxtagjaldmiðlum, eins og íslensku krónunni eða nýsjálenska dollaranum. Þessi viðskipti höfðu umtalverð áhrif til styrkingar gengis krónunnar og eins og reynslan hefur ítrekað sýnt þá ræður gengi krónunnar gríðarlega miklu um neyslu og fjárfestingar í íslenska hagkerfinu.

bankinn hafði líka óbein áhrif sem vógu þungt í atburðarás síðustu ára. Ríkissjóður Íslands stóð mjög vel á umræddum árum og var svo gott sem skuldlaus. Af þessum sökum var lánshæfismat þjóðarinnar mjög gott og um tíma hafði ríkissjóður greiðan aðgang að erlendu lánsfé á góðum kjörum. Þessi góða staða hafði hins vegar einnig áhrif á lánshæfismat bankanna þannig að matið var hærra en rekstur þeirra og áhættutaka stóð undir.

Þrátt fyrir þessi viðvörunarmerki kaus Seðlabanki Íslands að breyta ekki um stefnu. Hann fékk kjörið tækifæri til þess vorið 2006 en kaus að halda óbreyttum kúrs. Davíð Oddsson seðlabankastjóri viðurkenndi nýlega (Kastljós 24. feb) að Seðlabankinn hafi gert mistök í því að einblína um of á verðbólgu og horfa ekki nægilega vel til gengis krónunnar.

Seðlabankar voru upphaflega stofnaðir til þess að vera lánveitendur til þrautavara. Hlutverk þeirra var að hlaupa undir bagga með fjármálakerfinu þegar það stæði frammi fyrir bankaáhlaupi eða óvæntum áföllum. Þegar lánshæfismatsfyrirtækin meta stöðu einstakra banka og fjármálakerfi þjóða skiptir geta seðlabankans og ríkissjóðs til að sinna þessu hlutverki verulegu máli. Markaðshlutdeild útrásarbankanna þriggja á Íslandi var verulega stór og skv. aðferðarfræði lánshæfisfyrirtækjanna eru fjármálastofnanir sem hafa svo sterka

Lánshæfismat, seðlabankinn og ríkisábyrgð Bein áhrif rangrar peningamálastefnu á hagkerfið verða seint ofmetin en Seðla-

18

Þetta vandamál einskorðaðist ekki við Ísland enda hefur trúverðugleiki hinna alþjóðlegu matsfyrirtækja beðið hnekki á undanförnu misserum. Sérfræðingar þeirra hafa gerst sekir um ofmeta stórlega lánshæfismat ýmissa ríkja, fyrirtækja sem og fjármálagerninga á markaði. Þetta ofmat leiddi ennfremur til aukinnar áhættusækni stjórnenda ýmissa fjármálafyrirtækja- og stofnana. Nægir að nefna fasteignalánasjóðina Fannie Mae og Freddie Mac í þessu samhengi, en þrátt fyrir að eiga rætur sínar að rekja til ríkisvaldsins þá gaf bandaríska ríkið aldrei út neina tryggingu fyrir starfsemi þeirra. Matsfyrirtækin, stjórnendur sjóðanna og fjárfestar gáfu sér einfaldlega þá forsendu að slík tryggingu væri fyrir hendi, rétt eins og þau gerðu á Íslandi.

Fjármálanýjungar og bankarnir Ein aðalástæðan hinnar gríðarlegu skuldsetningu heimsins má rekja til margskonar fjármálanýjunga sem bankar og háskólar hafa þróað og komið í gagnið á undanförnum árum. Upptök núverandi fjármálakreppu eru gjarnan rakin til svokallaðra undirmálslána á bandaríska húsnæðismarkaðinum (e. subprime mortgages). Í upphafi ársins 2007 kom í ljós að stór hluti þessara

There is no worse tyranny than to force a man to pay for what he does not want merely because you think it would be good for him. - Robert Heinlein


lántakenda var ófær um að standa í skilum, vanskilin þutu upp og fyrirséð að mikið tap yrði á þessum útlánum. Þau gríðarlegu áhrif sem þessi litli og afmarkaði lánamarkaður átti eftir að hafa komu þó flestum í opna skjöldu. Eftir á að hyggja átti það kannski ekki að koma neinum á óvart að vaxandi vandræði á afmörkuðum lánamarkaði ylli landskjálftum um allan heim: Framþróun fjármálagerninga undanfarna áratugi hafði einmitt miðast við að rjúfa á hefðbundin tengsl lánveitenda og skuldara og dreifa áhættunni um víðan völl. Ein af þeim nýjungum sem litið hafa dagsins ljós í fjármálakerfinu er ferli sem er kennt við verðbréfun (e. securitization). Í einföldu máli virkar verðbréfun þannig að lánveitandi tekur saman lán af efnahagsreikningi sínum, pakkar þeim í svokallaðan skuldabréfavafning, og selur svo til þriðja aðila sem fær afborganir af láninu í sinn vasa. Þrátt fyrir að í fyrstu hafi menn talið að verðbréfun væri mikið framfaraskref sem leiddi til betri og fágaðri áhættustýringar á fjármálamörkuðum leið ekki á löngu þar til að annmarkar komu í ljós. Verðbréfun getur brenglað hvata og umbun á markaði. Til dæmis má nefna að lánveitendur á bandaríska fasteignamarkaðnum hirtu ekkert um hverjum þeir lánuðu, þar sem að þeir gátu verið vissir um að geta selt lánið úr efnahagsreikningi sínum til þriðja aðila: Hvatinn fólst í sem mestum útlánum án tillits til gæða lánanna. Frelsi til athafna felur í sér ábyrgð en í ofangreindu dæmi vék ábyrgðin fyrir umbuninni og niðurstaðan varð skelfing á mörkuðum. Þegar vanskil á undirmálslánunum komu til sögunnar áttuðu eigendur

skuldabréfavafninga með slíkum lánum sig á því að áhættan var miklu meiri en lánshæfismatsfyrirtækin höfðu reiknað með. Í kjölfarið greip um sig mikill ótti og þeir sem sátu uppi með vafningana gátu með engu móti selt þá áfram nema með gríðarlegu tapi. Markaðurinn hrundi og fjármálafyrirtæki neyddust til að afskrifa gríðarlegar upphæðir þegar líða tók á veturinn 2007-2008. Það var einmitt á þeim tíma sem í ljós kom að hagfræðingar á borð við Nouriel Roubini höfðu haft rétt fyrir sér þegar þeir bentu á að verðbréfun undirmálslána væri aðeins toppurinn á ísjakanum. Verðbréfun einskorðaðist ekki við undirmálslán heldur tók til allra tegunda lána og tilheyrði þeirri sprengingu sem hafði orðið í umsvifum afleiðuviðskipta á borð við afleiður með skuldatryggingar. Afleiður og verðbréfun eru eins og önnur mannanna verk á fjármálamörkuðum: Slæm útlán eru og verða alltaf slæm og töfrar mestu fjármálafakíra heimsins fá engu um þá staðreynd breytt. Ofgnótt af ódýru fjármagni frá aldamótum hafði gert það að verkum að alþjóðlegir fjármálamarkaðir voru mengaðir af eitruðum veðum. Í upphafi krísunnar stærðu íslensku bankarnir sig af því að hafa ekki nema að litlu leyti stundað viðskipti með skuldabréfavafninga með bandarískum undirmálslánum. Hins vegar er ljóst að þessi markaður hafði mikil áhrif á fjármögnunarmöguleika þeirra og starfsumhverfi. Lánveitendur bankanna höfðu tekið íslensku lánin, pakkað þeim í skuldabréfavafninga og selt áfram. Þegar markaðurinn hrundi og útgefendur vafninganna neyddust til þess að leysa þá upp, kom í ljós að markaðurinn fyrir skuldir íslensku

Peace, commerce and honest friendship with all nations; entangling alliances with none. - Thomas Jefferson

bankanna var lítill sem enginn. Skuldatryggingarálag bankanna þaut upp og erlendir lánamarkaðir lokuðust. Skuldabréfavafningar og fjármálanýjungar áttu því stóran þátt þátt í því hve mikið og auðveldlega íslensku bankarnir gátu skuldsett sig árin á undan. Sú skuldsetning ásamt efasemdum fjárfesta um gæði efnahagsreikninga þeirra gerði það að verkum að möguleikarnir til fjármögnunar á heildsölumörkuðum lokaðist á endanum. Þróun hinna alræmdu skuldatryggingaálaga bankanna árið 2008 endurspeglaði væntingar fjárfesta um framtíðarhorfur íslensku bankanna.

Útlán bankanna og útrásin Hér að ofan hefur sjónum aðallega verið beint að almennum þáttum um íslenska og alþjóðlega hagkerfið. Fjöldi atriða gerðu það að verkum að hér sköpuðust kjöraðstæður fyrir ósjálfbæra skuldasöfnun. En þótt umhverfið hafi verið hagstætt þá var það hvorki ríkið né Seðlabankinn sem tók ákvörðun um að auka skuldirnar. Fyrst og síðast var það ákvörðun bankanna sjálfra, stjórnenda þeirra og eigenda. Vissulega tóku bæði íslenskur almenningur og fyrirtæki ákvörðun um að taka lán og bæta á sig skuldum. Hér ber þó að hafa í huga að innan bankanna var sérfræðiþekking til staðar; lánin voru ekki eingöngu veitt með samþykki bankanna heldur líka samkvæmt ráðgjöf þeirra. Ábyrgðin hvílir því fyrst og fremst á þeirra herðum. Það er hins vegar ekki gott að fullyrða um hvað réði þessari stefnumörkun bankanna. Hér verður tæpt á nokkrum atriðum sem gætu varpað ljósi á þróunina.

19


Fljótlega eftir einkavæðinguna kom í ljós að bankarnir töldu íslenska markaðinn of lítinn og stefndu á landvinninga. Fyrst í stað studdu þeir við útrás íslenskra fyrirtækja á erlendri grund en fljótlega fylgdu bankarnir sjálfir á eftir með fjöldakaupum á evrópskum fjármálafyrirtækjum. Vöxtur bankanna varð fyrir vikið ótrúlega hraður og mikill og á tímabilinu 2004-2007 voru þeir meðal þeirra tíu fjármálafyrirtækja sem uxu hvað hraðast í heimi. Það er hins vegar ákveðin þversögn fólgin í því hve mikið svigrúm til vaxtar bankarnir töldu íslenska hagkerfið hafa á þessum árum í ljósi þess að útrásin var skýrð með takmörkuðum vaxtarmöguleikum hér heima. Útlán til innlendra fyrirtækja og heimila blésu út á efnahagsreikningi bankanna á sama tíma og þeir fjárfestu í erlendum fyrirtækjum. Stækkun íslenska hluta efnahagsreikningsins hefði ein og sér verið gríðarlegur vöxtur og krefjandi verkefni fyrir hvaða stjórnanda sem er. Hagfræðingurinn Jón Steinsson hefur bent á að samband sé á milli útlána bankanna á Íslandi annars vegar og hins vegar útrásarinnar. Almennt voru íslensku útlánin talin mjög traust og bankarnir gátu lagt þau að veði þegar þeir sóttu fjármagn á lánamarkaði til fyrirtækjakaupa. Þannig skapaðist hvati innan bankanna og hjá eigendum þeirra til að auka útlánin hér heima umfram það sem efnahagslífið þoldi. Þetta er auðvitað ekki ábyrg bankastefna; fyrr en seinna hlaut að koma að því að afskriftir og útlánatöp myndu aukast á innlendum lánum bankanna. Það má hins vegar leiða líkur að því að bankarnir hafi reiknað með að gróðinn á fjárfestingum erlendis myndi vega tapið upp.

20

Í upphafi ársins 2006 bentu fjölmargir erlendir greiningaraðilar á alvarlega misbresti í íslenska hagkerfinu og viðskiptalíkönum bankanna. Gagnrýnin beindist aðallega að því hve mikið íslensku bankarnir reiddu sig á heildsölumarkaði í fjármögnun útrásarinnar. Þá töldu margir að krosseignarhald í íslensku viðskiptalífi skapaði umtalsverða hættu. Óskýr skil á milli stærstu eigenda bankanna og stærstu viðskiptavina þeirra býður heim þeirri hættu að önnur en viðskiptaleg sjónarmið liggi að baki útlána bankanna. Því miður hefur atburðarás síðastliðinna missera staðfest þessa gagnrýni. Hátt hlutfall heildsölufjármögnunar átti stóran þátt í því að bankarnir gátu ekki staðið af sér lánafrostið sem ríkir á alþjóðlegum mörkuðum, sér í lagi var Glitnir háður erlendum fjármagnsmörkuðum. Óttinn við krosseignarhald reyndist líka á rökum reistur; ljóst er að bankarnir lánuðu eigendum sínum gríðarlega fjármuni til verkefna sem ekki reyndust arðbær. Hvort óeðlilega eða jafnvel ólöglega hafi verið staðið að þessum lánveitingum bankanna til sumra eigenda mun yfirstandandi rannsókn á bankahruninu leiða í ljós.

koma í veg fyrir að sú verði raunin. Við verðum að fá raunsætt mat á því hversu miklum skuldum ríkið getur staðið undir og verja þjóðina gegn innlendum og erlendum öflum sem vilja að við göngum lengra. Skuldir heimila og fyrirtækja eru gríðarlegar og fara hækkandi í verðbólgunni. Skuldabyrðin er slík að hagkerfið mun að óbreyttu kikna undan byrðinni. Það þarf að grípa til aðgerða til þess að létta byrðar bæði heimila og fyrirtækja. Það er engum til góðs ef hjól efnahagslífsins stöðvast, hvorki fjármagnseigendum, skuldurum, né ríkissjóði. Þetta er hættuleg staða sem á sér fá fordæmi og við verðum að vera tilbúin til þess að grípa til óhefðbundinna aðgerða til að bregðast við hættunni.

Skuldir í fortíð og framtíð Vanda Íslendinga má rekja til skulda eða öllu heldur ósjálfbærrar skuldasöfnunar. Að sama skapi eru það skuldir sem ógna framtíð þjóðarinnar. Verkefnið er ærið, en við getum og verðum að styðja okkur við skýr viðmið þegar við greiðum úr þessum skuldum. Þegar við horfum til framtíðar blasir við raunveruleg hætta á að ríkissjóður verði gjaldþrota. Það er forgangsatriði að

Democracy must be something more than two wolves and a sheep voting on what to have for dinner. - James Bovard


Af hverju niðurskurður ríkisútgjalda? Sjálfstæðismenn hafa alltaf talið að fólk eigi að halda eftir sem mestu af sínu sjálfsaflafé og ráðstafa því að eigin vild. Umfang hins opinbera hefur hins vega þanist út á síðustu áratugum, það má sem dæmi nefna að raunaukinging ríkisútgjalda síðan 2001 hefur verið rúmlega 40%. Þetta hefur gert það að verkum að heildarskattlagnin einstaklings á Íslandi með beinum og óbeinum sköttum er með því hæsta sem gerist í heiminum eða rúmlega 60%. Einn af hverjum þremur á vinnumarkaðnum starfar hjá hinu opinbera og þar hafa orðið til átta þúsund ný störf á síðustu 8 árum. Við verðum að snúa af þessari braut og láta fólk sjálft ráðstafa fé sínu í stað þess að ríkið þenjist sífellt út.

Af hverju frjáls viðskipti? Árið 1984 þegar Milton Friedman nóbelsverðlaunahafi í hagfræði kom til Íslands var hann spurður á fréttamannafundi að því hvort hann ætti eitthvað lausnarorð á reiðum höndum til handa Íslendingum til að glíma við erfiðleika í atvinnulífinu. Hann svaraði: ,,Jú ég hef lausnarorðið fyrir ykkur Íslendinga. Þetta orð er frelsi.“ Frjáls viðskipti bæta hag allra og leiða til þess að einstaklingar og þjóðir geti nýtt hlutfallslega yfirburði sína. Frelsi í verslun og viðskiptum hefur á síðustu 100 árum leitt til meiri velmegunar í heiminum en nokkru sinni áður í sögunni. Orð Jóns Sigurðssonar eiga vel við í dag þegar sótt er að frjálsum viðskiptum um allan heim og dauð hönd hins opinbera verður sífellt umsvifameiri: „Þegar verzlanin var frjáls í fornöld, þá var landið í mestum blóma. Verzlunarfrelsið ætti að vera sem mest. Atvinnuvegir landsins dafna svo bezt, að verzlanin sé sem frjálsust, og með þeim hætti einum geta kaupstaðir komizt á fót svo í lagi fari“.

Af hverju einkarekið atvinnulíf? Reynsla síðustu áratuga og alda hefur sýnt það að fyrirtækjum hefur farnast betur í einkaeigu en opinberri eigu. Þeir hvatar sem til staðar eru í einkarekstri leiða til minni sóunar, meiri samkeppni og betri nýtingar fjármagns. Dæmin úr sögunni eru mörg þar sem ríkisvaldið hefur stjórnað öllum framleiðslutækjunum og hefur hvert og eitt þessara dæma leitt hörmungar yfir viðkomandi þjóð, hvort sem um er að ræða Sovétríkin, austur Evrópu undir járntjaldinu, Norður Kóreu eða Kína á seinni hluta síðustu aldar.

Af hverju ekki ríkisstyrktur landbúnaður? Ríkisstyrkir í hverskonar framleiðsu skekkja markaðinn og gera það að verkum að framleiðsluþættirnir nýtast ekki sem best skyldi. Hádegisverðurinn er aldrei ókeypis og það er ekki eðlilegt til lengdar að skattgreiðendur niðurgreiði ákveðna tegund framleiðslu. Þessu þarf að breyta þótt það gerist ekki á einni nóttu. Ef Íslendingar vilja borða íslenskar landbúnaðarafurðir frekar en erlendar, þá munu íslenskir neytendur mynda eftirspurn eftir þeim á markaði, svo einfalt er það. Hugmyndir um að tryggja fæðuöryggi landsins með innlendum landbúnaði þegar lokast hefur fyrir innflutning vegna neyðarástands á alþjóðavettvangi eru líka mótsagnakenndar, þar sem íslenskur landbúnaður er háður olíu og öðrum innflutningsafurðum. Í stuttu máli: Þegar við getum ekki lengur flutt inn tómata getum við að öllum líkindum ekki heldur flutt inn olíu eða aðrar nauðsynjavörur íslensks landbúnaðar, sem gæti við slíkar ástæður aðeins haldið um 40.000 manns lifandi við hungurmörk.

Those who expect to reap the benefits of freedom, must, like men, undergo the fatigue of supporting it. - Thomas Paine

21


ÞÓRARINN SIGURÐSSON

Frumkvöðlaandi eða stígvél miðstýrðum samfélagskerfum. Því þætti flestum eflaust eðlilegt að almenningur kysi sér þá samfélagsskipan sem virkjar þennan kraft til fulls, að snúa seglunum í vindátt svo skútan sigli sem hraðast. Svo er ekki.

Þórarinn Sigurðsson

„Hin raunverulega uppspretta fjármagns og ríkidæmis á þessum nýju tímum eru ekki efnislegir hlutir. Það eru mannshuginn, mannsandinn, ímyndunaraflið og trú okkar á framtíðina“ Steve Forbes. Frumkvöðlaandi, nýbreytni og uppfinningasemi eru kjörorð kapítalismans, og ímynd framkvæmdamannsins sem breytir hugmyndum sínum í raunveruleika, almenningi til hagsbóta, er ekki síst sú sem sprettur frjálshyggjumönnum í hug þegar þeir íhuga yfirburði hins kapítalíska skipulags yfir

22

Raunin er sú, að hið opinbera ráðstafar gríðarstórum fjárhæðum í ýmis verkefni. Þar ræður einstaklingsframtakið ekki för, hvorki agi markaðarins né varkárni fjármagnseigandans. Stefna stjórnvalda síðustu ár – að ríkið skuli sjá sem flestum landsmönnum fyrir atvinnu með stóriðju, landbúnaði og sjávarútvegi – er algerlega fáránleg. Enn skammarlegra er að slík vitleysa hafi fengið brautargengi í ranni hins svokallaða „hægriflokks Íslands“, Sjálfstæðisflokknum. Eini þekkti stjórnmálamaðurinn sem hefði verið sammála þessari strategíu Sjálfstæðismanna og Framsóknar til sóknar í efnahagsmálum hefði verið félagi Stalín. Ekki er ástæða til að lítillækka þessa atvinnuvegi, en það verður þó að viðurkennast að við skörum ekki fram úr öðrum nútímahagkerfum hvað framleiðni varðar í stígvélunum – stígvélum bóndans, sjómannsins eða verka-

mannsins í álverinu. Með stórtækum niðurgreiðslum til landbúnaðar, gjafsölu raforku til erlendra stóriðjujöfra og gríðarmiklum stóriðjuframkvæmdum þurrkar hið opinbera upp það fjármagn sem hér býðst – fjármagn sem einkaaðilar hefðu vafalaust getað nýtt til að skapa betur launuð, umhverfisvænni störf sem laða að sér erlenda fjárfestingu. Þessar stalínísku fjárfestingarákvarðanir af hálfu hins opinbera valda miklu óhagræði og sóun til langs tíma, og gríðarlegum hagsveiflum til skamms tíma. Lítil, viðkvæm frumkvöðlafyrirtæki, mörg hver með frábærar, frambærilegar hugmyndir á teikniborðum eða á þróunarstigi, hafa ekki bolmagn til að þola slíkar sveiflur. Fræin af gróskumiklum, stæðilegum trjám framtíðarinnar skemmast í þeim öfgakenndu veðurhörkum sem slíkir sandkassaleikir og kjördæmapot stjórnmálamannanna hafa í för með sér. Við höfum þegar eyðilagt ómæld verðmæti með þessum asnaskap. Með því að herða gjaldeyrishöft og hækka skatta gerir vinstristjórnin illt verra. Í slíku umhverfi þrífast aðeins sterkustu einkafyrirtækin, þau sem hafa þegar skotið rótum og geta þraukað undir byrði ríkisbáknsins. Fyrir utan þau gerist lítið nýtt, nema undir verndarvæng hins opinbera. Þrátt fyrir allt

The government was set to protect man from criminals – and the Constitution was written to protect man from the government. - Ayn Rand


talið um útrás, blasir sú staðreynd við að fyrir utan fjárfestingafyrirtæki var efnahagur Íslands ákaflega innhverfur fyrir hrun – og er það enn. Lýsandi dæmi er samanburður á verkfræðistofum í Danmörku og á Íslandi. 95% seldrar vinnu danskra verkfræðistofa er seld til kaupenda utan Danmerkur. Á Íslandi er hlutfallið öfugt. Krónan hefur einangrað Íslendinga og fyrirtæki þeirra efnahagslega, á því er enginn vafi. Við munum sitja uppi með hana í nánustu framtíð, en betri lausn á gjaldeyrismálum er nauðsynleg ef íslensk einkafyrirtæki eiga að verða samkeppnishæf, hvað þá að eiga möguleika til sóknar á erlenda markaði, þar sem sú áhætta sem hlýst af sífelldum, öfgakenndum sveiflum örsmæðargjaldmiðils eins og krónunnar, veldur þeim við núverandi aðstæður óásættanlegar búsifjar. Til glöggvunar skulum við ferðast í huganum til bæjarins Manchester,­New Hampshire í Bandaríkjunum. Í honum búa um 350.000 manns, og þar eru meðallaun um það bil þau sömu og á Íslandi. Aðeins lítið brot af framleiðslu íbúanna er ætlað

innanbæjarmarkaði, enda ekki við öðru að búast. Okkur þætti fáránlegt að Manchesterbúar stunduðu mestmegnis viðskipti innanbæjar og starfræktu eigin seðlabanka og gjaldmiðil – óhagræðið blasir við. Íslendingar glíma þó við nákvæmlega þetta vandamál. Íslendingar eru öflugt fólk. Í þeim býr frumkvöðlaandi. Þrátt fyrir höft og óhófleg ríkisafskipti síðustu ára höfum við sem einstaklingar þó náð að skapa okkur framúrskarandi lífsgæði. Frelsi er ekki náttúrulegt ástand mannsins, og þó Sjálfstæðisflokkurinn hafi stigið mörg heillaspor og snúið seglum þjóðarskútunnar til að virkja mátt einkaframtaksins í meira mæli en áður hafa freistingar þeirra valda sem aukin ríkisumsvif hafa í för með sér reynst stjórnmálamönnum hans ofviða. Það verður þó að teljast betra að velja breyskan flokk einstaklingsframtaksins, sem veit í hjarta sínu að leiðin til sigurs liggur í frumkvöðlaeldi frelsisins þrátt fyrir bresti sína, heldur en að veita vinstriflokkum umboð sitt – flokkum sem gangast viljugir letifrosti forsjár-

hyggjunnar á hönd. Í kreppu, og sérstaklega í kreppu, er það einfalt lífsspursmál að dauð hönd miðstýrðra lausna sé tafarlaust lyft af of klyfjuðum bökum landsmanna. Síst allra tíma höfum við efni á misfjár­ festingum stjórnmálamanna, bruðli þeirra og stirðbusahætti. Við höfum ekki efni á að láta stjórnmálamenn skipuleggja samfélagið fyrir okkur. En ef við drögum stórlega úr fyrirferð hins opinbera gefst einstaklingsframtakinu tækifæri til að blómstra, með öllum þeim ávöxtum sem því fylgja. Ef almenningur gerir sér grein fyrir því hversu mikið fjármagn hið opinbera sýgur úr atvinnulífi og einstaklingum til að nota í misgáfuleg verkefni, þegar við gerum okkur grein fyrir öllum tækifærunum sem við höfum glatað vegna vilja okkar til að láta hið opinbera sjá um sífellt fleiri verkefni, þá munum við rísa eins og Fönix upp úr öskunni, sterkari en nokkru sinni fyrr.

Af hverju ekki kynjakvótar? Á Íslandi eru allir jafnir fyrir lögum. Talsmenn kynjakvótalöggjafar vilja hins vegar festa í lög að hlutur kynja skuli sem jafnastur í stjórnum, einfaldlega vegna þess. Þannig á að festa í lög að manneskja hljóti til dæmis ráðningu í starf vegna kynfæra sinna, en ekki vegna hæfni eða annars. Í Noregi er stjórnvöldum heimilt að leysa upp fyrirtæki ef hlutfall annars kynsins í stjórnum þeirra fer undir 40% - lítið réttlæti er í slíku. Til eru íslenskir stjórnmálamenn sem horfa til slíks fyrirkomulags gljáeygðir. Kynjakvótar á framboðslistum er einnig hugmynd sem nefnd hefur verið. Ef það er virkilega stefna stjórnmálaflokka að vilja framboðslista með jafnmörgum konum og körlum er þeim frjálst að gera það. Hins vegar er ótækt að þröngva öðrum stjórnmálaflokkum til hins sama – stjórnmálaflokkum sem velja fólk á framboðslista sína í lýðræðislegum kosningum. Hvaða lýðræði er síðan fólgið í því að hagræða kosningaúrslitum vegna reglna um kynjakvóta? Eðlilegum kosningaúrslitum er hagrætt í nafni kynjajafnréttis – slíkt gengur gegn grunnhugmyndum lýðræðissamfélaga, sama hvort réttlætingin er jafn hlutur kynja eða önnur baráttumál þrýstihópa.

The only difference between a tax man and a taxidermist is that the taxidermist leaves the skin. - Mark Twain

23


PÁLL HEIMISSON

Hvað er Evrópusambandið?

Páll Heimisson Við fyrstu sýn mætti ætla að spurningunni Hvað er Evrópusambandið? væri auðsvarað en svo er ekki. Segja má að Evrópusambandið sé sambræðingur ýmiss konar samstarfs mismunandi Evrópuríkja sem hafa ólíkan bakgrunn. Annars vegar eru ríki, sem stóðu uppi sem sigurvegarar eftir seinni heimsstyrjöld, og hins vegar er um að ræða ríki sem lutu í lægra haldi. Í sambandinu eru hinar fornu fjandþjóðir Frakkland og Bretland svo og hafa Austur-Evrópuþjóðir, sem voru áður hluti af Sovétríkjunum, verið að ganga í sambandið ein af annarri. Af þessu má ljóst vera að löndin, sem í

24

dag standa að Evrópusambandinu, eru mjög fjölbreytt og með mismunandi óskir, þarfir og væntingar. Ekki einungis eru aðildarlöndin fjölbreytt heldur hafa þau líka mismunandi skoðanir á Evrópusambandinu, hlutverki þess og hvernig framkvæmd samvinnunnar skuli háttað. Helzt tak­ ast milliríkjasinnar (e. intergovernmetntalism) og sambandssríkjasinnar (e. federalism) á. Annars vegar er um að ræða lönd sem aðhyllast samvinnu á milliríkjagrundvelli og hins vegar lönd sem vilja að Evrópusambandið hafi yfirþjóðlegt vald1. Ef þetta er ekki nóg að þá mætti hugsanlega tína Bandaríkin til sem áhrifavald, í það minnsta vald sem vill hafa áhrif á Evrópusambandið og Evrópusamrunann2. Sé reynt að taka tillit til allra þátta sem hafa haft áhrif á þróun Evrópusambandsins mætti lýsa samstarfi þjóðanna með eftirfarandi skilgreiningu: Evrópusambandið er að hluta yfirþjóðlegog að hluta milliríkjasamvinna fullvalda ríkja á 1 http://www.bigissueground.com/politics/ ash-eufuture.shtml 2 Dinan 2005:609

fjölmörgum sviðum, meðal annars á sviði efnahags og viðskipta, sem í upphafi beindist að því að stuðla að friði í Evrópu en er með sameiningu álfunnar að lokamarkmiði. Sökum margvíslegra óska, þarfa og væntinga þjóðanna sem standa að sambandinu hefur leiðin að lokamarkmiðinu oft verið torveld og virðist nú um stundir í uppnámi. Hér á eftir verður leitast við að skjóta stoðum undir skilgreininguna sem fór hér á undan, og gera þar með tilraun til að svara spurningunni: Hvað er Evrópusambandið?

Uppruni Evrópusambandsins Evrópa fyrir árið 1914 svipaði að mörgu leyti til þeirrar Evrópu sem við þekkjum í dag. Meðal íbúa álfunnar ríkti almenn bjartsýni, stríðsátök höfðu ekki hrjáð íbúa álfunnar að neinu ráði í hundrað ár og trú manna á framfarir og vísindin var mikil.3 Þetta átti eftir að breytast. Eftir fyrri heimsstyrjöld var reynt að gera ráðstafanir til að koma á friði í álfunni með stofnun Þjóðabandalagsins4 en eins og átti eftir að koma í ljós að þá var það bandalag með allt of veik úrræði og völd til að geta komið í veg fyrir að annar 3 Hobsbawm 1994:22-23 4 Hobsbawm 1994:34 Right is right and left is wrong - Erik von Kuehnelt-Leddihn


eins hryllingur og fyrra stríð endurtæki sig. Seinni heimsstyrjöldin varð að veruleika og eftir að Þjóðverjar höfðu tapað tveimur heimsstyrjöldum og efnahagur Evrópu var gjörsamlega í rúst var ljóst að nú var þörf á öðrum ráðum til að stuðla að varanlegum friði og velgengni í álfunni. Með stofnun Kola- og stálbandalags Evrópu árið 1951 voru stigin mikilvæg skref í átt að tryggja varanlegan frið í álfunni. Bandalagið skyldi hafa yfir­ umsjón með allri stál- og kolaframleiðslu ríkjanna, sem stóðu að bandalaginu, þar á meðal Frakka og Þjóðverja. Framleiðsluríkin skyldu verða ein markaðsheild og urðu að samræma efnahagsstarfsemi sína og verða á þann hátt háð hvort öðru. Ekkert aðildarríki samningsins gat nú hafið mikla hergagnaframleiðslu án þess að hin ríkin vissu af því og það hefði áhrif á þau5. Sama tilgang hafði samningur um Varnarbandalag Evrópu (European Defense Community) sem var undirritaður 1952 en með honum átti að koma á fót Evrópuher undir sameiginlegri evrópskri stjórn. Þessi hugmynd fæddist reyndar andvana því Frakkar voru henni andvígir og var hún felld af franska þinginu 19546. En evrópusamvinnan lét þó ekki staðar numið því samstaða náðist um stofnun Efnahagsbandalags Evrópu (EB) en með því átti að ganga mun lengra í allri efnahags- og viðskiptasamvinnu. Jafnframt var efnt til samstarfs um sameiginlega stjórn og hagnýtingu kjarnorkuframleiðslu bandalagsríkjanna með stofnun Kjarnorkubandalags Evrópu. Samningar um Efnahagsbandalag Evrópu og 5 Eiríkur Bergmann 2003:32-33 6 Dinan 2005:27-34

Kjarnorkubandalagið voru undirritaðir í Róm 25. marz 1957 og ganga því undir heitinu Rómarsamningarnir.

Hefur Evrópusambandið yfirþjóðlegt vald (e. supra national powers)? Það er ljóst að frá upphafi skiptust menn í flokka eftir því hvort þeir vildu stefna að yfirþjóðlegri samvinnu milli Evrópuríkja eða hvort menn vildu halda samstarfsvettvangnum á milliríkjagrundvelli7. Á sjöunda áratug síðustu aldar virtist þróunin vera á þá leið að draga úr vægi Evrópuþingsins og framkvæmdastjórnarinnar og auka vægi ráðherraráðsins og þar með yrði samvinnan meira á milliríkjagrundvelli8. Evrópudómstóllinn tók hins vegar málin í sínar hendur og í máli Van Gend en Loos árið 1963 túlkaði hann reglur sambandsins á þá leið að þær hefðu beina réttarverkan að landsrétti aðildarríkjanna. Þetta þýddi að aðildarríkin höfðu takmarkað fullveldi sitt að nokkru leyti með aðild að Evrópubandalaginu. Jafnframt sagði dómurinn að þegnar aðildarríkjanna gætu byggt rétt á réttarreglum bandalagsins9. Allar götur síðan hefur dómstólinn haldið fast við það sjónarmið að réttarkerfi sambandsins væri sui generis og að hefðbundin sjónarmið þjóðaréttar ættu ekki við um stöðu aðildarríkjanna10. En dómstóllinn lét ekki þar við sitja. Í máli 7 Dinan 2005:49 8 Dinan 2005:50 9 Mál nr. 26/62, Van Gend en Loos gegn Nederlandse Administratie der Belastningen, ECR [1963] 2 10 Sjá til dæmis álit nr. 1/1991, frá 14. desember 1991

The natural progress of things is for liberty to yield and government to gain ground. - Thomas Jefferson

Costa gegn Enel11gekk rétturinn enn lengra og kvað upp úr um að lög Evrópubandalagsins væru rétthærri en lög aðildarríkjanna. Með þessum tveimur dómsniðurstöðum var ljóst að eðli samstarfsins var ekki lengur einungis á milliríkjagrundvelli heldur hafði Evrópubandalagið öðlast yfirþjóðlegt vald. Það er því fullljóst að Evrópudómstóllinn hefur leikið lykilhlutverk í mótun hins yfirþjóðlega valds Evrópusambandsins. Er dómstólnum mjög í mun að standa vörð um og tryggja þá skýringu réttarins að Evrópulöggjöfin sé einstök (sui generis). Hafa sum aðildarríki brennt sig á því að halda að sérlöggjöf sem ríki hefur fengið í aðildarsamningi haldi ávallt vatni. Dómstóllinn hefur ótvírætt túlkað Evrópusambandinu í hag í slíkum málum og er eitt bezta dæmið um það hið svokallaða Factortame mál sem fjallaði um að brezk stjórnvöld vildu hindra spænsk veiðiskip veiddu í brezkri fiskveiðilögsögu. Komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu í málinu að evrópuréttur hefði forgangsáhrif yfir landsrétt og að Evrópudómstóllinn hefði rétt til að hafna löggjöf aðildarríkja.12 Þrátt fyrir að Evrópusambandið hafi yfirþjóðlegt vald takmarkast það við fyrstu stoð samvinnunnar, það er á sviði efnahags- og viðskiptamála. Samvinna á sviði utanríkis- og öryggismála annars vegar og lögreglu- og dómsmála hins vegar, en þau mál eru uppistaða annarrar og þriðju stoðar Evrópusambandsins, eru enn um stundir á grundvelli hefðbundins milliríkjasamstarfs en það 11 Mál nr. 6/64, ECR[1964] 585 12 [1990] ECR I-2433

25


mun þó breytast verði Lissabonsáttmálinn að veruleika. Af þessu má ljóst vera að Evrópusambandið er í senn yfirþjóðlegt svo og sameiginlegur vettvangur ríkjanna þar sem meginreglur þjóðaréttar um hefðbundið milliríkjasamstarf gilda. Það verður að geta þess að Evrópusambandið hefur á síðustu árum reynt að styrkja mjög yfirþjóðlegt vald sitt. Verði Lissabonsáttmálinn staðfestur verður Evrópusambandið að lögpersónu og málefni sem hingað til hafa fallið undir milliríkjasamvinnu fara undir yfirþjóðlegt vald. Það er því mjög áríðandi að átta sig á þeim stakkaskiptum sem Evrópusambandið mun taka verði Lissabonsáttmálinn að veruleika.

Lokamarkmiðið og höfnun Lissabonsáttmálans Eins og áður sagði hafa endanleg markmið Evrópubandalagsins valdið deildum. Sjónarmið um að markmið bandalagsins takmarkist við hagkvæmni á sviði efnahags- og viðskiptamála voru greinilega heppilegri að mati Frakka á sjöunda áratug síðustu aldar en í Rómarsáttmálanum má þó greinilega ráða að stefna beri að frekari einingu Evrópuþjóða. Í áliti Evrópudómstólsins nr. 1/1991 um Evrópska efnahagssvæðið kemur skýrlega fram það sjónarmið að samvinna um efnahags- og viðskiptamál eigi að leiða til almenns samruna Evrópu13. 13 Indeed, the EEC Treaty aims to achieve economic integration leading to the establishment of an internal market and economic and monetary union and the objective of all the Community treaties is to contribute together to making concrete

26

Ljóst má vera af framansögðu að lokamarkmið Evrópusambandsins er sameining Evrópu að einhverju marki. Ekki skal kveðið svo djarft að orðið að hugmyndir manna í dag beinist að algjörum samruna Evrópusambandsríkja og stofnað verði einhvers konar Sambandsríki Evrópu í ætt við Bandaríki Norður-Ameríku. Hins vegar staðfestir tilraun Evrópusambandsins til að fá samþykkta stjórnarskrá sambandsins það að vilji sé til að ganga mun lengra. Þó að stjórnarskráin hafi fyrst og fremst átt að einfalda og samræma regluverk sambandsins verður ekki framhjá því litið að með því að nota orðið stjórnarskrá (e. constitution, fr. constituion, þ. Verfassung) er gefið í skyn hvert stefna beri. Ekki þekkist að nota orðið stjórnarskrá um milliríkjasamninga eða aðra samninga sem ríki gera sín á milli. Ennfremur er stjórnarskrá yfirleitt notuð um grunnreglur ríkis og hefur það vafalaust verið haft í huga þegar samningnum var gefið nafn. Forvígismönnum Evrópusambandsins til hryllings var stjórnarskránni hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu í Frakklandi og Hollandi vorið 2005. Eftir höfnun fólksins hættu Bretar jafnframt við að staðfesta stjórnarskrána. Ljóst var af sögunni að Evrópusambandið myndi ekki sætta sig við höfnun stjórnarskrársáttmálans og Lissabonsáttmálinn varð til. Hann er að meginefni samhljóða stjórnarskrársáttmálanum en þó hafa ýmis atriði verið felld á brott. Enn á ný var sáttmálanum hafnað af aðildarþjóð og í þetta skiptið voru það Írar sem sættu sig ekki við sáttmálann. Ekki er fullljóst hvað mun gerast en þó bendir allt til progress towards European unity. (úr áliti Evrópudómstólsins 1/1991)

þess að Írar verði látnir kjósa aftur um Lissabonsáttmálann fyrir 31. október næstkomandi. Verði sáttmálinn að veruleika eins og allt bendir til mun Evrópusambandið taka miklum breytingum. Ekki verður lengur um milliríkjasamstarf að ræða þar sem Evrópusambandið verður gert að lögpersónu og aukin völd munu enn á ný færast frá aðildarríkjunum og til stofnananna, aðallega evrópuþingsins. Neitunarvald er afnumið í flestum málaflokkum og ríkisborgararétti Evrópu er komið á.14 Það er þó ljóst að gjá er orðin á milli fólksins í Evrópusambandinu og stjórnmálamannanna. Sérstaklega á þetta við hjá hinum „nýju“ þjóðum ESB og virðist nú vera að vilji til frekari stækkunar sambandsins fari dvínandi meðal stjórnmálamannanna. Stafar það vafalaust af því að ráðamenn í Þýzkalandi og Frakklandi vilja einbeita sér að innviðum sambandsins í stað þess að fá fleiri óþekktarorma þar inn. Í kosningaprógrammi CDU flokksins í Þýzkalandi fyrir komandi kosningar til Evrópuþingsins í júní segir: „Styrking á yfirbragði og stofnunum Evrópusambandsins verður að hafa forgang fram yfir frekari stækkun sambandsins“15 ennfremur segir í kosningayfirlýsingu þeirra að eina undantekningin gæti orðið Króatía.

Samantekt Í upphafi var lagt upp með þá skilgreiningu að Evrópusambandið væri að hluta yfirþjóðleg og að hluta 14 Skýrsla Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins, bls. 56 - 58 15 Die Festigung der Identiät und Institutionen der Europäischen Unions müsse Vorrang vor weiteren EU-Beitritten haben.

None are more hopelessly enslaved than those who falsely believe they are free. - Goethe


milliríkjasamvinna fullvalda ríkja á fjölmörgum sviðum, meðal annars á sviði efnahags og viðskipta, sem í upphafi beindist að því að stuðla að friði í Evrópu en er með sameiningu álfunnar að lokamarkmiði. Enn fremur var bætt við að sökum margvíslegra óska, þarfa og væntinga þjóða sem standa að sambandinu hefur leiðin að lokamarkmiðinu verið torveld og virðist nú um stundir í uppnámi. Sé farið yfir sögu Evrópusambandsins er ljóst að kveikjan að samvinnunni voru hugmyndir Frakka um að koma í veg fyrir frekari stríðsrekstur Þjóðverja auk þess sem þjóðirnar, sem fyrst fóru út í samvinnuna, sáu sér mikinn efnahagslegan ávinning af henni. Samvinnan þróaðist og þrátt fyrir andstöðu Frakka við að fela Evrópubandalaginu yfirþjóðlegt vald að þá kom allt fyrir ekki. Evrópudómstóllinn greip til sinna ráða og kvað úr um að regluverk bandalaganna væri yfirþjóðlegs eðlis. Jafnframt lét dómstóllinn þá skoðun sína í ljós að með Rómarsáttmálunum hafi verið hafin vinna að frekari samvinnu og sameiningu Evrópuríkja og fyrirbærið Evrópubandalagið væri einstakt sinnar tegundar, sui generis. Evrópusambandið, sem varð til með Maastrichtsáttmálanum, hélt svo áfram að þróast, oft á tíðum óvænt, en er nú í uppnámi eftir að Frakkar og Hollendingar höfnuðu Stjórnarskrá Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu og svo Írar Lissabonsáttmálanum. Allt bendir þó til þess að hann verði samþykktur á Írlandi ef kosið yrði um hann öðru sinni, en gríðarlegur þrýstingur hefur verið á Írsk stjórnvöld að láta kjósa um sáttmálann öðru sinni. Verður það líklega gert fyrir 31. október í ár.

Án vafa verður ekki mikið um stækkanir sambandsins á næstunni enda eru skilaboð stjórnmálamannanna skýr. Nú að að einbeita sér að innri samþættingu og bíða með frekari stækkanir. Óvissutímar eru framundan fyrir Evrópusambandið, bæði glíma aðildaríki þess við gríðarlega erfiðleika út af fjármálakreppunni svo og er stofnanaumgjörðin í uppnámi eftir að

stjórnarskrársáttmálinn og Lissabonsáttmálin voru felldir. Írsk stjórnvöld hafa þó gefið út að líklega verði kosið á ný um Lissabonsáttmálann fyrir 31. október næstkomandi og verðum við að bíða og sjá með frekari spádóma um framtíð Evrópusambandsins fram að því.

When the government‘s boot is on your throat, whether it is a left boot or a right boot is of no consequence. - Gary Lloyd

27


RAGNAR ÁRNASON, Prófessor, Hagfræðideild HÍ

Um skömmtunar- og haftakerfi í viðskiptum með gjaldeyri það sem Seðlabankanum líkar. Nú á að setja fyrir þennan leka. Með aðstoð löggjafans hefur Seðlabankinn nú fengið vald til að takmarka ráðstöfun fólks á gjaldeyriseign sinni og krefjast þess að útflytjendur afhendi honum sinn gjaldeyri til ráðstöfunar. Þetta er augljóslega gert til að setja fyrir téðan leka og styrkja skömmtunarkerfi bankans.

Ragnar Árnason Seðlabankinn hefur nú í nokkrar vikur rekið skömmtunarkerfi fyrir gjaldeyri. Þar með hefur hann komið í veg fyrir að markaður fyrir þessa mikilvægu vöru geti starfað eðlilega. Þessi stefna Seðlabankans styðst vissulega við rök. Bankinn hefur sýnt það með gerðum sínum að hann skilur ekki markaði og hvernig þeir starfa. Hvað er þá eðlilegra en að koma í veg fyrir starfsemi þeirra eins og unnt er? Gallinn er auðvitað sá að fólk leitar leiða framhjá skömmtuninni. Þannig hafa myndast óheftir markaðir fyrir gjaldeyri í skiptum fyrir krónur bæði erlendis og heima. Þar er gengi krónunnar auðvitað annað og lægra en

28

Afleiðing þessa skömmtunarkerfis er auðvitað það sama og allra skömmtunarkerfa; markaðurinn sundrast. Annars vegar eru þeir sem falla undir skömmtunarkerfi Seðlabankans og fá að kaupa gjaldeyri á kostakjörum. Hins vegar eru þeir sem ekki eru taldir verðugir og þurfa að kaupa gjaldeyrinn á frjálsum markaði. Því myndast a.m.k. tvö verð fyrir krónuna; verðið í skömmtunarkerfi Seðlabankans og verð á frjálsum mörkuðum, þar sem framboð og eftirspurn ráða. Þessi markaðssundrun hefur marga veigamikla galla. Í fyrsta lagi er hún efnahagslega kostnaðarsöm, þ.e. óhagkvæm, á líðandi stund. Í öðru lagi brenglar hún gjaldeyrisverð — á öðrum markaðnum er verðið of lágt og á hinum of hátt. Þetta ruglar ákvarðanir um viðskipti og fjárfestingar, afvegaleiðir

markaðsaðila og veldur óhagkvæmni í framtíðinni. Í þriðja lagi er skömmtunarstefnan uppspretta spillingar og fyrirgreiðslupólitíkur. Þessir gallar eru auðvitað ástæðurnar fyrir því að langflestar þjóðir heims, og allar þær sem best gengur í efnahagsmálum, hafa valið að forðast höft og skömmtun en byggja þess í stað efnahagslífið á leiðsögn frjálsra markaða. Þetta átti einnig í orði kveðnu að vera hornsteinn íslenskrar efnahagsstefnu. Nú hefur það hins vegar verið opinberað að þeir sem Seðlabankanum ráða eru á allt annarri skoðun. Þeir bera bersýnilega lítið traust til markaða og markaðsafla. Þegar mikið liggur við hrökkva þeir bara í gamla farið og telja vænlegast að hverfa til fortíðar og handstýra verðum og viðskiptum.

Nánari skoðun Unnt er að lýsa hluta af þeim efnahagslega kostnaði sem af skömmtunarstefnu Seðlabankans hlýst með einfaldri skýringarmynd. Seðlabankinn skiptir eftirspyrjendum í tvo flokka; (i) þá sem fá leyfi til að versla á gjaldeyrismarkaði Seðlabankans og fá gjaldeyri á kostakjörum og (ii) alla hina. Framboð erlends gjaldeyris til að kaupa íslenskar krónur er við núverandi aðstæður fyrst og fremst gjaldeyristekjur íslenskra út-

The urge to save humanity is almost always a false front for the urge to rule. - H L Mencken


flutningsatvinnuvega. Jafnvel þótt svo væri ekki og t.d. spákaup á krónum fyrir gjaldeyri komi inn í myndina má í einföldunarskyni gera ráð fyrir að framboðið sé tiltekið magn á hverjum degi. Látum þetta magn vera Q. Seðlabankinn ræður yfir hluta þessa magns. Aðrir aðilar ráða hinum hlutanum. Í Mynd 1 er þessu lýst þar sem heildarframboðinu, sem mælt er á lárétta ásnum er skipt milli þessara tveggja aðila. Þar er einnig dregin annars vegar eftirspurnarbugða hinna sérvöldu viðskiptavina Seðlabankans. Verðið sem þeir eru fúsir að greiða fyrir gjaldeyri er mælt upp eftir lóðrétta ásnum til vinstri og hið eftirspurða magn eftir lárétta ásnum í átt til hægri. Hins vegar er dregin eftirspurnarbugða allra hinna. Verð það sem þeir eru fúsir að greiða fyrir gjaldeyri er mælt á hægri lóðrétta ásnum og það magn gjaldeyris sem þeir vilja kaupa mælt í vinstri átt eftir lárétta ásnum. Heildarlengd lárétta ássins er það magn gjaldeyris sem í boði er fyrir krónur, þ.e. Q. Eins og lesa má úr Mynd 1 leiðir skömmtunarkerfi Seðlabankans til þess að gengi krónunnar á skömmtunarmarkaði er langt fyrir neðan hið rétta markaðsverð, þ.e. frjálsa markaðsverðið. Verð gjaldeyris á frjálsum mörkuðum erlendis er hins vegar langt fyrir ofan skömmtunarverð Seðlabankans og talsvert yfir frjálsa markaðsverðinu. Frjálsa markaðsverðið (merkt á vinstri ás) er hins vegar hið rétta verð á gjaldeyri og það sem gilda myndi ef skömmtunarkerfi Seðlabankans væri ekki til staðar. Hið efnahagslega tjón á markaðnum á hverjum tíma er mælt með skyggða

svæðinu sem merkt er “Tjón”. Það mælir þann ávinning af frjálsum viðskiptum á markaðnum (oft kallaður ábati framleiðenda og neytenda) sem hverfur vegna skömmtunarinnar. Þetta tjón eða glataður ávinningur er algerlega hliðstætt þjóðhagslega tapi vegna einokunarstarfsemi. Hlýtur að sæta furðu að opinberir aðilar skuli hafa forgöngu um slíkan ósóma. Ýmsum kann að virðast það bót í máli að útlendingar og aðrir þeir sem nú vilja sem óðast breyta krónum sínum erlenda mynt bera hluta af tjóninu í Mynd 1. Þeir eru hins vegar alls ekki þeir einu sem það gera. Allir Íslendingar sem nota innflutning eða starfa við útflutning bera einnig hluta af þessu tjóni. Fyrir marga þeirra; t.a.m. námsmenn, ferðamenn og fyrirtæki sem berjast í bökkum en komast ekki í hinn útvalda hóp Seðlabankans, er þessi byrði ærið þung. Gjaldeyrisverðin tvö sem gilda á markaðnum og lýst er í Mynd 1 eru

Liberty is not a means to a political end. It is itself the highest political end. - Lord Acton

bæði röng. Þau eru röng í þeim skilningi að þau mæla ekki hið raunverulega virði gjaldeyris fyrir þjóðarbúið um þessar mundir. Hið lága verð til hinna völdu viðskiptavina Seðlabankans orsakar það að frá þeirra sjónarmiði er gjaldeyririnn ódýrari en efni standa til. Þeir meðhöndla hann auðvitað í samræmi við það og nota í þjóðhagslegu óhófi. Hið háa verð til allra hinna hvetur þá til ofmikils aðhalds í notkun gjaldeyris frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Hið efnahagslega tjón sem af hvoru tveggja hlýst er ekki mælt í Mynd 1, en getur verið mjög mikið í bráð og lengd. Spillingin og fyrirgreiðslupólitíkin sem þessu skömmtunarkerfi fylgja stafa einkum af því að það eru augljósir hagmunir allra að komast í hinn útvalda hóp viðskiptavina Seðlabankans. Það kallar á rentusókn og allt sem henni fylgir. Þeir sem eru svo heppnir að komast í hinn valda hóp og fá gjaldeyri á gjafverði hafa síðan augljósan hag af því að selja þennan gjaldeyri á hinum

29


frjálsa markaði erlendis fyrir miklu fleiri krónur en þeir greiddu fyrir hann og koma síðan aftur til Seðlabankans og biðja um meira. Skömmtunarkerfi Seðlabankans setur þá þannig í freistnivanda sem erfitt getur verið að glíma við, ekki síst ef fyrirtækin eru í fjárhagsvanda. Með sama hætti eru það augljósir hagsmunir þeirra sem eiga gjaldeyri að selja hann á hinum frjálsu mörkuðum erlendis í stað þess að skila honum til Seðlabankans á lágu verði, jafnvel þótt þjóðhollusta, tilmæli og lög segi til um annað. Þetta er annar freistnivandi, sem þetta skömmtunarkerfi skapar. Ugglaust falla ýmsir eða eru taldir falla fyrir honum. Allt þetta grefur undan virðingu og trausti á yfirvöldum, lögum og reglu sem getur haft mjög neikvæðar efnahagslegar og samfélagslegar afleiðingar er fram í sækir.

Langtímaafleiðingar Skömmtunarkerfi Seðlabankans á gjaldeyri, svo ekki sé nú minnst á nýsett lög sem takmarka ráðstöfunarrétt fólks og fyrirtækja yfir eigin gjaldeyri, skerðir eignarréttinn og rýrir þar með væntanlegan ábata af fjárfestingum á Íslandi. Fjárfestar læra auðvitað sína lexíu og munu um langa framtíð draga frá reiknaðri arðsemi fjárfestingarkosta hér á landi vongildi þess að verða á ný fyrir búsifjum sem þessum. Þetta bætist við það vaxtaálag sem vanskilum á erlendum skuldbindingum óhjákvæmilega fylgir. Afleiðingin er auðvitað minni fjárfestingar hér á landi og þar með minni hagvöxtur í framtíðinni. Erlend fyrirtæki munu hugsa sig um tvisvar áður en þau fjárfesta hér á landi. Innlend fyrirtæki munu nú athuga vandlega þann kost að færa heimilisfesti sína og sem mest af sínum rekstri til útlanda.

Menntaðir Íslendingar munu sjá varanlega búsetu erlendis í bjartara ljósi en áður. Hversu mikið efnahagslegt tjón af verður af þessum völdum er erfitt um að segja. Ljóst er þó að það getur verið mjög mikið. Seðlabankinn virðist ekki hafa miklar áhyggjur af áhrifum stefnu sinnar á framtíð íslensks efnahagslífs. Hann heldur áfram að því er virðist að einblína á gengi krónunnar og verðlag innanlands til skamms tíma. Hann lætur sér fátt um finnast þótt margt bendi til þess að hann hafi valdið Íslandi stórtjóni með langvarandi óviðeigandi peningastefnu og ýmsum vafasömum aðgerðum öðrum. Því miður virðast gjörðir hans og annarra efnahagsyfirvalda undanfarna tvo mánuði síður en svo til þess fallnar að ná þjóðinni upp úr því feni skulda og mannorðsmissis sem hún situr nú í.

Af hverju ekki vinstristjórn? Nái vinstrisinnaðir stjórnmálaflokkar völdum á Íslandi er framtíð Íslands tæpast björt. Forsvarsmenn Samfylkingar og VG hafa ekki farið í grafgötur með að þeir hyggist hækka skatta á landsmenn í náinni framtíð. Ekki nóg með að tekjuskattur einstaklinga muni hækka, en hótanir um upptöku nýrra skatta á borð við eignaskatt hafa heyrst. Þá þyrfti fjölskylda sem býr í einbýlishúsi sem metið er á 30-40 milljónir króna að borga á annað hundrað þúsund krónur í slíkan skatt. Hækka á fjármagnstekjuskatt, og hver veit nema fráfallsskattstofninn sjálfur, erfða­fjárskattur, líti aftur dagsins ljós? Hærri skattar og nýjir skattar á borð við eignaskatt myndu veita mörgum fjölskyldum fjárhagslegt náðarhögg. Vinstrimenn líta einungis til þess að hækka skatta þegar nauðsynlegt þegar takast þarf á við fjárlagahalla. Hins vegar er hin skynsamlega og þjóðhagslega hagkvæma leið að skera niður ríkisútgjöld, enda ryður hver króna sem ríkið eyðir annarri fjárfestingu úr vegi og gott betur. Ef tillögur VG í atvinnumálum ná fram að ganga, er ljóst að engar framfarir munu eiga sér stað í atvinnumálum nema til mjög skamms tíma og það í formi óhagkvæmrar atvinnubótavinnu. Vinnan og verðmætin verða til hjá fólkinu sjálfu – ekki inn í ráðuneytum á skrifborðum embættismanna.

30

The power to tax is the power to destroy. - John Marshall


SIGFÚS J. ÁRNASON

Um skömmtunar- og haftakerfi í viðskiptum með gjaldeyri bankastarfsemi. Við höfum búið við kerfi sem byggir í grunninn á frelsi einstaklingsins en ríkið hefur verið með klístruga fingur sína á víð og dreif innan þessa kerfis. Það hefur ekki látið nægja að setja skýrar leikreglur, heldur hefur það tekið að sér að ábyrgjast sumar viðskiptagreinar og aðrar ekki.

Sigfús J. Árnason „Kapítalisminn er nú endanlega sprunginn,“ heyrði ég opinberan starfsmann láta út úr sér um það leyti sem bankarnir hrundu. Næst á eftir því teiknaði þessi ágæti einstaklingur mynd af píramída upp á töflu sem átti að lýsa kapítalísku hagkerfi í hnotskurn; þeir fátæku komast aldrei á toppinn og þeir ríku verða áfram ríkir. Það þurfti engan „Einar Má Guðmundsson“ til að sjá að þessi einfalda mynd lýsti ósanngjörnu samfélagi – samfélagi sem byggir á ójafnrétti. En er þetta ójafnrétti orsök frjálshyggju? Ríkið hefur varið sum viðskipti, önnur ekki. Dæmi: landbúnaður og

Frjálshyggja er pólitísk hugmyndafræði . Í nafni hennar hafa orðið miklar framfarir á Vesturlöndum. En hugtakið er misnotað og núorðið sett fram sem heildarheiti yfir viðskiptalíf vesturlanda. En gallinn í viðskiptalífinu, sem hefur komið fram að undanförnu, er ríkisábyrgðir. Hvort sem horft er til íbúða­ lánabanka í Bandaríkjunum eða íslenska­ bankakerfisins, er þeim sammerkt að hafa farið fram úr sér vegna ofurtrúar á að ríkið myndi alltaf hlaupa undir bagga með þeim. Í ríkiskapítalismanum er viðskiptavinurinn leiddur í gildru - honum er talin trú um að hann muni geta treyst á ótrúlega ávöxtun, af því að ríkið – skattpeningar allra hinna - muni ábyrgjast ávöxtunina. Hvaða frjálshyggja er það? Frjálshyggja er hugtak sem er gjarnan misnotað af andstæðingum og þeim sem nenna ekki að kynna sér út á hvað hún raunverulega gengur. Í nafni

kreppunnar, eru nú gamlir andstæðingar frjálshyggjunnar, sem áður fengu taugaáfall yfir hruni kommúnismans, að reyna að fá uppreisn æru. „Myrðum auðvaldið,“ heyrist kallað. „Stjórnmálamenn frjálshyggjunnar eru valdaþyrstir.“ Þetta er að sjálfsögðu algjör afbökun. Stjórnmálamaður sem trúir á pólitískt og efnahagslegt frelsi býður sig fram í þeim tilgangi að afsala sér völdum í hendur almennings. Þeir sem taka undir slík hróp byggja það að mestu leyti á reiði, frekar en skynsemi. Fólk hefur tapað miklu og það hagkerfi sem við búum við liggur beinast við höggi. Það er ekki við frjálshyggjuna að sakast. Hún fékk einmitt ekki notið sín á því sviði sem hrundi. Bankarnir störfuðu í skjóli pilsfalda ríkisins. Þessi pilsfalda-kapítalismi er léleg afbökun frjálshyggjunnar. Hann er ekki frjálshyggjan. Þegar fyrirtæki er einkavætt í anda frjálshyggju er grundvallarforsenda fyrir einkavæðingu að ríkið skeri á tengsl sín. Þetta hefur verið gert áður með góðu gengi. En þegar kom að því að einkavæða bankana, ákváðu stjórnmálamenn að skattborgararnir væru látnir ábyrgjast starfsemi þeirra.

Vices are simply the errors which a man makes in his search after his own happiness. Unlike crimes, they imply no malice toward others, and no interference with their persons or property. - Lysander Spooner

31


Þetta er eins og að einkavæða sjoppu (sem af einhverjum fáránlegum ástæðum var ríkisrekin). Sá sem kaupir sjoppuna, fær staðfestingu frá ríkinu um að sá sem kaupir muni aldrei tapa, því ríkið ábyrgist viðskiptin. Sjoppan færir svo út kvíarnar, setur upp greiðasölu á Blönduósi og Raufarhöfn. Alltaf ábyrgist ríkið viðskiptin. Stöku sinnum koma valinkunnir embættismenn, fá sér þar kók og prins póló, og segja sjoppuna standast álagspróf. Hinn bjartsýni sjoppueigandi sendir son sinn í útrás til Færeyja, og taílensk kona hans setur upp útibú í heimalandi sínu, þó enginn markaður sé þar fyrir „einni með öllu.“ Allt í góðu, ríkið ábyrgist. Þannig hefur markaðurinn ekki fengið sín notið – fólk á að vantreysta bönkunum. Því hið sanna aðhald og eftirlit eru viðskiptavinir bankans.

Þessi ríkisábyrgð hefur blekkt viðskiptavinina. Hún blekkti sveitarfélög í Bretlandi, hún blekkti hollenska sparifjáreigendur, hún blekkti íslenska alþýðu. Pilsfalda-kapítalismi á ekkert skylt við frjálshyggju. Hann er andstæðingur hennar. Það gefur augaleið að baktrygging ríkisins hafði áhrif á áhættumat bankanna. Bankarnir fóru í útrás undir verndarvæng ríkisins. Verndaðir af peningum ríkisins, þ.e. skattpeningum frá almenningi, tóku þeir stærri áhættur en þeir hefðu nokkurn tíma tekið, ef þeir hefðu þurft að standa skil á þessu með eigin fé. Það er ójafnrétti. Það er andstæða hins „frjálsa“ markaðs. Ég hef oft hugleitt siðferðisspurninguna sem þarf að vera að baki

frjálshyggjunni. Í fullkomnu samfélagi frjálshyggju, er hver einstaklingur látinn glíma við þá spurningu sjálfur, innan ramma laganna. Frjálshyggja er ekki stjórnleysi. Við þurfum leikreglur. En þær eiga að vera gegnsæjar og ekki að mismuna mönnum eða atvinnugreinum eins og pilsfalda-kapítalisminn hefur gert. Það sama gildir um efnahagsstjórn. Því þar kemur ófrelsi alveg jafnmikið í veg fyrir góðar fjárfestingar og það kemur í veg fyrir slæmar. Sá sem kynnir sér sögu ríkja sem hafa stundað frjáls viðskipti ætti að sjá að þessi kreppa bliknar í samanburði við alla þá framþróun og framfarir sem hafa orðið í nafni kapítalisma. En undir pilsfaldi ríkisins hefur hann orðið værukær og loks tapað áttum. Það kemur frjálshyggjunni ekkert við.

Af hverju að nýta auðlindir? Það er glapræði að hafna því fyrirfram að nýta þær gjöfulu náttúruauðlindir sem landið býður. Á Íslandi er hægt að beisla hreina orku sem nauðsynlegt er að gera til hagsbóta fyrir fólkið í landinu. Vinstri flokkarnir nýta hvert tækifæri til að níða skóinn af þeim fyrirtækjum sem starfa við stóriðju þrátt fyrir að þúsundir Íslendinga hafi lífsviðurværi sitt af slíkri starfemi. Orkufrekur iðnaður skapar okkur meiri gjaldeyristekjur en sjávarútvegurinn, og illt væri að hugsa til þess hvernig komið væri fyrir okkur nú í kreppunni ef þeirra nyti ekki við. Að stóriðju undanskilinni er ljóst að verðmæti umhverfisvæns rafmagns sem auðlindar mun aukast í sífellu með dvínandi olíuforða jarðarinnar, svo okkur bjóðast líka gríðarlegar þjóðartekjur af beinni raforkusölu til Evrópu eða annarra heimsálfa ef við leggjum í að tengja orkunet okkar við þeirra.

Af hverju á að gefa þjóðinni RÚV? Samkvæmt lögum er RÚV í eigu þjóðarinnar. Ekki eru allir á eitt sáttir um að reka ríkisfjölmiðil, en engu að síður eru allir neyddir til að eiga RÚV. Hvernig væri að senda hverju íslensku mannsbarni sinn hlut í RÚV – hlutafélagavæða fyrirtækið og veita raunverulegum eigendum þess full yfirráð yfir sínum eignarhlut. Þá gætu þeir sem kærðu sig um áfram átt sinn hlut í RÚV, en aðrir selt hann til þeirra sem eru áhugasamir um rekstur félagsins.

32

In order to get power and retain it, it is necessary to love power; but love of power is not connected with goodness but with qualities that are the opposite of goodness, such as pride, cunning, and cruelty. - Leo Tolstoy


TEITUR BJÖRN EINARSSON

Hrun þrátt fyrir stefnu Sjálfstæðisflokksins

Teitur Björn Einarsson

„Nýfrjálshyggjan er dauð“ er setning sem ómar enn eftir hrunið í haust. Glaðhlakkandi berja vinstri menn sér nú á brjóst og telja að loksins hafi þeir fengið uppreisn æru og telja einsýnt að þeir hafi ávallt haft rétt fyrir sér. Einstaklingum sé ekki treystandi í frjálsu og opnu samfélagi, þeir kunna ekki fótum sínum forráð og því verður ríkisvaldið að grípa inní og halda utan um alla þræði þjóðfélagsins. Ekki getur þessi afstaða verið fjær sannleikanum. Hrun bankakerfisins átt sér stað þrátt fyrir stefnu Sjálfstæðisflokksins en ekki

vegna þeirrar stefnu. Fall bankanna er afleiðing af mistökum einstaklinga en er ekki áfellisdómur yfir frjálsu markaðshagkerfi. Engu að síður er það svo að gagnrýna má margt sem Sjálfstæðisflokkurinn gerði og stóð fyrir undanfarin ár og hafa t.a.m. ungir sjálfstæðismenn haldið uppi kröftugri gagnrýni á forystu flokksins þegar sveigt hefur verið framhjá grunngildum sjálfstæðisstefnunnar. Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins er fyrst og fremst að hafa ekki getað komið í veg fyrir þá margbrotnu atburðarrás sem orsakaði hrun fjármálakerfisins á Íslandi. Helsta ástæðan fyrir því að sjálfstæðismenn brugðust var sökum þess að stefnu Sjálfstæðisflokksins var ekki fylgt nægjanlega vel eftir. Í þessu sambandi er nærtækast að benda á greinargóða og opinskáa skýrsla endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins, sem lögð var fyrir landsfund flokksins í lok mars. Þar kemur fram að mistök voru gerð í hagstjórn, sér í lagi við framkvæmd peningamálastefnunnar síðan 2001, en ekki síður var útgjaldaþensla ríkis og sveitarfélaga vanhugsuð og hættuleg. Mjög skorti á yfirsýn í fjármála og peningamálum, jafnt í eftirliti og regluverki. Einkavæðing bankana var

illa framkvæmd og mistök að hverfa frá upphaflegu markmiði Sjálfstæðisflokksins um dreift eignarhald bankanna.

Frelsi fylgir ábyrgð Það hefur ekki verið stefna Sjálfstæðiflokksins að berjast fyrir frelsi í samfélaginu án þess að ábyrgð fylgi hverri gjörð. Þannig var það fráleit staða að einkareknir bankar gátu tekið mikla áhættu og hagnast mikið án þess að bera sjálfir ábyrgðina á því ef illa færi. Icesave málið sýnir hversu hættulegt það er að ríkisvaldið sé í ábyrgð fyrir starfsemi fjármálafyrirtækja eða hvers konar atvinnustarfsemi ef út í það er farið. Þannig má jafnframt gagnrýna mjög stóriðjustefnu Sjálfstæðisflokksins undanfarinn áratug. Ekki vegna þess að stóriðja sé eitthvað verri en hver önnur arðbær atvinnustarfsemi, heldur vegna þess að ríkisvaldið var allt í senn; ábyrgðaraðili fjármögnunar, eftirlitsaðili og framkvæmdaraðili. Áföll síðustu mánaða eru ekki áfellisdómur yfir frjálsum viðskiptum, heldur ríkisstyrktri fjármálastóriðju sem mun ganga í gegnum heildstæða endurskoðun á Íslandi sem og um allan heim Því síður er það stefna Sjálfstæðisflokksins að þeir sem leggja

If a nation values anything more than freedom, it will lose its freedom; and the irony of it is that if it is comfort or money that it values more, it will lose that, too. - Samuel Adams

33


lítið á sig eða taki litla áhættu og beri enga ábyrgð fái mikið fyrir sitt framlag. Alls ekki má það viðgangast aftur að aðilar í krafti einokunarstöðu sinnar á fjármagni í landinu, þ.e. eigendur bankanna, gátu hagnast gríðarlega á meðan ábyrgðin lá á almenningi í landinu ef illa færi. Það var heldur ekki stefna Sjálfstæðisflokksins að krosseignatengsl og vensl nokkurra stórra hluthafa hafi getað leitt til þess að rekstur fjármálafyrirtækja varð keimlíkur rekstri mikið skuldsettra eignarhaldsfélaga eða vogunarsjóða. Frelsi og ábyrgð verða alltaf að fylgjast að.

Þensla hins opinbera Á sama tíma og skortur var á ýmsum sviðum að frelsi fylgdi ábyrgð á vettvangi atvinnulífsins er ljóst að aðgerðir ríkisvaldsins voru ekki í samræmi við markmið stjórnvalda og Seðlabanka um efnahagslegan stöðuleika. Botnslaus þensla ríkisútgjalda og útgjalda sveitarfélaga undanfarin ár jók mjög á þenslu í hagkerfinu öllu. Hagstjórnarstefna stjórnvalda tók þannig ekki nægjanlega mikið tillit til aðstæðna á almennum markaði. Þrátt fyrir að erlendar skuldir hafi verið greiddar niður var viðvarandi hallarekstur vandamál hjá sveitarfélögum. Ljóst er að hið opinbera eyddi langt umfram efni á sama tíma og skatttekjur hvíldu ekki á nægilega traustum grunni. Þetta er nú augljóst þegar við blasir að útgjöld ríkisins á árinu 2009 munu nema um 500 milljörðum króna en tekjurnar munu ekki nema um 350 milljörðum. Skuldsetning hins opinbera felur í sér skatttöku á komandi kynslóðir og því ber að forðast lántökur opinberra aðila eins og frekast er unnt. Þrátt fyrir

34

góðan vilja stjórnmálamanna þess efnis að þétta félagsleg öryggisnet og efla samfélagsþjónustu er nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög gæti mikils aðhalds í rekstri og fjármálum. Óhjákvæmilega mun því þurfa að koma til mikils niðurskurðar hins opinbera. Er þá einsýnt að ýmis þjónusta og aðstoð sem ríkisvaldið veitir nú mun skerðast. Hlutverk stjórnmálamanna verður að draga skynsamlega línu á milli skerðingar til þeirra sem minna mega sín og skerðingar á óþurftar ríkisbákni. Ekki má það gerast að þeir sem minna mega sín og eru hjálparþurfi í okkar samfélagi taki á sig meiri byrðar en þolanlegt er.

Skipan peningamála Þenslan ríkisútgjalda átti sinn þátt í því ójafnvægi sem hér skapaðist í hagkerfinu. Nefna má jafnframt þensluhvetjandi atriði eins og 90% lán Íbúðarlánasjóðs­ og ríkisstyrktar stór­ iðju­framkvæmdir en stóru mistökin lágu í lélegri framkvæmd peningamálastefnunnar. Háum vöxtum Seðlabankans var ætlað að slá á þenslu en í raun höfðu háir vextir þveröfug áhrif. Þeir hvöttu almenning og fyrirtæki í landinu til að taka erlend lán og erlenda aðila til að fjárfesta í krónunni vegna vaxtamunar en þar með hækkaði gengi hennar sem leiddi til þess að hátt gengi krónunnar var aðalhagstjórnartækið gegn verðbólgu. Hátt gengi krónunnar bjó til falskan kaupmátt sem stóð ekki undir raunverulega verðmætasköpun í landinu. Brýnast verkefnið nú er að vinna hratt en örugglega að framtíðarlausn á skipan peningamála í landinu. Ljóst er að sú umgjörð um peningamálastefna

sem stjórnvöld lögfestu árið 2001 virkaði ekki og hafði jafnvel þveröfug áhrif við það sem lagt var upp með. Ýmsar hugmyndir að nýrri skipan hafa komið fram að undanförnu sem stjórnvöld verða að gefa gaum. Ungir sjálfstæðismenn hafa nýlega ályktað á þá leið að annað hvort þarf að gefa viðskipti með krónuna frjáls og taka þeim afleiðingum sem það hefur í för með sér, eða að taka upp annan gjaldmiðil, helst Bandaríkjadollar, sem nýtur trausts í alþjóðlegum viðskiptum. Núverandi gjaldeyrishöft er skýrast dæmið um að stefna vinstri manna mun leiða þjóðina dýpra og lengra í fen hafta, stöðnunar og fátæktar. Sú leið að taka upp annan gjaldmiðil er líklegri til árangurs heldur en áframhaldandi og síaukin höft í viðskiptum og stórkostleg fjárútlát Seðlabankans og ríkissjóðs.

Framtíðin Sjálfstæðisstefnan er í fullu gildi og á erindi við íslenska þjóð nú sem aldrei fyrr. Ýmislegt sem Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir hefði mátt betur fara undanfarin ár. Mistök í peningamálastjórnun og ríkisfjármálum voru gerð. En á þeirri leið sem fyrir framan okkur liggur við endurreisn efnahag atvinnulífs og einstaklinga skiptir miklu að ekki verði horfið af braut frá því sem vel tókst til. Grunnkerfi samfélagins er sterkt þrátt fyrir mikla skuldakreppu. Íslendingar eiga mikið af hreinum og vannýttum auðlindum í landi og í sjó. Atburðir liðinna mánuði sýna svo ekki verður um villst að við Íslendingar höfum ekki efni á að nýta ekki auðlindar okkar á skynsamlegan hátt. En stærsta og verðmætasta auðlindin er sem betur fer fólkið sjálft í landinu. Hugvit okkar

Can our form of government, our system of justice, survive if one can be denied a freedom because he might abuse it? - Harlon Carter


Íslendinga og áræðni mun reynast sú aflvél sem keyrir uppbyggingu og endurreisn áfram. Mestu skiptir að slíkum kröftum verði ekki beint af hálfu ríkisvaldsins í farveg stöðnunar og takmarkana heldur hverjum og einum gefið tækifæri á að finna nýjar og gagnlegar leiðir hagsældar án afskipta hins opinbera. Til að við Íslendingar getum unnið okkur hratt og örugglega úr þeim öldudal sem íslenskt efnahagslíf er í skiptir miklu að Ísland verði áfram frjálst og opið land. Þannig munum við

áfram geta treyst á að verðmætasköpun í landinu sé beint í þann farveg sem skynsamlegast er hverju sinni. Ríkisvaldið býr ekki til verðmæti heldur tekur með annarri hendi og útdeilir með hinni. Slíkt inngrip í athafnir fólks drepur frumkvæði og útsjónarsemi. Því má ríkisvaldið ekki nú freistast til að auka umsvif sín, með hærri álögum og höftum. Sérstaklega er brýnt að ríkisvaldið eyði ekki peningum sem það hefur. Við munum nefnilega ekki skattleggja okkur út úr vandanum eins og vinstri menn leggja nú til.

Hafi svokölluð nýfrjálshyggjan ráðið hér ríkjum undanfarin ár og hún sé nú dauð þá er það hið besta mál. Þörfin fyrir frjálslynda hægri stjórn hefur aldrei verið brýnni. Farsælast er fyrir almenning í landinu að uppbyggingarstarf sem framundan er í íslensku efnahagslífi verði byggt á sjálfstæðisstefnunni. Einstaklingsfrelsi, frjáls verslun og lágmarksríkisafskipti eru hornsteinar þeirrar stefnu og séu þau gildi höfð að leiðarljósi mun endurreisn íslenska hagkerfisins takast sem skyldi.

Af hverju hvalveiðar? Íslendingar standa meðal fremstu þjóða á sviði sjávarútvegs. Við höfum aldrei veigrað okkur við að nýta auðlindir sjávar, þar á meðal hvalastofna. Nú er í gildi alþjóðlegt hvalveiðibann en nokkrar þjóðir hafa neitað að lúta því – nú síðast Ísland. Nokkrar gildar ástæður er fyrir því að nýta hvalastofna. Hvalir éta gríðarlegt magn fisks við Íslandsstrendur, þar á meðal nytjastofna sem við veiðum sjálf. Hvaða skynsemi er fólgin í því að halda áfram að nýta þá stofna en sleppa hvölunum? Það stuðlar að ójafnvægi í lífríki sjávar, en hvalir éta meira af fiski árlega en íslensk fiskiskip veiða. Hvalir voru eitt sinn í útrýmingarhættu en eru það ekki lengur. Hvalveiðar eru flestum þjóðum fjarlægar. Þess vegna er hentugt fyrir stjórnmálamenn annarra landa að fordæma „mannvonskulegar“ hvalveiðar á Íslandi til að beina sjónum frá eigin vandamálum. Bent hefur verið á að ekki sé markaður fyrir hvalkjöt og þess vegna sé tilgangslaust að veiða hvalinn. Ef það er rétt, hljóta þeir sem stunda hvalaútgerð að leggja niður slíka starfsemi. Því halda þessi rök ekki vatni, eigi þau að kalla á hvalveiðibann.

Af hverju einkarekið skólakerfi? Kostir einkarekstrar eiga ekkert síður við í skólastarfi en annars staðar. Það myndi leiða til bættrar menntunar að fá fram samkeppni milli skólastofnana og leiða til betri nýtingar fjármagns og markvissari og einstaklingsmiðaðri menntunar. Mikilvægt er að standa ekki í vegi fyrir að umræðu um kosti einkarekstrar í skólakerfinu. Það er lítið mál að tryggja að allir hljóti þá bestu menntun sem völ er á óháð efnahag þrátt fyrir einkarekstur í skólakerfinu, má þar benda á hugmyndir um ávísanakerfi í skólastarfi.

It is not the responsibility of the government or the legal system to protect a citizen from himself. - Justice Casey Percell

35


Af hverju ekki netlöggu? Steingrímur Sigfússon, formaður VG, lagði til fyrir stuttu síðan að nokkurs konar netlöggu yrði komið á fót til að fylgjast með að ósæmilegt efni lægi ekki á internetinu fyrir allra augum. Þyngra er en tárum taki að til séu stjórnmálamenn á Íslandi í dag sem hugsa með þessum hætti og bera jafnlitla virðingu fyrir mannréttindum og Steingrímur sýnir með þessum ummælum sínum. Hvað varð um friðhelgi einkalífsins og tjáningarfrelsið? Er það virkilega góð hugmynd að eyða tíma og fjármunum í að fylgjast með hvað almenningur aðhefst á internetinu? Ef slíkri netlöggu yrði komið á fót, má ætla að ekki yrði langt í alls konar öðruvísi löggur. Fyrst að Steingrímur telur internetið hættulegt vegna þess að þar geta menn skipst á efni og upplýsingum sem gætu hugsanlega verið ósæmilegt að mati einhverra aðila, er ekki sambærileg hætta á því að menn gætu skipst á slíkum upplýsingum með því að hringjast á, hittast eða hreinlega senda póst? Síðan er þetta auðvitað vonlaust verk  …

Af hverju tekjutenging bóta? Grunnhugmynd velferðarkerfisins hlýtur að vera að aðstoða þá sem á þurfa að halda en ekki aðra. Þegar á 8. áratugnum bentu ungir sjálfstæðismenn í bæklingi sem hét Velferðarkerfi á villigötum: félagsleg aðstoð við fullfrískt fólk, á að velferðarkerfið hefði misst sjónar á raunverulegum tilgangi þess. Allt of mikil sóun á sér stað og tekjutilfærslur þegar allir hljóta bætur.

Af hverju ekki listamannalaun? Ekki er til sú vara eða tegund þjónustu sem er ókeypis – einhvers staðar verður kostnaður til sem þarf að standa straum af. Vinstrimenn sem krefjast „ókeypis” þjónustu fyrir skattgreiðendur eru því hreinlega að ljúga að kjósendum, því á endanum borgar einhver. Í tilfelli ríkisins eru skattgreiðendur þeir sem fjármagna þjónustuna. „Hádegisverðurinn er aldrei ókeypis” útskýrir málið vel – það er alltaf einhver sem borgar brúsann. Er ekki réttlátt að þeir sem nýti sér þjónustuna taki meiri þátt í kostnaðinum við hana en þeir sem nota hana ekki? Með þessu er ekki sagt að ekki eigi að hjálpa þeim sem ekki geta hjálpað sér sjálfir. Hins vegar er ljóst að auka þarf tekjutengingu bóta og nýtingu opinberrar þjónustu, en því hefur forysta Sjálfstæðisflokksins talað fyrir. Velferðarkerfið og önnur þjónusta sem ríkið stendur fyrir á að vera öryggisnet en ekki hengirúm.

Af hverju ekki „atvinnulýðræði“? Vinstri-grænir samþykktu á landsfundi sínum í vor að svokölluðu atvinnulýðræði yrði komið á. Samþykkt yrði löggjöf þess efnis að starfsmenn fyrirtækja ættu kost á að eignast hlut í þeim fyrirtækjum sem þeir starfa hjá og fái að taka virkan þátt í stjórnun þess. Engin ástæða er til þess að setja sig upp á móti slíkum eignatilfærslum og stjórnunaráherslum – svo fremi sem slíkt sé ekki sett í lög. Hver vill fjárfesta í fyrirtækjum á Íslandi ef bundið er í lög að starfsmenn fyrirtækisins geti eignast hlut, og þar með þynnt hlut þeirra fjárfesta sem eiga fyrirtækið, án aðkomu eða samþykkis stjórnar fyrirtækisins? Atvinnulýðræði eins og Vinstri-grænir túlka er hreint og klárt brot á eignaréttarákvæði stjórnarskránnar.

36

I believe that every individual is naturally entitled to do as he pleases with himself and the fruits of his labor, so far as it in no way interferes with any other men‘s rights. - Abraham Lincoln


Af hverju ekki „ókeypis“ ríkisþjónusta? Ekki er til sú vara eða tegund þjónustu sem er ókeypis – einhvers staðar verður kostnaður til sem þarf að standa straum af. Vinstrimenn sem krefjast „ókeypis“ þjónustu fyrir skattgreiðendur eru því hreinlega að ljúga að kjósendum, því á endanum borgar einhver. Í tilfelli ríkisins eru skattgreiðendur þeir sem fjármagna þjónustuna. „Hádegisverðurinn er aldrei ókeypis” útskýrir málið vel – það er alltaf einhver sem borgar brúsann. Er ekki réttlátt að þeir sem nýti sér þjónustuna taki meiri þátt í kostnaðinum við hana en þeir sem nota hana ekki? Með þessu er ekki sagt að ekki eigi að hjálpa þeim sem ekki geta hjálpað sér sjálfir. Hins vegar er ljóst að auka þarf tekjutengingu bóta og nýtingu opinberrar þjónustu, en því hefur forysta Sjálfstæðisflokksins talað fyrir. Velferðarkerfið og önnur þjónusta sem ríkið stendur fyrir á að vera öryggisnet en ekki hengirúm.

Af hverju atvinnufrelsi? Hverjum manni ætti að vera frjálst að afla tekna með hvaða hætti sem honum sýnist. Frelsi eins á aðeins að takmarkast af frelsi annars. Ef einstaklingur kýs að afla sér tekna með því að ganga hús úr húsi og selja ryksugur eða fækka fötum á sviði gegn greiðslu á honum að vera það frjálst, svo fremi sem öðrum sé ekki valdið skaða með athæfinu. Stig atvinnufrelsis ræðst að stórum hluta af umfangi ríkisins, réttaröryggi og friðhelgi eignaréttar. Enda verða leikreglur að vera skýrar og réttarstaða allra ótvíræð svo frelsið sé óhult. Með því að styðja atvinnufrelsi eru fyrirgreind atriði einnig studd.

Af hverju lægri skatta? Langtímamarkmið allra stjórnmálamanna ætti að vera að lágmarka þær byrðar sem lagðar eru á almenning. Því miður er þetta ekki raunveruleikinn, enda margir stjórnmálamenn sem telja skatta kjörið tæki til tekjujöfnunar og hæfilegrar skömmtunar lífsgæða eftir mælikvörðum sem eru ekki endilega áþreifanlegir. Sagan sýnir að með lágum sköttum og lágmarksálögum fylgja efnahagslegar framfarir og aukin lífsgæði. Skattalækkanir geta jafnvel aukið skatttekjur ríkisins í einhverjum tilfellum, enda getur sá efnahagslegi kraftur sem er leystur úr læðingi með skattalækkunum skilað fleiri krónum í ríkiskassann. Þá hafa fyrirtæki og almenningur meira fé til ráðstöfunar og fjárfestinga ef hið opinbera hrifsar til sín lægra hlutfall tekna þeirra. Lágir skattar eru réttlætismál. Er ekki réttlátt að sá sem aflar teknanna hafi mest um það að segja hvernig þeim er ráðstafað?

Af hverju ekki lögbundinn lífeyrissparnað? Það á að vera hverjum manni valfrjálst hvort hann greiði í lífeyrissjóð eða ekki. Eins og staðan er í dag eru lífeyrissjóðirnir orðnir að risastórum stofnunum sem ráða yfir fjármagni sem er vel rúmlega ein landsframleiðsla Íslands. Áhrif sjóðsfélaga á rekstur sjóðanna er hverfandi og samkeppni milli sjóðanna engin þar sem ekki er hægt með góðu móti að skipta um lífeyrissjóð. Hörmuleg ávöxtun sjóðanna og áhættusækni síðustu 10 ára er skýrt dæmi um misnotkun þess valds sem lögbundinn lífeyrissparnaður hefur leitt af sér. Með því að koma á valfrjálsu kerfi, samkeppni milli sjóða, auka vægi einkasparnaðar og bjóða samhliða upp á örorku- og sjúkratryggingar þá myndi nást fram bætt og sanngjarnara kerfi með hagsmuni hvers og eins sjóðsfélaga fyrir brjósti

Liberty is always dangerous, but it is the safest thing we have. - Harry Emerson Fosdick

37


Eftirtaldir aðilar styrktu ú Skalli, v/ Vesturlandsveg, Grjóthálsi 8, 110 Reykjavík

Dreifing ehf., Vatnagörðum 8, 104 Reykjavík

Pétursey, Flötum 31, 900 Vestmannaeyjum

Perlan veitingahús, Öskjuhlíð, 101 Reykjavík

Grand Hótel, Sigtúni 38, 105 Reykjavík

Klæðning hf., Íshellir 7, 220 Hafnarfjörður

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf., Borgartúni 31, 105 Reykjavík

Pípulagnaverktakar ehf., Langholtsvegi 109, 104 Reykjavík

Snæland Grímsson ehf., Langholtsvegi 115, 104 Reykjavík

Þorbjörn útgerðarfélag, Hafnargötu 32, 240 Grindavík

Þórsberg ehf., Strandgötu 25, 460 Tálknafirði

Steypistöð Suðurlands, Hrísmýri 8, 802 Selfoss

Hraðfrystihús Hellissands hf., Hafnarbakka 1, 360 Hellissandi

John Lindsay hf., Skipholti 33, 105 Reykjavík

Gæfumunir ehf., Grandavegi 47, 104 Reykjavík

Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík

Guðmundur Arason ehf. smíðajárn, Skútuvogi 4, 104 Reykjavík

Ellert Skúlason hf., Fitjábraut 2, 260 Njarðvík

Hvalur hf., Reykjavíkurvegi 48, 220 Hafnarfirði

Rammi hf., Gránugötu 1-3, 580 Siglufirði

Útgerðarfélagið Frigg ehf., Hafnarhvol við Tryggvagötu, 101 Reykjavík

Magnús Kjaran ehf., Síðumúla 12-14, 108 Reykjavík

38

It is much more important to kill bad bills than to pass good ones. - Calvin Coolidge


u útgáfu tímaritsins Stefnis Arkitektastofa Finns og Hilmars, Bergstaðarstræti 10, 101 Reykjavík

Jón Snorri Sigurðsson, Jöklafold 16, 112 Reykjavík

Mannvit verkfræðistofa, Grensásvegi 1, 105 Reykjavík

Teiknistofa Ingimundar Sveinssonar, Ingólfsstræti 3, 101 Reykjavík

Hellishólar ferðaþjónusta, Fljótshlíð, Hvolsvelli

Pökkun og Flutningar ehf., Smiðshöfða 1, 109 Reykjavík

Baldur sf. pokagerð, 825 Stokkseyri

Tannlæknastofa Þórarins Sigþórssonar, Hafnarstræti 20, 101 Reykjavík

Ottó B Arnar ehf., Skipholti 17, 105 Reykjavík

GS varahlutir, Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík

Matur og Menning ehf., Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík

Gjörvi, Grandagarði 18, 101 Reykjavík

Glófaxi blikksmiðja, Ármúla 42, 108 Reykjavík

Spennubreytar ehf., Trönuhrauni 5, Box 400, 220 Hafnarfirði

BK hreinsun, Iðuvöllum 11B, 230 Keflavík

Raföld ehf., Grásteini, 810 Hveragerði

Ljósvakinn ehf., Vesturvör 30B, 200 Kópavogur

Smur, bón og dekkjaþjónustan sf., Sætúni 4, 105 Reykjavík

Vísir hf. útgerð, Hafnargötu 16, 240 Grindavík

Lögfræðistofa Suðurnesja hf., Hafnargötu 51-55, 230 Keflavík

The war for freedom will never really be won because the price of our freedom is constant vigilance over ourselves and over our Government. - Eleanor Roosevelt

39


FRIÐRIK ÁGÚST VON HAYEK

Skipulag peningamála Háskólafyrirlestur 2. apríl 1980 Fyrirlesturinn er þýddur af Dr. Hannesi H. Gissurarsyni. Birtist hér með hans leyfi.

Friðrik Ágúst von Hayek

Það er ekkert áhlaupsverk að flytja stuttan fyrirlestur um skipulag peningamála, svo mikið efni sem það er. Líklega mætti flytja um það heila fyrirlestraröð, þar sem lýst væri upphafi þess, þróun og breytingum. Þetta get ég ekki gert á þeim stutta tíma, sem mér er ætlaður, svo að ég hlýt að láta mér nægja að ræða um örfá atriði. Það, sem gerst hefur, er, að peningaskipulagið, sem stóð á Vesturlöndum í tvær aldir og reyndist þá sæmilega, er líklega komið að fótum fram. Ein meginástæðan er sú, að menn hafa ætlast til of mikils af því. Þeir hafa

40

notað það, þar sem það átti ekki við. Þegar við horfum um öxl, sjáum við, að flestir siðir okkar og hættir hafa orðið til við úrval eða þróun; þeim, sem reyndust betur, var haldið áfram, hinum hafnað. En þetta átti ekki við um peninga. Þar var ekki um að ræða neitt úrval, neina þróun, neina samkeppni ólíkra siða. Valdsmenn komu þegar í upphafi auga á það, hversu gagnlegir peningar gátu orðið þeim, svo að þeir tóku sér einkaleyfi á framleiðslu þeirra. Þetta var ekki heppilegt, á meðan peningar voru umfram allt slegin mynt í umferð, þótt þá væri hugsanlegur gróði af framleiðslu þeirra takmarkaður. En þetta átti eftir að versna um allan helming.

Hvers vegna er peningaskipulagið að falli komið? Því skeiði mannkynssögunnar, er peningaskipulagið var sæmilega stöðugt og tilteknum reglum um framleiðslu peninga fylgt, virðist vera lokið. Líklega eru flestir þeir, sem hlusta hér á mig talsvert yngri en ég. Þeir vita því varla, að árið 1914 lauk í Bretlandi tvö hundruð ára tímabili, þar sem verðlag hafði ekki sveiflast lengra upp eða niður en um 30%. Reyndar var verðlag örlitlu lægra í Bretlandi árið

1914 en verið hafði tvö hundruð árum áður. Svipaða sögu er að segja frá Bandaríkjunum. Árið 1933 hafði verðlag í Bandaríkjunum ekki sveiflast lengra upp eða niður næstu hálfa aðra öldina á undan en um 30%. Ég er hræddur um, að árið 1933 hafi markað þar tímamót. En þessu tímabili lauk ekki, vegna þess að skipulagið hafði reynst illa, - heldur af því að menn voru óánægðir með það, hversu skrýtið sem okkur kann nú að þykja það. Mönnum fannst þetta skipulag ekki reynast nægilega vel, þótt það sé gott í samanburði við núverandi skipulag; af þeim sökum breyttu þeir því. Afleiðingin hefur orðið almenn verðbólga, þrálát og versnandi. Það er mikil kaldhæðni, að þessi þróun varð að ráði mikilhæfra hagfræðinga, sem voru sannfærðir um, að peningaskipulagið gæti ekki stjórnað sjálfu sér - með öðrum orðum hvílt á málmfæti, og þar á ég ekki sérstaklega við gullfót. Þessir hagfræðingar héldu, að hið opinbera yrði að taka að sér stjórn peningamála; þá og því aðeins gætu menn afstýrt kreppum og atvinnuleysi, örvað hagvöxt og haldið hagskipulaginu stöðugu. Við þetta breyttust peningar úr vöru, sem ætlast hafði verið til, að ríkið sæi um að tryggja, í tæki, sem ríkið notaði til

Blessed are the young, for they shall inherit the national debt. - Herbert Hoover


þess að ná einhverjum markmiðum sínum, - notaði með öðrum orðum til þess að reyna að stýra hagkerfinu í ákveðnar áttir. Ég geri ráð fyrir, að þeir, sem komist hafa til vits og ára síðustu hálfa öld, verði undrandi, þegar þeir komast að því, að hugtakið ,peningamálastefna“ var nánast óþekkt fyrir þeirra daga. A meðan peningaskipulagið hvíldi á gullfæti, hafði ríkið að sjálfsögðu enga aðra stefnu en að halda honum traustum. En gullfætinum var kennt um það, að tímabundnar kreppur, atvinnuleysi og gjaldþrot fyrirtækja, hlutust stundum af því, að ríki eða seðlabanki voru að reyna að halda honum traustum. Þannig tóku menn að gera sér vonir um það á árunum milli stríða, að peningaskipulagið mætti endurbæta stórlega, tryggja stöðugt verðlag og vöxt atvinnulífsins, með því að fela einhverri stofnun að stjórna framleiðslu peninga. Ég er hræddur um, að þessar vonir hafi ekki ræst. Ætlunin hafði verið að tryggja stöðugt verðlag, fulla atvinnu og öran hagvöxt; árangurinn varð verðbólga, atvinnuleysi og stöðnun. Hagskipulagið varð miklu óstöðugra, eftir að horfið var frá gullfæti. Til þess eru tvær meginástæður. Í fyrsta lagi var sjálf hugmyndin að baki þessari breytingu röng. Sú kenning Keyness lávarðar stóðst ekki, að ríkið gæti með því að stjórna heildar eftirspurn tryggt fulla nýtingu allra framleiðsluþátta, ekki síst vinnuafls. Upphafsmaður kenningarinnar var sjálfur að vísu gæddur snilligáfu, en mannkynið hefði verið betur komið án ráða hans, hygg ég. Sú hugmynd hans var röng, að með eftirspurnarstjórn mætti tryggja öran hagvöxt og fulla atvinnu. En þótt hún hefði verið rétt, hefði

hún mistekist í framkvæmd. Þar er komið að hinni ástæðunni. Hún er sú, að stjórnmálamenn gripu að sjálfsögðu fegins hendi þá hugmynd, að þeir yrðu að auka framleiðslu peninga á atvinnuleysistímum, því að með aukinni framleiðslu þeirra gætu þeir aukið eftirspurn og hún síðan aukið atvinnu. Þannig varð það að dygð að eyða meira en aflað væri og brúa bilið með framleiðslu peninga. Þetta gerði stj órnmálamönnum kleift að reka ríkissj óð með halla og fullnægja óteljandi þörfum ólíkra hagsmunahópa. Þessi hugmynd var þeim í hag, og hallarekstur ríkissjóðs, sem hafði verið undantekning, varð nú regla.

Verðbólgan á Vesturlöndum Þróunin hefur orðið sú, að verðbólga hefur breyst úr tæki, sem við notum með góðum eða slæmum árangri til þess að tryggja fulla atvinnu, í hreinan ávana: Við getum ekki án hennar verið. Ríkið hefur þanist svo út, að nægilegs fjár verður ekki lengur aflað til rekstur þess með skattlagningu. Þessa fjár er því aflað með framleiðslu peninga. Það getur ekki lengur átt við, að verðbólgan á Vesturlöndum, sem hefur verið að aukast síðustu árin, sé nauðsynleg til tryggingar fullri atvinnu. Hún er nauðsynleg, af því að valdsmenn geta ekki sinnt þeim verkefnum, sem þeir hafa tekið að sér, með því fé, sem fæst í sköttum. Þeir neyðast því til að taka lán í seðlabönkum ríkja sinna, með öðrum orðum að framleiða peninga. Eitt enn rekur stjórnmálamenn til þess að auka verðbólgu. Það er, að þeir geta ekki hætt á miðri leið. Þeir neyðast sífellt til þess að auka hraðann. Ef þeir efna til verðbólgu í því skyni að tryggja fulla atvinnu, þá verða þeir að

A government that is big enough to give you all you want is big enough to take it all away. - Barry Goldwater

halda áfram að auka hana: Ella tekur við kreppa. Verðbólgan getur ekki hjaðnað, án þess að einhverjir missi atvinnuna og tímabundin kreppa hljótist af. Í verðbólgu geta menn grætt á því að bjóða fram einhverja vöru og þjónustu, af því að verðið reynist hærra en búist var við; aðrir geta af sömu sökum haldið áfram að gera það, sem þeir hefðu tapað á, hefði verðbólga ekki verið. Þannig gerist hvort tveggja, að til verða ýmis störf, sem ella hefðu ekki orðið til, og að menn neyðast ekki til þess að flytja sig úr störfum, sem ekki eru lengur arðbær eða gagnleg, í önnur hagkvæmari. Þegar verðbólgan hjaðnar, hverfa öll þessi störf eins og dögg fyrir sólu. Það, sem er nú að gerast á Vesturlöndum, er, að verðbólgan hefur alls staðar verið að aukast, sums staðar um 10%, annars staðar um 20%, til dæmis í heimalandi mínu, Bretlandi, enn annars staðar um 50%. Menn vita það vel, að þetta getur ekki haldið áfram. Þeim hefur fjölgað, sem sjá það og skilja, að verðbólgan getur aðeins örvað atvinnulífið, á meðan hún er að aukast. Að því kemur fyrr eða síðar, að hagskipulagið hrynur undan verðbólgunni. Þetta geta allir þeir borið um, sem hafa reynslu af óðaverðbólgu. Ég ætla að leyfa mér að segja ykkur frá minni eigin reynslu, sem hefur valdið því, að ég hef alltaf haft sérstakan fræðilegan áhuga á verðbólgu. Í októbermánuði fyrir fimmtíu og níu árum [árið 1921] fékk ég fyrsta starfið, eftir að ég hafði lokið háskólaprófi þá um haustið. Mér fannst mánaðarkaupið óskaplega hátt, því að það var fimm þúsund austurrískar krónur - við Austurríkismenn nefndum gjaldmiðil okkar „krónur“ þá eins og þið Íslendingar gerið enn - en það var ekki

41


ósvipuð upphæð og faðir minn hafði haft skömmu áður í árslaun. En verðbólgan var þá að stóraukast í Austurríki, og í nóvember varð ég að fá þessa upphæð þrisvar, því að það varð deginum ljósara tíu dögum eftir mánaðarmót, að enginn gat lifað af henni. Þetta hélt áfram í átta mánuði. Þá var mánaðarkaupið mitt nákvæmlega ein milljón krónur, og það var greitt út vikulega. Ég var þá enn ókvæntur, en konur starfs bræðra minna biðu við dyrnar á skrifstofunum á laugardagsmorgnum klukkan tíu, þegar kaupið var greitt, hirtu það allt nema smáupphæð, sem menn þeirra notuðu til að kaupa vikukort með strætisvögnunum, og flýttu sér út á markaðstorgin til að kaupa fæði fyrir næstu viku. Við slík skilyrði verður mönnum ljóst, að verðbólga getur ekki haldið áfram að aukast, án þess að hagskipulagið hrynji, því að allir útreikningar verða óhugsandi. Síðan gerðist það, að verðbólgan í Austurríki var stöðvuð í einu vetfangi og fjárþörf ríkisins fullnægt með stórláni frá Þjóðabandalaginu. Ég horfði á allt þetta gerast og ræddi um það við minn ágæta kennara Lúðvík von Mises; hann hafði skrifað tímamótarit um peningamál, Kenninguna um peninga og gjaldmiðil, og beið tilbúinn með bjargráðið í vasanum eftir fjármálaráðherrastarfinu, svo að hann gæti stöðvað verðbólguna; en kallið kom reyndar aldrei. Ég fékk því minn skammt af verðbólgu, og ári síðar horfði ég á hið sama gerast í Þýskalandi, þótt munurinn væri sá, að verðfall peningana varð þar miklu meira en í Austuríki. Í Austurríki féllu þeir niður í fimmtán þúsundasta hluta þess, sem þeir höfðu áður verið í, en í Þýskalandi niður í þúsund milljarðasta hlutann! Þannig

42

lærði ég mína lexíu í verðbólgufræðum.

„Leiftursókn“ eða „niðurtalning“ Enn verð ég að leggja áherslu á, að verðbólga getur ekki örvað atvinnulífið, nema hún sé að aukast. Snöggur samdráttur - það, sem nefnt hefur verið „lausafjárskortur“ (e. liquidity crisis) - hlýtur alltaf að koma til sögu, þegar verðbólgan hjaðnar eða hættir að aukast. Þetta felur í sér, að menn í störfum, sem verðbólgan heldur uppi, - störfum, sem verðbólgan hefur ýtt þeim út í eða fest þá í, af því að þeir hafa fengið þar meira fyrir framleiðslu sína en ella missa þau. Þetta má orða svo, að þeir, sem hafa ekki hætt tilteknum störfum, af því að þeir hafa ekki fengið að vita það með eðlilegum verðbreytingum, að þau væru óarðbær, komast skyndilega að raun um það, hvað mistök þeirra hafa kostað. Atvinnuleysi er þannig óhjákvæmilegt, á meðan verðbólga er að hjaðna og menn eru að færa sig í arðbær störf. Við hljótum að draga þá óskemmtilegu ályktun, að af stjórnmálaástæðum sé illframkvæmanlegt að stöðva verðbólgu hægt og í áföngum, - „telja hana niður“, eins og það er orðað hér á Íslandi. En ég óttast, að Margrét Thatcher hafi valið þessa leið, því að hún talar nú [1980J um, að verðbólgan eigi að hjaðna á fimm ára tímabili. Þetta er að sjálfsögðu framkvæmanlegt frá hagfræðilegu sjónarmiði séð, en það er illframkvæmanlegt af stjórnmálaástæðum. Mikill sársauki fylgir því að stinga á kýlinu, þar eð tímabundið atvinnuleysi er óhjákvæmilegt. Þetta má gera með „leiftursókn“ á þremur til sex mánuðum án þess að hrekjast af leið, en ég er hræddur um,

að engir stjórnmálamenn geti haldið sig á þrönga veginum, ef verðbólgan á að hjaðna á nokkrum árum. Þetta gildir, hvort sem stjórnmálamennirnir eru breskir, bandarískir eða íslenskir, en mér er einmitt sagt, að verðbólgan sé hér á Íslandi meiri en með engilsaxnesku stórþjóðunum tveimur. Menn verða að gera þetta með snöggu átaki; og það geta þeir, eins og mannkynssagan sýnir. Að sjálfsögðu eru engir hagfræðilegir annmarkar á þessu. Ég skal nefna dæmi: Í fyrri heimsstyrjöld hafði verðlag í Bandaríkjunum hækkað um meira en 50%. En á sex mánuðum, frá því í febrúar og fram í ágúst 1921, lækkaði verðlag niður í það, sem það hafði verið í byrjun styrjaldarinnar. Það lækkaði með öðrum orðum um hvorki meira né minna en þriðjung. Þetta sex mánaða tímabil var mjög óþægilegt, - en viti menn, í árslok var atvinnulífið aftur tekið að blómstra og dafna. Það, sem þá var gert, var í rauninni meira en nú þyrfti að gera, því að verðhækkanir stöðvuðust ekki, heldur lækkaði verðlag um þriðjung. Vandinn er ekki tæknilegur, heldur á hann sér rætur í stjórnmálum okkar daga: Hann er sá, að valdsmenn eyða meira en þeir afla. Hann liggur ekki í peningamálum, heldur ríkisfjármálum. Ríkið aflar víða 20-25% eyðslufjár sín með lánum frá seðlabanka, en það felur ekki annað í sér en að seðlabankinn framleiðir peninga. Og ríkið getur af stjórnmálaástæðum ekki dregið svo úr útgjöldum sínum og skuldbindingum, að tekjur þess hrökkvi fyrir þeim. Við verðum að leysa þennan vanda, og ég er sannfærður um, að við leysum hann síður með því að dreifa sársaukanum á mörg ár en með því að taka hann allan út í einu.

Government at its best is a necessary evil, and at its worst, an intolerant one. - Thomas Paine


Ég býst því miður við því, að flestir séu annarrar skoðunar. Menn segja sem svo, að þeir verði að laga sig að verðbólgunni eða leyfa henni smám saman að hjaðna. En því lýkur með því, að þeir leggja annaðhvort aldrei af stað eða nema staðar á miðri leið. Þetta felur í sér, að traustur gjaldmiðill er ekki fyrirsjáanlegur í næstu framtíð. Hann kemur ekki til sögu aftur, fyrr en viðhorf manna hafa breyst, viðhorf hagfræðinga, stjórnmálamanna og félagsmálafrömuða. Við horfum því fram á þráláta verðbólgu, á óstöðugt verðlag, - ekki vegna þess að markaðskipulagið sé í sjálfu sér gallað, heldur af því að því er spillt með heimskulegri hagstjórn. Ég held því miður, að stefnubreytingar sé ekki að vænta, á meðan stjórnmálamenn taka að sér einkaleyfi á framleiðslu peninga, því að engin ástæða er til að ætla, að stjórnmálamenn okkar breyti skyndilega um eðli.

Hvað getum við gert? Við vitum, að einkaleyfi ríkisins á framleiðslu peninga reyndist sæmilega, á meðan ríkisstjórnir höfðu aðhald af einhverju svipuðu gullfæti, en að allt hefur sigið á ógæfuhliðina, eftir að þetta aðhald hvarf og þær urðu engu að lúta öðru en eigin geðþótta. Peningar hafa alls staðar fallið í verði. Allir vita líka, að

eitthvað verður að gera. En hvað? Ég hef komist að þeirri niðurstöðu, að við verðum að gera miklu róttækari breytingar en mönnum hefur áður dottið í hug, en það er að taka einkaleyfið til að framleiða peninga af opinberum aðilum og láta samkeppni á frjálsum markaði um að skila traustum peningum. Önnur fyrirbæri atvinnulífsins hafa orðið til við samkeppni eða úrval. Framleiðsla peninga hefur hins vegar verið í höndum valdsmanna, því að hún hefur verið svo gróðavænleg, að þeir hafa aldrei leyft öðrum að koma nálægt henni. Við höfum því aldrei orðið vitni að neinum vexti á þessu sviði, ótruflaðri þróun; peningar hafa ekki fengið að vera sjálfsprottið fyrirbæri. Framleiðendur peninga hafa aldrei haft hag af því sjálfir að framleiða trausta peninga. Þeir hafa að vísu stundum neyðst til að framleiða trausta peninga vegna afskipta annarra, en þegar þeir hafa séð færi á því, hafa þeir alltaf haldið áfram að græða á framleiðslunni með því að auka hana úr hófi. En ekki er óhugsandi, að menn geti framleitt peninga með öðru hugarfari; að fólk taki betri peninga fram yfir verri. Samkeppni í framleiðslu peninga fæli í sér, að framleiðandi peninga missti viðskiptavini, þegar hann byði vonda peninga, og þeir tækju að skipta við aðra framleiðendur. Þetta kann allt að þykja heldur ævintýralegt, og sannleikurinn er sá, að ég leiddi ekki hugann að þessum kosti, fyrr en ég var orðinn úrkula vonar um endurbætur á núverandi skipulagi peningamála. En því meira sem ég hugsaði um þessa hugmynd, því betur leist mér á hana. Hún er raunhæf í þeim skilningi, að hún er framkvæmanleg, þótt með því sé ekki sagt, að

A little government and a little luck are necessary in life, but only a fool trusts either of them. - P J O‘Rourke

43

Gullfóturinn Er það skipulag peningamála, sem við búum við, af þessum sökum ófullnægjandi? Getum við ekki breytt því svo, að afstýra megi þessum fyrirsjáanlegu vandræðum? Margir spyrja, og ég held, að þeim hafi heldur fjölgað en hitt, hvort ekki hafi verið rangt að hverfa af gullfæti. Þeir velta því fyrir sér, hvort ekki ætti að taka hann aftur í notkun og koma þannig á skipulagi, sem væri að vísu ekki fullkomið, en þó miklu betra en núverandi skipulag. Ég er sammála þessum mönnum um það, að farið var úr öskunni í eldinn, þegar horfið var frá gullfætinum. Hefðum við ekki gert það, værum við líklega betur komin. En ekki dugir að sýta orðinn hlut. Því verður ekki breytt, að við höfum horfið af gull-

fæti, og ég held, að sterk rök hnígi að því, að hann verði ekki tekinn aftur í notkun. Gullfætinum svipar í mínum huga til konungdæmis. Slíkar hefðir eru ágætar, en þær hætta að gegna hlutverki sínu, þegar ljómi leikur ekki lengur um þær, - þegar öll dulúð eða mystique þeirra er horfin. Úti er ævintýri, hvort sem oss líkar betur eða verr. Þegar fólk hættir að taka þetta alvarlega, er ævintýrið úti, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Gullfótur var eins og konungdæmin forðum kominn undir því, að fólk tæki hann alvarlega, tryði á hann. Þessi trú var ekki rökrétt eða skynsamleg í strangasta skilningi, en á meðan hagskipulagið hvíldi á honum, var hún nauðsynleg. Menn urðu að fylgja tilteknum reglum, og almenningi varð að finnast óþolandi minnkun að því að hverfa af gullfæti. Valdsmenn urðu því að gera sitt hvað óþægilegt til þess að halda sér á gullfæti, hvort sem þeim líkaði betur eða verr. En við getum ekki lengur gengið að þessari trú vísri. Á okkar dögum er ekkert ríki í rauninni reiðubúið til þess að fylgja föstum reglum um gullfót og taka afleiðingunum. Hann yrði því skammgóður vermir. Síðan er það, að verð á gulli hlyti að verða óstöðugt, væri gullfótur aftur tekinn í notkun, en það gerir hann enn óraunhæfari.

Samkeppni í peningamálum


hún sé líkleg til þess að vera framkvæmd í nálægri framtíð. Ég hlýt í þessu viðfangi að skýra eitt: Þegar ég ræði um samkeppni einkafyrirtækja um framleiðslu peninga, á ég að sjálfsögðu ekki við það, að leyfa eigi þeim að framleiða sams konar peninga undir sama nafni. Afleiðingin af því, að bankar í Englandi og Skotlandi kepptu um framleiðslu punda, yrði auðvitað ekki önnur en offramleiðsla punda. Ég á við það, að fólk ætti að fá að velja úr ólíkum gjaldmiðlum eða peningum; þessir peningar yrðu að hafa ólíkar einingar og bera ólík nöfn. Við þetta hlytu allar aðstæður í peningamálum að gerbreytast. Tvær eða þrjár virtustu fjármálastofnanir hvers lands ættu að mega bjóða almenningi pappírsseðla með skuldbindingu um það, að gildi þeirra miðað við tiltekið vörumagn eða eitthvað annað héldist óbreytt. Þetta væri raunhæfasta ráðið til að tryggja trausta gjaldmiðla, en nú mega engar fjármálastofnanir gera þetta: Ríkið hefur einkaleyfi. Í flestum löndum er slík útgáfa peninga bönnuð með lögum, og þar sem það er ekki bannað, er hugsanlegum framleiðendum gert svo erfitt fyrir, að ekki svarar kostnaði að reyna það. Til dæmis má nefna lagaákvæði um, að menn geti ekki innheimt skuldir nema í lögboðnum gjaldmiðli ríkisins. Með því eru tilraunir einkafyrirtækja til peningaútgáfu að engu gerðar. En allt hlyti að breytast, ef steinar yrðu ekki lagðir í götu einkafyrirtækja, ef lögin eða jafnvel sjálf stjórnarskráin kvæði á um, að allir mættu gefa út pappírsseðla með skuldbindingu eða tryggingu, hver með sínum hætti, en það réðist síðan af frjálsu vali manna, hvaða seðlar yrðu notaðir og héldust í umferð. Hvað myndi gerast? Ég hygg, að

44

peningar, sem almenningur treysti til að halda gildi sínu, myndu aðallega vera notaðir. Það yrðu líklega atvinnufyritækin, sem ættu stærstan hlut að því að velja úr peninga. Þau kæmust fljótlega að því, að ein aðalvandræðin af verðbólgunni hyrfu; þau eru, að útreikningar og bókhald og samningar hætta að merkja eitthvað. Fyrirtækin gætu tekið að velja um það, í hverjum hinna ólíku gjaldmiðla á markaðnum þau ættu viðskipti sín; og framleiðandi peninga hefði ærinn hag af framleiðslu sinni, svo að hann legði allt kapp á að halda viðskiptavinum sínum. Hann vissi sem væri, að hann myndi samstundis missa þá, ef menn tækju að halda, að peningar frá honum myndu falla í verði miðað við aðra peninga. Þannig myndi að lokum vaxa upp skipulag, þar sem þeir einir framleiddu peninga, sem vissu af því, að þeir gætu ekki hagnast nema með því að framleiða góða peninga.

Nýr vettvangur Ég ætla ekki að fara mörgum fleiri orðum um þetta „fyrirmyndarskipulag“ . Ég hef lengi verið að vinna að tillögum um þetta, en hér hef ég gert það að umræðuefni til að sýna ykkur, að traustur gjaldmiðill er ekki óhugsandi. Ólíklegt er, að okkur hlotnist slíkur gjaldmiðill, á meðan ríkið sér eitt um að útvega okkur hann. Miklu meiri líkur eru á því, að þessi nauðsynlega undirstaða markaðsviðskipta komi til sögu, ef við felum markaðnum að útvega hana. Menn kvarta undan því, að markaðsskipulagið reynist ekki sem skyldi, segja jafnvel, að það sé að hrynja. Ef svo er, þá er það, vegna þess að markaðnum var ekki falið að sjá um hina nauðsynlegu undirstöðu þess, heldur ríkinu. Það er

ríkið, sem hefur brugðist. Það er ríkið, sem hefur reynt að stjórna peningamálunum með þeim afleiðingum, að markaðsskipulagið er að hrynja. Ef við viljum halda í markaðsskipulagið, þá getum við aðeins komist að einni niðurstöðu, - ef við óskum með öðrum orðum eftir því að nýta alla möguleika okkar. Hún er sú að auka atvinnufrelsi, leyfa markaðnum sjálfum að smíða það tæki, sem hann þarf til þess að geta starfað sæmilega, en það eru peningarnir. Einstaklingar eiga að annast þetta, ekki stjórnmálamenn. Ég er að reyna að horfa á þetta frá langtímasjónarmiði, enda veit ég, að ég á ekki eftir að lifa þær breytingar, sem ég er að leggja til. Við verðum að kveða niður allan uppgjafaranda. Menn segja, að markaðsskipulagið fái ekki staðist. En ég svara, að það sé óstöðugt, af því að það fái ekki að smíða þau tæki, sem það þarf tilveru sinnar vegna. Mig langar að lokum til að geta þess, að mér var það óvænt ánægja eftir að hafa helgað heila ævi rannsóknum í peningamálum að koma auga á nýtt rannsóknarefni. Óteljandi forvitnilegar spurningar vakna, þegar farið er inn á þennan nýja vettvang og reynt að hugsa sér peningaskipulag, sem aldrei hefur fengið að vera til. Við höfum ekki fundið svör við öllum þessum spurningum. En sá fræðimaður, sem spyr nýrra spurninga, hefur stigið fyrsta skrefið á leiðinni til nýrrar þekkingar. Ég held, að hugmyndir um samkeppni í peningamálum geti opnað okkur leið til nýrrar þekkingar í hagfræði.

Governments harangue about deficits to get more revenue so they can spend more. - Allan H Meltzer


EGILL ÖRN GUNNARSSON

Á smiðurinn Stefán að borga meiri skatt en smiðurinn Jón?

Egill Örn Gunnarsson Þegar orðið hátekjuskattur er nefnt eru fyrstu viðbrögð margra jákvæð. Margir hugsa að núna verði loksins þessir vondu bankamenn skattlagðir almennilega. En hver er raunveruleikinn í þessu samhengi? Raunveruleikinn er sá að hátekjuskattur bitnar yfirleitt mest á fólki með millitekjur. En hvaða fólk er með millitekjur? Stærsti hluti fólks með millitekjur er fjölskyldufólk, t.d. hjón með þrjú börn, húsnæðis- og bílalán til að borga af og allt það sem fylgir rekstri heimilis. Með gengisfalli krónunnar og verðbólgu hafa flest lán hækkað verulega á undanförnum mánuðum. Þess vegna væri virkilega slæm hugmynd að fara að íþyngja heimilunum í landinu með aukinni skattheimtu. Við skulum taka dæmi um smiðina Jón og Stefán.

Jón og Stefán eru báðir smiðir. Jón býr með unnustu sinni í meðalstórri íbúð og getur yfirleitt náð endum saman eftir hver mánaðarmót. Stefán er hins vegar giftur, á þrjú börn og er með húsnæðis- og bílalán. Þau hjónin eiga mjög erfitt með að ná endum saman um hver mánaðarmót vegna umfangsmikils heimilisrekstrar og íþyngjandi lána. Báðir hafa þeir tuttugu ára starfsreynslu í greininni og eru með 2.100 krónur í tímakaup. Jón hefur aldrei nennt að vinna um helgar eða taka að sér aukavinnu vegna þess að hann þarf einfaldlega ekki á því að halda. Hann vinnur 8 tíma á dag á þeim 20 virku dögum sem eru í boði. Hann er því með 8x20x2.100 = 336.000 krónur á mánuði. Stefán á hinn bóginn þarf á allri þeirri aukavinnu að halda sem býðst vegna hárra afborgana af lánum og aukins kostnaðar í nánast öllum liðum heimilisrekstursins. Með mikilli þrautseigju hefur hann náð að komast í aukavinnu um helgar fyrir ýmsa aðila. Hann er því farinn að vinna 8 tíma dagsins alla daga vikunnar. Það gerir 8x31x2.100 = 520.800 krónur á mánuði. En stöldrum nú aðeins við. Þarna er heimilisfaðirinn og smiðurinn Stefán allt í einu orðinn hátekjumaður í augum Steingríms J. Sigfússonar og Jóhönnu Sigurðardóttur. Þeirra hugmyndir sem hafa komið skýrt fram í umræðunni undanfarið eru um að þau vilji leggja

If you are not free to choose wrongly and irresponsibly, you are not free at all. - Jacob Hornberger

auknar skattbyrðar á þá einstaklinga sem hafa 500.000 krónur í laun á mánuði eða meira. Í þessu tilviki á því að fara að refsa heimilisföðurnum Stefáni fyrir það að vinna alla daga vikunnar. Getur það virkilega talist sanngjarnt að þessi duglegi maður eigi að borga hærra hlutfall launa sinna í skatt en vinur hans Jón? Að sjálfsögðu er það ekki sanngjarnt og á engan rétt á sér. Það liggur einfaldlega í augum uppi að þetta er virkilega vanhugsuð hugmynd. Þegar smiðurinn Stefán er beittur slíku óréttlæti þá hugsar hann sig tvisvar um áður en hann gefur upp tekjur sínar sem ná yfir 500.000 króna markið. Hér með er kominn hvati til þess að menn taki frekar að sér svokallaða svarta vinnu. Ef að ríkið beitir menn óréttlæti af hverju ættu þeir þá að vera heiðarlegir og gefa upp allar sínar tekjur og borga meiri skatt en aðrir sem ekki nenna að vinna jafnmikið? Lokapunkturinn er sá að hátekjuskattur er og verður alltaf vinnuletjandi. Ef ekki vinnuletjandi þá hvetur hann eða jafnvel neyðir menn til þess að komast hjá því að borga hann. Hvort sem er með svartri vinnu eða öðrum aðferðum. Hátekjuskattur eða raunar millitekjuskattur í þessu samhengi er aldrei réttlætanlegur og virkar aðallega refsandi á duglegt fólk sem þarf á þessum aukatekjum að halda.

45


Af hverju ekki haftastefna? Höft takmarka viðskipti, takmörkuð viðskipti leiða til minni sérhæfingar og miklu lélegri nýtingar auðlinda, bæði mannlegra og efnislegra. Höft draga úr vexti og skemma lífskjör. Verstu áhrifin eru þó vafalaust þau að höft skerða frelsi okkar. Þau skerða frelsi okkar til að ferðast, til að kaupa bækur á Amazon, og til að ráðstafa þeim verðmætum sem við höfum skapað á þann hátt sem okkur sýnist. Það ætti því ekki að koma á óvart að góð sátt ríki um stefnu frjálsra viðskipta og sem allra minnstra hafta meðal hagfræðinga heimsins.

Af hverju afnám lágmarksútsvars? Í dag er sveitarfélögum ekki heimilt að skattleggja íbúa sína um minna en 11.24%. Þetta lágmark var lögfest árið 1993 og hafði í för með sér verulega hækkun á skattheimtu sveitarfélaga. Lágmarksútsvar er til þess fallið að draga úr samkeppni milli sveitarfélaga um skattastig. Það hlýtur að vera heilbrigt að sveitarfélög keppist um að bjóða sem lægsta skatta – það myndi skila sér í lægra skattstigi á heildina séð. Lágmarksútsvarið stríðir einnig gegn stjórnarskrárbundnum ákvörðunarrétti sveitarfélaga, og dregur úr ráðdeild og kostnaðarvitund kjörinna fulltrúa.

Af hverju frjáls sala á áfengi? Áfengi er lögleg vara í landinu. Ríkiseinokun á verslun með löglega vöru er tímaskekkja. Við treystum einkareknum lyfjaverslunum til að selja lyf. Við treystum einkareknum íþróttaverslunum til að selja skotvopn. Við treystum hinsvegar ekki einkareknum verslunum til að selja rauðvín! Vöruúrval er mjög mismunandi í vínbúðum ríkisins og það eru lítt haldbær rök fyrir ríkiseinokun að hún tryggi svo gott vöruframboð. Af hverju stofnar ríkið ekki matvöruverslanir? Er ekki hætta á að einkareknar matvörubúðir bjóði lítið vöruúrval, eina tegund af kexi o.s.frv. Sannleikurinn er sá að vöruúrvalið verður jafn gott að fólk fer fram á. Af hverju skyldi ekki vera ríkiseinokun á sölu áfengis t.d. í Danmörku og Bretlandi?

Af hverju ekki hátekju- eða millitekjuskatt? Einstakt óréttlæti er fólgið í því að refsa vinnandi fólki fyrir að auka tekjur sínar. Sýnt þykir að hátekju- og millitekjuskattar eru vinnuletjandi, og sé markmiðið með hærri sköttum að auka tekjur ríkisins mun það ekki virka nema að mjög takmörkuðu leyti. Hver er annars hvatinn fyrir venjulegan launamann að auka vinnuframlag sitt í von um hærri launagreiðslur, þegar ríkið mun hrifsa stóran hluta tekjuaukningarinnar til sín? Nú þegar er íslenska skattkerfið fjölþrepa sökum persónuafsláttar og skattleysismarka. Tekjuháir einstaklingar borga því þegar hærri skatta en hinir tekjulágu. Einstaklingur með 240.000 krónur í mánaðarlaun borgar þannig aðeins ríflega 19% skatt, en einstaklingur með 440.000 krónur borgar tæplega 28% skatt og sá sem er með 800.000 krónur á mánuði borgar 32% í tekjuskatt. Þar fyrir utan er framlag allra þessara einstaklinga stighækkandi í krónum talið. Sá skaði sem hátekjuskattur af því tagi sem VG hefur lagt til myndi valda mun meiri skaða og sóun en sem nemur auknum tekjum ríkisins, sem myndu þó væntanlega nema innan við fimm milljörðum. Hærri skattar verða heimilunum ofviða.

46

The state in which the rulers are the most reluctant to govern is always the best and most quietly governed; and the state in which they are the most eager, the worst. - Óþekktur


Goldfinger HEIMSKLASSA

NÆTURKLÚBBUR

ÞAR SEM VIÐ LEGGJUM OKKUR FRAM VIÐ AÐ STJANA VIÐ ÞIG

Smiðjuvegi 14 - 200 Kópavogur Sími 577 4230 - www.goldfinger.is

Opið öll kvöld frá kl. 20.00 47 47


48


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.