Gjallarhorn Heimdallar

Page 1

Gjallarhorn Tímarit Heimdallar

Hvað er Heimdallur? Þeirra eigin orð Víðir Smári Petersen: Dagur í lífi þingmanns Hver er Ayn Rand?

Friðrik Sophusson: „Sjálfstæðisstefnan er enn í fullu gildi“

Vetur 2010-2011


2


Efnisyfirlit Ávarp formanns Starfið í Heimdalli Dagur í lífi þingmanns Sjálfstæðisstefnan Verðum að snúa aftur til grundvallargilda Frjálshyggjan er mannúðarstefna Skattheimtan brýtur niður vonina Hver er Ayn Rand? Samkvæmur sjálfum sér?

Gjallarhorn, Vetur 2010-2011 Útgefandi: Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Ritstjóri: Stefán Gunnar Sveinsson. Ritstjórn: Auðbergur Daníel Hálfdánarson, Elí Úlfarsson, Sverrir Eðvald Jónsson. Umbrot: Sverrir Eðvald Jónsson. Forsíðumynd: Hari. Stjórn Heimdallar 2010-2011: Formaður: Hlynur Jónsson, Varaformaður: Magnús Júlíusson, Stjórn: Anna Margrét Steingrímsdóttir, Anton Egilsson, Aldís Sif Bjarnhéðinsdóttir, Bjarni Helgason, Egill Ásbjarnarson, Henrik Biering, Ingimar Tómas Ragnarsson, Karl Sigurðsson, Laufey Rún Ketilsdóttir, Rúna Helgadóttir Borgfjörð.

3

4 6 8 11 12 18 19 20 22


Ávarp formanns U

m tvö ár eru síðan vinstrimenn tóku við stjórnartaumunum á Íslandi. Ætlun þeirra var að taka til í kerfinu, hreinsa út drauga hrunsins, breyta stjórnarháttum, auka ábyrgð og koma á gagnsærri stjórnsýslu. Annað hefur komið á daginn. Aðspurðir fyrir kosningar vorið 2009 fóru núverandi ráðherrar mjög varlega í að boða skattahækkanir á almenning. Núna er ljóst að hagstjórn vinstrimanna hefur ekki tekið neinum breytingum síðan Ólafur Ragnar Grímsson var kallaður „Skattmann“ í áramótaskaupinu 1989. Allir skattar hafa verið hækkaðir, nýjum komið á og færri og færri hreyfingar eiga sér stað í hagkerfinu án þess að á þeim sé skattprósenta. Forræðishyggja hefur aukist mjög á þeim stuttu tveimur árum síðan núverandi forsætisráðherra tók við völdum. Fjölmiðlar verða settir undir aukið regluverk. Ungt fólk getur ekki valið sér framhaldsskóla. Þeir sem vilja kaupa sér rauðvínsflösku eða bjór þurfa að reiða fram sífellt meira fé í ríkiskassann. Landasala hefur aukist í réttu hlutfalli við hækkandi skatta og tóbak er í auknum mæli skattlagt út á svarta markaðinn sem þrífst í því umhverfi sem vinstri stjórnin hefur skapað. Gæluverkefni í boði stjórnvalda taka líka sinn toll. Icesave-krafa Breta og Hollendinga er rædd af fullri alvöru sem hugsanlegur útgjaldaliður fyrir íslenska skattgreiðendur. Aðildar- og aðlögunarferli Íslands að Evrópusambandinu tekur sinn toll á ríkissjóð þrátt fyrir lítinn stuðning við slíkt ferli meðal almennings, og þrátt fyrir að slík aðild muni í engu bæta stöðu Íslendinga

í framtíðinni. Stjórnarskráin er rægð í opinberri umræðu og mörg hundruð milljón króna stjórnlagaþing boðað til að leggja fram tillögur um breytingar á henni, þegar rök fyrir nauðsyn þess eru fá og veikburða. Í þessu umhverfi mætti halda að línur í íslenskum stjórnmálum hefðu skerpst síðan hrunið skall á Íslandi og umheiminum öllum haustið 2008. Hruni fylgir oft djúpstæð sjálfskoðun þar sem fyrri ákvarðanir eru endurskoðaðar í ljósi reynslunnar og þeirri reynslu beitt til að taka ákvarðanir um framtíðina. Sósíalistar myndu sjá tækifæri til að koma hér á miðstýrðu og sósíalísku samfélagi þar sem einkafyrirtæki eru undantekningin frekar en reglan og ábyrgðir eru allar á öxlum skattgreiðenda. Frjálshyggjumenn myndu sjá tækifæri til að skera á tengsl hagkerfis og ríkisvalds með afnámi allra ríkisábyrgða, ríkiseinokunar á peningaútgáfu og umsvifamikils ríkisreksturs. Það mætti halda að í kjölfar hins stóra hruns og eftir tvö ár af auknum sósíalisma á Íslandi þá væru á Alþingi þingmenn sem loksins berðu í borðið og mótmæltu auknum yfirgangi yfirvalda. Þessir þingmenn væru ekki hræddir við að benda á að hér væri verið að svæfa hagkerfið með sköttum og opinberri afskiptasemi af fjárfestingarákvörðunum einka-

4

fyrirtækja. Þessir þingmenn væru ósparir að úthrópa geðveikina sem felst í ríkisábyrgðum á kröfum erlendra ríkisstjórna án þess að réttar síns væri leitað fyrir dómstólum. Þessir þingmenn væru opinskátt gagnrýnir á þá ákvörðun stjórnvalda að eyða miklu fé í aðlögun að Evrópusambandinu á sama tíma og heilbrigðisstofnunum er lokað. Þessir þingmenn myndu benda á Tónlistarhúsið við Reykjavíkurhöfn og hrópa: „Sóun! Bruðl! Stöðvum þessa framkvæmd núna strax!“ En ekkert aðhald er á ríkisstjórninni. Þingmenn í stjórnarandstöðu fara með veggjum og hafa sig hæga. Þeir þiggja öll fundarboð ríkisstjórnarinnar og hika við að gagnrýna augljós hagstjórnarmistök hennar. Á meðan vinstrið á Íslandi hefur eflst og styrkst hefur hægrið runnið inn að miðju og misst málið. Það er í þessu umhverfi sem Gjallarhorn kemur út til að fylgja eftir boðskap frelsis, sem hefur öll þau tæki og tól til að koma Íslandi úr hjólförum kreppu, opinberrar skuldsetningar og stigvaxandi skattahækkana, og á ný í röð frjálsustu og ríkustu þjóða heims. Hlynur Jónsson, formaður Heimdallar.


www.andriki.is

5


Starfið í S

tarfið í Heimdalli í vetur hefur verið vel heppnað og öflugt.

Hvað er Heimdallur?

H

eimdallur er félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Félagið var stofnað 16. febrúar 1927 sem vettvangur fyrir ungt fólk í Íhaldsflokknum, fyrirrennara Sjálfstæðisflokksins, og er félagið því tveimur árum eldra en Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur. Það er jafnframt elsta svæðisfélag stjórnmálaflokks á Íslandi og hefur jafnan verið eitt af fjölmennari, ef ekki fjölmennasta æskulýðsfélag þjóðarinnar.

Fyrst ber að nefna velheppnað formannskjör í Valhöll, þar sem tæplega 2000 manns greiddu fylkingunum tveimur atkvæði eftir stutta en snarpa kosningabaráttu. Nýkjörin stjórn tók við í september 2010 og var vart búin að koma sér fyrir þegar hún þurfti að taka afstöðu til landsdómsfarsans á Alþingi. Var ákveðið að birta Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra „ákæru“ til landsdóms, þar sem Heimdallur vakti athygli á því að hér hafði pólitískur ágreiningur verið gerður að refsimáli. Af öðrum málum má nefna að áfengisstefna Heimdallar var kynnt fyrir Einari Erni Benediktssyni, borgarfulltrúa Besta flokksins, í kjölfarið á ummælum hans um að næsta rökrétta skref í kjölfar reykingabannsins væri að meina vínveitingahúsum að veita vín. Í stuttu máli má segja að áfengisstefna Heimdallar snúist um að treysta fullorðnum einstaklingum fyrir eigin neyslu og eigin lífi, en forræðishyggja virðist vera dagskipanin hjá hinu opinbera í dag. Í desember dreifðu Heimdellingar miðum fyrir framan valdar vínbúðir þar sem vakin var athygli á því að skattastefna og áfengisgjöld ríkisins mismunuðu fólki í þágu hinna efnameiri. Þá var Agli Helgasyni afhent uppsagnarbréf fyrir hönd skattgreiðenda, þar sem hann hefur staðið fyrir

S

tarf Heimdallar hefur verið af margvíslegum toga undanfarin 84 ár. Félagið hefur staðið fyrir málfundum, námskeiðum og gefið út margar bækur og tímarit. Þá var meira að segja sérstakt leikfélag starfrækt innan félagsins um miðja síðustu öld. Félagið dregur nafn sitt af Heimdalli, verði goðanna í ásatrú. Félagið Heimdallur hefur frá upphafi, líkt og nafni sinn, varið grunnhugsjónir íslenskra hægrimanna um sjálfstæði einstaklinga og sjálfstæði þjóðar. Hefur félagið í þeim efnum oftar en ekki þurft að veita þeim sem eldri eru öflugt aðhald, og ekki hikað við að gagnrýna eigin samflokksmenn.

M

arkmið Heimdallar er að berjast fyrir þjóðlegri og víðsýnni framfarastefnu í þjóðmálum með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Við í Heimdalli trúum því að íslenskt samfélag eigi að vera samfélag tækifæra; þar sem allir einstaklingar hafi jöfn tækifæri til að mennta sig, skapa verðmæti úr hæfileikum sínum, ná langt á eigin verðleikum og leita hamingjunnar á sínum forsendum. Í samfélagi tækifæranna eiga jafnframt allir sem misstíga sig, lenda í veikindum, slysum eða atvinnuleysi að geta treyst því að öryggisnet samfélagsins grípi þá svo þeir fái annað tækifæri í hamingjuleitinni.

S

líkt samfélag fær aðeins blómstrað ef einstaklingar þess eru frjálsir og ríkisvaldið miðar fyrst og síðast að því að standa vörð um frelsi þeirra og réttindi, og tryggja þau tækifæri sem að ofan eru nefnd. Það er af því að hver einstaklingur er best til þess fallinn að taka sjálfur ákvarðanir sem varða eigin hamingju og leysa úr eigin vandamálum. Það á ekki að vera, og má aldrei verða hlutverk stjórnmálamanna að hugsa fyrir fólkið í landinu. Þeirra hlutverk á að einskorðast við að greiða götu einstaklingsins og gæta þess að vera ekki sköpunarkrafti og frumkvæði almennings fjötur um fót. Af þessu leiðir að Heimdallur telur að skattheimta ríkisins eigi að vera hófleg, og að ríkið eigi ekki að eyða um efni fram og velta mismuninum á kynslóðir framtíðarinnar.

6

ítrekuðum brotum á lögum um Ríkisútvarpið er snerta að hlutleysi. Heimdallur hefur staðið fyrir öflugu skemmtanalífi í vetur, en fyrsti atburður vetrarins var stórskemmtilegt Pub Quiz kvöld, þar sem Víðir Smári Petersen, þáverandi alþingismaður, spurði fólk spjörunum úr og þóttu spurningar hans skemmtilegar og fræðandi í senn. Kjallari Valhallar troðfylltist af áhugasömum pub-kvisurum, og var hörð barátta um verðlaunasæti. Leikurinn var svo endurtekinn í byrjun febrúar, sem Magnús Júlíusson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sáu um og var mæting með miklum ágætum þrátt fyrir að veðrið úti fyrir minnti einna helst á Norðurpólinn. Þá hefur skemmtideildin einnig staðið fyrir öðrum viðburðum, en af þeim ber hæst Pókermót Heimdallar, sem dróg að líklega fleiri gesti en nokkur annar viðburður vetrarins. Skemmtu allir sér konunglega á mótinu og eftir mótið. Stefnt er á að halda annað slíkt í vor. Funda- og menningardeild Heimdallar hefur verið einna virkust í starfinu í vetur. Hún hóf starf sitt með því að standa fyrir vín- og ostakynningu í byrjun október 2010, þar sem Sigurður Þór Gunnlaugsson, kenndur við Spíra, kynnti hin ýmsu vín fyrir áhugasömum Heimdellingum, en stjarna kvöldsins var forláta parmesan-ostur sem hafði verið keyptur fyrir mistök. Sigurður Þór mætti


Heimdalli svo aftur í febrúar og sýndi fróðleiksfúsum hvernig best væri að blanda kokteila á borð við Cosmopolitan og hristan en ekki hrærðan Martini. Þá hefur deildin einnig staðið fyrir nokkrum opnum málfundum, en þeir hafa verið vel sóttir í vetur. Sá sem vakti ef til vill mesta athygli var málfundur um ESB, þar sem þeir Heimir Hannesson (með) og Hallgrímur Viðar Arnarsson (móti) tókust á um kosti og galla ESB. Sköpuðust heitar umræður og sýndist sitt hverjum. Í nóvember var haldinn annar málfundur, Hvað er stjórnarskrá? þar sem fjórir frambjóðendur til stjórnlagaþingsins kynntu málefni sín, en hið eina sem var sameiginlegt með þeim var að enginn þeirra náði kjöri í ólöglegu kosningunum sem haldnar voru stuttu síðar. Ásgeir Jóhannesson flutti síðan kynningu á Ayn Rand í lok janúar 2011, og má lesa grein hans um þann merka rithöfund hér í blaðinu. Heiðar Már Guðjónsson flutti síðan einkar áhugavert erindi um gjaldmiðlamál síðar í sömu vikunni. Þá kynnti Þór Whitehead bók sína Sovét-Ísland í febrúar og Styrmir Gunnarsson talaði um framtíð Sjálfstæðisflokksins. Þá bauð Heimdallur Reimari Péturssyni, lögfræðingi, að halda erindi um ástæður þess að hafna ætti Icesave III-samningnum svonefnda.

Hápunktur starfsins í vetur var svo stjórnmálaskóli Heimdallar, sem var haldinn 17.-19. mars. Skráðu sig um 50 manns og sóttu fyrirlestra um margvísleg og áhugaverð efni. Skólanum lauk svo með formlegri árshátíð Heimdallar, þar sem Davíð Oddsson var heiðursgestur og sló hann í gegn með ræðu sinni. Árshátíðin þótti einstaklega velheppnuð og var dansað langt fram á rauða nótt. Ekki verður skilið við umfjöllun um starf Heimdallar fyrir jól 2010 án þess að minnast á það góða starf sem landssambandið SUS er einnig að vinna, en það stóð fyrir vikulegum kvikmyndasýningum, jólahlaðborði og ýmsu öðru, að ekki sé minnst á milliþing SUS, sem haldið var í Stykkishólmi að þessu sinni. Heimdellingar fjölmenntu þar og létu vel til sín taka, hvort sem var í fundarstarfi eða leik. Það eru spennandi tímar framundan í ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins. Viltu taka þátt? Sendu þá póst á heimdallur@xd.is eða fylgstu með á Facebook! www.facebook.com/ heimdallur

7


Dagur í lífi þingmanns

e. Auðberg Hálfdánarson og Elí Úlfarsson

Mynd: Sverrir Eðvald

V

íðir Smári Petersen varð í september síðastliðnum yngsti maðurinn sem setið hefur á Alþingi Íslendinga, en hann var 21 árs og 328 daga gamall. Hann hefur komið víða við, þrátt fyrir ungan aldur, því að einnig hefur hann keppt í spurningakeppninni Útsvari, og er nýútskrifaður, næstyngstur allra, sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands, en ritgerðin hans fjallaði um mannréttindamál. Hann starfar nú hjá LEX lögmannsstofu. Hvernig fréttirðu það að þú værir á leiðinni á Alþingi? „Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hringdi í mig á fimmtudeginum 23. september og sagði mér að hann yrði að fara til útlanda um helgina, en að landsdómsmálið væri eftir, sem átti að klárast í byrjun september en hafði tafist eitthvað út af umræðum í þingnefnd.” Víðir var í raun þriðji varaþingmaður og þeir tveir sem voru á undan honum gátu ekki sest á þingið með svona stuttum fyrirvara. Um nokkra tilviljun var því að ræða að hann skyldi setjast á þingið, enda þurfa varamenn vanalega að sitja í tvær vikur fyrir aðalmenn. „Það er ekki hægt að kalla inn varamenn nema þingmaður taki sér frí í tvær vikur, en ég sat í raun bara í tvo daga vegna þess að þingi var slitið strax eftir

landsdómsmálið og sett aftur eftir þrjá daga. Því komst ég eiginlega inn á þingið á tæknilegum reglum,“ segir Víðir.

Haarde hafi einn verið dreginn til ábyrgðar. „Að mínu mati var algerlega fráleitt að ákæra bara Geir H. Haarde. Ef vinstri flokkarnir vildu á annað borð ákæra einhvern hefðu þeir átt að ákæra alla, eða a.m.k. taka Björgvin með.” Víðir segist alls ekki sannfærður um að hinir fjórir fyrrverandi ráðherrar hafi gerst sekir um stórkostlega vanrækslu þannig að varði refsiverða háttsemi. Þvert á móti telur hann að brotið hafi verið á mannréttindum þeirra. „Í jómfrúarræðunni minni, sem var einhverjar 15 mínútur ákvað ég að einbeita mér að mannréttindavinklinum, sem mér fannst hafa skort í umræðunni. Þessir fjórir ráðherrar fengu engan rétt til að andmæla ákærunum eins og venjulega tíðkast með sakborninga. Ákærurnar voru

Hvernig leið þér þegar þú fékkst fregnirnar? „Ég var auðvitað mjög upp með mér, en á sama tíma fylgdi þessu gríðarleg ábyrgð, þar sem verkefni mitt yrði að taka ákvörðun um hvort kæra ætti fjóra fyrrum ráðherra.” Víðir segir þessa tvo daga hafa verið mjög lærdómsríkan tíma. „Ég get hins vegar ekki sagt að þetta hafi verið skemmtilegur tími vegna þess að ég þurfti að horfa upp á því hvernig vinstri flokkanir voru búnir að ákveða hverja ætti að kæra. Það kom þeim því ekkert á óvart hvernig úrslitin lágu,“ segir Víðir. Telur hann að ríkisstjórnarflokkarnir hafi sett á svið leikþátt í kosningunum sem hafi endað á því að Geir H.

8

bara ákveðnar af einhverri þingnefnd sem sat ein í einhverju herbergi án þess að þessir fjórir ráðherrar fengu að koma á fund nefndarinnar og segja sína skoðun. Nefndin virðist bara hafa lesið skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og á grundvelli lesturs hennar töldu þau sig hafa nægjanlegar upplýsingar til þess að taka ákvörðun um ákæru á hendur þeim. Það var og er algerlega fráleitt,“ segir Víðir. Landsdómsmálið var á þessum tíma oft borið saman við Tamílamálið svokallaða í Danmörku þegar að Erik Ninn-Hansen, þáverandi dómsmálaráðherra landsins var leiddur fyrir landsdóm vegna þess að hann stakk umsóknum hælisleitenda undir stól. „Sá samanburður er fráleitur,“ segir Víðir. „Tamíla-málið var einn verknaður sem var augljóst lögbrot, en samt sem áður var


stofnaður rannsóknardómstóll í staðinn fyrir einhverja nefnd og þar voru haldin yfir hundrað þinghöld með vitnaleiðslum og á grundvelli þess sem kom fram í þeim þinghöldum var ákveðið að ákæra þennan eina mann. Tamílamálið snerist því um augljóst lögbrot dómsmálaráðherrans, en mál fjórmenninganna hér var byggt á huglægu mati um það hvað væri vanræksla og hvað ekki.” Hvernig var fyrsti dagurinn að öðru leyti? „Það var þannig að ég kom kl. 8 um morguninn og þar tók Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins á móti mér og sýndi mér hvernig allt virkaði. Þá var þingflokksfundur kl. 9 og síðan fékk ég leiðsögn frá starfsmanni á skrifstofu Alþingis sem afhenti mér bílastæðalykil og lykil að varaþingmannsskrifstofu,“ segir Víðir. Fyrsti dagurinn snerist því aðallega um að koma sér inn í starfið, að sögn Víðis. Auk þess hélt hann jómfrúarræðuna sína nokkrum klukkutímum eftir að hafa sest á þingið. „Það var nokkuð fyndið þegar þingfundur var settur og þeir voru beðnir að rétta upp hönd sem vildu tala. Ég var u.þ.b. tíundi á mælendaskrá og hélt að það þýddi að ég myndi tala eftir svona klukkutíma, en annað kom á daginn. Þá virkar þetta þannig að það kemur þingmaður upp í pontu og ræðutíminn er 20 mínútur og hann talar í að minnsta kosti kortér en svo fá aðrir þingmenn að koma með andsvör nánast út í hið óendanlega. Ein ræða, ásamt andsvörum, getur því staðið hátt í 40 mínútur,“ segir Víðir. Hann sat því þægur og hlustaði á ræður og andsvör í um átta klukkutíma áður en hann flutti ræðuna sína. Jómfrúarræðan gekk nokkuð vel og engin andmæli komu við ræðunni, enda er það óskráð regla á þinginu að þeir sem eru að flytja jómfrúarræður sínar séu óáreittir, að sögn Víðis. „Ég sá að einhverjir iðuðu í skinninu og vildu svara mér fullum hálsi

en þessi óskráða regla hélt þótt henni hafi ekki alltaf verið fylgt eftir af núverandi stjórnarþingmönnum.“ Hverjir voru sessunautar þínir í þingsalnum? „Ég sat við hliðina á Siv Friðleifsdóttur og Sigurði Inga Jóhannssyni, framsóknarfólki. Siv sýndi mér hvernig þetta virkaði allt saman, hvernig takkarnir virkuðu: já, nei, sitja hjá, hvar taflan væri og ræðupúltið, það er hægt að hækka og lækka það að vild. Sigurður Ingi var líka alveg ferskur, en það er eiginlega aldrei neinn inni í þingsalnum. Þegar fundur er settur, þá setjast allir þingmennirnir inn, en þegar sá fyrsti byrjar að tala, þá tæmist salurinn.“ Hvað kom þér mest á óvart við störf þingsins? „Það var aðallega tvennt, annars vegar hvað fólk var kurteist og fínt við hvort annað utan þingsalar og hins vegar hvað sama fólk var leiðinlegt við hvort annað í ræðustól. Meðal vina minna eru fjölmargir vinstri menn sem ég get alveg rökrætt við um pólitík án þess að froðufella. Þetta er líka skrýtið af því að þau vita nú þegar að þau eru ósammála og enginn er að fara að sannfæra neinn þarna inni í þingsalnum.“ Víðir telur að hugsunin við að tala í ræðustól fyrir framan myndavél sé helst sú að þingmennirnir séu að tala við þjóðina. „Ég skil því ekki hvers vegna þingmenn þurfa að vera svona persónulegir í pólítískum rökræðum.“ Finnst þér þurfa að nútímavæða þingið? „Já, ég held að það mætti stytta ræðutíma þingmanna. Það mætti líka breyta lögum þannig að hægt sé að flytja frumvörp til laga á einu kjörtímabili, þannig að frumvörp sem klárast ekki áður en þingi er slitið, og eru jafnvel komin í þriðju umræðu, þurfi ekki alltaf að byrja á byrjunarreit þegar nýtt þing er

9

sett. Þessi breyting hefur verið til umræðu undanfarið og ég held að það sé eingöngu til bóta. Það er óþolandi að alltaf þurfi að ræða sömu frumvörpin aftur og aftur á sama kjörtímabilinu,” segir Víðir. Að hans mati mætti einnig fækka þingmönnum um helming. Hann segir slíka tilhögun ekki vera til þess fallna að skaða þingstörfin, nema mögulega þá þingmenn sem vilja eingöngu sitja áfram til að halda laununum sínum. „Ef það væru hlutfallslega jafnmargir þingmenn í Bandaríkjunum og hér þá væru Bandaríkjamenn með 63.000 þingmenn,“ segir Víðir. Ef þingmönnum yrði fækkað um helming á Íslandi telur hann að tvöfalda mætti laun þeirra í leiðinni. „Þannig gætum við fengið hæfara fólk á þingið. Ekki það að ég sé að segja að það sitji einungis óhæft fólk á þingi núna heldur erum við með alltof marga þingmenn. Það væri einfaldlega þjóðinni fyrir bestu, því að þá væru færri sem töluðu og þá væri hægt að einbeita sér að því að afgreiða málin í staðinn fyrir að allt sé stopp í einhverjum skotgrafarhernaði og málþófi.“

flokkunum sitja, myndi í raun þýða að stjórnarliðið væri komið með tíu aukamenn í þingsalinn. Það myndi veikja stjórnarandstöðuna og slík þróun væri alls ekki til bóta, sama hverjir eru við völd hverju sinni,“ segir Víðir. Hinn möguleikinn að mati Víðis er að kjósa forsætisráðherrann í beinni kosningu sem myndi síðan skipa ráðherrana líkt og forseti Bandaríkjanna gerir. „En þá værum við um leið búin að afnema þingræðið, þar sem þingið er þá ekki lengur að veita ráðherrunum aðhald. Þetta var vinsælt kosningaloforð fyrir stjórnlagaþingið, sem er í fínu lagi enda er þetta ekki algalin hugmynd en þá verður fólk samt að gera sér grein fyrir því að þingið verður þá gjörsamlega áhrifalaust gagnvart ráðherrunum. Um leið værum við í raun komin með tvöfalt forsetakerfi með því að bæði kjósa forseta Íslands í beinni kosningu og forsætisráðherra. Forseti Íslands yrði þá mun áhrifalausari en hann er í dag því að þá væri búið að fjarlægja hlutverk hans við stjórnarmyndanir.“

Ætti þá um leið að fækka ráðherrum?

Hvað gerðirðu að þingfundi loknum?

„Að mínu mati er það ekki nauðsynlegt. Það þurfa alltaf að vera ákveðið margir ráðherrar, en mér finnst ánægjulegt að sjá að nú sé verið að sameina einhver ráðuneyti þó mér finnist skrýtið að dómsmálaráðuneytið hafi verið sameinað samgönguráðuneytinu,“ segir Víðir. Hann telur þó að það þurfi að vera sköp skil á milli framkvæmda- og löggjafarvalds og að ráðherrar eigi ekki að vera þingmenn. „Það þarf að taka ákvörðun um það hvort við viljum hafa þingræði, líkt og nú, þar sem ráðherrar sitja í skjóli þingsins. Ein hugmynd sem hefur oft verið nefnd er að ráðherrar myndu segja af sér þingmennsku. Stóri gallinn við þá tillögu er að ráðherrar sitja líka á Alþingi og leggja fram frumvörp, þó að þeir hafi ekki atkvæði. Sú viðvera, þar sem tíu valdamestu mennirnir í stjórnar-

„Ég tók bara mína möppu sem ég var með og fór heim. Eftir atkvæðagreiðsluna var síðan haldið eitthvað hóf á vegum þingflokksins í tilefni af þingslitum.“ Eftir öll þessi herlegheit, myndir þú vilja verða þingmaður aftur? „Ég veit það ekki. Þetta var auðvitað mjög áhugavert og ég held að þetta sé mjög skemmtilegt starf. Það sem er hins vegar gallinn við starfið er hversu mikil heift er alltaf í fólki í þingsalnum, sem er ekki eins og maður á að venjast á venjulegum vinnustöðum. Menn eru alveg góðir vinir utan þingsalarins, en þú ert ekkert að fara að spjalla við fólk um heima og geima. Þú getur ekkert spjallað við fólk í kaffinu um það sem er að gerast í þjóðlífinu


því þá yrði bara allt brjálað. Fólk verður bara að ræða eitthvað annað og hvað er hægt að ræða um annað? Stjörnuspána?” spyr Víðir. Hann segir starfið ekki vera neitt mjög vel launað og því sé það ekki heillandi fyrir fólk sem er vel menntað og í góðum stöðum, því laun þingmanna eru bara rúmlega 500 þúsund krónur. „Sjálfum finnst mér það auðvitað fín laun og mér fannst gott að fá þá peninga sem ég fékk fyrir þá tvo daga sem ég var þarna. Hins vegar hugsa ég að þetta séu ekki laun sem er gulrót fyrir fólk í stjórnunarstöðum í stórum fyrirtækjum,“ segir Víðir. Varstu í sambandi við einhverja kjósendur á þessum stutta tíma? „Já, ég náði því þrátt fyrir þennan stutta tíma. Rétt eftir hádegi á fyrsta deginum skrapp ég í tölvu sem var til hliðar og fór á Facebook. Þá sá ég að ég var með rúmlega hundrað kveðjur á veggnum mínum og

þakkaði kærlega fyrir þær. Það er því hægt að segja að ég hafi verið í ágætis sambandi við kjósendur þennan stutta tíma sem ég sat á þingi.“ Aðspurður segist Víðir telja að kjósendur hafi verið ánægðir með frammistöðu hans, „enda sagði ég nei við öllum ákærunum í atkvæðagreiðslunni.“ Fólk var ekkert að hringja í þingmanninn sinn? „Nei, allavega ekki í mig. Ég er nú í símaskránni, en það var lítið hringt í mig, blessunarlega. Fólk hafði mest samband við mig í gegnum Facebook og svo byrjaði fólk allt í einu að heilsa manni úti á götu. Svo komu margir og spjölluðu við mig úti á götu. Það var mjög gaman, en ég lendi ekki í þessu lengur. Ég fæ svona stöku sinnum „hvaðan þekki ég hann“ lúkkið, en það kemur æ sjaldnar fyrir,” segir Víðir. Hvar sérðu þig fyrir þér eftir 10 ár?

„Hvað verð ég aftur gamall þá? 32 ára? Ætli ég verði ekki bara lögmaður með fjölskyldu, búinn að fara í frekara laganám. Ég held að pólítíkin sé ekki efst á blaði þessa stundina, en maður verður samt að taka þátt í flokksstarfinu. Frelsið, það vinnur sig ekki sjálft.” Víðir telur að hver einasta kynslóð þurfi að berjast fyrir frelsi sínu. Það sé ástæðan fyrir því að hann hefur tekið þátt í ungliðastarfinu frá fimmtán ára aldri. „Þegar maður tekur þátt í ungliðahreyfingunni getur maður haft áhrif því þingmenn flokksins hlusta á það sem unga fólkið hefur fram að færa, þótt sumir kjósi síðan í kjölfarið að leiða það hjá sér.“ Telur Víðir að SUS-arar hafi mun meiri áhrif en aðrar ungliðahreyfingar, enda virðast þær ekki vera eins áberandi. Þá hafi hugmyndabarátta ungra sjálfstæðismanna oft skilað sér í gegn. „Ég man að Geir H. Haarde sagði einu sinni að þegar hann var í SUS að þá voru þeir að berjast gegn einokun

ríkisins á mjólkursölu. Þá var mjólkin bara seld í sérstökum mjólkurbúðum og það mátti enginn annar selja mjólk heldur en þessar mjólkurbúðir ríkisins. Mörgum fannst baráttan gegn mjólkurbúðunum vera geðveiki og sögðu að SUS menn væru bara ungir og vitlausir og bara ekki nógu þroskaðir til að sjá að það væri miklu eðlilegra að ríkið væri með sínar mjólkurbúðir. En svo náttúrulega sér fólk í dag að það ástand var miklu fremur geðveiki, ”segir Víðir. Auk þessa nefnir hann dæmi þess að vinstri menn voru margir hverjir á móti litasjónvarpi og afnámi bjórbannsins á sínum tíma. „Fólk horfði á þetta sem einhverjar öfgaskoðanir SUS-ara á sínum tíma, en tíu til tuttugu árum síðar eru þetta sjálfsagðir hlutir þó að menn eins og Steingrímur J. og fleiri hafi gert margar tilraunir til að loka landinu fyrir öllum erlendum öflum,” segir Víðir að lokum. Gjallarhornið þakkar Víði Smára Petersen kærlega fyrir viðtalið.

VEISLUBAKKAR

Nýbýlavegi 32

10

supersub.is


Sjálfstæðisstefnan Þ

egar Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður árið 1929 voru í stefnuskrá hans sett tvö meginmarkmið: Í fyrsta lagi að „vinna að því og undirbúa það, að Ísland taki að fullu og öllu sín mál í sínar eigin hendur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina, jafnskjótt og 25 ára samningstímabil sambandslaganna er á enda“ og í öðru lagi að „vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum“. Heiti Sjálfstæðisflokksins lýsir því í grundvallaratriðum stefnu hans bæði hvað varðar utanríkismál og svo innlend málefni. Í utanríkismálum þjóðarinnar stóð flokkurinn vörð um sjálfstæði og fullveldi Íslands, meðal annars með því að standa heill og óskiptur að baki veru þjóðarinnar í Atlantshafsbandalaginu, og með því að beita sér fyrir útfærslu efnahagslögsögunnar út í 200 sjómílur á árunum 1975-1976. Í seinni tíð hefur landsfundur Sjálfstæðisflokksins m.a. samþykkt ályktanir gegn umsókn Íslands í Evrópusambandið. Jón Þorláksson, fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins útskýrði síðan stefnu flokksins í innanlandsmálum svo í grein í Morgunblaðinu hinn 30. maí 1929: Í innanlandsmálum bendir Sjálfstæðisnafnið allvel á þungamiðju þess ágreinings, sem skilur milli flokksins og sósíalistanna. Flokkurinn vill vinna að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis, með hagsmuni allra stétta fyrir augum. En í þessu felst einmitt að flokkurinn vill virða og efla sjálfstæði einstaklinganna innan þjóðfélagsins, bæði manna, stofnana og félaga. Á framtaki einstaklinganna og frelsi þeirra til þess að beita kröftum sínum innan leyfilegra takmarka sér og sínum til hagsbóta byggir þessi stefna fyrst og fremst vonirnar um framhaldandi umbætur á lífskjörum þjóðarinnar. Það þarf ekki annað en að líta á hrúgu þá af einokunarfrumvörpum, er sósíalistar fluttu á síðasta þingi, til þess að sannfærast um, að hér er gripið á aðaldeiluefnunum, og að nafnið markar mjög vel afstöðu þeirra manna, sem vilja varðveita hið fengna atvinnufrelsi gegn ásókn sósíalista.

Sjálfstæðisstefnan boðar því að þjóðfélagið sé til fyrir einstaklingana, en einstaklingarnir ekki fyrir það. Þjóðskipulagið á að vera til þess að lyfta hverjum og einum til þess að nýta sér hæfileika sína til fullnustu, en ekki til þess að halda einstaklingnum niðri í nafni hagsmuna heildarinnar. Á sama tíma styður Sjálfstæðisstefnan við jafnrétti allra einstaklinga. Flokkurinn vill standa vörð um athafnafrelsi og skoðanafrelsi, sem eru helstu meginstoðir lýðræðis. Sjálfstæðisflokknum hefur ávallt vegnað best þegar hann hefur haldið tryggð við grunngildi sín um frelsi einstaklingsins og fullveldi þjóðarinnar. Forysta flokksins má aldrei missa sjónar á þessu.

11


Verðum að snúa aftur til grundvallargilda Friðrik Sophusson, fyrrverandi fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins í viðtali. e. Stefán Gunnar Sveinsson og Sverri Eðvald Jónsson.

Ljósmynd: Hari

F

riðrik Sophusson var um langt skeið einn af þungavigtarmönnum Sjálfstæðisflokksins, formaður SUS 1973-1977 og einn af höfundum kjörorðsins „Báknið burt“, þingmaður Reykjavíkurkjördæmis frá 1978 til 1998, varaformaður Sjálfstæðisflokksins með hléum á milli, auk þess að gegna störfum iðnaðarráðherra á milli 1987-88 og fjármálaráðherra 1991-1998. Að loknum farsælum stjórnmálaferli varð hann forstjóri Landsvirkjunar í ellefu ár og er nú stjórnarformaður Íslandsbanka. Gjallarhornið ákvað að bjóða honum í viðtal. Hvað varð til þess að þú fékkst áhuga á stjórnmálum og hver voru þín fyrstu skref í pólitík? Ég man varla eftir mér öðruvísi heldur en að hafa áhuga á stjórnmálum, þó að kannski væri ekki talað mikið um pólitík á heimili mínu. Pabbi var þó í Sjálfstæðisflokknum og sat í fulltrúaráði hans. Á þeim tíma var pólitík miklu meira umlykjandi allt en í dag, fólk var pólitískara þá. Ég man vel eftir kosningum í Reykjavík frá því um 1950, þar sem ég var að vinna fyrir flokkinn, sendast fyrir hann. Þá var það einmitt mikil viðhöfn að kjósa, fólkið fór í sparifötin líkt og það væri 17. júní og hringdi í flokkana til þess að láta keyra sig á kjörstað í bílum sem voru merktir flokkunum. Þá voru svona guttar eins og ég hafðir í framsætinu til að hlaupa inn og sækja fólkið.

Það er mikið af sjálfstæðisfólki í föðurætt minni og ég var í sveit á sumrin hjá föðurbróður mínum. Hann var um tíma varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hafði sótt stjórnmálaskóla flokksins á stríðsárunum hjá Gunnari Thoroddsen. Ég reyndi eftir bestu getu að elta húsbóndann við öll störfin hvert sem hann fór, og þá voru stjórnmál oft til umræðu. Ég komst því ekki undan því að kynnast Sjálfstæðisstefnunni á barnsaldri. Framan af hafði ég þó ekki mikinn áhuga á pólitísku starfi sjálfur. Á menntaskólaárunum tók ég þátt í annars konar félagslífi og lék m.a í Herranótt. Það var ekki fyrr en ég kom í Háskólann að ég fór að taka þátt í pólitíkinni. Ég var þá í stjórn Vöku og tók háskólapólitíkina að sjálfsögðu grafalvarlega, enda er stúdentapólitíkin, þrátt fyrir

allt, mjög mikilvæg. Ég var varaformaður í stjórn Ásgeirs Thoroddsen og svo varð ég formaður Vöku í tvö ár. Þau tvö ár voru mikið sviptingaskeið í sögu félagsins. Þar var teningunum í raun kastað, en ég gekk þó ekki í Sjálfstæðisflokkinn fyrr en ég var um 23 ára gamall fyrir áeggjan þáverandi formanns Heimdallar, Styrmis Gunnarssonar, síðar ritstjóra Morgunblaðsins. Ég gekk því frekar seint í flokkinn, en var þremur árum síðar kosinn í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og sat þar síðan næstu þrjátíu árin eða svo, að undanskildum einhverjum tveimur árum. Það má því segja að þegar ég loksins gekk í flokkinn hafi ég starfað þar af lífi og sál. Þú ert þá um 26 ára kominn í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, það hlýtur að hafa talist skjótur frami?

12

Ástæðan var fyrst og fremst sú að ungir sjálfstæðismenn stóðu fyrir breytingum á reglum um miðstjórnarkjör á landsfundinum 1969. Áður höfðu nánast eingöngu þingmenn setið í miðstjórn, en eftir breytinguna kaus þingflokkurinn sína fulltrúa, og landsfundur kaus síðan fulltrúa í miðstjórn úr röðum annarra en þingmanna. Þannig opnaðist tækifæri fyrir nýtt fólk til áhrifa. Starf miðstjórnarinnar þá var líka virkara en nú, sérstaklega þegar þing sat ekki. Fundirnir voru tíðir, sérstaklega þegar mikið var að gerast í þjóðfélaginu. Bjarni Benediktsson, sá eldri, var þá formaður flokksins og hann hélt miðstjórnarfundi mjög títt þegar miklir atburðir voru að gerast í þjóðfélaginu, og það var auðvitað mjög gaman að kynnast því og fá að sjá þennan mikla stjórnmálaskörung að verki í


blóma lífsins, en hann féll frá með sviplegum hætti 1970. Svo verðurðu fljótlega eftir það formaður SUS? Já, í raun og veru sat ég aldrei í stjórn Heimdallar, en eftir að Ellert B. Schram, sem hafði verið formaður SUS í fjögur ár (19691973) ákvað að hætta, þá gaf ég kost á mér. Kosið var á milli mín og Björns Bjarnasonar á sögufrægu SUS-þingi á Egilsstöðum þar sem hart var barist. Þar var ég kosinn formaður með nokkurra atkvæða mun og sat síðan sem formaður SUS frá 1973 til 1977, og varð þá um leið sjálfkjörinn í miðstjórn flokksins. Það er þá í gangi mikil hugmyndafræðileg gerjun í flokknum? Jú, en það verður að hafa í huga baksviðið að þessu öllu saman. Íslendingar auðguðust verulega sem þjóð á stríðsárunum. Það leiddi hins vegar til þess að það frestaðist að taka til í efnahagsog atvinnumálum þjóðarinnar. Það var í raun og veru ekki fyrr en Viðreisnarstjórnin tekur við 1959 að farið er að taka til í efnahagsmálunum og færa þau til nútímahorfs. Viðreisnarstjórnin náði verulegum árangri á fyrstu starfsárunum, en lenti síðan í aflabresti og verðlækkunum á sjávarafurðum með tilheyrandi gengislækkunum. Talsverðrar þreytu gætti þegar fór að nálgast árið 1970, enda hafði hún þá setið lengst allra ríkisstjórna Íslands. Samtímis gerðust stórir atburðir úti í heimi, sem oftast eru kenndir við árið 1968. Ungt fólk reis upp, annars vegar í Bandaríkjunum, þar sem andstaða við Víetnamstríðið varð að æskulýðsuppreisn gegn ríkjandi gildum þar, og svo hins vegar í Frakklandi, þar sem stúdentar gerðu uppreisn, líkt og Frakkar gera reyndar af og til. Andrúmsloftið meðal ungs fólks á vesturlöndum rafmagnaðist og áhrifin urðu einnig mikil hérna heima. Við þessar aðstæður mótaðist 68-kynslóðin svokallaða, blómabörnin sem sögðu öllu „establishmentinu“ stríð á hendur, námsmenn mættu ekki lengur með bindi og í jakka-

fötum í fyrirlestra en kröfðust í staðinn „Power to the people“. Þetta var mikil kúltúrbreyting og endurspeglaðist í breyttri afstöðu ungs fólks til stjórnmála. Þá sameinuðust t.d. öll vinstri félögin í Háskólanum í einn hóp, en Vaka náði að lifa það af og hélt sínum fyrri styrk. Og reyndar gerðu ungliðasamtök Sjálfstæðisflokksins það líka, þó að þetta væri ekki sama fólkið á báðum stöðum. Það gerðist vegna þess að ungir sjálfstæðismenn áttuðu sig fljótt á því að þeir þurftu að ná til unga fólksins með nýjum hugmyndum, og þeir gerðu það með því að leggja áherslu á valddreifingu, draga úr völdum ríkisins, með því að koma völdunum til fólksins og með því að koma á almennilega frjálsu markaðskerfi. Þá þurfti líka að einkavæða ýmsa starfsemi sem ríkið hafði á hendi, og var í samkeppni við einkaaðila. Enn voru í gildi ýmis höft, sem voru arfleifð frá Kreppunni miklu fyrir stríð, eins og að einungis ríkið mátti flytja inn til landsins eldspýtur. Þetta var ennþá til, þrátt fyrir að Viðreisnarstjórnin væri við völd í 12 ár og lagaði heilmikið til. Þessi gerjun og uppreisn gegn ríkjandi viðhorfum átti sér einnig stað innan flokksins. Við í ungliðahreyfingunni kröfðumst til dæmis að flokkurinn hætti að handvelja menn á framboðslistana og tæki upp prófkjör. Þetta var mjög sterk krafa innan flokksins, að færa völdin til fólksins með þessum hætti. Sérstakt SUSþing var haldið um prófkjör og nýjar hugmyndir um starfsaðferðir í flokknum. Þannig vildum við breyta starfinu, draga úr áhrifum flokksforystunnar og virkja meira grasrótarstarfsemina og um leið benda á að stjórnmálaflokkar verða að vera hreyfingar, en ekki stofnanir. Viðreisnarstjórnin fór frá eftir kosningarnar 1971 og við tók fyrri vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar. Sú stjórn hrökklaðist frá völdum eftir þingrof og kosningar 1974, þegar Sjálfstæðisflokkurinn vann mikinn sigur undir forystu Geirs Hallgrímssonar, sem sýndi þessum nýju hugmyndum mikinn skilning. Ungir sjálfstæðismenn fengu þannig vind í seglin og örvun til athafna.

Ellert B. Schram, fráfarandi formaður SUS, og Friðrik Sophusson, verðandi formaður SUS, á Egilsstöðum 1973.

Og þessi gerjun leiðir sem sagt til herferðarinnar frægu um báknið burt? Já, þetta verður allt saman til þess að vekja mikinn áhuga meðal yngri sjálfstæðismanna á að vinna betur úr þessum hugmyndum, sem í raun byggðust á grunngildum sjálfstæðisstefnunnar, og gefa þær út á skiljanlegu máli. Þess vegna fórum við yfir það hvernig við gætum í einstökum atriðum dregið úr ríkisafskiptum og settum til verksins nokkra vaska menn, þ. á m. Þorstein Pálsson, Baldur Guðlaugsson og dr. Þráin Eggertsson, sem skiluðu áliti um það. Á sama tíma var Vilhjálmur Egilsson að skrifa ritgerð í háskólanum um svipað efni. Úr varð stutt rit, sem við nefndum „Báknið burt“ en það stendur í hljóðstaf og er þess vegna „markaðsvænt“ kjörorð eins og sagan sannar. Ritinu var fylgt eftir með fundum um land allt. Herferðin fékk athygli enda var mönnum farið að skiljast gildi þess að draga úr ríkisbákninu og nýta markaðskerfið. Hér voru á ferðinni viðhorf, sem stundum eru kölluð frjálshyggja. Svipaðar hreyfingar áttu sér stað annars staðar í Evrópu. Ísland er aldrei eyland, þó svo að manni finnist það stundum. Við áttum auðvitað í samstarfi við ung skoðanasystkin í öðrum

13

Evrópuríkjum þar sem svipaðar hræringar áttu sér stað, en allt var staðfært og hugsað í íslenskum veruleika. Þegar maður horfir um öxl og lítur á efnisinnihaldið í þessari herferð um Báknið burt fyrir aldarþriðjungi getur maður ekki varist brosi, því að í dag myndu ekki einu sinni Vinstri Grænir vera á móti þessari stefnu, þetta eru svo sjálfsagðir hlutir. En á þeim tíma var þetta mjög róttækt og það var háð hörð hugmyndabarátta sem við lögðum okkur hart fram við. Þá voru baráttuaðferðirnar allt öðruvísi en nú. Til dæmis héldu Heimdallur og Æskulýðsfylkingin, ungliðasamtök Alþýðubandalagsins, kappræðufundi þar sem allt að 1200 manns mættu til þess að hlusta. Þetta voru í raun og veru miklu meira sýnilegir bardagar á milli fylkinganna, þar sem þær komu sér saman um stað og stund og lögðu svo þar fram sín sjónarmið. Slíkir bardagar eiga sér ekki stað lengur á öld nútímamiðla. Hugmyndirnar verða gjarnan til hjá þeim sem hafa opinn huga og nógu litla reynslu til að hún þvælist ekki fyrir hugsjónunum. Þannig kom fram á þessum tíma fylking ungra sjálfstæðismanna með skýrar hugmyndir um breytingar, og það gerðist í mjög heppilegu umhverfi. Við yngri


mennirnir stóðum að þessu af heilum hug og náðum smám saman að smita þetta inn í flokksstarfið. Þegar leið á áttunda áratuginn tók flokkurinn hreinlega upp þessa stefnu m.a. að selja ríkisfyrirtæki sem voru í samkeppni við önnur fyrirtæki á markaði. Þegar ég var fyrst í framboði árið 1978 fór ég á vinnustaðafundi og einn fundurinn var haldinn í Landssmiðjunni, sem ríkið átti. Þar vann fjöldi fólks, og ég kom þangað með þann boðskap að Landssmiðjan yrði seld og yrði ekki lengur í eigu ríkisins. Mikill áhugi var á þeim fundi. Blöðin mættu til að fylgjast með því hvað gerðist. Þá samdi einn fundarmanna þessa háðvísu sem Þjóðviljinn birti: Á því tel ég varla von, að vinni þjóð til muna, þó að Friðrik Sophusson, selji landssmiðjuna. Svo gerðist það seinna að Landssmiðjan var seld. Þá kom reyndar í ljós að pólitísk afskipti af Landssmiðjunni höfðu verið miklu meiri en mig grunaði. Stjórnmálamenn höfðu áhrif á ráðningar, og einhverjir vinir og kunningjar höfðu verið teknir í vinnu umfram aðra. Ég nefni þetta sem dæmi um eina af hættunum af því þegar ríkið stendur í atvinnurekstri sjálft. Það er full ástæða til að rifja það aftur upp í dag, nú þegar stór hluti af atvinnulífi þjóðarinnar hefur verið ríkisvæddur óbeint upp á nýtt í gegnum bankana. Því fylgir mikil hætta á misnotkun, og því er brýnasta verkefnið í dag að koma þessari atvinnustarfsemi aftur út á markaðinn. Hvaða hljómgrunn fékk Báknið burt, svona almennt séð? Báknið burt naut mikils skilnings meðal ungs fólks sem var ekkert endilega í Sjálfstæðisflokknum, og hafði alveg greinileg áhrif á sjónarmið yngra fólks sem starfaði til dæmis í Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum. Það sá í þessu að þetta var skynsamlegt, en margir af eldri sjálfstæðismönnum sem höfðu vanist því að Sjálfstæðisflokkurinn væri bara hluti af þessu kerfi, þeim fannst stundum að við stingjum títuprjónunum á

viðkvæma staði. Þeir eldri höfðu sem sagt efasemdir um sumt. Hins vegar voru náttúrulega margir af eldri kynslóðinni í flokknum, eins og t.d. Jónas Haralz, sem bókstaflega studdu þetta og hjálpuðu til við að færa þetta í hugmyndafræði flokksins. Nokkrir þeirra, sem hvað mestan þátt áttu í þessari stefnumótun mynduðu síðar svokallaðan Eimreiðarhóp og gáfu út tímaritið Eimreiðina. Einn þeirra, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, vann síðan sleitulaust að því að kynna hugmyndafræði frjálshyggjunnar og varð mikið ágengt einkum með atbeina tímaritsins Frelsins. Allt þetta starf færði smám saman til miðjuna í íslenskum stjórnmálum.

„”

heilmikið gegn okkur, og vegna þess hvað kosningabaráttan var stutt að þá náðu margir þingmenn og frambjóðendur flokksins, sérstaklega þeir úti á landi, ekki tökum á stefnunni og því gekk flokkurinn ekki í takt í þessum kosningum. Árangurinn var eftir því, og það leiddi til hinnar dramatisku sögu þar sem Gunnar Thoroddsen klauf þingflokkinn, en það er í raun allt önnur saga sem nýlega hefur verið skráð. Þetta voru merkilegir tímar, en kosningarnar 1979 og langir eftirmálar þeirra gerðu það að verkum að það tók nokkurn tíma fyrir sjálfstæðismenn að fóta sig aftur á hugmyndafræðinni. Hugsanlega hefðum við getað náð að koma

Tilgangurinn með valddreifingunni í þjóðfélaginu er að auka frelsi og framtakamátt einstaklinga og félaga þeirra með því að stjórnmálalegar ákvarðanir séu teknar eins nærri einstaklingunum og unnt er, þannig að þeir geti öðlast meiri áhrif á aðstöðu sína, lífshætti og umhverfi.“

Friðrik Sophusson, Báknið burt (1977)

Þrátt fyrir það reyndi mjög á hugmyndafræðina í flokknum á árunum 1978-1980. Það kom best fram í kosningunum 1979. Þá hafði vinstri stjórn verið mynduð eftir kosningarnar 1978 þar sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forsæti Geirs Hallgrímssonar féll. Vinstri stjórnin entist sem sagt bara í rúmt ár áður en hún sprakk og þá var boðað til kosninga. Í öllum skoðanakönnunum var Sjálfstæðisflokknum spáð mikilli velgengni. Kosningabaráttan var stutt, stefnan var skýr og byggð að nokkru leyti á hugmyndum unga fólksins. Hún var kynnt undir heitinu Leiftursókn gegn verðbólgu. Vinstri menn hentu þetta á lofti og sneru út úr því með því að kalla þetta „Leiftursókn gegn lífskjörum“. Það var tóm della, en hljómaði betur en „Leiftursókn gegn verðbólgu“, stóð í hljóðstaf líkt og „Báknið burt“. Auk þess hjálpaði ekki til að Leiftursókn var íslenska þýðingin á orðinu Blitzkrieg sem notað var um skyndisóknir nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Þetta var því miður notað

okkar hugmyndum betur fram 1987 ef að Albert Guðmundsson hefði ekki klofið flokkinn með stofnun Borgaraflokksins. Níundi áratugurinn er oft talinn mikill „frjálshyggjuáratugur“ í löndunum í kringum okkur, t.d. í Bretlandi Margaret Thatchers en hann virðist hafa verið heldur sviptingasamari hjá okkur á Íslandi? Það er mjög margt sem gerist á níunda áratugnum, þetta er eins og þú segir á sama tíma og Thatcher er forsætisráðherra í Bretlandi og Reagan kemst til valda í Bandaríkjunum. Þá verða verulegar breytingar í hinum vestræna heimi í þessa átt og það setur mark sitt á stjórnir á Íslandi alveg eins og annars staðar. Þó voru ekki skýr vatnaskil á þessum áratug, þrátt fyrir að t.d. væri margt gott gert í ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks 1983-1987. Níundi áratugurinn var í raun áratugur Framsóknarflokksins, sem situr samfellt í stjórn frá 1971 með litlu bili 1979 og fram til ársins 1991. Steingrímur

14

Hermannsson er forsætisráðherra meirihluta níunda áratugarins. Ríkið hafði talsverð afskipti af atvinnulífinu í gegnum Framkvæmdastofnun ríkisins og opinbera sjóðakerfið, sem lánaði heilmikið í fiskeldi og minkarækt svo dæmi séu nefnd. Ég sat á þingi allan þennan áratug, en Sjálfstæðisflokkurinn og stefna hans voru ekki í fyrirrúmi. Það sést kannski einmitt best á því að árið 1983 verður Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra en ekki Geir Hallgrímsson. Við vorum vængbrotnir á þessum tíma. Það er ekki fyrr en árið 1991 sem Sjálfstæðisflokkurinn mætir sterkur til leiks á ný eftir kosningasigur undir forystu Davíðs Oddssonar og manna, sem á sínum tíma tóku þátt í að móta þá stefnu sem að við settum fram undir heitinu Báknið burt. Þá voru einnig í forystu Alþýðuflokksins menn, sem voru orðnir uppgefnir á samstarfinu við hina vinstri flokkana. Jón Baldvin var tilbúinn til þess að fara í verulegar breytingar á íslensku þjóðfélagi. Stundin var runnin upp. Lítil andstaða var við einkavæðinguna þá í þjóðfélaginu, enda var þetta orðin viðtekin stefna um alla heimsbyggðina. Þessi frjálsræðisstefna var tímabær og góð, og lagði grunninn að gríðarlegri lífskjarabót fyrir Íslendinga næstu árin. Viðeyjarstjórnin 1991 markaði mikil vatnaskil í sögunni, og þú ert þá nýorðinn aftur varaformaður flokksins eftir stutt hlé og verður fjármálaráðherra. Var það skilyrði af ykkar hálfu að þú yrðir fjármálaráðherra í þeirri stjórn? Ég man það ekki svo glöggt en hins vegar er það oft þannig við myndun tveggja flokka stjórna að þá er talið að sá flokkur sem fer með forsætisráðuneytið, verði að gefa hinum flokknum kost á utanríkisráðuneytinu, sem hefur verið talið svona næst virðulegasta ráðuneytið, en það er enginn vafi á því að fjármálaráðuneytið er eitt öflugasta ráðuneytið og það hefur þýðingu hvar það lendir. Það skiptir enn meira máli ef forsætis- og fjármálaráðuneytin eru á hendi sama flokksins, því að það er nokkur góð trygging fyrir því að hægt sé að ná hlutum fram.


Þá er ég alls ekki að gera lítið úr öðrum ráðuneytum, nema síður sé. Öll ráðuneytin eru mikilvæg, en ég tel að þarna á þessum árum, og eðlilega kannski mest framan af þessu samstarfi, hafi verið gerðir hlutir sem höfðu virkilega þýðingu fyrir íslenska þjóð. Stundum á fyrri árum vildi enginn vera fjármálaráðherra, en mér fannst felast í þessu gríðarleg tækifæri, og mér leið mjög vel í fjármálaráðuneytinu. Það kreppti að, og gríðarlegur halli var á ríkissjóði og hafði verið um hríð. Verðbólgan og önnur vandamál höfðu meðal annars leitt til þjóðarsáttarsamninganna

„”

árið áður. Það er ástæða til þess að staldra aðeins við þá, vegna þess að þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu studdi Sjálfstæðisflokkurinn þjóðarsáttina og tók mjög virkan þátt í að móta hana; annars vegar með beinum hætti og hins vegar komu margir sjálfstæðismenn að henni í gegnum Vinnuveitendasambandið, eins og til dæmis Einar Oddur Kristjánsson heitinn, sem lagði drög að sáttinni með forystumönnum í verkalýðshreyfingunni. Það voru aðallega aðilar vinnumarkaðarins sem settu

þessa samninga upp og stöðvuðu þannig þá sjálfvirku vísitöluskrúfu sem hafði verið í gangi í langan tíma. Þjóðarsáttarsamningarnir eru dæmi um það hvernig ná má miklum árangri ef vilji er til breiðs samstarfs um skýr markmið. Hvað finnst þér hafa verið það mikilvægasta sem þú gerðir sem fjármálaráðherra? Ég skal nefna þrennt, sem var mikilvægt að gera þessi fyrstu ár. Í fyrsta lagi breyttum við fjárlagagerðinni. Í stað þess að fjármálaráðherrann setti einn

Einkavæðingin, frjálshyggjan og hrunið

Um þessar mundir er mjög í tísku hjá sumum íslenskum vinstri mönnum að kenna einkavæðingunni og frjálshyggjunni um allt sem aflaga hefur farið. Slíkt er auðvitað út í hött. Efnahagskreppan var alþjóðleg, en ekki séríslenskt fyrirbæri. Ástæðan fyrir því að kreppan lék Íslendinga sérstaklega grátt var að bankakerfið óx allt of hratt á örstuttum tíma og stjórnendur og aðaleigendur bankanna fóru ógætilega í útlánum og fjárfestingum. Þeir fótuðu sig ekki í nýfengnu frelsinu. Á síðasta árunum fyrir hrun virðast bankarnir hafa gripið til örþrifaráða til að sýnast sterkari en þeir voru í raun og veru. Búnaðarbankinn og Landsbankinn, sem höfðu verið ríkisbankar frá upphafi, voru einkavæddir um aldamótin. Þótt deilt sé um aðferðina, sem notuð var við einkavæðinguna, verður einkavæðingunni sem slíkri – eða þeim sem stóðu fyrir henni – ekki kennt um bankahrunið. Einkavæðing bankanna hófst reyndar með sölu Útvegsbankans árið 1990, þegar Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon sátu saman í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Íslandsbanki varð til með samruna Útvegsbankans og þriggja einkabanka. Hann starfaði í 18 ár áður en hann varð fyrstur bankanna til að falla haustið 2008. Engum dettur í hug að kenna þeim Jóhönnu og Steingrími um það. Ef bankarnir hefðu verið ríkisbankar, þegar hrunið átti sér stað, er ólíklegt að þeir hefðu verið settir á hausinn á kostnað lánardrottna þeirra. Ríkið hefði setið uppi með allan reikninginn. Hér urðu bankarnir gjaldþrota, hluthafar og lánardrottnar fengu skellinn, og ríkið hafði m.a. þess vegna svigrúm til að koma til móts við innlánseigendur í meiri mæli en ella. Á undanförnum áratugum hafa frjáls markaðsviðskipti þróast í heiminum í takt við frjálslynd viðhorf gegn hugmyndum miðstýringarsinna. Einkarekstur í samkeppnisumhverfi hefur í gegnum tíðina skilað almenningi betri lífskjörum en ríkisrekstur og einokun. Þrátt fyrir efnahagskreppuna, dettur fáum í hug að hverfa aftur til ríkisafskipta fyrri tíma. Allt kapp er lagt á að læra af reynslunni, berja í brestina og koma hlutunum af stað á nýjan leik. Íslendingar búa við tímabundin gjaldeyrishöft og mörg fyrirtæki eru í eigu banka og opinberra aðila. Afar brýnt er að komast út úr þessu ástandi sem fyrst, ef við viljum sömu lífskjör og þær þjóðir, sem við berum okkur saman við. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins reyna að telja fólki trú um að hér hafi stjórnvöld fylgt „nýfrjálshyggju“ fyrir hrun og þess vegna hafi allt farið til fjandans. Enginn hefur skýrt út hvað þetta hugtak þýðir með neinum vitrænum hætti og þess vegna er þetta merkingarlaus umræða. Þetta dularfulla hugtak er notað til að gefa í skyn að flokkurinn hafi yfirgefið grundvallarstefnu sína og gleymt sér í einhverjum grillum. Ekkert er fjær lagi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá upphafi stutt einkaframtak, séreignarstefnu og einstaklingsfrelsi. Hann hefur einnig talið markaðskerfi skila betri árangri en miðstýringu viðskipta. Þessi gömlu og grónu gildi eru enn í fullu gildi. Við leggjum áherslu á frelsið og frjálshyggju gegn einokun og alræðishyggju. En við gerum okkur einnig grein fyrir því að frelsinu verður að fylgja ábyrgð. Að öðrum kosti getur frelsið snúist upp í andhverfu sína. Því miður eru dæmi um að þessi sannindi hafi gleymst í aðdraganda bankahrunsins. Af því skulum við læra til að sagan endurtaki sig ekki.“

15

upp fjárlagafrumvarpið á sínum forsendum var byrjað á markmiðasetningunni og heildarumfanginu. Öll ríkisstjórnin bar ábyrgð á þessum hluta. Síðan var útgjöldunum skipt á ráðuneytin, og þeim gefið mikið svigrúm til stefnumótunar á sínu sviði, en urðu á móti að standa við niðurstöðuna. Þannig var komið á aga við ríkisfjármálin og allir ráðherrarnir voru gerðir miklu ábyrgari en þeir höfðu verið áður. Þannig urðu í raun allir ráðherrarnir að vissu leyti fjármálaráðherrar. Þetta kostaði það að fjármálaráðherrann hafði minna vald til að gera breytingar innan heimilda einstakra ráðuneyta, en hafði þá á móti meiri tryggingu fyrir því að menn færu ekki fram úr fjárlögum. Þessi breyting tókst mjög vel framan af og leiddi af sér ábyrgari fjármálastjórn. Annað sem mér finnst líka hafa skipt máli, var að okkur tókst að gera nauðsynlegar breytingar á lífeyrismálum opinberra starfsmanna. Búinn var til lífeyrissjóður sem borgað var inn í, en ríkið hafði áður ekki haft neinn sjóð, heldur notað jafnóðum í ríkishítina þá peninga, sem hefði átt að leggja til hliðar. Þannig hafði safnast upp margra milljarða tuga skuld og það stefndi í óefni í lífeyrismálum opinberra starfsmanna. Þá gerðum við þær breytingar að allir nýir starfsmenn urðu að koma inn með allt öðrum skilmálum og ríkið varð að borga inn í sjóðinn ásamt starfsmanninum þannig að sjóðurinn nýi hagaði sér eins og sjóðirnir á almenna vinnumarkaðnum. Þetta var forsenda þess að hægt var að auka lífeyrissparnaðinn. Verðbólguárin á undan hafði fólk misst trúna á sparnað og það skipti því miklu máli á að koma upp þessu kerfi svo að fólk fengi aftur þá trú, að hægt væri að spara. Í þriðja lagi, og þetta tengdist einkavæðingunni, þá unnum við að verkefni sem ég kallaði nýskipan í ríkisrekstri. Þar sem ekki var hægt að koma einkavæðingu við, var hugsanlega hægt að bjóða út starfsemina, og þar sem það var ekki hægt, reyndum við að gera árangurstengda samninga við þá sem stjórnuðu þeim hluta ríkisrekstrarins. Sett voru markmið fram í tímann um reksturinn sem stjórnendur áttu síðan að standa


við. Við drógum lærdóm af þeim nýjungum sem höfðu verið að ryðja sér til rúms úti í atvinnulífinu og reyndum að nýta okkur það í ríkisrekstrinum. Við gerðum ýmsar tilraunir sem ég tel að hafi sumar tekist, en aðrar dóu síðan drottni sínum eins og oft gerist þegar reynt er að koma nýjungum á. Þetta þrennt tel ég að hafi verið mikilvægt á þessum tíma. En þú varst á sama tíma líka varaformaður Sjálfstæðisflokksins? Já, hlutverk mitt sem varaformaður fólst m.a. í því að fara um landið, tala við flokksmenn og upplýsa fólk þannig að það fyndi að það væri í einum flokki með sameiginlegastefnu og hefði skilning á því sem verið var að gera. Stjórnmálaflokkur er hópur

„”

að vaxa, hins vegar þarf að halda ríkisútgjöldunum í skefjum. Fari þetta tvennt saman lækka útgjöldin hlutfallslega. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf haft skilning á því að stækka þjóðarkökuna og leggur áherslu á það í dag til að koma okkur út úr kreppunni. Núverandi ríkisstjórn virðist hins vegar hafa takmarkaðan áhuga á að nota auðlindir landsins til þess að efla atvinnulífið. Þegar Viðeyjarstjórnin var mynduð vorum við í kreppu, það var atvinnuleysi, ríkissjóður var rekinn með verulegum halla og vaxtagreiðslur gífurlegar vegna skulda ríkisins, þannig að það þurfti að taka til hendinni. Þá var mikill skilningur á því að ríkið ættu ekki að safna skuldum og atvinnulífið þyrfti að vaxa. Ég man

Allir sem koma að stjórnmálum ættu að muna að ekkert getur komið í staðinn fyrir bein og milliliðalaus tengsl við fólk“

fólks og verður aldrei annað en fólk með svipaðar skoðanir, fólk, sem er tilbúið til að berjast fyrir skoðunum sínum, þegar á þarf að halda. Það skiptir öllu máli að forystumenn í Sjálfstæðisflokknum skilji að það verður að rækta fólkið, það þýðir ekkert að byggja flokksstarf bara á hugmyndum, það verður líka að byggjast á samstarfi og samtölum. Þess vegna er svo mikilvægt að forystumenn flokksins séu í góðu sambandi við flokksmenn um allt land og sinni flokksstarfseminni. Það er ekki nóg að gera það í gegnum tölvu, það er ekki nóg að skrifa blaðagreinar. Það verður einnig að hitta fólk og ræða við það, helst á þeim stöðum þar sem það er að vinna sín daglegu störf. Allir sem að koma að stjórnmálum ættu að muna það að ekkert getur komið í staðinn fyrir bein og milliliðalaus tengsl við fólk. Nýlegt graf sýnir að útgjöld ríkisins sem hlutfall af landsframleiðslu minnkuðu hvert ár sem þú varst fjármálaráðherra, en fóru síðan að aukast ár frá ár eftir að þú hættir, þú varst sem sagt að uppfylla það að senda báknið burt? Það er tvennt sem skiptir máli í þessu sambandi. Annars vegar þarf landsframleiðslan

einmitt eftir því að 1990 var ungt fólk spurt að því í skoðanakönnun hvað væri stærsta vandamál íslensku þjóðarinnar og það var erlend skuldasöfnun. Fólk var hrætt, sérstaklega við erlenda skuldasöfnun. Það var hræddara við það en til dæmis kjarnorkustríð sem þá var algengt áhyggjuefni. Andrúmsloftið var því gott til þess að skera niður og stöðva skuldasöfnun hins opinbera. Og það gekk eftir. Þá komum við að því sem er alltaf vandamál. Þegar hagurinn vænkast og tekjurnar vaxa, getur verið erfitt að vera fjármálaráðherra. Það þarf sterk bein til að þola góða daga. Fólk hefur lítinn skilning á sparnaði í ríkisrekstri þegar vel árar, alveg öfugt við það sem að allar bækur kenna okkur, að menn eiga að safna til mögru áranna þegar vel gengur. Norðmenn eru mjög agaðir í þessum efnum, en því miður gerðist það hér að menn höfðu ekki lag á því að leggja nægilega mikið til hliðar þegar vel gekk og kröfurnar koma þá auðvitað frá öðrum ráðherrum, stjórnarandstöðunni og hagsmunaaðilum. Mönnum finnst þeir hafa sparað svo mikið að þeir geti farið að fá meira í sinn hlut. Þetta finnst mönnum allt í lagi á meðan

ríkissjóður er ekki rekinn með halla. Menn vöruðu sig þó ekki á því að á þessum árum er viðskiptahalli við útlönd öll þessi ár. Það þýðir að flutt er meira inn en út, sem táknar í raun að þjóðin er að safna skuldum erlendis, og að ríkissjóður er að skattleggja tekjur framtíðarinnar. Þegar dæmið snýst við dragast tekjurnar saman. Ef ekki eru lagðar til hliðar skatttekjurnar af þessum auknu umsvifum eru ekki til peningar til að standa straum af þeim tekjuhalla sem myndast á samdráttarskeiðinu. Sem betur fer var ríkissjóður rekinn án halla, þegar hrunið varð, en að mínu mati hefði hið opinbera þurft að eiga fyrningar eftir góðærið fyrir hrun. En eins og ég hef lýst er það hægara sagt en gert. Skilningur almennings á störfum fjármálaráðherrans er oft meiri þegar á móti blæs. Svo komu kosningarnar 1995, og Viðeyjarstjórnin hélt naumlega velli, með eins manns meirihluta, og þá var skipt um samstarfsflokk. Það var í raun bara einfalt reikningsdæmi. Ef Alþýðuflokkurinn hefði farið betur úr þeim kosningum, að þá hefði sú stjórn haldið áfram án nokkurs vafa. Jóhanna Sigurðardóttir hafði hins vegar fengið leið á formanni síns flokks og stofnað nýjan flokk, Þjóðvaka, sem var ekki langlífur. Hún fékk fjóra þingmenn kjörna, og skildi Alþýðuflokkinn eftir í sárum. Þegar ríkisstjórnin hafði bara eins atkvæðis meirihluta, og slíkur órói hafði verið innan Alþýðuflokksins, töldum við eftir að hafa skoðað málin, að það væri eðlilegra að leita nýrra bandamanna og þá var talað við Framsóknarflokkinn. Vinstri menn höfðu þá þegar gert Halldóri Ásgrímssyni tilboð um að verða forsætisráðherra og reka Sjálfstæðisflokkinn út í horn, en hann kaus frekar þetta samstarf. Framsóknarflokkurinn var þá kannski líka búinn að færast nær ykkur þegar Halldór tók við formennskunni af Steingrími Hermannssyni? Það er enginn vafi að Halldór og hans menn stóðu nærri okkar skoðunum, enda hafði pólitíkin

16

þá færst til. Miðjan er alltaf að færast til í stjórnmálunum. Þegar þarna var komið sögu hafði miðjan færst til og Halldór Ásgrímsson taldi að Framsóknarflokkurinn ætti að vera miðjuflokkur, ólíkt Steingrími sem taldi að Framsókn ætti að vera kannski meiri vinstriflokkur. Þeir voru því alveg tilbúnir til þess að vinna með okkur og fylgja áfram þeirri meginstefnu, sem Viðeyjarstjórnin hafði mótað. Helsti munurinn kannski á þessum tveimur flokkum var sá að Alþýðuflokkurinn var frekar flokkur þéttbýlishagsmuna á meðan Framsóknarflokkurinn var tengdur dreifbýlinu sterkum böndum. Frá mínum sjónarhóli gekk þetta samstarf þó ekki síður vel en samstarfið við Alþýðuflokkinn. Ég vil reyndar taka það alveg sérstaklega fram að samstarfið við Alþýðuflokkinn var mjög gott, og frá mínum sjónarhóli hefði verið gaman að halda því áfram allavegana eitt kjörtímabil í viðbót. Hins vegar óraði engan þá fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn ætti eftir að sitja samfleytt í 18 ár í stjórn. Menn hefðu bara hlegið ef einhver hefði sagt það á þessum tíma. Svo er auðvitað annað mál að það var eflaust ekki hollt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sitja svona lengi í stjórn, það er gott fyrir alla að endurhlaða rafhlöðurnar í stjórnarandstöðu. Hvers vegna hættirðu í stjórnmálum? Árið 1998 hafði ég setið á þingi í tuttugu ár. Reyndar hafði ég lofað sjálfum mér þegar ég var kosinn fyrst á þing að ég myndi bara sitja tvö kjörtímabil, þá væri komið nóg. Þá vildi svo til að fyrsta kjörtímabilið varð aðeins rúmt ár. Næsta kjörtímabil reyndist mjög sérstakt og að því loknu var ég orðinn varaformaður flokksins. Svo voru komin yfir tuttugu ár, og þá gekk þetta allt saman mjög vel, stjórnin í fínu lagi, flokkurinn sterkur og samhentur og fjármálaráðherrann ágætlega vinsæll, en það blundaði samt í mér að geta snúið mér að einhverju öðru. Ég vildi ekki enda ferilinn á því að verða gamall, önugur þingmaður sem dagaði uppi í stjórnmálunum. Ég var því ákveðinn að hætta.


Ég sagði formanni flokksins og forsætisráðherra það en hann óskaði eftir að ég starfaði í nokkra mánuði í viðbót sem ég og gerði. Ég gat valið mér nýjan starfsvettvang og ýmislegt kom til greina. Þá stóð svo á í Landsvirkjun að forstjórinn þar var að hætta og stjórn fyrirtækisins samþykkti samhljóða að ráða mig, þegar ég hætti á þingi um áramótin 1998-1999.

Þetta var auðvitað stór framkvæmd við Kárahnjúka og heyrst hafa gagnrýnisraddir um að hún hafi verið um of þensluhvetjandi?

í eigu opinberra aðila að þá var gengið í þetta mál eins vel og hugsast getur. Það breytir ekki því að mér finnst persónulega að það megi gjarnan koma fleiri eigendur að þessu fyrirtæki. Það er mín skoðun að það væri til bóta, ef einkaaðilar gætu átt hluta í Landsvirkjun enda á að vera hér samkeppni í raforkuframleiðslu. Af hverju á ríkið að vera að binda svona mikla fjármuni í Landsvirkjun? Það ætti að vera til skoðunar að mínu mati, en þá þarf að sjá um að auðlindirnar verði í eigu íslenskra aðila eins og gert er ráð fyrir í lögum. Bygging Kárahnjúkavirkjunar og álvers á Reyðarfirði hafði auðvitað þensluáhrif eins og fyrirfram var vitað. Þau þensluáhrif voru hins vegar lítil miðað við áhrif gríðarlegrar innspýtingar fjármagns inn í hagkerfið á vegum bankanna t.d. með húsnæðislánum. Stjórnvöldum mátti vera ljóst að hægja þyrfti á öðrum framkvæmdum á meðan. Á byggingartíma stórframkvæmdanna á Austurlandi 2003-2008 sexfölduðust útlán innlánsstofnana til heimila og þau jukust um 900 milljarða króna, sem svarar til þrefalds byggingarkostnaðar álvers og virkjunar. Ekki er talin með útlánaaukning innlánsstofnana til fyrirtækja, en hún var talsvert meiri á tímabilinu. Lítið var gert til að halda aftur af bönkunum og sjálfsagt hefðu innlánsstofnanir og almenningur tekið því illa. Fjármagn virtist óþrjótandi á lágu verði, sem allir vildu njóta. Nú eru bankarnir gjaldþrota, húsnæði stendur autt í stórum stíl og hundruðum milljarða er varið til að bjarga heimilum og endurskipuleggja fyrirtæki. Á sama tíma skapa álverið á Reyðarfirði og Kárahnjúkavirkjun atvinnu og útflutningsverðmæti, sem koma sér vel. Erfið staða ríkisins hefur verið í brennidepli, og fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2011 fékkst varla samþykkt. Setjum sem svo að þú værir fjármálaráðherra í dag, hvernig myndir þú taka á fjármálum ríkisins?

Jú, þetta var stór og umdeild framkvæmd, en það var mikilvægt að stækka þjóðarkökuna. Þó að þetta væri gert á vegum fyrirtækis

Í mínum huga verða menn að vera alveg raunsæir þegar svona skellur kemur á þjóðarbúið, og þar með á ríkið. Það var alveg

Hvernig leið þér svo, gamla frjálshyggjumanninum, við stjórnvölinn í einu helsta ríkisfyrirtækis landsins? Þetta er mjög eðlileg spurning, en þá verður að hafa í huga að þau verkefni sem Landsvirkjun stóð fyrir voru í mjög ákveðnum stærðarflokki og þá, eins og nú, var takmarkaður vilji til þess að einkavæða í raforkuframleiðslu. Þess vegna tók maður því sem fyrirliggjandi staðreynd að þá stundina var enginn annar aðili sem gæti byggt raforkuver af þeirri stærðargráðu sem álver myndi þurfa. Ég leit því á þetta sem sérstakt verkefni. Þá er gott að hafa í huga að Landsvirkjun er algjörlega aðskilin fjárhagslega frá ríkinu. Ríkið hefur ekki áratugum saman lagt Landsvirkjun til neina fjármuni. Þvert á móti hefur fyrirtækið greitt eigendum sínum arð. Á þessum árum voru gerðar þær breytingar að Landsvirkjun og önnur raforkufyrirtæki voru felld undir skattkerfið eins og hver önnur fyrirtæki. Fyrirtækið er mjög sjálfstætt og í þau ellefu ár sem ég var forstjóri Landsvirkjunar þekktist ekki að það kæmi einhver stjórnunarleg skilaboð frá ríkisstjórninni eða ríkinu, það gerðist ekki. Mér leið því, þrátt fyrir frjálshyggjuhjartað, mjög vel í þessu stóra verkefni, sem ég tel að hafi gengið mjög vel. Hrunið hefur haft mjög takmörkuð áhrif á Landsvirkjun, sem er starfrækt í Bandaríkjadölum og er með mjög sterka eiginfjárstöðu.

nauðsynlegt að hækka skatta að mínu mati, og það var auðvitað alveg bráðnauðsynlegt að draga úr ríkisútgjöldum og skera niður. Ég tel hins vegar að þessi ríkisstjórn hafi ekki farið rétt að í þessum málum. Það er grundvallaratriði þegar að ríkisstjórn er mynduð á tímum efnahagsvanda, eins og reyndar var gert 1991 þó að vandinn væri smærri þá, að leggja drög að öllum ákvörðunum í upphafi, lögfesta allt sem þarf að gera strax, jafnvel þótt að verkefnin dreifist yfir einhvern tíma. Smáskammtalækningar eru dæmdar til að mistakast. Það sem ríkisstjórnin hins vegar gerði, og sérstaklega fjármálaráðherrann, var að sólunda fyrstu og dýrmætustu mánuðunum í að breyta skattkerfinu sem var algjör óþarfi. Íslenska skattkerfið var til fyrirmyndar, það var einfalt og gott og það hefði verið algjörlega hægt á grundvelli þess að koma á þeim jöfnuði sem hann vildi. Hann ákvað hins vegar að eyðileggja þetta kerfi bara af hugsjónaástæðum og eyddi miklum tíma í það á fyrsta árinu. Þá lét hann undir höfuð leggjast að setja niður alveg skýr langtímamarkmið í niðurskurði ríkisútgjalda. Hann hefði verið miklu betur staddur í dag ef hann hefði lagt fyrir ári síðan tillögurnar á borðið, hvernig hann sæi fyrir sér niðurskurðinn til tveggja eða þriggja ára, og lögfest það sem þurfti að lögfesta þá, jafnvel þó að áhrifin kæmu ekki fram fyrr en ári síðar eða jafnvel enn seinna. Nú er hann, eftir að hafa setið í rúm tvö ár, búinn að missa aflið, sem er alltaf mest í upphafi kjörtímabils, þegar ríkisstjórnir eru nýjar og sterkar. Líklega hefur enginn fjármálaráðherra haft úr jafnsterkri stöðu að spila en Steingrímur J. Sigfússon, með jafnmikla samúð vegna þeirra erfiðleika sem dunið höfðu yfir og jafnmikinn stuðning við erfið verkefni. Hann hefur eyðilagt fyrir sér, fyrst með því að fara í óþarfar pólitískar skattkerfisbreytingar, svo með því að ætla sér að slá pólitískar keilur og klína Icesave-málinu á pólitíska andstæðinga, og loks kom niðurskurðurinn of seint og hafði greinilega ekki verið unninn í samráði við þá, sem eiga að sjá um

17

framkvæmdina. Fyrir vikið lenti hann í basli við að koma nauðsynlegum sparnaði í gegnum þingið í haust, þegar hluti úr hans eigin þingflokki brást honum. Við verðum að hafa í huga að skuldir ríkissjóðs eru enn að vaxa. Frekari niðurskurðar er þörf. Hver hefur trú á því að þingmenn VG séu tilbúnir til að takast á við það verkefni í næstu fjárlögum? Að lokum, þá hefur hrunið kannski haft þau áhrif að ungt fólk hefur að einhverju leyti misst áhugann á stjórnmálum, og óháð öfl á borð við Besta flokkinn náð að rísa upp. Hvaða ráð hefur þú handa ungu fólki í dag? Það er ekkert óeðlilegt við það að fólk missi álit á stjórnmálum eftir þennan gríðarlega skell sem þjóðin fékk. Ég hef bara eitt ráð fyrir ungt fólk í dag: Treystið á ykkur sjálf. Ræðið sjálf hvernig þið viljið hafa umhverfi ykkar, setjið fram ykkar eigin hugmyndir og berjist fyrir þeim. Fyrir unga sjálfstæðismenn í dag væri það mjög góð byrjun að leita aftur til hinna sígildu gilda sem að Sjálfstæðisstefnan byggir á, og vera ekki að reyna að fela það með neinum hætti, því að þessi gildi eiga djúpar rætur í menningu þjóðarinnar og hljómgrunn í okkur öllum sem einstaklingum. Auðvitað er hætt við að ýmsir ruglist í ríminu vegna efnahagshamfara, sem yfir okkur hafa dunið. Við slíkar aðstæður fáum við yfir okkur skammtímaframboð og uppákomur, sem byggjast ekki á neinum langtímahugmyndum og minna á dægurflugur sem ganga yfir. Innan skamms mun fólk átta sig betur á aðstæðum og þá rofar til. Bölmóður og brandarar munu víkja fyrir uppbyggilegri umræðu. Þá skiptir öllu máli að menn séu tilbúnir með það sem að þeir hafa fram að færa og kunni að vinna því fylgi. Forsenda þess að það takist er að stefnan byggist á grunngildunum og fólk trúi því að dreginn hafi verið lærdómur af óförum og mistökum undanfarinna ára. Gjallarhornið þakkar Friðriki Sophussyni kærlega fyrir viðtalið.


Frjálshyggja er mannúðarstefna

„”

Hugsjón frelsis og sjálfstæðis mætir nú öndverðri öllu, þar sem er stefna sósíalista. Þeirra „hugsjón“ er sú að velja fáeina forráðamenn til þess að hafa vit og stjórn fyrir allan fjöldann. Ófrelsi og ósjálfstæði einstaklinganna er höfuðeinkenni stefnunnar. Frá henni er ekki nema stutt spor yfir í einveldisstjórn, og þetta stutta spor hafa ráðríkir sósíalistaforingjar stigið á vorum dögum, bæði á Rússlandi (Lenín) og á Ítalíu (Mússólíni).“

S

vo mælti Jón Þorláksson, fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins, árið 1930. Hann gerði sér þá þegar grein fyrir því að fasisminn á Ítalíu og sósíalisminn í Ráðstjórnarríkjunum voru angar af sama meiði.

Frjálshyggja og sósíalismi, eða stjórnlyndi, eru helstu andstæður í stjórnmálum 20. aldar og allt fram til samtímans, en milli þessara stefna er hyldýpi. Einn af fyrstu hugsuðum sósíalismans, Henri de Saint-Simon, sagði að með þá sem ekki hlýddu áætlunum hans yrði „farið eins og kvikfénað“. Guðfeður sósíalismans töldu einstaklingsfrelsið, þar með talið tjáningarfrelsið, eitthvert mesta böl 19. aldarinnar. Síðan þá hafa sósíalistar víða um lönd tekið upp nöfn frjálslyndra flokka og farið að boða frelsi en undir niðri býr hugmyndafræði sem er andstæð frelsi einstaklingsins. Það vill einnig gleymast að þau mannúðarsjónarmið sem sósíalistar boða í nútímanum eiga uppruna sinn í einstaklingshyggju og verða eingöngu framkvæmd við þjóðskipulag sem byggir á einstaklingshyggju. Sósíalískt þjóðskipulag hefur hvarvetna leitt til þess að valdhafarnir þurfa að taka sér alræðisvald til að ná settum markmiðum. Þá verður til sérkennilegt siðferði þar sem einstaklingurinn fær ekki að hlýða samvisku sinni eða beita eigin hyggjuviti.Við slíkar aðstæður verður eina siðareglan sú að tilgangurinn helgi meðalið, að minni hagsmunir einstaklingsins þurfi að víkja fyrir meiri hagsmunum „heildarinnar“.Við aðstæður sem þessar er samviskulausum mönnum opin greið leið upp virðingarstigann. Einn af merkustu hugsuðum síðustu aldar, Nóbelsverðlaunahafinn Friedrich von Hayek, orðaði það svo að lýðræðissinnaður stjórnmálamaður sem færi að skipuleggja atvinnulífið stæði brátt frammi fyrir valinu um að taka sér einræðisvald eða gefast upp.

Vonlegt er að menn spyrji sig hvað það er sem veldur því að lýðræðislegar stofnanir falla og alræðisstjórn tekur völdin. Sjúkdómseinkenni slíks samfélags eru skýr. Almenningur verður langþreyttur á seinagangi þeim sem fylgir lýðræðislegum aðferðum og krafan um markvissar og snöggar aðgerðir ríkisins verður háværust. Þá veljast til forystu þeir menn sem boða mest ríkisafskipti og einfaldar lausnir á flóknum vanda. Stjórnmálaflokkur sem er skipulagður eins og herlið tekur að skipuleggja þjóðfélagið allt. Herlið þýskra þjóðernissósíalista, eða nasista í daglegu tali, var knúið áfram af óánægju með frjálst fjármagnskerfi og þeirri óánægju mátti auðveldlega snúa upp á Gyðinga. Í Ráðstjórnarríkjunum var sams konar óánægju snúið upp á „bændaauðvaldið“ eða kúlakkana. Afleiðingin varð sú að tilteknir þjóðfélagshópar urðu réttdræpir – ekki á grundvelli gjörða sinna – heldur á grundvelli tilveru sinnar. Því er stundum haldið fram að frjálshyggja sé á einhvern hátt ómannúðleg. Slíkar fullyrðingar eru fráleitar ef að er gáð. Frjálshyggjan er byggð á þeirri hugsjón að takmarka beri ríkisvald og hámarka frelsi einstaklinganna til orða og athafna. Þeir sem halda því fram að slík stefna sér ómannúðleg hafa gleymt því að verstu grimmdarverk mannkynssögunnar voru unnin af ríkisreknum drápsmaskínum. Frjálshyggjan er eina stjórnmálastefnan sem setur einstaklinginn í öndvegi og því hin eina sanna mannúðarstefna. Björn Jón Bragason, formaður Frjálshyggjufélagsins.

18


Skattheimtan brýtur niður vonina Á

þeim tíma sem Steingrímur J. Sigfússon hefur gegnt embætti fjármálaráðherra hafa orðið gífurlegar hækkanir á sköttum og gjöldum sem einstaklingum og fyrirtækjum er gert að greiða til hins opinbera.

Skattahækkanir eru réttlættar með því að verið sé að bregðast við hallarekstri ríkissjóðs auk þess að færa skattheimtu hér á landi til samræmis við þá skattastefnu sem rekin er á Norðurlöndum. Enginn ætti þó að velkjast í vafa um að gríðarlegar skattahækkanir fjármálaráðherra eru fyrst og fremst pólitísk aðgerð sem sprottin er af þeirri trú að skattahækkanir leiði af sér einhvers konar „félagslegt réttlæti“. Hugtakið „félagslegt réttlæti“ í hugmyndafræði sósíalista byggist á að jafna tekjur niður á við í stað þess að hjálpa þeim sem hafa minna handa á milli að afla meiri tekna. Fjármálaráðherra virðist trúa því að sama sé hversu mikið skattar eru hækkaðir, hækkunin muni ætíð leiða af sér hækkandi tekjur ríkissjóðs. Reynsla fyrri ára hefur þó sýnt svo ekki verður um villst að lækkun skatta hefur aukið skatttekjur ríkissjóðs og verið hvati á atvinnulíf og einstaklinga til frekari tekjuöflunar. Það hafa aldrei þótt góðir búskaparhættir að blóðmjólka fólkið og fyrirtækin í landinu eins og nú er verið að gera.

Listinn er langur og ljótur Það er ekki auðvelt fyrir fólk að átta sig fullkomlega á öllum skattahækkunum sem innleiddar hafa verið í tíð núverandi fjármálaráðherra, svo miklar og flóknar eru þær. Hér er því rétt að nefna helstu hækkanir beinna og óbeinna skatta sl. tvö ár og er þá stuðst við samantekt frá KPMG og fleiri fagaðilum. Auk þeirra skattahækkana sem hér eru nefndar hafa orðið gífurlegar hækkanir á óbeinum sköttum og gjöldum, oftast langt umfram almennar verðlagshækkanir. Má í þessu sambandi nefna hækkanir sem koma sérlega illa við fjölskyldufólk svo sem bensíngjald, áfengisgjald, tóbaksgjald, vörugjöld og bifreiðagjöld.

Listinn yfir skattahækkanir velferðarstjórnarinnar er enginn skemmtilestur en helstu breytingar á sköttum sem gerðar hafa verið á síðustu tveimur árum eru: • Tekjuskattur lögaðila hefur verið hækkaður úr 15% í 20%. • Tryggingagjald hækkað úr 5,34% í 8,65%. • Tekinn upp afdráttarskattur af vaxtagreiðslum til erlendra skuldareigenda. • Skilyrði fyrir frádráttarbærni móttekins arðs hjá lögaðilum er að yfirfæranleg töp hafi verið jöfnuð. Frá og með álagningu 2012 verður frádráttur tiltekinna félaga vegna móttekins arðs og hagnaðar af sölu hlutafjár bundinn við 10% eignarhald í viðkomandi félagi. Ákvæði þetta gengur þvert á yfirlýst markmið um dreifða eignaraðild að félögum. • Fjármagnstekjuskattur einstaklinga hækkaður um 100%, úr 10% af fjármagnstekjum í 20%. • Þrepaskiptur tekjuskattur einstaklinga tekinn upp. Skatthlutfall einstaklinga (tekjuskattur og útsvar) hefur hækkað úr 37,2% í 46,21% ef miðað er við hæsta skattþrep. Í lægsta skattþrepi, af tekjum lægri en 209.400 kr. á mánuði, er tekjuskattsprósenta 37,31%. • Auðlegðarskattur (eignarskattur) lagður á í fyrsta sinn í álagningu 2010. Skatturinn hefur enn verið aukinn, fríeignamark lækkað og skatthlutfall hækkað úr 1,25% af stofni í 1,5%. Þetta er skattur sem kemur sérlega illa við eldra fólk sem situr uppi með stórar íbúðir, hefur sýnt sparnað og ráðdeild alla tíð en hefur litlar tekjur á efri árum. • Virðisaukaskattur hefur verið hækkaður úr 24,5% í 25,5% í hærra þrepi. • Arður sem greiddur er hluthöfum sem ber að reikna sér endurgjald og er umfram 20% af eigin fé félags í lok viðmiðunarárs telst að hálfu til launatekna. Hér er verið að skattleggja

19

réttilega úthlutaðan arð sem laun. Það kemur sérstaklega illa við frumkvöðla í nýsköpunarfyrirtækjum, sem oft eru stofnsett af takmörkuðum efnum með litlu eiginfé en geta skilað góðum arði ef vel tekst til. Sú hækkun sem hefur neikvæðust áhrif á atvinnurekstur og fjölgun starfa er hækkun tryggingagjalds, sem greiðist af launum óháð rekstrarafkomu. Hækkun tryggingargjalds eykur kostnað fyrirtækja við að hafa fólk í vinnu og leiðir til þess að fyrirtæki vilja losna við að ráða fólk eða spara með því að segja upp starfsfólki. Hækkun tryggingargjalds dregur einnig verulega úr getu fyrirtækja til að hækka beinar launagreiðslur til starfsmanna og torveldar gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.

Fólk verður að eiga von Ofan á allt þetta er rétt að muna að allar þessar skattahækkanir norrænu velferðarstjórnarinnar hafa hvergi skilað sér til almennings í formi betri eða aukinnar þjónustu ríkisins, heldur þvert á móti. Því skyldi engan undra að fjöldi Íslendinga leitar nú betra lífs annars staðar á Norðurlöndum. Þar býðst þeim bæði mannlegri skattheimta og betri þjónusta af hendi ríkisins fyrir þá skatta sem innheimtir eru. Til að byggja Ísland upp úr rústum efnahagshrunsins verður fólkið að eygja von fyrir sig og fjölskyldur sínar. Skattastefna fjármálaráðherra gerir sitt besta til að slökkva þá von. Því verður að breyta. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Gjallarhornið þakkar Sigmundi Davíð kærlega fyrir að leyfa birtingu greinarinnar, sem birtist fyrst í Morgunblaðinu hinn 14. febrúar 2011.


Hver er Ayn Rand? A

yn Rand (1905-1982) er einhver umdeildasti, en jafnframt vinsælasti, rithöfundur 20. aldarinnar. Bækur hennar hafa selst í um 30 milljónum eintaka og hafa notið stöðugra vinsælda síðustu áratugina. Rand er meðal beittustu talsmanna róttækrar einstaklingshyggju á 20. öld og hefur að margra mati snúið fleirum til frjálshyggju en nokkur annar hugsuður. Alissa Zinovievna Rosenbaum fæddist í St. Pétursborg í Rússlandi 2. febrúar 1905, en foreldrar hennar voru gyðingar í millistétt. Apótek föður hennar var tekið eignarnámi í kjölfar rússnesku byltingarinnar 1917 og fjölskyldan hrökklaðist suður á Krímskaga, sem enn var undir stjórn hvítliða. Eftir að ró komst á fluttust þau þó aftur til Pétursborgar, þar sem Alissa nam sagnfræði og heimspeki frá 1921-24. Þar hreifst hún af Aristóteles og Nietzsche, auk þess sem skáldskapur Hugos, Dostoyevskys og Schillers hreif hana. Rosenbaum hugði á feril sem rithöfundur og handritshöfundur, en sá ekki fram á bjarta framtíð í Ráðstjórnarríkjunum, þar sem listamenn, sem og aðrir, höfðu takmarkað frelsi til orðs og æðis. Hún flutti því til Bandaríkjanna, þar sem hún tók upp nafnið Ayn Rand. Hún náði fljótt tökum á ensku og sá sér farborða með handritaskrifum og fleiru í kvikmyndaborginni Hollywood. Fyrsta skáldsaga hennar, Við hin lifandi (e. We the Living) kom út árið 1936. Bókin er dramatísk saga um átök einstaklingsins við ríkisvaldið, sem hún byggði að hluta til á eigin lífi. Ayn Rand varði svo næstu tveimur áratugum í að skrifa tvær stórar skáldsögur, Upprunann (e. The Fountainhead), sem kom út 1943, og Undirstöðuna (e. Atlas Shrugged), sem kom út 1957. Í Upprunanum lýsir hún nokkrum mismunandi manngerðum og hvernig þær takast á. Aðalsöguhetjan, arkitektinn Howard Roark, er skapari (e. creator). Skaparar eru frumkvöðlar í vísindum, tækni, listum, heimspeki, viðskiptum og fleiru. Þeir beita skynsemi sinni, eru óháðir og fara sínar eigin leiðir, en skeyta engu um viðhorf og skoðanir annarra. Uppspretta sköpunargáfunnar, að

mati Rand, er hjá fólki sem leyfir sér að skynja og túlka heiminn milliliðalaust. Roark er ekki hinn dæmigerði fyrirmyndareinstaklingur. Hann er þrjóskur einfari, sem helgar sig vinnu og hugsjónum. En það eru einmitt rótgrónar hugmyndir um kosti og lesti sem Ayn Rand gagnrýnir. Hún dregur upp nýja sýn á manninn, á dyggðirnar, og hvernig lífinu er vel varið. Einstaklingnum er stillt upp gegn múgnum. Spurningin sem fólk eins og Roark spyr sig, er „hvað vil ég?“, en ekki „hvað vilja aðrir?“ – Hann kýs að vera sjálfstæður og óháður einstaklingur, í stað þess að láta almenningsálitið móta sig og hverfa inn í fjöldann. Uppruninn er fyrst og fremst sálfræðileg eða persónuleg bók, en Undirstaðan er hins vegar pólitísk eða félagsleg í grunninn: hún geymir ógleymanlega fléttu sem varðar samfélagið allt og hópa innan þess. Hetjan í Undirstöðunni er John Galt. Hann er eðlisfræðingur og hugsuður, sem er tákngervingur þess afls sem mannshugurinn er. Segja má að meginþema bókarinnar sé arðrán hugvits. Í hugmyndasögunni hefur mörgum verið tíðrætt um „arðrán“ tengt líkamlegri vinnu, en sömu hugmyndasmiðir hafa iðulega verið þögulir um arðrán tengt andlegu streði, jafnvel þótt hið fyrrnefnda byggist á frjálsum samningum (nema um þrælahald sé að ræða), en hið síðarnefnda ekki. Varðandi hugvitið er mikilvægt að hafa eftirfarandi í huga: Mannkynið er dýrategund sem hefur ekki líkamlega margt til brunns að bera í lífsbaráttunni. Miðað við mörg rándýr erum við veikburða, hlaupum hægt, erum berskjölduð gagnvart veðri og vindum, og svo framvegis. En frá náttúrunnar hendi höfum við vitsmuni, sem gera okkur kleift að

20

komast af og gott betur. Án skynsamlegrar hugsunar væri mannkynið ef til vill enn á gresjum Afríku, í harðri fæðubaráttu við aðrar skepnur. Skynsemin og afurðir hennar, uppfinningar, verkkunnátta og framleiðsla, hafa ekki aðeins umbreytt mannlífinu heldur í raun gert það mögulegt: hugvitið er ekki aðeins forsenda framfara heldur forsenda lífs mannsins á jörðinni. Í Undirstöðunni greinir Ayn Rand á milli tvenns konar erkitýpa: fólk sem skapar verðmæti (e. creators) og fólks sem lifir einhvers konar sníkjulífi og tekur verðmæti (e. looters). – Þorpararnir í Undirstöðunni eru af síðarnefndu gerðinni, það er að segja fólk sem arðrænir hina fyrrnefndu og lifir þannig á þeim, ýmist með beinni valdbeitingu ríkisins eða með sálfræðihernaði í formi þvældra „siðalögmála“. Þorpararnir eru einnig þeir sem grafa undan skynseminni, annað hvort með hugmyndum um að raunveruleikinn sé ekki skiljanlegur eða með því að svipta fólk því andlega frelsi sem skynsemisverur þarfnast. Í báðum tilvikum er ráðist á undirstöðu mannlífsins. Rand er meðal vinsælustu kvenhöfunda sögunnar og konur skipa stórt hlutverk í bókum hennar. Eftirminnilegar kvenhetjur, eins og Dominique Francon í Upprunanum og Dagny Taggart í Undirstöðunni, hafa ekki síst stuðlað að vinsældum bókanna. Þær eru gáfaðar, sterkar og hrífandi. Viðtökur Upprunans og Undirstöðunnar meðal gagnrýnenda voru blendnar á sínum tíma. Þær fengu báðar frekar dræma dóma og litla umfjöllun í fjölmiðlum. Hins vegar spurðust þær fljótt út á meðal fólks og urðu metsölubækur. Frá upphafi hafa um 30 milljón eintök selst af bókum hennar og


tæp milljón eintök seljast nú á hverju ári, auk þess sem nokkur hundruð þúsund eintök eru árlega gefin háskólanemendum í Bandaríkjunum. Salan hefur aukist síðan efnahagskreppan reið yfir; líklega vegna þess að Ayn Rand ræddi ýmis þjóðfélagsmein sem hafa orðið áberandi, til dæmis almenna hjarðhegðun og þjóðnýtingu á tapi einkafyrirtækja. Ayn Rand var ósátt við umfjöllun um bækur sínar, þó að þær hafi selst vel. Eftir útkomu Undirstöðunnar hætti hún að fást við skáldskap og hóf að verja þær hugmyndir sem bækurnar endurspegla. Hún skrifaði ritgerðir og greinar þar sem heimspekin var útskýrð og rökstudd. Heimspekina kallaði hún „Objektivisma“ eða „Hluthyggju“ (e. Objectivism). Hluthyggja Rands er heimspekikerfi sem nær til allra megingreina heimspekinnar: frumspeki, þekkingarfræði, siðfræði, stjórnspeki og fagurfræði. Rand segir að hluthyggjan sé heimspeki fyrir líf mannsins á jörðinni. Hún gagnrýnir önnur heimspekikerfi, þar á meðal öll stóru trúarbrögðin, fyrir að svíkja jarðlífið með veruleikaflótta, handanheimatali, tómhyggju, efahyggju og fleiru. Siðfræði, samkvæmt skilgreiningu Ayn Rand, er sú grein heimspekinnar sem fæst við þau gildi sem stýra vali okkar og gjörðum;

þeim ákvörðunum sem marka lífi okkar stefnu og veitir því markmið og tilgang. Siðfræði Rand byggist á róttækri einstaklingshyggju. Hún lítur á hvern og einn einstakling sem skýrt afmarkaða einingu, sem lúti sínum eigin lögmálum og hafi frjálsan vilja. Aðeins einstaklingar hugsa, þroskast og hafa vilja, en ekki þjóðir, stéttir eða smærri hópar. Stjórnspeki Rand er eðlilegt framhald af siðfræði hennar: réttindi einstaklinga skipa þar stóran sess. Það leiðir af siðfræðinni að hver maður hafi tilkall til eigin lífs og rétt til þess að ráðstafa því eins og hann kýs, svo lengi sem hann gangi ekki á sama rétt annarra. Ein forsenda þess að einstaklingur hafi forræði á eigin lífi, að mati Rand, er að hann hafi forræði á eignum sínum. Ef eignarréttur er ekki virtur eru öll önnur réttindi berskjölduð. Hún telur að fólk hafi ekki tilkall til eigna og tekna annars fólks, heldur sé eignarrétturinn friðhelgur. Rand taldi megin hlutverk ríkisins vera að tryggja rétt einstaklinga til lífs, frelsis og eigna. Eins og áður segir ólst Ayn Rand upp í Rússlandi og varð vitni að valdatöku kommúnista. Reynslan af lífi undir alræðisvaldi og ógnarstjórn fékk hana til hugleiða stjórnskipan sem tryggði valddreifingu og frelsi. Rand sótti fyrirlestra austurríska hag-

fræðingsins Ludwig von Mises í New York og var sammála honum um að laissez-faire kapítalismi væri það fyrirkomulag sem best tryggði fólk til lengdar gegn ofríki og kúgun. Að auki taldi hún að engin önnur stjórnskipan samræmdist siðfræði hennar og hugsjónum. Ayn Rand á sér fylgismenn út um allan heim, en þó einkum í Bandaríkjunum. Fólk á öllum aldri hefur kunnað að meta skáldsögur hennar og lært mikið af þeim, þrátt fyrir að vera ekki endilega sammála skoðunum hennar á stjórnmálum eða trúmálum. Meðal frægra aðdáenda Rand eru Clarence Thomas, dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, Jimmy Wales, stofnandi Wikipediu, og leikkonan Angelina Jolie, sem hugleiddi á tímabili að taka að sér aðalhlutverk í kvikmyndagerð Undirstöðunnar. Aðeins ein bók eftir Ayn Rand hefur verið gefin út á íslensku: Uppruninn, sem kom út í þýðingu Þorsteins Siglaugssonar árið 1990. Þýðingin er löngu uppseld og illfáanleg, en til stendur að endurútgefa bókina á þessu ári. Vonandi er þess ekki langt að bíða að Undirstaðan og aðrar bækur Rand komi einnig út á íslensku. Ásgeir Jóhannesson, heimspekingur og lögfræðingur.

Úr ræðu Howards Roark

Ö

ldum saman hafa stigið fram menn sem tóku fyrstu skrefin eftir nýjum brautum og ekki vopnaðir öðru en eigin hugsjón. Markmið þeirra voru ólík, en eitt áttu þeir sameiginlegt: þeir tóku fyrstu skrefin, brautin var ný, hugsjónina áttu þeir sjálfir og andsvarið sem þeir fengu var hatur. Þeir sem sköpuðu, hugsuðirnir, listamennirnir, vísindamennirnir, uppfinningamennirnir, allir stóðu einir gegn samtíðarmönnum sínum. Hver einasta ný og mikilsverð hugsun hefur mætt andstöðu. Allar nýjar uppgötvanir voru dregnar í efa. Fyrsta vélin var talin heimska ein. Flugvélin var sögð ómöguleg. Fyrsta spunavélin var álitin ill í eðli sínu. Talið var syndsamlegt að svæfa menn fyrir uppskurð. En þessir menn, sem höfðu sínar eigin hugsjónir, héldu áfram. Þeir börðust, þeir þjáðust og greiddu hugsjónir sínar dýru verði. En þeir sigruðu. Löngunin til að þjóna meðbræðrunum var aldrei það sem rak hinn skapandi mann áfram, því að meðbræður hans höfnuðu gjöfunum sem hann bauð þeim og gjöfin eyðilagði dáðlausan vanagang lífs þeirra. Sannleikurinn var það eina sem hvatti hann áfram. Hans eiginn sannleikur og hans eigið starf sem gerði honum fært að nálgast þann sannleik á sinn eiginn hátt. Tónverk, bók, vél, heimspekikerfi, flugvél eða bygging — þetta var takmark hans og líf hans. Ekki þeir sem hlustuðu á, lásu, unnu við, trúðu á, flugu í, eða bjuggu í því sem hann skapaði. Sköpunin sjálf, ekki þeir sem notuðu hana. Sköpunin sjálf, ekki sá afrakstur sem aðrir höfðu af henni. Sköpunin sem opinberaði sannleik hans. Hann mat þann sannleik meira en allt annað og barðist með honum við mennina. Hugsjón hans, styrkur, hugrekki átti sér rætur í hans eigin sál. En mannssálin er sjálf mannsins. Það sama og meðvitund hans. Að hugsa, finna til, dæma og starfa er hlutverk sjálfsins. Þeir sem sköpuðu voru ekki ósíngjarnir. Það er leyndardómurinn við mátt þeirra, að þeir voru sjálfum sér nægir, treystu á sjálfa sig og sköpuðu sjálfa sig. Fyrsta orsök, orkubrunnur, lífsafl, frumhreyfillinn. Sá sem skapaði þjónaði engum og engu. Hann lifði fyrir sjálfan sig. Og aðeins með því að lifa fyrir sjálfan sig gat hann skapað það sem lyftir mannkyninu. Það er í þessu sem árangurinn felst. Maðurinn lifir ekki nema fyrir tilverknað eigin huga. Hann kemur óvopnaður út í lífið. Heilinn er hans eina vopn. Dýr nota vöðvaafl til að tryggja sér fæðu. Maðurinn hefur ekki klær, vígtennur, horn, eða mikið vöðvaafl. Hann verður að rækta fæðuna eða veiða hana. Til að rækta hana þarfnast hann hugsunar. Til að veiða þarfnast hann vopna og til að gera sér vopn hugsunar. Allt frá þessari einföldu nauðsyn og upp í flóknustu trúarhugmynd, frá hjólinu upp í skýjakljúfinn, er allt sem við erum og allt sem við eigum runnið frá einum einasta hæfileika mannsins — rökhugsun hans. Uppruninn (e. The Fountainhead) kemur út á íslensku í maí 2011.

www.frjalshyggja.is 21


Samkvæmur

Á að sækja um aðild að ESB? 28. janúar 2009:

„Það er ekkert á dagskrá í þessum viðræðum heldur verða bara venjulegar Alþingiskosningar síðar í vor.“ Alþjóðagjaldeyrisstjóðurinn hinn vondi! Alþingi, 5. desember 2008:

Þarf ekki að kíkja í pakkann? Alþingi, 17. nóvember 2005:

„Við gagnrýndum það á sínum tíma að hefja þennan leiðangur til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og bentum sérstaklega á hættuna sem í því væri fólgin að hinir hroðalegu reikningar vegna innlána í Bretlandi, Hollandi, Þýskalandi og víðar mundu verða tengdir við það mál og úr þessu yrði gaffall sem Ísland kæmist ógreiðlega úr ef menn héldu inn á þessa götu... Þegar kemur að kjarnanum í stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðins er hún áfram sama harða peningahyggjan, harða frjálshyggjustefnan, sem þar hefur við rekin um árabil... Ég vil láta það koma hér fram að eftir því sem við verðum í aðstöðu til að hafa áhrif á málin, þingmenn Vinstri grænna, verður það forgangsatriði af okkar hálfu á komandi missirum eða árum að reyna að borga Ísland út úr þessu prógrammi aftur. Það skal hafa algeran forgang af okkar hálfu að reyna að standa þannig að málum að við endurheimtum aftur frelsi okkar á þessu sviði eftir því sem aðstæður frekast leyfa.“

„[Þ]að er mikill misskilningur að menn geti farið í aðildarviðræður og samningaviðræður við Evrópusambandið bara í einhverju gríni án þess að hugur fylgi máli. Halda menn að Evrópusambandið taki vel á móti mönnum sem koma og segja í Brussel: „Við ætlum að fá ykkur til að semja við okkur um mögulega aðild okkar. Svo ætlum við að sjá hvað það er, hvort það er nógu gott.“ (Forseti hringir.) Nei, menn fara ekki í samningaviðræður við Evrópusambandið nema þeir ætli að ganga þar inn, að því auðvitað tilskildu að niðurstaðan verði þolanleg.“ Veigamikil rök gegn ábyrgð ríkisins. Morgunblaðið, 24. janúar 2009: „Eins og lögfræðingar hafa bent á var hlutverk innlánatryggingakerfa samkvæmt reglum ESB/EES-svæðisins aldrei að takast á við allsherjar bankahrun, heldur aðeins fall einstakra banka. Sama sjónarmið kemur fram í skýrslum og yfirlýsingum frá Seðlabanka Evrópu og framkvæmdastjórn ESB. Veigamikil rök hnigu að því strax frá upphafi að því að íslenska ríkið bæri ekki ábyrgð á skuldum vegna Icesave-reikninganna umfram þá upphæð sem var til staðar í Tryggingasjóði innistæðueigenda.“ Óþolandi leyndarhyggja! Alþingi, 5. desember 2008: „Það er satt best að segja nokkurt umhugsunarefni að grunngögnum í máli af þessu tagi skuli vera haldið leyndum, að menn skuli sjá ástæðu til slíks.“ Ekkert mál er of flókið! Um þjóðaratkvæði, 4. mars 2003: „Stundum heyrist að vísu einstaka hjáróma rödd um að

sum mál séu svo flókin að þau henti ekki í þjóðaratkvæði. Það er einhver allra ömurlegasti málflutningur sem ég heyri. Menn geta alveg eins haft ónefnd orð um gáfnafar þjóðarinnar, og það ætla ég a.m.k. ekki að gera.“

22


sjálfum sér?

Ekki stefna ríkisstjórnarinnar sem samþykkti að sækja um að sækja um, 24. ágúst 2010:

„Það er ekki þannig að það sé stefna þessarar ríkisstjórnar að sækja um aðild að Evrópusambandinu og þaðan af síður að ganga í Evrópusambandið. Það er ekki svo.“

Ekki á morgun, en hvað með hinn? Alþingi, 3. júní 2009, tveimur dögum fyrir undirritun Svavarssamninganna.

Glæsileg niðurstaða! MBL-sjónvarp, 23. mars 2009. „Ég treysti Svavari Gestssyni. Ég veit að hann er að gera góða hluti og ég lofa þér því að það er í sjónmáli að hann landi – og hans fólk – glæsilegri niðurstöðu fyrir okkur. Ég held að við getum átt þar í vændum farsælli niðurstöðu en kannski leit út fyrir að vera.“

„Það er verið að reyna að koma í gang formlegum samningaviðræðum en þær eru ekki hafnar heldur eru könnunarþreifingar í gangi. Ég held að ég geti fullvissað háttvirtan þingmann um að það standi ekki til að ganga frá einhverju samkomulagi á morgun eða einhverja næstu daga og áður en til slíks kæmi yrði að sjálfsögðu haft samráð við utanríkismálanefnd og aðra þá aðila Hagkerfið vex, þökk sé Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem þingið hefur haft til að fylgjast með framvindu RÚV, 29. júní 2010: þessara mála. Staða málsins er sú að það eru könnunarviðræður eða könnunarþreifingar í gangi.“ „Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að það hafi farið fram hjá mörgum að hagkerfið hafi vaxið tvo ársfjórðunga í röð. Hann segir rétt að klára samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og að þjóðin fagni þeim degi þegar Ísland þurfi ekki lengur á erlendum lánum að halda.“ Óþolandi leyndarhyggja?, Pressan, 5. apríl 2011: „Fjármálaráðuneytið ætlar ekki að gefa upp kostnað ríkisins vegna Icesave samninganefndarinnar fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna, þrátt fyrir að Umboðsmaður Alþingis hafi óskað eftir svörum ráðuneytisins á hvaða lagagrundvelli sú afstaða er tekin.“ Þetta mál er of flókið! Um þjóðaratkvæði, 17. janúar 2010: „Það er óvenjulegt að svo flókin mál, sem fjalla um

deilur við önnur lönd og fjárhagslegar ákvarðanir líkt og ríkisábyrgðir og skatta, séu lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu. Jafnvel í þeim löndum þar sem sterk hefð er fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum er ekki kosið um skatta.“

23


SOVÉT-ÍSLAND

ÓSKALANDIÐ

Aðdragandi byltingar sem aldrei varð Kommúnistaflokkur Íslands var deild í heimsbyltingarsambandinu Komintern í Moskvu. Yfirlýst markmið flokksins var: Bylting og stofnun Sovét-Íslands. Í þessari mögnuðu bók dregur Þór Whitehead í fyrsta sinn upp heildarmynd af undirbúningi flokksins að byltingu í landinu.

Byltingarbaráttan leiddi af sér gróft ofbeldi og fjöldi manns slasaðist, sumir varanlega.

Tugir valdra flokksmanna lærðu m.a. hernað og neðanjarðarstarfsemi í leynilegum byltingarskólum í Moskvu.

Flokkurinn kom sér upp bardagaliði, sem sigraðist á lögreglunni í Gúttóslagnum og átti að leiða byltinguna.

Njósnir og undirheimar Kominterns og sovésku leyniþjónustunnar náðu til Íslands.

Geysimikil rannsókn býr að baki bókinni. Nýju ljósi er brugðið yfir byltingarstarf kommúnista og mestu átakatíma í sögu Íslands. Þór Whitehead hefur aflað sér vinsælda lesenda með styrjaldarbókum sínum. Verk hans hafa hlotið einróma lof fræðimanna fyrir vönduð vinnubrögð og yfirgripsmiklar rannsóknir. Þessi bók sver sig í ætt við fyrri bækur Þórs. Frásögnin er grípandi og örlög einstaklinga tvinnuð saman við meginþráðinn. Þór hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 1995.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.