Stangarskotið 2022

Page 1

Við komum góðu til leiðar

Árið 2020 tók Eimskip við tveimur nýjum skipum, Dettifossi og Brúarfossi, sem jafnframt eru stærstu skip íslenska kaupskipaflotans. Skipin eru einnig þau umhverfisvænustu pr. flutta einingu enda búin nýjustu tækni til að minnka losun köfnunarefnisoxíðs (NOx) og brennisteins (SOx) út í andrúmsloftið.

Hafðu samband og leyfðu okkur sjá um þinn flutning. Við aðstoðum með ánægju.

Eimskip | Sundabakka 2 | 104 Reykjavík | Sími: 525 7000 | www.eimskip.is
ÖRUGGARI OG UMHVERFISVÆNNI SKIP

Ritstjóri

Jón Júlíus Karlsson

Ábyrgðarmaður

Gunnar Már Gunnarsson, formaður knd. Grindavíkur

Ritnefnd:

Jón Júlíus Karlsson

Petra Rós Ólafsdóttir Siggeir Fannar Ævarsson

Auglýsingar

Ingvar Magnússon & Jón Júlíus Karlsson

Prentun

Stapaprent, Vesturbraut 8, 230 Reykjanesbæ.

Ljósmyndir

Benóný Þórhallsson, Petra Rós Ólafsdóttir, Jón Júlíus Karlsson, Víkurfréttir, fótbolti.net

Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson

Forsíðumynd Forsíðan er hönnuð af Agli Birgissyni hjá Stórabarnið ehf. Hann setti saman þessa fallegu forsíðu úr myndum sem teknar voru af Benóný Þórhallssyni.

Skrifstofa UMFG

Starfsfólk á skrifstofu eru þau Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri og Hallfríður Guðfinnsdóttir íþróttafulltrúi. Opnunartími skrifstofu er frá kl. 14-17 á mánudögum til fimmtudags. Skrifstofa UMFG er staðsett í Gjánni í við íþróttamiðstöðina við Austurveg 1-3. Sími á skrifstofu UMFG er 426-7775 og email er umfg@umfg.is

er að veita Grindvíkingum innsýn inn í starf knattspyrnudeildar Grindavíkur. BÚINN AÐ VERA DRAUMUR LENGI „DÓMARINN ÞURFTI FYLGD AF VELLINUM“ STEFNAN ER SETT Á ATVINNUMENNSKU FYRSTA KONAN Í STJÓRN 38 35 44-45 26 FRÁBÆR AÐSÓKN Í KNATTSPYRNUSKÓLA HELGA RUT VALIN Í U15 LANDSLIÐ ÍSLANDS KNATTSPYRNUDEILDIN FÆR 70 BOLTA AÐ GJÖF VIÐ ÆTLUM UPP Á NÆSTA ÁRI 24-25 12 10-11 14
Stangarskotið - tímarit knattspyrnudeildar Grindavíkur 1. tbl. 2022
Knattspyrnudeild Grindavíkur
hefur um árabil gefið út tímarit á hverju tímabili þar sem fjallað er um starfsemi deildarinnar í víðu samhengi. Markmiðið með blaðinu

GÓÐ AÐSTAÐA STUÐLAR AÐ AUKINNI ÞÁTTTÖKU BARNA

Það er mér mikill heiður að fá að vera með í Stangarskotinu að þessu sinni. Ég ber hlýjar tilfinningar til Grindavíkur, hef komið þangað margoft, bæði til að spila og þjálfa fótbolta, spila körfubolta og ekki síst til að vinna með nemendum, kennurum og foreldrum í grunnskólanum. Ég vona að það sé stemmning og eftirvænting í bænum fyrir restinni af fótboltasumrinu.

Fjöldi barna og ungmenna að spila fyrir Grindavík og þar gengur stundum vel og stundum illa, þegar úrslit eru skoðuð. Aðalatriðið í yngri flokkunum er þó ekki úrslitin, heldur svo margt annað. Að sjálfsögðu gleðja sigrar og góður árangur en í fótbolta skiptast á skin og skúrir, sigrar og töp, sem er einmitt, eins og svo margt annað í fótboltanum, gott veganesti út í lífið. Vil ég nota tækifærið til að hrósa knattspyrnudeildinni fyrir gott starf. Sveitarfélög hafa byggt upp íþróttaaðstöðu um allt land, þar á meðal í Grindavík. Margt hefur verið gert og erum við í knattspyrnuhreyfingunni ævinlega þakklát. Í því samhengi er vert að minnast á að góð aðstaða og fjarlæg frá aðstöðu hefur mikil áhrif á þátttöku barna í íþróttum. Aðstaðan hjálpar ekki bara til við að bæta árangur og þau jákvæðu áhrif sem þátttaka í íþróttum hefur á einstaklinga, heldur einnig við að búa til stemmningu og jákvæða menningu í sveitarfélaginu. Góð aðstaða vinnur auk þess gegn brottfalli úr íþróttum og ég er fullviss um að hún hafi einnig áhrif á brottflutning íbúa og hversu aðlaðandi sveitarfélagið er fyrir þá sem huga að flutningi. Þess vegna

langar mig að brýna yfirvöld í Grindavík til að halda áfram að styðja við uppbyggingu á aðstöðu fyrir fótboltann. Slíkt er ekki styrkur heldur fjárfesting. Ótal rannsóknir sýna nefnilega að mikilvægi íþróttaiðkunar, þar á meðal fótbolta, er óumdeilt. Jákvæð áhrif á lífsgæði, heilsu, velferð, heilbrigði, félagsþroska og vellíðan er meðal þess sem hefur komið í ljós. Þá hefur hagrænt gildi íþróttaiðkunar verið skoðað, bæði erlendis og hér á landi og í ljós hefur komið að íþróttirnar skila milljörðum inn til samfélagsins. Sem dæmi hefur í Svíþjóð verið reiknað út að af hverri krónu sem fer inn í fótboltann þá koma tíu krónur til baka til samfélagsins. Ég ætla því að segja þetta aftur: Að styðja við knattspyrnu er ekki styrkur heldur fjárfesting. Fjárfesting í börnunum okkar, fjárfesting til framtíðar. Ég var stödd á EM á Englandi, þar sem þið áttuð glæsilegan fulltrúa í Ingibjörgu Sigurðardóttur. Að eiga landsliðsfólk í báðum A landsliðum er frábær árangur og sannarlega eitthvað sem þið getið verið stolt af. Vonandi koma enn fleiri inn í landsliðin frá ykkur í framtíðinni. Að lokum vil ég hvetja bæjarbúa til að mæta á völlinn í sumar og hvetja ykkar lið. Áfram Grindavík, áfram Ísland.

Með knattspyrnukveðju, Vanda Sigurgeirsdóttir Formaður KSÍ

ÁFRAM GRINDAVÍK

Aðal-braut söluturn

ALARK Arkitektar ehf Bílasprautun Magga Jóns Blómakot Fasteignasalan Ásberg Gluggaiðjan Ölfusi ehf Gluggatækni ehf Grímsnes

Hárhornið Hárstofan ÍAV

Jónsi Múr Kalka Köfunarþjónusta Gunnars Landbúnaðarháskóli Íslands Mustad

Nonni Litli

Nuddstofan Englaberg P. Gíslason Reykjagarður hf Seglasaumur Sigurjóns Skipasmíðastöð Njarðvíkur Skólamatur Sparri

Stjörnuegg hf. Thor shipping Trivium Ráðgjöf ehf. Útfararþjónusta Suðurnesja Víkurhraun Vörukaup ehf heildverslun Staðarbúið

4
Í svalalokunum erum við betri! Með glerbrautarkerfi frá Aðalgleri getur þú notið sólarinnar vetur, sumar, vor og haust. Hafið samband og við gerum verðtilboð!
Vizyon

Við tengjum þig…

við ljósleiðara

mila.is

Nú þegar eru yfir 400 heimili og fyrirtæki í Grindavík komin með tengingu við ljósleiðara Mílu og fjölgar þeim enn frekar á árinu. Getur þú tengst? Skannaðu QR kóðann og kannaðu málið

6

PANTAÐU LYF Í LYFJU APPINU

Í Lyfju appinu getur þú pantað lyfseðilsskyld lyf og sótt pöntunina þína í næsta apótek Lyfju.

Þú getur einnig keypt lausasölulyf, sótt um umboð til að versla fyrir aðra og fengið ráðgjöf sérfræðings alla daga frá 10-22.

Heilbrigði snýst um vellíðan.

LAGNAÞJÓNUSTAN STYÐUR VIÐ BOLTAKAUP HJÁ YNGRI IÐKENDUM

Knattspyrnudeild Grindavíkur fékk í sumar góðan styrk frá Lagnaþjónustu Suðurnesja sem var notaður til að fjármagna boltakaup fyrir yngstu flokka félagsins. Óhætt er að segja að styrkurinn nýtist iðkendum félagsins vel en fyrir vikið eru yngstu iðkendur af báðum kynjum með glænýja bolta frá Select á sínum æfingum. „Við hjá Lagnaþjónustu Suðurnesja erum mjög glöð að geta styrkt við barna- og unglingastarf í Grindavík með þessum hætti. Við vonum að boltarnir komi að góðum notum fyrir deildina,“ segir Þorfinnur Gunnlaugsson, einn eigenda hjá Lagnaþjónustu Suðurnesja. Knattspyrnudeild Grindavíkur vill koma á framfæri kærum þökkum fyrir frábæran stuðning en það er með stuðningi sem þessum sem deildin getur hlúð enn betur að iðkendum félagsins.

SILFUR Á REY CUP HJÁ

3. FLOKKI KVENNA

Grindavík sendi lið til þátttöku í 3. og 4. flokki á Rey Cup mótið sem fram fór í lok júlí. Okkar iðkendur stóðu sig mjög vel en frammistaða 3. flokks kvenna var klárlega hápunktur mótsins fyrir okkur Grindvíkinga.

Grindavík vann til silfurverðlauna í mótinu eftir að hafa tapað í úrslitaleik gegn ÍA, 2-0. Frábær árangur hjá okkar stelpum sem eiga bjarta framtíð fyrir sér. Margrét Reynisdóttir stýrði liði Grindavíkur í mótinu og leysti Nihad Cober Hasecic þjálfara liðsins af hólmi sem er í sumarleyfi.

8
ALFREÐ ELÍAS JÓHANNSSON Yfirþjálfari drengja flokka & aðalþjálfari mfl. karla MACIEJ MAJEWSKI markmannsþjálfari ANÍTA RÚN HELGADÓTTIR 6. flokkur karla & 5. flokkur karla Nihad Cober Hasecic 3. flokkur kvenna. & 5. flokkur karla JÓN ÓLAFUR DANÍELSSON yfirþjálfari stúlknaflokka & aðalþjálfari mfl. kvenna KRISTÍN HEIÐA INGVADÓTTIR 8. flokkur ANTON INGI RÚNARSSON 3.- 4. flokkur karla & aðstoðarþjálfari mfl. kvenna MILAN STEFÁN JANKOVIC Aðstoðarþjálfari mfl. karla og afreksþjálfari STEINBERG REYNISSON 8. flokkur MARGRÉT RUT REYNISDÓTTIR 4., 5. & 7. flokkur kvenna
Jónsson 2. flokkur karla
styrktarþjálfari mfl.
ÞJÁLFARAR
Ray Anthony
ÓTTAR GUÐLAUGSSON
karla
6.
7.
4.
PÁLMAR ÖRN GUÐMUNDSSON
&
flokkur karla MILOS JUGOVIC
flokkur karla
TRAUST ÞJÓNUSTA VIÐ ÍSLENSKAN SJÁVARÚTVEG Í ÁRATUGI 555 6677 | umb.is | Korngörðum 5, Reykjavík

FRÁBÆR AÐSÓKN Í KNATTSPYRNUSKÓLA UMFG

Reynt var að höfða til allra sem mættu og vildu bæta sig í fótbolta. Skemmtilegar og fjölbreyttar æfingar voru í boði sem fóru fram í Hóp-

inu. Aldursskipt var í tvö hópa, 5.fl og yngra árið í 4.fl voru saman í hóp svo var eldra árið í 4.fl og 3.fl saman. Fyrirlestrar voru um mataræði og hvernig atvinnumaðurinn hugsar um sig innan sem utan æfinga. Boðið var upp á morgunmat fyrir æfingar sem og hádegismat í Gjánni. Knattspyrnuskólinn heppnaðist mjög vel og var ekki annað að sjá en að þátttakendur hafi verið mjög ánægðir og munu vonandi nýta lærdóm úr skólanum í íþróttum í framtíðinni.

10
Knattspyrnuskóli Grindavíkur fór fram daganna 4. - 6.mars sl. en hann var fyrir 3., 4. og 5. flokk karla og kvenna. Alls voru 64 krakkar sem tóku þátt að þessu sinni. Þjálfarar knattspyrnuskólans voru Ray Anthony Jónsson, Scott Ramsay, Alfreð Elías Jóhannsson, Jón Óli Daníelsson, Eysteinn Hauksson og Pablo Punyed. Fyrirlesarar voru Freyr Sverrisson og Óttar Guðlaugsson.

Einfaldari Vasapeningar

Nýtt kort fyrir ungmenni 10 - 17 ára

• Nýtt kort fyrir ungt fólk

• Forráðamenn sækja um það í appinu

• Hægt að byrja strax að nota kortið

• Full yfirsýn yfir notkun þess Kynntu þér kortið á landsbankinn.is/vasapeningar

LANDSBANKINN.IS

KNATTSPYRNUDEILDIN FÆR 70 BOLTA AÐ GJÖF

Knattspyrnudeild Grindavíkur fékk frábæra gjöf í vor þegar deildin fékk afhenta 70 bolta frá Rúnari Sigurjónssyni málara og Málningu ehf. Boltarnir koma frá PUMA og eru „fjarkar“ að stærð. „Það er einstakt að hafa svona öflugt fólk í okkar nærumhverfi sem lætur sér velferð félagsins varða og er tilbúið að styrkja fótboltann í Grindavík með þessum hætti. Þessi gjöf mun nýtast félaginu afar vel og fara beint til okkar ungu iðkenda,“ segir Haukur Guðberg Einarsson, sem tók við boltunum fyrir hönd Knd. Grindavíkur á dögunum. Stjórn Knattspyrnudeildar Grindavíkur vill koma á framfæri kærum þökkum til Rúnars og til Málningar ehf. fyrir þessa frábæru gjöf. Boltarnir eru nú þegar komnir í notkun hjá yngri flokkum félagsins.

Bus4u Iceland býður

þjónustu þegar kemur að fólksflutningum á landi. Almenningssamgöngur, flugvallarakstur, almennar hópferðir ásamt ferðaskipulagningu af öllum toga.

JÓN & MARGEIR STUÐNINGSAÐILI KNATTSPYRNUDEILDAR Á NÝ

Fyrirtækið Jón & Margeir hefur gert samstarfssamning við Knattspyrnudeild Grindavíkur til næstu ára. Jón & Margeir er rótgróðið fjölskyldufyrirtæki hér í Grindavík sem hefur sérhæft sig í flutningum, jarðvegsvinnu og einnig kranaþjónustu. „Það er afar ánægjulegt að fá Jón & Margeir á ný inn sem stuðningsaðila við Knattspyrnudeild Grindavíkur. Þetta er rótgróið fyrirtæki hér í bæ og það styrkir okkar stöðu að fá öflugan stuðning frá okkar nærsamfélagi,“ segir Gunnar Már Gunnarsson, formaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur.

„Við hjá Jóni & Margeir erum stolt af því að styðja við okkar félag. Það er unnið gott starf hjá Knattspyrnudeild Grindavíkur, bæði á sviði barna- og unglinga í bland við kraftmikið afreksstarf. Við erum mjög ánægð með að stutt við starfið með þessum hætti,“ segir Jón Gunnar Margeirsson, framkvæmdastjóri Jóns & Margeirs ehf. Knattspyrnudeild Grindavíkur vill koma á framfæri kærum þökkum til Jóns & Margeirs ehf. fyrir þeirra öfluga stuðning.

12
@bus4uiceland www.bus4u.is #bus4u_iceland ALHLIÐA ÞJÓNUSTA Í FÓLKSFLUTNINGUM
ÁFRAM
uppá alhliða
GRINDAVÍK!
13 Bæjarbúar! Hvetjum okkar lið Áfram Grindavík Vinir við veginn

Málmtæknifyrirtæki í

fremstu röð

Öflugt þjónustufyrirtæki

Hamar hefur nú flutt í endurbættar höfuðstöðvar í Kópavogi og hefur hvergi verið til sparað til þess að þjónusta okkar verði enn betri til framtíðar. Í Kópavogi verða undir einu þaki aðalverkstæði hamars, tjakka-, renni- og vélaverkstæði ásamt tæknideild og skrifstofum. Renniverkstæði Hamars er útbúið hátækni rennivélum og fræsivélum sem þjónustar allar deildir Hamars. Tjakka- og vélaverkstæði eru vel útbúin og geta tekið að sér smá sem stór verkefni. Stálsmiðjur Hamars eru allar vel tækjum búnar og má þar nefna vatns- og plasmaskurðarvélar, valsa, klippur og beygjuvélar.

Hamar er og verður áfram öflugasta þjónustufyrirtæki á sviði málmtækni á Íslandi veitir fyrirtækjum í sjávarútvegi og iðnaði úrvals þjónustu -

HELGA RUT VALIN Í U15 LANDSLIÐ ÍSLANDS

Helga Rut Einarsdóttir var valin í U15 landslið Íslands sem spilaði æfingaleiki gegn Færeyjum í Færeyjum dagana 15. - 19. ágúst. Ísland vann fyrri leikinn 5-1 þar sem Helga var í byrjunarliðinu. Helga Rut hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað eins og herforingi í vörn meistaraflokks Grindavíkur í sumar og er hún að uppskera eftir því. Einnig er hún að spila með 3. flokknum sem spilaði úrslitaleikinn í A liðum á Rey Cup í lok júlí. Hér er gríðarlegt efni á ferðinni og verður gaman að fylgjast með henni í framhaldinu. „Þetta kom mér mjög á óvart. Ég er mjög spennt og þakklát fyrir þetta tækifæri,“ segir Helga Rut í samtali við Stangarskotið. Helga Rut er dóttir Fjólu Benónýsdóttur og Einars Þórs Daníelssonar sem gerði garðinn frægan með KR á sínum tíma. Einar Þór lék þó eitt tímabil með Grindavík árið 1991. Helga er með mjög öflugan vinstri fót líkt og pabbi sinn.

Helga Rut er búinn að leika marga leiki með meistaraflokki Grindavíkur í sumar. „Það hefur verið frábær reynsla að spila með meistaraflokki og ég er búinn að læra ótrúlega mikið. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt sumar en við erum búnar að vera frekar óheppnar í nokkrum leikjum. Ég vona að þessi reynsla muni hjálpa mér að bæta mig enn meira í fótboltanum.“

14
Hamar ehf. vélsmiðja - Aðalskrifstofa: Vesturvör 36, 200 Kópavogur Sími 560 3600 / hamar@hamar.is
Kópavogur Grundartangi Akureyri Eskifjörður -

Mætum á völlinn og látum í okkur heyra

15
Untitled-1 1 5/31/2021 4:51:09 PM
Gleðilegt fótboltasumar! Grindavíkurbær óskar öllum knattspyrnuiðkendum góðs gengis á vellinum í sumar
16 MEISTARAFLOKKUR KARLA ARON DAGUR BIRNUSON MARKMAÐUR #1 FÆDDUR 1999 / LEIKIR 105 VIKTOR GUÐBERG HAUKSSON VARNARMAÐUR #6 FÆDDUR 2000 / LEIKIR 105 - MÖRK 13 JOSIP ZEBA VARNARMAÐUR #9 FÆDDUR 1990 / LEIKIR 88 - MÖRK 13 KRISTÓFER PÁLL VIÐARSSON VÆNGMAÐUR #14 FÆDDUR 1997 / LEIKIR 187 - MÖRK 62 GUÐMUNDUR FANNAR JÓNSSON BAKVÖRÐUR #4 FÆDDUR 2003 / LEIKIR 28 - MÖRK 0 THIAGO DYLAN CEIJAS MIÐJUMAÐUR #7 FÆDDUR 2001 / LEIKIR 11 - MÖRK 0 TÓMAS LEÓ ÁSGEIRSSON FRAMHERJI #11 FÆDDUR 1998 / LEIKIR 159 - MÖRK 66 SÍMON LOGI THASAPONG VÆNGMAÐUR #17 FÆDDUR 2001 / LEIKIR 65 - MÖRK 12 MACIEJ MAJEWSKI MARKMAÐUR #13 FÆDDUR 1989 / LEIKIR 144 JUAN RAMON MARTINEZ HERNANDEZ MIÐJUMAÐUR #7 FÆDDUR 1994 / LEIKIR 4 - MÖRK 0 KAIRO ASA JACOB EDWARDS-JOHN VÆNGMAÐUR #10 FÆDDUR 1999 / LEIKIR 64 - MÖRK 21 FREYR JÓNSSON MIÐJUMAÐUR #15 FÆDDUR 2001 / LEIKIR 29 - MÖRK 0 NEMANJA LATINOVIC VARNARMAÐUR #5 FÆDDUR 1995 / LEIKIR 106 - MÖRK 10 HILMAR ANDREW MCSHANE MIÐJUMAÐUR #8 FÆDDUR 1999/ LEIKIR 73 - MÖRK 3 ÖRVAR LOGI ÖRVARSSON BAKVÖRÐUR #12 FÆDDUR 2003 / LEIKIR 23 - MÖRK 2 MIRZA HASECIC MIÐJUMAÐUR #19 FÆDDUR 1997 / LEIKIR 96 - MÖRK 16
17 DAGUR I.H. GUNNARSSON SÓKNARMAÐUR #20 FÆDDUR 2000 / LEIKIR 92 - MÖRK 21 KENAN TURUDIJA MIÐJUMAÐUR #29 FÆDDUR 1990 / LEIKIR 212 - MÖRK 50 ÆVAR ANDRI Á ÖFJÖRÐ VARNARMAÐUR #2 FÆDDUR 1999 / LEIKIR 41 - MÖRK 5 ÓTTAR GUÐLAUGSSON STYRKTARÞJÁLFARI 30 ÁRA ARON JÓHANNSSON MIÐJUMAÐUR #23 FÆDDUR 1994 / LEIKIR 296 - MÖRK 52 GUÐJÓN PÉTUR LÝÐSSON MIÐJUMAÐUR #43 FÆDDUR 1995 / LEIKIR 442 - MÖRK 97 INGÓLFUR HÁVARÐARSON MARKMAÐUR #24 FÆDDUR 2005 / LEIKIR 10 - MÖRK 0 ALEXANDER BIRGIR BJÖRNSSON LIÐSSTJÓRI 21 ÁRS MARINÓ AXEL HELGASON VARNARMAÐUR #21 FÆDDUR 1997 / LEIKIR 143 - MÖRK 1 VLADIMIR DIMITROVSKI VARNARMAÐUR #30 FÆDDUR 1988 / LEIKIR 17 - MÖRK 0 LUKA SAPINA MIÐJUMAÐUR #27 FÆDDUR 2002 / LEIKIR 28 - MÖRK 0 VLADIMIR VUCKOVIC SJÚKRAÞJÁLFARI 36 ÁRA SIGURJÓN RÚNARSSON VARNARMAÐUR #26 FÆDDUR 2000 / LEIKIR 117 - MÖRK 10 ÓLIVER BERG SIGURÐSSON VÆNGMAÐURR #22 FÆDDUR 2001 / LEIKIR 14 - MÖRK 2 MILAN STEFÁN JANKOVIC AÐSTOÐARÞJÁLFARI 62 ÁRA ALFREÐ ELÍAS JÓHANNSSON ÞJÁLFARI 46 ÁRA

ÁFRAM GRINDAVÍK!

18

NAFN

Arion banki

NAFN

Eik fasteignafélag

Arion banki

Eik fasteignafélag Eimskipafélag Íslands Sýn Brim Hagar

Heimavellir Icelandair Group Kvika banki Marel Festi Origo Reginn

Reitir fasteignafélag Síminn Sjóvá Skeljungur

Tryggingamiðstöðin Vátryggingafélag Íslands

Heimavellir Icelandair Group Kvika banki Marel Festi Origo Reginn Reitir fasteignafélag Síminn Sjóvá Skeljungur Tryggingamiðstöðin Vátryggingafélag Íslands

AUÐKENNI

RIKB 20 0205

RIKB 20 0205

RIKB 22 1026

RIKB 25 0612

RIKB 22 1026 RIKB 25 0612

RIKB 28 1115

RIKB 28 1115 RIKB 31 0124

RIKB 31 0124

AUÐKENNI

RIKS 21 0414

RIKS 21 0414

HFF150224

HFF150434

HFF150224 HFF150434 RIKS

RIKS 30 0701 HFF150644

19 og síðasti birti ársreikning ur Stjórnarinnar er f y rir árið 2007 Þar kemur fram að rekstraraf koma félagsins var neikvæð um tæpa 1,7 milljónir króna, en var ják væð um 981 000 krónur árið 2006 Félag ið g reiddi e m Eig n ir st jór na r in na r í á rslok 2007 ná mu 2, 5 m illjónum k róna og vor u það ein k um k röf ur á v iðsk ipta men n, en eng ir fa sta f já rið fé þv í já k væt t um 1, 2 m illjón ir Fjá rhag sleg staða St jór na r in na r va r þv í ágæt í á rslok 2007, en hefur lík leg a versnað f rá þeim t íma verða opnuð hjá Orkuveitu Reykjavíkur Bæ arhálsi 1, 110 Reykjavík, fimmtudaginn 17. október 2013 k 11.00 Reykjavíkurborg - akstur almenningsvagna Reykjavíkurborg fyrir hönd Strætó bs., óskar eft r tilboðum frá verktökum í akstur almenningsvagna á starfssvæði Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu Þjónustuverkefnið felst í þv að annast akstur á árunum 2014–2019 á almenningssamgöngum fyrir S.S.S., á leiðum 55 og 88 í almenningsvagnakerfi sem Strætó bs. hefur tekið að sér að hafa ums ón með. Til þjónustuverkefnisins heyrir útvegun rekstrarvagna og fjármögnun þeirra ásamt takenda í Eurovision V B M YN D/ B JA R N I EI N A R S SO N
Eimskipafélag Íslands Sýn Brim Hagar
% % 1 %
0
30 0701 HFF150644 AUÐKENNI AUÐKENNI 2 0 1 6 2 0 1 9 2 0 2 1 2 0 2 4 2 0 2 7 2 0 3 0 2 0 3 2 2 0 3 5 V e r ð t r y g g t 2 % 27 hlutabréf fimmtudagur 2. apríl 2020 Skoðaðu hjá okkur að Hringhellu 12 í Hafnarfirði Býrð til holu sem er 95 cm á dýpt og 20 cm á breidd. Kemur rörinu vel fyrir ofan í holuna. Fyllir rörið af uppáhalds drykknum þínum. Átt alltaf kaldan drykk út í garði. Býður vinum og fjölskyldu yfir í einn kaldan.

ÞOLIR EKKI ÞEGAR MENN SEGJA AÐ RONALDO SÉ BETRI EN MESSI

ÉG TILBÚINN Í RIFRILDI,“

„Ég hef spilað með Grindavík alla tíð, upp alla yngri flokka, að því undanskildu að ég fór á lánssamningi í Vogana í fyrra, það var allt og sumt,“ segir Dagur í stuttu fótboltaspjalli við Stangarskotið en hann lék, eins og flestum ætti að vera í fersku minni, með Þrótti Vogum á síðasta tímabili og átti sinn þátt í að koma Þrótturum upp í Lengjudeildina í fyrsta sinn.

Var það ekki ágætis reynsla? „Jú, það var það. Það var mjög gaman og Hermann Hreiðarsson er mjög skemmtilegur þjálfari. Hann hefur margt sem ekki margir hafa, hann er svaðalegur karakter.“

Þú skoraðir átta mörk fyrir Þrótt en ert búinn að bæta það með Grindavík í sumar.

„Já, það er komið núna. Ég er kominn með ellefu mörk; níu í deildinni og tvö í Mjólkurbikarnum. Það var þannig séð fyrsta markmiðið mitt – að skora fleiri mörk í ár en í fyrra. Svo er bara að reyna að skora eins mikið og maður getur og hjálpa liðinu áfram.“

Flinkur í fótbolta og með gott markanef Dagur sem er 22 ára lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki Grindavíkur fyrir fimm árum síðan, þann 17. maí 2017, þá sextán ára gamall. Þá kom hann inn á í Mjólkurbikarnum gegn Völsungi.

Hvert stefnir Hammerinn sem leikmaður? „Eins og staðan er núna þá á ég eitt ár eftir af samningnum mínum við Grindavík. Ég tek næsta tímabil með Grindavík og ætla mér að hjálpa til við að koma liðinu á réttan stað, í efstu deild. Svo kemur framhaldið bara í ljós. Markmiðið mitt er að verða betri fótboltamaður með hverjum degi.“

En hvernig leikmaður ertu? „Ég myndi segja að ég væri flinkur í fótbolta og góður að finna mér

þessar holur, þefa uppi færin. Er með fína tækni og ágætt markanef. Ég held að það lýsi mér ágætlega, annars er erfitt að lýsa sjálfum sér.“

Myndir þú geta líkt þér við einhvern leikmann? „Ég veit það ekki, ekkert kemur upp í hugann. Það gætu kannski einhverjir aðrir gert það.“

Hver er besti samherji sem þú hefur spilað með? „Ég myndi án efa segja Alexander Veigar Þórarinsson. Svo var Andri Rúnar [Bjarnason] mjög góður líka, hann fylgir fast á hæla honum. En ég myndi segja Alexander Veigar, tæknin sem hann hefur - hann er geggjaður í fótbolta.“

En hver er þá erfiðasti mótherji sem þú hefur lent í? „Það hefur sennilega verið Birkir Már Sævarsson. Ég spilaði einhvern tímann á móti honum þegar ég var mjög ungur og ég átti bara ekki séns. Þetta var örugglega einn af mínum fyrstu undirbúningsleikjum með Grindavík og hann alveg ... ég átti ekki ekki breik.“

Rifrildin orðin yfir hundrað talsins Þínar fyrirmyndir í íþróttum, hefur þú átt einhverjar fyrirmyndir í gegnum tíðina?

„Ég er náttúrlega Poolari og menn eins og Luis Suárez, mér finnst hann rosalega skemmtilegur leikmaður og fylgdist mikið með honum – en ég hef alltaf verið mjög harður Messi-aðdáandi. Ég er mjög, mjög harður aðdáandi Messi og ég hef lent í alltof mörgum rifrildum við Ronaldo-aðdáendur í gegnum tíðina, ég held að þau séu orðin yfir hundrað talsins þessi rifrildi. Mér finnst Ronaldo mjög góður leikmaður en finnst Messi yfirburðar, og ég þoli ekki þegar menn reyna að segja að Ronaldo sé betri en Messi – þá er ég tilbúinn í rifrildi,“ segir Messi-maðurinn Dagur Ingi að lokum.

20
21 560-5501 pall@allt.is www.allt.is PÁLL ÞORBJÖRNSSON Löggiltur fasteignasali ALLT FASTEIGNASALA REYKJANESBÆ - GRINDAVÍK - MOSFELLSBÆ ÉG TEK VEL Á MÓTI ÞÉR OG LEIÐBEINI ÞÉR Í GEGNUM ALLT FERLIÐ RÁÐGJÖF VIÐ KAUP OG SÖLU FASTEIGNA FRÍTT OG SKULDBINDINGARLAUST SÖLUVERÐMAT LJÓSMYNDUN FAGLJÓSMYNDARA INNIFALIN FASTEIGNASALI SÝNIR ALLAR EIGNIR ÞÖKKUM STUÐNINGINN Í SUMAR
22 MEISTARAFLOKKUR KVENNA LAUREN HOUGHTON MARKMAÐUR #1 FÆDD 1999 / LEIKIR 13 KOLBRÚN RICHARDSDÓTTIR MIÐJUMAÐUR #4 FÆDD 2005 / LEIKIR 10 - MÖRK 0 KATRÍN LILJA ÁRMANNSDÓTTIR VARNARMAÐUR #8 FÆDD 2002 / LEIKIR 44 - MÖRK 0 ELÍSABET BIRGISDÓTTIR MIÐJUMAÐUR #11 FÆDD 2006 / LEIKIR 2 - MÖRK 0 BRÍET ROSE RAYSDÓTTIR MIÐJUMAÐUR #2 FÆDD 2005 / LEIKIR 15 - MÖRK 1 HELGA RUT EINARSDÓTTIR VARNARMAÐUR #6 FÆDD 2007 / LEIKIR 11 - MÖRK 0 UNA RÓS UNNARSDÓTTIR MIÐJUMAÐUR #10 FÆDD 2002 / LEIKIR 79 - MÖRK 17 TINNA HRÖNN EINARSDÓTTIR MIÐJUMAÐUR #15 FÆDD 2004 / LEIKIR 57 - MÖRK 6 IRMA RÚN BLÖNDAL MARKMAÐUR #12 FÆDD 2004 / LEIKIR 3 RITA FEIST LANG MIÐJUMAÐUR #5 FÆDD 1998 / LEIKIR 1 - MÖRK 0 MIMI EIDEN SÓKNARMAÐUR #9 FÆDD 1999 / LEIKIR 19 - MÖRK 8 BIRGITTA HALLGRÍMSDÓTTIR SÓKNARMAÐUR #14 FÆDD 2004 / LEIKIR 57 - MÖRK 6 JÚLÍA BJÖRK JÓHANNESDÓTTIR MIÐJUMAÐUR #3 FÆDD 2006 / LEIKIR 12 - MÖRK 2 CAITLIN ROGERS VARNARMAÐUR #7 FÆDD 1999 / LEIKIR 21 - MÖRK 2 JÚLÍA RUTH THASAPHONG SÓKNARMAÐUR #11 FÆDD 2003 / LEIKIR 64 - MÖRK 5 VIKTORIA SÓL SÆVARSDÓTTIR VARNARMAÐUR #16 FÆDD 2000 / LEIKIR 40 - MÖRK 2
23 INGA RÚN SVANSDÓTTIR MIÐJUMAÐUR #17 FÆDD 2002 / LEIKIR 8 - MÖRK 0 KARA PETRA ARADÓTTIR MIÐJUMAÐUR #27 FÆDD 2004 / LEIKIR 49 - MÖRK 4 ALEXANDER BIRGIR BJÖRNSSON LIÐSSTJÓRI 21 ÁRS RAGNHEIÐUR TINNA HJALTALÍN MIÐJUMAÐUR #19 FÆDD 2008 / LEIKIR 4 - MÖRK 0 JÓN ÓLAFUR DANÍELSSON ÞJÁLFARI 55 ÁRA ÁSA BJÖRG EINARSDÓTTIR MIÐJUMAÐUR #18 FÆDD 2003 / LEIKIR 67 - MÖRK 3 ÍRENA BJÖRK GESTSDÓTTIR VARNARMAÐUR #29 FÆDD 1998 / LEIKIR 98 - MÖRK 4 VLADIMIR VUCKOVIC SJÚKRAÞJÁLFARI 36 ÁRA SIGRÍÐUR EMMA F. JÓNSDÓTTIR SÓKNARMAÐUR #22 FÆDD 2004 / LEIKIR 46 - MÖRK 1 ANTON INGI RÚNARSSON AÐSTOÐARÞJÁLFARI 26 ÁRA www.hjahollu.is & /hjahollu VIÐ STYÐJUM AÐ SJÁLFSÖGÐU OKKAR LIÐ. - ÁFRAM GRINDAVÍK!

VIÐ ÆTLUM UPP Á NÆSTA ÁRI

Aron Dagur Birnuson, markvörður Grindvíkinga, unir hag sínum vel hér suður með sjó og hann hefur framlengt samning sinn við félagið til þriggja ára. Aron er ljúka sínu öðru tímabili með liðinu en hann er uppalinn hjá KA norðan heiða.

Aron Dagur segir það hafa átt stóran þátt í ákvörðun hans að ganga til liðs við Grindavík að árið 2018 flutti fjölskylda hans frá Akureyri til Grindavíkur. „Mamma, pabbi, amma, afi og eiginlega allir í kringum mig fluttu suður á þessu tímabil – ég var bara einn eftir á Akureyri og það var svolítið erfitt fyrir átján, nítján ára „lítinn” strák. Þetta var frekar mikið basl,“ segir Aron sem segist hafa verið eitthvað aðeins í skóla á meðan hann var einn en aðallega hafi hann verið að vinna við að mála – sem er það sama og hann vinnur við í dag.

Markmenn eru þeir verstu

„Ég hef verið í fótbolta síðan ég var fjögurra ára en auðvitað prófaði ég aðrar íþróttir þegar ég var yngri, það kom handboltaæði þegar við fórum á Ólympíuleikana en fótbolti hefur alltaf verið númer eitt, tvö og þrjú hjá mér.

Fyrst var ég framherji, varnarmaður og allt þar á milli en seint í fimmta flokki fór ég í markið og hef verið þar síðan,“ segir Aron Dagur en markmannsstaðan virðist vera í genunum í fjölskyldunni hans. „Litli bróðir minn er markvörður og varð Íslandsmeistari með 5. flokki Grindavíkur í hitt í fyrra, svo var eldri bróðir minn, Anton Helgi, með Tindastóli – hann er líka markmaður – þetta eru bara allt markmenn. Þú getur rétt ímyndað þér hvað mamma og pabbi hafa þurft að ganga

í gegnum, ég hef heyrt að það sé verst að eiga markmenn,“ segir hann og skellir upp úr.

Kanntu ekki bara vel við þig hérna?

„Jú, mjög ánægður hérna og mér hefur liðið mjög vel frá því að ég kom. Þetta er búið að vera mjög fínt.“

Þannig að það hefur ekki verið erfið ákvörðun að framlengja samningnum?

„Jú, það var það svo sem. Ég velti fyrir mér hvort ég ætti að reyna fyrir mér annars staðar en eftir að hafa hugsað þetta vandlega þá fannst mér ég ekki getað skilið við Grindavík eftir tvö vonbrigðatímabil. Þegar og ef ég fer einn daginn þá vil ég alla vega að Grindavík sé í Bestu deildinni.“

Tímabilið í fyrra var auðvitað tómt basl. „Já, við fengum á okkur einhvern metfjölda af mörkum held ég. Þetta leit vel út í byrjun hjá okkur núna í ár, það gerði það svo sem líka í fyrra, við vorum ekki að fá mörg mörk á okkur en í síðustu leikjum ... Það datt alveg botninn úr þessu, ég held að við höfum fengið einhver fjórtán mörk á okkur í fjórum leikjum. Eitthvað sem enginn okkar hafði séð á lífsleiðinni. Þetta hefur verið erfitt undanfarið og ég veit ekki alveg hvað er í gangi.“ En þið ætlið ykkur stærri hluti í framtíðinni, er það ekki?

24

„Jú, heldur betur. Ég hef fulla trú á því að við förum upp á næsta ári –annars hefði ég ekki skrifað undir. Eftir að hafa talað við stjórnina og svona þá heyri ég að allir séu á því að við ætlum upp. Ég held að það sé ekkert feimnismál að segja það fyrst allir eru að tala um það í kringum mann og maður hefur sjálfur metnað fyrir því.“

Aron segir að þegar hann hafi verið að alast upp voru efstu liðin í dag ekki á góðum stað, eða eins og hann orðar það sjálfur: „Lið eins Valur og Víkingur Reykjavík gátu ekki neitt. Síðan fara þau upp og við sjáum hvernig þeim vegnar í dag. Þetta er svona á Íslandi, lið ganga í gegnum háar hæðir og djúpar lægðir – mér finnst Grindavík vera búið að vera í lægð í þrjú, fjögur ár en ég vil alls ekki missa af því þegar við förum í hæstu hæðir. Stórir klúbbar sem hafa gert eitthvað rétta úr kútnum og ég hefði aldrei skrifað undir ef ég hefði ekki trúað því að við værum á þeirri leið.“

Leggur hart að sér og ætlar að ná langt

Aron Dagur er 23 ára gamall og á fimmtán leiki með yngri landsliðum Íslands, hann segist hafa mikinn metnað til að reyna að komast í Alandsliðið.

„Ég er ekkert búinn að gefa það upp á bátinn, ég held að það væri vitlaust af manni með metnað að gefa það upp á bátinn. Minn metnaður er að ná sem lengst, jafnvel að komast út. Það er náttúrlega draumur allra knattspyrnumanna á Íslandi og ég held fast í þann draum. Ég æfi mikið núna, minnkaði við mig vinnuna og æfi oftar en ekki tvisvar á dag. Maður uppsker eins og maður sáir, aukaæfingin skapar meistar-

ann og það er engin leið í kringum það.“ Maciej Majewski, varamarkvörður Grindavíkur, er markmannsþjálfari Arons og hann segir það samstarf sé að koma vel út. „Hann er mjög flottur, er að koma nýr inn í markmannsþjálfun og er með ákveðnar hugmyndir og sér hlutina á annan hátt en ég. Ég held að við séum fullkomin blanda, hann ýtir mér áfram og ég ýti honum áfram. Mjög góð samvinna og við erum fjandi mikið saman utan vallar, kannski of mikið myndu sumir segja. Markmannsþjálfun er gríðarlega mikilvæg og oft vanmetin, ég væri örugglega að spila í einhverjum af neðri deildunum ef ekki væri fyrir markmannsþjálfun á yngri árum.“

Hvernig er aðstaða til æfinga hjá Grindavík?

„Aðstaðan hér er geggjuð og með þeim flottari á Íslandi yfir sumartímann. Gervigrasið í Hópinu er að syngja sitt síðasta en ef það myndi koma nýtt gervigras þar þá værum við með toppaðstöðu, ég tala ekki um ef við myndum setja gervigras á annan hvorn völlinn hérna.“

Eru leikmenn frekar á þeirri línu að spila á gervigrasi en þessu venjulega?

„Já, maður sér það á deildinni núna að gervigrasliðin eru sterkari en þau sem eru ekki að spila á gervigrasi. Þau spila hraðari bolta og það er auðveldara að koma inn af því inn á venjulegt gras en frá grasi inn á gervigras. Svo held ég að þar sem svona mörg lið eru komin á gervigras þá sé þetta eina leiðin. Í framtíðinni verður þetta eins og í Færeyjum, bara gervigrasvellir,“ segir Aron og hlær.

Þarf að gera meira fyrir krakkana á leikdögum Grindvíkingar hafa ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til tímabilsins í ár og áhorfendafjöldi á leikjum sýnir það kannski. Mæting á völlinn helst oftar en ekki í hendur við gengi liðsins en stuðningur áhorfenda er leikmönnum mikilvægur. „Það er þúsund sinnum skemmtilegra að spila leik sem þúsund manns eru að horfa á. Núna er æfingaleikjabragur á okkur í hverjum einasta leik. KA gerir þetta mjög vel, þar eru að koma þúsund plús á leiki en þeim gengur auðvitað vel, það hefur sitt að segja. Það sem þeir gerðu var að gera meira fyrir krakkana, þeir voru með svona boltaleiki og skemmtun fyrir krakkana. Ef krakkarnir koma þá mæta foreldrarnir. Ég hef ekki séð neitt svoleiðis gert hérna fyrir leiki, það er bara borgari og bjór. Ég hef fulla trú á því að við förum upp á næsta ári og ég kalla eftir stuðningi allra Grindvíkinga – gerum þetta saman, það er meira gaman.“

25

BÚINN AÐ VERA DRAUMUR LENGI AÐ FARA Í HÁSKÓLABOLTANN

Júlía Ruth Thasaphong hefur þrátt fyrir ungan aldur verið lykilleikmaður í liði Grindavíkur á undanförnum árum. Júlía hefur leikið upp allan sinn feril með Grindavík og var jafnframt í yngri landsliðum Íslands í körfubolta. Hún valdi hins vegar fótboltann og hefur leikið 64 leiki með Grindavík og skorað í þeim 10 mörk. Júlía mun ekki leika fleiri leiki með Grindavík í Lengjudeildinni á þessari leiktíð þar sem hún hóf háskólanám í Bandaríkjunum nú í ágúst og eru spennandi ár í vændum. Stangarskotið tók Júlíu tali og spurðum hana aðeins út í nýja skólann og framtíðina. Hvað heitir skólinn og hvar er hann staðsettur? Skólinn heitir Oral Roberts University og er staðsettur í Tulsa, Oklahoma. Í hvaða deild spilar liðið? NCAA deild 1. Við munum spila í The Summit League.

Nú ert þú nýkomin til Bandaríkjanna - getur þú sagt okkur aðeins frá fyrstu dögunum þínum þarna úti og fyrstu kynnum þínum af skólanum, liðinu og svæðinu? Já, ég fór út í lok júlí. Mamma, amma og Sara frænka mín fylgdu mér til Bandaríkjanna og vorum með mér í viku. Við fórum og skoðuðum skólann og okkur líst mjög vel á allt. Aðstaðan er mjög góð. Allir í skólanum tóku mjög vel á móti okkur sem var algjör plús. Liðið hérna úti er með mjög öfluga liðsheild og allar góðar í fótbolta. Við erum 33 sem erum í liðinu svo að ég verð að leggja mikið á mig til að vera í hóp á leikdegi.

Hvað var það sem þú heillaðist mest við þennan skóla og fótboltaliðið? Það sem heillaði mig mest við þennan skóla er hvernig allir hérna taka vel á móti nýjum nemendum. Svo er umhverfið hérna mjög flott. Það er mikil saga í kringum skólann sem mér fannst heillandi. Ég er mjög hrifinn af þjálfaranum hér úti. Hann er algjör meistari og liðsheildin einu orði sagt geggjuð.

Hvaða nám varð fyrir valinu hjá þér og af hverju? Ég ákvað að velja markaðsfræði þar sem það eru mjög margir möguleikar í því námi til framtíðar. Mig langaði einnig að læra inn-

anhússarkitekt en sú námsleið er ekki í boði hérna í ORU. Það verður kannski næsta skref hjá mér.

Hver eru þín markmið í fótboltanum?

Ég ætla að byrja á því að setja mér lítil markmið og markmiðið mitt er alltaf að vera betri en ég var í gær. Svo er það auðvitað markmiðið mitt að komast í liðið á leikdegi.

Var þetta erfið ákvörðun að taka að drífa sig út eða var þetta búið að vera draumur lengi hjá þér? Þetta er búinn að vera draumur hjá mér lengi að fara í háskólaboltann í Bandaríkjunum.

Hvað er það sem þú heldur að þú eigir eftir að sakna mest frá Íslandi? Ég á eftir að sakna allra sem eru heima á Íslandi mjög mikið. Svo held ég að ég eigi eftir að sakna þess að borða íslenskan mat.

Ef einhver er á leiðinni í heimsókn til þín. Hvað myndir þú biðja um að koma með mér sem væri ómissandi frá Íslandi? Myndi biðja um smjör…haha.

Hvað finnst þér um Lengjudeildina þar sem af er sumrið? Hvernig hún hefur spilast? Það eru þrjú lið sem hafa komið mér á óvart með spilamennsku sinni í sumar. FHL, HK og Augnablik. Við sitjum í 7. sæti og tel okkur geta gert betur. Það eru nokkrir leikir sem hafa ekki farið eins og við lögðum upp með sem er auðvitað mjög svekkjandi.

Hvernig finnst þér umhverfið og aðstaðan í kringum fótboltann í Grindavík? Mér finnst allir sem koma að fótboltanum í Grindavík vera frábærir. Það er hugsað mjög vel um okkur, t.d. með mat eftir leiki, þvottur á æfingafatnaði og metnaði í þjálfun. Við erum mjög heppin að vera með sjúkraþjálfara sem er alltaf til staðar fyrir og eftir æfingar. Ég hef eiginlega ekkert út á að setja - allt upp á 10 í Grindavík! Hvað finnst þér um umræðuna að fá gervigras í Grindavík? Ég myndir frekari vilja fá gervigras á gamla aðalvöllinn eins og staðan er í dag en að setja gervigras á aðalvöllinn.

26

HIN HLIÐIN:

Sætasti sigurinn: Á móti KR í fyrra þegar við vorum að tapa 3-1 en jöfnuðum leikinn á tveimur mínútum. Ekki beint sigur en þetta var klárlega sigur fyrir okkur.

Mestu vonbrigðin: Falla úr 1. deild í 2. deild árið 2019.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfinguna: Finnst sendingaræfingar mjög leiðinlegar. Hvaða lið myndir þú sýst spila fyrir á Íslandi: Líklegast Gróttu

Uppáhalds podköst: Hlusta yfirleitt ekki á podcast en það væri þá FM95BLÖ Í hvaða leikmann í liðinu myndir þú hringja í til að aðstoða þig ef þú værir með sprungið dekk? Myndi alltaf hringja fyrst í Unu Rós þótt hún gæti nú ekki hjálpað mikið

Einhverjir leyndir hæfileikar sem þú hefur en fáir vita af: Ekkert sérstakt en ég kann að spila á gítar

Uppáhalds matur: Naut og Bernaise

Sturluð staðreynd um þig: Tók þátt í söngvakeppni 17. júní 2012 með Ingu Bjarney frænku tókum lagið Ó maría. Við unnum!

Eitthvað að lokum: Ég vona að meistaraflokkum karla og kvenna gangi sem allra best það sem eftir er af sumrinu. Hægt er svo að fylgjast með liðinu mínu á Instagram: @oruwsoccer

Allir kaupendur og seljendur fá

Vildarkort Lindar

sem veitir 30% afslátt hjá eftirfarandi fyrirtækjum

KÆRI ÍBÚÐAREIGANDI

Ef þú vilt selja eða kaupa eða ert með einhverjar spurningar varðandi fasteignamarkaðinn, heyrðu þá endilega í mér.

Heyrumst

Sigrún Ragna Sigurðardóttir Löggiltur fasteignasali 773 7617 sigrun@fastlind.is

510 7900 Bæjarlind 4 / 201 Kópavogur

fastlind.i s

27

„MIKILVÆGT AÐ FESTAST ALDREI

Ingibjörg Sigurðardóttir var stolt okkar Grindavíkinga á Evrópumóti kvennalandsliða sem fram fór í júlí í sumar. Ingibjörg er 24 ára gömul og lék upp yngri flokka með Grindavík. Snemma var ljóst að þarna væri á ferðinni afar efnileg knattspyrnukona og skipti hún yfir í Breiðablik aðeins 16 ára gömul. Hún hefur síðustu ár leikið í atvinnumennsku í Noregi og varð meðal annars deildar- og bikarmeistari með Vålerenga árið 2020. Ingibjörg var í byrjunarliði Íslands í leik liðsins gegn Frakklandi sem var lokaleikur Íslands í riðlinum en Ísland komst ekki áfram í 8-liða úrslit eftir að hafa gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum á mótinu. Stangarskotið fékk Ingibjörgu til að svara nokkrum spurningum um EM og lífið sem atvinnumaður.

Nú ert þú að búin að spila á nokkrum stórmótum fyrir Íslands hönd. Hvernig var þetta mót í samanburði við hin? Maður sá það að mótshaldarar lögðu mikla vinnu í að gera þetta Evrópumót stórt og glæsilegt. Ég fann virkilega fyrir því að þetta var stórmót - mikil spenna og gleði í kringum þetta sem var mjög gaman!

Hvað er það sem er minnistæðast frá þessu Evrópumóti? Ætli það sé ekki Frakkaleikurinn þegar við jöfnuðum á síðustu mínútunni og mikið sem gerðist í þeim leik.

Mestu vonbrigði mótsins? Mikil vonbrigði að komast ekki áfram eftir fínar frammistöður og að fara taplausar í gegnum mótið.

Finnst þér vera meiri pressa á landsliðið þegar Ísland hefur náð svona oft í úrslitakeppni stórmóta? Já, maður finnur fyrir mikilli pressu en þannig vil ég hafa það.

Hvernig tilfinning er það svo sem leikmaður að finna fyrir öllum þessum aukna stuðningi og áhuga fólks á landsliðinu undanfarin ár? Það skiptir okkur ótrúlega miklu máli! Við leggjum mikla vinnu í það sem við gerum og við spilum fyrir hönd Íslands þannig það er ekkert sem gefur okkur meiri orku en að finna fyrir stuðningnum.

Nú spilar þú sem atvinnumaður í Noregi og varst áður í Svíþjóð. Hvernig eru þessar deildin til samanburðar við deildina á Íslandi? Þetta eru atvinnumannadeildir þannig það eru fleiri leikmenn sem leggja meira í fótboltann, fleiri góðir leikmenn og það er ætlast til meira af manni þegar maður er í svona umhverfi.

Hvernig er umgjörðin um fótboltann í Noregi?

28
LANDSLIÐSKONAN INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR RÆÐIR UM EM Í ENGLANDI OG ATVINNUMANNAFERILINN
Í
ÞÆGINDARAMMANUM“

Hún er mjög góð í Vålerenga þar sem ég spila. Við erum með frábæra aðstöðu og gott teymi í kringum okkur. Ég myndi segja að við værum með bestu aðstöðuna í Noregi en það er mikill uppgangur hjá hinum liðunum og deildin vill vera ein af þeim bestu í Evrópu þannig það er mikill metnaður.

Hvenær spilaðir þú þinn fyrsta A landsliðleik? Árið 2017.

Er einhver landsleikur á ferlinum eftirminnilegri en annar og af hverju? Leikurinn við Þýskaland árið 2017 þegar við unnum 3-2.

Hvernig var svo að alast upp í fótboltanum í Grindavík? Það var mjög gaman. Gott að vera í svona litlu samfélagi þar sem maður þekkir alla.

Þú spilar þinn fyrsta leik með meistaraflokki í Grindavík í efstu deild 2011 aðeins 13 ára gömul. Hvernig reynsla var það að koma svona ung inn í meistaraflokkinn? Það var bara mjög skemmtilegt fyrir mig. Mér fannst ég vera tilbúin í það að taka næsta skref og var heppin að vera með þjálfara sem höfðu trú á mér.

Hvað finnst þér að hafi hjálpað þér mest að hafa náð eins langt og þú hefur gert með þinn fótboltaferil? Ég var alltaf með stór markmið

sem ýttu mér áfram á æfingum og út fyrir þægindarammann sem mér finnst mikilvægt. Ég æfði mikið aukalega og reyndi alltaf að fá að æfa með eldri flokkum eða strákum til þess að taka hraðar framfarir.

Hver eru þín markmið í fótboltanum í dag? Komast á HM með landsliðinu og ná eins langt og ég mögulega get, sjá hvað ég get orðið góð.

Heldur þú að þú eigir eftir að spila aftur leik í gula Grindavíkur búningnum okkar áður en fótbolta ferlinum líkur? Það er aldrei að vita!

Hvaða ráð gefur þú yngri knattspyrnuiðkendum sem hafa þann draum að komast í atvinnumennskuna eða langar að spila fyrir hönd Íslands? Það er mikilvægt að festast ekki í þægindahringnumleitast eftir áskorunum og gefast aldrei upp.

Áttu einhverja skemmtilega sögu af landsliðsferli þínum? Dettur ekki í hug neitt sérstakt en það er alltaf mjög gaman hjá okkur!

Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri að lokum? Aukaæfingin skapar meistarann og áfram Grindavík!

HIN HLIÐIN:

SKEMMTILEGAST AÐ GERA Á ÆFINGUM? REIT. LEIÐINLEGAST AÐ GERA Á ÆFINGUM? UPPHITUN.

HVER ER ERFIÐASTI ANDSTÆÐINGURINN SEM ÞÚ HEFUR MÆTT? FRAKKARNIR ERU MJÖG GÓÐAR.

HVER ER MESTI GLEÐIGJAFINN Í LANDSLIÐINU? ALLAR.

EF ÞÚ VÆRIR MEÐ SPRUNGIÐ DEKK OG ÞYRFTIR AÐSTOÐ. Í HVAÐA LANDSLIÐKONU MYNDIR ÞÚ HRINGJA? MYNDI ÖRUGGLEGA HRINGJA Í RAKEL HÖNNUDÓTTIR FYRRUM LANDSLIÐSKONU. ÉG TREYSTI EKKI NEINNI SEM ER Í LANDSLIÐINU NÚNA.

HVER ER MESTI PEPPARINN Í LANDSLIÐINU? GUNNHILDUR YRSA.

HVER ER ÞINN HERBERGISFÉLAGI MEÐ LANDSLIÐINU? SVAVA RÓS.

29

JANKOVIC FJÖLSKYLDAN Í GRINDAVÍK Í 30 ÁR

Milan Stefán Jankovic kom til Íslands í fyrsta sinn í janúar árið 1992 með það markmið að spila fótbolta fyrir Grindavík. Heimaland hans þá var gamla Júgóslavía. Fjölskylda Janko flutti síðar til landsins, eiginkona hans Dijana Una og börn hans Jovana og Marko Valdimar. Dijana starfaði í fjölda mörg ár fyrir knattspyrnudeildina og sinnti sínum störfum þar af miklum myndarskap.

Jankó spilaði alls 110 leiki í deild- og bikar fyrir Grindavík á sjö árum og gerði í þeim leikjum 14 mörk. Vakti geta hans á knattspyrnuvellinum strax athygli og jafnframt var hann ávallt boðinn og búinn að leiðbeina yngri leikmönnum félagsins og miðla af reynslu sinni. Auk þess að eiga farsælan feril sem leikmaður þá á hann virkilega glæstan feril sem þjálfari hér í Grindavík og eru ófáir leikmenn Grindavíkur á öllum aldri sem eiga Janko margt að þakka.

Þar sem nú eru liðin 30 ára síðan að þessi fjölskylda auðgaði fyrst bæjarlífið hér í Grindavík voru þau Jankó og Dijana heiðruð sérstaklega fyrir leikinn gegn Þrótti Vogum um miðjan maí.

Sigurbjörn Dagbjartsson tók afar skemmtilegt viðtal við Janko fyrir Víkurfréttir nú í sumar sem við hjá Stangarskotinu fengum góðfúslegt leyfi til að endurbirta.

Ungur og upprennandi leikmaður „Ég er fæddur 1960 í Júgóslavíu, n.t.t. í Zagreb í Króatíu, en er Serbi frá Bosníu. Ástæða þess að móðir mín fæddi mig í Zagreb er að eldri systir mín dó í fæðingu í Bihac í Bosníu en þar var ekki eins gott sjúkrahús eins og í Zagreb og mamma vildi ekki taka neina áhættu. Við bjuggum alltaf í Bihac og þar byrjaði ég að spila fótbolta.“

Jankó gekk vel og var fljótlega orðinn fyrirliði liðsins þrátt fyrir ungan aldur. Hann vakti mikla eftirtekt og stórliðið Rauða stjarnan frá Belgrad keypti hann þegar hann var einungis tuttugu ára gamall. Á þessum árum var Rauða stjarnan stórt lið á evrópskan mælikvarða og t.d. varð liðið Evrópumeistari meistaraliða árið 1991. Erfitt var að komast í aðalliðið á þessum tíma og Jankó spilaði með varaliðinu. Rauða stjarnan vildi gera samning við hann til fjögurra ára og lána hann á meðan hann öðlaðist reynslu en Jankó vildi leita á önnur mið og gekk aftur til liðs við gamla liðið í heimabænum, Bihac. Fljótlega var hann búinn að taka við fyrirliðabandinu, átti þrjú mjög góð ár og vakti athygli annarra liða – gat valið úr nokkrum tilboðum og tók að lokum ákvörðun um að ganga til liðs við Osjek í Króatíu. Þetta var árið 1984 og hann lék í sjö ár með liðinu, til ársins 1991. Athyglisvert að þegar hann samdi við Osjek fékk hann íbúð sem hluta af laununum og einhvern pening líka en þetta var fyrir tíma „Bosman-samnings ins“ (eftir að belgíski knattspyrnumaðurinn JeanMarc Bosman fór í mál við liðið sem hann var runninn út af samningi hjá, þá breyttist landslag knattspyrnufólks gríðarlega og þeir voru ekki lengur „eign“ liðsins eftir að samningur rann út)

og þegar lið í Júgóslavíu báru víurnar í Jankó sagði Osjek að Jankó þyrfti að skila íbúðinni ef hann myndi yfirgefa liðið! Þar sem Dijana konan hans var komin í góða vinnu í banka ákváðu þau að búa áfram í Osjek.

Á þessum tíma var ungur og ansi upprennandi leikmaður að koma upp hjá Osjek, Davor Suker, en hann átti eftir að verða einn besti, ef ekki sá besti sóknarmaður heims, lék m.a. með Real Madrid á Spáni. Jankó hefur haldið góðum kynnum við hann allar götur síðan og þegar Suker, sem er Króati og gegndi stöðu formanns króatíska knattspyrnusambandsins um tíma, kom til Íslands þegar þjóðirnar mættust þá hittust gömlu liðsfélagarnir að sjálfsögðu.

Meiðsli á ögurstundu og HM ‘90 úr sögunni Jankó lék það vel á þessum tíma að hann var á leiðinni með landsliði Júgóslavíu í lokakeppni HM ‘90 á Ítalíu en á þessum tíma voru Júgóslavar á meðal bestu knattspyrnuþjóða heims og voru taldir líklegir til afreka á HM ‘90. Sumir myndu segja að það sé hreinlega magnað að Jankó skyldi vera í þeim hópi, og sýni hversu frábær knattspyrnumaður hann var, fyrst hann var á leiðinni með liði Júgóslavíu á HM en í liðinu voru t.d. Dejan Savicevic og Zvonimir Boban sem voru lykilleikmenn ítalska stórliðsins AC Milan. Jankó var sem sagt á leiðinni á stærsta íþróttamót heims en nokkrum mínútum fyrir leikslok í síðasta leik tímabilsins 1989, reið ógæfan yfir:

„Ég var búinn að spila mjög vel þetta tímabil, var valinn besti varnarmaðurinn í júgóslavnesku deildinni og nokkur lið í Evrópu voru að skoða mig, m.a. frá Frakklandi og Grikklandi. Ég var

hópinn og allt leit vel út en í síðasta leiknum, þegar

30

nokkrar mínútur voru eftir, þá áttum við horn og ég hoppaði upp í skallabolta en sneri hnéið á mér þegar ég lenti og sleit krossbönd. Á þessum tíma þýddi það níu til tólf mánuði frá fótbolta og því fór HMdraumurinn. Ég var frá allt næsta tímabil (‘90 tímabilið) en ‘91 gat ég byrjað aftur að spila.“

Um þetta leyti, í kringum 1990, fann Jankó, ásamt öðrum Júgóslövum, að eitthvað slæmt lá í loftinu. Júgóslavía var stofnað sem sambandsríki í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar og samanstóð af sex lýðveldum; Bosníu-Hersegóvínu, Króatíu, Makedóníu, Svartfjallalandi, Serbíu og Slóveníu. Landið gekk í gegnum mikið hagvaxtarskeið og allt lék í lyndi en frá falli Tito árið 1980 fór að síga á ógæfuhliðina ... og til að gera langa sögu stutta þá braust stríðið út á fyrri hluta ársins 1992. Jankó fékk óvænt tilboð stuttu áður:

„Það var mjög skrítið að vera í Júgóslavíu á þessum tíma, maður fann að eitthvað lá í loftinu en við í liðinu vorum ekki mikið að hugsa um það, við litum allir á okkur sem Júgóslava, ekki Serba, Króata eða eitthvað annað. Hægt og býtandi þyngdist andrúmsloftið og maður fann að eitthvað var ekki gott. Í leikjum fórum við að heyra meira frá aðdáendum, þarna voru farin að heyrast öðruvísi köll á milli Serba og Króata t.d. og eins og ég segi, eitthvað slæmt lá í loftinu. Fyrir mig var þetta skrítið, ég þurfti í raun að spyrja mig hverjum ég tilheyrði! Ég er Serbi frá Bosníu – fæddur í Króatíu en ég hef alltaf litið á mig sem JÚGÓSLAVA. Þegar ég er spurður hvaðan ég er þá segist ég bara vera frá Júgóslavíu. Ég hef alltaf litið á alla sem Júgóslava, ekki sem Serba, Króata eða eitthvað annað.“

„Eftir tímabilið 1991 en þá var ég búinn að jafna mig nánast að fullu og hafði spilað síðustu leikina á tímabilinu, fór ég heim til Bihac í Bosníu í sumarfrí eftir mótið. Við fjölskyldan ætluðum bara að heimsækja foreldra okkar og stoppa stutt, tókum þess vegna bara tvær ferðatöskur með okkur. Við ætluðum auðvitað að snúa til baka til Osjek en það varð aldrei, því stríðið var að byrja í Króatíu. Ég opnaði bar í Bihac og hann gekk mjög vel en fékk þá óvænt tilboð – frá Íslandi. Fyrrum liðsfélagi hjá Osjek, Luka Kostic (Kóli), var í símanum og spurði mig hvort ég myndi vilja spila á Íslandi með Grindavík. Ég bað Kóla um að bíða smá, ég vildi hugsa málið því barinn var farinn að ganga vel. Ég ræddi málið við Dijönu og pabba, við ákváðum að ég myndi fara í einn mánuð og sjá til, ef mér myndi ekki lítast á þá myndi ég koma til baka. Ég kom til Íslands 24. janúar 1992.“

Athyglisvert en þegar Grindavík var að reyna semja við Jankó, þá setti Bjarni Jóhannsson, þjálfari liðsins, sig í samband við Eyjólf Sverrisson, fyrrum lærisvein sinn hjá Tindastóli frá Sauðárkróki, en hann lék þá með Stuttgart í Þýskalandi. Í liði Stuttgart var fyrrum liðsfélagi Jankó frá Júgóslavíu. Viðkomandi sagði Eyjólfi að þetta hlyti að vera einhver misskilningur, það gæti ekki verið að Milan Jankovic væri að fara spila með liði á Íslandi.

Servíetta með sítrónubragði Jankó talaði eingöngu sitt móðurmál á þessum tíma og lenti í skondnu atviki í fluginu frá Kaupmannahöfn til Íslands með Icelandair. Forsvarsmenn Grindavík vildu auðvitað heilla sinn mann og smelltu honum á Saga Class en Jankó hafði ekki hugmynd um það, vissi ekkert hvað Saga Class var.

„Ég var búinn að fljúga frá Júgóslavíu til Kaupmannahafnar, þurfti að bíða eftir fluginu til Íslands og var orðinn mjög svangur þegar loksins kom að fluginu til Íslands. Ég sofnaði strax og var hálf rúglaður þegar flugfreyjan var alltaf að koma til mín og bjóða mér eitthvað að borða en ég skildi ekki neitt, hélt ég þyrfti að borga fyrir matinn og var ekki með neinn pening á mér. Þarna var flugfreyjan auðvitað að spyrja mig hvað ég vildi fá af matseðlinum. Aftur og aftur kom hún með girnilegan mat til hinna farþeganna á Saga Class og mig langaði svo í, var orðinn mjög svangur! Eftir tvo tíma kom hún svo með servíettu sem var búið að rúlla upp, hún var með svona sítrónubragð og var hugsuð

til að þvo sér í framan. Servíettan leit út eins og pönnukaka, ég horfði lúmskur í kringum mig og þegar enginn sá þá stakk ég servíettunni upp í mig og reyndi að borða!

Ég fór beint á æfingu þegar ég kom heim, Kóli fylgdi mér og eftir æfinguna fórum við með stjórn Grindavík á Hard Rock Café og ég sagði Kóla hvað skeði í vélinni en hann mætti alls ekki segja stjórnarmönnunum! Kóla fannst þetta svo fyndið að hann sagði auðvitað öllum strax frá og skilaði frá mér að næst þyrfti ég ekki Saga Class-sæti, bara venjulegt því þar fengu farþegar bara sinn bakka með mat á!“

Eðli málsins samkvæmt eru veðurguðirnir Íslendingum ekki beint hliðhollir í lok janúar en veðrin sem Jankó fékk að upplifa á fyrstu dögum Íslandsdvalarinnar voru skrautleg oft og tíðum! Jankó bjó fyrst á verbúð Fiskaness en hann var einn fyrstu mánuðinn, Dijana og börnin komu ekki strax og Jankó var eflaust á báðum áttum fyrstu vikurnar. Hann lenti í fyndnu atviki fljótlega eftir að hann var kominn og svo í öðru þegar fjölskyldan var komin: „Það var mjög vont veður fyrstu dagana, ég talaði ekki tungumálið svo mér leist ekki mikið á þetta til að byrja með. Krilli (Kristinn Jóhannsson) var aðstoðarþjálfari og hann sótti mig alltaf á æfingar þegar við æfðum á Haukavellinum á Ásvöllum. Ég átti að vera tilbúinn á ákveðnum tíma og var mættur út og það var algert rúglveður, snjór og rok og ég beið og beið – og beið! Ég var alveg að frjósa og hugsaði með mér að stjórnarmenn væru að „testa mig“, athuga hvort ég myndi gefast upp en þá kom í ljós að Krilli hafði gleymt að sækja mig! Það voru engir farsímar þarna, þeir gátu hringt í einhvern í Grindavík og einhver kona kom til að segja mér, já eða reyna segja mér að þeir hefðu gleymt að sækja mig! Hún talaði ekki júgóslavnesku og ekki skyldi ég íslensku! Hún hreyfði hendurnar og einhvern veginn náði ég því að ég yrði ekki sóttur!

Þegar Dijana og börnin komu í lok febrúar þá bjuggum við fyrst í Gula húsinu (félagsheimili Grindavík) en þar var eldhús og við gátum eldað

31

okkur mat. Í fyrsta skipti sem Dijana ætlaði að elda, þá fann hún hamborgara en vantaði matarolíu. Lýsi hf. var aðalstyrktaraðili Grindavík á þessum tíma og alltaf nóg til af lýsi í Gula húsinu og Dijana hélt að þetta væri matarolía í flöskunni. Það var skrítið bragð af þessum hamborgurum ...“

Það verður seint sagt að Jankó hafi heillað alla með spilamennsku sinni á þessu fyrsta tímabili og segir sagan að efasemdir hafi verið með að fá hann aftur næsta tímabil. Á lokahófi Grindavík í Festi haustið 1992 var Þorsteinn Bjarnason valinn besti leikmaður liðsins og á þessum tíma var Jankó farinn að geta bjargað sér aðeins í íslenskunni, hann sagði orðrétt við Þorstein á sinni bjöguðu íslensku: „Ég skal vera sá besti leikmaðurinn tharna eftir næsta tímabilið tharna!“

Fjölskyldan flutti skömmu áður ens stríðið braust út Þegar Jankó og fjölskylda tóku ákvörðun um að prófa Ísland, þá var ekki á stefnuskránni að setjast hér að en stríðið í Bosníu braust endanlega út stuttu eftir að Dijana var komin til Íslands með börnin. Kannski munaði hreinlega litlu að þau hefðu ekki komist en venjulega var hægt að fara með rútu til alþjóðaflugvallarins í Belgrad í Serbíu, Dijana og börnin þurftu hins vegar að fljúga með herflugvél frá Bihac í Bosníu. Stuttu síðar lokaði landið og enginn komst út úr því og stríðið hófst.

1993 tók Þorsteinn Bjarnason við þjálfun Grindavíkurliðsins og Jankó stóð við stóru orðin frá lokahófinu tímabilið á undan, var besti og í raun langbesti leikmaður liðsins. Hann vissi að hann hefði ekki staðið sig nógu vel fyrsta tímabilið og fyrst Grindavík vildi aftur gera samning við hann, sem gaf Jankó tækifæri á að sanna sig, þá skrifaði hann glaður undir samninginn og næstu ár skrifaði hann alltaf undir eins samning, þ.e. hann fór ekki fram á hækkun eins og hann hefði auðveldlega getað gert því hann var orðinn einn besti leikmaðurinn á öllu Íslandi. Jankó vildi einfaldlega þakka traustið, að fá að sanna sig aftur eftir lélegt fyrsta tímabil. Þvílíkur heiðursmaður en þarna, og í raun mjög fljótlega eftir að hann kom til Grindavíkur, var hann búinn að heilla alla upp úr skónum með persónuleika sínum. Það var bara knattspyrnuleg geta eftir fyrsta tímabilið sem bjó til efasemdir en þær efasemdir voru mjöööööög fljótar að fjúka út í hið íslenska veður og vind!

Þess má til gamans geta að þegar COVID skall á fyrir tveimur árum þá bauðst Jankó til að þjálfa kauplaust til að byrja með. Eins og áður sagði, þvílíkur heiðursmaður! Gamli liðsfélagi Jankó, Kóli, tók svo við þjálfun liðsins árið 1994 og má segja að þá hafi ákveðið gullaldartímabil hafist því ekki nóg með að Grindavík hafi unnið næstefstu deildina

auðveldlega, heldur fór liðið alla leið í úrslit bikarkeppninnar en þurfti að lúta í lægra haldi fyrir KR-ingum. Oft er stutt á milli í íþróttum en í stöðunni 0:0 átti bakvörður Grindavíkurliðsins fyrirgjöf sem rataði alla leið í stöng KR-marksins! Ef þessi fyrirgjöf hefði endað í markinu og Grindavík komist 1:0 yfir, hvernig hefði leikurinn þá þróast?

Farsæll ferill

Jankó lék með Grindavík til 38 ára aldurs og átti svo sannarlega sinn þátt í að liðið hélt sér uppi en tæpt stóð það ‘96 og ‘98 en þá bjargaði liðið sér í síðustu umferð með sigri og seinna skiptið skoraði Jankó m.a. eitt af mörkunum.

Hann tók svo við þjálfun Grindavíkurliðsins árið 1999 og áfram voru heilladísirnar á bandi Grindvíkinga en í hreinum úrslitaleik um að halda sæti sínu í deildinni vann Grindavík Val og varð þar með eina liðið á Íslandi sem hafði aldrei fallið um deild.

Eftir það var bara horft til ljóssins eins og flugurnar – og þangað var stefnt! „Við rétt björguðum okkur frá falli á fyrsta tímabilinu mínu sem þjálfari en svo fór okkur að ganga betur, unnum Lengjubikarinn [minni bikarkeppni sem þá var leikin samhliða Íslandsmótinu og bikarkeppninni. Innsk. blaðamanns] og enduðum í þriðja sæti Íslandsmótsins, sem tryggði þátttökurétt í Intertoto Evrópukeppninni árið eftir. Þá unnum við Baku frá Azerbajan í fyrstu umferð en rétt töpuðum fyrir Basel í annarri umferð. Ég þjálfaði liðið næsta tímabil en þá enduðum við í fjórða sæti og eftir það tók ég við Keflavík sem þá var í næstefstu deild. Við fórum beint upp og urðum bikarmeistarar árið eftir.“

Taug Jankó til Grindavíkur hefur alltaf verið sterk og að loknum tveimur tímabilum í Keflavík sneri hann aftur til heimahaganna og átti fyrst að vera aðstoðarþjálfari Guðjóns Þórðarsonar – en stuttu eftir að búið var að samþykkja samning við Guðjón var hann floginn á vit ævintýranna í Englandi, staða Jankó breyttist og hann varð aðalþjálfari. Eftir það hefur Jankó einbeitt sér að uppbyggingu ungra og efnilegra leikmanna ásamt því að vera viðkomandi þjálfara meistaraflokks karla til aðstoðar. Segja má að hann flakki á milli Grindavíkur og Keflavíkur en eftir að hafa verið Óla Stefáni Flóventssyni til aðstoðar 2016 til 2018 fór hann aftur til Keflavíkur og var aðstoðarþjálfari Eysteins Húna Haukssonar en sneri svo til baka fyrir stuttu og er núna hægri hönd nýs þjálfara Grindavíkurliðsins, Alfreðs Jóhannssonar.

Hvernig líst Jankó á framtíð grindvískrar knattspyrnu? „Framtíðin hjá Grindavík er björt, 5. flokkur drengja varð t.d. Íslandsmeistari í fyrra og þar eru nokkrir mjög efnilegir leikmenn. Ef við höldum áfram að byggja upp ungu leikmennina þá verðum við komnir með sterkt lið eftir nokkur ár sem getur verið byggt á leikmönnum frá Grindavík. Ég mun sjá um afreksþjálfun en þar líður mér best, að búa til góða leikmenn. Ég verð líka Alla til aðstoðar en mér líst mjög vel á hann sem þjálfara. Það er góð stemmning í kringum liðið. Það var frábært fyrir fótboltann í Grindavík að fá Jón Óla Daníelsson til að byggju upp kvennaknattspyrnuna, það er bjart framundan í Grindavík.“

Jankó er aðstoðarhúsvörður Grunnskóla Grindavíkur en er með sínar bækistöðvar í nýrri skólanum, Hópsskóla. Þar er hann kannski mest á heimavelli því börnin hreinlega dýrka hann! Hann sýnir þeim alls kyns galdrabrögð og grínast í þeim en hvernig kann hann við það starf og hvernig sér hann framtíðina fyrir sér:

„Þetta er mjög gott starf, mér finnst frábært að vinna með börnum og þá get ég líka æft mig betur í íslenskunni. Sum börnin halda að ég sé skólastjóri en ég er nú fljótur að segja þeim að það sé ekki rétt. Okkur líður mjög vel á Íslandi en ég reyni að heimsækja Júgóslavíu eins oft og ég get. Mamma mín sem er orðin 84 ára er búin að vera aðeins veik en hún býr rétt hjá Sarajevo. Draumurinn er að búa á báðum stöðum, vera í Júgóslavíu yfir veturinn en á Íslandi á sumrin en þau íslensku eru þau bestu.“

32
33 H.E. Helgason ehf Öll almenn trésmíði - 6979252 H.E. Helgason ehf ÁFRAM GRINDAVÍK Logo colours: Orange: PMS 166 Blue: PMS 2755 FISKVERKUN Staðarsundi 16B • 240 Grindavík JP Múrverk Sími 865 9909
34 Uppáhaldsmatur: Ég Samfélagsmiðill á MÆTUM OG VÖLLINN OG STYÐJUM OKKAR LIÐ! ÁFRAM GRINDAVÍK HREINT UMHVERFI BETRI FRAMTÍÐ

STEFNAN ER SETT Á

Sölvi Snær Ásgeirsson er ungur og efnilegur knattspyrnumaður sem á framtíðina fyrir sér. Sölvi Snær er aðeins 14 ára gamall en þykir afar spennandi miðvörður. Hann leikur með 4. flokki karla og varð Íslandsmeistari með 5. flokki fyrir tveimur árum. Stangarskotið fékk Sölva Snæ til að svara nokkrum spurningum um fótboltann og áhugamálin utan vallar.

Hvað er skemmtilegast við fótboltann?

Erfitt að velja bara eitt en, það eru fótboltaferðirnar og mótin.

Hverjir eru þínir framtíðardraumar í fótboltanum?

Að komast út í atvinnumennsku.

Hverjir eru þínir styrkleikar og veikleikar í fótboltanum?

Styrkleikar: hæð, styrkur, hraði, leikskilningur, sendingargeta. Veikleikar: vinstri fótur.

Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér á fótboltaferlinum? Að vinna Íslandsmeistaratitillinn með 5. flokki.

Hvað er vandræðalegasta atvikið á fótboltavellinum hjá þér? Örugglega þegar ég fékk neglu í punginn á Rey Cup og þurfti að fara af velli

Hver er þín helsta innlenda og erlenda fyrirmynd í íþróttum? Daníel Leó Grétarsson og Cristiano Ronaldo.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum?

Já, körfunni hérna á Íslandi og svo á ég það til að detta inn í píluna.

Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan fótboltann?

Mixa eitthvað gott og hollt í eldhúsinu og taka píluleik við mömmu eða pabba.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? Nike Phantom GT.

Hvað er leiðinlegast og skemmtilegast að gera á æfingum?

Hringirnir sem við hlaupum í upphitun er það leiðinlegasta. Skotæfingar og spil er skemmtilegast.

Hver er uppáhaldsþjálfarinn þinn og hvers vegna? Anton Ingi Rúnarsson. Hann er áhugasamur og nær vel til okkar allra. Cober og Janko líka í miklu uppáhaldi.

hlusta á:

Númer:

og

90’s og 2000’s

Uppáhalds vefsíða: fótbolti.net

sem ég opna fyrst: Snapchat

óttast

mest inni

fótboltavellinum: Að meiðast

ATVINNUMENNSKU STAÐREYNDIR: Nafn: Sölvi Snær Ásgeirsson Aldur: 14
5 Uppáhaldsmatur: Pasta
kjúklingur Uppáhaldsdrykkur: Vatn Lið í enska: Manchester United Ég
R&B,
rapp
Samfélagsmiðill
Hvað
þú
á
illa

„ÉG VAR BITIN Í LEIK“

Katrín Lilja Ármannsdóttir hefur verið í stóru hlutverki í vörn Grindavíkur í sumar. Hún leikur stöðu miðvarðar og hefur bætt leik sinn mikið á þessu tímabili. Katrín kom aftur heim til Grindavíkur í vetur eftir að hafa leikið með Sindra á Höfn á síðustu leiktíð. Stangarskotið fékk að kynnast hinni hliðinni aðeins nánar hjá Katrínu Lilju.

Fullt nafn: Katrín Lilja Ármannsdóttir.

Gælunafn: Kæja.

Aldur: Tvítug.

Hjúskaparstaða: Á föstu.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Veturinn 2017.

Uppáhalds drykkur: Nocco - Raspberry Blast.

Uppáhalds matsölustaður: Serrano er alltaf fyrsta valið.

Hvernig bíl áttu: Hyundai i30.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Peaky Blinders.

Uppáhalds tónlistarmaður: Frank Ocean.

Uppáhalds hlaðvarp: Þarf alltaf að vera grín.

Fyndnasti liðsfélaginn: Bríet Rose getur verið svolítið fyndin.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Aðeins of einföld. Bara Daim, Oreo og Þrist.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Þori bara að útiloka Liverpool.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Líklegast Sveindís Jane. Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Allan daginn Steinberg.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Myndi segja Júlía Ruth þó ég mæti henni bara á æfingum. Það er alveg hausverkur að mæta henni 1v1 á litlum velli.

Sætasti sigurinn: Síðasti Hauka leikur, alltaf gott að vinna þegar maður lendir 1-0 undir.

Mestu vonbrigðin: Alltaf erfitt þegar meiðsli er að halda aftur að manni. Uppáhalds lið í enska: Held með Man United í gegnum aðallega súrt þessa dagana.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Myndi stela Ylfu Beatrix úr Sindra.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Helga Rut Einarsdóttir.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Klárlega Einar Karl Árnason.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta. Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Ronaldo.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Una Rós leynir á sér. Uppáhalds staður á Íslandi: Akureyri.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Var einu sinni bitin í leik, hef hlegið mikið af því. Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei hef ekki tíma fyrir svoleiðis bull.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Körfubolta og einstaka sinnum formúlunni. Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Phantom GT. Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Hafði litla þolinmæði fyrir stærðfræði.

Vandræðalegasta augnablik: Þau eru allt of mörg til að muna eftir. Flýg á hausinn í öðru hverju skrefi.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Myndi velja Unu og Írenu svo þær gætu séð um mig, tæki svo Köru Petru með til að halda uppi stemningunni.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Neitaði að nota gleraugu lengi sem krakki, sem endaði á því að í körfu varð skotið mitt rammskakkt þegar ég byrjaði loksins að nota linsur.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Kara Petra kom skemmtilega á óvart. Hef aldrei kynnst jafn jákvæðri manneskju.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Finnst upphitanir ótrúlega leiðinlegar. Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Væri til í að vita hvað handritshöfundar How I met your mother voru að pæla þegar þau skrifaðu endirinn á þáttunum.

36
37 Opið frá 12:00 – 21:00 alla daga Stamphólsvegur 2 // 240 Grindavík // 426-9700 // salthusid@salthusid.is

„DÓMARINN ÞURFTI FYLGD AF VELLINUM“

Fullt nafn: Viktor Guðberg Hauksson

Gælunafn: Vikki, Viggi eða Traktorinn það er víst það nýjasta.

Aldur: 22

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2019

Uppáhalds drykkur: Rauður Collab og Pepsi Max

Uppáhalds matsölustaður: Subsinn í Skeifunni er öflugur en verð að segja Tjöruhúsið á Ísafirði

Hvernig bíl áttu: BMW 330e

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Peaky Blinders og Game of Thrones

Uppáhalds tónlistarmaður: Bubbi og Kanye West

Uppáhalds hlaðvarp: Blökastið og Beint í bílinn

Fyndnasti liðsfélaginn: Olli Lazer

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Daim, kökudeig og jarðaber

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Væri skrýtið að sjá sjálfan sig í Keflavíkurtreyju.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Gary Martin

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Meistari Janko

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Fáir jafn óþolandi og Ásgeir Börkur Mestu vonbrigðin: Að Gunnar Þorsteinsson lagði skóna á hilluna

Uppáhalds lið í enska: Manchester United Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Ásgeir Galdur

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Tommi Leó á mánudegi eftir versló Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: CR7

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Nokkrir svakalegir í liðinu en enginn nálægt Luka Sapina.

Uppáhalds staður á Íslandi: Sumarbústaðurinn sem fjölskyldan á í Grímsnesinu Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar Símon Logi skoraði í æfingaleik minnir mig á móti Njarðvík inn í Reykjaneshöllinni og náði sennilega að taka öll fögnin í bókinni í einu fagni.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Er með tvær, skal segja frá einni: Fer alltaf í vinstri skóinn fyrst.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Er mikill Cameron Smith maður í golfinu og svo fylgist ég aðeins með úrslitakeppninni í körfu. Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Dönsku

Vandræðalegasta augnablik: Verð að segja það þegar 2.flokkur spilaði á móti Völsung hér um árið, enduðum með 4 rauð spjöld, dómarinn þurfti fylgd af vellinum og einn ónefndur braut hjálm hjá litlum krakka á leið inn í klefa.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Olla til að halda uppi stemmaranum, Tomma Leó á gítarinn og Kristófer Leví því hann myndi redda þyrlu og koma okkur í burtu þegar Tommi væri búin með öll lögin sem hann kann á gítar.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Myndi segja Freysi, sagði lítið og fór lítið fyrir honum til að byrja með, en er sennilega besti Karaoke söngvari í liðinu og þegar hann kemst í micinn þá fær enginn annar að komast að.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Verð að segja Taktík.

38
Viktor Guðberg Hauksson er einn af uppöldu leikmönnum Grindavíkur og hefur fengið stærra hlutverk hjá Grindavík í vörninni á síðustu árum. Viktor er 22 ára gamall og leikur jafnan í stöðu hægri bakvarðar ásamt því að geta leikið í stöðu miðvarðar. Stangarskotið fékk að Viktor til að svara nokkrum laufléttum spurningum og kynnast kappanum aðeins betur.

„ÆTLAÐI AÐ SKALLA BOLTANN EN HLJÓP Á STÖNGINA“

Ragnheiður Tinna Hjaltalín er ung og efnileg íþróttakona. Hún er aðeins 14 ára gömul en hefur þrátt fyrir það tekið þátt í nokkrum leikjum með meistaraflokki Grindavíkur í sumar. Hún er í 4. flokki kvenna en leikur einnig með 3. flokki sem fór í úrslit á Rey Cup mótinu í sumar. Hún kemur af miklu íþróttafólki en foreldrar Tinnu eru þau Þórunn Erlingsdóttir og Orri Freyr Hjaltalín. Stangarskotið fékk að kynnast þessari bráðefnilegu íþróttakonu aðeins nánar.

Hvað er skemmtilegast við fótboltann? Fara út á land að keppa og mótin.

Hverjir eru þínir framtíðardraumar í fótboltanum? Verða atvinnumaður í útlöndum.

Hverjir eru þínir styrkleikar og veikleikar í fótboltanum? Styrkleikar eru örugglega hraði og dugnaður. Veikleikar er vinstri fóturinn og að ná að halda haus.

Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér á fótboltaferlinum? Fá að spila á Laugardalsvelli.

STAÐREYNDIR:

Hvað er vandræðalegasta atvikið á fótboltavellinum hjá þér? Þegar ég ætlaði að skalla boltann en hljóp á stöngina.

Hver er þín helsta innlenda og erlenda fyrirmynd í íþróttum? Sveindís Jane og Alexia Putellas.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum? Ekkert sérstaklega, en fylgist stundum með frjálsum íþróttum.

Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan fótboltann? Það er aðallega körfuboltinn.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? Nike Phantom GT

Hvað er leiðinlegast og skemmtilegast að gera á æfingum? Skemmtilegast er reitur, spila og skallatennis. Leiðinlegast eru kassasprettir.

Hver er uppáhaldsþjálfarinn þinn og hvers vegna? Margrét Rut. Hún nær best til mín.

Nafn: Ragnheiður Tinna Hjaltalín.

Aldur: 14.

Númer: 19.

Uppáhaldsmatur: Kjúklingasúpa.

Uppáhaldsdrykkur: Capri-sun.

Lið í enska: Arsenal.

Ég hlusta á: Hlusta ekki á neinn sérstakan. Uppáhalds vefsíða: Amazon.

Samfélagsmiðlar sem eg opna fyrst: Snapchat.

Hvað óttastu mest inn á fótboltavellinum: Að standa mig ekki nógu vel.

39

„GLEÐI, VIRÐING OG TÆKNI ERU MÍN GILDI“

Pálmar Guðmundsson hefur starfað við þjálfun hjá Knattspyrnudeild Grindavíkur frá árinu 2005 er hefur því starfað hjá félaginu í rúm 17 ár. Pálmar er sá þjálfari sem hefur starfað einna lengst hjá félaginu og hefur náð eftirtektarverðum árangri sem þjálfari yngstu flokka félagsins. Pálmar er mjög fjölhæfur einstaklingur en auk þess að þjálfa fótbolta starfar hann sem málari, tónlistarmaður, salsa danskennari og er formaður Skógræktarfélags Grindavíkur. Við hjá Stangarskotinu fengum að kynnast aðeins betur þessum litríka einstaklingi aðeins nánar og sýn hans á þjálfun yngri iðkenda.

Hvernig kom það til að þú fórst út í knattspyrnuþjálfun á sínum tíma? Hvenær byrjaðir þú að þjálfa hjá Knattspyrnudeild Grindavíkur? Ég fór í Íþróttakennaraháskólann á Laugarvatni, út frá því fór ég að vinna talsvert með börnum, vann á og hélt utan um íþrótta- og leikjanámskeið í bænum. Síðan þegar ég kláraði skólann þá hentaði vel á þeim tímapunkti að koma aftur heim í Grindavík og fara að kenna, það er auðvitað löng hefð í Grindavík að íþróttakennarar þjálfi líka. Það hentaði vel og var áhuginn líka til staðar. Ég hóf að þjálfa fyrir knattspyrnudeildina árið 2005.

Hvernig var þinn fótboltaferill sem leikmaður? Ég byrjaði að æfa fótbolta í Grindavík í 7. flokki og æfði upp alla flokka. Ég þótti efnilegur og var til að mynda að mæta mikið á úrtaksæfingar fyrir U16 ára landsliðið en komst þó aldrei í loka hópinn. Þegar ég var 17 ára ákvað ég að breyta til og fór í Fjölbrautaskóla Suðurlands, fluttist fyrst í Hveragerði og svo seinna á Selfoss. Þá kom ákveðið los og ég upplifði ákveðið frelsi að vera ekki bundinn við að mæta á æfingar alla daga. Það var til þess að áhuginn minnkaði. Ég kom þó alltaf heim á sumrin og spilaði með Grindavík. Eftir annan flokkinn hætti ég. Seinna tók ég síðan eitt tímabil með GG og lét það svo gott heita.

Þú hefur einbeitt þér að þjálfun í yngstu flokkum á undanförnum árum. Hvers vegna og hvernig á það við þig? Það má segja að svarið við fyrri spurn ingunni liggi í svari við þeirri seinni, það á mjög vel við mig að þjálfa þennan ald ur. Einnig finnst mér þetta svo mikilvægir flokkar, ef gert er vel þarna þá eru meiri lík ur á að flokkarnir fyrir ofan verði góðir og þar af leiðandi allt starfið.

Það eru ekki margir sem endast svona lengi í yngri flokka þjálfun líkt og þú hefur gert. Hvað er það við þjálfunin sem heldur þér við efnið ár eftir ár?

Það sem heldur mér gangandi í þessu er að sjá

framfarirnar hjá iðkendum. Að vinna að einhverju og sjá svo árangur erfiðisins er svo gefandi.

Hvað er það sem þú leggur helst upp úr við þjálfun á ungum knattspyrnumönnum? Hver eru þín gildi við þjálfun? Gleði, virðing og tækni eru svolítið mín gildi. Ég vil að iðkendum finnist gaman og líði vel á æfingum, ég vil að þeir beri virðingu fyrir þjálfurum og öðrum iðkendum og svo vil ég að þeir séu tæknilega góðir í fótbolta. Ég segi oft að ef leikmenn fá ekki að æfa sig í að sóla í 6. Og 7. Flokki hvenær eiga þeir þá að æfa sig í þeim þætti fótboltans. Þeir finna síðan jafnvægið á milli þess að spila og sóla eftir því sem þeir verða eldri en búa alltaf að góðri tækni.

Þú ert að fara í mót með stóra hópa á hverju ári. Hvernig upplifun eru þau verkefni? Yfirleitt ganga þessi mót vel fyrir sig en fyrir þjálfara getur þetta oft verið mikið álag. Bæði í undirbúningi og svo á mótinu sjálfu. Fyrir utan ef einhverju liði gengur illa þá hefur það alveg áhrif á mann. Það sem hefur líka breyst er að bæði er búið að fækka leikmönnum í hverju liði í 5 úr 7 og iðkenndum hefur líka fjölgað mikið. Þetta gerir það að verkum að maður er með miklu fleiri lið að keppa en áður. Þannig þessi verkefni eru alltaf áskorun og oft lítill tími til að njóta þess að vera á móti þar sem maður er oft á sífeldum hlaupum á milli valla.

Nú ertu mikið í samskiptum við foreldra þar sem þú þjálfar unga íþróttamenn. Hvernig gengur samstarfið með foreldrSamstarfið gengur bara mjög vel. Ég reyni að vera duglegur að heyra í foreldrum ef einhver stór atvik eru á æfingum og einnig ef ekki gengur nógu vel á æfingum hjá iðkanda þá fer ég oft í samstarf með foreldrum og yfirleitt kemur eitthvað jákvætt út úr því. Það sem mætti bæta er að foreldrar séu áhugasamari um að vera í foreldraráði, í sumum árgöngum gengur illa að fá foreldra í ráðið en að sama skapi er gulls í gildi að vera með gott foreldraráð.

Hvað er það sem gefur þér mest við að þjálfa unga einstaklinga?

Að sjá einstaklinga vaxa og dafna innan sem utan vallar gefur mér ótrúlega mikið. Ég held líka svo mikið með Grindavík, það er gefandi að leggja sitt að mörkum til að gera bæinn betri og gott íþróttastarf gerir sannarlega bæinn betri.

Nú hefur þú þjálfað marga unga knattspyrnumenn. Hverjir eru svona eftirminnilegustu leikmennirnir sem þú hefur þjálfað í gegnum tíðina?

Mér finnst erfitt að nefna einhverja nokkra einstak-

linga af öllum þessum fjölda sem ég hef þjálfað en það eru ákveðnir árgangar sem ég tengi meira við en aðra. Ég þjálfaði stelpur sem eru fæddar 1999 og 2000 í 5 og 6 ár og þar af leiðandi tengdist ég þeim mjög vel. Stelpur sem eru fæddar 2002 voru líka mjög eftirminnilegur árgangur, það var svo jákvæð orka þeirra á milli, allar svo glaðar. Hjá strákunum myndi ég segja að 2008 strákarnir voru eftirminnilegir, nokkur kjarni úr þeim árgangi byrjuðu mjög ungir að æfa hjá mér, Seinna eftir ég hætti að þjálfa þá urðu þeir íslandsmeistara í 5. flokki sem er náttúrulega einn ótrúlegasti árangur sem Grindavík hefur náð í fótbolta, ánægjulegt að hafa verið lítið púsl í þeirri vegferð. Síðan eru það strákarnir sem eru hjá mér núna á eldra ári í 6. Flokk, kominn 4 ár með þá og þar af leiðandi á ég orðið ansi mikið í þeim.

Hvaða þjálfarar sem þú hefur unnið með eða fylgst með hafa haft mest áhrif á þig?

Það er enginn einn þjálfari sem hefur haft mikil áhrif á mig heldur hef ég tekið hitt og þetta frá hinum ýmsu þjálfurum sem ég hef kynnst. Ég held að Einar Jón, Helgi Boga og Jankó sem þjálfuðu mig hvað mest í yngri flokkum hafi haft töluverð áhrif á mig, bara þetta að kynnast þjálfurum sem setja metnað í starfið. Síðan þegar ég var að byrja að þjálfa þá var Jón Óli að aðal yngriflokka þjálfarinn hjá Grindavík og tók ég nokkra punkta frá honum og svo var Eysteinn Húni að þjálfa hjá Grindavík um tíma, fannst mér margt áhugavert sem hann vara að gera.

Ertu með einhverja skemmtilega sögu af þjálfaraferlinum sem þú getur deilt með okkur?

Það eru auðvitað fullt af skemmtilegum augnablikum í þessum yngstu flokkum. Það er ein stutt saga sem mér finnst svolítið skemmtileg og endurspelgar kannski svolítið barnshugan sem við fullorðna fólkið gleymum stundum þegar kemur að þjálfun og upplifun ungra iðkenda. Eitt sinn var ég með æfingu hjá 6. flokki kvenna í Hópinu. Ég var frekar vel klæddur, í þykkri úlpu þarna inni. Stelpurnar eru að spila og ég ákvað að stoppa spilið til að ýta á ákveðin áhersluatriði og auka á leikskilning. Til að þær myndu nú skilja þetta vel þá stökk ég þarna til og frá og með miklum leikrænum tilburðum. Þegar ég var búinn að fara yfir þetta allt saman þá sló þögn á hópinn, svo spyr einn leikmaður ,,Pálmar er þér ekki heitt’’.

41
OG GLAÐIR GRINDVÍKINGAR Í
Það hefur svo sannarlega verið líf og fjör á mótum sumarsins hjá yngri flokkum Knattspyrnudeildar Grindavíkur. Á ári hverju sendir Grindavík fjölda liða til keppni í öll stærstu mót sumarsins. Norðurálsmótið á Akranesi, Símamótið í Kópavogi, Orku og TM mótið í Vestmannaeyjum og N1 mótið á Akureyri. Árangur okkar grindvísku keppenda í ár var sannarlega góður og vann félagið meðal annars til verðlauna í nokkrum mótum í sumar. Meðfylgjandi eru nokkrar góðar skemmtilegar myndir frá mótum sumarsins. Eins og alltaf erum við óendanlega stolt af okkar krökkum sem N1 MÓTIÐ NORÐURÁLSMÓTIÐ
GULIR
MÓTUM SUMARSINS

ORKUMÓTIÐ

REYCUP SÍMAMÓTIÐ

TM MÓTIÐ

43

PETRA RÓS FYRSTA KONAN

STJÓRN KNATTSPYRNUDEILDAR GRINDAVÍKUR

Aðalfundur Knattspyrnudeildar fyrir starfsárið 2021 fór fram í gærkvöld í Gula húsinu. Á fundinum var kynntur ársreikningur deildarinnar fyrir árið 2022 ásamt því farið var yfir skýrslu stjórnar og nefna og fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.

Rekstur deildarinnar er í góðu horfi en 1,3 mkr.- hagnaður var af rekstri Knattspyrnudeildar Grindavíkur á árinu 2021, Bæði tekjur og gjöld jukustu nokkuð á milli ára. Alls voru rekstartekjur deildarinnar 177 mkr.- á árinu 2021 en rekstargjöld voru 176 mkr.- Eignir félagasins í árslok voru samtals tæplega 24 mkr.- og handbært fé í árslok um 10,6mkr.-

Gunnar Már Gunnarsson var endurkjörinn formaður deildarinnar og er hann nú að hefja sitt fimmta starfsár sem formaður. Þau tímamót urðu í gær að Petra Rós Ólafsdóttir var kjörin í stjórn deildarinnar en hún er fyrsta konan til að taka sæti í stjórn deildarinnar. Petra hefur verið mjög virk í starfi deildarinnar um árabil, fyrst sem leikmaður og núna á undanförnum árum í bæði unglingaráði og meistaraflokksráði kvenna. Hún tekur Jóhanns Helgasonar sem færði sig yfir í varastjórn deildarinnar.

Aðstöðumál fyrirferðamikil í umræðu Á fundinum var farið yfir bæði skýrslu stjórnar og skýrslu unglingaráðs. Í báðum þessum skýrslum voru aðstöðumál fyrirferðmikil í um-

ræðunni. Í ræðu Gunnars Más Gunnarssonar, formanns, segir meðal annars:

„Hver einasta króna sem fer í framlag til íþrótta skilar sér margfalt til baka. Sænska knattspyrnusambandið segir á sinni heimasíðu að hver króna sem fer í íþróttastarf skili sér tífalt til baka til samfélagsins með einum eða öðrum hætti.

Við vonum að sú bæjarstjórn sem verður kosin 14. maí n.k. sýni þessu skilning og fari í frekari framkvæmdir hér á svæðinu. Það er óhætt að segja að það sé löngu kominn tími á það. Einhver verður loforðalistinn og hvet ég ykkur sem unna knattspyrnunni til þess að spyrja frambjóðendur flokkana hvað þeir ætla að gera fyrir knattspyrnudeildina og hvenær þeir ætla að gera það. Fyrir mér snýst þetta um þjónustu við samfélagið og er tengibyggingin sem á að reisa við Hópið að mínu viti þjónustuhús fyrir börn, foreldra, eldri borgara, iðkendur, vallarstjóra, þjálfara og aðra gesti. Minnið frambjóðendur á það að íþróttabærinn Grindavík er enn að notast við fjöldan allan af gámum sem þjónustuhús, gámar sem eru bæði kaldir og leka. Að það þurfi meira en áratug til að sannfæra bæjarfulltrúa um ágæti þess að fara í þessi verkefni er óskiljanlegt með öllu. Við vonum innilega að það verði breyting á, með nýrri bæjarstjórn, að fjármunir verði settir í framkvæmdir hér á svæðinu eins fljótt og auðið er.“

44
Í

Ragnheiður Þóra Ólafsdóttir, formaður unglingaráðs, tók í svipaðan streng í sinni ræðu: „Það málefni sem brennur helst á okkur í unglingaráði er ennþá það sama og ég nefndi í skýrslu minni árið 2018, 2019 og 2020. Það er æfingaaðstaðan okkar. Við sitjum því miður ekki við sama borð og önnur lið hvað það varðar. Það er bara ansi erfitt að eiga ekki heimavöll frá hausti og fram á vor. Þann 4. desember s.l pirraði ég mig á þessu aðstöðuleysi inni á minni persónulegu fésbókarsíðu. Viti menn, upphófst mikil og heit umræða í kjölfarið. Sú umræða hélt manni alveg við efnið allt laugardagskvöldið. En umræðan er komin af stað og af hinu góða.“

„Allir iðkendur jafn mikilvægir fyrir starfið“ Petra Rós Ólafsdóttir hefur verið afar öflug í starfi Knattspyrnudeildar Grindavíkur á undanförnum áratug eða svo. Hún hefur verið krafmikil í starfi meistaraflokks kvenna, fyrst sem leikmaður og síðustu ár hefur hún haldið vel utan um flokkinn sem formaður kvennaráðs. Í vetur var hún kjörin í stjórn Knattspyrnudeildar Grindavíkur og er fyrsta konan sem kemur inn í stjórn deildarinnar.

Hvernig er sú tilfinning að vera fyrsta konan í stjórn Knattspyrnudeildar Grindavíkur?

Hún er bara mjög góð. Er vön að vera oft eina konan í karlahópi svo það var lítið mál. Ég hef unnið lengi unnið fyrir félagið, var komin í kvennaráð þegar ég var ennþá að keppa sjálf og var líka í unglingaráði í nokkur ár svo stjórnin var bara eftir. Drengirnir tóku mjög vel á móti mér og voru það m.a. stjórnarmenn sem hvöttu mig til að bjóða mig fram.

Hvað málefni eru það sem þú brennir fyrir í fótboltanum í Grindavík? Ég hef áhuga á fótboltanum í heild sinni, er mikill Grindvíkingur og er komin þarna til að vinna fyrir alla. En það verður þó að segjast að stelpurnar mínar í meistaraflokknum voru mér ofarlega í huga þegar ég ákvað að láta slag standa og bjóða mig fram. En ég vil að félaginu mínu vegni vel og því eru allir iðkendur jafn mikilvægir fyrir starfið.

Hvað finnst þér vera vel gert varðandi fótboltann í Grindavík og hvað viltu bæta?

Við eigum gott fólk í okkar stjórnum og ráðum auk annarra sjálfboðaliða, fólk sem leggur sinn frímtíma í að vinna fyrir klúbbinn, það er ómetanlegt fyrir svona félag eins og okkar. Einnig erum við með mjög góða umgjörð varðandi meistaraflokkana okkar. Varðandi aðstöðuna þá höfum við góða grasaðstöðu á sumrin en vetrar aðstaðan okkar er því miður bara alls ekki góð, því miður. Hópið er löngu sprungið og erfitt orðið að finna tíma fyrir æfingar svo allt gangi upp, þar sem við erum stækkandi bæjarfélag með tilheyrandi iðkenda aukningu. Að við skulum þurfa að keyra til Reykjavíkur í nokkrum flokkum til að spila okkar heimaleiki stóran part af árinu er ekki ásættanleg staða. Svo vonandi fáum við gervigras í fullri stærð “helst í gær” sem væri hægt að nota allan ársins hring. Það er ýmislegt sem má líka gera betur og erum við alltaf að reyna að gera betur í dag en í gær.

45
FERSKFISKK ASSAR SEM ERU 100 % ENDURVINNANLEGIR kassinn er umhver svænn og því góður valkostur í stað frauðplastkassa Gámakassi, vélreistur með styrkingu í hornum skýr og góð prentun. Flugkassi, tvöföld langhlið sem tr yggir meiri styrk og betri einangrun. UMBÚÐIR & PÖKKUN ERU OKKAR FAG . 100% RE CYCLABL E . %001 ER C LBALCY E Suðurhraun 4a - 210 Garðabæ Furuvöllum 3 - 600 Akureyri 5758000 - sala@samhentir.is - www.samhentir.is Stjórn Knattspyrnudeildar Grindavíkur er eftirfarandi: Gunnar Már Gunnarsson, formaður Helgi Bogason Haukur Einarsson Hjörtur Waltersson Petra Rós Ólafsdóttir Ægir Viktorsson Þórhallur Benónýsson Varastjórn Ingvar Magnússon Jóhann Helgason Rúnar Sigurjónsson Steinberg Reynisson

60x40 kassalínan frá Tempru er hagkvæmari, sterkari og veitir lengra geymsluþol

10, 13 og 15 kg línan er hönnuð þannig að hún viðheldur ferskleika matvöru lengur en sambærilegar umbúðir.

Kostir Temprukassanna eru eftirtaldir: aukin lengd og rúmtak leiða til betri meðferðar á afurðum stærð kassanna er 60 x 40 sm og staflast þeir betur á vörubrettin vegna aukins styrks er hægt að stafla í hærri stæður en áður lengri fiskflök raðast betur innan kassa meira rými er fyrir ís eða kælimottur rúnnuð hornin auka einangrun og lengja geymsluþol breytt hönnun á hornum gerir kassana sterkari en áður betri einangrun næst með þéttari stöflun á bretti

Temprukassarnir eru undirstaða þess að íslenskur fiskur kemst ferskari til neytenda um allan heim.

46 Hitastig (°C) 5 mm fyrir ofan botn 60x40 cm 10 kg kassans eftir 6 klst. við 20 °C umhverfishita. Fiskur EPS 21 20 19 18 17 16 15 14 13 12 11 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 0
Allt fyrir ferskleikann TEMPRA EHF I Íshella 8 I 221 Hafnarfjörður I Sími: 520 5400 I tempra@tempra.is I www.tempra.is
STYÐJUM STOLT VIÐ FÓTBOLTANN Í GRINDAVÍK
einangrun – umbúðir

HVER VILTU VERA?

Í fótboltaleiknum er mikilvægasta verkefni leikmannsins að framkvæma sjálfan sig, framkvæma sín gildi, sinn karakter, sinn leik. Þetta er hans akkeri í 90 mínútum af stórsjó rangra dómaraákvarðana, eigin mistaka, verðurfars og misgáfulegra athugasemda úr stúkunni. Þegar leikmaður skilgreinir sín gildi, sitt akkeri, spyr hann sig eftirfarandi spurninga: Hver vil ég vera? Fyrir hvað vil ég að mín verði minnst sem leikmaður? Hvaða karaktereinkenni vil ég að fólkið í stúkunni sjái í mínum leik? Ekkert er mikilvægara fyrir frammistöðu og arfleifð leikmannsins en að hann skilji svarið við þessum spurningum eftir á vellinum.

Það getur verið mjög erfitt að framkvæma sín gildi í ákveðnum aðstæðum. Leikmaður sem vill standa fyrir jákvæðni og útgeislun gæti þurft mikinn andlegan styrk til að framkvæma þessi gildi sín þegar liðið er 4-0 undir og ekkert gengur upp. Þrátt fyrir að leikmanninn langi mest til þess að öskra úr sér lungun af reiði og fórna höndum áttar hann sig á því að leiðin inn í leikinn á ný er að vera trúr sjálfum sér og framkvæma sjálfan sig sama hversu erfitt það getur reynst. Með andlegum styrk tekst leikmanninum að framkvæma jákvæðni og útgeislun þrátt fyrir slæma stöðu í leiknum vegna þess að uppgjöf er ekki það sem hann vill standa fyrir.

Gildi eru leiðarvísir hvers leikmanns í leik og að mati pistlahöfundar mikilvægasta verkfærið sem leikmaður á í sínu verkfæraboxi. Þó gildi séu mikilvæg frammistöðu og andlegum stöðugleika fótboltaiðkanda

í leik eru gildi þó enn mikilvægari þessum leikmanni utan vallar. Kröfuharður skóli eða vinnustaður sem uppfullur er af andlegum áskorunum er ekki síðri stórsjór en fótboltaleikurinn. Þar þarf leikmaðurinn að hafa skýr gildi sem stýra öllum hans ákvörðunum, viðhorfum og hegðun í daglegu lífi. Því þegar öllu er á botninn hvolft þá er einstaklingurinn fyrst og fremst dæmdur af karakternum sem hann framkvæmir á degi hverjum og það er það sem hans verður minnst fyrir, ekki fyrirgjöfunum, mörkunum, tæklingunum eða sigrunum.

Það er ljóst að ungt knattspyrnufólk þarf að átta sig á að raunveruleg arfleifð þeirra verður ekki óaðfinnanleg skæri, fjöldi eða glæsileiki marka eða fjöldi titla sem það vinnur heldur karakterinn sem það hefur að geyma og sýnir í verki og máli á hverjum degi, á æfingum, í leikjum, í skólanum, í vinnunni og í öllum sínum samskiptum. Foreldrar þurfa að átta sig á því að fjöldi marka eða stoðsendinga er ekki mælikvarði á vel heppnað uppeldi heldur karakterinn sem barnið hefur að geyma. Því ættu foreldrar að leggja meiri áherslu á það í samskiptum sínum við börnin sín að þau sýni góðan karakter í hvívetna heldur en að þau skori mörk eða vinni fótboltaleiki. Loks þarf öll íþróttaþjálfun að leggja aukna áherslu á gildisvinnu innan sem utan vallar því slík vinna skilar ekki bara betra íþróttafólki heldur það sem meiru máli skiptir öflugri og betri einstaklingum út í samfélagið.

Haraldsson íþróttasálfræðiráðgjafi - www.haus.is

47

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.