Ungmennafélag Grindavíkur var stofnað árið 1935. Á
síðustu árum hefur félagið náð góðum árangri í
körfuknattleik og knattspyrnu og var um tíma með
meistaraaokka hjá báðum kynjum í þessum
íþróttagreinum í efstu deild. Grindavík hefur þrisvar
orðið Íslandsmeistari karla í körfuknattleik og einu
sinni hjá konum. Grindavík hefur einnig margoft
orðið bi bikarmeistari í körfuknattleik.
Grindavík hefur átt lið í efstu deild í knattspyrnu á
síðustu þremur áratugum hefur skipað sig í sessi
meðal bestu félaga landsins í knattspyrnu. UMFG
hefur einnig átt marga frábæra íþróttamenn úr Júdó,
Taekwondo og nú nýlega í pílukasti.