

Nú mætum við öll í Höllina og hvetjum stelpurnar okkar til sigurs.
Áfram Grindavík!
Þótt ótrúlegt megi virðast þá erum við komin með kvennaliðið okkar í Höllina þar sem þær munu leggja allt í sölurnar og reyna að komast alla leið í úrslitaleikinn.
Þar ætlum við okkur svo að spila með okkar grindvíska hjarta og fara stolt frá borði þegar upp verður staðið. En nóg um það, við skulum ekki fara að fagna neinu sem ekki hefur unnist.
Það er orðið langt síðan að við komum heim með titil en það er auðvitað alltaf markmiðið á hverju ári. Það varð allt í einu fjarstæðukennd hugsun þegar ósköpin gengu yfir okkur þann 10. nóvember í fyrra en það fyrsta sem ég hugsaði þá var: „Hvað verður um liðin okkar? Erum við að fara að leggja árar í bát? Spilum við ekki aftur eða áfram í nafni Grindavíkur?“
Eftir nokkur samtöl við gott fólk þá var Grindavíkurhjartað farið að slá af krafti á ný. Við settum allt á fulla ferð sem var í raun það eina sem við sáum í stöðunni. Eitt skref í einu og áætlunin var var skýr: Við breytum engu en styrkjum okkur ef það er hægt og leggjum allt í sölurnar.
Það er búið að setja mikla vinnu í starfið undanfarin ár og þetta tímabil átti að vera árið okkar. Árið í nýja íþróttahúsinu sem við biðum lengi eftir, árið sem við sáum í fjarska þegar við Lalli settumst niður og bjuggum til plan til næstu þriggja ára. Nú erum við á ári þrjú og það lítur bara þokkalega vel út.
En þar sem þetta er bikarblað ætla ég að færa fókusinn aftur þangað.
Þetta er í annað skiptið á sjö árum það sem ég rita bikarpistil og það eitt og sér að komast í Höllina ætti að fylla flesta stolti enda er ekkert sjálfgefið í bikarnum. Allar þær breytingar og áskoranir sem liðið hefur þurft að glíma við draga heldur ekkert úr stoltinu. Litla samheldna samfélagið okkar úr Grindavík er á leið inn í Höllina og ég fyllist af gríðarlegu stolti þegar ég lít yfir farinn veg.
Það sem stelpunum, ásamt þjálfurum og stjórn, hefur tekist að gera er í raun alveg ótrúlegt. Það eru ansi margir orðlausir yfir því hvar við stöndum og oft gleymist það í umræðunni hvað við höfum þurft að glíma við á þessu tímabili. Það eru allar forsendur breyttar, óvissan er algjör og oft yfirþyrmandi, en á sama tíma er vinna farin af stað þar sem við horfum til framtíðar. Mér finnst það ósanngjarnt að setja okkur í sama flokk og önnur lið þegar horft er yfir töfluna. Fyrir mér erum við algjörir sigurvegarar hvernig svo sem á það er litið.
Að lokum verður þessi pistill tileinkaður ykkur stuðningsmönnum og styrktaraðilum. Það er alveg sama hvað ég reyni að skrifa hér eða segja ykkur um það hversu miklu máli þið skiptið okkur, ég held að það fatti það enginn nema sá sem hefur komið að svona sjálfboðastarfi. Ég vonast til þess að við seljum alla okkar 800 miða á leikinn. Það er auðvitað hægt að kaupa fleiri miða en ágóði þessara 800 miða rennur til okkar, til körfuknattleiksdeildar UMFG og staðreyndin er sú að þetta er ekki hægt án ykkar. Þið ráðið því hvort þið trúið því eður ei en þannig er það. Þið eruð sjötti maðurinn en þessi sjötti maður kveikir í gula hjartanu og gefur okkur þá trú sem hefur fleytt okkur alla leiðina hingað þar sem við erum í dag.
Sjáumst í Höllinni!
Bikarblað körfuknattleiksdeildar Grindavíkur
Bikarblaðið kemur nú út þar sem stelpurnar okkar eru komnar í 4-liða úrslit. Deildin vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem styrktu útgáfu þessa blaðs. Áfram Grindavík!
Ritnefnd og auglýsingar Bergvin Ólafarson, Egill Birgisson, Eva Lind Matthíasdóttir, Siggeir F. Ævarsson, Smári Jökull Jónsson og Þorleifur Ólafsson, framkvæmdastjóri UMFG.
Ábyrgðarmaður
Ingibergur Þór Jónasson, formaður kkd. Grindavíkur
Prentun og umbrot
Prentun.is
Bæjarhrauni 22, 220 Hafnarfjörður Sími 544 2100 - prentun@prentun.is
Ljósmyndir
Ingibergur Þór Jónasson nema annars sé getið. Sérstakar þakkir til íþróttadeildar Stöðvar 2 og Vísis fyrir þeirra framlag
Ingibergur Þór
-
viðtal við Huldu Björk Ólafsdóttur -
„Það eru forréttindi að fá að spila fyrir hönd Grindavíkur og alla Grindvíkingana á þessum óvissutímum“
Hulda Björk Ólafsdóttir er fyrirliði Grindavíkur en þrátt fyrir að vera aðeins tvítug að aldri er hún með töluverða reynslu í meistaraflokki. Hulda Björk lék sinn fyrsta leik tímabilið 2019-20 og er lykilmaður í liðinu í dag. Við fengum Huldu Björk í smá spjall fyrir bikarvikuna og byrjuðum á að spyrja hana út í tímabilið hingað til þar sem margt hefur gengið á.
„Tímabilið hjá okkur hefur heild sinni verið mjög gott en þó mjög krefjandi. Deildin er mjög sterk og er mikið af flottum liðum. Við sitjum í 3. sæti í deildinni eins og er.“
Hún segir liðið hafa tekið skref fram á við síðan í fyrra þegar liðið endaði í 5. sæti Subway-deildarinnar.
„Við heimastúlkur höfum fengið mikla reynslu deildinni undanfarin tímabil ásamt því höfum við styrkt liðið okkar gríðarlega með flottum erlendum leikmönnum. Markmiðið fyrir þetta tímabil var í rauninni að bæta okkar leik frá fyrra tímabili og vera í titlabaráttunni.“
Eins og Hulda kemur inn á er Grindavík í 3. sæti deildarinnar þegar þetta er skrifað. Liðið hefur sýnt stöðugleika þrátt fyrir að mikið hafi gengið á hingað til á tímabilinu og unnið marga góða sigra. Gerðar voru breytingar á leikmannahópnum um áramót og hafa tveir leikmenn bæst í hópinn.
„Í byrjun tímabilsins fengum við Eve Braslis og Charisse Fairley til liðs við okkur. Eve er flottur leikmaður með mikla baráttu. Charisse er mjög duglegur leikmaður en því miður fann hún ekki alveg fjölina sína með okkur í Grindavík. Dagný Lísa er hörku leikmaður með mikla baráttu og reynslu. Sarah Mortensen gekk til liðs við okkur og hefur gefið liðinu okkar mikið, hún er flottur skotmaður og rífur niður fráköst fyrir okkur,“ en Sarah er dönsk og leikur bróðir hennar Daniel Mortensen með karlaliði Grindavíkur.
„Ásamt þessum flottu nýju leikmönnum erum við með fullt lið af stelpum sem eru hörku leikmenn, duglegar og tilbúnar í baráttu.
Liðið mitt er gríðarlega sterkt og er erfitt að mæta okkur þegar við spilum saman sem lið. Allir leikmenn í liðinu koma að velgengni liðsins og mun barátta vera okkur efst í huga restina af tímabilinu.“
Eins og heyra má er Hulda Björk með fyrirliðahlutverkið á hreinu og hefur trú á sínu liði. Hvert er hlutverk fyrirliða í liði sem ætlar sér stóra hluti í Subway-deildinni?
„Á æfingum hita ég liðið upp og hvet stelpurnar áfram. Fyrir leiki hita ég liðið upp og passa upp á það að fókusinn sé lagi. Fyrirliðar eru jafn mismunandi og við erum mörg, þegar ég var yngri og leit upp til annarra leikmanna fannst mér best þegar einstaklingurinn leiddi með fordæmi og hvatti mig áfram þegar mér gekk vel eða illa.“
„Hvatning getur gefið leikmönnum mikið og eitt hrós getur breytt orkunni hjá leikmanninum. Ég reyni þess vegna að leiða með fordæmi og hvet stelpurnar mínar áfram.“
Framundan er leikur gegn Þór Akureyri í undanúrslitum VÍS-bikarsins en þrátt fyrir að Grindavík hafi unnið nokkuð örugga sigra á Þór í leikjum liðanna í deildinni segir Hulda að allt geti gerst í bikarnum.
„Þór er alvöru baráttulið með fullt af flottum leikmönnum sem eru tilbúnir að berjast fyrir öllum lausum boltum. Þór gefst aldrei upp og þess vegna er mikilvægt fyrir mig og mitt lið að mæta tilbúnar til leiks og vanmat er ekki í boði. Þetta er bikarinn og allt getur gerst í bikarnum.“
Hulda Björk leggur mikla áherslu á liðsframmistöðu í bikarbaráttunni og segir að liðið ætli að mæta klárt til leiks.
„Markmiðið er að mæta til leiks tilbúnar í baráttu og skilja allt eftir á gólfinu. Við viljum vinna titilinn og við þurfum að leggja okkur allar fram og standa saman sem lið. Ég hef fulla trú á því að við getum tekið titilinn og sýnt alvöru frammistöðu.“
Grindavík varð síðast bikarmeistari árið 2015 og var Hulda Björk þá 11 ára gömul og að sjálfsögðu mætt í
Laugardalshöllina til að hvetja liðið áfram.
„Ég fór á bikarleikinn árið 2015. Andrúmsloftið Höllinni var ótrúlegt og ég man að ég hugsaði hvað mér langaði að fá að upplifa þessa stemningu og stuðning þegar ég yrði eldri.“
„Ég hef einungis keppt bikarleiki í Höllinni með yngri flokkum þar sem minn árgangur vann árin 2018 og 2019. Sú tilfinning að fá að keppa í Höllinni fyrir Grindavík í yngri flokkum um titil var ótrúleg og ég get ekki beðið eftir því að fá að upplifa það í meistaraflokki. Ég er ótrúlega spennt og þakklát að fá það tækifæri að spila Höllinni fyrir Grindavík.
Hversu miklu máli skiptir fyrir ykkur að fá góðan stuðning í Höllinni?
„Það skiptir okkur gríðarlega miklu máli. Stuðningurinn sem við höfum fengið yfir tímabilið er ómetanlegur og gefur okkur svo
Aþena Þórdís Ásgeirsdóttir
Bakvörður 170 cm
Danielle Rodriguez
Bakvörður 180 cm
Sædís Gunnarsdóttir
Bakvörður 165 cm
Ólöf María Bergvinsdóttir Bakvörður 175 cm
Hulda Björk Ólafsdóttir Framherji 173 cm
Arna Sif Elíasdóttir
Framherji 175 cm
Elín Bjarnadóttir Bakvörður 167 cm
Hekla Eik Nökkvadóttir
Bakvörður 179 cm
Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir Bakvörður 177 cm
Sarah Mortensen Framherji 185 cm
Hjörtfríður Óðinsdóttir Bakvörður 162 cm
Eve Braslis Framherji 185 cm
Jenný Geirdal Kjartansdóttir Framherji 177 cm
Edda Geirdal Framherji 187 cm
Ólöf Rún Óladóttir
Bakvörður 172 cm
Alexandra Eva Sverrisdóttir Bakvörður 167 cm
Þórey Tea Þorleifsdóttir Bakvörður 175 cm
Dagný Lísa Davíðsdóttir Miðherji 185 cm
Bryndís Gunnlaugsdóttir Aðstoðarþjálfari
Sreten Karimanovic Sjúkraþjálfari
„Við getum ekki tekið neinu sem gefnu í þessum leik“
- viðtal við
Þorleif Ólafsson
Þorleifur Ólafsson, eða Lalli eins og hann er alla jafna kallaður og verður kallaður eftirleiðis í þessari grein, er á sínu þriðja ári sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Grindavík. Lalli er eins og alkunna er hokinn af reynslu sem leikmaður en hann lyfti bikarmeistaratitlinum tvisvar í Höllinni á sínum tíma.
Nú er Lalli á leið í Höllina á ný en í nýju hlutverki sem þjálfari en honum hefur vaxið hratt ásmegin í því hlutverki á stuttum tíma. Hann segist klárlega finna fyrir pressunni þó nálgun sé önnur en þegar hann var sjálfur í búning.
„Það er klárlega auka pressa á mann fyrir þessa helgi sem þjálfari. Ég þarf að undirbúa stelpur fyrir allt mögulegt sem getur komið upp á og allt það sem hin liðin gætu reynt að henda okkur. Bikarkeppnin er vægðarlaus og lítið pláss fyrir mistök. Það er ekkert elsku mamma og hin liðin geta refsað hratt ef við mætum ekki klárar.
Það að mæta í Laugardalshöllina er stórt móment fyrir alla leikmenn og pressan getur náð til þeirra. Það er mitt hlutverk að reyna að stilla stelpurnar rétt inn fyrir þetta. Maður er bæði að reyna að gíra þær upp en á sama tíma að reyna að halda þeim á jörðinni og minna þær á að þetta er þegar allt kemur til alls bara körfuboltaleikur. Það er flókið að „ballansera“ þetta en ég held að við séum á réttri leið með okkar undirbúning.“
Nú hefur það verið þannig í nokkur ár að 4-liða úrslitin eru spiluð í Höllinni ásamt úrslitaleiknum en áður voru einungis úrslitaleikirnir spilaðir þar. Lalli er á því að þetta sé jákvæð breyting.
„Þetta er bara skemmtilegt svona. Það myndast flott stemming í kringum þetta og úr verður þessi bikarúrslitavika í staðinn fyrir að þetta sé bara einn dagur þar sem allt er keyrt einum spreng. Mér finnst þetta vera góð breyting fyrir körfuboltann. Viðburðurinn verður allur stærri í sniðum, fleiri lið fá eignarhlut í lokasprettinum og þetta verður stærra í sniðum. Þetta er klár lyftistöng og fyrirkomulag sem er örugglega komið til að vera.“
Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Keflavík og Njarðvík en Lalli sagði að öll Suðurnesjaliðin hefðu vonast eftir að dragast á móti Þórsurum. Þó það sé vissulega ekkert gefið í bikarleikjum þá sé Þór lakasta liðið en þær séu sýnd veiði en ekki gefin.
„Þetta er lið sem ég fíla í botn. Flottur kjarni af íslenskum stelpum og góðir útlendingar sem passa vel inn í það sem þær eru að gera sem er að berjast og hafa gaman. En Þór er lakasta liðið af þessum fjórum liðum, bara miðað við það hvernig deildin hefur spilast í vetur.
Við getum samt ekki tekið neinu sem gefnu í þessum leik. Þær hafa verið að spila vel í vetur og náð góð úrslit, lögðu t.d. Keflavík fyrir norðan. Fyrir Þórsara yrði það væntanlega algjör hápunktur á tímabilinu að ná í úrslitaleikinn og ég veit að þær munu gefa allt í þennan leik og jafnvel aðeins meira. Við höfum ekki efni á að sýna snefil af vanmati eða værukærð.“
Leikmannahópurinn hjá Grindavík hefur tekið verðum breytingum frá því í haust en Lalli segist vona að breytingarnar séu í þann mund að smella fyrir lokasprettinn.
„Við höfum verið að bæta í hópinn, sem var sterkur fyrir, og komum á góðu flugi inn bikarvikuna. Það lýsir hópnum kannski vel hversu hratt og vel hefur gengið að taka inn nýja leikmenn og koma þeim í takt við liðið. Mér líður vel með þennan lokahóp og leikmennirnir sem hafa bæst í hópinn gefa okkur mikið.
Sarah er þessi fullkomni nútímaleikmaður: Hávaxin, getur skotið, með góðar hreyfingar í teignum og er það sem spekingarnir kalla „mismatch nightmare“. Dagný er svo náttúrulega bara „pjúra“ fimma, akkúrat það sem okkur vantaði í þá stöðu. Leikmaður sem vill vera í teignum að djöflast, setja þétt skrín og láta finna fyrir sér. Svo þegar Hekla kemur til baka ætti hún að smella beint inn í hópinn aftur.“
Lalli viðurkennir fúslega að leikurinn 20. mars hafi aðeins meiri þýðingu núna, bæði fyrir liðið og Grindvík. Árangurinn sé ekki sjálfgefinn en þó í takt við það sem hann lagði upp með fyrir þremur árum.
„Planið okkar var alltaf að koma liðinu í þá stöðu að landa titli á þriðja ári. Það sem gerðist svo heima Grindavík þann 10. nóvember setti þau plön eðlilega í ákveðið uppnám og það hefðu sennilega flestir sýnt því skilning ef það hefði verið ákveðið að leggja árar í bát. En allt sem hefur gerst eftir þetta hefur verið alveg ótrúlegt.
Keflvíkingum hefur tekist að setja saman ansi óárennilegt lið. Flestir reiknuðu með að liðið færi alla leið í fyrra en uppskeran var ekki í takt við væntingar. Hópurinn var sterkur í fyrra og er jafnvel sterkari ár. Thelma Dís Ágústsdóttir kom heim frá Bandaríkjunum síðasta vor og ein besta körfuknattleikskona landsins, Sara Rún Hinriksdóttir, sneri heim úr atvinnumennsku eftir áramótin.
Keflavík trónir á toppi úrvalsdeildarinnar og virtist hreinlega vera óstöðvandi afl í upphafi tímabils. Liðið er þó sannarlega ekki ósigrandi og hefur tapað tveimur leikjum vetur, öðrum þeirra einmitt gegn Þór.
Þjálfari liðsins er reynsluboltinn Sverrir Þór Sverrisson, sem hefur lyft ófáum bikurum, bæði sem þjálfari og leikmaður.
Staða í deild: 1. sæti
Árangur í deild: 20 sigrar, 2 töp
Fjöldi bikarmeistaratitla: 15
Miðherjinn Birna V. Benónýsdóttir hefur verið næróstöðvandi í vetur, innan og utan teigs. Ljósm. VÍSIR/VILHELM.
Njarðvíkurkonur sneru aftur í úrvalsdeild um leið og Grindavík, haustið 2021. Sem nýliðar það ár kom liðið öllum að óvörum og landaði Íslandsmeistaratitlinum næsta vor. Liðið var þá mannað þremur öflugum erlendum leikmönnum þar sem Aaliyah Collier var fremst í flokki. Síðan þá hefur liðið tekið miklum breytingum. Íslenskir lykilleikmenn hafa farið út í nám og erlendir leikmenn horfið á braut og nýir komnir í staðinn. Einn efnilegasti leikmaður landsins, Jana Falsdóttir, kom frá Haukum og hefur sprungið út í stærra hlutverki.
Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari liðsins, hefur verið afar naskur á að finna góða erlenda leikmenn en lenti í miklu basli með Kanann þetta árið. Aftur á móti hefur einn besti erlendi leikmaður deildarinnar, hin danska Emilie Hesseldal, skilað framlagi eins og hún Nikola Jokic í mörgum leikjum.
Staða í deild: 3. sæti
Árangur í deild: 15 sigrar, 7 töp Fjöldi bikarmeistaratitla: 1
Þórsarar lyftu fyrsta bikarmeistaratitlinum sem keppt var um árið 1974 en hafa síðan þá aldrei komist í úrslitaleikinn. Liðið lék síðustu ár í 1.deild en tryggði sér sæti í deild hinna bestu síðasta vor, í fyrsta sinn í 45 ár.
Nýliðarnir hafa komið mörgum spekingum á óvart og landað nokkrum góðum sigrum í vetur. Liðið samanstendur af þéttum íslenskum kjarna sem slípaðist saman í 1. deild síðustu ár ásamt tveimur öflugum erlendum leikmönnum. Önnur þeirra er hin bandaríska Maddie Sutton sem þykir minna um margt á Pétur Rúðrik Guðmundsson á velli.
Þórsarar hafa sýnt að liðið er sýnd veiði en sannarlega ekki gefin og ljóst að Grindavík þarf að leggja allt í leikinn gegn þeim í 4-liða úrslitum. Þjálfari liðsins er hinn ungi Daníel Andri Halldórsson en hann tók við liðinu 2021. Hann hefur stýrt liðinu upp um tvær deildir á stuttum tíma.
Staða í deild: 6. Sæti (2. sæti í B-deild)
Árangur í deild: 9 sigrar, 11 töp
Fjöldi bikarmeistaratitla: 1
Keppt hefur verið í bikarkeppni Körfuknattleikssambands Íslands í kvennaflokki síðan árið 1975. Úrslitaleikur VÍS-bikarsins þetta árið er því fimmtugasti úrslitaleikur sögunnar. Grindavíkurkonur hafa leikið til úrslita í sex af fyrri 49 skiptunum og verða vonandi þátttakendur í fimmtugasta leiknum á laugardaginn.
Öll liðin fjögur sem spila í undanúrslitum bikarkeppninnar í ár hafa lyft bikarnum áður. Keflavík er sigursælasta lið bikarsins frá upphafi og hefur fagnað fimmtán bikarmeistaratitlum, fimm fleiri en KR sem kemur næst með tíu titla. Njarðvík hefur einu sinni orðið bikarmeistari en það var árið 2012 undir stjórn Sverris Þórs Sverrissonar, fyrrum þjálfara karla- og kvennaliðs Grindavíkur og núverandi þjálfara kvennaliðs Keflavíkur.
Andstæðingar Grindavíkur undanúrslitum, Þór frá Akureyri, hafa sömuleiðis orðið bikarmeistarar einu sinni. Þór vann bikarkeppnina fyrsta árið sem hún var haldin árið 1975 en hafa ekki komist í úrslitaleik keppninnar síðan þá.
Grindavík hefur í tvígang fagnað bikarmeistaratitlinum og farið í úrslit alls sex sinnum. Við skulum líta aðeins yfir söguna.
1994 – Tap gegn grófum Keflvíkingum Grindavík lék fyrst til úrslita í bikarnum árið 1994 en Nökkvi Már Jónsson var þjálfari Grindavíkurkvenna. Liðið mætti þá Keflavík í úrslitaleik í Laugardalshöll en Keflavík var þá ríkjandi Íslandsog bikarmeistari. Leikurinn var jafn og spennandi allt til loka en Keflavík vann að lokum 56-53 sigur og tryggði sér bikarmeistaratitilinn annað árið röð.
Í liði Grindavíkur voru þær Anna Dís Sveinbjörnsdóttir og Stefanía Jónsdóttir fremstar í flokki og skoruðu tæplega helming stiga liðsins. Í viðtali eftir leik var Stefanía, eða Sirrý eins og við þekkjum hana, ekki sátt með hversu fast Keflavíkurkonur fengu að spila.
„Í svona bikarleikjum leyfa dómararnir mjög mikið og þær högnuðust á því og ég held að það hafi gert útslagið. Þær voru mjög grófar,“ sagði Sirrý í viðtali við DV eftir leik.
Stig Grindavíkur í leiknum: Anna Dís Sveinbjörnsdóttir 15, Stefanía Jónsdóttir 11, Svanhildur Káradóttir 10, Hafdís Sveinbjörnsdóttir 8, María Jóhannesdóttir 5 og Hafdís Hafberg 4.
2005 – Kornung Helena í aðalhlutverki
Næsta tækifæri Grindavíkur í bikarkeppninni kom árið 2005. Henning Henningsson var þá þjálfari liðsins og andstæðingarnir úrslitaleiknum voru Haukar sem voru með ungt og upprennandi lið. Eftir erfiða byrjun í leiknum náði Grindavík að koma sér inn í leikinn og tók forystuna í lokafjórðungnum.
Grindavíkurliðið 2015. Sverrir Þór Sverrisson stýrði liðinu til sigurs en þjálfar nú Keflavík.
Það dugði þó ekki til en á lokasekúndu leiksins fékk Myriah Spence tækifæri til að jafna metin en þriggja stiga skot hennar geigaði. 72-69 sigur Hauka staðreynd og silfrið því Grindvíkinga í annað sinn.
Áðurnefnd Spence átti stórleik í úrslitaleiknum en hún skoraði 33 stig og tók 18 fráköst. Hin 17 ára gamla Haukakona Helena Sverrisdóttir stal þó senunni, skoraði 22 stig, tók 9 fráköst, gaf 11 stoðsendingar og stal 5 boltum.
Árið 2005 var því miður silfurár hjá kvennaliði Grindavíkur því liðið tapaði úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn gegn Keflavík. Stig Grindavíkur í leiknum: Myriah Spence 33, Erla Þorsteinsdóttir 13, Erla Reynisdóttir 9, Sólveig Gunnlaugsdóttir 8, Theódóra Káradóttir 4, Svandís Sigurðardóttir 2.
2006 - Ekki er allt þegar þrennt er Ári eftir tapið gegn Haukum var Grindavík aftur mætt Laugardalshöllina, að þessu sinni með Unndór Sigurðsson við stjórnvölinn og var andstæðingurinn lið ÍS. Eftir góða byrjun og jafnan leik var það ÍS sem tók yfirhöndina í fjórða leikhluta og vann að lokum nokkuð öruggan fimmtán stiga sigur. Lokatölur 88-73.
Þetta var sjöundi bikartitill ÍS og jafnframt sá síðasti. Grindavík varð hins vegar að sætta sig við þriðja silfrið eftir jafnmarga úrslitaleiki en Grindvíkingar gátu reyndar fagnað síðar um daginn þegar karlalið félagsins tryggði sér bikartitilinn eftir sigur á nágrönnunum úr Keflavík.
„Kannski að um reynsluleysi hafi verið að ræða. liði ÍS eru margir leikmenn sem hafa farið í gegnum svona leiki á meðan það eru fleiri ungar stelpur í okkar liði. En það þýðir ekki að vera að spá í svona hluti núna – við töpuðum,“ sagði körfuboltagoðsögnin Hildur Sigurðardóttir eftir leikinn en hún var atkvæðamikil í liði Grindavíkur í leiknum.
Stig Grindavíkur í leiknum: Jerica Watson 26, Hildur Sigurðardóttir 19, Ólöf Helga Pálsdóttir 15, Alma Rut Garðarsdóttir 7, Petrúnella Skúladóttir 4, Jovana Lilja Stefánsdóttir 2. 2008 – Ólýsanleg tilfinning Tveimur árum eftir tapið gegn ÍS komst Grindavík á nýjan leik í úrslitaleikinn, þann þriðja á fjórum árum. Úrslitaleikurinn var endurtekinn slagur frá því árið 2005 því andstæðingarnir voru Haukar.
Haukar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var með tólf stiga forskot í hálfleik. Í síðari hálfleik tóku Grindavíkurkonur hins vegar öll völd á vellinum og tryggðu sér tíu stiga sigur. Lokatölur 77-67 og fyrsti bikarmeistaratitill Grindavíkur í kvennaflokki staðreynd. „Tilfinningin er ólýsanleg. Vörnin í seinni hálfleik skilaði þessum sigri. Við stóðum okkur ekki nægilega vel í fyrri hálfleik en bættum það upp í seinni hálfleik,“ sagði Jovana Lilja Stefánsdóttir fyrirliði Grindavíkur viðtali eftir leik.
Stig Grindavíkur í leiknum: Tiffany Robertson 24, Joanna Skiba 22, Petrúnella Skúladóttir 15, Ólöf Helga Pálsdóttir 6, Jovana Lilja Stefánsdóttir 6, Ingibjörg Jakobsdóttir 2, Berglind Magnúsdóttir 2. Aðrir leikmenn: Lilja Sigmarsdóttir, Íris Sverrisdóttir, Alma Garðarsdóttir, Sara Sigurðardóttir og Helga Hallgrímsdóttir. Þjálfari var Igor Beljanski.
2015 – Aftur á sigurbraut
Sjö ár liðu þar til Grindavík fékk tækifæri í Laugardalshöll á nýjan leik. Grindavík lagði Njarðvík örugglega í undanúrslitum og mætti hinu liðinu úr Reykjanesbæ, Keflavík, úrslitaleik. Grindavík náði frumkvæðinu snemma úrslitaleiknum, leiddi með tíu stigum í hálfleik og munurinn var tuttugu stig fyrir lokafjórðunginn. Ef til vill héldu þá margir að björninn væri unninn en svo var aldeilis ekki. Grindavík skoraði ekki í rúmar átta mínútur í upphafi fjórða leikhluta og Keflavík náði að minnka muninn sex stig. Þær komust hins vegar ekki lengra og Grindavík vann 68-61 sigur og tryggði sér annan bikarmeistaratitilinn sögu félagsins kvennaflokki.
Petrúnella Skúladóttir var valin „Moggamaður leiksins“ af Morgunblaðinu en hún átti frábæran leik, „skoraði glæsilegar körfur og spilaði frábæra vörn,“ líkt og segir í umfjöllun um leikinn. Stig Grindavíkur í leiknum: Kristina King 19, Petrúnella Skúladóttir 17, Pálína Gunnlaugsdóttir 14, Jeanne Lois Figeroa Sicat 8, María Ben Erlingsdóttir 6, Guðlaug Björg Júlíusdóttir 4.
Aðrir leikmenn: Lilja Sigmarsdóttir, Hrund Skúladóttir, Berglind Anna Magnúsdóttir, Katrín Ösp Eyberg, Ingibjörg Jakobsdóttir og Jóhanna Rún Styrmisdóttir. Þjálfari var Sverrir Þór Sverrisson. 2016 – Tap í síðasta úrslitaleik
Ári eftir að Grindavík vann sinn annan bikartitil var liðið aftur búið að tryggja sér sæti í úrslitaleik og fékk því tækifæri til að verja bikarmeistaratitilinn, að þessu sinni með Daníel Guðna Guðmundsson sem þjálfara. Mótherjinn að þessu sinni var Snæfell en liðin voru bæði í toppbaráttu Íslandsmótsins. Snæfell hafði líkt og Grindavík verið vandræðum í fyrstu heimsóknum sínum í Laugardalshöllina og beðið lægri hlut í fyrri tveimur bikarúrslitaleikjum sínum. Þær ætluðu sér alls ekki að tapa í þriðja sinn og höfðu frumkvæðið nær allan leikinn. Grindavík náði áhlaupi undir lok leiks sem dugði ekki til og Snæfell fagnaði 78-70 þar sem Gunnhildur Gunnarsdóttir átti stórleik fyrir Snæfellinga. Stig Grindavíkur í leiknum: Whitney Frazier 32, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 11, Íris Sverrisdóttir 10, Embla Kristínardóttir 10, Björg Guðrún Einarsdóttir 6, Ingibjörg Jakobsdóttir 1.
„Karfan er í raun risastórt samfélagslegt verkefni“
Það er engum blöðum um það að fletta að síðustu tímabil hefur útgerðarfyrirtækið Einhamar Seafood verið öflugasti bakhjarl körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. Einhamar Seafood er sannkallað fjölskyldufyrirtæki en það eru hjónin Sandra Antonsdóttir og Stefán Kristjánsson sem eru eigendur þess. Við hittum Söndru á skrifstofu fyrirtækisins, sem þessa dagana er staðsett í Firðinum í Hafnarfirði, og spjölluðum aðeins við hana um körfuboltann og íþróttir.
Þið Stebbi missið varla af leik hjá Grindavík þessa dagana. Eruð þið með einhverja rútínu eða hefðir fyrir leiki?
„Nei í rauninni ekki en leikirnir eru samt eiginlega orðnir hluti af okkar daglegu rútínu. Ég er t.d. búin að vera að reyna að skipuleggja smá frí fyrir okkur Stebba í apríl en hvert sinn sem ég sting upp á einhverjum dagsetningum hummar hann þetta fram af sér því að leikjaplanið í úrslitakeppninni liggur ekki fyrir!
Við erum eiginlega farin að skipuleggja okkur eftir því hvernig leikirnir raðast upp. Við vitum hvaða leikir eru fram undan og tökum þá kvöldin frá. Þegar við erum heima á kvöldin eyðum við ekki miklum tíma fyrir framan sjónvarpið en ef við gerum það þá er það Stöð 2 Sport, leikirnir og Subway-körfuboltakvöld.. Stebbi lifir sig allan inn í leikina. Hann var frekar rólegur yfir þessu fyrst en er „all in“ núna. Mætir alltaf í treyjunni og hefur hátt þegar hann dettur í stuð. Hann er jafnvel farinn að vera háværari en Gylfi og Atli stundum!“
Einhamar Seafood hefur ekki einungis styrkt körfuknattleiksdeildina heldur einnig stutt við bakið á stuðningssveitinni Stinningskalda og útvíkkað þeirra framlag í stúkunni.
Sandra var sjálf aldrei í körfubolta, en er þó sannfærð um að hún hefði náð góðum árangri í íþróttinni! „Ég bjó í Svíþjóð sem barn og þar sem við áttum heima var bara enginn körfubolti í boði. Ég var aftur á móti á fullu í handbolta úti og var komin í sænska unglingalandsliðið áður en við fluttum heim. Ég náði svo í skottið á handboltadeild UMFG áður en hún lognaðist út af og fór svo að æfa með FH eftir að ég fór í menntaskóla. En svo þróaðist þetta þannig að stundataflan í skólanum og æfingarnar hjá FH pössuðu ekki saman og ég hætti í handboltanum. Ég hef alltaf séð eftir þeirri ákvörðun. Ég var mjög snöggur leikmaður og ákveðin og ég held að ég hefði verið helvíti seig körfunni líka ef ég hefði reynt fyrir mér henni!“. Eigum við ekki að enda þetta á klassískri spurningu. Eitthvað að lokum?
„Mig langar að koma á framfæri þökkum og hrósi til allra þeirra sem koma að því að halda körfuboltanum gangandi. Til stuðningsmanna, sjálfboðaliða, stjórnar og annarra styrktaraðila. Við erum með frábært lið og í dauðafæri til að komast í úrslitaleikinn. Það verður hátíð í Höllinni og ég hlakka til að sjá Grindvíkinga þar á miðvikudaginn. Áfram Grindavík!“
Nú er það ekkert launungamál að Einhamar Seafood hefur stutt mjög vel við bakið á körfuboltanum í Grindavík fjárhagslega og þið hafið bara bætt í frekar en hitt. Var einhver sérstök ástæða fyrir því að þið ákváðuð að koma svona afgerandi að borðinu?
„Við ákváðum að bæta aðeins fyrir síðasta tímabil. Við ræddum svo saman fyrir tímabilið í ár að gera enn þá betur og sjáum sko alls ekki eftir því og þá sérstaklega ekki eftir rýmingu. Við erum dugleg að mæta sjálf á leikina og sjáum það svo glöggt hvað leikirnir eru mikilvægir fyrir samfélagið í Grindavík. Þar koma Grindvíkingar saman og hittast og ekki skemmir fyrir hvað það gengur vel hjá liðunum.
Við lítum svolítið á þetta núna sem ákveðna fjárfestingu til framtíðar fyrir Grindavík. Karfan er í raun risastórt samfélagslegt verkefni og að hún sé enn þá í gangi gefur fólki vonandi von um að lífið í Grindavík geti aftur komist í eðlilegt horf. Fyrir börnin sem eru núna dreifð um allt og að æfa hingað og þangað held ég að það hafi jákvæð áhrif fyrir þau að vita að Grindavík er með starfandi meistaraflokka. Þessir iðkendur eru svo auðvitað framtíðarleikmenn liðanna okkar.“
„Stinningskaldi var alltaf bara í fótboltanum og það var mikið gæfuspor að fá þessa sveit stúkuna körfuboltanum. Þeir koma með mikla gleði og hætta aldrei að hvetja. Maður sér það alveg, eins og í Keflavíkurleiknum um daginn, hvað þeir koma inn með mikinn kraft og það smitar út frá sér, bæði inn á völlinn og í stúkuna. Þetta skiptir öllu máli.
Svo er Stebbi líka búinn að vera að vinna því að fá þá á fleiri leiki með stelpunum. Hann bauð þeim t.d. akstur á útileik um daginn sem þeir þáðu en komu með móttilboð. Að fá líka akstur á karlaleikinn daginn eftir. Þetta er gott samstarf sem gefur vel af sér.“
Það er ekki óalgengt í íslenskum körfubolta að þeir sem eru duglegastir að mæta á leiki hafi einhverjar persónulegar tengingar við leikmenn. Sandra segir að svo sé ekki í hennar tilfelli, en hún sé þó í góðu sambandi við leikmenn liðsins.
„Ég enda leikina alltaf á því að fara að vellinum, gef fimmur og knús. Við erum með svo flottan kjarna af grindvískum stelpum sem við höfum byggt þetta lið á að það er eiginlega ekki annað hægt en að hrífast með.“
„Íþróttirnar hjartað sem heldur mörgum saman“
- viðtal við Guðbjörgu Norðfjörð formann KKH
Guðbjörg ásamt Kára Jónssyni leikmanni Vals þegar Valsmenn urðu Íslandsmeistar 2022. Ljósm. VÍSIR/BÁRA.
Bikarvika Körfuknattleikssambandsins er eitt umfangsmesta verkefni þess á hverju ári. Fyrir utan undanúrslit og úrslitaleiki í meistaraflokkum karla og kvenna þá fara fram fjölmargir úrslitaleikir í yngri flokkum en þeir leikir eru einnig spilaðir í Laugardalshöll.
Við fengum Guðbjörgu Norðfjörð, formann KKÍ og fyrrum leikmann, í spjall fyrir bikarvikuna og ræddum við hana um undirbúning KKÍ fyrir þessa stóru viku, tímabilið hjá Grindavík og tilfinninguna að spila úrslitaleik í bikarkeppni í Laugardalshöll.
„Það er allt búið að vera á fullu. Það þarf að upplýsa og tala við alla sem koma að, gera Höllina klára því við viljum að umgjörðin verði góð. Yngri flokkarnir fá þá tilfinningu að keppa í umhverfi eins og bikarinn er því bikarinn er sérstakt dæmi. Það er gaman að sjá og finna andrúmsloftið hjá yngri liðunum þegar maður horfir á þau. Það er mikilvægt fyrir okkur að þau finni nákvæmlega hvernig þetta er og að umgjörðin sé eins,“ sagði Guðbjörg um undirbúning KKÍ fyrir bikarvikuna.
„Þetta hefur verið vel sótt en getur auðvitað verið mismunandi á milli félaga. Það myndast frábær stemmning og þetta er alltaf virkilega skemmtilegt. Í fyrra voru allir leikirnir til dæmis mjög góðir og maður sér líka mun á hæfileikum barnanna frá því fyrir svona 5-10 árum síðan. Við erum komin svo miklu lengra og ég hvet alla til að mæta og horfa á.“
Guðbjörg er spennt fyrir undanúrslitaleikjunum kvenna megin þar sem Grindavík mun mæta Þór frá Akureyri og Njarðvík mætir Keflavík. Hún segir að það skipti engu máli hvar lið standa í deildakeppninni þegar bikarinn er annars vegar.
„Það er það skemmtilega við bikarinn því það skiptir í raun engu máli hvar þú ert deildinni. Það er búið að sannast aftur og aftur. Þetta er spurning um gömlu klisjuna, dagsformið og stemmninguna. Líka hvernig liðin ná að peppa sig upp og mér líst mjög vel á þessa leiki.“
„Þetta er eiginlega það skemmtilegasta á körfuboltaárinu. Hjá konunum hafa verið skemmtilegir leikir undanfarin ár. Þetta er spurning um hvernig þú ætlar að mæta til leiks og með hvaða hugarfari. Ég get alveg séð að lið, sem engum dettur hug að komist neitt, fari í úrslit og geri góða hluti.“
Tímabil Grindavíkurliðanna hefur verið rússíbanareið eins og flestir vita. KKÍ hefur ekki farið varhluta af ástandinu og Guðbjörg segir hafa verið nóg að gera að finna lausnir á ýmsum vandamálum. Hún nefnir sérstaklega hlut Breiðabliks í húsnæðismálum Grindvíkinga.
„Við höfum reynt að gera allt til að aðstoða. Það þurfti að færa leiki og Breiðablik hefur komið ótrúlega flott fram með því að hýsa leiki meistaraflokkanna. Það er alls ekki sjálfsagt því í dag eru öll íþróttahús yfirfull. Þetta er ótrúlega fallega gert að koma Grindavík inn hjá þeim.“
„Svo eru þetta líka allir leikir yngri flokka og það hefur verið ótrúlega mikil skipulagsvinna að koma þessum leikjum fyrir annars staðar. Það er frábært að sjá hvað félögin eru dugleg að finna lausnir. Við viljum halda Grindavík inni í þessu. Eins og staðan er núna þá eru íþróttirnar örugglega hjartað sem heldur mörgum saman. Þær sameina og vonandi getum við haldið því áfram þrátt fyrir þá stöðu sem eru uppi núna. Auðvitað höfum við áhyggjur hvað verður næsta vetur, við vitum það ekki eins og með allt annað.“
Hún segir það í raun ótrúlegt að körfuknattleikslið Grindavíkur séu enn starfandi.
„Það eiga allir hrós skilið, enn að spá í hvar þau eigi að vera og hvort þau eigi að fara aftur til Grindavíkur. Að halda úti einni deild körfubolta er engin smá vinna. Ég held að við sem erum ekki í þessari stöðu getum ekki sett okkur þessi spor. Þó við reynum að hlusta og koma með lausnir. Þetta eru heimilin og félagsskapurinn og lífið allt saman umturnast á einni nóttu. Það er með ólíkindum að það séu fullt af flokkum enn að keppa undir merkjum Grindavíkur. Stjórnin á allt hrós skilið.“
Við gátum ekki sleppt Guðbjörgu án þess að spyrja hana út í hvaða ráð hún gæfi leikmönnum fyrir helgina en sjálf lék hún bikarúrslitaleiki í Laugardalshöll á sínum ferli.
„Það sem skiptir öllu máli er að mæta í leikinn, hafa gaman, njóta og drekka í sig stemmninguna. Hugsa um liðið og fara til að hafa gaman. Það verður oft mikil pressa í kringum þetta því þetta eru bikarúrslit, nýr staður og þetta er Höllin. Það er auðvelt að fara yfirspennu. Mæta á staðinn, njóta þess að vera og drekka í sig stemmninguna. Hafa gaman og spila sinn bolta. Ef maður gerir nákvæmlega það sem maður getur gert best þá á maður góða möguleika.“
Grindavíkurkonur hafa spilað frábærlega í vetur og frammistaða þeirra fært okkur Grindvíkingum ómælda gleði. Ingibergur Þór hefur verið með myndavélina á lofti í flestum leikjum og hér er smá brot af því besta. Eigum við ekki að kalla þetta upphitun fyrir undanúrslitin?