34kleinur

Page 1

Efnisyfirlit 1

ÍSLENSKAR MATARHEFÐIR OG HÉRAÐSKRÁSIR ........................................................................................ 2 1.1

2

HÉRAÐSKRÁSIR – ARFUR OKKAR ................................................................................................................ 2 1.1.1 Hvað skapar matarhefð? .................................................................................................... 2

MATVÆLA- OG NÆRINGARFRÆÐAFÉLAG ÍSLANDS .................................................................................. 2 2.1

NÆRINGARRÁÐGJÖF – KYNNINGARFUNDIR .................................................................................................. 2

3

MYNDRÆN FRAMSETNING Á HEILDARORKU 15 ÁRA UNGLINGA ............................................................. 3

4

UPPRUNALEGAR OG TILBÚNAR MATARHEFÐIR ....................................................................................... 4 4.1 4.2

HÉRAÐSTENGING ................................................................................................................................... 4 4.1.1 Erindi um héraðskrásir o.fl. ................................................................................................. 4 KLEINUUPPSKRIFTIR ................................................................................................................................ 4 4.2.1 Eldri kleinuuppskrift ............................................................................................................ 4 4.2.2 Yngri kleinuuppskrift ........................................................................................................... 4

Töfluskrá TAFLA 4.1: NÝLEG KLEINUUPPSKRIFT

Myndaskrá MYND 3.1: HOLLUSTA MYND 4.1: KLEINUR ERU GÓÐAR

Listi yfir myndrit MYNDRIT 3.1: HLUTFALL AF HEILDARORKU 15 ÁRA UNGLINGA


Nafn og áfangi Íslenskar matarhefðir

1 Íslenskar matarhefðir og héraðskrásir 1.1 Héraðskrásir – arfur okkar

M

eðal þess eftirminnilegasta við ferðir til annarra landa er að kynnast matarhefðum viðkomandi lands. Að ferðast úr einu héraði til annars og bragða á því sem er sérstakt fyrir hvert þeirra er eins og að setjast á skólabekk og fræðast um þjóðlíf og menningu íbúanna um aldir. Hver kantóna í Sviss á sinn kartöflurétt, á Ítalíu er fátt meira spennandi en að bragða á öllum þeim aragrúa rétta sem búnir eru til úr gömlu brauði og forréttum úr grænmetisafgöngum.

1.1.1

Hvað skapar matarhefð? Matarhefð er ofin úr ótal þráðum, þar ræður náttúrufar og lega staðarins, framboð hráefnis, þekking og verkkunnátta, efnahagur þjóðar. Einkennandi fyrir íslenskt eldhús var lengst af nýr eða þurrkaður fiskur, eldiviðarskortur, saltleysi og kornekla. Um aldir hafði einangrun þjóðarinnar mikið að segja, en einnig vöntun á hvers kyns eldunaráhöldum og ílátum. Guðrún Hallgrímsdóttir matvælaverkfræðingur er sjálfstætt starfandi sérfræðingur í Reykjavíkur Akademíunni.

2 Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands er fagfélag fólks sem hefur háskólamenntun í matvæla- og næringargreinum.1 Starfstéttir og störf félagsmanna tengjast mat og næringu á mismunandi hátt og er samvinna þeirra mikil. 2

2.1 Næringarráðgjöf – kynningarfundir

Boðið verður upp á sérsniðna næringarráðgjöf að eigin þörfum hvers og eins á fundum félagsins sem haldnir verða í næsta mánuði. Hafir þú áhuga á að nýta þér þessa ráðgjöf láttu endilega vita á jon@radgjof.is fyrir mánaðamót. Kveðja f.h. félagsins

Hollt og gott skal það vera

1

Í matvælafræðinni er fengist við margvíslega eiginleika matvæla, áhrif þeirra á vinnslu, geymsluþol og öryggi matvælanna og hagnýtingu þeirra við vöruþróun.

2

Matvælafræðingar vinna margvísleg störf í matvælaiðnaði svo sem við vöruþróun, gæðastjórnun og framleiðslustjórnun.

Bls. |2


Nafn og áfangi Myndrit

Hlutfall af heildarorku

3 Myndræn framsetning á heildarorku 15 ára unglinga Myndrit 3.1: Hlutfall af heildarorku 15 ára unglinga

Hlutfall af heildarorku

Ávextir

20%

Ostur

17% 15%

13%

Korn 12%

12%

11%

10% 10%

8%

Mjólk

8%

5%

Kjöf

5%

4%

Fiskur Annað

Ávextir og grænmeti

Brauð

Drykkir (ekki mjólk)

Kjöt og fiskur

Kökur og kex

Mjólk og mjólkurvörur

Morgunkorn

Ostur og smör

Sælgæti og ís

0%

Drykkir

Mynd 3.1: Hollusta

Bls. |3


Nafn og áfangi Matvæla- og næringarfræði

4 Upprunalegar og tilbúnar matarhefðir 4.1 Héraðstenging Norrænn matur og matarmenning eru í mikilli sókn um þessar mundir, bæði fyrir tilstilli stjórnvalda og vegna aukins áhuga markaðarins. En nú horfir svo við að matur er ekki bara matur.

4.1.1

Erindi um héraðskrásir o.fl. Richard Tellström, Ph.D., er fræðimaður við veitinga- og matargerðardeild Háskólans í Örebro í Svíþjóð. Í doktorsritgerð sinni frá 2006 fjallaði hann um hvernig matarmenning hefur verið markaðssett og hún aðlöguð að þjóðernissjónarmiðum í Svíþjóð og hinum Norðurlöndunum allt síðan á 19. öld. Verkefnið Ný norræn matargerðarlist hefur verið stutt af Norrænu ráðherranefndinni.

4.2 Kleinuuppskriftir 4.2.1

Eldri kleinuuppskrift

Í kleinur þarf hveitimjöl, eftir því, sem þær eiga margar að vera, nokkuð af rifnum sítrónuberki, sé hann til, 3 eða 4 spónablöð af góðum súrum rjóma, lítið eitt af steyttu sykri, og nokkur egg. Mynd 4.1: Kleinur eru góðar

Tekið úr bókinni: Einfalt matreiðsluvasakver fyrir heldri manna húsfreyjur eftir Mörtu Maríu Stephensen.

Úr þessu öllu er vel seigt deig gagnelt saman, og síðan ofurþunnt útflatt, skorið svo upp með knífi í ferhyrnd mjó og vel eitt qvartils löng stykki, viðlíka löguð og teikningin sýnir: Eru svo tvær rifur báðummegin við miðjuna, sem heil sé, gjörðar langs eftir, og hvörjum enda kökunnar eineða tvíbrugðið í gegnum rifurnar, svo að snúningur komi á deigið báðummegin þeirra. Þær eru svo soðnar í bræddu smjöri í potti eða kastarólu, uns þær fljóta vel upp og virðast nóg bakaðar; kaldar borðast þær með sykri útásköfnu.

4.2.2

Yngri kleinuuppskrift

Tafla 4.1: Nýleg kleinuuppskrift

Kleinur         

1 kg hveiti 250 g sykur 175 g smjörlíki 2 egg 5 tsk lyftiduft 1 tsk hjartarsalt 1 tsk kardemommudropar 1 tsk salt 4,5 dl mjólk

Deigið hnoðað og flatt út. Kleinur skornar út með kleinujárni. Snúið upp á kleinurnar og þær steikar í feiti.

B l s . |4


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.