Page 1

Áfram stelpur! Leikskrá 15. ágúst 2019

Meðal efnis: Leikur án fordóma? Níutíu og níu leikir - tölfræði Nítíu og níu leikir - Skapti og Palli Jóh velja myndir Myndasögur Þóris Tryggva Fyrri viðureignir Myndin: Fundað úti á velli að loknum naumum sigri á Keflvíkingum á Nettóvellinum 26. maí.


Leikur án fordóma? Vallarþulir landsins fara gjarnan með ákveðna rullu við upphaf leikja þar sem fólk er minnt á að knattspyrna sé leikur án fordóma og að heiðarleg framkoma innan vallar sem utan leiði af sér betri og skemmtilegri knattspyrnu. Stuðningsfólk er jafnframt hvatt til að styðja sitt lið og hvetja með jákvæðum og uppbyggilegum hætti.

Fordómarnir sem þessi orð beinast gegn birtast með ýmsu móti. Oftast eru þeir gagnvart kynþætti, en einnig kynhneigð, geðheilsu, útliti og fleiru. Mögulega höfum við öll einhverja fordóma gagnvart einhverju, en misjafnlega mikið. Og fordómar fyrirfinnast innan knattspyrnuheimsins eins og annars staðar. Á því er enginn vafi. Hér verður samt tekin sú jákvæða afstaða að slíkir fordómar séu með minnsta móti hér á landi miðað við það sem gengur og gerist víða annars staðar. En það er samt engin afsökun fyrir því að ala með sér fordóma, hvað þá að opinbera þá og nýta til að níða aðra. Alveg sama hve vel við stöndum í þessum efnum. Við getum alltaf gert betur og eigum að gera betur.

Áfram stelpur! Rafræn leikskrá gefin út af Þór/KA og Hömrunum.

Ritun og uppsetning: Haraldur Ingólfsson thorkastelpur@gmail.com Auglýsingar: Karen Nóadóttir leikskrathorkahamranna@gmail.com Ábyrgð: Stjórn Þórs/KA, Nói Björnsson

Það skiptir líka máli hvað við gerum með þessa fordóma. Reynum við að þroskast, læra og losna við þá eða leyfum við þeim að taka af okkur völdin í hita leiksins? Notum við þá sem vopn til að gera lítið úr andstæðingnum?

Myndir: Egill Bjarni Friðjónsson Haraldur Ingólfsson Páll Jóhannesson Skapti Hallgrímsson Sævar Geir Sigurjónsson Þórir Tryggvason

Ég nefndi fordóma sem beinast að kynhneigð fólks. Í þeim efnum er ekki allt sem sýnist. Þegar á allt er litið virðist heimurinn algjörlega tvískiptur hvað varðar fordóma, kynhneigð og fótbolta.

Samfélagsmiðlar Facebook: thorkaoghamrarnir Twitter: @thorkastelpur Instagram: thorkaoghamrarnir

Áfram stelpur!

2

2019


Vangaveltur leikskrárritara

Þann 1. júní 2016 opinberuðu Bianca og Fany samband sitt með þessari mynd á Twitter. „Mi mundo“ eða „veröldin mín“ féll misjafnlega vel í kramið hjá löndum þeirra. Vinstri: Viðtal í vinnslu, birtist í vefútgáfu The New York Times 6. júlí 2017. Ef smellt er á myndina opnast greinin á vef NYT.

Sá raunveruleiki sem birtist í knattspyrnuheiminum á Íslandi og væntanlega mjög víða gæti gefið manni tilefni til að álykta að hinsegin karlar séu almennt mun færri en hinsegin konur. Hér er auðvitað alhæft út frá röngum forsendum og niðurstaðan því augljóslega röng.

Einhvern tímann var það feimnismál, en mannkynið lærir sem betur fer smátt og smátt og viðhorfið hefur breyst. Þó ekki alls staðar, því miður. Mjög langt í land víða. En fyrir flest okkar er það ekkert tiltökumál hvort leikmennirnir í liðinu okkar eru svona eða hinsegin.

Sem betur fer ekki feimnismál lengur Opinská umfjöllun um hinsegin konur, jafnt frá þeim sjálfum og almennt í fjölmiðlum, staðfestir að margar hinsegin konur spili fótbolta og geri það á jafnréttisgrundvelli gagnvart öðrum konum. Áfram stelpur!

Mexíkósku leikmennirnir okkar, Bianca Sierra og Stephany Mayor, eru trúlofaðar. Þær hafa þekkst í um 10 ár og verið í sambandi hluta af þeim tíma. Þegar þær sem landsliðs-

3

2019


Leikur án fordóma?

konur í knattspyrnu opinberuðu sig sem par, fyrstar allra íþróttamanna í heimalandinu, fengu þær strax yfir sig flóð af óhróðri í gegnum samfélagsmiðla. En líklega eru mun fleiri sem láta sig engu skipta hvort átrúnaðargoðið inni á vellinum er svona eða hinsegin.

konunnar Magdalenu Eriksson í tengslum við Heimsmeistaramótið í sumar. Umfjöllunin virðist nokkuð opinská og sem betur fer virðist samkynhneigð ekki feimnismál hjá konum í knattspyrnu. En hvað með karlmenn? Þekkir þú persónulega eða hefur vitneskju um samkynhneigðan karlmann, atvinnumann eða áhugamann, sem spilar knattspyrnu sem keppnisíþrótt? Ekki?

Óhætt er að fullyrða að flest þeirra sem lesa þessa grein þekki persónulega eða viti að minnsta kosti um hinsegin knattspyrnukonu, þó ekki væri nema af umfjöllun í fjölmiðlum.

Rangar forsendur, röng ályktun Fjölmargar konur, en enginn karlmaður. Ef við myndum nú freistast til að alhæfa út frá þessum þröngu forsendum er niðurstaðan alveg skelfilega skökk,

Mörg þekkt nöfn ber á góma og til dæmis skemmst að minnast umfjöllunar um samband dönsku landsliðskonunnar Pernille Harder og sænsku landsliðsÁfram stelpur!

4

2019


Ferðafélagar Þórs/KA

Áfram stelpur!

5

2019


Leikur án fordóma?

nefnilega að í heiminum sé samkynhneigð eða hinseginleika nánast bara að finna á meðal kvenna, ekki karla. Við vitum auðvitað að þessi ályktun er röng, enda forsendurnar rangar.

Hvar eru karlarnir? Eru þeir bara að gera annað eða eru þeir að spila og bíða með að opinbera sig þar til ferlinum lýkur? Örstutt leit á netinu leiðir mann til dæmis inn á opna alfræðivefinn Wikipedia, sem segir okkur meðal annars að Andy Brennan hafi verið fyrsti karlkyns knattspyrnumaðurinn í Ástralíu til að koma út úr skápnum og hafi gert það í maí á þessu ári. Já, árið 2019!

Eitthvað er það þó í karlahluta knattspyrnumenningarinnar, klefanum, umhverfinu, í stúkunni, einhvers staðar, sem gerir að verkum að annað hvort vilja eða þora hinsegin karlar ekki að iðka knattspyrnu eða þá að þeir eru í felum innan hópsins, liðsins, hreyfingarinnar og vilja eða þora ekki að opinbera sig af ótta við viðbrögð samfélagsins, liðsfélaganna, stuðningsmannanna. Sums staðar hafa samkynhneigðir karlar tekið sig saman og stofnað lið, en hafa lent í ýmsum hindrunum fordóma.

Wikipedia-síða segir okkur að Robert Hampton Rogers III hafi verið fyrsti opinberlega samkynhneigði karlinn til að spila í MLS-deildinni í Bandaríkjunum og reyndar fyrstur í öllum fimm „stóru deildunum í íþróttum Norður-Ameríku“ eins og það er orðað. Hann spilaði með nokkrum liðum á Englandi, hætti um tíma og kom út úr skápnum, en samdi síðan við og spilaði með LA Galaxy.

Eflaust á hið sama við í mörgum öðrum íþróttagreinum. Mun fleiri opinberlega hinsegin konur en karlar. Áfram stelpur!

6

2019


Leikur án fordóma?

Wikipedia sýnir líka litla töflu, alveg hreint örsmáa, þar sem taldir eru upp samkynhneigðir karlar sem vitað er að hafi spilað knattspyrnu í nokkrum af sterkustu deildum heims - sjá hér að ofan.

hneigður. Richarlyson leitaði til dómstóla vegna ummælanna, en kvörtun hans var vísað frá af dómara sem sagði að fótbolti væri íþrótt karlmennsku en ekki samkynhneigðar. Búlgaría. Forseti PFC Levski Sofia kallaði dómarann „British homosexual“ eftir að hann rak leikmann liðsins af velli í fjórðungsúrslitum í UEFA Cup 2006.

Í þessari grein á Wikipedia er lauslegt yfirlit um samkynhneigð og knattspyrnu í nokkrum löndum, með sögum af leikmönnum eða atvikum tengdum fordómum og samkynhneigð. Hér er brot af því.

England. Justin Fashanu varð fyrstur til að koma út úr skápnum sem atvinnumaður í knattspyrnu í Englandi þegar hann opinberaði samkynhneigð sína í viðtali 1990. Í viðtali tæplega ári síðar sagði hann frá því að ekkert lið hefði boðið honum atvinnumannasamning eftir að fyrsta viðtalið kom út. Bróðir

Brasilía. Þegar núverandi leikmaður Everton á Englandi, Richarlyson, spilaði í heimalandinu Brasilíu sagði þjálfari keppinautanna í viðtali við brasilíska sjónvarpsstöð að hann væri samkynÁfram stelpur!

8

2019


Vangaveltur leikskrárritara hans, John Fashanu, einnig atvinnumaður í knattspyrnu, hálfpartinn afneitaði honum. Tæplega sjö árum eftir seinna viðtalið hengdi hann sig og sagði í kveðjubréfi að hann hafi áttað sig á að hann væri þegar talinn sekur og hann vildi ekki verða vinum sínum og fjölskyldu til frekari skammar.

Af hverju er samkynhneigð meira feimnismál í íþróttum karla en kvenna? Er eitthvað sem gerir hinsegin körlum erfiðara fyrir að stunda íþróttina og erfiðara að stíga skrefið? Þora þeir ekki að opinbera sig af ótta við viðbrögð liðsfélaga og stuðningsmanna? Ef svo er þá er breytinga þörf.

Við stöndum vel miðað við aðra að mörgu leyti, en samt er óhjákvæmilegt að spyrja: Hvar eru karlarnir?

Knattspyrna er leikur án fordóma. Fyrirmyndar framkoma innan vallar sem utan leiðir af sér betri og skemmtilegri knattspyrnu. Hvetjum hinsegin fólk með jákvæðum og uppbyggilegum hætti. - HI

Ástæða er til að hvetja fólk til að lesa áðurnefnda grein á Wikipedia. Ef smellt er á töfluna á bls. 8 eða myndina á bls. 6 opnast Wikipedia-síðan með greininni.

Áfram stelpur!

9

2019


Níutíu og níu leikir Við sögðum frá því á dögunum og bikarnum 25. júní 2010 og gegn Selfossi 4. minntumst þess með nokkrum september 2012, en með þeim sigri tryggði myndum að í júlí voru 10 ár liðin frá liðið sér Íslandsmeistaratitilinn. fyrsta leik Þórs/KA á endurnýjuðum Þekktasti dómari sem dæmt hefur á Þórsvelli. Fyrsti leikur liðsins á vellinum er án vafa Stephanie vellinum eftir enduruppbyggFrappart, en hún dæmdi Evringu var 23. júlí 2009. Það eru ópuleik hjá Þór/KA í október ekki einu tímamótin um þessar 2013. Í sumar dæmdi hún mundir því leikur liðsins gegn meðal annars úrslitaleikinn á Keflavík verður sá eitt hundHM kvenna og daginn fyrir raðasti á vellinum frá endurútgáfu þessarar leikskrár nýjun. Þetta er jafnframt fyrsti dæmdi hún Super Cup leik leikur Keflavíkur á endurLiverpool og Chelsea, fyrst nýjuðum Þórsvelli, en liðið kvenna til að dæma slíkan spilaði þó á „gamla“ Sandra María Jessen og stórleik hjá karlaliðum. Þórsvelliinum 3. september Natalia Gómez Junco. Stærsta tap Þórs/KA á 2006. Mynd: Palli Jóh. vellinum er 0-6 gegn þýska Eins og alltaf eru það stórliðinu Turbine Potsdam í 32ja liða myndirnar sem segja meira en þúsund úrslitum í Meistaradeild Evrópu 28. orð. Skapti Hallgrímsson og Páll Jóseptember 2011. Stærsta tap gegn innhannesson fengu beiðni um hádegisbil lendu liði er 0-5 gegn ÍBV í Pepsi-deildinni daginn fyrir leik að velja nokkrar af 14. maí 2011. bestu eða uppáhaldsmyndunum sem Flest mörk í einum leik á vellinum komu þeir hafa tekið í einhverjum af þessum í 9-1 sigri á FH 17. ágúst í fyrra. 99 leikjum. Afraksturinn má sjá í þessari opnu og þeim næstu.

Fylkir er það lið sem Þór/KA hefur oftast mætt á vellinum, alls 13 sinnum, þar af fjórum sinnum í bikarkeppninni.

Þór/KA hefur spilað 99 meistaraflokksleiki á Þórsvelli frá 23. júlí 2009 fram til dagsins í dag, unnið 64 leiki, 15 sinnum gert jafntefli og 20 sinnum tapað. Markatalan er mjög hagstæð, 277 mörk gegn 102, eða samtals 175 í plús.

Stjarnan hefur reynst Þór/KA langerfiðasti innlendi andstæðingurinn á þessum velli. Fyrir utan erlendu liðin þrjú í Evrópuleikjum Þórs/KA (Turbine Potsdam, Zorky og VfL Wolfsburg) er Stjarnan eini andstæðingurinn sem er í plús í viðureignum sínum á

Stærsti sigur Þórs/KA á vellinum er 9-0 sigur á Fjarðabyggð/Leikni í VISA-

Áfram stelpur!

10

2019


Níutíu og níu leikir

Andstæðingur - fjöldi viðureigna - sigrar - jafntefli - töp - markatala

Anna Rakel Pétursdóttir og Stephany Mayor. Mynd: Palli Jóh. vellinum. Af 10 leikjum hefur Stjarnan unnið sex, Þór/KA þrisvar og einu sinni orðið jafntefli. Markatalan 13-17. Þór/KA hefur fengið á sig 102 mörk á vellinum. Eitt hundraðasta mark andstæðinga liðsins kom í 0-3 tapinu gegn Val 15. júlí, Hlín Eiríksdóttir skoraði þá annað mark Vals. Eitt hundraðasta mark Þórs/KA á vellinum kom í leik gegn Aftureldingu 21. ágúst 2012. Tahnai Annis skoraði þá í 1-0 sigri. Lára Kristín Pedersen spilaði þann leik fyrir Aftureldingu og fékk gult spjald. Tvö hundraðasta mark Þórs/KA á vellinum skoraði Stephany Mayor þegar hún kom Þór/KA í 5-0 í 6-0 sigri á Fylki 24. september 2016.

Áfram stelpur!

Afturelding Afturelding/Fjölnir Breiðablik FH Fjarðabyggð/Leiknir Fylkir Grindavík GRV Haukar HK/Víkingur ÍA ÍBV KR Selfoss Stjarnan Turbine Potsdam Valur Völsungur VfL Wolfsburg Zorky Þróttur R. Samtals

6 5 10 1 1 00 9 4 23 6 6 00 1 1 00 13 7 42 4 4 00 1 1 00 2 2 00 2 2 00 2 2 00 9 6 03 8 6 20 6 4 11 10 3 16 1 0 01 10 4 42 1 1 00 1 0 01 1 0 01 4 4 00 99 64 15 20

16 - 5 5- 1 14 - 11 33 - 5 9- 0 28 - 12 24 - 0 7- 0 7- 1 9- 1 5- 0 18 - 13 20 - 4 18 - 5 13 - 17 0- 6 23 - 15 7- 0 0- 1 1- 2 20 - 3 277 - 102

Fjölmennast í stúkunni var á leiknum gegn VfL Wolfsburg 12. september 2018, en þá voru skráðir 1.529 áhorfendur. Þegar liðið mætti Selfyssingum og tryggði Íslandsmeistaratitilinn 2012 voru skráðir 1.212 áhorfendur. Einnig var mjög vel mætt þegar Þór/KA mætti FH og varð Íslandsmeistari 2017, en einhverra hluta vegna hefur fjöldi áhorfenda ekki verið skráður í skýrslu þess leiks. 11

2019


Níutíu og níu leikir

Heimsklassatilþrif hjá Stephany Mayor 11. júní 2016. Ef smellt er á myndina má sjá myndband af markinu.

Partíið tafið. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir og Aron Elvar Finnsson fyrir fotbolti.net.

Fótbolti eða fimleikar? Sandra María Jessen verður seint talin með stutta leggi, en hér þurfti hún að teygja sig eins langt og hún mögulega gat enda var Íslandsmeistaratitill í húfi. Hún er hér að skora fyrra mark Þórs/KA í 2-0 sigri á FH 28. september 2018 þegar liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í lokaumferð Pepsi-deildarinnar. Mikilvægi marksins sést á myndinni á næstu síðu þar sem Sandra María og liðsfélagar hennar fagna markinu og sleppa öllum mögulegum tilfinningum lausum. Myndir: Skapti Hallgrímsson. Áfram stelpur!

12

2019


Níutíu og níu leikir

Ólýsanlegur léttir. Á efri myndinni fagna Stephany Mayor, Sandra María Jessen, Hulda Ósk Jónsdóttir og Natalia Gómez Junco marki Söndru Maríu. Svipbrigði þeirra sýna glögglega þær tilfinningar sem brutust fram við þetta mark því þegar það loksins kom var langt liðið á leikinn eins og sjá má á klukkunni. Jafntefli kom auðvitað aldrei til greina því þá hefði titillinn farið í Kópavoginn. Neðri myndin skýrir sig sjálf. Myndir: Skapti Hallgrímsson. Áfram stelpur!

13

2019


Níutíu og níu leikir

Titilfögnuður og tilþrif! Palli Jóh valdi fjórar meistaramyndir úr sínu safni, tvær frá titilfögnuðinum 2012, tvær frá 2017. Bikarar á loft, risastórar stundir í sögu liðsins og tveir af eftirminnilegustu leikjunum af þessum 99 sem liðið hefur spilað á Þórsvellinum eftir endurnýjun. Palli lumaði líka á skemmtilegri mynd af karatetilþrifum sem Klara Lindberg sýndi á vellinum 2015 þegar hún skoraði gegn Þrótti. Myndir: Páll Jóhannesson Áfram stelpur!

14

2019


Níutíu og níu leikir


Níutíu og níu leikir

Innkastið. Sarah Miller vakti athygli með innköstunum sínum. Þetta er kannski ekki ein af stóru stundunum í sögu liðsins á þessum velli, en gaman að birta þessar myndir allar saman. Myndir: Páll Jóhannesson Áfram stelpur!

16

2019


Níutíu og níu leikir

Sami leikmaður, annar leikur, annað innkast, annað sjónarhorn. Mynd: Skapti Hallgrímsson Áfram stelpur!

17

2019


Þór/KA - Keflavík

Þær hafa leikið með báðum liðum

Viðureignir Þórs/KA og Keflavíkur í efstu deild ná aftur til 2006, en það ár mættust liðin einnig í bikarkeppninni og Faxaflóamótinu.

og svo fyrri leik liðanna í Pepsi Maxdeildinni í sumar. Að auki bikarleik 2012. Fimm sigurleikir Þórs/KA gegn fjórum sigrum Keflavíkur í efstu deild, en marka-

Fyrsta viðureign liðanna í efstu deild, Landsbankadeildinni, fór fram á Keflavíkurvelli 26. júní 2006. Keflavík vann þann leik 6-3. Keflavík vann Þór/KA reyndar fjórum sinnum þetta árið, tvisvar í deildinni, einu sinni í VISA-bikarnum og að auki í Faxaflóamótinu í janúar. Sömu sögu er að segja af leikjum liðanna í Landsbankadeildinni 2007. Keflavík vann sem sagt fjóra fyrstu leiki þessara liða í efstu deild, en síðan þá hefur Þór/KA unnið allar sex viðureignir liðanna, tvo leiki í Pepsi-deildinni 2008 og tvo 2009 Íunn Eir Gunnarsdóttir í leik Þórs/KA og Keflavíkur á Akureyrarvelli 13. september 2008. Mynd: Þórir Tryggva.

Áfram stelpur!

18

2019


Þór/KA - Keflavík talan er 32-23 Þór/KA í hag. Bikarviðureignirnar eru hnífjafnar, einn sigur á hvort lið og markatalan 5-5. Í fljótu bragði koma fjögur nöfn upp í hugann þegar leitað er að leikmönnum sem spilað hafa fyrir bæði félögin. Þetta eru þær Ágústa Jóna Heiðdal, Helena Rós Þórólfsdóttir, Vesna Elísa Smiljkovic og Danka Podovac. Helena Rós Þórólfsdóttir kemur frá Keflavík og spilaði með Keflvíkingum 2004-2005 í 1. deild og Landsbankadeildinni, aftur 20082009 í Landsbankadeildinni, VISA-bikarnum og Pepsi-deildinni. Samtals á hún 34 meistaraflokksleiki í deild og bikar með Keflavík og skoraði í þeim sjö mörk.

Rakel Hinriksdóttir (5) og Helena Rós Þórólfsdóttir (3) í leik Þórs/KA og Keflavíkur á Akureyrarvelli 8. júní 2009. Þetta var þriðji síðasti leikur liðsins á Akureyrarvelli fyrir flutninginn á hinn enduruppbyggða Þórsvöll. Mynd: Palli Jóh.


Þór/KA - Keflavík Keflavík - stofnað 1929. Heimavöllur: Nettóvöllurinn. Besti árangur: 3.-4. sæti í A-deild 1975 og 4. sæti í A-deild 2007. Bikarkeppni KSÍ: Úrslit 1991 og 2007. B-deildar meistari: 1984 og 2004. Flestir leikir í A-deild: Elísabet Ester Sævarsdóttir, 59. Flest mörk í A-deild: Nína Ósk Kristinsdóttir, 33. Stærsti sigur í deildakeppni: 22-0 gegn Ægi í B-deild 2004. Stærsta tap í deildakeppni: 1-12 gegn ÍA í A-deild 1985, 0-11 gegn Val í A-deild 2009 og 0-11 gegn KR í B-deild 2013.

Tveir góðir. Þórólfur Þorsteinsson, Dói, er faðir Helenu Rósar sem leikið hefur bæði fyrir Keflavík og Þór/KA. Hér er hann ásamt okkar manni, Einsa Ben, fyrir leik Keflavíkur og Þórs/KA fyrr í sumar.

Hún spilaði síðan með Þór/KA 2012-2014 og varð auðvitað Íslandsmeistari með liðinu 2012. Samtals á hún að baki 32 leiki með Þór/KA, en hluta sumarsins 2013 spilaði hún með Völsungi. Helena spilaði einnig 20 leiki fyrir Hamrana 2016-2017. Vesna Smiljkovic kom til Keflavíkur fyrst þegar hún spilaði á Íslandi, á að baki samtals 67 leiki og 25 mörk þar (2005-2008). Þaðan hélt hún norður og spilaði 38 leiki fyrir Þór/KA, skoraði 18 mörk (2009-2010) og hefur síðan spilað fyrir ÍBV og Val. Danka Podovac spilaði fyrir Keflavík fyrst þegar hún kom til Íslands, samtals 52 leiki,

Áfram stelpur!

Heimild: Íslensk knattspyrna 2018

skoraði 20 mörk (2006-2008), síðan 13/9 fyrir Þór/KA 2010. Hún hefur einnig spilað fyrir Fylki, ÍBV og Stjörnuna. Ágústa Jóna Heiðdal var hjá Þór/KA á upphafsárum liðsins, 1999-2000, fór þaðan í Tindastól, síðan RKV (sameiginlegt lið Keflavíkur, Reynis og Víðis) og spilaði svo með Keflavík 2004-2005, eftir það með GRV (Grindavík, Reynir, Víðir) og Grindavík. 20

2019


Myndasaga Þóris Tryggva

Þessar myndir tók Þórir Ó. Tryggvason þegar Þór/KA og Keflavík mættust 13. september 2008. Efst til vinstri er Silvía Rán Sigurðardóttir með Keflvíking á herðunum, efst til hægri er Arna Sif Ásgrímsdóttir í kunnuglegu einvígi við leikmann Keflavíkur og Björg Ásta Þórðardóttir (3) fylgist með. Neðri til vinstri er Karen Nóadóttir í baráttu við Guðnýju Petrínu Þórðardóttur (6), en hún skoraði eitt þriggja marka Keflavíkur í leiknum. Neðri til hægri er Rakel Hönnudóttir fyrirliði Þórs/KA sem skoraði fjögur mörk í leiknum. Leikurinn endaði með 6-3 sigri Þórs/KA, en auk Rakelar skoruðu Mateja Zver og Ivana Ivanovic mörk Þórs/KA.

Áfram stelpur!

21

2019


Myndasaga Þóris Tryggva Þór/KA og Keflavík mættust á „gamla“ Þórsvellinum sunnudaginn 3. september 2006. Keflvíkingar höfðu betur, 1-3. Freydís Anna Jónsdóttir skoraði mark Þórs/KA, en eitt marka Keflavíkur skoraði Vesna Smiljkovic, síðar leikmaður með Þór/KA. Víglundur Páll Einarsson fylgist grannt með leiknum. Á varamannabekknum eru m.a. Eva Björk Benediktsdóttir, Halla Valey Valmundsóttir, Hulda Frímannsdóttir og Elma Rún Grétarsdóttir.

Að ofan: Freydís Anna Jónsdóttir fagnar marki ásamt Freyju Rúnarsdóttur (7). Til vinstri: Freyja, Inga Dís Júlíusdóttir, Freydís Anna, Rakel Hönnudóttir og Karen Nóadóttir fagna markinu. . Freyja er systir Heiðu Ragneyjar Viðarsóttur sem spilar með Þór/KA í dag.

Elva Mary Baldursdóttir í átökum við bolta og mann.

Áfram stelpur!

22

2019


Myndasaga Þóris Tryggva Tíu ár á Þórsvellinum

Íunn Eir Gunnarsóttir fær einn á kjammann í baráttu við Vesnu Smiljkovic. Fjær er Danka Podovac. Vesna og Danka spiluðu seinna með Þór/KA. Ef smellt er á myndirnar opnast leikskýrslan úr leiknum á ksi.is.

Freyja Rúnarsdóttir í baráttu við Keflvíking.

Áfram stelpur!

Hulda Frímannsdóttir tæklar, Freyja fylgist með. 23

2019


Leikmenn liðanna Leikmannalistar Listarnir byggja á leikskýrslum á ksi.is og sýna hve oft leikmenn hafa komið við sögu í deild + bikarkeppni í sumar (byrjað eða komið inn á) en 0 þýðir að leikmaður hefur verið á skýrslu en aldrei komið inn á í leik. Feitletruð eru nöfn þeirra sem byrjuðu síðasta leik liðs.

1 2 2 3 4 4 6 7 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 16 17 19 20 21 22 22 24 25 26 27

Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir Rut Matthíasdóttir Margrét Mist Sigursteinsdóttir Anna Brynja Agnarsdóttir Bianca Sierra Tanía Sól Hjartardóttir Karen María Sigurgeirsdóttir Margrét Árnadóttir Ísfold Marý Sigtryggsdóttir Lára Einarsdóttir Stephany Mayor Lára Kristín Pedersen Arna Sif Ásgrímsdóttir (F) Harpa Jóhannsdóttir (M) Jakobína Hjörvarsdóttir Sara Skaptadóttir Hulda Ósk Jónsdóttir Saga Líf Sigurðardóttir Magðalena Ólafsdóttir María Catharina Ólafsd. Gros Agnes Birta Stefánsdóttir Ágústa Kristinsdóttir Nana Rut Hlynsdóttir Eygló Erna Kristjánsdóttir Iris Achterhof Hulda Björg Hannesdóttir Heiða Ragney Viðarsdóttir Andrea Mist Pálsdóttir Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir

Áfram stelpur!

10+3 3 1 2 10+3 1 13+2 4 4 13+3 10+3 13+3 11+2 3+1 4+1 0 12+3 3+1 1 5+1 3+1 0 0 1 6+1 13+3 7+3 13+3 10+3

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 15 16 17 18 18 20 21 23 24 26 28

24

Aytac Sharifovak Þóra Kristín Klemenzdóttir Natasha Moraa Anasi Eva Lind Daníelsdóttir Sophie McMahon Groff Valdís Ósk Sigurðardóttir Maired Clare Fulton Sveindís Jane Jónsdóttir Marín Rún Guðmundsdóttir Dröfn Einarsdóttir Kristrún Ýr Hólm Katrín Hanna Hauksdóttir Bryndís María Theodórsdóttir Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir Ísabel Jasmín Almarsdóttir Katla María Þórðardóttir Helena Aradóttir Una Margrét Einarsdóttir Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir Íris Una Þórðardóttir Herdís Birta Sölvadóttir Anita Lind Daníelsdóttir Amelía Rún Fjeldsted Kara Petra Aradóttir

10 11 13+1 5+1 13+1 0 12+1 12+1 4+1 13+1 12+1 3+1 0 7+1 12+1 13+1 0 2 2+1 13 0 13+1 5 3

2019


Samstarfsaðilar Þórs/KA

Áfram stelpur!

25

2019


Leikjadagskrá A-deildar 2. flokks Lau. 18.05.

13:30

Kórinn

HK/Vík. (4)

Þór/KA/Ha (0)

Fim. 30.05.

17:00

KA-völlur

Þór/KA/Ha (3)

Self./HÆKS (0)

Þri. 25.06.

18:00

KA-völlur

Þór/KA/Ha (1)

Brbl/Aubl. (4)

Sun. 28.07.

16:00

KA-völlur

Þór/KA/Ha (6)

HK/Vík. (1)

Lau. 17.08.

13:30

Samsungv.

Sun. 18.08.

14:00

Jáverk-völlur

Selfoss/HÆKS

Þór/KA/Hamrar

Fim. 22.08.

18:00

KA-völlur

Þór/KA/Hamrar

Valur

Sun. 25.08.

14:00

Valsvöllur

Valur

Þór/KA/Hamrar

Fös. 30.08.

18:00

Smárinn

Brbl/Aubl.

Þór/KA/Hamrar

Lau. 31.08.

12:00

Eimskipsv.

Þróttur

Þór/KA/Hamrar

Þri. 03.09.

18:00

KA-völlur

Þór/KA/Hamrar

Stja/Álftan.

KA-völlur

Þór/KA/Hamrar

Þróttur

Frestað

Stjarnan/Álftan Þór/KA/Hamrar

Bikarkeppni 2. flokks 1.

Lau. 08.06.

15:00

Víkingsvöllur

HK/Víkingur (5)

Þór/KA/Ha (4)

Byrjunarlið 2. flokks í heimaleik gegn Breiðabliki/Augnabliki 25. júní.

Áfram stelpur!

26

2019


Leikjadagskrá Pepsi Max-deild 1.

Fös. 03.05.

18:00

Origo

Valur (5)

Þór/KA (2)

2.

Mið. 08.05.

18:00

Þórsvöllur

Þór/KA (2)

Fylkir (0)

3.

Sun. 12.05.

14:00

Hásteinsvöllur

ÍBV (1)

Þór/KA (3)

4.

Þri. 21.05.

18:30

Þórsvöllur

Þór/KA (1)

Breiðablik (4)

5.

Sun. 26.05.

16:00

Nettóvöllurinn

Keflavík (1)

Þór/KA (2)

6.

Mið. 05.06.

18:00

Jáverk-völlurinn

Selfoss (0)

Þór/KA (1)

7.

Sun. 23.06

14:00

Þórsvöllur

Þór/KA (2)

KR (2)

8.

Mið. 03.07.

18:00

Samsungvöllur

Stjarnan (0)

Þór/KA (0)

9.

Mið. 10.07.

18:00

Þórsvöllur

Þór/KA (6)

HK/Víking (0)

10.

Mán. 15.07.

18:00

Þórsvöllur

Þór/KA (0)

Valur (3)

11.

Þri. 23.07.

18:00

Würth-völlurinn

Fylkir (3)

Þór/KA (0)

12.

Lau. 27.07.

15:30

Þórsvöllur

Þór/KA (5)

ÍBV (1)

13.

Fim. 01.08.

18:00

Kópavogsvöllur

Breiðabl. (0)

Þór/KA (0)

14.

Fim. 15.08.

18:00

Þórsvöllur

Þór/KA

Keflavík

15.

Sun. 25.08.

14:00

Þórsvöllur

Þór/KA

Selfoss

16.

Sun. 08.09.

16:00

Alvogen-völlur

KR

Þór/KA

17.

Sun. 15.09.

14:00

Þórsvöllur

Þór/KA

Stjarnan

18.

Lau. 21.09.

14:00

Víkingsvöllur

HK/Vík.

Þór/KA

Mjólkurbikarinn

16 liða úrslit: Þór/KA - Völsungur 7-0. 8 liða úrslit: Þór/KA - Valur 3-2 4 liða úrslit: KR - Þór/KA 2-0

Áfram stelpur!

27

2019


Papco pappír á góðu verði

STYRKTARSALA Þór/KA og Hamrarnir

Vilt þú styrkja starfið og reksturinn hjá Þór/KA og Hömrunum? Við efnum reglulega til sölu á pappír frá Papco. Þetta er mjög einfalt, hafðu samband við uppáhaldsleikmanninn þinn, fáðu upplýsingar um verð, vöru og afhendingu og láttu slag standa. Nánari upplýsingar birtast á samfélagsmiðlum ´ hjá leikmönnum liðanna. Áfram stelpur!

28

2019


Þökkum stuðninginn

Áfram stelpur!

29

2019


Leikskýrsla: Leikskýrsla: Þór/KA - ÍBVFylkir - Þór/KA

27. júlí 2019 - Þórsvöllur: Þór/KA - ÍBV 5-1 (0-0) Byrjunarlið: 1 Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (M)(F), 6 Karen María Sigurgeirsdóttir, 8 Lára Einarsdóttir, 10 Lára Kristín Pedersen, 13 Jakobína Hjörvarsdóttir (3 Anna Brynja Agnarsdóttir 90‘), 15 Hulda Ósk Jónsdóttir (Ísfold Marý Sigtryggsdóttir 86‘), 17 María Catharina Ólafsdóttir Gros (16 Margrét Mist Sigursteinsdóttir 90+1‘), 19 Agnes Birta Stefánsdóttir, 24 Hulda Björg Hannesdóttir, 26 Andrea Mist Pálsdóttir, 27 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir. Varamenn: 12 Harpa Jóhannsdóttir (M), 2 Rut Matthíasdóttir, 3 Anna Brynja Agnarsdóttir, 4 Tanía Sól Hjartardóttir, 7 Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, 16 Margrét Mist Sigursteinsdóttir, 22 Eygló Erna Kristjánsdóttir. Mörk: Hulda Ósk Jónsdóttir (46‘, 53‘), Agnes Birta Stefánsdóttir (60‘), María Catharina Ólafsdóttir Gros (82‘), Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (88‘). Áminning: Karen María Sigurgeirsdóttir. Fyrsta mark Agnesar og Maríu í Pepsi, fyrsti byrjunarliðsleikur Jakobínu í mfl. og fyrsta innkoma Margrétar Mistar í mfl. Myndir: Palli Jóh.

Áfram stelpur!

30

2019


Leikskýrsla: Fylkir - Þór/KA Leikskýrsla: Breiðablik - Þór/KA

1.ágúst 2019 - Kópavogsvöllur: Breiðablik - Þór/KA 0-0 Byrjunarlið: 1 Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (M)(F), 6 Karen María Sigurgeirsdóttir, 8 Lára Einarsdóttir, 10 Lára Kristín Pedersen, 13 Jakobína Hjörvarsdóttir (11 Arna Sif Ásgrímsdóttir 89‘), 15 Hulda Ósk Jónsdóttir, 16 Magðalena Ólafsdóttir (7 Ísfold Marý Sigtryggsdóttir 62‘), 17 María Catharina Ólafsdóttir Gros, 24 Hulda Björg Hannesdóttir, 26 Andrea Mist Pálsdóttir, 27 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir. Varamenn: 12 Harpa Jóhannsdóttir (M), 2 Rut Matthíasdóttir, 3 Anna Brynja Agnarsdóttir, 4 Tanía Sól Hjartardóttir, 7 Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, 16 Margrét Mist Sigursteinsdóttir, 22 Eygló Erna Kristjánsdóttir.

Bryndís Lára var valin maður leiksins af Mogganum og í lið 13. umferðar bæði hjá Mogga og fotbolti.net.

Áfram stelpur!

31

2019


Fyrri leikskrár Til að auðvelda og einfalda aðgengi að fyrri leikskrám verður þeim haldið til haga í hverri útgáfu og hægt að smella á myndirnar til að opna viðkomandi leikskrá. 16.05.2019

21.05.2019

25.05.2019

31.05.2019

23.06.2019

29.06.2019

08.07.2019

10.07.2019

20.07.2019

15.07.2019

10.08.2019

27.07.2019

32

2019


Profile for Þór/KA og Hamrarnir

Leikskrá: Þór/KA - Keflavík (15.08.2019)  

Leikskrá fyrir viðureign Þórs/KA og Keflavíkur í Pepsi Max-deildinni 15. ágúst 2019.

Leikskrá: Þór/KA - Keflavík (15.08.2019)  

Leikskrá fyrir viðureign Þórs/KA og Keflavíkur í Pepsi Max-deildinni 15. ágúst 2019.

Advertisement