Djúpgáma bæklingur

Page 1

Djúpgámar

Vistvæn lausn

fyrir flokkun

úrgangs

Hentugir þar sem mikið magn

úrgangs

fellur til

Þar sem kerfið er að mestu leyti niðurgrafið sparar það pláss og getur tekið á móti úrgangi frá fjölda heimila.

Skilvirkt, hagkvæmt og nútímalegt úrgangskerfi.

Djúpgámarnir þarfnast lítils viðhalds, rekstrarkostnaður er lágur og ekki er þörf á upphituðum úrgangs- geymslum. Hægt er að nýta það rými sem annars væri nýtt undir ílát fyrir úrgang í hjólageymslur eða annað geymslurými í fjölbýlishúsum.

Vinnuvistfræðileg og fyrirferðarlítil lausn.

Innmötun í djúpgámana er eingöngu ofanjarðar og bjóða þeir upp á þann möguleika að samþætta úrgangsmeðhöndlun svo lítið beri á og eru því snyrtileg lausn í umhverfinu Hægt er að velja mismunandi innmötun eftir því hvaða úrgangur fer í hvern djúpgám; blandaður úrgangur, matarleifar, pappír, plastumbúðir, gler eða málmur.

Tillit er tekið til hjólastólaaðgengis þegar kemur að aðgengi að innmötun Hægt er að hafa innmötun djúpgámanna læsta svo aðgengi sé bundið við íbúa þess hverfis sem þeim er ætlað að sinna Yfirborð þess er hamrað til að það láti síður á sjá hvað varðar notkun og óhreinindi

Auðveldir í notkun, öryggir og þægileg lausn

Endingargóðir og auðveldir í uppsetningu. Líftími djúpgámanna er langur, samkvæmt framleiðanda er meðalendingartími stálgámsins yfir 15 ár og steypta kjarnans yfir 50 ár. Gámarnir samanstanda af galvaniseruðum stálgámi og steyptum kjarna sem lágmarkar eldhættu sem getur skapast út frá úrgangi. Stálgámur og kjarni eru afhentir saman og auðvelt er að koma þeim fyrir á tilætluðum verkstað. Djúpgámarnir eru vel hannaðir fyrir mikið magn úrgangs, óháð úrgangsflokki, þess vegna er ekki þörf á auka styrkingu m t t úrgangsflokks

Lág losunartíðni Í djúpgámunum þjappast úrgangurinn undan eigin þunga eftir því sem magnið eykst Botnlúgur taka við öllum vökva sem lekur úr úrgangi og tæmist svo við losun Þar sem jafnt og svalt hitastig er í djúpgámunum allt árið í kring helst úrgangurinn ferskari og því eru minni líkur á því að í honum myndist vond lykt

Tæknilegar upplýsingar

Losunarbúnaður

Innmötun

Gólf

Stálgámur Botnlúga Öryggishólf

Steyptur kjarni

Staðreyndir um djúpgáma

Fjölmargir möguleikar

samkvæmt ISO- staðli 9001 um litaval á innmötun og mismunandi klæðningu á yfirborði gáms

Gámurinn er framleiddur úr

heitgalvaniseruðu tæringarþolnu stáli

Gámurinn er varinn

með steyptri gryfju

Framleiðslan er vottuð

Mismunandi litir og hamrað lakk með

vörn gegn veggjakroti

Innmötun fyrir fjölda mismunandi úrgangsflokka

Innmötunin er úr

heitgalvaniseruðu stáli

Sérsniðin merking

fyrir hvern úrgangsflokk

Fleiri en hafa verið settir upp víða í Evrópu

60.000 djúpgámar

Hægt er að gáminn

aðlaga fyrir matarleifar

Læsanlegir með lykillæsingu eða raflæsingu

Terra hefur selt um 600 djúpgáma

Ofan jarðar Neðan jarðar

Hönnun fyrir hljóðláta tæmingu

Hönnun djúpgámanna gerir þjónustuaðilum kleift að tæma þá á hljóðlátan og skilvirkan hátt. Tæmingin er eingöngu framkvæmd vélrænt af einum einstaklingi með kranabíl. Gámnum er lyft upp úr gryfjunni, öryggisgólfið fer upp í jarðhæð og ökumaðurinn getur tæmt á öruggan hátt með litlum sem engum hávaða.

Gólfklæðing/yfirborð

Hægt er að velja um mismunandi útfærslu á gólfefni ofan á djúpgámana. Annars vegar eru það þeir efniviðir sem sýndir eru hér á mynd og hinsvegar er hægt að velja yfirborðsefni sem er í takt við umhverfið í kringum gámana

Gólf fyrir eigin klæðingu hámarksþykkt 30 mm

Litir

Gólf með gúmmíklæðingu án samskeyta

Gólf með rifflaðri plötu

Mismunandi litir eru í boði fyrir innmötun á djúpgámunum

Hægt er að samþætta UWS kerfið þannig að lítið farir því í umhverfinu þar sem það er staðsett. Inntökin eru fáanleg í mismunandi litum ásamt hömruðu lakki með flekkóttu yfirborði sem felur vel frjókorn og ryk.

Losunarbúnaður

Tveggja króka losunarbúnaður.

1 8 5 x 1 8 5 c m

Terra leggur ríka áherslu á að auðvelda Íslendingum að skilja ekkert eftir; endur- nýta, flokka og meðhöndla endurvinnsluefni og annan úrgang með ábyrgum hætti Að skilja ekkert eftir er þýðing á Zero Waste sem er alþjóðlegt átak um að bæta umgengni við jörðina með því að draga úr mengun og minnka sóun Terra umhverfisþjónusta hefur einsett sér að aðstoða fyrirtæki og heimili í þessum efnum, hvetja til minni notkunar á umbúðum og einfalda flokkun

Fyrirtækið hefur starfað við flokkun og söfnun endurvinnslu efna frá árinu 1984 og vinnur með fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum í endurvinnslu og umhverfisvænni úrgangsstjórnun með áherslu á að koma öllum þeim efnum sem falla til í viðeigandi farveg og aftur inn í hringrásarhagkerfið.

Berghella 1, 221 Hafnarfjörður | Sími: 535-2500 | terra@terra.is
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.