

Hringrásarhagkerfið
Hringrásarhagkerfi miðast við að hámarka verðmætin og auðlindirnar, auka endurnotkun og endurvinnslu. Stærsti þátturinn í þessu kerfi er almenn flokkun á úrgangi og endurvinnsla þar sem reynt er eftir fremsta megni að halda efnislegum vörum og verðmæti þeirra og innihaldi inni í hagkerfishringnum eins lengi og mögulegt er.
Terra kemur að söfnun, flokkun úrgangs og kemur honum í endurvinnslu, endurnýtingu eða brennslu (orkunýting).


Hringrásarlögin
Ný lög í úrgangsmálum á Íslandi tóku gildi þann 1. janúar 2023.
Lagabreytingarnar hafa verið kallaðar einu nafni hringrásarlögin en markmið laganna snýst þó aðallega um að draga úr myndun úrgangs og stuðla að myndun endurvinnslusamfélags hér á landi.
Hvað þýðir þessi lagabreyting fyrir atvinnulífið?
Vinnustaðir þurfa líkt og heimili að flokka úrgang í sjö flokka sem eru pappír, plast, matarleifar, textíll, málmar, gler og blandaður úrgangur.








MERKINGAR
Samræmt, einfalt og gott merkingakerfi er mikilvægt til að stuðla að betri flokkun og styður við bætta úrgangsstjórnun á Íslandi.
FENÚR hefur þýtt og staðfært þær samnorrænu merkingar sem
eru notaðar fyrir tunnur og ílát um allt land sem á að einfalda flokkun og gera hana skilvirkari.
Einnig eru þessar merkingar að finna á mörgum vörum sem sýnir i hvaða flokk umbúðirnar eiga að fara að notkun lokinni.
MATARLEIFAR
BLANDAÐUR ÚRGANGUR
MÁLMAR
MÁLMUMBÚÐIR MÁLMAR
PLAST
HARÐAR & MJÚKAR
PLASTUMBÚÐIR
PAPPÍR
PAPPÍR
DAGBLÖÐ
PAPPI
GLER & POSTULÍN
GLÆRT & LITAÐ GLER
BYLGJUPAPPI
SLÉTTUR PAPPI
NYTJAHLUTIR
TEXTÍLL

Matarleifar
Efnið er notað í jarðgerð og því er nauðsynlegt að nota sérstaka niðurbrjótanlega poka.
Á suður- og vesturlandi þarf að nota bréfpoka, ekki er leyfilegt að nota lengur maíspoka þar sem Gaja tekur einungis við matarleifum í bréfpokum.
Á norðurlandi má þó enn nota maíspoka.
Plastpoka má alls ekki nota!




Eldaðir kjöt- og fiskafgangar, ávextir, grænmeti, egg/eggjaskurn, tepokar (ekki úr plasti), tannstönglar úr tré, öll smærri bein s.s. fisk- og kjötbein, eldhúspappír og afskorin blóm/plöntur
Kaffikorgur og kaffisíur.
Öll olía og feiti býr yfir orku sem hægt er að endurnýta: steikingarolía, afgangar í ostakrukkum, djúpsteikingarfeiti, smjör og tólg.
Ef um mikið magn er að ræða hvetjum við ykkur til að safna því plastbrúsa og flöskur og skila til viðurkenndra móttökuaðila líkt og Terra efnaeyðingu.

Plastumbúðir
Til að efnið nýtist sem best sem endurvinnsluefni er mikilvægt að umbúðir séu tómar og brúsar án vökva. Æskilegt er að skola umbúðir utan af matvælum, hreinlætisvörum og snyrtivörum.
Plast er baggað af Terra og sent til frekari flokkunar og endurvinnslu
Leikföng sem gerð eru úr plasti og ganga fyrir rafhlöðum flokkast sem raftæki




Plastpokar, plastbrúsar, plastdósir, plastumbúðir, plastbakkar, plastflöskur og frauðplast umbúðir
Plastfilmu skal safnað í sérstaka troðslupoka sem gott er að geyma á grind.
Filmuplast er verðmætt efni og hentar vel til endurvinnslu ef það er flokkað sér.
Filman má vera glær eða lituð, það þarf þó að aðgreina filmur eftir lit þegar verið er að flokka þær Glærar fara í einn poka og litaðar í annan.
Frauðplast þarf að vera hreint og þurrt. Það þarf að vera laust við öll aðskotaefni eins og pappír, límband, nagla eða steypu.

Pappír

Dagblöð, umslög, gluggaumslög, skrifstofupappír og bæklingar
Efnið skal vera laust
við stærri aðskotahluti
þó að litlir hlutir eins og hefti megi vera á blöðunum

Ef bækurnar eru heilar
þá ætti alltaf að vera fyrsti valkostur að koma þeim á nytjamarkað
Ef kjölurinn er límdur saman má bókin fara í pappírstunnu
Annars fara innbundnar bækur í blandaðan úrgang.

Millispjöld af vörubrettum, pítsa- og pappakassar
Til að efni nýtist sem best sem
endurvinnsluefni er mikilvægt að fjarlægja matarleifar og
aðskotahluti frá bylgjupappanum en límbönd og hefti mega fara með


Terra Efnaeyðing býður upp á sérhæfða, ábyrga og
umhverfisvæna þjónustu við eyðingu trúnaðargagna

Til að efni nýtist sem best sem endurvinnsluefni er nauðsynlegt að hafa í huga að fernur séu skolaðar.
Tappar mega vera á fernunni

Málmur
Málmur er verðmætt efni sem má endurvinna endalaust með tilheyrandi umhverfislegum ávinningi.
Taka skal fram að raftæki, gaskútar og kolsýruhylki mega alls ekki fara í þennan flokk, m.a. vegna eldhættu og því þarf að skila þeim til endurvinnsluaðila.
Málmur er fluttur erlendis til endurvinnslu.
Þar sem mikið fellur til af stærri málmi þarf að flokka það sérstaklega í þar til gerð ílát.



Umbúðir gerðar úr málmum, sprittkertabikarar, málmlok af krukkum og smærri hlutir úr málmi.

Gler
Terra fer með allt gler til Sorpu Sorpa er með tilraunarverkefni í gangi þar sem
krukkur og önnur ílát eru send erlendis til endurvinnslu.Til að hægt sé að nýta þann endurvinnslufarveg má alls ekki setja
keramik, postulín eða önnur steinefni í
þennan flokk.
Það sem ekki er sent erlendis er farið með
á urðunarstað í Álfsnesi



Glerílát þurfa að vera tóm og hrein. Passa þarf að lok eða tappar sem eru gerðir úr málm fari ekki ekki með glerinu.
Glerumbúðir, krukkur, leirtau og glös.
Rúðugler má ekki fara í þennan flokk þar sem slíkt gler er flokkað sem steinefni frá framkvæmdum og þarf að skila á endurvinnustöð
Efnið má nota sem fyllingarefni við framkvæmdir og nýtist á sama hátt og möl, með því er hægt að draga úr námugrefti og þeim framkvæmdum sem það veldur á umhverfið.

Blandaður úrgangur
Hlutir sem ekki falla undir aðra flokka
Blandaður úrgangur er hakkaður hjá Terra
Efnið er síðan baggað og sent til brennslu erlendis, þar sem það nýtist til framleiðslu á orku.


Pappírs handþurrkur af salernum, einnota hanskar, pappírsþurrkur, óhreinar umbúðir sem ekki er hægt að hreinsa, samsettar umbúðir sem ekki er hægt að aðskilja, hrá matvæli, tyggjó, bleyjur, dömubindi og túrtappar.
Athugið að stærri hlutir líkt og bólstruð húsgögn og grófur úrgangur frá framkvæmdum fara í gám fyrir grófan úrgang

Textíll
Föt þurfa að vera hrein og þurr Best að hafa þau pökkuð í plastpoka.
Slitin föt og rifin mega fara í þetta ílát þar sem þau nýtast í endurvinnslu.
Terra kemur textíl til Sorpu Textíll sem ekki er endurnýttur hérlendis er sendur erlendis til endurvinnslu



Fatnaður, lín, lök, dúkar, tuskur, sloppar og handklæði
Best er að bindar reimarnar saman svo að skóparið haldist saman eða þá setja parið í glæran poka.


RAFTÆKI
Terra sérhæfir sig í flutningi, meðhöndlun og frágangi á spilliefnum og
raftækjum til endurnýtingar, endurvinnslu eða eyðingar. Fyrirtækið vinnur skv. reglum gæðastjórnunarstaðalsins ISO 9001 og umhverfisstjórnunarstaðalsins ISO 14001 og er eini sérhæfði aðilinn í móttöku spilliefna á Íslandi









Spilliefni
Spilliefni eru flokkuð og meðhöndluð á réttan hátt og komið til eyðingar eða í endurvinnslu, það á aðallega við ál, blý og plast sem er endurunnið.











Auk móttöku á spilliefnum og raftækjum sinnir Terra margvíslegri annarri þjónustu s.s. söfnunarþjónustu (losun íláta), skjalaeyðingu, söfnun matarolíu, vöruförgun, sölu og/eða leigu sérhæfðra íláta og ráðgjöf um spilliefni.
Hægt er að senda fyrirspurnir:
efnaeyding@terra.is
559 2200

